source
stringlengths 710
1.19M
|
---|
Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, kveðst harma þá atburði sem gerðust í Breiðuvík, en hann starfaði þar um tíma á sjöunda áratugnum. Hann kveðst þó aldrei hafa séð líkamlegu ofbeldi beitt þar en eftir að hafa heyrt orðróm um slíkt frá drengjunum hafi hann gengið á fund yfirvalda og hvatt til þess að heimilinu yrði breytt.
Á námsárum sínum, fjögur sumur í röð frá 1966 til 70, starfaði Sigurður Sigurðarson við heimilið í Breiðuvík. Hann er nú biskup í Skálholti og þar tókum við hús á honum í dag.
Kristján Már Unnarsson: Þessi umræða sem hefur verið, hvernig slær hún þig?
Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti: Hana harma ég náttúrulega þannig, ég harma þetta sem hefur komið, eins og allir, upp á yfirborðið. Og, og þetta er hluti, og ég fanga hins vegar því að stjórnvöld virðast ætla að bregðast skjótt við. Þetta er hlutur sem þarf að taka alvarlega. Þessir menn eru að fjalla um sitt líf. Og ekki, það fer svo fjarri því að ég haldi mig vita allt um upplifun þeirra þarna fyrir vestan og ég, ég bara vona að það verði undur bráður bugur að því að, að kanna þetta vel. Þeir eiga alla mína samúð.
En hvað vissi Sigurður um það ofbeldi sem fullyrt er að hafi verið beitt í Breiðuvík.
Sigurður Sigurðarson: Ég hef nú áður sagt það að ég hef ekki séð beitt líkamlegu ofbeldi þarna. Og það er rétt. Þó hefur öðru verið haldið fram af einum aðila og ég þyrfti nú bara að hitta hann og við að reyna að rifja það upp. Ég ætla ekki að skattyrðast um það. En ég vissi þetta sem sagt ekki nema ég neita því ekki að mér barst svolítill ávæningur um þetta frá drengjunum. En þá var það ekki svona í neinni djúpri alvöru eða ákærutón heldur, heldur svona næstum því í flimtingum og. Og þeir voru ekki sammála um það. Þeir kölluðu þetta ekki sömu nöfnunum. Og ég minntist nú á þetta við fáa aðila utan heimilisins og þeir vildu lítið úr því gera. En þegar að ég svo, undir lokin þarna, leysti forstöðumanninn af, að þá var afstaða mín og drengjanna, þá breyttist hún. Þá er ég sá sem réði, eins og börn kalla það. Og þeir fóru að segja mér ýmsa hluti sem að voru nokkuð samhljóma og það varð til þess að þegar að þess, þeirri dvöl var lokið þá gekk ég á fund yfirmannsins hjá barnaverndarsviðinu í, hjá Félagsstofnun Reykjavíkur, og sagði honum einfaldlega hvað mér væri sagt og þeir skyldu fara fram á athugun á því og. Og ég lagði til að þetta heimili, þessu heimili yrði breytt í skammtímaúrræði, ekki að börn væru ekki vistuð þarna lengi. Og ég varaði við því að vista þarna börn meðan ekki væri búið að endurskipuleggja eitthvað reksturinn. Og þessi skilaboð skilst mér að hafi farið í gegn um kerfið því að mér er svo aftur sagt að þetta hafi með öðru kannski verið upphafið að því að það var hætt að vista börn þarna á vegum Reykjavíkurborgar. |
Stjórnvöld hafa tekið upp harðari stefnu gagnvart útlenskum brotamönnum eftir að átta Pólverjar voru dæmdir á síðasta ári fyrir innbrot og þjófnaði. Flestum þeirra á nú að vísa úr landi.
Þessi hópur gekk undir nafninu Pólska-þjófagengið og það stóð undir nafni. Hópurinn var ábyrgur fyrir tugum innbrota hér á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Í einu þeirra, hér í Birkigrund í Kópavogi, var farið inn í íbúðarhús og stolið verðmætum fyrir á sjöttu milljón króna. Í hópnum voru sjö karlmenn og ein kona, öll frá Póllandi. Þau voru handtekin í ágúst í fyrra. Dómur gekk í máli þeirra í desember. Þau voru sakfelld fyrir hátt í 50 innbrot og fjársvik ásamt öðru. Þyngsti dómurinn var 12 mánaða fangelsi. Fjögur fengu skilorðsbundna dóma. Nú er verið að vísa sex af þessum átta úr landi. Þetta markar stefnubreytingu hjá yfirvöldum.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra: Við stöndum andspænis þessu vandamáli að hingað kemur fólk í þeim tilgangi að stela og það bara varð til þess að við þurftum að fara í vinnu, að stofnanir þurftu að stilla saman sína strengi, lögregla og Útlendingastofnun.
Sem hefur leitt til þess að lögregluyfirvöld leggja nú fram tillögur um brottvísun. Útlendingastofnun tekur svo ákvörðun.
Ragna Árnadóttir: Það sem að, að, að er í rauninni nýtt er það að þarna er um hóp að ræða. Það er nýtt. Og hér verður að líta til þess að það á ekki einungis að líta á hina dæmdu refsingu heldur líka það að menn meta það þá í framhaldinu hver er hættan á að viðkomandi fremji aftur afbrot.
Pólska þjófagengið var stöðvað síðasta haust. Það eitt varð til þess að tíðni innbrota á höfuðborgarsvæðinu snarminnkaði. Lögreglan komst á sporið 13. ágúst í fyrra. Þá voru tvö úr hópnum handtekin á Laugavegi þar sem þau reyndu að koma stolnum skartgripum í verð. Eftir handtökuna í miðborg Reykjavíkur var gerð húsleit á heimili skötuhjúanna hér í Kópavogi. Í ljós kom að íbúðin var full af þýfi. Þar voru skartgripir í nánast öllum hirslum og skúffum, eins og segir í dómnum. Og plastpoki með skartgripum falinn í skrauti á hillu í stofunni. Enn meira þýfi fannst í íbúð í Smiðshöfða í Reykjavík. Tölvur, símar, myndavélar og fleira. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu tókst að endurheimta ríflega helminginn af því þýfi sem hópurinn komst yfir. |
Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því erGuðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún.
Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi.
Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.
„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“
Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“
Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum.
„Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann.
Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“
Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“ |
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu.
Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974.
Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir.
Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum.
Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum
„Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar.
Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu.
„Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“
Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum.
„Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við:
„Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“ |
Hæstiréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Vigni Þorsteinssyni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum karlmönnum.
Karl Vignir var tekinn til yfirheyrslu 8. janúar síðastliðinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald næsta dag. Það gerðist í kjölfar þess að Kastljós hóf umfjöllun um kynferðisbrot Karls Vignis. Þar sást hann játa fjölda brota. Karl Vignir er talinn hafa brotið gegn fjölda barna og ungmenna í gegnum tíðina. Hann var ákærður fyrir brot gegn fjórum þroskaheftum karlmönnum. Þremur dómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur þótti sannað að Karl Vignir hefði brotið gegn öllum mönnunum fjórum en sum brotin voru fyrnd. Karl Vignir viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegu sambandi við einn mannanna frá 1995 til 2008. Lög um fyrningar breyttust 2009 og því eru þau brot fyrnd. Karl Vignir var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur mannanna auk þess að greiða tveimur þeirra fyrir kynlíf.
Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur fóru hörðum um Karl Vigni í dómi sínum sem kveðinn var upp 7. júní. Þeir sögðu brot hans mjög alvarleg og að þau hefðu staðið yfir lengi. Brot hans hefðu beinst gegn andlega fötluðum mönnum sem treystu Karli og álitu hann vin sinn. Hann eigi sér því engar málsbætur. Auk sjö ára fangelsisvistar var Karl Vignir dæmdur til að greiða mönnunum samtals 2,6 milljónir króna í miskabætur. Sú bótafjárhæð var hækkuð í þrjá milljónir króna í Hæstarétti. |
65 % þjóðkirkjupresta eru hlynnt því að þeim verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kvenprestar eru mun hlynntari því en karlprestar.
Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var meðal starfandi presta þjóðkirkjunnar. 108 prestar voru spurðir og 75 %þeirra svöruðu. Þar kemur fram að ríflega helmingur þeirra sem voru spurðir eru hlynntur því að þjóðkirkjan fái heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.
20,3 %voru mjög andvíg því að prestum þjóðkirkjunnar yrði veitt heimild til að staðfesta samvist. Tæp 6,5% voru frekar andvíg, 8,3% voru hvorki hlynnt né andvíg, rúm 12 % voru frekar hlynnt og tæp 53% mjög hlynnt því.
Það er greinilegt að meirihluti kvenpresta sem spurður var í könnuninni er hlynntur því að þjóðkirkjan staðfesti samvist eða tæp 80 % þeirra en rúmlega 59% karlpresta.
Starfsaldur presta hefur áhrif á afstöðu presta. Þeir prestar sem starfað hafa 15 ár eða skemur eru hlynntari staðfestri samvist samkynhneigðra en þeir sem starfað hafa í 15 ár eða lengur.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir upplýsingafulltrúi Biskupstofu segir skýringuna á jákvæðni meirihluta kvenpresta í garð samkynhneigðra vera þá að þær hafi starfað skemur en karlprestar og þeim hafi einnig fjölgað í stéttinni síðustu 10 ár.
Þá töldu 64% líklegt að þeir myndu nýta sér þá heimild að staðfesta samvist, 9 % hvorki né og 27 % töldu það ólíklegt.
Steinunn gerir ráð fyrir því að málefni samkynhneigðra verði tekin fyrir á næsta kirkjuþingi í haust. |
Viðræðurnar um veiðistjórn í Síldarsmugunni fóru ekki út um þúfur, heldur var samið við Færeyinga. Reynslan hefur líka sýnt, að það tekur norsk stjórnvöld langan tíma að átta sig á, að íslenzk stjórnvöld taka hóflegt mark á frekju. Þannig var það í Jan Mayen deilunni.
Í meira en áratug hafa ráðherrar og aðrir fulltrúar Íslands á þessu sviði reynt að segja Norðmönnum, að semja þyrfti um veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum á opna svæðinu milli Noregs og Íslands. Norðmenn hafa hins vegar ekki fengist til að ræða málin fyrr en núna.
Norskir samningamenn vilja gleyma, að þessi síldarstofn gekk milli Noregs og Íslands, þangað til Norðmenn gengu svo nærri honum, að hann hætti hringferð sinni um hafið. Íslendingar telja sig eiga rétt í þessum stofni frá þeim tíma, er hann veiddist hér við land.
Norsk stjórnvöld og samningamenn þeirra ganga út frá því, að Norðmenn eigi þennan stofn og geti skammtað öðrum úr honum, jafnvel veiði á hafsvæðum, sem eru fjær Noregi en Íslandi og Færeyjum. Meðan þeir halda fast við þetta, ná þeir ekki samkomulagi við aðra.
Þetta minnir á tregðu norskra stjórnvalda til að viðurkenna, að efnahagslögsaga fullvalda ríkis á borð við Ísland ætti að gilda óskert í átt til eyjar á borð við Jan Mayen, sem hefur ekki efnahagslíf. Þeir reyndu þá að hafa annað fram með frekju, en tókst það ekki.
Íslenzk stjórnvöld og sammningamenn þeirra munu halda ró sinni í máli Síldarsmugunnar. Fyrsta skrefið var að semja við Færeyinga um veiðikvóta og síðan væntanlega um ábyrga síldveiðistjórn á svæðinu. Það samkomulag kemur Norðmönnum í opna skjöldu.
Íslenzk stjórnvöld munu ekki senda frá sér nein tilmæli til íslenzkra útgerðarmanna og skipstjóra um að takmarka veiðar í Síldarsmugunni. Þær veiðar hefjast nú vonandi af fullum krafti. Það verður tregðulögmáli norskra stjórnvalda til verðugrar háðungar.
Ef samkomulag næst svo milli Færeyinga og Íslendinga um ábyrga veiðistjórn á svæðinu, munu íslenzk stjórnvöld takmarka veiðar íslenzkra skipa í samræmi við þá veiðistjórn. Verður þá hafréttarlegt frumkvæði málsins komið í hendur Færeyinga og Íslendinga.
Með því að sýna annars vegar festu gegn yfirgangi Norðmanna og að hafa hins vegar frumkvæði að ábyrgri veiðistjórn á svæðinu, koma íslenzk stjórnvöld fram sem ábyrgur hagsmunaaðili. Þannig næst mestur og traustastur árangur af hálfu Íslands í þessu hagsmunamáli.
Íslenzk stjórnvöld og samningamenn þeirra hafa haldið rétt á málum Síldarsmugunnar í viðræðum við norska gagnaðila. Útilokað var að ná samkomulagi á fyrsta fundi. Norðmenn verða að fá tíma til að horfa á veiðar annarra og læra að þekkja takmörk áhrifa sinna.
Sem betur fer er hrygningarstofn síldarinnar mjög sterkur um þessar mundir, ein eða tvær milljónir tonna. Hann mun því þola óheftar veiðar á þessari vertíð. Hugsanlegt er, að fyrir næstu vertíð verði norsk stjórnvöld orðin tilbúin til raunhæfra samninga um veiðistjórn.
Á þessu kjörtímabili þarf ríkisstjórn Íslands að gæta afar mikilvægra hagsmuna á hafsvæðum, sem liggja að efnahagslögsögu landsins, bæði í Síldarsmugunni og á Reykjaneshrygg. Þessi hagsmunagæzla hefur farið vel af stað. Hún er í senn hörð og rökrétt eins og vera ber.
Þess vegna þarf ekki að valda vonbrigðum, að norskir samningamenn stökkva frá samningaborði í fyrstu umferð. Þeir munu skila sér síðar, reynslunni ríkari.
Jónas Kristjánsson
DV |
Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans.
Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn Viðar Þórarinsson var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins, sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins, og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaupin á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf um að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað. |
Faraldur kórónuveiru hefur reynst töluvert meira högg en stjórnvöld sáu fram á í fyrstu, að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Þá telur hún yfirvöld hafa haldið vel á málum og þvertekur fyrir að reynt sé að varpa ábyrgð yfir á aðra í framlínu baráttunnar við veiruna. Þetta kom fram í máli ráðherra í Bítinu í morgun.
„Þetta er svakaleg staða. Það er ótrúlegt hvað hlutirnir breytast hratt. Það eru ekki nema örfáar vikur síðan að ég held að fleiri hafi raunverulega trúað því, vonað og haldið, og gert sviðsmyndir og spár með það í huga að þetta yrði raunverulega kannski tólf mánaða tímabil sem við þyrftum að slaka og teygja okkur til allra og svo kæmumst við yfir það og svo myndum við byrja aftur frá því sem við vorum,“ sagði Þórdís.
„Það verður ekki þannig. Tímabilið verður lengra, þetta verður töluvert meira högg en við héldum í fyrstu. Það er bara staðreyndin.“
Klippa: Bítið - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís sagði verkefnið sem þjóðin stæði frammi fyrir nú þríþætt. Fyrst og fremst væri það heilbrigðisváin, en svo væru það annars vegar efnahagslegir þættir og hins vegar staðan erlendis, þessi ytri áhrif sem ekki er hægt að stjórna. Þórdís kvað hafa verið haldið mjög vel á málum hér á landi á öllum vígstöðvum.
„[…] vegna þess að við erum með ofboðslega öflugt fólk, en við erum líka með þá sem bera hina pólitísku ábyrgð. Án þess að vera eitthvað að segja: „Vel gert Þórdís Kolbrún“, þá er það samt þannig að við erum ekki að varpa ábyrgðinni allri yfir á þau, til að mynda þetta þríeyki,“ sagði Þórdís Kolbrún, og átti þar að öllum líkindum við þríeykið sem fer fyrir aðgerðum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna í baráttunni við veiruna, þau Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Ölmu Möller landlækni og Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Þannig að við erum að taka pólitíska ábyrgð á því að taka ákvarðanir í samræmi við það sem þau segja. Það er ekki þar með sagt að við getum bent á þau og sagt: Heyrðu, þau sögðu það. Við berum endanlega ábyrgðina,“ bætti Þórdís við.
Ráðherra kvaðst jafnframt binda miklar vonir við aðgerðir stjórnvalda, einkum þeirra er lúta að eflingu ferðaþjónustugeirans. Stór hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins miðaði einmitt að því að blása lífi ferðamannaiðnaðinn, sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum. Þá lauk ráðherra máli sínu á því að horfa til framtíðar.
„Fossarnir verða hérna áfram. Allir þessir innviðir, jafnvel þótt einhver rekstrarvandræði verða þá eru þeir hérna til. Við megum ekki gleyma því að við munum auðvitað sækja fram og byggja upp þegar þar að kemur. Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, það verður erfitt, en það mun ganga betur ef við gerum það saman.“ |
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á hlut fyrirtækisins í HS Orku vera ábyrga og skynsamlega leið við erfiðar aðstæður, þegar málið kom til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem nú stendur yfir.
Að mati Hönnu Birnu er staðan sú að OR mætti samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins ekki eiga nema lítinn hlut í fyrirtækinu, en samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur er Orkuveitan þrátt fyrir það skuldbundin til að standa við kaup á stórum hlut af Hafnarfjarðabæ sem ákveðin voru áður en niðurstaða samkeppnisyfirvalda lá fyrir.
Samningurinn við Magma Energy Sweden, dótturfélag kanadíska fyrirtækisins, er vel viðunandi og leysir Orkuveituna úr erfiðri stöðu að sögn borgarstjórans. „Ég vil ítreka og leggja áherslu á þá staðreynd að það efnahags- og fjármálaumhverfi sem við lifum í núna leyfir ekki mikla áhættutöku. Það er skylda okkar sem ábyrgra fulltrúa þessarar borgar að styðja þær ráðstafanir fyrirtækja í okkar eigu sem eru til þess fallnar að draga úr óvissu í rekstri þeirra. Auðvitað hefði verið betra að selja þennan hlut við aðrar aðstæður. En aðrar aðstæður eru ekki fyrir hendi og ekkert okkar veit hvenær svo verður", sagði Hanna Birna í ræðu sinni.
Hún undirstrikaði einnig að við sölu á hlut Orkuveitunnar í HS Orku væri ekki verið að selja auðlindir. Samningur OR og Magma Energy Sweden sé um sölu á hlut Orkuveitunnar í fyrirtækinu HS Orku, sem aftur eigi engar auðlindir. „Svo einfalt er það. Eigandi þeirra auðlinda sem HS Orka nýtir er Reykjanesbær. Reykjavíkurborg og OR hafa enga aðkomu að þeim auðlindum," segir Hanna Birna.
Gert er ráð fyrir að málið verði afgreitt á fundi borgarstjórnar í dag. |
Óvíst er hvenær mokstur hefst til Mjóafjarðar en vegstikur á leiðinni þangað eru á kafi og mokstursmenn þurftu að leita að veginum. Vegir á Austurlandi eru allir orðnir auðir nema á fjöllum sem ekki eru ruddir á veturna.
Beðið er með óþreyju eftir að Öxi verði opnuð milli Héraðs og Djúpavog enda styttir hún hringveginn um 70 kílómetra. Birgir Árnason, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, færir okkur þau tíðindi að mokstri sé að ljúka og líklega verði hægt að fara um Öxi síðdegis í dag. Sumum þykir seint farið af stað í að ryðja en Birgir segir að umferð sé lítil og því lítill þrýstingur á að opna snemma. Þá séu snjóalög óvenju þykk, sérstaklega í brekkunum sunnan megin og göng allt að tveggja metra djúp. Enginn mokstur er hins vegar hafinn á Mjóafjarðarheiði og ekki búið að ákveða hvenær verður mokað. Mjófirðingar treysta enn á ferjuna sem gengur til Neskaupstaðar tvisvar í viku út maí. Sigfús Vilhjálmsson á Brekku setti undir sig snjósleða og brá sér yfir heiðina.
Sigfús Vilhjálmsson á Brekku: Það er bara hvítagaddur þarna uppi sko, helvíta mikill snjór. En sko vandamálið er náttúrulega það að það sjást ekki stigur á löngum kafla sko, það er mjög vont svona og tefur svo fyrir að þurfa að leita að veginum þegar verið er að moka sko. En oft hefur nú verið sko, hækkaðar stigur að hausti, sko ef maður sér svoleiðis, í toppunum svoleiðis stikur sem búið er að hækka þá er maður nú helvíti góður en núna eru engar nema einhverjar örfáar stikur sem að sjást og svo eru langir kaflar sem að sést bara ekki neitt sko, bara hvítt.
Rúnar Snær Reynisson: Er þá hægt að segja að Vegagerðin hafi týnt veginum?
Sigfús Vilhjálmsson: Ég held að guð almáttugur hafi falið veginn fyrir Vegagerðinni, eigum við ekki að orða það þannig.
Rúnar: Og hvernig fer um ykkur Mjófirðinga núna? Er ekki komið vor í fjörðinn þó að það sé snjór uppi á fjalli?
Sigfús Vilhjálmsson: Jú jú það er allt orðið autt í neðra, eins og maður segir og meira að segja farið að slá grænum lit hér á tún og svona. Þannig að þetta lítur ekkert svo rosalega illa út. |
Menn sem byggt hafa þau ríki jarðar sem kölluð eru þróuð síðustu áratugi hafa tekið margfalt meiri toll af gæðum jarðar en bæði forfeður þeirra og -mæður og íbúar annarra hluta jarðarinnar.
Staðan er þegar orðin þannig að hver kynslóð gengur verulega á umhverfið og skilar því til muna verr á sig komnu til næstu kynslóðar. Það er því ekki bara tímabært heldur hrein nauðsyn að snúa þessari þróun við.
Gríðarleg neysla hefur sett mark sitt á líf á vesturlöndum undanfarna áratugi, neysla sem veldur mengun á lofti, jörð og vatni. Íbúar þessara landa verða því að staldra við og endurskoða fjölmarga þætti í daglegum venjum sínum.
Íslendingar hafa lengi haldið í þá trú að þeir lifi í mikilli sátt við náttúruna og rétt er það að hér mengum við ekki eins mikið og annars staðar með húshitun og vatnsskortur er hér afar fátíður. Rannsóknir sýna hins vegar fram á að Íslendingar eru með neyslufrekustu þjóðum heims. Þrátt fyrir að mörgu leyti góð skilyrði þá skilur hver Íslendingur eftir sig dýpri vistspor en flestir aðrir íbúar heims.
Margt kemur til en hugtakið neysla nær yfir stóran hluta. Þekkt er að einkabílafloti landsmanna er meiri en víðast hvar. Vissulega er erfiðara að byggja upp almenningssamgöngur hjá fámennri þjóð í stóru landi en þar sem fólk er fleira og býr þéttar. Engu að síður verður að auka möguleika í almenningssamgöngum jafnhliða því að halda á spöðunum varðandi þróun á eldsneyti sem skaðar umhverfið minna en það sem nú er notað af nærri öllum bílaflotanum.
Það má draga ýmsar ályktanir af heimilissorpi. Er þar mögulega að finna eitthvað sem betur hefði verið ókeypt? Er til dæmis keyptur of mikill matur til heimilisins? Tölur um hlutfall matvæla sem fleygt er á vesturlöndum eru geigvænlegar. Ljóst er að því meiri nýtni sem ástunduð er, ekki bara í mat heldur einnig fatnaði, húsbúnaði öllum, því minni vistspor. Þar gefur yfirleitt líka að líta mikið magn af umbúðum. Meðan neytendur láta bjóða sér að bera allar þessar umbúðir heim úr verslunum munu framleiðendur og seljendur varnings auðvitað halda áfram að bjóða þær. Hins vegar má draga úr sóuninni sem því að flokka sorp en umbúðir eru sem betur fer mjög oft úr endurvinnanlegum efnum, pappír og plasti.
Með átakinu Grænum apríl er sjónum almennings beint að umhverfismálum á breiðum grundvelli. Það er afar mikilvægt og þakkarvert að benda á alla mögulega þætti, stóra sem smáa, sem hver og einn hefur í sínu valdi að breyta og skilja með því eftir sig minni vistspor.
Vissulega vega margvíslegar ákvarðanir stjórnvalda um umhverfismál þungt. Umhverfisspillingarþróuninni verður hins vegar ekki snúið nema með viðhorfsbyltingu. Margt bendir til að sú bylting sé hafin og hún verður að leiða til þess að ekki aðeins apríl verði grænn heldur allir hinir mánuðirnir líka. |
Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Næstléttastur er kjarni tvívetnis, D eða 2H, sem hefur að geyma eina róteind og eina nifteind (n). Nift þýddi systir í fornu íslensku máli og nifteindin er eins konar systir róteindarinnar, aðeins þyngri en óhlaðin og hefur að öðru leyti flesta sömu eiginleika. Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar? Í venjulegum sólstjörnum veldur hiti efnisins því að kjarnarnir geta náð að renna saman og jafnvægi kemst síðan á milli samrunaorkunnar, hitans og geislunarinnar burt frá sólstjörnunni, þar til eldsneytið, samrunaefnið, kann að verða uppurið. Efni þessa svars tengist nokkrum öðrum svörum á Vísindavefnum: Síðan taka önnur frumefni við hvert af öðru. Hugmyndin var sú að með einhverjum hætti hefði tekist að láta kjarnana yfirstíga (eða smjúga undir) þröskuldinn sem rafkraftarnir skapa annars milli þeirra, án þess að menn þyrftu að hita efnið upp eins og áður hafði verið talið nauðsynlegt. Það var því ekki að furða þótt vísindaheimurinn stæði á öndinni þær 5-6 vikur eða svo sem liðu þar til botn fékkst í málið. Á eftir tvívetniskjarnanum kemur annars vegar kjarni þrívetnis, T eða 3H, og hins vegar létt, geislavirk samsæta helíns, 3He, en í þeim kjarna eru tvær róteindir og ein nifteind. Kjarninn í stöðugu, náttúrlegu helíni er hins vegar táknaður með 4He og hefur massatöluna 4. Í vetnissprengjum er þetta gert með því að venjuleg úransprengja setur sprenginguna af stað sem eins konar hvellhetta. Massamunurinn kemur fram sem orka samkvæmt jöfnu Einsteins sem áður var getið, E = m c2, þar sem E er orkan, m er massamunurinn og c er ljóshraðinn. Með þessu er því vonandi svarað, hvað heitur samruni er; samruni er sem sé yfirleitt alltaf heitur! En skemmst er frá því að segja að kaldi samruninn stóðst ekki prófun annarra en upphafsmannanna og er því ekki talinn til raunverulegra fyrirbæra né eiga við rök að styðjast. Í kjarnasamruna breytist hlutfallslega mikill massi í orku, miðað við heildarmassann sem tekur þátt í hvörfunum. Ljóshraðinn c er stór tala og c2 er enn miklu stærri og því þarf aðeins lítinn massa til veruleg orka myndist. Róteind og nifteind kallast einu nafni kjarnaeindir og fjöldi þeirra í atómkjarna segir til um massatölu hans. Til að yfirvinna þessa fráhrindingu þurfa kjarnarnir að hafa mikla hreyfiorku og er algengast að hún myndist við það að efnið sé mjög heitt. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Léttasti atómkjarni sem til er er kjarni venjulegs vetnis, táknaður með H eða 1H. Þegar kjarnarnir komast hins vegar nógu nálægt hver öðrum taka svokallaðir kjarnakraftar við og yfirgnæfa rafkraftana þannig að samruni getur orðið. Ef þetta hefði reynst rétt hefði það þýtt algera byltingu í orkumálum mannkynsins. Atómkjarnarnir eru jákvætt hlaðnir og hrinda því yfirleitt hver öðrum frá sér. (Jón Tómas Guðmundsson) Þegar kjarnar renna saman minnkar massinn þar til komið er að járni sem hefur 56 kjarneindir alls. Hægt er að fá mikið af upplýsingum um kaldan samruna með því að fletta upp á "cold fusion" í leitarvélum á Veraldarvefnum. Frumefnin sem nú hafa verið talin eru þau langalgengustu í alheiminum og um leið eru þau eldsneytið í kjarnasamruna á fyrstu stigum. Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnissprengjum, en svokallaður kaldur samruni er nú talinn hafa verið sjónhverfing. Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína. Til að koma þessu í kring er nauðsynlegt að gefa atómkjörnunum hraða og hreyfiorku með geysimikilli hitun. Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur? Það er ein ástæðan til þess að samruni er svo skilvirkur orkugjafi, hvort sem er í sólstjörnum eða í vetnissprengjum. Atómkjarnar hafa jákvæða rafhleðslu og hrinda því hver öðrum frá sér með rafkröftum eins og áður var nefnt. En snemma árs 1989 töldu nokkrir bandarískir vísindamenn sig hafa fundið leiðir til að koma í kring köldum samruna sem svo var kallaður. Í honum er aðeins ein róteind (p). Fjöldi róteinda ræður því hvert frumefnið er en kjarnar sama frumefnis með mismunandi nifteindatölu nefnast samsætur. |
Korkur: hljodfaeri
Titill: Gadow Custom Set Neck
Höf.: Eggert_Sig
Dags.: 11. janúar 2012 00:15:53
Skoðað: 410
Gadow Custom Set Neck ,,, Beint af heimasíðu Gadow
Familiarity, comfort, and spectacular tone: these are the traits of the Custom Set Neck. A mahogany body and set mahogany neck combine to provide warm vintage sounds with bright, punchy highs. The neck is a little narrower than other Gadows. The Custom Set Neck comes standard with Seymour Duncan pickups, or you can choose to have handwound Lindy Fralin pickups take you to a whole other level. More so than any other Gadow, this guitar exudes pizzaz. We’ve dressed these guitars up with highly-figured carved maple tops and custom fretboard inlays. If you crave tradition with Gadow comfort and tone, the Custom Set Neck is a must-have. Carbon fiber reinforced African mahogany set neck; 25 inch scale neck; 1 11/16 inch nut Two Gadow handwound coil-tapped pickups with nickel covers Rosewood fingerboard with genuine bone nut; 12 inch radius Mother of pearl crown inlays Ebony veneer applied to front of headstock Gotoh tuners - Choice of chrome, black, gold One piece TonePros Tune-O-Matic bridge; choice of chrome, black, gold UV-cured polyester finish in translucent or solid colors TKL hardshell case Limited lifetime warranty Optional Graphtech piezo pickup for acoustic tones. Available left handed at no extra charge Starting at $3,495 USD
Þessi var pantaður númeri stærri: Annar háls, vandaðari brú osfr…sjá eftir farandi: Hand Made by Gadow guitars in America. This guitar was custom ordered, the nut has been replaced (bone material as the original) and setup for 10-52 gauge strings, the frets were leveled accordingly by a luthier. Completed in Durham, NC in September of 2010. It's in new condition aside from a few very light scratches on backside (too light to show up on photos). Specified 1 11/16“ nut widthSolid body archtop, double cut, easy fret access, 25” scale..22 frets, medium sized. 2 Gadow modern wound chrome covered humbucking pickups. Custom control layout. Two volume one tone, push/pull coil splitters on each volume. 3 way toggle.Matching headstock color (rare on Gadow guitars).Custom neck profile .800“ at first fret, .840” at 12th fret.2 piece solid Mahogany body with one piece solid maple top. Rosewood fingerboard. Tonepros wraparound bridge.Setup by luthier for 10-52 string guage.TKL hardshell case (original).Gotoh tuners.The finish is a custom ordered finish, the back of the guitar and the neck are also bursted… It's a very heavy piece of wood, so if you like light guitars this one is NOT for you! It's more like an old Les Paul with no weight relief!
http://www.gadowguitars.com/index.html
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.147967168618652.38691.100002161104896&type=1&l=7b5f7be3af
Skoða öll skipti $2100 - 2500 us
kr 261.000.- 311.000.-
Stgr kr 150.000.-
Vantar helst lampa combo eða USA Fender Strat
---
Svör
---
Höf.: Eggert_Sig
Dags.: 12. janúar 2012 20:49:40
Atkvæði: 0
Þessi er seldur Takk :)
---
|
Tilboðskerfi Meniga valið eitt það besta í heiminum af stærstu alþjóðlegu samtökum fríðindakerfa í heiminum.
CardLinx, stærstu alþjóðlegu samtök fríðindakerfa í heiminum, valdi nýlega tilboðskerfi Meniga eitt það besta í heiminum. Í samtökunum eru stjórnendur frá stórfyrirtækjum á borð við Facebook, Microsoft, Mastercard, Bank of America, Samsung og Discover sem útnefndu þau fríðindakerfi sem þau töldu vera best. Samtökin völdu tíu bestu fríðindakerfi heims út frá fjórum lykilþáttum:
Nýsköpun - Varan þarf mæta þörfum neytenda og skila góðu kauphlutfalli. Jafnframt þarf að gæta vel að meðferð persónuupplýsinga.
Virkni - Framúrskarandi notendaupplifun og gott viðmót.
Líftími - Hversu lengi varan hefur verið á neytendamarkaði.
Skali - fjöldi neytenda, söluaðila, banka og kortaútgefenda sem taka þátt í kerfinu.
Tilboðskerfi Meniga er það stærsta á Norðurlöndunum og aðgengilegt öllum notendum Meniga á Íslandi og Svíþjóð ásamt öllum viðskiptavinum Íslandsbanka, gegnum fríðindakerfið Fríðu. Íslandsbanki og Meniga hófu samstarf árið 2017 og í dag hafa yfir 300 íslensk fyrirtæki tekið þátt og sent viðskiptavinum tilboð.
„Val samtakanna er mikil viðurkenning á þróunarvinnu Meniga bæði á Íslandi og erlendis undanfarin ár. Markmið Meniga er skapa vettvang þar sem neytendur spara og fyrirtæki ná til nýrra viðskiptavina. Kerfið gerir fyrirtækjum kleift að senda neytendum sérsniðin tilboð sem hægt er að nýta með þægilegri notendaupplifun. Neytendur spara með tilboðum sem þeir hafa raunverulegan áhuga á og losna við tilboð sem eru þeim óviðkomandi. Fyrirtæki ná þannig til réttu viðskiptavinanna og nýta markaðsfé sitt með skilvirkum hætti,“ segir Viggó Ásgeirsson, einn stofnenda Meniga og framkvæmdastjóri Meniga á Íslandi.
Meniga vinnur einnig ítarlegar markaðsgreiningar sem byggja á ópersónugreinanlegum gögnum. Þessar greiningar gera fyrirtækjum kleift að sjá markaðshlutdeild sína í samanburði við keppinauta á sama markaði. Meniga hefur einnig reynt að styðja við aukna upplýsingagjöf til almennings með því að vinna greiningar fyrir fjölmiðla. Greiningarnar hafa til að mynda birst víða í fréttum undanfarið í tengslum við þær miklu sviptingar sem eru nú á flestum mörkuðum. |
Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn.
Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést.
Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco.
„Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“
Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins.
„Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“
Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp. |
Miðverðirnir John Terry hjá Chelsea og Laurent Koscielny hjá Arsenal skoruðu báðir mikilvæg mörk í sigrum sinna liða í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði lið voru að vinna sinn þriðja leik í röð í deildinni og eru áfram fimm stigum (Arsenal) og tíu stigum (Chelsea) á eftir toppliði Manchester United.
Chelsea hefndi fyrir 3-0 skell á heimavelli á móti Sunderland fyrr á leiktíðinni með því að vinna 4-2 sigur á lærisveinum Steve Bruce á Stadium of Light.
Arsenal vann á sama tíma 2-1 sigur á Everton á heimavelli eftir að Everton hafði komist yfir á kolólöglegu marki. Arsenal skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili og tryggði sér mikilvægan sigur.
Chelsea var í stórsókn nánast allan leikinn í 4-2 útisigri á Sunderland í kvöld en heimamenn gátu þakkað markverði sínu Craig Gordon og klaufaskap Chelsea-manna að mörkin urðu ekki mikið fleiri. Leikurinn var frábær skemmtun og þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn sem bauð upp á fjögur mörk á fyrstu 26 mínútunum.
Phillip Bardsley kom Sunderland í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur með laglegu skoti fyrir utan teig en við tók stanslaus stórsókn hjá Chelsea.
Frank Lampard jafnaði loks metin úr vítaspyrnu á 15. mínútu eftir klaufalegt brot Ahmed El Mohamady á Ashley Cole og Salomon Kalou kom Chelsea síðan í 2-1 á 23. mínútu eftir stungusendingu frá Nicolas Anelka.
Sunderland svaraði strax því Kieran Richardson jafnaði metin í 2-2 á 26. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu en hann setti boltann undir varnarvegginn sem hoppaði allur upp.
Chelsea hóf aðra stórsókn í seinni hálfleik sem endaði með því að John Terry skoraði með flottu skoti utan úr teig eftir að Craig Gordon, markvörður Sunderland, hafði varið til hans þrumuskot Lampard. Terry hafði fengið dauðafæri skömmu áður en nú hitti hann boltann fullkomlega.
Nicolas Anelka átti frábæran leik í kvöld og það var ekki að sjá annað en að hann hafi verið að spila fyrir sæti sínu í liðinu eftir að Chelsea keypti Fernando Torres frá Liverpool í gær. Anelka átti skilið að skora og markið kom loks í uppbótartíma eftir sendingu frá Florent Malouda.
Arsenal vann sinn þriðja deildarleik í röð þegar liðið vann 2-1 sigur á Everton. Bæði mörkin komu á sex mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik en fram að því leit út fyrir að þetta yrði ekki kvöld þeirra Arsenal-manna.
Louis Saha var kolrangstæður þegar hann kom Everton í 1-0 á 24. mínútu. Saha fékk þá sendingu frá Seamus Coleman og var örugglega meter inn fyrir vörn Arsenal þegar sendingin kom. Það truflaði örugglega línuvörðinn að varnarmaður Arsenal komst í boltann en tókst ekki að stöðva sendinguna.
Andrei Arshavin kom inn á sem varamaður á 62. mínútu og var búinn að jafna leikinn eftir átta mínútur. Arshavin fékk þá sendingu frá Cesc Fabregas inn fyrir vörnina og skoraði laglega.
Laurent Koscielny kom Arsenal yfir á 75. mínútu með skalla úr markteignum eftir frábæra hornspyrnu frá Robin van Persie. Arsenal hafði fengið hornið eftir hafði varið naumlega glæsilega aukaspyrnu Van Persie.
Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:
Arsenal-Everton 2-1
0-1 Louis Saha (24.), 1-1 Andrei Arshavin (70.), 2-1 Laurent Koscielny (75.)
Sunderland-Chelsea 2-4
1-0 Phillip Bardsley (4.), 1-1 Frank Lampard (15.), 1-2 Salomon Kalou (23.), 2-2 Kieran Richardson (26.), 2-3 John Terry (60.), 2-4 Nicolas Anelka (90.+3) |
300 milljónir sparast hjá Reykjavíkurborg strax á næsta ári ef tekið er mið af skipulagsbreytingum hjá grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum sem kynntar voru í dag. Fulltrúar minnihlutans segier tölurnar blekkingu og hefur áhyggjur af faglegu starfi.
Starfshópur um greiningu tækifæra til samrekstrar og samninga leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila kynnti í dag tillögur sínar til að mæta tekjusamdrætti hjá borginni og mikilli fjölgun barna. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar skili rúmlega milljarða króna sparnað á næstu fjórum árum, auk þess sem leikskólaplássum fjölgar um 300. 30 leikskólar sameinast öðrum, samkvæmt tillögunum.
Oddný Sturludóttir, formaður starfshópsins: En auðvitað reyna breytingar á borð við þessar, reyna alltaf á stjórnendur og starfsfólkið sem tekur þátt, en þá, ef við ætlum að læra af reynslu annarra sveitarfélaga og líka okkar eigin reynslu í þeim sameiningum sem við höfum farið út í, þá er svo mikilvægt að foreldrar og starfsfólkið og stjórnendurnir komi saman að því að innleiða nýja sameinaða skóla.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sat í starfshópnum, en hún er ósátt við tillögurnar.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi: Því miður er meirihlutinn að setja fram tölur sem að eru blekking og sem að skaða umræðuna annars, að mínu mati, af því að foreldrar og starfsmenn munu sjá rangar tölur sem að hafa, hefur þau áhrif að umræðan fer á leiðinlegan stað að mínu mati. Þetta er ekki mikill, mikil hagræðing, aðeins um 1% af heildarútgjöldum þessara þriggja sviða þegar þú tekur frá þá þætti sem að þau hafa sett inn og tengjast samrekstrinum ekki neitt.
Þar bendir Þorbjörg Helga á að inni í sparnaðarupphæð er tekinn kostnaður við byggingu nýrra skóla, sem nú hefur verið hætt við að byggja. Lækkun kostnaðar við yfirstjórn er ein stærsta sparnaðarleiðin, en til að ná honum fram verður 60 leikskólastjórnendum sagt upp.
Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla: Leikskólastjórnendur og -kennarar eru óhræddir við það að takast á við áskoranir sem leiða til skólaþróunar, en við lítum ekki á þetta sem leið til skólaþróunar að fækka faglegum leiðtogum. |
Bandaríska tæknifyrirtækið Google hefur tvær vikur til að bregðast við ásökunum um njósnir um þá starfsmenn sína sem hafa staðið í andófsaðgerðum við fyrirtækið.
Stjórnarstofnun sem kemur að ágreiningi milli fyrirtækja og starfsmanna (NLRB) bar fram kvörtun fyrir hönd fjögurra starfsmanna sem Google sagði upp störfum fyrir ári.
Starfsmennirnir kröfðust sjálfir opinberrar rannsóknar á uppsögn sinni sem þeir eru fullvissir um að tengist baráttu þeirra fyrir bættum kjörum starfsfólks Google.
Talsmenn fyrirtækisins staðhæfa að ástæða uppsagnarinnar hafi verið að starfsmennirnir brutu öryggisreglur þess. Í kvörtun starfsmannana segir að Google hafi fylgst þeim við gerð skyggna til stuðnings verkalýðsbaráttu og hafi yfirheyrt þá um atferli þeirra utan vinnustaðar.
Þeim hafi verið hótað refsingu fyrir að hafa leitað út fyrir raðir fyrirtækisins vegna umkvartana um atvik sem gerðust þar. Fyrirtækið hafi jafnframt búið til sérstakar reglur fyrir starfsfólk sem vitað var að ástundaði andóf af einhverju tagi.
Laurence Berland einn starfsmannanna segir ljóst að aðgerðir Google hafi ekki verið verjandi og í raun ólöglegar. Talskonar tæknirisans kveður fyrirtækið bera virðingu fyrir starfsmönnum sínum en hart verði brugðist við öllum tilraunum til að grafa undan því.
Google þarf að bregðast við kvörtun starfsmannanna fyrir 16. desember næstkomandi en málið verður tekið fyrir í San Fransico 12. apríl á næsta ári. |
Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur.
Á Stokkseyri er svokallaður Brimrótar hópur, sem er með aðsetur í gamla samkomuhúsinu í þorpinu, sem heitir Gimli. Hópurinn hefur skipulagt glæsilega matvæla og menningarveislu um helgina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað gott að borða og njóta í leiðinni menningarinnar á staðnum.
Pétur Már Guðmundsson fer fyrir hátíðinni.
„Það eru framleiðendur, sem eru með okkur eins og til dæmis Korngrís, Ölvisholt, frábær Ítalskur gæi frá Þykkvabæ, sem er að búa til Salami og ýmislegt annað. Svo er það Eyrarfiskur hér á Stokkseyri og ég er örugglega að gleyma einhverju, grænmetisframleiðendur verða hérna líka og svo er það listageirinn líka hér á Stokkseyri,“ segir Pétur.
Sú dagskrá, sem tilheyrir list og menningu verður að mestu í Hólmaröst, sem er stóra rauða fyrrverandi frystihúsið á Stokkseyri en matvælaframleiðendur verða með sína kynningu utandyra á túni í miðju þorpinu. Þá verður sérstök sýning á kuklsetri í Gimli.
„Það er svo mikil matvælaframleiðsla hérna og það er svo mikil menningarframleiðsla hérna og það er svo skemmtilegt að geta tvinnað þetta saman. Mér finnst þetta bara vera mjög gleðilegt og ég vil endilega að fólk komi og kynni sér þetta hjá okkur hér um helgina“, bætir Pétur við. |
Liðin sem mættust í úrslita einvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik síðasta tímabil mættust í Hertz-hellinum í kvöld. Leikurinn var partur af fimmtu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik og búist var við hörku viðureign.
Varnir liðanna voru í fyrirrúmi í kvöld eins og sést á loka stigaskori leiksins en báðu liðum gekk bölvanlega að koma boltanum í körfuna lengi vel í fyrri háfleik. KR-ingar voru fljótar i að taka við sér í sóknarleiknum og þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks þá voru gestirnir komnir í 12 stiga forystu en ÍR-ingar ætluðu ekki að láta gestina stinga af. Þeir náðu gríðarlegum sprett og þegar gengið var til búningsklefanna var staðan 33-36 og öll trúin komin ÍR megin á völlinn.
Vörn var aftur aðalmálið í seinni hálfleik og gekk ekki vel að skora hjá hvorugu liði. ÍR-ingar nöguðu niður lítið forskot KR-inga og komust yfir og voru yfir þegar þriðja leikhluta lauk 55-52 og upphófust síðan æsispennandi loka fjórðungur. Liðin náðu að skiptast á körfum og forystu en á lokamínútum leiksins byrjaði skrítinn kafli hjá KR þar sem þeir töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og náðu ÍR-ingar að nýta sér það nægjanlega til að sigla heim eins stiga sigri 78-77 og urðu fagnaðarlætin gríðarleg þegar flautan gall.
Afhverju vann ÍR?
Á ögurstundu héldu þeir haus og fóru betur með boltann í sóknarleik sínum. Þeir náðu að fylgja eftir áætlun sinni í varnarleiknum og héldu þeir KR í 77 stigum og náðu að nýta sér töpuðu bolta gestanna til að skora einu stigi meira.
Bestu menn vallarins?
Gerogi Boyanov og Evan Singletary leiddu ÍR-inga í stigaskori í kvöld en Boyanov var með 26 stig og Singletary 25 ásamt 6 stoðsendingum. Þá verður að nefna þátt Sæþórs Elmars sem skoraði nokkrar stemmnings þriggja stiga körfur og varði skot til að hleypa blóði í sína menn þegar á þurfti að halda.
Hjá KR var það Jakob Örn Sigurðsson sem skoraði mest eða 20 stig en hann hefði þurft að fá hjálp frá fleirum sóknarlega til að klára leikinn.
Hvað gekk illa?
Eins og áður segir þá töpuðu KR mikið af boltum og margir þeirra töpuðust þegar mest á reyndi en það er óvanalegt hjá eins reynslumiklu liði og KR. Michael Craion tapaði einn og sér níu boltum og hafði Ingi Þór þjálfari KR orð á því að Craion hafi verið ekki líkur sjálfum sér í kvöld. ÍR nýttu töpuðu boltana frá KR til að skora 22 stig í kvöld.
Hvað næst?
ÍR spilar við Breiðablik í bikarnum um helgina en í næstu umferð Dominos-deildarinnar spila þeir við Hauka en bæði lið eru með sex stig þannig að um hörkuleik verður líklega að ræða. KR tekur á móti Tindastól í stórleik umferðarinnar á föstudeginum og verða þeir að vera fljótir að jafna sig á leiknum í kvöld til að fá eitthvað út úr þessum leik.
Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þetta
Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld?
„Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta“.
KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást.
„Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best. Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum eþim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta“.
Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag.
„Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim“.
Borche: Ætluðum að vera fyrstir til að vinna þá
Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var að sjálfsögðu hæst ánægður með sína menn og sagði að hans menn hefðu verið duglegir að halda sig við áætlunina sem sett var upp fyrir leikinn.
„Við erum að verða betri og erum við að ná upp varnar prinsippum án þess þó að þetta sé algjörlega eins og ég vil hafa það. Þetta var leikur mistaka og auðvitað munum við gera mistök en við reynum að gera eins fá mistök og hægt er. Svo langaði okkur bara mjög mikið að vinna þennan leik, KR var ósigrað í fjórum leikjum og við ætluðum að vera fyrstir til að vinna þá og það var nóg hvatning og bara nafnið KR er nóg til að hvetja öll lið til að vinna þá. Það sama gildir um mína menn“.
„Ég sagði við mína menn að ef við værum nálægt þeim í lokin þá myndum við vinna leikinn og þið vitið það að við töpum aldrei jöfnum leikjum“, sagði Borche hlægjandi.
„Við vorum mjög heppnir í kvöld og ég er mjög ánægður með mína menn sem áttu þetta skilið. Liðið er að verða betra og samstilltara en ég þarf meira frá fleiri leikmönnum eins og Arnóri Hermannssyni og treysti ég því í framtíðinni að fá meira frá honum og fleiri leikmönnum. En í augnablikinu þurfum við bara að ná í sigra og þetta var einn af þessum sigrum sem munu telja í lokin“.
Daði Berg Grétarsson var mikið í umræðunni í vikunni en menn héldu jafnvel að hann væri á leiðinni í bann en hann var með í kvöld og var Borche spurður að því hvort málið hans hefði haft áhrif á undirbúninginn hjá liðinu.
„Að sjálfsögðu. Við vissum ekki hvernig þetta myndi enda en vonandi endar þetta vel. Þetta eru íþróttamenn og það er snerting inn á vellinum en menn þurfa að vera rólegir inn á vellinum. Við erum ekki ánægðir með hann Daða og töluðum við hann og bað hann alla viðkomandi afsökunar en hann er mjög leiður yfir þessu og mun passa sig í framtíðinni. Við heyrðum ekkert frá KKÍ þannig að við spiluðum honum en þetta hafði truflandi áhrif“. |
Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana.
Sjávarútvegur er langmikilvægasta atvinnugrein Grænlendinga og nemur hlutfall hans í útflutningstekjum landsins yfir níutíu prósentum. En ólíkt Íslendingum velja Grænlendingar þá leið að heimila öðrum ríkjum að veiða hluta fiskaflans en gegn greiðslu.
Grænlendingar fá 140,6 milljónir danskra króna, andvirði þriggja milljarða króna íslenskra, í árlegar greiðslur fyrir leigu fiskveiðiheimilda til Evrópusambandsins, samkvæmt samningnum, sem undirritaður var á föstudag, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.
Tekjurnar fara síðan hækkandi eftir tvö ár en samningurinn gildir til ársins 2026. Kemur hann í framhaldi af eldri samningi frá árinu 2007 sem skilaði 125 milljónum danskra króna árlega. Hluti af greiðslunum er skilgreindur sem þróunarstyrkur til sjávarútvegs á Grænlandi.
Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda og fréttum þarlendra fjölmiðla fagnar Jens Immanuelsen, sjávarútvegráðherra Grænlands, samningnum. Honum er lýst sem þýðingarmiklum fyrir Grænland. Hann tryggi landinu hærri tekjur en áður en fyrir minni fiskveiðiheimildir. Eftir því er tekið að bæði samtök atvinnulífsins á Grænlandi sem og samtök sjómanna og veiðimanna fagna samningnum.
Kvótaleigan nær til sjö fisktegunda; þorsks, karfa, grálúðu, rækju, loðnu, makríls og langhala, en jafnframt er sérstakur aukakvóti fyrir meðafla. Þorskkvótinn er sá eini sem er aukinn, úr 1.800 tonnum upp í 1.950 tonn, en hinir minnka flestir. Tekið er fram að kvótar og greiðslur taki breytingum í samræmi við veiðiráðgjöf fiskifræðinga.
Innan Evrópusambandsins deilast fiskveiðikvótarnir einkum til þriggja landa; Danmerkur, Frakklands og Þýskalands. Dótturfélag Samherja í Þýskalandi, Deutsche Fischfang Union, er meðal þriggja þýskra útgerðarfélaga sem nýtt hafa fiskveiðiheimildirnar. Tveir af togurum félagsins hafa sinnt veiðunum og hafa þeir að hluta verið mannaðir íslenskum skipstjórnarmönnum, samkvæmt upplýsingum frá Samherja.
Grænlendingar leyfa einnig útlendingum að eiga allt að þriðjung í grænlenskum útgerðum. Þannig hafa þrjú íslensk fyrirtæki, Brim, Ísfélag Vestmannaeyja og Síldarvinnslan, haft aðgang að grænlenskum fiskimiðum í gegnum fjárfestingu í þarlendum sjávarútvegi.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá höfninni í Nuuk fyrir fjórum árum: |
Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 11. september sl., er höfðað af Lögreglustjóranum á Sauðárkróki 23. júlí 2007 á hendur Hirti Hakanssyni, fæddum 25. ágúst 1969, til heimilis að Langholtsvegi 18, Reykjavík, ,,fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa um sexleytið seinnipart laugardagsins 10. febrúar 2007 haft í vörslum sínum 46,50 g af hassi, sem ákærði framvísaði þegar lögreglumenn hugðust gera á honum líkamsleit vegna gruns um fíkniefnamisferli, á heimreiðinni að Stóru-Reykjum í Fljótum í Skagafirði.
Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 með áorðnum breytingum, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum (efnaskrá nr. 11044) skv. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001.”
II
Ákærði sótti þing þegar málið var þingfest þann 11. september sl. og játaði skýlaust háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök, kvaðst ákærði hafa leitað sér hjálpar við vanda sínum. Með játningu ákærða sem er í samræmi við önnur gögn málsins telst sekt ákærða fyllilega sönnuð en háttsemi hans er réttilega færð til refsiákvæða í ákæru.
Við ákvörðun refsingar ber að taka tillit til þess að ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og þá hefur hann skýlaust játað brot sitt. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 165.000 króna sekt til ríkissjóðs en 12 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna.
Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæruskjali, ber að gera upptæk fíkniefni, svo sem í dómsorði greinir.
Sakarkostnaður hefur ekki fallið til við meðferð máls þessa.
Málið sótti Örn Snæbjörn Andrésarson fulltrúi lögreglustjórans á Sauðárkróki.
Máni Ósvaldsson dómstjóri kveður upp dóm þennan.
Ákærði Ástþór Böðvarsson greiði 165.000 króna sekt til ríkissjóðs en 12 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna.
Enginn sakarkostnaður hefur fallið á málið.
Upptæk eru 46,50 g af hassi sem haldlögð voru við rannsókn málsins.
Alexander Freyþórsson. |
Þolinmæði launafólks er á þrotum segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Það sé ójafn leikur þegar launafólk taki á sig allar hækkanir sem sveitarfélög, ríki og verslunareigendur velti út í verðlagið. Vilhjálmur var ásamt Margréti Kristmannsdóttur, formanni Samtaka verslunar og þjónustu í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness: Þannig að það gengur ekki upp í mínum huga að þessi stöðugleikasáttmáli sem gerður var 25. júní að hann byggist fyrst og fremst upp á því að launþegar afsali sér og séu þvingaðir til þess að fresta sínum launahækkunum á meðan ríki, sveitarfélög, verslunareigendur og allir aðrir þjónustuaðilar varpa sínum vanda viðstöðulaust út í verðlagið. Þetta er bara ójafn leikur.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu: Það er nú kannski helsti vandinn sem við erum að standa frammi fyrir er það að okkur hefur ekkert tekist að koma hagvexti hér af stað og efla atvinnulífið þannig að hér er eiginlega enn allt í frosti og á meðan svo er að þá er atvinnulífið illa í stakk búið til þess að hérna hækka laun. Eitt af því besta sem gæti gerst til dæmis væri það að ef að við gætum náð að styrkja hér krónuna vegna þess að allt sem við erum að flytja inn hefur hækkað um helming á hérna rúmu ári og mörg okkar eru með lán í erlendri mynt. Þannig að ég held að það myndi til dæmis geta gagnast flestum miklu, miklu betur heldur en að fá fleiri krónur í launaumslagið sem að síðan duga ekki til þess að borga það sem við þurfum. |
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að fasteignaverð hafi hækkað meira í fyrra en búist hafi verið við í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Mikil spenna hafi myndast á fasteignamarkaði eftir vaxtalækkun á miðju síðasta ári, íbúðasala jókst og fasteignaverð hækkaði.
„Við sáum mánaðarlegar tölur yfir íbúðasölu sem við höfum ekki séð síðan árið 2007. Þannig að það var vissulega mjög mikil spenna og það hefur að einhverju leyti haft áhrif á verðlagið þannig að við erum búin að sjá aðeins meiri verðhækkanir heldur en voru á mánuðum áður.“
Ákveðnar vísbendingar séu um að fasteignaverð fari hækkandi en raunverð fasteigna sé enn undir langtímameðaltali. Hækkun á fasteignaverði sé mikil sé litið til þess að nú er kreppa.
Hækkun á fasteignaverði hafi verið meiri á árunum 2016-2017. „Þá vorum við að sjá yfir 20 prósent hækkanir á einu ári. Núna er þetta innan við fimm prósent. Þannig að þetta er ekki mikið í sögulegu samhengi. Við höfum verið að jafnaði með ca. níu prósenta nafnverðshækkanir frá aldamótum. En þetta er mikil hækkun í ljósi þess að við erum í kreppu.“
Óvissa hafi verið um hver áhrif kórónuveirufaraldursins yrðu á húsnæðismarkaðinn. „Við vorum að gera ráð fyrir að þetta yrði kannski ca. tvö prósent verðhækkun í fyrra en hún reyndist vera 4,8 prósent.“
Einar Þorsteinsson ræddi við Unu í Kastljósi í kvöld meðal annars um uppsafnaða íbúðaþörf og hversu margar íbúðir eru á leiðinni á markað. Þar kom í ljós að talsvert vantar uppá að þessari þörf sé mætt. Hægt er að horfa á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. |
Borgarfulltrúi Besta flokksins beinir því til fólks að hætta að gefa öndunum á Tjörninni brauð til að sporna við ágangi máva en ekki stendur til að banna brauðgjafirnar að svo stöddu.
Sílamávar fylla nú Tjörnina í Reykjavík líkt og fyrri vor. Mávarnir eru fyrirferðamiklir og sagði meindýraeyðir í kvöldfréttum okkar í gær að þér éti um 95% af því brauði sem þar er gefið. Telur hann að besta leiðin til að losna við mávana sé banna allar brauðgjafir. Formaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar segir vandamálið hvimleitt. Ekki komi þó til greina að reyna að fækka mávunum með því að skjóta þá líkt og reynt var fyrir nokkrum árum.
Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar: Það var ágætis tilraun en ég er ekki á því að, að það sé eitthvað sem við myndum vilja gera núna.
Karl segir mikilvægt að reyna þess í stað að ráðast að rót vandans. Við Tjörnina eru nú tvö skilti þar sem fólk er hvatt til að stilla brauðgjöfum í hóf yfir sumartímann.
Karl Sigurðsson: Eftir að sandsílastofninn hrundi fyrir nokkrum árum þá hafa þeir leitað meira inn á, inn í borgina, mávarnir. Og þeir leita í þar sem er æti og ætið er á götunum okkar. Það er rusl á götunum okkar og svo er brauð í Tjörninni, hún er orðin hálfgerð brauðsúpa og ég held að þar liggi rót vandans.
Lillý Valgerður Pétursdóttir: Kemur til greina að banna brauðgjafir á Tjörninni?
Karl Sigurðsson: Ég kann ekkert rosalega vel við að banna eitt eða neitt þannig að ég held að við verðum að byrja á því að vera með vinsamleg tilmæli til fólks. Og ég held að það sýni því flestir skilning að fólk vill frekar hafa endur á Tjörninni og vera ekki að gefa þeim brauð heldur en að hafa engar endur og vera að gefa mávunum brauð. |
Fimm til tíu kynferðisbrotamenn á Íslandi eru haldnir barnagirnd á háu stigi og eru mjög hættulegir börnum. Þetta segir forstjóri Barnaverndarstofu. Samfélagið kunni hins vegar engin ráð til að taka á þeim.
Velferðarnefnd Alþingis ætlar í vikunni að ræða óskir barnaverndaryfirvalda og lögreglunnar um skráningar- og eftirlitskerfi með dæmdum barnaníðingum. Stofnanirnar vilja kerfi að breskri fyrirmynd þar sem dæmdir níðingar undirgangast áhættumat til að hægt sé að hafa eftirlit með hættulegustu brotamönnunum. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagðist hins vegar í fréttum í gær vilja fara varlega í að auka eftirlit með barnaníðingum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sagðist í Morgunútvarpinu í morgun vera sammála því að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum efnum. Hins vegar beri samfélaginu siðferðileg skylda til að reyna að stöðva hættulegustu mennina með einhverjum hætti.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu: Lítill hópur einstaklinga er haldinn svokallaðri barnagirnd á mjög háu stigi, hvötum sem að þeir ráða ekki við sjálfir og það er vel þekkt að þessir menn þeir eru afar hættulegir börnum vegna þess að það eru miklu meiri líkur en minni á því að þeir endurtaki brot sín. Þetta er mjög lítill hópur, við erum kannski að tala um á Íslandi í dag á milli 5 og 10 einstaklinga sem að menn hafa ekki eiginlega kunnað nein ráð við innan núverandi umhverfis að höndla, nálgast. |
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og meirihlutans í Reykjavík tókust á um aðalskipulag borgarinnar í umhverfis-og skipulagsráði. Sjálfstæðismenn sögðu skipulagið lýsa þröngsýnum viðhorfum - meirihlutinn létu bóka að afturhaldssjónarmið fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dæmdu sig sjálf.
Um 200 athugasemdir bárust við aðalskipulagið eftir að það var auglýst. Í þessari tölu eru ekki undirskriftir við undirskriftarlista. Þriðjungur athugasemda voru um flugvöllinn í Vatnmýri en einnig var talsvert um athugasemdir við fyrirhugað skipulag í Úlfársdal.
Í bókun Sjálfstæðisflokksins vegna skipulagsins - sem lögð var fram á fundi umhverfis-og skipulagsráðs í vikunni - kemur meðal annars fram að aðalskipulagið lýsi þröngsýnum viðhorfum þar sem val um búsetuform sé takmarkað og fjölbreytileiki kæfður niður. Mikilvægt sé að aðalskipulag sé unnið í sátt við borgarbúa - ekkert verkefni hafi þó mætt meiri andstöðu.
Meirihlutinn lét af þessu tilefni bóka að aðalskipulagið lýsti framsækinni sýn - þau afturhaldssjónarmið sem kæmu fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu dæmdu sig sjálf.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram nokkrar tillögur um breytingar á aðalskipulaginu - meðal annars að íbúabyggð í Skerjafirði yrði lögð til hliðar, að uppbyggingaáform í Vatnsmýri yrði frestað og að hætta ætti við fyrirhugaða húsalengju norðan Suðurlandsbrautar. Tillögurnar voru allar felldar.
Í einni af nokkrum bókunum Sjálfstæðisflokksins á fundinum segir að meirihlutinn bregðist ekki við þeim sjötíu þúsund undirskriftum sem safnað var til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Vatnsmýri.„ Hvenær er ástæða til að bregðast við athugasemdum ef ekki við þessar aðstæður? ,“ er spurt í bókun Sjálfstæðisflokksins.
freyrgigja@ruv.is |
Frsm. (Jóhannes Jóhannesson)
Í greinargerðinni, sem fylgir þessu frv., sem er þskj. 344, er gerð skýr og ítarleg grein fyrir, hverja breytingu á núgildandi lögum það felur í sjer að því er snertir áfrýjun dóma í landamerkjamálum, og einnig nauðsynina á þessari breytingu. Allshn. þessarar hv. deildar, sem hefir haft málið til meðferðar, vill fyrir sitt leyti fallast á þessar ástæður, og leyfi jeg mjer því fyrir hennar hönd að skírskota til greinargerðarinnar og leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.
Frsm. (Guðmundur Ólafsson)
Eins og sjest á nál. , hefir allshn. athugað þetta frv. og leggur til, að það sje samþykt óbreytt. þetta frv. er að áliti nefndarinnar ekkert stórmál, en hún felst á, að rjett sje að leyfa hestamannafjelaginu „Fáki“ þessa veðmálastarfsemi. í greinargerð frv. í hv.Nd. er ítarleg grein gerð fyrir því, af hverju fjelagið fer fram á þetta, og læt jeg mjer nægja að vísa til þess. Fjelagið hefir átt við fjárskort að búa, en hyggur, að það geti með þessu móti veitt svo há verðlaun, að það fái fleiri góða hesta til kappreiða sinna en ella. - Hv. Nd. hefir bætt því við, að 10% af hagnaði fjelagsins af þessari starfsemi skuli renna til reiðvegarins hjer við bæinn. Allir, sem eitthvað þekkja til hjer í kring, vita nauðsynina á þessum reiðvegi og að honum sje haldið við. Allshn. álítur því þetta ákvæði til bóta. - í stuttu máli er það tillaga allshn. , að frv. sje samþykt.
Jóhann Jósefsson
Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, af því að jeg er ekki sannfærður um, að hjer sje svo mikið nauðsynjamál á ferðum, að þörf sje á að löghelga þessa veðmálastarfsemi eins og nú standa sakir. Hitt hefi jeg heyrt, að núna eigi þessi starfsemi sjer stað, en þá er hún ólögleg. Jeg játa, að jeg er persónulega alveg ókunnugur veðmálastarfseminni hjer, en af afspurn hefi jeg það álit á kappreiðaveðmálum alment, að þau sjeu til lítilla þrifa. Þau æsa spilafíkn manna, og það álít jeg síður en svo heppilegt. Hinsvegar játa jeg, að jeg er málinu ekki vel kunnugur, og því sagði jeg háttv. meðnefndarmönnum mínum, að jeg mundi ekki beita mjer neitt á móti því. - Jeg kannast við, að þörf er á að bæta reiðveginn. Það þarf ekki að fara langt út úr bænum til að sannfærast um það. En mjer virðist, að helsta gagnið af starfseminni eigi að verða endurbæturnar á þessum reiðvegi, þó að einungis 10% af ágóða fjelagsins eigi að renna til hans. Hin 90% fara sjálfsagt til skeiðvallar fjelagsins og verðlauna, er það veitir.
Jón Baldvinsson
Mjer þykir orðin lítil stefnufesta í löggjöf hins háa Alþingis. Annað árið bannar það hlutaveltur og happdrætti, vegna siðspillandi áhrifa af þeim. Hitt árið kemur ekki svo argvítug beiðni um svindilbraskssjerleyfi, að ekki sje gleypt við því. - Ef happdrætti eru skaðleg, þá er þetta það engu síður. Mjer er sagt, að í Reykjavík hafi verið tekin upp sú stefna að banna fjelögum að halda hlutaveltur, jafnvel þótt það sje gert í lofsamlegum tilgangi, til að styrkja ýmsa góðgerðarstarfsemi o. s. frv. En samt á að leyfa veðmálastarfsemi eins og þessa.
Jeg veit ekki, hvort vinir og velunnarar þessa frv. hafa athugað alt, sem hjer kemur til greina. Það þarf að taka fram, að þetta sjerleyfi sje ekki veitt um aldur og æfi. Einnig þarf að taka fram, að ríkið megi skattleggja þetta, o. m. fl. Það gæti í framtíðinni orðið mikil tekjulind. í greinargerðinni er sagt, að á síðustu 5 árum hafi verið veitt yfir 7 þús. kr. í verðlaun fyrir fljóta hesta. Þetta er sjálfsagt mest alt fengið með ólöglegri veðmálastarfsemi. Í greinargerðinni er tekið fram, að lítil regla hafi verið með aðgöngumiðasölu, og hlýt jeg því að efast um, að miklar tekjur hafi runnið þaðan. Á næstu árum má vel búast við, að tekjurnar verði ekki 7 þús. kr. á 5 árum, heldur 60–70 þús. kr. á hverju ári, jafnóðum sem ósóminn æsir hjá mönnum spilafíknina. En úr því að ríkið ætlar að leyfa þetta, vill það þá ekki taka þátt í „svínaríinu“ og heimta af því ríflegan skatt? Væri ekki rjett fyrir fylgismenn frv. að ganga betur frá þessu öllu saman. T. d. að taka fram, að leyfið skuli veitt til eins og eins árs í senn, eða aðeins í eitt og eitt skifti. Einnig að leggja megi á þetta meiri skatt en þessi 10% af ágóðanum til reiðvegarins. - Þetta á alt að taka fram í reglugerð, munu menn segja. En af þeirri reynslu, sem maður hefir af hæstv. stjórn um sjerleyfaveitingar á undanförnum árum, mega þeir frekar vænta, að hún gangi of nærri lögunum heldur en að hún fari of strangt í sakirnar. Hvernig var t. d. um reglugerðina fyrir h/f Útvarp? - Ef svona grautarlög verða samþykt, má búast við, að hægt verði að teyma hæstv. stjórn óendanlega langt. Ef til vill verður aldrei hægt að ná sjerleyfinu aftur, meðan til er fjelag með nafninu „Fákur“. - „Með skilyrðum ákveðnum í reglugerð“, segir ákaflega lítið, þegar ekki er einu sinni ákveðinn grundvöllurinn undir þeim skilyrðum. Málið er yfirleitt svo illa undirbúið, að hneyksli væri að afgreiða það.
Jeg veit ekki, undir hvaða ráðherra þetta heyrir að rjettu lagi. Ef það væri hæstv.forsrh. (JÞ), mætti ef til vill af reynslunni um lotteríið vænta þess, að hann yrði stirður um sjerleyfisveitinguna. En frá hæstv. atvrh. (MG) er síður góðs að vænta í þessu efni. - Þó að jeg sje hæstv. stjórn sjaldan þakklátur, held jeg, að hún væri vítalaus af mjer, þótt hún notaði ekki þessa sjerleyfisheimild.
Frsm. (Guðmundur Ólafsson)
Jeg bið hv.þm. Vestm. (JJós) forláts á því, að jeg gleymdi að geta um fyrirvara hans. Jeg hafði nál. sem sagt ekki með höndum og mundi ekki annað en að hann hefði skrifað undir fyrirvaralaust. - Jeg þarf annars engu að svara honum. Hann viðurkendi þörfina á reiðvegi, og barði annars mest við ókunnugleika sínum. - Það voru ekki svo lítil orð, sem hv. 5. landsk. (JBald) byrjaði með: „argvítug beiðni um svindilbraskssjerleyfi“. Sagði hann, að öllu slíku væri nú sint, og þótti mikil afturför frá í fyrra. Jeg man nú ekki betur en að samþykt væru á þingi í fyrra lög um stórkostlegt peningahappdrætti.
En það bannaði hlutaveltur
. Rjett er það, en það hefir þá verið ósamræmi hjá þinginu í fyrra, en ekki nú. Auðvitað er þetta frv. á engan hátt sambærilegt við happdrættislögin frá í fyrra. Það væri að bera saman úlfalda og mýflugu. - Þá talaði hv.þm. (JBald) um verðlaunin og hjelt, að fje til þeirra væri mest fengið með ólöglegri veðmálastarfsemi. En fyrst þessi starfsemi er rekin á annað borð, er þá ekki viðfeldnara að setja einhver lög um hana? - Auk þess þykist fjelagið sjálft hafa mestar tekjur af aðgöngumiðasölu, en ekki af veðmálum. - Það er rjett hjá háttv.þm., að ekkert er talað um þau skilyrði, sem setja ætti í væntanlega reglugerð. En jeg held nærri því, að hæstv. landsstjórn væri trúandi fyrir þessu.
Stórt spursmál!
. Við hv. 5. landsk. erum báðir stjórnarandstæðingar, en sá er þó munur á okkur, að hann trúir hæstv. stjórn ekki til neins, en jeg held, að hægt sje að nota hana til smásnúninga. - Hvað því viðvíkur að tala um tímatakmark, hygg jeg, að sá ótti, sem kominn er fram hjer í hv. deild, muni verða nægileg ábending til hæstv. stjórnar um það, hvað hún veitir leyfið til langs tíma. Ef þessi starfsemi sýndi sig við reynsluna að gefa mikið fje af sjer, er vel hugsanlegt að skattleggja hana seinna. Það er ómögulegt að hugsa sjer, að hæstv. stjórn gangi svo frá þessu, að hún setti ekki skilyrði bæði um tíma og annað, sem nauðsynlega tilheyrir í þessari reglugerð, sem ætlast er til, að hún gefi út samkv. þessu frv.
Annars get jeg ekki verið að kosta langri ræðu upp á þetta mál, sem í sjálfu sjer er ákaflega smátt, ekki síst þar sem þessi veðmálastarfsemi hefir farið fram í lagaleysi undanfarin ár, sem mun ekki þægilegt að sporna við. Að minsta kosti vildi jeg gjarnan heyra, hvaða ráð eru til að stemma stigu fyrir því, þótt engar reglur sjeu til, sem það leyfa.
Jón Baldvinsson
Jeg vildi aðeins biðja nefndina að athuga til 3. umr., ef frv. fer svo langt, hvort hún vilji ekki gera þessa breytingu, svo að stjórnin leiki ekki alveg lausum hala um að setja í sjerleyfið það, sem henni sýnist. En mjer sýnist það engin ástæða til að samþ. þetta frv., að þessi starfsemi hefir verið rekin ólöglega undanfarin ár, - heldur miklu fremur ástæða til að synja um leyfi. Jeg tel engin vandkvæði á að hafa eftirlit með, að veðmálastarfsemi fari ekki fram þarna, - sennilegt, að lögreglustjórinn í Reykjavík þyrfti ekki annað en hafa þarna menn við, til þess að líta eftir, að ekkert færi þar fram í bága við landslög. Að minsta kosti ætti þessi veðmálastarfsemi ekki að þurfa að fara þar fram opinberlega, ef eftirlit væri nóg.
Jeg álít, að frv. þetta sje algerlega óhæft að verða að lögum, og vil því endurtaka, hvort nefndin vilji ekki taka til íhugunar að gera till. um breytingu til 3. umr.
Frsm. (Guðmundur Ólafsson)
Jeg býst við, að óhætt sje að lofa fyrir hönd nefndarinnar að athuga frv. milli umræðna, fyrst komin er fram ósk um það.
Hv. 5. landsk. sagði, að það væri ekki ástæða að veita leyfið, þó að veðmál hefðu átt sjer stað ólöglega. Jeg held jeg hafi ekki kallað það ástæðu; en jeg sagði, að það gerði minni mun frá því, sem áður var, ef það væri rjett, sem hv. 5. landsk. mintist á.
Jónas Jónsson
Jeg játa að vísu, að slík veðmálastarfsemi og hjer er talað um, er náttúrlega ekki æskileg í landinu. Má að nokkru leyti sama um slíkt segja og knattborðin, sem skattlögð voru nýlega. En úr því að fólkið er fíkið í þetta, þá vil jeg þó heldur, að það sje gert á leyfilegan hátt og einhver hafi gott af því. Þetta hestamannafjelag hefir gert talsvert gott hjer í bænum; það hefir unnið það, sem landinu og bænum bar að framkvæma, - gert 10 km. reiðveg inn fyrir bæinn og lagt talsvert til hans. Af því að jeg er einn af þeim mönnum, sem nota hesta, - þótt jeg sje ekki í þessu fjelagi - þá get jeg borið vitni um, að þessi vegur er mikil umbót í dýraverndunaráttina. Hestarnir urðu fótaveikir af þessum hörðu vegum; en bæði jeg og fleiri hafa veitt því eftirtekt, að í seinni tíð hafa hestar enst betur en áður.
Fyrir þessar ástæður hefi jeg búist við að láta þetta fjelag njóta þess, að það hefir komið nokkru góðu til leiðar. Hinsvegar játa jeg, að ef það kemur í ljós, að spilling fylgi þessu, þá sje sjálfsagt að breyta þessu aftur; en enn sem komið er held jeg, að slíkt verði varla sagt.
Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson)
Hjer liggur fyrir nál. á þskj. 542 frá meiri hl. fjhn. , en minni hl. nál. hefi jeg ekki orðið var við. Meiri hl. skildist á fjárhagsnefndarfundi, sem haldinn var síðast um þetta mál, að tveir nefndarmenn, hv. 2. og hv. 5. landsk. (IHB og JBald) væru heldur mótfallnir frv. Meiri hl. áleit á hinn bóginn rjett, að málið gengi fram.
Þetta stjfrv. er flutt í Nd. , en þegar það kom hingað, var búið að breyta því allmikið, tollurinn færður ákaflega mikið niður frá því, sem upphaflega var til ætlast. Meiri hl. gerði nokkra lagfæringu á þessu - og raunar fleiru í frv. - Það virðist hafa vakað fyrir þeim, sem breyttu frv. í hv.Nd. , að ívilna nokkrum þeim iðnaðarfyrirtækjum, sem þegar eru komin á stofn. Það átti að ske á þann hátt, að tollurinn færi stighækkandi 3. hvert ár, og sýndist það eiginlega vera nokkuð flókin leið. Meiri hl. vill að vísu taka undir um það, að rjett sje að ljetta undir með þeim iðnaðarfyrirtækjum, sem þegar eru komin á fót; en hann vill gera þá breytingu, að þau iðnaðarfyrirtæki, er þegar eru stofnsett eða voru stofnsett um síðustu áramót, gjaldi mjög lágan toll, eða sem svarar 1/6 gjalds af tilsvarandi framleiðslumagni því, er þau framleiddu 1928, og gjaldi það til ársloka 1935.
Einnig hefir meiri hl. líka lagt til, að dálítil tilfærsla á vörutegundum yrði gerð, sem hann álítur sanngjarnari og rjettari.
Jeg skal svo ekki fjölyrða um þetta mál að sinni. Meiri hl. leggur til að samþ. frv. með þeim breytingum, sem hann ber fram á þskj. 542. Með því að jeg hefi ekki sjeð nál. frá hv. minni hl. og veit ekki vel um ástæðurnar fyrir því, að þeir fylgdu ekki þessu máli, hlýt jeg að bíða með að segja meira þangað til þeir hafa látið uppi álít sitt.
Forsrh. og frh. (Jón þorláksson):
Jeg þakka hv. meiri hl. fjhn. fyrir afgreiðslu þessa máls og fyrir þær till., sem hann gerir, sem jeg eftir atvikum get sætt mig við og jeg hygg að sjeu a. m. k. fullkomlega sanngjarnar í garð þessa atvinnurekstrar, sem hjer er um að ræða. - Stjórnin hafði farið fram á að setja atvinnufyrirtækjum, sem sjerstaklega framleiða öl og kaffibæti, nokkuð þyngra gjald en farið er fram á í till. meiri hl.; og jeg álít, að í sjálfu sjer hafi það verið sanngjarnara að hafa gjaldið eins hátt og stóð í stjfrv. En þó er á það að líta, að það var á þessum tveimur sviðum aðallega búið að koma upp iðnaðarfyrirtækjum í skjóli þeirrar miklu tollverndar, sem nú er, og því mátti kannske búast við, ef engin ívilnun væri ger, að svona löggjöf kynni - þegar hún kemur eftir á - að baka þeim fyrirtækjum erfiðleika.
Nú hefir hv. meiri hl. tekið tillit til þessa. Fyrir það fyrsta stingur hann upp á, að endanlegt gjald verði lægra, 1/2 gjald af kaffibæti og 1/3 gjalds af öli, þar sem stjfrv. hefir 2/3 og 1/2; þar að auki eiga þau fyrirtæki, sem nú þegar eru komin á fót, að njóta sjerstakrar ívilnunar, gjalda 1/6 fyrir það framleiðslumagn, sem svarar framleiðslumagninu 1926, og sje svo í nokkur ár. Jeg hefi borið mig saman við eigendur hinna helstu þessara fyrirtækja, sem nú eru til á þessu sviði - en þau eru hjer í bænum - og hafa þeir fyrir sitt leyti tjáð mjer, að þeim þætti þessi uppástunga meiri hl. ekkert óaðgengileg fyrir sig. - Mjer finst því ekki geta talist ástæða til þess fyrir hv.þd. að krefjast betri kjara eða lægra gjalds þessum atvinnuvegi til handa heldur en nú er farið fram á.
Jeg skal heldur ekki fara neinum orðum um rjettmæti þessa gjalds yfir höfuð, meðan ekki hafa komið fram nein andmæli gegn því hjer.
Magnús Kristjánsson
Jeg skal fyrst geta þess, að jeg álít það sje í raun og veru ill nauðsyn að þurfa að íþyngja innlendum iðnaðarfyrirtækjum, sem eru nýlega stofnuð. En samt sem áður er það ýmislegt, sem hægt er að færa fram fyrir þeirri skoðun, að þessi fyrirtæki njóti ekki eins mikillar verndar eins og þau hafa hingað til notið.
En það er annað, sem jeg vildi sjerstaklega minnast á; jeg er - mjer liggur við að segja - undrandi yfir þeirri niðurstöðu, sem nefndin hefir komist að. Það er auðvitað ekki beint nefndarinnar verk, þessi stigmunur á hinum ýmsu vörutegundum, sem hjer um ræðir; en mjer skilst, að ef hlutföllin hafa verið á einhverju viti bygð eins og þau voru áður, þá sje þessi munur, sem nú er gerður á hinum ýmsu vörutegundum, alveg út í loftið. En það, sem mjer í raun og veru þykir einna athugaverðast í till. nefndarinnar, er 4. liður brtt. Jeg hygg hv. nefnd hafi ekki gert sjer fullkomlega ljósar afleiðingamar, ef þessi brtt. yrði samþ. Það kann að hafa við nokkuð að styðjast, að vel mætti ívilna þeim fyrirtækjum, sem þegar eru farin að starfa eitthvað; en jeg álít, að það sje þó því aðeins, að öðrum sje ekki sýnt megnasta ranglæti. Jeg álít, að afleiðingin af samþykt þessarar till. hljóti að verða sú, að t. d. fyrirtæki, sem stofnuð hafa verið nú í ársbyrjun - af kannske veikum mætti, en góðum vilja - og kynnu að geta átt eins mikinn tilverurjett eins og þau, sem fyrir eru, þau hljóti að verða dauðadæmd með slíku fyrirkomulagi sem þessu.
Hins vegar hefði það verið í raun og veru alt annað mál, þótt þessi ívilnun hefði átt sjer stað þannig, að öll þau fyrirtæki, sem stofnuð kunna að verða eftir að lögin hafa gengið í gildi, hefðu orðið fyrir barðinu á þessum lögum. En eins og brtt. hljóðar, álít jeg, að þetta geti ekki staðist; og jeg ætla að bera það traust til hv. nefndar, að hún taki aftur þessa till. sína, a. m. k. til 3. umræðu, til þess að hún verði nákvæmar athuguð. Jeg tel ekki, að mjer þýði neitt að fara að bera fram brtt. ; því að jeg býst við, að það fari hjer sem fyr, að meiri hluti þessarar hv. deildar viti fullkomlega, hvað hann vill, og fyrir örlögum brtt. verði sjeð, ef fram kæmi. Þess vegna vil jeg fara þá leið að beina þeirri ósk til háttv. nefndar, að hún sjái sjer fært að fresta atkvgr. um þennan lið brtt.
Til skýringar vil jeg taka ofurlítið dæmi. Við skulum segja, að hjer væri iðnaðarfyrirtæki, svo sem kaffibætisgerð, sem hefði starfað hjer undanfarið og framleitt eitthvað 40 tonn, sem ekki mun vera neitt fráleitt að áætla; þá skilst mjer, að tap ríkissjóðsins á þessari ívilnun mundi vera sem næst 10 þús. kr. á hverju ári, sem þetta gilti. En aftur á móti mættu þau fyrirtæki, sem byrjað hafa starfsemi sína 1. jan. þessa árs eða seinna, mega teljast alveg úr sögunni, gætu ekki haldið áfram sinni starfsemi svo að segja degi lengur.
Jeg þykist ekki þurfa að fara fleiri orðum um þetta. Jeg hefi hjer tekið aðeins eitt dæmi, og mjer þætti ekki ólíklegt, að við nánari athugun muni menn sjá, að það getur ekki verið nokkur ástæða að veita slíka gífurlega ívilnun þessum fyrirtækjum, ef það verður til þess að kippa fótunum undan öðrum, sem ættu alveg samskonar rjett á sjer.
Jeg ætla svo einungis að vænta þess, að hv. nefnd vilji líta með velvilja á þessi tilmæli mín, því að jeg fæ ekki annað skilið en að hún komist að þeirri niðurstöðu, að þetta þurfi nokkurrar breytingar við.
Jónas Kristjánsson
Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara og vil leyfa mjer að gera grein fyrir þeim fyrirvara ásamt afstöðu minni gagnvart frv. í heild sinni.
Vörur þær, er um ræðir í þessu frv., eru flestar þess eðlis, að jeg tel best og heppilegast, að af þeim væri sem minst flutt til landsins. Flest eru það svokallaðar sælgætis- eða eiturnautnavörur, sem best væri, að sem minst væri neytt af. Jeg býst við, að mörgum muni kunn afstaða mín gagnvart þeim, og ætla jeg mjer ekki að þessu sinni að halda neinn fyrirlestur um lifnaðarhætti. En þó get jeg ekki látið vera að geta þess, að jeg tel óholt matarhæfi, - og þar á meðal sælgætis- og sætindaát - eiga nokkurn þátt í vaxandi meltingarkvillum, alt frá botnlangabólgu og magasárum til rotnunardauðans, krabbameinsins. Jeg er því ekki fyllilega ánægður með þetta frv., því að mjer þykir mjög ilt að gera landsmönnum ljettara fyrir að neyta þessarar óhollu vöru. Jeg fyrir mitt leyti hefði heldur kosið, að hækkaður væri að mun tollur á þessum tískuvörum, sem leiða til veiklunar á heilsu manna, heldur en að lækka hann, jafnvel þótt það gæti gefið einhverja atvinnu. Það mun ætíð veitast erfiðara að hækka toll á þeim vörum, ef tilbúningur þeirra er orðinn að atvinnuvegi í landinu sjálfu. Það er viðurkent, að tóbaksnautn hjer á landi fer mjög vaxandi. Börn og unglingar reykja „sígarettur“ sjer til skaða. Og það er sorglegt tákn tímanna að sjá framtaksemi manna beinast að tilbúningi slíkrar vöru, í stað þess að glíma við einhver nytsamari verkefni. En svona er það samt, framleiðsla á nautnavörum er sú, sem borgar sig best. Jeg vil halda því fram, að með tollum eigi að sporna við, að flutt sje nema sem minst af þess kyns varningi inn í landið. Flest af þessu eru vörur, sem eru til engra nytja, að maður segi ekki til skaða, og við getum með öllu látið vera að kaupa. Því er hár tollur á þeim rjettmætur.
Jeg er ósamþykkur frv. í meginatriðum og býst jafnvel við að greiða atkvæði á móti því. Tollurinn, sem þar er ákveðinn, er of lágur. En toll tel jeg líklegastan til þess að laga ástandið, ef hægt er. Því finst mjer frv. spor í öfuga átt við það, sem vera ætti.
Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson)
Jeg bjóst satt að segja við, að hv. 1. eða hv. 5. landsk. (JJ, JBald) þyrftu að segja eitthvað, en af því hefir ekki orðið. En jeg verð að biðja háttv. 6. landsk. (JKr) afsökunar, að mjer sást yfir að geta þess, að hann hefir skrifað undir nál. meiri hl. fjhn. með fyrirvara. Nú hefir hann gert grein fyrir þeim fyrirvara og skoðun sinni alment á málinu.
Hv. 4, landsk. (MK) mintist á brtt. meiri hl, og taldi ívilnanirnar órjettlátar. Það getur verið álitamál, hvort svo er. En hjer er nú um tiltekið iðnaðarfyrirtæki að ræða í frv. og þann iðnað, sem ekki er útlit fyrir, að mörg fyrirtæki geti að starfað í þessu landi. Jeg get ekki sjeð neina bót að því, að ný verksmiðja framleiddi kaffibæti t. d. eða aðrar þr vörur, sem nefndar eru í c- og d-lið. En í till. er ívilnunin ætluð þeim iðnaðarfyrirtækjum, sem heyra undir þá liði og stofnsett eru fyrir 1, jan. 1927. Til þess að framleiðsla á þessum vörutegundum geti verið í lagi, þurfa þau fyrirtæki, sem hana stunda, að hafa svo mikla umsetningu, að þau hafi hag af því að vanda sem best vöru sína, En ef of margir gefa sig við þessari framleiðslu, má búast við, að það verði til vafasamra bóta bæði fyrir iðnrekendur sjálfa og eins neytendur. Meiri hl. fjhn. vill því ekki ýta undir, að of mörg fyrirtæki verði sett á stofn t. d. til þess að framleiða kaffibæti, ávaxtasafa, öl o. s. frv.
Á ekki að vera frjáls samkepni?
. Eðlilega, En ekki er ástæða til þess, að löggjafarvaldið fari að ýta undir, að neitt kapphlaup verði um þessa framleiðslu, af því að þetta eru vörutegundir, sem frekar munu taldar óþarfar en hitt.
Hv. 5. landsk. (JBald) hefir nú heyrt álit hv. 6. landsk. (JKr) á þessum vörutegundum yfir höfuð. Hv. 6. landsk. dæmir þær út frá sínu heilsufræðilega sjónarmiði og sýnir fram á, að mest af þessum vörum, sem um getur í frv., sje óþarft og sumt beinlínis skaðlegt. Meiri hl. vill ekki bera það til baka. En á hinn bóginn er hætt við, væri settur geysihár tollur á þessar nautnavörur, að það mundi leiða til þess, að menn færu að nálgast þr með ólöglegu móti, og niðurstaðan yrði sú, að vörurnar væru um hönd hafðar eftir sem áður, en ríkissjóður færi á mis við tekjur í tollum af aðflutningsgjaldi.
Það er ekki útilokað, að háttv. 4. landsk. (MK) geti komið að sínum till.; þótt meiri hl. taki ekki aftur sínar till., má athuga brtt. við 3. umr., er til kæmi. Þau iðnaðarfyrirtæki, sem fást við tilbúning á vörum, sem ekki falla hjer undir, þrífast vel í því skjóli, sem vörutollurinn ljær þeim.
Meiri hl. fjhn. sjer því ekki ástæðu til eftir atvikum að taka till. sínar aftur, þar sem þetta mál á enn eftir eina umr. í hv. deild.
Magnús Kristjánsson
Mjer kemur það undarlega fyrir, að nefndin vill ekki láta fresta atkvgr. um þessa liði, og mjer finst það hrein og bein skylda hv.fjhn. að veiða við tilmælum mínum. Það er lítil ástæða til og ekkert vit í að vera að samþykkja ákvæði, sem sýnilegt er, að breyta þurfi við næstu umr. Jeg tel það óráð og ósið, sem ekki ætti að eiga sjer stað. Jeg býst líka við, að hv.frsm. (JJós) telji ekki starf hv.fjhn. svo óskeikult, að ekki mætti sumt betur fara. Það er þá fyrst, til að nefna misrjetti það, er jeg tel stefnt að með brtt.hv.fjhn., að þeim, sem hafa verið svo óhepnir - jeg vil ekki segja óvarkárir, - að byrja samskonar starfrækslu og þá, er hjer um ræðir, frá síðastliðnum áramótum og þangað til þessi lög öðlast gildi. Jeg fer fram á, að þessu ákvæði verði breytt, svo að lögin nái til allra, sem starfrækja samskonar fyrirtæki, alt þangað til lögin ganga í gildi. Með því móti má bæta úr þessu misrjetti, sem annars ætti sjer stað. Þótt frjáls samkepni sje góð á sinn hátt, þá getur hún líka verið hættuleg - það er skoðun, sem jeg hefi haldið fram bæði fyr og síðar - og ekki síst fyrir þá sök, hve iðnaðarfyrirtæki eru hjer kraftlítil, og það því fremur, sem lítil skilyrði eru hjer fyrir því, að slík starfræksla geti þrifist í stórum stíl. Jeg get þá líka verið hv. meiri hl. sammála um það, að rjett sje að setja nokkrar takmarkanir fyrir því, að fyrirtæki af þessu tægi spretti upp sem gorkúlur á haug, en þó með því skilyrði, að ekki kæmi þungt niður á þeim, sem hafa ekki gert sjer grein fyrir, hváð til stæði. Jeg er sannfærður um, að hv. fjhn, eða meiri hl. hennar, og hv. þingdeild í heild sinni hljóta að sjá, að þessi breyting er sjálfsögð. Jeg hefði kunnað betur við, að gr. kæmist alls ekki inn í frv., því að það eru fleiri en jeg, sem álíta, að þetta atriði sje ekki nægilega athugað. Jeg tók það fram áðan, og vildi gjarnan beina því til hv. nefndar, að mjer þykir óþarflega langt gengið í þessari ívilnun. Það er ekki alllítil upphæð, að ívilnunin skuli nema 250 kr. á hvert tonn. Minna mátti gagn gera. En ef hv. deild er ófáanleg til þess að breyta því, þá mætti minka misrjettið með því að hafa tollívilnunina minni.
Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson)
Jeg vil leyfa mjer að fara fram á samkomulag milli hv. 4. landsk. (MK) og hv. nefndar um það, að þessar 4 brtt.hv. meiri hl. fjhn. komi nú til atkvæða, vegna þess að því, sem vakað hefir fyrir hv. 4. landsk. , um ívilnun til fyrirtækja, sem stofnsett eru á tímabilinu frá 1. jan. 1927 og þangað til þessi lög öðlast gildi, má að minni hyggju ná með því að orða það sem viðauka, en jeg tel hins vegar ekki hægt að fella það inn í ákvæði nefndarinnar, því að fyrir þau fyrirtæki er ekki hægt að miða við framleiðslu ársins 1926. Þetta frv. ákveður svo, að lögin öðlist gildi 1. júlí 1927, og þá er um það að ræða, hvort hægt er að bæta við væntanlega 3. gr. ákvæði um ívilnun, sem miðuð sje við ástæður fyrirtækja, sem stofnsett eru frá áramótum og til þess tíma. Jeg fyrir mitt leyti er fús til athugunar á því, en finna verður annan mælikvarða en þann, sem till. meiri hl. fjhn. byggir á, nefnilega framleiðslu ársins 1926.
Jeg verð að benda háttv. 6. landsk. (JKr) á það, ef hann vill vera á móti frv. af því að iðnaður eins og sá, er um ræðir í frv., eigi lítinn eða engan tilverurjett í landinu, þá er það svo um þetta frv. að því er snertir gjald fyrir gerð tóbaksvarnings, að þar er haldið ákvæðum núgildandi löggjafar um það efni óbreyttum, og sama er að segja um gjald af brjóstsykurs- og konfektgerð. En um hitt, óáfeng vín o. s. frv., er hjer í fyrsta sinn farið fram á, að þeir, sem slíkt vilja búa til, skuli kaupa leyfisbrjef í því skyni og greiða gjald í ríkissjóð, sem miðast við aðflutningsgjald á þeirri tollvörutegund, sem þeir framleiða. Verði þessi tilraun feld, búa þessi fyrirtæki við það atvinnufrelsi áfram, sem nú er. Og það er vitanlegt, að verksmiðjum, sem fást við ölgerð og kaffibætisframleiðslu, muni skjóta upp eins og gorkúlum, svo fremi þessari löggjöf verði slegið á frest, Jeg vil því fastlega mælast til þess við hv. 6. landsk. , þótt honum þyki frv. fara of skamt og leggja of litlar hömlur á tilbúning þessa óþarfa, þá láti hann það ekki verða til þess að svifta frv. atkv. sínu. Það er heldur ekki hægt, eins og þingið er nú skipað, að komast lengra í því að leggja gjöld á þessi fyrirtæki heldur en gert er með brtt.hv. meiri hl. fjhn. Jeg vil og minna á það, að þessi sömu fyrirtæki greiða annað gjald í ríkissjóð, sem vel má leggja í vogarskálina á móti. Öll þurfa þau að flytja inn efnivörur til iðnaðar síns og greiða af þeim vörutoll. Og eru það ekki litlar upphæðir. Auk þess borga þau sína beinu skatta til ríkis og bæjar. Það hefir verið lagt vandlega niður í hv.fjhn.Nd. og af mjer með viðtali og athugun og hliðsjón af því, sem þessi fyrirtæki greiða nú í ríkissjóð. Og eftir atvikum er ekki ástæða til að fara fram á hærra gjald en háttv. meiri hl. leggur til, að samþykt verði.
Mjer finst óheppilegt, ef þessi löggjöf verður ekki útkljáð nú þegar, því að það mundi frekar verða til þess að auka óheilbrigðan atvinnurekstur á þessu sviði, sem ekki getur þrifist nema með því að njóta tollverndar.
Jónas Jónsson
Jeg þarf að segja fáein orð við hæstv.forsrh. (JÞ). Það er kunnugt, að þetta mál var frá upphafi miður undirbúið en skyldi og nú er orðið. Þegar það kom fyrir háttv.Nd. , mætti það strax mótstöðu. Það var þá því líkast, sem væri það beinlínis gert til þess að kæfa þann litla vísi til innlends iðnaðar, sem fyrir er, og reisa skorður við vexti hans á næstunni. Það er kunnugt frá mönnum, sem standa að þessum iðnaði, ölgerð, kaffibætisvinslu o. s. frv., að megnar hótanir höfðu komið í garð þessara íslensku atvinnurekenda frá mönnum, sem hafa umboð fyrir útlend firmu á þessum vörum, að svo hár tollur skyldi verða lagður á hina innlendu framleiðslu, að þeim veittist erfitt að standast samkepnina. Þetta tók hv.Nd. til greina og gerbreytti frv., svo að það er ekki út af eins skaðlegt nú og það var.
Þar sem nú er ástæða til að halda, að hæstv. landsstjórn hafi staðið í sambandi við umboðsmenn þá, sem flytja inn þessar vörur og eru sumir hverjir stuðningsmenn hæstv. stjórnar og framleggjendur í blaði flokksins, fyndist mjer rjettara, að málið væri tekið upp aftur á almennari grundvelli, og það því fremur, sem einstakir nefndarmenn hafa vitneskju um, að það er í undirbúningi hjer að stofna til íslensks iðnaðar í tóbaksgerð. Þar sem allar þjóðir, þótt ekki rækti þær tóbak, reyna að hafa þessa iðju hjá sjer í eigin landi, tel jeg það frekar gagnlegt fyrir okkur, að sú iðja sje rekin innanlands, meðan tóbak er á annað borð notað.
En þegar tekið er tillit til þess, hversu mikið gjald verður að greiða af hráefni, sem inn er flutt, og þar við bætist geysihár tollur af vörunni sjálfri framleiddri, er útlitið fyrir slíka iðju síður en svo vænlegt.
Jeg get búist við að greiða atkvæði á móti frv., jafnvel þótt það hafi batnað töluvert við brtt. þær, sem hv. meiri hl. nefndarinnar hefir gert.
Magnús Kristjánsson
Jeg hefi litlu við að bæta, en vil aðeins ítreka það, að mjer þætti miklu máli skifta, ef háttv. nefnd vildi taka til greina bendingar mínar og koma fram með till. til breytinga samkvæmt þeim. Þó að jeg færi að bera fram brtt. , þá hefi jeg litla von um, að hún næði fram að ganga. En hinsvegar tel jeg víst, að hún væri líkleg til framgangs, ef hv. nefnd vildi taka hana á sína arma. Jeg ætla þá í sem allra fæstum orðum að gera grein fyrir því, hvernig jeg álít, að lagfæringar geti komist að. Jeg álít, að þetta mætti laga með því að bæta við 4. lið á eftir orðunum „að gjaldið ... færist niður í 1/6 aðflutningsgjalds“: að sömu hlunninda njóti atvinnurekendur, er hefja samskonar iðnrekstur á tímabilinu frá 1. jan. 1927 til 1. júlí 1927, er lögin ganga í gildi, og ívilnunin miðist við framleiðslumagn þeirra eins og miðað er við 1 árs vörumagn hjá hinum.
Jeg vona, að þetta sje mönnum alveg ljóst, og jeg fyrir mitt leyti tel nauðsynlegt, að það komist að í frv. Ef hv. nefnd sæi sjer ekki fært að verða við þessum tilmælum mínum, þætti mjer vænt um, að hún gerði mjer viðvart í tíma, svo að mjer gæfist svigrúm til þess að koma þá sjálfur með brtt. En jeg tel vænlegra til lagfæringar, ef háttv. nefnd vill taka af mjer ómakið.
Jón Baldvinsson
Jeg hefi ekki gert nál. , af því að jeg er á móti frv. í heild. Jeg skal játa, að ummæli mín voru á því reist, að mjer fanst háttv.frsm. ekki gera nægilega grein fyrir nál. Það er auðvitað erfitt að ákveða, hve hár tollur skuli vera á þessari framleiðslu. Til þess verður að vita um árlegt vörumagn o. fl. Það fer líka eftir því, hve mikið innflutningsgjald af hráefni er goldið í ríkissjóð. En þetta hefir ekki verið upplýst í umræðunum. Jeg er hissa á hv.fjhn.- mönnum, sem vilja koma á tvenskonar löggjöf um þetta efni, annari fyrir þá, sem hafa verið svo lánsamir að stofna svona fyrirtæki fyrir 1927, og hinni fyrir þá, sem á eftir koma. Mjer finst þetta æðimikið brot á svo kallaðri „frjálsri samkepni“, sem þeir vilja þó, að ríki. Mjer finst það fullkomið ranglæti að láta eina verksmiðju njóta ívilnunar, en aðra, sem síðar er stofnsett, borga miklu hærra. Jeg get ekki verið að rekast í frekari umræðum um þetta, en jeg lít svo á, að frv. mætti vel bíða eitt ár eða svo og njóta betri undirbúnings.
Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson)
Jeg vil geta þess út af ræðu hv. 4. landsk. (MK), að meiri hl. nefndarinnar er fús að taka til yfirvegunar til 3. umr. tillögu frá honum, sem færi í svipaða átt og hann mintist á. En það væri æskilegt, að hann vildi sýna nefndinni hana við fyrsta tækifæri, því að jeg býst við, að málinu verði hraðað, þar sem svo langt er liðið á þingtímann. Þeir tveir hv.þm., sem telja sig ekki hafa haft tíma til að útbúa nál. í málinu, segjast ekki vera frv. fylgjandi og óskir þeirra virðast helst ganga í þá átt, að tollvörutegundir þær, sem hjer ræðir um, ættu að vera tilbúnar hjer á landi. Þeir hljóta þó að vita, að ríkissjóður byggir tekjuáætlun sína ekki að litlu leyti á innflutningi þessara tollvara. Tollur á tóbaki nemur á 7. hundrað þús. króna, samkv. síðasta landsreikningi. Ef leyfð væri tóbaksiðn með tollvernd, mundi ríkið missa þessar tekjur. Það er annars einkennilegt, hve báðir þessir hv.þm. eru samtaka um að vernda framleiðslu þessarar munaðarvöru frá tolli. Meiri hl. fjhn. er þeirrar skoðunar, að tolla beri munaðarvörur yfirleitt, og hann vill ekki loka augunum fyrir því, hverja þýðingu sá innflutningur hefir að því leyti fyrir ríkissjóð. Jeg hefi enga tilhneigingu til að sveigja til um tolla af munaðarvörum, því ef farið væri út á þá braut að ýta undir framleiðslu þeirra með tollvernd, mundi neysla þeirra til nautna aukast, en ríkissjóður missa tekjur, sem hann ekki má við að missa. Um ívilnanir til eldri stofnana er það að segja, að það er ekkert nýtt, þegar settar eru kvaðir á einhverja framleiðslu, að tekið sje tillit til þeirra fyrirtækja, sem búin eru að starfa um langt skeið áður en kvaðirnar eru settar á. Hv. 4. landsk. er líka meiri hl. nefndarinnar sammála í þessu efni.
Jeg ætla ekki að svara háttv. 1. landsk. (JJ) því, sem hann talaði um, að afstaða okkar væri bygð á pólitískum ástæðum. Þær ásakanir eru gripnar úr sama lausa loftinu og vant er, þegar hann ætlar andstæðingum sínum miður góðar hvatir.
Jónas Kristjánsson
Jeg vil aðeins taka það fram, að jeg mælti á móti frv. að því leyti, sem mjer þótti það ekki gera ráð fyrir eins háum tolli og jeg teldi rjett að hafa á þessum munaðarvörum. Jeg vil, að tollurinn sje hafður svo hár, að hann dragi verulega úr kaupum á þessum vörum.
Eins og hv. deild er kunnugt, lagði ríkisstjórnin frv. þetta fyrir Alþingi í byrjun þings. Kemur það hingað frá hv. Nd. Mentmn. hefir íhugað frv. rækilega og borið það undir rektor mentaskólans. Að fengnu áliti hans gat nefndin ekki átt samleið, og hefir meiri hl. birt álit sitt á þskj. 546, sem jeg vænti, að hv. deild hafi kynt sjer. Frá almennu sjónarmiði hefi jeg litlu við að bæta það, sem þar er sagt. Samtalið við rektor mentaskólans styrkti okkur í þeirri trú, að hjer væri um að ræða gamla og nýja kröfu. En það, sem hann aðallega upplýsti, var, að nægja mundi rúm fyrir 40 námsmenn, í stað þess, að frv. gerir ráð fyrir 50. Leiðir af því nokkurn sparnað, og er því ekki nema gott eitt um það að segja. Mun rektor hafa miðað álit sitt m. a. við það, hve margir utanbæjarnemendur hafa sótt um húsaleigustyrk á undanförnum árum. Eru árlega veittir 36 skamtar, 50 krónur í hlut, og hefir það virst nægja, ekki verið fleiri umsækjendur. - Frv. tók litlum breytingum í Nd. Aðallega voru gerðar á því tvær breytingar, að í húsinu skyldi vera íbúð fyrir kennara, sem væri umsjónarmaður, og að í stað „námssveina“, sem í stjfrv. stóð, kæmi „nemenda“. Þetta er hvorttveggja í rjetta átt, því að skólann sækja bæði piltar og stúlkur, og heimavistin þarf að hafa umsjónarmann, sem þar hefir íbúð. Mín skoðun er sú, að undir vali umsjónarmannsins verði það mest komið, hvernig heimavistin reynist.
Eins og tekið er fram í nál. , hefi jeg sjerstöðu að því er hússtæðið snertir. Jeg álít ekki tiltækilegt að reisa húsið á mentaskólalóðinni. Vegna hollustuhátta þurfa svona hús að vera björt og rúmgóð og helst íþróttasvæði úti við, sem nemendur hafi aðgang að. Það er ekki nægilegt, að hugsa eingöngu um rúm til lesturs og svefns. Það verður að búa svo um, að nemendur um hag sínum vel og geti lifað heilbrigðu lífi, notið útivistar og íþrótta. Jeg mundi telja æskilegt, að húsið stæði svo sem 15 mínútna gang frá skólanum, helst utan við bæinn. Nemendur mundu njóta þar miklu betra næðis, heldur en ef húsið væri reist á lóð skólans, enda kemur ekki til mála, að það geti staðið þar, vegna þrengsla. Það hlyti líka að skyggja á aðalhúsið, sem er gamalt og gluggar helst til litlir. Orðalagsbreytingin „nemenda“ fyrir „námsveina“ er eðlileg. Jeg skal þó taka fram hjer, að jeg álít, að það hefði of mikinn kostnað í för með sjer að byggja hús bæði fyrir pilta og stúlkur. Það þyrftu að vera tvö hús eða a. m. k. tvær álmur. En það kemur varla til þess, að svo margar utanbæjarstúlkur sæki skólann, að til mála komi að byggja þeirra vegna. Það væri þá betra, að veita þeim nokkurn styrk eða fá þeim vist á væntanlegu kvennaheimili, sem gert er ráð fyrir, að upp verði komið 1930. Þó að jeg vænti þess, að heimavistin komist upp sem fyrst, geri jeg varla ráð fyrir, að hún komi fyr. Krafan um að fá nýja heimavist í stað hinnar gömlu, sem ekki þótti allskostar góð, er fjarri því að vera ný. Þeir, sem voru í gömlu heimavistinni, telja ilt, að hún skyldi leggjast niður, þó gölluð væri. Þeim finst með núverandi skipulagi hvergi griðastaður fyrir nemendur. Jeg mótmæli því algerlega, sem felst í áliti hv. minni hl., að þetta frv. sje ófyrirsynju fram borið. Slík ummæli eru alveg út í bláinn. Þá er það líka tekið fram í nál. minni hl., að frv. þetta hafi verið borið fram, án þess að bera það undir rektor mentaskólans. Þetta er engin ástæða á móti frv., og mjer var persónulega kunnugt um, að rektor var oftar en einu sinni búinu að leggja til, hvað gera ætti í þessu efni, og hann hefir ekki verið einn um þá skoðun, að nauðsyn bæri til, að koma upp heimavist við mentaskólann, heldur hefir það um langt skeið verið áhugamál fjölda kennara og fleiri manna út um land.
Sú tilgáta, að frv. þetta sje komið fram mestmegnis til þess að tefja fyrir þvi, að þroskaðir piltar, sem aðallega styðjast við vinnu sína, fái aðstöðu til þess að nema til stúdentsprófs á Akureyri, er bara gripin úr lausu lofti, og því fjarri öllum sanni. Það er fjöldi þroskaðra pilta, sem stunda nám við skólann. hjer, og er því engu síður þörf fyrir þá að geta notið heimavistar en hina, sem stunda nám á Akureyri.
Jeg skal svo enda mál mitt með því, að óska þess, að fjárhagur ríkissjóðs verði sem fyrst þess megnugur, að hús þetta geti komist upp, og jafnframt, að valinn maður verði til þess að veita því forstöðu. Vænti jeg svo, að deildin sýni máli þessu þann skilning, að afgreiða það sem fyrst.
Frsm. minni hl. (Jónas Jónsson)
Mentmn. hefir ekki getað orðið sammála um afgreiðslu þessa máls, þar sem meiri hl. vill, að það nái fram að ganga, en minni hl. leggur til, að það verði felt. Í nál.háttv. meiri hl. er ekki farið út í einstök atriði, en sagt, að rektor mentaskólans leggi með frv. þessu.
Þar sem hæstv. kenslumálaráðh. er hjer viðstaddur nú, þá vildi jeg leyfa mjer að beina til hans nokkrum spurningum, úr því að hann gat ekki mætt á nefndarfundi með okkur.
Jeg gat ekki skilið rektor öðruvísi en svo, að frv. Þetta hefði aldrei verið borið undir hann, og að hann hefði ekki beðið um, að það væri borið fram. Hann hefir aftur beðið um dálitla fjárhæð í húsaleigustyrk handa utanbæjarnemendum, en eftirspurnin eftir þessum styrk frá hálfu nemenda hefir ekki verið meiri en það, að hann hefir stundum ekki gengið allur upp. Þetta meðal annars sýnir, að þörfin fyrir heimavist er ekki svo knýjandi, að nauðsyn reki til, að reisa þetta dýra heimavistahús.
Það er nú öllum almenningi kunnugt, að hæstv. stjórn ber skólamálin ekki mjög fyrir brjósti, heldur er þvert á móti andvíg allri sannri mentun. Hjer hlýtur því annað og meira að liggja á bak við en áhugi hennar fyrir málefninu sjálfu, þegar hún alt í einu hleypur til, að koma með frv. þetta bak við rektor skólans. Hvernig á þessu gönuhlaupi. stendur, vildi jeg biðja hæstv. ráðherra að upplýsa.
Þá er önnur spurningin. Hvers vegna leggur stjórnin ekki neina teikningu eða sundurliðaða áætlun fyrir þingið, eða að minsta kosti fyrir nefndir þær, sem um málið eiga að fjalla. Að vísu hefi jeg heyrt, að til væru lausir frumdrættir og lausleg áætlun, en hvorugt hefir nefndin sjeð. Þá hafa engar tillögur komið fram um það, hvernig húsi þessu skuli fyrir komið. Alt er óákveðið með fyrirkomulag, herbergjastærð og herbergjatölu. Ekkert sagt um það, hvort t. d. sjerstakur salur eigi að vera til þess að lesa í, eða hvort herbergin eigi að vera fyrir einn eða tvo menn. Hæstv. stjórn virðist því hafa komið með frv. þetta í svo miklum flýti, að hún hafi ekki athugað hina allra sjálfsögðustu hluti í sambandi við það, t. d. um lóð undir húsið. Að vísu var fyrst gert ráð fyrir, að það stæði á skólalóðinni, en svo upplýstist, að það var ekki hægt, heldur yrði að hafa húsið einhversstaðar annarsstaðar, og má vel vera að kaupa verði dýra lóð undir það. Í einu orði sagt: frv. var svo mikill grautur og er enn, að engin leið er að samþykkja það.
Þessu heimavistarmáli við mentaskólann hjer skaut fyrst upp í þinginu í sambandi við kröfur Norðlendinga um mentaskóla á Akureyri. Á þinginu 1923 báru tveir þingmenn fram frv. um sjerstakan mentaskóla á Norðurlandi, og mun mentamálaráðherra sá, sem nú er, hafa þá þegar, ásamt fleirum, látið í ljós, að nær væri að byggja heimavist við mentaskólann hjer, heldur en gera Akureyrarskóla að sjerstökum mentaskóla. Svo var þessu hreyft aftur af manni, sem ekki á sæti á þingi nú. Og að lokum kemur hæstv. stjórn fram með þetta frv., án þess að hafa hinn minsta áhuga fyrir skólamálum yfirleitt, og án þess að nokkur knýjandi ástæða liggi fyrir, sem rjettlæti það, að bera slíkt mál fram nú, nje að yfirmaður skólans hafi beðið um þessa forgöngu.
Hjer liggur því eitthvað á bak við, sem óneitanlega virðist vera það, að hindra, að Norðlendingar og Austfirðingar fái sjerstakan mentaskóla. En það verð jeg að telja harla undarlegt hjá hæstv. atvrh. , sem er þingmaður þess hjeraðs, sem mikinn áhuga hefir fyrir þessu skólamáli Norðlendinga, sem heldur er ekki að undra, þar sem það um langt skeið hafði sjerstakan skóla, að hann skuli vera forgöngumaður í því, að spilla fyrir norðlenskum mentaskóla. Nú vil jeg spyrja hæstv. kenslumálaráðherra, að hvaða gagni hann haldi, að heimavistin við mentaskólann hjer komi, þegar Norðurland hefir fengið mentaskóla, því að það er áreiðanlegt, að hann kemur, hvað sem íhaldið segir nú í vetur. Það sýnir öll saga málsins frá því fyrsta, að Stefán sál. Stefánsson steig fyrstu og erfiðustu sporin. Þess ber og að gæta, að neðri deild mentaskólans hjer er aðeins fyrir börn úr Rvík, því að aldurstakmarkið útilokar alla þroskaða menn frá skólanum, eða frá að nema í þeim deildum, og hingað eru ekki send ungmenni utan af landi, nema undir þeim kringumstæðum, að foreldrarnir eigi venslamenn hjer. Hæstv. ráðh. (MG) hlýtur því að sjá, að hjer er mikill aðstöðumunur. Á Norðurlandsskólann geta menn sent syni sína og dætur, þegar það er orðið þroskað fólk, sem ekki þarf að verja nema í mesta lagi 5 árum til þess að lesa undir stúdentspróf. Það liggur því í augum uppi, að þangað sækir fólkið utan af landsbygðinni, en heimavistin við mentaskólann er að engu gagni, vegna neðri bekkjanna.
Í sambandi við þetta vil jeg geta þess, að maður einn á Akureyri hefir það eftir hinum látna forsætisráðherra, Jóni Magnússyni, að hann hafi í síðustu ferð sinni í sumar sagt, að Akureyrarskólinn yrði gerður að mentaskóla á 50 ára afmæli sínu, sem er 1930. Jeg sel þetta ekki dýrara en jeg keypti. En þetta er í fullu samræmi við það, sem aðrir búast við, og jafnvel telja, víst.
Þá vildi jeg snúa máli mínu til hæstv. atvrh. (MG) og háttv. 2. landsk. (IHB) um eitt atriði, og það er, hver áhrif þau telji, að slík fjárveiting, sem Þarf til þess að koma upp byggingu eins og þessu heimavistahúsi, gæti haft á byggingu landsspítalans, þar sem það er upplýst, að hann verður ekki hygður nema með lánsfje. Mjer þætti vænt um að heyra frá þeim, hvernig þau líta á þessa hlið málsins.
Atv. - og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):
Jeg leyfi mjer að þakka háttv. meiri hl. mentmn. fyrir afgreiðslu þessa máls.
Um staðinn fyrir þetta hús er það að að segja, að hann er ekki ákveðinn. Upphaflega var hugsað til, að það stæði á lóð skólans, en ýmsir telja vafasamt, að það sje hentugt. Hefir því engu verið slegið föstu um staðinn enn, enda ekki gert ráð fyrir að byggja hús þetta á næsta ári.
Þá vil jeg snúa máli mínu til háttv. 1. landsk. (JJ). Jeg varð alveg hissa, þegar jeg sá álit hans á þskj. 565, það var svo gerólíkt því, sem þingskjöl eiga að vera. Upplýsingar eða skýringar um málið er þar engar að finna, heldur dylgjur um það, af hvaða hvötum málið sje borið fram.
Fyrst segir hann, að frv. þetta sje borið fram ófyrirsynju. Því hefir háttv.frsm. meiri hl. svarað, og hefi jeg þar engu við að bæta. Þá segir hann ennfremur, að málið hafi ekki verið borið undir rektor mentaskólans. Þessu er því að svara, að frv. um heimavistir við hinn almenna mentaskóla hefir komið fram áður, og hefir því áður verið horfið undir rektor skólans. Síðan þessum andmælum var hreyft í þinginu hefi jeg spurt rektor skólans að því, hvort hann væri ekki sama sinnis og áður um þetta mál, og sagði hann, að svo væri. Það væri líka einkennilegur skólastjóri, sem hjeldi það, að heimavist væri til ills fyrir skólann eða nemendur hans. Þetta hlýtur hv.þm. (JJ) að vita, eða gat vitað það, að minsta kosti ef hann hefði lesið athugasemdirnar við stjfrv.
Það þykir mjer þó undarlegast í nál.hv. minni hl., þar sem svo er komist að orði, að frv. þetta sje borið fram af aðila, sem sje málinu óviðkomandi, Hyggur hann þá, að mentamálastjórnin eigi ekki að skifta sjer neitt af mentamálum?
Hún gerir það sjaldan
. Það ætti þó að vera betra, að hún gerði það stundum, heldur en aldrei, og jeg veit ekki, hver er rjettur aðili að bera fram þetta mál, ef það er ekki mentamálastjórnin. Hv. þm. (JJ) er altaf að blaðra um mentamál, en alt sitt vit notar hann til þess að vera altaf á móti þeim hjer í þinginu. Og hann er með þeim ósköpum fæddur, að hann getur aldrei unnað sannmælis neinum manni, sem er úr öðrum flokki en hann. En hjer ber svo vel í veiði, að jeg get vísað honum til skoðana flokksbróður hans, fræðslumálastjórans, sem jeg býst við, að hv.þm. (JJ) telji, að hafa muni vit á þessu máli, en hann fylgir frv. eindregið og telur það miða til mikilla bóta.
þá sagði hv.þm. (JJ), að undirbúningur þessa máls væri ófullkominn. Þetta er nú vana mótbáran hjá honum, þegar hann getur eigi fundið einhverju máli annað til foráttu. En mál þetta er betur undir búið heldur en framsöguræða hans hjer, því að það var hvergi að sjá á henni, að hann hefði lesið athugasemdirnar við stjfrv. , því að þar er vísað til athugasemdanna við frv., sem stjórnin bar fram á þinginu 1926 þar sem skýrt er frá áætlun um og teikningu af hinu fyrirhugaða heimavistahúsi, eftir húsameistara ríkisins. Um þetta, áætlun og teikningu, var nú hv.þm. (JJ) að spyrja, og það sýnir einmitt ljósast, að hann hefir ekki lesið athugasemdirnar við frv. Stjórninni þótti ekki ástæðu til þess, að auka kostnað með því að prenta þetta upp að nýju, en ljet sjer nægja að vísa til álitsskjals húsameistara, sem prentað er í A-deild Alþtíð. 1926, bls. 76, eins og stendur í athugasemdunum. Hv. þm. (JJ) hefði því átt að vera vorkunnarlaust að fá ljeð það bindi Alþtíð. , en hann mun ekki hafa viljað leggja á sig þá geysilegu fyrirhöfn, að fara inn á skrifstofu Alþingis og fá ljeð þetta bindi!
Þá er getgáta hv. minni hl. um það, hver muni vera „hinn sanni tilgangur þessa frv.“, og hún er þessi, að það eigi „að tefja fyrir framgangi þess, að þroskaðir menn, sem aðallega styðjast við vinnu sína, fái aðstöðu til að nema til stúdentsprófs á Akureyri“. Jeg get nú ekki skilið, að það geti spilt neitt fyrir námsmönnum á Akureyri, þótt heimavistin komi við þennan skóla, og mjer finst þetta afar undarlegur hugsanagangur hjá hv.þm. (JJ). Og það skal jeg segja honum, að ein aðalástæðan til þess, að frv. er borið fram, er sú, hve dýrt verður hjer nám fyrir fátæka sveitapilta. Og það er ekki nema sanngjörn krafa, að þeir, sem vilja taka stúdentspróf hjer, hafi svipaða aðstöðu eins og nemendur við Akureyrarskóla. Mjer þætti gaman að vita, í hverju það væri fólgið, að sanngjarnt sje að gera greinarmun á þeim. Það mætti ef til vill segja, að það væri eitthvert vit í hugsanagangi hv.þm. (JJ), ef öllum nemendum ætti að vísa til Akureyrarskólans, en það er ekki hægt, því að skólinn getur ekki tekið við þeim. Sje ætlast til þess, að fátækir nemendur geti lokið mentaskólanámi hjer, þá verða þeir að fá ókeypis húsnæði, ljós og hita, en þetta snertir ekki Akureyrarskólann, hvorki beinlínis nje óbeinlínis. Að vísu er svo að sjá í nál. minni hl., að hann vilji vísa öllum fátækum nemendum til Akureyrarskólans og láta þá taka stúdentspróf þar. Þetta gæti komið til mála, ef gagnfræðaskóladeildin yrði tekin út úr skólanum, en jeg hygg þó, að eigi muni samt verða nægilegt húsrúm þar.
Hv. þm. (JJ) sagði, að með aldurstakmarkinu, sem sett er hjer, væri þroskaðri menn útilokaðir frá því að taka hjer stúdentspróf. Aldurstakmarkið er ekki annað en reglugerðarákvæði, sem breyta má, hvenær sem það þykir henta. Hann sagði líka, að í gegnum Akureyrarskólann færi menn á 5 árum. Jeg hjelt, að það væri venjulega 6 ára skóli, eins og hjer, en það hefir þráfaldlega komið fyrir, og kemur þráfaldlega fyrir, að nemendur hafa lokið mentaskólanámi hjer á 5 árum, svo áð það er ekkert sjerkenni á Akureyrarskólanum. Duglegir og þroskaðir nemendur geta lagt á sig miklu meira við nám heldur en unglingar, og er það engin ný viska, heldur alviðurkendur sannleiki.
Jeg ætla ekki að fara neitt út í það, hvað fyrverandi forsætisráðherra, Jón Magnússon, kann að hafa sagt á Akureyri í sumar, fáum dögum áður en hann dó. Jeg hefi engar sagnir haft af því og játa hvorki nje neita, að hann hafi sagt eitthvað á þá leið, sem hv. þm (JJ) hefir eftir honum. Jeg get ímyndað mjer, að hann hafi sagt eitthvað á þá leið, að hann mundi ýta undir það, að Norðlendingar fengi að meira eða minna leyti uppfyltar óskir sínar um skólann. Stjórnin vill alls ekki skóinn niður af þeim skóla, en hún vill gera báðum skólunum jafnhátt undir höfði. En það væri hróplegt ranglæti við mentaskólann, ef hann yrði einn settur hjá með heimavistir. Í fyrra og í ár höfum við veitt fje til heimavista handa stúdentum. Hv. þm. (JJ) flutti sjálfur till. um það á þinginu í vefur, að komið yrði upp heimavistum fyrir kennaraskólann, og jeg held, að hann hafi einhverja heimavistarnefnu við sinn eigin skóla.
Eina ástæðan, sem gæti rjettlætt það, að vera á móti þessu frv., er sú, að þessar framkvæmdir, yrðu okkur of dýrar og eigi væri þörf á þeim. Það er nú margsýnt, að þörfin er mjög brýn, og það hefir líka verið sýnt fram á, að þessar heimavistir verða okkur ekki dýrari en við aðra skóla.
Að síðustu spurði hv.þm. (JJ), hvort það mundi ekki ganga út yfir fjárveitingu til landsspítalans, ef ráðist yrði í að reisa heimavistahús. Hann spyr nú ekki þessa af því, að hann viti það ekki, að til er samningur um fjárframlög til spítalans. Þessi samningur er hv.þm. (JJ) vel kunnur, því að hann var lesinn hjer í deildinni orði til orðs 1925. Og jeg get tæplega búist við því, þótt margs megi vænta af hv. 1. landsk. (JJ), að hann ætli stjórnini það - hvort það er núverandi stjórn eða ný stjórn - að hún fari að svíkja gerða samninga. Það er auðsætt, að ef ekki er hægt að koma upp heimavistahúsinu án þess að það gangi út yfir landsspítalann, þá verður heimavistahúsið að bíða betri tíma. En jeg skal benda hv.þm. (JJ) á það, að við erum nú að losna við þunga bagga, sem legið hafa á okkur þessi árin. Kleppshælið er búið í árslok 1928, en það hefir tekið til sín 100 þús. kr. á ári. Á sama ári verðum við líka búnir með heilsuhælið í Kristnesi, en það kostaði okkur 75 þús. kr. 1926, 125 þús. kr. á þessu ári, og á næsta ári eru ætlaðar til þess 65 þús. kr. Þegar við erum lausir við þessa bagga, þá losnar eitthvað af fje, sem nota má til heimavistahússins, að meira eða minna leyti.
Fleiru þarf jeg ekki að svara hv.þm. (JJ). Það kom ekki annað fram í ræðu hans en það, sem hann stiklar á í nál. sínu. |
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019.
Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa í mars 2019.
Samkvæmt samkomulaginu viðurkennir Boeing að bera ábyrgð á dauða þeirra sem létust í flugslysinu en á móti munu fjölskyldurnar ekki sækjast eftir svokölluðum refsikenndum skaðabótum (e. punitive damages) frá Boeing.
Fjölskyldurnar munu geta sóst eftir bótum frá Boeing og samkvæmt samkomulaginu munu þau mál fara í gegnum bandaríska dómskerfið, en ekki dómskerfin í heimaríkjum þeirra sem létust. Er þetta talið einfalda flækjustigið fyrir fjölskyldurnar, auk þess sem að þær geta þá sótt hærri bætur en ella að því er fram kemur í frétt BBC.
Mark Pegram, faðir Son Pegram sem lést í slysinu, segir að samkomulagið sé mikill áfangi því að með því viðurkenni Boeing að það beri ábyrgð á flugslysinu og geti ekki varpað henni á flugmenn vélarinnar eða Ethiopian Airlines.
Sérfræðingar telka að með samkomlaginu sé líklegt að yfirmenn hjá Boeing komist hjá því að svara fyrir flugslysið í dómsal. Með því sættist Boeing þó á að greiða fullar skaðabætur
737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþiópíu en nokkru áður hafði sams konar flugvél Lion Air í Indónesíu hrapað til jarðar. Flugvélarnar eru aftur komnar í loftið eftir mikla yfirferð flugmálayfirvalda á öryggi þeirra. |
Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum.
Skagamenn voru í fínum málum eftir fyrri leikinn upp á Skaga og unnu að lokum 16-1 samanlagt.
Þessi 12-1 sigur er örugglega stærsti sigur íslensks knattspyrnuliðs í Evrópukeppni og hann var að vinnast á útivelli.
Skagamenn hafa unnið 2. flokkinn undanfarin tvö sumur og þarna eru gríðarlega spennandi knattspyrnumenn að koma upp.
Skagamenn mæta Derby County frá Englandi í næstu umferð en Derby vann öruggan sigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, samtals 9-2.
Fyrri leikurinn upp á Akranesi fór 4-0 og þá var ÍA-liðið komið í 6-0 í hálfleik í seinni leiknum í dag. Eistarnir náðu að minnka muninn þegar Skagamenn voru búnir að skora ellefu mörk.
Hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler fór á kostum og skoraði fernu í leiknum en hann var á yngsta ári í 2. flokknum í sumar. Öll fjögur mörkin hans komu á fyrstu 32 mínútum leiksins.
Eyþór Aron átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína samkvæmt beinni textalýsingu ÍATV sem þýðir að Eyþór kom að átta mörkum í þessum leik.
Gísli Laxdal Unnarsson var líka á skotskónum og skoraði tvö mörk en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (úr víti), Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Ingason, Brynjar Snær Pálsson og varamaðurinn Aron Snær Guðjónsson, sem skoraði tvívegis á lokamínútunum.
Mörk Skagamanna í fyrri leiknum skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (tvö mörk), Brynjar Snær Pálsson og Marteinn Theodórsson.
Hér má nálgast tölfræði UEFA úr þessum ótrúlega leik. |
Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins á Alþingi í dag.
Geir sagði gríðarlega örlagaríka daga að baki og mikil áföll hafa dunið yfir en á svona stundum sýndu Íslendingar samstöðu. Við kynnum að bogna tímabundið en myndum ekki brotna. Þá sagði hann að Íslendingar myndu hægt og bítandi komast út úr versta storminum.
Forsætisráðherra sagði ríkisstjórn og Seðlabankann leggja allt kapp á að gjaldeyrisviðskipti kæmust í lag og vísaði meðal annars til gjaldeyrisskiptasamninga við Norðurlönd sem virkjaðir voru í gær. Rætt væri við fleiri um lán, þar á meðal Rússa og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Allt sem gæti orðið að liði í þeim vanda sem við blasti yrði skoðað fordómalaust.
Geir sagði útlit fyrir samdrátt í innlendri eftirspurn og því þyrfti örva efnahagslífið frekar en hitt. Því hefðu stýrirvextir verið lækkaðir en það lækkaði fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja og kæmi hjólum efnahagslífsins af stað.
Geir sagði að með opnun fyrir frjálst flæði fjármagns til Íslands hefðu lífskjör batnað mikið á síðustu árum. Hins vegar væri Ísland nú viðkvæmara fyrir atburðum á alþjóðlegum mörkuðum. Hin alþjóðlega lausafjárkreppa sem hefði hafist í fyrra hefði dýpkað verulega og haft áhrif á bankana. Útlit hefði verið fyrir að þeir gætu fjármagnað sig út árið en alkul á fjármagnsmarkaði í kjölfar falls Lehman Brothers hefði breytt því.
Ríkisstjórnin gat ekki hlaupið undir bagga með bönkum
Ríkisstjórnin hefði því tekið ákvörðun um að setja lög og slá þannig skjaldborg um innlendan hluta bankanna og sparifé almennings. Benti Geir á að tugir banka í heiminum hefðu játað sig sigraða og leitað á náðir stjórnvalda. Vandi ríkisstjórnar Íslands hefði verið sá hve íslenska bankakerfið var stór og því gæti ríkisvaldið ekki hlaupið undir bagga með þeim. Ef ríkisstjórnin hefði þjóðnýtt bankana hefði hún skuldbundið sig til þess að borga þúsundir milljarða af skuldum bankans. Sagði hann viðbrögð stjórnvalda einhver þau róttækustu sem gripið hefði verið til í sögunni.
Geir sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir upplausn og örvæntingu. Hún hefði sett up starfshóp fjögurra ráðherra sem hefði yfirumsjón með aðgerðum í þeim erfiðleikum sem gengju yfir. Mikið starf hefði verið unnið í miðla upplýsingum til almennings og innlendra og erlendra fjölmiðla. Færði hann þeim sem unnið hefðu þrotlaust síðustu daga sínar bestu þakkir.
Fordæmalausar aðgerðir
Ráðherra sagði efnahagshamfarirnar í heiminum að líkindum þær versut í 90 ár. Nú hugsuðu þjóðir mest um að bjarga sjálfum sér og settu vinabönd til hliðar. Það væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þjóðir vildu bjarga sjálfum sér en framkoma Breta í síðustu viku hefði ekkert átt skylt við það. Þeir hefðu beitt hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans og þá hefðu bæði Gordon Brown og Alistair Darling farið með rangar upplýsingar í fjölmiðla. Enn fremur hefði breska fjármálaeftirlitinu verið beitt gegn Kaupþingi í Bretlandi sem varð til þess að bankinn fór á hliðina. Sagði Geir að þessar fordæmalausu aðgerðir gerðu það að verkum að íslensk stjórnvöld könnuðu grundvöll á skaðabótamáli og hefðu þau fengið breska lögmannsstofu til þess verks.
Geir sagði stór verkefni bíða, þar á meðl uppgjör við fortíðina. Hann hygðist beita sér fyrir því að unnin yrði hvítbók um rannsóknir á starfsemi íslensku bankanna. Dómsmálaráðherra hefði umsjón með henni. Ef minnsti grunur léki á lögbrotum yrði brugðist við því.
Breiður hópur kemur að nýrri sókn til framtíðar
Geir sagði að þjóðin hefði orðið fyrir áfalli en þyrfti nú að horfa fram á við. Ekki þyrfti að byrja á því að byggja upp á nýtt þótt Íslendingar hefðu orðið fyrir höggi. Við værum rík af auðlindum og þá myndi með styrkari fiskistofnum gætum við hafið nýja sókn í sjávarútvegi. Menntun fólks myndi einnig veita okkur viðspyrnu í þeim verkefnum sem væru fram undan.
Enn fremur sagði forsætisráðherra að Íslendingar hefðu spilað nauðvörn að undanförnu en myndu hægt og bítandi hefja sókn á ný. Mikilvægt væri að kalla breiðan hóp til þeirrar sóknar og jafnframt tryggja að almenningur gæti sagt sitt. Ríkisstjórnin hefði þegar ýtt þeirri vinnu úr vör og sagði Geir að góðar hugmyndir fengju stuðning.
Ráðherra lauk orðum sínum á því að íslenska þjóðin hefði áður staðið frammi fyrir stórum og erfiðum verkefnum en þau hefðu styrkt hana. Enginn ætti að velkjast í vafa um það að íslenska þjóðin myndi safna vopnum sínum og láta til sín taka á ný. |
Þriðja sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu mun opna innan nokkurra daga við Sprengisand á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Í samtali við Huga Hreiðarsson markaðstjóri Atlantsolíu kom fram að mikil eftirvænting ríkir meðal margra bíleigenda fyrir því að stöðin taki til starfa.
"Það hefur ringt yfir okkur símtölum á síðustu dögum vegna áhuga Reykvíkinga fyrir að taka bensín þarna. Þetta mun stytta spölinn fyrir marga þá tryggu viðskiptavini sem við höfum eignast. Margir þeirra hafa látið það hafa sig að keyra langa leið til þess eins að versla við okkur en með þessari stöð styttist sú vegalengd verulega," sagði Hugi. Þetta verður þriðja stöð félagsins en fyrir er það með sjálfsafgreiðslustöðvar í Kópavogi og Hafnarfirði. Hugi sagðist þekkja mörg dæmi þess margir viðskiptavinanna hafi keyrt á stöðvar Atlantsolíu alla leið frá Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ til þess eins að stuðla að meiri samkeppni á þessum markaði. Með því vísaði hann til þess að eftir að Atlantsolía kom á markað að þá hafi markaðsaðstæður breyst á þann hátt að bensínverðið hafi lækkað og þá sérstaklega í kringum stöðvar Atlantsolíu í Kópavogi og Hafnarfirði. "Við viljum þannig minna á síðustu afturköllun hækkana samkeppnisaðila um miðjan janúar sem eingöngu komu til vegna þess að við hækkuðum ekki. Ég fullyrði að ef Atlantsolía væri ekki á markaðnum hefði díselolía hækkað um 6 krónur í janúar og til þess ættu atvinnubílstjórar að hugsa þegar þeir taka olíu."
Hugi sagði forsvarsmenn Atlantsolíu vera hvergi nærri hætta við að efla samkeppni á þessum markaði. "Við vonumst til að geta fengið fleiri lóðir á höfuðborgarsvæðinu en það er á brattann að sækja. "Eftir fjórar vikur rennur út frestur til að skila athugasemdum varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar við Dalveg í Kópavogi. Shell hefur þegar sent inn kvörtun vegna þessa og hafa farið fram á bætur ef að við fáum að reisa bensínstöðina. Það eina sem getur tafið málið eru þessar árásir þeirra."
Hugi sagði tímafrekara að reisa nýjar bensínstöðvar en húsnæði undir annars konar atvinnustarfsemi vegna þess að veita þurfi sérstakt leyfi til að reisa bensínstöð og oftast þurfi að gera breytingar á deiliskipulagi svo að slík stöð megi rísa. |
Tvítugur karlmaður örmagnaðist á leið niður Esjuna síðdegis í dag, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sótti manninn og flutti hann á þartilgerðu björgunarhjóli niður fjallið.
Það var um klukkan fimm í dag að kall barst Neyðarlínunni um aðstoð vegna mannsins sem var á leið niður af Esjunni og var staddur ofarlega í Esjuhlíðum eða rétt fyrir neðan Stein.
Árni Oddsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu: Við fáum tilkynningu um það að það sé maður hérna eitthvað rétt eða ekki langt uppi í hlíðinni, erum með sjúkrabíl hérna nálægt og þeir leggja af stað til hans og fljótlega komumst við að því að hann er hærra í fjallinu heldur en var talað um í útvarpstilkynningu þannig að við förum úr ... stöðinni með hérna bíl og hjól með okkur og börur náttúrulega og hérna förum svo bara þarna upp eftir og til þeirra sem voru komnir til hans og settum hann í börurnar og trilluðum honum niður.
Guðrún Frímannsdóttir: Og hvernig var ástand mannsins?
Árni Oddsson: Það var svona bærilegt, þeir voru nú búnir að gefa honum hérna vökva og svona hressa aðeins upp á hann en hann var nú samt ekki fær um að ganga sko þannig að við bara hjálpuðumst að að trilla honum niður á börunum okkar.
Maðurinn var fluttur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans til frekari skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni þar þótti ekki ástæða til innlagnar og maðurinn því nú kominn til síns heima. |
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, fagnar því að HB Grandi ætli að flytja landvinnsluna frá Reykjavík til Akraness. Það sé mikilvægt til að bregðast við breyttri stöðu sem skapast með niðurskurði á þorskkvóta. Stjórnvöld þurfi þó að leggja sitt af mörkum með því að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, segir það jákvætt skref hjá forráðamönnum HB Granda að flytja landvinnsluna til Akraness.
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra: Faxaflóahafnirnar eru auðvitað að leika þarna mikilvægt hlutverk og trúlega hefði þetta nú ekki gerst nema vegna þess að þetta er eitt og sama hafnarsvæðið.
Í þjóðhátíðarræðu sem Sturla flutti á Ísafirði sagði hann stöðu sjávarútvegs mjög alvarlega og kalla á breytingar eigi sjávarbyggðirnar ekki að hrynja.
Sturla Böðvarsson: Og ég vakti athygli á því að það væri mjög mikil hætta á ferðinni ef ekki yrði brugðist við með öflugum hætti og ég tel að þetta sé afar mikilvægt innlegg í það.
Sturla segir stjórnvöld einnig þurfa að grípa til aðgerða til að styrkja sjávarbyggðir, með uppbyggingu á höfnum, bótum á skattaumhverfi og breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu svo það efli byggðirnar.
Sturla Böðvarsson: Og í þeim tilgangi að gera sjávarútveginn öflugri og sníða vankantana af fiskveiðistjórnunarkerfinu en jafnframt að hafa það mjög ríkulega í huga að við verðum að hafa mikinn stöðugleika gagnvart þessari atvinnuleið, atvinnugrein og það hefur nú verið reynt að gera það, en það eru alveg augljóslega tilteknir gallar sem hafa verið gagnrýnir af kerfinu og við þurfum hægt og bítandi að lagfæra þá um leið og fyrirtækin taka til hendinni eins og HB Grandi er að gera núna mjög myndarlega. |
Niðurskurður heilbrigðis- og skólamála er þegar orðinn alvarlegur og mun verða enn hættulegri á næsta ári, af því að ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar ætla áfram að láta samdrátt ríkisgeirans koma niður á velferð almennings, en ekki velferð pólitískra gæludýra.
Stéttaskipting er farin að aukast hér á landi og mun aukast enn hraðar á næsta ári. Þjóðarsáttir vinnumarkaðarins hafa magnað þessa breytingu, því að þær hafa haldið 50.000 króna lágmarkslaunum í skefjum, en hleypt 500.000 króna yfirstéttinni upp í 750.000 krónur.
Skipti þjóðarinnar á atvinnuleysi fyrir verðbólgu stefna í sömu átt. Á vettvangi Reykjavíkurborgar er þegar farið að tala í alvöru um að koma upp súpueldhúsi fyrir fátæklinga, eins og rekið var í kreppunni fyrir stríð. Sú umræða lýsir umskiptunum vel.
Markaðshagfræðin að baki niðurskurðar heilbrigðis- og skólamála byggist á röksemdafærslu, sem ekki er lakari en velferðarfræðin, er hún leysir af hólmi. En um þetta gildir hið sama og um aðrar aðgerðir, að ekki er hægt að sjá fyrir ýmsar skaðlegar aukaverkanir.
Lasburða gamalmenni eru flutt milli stofnana í vondaufri leit að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Í vaxandi mæli verða fátæklingar að neita sér um lyf, sem eru of dýr fyrir þá. Veikt fólk er flutt af spítölum og stofnunum til að efla framleiðni sjúkrarúma og legudaga.
Skólakerfið er skorið niður á öllum stigum. Með frestun námslána og raunvöxtun þeirra er stuðlað að stéttaskiptingu, þar sem börn 50.000 króna fólksins fara á eyrina, en börn 750.000 króna fólksins fara til Harvard og Princeton. Það ferli er þegar í fullum gangi.
Markaðshagfræðin að baki atlögunnar að jafnrétti til náms kemur til með að bila, þegar þjóðin hættir að vera ein. Þegar hún klofnar í yfirstétt og undirstétt, verður ekki lengur neinn grundvöllur fyrir þjóðarsátt um aflaskipti. Þá er sáð eitri stéttahaturs og ofbeldis.
Við sjáum fordæmið í Bandaríkjunum, þar sem gráðug yfirstétt hefur notað tvo forseta í röð, Ronald Reagan og Georg Bush, til að rústa velferðarkerfi eftirstríðsáranna og færa peninga frá hinum fátæku til hinna ríku, svo að stéttaskiptingin er orðin að púðurtunnu.
Þetta kom fram í óeirðunum í Los Angeles, þar sem innibyrgt hatur og vonleysi svertingja fátækrahverfanna fékk útrás í stundaræði skemmdarverka og misþyrminga. Slíkar óeirðir hafa orðið áður og munu verða enn algengari í framtíðinni, ef stéttaskipting eykst.
Bandaríkin eru ekki lengur neinn bræðslupottur þjóða. Þau eru lagskipt, þar sem hver þjóð býr út af fyrir sig og deilir ekki sameiginlegu þjóðlífi. Milli hinna einstöku þjóða eða stétta ríkja fordómar af ýmsu tagi. Að þessu leyti eru Bandaríkin víti til að varast.
Við eigum að reyna að spyrna við fótum til að lenda ekki á slíkri braut stéttaskiptingar. Við eigum að halda uppi velferð almennings, þótt það kosti niðurskurð á velferð ýmissa pólitískra gæludýra, svo sem landbúnaðar, er kostar okkur 20 milljarða á hverju ári.
Við eigum að greiða niður skólagöngu með ýmsum hætti, svo sem með raunvaxtalausum námslánum, svo að fólk geti aflað sér menntunar til að rífa sig upp úr fátækt. Vextir ofan á verðtryggingu námslána er áfall fyrir þá stefnu, að Íslendingar verði áfram ein þjóð.
Ríkisstjórnin hefur fetað skaðlega braut, sem stefnir í átt til vaxandi stéttaskiptingar og skertrar tilfinningar fólks fyrir því, að hér búi ein þjóð í einu landi.
Jónas Kristjánsson
DV |
„Við Sigmundur höfum frá upphafi hans í pólitík alltaf verið samherjar,“ segir Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein umtalaðasta jörð stjórnmálanna hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið 2013 flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, lögheimili sitt á bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Jónas tók fagnandi á móti foringjanum þá enda ætíð verið mikill Framsóknarmaður.
Þrátt fyrir að vera langt í frá einsdæmi í íslenskum stjórnmálum þá vakti lögheimilisskráning Sigmundar Davíðs mikla athygli á sínum tíma og töluvert um hana fjallað í fjölmiðlum enda heldur Sigmundur heimili í reisulegu húsi í Garðabæ.
Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort afstaða Framsóknarmannsins Jónasar á Hrafnabjörgum til lögheimilisskráningar Sigmundar á bæ hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess að hann hefur nú stofnað Miðflokkinn og hoggið skarð í raðir Framsóknarflokksins og fylgi hans. Jónas hlær dátt þegar blaðamaður ber upp erindið. Segir hann Sigmund ávallt velkominn enda þeir ávallt verið samherjar, þó bóndinn hafi ekki gengið jafn langt og margir flokksfélagar hans og skráð sig úr Framsóknarflokknum. Römm er sú taug.
„Ég hef nú ekkert gert í því að segja mig úr Framsókn og ganga í nýja flokkinn en við erum jafn miklir félagar fyrir því. Sigmundur er enn velkominn hér og er auðvitað skráður á framboðslista hér í kjördæminu. Þetta hefur allt sinn gang eins og gengur og þegar menn lenda svona illilega upp á kant þá getur komið upp erfið staða,“ segir Jónas um brotthvarf Sigmundar úr Framsókn.
En hefur Sigmundur komið í heimsókn á lögheimili sitt nýlega?
„Já, ég verð að segja frá því að það er svona hálfur mánuður síðan hann kíkti hérna við hjá mér.“
Aðspurður hvort hann sé nokkuð farinn að rukka foringjann um leigu nú þegar hann er horfinn úr Framsóknarflokknum hlær Jónas.
„Nei, nei. Það er mér að meinalausu þótt hann sé með lögheimili hjá mér,“ segir þekktasti lögheimilisgestgjafi landsins að lokum léttur í bragði. |
Með úrskurði héraðsdóms var N veitt heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar. S, sem kvaðst eiga skuldabréf útgefin af N að höfuðstól samtals 100.000.000 krónur sem tryggð væru með fyrsta veðrétti í fasteigninni H, mótmælti því að N yrði veitt þessi heimild og kærði úrskurðinn. Talið var að málatilbúnaði N í beiðnum hans frá 10. maí 2010 um greiðslustöðvun og áframhaldandi greiðslustöðvun 2. júní sama ár og öðrum framlögðum gögnum væri í mörgum atriðum áfátt með tilliti til ákvæða laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þannig hefði meðal annars greinargerð N um eignir sínar falist í talningu upplýsinga úr framlögðum árreikningi, þar sem þær voru sundurliðaðar í eignfærðan kostnað af lóð og framkvæmdum við H, skammtímakröfur og handbært fé. Í engu hefði verið getið um markaðsverð fasteignarinnar, á hendur hverjum kröfur N væru eða hvert væri nánar handbært fé. Mjög skorti á að fram kæmi í upphaflegri beiðni N ítarleg greinargerð um hvað ylli verulegum fjárhagsörðugleikum hans, í hverju þeir fælust og hvernig hann hygðist leysa úr þeim og hafði ekki verið nægilega úr því bætt í greinargerð, sem fylgdi beiðni hans til áframhaldandi greiðslustöðvunar. Þá kom yfirlýsing löggilts endurskoðanda um að bókhald N væri í lögboðnu formi fyrst fram í málinu með greinargerð hans fyrir Hæstarétti. Vegna þessara annmarka á málatilbúnaði N var talið að héraðsdómi hefði verið ófært að meta hvort fyrirmæli 2. mgr. 12. gr., sbr. 1. tölulið 2. mgr. 17. gr. laga nr. 21/1991 kynnu að standa því í vegi að honum yrði veitt heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Elín Jurinsdóttir, Hilmar Sigurlássson og Sveinbjörn Baldursson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júní 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 8. júní 2010, þar sem varnaraðila var veitt heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar til 1. september sama ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði synjað um heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar og gert að greiða málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
I
Samkvæmt gögnum málsins leitaði varnaraðili 10. maí 2010 heimildar til greiðslustöðvunar. Í beiðni um hana var greint frá því að hann hafi staðið að byggingu húss á lóð Smáralindar að Hagasmára 3 í Kópavogi, svokallaðs Norðurturns, sem ætlunin hafi verið að leigja út undir verslanir og skrifstofur. Framkvæmdir við þetta hús hafi byrjað á árinu 2007, en stöðvast í „efnahagshruninu 2008“ og væri ekki ljóst hvenær þær gætu hafist aftur vegna mikillar óvissu um öflun fjár til verksins og framtíðarhorfur varnaraðila. Samkvæmt efnahagsreikningi hafi eignir hans í lok árs 2009 verið lóð og eignfærður framkvæmdakostnaður vegna fasteignarinnar, 1.200.000.000 krónur, skammtímakröfur að fjárhæð samtals 4.399.815 krónur og handbært fé, 3.907.424 krónur. Skuldir hans við lánastofnanir hafi numið 3.379.927.189 krónum og aðrar skammtímaskuldir 10.152.006 krónum, en hlutafé hafi verið 1.000.500.000 krónur. Að teknu tilliti til ójafnaðs taps frá fyrra ári hafi eigið fé varnaraðila verið neikvætt í árslok 2009 um 2.181.771.956 krónur. Um skuldir var tekið fram að á fyrsta veðrétti í fasteigninni Hagasmára 3, sem væri að fasteignamatsverði 238.750.000 krónur, hvíli veðskuldabréf í eigu sjö aðila og skuld samkvæmt þeim væri samtals 2.236.026.375 krónur með áföllnum vöxtum til 5. mars 2010, en aðrar skuldir varnaraðila væru „tryggðar með síðari veðréttum á eigninni.“ Frá hausti 2008 hafi legið fyrir að hann gæti ekki staðið við allar skuldbindingar sínar og hafi lánardrottnar tekið upp samráð til að forðast að hann yrði tekinn til gjaldþrotaskipta. Með þessu hafi komið fram að eigendur 94% krafna á fyrsta veðrétti væru reiðubúnir til að gerast eigendur að félaginu og hefja viðræður um að ljúka byggingu hússins að Hagasmára 3 ásamt því að tryggja fé til verksins, svo og að semja við síðari veðhafa um að fella niður kröfur þeirra, en þessum ráðagerðum hafi þeir síðastnefndu allir verið sammála. Varnaraðili hygðist nýta heimild til greiðslustöðvunar til að koma nýrri skipan á fjármál sín með því í fyrsta lagi að fella niður allt eldra hlutafé og hækka það síðan með framlögum að fjárhæð 500.000 krónur, í öðru lagi að fá mat á raunvirði eigna sinna til að geta samið við eigendur annarra krafna en þeirra, sem hvíli á fyrsta veðrétti í áðurnefndri fasteign, um að fella þær niður, í þriðja lagi að „ganga úr skugga um hagsmuni félagsins gagnvart aðliggjandi fasteignum“ og í fjórða lagi að gera samninga um að ljúka byggingu hússins og öflun fjár til framkvæmdanna. Með beiðninni lagði varnaraðili fram óundirritaðan ársreikning 2009, upplýsingar úr landskrá fasteigna um Hagasmára 3, veðbandayfirlit fyrir þá fasteign, vottorð úr hlutafélagaskrá um varnaraðila og samþykktir hans. Þessi beiðni var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 12. maí 2010 og kveðinn samdægurs upp úrskurður um heimild varnaraðila til greiðslustöðvunar, sem skyldi standa til nánar tilgreinds tíma 2. júní sama ár, þegar þinghald yrði háð til að taka málið fyrir á ný.
Aðstoðarmaður varnaraðila við greiðslustöðvun lét frá sér fara tilkynningu til lánardrottna 12. maí 2010 um að framangreind heimild hafi verið veitt, en 26. sama mánaðar boðaði hann þá til fundar, sem haldinn yrði 1. júní sama ár. Fundarboði þessu virðist hafa verið beint til Íslandsbanka hf., Glitnis banka hf., Grænastekks ehf., Bilskirnis ehf., Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Lífeyrissjóðs verkfræðinga og sóknaraðila. Fundurinn var haldinn þann dag og sóttur af hálfu allra, sem boðaðir voru, en þar vakti aðstoðarmaður varnaraðila athygli á að láðst hafi að fylgja fyrirmælum 1. mgr. 13. gr. laga nr. 21/1991 um að efna bæri til fundarins í síðasta lagi þremur sólarhringum fyrir lok greiðslustöðvunar og gerðu ekki aðrir en sóknaraðili athugasemdir af því tilefni. Fyrir fundarmenn var lögð samantekt, sem hafði að geyma samhljóða upplýsingar um eignir og skuldir varnaraðila og fram komu í beiðni hans um heimild til greiðslustöðvunar, en þar var þó jafnframt getið um að verið væri að „kanna lögfræðilegan grundvöll“ fyrir kröfu á hendur Smáralind ehf. að fjárhæð 1.265.000.000 krónur og á hendur „BYGG vegna verksamnings“ að óvissri fjárhæð, svo og fyrir skuld við ríkissjóð „vegna virðisaukaskattskvaðar“ að fjárhæð 700.000.000 krónur. Þá var einnig tekið fram að varnaraðili myndi leita heimildar til áframhaldandi greiðslustöðvunar til að kanna til hlítar réttarstöðu sína gagnvart Smáralind ehf. og Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa ehf., svo og að „leita samninga um að endurbæta efnahagsreikning félagsins“ með því samhliða að semja við lánardrottna um skuldbreytingar, semja um framhald framkvæmda við húseign varnaraðila gegn því að sá, sem tæki það að sér, fengi að hluta greitt með eignarhlut í fasteigninni eða „eiginfé“ og semja við Smáralind ehf. um rekstur sameiginlegra svæða. Af fundargerð verður ráðið að rætt hafi verið á fundinum um ýmis atriði, sem fram komu í þessari samantekt, og þess hafi einnig verið getið þar að „núverandi eigendur félagsins“ hafi nýlega tekið við því, svo og að greiðslustöðvunartími hafi verið nýttur til gagnaöflunar og viðræðna við helstu lánardrottna. Tekið var fram í fundargerðinni að sóknaraðili teldi „að ekkert hefði verið gert“ á greiðslustöðvunartímanum og myndi hann mótmæla að áframhaldandi greiðslustöðvun yrði heimiluð.
Í samræmi við fyrrnefndan úrskurð héraðsdóms var málið tekið fyrir á ný 2. júní 2010 og lagði þá varnaraðili fram beiðni um að sér yrði áfram heimiluð greiðslustöðvun. Hann lagði einnig fram áðurgreindar tilkynningar og fundarboð til lánardrottna, fundargerð frá fundinum 1. júní 2010 ásamt athugasemdum frá tveimur fundarmönnum um efni hennar, samantektina, sem þar var lögð fyrir, og vottorð um varnaraðila úr fyrirtækjaskrá. Þá lagði hann einnig fram greinargerð um beiðni sína, en efni hennar er tekið upp nánast í heild og orðrétt sem lýsing atvika í II. kafla hins kærða úrskurðar.
Sóknaraðili, sem kveðst eiga skuldabréf útgefin af varnaraðila að höfuðstól samtals 100.000.000 krónur sem tryggð séu með fyrsta veðrétti í fasteigninni að Hagasmára 3, mætti í þinghaldinu 2. júní 2010 og mótmælti að varnaraðila yrði veitt áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar. Við svo búið var mál þetta þingfest um framkominn ágreining, sem leyst var úr með hinum kærða úrskurði 8. sama mánaðar að undangengnum munnlegum málflutningi sama dag.
II
Samkvæmt 2. mgr. 10. gr., sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 21/1991 skulu í beiðni um heimild til greiðslustöðvunar meðal annars koma fram sundurliðaðar upplýsingar um eignir og skuldir skuldarans, sem hennar leitar, og ítarleg greinargerð um hvað valdi verulegum fjárhagsörðugleikum hans, í hverju þeir felist og hvernig hann hyggist leysa úr þeim. Með beiðni skuldara, sem er bókhaldsskyldur, skal einnig fylgja yfirlýsing löggilts endurskoðanda um að bókhald hans sé í lögboðnu formi. Þegar leitað er heimildar til áframhaldandi greiðslustöðvunar ber meðal annars að leggja fram skrá aðstoðarmanns um eignir og skuldbindingar skuldarans og greinargerð aðstoðarmannsins um hvernig staðið hafi verið að aðgerðum á greiðslustöðvunartíma og hverjar ráðstafanir verði gerðar ef beiðni verður tekin til greina, sbr. 2. mgr. 15. gr. sömu laga.
Málatilbúnaði varnaraðila í beiðnum hans frá 10. maí og 2. júní 2010 og öðrum framlögðum gögnum er í mörgum atriðum áfátt með tilliti til þeirra lagaákvæða, sem að framan greinir. Þegar varnaraðili leitaði heimildar til greiðslustöðvunar í öndverðu fólst greinargerð hans um eignir sínar í talningu upplýsinga úr framlögðum ársreikningi, þar sem þær eru sundurliðaðar í eignfærðan kostnað af lóð og framkvæmdum að Hagasmára 3, skammtímakröfur og handbært fé. Í engu var getið um markaðsverð fasteignarinnar eins og hún þá var, á hendur hverjum kröfur varnaraðila væru eða hvert væri nánar svonefnt handbært fé, auk þess sem fjárhæðir, sem tilgreindar voru, tóku allar mið af stöðu 31. desember 2009 í stað þess tíma, sem beiðni var gerð. Eins var að verki staðið þegar varnaraðili leitaði heimildar til áframhaldandi greiðslustöðvunar. Upplýsingar í beiðni varnaraðila 10. maí 2010 um skuldbindingar hans fólust í því einu að greina frá heildarfjárhæð skulda við lánastofnanir, 3.379.927.189 krónur, og annarra skammtímaskulda, 10.152.006 krónur, eins og þær stóðu í lok árs 2009, auk þess sem tekið var fram hver heildarstaða skulda, sem hvíldu á fyrsta veðrétti í fasteigninni að Hagasmára 3, hafi verið með áföllnum vöxtum 5. mars 2010, svo og að eigendur þeirra krafna væru sjö talsins. Þess var einnig getið að aðrir skuldir væru tryggðar með síðari veðrétti í fasteigninni. Lánardrottnar voru ekki nafngreindir eða sagt frá fjárhæð skuldar við hvern þeirra. Þá var í engu skýrt út hvernig eða hvers vegna varnaraðili gerði mun á skuldum við lánastofnanir og aðra lánardrottna, en í því sambandi er þess og að gæta að þegar varnaraðili efndi um síðir til fundar með lánardrottnum beindi hann boði um hann til sjö aðila, þar af fjögurra, sem ekki geta talist til lánastofnana og fóru þeir þó með verulega hærri kröfur á hendur varnaraðila en sem nam áðurnefndum 10.152.006 krónum. Úr þessum annmörkum var í engu bætt þótt varnaraðili legði fram veðbandayfirlit vegna áðurnefndrar fasteignar, enda ber það aðeins með sér hver hafi verið upphaflegur veðhafi og höfuðstóll hverrar skuldar, en þess er og að geta að á yfirlitinu er greint frá því að á öðrum veðrétti í eigninni hvíli tryggingarbréf fyrir 1.071.000.000 krónum til Landsbanka Íslands hf., sem hvergi er annars staðar vikið að sem lánardrottni varnaraðila. Þá hefur á engu stigi í málatilbúnaði varnaraðila verið getið um skilmála skulda hans við einstaka lánardrottna eða hvort eða að hvaða leyti kröfur þeirra séu þegar gjaldfallnar. Mjög skorti á að fram kæmi í upphaflegri beiðni varnaraðila ítarleg greinargerð um hvað ylli verulegum fjárhagsörðugleikum hans, í hverju þeir fælust og hvernig hann hygðist leysa úr þeim og var ekki nægilega úr því bætt í greinargerð, sem fylgdi beiðni hans um heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar. Yfirlýsing löggilts endurskoðanda um að bókhald varnaraðila væri í lögboðnu formi kom fyrst fram í málinu með greinargerð hans fyrir Hæstarétti, en í stað slíkrar yfirlýsingar gat ekki komið að hann legði fram síðasta ársreikning sinn, sem honum var án tillits til þessa skylt að leggja fram samkvæmt 2. málslið 4. mgr. 7. gr. laga nr. 21/1991, auk þess sem sá ársreikningur var ekki undirritaður.
Vegna framangreindra annmarka á málatilbúnaði varnaraðila var héraðsdómi ófært að meta hvort fyrirmæli 4., 5., 6. eða 7. töluliðar 2. mgr. 12. gr., sbr. 1. tölulið 2. mgr. 17. gr. laga nr. 21/1991 kynnu að standa því í vegi að honum yrði veitt heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar. Þegar af þessari ástæðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði.
Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
Varnaraðili, Norðurturninn ehf., greiði sóknaraðila, Loga Emiliussyni, samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Höskuldur segir útspil formanns Framsóknar um kosningar vera forsætisráðherra á móti skapi.
Í færslu sem Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins, telur hann bréf formannsins sem valdið hafa efasemdum um hvort kosningar verði haldnar í haust, vera forsætisráðherra vera mjög á móti skapi.
Forsætisráðuneyti sem skilyrði fyrir kosningum
Hann hafi sagst vera vanur að standa við orð sín, en samkomulag Framsóknarflokksins við Sjálfstæðismenn byggir á því að í stað þess að Framsókn haldi forsætisráðherrastólnum verði kosið í haust.
Segir hann að útspil flokksins einungis til þess fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan sé í þinginu og setja þar allt í upplausn.
Hér er færsla Höskuldar í heild sinni:
„Í kjölfar bréfs formanns Framsóknarflokksins til félagsmanna hafa á ný kviknað efasemdir um það hvort kosningar verði haldnar í haust eða ekki. Í kjölfar Panamaskjalanna þar sem upplýst var um spillingu, leynd, skattsvik fjölmargra einstaklinga, sagði þáverandi forsætisráðherra af sér.
Í kjölfarið samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins það skilyrði Sjálfstæðismanna að kosningar yrðu haldnar í haust gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn féllist á að Framsóknarflokkurinn skipaði áfram forsætisráðherra úr sínum röðum. Á það féllst Sjálfstæðisflokkurinn og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af formanni flokksins.
Þetta skilyrði setti þingflokkur Framsóknarmanna ekki síst til að tryggja að unnt væri að halda áfram vinnu við og klára mikilvæg mál á borð við húsnæðisfrumvörp, afnám hafta, mikilvægar samgöngubætur auk fleiri mála sem listuð voru upp í samkomulaginu.
Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur unnið í samræmi við þetta samkomulag þrátt fyrir að mér og mörgum finnist það súrt í broti að ekki verði hægt að ljúka ýmsum öðrum málum sem við teljum einnig mikilvæg. En ég lít svo á að ekki komi annað til greina en að standa við það samkomulag sem gert var.
Ég er ekki einn um þá skoðun í þingflokknum - og bendi m.a. á orð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, sem sagði í tilefni þeirrar atburðarásar sem formaðurinn hefur hrundið af stað, að hann væri „vanur því að standa við orð sín“. Ég dreg þá ályktun að nýjasta atburðarásin sé forsætisráðherra mjög að móti skapi.
Nýjasta útspil formanns flokksins er að mínu mati til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn.
Á meðan nákvæm dagsetning kjördags liggur ekki fyrir mun áfram ríkja óvissa um það hvort flokkarnir eigi að halda flokksþing og raða fólki á lista þó að flestir séu vel á veg komnir með þá vinnu. Það er þó ekki ástæða til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma dagsetningu.“ |
Háskóli Íslands hefur óskað eftir því að fá heimild til að hækka 45 þúsund króna skrásetningargjald við skólann sem hefur verið óbreytt frá árinu 2005. Miðað við verðlagsforsendur fjárlaga frá 2005 væri gjaldið nú 70.000 krónur, að því er kemur fram í tilkynningu frá HÍ.
Lagabreytingu þarf til að heimila hækkun og hefur beiðni Háskóla Íslands um hækkun verið synjað af hálfu stjórnvalda. Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á að þessi ákvörðun verði tekin til endurskoðunar, en um leið að skrásetningargjaldið verði lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Fleiri sækja um en ríkið greiðir fyrir
Til að bregðast við niðurskurði á árinu 2011 leggur háskólaráð megináherslu á að verja kjarnastarfsemi skólans, það er kennslu og rannsóknir, og standa vörð um gæði háskólastarfsins. Á fundi sínum 17. desember ákvað háskólaráð að undirbúa hugsanlegar aðgangstakmarkanir í Háskóla Íslands vegna þess að mun fleiri sækja nú um nám en ríkisvaldið greiðir fyrir til skólans.
Árið 2011 tekst Háskóli Íslands á við niðurskurð fjárveitinga þriðja árið í röð, þótt nemendum hafi á sama tíma fjölgað verulega. Fjárveitingar til háskólans verða á árinu skornar niður um 475 milljónir króna frá árinu 2010. Áætlað er að yfir 900 nemendur verði í skólanum án þess að þeim fylgi fjárveiting.
Fjölgun nemenda veldur skólanum verulegum viðbótarkostnaði vegna kennslu, húsnæðis og margvíslegrar þjónustu.
Álag hefur aukist gífurlega á starfsfólk og alla aðra þætti skólastarfsins. Við þessu verður að bregðast. Skólinn telur nauðsynlegt að gripið verði til ráða til að tryggja hagsmuni nemenda og gæði námsins.
Fækkun starfsfólks
Frekari aðhaldsaðgerðir munu meðal annars fela í sér fækkun starfsfólks og lækkun starfshlutfalls. Kennsluálag eykst hjá kennurum sem ekki hafa með höndum umfangsmikil stjórnunarstörf og gripið verður til enn aukins aðhalds í öllum rekstri og hagræðingar í kennslu til að mæta niðurskurðinum á komandi ári. Mikil áhersla verður lögð á að verja áfram rannsóknir við skólann. |
Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.
Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari og Tahnai Annis voru öll tekin í viðtal fyrir þennan stærsta leik í sögu Þór/KA. Leikur Þór/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og hér inn á Vísi.
„Það er yndisleg tilfinning að geta unnið titilinn í síðasta heimaleiknum ekki síst þar sem það hefur enginn haft trú á okkur í allt sumar. Fólk hefur meira segja verið að gagnrýna leik liðsins í undanförnum leikjum en það hefur bara hjálpað okkur. Við erum tilbúnar að vinna íslandsmeistaratitilinn á þriðjudaginn (í kvöld)," sagði Kayle Grimsley en viðtalið við hana hefst eftir 3 mínútur og 15 sekúndur í myndbandinu hér fyrir ofan. Á undan er rætt við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þór/KA.
Kayle Grimsley hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að vera dugleg að leggja upp mörk fyrir félaga sína í liðinu. Hún hefur hreinlega verið algjör martröð fyrir vinstri bakverði mótherjanna í allt sumar.
„Við ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér. Við höfðum trú á okkur allan tímann og það er mjög spennandi að geta unnið titilinn fyrir síðustu umferðina. Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað beðið um eitthvað betra," sagði Grimsley og hún vonast eftir góðri mætingu á leikinn í kvöld.
„Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning. Við mætum á alla karlaleikina. Þeir fá fullt af áhorfendum á leikina sína og þá myndast mjög skemmtilegt andrúmsloft. Við viljum fá tækifæri til að spila fyrir framan fulla stúku til þess að sýna körlunum að við erum alvegs eins góðar og þeir," sagði Grimsley.
Það er hægt að sjá allt viðtalið við Grimsley sem og viðtölin við Jóhann og Annis með því að smella hér fyrir ofan. |
Forseti Norðurlandaráðs vill að störf ráðsins verði sýnilegri og að ályktanir þess komi til kasta þjóðþinganna. Árlegt þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík í næstu viku.
Þetta er í fyrsta skipti sem þing Norðurlandaráðs er haldið í Hörpu en þingin eru haldin árlega til skiptis í höfuðborgum Norðurlandanna. Um eitt þúsund manns sitja þingið að þessu sinni og eru þar á meðal forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna, utanríkis-, umhverfis- og menningarmálaráðherrar. Norræn framtíðarsýn, flóttamenn og utanríkismál verða í kastljósi á þinginu.
Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs: Við munum ræða hvort að við eigum sem Norðurlönd að álykta um Ísrael og Palestínu, við munum ræða Rússlandsvandann eins og við höfum gert. Og svo er stórt atriði hvort að við viljum bæta Norðurlöndin, við höfum verið vör við gagnrýni og erum meðvituð um það að starf Norðurlandaráðs mætti vera sýnilegra.
Sú staða verði rædd á þinginu við ráðherra og hvernig þeir sjái fyrir sér styrkingu samstarfsins. Verðlaunaafhending verður í beinni útsendingu á þriðjudagskvöld á Rúv. Veitt eru verðlaun fyrir bókmenntir, barna- og unglinga bókmenntir, kvikmyndir, tónlist og umhverfis- og náttúruverðlaun. Ekkert er gefið upp um verðlaunahafa fyrirfram en Íslendingar fengu tvenn verðlaun í fyrra, Benedikt Erlingsson og Friðrik Þór Friðriksson fyrir kvikmyndina Hross í oss og Reykjavíkurborg fékk umhverfis- og náttúruverðlaun. |
Í tengslum við umræður undanfarna mánuði um stöðu hátækniiðnaðar og starfsumhverfi nýsköpunar- og þróunarfyrirtækja á Íslandi hefur fjármálaráðherra ákveðið að gera skattalegar umbætur sem m.a. er ætlað að nýtast sérstaklega fyrirtækjum á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar.
Í frétt fjármálaráðuneytisins kemur fram að ákveðið hefur verið að breyta reglugerð sem fjallar um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila þannig að lengdur verður tíminn sem aðilar í þróunarstarfi geta verið með fyrirfram skráningu á virðisaukaskattsskrá. Í stað sex ára verður hann nú lengdur í 12 ár. Ráðuneytið telur að breytingin mun m.a. koma sér vel fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem byggja á nýrri vísinda- og tækniþekkingu þar sem þróunartími slíkra fyrirtækja er í mörgum tilfellum lengri en sex ár.
Samhliða lengingu á fyrirfram skráningu úr sex árum í tólf verður lagt fyrir Alþingi frumvarp sem tekur mið af því að leiðréttingartímabil innskatts varðandi fasteignir verði lengt úr tíu árum í tuttugu ár. Reynslan af þessu ákvæði hefur sýnt að tíu ára leiðréttingarskylda innskatts virðisauka varðandi fasteignir er of stutt tímabil. Með tvöföldun tímalengdar fyrirfram skráningar (úr sex árum í tólf ár) getur komið til þess, verði ekkert að gert, að leiðréttingartími verði liðinn þegar á leiðréttingarskyldu reynir. Er það andstætt þeim sjónarmiðum sem búa að baki reglum um fyrirfram skráningu og leiðréttingu innskatts. Er því nauðsynlegt, samhliða áðurnefndri breytingu, að lengja tímabil leiðréttingarskyldu á innskatti varðandi fasteignir, þar sem eðlilegt þykir að það tímabil sé talsvert lengra en tímabil mögulegrar fyrirfram skráningar.
Samlagshlutafélög og þátttaka lífeyrissjóða í nýsköpun atvinnulífsins
Sömuleiðis eru lagðar til breytingar á lögum um tekjuskatt, þess efnis að samlagshlutafélag teljist ekki sjálfstæður skattaðili nema eftir því sé sérstaklega óskað við skráningu og að kveðið verði skýrar á um það að lífeyrissjóðir séu undanþegnir skattskyldu af hvers konar tekjum af starfsemi sem þeim er heimil. Í löggjöf nágrannaríkja Íslands er víða að finna ákvæði þess efnis að samlagshlutafélög séu ekki sjálfstæðir skattaðilar, nema annars sé óskað, og beri því að skattleggja tekjur samlagshlutafélaga hjá eigendum þeirra. Samkvæmt tillögunni verða tekjur samlagshlutafélags, sem óskar að vera óskattskyldur aðili, skattlagðar hjá eigendum. Með þessari breytingu má segja að samlagshlutafélagaformið sé vakið til lífsins og í kjölfarið skapaður grundvöllur til þess að það verði nýtt sem tæki til eflingar fjármögnunar nýsköpunar. Íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal stærstu og virkustu fjárfesta á innlendum fjármálamarkaði og með þessari breytingu er þeim gert kleift að fjárfesta í formi samlaga eða samlagshlutafélaga, sem t.d. fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum, án þess að skattskylda myndist hjá þeim.
Skipun nefndar
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að leggja mat á reynslu annarra þjóða af að veita fyrirtækjum sem stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun, ríkisstyrki í formi sértækra skattaívilnana að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nefndin skal sérstaklega líta til reynslu Norðmanna í þessum efnum auk annarra OECD ríkja. Formaður nefndarinnar verður Friðrik Friðriksson hagfræðingur, en aðrir nefndarmenn eru Leifur Eysteinsson viðskiptafræðingur og Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri Marorku. |
TÖÐUGJÖLD verða haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu 16.-18. ágúst næstkomandi. Undanfari þeirra er Menningarvika 13.-16. ágúst sem hófst þriðjudagskvöldið 13. ágúst með tónleikum í Odda þar sem Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Liu flytja Himnanna drottning. Á miðvikudagskvöld 14. ágúst verður Harmonikkufélag Rangæinga með létta tónlist í Kanslaranum á Hellu kl. 21. Fimmtudagskvöldið 15. ágúst verður með hátíðlegum blæ þar sem systkinin Kristjana og Gísli Stefánsbörn syngja dúett og halda einsöngstónleika kl. 20 í Hellnahelli á Landi. Þar verður einnig afhent Heimshorn Töðugjalda og það hlýtur að þessu sinni beggja póla- og sjötindafarinn Haraldur Örn Ólafsson. Föstudaginn 16. ágúst verður Skógræktarfélag Rangæinga með trjáplöntun á Gaddstaðaflötum og um kvöldið verður Stjörnubjart á Stokkalæk og málverkasýning með léttum tónum. Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn verður með sýningu á verkum sínum í Galleríi Kambi í Holtum dagana 16.-18. ágúst frá kl. 12-18. Opið hús verður í Hrauneyjum og Búrfellsstöð milli kl. 13 og 17.
Hljómsveitin Írafár hefur svo helgina með dansleik á Gaddstaðaflötum föstudagskvöldið 16. en hljómsveitin Í svörtum fötum verður með dansleik í tjaldi á laugardagskvöldið 17. ágúst. Fjölbreytt dagskrá Töðugjalda hefst síðan á laugardagsmorgni og stendur alla helgina. Þar má til dæmis nefna Enduro-keppni vélhjóla, fallhlífarstökkvari suðurlands Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, hestvagna- og heyvagnaferðir, sýningu Bifhjólasamtaka Suðurlands, leiktæki, grillveislu, Njálusýningu, varðeld, flugeldasýningu og brekkusöng, svo eitthvað sé nefnt. |
Herra forseti. Sjútvn. hefur sent frv. þetta vitamálastjóra til umsagnar, og hefur vitamálastjóri tjáð góð skilyrði til lendingarbóta, en hins vegar er erfitt að segja um, hverjar framtíðarkröfurnar verða. N. var sammála um að mæla með, að frv. verði samþykkt. Þá hefur verið vísað til n., hvort fært þætti að setja sérstök hafnarlög fyrir Reykjavík, en n. hefur ekki séð sér fært að samþykkja það. Með l. nr. 29 1946, um lendingarbætur, voru felld niður ýmis ákvæði úr fyrri 1. um þetta efni og þar á meðal sérákvæði um Reykjavík, og sér n. ekki ástæðu til að setja það inn aftur. Þó að þetta frv. um Reykjavíkurhöfn, sem er 121. mál, sé borið fram sem sérstakur lagabálkur, þá er meginhluta þess að finna í hafnarlögunum. Það eru einkum tvö atriði, sem Reykjavíkurbær vill fá lögfest, í fyrsta lagi sjóveð fyrir hafnargjöldum, í öðru lagi undanþágu fyrir Reykjavík frá 4. mgr. 9. gr. l. nr. 29 1946. Fyrra atriðið hefur áður verið í l. , en var fellt niður og lögtök látin nægja fyrir hafnargjöldum. Það er töluvert vandamál og varbugavert að leggja sjóveð á skip fyrir fleiru en brýn nauðsyn er til. Þegar fjárþörf er mikil fyrir útveginn er venjulega eina leiðin að fá lán út á veð í skipinu, en það verður að sjálfsögðu miklu erfiðara, ef margs konar lögveð eru fyrir. Það er sjálfsagt óhjákvæmilegt, að sjómenn hafi lögveð fyrir kaupi sínu. Sömuleiðis mun vera með tryggingariðgjöld, en þetta sýnist líka vera nægilegt. Eins og nú er, hefur hafnarsjóður lögtaksrétt fyrir hafnargjöldum, og eftir þeirri reynslu, sem ég fékk í þau fjögur ár, sem ég hafði með þessi mál að gera á Siglufirði, en það mun vera næstmest notaða höfn á landinu, þá tel ég lögtaksréttinn nægilegan. Það var hverfandi litið, sem tapaðist. Öll erlend skip verða að afhenda skilríki, og við afhendingu eða afgreiðslu þeirra er auðvelt að innheimta hafnargjöld. Þetta gerir því hvorki til né frá hvað snertir erlend. skip. Það eru því aðallega fiskiskipin, sem um er að ræða, en eins og nú er ástatt með útvegun rekstrarfjár til útvegsins, gæti aukning á föstum lögveðum í fiskiskipunum skapað útvegsmönnum mikla erfiðleika, því að slíkt hefði í för með sér enn meiri erfiðleika við að fá rekstrarfé hjá bönkunum en nú er.
Hins vegar held ég, að það sé ekki ástæða til að ætla, að hafnargjöldin tapist, og tel þar af leiðandi, að þetta væri mjög misheppnuð ráðstöfun, sem einungis hefði í för með sér aukna erfiðleika fyrir útveginn. Vegna þess, að þetta mál er svo fast sótt, væri fróðlegt að vita, hvað hafnarsjóður Reykjavíkur hefur tapað miklu á því að hafa ekki lögveð fyrir hafnargjöldum. En sé þetta tap svo mikið, að það sé nauðsynlegt að fá þessa breytingu fyrir hafnarsjóð Reykjavíkur, þá sjá allir, að það er ekki síður nauðsynlegt fyrir aðrar hafnir á landinu, sem allar hafa miklu erfiðari aðstöðu. Sem sagt, n. vill ekki mæla með þessari breytingu, því að hún telur, að það hafi óhagræði og truflun í för með sér fyrir útveginn, og sér heldur ekki ástæðu til að veita hafnarsjóði Reykjavíkur sérréttindi í þessu efni.
Um hitt atriðið er það að segja, að nokkur vafi hefur leikið á því í framkvæmdinni, hvað væru sambærileg mannvirki. Þeir, sem fylgdust með setningu l. nr. 29 1926, minnast þess líka, að nokkur ágreiningur var um þetta atriði. Sumir vildu láta hreppsfélögin njóta góðs af bryggjum einstaklinga, sem notaðar væru, og fá með því fé í hafnarsjóð, en niðurstaðan varð sú, að ekki má taka bryggjugjöld né gjöld af vörum, sem um einstaklingsbryggjur fara, í hafnarsjóð, fyrr en hafnarsjóður hefur komið upp sambærilegum mannvirkjum til afgreiðslu skipa. Nú mun í þessu sambandi hér vera átt við olíubryggjurnar í Skerjafirði, og þó að þær séu í sjálfu sér góðar, þá virðist það langt sótt, að hin fullkomnu hafnarmannvirki Reykjavíkurhafnar séu ekki sambærileg. Hins vegar má vel vera, að rétt væri að taka af öll tvímæli um þetta atriði og setja í staðinn fyrir „sambærilegu mannvirki“ í greininni: hafnarmannvirkjum, - þannig að þetta hljóðar svo: „Nú eiga einstaklingar eða félög hafskipabryggju innan hafnarsvæðis, og má þá ekki taka í hafnarsjóð bryggjugjöld né gjöld af vörum, sem um þær bryggjur fara, fyrr en hafnarsjóður hefur komið upp hafnarmannvirkjum til afgreiðslu skipa, enda er eigendum slíkra mannvirkja óheimilt að taka gjöld af vörum, sem fara um bryggjur þeirra, nema samþykki hafnarstj. komi til.“ Og þar með er tekinn af allur vafi um það, að hver höfn, sem kemur upp hjá sér hafnarmannvirkjum, getur tekið gjöld af bryggjum einstaklinga, ef skip eru afgreidd þar. Þannig er öðru atriðinu í frv. um Reykjavíkurhöfn fullnægt.
Ég fyrir mitt leyti hefði helzt kosið, að 4. mgr. hefði verið felld niður, af því að ég tel hana óeðlilega. Hins vegar gat ekki orðið samkomulag um það í n., en það varð samkomulag um þessa lausn málsins. En þessi 4. mgr. 9. gr. tekur ekki, að mig minnir, nema til eins hreppsfélags á landinu, og ég veit ekki til, að frá því hafi komið beiðni um að breyta þessu ákvæði. Það sýnist því ekki vera ástæða til þess að gera till. um breyt. á því, fyrr en slíkt lægi fyrir.
Það er samkomulag innan n. að fullnægja óskum Reykjavíkurbæjar, að ekki leiki neinn vafi á því, að bærinn geti tekið vörugjald af vörum, sem fara um bryggjur einstaklinga.
Frá hendi sjútvn. ber að skoða þetta nál. , sem hér liggur fyrir, sem afgreiðslu frá n. á frv. um Reykjavíkurhöfn. Og hefur n. að svo komnu máli ekki tekið aðrar ákvarðanir um það frv. Hins vegar, ef koma eindregnar óskir um það, að málið verði afgr. frá n. sérstaklega, þá mun n. taka það til athugunar og gera sínar ályktanir.
Herra forseti. Nokkru fyrir jól fluttu sex þm. Reykv. ásamt mér frv. til l. um Reykjavíkurhöfn. Þessu frv. var síðari hluta janúarmánaðar vísað til hv. sjútvn., en hún hefur ekki komið því í verk að skila áliti um frv. Hins vegar hefur hún skilað áliti um frv., sem hv. þm. V-Húnv. flytur um lendingarbætur í Hindisvík á Vatnsnesi. Og má skilja það á nál. , að það eigi jafnframt að vera nál. um frv. um Reykjavíkurhöfn.
Ég vildi nú út af þessu beina þeirri beiðni til hæstv. forseta, að hann taki sem fyrst frv. til l. um Reykjavíkurhöfn á þskj. 214 á dagskrá, því að vitanlega er ekki til þess ætlazt, að ein n. leggist þannig á mál, að hún geri það að verkum, að það sé alls ekki tekið á dagskrá framar. Vitaskuld er það skylda n. að skila sérstöku nál. um þetta mál. Og afsökun hv. frsm. , sem n. hefur borið við, hefur ekki við rök að styðjast.
Ég mun að sjálfsögðu geyma að ræða um frv., þar til það verður tekið til 2. umr., og fer ég því ekki út í það að svara hinni löngu ræðu hv. frsm. n., sem gerði frv. um Reykjavíkurhöfn að aðalefni ræðu sinnar, sem raunar átti að vera um frv. um lendingarbætur í Hindisvík á Vatnsnesi.
Ég tel þó rétt í þessu sambandi að geta þess, að þetta frv. um Reykjavíkurhöfn er flutt að einróma beiðni hafnarstjórnar Reykjavíkur, vegna þess að með hinum almennu hafnarl. var Reykjavíkurhöfn svipt vissum réttindum, sem hún hafði haft áður, en það er lögveðsréttur, og auk þess rétti til þess að innheimta gjöld af bryggjum eða öðrum mannvirkjum, sem eru í eigu félaga eða einstaklinga. Frv. er því flutt til þess að fá leiðréttingu á þessu.
Reykjavíkurhöfn hefur þegar beðið nokkurt tjón vegna þess, að lögveðsrétturinn var af henni tekinn, og ummæli hv. frsm. um það, að það skipti engu máli, hvort sá réttur sé í l. eða ekki, hefur ekki við rök að styðjast. Það má vera, að gagnvart Siglufirði skipti það ekki miklu máli, en gagnvart Reykjavík hefur lögveðsrétturinn verulega þýðingu.
Ég vil fyrst og fremst undirstrika þetta, að hér er ekki með frv. um Reykjavíkurhöfn verið að fara fram á nein fríðindi eða sérréttindaaðstöðu fyrir Reykjavíkurhöfn, heldur er beðið um að leiðrétta það, sem var af henni tekið með hinum almennu hafnarl. , og að því er ýmsir telja, meira af vangá heldur en af ásettu ráði. Hitt er svo annað mál, hvort réttara er að samþykkja sérstök hafnarl. fyrir Reykjavík eða gera breyt. á hinum almennu hafnarl. Það gæti verið ástæða til þess, en hafnarstjórn taldi réttara að flytja um þetta sérstakt frv.
Reykjavíkurhöfn hefur nokkra sérstöðu vegna þess, að ríkissjóður hefur ekki greitt til Reykjavíkurhafnar nema sáralítið fé og ekki neitt í hlutfalli við það, sem greitt hefur verið til annarra staða á landinu. Þar er um mjög verulega sérstöðu að ræða.
Í öðru lagi var það svo í hinum eldri hafnarl. , að þau voru mjög mismunandi, þannig að það var ekki óskað eftir því frá sumum stöðum að hafa lögveð, en hafnarstj. Reykjavíkur óskar eftir því eindregið að fá, þennan rétt, sem hún hafði áður. Auk þess hefur það komið í ljós við framkvæmd hinna almennu hafnarl. , að þau eru óskýr og ekki vel samin. Það gæti verið ástæða til þess, í staðinn fyrir að ganga til lagfæringar og leiðréttingar á mörgum ákvæðum þeirra, að semja ný l. En fyrir hafnarstj. Reykjavíkur er það ekkert aðalatriði. Ef þær brottfellingar á sérréttindum fyrir Reykjavík, sem gerðar voru með hinum almennu hafnarl. , fást leiðréttar og ákvæðin, sem þar voru niður felld gagnvart Reykjavík, fást tekin í l. aftur, þá verður það ekki gert að ágreiningsefni, á hvern hátt það er leiðrétt.
Sem sagt, ég vil taka fram, að mér finnst þessi afgreiðsla hv. n. ákaflega undarleg og þær hugmyndir hennar, að hún þurfi ekki að skila nál. um frv. um Reykjavíkurhöfn, sem vísað var til hennar.
Ég vil beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann taki frv. til l. um Reykjavíkurhöfn sem fyrst á dagskrá.
Herra forseti. Eins og ég tók fram, þá mun n. taka til athugunar frv. til l. um Reykjavíkurhöfn og taka afstöðu til málsins.
Ég heyrði ekki í ræðu hv. þm. Snæf. , sem er borgarstjórinn í Reykjavík, nein rök fyrir því, að Reykjavík þyrfti að fá sérstök hafnarl. , þegar búið er að setja ákvæði um hafnir á Íslandi í eina allsherjar löggjöf.
En eins og ég sagði í minni ræðu, ber að skoða þetta nál. , sem hér liggur fyrir, sem afgreiðslu þessa Reykjavíkurhafnarmáls. Og n. mun ekki gera frekari grein fyrir því, nema sérstakar óskir komi þar um. Auðvitað verður hæstv. forseti að ákveða, hvernig hann snýst við þeim tilmælum, sem hv. þm. Snæf. beindi til hans.
Hv. þm. Snæf. sagði, að hér væri um leiðréttingu að ræða, þar sem þessi ákvæði hefðu verið felld niður í þinginu af vangá og nú væri aðeins farið fram á, að þau væru tekin upp aftur. Ég held, að þetta sé mesti misskilningur, þetta hafi verið gert alveg viljandi. Þá voru margar hafnir eða flestar hafnir, sem ekki höfðu lögveð. Og þegar gerð voru um þetta ein l. , þá voru menn á eitt sáttir um það, að ekki væri hægt eða rétt að láta sumar hafnir, en ekki aðrar, hafa lögveð. Og þm. aðhylltust það þá, að réttara væri að fella þennan rétt alveg niður, sérstaklega með tilliti til þess, að það hafði ekki borizt kvörtun sérstaklega frá þeim höfnum, sem ekki höfðu lögveðsrétt.
Hv. þm. Snæf. sagði, að Reykjavíkurbær hefði þegar skaðazt á þessu. Ég óska fyrir mitt leyti eindregið eftir því, að hv. þm. Snæf. leggi fyrir n. sannanir fyrir því, hver sá skaði sé og hvað hann sé mikill vegna þess, að Reykjavíkurbær hefur ekki lögveðsrétt. Og það er vitanlega hægt að færa fram sönnur um það, alveg upp á eyri, hvað það nemi miklu, ef Reykjavíkurbær hefur skaðazt á þessu.
Það er alveg rétt hjá hv. þm. Snæf. , að Reykjavíkurbær hefur byggt sína höfn með miklu minna framlagi frá ríkinu en aðrar hafnir hafa notið. En það þýðir hins vegar ekki að neita því, að Reykjavíkurhöfn hefur ýmsa aðstöðu og hlunnindi fram yfir aðrar hafnir á landinu og hefur lengi haft. Og nú er svo að segja öll vara, sem til landsins er flutt, fyrst flutt til Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn því borgað tvöfalt gjald af þeirri vöru, þegar hún kemur í höfn og fer úr henni. Þetta er aðstaða, sem Reykjavíkurhöfn hefur fram yfir aðrar hafnir, og það er styrkur, sem er ámóta og greitt væri til hafnarinnar úr ríkissjóði, því að fólkið, sem býr úti um land, þarf að borga þetta til hafnarinnar, og er rétt að minna á það.
Það er síður en svo, að ég vilji á nokkurn hátt láta Reykjavíkurhöfn standa verr að vígi til þess að afla sér tekna heldur en aðrar hafnir, enda hefur hún geysiþýðingu fyrir atvinnulíf og verzlun landsins. En það verður þó að færa rök fyrir hlutunum, áður en hægt er að koma með slíkar kröfur eins og þessar, að Reykjavíkurhöfn hafi rétt, sem aðrar hafnir hafa ekki og hafa ekki farið fram á. Og það verður þingið að gera sér ljóst, að þegar það tekur afstöðu til lögveðs, þá er slíkt ekki bara bundið við Reykjavík, heldur lögveðsréttur fyrir hafnarsjóði almennt úti um land.
Það er ekki rétt hjá hv. þm. Snæf. , að með þessu frv. um Reykjavíkurhöfn sé aðeins um leiðréttingu að ræða á því, sem gert hafi verið af vangá. Þetta ákvæði var ekki fellt niður af vangá. Það var mjög vel athugað, og niðurstaðan varð sú að fella niður lögveð þetta alltaf og alls staðar.
Þá sagði hv. þm. Snæf. orð, sem ég tel ógætilegt af honum að láta sér um munn fara. Hann sagði, að Reykjavíkurhöfn hefði verið svipt rétti til þess að taka gjöld af bryggjum einstaklinga. Reykjavíkurhöfn neitar því, að það beri að skilja þetta ákvæði svona, eins og hv. þm. Snæf. sagði, og það ber heldur ekki að skilja ákvæðið þannig, að hún megi ekki taka gjöld af bryggjum einstaklinga. En slík yfirlýsing sem þessi mundi veikja málstað Reykjavíkurhafnar, ef málaferli risu út af þessu. Það er því ekki rétt, að Reykjavíkurhöfn hafi verið svipt þessum rétti, það var heldur aldrei meiningin.
Ég hef tekið það fram, að ef það kynni að verða svo seinna meir, að einhver dómstóll, sem ekki teldi sig bundinn við orðalag þeirra, sem settu l. , kynni að komast að þeirri niðurstöðu, að þetta væri ekki löglegt, þá vildi ég til þess að taka af öll tvímæli fella niður 4. mgr. 9. gr., en um það varð ekki samkomulag. En hins vegar taldi n. rétt, að það kæmi skýrt fram, að hafnarsjóðir hefðu vafalausan rétt til þess að taka bryggjugjöld af skipum og vörugjöld af vörum, sem fara um hafnarmannvirki einstaklinga, þar sem hafnarsjóðir hafa komið upp hafnarmannvirkjum.
Herra forseti. Ég tók það fram áðan, að ég mundi að sjálfsögðu ræða þetta mál, frv. til l. um Reykjavíkurhöfn, þegar málið lægi fyrir við 2. umr. þess. Ég taldi ekki ástæðu til þess að fara út í umr. um einstök atriði þess frv., þegar allt annað frv. er til umr.
En það var eitt athyglisvert í ræðu hv. frsm. n., en það var, að hann taldi, að það hefði ekki verið af vangá, að þetta ákvæði var fellt niður varðandi Reykjavíkurhöfn, þegar l. voru samin. En ég sagði, að ástæðan fyrir flutningi frv. um Reykjavíkurhöfn væri sú, að hún hefði verið svipt lögveðsréttindum. Og ég sagði enn fremur, að ýmsir litu svo á, að þetta hefði verið gert af vangá. Nú upplýsir hv. þm., að í það minnsta hvað hann snertir hafi þetta ekki verið af vangá gert, heldur af ásettu ráði. Ég vildi nú vera svo varkár að telja, að hv. þm. hafi aðeins sézt þarna yfir, en því er nú alveg neitað, og ég tel það mjög athyglisvert að fá þær upplýsingar, en ekki bætir það fyrir málstað hv. þm.
Ég mun geyma frekari umr. um þetta, þar til frv. til l. um Reykjavíkurhöfn verður tekið fyrir til umr.
Herra forseti. Ég verð að láta í ljós undrun mína yfir því, hvað hv. þm. Snæf. fylgist lítið með störfum Alþingis, ef hann vill afsaka sig og telur sóma að því að afsaka sig með því, að svona ákvæðum hafi verið sleppt fram hjá aðeins af vangá. Hv. þm. veit líka, að þegar þessi l. voru afgr. á þinginu 1946, þá áttu sæti á þingi 8 þm. fyrir Reykjavík og þar á meðal borgarstjórinn í Reykjavík, sem þá var, Bjarni Benediktsson. Og ég verð að segja það, að það þyrfti að endurskoða þm. Reykv., ef þetta ákvæði hefur alveg farið fram hjá þeim.
En borgarstjórinn í Reykjavík er þm. Snæf.
Já, þm. Snæf. er einnig borgarstjórinn í Reykjavík, en hann sat þá á þingi, þegar þessi l. voru afgr., en það er kannske ekki rétt að ætlast til þess, að hv. þm. Snæf. væri svo framsýnn, að hann vissi það, að hann ætti eftir að verða borgarstjóri í Reykjavík, og hafi þess vegna haft augun hjá sér eins vel og hefði þurft. En það er heldur lítill sómi fyrir borgarstjórann í Reykjavík og þm. hennar, ef þeir ætla að bera það sem rök fyrir málinu, að þetta ákvæði hafi farið fram hjá þeim af vangá. Ég mundi heldur þegja en bera fram svona rök.
Ég hef haft sérstakan kunnugleika af innheimtu slíkra gjalda, sem hér er um að ræða, - það var á Siglufirði -, af því að ég var þar bæjarstjóri í fjögur ár. Þar er ekki um lögveðsrétt að ræða, og kom það ekki að sök, þó að geysifjöldi skipa kæmi þar á höfnina.
Þegar l. voru sett, hafði ég mitt kjördæmi sérstaklega í huga og taldi mér sérstaklega bera skyldu til þess að líta eftir, hvernig málið kæmi fyrir mitt kjördæmi, og taldi ég ekki sérstaka ástæðu til þess að gera ágreining um þetta atriði. En ég taldi mér ekki skylt að fara að gera sérstakar till. og gæta sérstaklega hagsmuna Reykjavíkur, og það hvarflaði aldrei að mér, að þetta hefði þotið fram hjá hv. þm. Reykv. af vangá. En nú er það upplýst af hv. þm. Snæf. , að þeir séu nú fyrst að sjá þetta, og er náttúrlega út af fyrir sig fróðleikur.
En ég mælist eindregið til þess, að lögð séu fram skýr rök fyrir því, hvað Reykjavíkurhöfn hefur orðið fyrir miklu tjóni vegna þess, að lögveðsrétturinn var af henni tekinn.
Herra forseti. Ég var búinn að víkja að nokkrum atriðum, sem fram höfðu komið við umr. áður, og býst nú ekki við að lengja mál mitt mjög úr þessu. En ég hefði viljað, að af minni hálfu hefðu komið fram flest þau atriði, sem máli skipta í sambandi við meðferð málsins, einmitt sakir þess, að svo óheppilega tókst til af hálfu þessarar hv. d., að nær ekkert var gert að gagni í málinu.
Ég verð nú að drepa á eitt atriði, vegna þess að hv. landbn. leggur nokkuð mikið upp úr því í brtt. sínum nefnilega, að loðdýraræktarráðunauturinn eigi að standa fyrir útrýmingunni á villiminkunum. Ég geri yfir höfuð heldur litið úr þessu, sem fer ekki eftir því, hvort það er þessi maður, sem nú er í þessu starfi, eða einhver annar. Ég skoða þetta þannig, að það sé í raun og veru ekki á neins eins manns færi að ætla sér að vinna þetta verk, því að það mun áreiðanlega þurfa mjög marga menn til þess. Og þar, sem það fer fram, þá er alveg gefið, að menn verða að hafa bæði þekkingu og kunnugleika til þess að framkvæma verkið og sýna mikinn dugnað, ef þetta á að heppnast, sem vissulega veitir ekki af. Ég ætla að skjóta því hér inn í, sem er aukaatriði, en þó upplýsingar, að eftir að þessar umr. höfðu staðið hér um þetta mál, hitti ég bónda austan úr Selvogi. Þar var þó nokkurt æðarvarp í hólmum í Hífðarvatni og í sandgirðingunni í Nesi, eftir að hún var alveg friðuð. Og þegar engar skepnur fóru þar um í nokkur ár, svo sem sauðfé, settist æðarfuglinn þarna að og fór að hreiðra um sig í allstórum stil. Í einum hólmanum voru hreiðrin eitthvað yfir 100. Eftir fyrsta árið, sem vart varð við villiminkinn, þá var æðarvarpið þarna gersamlega upprætt, bæði úr hólmunum í Hlíðarvatni og úr sandgirðingunni í Nesi. Svo var ekki nóg með það, að minkurinn upprætti varpið sjálft, heldur líka fuglinn, sem heldur sig við strendur landsins.
Ég ætla að vitna hér ofurlítið í bréf, sem ég gerði reyndar fyrr við umr. Það er komið frá Loðdýraræktarfélaginu og mun vera skrifað þegar hv. þm. Borgf. flutti sitt frv. Það eru fyrst í bréfinu rakin nokkur atriði um minkinn og það, sem fram hefur komið af hálfu þeirra manna, sem hafa ótrú á að hafa minkinn hér í búrum og gerðu að umræðuefni, hve skaðlegur hann væri. Það er verið að svara því í þessu bréfi, og er það undir fjórða lið í bréfinu, sem ég ætla að minnast á. Ætla ég, með leyfi hæstv. forseta, að lesa orðrétt upp úr þessu bréfi:
„4. Að til eyðingar horfi á lax- og silungsstofni í ám og vötnum af völdum villiminka, teljum vér vafasama getgátu, enda mun það fara mjög í bága við erlenda reynslu, t. d. í heimkynnum villiminkanna í Alaska og Canada, en einmitt þar er meiri lax- og silungsveiði en víðast hvar annars staðar í heiminum.
Það mun og talið, að veiðin í Elliðavatni, og jafnvel í Elliðaánum, hafi aukizt hin síðustu árin. Telur bóndinn á Vatnsenda ekki ósennilegt, að það geti haft áhrif á veiðina, að villiminkarnir hafa mjög fælt burt endurnar, sem áður var mikið af á vatninu og við árnar. En það er sannað mál, að endur eru og hinn versti vargur í klaki og ungviði af laxi og silungi, og getur ein önd á stuttum tíma eytt þúsundum hrogna og seiða, en minkurinn tekur ekki lax eða silung, nema nokkuð vaxna....“
Það er nú nokkuð meira um þetta atriði í bréfinu, en ég ætla ekki að lesa meira upp af því. Þetta skrifaði loðdýraræktarráðunauturinn undir á sínum tíma. - Hvernig er svo reynslan í þessum efnum? Nú leggja menn hið mesta kapp á hér við árnar að veiða hvern einasta villimink, vegna þess, hve skaðlegur hann er veiði í ánum, og það er ekki undarlegt. Veiðivötn okkar, ekki sízt þar, er kaldavermsl er, eru þannig, að þau haldast nokkuð auð einmitt þar, sem silungurinn klekur. Og þá heldur villiminkurinn sig vetrarlangt þar og liggur í fiskistofninum.
Svo er í þessu bréfi, sem ég las upp úr. vitnað til fiskmergðarinnar í Ameríku, og mætti skilja orðalag bréfsins svo, að það væri af völdum minksins. Það vantar ekki vísindamennskuna í þessu. Ég hef áður gert að umtalsefni, á hverju minkar lifa. Og fiskigengd er mikil á þessum löndum Ameríku, þar sem villiminkurinn er og á fiskinum lifir hann auðvitað mikið. En það langt var komið útrýmingu þessa dýrs þar vestra, vegna þess, hvernig aðstaðan er þar til þess að útrýma honum, að ég hygg, að það, að honum hefur ekki verið útrýmt þar alveg, sé af því, að menn hafi ekki viljað uppræta hann þar alveg, af því að þeir vilji, að hann sé aðeins til í þessu landi, af því að þarna átti þessi dýrategund sitt upprunalega heimkynni. En ég hygg, að þeir hafi ekki hlíft minknum við algerri útrýmingu þarna af því, að þeir álitu neina tekjuvon af að veiða þetta dýr, því að það er fjarri lagi.
Ég hef áður gert að umtalsefni, að þeirri andategund, sem mestan usla gerir fiskistofninum í ám okkar, nær minkurinn sízt. af því að hún er stygg og aðgætin.
Það er ekki margt hér í þessu bréfi, sem máli skiptir. Þó ætla ég að lesa nokkru meira en ég hef þegar gert úr þessu bréfi, af því að þetta er komið frá mönnum, sem telja það eitthvert sáluhjálparatriði fyrir landið, að þessum dýrum verði haldið áfram í búrum hér. Í bréfinu stendur:
„Það skal viðurkennt, að bæði hér á landi og erlendis hafa villiminkar reynzt hinir mestu vágestir þar, sem þeir komast í hænsnahús. En hér hefur reynslan sýnt, að þeir ráðast ekki á hænsni, sem eru frjáls úti á viðavangi, og þeir hafa farið aðeins í þau hænsnahús, sem hafa verið sundurgrafin eða undirgrafin af rottum. því að þeir leita eftir rottunum niður í holur þeirra og taka þær þar. Hér á landi, eins og erlendis, má verja hænsnahús fyrir villiminkum með því að hafa grunnmúruð hænsnahús, sem rottur komast ekki í, og loka hænsnin inni áður en dimmir.“
Þá er aðeins vikið hér að æðarvörpunum, með leyfi hæstv. forseta: .
„Því skal ekki heldur neitað, að búast má við, að villiminkar mundu gera mikinn usla, ef þeir kæmust í æðarvarp, en sem betur fer, hagar víðast svo til um varplöndin, að minkar komast þangað ekki og verður þó að gæta sérstakrar varúðar í sambandi við æðarvörpin, að minkar spilli þeim ekki. “
Það var mikið, að þeir komu þó auga á það. Það er eftir þessara manna áliti bót í máli, að varplöndin á Íslandi eru þannig sett, að lítil hætta er á því, að minkar komist þangað(!) . Hver er reynslan? Þar sem minkarnir eru komnir, þar sem vörpin eru á landi, og þótt í eyjum sé og það alllangt frá landi, þar eru æðarvörpin gersamlega upprætt. Út í eyjar getur minkurinn komizt, því að hann er frækið sunddýr. Horfurnar eru því þannig nú, að ef ekki verður gerð gangskör að því að útrýma þessu dýri. þá mun það sennilega uppræta, að kalla, allt æðarvarp á Íslandi. Og eftir því sem villiminkurinn breiðist út, þá mun reynslan verða þessi.
Um alifuglana þarf ekki að fjölyrða, sem minkurinn kemst í. Það liggur í augum uppi, að það verður lítið úr alifuglarækt, ef við þurfum að byrgja fuglana inni í húsum vegna minksins. Þá held ég, að litlar tekjur verði af alifuglaræktinni. En það er barnaskapur hjá þessum mönnum, sem undir bréfið rita, að minkurinn geri ekki usla, þegar hann kemst í hænsn, sem eru frjáls úti á víðavangi. Þeir ættu að sjá valinn, þar sem villiminkur hefur komizt í hænsnahóp úti. Hjá einum bónda komst minkur í hænsn, og hundrað lágu í valnum eftir dálítinn tíma.
Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta frekar, en hef viljað láta þetta koma fram, svo að hv. þm. geti ekki afsakað sig með því, að þeir hafi ekki vitað hvílíkt ógagn þessi skepna hefur þegar gert. Ég hef áður gert að umtalsefni brtt. n. og þá kvöð, sem þar er lögð á hreppsnefndir í hverjum hreppi. Ég er í sjálfu sér ekki á móti því, en því aðeins get ég fallizt á þetta, að menn þurfi ekki að eiga von á að fá þennan stefnuvarg úr búrunum yfir sig aftur og aftur, og mér kemur það næsta einkennilega fyrir sjónir, að nokkrir þm. skuli vilja vera svo bónþægir við þá fáu menn, - hér í nágrenni Rvíkur aðallega, - sem hafa hagnað af ræktun þessara dýra, að þeir með því að leyfa það stofni í voða atvinnuvegum, sem bændur hafa um langan tíma bæði haft yndi og arð af.
Ég er þess fullviss, að þessar kvaðir, sem hér á að leggja á hreppsnefndir, koma ekki að fullu gagni, þ. e. a. s. hreppsnefndir muni ekki taka tillit til þessara kvaða, ef leyfa á áfram eldi þessara skæðu kvikinda.
Hv. frsm. n. kvartaði um það, að við flm. mætum ekki að verðleikum till. hv. n. í þessu máli. Ég skal viðurkenna það, að ég hef ekki látið í ljós neitt þakklæti til n., en hins vegar vanþakka ég ekki og met till. n. um útrýmingu villiminka.
Ég hef víst áður lýst því, hversu mér sárnar að sjá blómleg varplönd og ágætar silungsár lagðar í auðn af hinum skaðvænlegu dýrum, minkunum, og þar með gerðan að engu þann yndisauka og tekjulind, sem þetta hefur verið svo fjöldamörgum bændum.
Ég er fús til samvinnu um þetta mál, en vil ekki taka þátt í neinum þeim aðgerðum, sem ég veit, að reynast árangurslitlar og missa marks. Ef hv. landbn. hefði viljað gera sitt ýtrasta til að fá þetta mál vel úr garði gert, þá hygg ég, að hún hefði aldrei komið með þessar till. Ég vildi skjóta því til hv. n. Ég vil samt ekki fara fram á, að n. taki till. aftur, en vildi gjarnan, að atkvæði yrðu ekki látin skera úr við þessa umr. - Ég sé, að hv. þm. S-Þ. ber hér fram till. á þskj. 112. um að banna eldi minka á Norður- og Austurlandi. Ég skil það, að hv. þm. vilji reisa rönd við þessum faraldri, en býst þó við, að ekki þurfi að líða á löngu, þar til minkurinn kemst þangað líka, ef ekki er gripið til skjótra ráðstafana, og er þá allt landið í hættu. Ég tel því að till. hans sé ekki ráðstöfun til endalykta í málinu.
Ég mun svo ekki fjölyrða þetta frekar að sinni, en vænti þess, að frv. nái fram að ganga.
Herra forseti. Það hafa nú orðið hér allmiklar umr. um mál þetta og kennir þar margra grasa. Mér virðist, að þær hafi farið alllangt út fyrir efnið, eða það sem upphaflega var um að ræða.
Mér heyrðist á ræðu hv. 1. þm. Árn. , að hann byggist við því, að hér í d. væru margir þm., sem ekki viðurkenndu, að minkurinn væri skaðlegt dýr. Hann eyddi löngum tíma til þess að lesa úr skýrslum skaða þann, sem bændur höfðu orðið fyrir af völdum minksins á alifuglum og fiski í ám og vötnum og viðbúið vært, að þessar landnytjar yrðu upprættar með öllu, ef ekki væri skjótlega gripið í taumana og eldi þessara dýra bannað með öllu. Ég hygg að hv. 1. þm. Árn. geti verið alveg rólegur út af því, að við þm. hér í d. erum honum sjálfsagt allir sammála um það, að minkurinn sé skaðsemdarskepna, ef hann nær að sleppa úr vörzlu. Deilan í þessu máli ætti því aðallega að standa um það, hvort banna eigi eldi minka eða ekki, en ekki um það, hvort þeir séu skaðræðisdýr. Um það erum við allir sammála, svo að það er óþarfi að halda langa ræðu um það. Hitt er annað mál, hvort við erum allir sammála um að banna eldi minka hér á landi.
Ég hygg að það sé fyrir handvömm eina saman, að minkar sleppi út úr búrum. Það átti sér líka stað aðallega fyrstu árin eftir að ræktun þeirra var hafin hér á landi, og hefur stafað af vanþekkingu og reynsluleysi þeirra manna, sem með búrin höfðu að gera. Það hefur og komið í ljós, að þeir villiminkar, sem veiddir hafa verið, eru af þeim stofni, sem fyrst var fluttur hingað til lands, en ekki af þeim stofnum, sem síðar hafa verið fluttir inn. - Ég verð að segja það, að ég er hissa á að hv. 1. þm. Árn. , sá ágæti bóndi, skuli ekki gera þá kröfu til bændastéttarinnar, að bændur séu þess umkomnir að gæta minkanna það vel, að þeir sleppi ekki úr haldi. Eigum við að vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað þennan atvinnuveg snertir? Hefur nokkur heyrt, að nokkur þm. í Stórþinginu norska hafi leyft sér að koma með till. um að banna minkaeldi, þó að það kæmi fyrir í Noregi, fyrstu árin eftir að minkarækt hófst þar, að þeir slyppu út og gerðu nokkurt tjón? Nei, fjarri fór því. Þeir lærðu af reynslunni og tryggðu búrin það vel, að nú eru minkarnir alveg hættir að sleppa hjá þeim. Ég hygg, að við gætum lært mikið af þessari reynslu frænda okkar.
Það er álit mitt, að við eigum að stuðla að loðdýrarækt í stað þess að skerða hana, því að skilyrði til hennar hér eru á margan hátt betri en víða annars staðar, þar sem góður árangur hefur náðst af henni. Loftslag er þannig, að skinnin verða fallegri, og fóðurskilyrði þarf og ekki að fjölyrða um, því að það er viðurkennt. að þau séu hin ákjósanlegustu. Þótt ekki blási byrlega um skinnasölu nú í bili, þá er hér um atvinnuveg að ræða, sem á rétt á sér og ekki ólíklegt, að við með tímanum gætum flutt út skinn fyrir milljónir króna, og ég hygg, að allir geti verið mér sammála um, að þörf fyrir gjaldeyri er alltaf brýn.
Mér virðist því, að frv. þetta sé flutt algerlega að ófyrirsynju, og flm. hefðu heldur átt að flytja frv. um útrýmingu villiminka, en hvað segja þeir í frv. um það atriði? Í 3. gr. þess segir svo: „Ráðh. setur reglugerð um framkvæmd laga þessara, svo sem um eftirlit með eyðingu aliminka skv. 1. gr. og um það, hverra sannana beri að krefjast fyrir drápi villiminka, án þess að verðlaun megi veita. Í reglugerð skulu sett ákvæði um viðurlög fyrir brot gegn 1. gr., þar á meðal um upptöku dýrastofns og búra, og skulu mál út af brotum sæta meðferð opinberra mála.“
Hv. 1. þm. Árn. sagði, að landbn. hefði lagt til, að ekkert væri aðhafzt í þessum málum. Landbn. leggur áherzlu á, að útrýmt verði villiminkum, og kveður þar fastara á um en hv. flm. frv. N. leggur í fyrsta lagi til, að hreppsn. skuli skylt, hverri í sínu umdæmi, að sjá um útrýmingu villiminka og hlutast til um, að gerðar séu árlega skýrslur um útbreiðslu þeirra og helztu dvalarstaði. Í öðru lagi, að veitt verði verðlaun úr ríkissjóði fyrir dráp villiminka, allt að 60 kr. fyrir hvert dýr, sem unnið er. Í þriðja lagi, að landbrh. leiti álits loðdýraræktarráðunauts um samningu reglugerðar um framkvæmd l. , svo sem um, á hvern hátt villiminkum skuli útrýmt og hverra sannana beri að krefjast fyrir drápi þeirra. Það, sem því hv. landbn. leggur til á þskj. 374 um útrýmingu villiminka, er miklu víðtækara en hv. flm. leggja til í 3. gr. frv. Mér virðist því, að hv. 1. þm. Árn. ætti að vera hv. landbn. þakklátur fyrir till. hennar í þessu.
Eins og ég hef áður sagt, finnst mér það algerlega óþarfi að halda langa ræðu um skaðsemi villiminka gagnvart alifuglum og fiskum í ám og vötnum. Við erum allir sammála þar, og sömuleiðis um það, að eyða beri villiminkum, og við ættum einnig að vera sammála um að gera þá kröfu til minkaeigenda, að þeir útbúi búr sín það vel, að ekki sé hætta á, að minkarnir sleppi út.
Ég hygg, að við getum allir verið sammála um það, að atvinnuvegir okkar eru ekki of margþættir, þó við förum nú ekki að leggja loðdýrarækt alveg á hilluna. Ég vænti því þess, að hv. 1. þm. Árn. , Jörundur Brynjólfsson. bóndi í Skálholti, geri þá kröfu til stéttarbræðra sinna, að þeir séu ekki eftirbátar stéttarbræðra sinna í öðrum löndum í þessu efni.
Ég skal svo ekki fara um þetta fleiri orðum, en lýsi yfir því, að ég er samþykkur till. n. á þskj. 374, því að ég tek, að hægt sé að búa þannig um búrin, að engin hætta sé á því, að dýrin sleppt út og verði þannig að villiminkum, sem valda miklum skaða.
Herra forseti. Ég heyrði á ræðu hv. 1. þm. Árn. , að hann leit svo á, að till. mín á þskj. 412 væri fjarri því að vera ráðstöfun til endalykta í þessu máli. Ég vil strax taka það fram, að till. mín er aðeins varatill. , og hafði ég hugsað mér, að hún kæmi ekki til atkvæða við 2. umr., fyrr en útséð væri um það, að frv. eins og það var fyrst næði fram að ganga.
Nú vita menn, að mest hefur verið ræktað af minkum hér í nágrenni Rvíkur, og hefur villiminkur sá, sem nú herjar mikinn hluta Suðurlandsins, aðallega sloppið úr búrum hér í nágrenni Rvíkur og Hafnarfjarðar. Og þó að menn eins og hv. 1. þm. Skagf. (StgrSt) vilji nú ekki - a. m. k. sem stendur banna minkaeldi, þá vita þeir, sem kunnugir eru þessum málum, að ef leyfa á áfram minkaeldi í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi, þá getur þess verið skemmst að bíða, að einnig í þessum fjórðungum sleppi minkar úr búrum og þar með hafi þessi héruð fengið yfir sig villiminkapláguna. Eins og stendur er mér vitanlega enn ekkert minkabúr í Húnavatnssýslum, nema lítils háttar á Hvammstanga, ekkert í Norður-Þingeyjarsýslu og ekkert á Austurlandi.
Ég skal nú skýra lítils háttar frá því fyrir hv. form. landbn. , hvernig fór um minkabú eitt. sem ég þekkti til, en það var á Svalbarðseyri. Það var eitt af þeim fáu búum hér á landi, sem ég veit, að voru rekin með hagnaði. Maðurinn sem hafði það, var ekki bóndi, heldur trésmiður og hann gat rekið búið þarna af því, að á staðnum var frystihús, svo að hann í sambandi við það hafði nóg fóður fyrir dýrin, en af því að íshúsið var ekki rekið allt árið, þá varð hann að flytja búið til Dalvíkur til þess að hafa alltaf nóg fóður. - Þetta sýnir ljóslega að það er alveg vonlaust að ætla sér nokkurn tíma að gera minka að húsdýri í sveit, þar sem þessi dýr eru aðallega alin á fiski og alls konar sjófangi.
Mér virðist, að hv. landbn. , og þá ekki sízt sjálfur búnaðarmálastjórinn ættu fremur í þessu máli sem öðrum að hafa hagsmuni bænda og sveitabúskapar fyrir augum en hagsmuni kaupstaða og kauptúna, en allir vita, að það eru aðallega kaupstaðarbúar, sem atvinnu hafa haft við minkarækt hér á landi. Minkaeldi er nú síður en svo nokkurt hagsmunamál bændastéttarinnar, heldur þvert á móti, þar sem það hefur orðið mörgum bændum til stórtjóns. Þetta er stórt atriði, en ég býst þó varla við, að hv. landbn. breyti skoðun sinni í þessu máli, og er hræddur um, að frv. það sem hér liggur fyrir, verði fellt. Ég trúi nú samt ekki öðru en hv. 1. þm. Skagf. viðurkenni, að till. mín skaði engan, þar sem þeir, sem haft hafa hagnað af þessari atvinnugrein, eru aðallega hér í nágrenni Rvíkur.
Ég fæ ekki betur séð en ef minkurinn kemst að Mývatni, þá verði á skömmum tíma að engu gert það yndi og allur sá arður, sem Mývetningar hafa haft af hinu fjölbreytta fuglalífi við vatnið, og sama er að segja um fiskinn í vatninu. Ég mundi vart hafa lagt svona mikla áherzlu á till. mína, ef ég hefði ekki vitað þetta. Ég áleit í fyrstunni, að ekki væri neitt minkabú á Austurlandi. Þá var engin atvinna af þessari iðju í þessum landsfjórðungi. Þar var ekki byrjað á þessu á kreppuárunum. Ég held, að minkur mundi eiga erfitt uppdráttar á Norðausturlandi, að frádregnum jarðhitasvæðunum.
Ég er fús til þess að taka till. mína aftur til 3. umr. og laga hana í samráði við flm. frv.
Herra forseti. Mér finnst ástæða til þess, að ég bæti nokkrum orðum við það, sem áður er sagt í þessu máli, en skal þó ekki langorður verða.
Hv. 1. flm. þessa frv., 1. þm. Árn. (JörB), hélt hér langa og undarlega ræðu, sem var reyndar að mestu endurtekning á fyrri ræðum hans um, hve minkurinn væri skaðlegt dýr. Það er enginn ágreiningur um það og það þarf ekki að endurtaka það. Landbn. er sömu skoðunar og flm. á því. Það er ekki þörf að ræða það. Það eru allir þm. sammála um. En hér er um það deilt, hvort eigi að eyða þeim minkum, sem eru í haldi, eða ekki. En þó að minkunum, sem eru í haldi, yrði nú útrýmt, þá er engin trygging fyrir því, að þeim villtu verði útrýmt. Og reynslan í sveitunum af þeirri viðleitni að útrýma refnum mælir á þá leið, að menn ættu ekki að vera sterktrúaðir á það, að takast megi að ráða dýrin algerlega af dögum á Suður- og Vesturlandi. En það er nauðsynlegt að gera alvarlega herferð gegn þessum óargakvikindum, sem laus eru.
Ég ræði ekki till. hv. þm. S-Þ. (JJ). Á Norðurlandi hefur nokkuð verið um minkarækt, en villtra minka hefur ekki orðið þar vart. Það gæti því verið umtalsmál að banna minkaeldi, þar sem villtra minka hefur enn ekki orðið vart á landinu. Um uppruna hinna villtu minka talaði hv. 1. þm. Árn. nokkur orð, og vildi hann fríkenna flokk sinn frá því að hafa komið minkunum inn í landið. Í þessu máli sem mörgum öðrum, sem ekki hafa reynzt góð, hefur oft verið töluverð viðleitni að reyna að fríkenna sig frá nokkurri hlutdeild. En minkar voru fyrst fluttir inn með styrkveitingu úr ríkissjóði. Þáverandi stjórn veitti nokkurn styrk til loðdýraræktar, og sá styrkur flutti síðan inn þau dýr, sem hafa orðið uppsprettan. Það er þýðingarlaust fyrir hv. þm. að ætla sér að undanskilja flokk sinn frá þessu, þó að engin nafnaköll finnist fyrir fjárveitingunni, hverjir þm. voru með og hverjir móti. Það er víst, að þessi styrkveiting hefur orðið upphaf ógæfunnar í minkaeldinu.
Herra forseti. Varðandi það, sem hv. þm. A-Húnv. (JPálm) sagði, að það hefði verið framsóknarstjórn áranna 1927–1931, sem flutti minkana inn, þá er rétt sagt frá. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, sem nokkuð hefur verið riðinn við hinn flokkinn, Sjálfstfl., sá er missti trúna við þingrofið 1931, hafði forgöngu um þetta mál á þeim tíma. Minkasyndin hvílir því á Sjálfstfl.
Ég skal ekki ræða hér um fornar syndir, en reyna heldur að skakka leikinn. Ég skal ekki fara langt yfir skammt, en minna á ein rök. Því hefir verið haldið fram, að öll þau búr, sem unnin hafa verið, hafi verið rannsökuð. Ég var vanbúinn að mæta þessum rökum, er þau voru fram borin. Ég hef síðan átt tal við oddvita, sem tekið hefur á móti skottum og greitt verðlaun fyrir dráp dýranna. Hann segir, að hann hafi engum sent skottin, en hafi brennt þau jafnóðum og þau hefðu borizt. Hann tók aðeins á móti skottunum sem sönnun þess, að dýrin hefðu verið drepin. Svo tók hann kvittanir fyrir greiðslu verðlaunanna og sendi í stjórnarráðið og fékk þau endurgreidd. Loðdýraræktarráðunautur hefur ekki fengið neitt af þeim skottum. Þessi oddviti hefur greitt þúsund krónur fyrir minkadráp, en skottin brenndi hann. Hann sagði að sér hefði ekki dottið annað í hug en að brenna þau strax, þar sem fýla hefði verið af þeim, því að þau hefðu oftsinnis verið orðin gömul, er sér hefðu borizt þau
Hv. frsm. landbn. þótti ekki rétt sagt frá búsetu nokkurra manna, sem sent var til og leitað álits frá. Það kann að vera, að eitthvað hafi verið þar rangt frá minni hálfu og finnst mér ekki nema gott að slíkt sé leiðrétt. Þó eru flestir þeirra búsettir í Rvík og við Rvík og fást við loðdýrarækt, og eru sumir þeirra í stjórn Loðdýraræktarfélagsins. Búfjártilraunaráðið er með þessu frv., og hafa 4 af 5, sem þar eiga sæti, undirskrifað bréf þeirra, en fimmti maðurinn neitaði að skrifa undir bréfið. Meiri hl. Búnaðarfélagsins mælti með samþykkt frv. Mergurinn málsins er sá, að minkaeldið hefur reynzt rýr atvinnuvegur og hefur leitt af sér stórskaða fyrir landsmenn. Þess vegna er leiðin sú, að Alþ. á að gera rækilega herferð á hendur minkunum, - gera það sem í þess valdi er til þess að draga úr þeirri hættu, sem stafar af villiminkunum. En á meðan minkar eru í þúsundavís í búrum, er ekki hægt að vekja þann áhuga og þann starfsvilja, sem með þarf.
Ég hef nýlega rætt við oddvitann í Hvalfjarðarhreppi í Botnsdal um þetta mál. Hann sagði, að í sínu héraði hefði verið töluvert veitt af minkum, og fyndist sér vera góður árangur af þeirri viðleitni. Minkar höfðu víða gert þar usla í hænsnabúum bænda. Sums staðar var rækilega búið um hænsnin, og var mönnum ráðgáta, hvernig minkur gat sloppið inn til hænsnanna. Þetta sýnir glöggt, hve erfitt er að halda minkum úti, og má geta nærri, hvort ekki sé erfitt að halda þeim inni í búrunum. Ég sé ekki ástæðu til þess að rekja ræðu hv. frsm. Það er vonlaust að útrýma villiminkunum nema skera fyrir rætur þessarar minkaeldisstarfsemi. Það er því aðeins unnt, að minkaeldi sé bannað.
Í sambandi við þær brtt. , sem fram hafa komið, þá eru allir sammála um það, að setja beri sem sterkastar reglur um varnir, svo að minkar sleppi ekki úr haldi. Sjálfsagt er að athuga nákvæmlega þær till., sem fram hafa komið á milli 2. og 3. umr. Þeir, sem leggja meir upp úr brtt. landbn. en frv. sjálfu, slá engu úr hendi sér, þó að þeir samþ. 1. gr. frv., því að það er hægt að koma brtt. að við 3. umr. málsins hér í d.
Með tilliti til mikilvægis þessa máls vona ég, að skorið verði fyrir rætur meinsemdarinnar og þessum dýrum verði eytt úr náttúrunni, sem nú ganga laus.
Flm. (Gy1fi Þ. Gíslason) :
Herra forseti. Í frv. því, sem ég flyt á þskj. 396, er bæjarstjórnum í kaupstöðum lögð sú skylda á herðar að annast útfarir bæjarbúa. Bæjarstjórn Reykjavíkur er enn fremur lögð sú skylda á herðar að taka í sínar hendur líkkistusmíði. En um bæjarstjórnir annars staðar er það að segja, að gert er ráð fyrir, að þær ráði því, hvort þær taka slíka starfsemi að sér. En geri þær það, skulu þær hafa einkarétt til þeirrar starfsemi. Þá er gert ráð fyrir, að bæjarstjórnir hafi til þess einkarétt að annast allar útfarir, eftir að þær hafa hafið þessa starfsemi.
Þetta er, í fáum orðum sagt, meginefni þessa stutta frv. - Í 2. gr. er svo enn fremur ákveðið, að þær stofnanir kaupstaðanna, sem útfarir eða líkkistusmíði annast, skuli miða störf sín við það, að útfarir séu látlausar, en virðulegar, og að þær skuli láta í té þjónustu sína við svo vægu verði sem kostur er.
Höfuðástæðan til þess, að ég flyt þetta frv., er sú, að útfararkostnaður í kaupstöðum er nú orðinn óhæfilega mikill. Ég hef kynnt mér þetta mál nokkuð rækilega hér í Rvík, en því miður ekki átt þess kost í sama mæli utan Rvíkur, og vil ég leyfa mér að færa nokkru gleggri rök en gert er í frv. fyrir þeirri staðhæfingu, að útfararkostnaður í Rvík sé hærri en góðu hófi gegnir. Ég hef í höndum nokkra reikninga yfir útfararkostnað hér í Rvík. og er þar um að ræða útfarir, sem verið hafa mjög blátt áfram, án þess að um nokkra sérstaka viðhöfn sé að ræða. Ég held, að rétt sé, - af því að slíkum reikningum mun venjulega ekki vera hampað, og því er ekki víst, að allir hv. þdm. hafi átt þess kost að sjá, hvernig slíkir reikningar líta út, að ég geti hér eins eða tveggja slíkra reikninga. Nefni ég þá fyrst reikning frá því í marz 1947. Hann er svona: Kista bólstruð 500 kr. Flutningur á kistu 45 kr. Sæng 100 kr. Söngur 485 kr. Celló 50 kr. Skreyting á kirkju 70 kr. Líkræða 120 kr. Líkvagn 95 kr. Líkmenn 120 kr. Gröf skreytt, hringing 150 kr. Bíll 25 kr. Ýmis fyrirhöfn 200 kr. Samtals er þetta 2360 kr.
Ég hef hér annan reikning nokkru nýrri, og ætla ég að leyfa mér að birta liði hans líka, til þess að sýna fram á, að tölur þær, sem ég nefndi nú, eru ekki einstæðar, heldur algengar, þegar um viðhafnarlausar útfarir er að ræða. Á þessum reikningi er kista bólstruð 900 kr. Sæng 95 kr. Koddi 34 kr. Hjúpur 95 kr. Klútur 10 kr. Söngur 345 kr. Líkmenn 105 kr. Legkaup 40 kr. Líkvagn 95 kr. Gröf, hringing 120 kr. Ýmis fyrirhöfn 150 kr. Skreyting á kirkju 60 kr. Samtals 2049 kr. Og mun hér vera um að ræða alllágan útfararkostnað, miðað við það. sem um getur verið að ræða hér í Rvík.
Ég hef og kynnt mér nokkuð, hver sé útfararkostnaður á Norðurlöndum, og er hann alls staðar þar miklum mun lægri en hér á sér stað. Tölur um það hirði ég ekki að rekja. Þess skal ég þó geta, að í Stokkhólmi kostar vönduð líkkista, með því sem henni heyrir til, 195 kr. sænskar, eða um 350 íslenzkar kr., og gjald fyrir líkbíl þar er 27 sænskar kr., eða um 47 íslenzkar kr. Fleiri liði hirði ég ekki að tala um þar, en útfararkostnaður í heild er þar einn þriðji af því, sem hann er hér í Rvík. Í sambandi við þetta er þó þess að geta, að til skamms tíma var þó útfararkostnaður hér enn meiri en hann nú er. Fyrir nokkru á öðru ári reyndi verðlagseftirlitið að hafa afskipti af þessum kostnaði til lækkunar, þótt ekki bæru þau afskipti sérlegan árangur. En það setti hámarksverð á líkkistur. Algengast verð á þeim fyrir þann tíma mun hafa verið 1700 kr. En viðskiptaráð þáverandi setti 900 kr. hámarksverð á þær, og er það gildandi enn. Þó er það reynsla verðlagseftirlitsins, að fremur illa hefur gengið að framfylgja þessu verðlagsákvæði, og munu dæmi um það, að kistur hafi verið seldar hærra verði, þ. e. ef þær hafa verið pantaðar sérstaklega vandaðar, úr betra efni og með vandaðra smíði en talið hefur verið fært að láta af hendi fyrir lögákveðna verðið, 900 kr. - Það er að vísu ekki að undra, þótt opinber verðlagsafskipti af slíkum kostnaði, útfararkostnaði, séu ekki líkleg til verulegs árangurs til lækkunar á honum, enda mun reynslan hafa sýnt það. Það er því að mínu áliti nauðsynlegt að fara aðrar leiðir til þess að koma þessum kostnaði niður en þá að treysta á afskipti verðlagsyfirvaldanna einna. Og ég hygg, að ekki sé vafi á því að hægt væri að lækka útfararkostnaðinn verulega, jafnvel að óbreyttum útfararsiðum, sem nú tíðkast hér í Rvík og annars staðar í kaupstöðum á landinu. En einkum yrði þó hægt að lækka útfararkostnaðinn, ef takast mætti að breyta útfararsiðunum að einhverju leyti, þó að ég vilji leggja áherzlu á, að ég tel ekki réttlátt né skynsamlegt, að það opinbera fyrirskipi einhverja ákveðna tegund útfara, ef svo mætti segja, heldur tel ég rétt, að réttur aðstandenda hinna látnu manna haldist um það að ráða í meginatriðum, hvernig útfarir fari fram. Hitt vil ég ekki draga dul á, að það er mín persónulega skoðun, að útfarir mættu gjarnan breytast verulega frá því, sem verið hefur hér, t. d. sleppa húskveðju og leggja niður göngu úr heimahúsum og úr kirkju í kirkjugarð eftir götum bæjarins.
Kirkjugarðsstjórn hér í Rvík hefur á undanförnum árum komið upp allmikilli byggingu fyrir utan Rvík, í Fossvogi og er svo til ætlazt, að þar verði kapella og líkbrennsla og jafnframt líkgeymsla. Framkvæmdastjóri kirkjugarðsstjórnar hefur tjáð mér, að hún hafi hugsað sér að annast nokkra fyrirgreiðslu í sambandi við útfararmál Reykjavíkurbæjar og hafi kirkjugarðsstjórn hug á að reyna að breyta útfararsiðunum nokkuð, m. a. gera þær breyt. , að húskveðjur verði lagðar niður og göngum um götur bæjarins hætt. Þó að kirkjugarðsstjórn muni nú hafa heimild til þess samkv. l. að taka einkarétt á líkflutningum, mun hún ekki hafa í huga nú að nota sér þessa heimild og taka þannig allar jarðarfarir bæjarins í sínar hendur, heldur mun hún hafa hugsað sér að taka þetta að sér í frjálsri samkeppni við þá aðila, sem nú hafa þetta með höndum, og hefur framkvæmdastjóri hennar tjáð mér, að hún vænti þess að geta orðið ofan á í þeirri samkeppni, þannig að útfarir flytjist smátt og smátt í hennar hendur. Ég álít, að einkarekstur eigi á engu sviði jafnilla við og á þessu og ætla ég því, að það sé miklu æskilegra, að einn aðili hafi þessi störf með höndum. Ég er líka þeirrar skoðunar, að sá aðili eigi að vera opinber, og tel, að bæjarstjórnir í kaupstöðum séu sjálfsagðir aðilar til þess að annast þessa starfsemi. Hitt vil ég þó taka fram, að hér í Rvík tel ég, að mjög vel geti komið til mála, að kirkjugarðsstjórn annaðist þessa starfsemi og hún notaði sér þann rétt, sem hún mun hafa í l. , til þess að taka alla íhlutun um þetta í sínar hendur. Ef það væri skoðun þeirrar n., sem þetta frv. færi til, eða hv. þd., að það væri æskilegt, að hér væri ekki komið á fát sérstakri stofnun til að annast þetta, heldur annaðist kirkjugarðsstjórn þetta, þá skyldi ég á það fallast. Ég tel eðlilegast, að það sé aðeins einn aðili, sem annist þessa starfsemi í hverjum kaupstað og taki hana að öllu leyti í sínar hendur, en að þetta eigi ekki að vera í höndum margra aðila á hverjum stað, sem séu í innbyrðis samkeppni.
Hér í Rvík er og gert ráð fyrir því, að þessi útfararstofnun Reykjavíkurbæjar - eða þá kirkjugarðsstjórnin, ef sá háttur yrði á hafður, að hún annaðist útfarir - tæki alla líkkistusmíði í sínar hendur. Það hefur löngum tíðkazt hér, að sami aðili annaðist útfarir og líkkistusmið, og virðist það vera eðlilegt. En utan Rvíkur mun ekki hafa tíðkazt, að sami aðill annaðist þetta hvort tveggja, og er í frv. ekki gert ráð fyrir því, að sú stofnun, sem gert er ráð fyrir, að annist útfarir í hverjum kaupstað fyrir sig, annist líkkistusmíð einnig. En ef bæjarstjórn á einhverjum stað óskar að taka þetta líka í sínar hendur, er gert ráð fyrir því í frv., að hún geti það.
Ég skal taka fram, að vel gæti komið til mála, að slík lagasetning, sem hér er farið fram á að gerð verði, væri í heimildarformi, þ. e. a. s. að bæjarstjórnum yrði ekki gert að skyldu að takast þessa starfsemi á hendur, heldur væri ákveðið, að þeim væri heimilaður einkaréttur til þessarar starfsemi, ef þær óskuðu að taka hana í sínar hendur. En löggjafinn hefur skyldað bæjarstjórnir til margs konar sýslu, sem má telja fjarskyldari verkahring þeirra en að annast útfarir bæjarbúa. Og þess vegna hef ég gengið frá frv. í þessu formi, sem það hefur. En til samkomulags mundi ég vilja breyta þessu í heimildarform, ef því væri að skipta, að málið gengi fremur fram með því móti, þótt ég að vísu óttist, að bæjarstjórnir sumar hverjar mundu ekki rota sér þessa heimild. Ég er þess hins vegar fullviss um, að margar mundu gera það.
Um útfararmál utan kaupstaðanna er það að segja, að ég hygg, að engin ástæða sé til að reyna að gera opinberar ráðstafanir til þess að draga úr útfararkostnaði þar. Þar er að þessu leyti líka miklu erfiðara um vik. Og hef ég því látið þetta frv. taka til kaupstaðanna einna saman.
Ég vil svo að lokum leyfa mér að óska þess, að að lokinni þessari umr. verði þessu frv. vísað til 2. umr. og hv. allshn. |
Björn Bjarnason (f. 14. nóvember 1944) lögfræðingur, er fyrrverandi menntamála- og dómsmálaráðherra og var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á árunum 1991-2009.
Ævi og störf.
Björn fæddist í Reykjavík, foreldrar hans voru Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Björnsdóttir. Björn á þrjár systur Guðrúnu, Valgerði og Önnu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964, lærði lögfræði við Háskóla Íslands og var formaður Stúdentaráðs 1967-1968. Sumarið 1970 missti hann foreldra sína og ungan systurson í eldsvoða í sumarbústað á Þingvöllum. Lagaprófi frá Háskóla Íslands lauk hann 1971.
Hann vann sem útgáfustjóri Almenna bókafélagsins 1971-1974, fréttastjóri á Vísi 1974, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu 1974-1979, blaðamaður á Morgunblaðinu 1979-1984 og aðstoðarritstjóri 1985-1991. Hann hlaut 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1991 og settist þá á þing. Hann varð menntamálaráðherra 1995 og gegndi þeirri stöðu til 2002, þegar hann tók að sér að verða forystumaður Sjálfstæðisflokksins í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningar 2002. Hann varð dómsmálaráðherra 2003, eftir að Davíð Oddsson myndaði í þriðja skipti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og gegndi embætti til ársins 2009 og lét þá af þingmennsku.
Björn hefur tekið mikinn þátt í umræðum um öryggis- og varnarmál á Íslandi og ætíð verið eindreginn stuðningsmaður vestræns varnarsamstarfs og varnarsamningsins við Bandaríkin. Í Kalda stríðinu deildi hann með erindrekum bandarískra yfirvalda upplýsingum sem hann hafði fengið sem blaðamaður um íslenska stjórnmálamenn, ekki síst vinstrisinnaða. Hann var sumarið 2004 skipaður formaður Evrópunefndar forsætisráðherra, sem skilaði skýrslu í mars 2007. Hann er félagi í International Institute for Strategic Studies og hefur setið fundi Bilderberg-samtakanna. Greinasafnið "Í hita kalda stríðsins" kom út eftir hann árið 2001. Björn er kvæntur Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, og eiga þau tvö börn, Sigríði Sól og Bjarna Benedikt. Hann er tengdafaðir Heiðars Más Guðjónssonar. |
Orkudrykkir eru vinsælir á Íslandi og nú má fá margar tegundir í næstu búð eða sjoppu. En hver er bestur? Við leituðum á náðir þriggja þrautþjálfaðra einstaklinga, þeirra Sigurpáls Jóhannessonar einkaþjálfara, Gunnhildar Jónasdóttur fitnessiðkanda og Sigurjóns Ragnars langhlaupara, og létum þá smakka.
Í verslun 10-11 í Lágmúla fengust sex tegundir orkudrykkja. Allir drykkirnir eru í 250 millilítra umbúðum og kosta í kringum 200 krónur. Smökkunin fór fram í veitingasal World Class í Laugum. Drykkirnir voru innbyrtir einn af öðrum úr plastglösum svo þátttakendur vissu ekki hvað þeir voru að drekka. Íslenskt vatn var drukkið á milli til að hreinsa munninn.
Danski drykkurinn Cult var fyrstur í munn og hlaut fremur óblíðar móttökur. Þetta er voðalega sætt og ekki gott eftirbragð af þessu, sagði Sigurjón og bætti við að kannski væri þetta í lagi til að blanda út í gin. Hin voru á sama máli og Cult fékk lægstu einkunn drykkjanna sex, 2,7 af fimm mögulegum.
Bomba kemur í flösku sem minnir á handsprengju og er framleiddur í Austurríki. Þessi er miklu betri, sagði Gunnhildur, fékk sér annan sopa og bætti við glöð: Þetta er nú bara alveg eins og sælgæti! Strákarnir voru á sama máli og Bomban fékk næst hæstu einkunn, 4.7.
Næst var komið að íslenska orkudrykknum Egils Orku og þátttakendur voru helst á því að nú væri verið að plata þá eitthvað. Er eitthvað blöff í gangi? spurði Sigurpáll, ertu að gefa okkur Sprite? Orkan fékk þó ágætar viðtökur með meðaleinkunnina 3,3 og Sigurjón sagði að þetta væri vel þambanlegt með klökum.
Næst var komið að Burn sem kynntur var í samkvæmi fræga og fallega fólksins í Iðuhúsinu á dögunum. Burn fékk mjög blendnar viðtökur, Sigurpáll og Gunnhildur voru nokkuð hrifin Það er frískandi kirsuberjabragð af þessu en Sigurjón fussaði og sveiaði: Þetta er hreinlega ógeðslegt! Núlleinkunn hans dró Burn niður í næstneðsta sætið.
Tantra kemur frá Austurríki eins og Bomban og ekki er á hreinu hvort drykkurinn sé erótískur eða exótískur því hvort tveggja má lesa út úr merkinu á dósinni. Það er skemmst frá því að segja að Tantra hlaut hæstu einkunn, fullt hús hjá öllum, og telst því besti orkudrykkur landsins samkvæmt þessari könnun. Þessi er rosalega góður, sagði Gunnhildur.
Sigurjón tók undir og bætti við; þessi slekkur þorstann sem hinir drykkirnir gerðu ekki. Þátttakendum kom mjög á óvart eftir á að þeir hefðu kosið Tantra sem besta orkudrykk landsins. Ekkert þeirra hafði smakkað drykkinn áður og varla heyrt af honum.
Að lokum var komið að jaxlinum Magic sem hefur verið lengst orkudrykkja á markaðinum. Þessi slekkur þorstann líka, sagði Sigurjón og öllum fannst Magic minna dálítið á Tantra drykkinn á undan, samt ekki alveg eins bragðgóður. Magic fékk engu að síður ágætis einkunn og náði bronsverðlaununum.
Enginn þátttakenda sagðist neyta orkudrykkja að einhverju ráði. Ég reyni eiginlega að forðast þetta, sagði Sigurjón, þetta ert allt of fitandi. Eftir löng hlaup er miklu betra að fá sér bara vatn og banana.
Ég held að það séu einhverjir 12-13 sykurmolar í einni svona dós, sagði Sigurpáll og minnti á heilræðið að borða bara hollan mat og reglulega. Gunnhildur játaði að hún fengi sér stundum orkudrykki: Þetta er stundum ágætt til að fá extra kraft, en það er eins með þetta og annað, að allt er best í hófi.
Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur tók í sama streng þegar samband var haft við hana: Ég sé eiginlega fátt jákvætt við þessa drykki. Þetta er mest vatn og sykur og koffín sem er alls ekki fyrir litla líkama, börn og unglinga.
Ég veit að námsmenn nota þetta í prófum og íþróttafólk til að fá orkuskot fyrir átök. Þetta er kannski ágætt endrum og sinnum ef fólk hugsar vel um svefn og heilsufar. En fólk með offituvandamál ætti alls ekki að drekka þetta og svo getur hreinlega verið hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi. |
Korkur: tilveran
Titill: þoli þetta ekki
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 5. júní 2006 01:17:26
Skoðað: 726
ég er virkilega pirraður
ég er nýbyrjaður að vinna í bæjarvinnuni og ég var settur í hóp…einn af þeim sem er með mér í hóp er því miður gaur sem er hommi. og hann er alltaf að tala um þetta eins og hann sé stoltur að þessu og lætur hommalega hreint eins og hann sé að auglýsa þetta og kalla eftir athygli “hæ ég er sko hommi….horfið á mig!!!”
svo þarf ég stundum að sitja hliðin á honum í bílnum og þá líður mér svo illa því ég vil ekki koma við hann því hann er hommi.
ég hef verið að spá í að lemja hann. einu sinni var hann að klippa af tré og ég stóð fyrir aftan hann og ég labbaði honum og ætlaði að kíla hann í nýrað og sparka svo í hann liggjandi en hópstjórinn kom.
um daginn hrinti ég honum samt í runna og hrækti að honum en lamdi hann samt ekkert. ég var að vonast til þess að þetta yrði til þess að hann færi úr hópnum, ég sagði honum að segja engum frá þessu og drulla sér úr hópnum hann fór að grenja auminginn en mætti samt í sama hóp í vinnuna daginn eftir í skólann.
---
Svör
---
Höf.: kmobo
Dags.: 5. júní 2006 13:12:39
Atkvæði: 0
heyrðu gaur…
það eru bara heimskir menn sem eru með svona fordóma… ég er ekki hommi en mér finnst allveg alltílagi að aðrir séu hommar. hættu bara að skipta þér af honum en það sem ég held er að þú sért með tilfiningar til hans. njótu návist hans bara og hugsaðu til hans þegar þú snertir þig næst úti á götu og þú gætir kanski tekið hann með þér…
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 5. júní 2006 16:29:17
Atkvæði: 0
Hahahha lol :'D!
---
Höf.: kmobo
Dags.: 5. júní 2006 17:47:31
Atkvæði: 0
heheh :D
---
|
Korkur: deiglan
Titill: Palestínumenn og fjölmiðlar...
Höf.: skuggi85
Dags.: 10. október 2005 01:59:25
Skoðað: 374
Ef maður reynir að tala fyrir hönd Ísraelsmanna og fá fólk til þess að sjá þeirra hlið málsins, þá er alltaf einhver fljótur að svara manni um að það sé áróður. Gyðingar eiga eða stjórna helstu fjölmiðlum í vesturlöndum, þessa tuggu heyrir maður aftur og aftur. Ef eitthvað er jákvætt fyrir hönd Ísraels þá hlýtur það að vera rangur áróður fjölmiðla, stjórnað af gyðingum og Bandaríkjamönnum. Allavega virðist það vera þannig á Íslandi í dag og meirihluta Evrópu.
En er það raunin? Ég ætla ekki að fara að fullyrða að Ísraelsmenn/gyðingar séu blásaklausir þegar kemur að þessu. En þetta virðist vera svo mikil skipting. Ef frétt hallast að því að vera jákvæð fyrir hönd Palestínumanna, þá heyrir maður engar vafasemisraddir. En þegar það er öfugt þá eru þær fljótar að koma út um allt. Jafnvel þó fréttirnar séu frá sömu fréttastofunni þá virðist það fara eftir efninu í fréttinni hvort það sé treyst fréttastofunni eða ekki.
En getur verið að þetta sé alveg öfugt? Eða að Palestínumenn séu með fjölmiðla í lúkunum á sér? Hér fyrir neðan er linkur að myndbandi sem útskýrir mjög vel þá fréttaframleiðslu sem hefur verið í gangi hjá Palestínumönnum. Sviðsett atriði sem eiga að vera bardagar þar sem Palestínumenn falla eða særast. Leikstýrð atriði sem á endanum urðu fréttaefni hjá fjölmiðlum um allan heim. Meðal annars þeim vestrænu stöðum sem “gyðingarnir stjórna”.
http://seconddraft.org/streaming/pallywood.wmv
Eins og vanalega býst ég við því að fá meirihlutann á móti mér í þessari umræðu. En finnst algjört lágmark að þið kíkið á þetta myndband áður en þið tjáið ykkur.
---
Svör
---
Höf.: phi
Dags.: 11. október 2005 19:05:45
Atkvæði: 0
Fake news, that's not really news. Þessi setning hefur ef vel er athugað, tvenna merkingu.
„The nation's immediate problem is that while the common man fights America's wars, the intellectual elite sets its agenda. Today, whether the West lives or dies is in the hands of its new power elite: those who set the terms of public debate, who manipulate the symbols, who decide whether nations or leaders will be depicted on 100 million television sets as ‘good’ or ‘bad.’ This power elite sets the limits of the possible for Presidents and Congress. It molds the impressions that move the nation, or that mire it.“ -Richard Nixon, 1980, úr bókinni The Real War
Ég var búinn að benda þér á psyop aðgerðir Bandaríkjahers í Írak. Þetta er algengt, mannstu eftir bretanum sem bjó til sviðsetta aftöku líkt og þessi sem voru endalaust að koma frá Írak? Hann sýndi fram á með þessu að það væri minnsta mál að búa til svona myndband. Enda tók hver einasta fréttastöð þetta og birti, það setti engin spurningamerki við þetta.
Al Jazeera, fréttamiðill sem ég tók eftir að þú varst farinn að vitna í óspart, hefur greint frá því oftar en einu sinni að ýmislegt bendi til þess að sprengjuárásir í Írak séu sviðsettar af bretum og bandaríkjamönnum. Þetta væri þá dæmi um frekari psyop aðgerðir.
Stríð hugmyndafræða fer fram í akademíunni og í fréttamiðlum, þetta veit hver maður sem skoðar sig um. Það er t.d. ekki tilviljun að BNA styðja Ísraela, það er hugmyndafræðilegs eðlis.
Í eðli sínu er auðvelt að misnota fréttamiðla, það er ekki tilviljun að
Al-Qaida opnaði sjónvarpsstöð
.
Bara með því að skoða efnisvinsluþáttaranins er augljóst að þeir hafa kynnt sér hvernig þetta er gert. Ég get lofað þér að þeir áorka meiru með þessu sjónvarpsefni en nokkurntíman sprengjum.
---
Höf.: skuggi85
Dags.: 11. október 2005 19:08:57
Atkvæði: 0
Já…
Samt með Írak, ætla ekki að taka neina afstöðu hvort það sé eitthvað til í þessu hjá þér. En er það ekki frekar slæmt en gott fyrir Bandaríkjamenn og Breta þegar það eru gerðar árásir í Írak? Það virðist vera aðal vopn þeirra sem voru á móti innrásinni.
---
Höf.: phi
Dags.: 11. október 2005 19:28:14
Atkvæði: 0
Hver er helsta réttlæting Bandaríkjana um þessar mundir til að lengja dvöl sína í Írak?
Þú hlýtur að kannast við hugtakið hræðslu áróður. Ef þú sannfærir fólkið um að það eina sem haldi þessum morðóðu uppreisnamönnum frá því að grípa völdin í augnablikinu er vera bandaríkjahers í landinu, er þetta þá ekki, þrátt fyrir einhverjar gagnrýnar skoðanir, til lengri tíma betra fyrir ríkistjórn BNA ef það er vilji hennar að dvelja í landinu. Það helsta sem sýnir fram á “kraftin” sem uppreisnarmenn og minna á hann, eru þessar sprengjuárásir sem þeir endurtaka.
Ef þú ætlar að sannfæra Íraka, þá eru sprengjuárásinar kostur, en líklegast lítið nema auka púður fyrir þá sem eru utan landsins.
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 13. október 2005 10:30:30
Atkvæði: 0
já, athyglisvert.
Rice sagði nýlega að ef herinn færi úr landinu myndu þessir hryjuverkamenn taka völdin.
En á móti kemur að alveg frá því að Bush lýsti yfir sigri hafa menn þar á bæ reglulega haldið því fram að uppreisnin sé við það að leggja upp laupana. Handtaka saddams, spilastokkurinn og alls konar tilefni hafa verið notuð og þessi stjórnarskrá verður síðan sjálfsagt nýjasta hálmstráið fyrir enn einni dánarfregninni yfir uppreisnarmönnum.
Og svo er kostnaðurinn við að halda úti hernum þarna orðinn óheyrilegur og mannfall hermanna hefur haldist stöðugt.
Þannig að sé nú ekki tilganginn fyrir hersetu -nema þeir fái eitthvað fyrir sinn snúð með því að koma upp leppríki og hefja “rússneska einakvæðingu” á olíulindum handa þeim fyrirtækjum sem Bush-stjórnin er nátengd.
---
Höf.: phi
Dags.: 13. október 2005 11:42:55
Atkvæði: 0
Já, svo, hugsanlega hefur Al Jazeera eitthvað til sýns mál, ef við horfum á það sem Rice segir. Hinsvegar, þá er það réttilega ályktað, að þetta kemur alls ekki heim og saman við það sem Bush segir stundum í ræðum sínum. En við hvern er hann að tala í þessum ræðum? Hver er markhópurinn?
Við vitum fyrir víst að sprengjuárásirnar eru okkur fjarlægar, en Írakar horfa upp á þetta. Svo það er efni í psyop aðgerðir þar í landi meðan hægt er að beita öðrum í BNA.
Að sjálfsögðu, get ég ekkert fullyrt um þetta. En ég hugsa bara sem svo, ef ég ætti að fara sannfæra þessa tvo mismunandi hópa, þá að sjálfsögðu þarf ég tvær mismunandi aðferðir. Ætli það sé ekki auka atriði þótt einn og einn sjái einhverja mótsögn í þessu.
En já, “tilgangur” með hersetunni. Hvort hefur Rice rétt fyrir sér um að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn séu að taka yfir eða hefur Bush rétt fyrir sér að uppreisnarmenn séu allir að leggja upp laupana (og eins og þú segir, hafa verið að gera það í langan tíma). Eru Bush og Rice ósammála eða hvað? Eða eru þau að gera þetta viljandi?
Svo gæti verið að þetta sé bara pólítískt jargon til að rugla okkur í ríminu og halda okkur frá hinum einfalda veruleika:
http://www.ccmep.org/2003_articles/Iraq/042603_reason_for_war.htm
Hver veit? Mér finnst þetta allt saman, aðalega furðulegt. Alveg augljóst að menn eru ekki að segja allan sannleikan.
---
Höf.: skuggi85
Dags.: 22. október 2005 08:26:54
Atkvæði: 0
Klikkaðu á “Iraqi Truth Project” í undirskriftinni. Mæli með “Weapons of Mass Destruction” (líka “Mass Graves”). Sjálfstæðir kvikmyndagerðamenn (meðal annars Íraki) gerðu myndina eftir að þeim fannst fjölmiðlar ekki kafa nógu djúpt í grimmdarverk Saddams og réttlætingu stríðsins. Ég er reyndar ekki búinn að sjá hana en ég er búinn að kíkja á “Making the movie” og lesa efni á síðunni, strax fær maður skýrari mynd af þessu og ég bíð spenntur eftir því að fá DVD diskinn sem ég var að panta í gær :)
Gagnrýnisraddir hafa komið úr báðum áttum þegar kemur að fjölmiðlum. Ég held að ástæðan sé sú að fjölmiðlar kafa ekki nóg í málið og hafa allt of “almennar” upplýsingar. Svona margir kusu, svona margir létu lífið…. Í stað þess að kafa almennilega í fortíðina og mannlegu hlið málsins.
---
Höf.: phi
Dags.: 22. október 2005 12:28:35
Atkvæði: 0
Já, er að næla mér í hana. [heilaþvottur] Þú virðist hafa meira gaman af video en texta svo endilega skoðaðu þetta:
http://www.chomskytorrents.org/Torrents.php
---
Höf.: skuggi85
Dags.: 22. október 2005 12:51:47
Atkvæði: 0
Allt er auðvitað að vissu leiti áróður…
En þegar það kemur að Írak þá tek ég frekar mark á Íraka sem vil að fólk sjái hvernig þetta var í raun og veru, heldur en George Bush hatara (Michael Moore) sem hegðar sér svo sjálfur eins og þeir sem hann hefur gagnrýnt.
Í myndinni er einmitt gert nákvæmlega það sama við Moore og það sem hann hefur gert við aðra, t.d. eigendur stórfyrritækja. Framleiðendur WMD þurftu að vera fyrir utan heimili hans í marga daga til þess að fá viðtalið. Hversu oft hefur Moore gagnrýnt slíka hegðun?
The documentary, set for theatrical release this week, is the first for Brad Maaske, a California businessman troubled by works like Michael Moore's “Fahrenheit 9/11” and the efforts of some uninformed Hollywood filmmakers.
Ólíkt röngum eða ýktum áróði eins og Fahreinheit 9/11… þá tekur þessi kvikmynd ekki pólitíska afstöðu. Heldur aðeins sýnir áhorfandanum heildarmyndina af Saddam Hussein og hvernig ástandið var í Írak.
---
Höf.: phi
Dags.: 22. október 2005 12:59:26
Atkvæði: 0
Ég hef nú aldrei tekið mikið mark á Moore, lít meira á hann sem skemmtikraft. Það sem að verið er að gera í WMD er það sama og Noam Chomsky hefur verið að gera síðan 11. september, hann vekur áhuga á sagnfræðilegu samhengi atburða og samanburði (torrent síðan sem ég bennti á er samt ekkert tengd honum beint). Ég mæli með flestum bókum hans um pólítík (getur svo sem lesið málvísindarit hans, en ég efast um að þú hafir áhuga). Svo er það félagi hans Howard Zinn, sem er enn annar merkilegur karl, sem virðist hafa meiri áhuga á sögu Bandaríkjana og svona, en það er afar áhugavert og mikilvægt að skoða það til hlýtar til að skilja hegðun BNA.
Þú getur líka skoðað chomsky.info til að finna lesefni.
---
|
Ég er nokkurn veginn búin að ná mér af pestinni nema hvað ég fæ frekar slæm hósta-og/eða hnerraköst öðru hverju sem virðast valda sumum vinnufélögum mínum meiri áhyggjum en mér. Ég er nefnilega vön þessu, fæ þetta yfirleitt upp úr svona pestum. Það er alltaf verið að biðja guð að hjálpa mér og ég tauta venjulega oní bringuna «það efast ég nú um að hann geri «en segi það sjaldnast upphátt.
En þetta er allt í lagi svo framarlega sem ég þarf ekki að koma nálægt sígarettureyk. Venjulega þoli ég reyk þokkalega vel en reykmettað andrúmsloft illa. Þegar ég er með þennan bronkítisfjanda eða hvað þetta nú er, þá fer minnsti vottur af reyk óskaplega illa í mig, ég fæ óstöðvandi hósta og næ varla andanum.
Ég man eftir útgáfuteiti hjá Iðunni fyrir þónokkrum árum sem haldið var í innri salnum á Tapasbarnum. Þá var ég einmitt svona og a.m.k. helmingurinn af fólkinu reykti. Það var skelfilegt; ég var alltaf að reyna að finna mér eitthvert horn til að hreiðra um mig en var varla komin þangað þegar einhver reykingamaðurinn stillti sér upp rétt hjá mér og kveikti í. Ég flúði yfir í næsta horn og þar tók sama sagan við. Það var borinn fram matur og seinni hlutann af máltíðinni borðaði ég ein við borð úti í horni því að auðvitað gat fólk ekki stillt sig um að kveikja í inni í miðri máltíð. Svo fór ég heim um leið og máltíðinni lauk.
Mikið verður nú gott þegar reykingar verða bannaðar á veitingastöðum. |
„Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar.
Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, greiddu atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi hinn 16. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið óskaði stjórn Borgarahreyfingarinnar eftir skýringum á því að þingmennirnir hefðu kosið gegn áður yfirlýstri stefnu hreyfingarinnar. Fram kom í máli stjórnarliða að skýring yrði gefin innan sjö daga. Að sögn Herberts verður málið tekið upp á félagafundi Borgarahreyfingar í kvöld.
Þráinn Bertelsson, sá eini af þingmönnum Borgarahreyfingar sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn, segist ekki hafa kallað eftir skýringum á kosningu þremenninganna.
„Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við þetta ágæta fólk eftir þennan minnisverða dag, þegar þau tóku upp á því að ganga á bak orða sinna. Ég sé ekki ástæðu til að skiptast á orðum við fólk sem ekki er mark takandi á," segir Þráinn. Hann segist hafa haft ávinning af því að stjórnin byggist við skýringum á kosningunni.
„En svo skildist mér á fréttum frá þeim þremenningum að það væri bara lygi, enda hafa þau þrjú yfirleitt þann háttinn á að líta á alla sem fáráðlinga, nema um þau sjálf sé að ræða," segir Þráinn. Hann segist efast um heilsu Borgarahreyfingarinnar en hefur ekki íhugað að hætta starfi í hreyfingunni.
Birgitta Jónsdóttir segir kosningu þremenninganna hafa skýrt sig sjálfa, eftir því sem tengingarnar milli Icesave, ESB og AGS urðu kristaltærar. „Ef þetta hefði ekki skýrt sig sjálft hefðum við komið fram með yfirlýsingu, en þess þurfti ekki," segir Birgitta Jónsdóttir.
kjartan@frettabladid.is |
Sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað verður ekki lokað í sumar eins og ráðgert var. Þrjátíu milljóna króna mótframlag velferðarráðuneytisins gerði stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Austurlands kleift að klára rekstraráætlun ársins.
Stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Austurlands var gert að skera rekstrarkostnað stofnunarinnar niður um 150 til 160 milljónir króna. Til að mæta þeim kröfum voru uppi hugmyndir um að loka sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað í 6-8 vikur yfir sumartímann. Hugmyndirnar mættu mikilli andstöðu. Nú liggur hins vegar fyrir að sviðinu verður ekki lokað. Einar Rafn Haraldsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands: En í staðinn verður dregin niður starfsemi á sjúkrasviðinu í dálítið lengri tíma, sennilega í allt að þrjá mánuði þar sem verður fækkað rúmum og fólk skiptist þá um að fara í sumarleyfi og með því móti næst töluverður peningur.
Þá verður ráðist í enn frekari aðhaldsaðgerðir víðsvegar innan stofnunarinnar. Velferðarráðuneytið kom til móts við stofnunina með því að leiðrétta rekstrargrunn hennar með 30 milljóna króna framlagi. Einar segir það hafa skipt sköpum.
Einar Rafn Haraldsson: Það gerði bara útslagið af og við gátum lokað rekstraráætlun sem okkur var skylt að skila og gátum ekki gert þannig að hún væri réttum megin við núllið og hérna það kom sér ákaflega vel svona á lokasprettinum. |
Dregið hefur úr skjálftavirkni fyrir norðan land undanfarinn sólarhring, í bili að minnsta kosti. Íbúum á Siglufirði var brugðið þegar að stærstu skjálftarnir riðu yfir en halda þó ró sinni.
Stærsti skjálfti sem mælst hefur í dag var af stærðinni 4,0 um hádegisbil en um helmingi færri skjálftar hafa mælst í dag en í gær. Varðskipið Þór hefur verið við mynni Eyjafjarðar síðan í gærkvöld. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var skipið á Ísafirði en ákveðið var að stefna því til Eyjafjarðar þegar jarðskjálftahrinan hófst. Þar mun skipið vera til taks og verður það eins lengi og þurfa þykir. 18 manna áhöfn er um borð í Þór. Íbúar á Siglufirði halda ró sinni þótt vissulega hafi þeim verið brugðið þegar stóru skjálftarnir riðu yfir. Ágúst Ólafsson hitti þá Mateus Gabríel Ásgrímsson og Magnús Gauta Magnússon, starfsmenn Vinnuskólans á Siglufirði.
Ágúst Ólafsson: Strákar, hafið þið fundið fyrir jarðskjálftunum?
Mateus Gabríel Ásgrímsson og Magnús Gauti Magnússon: Já.
Ágúst: Og hvernig finnst ykkur þetta?
Mateus Gabríel Ásgrímsson og Magnús Gauti Magnússon: Ekki sérstakt, þetta er bara svolítið stressandi stundum, þetta er eitthvað nýtt, sko.
Ágúst: En skemmdist eitthvað heima hjá ykkur eða datt eitthvað úr hillum eða eitthvað svoleiðis?
Mateus Gabríel Ásgrímsson og Magnús Gauti Magnússon: Það duttu bara myndir af. Já, það duttu myndir af veggjum og eitthvað, ég veit ekki hvort það hafi verið neinar skemmdir.
Í Kjörbúðinni stóðu þar Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Aldís Ólöf Júlíusdóttir vaktina.
Ágúst: Hrundi eitthvað úr hillum hérna í búðinni?
Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Aldís Ólöf Júlíusdóttir: Já, eitthvað en ekki neitt brothætt sem betur fer.
Ágúst: Hvað var það sem hrundi?
Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Aldís Ólöf Júlíusdóttir: Brauð og íssósur.
Ágúst: Það hefur ekkert aflagast neitt hérna?
Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Aldís Ólöf Júlíusdóttir: Nei, sem betur fer ekki.
Sandra Finnsdóttir, íbúi í Norðurtúni, fann vel fyrir stóra skjálftanum.
Sandra Finnsdóttir, íbúi í Norðurtúni: Í svona góðan klukkutíma eftir þann skjálfta, þá hérna voru minni skjálftar, bæði snarpir og svona meira svona flæðandi þannig að það var svona pínu sjóreiðufílingur í gangi hérna við matarborðið. |
Allir sem heimsækja Egilsstaði ættu að koma við í Vök baths, bæði til að borða og baða sig. Böðin voru opnuð í júlí á síðasta ári og óhætt að segja að þau hafi fengið góðar viðtökur bæði hjá gestkomandi og heimamönnum.
Böðin eru í Urriðavatni sem er í um það bil 5 kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum en notast er við heitt vatn úr borholum í vatninu. Þetta heita vatn er það eina á landinu sem er hreint og hæft til drykkjar. Nafnið Vök er dregið af náttúrulegum vökum sem eru í vatninu en baðgestir geta tekið sundsprett í Urriðavatni sem ku ekki vera svo kalt, á sumrin, en föruneyti Gestgjafans kaus að liggja frekar í heitu böðunum og njóta hins dásamlega útsýnis í allar áttir. Öll aðstaðan og hönnunin á húsakynnunum Vök baths er einstaklega vel heppnuð og falleg.
Baðgestir geta valið á milli þriggja lauga, ein er með fallegum steinum og steyptum borðum en hún er við húsið sjálft og þar er bar svo hægt er að fá sér drykk á meðan heitt vatnið leikur við líkamann. Tvær misheitar laugar eru svo úti í vatninu á eins konar flotbryggju og þar er hreinlega unaðslegt að vera enda útsýnið fallegt og baðgestir fá á tilfinninguna að vera í vatninu sjálfu. Þegar rökkva tekur er kveikt á kertum en þó ekki of mörgum því gestir eiga að geta horft til himins þegar stjörnubjart er.
Þegar hungrið kallar er tilvalið að koma sér upp úr og fara á veitingastaðinn sem býður upp á ýmsar kræsingar frá Héraði en þar ræður Gróa Kristín Bjarnadóttir matreiðslumaður ríkjum.
Á matsölustaðnum er útsýni yfir vatnið og hluta lauganna sem augljóst er að gestir nýta sér enda sátu flestir við gluggann þegar okkur bar að garði. Gróa segir að alltaf sé boðið upp á tvær súpur í hádeginu með heimagerðu brauði og ýmsu viðbiti sem hún og aðstoðarkokkur hennar, Bryndís Hjálmarsdóttir, geri af alúð. „Við vinnum okkar matseðil út frá nærumhverfinu og árstíðum, þannig að til dæmis á haustin geri ég súpur þar sem rótargrænmeti er í aðalhlutverki. Hér í kringum okkur er hægt að fá mikið af góðu hráefni eins og frá Vallanesi og Fjóshorninu og svo er Nordic Wasabi hér í túnfætinum sem kemur sér vel. Hér er líka mikið um gæðavillibráð sem ég nýti mér að sjálfsögðu. Við vinnum einnig með vatnið hér og þegar baðgestirnir koma upp úr, erum við með tebar þar sem hægt er velja sér jurtir héðan úr Héraði og blanda við heita vatnið sem er á krana og kemur beint úr vatninu. Baðgestir nýta sér þetta vel og njóta þess að setjast og horfa út á vatnið á meðan heilnæmt teið er sötrað.“
Veitingastaðurinn er notalegur og innréttingarnar eru úr grófum náttúrulegum spýtum og grænar plöntur setja einnig hlýlegan svip á umhverfið. Hægt er að sitja úti á góðviðrisdögum og sötra góðan drykk hvort sem er kaffi, bjór eða annað og njóta útsýnis. „Við erum með tvo bjóra á krana sem við létum brugga sérstaklega fyrir okkur með vatninu í Urriðavatni og þá er bara hægt að fá hér.
Bjórarnir heita Vökvi og Vaka og eru bruggaðir af brugghúsinu Austra á Egilsstöðum. Þeir hefur verið vinsæll með léttu réttunum sem við bjóðum upp á en við leggjum einmitt áherslu á smáréttaplatta og aðra létta rétti eins og hnetur sem renna ljúflega niður með bjórnum. Ég hugsa þetta svolítið þannig að fólk geti komið hingað og notið baðanna, fengið sér smárétti eða forrétti með góðum drykk áður en farið er út að borða. Það sem ég er að vinna með á plöttunum núna er anísgrafið lamb, grafin gæs með rósmarín, rauðrófugló frá Vallarnesi og osturinn Gellir sem er frá Fjóshorninu,“ segir Gróa um leið og hún færir mér góðan expressóbolla sem ég drekk um leið og ég sporðrenni góðri köku sem Gróa og Bryndís hafa bakað en allt bakkelsið er gert frá grunni. |
Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku.
Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari.
Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum.
Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara.
„Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG.
„Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni.
„Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar:
HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu
EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi
EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi
EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi
HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi
ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu
EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi
HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi
EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku
HM 2011: 30-22 sigur á Spáni
ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu
EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi
EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð
HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu |
Oft reynist það tímafrekt og flókið að nálgast læknisfræðileg gögn þegar Útlendingastofnun kannar heilsufar hælisleitenda. Þá er einnig erfitt að tryggja að í gögnunum séu allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir málsmeðferð stofnunarinnar.
Þetta kemur fram í minnisblaði Útlendingastofnunar vegna fyrirspurnar innanríkisráðuneytisins sem lögð var fram í kjölfar þess að tveimur albönskum fjölskyldum var vísað úr landi í desember síðastliðnum.
Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi sem glímir við ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjan sem er með hjartagalla. Fjölskylduranr komu til landsins í vikunni eftir að Alþingi veitti þeim ríkisborgararétt í kjölfar þess að þeim var vísað úr landi. Mörgum blöskraði að langveik börn skyldu send úr landi, og það til Albaníu þar sem umdeilt er hvort drengirnir tveir geti fengið þá læknisþjónustu sem þeir þurfa.
Var Útlendingastofnun harðlega gagnrýnd fyrir málsmeðferð á umsóknum fjölskyldnanna og óskaði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, því eftir upplýsingum frá stofnuninni hvernig staðið væri að þessum málum, ekki síst þegar börn væru annars vegar.
Stofnunin telur aðferðir sínar fullnægjandi til að tryggja hagsmuni og réttinda umsækjenda
Útlendingastofnun svaraði ráðherra í seinustu viku. Í minnisblaðinu kemur fram að stofnunin telji „úrlausnir sínar er varða heilbrigðisaðstæður fólks og dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þær aðferðir sem beitt er í þeim fullnægjandi til að tryggja hagsmuni og réttindi umsækjenda.“ Engu að síður sé nauðsynlegt að huga stöðugt að því hvernig bæta megi málsmeðferðina.
Rannsókn Útlendingastofnunar á því hvort einstaklingur geti átt rétt á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða sé tvíþætt. Annars vegar þarf að kanna heilsufar viðkomandi og hins vegar hvort nauðsynleg heilbrigðisjónusta sé til staðar í heimaríki viðkomandi og hvort hún sé aðgengileg.
Meðal þess sem litið er til varðandi sjúkdóminn er hversu alvarlegur hann er, hvers konar læknisaðstoð eða meðferð viðkomandi þarf á að halda og hvort forsvaranlegt sé að rjúfa meðferð svo unnt sé að flytja viðkomandi til heimalands síns.
Í tilviki barns þarf sjúkdómurinn þó ekki að vera eins alvarlegur og hjá fullorðnum einstaklingi, auk þess sm læknisaðstoð eða meðferð barnsins þarf ekki að vera eins nauðsynleg. Einnig eru viðmið um hvenær forsvaranlegt er að rjúfa meðferð strangari.
Vegna þess að oft reynist tímafrekt og flókið að fá upplýsingar um heilsufar hælisleitenda vill stofnunin að kannað verði hvort hægt sé að koma á verkferlum eða leiðbeiningum um hvert skuli leita og skilgreina þannig hóp lækna sem veitt geta aðstoð og leiðbeiningar. Telur stofnunin að með slíku fyrirkomulagi verði til ákveðin sérþekking á málefnum hælisleitendum og sérstökum þörfum þeirra.
Minnisblað Útlendingastofnunar má nálgast í viðhengi hér að neðan. |
Viðskiptaráð vill fella á brott heimild SÍ til inngrips í fyrirtæki sem hafa ekki gerst brotleg við samkeppnislög.
„Þar sem íslenskur markaður er sérstaklega smár og háður ýmsum séreinkennum felst ein stærsta áskorun samkeppnisyfirvalda í því að tryggja rétt jafnvægi á milli stærðarhagkvæmni og virkrar samkeppni.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá Viðskiptaráði sem segir samkeppnislöggjöfina hér á landi vera strangari en á Norðurlöndunum og í Evópu.
„Íslensk fyrirtæki eiga því erfitt með að ná fram stærðarhagkvæmni í sama mæli og erlendir keppinautar sem getur rýrt samkeppnishæfni Íslands sem heild.“
Viðskiptaráð fagnar í yfirlýsingunni að stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við endurskoðun lagana með það fyrir augum að einfalda framkvæmd þeirra og auka skilvirkni. Leggur ráðið áherslu fimm atriði sem sé brýnt að endurskoða.
Í fyrsta lagið vill Viðskiptaráð að veltuviðmið verði hækkuð fyrir tilkynningarskyldu samruna. Í annan stað að réttaröryggi fyrirtækja sé tryggt með því að fella niður áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins til dómstóla. Í þriðja lagi að heimild Samkeppniseftirlitsins til inngrips í fyrirtæki, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög, sé felld brott. Þá vill ráðið að undanþágur vegna samstarfs fyrirtækja verði afnumdar til samræmis við framkvæmd í Evrópu, og fyrirtæki leggi sjálfsmat á hvort samstarf þeirra falli innan undanþáguskilyrða. Og loks, að réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála sé bætt. |
Tuttugasta og önnur Álfasala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn tileinkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstrar unglingadeildar okkar á sjúkrahúsinu Vogi. Álfasalan skiptir SÁÁ gríðarlega miklu máli og er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Salan er sérlega mikilvæg núna þegar fjárveitingar og styrkir einkaaðila hafa verulega dregist saman. Það hefur þegar leitt til mikils samdráttar í starfi samtakanna.
Með góðum árangri í sölunni í ár getum við hugsanlega haldið í horfinu og haldið áfram að aðstoða fólk við að ná áttum í sínu lífi og koma undir sig fótunum á ný í allsgáðu lífi. Það er fátt eins ánægjulegt og að sjá þetta unga fólk blómstra á ný og öðlast ný tækifæri í lífinu.
Álfurinn verður til sölu víðsvegar á landinu og við allar helstu stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu, við alla útsölustaði ÁTVR og nýlundan í ár er að N1 hefur gengið til liðs við SÁÁ með myndarlegum hætti og ætlar að bjóða upp á Álfinn á sínum bensínstöðvum víðsvegar um landið. Auk þess verður hægt að kaupa Álfinn með rafrænum hætti inn á heimasíðu SÁÁ, www.saa.is. Það er hugsað fyrst og fremst fyrir þá Íslendinga sem eru erlendis og vilja kaupa Álfinn. Við þetta má bæta að Álfurinn er komin með sína eigin Facebook síðu og hvetjum við alla velunnara til að fara þar inn og smella á LIKE og DEILA til að Álfurinn verði sýnilegur á Facebook.
Ekki þarf að hafa mörg orð um þau áhrif sem efnahagshrunið hér hefur haft á stöðu margra áfengis- og vímuefnaneytenda. Margir sem áður gátu höndlað líf sitt geta það ekki lengur og margir sem áður voru í jaðri áhættuhópa eru nú komnir í þá miðja.
Almenn vímuefnaneysla á Íslandi fer stöðugt vaxandi og ljóst er að unglingar og ungmenni sækja í vaxandi mæli í ólögleg vímuefni. Þessari auknu neyslu fylgja margháttuð vandamál sem efnahagástandið magnar upp. Vaxandi ofbeldi og líkamsmeiðingar eru aðeins einn hluti þeirrar birtingarmyndar Vitaskuld á neysla áfengis og annarra vímuefna hvað stærstan þátt í þessu ástandi.
Unglingadeildin á Vogi var tekin í notkun í byrjun árs 2000 og hefur skilað mörg hundruð ungmennum aftur út í samfélagið – reiðubúnum að takast á við daglegt líf. Með tilkomu deildarinnar var þjónusta við vímuefnaneytendur á aldrinum 14-19 ára stóraukin og bætt.
Aukin áhersla hefur verið lögð á að fá foreldra og forráðamenn unglinganna til að taka þátt í meðferðinni. Vikulegir fræðslufundir fyrir foreldra og/eða forráðamenn eru haldnir á Vogi þar sem gefst tækifæri til að eiga samtöl við lækna, unglingageðlækni, sálfræðinga og áfengisráðgjafa sem þar starfa. Foreldrum er jafnframt boðið að taka þátt í fjölskyldunámskeiði fyrir aðstandendur áfengis- og vímuefnasjúkra.
Fimleikafélagið Rán mun sjá um sölu álfsins í Vestmannaeyjum.
Fréttatilkynning |
Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið auglýsi ekki bújarðir sínar til ábúðar og segir mikið í húfi fyrir sveitarfélagið. Þar séu landbúnaður og ferðaþjónusta helstu atvinnuvegir.
Á landinu öllu eru um hundrað ríkisjarðir enn í ábúð en ríkið hefur um all langt skeið ekki auglýst að nýju bújarðir sem losna. Ástæðan er sögð stefnumótunarvinna fjármálaráðuneytisins um hvernig fara skuli með jarðirnar. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, gagnrýnir að ríkið hafi árum saman horft upp á jarðir fara í eyði án þess að þær séu auglýstar. Hvergi á landinu er hlutfall ríkisjarða hærra en í Skaftárhreppi en fjöldi þeirra er í Meðallandi suður af Kirkjubæjarklaustri.
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps: Flestar eða mjög stór hluti af þeim er komin í eyði þrátt fyrir leyfi til þess að selja og setja trjábúð og auglýsa þá hefur það ekki verið gert. Stjórnvöld hafa hingað til borið fyrir sig að það sé stefnumótunarvinna í gangi, en sú stefnumótunarvinna hefur verið í gangi í einhver ár og mér finnst það vera svona ákveðin stefna að gera ekki neitt. Halda þessum jörðum í eyði er ákveðin stefna.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vinnu Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skýrslu um ríkisjarðir fyrir fjármálaráðuneytið. Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir þá vinnu hafa farið í gang í haust og að skýrslan verði tilbúin á næstu vikum. Eva Björk segir mikið í húfi í Skaftárhreppi.
Eva Björk Harðardóttir: Það er erfiðara og erfiðara með hverju árinu sem líður að taka við svona jörð. Hvert skipti sem það fýkur járnplata af einhverju húsi, getur þú þá ímyndað þér skemmdirnar sem verða í heilt ár á eftir. Það má ekki gera við einu sinni, má ekki halda við útaf stefnumótun og það er mjög sárt að góðar landbúnaðarjarðir bara lagðar í eyði. |
Vísindamenn við Háskólann í Toulouse í Frakklandi hafa borið kennsl á grip sem er líklega elsta hljóðfærið sem fundist hefur, ekki nóg með það heldur hafa þeir spilað á það og tekið upp tónana sem forfeður okkar hlustuðu á.
Um er að ræða rúmlega 18.000 ára kuðung sem búið var að eiga við þannig að hægt sé að nota hann sem hljóðfæri. Kuðungurinn fannst árið 1931 í frönsku Pýreneafjöllunum, við Marsoulas-hellinn, þar sem mikill fjöldi muna og hellamálverka hefur fundust. Kuðungurinn „varpar ljósi á víddir tónlistar sem voru alls óþekkt þar til núna,“ segir í rannsókninni sem birt var í tímaritinu Science Advances í vikunni.
Kuðungurinn var talinn merkur fundur á sínum tíma þar sem aðeins mannfólk hefði getað farið með hann upp í fjöllin, en þá var ekki vitað að búið væri að breyta honum í hljóðfæri.
Sagnfræðingurinn Gilles Tosello, sem er einn höfunda rannsóknarinnar, segir þetta stóra uppgötvun í samtali við VICE. „Þetta er ein stærsta uppgötvunin á mínum ferli. Líklega vegna þess að þetta var svo óvænt.“
Búið var að gera gat á endann á kuðungnum. Endinn er harðasti hluti hans og því ólíklegt að það hafi gerst fyrir slysni. Gatið gefur til kynna að verkfæri hafi verið notuð til að búa það til. Þegar blásið er í gatið heyrist hljóð.
Prófuðu vísindamennirnir að blása í kuðunginn inni í Marsoulas-hellinum. Þetta var það sem heyrðist:
CNRS · Marsoulas Shell Conch Sound
„Ég var mjög snortinn. Þetta var eins og tímaflakk, fara 18 þúsund ár aftur í tímann á nokkrum sekúndum,“ sagði Tosello.
Skoðun leiddi einnig í ljós leyfar af málningu, mun kuðungurinn hafa verið málaður rauður. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar á kuðungnum. |
Ári síðar birtu Spencer og félagar niðurstöður úr framskyggnri rannsókn, þar sem boðið var upp á skimun fyrir þrístæðum hjá fóstri í einu skrefi með lífefnavísum (frítt ß-hCG og PAPP-A) og hnakkaþykktarmælingu (8). Á einu ári var 4190 konum, sem komu í mæðravernd, boðin skimun við 10 vikur og þrjá daga til 13 vikna og sex daga meðgöngu og 4088 (97,6%) þáðu skimunina. Meðal 6,5% kvennanna var meðgangan skemur á veg komin en þær höfðu talið og fengu þær nýjan tíma síðar. Hjá 6,1% kvenna var meðgangan lengra á veg komin en þær höfðu talið og fengu þær tíma í hefðbundinni skimun á öðrum þriðjungi meðgöngu með AFP og ß-hCG, (skimun fyrir miðtaugakerfisgöllum og þrístæðu 21 eins og tíðkast í Bretlandi). Heimsóknin tók eina klukkustund og fólst í ráðgjöf vegna rannsóknarinnar, blóðprufu og ómskoðun og túlkun á niðurstöðum með ráðgjafa í lok heimsóknar. Líkindamat var hærra en 1: 300 (screen positive) meðal 6,7% (253/3762) kvennanna; þar af voru 5,5% fyrir þrístæðu 21 og 1,2% fyrir þrístæðu 13 eða 18. Eftir ráðgjöf varðandi legvatnsástungu eða fylgjusýni til endanlegrar greiningar á litningagerð fósturs ákváðu 82% kvennanna að fara í slíka rannsókn, langflestar í fylgjusýni. Samþætt líkindamat byggt á aldri móður, hnakkaþykkt fósturs og fríu ß-hCG og PAPP-A í blóði móður leiddi til greiningar á 86% (6/7) þrístæðu 21 tilfellum, 100% (9/9) af þrístæðu 13 og 18 tilfellum og 95% (18/19) af öllum tilfellum með mislitnun. Ellefu fylgjusýni voru gerð til að greina hvert tilfelli af mislitnun. Hjá þeim 253 konum sem voru með jákvæða skimun dóu þrjú fóstur í móðurkviði á 18.-22. viku, fimm voru með nýrnagalla, eitt með vöðvarýrnun (myotonic dystrophy) og 10 voru með hjartagalla. Hér var staðfest með framskyggnri rannsókn að skimun fyrir litningagöllum á fyrsta þriðjungi meðgöngu stenst fyllilega þær væntingar sem afturskyggna rannsóknin gaf til kynna (6). Til að skimun á fyrsta þriðjungi meðgöngu sé betri en skimun á öðrum þriðjungi, þarf hún að vera nærri 10% betri til að vega á móti fjölda fósturláta sem verða frá náttúrunnar hendi (9). Skimun á öðrum þriðjungi meðgöngu með lífefnavísum leiðir til greiningar á að meðaltali 65% litningaþrístæðna (10), en ofangreind aðferð Spencers og félaga leiðir til greiningar á 95% litningaþrístæðna. Ekki leikur því vafi á yfirburðum skimunar á fyrsta þiðjungi meðgöngu. Aðrar leiðir við skimun fyrir litningagöllum fósturs |
Rithöfundurinn Ragnar Jónasson les í fyrsta sinn úr óútkominni spennusögu haustsins á Síldarævintýrinu í dag, föstudag, kl. 17.00 í Þjóðlagasetrinu. Bókin hefur hlotið nafnið Náttblinda og er fimmta og síðasta glæpasaga höfundar í Siglufjarðarsyrpunni sem hófst með bókinni Snjóblindu árið 2010.
Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu af stuttu færi í útkalli um miðja nótt. Sjúklingur er lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Ung kona flytur til Siglufjarðar á flótta undan ofbeldisfullum sambýlismanni. Þessir þræðir flettast svo saman í magnaða spennusögu þar sem ræturnar liggja í átakanlegum veruleika undir fáguðu yfirborðinu. Náttblinda, kemur út hjá bókaforlaginu Veröld í haust.
Þess má geta að einmitt í dag, 1. ágúst, kemur út í Bandaríkjunum smásaga eftir Ragnar, Party of Two, í smásagnasafni bresku glæpasagnasamtakanna, Guilty Parties. Í lok nóvember kemur svo út í Þýskalandi, hjá Fischer Verlage, kiljuútgáfa Siglufjarðarkrimmans Myrknættis, eða Todesnacht eins bókin kallast á þýsku.
Ragnar tekur í haust og vetur þátt í bókmenntahátíðum í fjórum löndum. Í september stýrir hann umræðum um alþjóðlegar vinsældir Agöthu Christie á hátíð tileinkaðri Agöthu í heimabæ hennar, Torquay, á Englandi, ásamt írska rithöfundinum Dr. John Curran. Í sama mánuði tekur hann þátt í umræðum um íslenskar glæpasögur, ásamt Yrsu Sigurðardóttur og Quentin Bates, á bókmenntahátíðinni Bloody Scotland í Stirling, og í nóvember tekur hann þátt í Bouchercon hátíðinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Í nóvember verður jafnframt haldin, í annað sinn, alþjóðleg glæpasagnahátíð í Reykjavík, Iceland Noir, sem Ragnar, Yrsa og Quentin settu á fót.
Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected] |
Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands.
Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi.
Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut.
Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson.
Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar.
Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð.
Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. |
Þrátt fyrir veikindin hélt hún áfram fræðistörfum sínum, ritaði og birti greinar um fræði sín og hélt um þau opinbera fyrirlestra. Árið 2001 kom út ævisaga Bjargar og árið 2002 rit um verk hennar (sjá að neðan). Hugur Bjargar stóð til frekara náms og árið 1920 sótti hún um og hlaut styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar til framhaldsnáms í heimspeki og sálfræði. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi var konum ekki sniðinn jafn þröngur stakkur í Danmörku og þar tók Björg stúdentspróf árið 1901. Verk Bjargar C. Fyrir utan nám á kvennaskóla áttu ungar konur á þessum árum fárra kosta völ í námi og Lærði skólinn í Reykjavík var þeim lokaður. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2001. Eftir það fór að halla undan fæti. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Um síðustu aldamót var saga og verk þessarar fyrstu fræðikonu Íslands dregin úr þagnarhylnum. Heimildir og myndir: Hún gekk til geislalækninga á Fondation Curie í París en allt kom fyrir ekki. Meðfram orðabókarvinnunni skrifaði Björg fjölda greina um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál á dönsku og íslensku og þýddi verk nokkurra helstu höfunda Norðurlanda á íslensku; Selmu Lagerlöf, sem varð góð vinkona hennar, Johans Bojer og Johans Skjoldborg. Í hönd fóru ár peningaleysis og veikinda. Björg var afkastamikill höfundur og auk þess að rita greinar um fræði sín, birti hún bækur ætlaðar almenningi um næringarfræði, skrifaði greinar um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál, þýddi bækur og greinar úr Norðurlandamálum, orti ljóð og skrifaði leikrit. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ritstj. 2002. Orðabókin mikla, sem hún vann að árum saman, hefur hins vegar verið notuð allar götur síðan hún kom út, en það rit er oftast eignað eiginmanni hennar. Einnig vann hún um árabil að gerð Íslensk-danskrar orðabókar ásamt manni sínum Sigfúsi Blöndal. Miðað við ríkjandi hugmyndir um geðsjúkdóma eru slík veikindi til þess fallin að varpa rýrð á framlag fólks á hvaða sviði sem er. 1 Þessi ummæli gefa örlitla hugmynd um tíðarandann og hvernig sókn Bjargar til mennta og fræða var ekki talin alls kostar heppileg eða kvenleg. Kona fyllti ekki ímynd fræðimannsins og háskólakennarans og hún var ekki fyrirvinna og þurfti því væntanlega ekki á laununum að halda. Björg var þeirrar skoðunar að til að skilja þróun mannsandans væri nauðsynlegt að skilja þróun hins lifandi efnis sem byggir upp mannslíkamann. Einnig fór að bera á ranghugmyndum hjá henni, en hún hafði um skeið talið sig elta af útsendurum Þjóðverja og óttaðist um líf sitt. Nokkru seinna, eða árið 1928, þýddi hún einnig á íslensku umdeilt rit Marie Stopes Hjónaástir. Af því tilefni samhryggðist Jón Ófeigsson, sem einnig kom að gerð orðabókarinnar, Sigfúsi og segist ekki undrandi á skilnaðnum, hann hafi aldrei haft trú á lærðum konum sem eiginkonum, ekki vegna þess að lærdómurinn rýrði manngildi þeirra, öðru nær, heldur vegna þess að heimilið yrði útundan hjá þessum konum. Björg var hins vegar staðráðin í að mennta sig og árið 1897 sigldi hún til Kaupmannhafnar til náms í kennslukonuskóla fröken Natalie Zahle, væntanlega með laun sín fyrir kennslukonustörfin á Ytri-Ey sem farareyri. Reyndi hún að fá Parísarlögregluna í lið með sér en eftir allnokkurt þóf og þegar upp komst að Björg átti byssu í fórum sínum tók lögreglan hana fasta og flutti á hæli þar sem hún dvaldi mestallt árið 1930. Kerfisbundin könnun á því hvað af hugmyndum hennar og fræðilegum niðurstöðum hafi leitað í rit annarra fræðimanna hefur þó ekki verið gerð og því er ekki hægt að fullyrða hvort áhrif hennar séu meiri en virðist. 1 Sjá Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2001: 225. Hvort sem það var af þeim sökum eða öðrum sem fræði Bjargar og hún sjálf féllu í gleymsku skal ósagt látið. Fræðum Bjargar var í öllu falli sópað út af fræðasviðinu og höfðu því að öllum líkindum takmörkuð áhrif ef undan eru skilin rit hennar um næringarfræði ætluð íslenskum húsmæðrum. Viðfangsefni hennar í ritgerðinni er hið flókna samspil hugsunar, sálarlífs og líkama sem enn er að sjálfsögðu ekki kannað til fullnustu. Sennilega hafði brekka lífsins reynst Björgu of brött. Hélst það viðhorf á Íslandi fram eftir öldinni. Sem fyrr sagði lauk Björg doktorsritgerðinni við Sorbonne árið 1926 og heimsótti Ísland um sumarið sigurglöð. Árið 1903 giftist hún sveitunga sínum Sigfúsi Blöndal, bókaverði við Konunglegu bókhlöðuna í Kaupmannahöfn, og á sumardaginn fyrsta árið eftir hófu þau störf við Íslensk-danska orðabók. Björg andaðist í Kaupmannahöfn 23. febrúar 1934, sextug að aldri. Líf hennar spannar tímana tvenna; íslenska bændasamfélagið, sem staðið hafði að mestu óbreytt um aldir, og samfélag mennta og vísinda í Evrópu á framanverðri 20. öld. Mun það vera fyrsta stytta af nafngreindri konu utanhúss í Reykjavík. Björg var bóndadóttir frá Vesturhópshólum, Vestur-Húnavatnssýslu, fædd 30. janúar 1874. Björg var fyrst kvenna til að hljóta þennan styrk. Eftir að hafa útvegað konu til að sjá um Sigfús hélt hún árið 1921 til náms við Sorbonne-háskóla þá 47 ára gömul. Ævisaga Bjargar C. Einnig lét Félag íslenskra háskólakvenna steypa brjóstmynd Ásmundar Sveinssonar af Björgu í brons og var hún reist á stöpli við Odda, byggingu félagsvísinda við Háskóla Íslands. Eftir að dvölinni á hælinu lauk hélt Björg til Kaupmannahafnar og þar dvaldi hún næstu ár en heimsótti Ísland nokkrum sinnum. Hún hóf síðan nám í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla þaðan sem hún lauk cand. phil.-prófi vorið 1902. Hún leitaði eftir störfum bæði við Háskóla Íslands og Kaupmannhafnarháskóla en án árangurs, karlar voru teknir fram yfir hana. Þegar hún var 17 ára komst hún til náms á kvennaskóla Húnvetninga á Ytri-Ey á Skagaströnd, sem þá hafði starfað í nokkur ár, og var síðan ráðin kennslukona við skólann. Þótt ritgerðin sé skilgreind sem doktorsritgerð í heimspeki er hún fjölfræðileg þar sem auk heimspeki koma við sögu sálarfræði, lífeðlisfræði og næringarfræði. Það verk tók nær tuttugu ár og ljóst er af heimildum að Björg vann ötullega að gerð bókarinnar mestallan þann tíma þótt verkið sé jafnan kennt við mann hennar. Árið 1919 hafði greinst meinvarp í brjósti Bjargar en ekki hafði tekist að komast fyrir það og óx meinið nú hröðum skrefum. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Myndir eru úr Ævisögu Bjargar. Tveimur árum síðar skildu Björg og Sigfús en hjónaband þeirra var barnlaust. Eftir að hafa lokið kennaraprófi í Kaupmannahöfn árið 1900 sótti Björg um að fá að taka stúdentspróf við Lærða skólann í Reykjavík en var hafnað. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundvöll þriggja hvata og markmið hennar er að gera grein fyrir samþróun líkama og sálar. Í ritinu fjalla sjö fræðimenn um verk Bjargar og þar eru einnig birtir valdir kaflar úr verkum hennar. |
Uppreisnarmenn Húta segjast hafa látið af árásum sinum gegn stjórnarher Sádí-Araba og vera tilbúnir til vopnahlésviðræðna en hið sama gildir um Sádí-Araba.
Leiðtogar uppreisnarmanna Húta í Jemen hafa tilkynnt að þeir muni láta af dróna- og eldflaugaárásum sínum á herlið Sádí-Arabíu og bandamanna þeirra í Jemen, að ósk Sameinuðu Þjóðanna. Þá segjast þeir jafnframt vera tilbúnir til vopnahlésviðræðna.
Uppreisnarmennirnir, sem studdir hafa verið með vopnum frá Íran hafa barist í borgarastyrjöld við ríkisstjórn Jemen sem hefur hlotið aðstoð frá herliði Sádí-Arabíu síðastliðin fjögur ár en ákvörðun þeirra um að láta af árásum sínum eru talin marka tímamót í friðarumleitunum í átökunum.
Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist gífurlega að undanförnu á báða aðila um að ljúka stríðinu sem kostað hefur meira en tíu þúsund manns lífið og oft verið kallað „gleymda stríðið.“
Sjá einnig: „Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn“
Báðir aðilar hafa lýst yfir „sterkum vilja“ til þess að taka þátt í friðarviðræðum samkvæmt skýrslu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna í landinu, Martin Griffiths. Þannig hefur Salman konungur Sádí-Arabíu staðfest stuðning lands síns við friðarumleitanir á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Fram kemur þó í máli Griffiths að friðarumleitanir verði mjög viðkvæmar enda sé vantraust mikið á milli stríðsaðila og lítið megi út að bera til þess að þær renni út í sandinn. |
Það var utanríkisráðuneytið sem bað um MP5 hríðskotabyssurnar fyrir hönd ríkislögreglustjóra og samkomulag um þær var innsiglað í maí 2013. Ekki þótti tilhlýðilegt að norski herinn gæfi ríkislögreglustjóra byssurnar beint, þannig að gjöfin fór fyrst til Landhelgisgæslunnar og þaðan til ríkislögreglustjóra.
Það var á árinu 2011 sem íslenskir embættismenn nefndu það fyrst við embættismenn í norska hernum að fá MP5 hríðskotabyssur frá Norðmönnum til að efla vopnabúr ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum fréttastofu. Alveg síðan bandaríska varnarliðið fór frá Íslandi árið 2006 hefur varnarsamstarf Norðmanna og Íslendinga orðið mjög náið, en samstarfið nær enn lengra aftur. Í þessu sambandi má rifja upp að þegar sérsveit ríkislögreglustjóra var stofnuð 19. október 1982 hlaut hún þjálfun og vopn hjá norska hernum. Þá fengu liðsmenn íslensku friðargæslunnar, sem fóru til Afganistan, einnig þjálfun og vopn hjá norska hernum á árunum 2004 til 2006. Gengið var munnlega frá samkomulagi um MP5 hríðskotabyssurnar í maí árið 2013, en embættismenn frá íslenska utanríkisráðuneytinu höfðu óskað eftir byssunum áður við embættismenn í norska hernum. Norðmenn settu það sem skilyrði að Íslendingar kostuðu flutning á byssunum. Þá þótti ekki tilhlýðilegt að norski herinn gæfi ríkislögreglustjóra vopnin beint, og því voru þau gefin Landhelgisgæslunni sem kom þeim til ríkislögreglustjóra. Fordæmi eru fyrir því að norski herinn gefi Landhelgisgæslunni vopn, en 40 mm ... fallbyssan, sem er nú borð í varðskipinu Þór var gjöf frá norska sjóhernum til Landhelgisgæslunnar á sínum tíma. Lögreglumenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru á æfingar í lok september síðastliðins með MP5 hríðskotabyssurnar. Æfingarnar fóru fram á æfingasvæði ríkislögreglustjóra í Keflavík, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Vilhjálmur Árnason, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir að aðeins brot af þeim tilvikum þar sem lögreglan hefur þurft að mæta með skotvopn á vettvang, hafi ratað í fjölmiðla.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Já, hún bara upplýsir mjög lítið brot af því. Af því að þetta er kannski ekki daglegt brauð, en þetta gerist mjög oft. Og það eru mörg mismunandi tilfelli. Það eru til dæmis tilkynningar um sjálfsvíg, þar sem eru skotvopn inni, að þá er mjög hættulegt að fara inn í slíkt hús án skotvopna og eru dæmi um að lögreglumenn hafi geta farið inn og bjargað mannslífum, útaf því að þeir gátu þá mætt á vettvang eins og þeir voru vopnaðir eins og gerandinn.
Sindri Sindrason: Þorbjörn, það bárust fréttir nú undir kvöld, að það hafi verið undirritaður samningur á milli Landhelgisgæslunnar og norska hersins. Var þessi samningur gerður eftir á?
Þorbjörn Þórðarson: Það er rétt Sindri, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Stöðvar 2, þá var gengið endanlega frá samkomulagi um vopnin í maí 2013. Samningurinn sem er gerður 17. desember 2013 er gerður eftir að það er búið að ákveða að afhenda þessi vopn, eftir að það var búið að ganga frá samkomulagi um að íslenska ríkið greiddi aðeins kostnaðinn við að flytja vopnin til Íslands, og þau voru flutt stærstan hluta leiðarinnar með norsku varðskipi, samkvæmt heimildum okkar. Þannig að samningurinn sem er gerður á milli Landhelgisgæslunnar og norska hersins, er gerður eftir að það er búið að ganga frá munnlega frá samkomulagi um afhendingu vopnanna.
Sindri: Það eru margir fletir á þessu máli og almenningur hefur kannski ekki enn fengið heildarmyndina eða hvað?
Þorbjörn Þórðarson: Nei, það er rétt Sindri. Þetta er auðvitað heitasta deilumálið í íslensku samfélagi síðustu daga og ekkert annað mál hefur farið hærra í opinberri umræðu og það eru margir fletir á því. Ekki síst þessi sem snúa að afbrotafræðinni og félagsfræði, og hjá mér er Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Helgi einn af þessu liðum gæti snúið að því hvort að lögreglan sé að senda þau skilaboð til undirheimanna, að hún sé að vígbúast, má þá ætla að þeir sem hún er að kljást við, glæpamennirnir muni forherðast í kjölfarið?
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur: Sko um það hafa auðvitað ýmsir áhyggjur, bæði lögregluyfirvöld erlendis og fræðimenn. Að svona aukin vopnaburður lögreglu kalli fram á það að undirheimarnir munu eflaust svara í sömu mynt með svona aukinni hörku. Meðan svo aðrir segja á móti að lögreglan sé eingöngu að bregðast við ástandinu eins og það er. Um þetta má segja að svona standi ákveðnar deilur og þetta er hitamál á fleiri stöðum en Íslandi. En svona almennt segja rannsóknir okkur það að eftir því sem vopnin eru meiri og aðgengilegri í höndum lögreglu, að þá fjölgar beitingu þessara sömu vopna. Og með tilheyrandi slysaskotum og meiðslum, já bæði lögreglumanna og borgara. Það er að segja, sko aukinn vopnaburður er ekkert endilega það sama og aukið öryggi sko.
Þorbjörn: Hvað segir atferlissálfræðin okkur um viðbrögð almennings. Finnur almenningur til meiri öryggiskenndar ef lögreglan er vopnabúin?
Helgi Gunnlaugsson: Sko, það verður nú að hafa í huga að öryggiskennd mælist mjög hátt á Íslandi. Það er í raun og veru þegar ég skoða svona alþjóðlegar mælingar að þá mælist hún eiginlega hvergi hærri en hér á landi. Og svo líka það að traust lögreglunnar á Íslandi er með því hæsta sem við sjáum líka. Og þess vegna held ég að það skipti mjög miklu máli að fyrir lögregluna í dag að það er að stíga varlega til jarðar í þessu málum og fara ekki fram úr þjóðinni með viðbrögðum sínum. Og það svona skiptir miklu máli fyrir samfélagið að þetta fari fram í ákveðinni umræðu um leið og lögreglan að huga að öryggi sínu og borgarana hverju sinni. |
Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag.
„Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir.
Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið.
Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun.
„Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún.
Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís
Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“ |
Áætlað er að orka Þeistareykjavirkjunar muni rýrna sem svarar tveimur megavöttum á ári. Fulltrúi Landsvirkjunar segir reynt að virða þolmörk svæðisins eftir bestu getu með varfærinni uppkeyrslu virkjunarinnar.
Áður en framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun hófust var búið að bora þar níu holur frá árinu 2002. Sjö þeirra voru nýtanlegar og gáfu samtals 59 megavött. Nú hafa fimm holur verið boraðar til viðbótar og þrjár þeirra verið prófaðar og gefa 24 megavött. Því er staðfest afl um 83 megavött þegar tvær holur eru enn ómældar.
„Við teljum miklar líkur á því að séum, með þessum áfanga, komin yfir 90 megavött,“ segir Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur við Þeistareykjavirkjun. Það er það lágmarksafl sem þarf fyrir Þeistareykjavirkjun í þeirri mynd sem nú er áformað. Ákveðið hefur verið að bora þarna átta holur. Í umhverfismati fyrir Þeistareykjasvæðið var gert ráð fyrir 200 megavöttum þar í jörðu og Einar segir það auðvitað byggt á áætlunum. „En við kynnumst því um leið og við förum í rekstur. Þá sjáum við hvernig svæðið bregst við þessarri nýtingu.“
Og hann segir vel hafa verið fylgst með þeim holum sem fyrir voru og mælingar bendi til að þar sé næg orka. En vinnsluholur sem þessar rýrni alltaf. Gert sé ráð fyrir tveggja prósenta rýrnun vinnslusvæðisins í heild og orkufallið sé um tvö megavött á ári. Það sé ein viðhaldshola á þriggja ára fresti. En við þessu sé brugðist fyrir fram og því verði engar slíkar boranir fyrstu árin. „Í þessum boráfanga gerum við ráð fyrir að verða allavega með 20 prósent umfram það sem við þurfum í þessi 90 megavött. Þannig að markmiðið er 105 til 110 megavött,“ segir Einar.
Dæmi eru um að orka gufuvirkjana hafi fallið mun meira en áætlað var. Þannig er orkufall Hellisheiðarvirkjunar þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Hún rýrnar um 20 megavött á ári og þar verður að bora 15 holur næstu tíu ár til þess eins að halda virkjuninni gangandi. Einar segir allt verða gert til að forðast slíka þróun við Þeistareyki með varfærinni uppkeyrslu virkjunarinnar svo megi kynnast svæðinu og meta viðbrögðin. „Við höfum vísbendingar en við ætlum okkur að staðfesta hvernig jarðhitageymirinn svarar okkur áður en við förum í frekari vinnslu,“ segir hann. |
Sá hluti tekna sem heimilin ráðstafa sjálf hefur minnkað hlutfallslega á síðustu rúmum 20 árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag þar sem lagt er út af tölum Hagstofunnar frá því í liðinni viku.
Þær tölur sýndu að ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 10,2 prósent milli áranna 2015 og 2016. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 8,7 prósent milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 6,9 prósent að því er segir í Hagsjánni. Eru tölurnar enn ein staðfestingin á mikilli aukningu rauntekna hér á landi á síðustu árum.
„Til þess að reikna út ráðstöfunartekjur eru eigna- og tilfærsluútgjöld dregin frá heildartekjum. Meðal þessara útgjalda eru t.d. afborganir af lánum, skattar og iðgjöld til lífeyrissjóða.
Ráðstöfunartekjurnar eru því eðli málsins samkvæmt lægri en heildartekjur og þær eru oft birtar sem tekjur á mann þar sem þjóðinni fer sífellt fjölgandi. Á tímabilinu 1994-2016 hafa ráðstöfunartekjur að meðaltali verið um 64% heildartekna. Hlutfall ráðstöfunartekna af heildartekjum hefur hins vegar lækkað mikið á tímabilinu, var um 70% í upphafi þess en um 62% á árinu 2016.
Sé þróun eigna- og tilfærsluútgjalda skoðuð má sjá að hækkun þeirra hefur verið svipuð á öllu tímabilinu, en þróunin innan tímabilsins hefur verið mjög mismunandi. Eignaútgjöldin jukust mun meira en tilfærsluútgjöldin allt fram til ársins 2009, en þau lækkuðu verulega að raungildi fram til ársins 2012. Tilfærsluútgjöldin lækkuðu mikið að raungildi milli 2007 og 2009 en hafa aukist nokkuð síðan og í takt við tekjurnar síðustu árin,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Hluti tekna sem heimilin ráðstafa sjálf hefur því minnkað hlutfallslega á árunum 1994 til 2016. Var minnkunin hröðust á síðustu árum 20. aldar og svo í kringum hrunið sem varð hér 2008.
„Á öðrum tímabilum hefur þróunin verið stöðugri og frekar upp á við frá árinu 2010. Hluti af því sem dregst frá tekjum heimilanna er lífeyrissparnaður sem kemur til ráðstöfunar seinna, þegar hann er tekinn út. Stór hluti fer einnig í skatta til hins opinbera sem þýðir með öðrum orðum að við ráðstöfum þeim tekjum sameiginlega í stað þess að það gerist innan hvers heimilis.
Sú þróun ætti að sjást í aukinni samneyslu, en þróun þeirrar stærðar sýnir að hún hefur einnig farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Hlutur samneyslu af landsframleiðslu fór reyndar vaxandi í takt við hlutfallslega minnkun ráðstöfunartekna fyrri hluta tímabilsins, en á síðustu árum hafa farið saman hlutfallslega minni ráðstöfunartekjur og hlutfallsleg minnkun samneyslu. Skattgreiðendur virðast því fá minna fyrir snúð sinn en áður,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér. |
Í málinu var deilt um hvort J o.fl. sem erfingjar SM, en dánarbúi hennar hafði verið skipt einkaskiptum, bæru gagnvart L ábyrgð á skuldbindingum hennar sem sjálfskuldarábyrgðarmanns á námslánum KTB. Meðal annars með vísan til 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var varakröfu L gegn BB vísað frá héraðsdómi, þar sem L hafði ekki tilgreint nafn hennar í kröfu sinni. Hæstiréttur féllst ekki á kröfu L um að ómerkja bæri hinn kærða úrskurð á þeim grundvelli að héraðsdómi hafi verið óheimilt að fara með mál þetta eftir ákvæðum 13. kafla laga nr. 90/1989 um aðför. Var litið til þess að L hefði hvorki mótmælt því að dómurinn veitti J o.fl. greinargerðarfrest við fyrstu fyrirtöku málsins né krafist úrskurðar um þetta atriði svo sem honum hefði verið unnt. Þá var ekki talið að J o.fl. hefðu sýnt fram á að stjórnsýsluframkvæmd hefði verið til staðar hjá L um að láta hjá líða að innheimta námslán eftir andlát ábyrgðarmanns og að henni hefði verið breytt á óheimilan hátt. Reynt hefði á sama álitaefni í dómi Hæstaréttar í máli nr. 229/2015 og gæfu hvorki atvik né gögn þessa máls tilefni til þess að komast að annarri niðurstöðu. Með vísan til sama hæstaréttardóms var jafnframt hafnað málsástæðum J o.fl. sem lutu annars vegar að því að vanræksla L á tilkynningarskyldu gagnvart þeim hefði átt að leiða til niðurfellingar ábyrgðar og hins vegar að beita ætti reglu 4. mgr. 9. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna með lögjöfnun þannig að ákvæðið tæki einnig til andláts ábyrgðarmanns. Hæstiréttur hafnaði einnig þeirri málsástæðu J o.fl. að krafa L væri fallin niður fyrir fyrningu. Vísað var til þess að krafa samkvæmt dómi fyrndist á 10 árum frá dómsuppsögu, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, og að J o.fl. hefðu tekið að sér sjálfskuldarábyrgð á öllum skuldbindingum SM, sbr. 5. tölulið 28. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Fjárkrafa L væri byggð á héraðsdómi frá desember 2005 og væri um að ræða sömu kröfu og stofnaðist gegn SM. Af þeim sökum hafi fyrningarfrestur kröfunnar byrjað að líða frá uppkvaðningu dómsins og krafa L verið ófyrnd þegar hann lagði fram aðfararbeiðni sína í febrúar 2015. Þá var ekki talið að krafa L væri fallin niður sökum tómlætis. Loks féllst Hæstiréttur á þá málsástæðu J o.fl. að L gæti ekki krafist frekari dráttarvaxta en leiddi af úrskurði málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna 4. mars 2015. Samkvæmt framansögðu var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og fallist á kröfu L, að því undanskildu að upphafstími dráttarvaxta miðaðist við 11. ágúst 2014 í staðinn fyrir 8. febrúar 2011, eins og krafist var.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Marteinn Gústavsson, Rebekka Jósafatsdóttir og Oddur Jósefusarson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. október 2015, en kærumálsgögn bárust réttinum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. október 2015 þar sem kröfu sóknaraðila um að fjárnám yrði gert hjá varnaraðilum var hafnað. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst aðallega ómerkingar hins kærða úrskurðar, en til vara „að viðurkennt verði að aðför megi framkvæma samkvæmt aðfararbeiðni sóknaraðila ... á hendur varnaraðilum Kristrúnu Rannveigu Vermundsdóttur, Valborgu Edvarsdóttur, Soffíu Guðmundu Oddkelsdóttur og Arnóri Höskuldi Thorbergssyni“. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.
Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar, en til vara „að kröfufjárhæð sóknaraðila verði lækkuð.“ Í báðum tilvikum krefjast varnaraðilar kærumálskostnaðar.
I
Með bréfi sóknaraðila til Hæstaréttar 25. nóvember 2015 sagði að láðst hefði að tilgreina nafn varnaraðilans Rutar Ottósdóttur í fyrrgreindri varakröfu hans og teldi hann „að um augljósa ritvillu sé að ræða sem heimilt sé að leiðrétta skv. lögjöfnun frá 3. tl. 116. gr. l. nr. 19/1991“. Varnaraðilinn hefur hafnað því að umrædd krafa sóknaraðila verði tekin til greina.
Samkvæmt b. lið 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, skal í kæru til Hæstaréttar greina kröfu um breytingu á dómsathöfn sem kærð er. Í 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991, sem gildir um meðferð kærumála hér fyrir dómi eftir því sem við á, sbr. 4. mgr. 150. gr. og 1. mgr. 163. gr. laganna, segir að dómari megi ekki fara út fyrir kröfur aðila í dómi sínum nema um sé að ræða atriði sem honum ber að gæta af sjálfsdáðum. Kröfu sem ekki komi fram í stefnu skuli vísað frá dómi nema stefndi hafi samþykkt að hún kæmist að án þess. Samkvæmt því og að teknu tilliti til þess að varnaraðilinn Laufey hefur hafnað því að framangreind krafa sóknaraðila á hendur henni komist að í máli þessu verður kröfunni vísað frá Hæstarétti.
II
Fjárkrafa sóknaraðila, sem hann hefur krafist fjárnáms fyrir hjá varnaraðilum, á rætur að rekja til sjálfskuldarábyrgðar Sæunnar Katósdóttur vegna láns sem sóknaraðili veitti syni hennar, Skúla Hafsteini Leónharðssyni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2005 voru Þóra og Hrönn meðal annarra dæmd til þess að greiða sóknaraðila óskipt 1.218.119 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum, auk þess sem þeim var gert að greiða 160.000 krónur í málskostnað. Drífa lést 11. september 2007. Erfingjar hennar, þeirra á meðal varnaraðilar, fengu leyfi sýslumanns til einkaskipta á dánarbúi hennar 25. sama mánaðar og lauk skiptum búsins 15. febrúar 2008 með því að erfingjarnir lýstu því yfir að þeir tækjust á hendur greiðslu allra skulda búsins.
Ekki verður séð af gögnum málsins að sóknaraðili hafi í kjölfar dómsins gert reka að kröfu sinni gagnvart Valdísi eða erfingjum hennar fyrr en með innheimtubréfum til varnaraðila 28. júlí 2014. Varnaraðilar töldu kröfu sóknaraðila skorta lagastoð og sendu erindi til stjórnar sóknaraðila 2. september sama ár þar sem þau fóru fram á að krafan yrði felld niður. Stjórnin hafnaði beiðni þeirra og var sú ákvörðun tilkynnt þeim með bréfi 26. sama mánaðar. Hinn 9. október 2014 kærðu varnaraðilar þá ákvörðun til málskotsnefndar sem starfar á grundvelli 5. gr. a. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Með úrskurði nefndarinnar 4. mars 2015 var ákvörðun sóknaraðila staðfest, en í forsendum úrskurðarins kom fram að við útreikning kröfu sóknaraðila yrði að taka mið af 3. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Í umræddu ákvæði kemur fram að ábyrgðarmaður verði ekki krafinn um greiðslur á dráttarvöxtum eða öðrum innheimtukostnaði nema liðnar séu tvær vikur frá því að ábyrgðarmanni var sannanlega gefinn kostur á að greiða gjaldfallnar afborganir lánsins. Að mati nefndarinnar var það fyrst eftir móttöku innheimtubréfanna 28. júlí 2014 sem varnaraðilum var sannanlega gefinn kostur á að greiða skuld Una heitinnar.
Með aðfararbeiðni 8. febrúar 2015 krafðist sóknaraðili þess að gert yrði fjárnám hjá varnaraðilum til tryggingar áðurnefndri dómskuld með dráttarvöxtum frá 8. febrúar 2011 ásamt áföllnum kostnaði.
III
Sóknaraðili krefst ómerkingar hins kærða úrskurðar á þeim grundvelli að héraðsdómara hafi verið óheimilt að fara með mál þetta eftir ákvæðum 13. kafla laga nr. 90/1989 þar sem skilyrði 1. mgr. 14. gr. laganna til þess að tilkynna varnaraðilum um framkomna aðfararbeiðni hafi ekki verið uppfyllt.
Aðfararbeiðni sóknaraðila var réttilega send héraðsdómi samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 2. mgr. 3. gr. þeirra. Þar sem sóknaraðili hafði ekki óskað eftir því að varnaraðilar yrðu kvaddir fyrir dóm og ekki verður séð af gögnum málsins að þeir hafi áður tilkynnt héraðsdómara að þeir hefðu andmæli fram að færa gegn kröfu sóknaraðila sýnist ekki hafa verið þörf á að kveðja þá fyrir dóm, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Engu að síður liggur fyrir að dómarinn boðaði málsaðila til þinghalds 14. apríl 2015 þar sem aðfararbeiðnin var tekin fyrir. Í þinghaldinu óskuðu varnaraðilar eftir fresti til að skila greinargerð og ákvað dómarinn að veita þeim fjögurra vikna frest til þess. Sóknaraðili mótmælti frestbeiðni varnaraðila, en ekki var bókað í þingbók á hvaða grundvelli það hafi verið gert. Þá krafðist sóknaraðili ekki úrskurðar um þetta atriði, svo sem honum hefði verið unnt samkvæmt 2. mgr. 112. gr. og h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989. Það var fyrst í þinghaldi 13. maí 2015 að sóknaraðili lét færa til bókar athugasemdir við málsmeðferð héraðsdómara.
Samkvæmt 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 skulu mótmæli koma fram jafnskjótt og tilefni verður til og verður jafnframt með vísan til meginreglu einkamálaréttarfars um afdráttarlausa málsmeðferð að gera þá kröfu að þeim sé fylgt eftir án ástæðulauss dráttar. Að teknu tilliti til þess verður ómerkingarkröfu sóknaraðila hafnað.
IV
Varnaraðilar byggja á því að sóknaraðili hafi með ólögmætum hætti breytt stjórnsýsluframkvæmd við innheimtu lána gegn erfingjum ábyrgðarmanns, en þeir telja að sóknaraðili hafi um árabil látið vera að ganga að erfingjum hafi dánarbúi verið skipt einkaskiptum. Í dómi Hæstaréttar 5. nóvember 2015 í máli nr. 229/2015 reyndi á þetta sama álitaefni og var þar talið ósannað að slík framkvæmd hafi mótast hjá sóknaraðila. Hvorki atvik þessa máls né þau gögn, sem varnaraðilar hafa lagt fram, gefa tilefni til að komast að annarri niðurstöðu hér. Verður því ekki fallist á þessa málsástæðu þeirra. Með vísan til sama hæstaréttardóms verður jafnframt hafnað málsástæðum varnaraðila sem lúta að því annars vegar að vanræksla sóknaraðila á tilkynningarskyldu gagnvart þeim hafi átt að leiða til niðurfellingar ábyrgðarinnar og hins vegar að beita eigi reglu 4. mgr. 9. laga nr. 21/1992 með lögjöfnun þannig að ákvæðið taki einnig til andláts ábyrgðarmanns.
Varnaraðilar halda því enn fremur fram að krafa sóknaraðila sé fallin niður fyrir fyrningu. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, sem hér á við, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 150/2007, fyrnast kröfur samkvæmt dómi á 10 árum, en fyrningarfrestur slíkra dómkrafna reiknast frá dómsuppsögu, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905. Samkvæmt 5. tölulið 28. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. felst í leyfi til einkaskipta að erfingjar taka að sér sjálfskuldarábyrgð á öllum skuldbindingum sem kunna að hvíla á búinu. Gildir þetta án tillits til þess hvort þeim var kunnugt um kröfurnar þegar skiptum var lokið, sbr. 97. gr. sömu laga. Fjárkrafa sóknaraðila á hendur varnaraðilum er byggð á áðurnefndum héraðsdómi 21. desember 2005, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 1. gr. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 90/1989. Hér er því um að ræða sömu kröfu og stofnaðist gegn Sigurlína Herúlfsdóttur. Af þeim sökum byrjaði fyrningarfrestur kröfunnar að líða við uppkvaðningu dómsins og var hún þar með ófyrnd þegar sóknaraðili lagði fram aðfararbeiðni sína 8. febrúar 2015.
Þá verður ekki fallist á með varnaraðilum að krafa sóknaraðila sé fallin niður sökum tómlætis, enda verður ekki gerð sú krafa til sóknaraðila að hann geri frekari reka að kröfu sinni eftir að hann hefur fengið dóm fyrir henni.
Loks halda varnaraðilar því fram að sóknaraðili geti ekki krafist frekari dráttarvaxta en leiði af fyrrgreindum úrskurði málskotsnefndarinnar. Eins og áður er rakið gerir sóknaraðili í aðfararbeiðni sinni kröfu um dráttarvexti frá 8. febrúar 2011 til greiðsludags. Í forsendum úrskurðar nefndarinnar var aftur á móti komist að þeirri niðurstöðu að sóknaraðila bæri að taka mið af 3. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 við innheimtu kröfunnar þannig að ekki skyldi krefja varnaraðila um dráttarvexti fyrr en tveimur vikum eftir að þeim var sannanlega gefinn kostur á að greiða gjaldfallnar afborganir lánsins sem hafi verið 28. júlí 2014. Þar sem sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á að úrskurðurinn sé haldinn neinum annmörkum að þessu leyti verður fallist á kröfu varnaraðila um að upphafstími dráttarvaxta skuli miðast við 11. ágúst sama ár.
Með hliðsjón af öllu framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og fallist á beiðni sóknaraðila um að fjárnám megi gera samkvæmt henni hjá öðrum varnaraðilum en Snædísi Haraldsdóttur, þó þannig að dráttarvextir af höfuðstól fjárkröfu hans reiknist frá 11. ágúst 2014.
Rétt er að málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður falli niður, að öðru leyti en því að sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilanum Hafdís Marcusardóttur 250.000 krónur í kærumálskostnað, sbr. 2. mgr. 130. gr. og 166. gr. laga nr. 91/1991.
Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og og fallist á beiðni sóknaraðila, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, um að fjárnám megi gera samkvæmt henni hjá varnaraðilunum Gyðu Kolfinnu Guðleifsdóttur, Ásrúnu Svanmundsdóttur, Kristjönu Fjólu Oddadóttur og Helga Arnþóri Torvaldssyni fyrir 1.218.119 krónum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. ágúst 2014 til greiðsludags, 160.000 krónum í málskostnað samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2005 í máli nr. E-5896/2005 og 5.960 krónum í kostnað vegna innheimtuviðvörunar.
Málskostnaður í héraði fellur niður.
Sóknaraðili greiði varnaraðilanum Kristrúnu Jacobsdóttur 250.000 krónur í kærumálskostnað, en kærumálskostnaður fellur að öðru leyti niður. |
„Þetta eru gríðarlega góðar fréttir og nú getum við klárað að búa til þær góðu sýningar sem við ætlum að sýna áhorfendum okkar þegar kallið kemur, þetta breytir öllu,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um breytingar í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra á takmörkunum á samkomum þar sem til að mynda eru leyfðar snertingar á æfingum í sviðslistum og tónlist.
Breytingar á samkomutakmörkunum voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun og hafa breytingar einnig verið gerðar á ákvæði um almenna nálægðartakmörkun. Rekstraraðilum verður nú gert að tryggja að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga sem eru ekki í nánum tengslum, en áður var kveðið á um tvo metra á milli einstaklinga sem deildu ekki heimili.
Þá verða íþróttir almennt leyfðar og í líkamsræktarstöðvum og á sund- og baðstöðum mega gestir aldrei vera fleiri en nemur helmingi eða minna af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Nýju reglurnar um takmarkanir á samkomum taka gildi næstkomandi föstudag, þann 28. ágúst, og verða í gildi til 10. september.
Borgarleikhúsið hefur verið lokað síðan í mars vegna sóttvarnaaðgerða og hafa aðgerðir stjórnvalda vegna kórónaveirufaraldursins haft margs konar áhrif á leiklistar- og menningarlíf hér á landi. Brynhildur segist vona að breytingarnar séu skref í áttina að því að opna leikhúsið fyrir gestum að nýju.„ Vonandi styttist í það að við getum tekið á móti gestum án takmarkana en þetta er það sem við erum búin að vera að bíða eftir, nú fáum við að koma saman og næra sálina.“ |
Forstjóri FME segir að væntingar virðist um að eftirlitsaðilar geti séð fyrir ólíklegustu atvik í fjármálakerfinu.
Vara verður við því að ofmeta eftirlit með fjármálamörkuðum að því leyti sem tilhneiging er til að gera í því erfiða ástandi sem ríkir á evrópskum mörkuðum, að mati Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, en ársfundur FME stendur nú yfir. Í ávarpi í ársskýrslu FME segir hún að í ríkara mæli sé horft til eftirlitsaðila til að skapa stöðugleika og traust á mörkuðum.
„Svo langt er jafnvel gengið að væntingar virðast um að eftirlitsaðilinn geti séð fyrir ólíklegustu atvik í fjármálakerfinu og fyrirbyggt. Vara verður við því að ofmeta eftirlit að þessu leyti,“ segir hún.
Unnur segir að eins og nafnið beri með sér felist fjármálaeftirlit að miklu leyti í mati á því eftir á hvernig til hafi tekist við viðskiptaákvarðanir og hvort þær séu í samræmi við lög og aðrar leikreglur.
„Ítreka verður að það er ávallt mest um vert að þeir sem eru við stjórnvölinn í fyrirtækjunum taki sjálfir ábyrgar ákvarðanir sem byggjast á viðeigandi mati á áhættu og réttum upplýsingum. Í fullkomnum heimi er eftirlitið óþarft. Í okkar ófullkomna heimi er það eins konar öryggisventill ef til dæmis fyrirtæki hætta að fullnægja starfsleyfisskilyrðum eða beita þarf viðurlögum þegar lög hafa verið brotin. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er þó einnig leiðbeinandi, en það gefur út fjölmargar leiðbeiningar um starfshætti á markaði í formi reglna, leiðbeinandi tilmæla og túlkana.“ |
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en 60 klukkustundir á viku.
Læknadagar hófust hér í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja viðamikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Mikill meirihluti þeirra er undir miklu álagi og stór hluti þeirra sýnir merki um kulnun. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest, þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir: Tveir þriðju af hópnum eru undir ofurálagi og stór hluti af þeim hópi er með kulnunareinkenni og þetta er náttúrulega áhyggjuefni og ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta vegna þess að einhverjir geta sagt, notum bara gömlu aðferðina, þöggunina.
Á því 12 mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu 3 mánuði en aðeins 1% karlkyns lækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segir tæplega helmingur kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla. Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum.
Ólafur Þór Ævarsson: Það eru margir þættir en það sem þessir könnun segir, það er mönnunin, það er skortur á starfsaðstöðu, það er skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski fulllitlu um sitt nánasta starfsumhverfi. |
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki sáttur við þá stöðu sem komin er upp en formaður flokksins og forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fundaði með forseta Íslands, á Bessastöðum eftir athyglisverða Facebook-færslu fyrr í dag.
Karl sagði í viðtali við RÚV í hádeginuað það væri hans skoðun að ríkisstjórnin ætti að sitja áfram. Sigmundur Davíð hefði notið trausts en þingmenn hefðu litið svo á að hann þyrfti að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur nú yfir. Karl segir flokkana tvo hafa unnið mörg góð verk og leggja ætti áherslu á að ljúka þeim verkum sem þegar eru hafin.
„Þetta kom mér svolítið á óvart,“ segir Karl um Facebook-færslu Sigmundar Davíðs í dag þar sem hann sagðist tilbúinn að rjúfa þing nyti flokkurinn ekki lengur stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
„Staðan núna er mjög óljós og við þurfum að fá skýringar frá Sigmundi um hvað býr að baki hjá honum.“
Karl segir að hann hefði gert hlutina öðruvísi en Sigmundur. Aðspurður hvort hann væri ósáttur sagði Karl að Sigmundur hefði átt að ræða við þingflokkinn fyrst.
Einar Þorsteinsson, fréttamaður RÚV, gekk á Karl og spurði hvort Sigmundur hefði ekkert rætt við þingflokkinn eftir fundinn með Bjarna og fyrir Facebook-skrifin?
„Ekki við mig allavega.“ |
Vegna slæms veðurútlits má búast við að færð spillist á Vestfjörðum um miðjan dag í dag og því ekki mælt með að fólk sé á ferðinni á langleiðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Á Vestfjörðum er búið að opna helstu leiðir út frá Ísafirði þó er þæfingsfærð á Gemlufallsheiði og Súðavíkurhlíð. En er ófært um Ísafjarðardjúp en unnið er að mokstri og von á nánari upplýsingum um kl. 9.30.
Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja á Þröskuldum og Innstandarvegi. Á sunnanverðum vestfjörðum er þæfingsfærð og skafrenningur á Hjallahálsi og ófært á Klettsháls og beðið með mokstur. Þæfingsfærð er í Vatnsfirði og hálkublettir á Barðarströnd. Ófært er á Kleifaheiði og verið að moka en snjóþekja á Mikladal og Hálfdán.
Annars eru hálkublettir á Reykjanesbraut og nokkuð víða á Reykjanesi.
Á Suðurlandi er víða autt en þó er hálka og snjókoma á Hellisheiði en hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka er á flestum leiðum í uppsveitum einnig á þjóveginum frá Selfossi að Þjórsá en hálkublettir þaðan að Hvolsvelli.
Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði og hálka á Bröttubrekku. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi þó er snjóþekja og snjókoma á Vatnaleið, Fróðárheiði og á norðarverðu nesinu.
Um norðanvert landið er snjóþekja eða hálka. Snjóþekja og snjókoma er á Þverárfjalli. Þæfingsfærð á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og verið að moka.
Á Austurlandi er byrjað að moka allar helstu leiðir en þar er hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærði er á Fjarðarheiði.
Hálkublettir eða snjóþekja er svo áfram eftir suðaustur ströndinni. |
Nærri helmingur íbúða seldist á eða yfir ásettu verði undir lok síðasta árs, en merki eru um að farið sé að hægja á markaðnum.
Merki eru um að aðeins sé farið að hægjast um á fasteignamarkaði en síðasta ár var það næst umsvifamesta á fasteignamarkaði frá upphafi mælinga, á eftir árinu 2007 að því er fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar.
Þó heldur íbúðaverð áfram að hækka á meðan leiguverð lækkar líkt og Viðskiptablaðið sagði frá í gær, en lækkunin var hvað mest í Breiðholti, eða um 30%.
Líklegt er jafnframt að umsvif á lánamarkaði hafi náð hámarki í október, en óverðtryggð lán eru komin yfir 40% hlutdeild af heildarútlánum. Enn er þó mikil eftirspurn og telur stofnunin að hlutdeildarlán verði líkleg til að örva íbúðauppbyggingu
Umsvifamesti nóvember frá upphafi
Þó mikið líf hafi verið á fasteignamarkaði síðan í sumar dró aðeins úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. Fjöldi kaupsamninga getur þó aukist eftir því sem nýrri gögn berast.
Þrátt fyrir það er um að ræða umsvifamesta nóvembermánuð frá upphafi mælinga. Ef litið er yfir allt árið má búast við því að árið verði næst umsvifamesta árið á fasteignamarkaði frá upphafi eins og áður segir, en þó nokkuð undir árinu 2007 þegar fasteignaviðskipti voru með mesta móti yfir nær allt árið.
Sölutími hefur aldrei verið styttri
Framboð á íbúðum til sölu heldur áfram að minnka og hefur dregist saman um rúmlega helming á höfuðborgarsvæðinu frá því það náði hámarki í vor. Í maí 2020 voru um 2.200 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á hverjum tíma en fjöldinn er nú komin undir 1.000.
Á sama tíma hafa íbúðir aldrei selst jafn hratt og nú, en sölutíminn á höfuðborgarsvæðinu í október og nóvember var um 46 dagar en var næstum 60 dagar í upphafi árs. Á landsbyggðinni er meðalsölutíminn komin niður í 66 daga eftir að hafa verið 81 dagur í upphafi árs.
Mikil ásókn í íbúðir og takmarkað framboð virðist hafa sett þrýsting á íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu, en 12 mánaða breyting á vísitölu söluverðs nam um 7,7% í nóvember samanborið við 6,7% í október.
Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur heldur dregið úr verðhækkunum og mældist 12 mánaða hækkun vísitölu söluverðs þar 4,1% í nóvember og annars staðar á landinu mældist árshækkun íbúðaverðs neikvæð.
Hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu mældist um 22% í nóvember, samkvæmt þriggja mánaða meðaltali, og tæp 24% á ásettu verði. Þannig seldust rúmlega 46% íbúða annað hvort á eða yfir ásettu verði samanborið við tæp 25% í byrjun ársins. Aðeins yfir sumartímann árið 2007 hefur hlutfallið mælst hærra á svæðinu.
Leiguverð lækkaði sjö mánuði af tólf
Samkvæmt nýjustu gögnum lækkar leiguvísitalan fyrir höfuðborgarsvæðið þriðja mánuðinn í röð í nóvember og er það sjöundi mánuðurinn á árinu 2020 sem mælist lækkun á milli mánaða.
Leitni árshækkunar vísitölunnar hefur legið nánast beint niður á við síðan í júní 2017. Meðalleiguverð í nóvember var um 188.000 kr. og lækkaði úr 196.000 kr. í mánuðinum á undan. Lækkunina má þó að einhverju leyti rekja til þess að meðalstærð íbúða minnkar á milli mánaða.
Útlán líklega náð hámarki í október
Ný útlán til heimila, að frádregnum uppgreiðslum, virðast hafa náð hámarki í október þegar þau slöguðu hátt í 30 milljarða króna.
Í nóvember var fjárhæðin um 22 milljarðar króna og því vísbending um að lántökur hafi náð hápunktinum þá og séu farnar að róast á nýjan leik. Miklar umbreytingar hafa orðið á lánamarkaði og var hlutdeild óverðtryggðra lána í heildaríbúðalánum heimilanna í nóvember komin yfir 40% í fyrsta skipti.
Telja hlutdeildarlán líkleg til að örva íbúðauppbyggingu
Ýmis teikn eru á lofti um að samdráttur í byggingageiranum sé minni en búast mátti við að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar. Ljóst er að hægst hefur verulega á vexti í greininni og sú þróun byrjaði snemma á árinu 2019 en nú eru merki um að hægst hafi á samdrættinum.
Til að mynda mældist mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu á öðrum ársfjórðungi ársins 2020 en um þrefalt minni á þriðja ársfjórðungi. Nýskráningum fyrirtækja í greininni hefur verið að fjölga á seinustu mánuðum og gjaldþrotum fækkað töluvert.
Á sama tíma hefur dregið verulega úr fækkun starfsfólks í greininni. Fjöldi starfandi dróst hratt saman milli apríl 2019 til apríl 2020 en verulega hefur hægst á samdrættinum síðan þá og nánast staðið í stað.
Þessi batnandi merki í byggingargeiranum má líklega að einhverju leyti rekja til þess að væntingar hafa að öllum líkindum færst upp á við í kjölfar mikillar eftirspurnar á fasteignamarkaði síðan í vor.
Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið jafn mikil og nú sem er líklegt til að örva fjárfestingu í íbúðauppbyggingu. Hlutdeildarlánin sem HMS hefur nýlega hafið veitingu á hafa að sama skapi átt sinn þátt í að hafa jákvæð áhrif á væntingar á byggingarmarkaði að mati stofnunarinnar. |
Mig langar að beina orðum mínum sérstaklega til unga fólksins sem er búið að vera spennt mjög lengi að fara í útilegu og skemmta sér með kunningjum og vinum núna um helgina. Við verðum að láta þetta bíða,“ sagði Víðir Reynisson hjá almannavörnum á blaðamannafundi í dag. Samkomutakmarkanir verða hertar á hádegi á morgun, þegar tveggja metra reglan verður tekin upp að nýju og hundrað manna samkomubann sett á.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnarlæknir rökstyðji þessa miklu skerðingu á fjölda þeirra sem má koma saman með því að það sé skynsamlegt að stíga ákveðið niður fyrir þá miklu ferðahelgi sem er í vændum svo að veiran dreifi sér ekki víðar í samfélaginu. 39 virk smit eru nú á landinu og hafa þau öll greinst á síðustu dögum.
Sjá einnig
Hertar takmarkanir og tveggja metra reglan taka gildi á morgun
Aðspurð hvort stjórnvöld mæltu nú aftur gegn því að fólk ferðist um landið, líkt og var gert um páskana segir Svandís: „Við erum bara að segja að við skulum vera skynsöm og hjálpast öll að. Verum almannavarnir. Ferðumst innanhúss.“
„Það eru auðvitað vonbrigði þegar maður er búinn að skipuleggja eitthvað og það breytist en það er til mjög mikils að vinna að við náum utan um þetta [útbreiðslu veirunnar] aftur vegna þess að ef við gerum það ekki þá eigum við á hættu enn þá harðari aðgerðir og það viljum við ekki,“ segir ráðherrann.
„Það eru alltaf vonbrigði að þurfa að stíga skref til baka en við erum öll almannavarnir og við höfum gert þetta og getum gert þetta aftur.“
Sjá einnig
Reglurnar gætu breyst fram og til baka næstu mánuði
Biðja íþróttahreyfingar að fresta mótum
Víðir tók í sama streng og ráðherrann á fundinum í dag. „Þetta er auðvitað hundfúlt en samt að einhverju leyti það sem við gátum búist við ,“ sagði hann. „Við erum ekki komin á það að vera með neyðarástand og með sameiginlegum aðgerðum ætlum við að koma í veg fyrir að við lendum þar.“
„Við höfum margoft sagt það að sumarið 2020 er hið skrýtnasta sumar. Búum til öðruvísi minningar, verum heima með fjölskyldunni, látum lífið halda áfram og verum góð hvert við annað,“ sagði Víðir þá.
Einnig beindi hann því til íþróttahreyfinganna að fresta íþróttamótum og keppnum í íþróttum fullorðinna um eina viku, það er til 10. ágúst. Svandís sagði að þetta væri auðvitað „frekar beiðni eða ósk heldur en hitt“, sem sagt ekki beinlínis regla. Hinar almennu takmarkanir eru þó auðvitað skýrar reglur sem Svandís samþykkti að yrðu í gildi fyrir næstu tvær vikur. Staðan yrði þó endurmetin daglega. |
„Ég ætla að gefa kost á mér í stöðu ritarans,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, í samtali við Fréttablaðið. „Ég er spenntur fyrir því að takast á við þetta mikilvæga verkefni fyrir hönd fólksins.“ Jón telur reynslu sína og þekkingu í ólíku málaflokkum verða gott veganesti í starfið.
„Ritarastarfið snýst um innra starf flokksins og það er af nægu að taka þar í seinni hálfleik í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.“
Vika í kosninguna
Staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins er laus eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra í gær. Samkvæmt reglum flokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra. Verður því kosið um nýjan ritara á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið boðaður þann 14. september næstkomandi.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir um hituna. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og Hildur Björnsdóttir hafa verið nefnd sem eftirmenn Áslaugar Örnu í ritarastöðuna. Eyþór hefur ekki útilokað að hann muni gefa kost á sér.
Sjá einnig
Kjósa um nýjan ritara á næsta flokksráðsfundi
Vala Pálsdóttir hefur enn ekki ákveðið hvort hún taki slaginn í ár.
Ýmsir óákveðnir ennþá
Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, hefur einnig verið nefnd sem arftaki Áslaugar Örnu en hún vildi lítið tjá sig um mögulegt framboð í samtali við blaðamann. Hún sagði þó að málið væri í skoðun hjá henni.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, hefur einnig verið nefndur í þessu sambandi. Hann kveðst búinn að fá þónokkrar áskoranir eftir að fregnir fóru að berast um að hann gæti gefið kost á sér. „Það er ánægjulegt þegar fólk horfir til manns og skorar á mann að taka að sér viðamikil embætti en ég hef ekki tekið neina ákvörðun ennþá um hvað ég ætla að gera,” segir Kristján og bætir við að hann sé tiltölulega nýbúinn að ganga til liðs við flokkinn, eða fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Kristján segir að þrátt fyrir stuttan tíma innan flokksins sé ánægður með það starf sem hann hefur unnið fyrir norðan. Koma muni í ljós seinna í vikunni hvort hann færi út kvíarnar.
Borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir hafa verið orðuð við hlutverkið ásamt Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Ölfusi.
Fréttablaðið/Samsett mynd
Áslaug hvött í ritarann
Annar nefndur eftirmaður Áslaugar Örnu er nafna hennar Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar. Hún hefur að eigin sögn verið hvött til að sækjast eftir stöðu ritara og er þakklát fyrir það. „Ég er í forystu í sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, svo að sjálfsögðu velti ég þessu fyrir mér,“ segir Áslaug í samtali við Fréttablaðið en hún er ekki tilbúin að staðfesta framboð að svo stöddu.
„Mér finnst skipta mjög miklu máli að í forystu sjálfstæðisflokksins sé einhver á sveitarstjórnarstigi,“ segir Áslaug og bætir við að rödd sveitastjórnar hafi ekki verið há á síðustu misserum.
Áslaug telur sig tilbúna til að sinna stöðunni gæfist tækifæri til. „Ég hef verið í Sjálfstæðisflokknum síðan ég var 16 ára og tekið virkan þátt alla daga síðan.“ Auk þess sem Áslaug hefur verið kosningarstjóri fjórum sinnum hefur hún gegnt hinum ýmsu stöðum innan flokksins í gegnum árin |
Hælisleitandinn, sem í örvæntingu reyndi að kveikja í sér í gær, þurfti sjálfur að afla gagna fyrir Útlendingastofnun hjá stjórnvöldum í Íran til að sanna fullyrðingar um að hann hefði verið pyntaður í fangelsi þar í landi.
Mehdi Kavyanpour var í morgun úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun eftir atburðinn í höfuðstöðvum Rauða krossins í gær. Bent hefur verið á að áralöng bið Mehdis eftir úrlausn sinna mála hafi valdið því að hann greip til þessa örþrifaráðs. Mehdi hélt því fram þegar hann kom hingað til lands árið 2005 að hann hafi verið pyntaður í írönsku fangelsi og sótti af þeim sökum um pólitískt hæli. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV þurfti maðurinn sjálfur að afla gagna frá írönskum stjórnvöldum sem sönnuðu þetta. Það tókst ekki og var manninum synjað um hæli. Samkvæmt útlendingalögum er ekki gert ráð fyrir að umsækjendur um hæli á Íslandi leggi fram beinar sannanir fyrir ástæðu flótta undan ofsóknum. Vegna þess hve málið var lengi að velkjast um í kerfinu sótti maðurinn um dvalarleyfi á ný, nú vegna mannúðarsjónarmiða. Mehdi hefur beðið niðurstöðu í málinu á annað ár. Þegar hann hefur spurt frétta af sínu máli hafa svörin um langt skeið verið að niðurstöðu sé að vænta í næstu viku. Vinnuveitandi Mehdis varaði Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið við ástandi hans í bréfi. Þar segir jafnframt að hann hafi verið dreginn á asnaeyrunum af ákvarðanafælnu skrifræði allan þann tíma. Mehdi hefur þrjá daga til að kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um öryggisvistun til Hæstaréttar. |
Áhrif samfélagsmiðla og snjallsíma á líf okkar voru til umfjöllunar í sérstökum þemaþætti af Kastljósi í kvöld. Fjallað var um það hvaða áhrif ný tæki og tól hafa á samskiptin okkar, börnin okkar og fullorðið fólk.
Tilkoma snjallsíma og samfélagsmiðla hefur ekki aðeins valdið breytingum á því hvernig við höfum samskipti við annað fólk. Þessi nýju tæki hafa einnig haft í för með sér breytingar á þjóðfélaginu okkar. Gögnum er safnað um okkur á vefnum og upplýsingarnar notaðar til þess að hafa áhrif á hvað við kjósum og hvað kaupum.
Rætt var við sérfræðinga á sviði tækniþróunar og snjalltækja, heimspekinga og notendur snjalltækja. Þeirra á meðal voru nokkrir nemendur í Réttarholtsskóla sem Kastljós tók tali.
Börnum finnst sumum að símar og samfélagsmiðlar skapi fjarlægð á milli þeirra og foreldra þeirra; Foreldrarnir eru að hlusta en samt ekki. „Mér finnst að foreldrar megi alveg líta í eigin barm líka,“ segir Bryndís Eiríksdóttir, nemandi í áttunda bekk. „Oft segir maður eitthvað við einhverja krakka sem eru í símanum og svo bara er eins og þeir heyri þetta mínútu seinna. Þegar þau hætta að beina athygli sinni á símann þá allt í einu fatta þau þetta.“
„Samskiptin verða oft hæg og ekki góð. Ef maður ætlar að hafa áhugaverð og góð samskipti þá þarf maður oft að leggja símann frá sér.“
Hægt er að horfa á allan þáttinn í spilaranum hér að ofan. |
Mál þetta sem dómtekið var 17. janúar 2017 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. mars 2016, af Outcome könnunum ehf., Vogalandi 7, Reykjavík, á hendur Hunangi vefstofu ehf., Fiskislóð 31, Reykjavík.
Kröfur aðila
Af hálfu stefnanda er þess krafist að stefnda verði verði dæmd til að greiða honum skuld að fjárhæð 104.821 króna, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 22. júní 2015 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi vaxtavaxta skv. 12. gr. s.l., er leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt mati dómsins.
Stefnda krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að kröfur hans verði lækkaðar verulega. Þá krefst stefnda málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi.
Atvik máls
Fyrirsvarsmaður stefnanda og fyrsvarsmenn stefndu munu hafa eignast félagið Outcome hugbúnað ehf. í júní 2014 en félagið var þá til húsa í leiguhúsnæði að Bíldshöfða 18 í Reykjavík. Félagið mun einkum hafa starfað á sviði hugbúnaðargerðar, rafrænna kannana og skyldrar starfsemi. Hinir nýju eigendur Outcome hugbúnaðar ehf. munu hafa skipt starfsemi félagsins á milli sín þannig að fyrirsvarsmenn stefndu tóku yfir hugbúnaðargerðina en fyrirsvarsmaður stefnanda rafrænar kannanir og skylda starfsemi. Fyrirsvarsmenn stefndu fluttu starfsemi sína úr húsnæðinu að Bíldshöfða 18, 1. október 2014, að Fiskislóð 31 í Reykjavík og héldu henni þar áfram undir kennitölu Outcome hugbúnaðar ehf. en nýju firmanafni, Hunang vefstofa ehf. Fyrirsvarsmaður stefnanda starfaði hins vegar áfram í húsnæðinu að Bíldshöfða 18 þar til hann flutti starfsemi sína í annað húsnæði, í desember 2014. Við flutninginn úr húsnæðinu að Bíldshöfða 18 fékk fyrirsvarsmaður stefnanda, Ræstingarþjónustuna sf., til að tæma húsnæðið og þrífa það en fyrir liggur að Outcome hugbúnaður ehf. hafði haft húsnæðið á leigu í u.þ.b. tíu ár áður en fyrirsvarsmenn stefnanda og stefndu eignuðust félagið í júní 2014. Fór tæmingin og þrifin fram í desember 2014.
Í máli þessu krefur stefnandi stefndu um greiðslu 2/3 hluta kostnaðar vegna tæmingar og þrifa á leiguhúsnæðinu að Bíldshöfða 18, samkvæmt reikningi útgefnum af stefnanda, 31. maí 2015.
Málsástæður stefnanda og tilvísun til réttarheimilda
Stefnandi byggir kröfugerð sína í máli þessu á reikningi sínum á hendur stefndu, útgefnum 31. maí 2015, með gjalddaga 22. júní 2015, að fjárhæð 104.821 króna. Reikningurinn sé tilkominn vegna frágangs og þrifa að Bíldshöfða 18 eftir að húsnæðið hafi verið tæmt í desember 2014. Skuldin hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé stefnanda því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Vísað sé til meginreglna kröfu- og samningaréttar um efndir fjárskuldbindinga, en regla þessi fái m.a. lagastoð í 45., 47., 52. og 54. gr. laga 50/2000. Um gjalddaga kröfunnar sé einkum vísað til meginreglu 49. gr. sömu laga. Einnig sé byggt á l. 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styðji stefnandi við reglur III. og V. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Krafan um málskostnað styðjist við 129. og 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi varnarþing vísist til 33. gr. laga nr. 91/1991.
Málsástæður stefndu og tilvísun til réttarheimilda
Af hálfu stefndu er á því byggt að hún hafi flutt úr húsnæðinu við Bíldshöfða 18, 1. október 2014. Reikningurinn vegna frágangs og þrifa sé dagsettur 31. maí 2015 eða sjö mánuðum eftir að stefnda hafi flutt úr húsnæðinu. Stefnda bendi á að stefnandi hafi sjálfur verið í húsnæðinu fram að því að þrifin og frágangurinn hafi farið fram. Eftir því sem stefnda komist næst hafi stefnandi verið leigutaki í húsnæðinu á þessum tíma. Þar af leiðandi sé það stefnandi sjálfur sem bera eigi kostnað af þrifum húsnæðisins við skil þess, sbr. 63. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Þrátt fyrir að stefnda hafi fallist á að taka þátt í kostnaði vegna ferða með muni í Sorpu, um fram skyldu, leiði það ekki til þess að hún teljist jafnframt ábyrg fyrir þrifum á fasteign sem stefnandi sé að flytja úr. Þar sem stefnandi sjálfur beri ábyrgð á greiðslu fyrir þrif sé krafist sýknu á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnda hafni því að skuldarsamband sé á milli aðila málsins. Stefndu beri engin skylda til að greiða fyrir þrif á umræddu húsnæði. Stefnandi hafi ekki vísað til neins eða lagt fram neitt sem bendi til þess að stefnda hafi haft afnot af húsnæðinu rétt áður eða á þeim tíma er þrifin hafi farið fram eða að samkomulag hafi komist á um að stefnda skyldi greiða fyrir þau. Ef slík gögn væru fyrirliggjandi hefði stefnanda borið að leggja þau fram með stefnu við þingfestingu, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnda hafi mótmælt kröfunni strax við móttöku reikningsins. Svör stefnanda hafi verið þau að krafan yrði tekin til skoðunar í tengslum við stærra uppgjör og stefnandi myndi hafa samband við stefndu, þegar hann kæmi frá útlöndum. Stefnandi hafi hins vegar ekki enn sett sig í samband við stefndu í því skyni að ræða hina umdeildu kröfu. Þannig hafi stefnandi fallist á að krafan yrði skoðuð í sambandi við uppgjör sem tengist þessu máli ekki. Það hafi því komið stefndu á óvart þegar honum hafi borist innheimtuviðvörun vegna umræddrar kröfu enda ljóst að kröfuhafi hafi verið búinn að lýsa því yfir að farið yrði yfir hana í tengslum við annað uppgjör í framhaldi af mótmælum stefndu. Kröfum stefnanda um dráttarvexti sé sérstaklega mótmælt enda hafi reikningnum og innheimtubréfum ekki fylgt fullnægjandi upplýsingar eða útlistun á því hvaða vinna eða kostnaður lægi að baki kröfu stefnanda. Dráttarvextir verði í fyrsta lagi dæmdir frá gjalddaga eða mánuði frá því að reikningur með fullnægjandi skýringum sé settur fram, sbr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Stefnda telji að þeirri skyldu hafi ekki enn hafa verið fullnægt. Málsókn þessi sé að mati stefndu algjörlega tilefnislaus og óþörf. Í ljósi þess telji stefnda að líta beri til ákvæðis a-liðar 1. mgr. 131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 við ákvörðun málskostnaðar. Málskostnaðarkrafa stefndu eigi sér að öðru leyti stoð í 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnda vísi að öðru leyti til meginreglna samninga- og kröfuréttar, húsleigulaga nr. 36/1994 og laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
Forsendur og niðurstaða
Fyrirsvarsmaður stefnanda, Alex Nikulásarson, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Aðspurður kvað hann sig og fyrirsvarsmenn stefndu hafa keypt fyrirtækið Outcome hugbúnað ehf. í júní 2014 en félagið hafi þá verið staðsett að Bíldshöfða 18. Hafi þeim borið að skila húsnæðinu tæmdu og hreinu, þegar þau hafi hætt starfsemi í Bíldshöfðanum haustið 2014. Fyrirsvarsmenn stefndu hafi flutt úr húsnæðinu í októberbyrjun og tekið þá með sér þann búnað sem þau hafi talið sig geta notað en hann flutt í desember. Eftir hafi þá verið í húsnæðinu tíu ára uppsöfnun af gömlum húsgögnum, úreltum tölvubúnaði og ýmiskonar umbúðum, sem þurft hafi að fjarlægja, auk þess sem þrífa hafi þurft húsnæðið. Þegar hann hafi yfirgefið húsnæðið hafi hann boðið fyrirsvarsmönnum stefndu að þau gerðu þetta í sameiningu eða fengju þriðja aðila í verkið. Þeirra vilji hafi staðið til þess að fá utanaðkomandi aðila í verkið og hafi það því verið gert og greitt fyrir þá þjónustu. Hann hafi síðan sent stefndu reikning fyrir hennar hluta kostnaðarins, í samræmi við hlut fyrirsvarsmanna stefndu í Outcome hugbúnaði ehf., sem verið hafi 2/3 en hans hluti verið 1/3. Fyrirsvarsmenn stefndu hafi lýst því yfir að stefnda væri tilbúin að greiða fyrir ferðir með húsgögn o.fl. í Sorpu og ljóst verið að fá þyrfti aðstoð við þann flutning enda mikið um þunga hluti. Hafi hann sjálfur aðstoðað við flutninginn en ekki krafið stefndu um greiðslu fyrir sína vinnu. Aðspurður kvað hann Outcome hugbúnað ehf. hafa verið leigutaka að húsnæðinu í Bíldshöfða 18 þar til hann hafi flutt úr húsnæðinu í desember 2014.
Fyrirsvarsmenn stefndu gáfu ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins. Þykir rétt að leggja lýsingu fyrirsvarsmanns stefnanda til grundvallar niðurstöðu málsins, að svo miklu leyti sem hún stangast ekki á við önnur gögn í málinu.
Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá fyrirsvarsmanni stefnanda til annars af fyrirsvarsmönnum stefndu, dags. 12. desember 2014, þar sem segir m.a.: „Er eitthvað á ganginum hinummegin (suðurmegin) sem þið hefðuð áhuga á? Flutningur framundan og ég reyni að losna við það sem við nýtum ekki. Þurfum svo að skipuleggja sameiginlega lokaúttekt - Hvort sem við fáum einhverja í það eða gerum það sjálf.“
Í svarpósti fyrirsvarsmanns stefndu, 17. desember, segir m.a.: „Nei ekkert sem við höfum áhuga á á suðurganginum. Ég væri til í að við fengjum einhvern í lokaþrif og tæmingu .... það er þó eitthvað í serverherberginu sem Daði vill hirða. Hvenær eru flutningar fyrirhugaðir?“
Eins og áður er rakið er reikningur stefnanda á hendur stefndu vegna frágangs og þrifa í Bíldshöfða 18 í desember 2014, dagsettur 31. maí 2015. Hinn 23. júní 2015 sendir fyrirsvarsmaður stefndu tölvupóst til fyrirsvarsmanns stefnanda þar sem segir m.a.: „Við fengum reikning (nr. 502 á eindaga í gær) sem er fyrir hlut af þrifum á Bíldshöfðanum og sorpuferðir. Ég er alls ekki til í að greiða fyrir þrif á húsnæðinu en að sjálfsögðu tökum við þátt í sorpuferðum. Ég hafna því reikningnum og óska eftir nýjum þar sem einungis er tekið til okkar hluta í sorpuferðum. Eðilegast væri þó að þessi liður kæmi inn í splittin.“
Eins og rakið hefur verið er af hálfu stefnanda á því byggt að samkomulag hafi verið milli eigenda Outcome hugbúnaðar ehf. um að þeir skiptu kostnaði við tæmingu og þrif á húsnæði því sem félagið hafði á leigu að Bíldshöfða 18, í samræmi við eignahlut þeirra í félaginu, þegar félagið flytti starfsemi sína endanlega úr húsnæðinu í desember 2014. Styðja framangreindir tölvupóstar fyrirsvarsmanns stefndu þá staðhæfingu, þótt fyrirvari sé gerður í tölvupóstinum, 23. júní 2015, varðandi kostnað vegna þrifa. Sá fyrirvari kemur þó ekki fram fyrr en eftir að stefnda hafði verið sendur reikningur vegna meintrar hlutdeildar sinnar í kostnaðinum og þá bæði vegna flutnings og þrifa.
Því hefur ekki verið hrundið af stefndu að Outcome hugbúnaður ehf. hafi verið leigutaki að umræddu húsnæði í Bildshöfða 18 þar til endanlegur flutningur úr húsnæðinu átti sér stað. Með vísan til framanritaðs verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda umstefnda reikningsfjárhæð en af hálfu stefndu hefur fjárhæð reikningsins ekki verið mótmælt. Var það ítrekað að hálfu lögmanns stefndu við aðalmeðferð málsins. Eindagi reikningsins er 22. júní 2015. Þykir rétt að reikningsfjárhæðin beri dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ekki er ástæða til að kveða sérstaklega á um það í dómsorði, eins og stefnandi hefur krafist, að dráttarvextir skuli lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, þar sem slíkt er lögboðið samkæmt 12. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda málskostnað og telst hann hæfilega ákveðinn 200.000 krónur.
Böðvar S. Sigfríðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Stefnda, Hunang vefstofa ehf., greiði stefnanda, Outcome könnunum ehf., 104.821 krónu, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 22. júní 2015 til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda 200.000 krónur í málskostnað.
Birkir S. Húnbjörnsson |
Íbúar við eldfjallið Vesúvíus á Suður-Ítalíu hafa kært ítalska ríkið til mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að vanrækja að halda opnum flóttaleiðum frá fjallinu ef ske kynni að það færi að gjósa.
Íbúarnir segja að fjallið sé sem tifandi tímasprengja. Það geti byrjað að gjósa hvenær sem er og enginn sjái fyrir hversu stórt gosið verði. Þeir minna á gosið árið 79 eftir Krist sem gróf bæina Pompeii og Herculaneum á kaf í ösku og varð 20 þúsund manns að bana.
Alls búa og starfa um ein milljón manna í næsta nágrenni við Vesúvíus. Tólf þeirra hafa kært ítalska ríkið fyrir hönd alls hópsins til mannréttindadómstólsins í Strassborg fyrir að sinna því ekki að halda flóttaleiðum opnum ef gos brýst út. Þeir ákváðu að fara þessa leið eftir að japanskur vísindamaður, Nakata Setsuya að nafni, benti á að það væri ekki spurningin hvort heldur hvenær Vesúvíus gysi næst. Fjallið væri virkt og því mætti búast við gosi hvenær sem væri.
Í úttekt tímaritsins National Geografic árið 2007 kom fram að ef hættulegasta eldfjall í heimi færi að gjósa, eins og það var orðað, væri ómögulegt að flytja alla íbúana á brott. Vanrækt hefði verið að halda flóttaleiðum opnum. Bent er á að í sumum tilvikum hafi hús verið reist sem loka leiðum.
Vesúvíus hefur gosið 30 sinnum frá stórgosinu árið 79. Síðast gaus fjallið árið 1944. Þá létust 26. Í gosi árið 1631 dóu fjögur þúsund manns. |
Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs.
Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni.
Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu.
„Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni.
Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg.
Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
„Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“
Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið.
Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“ |
Landsþing LH 2018
Tvö ár eru síðan landsþing LH var síðast haldið í Stykkishólmi. Á því þingi var sitjandi stjórn öll endurkjörin sem gaf til kynna að hún hefði skilað góðu verki, væri samhent og ekki talin ástæða til breytinga. Ekki var síður ánægjulegt að mörg framboð bárust til setu í aðal- og varastjórn sem bar vitni um það, að félagar í LH létu sig málefni samtakanna skipti og voru tilbúnir að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum; niðurstaða kosninga til stjórnar endurspeglaði líðræðið án flokkadrátta. Undirritaður bauð sig fram til setu í aðalstjórn LH haustið 2016, náði ekki kjöri en tók sæti í varastjórn. Síðan þá hef ég haft tækifæri til fylgjast með störfum stjórnar LH og taka þátt eftir atvikum og get fullyrt að þeir sem þar standa í stafni vinna mikið verk af ósérhlífni og ekki sjálfgefið að fólk leggi slíkt á sig. Eitt er að afgreiða mál á fundi, annað fylgja því eftir og hrynda í framkvæmd; það er ekki á færi eins eða tveggja, þar þurfa fleiri að koma að verki og þannig hefur það verið.
Ég hef ekki skynjað málefnalega ágreining innan stjórnar LH, sem snertir hag samtakanna til lengri tíma. Auðvitað hefur verið tekist á um einstök mál, við það er ekkert óeðlilegt, en meirihluti atkvæða hefur ráðið niðurstöðu eins og vera ber. Ég veit að fundargerðir stjórnar frá þessum tveimur árum styðja þessi orð mín. Rekstur samtakanna er góður eins og reikningar bera vott um og engin stór ágreinings mál upp á borðinu frá mínum bæjardyrum séð. Það dregur að landsþing LH sem haldið verður á Akureyri 12 og 13 okt.
Nú kveður við annan tón en í Stykkishólmi fyrir tveimur árum. Ef marka má þau skrif sem birtst hafa, þá er allt upp í loft á stjórnarheimilinu og sitjandi formaður borin þungum sökum af varastjórnarmanni. Ég held að það sé erfitt að finna þessum ávirðingum stað í fundargerðum stjórnar og þetta er ekki mín upplifun af stjórnarháttum formanns. Það er ekki í þágu samtakanna að þyrlað sé upp moldviðri af þessu tagi og hvaða hvatir liggja til þess veit ég ekki og ætla ekki að reyna að geta mér til um það.
Ég veit hins vegar að á landsþinginu verða verk núverandi stjórnar lögð í dóm þingfulltrúa sem munu meta þau og vega og síðan verður gengið til lýðræðislegra kosninga um nýja stjórn fyrir LH
Ingimar Ingimarsson |
Í dag verður fyrsta skrefið stigið í áttina að samþættingu þjónustu Kauphallar Íslands og OMX-kauphallasamstæðunnar þegar viðskipti hefjast á First North hliðarmarkaðnum. Formlega tók OMX við rekstri Kauphallar Íslands í byrjun desember eftir að hafa keypt Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing, sem átti og rak Kauphöll Íslands. First North er ætlað að veita smáum fyrirtækjum í vexti greiðan aðgang að norrænum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Skilyrðin fyrir skráningu á markaðinn eru áþekk þeim sem voru á íslenska isec-markaðinn.
Sú breyting verður þó á að viðurkenndur ráðgjafi verður nú fyrirtækjunum innan handar við skráningu og varðandi viðvarandi upplýsingaskyldu. Viðskipti á isec-markaðnum, sem settur var á fót um mitt síðasta ár, voru því sem næst engin og á hann einungis skráð tvö félög, Hampiðjan og Grandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, gerir sér vonir um að íslensk fyrirtæki muni aftur á móti sjá og nýta sér þá möguleika sem felast í skráningu á First North. „Mikill fjöldi fyrirtækja hefur verið að skrá sig á First North-markaðinn á undanförnum mánuðum. Það kæmi mér mjög á óvart ef íslensk fyrirtæki sæju ekki kostina sem felast í skráningu."
Þrjú stór aðlögunarskref
Þórður segir að aðlögunarferli íslensku kauphallarinnar að OMX verði með þremur stórum skrefum og öðrum minni inn á milli. Á föstudaginn verður seinni hluta fyrsta skrefs fullnægt þegar Kauphöll Íslands tekur upp nýtt opinbert heiti, OMX Nordic Exchange á Íslandi. Um leið verður vefviðmóti kauphallarinnar breytt og hún fær nýja ásýnd með sameiginlegu lógói OMX. Næsti stóri áfangi verður 2. apríl þegar íslensk félög verða skráð á samnorrænan lista og tekin inn í vísitölu OMX. Á þeim verður jafnframt tekin upp sameiginleg vefsíða OMX. Þriðja stóra skrefið verður svo stofnun afleiðumarkaðar 7. maí. Þegar þessi þrjú skref hafa verið stigin er þess vænst að Kauphöllin verði orðin samstiga kauphöllunum þremur í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki.
Íslensk fyrirtæki raðast vel á listann
Þegar fyrstu fregnir bárust af áhuga OMX-kauphallanna á Kauphöll Íslands, var í fréttum haft eftir Þórði að hann teldi slíkar viðræður ekki tímabærar fyrir Íslendinga. Þórður segir tvennt hafa komið til á árinu sem breytti skoðun hans á því.
„Annars vegar hefur verið mikil samrunabylgja meðal kauphalla, til dæmis sameinuðust nýverið New York Stock Exchange og Euronext og allnokkrir smærri samrunar hafa einnig orðið í Evrópu. Í öðru lagi kom það í ljós við skoðun að fyrirtæki hér eru orðin það stór og öflug að flest þeirra raðast nokkuð vel á norræna listann sem settur var á fót í október. Við höfðum ákveðnar áhyggjur af þessu áður en reglur um þennan lista voru fullmótaðar, að litlu fyrirtækin hér á landi myndu eiga undir högg að sækja á þessum lista. Við nánari skoðun kom í ljós að okkar sess á listanum er mjög góður."
Þórður bætir við að þróunin hjá kauphöllinni hafi verið afar hröð á síðustu misserum, skráðu fyrirtækin séu orðin það stór og veltan svo mikil að tímabært hafi verið að leita eftir tengingu við stærri kauphöll, til þess að geta veitt markaðnum betri þjónustu. OMX-samstæðan sé vel til þess fallin en sameinuð telst hún millistór og flokkast með kauphöllunum á Ítalíu, Spáni og Sviss hvað stærð varðar. „Þetta er einfaldlega þáttur í alþjóðavæðingu markaðarins hér heima og nauðsynlegt skref til að styðja við útrás og eflingu fyrirtækjanna."
Tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki
Þórður er sannfærður um að með samrunanum myndist mikil sóknarfæri, bæði fyrir íslensk fyrirtæki og fjárfesta. „Íslensk fyrirtæki verða sýnilegri fyrir breiðari hóp fjárfesta sem ætti, ásamt víðtækari aðgangi að markaði, að skapa þeim mikil tækifæri."
Þegar íslenska kauphöllin verður orðin fullgildur meðlimur samstæðunnar verður aðgangur allra fjárfesta að félögum í OMX jafn, íslenskra sem erlendra. Upplýsingum um öll fyrirtækin verður dreift með sama hætti og hægt að nálgast þær á sameiginlegri heimasíðu.
Í þessu felst að íslenskir fjárfestar hafa greiðari aðgang að upplýsingum um fyrirtæki á öllum Norðurlöndunum. Jafnframt verður einfaldara að bera saman fyrirtæki og greinar þar sem öllum fyrirtækjum er raðað með sama hætti og eftir sama flokkunarkerfi. Það sama gildir um aðgang norrænna fjárfesta að íslenska markaðnum og raunar allra alþjóðlegra fjárfesta þar sem svo miklu fleiri fylgjast með norræna markaðnum heldur en þeim íslenska. „Við erum þegar farin að finna fyrir því að erlendir fjárfestar sýna íslenska markaðnum mun meiri áhuga.
Ég býst því við að allmargir nýir kauphallaraðilar bætist við á næstu misserum. Við erum þegar farin að vinna með nokkrum þeirra," segir Þórður og nefnir fjárfestingabankann JP Morgan, sem nýverið varð aðili að íslensku kauphöllinni, sem dæmi um aukinn áhuga á íslenska markaðnum.
Forstjórinn í framkvæmdastjórn
Vinna starfsfólks Kauphallar Íslands frá degi til dags kemur til með að breytast töluvert á næstu misserum með auknum samskiptum við samstarfsfólk sitt erlendis. Þórður sjálfur er ekki undanskilinn þessum breytingum en hann hefur tekið sæti í sjö manna framkvæmdastjórn OMX, sem hefur með hendi stefnumótun fyrir allar kauphallirnar innan samstæðunnar.
Auk þess mun hann bera tvo titla í stað eins og mun, auk forstjórastöðunnar, vera framkvæmdastjóri yfir íslenskum mörkuðum innan OMX. Því sviði tilheyra annars vegar kauphöllin sjálf og hins vegar Verðbréfaskráning Íslands. Þórður sér fram á spennandi og ögrandi tíma. „Íslenski markaðurinn hefur verið í gífurlegri sókn og veltan hefur átjánfaldast á síðustu fimm árum. Það er enn þá mikill hugur í íslenskum fyrirtækjum og við því að búast að þessi þróun haldi áfram. Það má því gera ráð fyrir spennandi ári." |
Korkur: hl
Titill: Promod Beta 1.04 komið út
Höf.: Myndarlegur
Dags.: 31. janúar 2010 18:21:30
Skoðað: 1517
http://cspromod.com/download
http://changelog.cspromod.com/
______________________________________________________
January 31st 2010 | BETA 1.04
Feature Additions
Custom User Interface Design
* Created custom-built modern-style HUD with traditional placement of all standard elements
* Created custom assets, including fonts, vector graphics and overlays
* Overhauled design of GUI, Main Menu and Options section to achieve a unified visual style
* Added CSPromod options tab to offer one-stop VGUI tweaking of all new features
* Added animated round timer for 30 seconds and below: timer flashes red with 1.6-style speed cycle
* Added teammates' money to the scoreboard
* Added teammates' health to the scoreboard
* Added color-coded player indicators on both sides of the round timer
* Added animated main menu background
Redesigned Radar
* Changed radar to 1.6-style circle with “out of range” indicators on the rim
* Radar shows teammates only, and dropped/planted bomb only to terrorists
* Added height indicators: teammates are shown above and below with arrow indicators
* Added the option for teammate names to be displayed on the radar
* Added the option for the map's overlay to be displayed on the radar
* Added the option for the radar to be transparent or opaque
Reconstructed Wall Impact Effect System
* Added classic 1.6-style wall impact effects: orange sparks, white puffs, and black flecks
* Added fleck scaling: black flecks scale properly according to distance (up to 5200 units)
* Added option for white, black, or white/black hybrid smoke puff
* Optimized wall impact effect system for maximum fps and computer performance
* NOTE: All aspects of the wall impact effect system can be turned on/off in the CSPromod options tab
Customized Weapon Viewmodels
* Added functionality for 1.6-style weapon origins: cl_classic_origins 0/1 and in CSPromod options tab
* Altered muzzle flash behavior to match 1.6 and Source-style weapon origins
* Added custom, high-resolution muzzle flashes with appropriate shape, size and positioning
* Added the option to disable the Source Engine's viewmodel turning lag
* Added the ejecting brass (shell casings) viewmodel effect for all weapons
1.6-Style Weapon Bob
* Added 1.6-style weapon bob
* Controlled by velocity ramp-down only, not by overall distance for walking/crouching
* 3% eye offset bob synchronized to match the weapon bob on the same scaling
1.6-Style Weapon/Bomb Throwing
* Added 1.6-style weapon/bomb throwing (looking down/up increases/decreases range)
* Tweaked gun pickup range and speed
* Adjusted angle orientation during weapon/bomb drop to match that of CS 1.6
* Added functionality which enables “cycle running” with multiple weapons
Revamped Grenades/Flashes/Smokes
* Completely reworked gravity, friction, bounce and stop time behavior to match 1.6
* Horizontal angle origin with CS 1.6 style animation and fixed single point origin size
* Hard-coded grenade pull-back time and lowered it to .5 secs to enable 1.6-style double flashes
* Adjusted HE grenade damage radius to match CS 1.6 values
* Adjusted HE grenade damage to penetrate walls and brushes
* Added smoke puff and two sets of sparks to flashbang explosion point
* Tweaked flashbang blindness effect to properly cover all HUD elements
* Adjusted smoke grenade effect to be unaffected by in-map lighting
* Fine-tuned smoke grenade effect to remain balanced both inside and outside of the cloud
* Adjusted smoke blindness effect to mimic CS 1.6
* Adjusted double smoke blindness to 98% when within both clouds
Modified Ducking System
* Adjusted player viewports to directly match player hitboxes and model in real time
* Adjusted ducking to include both downward and upward motions, removing the CS:S ducking exploit
* Removed functionality for triggering jump animation while ducked under objects
* Adjusted player models and hitboxes to remained ducked while on ladders (improvement on both CS 1.6 and CS:S)
* Adjusted crouching on ladders to no longer change a player's base origin position, ever
Redesigned Footstep Sound System
* Adjusted the values of footstep volume to match CS 1.6 within 5 units total distance and 1% gain
* Fixed bug causing additional footsteps to be possible after a player's death
* Corrected a footstep prediction error that would cause left/right to mismatch
Revamped Crosshair and Cooldown Behavior
* Added crosshair interpolation smoothing
* Completely rebuilt rifle cooldowns to mimic CS 1.6 behavior
* Adjusted cooldowns to work properly during reloads and silencer events
* Added cl_dynamiccrosshair to CSPromod options tab
* Adjusted dynamic crosshair behavior to mimic CS 1.6 behavior for rifles and pistols
* Adjusted crosshair “jump” behavior for single tapping and low shot counts
* Adjusted crosshair “jump” behavior for screen bouncing at max view kick per rifle
* Locked minimum size of crosshair to CS 1.6 “small”
* Adjusted cl_crosshair_size cvar to accept small, medium, or large
* NOTE: Numerical adjustment of cl_crosshair_size is still included for advanced players
Redesigned Viewpunches (Viewport Animation)
* Adjusted weapon fire to result in a more visceral, violent punch and a faster return to center
* Added falling viewpunch
* Changed fall punch to scale based on fall height
* Lowered the values for short distance falls
New Movement Features
* Added edge Friction velocity slowdown for edges with a fall of more then 64 units
* Added functionality for fast running
* Added functionality for wall running
* Added functionality for pre-strafe jumping
* Added functionality for double ducking
* Recoded jump delay to a 1315 millisecond timer, matching CS 1.6
* Added functionality for peaking corners while standing without making a footstep sound
* Added functionality player movement slowdowns upon being shot
* Tweaked falling velocites and fall damage to mimic CS 1.6
New Sound Enhancements
* Added radio communication system
* Added “bomb has been planted” sound upon bomb plant
* Added “bomb has been defused” sound upon bomb defuse
* Added “terrorists win” sound upon T round won
* Added “counter-terrorists win” sound upon CT round won
* Added empty chamber click sound to all weapons
* Added HL1 “beep” sound to +use command
* Added classic weapon switching sounds
Spectator Improvements
* Added weapon viewpunches to in-eye spectators
* Added buyzone icon for in-eye spectators
* Added defuse icon for in-eye spectators
* Added c4 icon for in-eye spectators
General Changes
* Added automatic weapon reload at round start
* Added functionality to allow spamming through world models
* Added option for 1.6-style AWP crosshair
* Added new bomb plant/defusal status bar with dynamic color and percentage changes
* Added functionality for CS-style death cam
* Added functionality for one-hit kills from behind when using the knife with +attack2
* Added numpad support to the buy menu
* Fixed knife hull traces for accurate hit detection and swipe patterns
* Added both Autobuy and Rebuy commands with full functionality
* Added correct 3rd-person bomb plant and jump animation
* Added cl_autoweaponswitch command
* Added cl_switchknifehand command
* Completed multiple hud_fastswitch options (0, 1, 2)
* Added optional Quake-style instant weapon switching (HLTV-style weapon switching)
* Completed multi-direction HUD damage indicator functionality
* Rebuilt and reformatted server logging system with console output formatting
* Added the ability to buy a defusekit with both slot 6 and 7 on the buymenu
* Added 1.6-style bomb beep cycle with global beep on the final cycle
* Added “attacked a teammate” notification upon friendly fire shots
* Added blood splatter for no-armor bullet hit confirmation on body shots
* Added spark sprites for with-armor bullet hit confirmation on body shots
* Added full ammo clip buy menu capability
* Added cheat cvar bot_mimic_yaw_offset for testing and practice
* Added cheat cvar “impulse 102” for testing and practice (full health and money only)
* Added cheat cvar “impulse 103” for testing and practice (full ammo only)
* Added missing 3rd-person player model animations
* Overhauled game netcode and locked interp commands
Mapping
General
* Added the custom “cspromod.fgd” for use in creating custom map types and weapons
* Added info_map_parameters and incorporated CS-style point_viewcontrol (map join camera pans)
csp_aim_arena
* Added csp_aim_arena to the official CSPromod map rotation
csp_dust2
* Fixed assorted graphical bugs
* Fixed assorted clipping issues
csp_inferno
* Completely overhauled map design to match theme of CS:S de_inferno
csp_nuke
* Significantly upgraded visual theme
* Created and added various custom models, including pipes, missiles, ledges, supports, doors, and railings
* Created and added assorted custom textures
* Made assorted tweaks and minor changes
* Removed water from background elements in order to maximize performance
* Inserted CS:S de_nuke inspired background elements
csp_train
* Upgraded theme and added CS:S de_train inspired graphical elements
* Created custom train axel models to match 1.6 train size
* Made assorted tweaks and fixes to ensure that all 1.6 spam spots work properly
csp_season
* Added CSP_season to the official CSPromod map rotation
Bug Fixes
* Fixed the “Disappearing AWP” Bug
* Fixed bug causing players to crash upon multiple simultaneous player team changes
* Fixed bug causing players to view black screen upon fall deaths
* Fixed bug causing guns to reload prematurely
* Fixed bug causing players to stick to walls while running/walking along them
* Fixed bug causing bomb to not be defusable if a player is killed while defusing
* Fixed bug causing players to become stuck while defusing the bomb
* Fixed bug causing buy equipment menu to only display part of the time
* Fixed bug causing Famas to not display in CT buy menu
* Fixed bug causing bomb defuse progress meter to disappear
* Fixed bug causing bomb to not be defusable with a player standing on it
* Fixed bug causing grenades to become “buried” in walls while thrown from close proximity
* Fixed bug causing bomb to be planted instantaneously upon a player leaving from/returning to the plant area
* Fixed bug allowing players to change names while dead
* Fixed various bugs associated with +use
* Fixed bug causing 2nd flashbang bought to be free of charge
* Fixed bug causing fire mode to be reset upon weapon switch
* Fixed bug causing name overlays to be visible while flashed
* Fixed bug causing name overlays to be visible through smoke
* Fixed bug causing bomb to disappear from environment upon bomb carrier switching teams
* Fixed bug causing radar dots to default to the map's origin
* Fixed bug causing radar dots for dead teammates to not disappear
* Fixed bug allowing players to buy a gun they had already purchased
* Fixed bug causing players to fall through the map upon server connect
* Fixed Bug causing 4 damage indicators to appear at once
* Fixed silencer bugs on M4A1 and USP
* Fixed Glock rapid-fire animation/sound bug
* Fixed bug causing server crash upon invalid player model value
* Fixed bug causing server crash upon invalid model physics
* Fixed bug causing AWP gun barrel to show while zoomed
* Fixed bug causing AWP muzzle flash to appear while zoomed
* Fixed bug causing an inventoried gun with no ammo to be inaccessible
* Fixed bug causing bomb to disappear upon elimination of all CTs
* Fixed bug causing improper muzzle flash behavior across all guns
* Fixed bug causing radar to still be visible while flashed
* Fixed bug causing buy zones to be randomly inaccessible
* Fixed bugs related to reserve ammo in dropped weapons
* Fixed bug causing radar dots to sometimes disappear
* Fixed bug causing roundtime to not be updated while spectating
* Fixed bug causing team scores to not be updated while spectating
* Fixed bug causing the bomb to clip through player models while spectating
* Fixed bug causing defusal kits to clip through player models while spectating
* Fixed bug causing spectator viewpoints to clip through the map with players under objects
* Fixed bug causing viewheight to remain locked at crouch level permanently while spectating
* Fixed bug causing spectator mode to not work if joined directly from connecting to a server
* Fixed the targetID “name around corner” which wrongly allowed detection of hidden players
* Fixed water movement sounds to only play when running
* Solved m4a1 spectator muzzle flash alignment issue
* Solved double muzzle flash rendering for spectators on all weapons
* Fixed scoreboard spectator ping
* Fixed bug causing server crash upon weapon being dropped while shooting
* Fixed bug causing player crash while shooting dropped weapons
* Fixed alignment formatting for both buymenu and radio menu (both now scale to 1080p)
* Fixed bug causing improper cancellation of mid-reload sound sequence when dropping weapons
* Adjusted buy menu to reset on exiting the buyzone or switching teams
* Fixed bug allowing players to boost to the skybox using a thrown grenade
* Fixed bug allowing one player to boost to the skybox with the help of another player
* Fixed bug allowing players to boost to the skybox using a ladder brushtop
* Fixed bug allowing a CT to finish defusing while dead
* Fixed bug allowing silent defusing
* Solved the slow door 100-tic bug
* Fixed bug causing free-look to carry into spec mode with no player target
* Fixed bug causing crouch view to carry on into specmode
* Fixed bug causing canceled gunfire
* Fixed bug allowing walk and crouch to add up speed penalties when pushing both buttons
* Fixed bug causing blood decals to draw on teammates with mp_friendlyfire 0
* Fixed HUD reset bugs (red health and money carry-over)
* Fixed bug causing the kevlar hit sound to be prematurely “clipped”
* Fixed bomb attachment bugs (“floating bomb attachments”)
* Fixed bugs related to weapon toss origin and tossing weapons through walls
* Fixed all radar bomb icon issues
* Fixed bug allowing grenades to be thrown through walls
* Fixed bug causing step sound while leaving the bottom of a ladder while crouching
* Fixed weapon shadows (off when deployed)
* Fixed bug causing bomb to collide with players
* Fixed silent ladder exploit (running straight up a ladder).
* Fixed bug allowing slanted ladders to trap players in a crouch
* Fixed bug causing smoke to carry over into the next round
* Fixed bug causing AWP quick scoping decal misplacement
* Tweaked AWP movement speeds to match CS 1.6 exactly
* Fixed bug causing flashbangs to not blind spectators
Tweaks/Minor Changes
* Setting sv_cheats to 0 now takes all players out of noclip mode
* Set DX8+ as required and marked certain ConVars and ConCommands as cheats
* Tweaked player movement air control
* Tweaked scoped movement speeds
* Tweaked bomb damage
* Tweaked bomb blast radius
* Tweaked weapon rates of fire to match CS 1.6 values
* Tweaked weapon switching speed to match CS 1.6 values
* AWP's deploy speed is now higher than the rest of the weapons
* Tweaked enemy/teammate mouse-over text display duration
* Added maplist.txt to stop console nagging
* Tweaked autoexec.cfg to stop additional engine nags
* Bomb explosion screen shake and sound effect range is now 4000 units
* Tweaked headshot dink sparks to be more visible and always point upward
* cl_predict and cl_predictweapons are now marked as cheats
* Doubled Glock muzzle flash size
* Moved m4 unsilenced muzzle flash
* HUD Pickup history clamped to 10 items
* Defaulted console to enabled
* Added listenserver.cfg and settings.scr
* Defaulted teammate names on radar to off
* Added round_end event
* Solo roundplay with respawns
* Spectators are now gray in chat
February 9th 2008 | BETA 1.03
General Changes
* Added blood splotches on body hits without armor
* Added mini-sparks on body hits with armor
* Added name highlighting on scoreboard
* Added player hit slow-down
* Added roundtime display in spectator mode
* Added score display in spectator mode
Mapping
csp_dust2
* Fixed “falling through the map” bug
Bug Fixes
* Fixed glock animation rapid-fire bug
* Fixed gun model disappearance bug
* Fixed HUD_fastswitch 1, and assigned “natural fastswitch” to HUD_fastswitch 2
* Fixed radar dot disappearance bug
* Fixed USP/M4 silencer bug
* Holding walk in mid-air no longer has an effect on player movement speed
Tweaks/Minor Changes
* Decreased famas burst rate of fire
* Increased visual effect of no armor headshots
* Tweaked grenade behavior; added custom gravity system specifically for grenades
January 3rd 2008 | BETA 1.02
General Changes
* Added 3D headshot “gooshes”
* Added auto-assign option to team selection menu
* Added bomb indicator on scoreboard (T's only)
* Added buy equipment menu
* Added death notification graphic for HE grenade
* Added grenade bounce sounds
* Added fall damage sounds
* Added first-person damage indicators
Bug Fixes
* Death notifications are no longer offset to the right on player team switches and suicides
* Death notifications no longer occur on player disconnects
* Fixed AWP zoom animation bug
* Fixed AWP muzzle flash animation bug
* Fixed muzzle flash animation bug on reload for all guns
* Fixed wall-spawn/crash bug
* Priming a grenade at the end of a round no longer allows it to be thrown in freezetime of the next round
* Shooting while defusing is no longer possible
Tweaks/Minor Changes
* Grenade arc, velocity, and bounce tweaked
* Increased brightness of blood color
* Mp_restartgame now occurs immediately
* Maps now have 20 spawn points per side
* Name changes while dead are no longer possible
* Time after round end extended to 5 seconds
* Rifle burst/“single-tap” spread/kick tweaked
* Switching to the knife after firing any weapon no longer causes an immediate “stopsound” effect
* Scoped movement speed tweaked
October 21st 2007 | BETA 1.01
General Changes
* Added 1.6-style green overlay to radars
* Added 5 second buffer for ready/unready commands
* Added mp_public cvar (removes warmup mode entirely when set to 1) for public server play
* Added more quick buy & quick select binds to the GUI
Mapping
csp_dust2
* Increased difficulty of window jump
csp_inferno
* Fixed T spawn glitch
csp_nuke
* Increased difficulty of high rafter jump
Bug Fixes
* Client side crashing (spawning in walls/floors) reduced
* Crouch slide removed
* Crouch hitboxes fixed
* Crouch jumping now occurs more smoothly
* Crouch viewheight fixed
* Crouching while moving on ladders is now entirely silent
* Joining a team mid-round no longer gives you 0$
* Players can no longer switch teams an infinite number of times per round
* Players no longer spawn when joining a team mid-round
* Respawn_entities no longer crashes servers
Tweaks/Minor Changes
* Changed buy menus to 1.6-style
* Changed scoreboard team order (T's first, CT's second)
* Correct netcode commands are now defaulted in autoexec.cfg
* Netcode commands expanded
* Ready/unready commands no longer have any effect after the game is live
---
Svör
---
Höf.: der
Dags.: 31. janúar 2010 18:38:32
Atkvæði: 0
eg skil ekki þetta með endalausar nyjar utgafur my bet er að þetta replace-i ekki 1.6 og nu verða bara 3 cs leikir sem folk spilar eða 1 cs leikjana nuna tynist þa helst source þvi þetta er meira likt source enn 1.6
---
Höf.: lulli240
Dags.: 31. janúar 2010 19:07:01
Atkvæði: 0
Bjartsýnn, 1,6 er eldri en source og enþá er 1,6 með stærri hóp spilara en source. Þannig ef þetta replacear eithvern leik þá vona innilega að hann replacei source !
---
Höf.: der
Dags.: 31. janúar 2010 20:52:19
Atkvæði: 0
enda ef þu lest aftur yfir þetta serðu að eg sagði að mer fyndist liklegra að source myndi hverfa en 1.6
---
Höf.: lulli240
Dags.: 31. janúar 2010 23:42:14
Atkvæði: 0
hehe já, þegar ég les yfir þetta í róleg heitunum þá sé ég það. Afsakið ofsaæðið í mér :)
---
|
Gróf sviðsmynd sem var tekin saman fyrir nokkru síðan sýnir að niðursveiflan í efnahagslífinu vegna COVID-19 gæti orðið svipað mikil og hún var eftir bankahrunið, með 6 til 7 prósent samdrátt í landsframleiðslu og hundrað milljarða rekstrarhalla á ríkissjóði.
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sameiginlegum morgunþætti Rásar 1 og Rásar 2. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðarpakka um helgina til að sporna gegn efnahagslægðinni sem er í vændum.
„Ég hef séð sviðsmyndir þar sem við getum slegið út í meðalatvinnuleysi upp á átta prósent. En aðgerðarpakkanum er ætlað að draga úr því. Við höfum ekki mátað sviðsmyndir við aðgerðarpakkann. Við erum í dálítið mikilli þoku í augnablikinu og bíðum eftir að sjá til dæmis allt sem varðar samskipti við skattinn, sem innheimtir opinber gjöld. Hvernig menn bregðast við því útspili sem við vorum með núna. Það er ekki gott heldur að segja hvenær við finnum botninn. Ég held að það sé lang best að vera hreinskilinn með það að við erum á leiðinni inn í krísuna. Þetta er rétt að byrja,“ sagði Bjarni.
„Áhrifin af því að það koma ekki ferðamenn smitast víða um samfélagið og birtast ekki síður í apríl og maí og áfram inn í sumarið. Það er langur tími þangað til við finnum botninn,“ sagði Bjarni.
Hafa skyldur til að tryggja samgöngur til landsins
Bjarni var spurður að því hvort ríkið þyrfti að aðstoða Icelandair í þeim hremmingum sem ganga yfir. Hann sagði að ef það yrð röskun í alþjóðaflugi til og frá Íslandi og samgöngum og vöruflutningum yrði ógnað þá hefði ríkið skyldur til að stíga inn í þá mynd.
Enn sem komið er er fyrirtækið að vinna með sínar eigin áætlanir og byggja á sinni sterku lausafjárstöðu, en ég hef heyrt það frá stjórnendum félagsins að þeir þurfa að vera í stöðugu endurmati á sinni stöðu vegna þess að það eru að birtast aðgerðir einstakra þjóðríkja. Bandaríkin eru að grípa til ráðstafana sem ekki var hægt að sjá fyrir fyrir þremur vikum síðan, Það sama hefur verið að gerast í Evrópu. Nú síðast á Schengen-svæðinu. Þannig að það er hægt að segja að þetta sé gott dæmi um fyrirtæki sem þarf að endurmeta stöðuna oft á dag,“ sagði Bjarni og ítrekaði að það yrði staðinn vörður um samgöngukerfið til Íslands. „Ég er sammála því að þetta er eitt mikilvægasta ef ekki mikilvægasta fyrirtækið sem starfar á Íslandi í dag,“ sagði Bjarni.
Fréttin hefur verið uppfærð. |
Starfsmenn sorphrðu Reykjavíkur urðu frá að hverfa í Breiðholti og Vesturbæ í morgun vegna ófærðar. Er fólk beðið um að auðvelda aðgengi með því að moka vel frá sorpílátum og sorpgeymslum.
Starfsmenn sorphirðu Reykjavíkur mættu til vinnu í morgun klukkan 7 til að hirða sorp í Vesturbæ og Breiðholti. Eftir klukktuíma vinnu var ljóst að nánast útilokað væri að halda hirðu áfram. Skilja þurfti eftir meiri hluta ílátanna þar sem starfsmenn komust ekki að þeim.
„Sorphirða mun hefjast aftur kl. 7 í fyrramálið og er að von okkar að búið verði að moka frá ílátum og sorpgeymslum og aðkomuleiðir að þeim svo að hirða geti farið fram. Einnig þarf að athuga hvort hurðir og lásar á sorpgeymslum séu nokkuð frosnir og hindri þannig starfsfólkið að komast að tunnunum,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
„Starfsfólk Reykjavíkurborgar gerir sér fulla grein fyrir því að ástandið er erfitt á meðan færð er slæm og verið er að moka götur. Öll möguleg tæki eru nú úti að vinna við mokstur. Íbúar eru beðnir um að sýna þolinmæði og aðstoða starfsfólk borgarinnar eftir fremsta megni við að komast í gegnum þennan snjóakafla.“
Helstu ástæður fyrir því að ekki er hægt að losa tunnur:
- Ekki búið að moka frá tunnum svo ekki er hægt að ná í þær.
- Frosnar hurðar og ekki hægt að opna þær.
- Frosnir lásar að sorpgeymslum, –gerðum og –skápum svo ekki er hægt að komast að tunnum.
- Bílar fyrir sem hefta aðgengi starfsfólks og hirðubíls. |
X var sakfelldur fyrir brot gegn 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúmlega 24.000 ljósmyndir og 750 hreyfimyndir, sem sýndu börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfenginn hátt og voru margar myndanna mjög grófar. Taldist brot hans því stórfellt. Var X gert að sæta fangelsi í tólf mánuði, en fullnustu níu mánaða af refsingunni var frestað skilorðsbundið.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Steindór Oddþórsson, Jóhannes Nehemíeson og Svali Mikilsdóttir.
Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 8. febrúar 2008 af hálfu ákæruvalds sem krefst þyngingar á refsingu.
Ákærði krefst aðallega að refsing verði milduð en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur.
Ákærði hefur skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum voru gefin að sök í ákæru. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Þá hefur hann leitað aðstoðar sálfræðings vegna klámfíknar sinnar og kemur fram í vottorði sáfræðingsins að ákærði hafi vilja til að takast á við vanda sinn. Við ákvörðun refsingar verður ákærða á hinn bóginn virt til refsiþyngingar að hann hafði mjög mikið magn af barnaklámi í vörslum sínum og að hluti þess er af allra grófasta tagi og varðar mjög ung börn. Telst brot hans stórfellt í skilningi 4. mgr. 210 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 74/2006. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Þegar virt er eðli brotsins og alvarleiki þess verða ekki talin efni til að skilorðbinda refsinguna nema að hluta. Verður fullnustu níu mánaða af refsingunni frestað og falli sá hluti refsingarinnar niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.
Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað verða staðfest.
Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði.
Ákærði, Rögnvaldur Jónas Klemusson, sæti fangelsi í 12 mánuði, en fresta skal fullnustu níu mánaða af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu þessa dóms, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað skulu vera óröskuð.
Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 244.639 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Mikaels Arnbjörnssonar hæstaréttarlögmanns, 224.100 krónur. |
Einungis um fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja á Íslandi eru konur. Yfir heildina stóð hlutfall kvenna í stjórnum í stað en konum í stjórn stærri fyrirtækja fækkaði milli ára.
Konum sem sitja í stjórnum fyrirtækja hefur ekki fjölgað milli ára. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem eru skráð í hlutafélagaskrá, var á bilinu 21,3% til 22,3% á árunum 1999 til 2006, fór svo hækkandi upp í 25,9% árið 2015 en stendur nú í stað. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Konum sem eru stjórnarmenn í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri fækkaði á milli ára. Árið 2016 voru konur 32,3% stjórnarmanna stærri fyrirtækja en voru 32,7% árið 2015. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkaði lítillega frá fyrra ári, úr 21,9% í 22,1%. Samkvæmt lögum um hlutafélög skal tryggt að hlutfall hvors kyns í stjórn sé ekki lægra en 40%. Þá skal gætt að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra fyrirtækja. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir þetta vonbrigði.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu: Þessi lög sem tóku gildi 2013 þau eiga náttúrulega við stærri fyrirtæki, þau eiga ekki við öll fyrirtæki í landinu en það breytir því ekki að við, þessu viljum við breyta og við ætlum að fara þessa vegferð alla leið þannig að í framtíðinni verði öll fyrirtæki sem eru af einhverjum burðum, með marga starfsmenn í vinnu og góða veltu að þessi fyrirtæki hafi þennan fjölbreytileika í stjórn fyrirtækisins. Það er endamarkmiðið. Það eru mikil vonbrigði að þetta gangi ekki hraðar en það eflir okkur líka bara í því að við þurfum að kalla í frekari aðgerðir til þess að minna á þetta og halda þessu mottói gangandi.
Hún segir þetta sé merki um menningarlega blindu.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir: Við virðumst einhvern veginn ekki sjá þegar það vantar inn í fjölbreytileikann. |
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin geti lagt sitt af mörkum til að samkomulag náist á vinnumarkaði, t.d. í gegnum tolla, skatta og jafnvel breytingar á persónuafslætti. Ekki sé hinsvegar vilji til að leggja eitthvað fram sem brenni upp á verðbólgubáli. Hann segist telja rétt að gera fólki kleift að ná sömu tekjum með minni vinnu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ástæðan fyrir óróa á vinnumarkaði sé sú að það sé eitthvað til skiptanna í fyrsta skipti í langan tíma.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra: Stjórnvöld geta auðvitað komið að þessum málum og reynt að liðka fyrir samningum t.a.m. með breytingum á gjöldum, tollum, sköttum og slíku. Menn geta skoðað ýmislegt, persónuafslátt og fjölmargt fleira. En aðalatriðið er það að við höfum viljað sjá að það næðist niðurstaða sem að leyfði það að kaupmáttur héldi áfram að aukast, þ.e.a.s. að stöðugleikinn yrði varinn vegna þess að menn vilja ekki kasta hlutum á verðbólgubálið, ekki fara í það að leggja eitthvað fram sem að ekkert verður úr.
Og ekki er annað að heyra en að forsætisráðherra vilji beyta sér fyrir styttingu vinnuvikunnar.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: En samninganefnd ríkisins hefur ekki haft umboð til að bjóða háskólamönnum meira en 3,5% og þeir telja það jafngilda engu. Verðiði ekki að veita eitthvað rýmra umboð ef að þið ætlið að leysa þessa deilu?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Ja, það fer nú ekki vel á því að stjórnmálamenn fari að blanda sér beint í viðræður um kjör. Þess vegna erum við með samninganefnd ríkisins, til að hafa þennan aðskilnað ef svo má segja, eða armslengd milli stjórnmálanna og svo þeirra sem eru að semja fyrir hönd ríkissjóðs. En ég tel að það sé hægt að skapa flöt til að ná saman og eitt af því sem að ég teldi skynsamlegt að líta til eru grunnlaunin, að hækka hlutdeild grunnlauna í tekjum fólks, gera fólki kleift að ná sömu eða hærri tekjum með minni vinnu því að það er auðvitað orðið mjög óeðlilegt fyrirkomulag þegar að jafnvel í mjög mörgum tilvikum meirihluti tekna fólks eru einhverjar aukagreiðslur og oft aukagreiðslur sem að þarf þá verulega aukna vinnu auðvitað til þess að ná að fullu. |
Það hefur lengi verið baráttumál sérfræðinga á sviði svefnrannsókna hérlendis að klukkunni verði breytt í samræmi við gang sólarinnar. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, á sæti í starfshópi sem heilbrigðisráðherra skipaði til að kanna ávinning af því fyrir lýðheilsu að leiðrétta klukkuna. Erla sagðist á Morgunvaktinni á Rás 1 bjartsýn á að farið yrði að ráðleggingum sérfræðinga.
„Við trúum því að það að vera svona á skjön við okkar líkamsklukku hafi ekki góð áhrif á okkur og það skapist ákveðin togstreita, sem búum stöðugt við, og hefur kannski mest áhrif á okkur á þessum tíma þegar við fáum enga morgunbirtu. Hún er mikilvægt merki fyrir líkamsklukkuna að stilla sig eftir, hefur áhrif á hormón í líkamanum sem heitir melatónín, sem er svefnhormón. Þegar birta berst til augnanna á morgnanna þá temprast þetta hormón. Það hjálpar okkur að vakna og eykur árvekni okkar og orku. En á morgnum eins og þessum er engin birta og þá er fólk orkulaust og þreytt fram eftir morgni,“ sagði Erla Björnsdóttir á Morgunvaktinni upp úr hálfátta þegar hún skýrði tengsl sólarljóss og líkamsklukkunnar í fáum orðum.
Erla er sálfræðingur og með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Í starfi sínu sinnir hún fólki sem á erfitt með svefn og beitir huglægri atferlismeðferð, sem hún segir að þyrfti að vera miklu aðgengilegri í heilbrigðiskerfinu og myndi draga úr svefnlyfjanotkun. Það eru ekki síst unglingarnir sem fara illa út úr því að klukkan er ekki rétt á Íslandi miðað við sólargang og telja margir að það skýri að hluta mikið brottfall úr framhaldsskólum. Erla segir að dægursveifla ungs fólks sé önnur en þeirra fullorðnu. Hún leggur til að auk þess að leiðrétta klukkuna hefjist skóladagur unglinganna seinna en nú til að auðvelda þeim skólagönguna.
Það var ákveðið 1968 að festa Ísland á sumartíma og menn veltu ekki mikið fyrir sér afleiðingum á líkamsklukkuna. Það voru hagrænar ástæður, hagsmunir viðskipta- og atvinnulífs, sem réðu. Nú sýna rannsóknir eindregið að líkamsklukkan lagar sig að sólargangi. Það er dægursveifla í öllum frumum líkamans. Vísindamenn sem rannsökuðu líkamsklukku mannsins unnu til Nóbelsverðlauna á þessu ári.
„Við sem vinnum að rannsóknum á þessu sviði erum eingöngu að hugsa um lýðheilsuna,“ segir Erla og bendir á að þau sérfræðingarnir vilji að klukkunni sé breytt í eitt skipti fyrir öll, ekki sé hringlað með sumar- og vetrartíma. „Með þessari leiðréttingu um klukkustund erum við að fá morgunbirtu um sex vikum lengur í skammdeginu.“ Erla orðar rökin fyrir þessari tillögu einfaldlega þannig:
„Að vera í réttum takti.“
Starfshópurinn sem fjallar um ávinninginn af því að breyta klukkunni kemur saman í dag. Nýr heilbrigðisráðherra fær síðan tillögur hópsins. Erla segist mjög bjartsýn á að hlustað verði á ráðleggingar sérfræðinganna. Rökin séu sterk. „Ég trúi því að ég muni sjá þetta gerast – að klukkunni verði breytt.“ |
Litháískur karlmaður, sem var í farbanni vegna dóms í fíkniefnamáli, er flúinn úr landi. Óskað hefur verið eftir því að gefin verði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum.
Maðurinn var ásamt tveimur samlöndum sínum handtekinn þann 27. október við framleiðslu kókaíns í sumarbústað í Ölfusborgum. Dómur gekk í málinu í lok desember og voru þremenningarnir allir sakfelldir. Einn mannanna sem játaði að eiga efnin fékk 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm en hinir tveir 10. Þessum dómum var áfrýjað og farbann yfir mönnunum tveimur sem neituðu sök framlengt til 23. mars eða þar til dómur gengur í Hæstarétti. Þeim var gert að mæta reglulega á lögreglustöð og staðfesta veru sína á landinu. Annar þeirra, sem er búsettur hér á landi, hefur gert það en hinn mætti ekki þann 15. janúar eins og honum var ætlað. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hann fór með flugi frá Íslandi til Parísar þann dag og þaðan áfram til Riga. Allt bendir til þess að maðurinn hafi notið aðstoðar erlendis frá við að komast af landi brott en hann pantaði hvorki né greiddi flugið sjálfur. Þess hefur verið óskað að gefin verði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum en ólíklegt þykir að hann fáist framseldur frá heimalandi sínu sé hann þar. Þetta er í annað sinn sem maður í farbanni á vegum lögreglunnar á Selfossi fer úr landi en á það hefur verið bent að farbann sé á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hefur verið að liggja. |
Sparisjóðurinn í Keflavík færði niður útlán fyrir rúma 18 milljarða króna og afskrifaði sjö milljarða síðustu tvö árin fyrir fall hans. Starfsmönnum, stjórnendum og félögum þeim tengdum voru lánaðar háar fjárhæðir án trygginga og viðskiptalegra forsendna.
Þetta má lesa í 500 blaðsíðna skýrslu PricewaterhouseCoopers um starfshætti sparisjóðsins, sem unnin var að beiðni Fjármálaeftirlitsins, en skýrslunni hefur verið haldið frá stofnfjáreigendum og kröfuhöfum sjóðsins. Skýrslan fjallar um síðustu tvö ár sjóðsins, eða þar til Fjármálaeftirlitið tók hann yfir í apríl 2010. Um fimm mánuði tók að vinna skýrsluna, en henni var skilað til FME í fyrravor. Samkvæmt skýrslunni stóð ekki steinn yfir steini í starfsemi sjóðsins. Þáverandi sparisjóðsstjóri, Geirmundur Kristinsson, var því sem næst einráður og virðist stjórn sjóðsins og lánanefnd hafa verið nánast upp á punt. Geirmundur hafði heimild til að veita lán sem voru allt að 15% af eiginfjárgrunni sjóðsins, og dæmi eru um að hann hafi samþykkt lánveitingar sem hafði verið hafnað af lánanefnd. Engar takmarkanir voru í útlánareglum um lánveitingar til aðila með neikvætt eigið fé eða til þeirra sem höfðu fengið lán afskrifuð. Engin ákvæði voru um að lán til venslaðra aðila skyldu samþykkt í stjórn, og stórar áhættuskuldbindingar voru vanmetnar þar sem tengdir aðilar voru ekki skilgreindir sem slíkir. Geirmundur samþykkti skilmálabreytingar á lánum sem hann hafði ekki heimild til, til að mynda á lánum til félaga sem tengdust stjórnarmönnum sjóðsins. Engar reglur voru til um mat á útlánum og afskriftum, ákvæði um veðköll voru hvorki í skuldabréfum né lánasamningum og viðskiptalegar forsendur fyrir lánveitingum oft ekki til staðar, tryggingar of lágar eða jafnvel engar. Starfsmönnum voru oft og tíðum lánaðar háar fjárhæðir án samþykkis sparisjóðsstjórans, eins og reglur kváðu á um. Lánveitingarnar fóru sjaldnast fyrir lánanefnd, voru án trygginga og óvíst hvernig þau ættu að fást endurgreidd. Til dæmis fékk þjónustufulltrúi sjóðsins úti á landi ríflega 200 milljóna króna lán sem hefur verið afskrifað. 15 mánaða vanskil starfsmanna voru látin óátalin. Einn stjórnarmaður og fyrirtæki hans fengu ríflega 800 milljóna króna lán, en háar lánveitingar til stjórnarmanna og fyrirtækja þeirra voru oft og tíðum hvorki ræddar í lánanefnd né stjórn sjóðsins. Í skýrslunni er fullyrt að Geirmundur hafi brotið reglur sjóðsins og setið í stjórnum þriggja félaga sem ekki voru í eigu sjóðsins. Tvö þeirra fengu lánafyrirgreiðslur sem ekki samræmast lögum sjóðsins, annað upp á tæpar 200 milljónir króna, sem hefur verið fært niður. Þá fengu börn hans tugi milljóna króna að láni, sum án trygginga. Þau voru ekki tekin fyrir í stjórn sjóðsins, en stór hluti þessara lána hefur verið afskrifaður. Samkvæmt skýrslu PWC afskrifaði Sparisjóðurinn í Keflavík ríflega sjö milljarða króna síðustu tvö árin fyrir fall hans og færði niður útlán fyrir ríflega 18 milljarða króna. Eigið fé sjóðsins lækkaði um 50 milljarða síðustu fjögur árin, og lýstar kröfur í þrotabúið hljóða upp á 36 milljarða króna. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna samruna SpKef, sem reistur var á rústum sjóðsins, við Landsbankann nemur um 25 milljörðum króna. Fréttastofa náði ekki tali af Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, í dag.
Og þess má geta að á Alþingi í fyrramálið verður sérstök umræða um uppgjör Spkef við Landsbankann og hefst hún klukkan 11. |
Ekki verður hægt að veita námslán fyrir fullri framfærslu í haust þar sem frumvarp um námsstyrki var tekið af dagskrá Alþingis fyrir þinghlé. Menntamálaráðherra segir þetta óskiljanlegt en vonast eftir að málið verði afgreitt í ágúst.
Landssamtök íslenskra stúdenta boðuðu í dag til opins fundar um frumvarp menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Meðal breytinga sem kveðið er á um í frumvarpinu er að nemendur fái 65 þúsund króna styrk á mánuði sem ekki þarf að greiða til baka og lánað verður fyrir fullu framfærsluviðmiði Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hins vegar koma til breytingar á vaxtakjörum og endurgreiðsluferli lána en þessir þættir hafa verið gagnrýndir og því haldið fram að frumvarpið ógni jafnrétti til náms.
Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar: Og hverjum hefði dottið í hug fyrir 50 árum síðan að námslánakerfið sem Gylfi Þ. var þá að koma á, að það yrði lagt til í að breyta því á þann veg að best stæðu nemendurnir fengju styrk en þeir lakast settu myndu borga fyrir styrkinn þeirra?
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra: Þetta er náttúrulega rangt og útúrsnúningur. Við vitum það að í núverandi kerfi er það svo að þeir sem að taka 20% hæstu lánin, þeir sem eru að fara í dýrasta og lengsta námið, þeir taka til sín núna 75% af þeim styrk sem er til staðar í kerfinu og er inni í lánunum.
Samkvæmt frumvarpinu verður þessum styrkjum dreift jafnar. Illugi segir að stærsti hluti nemenda komi betur út úr þessum breytingum.
Illugi Gunnarsson: Það kemur mér því á óvart að heyra jafnaðarmenn finna allt til foráttu því kerfi sem að menn þekkja á Norðurlöndunum.
Illugi segir óskiljanlegt að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi stöðvað frumvarpið á Alþingi og að nægur tími hafi verið til stefnu. Því verður ekki hægt að taka málið fyrir fyrr en í ágúst þegar þing kemur saman aftur en hann vonast til þess að málið verði afgreitt þá.
Illugi Gunnarsson: En hvað er í hættu? Ja, það er meðal annars það í hættu að við getum ekki þá klárað það að lána fyrir fullri framfærslu og af því að það hefur verið talað um hvort að þetta snúi eða hvort þetta auki jafnrétti til náms, þá ætla ég að leyfa mér að segja það að það skipti gríðarlega miklu máli hvað varðar jafnrétti til náms að stúdentar hafi aðgang að nægu fjármagni til þess að standa fyrir sinni framfærslu. |
„Maður náði loksins góðum myndum af þessu,“ segir Lýður Skúlason, Íslendingur, sem starfar í Keníu ásamt níu öðrum Íslendingum. Þegar hópurinn var á leiðinni til vinnu í vikunni keyrðu þeir fram á mótmæli sem höfðu brotist út. Lýður og hans hópur er staðsettur rétt norðan við Næróbí.
„Eitt af fyrirtækjunum hér á svæðinu er að borga starfsfólki sínu mjög lá laun sem varð til þess að starfsmennirnir fóru og mótmæltu. Svona gerist oft í kringum okkur. Mótmælendurnir mæta sjálfir með boga, örvar, spjót og steina. Síðan kemur lögreglan og reynir að ná töku á aðstæðunum með því að skjóta úr byssum.“
Lýður segir að lögreglan skjóti oftast aðeins upp í loftið.
„Stundum er samt fólk hreinlega skotið hér. Ég sá einu sinni mann skotinn út á götu, en það gerðist annarstaðar hérna í landinu. Það var þjófur og þótti ekkert tiltöku mál. Sá sem var með mér í bíl keyrði alveg upp að líkinu og spurði hvað hefði gerst. Þá fékk hann þau svör frá lögreglumanni að þetta hafi bara verið þjófur. Bílstjórinn skrúfaði þá bara upp rúðuna, hélt áfram för sinni og keyrði upp úr blóðpollinum eins og ekkert hefði í skorist.“
Dekk sett yfir fólk og það brennt
Hann segir að almenningur sé vanur því að sjá fólk skotið út á götu.
„Eða það eru sett dekk yfir þau og það brennt,“ segir Lýður sem vill samt benda á það að það sé alls ekkert óöruggt fyrir Íslendingana að vera á svæðinu.
„Ég er eiginlega óöruggari í London en hér. Það er alls ekkert allt slæmt hér í Kenía, þetta er magnað land.“
Lýður náði myndbandi af mótmælunum um daginn en það má sjá hér að neðan. |
Fimm létust eftir jarðskjálftana öflugu í Indónesíu í gær. Ekki er vitað til þess að fleiri hafið látið lífið vegna skjálftanna.
Skjálftarnir tveir, sá fyrri átta komma sex á richter og sá seinni átta komma tveir á richter riðu yfir Indónesíu í gær og var flóðbylgjuviðvörun gefin út í öllum löndunum við Indlandshaf. Hún var síðar afturkölluð þar sem bylgjan var mun minni en fyrst var talið og ekki mannskæð.
Á fréttavef CNN kemur fram að samkvæmt indónesískum yfirvöldum er vitað til þess að fimm manns hafi látið lífið í kjölfar skjálftanna, þrír af völdum hjartaáfalls og tveir úr losti vegna atburðarins. Enn er ekki orðið ljóst hversu miklar eyðileggingar urðu í skjálftunum.
Alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir var á ferðalagi í Tælandi, með sex ára dóttur sinni, þegar skjálftarnir riðu yfir. Hún skrifar á bloggi sínu í morgun að mikil hræðsla og geðshræring hafi verið og að þetta hafi verið erfiðir 5-6 klukkutímar í bið, í rafmagnsleysi við hljóma ofan af himnum sem voru þær háværustu þrumur og eldingar sem hún hefur nokkru sinni heyrt.
Hún segir að blessunarlega hafi farið betur en á horfðist og að hún sé óendanlega þakklát þeim sem öllu ræður. Hún vonast til að þær mæðgur geti lagt af stað í ferðalag í dag sem skili þeim á áfangastað, heim til Íslands |
Hákon Sigurðarson Hlaðajarl (d. í febrúar 995) réði ríkjum í Noregi frá því um 970 til dauðadags. Hann bar þó aldrei konungsnafnbót. Fyrstu árin var hann skattkonungur Haraldar blátannar Danakonungs.
Haraldur gráfeldur og bræður hans, Eiríkssynir, drápu Sigurð Hlaðajarl, föður Hákonar, eftir að Haraldur tók við ríkjum í Noregi og Hákon flúði þá land. Hann sneri þó aftur og barðist gegn veldi Eiríkssona næstu árin. Eftir að Haraldur blátönn felldi Harald gráfeld í Limafirði um 970 fékk hann Hákoni völdin. Þeir voru bandamenn í stríði við Ottó Þýskalandskeisara um 973-974 en töpuðu og neyddist Haraldur blátönn meðal annars til að heita því að kristna Noreg. Hann þvingaði Hákon jarl til að taka skírn en þegar jarlinn kom heim til Noregs kastaði hann kristninni, sagði sig undan yfirráðum Danakonungs og greiddi honum engan skatt eftir það. Haraldur reyndi að herja á Noreg næstu árin en eftir að lið hans og Jómsvíkinga tapaði orrustunni í Hjörungavogi, eins og segir frá í "Jómsvíkinga sögu", hætti hann þeim tilraunum.
Þótt Hákon væri úr Þrændalögum og nyti framan af mikils stuðnings þar fór svo að Þrændahöfðingjar snerust gegn honum og þegar Ólafur Tryggvason kom með her í Þrændalög 995 flykktust þeir til hans. Hákon jarl lagði á flótta ásamt Karki þræl sínum og földu þeir sig í svínabæli. Þar skar þrællinn Hákon jarl á háls og fór síðan með höfuð hans til Ólafs Tryggvasonar í von um að fá góð laun fyrir verkið en Ólafur lét hálshöggva hann. Voru höfuð beggja sett á staura og grýtt. |
Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að 9,8 megavatta virkjun í Svartá í Bárðardal kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun birti ákvörðun sína um matskyldu í gær, og tiltekur fjölmargt sem niðurstaða stofnunarinnar byggist á. Stærð og umfang framkvæmdarinnar, sem og staðsetning – eða vegna þess hversu viðkvæmt svæðið er með tilliti til verndarsvæða, ábyrgðartegunda og tegunda á válista, og svæða innan 100 metra fjarlægðar frá fornminjum sem njóta verndar. Eins með tilliti til álagsþols náttúrunnar; vatnsfalla, landslagsheilda og kjörlendis dýra. Að síðustu vegna óafturkræfra áhrifa á svæðið.
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa fyrirætlanir SSB orku ehf., um virkjun Svartár í Bárðardal mætt harðri gagnrýni og tortryggni frá náttúruunnendum. Bent hefur verið á að með því að virkja Svartá sé náttúruperlu spillt sem á enga hliðstæðu hér á landi – en áformin hafi fengið hverfandi athygli þótt full ástæða sé til hins gagnstæða. Um sannkallaða hálendisvin sé að ræða sem muni bíða óafturkræft og óbætanlegt tjón af fyrirhuguðum framkvæmdum, enda verði Svartá tekin að mestu leyti úr farvegi sínum á rúmlega þriggja kílómetra kafla, nánast þurrkuð upp.
Ljóst er að mestu áhrif virkjunar Svartár samkvæmt áætlunum SSB orku eru á lífríki árinnar, en í Svartá er ráðandi stofn urriði en þar fyrirfinnst jafnframt lax og bleikja. Meðalveiði síðustu ára er talin rúmlega 1.100 urriðar. Sérstaklega er fjallað um þessa hagsmuni í úrskurði Skipulagsstofnunar með vísan í umsögn Fiskistofu um framkvæmdina. „Ekki liggur fyrir hvernig straumönd eða urriða muni reiða af þegar rennsli verður eingöngu um 5-10% af því náttúrulega rennsli sem fyrir er. […] Af þeirri óvissu leiðir jafnframt að óljóst er hvernig veiði mun reiða af í ánni,“ segir í úrskurðinum og jafnframt að þess vegna þurfi að koma fram nánari greining og mat á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á vatnalíf og um leið á útivist og veiði og á þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til.
Fiskistofa er reyndar enn afdráttarlausari, og mótmælir því mati gagna sem SSB orka hefur lagt fram að umhverfisáhrif Svartárvirkjunar útheimti ekki mat á umhverfisáhrifum. Tekur það reyndar fram sérstaklega að lindár, eins og Svartá, eru sjaldgæfar á heimsvísu. „Ef virkjun verður gerð í Svartá eins og áform eru um mun hún spilla fágætum búsvæðum lífvera á heimsvísu, skerða búsvæði fiska og þar með skerða möguleika á því að nýta veiðihlunnindi á svæðinu,“ segir í umsögn Fiskistofu þar sem jafnframt er minnt á að framkvæmdin eins og hún er hugsuð er háð leyfi Fiskistofu eins og kemur fram í lögum um lax- og silungsveiði.
Fiskistofa, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og Umhverfisstofnun töldu að Svartárvirkjun skuli háð umhverfismati. Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Orkustofnun tóku ekki afstöðu til matsskyldu. Minjastofnun Íslands taldi ekki ástæðu til umhverfismats.
Svartá þveruð með 60 metra stíflu
Um er að ræða allt að 9,8 MW virkjun í Svartá í Bárðardal. Reist verður 60 metra löng stífla í Svartá nokkru ofan við ármót Svartár og Grjótár. Ofan við stífluna verður inntakslón allt að einn hektari að flatarmáli. Frá lóninu verður lögð 3,1 kílómetra löng aðrennslispípa sem verður þrír metrar í þvermál. Á hæð skammt ofan við stöðvarhús verður reist jöfnunarþró, 220 fermetrar að grunnfleti og 16 metrar á hæð. Stöðvarhús, 450 fermetrar, verður reist við Svartá um tvo kílómetra ofan við ármót Svartár og Skjálfandafljóts. Frá virkjuninni verður lagður um 46 kílómetra langur jarðstrengur að tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. |
Í kvöld klukkan 20:00 eigast við á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði lið FH og ÍBV í meistaraflokki karla en þessi tvö lið ásamt Valsmönnum og KR sitja efst í Pepsídeildinni eftir tvær umferðir.
Undanfarin þrjú ár hafa þessi lið barist um á toppi Pepsideildarinnar en FH er ríkjandi Íslandsmeistari. Leikurinn á eftir að verða spennandi eins og jafnan þegar þessi lið mætast. Stuðningsmenn ÍBV á Höfuðborgarsvæðinu ætla að hita upp á Roadhouse fyrir leik en þar verður í gangi sérstakt ÍBV tilboð á mat og drykk fyrir stuðningsmenn.
Í gær var lokað fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum og urðu eftirfarandi breytingar á leikmannahópi ÍBV.
-Brettinn James Frayne formlega til liðs við ÍBV og áfram lánaður til KFS. Frayne er frændi David okkar James og hefur hann æft með ÍBV að undanförnu til að koma sér í form á ný eftir langt hlé frá fótboltanum. -Arnar Bragi Bergsson sem leikið hefur undanfarin ár með IFK Gautaborg skipti yfir í íBV en leikmaðurinn en ungur og efnilegur leikmaður og hefur leikið með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.
- Kjartan Guðjónsson var svo lánaður frá ÍBV til liðs Aftureldingar sem leikur í 2.deildinni
Einnig gekk Þórhildur Ólafsdóttir til liðs við ÍBV eftir að hafa spilað á síðasta ári með Þór frá Akureyri. |