Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
181
| Summary
stringlengths 74
3.53k
| Text
stringlengths 125
8.04k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 321/1999 | Kærumál Einkahlutafélag Málshöfðunarfrestur Frávísunarúrskurður staðfestur | H höfðaði mál til að fá ógilta ákvörðun aðalfundar einkahlutafélagsins V um hlutafjáraukningu frá árinu 1995. H var ekki talinn hafa stutt kröfu um ógildingu við ákvæði a.-c. liðar 3. mgr. 71. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Var talið að almennur frestur samkvæmt 2. mgr. 71. gr. gilti um hvenær höfða hefði orðið mál um sakarefnið, en sá frestur var löngu liðinn við stefnubirtingu. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa málinu frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru, sem er dagsett 15. júlí 1999 og barst réttinum 10. ágúst sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 16. júlí 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili málið til að fá ógilta ákvörðun aðalfundar varnaraðila 17. desember 1995 um hlutafjáraukningu. Sóknaraðili hefur ekki stutt kröfu sína um ógildingu við nein þau atvik, sem átt geta undir ákvæði a.-c. liðar 3. mgr. 71. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Þar sem ákvæði d. liðar sömu málsgreinar getur heldur ekki átt hér við gilti almennur frestur samkvæmt 2. mgr. 71. gr. laganna um hvenær höfða hefði orðið mál um sakarefnið. Sá frestur var löngu liðinn við birtingu héraðsdómsstefnu 7. apríl 1999. Verður því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um frávísun málsins, svo og um málskostnað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Haukur Brynjólfsson, greiði varnaraðila, Villa Nova ehf., 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 322/1999 | Kærumál Blóðsýni Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Kæru H á úrskurði héraðsdóms um að taka skyldi úr honum blóðsýni var vísað frá Hæstarétti með vísan til 4. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, þar sem blóðsýnið hafði þegar verið tekið. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. ágúst 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 5. ágúst 1999, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að tekið skyldi blóðsýni úr varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Með fyrrgreindum úrskurði héraðsdóms var varnaraðila gert að sæta því að blóðsýni yrði tekið úr honum, sbr. 1. mgr. 92. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Lýsti varnaraðili yfir kæru úrskurðarins þegar eftir uppkvaðningu hans. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, var blóðsýnið tekið úr varnaraðila í beinu framhaldi af þessu. Hefur því sú athöfn, sem kveðið var á um í úrskurðinum, þegar farið fram. Samkvæmt þessu ber að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti með vísan til 4. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 301/1999 | Kærumál Útburður Útivist Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Talið var að skýra bæri kæruheimild 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til samræmis við almennar reglur um meðferð einkamála, eftir því sem við gæti átt. Samkvæmt þessu brast Þ, sem ekki hafði sótt þing þegar málið var tekið til úrskurðar í héraði, heimild til kæru málsins samkvæmt meginreglu 4. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. ágúst sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. júlí 1999, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að heimilt væri að fá sóknaraðila borinn út úr verksmiðjuhúsnæði við Ljósatröð við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Sóknaraðili styður kæru sína við 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991, sæta úrskurðir samkvæmt 13. kafla fyrrnefndu laganna kæru til Hæstaréttar. Með hliðsjón af 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 verður að skýra þessa heimild til kæru til samræmis við almennar reglur um meðferð einkamála eftir því, sem átt getur við, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar í dómasafni 1997, bls. 3122, og 1994, bls. 1101. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms var beiðni varnaraðila um aðför tekin fyrir á dómþingi 23. júlí 1999 og var þá ekki sótt þing af hálfu sóknaraðila. Tók héraðsdómari málið til úrskurðar og kvað upp hinn kærða úrskurð. Vegna ákvæðis 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 átti sóknaraðili eftir þetta ekki aðra kosti til að fá úrskurðinum hrundið en að leita eftir endurupptöku málsins samkvæmt XXIII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Brestur því heimild til kæru málsins samkvæmt meginreglu 4. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991, sem verður að leggja hér til grundvallar, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989. Er því óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 314/1999 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Úrskurður héraðsdóms um að H skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var felldur úr gildi, þar sem ekki var talið, að fram væri kominn rökstuddur grunur um að H hefði framið verknað sem varðað gæti fangelsisrefsingu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. ágúst 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. ágúst 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 13. ágúst nk. kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði hefur nafngreindur maður viðurkennt að hafa í félagi við annan tiltekinn mann framið tvö innbrot í Reykjavík aðfaranótt 8. ágúst sl. Það eitt, að varnaraðili hafi verið í fylgd með síðargreinda manninum þegar sá var handtekinn um einni og hálfri klukkustund eftir síðara innbrotið, nægir ekki til að rökstuddur grunur geti talist vera fyrir hendi um að varnaraðili hafi gerst sekur um brot gegn 263. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 140. gr. laga nr. 82/1998. Þar sem ekkert annað er fram komið í málinu, sem styður staðhæfingar sóknaraðila um að varnaraðili hafi framið verknað, sem fangelsisrefsing er lögð við, brestur skilyrði til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila samkvæmt 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Mál nr. 303/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. ágúst sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 31. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til laugardagsins 7. ágúst nk. kl. 18. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, svo og að sér verði dæmur kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt gögnum málsins var varnaraðili handtekinn skömmu eftir að hann fékk í hendur hylki, sem í höfðu verið um 185 g af kannabisefni, auk nokkurs magns af kókaíni og amfetamíni, en lögreglan hafði áður lagt hald á þessi fíkniefni. Fallist verður á með sóknaraðila að fyrir liggi rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi haft í hyggju að taka við fíkniefnunum og með því framið verknað, sem fangelsisrefsing er lögð við. Framburður þeirra, sem grunaðir eru um aðild að málinu, hefur verið misvísandi. Má ætla að varnaraðili gæti torveldað rannsókn málsins ef hann gengi laus með því að hafa áhrif á vitni eða samseka. Er því fullnægt skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi, sem er markaður hæfilegur tími í hinum kærða úrskurði. Verður hann því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, svo sem þeim var breytt með 38. gr. laga nr. 36/1999. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Mál þetta sem tekið var til úrskurðar í dag barst dóminum með bréfi sýslumannsins á Sauðárkróki dags. í dag. Er krafa sýslumannsins sú að kærði X verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi til laugardsags 7. ágúst 1999 kl. 18:00. Kveður sýslumaður málsatvik þau að fimmtudaginn 29. júlí kl. 16:35 hafi lögreglan á Sauðárkróki haft afskipti [...] og í leit í bifreið hans hafi fundist mikið magn fíkniefna. Í framhaldi af því hafi [...] verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. ágúst n.k. Rannsókn málsins hafi leitt til þess að kærði hafi verið handtekinn grunaður um fíkniefnamisferli, við [...] síðastliðna nótt eftir að hafa skömmu áður móttekið myndbandshlustur sem innihélt gervi fíkniefni í stað þeirra fíkniefna er fundust við leit í bifreið framangreinds Haralds Rafns. Þar sem um sé að ræða mikið magn fíkniefna og kærði sé grunaður um að stunda dreifingu þeirra eða sölu sé nauðsynlegt í þágu málsins að gæsluvarðhaldskrafan nái fram að ganga því annars sé hætta á að kærði muni torvelda rannsókns málsins. Vísar sýslumaður til fíkniefnalöggjafar, alm. hegningalaga og viðeigandi reglugerða um refsinæmi hins ætlaða brots kærða og byggir kröfu sína á a-lið 103. gr. laga nr. 19/1991. Í málinu eru lagðar fram lögregluskýrslur sem styðja grun um að kærði hafi framið lögbrot. Þar sem kærði hefur neitað sakargiftum og málið ekki fullrannsakað um þátt hans í ætluðu fíkniefnabroti svo og annarra er kunna að tengjast málinu þykir ákvæði a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga 19/1991 vera fullnægt til að taka kröfu sýslumanns til greina. Úrskurð þennan kveður upp Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra. Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi til laugardagsins 7. ágúst 1999 kl. 18:00. |
Mál nr. 313/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Aðfinnslur | Úrskurður héraðsdóms um að B skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Sú framkvæmd, að halda gæslu B áfram, eftir að gæsluvarðhaldi lauk við uppkvaðningu dóms í máli hans, þótti vítaverð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. ágúst 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. ágúst 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. september nk. kl. 14.45. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri í því skyni að fá úrskurð héraðsdóms felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Það athugast, að 4. ágúst sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli á hendur varnaraðila, þar sem honum var gert að sæta fangelsi í 12 mánuði, en þar af voru 9 mánuðir skilorðsbundnir. Fram til þess tíma hafði varnaraðili sætt gæsluvarðhaldi, sem lauk við uppkvaðningu dómsins, sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991. Brast lagaheimild fyrir frelsissviptingu varnaraðila frá því að dómur héraðsdóms var kveðinn upp og þar til hann var leiddur fyrir héraðsdómara 6. sama mánaðar kl. 14.45. Er þessi framkvæmd vítaverð. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 297/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhaldsvist | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en gæsluvarðhaldstími styttur. Þá var einnig staðfestur úrskurður héraðsdóms um tilhögun á gæslu X. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnlaugur Claessen og Hjörtur Torfason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærðir eru tveir úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. ágúst 1999 kl. 16, og staðfest var ákvörðun sóknaraðila um að varðhaldið yrði með þeim takmörkunum, sem heimilaðar eru í b., c. og d. lið 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Málin voru sameinuð með ákvörðun réttarins 30. júlí 1999. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðili krefst þess að hinir kærðu úrskurðir verði felldir úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og gæslan verði án takmarkana. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinna kærðu úrskurða. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms verður á það fallist að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi. Ekki eru þó efni til þess að ákvarða því lengri tíma en til föstudagsins 6. ágúst nk. kl. 16. Úrskurður héraðsdóms um tilhögun á gæslu varnaraðila verður staðfestur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til 6. ágúst nk. kl. 16. Úrskurður héraðsdóms um tilhögun á gæslu varnaraðila er staðfestur. |
Mál nr. 289/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. og b. liða 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en gæsluvarðhaldstími styttur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 21. desember 1999 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar úrskurðar verður fallist á að skilyrðum a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Að virtum gögnum málsins þykja skilyrði 2. mgr. 103. gr. laganna einnig vera fyrir hendi. Verður varnaraðili látinn sæta gæsluvarðhaldi allt þar til dómur gengur í máli hans í héraði, þó eigi lengur en til 1. desember 1999 kl. 16. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt þar til dómur gengur í máli hans í héraði, þó eigi lengur en til 1. desember 1999 kl. 16. |
Mál nr. 288/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 22. september 1999 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 sbr. 38. gr. laga nr. 36/1999. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 287/1999 | Kærumál Gæsluvarðhaldsvist | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta einangrun var staðfestur með vísan til b. liðar 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1999, þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila um að varnaraðili sæti einangrun í gæsluvarðhaldi meðan rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, auk kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem einnig var kveðinn upp 20. júlí sl., var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 22. september nk. Sá úrskurður var ekki kærður til Hæstaréttar. Með vísan til b. liðar 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 verður á það fallist, að rannsóknarnauðsyn réttlæti, að svo stöddu, að varnaraðili sæti einangrun í gæsluvarðhaldi. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 sbr. 38. gr. laga nr. 36/1999. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 283/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hjörtur Torfason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 28. júlí 1999 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurði héraðsdóms verði breytt þannig að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi allt til 6. ágúst nk. kl. 16. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraaðsdóms Reykjavíkur 16. júlí 1999. Ár 1999, föstudaginn 16. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess X verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. ágúst nk., kl. 16. Málavextir eru þeir að þann 7. júlí sl. lagði tollgæslan í Reykjavík hald á sendingu með 969 MDMA töflum, svokölluðum e-töflum, sem send hafði verið til [...]. [...] Svo sem að framan greinir liggur fyrir framburður tveggja aðila, sem grunaðir eru um aðild að málinu, þess efnis að kærði, X, sé bendlaður við málið. Ljóst er að framburður þessara kærðu er gefinn meðan þeir sæta gæsluvarðhaldi. Eru þeir í þágu rannsóknarinnar látnir sæta ítrustu takmörkunum, svo sem einangrun. Einsýnt þykir því að um sjálfstæðan framburð hvors aðila um sig sé að ræða. Þegar framanritað er virt er það mat dómsins að fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði kunni að hafa orðið uppvís að broti er varðað gæti hann fangelsisrefsingu samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ef sannaðist. Ljóst er af gögnum málsins að rannsóknin er enn á frumstigi. Þegar litið er til alls framanritaðs telur dómurinn að uppfyllt séu skilyrði a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að verða við kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um gæsluvarðhald yfir kærða. Verður krafan því tekin til greina, þó þannig að kærða verður ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi lengur en til miðvikudagsins 28. júlí nk., kl. 16. Úrskurðarorð: Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 28. júlí nk., kl. 16. |
Mál nr. 263/1999 | Kærumál Aðför Útburðargerð Frávísun frá héraðsdómi að hluta | Þ og S kröfðust þess að F og V yrðu bornir út úr fasteign á grundvelli riftunar kaupsamnings. Engin gögn voru færð fram um réttindi Þ yfir fasteigninni, en S hafði áður eitt verið þinglýstur eigandi hennar. Þótti aðild Þ svo vanreifuð að vísa bæri kröfum hans sjálfkrafa frá héraðsdómi. Talið var ágreiningslaust, að þrátt fyrir vanefndir varnaraðila á kaupsamningnum um eignina hefðu þeir greitt hluta kaupverðsins. Þar sem sóknaraðilar höfðu hvorki boðið fram endurgreiðslu né sett tryggingu fyrir endurgreiðslum þótti við svo búið verða að staðfesta úrskurð héraðsdómara um að hafna kröfu um útburð F og V. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 25. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. júlí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðilar yrðu með beinni aðfarargerð bornir út úr fasteigninni Síðumúla 19, Reykjavík, ásamt því er þeim tilheyrir, þar sem er rekstur og starfsemi Hótel Víkur. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi og fyrrgreind aðfarargerð heimiluð. Þeir krefjast einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Samkvæmt gögnum málsins var sóknaraðilinn Spánís ehf. einn þinglýstur eigandi að þeim eignarhluta Síðumúla 19, sem varnaraðilinn Friðrik Gíslason og Klukkubúðin ehf. keyptu með samningi 13. febrúar 1998 og sóknaraðilar riftu með yfirlýsingu 3. maí 1999. Engin gögn hafa verið færð fram um réttindi sóknaraðilans Þórarins Kristinssonar að hinum umdeilda eignarhluta, sem réttlætt gætu umráð hans yfir honum nú eða aðild hans að málinu útskýrð með viðhlítandi hætti. Eins og aðalkrafa sóknaraðila verður skilin er aðild Þórarins Kristinssonar að málinu því svo vanreifuð að vísa ber kröfum hans á hendur varnaraðilum sjálfkrafa frá héraðsdómi. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdóms gerðu framangreindir aðilar með sér samning um kaup á rekstri og firmanafni Hótels Víkur og hluta fasteignarinnar Síðumúla 19. Þrátt fyrir vanefndir varnaraðila á kaupsamningnum er ágreiningslaust að þeir hafi greitt hluta kaupverðsins, meðal annars með afhendingu fasteignarinnar Stapahrauns 7-9 í Hafnarfirði. Sóknaraðilar hafa hvorki boðið fram endurgreiðslur á því, sem þeir hafa veitt viðtöku upp í kaupverðið, né sett tryggingu fyrir endurgreiðslum, en þeir hafa þegar selt fasteignina Stapahraun 7-9. Án tillits til lögmætis riftunar sóknaraðila þykir við svo búið verða að hafna kröfu sóknaraðilans Spáníss ehf. um útburð varnaraðila, sbr. 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur að þessu leyti. Eftir atvikum þykir rétt að hver aðila beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Kröfum sóknaraðilans Þórarins Kristinssonar á hendur varnaraðilum, Friðriki Gíslasyni og Hótel Vík ehf., er vísað frá héraðsdómi. Að öðru leyti er hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 279/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. júlí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. júlí 1999 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 268/1999 | Kærumál Aðför Útburðargerð Frávísun frá héraðsdómi að hluta | V krafðist þess að einkahlutafélagið KTB og K yrðu bornir út úr fasteign sem V hafði leigt einkahlutafélaginu KT, en K var fyrirsvarsmaður beggja félaganna. Lagt var til grundvallar að K hefði ekki umráð fasteignarinnar. Þótti V því ekki hafa réttarhagsmuni af því að fá úrlausn um kröfu sína á hendur K og var henni sjálkrafa vísað frá héraðsdómi. Talið var að fyrirliggjandi gögn tækju ekki af tvímæli um það hvort V hefði í raun samþykkt að KTB tæki við réttindum og skyldum samkvæmt leigusamningnum. Þótti af þessum ástæðum varhugavert að gerðin næði fram að ganga og var staðfestur úrskurður héraðsdómara um að hafna kröfu V um útburð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. júlí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 8. júní 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðilar yrðu bornir út úr fasteigninni Vesturbraut 20, Búðardal. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og heimilað að bera varnaraðila út úr fyrrnefndri fasteign með aðför. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilans Krist-Taks Búðardal ehf., auk þess sem fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar auk málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. I. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdóms gerðu sóknaraðili og Krist-Tak ehf. samning 25. nóvember 1996 um leigu þess síðarnefnda á hluta Vesturbrautar 20, Búðardal, til 1. júní 2001. Samkvæmt 6. gr. samningsins var Krist-Taki ehf. óheimilt að framleigja eignina án samþykkis sóknaraðila. Með samningi 29. mars 1998 seldi Krist-Tak ehf. varnaraðilanum Krist-Taki Búðardal ehf. rekstur og hluta vörubirgða að Vesturbraut 20. Í samningnum var einnig kveðið á um yfirtöku leigumála, eins og það er orðað. Bú Krist-Taks ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 6. nóvember sama árs. Sóknaraðili hefur ekki mótmælt staðhæfingum varnaraðila um að umræddur hluti Vesturbrautar 20 sé nú í umráðum varnaraðilans Krist-Taks Búðardal ehf. Hins vegar rökstyður hann kröfu sína á hendur varnaraðilanum Kristni Jónssyni á þá leið, að leggi hann undir sig húsnæði sóknaraðila án heimildar verði sóknaraðili að fá hann borinn út. Að virtum gögnum málsins og fullyrðingum málsaðila verður að leggja til grundvallar að varnaraðilinn Kristinn Jónsson hafi ekki umráð þeirrar fasteignar, sem sóknaraðili gerir kröfu til. Hefur sóknaraðili því ekki réttarhagsmuni af því að fá úrlausn um kröfu sína á hendur þessum varnaraðila og er henni sjálfkrafa vísað frá héraðsdómi. II. Eins og nánar kemur fram í úrskurði héraðsdóms ákvað sóknaraðili að skuldajafna kröfum vegna leigu við kröfur samkvæmt reikningum frá Krist-Taki Búðardal ehf. Virðist sóknaraðili hafa með þessum hætti tekið við greiðslum í samræmi við ákvæði leigusamningsins 25. nóvember 1996 frá Krist-Taki Búðardal ehf. í kjölfar þess að félagið hóf starfsemi að Vesturbraut 20. Þessi háttur á greiðslu leigunnar hélt áfram þrátt fyrir að upphaflegur viðsemjandi sóknaraðila, Krist-Tak ehf., væri tekinn til gjaldþrotaskipta. Að þessu virtu taka fyrirliggjandi gögn ekki af tvímæli um það hvort sóknaraðili teljist í raun hafa samþykkt að Krist-Tak Búðardal ehf. tæki við réttindum og skyldum samkvæmt leigusamningnum 25. nóvember 1996 eða hvort háttsemi hans verði að öðru leyti talin ígildi slíks samþykkis. Verður á það fallist að varhugavert sé af þessum ástæðum að hin umbeðna gerð nái fram að ganga. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur að þessu leyti. Sóknaraðili greiði varnaraðilanum Krist-Taki Búðardal ehf. kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Kröfum sóknaraðila, Vesturbrautar 20 ehf., á hendur varnaraðilanum Kristni Jónssyni er vísað frá héraðsdómi. Að öðru leyti er hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðilanum Krist-Taki Búðardal ehf., 40.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 262/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að B skyldi sæta gæsluvarðhaldi var staðfestur með vísan til c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. júlí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 11. ágúst nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Að virtum gögnum málsins verður á það fallist að skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi eins og því er markaður tími í úrskurði héraðsdómara. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur samkvæmt 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 38. gr. laga nr. 36/1999. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 261/1999 | Kærumál Farbann Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Réttarfar | Talið var að skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála væri fullnægt til þess að K sætti farbanni sbr. 110. gr. laganna. Hins vegar var kröfum ákæruvalds um tiltekna framkvæmd farbannsins hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. júlí sama árs. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 1999, þar sem varnaraðila var bönnuð för úr landi allt þar til dómur gengur í máli hans í Hæstarétti, en hafnað kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði skylt að gefa sig fram við lögreglu meðan á farbanni stæði með nánar tilgreindum hætti. Kæruheimild er í 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að ákvörðun héraðsdóms um að hann sæti farbanni verði felld úr gildi, en að öðru leyti verði hún staðfest. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun héraðsdóms um að varnaraðili sæti farbanni verði staðfest. Hann krefst þess einnig að varnaraðila verði gert skylt að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi, á fyrirfram ákveðnum stað og tíma, meðan á farbanni stendur. Varnaraðili var handtekinn við komu til landsins 1. september 1998 með 2031 töflu af fíkniefninu MDMA í farangri sínum. Með ákæru 17. desember 1998 var hann sóttur til saka fyrir að hafa brotið með þessari háttsemi gegn 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974. Varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi frá 2. september 1998 til 21. maí 1999. Með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra þann dag var kröfu sóknaraðila um áframhaldandi gæsluvarðhald hafnað, en varnaraðila bönnuð för úr landi þar til dómur gengi í máli hans í héraði. Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar 27. sama mánaðar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní sl. var varnaraðili sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Segir meðal annars í forsendum héraðsdóms, að með vísan til 46. gr. laga nr. 19/1991 þætti vera svo mikill vafi um að varnaraðila hafi verið kunnugt um að fíkniefnin væru í tösku hans við komu hans til landsins, að sýkna bæri hann af kröfu ákæruvaldsins. Sóknaraðili áfrýjaði héraðsdóminum með stefnu 30. júní 1999. Á það verður fallist með sóknaraðila að skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að varnaraðila verði bönnuð för úr landi, sbr. 110. gr. laganna. Samkvæmt þessu, svo og með vísan til 106. gr. laga nr. 19/1991, verður varnaraðila bönnuð för úr landi meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Í samræmi við grunnrök 110. gr. laga nr. 19/1991 er sóknaraðila rétt að gera ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja framkvæmd farbanns yfir varnaraðila. Er varnaraðila heimilt að bera ákvarðanir sóknaraðila um nánari tilhögun farbanns undir dómara samkvæmt 75. gr. laganna. Hins vegar brestur skilyrði til þess að dómstólar ákveði, að kröfu sóknaraðila, hvernig nánari tilhögun farbanns verði háttað. Dómsorð: Varnaraðila, Kio Alexander Ayomambele Briggs, er bönnuð för úr landi meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti, þó ekki lengur en til 1. október nk. kl. 16. |
Mál nr. 256/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að H skyldi sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans væri ólokið fyrir Hæstarétti var staðfestur með vísan til c. og d. liða 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júní 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt þar til dómur gengur í máli hans í Hæstarétti Íslands, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 21. október nk. kl. 17. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að í stað gæsluvarðhalds verði hann vistaður á sjúkrahúsi samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991. Til þrautavara krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð rannsókn Sigurðar Páls Pálssonar geðlæknis 9. apríl 1999 á geðheilsu varnaraðila. Að virtum niðurstöðum rannsóknarinnar eru ekki efni til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi með vistun á sjúkrahúsi samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991. Með vísan til c. og d. liðar 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 232/1999 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Vanreifun Lögvarðir hagsmunir | Í einkamáli, sem A hafði höfðað gegn L, Í, P og B, krafðist A þess, að ógilt yrði með dómi veðleyfi sem A hafði gefið P til tryggingar skuldabréfs í eigu L, og síðari skilmálabreyting skuldabréfsins. Talið var að A hefði ekki skýrt á viðhlítandi hátt hvers vegna málinu væri beint að Í og B. Með hliðsjón af því að íbúð A hafði verið seld nauðungarsölu og veðkrafa L greiðst að fullu þóttu hagsmunir, sem A kynni að hafa haft af kröfu sinni gagnvart L og P, ekki vera lengur fyrir hendi. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa málinu í heild frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. júní sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. maí 1999, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilarnir Lífeyrissjóður verslunarmanna og Íbúðalánasjóður krefjast þess hvor um sig að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðili dæmd til að greiða kærumálskostnað. Aðrir varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka. I. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara gerir sóknaraðili þá kröfu á hendur varnaraðilunum Lífeyrissjóði verslunarmanna og Pálma Björnssyni að ógilt verði undirskrift hennar á veðleyfi 10. mars 1992 handa Pálma til að veðsetja íbúð hennar að Miklubraut 56 í Reykjavík, en leyfi þetta nýtti Pálmi með veðskuldabréfi útgefnu 16. sama mánaðar til Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þá gerir sóknaraðili þá kröfu á hendur öllum varnaraðilunum að ógilt verði samþykki hennar 13. september 1995 á breytingum á skilmálum fyrrnefnds veðskuldabréfs, en skjal þessa efnis var undirritað af varnaraðilanum Pálma ásamt sóknaraðila og forráðamanni varnaraðilans Lífeyrissjóðs verslunarmanna, svo og af hálfu varnaraðilans Íslandsbanka hf. og Byggingarsjóðs ríkisins, sem áttu veðrétti í íbúð sóknaraðila að baki Lífeyrissjóði verslunarmanna. Íbúðalánasjóður hefur nú komið í stað Byggingarsjóðs ríkisins. Fyrir liggur í málinu að íbúð sóknaraðila var seld nauðungarsölu 1. október 1997. Gerðist Byggingarsjóður ríkisins þar kaupandi, en krafa Lífeyrissjóðs verslunarmanna á grundvelli áðurnefnds veðskuldabréfs frá 16. mars 1992 greiddist að fullu af söluverði íbúðarinnar. II. Sóknaraðila hefur ekki skýrt á viðhlítandi hátt ástæðu þess að kröfum í málinu sé beint meðal annars að varnaraðilunum Íbúðalánasjóði og Íslandsbanka hf., en ekki verður séð hvers vegna þörf geti verið á málsaðild þeirra þótt þeir hafi sem veðhafar í íbúð sóknaraðila veitt samþykki sitt fyrir breytingum á skilmálum skuldabréfs rétthærri veðhafa. Er málið að þessu leyti svo vanreifað að óhjákvæmilegt er að vísa kröfum á hendur þessum varnaraðilum frá héraðsdómi. Eins og áður greinir hefur íbúð sóknaraðila verið seld við nauðungarsölu og veðkrafa varnaraðilans Lífeyrissjóðs verslunarmanna greiðst þannig að fullu. Hagsmunir, sem sóknaraðili kann að hafa haft af því að leita dóms einvörðungu um ógildingu veðleyfis að baki veðrétti lífeyrissjóðsins, eru því ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt því verður að vísa frá héraðsdómi kröfum á hendur varnaraðilunum Lífeyrissjóði verslunarmanna og Pálma Björnssyni. Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísa málinu frá dómi. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað skal vera óraskað. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðilunum Lífeyrissjóði verslunarmanna og Íbúðalánasjóði kærumálskostnað, svo sem nánar greinir í dómsorði, en að öðru leyti fellur kærumálskostnaður niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Alice Ege Larsen, greiði varnaraðilum, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Íbúðalánasjóði, hvorum um sig 40.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 233/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að S skyldi sæta gæsluvarðhaldi var staðfestur með vísan til d. liðar 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 8. júní 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 6. júlí 1999 kl. 16.15. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili er fæddur 7. október 1966. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá var nafn hans Steinn Ármann Stefánsson, en hinn 21. febrúar 1997 fékk hann nafni sínu breytt í það horf, sem að framan greinir. Með vísan til d. liðar 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 er fallist á að skilyrði séu til að taka kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald til greina. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 231/1999 | Kærumál Útburðargerð Húsaleigusamningur | Í gögnum, sem B lagði fram til stuðnings kröfu um heimild til útburðar L vegna vanefnda á leigugreiðslum, voru L færðar til skuldar verulegar fjárhæðir sem ekki varð séð að vörðuðu húsaleigusamning B og L. Gegn andmælum L, sem taldi sig hafa greitt leiguna að fullu, þótti varhugavert að telja að B hefði sýnt nægilega fram á vanskil L sem heimilað gætu riftun samkvæmt ákvæðum húsaleigusamningsins. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu B um heimild til útburðar L. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að sér yrði heimilað að fá varnaraðila borinn út úr húsinu að Borgartúni 32 í Reykjavík með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind aðfarargerð verði heimiluð. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. I. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara gerðu málsaðilar með sér samning 16. maí 1997 um leigu fasteignarinnar að Borgartúni 32 í Reykjavík. Í 8. gr. samningsins var sóknaraðila heimilað að rifta honum ef varnaraðili vanefndi að greiða leigu í að minnsta kosti þrjá mánuði, enda hefði sóknaraðili sannanlega tilkynnt varnaraðila um fyrirhugaða riftun vegna vanefnda með 30 daga fyrirvara og leiguskuld ekki verið komið í skil innan þess tíma. Samkvæmt gögnum málsins tilkynnti sóknaraðili varnaraðila um fyrirhugaða riftun leigusamningsins 11. september 1998 og aftur 5. febrúar 1999. Í fyrri tilkynningunni sagði að vanskil varnaraðila við sóknaraðila næmu rúmlega 25.000.000 krónum og næðu yfir fjögurra til fimm mánaða tímabil. Í síðari tilkynningunni var vísað til þeirrar fyrri og hermt að vanskil varnaraðila hefðu aukist. Í hvorugri tilkynningunni var leiguskuld varnaraðila nánar sundurliðuð. Sóknaraðili rifti samningnum 19. mars 1999 og vísaði þá til síðari tilkynningarinnar. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt viðskiptareikning varnaraðila hjá sér frá júlí 1997 til mars 1999 ásamt yfirlýsingu löggilts endurskoðanda, þar sem staðfest er að reikningurinn sé í samræmi við gögn, sem hann hafi farið yfir og endurskoðað. Í yfirlýsingunni segir að heildarskuld varnaraðila í mars 1999 hafi numið 22.202.725 krónum og ætti rætur að rekja til vanskila frá nóvember 1998 til mars 1999. Samkvæmt viðskiptareikningnum var skuld varnaraðila við sóknaraðila 22.091.703 krónur í lok febrúar 1999. II. Samkvæmt 4. gr. fyrrnefnds húsaleigusamnings skyldi varnaraðili greiða sóknaraðila 50.000.000 krónur árlega í leigu auk virðisaukaskatts og skyldi fjárhæðin taka breytingum í samræmi við vísitölu neysluverðs. Leiga frá maí 1997 til loka þess árs, 30.000.000 krónur, skyldi greidd fyrir fram við gerð samningsins, en síðan átti að greiða hana mánaðarlega fyrsta hvers mánaðar frá 1. janúar 1998. Eindagi leigu skyldi vera sá dagur, sem innborganir vegna greiðslukortaviðskipta bærust á bankareikning, sem varnaraðili skyldi ávísa til sóknaraðila með óafturkallanlegum hætti. Samkvæmt samningi aðila 16. maí 1997 um ráðstöfun fjár af nánar tilteknum tékkareikningi varnaraðila við Íslandsbanka hf. áttu tekjur hans af greiðslukortaviðskiptum að greiðast inn á þann reikning, en leigugreiðslur til sóknaraðila að ganga fyrir öllum öðrum skuldbindingum til útborgunar af reikningnum eftir 1. janúar 1998. Varnaraðili heldur því fram að innborganir á reikninginn vegna greiðslukortaviðskipta hafi numið 43.598.167 krónum á árinu 1998 og 5.095.686 krónum í janúar og febrúar 1999. Þá heldur varnaraðili því fram að hann hafi að auki greitt 16.863.340 krónur til sóknaraðila á árinu 1998. Hann telur sig þannig hafa að fullu greitt sóknaraðila húsaleigu fyrir árið 1998. Í fyrrnefndum viðskiptareikningi, sem sóknaraðili hefur lagt fram, eru varnaraðila færðar til skuldar verulegar fjárhæðir, sem varða ekki svo séð verði húsaleigusamning þeirra frá 16. maí 1997. Sóknaraðili hefur hvorki hnekkt áðurgreindum staðhæfingum varnaraðila um innborganir vegna greiðslukortaviðskipta á tékkareikninginn við Íslandsbanka hf. né sýnt fram á heimild sína til að ráðstafa þeim innborgunum til greiðslu vegna annarra viðskipta þeirra. Þegar þessa er gætt er varhugavert að telja sóknaraðila hafa sýnt nægilega fram á vanskil varnaraðila, sem heimilað geti riftun með stoð í fyrrnefndri 8. gr. húsaleigusamnings þeirra. Með vísan til 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989 verður því að hafna kröfu sóknaraðila um útburðargerð. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Borgartún ehf., greiði varnaraðila, Lykilhótelum hf., 200.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 152/1999 | Ökuréttur Umferðarlög | H var ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti. Með játningu H var talið sannað að hann hefði gerst sekur um brotið. H hafði margoft verið sakfelldur fyrir sams konar brot, auk annars konar brota á umferðarlögum. Með tilliti til sakaferils hans var hann dæmdur til fangelsisrefsingar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen og Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal prófessor. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 7. apríl 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Krefst ákæruvaldið staðfestingar héraðsdóms. Ákærði krefst þess að sér verði gerð vægasta refsing, sem lög leyfa, og að hún verði skilorðsbundin. Í héraðsdómi er rakið að ákærði hefur margoft verið sakfelldur fyrir sams konar brot og ákæra í málinu tekur til, auk annars konar brota á umferðarlögum. Með tilliti til sakaferils ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Engin efni eru til að skilorðsbinda refsinguna, svo sem ákærði krefst. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Hilmar Þór Hannesson, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. mars 1999. Ár 1999, miðvikudaginn 24. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 306/1999: Ákæruvaldið gegn Hilmari Þór Hannessyni, sem tekið var til dóms 19. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík 16. febrúar sl. gegn ákærða, Hilmari Þór Hannessyni, kt. 281068-5719, Öldugranda 7, Reykjavík fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni NP-299, laugardaginn 30. janúar 1999, sviptur ökurétti um Öldugranda í Reykjavík. Þetta telst varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 57/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við gögn málsins, þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um það brot, sem honum er að sök gefið í ákæru og þar er rétt heimfært til refsiákvæða. Ákærði gekkst á árinu 1988 tvívegis undir að greiða sektir fyrir umferðarlagabrot, fyrst fyrir að aka ölvaður og í síðara skiptið fyrir að aka sviptur ökuleyfi og sætti í fyrra skiptið jafnframt sviptingu ökuleyfis í 12 mánuði. Hann hlaut 7 refsidóma á árunum 1988 til ársins 1992, alla fyrir umferðarlagabrot aðallega ölvun við akstur og akstur sviptur ökuleyfi, síðast 17. desember 1992 4 mánaða fangelsi fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. Með einum þessara dóma var hann auk umferðarlagabrota dæmdur fyrir þjófnað. Þann 9. september 1993 var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir nokkur síðastgreindra umferðarlagabrota. Þá var hann dæmdur í 4 mánaða fangelsi 23. nóvember 1993 fyrir þjófnað. Enn var hann dæmdur 15. september 1994 í 1 mánaðar fangelsi fyrir að aka sviptur ökurétti. Þá var ákærði dæmdur í 2 mánaða fangelsi 27. október 1994 fyrir þjófnaðarbrot og hilmingu. Þann 19. desember 1994 var hann dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir ölvun- og réttindaleysi við akstur og á ný fyrir að aka sviptur ökurétti 12. apríl 1996 og var þá dæmd upp reynslulausn af 190 fangelsisdögum. Var ákærða þá gerð 12 mánaða fangelsisrefsing og sviptur ökurétti ævilangt. Loks var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi 3. nóvember sl. fyrir ölvun- og réttindaleysi við akstur. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda ákærða, Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Hilmar Þór Hannesson, sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun til verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. |
Mál nr. 136/1999 | Fjárdráttur Skilorð | I var ákærð fyrir fjárdrátt en til vara fyrir þjófnað með því að hafa á tveggja ára tímabili dregið sér 3.329.200 krónur af bankabókum konu fæddrar 1901, sem hún vann fyrir heimilisstörf og aðstoðaði meðal annars með sendiferðum í banka. I játaði brotið og var háttsemi hennar talin varða við 247. gr. almennra hegningarlaga. Var I dæmd til fangelsisrefsingar, en hluti refsivistarinnar var skilorðsbundinn. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen og Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal prófessor. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 12. mars 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. Ákærða krefst þess að refsing verði milduð og að beitt verði ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um skilorð. Ákærða hefur skýlaust játað þau brot, sem henni eru gefin að sök í ákæru, og hún framdi á tímabilinu frá janúar 1996 til mars 1998. Ákærða dró sér verulega fjárhæð með refsiverðum hætti og hefur ekkert greitt til baka. Eru brot hennar réttilega heimfærð til refsiákvæðis í héraðsdómi. Ákærða hefur ekki áður gerst sek um brot á almennum hegningarlögum. Að virtum öllum atvikum þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði, en fresta skal fullnustu sjö mánaða af refsivistinni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þrem árum frá uppkvaðningu þessa dóms haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærða skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærða, Ingibjörg Erla Birgisdóttir, sæti fangelsi í 10 mánuði en fresta skal fullnustu 7 mánaða af refsivistinni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þrem árum frá uppkvaðningu þessa dóms, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærða skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðna Á. Haraldssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999. Árið 1999, fimmtudaginn 11. mars er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Gretu Baldursdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr: S-172/1999: Ákæruvaldið gegn Ingibjörgu Erlu Birgisdóttur, en málið var dómtekið 26. febrúar sl. á grundvelli 125. gr. laga nr. 19/1991. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 2. febrúar sl. á hendur: Ingibjörgu Erlu Birgisdóttur, Æsufelli 4, Reykjavík, kennitala 020448-4589, „fyrir fjárdrátt en til vara fyrir þjófnað með því að hafa á tímabilinu frá janúar 1996 fram í janúar 1998 dregið sér samtals kr. 3.329.200 af bankabókum Sigríðar A. Matthíasdóttur kt. 201201-6839, Háteigsvegi 12, Reykjavík, sem ákærða vann fyrir heimilisstörf sem starfsmaður Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar og aðstoðaði meðal annars með sendiferðum í banka, kr. 905.000 af sparisjóðsreikningi nr. 303-3-64148 hjá Búnaðarbanka íslands hf. og kr. 2.423.300 af sparisjóðsreikningi nr. 517-5-22838 hjá Íslandsbanka hf. Telst þetta aðallega varða við 247. gr. en til vara við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar. Stefán Matthías Autrey kt. 100357-7479, krefst skaðabóta fyrir hönd nefndrar Sigríðar Matthíasdóttur kr. 3.329.200 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25,1987 af kr. 259.000 frá 12.09.1996, af kr. 3.267.500 frá 15.12.1997, af kr. 3.329.200 frá 31.03.1998, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags.” Ákærða kom fyrir dóminn 26. febrúar sl. og kvað háttsemi sinni rétt lýst í ákærunni. Af hennar hálfu var bótakröfu hafnað vegna aðildarskorts og ákvað dómari með vísan til 1. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 að synja um að bótakrafan yrði tekin til meðferðar í málinu, þar sem augsýnilegt þætti að það myndi valda verulegri töf á málinu. Í samræmi við 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, var málið dómtekið 26. febrúar sl. eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði og viðurlög. Gerði verjandi kröfu um að ákærða yrði dæmd til vægustu refsingar og auk þess krafðist hann hæfilegrar þóknunar fyrir verjendastörf sín. Málavextir Ákærða vann við heimilisstörf fyrir Sigríði Matthíasdóttur í tæp fjögur ár. Hún hefur lýst starfi sínu þannig að hún hafi átt að þrífa, búa til mat, sjá um fuglana hennar og jafnframt halda henni „selskap”. Kveður ákærða samband þeirra á milli hafi þróast út í það að þær hafi orðið vinkonur og hafi sér þótt mjög vænt um Sigríði, sem hafi getað hringt til hennar hvenær sem var jafnt á nóttu sem degi. Hún kvaðst hafa farið að sinna fjármálum Sigríðar nánast frá upphafi, að ósk Sigríðar. Hafi ákærða aðstoðað hana með því að greiða reikninga fyrir hana, kaupa í matinn og þess háttar. Ákærða dró sér samtals kr. 3.329.200 af bankabókum Sigríðar á tímabilinu janúar 1996 til janúar 1998. Á umræddu tímabili fór hún margar ferðir í banka með bankabækur Sigríðar og tók út úr þeim, ýmist tók hún einungis út fyrir Sigríði án þess að draga sér nokkurt fé, eða dró sér hluta af útteknum fjárhæðum, eða dró sér allt sem hún tók út. Niðurstaða 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fjallar um þá háttsemi að draga sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem maður hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að. Eins og atvikum er háttað í máli þessu þykir ljóst vera að ákærða hafi í raun haft vörslur þeirra sparisjóðsbóka sem hún tók út úr. Þykir því sannað, með skýlausri játningu ákærðu, sem studd er öðrum gögnum málsins, að hún hafi framið þá háttsemi sem ákært er fyrir og varðar brot hennar við 247. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða hefur ekki svo vitað sé sætt refsingum fyrir hegningarlagabrot en samkvæmt sakavottorði gekkst hún undir sátt í Sakadómi Reykjavíkur 16. september 1986 vegna umferðarlagabrota. Ákærða hefur skýlaust játað það brot sem hún er saksótt fyrir og verið til samvinnu við að upplýsa verknaðinn. Hins vegar sýndi hún styrkan og einbeittan brotavilja, þegar hún margítrekað, á tveggja ára tímabili, misnotaði sér aðstöðu sína og trúnað Sigríðar Matthíasdóttur, með því að draga sér talsvert mikla fjármuni af bankabókum hennar. Hún hefur ekki endurgreitt Sigríði þessa fjármuni og hefur lýst því yfir að hún hafi ekki tök á því að bæta henni það tjón sem brot hennar hefur valdið. Með vísan til þess sem nú hefur verið rakið þykir refsing ákærðu, að teknu tilliti til 70. gr. almennra hegningarlaga, vera hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Þá verður ákærða, samkvæmt 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð opinberra mála, dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talda þóknun verjanda síns, Guðna Haraldssonar hæstaréttarlögmanns sem þykir hæfileg 40.000 krónur. Dómsorð: Ákærða Ingibjörg Erla Birgisdóttir sæti fangelsi í 8 mánuði. Ákærða greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun til verjanda síns Guðna Haraldssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. |
Mál nr. 209/1999 | Kærumál Nauðungarsala | Einkahlutafélagið Í krafðist þess að úrskurður héraðsdóms, þar sem hafnað var kröfu félagsins um ógildingu nauðungarsölu á fasteign, yrði ómerktur en ella yrði sú krafa þess tekin til greina. Ekki var fallist á kröfu Í um ómerkingu. Talið var að gild heimild hefði verið fyrir hendi við nauðungarsölu fasteignarinnar og skipti því ekki máli um gildi sölunnar hvort beiðni eins af fleiri gerðarbeiðendum hefði fallið niður. Þá voru þeir annmarkar á auglýsingu nauðungarsölunnar og málsmeðferð sýslumanns, sem Í vísaði til, ekki taldir valda ógildi hennar. Var því staðfestur úrskurður héraðsdóms. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. maí 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um ógildingu á nauðungarsölu á eigninni Vesturvör 11b í Kópavogi, sem fram fór 6. nóvember 1998. Kæruheimild er í 85. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar að nýju, en til vara að framangreind nauðungarsala verði ógilt. Einnig krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka. Krafa sóknaraðila um ómerkingu úrskurðar héraðsdóms er meðal annars reist á því að tollstjórinn í Reykjavík hafi ranglega verið talinn aðili við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Í tilkynningu sóknaraðila til héraðsdómara samkvæmt 81. gr. laga nr. 90/1991 er tollstjórinn í Reykjavík tilgreindur meðal varnaraðila. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að sóknaraðili hafi síðar undir rekstri málsins í héraði hreyft andmælum við aðild tollstjóra að héraðsdómsmálinu eða haft uppi kröfu um að vísa bæri kröfum hans frá dómi af þeim ástæðum, sem hann nú ber fyrir sig. Þegar af þessari ástæðu verður ekki fallist á kröfu sóknaraðila um að ómerkja hinn kærða úrskurð. Eins og nánar greinir í úrskurðinum lá fyrir lögmæt heimild til nauðungarsölu eignarinnar Vesturvarar 11b þegar sýslumaður tók söluna fyrst fyrir 26. ágúst 1998. Slík heimild var einnig fyrir hendi þegar uppboð á eigninni byrjaði 14. október 1998 og því var fram haldið 6. nóvember sama árs. Var nauðungarsala eignarinnar því reist á gildri heimild. Samkvæmt þessu skiptir ekki máli um gildi nauðungarsölunnar, hvort beiðni tollstjórans í Reykjavík um hana féll niður á meðan hún stóð yfir fyrir sýslumanni. Á það verður fallist með héraðsdómara, að þeir annmarkar á auglýsingu um nauðungarsöluna og málsmeðferð sýslumanns, sem sóknaraðili vísar til, valdi ekki ógildi hennar. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 221/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 6. júní 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 12. júní nk. kl. 12. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, svo sem lögunum var breytt með 38. gr. laga nr. 36/1999. Það athugast að samkvæmt gögnum málsins var varnaraðili handtekinn 5. júní sl. kl. 9.15, en ekki leiddur fyrir dómara fyrr en kl. 9.47 næsta dag. Þessi töf, sem ekki hefur verið nægilega réttlætt, var andstæð 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 5. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 222/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X og Y skyldu sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kærum 6. júní 1999, sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 6. júní 1999, þar sem varnaraðilum var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 12. júní nk. kl. 12. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varnaraðilinn Helgi Þór Kristínarson krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til þess, sem greinir í hinum kærða úrskurði um atvik máls og röksemdir sóknaraðila fyrir kröfu hans, verður fallist á með héraðsdómara að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðilum. Er gæsluvarðhaldinu markaður hæfilegur tími með hinum kærða úrskurði, sem verður því staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, svo sem lögunum var breytt með 38. gr. laga nr. 36/1999. Það athugast að réttara hefði verið að sóknaraðili leitaði gæsluvarðhalds sérstaklega yfir hvorum varnaraðila fyrir sig, svo og að fjallað hefði verið um mál hvors þeirra í sjálfstæðum úrskurði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 201/1999 | Kærumál Nauðungarsala Aðild Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Einkahlutafélagið S krafðist þess að söluskilmálum yrði breytt við nauðungarsölu á varanlegum leiguréttindum L að landi sem fiskeldistöð hafði verið reist á. Var krafa S á því reist að félagið hefði leigt fiskeldisstöðina af L. Máli, sem S rak samkvæmt XIII. kafla laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu um þá ákvörðun sýslumanns að hafna kröfu þess, var sjálkrafa vísað frá héraðsdómi þar sem S þótti ekki hafa sýnt fram á að félagið ætti þinglýst réttindi eða önnur réttindi yfir fiskeldisstöðinni. Talið var að ekki hefði verið hnekkt staðhæfingu S um að félagið hefði gert leigusamning við L. Þótti S geta átt aðild að nauðungarsölunni samkvæmt 3. tölulið 2. gr. laga nr. 90/1991 án tillits til þess hvort rétti þess hefði verið þinglýst eða hvort L hefði verið óheimilt að leigja S fiskeldisstöðina vegna ákvæða í leigusamningi L við landeigendur. Var S því heimilt að leita úrlausnar héraðsdómara um ákvörðun sýslumanns samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laga nr. 90/1991 og úrskurður héraðsdómara um frávísun felldur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. maí 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilarnir Laxalind ehf., Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. og Den Norske Bank AS hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Aðrir varnaraðilar krefjast þess að krafa þeirra „í héraði um frávísun málsins frá dómi verði tekin til greina“, svo og að sóknaraðili verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað í héraði og kærumálskostnað. I. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði varðar mál þetta ákvörðun sýslumannsins í Keflavík um uppboðsskilmála við nauðungarsölu á fasteign, sem auðkennd er í þinglýsingarbók sem fiskeldisstöð í Vatnsleysuvík á spildu úr landi Minni-Vatnsleysu og Stóru-Vatnsleysu. Gerðarbeiðendur við nauðungarsöluna eru varnaraðilarnir Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. og Den Norske Bank AS. Réttindi yfir fyrrnefndri landspildu eru reist á leigusamningi, sem Lindalax hf. gerði 23. október 1987 við varnaraðilana Sæmund, Anne, Þórð, Siv, Geirlaugu, Katrínu og Skúla sem eigendur Minni-Vatnsleysu og Stóru-Vatnsleysu. Í samningnum voru ákvæði um að honum skyldi þinglýst og að leigutaka væri heimilt að veðsetja réttindi sín samkvæmt honum og láta þinglýsa slíku veði. Samkvæmt 15. gr. samningsins var leigutaka óheimilt að framselja réttindi sín nema með samþykki leigusala, en þeim bar þó að þola aðilaskipti að réttindunum vegna fullnustugerða kröfuhafa leigutakans eða gjaldþrotaskipta á búi hans. Samkvæmt gögnum málsins mun varnaraðilinn Laxalind ehf. hafa keypt áðurnefnd réttindi af þrotabúi Lindalax hf. með samningi 22. febrúar 1990 og er nú þinglýstur eigandi þeirra. Af þeim sökum er þessi varnaraðili talinn gerðarþoli við nauðungarsöluna. Varnaraðilarnir Sæmundur, Anne, Þórður, Siv, Geirlaug, Katrín og Skúli hafa höfðað mál gegn Laxalind ehf. til staðfestingar á riftun leigusamningsins frá 23. október 1987 og greiðslu vangoldinnar leigu, en málið hefur ekki verið til lykta leitt. II. Í málinu staðhæfir sóknaraðili að hann hafi með munnlegum samningi tekið á leigu réttindi Laxalindar ehf., sem umrædd nauðungarsala lýtur að. Vísar hann til þess að fyrir liggi í málinu viðurkenning á þessu af hendi varnaraðilans Laxalindar ehf., svo og sameiginleg yfirlýsing þeirra beggja um efni samningsins. Þessu hafa varnaraðilarnir Sæmundur, Anne, Þórður, Siv, Geirlaug, Katrín og Skúli ekki hnekkt. Þau bera því hins vegar við að annmarki sé á réttindum sóknaraðila vegna þess að hann hafi fengið réttindin framseld frá Laxalind ehf. án þess að afla samþykkis þeirra, eins og áskilið sé í áðurnefndri 15. gr. samningsins frá 23. október 1987. Án tillits til þess hvort þessi mótbára varnaraðilanna eigi við rök að styðjast og þótt sóknaraðili hafi ekki þinglýst rétti sínum getur hann allt að einu notið stöðu aðila við nauðungarsölu á grundvelli réttarins eftir ákvæði 3. töluliðar 2. gr. laga nr. 90/1991. Í skjóli þess var á færi sóknaraðila að krefjast að sýslumaður tæki ákvörðun um að víkja frá almennum uppboðsskilmálum við sölu eignarinnar, sbr. 1. mgr. 29. gr. sömu laga, og leita í kjölfarið dómsúrlausnar þegar þeirri kröfu var hafnað. Sýslumaðurinn í Keflavík ákvað 28. september 1998 að verða ekki við ósk sóknaraðila um að vikið yrði í nánar tilteknum atriðum frá almennum uppboðsskilmálum við umrædda nauðungarsölu. Sóknaraðili lýsti því yfir í bréfi til sýslumanns 29. sama mánaðar að hann leitaði úrlausnar héraðsdómara um ákvörðunina. Með bréfinu fylgdu yfirlýsingar beggja gerðarbeiðendanna, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Den Norske Bank AS, þar sem þeir lýstu því yfir að þeir tækju undir kröfur og röksemdir sóknaraðila í þessum efnum. Með þessu var fullnægt skilyrðum 4. mgr. 22. gr. laga nr. 90/1991 til þess að sóknaraðili gæti sem aðili að nauðungarsölunni samkvæmt 3. tölulið 2. gr. sömu laga leitað dómsúrlausnar um ágreiningsefnið. Samkvæmt framangreindu eru ekki efni til að vísa málinu frá dómi. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Eins og atvikum er háttað er rétt að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 212/1999 | Kærumál Farbann | Úrskurður héraðsdóms um að S skyldi sæta farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. maí 1999, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt til 1. desember nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að kröfu um farbann verði hafnað, en til vara að því verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 179/1999 | Kærumál Aðilaskýrsla | Hlutafélagið D, sem höfðað hafði mál til endurgreiðslu sérstaks tryggingargjalds, krafðist þess að fyrirsvarsmaður íslenska ríkisins, ráðherrann G, gæfi aðilaskýrslu fyrir dómi. Sýnt þótti að G, sem ekki hafði gegnt starfi ráðherra þegar atvik málsins áttu sér stað, gæti engu svarað um þau. Þá þótti ekki verða ætlast til þess að fyrirsvarsmaður kæmi fyrir dóm til þess að svara spurningum um hvers vegna hann kysi að bera tilteknar málsástæður fyrir sig eða hvers vegna hann vildi ekki ljúka málinu með sátt. Samkvæmt þessu þótti skýrsla G fyrir dómi þarflaus og var kröfu D því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 1999, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, yrði kvaddur fyrir dóm til að gefa aðilaskýrslu í málinu. Kæruheimild er í b. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði að kveðja Geir H. Haarde fyrir dóm til skýrslugjafar. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. Samkvæmt héraðsdómsstefnu höfðaði varnaraðili málið til að krefja sóknaraðila um endurgreiðslu sérstaks tryggingagjalds, merktu „B“, sem varnaraðili kveður sér hafa verið gert að greiða á tímabilinu frá september til desember 1991 við innflutning á kartöflum og vörum unnum úr þeim. Varnaraðili telur enga stoð hafa verið fyrir því að taka þetta gjald af þeim vörum, sem hann flutti til landsins á umræddum tíma og málið varðar. Þá telur varnaraðili kröfu sína að engu leyti fyrnda, en í því sambandi vísar hann einkum til 7. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Í greinargerð til Hæstaréttar færir varnaraðili þau rök fyrir kröfu sinni um að Geir H. Haarde verði kvaddur fyrir dóm til skýrslugjafar að þótt hann hafi ekki verið fjármálaráðherra á þeim tíma, sem varnaraðili greiddi fyrrnefnd gjöld, þá hafi hann gegnt því starfi þegar varnaraðili hafi komist að raun um að hann hafi verið látinn greiða svokallað „B-tryggingagjald“ á árinu 1991 af vörum, sem hafi alls ekki átt að bera slíkt gjald. Á árinu 1994 hafi sóknaraðili að eigin frumkvæði endurgreitt varnaraðila hluta þessara gjalda, en beri nú fyrir sig fyrningu á kröfu um endurgreiðslu eftirstöðva þeirra. Varnaraðili hafi talið greiðsluna 1994 vera fullnaðargreiðslu, en hafi nú, rúmum fjórum árum síðar, komist að því að svo hafi ekki verið. Telji hann óeðlilegt að sóknaraðili beri fyrir sig fyrningu þegar óumdeilt sé að hér hafi verið um að ræða mistök innheimtumanns ríkissjóðs. Sé nauðsynlegt að fjármálaráðherra gefi skýrslu meðal annars til að skýra þennan þátt málsins. Þá vísar varnaraðili jafnframt til þess að við meðferð málsins fyrir héraðsdómi hafi ríkislögmaður borið þau boð frá fjármálaráðherra að ekki væri grundvöllur fyrir sáttum í því. Í tengslum við þetta telji varnaraðili sig eiga rétt á upplýsingum frá fjármálaráðherra um „hvernig staðið er að ákvörðun um slík efni af hálfu ráðherrans og hvernig samráði embættis ríkislögmanns og fjármálaráðherra var háttað í þessu tilviki“, eins og í greinargerð varnaraðila segir. II. Samkvæmt auglýsingu nr. 21/1998 um staðfestingu forsetaúrskurðar um breytingu á forsetaúrskurði nr. 75 23. apríl 1995, um skipting starfa ráðherra tók Geir Hilmar Haarde við starfi fjármálaráðherra 16. apríl 1998. Hann gegndi því ekki starfinu þegar varnaraðili greiddi gjöldin, sem málið snýst um, eða ákvarðanir voru teknar um að leggja þau á. Er þannig sýnt að hann geti engu svarað um atriði, sem varða þessi atvik málsins. Í málinu ber sóknaraðili fyrir sig fyrningu á kröfum varnaraðila. Eðli málsins samkvæmt verður ekki ætlast til að fyrirsvarsmaður sóknaraðila komi fyrir dóm til að svara spurningum um ástæður þess að hann kjósi að bera þessa málsástæðu fyrir sig, enda er á færi málflytjanda að skýra það eftir þörfum við munnlegan flutning málsins. Samkvæmt málatilbúnaði varnaraðila hefur ríkislögmaður lýst því yfir við meðferð málsins að sóknaraðili vilji ekki ljúka málinu með sátt. Með þeirri málflutningsyfirlýsingu eru komnar fram upplýsingar um afstöðu fjármálaráðherra til þessa atriðis. Ekki verður ætlast til þess af sóknaraðila fremur en öðrum, sem aðild eiga að einkamáli, að slík afstaða hans verði skýrð eða rökstudd frekar. Varnaraðili hefur ekki í málatilbúnaði sínum getið annarra spurninga, sem hann hefði hug á að leggja fyrir fjármálaráðherra við skýrslugjöf í málinu. Verður því að fallast á með sóknaraðila að skýrsla ráðherrans fyrir dómi sé þarflaus, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt því og með vísan til 2. mgr. og 4. mgr. sömu greinar verður að hafna kröfu varnaraðila um að Geir H. Haarde komi fyrir dóm til skýrslugjafar í málinu. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hafnað er kröfu varnaraðila, Dreifingar ehf., um að Geir H. Haarde fjármálaráðherra verði kvaddur fyrir dóm til að gefa aðilaskýrslu í málinu. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 202/1999 | Kærumál Vitni | Læknirinn B hafði ekki sinnt sérfræðilegri rannsókn á rannsóknarstigi opinbers máls samkvæmt 70. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þótti skýrslugjöf hans fyrir dómi því ekki geta helgast af ákvæðum VIII. kafla laga nr. 19/1991 um vitnaskýrslur, en því var ekki haldið fram að B hefði reynt af eigin raun einhverja þá atburði, sem lágu til grundvallar ákæru í málinu. Þá hafði B ekki verið dómkvaddur sem mats- eða skoðunarmaður í málinu. Þótti því bresta skilyrði til að verða við kröfu um að B yrði leiddur fyrir dóm til að gefa skýrslu sem vitni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 19. maí 1999, þar sem sóknaraðila var heimilað að leiða Birgi Guðjónsson lækni sem vitni við aðalmeðferð máls sóknaraðila gegn varnaraðila. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og kröfu sóknaraðila um vitnaleiðsluna hafnað. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinnar kærðu ákvörðunar. I. Varnaraðili sætir ákæru fyrir ólögmætan innflutning vefaukandi lyfja eins og nánar greinir í henni. Við þingfestingu málsins 14. apríl 1999 kvað varnaraðili verknaðarlýsingu ákæru rétta, en mótmælti því jafnframt að háttsemi hans hefði verið ólögmæt. Tók hann sérstaklega fram að það magn lyfja, sem hann flutti til landsins, hefði verið innan þeirra marka, er lög heimiluðu honum. Við meðferð málsins í héraði var lagt fram af hálfu sóknaraðila bréf Birgis Guðjónssonar 4. maí 1999, þar sem svarað var fyrirspurn sóknaraðila um notkun og verkun karlkynshormóna á líkamsstarfsemi. Einnig er þar tilgreint hversu margir dagskammtar felist í magni þeirra lyfja, sem ákæra tilgreinir með hliðsjón af læknisfræðilegri nauðsyn. Framlagningu þessa skjals var mótmælt af hálfu varnaraðila. Vísar sóknaraðili meðal annars til þess að nauðsynlegt sé að spyrja Birgi um tiltekin atriði varðandi efni skjalsins fyrir dómi. II. Af ákvæðum VIII. kafla laga nr. 19/1991, sbr. lög nr. 36/1999, verður ráðið að aðilum opinbers máls sé almennt heimilt að leiða vitni fyrir dóm til þess að færa sönnur á málsatvik, enda sé slík sönnunarfærsla ekki sýnilega þarflaus til að upplýsa málið, sbr. 4. mgr. 128. gr. laganna. Samkvæmt þessu er vitnaleiðsla í opinberu máli heimil að því marki, sem hún er til þess fallin að leiða málsatvik í ljós. Leiðir af þessu að skýrsla manns, sem ekki getur borið af eigin raun um atvik máls, er almennt þarflaus. Samkvæmt 63. gr. laga nr. 19/1991 getur dómari hins vegar, eftir ósk aðila eða af sjálfsdáðum, dómkvatt kunnáttumenn einn eða fleiri til að framkvæma mats- eða skoðunargerðir í opinberu máli. Miðar slík gagnaöflun þannig að því að leita sérfræðilegs álits á tilteknum staðreyndum hjá mönnum, sem ekki hafa reynt atvik af eigin raun. Lýtur gagnaöflun sem þessi og sérstökum reglum um öflun mats og hæfi mats- og skoðunarmanna, sbr. 64. gr. og 65. gr. laga nr. 19/1991 og IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt 65. gr. laga nr. 91/1991 ber mats- og skoðunarmanni að kröfu aðila að koma fyrir dóm til að gefa skýrslu til skýringar og staðfestingar á matsgerð og um atriði, sem tengjast henni. Samkvæmt 70. gr. laga nr. 19/1991 leitar rannsóknari til kunnáttumanna, þegar þörf er á sérfræðilegri rannsókn vegna opinbers máls. Getur slík rannsókn á málsatvikum verið nauðsynleg til þess að ákveða hvort sækja skuli mann til sakar og afla nauðsynlegra gagna til undirbúnings málsmeðferðar, sbr. 67. gr. laganna. Af þessu leiðir einnig að nauðsynlegt kann að vera að kveðja þann, er veitt hefur slíka sérfræðilega aðstoð, sem vitni fyrir dóm til þess að skýra þau gögn málsins, er frá honum stafa eða atriði, sem þeim tengjast. Verður að telja slíka vitnaleiðslu sérfræðings heimila, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 19/1991. III. Af gögnum málsins verður ráðið að álits Birgis Guðjónssonar hafi verið aflað eftir að rannsókn málsins var lokið og ákæra gefin út. Framkvæmdi Birgir því ekki sérfræðilega rannsókn að beiðni sóknaraðila á rannsóknarstigi málsins samkvæmt 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1991. Að þessu virtu getur skýrslugjöf hans fyrir dómi ekki helgast af ákvæðum VIII. kafla laga nr. 19/1991 um vitnaskýrslur, en sóknaraðili heldur því ekki fram að Birgir geti af eigin raun borið um þá atburði, sem liggja til grundvallar ákæru. Birgir Guðjónsson hefur ekki verið dómkvaddur sem mats- eða skoðunarmaður í málinu samkvæmt 63. gr. laga nr. 19/1991. Verður hann því ekki að óbreyttu leiddur fyrir dóm, sbr. 3. mgr. 65. gr. laganna og 65. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt framangreindu brestur skilyrði til að verða við kröfu sóknaraðila um að fá að leiða Birgi Guðjónsson fyrir dóm til að gefa vitnaskýrslu. Verður þessari kröfu því hafnað. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila um að Birgir Guðjónsson læknir gefi skýrslu fyrir dómi sem vitni í máli sóknaraðila gegn varnaraðila. |
Mál nr. 178/1999 | Kærumál Aðilaskýrsla | Hlutafélagið D, sem höfðað hafði mál til endurgreiðslu sérstaks jöfnunargjalds, krafðist þess að fyrirsvarsmaður íslenska ríkisins, ráðherrann G, gæfi aðilaskýrslu fyrir dómi. Sýnt þótti að G, sem ekki hafði gegnt starfi ráðherra þegar atvik málsins áttu sér stað, gæti engu svarað um þau. Þá þótti ekki verða ætlast til þess að fyrirsvarsmaður kæmi fyrir dóm til þess að svara spurningum um hvers vegna hann kysi að bera tilteknar málsástæður fyrir sig. Samkvæmt þessu þótti skýrsla G fyrir dómi þarflaus og var kröfu D því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 1999, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, yrði kvaddur fyrir dóm til að gefa aðilaskýrslu í málinu. Kæruheimild er í b. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði að kveðja Geir H. Haarde fyrir dóm til skýrslugjafar. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. Samkvæmt héraðsdómsstefnu höfðaði varnaraðili málið til að krefja sóknaraðila um endurgreiðslu sérstaks jöfnunargjalds, sem varnaraðili kveður sér hafa verið gert að greiða á tímabilinu frá júní 1988 til ágúst 1995 við innflutning á kartöflum og vörum unnum úr þeim. Varnaraðili telur þessa gjaldtöku, sem sóknaraðili hafi reist á ákvæðum reglugerðar nr. 223/1987 með síðari breytingum, svo og reglugerð nr. 468/1993, hafa verið ólögmæta og vísar því til stuðnings einkum til dóms Hæstaréttar í dómasafni 1996, bls. 4260. Þá telur varnaraðili kröfu sína að engu leyti fyrnda, en í því sambandi vísar hann meðal annars til 7. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Einnig vísar varnaraðili til þess að með bréfi, sem var ritað í fjármálaráðuneytinu 11. júlí 1997 vegna samsvarandi kröfu Ekrunnar hf. á hendur sóknaraðila, hafi því verið lýst yfir að við hugsanlega málsókn þess félags myndi hann ekki bera fyrir sig fyrningu þess hluta kröfunnar, sem gæti hafa fyrnst eftir 9. apríl 1997. Á grundvelli jafnræðisreglu hljóti það sama að gilda um kröfu varnaraðila. Í greinargerð til Hæstaréttar færir varnaraðili þau rök fyrir kröfu sinni um að Geir H. Haarde verði kvaddur fyrir dóm til skýrslugjafar að þótt hann hafi ekki verið fjármálaráðherra á þeim tíma, sem varnaraðili greiddi fyrrnefnd gjöld, þá hafi hann gegnt því starfi þegar málið var höfðað og tekið ákvarðanir, sem ráði miklu um réttarstöðu varnaraðila. Í því sambandi vísar varnaraðili sérstaklega til bréfs síns til fjármálaráðherra 28. apríl 1998, þar sem hann hafi óskað eftir að fá að njóta sömu stöðu og Ekran hf. varðandi fyrningu kröfu sinnar. Þar sem ráðherrann hafi ekki svarað þessari ósk varnaraðila hafi hann í reynd tekið ákvörðun um að neita þeim síðarnefnda um að fá að njóta sömu stöðu og forveri ráðherrans í starfi hafi veitt Ekrunni hf. Varnaraðili kveðst telja stjórnvöldum ekki vera stætt á að víkjast undan að gefa skýrslu um svo mikilvæga ákvörðun sem þessa, sem snerti réttindi borgaranna og atvik mála þeirra gegn stjórnvöldum. Geir H. Haarde hafi tekið umrædda ákvörðun, sem varði grundvöll máls varnaraðila á hendur sóknaraðila, og sé ekki unnt að slá föstu fyrirfram að svör hans fyrir dómi skipti engu fyrir málið þegar fram í sæki. II. Samkvæmt auglýsingu nr. 21/1998 um staðfestingu forsetaúrskurðar um breytingu á forsetaúrskurði nr. 75 23. apríl 1995, um skipting starfa ráðherra tók Geir Hilmar Haarde við starfi fjármálaráðherra 16. apríl 1998. Hann gegndi því ekki starfinu þegar varnaraðili greiddi gjöldin, sem málið snýst um, eða ákvarðanir voru teknar um að leggja þau á. Er þannig sýnt að hann geti engu svarað um atriði, sem varða þessi atvik málsins. Af málatilbúnaði sóknaraðila er ljóst að fjármálaráðherra hefur ákveðið að hafna ósk varnaraðila, sem kom fram í áðurnefndu bréfi 28. apríl 1998, um að sóknaraðili bæri ekki fyrir sig fyrningu til varnar gegn kröfum varnaraðila. Eðli málsins samkvæmt verður ekki ætlast til að fyrirsvarsmaður sóknaraðila komi fyrir dóm til að svara spurningum um ástæður þess að hann kjósi að bera þessa málsástæðu fyrir sig, enda er á færi málflytjanda að skýra það eftir þörfum við munnlegan flutning málsins. Hafi fjármálaráðherra brotið með þessari ákvörðun gegn jafnræðisreglu, svo sem varnaraðili heldur fram, getur huglæg afstaða þess fyrrnefnda til réttmætis ákvörðunarinnar engu breytt. Varnaraðili hefur ekki í málatilbúnaði sínum getið annarra spurninga, sem hann hefði hug á að leggja fyrir fjármálaráðherra við skýrslugjöf í málinu. Verður því að fallast á með sóknaraðila að skýrsla ráðherrans fyrir dómi sé þarflaus, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt því og með vísan til 2. mgr. og 4. mgr. sömu greinar verður að hafna kröfu varnaraðila um að Geir H. Haarde komi fyrir dóm til skýrslugjafar í málinu. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hafnað er kröfu varnaraðila, Dreifingar ehf., um að Geir H. Haarde fjármálaráðherra verði kvaddur fyrir dóm til að gefa aðilaskýrslu í málinu. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 208/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Fallist var á þá niðurstöðu héraðsdóms, að X sætti gæsluvarðhaldi með vísan til a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en gæsluvarðhaldstími styttur með hliðsjón af umfangi og rannsókn málsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 10. júní nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á með héraðsdómara að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Að virtri lýsingu sóknaraðila á umfangi málsins og fyrirhuguðum aðgerðum við rannsókn þess eru þó ekki efni til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi lengur en til föstudagsins 4. júní nk. kl. 16. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, svo sem þeim var breytt með 38. gr. laga nr. 36/1999. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. júní nk. kl. 16. |
Mál nr. 198/1999 | Kærumál Málskostnaðartrygging | Hlutafélagið A þótti ekki hafa sýnt fram á að árangurslaust fjárnám gæfi ranga mynd af fjárhag þess eða stutt það viðhlítandi gögnum að fjárhagurinn hefði breyst frá því að gerðin fór fram. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að A skyldi leggja fram málskostnaðartryggingu í máli sínu gegn Ú, þó þannig að fjárhæð tryggingar var lækkuð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 26. apríl 1999, þar sem sóknaraðila var gert að setja málskostnaðartryggingu að fjárhæð 500.000 krónur í máli hans á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu varnaraðila um málskostnaðartryggingu, en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um að sóknaraðila beri að setja málskostnaðartryggingu. Er fjárhæð hennar hæfilega ákveðin 300.000 krónur. Skal hún sett með peningum eða bankaábyrgð, sem afhent verði héraðsdómara innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Sóknaraðila, Axarfelli ehf., ber að setja málskostnaðartryggingu að fjárhæð 300.000 krónur með peningum eða bankaábyrgð, sem afhent verði héraðsdómara innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 207/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að Y verði á grundvelli a liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. júní nk. kl. 16.00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 10. júní nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á með héraðsdómara að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Að virtri lýsingu sóknaraðila á umfangi málsins og fyrirhuguðum aðgerðum við rannsókn þess eru þó ekki efni til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi lengur en til föstudagsins 4. júní nk. kl. 16. Dómsorð: Varnaraðili, Y, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. júní nk. kl. 16. |
Mál nr. 205/1999 | Kærumál Gæsluvarðhaldskröfu hafnað Farbann Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | K hafði sætt gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn og meðferð máls hans fyrir dómstólum stóð, meðal annars á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Litið var til þess að héraðsdómur í máli K hafði verið ómerktur með dómi Hæstaréttar og meðferð málsins þar með tafist verulega án þess að K yrði um kennt. Að þessu gættu var ekki fallist á að almannahagsmunir væru svo ríkir að þeir réttlættu að K væri lengur sviptur frelsi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Var niðurstaða héraðsdóms um að K sætti farbanni á grundvelli b. liðs 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 21. maí 1999, þar sem kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi var hafnað, en varnaraðila bönnuð brottför af landinu allt til 15. september nk. kl. 16. Kæruheimild er í 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 15. september nk. kl. 16. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Varnaraðili var handtekinn við komu til landsins 1. september 1998 með 2031 töflu af fíkniefninu MDMA í farangri sínum. Með ákæru 17. desember 1998 var hann sóttur til saka fyrir að hafa brotið með þessari háttsemi gegn 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999 var varnaraðili sakfelldur samkvæmt ákærunni og dæmdur til að sæta fangelsi í 7 ár. Með dómi Hæstaréttar 20. maí 1999 var héraðsdómurinn ómerktur og málinu vísað heim til nýrrar aðalmeðferðar og dómsálagningar. Varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi samfleytt frá 2. september 1998 þar til hinn kærði úrskurður var kveðinn upp. Samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 má úrskurða mann í gæsluvarðhald ef sterkur grunur er fyrir hendi um að hann hafi framið afbrot, sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þetta ákvæðið verður að skýra í samræmi við 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, eins og henni var breytt með 5. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, svo og 5. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt því verður að meta eftir eðli brots hverju sinni hvort gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna og þess hvort mál geti að virtum öllum atvikum talist vera rannsakað og síðan rekið fyrir dómi innan hæfilegs tíma. Varnaraðili sætti sem áður segir gæsluvarðhaldi frá 2. september 1998, þar á meðal á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. dóm Hæstaréttar 4. desember 1998. Meðferð máls hans fyrir héraðsdómi hefur nú verið ómerkt frá og með þinghaldi 25. janúar 1999, þar sem það var til aðalmeðferðar. Er sýnt að með þessu tefst meðferð málsins verulega, en um það verður varnaraðila ekki kennt. Þeir almannahagsmunir, sem áður hafa talist leiða til nauðsynjar gæsluvarðhalds yfir varnaraðila, kunna út af fyrir sig að vera enn fyrir hendi. Að gættu öllu framangreindu verður hins vegar ekki fallist á að þeir séu nægir til að svipta varnaraðila lengur frelsi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðili er í ákæru borinn sökum, sem geta varðað fangelsi allt að 10 árum. Verður á það fallist með héraðsdómara að nauðsyn beri til að tryggja návist varnaraðila, sem er breskur ríkisborgari og búsettur á Spáni, á meðan málið er til lykta leitt fyrir dómi. Eins og atvikum er háttað er nægilegt í þessu skyni að honum verði bönnuð för úr landi, sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 191/1999 | Kærumál Dómari Vanhæfi | Talið var að úrskurðir sem héraðsdómari hafði kveðið upp á rannsóknarstigi opinbers máls yllu ekki vanhæfi hans til þess að fara með málið eftir útgáfu ákæru. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. apríl 1999, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að Júlíus B. Georgsson settur héraðsdómari viki sæti. Kæruheimild er 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar var ekki sótt þing af hálfu ákærða. Eins og málið liggur fyrir verður að leggja til grundvallar að kært hafi verið í tæka tíð, sbr. 2. mgr. 144. gr. laga nr. 19/1991. Skilja verður málatilbúnað varnaraðila á þá leið, að hann krefjist þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og honum gert að víkja sæti í málinu. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði kvað Júlíus B. Georgsson, þá dómarafulltrúi, upp þrjá úrskurði í mars 1992 í þágu rannsóknar á þeim atriðum, sem varnaraðili sætir nú ákæru fyrir. Með hliðsjón af efni framangreindra úrskurða verður ekki fallist á með varnaraðila að þessar fyrri gerðir dómarans í tengslum við rannsókn málsins séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni hans með réttu í efa. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 76/1999 | Tollalagabrot Upptaka | Ó var ákærður fyrir áfengis- og tolllagabrot með því að hafa smyglað áfengi og vindlingum til landsins. Taldi hann ákvörðun héraðsdóms um fésekt of háa, en með vísan til 3. mgr. 159. gr. laga 19/1991 voru ekki talin efni til að breyta henni Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og Ó dæmdur til greiðslu sektar og upptöku smyglvarningsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 16. febrúar 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst nú staðfestingar héraðsdóms. Ákærði krefst þess að refsing samkvæmt héraðsdómi verði milduð. Héraðsdómari taldi sekt ákærða hæfilega ákveðna 400.000 krónur, meðal annars miðað við verðmæti þess varnings, sem ákærði viðurkenndi að hafa flutt inn andstætt 1. mgr. 123. gr. tollalaga nr. 55/1987. Með vísan til 3. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994, eru ekki efni til að breyta þessari ákvörðun. Með vísan til þessa og forsendna héraðsdóms að öðru leyti verður hann staðfestur. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Ólafur Páll Rafnsson, greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Dómur Héraðsdómur Reykjaness 14. janúar 1999. Ár 1999, fimmtudaginn 14. janúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness í málinu nr. S-620/1998: Ákæruvaldið gegn Á, H, Ólafi Páli Rafnssyni, P og Þ. Mál þetta er höfðað með ákæru sýslumannsins í Keflavík 19. október 1998 á hendur Á, H, Ólafi Páli Rafnssyni, kt. 041065-5089, P, Þ, og fimm öðrum mönnum fyrir brot gegn tilgreindum ákvæðum tollalaga nr. 55/1987, áfengislaga nr. 75/1998 og laga nr. 63/1969 um verslun með áfengi og tóbak, „með því að hafa við komu ms. Goðafoss aðfaranótt 25. ágúst 1998 til Njarðvíkur, smyglað hingað til lands 473,5 lítrum af áfengi og 363 kartonum af tóbaki ..., en lögregla fann varninginn við leit í bifreiðunum YE-342 og NZ-364”. Í ákæru er tilgreint það magn áfengis og vindlinga sem hverjum hinna ákærðu er gefið að sök að hafa smyglað til landsins. Við þingfestingu málsins var fallið frá saksókn á hendur þremur mönnum sem upphaflega voru ákærðir í því. Þá mun þáttur þess fjórða sæta aðalmeðferð hér fyrir dómi, en hann hefur neitað sök. Loks er einn þeirra, sem ákæran beinist að, búsettur í Namibíu og mun ekki koma hingað til lands fyrr en í lok þessa árs. Hefur þáttur þessara tveggja verið skilinn frá málinu, sbr. 24. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, og með þá farið sem tvö aðskilin mál. Ákærðu Á, H, P og Þ komu fyrir dóm 2., 18. og 29. f.m. og viðurkenndu skýlaust að hafa gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru. Var málinu lokið að því er þá varðar með viðurlagaákvörðunum, sbr. 1. mgr. 124. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ákærði Ólafur Páll kom fyrir dóm 2. f.m. og gekkst við sakargiftum samkvæmt ákæru. Var honum boðið að ljúka málinu með greiðslu 410.000 króna sektar til ríkissjóðs og sæta upptöku á þeim varningi sem hann smyglaði til landsins. Ákærði taldi sektarfjárhæðina hins vegar of háa og hafnaði því að ljúka málinu með greiðslu hennar. Dómarinn ákvað þá að með þátt ákærða yrði farið í samræmi við 125. gr. laga nr. 19/1991, enda ekki þörf á að frekari sönnunarfærsla færi fram um hann. Samkvæmt þessu er þáttur ákærða Ólafs Páls eingöngu til úrlausnar hér. Var málið dómtekið 29. f.m., en þá fyrst lá afstaða allra meðákærðu til sakarefnis fyrir. Þótti rétt að bíða með dómtöku málsins þar til ljóst yrði hvort fara bæri með það sem játningarmál gagnvart öðrum en ákærða. Í ákæru er ákærða Ólafi Páli, sem er til heimilis að Fjallalind 80, Kópavogi, gefið að sök, að hafa í greint sinn smyglað til landsins 73,5 lítrum af sterku áfengi og 60 kartonum af vindlingum, „þar af 31,5 lítrum fyrir meðákærða [Þ]”. Við þingfestingu málsins var heimfærslu á broti ákærða til refsiákvæða breytt frá því sem í ákæru greinir og á þann veg, að honum er nú einungis gefið að sök að hafa með háttsemi sinni í umrætt sinn brotið ákvæði 1. mgr. 123. gr. tollalaga nr. 55/1987. Var sú breyting grundvölluð á dómi Hæstaréttar Íslands frá 8. október 1998 í málinu nr. 180/1998. Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku á því áfengi og tóbaki sem hann er ákærður fyrir að hafa smyglað til landsins. I. Svo sem áður greinir hefur ákærði Ólafur Páll skýlaust viðurkennt að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Telst með þeirri játningu sannað að hann hafi, aðfaranótt 25. ágúst 1998, gerst sekur um ólöglegan innflutning á 73,5 lítrum af sterku áfengi og 60 lengjum af vindlingum. Varðar þessi háttsemi ákærða við 1. mgr. 123. gr. tollalaga nr. 55/1987. II. Ákærði hefur með framangreindu broti sínum unnið til refsingar samkvæmt 1. mgr. 124. gr. tollalaga. Verður honum gert að greiða sekt. Við ákvörðun sektar verður litið til verðmætis þess varnings, sem ákærði hefur gengist við að hafa flutt inn, og þess, að hann hefur ekki áður gerst sekur um brot sem áhrif hefur á ákvörðun refsingar hans nú. Samkvæmt þessu er sekt ákærða hæfilega ákveðin 400.000 krónur. Sektin skal renna í ríkissjóð. Greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa skal ákærði í hennar stað sæta fangelsi í 75 daga. Þá skal ákærði sæta upptöku á 73,5 lítrum af sterku áfengi og 60 lengjum af vindlingum, sem hald var lagt á við rannsókn málsins. Loks verður ákærða gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 10.000 krónur. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði Ólafur Páll Rafnsson greiði 400.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 75 daga. Ákærði sæti upptöku á 73,5 lítrum af sterku áfengi og 60 lengjum af vindlingum. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 10.000 krónur. |
Mál nr. 171/1999 | Kærumál Hæfi dómara Kæruheimild | J kærði úrskurð héraðsdómara um að hann viki ekki sæti í máli sem J hafði höfðað. Talið var að kæruheimild skorti fyrir ýmsum kröfum sem J hafði uppi fyrir Hæstarétti og komu þær því ekki til álita. Talið var, að hvað sem liði réttmæti þeirra ákvarðana héraðsdómara um málsmeðferð, sem J vísaði til, gæti efni þeirra ekki leitt til þess að héraðsdómari yrði vanhæfur til að fara með málið. Þótti J ekki hafa sýnt fram á að önnur atvik leiddu til þess að héraðsdómara bæri að víkja sæti og var úrskurður héraðsdómara því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 1999, þar sem Ragnheiður Bragadóttir settur héraðsdómari hafnaði kröfu sóknaraðila um að víkja sæti í máli hans gegn varnaraðilum. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómara verði gert að víkja sæti frá og með þinghaldi 19. febrúar sl., en málsmeðferð í héraði verði látin standa óhögguð fram að því. Þá krefst hann þess að skrifleg sókn, sem héraðsdómari hafnaði að leggja fram í sama þinghaldi, komist að í málinu, svo og að ómerkt verði ákvörðun héraðsdómara 29. mars sl. um að málið yrði endurupptekið. Verði ekki fallist á kröfu um að héraðsdómarinn víki sæti krefst sóknaraðili þess að mælt verði fyrir um hvort forföll varnaraðila frá þinghaldi 27. janúar 1999 hafi verið lögmæt og hvort héraðsdómara hafi verið heimilt að breyta bókun í þingbók vegna þinghaldsins. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt 143. gr. laga nr. 91/1991 sæta ákvarðanir héraðsdómara um atriði varðandi rekstur máls ekki kæru til Hæstaréttar, heldur eingöngu úrskurðir um tiltekin atriði, sem þar eru tæmandi talin. Kröfur sóknaraðila, sem varða annað en niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að héraðsdómarinn víki ekki sæti, koma því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Krafa sóknaraðila um að héraðsdómaranum verði gert að víkja sæti er reist á atriðum, sem varða meðferð málsins og ákvarðanir dómarans eftir að þing var ekki sótt í því af hálfu varnaraðila 27. janúar 1999, þar á meðal ákvörðun um að varnaraðilar hefðu þá haft lögmæt forföll og væri heimilt að halda áfram uppi vörnum. Hvað sem líður því, hvort þessar ákvarðanir dómarans hafi verið réttar, getur efni þeirra eitt og sér ekki leitt til þess að hann verði talinn vanhæfur til að fara með málið. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á að fyrir hendi séu önnur atvik, sem geta orðið til þess að krafa hans verði tekin til greina. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 164/1999 | Kærumál Fjárnám Virðisaukaskattur | B krafðist þess, að felld yrði úr gildi fjárnámsgerð sem fram hafði farið fyrir kröfu T samkvæmt endurákvörðun skattstjóra á virðisaukaskatti. Fólst í þeirri endurákvörðun að innskattur B vegna kaupa og rekstrar á tiltekinni bifreið lækkaði auk þess sem B var látin sæta álagi á virðisaukaskatt. Þar sem sannað þótti að bifreið B hefði m.a. verið notuð til einkanota, var talið að bifreiðin hefði ekki fullnægt skilyrðum reglugerða, sem settar höfðu verið með nægilegri stoð í 3. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, til þess að telja hefði mátt til innskatts af henni. Þótti skattstjóra hafa verið rétt að hækka virðisaukaskatt B af þessum sökum og einnig að láta hana sæta álagi á skattinn. Þá var ekki talið að slíkir annmarkar væru á þeirri gagnaöflun, sem bjó að baki ákvörðun skattstjóra eða málsmeðferð hans að ógildingu hennar varðaði. Var staðfestur úrskurður héraðsdóms þar sem kröfum B var hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. mars 1999, þar sem staðfest var fjárnám, sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá sóknaraðila 23. júlí 1997 fyrir kröfu varnaraðila að fjárhæð 1.234.431 króna. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess aðallega að fjárnámið verði fellt úr gildi, en til vara að gerðin verði látin ná til lægri fjárhæðar og leggi þá aðilarnir fyrir skattyfirvöld að ákveða gjöld hennar á ný. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði var fjárnám fyrir kröfu varnaraðila gert á grundvelli álagningar skattstjórans í Reykjavík, sem var látin standa óröskuð með úrskurði þess sama 22. janúar 1997 og úrskurði yfirskattanefndar 13. mars 1998. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á með héraðsdómara að skattstjóra hafi verið rétt að leggja á sóknaraðila hækkun virðisaukaskatts á þeim grunni að ekki ætti að taka tillit til innskatts hennar vegna kaupa og notkunar á bifreiðinni LV 265. Hvorki voru slíkir annmarkar á gagnaöflun, sem bjó að baki ákvörðun skattstjóra, né málsmeðferð hans að ógildingu hennar geti varðað. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur og sóknaraðili dæmd til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Bára Þórarinsdóttir, greiði varnaraðila, tollstjóranum í Reykjavík, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 177/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglan hefur krafist þess að kærða, Gauta Ólafssyni, kt. 100764-7769, Bárugötu 22, Reykjavík, verði með vísan til c og d liða 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í málum hans í Héraðsdómi Reykjavíkur, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 9. júní nk. kl. 16:00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. apríl 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt þar til dómur gengur í máli ákæruvaldsins gegn honum, en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 9. júní nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kæru varnaraðila, sem hefur ekki að öðru leyti látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti, verður að skilja svo að hann krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á það með héraðsdómara að skilyrðum c. og d. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Þegar af þessari ástæðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 169/1999 | Kærumál Frestur Gagnaöflun Aðalmeðferð | Talið var að ekki hefði verið sýnt fram á viðhlítandi rök fyrir því að fresta hefði átt áður ákveðinni aðalmeðferð opinbers máls. Var úrskurður héraðsdómara um að fresta aðalmeðferð málsins felldur úr gildi og lagt fyrir hann að taka það til aðalmeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 1999, þar sem aðalmeðferð máls sóknaraðila á hendur varnaraðila var frestað til 21. maí 1999. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til aðalmeðferðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra í máli þessu var gefin út 29. september 1998 og málið þingfest 12. október sama ár. Í því þinghaldi var málinu frestað að ósk ákærða, án þess að endurrit úr þingbók beri með sér að ákveðið hafi verið nýtt þinghald til fyrirtöku málsins. Málið var tekið fyrir að nýju 5. nóvember sama árs og þá frestað ótiltekið, þar sem farist hafði fyrir að boða varnaraðila til þinghaldsins. Málið var tekið fyrir 11. sama mánaðar og gaf þá norskur sérfræðingur skýrslu fyrir dómi um tæki það, sem notað var við mælingu á vínandamagni í útöndunarlofti. Að því búnu var málinu frestað ótiltekið eftir að verjandi hafði óskað frekari frests til að afla gagna. Málið var næst tekið fyrir 31. mars 1999. Var þá ákveðin aðalmeðferð 19. apríl sama ár. Í þinghaldi þann dag var kveðinn upp hinn kærði úrskurður um að aðalmeðferð málsins skyldi frestað vegna gagnaöflunar af hálfu sóknaraðila. Gagnaöflun varnaraðila í málinu hefur lotið að vafa hans um áreiðanleika þess tækis, sem notað var til þess að mæla vínandamagn í lofti, sem ökumaður andar frá sér, vegna áhrifa rafsegulbylgna á tækið frá öðrum tækjum. Sóknaraðili heldur því þó ekki fram að þau gögn, sem lögð voru fram af hálfu varnaraðila í þinghaldinu 31. mars 1999, hafi gefið tilefni til frekari gagnaöflunar, enda liggur ekki annað fyrir en að hann hafi í því þinghaldi lýst henni lokið. Hins vegar telur hann að dómur Hæstaréttar 18. mars 1999 í máli nr. 482/1998, þar sem til álita komu áhrif leysiefna í útöndunarlofti ökumanns á vínandamælingar með umræddu tæki, hafi verið slíkt tilefni til gagnaöflunar í þessu máli að dómara hafi verið rétt að fresta aðalmeðferð af þeim sökum. Að virtum þeim gögnum, sem varnaraðili hefur lagt fram, og hann hyggst reisa varnir sínar á, hefur ekki verið skýrt hvernig nefndur dómur Hæstaréttar geti skipt slíku máli fyrir þau atvik, sem hér um ræðir, að réttlætt hafi frestun aðalmeðferðar, er þá hafði verið ákveðin án athugasemda af hálfu sóknaraðila. Samkvæmt 1. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991 skal hraða meðferð máls eftir föngum. Að virtum gangi málsins í héraði er ljóst að meðferð þess dróst umfram það, sem telja verður að aðilum hafi verið nauðsynlegt til þess að taka afstöðu til málatilbúnaðar hvors annars og frekari gagnaöflunar. Þá hefur sóknaraðili ekki fært fram viðhlítandi rök fyrir beiðni sinni um að fresta aðalmeðferð málsins. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til aðalmeðferðar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til aðalmeðferðar. |
Mál nr. 170/1999 | Kærumál Ökuréttarsvipting | Talið var að lögreglustjóra hefði verið rétt að svipta J ökurétti til bráðabirgða á grundvelli mælingar á lofti sem J andaði frá sér og gerð var með tæki af gerðinni Intoxilyzer 5000 N. Hins vegar var talið að ákvörðun lögreglustjóra hefði verið í andstöðu við þá reglu umferðarlaga nr. 50/1987 að sviptingu ökuréttar væri markaður ákveðinn tími. Var úrskurður héraðsdómara felldur úr gildi og ákvörðun lögreglustjóra staðfest, þó þannig að hún var bundinn ákveðnum tíma. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 1999, þar sem felld var úr gildi ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík 12. júlí 1998 um að svipta varnaraðila ökurétti til bráðabirgða. Kæruheimild er í 1. mgr. 103. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/1993. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og ákvörðun lögreglustjóra staðfest. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins var varnaraðili stöðvaður við akstur á Reykjanesbraut aðfaranótt 12. júlí 1998. Í lögregluskýrslum kemur fram að áfengisþefur hafi fundist frá vitum varnaraðila. Öndunarsýni hafi verið tekið í öndunarblöðru, sem sýnt hafi 3. stig. Á lögreglustöð hafi öndunarpróf með svokölluðum S-D2 mæli sýnt 0,60/00, en auk þess hafi verið gerð mæling á því lofti, sem varnaraðili andaði frá sér með tæki af gerðinni Intoxilyzer 5000 N. Niðurstaða þeirrar mælingar hafi verið 0,314 mg alkóhóls í hverjum lítra lofts að teknu tilliti til skekkjumarka. Gildi þeirrar mælingar hefur verið mótmælt af varnaraðila. Samkvæmt framangreindu lá fyrir mæling 12. júlí 1998 þess efnis að vínandamagn í því lofti, er varnaraðili andaði frá sér væri yfir þeim mörkum, sem tilgreind eru í 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 48/1997. Á þessu stigi málsins liggur ekki annað fyrir en að með tækinu hafi mátt mæla magn vínanda í því lofti, sem varnaraðili andaði frá sér, og gætt hafi verið réttra aðferða við notkun þess, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 24. ágúst 1998 í máli nr. 320/1998. Var lögreglustjóranum í Reykjavík því rétt að svipta varnaraðila ökurétti til bráðabirgða 12. júlí 1998 í samræmi við 103. gr. laga nr. 50/1987. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Samkvæmt 103. gr. laga nr. 50/1987 skal lögreglustjóri svipta ökumann ökurétti til bráðabirgða svo fljótt sem unnt er, telji hann skilyrði til sviptingar ökuréttar vera fyrir hendi. Er nánar kveðið á um hana í 101. gr. og 102. gr. laganna eins og þeim hefur síðar verið breytt. Af tilvitnuðum ákvæðum leiðir að svipting ökuréttar skal vera um ákveðinn tíma, eins og beinlínis er tekið fram í 3. mgr. 101. gr. laganna, sbr. einnig framangreindan dóm Hæstaréttar 24. ágúst 1998. Var ákvörðun lögreglustjóra um að svipta varnaraðila ökurétti til bráðabirgða, án þess að sviptingunni væri markaður ákveðinn tími, í andstöðu við þessa reglu laga nr. 50/1987. Verður ákvörðun lögreglustjóra staðfest, þó þannig að bráðabirgðasviptingin verður tímabundin allt til 15. júní 1999. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík 12. júlí 1998 um að svipta varnaraðila, Júlíus Hjaltason, ökurétti til bráðabirgða er staðfest, þó þannig að svipting standi allt til 15. júní 1999. |
Mál nr. 174/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdómara um að S skyldi sæta gæsluvarðhaldi var staðfestur með vísan til d. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 19. apríl 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 9. júní 1999 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til d. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 er fallist á, að skilyrði séu til að taka kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald til greina. Að þessu athuguðu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 175/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðahaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. apríl 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 11. maí nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málsvarnarlauna í héraði og fyrir Hæstarétti. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 173/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðahaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 25. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 25. apríl 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 1. maí nk. kl. 14. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglunni á Akureyri upplýsingar 16. apríl 1999 um kynferðislegar athafnir varnaraðila gagnvart stúlkum, sem fæddar eru á árunum 1984 og 1985. Barnaverndaryfirvöld gerðu frumathugun á málinu. Síðan var óskað eftir lögreglurannsókn vegna ætlaðra kynferðisafbrota varnaraðila gegn nánar tilteknum stúlkum. Lögregluskýrslur voru teknar af stúlkunum að viðstöddum fulltrúum barnaverndaryfirvalda og hafa þær verið lagðar fram í málinu. Að virtum gögnum málsins þykir fram kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi brotið gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992, og þannig framið verknað, sem fangelsisrefsing er lögð við. Eru því fyrir hendi skilyrði gæsluvarðhalds samkvæmt a. lið 1. mgr. 103. laga nr. 19/1991. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 165/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðahaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. apríl 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 27. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 302/1998 | Mál fellt niður fyrir Hæstarétti Málskostnaður | Mál M gegn K var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu M en með samþykki K. Var M dæmdur til greiðslu málskostnaðar en gjafsóknarkostnaður K skyldi greiðast úr ríkissjóði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 24. júlí 1998. Þegar málið var tekið fyrir á dómþingi 19. apríl 1999 tilkynnti lögmaður áfrýjanda að þess væri nú krafist að málið yrði fellt niður en málskostnaður látinn niður falla fyrir Hæstarétti. Af hálfu stefndu var fallist á kröfu áfrýjanda um að málið yrði fellt niður en gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Með vísan til c-liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, svo og 2. mgr. 164. gr. og 166. gr. þeirra, eins og þeim greinum var breytt með lögum nr. 38/1994, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti. Í samræmi við meginreglu 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, ber að dæma áfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði segir, en gjafsóknarkostnaður stefndu, þar með talin þóknun lögmanns hennar, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Áfrýjandi, M, greiði 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti og renni þær í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefndu, K, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 100.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 163/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Niðurstaða héraðsdóms um að A skyldi sæta gæsluvarðahaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. apríl 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 17. maí nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 149/1999 | Kærumál Lögreglumaður Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Ó var ákærður fyrir of hraðan akstur. Fyrir lá að ratsjármæling, sem lá til grundvallar ákæru, hafði verið gerð af lögreglumönnum, sem þá voru staddir utan starfssvæðis síns samkvæmt 2. mgr. 7. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Ekki var á það fallist að þetta leiddi til þess að ekki yrði á verkum og rannsóknargögnum lögreglumannanna byggt. Rannsókn málsins þótti ekki svo áfátt að augljóslega færi í bága við 67. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Var því felldur úr gildi úrskurður héraðsdómara um að vísa málinu frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. mars 1999, þar sem máli ákæruvaldsins gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdómara og kærumálskostnaðar. Í máli þessu liggur fyrir ákæra útgefin af lögreglustjóranum í Hafnarfirði 10. febrúar 1999. Af gögnum málsins er ljóst að lögreglustjórann brast ekki vald til útgáfu ákæru í málinu og hún er ekki haldin neinum þeim annmörkum, sem varðað geta frávísun þess. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 hafa lögreglumenn lögregluvald hvar sem er á landinu. Ekki verður á það fallist að það að lögreglumenn fóru í umrætt sinn út fyrir starfssvæði sitt, sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna, leiði til þess að á verkum þeirra og rannsóknargögnum verði ekki byggt. Ber að meta sönnunargildi slíkra gagna við efnisúrlausn málsins í samræmi við almennar reglur opinbers réttarfars, sbr. einkum VII. kafla laga nr. 19/1991. Þá þykir rannsókn málsins ekki hafa verið áfátt þannig að augljóslega fari í bága við 67. gr. laga nr. 19/1991 og varðað geti frávísun þess. Samkvæmt framangreindu voru ekki lagaskilyrði til að vísa málinu frá héraðsdómi. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. |
Mál nr. 146/1999 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Farbann | O, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, hafði verið ákærður fyrir skjalafals og fjársvik. Ekki þótti nægilega hafa verið sýnt fram á að þörf væri frekara gæsluvarðhalds O til þess eins að tryggja návist hans í þágu meðferðar málsins, en krafa um framlengingu gæsluvarðhalds var eingöngu studd við b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Var úrskurður héraðsdóms um að O sætti gæsluvarðhaldi því felldur úr gildi, en hann þess í stað látinn sæta farbanni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Hjörtur Torfason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. apríl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 21. apríl nk. kl. 16:00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að í stað gæsluvarðhalds verði honum meinuð brottför af landinu eða lagt fyrir hann að halda sig á ákveðnu svæði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari, en hefur verið búsettur hér á landi um nokkurt skeið. Hinn 30. mars sl. var gefin út á hendur honum og Sixtusi Mbah Nto ákæra fyrir skjalafals og fjársvik. Hann var fyrst látinn sæta gæsluvarðhaldi með dómi Hæstaréttar 3. mars sl. Vegabréf varnaraðila er nú í vörslum lögreglu. Af hálfu sóknaraðila er krafa um gæsluvarðhald nú eingöngu studd við b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Hefur ekki nægilega verið sýnt fram á að þörf sé gæsluvarðhalds varnaraðila til þess eins að tryggja návist hans í þágu meðferðar málsins. Verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi, en varnaraðila bönnuð brottför af landinu samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991, eins og greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðila, Osaito Phamzet Iyorah, er bönnuð brottför frá Íslandi allt til miðvikudagsins 21. apríl 1999 kl. 16:00. |
Mál nr. 147/1999 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Farbann | S, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, hafði verið ákærður fyrir skjalafals og fjársvik. Eins og málinu var komið, þótti ekki nægilega hafa verið sýnt fram á að þörf væri frekara gæsluvarðhalds S til þess eins að tryggja návist hans í þágu meðferðar málsins, en krafa um framlengingu gæsluvarðhalds var eingöngu studd við b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Var úrskurður héraðsdóms um að S sætti gæsluvarðhaldi því felldur úr gildi, en hann þess í stað látinn sæta farbanni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Hjörtur Torfason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. apríl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 21. apríl nk. kl. 16:00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega, að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi, til vara að í stað gæsluvarðhalds verði honum gert að halda sig á ákveðnu svæði eða bönnuð brottför af landinu og til þrautavara að gæsluvarðhald verði stytt. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari, en hefur verið búsettur hér á landi um nokkurt skeið. Hinn 30. mars sl. var gefin út á hendur honum og Osaito Phamzet Iyorah ákæra fyrir skjalafals og fjársvik. Varnaraðili var handtekinn í Leifsstöð 22. febrúar sl., þar sem hann hugðist halda af landi brott. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 23. sama mánaðar. Af hálfu sóknaraðila er krafa um gæsluvarðhald nú eingöngu studd við b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Eins og málinu er nú komið hefur ekki nægilega verið sýnt fram á að þörf sé gæsluvarðhalds varnaraðila til þess eins að tryggja návist hans í þágu meðferðar þess. Verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi en varnaraðila bönnuð brottför af landinu samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991, eins og greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðila, Sixtusi Mbah Nto, er bönnuð brottför frá Íslandi allt til miðvikudagsins 21. apríl 1999 kl. 16:00. |
Mál nr. 148/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var undir rökstuddum grun um þjófnað. Var honum gert að sæta gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Hjörtur Torfason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. apríl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. apríl 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. apríl nk. kl. 16:00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði fellur úr gildi. Hann krefst og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn, þar á meðal lögregluskýrslur, þar sem fram kemur, að verkfæra þeirra, sem varnaraðili hefur fullyrt að séu sín eign, sé saknað eftir innbrot, og að kona sú, sem ljáði honum bifreið þá sem ætlað þýfi fannst í, hafi borið að farangursgeymsla bifreiðarinnar hafi verið tóm þegar varnaraðili tók við henni. Með vísan til þessa og forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 145/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur krafist þess að framlengdverði gæsluvarðhaldsvist Hallbjörns Einar Guðjónssonar, kt. 191156-2189, semvar þann 6. mars sl. úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Varkærði þá úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag og sá úrskurðurstaðfestur í Hæstarétti 15. mars sl. | Dómur Hæstaréttar. Mál þettadæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og HrafnBragason. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 30. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31.mars. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. mars 1999, þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 30. apríl nk. kl. 12:30.Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði fellur úr gildi eðagæsluvarðhaldi markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess aðúrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með dómi Hæstaréttar 15. mars sl.var staðfestur úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir varnaraðila til 30.mars 1999 á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, en hann varþá undir ákæru vegna sjö þjófnaðarbrota og fíkniefnabrots, auk þess sem hannhafði áfrýjað dómi héraðsdóms þar sem hann var sakfelldur fyrir ýmis brot gegnumferðarlögum og almennum hegningarlögum. Þann 25. mars sl. gaf sýslumaðurinn íHafnarfirði út ákæru á hendur varnaraðila fyrir tvö brot gegn 1. mgr. 244. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki verður raskað því mati aðskilyrði fyrrnefnds ákvæðis séu uppfyllt og engin efni eru til að markagæsluvarðhaldi skemmri tíma en gert er í hinum kærða úrskurði. Verður hann þvístaðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 126/1999 | Kærumál Þinglýsing | S taldi sig hafa gert bindandi samning við N um kaup á tiltekinni fasteign. Hann höfðaði mál gegn N , T, sem N hafði síðar selt eignina, og fasteignasalanum L. Hann krafðist þess að N yrði dæmt til að afsala honum eigninni gegn nánar tilteknum greiðslum í samræmi við samning þeirra. Undir meðferð málsins í héraði krafðist S þess að honum yrði heimilað að þinglýsa stefnu málsins á hina umdeildu fasteign. Talið var að S hefði ekki fært svo veigamikil rök fyrir staðhæfingu sinni um að hann hefði öðlast slík réttindi yfir fasteigninni að fullnægt væri skilyrðum 2. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga 39/1978. Var kröfu hans um þinglýsingu stefnunnar því hafnað, sbr. 1. mgr. 28. gr. þinglýsingarlaga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. mars 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að stefnu í máli hans á hendur varnaraðilum yrði þinglýst á nánar tiltekinn hluta fasteignarinnar Ármúla 23 í Reykjavík. Kæruheimild er í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðili krefst þess að sér verði heimilað að þinglýsa stefnunni eða útdrætti úr henni. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða þeim málskostnað í héraði auk kærumálskostnaðar. I. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði gerði sóknaraðili 30. september 1998 varnaraðila Nýborg ehf. tilboð um að kaupa hluta fasteignarinnar Ármúla 23 í Reykjavík fyrir 54.000.000 krónur. Um greiðslutilhögun sagði í tilboðinu „Við kaupsamning m/pen. 54.000.000”. Þar segir einnig að kauptilboðið sé gert „með fyrirvara um fjármögnun”. Prókúruhafi og stjórnarformaður varnaraðila Nýborgar ehf. ritaði degi síðar undir tilboðið sem samþykkur fyrir hönd félagsins. Í bréfi 5. desember 1998 tilkynnti varnaraðili Nýborg ehf., að kauptilboðinu væri “rift” vegna stórfelldra vanefnda. Teldi félagið sig óbundið gagnvart sóknaraðila. Jafnframt var tekið fram í bréfinu, að hafnað væri „breyttum greiðsluskilmálum kaupverðs”. Degi síðar gerðu varnaraðilarnir Nýborg ehf. og Tryggvi Þórhallsson með sér kaupsamning um fasteignina og var hann færður inn í þinglýsingabók 8. desember 1998. Telur sóknaraðili, að varnaraðilinn Nýborg ehf. hafi ekki verið laus undan skyldum sínum samkvæmt undirritun framkvæmdastjóra þess á fyrrgreint tilboð sóknaraðila, þegar félagið seldi varnaraðila Tryggva Þórhallssyni eignina. Í héraðsdómsmáli því, sem sóknaraðili hefur höfðað á hendur Nýborg ehf. og öðrum varnaraðilum, krefst hann þess meðal annars að varnaraðila Nýborg ehf. verði gert að gefa út afsal fyrir hinu selda, auk þess sem það félag verði dæmt til greiðslu skaðabóta. Allir varnaraðilar hafa sótt þing í héraði og halda uppi vörnum í málinu. Er því meðal annars haldið fram af þeirra hálfu, að Nýborg ehf. hafi verið heimilt að rifta samningi sínum við sóknaraðila, þar sem hann hafi ekki uppfyllt skilyrði hans. Í hinum kærða úrskurði greinir að Tryggvi Þórhallsson hafi haldið því fram fyrir héraðsdómi, að hann hafi þegar selt hluta hinnar umdeildu eignar og þeim kaupsamningi hafi verið þinglýst. Gögn hafa ekki verið lögð fram til stuðnings þessari fullyrðingu. II. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga getur dómari ákveðið með úrskurði að stefnu í máli, sem varðar réttindi yfir fasteign, eða útdrætti úr stefnu í slíku máli, megi þinglýsa. Skýra verður ákvæðið á þá leið að heimildin til þinglýsingar stefnu á fasteign sé því háð, að stefnandi færi veigamikil rök fyrir staðhæfingu um réttindi sín yfir henni, sbr. 2. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga. Í málinu er komið fram, að sóknaraðili hefur ekki greitt kaupverðið samkvæmt tilboði sínu 30. september 1998. Hann hefur ekki sýnt fram á, að ástæða þess verði rakin til atvika, sem varnaraðili Nýborg ehf. beri ábyrgð á. Verður hann því ekki talinn hafa fært svo veigamikil rök fyrir staðhæfingu sinni um að hann hafi öðlast slík réttindi yfir hinni umdeildu fasteign að fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga til að taka til greina kröfu hans um að þinglýsa stefnu. Með þessum athugasemdum verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Málskostnaður og kærumálskostnaður verður ekki dæmdur sérstaklega fyrir þennan þátt málsins. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 137/1999 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Gagnsök Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti að hluta | G kærði úrskurð héraðsdómara þar sem hafnað var kröfu hans um frávísun máls sem R hafði höfðað gegn honum og einnig tekin til greina krafa R um frávísun gagnsakar sem G hafði höfðað. Kröfu G, um að tekin yrði til greina krafa hans um frávísun, var vísað frá Hæstarétti þar sem heimild skorti til kæru úrskurðarins að þessu leyti. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að gagnsök hafi verið höfðuð of seint og gagnsakarmálinu yrði vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. mars 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um frávísun máls varnaraðila á hendur sér, en fallist á kröfu varnaraðila um að gagnsök sóknaraðila í málinu yrði vísað frá dómi. Sóknaraðili krefst þess að aðalsök í málinu verði vísað frá dómi, en kröfu varnaraðila um frávísun gagnsakar verði hafnað. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Sú niðurstaða héraðsdómara að hafna kröfu sóknaraðila um frávísun aðalsakar getur ekki komið til endurskoðunar fyrir Hæstarétti í kærumáli, svo sem leitt verður af gagnályktun frá j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður kröfu sóknaraðila um frávísun aðalsakarinnar því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðila er samkvæmt síðastnefndu lagaákvæði heimil kæra að því er varðar niðurstöðu héraðsdómara um að vísa gagnsök hans frá dómi. Málið var þingfest í héraði 15. september 1998. Sóknaraðili höfðaði hins vegar gagnsökina 10. nóvember sama árs og var þá liðinn frestur til þess samkvæmt 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Verður niðurstaða héraðsdómara um frávísun gagnsakar því staðfest. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Vísað er frá Hæstarétti kröfu sóknaraðila, Guðjóns Styrkárssonar, um frávísun aðalsakar í máli varnaraðila, Ragnars Þórðarsonar, gegn honum. Hinn kærði úrskurður er staðfestur að því er varðar frávísun gagnsakar sóknaraðila á hendur varnaraðila. Sóknaraðili greiði varnaraðila 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 130/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, var grunaður um stórfelld brot gegn 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa innleyst falsaða tékka og ráðstafað andvirði þeirra. Fallist var á þá niðurstöðu héraðsdóms að skilyrðum samkvæmt a. og b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 væri fullnægt til að verða við kröfu um að X sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 1. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdómara verður fallist á að enn séu skilyrði til að beita gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila á grundvelli a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Er gæsluvarðhaldinu markaður hæfilegur tími með hinum kærða úrskurði. Verður hann því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 118/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Krafist var gæsluvarðahalds yfir X á grundvelli a., b. og c. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að H skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en ekki þóttu hafa verið lögð fram viðhlítandi læknisfræðileg gögn um að efni væru til þess að beita ákvæði 110. gr. laga nr. 19/1991, þannig að H skyldi vistaður á sjúkrahúsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 14. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að í stað gæsluvarðhalds verði hann vistaður á sjúkrahúsi samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Ekki hafa verið lögð fram viðhlítandi læknisfræðileg gögn um að efni séu til að beita ákvæði 110. gr. laga nr. 19/1991, þannig að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi með vistun á sjúkrahúsi. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 117/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | M hafði sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, allt þar til dómur hafði gengið í máli hans í héraði. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að M skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti vegna dómsins stæði, sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 9. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kærumálskostnaður dæmist úr ríkissjóði. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 128/1999 | Kærumál Nauðungarvistun | Staðfest var niðurstaða héraðsdómara um að hafna kröfu X um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til þess að hún yrði vistuð gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 16. mars 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fellt yrði úr gildi samþykki dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 12. þessa mánaðar til þess að hún yrði vistuð gegn vilja sínum á sjúkrahúsi. Kæruheimild er 4. mgr. 31. gr. , sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Hún krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 31. gr., sbr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Sigurðar Eiríkssonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Sigurðar Eiríkssonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 50.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 507/1998 | Þjófnaður Ökuréttur Reynslulausn | T var ákærður fyrir þjófnað og akstur án ökuréttinda. Um var að ræða ítrekuð brot og hafði T með þeim rofið skilyrði reynslulausnar. Héraðsdómur var staðfestur með vísan til forsendna hans og T dæmdur til fangelsisrefsingar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal prófessor. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 26. nóvember 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi. Sakaferill ákærða er réttilega rakinn í héraðsdómi að öðru leyti en því, að brot, sem hann sætti frelsissvipingu fyrir á árunum 1975 til 1981, var gegn 218. gr., 215. gr., 164. gr., 194. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með þessari athugasemd verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Tryggvi Rúnar Leifsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. Héraðsdómur Reykjavíkur 29. október 1998. Ár 1998, fimmtudaginn 29. október er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 811/1998: Ákæruvaldið gegn B, D, H og Tryggva Rúnari Leifssyni, sem tekið var til dóms 22. þ.m. Málið er höfðað með tveim ákæruskjölum. Með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík 15. september sl. er málið höfðað gegn ákærðu, B, D, H og Tryggva Rúnari Leifssyni, kt. 021051-2179, Grýtubakka 10, öllum til heimilis í Reykjavík, „fyrir eftirtalin brot framin á árinu 1998: [...] IV. Ákærðu H og Tryggvi Rúnar fyrir þjófnað með því að hafa í félagi að kvöldi mánudagsins 20. júlí brotist inn í geymsluhúsnæði að Vagnhöfða 6 í Reykjavík með því að brjóta gat á hurð og stolið snittvél og tveimur snitthausum, bifhjóli, leðursófasetti með 1 tveggja- og 1 þriggjasæta sófum, ísskáp, 4 jeppahjólbörðum, auk handverkfæra og rafmangshandverkfæra, alls að verðmæti um kr. 600.000. (Mál nr. 010-1998-20721) [...] Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VI. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar. [...] Með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík 29. september sl. er málið höfðað gegn ákærða Tryggva Rúnari Leifssyni, „fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni X-8273, þriðjudaginn 21. júlí 1998, sviptur ökurétti frá Grýtubakka 10 í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Sæbraut, við Sólfarið. Þetta telst varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 57/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Málavöxtum er rétt lýst í ákærunum. Með skýlausri játningu allra ákærðu, sem eru í fullu samræmi við önnur gögn málsins, þykir sannað að þeir hafi gerst sekir um þau brot, sem þeim eru að sök gefin í ákærunum og þar eru réttilega heimfærð til refsiákvæða. [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar, hefur hlotið 23 refsidóma frá árinu 1969, þar af 9 eingöngu fyrir umferðarlagabrot, en hina fyrir ýmis hegningarlagabrot, aðallega auðgunar- og skjalafalsbrot. Brotaferill hans er nær óslitinn að undanskildum árunum 1975 til 1985, en hann afplánaði fangelsisrefsingu fyrir manndráp o.fl. frá 1975 til 1981, en þá hlaut hann reynslulausn. Frá árinu 1985 hefur hann hlotið refsingu 11 sinnum fyrir akstur án ökuréttar, síðast 5 mánaða fangelsi með dómi Hæstaréttar 18. september 1997. Auk þessa hefur hann frá þessum tíma hlotið fjóra dóma fyrir hegningarlagabrot, þar af þrjá fyrir skjalafals; árið 1988 fangelsi í 45 daga skilorðsbundið í 3 ár, 1990 fangelsi í 2 mánuði, en með þeim dómi var 45 daga reynslulausn dæmd með, og 1994 fangelsi í 4 mánuði og loks dóm 27. september 1996, fangelsi í 8 mánuði fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Ákærði hlaut reynslulausn 9. desember 1997 á eftirstöðvum refsingar, 150 dögum. Samkvæmt bréfi Fangelsismálastofnunar ríkisins 16. þ.m. hefur hann ekki afplánað eftirstöðvarnar. Þegar refsing ákærða er ákvörðuð ber annars vegar að líta til þess að hann hefur hreinskilnislega játað verknað sinn, en hins vegar til þess að brot hans er unnið í félagi við aðra og hins langa sakaferils hans, ekki síst er varðar umferðarlagabrot hans. Einnig ber að líta til þess að hann hefur farið í meðferð, vegna ávana- og fíkniefnaneyslu sinnar, í Hlíðardalsskóla, þar sem hann hefur dvalið frá 2. þ.m. og dvelur enn, sbr. 5. tl. 70. gr. alm. hegningarlaga. Með broti því, sem fjallað er um í dómi þessum, hefur ákærði rofið skilorð framangreindrar reynslulausnar. Ber því nú samkvæmt 1. mgr. 42. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 3. gr. laga nr. 16/1976 og með hliðsjón af 60. gr. sömu laga að dæma hann nú í einu lagi fyrir brot það, sem hér er fjallað um og hina 150 daga óloknu refsivist. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og öllu framansögðu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. [...] Engar skaðabótakröfur eru lagðar fram í málinu. [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar, er dæmdur til að greiða skipuðum verjandum sínum, Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni, 35.000 krónur í þóknun. [...] Annan sakarkostnað skulu ákærðu allir greiða óskipt. Dómsorð: [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar Leifsson, sæti fangelsi í 15 mánuði. [...] Ákærði, Tryggvi Rúnar, greiði skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni, 35.000 krónur í þóknun. Annan sakarkostnað skulu allir ákærðu greiða óskipt. |
Mál nr. 447/1998 | Þjófnaður Skilorðsrof | I var ákærður fyrir þjófnað. Með brotinu rauf hann skilorð eldri dóms og var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans og I dæmdur til fangelsisrefsingar, sem var að hluta skilorðsbundin. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal prófessor. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. október 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi, og öll bundin skilorði. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Ingólfur Örn Ingvason, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðmundar Kristjánssonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. Héraðsdómur Reykjaness 9. október 1998. Ár 1998, föstudaginn 9. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem er háð að Brekkugötu 2 Hafnarfirði af Guðmundi L. Jóhannessyni héraðsdómara kveðinn upp dómur í málinu nr. S-249/1998: Ákæruvaldið gegn E og Ingólfi Erni Ingvasyni, sem dómtekið var 1. september sl. að loknum málflutningi. Mál þetta er með ákæru útgefinni 16. júlí sl. höfðað gegn E, og Ingólfi Erni Ingvasyni, kt. 040576-3209, Norðurbraut 29, Hafnarfirði. „Fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 1998, að Brattholti 5, Hafnarfirði, í félagi, stolið ferðatölvu af gerðinni Sharp ásamt fylgihlutum, prentara af gerðinni Cannon GJS, tösku af gerðinni Targa og tveimur GSM-símum af gerðunum Panasonic og Nokia, samtals að verðmæti kr. 275.000,-. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.“ Ákærður E viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann er sakaður um í ákæru og lagði málið í dóm til að dæmast skv. 1.mgr. 125. gr. oml. Ákærður Ingólfur Örn viðurkenndi og að hafa framið framangreint þjófnaðarbrot ásamt meðákærða E og tekið þá hluti sem greindir voru í ákæru, nema hann kannaðist ekki við að hafa tekið þargreinda GSM-síma. Hann kvaðst ekki hafa séð þá á brotastað og ekki vitað eftir á að þeir hafi verið með þýfinu, sem tekið var. Í málinu fór því fram aðalmeðferð og voru teknar skýrslur af ákærðu, en auk þess báru vitni F og Þ. Samkvæmt þessum framburðum og því sem fram kom við lögreglurannsókn málsins eru atvik þess þessi. Vitnin F og Þ höfðu verið að skemmta sér á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði laugardagskvöldið 11. apríl sl. og aðfaranótt sunnudagsins og höfðu kynnst þar lítillega og taldi F að hann hefði verið að reyna við sig. Hún kvað hann hafa verið töluvert ölvaðan og um það leyti sem verið var að loka veitingastaðnum hafi hann boðið henni heim til sín í partí og gefið upp nafn og heimilisfang. Þ hafði svo farið heim til sín um kl. 0300 um nóttina og sofnað þar fljótlega eftir það. F hafði hringt í ákærðu til að fá þá til að koma með sér í partíið og hafði Þ vaknað við það um 0330 að F og ákærðu bönkuðu upp á hjá honum og hafði hann hleypt þeim inn en þau hafi viljað koma í partí og hann ekki verið því mótfallinn. Þeim hafi verið boðið til stofu, þar sem sest var við víndrykkju og eftir um tveggja tíma drykkju hafði Þ sofnað víndauða, en er hann vaknaði um morguninn voru gestirnir farnir og tekin hafði verið fistölva og prentari, sem voru í tösku, sem hann geymdi undir fiskabúri í stofunni og einnig saknaði hann tveggja GSM-síma, sem höfðu verið á símaborði í forstofunni, en hleðslutækið fyrir þá hafði verið í eldhúsinu. Honum þótti einsýnt að næturgestirnir ættu sök á hvarfi þessara muna. Ljóst er af framburði ákærðu að þeir standa saman að töku töskunnar þó að þá greini á um frumkvæðið. En fram er komið að þeir voru að ræða um eða bralla um að taka töskuna án þess að F vissi af því, en hún hafði verið komin fram á stigagang er þau voru að yfirgefa íbúðina og þá séð ákærða Ingólf með töskuna og orðið mjög reið og viljað að hann skilaði töskunni. Það hafði ekki verið gert, heldur höfðu þau haldið saman heim til ákærða E þar sem ákærður E kom henni fyrir í geymslu. Ákærður E kvaðst síðar hafa selt tölvuna og prentarann einhverjum ónafngreindum aðila á Hafnarkránni í Reykjavík og fengið amfetamín fyrir að andvirði kr. 25.000,- sem meðákærði Ingólfur hafi fengið en hann hafi ekkert fengið. Ákærður Ingólfur hefur neitað því að hafa fengið neitt í sinn hlut. Ákærður Ingólfur kannast ekki við það og kveðst ekkert vita hvað varð um töskuna og tölvuna eftir að ákærður E kom henni fyrir í geymslu heima hjá sér. Ákærður Ingólfur hefur neitað því eindregið að hafa tekið GSM-símana að Brattholti 5 og kveðst aldrei hafa séð þá og hafi hann tekið þá, hljóti þeir að hafa verið í töskunni með tölvunni. Vitnið F hafði heldur ekki séð ákærða Ingólf taka símana né séð þá í íbúðinni. Ákærður E var þess fullviss að símarnir hafi ekki verið í töskunni og hefur haldið því fram að þeir hafi verið í vasa meðákærða Ingólfs, en hefur viðurkennt að hafa hringt úr öðrum og svo hent honum í sjóinn, en selt hinn á veitingastaðnum Amsterdam. Hann kannaðist við að hafa séð bæði símana og hleðslutækin inni í íbúð Þ. Með framburði ákærðu, vitna og öðrum sönnunargögnum er sannað að ákærðu eiga báðir þátt í framangreindu þjófnaðarbroti að því er varðar ferðatölvuna og prentarann og einnig á ákærður E sök á þjófnaði á GSM-símunum, en hins vegar verður gegn neitun ákærða Ingólfs ekki talin komin nægileg sönnun um að hann hafi og átt þátt í töku GSM-símanna og ber að sýkna hann af því. Ákærðu hafa með þessum verknaði gerst sekir um brot á 244. gr. almennra hegningarlaga. Sakarferill ákærðu er með þeim hætti; [...] Við ákærða Ingólf Örn var gerð lögreglustjórasátt 20. febrúar 1997 og honum gert að greiða kr. 30.000 í sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn lögum nr. 65,1974 um ávana-og fíkniefni og rlg. nr. 16,1986 og 30. júní 1997, var hann í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í 8 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið í 2 ár fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. alm. hegningarlaga. Ákærður Ingólfur Örn hefur með broti því sem hann er fundinn sekur um í þessu máli rofið skilorðdóms Héraðsdóms Reykjaness frá 30. júní 1996 og ber því nú að dæma í einu lagi bæði málin sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga og hafa hliðsjón við refsiákvörðun af 77. gr. sömu laga. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin þannig, að [...] ákærður Ingólfur Örn sæti fangelsi í 8 mánuði. Rétt þykir þegar litið er til ungs aldurs ákærðu, að þeir hafi eigi hlotið áður dóm fyrir samskonar brot og með vísan til 57. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 101/1976 að því er ákærða Ingólf Örn varðar, að frestað verði fullnustu refsingarinnar á hendur ákærða E og 5 mánuðum af refsingunni á hendur ákærða Ingólfi og falli refsing þessi niður hjá hvorum um sig að liðnum 3 árum haldi hann almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga nr.19,1940 sbr. lög nr. 22,1955. Dæma ber ákærða Ingólf Örn til að greiða helming saksóknarlauna í ríkissjóð, sem ákveðast kr. 50.000 og helming málsvarnarlauna til skipaðs verjanda hrl. Guðmundar Kristjánssonar, sem ákveðast og krónur 50.000, en hinn helmingur launanna greiðist úr ríkissjóði. Allan annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt saman. Dómsorð: [...] Ákærður Ingólfur Örn Ingvason, sæti fangelsi í 8 mánuði, en fresta skal fullnustu 5 mánaða af refsingunni og niður skal hún falla að liðnum 3 árum haldi ákærður almennt skilorð 57. gr. almenna hegningarlaga sbr. lög nr. 22,1955. Ákærður Ingólfur Örn greiði helming saksóknarlauna í ríkissjóð, kr. 50.000 og helming málsvarnarlauna til skipaðs verjanda hrl. Guðmundar Kristjánssonar, krónur 50.000, en hinn helmingur launanna greiðist úr ríkissjóði. Ákærðu greiði allan annan sakarkostnað óskipt saman. |
Mál nr. 97/1999 | Kærumál Aðför Aðfararfrestur Stjórnarskrá | K krafðist aðfarar hjá G á grundvelli dóms sem kveðinn hafði verið upp í gildistíð laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, en samkvæmt dómsorðinu skyldi G greiða K tiltekna fjárhæð innan 15 daga frá birtingu dómsins að viðlagðri aðför. Við aðför féllst sýslumaður á þau mótmæli G að dómurinn væri ekki aðfararhæfur þar sem hann hefði aldrei verið birtur fyrir G. Í málinu, þar sem þess var krafist að ákvörðun sýslumanns yrði felld úr gildi, var ekki á það fallist með G, að 2. gr. stjórnarskrárinnar stæði því í vegi að meta bæri réttaráhrif dómsins í samræmi við gildandi ákvæði yngri laga. Færi um aðfararfrest fyrir kröfu varnaraðila samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 1. mgr. 102. gr. sömu laga, og væri birting dómsins fyrir G ekki skilyrði fyrir aðfararhæfi hans. Var niðurstaða héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun sýslumanns því staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 1999, þar sem felld var úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 25. nóvember 1998 um að hafna kröfu varnaraðila um fjárnám hjá sóknaraðila og lagt fyrir sýslumann að láta gerðina fara fram. Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að staðfest verði ákvörðun sýslumanns 25. nóvember 1998 um synjun aðfarargerðinnar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Ekki verður fallist á með sóknaraðila að 2. gr. stjórnarskrárinnar standi því í vegi að meta beri réttaráhrif dóms, sem kveðinn var upp í gildistíð laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, í samræmi við þau ákvæði yngri laga, sem nú gilda. Samkvæmt þessu fer um aðfararfrest fyrir kröfu varnaraðila samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 1. mgr. 102. gr. sömu laga. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms verður hann staðfestur. Verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Gísli Guðmundsson, greiði varnaraðila, Kristjáni Sveinbjörnssyni, 50.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 113/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, var grunaður um að hafa aðstoðað Y við að innleysa falsaða tékka fyrir háar fjárhæðir. Fallist var á að fullnægt væri skilyrðum a. og b. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til þess að X sætti gæsluvarðhaldi. Þá var fallist á kröfu rannsóknara um að gæsluvarðhaldstíminn yrði lengdur frá því sem ákveðið hafði verið í héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 18. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 1. apríl nk. kl. 16. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 11. mars 1999. Hann krefst þess aðallega að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, til vara að í stað gæsluvarðhalds verði sér gert að halda sig á ákveðnu svæði eða bönnuð brottför af landinu, en til þrautavara að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Varnaraðili krefst einnig kærumálskostnaðar. Í málinu er fram kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi ásamt Y framið verknað, sem fangelsisrefsing er lögð við og nánar er gerð grein fyrir í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðili kveðst eiga eftir að afla skýrslna frá vitnum um nánar tiltekin atriði málsins. Þá sé enn ekki lokið rannsókn á því hvað kunni að hafa orðið af fjármunum, sem fyrrnefndur Y hafi borið að varnaraðili hafi fengið í sinn hlut af ágóða af ætluðum brotum. Samkvæmt þessu verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari. Samkvæmt framburði hans fyrir lögreglu hugði hann á för úr landi og hafði þegar aflað sér vegabréfsáritunar til Englands í því skyni. Vegabréf varnaraðila mun ekki hafa fundist þrátt fyrir eftirgrennslan. Að þessu virtu og með hliðsjón af eðli sakargifta á hendur varnaraðila verður á það fallist að skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé jafnframt fullnægt til gæsluvarðhalds. Með vísan til þess, sem að framan greinir, verður að fallast á kröfu sóknaraðila um að gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila verði markaður tími allt til fimmtudagsins 1. apríl nk., eins og nánar greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 1. apríl 1999 kl. 16. |
Mál nr. 111/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | G var borinn sökum um skjalafals og fjársvik með því að hafa gefið út mikinn fjölda tékka og framvísað þeim í viðskiptum. Að virtum brotum þeim sem G var gefið að sök og persónulegum högum hans, var talið að ætla mætti að hann myndi halda áfram brotum, ef hann færi frjáls ferða sinna á meðan málum hans væri ekki lokið. Var því fallist á kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa um gæsluvarðhald verði tekin til greina. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og greinir í úrskurði héraðsdómara er varnaraðili borinn sökum um skjalafals og fjársvik með því að gefa út mikinn fjölda tékka og framvísa þeim í viðskiptum. Brotin varða nánar tiltekið á fjórða tug tékka, sem voru gefnir út og notaðir í viðskiptum í febrúar og mars 1999. Samanlögð fjárhæð tékkanna nemur að sögn sóknaraðila meira en 800.000 krónum. Fyrir héraðsdómi gekkst varnaraðili við flestum þeim brotum, sem hér um ræðir. Í úrskurði héraðsdómara er greint frá því að varnaraðili hafi þar fyrir dómi sagst vera fíkniefnaneytandi. Þegar alls þessa er gætt verður að fallast á með sóknaraðila að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum, ef hann fer frjáls ferða sinna á meðan máli hans er ekki lokið. Fangelsisrefsing er lögð við þeirri háttsemi, sem varnaraðila er borinn sökum um. Er því skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fullnægt til að taka til greina kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Dómsorð: Varnaraðili, Guðjón Egill Guðjónsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. apríl 1999 kl. 16. Úskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 1999. Ár 1999, fimmtudaginn 11. mars er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er af Hervöru Þorvaldsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi: Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur með vísan til a- og c liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 krafist þess að verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. apríl nk. kl. 16:00. Kærði hefur mótmælt framkominni kröfu. Upplýst er að kærði hefur falsað og framvísað fjölda ávísana að fjárhæð um það bil 800.000 krónur. Upplýst er að brotastarfsemi kærða hefur staðið yfir í a.m.k. tvo mánuði. Kærði hefur upplýst að fleiri ávísanir eigi eftir að koma fram, án þess þó að hann geti sagt til um endanlega fjárhæð. Hins vegar er ekki upplýst hvernig hann komst yfir ávísanahefti þau sem um ræðir. Lögreglan telur því með vísan til a- og c liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi. Kærði kveðst vera eiturlyfjaneytandi og er á honum að skilja að hann reyni allt hvað hann getur til að verða sér út um fé til að fjármagna fíkn sína. Hins vegar ber að líta til þess að kærði hefur ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og ekkert bendir til að hann hafi fleiri ávísanir undir höndum, en hann hefur þegar útfyllt. Samkvæmt framansögðu verður ekki talið að brot kærða séu þess eðlis að nauðsynlegt sé að beita gæsluvarðhaldi til þess að upplýsa málið eða vinna bug á vanda kærða. Því er framkominni kröfu hafnað. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu lögreglunnar í Reykjavík um að Guðjón Egill Guðjónsson, sæti gæsluvarðhaldi. |
Mál nr. 98/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ákæra hafði verið gefin út á hendur H vegna þjófnaðabrota auk þess sem rökstuddur grunur þótti vera um að hann hefði gerst sekur um fleiri slík brot eftir að ákæra hafði verið gefin út. Var talið að ætla mætti að H myndi halda áfram brotum meðan málum hans væri ólokið og því fallist á kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 30. mars nk. kl. 12.30. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti er meðal annars vísað til þess að 12. janúar 1999 hafi lögreglustjórinn í Reykjavík gefið út ákæru á hendur varnaraðila fyrir sjö brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk fíkniefnabrots, en þau voru framin á tímabilinu 17. júlí til 6. desember 1998. Samkvæmt greinargerðinni liggur einnig fyrir rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi enn gerst sekur um þjófnað, sem kærður var til lögreglunnar 8. mars 1999. Að auki er varnaraðili borinn sökum um brot 4. mars 1999, sem um ræðir í hinum kærða úrskurði. Hann hlaut og dóm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 27. nóvember 1998 fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum og almennum hegningarlögum, en þeim dómi hefur verið áfrýjaða til Hæstaréttar. Að þessu gættu þykir mega ætla að varnaraðili muni halda áfram brotum meðan ólokið er framangreindum málum hans, en fangelsisrefsing liggur við þeirri háttsemi, sem honum er gefin að sök. Er því fullnægt skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila, en engin efni eru til að marka því skemmri tíma. Verður úrskurður héraðsdóms staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 101/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 107/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 99/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 106/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 109/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 104/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar og málsvarnarlauna. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður og málsvarnarlaun dæmast ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 108/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 110/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 95/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, var grunaður um stórfelld brot gegn 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa innleyst falsaða tékka og ráðstafað andvirði þeirra. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að skilyrðum samkvæmt a. og b. lið1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 væri fullnægt til að verða við kröfu um að X sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 18. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Í hinum kærða úrskurði er gerð ítarleg grein fyrir sakargiftum á hendur varnaraðila og þeim rökum, sem sóknaraðili styður þær við. Má fallast á að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi framið brot, sem fangelsisrefsing er lögð við. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fullnægt skilyrðum a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 74/1999 | Kærumál Kröfugerð Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | G höfðaði einkamál á þeim grundvelli að komist hefði á kaupsamningur milli hans og félagins F um fasteign. Gerði G kröfu um að F yrði gert skylt að gera við hann kaupsamning um eignina. Einnig beindi hann að J, kröfu um ógildingu samnings hans við F um sömu eign. Talið var að þótt kröfugerð G væri eigi svo markviss sem skyldi, gæti það ekki ráðið úrslitum þótt aðeins F væri stefnt til að þola dóm til ógildingar kaupsamnings þess við J. Var úrskurði héraðsdómara um að vísa málinu í heild frá héraðsdómi því hrundið og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 1999, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst jafnframt málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Jón Ólafsson & Co. sf. krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða kærumálskostnað. Aðrir varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði reisir sóknaraðili málatilbúnað sinn á því að komist hafi á bindandi samningur milli hans og varnaraðilans Félags heyrnarlausra um kaup hans á hluta fasteignarinnar að Laugavegi 26 í Reykjavík. Hafi þennan varnaraðila því skort heimild til þess að selja síðar varnaraðilanum Jóni Ólafssyni & Co. sf. sama eignarhluta. Með fyrsta og þriðja lið í aðalkröfu sinni leitar sóknaraðili dóms um viðurkenningu á rétti sínum til fasteignarinnar og jafnframt að réttur síðari kaupandans verði látinn víkja. Í fyrrnefnda kröfuliðnum krefst sóknaraðili nánar tiltekið efnda samkvæmt aðalefni þess samnings, sem hann telur að komist hafi á milli sín og varnaraðilans Félags heyrnarlausra. Ekki verður leyst úr þessari kröfu sóknaraðila án þess að afstaða sé jafnframt tekin til þess hvern rétt varnaraðilinn Jón Ólafsson & Co. sf. kunni að hafa til sömu fasteignar, en á það reynir með þriðja lið aðalkröfu sóknaraðila. Niðurstaða um þessa tvo kröfuliði er að verulegu leyti háð úrlausn sömu málsástæðna, sem sóknaraðili teflir fram til stuðnings þeim báðum. Þótt kröfugerð hans sé ekki svo markviss sem skyldi getur af framangreindum ástæðum ekki ráðið úrslitum að sínum varnaraðilanum sé stefnt til að þola dóm um hvorn kröfulið, enda er þeim báðum unnt að gæta réttar síns þrátt fyrir að kröfum sé háttað eins og áður er getið. Samkvæmt þessu verður hinum kærða úrskurði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar, en í kæru til Hæstaréttar lýsti sóknaraðili því yfir að hann félli frá fjórða lið í aðalkröfu sinni í héraði. Rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 73/1999 | Kærumál Fjárnám Greiðsla Fyrning Aðild Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi að hluta | V stefndi sameignarfélaginu D og eigendum þess, H og G, til innheimtu vangreiddra lífeyrissjóðsiðgjalda. Á þingfestingardegi málsins greiddi D hluta skuldarinnar en málið var dómtekið. Í héraðsdómi var dæmt að stefnukröfur D væru að hluta fallnar niður fyrir fyrningu. Í framhaldi af þessu inntu D, H og G af hendi greiðslu til V sem þeir töldu vera fullnaðargreiðslu á skuld sinni, enda hefði innborgun þeirra á þingfestingardegi átt að koma til frádráttar þeim skuldum sem þá hefðu verið ófyrndar. Í máli þar sem D, H og G mótmæltu fjárnámi sem gert hafði verið hjá D fyrir eftirstöðvum skuldarinnar, var talið að D hefði mátt vera fullljóst við fyrri innborgun sína að V héldi fram kröfu sinni alls óskertri, þótt hluti hennar væri sýnilega eldri en sem næmi fyrningarfresti kröfu þessarar tegundar. Var V því heimilt að láta innborgunina ganga til greiðslu elsta hluta skuldarinnar. Var fjárnám fyrir kröfu V því staðfest, þó þannig að tekið var tillit til síðari innborgunar D. Kröfum H og G var vísað frá dómi þar sem fjárnámsgerð sú sem um var fjallað í málinu hafði ekki beinst að þeim heldur aðeins V. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 9. febrúar 1999, þar sem fellt var úr gildi fjárnám, sem var gert 3. desember 1998 að kröfu sóknaraðila hjá varnaraðilanum Dalverki sf. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnd fjárnámsgerð verði staðfest. Einnig krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál hendur varnaraðilum með birtingu stefnu 9. og 11. mars 1998 til greiðslu lífeyrisjóðsiðgjalda frá árunum 1988 til 1990 og 1992 til 1996, sem námu samtals 604.248 krónum auk dráttarvaxta. Sama dag og málið var þingfesting, 25. mars 1998, greiddi varnaraðilinn Dalverk sf. lögmanni sóknaraðila 400.000 krónur inn stefnukröfur. Varnaraðilar sóttu hins vegar ekki þing í málinu. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem gekk í málinu 10. júní 1998, var hluti krafna sóknaraðila talinn fyrndur, en varnaraðilum gert að greiða honum í sameiningu 396.134 krónur með dráttarvöxtum af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 9. mars 1994 til greiðsludags. Við úrlausn málsins virðist héraðsdómara ekki hafa verið kunnugt um fyrrgreinda innborgun varnaraðila. Hinn 22. október 1998 sendu varnaraðilar til lögmanns sóknaraðila greiðslu á 318.185 krónum. Með þessu telja varnaraðilar sig hafa að fullu greitt kröfur sóknaraðila, enda hefði honum borið að ráðstafa innborgun þeirra 25. mars 1998 til greiðslu þess hluta skuldar þeirra, sem ekki var fyrndur. Sóknaraðili telur hins vegar að sér hafi verið heimilt að ráðstafa greiðslunni inn á þann hluta skuldarinnar, sem elstur var, og því hafi varnaraðilar enn staðið í skuld við hann þegar fjárnámið var gert 3. desember 1998. II. Fjárnámi sýslumannsins á Selfossi 3. desember 1998, sem deilt er um í málinu, var sem áður segir beint að varnaraðilanum Dalverki sf. Aðrir varnaraðilar hafa ekki skýrt ástæðu þess að þeir hafi gerst aðilar að málinu, en í þeim efnum skiptir engu þótt þeir hafi átt aðild að einkamáli, sem var undanfari fjárnámsins. Er málið að þessu leyti vanreifað og verður því kröfum varnaraðilanna Halldórs Ólafssonar og Grétars Ólafssonar vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Af dómi Héraðsdóms Suðurlands 10. júní 1998 er ljóst að í stefnu sóknaraðila í því máli kom skýrlega fram að krafan, sem hann beindi þar að varnaraðilum, væri að fjárhæð 604.248 krónur og ætti rætur að rekja til lífeyrissjóðsiðgjalda vegna nafngreinds starfsmanns þeirra frá árunum 1988 til 1996, að árinu 1991 undanskildu. Eftir birtingu stefnunnar greiddi varnaraðilinn Dalverk sf. lögmanni sóknaraðila fyrrnefndar 400.000 krónur inn á skuldina. Í kvittun lögmannsins 25. mars 1998 fyrir þessari greiðslu var meðal annars svofelld lýsing á kröfunni: „Vangreidd iðgjöld árin 1988, 1989, 1990, 1992, 1993, 1994, 1995 og 1996“. Þar á eftir var greint frá stöðu kröfunnar. Var höfuðstóll hennar sagður vera sama fjárhæð og áður er getið, áfallnir dráttarvextir til dagsetningar kvittunarinnar 739.540 krónur, málskostnaður 183.062 krónur og vextir af kostnaði 77 krónur, en alls voru þetta 1.526.927 krónur. Í kvittuninni kom fram að eftir innborgunina væru eftirstöðvar skuldarinnar 1.126.927 krónur. Af þessum atriðum í stefnu sóknaraðila og kvittun lögmanns hans mátti varnaraðilanum Dalverki sf. vera fyllilega ljóst að sóknaraðili héldi fram kröfu sinni alls óskertri, þótt hluti hennar væri sýnilega eldri en nam fyrningarfresti kröfu þessarar tegundar. Allt að einu innti varnaraðilinn af hendi innborgun á kröfuna og gerði hvorki fyrirvara um rétt sinn til að bera við fyrningu né áskilnað um að greiðslan yrði látin ganga inn á ákveðinn hluta skuldarinnar. Lagði hann þar með á vald sóknaraðila að ákveða hvernig innborguninni yrði ráðstafað. Sóknaraðila var þannig heimilt að láta hana ganga inn á elsta hluta skuldarinnar og getur hún því ekki komið til frádráttar kröfu hans samkvæmt héraðsdóminum frá 10. júní 1998. Sóknaraðila var sem áður segir send greiðsla 22. október 1998 að fjárhæð 318.185 krónur, að ætla verður frá varnaraðilum í sameiningu. Í bréfi lögmanns þeirra, sem fylgdi greiðslunni, kom ótvírætt fram að hún væri innt af hendi vegna dóms Héraðsdóms Suðurlands í fyrrnefndu máli. Sóknaraðila bar því að fara með greiðsluna sem borgun inn á þann hluta kröfu sinnar, sem dómur hafði fengist fyrir. Af endurriti fjárnámsins frá 3. desember 1998, sem deilt er um í þessu máli, verður ráðið að sóknaraðili taldi kröfu sína alls nema 777.337 krónum, en tók ekkert tillit þar til umræddrar innborgunar varnaraðila á 318.185 krónum. Samkvæmt framangreindu verður fallist á kröfu sóknaraðila um að fjárnám sýslumannsins á Selfossi 3. desember 1998 hjá varnaraðilanum Dalverki sf. verði staðfest, en þó með þeirri breytingu að frá kröfu sóknaraðila, sem fjárnám var gert fyrir, dragist 318.185 krónur. Rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Málinu er vísað frá héraðsdómi að því er varðar varnaraðilana Halldór Ólafsson og Grétar Ólafsson. Fjárnám, sem sýslumaðurinn á Selfossi gerði 3. desember 1998 fyrir kröfu sóknaraðila, Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaganna á Suðurlandi, á hendur varnaraðilanum Dalverki sf. er staðfest með þeirri breytingu, að til frádráttar þargreindri kröfu sóknaraðila koma 318.185 krónur. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 75/1999 | Kærumál Fjárnám Virðisaukaskattur Nauðasamningur | Hlutafélagið P, sem síðar sameinaðist S, var veitt heimild til að leita nauðasamnings með úrskurði héraðsdóms. Talið var að nauðasamningurinn gæti ekki haft áhrif á kröfu um virðisaukaskatt sem féll til á því uppgjörstímabili sem var ólokið við uppkvaðningu úrskurðarins sbr. 1. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Var niðurstaða héraðsdóms um að T væri heimilt að leita fjárnáms fyrir umræddum virðisaukaskatti því staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 1999, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 8. september 1998 um að fjárnám skyldi ná fram að ganga fyrir kröfu varnaraðila á hendur sóknaraðila um virðisaukaskatt, sem féll til vegna starfsemi Prentsmiðju Árna Valdimarssonar hf. á tímabilinu frá 1. júlí til 22. ágúst 1994. Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og varnaraðila gert að greiða málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða kærumálskostnað. Samkvæmt gögnum málsins var Prentsmiðju Árna Valdimarssonar hf. veitt heimild til að leita nauðasamnings með úrskurði 23. ágúst 1994, en félagið mun hafa sameinast sóknaraðila á árinu 1995. Virðisaukaskattur félagsins, sem varnaraðili hefur leitað fjárnáms fyrir hjá sóknaraðila, féll til á uppgjörstímabili, sem stóð yfir frá 1. júlí til 31. ágúst 1994, sbr. 24. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Við uppkvaðningu úrskurðar um heimild félagsins til að leita nauðasamnings var þetta lögákveðna uppgjörstímabil ekki á enda. Þegar af þessari ástæðu gat nauðasamningur félagsins ekki haft áhrif á kröfu varnaraðila um virðisaukaskatt frá þessu tímabili, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 345/1998 | Lyfjaverð Stjórnvaldsákvörðun Fyrning Vextir | Sams konar mál og 343/1998 utan þess að í málinu reyndi á þá málsástæðu, að T ætti að greiða dráttarvexti frá dagsetningu mánaðarlegra uppgjöra við lyfsalann J vegna þess að hann hefði ritað fyrirvara á kvittun sína fyrir greiðslum frá T. Ekki var talið að fyrirvari sá sem J hafði ritað hefði verið nægilega skýr til að unnt væri að dæma dráttarvexti frá fyrra tímamarki en dagsetningu kröfubréfs. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Arnljótur Björnsson, Hjörtur Torfason, Markús Sigurbjörnsson og Jónatan Þórmundsson prófessor. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. september 1998. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að tildæmdar fjárhæðir verði lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi með stefnu 5. október 1998. Hann krefst þess að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér kr. 12.548.693, en aðallega með nánar tilgreindum dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 17. mars 1990 til greiðsludags. Til vara krefst hann sömu fjárhæðar með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga af sömu fjárhæðum og miðað við sömu dagsetningar til 30. janúar 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara krefst hann sömu fjárhæðar með vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 4. apríl 1997 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Mál þetta er samkynja tuttugu og fimm málum sem dæmd eru samhliða. Um rökstuðning fyrir niðurstöðu þessa máls vísast til forsendna í málinu nr. 343/1998, Tryggingastofnun ríkisins gegn Werner Rasmussyni, að öðru leyti en því að gagnáfrýjandi átti ekki sæti í lyfjaverðlagsnefnd. Gagnáfrýjandi telur skerðingu á greiðslum til sín frá með greiðslu 17. mars 1990 til og með greiðslu 17. apríl 1996 nema alls 12.548.693 krónum og er ekki um það deilt. Héraðsdómsstefna var birt 6. ágúst 1997 og verður aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða þann hluta kröfu gagnáfrýjanda, sem gjaldféll eftir 6. ágúst 1993, eða 11.996.179 krónur. Þótt gagnáfrýjandi hafi oftast sett stafina „m/f“ við kvittun sína fyrir greiðslum frá aðaláfrýjanda verður ekki talið að fyrirvari, sem kann að hafa falist í þessu, hafi verið það skýr að unnt sé að dæma vexti frá fyrri tíma en í héraðsdómi greinir. Verður aðaláfrýjandi því dæmdur til að greiða vexti eins og um getur í dómsorði. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Tryggingastofnun ríkisins, greiði gagnáfrýjanda, Jóni Björnssyni, 11.996.179 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 4. apríl 1997 til greiðsludags og samtals 60.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. |
Mál nr. 84/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var grunaður um að hafa aðstoðað Y við brot gegn 248. gr. og 250. gr. almennra hegningarlaga. Var því haldið fram að þessi háttsemi gæti varðað við framangreind lagaákvæði eða 254. gr. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1997. Talið var að skilyrði væru fyrir hendi til að telja að rökstuddur grunur beindist að X um að hann hefði framið verknað sem fangelsisrefsing lægi við. Þar sem verulegs ósamræmis gætti milli framburðar X og Y var fallist á að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt, til að hrinda úrskurði héraðsdómara, og verða við kröfu um að X sætti gæsluvarðahaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. febrúar 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. mars nk. kl. 16. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði beinist grunur að varnaraðila um að hann hafi aðstoðað Y við stórfelld brot gegn 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Telur sóknaraðili þessa ætluðu háttsemi varnaraðila geta varðað við framangreind lagaákvæði eða 254. gr. og 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1997. Fyrir liggur að talsverðar fjárhæðir hafa gengið á milli varnaraðila og Y á því tímabili, sem sóknaraðili telur ætluð brot þess síðarnefnda hafa verið framin, auk þess að varnaraðili hefur borið að hann hafi átt ýmis samskipti við Y 22. febrúar 1999, en þann dag tók sá síðarnefndi verulega fjármuni af bankareikningum sínum hér á landi og var handtekinn við för úr landi. Má fallast á að með þessu sé fullnægt því skilyrði að rökstuddur grunur beinist að varnaraðila um að hann hafi framið verknað, sem fangelsisrefsing er lögð við. Framburði varnaraðila og Y ber ekki saman um hvaða samskipti þeir hafi átt sín á milli, auk þess að verulegs ósamræmis gætir í frásögnum þeirra um hvort aðrir hafi verið með þeim í för 22. febrúar sl. Sóknaraðili kveðst nú leita tveggja erlendra manna, sem grunur sé um að hafi veitt varnaraðila og Y liðveislu við ætluð brot, en ekki sé vitað til þess að þeir hafi komist úr landi. Þótt varnaraðili hafi nú verið frjáls ferða sinna frá því að hinn kærði úrskurður gekk hinn 26. febrúar sl. verður í ljósi fyrirliggjandi gagna að telja skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 allt að einu vera fullnægt til að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, eins og í dómsorði greinir. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Varnaraðili, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. mars nk. kl. 16. |
Mál nr. 80/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ár 1999, þriðjudaginn 23. febrúar, er á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur háð í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp þessi úrskurður um kröfu Ríkisögreglustjórans um að X, sem er nígerískur ríkisborgari verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 4. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur að öðru leyti en því að gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila verði markaður tími til mánudagsins 8. mars nk. kl. 16. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur, en ekki kemur til álita krafa sóknaraðila, sem hefur ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti, um að gæsluvarðhaldi verði markaður lengri tími en þar greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 55/1999 | Kærumál Málskostnaðartrygging Skipting sakarefnis Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti að hluta | L höfðaði mál á hendur Í sem krafðist þess í greinargerð, sem lögð var fram við aðra fyrirtöku málsins í héraði, að L yrði gert að setja tryggingu fyrir málskostnaði. Héraðsdómari hafnaði kröfu L um málskostnaðartryggingu en féllst á mótmæli Í gegn því að skipta sakarefni málsins. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að Í hefði haft kröfu sína uppi of seint og ekki leitt líkur að því að L væri ófært um greiðslu málskostnaðar, þannig að skilyrðum 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri fullnægt. Þá var ekki talið heimilt að kæra niðurstöðu héraðsdómara um að skipta ekki sakarefni málsins og var kröfu Í þar að lútandi vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 1.500.000 sænskar krónur í máli, sem varnaraðili hefur höfðað gegn sóknaraðila, auk þess sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að skipta ekki sakarefni málsins. Sóknaraðili styður kæruheimild við XXIV. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum o. lið 1. mgr. 143. gr. laganna. Hann krefst þess að varnaraðila verði gert að setja málskostnaðartryggingu, svo og að staðfest verði ákvæði hins kærða úrskurðar um að sakarefni málsins verði ekki skipt. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnaðartryggingu verði staðfest, en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Heimild skortir til að kæra úrlausn héraðsdómara um að skipta ekki sakarefni málsins. Verður kröfu sóknaraðila um staðfestingu á úrskurði héraðsdóms að þessu leyti því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur að öðru leyti. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Vísað er frá Hæstarétti kröfu sóknaraðila, íslenska ríkisins, um staðfestingu á ákvörðun héraðsdómara um að skipta ekki sakarefni málsins. Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti. Sóknaraðili greiði varnaraðila, Lunde Varv & Verkstads AB, 40.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 50/1999 | Kærumál Nauðungarsala Frávísun frá héraðsdómi Aðfinnslur | Í kærði úrskurð héraðsdómara þar sem hafnað var kröfu Í um ógildingu nauðungarsölu. Talið var að tilkynning Í til héraðsdómara, þar sem krafist hafði verið úrlausnar um gildi nauðungarsölunnar, hefði ekki fullnægt skilyrðum 81. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu og hefði héraðsdómara borið að vísa málinu þegar frá dómi. Þar sem ekki hafði verið bætt úr þessum annmörkum í héraði eða fyrir Hæstarétti var málinu vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Meðferð málsins í héraði var átalin. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. janúar 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um ógildingu á nauðungarsölu á eigninni Vesturvör 11b í Kópavogi, sem fram fór 6. nóvember 1998. Kæruheimild er í 85. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar að nýju, en til vara að framangreind nauðungarsala verði ógilt. Einnig krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn tollstjórinn í Reykjavík krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Aðrir varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Sóknaraðili reisir kröfu sína um ómerkingu í fyrsta lagi á því að héraðsdómari hafi látið undir höfðuð leggjast að taka fyrir kröfu sóknaraðila um að því yrði frestað með úrskurði að Verksmiðjan Sámur ehf., sem keypti fasteignina að Vesturvör 11b við fyrrnefnda nauðungarsölu, tæki við umráðum hennar. Í öðru lagi telur sóknaraðili að ómerkja eigi úrskurð héraðsdómara, þar sem útivist hafi orðið í héraði af hálfu Verksmiðjunnar Sáms ehf. Hafi héraðsdómari átt að gæta ákvæða 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og úrskurða samkvæmt kröfum sóknaraðila á hendur félaginu. Að síðustu telur sóknaraðili að tollstjórinn í Reykjavík hafi ekki verið aðili að nauðungarsölumálinu og lögmanni tollstjóra hafi verið óheimilt að mæta fyrir hönd annarra varnaraðila í héraðsdómi og flytja málið fyrir þeirra hönd. Því beri að ómerkja úrskurð héraðsdómara. Varakröfu sína um ógildingu nauðungarsölu reisir sóknaraðili í fyrsta lagi á því að auglýsingar sýslumannsins í Kópavogi um fyrirtöku hennar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 90/1991. Í annan stað hafi fulltrúi sýslumanns mætt við fyrirtöku nauðungarsölunnar fyrir hönd tollstjóra, en slíkt hafi verið ólögmætt samkvæmt vanhæfisreglum stjórnsýsluréttar og réttarfars og meginreglum um aðskilnað dóms- og framkvæmdarvalds. Í þriðja lagi hafi færslum sýslumanns í gerðabók verið áfátt. Að síðustu hafi tollstjórinn í Reykjavík ekki verið aðili að nauðungarsölumálinu, þar sem hans sé ekki getið í gerðabók við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni 14. október 1998, en hans hafi þrátt fyrir þetta verið getið sem gerðarbeiðanda í auglýsingu um nauðungarsöluna. Því eigi að ógilda nauðungarsöluna í heild sinni. II. Samkvæmt 2. mgr. 81. gr. laga nr. 90/1991 skulu með tilkynningu til héraðsdómara, þar sem krafist er úrlausnar um gildi nauðungarsölu, að jafnaði fylgja staðfest eftirrit gagna, sem lögð hafa verið fram við nauðungarsöluna, og endurrit úr gerðabók sýslumanns. Hafi þessi gögn ekki verið til reiðu í tæka tíð skulu þau send héraðsdómara svo fljótt sem verða má eftir að tilkynning berst honum. Sóknaraðili krafðist 2. desember 1998 að héraðsdómur ógilti framangreinda nauðungarsölu. Með kröfu um ógildingu fylgdi ljósrit úr Lögbirtingablaði, ljósrit úr gerðabók sýslumanns og tilkynning hans um nauðungarsölu. Samkvæmt framangreindu skorti mjög á að málatilbúnaður sóknaraðila fullnægði fyrrnefndu skilyrði 2. mgr. 81. gr. laga nr. 90/1991, svo sem að kröfu sóknaraðila fylgdu endurrit nauðungarsölubeiðna og tilkynninga til sóknaraðila um fyrirtöku hennar. Bar héraðsdómara því að vísa málinu þegar frá dómi án þess að kveðja aðila til eða taka málið að öðru leyti fyrir á dómþingi, sbr. 82. gr. laganna. Átti þetta því frekar við ,að málsástæður sóknaraðila lutu að atriðum, sem ekki varð gengið úr skugga um án þess að þau gögn varðandi nauðungarsölu lægju fyrir. Sóknaraðili hefur ekki bætt úr framangreindum annmörkum á málatilbúnaði sínum í héraði eða fyrir Hæstarétti. Verður máli þessu því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Samkvæmt þessum úrslitum verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðilanum tollstjóranum í Reykjavík kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði. Samkvæmt þeim takmörkuðu gögnum, sem lágu fyrir héraðsdómara í upphafi máls þessa 2. desember 1998, virðist kaupandi Vesturvarar 11b hafa átt að taka við umráðum fasteignarinnar 18. desember sama árs. Þá liggur fyrir í gögnum málsins bréf sóknaraðila til héraðsdómara 15. sama mánaðar, þar sem þess var krafist að umráðatöku kaupanda yrði frestað. Þrátt fyrir þetta tók héraðsdómari málið ekki fyrir fyrr en í þinghaldi 12. janúar 1999. Héraðsdómari tók aldrei afstöðu til kröfu sóknaraðila um að fresta umráðatöku. Var þessi meðferð héraðsdómara á kröfunni til þess fallin að valda sóknaraðila réttarspjöllum. Ber að átelja þetta. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Sóknaraðili, Ís-Mat ehf., greiði varnaraðilanum tollstjóranum í Reykjavík 40.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 47/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var grunaður um brot gegn 248. gr. og 250. gr. almennra hegningarlaga. Talið var að fullnægt væri skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að verða við kröfu um gæsluvarðhald. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. febrúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. febrúar 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. sama mánaðar kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Krefst varnaraðili þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var bifreiðinni [...] ekið fram í sjó af stórgrýtiskanti 28. janúar sl. Einkahlutafélag í eigu varnaraðila er skráður eigandi bifreiðarinnar. Sóknaraðili kveðst gruna varnaraðila um tilraun til brots gegn 248. gr. og 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vegna rannsóknarhagsmuna sé nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi, þannig að hann fái ekki tækifæri til að spilla sakargögnum eða hafa samband við aðra, sem geti tengst málinu. Í ljósi framangreinds og þess, sem liggur að öðru leyti fyrir í málinu, þykir mega fallast á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Subsets and Splits