Title
stringlengths
15
17
Keywords
stringlengths
3
181
Summary
stringlengths
74
3.53k
Text
stringlengths
125
8.04k
Mál nr. 396/2003
Kærumál Skuldamál Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli Þ á hendur K hf. til innheimtu skuldar samkvæmt tveimur reikningum var vísað frá dómi sökum vanreifunar. Var um að ræða annað dómsmál milli aðila um sama sakarefni en hinu fyrra var með dómi Hæstaréttar vísað frá héraðsdómi af sömu ástæðu. Með vísan til frekari skýringa og gagna sem aðilarnir höfðu lagt fram í málinu var talið að nægilega hefði verið bætt úr þeim annmörkum sem áttu stærstan þátt í að til frávísunar kom í fyrra málinu. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar en til vara að hann verði felldur niður. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 401/2003
Kærumál Stefnubirting Frávísunarúrskurður staðfestur
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að vísa faðernismáli X á hendur Y sjálfkrafa frá héraðsdómi þar sem skilyrðum 89. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til birtingar stefnu í Lögbirtingablaði var ekki fullnægt.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða 29. september 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var sjálfkrafa vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða 29. september 2003. Mál þetta, sem var dómtekið 3. september sl., höfðaði X þann 18. júní sl. gegn Y, Venesúela. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi sé faðir [...] Z. Þá gerir stefnandi kröfu um málskostnað sér til handa ásamt virðisaukaskatti. Stefndi hefur ekki látið málið til sín taka, né boðað forföll. Stefnandi fékk gjafsókn í málinu með leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dags. 14. maí 2003. Stefnandi lýsir málsatvikum þannig í stefnu að hún hafi kynnst stefnda í byrjun [...] í [...] Venesúela. Hafi hann búið þar hjá [...]. [...] Hún kveðst hafa ítrekað reynt að ná sambandi við stefnda til að tjá honum að hann væri orðinn faðir en þær tilraunir hafi engan árangur borið. Í október 2001 lagði hún inn yfirlýsingu um faðerni barnsins til sýslu­mannsins í Reykjavík skv. 5. gr. l. nr. 20/1992 og beiðni um meðlag frá 1. september 2000. Með bréfi dags. 12 nóvember 2001 til einkamálaskrifstofu dómsmála­ráðuneytisins óskaði sýslumaðurinn eftir því við ráðuneytið að það kannaði afstöðu stefnda til málsins. Fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við utanríkisráðuneytið að það hlutaðist til um að aflað yrði viðurkenningar stefnda á faðerni Z og samþykki hans til greiðslu meðlags með barninu, viðurkenndi hann faðernið á annað borð. Í framhaldi þessa var stefnda sent ábyrgðarbréf frá sendiráði Íslands í Washington. Var kvittað fyrir móttöku bréfsins en ekkert svar hefur borist. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo sýslumanninum í Reykjavík, með bréfi dags. 17. október 2002, að það sæi ekki tilgang í því að halda áfram tilraunum til að afla faðernis­viðurkenningar frá stefnda þar sem hann virtist ekki ætla sér að svara bréfum sendiráðsins. Með bréfi dags. 22. október 2002 var stefnanda síðan tilkynnt sú ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík að vísa faðernismálinu frá því embætti. Stefnandi kveðst í framhaldi þessa hafa ákveðið þessa málsókn þar sem henni sé í mun að feðra barn sitt. Kveðst hún ekki hafa reynt stefnubirtingu í Venesúela þar sem hún telur, með vísan til afdrifa framangreinds ábyrgðabréfs, að slíkt myndi ekki þjóna neinum tilgangi og að í raun sé ekki vitað um núverandi heimili stefnda. Stefnandi byggir kröfur sínar á 4. gr. sbr. VII. kafla barnalaga nr. 20/1992. Krafa um málskostnað er byggð á 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um rétt stefnanda á gjafsókn vísar hún til 2. mgr. 45. gr. laga nr. 20/1992 og 2. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991. Um varnarþing er vísað til 57. gr. laga nr. 20/1992 og um stefnubirtingu til 89. gr. laga um meðferð einkamála. Stefnandi hefur kosið að birta stefnuna í Lögbirtingablaði þar sem henni þyki sýnt að birting fyrir stefnda í Venesúela muni ekki bera árangur. Um birtingu stefnu fyrir aðila, sem á heimili eða dvalarstað í tilteknu erlendu ríki og birting hér á landi samkvæmt almennum reglum er ekki möguleg, gilda þær reglur er fram koma í 90. gr. laga nr. 91/1991. Er í greinargerð með lögunum sérstaklega tiltekið að skilyrðum 89. gr. væri ekki fullnægt með því einu, að stefndi ætti heimili í öðru ríki, jafnvel þótt ekki væri vitað hvar í því ríki heimilisfang hans væri. Ef þannig væri vitað að stefndi væri búsettur í tilteknu ríki en á óþekktum stað þar, leiðir af fyrirmælum 90. gr. að birta yrði stefnuna í því ríki eftir reglum þess um birtingu fyrir manni sem hefði óþekkt heimilisfang. Ef yfirvöld viðkomandi ríkis á hinn bóginn neita eða láta hjá líða að verða við ósk um birtingu skv. 90. gr. er heimilt að birta stefnu í Lögbirtingablaði, sbr. b-lið 89. gr. laganna. Ekki verður annað ráðið en heimaland stefnda sé Venesúela. Stefnandi hefur ekki reynt að birta stefnu fyrir stefnda í Venesúela. Samkvæmt framansögðu bar stefnanda að birta stefnu fyrir stefnda eftir reglum heimalands hans. Ekki hafa verið lögð fram gögn er sýna hvaða reglur gilda um stefnubirtingu í því landi. Þá verður ekki séð að yfirvöld í heimalandi stefnda hafi neitað eða látið hjá líða að verða við ósk um að birta stefnu eftir reglum 90. gr. laganna. Er því skilyrðum 89. gr. laganna fyrir birtingu í Lögbirtingablaði ekki fullnægt og því óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálf­krafa frá dómi. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði samkvæmt gjaf­sóknar­leyfi dags. 14. maí 2003, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Karls Georgs Sigurbjörnssonar, hrl., sem ákveðst 65.000 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Úrskurð þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri. Máli þessu er vísað sjálfkrafa frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Karls Georgs Sigurbjörnssonar, hrl., 65.000 krónur.
Mál nr. 391/2003
Kærumál Kæruheimild Útivist Frávísun frá Hæstarétti
Kærð var sú ákvörðun héraðsdóms um að fella niður mál sem S hafði höfðað gegn F og J. Tekið var fram að samkvæmt ótvíræðu orðalagi í upphafi 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væru það eingöngu úrskurðir héraðsdómara um nánar tilgreind efni, sem gætu sætt kæru til Hæstaréttar, en ekki ákvarðanir hans um þau. Þar sem heimild brast fyrir kærunni var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 24. september 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 8. október 2003. Sóknaraðilar kveðast kæra „úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur“ 21. mars 2003, en þann dag hafi málinu verið lokið með ákvörðun um að fella það niður, en um þessi afdrif málsins hafi þeim fyrst orðið kunnugt 16. september 2003. Um kæruheimild vísa sóknaraðilar til k. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þeir krefjast þess að ákvörðun héraðsdómara verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir hann að taka málið til meðferðar að nýju. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Varnaraðili þingfesti mál þetta á hendur sóknaraðilum fyrir héraðsdómi 12. desember 2002 til heimtu skuldar. Í greinargerð sóknaraðila, sem lögð var fram á dómþingi 23. janúar 2003 kröfðust þeir sýknu af kröfu varnaraðila og greiðslu málskostnaðar. Í málinu liggur fyrir ljósrit símbréfs, sem héraðsdómari kveður að sent hafi verið lögmanni sóknaraðila 4. mars 2003, en þar var tilkynnt um fyrirtöku málsins 21. sama mánaðar. Það þing var sótt af hálfu varnaraðila, en ekki af hálfu sóknaraðila. Krafðist varnaraðili þess að málið yrði fellt niður án kostnaðar og féllst héraðsdómari á þá kröfu með ákvörðun, sem færð var í þingbók. Sóknaraðilar kveðast ekki hafa fengið það símbréf, sem áður er getið. Þeim hafi því ekki verið kunnugt um þinghaldið 21. mars 2003 og hafi málið ranglega verið fellt niður án greiðslu málskostnaðar til sóknaraðila. Sóknaraðilar hafa ekki neytt réttar síns til að leita endurupptöku málsins í héraði, sbr. 97. gr. laga nr. 91/1991, og afla í því sambandi úrskurðar, sem kynni að mega kæra til æðra dóms samkvæmt i. lið 1. mgr. 143. gr. sömu laga. Svo sem greinir hér að framan kvað héraðsdómari ekki upp úrskurð um að mál varnaraðila gegn sóknaraðilum yrði fellt niður heldur tók hann um það ákvörðun, sem færð var í þingbók, sbr. 3. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt ótvíræðu orðalagi í upphafi 1. mgr. 143. gr. sömu laga eru það eingöngu úrskurðir héraðsdómara um nánar tilgreind efni, sem geta sætt kæru til Hæstaréttar, en ekki ákvarðanir hans um þau. Brestur því heimild fyrir kæru sóknaraðila. Af þeim sökum verður málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 21. mars 2003. Mál nr. E-17780/2002 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis gegn Friðriki Ingva Jóhannessyni og Jóhanni Þór Hopkins Skjöl málsins nr. 1- 11 liggja frammi. Af hálfu stefnanda sækir þing Hlynur Halldórsson hdl. v/Jóhannesar B. Björns­sonar hdl. Af hálfu stefndu er ekki sótt þing en forföll hafa ekki verið boðuð. Dómarinn leggur fram nr. 12, boðun í þinghaldið með símbréfi. Lögmaður stefnanda óskar eftir að fella málið niður án kostnaðar. Málið er fellt niður. Dómþingi slitið. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari
Mál nr. 392/2003
Kærumál Kæruheimild Útivist Frávísun frá Hæstarétti
Kærð var sú ákvörðun héraðsdóms um að fella niður mál sem S hafði höfðað gegn G og H. Tekið var fram að samkvæmt ótvíræðu orðalagi í upphafi 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væru það eingöngu úrskurðir héraðsdómara um nánar tilgreind efni, sem gætu sætt kæru til Hæstaréttar, en ekki ákvarðanir hans um þau. Þar sem heimild brast fyrir kærunni var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 24. september 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 8. október 2003. Sóknaraðilar kveðast kæra „úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur“ 21. mars 2003, en þann dag hafi málinu verið lokið með ákvörðun um að fella það niður, en um þessi afdrif málsins hafi þeim fyrst orðið kunnugt 16. september 2003. Um kæruheimild vísa sóknaraðilar til k. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þeir krefjast þess að ákvörðun héraðsdómara verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir hann að taka málið til meðferðar að nýju. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Varnaraðili þingfesti mál þetta á hendur sóknaraðilum fyrir héraðsdómi 12. desember 2002 til heimtu skuldar. Í greinargerð sóknaraðila, sem lögð var fram á dómþingi 23. janúar 2003 kröfðust þeir sýknu af kröfu varnaraðila og greiðslu málskostnaðar. Í málinu liggur fyrir ljósrit símbréfs, sem héraðsdómari kveður að sent hafi verið lögmanni sóknaraðila 4. mars 2003, en þar var tilkynnt um fyrirtöku málsins 21. sama mánaðar. Það þing var sótt af hálfu varnaraðila, en ekki af hálfu sóknaraðila. Krafðist varnaraðili þess að málið yrði fellt niður án kostnaðar og féllst héraðsdómari á þá kröfu með ákvörðun, sem færð var í þingbók. Sóknaraðilar kveðast ekki hafa fengið það símbréf, sem áður er getið. Þeim hafi því ekki verið kunnugt um þinghaldið 21. mars 2003 og hafi málið ranglega verið fellt niður án greiðslu málskostnaðar til sóknaraðila. Sóknaraðilar hafa ekki neytt réttar síns til að leita endurupptöku málsins í héraði, sbr. 97. gr. laga nr. 91/1991, og afla í því sambandi úrskurðar, sem kynni að mega kæra til æðra dóms samkvæmt i. lið 1. mgr. 143. gr. sömu laga. Svo sem greinir hér að framan kvað héraðsdómari ekki upp úrskurð um að mál varnaraðila gegn sóknaraðilum yrði fellt niður heldur tók hann um það ákvörðun, sem færð var í þingbók, sbr. 3. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt ótvíræðu orðalagi í upphafi 1. mgr. 143. gr. sömu laga eru það eingöngu úrskurðir héraðsdómara um nánar tilgreind efni, sem geta sætt kæru til Hæstaréttar, en ekki ákvarðanir hans um þau. Brestur því heimild fyrir kæru sóknaraðila. Af þeim sökum verður málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 21. mars 2003. Mál nr. E-17781/2002 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis gegn Guðbirni Magnússyni og Halli Gunnari Erlingssyni Skjöl málsins nr. 1- 11 liggja frammi. Af hálfu stefnanda sækir þing Hlynur Halldórsson hdl. v/Jóhannesar B. Björns­sonar hdl. Af hálfu stefndu er ekki sótt þing en forföll hafa ekki verið boðuð. Dómarinn leggur fram nr. 12, boðun í þinghaldið með símbréfi. Lögmaður stefnanda óskar eftir að fella málið niður án kostnaðar. Málið er fellt niður. Dómþingi slitið. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari
Mál nr. 384/2003
Kærumál Málskostnaðartrygging
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem þrotabúi VS var gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sem þrotabúið hafði höfðað gegn V til riftunar á kaupmála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. september 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 2003, þar sem sóknaraðila var gert að setja málskostnaðartryggingu að fjárhæð 250.000 krónur, í máli sem hann hefur höfðað gegn varnaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að fjárhæð tryggingar verði lækkuð verulega. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur kosið að láta málið ekki til sín taka fyrir Hæstarétti. Með hliðsjón af umfangi og eðli máls þess sem um ræðir eru ekki efni til að hnekkja ákvörðun um fjárhæð máls­kostnaðar­tryggingar í hinum kærða úrskurði. Er því staðfest niðurstaða úrskurðarins á þann hátt sem í dómsorði greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti en því að frestur sóknaraðila, þrotabús Valdimars Stefánssonar, til að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur varnaraðila, Victoriu Tarevskaia, skal vera tvær vikur frá uppsögu þessa dóms.
Mál nr. 137/2003
Líkamsárás Fjársvik Reynslulausn Skilorðsrof
H, sem í héraði var sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, rauf með því skilorð reynslulausnar samkvæmt eldri dómum. Héraðsdómari hafði hins vegar ekki dæmt eftirstöðvar refsingar samkvæmt ofangreindum dómum og gert H að sæta fangelsi í 7 mánuði. Fyrir Hæstarétti krafðist ákæruvaldið þyngingar á refsingu H með vísan til 42. og 60. gr. laga nr. 19/1940. Þegar litið var til brota H þótti ekki koma til álita að láta reynslulausn haldast, eins og hann hafði gert kröfu um. Var refsing hans ákveðin fangelsi í 20 mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Málinu var áfrýjað af ákæruvaldsins hálfu 3. apríl 2003 einvörðungu til ákvörðunar viðurlaga. Er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Ákærði er sakaður um fjórar líkamsárásir og eitt fjársvikabrot samkvæmt tveimur ákærum 31. júlí 2002 og 24. september 2002 eins og nánar er lýst í héraðsdómi. Í I. kafla fyrrnefndu ákærunnar var honum gefin að sök líkamsárás 1. nóvember 2000 og í II. kafla líkamsárás 9. febrúar 2002. Við aðalmeðferð málsins í héraði 10. febrúar 2003 kom fram sú leiðrétting að síðastnefnd líkamsárás hafi verið framin 10. febrúar 2001. Í I. kafla síðarnefndu ákærunnar er ákærði sakaður um líkamsárás 7. apríl 2002 en í II. kafla hennar um fjársvik og líkamsárás 1. maí sama árs. Samkvæmt sakavottorði ákærða, sem er fæddur 1980, var hann fyrst dæmdur 23. janúar 1997 í 60 daga varðhald, skilorðsbundið í 2 ár, auk sektar og sviptingar ökuréttar, fyrir nytjastuld og ölvun- og réttindaleysi við akstur. Hann hlaut tvo aðra skilorðsbundna dóma árið 1997, þann fyrri 4. júlí, fangelsi í 6 mánuði fyrir eignaspjöll, skjalafals, þjófnað, þjófnaðartilraun og brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og þann síðari 21. október fangelsi í 7 mánuði fyrir þjófnað og brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga. Hinn 29. desember 1998 var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og tiltekin brot gegn lögreglusamþykkt nr. 625/1987 og var refsing dómsins frá 21. október 1997 dæmd með. Næst var hann dæmdur 7. júní 1999 í fangelsi í 2 mánuði fyrir þjófnað og þjófnaðartilraun og loks 9. júní 2000 fyrir fíkniefnalagabrot, en ekki dæmd sérstök refsing. Ákærði hlaut reynslulausn 31. desember 1999 skilorðsbundið í 2 ár á samtals 300 daga eftirstöðvum refsingar samkvæmt dómunum frá 29. desember 1998 og 7. júní 1999. Fram er komið að hann hefur ekki afplánað þær eftirstöðvar. Með líkamsárásunum 1. nóvember 2000 og 10. febrúar 2001 rauf ákærði skilorð reynslulausnarinnar. Til stuðnings kröfu sinni um þyngingu refsingar hefur ákæruvaldið bent á að héraðsdómari hafi ekki dæmt eftirstöðvar refsingar samkvæmt ofangreindum tveimur dómum með þeim brotum, sem ákærurnar fjalla um, eins og rétt hefði verið eftir 42. gr. og 60. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. Ákærði krefst þess hins vegar að reynslulausnin verði látin haldast. Eftir 2. málslið 60. gr., sbr. 42. gr. almennra hegningarlaga, kemur einkum til álita að láta reynslulausn sem rofin hefur verið haldast þegar nýtt brot hefur ekki verið framið af ásettu ráði eða varðar aðeins sektum. Þegar litið er til brota ákærða kemur ekki til álita að láta reynslulausn haldast. Refsing ákærða verður ákveðin fyrir brot hans sem hann var sakfelldur fyrir í hinum áfrýjaða dómi og óafplánaða refsingu hans samkvæmt fyrrnefndum tveimur dómum í einu lagi eftir 42. gr. og 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 77. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til þess að hann framdi brotið í II. kafla ákæru 31. júlí 2002 að nokkru leyti í félagi við annan mann, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber einnig til þess að líta að brot hans samkvæmt I. kafla sömu ákæru verður með hliðsjón af 4. málslið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála heimfært undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til alls þessa og að öðru leyti til forsendna hins áfrýjaða dóms verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest.
Mál nr. 369/2003
Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. og c. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. september 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 15. september 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 6. október 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var varnaraðili handtekinn aðfaranótt 15. september 2003, grunaður um aðild að nokkrum þjófnaðarbrotum 10. til 15. september sama árs á [...], í [...] og í [...]. Samkvæmt gögnum málsins er um að ræða innbrot í A 10. september, þar sem stolið var verðmætum prentara, 60.000 krónum í reiðufé, matvælum og símtæki, innbrot í B 15. september, þar sem stolið var tilteknu magni af áfengi og eftirlitsmyndavél og innbrot í tvær bifreiðar við [...] og [...] í [....] 15. september, þar sem stolið var meðal annars geislaspilara, geisladiskum, handverkfærum, síma og skólatösku, auk þjófnaðar á farsíma og fleiru úr C 12. september. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara er krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald reist á a. og c. liðum 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Til stuðnings því að fullnægt sé skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi samkvæmt fyrrnefnda lagaákvæðinu vísar sóknaraðili til þess að lögreglan á Selfossi vinni að rannsókn ofangreindra mála. Varnaraðili hafi játað hluta brotanna, þar á meðal innbrotið í B og þjófnaðinn á C, en neitað innbrotinu í A. Jafnframt hefur hann neitað að tjá sig um innbrotin í bifreiðarnar. Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar kemur fram að fingraför varnaraðila hafi fundist á vettvangi A og hluti af þýfinu hafi fundist við húsleit á dvalarstað varnaraðila en eftir eigi að rannsaka uppruna hluta þeirra muna, sem lagt var hald á við húsleitina. Séu verulegir rannsóknarhagsmunir tengdir því að varnaraðili geti ekki komið undan þeim munum, sem ekki hefur verið lagt hald á, og að hann geti ekki spillt sakargögnum eða haft áhrif á vitni eða hugsanlega samseka. Samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila beinist rannsókn lögreglu nú að afmörkuðum þætti málsins. Varnaraðili hefur játað hluta sakargifta og rannsókn þeirra mála sem enn eru óupplýst er langt á veg komin og langmestur hluti þeirra muna, sem varnaraðili er grunaður um að hafa stolið, er kominn í leitirnar. Sóknaraðili hefur ekki rökstutt á viðhlítandi hátt hvernig ætla megi að varnaraðili muni torvelda frekari rannsókn þessara mála ef hann sætir ekki gæsluvarðhaldi. Að þessu virtu þykja rannsóknarhagsmunir ekki slíkir að unnt sé að verða við kröfu sóknaraðila á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Til stuðnings því að fullnægt sé skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila vísar sóknaraðili til þess, að auk þeirra brota, sem að framan greinir, sé varnaraðili grunaður um umferðarlagabrot. Hafi hann játað að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti 12. september 2003. Þá hafi nýverið verið gefin út ákæra á hendur honum vegna ætlaðrar líkamsárásar og umferðarlagabrots. Hafi hann hlotið marga dóma, þar á meðal fyrir þjófnað og umferðarlagabrot og verið veitt reynslulausn á eftirstöðvum 120 daga refsingar í apríl 2003. Skilja verður rökstuðning sóknaraðila á þá leið að yfirgnæfandi líkur séu á því að varnaraðili muni halda áfram auðgunarbrotum meðan málum hans er enn ekki lokið. Varnaraðila hefur verið dæmdur fimm sinnum fyrir auðgunarbrot á árunum 1993 til 2001, síðast í eins mánaðar fangelsi 4. september 2001 fyrir þjófnað. Með hliðsjón af því að rúm tvö ár eru liðin frá því að hann hlaut dóm fyrir auðgunarbrot og þess að þau brot sem hann nú hefur játað og er grunaður um eru framin á örfáum dögum, þykja ekki næg efni til að fallast á kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt því sem að framan greinir verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
Mál nr. 314/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. ágúst 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. ágúst 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. ágúst 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar kemur fram að lögreglu hafi tekist að tengja nokkra muni, sem voru haldlagðir við húsleit að [...], brotum sem varnaraðili er grunaður um og gerð er grein fyrir í úrskurði héraðsdóms. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 251/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Samkvæmt læknisvottorði Þorvalds Jónssonar læknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi, dags. 13. júní sl., hafi A við komu á sjúkrahúsið reynst vera með lífshættulega áverka sem honum hafi verið veittir með beittu lagvopni. Fram komi í vottorðinu að hann hafi verið með fimm sár, þar af hafi verið þrjú sem gengið hafi inn í líkamshol. Tvö sár hafi verið á lifur og eitt á gallblöðru sem hafi valdið miklu blóðtapi. Stórt sár hafi verið á hægri brjóstkassa­hluta með mjög virkri blæðingu frá slagæðum og hafði það lag gengið í gegnum gollurshús og að hluta í gegnum hjartavegg.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. júní 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júní 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 3. júlí nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og sér dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili kærði úrskurðinn fyrir sitt leyti 26. júní 2003. Hann krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 9. júlí nk. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði er varnaraðili grunaður um að hafa veitt A fimm stunguáverka aðfaranótt 1. júní 2003. Í skýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings 27. júní 2003 um réttarmeinafræðilega rannsókn, sem lögð hefur verið fyrir Hæstarétt, kemur fram það álit að hver og einn þriggja áverkanna hefði verið nægjanlegur til að valda dauða A, ef hann hefði ekki komist eins fljótt til aðgerðar eins og raun varð á. Hefur varnaraðili sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá 4. júní sl. á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Sóknaraðili krafðist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 25. júní sl. að gæsluvarðhald yfir varnaraðila yrði framlengt til 9. júlí nk. Í málatilbúnaði sóknaraðila kemur fram að rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort fleiri en varnaraðili hafi verið að verki umrætt sinn. Sé grunur um það reistur á framburði vitna og fái stoð í fyrrgreindri skýrslu Þóru Steffensen. Bíði sóknaraðili meðal annars eftir bráðabirgðaniðurstöðum úr DNA rannsókn frá Noregi. Nauðsynlegt sé að taka frekari skýrslur af vitnum og grunuðum mönnum. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður staðfest sú niðurstaða héraðsdómara að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir því að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi. Samkvæmt því verður krafa sóknaraðila tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í dómsorði, en ekki eru efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 9. júlí nk. kl. 16.
Mál nr. 232/2003
Kærumál Útburðargerð
Í öðru lagi telji gerðarþolar að hafna beri kröfum gerðarbeiðanda á þeim forsendum að krafa gerðarbeiðanda hafi þurft að beinast að öllum þeim sem voru aðilar að leigusamningnum. Leigutakar beri allir óskiptar skyldur. Beri því gerðarbeiðanda að beina kröfum sínum að þeim öllum að viðlagðri frávísun málsins eða höfnun krafna gerðarbeiðanda, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júní 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2003, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá sóknaraðila borna með beinni aðfarargerð út úr jarðhæð og 1. hæð hússins að Aðalstræti 12 í Reykjavík. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um að ekki séu efni til að vísa máli þessu frá dómi. Ber samkvæmt því að hafna aðalkröfu sóknaraðila fyrir Hæstarétti. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði gerði varnaraðili samning við fimm nafngreinda menn 9. maí 2000 um leigu á jarðhæð og 1. hæð hússins að Aðalstræti 12 í Reykjavík. Eftir að vanefndir höfðu orðið á greiðslu húsaleigu var 27. ágúst 2002 gerður viðauki við leigusamninginn, sem leiddi meðal annars til þess að sóknaraðilarnir Sticks’n Sushi á Íslandi ehf. og Guðmundur S. Guðmundsson bættust í hóp fyrri leigutaka. Meðal annarra nýrra ákvæða um leigumálann voru jafnframt svofelld fyrirmæli í 5. gr. samningsviðaukans: „Leiga er innheimt skv. samningi dags. 9. mars 2000. Í samræmi við það leggur leigutaki fram við undirritun samnings tryggingarvíxil fyrir þriggja mánaða leigu eða 1.581.272.-, hvar allir leigutakar rita á sem samþykkjandi, útgefandi og ábekingar. Tryggingarvíxli þessum er ætlað að standa til skamms tíma eða þriggja mánaða. Eigi síðar en að þeim tíma liðnum skal leigutaki afhenda leigusala bankaábyrgð fyrir þriggja mánaða leigu eða 1.581.272.- miðað við stöðu vísitölu neysluverðs 221.9 stig. Verði ábyrgðaryfirlýsing ekki afhent að þremur mánuðum liðnum getur leigusali rift samningi án undangengins úrskurðar.“ Óumdeilt er í málinu að leigutakar afhentu hvorki tryggingarvíxil né bankaábyrgð í samræmi við þetta samningsákvæði, auk þess sem vanefndir urðu enn á greiðslu húsaleigu. Af þeim sökum tilkynnti varnaraðili leigutökum með símskeyti 21. mars 2003 að húsaleigusamningnum væri rift. Í máli þessu leitar varnaraðili heimildar til að fá sóknaraðila borna út úr leiguhúsnæðinu á grundvelli þessarar riftunar á húsaleigusamningnum, en rétt sinn til hennar reisir varnaraðili nú eingöngu á því að leigutakar hafi vanrækt að leggja fram fyrrnefndar tryggingar fyrir greiðslu húsaleigu, enda munu hafa verið gerð skil á þeirri skuld, sem leigutakar stóðu í við varnaraðila þegar hann lýsti yfir riftun samnings þeirra 21. mars 2003. Svo sem að framan greinir var ákveðið í samningsviðaukanum frá 27. ágúst 2002 að leigutökum bæri að afhenda þargreindar tryggingar fyrir greiðslu húsaleigu innan þriggja mánaða, eða ekki síðar en 27. nóvember 2002. Þegar varnaraðili lýsti yfir riftun samningsins 21. mars 2003 var löngu liðinn sá tveggja mánaða frestur, sem hann naut til að bera fyrir sig þessa vanefnd leigutaka, sbr. 2. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Með því að ekki verður fallist á með héraðsdómara að undantekningarregla þess ákvæðis varðandi leiguvanskil geti átt við um þessa vanefnd verður að hafna kröfu varnaraðila um heimild til útburðargerðar. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hafnað er kröfu varnaraðila, Minjaverndar hf., um að sér verði heimilað að fá sóknaraðila, Sticks’n Sushi á Íslandi ehf., Guðmund S. Guðmundsson og Þrjá parta ehf., borna með beinni aðfarargerð út úr kjallara og 1. hæð hússins að Aðalstræti 12 í Reykjavík. Varnaraðili greiði sóknaraðilum hverjum fyrir sig 75.000 krónur samtals í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Mál nr. 221/2003
Kærumál Barnavernd Vistun barns Gjafsókn
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem barnaverndarnefnd var heimilað að vista dóttur X utan heimilis hennar í tólf mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. maí 2003, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að vista dóttur sóknaraðila utan heimilis hennar í tólf mánuði. Kæruheimild er í 64. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu varnaraðila, en til vara að vistuninni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt á báðum dómstigum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest sú niðurstaða hans að varnaraðila sé heimilt að vista dóttur sóknaraðila utan heimilis hennar í tólf mánuði. Fyrir héraðsdómi gerði sóknaraðili meðal annars kröfu um að varnaraðila yrði gert að greiða sér málskostnað. Til þeirrar kröfu var ekki tekin afstaða með hinum kærða úrskurði. Þrátt fyrir það eru ekki næg efni til að ómerkja úrskurðinn, heldur verður ákvörðun tekin með dómi þessum um málskostnað í héraði. Rétt er að hann falli niður ásamt kærumálskostnaði. Samkvæmt 61. gr., sbr. 1. mgr. 60. gr. barnaverndarlaga átti sóknaraðili rétt á gjafsókn vegna málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Sóknaraðili gætti þess ekki fyrir héraðsdómi að leita á grundvelli þessarar heimildar eftir því að dómsmálaráðherra veitti henni gjafsókn eftir almennum reglum XX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, svo sem nauðsyn bar til, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 27. september 2001 í máli nr. 102/2001. Úr því hefur á hinn bóginn verið bætt undir rekstri málsins fyrir Hæstarétti með því að dómsmálaráðherra hefur nú veitt sóknaraðila gjafsókn á báðum dómstigum. Fer um gjafsóknarkostnað hennar í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt því, sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en gjafsóknarkostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, X, í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun Þuríðar Halldórsdóttur héraðsdómslögmanns, 25.000 krónur, og Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, samtals 250.000 krónur.
Mál nr. 231/2003
Kærumál Gjaldþrotaskipti Útivist Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Héraðsdómur kvað upp úrskurð um að bú Í ehf. skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Af hálfu Í ehf. var ekki sótt þing í héraði þegar málið var tekið fyrir. Brast því heimild til að kæra málið og var því vegna þessa vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. maí 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. júní sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. apríl 2003, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að bú sóknaraðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Sóknaraðili sótti ekki þing í héraði þegar beiðni varnaraðila um gjaldþrotaskipti var tekin fyrir 2. apríl 2003. Gekk hinn kærði úrskurður í framhaldi af því. Í dómi Hæstaréttar, sem birtur er í dómasafni 1992 bls. 2028, sbr. og meðal annars dóma 4. desember 2001 í málinu nr. 432/2001, 8. apríl 2002 í málinu nr. 158/2002, 30. sama mánaðar í málinu nr. 189/2002, 4. desember sama árs í málinu nr. 535/2002 og 4. júní sl. í málinu nr. 215/2003, voru ákvæði laga nr. 21/1991 skýrð með hliðsjón af 4. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála á þann veg að heimild brysti til kæru máls sem þessa þegar þannig stæði á. Ber samkvæmt því að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 224/2003
Kærumál Barnavernd Vistun barns Gjafsókn
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem barnaverndarnefnd var heimilað að vista A, son M og K, á meðferðarheimili.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. maí 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. júní sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 2003, þar sem sóknaraðila var heimilað að vista A, son varnaraðilanna, á meðferðarheimili til 21. ágúst 2003. Kæruheimild er í 64. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sóknaraðili krefst þess að sér verði heimilað að vista áðurnefnt barn utan heimilis varnaraðila allt til 21. janúar 2004. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Þá krefjast þau kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem þeim hefur verið veitt á báðum dómstigum. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest sú niðurstaða hans að sóknaraðila sé heimilt að vista áðurnefndan son varnaraðila á meðferðarheimili til 21. ágúst 2003. Fyrir héraðsdómi gerðu varnaraðilar meðal annars kröfu um að sóknaraðila yrði gert að greiða sér málskostnað. Til þeirrar kröfu var ekki tekin afstaða með hinum kærða úrskurði. Þrátt fyrir það eru ekki næg efni til að ómerkja úrskurðinn, heldur verður ákvörðun tekin með dómi þessum um málskostnað í héraði. Rétt er að hann falli niður ásamt kærumálskostnaði. Samkvæmt 61. gr., sbr. 1. mgr. 60. gr. barnaverndarlaga áttu varnaraðilar rétt á gjafsókn vegna málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Varnaraðilar gættu þess ekki fyrir héraðsdómi að leita á grundvelli þessarar heimildar eftir því að dómsmálaráðherra veitti þeim gjafsókn eftir almennum reglum XX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, svo sem nauðsyn bar til, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 27. september 2001 í máli nr. 102/2001. Úr því hefur á hinn bóginn verið bætt undir rekstri málsins fyrir Hæstarétti með því að dómsmálaráðherra hefur nú veitt varnaraðilum gjafsókn á báðum dómstigum. Fer um gjafsóknarkostnað varnaraðila í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt því, sem í dómsorði greinir, en þess er að gæta að þau hafa ekki leitað hér fyrir dómi eftir endurskoðun á ákvörðun málflutningsþóknunar lögmannsins, sem fór með málið fyrir þau í héraði. Í þinghaldi í héraði 2. maí 2003 skipaði héraðsdómari Örn Clausen hæstaréttarlögmann til að gegna starfi talsmanns áðurnefnds sonar varnaraðila undir rekstri málsins. Ekki var stoð í ákvæðum barnaverndarlaga fyrir þessari skipun, sem héraðsdómari studdi í senn við lögjöfnun frá 3. mgr. 25. gr. þeirra laga og 5. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 20/1992. Samkvæmt síðastnefndu lagaákvæði greiðist úr ríkissjóði þóknun talsmanns, sem dómari getur skipað barni til að gæta hagsmuna þess við rekstur forsjármáls. Þótt lögjöfnun frá þessum ákvæðum geti ekki réttilega átt við í máli sem þessu, er óhjákvæmilegt úr því sem komið er að kostnaður af starfi talsmannsins verði greiddur úr ríkissjóði, svo sem ráðgert er í áðurnefndri 5. mgr. 34. gr. barnalaga. Verður fjárhæð þóknunarinnar, sem héraðsdómari ákvað handa talsmanninum með hinum kærða úrskurði, látin standa óröskuð, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur að því er varðar heimild sóknaraðila, Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, til að vista A á meðferðarheimili allt til 21. ágúst 2003. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, M og K, í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns þeirra fyrir héraðsdómi, 70.000 krónur, og lögmanns þeirra fyrir Hæstarétti, 100.000 krónur. Þóknun talsmanns A, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, vegna meðferð málsins fyrir héraðsdómi, 50.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 225/2003
Kærumál Gjaldþrotaskipti Aðilaskipti Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Í ehf. höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu í nóvember árið 2002, en bú félagsins hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta í janúar 2001. Var málinu vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að það var rekið af aðila, sem ekki var til þess bær. Ö, sem hafði lýst kröfu á hendur þrotabúi Í ehf., kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Talið var að ekki yrði bætt úr þessum annmarka á málinu með því að Ö gengi inn í það með kæru til Hæstaréttar. Samkvæmt því yrði að vísa því frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. júní 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 2003, þar sem máli Íslenska reiðskólans ehf. á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður, en til vara að kærumálskostnaður verði látinn niður falla. Íslenski reiðskólinn ehf. höfðaði mál þetta 5. nóvember 2002, en bú félagsins mun hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta 15. janúar 2001. Samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. fer skiptastjóri með forræði þrotabús og er einn bær um að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess meðan á gjaldþrotaskiptum stendur. Ákveði skiptastjóri að halda ekki uppi hagsmunum sem þrotabú kann að njóta eða geta notið hvort sem það er gert samkvæmt ályktun skiptafundar eða ekki getur lánardrottinn, sem hefur lýst kröfu á hendur búinu sem hefur ekki þegar verið hafnað, gert það í eigin nafni til hagsbóta búinu hafi skiptastjóri ekki þegar skuldbundið það á annan veg, sbr. 1. mgr. 130. gr. laganna. Samkvæmt framansögðu hafði bú Íslenska reiðskólans ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta þegar málið var höfðað. Kæra til Hæstaréttar er borin fram af sóknaraðila, en af gögnum málsins verður ráðið að hann hafi lýst kröfu á hendur þrotabúi Íslenska reiðskólans ehf. Eins og áður greinir var málið rekið í héraði af aðila, sem ekki var til þess bær, og af þeim sökun var því réttilega vísað frá héraðsdómi. Úr þessum annmarka, sem var á málinu frá upphafi, verður ekki bætt með því að sóknaraðili gangi inn í það með kæru til Hæstaréttar. Brestur þannig skilyrði til kæru í málinu og verður að vísa því frá Hæstarétti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Örn Karlsson, greiði varnaraðila, íslenska ríkinu, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 204/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Fulltrúi ríkislögreglustjóra hefur í dag krafist þess að X verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19,1991 úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. júní 2003, kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. maí 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. maí 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. júní nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að sæta farbanni. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili er grunaður um stórfelld auðgunar- og bókhaldsbrot [...] [...] [...] Rannsókn máls þessa hófst fyrir örfáum dögum. Verður samkvæmt framansögðu fallist á með héraðsdómara að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila séu fyrir hendi. Ekki kemur til álita að fallast á þá kröfu varnaraðila að farbann yfir honum komi í stað gæsluvarðhalds. Að þessu athuguðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, eins og þeim var breytt með 38. gr. laga nr. 36/1999. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 560/2002
Skaðabótamál Líkamstjón Fasteign Gjafsókn
B slasaðist er hún hrasaði um brún á gólfi húsnæðis T, en húsnæðið var í eigu Í. Voru aðstæður þannig að í afgreiðslusal voru ljósar steinflísar á gólfi, en innan við salinn var skrifstofurými þar sem voru brúnar korkflísar. Var B á leið sinni út þegar hún hnaut um samskeyti gólfefnanna. Var gangvegur á milli þessara rýma hvor sínu megin við burðarsúlu, en óljóst var hvoru megin við hana B fór þegar hún hrasaði á leið sinni út. Samkvæmt skýrslu Vinnueftirlitsins var brúnin skörp og u.þ.b. 10 mm. Talið var að litamunur, ólík gerð gólfefnanna og brún á samskeytum þeirra hafi mátt vera augljós hverjum þeim, sem þarna fór á milli rýma í húsnæðinu. Hafi frágangur á samskeytunum ekki brotið í bága við lög eða reglugerðir. Þá lægi ekki fyrir að þar hafi áður orðið slys eða að mönnum hafi verið slysahætta ljós. Verði ekki talið að um vanbúnað hafi verið að ræða sem ljós slysahætta hafi stafað af og slysið því hlotist fyrir óhapp og aðgæsluleysi B. Voru Í og T því sýknuð af kröfu B.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 19. desember 2002. Hún krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 2.124.684 krónur með 2% ársvöxtum frá 16. apríl 1999 til 4. október 2000 og dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt á báðum dómstigum. Stefndi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmd til að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa hennar verði lækkuð og málskostnaður felldur niður. Svo sem rakið er í héraðsdómi á málið rætur að rekja til þess að áfrýjandi hrasaði um brún á gólfi húsnæðis Tryggingastofnunar ríkisins við Tryggvagötu í Reykjavík 16. apríl 1999 og slasaðist. Hefur hún lagt nokkur ný gögn fyrir Hæstarétt auk þess að vísa nú til reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða, sem settar hafi verið með heimild í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Telur hún að með frágangi gólfefna í áðurnefndu húsnæði hafi stefndi brotið gegn fyrirmælum þessara reglna. Því til stuðnings er einkum bent á 4. tölulið 3. greinar og 6. lið 6. greinar, en í síðastnefnda ákvæðinu komi fram að ekki megi vera hættulegar upphækkanir, göt eða hallar á gólfum vinnustaða. Dómendur málsins gengu á vettvang og kynntu sér aðstæður, sem eru óbreyttar frá því sem var þegar málið var dæmt í héraði. Svo sem fram kemur í héraðsdómi hafa afgreiðsluborð og skrifborð, sem áður skildu afgreiðslurými frá vinnusvæði starfsmanna innan við það, nú verið fjarlægð. Af ummerkjum á vettvangi og málflutningi aðila verður ráðið að gangvegir á milli þessara rýma hafi verið hvor sínu megin við burðarsúlu, en óljóst er hvoru megin við hana áfrýjandi fór þegar hún hrasaði á leið sinni út. Ljósar steinflísar eru á gólfinu þar sem afgreiðslan var áður, en innan við það eru brúnar korkflísar og hnaut áfrýjandi um samskeyti gólfefnanna. Litamunur, ólík gerð gólfefnanna og brún á samskeytum þeirra mátti vera augljós hverjum þeim, sem þarna fór á milli rýma í húsnæðinu. Hefur áfrýjandi ekki borið við að lýsingu hafi verið áfátt. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms er fallist á þá niðurstöðu hans að slysið hafi hlotist fyrir óhapp og aðgæsluleysi áfrýjanda. Verður héraðsdómur samkvæmt því staðfestur. Rétt er að hvor aðilanna beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti verður ákveðinn eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Borghildar Maack, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 300.000 krónur. Stefnandi er Borghildur Maack Jónsdóttir, kt. 040543-2959, Sogavegi 103, Reykjavík. Stefndu eru íslenska ríkið, kt. 540269-6459, og Tryggingastofnun ríkisins, kt. 660269-2669, Laugavegi 114, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndu verði dæmd in solidum til að greiða henni skaða- og miskabætur að fjárhæð kr. 2.124.684 með 2% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 16. apríl 1999 til 4. október 2000, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá þeim degi til 1. júlí 2001 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmd til að greiða henni málskostnað eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndu gera þær dómkröfur aðallega að vera sýknuð af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða málskostnað. Til vara gera stefndu þær dómkröfur að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og að málskostnaður verði látinn niður falla. I. Dóm þennan kveða upp Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari og meðdómendurnir Atli Þór Ólason bæklunarlæknir og Sveinbjörn Brandsson bæklunarskurðlæknir. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna anna dómsformanns. Dómsorð: Stefndu, íslenska ríkið og Tryggingastofnun ríkisins eru sýkn af kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 187/2003
Kærumál Þinglýsing Aðild Ómerking úrskurðar héraðsdóms
Eftir að sýslumaður hafði ákveðið að stöðva nauðungarsölu á hluta fasteignar í eigu J, sem farið hafði fram að beiðni S, óskaði lögmaður J eftir því haustið 2002, að J látinni, að fjárnám það sem legið hafði nauðungarsölunni til grundvallar, yrði afmáð úr fasteignabók. Við því varð sýslumaður í október 2002 en S varð þetta fyrst ljóst í lok desember sama árs og óskaði eftir því í upphafi árs 2003 að fallið yrði frá því að afmá réttindi hans. Þeirri málaleitan svaraði sýslumaður ekki fyrr en 28. mars sama árs með því að árétta fyrri ákvörðun sína. Var litið svo á að sýslumaður hafi ekki gagnvart S tekið endanlega ákvörðun um þetta efni fyrr en 28. mars 2003 og því hafi S borið ákvörðunina undir héraðsdóm innan fjögurra vikna frests 1. mgr. 3. gr. þinglýsingarlaga. Voru því ekki efni til að vísa málinu frá dómi, eins og gert hafði verið með hinum kærða úrskurði. Þá var talið að nauðsyn hafi borið til að sá sem erindið, sem var tilefni ákvörðunar sýslumanns, var borið fram fyrir, yrði aðili að dómsmáli um réttmæti ákvörðunarinnar, en með öllu hafi verið ástæðulaust að líta á sýslumanninn í Reykjavík sem aðila að málinu. Var hinn kærði úrskurður því ómerktur og málinu vísað heim til löglegrar meðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. maí 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. maí 2003, þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila varðandi þinglýsingu nánar tiltekinna réttinda hans yfir fasteigninni Engjaseli 85 í Reykjavík í fasteignabók varnaraðila. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. I. Samkvæmt gögnum málsins gerði sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám 5. ágúst 1998 að kröfu sóknaraðila hjá Ævari S. Hjartarsyni á grundvelli skuldabréfs að fjárhæð 2.334.500 krónur, sem gefið var út til handhafa 19. júní 1997 af GMÞ Bílaverkstæðinu hf. og tryggt með sjálfskuldarábyrgð Ævars og annars nafngreinds manns. Fjárnámið var gert í eignarhluta Ævars í fyrrnefndri fasteign að Engjaseli 85, en hann mun þá hafa verið þinglýstur eigandi íbúðar þar á 2. hæð til vinstri í óskiptri sameign með Jóhönnu Rannveigu Skaftadóttur og hvort þeirra talist eigandi að helmingshlut í íbúðinni. Munu þau Ævar og Jóhanna áður hafa verið í hjúskap, en gert samning 19. nóvember 1997 vegna hjónaskilnaðar, þar sem hafi verið kveðið á um að íbúðin kæmi öll í hlut Jóhönnu. Þessum réttindum hennar mun hins vegar ekki hafa verið þinglýst fyrr en 6. október 1998, en fjárnámi sóknaraðila var þinglýst sama dag og það var gert. Sóknaraðili krafðist 18. nóvember 2000 nauðungarsölu á eignarhlutanum á grundvelli fjárnámsins. Aðgerðum við nauðungarsöluna mun ítrekað hafa verið frestað, en með bréfi til sýslumannsins í Reykjavík 23. desember 2001 krafðist Jóhanna þess að hún yrði felld niður vegna nánar tiltekinna annmarka á réttindum sóknaraðila. Sýslumaður tók nauðungarsöluna fyrir 29. janúar 2002 og ákvað þá að stöðva hana. Samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila lést Jóhanna Rannveig Skaftadóttir vorið 2002. Að fenginn staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur 5. september 2002 um að sóknaraðili hafi ekki leitað úrlausnar dómsins um framangreinda ákvörðun sýslumanns 29. janúar sama árs hafi lögmaður, sem áður gætti hagsmuna Jóhönnu varðandi nauðungarsöluna, óskað eftir því að fjárnám sóknaraðila frá 5. ágúst 1998 yrði afmáð úr fasteignabók. Við því hafi varnaraðili orðið 24. október 2002, en sóknaraðili kveður sér fyrst hafa orðið kunnugt um það í lok desember sama árs, enda hafi varnaraðili ekki sent honum neinar tilkynningar af þessu tilefni. Sóknaraðili leitaði með bréfi 7. janúar 2003 eftir því við varnaraðila að hann „leiðrétti ofangreind mistök á þann hátt að eydd verði útstrikun fjárnámsins úr veðmálabókum.“ Því hafnaði varnaraðili með bréfi 28. mars 2003. Í framhaldi af því beindi sóknaraðili máli þessu til Héraðsdóms Reykjavíkur 11. apríl sama árs. Héraðsdómari þingfesti það 5. maí 2003 og fór með það sem mál sóknaraðila á hendur varnaraðila einum, en í sama þinghaldi, sem ekki var sótt af hálfu aðilanna, var kveðinn upp hinn kærði úrskurður um að málinu væri vísað frá dómi. II. Eins og áður greinir ber sóknaraðili því við í málinu að sér hafi ekki verið tilkynnt að leitað hafi verið eftir því við varnaraðila í september eða október 2002 að réttindi hans samkvæmt fyrrnefndu fjárnámi 5. ágúst 1998 yrðu afmáð úr fasteignabók eða að varnaraðili hafi orðið við því 24. október 2002. Þetta hafi honum fyrst orðið ljóst af öðrum sökum í lok desember á því ári. Þessum staðhæfingum sóknaraðila hefur ekki verið hnekkt. Sóknaraðili óskaði sem fyrr segir eftir því við varnaraðila 7. janúar 2003 að fallið yrði frá því að afmá réttindi hans. Þeirri málaleitan svaraði varnaraðili ekki fyrr en 28. mars sama árs með því að árétta fyrri ákvörðun sína. Með því að varnaraðili hafði ekki á fyrri stigum gefið sóknaraðila kost á að tjá sig um fram komna kröfu um að réttindi hans yrðu afmáð úr fasteignabók verður að líta svo á að varnaraðili hafi ekki gagnvart sóknaraðila tekið endanlega ákvörðun um þetta efni fyrr en síðastgreindan dag, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 3. september 2002 í máli nr. 347/2002. Sóknaraðili bar þannig ákvörðun varnaraðila undir héraðsdóm innan þess fjögurra vikna frests, sem um ræðir í 1. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga með áorðnum breytingum. Voru því ekki efni til að vísa málinu frá dómi, eins og gert var með hinum kærða úrskurði. Svo sem áður er getið mun varnaraðili hafa tekið ákvörðunina, sem málið varðar, í tilefni af erindi, sem honum hafði borist frá lögmanni, sem hafði í tengslum við nauðungarsölu gætt hagsmuna þinglýsts eiganda íbúðarinnar að Engjaseli 85. Nauðsyn bar til að sá, sem þetta erindi var borið fram fyrir, yrði aðili að dómsmáli um réttmæti þessarar ákvörðunar, sbr. 4. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga með áorðnum breytingum, en með öllu var ástæðulaust að líta á sýslumanninn í Reykjavík sem aðila að málinu. Með því að héraðsdómari hefur ekki gætt að þessu er óhjákvæmilegt að ómerkja sjálfkrafa hinn kærða úrskurð og meðferð málsins frá og með þinghaldi 5. maí 2003, svo og að heimvísa málinu til löglegrar meðferðar. Sóknaraðili verður að bera kostnað sinn af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur ásamt meðferð málsins fyrir héraðsdómi frá og með þinghaldi 5. maí 2003. Málinu er vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 168/2003
Kærumál Ábúð Kaupréttur Jarðalög Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
Í hafnaði beiðni H um að fá að kaupa ábúðarjörð sína, með bréfi 28. júní 2001. Tók Í málið upp á ný eftir aðfinnslur umboðsmanns Alþingis, án þess að fyrri ákvörðun væri þó afturkölluð. Þá tilkynnti Í með bréfi til H 15. október 2002 þá fyrirætlun sína að afgreiða erindi hennar með sama hætti og gert hafði verið áður, þ.e. með því að hafna beiðninni. H höfðaði mál í nóvember 2002, áður en endanlegt svar Í lá fyrir í málinu, og krafðist þess að viðurkenndur yrði réttur hennar til að kaupa jörðina. Var málinu vísað frá með hinum kærða úrskurði. Eftir að málið hafði verið höfðað kom afstaða ráðuneytisins um að synja bæri erindi H, einnig skýrt fram í bréfi til ríkislögmanns 3. mars 2003. Með vísan til þess sem fram var komið um afstöðu ráðuneytisins til erindis H, var talið að hún hafi haft lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um ætlaðan rétt sinn til að kaupa jörðina. Hafi henni verið heimilt að gera slíka viðurkenningarkröfu á hendur Í, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. Með vísan til þessara sömu atriða stóð ákvæði 1. mgr. 26. gr. laganna því ekki í vegi að H fengi leyst úr fyrrnefndri kröfu sinni að efni til. Þá var málatilbúnaður H að öðru leyti ekki talinn með þeim hætti að varðað gæti frávísun og var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. maí 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 28. apríl 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt við rekstur málsins fyrir héraðsdómi Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður, en til vara að hann verði látinn falla niður. I. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði tók sóknaraðili við ábúðarrétti á jörðinni Stóra-Klofa í Rangárþingi ytra árið 1979, er eiginmaður hennar lést, en Sandgræðslustjóri Íslands hafði byggt honum jörðina til ábúðar og erfðaleigu með byggingarbréfi 8. janúar 1943 frá fardögum 1936 að telja. Með bréfi 31. maí 2001 tilkynnti sóknaraðili jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins að hún vildi neyta kaupréttar á grundvelli 1. mgr. 38. gr. jarðalaga nr. 65/1976 með áorðnum breytingum og leysa til sín eignarhluta ríkisins í jörðinni. Bréfinu fylgdu meðmæli sveitarstjórnar Rangárþings ytra og jarðanefndar Rangárvallarsýslu. Erindi sóknaraðila var synjað með bréfi landbúnaðarráðuneytisins 28. júní 2001, en í því kom fram að Landgræðsla ríkisins legðist gegn því að jörðin yrði seld. Eftir að umboðsmaður Alþingis hafði í kjölfar kvörtunar sóknaraðila beint þeim tilmælum til ráðuneytisins 11. mars 2002 að það tæki mál hennar aftur til meðferðar, tilkynnti ráðuneytið sóknaraðila 13. júní sama árs að fyrirhugað væri að fela tveimur sérfræðingum að meta land Stóra-Klofa með tilliti til beitarþols og uppgræðslu á jörðinni. Var það mat framkvæmt í september 2002 og tekin saman um það skýrsla. Með bréfi 15. október sama árs sendi ráðuneytið sóknaraðila skýrsluna og tók fram að með henni væri staðfest að áfram þyrfti að sinna uppgræðslu á stórum svæðum jarðarinnar og fyrirhugað væri að afgreiða erindi sóknaraðila á sama veg og gert hafði verið 28. júní 2001, þegar hafnað var beiðni hennar um kaup á jörðinni. Sóknaraðili andmælti fyrirhugaðri ákvörðun ráðuneytisins með bréfi 29. október 2002. Ráðuneytið svaraði bréfinu 12. nóvember sama árs og veitti sóknaraðila frekari frest til 6. desember 2002 til að tjá sig um málið, þar sem ráðuneytið leit svo á að formleg andmæli hefðu ekki borist. Sóknaraðili höfðaði mál þetta 18. nóvember 2002, áður en endanlegt svar ráðuneytisins í málinu lá fyrir. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá dómi. II. Sóknaraðili gerir þær kröfur í héraðsdómsstefnu að viðurkenndur verði réttur hennar til að kaupa ábúðarjörð sína, Stóra-Klofa í Rangárþingi ytra. Eins og fyrr segir hafnaði landbúnaðarráðuneytið beiðni sóknaraðila um að fá að kaupa umrædda jörð með bréfi 28. júní 2001, en tók málið upp á ný eftir aðfinnslur umboðsmanns Alþingis við málsmeðferð ráðuneytisins án þess að fyrri ákvörðun væri þó afturkölluð. Þá hefur ráðuneytið með fyrrnefndu bréfi 15. október 2002 tilkynnt sóknaraðila þá fyrirætlun sína að afgreiða erindi hennar með sama hætti og gert var 28. júní 2001, þ.e. með því að hafna beiðninni. Afstaða ráðuneytisins um að synja beri erindi sóknaraðila kom loks skýrt fram í bréfi til ríkislögmanns 3. mars 2003, eftir að mál þetta hafði verið höfðað. Með vísan til þess, sem að framan er rakið um afstöðu ráðuneytisins til erindis sóknaraðila, verður að telja að hún hafi haft lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um ætlaðan rétt sinn til að kaupa jörðina. Var henni heimilt að gera slíka viðurkenningarkröfu á hendur varnaraðila, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Með vísan til þessara sömu atriða stendur ákvæði 1. mgr. 26. gr. laganna því ekki í vegi að sóknaraðili fái leyst úr fyrrnefndri kröfu sinni að efni til. Frávísunarkrafa varnaraðila er meðal annars á því reist að dómkrafa sóknaraðila sé svo óljós og ónákvæm að hún geti ekki talist dómtæk. Af umfjöllun í stefnu verði ráðið að sóknaraðili óski viðurkenningar á kauprétti sínum á allri jörðinni, sem sé nánar skilgreint í fyrrnefndri beiðni hennar til landbúnaðarráðuneytisins 31. maí 2001, en þetta verði ekki ráðið af dómkröfunni. Í héraðsdómsstefnu gerir sóknaraðili þá kröfu að viðurkenndur verði réttur hennar til að kaupa ábúðarjörð sína, Stóra-Klofa, og áréttar í kæru til Hæstaréttar að krafan nái til allrar jarðarinnar að engu undanskildu. Verður krafan ekki talin svo óskýr að þessu leyti að varðað geti frávísun málsins né heldur verður málatilbúnaður sóknaraðila að öðru leyti talinn með þeim hætti að varðað geti frávísun sökum vanreifunar. Í 4. mgr. 38. gr. jarðalaga er gengið út frá því að kaupverð jarðar sé ákveðið með samkomulagi milli kaupanda ábúðarjarðar annars vegar og seljanda hins vegar. Náist ekki samkomulag um verð skal mat dómkvaddra manna ráða. Með vísan til þessa veldur það ekki frávísun málsins að ekki sé tekið fram í dómkröfu sóknaraðila gegn hvaða kaupverði eigi að viðurkenna kauprétt sóknaraðila. Verður krafa varnaraðila um frávísun málsins samkvæmt þessu ekki tekin til greina. Með vísan til alls framangreinds verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Sóknaraðili krefst ekki málskostnaðar í héraði og verður hann því ekki dæmdur. Varnaraðili skal greiða kærumálskostnað, eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, íslenska ríkið, greiði sóknaraðila, Hrefnu Kristjánsdóttur, 200.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 191/2003
Kærumál Nauðungarsala Úthlutun söluverðs Málshöfðunarfrestur Frávísun frá héraðsdómi
Með bréfi sýslumannsins í Reykjavík 18. desember 2002 var KÁ og Á tilkynnt, að þar sem mótmæli þeirra gegn frumvarpi til úthlutunar á söluverði tiltekinnar gröfu við nauðungarsölu hafi ekki komið fram í tæka tíð, hafi úthlutun söluverðsins orðið endanleg og það þegar greitt út. Leituðu KÁ og Á úrlausnar héraðsdóms um úthlutunina með bréfi 14. janúar 2003. Talið var, að til þess að fá hnekkt ákvörðun sýslumanns um úthlutun hafi KÁ og Á átt þann eina kost samkvæmt lögum nr. 90/1991 um nauðungarsölu að bera ágreining um hana undir héraðsdóm í máli, sem færi eftir XIII. kafla laganna. Samkvæmt 2. mgr. 73. gr. sömu laga hafi þeir þurft að gera það með bréflegri tilkynningu til sýslumanns innan viku frá því að þeim varð ákvörðun hans kunn. Þeim hafi orðið kunnugt um ákvörðunina með fyrrnefndu bréfi sýslumanns 18. desember 2002 en hafi á hinn bóginn fyrst gert reka að því að leita úrlausnar um ágreiningsefnið með bréfi 14. janúar 2003, sem að auki hafi verið beint til Héraðsdóms Reykjavíkur. Með því að frestur í þessu skyni hafi þá verið löngu liðinn yrði að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 12. maí 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. maí 2003, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum varðandi úthlutun söluverðs við nauðungarsölu var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn þrotabú Bifreiða- og hjólbarðaverkstæðis Suðurlands ehf. krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðilum gert í sameiningu að greiða sér kærumálskostnað. Varnaraðilinn Sandsalan ehf. hefur ekki látið málið til sín taka. I. Samkvæmt gögnum málsins gerði sýslumaðurinn í Reykjavík tvö fjárnám 14. september 2001 hjá varnaraðilanum Sandsölunni ehf., annað eftir beiðni sóknaraðilans Kaupfélags Árnesinga en hitt samkvæmt beiðni sóknaraðilans Ásvéla ehf. Höfuðstóll kröfu fyrrnefnda sóknaraðilans, sem fjárnám var gert fyrir, var 616.944 krónur, en þess síðarnefnda 423.000 krónur. Í báðum tilvikum var fjárnám gert í átta nánar tilgreindum bifreiðum, svo og gröfu af gerðinni Akerman. Fyrir liggur í málinu beiðni sóknaraðilans Ásvéla ehf. 25. september 2001 til sýslumanns um nauðungarsölu þessara bifreiða og gröfunnar. Af gögnum málsins virðist sóknaraðilinn Kaupfélag Árnesinga jafnframt hafa leitað nauðungarsölu fyrir sitt leyti. Grafan var seld nauðungarsölu við uppboð 5. október 2002 fyrir 750.000 krónur. Fyrir uppboðið hafði Bifreiða- og hjólbarðaverkstæði Suðurlands ehf. sent sýslumanni kröfulýsingu í söluverð gröfunnar fyrir samtals 1.127.981 krónu, sem félagið kvað vera kostnað af viðgerð á henni ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, en fyrir kröfunni taldi félagið sig njóta haldsréttar. Þá lýstu sóknaraðilarnir báðir kröfum til sýslumanns. Að meðtöldum áföllnum vöxtum og kostnaði taldi Kaupfélag Árnesinga kröfu sína vera alls 1.542.531 króna, en Ásvélar ehf. samtals 762.565 krónur. Sýslumaður gerði frumvarp til úthlutunar á söluverði fyrrnefndrar gröfu 26. nóvember 2002, sem leiðrétt var síðan 29. sama mánaðar um atriði, sem varðar ekki ágreiningsatriði þessa máls. Samkvæmt leiðrétta frumvarpinu átti að greiða af söluverðinu samtals 198.984 krónur í kostnað af sölu gröfunnar og virðisaukaskatt, en sóknaraðilinn Ásvélar ehf. skyldi síðan fá 135.000 krónur vegna kostnaðar af vörslusviptingu. Eftirstöðvar söluverðsins, 416.016 krónur, áttu að renna til Bifreiða- og hjólbarðaverkstæðis Suðurlands ehf. í skjóli haldsréttar fyrir kröfu félagsins. Tekið var fram í frumvarpinu að athugasemdir við það þyrftu að berast sýslumanni fyrir hádegi 15. desember 2002, en ella teldist það endanleg úthlutun söluverðsins. Fyrir liggur að sóknaraðilar settu sameiginlega fram andmæli gegn tilkalli Bifreiða- og hjólbarðaverkstæðis Suðurlands ehf. til greiðslu af söluverðinu í bréfi 13. desember 2002. Sóknaraðilar kveða bréf þetta hafa verið sent símleiðis til sýslumanns sama dag og frumrit þess jafnframt póstsent. Í bréfi sýslumanns 18. sama mánaðar til lögmanns sóknaraðila var greint frá því að þeim fyrrnefnda hafi þann dag borist umrætt bréf með mótmælum gegn frumvarpi hans frá 29. nóvember 2002. Með því að mótmælin hafi ekki komið fram í tæka tíð hafi úthlutun söluverðsins orðið endanleg og það þegar verið greitt út. Sóknaraðilar leituðu úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur um framangreinda úthlutun söluverðs með bréfi 14. janúar 2003, sem þeir hafa sýnt fram á fyrir Hæstarétti að hafi borist héraðsdómi sama dag. Mál þetta var þingfest af þessu tilefni 14. febrúar 2003, en með hinum kærða úrskurði var því sem áður segir vísað frá dómi. II. Samkvæmt 2. mgr. 68. gr. laga nr. 90/1991 fer úthlutun söluverðs lausafjármuna við nauðungarsölu að meginreglu eftir ákvæðum 50.-54. gr. laganna ef fleiri en einni kröfu hefur verið lýst um greiðslu af því, svo sem átti við í því tilviki, sem mál þetta varðar. Til þess að fá hnekkt ákvörðun sýslumanns um úthlutun áttu sóknaraðilar þann eina kost eftir lokamálslið 1. mgr. 52. gr. laga nr. 90/1991 að bera ágreining um hana undir héraðsdóm í máli, sem færi eftir XIII. kafla laganna. Samkvæmt 2. mgr. 73. gr. sömu laga urðu sóknaraðilar að gera það með bréflegri tilkynningu til sýslumanns innan viku frá því að þeim varð þessi ákvörðun hans kunn. Sóknaraðilar kveða sér hafa orðið kunnugt um ákvörðunina með fyrrnefndu bréfi sýslumanns 18. desember 2002. Þeir gerðu á hinn bóginn fyrst reka að því að leita úrlausnar um ágreiningsefnið með bréfi 14. janúar 2003, sem að auki var beint til Héraðsdóms Reykjavíkur. Með því að frestur í þessu skyni var þá löngu liðinn verður að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Samkvæmt framangreindu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Dæma verður sóknaraðila til að greiða kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Kaupfélag Árnesinga og Ásvélar ehf., greiði í sameiningu varnaraðila, þrotabúi Bifreiða- og hjólbarðaverkstæðis Suðurlands ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 196/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Fram kemur í kæruskrá lögreglu að frá árinu 2000 hefur kærði um það bil 20 sinnum komið við sögu lögreglu vegna ýmiss konar afbrota. Í framlögðu sakavottorði kærða frá 29. apríl sl. kemur m.a. fram að 1. febrúar 2000 var kærða gerð sektarrefsing vegna húsbrots. Hinn 5. desember 2000 kærði dæmdur til 30 daga fangelsisrefsingar, skilorðsbundinnar í tvö ár, vegna frelsissviptingar og blygðunarsemisbrots. Hinn 30. apríl 2001 var kærði svo dæmdur í 90 daga fangelsi, skilorðsbundins í þrjú ár, vegna líkamsárásar. Auk þessa er fram komið að kærði hefur tjáð lögreglu að hann hafi fyrir u.þ.b. einum mánuði hlotið fimm mánaða fangelsisdóm vegna húsbrota. Fjórir mánuðir af þeirri refsingu munu vera skilorðsbundnir. Lögregla kveðst þó ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um þennan dóm, en vita af brotum þeim sem þar voru til meðferðar, en einnig hafi verið um kynferðisbrot að ræða.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. maí 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 17. maí sl., þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 13. júní nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt nýtt sakavottorð varnaraðila. Þar kemur fram að hann var 25. apríl 2003 dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot á 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í fjögurra mánaða fangelsi, þar af voru þrír mánuðir skilorðsbundnir í tvö ár. Það getur ekki verið liður í rökstuðningi við umfjöllun um kröfu um gæsluvarðhald að varnaraðila sé getið á svonefndri kæruskrá lögreglu. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 186/2003
Kærumál Fjárnám Varnarþing Frávísun frá héraðsdómi
Ó leitaðist við að fá hnekkt fyrir dómi tveimur fjárnámum, sem sýslumaðurinn í Kópavogi hafði gert hjá honum. Lagði Ó málið í þessu skyni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem leyst var úr því að efni til með hinum kærða úrskurði. Í dómi Hæstaréttar er vísað til 4. mgr. 4. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, þar sem segir að dómsmál, sem hljóti meðferð eftir reglum laganna, skuli rekin fyrir héraðsdómstólnum, sem hafi dómsvald í umdæmi sýslumannsins, sem farið hafi með viðkomandi aðfarargerð. Samkvæmt þessu sérákvæði um varnarþing, sem gangi framar almennum reglum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, hafi borið að sækja málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þótt varnaraðili hafi ekki svo séð yrði hreyft því að Ó hafi lagt málið fyrir rangan héraðsómstól var óhjákvæmilegt vegna framangreinds að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. maí 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. apríl 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að hnekkt yrði fjárnámum, sem sýslumaðurinn í Kópavogi gerði hjá honum 29. janúar 2001 og 14. nóvember 2002 fyrir kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst aðallega „frávísunar á fjárnámum“, sem áður er getið, „frá sýslumanninum í Kópavogi“, til vara að þau verði bæði ógilt, en til þrautavara að fjárnámið 14. nóvember 2002 verði ógilt. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Svo sem ráðið verður af framansögðu leitast sóknaraðili við að fá hnekkt með máli þessu tveimur fjárnámum, sem sýslumaðurinn í Kópavogi hefur gert hjá honum. Sóknaraðili lagði málið 10. desember 2002 í þessu skyni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem það var þingfest 17. janúar 2003 og leyst úr því að efni til með hinum kærða úrskurði. Í 4. mgr. 4. gr. laga nr. 90/1989 er kveðið svo á að dómsmál, sem hljóta meðferð eftir reglum laganna, skuli rekin fyrir héraðsdómstólnum, sem hafi dómsvald í umdæmi sýslumannsins, sem farið hefur með viðkomandi aðfarargerð. Samkvæmt þessu sérákvæði um varnarþing, sem gengur framar almennum reglum V. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, bar að sækja mál þetta fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þótt varnaraðili hafi ekki svo séð verði hreyft því að sóknaraðili hafi lagt málið fyrir rangan héraðsdómstól er óhjákvæmilegt vegna framangreinds að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 153/2003
Kærumál Nauðungarsala Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
BK krafðist fyrir dómi úrlausnar um lögmæti tiltekinna ákvarðana sýslumanns við nauðungarsölu á fasteign hans. Héraðsdómari vísaði kröfu BK frá dómi þar sem ekki yrði séð af ákvæðum laga um nauðungarsölu að BK, sem gerðarþoli, hefði heimild til að skjóta umræddum ákvörðunum undir dómara. Hæstiréttur taldi að sem gerðarþoli við nauðungarsöluna nyti BK þeirrar takmörkuðu heimildar, sem fram kæmi í 4. mgr. 22. gr. laga nr. 90/1991, til að leita úrlausnar héraðsdóms um þær ákvarðanir sýslumanns, sem um ræddi í málinu. Varnaraðilinn sýslumaðurinn á Selfossi hafi ekki sem gerðarbeiðandi við nauðungarsöluna andmælt því að BK fengi að leita úrlausnar héraðsdóms um þessar ákvarðanir. Það hafi aðrir gerðarbeiðendur heldur ekki gert. Nyti BK því heimildar til að bera málið undir dóm, sbr. 1. mgr. 73. gr. sömu laga. Þá þóttu ekki aðrir annmarkar á málatilbúnaði BK, sem varðað gætu frávísun málsins, og var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka það til efnislegrar meðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. apríl 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 4. apríl 2003, þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum um ágreining varðandi nauðungarsölu á fasteigninni Hlíðartungu í Sveitarfélaginu Ölfusi. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Björgvin Ásgeirsson krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Varnaraðilinn sýslumaðurinn á Selfossi hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði hélt sýslumaðurinn á Selfossi 12. desember 2002 áfram uppboði við nauðungarsölu á fasteigninni Hlíðartungu. Samkvæmt endurriti úr gerðabók sýslumanns voru gerðarbeiðendur Lífeyrissjóðurinn Framsýn, tollstjórinn í Reykjavík og sýslumaðurinn á Selfossi, en sóknaraðili var gerðarþoli. Áður en leitað var þessu sinni boða í eignina var uppboðsskilmálum breytt á þann veg að frestur kaupanda til að greiða fjórðung söluverðs hennar til að fá boð sitt samþykkt var ákveðinn til 16. janúar 2003, en bjóðendur skyldu vera bundnir við boð sín til og með 23. sama mánaðar. Við uppboðið varð varnaraðilinn Björgvin hæstbjóðandi. Honum var greint frá því að boð hans yrði samþykkt ef greiðsla bærist samkvæmt því og í samræmi við breytta uppboðsskilmála 16. janúar 2003 kl. 15. Sóknaraðili, sem var viðstaddur uppboðið, ritaði undir bókun um það í gerðabók, svo og sérstakt skjal um framangreinda breytingu á uppboðsskilmálum. Um það leyti dags 16. janúar 2003, sem varnaraðilanum Björgvin bar að inna af hendi greiðslu til samþykkis boðs síns, leitaðist sóknaraðili við að fá nauðungarsöluna fellda niður. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði barst sýslumanni bréf frá lögmanni Lífeyrissjóðsins Framsýnar kl. 14.26 þennan dag, þar sem kom fram að hæstbjóðandi í fasteignina hafi komið veðskuld við lífeyrissjóðinn í skil. Nokkru eftir kl. 15 barst síðan sýslumanni annað bréf frá lögmanninum, þar sem lýst var yfir að hann afturkallaði beiðni sína um nauðungarsölu. Þá liggur fyrir að sama dag bauð sóknaraðili sýslumanni greiðslu að fjárhæð 500.000 krónur upp í skuld, sem sá síðastnefndi hafði krafist nauðungarsölu til að fá fullnægt, en heildarfjárhæð hennar mun hafa verið 6.459.599 krónur. Vildi sóknaraðili fá beiðni sýslumanns afturkallaða gegn þessari greiðslu, en hann ekki orðið við því. Varnaraðilinn Björgvin innti af hendi greiðslu samkvæmt uppboðsskilmálum á þeim tíma, sem ákveðinn hafði verið. Var boð hans í fasteignina þar með samþykkt. Með bréfi 23. janúar 2003 til Héraðsdóms Suðurlands leitaði sóknaraðili úrlausnar um gildi ákvörðunar sýslumanns 16. sama mánaðar um að neita að afturkalla beiðni sína um nauðungarsölu á fasteigninni Hlíðartungu gegn innborgun á skuld sóknaraðila og ávísun frá honum á tilteknar greiðslur úr hendi þriðja manns. Enn fremur leitaði sóknaraðili úrlausnar um gildi ákvörðunar sýslumanns sama dag um að samþykkja boð varnaraðilans Björgvins og „þar með stytta samþykkisfrest úr 6 vikum í 5 þrátt fyrir að viðstöddum á uppboðsstað hafi borið saman um að 6 vikna frestur hefði verið veittur.“ Fyrir liggur að sóknaraðili sendi einnig afrit af þessu bréfi til sýslumanns 23. janúar 2003. Fyrir héraðsdómi kröfðust varnaraðilar þess að málinu yrði vísað frá. Var fallist á þá kröfu með hinum kærða úrskurði. II. Dómkröfur sóknaraðila fyrir héraðsdómi voru þær sömu og fram komu í bréfi hans til dómsins 23. janúar 2003, sem áður er getið. Skilja verður fyrri kröfu sóknaraðila svo að með henni sé hann í reynd að krefjast úrlausnar um að sýslumanni hafi borið 16. janúar 2003 að fella niður nauðungarsölu á fasteigninni Hlíðartungu vegna greiðslu, sem sóknaraðili telur gerðarbeiðendur hafa fengið á kröfum sínum. Þá verður að skilja síðari kröfu sóknaraðila þannig að hann leiti með henni úrlausnar um að sýslumanni hafi ekki verið rétt að veita umræddan dag viðtöku úr hendi varnaraðilans Björgvins greiðslu á hluta söluverðs fasteignarinnar til samþykkis á boði hans í hana. Samkvæmt upphafsorðum 2. mgr. 22. gr. laga nr. 90/1991 ber sýslumanni þegar í stað að taka ákvörðun um ágreining, sem rís við fyrirtöku samkvæmt 21. gr. laganna á beiðni um nauðungarsölu, um hvort nauðungarsalan fari fram eða hvernig staðið verði að henni. Samkvæmt 6. mgr. sömu lagagreinar verður þessari reglu jafnframt beitt á síðari stigum nauðungarsölu allt fram að því að aðgerðum við hana er lokið. Framangreindar kröfur sóknaraðila lúta báðar að því hvernig standa hafi átt að nauðungarsölu í skilningi þessara lagaákvæða. Sem gerðarþoli við nauðungarsöluna naut sóknaraðili þeirrar takmörkuðu heimildar, sem fram kemur í 4. mgr. 22. gr. laga nr. 90/1991, til að leita úrlausnar héraðsdóms um þær ákvarðanir sýslumanns, sem um ræðir í málinu. Varnaraðilinn sýslumaðurinn á Selfossi hefur ekki sem gerðarbeiðandi við nauðungarsöluna andmælt því að sóknaraðili fái að leita úrlausnar héraðsdóms um þessar ákvarðanir í máli, sem rekið er eftir reglum XIII. kafla laga nr. 90/1991. Það hafa aðrir gerðarbeiðendur heldur ekki gert. Nýtur sóknaraðili því heimildar til að bera mál þetta undir dóm, sbr. 1. mgr. 73. gr. sömu laga. Samkvæmt framangreindu og með því að ekki eru aðrir annmarkar á málatilbúnaði sóknaraðila, sem varðað geta frávísun málsins, verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka það til efnislegrar meðferðar. Rétt er að aðilarnir beri á þessu stigi hver sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnislegrar meðferðar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 156/2003
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur
Deilt var um uppgjör vegna leigusamnings aðila. Fallist var á með héraðsdómara að slíkir annmarkar væru á reifun málsins af hendi sóknaraðila að óhjákvæmilegt væri að vísa því í heild frá dómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. apríl 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. apríl 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Með vísan til þess, sem greinir í forsendum hins kærða úrskurðar, verður að fallast á með héraðsdómara að slíkir annmarkar séu á reifun málsins af hendi sóknaraðila að óhjákvæmilegt sé að vísa því í heild frá dómi. Samkvæmt því verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Sæsmíð ehf., greiði varnaraðila, Stefju hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 160/2003
Kærumál Málsástæða Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur
L höfðaði mál gegn F og H með stefnu 26. apríl 2002, þar sem hann krafðist þess að þeim yrði í sameiningu gert að greiða sér tiltekna fjárhæð. Fékk L gerða kyrrsetningu hjá F og H til tryggingar kröfunni og höfðaði mál til staðfestingar gerðinni. Það mál var síðan sameinað máli þessu og komu þá inn í það ný gögn, sem lögð höfðu verið fram í fyrrnefnda málinu. Við aðalmeðferð málsins 4. apríl 2003 lögðu aðilarnir fram hver fyrir sitt leyti skjal með endanlegri kröfugerð og talningu málsástæðna. Féllst Hæstiréttur á það með héraðsdómara að málatilbúnaður L hafi þá verið kominn í slíkt horf að hann hafi ekki lengur verið samrýmanlegur þeim grundvelli, sem L markaði málinu með fyrrnefndri stefnu 26. apríl 2002. Samkvæmt því var frávísunarúrskurður héraðsdóms staðfestur um annað en málskostnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. apríl 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. maí sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. apríl 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál þetta gegn varnaraðilum með stefnu 26. apríl 2002, þar sem hann krafðist þess að þeim yrði í sameiningu gert að greiða sér 27.785.468,23 krónur. Sóknaraðili fékk gerða kyrrsetningu hjá varnaraðilum 14. mars 2003 til tryggingar þessari kröfu og höfðaði með stefnu 20. sama mánaðar mál til staðfestingar gerðinni. Það mál var síðan á dómþingi 2. apríl 2003 sameinað máli þessu og komu þá inn í það ný gögn, sem lögð höfðu verið fram í fyrrnefnda málinu. Við aðalmeðferð málsins 4. apríl 2003 lögðu aðilarnir fram hver fyrir sitt leyti skjal með endanlegri kröfugerð og talningu málsástæðna. Fallast verður á með héraðsdómara að málatilbúnaður sóknaraðila hafi þá verið kominn í slíkt horf að hann var ekki lengur samrýmanlegur þeim grundvelli, sem sóknaraðili markaði málinu með fyrrnefndri stefnu 26. apríl 2002. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem er ákveðinn í einu lagi handa hvorum þeirra fyrir sig eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili, Landsbanki Íslands hf., greiði varnaraðilum, Fóni ehf. og Holberg Mássyni, hvorum fyrir sig samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Mál nr. 129/2003
Kærumál Innsetningargerð Haldsréttur
Aðilar gerðu með sér samning um rekstur tveggja skóverslana í Reykjavík, þar sem meðal annars var kveðið á um að H sæi um rekstur þeirra, en Í legði til innréttingar sem yrðu í eigu hans. Eftir að H hafði rift samningnum vegna ætlaðra vanefnda Í á samningunum, krafðist Í þess að fá tiltekna lausafjármuni tekna úr vörslum H með innsetningargerð. Óumdeilt var að Í ætti þá lausafjármuni, sem krafa félagsins laut að. Þá var talið að H hafi í málatilbúnaði sínum ekki vísað til neinna atvika sem að lögum gætu leitt af sér haldsrétt henni til handa í umræddum munum. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms, þar sem fallist var á kröfu Í um að félaginu yrði heimilað að fá nánar tiltekna lausafjármuni tekna úr vörslum H með beinni aðfarargerð.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. mars 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. apríl sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. mars 2003, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá nánar tiltekna lausafjármuni tekna úr vörslum sóknaraðila með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um heimild til aðfarargerðar verði hafnað. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í úrskurði héraðsdómara er óumdeilt að varnaraðili eigi þá lausafjármuni, sem hann leitar eftir að fá tekna úr vörslum sóknaraðila með innsetningargerð. Sóknaraðili hefur ekki í málatilbúnaði sínum vísað til neinna atvika, sem að lögum gætu leitt af sér haldsrétt henni til handa í munum þessum. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, greiði varnaraðila, Íslenska skófélaginu ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 148/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Ríkissaksóknari hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], með lögheimili að [...], Kópavogi, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 25. júní nk. kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. apríl 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 25. júní nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt, sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 25. júní 2003 kl. 16.
Mál nr. 130/2003
Kærumál Fjárnám
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem fallist var á kröfu L um að felld yrðu úr gildi tvö fjárnám, sem gerð höfðu verið hjá honum fyrir kröfum LV. Var fallist á með héraðsdómara að ekki yrði séð að sýslumaður hafi við framkvæmd fjárnámanna, haft undir höndum nægar upplýsingar um nánar tilgreinda fasteign og veðskuldir, sem á henni hvíldu, til að leggja á raunhæfan hátt mat samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 90/1989 á það hvort eignin gæti nægt til fullnustu kröfum LV. Samkvæmt því var hinn kærði úrskurður staðfestur og fjárnámin felld úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. mars 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. apríl sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. mars 2003, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að felld yrðu úr gildi tvö fjárnám, sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá honum 28. október 2002 fyrir kröfum sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fjárnám þessi verði staðfest og sér dæmdur málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Með vísan til þess, sem greinir í forsendum hins kærða úrskurðar, verður að fallast á með héraðsdómara að ekki verði séð að sýslumaður hafi við framkvæmd fjárnámanna, sem málið varðar, haft undir höndum nægar upplýsingar um fasteignina Breiðumörk 1c í Hveragerði og veðskuldir, sem á henni hvíldu, til að leggja á raunhæfan hátt mat samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 90/1989 á það hvort eignin gæti nægt til fullnustu kröfum sóknaraðila. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, greiði varnaraðila, Lykilhótelum hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 386/2002
Málskostnaðartrygging Frávísun frá Hæstarétti
Máli L hf. gegn G var vísað frá Hæstarétti þar sem málskostnaðartrygging var ekki afhent innan frests sem L hf. hafði til að afhenda trygginguna.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. ágúst 2002. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að hún verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi lagði fram í Hæstarétti greinargerð 30. október 2002, þar sem hann krafðist staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar hér fyrir dómi. Með bréfi 12. nóvember 2002 krafðist stefndi þess með vísan til 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að áfrýjanda yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Var þessi krafa reist á því að árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá áfrýjanda og gjaldþrotaskipta síðan krafist á búi hans eftir að stefndi lagði fram áðurnefnda greinargerð. Hæstiréttur féllst 27. mars 2003 á kröfu stefnda um málskostnaðartryggingu og var fjárhæð hennar ákveðin 200.000 krónur. Skyldi tryggingin sett með peningum eða bankaábyrgð og var áfrýjanda veittur tveggja vikna frestur til að afhenda hana eða skilríki fyrir henni. Síðasti dagur til þessa var samkvæmt því 10. apríl 2003. Með bréfi lögmanns áfrýjanda, sem barst Hæstarétti 11. apríl 2003, fylgdi ávísun að fjárhæð 400.000 krónur og var tekið þar fram að um væri að ræða málskostnaðartryggingu vegna þessa máls og hæstaréttarmálsins nr. 385/2002. Frestur til að afhenda tryggingu var samkvæmt framansögðu liðinn þegar bréf þetta barst. Þegar af þeirri ástæðu verður málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti með vísan til 3. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, svo sem henni var breytt með 20. gr. laga nr. 38/1994. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Lykilhótel hf., greiði stefnda, Guðmundi Fjalari Ísfeld, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Mál nr. 385/2002
Málskostnaðartrygging Frávísun frá Hæstarétti
Máli L hf. gegn S var vísað frá Hæstarétti þar sem málskostnaðartrygging var ekki afhent innan frests sem L hf. hafði til að afhenda trygginguna.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. ágúst 2002. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að hún verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi lagði fram í Hæstarétti greinargerð 30. október 2002, þar sem hann krafðist staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar hér fyrir dómi. Með bréfi 12. nóvember 2002 krafðist stefndi þess með vísan til 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að áfrýjanda yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Var þessi krafa reist á því að árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá áfrýjanda og gjaldþrotaskipta síðan krafist á búi hans eftir að stefndi lagði fram áðurnefnda greinargerð. Hæstiréttur féllst 27. mars 2003 á kröfu stefnda um málskostnaðartryggingu og var fjárhæð hennar ákveðin 200.000 krónur. Skyldi tryggingin sett með peningum eða bankaábyrgð og var áfrýjanda veittur tveggja vikna frestur til að afhenda hana eða skilríki fyrir henni. Síðasti dagur til þessa var samkvæmt því 10. apríl 2003. Með bréfi lögmanns áfrýjanda, sem barst Hæstarétti 11. apríl 2003, fylgdi ávísun að fjárhæð 400.000 krónur og var tekið þar fram að um væri að ræða málskostnaðartryggingu vegna þessa máls og hæstaréttarmálsins nr. 386/2002. Frestur til að afhenda tryggingu var samkvæmt framansögðu liðinn þegar bréf þetta barst. Þegar af þeirri ástæðu verður málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti með vísan til 3. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, svo sem henni var breytt með 20. gr. laga nr. 38/1994. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Lykilhótel hf., greiði stefnda, Styrmi Þórðarsyni, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Mál nr. 90/2003
Kærumál Aðför Gjaldþrotaskipti
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem hafnað var kröfu L um að bú M yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrir lá í málinu að lögreglan hafði sent fyrirsvarsmanni M kvaðningu í fyrirtöku á aðfararbeiðni L og hringt í sama skyni, en ekkert lá fyrir um að tilraun hafi verið gerð til að handtaka fyrirsvarsmanninn og færa hann fyrir sýslumann. Talið var að L hafi ekki tekist að sýna fram á að fyrirsvarsmaður M færi huldu höfði í merkingu 1. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Væru skilyrði ákvæðisins því ekki uppfyllt til að taka mætti kröfu L um gjaldþrotaskipti á búi M til greina. Þá var talið, að samkvæmt langri dómvenju væri það skilyrði þess að bú skuldara yrði tekið til gjaldþrotaskipta á grundvelli 1. töluliðar 2. mgr. 65. gr. sömu laga, að mætt hafi verið af hálfu gerðarþola við aðför, en það skilyrði var ekki uppfyllt í málinu. Var hinn kærði úrskurður staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. mars 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að bú varnaraðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. I. Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði var að beiðni sóknaraðila gert fjárnám hjá varnaraðila 19. júní 2002. Var fjárnáminu lokið án árangurs með vísan til 62. gr. laga nr. 90/1989 um aðför að fjarstöddum fyrirsvarsmanni varnaraðila, en ekki hafði tekist að boða hann til gerðarinnar. Samkvæmt gögnum málsins var greiðsluáskorun og boðun til fyrirsvarsmanns varnaraðila vegna fjárnáms birt fyrir móður hans á heimili hans. Þar sem ekki var mætt fyrir hönd varnaraðila við fjárnámsgerðina leitaði sýslumaðurinn í Reykjavík, með vísan til 3. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989, aðstoðar lögreglu við að boða fyrirsvarsmann hans til fyrirtöku 6. mars 2002, en án árangurs. Þá óskaði sýslumaður eftir því í maí sama árs að lögregla færði fyrirsvarsmanninn til sýslumanns en það tókst ekki. Einnig kveðst lögmaður sóknaraðila hafa farið ásamt fulltrúa sýslumanns á lögheimili varnaraðila í janúar 2002. Hafi þá komið í ljós að varnaraðili væri hættur starfsemi. Einnig hafi verið farið að lögheimili fyrirsvarsmanns varnaraðila, en samkvæmt frásögn íbúa þar hafi hann ekki lengur átt þar heima og ekki vitað um aðsetur hans. Í gögnum, sem stafa frá sýslumanninum í Reykjavík og sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt, kemur einnig fram að leitað hafi verið aðstoðar lögreglu við að boða fyrirsvarsmann varnaraðila til fyrirtöku hjá sýslumanni 3. október 2002 og 13. febrúar 2003 vegna krafna annarra á hendur varnaraðila, en lögreglu ekki tekist að hafa upp á honum. Til stuðnings kröfu sinni vísar sóknaraðili einkum til 1. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991, en að henni frágenginni telur hann að taka beri kröfu sína til greina á grundvelli 1. töluliðar 2. mgr. 65. gr. sömu laga. Samkvæmt fyrrnefnda lagaákvæðinu getur lánardrottinn krafist þess að bú skuldara verði tekið til gjaldþrotaskipta ef skuldarinn hefur strokið af landi brott eða fer annars huldu höfði og ætla megi að það sé sökum skulda, enda megi telja að hætta sé á að dráttur á gjaldþrotaskiptum geti bakað lánardrottninum tjón. Telur sóknaraðili að sú aðstaða sé fyrir hendi í málinu, sem fram komi í lagaákvæðinu. Samkvæmt vottorði hlutafélagaskrár fari áðurnefndur fyrirsvarsmaður einn með stjórn varnaraðila, sem sé einkahlutafélag, og gegni þar starfi framkvæmdastjóra og stjórnarformanns og fari einn með prókúru fyrir félagið. Hann fari nú huldu höfði og greiðsluáskorun og boðun til hans vegna fjárnáms hafi verið birt skyldmennum fyrirsvarsmannsins á lögheimili hans án þess að þeim væri sinnt. Starfsemi varnaraðila hafi verið hætt og skattframtölum ekki skilað. Verði að ætla að fyrirsvarsmaðurinn fari huldu höfði vegna skulda, enda séu fjölmargir aðrir kröfuhafar einnig á höttunum eftir honum vegna langvarandi vanskila varnaraðila við þá. Sóknaraðili hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná fram fullnustu á kröfu sinni hjá sýslumanninum í Reykjavík, sem hafi leitað aðstoðar lögreglu á grundvelli 3. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989, en án árangurs. Krafa sóknaraðila sé meðal annars vegna iðgjalda fyrrum starfsmanna varnaraðila í lífeyrissjóð á árinu 1999 og sé sóknaraðila brýn nauðsyn á að ná fram gjaldþrotaskiptum á búi varnaraðila til að ganga úr skugga um hvort einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar, sem unnt sé að rifta samkvæmt ákvæðum XX. kafla laga nr. 21/1991. II. Meðal málsgagna er tölvubréf sýslumannsins í Reykjavík til lögmanns sóknaraðila 18. mars 2003 þar sem staðfest var að sýslumaður hafi óskað eftir því við „fyrirkallsdeild lögreglunnar í Reykjavík“ að fyrirsvarsmaður varnaraðila yrði færður til sýslumanns 6. maí 2002 kl. 14.20 með vísan til 3. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989. Þetta hafi ekki tekist, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík sé vaninn að hringja í menn til að byrja með, sem ráða megi að hafi verið gert í þessu tilviki. Ekki sé þó að finna formlega skráningu hjá lögreglunni um hvað fleira hafi verið gert í málinu. Sóknaraðili hefur einnig lagt fram bréf sýslumannsins 17. mars 2003, sem beint er til „þeirra sem málið varða.“ Segir þar að 21. febrúar 2002 hafi verið leitað eftir aðstoð lögreglu í Reykjavík til að boða fyrirsvarsmann varnaraðila til fyrirtöku á aðfararbeiðni sóknaraðila. Lögreglan hafi sent honum kvaðningu og hringt í tiltekið símanúmer til að minna á boðunina, en ekki hafi verið mætt af hálfu varnaraðila. Loks hefur sóknaraðili lagt fram þrjú tölvubréf sýslumannsins til lögreglu í Reykjavík frá árunum 2002 og 2003, þar sem óskað var eftir því með vísan til 3. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989, að tilgreindir gerðarþolar yrðu boðaðir fyrir sýslumann, en meðal þeirra var fyrirsvarsmaður varnaraðila. Áðurnefnd 3. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 hefur að geyma ákvæði um þá aðstöðu að ekki er mætt af hálfu gerðarþola við aðför. Segir þar að meðal annars sé lögreglumönnum í þessu skyni skylt að boði sýslumanns að leita gerðarþola eða fyrirsvarsmanns hans og boða hann til að mæta til gerðarinnar eða færa hann til hennar. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli sýslumannsins, þar sem vísað var til þessa lagaákvæðis, hafa viðbrögð lögreglunnar í Reykjavík ekki orðið önnur en þau að senda fyrirsvarsmanni varnaraðila kvaðningu og hringja í sama skyni. Liggur ekkert fyrir um að tilraun hafi verið gerð til að handtaka fyrirsvarsmanninn og færa hann fyrir sýslumann, svo sem lögreglu er þó skylt að gera ef þörf er á. Við þær aðstæður, sem hér eru, hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að fyrirsvarsmaður varnaraðila fari huldu höfði í merkingu 1. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 og getur þá engum úrslitum ráðið að hann virðir allar kvaðningar að vettugi. Skilyrði ákvæðisins eru því þegar af þeirri ástæðu ekki uppfyllt til að taka megi kröfu sóknaraðila til greina. Reynir þá ekki sérstaklega á hvort hann hafi sýnt fram á að hætta sé á að dráttur á gjaldþrotaskiptum geti valdið honum tjóni. Samkvæmt langri dómvenju er það skilyrði þess að bú skuldara verði tekið til gjaldþrotaskipta á grundvelli 1. töluliðar 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 að mætt hafi verið af hálfu gerðarþola við aðför. Svo sem fram er komið er það skilyrði ekki uppfyllt í málinu. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdómara verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 125/2003
Kærumál Vitni
Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að ákæruvaldinu væri heimilt að spyrja nafngreint vitni að því hvort það áliti að tilteknar myndir, sem P var sakaður um að hafa falsað eða látið falsa, gætu verið eftir föður vitnisins.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. apríl 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 2003, þar sem sóknaraðila var heimilað að spyrja nafngreint vitni að því hvort það áliti að tilteknar myndir, sem varnaraðili hefur verið sakaður um að hafa falsað eða látið falsa, geti verið eftir föður vitnisins, Jón Stefánsson listmálara. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri í því skyni að fá úrskurð héraðsdóms felldan úr gildi. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Mál þetta var höfðað með ákæruskjali, dagsettu 3. janúar sl. og aðalmeðferð í því hófst hinn 1. þessa mánaðar. Er fyrirhugað að henni ljúki nk. föstudag. Vitnið Bryndís Jónsdóttir Stefánssonar, listmálara, kom fyrir dóm í málinu sl. miðvikudag þar sem henni voru sýndar fimm myndir sem merktar eru föður hennar og ákæru­valdið telur vera falsaðar, sbr. ákæruliði 9 (rannsóknartilvik 97), 18 (rannsóknartilvik 25), 24 (rannsóknartilvik 28), 26 (rannsóknartilvik 36) og 32 (rannsóknartilvik 113). Eru þær á meðal fjölda myndverka sem ákærði Pétur Þór er sakaður um að hafa falsað eða látið falsa og selja með svikum til margra aðila, bæði hér á landi og í Danmörku. Vitnið var spurð að því hvort hún hefði nokkru sinni séð þessar myndir meðal verka föður hennar og neitaði hún því. Hefur ákæruvaldið krafist þess að fá að spyrja hana hvort hún telji þessar myndir geta verið eftir föður hennar, en fram hefur komið hjá henni að hún hafi nokkra yfirsýn yfir list föður síns. Vitnið var spurð um þetta og lét uppi álit á því þegar hún gaf skýrslu í málinu hjá lögreglu. Af hálfu ákærða Péturs Þórs er því mótmælt að þetta álitaefni verði borið undir vitnið, enda sé hún ekki sérfróð um list og ekki verið leitað til hennar sem kunnáttumanns við lögreglurannsóknina, sbr. 1. mgr. 70. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19,1990. Dómarar málsins ákváðu að leyfa það að vitnið yrði spurt um þetta. Var þess krafist af hálfu ákærða að kveðinn yrði upp úrskurður um þetta. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Úrskurðarorð: Ákæruvaldinu er heimilt að spyrja vitnið, Bryndísi Jónsdóttur, að því hvort hún álíti að tilteknar myndir sem ákært er út af í málinu geti verið eftir föður hennar, Jón Stefánsson listmálara.
Mál nr. 113/2003
Kærumál Vitni
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu P um að ákæruvaldinu yrði bannað að leiða átján nafngreind vitni við aðalmeðferð máls ákæruvaldsins gegn P. Í dómi Hæstaréttar segir að ráðið verði af gögnum málsins að tíu af þeim átján einstaklingum, sem P hafi krafist að ákæruvaldinu væri meinað að kveðja fyrir dóm sem vitni í málinu, hafi unnið að sérfræðilegum rannsóknum fyrir lögreglu við rannsókn málsins, sbr. 70. gr. laga nr. 19/1991. Af þeim sökum yrði talið heimilt að leiða umrædda einstaklinga fyrir dóm sem vitni, í því skyni að skýra þær rannsóknir sem þeir höfðu komið að, eða atriði sem þeim tengdust. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. mars 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. mars 2003, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að sóknaraðila yrði bannað að leiða átján nafngreind vitni við aðalmeðferð máls sóknaraðila gegn varnaraðila og öðrum manni. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að sóknaraðila „verði synjað um að leiða eftirtalin vitni fyrir dóm til skýrslugjafar um atriði sem varða álit þeirra, skoðanir og ályktanir, sem byggðar séu á sérþekkingu þeirra eða meintri sérþekkingu þeirra á atriðum sem varða það hvort málverk teljast upprunaleg eða ekki, breytt eða ekki eða hverjir séu réttir höfundar málverka og mynda sem ákæra í málinu snýst um, en teljast ekki til sakaratriða málsins í skilningi 2. mgr. 59. gr. laga nr. 19/1991.“ Nöfn umræddra vitna eru talin upp í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 70. gr. laga nr. 19/1991 leitar rannsóknari til kunnáttumanna, þegar þörf er á sérfræðilegri rannsókn vegna opinbers máls. Getur slík rannsókn á málsatvikum verið nauðsynleg til þess að ákveða hvort sækja skuli mann til sakar og afla nauðsynlegra gagna til undirbúnings málsmeðferðar, sbr. 67. gr. laganna. Af þessu leiðir einnig að nauðsynlegt kann að vera að kveðja þann, er veitt hefur slíka sérfræðilega aðstoð, sem vitni fyrir dóm til þess að skýra þau gögn málsins, er frá honum stafa eða atriði, sem þeim tengjast. Verður að telja slíka vitnaleiðslu sérfræðings heimila, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 19/1991, sbr. einnig dóm Hæstaréttar í dómasafni 1999, bls. 2452. Af gögnum málsins verður ráðið að tíu af þeim átján einstaklingum, sem varnaraðili hefur krafist að sóknaraðila verði meinað að kveðja fyrir dóm sem vitni í máli þessu, hafi unnið að sérfræðilegum rannsóknum fyrir lögreglu við rannsókn málsins, sbr. 70. gr. laga nr. 19/1991. Af þeim sökum verður talið heimilt að leiða umrædda einstaklinga fyrir dóm sem vitni í því skyni að skýra þær rannsóknir sem þeir hafa komið að, eða atriði sem þeim tengjast. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 93/2003
Kærumál Dómkvaðning matsmanns Aðild
Í kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem fallist var á beiðni H um dómkvaðningu tveggja matsmanna til að leggja mat á nánar tiltekin atriði, sem vörðuðu framkvæmdir við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Í mótmælti kröfu H um dómkvaðningu matsmanna á þeirri forsendu að H gæti ekki að réttu lagi átt aðild að henni, en Í hafði gert verksamning við samstarfsfélag tveggja verktakafyrirtækja, H&S og M, um fyrrnefnda framkvæmd. Talið var að með verksamningnum hafi Í gengist undir þann skilmála að reikningar vegna verksins yrðu gefnir út af samstarfsfélaginu H og þannig viðurkennt að H væri réttur kröfuhafi gagnvart sér um greiðslu verklauna. Þótt krafa, sem kynni að verða gerð á hendur Í á grundvelli umbeðinnar matsgerðar, gæti orðið um annað en greiðslu verklauna með stoð í verksamningnum, tengdist H hvað sem öðru liði svo náið því réttarsambandi sem samningurinn myndaði, að honum yrði ekki meinað að leita matsgerðarinnar í eigin nafni.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. mars 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2003, þar sem fallist var á beiðni varnaraðila um dómkvaðningu tveggja matsmanna. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um að dómkvaddir verði tveir menn samkvæmt matsbeiðni. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði er mál þetta komið til vegna beiðni varnaraðila 28. nóvember 2002 um að dómkvaddir yrðu tveir menn til að leggja mat á atriði, sem tiltekin eru í matsbeiðni í tíu liðum og varða framkvæmdir við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Verk þetta hafði Framkvæmdasýsla ríkisins boðið út í tvennu lagi í desember 1999. Lægsta tilboðið í annan hluta þess barst frá Højgaard & Schultz AS og Miðvangi ehf. í sameiningu og var því tekið 7. febrúar 2000. Skriflegur verksamningur var síðan undirritaður 9. júní og 19. júlí 2000, en fyrir þann tíma mun Ístak hf. hafa gengið til samstarfs við áðurnefnd tvö félög um framkvæmd verksins. Í upphafi samningsins sagði að hann væri gerður milli utanríkisráðuneytisins sem verkkaupa og verktaka, sem þar var nefndur „samstarfsfélag (Joint Venture) Højgaard & Schultz AS ... og Miðvangur ehf.“ Í 5. gr. samningsins var tekið fram að „samningsaðili verkkaupa í þessum samningi er samstarfsfélag Højgaard & Schultz AS og Miðvangur ehf. en reikningar verða gefnir út af sameignarfélagi ofangreindra aðila annars vegar og Ístak hf. hins vegar, Hávirki sf.“ Í málinu mótmælir sóknaraðili kröfu um dómkvaðningu matsmanna á þeirri forsendu að varnaraðili geti ekki að réttu lagi átt aðild að henni. Í matsbeiðni varnaraðila er þess getið að með matsgerð hyggist hann sanna að fyrrgreint verk hafi aukist verulega að umfangi frá því, sem vænta mátti af útboðsgögnum, auk þess að sanna hversu kostnaður hans af framkvæmd verksins hafi aukist af þeim sökum. Þetta kostnaðarmat hyggist hann leggja til grundvallar fjárkröfu á hendur verkkaupa. Með framangreindu ákvæði í 5. gr. verksamningsins gekkst verkkaupi undir þann skilmála að reikningar vegna verksins yrðu gefnir út af varnaraðila. Viðurkenndi verkkaupinn á þann hátt að varnaraðili væri réttur kröfuhafi gagnvart sér um greiðslu verklauna. Þótt krafa, sem kynni að verða gerð á hendur sóknaraðila á grundvelli umbeðinnar matsgerðar, gæti orðið um annað en greiðslu verklauna með stoð í verksamningnum, tengist varnaraðili hvað sem öðru líður svo náið því réttarsambandi, sem leiddi af samningnum, að honum verður ekki meinað að leita matsgerðarinnar í eigin nafni. Með þessum athugasemdum verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, íslenska ríkið, greiði varnaraðila, Hávirki sf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 103/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X yrði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Þær tafir, sem orðið höfðu á því að mál væri höfðað gegn X um þær sakir sem hann var borinn, voru harðlega átaldar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. mars 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. mars 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 2. maí nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt gögnum málsins var varnaraðili handtekinn 7. nóvember 2002 vegna gruns um stórfelld fíkniefnabrot. Næsta dag var honum gert með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að sæta gæsluvarðhaldi allt til 29. nóvember 2002 á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar 12. þess mánaðar í máli nr. 503/2002. Gæsluvarðhald yfir varnaraðila var síðan framlengt til 20. desember 2002, en þann dag krafðist sóknaraðili þess á ný að varnaraðila yrði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi og þá á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Í kröfu sóknaraðila um framlengingu gæsluvarðhalds var tekið fram að „rannsóknin er mjög langt komin og má vænta þess að málið verði sent ríkissaksóknara til ákærumeðferðar á næstunni.“ Héraðsdómari féllst 20. desember 2002 á kröfu sóknaraðila um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 7. febrúar 2003 og var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar 27. desember 2002 í máli nr. 566/2002. Enn leitaði sóknaraðili framlengingar á gæsluvarðhaldinu til 21. mars 2003, sem héraðsdómur féllst á með úrskurði 7. febrúar sama árs. Þegar kom að lokum gæsluvarðhalds samkvæmt þeim úrskurði gerði sóknaraðili þá kröfu, sem til úrlausnar er í máli þessu. Samkvæmt framansögðu hefur varnaraðili nú verið sviptur frelsi samfellt í nærri fimm mánuði vegna gruns um þau brot, sem áður er getið. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður þó að fallast á að skilyrði séu til að gera varnaraðila að sæta gæsluvarðhaldi, en átelja verður þær tafir, sem orðið hafa á því að mál sé höfðað gegn honum um þær sakir, sem hann er borinn, til þess að úr þeim verði leyst með dómi. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 97/2003
Kærumál Farbann
X kærði þá ákvörðun héraðsdóms að banna honum för frá Íslandi allt til 23. apríl 2003 en hann var grunaður um aðild að innflutningi á hassi til landsins. Fyrir lá að X hafði undanfarin ár dvalið í Thailandi og hafði hann lýst því fyrir lögreglu og dómi að hann hygðist fara þangað aftur. X neitaði allri aðild að málinu, en frásögn hans bar ekki saman við skýrslur annarra er tengdust því. Voru talin fyrir hendi skilyrði til að neyta heimildar í 110. gr. laga um meðferð opinberra mála til að banna X för úr landi. Var hin kærða ákvörðun því staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. mars 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 21. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 20. mars 2003, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt til miðvikudagsins 23. apríl nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Verður að ætla að varnaraðili kæri ákvörðun héraðsdómara til að fá hana fellda úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun héraðsdómara verði staðfest. Varnaraðili var handtekinn 20. febrúar 2003, grunaður um aðild að innflutningi á fíkniefnum, sem tollgæslan lagði hald á 19. sama mánaðar í vörugeymslu DHL á Keflavíkurflugvelli. Með ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2003 var varnaraðila gert að sæta farbanni allt til fimmtudagsins 20. mars sl. Þann dag krafðist sóknaraðili þess að varnaraðila yrði bönnuð för úr landi allt til 23. apríl 2003. Sú krafa var tekin til greina með hinni kærðu ákvörðun. Samkvæmt gögnum málsins er kominn fram rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi átt aðild að innflutningi á 1.166,33 g af hassi til landsins. Fyrir liggur að varnaraðili hefur undanfarin ár dvalið í Thailandi og hefur hann lýst því fyrir lögreglu og dómi að hann hyggist fara þangað aftur í þessum mánuði. Hefur varnaraðili neitað allri aðild að málinu, en frásögn hans ber ekki saman við skýrslur annarra er tengjast því. Fallast verður á með sóknaraðila að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru varnaraðila til að ljúka megi rannsókn málsins og taka ákvörðun um hvort af saksókn verði. Samkvæmt þessu eru fyrir hendi skilyrði til að neyta heimildar 110. gr. laga nr. 19/1991 til að banna varnaraðila för úr landi. Verður hin kærða ákvörðun því staðfest. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun er staðfest. Í dóminum er nú skv. 110. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 tekin svohljóðandi Ákvörðun: Kærði, X, skal sæta farbanni og vera bönnuð för frá Íslandi uns máli hans er lokið, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 23. apríl 2003, kl. 16:00. Arngrímur Ísberg héraðsdómari
Mál nr. 95/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Skilyrðum var talið fullnægt til að X sætti áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála meðan mál hans var til meðferðar fyrir æðra dómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. mars 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 28. maí nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 87/2003
Kærumál Fjárnám Áfrýjunarfjárhæð Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumanns um að stöðva fjárnámsgerð, sem P krafðist að næði fram að ganga hjá F. Var málinu vísað frá Hæstarétti þar sem höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá F, var undir áfrýjunarfjárhæð.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. febrúar 2003, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 31. júlí 2002 um að stöðva fjárnámsgerð, sem sóknaraðili krafðist að næði fram að ganga hjá varnaraðila. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Hann krefst þess að framangreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda fjárnámsgerðinni áfram. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili leitaði fjárnámsins, sem deilt er um heimild fyrir í málinu, með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 19. júní 2002. Samkvæmt beiðninni var höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá varnaraðila, 400.000 krónur. Skilyrði um áfrýjunarfjárhæð í 1. mgr. og 2. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994, verður beitt um kæru sem þessa, sbr. 4. mgr. 150. gr. fyrrnefndu laganna og 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, svo sem slegið var föstu meðal annars í dómum Hæstaréttar í dómasafni 1994, bls. 1101 og dómasafni 1999, bls. 4662, sbr. einnig dóm 16. janúar 2003 í máli nr. 573/2002. Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt fyrstnefnda lagaákvæðinu er nú 410.991 króna. Sóknaraðila stoðar ekki að bera því við að líta megi á þetta mál og annað samkynja, sem fengið hefur númerið 88/2003, sem eitt mál væri og leggja saman fjárhæð krafnanna, sem þau varða, við mat á því hvort fullnægt sé skilyrðum fyrir málskoti. Brestur þannig skilyrði til kæru í málinu og verður að vísa því frá Hæstarétti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Páll Pálsson, greiði varnaraðila, Ferðamálasjóði, 100.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 88/2003
Kærumál Fjárnám Áfrýjunarfjárhæð Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumanns um að stöðva fjárnámsgerð, sem Á krafðist að næði fram að ganga hjá F. Var málinu vísað frá Hæstarétti þar sem höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá F, var undir áfrýjunarfjárhæð.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. febrúar 2003, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 31. júlí 2002 um að stöðva fjárnámsgerð, sem sóknaraðili krafðist að næði fram að ganga hjá varnaraðila. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Hann krefst þess að framangreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda fjárnámsgerðinni áfram. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili leitaði fjárnámsins, sem deilt er um heimild fyrir í málinu, með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 19. júní 2002. Samkvæmt beiðninni var höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá varnaraðila, 400.000 krónur. Skilyrði um áfrýjunarfjárhæð í 1. mgr. og 2. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994, verður beitt um kæru sem þessa, sbr. 4. mgr. 150. gr. fyrrnefndu laganna og 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, svo sem slegið var föstu meðal annars í dómum Hæstaréttar í dómasafni 1994, bls. 1101 og dómasafni 1999, bls. 4662, sbr. einnig dóm 16. janúar 2003 í máli nr. 573/2002. Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt fyrstnefnda lagaákvæðinu er nú 410.991 króna. Sóknaraðila stoðar ekki að bera því við að líta megi á þetta mál og annað samkynja, sem fengið hefur númerið 87/2003, sem eitt mál væri og leggja saman fjárhæð krafnanna, sem þau varða, við mat á því hvort fullnægt sé skilyrðum fyrir málskoti. Brestur þannig skilyrði til kæru í málinu og verður að vísa því frá Hæstarétti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Ástþór Rafn Pálsson, greiði varnaraðila, Ferðamálasjóði, 100.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 67/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Með beiðni dagsettri í dag, lagði Lögreglustjórinn á Selfossi fram kröfu um að X, [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, allt til mánudagsins 31. mars 2003 kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 16. febrúar 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 10. mars nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur, enda hefur sóknaraðili ekki kært hann fyrir sitt leyti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 66/2003
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
M kærði úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á beiðni K um að dómkvaddur yrði matsmaður til að vinna sérfræðilega álitsgerð í máli þar sem M og K deildu um forsjá barns. Úrskurður héraðsdóms var staðfestur með vísan til forsendna hans.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 2003, þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns verði hafnað. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 49/2003
Kærumál Málskostnaðartrygging
Úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu G o.fl. um að þrotabúi K yrði gert að setja málskostnaðartryggingu í máli, sem þrotabúið hafði höfðað á hendur G o.fl., var staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila og tveggja annarra aðila að máli, sem varnaraðili hefur höfðað, um að honum verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að setja málskostnaðartryggingu, aðallega að fjárhæð 1.000.000 krónur, en til vara annarrar lægri fjárhæðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 63/2003
Kærumál Farbann
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni á grundvelli 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2003, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði bönnuð för úr landi allt til föstudagsins 14. mars nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi, en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Það athugast að aðfinnsluverður dráttur varð á því að málið bærist Hæstarétti eftir að varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdómara, en samkvæmt bréfi hans til réttarins 18. þessa mánaðar mun kæra varnaraðila hafa mislagst á skrifstofu Héraðsdóms Reykjavíkur og ekki borist honum í hendur fyrr en þann dag. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 60/2003
Kærumál Nauðungarvistun
Hæstiréttur staðfesti ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að X skyldi vistaður nauðugur á sjúkrahúsi samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 14. febrúar 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 9. sama mánaðar um að hann skyldi vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. Kæruheimild er í 4. mgr. 31. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að framangreind ákvörðun verði felld úr gildi og þóknun talsmanns hans greidd úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Samkvæmt 4. mgr. 31. gr., sbr. 17. gr. lögræðislaga, greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og talsmanns varnaraðila vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknun hvors þeirra er ákveðin í einu lagi svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Ólafs Rúnars Ólafssonar héraðsdómslögmanns, og talsmanns varnaraðila, Helga Teits Helgasonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 100.000 krónur handa hvorum, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 59/2003
Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu Ö um að máli ákæruvaldsins á hendur honum yrði vísað frá dómi. Var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti þar sem heimild brast til kæru úrskurðarins.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 6. febrúar 2003, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að máli ákæruvaldsins á hendur honum yrði vísað frá dómi. Um kæruheimild vísar varnaraðili til j. liðar 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að málinu verði vísað frá héraðsdómi og sér dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt i. lið 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 sætir úrskurður héraðsdómara, þar sem synjað er um frávísun opinbers máls, ekki kæru til Hæstaréttar. Brestur þannig heimild til kæru úrskurðarins og verður málinu því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
Mál nr. 30/2003
Kærumál Kyrrsetning Res Judicata Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
K krafðist þess að felldar yrðu úr gildi kyrrsetningar Í í eignarhluta S í nánar tilgreindri fasteign, en S var fyrrverandi eiginmaður K. Áður höfðu verið kveðnir upp dómar í héraðsdómi í tveimur málum Í gegn S, þar sem kröfur Í gegn honum höfðu verið teknar til greina og jafnframt staðfestar þær kyrrsetningargerðir, sem krafa K laut að. Talið var að áðurnefndir dómar í málum Í gegn S fælu í sér bindandi úrslit milli aðila þeirra mála um sakarefnið, sem þar var dæmt að efni til, sbr. 1. og 2. mgr. 116. gr. laga um meðferð einkamála. Þessi réttaráhrif dómanna næðu hins vegar ekki til máls K gegn Í, en K hafi ekki verið aðili að kröfugerð í fyrrnefndu málunum. Var hinn kærði úrskurður um frávísun málsins því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. desember 2002, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hún krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í hinum kærða úrskurði greinir frá því að 5. júní 2002 hafi verið kveðnir upp dómar í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveimur málum varnaraðila gegn Stephen Peter McKeefry, fyrrum eiginmanni sóknaraðila. Hafi kröfur varnaraðila gegn honum verið teknar þar til greina og jafnframt staðfestar kyrrsetningargerðir, sem krafa sóknaraðila þessa máls tekur til. Reisir sóknaraðili málsókn sína á heimild í 40. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Áðurnefndir dómar í málum varnaraðila gegn Stephen Peter McKeefry fela í sér bindandi úrslit milli aðila þeirra mála um sakarefnið, sem þar var dæmt að efni til, sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Þessi réttaráhrif dómanna ná ekki til þessa máls, en sóknaraðili var ekki aðili að kröfugerð í fyrrnefndu málunum. Verður hinn kærði úrskurður samkvæmt því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Verður varnaraðila jafnframt gert að greiða kærumálskostnað, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Lagt er fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Íslandsbanki hf., greiði sóknaraðila, Kristínu Ólafsdóttur, 60.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 14/2003
Kærumál Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi að hluta
Málatilbúnaður K, sem laut að aðalkröfu, var svo óljós og ruglingslegur og í innbyrðis ósamræmi, að ekki varð lagður efnisdómur á kröfuna. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest um frávísun málsins með vísan til d- og e-liða 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. desember 2002, sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 10. janúar 2003. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2002, þar sem vísað var frá dómi aðalkröfu sóknaraðila í máli hans gegn varnaraðilum þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að ekki hafi komist á kaupsamningur milli aðilanna 12. júlí 2001 um Akralind 9 í Kópavogi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfuna til efnismeðferðar. Hann krefst jafnframt kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða honum kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 26/2003
Kærumál Greiðslustöðvun
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á beiðni Í um áframhaldandi greiðslustöðvun. Talið var að af þeim gögnum sem Í hafði lagt fyrir héraðsdóm þegar hann leitaði heimildar til greiðslustöðvunar og síðar framlengingar á þeirri heimild, yrði ekki ráðið sem skyldi hvað valdið hafi fjárhagsörðugleikum Í. Í þessum gögnum yrðu ekki fundnar upplýsingar um fjárhag Í nema að takmörkuðu leyti. Væri ekki fullnægt þeim kröfum, sem gera yrði til upplýsinga af hendi skuldara samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þóttu slíkir brestir á málatilbúnaði Í að óhjákvæmilegt væri að hafna beiðni hans um áframhaldandi greiðslustöðvun. Þá var fundið að því, að með hinum kærða úrskurði hafi héraðsdómari ekki markað heimild Í til áframhaldandi greiðslustöðvunar tíma, eins og borið hafi að gera samkvæmt lögum nr. 21/1991.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. desember 2002, þar sem fallist var á beiðni varnaraðila um áframhaldandi greiðslustöðvun. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að heimild varnaraðila til greiðslustöðvunar verði felld niður og sér dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Samkvæmt gögnum málsins mun varnaraðili hafa fengið heimild til greiðslustöðvunar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 4. desember 2002, sem standa skyldi til 27. sama mánaðar. Í samræmi við ákvæði 13. gr. og 14. gr. laga nr. 21/1991 hélt aðstoðarmaður varnaraðila fund með lánardrottnum félagsins 20. desember 2002, þar sem fjallað var meðal annars um stöðu þess og ráðagerðir um hvernig koma mætti nýrri skipan á fjármál þess. Að þessu gerðu leitaði varnaraðili framlengingar á heimild sinni til greiðslustöðvunar. Sóknaraðili bar fram við Héraðsdóm Reykjavíkur mótmæli 27. desember 2002 við þessa beiðni varnaraðila. Var leyst úr þeim ágreiningi aðilanna með hinum kærða úrskurði. Af gögnum málsins verður ráðið að þegar varnaraðili leitaði í upphafi heimildar til greiðslustöðvunar, sem honum var sem fyrr segir veitt 4. desember 2002, hafi hann lagt fram beiðni um heimildina, vottorð úr hlutafélagaskrá, samþykktir sínar, yfirlýsingu svonefndra skoðunarmanna félagsins, yfirlýsingu lögmanns, sem tók að sér að vera aðstoðarmaður varnaraðila við greiðslustöðvun, og ársreikninga félagsins 2001. Þegar varnaraðili leitaði síðan framlengingar á heimildinni lagði hann fram fyrir héraðsdómi beiðni um hana, eintak af dreifibréfi til lánardrottna ásamt staðfestingu fyrir sendingu þess, skrá yfir lánardrottna með upplýsingum um fjárhæð krafna þeirra, fundargerð frá áðurnefndum fundi með lánardrottnum, skrá um eignir varnaraðila og greinargerð aðstoðarmanns. Af þessum gögnum verður ekki ráðið sem skyldi hvað valdið hafi fjárhagsörðugleikum varnaraðila og í raun ekkert um það í hverju þeir séu fólgnir, en fyrir þessu bar honum að gera ítarlega grein í beiðni sinni um heimild til greiðslustöðvunar, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 21/1991. Um fjárhag varnaraðila verða ekki fundnar upplýsingar í þessum gögnum nema að því takmarkaða leyti, sem styðjast mætti við áðurnefndan ársreikning fyrir árið 2001. Fyrir skuldum hans er að vísu gerð grein í framlögðum gögnum, en í yfirliti um eignir er í fjórum liðum getið um vélbúnað, aðra rekstrarfjármuni og birgðir og samanlagt andvirði þeirra sagt vera 68.900.000 krónur, sem styðjist við vátryggingarmat. Er hér ekki fullnægt þeim kröfum, sem gera verður til upplýsinga af hendi skuldara samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 21/1991. Þá hefur varnaraðili sem fyrr segir lagt fram bréf frá skoðunarmönnum félagsins, þar sem þeir lýsa því yfir að bókhald hans sé í lögboðnu horfi. Af bréfinu verður þó ekkert ráðið um að annar hvor þessara skoðunarmanna sé löggiltur endurskoðandi, svo sem skýrlega er áskilið í síðari málslið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt framansögðu eru slíkir brestir á málatilbúnaði varnaraðila að óhjákvæmilegt er að hafna beiðni hans um áframhaldandi greiðslustöðvun. Verður að dæma hann til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Það athugast að með hinum kærða úrskurði markaði héraðsdómari heimild varnaraðila til áframhaldandi greiðslustöðvunar ekki tíma eins og bar að gera samkvæmt 4. mgr. 17. gr. laga nr. 21/1991. Dómsorð: Beiðni varnaraðila, Íslenska vatnsfélagsins ehf., um heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar er hafnað. Varnaraðili greiði sóknaraðila, Plastiðjunni ehf., 50.000 krónur í kærumálskostnað. Sóknaraðili er Íslenska vatnsfélagið ehf., kt. 540700-2490, Garðastræti 17, Reykjavík, en varnaraðili Plastiðjan ehf., kt. 680573-0269, Gagnheiði 17, Selfossi. Dómkröfur sóknaraðila eru að heimild sem sóknaraðila var veitt til greiðslustöðvunar með úrskurði 4. desember sl. verði framlengd á grundvelli 17. gr. laga nr. 21/1991. Dómkröfur varnaraðila eru að hafnað verði kröfu sóknaraðila. Með úrskurði 4. desember sl. var sóknaraðila veitt heimild til greiðslustöðvunar allt til 27. sama mánaðar. Á dómþingi þann dag var af hálfu sóknaraðila lögð fram skrifleg beiðni um heimild til áframhaldandi greiðslustöðvun ásamt gögnum í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 15. gr. laga nr. 21/1991. Af hálfu varnaraðila var sótt þing og lögð fram skrifleg og rökstudd mótmæli gegn því að beiðni sóknaraðila yrði tekin til greina, en varnaraðili er einn af lánardrottnum sóknaraðila svo sem fram kemur á lista yfir þá sem eiga kröfu á hendur sóknaraðila, er lagður var fram í sama þinghaldi af hálfu sóknaraðila. Hvorugur aðila féll frá kröfum sínum. Var mál þetta þá þingfest. Sóknaraðili byggir á því að nauðsynlegt sé að fá til liðs við félagið nýja hluthafa, sem leggi félaginu til fjármagn til að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Viðræður hafi farið fram við breska aðila í matvælaframleiðslu sem hafi áhuga á að gerast hluthafar. Neytendakönnun á neyslu drykkjarvatns á Lundúnarsvæðinu hafi sannfært þá um markaðsmöguleika framleiðsluvöru sóknaraðila. Ákveðinn hafi verið fundur strax eftir áramót. Megi ætla að saman geti gengið með aðilum en um fjársterkan aðila sé að ræða í Bretlandi sem hluthafa í Íslenska vatnsfélagið ehf. sé persónulega kunnugir. Varnaraðili byggir á því að ljóst megi vera að félagið sé með öllu bjarglaust og raunverulega gjaldþrota. Það hafi engan tilgang að framlengja líftíma þess. Allir kröfuhafar muni tapa verulega dag hvern sem seinkun verði á því að sóknaraðili verði lýstur gjaldþrota. Niðurstaða: Samkvæmt framlögðum gögnum, sem lögð voru fram með beiðni sóknaraðila um áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar, eru eignir félagsins metnar að fjárhæð 68.900.000 kr., en samanlögð fjárhæð á kröfuhafalista 89.545.336 kr. Þá var í máli þessu lagt fram skjal af hálfu sóknaraðila, sem greinir frá því, að hlutafé félagsins sé 20.000.000 kr. Fram kemur í greinargerð skipaðs aðstoðarmanns Íslenska vatnsfélagsins ehf. í greiðslustöðvun, er hann lagði fram með beiðni um áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar, að hann hafi kannað sérstaklega trúverðugleika staðhæfingar stjórnar skuldarans um viðræður við breska aðila í matvælaframleiðslu, er hafi áhuga á að gerast hluthafar. Komið hefði í ljós að stjórnarmenn höfðu greint honum rétt frá. Að virtu því, sem hér hefur fram komið, verður talið að skilyrði séu til að fallast á beiðni sóknaraðila um áframhaldandi greiðslustöðvun. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. ÚRSKURÐARORÐ: Fallist er á beiðni sóknarðila, Íslenska vatnsfélagsins ehf., um áframhaldandi greiðslustöðvun.
Mál nr. 43/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. janúar 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. mars nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili þýskur ríkisborgari og hefur verið búsettur í Þýskalandi. Í málatilbúnaði sóknaraðila kemur meðal annars fram að rannsókn hafi áður beinst að varnaraðila vegna fíkniefnabrota, en hann hafi farið af landi brott áður en tókst að birta honum ákærur í þeim málum. Ekki hafi verið unnt að fá hann framseldan hingað, því þýsk lög banni framsal þarlendra ríkisborgara. Hann hafi síðan verið handtekinn í Hollandi á síðasta ári og framseldur til Íslands 3. janúar sl. Með vísan til þessa má ætla að varnaraðili muni reyna að komast úr landi eða leynast eða koma sér á annan hátt undan málsókn eða fullnustu refsingar. Er því fullnægt skilyrðum til að beita gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, en ekki verður fallist á að farbann geti hér komið í stað gæsluvarðhalds. Þegar af þessum ástæðum verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 18/2003
Kærumál Gjaldþrotaskipti Aðilaskipti Kærufrestur Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Úrskurður héraðsdóms um gildi nauðungarsölu varð ekki kærður í nafni F ehf., þar sem bú félagsins hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta nokkru áður en kæra í þess nafni barst héraðsdómi. Þá hafði ekki verið sýnt fram á að fyrrum stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri félagsins gætu notið réttar samkvæmt 130. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. til að taka við rekstri málsins. Var kærufrestur auk þess liðinn þegar tilkynning þeirra barst héraðsdómi. Var málinu samkvæmt þessu vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 20. desember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. janúar 2003. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 28. nóvember 2002, þar sem hafnað var kröfu Fiskvinnslunnar Ól ehf. um að ógilt yrði nauðungarsala á fasteigninni Pálsbergsgötu 1, Ólafsfirði, sem sýslumaðurinn á Ólafsfirði seldi við uppboð 15. maí sama árs. Um kæruheimild vísa sóknaraðilar til 85. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðilar krefjast þess að málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, en til vara að hinum kærða úrskurði verði hrundið og nauðungarsalan ógilt. Þau krefjast einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilarnir Byggðastofnun og Sparisjóður Ólafsfjarðar krefjast aðallega frávísunar málsins frá Hæstarétti, en til vara að það verði fellt niður. Að því frágengnu er þess krafist að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Varnaraðilarnir Ólafsfjarðarkaupstaður og Stáltak hf. hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Aðalkrafa varnaraðila um frávísun málsins er á því reist að sóknaraðilar hafi ekki gætt ákvæðis 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála við framlagningu kæru í málinu. Samkvæmt gögnum málsins var hinn kærði úrskurður kveðinn upp á dómþingi Héraðsdóms Norðurlands eystra 28. nóvember 2002, en í héraði var Fiskvinnslan Ól ehf. sóknaraðili málsins. Í þingbók er þess ekki getið að lögmenn aðilanna hafi þá verið staddir á dómþingi, en bókað að þeim hafi verið tilkynnt um uppsöguna með símbréfi. Þá var lögmanni sóknaraðila í héraði sendur úrskurðurinn sama dag samkvæmt fyrirliggjandi orðsendingu dómstólsins. Kæra í nafni Fiskvinnslunnar Ól ehf. barst héraðsdómi 10. desember 2002, en bú félagsins hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði dómstólsins 3. sama mánaðar. Með bréfi skiptastjóra þrotabús félagsins 15. desember 2002 var því lýst yfir að búið myndi ekki halda áfram rekstri máls þessa fyrir dómi, en bent á heimildir kröfuhafa eða þrotamanns til þess að halda rekstri þess áfram samkvæmt 130. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Það var ekki fyrr en með bréfi 20. desember 2002, sem barst Héraðsdómi Norðurlands eystra 23. sama mánaðar, sem þau Aðalheiður H. Jóhannsdóttir, fyrrum stjórnarformaður Fiskvinnslunnar Ól ehf., og Rúnar Sigvaldason, áður framkvæmdastjóri sama fyrirtækis, kröfðust þess að taka við rekstri málsins með vísan til áðurnefndrar 130. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt framansögðu varð úrskurður héraðsdóms ekki kærður í nafni Fiskvinnslunnar Ól ehf. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á að fyrrum stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri félagsins geti notið réttar samkvæmt 130. gr. laga nr. 21/1991 til að taka við rekstri málsins, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. apríl 2002 í máli nr. 187/2002. Var kærufrestur auk þess liðinn þegar tilkynning þeirra barst héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 og 2. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991. Verður samkvæmt öllu framanröktu að vísa málinu frá Hæstarétti. Sóknaraðilar verða dæmd til að greiða varnaraðilunum Byggðastofnun og Sparisjóði Ólafsfjarðar kærumálskostnað, eins og nánar segir í dómsorði, en milli annarra málsaðila verður kærumálskostnaður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðilar, Aðalheiður H. Jóhannsdóttir og Rúnar Sigvaldason, greiði óskipt varnaraðilunum Byggðastofnun og Sparisjóði Ólafsfjarðar hvorum um sig 100.000 krónur í kærumálskostnað. Að öðru leyti fellur kærumálskostnaður niður.
Mál nr. 15/2003
Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
S kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem hafnað var kröfu hans um að hann fengi að leggja fram nánar tiltekin gögn í máli I á hendur honum. Um var að ræða útreikning prófessors í vélaverkfræði á sennilegum hraða bifreiðar við ákeyrslu ásamt beiðni S um þann útreikning. Umræddur útreikningur var ekki gerður af dómkvöddum matsmanni og brast S því heimild til kæru í málinu, sem var vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að hann fengi að leggja fram nánar tiltekin gögn í máli varnaraðila á hendur honum. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til c. liðar 1. mgr. og 3. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að sér verði heimilað að leggja þessi gögn fram. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Í báðum tilvikum krefst hann kærumálskostnaðar. Í málinu krefst varnaraðili þess að viðurkennd verði skylda sóknaraðila til að greiða sér vátryggingarbætur vegna tjóns, sem varnaraðili kveðst hafa orðið fyrir vegna þess atviks að bifreið hafi verið ekið á hann 8. október 2000. Í þinghaldi 6. janúar 2003 óskaði sóknaraðili eftir að leggja fram útreikning prófessors í vélaverkfræði á sennilegum hraða bifreiðarinnar við ákeyrsluna ásamt beiðni sinni um þann útreikning. Þessari ósk hafnaði héraðsdómari með hinum kærða úrskurði. Heimildir til að kæra til Hæstaréttar úrskurð, sem héraðsdómari kveður upp í einkamáli, eru tæmandi taldar í 143. gr. laga nr. 91/1991. Fyrrnefndur útreikningur, sem sóknaraðili krefst að fá að leggja fram í málinu, er ekki gerður af dómkvöddum matsmanni. Kæra á úrskurði héraðsdómara verður því ekki reist á c. lið 1. mgr. 143. gr. laganna. Í þeirri málsgrein verður ekki fundin önnur stoð fyrir heimild til kæru í máli þessu. Ákvæði 3. mgr. sömu lagagreinar, sem sóknaraðili vísar eins og áður segir jafnframt til sem heimildar fyrir kæru sinni, var fellt úr gildi með 35. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Samkvæmt þessu brestur heimild til kæru í málinu, sem verður því vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði varnaraðila, Ingvari Hólm Traustasyni, 100.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 25/2003
Kærumál Hald Frávísun frá héraðsdómi
Vísað var frá dómi kröfu X um að dæmd yrði „óheimil og ólögmæt skoðun og haldlagning lögreglu h. 25. júlí 2002“ á tiltekinni dagbók, en fyrir lá að bókin hafði þegar verið skoðuð af lögreglu. Lögreglan hafði lagt hald á dagbókina við frumrannsókn á vettvangi og metið það svo að bókin hafi sönnunargildi í opinberu máli. Ekki varð séð að næg ástæða væri til að hrófla við því mati að svo stöddu. Var kröfu X, um að haldi á dagbókinni yrði þegar aflétt, því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. janúar 2003, þar sem vísað var frá dómi kröfu varnaraðila um að sóknaraðila væri óheimilt og ólögmætt að skoða dagbók hennar, sem hald var lagt á 25. júlí 2002, og jafnframt hafnað kröfu hennar um að haldinu yrði aflétt. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að dæmd verði „óheimil og ólögmæt skoðun og haldlagning lögreglu h. 25. júlí 2002” á fyrrnefndri dagbók og að haldi á henni verði þegar aflétt, en til vara að ákvæði hins kærða úrskurðar um frávísun verði fellt úr gildi og málinu vísað heim í hérað að því leyti til löglegrar meðferðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 32/2003
Kærumál Málskostnaðartrygging
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem hafnað var kröfu F um að G yrði gert að setja málskostnaðartryggingu í máli, sem hann höfðaði gegn F. Samkvæmt gögnum málsins var þrisvar sinnum í september og desember 2002 gert árangurslaust fjárnám hjá G. Var ekki talið að hann hafi hnekkt líkum, sem þessi fjárnám veittu fyrir því að hann væri ófær um að greiða málskostnað, yrði sá kostnaður felldur á hann í máli aðilanna. Var G því gert að setja málskostnaðartryggingu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. desember 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja málskostnaðartryggingu í máli, sem hann höfðaði gegn sóknaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í málinu krefst varnaraðili þess að sóknaraðili verði dæmdur til að greiða sér skuld að fjárhæð 523.558 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt reikningi, sem varnaraðili gaf út í febrúar 2001 fyrir verklaunum úr hendi sóknaraðila. Samkvæmt gögnum málsins var þrisvar sinnum í september og desember 2002 gert árangurslaust fjárnám hjá varnaraðila. Hann hefur ekki hnekkt líkum, sem þessi fjárnám veita fyrir því að hann sé ófær um að greiða málskostnað, verði sá kostnaður felldur á hann í máli aðilanna. Með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 verður varnaraðila því gert að setja innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 200.000 krónur í því formi, sem héraðsdómari metur gilt. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Varnaraðila, Guðbrandi Jónatanssyni, ber innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms að setja tryggingu að fjárhæð 200.000 krónur fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur sóknaraðila, Fasteignafélaginu Stoðum hf. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 22/2003
Kærumál Vitni Úrskurður Ómerking ákvörðunar héraðsdóms
Héraðsdómari ákvað að hafna kröfu X um að fá að leiða þrjú nafngreind vitni í máli, sem ákæruvaldið hafði höfðað gegn honum fyrir brot gegn 120. gr. a. almennra hegningarlaga. Hæstiréttur felldi þessa ákvörðun úr gildi með vísan til þess að dómaranum hefði borið að kveða upp úrskurð í stað þess að taka ákvörðun, sbr. 61. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 13. janúar 2003, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að fá að leiða þrjú nafngreind vitni í máli ákæruvaldsins gegn honum. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að honum verði heimilað að leiða þessi vitni í málinu. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun héraðsdómara verði staðfest. Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu á hendur varnaraðila 2. desember 2002 fyrir ætluð brot gegn 120. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi 13. janúar 2003 krafðist varnaraðili þess að fá að leiða nánar tiltekin vitni fyrir dóm til að bera um atvik, sem hann taldi tengjast málinu. Því mótmælti sóknaraðili. Féllst héraðsdómari á þau mótmæli með hinni kærðu ákvörðun. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 19/1991 ber héraðsdómara að úrskurða ágreining um atriði, sem varða vitni. Af þeim sökum var honum ekki fært að taka afstöðu til deilu aðilanna með ákvörðun, heldur bar honum að kveða upp úrskurð samkvæmt 2. mgr. 134. gr. laga nr. 19/1991 um ágreiningsefnið. Verður því ekki komist hjá að fella ákvörðun héraðsdómara úr gildi og leggja fyrir hann að kveða upp úrskurð um ágreining málsaðilanna. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun er felld úr gildi.
Mál nr. 574/2002
Kærumál Fjárnám Áfrýjunarfjárhæð Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumanns um að stöðva fjárnámsgerð, sem K krafðist að næði fram að ganga hjá F. Var málinu vísað frá Hæstarétti þar sem höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá F, var undir áfrýjunarfjárhæð.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. desember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 2002, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 31. júlí sama árs um að stöðva fjárnámsgerð, sem sóknaraðili krafðist að næði fram að ganga hjá varnaraðila. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Hann krefst þess að framangreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda fjárnámsgerðinni áfram. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 13. desember 2002. Hann krefst þess að úrskurðurinn verði staðfestur um annað en málskostnað, sem sér verði dæmdur í héraði ásamt kærumálskostnaði. Sóknaraðili leitaði fjárnámsins, sem deilt er um heimild fyrir í málinu, með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 19. júní 2002. Samkvæmt beiðninni var höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá varnaraðila, 400.000 krónur. Skilyrði um áfrýjunarfjárhæð í 1. mgr. og 2. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994, verður beitt um kæru sem þessa, sbr. 4. mgr. 150. gr. fyrrnefndu laganna og 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, svo sem slegið var föstu meðal annars í dómum Hæstaréttar í dómasafni 1994, bls. 1101 og dómasafni 1999, bls. 4662. Þegar sóknaraðili lýsti yfir kæru í málinu var áfrýjunarfjárhæð samkvæmt fyrstnefnda lagaákvæðinu 400.680 krónur. Brestur þannig skilyrði til kæru í málinu og verður að vísa því sjálfkrafa frá Hæstarétti. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 573/2002
Kærumál Fjárnám Áfrýjunarfjárhæð Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumanns um að stöðva fjárnámsgerð, sem K krafðist að næði fram að ganga hjá F. Var málinu vísað frá Hæstarétti þar sem höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá F, var undir áfrýjunarfjárhæð.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. desember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 2002, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 31. júlí sama árs um að stöðva fjárnámsgerð, sem sóknaraðili krafðist að næði fram að ganga hjá varnaraðila. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Hann krefst þess að framangreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda fjárnámsgerðinni áfram. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 13. desember 2002. Hann krefst þess að úrskurðurinn verði staðfestur um annað en málskostnað, sem sér verði dæmdur í héraði ásamt kærumálskostnaði. Sóknaraðili leitaði fjárnámsins, sem deilt er um heimild fyrir í málinu, með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 14. júní 2002. Samkvæmt beiðninni var höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá varnaraðila, 400.000 krónur. Skilyrði um áfrýjunarfjárhæð í 1. mgr. og 2. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994, verður beitt um kæru sem þessa, sbr. 4. mgr. 150. gr. fyrrnefndu laganna og 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, svo sem slegið var föstu meðal annars í dómum Hæstaréttar í dómasafni 1994, bls. 1101 og dómasafni 1999, bls. 4662. Þegar sóknaraðili lýsti yfir kæru í málinu var áfrýjunarfjárhæð samkvæmt fyrstnefnda lagaákvæðinu 400.680 krónur. Brestur þannig skilyrði til kæru í málinu og verður að vísa því sjálfkrafa frá Hæstarétti. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 556/2002
Kærumál Vanreifun Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur
Krafa E um efndir samnings var að svo verulegu leyti vanreifuð, að ekki varð lagður á hana efnisdómur. Hið sama gilti um kröfu hans um skaðabætur. Var niðurstaða héraðsdóms um frávísun málsins án kröfu því staðfest. Þá þóttu engin efni til að fallast á að vísun til rangs ákvæðis í 143. gr. laga nr. 91/1991, sem heimildar fyrir kæru í málinu, gæti varðað frávísun málsins frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. desember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 2002, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í báðum tilvikum krefst hann kærumálskostnaðar. Aðalkrafa varnaraðila er reist á því að sóknaraðili hafi í málatilbúnaði sínum fyrir Hæstarétti vísað til rangs ákvæðis í 143. gr. laga nr. 91/1991 sem heimildar fyrir kæru í málinu. Engin efni eru til að fallast á að slíkt geti varðað frávísun málsins frá Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Excel Aviation Ltd., greiði varnaraðila, Heimsferðum ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 7/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
X var sakaður um að hafa veitt A stunguáverka á síðu að kvöldi 24. desember 2002 en X hafði borið við minnisleysi um atburði þess kvölds. Að virtum framburði vitna hjá lögreglu var ýmislegt óljóst um málsatvik. Hvað sem því leið var lögreglan ekki talin hafa fært viðhlítandi rök fyrir því að gæsluvarðhald yfir varnaraðila væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Voru því ekki næg efni til að verða við kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald, sem eingöngu var reist á 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. janúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. janúar 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 17. febrúar nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og rakið er í úrskurði héraðsdóms er varnaraðili grunaður um að hafa veitt A stunguáverka á síðu að kvöldi þriðjudagsins 24. desember 2002. Varnaraðili hefur borið við minnisleysi um atburði þess kvölds. Að virtum framburði vitna hjá lögreglu er ýmislegt óljóst um málsatvik. Hvað sem því líður hefur sóknaraðili ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að gæsluvarðhald yfir varnaraðila sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Eru því ekki næg efni til að verða við kröfu sóknaraðila, sem eingöngu er reist á 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Fram komi í skýrslu rannsóknarlögreglumanns sem rætt hafi við Eirík Guðmunds­son, vakthafandi lækni á slysadeild, sem skoðað hafi A, að læknirinn hafi talið ástand A alvarlegt. Hafi hann sagt áverkann bera merki þess að hending hafi ráðið að stungan hafi ekki orðið dýpri en hefði svo farið hefði stungan hæglega getað valdið bana. Samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði Gunnars Gunnlaugssonar yfirlæknis, dags. 25. desember sl. hafi verið komið með A á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi kvöldið áður eftir að hún hafi verið stungin í vinstri holhönd. Rannsókn hafi leitt í ljós brot á 7. rifi og hafi ofurlítið loft lekið út undir húð. Kærði hafi við yfirheyrslu hjá lögreglu borið við minnisleysi um atburði en sagst muna eftir að hafa annað hvort dregið hníf úr sári A eða haldið á blóð­ugum hníf, sbr. síðustu skýrslu sem tekin hafi verið af honum. B hafi borið hjá lögreglu að hún hafi verið í átökum við A og hafi beðið kærða að hjálpa sér. Stuttu síðar hafi A hnigið niður og hafi hún þá séð hvar kærði stóð með blóðugan hníf í hendi og hafi hann beðið hana að losa sig við hnífinn og hafi hún hent honum fram af svölum íbúðarinnar. Með úrskurði héraðsdóms þann 25. desember sl. hafi kærða verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 30. desember sl. með vísan til a- liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Þann dag hafi hann verið úrskurðaður til að sæta áfram gæsluvarðhaldi til dagsins í dag. Rannsókn málsins sé ekki lokið. Fyrir liggi að yfirheyra þurfi vitni málsins frekar en miklum erfiðleikum hafi verið bundið að fá vitni málsins til skýrslutöku. Þá eigi tæknideild embættisins eftir að vinna úr þeim þætti rannsóknar­innar sem að henni snúi. Fingrafararannsókn sé þó lokið og hafi komið í ljós að ekki hafi verið unnt að greina fingraför á hníf og skærum. Þá hafi verið ákveðið að fram fari DNA rannsókn á blóði á fatnaði kærða, hníf og skærum, en Gunnlaugur Geirsson réttarmeinafræðingur, sé í stuttu fríi um þessar mundir og hafi því ekki verið unnt að koma þeirri rannsókn af stað. Samkvæmt gögnum málsins sé sterkur grunur um að kærði hafi framið alvarlegt brot þar sem beitt hafi verið lífshættulegu vopni. Brot kærða kunni að varða við 211. gr., sbr. 20. gr., eða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og geti brot hans varðað allt að ævilöngu fangelsi. Mál þetta varði mjög alvarlegt sakarefni og verði með tilliti til alvarleika brotsins að telja brýna nauðsyn til þess að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi enda verði að telja að ríkir almannahagsmunir standi til þess. Með vísan til framanritaðs, framlagðra gagna og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé þess krafist að krafa þessi nái fram að ganga. Eins og rakið hefur verið í kröfugerð lögreglustjóra leikur sterkur grunur á því að kærði hafi beitt lífshættulegu vopni gegn A og virðist hending ein hafa ráðið að ekki fór verr. Þrátt fyrir að vafi leiki á því hvort beitt hafi verið skærum eða hnífi verður ekki fram hjá því litið að atlagan gegn A var lífshættuleg og getur varðað allt að ævilöngu fangelsi samkvæmt 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningar­laga eða allt að 16 ára fangelsi samkvæmt 2. mgr. 218. gr. teljist sök sönnuð. Verður því að telja nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna að kærði sæti gæsluvarðhaldi áfram og er því fallist á að skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 séu uppfyllt og verður krafa lögreglustjórans í Reykjavík því tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Mál nr. 552/2002
Kærumál Viðurlagaákvörðun Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
Ríkissaksóknari kærði viðurlagaákvörðun sem G gekkst undir 23. október 2002 til Hæstaréttar. Í rökstuðningi fyrir kærunni vísaði hann til þess að við meðferð málsins hafi sækjanda og héraðsdómara ekki verið kunnugt um að G hafi gengist undir viðurlög 17. október 2002 hjá sýslumanninum á Selfossi, enda hafi vitneskja um það ekki fengist fyrr en með tilkynningu til sakaskrár í nóvember sama árs. Málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem þriggja sólarhringa kærufrestur var löngu liðinn, en vitneskja ríkissaksóknara um ákvörðun viðurlaga G hafi legið fyrir í beinu framhaldi af tilkynningu um hina kærðu ákvörðun til sakaskrár í lok október 2002.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. desember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2002 um viðurlög varnaraðila í máli ákæruvaldsins á hendur honum. Af hálfu ákæruvalds er um kæruheimild vísað til 2. mgr. 124. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og þess krafist að viðurlagaákvörðun héraðsdómara verði ónýtt. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Lögreglustjórinn í Reykjavík höfðaði mál þetta á hendur varnaraðila með ákæru 7. október 2002, þar sem honum var gefið að sök umferðarlagabrot með því að hafa ekið tiltekinni bifreið 9. september sama árs undir áhrifum áfengis. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 23. október 2002. Varnaraðili mætti á dómþingi og gekkst við broti sínu. Færði héraðsdómari í þingbók að sækjandi hafi þá lagt til að málinu yrði lokið með viðurlagaákvörðun samkvæmt 1. mgr. 124. gr. laga nr. 19/1991. Hafi varnaraðili samþykkt þau viðurlög, sem sækjandinn lagði til, og dómari talið þau hæfileg. Málinu var því lokið með þeirri ákvörðun að varnaraðili skyldi greiða 130.000 krónur í sekt en sæta ella fangelsi í 24 daga, hann skyldi sviptur ökurétti í eitt ár og greiða 12.500 krónur í sakarkostnað. Ríkissaksóknari kærði þessa ákvörðun til Hæstaréttar. Í rökstuðningi fyrir kærunni vísaði hann til þess að við meðferð málsins hafi sækjanda og héraðsdómara ekki verið kunnugt um að varnaraðili hafi gengist undir viðurlög 17. október 2002 hjá sýslumanninum á Selfossi, enda hafi vitneskja um það ekki fengist fyrr en með tilkynningu til sakaskrár í nóvember sama árs. Hafi því ekki verið tekið tillit til þessara málaloka frá 17. október 2002 við viðurlagaákvörðunina, sem ekki samrýmist þeim, einkum að því er varði upphaf sviptingartíma ökuréttar. Hafi viðurlög varnaraðila því orðið fjarstæð. Meðal gagna málsins fyrir Hæstarétti er tilkynning frá héraðsdómaranum, sem tók hina kærðu ákvörðun, til sakaskrár ríkisins 25. október 2002, þar sem koma fram upplýsingar um meðferð málsins og lyktir þess. Vegna þessarar tilkynningar lá í beinu framhaldi af þessu fyrir vitneskja við embætti ríkissaksóknara um ákvörðun viðurlaga varnaraðila. Samkvæmt 2. mgr. 144. gr. laga nr. 19/1991 er kærufrestur þrír sólarhringar frá því að kæranda varð kunnugt um þá úrlausn, sem hann vill kæra. Gildir sá frestur meðal annars um slíka kæru ríkissaksóknara, sem um ræðir í 2. mgr. 124. gr. sömu laga, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 2. september 2002 í máli nr. 311/2002. Kæra í máli þessu barst Héraðsdómi Reykjavíkur 12. desember 2002. Með því að kærufrestur var samkvæmt framansögðu þá löngu liðinn verður að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Ár 2002, miðvikudaginn 23. október, er dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur sett og haldið í Dómhúsinu við Lækjartorg af Jóni Finnbjörnssyni héraðs­dómara. Fyrir er tekið: Sakamálið nr. 3139/2002: Ákæruvaldið gegn Guðna Elíassyni Lagt er fram: [...] Af hálfu ákæruvaldsins sækir þing Sturla Þórðarson fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kl. 10.00 mætir í dóminn ákærði, Guðni Elíasson, kt. 300161-3919, Sogavegi 123, Reykjavík. Sækjandinn gerir grein fyrir ákæru. Gætt er ákvæða 3. mgr. 32. gr. laga nr. 19/1991. Ákærði óskar ekki eftir að halda uppi vörnum í málinu og óskar ekki eftir að sér verði skipaður verjandi. Ákærði játar að hafa framið það brot sem hann er ákærður fyrir og kveður atvikalýsingu í ákæru rétta. Brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997. Sækjandi leggur til að málinu verði lokið með viðurlagaákvörðun dómara samkvæmt 1. mgr. 124. gr. laga nr. 19/1991. Ákærði samþykkir þau viðurlög sem sækjandi leggur til og telur dómari þau hæfileg. Málinu er lokið með þessari Á k v ö r ð u n Ákærði er sviptur ökurétti í 12 mánuði frá deginum í dag að telja. Ákærði greiði 12.500 krónur í sakarkostnað.
Mál nr. 535/2002
Kærumál Gjaldþrotaskipti Útivist Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Héraðsdómur kvað upp úrskurð um að bú V ehf. skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Af hálfu V ehf. var ekki sótt þing í héraði þegar málið var tekið fyrir. Brast því heimild til að kæra málið og var því vegna þessa vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. nóvember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. desember sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. nóvember 2002, þar sem bú sóknaraðila var tekið til gjaldþrotaskipta. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og sér dæmdur kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann þess aðallega að sóknaraðili og lögmaður hans verði í sameiningu dæmdir til að greiða sér kærumálskostnað, en til vara að sóknaraðila verði gert að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu kærumálskostnaðar. Sóknaraðili sótti ekki þing í héraði þegar beiðni varnaraðila um gjaldþrotaskipti var tekin fyrir 21. október 2002. Gekk hinn kærði úrskurður í framhaldi af því. Í dómi Hæstaréttar, sem birtur er í dómasafni 1992 bls. 2028, sbr. og meðal annars dóma 4. desember 2001 í málinu nr. 432/2001, 8. apríl 2002 í málinu nr. 158/2002 og 30. sama mánaðar í málinu nr. 189/2002, voru ákvæði laga nr. 21/1991 skýrð með hliðsjón af 4. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála á þann veg að heimild brysti til kæru máls sem þessa þegar þannig stæði á. Ber samkvæmt því að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Ekki eru efni til að verða við kröfu varnaraðila um að lögmanni sóknaraðila verði gert að greiða kærumálskostnað. Þá er þess að gæta að varnaraðili setti fyrst fram kröfu um málskostnaðartryggingu í greinargerð fyrir Hæstarétti, þar sem hann tók til varna um efni málsins, og var sú krafa því of seint fram komin. Sóknaraðili verður á hinn bóginn dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Vísir.is ehf., greiði varnaraðila, Lífeyrissjóði verzlunarmanna, 100.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar 21. október 2002. Með bréfi sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí 2002 hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna, kt. 430269-4459, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, Reykjavík, krafist þess að bú Vísis.is, kt. 560299-2819, Þverholti 11, Reykjavík, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptabeiðandinn kveðst eiga kröfu á hendur skuldara vegna vangoldinna lífeyrisiðgjalda til sín fyrir tímabilið frá apríl 2001 til og með mars 2002 auk kostnaðar. Árangurslaust fjárnám fyrir þessari skuld hafi verið gert 26. júní sl. Í kröfu skiptabeiðanda er höfuðstóll skuldarinnar ásamt vöxtum og kostnaði tilgreindur kr. 6.029.500. Um lagastoð fyrir kröfu sinni vísar skiptabeiðandi til 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991. Krafa skiptabeiðanda var tekin fyrir á dómþingi 21. október sl. og var ekki sótt þing af hálfu gerðarþola. Málið var þá tekið til úrskurðar að kröfu skiptabeiðanda. Fullnægt er skilyrðum 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 til að mega verða við kröfu skiptabeiðanda og er bú skuldara því tekið til gjaldþrotaskipta. Friðgeir Björnsson dómstjóri kvað upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Bú Vísis.is, kt. 560299-2819, Þverholti 11, Reykjavík, er tekið til gjaldþrotaskipta.
Mál nr. 529/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 17. desember 2002 klukkan 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. nóvember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. nóvember 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 17. desember nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 519/2002
Kærumál Vitni
Tvö vitni áttu að koma fyrir dóminn vegna þessa ákæruliðar, en þau eru Y, meintur brotaþoli sem krefst miskabóta úr hendi ákærða, og sambýlismaður hennar, Z. Skipaður réttargæslumaður Y greindi frá námsdvöl hennar í [...]og óhagræði sem hún hefði af því að sinna vitnaskyldu fyrir dóminum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. nóvember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. nóvember 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að skýrsla yrði tekin af tveimur vitnum gegnum síma í máli hans gegn varnaraðila. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka skýrslur af umræddum vitnum gegnum síma. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 502/2002
Kærumál Samaðild Frávísunarúrskurður staðfestur
Máli um landamerki milli tveggja spildna var vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að dómur í því myndi jafnframt ráða mörkum lóðar þriðja manns, sem var ekki stefnt í málinu, gagnvart spildu stefnenda.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 4. nóvember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 22. október 2002, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast sóknaraðilar kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðilar verða dæmdar til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Valborg Eby Þorvaldsdóttir og Erla Steingrímsdóttir, greiði í sameiningu varnaraðilum, Engilbert Hannessyni og Einari M. Kristjánssyni, 75.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 483/2002
Kærumál Fjárslit milli hjóna Endurgjald
Ágreiningur aðila á sér í stuttu máli þann aðdraganda að 8. september 1998 gaf varnaraðili þremur börnum sínum peningafjárhæð, samtals að upphæð 6.000.000 kr.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. október 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að viðurkennt yrði að við opinber skipti til fjárslita milli hennar og varnaraðila vegna hjónaskilnaðar eigi hún rétt á að fá 3.000.000 krónur af búshluta varnaraðila með nánar tilgreindum vöxtum og verðbótum frá 8. september 1998 til skiptaloka. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði að við skiptin eigi hún rétt á að fá áðurnefnda fjárhæð með nánar tilgreindum vöxtum og verðbótum. Hún krefst jafnframt málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur um annað en málskostnað og sér dæmdur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti. Kemur því þegar af þeirri ástæðu ekki til álita að honum verði dæmdur málskostnaður í héraði. I. Samkvæmt gögnum málsins gengu aðilarnir í hjúskap á árinu 1965. Eignuðust þau ekki börn saman, en hvort þeirra átti börn frá fyrra hjónabandi. Aðilar slitu samvistum í ársbyrjun 2001 og leitaði sóknaraðili skilnaðar að borði og sæng fyrir sýslumanninum í Reykjavík 8. október 2001. Með því að samkomulag tókst ekki um fjárskipti milli þeirra leitaði sóknaraðili opinberra skipta til fjárslita með kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur 18. febrúar 2002 með vísan til þess að hún taldi sig eiga endurgjaldskröfu á hendur varnaraðila vegna 6.000.000 króna gjafagernings hans til þriggja barna sinna. Vísaði hún kröfu sinni til stuðnings til 2. mgr. 107. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Með úrskurði 15. mars sama árs féllst héraðsdómari á kröfu sóknaraðila. Við upphaf skipta 19. apríl 2002 bókaði skiptastjóri að sóknaraðili krefðist „að ofangreindar 6.000.000 króna gangi aftur inn í búið.” Ákvað skiptastjóri þá að beina ágreiningnum til úrlausnar héraðsdóms. Var mál þetta þingfest af því tilefni 31. maí 2002. Fyrir héraðsdómi krafðist sóknaraðili þess sem fyrr með vísan til 2. mgr. 107. gr. hjúskaparalaga að hún fengi 3.000.000 krónur af búshluta varnaraðila þar sem hann hafi ráðstafað 6.000.000 krónum til þriggja barna sinna samkvæmt gjafagerningi 30. mars 1999. Varnaraðili mótmælti kröfunni. Með hinum kærða úrskurði hafnaði héraðsdómari kröfu sóknaraðila á þeirri forsendu að hún hafi öðlast vitneskju um að varnaraðili hafi gefið börnum sínum umrædda fjármuni seinni hluta árs 1998. Því hafi þriggja ára frestur til að hafa uppi kröfuna verið liðinn við upphaf skipta 19. apríl 2002, sbr. 2. mgr. 66. gr. hjúskaparlaga. II. Í málinu er ágreiningslaust að varnaraðili ráðstafaði 6.000.000 krónum til þriggja barna sinna 8. september 1998. Deila aðilar um hvort sóknaraðili eigi af þessu tilefni rétt til endurgjalds af hjúskapareign beggja sem svarar til helmings þessarar fjárhæðar við opinber skipti til fjárslita milli þeirra. Beinist krafa sóknaraðila ekki að því að fá ráðstöfuninni hrundið á grundvelli 66. gr. hjúskaparlaga þrátt fyrir framangreinda bókun skiptastjóra. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur annað hjóna krafist endurgjalds af hjúskapareign beggja þegar skipti fara fram hafi hitt hjóna rýrt hjúskapareign sína eða sameign hjóna með því að misbeita ráðum yfir hjúskapareigninni eða með öðru óhæfilegu atferli og slíkt hefur leitt til verulegrar skerðingar á fjárhlut þeim sem hitt hjóna á tilkall til. Í málinu liggur fyrir að varnaraðili bar ráðstöfun umræddra fjármuna ekki undir sóknaraðila, en samkvæmt framburði sonar varnaraðila var henni kunnugt um gjöfina síðla árs 1998 og af framburði dóttur hennar verður slíkt hið sama ráðið. Samkvæmt gögnum málsins koma um það bil 42.000.000 krónur til skipta milli aðilanna. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga frá haustmánuðum 1998 fram til þess að sóknaraðili leitaði opinberra skipta hefur ráðstöfunin sem hér um ræðir numið um það bil 15% af heildareignum aðilanna. Í ljósi þessa og umfangs þeirra eigna er til skipta koma verður ekki fallist á með sóknaraðila að ráðstöfunin hafi leitt til verulegrar skerðingar á fjárhlut hennar. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 487/2002
Kærumál Dómari Vanhæfi
Héraðsdómarinn J var ekki vanhæfur til að fara með mál barnaverndarnefndar R á hendur X og dóttur hennar, Y, þar sem krafist var að Y yrði vistuð á meðferðarheimili í tólf mánuði. Hafði J vikið sæti á þeim grundvelli að hann væri samstarfsmaður héraðsdómarans G, sem væri jafnframt formaður barnaverndnarnefndar, og því mætti með réttu draga óhlutdrægni hans í efa.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. október 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2002, þar sem Jón Finnbjörnsson héraðsdómari vék sæti í máli þessu. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins bar sóknaraðili fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 14. október 2002 kröfu í eigin nafni, sbr. 1. mgr. 62. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, um að varnaraðilinn Y, sem lúti forsjá varnaraðilans X, yrði vistuð á meðferðarheimili í tólf mánuði á grundvelli heimildar í 28. gr. laganna. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var þetta gert á grundvelli ákvörðunar, sem barnaverndarnefndin tók á fundi 24. september 2002, en honum stýrði formaður nefndarinnar, Greta Baldursdóttir, sem að aðalstarfi er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari tók þessa kröfu fyrir á dómþingi 23. október 2002. Vék hann sæti með hinum kærða úrskurði á þeirri forsendu að draga mætti óhlutdrægni hans með réttu í efa vegna þess að formaður sóknaraðila væri samstarfsmaður hans, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt þeirri meginreglu, sem kemur fram í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla, er héraðsdómari sjálfstæður í dómstörfum og leysir þau af hendi á eigin ábyrgð. Skal hann fara eingöngu eftir lögum við úrlausn máls og aldrei lúta þar boðvaldi annarra. Á þessum grunni verður héraðsdómari aldrei stöðu sinnar vegna vanhæfur til að fara með mál af þeirri ástæðu einni að það varði persónu, störf eða hagsmuni annars héraðsdómara. Í forsendum hins kærða úrskurðar er í engu getið atriða, sem gefið gætu til kynna að meiri tengsl standi milli héraðsdómarans, sem fór með málið, og héraðsdómarans, sem jafnframt er formaður sóknaraðila í aukastarfi, en almennt má ætla að séu fyrir hendi milli manna, sem starfa báðir á nokkuð fjölmennum vinnustað. Slík aðstaða er ekki að réttu lagi fallin til að draga í máli þessu í efa óhlutdrægni héraðsdómarans, sem fékk það til meðferðar. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 493/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember 2002. Kærumálsgögn bárust réttinum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. nóvember nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. nóvember 2002, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að um kl. 17.00 í gær hafi lögregla handtekið kærða vegna gruns um innbrot í [...] og [...], þaðan sem m.a. hafi verið stolið erlendum gjaldeyri að andvirði 200.000-300.000 krónur og 15-20 flöskum af sterku áfengi. Vitni hafi séð bifreið af gerðinni MMC Lancer sedan, rauða að lit og hafi fyrstu stafirnir í skráningarnúmerinu verið TT. Í bifreiðinni hafi verið 3-4 manneskjur. Kveðst lögregla telja að um sé að ræða bifreiðina TT-[...] en kærði hafi keypt bifreiðina hinn 23. október sl. Á sama tíma hafi verið gerð húsleit á dvalarstað kærða og fundist talsvert af þýfi m.a. úr innbrotum í [...] og [...]. Þaðan hafi m.a. verið stolið fartölvu, starfrænni myndavél, reiðufé, farsíma og ýmsum skilríkjum. Þá hafi fundist í gær, við leit í ofangreindri bifreið, þýfi úr innbrotinu í [...]. Lögreglan kveður rannsókn málsins vera á frumstigi, m.a. sé talsvert af þýfinu ófundið. Þá hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri en kærði séu viðriðnir brotið. Vegna rannsóknarhagsmuna þyki nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi, svo hann fái ekki tækifæri til að spilla sakargögnum eða hafa samband við aðra þá sem tengst geta málinu eða komist undan. Að mati lögreglunnar séu því miklir hagsmunir af því að orðið verði við kröfu hennar svo ofangreint mál verði upplýst. Kærði sé grunaður um nokkur brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til alls framanritaðs, framlagðra gagna og loks með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að krafan verði tekin til greina eins og hún sé sett fram.
Mál nr. 492/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember 2002. Kærumálsgögn bárust réttinum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. nóvember nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Verður að ætla að varnaraðili kæri til að fá úrskurð héraðsdómara felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. nóvember 2002, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að um kl. 17.00 í gær hafi lögregla handtekið kærða vegna gruns um innbrot í [...] og [...], þaðan sem m.a. hafi verið stolið erlendum gjaldeyri að andvirði 200.000-300.000 krónur og 15-20 flöskum af sterku áfengi. Vitni hafi séð bifreið af gerðinni MMC Lancer sedan, rauða að lit og hafi fyrstu stafirnir í skráningarnúmerinu verið TT. Í bifreiðinni hafi verið 3-4 manneskjur. Kveðst lögregla telja að um sé að ræða bifreiðina TT-519. Umráðamaður bifreiðarinnar á þessum tíma hafi verið X, sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi dvalist heima hjá kærða að undanförnu. Hafi Y verið á heimili kærða þegar þeir hafi verið handteknir. Á sama tíma hafi verið gerð húsleit á heimili kærða og fundist talsvert af þýfi m.a. úr innbrotum í [...] og [...]. Þaðan hafi m.a. verið stolið fartölvu, starfrænni myndavél, reiðufé, farsíma og ýmsum skilríkjum. Þá hafi fundist í gær, við leit í ofangreindri bifreið, þýfi úr innbrotinu í [...]. Lögreglan kveður rannsókn málsins vera á frumstigi, m.a. sé talsvert af þýfinu ófundið. Þá hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri en kærði séu viðriðnir brotið. Vegna rannsóknarhagsmuna þyki nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi, svo hann fái ekki tækifæri til að spilla sakargögnum eða hafa samband við aðra þá sem tengst geta málinu eða komist undan. Að mati lögreglunnar séu því miklir hagsmunir af því að orðið verði við kröfu hennar svo ofangreint mál verði upplýst. Kærði sé grunaður um nokkur brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til alls framanritaðs, framlagðra gagna og loks með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að krafan verði tekin til greina eins og hún sé sett fram.
Mál nr. 494/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. nóvember 2002. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. nóvember 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. nóvember nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Verður að ætla að varnaraðili kæri til að fá úrskurð héraðsdómara felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess X verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. nóvember 2002, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að í gær um kl. 14.43 hafi lögreglu verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot í fyrirtækið [...] í Reykjavík. Þar hafði verið brotist inn og stolið tölvubúnaði og hugbúnaði að verðmæti alls um kr. 13.000.000-15.000.000. Hafi vitni komið að einum aðila á vettvangi og hafi maður flúið af vettvangi sest inn í bifreiðina [...]. Skömmu síðar hafi lögreglu verið tilkynnt um að tveir drengir væru að bera ýmsa muni úr ofangreindri bifreið og í gám við [...]. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún framangreindan X og passaði lýsing vitnis á klæðaburði og útliti eins mannanna á innbrotsstað við klæðaburð og útlit kærða. Þegar hann varð lögreglu var hljóp hann í burtu en náðist skömmu síðar. Að mati lögreglunnar séu því miklir hagsmunir af því að orðið verði við kröfu hennar svo ofangreint mál verði upplýst. Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn.
Mál nr. 485/2002
Kærumál Málskostnaðartrygging
S krafðist málskostnaðar í máli sem P höfðaði á hendur S. Þegar litið var til stöðu hugsanlegrar málskostnaðarkröfu S í þrotabú P og með hliðsjón af umfangi málsins var talið að framlagðar tryggingar nægðu ekki til tryggingar á greiðslu málskostnaðar sem kynni að verða felldur á búið. Var því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að S hafi leitt að því fullnægjandi líkur að P kynni að vera ófær um greiðslu málskostnaðar og því bæri að fallast á kröfu hans um málskostnaðartryggingu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. október 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. október 2002, þar sem sóknaraðila var gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 500.000 krónur í máli, sem hann höfðaði gegn varnaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að sér verði ekki gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar, en til vara að hún verði lægri fjárhæðar en ákveðið var í héraði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt, sem í dómsorði greinir. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu, en ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað getur ekki komið til endurskoðunar að kröfu varnaraðila, sem kærði ekki úrskurðinn fyrir sitt leyti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti en því að frestur sóknaraðila, þrotabús Prisma-Prentbæjar ehf., til að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur varnaraðila, Sparisjóði Hafnarfjarðar, skal vera tvær vikur frá uppsögu þessa dóms. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 481/2002
Kærumál Húsaleigusamningur Útburðargerð
Með húsaleigusamningi 30. mars 2001 leigðu Fasteignir ríkissjóðs gerðarbeiðanda umrætt húsnæði. Í leigusamningi er þess getið að leigjanda sé heimilt að framleigja húsnæðið með samþykki leigusala. Með húsaleigusamningi sama dag leigði gerðarbeiðandi gerðarþola húsnæðið. Í samningi er greint frá því m.a. að húsaleiga á mánuði sé 1.003.000 kr. auk virðisaukaskatts og segir að húsaleigan fylgi byggingarvísitölu er miðuð sé við grunnvísitölu í mars 2001 sem sé 251,6 stig. Húsaleigan skuli greiðast fyrirfram fyrsta hvers mánaðar, en eindagi sé sjöunda hvers mánaðar. Með bréfi 12. júní 2002 skoraði gerðarbeiðandi á gerðarþola að greiða það sem hann taldi vangoldna leigu vegna apríl, maí og júní 2002, samtals að fjárhæð 4.119.495 kr., auk dráttarvaxta og kostnaðar, „auk eldri eftirstöðva". Var skorað á gerðarþola að greiða skuldina innan sjö daga frá móttöku greiðsluáskorunar þessarar og vísað til ákv. 61. gr. laga nr. 36/1994 í því sambandi. Og með bréfi 3. júlí sl. var gerðarþola tilkynnt um riftun húsaleigusamnings og skorað á hann að rýma hið leigða húsnæði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. október 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá sóknaraðila borinn með beinni aðfarargerð út úr nánar tilgreindu húsnæði á 1. hæð hússins við Tryggvagötu 19 í Reykjavík. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um heimild til aðfarargerðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði tók varnaraðili á leigu húsnæði á 1. hæð tollhússins við Tryggvagötu í Reykjavík með samningi við Fasteignir ríkissjóðs 30. mars 2001. Sama dag framleigði varnaraðili húsnæðið sóknaraðila. Skyldi umsamin leigufjárhæð úr hendi sóknaraðila, sem var ákveðin 1.003.000 krónur á mánuði auk virðisaukaskatts, fylgja vísitölu byggingarkostnaðar og greiðast fyrir fram 1. hvers mánaðar. Í málinu er óumdeilt að sóknaraðili stóð ekki varnaraðila skil á leigu fyrir mánuðina apríl, maí og júní 2002 á gjalddaga hennar. Skoraði varnaraðili á sóknaraðila 12. júní 2002 að greiða skuld sína innan sjö daga, en ella yrði leigusamningnum rift með heimild í 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Sóknaraðili varð ekki við þessari áskorun. Með bréfi 3. júlí 2002 rifti varnaraðili samningnum. Í norsku lögum Kristjáns V. frá 15. apríl 1687, ákvæði VI-14-6, kemur meðal annars fram að ef maður vill ekki flytjast úr leiguhúsnæði á fardegi réttum, þótt honum hafi löglega verið út byggt, eða hann hefst við í húsi, sem hann á engan rétt til eða hefur verið dæmdur úr, að ólofi eiganda, þá megi „eigandi án frekara dóms láta þjóna réttarins ryðja húsið.” Samkvæmt hljóðan þessarar meginheimildar íslensks réttar til útburðargerðar leigutaka án undangengins dóms eða sáttar er aðeins á færi eiganda húsnæðis að neyta hennar, sbr. dóm Hæstaréttar 13. desember 2000 í máli nr. 440/2000. Réttur þessi flyst á hinn bóginn eðli máls samkvæmt í hendur leigutaka, ef hann framleigir húsnæðið með viðhlítandi heimild frá eiganda þess. Verður því ekki fallist á með sóknaraðila að varnaraðili sé ekki réttur aðili til að leita útburðargerðar. Sóknaraðili heldur því fram í annan stað að hann hafi ekki staðið í vanskilum við varnaraðila vegna leigu fyrrgreindra mánaða, þar sem varnaraðili hafi frá upphafi leigumála þeirra krafið sig um hærri leigu en honum hafi verið heimilt samkvæmt samningi sínum við Fasteignir ríkissjóðs. Sóknaraðila stoðar ekki að vísa á þennan hátt til þess, sem ákveðið var í samningi varnaraðila við Fasteignir ríkissjóðs, enda var sóknaraðili ekki aðili að þeim samningi. Þvert á móti samdi hann við varnaraðila um fjárhæð leigu fyrir húsnæðið og er bundinn af þeim samningi. Er sóknaraðila því ekki hald í þessari málsástæðu. Samkvæmt framangreindu verður úrskurður héraðsdómara staðfestur. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Markaðstorg ehf., greiði varnaraðila, Þróunarfélagi miðborgarinnar, 100.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 280/2002
Akstur sviptur ökurétti Vanaafbrotamaður Reynslulausn
H var ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti. Játaði hann brot sitt. H hafði margoft áður verið sakfelldur fyrir sams konar brot og ákæra í málinu tók til, auk annarra brota á umferðarlögum og þótti verða að líta til þessa sakaferils H við ákvörðun refsingar. Með broti sínu rauf H skilyrði reynslulausnar sem honum hafði verið veitt á samtals 200 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar sem honum hafði verið gert að sæta með dómum Hæstaréttar 24. febrúar 2000 og Héraðsdóms Reykjaness 7. apríl sama árs. Var refsing H fyrir brot hans er ákæran í máli þessu laut að og óafplánuð refsing samkvæmt fyrrnefndum dómum ákveðin í einu lagi í héraðsdómi. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísun til forsendna héraðsdóms var niðurstaða hans um 12 mánaða fangelsisrefsingu H staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 4. júní 2002 í samræmi við yfirlýsingu ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst nú staðfestingar héraðsdóms. Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð. Ákærða er gefið að sök að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti 18. júlí 2001 og játaði hann brot sitt fyrir dómi. Hefur hann margoft áður verið sakfelldur fyrir sams konar brot og ákæra í málinu tekur til, auk annarra brota á umferðarlögum, eins og nánar er rakið í héraðsdómi. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þessa sakaferils ákærða, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 72. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með broti sínu rauf ákærði skilyrði reynslulausnar, sem honum var veitt 23. maí 2001 á samtals 200 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar, sem honum var gert að sæta með dómum Hæstaréttar 24. febrúar 2000 og Héraðsdóms Reykjaness 7. apríl sama árs. Var refsing ákærða fyrir brot hans nú og óafplánuð refsing samkvæmt fyrrnefndum dómum ákveðin í einu lagi í héraðsdómi, sbr. 42. gr. og 60. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísun til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Hjörtur Þórarinn Sigurðsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. apríl 2002. Málið er höfðað með ákæruskjali dagsettu 27. ágúst 2001 á hendur: Hirti Þórarni Sigurðssyni, kt. 090665-4999, Engihjalla 17, Kópavogi, ,,fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni VF-682, miðvikudaginn 18. júlí 2001, sviptur ökurétti um Njálsgötu í Reykjavík. Þetta telst varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 57/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Í þinghaldi 8. apríl sl. játaði ákærði brot sitt skýlaust. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem studd er öðrum gögnum málsins, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært er út af og er brot hans rétt fært til refsiákvæða í ákæru. Afbrotaferil ákærða er langur. Hann hefur frá árinu 1983 hlotið 24 refsidóma fyrir umferðarlagabrot, nytjastuld, brot gegn valdstjórninni, þjófnað, líkamsárás, fíkniefnabrot, fjársvik og tékkalagabrot. Hann hefur 19 sinnum sætt refsingu fyrir ölvun við akstur og þá jafnan án réttinda, síðast með dómi Héraðsdóms Reykjaness 7. apríl 2000, fangelsi í 10 mánuði auk sviptingar ökuréttar ævilangt. Ákærða var veitt reynslulausn 23. maí 2001 á eftirstöðvum 200 daga refsingar. Ákærði hefur með broti sínu nú rofið skilyrði reynslulausnarinnar og ber að tiltaka ákærða refsingu í einu lagi sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Dæma ber ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda, Kristjáns Stefánssonar, sem þykir hæfilega ákveðin 35.000 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins var málið flutt af Sturlu Þórðarsyni yfirlögfræðingi. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, Hjörtur Þórarinn Sigurðsson, sæti fangelsi í 12 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur.
Mál nr. 468/2002
Kærumál Dómari Vanhæfi
Við upphaf aðalmeðferðar í dag krafðist verjandi ákærða þess að fjölskipaður dómur í málinu viki sæti í heild, en til vara að meðdómandi Pétur Guðgeirsson viki sæti. Sækjandi mótmælti kröfunni. Ágreiningsefnið var þegar tekið til úrskurðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. október 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að Pétur Guðgeirsson héraðsdómari viki sæti í máli ákæruvaldsins á hendur varnaraðila, en hafnað á hinn bóginn kröfu hans um að Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari og Friðgeir Björnsson dómstjóri vikju einnig sæti í málinu. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að síðastnefndir dómarar víki sæti í málinu. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður niðurstaða hans staðfest að því leyti, sem hún er til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 470/2002
Kærumál Víxill Vitni
Mál þetta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 25. september sl. og tekið til úrskurðar sama dag að loknum munnlegum málflutningi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. október 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. september 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að leiða fyrir dóm sex nafngreinda menn til að bera vitni í tengslum við mál, sem hann rekur nú fyrir Hæstarétti á hendur sóknaraðila. Kæruheimild er í e. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um þessar vitnaleiðslur. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 452/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. október nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 2002. Ár 2002, laugardaginn 28. september, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjatorg af Hirti O. Aðalsteinssyni héraðsdómara kveðinn upp úrskurður þessi. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. október 2002 klukkan 16:00. Í greinargerð lögreglustjórans í Reykjavík segir að kærði hafi verið handtekinn laust eftir miðnætti í nótt að [...] í Reykjavík, en hann sé grunaður um að standa fyrir rekstri þar sem stundað sé fjárhættuspil og að hafa af því verulegar tekjur. Undanfarin misseri hafi lögreglunni í Reykjavík margsinnis borist til eyrna orðrómur um að rekið sé „spilavíti” að [...] í Reykjavík. Á árinu 1998 hafi farið fram af hálfu lögreglu athugun á starfsemi í umræddu húsnæði sem laut að spilamennsku einhverskonar en af þeirri rannsókn hafi helst verið ályktað að um væri að ræða lokaðan klúbb manna og almenningur hefði þar engan aðgang. Á þeim tíma hafi verið og sé enn skráður bridgeklúbbur í húsinu. Fyrr á þessu ári hafi gefið sig fram við lögreglu maður sem hafi óskað nafnleyndar og skýrt frá því að hann hefði verið haldinn spilafíkn og verið fastagestur á þessum stað og þar sé spilað um háar fjárhæðir og sé hart gengið fram í innheimtu skulda. Í júní sl. hafi óeinkennisklæddir lögreglumenn farið að [...]. Þar muni þá hafa verið fimm stór spilaborð, tvö „rúllettuborð” og þrjú „blackjack” borð. Allnokkrir starfsmenn hafi þá verið við störf í spilaklúbbnum. Komið hafi í ljós að menn virðist geta gengið inn af götunni og spilað upp á peninga þarna en þeim sem spila sé veitt áfengi án sérstaks endurgjalds. Séu gestir ekki við spilamennsku muni hins vegar rukkað fyrir drykki áþekkt verð og á veitingahúsum en staður þessi hafi ekki leyfi til áfengisveitinga. Lögreglumennirnir hafi keypt aðgang að spilunum fyrir 5000 krónur hver og fengið afhentar greiðslu- eða debetkortanótur sem þeir hafi svo þurft að skipta fyrir spilapeninga. Í stað tilgreiningar á fyrirtæki á greiðslukorta­nótunum hafi staðið X. Kærði hafi komið við sögu lögreglu áður, en hann hafi verið sakfelldur í Hæstarétti að [...]. Lögreglan hafi farið inn á umræddan stað í nótt og leitað þar samkvæmt úrskurði Héraðsdóms. Þegar lögregla hafi komið á staðinn hafi verið þar 11 gestir og 7 starfsmenn að kærða meðtöldum. Hafi þá verið spilað á þremur borðum, þ.e. rúllettuborði, blackjackborði og pókerborði, og hafi verið fimm gjafarar við borðin þrjú auk eins stjórnanda. Lagt hafi verið hald á ríflega tvær milljónir króna í reiðufé auk spilaborða og annars útbúnaðar til spilamennsku, talsvert af áfengi og tóbaki, auk svokallaðrar posavélar, að ótöldum húsgögnum og öðrum búnaði. Fram hafi komið í framburði vitna að þarna sé og hafi verið stundað fjárhættuspil og séu nefndar í því sambandi fjárhæðir sem nemi tugum þúsunda króna. Komi jafnframt fram að kærði sé einn forsvarsmanna staðarins og haldi utan um fjármál hans og rekstur en þegar hafi komið fram að þegar keyptur sé aðgangur að spilunum þá greiði spilamenn með debet- eða kreditkorti og sé kærði tilgreindur á nótunum í stað fyrirtækis. Kærði hafi verið yfirheyrður af lögreglu og neiti hann að svara spurningum sem varði sakarefnið. Lögreglan kveður rannsókn málsins vera á frumstigi en ljóst sé að talsverð vinna sé framundan við rannsókn málsins, enda liggi fyrir afstaða kærða að svara ekki spurningum lögreglu um sakarefnið og hafi fleiri sem hafi verið á staðnum við inngöngu lögreglu tekið sömu afstöðu. Þurfi að taka frekari skýrslur af kærða og bera undir hann ýmis gögn s.s. bankagögn, sem þurfi að afla, og framburði annarra eftir því sem þeir verði til en fyrirsjáanlegt sé að skýrslur muni þurfa að taka af mörgum mönnum vegna málsins en þar sé einkum um að ræða vitni. Beri brýna nauðsyn til að hneppa kærða í gæsluvarðhald til að tryggja að hann geti ekki torveldað rannsókn málsins með því að hafa samband við vitni eða samseka og þannig torveldað rannsókn málsins eða komið undan gögnum sem kunni að hafa þýðingu í málinu. Rannsókn málins sé á frumstigi og brýnt að vernda rannsóknarhagmuni strax í upphafi. Lögreglan kveðst vera að rannsaka ætluð brot kærða gegn 183. og/eða 184. gr. almennra hegningarlaga sem geti varðað fangelsisrefsingu ef sannist. Rannsókn málsins sé á frumstigi og ef kærði gengi nú laus gæti hann torveldað mjög þá rannsóknarvinnu sem enn sé ólokið. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað í a lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kærði er undir rökstuddum grun um að hafa brotið gegn 1. mgr. 183. gr. og/eða 184. gr. almennra hegningarlaga. Refsing samkvæmt þeim lagagreinum er fjársekt eða fangelsi allt að einu ári. Kærði hefur neitað að tjá sig um sakarefnið en lagt hefur verið hald á ýmis gögn sem benda til þess að einhvers konar fjárhættuspil sé stundað í húsi [...]. Þá er ljóst að yfirheyra þarf fjölda manns og kanna bankagögn í þágu rannsóknar málsins. Haldi kærði óskertu frelsi er augljós hætta á því að hann geti torveldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á vitni og samseka eða skjóta undan munum. Samkvæmt framansögðu og með vísan til a liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð:
Mál nr. 450/2002
Kærumál Húsleit Hald Frávísun frá héraðsdómi að hluta
Kröfu X um að úrskurðarð yrði um lögmæti húsleitar, sem lögregla gerði á dvalarstað hennar, var vísað frá héraðsdómi. Í dómi Hæstaréttar segir að húsleitinni hafi verið lokið áður en X hafi krafist úrlausnar dómstóla um lögmæti hennar. Vegna þessa geti X ekki með vísan til 75. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála borið undir dómstóla hvort lögregla hafi mátt framkvæma leitina án dómsúrskurðar, enda geti X allt að einu fengið leyst úr atriðum varðandi lögmæti leitarinnar eða aðferðir við framkvæmd hennar í opinberu máli, sem kunni að verða höfðað um sakarefnið, eða með því að höfða einkamál til heimtu skaðabóta á grundvelli XXI. kafla laga nr. 19/1991, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 3. maí 2002 í máli nr. 178/2002.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 20. september 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að úrskurðað yrði um lögmæti húsleitar, sem sóknaraðili gerði á dvalarstað varnaraðila 25. júlí sama árs, og þess að hald var þá lagt á dagbók í eigu hennar. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um að leyst verði úr um lögmæti húsleitarinnar. Varnaraðili krefst þess að ákvörðun héraðsdómara verði staðfest og sér dæmdur kærumálskostnaður. I. Eins og fram kom í dómi Hæstaréttar 2. september 2002 í máli nr. 361/2002 var varnaraðili handtekin aðfaranótt 25. júlí sama árs, þar sem hún dvaldist ásamt syni sínum í vinnuskúr við [] í Reykjavík. Sóknaraðili gerði í framhaldi af því leit á dvalarstað varnaraðila, þar sem lagt var hald á dagbók í eigu hennar. Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júlí 2002 krafðist varnaraðili þess að sóknaraðila yrði með vísan til 79. gr. laga nr. 19/1991 gert að skila henni umræddri dagbók. Var krafan tekin fyrir á dómþingi 31. sama mánaðar, þar sem sóknaraðili afhenti héraðsdómara rannsóknargögn málsins til skoðunar. Lögmaður, sem mættur var í þinghaldinu af hálfu varnaraðila, krafðist þess að fá eintak af þessum gögnum á grundvelli 43. gr. laga nr. 19/1991, en mótmælti því að þau yrðu ella lögð fyrir dómara. Héraðsdómari hafnaði þeirri kröfu varnaraðila, sem kærði hana til Hæstaréttar. Með fyrrnefndum dómi 2. september 2002 var hin kærða ákvörðun staðfest með vísan til þess að lögmaðurinn, sem hafði ekki verið skipaður verjandi varnaraðila, gæti ekki gert kröfu um gögnin á grundvelli 43. gr. laga nr. 19/1991. Var lögmaðurinn í framhaldi af því skipaður verjandi varnaraðila 6. sama mánaðar. Þegar héraðsdómari tók málið fyrir að nýju 20. september sl. krafðist varnaraðili þess að úrskurðað yrði um lögmæti húsleitar sóknaraðila og haldlagningar á dagbókinni. Taldi héraðsdómari ljóst af upphaflegri kröfugerð varnaraðila að í málinu myndi reyna á lögmæti haldlagningarinnar og við mat á lögmæti hennar kæmi réttmæti húsleitarinnar óhjákvæmilega til skoðunar. Taldi því héraðsdómari með hinni kærðu ákvörðun að kröfur varnaraðila kæmust að í málinu. II. Húsleitinni, sem að framan greinir, var lokið áður en varnaraðili krafðist úrlausnar dómstóla um lögmæti hennar. Vegna þessa getur varnaraðili ekki með vísan til 75. gr. laga nr. 19/1991 borið undir dómstóla hvort sóknaraðili hafi mátt framkvæma leitina án dómsúrskurðar, endur getur varnaraðili allt að einu fengið leyst úr atriðum varðandi lögmæti leitarinnar eða aðferðir við framkvæmd hennar í opinberu máli, sem kann að verða höfðað um sakarefnið, eða með því að höfða einkamál til heimtu skaðabóta á grundvelli XXI. kafla laga nr. 19/1991, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 3. maí 2002 í máli nr. 178/2002. Af þessum sökum verður að vísa frá héraðsdómi þeirri kröfu varnaraðila að úrskurðað verði um lögmæti húsleitarinnar. Af málatilbúnaði sóknaraðila verður ekki ráðið að ágreiningur sé uppi um heimild varnaraðila til að leggja fyrir dómstóla kröfu sína, sem lýtur að haldi á áðurnefndri dagbók hennar. Verður hin kærða ákvörðun því staðfest að því er varðar þá kröfu. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, svo sem þeim var breytt með 38. gr. laga nr. 36/1999. Dómsorð: Vísað er frá héraðsdómi kröfu varnaraðila, X, um að úrskurðað verði um lögmæti húsleitar, sem sóknaraðili, lögreglustjórinn í Reykjavík, gerði á dvalarstað varnaraðila 25. júlí 2002. Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 20. september 2002. Ár 2002, föstudaginn 20. september, er dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur háð í Dómhúsinu við Lækjartorg af Eggerti Óskarssyni héraðsdómara.
Mál nr. 434/2002
Kærumál Gögn Verjandi
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu ríkislögreglu­stjóra um að tekin yrði skýrsla af X fyrir dómi vegna rannsóknar opinbers máls, sem beindist að X, en hafnað að framlengja frest ríkislögreglustjóra til að synja verjanda X um aðgang að gögnum málsins.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. september 2002, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að tekin yrði skýrsla af varnaraðila fyrir dómi vegna rannsóknar opinbers máls, sem beinist að henni, en hafnað að framlengja frest sóknaraðila til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum málsins. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómari taki skýrslu af varnaraðila og frestur til að synja verjanda hennar um aðgang að gögnum málsins verði framlengdur í þrjár vikur. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ríkislögreglustjóri hefur krafist þess að héraðsdómur taki skýrslu af af X og framlengi jafnframt í þrjár vikur frest sem lögregla hefur til að synja verjanda hennar um aðgang að gögnum er varða rannsókn máls nr. 006-2002-86. Verjandi kærðu hefur mótmælt kröfunni. Í greinargerð með kröfu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið hafi nú til rannsóknar ætlað brot X, framkvæmdastjóra fjárfestingafélagsins G hf. og varamanni í stjórn B hf., og annarra gagnvart B hf. [...]. Rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil og gangi allvel en sé hins vegar enn á fyrstu stigum og því sé ljóst að miklu sé ólokið, eins og úrvinnslu haldlagðra [gagna] og skýrslutökum af þeim sem tengjast málinu. Nauðsynlegt sé að fá kærðu fyrir dóm til að staðfesta fyrri framburð sinn og yfirheyra hana nánar um málið áður en hún fái að kynna sér öll gögn málsins. Ósamræmis gæti í framburði kærðu og annarra sakborninga. Fari svo að kærðu yrði heimilað að kynna sér gögn málsins á þessu stigi málsins byði það tvímælalaust upp á þá hættu að hún legði mat á sönnunarstöðu málsins og gæti hagað framburði sínum í samræmi við framburði annarra eftir því sem henni hentaði. Með því móti gæti hún spillt sönnunarfærslu í málinu og torveldað og seinkað rannsókn þess. Sé því jafnframt nauðsynlegt að krefjast þess að héraðsdómur framlengi þann frest sem lögregla hefur til að kynna verjanda gögn málsins. Verið sé að rannsaka brot sem talin séu geta varðað við 247. og/eða 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 36., sbr. 37. gr. bókhaldslaga nr. 145/1994 og 107. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, eins og henni var breytt með 12. gr. laga nr. 36/1999, skal verjandi jafnskjótt og unnt er fá endurrit af öllum skjölum sem málið varða, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn, sem ekki verða endurrituð, en lögregla getur þó neitað að veita verjanda aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum málsins í allt að eina viku frá því að þau urðu til eða komust í vörslur hennar telji hún það geta skaðað rannsókn málsins. Þá segir í 2. mgr. greinarinnar að þegar verjandi hefur fengið aðgang að gögnum máls sé honum heimilt að láta sakborningi í té eintak af endurriti eða kynna honum gögnin með öðrum hætti. Í b-lið 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/1999, er mælt svo fyrir að telji lögregla nauðsynlegt að skýrsla verði tekin fyrir dómi af sakborningi, brotaþola eða vitnum til þess að upplýsa mál áður en verjandi fær aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum þess beri dómara að verða við slíkri beiðni þótt ákæra hafi ekki verið gefin út. Þá segir þar og að ef þörf krefur geti dómari framlengt frest skv. 1. mgr. 43. gr. laganna í allt að þrjár vikur svo hægt verði að ljúka skýrslutöku innan hans. Í athugasemdum með ofangreindri 12. gr. frumvarps til laga nr. 36/1999, sem breytti 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991 á þann veg að heimila lögreglu að meina verjanda að aðgang að gögnum máls í allt að eina viku frá því þau urðu til eða komust í vörslur hennar, kemur fram að rétt sé að leggja áherslu á að þessi heimild lögreglu sé hugsuð sem undantekningarákvæði sem aðeins ætti að beita þegar sérstaklega stendur á og verulegir hagsmunir eru í húfi. Þá segir í athugasemdum með b-lið 1. mgr. 23. gr. 1aga nr. 36/1999, sem fyrr er nefnd, að með tilliti til sönnunargildis skýrslu, sem gefin er fyrir dómi, í samanburði við lögregluskýrslu geti lögregla með ákvæðinu leitast við að tryggja sönnun áður en sakborningur fær aðgang að gögnum og þar með tækifæri til að hagræða framburði sínum, t.d. með hliðsjón af framburði annarra sakborninga eða vitna í málinu. Jafnframt sé ekkert því til fyrirstöðu að sakborningur fái aðgang að málskjölum eftir að hann hefur gefið skýrslu skv. ákvæðinu. Í athugasemdunum segir enn fremur: ,,Gert er ráð fyrir að dómari geti, ef þörf krefur, framlengt einnar viku frestinn í 1. mgr. 43. gr., sbr. 12. frumvarpsins, í samtals allt að þrjár vikur svo að hægt verði að ljúka skýrslutöku innan hans, en slíkt gæti orðið nokkuð tímafrekt ef taka þyrfti skýrslu af mörgum sakborningum og vitnum”. Af ákvæði 1. málsl. b. liðar 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991 leiðir að það er háð mati lögreglu hvort hún telji nauðsynlegt að skýrsla verði tekin fyrir dómi af sakborningi, brotaþola eða vitnum til þess að upplýsa mál áður en verjandi fær aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum þess. Er ákvæðið fortakslaust um að dómara beri skylda til að verða við slíkri beiðni þótt ákæra hafi ekki verið gefin út. Samkvæmt því verður krafa ríkislögreglustjóra um skýrslutöku af kærðu X fyrir dómi tekin til greina. Það er meginregla opinbers réttarfars að verjandi eigi rétt á aðgangi að öllum gögnum máls og að honum sé jafnframt heimilt að kynna þau sakborningi. Svo sem áður greinir er lögð á það áhersla í athugasemdum með 12. gr. frumvarps til laga nr. 36/1999, sem breytti 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991, að heimild lögreglu, er þar kemur fram, sé hugsuð sem undantekningarákvæði sem aðeins ætti að beita þegar sérstaklega stendur á og verulegir hagsmunir eru í húfi. Af því leiðir að skýra ber ákvæðið þröngt sem og heimildarákvæði b. liðar 1. mgr. 74. gr. a til framlengingar frestsins. Að kröfu ríkislögreglustjóra var heimiluð húsleit í húsnæði B hf./A hf. með dómsúrskurði 28. ágúst sl. Fór leit þar fram sama dag og hald lagt á gögn, sem talin eru hafa þýðingu við rannsókn málsins, og bókhaldsgögn afrituð. Fjórir einstaklingar hafa verið yfirheyrðir 28. og 29. ágúst sl. sem sakborningar í málinu og hafa ýmis þessara gagna verið borin undir þá og þeim gefinn kostur á að gefa skýringar á atriðum tengdum þeim. Kærða X var yfirheyrð síðarnefnda daginn að viðstöddum verjanda sínum sem skipaður var til starfans í gær. Allir hafa sakborningarnir neitað sök en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir neinum þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna og hafa þeir því eftir atvikum haft öll tök á að bera sig saman og hagræða framburði sínum. Þá hafa þeir einnig haft aðgang að öllum bókhaldsgögnum sem lögregla afritaði. Að virtu öllu framangreindu er það mat dómsins að ekki séu efni til að beita þröngri undantekningarreglu b. liðar 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999, til framlengingar frests til að synja verjanda kærða um aðgang að gögnum málsins. Ber því að hafna kröfunni að þessu leyti. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Krafa ríkislögreglustjóra um skýrslutöku fyrir dómi af kærðu X vegna máls nr. 006-2002-86 er tekin til greina en kröfu ríkislögreglustjóra um framlengingu frests sem lögregla hefur til að synja verjanda kærðu um aðgang að gögnum málsins er hafnað.
Mál nr. 440/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 16. október nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 431/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 25. október nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili hefur viðurkennt að hafa að morgni 2. ágúst 2002 veist að Z, sem var gestkomandi á heimili varnaraðila, meðal annars slegið hann margsinnis í höfuðið og klippt hluta úr eyra hans með gatatöng á meðan hann lá rotaður á gólfi. Hefur hann jafnframt viðurkennt að hafa þá um morguninn ásamt bróður sínum, Y, skilið Z eftir í blóði sínu á lóð leikskóla nærri heimili þeirra þar sem hann var algjörlega hulinn runna. Við komu á sjúkrahús var Z, sem var höfuðkúpubrotinn og með fjölmarga áverka á líkama, þar á meðal eftir eggvopn, talinn í bráðri lífshættu. Gekkst hann þegar í stað undir aðgerð vegna þessa, en hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Er varnaraðili því grunaður um brot sem kunna að varða við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eða 2. mgr. 218. gr. sömu laga, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981, auk 1. mgr. 220. gr. sömu laga. Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af því hversu alvarleg brotin eru teljast uppfyllt skilyrði til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, enda geta brotin varðað að lögum 10 ára fangelsi. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Laust eftir kl. 11 þann 2. ágúst sl. barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að tveir bræður hefðu sést styðja blóðugan og ölvaðan mann við Skeljagranda í Reykjavík. Stuttu síðar kom önnur tilkynning um að tveir menn hefðu ýtt manni yfir grindverk við leikskóla við Rekagranda 14 og taldi tilkynnandi að hugsanlegt væri að um lík væri að ræða. Eftir ábendingu vitna fundu lögreglumenn mikið slasaðan mann á leikskólalóðinni. Reyndist þar vera um að ræða Z. Kærði var handtekinn ásamt bróður sínum, Y, við bensínafgreiðslu við Austurströnd á Seltjarnarnesi kl. 12.36 sama dag í kjölfar árásar á annan mann við verslunarmiðstöðina við Eiðistorg. Lögreglan hefur rætt við nokkur vitni í málinu. Fram kemur hjá þeim að mikil læti hafi borist frá íbúð kærða að [...] aðfaranótt umrædds dags og um morguninn. Telja vitnin að þessi hávaði hafi líkst því að um slagsmál væri að ræða, húsgögn hafi verið færð til og mikil köll og læti hafi borist frá íbúðinni. Eitt vitni, sem fór út úr húsinu snemma morguns, sá blóð á svalargólfi fyrir framan íbúðina. Við vettvangsrannsókn lögreglu í íbúðinni kom í ljós að þar var mikið blóð m.a. á veggjum og gólfum. Skilríki Z fundust í íbúðinni. Vitni, sem þekkir kærða í sjón, hefur borið að það hafi séð kærða og bróður hans henda manni yfir girðingu við lóð leikskólans. Samkvæmt vottorði tveggja lækna og vottorði réttarmeinafræðings var Z höfuðkúpubrotinn og með blæðingu inn á heila við komu á Landspítala og voru áverkarnir svo alvarlegir að þeir hefðu leitt hann til dauða hefði hann ekki komist undir læknishendur svo fljótt sem raunin varð. Þá er í vottorðunum lýst margháttuðum áverkum sem Z hafi verið veittir m.a. með hnífum, eggvopnum og bareflum. Kærði hefur játað að hafa ráðist á Z og m.a. kýlt hann í andlitið þannig að hann féll aftur fyrir sig og lenti með höfuðið á ofnbrún. Hafi komið stór skurður á kollinn á Z og fossblætt úr honum. Kærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 25. október 2002 kl. 16.
Mál nr. 432/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 25. október nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili hefur viðurkennt að hafa að morgni 2. ágúst 2002 veist að Z, sem var gestkomandi á heimili varnaraðila, og slegið hann margsinnis með álskafti í axlirnar, bakið og síðuna. Þá hefur bróðir varnaraðila, Y, viðurkennt að hafa ásamt varnaraðila ráðist á Z. Viðurkenna þeir jafnframt að hafa þá um morguninn skilið Z eftir í blóði sínu á lóð leikskóla nærri heimili þeirra þar sem hann var algjörlega hulinn runna. Við komu á sjúkrahús var Z, sem var höfuðkúpubrotinn og með fjölmarga áverka á líkama, þar á meðal eftir eggvopn, talinn í bráðri lífshættu. Gekkst hann þegar í stað undir aðgerð vegna þessa, en hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Er varnaraðili því grunaður um brot sem kunna að varða við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eða 2. mgr. 218. gr. sömu laga, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981, auk 1. mgr. 220. gr. sömu laga. Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af því hversu alvarleg brotin eru teljast uppfyllt skilyrði til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, enda geta brotin varðað að lögum 10 ára fangelsi. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Laust eftir kl. 11 þann 2. ágúst sl. barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að tveir bræður hefðu sést styðja blóðugan og ölvaðan mann við Skeljagranda í Reykjavík. Stuttu síðar kom önnur tilkynning um að tveir menn hefðu ýtt manni yfir grindverk við leikskóla við Rekagranda 14 og taldi tilkynnandi að hugsanlegt væri að um lík væri að ræða. Eftir ábendingu vitna fundu lögreglumenn mikið slasaðan mann á leikskólalóðinni. Reyndist þar vera um að ræða Z. Kærði var handtekinn ásamt bróður sínum, Y, við bensínafgreiðslu við Austurströnd á Seltjarnarnesi kl. 12.36 sama dag í kjölfar árásar á annan mann við verslunarmiðstöðina við Eiðistorg. Lögreglan hefur rætt við nokkur vitni í málinu. Fram kemur hjá þeim að mikil læti hafi borist frá íbúð kærða að [...] aðfaranótt umrædds dags og um morguninn. Telja vitnin að þessi hávaði hafi líkst því að um slagsmál væri að ræða, húsgögn hafi verið færð til og mikil köll og læti hafi borist frá íbúðinni. Eitt vitni, sem fór út úr húsinu snemma morguns, sá blóð á svalargólfi fyrir framan íbúðina. Við vettvangsrannsókn lögreglu í íbúðinni kom í ljós að þar var mikið blóð m.a. á veggjum og gólfum. Skilríki Z fundust í íbúðinni. Vitni, sem þekkir kærða í sjón, hefur borið að það hafi séð kærða og bróður hans henda manni yfir girðingu við lóð leikskólans. Samkvæmt vottorði tveggja lækna og vottorði réttarmeinafræðings var Z höfuðkúpubrotinn og með blæðingu inn á heila við komu á Landspítala og voru áverkarnir svo alvarlegir að þeir hefðu leitt hann til dauða hefði hann ekki komist undir læknishendur svo fljótt sem raunin varð. Þá er í vottorðunum lýst margháttuðum áverkum sem Z hafi verið veittir m.a. með hnífum, eggvopnum og bareflum. Kærði hefur játað að hafa tekið þátt í árásinni á Z og barið hann með álskafti í axlir bak og síðu. Þá hafi þeir bræður farið með Z út úr íbúðinni og hent honum yfir girðingu við leiksvæði í nágrenninu og skilið hann þar eftir. Samkvæmt DNA rannsókn fundust blóðblettir úr Z á fötum kærða og stórutá. Kveðst kærði ekki hafa neina skýringu á því hvernig blóðið hefur borist á hann. Kærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 25. október 2002 kl. 16.
Mál nr. 428/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 2. október nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að ákærða X verði á grundvelli c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans í héraði en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 2. október næstkomandi klukkan 16 vegna brota sem talin eru varða við 1. mgr. 155. gr., 247. gr., 248. gr. og 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 73. gr. tékkalaga nr. 94/1933 og 44. gr. og 45 gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í kröfunni kemur fram að ákærði sæti nú gæsluvarðhaldi til klukkan 16 í dag á grundvelli c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands uppkveðnum 26. ágúst síðastliðinn. Ákærða var veitt reynslulausn af tæplega sex ára eftirstöðvum sautján ára fangelsisdóms í júní 2001. Með ákæru, dagsettri 10. maí síðastliðinn, höfðaði lögreglustjórinn í Reykjavík opinbert mál á hendur ákærða hér fyrir dómi vegna þrettán brota sem talin eru hafa verið framin á tímabilinu frá nóvember 2001 fram í apríl 2002. Er ákærða þar meðal annars gefið að sök að hafa með auðgunarbrotum og skjalafalsi náð og reynt að ná til sín verðmætum að andvirði um 2.350.000 krónur. Málið var þingfest 27. maí síðastliðinn og aðalmeðferð hófst 20. ágúst síðastliðinn en lauk ekki vegna fjarveru nokkurra vitna sem nauðsynlegt þótti að kæmu fyrir dóminn. Framhaldsaðalmeðferð átti að ljúka 5. þessa mánaðar en var frestað til 11. sama mánaðar vegna veikinda verjanda ákærða. Ákærði hefur játað aðild að flestum þessara brota en fram er komið í málinu að brotin voru framin til að fjármagna fíkniefnakaup. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins má ætla að ákærði muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið. Er því fallist á að fullnægt sé skilyrðum gæsluvarðhalds yfir ákærða samkvæmt c-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður krafa lögreglustjóra tekin greina eins og hún er fram sett svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ákærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 2. október 2002 klukkan 16.
Mál nr. 416/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með þeirri breytingu að gæsluvarðhaldinu var markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. september nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Rannsókn máls þessa hefur staðið yfir frá 2. ágúst sl. og mun vera á lokastigi. Eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar hafa sóknaraðila borist frá Noregi niðurstöður úr DNA samanburðarrannsókn, sem var gerð á blóðsýni úr varnaraðila, Y og Z annars vegar og A hins vegar. Mun frekari úrvinnsla á þessum gögnum standa yfir. Þá á sóknaraðili eftir að bera niðurstöður rannsóknarinnar undir varnaraðila. Með vísan til þessa verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir varnaraðila, en rétt er að gæsluvarðhaldinu verði markaður sá tími, sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16 föstudaginn 13. september 2002. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að málsatvik eru með þeim hætti að laust eftir kl. 11:00 þann 2. ágúst sl. hafi lögreglunni í Reykjavík borist tilkynning um að tveir bræður hefðu sést styðja blóðugan og ölvaðan mann við Skeljagranda í Reykjavík. Stuttu síðar hafi komið önnur tilkynning um að tveir menn hefðu ýtt manni yfir grindverk við leikskóla við Rekagranda 14 og taldi tilkynnandi að hugsanlegt væri að um lík hafi verið að ræða. Eftir ábendingu vitna hafi lögreglumenn fundið mikið slasaðan mann á leikskólalóðinni. Hafi þar reynst vera um að ræða A. Kærði hafi verið handtekinn ásamt bróður sínum, Y, við bensínafgreiðslu við Austurströnd á Seltjarnarnesi kl. 12:36 sama dag í kjölfar árásar á annan mann við verslunarmiðstöðina við Eiðistorg. Lögreglan hafi rætt við nokkur vitni í málinu. Fram hafi komið að mikil læti hafi borist frá íbúð kærða að [ ] aðfaranótt föstudagsins og um morguninn. Telja vitni að þessi hávaði hafi líkst því að um slagsmál hafi verið að ræða, húsgögn hafi verið færð til og mikil köll og læti hafi borist frá íbúðinni. Eitt vitni sem farið hafi út úr húsinu snemma morguns hafi séð blóð á svalargólfi fyrir framan íbúðina. Við vettvangsrannsókn lögreglu á íbúðinni hafi komið í ljós að þar hafi verið mikið blóð m.a. á veggjum og gólfum. Í íbúðinni hafi lögreglumenn fundið skilríki A. Vitni sem þekki kærða í sjón hafi borið að það hafi séð kærða og bróður hans henda manni yfir girðingu við lóð leikskólans. Kærði neitar sök. Í málinu liggi fyrir vottorð tveggja lækna og vottorð Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Komir fram í þessum vottorðum að A hafi verið höfuðkúpubrotinn og með blæðingu inn á heila við komu á Landspítala. Höfuðáverkar hans hafi verið svo alvarlegir að þeir hefðu leitt hann til dauða ef hann hefði ekki komist undir læknishendur svo fljótt sem raun varð. Þá sé í vottorðum þessum lýst margháttuðum áverkum sem A hafi verið veittir m.a. með hnífum, eggvopnum og bareflum. Kærði liggi undir rökstuddum grun um að hafa í félagi við aðra menn ráðist á A og misþyrmt honum á hrottafenginn hátt og síðan hent honum yfir háa girðingu við leiksvæði í nágrenninu þar sem hann hafi verið skilinn eftir með lífshættulega áverka. Ef kærði haldi frelsi sínu hafi hann tök á því að torvelda rannsókn málsins svo sem með því að hafa áhrif á vitni og samseka. Beri því brýna nauðsyn til þess að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi meðan rannsókn málsins fari fram. Kærði, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. september 2002 kl.16.00.
Mál nr. 417/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með þeirri breytingu að gæsluvarðhaldinu var markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. september nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Rannsókn máls þessa hefur staðið yfir frá 2. ágúst sl. og mun vera á lokastigi. Eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar hafa sóknaraðila borist frá Noregi niðurstöður úr DNA samanburðarrannsókn, sem var gerð á blóðsýni úr varnaraðila, Y og Z annars vegar og A hins vegar. Sóknaraðili kveður frekari úrvinnslu á þessum gögnum standa yfir. Þá á sóknaraðili eftir að bera niðurstöður rannsóknarinnar undir varnaraðila. Með vísan til þessa verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir varnaraðila, en rétt er að gæsluvarðhaldinu verði markaður sá tími, sem nánar greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16 föstudaginn 13. september 2002. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að málsatvik séu með þeim hætti að laust eftir kl. 11:00 þann 2. ágúst sl. hafi lögreglunni í Reykjavík borist tilkynning um að tveir bræður hefðu sést styðja blóðugan og ölvaðan mann við Skeljagranda í Reykjavík. Stuttu síðar hafi komið önnur tilkynning um að tveir menn hefðu ýtt manni yfir grindverk við leikskóla við Rekagranda 14 og taldi tilkynnandi að hugsanlegt væri að um lík hafi verið að ræða. Eftir ábendingu vitna hafi lögreglumenn fundið mikið slasaðan mann á leikskólalóðinni. Hafi þar reynst vera um að ræða A. Kærði hafi verið handtekinn ásamt bróður sínum, Y, við bensínafgreiðslu við Austurströnd á Seltjarnarnesi kl. 12:36 sama dag í kjölfar árásar á annan mann við verslunarmiðstöðina við Eiðistorg. Lögreglan hafi rætt við nokkur vitni í málinu. Fram hafi komið að mikil læti hafi borist frá íbúð kærða að [ ] aðfaranótt föstudagsins og um morguninn. Telji vitni að þessi hávaði hafi líkst því að um slagsmál hafi verið að ræða, húsgögn hafi verið færð til og mikill köll og læti hafi borist frá íbúðinni. Eitt vitni sem farið hafi út úr húsinu snemma morguns hafi séð blóð á svalargólfi fyrir framan íbúðina. Við vettvangsrannsókn lögreglu á íbúðinni hafi komið í ljós að þar hafi verið mikið blóð m.a. á veggjum og gólfum. Í íbúðinni hafi lögreglumenn fundið skilríki A. Vitni sem þekki kærða í sjón hafi borið að það hafi séð kærða og bróður hans henda manni yfir girðingu við lóð leikskólans. Kærði hafi játað að hafa slegið A nokkrum sinnum en játning kærða skýri einungis að hluta þá áverka sem A reyndist með. Í málinu liggi fyrir vottorð tveggja lækna og vottorð Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Komi fram í þessum vottorðum að A hafi verið höfuðkúpubrotinn og með blæðingu inn á heila við komu á Landspítala. Höfuðáverkar hans hafi verið svo alvarlegir að þeir hefðu leitt hann til dauða ef hann hefði ekki komist undir læknishendur svo fljótt sem raun varð. Þá sé í vottorðum þessum lýst margháttuðum áverkum sem A hafi verið veittir m.a. með hnífum, eggvopnum og bareflum. Kærði liggi undir rökstuddum grun um að hafa í félagi við aðra menn ráðist á A og misþyrmt honum á hrottafenginn hátt og síðan hent honum yfir háa girðingu við leiksvæði í nágrenninu þar sem hann hafi verið skilinn eftir með lífshættulega áverka. Ef kærði haldi frelsi sínu hafi hann tök á því að torvelda rannsókn málsins svo sem með því að hafa áhrif á vitni og samseka. Beri því brýna nauðsyn til þess að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi meðan rannsókn málsins fari fram. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, X, Reykjavík, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. september 2002 kl. 16.00.
Mál nr. 418/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með þeirri breytingu að gæsluvarðhaldinu var markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. september 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. september 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. september nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Rannsókn máls þessa hefur staðið yfir frá 2. ágúst sl. og mun vera á lokastigi. Eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar hafa sóknaraðila borist frá Noregi niðurstöður úr DNA samanburðarrannsókn, sem var gerð á blóðsýni úr varnaraðila, Y og Z annars vegar og A hins vegar. Kveður sóknaraðili frekari úrvinnslu á þessum gögnum standa yfir. Þá á sóknaraðili eftir að bera niðurstöður rannsóknarinnar undir varnaraðila. Með vísan til þessa verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir varnaraðila, en rétt er að gæsluvarðhaldinu verði markaður sá tími, sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16 föstudaginn 13. september 2002. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að málsatvik séu með þeim hætti að laust eftir kl. 11:00 föstudaginn 2. ágúst sl. hafi lögreglunni í Reykjavík borist tilkynning um að tveir bræður hefðu sést styðja blóðugan og ölvaðan mann við Skeljagranda í Reykjavík. Stuttu síðar hafi komið önnur tilkynning um að tveir menn hefðu ýtt manni yfir grindverk við leikskóla við Rekagranda 14 og taldi tilkynnandi að hugsanlegt væri að um lík hafi verið að ræða. Eftir ábendingu vitna hafi lögreglumenn fundið mikið slasaðan mann á leikskólalóðinni. Hafi þar reynst vera um að ræða A. Synir kærða, Y og Z, hafi verið handteknir við bensínafgreiðslu við Austurströnd á Seltjarnarnesi um hádegi sama dag. Kærði hafi verið handtekinn um svipað leiti við Eiðistorg og hafi hann þá verið með áverka í andliti og í blóðugum fatnaði. Lögreglan hafi rætt við nokkur vitni í málinu. Fram hafi komið að mikil læti hafi borist frá íbúð að [ ] þar sem synir kærða búi aðfaranótt föstudagsins. Telji vitni að þessi hávaði hafi líkst því að um slagsmál hafi verið að ræða, húsgögn hafi verið færð til og mikil köll og læti hafi borist frá íbúðinni. Kærði hafi að eigin sögn dvalið í íbúðinni hjá sonum sínum og hafi verið í íbúðinni aðfaranótt föstudagsins. Eitt vitni sem farið hafi út úr húsinu snemma morguns hafi séð blóð á svalargólfi fyrir framan íbúðina. Við vettvangsrannsókn lögreglu í íbúðinni hafi komið í ljós að þar hafi verið mikið blóð m.a. á veggjum og gólfum. Í íbúðinni hafi lögreglumenn fundið skilríki A. Vitni sem þekki syni kærða í sjón hafi borið að það hafi séð þá henda manni yfir girðingu við lóð leikskólans. Í málinu liggi fyrir vottorð tveggja lækna og vottorð Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Komi fram í þessum vottorðum að A hafi verið höfuðkúpubrotinn og með blæðingu inn á heila við komu á Landspítala. Höfuðáverkar hans hafi verið svo alvarlegir að þeir hefðu leitt hann til dauða ef hann hefði ekki komist undir læknishendur svo fljótt sem raun varð. Þá sé í vottorðum þessum lýst margháttuðum áverkum sem A hafi verið veittir m.a. með hnífum, eggvopnum og bareflum. Kærði neiti sök. Kærði liggi undir rökstuddum grun um að hafa í félagi við aðra menn ráðist á A og misþyrmt honum á hrottafenginn hátt í íbúð sem kærði dvaldi í þegar atvik þetta átti sér stað. A hafi síðan verið hent yfir girðingu við leiksvæði í nágrenninu þar sem hann hafi verið skilinn eftir með lífshættulega áverka. Ef kærði haldi frelsi sínu hafi hann tök á því að torvelda rannsókn málsins svo sem með því að hafa áhrif á vitni og samseka. Beri því brýna nauðsyn til þess að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi meðan rannsókn málsins fari fram. Kærði, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. september 2002 kl. 16.00.
Mál nr. 291/2002
Kærumál Frávísunarkröfu hafnað EFTA-dómstóllinn Ráðgefandi álit
Synjun héraðsdóms á að óska ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á ákvæðum 2. félagaréttartilskipunar Evrópusambandsins var kærð til Hæstaréttar. Kröfu varnaraðila um frávísun var hafnað þar sem talið var að heimild til að kæra slíkan úrskurð gilti hvort sem héraðsdómur hefði synjað eða tekið til greina kröfu um ráðgefandi álit. Þá var Hæstiréttur í fyrsta lagi þegar talinn hafa skýrt þau ákvæði hlutafélagalaga, sem byggðu á umdeildum ákvæðum félagaréttartilskipunarinnar, í máli þar sem mælt var fyrir um lögbann við tilteknum athöfnum sóknaraðila í máli þessu. Í öðru lagi hafi Hæstiréttur í því máli byggt niðurstöðu sína á atriðum sem skýringar EFTA-dómstólsins myndu ekki snerta en þau ein sér hafi nægt til að lögbannið næði fram að ganga. Var synjun héraðsdóms því staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Haraldur Henrysson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. júní 2002, sem barst réttinum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2002, þar sem synjað var kröfu sóknaraðila um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á ákvæðum 2. félagaréttartilskipunar Evrópusambandsins nr. 77/91/EBE, einkum 27., sbr. 10. gr. um greiðslu hlutafjár með öðru en reiðufé, svo sem nánar greinir í úrskurði héraðsdóms. Sóknaraðili krefst þess að úrskurðinum verði hrundið og lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að afla framangreinds álits. Varnaraðilar krefjast þess aðallega að kærunni verði vísað frá Hæstarétti en til vara að úrskurðurinn verði staðfestur. Báðir aðilar krefjast kærumálskostnaðar sér til handa. I. Varnaraðilar reisa frávísunarkröfu sína á því að synjun héraðsdóms á því að leita álits EFTA-dómstólsins sæti ekki kæru. Sérstök kæruheimild er í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Gildir heimildin samkvæmt orðalagi ákvæðisins og athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi að lögunum, hvort sem héraðsdómur synjar eða tekur til greina slíka kröfu. Hins vegar vísar ákvæðið til almennra reglna um meðferð einkamála um aðferð við málskotið. Kröfu varnaraðila um frávísun er því hafnað. II. Málsatvika er getið í héraðsdómi. Þar er rakið að ágreiningur aðila varði ákvörðun fyrri stjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf. í júní 2001 um að kaupa hlutafé sóknaraðila í Frumafli ehf., sem hann greiddi 20. sama mánaðar með hlutafé í fyrrnefnda félaginu að nafnverði 170.000.000 krónur. Fyrir héraðsdómi krefjast varnaraðilar þess að staðfest verði lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á 10. júlí 2001 við því að sóknaraðili nýti sér rétt sem fylgi hlutafjáreign hans í varnaraðila Lyfjaverslun Íslands hf. sem honum var afhent með rafrænum hætti 20. júní 2001, samtals að nafnvirði 170.000.000 króna, eða ráðstafi umræddri hlutafjáreign sinni til þriðja aðila. Jafnframt krefjast þeir þess að viðurkennt verði með dómi að samningur sóknaraðila og Lyfjaverslunar Íslands hf. frá 20. júní 2001 um að þeir kaupi allt hlutafé Frumafls ehf., Hlíðarsmára 8 í Kópavogi, sé ógildur. Sóknaraðili krefst aftur á móti aðallega sýknu en til vara að hafnað verði kröfu varnaraðila um ógildingu kaupsamnings Lyfjaverslunar Íslands hf. og hans um sölu á 44,44 af hundraði hluta í Frumafli hf. og að synjað verði staðfestingar á framangreindu lögbanni að því er varðar sölu á sama hundraðshluta. Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði framangreint lögbann á eftir að Hæstiréttur hafði með dómi sínum 10. júlí 2001 í málinu nr. 256/2001 lagt það fyrir hann. Féllst Hæstiréttur þar með á það með varnaraðilum að fyrirvaralaus ákvörðun stjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf. 11. júní 2001 um að kaupa allt hlutafé í Frumafli ehf. við tilteknu verði hafi verið tekin áður en aflað hafði verið sérfræðiskýrslu löggilts endurskoðanda samkvæmt 37. gr., sbr. 5.-8. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Þegar af þessari ástæðu taldi rétturinn að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði laganna um að stjórnin mætti ákveða kaupin. Aðilar eru sammála um að nefnd ákvæði hlutafélagalaga hafi verið sett til að fullnægja skuldbindingum samkvæmt 2. félagaréttartilskipun nr. 77/91/EBE frá 13. desember 1976, sem vitnað sé til í XXII. viðauka EES-samningsins og að íslensk lög verði skýrð til samræmis við skuldbindingar, sem Ísland hafi gengist undir í þeim samningi eftir því sem framast sé unnt. Sóknaraðili telur að oftúlkunar gæti hjá Hæstarétti í framangreindum dómi varðandi greind ákvæði hlutafélagalaga og félagaréttartilskipunar. Hann mótmælir því ekki að ákvörðun stjórnarinnar um hlutafjárhækkunina hafi verið tekin 11. júní 2001 en heldur því hins vegar fram að hlutafjárhækkunin hafi ekki í raun verið framkvæmd fyrr en síðar. Hún hafi ekki orðið í skilningi félagaréttartilskipunarinnar fyrr en þegar sóknaraðili og Lyfjaverslun Íslands hf. undirrituðu kaupsamning um hlutaféð 20. sama mánaðar, en þá hafi sérfræðiskýrslan legið fyrir. Af þessum sökum krefst hann með vísun til 1. gr. laga nr. 21/1994 að álits EFTA-dómstólsins verði aflað um skilning á ákvæðum 1. og 2. töluliða 27. gr. tilskipunarinnar. Augljóst eigi að vera að túlkun á þessum ákvæðum hafi verulega þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. III. Í framangreindum dómi Hæstaréttar kemur fram að við uppkvaðningu hans lá fyrir hvenær sérfræðiskýrsla löggilts endurskoðanda var gerð. Hæstiréttur hefur því þegar skýrt þau ákvæði hlutafélagalaga, sem byggja á umdeildum ákvæðum félagatilskipunarinnar, áður en lagt var fyrir sýslumann að leggja á umdeilt lögbann, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Þá byggði Hæstiréttur niðurstöðu sína á því að áður en kaupin gerðust höfðu varnaraðilar krafist hluthafafundar Lyfjaverslunar Íslands hf. í því skyni að allir hluthafar ættu þess kost að taka afstöðu til kaupa félagsins á hlutum í Frumafli ehf. Taldi Hæstiréttur að skilyrðum hlutafélagalaga og samþykkta Lyfjaverslunar Íslands hf. hefði verið fullnægt til að varnaraðilar hefðu getað krafist fundarins. Stjórn Lyfjaverslunarinnar hefði verið í aðstöðu til að boða til fundarins svo fljótt sem auðið yrði og við þessar aðstæður hefði stjórninni verið óheimilt að ákveða sjálf að ganga frá kaupum á öllu hlutafé í Frumafli ehf. áður en slíkur fundur yrði haldinn, svo sem löglega hafði verið krafist. Af því sem að framan greinir verður Hæstiréttur í fyrsta lagi þegar talinn hafa skýrt þau ákvæði hlutafélagalaga sem framangreindur ágreiningur er um. Í öðru lagi byggði rétturinn niðurstöðu sína á atriðum sem skýringar EFTA- dómstólsins myndu ekki snerta en þau ein sér nægðu til að áðurgreint lögbann næði fram að ganga. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 21/1994 er ekki skylt að leita álits EFTA-dómstólsins að kröfu aðila dómsmáls. Eins og mál þetta liggur fyrir Hæstarétti verða ekki taldar svo miklar líkur fyrir því að álit EFTA-dómstólsins geti haft þýðingu fyrir úrslit máls þessa að rétt sé að leita skýringa hans á fyrrgreindum ákvæðum félagaréttartilskipunarinnar og fresta þannig málinu. Niðurstaða héraðsdóms er því staðfest. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar bíði endanlegs dóms í málinu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 406/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, nú gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni, verði á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til þriðjudagsins 19. nóvember 2002 klukkan 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. ágúst 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. september sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. ágúst 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 19. nóvember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann þess að sér verði dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 373/2002
Kærumál Aðför Innsetning
O var talið heimilt að fá fullan og ótakmarkaðan aðgang að skrá yfir stofnfjáreigendur S, sem tilgreindi nafn stofnfjáreiganda, heimilisfang og kennitölu, ásamt stofnfjáreign hvers þeirra, með þeim hætti að hann fengi að rita niður upplýsingar úr skránni.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. ágúst sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júlí 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá með beinni aðfarargerð ótakmarkaðan aðgang að skrá yfir stofnfjáreigendur sóknaraðila með nánar tilgreindum upplýsingum, þannig að hann ætti kost á að rita niður upplýsingar úr skránni. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um heimild til aðfarargerðar verði hafnað og sér dæmdur málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Í hinum kærða úrskurði hefur héraðsdómari með réttu sagt ágreining aðila lúta að því hvað felist í orðunum að „eiga aðgang“ að skrá þeirri er greinir í 8. gr. samþykkta sóknaraðila. Slík orðskýring fellur eftir eðli málsins undir 78. gr. laga nr. 90/1989. Héraðsdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að í orðunum felist að heimilt sé að rita upplýsingar úr skránni. Með þessari athugasemd og vísan til forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, greiði varnaraðila, Oddi Ingimarssyni, 75.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 270/2002
Kærumál Vitni Matsmenn Læknaráð
J höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns, sem hún kvaðst hafa orðið fyrir vegna mistaka við læknisaðgerð. Með úrskurði lagði héraðsdómari fyrir læknaráð tíu nánar tilgreindar spurningar varðandi aðdraganda aðgerðarinnar, aðgerðina sjálfa, eftirmeðferð og mat á örorku J. Þegar umsögn læknaráðs hafði verið lögð fram krafðist J þess að G, prófessor, sem var einn þriggja lækna, sem stóð að umsögn læknaráðs kæmi fyrir dóm til skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins. Héraðsdómari hafnaði kröfu J. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að hlutverki læknaráðs verði jafnað til þess, sem matsmaður hefði annars með höndum eftir almennum reglum IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. að nokkru 3. mgr. 60. gr. þeirra laga. Að því leyti, sem lög mæli ekki á annan veg, séu ekki efni til annars en að beita þeim almennu reglum um þá menn, sem standi að umsögn læknaráðs. Matsmanni beri samkvæmt 65. gr. laga nr. 91/1991 að koma fyrir dóm samkvæmt kröfu málsaðila til að gefa skýrslu til skýringar á matsgerð og um atriði, sem tengjast henni, en um þá skýrslugjöf gildi reglur um vitni í VIII. kafla sömu laga eftir því, sem þær geta átt við. Í lögum nr. 14/1942 um læknaráð séu engin fyrirmæli um að menn, sem sæti eiga í læknaráði, séu lausir undan slíkri skyldu til að koma fyrir dóm. Var því fallist á kröfu J.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júní 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Gunnlaugur Geirsson prófessor verði kvaddur fyrir dóm sem vitni í máli hennar á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í b. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefndum manni verði gert að koma fyrir dóm til skýrslugjafar í málinu. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili rekur fyrir héraðsdómi mál á hendur varnaraðila til heimtu skaðabóta vegna tjóns, sem hún kveðst hafa orðið fyrir vegna mistaka við læknisaðgerð. Með úrskurði 3. apríl 2001 lagði héraðsdómari fyrir læknaráð tíu nánar tilgreindar spurningar varðandi aðdraganda aðgerðarinnar, aðgerðina sjálfa, eftirmeðferð og mat á örorku sóknaraðila. Umsögn læknaráðs um þetta efni frá 18. desember 2001 var lögð fram á dómþingi 11. janúar sl. Í þinghaldi 19. mars 2002 var því lýst yfir af hálfu sóknaraðila að hún hygðist kveðja fyrir dóm til skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins þrjá nafngreinda lækna, sem stóðu að umsögn læknaráðs, þar með talinn Gunnlaug Geirsson prófessor, svo og landlækni. Hefði hún hug á að leita svara þessara manna um efni umsagnarinnar og meðferð málsins fyrir læknaráði. Varnaraðili lét þá í ljós það álit að með vísan til 1. mgr. 51. gr. og 5. mgr. 52. gr. laga nr. 91/1991 væru engin efni til að þessir menn yrðu kvaddir fyrir dóm, en til þess yrði héraðsdómari að taka afstöðu af sjálfsdáðum. Þegar málið var tekið næst fyrir 8. apríl 2002 greindi héraðsdómari frá þeirri afstöðu sinni að hann myndi ekki hafna af sjálfsdáðum að umbeðnar skýrslur yrðu teknar. Var ákveðið að málið kæmi til aðalmeðferðar 28. maí 2002. Í þinghaldi þann dag var lagt fram bréf Gunnlaugs Geirssonar frá 22. sama mánaðar, þar sem hann hafnaði að koma fyrir dóm á grundvelli ákvæðis 5. mgr. 52. gr. laga nr. 91/1991. Krafðist sóknaraðili þess að aðalmeðferð yrði frestað, svo og að leyst yrði úr því með úrskurði hvort Gunnlaugi Geirssyni væri skylt að gefa skýrslu í málinu. Með hinum kærða úrskurði hafnaði héraðsdómari því að honum yrði gert að koma fyrir dóm. Samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 2. gr. laga nr. 14/1942 um læknaráð lætur það meðal annars dómstólum í té umsögn um læknisfræðileg efni ef leitað er eftir því með úrskurði dómara. Í þessu tilliti verður hlutverki læknaráðs jafnað til þess, sem matsmaður hefði annars með höndum eftir almennum reglum IX. kafla laga nr. 91/1991, sbr. að nokkru 3. mgr. 60. gr. þeirra laga. Að því leyti, sem lög mæla ekki á annan veg, eru ekki efni til annars en að beita þeim almennu reglum um þá menn, sem standa að umsögn læknaráðs. Matsmanni ber samkvæmt 65. gr. laga nr. 91/1991 að koma fyrir dóm samkvæmt kröfu málsaðila til að gefa skýrslu til skýringar á matsgerð og um atriði, sem tengjast henni, en um þá skýrslugjöf gilda reglur um vitni í VIII. kafla sömu laga eftir því, sem þær geta átt við. Í lögum nr. 14/1942 eru engin fyrirmæli um að menn, sem sæti eiga í læknaráði, séu lausir undan slíkri skyldu til að koma fyrir dóm. Samkvæmt þessu verður að fallast á kröfu sóknaraðila um að Gunnlaugi Geirssyni verði gert að gefa skýrslu fyrir dómi í máli hennar gegn varnaraðila. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Gunnlaugi Geirssyni prófessor ber að koma fyrir dóm til skýrslugjafar í máli sóknaraðila, Jórunnar Önnu Sigurðardóttur, gegn varnaraðila, íslenska ríkinu. Varnaraðili greiði sóknaraðila 75.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 325/2002
Kærumál Dánarbú Opinber skipti Útivist Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Að kröfu G kvað héraðsdómari upp úrskurð um að bú foreldra hans, L og J, væri tekið til opinberra skipta. Þ, dóttir L og J, sótti ekki þing þegar málið var tekið fyrir í héraði. Brast hana því heimild til kæru þess og var málinu vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að dánarbú Lilju Gunnlaugsdóttur og Jónasar Sigurðssonar yrði tekið til opinberra skipta, en um úrskurðinn kveður sóknaraðili sér fyrst hafa orðið kunnugt 26. sama mánaðar. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Hún krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og sér dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Samkvæmt gögnum málsins lagði varnaraðili 16. maí 2002 kröfu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur um að dánarbú Lilju Gunnlaugsdóttur og Jónasar Sigurðssonar, foreldra málsaðila, yrði tekið til opinberra skipta. Héraðsdómari tók þessa kröfu fyrir á dómþingi 7. júní 2002. Var þá sótt þing af hálfu varnaraðila, en að því er varðar aðra þá, sem hlut áttu að máli, færði héraðsdómari eftirfarandi í þingbók: „Tilraun var gerð til að boða Þórhildi Jónasdóttur og Oddnýju Jónasdóttur til þessa þinghalds. Ekki tókst að birta Oddnýju fyrirkall en óupplýst er hvort tókst að birta Þórhildi fyrirkall.“ Að kröfu varnaraðila var krafa hans um opinber skipti tekin þá þegar til úrskurðar, en fallist var sem fyrr segir á hana með hinum kærða úrskurði. Samkvæmt framangreindu sótti sóknaraðili ekki þing þegar mál þetta var tekið fyrir í héraði og lagt þar í úrskurð. Úr því sem komið var átti hún til endurskoðunar á hinum kærða úrskurði þann eina kost að leita eftir endurupptöku málsins fyrir héraðsdómi eftir ákvæðum XXIII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sem beita verður hér samkvæmt 2. mgr. 131. gr. og lokamálslið 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar, sem birtur er í dómasafni 1992, bls. 2028. Brestur sóknaraðila því heimild hér til kæru, sbr. 4. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991, og verður málinu af þeim sökum vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Mál þetta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 7. þ.m. og tekið til úrskurðar sama dag. Gunnlaugur Jónasson, kt. 021050-2889, Finnjollegatan 10, Västra Frölunda, Svíþjóð, krefst þess að dánar- og félagsbú foreldra hans, Lilju Gunnlaugsdóttur og Jónasar Sigurðssonar,verði tekið til opinberra skipta. Lilja andaðist 23. febrúar 2002 en Jónas 26. maí 1973. Lögerfingjar auk Gunnlaugs eru Þórhildur Jónasdóttir, Neshömrum 10, Reykjavík, og Oddný Jónasdóttir Hólmgarði 53, Reykjavík, en Oddný er ekki dóttir Lilju. Samkvæmt skattframtali Lilju 2001 eru eignir búsins íbúð að Sólheimum 23 í Reykjavík og bankainnistæða að fjárhæð 3.485.889 kr. en skuldir engar. Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl. skal dánarbú tekið til opinberra skipta ef erfingi krefst þess, hafi skiptum ekki verið lokið skv. 25.-27. gr. sömu laga. Verður dánar-og félagsbú Lilju Gunnlaugsdóttur og Jónasar Sigurðssonar því tekið til opinberra skipta svo sem krafist er. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. ÚRSKURÐARORÐ: Dánar-og félagsbú Lilju Gunnlaugsdóttur og Jónasar Sigurðssonar er tekið til opinberra skipta Steinunn Guðbjartsdóttir hdl. er skipuð skiptastjóri
Mál nr. 345/2002
Kærumál Útburðargerð
Með aðfararbeiðni, sem barst dóminum 24. maí s.l. hefur gerðarbeiðandi, Örn Scheving, kt. 080333-3909, Lindargötu 44, Reykjavík, vegna einkafirma síns Eignaþjónustunnar, fasteignasölu, kt. 450173-0109, krafist dómsúrskurðar um að gerðarþoli, Jóhannes Helgi Einarsson, kt. 080163-4879, Baugholti 13, Keflavík, verði ásamt öllu sem honum tilheyrir borinn út úr íbúð 010206, að Sjávargrund 5b, Garðabæ, með beinni aðfarargerð. Þá krefst gerðarbeiðandi málskostnaðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 8. júlí 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá sóknaraðila borinn með beinni aðfarargerð út úr nánar tilgreindri íbúð að Sjávargrund 5b í Garðabæ. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um heimild til aðfarargerðar verði hafnað. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði er óumdeilt í málinu að Eignaþjónustan, einkafirma varnaraðila, sé eigandi þeirrar íbúðar, sem krafa hans um heimild til útburðargerðar varðar. Í málinu hefur sóknaraðili ekki fært fram haldbær rök fyrir því að hann njóti réttar til að halda umráðum yfir þessari íbúð í andstöðu við vilja varnaraðila. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður niðurstaða hans staðfest á þann hátt, sem í dómsorði greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðila, Erni Scheving, er heimilt að fá sóknaraðila, Jóhannes Helga Einarsson, borinn með beinni aðfarargerð út úr íbúð að Sjávargrund 5b í Garðabæ. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað er staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 285/2002
Kærumál Nauðungarsala Tryggingarbréf
Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar þann 14. maí, barst dómnum með bréfi Guðmundar Kristjánssonar hrl., dags. 19. apríl 2002.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júní 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. maí 2002, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins á Akureyri 13. apríl sama árs um að hafna beiðni sóknaraðila um nauðungarsölu á nánar tilgreindum lausafjármunum varnaraðila. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og honum gert að greiða sér málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 356/2002
Kærumál Lögsaga Dómstóll Frávísunarúrskurður staðfestur
Máli S, B, V og J gegn Bandaríkjum Norður Ameríku var vísað frá héraðsdómi á þeim grundvelli að stefndi sætti ekki lögsögu íslenskra dómstóla.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. ágúst sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 2002, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 337/2002
Kærumál Gjafsókn
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem leyst var úr kröfum aðilanna um málskostnað og þeim ákveðinn gjafsóknarkostnaður í máli R á hendur Ó, sem var að öðru leyti lokið með dómsátt.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 2002, þar sem leyst var úr kröfum aðilanna um málskostnað og þeim ákveðinn gjafsóknarkostnaður í máli varnaraðila á hendur sóknaraðila, sem var að öðru leyti lokið með dómsátt. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði breytt að því er varðar gjafsóknarkostnað hans þannig að þóknun annars af tveimur lögmönnum, sem komið hafa að málinu af hans hálfu, verði hækkuð úr 114.384 krónum í 368.831 krónu. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 300/2002
Kærumál Vitni Aðalmeðferð
Hæstiréttur staðfesti ákvörðun héraðsdómara um að heimila ákæruvaldinu að leiða fimm nánar tilgreind vitni, sem lögregla hafði ekki tekið skýrslur af á fyrri stigum, í máli þess á hendur X. Í dómi Hæstaréttar segir að í ákvæðum laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála séu engar skorður settar við því að af hálfu ákæruvalds séu leidd fyrir dóm vitni, sem lögregla hafi ekki tekið skýrslur af á fyrri stigum. Þótt rekstur málsins fyrir dómi hafi af hendi ákæruvalds að nokkru reynst ómarkviss og tafir orðið á því af þeim sökum, hafi því ekki verið hnekkt að skýrslur nýrra vitna gætu stuðlað að því að atvik verði leidd réttilega í ljós, hvort heldur til hagsbóta fyrir X eða honum í óhag.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. júní 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Norðurlands eystra 20. júní 2002 um að heimila ákæruvaldinu að leiða fimm nánar tilgreind vitni í máli þess á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að ákvörðun héraðsdómara verði felld úr gildi. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Samkvæmt gögnum málsins var lögreglunni tilkynnt aðfaranótt 12. desember 2001 að bifreiðinni [...] hafi verið stolið af bílastæði við loðnubræðslu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Starfsmaður loðnubræðslunnar greindi lögreglunni frá því að skipverji á tilteknu fiskiskipi, sem var við bryggju á Þórhöfn, hafi fyrr um nóttina komið inn í loðnubræðsluna og verið ofurölvi. Lýsti starfsmaðurinn útliti þessa skipverja. Skömmu síðar fann lögreglan bifreiðina utan vega. Var hún þá í gangi og kveikt á ljósum hennar, en talsverðar skemmdir höfðu orðið á henni vegna ákeyrslu á aðra bifreið. Ekki sást til neins í námunda við bifreiðina, en stuttu síðar hafði lögreglan spurnir af ferðum manns, sem lýsing á fyrrnefndum skipverja kom heim og saman við. Kom lögreglan að þessum manni, þar sem hann var staddur inni í stigagangi í íbúðarhúsi. Reyndist það vera varnaraðili, sem samkvæmt lögregluskýrslu var mjög ölvaður og ekki viðræðuhæfur, og var hann vistaður í fangageymslu. Blóðsýni var tekið úr varnaraðila þá um nóttina og mældist áfengi í því 2,85o/oo. Skýrsla var tekin af honum um hádegisbil 12. desember 2001. Hann kvaðst hafa verið við drykkju með nafngreindum skipsfélaga sínum á veitingahúsi á Þórshöfn kvöldið áður og fram á nótt. Sagðist hann ekki minnast atburða næturinnar eftir að hann yfirgaf veitingahúsið og gat því ekki svarað ákveðið hvort hann hafi ekið áðurgreindri bifreið. Í framhaldi af þessu tók lögreglan skýrslu af fyrrnefndum starfsmanni loðnubræðslunnar, svo og eiganda bifreiðarinnar [...]. Á grundvelli þessarar lögreglurannsóknar gaf sýslumaðurinn á Húsavík út ákæru á hendur varnaraðila 22. mars 2002, þar sem honum var gefinn að sök nytjastuldur, ölvunarakstur og eignaspjöll með því að hafa „stolið“ umræddri bifreið 12. desember 2001, ekið henni ölvaður á kyrrstæða bifreið þannig að miklar skemmdir hafi orðið á báðum bifreiðunum og horfið síðan af slysstað án þess að tilkynna lögreglunni um atvikið. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra 7. maí 2002 og sótti varnaraðili þing. Hann kvaðst ekki getað játað sakargiftir með vísan til þess að hann hafi verið ofurölvi umrædda nótt og myndi því ekki eftir að hafa brotið af sér eins og í ákæru greindi. Í þinghaldi 4. júní 2002 lagði ákærandi fram lista yfir fjögur vitni, sem óskað var eftir að skýrslur yrðu teknar af við aðalmeðferð málsins. Málið var þessu næst tekið fyrir 14. sama mánaðar þegar tekin var skýrsla af einu vitni, sem varnaraðili óskaði eftir að leiða fyrir dóm, en komið hafði fram að það yrði fjarverandi við fyrirhugaða aðalmeðferð. Málið kom síðan til aðalmeðferðar 20. júní 2002 og voru þá teknar skýrslur af þeim fjórum vitnum, sem ákærandi hafði óskað eftir að leiða fyrir dóm, auk eins annars vitnis. Að því loknu kom fram af hálfu ákæruvalds að tilefni væri til að taka skýrslur fyrir dómi af fimm mönnum til viðbótar, sem nefndir hefðu verið til sögunnar í framburði vitna. Þessu var mótmælt af hálfu varnaraðila. Héraðsdómari tók afstöðu til þessa ágreinings aðilanna með hinni kærðu ákvörðun, en samkvæmt henni var aðalmeðferð málsins frestað til þess að ákæranda gæfist kostur á að fá skýrslur teknar af umræddum mönnum fyrir dómi. II. Eins og málið liggur nú fyrir er ljóst að lögreglan rannsakaði það ekki sem skyldi áður en ákæra var gefin út á hendur varnaraðila. Verður að ætla að þessu verði öðru fremur kennt um að ákæranda var ekki ljóst fyrr en undir aðalmeðferð málsins að þörf gæti verið á að afla framburðar fleiri vitna en áður var ráðgert. Til þess verður á hinn bóginn að líta að í ákvæðum laga nr. 19/1991 eru engar skorður settar við því að af hálfu ákæruvalds séu leidd fyrir dóm vitni, sem lögreglan hefur ekki tekið skýrslur af á fyrri stigum. Þótt rekstur málsins fyrir dómi hafi af hendi ákæruvalds að nokkru reynst ómarkviss og tafir orðið á því af þeim sökum, sem hér um ræðir, hefur því ekki verið hnekkt að skýrslur nýrra vitna gætu stuðlað að því að atvik verði leidd réttilega í ljós, hvort heldur til hagsbóta fyrir varnaraðila eða honum í óhag. Eru því ekki efni til annars en að staðfesta hina kærðu ákvörðun. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun er staðfest.
Mál nr. 289/2002
Kærumál Endurupptaka
Mál þetta var tekið til úrskurðar 15. maí 2002. Sóknaraðili, Kristín Ólafsdóttir kt. 180172-4089, Þórsgötu 19, Reykjavík krefst þess að héraðsdómsmálið nr. E-11/2002, Íslandsbanki hf. gegn Stephen Peter McKeefry verði endurupptekið, en varnaraðili, Íslandsbanki hf. kt. 421289-2719, Skútuvogi 11, Reykjavík krefst þess að þeirri kröfu verði hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. júní 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júní 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að mál varnaraðila á hendur Stephen Peter McKeefry yrði endurupptekið. Kæruheimild er í i. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið upp á ný, svo og að varnaraðila verði gert að greiða kærumálskostnað. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Kristín Ólafsdóttir, greiði varnaraðila, Íslandsbanka hf., 50.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 323/2002
Kærumál Gagnkrafa Gagnsök Frávísun frá héraðsdómi að hluta
K höfðaði mál á hendur EH ehf. þar sem hann krafðist viðurkenningar á því að kaupsamningur á milli sín og ES ehf. væri skuldbindandi fyrir fyrrnefnda félagið. Af hálfu EH ehf. var þess krafist aðallega að málinu yrði vísað frá dómi, til vara að það yrði sýknað af kröfu K en til þrautavara „að umræddum kaupsamningi verði vikið til hliðar þannig að stefnanda verði gert að greiða hærri fjárhæð í kaupverð og/eða sæta því að hið selda land verði minnkað frá því sem kaupsamningurinn gerir ráð fyrir“. EH ehf. kærði úrskurð héraðsdómara um að vísa þrautavarakröfu félagsins frá dómi til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé stefnda í héraði heimilt án gagnstefnu að hafa uppi í greinargerð um varnir sínar gagnkröfu til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda ef skilyrði fyrir skuldajöfnuði séu fyrir hendi. Að öðrum kosti verði gagnkröfu ekki komið að í máli nema með því að gagnsök sé höfðuð. Fyrrgreind þrautavarakrafa EH ehf. geti ekki í neinum skilningi komið til skuldajafnaðar við þá dómkröfu, sem K hafi gert í héraðsdómsstefnu. Verði þegar af þeirri ástæðu staðfest niðurstaða héraðsdómara um að vísa þessari kröfu EH ehf. frá dómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. júní 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um frávísun máls varnaraðila gegn honum, en þrautavarakröfu sóknaraðila í málinu vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að ákvæði hins kærða úrskurðar um frávísun þrautavarakröfu hans verði fellt úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að staðfest verði niðurstaða hins kærða úrskurðar um frávísun og sér dæmdur málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. I. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði er mál þetta sprottið af samningi, sem varnaraðili gerði 6. september 2001 við Eignarhaldsfélagið Skorradal ehf. um kaup á landi úr jörðinni Hvammi í Skorradal. Eftir þessi kaup stóð umrætt félag ásamt Þerney ehf. og Jóhanni Kristjáni Sigurðssyni að stofnun sóknaraðila þessa máls, Eignarhaldsfélagsins Hvammsskógar ehf. Í tengslum við það gerðu fyrstnefndu félögin tvö ásamt Jóhanni skriflegt samkomulag 2. október 2001, þar sem meðal annars var kveðið á um það að sóknaraðila yrði afsöluð jörðin Hvammur, en hann myndi yfirtaka „kaupsamninga sem gerðir hafa verið um kaup á sumarhúsalóðum, samning við Háfell um vegaframkvæmdir á jörðinni, svo og kaup Háfells á lóðum samhliða verksamningnum.“ Í samræmi við þetta var gefið út afsal til sóknaraðila fyrir jörðinni 15. október 2001. Í framhaldi af því reis ágreiningur milli aðilanna um hvort sóknaraðili væri bundinn af fyrrnefndum kaupsamningi varnaraðila. Vegna framangreinds ágreinings höfðaði varnaraðili mál þetta á hendur sóknaraðila 10. apríl 2002 og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að kaupsamningurinn frá 6. september 2001 væri skuldbindandi fyrir sóknaraðila. Í greinargerð sóknaraðila fyrir héraðsdómi krafðist hann þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi, til vara að hann yrði sýknaður af kröfu varnaraðila, en til þrautavara að umræddum kaupsamningi yrði vikið til hliðar þannig að varnaraðila yrði „gert að greiða hærri fjárhæð í kaupverð og/eða sæta því að hið selda land verði minnkað frá því sem að kaupsamningurinn gerir ráð fyrir, allt í samræmi við niðurstöðu matsgerðar sem stefndi hyggst afla undir rekstri málsins.“ Héraðsdómari tók málið fyrir 12. júní 2002 til munnlegs flutnings um frávísunarkröfu sóknaraðila, en beindi því um leið til aðilanna að reifa málið með tilliti til þess hvort vísa ætti þrautavarakröfu sóknaraðila einni sér frá dómi án kröfu. Með hinum kærða úrskurði var frávísunarkröfu sóknaraðila sem fyrr segir hafnað, en þrautavarakröfu hans vísað frá dómi. II. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 er stefnda í héraði heimilt án gagnstefnu að hafa uppi í greinargerð um varnir sínar gagnkröfu til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda ef skilyrði fyrir skuldajöfnuði eru fyrir hendi. Að öðrum kosti verður gagnkröfu ekki komið að í máli nema með því að gagnsök sé höfðuð. Fyrrgreind þrautavarakrafa sóknaraðila getur ekki í neinum skilningi komið til skuldajafnaðar við þá dómkröfu, sem varnaraðili gerði í héraðsdómsstefnu. Þegar af þeirri ástæðu verður staðfest niðurstaða héraðsdómara um að vísa þessari kröfu sóknaraðila frá dómi. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti. Getur hann því ekki komið að fyrir Hæstarétti kröfu um breytingu á ákvæði úrskurðarins um málskostnað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Eignarhaldsfélagið Hvammsskógur ehf., greiði varnaraðila, Kára Stefánssyni, 100.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 311/2002
Kærumál Viðurlagaákvörðun Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
Ákæruvaldið kærði til Hæstaréttar viðurlagaákvörðun héraðsdómara í máli þess gegn G. Hæstiréttur vísaði málinu frá þar sem kæran barst að liðnum þriggja sólarhringa kærufresti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2002 um viðurlög varnaraðila í máli ákæruvaldsins á hendur honum. Af hálfu ákæruvalds er um kæruheimild vísað til 2. mgr. 124. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og þess krafist að viðurlagaákvörðun héraðsdómara verði ónýtt. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Lögreglustjórinn í Reykjavík höfðaði mál þetta á hendur varnaraðila með ákæru 27. maí 2002, þar sem honum var gefið að sök umferðarlagabrot með því að hafa ekið tiltekinni bifreið 5. sama mánaðar undir áhrifum áfengis. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 12. júní 2002. Varnaraðili mætti á dómþingi og gekkst við broti sínu. Færði héraðsdómari í þingbók að sækjandi hafi þá lagt til að málinu yrði lokið með viðurlagaákvörðun samkvæmt 1. mgr. 124. gr. laga nr. 19/1991. Hafi varnaraðili samþykkt þau viðurlög, sem sækjandinn lagði til, og dómari talið þau hæfileg. Málinu var því lokið með þeirri ákvörðun að varnaraðili skyldi greiða 130.000 krónur í sekt en sæta ella fangelsi í 24 daga, hann skyldi sviptur ökurétti í eitt ár og greiða 12.500 krónur í sakarkostnað. Ríkissaksóknari kærði þessa ákvörðun til Hæstaréttar. Í rökstuðningi fyrir kærunni vísaði hann til þess að við meðferð málsins fyrir héraðsdómi hafi legið fyrir sakavottorð varnaraðila, þar sem kom fram að 7. maí 1998 hafi hann gengist undir viðurlög hjá sýslumanninum í Kópavogi fyrir brot gegn 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Við ákvörðun viðurlaga nú hafi sýnilega ekki verið tekið tillit til ítrekunaráhrifa af því broti og viðurlög varnaraðila því orðið fjarstæð. Meðal gagna málsins fyrir Hæstarétti er bréf frá embætti ríkissaksóknara til Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 2002, þar sem segir eftirfarandi: „Vegna áfrýjunar óskast frumgögn ofangreinds máls og endurrit dómsmeðferðar send embættinu eins fljótt og kostur er.“ Af þessu er ljóst að ríkissaksóknara var að minnsta kosti á þeim degi orðið kunnugt um hina kærðu ákvörðun. Samkvæmt 2. mgr. 144. gr. laga nr. 19/1991 er kærufrestur þrír sólarhringar frá því að kæranda varð kunnugt um þá úrlausn, sem hann vill kæra. Gildir sá frestur meðal annars um slíka kæru ríkissaksóknara, sem um ræðir í 2. mgr. 124. gr. sömu laga. Kæra í máli þessu barst Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí 2002. Með því að kærufrestur var samkvæmt framansögðu þá liðinn verður að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Ár 2002, miðvikudaginn 12. júní, er dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur sett og haldið í Dómhúsinu við Lækjartorg af Jóni Finnbjörnssyni héraðs­dómara. Fyrir er tekið: Sakamálið nr. 1706/2002: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Sveinbirni Brynjólfssyni. Af hálfu ákæruvaldsins sækir þing Jóhann Hauksson fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kl. 10.25 mætir í dóminn ákærði, Guðmundur Sveinbjörn Brynjólfsson, kt. 201164-4439, Safamýri 47, Reykjavík. Sækjandinn gerir grein fyrir ákæru. Gætt er ákvæða 3. mgr. 32. gr. laga nr. 19/1991. Ákærði óskar ekki eftir að halda uppi vörnum í málinu og óskar ekki eftir að sér verði skipaður verjandi. Ákærði játar að hafa framið það brot sem hann er ákærður fyrir og kveður atvikalýsingu í ákæru rétta. Brot ákærða varðar við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997 og 3. gr. laga nr. 57/1997. Sækjandi leggur til að málinu verði lokið með viðurlagaákvörðun dómara samkvæmt 1. mgr. 124. gr. laga nr. 19/1991. Ákærði samþykkir þau viðurlög sem sækjandi leggur til og telur dómari þau hæfileg. Málinu er lokið með þessari Á k v ö r ð u n Ákærði er sviptur ökurétti 1 ár frá deginum í dag að telja. Ákærði greiði 12.500 krónur í sakarkostnað. Ákærða eru kynnt ítrekunaráhrif þessarar viðurlagaákvörðunar.
Mál nr. 361/2002
Kærumál Verjandi Gögn
Héraðsdómslögmaðurinn J krafðist þess að sér yrðu afhent gögn, sem lögregla lagði fyrir héraðsdómara, vegna rannsóknar sem beindist að X. Í skýrslu, sem lögreglan tók af X, kom fram að hún hafi þá tilnefnt J til að starfa sem verjanda sinn og var hann staddur við skýrslugjöf hennar. Þrátt fyrir það var þess hvergi getið í skýrslunni eða öðrum gögnum málsins að lögmaðurinn hefði verið skipaður verjandi X, hvorki við skýrslugjöf hennar hjá lögreglunni né á síðari stigum. Í dómi Hæstaréttar segir að ákvæði 43. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra, sbr. 12. gr. laga nr. 36/1999, mála taki eftir hljóðan sinni til réttinda verjanda til að fá afhent gögn, sem tengist lögreglurannsókn. Með því að umræddur lögmaður hafi ekki hlotið skipun sem verjandi X verði sú krafa, sem sé höfð uppi í málinu, ekki gerð á grundvelli þessa lagaákvæðis. Var ákvörðun héraðs dómara um að hafna kröfu J því staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. ágúst 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 31. júlí 2002, þar sem hafnað var kröfu lögmanns varnaraðila um að sér yrðu afhent gögn vegna rannsóknar sóknaraðila, sem beinist að varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að verjanda hennar verði afhent gögn, sem sóknaraðili lagði fyrir héraðsdómara til skoðunar í þinghaldi 31. júlí 2002, en ella verði héraðsdómara gert að hafna að taka við þeim gögnum. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hin kærða ákvörðun verði staðfest. I. Samkvæmt gögnum málsins barst sóknaraðila 16. júlí 2002 ósk frá Barnavernd Reykjavíkur um að leit yrði gerð að Y, syni varnaraðila, sem er 16 ára að aldri. Mun varnaraðili hafa verið svipt forsjá yfir drengnum í febrúar 2002 og barnaverndaryfirvöld tekið við henni. Á þeirra vegum mun hann hafa verið vistaður á meðferðarheimilinu [...]. Mun drengurinn hafa fengið heimild til að fara þaðan til [...] til að hitta systur sína og dvalist þar um nokkurra daga skeið, en farið með flugvél frá [...] síðdegis 15. júlí 2002 til Reykjavíkur, þar sem hann hafi síðan átt að fara með annarri flugvél til [...]. Upplýst mun hafa verið að hann hafi komið til Reykjavíkur eins og ráðgert var, en ekki haldið för sinni áfram til [...]. Taldi Barnavernd Reykjavíkur ástæðu til að ætla að drengurinn hefði síðan verið með varnaraðila. Lögreglan hóf þegar leit að varnaraðila og drengnum, en leitin bar ekki árangur fyrr en aðfaranótt 25. júlí 2002 þegar komið var að þeim í vinnuskúr við [...] í Reykjavík, þar sem þau dvöldust. Varnaraðili var þá handtekin. Lögreglan gerði í framhaldi af því leit á dvalarstað varnaraðila og drengsins, þar sem lagt var hald á dagbók í eigu hennar. Varnaraðili var eftir handtöku vistuð í fangageymslu þar til nokkru eftir hádegi 25. júlí 2002, þegar lögreglan tók skýrslu af henni. Í skýrslunni var þess getið að hún hafi tilnefnt Jón Einar Jakobsson héraðsdómslögmann sem verjadagbók í eigu hennar. Varnaraðili var eftir handtöku vistuð í fangageymslu þar til nokkru eftir hádegi 25. júlí 2002, þeganda sinn og hafi hann verið staddur við skýrslugjöf hennar. Varnaraðili var síðan leyst úr haldi þegar skýrslutöku var lokið. Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júlí 2002 krafðist varnaraðili þess að sóknaraðila yrði með vísan til 79. gr. laga nr. 19/1991 gert að skila henni fyrrnefndri dagbók. Þessi krafa var tekin fyrir á dómþingi 31. sama mánaðar. Afhenti þá sóknaraðili héraðsdómara rannsóknargögn málsins til skoðunar. Áðurnefndur lögmaður, sem mættur var í þinghaldinu af hálfu varnaraðila, krafðist þess að fá eintak af þessum gögnum á grundvelli 43. gr. laga nr. 19/1991, en mótmælti því að þau yrðu ella lögð fyrir dómara. Héraðsdómari hafnaði þessum kröfum með hinni kærðu ákvörðun. II. Eins og áður greinir kom fram í skýrslu, sem lögreglan tók af varnaraðila 25. júlí 2002, að hún hafi þá tilnefnt Jón Einar Jakobsson héraðsdómslögmann til að starfa sem verjandi sinn og var hann staddur við skýrslugjöf hennar. Þrátt fyrir það er þess hvergi getið í skýrslunni eða öðrum gögnum málsins að lögmaðurinn hafi verið skipaður verjandi varnaraðila, hvorki við skýrslugjöf hennar hjá lögreglunni né á síðari stigum. Ákvæði 43. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 12. gr. laga nr. 36/1999, tekur eftir hljóðan sinni til réttinda verjanda til að fá afhent gögn, sem tengjast lögreglurannsókn. Með því að umræddur lögmaður hefur samkvæmt framansögðu ekki hlotið skipun sem verjandi varnaraðila verður sú krafa, sem er höfð uppi í málinu, ekki gerð á grundvelli þessa lagaákvæðis. Samkvæmt því verður að staðfesta ákvörðun héraðsdómara. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun er staðfest. Ár 2002, miðvikudaginn 31. júlí, er dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur háð í Dómhúsinu við Lækjartorg af Eggerti Óskarssyni héraðsdómara. Tekið er fyrir: Mál nr. R-345/2002 gegn lögreglustjóranum í Reykjavík.
Mál nr. 391/2002
Kærumál Dánarbú Opinber skipti Óskipt bú Stöðvunarréttur
S krafðist þess að bú föður hennar yrði tekið til opinberra skipta, en eiginkona hans, G, sat í óskiptu búi þeirra hjóna. S var ekki talin hafa sýnt fram á að G hefði rýrt eignir búsins með óhæfilegri fjárstjórn sinni, eða veitt tilefni til að óttast mætti slíka rýrnun, sbr. 1. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962 og var kröfu hennar því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. ágúst sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júlí 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að dánarbú Gunnlaugs Þorsteinssonar yrði tekið til opinberra skipta. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að umrætt dánarbú verði tekið til opinberra skipta. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 324/2002
Kærumál Fjárslit milli hjóna
Í málinu var leyst úr nánar tilgreindum ágreiningsefnum M og K í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna hjónaskilnaðar. Héraðsdómari hafnaði kröfu M um að við skiptin yrði vikið frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, en féllst á að nánar fasteignin Y, sem væri eign X ehf., félli utan við skiptin. Var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. júlí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2002, þar sem leyst var úr nánar tilgreindum ágreiningsefnum málsaðila í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna hjónaskilnaðar. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að vikið verði við opinberu skiptin frá helmingaskiptum milli sín og varnaraðila aðallega þannig að hann fái að taka óskipt úr hjúskapareign samtals 9.730.767 krónur ásamt eignarhluta sínum í X ehf., svo og að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um að eignarhluti í fasteigninni Y, verði ekki talinn til hjúskapareigna hans. Til vara krefst sóknaraðili þess að ákveðin verði önnur frávik frá helmingaskiptum til að auka hlut hans. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur að því er varðar kröfur sóknaraðila um frávik frá helmingaskiptum, en dæmt verði að fyrrgreindur eignarhluti í fasteigninni Y sé hjúskapareign sóknaraðila og komi til skipta milli aðilanna. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem hún naut fyrir héraðsdómi. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði hafnaði héraðsdómari kröfum sóknaraðila um að vikið yrði frá helmingaskiptum við fjárslit milli hans og varnaraðila, en þær kröfur voru sama efnis og fyrrgreindar dómkröfur sóknaraðila fyrir Hæstarétti, sem að þessu snúa. Á hinn bóginn féllst héraðsdómari á með sóknaraðila að líta bæri svo á að eignarhluti í fasteigninni Y væri eign X ehf., en með því var hafnað kröfu varnaraðila um að eignarhlutinn yrði talinn hjúskapareign sóknaraðila. Varnaraðili hefur ekki fyrir sitt leyti kært úrskurð héraðsdómara til Hæstaréttar. Geta því ekki komið til frekari álita kröfur hennar að því er varðar umræddan eignarhlut í fasteigninni eða um málskostnað fyrir héraðsdómi. Eins og málið liggur fyrir Hæstarétti verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, M, greiði varnaraðila, K, 100.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 395/2002
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með þeirri breytingu að gæsluvarðhaldinu var markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. ágúst 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. ágúst 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. október nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Að teknu tilliti til þess, sem liggur fyrir um umfang málsins og stöðu rannsóknar þess, er rétt að gæsluvarðhaldinu verði markaður sá tími, sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16 mánudaginn 30. september 2002.
Mál nr. 397/2002
Kærumál Gæsluvarðhaldsvist
Hæstiéttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að aflétt yrði takmörkunum á aðgangi X að fjölmiðlum á meðan gæsluvarðhaldsvist hans stæði, sbr. e. lið 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. ágúst 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. ágúst 2002, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að aflétt yrði takmörkunum á aðgangi hans að fjölmiðlum á meðan gæsluvarðhaldsvist stæði. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði áfram gert að sæta takmörkunum á aðgangi að fjölmiðlum, sbr. e. lið 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Magnús Björn Brynjólfsson hdl. hefur krafist þess fyrir hönd gæsluvarðhaldsfangans X að aflétt verði fjölmiðlabanni sem hann sætir í gæsluvarðhaldi. Kærði hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 3. ágúst sl. og hefur lögreglustjórinn í Reykjavík, sem fer með rannsókn málsins, takmarkað rétt fangans samkvæmt b-, c-, d- og e-liðum 1. mgr. 108. gr. laga um meðferð opinberra mála á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Krafan er rökstudd á þann veg að með bréfi, dags. 20. ágúst sl., hafi þess verið óskað að fjölmiðlabanni samkvæmt e-lið 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 yrði aflétt. Lögreglustjórinn hafi hafnað framangreindri beiðni með bréfi dags. 22. ágúst 2002 án þess að tilgreina ástæður eða rökstuðning. Samkvæmt e-lið 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 gildi sú meginregla að gæslufangar megi lesa dagblöð og bækur svo og fylgjast með útvarpi. Aðeins sé heimiluð takmörkun að þessum fjölmiðlum ef nauðsyn beri til í þágu rannsóknar. Ekki verði séð að lögreglan hafi rökstutt eða fært sönnur á nauðsyn þess að útiloka kærða frá fjölmiðlum. Eftir tæplega þriggja vikna algera einangrun sé farið að reyna alvarlega á líkamlegt og andlegt ástand kærða. Það sé ljóst að aflétting fjölmiðlabanns myndi gera einangrunina bærilega og minnka hinar hættulegu og varanlegu afleiðingar hennar til muna. Af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík er þess krafist að kröfu verjandans verði hafnað. Bent er á að kærði sé í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ásamt tveimur öðrum ráðist á mann og séu sakargiftir mjög alvarlegar. Óheppilegt sé að hann geti fengið fréttir af málinu og geti það ógnað stöðu rannsóknar málsins en lögreglan hafi ekki stjórn á öllum fréttaflutningi. Niðurstaða. Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, skulu gæsluvarðhaldsfangar sæta þeirri meðferð sem nauðsynleg er til þess að gæslan kom að gagni og góð regla haldist í gæslunni. Varast skal að beita þá hörku eða harðýðgi. Kærði hefur setið í gæsluvarðhaldi í um þrjár vikur vegna gruns um alvarlegra líkamsárás framda í félagi við tvo aðra sem einnig sæta gæsluvarðhaldi. Upplýst hefur verið að síðast var tekin af honum lögregluskýrsla 12. ágúst sl. Þegar kærði var úrskurðaður í gæsluvarðhald 3. ágúst sl., með vísan til a-liðar 103. gr. laga nr. 19/1991, var tilhögun gæsluvarðhalds ákveðin með takmörkunum samkvæmt b-, c-, d- og e-liðum 108. gr. laga nr. 19/1991 og er svo enn. Samkvæmt e-lið 108. gr. mega gæslufangar lesa dagblöð og bækur, svo og fylgjast með útvarpi. Þó getur sá sem rannsókn stýrir takmarkað aðgang gæslufanga að fjölmiðlum ef nauðsyn ber til í þágu rannsóknar. Fallast má á með verjanda að takmörkun á aðgangi kærða að fjölmiðlum sé honum verulega íþyngjandi við þessar aðstæður. Verður því að gera þá kröfu að sérstaklega sé rökstudd nauðsyn þess að beita slíkri takmörkun á frelsi í þágu rannsóknar málsins. Þetta á sérstaklega við þegar gæsluvarðhaldsvist hefur staðið svo lengi sem raun ber vitni. Að mati dómara hefur þetta ekki verið gert heldur er aðeins af hálfu lögreglu á það bent að óheppilegt sé að kærði geti fengið fréttir af málinu eins og staða rannsóknar sé. Fellst dómar ekki á að sýnt hafi verið fram á að hálfu lögreglu að nauðsyn beri til að takmarka aðgang kærða að fjölmiðlum. Er því krafa kærða um að aflétt verði takmörkunum á aðgangi hans að fjölmiðlum, samkvæmt e-lið 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991, tekin til greina. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Krafa gæsluvarðhaldsfangans, X, um að aflétt verði takmörkunum á aðgangi hans að fjölmiðlum, samkvæmt e-lið 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991, er tekin til greina.