Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
181
| Summary
stringlengths 74
3.53k
| Text
stringlengths 125
8.04k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 67/2000 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Krafist var framlengingar gæsluvarðhaldsvistar J, eingöngu á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála en J var undir rökstuddum grun um aðild að broti, sem varðaði verulegt magn af fíkniefnum. Ekki var fallist á að hlutur J í brotinu væri slíkur, að gæsluvarðhaldsvist hans yrði framlengd á þessum grunni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. febrúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. febrúar 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 31. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili er grunaður um aðild að broti, sem varðar verulegt magn af fíkniefninu MDMA. Hann hefur játað að hafa í desember 1999 tekið pakka, sem hann taldi að hefði að geyma 7.000 töflur með umræddu fíkniefni, komið pakkanum til Guðmundar Inga Þóroddssonar og verið viðstaddur þegar pakkinn var opnaður. Í kjölfarið hafi hann tekið við um 2.000 töflum og fært um helming þeirra Þóri Jónssyni, en afhent síðar Guðmundi aftur 300 töflur og Antoni Kristni Þórarinssyni 700 töflur. Sóknaraðili kveðst telja varnaraðila hafa gert grein fyrir þætti sínum að málinu og sé gæsluvarðhalds yfir honum ekki lengur þörf vegna rannsóknar þess. Krafan um áframhald gæsluvarðhalds sé hins vegar reist á ákvæði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Fallist verður á að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi með fyrrgreindri háttsemi sinni gerst sekur um brot gegn 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974, sem varðað getur allt að tíu ára fangelsi. Sóknaraðili hefur á hinn bóginn ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að áðurgreindur hlutur varnaraðila í málinu sé slíkur að áframhald gæsluvarðhalds yfir honum megi telja nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Eru því ekki næg efni til að verða við kröfu sóknaraðila á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að Jóni Ágústi Garðarssyni, kt. 070280-4699, Réttarbakka 1, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 31. mars 2000 klukkan 16:00 Kærði hefur mótmælt kröfunni. Til vara gerir hann kröfu um að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Í greinargerð lögreglunnar kemur fram að ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík (áfd) hafi um nokkurt skeið unnið að rannsókn á innflutningi og dreifingu á e-töflum. Snúi málið að innflutingi og dreifingu þúsunda taflna en þær hafi verið fluttar til landsins í desember sl. [...] Brot þau, sem ætlað er að kærði hafi framið samkvæmt því sem fram hefur komið og hér hefur verið rakið, geta varðað 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður að telja ríka almannahagsmuni fyrir því að komið verði í veg fyrir dreifingu verulegs magns hættulegra fíkniefna. Með vísan til þess verður að telja að hér sé um brot að ræða þess eðlis að varðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessu þykja skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 vera fyrir því að kærða verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi eins og krafist hefur verið. Þá liggur einnig fyrir að rannsókn málsins er nú á lokastigi og er gert ráð fyrir að tekin verði ákvörðun á næstu vikum um málshöfðun gegn kærða og öðrum sem rannsókn máls þessa hefur beinst að. Með vísan til þess og annars sem hér hefur verið rakið verða ekki talin rök fyrir því að 5. gr. samnings um mannréttindi og mannfrelsi, sbr. lög nr. 62/1994, standi í vegi fyrir því að krafa lögreglustjórans í Reykjavík verði tekin til greina. Þá verða eigi talin, með vísan til þess sem fram hefur komið, efni til að ákveða að gæsluvarðhaldstíminn verði styttri en sá tími sem farið er fram á af hálfu lögreglustjóra. Samkvæmt þessu verður fallist á kröfuna eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn Úrskurðarorð: Kærði, Jón Ágúst Garðarsson, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 31. mars. nk. kl. 16:00. |
Mál nr. 445/1999 | Fjársvik Skilorðsrof | G var á árinu 1997 dæmdur til 10 mánaða fangelsis fyrir þjófnað, en refsingin var bundinn skilorði til þriggja ára. Með broti gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 var G talinn hafa rofið skilorð dómsins og var refsing hans fyrir bæði brotin ákveðin í einu lagi fangelsi í eitt ár. Að gættri 3. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994, þótti ekki verða hreyft við refsiákvörðun héraðsdómara, en G undi við sakfellingu hans. Í ljósi sakaferils G og brotanna, sem honum voru nú gefin að sök, voru ekki talin efni til þess að skilorðsbinda refsingu G. Var dómur héraðsdóms um ákvörðun viðurlaga því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 20. október 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð og bundin skilorði. Í málinu er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa 2. júní 1998 með blekkingum fengið nafngreindan starfsmann Rafþjónustu Sigurdórs á Akranesi til að afhenda sér gegn greiðslufresti í nafni Ísvers ehf., sem ákærði var í forsvari fyrir, þrjú sjónvarpstæki og eitt myndbandstæki, að samanlögðu verðmæti 167.755 krónur, þótt honum hafi verið eða mátt vera ljóst að hvorki hann né félagið gæti staðið skil á kaupverðinu. Ákærði dvaldi erlendis þegar kæra á hendur honum vegna þessarar háttsemi var borin fram við lögreglu 18. september 1998, en lögregluskýrsla af þessu tilefni var tekin af honum í Svíþjóð 8. mars 1999. Hann gekkst þar við sakargiftum eins og fyrir héraðsdómi. Hann unir sakfellingu samkvæmt hinum áfrýjaða dómi, en leitar endurskoðunar á viðurlögum. Eins og greinir í héraðsdómi var ákærði dæmdur 30. desember 1997 í tíu mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga, en við rannsókn þess máls hafði hann sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Refsing samkvæmt dóminum var bundin skilorði til þriggja ára. Með broti sínu nú hefur ákærði rofið skilorð samkvæmt þeim dómi og verður að ákveða refsingu hans í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, eins og þeim var breytt með 7. gr. laga nr. 22/1955. Refsinguna verður að ákveða með tilliti til 77. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga, sbr. og 76. gr. laganna. Að gættu þessu og ákvæði 3. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994, verður ekki hreyft við refsiákvörðun héraðsdómara. Í ljósi sakaferils ákærða og brotanna, sem honum er nú ákveðin refsing fyrir, eru ekki efni til að binda hana skilorði. Samkvæmt framansögðu verður héraðsdómur staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Guðlaugur Veigar Eyjólfsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 25. ágúst sl., er höfðað fyrir dóminum með svofelldu ákæruskjali sýslumannsins á Akranesi dagsettu 30. júní 1999 á hendur ákærða Guðlaugi V. Eyjólfssyni, kt. 181247-3479, Stórholti 15, Ísafirði „fyrir fjársvik, með því að hafa, miðvikudaginn 2. júní 1998, með blekkingum fengið Hlyn Sigurdórsson, kt. 160561-4249, starfsmann Rafþjónustu Sigurdórs, til að afhenda sér í nafni fyrirtækis ákærða, Ísvers ehf., kt. 650297-2969, þrjú sjónvarpstæki og eitt vídeótæki, að verðmæti samtals kr. 167.755,-, úr verslun Rafþjónustu Sigurdórs, kt. 260925-4319, Skagabraut 6, Akranesi, gegn því að greiða síðar fyrir vörurnar en á þessum tíma var engin starfsemi í fyrirtækinu og kærði(sic) í miklum fjárhagserfiðleikum og var ljóst eða mátti vera ljóst að hvorki hann, né fyrirtækið Ísver ehf, myndi geta greitt fyrir vörurnar. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Bótakrafa. Þess er krafist að ákærði greiði Rafþjónustu Sigurdórs, kt. 260925-4319, skaðabætur að upphæð kr. 167.755,- auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25.6.1998 til greiðsludags.” Sækjandi málsins gerir einnig þá kröfu að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þó ekki saksóknarlauna í ríkissjóð. Við þingfestingu málsins játaði ákærði þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og kvað atvikum þar rétt lýst. Með skýlausri játningu ákærða, sem fær stoð í gögnum málsins er sannað að ákærði gerðist sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruskjali. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann tvisvar undirgengist sátt vegna umferðalagabrots árið 1971 og árið 1981 og árið 1984 gekkst hann undir sátt vegna brots gegn 247. og 248. gr. almennra hegningarlaga. Hann hlaut dóm fyrir ölvunarakstur árið 1974. Hinn 30. desember 1997 var ákærði dæmdur í 10 mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár fyrir brot 244 gr. almennra hegningarlaga. Dómurinn frá 30. desember 1997 verður nú tekinn upp, en ákærði rauf skilorð hans með broti sínu sem hér er fjallað um. Refsing hans, sem ákveðin er með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga ber að draga frá refsivistinni gæsluvarðhald er ákærði sætti frá 11. til 15. september 1996. Rafþjónustu Sigurdórs, hefur krafið ákærða um skaðabætur að fjárhæð 167.755,- krónur auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. júní 1998 til greiðsludags. Ákærði hefur viðurkennt bótaskyldu sína og véfengir ekki fjárhæð hennar. Samkvæmt því verður ákærði dæmdur til að greiða Rafþjónustu Sigurdórs 167.755 krónur í skaðabætur auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. júní 1998, en ekki er ágreiningur um upphafsdag dráttarvaxta. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Inga Tryggvasonar hdl., 30.000 krónur. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð : Ákærði, Guðlaugur V. Eyjólfsson, sæti fangelsi í 12 mánuði. Frá refsivistinni skal draga gæsluvarðhald er ákærði sætti frá 11. september 1996 til 15. september 1996. Ákærði greiði Rafþjónustu Sigurdórs 167.755 krónur í skaðabætur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. júní 1998 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Inga Tryggvasonar, héraðsdómslögmanns, 30.000 krónur auk virðisaukaskatts. |
Mál nr. 61/2000 | Kærumál Haldlagning Frávísun frá Hæstarétti Kærufrestur | Málið barst Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar sl. með bréfi lögmanns gerðarbeiðanda, sem dagsett er 4. nóvember 1999. Það var tekið til úrskurðar 25. janúar sl. að afloknum munnlegum málflutningi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. febrúar 2000, sem barst réttinum 18. sama mánaðar ásamt kærumálsgögnum. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar 2000, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að honum yrðu afhentar tvær haglabyssur og einn riffill, sem lögregla fjarlægði af heimili hans 1. október 1999. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og haldlagningu aflétt af fyrrgreindum skotvopnum. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði auk kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með ákæru lögreglustjórans í Reykjavík 1. febrúar 2000 var höfðað opinbert mál gegn varnaraðila fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 1. október 1999 geymt inni í stofu á dvalarstað sínum að Meðalholti 13 í Reykjavík þrjú skotvopn og skotfæri, óaðskilin og ekki í læstum hirslum, en er lögregla kom á staðinn hafi varnaraðili verið ölvaður með tvo syni sína, 6 og 13 ára hjá sér. Er háttsemin talin varða við ákvæði vopnalaga nr. 16/1998 og reglugerðar um skotvopn, skotfæri o.fl. nr. 787/1998. Hinn kærði úrskurður fær stoð í 79. gr., sbr 78. gr. laga nr. 19/1991, en samkvæmt 2. mgr. 144. gr. sömu laga er frestur til að lýsa kæru til Hæstaréttar þrír sólarhringar frá því að kærandi fékk vitneskju um þá úrlausn, sem hann vill kæra. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms var lögmaður varnaraðila viðstaddur er úrskurðarorð var lesið í heyranda hljóði. Var því kærufrestur liðinn er kæra hans, sem dagsett er 8. febrúar 2000, barst héraðsdómi, en hún er árituð um móttöku héraðsdómarans 11. sama mánaðar. Verður málinu því vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 62/2000 | Kærumál Útburður Húsaleigusamningur | Gerðarþoli er Guðmundur Rafn Geirdal Bragason, kt. 280260-4799, Stýtuseli 4, Reykjavík f.h. Nuddskóla Guðmundar, kt. 540689-2109, Smiðshöfða 10, Reykjavík og Sjúkranuddstofu Guðmundar, kt. 630189-2339, sama stað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. janúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. febrúar sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. janúar 2000, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá sóknaraðila borinn út með beinni aðfarargerð úr húsnæði á 2. og 3. hæð að Smiðshöfða 10 í Reykjavík. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að synjað verði um heimild til útburðargerðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Guðmundur Rafn Geirdal Bragason, greiði varnaraðila, Spánís ehf., 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 14/2000 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Vátrygging Endurkrafa Málshöfðun | Vátryggingafélagið T höfðaði endurkröfumál á hendur H vegna bóta sem félagið hafði greitt út á grundvelli ábyrgðartryggingar bifreiðar H. Málinu var vísað frá dómi þar sem endurkröfunefnd hafði ekki lokið umfjöllun sinni um kröfuna þegar málið var höfðað, en það var skilyrði málssóknar samkvæmt umferðarlögum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. janúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. desember 1999, þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði varð varnaraðili valdur að árekstri þriggja bifreiða 28. apríl 1993. Hann var þá undir áhrifum áfengis. Bifreiðin, sem varnaraðili ók, var tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá Tryggingu hf., sem nú hefur verið sameinað sóknaraðila. Vátryggingafélagið greiddi bætur vegna eignatjóns og líkamstjóns, sem aðrir urðu fyrir við slysið. Hinn 2. júní 1993 og 3. október 1996 lagði svokölluð endurkröfunefnd, sem starfar samkvæmt 96. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, fyrir vátryggingafélagið að beina endurkröfum að varnaraðila að fjárhæð samtals 1.100.009 krónur. Höfðaði félagið mál þessu til samræmis á hendur varnaraðila 6. maí 1997. Vegna nánar tiltekinna annmarka, sem voru á málsmeðferð endurkröfunefndar, var því máli vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar 5. nóvember 1998, sem er birtur í dómasafni þess árs á bls. 3478. Vátryggingafélagið lagði málið á ný fyrir endurkröfunefnd 20. janúar 1999. Áður en niðurstaða var þar fengin höfðaði félagið þetta mál gegn varnaraðila 4. maí 1999 og krafðist greiðslu á 2.339.004 krónum. Var því borið við í héraðsdómsstefnu að félagið teldi sig knúið til að höfða málið áður en niðurstaða endurkröfunefndar væri fengin, þar sem fyrningarfrestur kröfu hennar væri senn á enda. Málið var þingfest 19. maí 1999. Sama dag ákvað endurkröfunefnd að vátryggingafélagið skyldi beina að varnaraðila endurkröfu að fjárhæð 1.100.009 krónur. Lækkaði félagið kröfu sína því til samræmis með yfirlýsingu á dómþingi 9. júní 1999. Eftir uppsögu dóms Hæstaréttar 5. nóvember 1998 hafði Trygging hf. nægan frest til að leita nýrrar ákvörðunar endurkröfunefndar án þess að hætta væri á fyrningu hugsanlegrar endurkröfu á hendur varnaraðila samkvæmt 6. málslið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Þegar félagið höfðaði málið skorti þrátt fyrir það skilyrði samkvæmt 96. gr. umferðarlaga fyrir málsókn. Verður því ekki um flúið að vísa málinu enn frá dómi, en engu breytir í þeim efnum að bætt hafi verið úr annmarka á heimild til málsóknarinnar þegar á sama degi og það var þingfest í héraði. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest um annað en málskostnað. Aðilarnir skulu hvor bera sinn málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 28/2000 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var undir rökstuddum grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Var X gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. janúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 9. febrúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Til þrautavara krefst hann þess að sér verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa flutt mikið magn fíkniefna til landsins. Rannsókn málsins er komin vel á veg, en misræmis gætir þó í framburði varnaraðila og annarra, sem tengjast því, meðal annars um hversu mikið af fíkniefnum hafi verið flutt til landsins. Má þannig fallast á að varnaraðili gæti torveldað rannsókn málsins ef hann fer frjáls ferða sinna. Samkvæmt þessu er fullnægt skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi frá lokum gæsluvarðhalds þess er rennur út kl. 16 í dag allt til miðvikudagsins 9. febrúar nk. kl. 16, vegna gruns um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og/eða 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kærði mótmælir kröfunni. Hann krefst þess aðallega að henni verði hafnað, en til vara, verði orðið við kröfunni, að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Til þrautavara er þess krafist að kærða verði gert að sæta farbanni. [...] Ljóst er að þáttur kærða í málinu er verulegur. Með vísan til gagna málsins og a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður krafa lögreglustjórans í Reykjavík um gæsluvarðahald yfir kærða tekin til greina eins og hún er fram sett. Júlíus B. Georgsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: |
Mál nr. 25/2000 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var undir rökstuddum grun um umfangsmikil tollalagabrot. Var X gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. janúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. janúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 20. janúar 2000. Hann krefst þess að gæsluvarðhald yfir varnaraðila standi allt til 28. janúar nk. kl. 16. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa með skipulögðum hætti framið umfangsmikil tollalagabrot við innflutning bifreiða um nokkurt skeið. Af gögnum málsins má ráða að nokkrir aðrir kunni að hafa komið að þessum innflutningi, en eftir er að rannsaka frekar þeirra þátt í því, auk þess að kanna verulegan fjölda skjala, sem hald hefur verið lagt á. Má fallast á að hætta sé á að varnaraðili geti torveldað rannsókn ef hann fer frjáls ferða sinna. Er þannig fullnægt skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Verður því markaður tími til föstudagsins 28. janúar nk. kl. 16. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. janúar 2000 kl. 16. Ríkislögreglustjórinn hefur krafist þess að X, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 28. janúar nk. kl. 16.00, vegna gruns um brot gegn 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 126. gr. tollalaga nr. 55,1987. Kærði mótmælir kröfunni og krefst þess aðallega að henni verði synjað, en til vara, verði orðið við henni, að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Ljóst er af gögnum málsins að þegar hefur farið fram umfangsmikil rannsókn á innflutningi þeirra bifreiða sem áður greinir. Rannsóknin er þó eigi að síður enn á frumstigi. Að kærða frátöldum hafa engar skýrslutökur átt sér stað af mönnum hér á landi sem sýnast tengjast málinu, en nauðsyn ber til að þeir verði yfirheyrðir. Þá er og ljóst að frekari gagnaöflun þarf að fara fram auk úrvinnslu þeirra gagna sem haldlögð voru. Þegar allt framanritað er virt þykja vera komnar fram nægar ástæður til að verða við kröfu ríkislögreglustjórans um gæsluvarðhald yfir kærða. Verður kærða samkvæmt því og með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991, gert að sæta gæsluvarðhaldi, en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. janúar nk. kl. 16.00. Júlíus B. Georgsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: |
Mál nr. 22/2000 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að Þ skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttadómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. janúar 2000, sem barst réttinum 17. sama mánaðar ásamt kærumálsgögnum. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. janúar 2000, þar sem varnaraðila var með vísun til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 10. febrúar 2000 kl. 16, en þó ekki lengur en þar til dómur gengur í máli hans. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. janúar 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, að ákærða, Þórhalli Ölver Gunnlaugssyni, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en þar til dómur gengur í máli hans, sbr. 106. gr. laga um meðferð opinberra mála. Með ákæru dagsettri 1. nóvember sl. höfðaði ríkissaksóknari opinbert mál á hendur Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni fyrir manndráp og þjófnað. Honum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 14. júlí 1999 veist að Agnari Wilhelm Agnarssyni, f. 10. desember 1951 á heimili hans að Leifsgötu 28 í Reykjavík og banað honum með því að stinga hann hnífi eða hnífum mörgum sinnum í brjósthol, bæði framan og aftan frá. Er þetta brot talið varða við 211. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði sætir gæsluvarðhaldi til kl. 16:00 í dag samkvæmt dómi Hæstaréttar uppkveðnum 3. desember sl. Ákærði er undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi og telja verður brotið þess eðlis að ætla megi gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almanna hagsmuna. Aðalflutningur hefur þegar farið fram í máli ákæruvaldsins gegn Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni og er dóms að vænta 1. febrúar nk. Að virtum gögnum málsins þykja skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga vera fyrir hendi í máli þessu til að tekin verði til greina krafa ríkissaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir ákærða. Verður því ákærða gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 10. febrúar nk. kl. 16:00 en þó eigi lengur en þar til dómur gengur í máli hans, sbr. 106. gr. laga um meðferð opinberra mála. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ákærði, Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 10. febrúar nk., kl. 16:00, en þó eigi lengur en þar til dómur gengur í máli hans. |
Mál nr. 19/2000 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli A. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. janúar 2000, sem barst réttinum 13. sama mánaðar ásamt kærumálsgögnum. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 1. febrúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X [...] verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 1. febrúar 2000 klukkan 16:00. [...] Verið sé að rannsaka ætluð brot kærða gegn lögum um ávana- og fíkniefni og/eða 173.gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sem geti varðað þungri fangelsisrefsingu ef sannast. Rannsókn málsins sé ekki lokið og veruleg hætta á að kærði geti spillt fyrir henni ef hann endurheimti nú frelsi sitt. Heimild til gæsluvarðhalds er reist á a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála. Kærði er undir rökstuddum grun um að hafa framið brot er varðað getur fangelsisrefsingu samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Rannsókn máls þessa er mjög umfangsmikil og er henni ekki lokið. Hefur kærði borið að eiga aðild að málinu. Telja verður því, með vísan til þess sem að framan er rakið, nauðsynlegt að koma í veg fyrir að kærði torveldi rannsókn málsins, svo sem með því að skjóta undan sönnunargögnum eða hafa áhrif á vitni og samseka. Með vísan til a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 verður krafa lögreglustjórans í Reykjavík því tekin til greina eins og hún er fram sett. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, [...] sæti gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 1. febrúar 2000 kl. 16.00. |
Mál nr. 17/2000 | Kærumál Gagn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara þar sem fallist var á kröfu lögreglustjóra um skýrslutöku yfir X fyrir dómi og framlengingu frests til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest, meðal annars með vísan til umfangs málsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. janúar 2000, sem barst réttinum 12. sama mánaðar ásamt kærumálsgögnum. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. janúar 2000, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að tekin yrði skýrsla af varnaraðila fyrir dómi og að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur hans til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að honum. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að sóknaraðila verði gert að afhenda verjanda endurrit af öllum rannsóknargögnum, sem málið varða, svo og að veita honum aðstöðu til að kynna sér þau gögn, sem ekki verða endurrituð. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili er borinn sökum um að hafa átt hlut að innflutningi á verulegu magni af fíkniefninu MDMA í desember 1999. Þegar hinn kærði úrskurður var kveðinn upp bar mikið á milli framburðar varnaraðila hjá lögreglu og skýrslna annarra sakborninga. Á því hefur orðið nokkur breyting, enda er framburður varnaraðila í veigamiklum atriðum orðinn á annan veg í lögregluskýrslu 12. janúar sl., sem hefur verið lögð fyrir Hæstarétt. Allt að einu má fallast á að brýnt tilefni sé til að aflað verði framburðar varnaraðila fyrir dómi áður en verjanda hans gefst kostur á að kynna sér gögn málsins umfram það, sem þegar hefur verið gert. Í ljósi umfangs málsins eru efni til að beita í þessu skyni ákvæði b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Samkvæmt því verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ár 2000, þriðjudaginn 11. janúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Kristjönu Jónsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að héraðsdómur taki skýrslu af X, [ ] og framlengi jafnframt í þrjár vikur frest sem lögregla hefur til að synja verjanda hans um aðgang að gögnum er varða rannsókn máls nr. 010-1999-30983. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram [ ] Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. b-liðar 74. gr. a laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999, ber dómara að verða við beiðni lögreglu um skýrslutöku fyrir dómi af sakborningi til þess að upplýsa mál, áður en verjandi fær aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum þess, telji lögregla bera nauðsyn til þess. Með vísan til þessa er fallist á að skýrslutaka fari fram fyrir dómi yfir kærða, X Samkvæmt sama lagaákvæði getur dómari framlengt frest sem lögregla hefur til að veita verjanda sakbornings aðgang að gögnum samkvæmt 1. mgr. 43. gr. laganna í allt að þrjár vikur, ef þörf er á, til að unnt sé að ljúka skýrslutökum. Með hliðsjón af því hve mál þetta er umfangsmikið má fallast á kröfu lögreglustjóra um að frestur til að sýna verjanda og sakborningi gögn verði framlengdur í allt að þrjár vikur, samkvæmt síðari málslið b-liðar 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991, svo unnt verði að ljúka skýrslutöku. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um skýrslutöku yfir sakborningi, X, fyrir dómi. Jafnframt er framlengdur í þrjár vikur frestur sem lögregla hefur til að synja verjanda Guðmundar Inga Þóroddssonar um aðgang að öllum rannsóknargögnum máls nr. 010-1999-30983. |
Mál nr. 9/2000 | Kærumál Útburðargerð Lóðarréttindi | Fallist var á kröfu G og I um útburð á stálgrindarhúsi V ehf. af lóð þeirra en sýnt þótti að húsið hefði verið án lóðarréttinda frá öndverðu. Sú málsástæða V ehf. að málinu hefði verið beint að V sf. í héraði var talin haldlaus. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. janúar sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 1999, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að þeim yrði heimilað að fá borið út með beinni aðfarargerð stálgrindarhús í eigu sóknaraðila af lóðinni að Borgartúni 25-27 í Reykjavík. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um útburðargerð verði hafnað og þeim gert að greiða sér málskostnað. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða þeim kærumálskostnað. Fyrir Hæstarétti hefur sóknaraðili ítrekað þá málsástæðu, sem hann bar fyrir sig í héraði, að í beiðni varnaraðila um aðfarargerð hafi kröfum verið beint að Vélsmiðju Jóns Bergssonar sf., en það félag hafi verið afskráð 20. janúar 1992. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms létu varnaraðilar þess getið við munnlegan flutning málsins að þeir beindu því að sóknaraðila, Vélsmiðju Jóns Bergssonar ehf., en kennitala þess félags væri sú sama og fyrrnefnt sameignarfélag hefði áður haft. Í greinargerð sóknaraðila fyrir héraðsdómi var tekið fram að lögmaðurinn, sem hana ritaði, flytti málið fyrir Vélsmiðju Jóns Bergssonar ehf. og Jón Þórarin Bergsson. Sóknaraðili hefur ekki hreyft því að málsvörn hafi orðið áfátt vegna þessarar tilgreiningar á heiti hans, sem sýnilega hefur orðið sem raun ber vitni fyrir mistök varnaraðila. Leiðréttingu á heitinu var og komið fram samkvæmt áðursögðu af hendi varnaraðila áður en málið var tekið til úrskurðar í héraði. Eru því engin efni til að verða við kröfum sóknaraðila á þessum grunni. Að gættu framangreindu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili, Vélsmiðja Jóns Bergssonar ehf., greiði varnaraðilum, Guðna Helgasyni og Ingimundi hf., hvorum fyrir sig samtals 60.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 497/1999 | Kærumál EFTA-dómstóllinn Ráðgefandi álit | Fallist var á þá kröfu stefnda í einkamáli að óskað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort tiltekin atriði í íslenskri löggjöf stæðust ákvæði samningsins um hið Evrópska efnahgassvæði. Á hinn bóginn var talið að þær spurningar sem héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits um, hlytu að taka mið hlutverkaskiptingu milli þess dómstóls og íslenskra dómstóla. Því var það ekki talið hafa þýðingu fyrir efni málsins að spyrja EFTA-dómstólinn um þau atriði málsins sem féllu utan túlkunar samningsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 16. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. desember 1999, þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á nánar tilgreindum ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem haldið er fram að tengist málarekstri aðilanna fyrir héraðsdómi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms og kærumálskostnaðar. Kæruheimild er í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 laga um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið. I. Í máli þessu krefur sóknaraðili varnaraðila um svonefnt ríkisábyrgðargjald. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 37/1961 um ríkisábyrgðir, svo sem henni var breytt með lögum nr. 65/1988, skyldu bankar, lánasjóðir, lánastofnanir, fyrirtæki og aðrir þeir aðilar, sem lögum samkvæmt nytu ábyrgðar ríkissjóðs, hvort sem hún byggðist á eignaraðild ríkissjóðs eða öðru, greiða ábyrgðargjald til ríkissjóðs af skuldbindingum sínum gagnvart erlendum aðilum. Ábyrgðargjald þetta skyldi greiða ársfjórðungslega og nam það 0,0625% af höfuðstóli gjaldskyldra skuldbindinga eins og hann var að meðaltali á hverju gjaldtímabili. Ný lög um ríkisábyrgðir nr. 121/1997 tóku gildi 1. janúar 1998. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. skyldi ábyrgðargjaldið eftir sem áður nema 0,0625% á ársfjórðungi af höfuðstóli gjaldskyldra erlendra skuldbindinga en einnig var heimilað að taka 0,0375% ábyrgðargjald á ársfjórðungi af höfðuðstóli gjaldskyldra innlendra skuldbindinga. Var gerð breyting á frumvarpi að lögum þessum í meðförum Alþingis, en samkvæmt frumvarpinu eins og það var lagt fram skyldi ábyrgðargjald nema 0,0625% af öllum gjaldskyldum skuldbindingum, erlendum sem innlendum. II. Sá ágreiningur aðila sem hér skiptir máli varðar þá málsástæðu varnaraðila að óheimilt sé samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum), en meginmál hans hefur lagagildi hér á landi samkvæmt 2. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, að gera lántakendum sem njóta ríkisábyrgðar að greiða hærra ríkisábyrgðargjald af skuldbindingum gagnvart lánveitendum á Evrópska efnahagssvæðinu utan Íslands heldur en af skuldbindingum við innlenda aðila. Vísar hann í því sambandi til 4. gr., 40. gr., 1. mgr. 42. gr. og 1. mgr. 61. gr. samningsins. Fallast ber á það með héraðsdómi að ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um þetta atriði geti orðið til þess að varpa skýrara ljósi á ágreiningsefni aðila og geti haft þýðingu fyrir úrslit málsins eins og það hefur verið lagt fyrir héraðsdóm. Spurningar þær sem héraðsdómur leggur fyrir EFTA-dómstólinn hljóta þó að taka mið af hlutverkaskiptingu milli þess dómstóls og íslenskra dómstóla. Það leiðir af 1. mgr. 34. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994, að hlutverk EFTA-dómstólsins er að skýra EES-samninginn. Íslenskir dómstólar fara hins vegar með sönnunarfærslu um staðreyndir máls, skýringu innlends réttar og beitingu EES-samningsins að íslenskum lögum. Að þessu virtu verður ekki litið svo á að það hafi þýðingu fyrir úrslit málsins að spurningar í liðum 2 og 3 verði bornar upp við EFTA-dómstólinn. Staðfesta ber aftur á móti að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á þeim atriðum sem getið er um í lið 1 í niðurstöðu héraðsdóms á þann veg sem nánar greinir í dómsorði. Rétt þykir að aðilar beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Leita ber ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á eftirfarandi: Er það samrýmanlegt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, einkum 4., 40., 42. og 61. gr. hans, að í landslögum ríkis sem aðild á að samningnum sé kveðið á um: a. Að lántakandi sem nýtur ábyrgðar ríkissjóðs skuli greiða ábyrgðargjald af lánum sem hann tekur hjá aðilum í öðrum aðildarríkjum samningsins en ekki af lánum sem hann tekur hjá innlendum aðilum? b. Að lántakandi sem nýtur ábyrgðar ríkissjóðs skuli greiða hærra ábyrgðargjald af lánum sem hann tekur hjá aðilum í öðrum aðildarríkjum samningsins en af lánum sem hann tekur hjá innlendum aðilum? Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 3/2000 | Kærumál Vitni Verjandi Lögmaður | Við meðferð opinbers máls krafðist ákæruvaldið þess að E, sem upphaflega hafði verið skipuð verjandi ákærða í málinu, yrði kvödd til að bera vitni. Ákærði og E mótmæltu kröfunni bæði. Talið var, að þótt E kynni að geta færst undan því að svara ákveðnum spurningum með vísan til þagnarskyldu um það sem sakborningur hefði trúað henni fyrir um málsatvik, væri ekki hægt að útiloka fyrirfram að fram kæmu spurningar sem féllu utan þeirrar þagnarskyldu. Ekki var heldur talið unnt að fallast á þá kröfu E að það yrði afmarkað fyrir fram hvers efnis þær spurningar gætu verið, sem henni væri óskylt að svara. Var því fallist á kröfu ákæruvaldsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. janúar 2000. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 23. desember 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að Elín Árnadóttir héraðsdómslögmaður yrði leidd sem vitni við aðalmeðferð máls sóknaraðila gegn varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila um vitnaleiðsluna verði hafnað og sér dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Elín Árnadóttir héraðsdómslögmaður hefur látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Hún krefst þess aðallega að úrskurði héraðsdómara verði hrundið, en til vara að ákveðið verði að sóknaraðila sé ekki heimilt að leggja fyrir hana spurningar, sem varða samtöl hennar og varnaraðila á meðan hún var skipaður verjandi hans eða störf hennar sem verjanda. Til þrautavara krefst hún þess að sér verði ekki gert að svara neinni spurningu, sem lýtur að samtölum hennar og varnaraðila á þeim tíma, sem hún var verjandi hans, eða varða á annan hátt störf hennar sem verjanda. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 49. gr. laga nr. 19/1991 getur Elín Árnadóttir héraðsdómslögmaður ekki skorast undan því að koma fyrir dóm sem vitni í málinu, þótt hún hafi á fyrri stigum þess verið skipaður verjandi varnaraðila, enda telur sóknaraðili efni til að leiða hana fyrir dóm til að bera um ætluð atvik tengd því, sem hún þekki af eigin raun. Þótt á verjanda hvíli þagnarskylda um það, sem skjólstæðingur hans hefur trúað honum fyrir í skjóli þess starfs, sbr. a. lið 1. mgr. 55. gr. laga nr. 19/1991 og 1. mgr. 22. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, verður ekki litið fram hjá því að í málinu hefur ekki enn komið fram nákvæmlega hvers efnis þær spurningar séu, sem sóknaraðili vill leggja fyrir lögmanninn. Er því ekki ljóst á þessu stigi hvort spurningarnar, allar eða einhverjar, séu slíkar að ákvæði 51. gr. eða áðurnefnds a. liðar 1. mgr. 55. gr. laga nr. 19/1991 eða eftir atvikum 2. mgr. sömu greinar geti átt við um þær. Úr því verður eðli málsins samkvæmt ekki leyst fyrr en spurningarnar hafa verið bornar fram á dómþingi. Fyrir fram verður heldur ekki mælt á almennan hátt fyrir um hvers efnis þær spurningar gætu verið, sem lögmanninum kynni að vera óskylt að svara, svo sem felst í varakröfum hennar. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Með ákæruskjali ríkissaksóknara, útgefnu 29. september s.l., var mál höfðað á hendur Kristni Baldvinssyni, kt. 300969-5509, P. Knudsens Gade 5, 2. t.v. 2450 Kaupmannahöfn, fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn [...], drengnum A fæddum 1986, á árabilinu 1997-1998. Er í ákæruskjali vísað til fyrri málsliðar 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992. Er og krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu skaðabóta. Dómari fékk málinu úthlutað hinn 4. október s.l. Málsmeðferð. Fyrirkall til ákærða var gefið út 11. október s.l. og var það birt 22. s.m. Ákærði óskaði eftir því að Elín Árnadóttir, héraðsdómslögmaður, yrði skipaður verjandi hans, en hún hafði áður gegnt stöðu verjanda við lögreglurannsókn málsins. Í samræmi við ósk ákærða var gefið út skipunarbréf, en með bréfi lögmannsins, dagsettu 28. október s.l., var upplýst að hún hefði látið af störfum sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laga nr. 19/1991, og að ósk ákærða var núverandi verjandi skipaður með bréfi dagsettu 2. nóvember s.l. Ákærði kom fyrir dóm þann 9. nóvember s.l. og lýsti afstöðu til sakargifta. Hann neitaði alfarið sök, en vísaði aðspurður til þess að hann hefði við yfirheyrslu hjá lögreglu ranglega játað að nokkru sakargiftir þar sem honum hefði skilist af orðum þáverandi verjanda, áðurgreindrar Elínar Árnadóttur, héraðsdómslögmanns, að með því móti fengi drengurinn A einhverja peningagreiðslu. Vegna þessara orða ákærða lýsti ríkissaksóknari þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að nefndur lögmaður yrði leiddur fyrir dóm sem vitni. Þessum áformum andmælti skipaður verjandi ákærða ítrekað. Á dómþingi þann 21. desember s.l. áréttaði sóknaraðili ofangreinda skoðun og bar fram formlega kröfu þar um, en ákærði andmælti sem fyrr. Fór í framhaldi af því fram munnlegur málflutningur um ágreiningsefnið, en að því búnu var málið tekið til úrskurðar skv. 61. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu sóknaraðila er því haldið fram, að fyrrgreindur framburður ákærða á dómþingi þann 9. nóvember s.l. verði ekki skilinn á annan veg en þann, að ákærði sé að segja að Elín Árnadóttir, sem hafi verið verjandi ákærða á rannsóknarstigi, hafi ráðlagt ákærða að játa á sig sakir í málinu í þeim tilgangi að drengurinn A fengi einhverjar bætur. Vegna þessa telur sóknaraðili óhjákvæmilegt að leiða Elínu fyrir dóm sem vitni þannig að bera megi þennan framburð undir hana. Vísar sóknaraðili til 49. gr. laga nr. 19/1991 svo og til skyldu ákæruvalds til að upplýsa mál. Af hálfu ákærða er því andmælt að tekin verði til greina krafa sóknaraðila um að leiða fyrrverandi verjanda hans fyrir dóm sem vitni. Vísar varnaraðili til trúnaðarskyldu, og að verjanda sé óheimilt samkvæmt 55. gr. laga nr. 19/1991 að svara spurningum um það sem sakborningur hefur trúað verjanda fyrir um málsatvik án leyfis hans. Varnaraðili hafi ekki veitt slíkt leyfi og ætli ekki að gera það. Þá vísar varnaraðili til yfirlýsingar Elínar Árnadóttur, héraðsdómslögmanns, sem dagsett er 17. desember s.l., sbr. dskj. nr. XXXVIII, en þar komi fram skýr andstaða hennar við að greina frá samskiptum þeirra. Þá telur varnaraðili að fyrirætlun sóknaraðila sé brot á hlutlægniskyldu þar sem tilgangurinn sé að kasta rýrð á gildi framburðar hans fyrir dómi. Loks vísar varnaraðili til undanþáguréttar vitna skv. 51. gr. áðurnefndra laga. Niðurstaða. Að áliti dómsins lýtur ágreiningur málsaðila að því hvort sóknaraðila sé fært að leiða fyrir dóm sem vitni Elínu Árnadóttur, héraðsdómslögmann, en hún var verjandi varnaraðila á rannsóknarstigi málsins. Er ætlan sóknaraðila að bera undir lögmanninn eigin orð varnaraðila fyrir dómi um atriði sem hann heldur fram að farið hafi á milli þeirra við lögreglurannsókn málsins. Samkvæmt 1. mgr. 55. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála getur lögmaður verið undanskilinn því að svara ákveðnum spurningum. Þá geta einnig komið til álita, vegna einstakra spurninga, efnisákvæði 51. gr. laganna, svo og andmælaréttur varnaraðila. Þetta breytir hins vegar engu um það að samkvæmt 1. mgr. 49. gr. er lögmanni, líkt og öðrum þjóðfélagsþegnum, skylt að koma fyrir dóm. Að þessu virtu verður fallist á að sóknaraðila sé heimilt að leiða fyrir dóm sem vitni Elínu Árnadóttur, héraðsdómslögmann. Úrskurð þennan kveður upp Ólafur Ólafsson, héraðsdómari. Úrskurðarorð: Ríkissaksóknara er heimilt að leiða vitnið Elínu Árnadóttur, héraðsdómslögmann, fyrir dóm. |
Mál nr. 502/1999 | Kærumál Samaðild Frávísunarúrskurður staðfestur | ÁS og ÁP seldufullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu frá jörðinni G. J og M áttu hlutdeild íjörðinni. Þeir stefndu ÁS og ÁP ásamt kaupendum fullvirðisréttarins,framleiðsluráði landbúnaðarins og ríkinu til að þola ógildingu samninga umsöluna. Úrskurður héraðsdóms um að vísa ógildingarkröfunni frá dómi var staðfesturvegna þess að á skorti að allir eigendur jarðarinnar G væru aðilar að málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnssonog Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 15. desember 1999, sembarst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Norðurlands vestra 3. desember 1999, þar sem vísað var frá dómiaðalkröfu sóknaraðila um ógildingu á samningum um sölu á greiðslumarki mjólkurfrá lögbýlinu Geitaskarði í Engihlíðarhreppi og varakröfu um greiðslu skaðabótaúr hendi íslenska ríkisins, en ákveðið að varakrafa þeirra um skaðabætur úrhendi varnaraðilanna Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Ágústs Sigurðssonar ogÁsgerðar Pálsdóttur sætti efnismeðferð. Kæruheimild er í j. lið 143. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærðaúrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdóm að taka aðalkröfu þeirra tilefnismeðferðar. Þá er krafist málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins í héraðiauk kærumálskostnaðar, en til vara að kostnaður verði felldur niður. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur ogsóknaraðilum gert að greiða sér kærumálskostnað. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði eiga sóknaraðilar minnihluta íútskiptum hluta Geitaskarðs, nyrst á jörðinni, í óskiptri sameign með fjórumbræðrum sínum, en auk þess lítinn hluta í mannvirkjum á jörðinni með nefndumbræðrum sínum og varnaraðilunum Ágústi Sigurðssyni. Aðalkrafa þeirra lýtur aðógildingu á ráðstöfun réttinda, sem þeir telja sig eiga á grundvelli þessaeignarhluta síns. Bræður sóknaraðila eru ekki aðilar að máli þessu. Ljóst er aðaðalkrafa sóknaraðila um ógildingu samninganna í heild varðar ekki síðurhagsmuni bræðra þeirra en hagsmuni þeirra sjálfra. Verður því samkvæmt 2.málsl. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms umað vísa kröfu þessari frá dómi. Sóknaraðilar hafa ekki gert kröfu um að hnekktverði þeirri ákvörðun héraðsdóms að vísa frá dómi kröfu þeirra um fjárgreiðsluúr ríkissjóði og kemur hún því ekki til endurskoðunar. Það athugast að í úrskurðarorði héraðsdóms kemur ekki greinilega fram aðvarakröfu sóknaraðila á hendur landbúnaðar- og fjármálaráðherra f.h. ríkisinser vísað frá dómi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Jón Brynjólfsson og Magnús B. Brynjólfsson, greiði óskipthverjum varnaraðila, Ágústi Sigurðssyni, Ásgerði Pálsdóttur, Glaumbæ ehf.,Brynjólfi Friðrikssyni, Gróu M. Lárusdóttur, Óskari E. Ólafssyni,Framleiðsluráði landbúnaðarins og íslenska ríkinu, 15.000 krónur íkærumálskostnað. |
Mál nr. 8/2000 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli A. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. janúar 2000, sem barst réttinum 7. sama mánaðar ásamt kærumálsgögnum. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. janúar 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 19. janúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ár 2000, þriðjudaginn 4. janúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Sigurjónu Símonardóttur settum héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 allt til miðvikudagsins 19. janúar 2000 klukkan 16.00. [...] Niðurstaða: [...] Með vísan til framanritaðs og a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 verður krafa lögreglustjórans í Reykjavík tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 19. janúar nk. kl. 16.00. |
Mál nr. 491/1999 | Kærumál Vitni | Við meðferð einkamáls fyrir héraðsdómi var deilt um hvort leiða ætti tvö vitni áður en málið yrði munnlega flutt um frávísunarkröfu. Þótti verða að beita þeirri aðalreglu laga um meðferð einkamála að skýrslutökur fari fram í einu lagi við upphaf aðalmeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 9. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að þeir fengju að leiða vitnin Benedikt Þórðarson og Jón Ásbergsson áður en fram færi munnlegur flutningur um frávísunarkröfu, sem sóknaraðilar hafa gert í máli varnaraðila á hendur þeim. Kæruheimild er í b. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að lagt verði fyrir héraðsdóm að heimila þeim að leiða fyrir dóminn umrædd vitni áður en málið verður munnlega flutt um frávísunarkröfu. Þá krefjast sóknaraðilar kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðilum gert að greiða sér kærumálskostnað. Í málinu vísa sóknaraðilar meðal annars til þess að á framlögðu endurriti úr fundargerðabók Dagblaðsins hf. frá aðalfundi félagsins 27. ágúst 1982 og eintaki af samþykktum þess sé að finna ýmsar handritaðar athugasemdir, þar á meðal um að fyrrnefnda skjalið hafi verið „Mótt. 27/9“, að ætla megi á árinu 1982. Telja sóknaraðilar að á skjölunum megi þekkja rithönd Ásbergs Sigurðssonar, sem þá var forstöðumaður hlutafélagaskrár. Í þinghaldi í héraði 16. nóvember 1999 var þessu mótmælt af hálfu varnaraðila. Því boðuðu sóknaraðilar tvö vitni til næsta þinghalds, þar sem flytja átti málið um frávísunarkröfu þeirra. Þessi vitni voru núverandi forstöðumaður hlutafélagaskrár og sonur Ásbergs heitins. Sóknaraðilar kveðast hafa þar viljað leggja fyrir vitnin eftirfarandi spurningar: 1. Þekkið þér þessa rithönd? Ef svarið yrði jákvætt: 2. Rithönd hvers er þetta? Varnaraðilar mótmæltu því að vitnin yrðu leidd fyrir dóm við það tækifæri og féllst héraðsdómur á þau mótmæli með hinum kærða úrskurði. Sóknaraðilar reisa kröfu sína um frávísun málsins einkum á því að frestur til að höfða það samkvæmt 2. mgr. 79. gr. þágildandi laga nr. 32/1978 um hlutafélög hafi byrjað að líða þegar samþykktum Dagblaðsins hf. hafi verið breytt á aðalfundi, en þeir halda fram að það hafi gerst 27. ágúst 1982. Þeir telja því að miklu varði að sanna að hlutafélagaskrá hafi borist 27. september 1982 fyrrnefnd skjöl, sem beri með sér breytingar á samþykktunum. Verði þeim meinuð þessi sönnunarfærsla geti það valdið þeim réttarspjöllum. Aðalregla 1. mgr. 103. gr. laga nr. 91/1991 er sú að við aðalmeðferð máls fari fram í einni lotu skýrslutökur og munnlegur málflutningur. Af orðalagi ákvæðisins er ljóst að þessi regla er ekki fortakslaus. Undantekningar frá henni eru hins vegar tæmandi taldar í 4. mgr. 102. gr. laganna og fellur skýrslugjöf af þeim toga, sem sóknaraðilar krefjast, ekki undir þær heimildir, sem þar greinir. Til þess verður jafnframt að líta að það atriði, sem sóknaraðilar vilja sanna með framburði fyrrnefndra vitna, tengist beinlínis því, sem aðilana greinir meðal annars á um varðandi efnishlið málsins. Er sóknaraðilum í lófa lagið að afla þessarar sönnunar við aðalmeðferð málsins eftir fyrrnefndri almennri reglu 1. mgr. 103. gr. laga nr. 91/1991 og eru þannig ekki efni til að telja að rétti þeirra verði spillt með því að vitnin verði ekki leidd nú þegar. Í því ljósi er og ástæða til að gæta að því við rekstur málsins hvort tímabært sé á þessu stigi að fjalla um frávísunarkröfu sóknaraðila, sbr. síðari málslið 2. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991. Að öllu þessu gættu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 1999. Lögmaður stefndu hefur óskað eftir því að fá að leiða vitnin Benedikt Þórðarson og Jón Ásbergsson í þessu þinghaldi áður en munnlegur málflutningur fer fram um frávísunarkröfu stefndu. Af hálfu stefnenda er því mótmælt að vitnaleiðslan fari fram og vísað til þess að það sé í andstöðu við réttarfarsreglur. Samkvæmt 2. mgr. 100. gr. laga um meðferð einkamála skal flytja mál munnlega um frávísunarkröfu stefnda, sem fram hefur komið í greinargerð, áður en fjallað verður frekar um efni málsins, og leyst úr frávísunarkröfunni með úrskurði. Þá kemur sú meginregla fram í 1. mgr. 103. gr. sömu laga að skýrslutökur fari fram í einni lotu við aðalmeðferð máls. Í réttarfarslögum er þó að finna undantekningar frá þessari meginreglu en þær eiga ekki við eins og hér stendur á. Eru því eigi lagaskilyrði til að verða við framkominni kröfu stefndu. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari sem dómsformaður, Hervör Þorvaldsdóttir og Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómarar kváðu upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu stefndu um að leiða vitnin Benedikt Þórðarson og Jón Ásbergsson í þessum þætti málsmeðferðarinnar. |
Mál nr. 494/1999 | Kærumál Málskostnaðartrygging | Stefnandi í aðalsök og sóknaraðili í þessum þætti málsins eru Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Rauðarárstíg 10, Reykjavík | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 23. nóvember 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja málskostnaðartryggingu vegna gagnstefnu varnaraðila í máli, sem sóknaraðili höfðaði gegn varnaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar við þingfestingu gagnsakar í málinu og að tryggingin nemi eigi lægri fjárhæð en 25.000.000 krónum. Til vara er þess krafist að tryggingin nemi lægri fjárhæð. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar, en til vara að varnaraðila verði gert að leggja fram lægri málskostnaðartryggingu og að málkostnaður verði felldur niður. Í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 er stefnda í héraði heimilað að krefjast þess við þingfestingu máls að stefnandi setji tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Sóknaraðili höfðaði málið í héraði á hendur varnaraðila og hefði heimild til þess að krefjast tryggingar fyrir greiðslu málskostnaðar því legið hjá varnaraðila, að uppfylltum tilgreindum skilyrðum. Eru ekki lagarök til þess að heimildin færist til sóknaraðila við það að varnaraðili höfði gagnsök á hendur honum. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki tekin til greina krafa þess fyrrnefnda um að sá síðarnefndi leggi fram tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í gagnsök í málinu. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Rafmagnsveitur ríkisins, greiði varnaraðila, Norræna sjóeldinu hf., 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 4/2000 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli A. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. janúar 2000. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. desember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 12. janúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur |
Mál nr. 495/1999 | Kærumál Málskostnaður | Kærður var úrskurður héraðsdómara um málskostnað í máli, sem K höfðaði gegn M, þar sem hún krafðist forsjár barns þeirra. Náðist sátt í málinu þess efnis að K skyldi fara með forsjá barnsins, en M hefði rúman umgengnisrétt. Talið var að með hliðsjón af ákvæðum 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri rétt að hvor aðili bæri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar: Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. desember 1999, þar sem kveðið var á um málskostnað í máli varnaraðila gegn sóknaraðila, sem var að öðru leyti lokið með dómsátt. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að varnaraðila verði gert að greiða sér málskostnað í héraði, en til vara að málskostnaður verði felldur niður. Í báðum tilvikum krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara höfðaði varnaraðili málið í því skyni að fá forsjá barns hennar og sóknaraðila, en áður höfðu málsaðilar árangurslaust reynt að ná samkomulagi um forsjána og umgengni við barnið. Þegar málið átti að koma til aðalmeðferðar fyrir héraðsdómi var því lokið með sátt. Þótt niðurstaða málsins samkvæmt dómsátt aðilanna hafi orðið sú að krafa varnaraðila um forsjá hafi verið tekin til greina, var um leið ákveðið að sóknaraðili hefði ríflega umgengni við barn þeirra. Í þessu ljósi og með hliðsjón af ákvæðum 130. gr. laga nr. 91/1991 er rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði, svo og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hvor aðili skal bera sinn kostnað af málinu fyrir héraðsdómi. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. desember 1999. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um málskostnaðarkröfu stefnda fyrr í dag, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af K, [...], með stefnu birtri 25. júní 1998 á hendur M, [...]. Dómkröfur stefnanda eru þær, að henni verði einni falin forsjá sonar hennar og stefnda, B, [...]. Þá er krafizt málskostnaðar úr hendi stefnda, að viðbættum virðisaukaskatti, 24,5%. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Jafnframt er gerð sú krafa, að stefnda verði með dómi falin óskipt forsjá barnsins, B, og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu, ásamt virðisaukaskatti, 24,5%. Í þinghaldi fyrr í dag varð sátt með aðilum um annað en málskostnað, og var málið tekið til úrskurðar um það atriði. II. Forsendur og niðurstaða: Aðilar deildu í máli þessu um forsjá sonar síns, sem fæddur er árið 1990. Á þeim tíma voru aðilar í óvígðri, óskráðri sambúð, sem hófst í nóvember 1989. Á sambúðartímanum flutti stefndi, vegna vinnu sinnar [...], til Þýzkalands. Í ársbyrjun 1994 flutti stefnandi, út til stefnda. Störfum stefnda í Þýzkalandi lauk í ársbyrjun 1995, og fluttu þau þá aftur til Íslands. Um 9 mánuðum síðar sagði stefndi starfi sínu lausu hjá F og réð sig á ný til starfa í Þýzkalandi og fluttist þangað. Stefnandi kveðst hafa verið því andsnúin, m.a. vegna óvissu um áform stefnda varðandi framtíðardvalarstað og vinnu. Lauk sambúð aðila endanlega vorið 1997. Sonurinn B hefur búið hjá stefnanda eftir að sambúðinni lauk. Stefndi hefur óskað eftir sameiginlegri forsjá drengsins, en stefnandi kveðst ekki treysta sér til að fallast á það. Málið var þingfest 30. júní 1998. Undirritaður dómari fékk málið til meðferðar 1. október það ár. Var ítrekað leitað sátta með aðilum og málinu m.a. frestað í þrígang í því skyni. Þá var málinu frestað þrívegis til að stefndi mætti taka ákvörðun um, og ganga frá beiðni um dómkvaðningu matsmann. Undir rekstri málsins sagði lögmaður stefnda sig frá því, og var því m.a. frestað, svo stefndi mætti ráða sér nýjan lögmann til að fara með málið fyrir hann. Í framhaldi af því var dómkvaddur matsmaður að ósk stefnda og var málinu frestað nokkrum sinnum, þar sem matsgerð lá ekki fyrir á tilskildum tíma. Loks var málinu frestað einu sinni til sátta, án þess að matsgerð lægi fyrir. Þá var talið ljóst, að sættir myndu ekki nást, og var málinu fresta til aðalmeðferðar til dagsins í dag. Í því þinghaldi tókust loks sættir með aðilum, að öðru leyti en um málskostnað, svo sem fyrr er greint frá. Samtals hefur málið verið tekið fyrir þrisvar á reglulegu dómþingi og 11 sinnum, eftir að undirritaður dómari fékk það til meðferðar. Eins og mál þetta er vaxið þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem ákvarðast, með hliðsjón af umfangi málsins, gangi þess, lyktum og fjölda fyrirtaka, kr. 320.000, og hefur þá jafnframt verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð : |
Mál nr. 483/1999 | Kærumál Res Judicata Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | H höfðaði mál gegn hlutafélaginu Ö. Héraðsdómari féllst á kröfu Ö um frávísun málsins á grundvelli þess að áður hefði verið leyst efnislega úr ágreiningi um kröfu H í máli sem hann hafði áður höfðað gegn hlutafélaginu G. Ö hafði ekki að lögum komið í stað G og átti Ö ekki aðild að máli því, sem H höfðaði gegn G. Var því ekki talið að 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála stæði í vegi fyrir málsókninni og var lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 1999, þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Eins og greinir í úrskurði héraðsdómara gekk dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. apríl 1999 í máli, sem sóknaraðili höfðaði gegn Greiðabílum hf. til greiðslu skuldar samkvæmt reikningum fyrir bókhaldsþjónustu frá nóvember 1997 til maí 1998, samtals að fjárhæð 348.283 krónur. Félagið var sýknað af kröfu sóknaraðila, þar sem því var talið heimilt að hafa uppi til skuldajafnaðar gagnkröfu á hendur honum um leigu fyrir skrifstofuhúsnæði á tímabilinu frá ársbyrjun 1996 til ágúst 1998, að fjárhæð 384.000 krónur. Í máli þessu, sem sóknaraðili höfðaði með stefnu birtri 29. júní 1999, krefur hann varnaraðila um greiðslu 494.327 króna samkvæmt reikningi frá 15. apríl sama árs fyrir bókhaldsþjónustu á árunum 1995, 1996 og 1997. Fyrir héraðsdómi krafðist varnaraðili þess að málinu yrði vísað frá dómi, því leyst hafi verið efnislega úr ágreiningi um kröfu sóknaraðila í dóminum frá 8. apríl 1999. Féllst héraðsdómari á þá kröfu með vísan til 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Í fyrrnefndum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 8. apríl 1999 var leyst að efni til úr ágreiningi um kröfu, sem sóknaraðili gerði í því máli á hendur Greiðabílum hf. Varnaraðili hefur ekki komið að lögum í stað þess félags og átti ekki aðild að því máli. Þegar af þeirri ástæðu stendur ákvæði 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 ekki í vegi þessari málsókn. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili verður dæmur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Öryggisþjónustan hf., greiði sóknaraðila, Hilmari Ó. Sigurðssyni, 75.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 482/1999 | Kærumál Dánarbússkipti Ábúð | S sat í óskiptu búi um áratuga skeið eftir lát eiginkonu sinnar án þess fá leyfi sýslumanns til setu í óskiptu búi. Hann seldi G, syni sínum, bújörð sína. Eftir lát S var kaupsamningnum rift með dómi af systrum G. Við skipti dánarbúsins reis ágreiningur um þá kröfu G, að hann hefði rétt til lífstíðarábúðar á jörðinni. Ágreiningur þessi var borinn undir dómstóla samkvæmt reglum laga um skipti á dánarbúum. Talið var að þær ráðstafanir, sem S kynni að hafa gert til að byggja G jörðina hefðu verið ógildar, þar sem skiptum eftir konu hans var ekki lokið. Ekki væri um það að ræða að hann hefði haft ábúðarsamning um jörðina í skilningi ábúðarlaga. Var kröfu G um viðurkenningu á rétti til lífstíðarábúðar því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 1. desember 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á lífstíðarábúðarrétti á jörðinni Syðri-Brú í Grímsnesi, eign dánarbús Snæbjörns Guðmundssonar, sem er til opinberra skipta. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst aðallega viðurkenningar á fyrrnefndum ábúðarrétti og málskostnaðar í héraði ásamt kærumálskostnaði. Til vara krefst hann þess að málskostnaður á báðum dómstigum falli niður. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili, Guðmundur Snæbjörnsson, greiði varnaraðilum, Guðrúnu K. Ottesen, Ásu Snæbjörnsdóttur og Bergþóru Snæbjörnsdóttur, hverri um sig samtals 50.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 493/1999 | Kærumál Sjálfræði | Fallist var á kröfu um að X yrði svipt sjálfræði tímabundið, enda væri hún ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum vegna geðsjúkdóms. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 10. desember 1999, þar sem sóknaraðili var svipt sjálfræði í sex mánuði frá 5. nóvember 1999. Kæruheimild er í 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Skilja verður kæruna svo að sóknaraðili krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Arnars Sigfússonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 20.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 477/1999 | Kærumál Dánarbú Opinber skipti | Varnaraðilar eru Valdemar Jónsson kt. 091237-7099, Reykholti, Mosfellssveit, Hjördís Jónsdóttir kt. 270334-3939, Leysingjastöðum, Austur-Húnavatnssýslu og Jón Sverrir Jónsson kt. 011242-2009, Varmadal, Kjalarneshreppi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. desember sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 1999, þar sem hafnað var mótmælum sóknaraðila gegn frumvarpi skiptastjóra til úthlutunar við opinber skipti á dánarbúi Jóns Jónssonar. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess aðallega að frumvarp skiptastjóra 17. maí 1999, sem samþykkt var af meiri hluta erfingja á skiptafundi í dánarbúinu 15. júní 1999, verði fellt úr gildi og sér lögð út jörðin Varmadalur á Kjalarnesi að arfi, til vara að sér verði lögð út hálf jörðin, en til þrautavara að eignum dánarbúsins verði komið í verð og andvirði þeirra skipt á milli erfingja. Varnaraðilar krefjast aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar. Til vara krefjast þau þess að jörðin Varmadalur verði lögð þeim út, enda greiði þau sóknaraðila hans erfðahluta í henni samkvæmt virðingu. Til þrautavara krefjast þau þess, ef lög standi til að einum erfingja verði lögð út öll jörðin, að hlutkesti ráði hver málsaðila fái hana útlagða. Í öllum tilvikum krefjast þau kærumálskostnaðar. I. Samkvæmt gögnum málsins gerðu Valdimar Guðmundsson og eiginkona hans Elísabet Þórðardóttir, eigendur og ábúendur jarðarinnar Varmadals, sem var gerð að ættaróðali 15. júní 1944, erfðaskrá 23. september 1962, þar sem þau lýstu meðal annars þeirri ákvörðun að dóttir þeirra, Unnur, skyldi taka við óðalinu. Elísabet mun hafa látist á árinu 1965. Unnur Valdimarsdóttir fékk jörðina afhenta frá föður sínum 6. júlí 1971 sem fyrirframgreiðslu arfs. Hún mun hafa látist 1979. Eftirlifandi eiginmaður Unnar, Jón Jónsson, sat í óskiptu búi þar til hann lést 11. september 1996. Þau létu ekki eftir sig erfðaskrá eða önnur fyrirmæli um ráðstöfun eigna eftir sinn dag. Bú Jóns Jónssonar var tekið til opinberra skipta 13. mars 1997. Málsaðilar, sem eru börn hans og Unnar Valdimarsdóttur, eru erfingjar þeirra og hafa lýst yfir að þau taki að sér ábyrgð á skuldbindingum dánarbúsins. Við upphaf opinberra skipta reis ágreiningur milli aðilanna um hvort ákvæði um óðalsjarðir í VII. kafla jarðalaga nr. 65/1976 ættu að ráða hvernig jörðin Varmadalur félli að arfi, svo og hvort sóknaraðili þessa máls eða varnaraðilinn Jón Sverrir fullnægðu skilyrðum til að neyta forgangs til að taka við henni sem óðali. Úr þeim ágreiningi var leyst með dómi Hæstaréttar, sem er birtur í dómasafni 1998, bls. 2833. Varð niðurstaðan sú að reglum jarðalaga um óðalsjarðir yrði ekki beitt um Varmadal, en ekki var kveðið nánar á um hvernig jörðin ætti að falla að arfi við skiptin. Ekki tókst samkomulag á milli málsaðila um ráðstöfun jarðarinnar að gengnum fyrrnefndum dómi. Fór svo að skiptastjóri gerði frumvarp til úthlutunar 17. maí 1999, þar sem lagt var til grundvallar að jörðin yrði lögð erfingjum út til greiðslu arfs að fjórðungi til hvers, svo og að eins yrði farið með innbúsmuni, hlutabréf, stofnsjóðseign og hreina peningaeign dánarbúsins, samtals að andvirði 2.142.044 krónur. Á skiptafundi 15. júní 1999 samþykktu varnaraðilar frumvarpið, en sóknaraðili lýsti sig andvígan því. Beindi skiptastjóri ágreiningnum til héraðsdóms og er mál þetta rekið af því tilefni. II. Ákvæði 2. þáttar laga nr. 20/1991, sem lúta að bústjórn og ráðstöfun eigna við opinber skipti á dánarbúum, eru reist á þeirri meginreglu að við slík skipti verði öllum eignum gjaldfærs bús komið í verð og andvirði þeirra að frádregnum skuldum, kostnaði og erfðafjárskatti greitt erfingjum til fullnustu arfskröfum þeirra. Frá þeirri meginreglu verður ekki vikið nema í þeim mæli, sem um ræðir í III. kafla laganna, og þá öðru fremur með því að einstökum eignum dánarbús verði ekki ráðstafað við skiptin með sölu, heldur verði þær lagðar út erfingjum samkvæmt kröfu þeirra sjálfra á matsverði til greiðslu arfs. Þegar eftirlifandi maki stendur ekki til arfs og sá látni hefur ekki mælt fyrir um ráðstöfun einstakra eigna með erfðaskrá, getur hver og einn erfingi krafist að fá arf sinn greiddan með því að fá muni lagða sér út, sbr. 36. gr. laga nr. 20/1991, en sú heimild er þó ávallt háð því að matsverð muna rúmist innan arfshluta ef erfingjar semja ekki sérstaklega á annan veg. Samkvæmt gögnum málsins er fasteignamatsverð jarðarinnar Varmadals alls 9.385.000 krónur eða sem svarar meira en 80 hundraðshlutum af andvirði heildareigna dánarbús Jóns Jónssonar. Sóknaraðili, sem mun taka fjórðung eigna dánarbúsins að arfi við lok skipta, getur því samkvæmt áðursögðu hvorki krafist að fá jörðina alla né helming hennar lagða sér út án sérstaks samþykkis varnaraðila, enda andvirðið langt umfram arfshlutann, sem hann á í vændum. Er því bæði aðalkrafa hans og varakrafa með öllu haldlaus. Eins og áður greinir leiðir af ákvæðum laga nr. 20/1991 að eign dánarbús verður aldrei lögð út erfingja til greiðslu arfs nema samkvæmt kröfu hans sjálfs. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að sóknaraðili hafi nokkru sinni krafist þess að fá fjórðung Varmadals lagðan sér út til óskiptrar sameignar með varnaraðilum, heldur þvert á móti hafi hann mótmælt slíkum málalokum eindregið, svo sem felst í fyrrgreindri þrautavarakröfu hans. Brestur því lagaheimild gegn þeim mótmælum sóknaraðila til að ljúka skiptum á dánarbúinu á þann hátt, eins og ráðgert er í frumvarpi skiptastjóra til úthlutunar. Af þessum sökum verður að hnekkja frumvarpinu í heild sinni. Eins og atvikum er háttað er rétt að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Frumvarp skiptastjóra í dánarbúi Jóns Jónssonar 17. maí 1999 til úthlutunar er fellt úr gildi. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 480/1999 | Kærumál Farbann Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að I skyldi sæta farbanni á grundvelli 110. gr. sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. desember 1999, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi til þriðjudagsins 1. febrúar 2000. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara krefst hann þess að honum verði heimiluð för úr landi gegn tryggingu, en að því frágengnu, að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 471/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. mars 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri úrskurð héraðsdómara til að fá hann felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. [...] Samkvæmt 1. mgr. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal hver sem andstætt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni lætur mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhendir þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt, sæta fangelsi allt að 10 árum. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skál sá sæta sömu refsingu, sem gegn ákvæðum nefndra laga framleiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur af hendi, tekur við eða hefur í vörslum sínum ávana-og fíkniefni í því skyni að afhenda þau á þann hátt sem greinir í 1. mgr. Eins og að framan greinir hefur kærði játað að hafa átt þátt í innflutningi á hættulegum vímuefnum sem hefðu getað stofnað heilsu fólks í hættu hefðu þau komist í umferð. Er því sterkur grunur um að kærði hafi brotið gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Brot það sem hann er grunaður um að hafa framið getur varðað allt að 10 ára fangelsisrefsingu. Samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála má úrskurða mann í gæsluvarðhald ef sterkur grunur er um að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Af því sem nú hefur verið rakið þykja uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103 gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 til að úrskurða megi kærða í gæsluvarðhald og er því krafa lögreglustjóra er tekin til greina eins og hún er fram sett. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði X sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 15. mars nk. kl. 16.00. |
Mál nr. 467/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að Þ skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. desember sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var með vísun til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 14. janúar 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurðurinn verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. nóvember 1999. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, að ákærða, Þórhalli Ölver Gunnlaugssyni, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en þar til dómur gengur í máli hans, sbr. 106. gr. laga um meðferð opinberra mála. Með ákæru dags. 1. nóvember sl. höfðaði ríkissaksóknari opinbert mál á hendur Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni fyrir manndráp og þjófnað. Honum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 14. júlí 1999 veist að Agnari Wilhelm Agnarssyni, f. 10. desember 1951 á heimili hans að Leifsgötu 28 í Reykjavík og banað honum með því að stinga hann hnífi eða hnífum mörgum sinnum í brjósthol, bæði framan og aftan frá. Er þetta brot talið varða við 211. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði sætir gæsluvarðhaldi til kl. 16:00 miðvikudaginn 1. desember nk. skv. dómi Hæstaréttar uppkveðnum 23. júlí sl. Að virtum gögnum málsins þykja skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga vera fyrir hendi í máli þessu til að tekin verði til greina krafa ríkissaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir ákærða. Verður því ákærða gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. janúar nk. kl. 16:00 en þó eigi lengur en þar til dómur gengur í máli hans, sbr. 106. gr. laga um meðferð opinberra mála. Greta Baldursdóttir settur héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ákærði, Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 14. janúar nk., kl.16:00, en þó eigi lengur en þar til dómur gengur í máli hans. |
Mál nr. 459/1999 | Kærumál Innsetningargerð Aðildarhæfi Frávísun frá héraðsdómi | Stjórn sjálfseignarfélagsins DW krafðist heimildar til að fá með beinni aðfarargerð gögn úr hendi S, sem stjórnin hafði vikið úr starfi framkvæmdastjóra félagsins. Talið var að félagsstjórn væri ekki persóna að lögum og hana skorti því hæfi til að geta orðið aðili að dómsmáli. Var slíkur galli talinn á málatilbúnaði stjórnar félagsins að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að honum yrði veitt heimild til að fá með beinni aðfarargerð úr höndum varnaraðila bókhaldsgögn Sjálfseignarfélagsins dýraspítali Watsons vegna ársins 1998, eignir Minningarsjóðs Peders J. Steffensen og eignir félagssjóðs dýraspítalans. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að umbeðin aðfarargerð nái fram að ganga, svo og að varnaraðila verði gert að greiða kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað, sem hún krefst í héraði ásamt kærumálskostnaði. Kröfu um málskostnað beinir hún aðallega óskipt að Reykjavíkurborg, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hestamannafélaginu Fáki, en til vara að Vilhjálmi Skúlasyni. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði á málið rætur að rekja til ágreinings innan Sjálfseignarfélagsins dýraspítali Watsons. Haldinn var aðalfundur í félaginu 12. janúar 1999, sem varnaraðili og fleiri félagsmenn telja hafa verið ólögmætan, en þar var kosin sú stjórn þess, sem stendur að sókn þessa máls. Hinn 29. apríl 1999 efndi varnaraðili ásamt nokkrum öðrum, sem skipuðu stjórn félagsins frá árinu 1998, til aðalfundar, þar sem önnur stjórn var kjörin. Af gögnum málsins verður ráðið að varnaraðili hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra félagsins um nokkurt skeið. Félagsstjórnin, sem sótti umboð sitt til aðalfundar 12. janúar 1999, ákvað á fundi 10. mars sama árs að víkja varnaraðila úr því starfi. Á aðalfundinum, sem var haldinn 29. apríl 1999, var á hinn bóginn samþykkt að framlengja ráðningu varnaraðila í starf framkvæmdastjóra. Í málinu byggir sóknaraðili á því að varnaraðila hafi réttilega verið vikið úr starfinu og krefst aðfarargerðar til að fá nánar tiltekna muni félagsins úr hendi hennar. Í beiðni sóknaraðila um aðfarargerð segir að gerðarbeiðandi sé „stjórn Sjálfseignarfélagsins Dýraspítala Watsons“. Í hinum kærða úrskurði er þess sérstaklega getið að lögmaður sóknaraðila hafi áréttað að sóknaraðilinn sé stjórn félagsins, en ekki félagið sjálft. Félagsstjórn er ekki persóna að lögum, sem getur átt réttindi og borið skyldur að landslögum, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hana skortir því hæfi til að geta orðið aðili að dómsmáli. Fyrst þeir menn, sem telja sig skipa stjórn Sjálfseignarfélagsins dýraspítali Watsons, hafa kosið að láta ekki félagið standa að sókn þessa máls, heldur að gera það sjálfir, var óhjákvæmilegt að þeir kæmu fram í sameiningu og nafngreindir sem sóknaraðilar. Var þeim mun frekar gefið tilefni til þess með því að tveir þeirra, sem kjörnir voru í stjórn félagsins á aðalfundi 12. janúar 1999, hafa ritað undir yfirlýsingu 15. september sama árs, þar sem meðal annars er tekið fram að rekstur þessa máls sé gegn vilja þeirra. Er því slíkur galli á málatilbúnaði sóknaraðila að óhjákvæmilegt er að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti og kemur því þegar af þeirri ástæðu ekki til álita krafa hennar um málskostnað í héraði. Þeir, sem varnaraðili beinir kröfu um kærumálskostnað að, eru ekki aðilar að málinu. Brestur þannig heimild til að dæma málskostnað úr þeirra hendi. Verður kærumálskostnaður því ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 465/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en tími varðhaldsins lengdur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli ákæruvalds á hendur honum, en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 5. janúar 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi. Sóknaraðili kærði úrskurðinn fyrir sitt leyti 24. nóvember 1999. Hann krefst þess að gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila verði markaður tími allt til miðvikudagsins 15. mars 2000. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila. Í ljósi umfangs málsins eru ekki efni til annars en að taka til greina kröfu sóknaraðila um lengd gæsluvarðhaldsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. mars 2000 kl. 16. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 1999. Ár 1999, miðvikudaginn 24. nóvember er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður, kveðinn upp úrskurður um kröfu lögreglustjórans í Reykjavík, að [...] verði látinn sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 15. mars 1999, kl. 16.00. Málavextir. Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess að [...] verði látinn sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 15. mars 1999, kl. 16.00. Krafan er rökstudd með því að kærði sé grunaður um að hafa framið fíkniefnabrot sem varðað geti hann fangelsisrefsingu í allt að 10 ár samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga. Standi almannahagsmunir til þess að þeir sem grunaðir séu um slík brot fari ekki frjálsir ferða sinna. Er um þetta vísað til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19,1991. Kærði mótmælir kröfunni og hefur hann neitað því við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi að vera viðriðinn brotin. [...] Niðurstaða. Kærði er undir sterkum grun um að eiga þátt í stórfelldu fíkniefnamisferli. Hafa aðrir sakborningar borið um þátt hans í því og benda símhleranir til hin sama. Gæti brot kærða varðað hann allt að 10 ára fangelsisrefsingu samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga. Dómarinn álítur það nauðsynlegt vegna almannahagsmuna og heimilt samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála að kærði sæti varðhaldi vegna málsins þar til dómur gengur í því, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 5. janúar nk., kl. 16.00. Það athugast að rökstuðningi fyrir kröfu lögreglunnar er áfátt að því leyti að vísað er til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála um lagaskilyrði fyrir varðhaldinu. Þessi galli er þó ekki slíkur að hafna beri kröfu lögreglunnar. Úrskurðarorð: Kærði, [...], sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 5. janúar nk. kl. 16.00 |
Mál nr. 463/1999 | Kærumál Gagn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara þar sem fallist var á kröfu lögreglustjóra um skýrslutöku yfir X fyrir dómi og framlengingu frests til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest með vísan til forsendna úrskurðarins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að tekin yrði skýrsla fyrir dómi af varnaraðila, svo og að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að sóknaraðila verði gert að afhenda verjanda endurrit allra gagna, sem málið varðar, til vara endurrit allra gagna, sem eru eldri en einnar viku gömul, en til þrautavara endurrit allra annarra gagna en skýrslna þeirra, sem að málinu koma. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ár 1999, þriðjudaginn 23. nóvember er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður um kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að fram fari skýrslutaka fyrir dómi af [...] og að framlengdur verði í þrjár vikur frestur sá sem lögregla hefur til þess að synja verjanda hans um aðgang að rannsóknargögnum. Málavextir. Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess að tekin verði skýrsla af kærða, [...], fyrir dómi og að jafnframt verði framlengdur í þrjár vikur frestur sá sem lögregla hefur til þess að synja verjanda kærða um aðgang að rannsóknargögnum máls nr. 10-1999-27798. [...] Kærði hefur viðurkennt að vera riðin við stórfellt fíkniefnabrot. Rannsókn málsins er ekki lokið og ber mikið á milli kærða og annarra sem grunaðir eru í málinu. Þá er eftir að afla gagna í því frá [...]. Nauðsyn þykir vera á því að kærði verði yfirheyrður fyrir dómi um þátt sinn í málinu. Þá þykir vera hætta á því að hann gæti spillt fyrir rannsókn málsins ef hann fengi aðgang að gögnum þess. Þykir því vera rétt og í samræmi við b-lið 1. mgr. 74. gr. b, laga um meðferð opinberra mála að verða við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um að að fram fari skýrslutaka fyrir dómi af kærða, [...], og að framlengdur verði í þrjár vikur frestur sá sem lögregla hefur til þess að synja verjanda hans um aðgang að rannsóknargögnum málsins. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að fram fari skýrslutaka yfir kærða, [...], fyrir dómi. Jafnframt er framlengdur í 3 vikur frestur sem lögregla hefur til þess að synja verjanda kærða um aðgang að öllum rannsóknargögnum máls nr. 10-1999-27798. |
Mál nr. 466/1999 | Kærumál Farbann | Úrskurður héraðsdóms um að I skyldi sæta farbanni á grundvelli 110. gr. sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt þar til dómur fellur í máli hennar, en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 5. janúar 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 464/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 14. desember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 1999. Ár 1999, þriðjudaginn 23. nóvember er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður um kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að [...] verði látinn sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 14. nóvember 1999, kl. 16.00. Málavextir. Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess að kærði í máli þessu, [...], verði látinn sæta gæsluvarðhaldi áfram til þriðjudagsins 14. desember nk., kl. 14,00 vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnabroti sem varðað geti við 173. gr. a almennra hegningarlaga. [...] Niðurstaða. Kærði hefur viðurkennt að vera riðin við stórfellt fíkniefnabrot. Rannsókn málsins er ekki lokið og ber mikið á milli kærða og annarra sem grunaðir eru í málinu. Þá er eftir að afla gagna í því frá [...]. Þykir vera hætta á því að kærði geti spillt fyrir rannsókn málsins svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, fái kærði að ganga laus. Ber því og með heimild í a - lið 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála að ákveða að hann sæti gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 14. nóvember 1999, kl. 16.00. Úrskurðarorð: Kærði, [...], sæti gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 14. desember 1999, kl. 16.00. |
Mál nr. 462/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 14. desember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 1999. Ár 1999, þriðjudaginn 23. nóvember er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður um kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að [...] verði látinn sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 14. nóvember 1999, kl. 16,00. Málavextir. Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess að kærði í máli þessu, [...], verði látinn sæta gæsluvarðhaldi áfram til þriðjudagsins 14. desember nk., kl. 14.00 vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnabroti sem varðað geti við 173. gr. a almennra hegningarlaga. [...] Niðurstaða. Kærði hefur viðurkennt að vera riðin við stórfellt fíkniefnabrot. Rannsókn málsins er ekki lokið og ber mikið á milli kærða og annarra sem grunaðir eru í málinu. Þá er eftir að afla gagna í því frá [...]. Þykir vera hætta á því að kærði geti spillt fyrir rannsókn málsins svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, fái kærði að ganga laus. Ber því og með heimild í a - lið 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála að ákveða að hann sæti gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 14. nóvember 1999, kl. 16,00. Úrskurðarorð: Kærði, [...], sæti gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 14. desember 1999, kl. 16.00. |
Mál nr. 453/1999 | Kærumál Nauðungarsala Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi | B, BS, S, SS, V og J voru skipverjar á skipinu A þegar það var selt nauðungarsölu. Lýstu þeir kröfum í söluverð A um ógreidd laun, en gögn um þær kröfur voru ekki lögð fram í málinu. Mótmæltu þeir frumvarpi sýslumanns um úthlutun og gerðu sömu kröfur og þeir höfðu uppi í málinu. Ákveðið var að frumvarpið skyldi standa óbreytt varðandi skipverjana og lögðu þeir kröfur sínar fyrir héraðsdóm og tóku K og H til varna. Staðfesti héraðsdómur úthlutun á uppboðsandvirði A. Talið var að H hefði ekki lögvarða hagsmuni af ágreiningi málsins og var kröfu hans hafnað. Talið var að viðhlítandi greinargerð um fjárhæð dómkrafna B, BS, S, SS, V og J skorti og var málinu vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 8. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 28. október 1999, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins á Akureyri 2. febrúar 1999 um úthlutun söluverðs Arnarborgar EA 316 til sóknaraðila. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðilar krefjast þess að ákvörðun sýslumanns um úthlutun á söluverðinu verði breytt þannig að Baldri Snorrasyni verði úthlutað 1.166.059 krónum, Birni Snorrasyni 801.944 krónum, Sergejs Kuznecovs 1.126.838 krónum, Snorra Snorrasyni 1.359.267 krónum, Vali Smára Þórðarsyni 959.921 krónu og Jurijs Semjonovs 1.467.973 krónum. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Kælismiðjan Frost hf. krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur, en til vara að kröfur sóknaraðila verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Héðinn-Smiðja hf. krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur með þeirri breytingu að sóknaraðilar verði dæmdir til að greiða sér málskostnað í héraði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. I. Samkvæmt gögnum málsins var skipið Arnarborg EA 316, eign Útgerðarfélagsins Áss ehf., seld nauðungarsölu af sýslumanninum á Akureyri 30. september 1998. Var skipið í Færeyjum þegar uppboð fór fram, en var siglt til Íslands í lok október 1998. Þegar skipið var selt munu sóknaraðilar hafa lýst kröfum í söluverð þess um ógreidd laun, en í málinu liggja ekki fyrir gögn um þær kröfur. Í frumvarpi sýslumanns frá 3. desember 1998 var gert ráð fyrir að sóknaraðilar fengju úthlutun af söluverðinu sem hér segir: Baldur Snorrason 811.711 krónur, Björn Snorrason 547.973 krónur, Sergejs Kuznecovs 753.834 krónur, Snorri Snorrason 623.030 krónur, Valur Smári Þórðarson 887.843 krónur og Jurijs Semjonovs 957.886 krónur. Mótmæltu sóknaraðilar frumvarpinu með bréfum 10. desember 1998 og gerðu þá sömu kröfur og þeir gera nú í málinu. Á fundi sýslumanns um mótmæli við frumvarpið 2. febrúar 1999 var ákveðið að það skyldi óbreytt standa hvað sóknaraðila varðaði. Í framhaldi af því lögðu sóknaraðilar kröfur sínar um breytingar á frumvarpinu fyrir héraðsdóm og tóku varnaraðilar þar til varna gegn kröfunum. II. Samkvæmt frumvarpi sýslumanns skipuðu sóknaraðilar 9. til 14. sæti í veðröð við úthlutun á söluverði skipsins. Að baki þeim átti varnaraðilinn Héðinn-Smiðja hf. að vera 18. í röð rétthafa og fá úthlutað 3.713.020 krónum, en varnaraðilinn Kælismiðjan Frost hf. átti að fá eftirstöðvar söluverðs, samtals 17.981.288 krónur, greiddar upp í tvær veðkröfur og skipaði 20. og 21. sæti í veðröð. Á fyrrnefndum fundi sýslumanns 2. febrúar 1999 voru ákveðnar breytingar á frumvarpinu, sem urðu til þess að úthlutun til Kælismiðjunnar Frosts hf. lækkaði í 17.807.960 krónur. Þótt kröfur sóknaraðila yrðu teknar til greina að fullu geta þær samkvæmt þessu í engu breytt úthlutun, sem varnaraðilanum Héðni-Smiðju hf. var ætluð í frumvarpi sýslumanns. Verður því ekki séð að sá varnaraðili hafi lögvarða hagsmuni af ágreiningsefni málsins. Þegar af þeirri ástæðu verður hafnað kröfu hans í málinu. Fellur málskostnaður milli hans og sóknaraðila niður í héraði og fyrir Hæstarétti. III. Sem fyrr segir liggja ekki fyrir í málinu gögn um kröfur, sem sóknaraðilar lýstu þegar uppboð var haldið á Arnarborg EA 316. Þegar sóknaraðilar mótmæltu frumvarpi sýslumanns gerðu þeir kröfu um að því yrði breytt í það horf, sem í dómkröfum þeirra er getið. Í bréfum sóknaraðila 10. desember 1998 um þetta efni voru kröfur þeirra sundurliðaðar þannig að fram kom heildarfjárhæð launa fyrir einstaka mánuði á tímabilinu frá júlí 1998 til loka þess tíma, sem einstakir sóknaraðilar töldu sig eiga rétt til launa. Jafnframt var þar greint frá fjárhæð dráttarvaxta, málskostnaðar og kostnaðar af gerð kröfulýsingar og móti við uppboð. Í málinu liggja einnig fyrir sundurliðaðir útreikningar á mánaðarlaunum hvers sóknaraðila fyrir sig, en þeir voru sendir sýslumanninum á Akureyri með bréfi 1. febrúar 1999 í tengslum við fund um mótmæli gegn frumvarpi til úthlutunar á söluverði skipsins. Þeir útreikningar eru ekki í samræmi við dómkröfur sóknaraðila, eins og þær voru skýrðar í fyrrgreindum bréfum þeirra 10. desember 1998. Skortir af þessum sökum viðhlítandi greinargerð um fjárhæð dómkrafna sóknaraðila. Vegna þessarar vanreifunar á málinu verður ekki komist hjá að vísa því sjálfkrafa frá héraðsdómi. Varnaraðilinn Kælismiðjan Frost hf. hefur ekki kært úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti. Verður því ekki hreyft við niðurstöðu úrskurðarins um málskostnað. Sóknaraðilum verður gert í sameiningu að greiða þessum varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði fellur niður. Sóknaraðilar, Baldur Snorrason, Björn Snorrason, Sergejs Kuznecovs, Snorri Snorrason, Valur Smári Þórðarson og Jurijs Semjonovs greiði í sameiningu varnaraðilanum Kælismiðjunni Frosti hf. 100.000 krónur í kærumálskostnað. Kærumálskostnaður fellur niður á milli sóknaraðila og varnaraðilans Héðins-Smiðju hf. |
Mál nr. 456/1999 | Kærumál Húsleit Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | H kærði úrskurð héraðsdóms sem heimilaði leit í húsakynnum hennar. Þar sem húsleitin hafði þegar farið fram þegar H kærði úrskurðinn brast heimild til kærunnar. Var málinu vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 12. nóvember 1999, þar sem sóknaraðila var veitt heimild til leitar í húsakynnum varnaraðila að Vestursíðu 32 á Akureyri. Um kæruheimild vísar varnaraðili til 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri úrskurð héraðsdómara til að fá hann felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins fór umrædd húsleit fram áður en úrskurður héraðsdómara var kærður. Með vísan til 3. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 brestur af þeim sökum heimild til kæru úrskurðarins. Verður málinu því vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 12. nóvember 1999. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar nú í dag er tilkomið vegna kröfu lögreglunnar á Akureyri um að húsleit fari fram í húsakynnum Helenu Óskar Harðardóttur, kt. 251277-4009, Vestursíðu 32, Akureyri, þar sem lögreglan hafi rökstuddan grun um að Helena Ósk geymi fíkniefni ásamt tækjum og tólum til fíkniefnaneyslu á heimili sínu. Er vísað til framlagðra gagna málsins og eru lagarök reifuð hér að framan, við fyrirtöku. Með vísan til gagna málsins svo og til 1. mgr. 89. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála fellst dómurinn á húsleitarkröfuna. Úrskurð þennan kvað upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari. Úrskurðarorð: Lögreglunni á Akureyri er heimiluð leit að Vestursíðu 32, Akureyri, þ.e.a.s. íbúð, geymslustöðum og öðrum hirslum í eigu Helenu Óskar Harðardóttur, kt. 251277-4009. |
Mál nr. 458/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 25. nóvember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 457/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. nóvember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 452/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Talið var að fram væri kominn rökstuddur grunur um að X hefði brotið gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem varðað gæti hann allt að 10 ára fangelsi, og var brotið talið þess eðlis að gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Var X gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um framhald gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 15. mars 2000. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili er grunaður um aðild að mjög umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem sóknaraðili hefur haft til rannsóknar síðastliðna mánuði. Hefur varnaraðili játað fyrir dómi aðild að innflutningi á fíkniefnum, með því að hafa tekið sex sinnum sendingar úr vörslum Samskipa hf., þar sem hann var starfsmaður, og komið þeim til skila samkvæmt fyrirmælum bróður síns, sem einnig er grunaður um aðild að málinu. Hafi hann í sumum tilvikum vitað fyrirfram að fíkniefni væru í sendingunum, en í öðrum fengið um það vitneskju eftir á. Þá hefur varnaraðili gengist við því fyrir dómi að hafa tekið í ein tíu skipti við peningum frá mönnum hér á landi og sent til Danmerkur til kaupa á fíkniefnum. Kvaðst hann telja fjárhæðina geta numið allt að 10.000.000 krónum. Fyrir þetta hafi hann fengið greitt á að giska 500.000 krónur. Samkvæmt framansögðu er fyrir hendi rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi brotið gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974, sem varðað getur hann allt að tíu ára fangelsi. Brotið er þess eðlis að telja verður gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Verður varnaraðila því gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Fallist verður á kröfu sóknaraðila um lengd gæsluvarðhalds, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 15. mars 2000 kl. 16. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 91/1991 að X, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans þó eigi lengur en til miðvikudagsins 15. mars nk. kl. 16.00. [...] Lögreglustjórinn byggir kröfu sína alfarið á 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt þeirri grein má úrskurða mann í gæsluvarðhald ef sterkur grunur er um að hann hafi framið brot, er geti að lögum varðað allt að 10 ára fangelsi og brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þrátt fyrir að kærði hafi viðurkennt að hafa átt þátt í innflutningi á nokkru magni af hassi til landsins og annast um að senda peninga til bróður síns eins og rakið var þá er það mat dómsins að þáttur hans í máli þessu sé ekki svo stórfelldur að almannahagsmunir krefjist þess að hann sitji áfram í gæsluvarðhaldi og er kröfu lögreglustjóra þess vegna hafnað. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. úrskurðarorð Kröfu lögreglustjóra um að kærði, X, [...], sæti gæsluvarðhaldi er hafnað. |
Mál nr. 450/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 15. mars 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, en til vara að því verði markaður skemmri tími. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 451/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. nóvember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. nóvember 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 15. mars 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, en til vara að því verði markaður skemmri tími. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 427/1999 | Kærumál Málskostnaðartrygging | I höfðaði mál gegn H, þar sem hann krafðist þess að fellt yrði úr gildi árangurslaust fjárnám, sem gert var hjá honum að kröfu H. H krafðist þess að I yrði gert að setja málskostnaðartryggingu vegna málsins. Talið var að I hefði ekki hnekkt líkum, sem fjárnámið veitti fyrir því að hann væri ófær um að greiða málskostnað, ef sá kostnaður yrði felldur á hann í málinu. Var I gert að setja málskostnaðartryggingu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. október 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja málskostnaðartryggingu í máli sínu samkvæmt 15. kafla laga nr. 90/1989 um aðför gegn sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989, eins og þeim var breytt með 102. gr. laga nr. 92/1991, sbr. o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í málinu krefst varnaraðili þess að fellt verði úr gildi árangurslaust fjárnám, sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá honum fyrir kröfu sóknaraðila 15. júlí 1999. Varnaraðili hefur ekki hnekkt líkum, sem það fjárnám veitir fyrir því að hann sé ófær um að greiða málskostnað, ef sá kostnaður verður felldur á hann í þessu máli. Með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 94. gr. laga nr. 90/1989, verður varnaraðila því gert að setja innan tveggja vikna frá uppsögu þessa dóms tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 70.000 krónur í því formi, sem héraðsdómari metur gilt. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðila, Ingólfi Karli Sigurðssyni, er gert að setja innan tveggja vikna frá uppsögu þessa dóms tryggingu í því formi, sem héraðsdómari metur gilt, að fjárhæð 70.000 krónur fyrir greiðslu málskostnaðar í máli nr. Y-5/1999 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 428/1999 | Kærumál Málskostnaðartrygging | M höfðaði mál gegn H, þar sem hún krafðist þess að fellt yrði úr gildi árangurslaust fjárnám, sem gert var hjá henni að kröfu H. H krafðist þess að M yrði gert að setja málskostnaðartryggingu vegna málsins. Talið var að M hefði ekki hnekkt líkum, sem fjárnámið veitti fyrir því að hún væri ófær um að greiða málskostnað, ef sá kostnaður yrði felldur á hana í málinu. Var M gert að setja málskostnaðartryggingu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. október 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja málskostnaðartryggingu í máli sínu samkvæmt 15. kafla laga nr. 90/1989 um aðför gegn sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989, eins og þeim var breytt með 102. gr. laga nr. 92/1991, sbr. o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í málinu krefst varnaraðili þess að fellt verði úr gildi árangurslaust fjárnám, sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá henni fyrir kröfu sóknaraðila 15. júlí 1999. Varnaraðili hefur ekki hnekkt líkum, sem það fjárnám veitir fyrir því að hún sé ófær um að greiða málskostnað, ef sá kostnaður verður felldur á hana í þessu máli. Með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 94. gr. laga nr. 90/1989, verður varnaraðila því gert að setja innan tveggja vikna frá uppsögu þessa dóms tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 70.000 krónur í því formi, sem héraðsdómari metur gilt. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðila, Maríu Svandísi Guðnadóttur, er gert að setja innan tveggja vikna frá uppsögu þessa dóms tryggingu í því formi, sem héraðsdómari metur gilt, að fjárhæð 70.000 krónur fyrir greiðslu málskostnaðar í máli nr. Y-6/1999 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 252/1999 | Ómerking Heimvísun | X var ákærður fyrir að hafa átt í kynferðissamabandi við þrettán ára gamla stúlku. Við aðalmeðferð fyrir héraðsdómi bar stúlkan, að X hefði komið til síðbúinnar fermingarveislu sinnar og þá verið kunnugt um tilefnið, en upplýsingar um þetta komu ekki fram í rannsóknargögnum lögreglu. Talið var, að fullt tilefni hefði verið til frekari skýringar þessa atriðis við meðferð málsins í héraði, en ekkert var vikið að þessu í niðurstöðum héraðsdóms. Þótti ekki verða séð, að héraðsdómari hefði lagt sérstakt mat á trúverðuleika framburðar stúlkunnar og væri mat hans á framburði X óskýrt. Að þessu virtu þótti ekki verða hjá því komist að ómerkja sýknudóm héraðsdóms og vísa málinu heim í hérað til nýrrar aðalmeðferðar og dómsálagningar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins 11. júní 1999 til endurskoðunar á grundvelli 148. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 8. gr. laga nr. 37/1994, til sakfellingar samkvæmt ákæru og refsiákvörðunar. Ákærði krefst þess, að héraðsdómur verði staðfestur. I. Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur 19. ágúst 1999, þremur mánuðum eftir uppsögu héraðsdóms, óskaði ríkissaksóknari eftir því, að teknar yrðu skýrslur fyrir dómi af þremur vitnum, þar á meðal föður kæranda og fyrrverandi unnustu ákærða, og var vísað til 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. Með fylgdi upplýsingaskýrsla lögreglu, þar sem fram kom, að vitnin gætu gefið upplýsingar um þá vitneskju, er ákærði kynni að hafa haft um aldur kæranda og fermingu hennar í apríl 1996. Vitnamál var háð fyrir héraðsdómi 20. ágúst 1999 og skýrslur teknar af vitnunum. Hafa þær verið lagðar fyrir Hæstarétt. Af hálfu ákæruvaldsins hefur ekki verið réttlætt, hvers vegna vitnin voru ekki kvödd fyrir héraðsdóm, þegar málið var þar til dómsmeðferðar. Ekki kemur fram í rannsóknargögnum lögreglu, að reynt hafi verið að grafast fyrir um vitneskju þessara eða annarra vitna um kynni ákærða af kæranda, þegar frá er talinn sá maður, sem ákærði bjó hjá frá miðju ári 1996 til vors 1997. Einkum sýnist þó ærin ástæða hafa verið til að taka skýrslur af föður kæranda og fyrrverandi unnustu ákærða, sem höfðu fylgst með umgengni þeirra mánuðum saman í hesthúsunum [...] við [...] eða frá því í febrúar 1996. II. Kærandi bar við aðalmeðferð fyrir héraðsdómi, að hún hefði haldið síðbúna fermingarveislu í hesthúsunum 29. apríl 1996 og ákærði hefði komið þangað og þegið veitingar. Hefði honum verið kunnugt um tilefnið og raunar einnig verið boðið í sjálfa fermingarveisluna daginn áður, en hann hefði ekki verið þar. Upplýsingar um þetta komu ekki fram í rannsóknargögnum lögreglu. Við mat á því, hvort ákærða hafi verið eða mátt vera kunnugt um aldur kæranda, þegar þau hófu kynferðissamband sitt, hlýtur að skipta verulegu máli, hvort hann hafi vitað um fermingu hennar í apríl 1996. Þegar kærandi hafði borið fyrir héraðsdómi með framangreindum hætti var fullt tilefni til viðbragða, bæði af hálfu ákæruvalds og dómara málsins, sbr. 3. mgr. 128. gr. laga nr. 19/1991. Héraðsdómari átti auk þess kost á því eftir dómtöku að ákveða framhaldsmeðferð í samráði við sakflytjendur og kveða á um frekari gagnaöflun, sbr. 131. gr. laga nr. 19/1991. Ekkert var þó að gert og dómari víkur ekki að þessum framburði í niðurstöðukafla héraðsdóms. Þá verður ekki séð, að héraðsdómari hafi lagt sérstakt mat á trúverðugleika framburðar kæranda, og mat hans á framburði ákærða er óskýrt. III. Með hliðsjón af framangreindu þykir ekki verða hjá því komist að ómerkja héraðsdóm og málsmeðferð í héraði frá upphafi aðalmeðferðar og vísa málinu heim í hérað til nýrrar meðferðar og dómsálagningar að nýju, sbr. 2. málslið 1. mgr. 156. gr. laga nr. 19/1991. Eftir þessum úrslitum ber að greiða úr ríkissjóði allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði frá upphafi aðalmeðferðar 23. apríl 1999 eiga að vera ómerk og er málinu vísað heim í hérað til nýrrar aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Allur sakarkostnaður í héraði til þessa og áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, Lúðvíks Emils Kaaber héraðsdómslögmanns, 60.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. |
Mál nr. 424/1999 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur | G höfðaði mál gegn Bændasamtökum Íslands (BÍ), Bjargráðasjóði (B) og íslenska ríkinu. Krafðist hann þess að ákvörðun stjórnar BÍ, sem samþykkt var af stjórn B, um niðurfellingu á gjaldi af afurðum garðyrkju- og gróðurhúsa til B, og auglýsingar landbúnaðarráðuneytisins um niðurfellingu gjaldsins yrðu dæmdar ólögmætar. Þá krafðist hann bóta frá B vegna uppskerutjóns, endurgreiðslu tvítekinnar greiðslu frá B og skaðabóta og miskabóta úr hendi allra stefndu. Héraðsdómur taldi að ekki hefði þýðingu fyrir úrlausn málsins að dæma um gildi umræddra ákvarðana stjórna BÍ og B eða auglýsinga varðandi þær, þar sem að á þessum ákvörðunum hefði ekki verið byggt við afgreiðslu bóta til G og var kröfunum vísað frá dómi. Þá voru kröfur G um skaðabætur og miskabætur taldar svo óljósar og vanreifaðar að þeim yrði vísað frá dómi. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. október. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 1999, þar sem vísað var frá dómi nánar tilteknum liðum í stefnukröfu í máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast allir staðfestingar hins kærða úrskurðar og varnaraðilinn Bændasamtök Íslands auk þess kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðilanum Bændasamtökum Íslands kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Geir Hjartarson, greiði varnaraðilanum Bændasamtökum Íslands 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 433/1999 | Kærumál Nauðungarvistun | Staðfest var niðurstaða héraðsdómara um að hafna kröfu X um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til þess að hún yrði vistuð gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 21. október 1999, þar sem staðfest var ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 14. sama mánaðar um að sóknaraðili yrði vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. Kæruheimild er í 4. mgr. 31. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Skilja verður kæruna svo að sóknaraðili krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 4. mgr. 31. gr., sbr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Ólafs Birgis Árnasonar hæstaréttarlögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 40.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 438/1999 | Kærumál Ökuréttur Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Með dómi héraðsdóms var B sviptur ökurétti. B sótti um leyfi til áfrýjunar dómsins og krafðist þess í kjölfarið að sviptingu ökuréttar yrði frestað samkvæmt 2. málsl. 104. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði héraðsdóms. Talið var að heimild til kæru væri ekki að finna í umferðarlögum. Þá yrði kæra ekki heldur reist á 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, enda tæki það ákvæði ekki til annarra úrskurða eða ákvarðana en þeirra er um ræddi í þeim lögum. Var málinu því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 22. október 1999, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um frestun ökuréttarsviptingar. Hann krefst þess að sú krafa verði tekin til greina. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 20. september 1999 var varnaraðila gert að greiða 25.000 krónur í sekt og sæta sviptingu ökuréttar í einn mánuð frá birtingu dómsins fyrir brot gegn 2. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Var dómurinn birtur varnaraðila 17. október sl. Fór varnaraðili þess á leit við héraðsdóm 19. sama mánaðar að ákveðið yrði með úrskurði að frekari framkvæmd á ökuréttarsviptingu yrði frestað á grundvelli 2. málsl. 104. gr. umferðarlaga. Þeirri kröfu var hafnað með hinum kærða úrskurði. Í umferðarlögum er ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms þess efnis, sem hér um ræðir. Kæruheimild verður heldur ekki reist á 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, enda tekur það ákvæði ekki til annarra úrskurða eða ákvarðana en þeirra, sem um ræðir í þeim lögum. Skortir því heimild til kæru málsins og verður því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 422/1999 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Res Judicata | Þ höfðaði mál gegn Hollustuvernd ríkisins til heimtu bóta vegna uppsagnar úr starfi hjá stofnuninni. Vísaði héraðsdómari málinu frá þar sem að áður hafði verið dæmt í máli, sem Þ hafði höfðað gegn ríkissjóði til heimtu bóta vegna sömu uppsagnar. Talið var að varnaraðili í báðum málunum væri í reynd íslenska ríkið og að málsástæður væru ekki svo neinu næmi breyttar frá fyrri málshöfðun. Var niðurstaða héraðsdóms um frávísun málsins staðfest með vísan til 2. mgr. 116. gr. laga 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. október 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði neytti varnaraðili með bréfi 25. september 1992 heimildar samkvæmt ráðningarsamningi 10. mars 1987 til að segja sóknaraðila upp störfum hjá sér með þriggja mánaða fyrirvara. Sóknaraðili höfðaði mál 3. nóvember 1993 á hendur heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Þar krafðist hún bóta að fjárhæð 960.000 krónur vegna uppsagnarinnar, sem hún taldi í raun hafa verið ólögmæta brottvikningu úr stöðu. Sýknað var af þessari kröfu sóknaraðila með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. apríl 1994 og var honum ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur nú höfðað mál þetta gegn varnaraðila og krefst bóta að fjárhæð 45.540.720 krónur úr hendi hans vegna sömu uppsagnar úr starfi. Þótt fyrrnefndu máli, sem sóknaraðili höfðaði 3. nóvember 1993, hafi verið beint að ríkissjóði, en máli þessu í orði kveðnu að Hollustuvernd ríkisins, breytir það því ekki að aðilinn til varnar verður í báðum tilvikum réttilega talinn íslenska ríkið í reynd. Kröfufjárhæð í þessu máli er að vísu hærri en í fyrra málinu, en af málatilbúnaði sóknaraðila verður ekki ráðið að hún beri við svo neinu nemi í þetta sinn málsástæðum, sem ekki var haldið fram eða tilefni var til að hafa uppi í fyrra skiptið. Samkvæmt þessu og með vísan til þeirrar meginreglu, sem fram kemur í 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest um annað en málskostnað. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 417/1999 | Kærumál Útburður | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að B væri heimilt með beinni aðfarargerð að fá J borna út úr húsnæði sem M, látinn eiginmaður J, hafði afsalað til B. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 1999, þar sem varnaraðila var heimilað með beinni aðfarargerð að fá sóknaraðila borna út úr húsnæði í norðurhluta hússins að Klapparstíg 27 í Reykjavík. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um aðfarargerð verði hafnað og honum gert að greiða sér málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Jóhanna Tryggvadóttir, greiði varnaraðila, Búnaðarbanka Íslands hf., 75.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 420/1999 | Kærumál Innsetning Börn | Y krafðist þess að fá son sinn S tekinn af heimili X, föður drengsins, með beinni aðfarargerð. Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem heimilað var að gerðin færi fram og að S yrði komið í forsjá Y, en hún fór með forsjá drengsins samkvæmt úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. október sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. október 1999, þar sem varnaraðila var heimilað með beinni aðfarargerð að fá son aðilanna tekinn úr umsjá sóknaraðila og fenginn sér. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um aðfarargerð verði hafnað og henni gert að greiða sér málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnað í héraði, eins og í dómsorði greinir, en við ákvörðun fjárhæðar hans er gætt að dómi Hæstaréttar í dómasafni 1997, bls. 1106. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili, X, greiði varnaraðila, Y, 100.000 krónur í málskostnað í héraði. Kærumálskostnaður fellur niður. Aðfararbeiðni er dagsett 21. september 1999 og barst réttinum 27. s.m. Þann dag tók undirritaður dómari við málinu. Málið var þingfest í dag og tekið til úrskurðar. Gerðarbeiðandi, Y, [...], krefst dómsúrskurðar um að drengurinn S [...], skuli tekinn af heimili föður síns, gerðarþola, og fluttur á heimili móður sinnar, gerðarbeiðanda. Hún krefst þess einnig að aðfararfrestur verði felldur niður og að kæra úrskurðarins til Hæstaréttar fresti ekki aðför. Ennfremur krefst gerðarbeiðandi að gerðarþoli verði úrskurðaður til að greiða, gerðarbeiðanda þann lögfræðikostnað sem hann hefur orðið fyrir á árinu 1999 vegna þess að gerðarþoli hefur ekki farið að lögum. Gerðarþoli, X, [...], gerir eftirfarandi dómkröfur: 1. Að synjað verði um kröfu gerðarbeiðanda um aðfararheimild. 2. Þess er krafist, að verði dómur við kröfum gerðarbeiðanda, fresti málskot til æðra dóms aðför. Því er mótmælt að aðfararfrestur verði felldur niður. 3. Málskostnaðarkröfu gerðarbeiðanda er mótmælt án tillits til niðurstöðu máls. Þá er þess krafist að gerðarbeiðandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar og að heimiluð verði aðför hjá gerðarbeiðanda fyrir málskostnaði. |
Mál nr. 414/1999 | Kærumál Útburður Húsaleigusamningur Riftun Greiðsla | Vegna vanskila á húsaleigu fyrir húsnæði í eigu V krafðist hann þess að leigutakinn Þ yrði borinn út. Taldi Þ að hann hefði efnt skyldu sína til leigugreiðslna með því að afhenda V sex svalahurðir, en V mótmælti því. Talið var að Þ hefði ekki sannað að hann hefði efnt skyldu sína til greiðslu húsaleigu. Var réttur V til að rifta leigusamningnum talinn það skýr að fullnægt væri skilyrðum 78. gr., sbr. 83. gr., laga nr. 90/1989 um aðför. Var fallist á kröfu V um heimild til útburðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. október sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. september 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að honum yrði heimilað að fá varnaraðila borinn út með beinni aðfarargerð úr verksmiðjuhúsnæði við Ljósatröð við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að beiðni hans um aðför nái fram að ganga og varnaraðila verði gert að greiða málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað, sem hann krefst úr hendi sóknaraðila í héraði ásamt kærumálskostnaði. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði er hvorki ágreiningur um eignarrétt sóknaraðila að húsnæðinu, sem krafist er að varnaraðili verði borinn út úr, fjárhæð húsaleigu né að varnaraðili hafi ekki innt af hendi mánaðarlega leigugreiðslu vegna apríl, maí og júní 1999. Í málinu liggur fyrir greiðsluáskorun, sem sóknaraðili sendi varnaraðila 11. júní 1999, svo og símskeyti 30. sama mánaðar, þar sem sóknaraðili rifti húsaleigusamningi aðilanna með vísan til 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Varnaraðili heldur því fram að hann hafi efnt skyldu sína til leigugreiðslu fyrir húsnæðið með því að afhenda sóknaraðila sex svalahurðir. Sóknaraðili telur varnaraðila hins vegar hafa smíðað umræddar hurðir úr efni, sem hann hafi tekið í heimildarleysi úr húsnæði sóknaraðila. Hafi því forráðamenn sóknaraðila tekið hurðirnar í sínar vörslur og krafist greiðslu endurgjalds fyrir timbrið. Samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 gildir það almenna skilyrði fyrir beinni aðfarargerð að sá réttur, sem gerðarbeiðandi leitar fullnustu á, sé svo ljós að sönnur verði fengnar fyrir honum með gögnum, sem færð verða fram fyrir dómi með stoð í 83. gr. laganna. Varnaraðili hefur ekki sannað þá staðhæfingu að hann hafi efnt skyldu sína til greiðslu húsaleigu með því að afhenda varnaraðila fyrrnefndar svalahurðir, en fyrir því ber hann sönnunarbyrði. Að þessu gættu er réttur sóknaraðila til að rifta leigusamningi aðilanna það skýr að fullnægt er áðurgreindum skilyrðum fyrir beinni aðfarargerð, en í málinu verður ekki dæmt að öðru leyti um deilur málsaðilanna um ætlaða töku varnaraðila á efni úr húsnæði sóknaraðila. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila um heimild til útburðar. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Sóknaraðila, Verksmiðju Reykdals sf., er heimilt að fá varnaraðila, Þorstein Svan Jónsson, borinn út úr verksmiðjuhúsnæði við Ljósatröð við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Varnaraðili greiði sóknaraðila samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 421/1999 | Kærumál Fjárnám Skuldabréf | I krafðist þess að ógilt yrði fjárnám, sem gert var hjá honum að kröfu S. Taldi hann að honum sem sjálfskuldarábyrgðarmanni hafi ekki verið gefinn kostur á að greiða kröfuna áður en hún komst í vanskil og hafi honum því ekki verið skylt að greiða hærri upphæð en sem næmi höfuðstól kröfunnar og samningsvöxtum. Féllst héraðsdómari ekki á umrædd rök og úrskurðaði að fjárnámsgerðin skyldi standa óröskuð. Var sú niðurstaða staðfest með vísan til forsendna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. október sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 28. september 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að ógilt yrði fjárnám, sem sýslumaðurinn á Akureyri gerði hjá honum 12. maí 1999 að kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst að fyrrnefnt fjárnám verði ógilt. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ingimundur Bernharðsson, greiði varnaraðila, Samskipum hf., 75.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar þann 17. þ.m. að loknum munnlegum flutningi, er höfðað með beiðni sóknaraðila dagsettri 18. maí 1999, móttekinni af Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 19. maí 1999 og þingfestri þann 7. júní 1999. Sóknaraðili er Ingimundur Bernharðsson kt. 210255-5599, Reykjasíðu 14, Akureyri, en varnaraðil er Samskip hf., kt. 440986-1539, Holtabakka, Holtavegi, Reykjavík. Sóknaraðili gerir þær dómkröfur að fjárnámsgerð sýslumannsins á Akureyri, nr. 024-1999-00607 sem fram fór hjá sóknaraðila þann 12. maí 1999, fyrir kr.345.398,- í eign sóknaraðila að Draupnisgötu 7 L, Akureyri, að kröfu Samskipa hf. verði ógilt með úrskurði. Varnaraðili krefst þess að hin umdeilda aðfarargerð standi óröskuð og að honum verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi sóknaraðila samkvæmt málskostnaðar-reikningi. Málsatvik eru þau, að sögn sóknaraðila að krafa gerðarbeiðanda, varnaraðila í máli þessu, byggi á skuldabréfi, útgefnu af Bílver hf., kt.660384-0739, Draupnisgötu 7 I, Akureyri. Kveðst sóknaraðili hafa áritað bréf þetta sem sjálfsskuldarábyrgðar-maður, en ekki fengið neinar tilkynningar um vanskil bréfsins fyrr en honum var birt greiðsluáskorun hinn 22. febrúar 1999. Telur sóknaraðili að þar sem honum sem sjálfsskuldarábyrgðarmanni hafi ekki verið gefinn kostur á að greiða kröfuna áður en hún komst í vanskil hafi honum ekki verið skylt að standa skil á hærri upphæð en sem næmi höfuðstól og samningsvöxtum. Sóknaraðili kveðst hafa fullnægt þessum skyldum sínum með því að geymslugreiða kr. 232.620,- þann 9. mars 1999 og kveður hann varnaraðila hafa fengið tilkynningu um þetta. Sóknaraðili kveður að vegna þess að hann hafi þannig staðið full skil á sjálfsskuldarábyrgð sinni hafi ekki verið fyrir hendi lagaskilyrði til að umdeild aðför færi fram. Kveðst hann hafa mætt við gerðina og haft uppi mótmæli, en þeim verið hafnað af sýslumanni. Varnaraðili lýsir málsatvikum svo að hér sé um einfalda innheimtu á skuldabréfi að ræða. Kveður varnaraðili bréfið ekki hafa fengist greitt hjá aðalskuldara og því hafi kröfum verið beint að sjálfsskuldarábyrgðarmanni. Sóknaraðili kveðst byggja málatilbúnað sinn á því að honum beri ekki sem sjálfsskuldarábyrgðarmanni að standa skil á hærri upphæð en sem nemur höfuðstól og samningsvöxtum. Heldur sóknaraðili því fram að þetta stafi af því að honum hafi sem sjálfsskuldarábyrgðarmanni ekki borist tilkynningar um að bréfið væri í vanskilum og því ekki gefinn kostur á því að greiða áður en vanskilakostnaður félli á kröfuna. Telur sóknaraðili að geymslugreiðsla sú er hann framkvæmdi þann 9. mars 1999 hafi falið í sér fullar efndir af hans hálfu og því hafi lagaskilyrði skort fyrir hinni umdeildu aðfarargerð. Varnaraðili kveður kröfu sína byggða á skuldabréfi er sóknaraðili ritaði undir sem sjálfsskuldarábyrgðarmaður. Kveður varnaraðili að í skuldabréfinu sé greint að öll ákvæði þess gildi gagnvart sjálfsskuldarábyrgðarmanni. Varnaraðili kveður að hvergi sé að finna ákvæði í skuldabréfinu um tilkynningaskyldu gagnvart sjálfsskuldarábyrgðarmanni, þvert á móti sé það tekið fram að ábyrgðin gildi jafnt þótt greiðslufestur sé veittur einu sinni eða oftar, uns skuldin sé að fullu greidd. Ennfremur kveður varnaraðili geymslugreiðslu sóknaraðila ekki hafa neitt gildi að lögum, þar sem sóknaraðila hafi verið fullkunnugt um hvar umrætt skuldabréf var vistað og hafi því engir annmarkar verið á því að koma greiðslu til skila. Auk þessa kveður varnaraðili að aðalskuldaranum, Ey ehf., sem upphaflega hét Bílver hf., sé stjórnað af sóknaraðila, en sóknaraðili sé bæði stjórnarmaður og framkvæmdastjóri. Telur varnaraðili því að sóknaraðila gæti ekki hafa dulist að innheimtuaðgerðum og áminningum var beint að aðalskuldara og því alltaf vitað um vanskil á greiðslu umrædds skuldabréfs. Kveður varnaraðili að af þessu sé ljóst að málsástæður sóknaraðila séu rangar og algerlega órökstuddar og fer fram á ríflegan málskostnað vegna þessarar tilefnislausu málshöfðunar. Með vísan í rökstuðning varnaraðila sem hefur trausta stoð í gögnum málsins er kröfu sóknaraðila hafnað. Sóknaraðili greiði varnaraðila kr.150.000,- í málskostnað. Freyr Ófeigsson, dómstjóri kveður upp úrskurð þennan Ályktarorð: Fjárnámsgerð sýslumannsins á Akureyri, nr. 024-1999-00607 sem fram fór hjá sóknaraðila, Ingimundi Bernharðssyni, þann 12. maí 1999, skal standa óröskuð. Sóknaraðili greiði varnaraðila, Samskipum hf., kr. 150.000,- í málskostnað. |
Mál nr. 415/1999 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Héraðsdómari ákvað að fella niður mál, sem E höfðaði gegn Í, með vísan til 6. mgr. 17. gr. og b. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem E varð ekki við tilmælum dómara um að ráða sér hæfan umboðsmann. Talið var að héraðsdómaranum hefði verið þetta heimilt án þess að úrskurður yrði kveðinn upp, en að ákvörðun dómarans sætti ekki kæru og var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 1999 um að fella niður mál sóknaraðila á hendur varnaraðila. Skilja verður kæru sóknaraðila svo að hann krefjist að ákvörðun þessi verði felld úr gildi og málið tekið til efnismeðferðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til 6. mgr. 17. gr. og b. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála felldi héraðsdómari niður mál sóknaraðila gegn varnaraðila með hinni kærðu ákvörðun. Var þetta heimilt samkvæmt 3. mgr. 105. gr. sömu laga án þess að úrskurður yrði upp kveðinn, enda verður ekki ráðið af bókun um þetta efni í þingbók að ágreiningur hafi staðið um ákvörðunina og gerði varnaraðili ekki kröfu um málskostnað. Samkvæmt 143. gr. laga nr. 91/1991 sæta ekki kæru til Hæstaréttar annað en úrskurðir í einkamáli um nánar tiltekin atriði, sem þar eru tæmandi talin. Ákvörðun héraðsdómara um atriði varðandi einkamál getur hins vegar aldrei ein út af fyrir sig sætt kæru. Brestur þannig kæruheimild í málinu og er því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Héraðsdómur Reykjavíkur 29. september 1999. Ár 1999, miðvikudaginn 29. september, er dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur háð í Dómhúsinu við Lækjartorg af Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara. Fyrir er tekið: Málið nr. E-170/1999 Eggert Arnórsson gegn fjármálaráðuneyti. Skjöl málsins nr. 1- 25 liggja frammi. Stefnandi sækir sjálfur þing. Af hálfu stefnda sækir þing Jón G. Tómasson hrl. Dómarinn innti stefnanda eftir því hvort hann hefði fengið lögmann til að fara með málið fyrir sig. Stefnandi kveðst hafa leitað til nokkra lögmanna og sýnir dómaranum bréf lögfræðing sem ekki hefur getað tekið málið að sér. Dómarinn gætti leiðbeiningaskyldu sinnar gagnvart stefnanda sem er ólöglærður. Með vísan til 6. mgr. 17. gr. og b liðar 1. mgr. 105. gr. laga um meðferð einkamála er mál þetta fellt niður. |
Mál nr. 266/1999 | Bifreið Líkamsáverkar | V var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi með því að hafa ekið bifreið sinni yfir óbrotna línu, fram úr annarri bifreið og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Var hann dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar auk sektar og ökuleyfissviptingar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 22. júní 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst mildunar á refsingu og að sviptingu ökuréttar verði markaður skemmri tími en ákveðinn var í héraðsdómi. Í málinu er ákærði sóttur til saka fyrir umferðarlagabrot og hegningarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sinni yfir óbrotna línu fram úr annarri bifreið á leið norður eftir Reykjanesbraut 11. janúar 1999 og valdið þannig árekstri við bifreið, sem var á leið suður eftir sama vegi, en við áreksturinn hlutu ökumaður og farþegi í síðastnefndri bifreið áverka, sem nánar er greint frá í hinum áfrýjaða dómi. Í héraði gekkst ákærði skýlaust við sakargiftum. Fyrir Hæstarétti hefur því verið borið við af hálfu ákærða að hann kunni að hafa misst stjórn á bifreiðinni umrætt sinn vegna þess að annar framhjólbarði hennar hafi sprungið og hún við það farið yfir á rangan vegarhelming. Þessum getgátum hefur ekki svo séð verði áður verið hreyft við rannsókn málsins eða meðferð þess fyrir dómi og eiga þær enga stoð í gögnum þess. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Valgarður Daði Gestsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. maí 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 26. f.m., er höfðað með ákæru sýslumannsins í Hafnarfirði, útgefinni 18. mars 1999, á hendur Valgarði Daða Gestssyni, kt. 180380-5909, Lækjarsmára 94, Kópavogi, fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 20. gr. og 36. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með því að hafa, „mánudaginn 11. janúar 1999 ekið bifreiðinni VZ-276, norður Reykjanesbraut austan við Lónakot, Hafnarfirði, framúr annarri bifreið á sömu leið án nægilegrar aðgæslu miðað við aðstæður. Við þennan framúrakstur fór ákærði yfir heila óbrotna línu er bannar framúrakstur og yfir á rangan vegarhelming, með þeim afleiðingum að árekstur varð með bifreið hans og bifreiðinni TY-909 er ekið var suður Reykjanesbraut. Við slysið fékk ökumaður bifreiðarinnar TY-909 m.a. heilahristing og missti meðvitund, en farþegi sömu bifreiðar viðbeinsbrotnaði, fingurbrotnaði, brotnaði á bringubeini og marðist víða, auk þess sem að vökvi kom í fleiðurhol og vinstra lunga féll saman”. Þess er krafist í ákæru að ákærði verði dæmdur til refsingar og sviptingar ökuréttar. Við þingfestingu málsins var því lýst yfir af hálfu ákæruvalds, að auk þeirra ákvæða, sem í ákæru greinir og hér að framan eru tilgreind, taki saksókn á hendur ákærða til 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 341/1989, enda rúmist sú heimfærsla innan verknaðarlýsingar ákæru. I. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Áverkum þeim, sem ökumaður og farþegi bifreiðarinnar TY-909 hlutu við áreksturinn, er lýst í framlögðum vottorðum Sigurgeirs Kjartanssonar læknis á skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Er lýsing á áverkum þeirra í ákæru í samræmi við vottorðin. Með skýlausri játningu ákærða, sem samræmist rannsóknargögnum lögreglu, einkum ljósmyndum af vettvangi og lýsingum vitna, þykir nægilega sannað að ákærði hafi í umrætt sinn gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með þeim framúrakstri, sem þar er lýst, braut ákærði gegn 2. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 23. gr. reglugerðar nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, sem breytt var með 6. gr. reglugerðar nr. 348/1998, en reglugerð nr. 341/1989 féll úr gildi við gildistöku reglugerðar nr. 289/1995 31. maí 1995. Hins vegar þykir tilvísun til 36. gr. umferðarlaga ekki eiga við svo sem atvikum var háttað. Við árekstur bifreiðanna, sem alfarið verður rakinn til framúraksturs ákærða, hlutu ökumaður og farþegi bifreiðarinnar TY-909 þá áverka sem í ákæru greinir. Háttsemi ákærða varðar því að auki við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Ákærði hefur samkvæmt framansögðu unnið sér til refsingar samkvæmt 219. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og hann er ungur að árum. Á móti kemur, að hann virti að vettugi bann við framúrakstri, sem að auki var varhugaverður í ljósi allra aðstæðna. Varð ákærði með þessum vítaverða akstri sínum valdur að umtalsverðu tjóni. Að þessu virtu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 1 mánuð, en rétt þykir að fresta fullnustu þeirrar refsingar og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá verður ákærða ennfremur gert að greiða 80.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi 20 daga fangelsi í hennar stað verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 44/1993, og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslands frá 20. desember 1994, H.1994.2892, ber að svipta ákærða ökurétti í 2 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Í yfirliti sýslumannsins í Hafnarfirði um sakarkostnað eru reikningar frá Aðalskoðun hf. vegna skoðunar á bifreið ákærða, að fjárhæð 3.723 krónur, og frá lækni og læknaritara vegna læknisvottorðs varðandi ákærða, að fjárhæð 12.500 krónur. Eins og hér stendur á verður sá kostnaður sem hér um ræðir ekki talinn óhjákvæmilegur hluti kostnaðar vegna rannsóknar máls og meðferðar þess, sbr. 164. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 35. gr. laga nr. 36/1999. Að þessum kostnaði frátöldum verður ákærða gert að greiða þann kostnað sem tilgreindur er á framlögðu yfirliti. Þá skal ákærði ennfremur greiða þóknun til skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, og þykir hún hæfilega ákveðin 30.000 krónur. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð : Ákærði, Valgarður Daði Gestsson, sæti fangelsi í 1 mánuð, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 80.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 20 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í 2 ár frá dómsbirtingu að telja. Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt framangreindu, þar með talda þóknun til skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. |
Mál nr. 409/1999 | Kærumál Útburður Lóðarleiga Uppsögn Hefð | K leigði íþróttafélaginu Í lóð undir íþróttahús árið 1930. Rann leigusamningurinn út árið 1964 og bar Í samkvæmt samningnum að fara með hús sitt af lóðinni nema leigusamningurinn yrði framlengdur. Ekki var gerður nýr leigusamningur, en hús Í var áfram á lóðinni. Í málinu krafðist K heimildar til að fá Í borið út af lóðinni með íþróttahúsið. Talið var, með vísan til 3. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905, að Í hefði ekki unnið eignarrétt á lóðinni fyrir hefð, þar sem félagið hefði viðurkennt, eftir að leigusamningur rann út, að það nyti einungis afnotaréttar af eignarlóð K. Þá var heldur ekki fallist á sjónarmið Í um að uppsagnarfrestur til að verða á brott með húsið hefði verið of skammur, né að brottnám hússins færi í bága við þjóðminjalög. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að K væri heimilað að fá Í borið út með íþróttahús sitt af lóð K með beinni aðfarargerð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. október sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. september 1999, þar sem varnaraðila var heimilað með beinni aðfarargerð að fá sóknaraðila borinn með íþróttahús sitt út af lóð varnaraðila við Túngötu í Reykjavík. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um aðfarargerð verði hafnað og honum gert að greiða sér málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði gerðu málsaðilar samning 14. október 1930, þar sem varnaraðili leigði sóknaraðila lóð við Túngötu í Reykjavík undir íþróttahús. Skyldi samningurinn gilda til 1. október 1964. Bar þá sóknaraðila að verða á brott með allt sitt og skila lóðinni vel frá genginni og þrifalegri nema því aðeins að samningur yrði gerður um framlengingu leigumálans. Varnaraðila var þó áskilinn réttur til að kaupa mannvirki á lóðinni að liðnum leigutíma gegn verði samkvæmt matsgerð dómkvaddra manna. Leigutíminn rann út án þess að sóknaraðili færi með eignir sínar brott af lóðinni eða nýr samningur yrði gerður. Stendur hús hans þar enn, en í málinu leitast varnaraðili við að afla heimildar til að fá það numið þaðan brott með aðfarargerð. Í bréfi sóknaraðila til borgarráðs Reykjavíkur 6. maí 1970 var þess farið á leit að borgarsjóður keypti íþróttahús sóknaraðila. Var þar meðal annars greint frá því að sóknaraðili hafi flutt húsið á umrædda lóð á árinu 1929, en hún sé í eigu kaþólska safnaðarins. Hafi lóðin verið leigð sóknaraðila til 35 ára frá 1929. Sagði síðan eftirfarandi í bréfinu: „Samningar hafa verið lausir frá 1. október 1964 og hefur leigusali ekki viljað gera bindandi samning, því rætt hefur verið um að leigusali mundi ef til vill hefja byggingaframkvæmdir á svæðinu.“ Eintak leigusamningsins fylgdi með erindi þessu. Í bréfi til sóknaraðila 23. janúar 1987 vísaði lögmaður, sem þá kom fram af hálfu varnaraðila, til fyrrnefndra ákvæða samningsins um lok leigutíma og kauprétt þess síðarnefnda. Var því lýst yfir að varnaraðili vildi nýta sér kaupréttinn og yrði leitað dómkvaðningar matsmanna nema samningar næðust innan tveggja vikna um aðra skipan mála. Af því mun ekki hafa orðið, en ekkert liggur fyrir um að sóknaraðili hafi hreyft athugasemdum við efni bréfsins. Með framangreindum hætti hefur sóknaraðili viðurkennt eftir 1. október 1964 að hann njóti aðeins afnotaréttar af eignarlóð varnaraðila í skjóli upphaflegs samnings þeirra, þótt leigutími samkvæmt honum hafi verið liðinn. Er sú afstaða sóknaraðila slík að umráð hans yfir lóðinni geta ekki leitt til eignarréttar í skjóli hefðar, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um hefð. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Íþróttafélag Reykjavíkur, greiði varnaraðila, Kaþólska biskupsdæminu á Íslandi, 75.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 384/1999 | Kærumál Fjárnám | Við fjárnám, sem fram fór í eignum H að kröfu B, var gerðarþoli ekki mættur og aðeins lá fyrir vottorð um birtingu boðunar á hendur henni, en ekki samrit boðunarbréfs. Var talið að ekki væru fyrirliggjandi sönnur fyrir að H hefði verið réttilega boðuð til fjárnámsins og því væri skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 ekki fullnægt. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella fjárnámið úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. september 1999, þar sem fellt var úr gildi fjárnám, sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði gerði 15. janúar 1999 hjá varnaraðila samkvæmt kröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnt fjárnám verði staðfest að öðru leyti en því að niður falli ákvæði um að það sé gert í fasteigninni að Haukanesi 22 í Garðabæ. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur, en til vara að fjárnáminu verði breytt þannig að það taki aðeins til höfuðstóls skulda að fjárhæð 3.000.000 krónur, 150.000 kanadískir dollarar og 25.000 sérstök dráttarréttindi (SDR), auk dráttarvaxta frá 16. desember 1994. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gerði fjárnámið, sem um ræðir í málinu, á skrifstofu sinni að viðstöddum umboðsmanni sóknaraðila, en án þess að mætt væri af hálfu varnaraðila. Við fjárnámið bókaði sýslumaður að skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 væri fullnægt til að gerðin færi fram, þótt ekki væri mætt til hennar fyrir gerðarþola. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var ekki lagt fram við gerðina eða undir rekstri þessa máls samrit af bréfi sýslumanns til varnaraðila, þar sem boðað var til gerðarinnar samkvæmt 1. mgr. 21. gr. sömu laga, heldur lá aðeins fyrir vottorð stefnuvotts um birtingu boðunar á hendur varnaraðila 11. janúar 1999, án þess að nánar kæmi þar fram hvers efnis boðunin hafi verið. Af þessum sökum liggja ekki fyrir sönnur fyrir að varnaraðili hafi réttilega verið boðuð til fjárnámsins, en úr því hefur sóknaraðili ekki bætt með vottorði stefnuvotts 14. júlí 1999, sem greint er frá í hinum kærða úrskurði. Var því ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 til að láta gerðina fara fram að varnaraðila fjarstaddri. Þegar af þessari ástæðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um að fella umrætt fjárnám úr gildi. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað verður óraskað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Búnaðarbanki Íslands hf., greiði varnaraðila, Helgu Gudrun Jakobsson, 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 385/1999 | Kærumál Fjárnám | Við fjárnám, sem fram fór í eignum J að kröfu B, var gerðarþoli ekki mættur og aðeins lá fyrir vottorð um birtingu boðunar á hendur honum, en ekki samrit boðunarbréfs. Var talið að ekki væru fyrirliggjandi sönnur fyrir að J hefði verið réttilega boðaður til fjárnámsins og því væri skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 ekki fullnægt. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella fjárnámið úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. september 1999, þar sem fellt var úr gildi fjárnám, sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði gerði 15. janúar 1999 hjá varnaraðila samkvæmt kröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnt fjárnám verði staðfest að öðru leyti en því að niður falli ákvæði um að það sé gert í fasteigninni að Hegranesi 35 í Garðabæ. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur, en til vara að fjárnáminu verði breytt þannig að það taki aðeins til höfuðstóls skulda að fjárhæð 1.000.000 krónur og 150.000 kanadískir dollarar auk dráttarvaxta frá 16. desember 1994, að viðbættum 200.000 krónum í málskostnað. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gerði fjárnámið, sem um ræðir í málinu, á skrifstofu sinni að viðstöddum umboðsmanni sóknaraðila, en án þess að mætt væri af hálfu varnaraðila. Við fjárnámið bókaði sýslumaður að skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 væri fullnægt til að gerðin færi fram, þótt ekki væri mætt til hennar fyrir gerðarþola. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var ekki lagt fram við gerðina eða undir rekstri þessa máls samrit af bréfi sýslumanns til varnaraðila, þar sem boðað var til gerðarinnar samkvæmt 1. mgr. 21. gr. sömu laga, heldur lá aðeins fyrir vottorð stefnuvotts um birtingu boðunar á hendur varnaraðila 11. janúar 1999, án þess að nánar kæmi þar fram hvers efnis hún hafi verið. Af þessum sökum liggja ekki fyrir sönnur fyrir að varnaraðili hafi réttilega verið boðaður til fjárnámsins, en úr því hefur sóknaraðili ekki bætt með vottorði stefnuvotts 14. júlí 1999, sem greint er frá í hinum kærða úrskurði. Var því ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 til að láta gerðina fara fram að varnaraðila fjarstöddum. Þegar af þessari ástæðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um að fella umrætt fjárnám úr gildi. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað verður óraskað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Búnaðarbanki Íslands hf., greiði varnaraðila, Jóni Einari Jakobssyni, 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 398/1999 | Kærumál Lögræði | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var svipt sjálfræði í sex mánuði. Verulegar líkur voru taldar á að hún væri haldin alvarlegum geðsjúkdómi og að skortur hennar á innsæi í sjúkdóminn leiddi til þess að hún væri ófær um að ráða persónulegum högum sínum vegna heilsubrests, sbr. a. lið 1. mgr. 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. október sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 1999, þar sem sóknaraðili var svipt sjálfræði í sex mánuði. Kæruheimild er í 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Krefst sóknaraðili þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um að hún verði svipt sjálfræði. Þá er þess krafist að þóknun skipaðs verjanda hennar vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti verði greidd úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur og þóknun talsmanns hans greidd úr ríkissjóði. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði verður að telja verulegar líkur á að sóknaraðili sé haldin alvarlegum geðsjúkdómi, en hún neitar að dveljast á sjúkrahúsi og telur sig heila heilsu. Verður að fallast á með héraðsdómara að skortur sóknaraðila á innsæi í sjúkdóm sinn leiði til þess að hún sé ófær um að ráða persónulegum högum sínum vegna alvarlegs heilsubrests, sbr. a. lið 1. mgr. 4. gr. lögræðislaga. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og talsmanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, og talsmanns varnaraðila, Ingólfs Hjartarsonar hæstaréttarlögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 35.000 krónur handa hvorum, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 413/1999 | Kærumál Útlendingur Gæsluvarðhald. 15. gr. laga nr. 45/1965 | Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem M var gert að sæta gæslu samkvæmt 15. gr. laga nr. 45/1965 um eftirlit með útlendingum í eina viku. Talið var að ekki hefði verið sýnt nægilega fram á að þörf væri á gæslu M og að ekki væru tiltækar léttbærari aðgerðir til að tryggja návist hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. október 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæslu samkvæmt 15. gr. laga nr. 45/1965 um eftirlit með útlendingum allt til miðvikudagsins 13. október nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að kröfu um gæslu verði hafnað og að úrskurðað verði að hann skuli látinn laus úr gæslu. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ekki hefur verið nægilega sýnt fram á, að þörf sé á gæslu varnaraðila á grundvelli 1. mgr. 15. gr. laga nr. 45/1965, og að ekki séu tiltækar aðrar léttbærari aðgerðir til að tryggja návist hans. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðila, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðila, Sigurbjörns Þorbergssonar héraðsdómslögmanns, 35.000 krónur. |
Mál nr. 375/1999 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns Frestur | Í málinu deildu A og Þ um dómkvaðningu matsmanna. Talið var að Þ hefði með málatilbúnaði sínum gefið A tilefni til að afla sönnunargagna um það atriði sem A hugðist afla matsgerðar um og var ekki fallist á að ákvæði 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 stæði í vegi fyrir dómkvaðningu matsmanna. Fallist var á að A væri heimilt að afla frekari sönnunargagna í málinu og yrði málinu frestað um hæfilegan tíma til að hægt væri að ljúka því verki. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. september 1999, þar sem varnaraðila var heimilað að leita dómkvaðningar matsmanns og fá hæfilegan frest til að leggja fram matsgerð. Kæruheimild er í c. og h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns, en til vara að honum verði synjað um frest til að leggja fram matsgerð í málinu. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. I. Varnaraðili höfðaði málið með stefnu 23. september 1997. Í meginatriðum var þar greint með þeim hætti frá atvikum að varnaraðili hafi frá árinu 1995 verið skipverji á rækjutogara í eigu Sæbergs hf., sem hafi síðar sameinast öðru félagi og sóknaraðili þannig orðið til. Á tímabilinu frá 18. júlí 1995 til 21. mars 1996 hafi verið landað úr togaranum 648.774 kg af iðnaðarrækju. Fyrir hvert tonn hafi útgerð togarans fengið annars vegar 115.000 krónur í peningum og hins vegar hálft tonn af aflamarki fyrir úthafsrækju. Sæberg hf. hafi greitt skipverjum aflahlut af því, sem félagið hafi fengið greitt í peningum fyrir iðnaðarrækju, en hins vegar ekkert af þeim verðmætum, sem fengist hafi í formi aflamarks. Varnaraðili telji andvirði aflamarksins hafa verið 23.834.705 krónur, en þá sé miðað við markaðsverð þess, sem hafi verið á bilinu frá 60 krónum til 75 króna fyrir hvert kg á umræddu tímaskeiði. Aflahlutur varnaraðila af þeirri fjárhæð að viðbættu orlofsfé hafi átt að nema samtals 431.717 krónum, sem sé höfuðstóll stefnukröfu hans. Samkvæmt héraðsdómsstefnu reisir varnaraðili kröfu sína á þeirri málsástæðu að útgerðarmanni hafi samkvæmt lögum og kjarasamningi borið að greiða laun, sem taki mið af heildarverðmæti, sem hann fái fyrir afla. Við uppgjör aflahlutar varnaraðila hafi vísvitandi verið lagt til grundvallar rangt verðmæti aflans, því í raun hafi hann verið seldur fyrir hærra verð en 115.000 krónur á hvert tonn. Hafi greiðslu, sem fékkst með aflamarki í úthafsrækju, verið ranglega haldið utan skiptaverðs. Í greinargerð, sem sóknaraðili lagði fram í héraði, var meðal annars vísað til þess að hann hafi reiknað út á ný aflahlut varnaraðila og þá miðað við meðalverð iðnaðarrækju á tímabilinu frá júlí 1995 til mars 1996 samkvæmt gögnum frá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Meðalverðið hafi í einstökum þeim mánuðum verið á bilinu frá 116,69 krónum til 143,49 króna fyrir hvert kg og hefði aflahlutur varnaraðila á þeim grunni að viðbættu orlofsfé átt að nema alls 208.311 krónum meira en hann fékk áður greitt. Þennan mismun hafi sóknaraðili innt af hendi og gert þannig að fullu upp við varnaraðila. Samhliða þessu máli höfðuðu tuttugu aðrir skipverjar á sama togara mál gegn sóknaraðila til greiðslu á vangoldnum aflahlut. Þegar þetta mál var tekið fyrir á dómþingi 23. febrúar 1998 var ákveðið að fresta því þar til leyst hefði verið úr nánar tilteknu máli annars skipverja. Gekk dómur í því máli í Hæstarétti 18. júní 1999. Í forsendum dómsins var vísað til þess að samkvæmt 1. gr. áðurgildandi laga nr. 84/1995 um úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hafi hún átt að ákveða fiskverð til uppgjörs á aflahlut skipverja eftir því, sem mælt væri fyrir um í lögunum. Hafi nefndin í því skyni átt að afla ítarlegra gagna um fiskverð og birta upplýsingar um það. Í nánar tilteknu ákvæði kjarasamnings, sem hafi gilt í skiptum aðila málsins, hafi verið mælt fyrir um rétt áhafnar til að krefjast samnings um uppgjörsverð við ráðstöfun afla í skiptum milli óskyldra aðila, en að vísa mætti málinu til úrskurðarnefndarinnar ef slíkur samningur tækist ekki. Gögn málsins bæru með sér að meðalverð, sem úrskurðarnefndin hafi tekið saman upplýsingar um, hafi verið notað við ákvörðun skiptaverðs þegar ágreiningur hafi verið lagður fyrir hana. Samkvæmt nánar tilteknu ákvæði kjarasamnings bæri útgerðarmanni að tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fisk. Í málinu lægi ekki fyrir að unnt hefði verið að fá hærra verð fyrir umdeilda aflann en meðalverðið, sem sóknaraðili hafi byggt endanlegt uppgjör á. Hann var því sýknaður af kröfum skipverjans. Þegar mál þetta var á ný tekið fyrir á dómþingi 9. september 1999 var fært til bókar að lögmaður varnaraðila hafi óskað eftir að dómkvaddir yrðu matsmenn til að „meta hæsta gangverð fyrir iðnaðarrækju á tilgreindum dögum, áhrif tonn á móti tonni viðskipta á meðalverð iðnaðarrækju á sama tíma, gangverð á aflamarki iðnaðarrækju á sama tíma og áhrif á tonn á móti tonni samninga á söluverð iðnaðarrækju í beinum viðskiptum.“ Óskaði lögmaðurinn eftir að fá að leggja fram beiðni um slíka matsgerð. Af hálfu sóknaraðila var þessu mótmælt. Með hinum kærða úrskurði varð héraðsdómari við ósk varnaraðila. II. Líta verður svo á að héraðsdómari hafi með úrskurði sínum í reynd ákveðið að dómkvaddur yrði maður til að meta það, sem varnaraðili vill afla mats um og áður greinir, þótt ekki hafi verið lögð fram skrifleg beiðni um dómkvaðninguna samkvæmt 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Í héraðsdómsstefnu vísaði varnaraðili meðal annars til greinar 1.26 í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna til stuðnings kröfum sínum. Samkvæmt því ákvæði ber útgerðarmanni að tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fisk. Í greinargerð sóknaraðila fyrir héraðsdómi var því mótmælt sérstaklega að aflaverðmætið, sem skiptahlutur varnaraðila var endurreiknaður eftir í samræmi við upplýsingar um meðalverð iðnaðarrækju, væri ekki hæsta gangverð hins umdeilda afla í skilningi tilvitnaðs ákvæðis kjarasamnings. Þá var þar og lýst þeirri skoðun að ef varnaraðili teldi að endanlegt uppgjör sóknaraðila við hann væri ekki miðað við hæsta gangverð, þá bæri varnaraðili sönnunarbyrði fyrir því. Í greinargerð varnaraðila fyrir Hæstarétti segir að tilgangur hans með öflun matsgerðar sé að sanna að sóknaraðila hefði verið hægur vandi að fá mun hærra verð fyrir hinn umdeilda afla en raun varð á í viðskiptum með hann. Þótt sönnun, sem varnaraðili hyggst samkvæmt þessu færa með matsgerð, lúti ekki beinlínis að þeim málsástæðum, sem hann hélt fram fyrir kröfu sinni í héraðsdómsstefnu, verður ekki litið fram hjá því að sóknaraðili hefur með áðurgreindum málatilbúnaði sínum sjálfur gefið varnaraðila tilefni til að afla sönnunargagna um umrætt efni. Verður því ekki fallist á með sóknaraðila að ákvæði 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 geti staðið umbeðinni dómkvaðningu í vegi. Þegar málið var tekið fyrir á dómþingi 23. febrúar 1998 og ákveðið sem fyrr segir að fresta því þar til leyst hefði verið úr öðru tilteknu máli skuldbundu aðilarnir sig ekki samkvæmt endurriti úr þingbók til að láta niðurstöðu, sem þar fengist, ráða afdrifum þessa máls. Er heldur ekki unnt að líta svo á að varnaraðili hafi með þeirri ákvörðun, sem þá var tekin, afsalað sér rétti til frekari sönnunarfærslu í málinu. Samkvæmt framansögðu eru ekki efni til að taka til greina mótmæli sóknaraðila gegn því að beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns nái fram að ganga. Með því að fallist er með þessum hætti á að varnaraðila sé heimilt að afla frekari sönnunargagna í málinu leiðir af sjálfu sér að því verði að fresta um hæfilegan tíma til að ljúka megi því verki. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 408/1999 | Kærumál Skýrslugjöf Verjandi | Staðfestur var úrskurður héraðsdómara um að verjendur annarra sakborninga en þess sem taka átti skýrslu af, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, skyldu ekki vera viðstaddir skýrslutökuna, þar sem það var ekki talið hættulaust fyrir rannsókn málsins, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmaður, skipaður verjandi annars sakbornings en varnaraðila, skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að nefndum hæstaréttarlögmanni væri ekki heimilt að vera viðstaddur skýrslutöku fyrir dómi af varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Lögmaðurinn krefst þess að fá að vera viðstaddur skýrslutökur fyrir dómi af varnaraðila. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði krafðist sóknaraðili þess, að við skýrslutöku yfir varnaraðila yrði verjendum annarra sakborninga en varnaraðila í málinu vísað úr dómsal, þar sem um væri að ræða skýrslutöku í máli á rannsóknarstigi. Fallist verður á með héraðsdómara að ákvæði 2. mgr. 42. gr. laga nr. 19/1991 eigi við þegar skýrsla er tekin af sakborningi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Þrátt fyrir að skýrslutaka fari fram fyrir dómi er málið enn á rannsóknarstigi og ákæra hefur ekki verið gefin út. Rannsókn í málinu er skammt á veg komin og ósamræmis gætir í framburði sakborninga. Verður að telja að ekki sé hættulaust vegna rannsóknar málsins að verjendur annarra sakborninga en þess, sem taka á skýrslu af, séu viðstaddir skýrslutökuna, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 402/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 8. desember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri úrskurð héraðsdóms til að fá hann felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með bréfi til héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 1999 gerði sóknarðili kröfu um að varnaraðili, með kennitölu [...] og lögheimili að [...] í Reykjavík, yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 8. desember nk. kl. 16. Efni bréfsins er annars tekið að verulegu leyti orðrétt upp í hinum kærða úrskurði. Þegar krafa sóknaraðila var tekin fyrir á dómþingi sama dag neitaði varnaraðili með öllu að tjá sig um málið, svo og um hvort hann óskaði eftir að sér yrði skipaður verjandi. Með vísan til þess, sem greinir í hinum kærða úrskurði, má fallast á það með héraðsdómara að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila, svo og að því sé þar markaður hæfilegur tími. Verður úrskurðurinn því staðfestur. Það athugast að í hinum kærða úrskurði er sem fyrr segir rakið orðrétt úr kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald og með stuttum rökstuðningi tekin afstaða til hennar, í stað þess að greina frá aðild að málinu, kröfu sóknaraðila og afstöðu varnaraðila til hennar, ásamt því að lýsa sjálfstætt helstu atvikum og röksemdum, sem færðar voru fyrir kröfunni. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 405/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Með vísan til rannsóknargagna og í ljósi þess að rannsókn málsins er enn á frumstigi má fallast á nauðsyn þess að sakborningur sæti gæsluvarðhaldi með vísan til a- liðar 1 mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt gögnum málsins hefur sakborningur langan og að því er virðist samfelldan afbrotaferil að baki sem telja verður yfirgnæfandi líkur á að muni halda áfram fari sakborningur frjáls ferða sinna. Er því fallist á gæsluvarðhaldskröfu eins og hún er fram sett sbr. a- og c- lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. október 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. nóvember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur 1. október 1999 gerði sóknaraðili kröfu um að varnaraðila, með kennitölu [...] og dvalarstað að [...] í Reykjavík, yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. nóvember nk. kl. 16. Efni bréfsins er að öðru leyti tekið í meginatriðum upp orðrétt í hinum kærða úrskurði. Eins og þar greinir nánar hafði varnaraðili neitað að tjá sig um sakarefnið fyrir lögreglu. Þegar krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald var tekin fyrir á dómþingi gaf varnaraðili hins vegar skýrslu, þar sem hann gekkst að verulegu leyti við þeim sökum, sem hann var borinn. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt nýja skýrslu, sem varnaraðili gaf fyrir lögreglu. Þar áréttaði hann framburð sinn fyrir dómi og gaf í nokkrum atriðum nánari skýringar. Í þessu ljósi eru ekki efni til að fallast á með sóknaraðila að skilyrði séu fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila samkvæmt ákvæði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Í hinum kærða úrskurði er greint frá sakaferli varnaraðila ásamt ákæru, sem sóknaraðili gaf út á hendur honum 28. september sl., og sex öðrum auðgunarbrotum, sem hann hefur gengist við að hafa framið á undangengnum tveimur mánuðum. Að gættu þessu og þeim brotum, sem varnaraðili hefur nú viðurkennt að hafa framið aðfaranótt 1. október sl., má fallast á að færðar hafi verið nægar líkur fyrir að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið, ef ekki komi til gæsluvarðhalds. Samkvæmt þessu og með vísan til c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Það athugast að í hinum kærða úrskurði er sem fyrr segir rakinn orðrétt meginhluti kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald og með stuttum rökstuðningi tekin afstaða til hennar, í stað þess að greina frá aðild að málinu, kröfum aðilanna, helstu atvikum og röksemdum fyrir kröfum, eins þau atriði voru fram komin eftir meðferð málsins fyrir dómi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 403/1999 | Kærumál Gögn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara þar sem fallist var á kröfu lögreglustjóra um skýrslutöku yfir X fyrir dómi og framlengingu frests til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest með vísan til forsendna úrskurðarins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Haraldur Henrysson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. október 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um skýrslutöku fyrir dómi af varnaraðila. Þá var jafnframt fallist á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfum sóknaraðila um skýrslutöku af varnaraðila fyrir dómi og framlengingu frests til að synja verjanda varnaraðila aðgangs að rannsóknargögnum málsins. Þá krefst hann þess að skipuðum verjanda hans verði afhent afrit allra rannsóknargagna í málinu, sem eru orðin viku gömul. Til vara er þess krafist að upphaf frests verði ákveðið frá því tímamarki, er gögnin urðu til eða komust í vörslur lögreglu. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 379/1999 | Félagsdómur Frávísunarkröfu hafnað | Launanefnd sveitarfélaga höfðaði mál fyrir Félagsdómi gegn FL og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að uppsagnir tólf leikskólakennara, félagsmanna í FL, úr störfum hjá sveitarfélaginu Á yrðu dæmdar brot á friðarskyldu á gildistíma kjarasamnings og því ólögmæt vinnustöðvun. Krafðist FL frávísunar málsins. Talið var að málið ætti undir Félagsdóm og var staðfestur úrskurður dómsins þar sem frávísun var hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. september 1999 samkvæmt heimild í 67. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Krefst hann þess að málinu verði vísað frá Félagsdómi og varnaraðili dæmdur til greiðslu málskostnaðar fyrir Félagsdómi og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar á úrskurði Félagsdóms og kærumálskostnaðar. Málsatvik eru rakin í hinum kærða úrskurði. Milli aðila máls þessa er í gildi kjarasamningur frá september 1997, sem falla á úr gildi 31. desember 2000. Kom sóknaraðili fram fyrir hönd félagsmanna sinna við samningsgerðina samkvæmt 4. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Er það krafa varnaraðila í málinu að viðurkennt verði með dómi Félagsdóms að uppsagnir tólf leikskólakennara, sem eru félagsmenn sóknaraðila, úr störfum hjá Árborg verði dæmdar brot á friðarskyldu á gildistíma kjarasamningsins og því ólögmæt vinnustöðvun. Samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 á Félagsdómur að dæma um lögmæti boðaðra eða þegar hafinna vinnustöðvana. Málsókn sína gegn sóknaraðila byggir varnaraðili og á 4. mgr. 27. gr. laganna, þar sem segir að stéttarfélög reki mál sín og félagsmanna sinna fyrir Félagsdómi. Við efnisúrlausn máls þessa yrði úr því skorið hvort uppsagnir fyrrgreindra félagsmanna sóknaraðila feli í sér ólögmæta vinnustöðvun og þá jafnframt tekin afstaða til ábyrgðar og aðildar sóknaraðila, en hann krefst til vara sýknu vegna aðildarskorts. Að þessu athuguðu og með vísan til ofangreindra lagaákvæða þykir mál þetta heyra undir Félagsdóm. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 372/1999 | Kærumál Málskostnaður Gjafsókn | Kærður var úrskurður héraðsdómara um málskostnað í máli sem X höfðaði gegn Y þar sem hann krafðist forsjár barns þeirra. Náðist sátt í málinu þess efnis að Y skyldi fara með forsjá barnsins, en X hefði rúman umgengnisrétt og var það að mestu í samræmi við óskir sem hann hafði sett fram áður en til málshöfðunar kom. Talið var að með hliðsjón af ákvæðum 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri rétt að hvor aðili bæri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. september 1999, þar sem kveðið var á um málskostnað og gjafsóknarkostnað í máli sóknaraðila gegn varnaraðila, sem var að öðru leyti lokið með dómsátt. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði án tillits til gjafsóknar, sem honum var veitt undir rekstri málsins í héraði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdóms höfðaði sóknaraðili málið í því skyni að fá forsjá barns hans og varnaraðila, en áður höfðu málsaðilar um nokkurra mánaða skeið árangurslaust reynt að ná samkomulagi um forsjána, svo og um umgengni við barnið. Eftir að dómkvaddur matsmaður hafði átt fundi með málsaðilum tókst sátt um að varnaraðili færi með forsjá barnsins, en sóknaraðili hefði rúman umgengnisrétt, sem var að mestu í samræmi við fyrri kröfur hans í þeim efnum. Þótt niðurstaða málsins samkvæmt dómsátt aðilanna hafi orðið sú að krafa sóknaraðila um forsjá næði ekki fram að ganga, urðu lyktir þess um umgengni við barnið sem fyrr segir að mestu leyti í samræmi við óskir, sem hann hafði sett fram áður en til málshöfðunar kom. Í þessu ljósi og með hliðsjón af ákvæðum 130. gr. laga nr. 91/1991 er rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði, svo og fyrir Hæstarétti. Ákvæði hins kærða úrskurðar um gjafsóknarkostnað skal vera óraskað. Samkvæmt gjafsóknarbréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 18. maí 1999 var gjafsókn sóknaraðila bundin við rekstur málsins í héraði. Kemur því ekki til þess að mæla fyrir um gjafsóknarkostnað í kærumáli þessu, sbr. 5. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Hvor aðili skal bera sinn kostnað af málinu fyrir héraðsdómi. Ákvæði hins kærða úrskurðar um gjafsóknarkostnað skal vera óraskað. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 365/1999 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur að hluta | Í máli sem farið hafði verið með samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var ekki talið að vanefndir Á, stefnanda málsins, samkvæmt þeim samningum sem hann reisti kröfur sínar á vörðuðu efnishlið málsins og leiddu til frávísunar þess. Var frávísun héraðsdómara felld úr gildi um annað en skaðabótakröfu og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er dómur Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi ex officio. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Fram er komið að sóknaraðila hafi ekki borist vitneskja um hinn kærða úrskurð fyrr en með bréfi héraðsdóms dagsettu 30. ágúst 1999. Samkvæmt gögnum málsins höfðaði sóknaraðili einkamál gegn varnaraðila 24. júní 1999. Málið var þingfest í héraði 30. júní 1999, án þess að þing væri sótt af hálfu varnaraðila og þá dómtekið að kröfu sóknaraðila. Eins og nánar greinir í héraðsdómi gerir sóknaraðili þær kröfur, að viðurkennd verði skylda varnaraðila til að afhenda honum fasteignina Vesturhraun 3, eignarhluta nr. 01-05, að varnaraðila verði gert að aflýsa öllum áhvílandi veðskuldum, sem hvíla á eignarhlutanum, öðrum en þeim, sem ráð er fyrir gert í 8. tölulið kaupsamnings aðila og loks að varnaraðili greiði honum nánar tilgreindar skaðabætur. Sóknaraðili reisir kröfur sínar einkum á kaupsamningi við varnaraðila um framangreindan eignarhluta 25. september 1998. Samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 verður mál, sem dómtekið er við þingfestingu án þess að stefndi sæki þing, dæmt eftir kröfum og málatilbúnaði stefnanda að því leyti, sem er samrýmanlegt framkomnum gögnum nema gallar séu á málinu, sem varða frávísun þess án kröfu. Staðfest verður niðurstaða héraðsdóms um að vísa frá skaðabótakröfu sóknaraðila, sem er vanreifuð. Hugsanlegar vanefndir sóknaraðila á skuldbindingum sínum gagnvart varnaraðila samkvæmt þeim samningum, sem hann reisir kröfur sínar á, varða efnishlið málsins og geta ekki leitt til frávísunar þess. Af sömu ástæðum getur sá háttur á kröfugerð sóknaraðila að krefjast afhendingar, án fyrirvara um að hann reiði fram greiðslu í samræmi við ákvæði kaupsamningsins 25. september 1998, ekki leitt til frávísunar málsins. Án tillits til þess hvort kröfur sóknaraðila, og málatilbúnaður hans að öðru leyti, er að fullu samrýmanlegur gögnum málsins þykja ekki fram komnir þeir gallar á málinu, sem varðað geta frávísun þess án kröfu. Verður frávísun héraðsdómara felld úr gildi um annað en skaðabótakröfu og lagt fyrir hann að leggja efnisdóm á málið. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Felld er úr gildi um annað en skaðabótakröfu frávísun máls sóknaraðila, Álverks ehf., gegn varnaraðila, Þorsteini Sveinssyni, og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. |
Mál nr. 392/1999 | Kærumál Nauðungarvistun | Staðfest var niðurstaða héraðsdómara um að hafna kröfu X um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til þess að hún yrði vistuð gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. september 1999, þar sem staðfest var ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 16. sama mánaðar um að sóknaraðili skuli vistast á sjúkrahúsi. Kæruheimild er í 4. mgr. 31. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Auk þess krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 4. mgr. 31. gr., sbr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Hjördísar Halldórsdóttur héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Hjördísar Halldórsdóttur héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 75.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 397/1999 | Kærumál Gögn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara þar sem fallist var á kröfu lögreglustjóra um skýrslutöku yfir X fyrir dómi og framlengingu frests til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest með vísan til forsendna úrskurðarins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Haraldur Henrysson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um skýrslutöku fyrir dómi af varnaraðila. Þá var jafnframt fallist á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að lagt verði fyrir sóknaraðila að afhenda verjanda þau gögn málsins sem eru orðin einnar viku gömul. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 396/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Haraldur Henrysson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 1999, þar sem sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. desember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 395/1999 | Kærumál Gögn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara þar sem fallist var á kröfu lögreglustjóra um skýrslutöku yfir X fyrir dómi og framlengingu frests til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest með vísan til forsendna úrskurðarins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um skýrslutöku fyrir dómi af varnaraðila. Þá var jafnframt fallist á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að lagt verði fyrir sóknaraðila að afhenda verjanda endurrit rannsóknargagna málsins. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 387/1999 | Kærumál Gagn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara þar sem fallist var á kröfu lögreglustjóra um skýrslutöku yfir X fyrir dómi og framlengingu frests, til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest með vísan til forsendna úrskurðarins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. september 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um skýrslutöku fyrir dómi af varnaraðila. Þá var jafnframt með nánar tilgreindum undantekningum fallist á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að kröfu lögreglustjóra um skýrslutöku af varnaraðila fyrir dómi og framlengingu frests til afhendingar gagna verði hafnað. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 389/1999 | Kærumál Samkeppni Stjórnarskrá Húsleit Hald Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Samkeppnisstofnun gerði leit í húsakynnum G að fengnum úrskurði héraðsdómara og lagði við leitina hald á ýmis gögn og muni. Talið var, að um kæru á úrskurði héraðsdómara færi samkvæmt almennum reglum laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þar sem leit sú, sem heimiluð hafði verið með úrskurðinum, hafði þegar farið fram þegar G kærði úrskurðinn brast heimild til kærunnar, að því er varðaði heimild til leitarinnar. Þar sem G hafði ekki krafist úrskurðar héraðsdómara um lögmæti haldlagningar Samkeppnistofnun var kröfum hans um skil haldlagðra muna einnig vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti og þar með málinu í heild. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1999, þar sem sóknaraðila var heimilað að gera leit og leggja hald á muni í húsakynnum varnaraðila að Súðavogi 2f í Reykjavík. Um kæruheimild vísar varnaraðili til 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir sóknaraðila að skila aftur þeim gögnum og hlutum, sem hald var lagt á 24. september 1999. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Hann krefst kærumálskostnaðar. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 getur Samkeppnisstofnun við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöð fyrirtækis og lagt hald á gögn, þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögunum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skal við framkvæmd slíkra aðgerða fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum. Með hliðsjón af 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 9. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, verður að skýra síðarnefnda ákvæðið á þá leið að leit samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu skuli heimiluð með úrskurði dómara samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 19/1991 nema sá, sem í hlut eigi, samþykki hana. Af þessu leiðir einnig að um kæru úrskurðar héraðsdóms um þetta efni fer eftir almennum reglum um kæru úrskurða og ákvarðana samkvæmt lögum nr. 19/1991, sbr. XVII. kafla laganna. Samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 verður úrskurður dómara ekki kærður til Hæstaréttar ef athöfn, sem kveðið er á um í úrskurðinum, hefur þegar farið fram eða ástand, sem leitt hefur af ákvæðum úrskurðarins, er þegar um garð gengið. Samkvæmt gögnum málsins var leitinni, sem sóknaraðila var heimiluð með hinum kærða úrskurði, lokið þegar sóknaraðili kærði hann. Brestur þannig heimild til kæru úrskurðarins að því er varðar heimild til leitarinnar. Samkvæmt ákvæðum X. kafla laga nr. 19/1991 má að meginreglu leggja hald á muni við leit án þess að áður hafi verið fenginn úrskurður dómara um heimild til haldlagningar. Þessu til samræmis verður 40. gr. laga nr. 8/1993 ekki skýrð á þá leið að sóknaraðila hafi verið þörf á sérstökum úrskurði dómara til að leggja hald á muni við leit hjá varnaraðila, enda nýtur sá síðarnefndi heimildar til að bera lögmæti haldlagningar undir héraðsdómara samkvæmt 75. gr. og 79. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 2. mgr. 40. gr. laga nr. 8/1993. Verður því að líta svo á að ákvæði hins kærða úrskurðar um heimild til haldlagningar, án nánari tilgreiningar einstakra muna, hafi eingöngu falið í sér áréttingu á almennri heimild sóknaraðila í þessum efnum samkvæmt ákvæðum 40. gr. laga nr. 8/1993. Varnaraðili hefur ekki krafist úrskurðar héraðsdómara um lögmæti haldlagningarinnar 24. september 1999 samkvæmt framangreindum heimildum. Verður kröfum hans um skil á haldlögðum munum því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Varnaraðili, Sölufélag garðyrkjumanna svf., greiði sóknaraðila, Samkeppnisstofnun, 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 388/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðs 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. nóvember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 391/1999 | Kærumál Samkeppni Stjórnarskrá Húsleit Hald Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Samkeppnisstofnun gerði leit í húsakynnum Á að fengnum úrskurði héraðsdómara og lagði við leitina hald á ýmis gögn og muni. Talið var, að um kæru á úrskurði héraðsdómara færi samkvæmt almennum reglum laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þar sem leit sú, sem heimiluð hafði verið með úrskurðinum, hafði þegar farið fram þegar Á kærði úrskurðinn brast heimild til kærunnar, að því er varðaði heimild til leitarinnar. Þar sem Á hafði ekki krafist úrskurðar héraðsdómara um lögmæti haldlagningar Samkeppnistofnun var kröfum hans um skil haldlagðra muna einnig vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti og þar með málinu í heild. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1999, þar sem sóknaraðila var heimilað að gera leit og leggja hald á muni í húsakynnum varnaraðila að Vagnhöfða 13-15 í Reykjavík. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir sóknaraðila að skila aftur þeim gögnum og hlutum, sem hald var lagt á 24. september 1999. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Hann krefst kærumálskostnaðar. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 getur Samkeppnisstofnun við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöð fyrirtækis og lagt hald á gögn, þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögunum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skal við framkvæmd slíkra aðgerða fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum. Með hliðsjón af 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 9. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, verður að skýra síðarnefnda ákvæðið á þá leið að leit samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu skuli heimiluð með úrskurði dómara samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 19/1991 nema sá, sem í hlut eigi, samþykki hana. Af þessu leiðir einnig að um kæru úrskurðar héraðsdóms um þetta efni fer eftir almennum reglum um kæru úrskurða og ákvarðana samkvæmt lögum nr. 19/1991, sbr. XVII. kafla laganna. Samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 verður úrskurður dómara ekki kærður til Hæstaréttar ef athöfn, sem kveðið er á um í úrskurðinum, hefur þegar farið fram eða ástand, sem leitt hefur af ákvæðum úrskurðarins, er þegar um garð gengið. Samkvæmt gögnum málsins var leitinni, sem sóknaraðila var heimiluð með hinum kærða úrskurði, lokið þegar sóknaraðili kærði hann. Brestur þannig heimild til kæru úrskurðarins að því er varðar heimild til leitarinnar. Samkvæmt ákvæðum X. kafla laga nr. 19/1991 má að meginreglu leggja hald á muni við leit án þess að áður hafi verið fenginn úrskurður dómara um heimild til haldlagningar. Þessu til samræmis verður 40. gr. laga nr. 8/1993 ekki skýrð á þá leið að sóknaraðila hafi verið þörf á sérstökum úrskurði dómara til að leggja hald á muni við leit hjá varnaraðila, enda nýtur sá síðarnefndi heimildar til að bera lögmæti haldlagningar undir héraðsdómara samkvæmt 75. gr. og 79. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 2. mgr. 40. gr. laga nr. 8/1993. Verður því að líta svo á að ákvæði hins kærða úrskurðar um heimild til haldlagningar, án nánari tilgreiningar einstakra muna, hafi eingöngu falið í sér áréttingu á almennri heimild sóknaraðila í þessum efnum samkvæmt ákvæðum 40. gr. laga nr. 8/1993. Varnaraðili hefur ekki krafist úrskurðar héraðsdómara um lögmæti haldlagningarinnar 24. september 1999 samkvæmt framangreindum heimildum. Verður kröfum hans um skil á haldlögðum munum því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Varnaraðili, Ágæti hf., greiði sóknaraðila, Samkeppnisstofnun, 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 390/1999 | Kærumál Samkeppni Stjórnarskrá Húsleit Hald Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Samkeppnisstofnun gerði leit í húsakynnum B að fengnum úrskurði héraðsdómara og lagði við leitina hald á ýmis gögn og muni. Talið var, að um kæru á úrskurði héraðsdómara færi samkvæmt almennum reglum laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þar sem leit sú, sem heimiluð hafði verið með úrskurðinum, hafði þegar farið fram þegar B kærði úrskurðinn brast heimild til kærunnar, að því er varðaði heimild til leitarinnar. Þar sem B hafði ekki krafist úrskurðar héraðsdómara um lögmæti haldlagningar Samkeppnistofnun var kröfum hans um skil haldlagðra muna einnig vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti og þar með málinu í heild. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1999, þar sem sóknaraðila var heimilað að gera leit og leggja hald á muni í húsakynnum varnaraðila að Súðavogi 2e í Reykjavík. Um kæruheimild vísar varnaraðili til 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir sóknaraðila að skila aftur þeim gögnum og hlutum, sem hald var lagt á 24. september 1999. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Hann krefst kærumálskostnaðar. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 getur Samkeppnisstofnun við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöð fyrirtækis og lagt hald á gögn, þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögunum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skal við framkvæmd slíkra aðgerða fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum. Með hliðsjón af 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 9. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, verður að skýra síðarnefnda ákvæðið á þá leið að leit samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu skuli heimiluð með úrskurði dómara samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 19/1991 nema sá, sem í hlut eigi, samþykki hana. Af þessu leiðir einnig að um kæru úrskurðar héraðsdóms um þetta efni fer eftir almennum reglum um kæru úrskurða og ákvarðana samkvæmt lögum nr. 19/1991, sbr. XVII. kafla laganna. Samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 verður úrskurður dómara ekki kærður til Hæstaréttar ef athöfn, sem kveðið er á um í úrskurðinum, hefur þegar farið fram eða ástand, sem leitt hefur af ákvæðum úrskurðarins, er þegar um garð gengið. Samkvæmt gögnum málsins var leitinni, sem sóknaraðila var heimiluð með hinum kærða úrskurði, lokið þegar sóknaraðili kærði hann. Brestur þannig heimild til kæru úrskurðarins að því er varðar heimild til leitarinnar. Samkvæmt ákvæðum X. kafla laga nr. 19/1991 má að meginreglu leggja hald á muni við leit án þess að áður hafi verið fenginn úrskurður dómara um heimild til haldlagningar. Þessu til samræmis verður 40. gr. laga nr. 8/1993 ekki skýrð á þá leið að sóknaraðila hafi verið þörf á sérstökum úrskurði dómara til að leggja hald á muni við leit hjá varnaraðila, enda nýtur sá síðarnefndi heimildar til að bera lögmæti haldlagningar undir héraðsdómara samkvæmt 75. gr. og 79. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 2. mgr. 40. gr. laga nr. 8/1993. Verður því að líta svo á að ákvæði hins kærða úrskurðar um heimild til haldlagningar, án nánari tilgreiningar einstakra muna, hafi eingöngu falið í sér áréttingu á almennri heimild sóknaraðila í þessum efnum samkvæmt ákvæðum 40. gr. laga nr. 8/1993. Varnaraðili hefur ekki krafist úrskurðar héraðsdómara um lögmæti haldlagningarinnar 24. september 1999 samkvæmt framangreindum heimildum. Verður kröfum hans um skil á haldlögðum munum því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Varnaraðili, Bananar ehf., greiði sóknaraðila, Samkeppnisstofnun, 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 381/1999 | Kærumál Gagn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara um að framlengja í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, frest til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls sem beinist að honum. Í ákvæðinu eru fyrirmæli um töku skýrslu fyrir dómi af sakborningi eða vitni á meðan á rannsókn opinbers máls stendur. Samkvæmt því getur dómari framlengt frest til að synja verjanda um aðgang að rannsóknargögnum þegar lögregla hefur leitað eftir töku slíkrar skýrslu. Ekki var upplýst að leitað hefði verið eftir því að skýrsla samkvæmt heimild í umræddu ákvæði hefði verð tekin né að slík skýrslutaka væri áformuð og var því talið að ekki væri heimilt að synja verjanda X um aðgang að gögnum á grundvelli | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 1999, þar sem fallist var með nánar tilgreindum undantekningum á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur hans til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að honum. Kæruheimild er í 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði reisir sóknaraðili fyrrgreinda kröfu sína á ákvæði b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Í þeirri lagagrein eru fyrirmæli um töku skýrslu fyrir dómi af sakborningi eða vitni á meðan rannsókn opinbers máls stendur yfir hjá lögreglu, en áður en ákæra er gefin út. Í b. lið 1. mgr. greinarinnar er kveðið sérstaklega á um töku slíkrar skýrslu áður en verjandi sakaðs manns fær aðgang að skjölum eða öðrum gögnum máls samkvæmt ákvæði 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 12. gr. laga nr. 36/1999. Þegar lögregla hefur leitað eftir skýrslu samkvæmt þessari heimild getur dómari framlengt einnar viku frest, sem mælt er fyrir um í síðastnefndu lagaákvæði, í allt að þrjár vikur „svo að hægt verði að ljúka skýrslutöku innan hans“, eins og segir í niðurlagi b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Er ljóst af framanröktu efni ákvæðisins að með tilvitnuðum ummælum sé átt við að lengja megi frest til að ljúka skýrslutöku fyrir dómi. Af gögnum málsins verður ekki séð að sóknaraðili hafi leitað eftir því að skýrsla verði tekin vegna rannsóknar málsins fyrir dómi af varnaraðila eða öðrum samkvæmt fyrrnefndri heimild í b. lið 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Í málatilbúnaði sóknaraðila er áðurgreind krafa hans heldur ekki tengd slíkri ráðagerð á nokkurn hátt. Brestur því heimild til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum á grundvelli umrædds ákvæðis. Verður kröfu sóknaraðila þannig hafnað. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, lögreglustjórans í Reykjavík, um að verjanda varnaraðila, X, verði um þriggja vikna skeið synjað um aðgang að gögnum um rannsókn opinbers máls, sem beinist að honum. |
Mál nr. 382/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Ekki var talið fullnægt skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi X. Var gæsluvarðhaldstími styttur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. september 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. október nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara er krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald reist á a. og c. liðum 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Rökstuðningur sóknaraðila fyrir því að fullnægt sé skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi samkvæmt fyrrnefnda lagaákvæðinu lýtur að því að rökstuddur grunur sé uppi um að varnaraðili hafi átt hlut að ráni í versluninni Strax í Kópavogi 17. september sl. og sé rannsókn málsins skammt á veg komin. Enn sé ólokið að taka skýrslur af grunuðum og vitnum, auk þess sem fyrirhugaðri sakbendingu og rannsókn sönnunargagna sé ekki lokið. Með vísan til þess, sem greinir um atvik málsins í héraðsdómi, verður á það fallist að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Til stuðnings því að fullnægt sé skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila vísar sóknaraðili til þess, að auk framangreinds ráns sé varnaraðili grunaður um aðild að tveimur innbrotum, sem kærð hafi verið til lögreglu 13. og 20. september sl., en þýfi úr þeim hafi fundist á dvalarstað varnaraðila og í bifreið föður hans. Þá séu átta mál varnaraðila óafgreidd samkvæmt málaskrá lögreglu. Sé þar um að ræða ætluð brot á tímabilinu frá apríl til september 1999 varðandi vörslu og neyslu fíkniefna, tékkasvik og þjófnað. Varnaraðili sé heimilislaus, atvinnulaus og háður fíkniefnum og fyrirséð að hann muni halda áfram afbrotum til að standa straum af neyslu sinni og greiða skuldir vegna fíkniefnakaupa. Í málinu liggja ekki fyrir viðhlítandi gögn um þau brot, sem varnaraðili er borinn sökum um samkvæmt framansögðu, en ákæra hefur ekki verið gefin út á hendur honum vegna þeirra. Að því virtu verður ekki fallist á að fullnægt sé skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi samkvæmt c. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt því, sem að framan greinir, er skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fullnægt til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Ekki eru efni til að ákveða því lengri tíma en til þriðjudagsins 12. október nk. kl. 16. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 12. október nk. kl. 16. |
Mál nr. 376/1999 | Kærumál Gagn Verjandi | Kærður var úrskurður héraðsdómara um að framlengja í þrjár vikur, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, frest til að synja verjanda X um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls sem beinist að honum. Í ákvæðinu eru fyrirmæli um töku skýrslu fyrir dómi af sakborningi eða vitni á meðan á rannsókn opinbers máls stendur. Samkvæmt því getur dómari framlengt frest til að synja verjanda um aðgang að rannsóknargögnum þegar lögregla hefur leitað eftir töku slíkrar skýrslu. Ekki var upplýst að leitað hefði verið eftir því að skýrsla samkvæmt heimild í umræddu ákvæði hefði verð tekin né að slík skýrslutaka væri áformuð og var því talið að ekki væri heimilt að synja verjanda X um aðgang að gögnum á grundvelli | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 1999, þar sem fallist var með nánar tilgreindum undantekningum á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur hans til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að honum. Kæruheimild er í 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að sóknaraðila verði gert að afhenda verjanda hans afrit af öllum rannsóknargögnum málsins, sem séu viku gömul eða eldri. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði reisir sóknaraðili fyrrgreinda kröfu sína á ákvæði b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Í þeirri lagagrein eru fyrirmæli um töku skýrslu fyrir dómi af sakborningi eða vitni á meðan rannsókn opinbers máls stendur yfir hjá lögreglu, en áður en ákæra er gefin út. Í b. lið 1. mgr. greinarinnar er kveðið sérstaklega á um töku slíkrar skýrslu áður en verjandi sakaðs manns fær aðgang að skjölum eða öðrum gögnum máls samkvæmt ákvæði 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 12. gr. laga nr. 36/1999. Þegar lögregla hefur leitað eftir skýrslu samkvæmt þessari heimild getur dómari framlengt einnar viku frest, sem mælt er fyrir um í síðastnefndu lagaákvæði, í allt að þrjár vikur „svo að hægt verði að ljúka skýrslutöku innan hans“, eins og segir í niðurlagi b. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Er ljóst af framanröktu efni ákvæðisins að með tilvitnuðum ummælum sé átt við að lengja megi frest til að ljúka skýrslutöku fyrir dómi. Af gögnum málsins verður ekki séð að sóknaraðili hafi leitað eftir því að skýrsla verði tekin vegna rannsóknar málsins fyrir dómi af varnaraðila eða öðrum samkvæmt fyrrnefndri heimild í b. lið 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991. Í málatilbúnaði sóknaraðila er áðurgreind krafa hans heldur ekki tengd slíkri ráðagerð á nokkurn hátt. Brestur því heimild til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum á grundvelli umrædds ákvæðis. Verður kröfu sóknaraðila þannig hafnað. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, lögreglustjórans í Reykjavík, um að verjanda varnaraðila, X, verði um þriggja vikna skeið synjað um aðgang að gögnum um rannsókn opinbers máls, sem beinist að honum. |
Mál nr. 373/1999 | Kærumál Hæfi dómara | Kærður var úrskurður þar sem héraðsdómari vék sæti í máli vegna fyrri afskipta af því, en hann hafði tekið skýrslu fyrir dómi í þágu rannsóknar á grundvelli a. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999 af ætluðum brotaþola. Ekki var talið að skýrslutaka dómarans væri til þess fallin að draga mætti óhlutdrægni hans með réttu í efa, né að áframhaldandi meðferð hans á málinu bryti gegn 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 eða 1. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994. Var úrskurðurinn felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. september 1999, sem barst réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 17. september 1999, þar sem héraðsdómari vék sæti í málinu. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómara verði gert að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði tók Ólafur Ólafsson héraðsdómari skýrslu fyrir dómi 17. maí 1999 á grundvelli a. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999 af ætluðum brotaþola, í þágu rannsóknar á þeim verknaði, sem varnaraðili sætir nú ákæru fyrir. Héraðsdómarinn fékk síðan málinu úthlutað 3. september sl. Ákvað hann að víkja sæti vegna afskipta sinna af frumrannsókn málsins með vísan til g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 19/1991. Hvorki verður talið að skýrslutaka dómarans á rannsóknarstigi málsins sé til þess fallin að draga megi óhlutdrægni hans með réttu í efa, né að áframhaldandi meðferð hans á málinu brjóti gegn 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 eða 1. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. |
Mál nr. 366/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðs 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. september 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. nóvember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 363/1999 | Kærumál Skýrslugjöf Börn Kynferðisbrot | Lögreglustjórinn í R kærði úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu hans um að tekin yrði skýrsla af X fyrir héraðsdómi samkvæmt a. lið 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Talið var að fyrirmæli laga væru skýr um að í kynferðisbrotamálum væri lögreglu skylt að leita atbeina dómara um skýrslutöku af brotaþola yngri en 18 ára. Fyrir lá að ætlaður brotaþoli X væri 17 ára og var lagt fyrir héraðsdómara að taka skýrslu af henni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. september 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að tekin væri skýrsla af X fyrir héraðsdómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka umbeðna skýrslu. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði fór sóknaraðili þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að tekin yrði skýrsla af X fyrir dómi samkvæmt a. lið 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Telur sóknaraðili skýrslutökuna nauðsynlega í tengslum við rannsókn opinbers máls vegna ætlaðs brots gegn XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en X, sem er 17 ára, kærði sambúðarmann sinn, Y, fyrir líkamsárás og nauðgun 31. ágúst sl. Samkvæmt gögnum málsins hefur ekki verið tekin lögregluskýrsla af X, en lögreglumaður átti viðtal við hana í neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur að viðstöddum réttargæslumanni hennar. Áðurgreint ákvæði 74. gr. a. laga nr. 19/1991 er svohljóðandi: „Ef rannsókn beinist að broti á XXII. kafla almennra hegningarlaga og brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn máls hefst ber lögreglu að leita atbeina dómara sem sér um að taka skýrslu af honum.” Samkvæmt þessu eru fyrirmæli laga skýr um það að í kynferðisbrotamáli sé lögreglu skylt að leita atbeina dómara um skýrslutöku af brotaþola, sem er yngri en 18 ára. Veitir lagaákvæðið dómara ekki svigrúm til að meta hvort nauðsynlegt sé að gefa skýrslu með þessum hætti. Svo sem fram er komið liggur fyrir að X er ekki orðin 18 ára. Er því fullnægt skilyrðum a. liðar 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991 til að skýrslutaka af X fari fram fyrir dómi. Samkvæmt því, sem að framan greinir, verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka skýrslu af X. Dómsorð: Lagt er fyrir héraðsdómara að taka skýrslu af X. |
Mál nr. 345/1999 | Kærumál Stjórnvald Samkeppni Frávísunarúrskurður staðfestur | Talið var að í áliti samkeppnisráðs nr. 6/1996 hefði falist ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða í samræmi við erindi S. Þar sem ákvörðun samkeppnisráðs hafði ekki verið skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála var málinu vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi, sbr. 55. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. ágúst 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. ágúst 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar „að því er tekur til ágreinings kæranda og stefndu, Samkeppnisstofnunar og viðskiptaráðherra“. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða kærumálskostnað. I. Samkvæmt héraðsdómsstefnu gerir sóknaraðili aðallega þá kröfu að samkeppnisráði verði gert skylt að grípa til aðgerða samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 til að koma í veg fyrir þá samkeppnislegu mismunun, sem fiskvinnslufyrirtæki án útgerðar sæti við núverandi aðstæður gagnvart útgerðarfyrirtækjum, sem starfrækja fiskvinnslu. Til vara krefst hann þess að álit samkeppnisráðs nr. 6/1996 frá 31. maí 1996 verði dæmt ógilt. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdóms sendi lögmaður sóknaraðila samkeppnisráði bréf 1. mars 1995, þar sem kvartað var yfir samkeppnisstöðu fiskvinnslustöðva án útgerðar. Í bréfi sóknaraðila segir meðal annars: „Erindi þessu er beint til yðar með vísan til ákvæða í III. kafla samkeppnislaga nr. 8/1993, einkum b-liðar 2. mgr. 5. gr. Um efni málsins vísast annars til ákvæða í IV. kafla laganna og svo 1. mgr. 17. gr., einkum b-liðar og 20. gr. Er þess óskað að ráðið taki málið til athugunar og grípi til þeirra ráðstafana, sem það telur nauðsynlegar og lögin heimila.“ Í tilefni af kvörtun sóknaraðila birti samkeppnisráð 31. maí 1996 álit nr. 6/1996. Í lokaorðum álitsins bendir samkeppnisráð sjávarútvegsráðherra á það mat sitt, að ef reglur um handhöfn aflahlutdeildar yrðu rýmkaðar og heimilað yrði að framselja aflahlutdeild til aðila, sem aðeins reka fiskvinnslu, væri sú breyting til þess fallin að auka samkeppni í viðskiptum með sjávarafla til vinnslu, jafna að vissu marki samkeppnisstöðu fiskvinnslustöðva með og án útgerðar og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðinum. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að kvörtun sóknaraðila hafi orðið tilefni frekari aðgerða samkeppnisráðs eða að sóknaraðili hafi eftir birtingu álits nr. 6/1996 krafist að nýju aðgerða samkeppnisráðs vegna ætlaðra brota á lögum nr. 8/1993. II. Á það verður fallist með sóknaraðila, að með áliti samkeppnisráðs nr. 6/1996 hafi ráðið ekki aðeins veitt ráðherra ráðgefandi álit, sbr. 19. gr. laga nr. 8/1993, heldur hafi það með þessari úrlausn jafnframt í reynd synjað kröfu sóknaraðila um aðgerðir vegna ætlaðra brota á 17. og 20. gr. laganna. Fólst því í áliti samkeppnisráðs ákvörðun þess um að grípa ekki til aðgerða í samræmi við erindi sóknaraðila 1. mars 1995. Samkvæmt 55. gr. laga nr. 8/1993 verður ákvörðun samkeppnisráðs ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggur fyrir, en í 56. gr. laganna er aðila, sem vill ekki una úrskurði áfrýjunarnefndarinnar, heimilað að höfða dómsmál innan ákveðins frests til ógildingar á úrskurðinum. Skilja verður þessi lagaákvæði svo, að með þeim sé skilið undan lögsögu dómstóla að kveða sérstaklega á um gildi ákvarðana samkeppnisráðs, sbr. dóm Hæstaréttar í dómasafni 1997, bls. 643. Í málinu er ágreiningslaust að ákvörðun sóknaraðila var ekki skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Ber af þessum sökum að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 239/1999 | Kærumál Faðerni Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur | X, sem hafði verið ættleiddur af M, krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi, að Y væri kynfaðir hans. X vísaði til barnalaga nr. 20/1992 til stuðnings kröfu sinni, en tók fram í málatilbúnaði sínum að kröfur hans væru takmarkaðar við rétt hans til þess að fá upplýsingar um hver væri kynfaðir hans án þess að hróflað yrði við ættleiðingunni. Talið var að ósamræmi væri milli krafna X og málatilbúnaðar að öðru leyti auk þess sem takmörkunum sem þessum á kröfugerð yrði ekki komið við í máli sem rekið væri eftir reglum VII. kafla laga nr. 20/1992. Þótti vera slíkur misbrestur á málatilbúnaði J, að staðfesta bæri úrskurð héraðsdómara um að vísa málinu frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. maí 1999, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi varnaraðila, svo og að málskostnaður sinn verði greiddur úr ríkissjóði vegna ákvæðis 2. mgr. 45. gr. barnalaga nr. 20/1992 um gjafsókn í faðernismálum. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði er sóknaraðili fæddur 13. mars 1940. Móðir hans mun hafa fæðst á árinu 1913 og látist 1983. Hún gekk í hjúskap 1943. Eiginmaður hennar, sem nú er látinn, ættleiddi sóknaraðila 27. júlí 1945. Sóknaraðili kveðst aldrei hafa verið feðraður, en móðir hans hafi hins vegar tjáð honum sem unglingi að varnaraðili væri kynfaðir hans. Í málinu krefst sóknaraðili þess að viðurkennt verði með dómi að varnaraðili sé kynfaðir hans. Hann krefst þess einnig að varnaraðila verði gert að afla gagna og gangast undir sýnatökur og rannsóknir eftir reglum 47. gr. og 48. gr. laga nr. 20/1992. Samkvæmt héraðsdómsstefnu reisir sóknaraðili fyrstnefndu kröfuna á þeirri málsástæðu að á getnaðartíma hafi varnaraðili sannanlega haft það nána samband við móður sóknaraðila, sem um ræði í 2. mgr. 43. gr. laga nr. 20/1992. Um lagarök er í stefnunni einkum vísað til 41.-52. gr. sömu laga. Af þessu verður ekki annað ráðið en að sóknaraðili hafi höfðað málið sem dómsmál vegna faðernis síns eftir ákvæðum VII. kafla laga nr. 20/1992. Þrátt fyrir þetta segir meðal annars eftirfarandi í héraðsdómsstefnu: „Stefnandi hefur réttarstöðu kjörbarns, sbr. áðurtilgreinda ættleiðingu, og er því með máli þessu ekki að gera erfðatilkall hugsanlegt gagnvart meintum kynföður sínum.“ Þá segir enn fremur í kæru sóknaraðila til Hæstaréttar að dómkröfur hans séu að efni til „takmarkaðar við rétt aðila til að fá upplýsingar um hver sé kynfaðir hans, eingöngu, en sá réttur er fyrir hendi án þess að hrófla við ættleiðingunni.“ Í orðalagi dómkrafna sóknaraðila gætir ekki takmarkana af þessum toga. Er þannig ósamræmi á milli krafna hans og málatilbúnaðar að öðru leyti. Takmörkunum sem þessum á kröfugerð verður heldur ekki komið við í máli, sem er rekið eftir reglum VII. kafla laga nr. 20/1992. Þegar af þessum sökum er slíkur misbrestur á málatilbúnaði sóknaraðila að vísa verður málinu frá héraðsdómi. Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Ekki verður mælt fyrir um gjafsóknarkostnað sóknaraðila, enda hefur dómsmálaráðherra ekki veitt honum gjafsókn í málinu samkvæmt framlögðum gögnum. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 354/1999 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Talið var L hefði ekki rökstutt á viðhlítandi hátt hvernig X kynni að torvelda rannsókn mála ef hann sætti ekki gæsluvarðhaldi þannig að skilyrði til gæsluvarðhalds væru fyrir hendi samkvæmt a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Að virtum þeim brotum, sem X hafði játað og máli skiptu, og því tímaskeiði sem þau voru framin á, þótti heldur ekki fullnægt skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi X. Var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi felldur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. september 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 8. október nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara er krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald reist á a. og c. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Til stuðnings því að fullnægt sé skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi samkvæmt fyrrnefnda lagaákvæðinu vísar sóknaraðili til þess að yfir standi rannsókn á þjófnaði úr húsakynnum nokkurra fyrirtækja 16. júlí og 23. ágúst 1999. Enn hafi aðeins fundist hluti af þeim munum, sem stolið var fyrrnefnda daginn, eftir eigi að rannsaka uppruna hluta þeirra muna, sem lagt var hald á við húsleit í aðsetri varnaraðila 24. ágúst sl., og grunur sé um aðild annars manns, sem eftir eigi að finna og taka skýrslu af. Með úrskurði héraðsdóms 25. ágúst sl. var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 3. þessa mánaðar á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 vegna rannsóknar á fyrrgreindum málum. Með bréfi sóknaraðila 2. september sl. var fangelsismálastofnun tilkynnt að rannsóknarhagsmunir krefðust ekki lengur að varnaraðili sætti einangrun í gæsluvarðhaldi og skyldi henni því aflétt. Að þessu virtu hefur sóknaraðili ekki rökstutt á viðhlítandi hátt hvernig ætla megi að varnaraðili muni torvelda frekari rannsókn þessara mála ef hann sætir ekki gæsluvarðhaldi. Er því ekki unnt að verða við kröfu sóknaraðila á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Til stuðnings því að fullnægt sé skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila vísar sóknaraðili til þess, að auk þeirra brota, sem að framan greinir, sé varnaraðili grunaður um hilmingu með því að hafa geymt stolna muni í íbúð sinni 15. febrúar 1999. Hann hafi einnig játað að hafa tekið í heimildarleysi bifreið og stolið bensínsjálfsala 22. mars 1999, svo og að hafa skemmt bifreiðina og sjálfsalann, auk þess að hafa haft í vörslum sínum tiltekið magn fíkniefna 13. ágúst sama árs. Þá hefur varnaraðili gengist við áðurnefndum brotum 16. júlí 1999, en neitar aðild að broti 23. ágúst sama árs. Skilja verður rökstuðning sóknaraðila á þá leið að hann telji að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram auðgunarbrotum meðan málum hans er ólokið. Af þessum sökum skiptir fíkniefnabrot varnaraðila, sem síðast var getið og hann hefur gengist við, ekki máli við mat á því hvort skilyrði séu fyrir gæsluvarðhaldi. Að virtum öðrum þeim áðurnefndum brotum, sem varnaraðili hefur játað, og það tímaskeið, sem þau hafa verið framin á, verður ekki fallist á að nægileg ástæða sé fyrir gæsluvarðhaldi samkvæmt c. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt því, sem að framan greinir, verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Mál nr. 347/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðs 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. ágúst 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. september sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. ágúst 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 7. september nk. kl. 19.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 346/1999 | Kærumál Nauðungarvistun | Staðfest var niðurstaða héraðsdómara um að hafna kröfu X um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til þess að hann yrði vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. ágúst 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. september sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 27. ágúst 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 26. sama mánaðar til þess að hann yrði vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. Kæruheimild er í 4. mgr. 31. gr. , sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Auk þess krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 31. gr., sbr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Sigurðar Eiríkssonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Sigurðar Eiríkssonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 50.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði |
Mál nr. 241/1999 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Talið var að F, B, J og L brysti heimild til kæru ákvörðunar héraðsdómara um að fella niður kröfu þeirra um málskostnaðartryggingu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 1999 um að fella niður kröfu sóknaraðila um málskostnaðartryggingu í máli varnaraðila á hendur þeim. Um kæruheimild vísa sóknaraðilar til o. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þeir krefjast þess aðallega að hinni kærðu ákvörðun verði breytt þannig að varnaraðila verði gert að setja málskostnaðartryggingu, en til vara að málinu verði vísað heim til löglegrar meðferðar. Þeir krefjast einnig kærumálskostnaðar, en þó því aðeins að tekið sé til varna fyrir Hæstarétti af hálfu varnaraðila. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins þingfesti varnaraðili málið 20. maí 1999. Var þá sótt þing af hálfu sóknaraðila og krafist að varnaraðila yrði gert að setja málskostnaðartryggingu. Héraðsdómari frestaði málinu til þinghalds 28. sama mánaðar til þess að aðilar fengju kost á að tjá sig frekar um kröfuna. Við þá fyrirtöku málsins var ekki mætt af hálfu sóknaraðila. Ákvað héraðsdómari þá að krafa sóknaraðila um málskostnaðartryggingu væri fallin niður og frestaði málinu til reglulegs dómþings 1. júní 1999. Samkvæmt 143. gr. laga nr. 91/1991 geta ákvarðanir héraðsdóms um atriði varðandi rekstur einkamáls aldrei sætt kæru til Hæstaréttar, heldur eingöngu úrskurðir um ákveðin efni, sem þar eru tæmandi talin. Brestur þannig heimild til kæru og verður málinu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 254/1999 | Kærumál Fjárnám Meðlag Fyrning | Talið var að krafa I á hendur S, sem orðið hafði til vegna meðlagsgreiðslna Tryggingarstofnunar ríkisins til barns S, væri ekki krafa til endurgjalds þegnum sveitarstyrk samkvæmt 5. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Var krafa I, sem var eldri en fjögurra ára, talin niður fallin fyrir fyrningu samkvæmt 3. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905 og fjárnám sem gert hafði verið hjá S fyrir kröfunni því fellt úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 28. maí 1999, þar sem fellt var úr gildi fjárnám, sem sýslumaðurinn á Selfossi gerði hjá varnaraðila 3. desember 1998 að kröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnt fjárnám verði staðfest. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 255/1999 | Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður staðfestur | Talið var að F hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá ógilta ákvörðun FR um að synja um aðilaskipti að greiðslumarki, en FR hafði síðar samþykkt ráðstöfun F og aðilaskipti að greiðslumarkinu farið fram. Var staðfestur úrskurður héraðsdómara um að vísa máli F gegn FR frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júní 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila og íslenska ríkinu var vísað frá héraðsdómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka kröfur hans gegn varnaraðila til efnismeðferðar, en kveðst una niðurstöðu hins kærða úrskurðar hvað varðar kröfur, sem hann gerði í héraði á hendur íslenska ríkinu. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara höfðaði sóknaraðili málið gegn varnaraðila og íslenska ríkinu í því skyni að fá ógilta ákvörðun varnaraðila 26. maí 1998 um að samþykkja ekki leigu á greiðslumarki mjólkur samkvæmt samningi, sem sóknaraðili gerði 23. mars sama árs. Í héraðsdómsstefnu kemur fram að sóknaraðili og viðsemjendur hans hafi ekki viljað una þessari ákvörðun varnaraðila og því gert með sér nýjan samning 14. ágúst 1998 um greiðslumarkið. Heldur sóknaraðili fram að þessi síðari samningur hafi falið í sér leigu greiðslumarksins með sama hætti og sá fyrri. Í málinu er óumdeilt að varnaraðili samþykkti aðilaskipti samkvæmt síðari samningnum og mun viðsemjandi sóknaraðila nú taka við beingreiðslum í samræmi við það. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, hefur varnaraðili samþykkt ráðstöfun sóknaraðila á framangreindu greiðslumarki og hafa aðilaskipti þegar orðið að því. Sóknaraðili hefur með engum hætti gert grein fyrir því hverju það varði fyrir hann að fá ógilta áðurnefnda ákvörðun varnaraðila frá 26. maí 1998 að öðru leyti en að með efnisdómi fengist skorið úr almennu lagalegu álitaefni. Að þessu virtu verður fallist á með héraðsdómara að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr málinu að efni til. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Friðjón Guðmundsson, greiði varnaraðila, Framleiðsluráði landbúnaðarins, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 299/1999 | Kærumál Kæruheimild Lögvarðir hagsmunir Frávísun frá Hæstarétti | Talið var að stefndi í einkamáli nyti ekki lögvarins réttar til að krefjast efnisdóms í máli, heldur yrði hann að sæta því að það væri meðal annars fellt niður án tillits til þess hvort hann kynni fremur að vilja láta það ganga til efnisdóms um kröfu sína um sýknu. Þótti þessi meginreglna standa því í vegi að Á, GS, GG, SH, RÓ og FÓ gætu leitað endurskoðunar á úrskurði héraðsdómara um að vísa frá máli, sem F hafði höfðað gegn þeim, til að fá honum hnekkt. Var málinu því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 8. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 29. júní 1999, þar sem máli varnaraðila gegn sóknaraðilum var vísað frá dómi. Um kæruheimild vísa sóknaraðilar til j. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þau krefjast einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara höfðaði varnaraðili málið og krafðist þess einkum að nánar tiltekinn úrskurður landbúnaðarráðherra yrði ógiltur með dómi. Með hinum kærða úrskurði vísaði héraðsdómari málinu frá án kröfu vegna annmarka, sem hann taldi vera á málinu. Svo sem ráðið verður af b., c., d. og e. lið 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 er í lögunum byggt á þeirri meginreglu að stefndi í einkamáli njóti ekki lögvarins réttar til að krefjast efnisdóms í máli, heldur verði hann að sæta því að það verði meðal annars fellt niður án tillits til þess hvort hann kunni fremur að vilja láta það ganga til efnisdóms um kröfu sína um sýknu. Þessi meginregla stendur því jafnframt í vegi að stefndi geti leitað endurskoðunar á úrskurði um frávísun máls til að fá honum hnekkt, sbr. dóm Hæstaréttar í dómasafni 1998, bls. 1793. Sóknaraðili nýtur því ekki hagsmuna, sem varðir eru að lögum, af fyrrgreindri kröfu sinni um að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Af þessum sökum og þar sem varnaraðili kærði ekki úrskurðinn fyrir sitt leyti verður ekki komist hjá því að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 238/1999 | Kærumál Útivist Niðurfelling máls | Talið var að ákvæði b. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála yrði ekki skilið svo að það tæki ekki til þinghalds sem boðað hafði verið til í því skyni að kveða upp úrskurð um atriði varðandi rekstur máls. Var staðfestur úrskurður héraðsdómara um að fella mál A gegn Í niður vegna útivistar A frá slíku þinghaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí 1999, þar sem mál sóknaraðila gegn varnaraðila var fellt niður. Kæruheimild er í k. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að boða aðila að nýju til þinghalds og kveða þar upp úrskurð um kröfu varnaraðila um frávísun málsins. Til vara krefst sóknaraðili þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að boða aðila að nýju til þinghalds, en til þrautavara að málskostnaður verði felldur niður í héraði. Hún krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst kærumálskostnaðar, en gerir ekki aðrar kröfur fyrir Hæstarétti. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms var málið tekið þar fyrir 18. maí 1999 að viðstöddum lögmönnum aðila og því frestað til 25. sama mánaðar til uppkvaðningar úrskurðar um frávísunarkröfu varnaraðila. Síðastnefnt þinghald var ekki sótt af hálfu sóknaraðila, en til þess var þó boðað með lögmætum hætti, sbr. 2. mgr. 92. gr. laga nr. 91/1991. Ákvæði b. liðar 1. mgr. 105. gr. sömu laga verður ekki skilið svo að það taki ekki til þinghalds, sem boðað hefur verið til í því skyni að kveða upp úrskurð um atriði varðandi rekstur máls. Var héraðsdómara því rétt að fella málið niður. Áður en málið var fellt niður í héraði hafði varnaraðili tekið til varna og látið flytja það munnlega um frávísunarkröfu. Að því virtu eru ekki efni til að verða við þrautavarakröfu sóknaraðila. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur, en rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 244/1999 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Talið var að E brysti heimild til kæru úrskurðar héraðsdómara um að hafna kröfu hans um að vísað yrði frá dómi gagnsök sem V hafði höfðað í máli E gegn V. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. maí 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að vísað yrði frá dómi gagnsök, sem varnaraðili hefur höfðað í máli sóknaraðila gegn honum. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 28. gr., 143. gr., 144. gr. og 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hann krefst þess að gagnsök varnaraðila verði vísað frá héraðsdómi. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Samkvæmt j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 má kæra til Hæstaréttar úrskurð héraðsdómara um að máli sé vísað frá dómi. Tekur þetta jafnframt til gagnsakar. Hins vegar er hvorki í þessum staflið né í öðrum fyrirmælum greinarinnar heimilað að kæra til Hæstaréttar úrskurð, þar sem kröfu um frávísun máls er hafnað, en í henni eru kæruheimildir í einkamálum tæmandi taldar. Brestur því heimild til þessa málskots og verður fallist á kröfu varnaraðila um að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Ellert Ólafsson, greiði varnaraðila, Vélorku hf., 75.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 245/1999 | Kærumál Innsetningargerð Skuldabréf | L krafðist innsetningar í umráð skuldabréfs sem hann hafði gefið út til S vegna kaupa á bifreið frá B. Talið var, að þótt S kynni að hafa brostið heimild til að greiða B andvirði bréfsins, hefði L ekki sýnt nægilega með þeim hætti, sem um ræðir í 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, að hann ætti rétt á að fá skuldabréfið í hendur. Var úrskurður héraðsdóms um að hafna kröfu L staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að veðskuldabréf að fjárhæð 2.188.754 krónur, sem hann gaf út til varnaraðila 23. febrúar 1998, yrði tekið úr vörslum varnaraðila með beinni aðfarargerð og fengið honum í hendur. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að krafa hans um aðfarargerð nái fram að ganga, svo og að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknararðili dæmdur til að greiða kærumálskostnað. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði gaf sóknaraðili út fyrrnefnt veðskuldabréf vegna láns til kaupa á bifreiðinni TF 918 af BT-bílum ehf. Í umsókn um lánið til varnaraðila, sem var undirrituð af sóknaraðila og fyrirsvarsmanni BT-bíla ehf., kom fram að umsókn væri því háð að gengið hafi verið frá kaupum á bifreið. Var þar ráðgert að bifreiðin yrði veðsett til tryggingar skuld við varnaraðila, svo og að umsækjanda bæri að vátryggja bifreiðina með ákveðnum hætti og að skorður væru settar við sölu hennar. Í málinu er óumdeilt að sóknaraðili hafi fengið afsal fyrir bifreiðinni TF 918, en varnaraðili greitt BT-bílum ehf. andvirði skuldabréfsins. Sóknaraðili heldur því fram að varnaraðila hafi verið óheimilt að greiða BT-bílum ehf. þetta andvirði. Hefur hann af þessum sökum mótmælt greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu og krefst nú að fá það afhent. Þótt varnaraðila kunni að hafa brostið heimild til að greiða BT-bílum ehf. áðurnefnt andvirði skuldabréfs hefur sóknaraðili ekki sýnt nægilega með þeim hætti, sem um ræðir í 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989, að hann eigi rétt á að fá skuldabréfið í hendur. Þegar af þessari ástæðu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest um annað en málskostnað, en rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 247/1999 | Kærumál Sakarauki Frávísunarúrskurður staðfestur | J og M sakaukastefndu SI, ST, Þ og G vegna máls sem þeir höfðu áður höfðað. Talið var að J og M hefðu ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að þeim yrði ekki metið til vanrækslu að hafa ekki gert kröfur á hendur SI, ST, Þ og G í upphaflega málinu. Var því staðfestur úrskurður héraðsdómara um að vísa sakaraukningunni sjálfkrafa frá dómi með vísan til 3. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 7. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 25. maí 1999, þar sem sakaukasök sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka sakaraukningu þeirra til efnislegrar meðferðar. Þeir krefjast einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Samkvæmt gögnum málsins þingfestu sóknaraðilar 3. mars 1999 mál á hendur Ágústi Sigurðssyni, Ásgerði Pálsdóttur, Glaumbæ ehf., Brynjólfi Friðrikssyni, Óskari Ólafssyni, Gróu M. Lárusdóttur, Framleiðsluráði landbúnaðarins, landbúnaðarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Með sakaukastefnu, sem var birt 23., 24. og 29. sama mánaðar, beindu sóknaraðilar fyrst kröfum að varnaraðilum í tengslum við það mál. Sóknaraðilar hafa ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að þeim verði ekki metið til vanrækslu að hafa ekki gert kröfur á hendur varnaraðilum þegar í upphaflega málinu. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað, en rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 302/1999 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Talið var að á málatilbúnaði B í máli, sem hann hafði höfðað gegn Í, væru ágallar sem ekki yrði bætt úr undir meðferð málsins. Var því staðfest sú niðurstaða héraðsdómara að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. ágúst sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 1999, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi, en sóknaraðili kveðst fyrst hafa fengið vitneskju um úrskurðinn 12. sama mánaðar. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir fjölskipaðan héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði í þessum þætti málsins og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 237/1999 | Kærumál Fjárnám | Talið var að tilkynning um aðför hefði ekki verið birt G fyrr en að loknum þeim fresti sem sýslumaður hafði ákveðið hæfilegan samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Var því staðfestur úrskurður héraðsdóms um að fella úr gildi fjárnám hjá G. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júní 1999, þar sem fellt var úr gildi fjárnám, sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá varnaraðila 4. mars 1999 að kröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnt fjárnám verði staðfest. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur um annað en málskostnað, sem sóknaraðili verði dæmdur til að greiða ásamt kærumálskostnaði. Tilkynning sýslumanns um að beiðni sóknaraðila um aðför yrði tekin fyrir 4. mars 1999 var birt á lögheimili varnaraðila að kvöldi 2. sama mánaðar. Af gögnum málsins verður ráðið að sýslumaður hafi ákveðið að birta yrði tilkynninguna í síðasta lagi 28. febrúar sama árs. Var tilkynningin því ekki birt fyrr en að liðnum þeim fresti, sem sýslumaður hafði ákveðið hæfilegan samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga nr. 90/1989. Af þessum sökum var sýslumanni ekki rétt að gera fjárnám hjá varnaraðila 4. mars 1999 að honum fjarstöddum. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur, þar á meðal um málskostnað, enda hefur varnaraðili ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Kristján Sveinbjörnsson, greiði varnaraðila, Gísla Guðmundssyni, 75.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 257/1999 | Kærumál Opinber skipti Fjárslit milli hjóna Varnarþing Frávísunarúrskurður staðfestur | Talið var að M væri heimilt að leita opinberra skipta til fjárslita hér á landi á milli sín og fyrrverandi eiginmanns síns B samkvæmt lögjöfnun frá 2. mgr. 1. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., en síðasta sameiginlega lögheimili M og B hafði verið í Danmörku og þar hafði kröfu M um opinber skipti verið hafnað. Þar sem M hafði ekki leitað eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um hvert kröfu um opinber skipti yrði beint samkvæmt 3. mgr. 3. gr. laga nr. 20/1991 var skilyrðum ekki fullnægt til þess hún gæti krafist skipta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa kröfu M frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fram fari opinber skipti til fjárslita milli hennar og varnaraðila vegna hjónaskilnaðar. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka til efnismeðferðar kröfu hennar um opinber skipti. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Samkvæmt gögnum málsins gengu aðilar þess í hjúskap 5. júlí 1981 og bjuggu hér á landi til ársins 1990, þegar þau munu hafa flust til Danmerkur. Þar munu þau hafa slitið samvistum í desember 1996 og fengið lögskilnað með dómi 14. ágúst 1997. Sóknaraðili mun síðan hafa verið búsett í Danmörku, en varnaraðili á Íslandi. Sóknaraðili kveður fjárslit ekki hafa farið fram milli þeirra vegna hjónaskilnaðarins. Hún hefur lagt fram gögn til staðfestingar því að dómstóll í Danmörku hafi hinn 3. desember sl. hafnað kröfu hennar um opinber skipti til að koma fram fjárslitunum, því heimild bresti til leita skipta þar í landi, enda eigi sóknaraðili ekki lengur heimili í dómumdæmi, þar sem aðilarnir áttu síðast sameiginlegt heimili, samningur hafi ekki verið gerður á milli þeirra um varnarþing við skiptin og varnaraðili, sem kröfu um opinber skipti sé beint að, eigi nú heimili á Íslandi. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 20/1991 verður leitað opinberra skipta til fjárslita á milli hjóna fyrir héraðsdómstólnum í því umdæmi, þar sem hjón áttu síðast sameiginlegt lögheimili, nema þau semji um annað. Af gögnum málsins verður ráðið að síðasta sameiginlega lögheimili aðilanna hafi verið í Farum í Danmörku. Því er ekki borið við að þau hafi samið um að beina mætti kröfu um opinber skipti til Héraðsdóms Reykjavíkur. Getur sóknaraðili því ekki leitað opinberra skipta fyrir þeim dómstóli með stoð í tilvitnuðu ákvæði. Hins vegar liggur ekki annað fyrir en að aðilarnir séu bæði íslenskir ríkisborgarar. Fjárslitum verður samkvæmt áðursögðu ekki komið fram í því ríki, þar sem aðilarnir áttu síðast sameiginlegt heimili. Að svo vöxnu máli getur sóknaraðili krafist opinberra skipta hér á landi með stoð í lögjöfnun frá 2. mgr. 1. gr. laga nr. 20/1991. Áður en það verður gert verður sóknaraðili þó að leita ákvörðunar dómsmálaráðherra um hvert kröfu um skiptin verður beint, sbr. 3. mgr. 3. gr. sömu laga. Þar sem það hefur ekki verið gert eru ekki skilyrði til að krefjast skipta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt því verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 270/1999 | Kærumál Dómstóll Félagsdómur Frávísunarúrskurður staðfestur | Talið var að kröfur verkalýðsfélagsins V í máli, sem það hafði höfðað gegn R, ættu undir Félagsdóm eftir reglum 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Með vísan til 2. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var staðfestur úrskurður héraðsdómara um að vísa máli V frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. júlí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 1999, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfur hans til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/1991 er mælt svo fyrir að þau lög taki til dómsmála, sem hvorki sæta sérstakri meðferð eftir ákvæðum annarra laga né eiga undir sérdómstóla lögum samkvæmt. Félagsdómur er annar tveggja sérdómstóla ríkisins, sbr. 3. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla, sem tóku gildi 1. júlí 1998 og leystu meðal annars af hólmi ákvæði I. kafla laga nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem vísað er til í hinum kærða úrskurði. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á með héraðsdómara að kröfur sóknaraðila eigi undir Félagsdóm eftir reglum 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Samkvæmt áður tilvitnaðri 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/1991 verður einkamál ekki rekið til að fá leyst úr þessum kröfum. Með skírskotun til 2. mgr. 24. gr. sömu laga verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Vélstjórafélag Íslands, greiði varnaraðila, Reykjavíkurborg, 75.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 320/1999 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Skiptastjóri | E krafðist þess að lögmaðurinn H yrði leystur frá starfi skiptastjóra í þrotabúi K. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að ekki væru efni til að víkja H frá vegna aðfinnslna E um störf hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. ágúst 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júlí 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðili, Halldór Þ. Birgisson héraðsdómslögmaður, yrði leystur frá starfi skiptastjóra í þrotabúi Kristínar Jórunnar Hjartardóttur. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili segir „helstu kröfur“ sínar vera að „1) Bústjóra verði vikið. 2) Úrskurðað verði í málinu hver eigi þessi réttindi ég eða Kristín Jórunn Hjartardóttir. 3) Undirritun Ágústar Karlssonar verði hnekkt. 4) Bústjóri greiði undirrituðum skaðabætur 1.200.000,- kr. sem er útlagður kostnaður undirritaðs vegna málsins til að sýna fram á blekkingu bústjórans. Auk dráttarvaxta frá maí 1994. 5) Eignir þrotabús Kristínar Jórunnar Hjartardóttur verði afhent undirrituðum. 6) Endurgreiðsla frá Kínverjunum verði dæmd undirritaðs vegna þess að „lakkrísformúlan“ var metin 50% af íslensku réttindunum. Íslenski hluti lóðarinnar var metinn á 120 milljónir (helmingur af 3.3 milljónum USD) helmingur þess er 60 milljónir. Gísli Baldur Garðarsson, Sjónval hf., Halldór Birgisson, Landsbanki Íslands og íslenska ríkið er ábyrgt í þessu máli. T.d. ef viðkomandi eru ekki borgunarmenn í málinu. 7) Fram fari opinber rannsókn á málinu til dæmis taki Landsdómur málið fyrir eða ríkisendurskoðun eða hlutlaus aðili fari yfir þetta alvarlega mál.“ Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Málið er rekið samkvæmt 3. mgr. 76. gr. og 169. gr. laga nr. 21/1991 til þess að leysa úr kröfu sóknaraðila um að varnaraðili verði vikið úr starfi skiptastjóra í áðurnefndu þrotabúi. Framangreindar kröfur sóknaraðila, sem lúta að öðru, geta ekki komist að í málinu. Verður efnisleg afstaða því ekki tekin til þeirra. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða héraðsdómara um að ekki séu efni til að víkja varnaraðila frá vegna þeirra aðfinnslna um störf hans, sem sóknaraðili hefur gert. Þótt héraðsdómari hafi réttilega mátt beina því til varnaraðila að hann lyki skiptum á umræddu þrotabúi innan tiltekins frests, sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991, átti ekki að mæla fyrir um þetta í hinum kærða úrskurði, heldur með bókun í þingbók. Verður úrskurðurinn því staðfestur að því er varðar kröfu sóknaraðila um að varnaraðili verði leystur frá starfi, svo og um málskostnað, en kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, Erlings Þorsteinssonar, um að varnaraðili, Halldór Þ. Birgisson, verði leystur frá starfi skiptastjóra í þrotabúi Kristínar Jórunnar Hjartardóttur. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað er staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 248/1999 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Talið var að E skorti heimild til að kæra þá athöfn héraðsdómara, að beina því til hans, með vísan til 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að hann réði sér hæfan umboðsmann til að flytja mál sitt. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 1999, þar sem héraðsdómari beindi því til sóknaraðila með vísan til 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að hann réði sér hæfan umboðsmann til að flytja mál sitt á hendur varnaraðila. Skilja verður kæru sóknaraðila svo að hann krefjist að ákvörðun þessi verði felld úr gildi. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Í 143. gr. laga nr. 91/1991 eru tæmandi taldar heimildir til að kæra til Hæstaréttar úrskurði, sem ganga undir rekstri einkamáls í héraði. Þar er hvergi getið heimildar til að beita kæru um það efni, sem mál þetta varðar. Samkvæmt því brestur heimild til kæru í málinu, sem verður þannig vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 315/1999 | Kærumál Landamerki Landskipti Dómstóll Frávísunarúrskurður staðfestur | Eigendur jarðarinnar M höfðuðu mál til staðfestingar á landamerkjum jarðarinnar við jarðirnar N og K. Talið var að ekkert lægi fyrir um að hjáleigunni M hefði verið skipt út úr höfuðbólinu N með formlegum hætti, en um slík skipti gildi ákvæði laga um landskipti nr. 46/1941. Því var talið að sakarefnið ætti ekki undir héraðsdóm. Var niðurstaða héraðsdóms um frávísun málsins staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. ágúst sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 19. júlí 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þau krefjast einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Til vara krefjast þau þess að málskostnaður falli niður á báðum dómstigum. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðilar dæmdir til að greiða kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðilar verða dæmdir til að greiða í sameiningu varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðilar, Bára Bergmann Pétursdóttir, Elsa Fanney Pétursdóttir, Pétur Guðráður Pétursson, Birna Ragnheiður Pétursdóttir og Ólöf Ragna Pétursdóttir, greiði í sameiningu varnaraðilum, Guðmundi Guðmundssyni, Lárusi Guðmundssyni, Jósefínu Guðmundsdóttur, Jónu Guðrúnu Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Herdísi Björnsdóttur, Kristjáni Guðmundssyni, Ólafi Guðmundssyni, Hönnu Ákadóttur og Látravík ehf., hverjum fyrir sig samtals 50.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Subsets and Splits