source
stringlengths
710
1.19M
Mótmæli voru í morgun í Teheran, höfuðborg Írans, og Kabúl, höfuðborg Afganistans, vegna teiknimynda af Múhameð spámanni berrössuðum, sem birtust í frönsku vikuriti í gær. Víða héldu mótmæli áfram gegn bandarískru myndbandi um Islam sem kristin öfgasamtök settu á Netið. Um 300 námsmenn efndu til mótmæla í morgun í Kabúl, höfuðborg Afganistans, gegn Frakklandi og Bandaríkjunum vegna grínmynda af Múhameð spámanni sem birtar voru í frönsku vikublaði í gær. Á teiknimyndum í blaðinu er Múhameð sýndur berrassaður og í óvirðulegum stellingum. Mómælendur fordæmdu myndirnar og hrópuðu slagorð gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum. Um 100 manns söfnuðust við franska sendiráðið í Teheran í morgun og hrópuðu slagorð gegn Frakklandi, Bandaríkjunum og Ísrael. Sendiráðinu hefur verið lokað í öryggisskyni eins og öðrum frönskum sendiráðum og ræðismannsskifstofum. Öllum frönskum skólum í um 20 múslimaríkjum verður lokað frá og með morgundeginum vegna yfirvofandi mótmælaöldu og ofbeldisverka vegna nektarmyndanna af Múhameð. Lögregla beitti skotvopnum og táragasi gegn um eitt þúsund námsmönnum í Islamabad í Pakistan í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í diplómatahverfi í borginni til að mótmæla bandarísku myndbandi um Múhameð og Íslam. Franska lögreglan hefur bannað fyrirhuguð mótmæli fyrir utan aðalmoskuna í París þar sem mótmæla átti myndbandinu. Bútur úr myndbandinu sem var birtur á Netinu hefur vakið hörð viðbrögð og hermdaraðgerðir víða í ríkjum múslima. Allt að 30 manns hafa verið drepin í tengslum við mótmælin. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi myndbandið í morgun og sagði að tjáningarfrelsið eigi ekki að misnota til þess að ögra eða niðurlægja aðra, gildismat þeirra og trúarbrögð.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var valin Ungfrú Ísland í gærkvöld. Í öðru sæti var Ingunn Sigurpálsdóttir og í því þriðja Margrét Elísa Harðardóttir. Áður en ungfrú Ísland var krýnd í gærkvöldi var tilkynnt um að Unnur Birna hefði hlotið flest atkvæði í símakosningu áhorfenda Skjás eins sem sýndi beint frá keppninni. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Þá ber hún einnig titilinn fegurðardrottning Reykjavíkur. Unnur Birna er 21 árs, dóttir Vilhjálms Skúlasonar og Unnar Steinsson, sem valin var Ungfrú Ísland árið 1983. Hún hannaði og saumaði kjól dóttur sinnar eins og mamma hennar, Jórunn Karlsdóttir, gerði fyrir hana þegar hún var valin ungfrú Ísland. Þau eru glæsileg verðlaunin sem fylgja titlinum ungfrú Ísland, t.d. skartgripir, snyrtivörur, fatnaður, sími, myndavél og málverk svo eitthvað sé nefnt. Unnur Steinsson rifjar upp að þegar hún var valin ungfrú Ísland hafi verðlaunin verið nokkrar kampavínsflöskur. Kórónan og sprotinn þótti nægja. Unnur Birna bar sömu kórónu í gærkvöldi og mamma hennar árið 1983. Unnur Steinsson: Ég gerði það snemma eða fyrr um kvöldið, þá lét maður hugann aðeins reika og mér fannst ég oft sjá sjálfa mig á sviðinu, ég verð nú alveg að viðurkenna það. Við erum ekkert ólíkar á þeim tíma, ég var svona aðeins með meiri kinnar í andliti og svona hárgreiðslan minnti mig á sjálfa mig þá, þannig að mér fannst það svolítið gaman já. Unnur Birna stundaði nám í mannfræði við Háskóla Íslands sl. vetur en hyggst söðla um og hefja nám í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík í haust. Í sumar ætlar hún að starfa í lögreglunni í Keflavík. Katrín Pálsdóttir: Verður ekki mjög mikið að gera hjá þér bara í tengslum við þennan titil? Unnur Birna Vilhjálmsdóttir: Jú, alveg ábyggilega, jú jú, það verður örugglega eitthvað mikið að gera. En maður verður bara að skipuleggja sig vel og reyna að koma þessu öllu fyrir í dagskránni. Katrín: Hefurðu alltaf haft mikið að gera? Unnur Birna Vilhjálmsdóttir: Já. Unnur Steinsson: Hún hefur mjög mikla skipulagshæfileika skal ég segja þér, það hefur alveg verið frá fyrstu tíð, þannig að ég hef svo sem engar áhyggjur af því að hún nái ekki að púsla saman hlutunum þessi unga kona.
Fyrstu tvo mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 85,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 67,0 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 18,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 17,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 0,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 42,7 milljarða króna og inn fyrir 32,4 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 10,3 milljarða króna. Í febrúar 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 12,8 milljarða króna á sama gengi. Fyrstu tvo mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruútflutnings 9,7 milljörðum eða 12,9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 35,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11,9% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru tæp 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,7% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða. Fyrstu tvo mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruinnflutnings 9,4 milljörðum eða 16,3 % meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á eldsneyti, fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru.
Falin skilaboð um að Jón Gnarr verði ráðinn af dögum má finna í svokallaðri orðaleit nýjasta heftis tímaritsins Vikunnar sem kom út á miðvikudag. „Gnarr verður skotinn" fullyrðir orðaleitin í þriðju neðstu línu. Setningin er ekki meðal uppgefinna leitarorða. Lögreglunni hafði ekki borist tilkynning um morðhótun vegna þrautarinnar þegar Fréttablaðið hafði samband við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón í gær. „Þetta er eitthvað nýtt, sem ég kannast ekki við að hafa séð áður, að svona hótun sé falin í texta af þessu tagi. Er hægt að taka þessu sem hótun? Ég átta mig ekki alveg á þessu," segir Geir Jón. „Yfirleitt er þetta borið þannig fram að tilgangurinn er að skelfa - að láta vita með óyggjandi hætti að eitthvað standi til - til að skapa ókyrrð," segir Geir Jón. „En allt sem við fáum í okkar hendur skoðum við rækilega, athugum bakgrunninn og skoðum hvort eitthvað mark sé á takandi," bætir hann við. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, sem var yfirlýstur stuðningsmaður Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist þess hins vegar fullviss að hugur fylgi ekki máli hjá höfundi orðaleitarinnar. Nýbakaður borgarstjóri hafi enga ástæðu til að óttast óðan þrautasmið. Henni kæmi ekki á óvart þótt höfundurinn hefði sjálfur kosið Jón Gnarr í nýafstöðnum kosningum. „Sá sem býr til þessar þrautir hjá okkur er mikill húmoristi. Hann er alltaf með eitthvað svona grín fyrir sjálfan sig. Það hefur enginn fattað það hingað til," segir Elín. Hún frétti ekki af málinu fyrr en eftir að blaðið kom úr prentun. „Mér finnst þetta fara aðeins yfir strikið, ég verð nú að viðurkenna það. En er Gnarr ekki þekktur fyrir að fara yfir strikið líka? Þannig að þetta er kannski bara viðeigandi." Ekki náðist í Jón Gnarr vegna málsins í gær. stigur@frettabladid.is
Seðlabankinn leggur til að skipunartími seðlabankastjóra verði lengdur í 6 til 7 ár en SFF vilja úttekt á rekstri FME. Seðlabankinn leggur til að skipunartími seðlabanakstjóra og varaseðlabankastjóra verði lengdur í 6 til 7 ár. Lengri skipunartími sé til samræmis við það sem þekkist víða erlendis. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans við frumvarp til laga um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Seðlabankastjóri og aðstoðarseðlabankastjóri eru í dag skipaðir til fimm ára í senn en einungis er hægt að skipa þá tvívegis. Nýr seðlabankastjóri mun taka við af Má Guðmundssyni í ágúst sem lýkur þá sínu öðru skipunartímabili. Hér að neðan má sjá skipunartíma seðlabankastjóra erlendis og nefndir eru í umsögn Seðlabankans: Ástralía 7 ár Bretland 8 ár - má einungis skipa einu sinni Danmörk - ótímabundin skipun Finnland 7 ár - má einungis skipa tvisvar írland 7 ár Kanada 7 ár Noregur 6 ár - má einungis skipa tvisvar Nýja-Sjáland 5 ár Svíþjóð 5-6 ár Vilja úttekt á rekstri FME Þá segja Samtök fjármálafyrirtækja í umsögn sinni að ástæða sé til að framkvæma óháða úttekt á rekstri FME vegna sameiningar við Seðlabankann. Margt sé óljóst sem snúi að sameiningunum. Eftirlitsgjald sem fjármálafyrirtæki greiði FME nemi 2,3 milljörðum króna í ár og hafi hækkað mikið undanfarinn áratug. Þá sé síaukinn kostnaður hjá fjármálafyrirtækjum af gagnavinnslu og gagnaskilum til eftirlitsaðila. Hægt ætti að vera að hagræða í rekstri FME og Seðlabankans með sameiningu stoðdeilda og að samræma gagnaskil milli stofnanna.
„Ég hugsa að [íslensku stelpurnar] séu orðnar yfir hundrað. Sumar eru ekki lengi þarna inni, prófa þetta og hætta fljótlega. Hætta kannski þegar þær byrja í sambandi eða þegar þær gera sér grein fyrir því hvað þetta er tímafrekt og mikil vinna. Ég veit að ég er ein af þeim stærstu hér á landi,“ segir Kara, sem ásamt Viktori sambýlismanni sínum heldur úti síðunni LOVETWISTED/ONLYFANS. Er bara heimagert klám Kara er búin að vera í tæpt ár á OnlyFans síðunni við gríðarlegar vinsældir. „Fyrst var ég inni á síðu á Reddit þar sem fólk getur til dæmis deilt kynferðislegum myndum með heiminum, nafnlaust. Svo gerðist eitthvað þegar vinur minn benti mér á að ég gæti raunverulega grætt á þessu. Ég vissi þarna ekki af neinni stelpu sem var inni á OnlyFans hér á landi, þetta var ekki uppi á yfirborðinu,“ segir Kara í viðtali við Vísi. Parið býr í reisulegu einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu ásamt tveimur börnum Köru og tveimur börnum Viktors. „Síðan mín er eiginlega orðin síðan okkar. Við birtum myndir, klippur og svo erum við með myndbönd sem sumir gætu kallað klámmyndbönd eða erótísk myndbönd. Fyrir mér er þetta svolítið það sama. Þetta er bara heimagert klám,“ segir Kara sem einnig hefur gaman af að spjalla við aðdáendur. „Ég hef alltaf haft gaman af því að tala og ef fólk vill tala um kynferðislegar langanir eða segja mér frá einhverju, er ég mjög opin. Stundum vill fólk eitthvað meira, eins og það sem fólk kallar sexting. Þá rukka ég fyrir það.” Er bara alvöru Þau skötuhjú kynntust þegar Kara óskaði eftir ljósmyndara en Viktor hafði verið fylgjandi Köru á síðunni. Það kom síðar í ljós að þau höfðu verið par í grunnskóla fimmtán árum áður. Þegar Viktor og Kara svo kynnast er hún búin að vera virk á OnlyFans í rúma þrjá mánuði og fljótlega fóru þau að framleiða efni fyrir síðuna saman. „Þetta er ekki efni sem þú sérð inni á klámsíðum eins og til dæmis Pornhub. Það er enginn milliliður, engin þvingun og ég stjórna þessu. Þetta er bara alvöru. Þetta eru lafandi brjóst, smá bumba og bólur á rassinum.“ Á síðunni er listi yfir myndbönd sem þau hafa framleitt sem eru nú hátt í hundrað talsins. Myndböndin geta fylgjendur síðunnar ekki séð nema borga aukalega. Þau kosta frá sjö dollurum upp í sjötíu eftir því hvað myndbandið er langt en það getur verið allt frá tuttugu sekúndum upp í þrjátíu mínútur. Íslenskar stunur gefa betur af sér „Ég geri mér ekki upp fullnægingu eða er eitthvað að þykjast njóta. Og það er einmitt eitt það vinsælasta á síðunni okkar er það hvað fólk elskar fullnægingarnar mínar. Ég hef stundum hugsað það að fólk sem er kannski ekki miklar kynverur sjálft eigi kannski erfiðara með að skilja þennan heim. Ég skil að þetta sé viðkvæmt, þetta er klámframleiðsla.“ Kara hefur góðar tekjur af OnlyFans þótt þær rokki á milli mánuða en hennar viðskiptavinir eru fyrst og fremst Íslendingar sem eru reiðubúnir að greiða meira fyrir íslenskt efni, íslenskt tal og íslenskar stunur. Hún hefur þó lent í því að hún hafi þurft að loka á þrjá eða fjóra aðila auk þess að vera ítrekað spurðu um hvort hún bjóði upp á hittinga þótt hún taki það skýrt fram á síðunni að svo sé ekki. Hæst hefur henni verið boðið eitt hundrað þúsund krónur fyrir hitting. „Þetta er mesta áreitið að mínu mati. Þetta finnst mér hættulegt. Sérstaklega fyrir stelpur sem eru mjög ungar því þeir eru að bjóða upphæðir sem sumar geta kannski ekki sagt nei við.” Kara bætir því við að hún telji stúlkur undir 22 ára aldri ekki eiga erindi á OnlyFans. Viðkvæmt fyrir fjölskyldurnar Kara og Viktor segja fjölskyldur sínar vita af vinnunni við OnlyFans. „Ég sagði pabba og konunni hans frá þessu og pabbi sagði bara: „You do what you gotta do!“ Hann var bara ógeðslega pepp í þetta!“ segir Kara. Viktor segir sína fjölskyldu ekki vera eins opna með þetta og fjölskylda Köru. „Við höfum mikinn skilning á því að þetta sé viðkvæmt fyrir fjölskyldur okkar. Við erum bæði í góðum samskiptum við fjölskylduna og þau sjá að við erum búin að blómstra síðan við kynntust. Börnin okkar eru sátt bæði við okkur og hvort annað,“ segir Viktor. Kara og Viktor vilja að fólk viti að þau skammist sín ekki fyrir það sem þau gera. Þetta sé þeirra meðvitaða ákvörðun, þeirra val, þeirra löngun og þeirra starf.
Efniviður og aðferðir Inn í rannsóknina voru teknir allir sjúklingar, yngri sem eldri, sem uppfylltu skilmerki bráðra kransæðaheilkenna og voru lagðir inn á Landspítala árin 2003-2012. 4) og brátt hjartadrep með ST-hækkun á hjartariti, STEMI (ST Elevation Myocardial Infarction I21. Notaðar voru útskriftargreiningar í sjúkraskrám. Sjúklingar með bráð kransæðaheilkenni hafa að jafnaði, en ekki alltaf, hin dæmigerðu einkenni kransæðasjúkdóms, hjartaverk–hjartaöng. STEMI-sjúklingar eru að jafnaði með fleygdrep í gegnum hjartavöðvann, hafa ST-hækkun á hjartariti og hækkun á TnT. Dæmigert er að NSTEMI-sjúklingar hafi drep undir hjartaþeli, hækkun á TnT og oft ST-lækkanir á hjartariti. Í hvikulli hjartaöng er ekki hækkun á TnT en vægar hjartalínuritsbreytingar geta verið til staðar. Sjúklingar með fyrri sögu um hjartadrep voru ekki útilokaðir. Sjúklingar sem voru lagðir inn eftir hjartastopp utan spítala sem rakið var til bráðs kransæðasjúkdóms voru teknir með í þessari rannsókn. Langflestir sjúklinganna voru greindir og meðhöndlaðir á hjartadeild eða gjörgæsludeildum Landspítala. Stuðst var við gögn úr klínískum gagnagrunnum spítalans, einkum vöruhúsi gagna. Kannaður var fjöldi tilfella bráðra kransæðaheilkenna og skiptingin á milli STEMI og NSTEMI. Skipting eftir aldri og kyni var skoðuð. Könnuð var sjúkrahúsdánartíðni innan 30 daga frá innlögn, heildardánartíðni innan 30 daga frá innlögn svo og dánartíðni að einu ári liðnu. Hin næma TnT-rannsókn var tekin upp á fyrri hluta rannsóknartímabilsins og var fjöldi þeirra mælinga skráður fyrir hvert ár. Önnur póstnúmer eru af landsbyggðinni.
Brynjar Mettinisson kom til Svíþjóðar í morgun eftir rúmlega ársdvöl í tælensku fangelsi. Móðir hans segir að hann vilji fara heim til Íslands eftir nokkrar vikur. Brynjar var hnepptur í fangelsi í Tælandi í fyrrasumar vegna gruns um aðild að fíkniefnamisferli. Hann var sýknaður af aðild sinni að málinu í sumar og honum var sleppt úr haldi í gær. Hann kom til Kaupmannahafnar í morgun og þar tók móðir hans á móti honum og fór með hann til Svíþjóðar þar sem hún býr. Hún var að vonum ánægð með að hafa endurheimt son sinn úr prísundinni. Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar: Mér líður rosalega vel. Nú líður mér vel. Borghildur segir Brynjar vera sæmilega á sig kominn, hann sé grennri en áður og hann segist vera þreyttur og dofinn eftir fangageymsluna. Borghildur Antonsdóttir: Hann er ennþá að fatta það að hann getur labbað hvert sem hann vill og gert það sem hann vill án þess að það sé kallað á hann eða öskrað upp eða eitthvað svona sem að hann er vanur þarna. Borghildur segir að sonur hennar sé allt annar maður en fyrir ári þegar honum var stungið í fangelsi og að hann hafi þroskast mikið. Borghildur Antonsdóttir: Og hann segir að nú ætli hann að nota hverja einustu stund til þess að verða betri maður og gera það sem hann hefði átt að gera í byrjun, að fara að læra og gera eitthvað gott því að nú er hann náttúrulega búinn að finna það að lífið er stutt og það líður fljótt. Borghildur segir að Brynjar ætli að hvíla sig á næstu vikum og hún ætlar að dekra við hann og gefa honum góðan mat. Borghildur Antonsdóttir: Og hann vill fara heim til Íslands, hefur alltaf viljað það svo að hann kemur heim bráðlega. Jóhann Hlíðar Harðarson: Veistu hvenær? Borghildur Antonsdóttir: Nei, það eru bara nokkrar vikur. Jóhann: En áður en að hann kemur heim þá ætlar þú að koma smá kjöti á strákinn? Borghildur Antonsdóttir: Já.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, vildi ekki útiloka framboð sitt til forseta Íslands í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC. Forsetakosningar verða hér á landi eftir tvö ár og Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti, hefur þegar tilkynnt að hann ætli ekki að fara fram aftur. Jón hefur verið á ferðalagi um Bandaríkin við að kynna bók sína, Gnarr! How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World. Hann ræddi feril sinn sem borgarstjóri í þættinum Press Pass á NBC en vefur Viðskiptablaðsins greindi fyrst frá málinu . Í lok viðtalsins var Jón spurður að því hvað væri næst á dagskrá hjá honum, hvort hann gæti útilokað frekari afskipti af framboðsmálum. „Ertu þá að meina eins og forsetaembættið? Nei, ég myndi ekki útiloka það,“ svaraði Jón og hló. Borgarstjórinn fyrrverandi fór í viðtalinu yfir aðdragandann að því hvernig Besti flokkurinn varð til og hann viðurkenndi að hafa orðið hræddur þegar kannanir sýndu mikinn stuðning við framboðið. „Ég fékk martraðir,“ sagði Jón sem útskýrði fyrir fréttamanninum að Besti flokkurinn væri ekki stjórnmálaflokkur, hann hefði verið hugsaður sem pólitískur sjálfshjálparhópur. Jón sagðist í viðtalinu vera stoltastur af því að hafa komist í gegnum heilt kjörtímabil. „Ég hef sannað að venjuleg manneskja getur boðið sig fram og að stjórnmál þurfi ekki að breyta manni. Maður getur áfram verið maður sjálfur og gert þetta á sínum eigin forsendum.“ freyrgigja@ruv.is Jón var þar spurður hvað hann ætlaði að taka sér næst fyrir hendur. Hann var jafnframt spurður að því hvort hann hann hefði augastað á einhverju æðra embætti en borgarstjórastólnum. „Eru þá að meina eins og forsetaembættinu? Ég myndi ekki útiloka það,“
Ég er alveg undarlega rólegur yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn hafa alltaf verið þrír síðustu flokkarnir sem ég mundi kjósa. Einhvern tíma hefði ég orðið brjálaður yfir tilhugsuninni um þetta stjórnarmunstur. Ég sé líka að margt fólk sem ég hef átt samleið með í gegnum tíðina er eðlilega að missa vitið á samskiptamiðlum yfir þessari þróun mála. Hvernig mér tekst að halda ró minni í þessum aðstæðum er mér ekki alveg ljóst. En það er ekki vegna þess að ég hafi misst áhuga pólitík eða samfélagsmálum almennt. Ég held að það hafi meira að gera með pólaríseringuna sem hefur, að mínu mati, harðnað all svakalega í okkar litla samfélagi að undanförnu. Ég er satt best að segja kominn með topp nóg af henni. Út um allt má sjá upphrópanir í hástöfum um hvað hinn og þessi eru hryllilegir og fólk alveg gáttað á að góða fólkið ætli nú að hleypa vonda pakkinu með í stjórn landsins. Það er einhvern veginn alltaf nóg af vondu fólki til að skemma allt. Ég get viðurkennt að þessi tilfinning er undarleg en nú virðist ég ekki hafa jafn mikinn áhuga á róttækum samfélagsbreytingum eins og ég hafði áður. Hugsanlega er það vegna þess að framganga róttæklinganna heillar mig ekki lengur. Tilraunir þeirra til að skrímslavæða allt og alla hafa umbreytt þeim sjálfum í ófrýnilegar ófreskjur. Það er nefnilega þannig að þegar fólk leggur of mikla áherslu á að láta hjartað ráða för vill það oft brenna við að heilinn gleymist heima. Því miður.
Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. Norðmenn náðu aðeins jafntefli á móti Makedóníu í gær og hafa eins stigs forskot á Frakkland og Pólland. Pólverjar mæta Króötum í dag en sá leikur fer fram eftir leik Norðmanna og Frakka og pólska liðið veit þar með nákvæmlega hvað það þarf að gera til að komast í undanúrslitin. TV2 í Noregi hefur borið samanbyrjunarlið franska og norska liðsins og þar kemur í ljós gríðarlegur munur á reynslu manna. Franska landsliðið hefur unnið tíu stórmótagull frá og með HM á Íslandi 1995 en Norðmenn hafa aldrei endað ofar en í sjötta sæti á stórmóti. Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, hefur verið með í níu af þessum tíu gullliðum og blaðamaður TV2 vekur athygli á því að Sander Sagosen, leikstjórnandi Norðmanna, var enn fimm ára gamall þegar Omeyer vann sitt fyrsta gull á HM í Frakklandi 2001. Byrjunarlið Frakka hefur leikið samanlagt næstum því þúsund fleiri landsleiki en byrjunarlið Norðmanna og hver leikmaður í franska landsliðinu hefur spilað 141 leik meira að meðaltali en leikmenn í því norska. Það munar líka talsvert á meðalaldrinum sem er 32,3 ár hjá Frökkum en 26,6 ár hjá Norðmönnum. Hvergi er munurinn meiri en hjá markvörðunum Thierry Omeyer hjá Frakklandi og Espen Christensen hjá Norðmönnum. Omeyer hefur spilað 333 landsleiki eða 290 fleiri en Christensen. Frakkar vita því nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í seinna í dag en spennustigið hjá norska liðinu verður mikið spurningamerki. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig klúðrið á móti Makedóníu í gær fer í norsku strákana. Leikur Frakklands og Noregs hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Frakka hjá TV2 Thierry Omeyer - 39 ára, 192 sm,333 landsleikir, 9 gull Michael Guigou - 33 ára, 179 sm,223 landsleikir, 8 gull Nikola Karabatic - 31 ára, 196 sm,257 landsleikir, 8 gull Daniel Narcisse - 36 ára, 188 sm,285 landsleikir, 8 gull Valentin Porte - 25 ára, 190 sm,53 landsleikir, 2 gull Luc Abalo - 31 ára, 182 sm,201 landsleikur, 7 gull Cedric Sorhaindo - 31 v, 192 sm,155 landsleikir, 6 gull Bryjunarlið Norðmanna hjá TV2 Espen Christensen - 30 ára, 190 sm,43 landsleikir Magnus Jöndal - 27 ára, 187 sm,73 landsleikir Espen Lie Hansen - 26 ára, 196 sm,95 landsleikir Sander Sagosen - 20 ára, 195 sm,32 landsleikir Harald Reinkind - 23 ára, 196 sm,52 landsleikir Kristian Björnsen - 27 ára, 191 scm,50 landsleikir Bjarte Myrhol - 33 ára, 194 sm,176 landsleikir
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Sérstök forsýning verður í Háskólabíói á morgun og verður myndin frumsýnd 13. janúar. Framleiðendur myndarinnar hvetja Íslendinga til að segja frá sínum fyrsta kossi á Twitter undir kassamerkinu #hjartasteinn eins og sjá má hér að neðan. Kvikmynd á eflaust eftir að vekja upp margar æskuminningar hjá áhorfendum og að því tilefni fengu framleiðendur myndarinnar til sín nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að rifja upp sínar æskuminningar og til að byrja með er farið yfir fyrsta kossinn. Um er að ræða Aron Már Ólafsson, Sögu Garðarsdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigríður Klingenberg, Arnar Freyr Frostason, Steiney Skúladóttir og Salka Sól Eyfeld. Meðal annars segir Aron Mola frá því að fyrsti alvöru kossinn hafi átt sér stað á leikskóla undir rúmi og hann í Pétur Pan búningi. „Það var minn fyrsti tungukoss, það var bara mjög næs,“ segir Aron Már Ólafsson. „Ég bjó í sveit þegar ég var krakki og hafði aldrei áður farið til Reykjavíkur. Svo kemur einhver ægilega sætur strákur að mér og byrjar að kyssa mig,“ segir Sigríður Klingenberg um fyrsta kossinn hennar. Drengurinn hafi rekið tunguna upp í hana og hún vissi í raun ekkert hvað var að gerast. „Þetta var ótrúlega súrrealískt og ég eiginlega bara fraus. Ég passaði mig bara að hreyfa mig ekki neitt. Svo tók hann út úr mér tunguna og ég spurði næst hvað hann hefði eiginlega verið að gera. Hann svaraði mér að þetta gerðu allir Reykjavík.“ Salka Sól Eyfeld segir virkilega skemmtilega sögu af sínum fyrsta kossi. „Það voru strákar mættir í bæinn utan af landi sem voru í hljómsveit og við vinkonurnar vorum nettar grúppíur,“ segir Salka og bætir við að þær hafi fengið að halda smá partý fyrir drengina. „Ég er eitthvað að spila á píanóið og hann kemur til mín og segir að ég sé flink að spila. Við ákváðum því næst að fara heim saman,“ segir Salka. Hún segir einnig að þetta kvöld hafi hún farið í fyrsta sleikinn og misst meydóminn. Hér að neðan má hlusta á þessar skemmtilegu sögur.
Breski leikarinn Hugh Grant fordæmdi paparassa sem sátu fyrir barnsmóður hans og nýfæddri dóttur, er hann bar vitni fyrir rannsóknarnefnd í Lundúnum í dag. Sagði hann að barnsmóðir hans, kínverska leikkonan Tinglan Hong, hefði ekki komist út fyrir hússins dyr í 3 daga eftir að faðernið spurðist út. Að lokum hafi breskur dómstóll þurft að setja nálgunarbann á ljósmyndarana, á grundvelli þess að þeir gerðu líf hennar óbærilegt með átroðningi sínu. Grant bar vitni í rúmar tvær klukkustundir fyrir nefndinni í dag, en hún rannsakar ásakanir um símhleranir blaða í eigu News International, sem er í eigu fjölmiðlakóngsins Rupert Murdoch. Þá sagði Grant að fyrrverandi kærasta hans hefði fengið símahótanir í kjölfar opinberrar og harðrar gagnrýni hans á æsifréttablöðl. Leikarinn samdi við blaðið Mail on Sunday árið 2007, vegna rangrar fréttar sem þar birtist um ástarlíf hans, og hætti þá við meiðyrðamál sem var í undirbúningi. Fyrir nefndinni í dag sagðist Grant telja að blaðið, sem er tilheyrir ekki fjölmiðlaveldi Murdoch, hljóti að hafa hlerað talskilaboð í síma sínum, öðruvísi hefði það ekki getað skrifað fréttina. Fyrir nefndinni í dag sagðist hann þó ekki hafa neinar sannanir fyrir þessu. Hann gagnrýndi ljósmyndara sem selja myndir sínar til æsifréttablaða harðlega, sagði þá miskunnarlausa og siðlausa og hann hefði oftsinnis lent í því að þeir eltu hann og kærustur sínar akandi á miklum hraða. Meðal annarra sem báru vitni fyrir rannsóknarnefndinni í dag voru foreldrar Milly Dowler, sem hvar árið 2002 og fannst seinna myrt. Hún var þá þrettán ára. Einkaspæjari sem vann fyrir News of the World braust inn í síma hennar og þurrkaði út skilaboð eftir að talhólfið var fullt svo fleiri skilaboð kæmust fyrir. Það var gert í þeirri von að eitthvað yrði lesið inn sem blaðið teldi fréttnæmt. Þegar upp komst um þetta fyrr á árinu leiddi það til þess að útgáfu blaðsins var hætt. Móðir Milly, Sally Dowler, sagði í dag að hún hefði talið að Milly hefði sjálf þurrkað út skilaboðin og hlyti því að vera á lífi.
Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Hagfræðingur segir næsta ár verða kaupendum í hag. 1. desember síðastliðinn höfðu 7.130 eignir selst það sem af er ári á höfuðborgarsvæðinu. Yfir árið seldust 640 eignir á mánuði og salan svipuð og í fyrra. Á árinu sem er að líða hækkaði fasteignaverð um 2,4% á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hækkunin ekki verið svona lítil frá árinu 2011. Fjölbýli hækkaði um 2,1% en sérbýli hækkaði um aðeins 1% og því undir verðbólgu. Á meðan er rífandi gangur á öðrum svæðum. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Þannig hefur verðmunurinn á fasteignaverði í þessum sveitarfélögum sem standa næst höfuðborgarsvæðinu og þeim sveitarfélögum sem eru svona víða, eða hverfin sérstaklega sem eru við jaðar höfuðborgarsvæðisins hefur verið að minnka núna í nokkur ár og er satt að segja ekki mjög mikill lengur. Margir leituðu út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum fyrir nokkrum árum. Á þessu ári hefur framboðið aukist til muna í borginni sem hefur valdið því að munurinn á verði minnkar. Jón Bjarki segir árið 2019 hafa einkennst af jafnvægi á fasteignamarkaðnum og útlit fyrir að næsta ár verði svipað. Jón Bjarki Bentsson: Við erum með þætti í rauninni bæði sem að styðja undir verðið og gera að okkar mati kannski minni líkur en meiri á að það þurfi endilega að lækka, við, áfram eru lánskjör hagstæð, fólki á landinu er að fjölga, eignastaða heimila er almennt vel ásættanleg og síðast en ekki síst, þá er kaupmáttur heimilanna, það er að segja, sem sagt, hvað áttu mikið í vasanum í raun og veru þegar þú ert búinn að verja svona í helstu nauðsynjar, (...) verðbólgu, það er sem betur fer ekki að dragast saman þó að það hafi aðeins gefið á bátinn í hagkerfinu. Verðið mun því mjakast hægt áfram upp á við og útlit fyrir að næsta ár verði ár kaupenda. Jón Bjarki Bentsson: Auðvitað hefur þróunin verið að færast í þá átt, við höfum verið að sjá sölutíma lengjast, hærra hlutfall eigna að fara undir ásettu verði sem hvort tveggja er til marks um að vindurinn sé kannski meira í bakið á kaupendum og þannig verðum við væntanlega næsta ár.
Mannleg mistök urðu til þess að kanadískur námsmaður hér á landi fékk höfnun á dvalarleyfi. Sviðsstjóri Útlendingastofnunar segist harma mistökin, farið hafi verið yfir málið hjá stofnuninni og gengið úr skugga um að svona mistök gerist ekki aftur. Á laugardag sagði Vísir frá því að Útlendingastofnun hygðist vísa Rajeev Ayer úr landi vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi eingöngu fjórum vikum áður en hann hefði lokið leiðsögumannsnámi við Keili. Eftir umfjöllunina óskaði dómsmálaráðherra eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um meðferð umsóknarinnar og kom þá í ljós að tvær umsóknir hafi legið inni hjá stofnuninni frá Rajeev. Mistökin felast í því að starfsmaðurinn sem afgreiddi málið vissi ekki að það væri komin ný umsókn sem gæfi honum rétt til að dvelja á landinu á meðan hún er í vinnslu. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun: Þetta eru mannleg mistök, vissulega, en við erum að fara yfir þetta mál hjá okkur, að ganga úr skugga um það að það séu ekki fleiri svona mál í kerfinu en okkar fyrsta skoðun gefur eindregið til kynna að þetta virðist vera einangrað tilvik. Ljóst er að fjölmiðlaumfjöllun flýttir fyrir leiðréttingu í málinu en Þorsteinn segir þó líklegt að mistökin hefðu uppgötvast áður en Rajeev hefði verið vísað úr landi, annaðhvort ef málið hefði verið kært til Kærunefndar útlendingamála eða þegar nýrri umsóknin hefði verið tekin til vinnslu. Þorsteinn Gunnarsson: En það er náttúrulega alltaf erfitt að fullyrða um svoleiðis, engu að síður hefðu þessi mistök ekki átt að eiga sér stað og við munum ganga úr skugga um það að þetta komi ekki fyrir aftur.
Kögun hf. hefur keypt 35,77% hlutafjár Opin Kerfi Group hf (OKG). af Straumi Fjárfestingarbanka hf. Kaupin, sem greidd eru með reiðufé, fara fram á genginu 26,5 krónur á hlut. Fjámögnun kaupanna mun fara fram með útgáfu hlutabréfa í Kögun hf. og með lántöku. Stjórn Kögunar hf. mun nýta heimild í samþykktum félagsins til hlutafjáraukningar að nafnverði 22,5 milljónir. Kaupverðið er rúmlega 2,85 milljarðar króna, en hið keypta hlutafé er að nafnvirði tæplega 108 milljónir. ? Við höfum fylgst með framgangi og útrás Opin Kerfi Group um nokkurt skeið og ákváðum að falast eftir hlut Straums í félaginu. Straumur reyndist hafa áhuga á að selja svo við gripum tækifærið," segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar. ? Við höfum trú á framtíð Opin Kerfi Group og sjáum ýmis tækifæri til samvinnu fyrirtækjanna og samlegðar og þá ekki síst við dótturfélögin Skýrr og Teymi." Gunnlaugur segir kaupin hafa borið mjög brátt að, en að Kögun geti séð fyrir sér að eiga hlutinn áfram og taka virkan þátt í stjórn OKG eða selja hann aftur að hluta eða öllu leyti, eftir atvikum. ? Við munum koma til liðs við stjórn OKG, setja okkur inn í málefni félagsins og gera okkar besta til að styðja við vöxt þess og útrás, enda mikil rekstrarþekking og reynsla í báðum fyrirtækjunum á sviði upplýsingatækni." Eignarhlutur Kögunar í OKG verður færður í reikninga félagsins með hlutdeildaraðferð. Viðskiptavild sem myndast verður metin hverju sinni með virðisrýrnunarprófi. Sveiflur í gengi OKG á markaði munu því ekki hafa bein áhrif á afkomu samstæðu Kögunar hf. Að svo stöddu eru ekki uppi fyrirætlanir um að bæta frekar við hlutafjáreign Kögunar í OKG. Óskað verður eftir hluthafafundi í Opin Kerfi Group hf. svo fljótt sem við verður komið, þar sem fram fari kjör nýrrar stjórnar
Engin úrræði eru í boði fyrir fórnarlömb mansals hér á landi eftir að Kristínarhúsi var lokað í byrjun árs. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta við kynningu ársskýrslu samtakanna í gær. Kristínarhúsi var komið á fót í september árið 2011. Samkvæmt ársskýrslu Stígamót fyrir síðasta ár, dvöldu ellefu konur og fimm börn í húsinu. Vandi þeirra var fjölþættari en starfskonur samtakanna bjuggust við. Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta: Konurnar sem að við hittum áttu við mjög margþættan og erfiðan vanda að stríða. Við vorum fyrst og síðast að glíma við fíkniefnaneyslu og geðræna vandamál og pimparnir og manseljendurnir voru enn með konurnar undir hælnum í mörgum tilfellum. Þannig að það var erfitt að, komumst yfirleitt ekki þangað að vinna úr afleiðingum vændis eða mannsals. Síðan Kristínarhúsi var lokað hefur þjónustu við vændiskonur sem vilja komast út úr aðstæðum sínum snarminnkað. Guðrún segir að Stígamót hafi reynt að fá stjórnvöld til að koma á fót verkefni til að aðstoða konur sem vilja losna úr vændi, en í raun sé engin með málaflokkinn á sínum herðum. Guðrún Jónsdóttir: Ætti samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar að vera komið í gang svona aðgerðaplan og verkferlar. Það hefur ekki gerst, það er engin einn aðili að skrá þessi mál og eftir að við lokuðum þá er mikil hætta á að mansalsmál hreinlega verði ósýnileg aftur og að konum sem að hafa verið seldar mansali gæti verið mætt sem annað hvort ólöglegum eða glæpamönnum eða að þörfum þeirra væri ekki mætt. Og það er afleitt.
Dallas Cowboys hafði mikla yfirburði í fyrsta heimaleik tímabilsins þegar liðið vann 41-21 sigur á Philadelphia Eagles í NFL deildinni í nótt. Fyrir ári síðan yfirgaf Dak Prescott leikvöllinn grátandi á hnjaskvagni eftir hryllileg ökklameiðsli en hann missti af stærsta hluta tímabilsins vegna þeirra. Meiðslin urðu í fimmta leik síðasta tímabils og eftir það fór nær allt bit úr leik Kúrekanna. Prescott hefur komið sterkur til baka og sýndi það og sannaði í leiknum í nótt. Prescott gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum og leiddi sína menn til öruggs sigurs. Cowboys liðið tapaði fyrsta leik leiktíðarinnar á móti meisturum Tampa Bay Buccaneers en hefur unnið báða leiki sína síðan. „Ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef gengið í gegnum, alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til að komast aftur í að gera það sem ég elska sem er að spila fótbolta. Það er hvergi betri staður til að spila fótbolta en hér,“ sagði Dak Prescott eftir leikinn. Hlauparinn Ezekiel Elliott náði sér aftur á strik en hann fór 95 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Innherjinn Dalton Schultz skoraði líka tvö snertimörk í sama leiknum í fyrsta sinn á hans ferli. Það voru líka margir stuðningsmenn Dallas liðsins mættir til að fagna endurkomu Prescott. Hann hafði reyndar spilað tvo útileiki með liðinu en fyrsti heimaleikurinn var alltaf ákveðin tímamót. Áhorfendur voru yfir 93 þúsund á leiknum í AT&T leikvanginum í nótt.
Íslenska loftvarnarkerfið verður rekið áfram sem hluti af evrópska loftvarnarkerfinu. Utanríkisráðherra tilkynnti þetta í dag. Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar verður hins vegar sagt upp störfum vegna endurskipulagningar. Óljóst hefur verið hver örlög Ratsjárstofnunar verða þegar Íslendingar taka við rekstri hennar á morgun. Bandaríkjamenn hafa séð um hann fram til þessa. Ratsjárstofnun sá um viðhald á húsnæði og vélbúnaði fjögurra ratsjárstöðva NATO hér á landi, allt þar til Bandaríkjaher fór af landi brott í fyrra. Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir því á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í vetur að bandalagið tæki að sér eftirlit með íslenskri lofthelgi. Hermálanefnd og fastaráð bandalagsins tóku nýlega ákvörðum um málið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra: Sem að var á þann veg að það væri mikilvægt fyrir bæði lofthelgi Íslands og fyrir sameiginlegar varnir NATO ríkjanna að að þetta kerfi yrði rekið áfram og tengt evrópska loftvarnarkerfinu. Að þá munum við að sjálfsögðu vinna út frá því og axla okkar ábyrgð sem sem NATO ríki og reka þetta kerfi áfram og standa við allar okkar skuldbindingar. Við verðum hins vegar að leita leiða til þess að að ná niður kostnaði við þetta kerfi. Hann er umtalsverður. Starfsemi Ratsjárstofnunar væri því endurskipulögð og öllum starfsmönnum hennar, 46 talsins verður sagt upp störfum. Margir þeirra verða þó ráðnir aftur. Stofnuninni er ætlað að halda áfram eftirliti með lofthelginni meðan verið er að stokka starfsemina upp. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Ég vil líka nefna í því sambandi að Ratsjárstofnun hefur núna, verið og rekið þrjú, þrjá ljósleiðara og er með samning við Símann sem hefur séð um reksturinn og Síminn hefur fengið greitt fyrir það 10 milljónir á mánuði. Ég tel að þetta sé eitt af því sem þurfi að endurskoða og vil að þessum ljósleiðurum verði komið meira í almenna notkun og við gefum íslenskum almenningi kost á aðgangi að þessum ljósleiðurum. Ingibjörg segir ljósleiðarann geta nýst íbúum landsbyggðarinnar og auka gagnaflutningsgetuna um allt að 60%. En geta 46 starfsmenn Ratstjárstofnunnar sinnt loftvörnum landsins eins vel og eitt hundrað sérþjálfaðir hermenn gerðu áður? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Það er náttúrlega alveg tve, ólíku saman að jafna. Þá var þetta kerfi að þjóna herstöð sem að var hér í í Keflavík, nú er það fyrst og fremst að fylgjast með lofthelginni okkar og og senda boð áfram til aðildarríkja NATO. Þetta er tvennt ólíkt, en ég er þeirrar skoðunar að að þetta eigi að fullnægja okkar þörfum, já.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður.
Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda sigruðu hugmyndasamkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Niðurstaða dómnefndarinnar var tilkynnt í gær, mánudaginn 10.mars, í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Dómnefndin var einróma um vinningstillöguna. Hönnunarmiðstöð greinir frá. Í lok síðasta árs efndi Akureyrarbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands til hugmyndasamkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Kennileitið á að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda íslands, á heimskautsbaugnum. Þá var leitað að myndrænu kennileiti eyjunnar sem gæti orðið aðdráttarafl og hægt væri að útfæra á ýmsa vegu, til dæmis við gerð minjagripa. Verkið heitir Hringur og Kúla og er grásteinskúla sem er 3 metrar í þvermál. Kúlunni er ætlað að standa á heimskautsbaugnum þar sem hann er á hverjum tíma, en samkvæmt útreikningum færist hann að jafnaði um 14.5 metra á ári vegna svokallaðrar pólriðu jarðar og er nú á 66° 33.9 N. Kúlan sýnir einungis legu heimskautsbaugsins. Sá sem gengur í kringum hana hefur farið norður fyrir heimskautsbaug og suður fyrir hann aftur. Kúlunni er velt á rétta breidd að vori ár hvert og þokast hún þannig norður af eyjunni nálægt árinu 2047. Samkeppnin var opin hönnuðum, arkitektum og myndlistamönnum. Skilafrestur gagna var til 31. janúar 2014 og verðlaunaféð var ein milljón króna.
Jólagæsina mun víða vanta á borð landsmanna í ár þar sem hún er uppseld í verslunum. Neysluvenjur landsmanna á aðfangadagskvöld eru að taka miklum breytingum. Verslunarmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur rætt við í dag eru sammála um að jólamaturinn verði sérlega fjölbreyttur í ár. Kalkúnninn er til að mynda mjög að sækja í sig veðrið og búast Hagkaupsmenn við að selja nánast jafnmikið af honum og gamla góða hamborgarhryggnum. Sumir eru hreinlega neyddir til að breyta út af hefðum sínum vegna skorts villibráð, svo sem jólarjúpum og gæs. Björn Þorláksson: Hvað með gæsina? Þórir Aron Stefánsson, hjá kjötdeild Hagkaupa á Akureyri: Það hefur bara ekkert verið hægt að fá hana núna. Það er bara ekkert til á landinu, nema bara á svarta markaðnum. Og ekkert verið hægt að fá neitt erlent heldur, erfitt að fá vottorð fyrir það. Þannig að það gengur mjög illa. Það verður ekkert hér. Björn: Er það ekki bölvanlegt, kvarta ekki margir yfir því að geta ekki fengið jólagæsina? Þórir Aron Stefánsson: Jú það eru mjög margir. Fólk vill hafa þetta en það bara gengur ekkert að fá það. En það eru margir sem að þurfa að finna eitthvað annað. Björn: Það er að sumu leiti þvingað að neysluhættir Íslendinga séu að breytast á jólum, ég meina, nú er engin gæs, rjúpan er nánast úr sögunni. En það er nú samt svolítið stórt skref finnst manni ef maður ætlaði að skipta á, segjum rjúpunni, og þessu ástralska kengúrukjöti sem nú selst nokkuð vel. Þórir Aron Stefánsson: Kengúran er mjög vinsæl. Það fer mjög vel af henni og dádýr og hjartakjöt. Þetta er allt að detta inn og bara aukast.
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni og brottvísun af heimili þeirra. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna málsins kemur fram að konan hafi mætt á lögreglustöðina við Hringbraut í Keflavík 7. janúar síðastliðinn og greint frá því að hún hefði orðið fyrir líkamsárás af hálfu mannsins fyrr um kvöldið á heimili þeirra. Hékk fram af svölum á 3. hæð Aðspurð um atburðarásina hafi hún greint frá því að ágreiningur á milli hennar og mannsins hafi endað með því að hún hljóp út á svalir sem séu við íbúð þeirra á 3. hæð og hafi hún hangið fram af þeim þegar nágrannar í íbúð á hæðinni fyrir neðan gripu um fætur hennar og björguðu henni. Var hún með sjáanlega áverka á andliti og draghölt að sögn lögreglu og var send til skoðunar hjá lækni. Daginn eftir var tekin skýrsla aftur af konunni sem greindi frá atburðum á sama hátt. Hún sagði manninn mjög illskeyttan í hennar garð þegar hann drykki áfengi. Maðurinn hafi verið að drekka bjór sem endaði með því að hann kýldi konuna í andlit og höfuð og reif í hár hennar. Sagði manninn hafa hótað að drepa sig Sagðist konan vera hrædd við manninn og óttaðist um eigið öryggi. Taldi hún líklegt að maðurinn myndi skaða hana frekar og óttaðist að hann kynni að framkvæma hótun sína um að drepa hana. Hún sagði manninn hafa margoft hótað að drepa sig, einnig með orðum í smáskilaboðum. Sagðist vera undir stöðugu eftirliti Sagði hún manninn vera ákaflega stjórnsaman og að hann sendi henni mjög mörg smáskilaboð á hverjum degi og að hún megi ekki eiga karlkynsvini á Facebook. Sagði hún manninn hafa hana algerlega undir eftirliti og að hún sé ekki frjáls. Hún greindi einnig frá því að þau hafi verið gift í langan tíma og eigi saman fjögur uppkomin börn. Sagði hún manninn hafa beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi síðastliðin 10 ár og að hún óttist hann afar mikið. Neitði sök og sagðist hafa bjargað lífi hennar Maðurinn neitaði við yfirheyrslu 8. janúar síðastliðinn að hafa beitt konuna ofbeldi. Hann sagði þau hafa rifist en aðallega hafi það verið konan sem var að nöldra í honum og hún hafi farið út á svalir og hótað því að hoppa fram af. Sagðist hann hafa haldið í hendur hennar svo hún myndi ekki falla fram af svölunum og þannig hafi hann bjargað lífi hennar. Hann sagði það ekki rétt að hann hefði beitt konuna ofbeldi síðastliðin 10 ár, þau hafi rifist annað slagið eins og gengur og gerist. Hann sagði konuna hafa hlotið áverka þegar hún reyndi að hoppa fram af svölunum. Hann neitaði að gera samning við lögreglu um að hann færi tímabundið af heimilinu svo konan gæti búið örugg á sínu heimili. Nágranni sagðist hafa bjargað konunni Nágranni sagði við skýrslutöku að hefði hann ekki gripið inn í og dregið konuna inn á svalir á annarri hæð hefði hún fallið niður þrjár hæðir, enda hafi hún misst gripið þegar nágranninn tók um mitti hennar. Þegar hún var komin inn í íbúðina hafi hún rokið út. Við skoðun á málaskrá lögreglu mátti finna eitt mál þar sem deilur virtust hafa verið á milli konunnar og mannsins. Það var í desember í fyrra þegar lögregla fór að heimili hjónanna vegna hugsanlegrar yfirstandandi líkamsárásar. Þar hittu lögreglumenn fyrir konuna sem sat í stiga á milli 2. og 3. hæð hússins og var í sjáanlegum uppnámi. Hún sagði manninn hafa hótað að beita hana líkamlegu ofbeldi fyrr um kvöldið, verið mjög ógnandi og til alls líklegur og því hafi hún flúið fram á stigagang þar sem nágrannakona hafi aumkað sér yfir hana og hringt á lögreglu. Gisti í geymslu til að forðast ofbeldi Hún sagði manninn hafa beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi í 10 ár og sé veikur á geði. Hún sagðist margoft hafa flúið íbúð þeirra hjóna vegna ofbeldis og farið niður í kjallara og gist þar í geymslu sem fylgi íbúð þeirra. Hún sagði geymsluna mjög litla og að hún yrði að sofa sitjandi þar inni. Þar sé heldur hvorki hiti né rafmagn. Þann 11. janúar síðastliðinn fóru lögreglumenn að heimili konunnar og virtist hún vera mjög hrædd við manninn. Hún þorði ekki að afhenda farsíma sinn þar sem hún óttaðist að þá myndi maðurinn drepa hana. Lögreglustjóri telur að rökstuddur grunur sé fyrir hendi um að maðurinn hafi framið refsivert brot og raskað friði hennar. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti ákvörðun lögreglustjórans að maðurinn skuli sæta brottvísun af heimili sínu til sunnudagsins 5. febrúar. Einnig að maðurinn skuli sæta nálgunarbanni til mánudagsins 3. júlí næstkomandi. Má hann ekki koma á eða í námunda við heimili konunnar og ekki á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis húsið. Jafnframt var lagt bann við að hann veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða hringi í heima-, vinnu- eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana.
„Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec, skammt frá Bratislava, á morgun í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM. Með sigri á morgun, og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag, gæti Ísland komist beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það veltur þó á úrslitum í öðrum riðlum. Ingibjörg stefnir ótrauð á EM og telur að Ísland verði með enn öflugra lið í lokakeppninni en núna, komist liðið þangað: Rætt á fyrsta fundi en svo ekki aftur „Markmiðið er að fara beint á EM en eftir að við töpuðum á móti Svíum [2-0 í síðasta mánuði] er þetta ekki alveg í okkar höndum. En við ætlum að klára okkar leiki. Við töluðum aðeins um það á fyrsta fundinum hérna úti hverjir möguleikar okkar væru en sögðum svo líka að það yrði í síðasta skipti í ferðinni sem við myndum ræða þá. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo sjáum við bara hvernig önnur úrslit verða.“ Ingibjörg lék á EM í Hollandi sumarið 2017 og vill ólm endurtaka leikinn: „Mér finnst ég líka aðeins meira undirbúin fyrir það núna. Það situr líka í manni að hafa ekki klárað það að komast á HM síðast, svo það er klárlega mikill vilji til að komast á EM. Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því. Við erum með flottan hóp, og ungu stelpurnar að koma inn, svo ég held að á þeim tímapunkti sem að EM er verðum við með enn betra lið. Við eigum að vera þar, finnst mér.“ Ingibjörg hefur átt afar góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og á meðan að margir leikmenn í íslenska liðinu hafa lítið eða ekkert spilað undanfarnar vikur hefur hún haft í nógu að snúast. Miðvörðurinn frá Grindavík hefur skorað fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Gæti unnið tvo titla og komist á EM í desember Vålerenga getur í desember tryggt sér norska meistaratitilinn, með sigri á Arna-Björnar í lokaumferðinni, leikur bikarúrslitaleik við Lilleström og mætir Bröndby í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það er búin að vera mikil törn hjá okkur, tveir leikir á viku síðustu vikurnar. Það er fínt að vera í takti, búin að spila marga leiki, og auðvitað allt öðruvísi en það sem stelpurnar hafa þurft að eiga við heima á Íslandi. En þær eru búnar að æfa vel saman,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta er búið að vera langt en skemmtilegt tímabil og núna í desember koma svo allir mikilvægustu leikirnir. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta og vonandi með því að fá eitthvað enn meira út úr tímabilinu.“
Áhrif háþrýstings Háþrýstingur á miðjum aldri er tengdur vitrænni skerðingu síðar á ævinni, blóðrásarheilabilun og hugsanlega Alzheimerssjúkdómi (Petrovitch o. fl., 2000). Háþrýstingur virðist geta haft áhrif á formgerð heilans því margar rannsóknir hafa sýnt að fólk með langvarandi háþrýsting hefur á efri árum meiri rýrnun heilavefjar og meiri skemmdir í hvíta efninu en fólk með eðlilegan blóðþrýsting (Salat o. fl., 2011; Skoog o. fl., 1996; Swan, Carmelli og Larue, 1998). Í sumum rannsóknum sjást þessi áhrif einnig í þeim tilfellum sem háþrýstingi er haldið í skefjum með lyfjum (Raz, Rodrigue og Acker, 2003; Salerno o. fl., 1992). Krufningarannsókn Petrovitch o. fl. (2000) á 243 einstaklingum sem voru á aldrinum 73 til 94 við andlát sýndi að háþrýstingur á miðjum aldri tengdist, auk rýrnunar heilavefjar, meingerð sem oftast er tengd Alzheimerssjúkdómi. Þá eykur háþrýstingur hættuna á æðaþrengslum, heilablóðfalli og blóðþurrðarskemmdum í hvíta efninu (Skoog og Gustafson, 2006). Ýmislegt bendir til að langvarandi háþrýstingur hjá fólki á miðjum aldri tengist slakari vitrænni færni síðar á ævinni. Anstey og Christensen (2000) tóku saman niðurstöður tíu rannsókna þar sem skoðuð voru áhrif háþrýstings á vitræna færni. Átta þeirra gáfu til kynna að háþrýstingur hefði neikvæð áhrif á vitræna færni. Höfundar komust að þeirri niðurstöðu að í heild virtust gögnin benda til að hækkaður blóðþrýstingur spáði fyrir um síðari hnignun í vitrænni færni og hafa margar aðrar rannsóknir stutt þá niðurstöðu (Swan o. fl., 1998; Ward, Carlsson, Trivedi, Sager og Johnson, 2005). Sumar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli háþrýstings og vitrænnar færni, óháð því hvort háþrýstingurinn er meðhöndlaður eða ekki (Elias, Elias, Sullivan, Wolf og D‘ Agostino, 2003), en aðrar benda til þess að háþrýstingur sem haldið er niðri með lyfjum hafi ekki áhrif á vitræna færni (Farmer o. fl., 1990). Tengsl við Alzheimerssjúkdóm. Háþrýstingur sem er til staðar á miðjum aldri, virðist vera áhættuþáttur fyrir Alzheimerssjúkdóm árum eða áratugum síðar (Kivipelto o. fl., 2001; Launer o. fl., 2000; Qiu, Winblad og Fratiglioni, 2005; Skoog o. fl., 1996) og sumar rannsóknir benda til að lyf við háþrýstingi minnki líkur á síðari þróun Alzheimerssjúkdóms (Forette o. fl., 2002; Guo o. fl., 2001; Launer o. fl., 2000; Skoog og Gustafson, 2006). Nokkrum árum áður en greining á Alzheimerssjúkdómi liggur fyrir er algengt að blóðþrýstingur lækki skyndilega og haldi áfram að lækka eftir því sem sjúkdómnum vindur fram (Qiu o. fl., 2005; Skoog o. fl., 1996). Talið er að þessi lækkun sé ein af afleiðingum sjúkdómsins, þó einng sé hugsanlegt að fólk með lágan blóðþrýsting á efri árum, sé í meiri hættu á að fá Alzheimerssjúkdóm en þeir sem hafa hærri blóðþrýsting (Guo, Viitanen, Fratiglioni og Winblad, 1996).
Um eitt og hálft ár er síðan fatamerkið Indriði var endurvakið en maðurinn á bak við hönnun þess, Indriði Guðmundsson klæðskeri, lést árið 2006, langt fyrir aldur fram. Indriði var þekktastur fyrir skyrturnar sem hann seldi undir eigin nafni auk þess sem hann hannaði og seldi um tíma bómullarbuxur og jakka, sérhannaða ermahnappa, leðurbelti, silkislaufur og hálsbindi. Hann var nýlega farinn að selja eigin jakkaföt og frakka þegar hann féll frá stuttu eftir opnun nýrrar verslunar sinnar í Kaupmannahöfn. Áður hafði hann rekið verslunina Indriða við Skólavörðustíg í nokkur ár. Indriði var að mörgu leyti einstakur maður í verslunar- og hönnunarflóru Íslendinga; bæði þótti hönnun hans falleg og afar vönduð en ekki síður var Indriði sjálfur einstakur maður og eftirminnilegur þeim sem honum kynntust. Styrmir Goðason, fyrrum samstarfsfélagi Indriða, hefur umsjón með nýju framleiðslunni ásamt eftirlifandi eiginkonu Indriða, Bryndísi Marteinsdóttur og dóttur þeirra, Írisi Indriðadóttur. Hann segir aldrei hafa verið fyrirhugað að hefja aftur framleiðslu á skyrtum Indriða enda hafi persóna hans verið svo stór hluti af vörumerkinu. Eftir að hafa ítrekað heyrt sögur frá saumastofum og klæðskerum þess efnis að menn væru að láta gera við slitna kraga og manséttur á Indriðaskyrtunum sínum var þó farið að íhuga framleiðslu á ný. „Allt frá 2007 heyrðum við sögur af mönnum sem voru að ganga að Indriðaskyrtunum sínum dauðum, svo oft klæddust þeir þeim. Margir gengu lengi í hálfónýtum skyrtum með slitnum manséttum eða snjáðum kraga eftir skeggbrodda.“ Það var þó fyrst í upphafi árs 2012 sem Styrmir og Bryndís ræddu þann möguleika að hefja framleiðslu á ný. Í kjölfarið skoðaði hún gömlu glósurnar hans Indriða og gömul snið sem legið höfðu í geymslu. „Sjálfur átti ég um 20 Indriðaskyrtur og þar með höfðum við grunn til að byggja á. Í byrjun árs 2013 ákváðum við að fara af stað eftir að hafa yfirfarið sniðin, efnin, verksmiðjur og máltöflur. Þar nutum við góðrar aðstoðar fyrrum samstarfsmanna Indriða eins og Oddnýjar Kristjánsdóttur klæðskera, Gerðar Bjarnadóttur kjólameistara og Gunnars Hilmarssonar.“ Mikilvæg smáatriði Indriði var hrifinn af mörgum mismunandi skólum þegar kom að skyrtum að sögn Styrmis en fyrst og fremst vildi hann gera skyrtur sem hentuðu íslenskum mönnum. „Skyrtan átti að vera þægileg og þrengja hvergi að án þess þó að vera víð. Svo átti hún að vera nógu síð svo hávaxnir menn, eins og hann sjálfur, væru ekki alltaf með allt upp úr að aftan. Að sama skapi eru skyrtur hans með lengri manséttum en gengur og gerist en það þótti honum mikilvægt.“ Smáatriðin í hönnun Indriða eru mörg að sögn Styrmis; sum eru komin frá honum en önnur nýtti hann úr hefðinni. „Dæmi um þetta er þvert hnappagat næst neðst. Það á að koma í veg fyrir að skyrtan glennist upp þegar menn setjast niður og ístran þrýstist út. Nokkuð algengt er að neðsta gatið sé svona en Indriði sagði ístru manna hafa mun meiri áhrif á næst neðsta gatið enda eru skyrtur hans frekar síðar. Ótal margt annað er hægt að telja upp sem fæstir taka eftir.“ Styrmir segir að á þeim tíma þegar Indriði opnaði verslun sína hafi íslenskir karlar ekki verið eins vel til fara og þeir eru í dag. „Indriði sagði oft að hans yfirlýsta markmið í þessu öllu væri að koma mönnum úr flíspeysunni og fótboltatreyjunni en hann hataði flíspeysur. Á þeim tíma þótti honum tískuskyrtur of tískulegar og spariskyrtur of íhaldssamar þótt auðvitað hafi verð hægt að fá mjög fallegar skyrtur víða, til dæmis hjá Sævari Karli.“ Indriða þótt mikilvægt að efnið væri gott og þægilegt viðkomu og ekki síður auðvelt í meðhöndlun, slitsterkt og fallegt. Sniðið var þó alltaf aðalatriðið í huga hans. Einlægur við alla Þjónustulund Indriða var einstök. Styrmir rifjar upp fyrsta vinnudag sinn fyrir jólin 2005 á Skólavörðustígnum. „Fyrsta sem hann sagði var að það væri bannað að segja „get ég aðstoðað?“ Ég yrði bara að finna upp á einhverju öðru. Þegar ég spurði hvers vegna svaraði hann „æ, það er bara svo leiðinlegt, það er hægt að segja svo margt annað”. Viðskiptavinurinn mátti aldrei fá á tilfinninguna að verið væri að selja honum eitthvað.” Indriði sagði gjarnan við Styrmi að þeir væru ekki hér til að selja drasl heldur til að leysa vandamál. „Fæstir menn vilja vera dregnir á asnaeyrunum heldur fá úrlausn vandans og líta vel út í kjölfarið. Það er okkar að sjá til þess að svo verði. Ef að skyrta fer illa á manni í mátun en hann vill kaupa hana, skaltu banna honum það og beina honum í rétta átt“. Slík framkoma kann að virka hrokafull en Indriði hafði einstakt lag á að segja skoðun sína umbúðalaust þannig að allir fóru að hlægja enda var hann einlægur í framkomu sinni og hafði mjög gott auga. Sem dæmi um viðmót Indriða segir Styrmir eftirfarandi sögu. „Eitt sinn kom málsmetandi maður inn í búðina sem hafði verslað þar áður. Nú vildi hann spjalla um tweed efni. Indriði hafði gaman að svona mönnum sem vildu fræðast og ræða málin. Indriði var í miðri einræðu um Harris Tweed þegar sá málsmetandi greip fram í og sagði „nei, það er nú ekki alveg rétt”. Indriði hætti að tala og svaraði „ætlar þú, maðurinn sem gengur um í flíspeysu, að fræða mig, klæðskerann, um Tweed efni?” . Ég stóð hjá þegar þetta samtal átti sér stað og leist ekki á blikuna. Báðir skellihlógu þeir svo að þessu kommenti hans og gott ef sá málsmetandi tók ekki loforð af Indriða um að hætta að ganga í flíspeysu. Hann komst upp með svona hluti án þess að virðast góður með sig. Sá málsmetandi fór svo út með skyrtu í poka.“ Í dag fást skyrtur Indriða í verslunum Herragarðsins. „Skyrturnar passa ótrúlega vel þar inni og við erum stolt að sjá þær með merkjum á borð við Stenströms, Armani, Ralph Lauren og Sand.“ Upphaflega voru tvær útgáfur valdir til sölu; upprunalega skyrtan sem er í beinu sniði og einnig skyrta sem Indriði gerði snemma árs 2005 sem var „fitted“. „Á þessu ári munum við svo bæta einni nýrri skyrtu við sem er „slim fit“ en prufan af henni barst með pósti viku eftir að Indriði lést. Sú var því næst á dagskrá þegar hann féll frá en hún er öll þrengri en hinar tvær. Fyrri tvær verða þó í sölu áfram.“
Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Addý Steinarrs hafa hrundið af stað styrktarátaki til stuðnings frændum okkar Færeyinga en mikið óveður gekk yfir eyjarnar á jóladag. Mikið tjón varð í kjölfar fárviðrisins, til að mynda rifnuðu þök af húsum, rafmagnslaust var á stórum svæðum og hviðurnar voru svo öflugar að bílar fuku á hliðina. Færeyingar hafa margsinnis komið Íslendingum til aðstoðar Rakel var viðmælandi Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lagði áherslu á að Færeyingar hafi alltaf staðið sína plikt og stutt Íslendinga þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur. „Ég hugsa að allir hljóti að muna eftir því [að Færeyingar komu okkur til hjálpar] til dæmis í hruninu, í kringum snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri og eins í Vestmannaeyjagosinu,“ sagði Rakel. Sjá einnig: Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Færeyska þjóðin lánaði Íslendingum eftirminnilega rausnarlega peningaupphæð, sem nam sex milljörðum íslenskra króna, í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súðavík árið 1995 söfnuðu Færeyingar ríflegu fé til stuðnings fórnarlamba, fjársöfnunin skilaði raunar meiru en söfnun Íslendinga sjálfra, ef miðað er við höfðatölu. „Okkur finnst vera tækifæri núna til þess að sýna Færeyingum sama bróður- og systurþel eins og þeir hafa alltaf sýnt okkur.“ Styrkja samband frændþjóðanna á Facebook Þær Rakel og Addý halda úti síðu á Facebook sem ber heitið Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Síðan var stofnuð árið 2014 í kjölfar þess að áhöfn færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg hafði verið neitað um þjónustu við Reykjavíkurhöfn. Fjölmargir hafa sett „like“ við síðuna, eða hátt í 14 þúsund manns. Rakel segir að þær hafi notað síðuna reglulega síðan þá, til dæmis til þess að koma áleiðis fréttum frá Færeyjum. Nú um jólin settu þær færeyskar og íslenskar fréttir af óveðrinu í Færeyjum inn á Facebook-síðuna og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Það urðu strax viðbrögð frá fylgjendum síðunnar. Þeir vildu að við nýttum tækifærið og gerðum eitthvað, sýndum Færeyingum frændrækni, bróður- og systurkærleika og styddum þá.“ Skrifuðu bréf til ráðamanna Rakel og Addý hafa þegar skrifað erindi til stjórnvalda þar sem þær koma á framfæri beiðni um að Færeyingar verði styrktir vegna stórfellds eignatjóns sem þeir urðu fyrir í ofsaveðrinu. Að sögn Rakelar hafa stjórnvöld ekki enn brugðist við beiðninni. „Við erum að skoða það, í kjölfar þess að fylgjendur síðunnar hafa verið að stinga upp á þessu sjálfir, hvort það ætti hreinlega að stofna reikning.“ Í augnablikinu eru þær að skoða það hvort möguleiki sé á því að koma upp styrktarreikningi til stuðnings Færeyinga og munu þær birta nánari upplýsingar um hann á Facebook-síðu sinni.
„Við ætluðum flest að eiga besta ár allra tíma þar sem 2020 hljómar mega vel en samkomubann var ekki það sem við vorum með í huga. Þannig að þegar samkomubannið skall á langaði mig að halda áfram að vera skapandi og á sama tíma dreifa smágleði og kannski gera eitthvað sem fólk gat látið sig hlakka til,“ segir Linda Jóhannsdóttir hönnuður. Linda á og rekur fyrirtækið Pastelpaper og undir nafni þess hannar hún meðal annars myndir og kort sem seld eru í hönnunarbúðum og á listasöfnum. Frá því að samkomubannið var sett á hefur hún skapað eina mynd á dag. Orginal verk á 6000 kall „Myndirnar skapa ég allar í A4 á pappír en annars engar reglur, bara hvað mig langar skapa þann daginn. Ég vildi hafa myndirnar á þannig verði að flestir, sem langaði að eignast verk, hefðu tök á því núna þegar efnahagur fólks er kannski ekki sá besti. Myndirnar eru allar orginalar þannig að það er bara ein af hverri, þær eru áritaðar og kosta sex þúsund krónur,“ segir Linda. Líkt og fjöldi listamanna hafði Linda hug á því að taka þátt í Hönnunarmars en þegar hátíðinni var frestað spratt upp hugmyndin að því að skapa eina mynd á dag. „Það kemur alltaf eitthvað gott út úr svona tímabili og eflaust gæti COVID kannski flokkast undir skapandi eyðileggingu, það er að ákveðin tækifæri tapast en á sama tíma myndast önnur og því um að gera að grípa þau. Ég vissi að það var mikilvægt fyrir mig að vera skapandi í samkomubanninu,“ segir hún og bætir við að hún fái sinn innblástur að miklu leyti frá litum. Þá segist Linda finna fyrir miklum meðbyr með verkefninu og listamönnum í ástandinu sem myndast hefur vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er einmitt á svona tímum sem fólk styður extra mikið við íslenska listamenn, sem er frábært,“ segir hún. Yfir þrjátíu verk seld „Það skiptir ekki máli hvort það eru myndlistarmenn, hönnuðir, tónlistarmenn, leikarar eða aðrar skapandi greinar, lífið væri verra án þeirra og held ég að flestir átti sig á því að þetta ástand hefur auðvitað mikil áhrif á þau eins og aðra, en fólk í skapandi greinum er oft með lítil fyrirtæki eða er verktakar þannig að það er lítið öryggi,“ segir Linda. Hún hefur nú skapað og selt 34 myndir og hyggst halda áfram með verkefnið. „Planið var að gera þetta út samkomubannið, svo var það framlengt svo ég hélt áfram og mun halda áfram að skapa mynd dagsins,“ segir Linda. „Það er frábært að sjá stuðninginn og vonandi komum við bara sterkari út úr þessu,“ segir hún. Mynd dagsins birtist á Instagram síðu Pastelpaper á hverjum degi klukkan 15.
Gunnar Þór Gíslason, sem var óbeinn eigandi fjárfestingafélagsins Mata, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna hlutabréfakaupa Mata í Kaupþingi, þeirra á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason. Mata keypti árið 2008 fimm milljónir hluta í Kaupþingi og voru kaupin að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum sem tók veð í eigin bréfum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Gunnar hvernig aðdragandinn að viðskiptunum hefði verið. „Ingólfur Helgason hringdi í mig og bauð mér þessi bréf til kaups. Það fylgdi líka með því að Kaupþing myndi fjármagna, til að byrja með að minnsta kosti, að öllu leyti þessi viðskipti,” sagði Gunnar. Saksóknari spurði hann þá hver hefði fyrst haft samband við hann vegna viðskiptanna og bar undir Gunnar framburð hans hjá lögreglu árið 2012. Þar sagði hann Magnús Guðmundsson hafa komið að máli við sig vegna hlutabréfakaupanna. Að sama skapi sagðist hann hjá lögreglu ekki hafa verið í sambandi við Ingólf vegna viðskiptanna. Talaði við Magnús fyrst, svo Ingólf Nokkurn tíma tók fyrir saksóknarann að fá fram það sem Gunnari og Magnúsi hafði farið á milli. Það kom þó í ljós að lokum að Magnús hafði samband við hann og spurði hvort að Mata hefði áhuga á að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun. Gunnar var þó klár á því fyrir dómi í dag, öfugt við það sem hann sagði hjá lögreglu, að Ingólfur hefði svo hringt í sig. „Ég tók vel í það [hugmynd Magnúsar um kaupin] og Ingólfur hringdi svo. [...] Þetta er misskilningur [það sem haft er eftir mér hjá lögreglu] að ég hafi ekki talað við Ingólf. Ég var að meina að ég hafi ekki verið í neinu sambandi við hann fyrr en vegna þessara viðskipta.” Þeir hafi síðan samið um magn og verð og kaupin hafi verið fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá Kaupþingi. Saksóknari spurði svo Gunnar hvort það hafi orðið eitthvað tap hjá vegna viðskiptanna. Hann sagði að það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið þar sem félagið átti ekki miklar eignir og skuldaði engum nema tengdum félögum. Þegar upp var staðið var því ekki mikil bein fjárhagsleg áhætta fyrir félagið af viðskiptunum. „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta” Næstur tók Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs Helgasonar, til við að spyrja Gunnar og spurði hann aftur út í framburð hans hjá lögreglu. Vitnaði Grímur beint í skýrslutökuna yfir honum en saksóknari hafði varpað upp samantekt úr skýrslutökunni. Orðrétt sagði Gunnar hjá lögreglu um samskipti sín við Ingólf vegna viðskipta Mata: „Ég er nokkuð viss um að við töluðum aldrei saman um þetta.” Verjandinn spurði Gunnar hvort væri rétt, það sem hann sagði þá eða nú, þremur árum seinna. Ítrekaði Gunnar þá að Ingólfur hefði boðið honum þessi bréf til kaups og að hann gæti í raun ekki útskýrt hvernig stæði á framburði sínum hjá lögreglu. Grímur bað Gunnar þá um að segja hvort hann vissi að Ingólfur hefði boðið honum bréfin og fjármögnun. Sagðist Gunnar vita að Ingólfur bauð bréfin en sagðist ekki vita með fjármögnunina.
Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Hann segist ekki vita nákvæmlega hversu miklu af stærðfræðinámi sínu hann hafi lokið. Smári McCarthy sem leiðir Pírata í Suðurkjördæmi er sakaður um að hafa farið rangt með upplýsingar um menntun sína á samskiptamiðlinum Linked-In en draga má þá ályktun í ferilskrá hans á miðlinum að hann hafi lokið BS-gráðu í stærðfræði sem hann gerði ekki. Í titli var hann hins vegar sagður stærðfræðinemi. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi: Það stendur efst á síðunni, sem ég notabene reyndi að loka fyrir mörgum árum að það væri, að sem sagt að ég væri nemi í stærðfræði. Og ég hef sennilega sett þetta inn, náttúrulega Linked-in er mjög leiðinlega ófullkomið að mörgu leyti. Ég hef væntanlega sett inn svona áætlaðan sem sagt tíma sem ég hef ætlað að vera í námi og svo náttúrulega bara úreldist það. Og bara já, þannig að í rauninni er ég ekki halda neinu fram þarna eða það var allavega ekki ætlunin. 1. júlí á þessu ári birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem segir að Smári McCarthy stærðfræðingur og vefhönnuður bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Svona fréttir eiga yfirleitt rætur í tilkynningum frá flokkum og frambjóðendunum sjálfum. En ekki liggur fyrir hvers vegna hann var titlaður með þessum hætti í Morgunblaðinu í umrætt sinn. Smári segist sjálfur ekki vita hvað hann hafi klárað mikið í þessu stærðfræðinámi. Smári McCarthy: Ég er ekki með einingarnar alveg á hreinu. Ég veit að ég var búinn með ágætlega mikið af einingum. En það voru ýmsir svona kjarnakúrsar í stærðfræðináminu sem að ég var ekki búinn að klára. En á samfélagsmiðlum fullyrti Smári að hann hefði átt lítið eftir af náminu. Sigrún Helga Lund, dósent og doktor í tölfræði og frambjóðandi Viðreisnar, hefur furðað sig á þessu en hún segir að Smári hafi aldrei náð að klára svo mikið sem fyrstu önnina í náminu. Þorbjörn Þórðarson: Sigrún Helga Lund segir að þú hafir verið að bulla um stærðfræði á Wikipedia þrátt fyrir að hafa fallið í kúrsum sem viðkomandi efni fjallaði um. Varstu að tjá þig um stærðfræðikúrsa eftir að þú hafir fallið í þeim? Smári McCarthy: Ekki, ég veit það ekki. Nei, sennilega ekki vegna þess að náttúrulega ég skrifa þetta upp eftir glósum þegar ég er í kúrsunum. Ef ég hef skapað einhvern mikinn rugling þá bara biðst ég afsökunar á því. Það er alls ekki tilgangurinn.
Landsréttur hefur staðfest farbann yfir erlendum karlmanni sem er grunaður um að gegna lykilhlutverki í umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Sönnunargögn þykja benda til þess að hann tilheyri hóp sem að hefur flutt mikið magn fíkniefna til landsins undanfarin misseri. Smyglið er talið vera hluti af skipulagðri brotastarfsemi erlendra glæpagengja hér á landi. Lögreglan komst fyrst á snoðir um málið þegar samtals tæp 5 kíló af hörðum fíkniefnum fundust í tveimur sendingum frá Þýskalandi og Bandaríkjunum. Í báðum tilvikum voru efnin falin í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Lögreglan beið eftir að efnin væru sótt og handtók síðan fimm menn. Tveimur sakborningum hefur þegar verið slepp úr haldi, hinir þrír eru taldir hafa gegnt lykilhlutverki í smyglinu, þar á meðal sá sem áfrýjaði gæsluvarðhaldsúrskurði sínum til Landsréttar án árangurs. Þremenningarnir verða því líklega áfram í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Þá sæta þeir farbanni enda málið umfangsmikið og talið teygja anga sína til nokkurra landa. Ljóst þykir að fleiri sendingar hafi borist til landsins með þessum hætti. Lögreglan hefur fundið fleiri tóma hólka eða grindur af sömu gerð og innihéldu fyrrnefnd fíkniefni. Talið er að um sé að ræða leifar af fyrri smyglsendingum. Mikið ósamræmi ríkir í framburði sakborninga og lögreglan stendur frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu. Að sögn lögreglu er málið þó byrjað að skýrast nokkuð.
Reisa þarf 6.500 fermetra hús til að mæta varðveisluþörf Listasafns Reykjavíkur, Minjasafnsins, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Sjóminjasafns Reykjavíkur. Þar af þyrfti síðarnefnda safnið 700 fermetra og Borgarskjalasafnið um þúsund fermetra. Þetta er mat starfshóps sem fenginn var til að endurmeta þörfina fyrir varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkurborgar. Svipuð forsögn var gerð árið 2008 og í stuttu máli er niðurstaða hópsins sú að þörfin fyrir slíku varðveislusetri sé enn brýnni en hún var fyrir fimm árum. Skýrsla hópsins var tekin fyrir í menningar-og ferðamálaráði í gær og í bókun ráðsins er ítrekuð þörfin á varðveislusetri, finna verði framtíðarlausn. Í skýrslunni segir enn fremur að Reykjavíkurborg greiði í dag tuttugu milljónir í leigu fyrir geymsluhúsnæði á ári vegna safna borgarinnar. Þar að auki greiðast átta milljónir í leigu til Eignasjóðs. Rafmagn, hiti, öryggisgæsla og aðrir rekstrarþættir eru ekki meðtaldir, að því er fram kemur í skýrslunni. Í niðurstöðum hópsins segir að tryggja þurfi að verðmæti glatist ekki eða verði fyrir skemmdum. Með nýju mati á listaverkaeign Reykjavíkur sé ljóst að geyma þurfi tugi listaverka sem teljast þjóðargersemar við mun betri aðstæður en verið hefur. Hættuástand hafi skapast við suma safnkosti borgarinnar á liðnum árum vegna bruna og leka. Þá segir jafnframt að munir Minjasafns liggi sumir undir skemmdum. Margir þeirra tengist heimilishaldi og atvinnulífi í höfuðborginni, þeir séu handgerðir og því bæði ómetanlegir og óbætanlegir. Ekkert varðveislurýma Árbæjarsafns uppfylli kröfur um rakastýringu, hitastýringu eða slökkvikerfi.
„Það verður öllu tjaldað til og verðum við meðRósu Guðrúnu SveinsdótturogKristjönu Stefánsdótturí bakröddum,Ara Braga Kárasoná trompet,Steinar Sigurðarsoná saxófón,Kára Hólmar Ragnarssoná básúnu ogÁsmund Jóhannssoná slagverk, til að lífga enn frekar upp á flutninginn,“ segirTómas Jónsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnarDusty Miller. Spurður út í nafn hljómsveitarinnar segir Tómas það koma úr nokkrum áttum en aðallega úr veiðiflugubransanum. „Elvar er mikill veiðimaður og benti okkur á þetta fagra nafn sem hann rakst á í skemmtilegri veiðiflugnabók.“ Sveitin kemur fram á útgáfutónleikum í Tjarnabíói á laugardagskvöldið næstkomandi. „Við byrjuðum sem fusion/bræðingshljómsveit og lékum meðal annars lög eftirMezzoforteog fleiri slíkar sveitir en skiptum aðeins um gír þegar söngvarinn og píanistinnElvar Örn Friðrikssongekk til liðs okkur,“ segir Tómas kátur. Ásamt þeim Elvar Erni og Tómasi skipa sveitinaAron Ingi Ingvasontrommuleikari,Kári Árnasonbassaleikari ogRögnvaldur Borgþórssongítarleikari. Music by Dusty Millerer fyrsta plata hljómsveitarinnar Dusty og var hún tekin upp í september 2012, í Stúdíói Paradís og kom út fyrir skömmu. Sveitin var stofnuð veturinn 2011 og tæpu ári seinna var lagt í gerð þessarar fyrstu plötu. Meðlimir sveitarinnar eru, þrátt fyrir ungan aldur, nokkuð reyndir þátttakendur úr íslensku tónlistarlífi og hafa undanfarin ár spilað með hljómsveitum á borð við Fjallabræður, Jón Jónsson, ADHD og Perlu. „Tónlistinni á plötunni okkar, sem inniheldur tíu lög, hefur verið lýst sem sálarskotnu hreðjapoppi,“ útskýrir Tómas. Þess má til gamans geta að sveitin fjármagnaði plötu útgáfuna sjálf. Semja allir meðlimir sveitarinnar tónlistina? „ Það er allur gangur á því, en á þessari hljómplötu semur Elli mest en við hinir höfum jafnt og þétt fært okkur upp á skaftið,“ segir Tómas. Tónleikarnir verða haldnir íTjarnarbíóiog mun húsið opna klukkan 21.00. Miðaverð í forsölu verður 1.500 krónur og 2.000 krónur við innganginn. Einnig verður hægt að kaupa miða og plötu á 3.000 krónur við innganginn.
Margrét Edda Gnarr hefur getið sér gott orð í líkamsræktarheiminum. Hún hefur þó gengið of langt á tímum og þarf að hafa sig alla við til að fara ekki út í öfgar. Margrét var gestur í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær en saga hennar hefst þegar hún byrjaði í skóla í fyrsta bekk. Hún varð fyrir einelti vegna útlits, rauða hársins og frekna. „Ég skildi ekki af hverju krakkar voru svona andstyggileg við mig. Ég byrjaði þá að fá svona hugmynd um að ef ég myndi líta einhvern veginn öðruvísi út þá yrðu allir meira næs,“ segir Margrét. Hún eignaðist þó eina vinkonu sem hún leit mjög svo upp til. Sú var ljóshærð og kát og sæt eins og Margrét orðar sjálf. „Ég hugsaði með mér ef ég liti kannski meira út eins og hún yrði allir rosa næs við mig. Ég var mjög trúuð á þessum tíma og fór alltaf með faðir vorið áður en ég fór að sofa með mömmu minni en svo þegar mamma fór var ég með mína eigin bæn þar sem ég bað guð um að breyta hárlitnum mínum því ég vildi vera svona ljóshærð eins og vinkona mín. Ég trúði alveg innilega að hann myndi gera þetta fyrir mig og hljóp alltaf inn á baðherbergi næsta dag og varð alltaf fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Margrét en eineltið varð alltaf verra og verra og sjálfstraustið því minna og minna. Á þessum tíma horfði Margrét mikið á MTV og þá sérstaklega á Britney Spears og Christina Aguilera, þráði ljósa hárið þeirra og hélt að ef hún líktist þeim meira yrði hún samþykkt. Fókusinn fór ekki bara í þetta heldur einnig í íþróttir enda kraftmikið barn. Hún byrjaði að æfa listdans á skautum og var mjög efnileg. „Þegar ég var í kringum ellefu, tólf ára byrjaði ég að fara í gegnum breytingarskeiðið og ég man bara eftir því hvað ég fékk ótrúlega mikla matarlyst. Ég var farin að stela pening úr vösunum hjá mömmu til að geta farið út í sjoppu til að geta keypt mér nammi og ég þyngdist mjög hratt á þessum tíma, eins og mjög margar stelpur gera á þessu viðkvæma tímabili,“ segir Margrét en þarna varð eineltið lúmskara með árunum og töluvert verið að skilja hana út undan. Þarna vildi hún ekki mæta meira í skólann og því ákvað móðir hennar að færa hana um skóla þegar hún var hálfnuð með áttunda bekk. Ástandið batnaði varðandi eineltið en skaðinn var skeður og hún var brotin, óörugg og alltaf í vörn. Hún hætti að æfa skauta eftir meiðsli og skipti yfir í Taekwondo með vinkonu sinni. „Ég elskaði að fara á æfingar og vildi bara vera í þessu umhverfi. Ég byrjaði í klúbbi hérna í Reykjavík og æfði þrisvar í viku,“ segir Margrét en þar sem hún þótti það góð fékk hún að æfa mun oftar í viku og var í raun alltaf á æfingu. „Ég léttist mjög hratt án þess að taka eftir því og þá byrjaði fólk rosalega mikið að hrósa mér fyrir það hvernig ég liti út. Ég tengdi þetta tvennt saman og hugsaði ef ég borða bara lítið þá mun ég léttast enn meira. Þarna voru krakkar farnir að bjóða mér með í partý sem gerðist aldrei.“ Margrét borðaði því alltaf minna og minna og varð alltaf mjórri og mjórri. Að lokum lét þjálfari hennar vita að þetta gengi ekki lengur. Þá var Margrét orðin máttlaus og reyndi að losa sig við allt það litla sem hún lét ofan í sig og var orðin þunglynd. „Öll mín unglingsár var ég rosalega mikið í anorexíu og komst á minn botn árið 2011 þegar ég fór niður í 46 til 47 kíló. Þegar ég keypti mér föt þurfti ég að fara í barnadeildina. Ég einangraði mig frá fjölskyldu og vinum í einhverja nokkra mánuði. Það eina sem ég hugsaði um var að verða mjórri og mjórri og langaði rosalega mikið að geta náð utan um upphandlegginn á mér og reyna komast í minni buxur.“ Margrét fann fyrir hjartsláttatruflunum og það hræddi hana. Í afmæli litla bróður hennar, eftir að hafa ekki séð fjölskylduna í nokkurn tíma kom svo sjokkið. „Það voru allir bara mjög áhyggjufullir á svipinn og eftir afmælið hringir mamma mín í mig og sagði mér að systir mín hefði gjörsamlega brotnað niður eftir þessa heimsókn mína því hún sá fyrir sér að ég væri að deyja.“ Margrét segir að þá fyrst hafi hún viljað snúa við blaðinu. Hún byrjaði að borða meira, setti sér æfingaplan og allt gekk betur. Hún viðurkennir þó að það hafi verið erfitt að sjá kílóunum fjölga. „En á móti fannst mér mjög gaman að verða sterkari. Ég byrjaði að mæta þrisvar sinnum í viku í ræktina og fór svo að mæta fimm til sex sinnum. Það eina sem mig langaði var að verða sterkari,“ segir Margrét sem kynntist þarna fitness. „Ég leit á þetta sem tækifæri til að hjálpa mér í mínum bata,“ segir Margrét sem fór að ganga vel á mótum. „Með hverju móti fór ég að verða strangari og strangari á matarræði mínu. Seinustu ár hafa verið þannig að ég var aftur komin á þann stað sem ég var á árið 2011.“ Margrét fann á ný fyrir hjartsláttastruflunum og vissi að hún væri á rangri leið. „Þarna var ég orðin svona 55 kíló en með miklu meiri vöðvamassa. Ég fór að sjá fyrir mér ungar stelpur að skoða myndir á Instagram þegar ég var í keppnisformi og að þær hugsi með sér að þurfa líta svona út til að fá marga fylgjendur á Instagram. Ég eyddi öllum þeim myndum og fór að einblína á það að ná bata og vera góð fyrirmynd,“ segir Margrét sem er í dag um 65 kíló. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Snæfell vann nauman 71-67 sigur á Val í Dominos-deild kvenna í kvöld en Snæfell sem leiddi frá fyrstu mínútum leiksins átti í erfiðleikum með að hrista sprækar Valskonur frá sér. Snæfellsliðið var skrefinu á undan allan tímann í þessum kaflaskipta leik en Valskonur neituðu að gefast upp og hleyptu Snæfellsliðiðinu aldrei of langt frá sér. Síðast þegar þessi lið mættust var Valsliðið einfaldlega fallbyssufóður fyrir lið Snæfells en leiknum lauk með 82-38 sigri Snæfells á heimavelli. Snæfell setti fyrstu tvær körfur leiksins í kvöld og komst í 5-0 en þá virtust Valskonur vakna til lífsins og fóru að spila betri sóknarleik. Náðu þær að halda í við Snæfell allan fyrsta leikhluta og ná forskotinu um tíma en Snæfell leiddi að fyrsta leikhluta loknum, 22-21. Snæfell byrjaði annan leikhluta af krafti og náði þegar mest var níu stiga forskoti um miðbik annars leikhluta en þá tóku Valskonur aftur við sér og fóru að saxa á forskot Snæfells. Fór Karisma Chapman fyrir liði Vals í fyrri hálfleik en hún minnkaði muninn aftur niður í eitt stig, 38-39, með flautukörfu undir lok fyrri hálfleiks. Tókst Valsliðinu að jafna stigaskor sitt úr fyrri leik liðanna strax í fyrri hálfleik í kvöld en Karisma bar liðið á herðum sér með 21 stig og 10 fráköst í fyrri hálfleik. Þriðji leikhluti var keimlíkur öðrum leikhluta. Aftur byrjaði Snæfell mun betur en Valskonur voru aldrei langt undan og náðu að minnka muninn í fjögur stig skömmu fyrir lok leikhlutans, 51-55. Orkubirgðir Valsliðsins virtust einfaldlega á þrotum í upphafi fjórða leikhluta en aðeins þrír leikmenn liðsins höfðu skorað í leiknum fram að því. Náði Snæfell tíu stiga forskoti skömmu fyrir lok leiksins en með góðum kafla á lokasekúndum leiksins tókst Valskonum að minnka muninn aftur niður í fjögur stig þegar lokaflautið hljómaði. Karisma var atkvæðamest í liði Vals í kvöld en hún lauk leik með 31 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Þá bætti Guðbjörg Sverrisdóttir við 22 stigum en aðeins fjórir leikmenn Vals komust á blað í kvöld. Í liði Snæfells náði Haiden sér á strik í seinni hálfleik eftir að hafa aðeins verið með fjögur stig í hálfleik en hún var með átján stig í öllum leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Þá bætti Gunnhildur Gunnarsdóttir við 16 stigum og Bryndís Guðmundsdóttir öðrum tólf stigum. Valur-Snæfell 69-72 (21-22, 17-17, 13-16, 18-17) Valur:Karisma Chapman 33/19 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 26/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 2/4 fráköst. Snæfell:Haiden Denise Palmer 18/13 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 16, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/5 fráköst. Ingi Þór: Hélt að við værum undir í seinni hálfleik miðað við skotvalið „Ég er ánægður með að við náðum að vinna þennan leik þó að það hafi sést langar leiðir að þetta væri fyrsti leikur eftir jól,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sáttur að leikslokum, aðspurður hvort það hefði verið léttir að heyra lokaflautið í kvöld. „Mér fannst leikmennirnir mínir ekki nægilega öflugir í kvöld, það er spurning hvort það hafi einhverjar sykurhúðaðar kartöflur setið í þeim.“ Ingi sagðist ekki hafa búist við annarri eins slátrun og þegar liðin mættust fyrr í vetur. „Við vissum að það er meira varið í þetta Valslið en þær sýndu í leiknum gegn okkur í Stykkishólmi. Við áttum frábæran leik þann dag en alls ekki jafn góðan í kvöld,“ sagði Ingi. Ingi var ósáttur með ákvörðunartöku leikmanna sinna í leiknum. „Ég hélt um tíma að við værum undir í seinni hálfleik því skotvalið hjá leikmönnunum mínum var mjög undarlegt. Við vorum of kærulaus á báðum endum vallarins og þær náðu alltaf að minnka muninn í stað þess að við næðum einhverju forskoti.“ „Vörnin var ekkert sérstök í dag, stelpurnar voru skrefinu og seinar í vörn að mínu mati. Það var jákvætt að við náðum að halda Karisma í tveimur stigum í þriðja leikhluta eftir að hún setti 21 stig,“ sagði Ingi sem vildi gera út um leikinn í þriðja leikhluta. „Við fengum tækifæri til þess að ná afgerandi forystu í þriðja leikhluta, þær fá framlag frá tveimur manneskjum í seinni hálfleik og það á ekki að duga til. Við þurfum að spila mun betur gegn þeim á laugardaginn ef við ætlum að vinna þær hérna í bikarnum,“ sagði Ingi að lokum. Ari: Auglýsi eftir öðrum leikmönnum liðsins „Við spiluðum nokkuð vel í kvöld þótt það hafi komið upp mistök inn á milli,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, brattur að leikslokum. Snæfell var skrefinu á undan allan leikinn en gekk illa að hrista Valsliðið frá sér. „Þær komumst yfir og við náðum aldrei að brúa það bil. Við vorum að elta þær allan leikinn og það sást kannski aðeins á spilamennskunni hérna undir lokin. Það er erfitt að vera alltaf að eltast við þær og það hefði verið gott fyrir sálræna þáttinn að komast yfir en svo fór sem fór.“ Aðeins fjórir leikmenn Vals komust á blað í kvöld en þrír þeirra sáu um stigaskorunina fyrir Val. Ari var ósáttur með spilamennskuna hjá öðrum leikmönnum liðsins. „Ég auglýsi eftir öðrum leikmönnum liðsins. Aðeins þrír skoruðu í kvöld, fjórir ef ég tel með vítaskotin þegar leikurinn var búinn. Ég auglýsi eftir því að leikmennirnir mínir stígi upp og geri eitthvað,“ sagði Ari ósáttur og bætti við: „Það er hægt að vinna leiki þótt aðeins þrír skori en það er betra að aðrir leikmenn spili þannig að þær geti aðeins kælt sig niður.“ Ari sá jákvæða punkta í tapinu en síðast þegar þessi lið mættust var Valskonum einfaldlega slátrað með 44 stiga mun. „Við reyndum að hugsa ekkert út í þann leik, við einbeittum okkur bara að leik kvöldsins. Ég var ánægður með ýmislegt í kvöld en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir okkur. Þær pressuðu okkur hart og okkur tókst ekki að svara því.“ Bryndís: Vorum að flýta okkur of mikið „Við þurftum að hafa virkilega mikið fyrir þessu. Valsliðið er mjög gott lið og það er ekki hægt að mæta hingað í Vodafone-höllina með hálfum hug,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir kát að leikslokum. Bryndís tók undir orð þjálfara síns þegar hún ræddi ákvarðanir liðsins í kvöld. „Mér leið eins og við værum undir í seinni hálfleik því við vorum að flýta okkur allt of mikið. Fyrir vikið náðum við ekki almennilegum sóknum og náðum aldrei að bæta við forskotið. Við vorum að taka skotin allt of snemma.“ Aðeins fjórir leikmenn Vals komust á blað í kvöld en Karisma og Guðbjörg sáu um 59 af 67 stigum liðsins í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að spila nægilega góða vörn gegn bandaríska leikmanninum þeirra og við vorum ákveðnar að stoppa hana í seinni hálfleik. Við þurfum að koma mun ákveðnari í vörn í bikarleikinn á sunnudaginn.“ Bryndís sagði að það væri gott að vera komin af stað á ný eftir jólafríið. „Ég held að það hafi verið smá jólabragur á leiknum. Leikmennirnir urðu þreyttir og spilamennskan var ekkert frábær á löngum köflum,“ sagði Bryndís létt að lokum.
Síðasta embættisverk Oddnýjar Harðardóttur á stóli fjármálaráðherra var að kynna breytingar á barnabótakerfinu en á Ríkisráðsfundi nú rétt fyrir hádegið tók Katrín Júlíusdóttir við ráðuneytinu af Oddnýju. Heildarupphæð bótanna hækkar um þrjátíu prósent og tekjuskerðingarmörk hækka einnig. Oddný kynnti breytingarnar í morgun en með þeim er að hennar sögn verið að mæta ákalli um hækkun bótanna, en fjárhæð barnabóta eða tekjuskerðingarmörk hafa ekki tekið neinum breytingum frá árinu 2009. Á sama tíma hefur tekjufall og skuldaaukning landsmanna ekki síst bitnað á barnafjölskyldum. „Og því erum við að mæta með því að hækka upphæðina sem við verjum til barnabóta um þrjátíu prósent. Við hækkum bætur en við teygjum líka upp á tekjuásnum þannig að það eru fleiri sem fá óskertar bætur við þessa breytingu." Oddný segir að kostnaðurinn við breytingarnar sé 10,8 milljarðar á næsta ári en breytingarnar eiga að taka gildi í byrjun næsta árs. Viðbót vegna barna yngri en sjö ára hækkar um tæpar fjörutíu þúsund krónur og verður hundrað þúsund. Þá hækka tekjuskerðingarmörk einhleypra foreldra upp í tvær komma fjórar milljónir og hjá foreldrum í sambúð fara mörkin upp í fjórar komma átta milljónir. Tillagan hefur þegar verið samþykkt í ríkisstjórn og næsta skref er að leggja frumvarp þessa efnis fyrir Alþingi. Að sögn Oddnýjar er þó aðeins um ákveðinn millileik að ræða, framtíðarsýn núverandi Ríkisstjórnar sé að koma á fót nýju kerfi barnatrygginga. „Framtíðarsýnin er auðvitað sú að barnabætur verði ótekjutengdar, við erum ekki komin þangað, en þangað eigum við að stefna."
Sextán heimilislausir vörðu jólanóttinni í Konukoti og gistiskýlinu við Þingholtsstræti í Reykjavík og á annað hundrað manns borðuðu jólamatinn hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi. Þá héldu tvær konur með tvö börn jólin í Kvennaathvarfinu. Tvær konur gistu í Konukoti í nótt en þar gistu fimm konur um jólanóttina í fyrra. Þangað kom kokkur um fimmleytið í gær og eldaði Hamborgarhrygg en þetta eru fjórðu jólin í röð sem hann kemur og eldar jólamatinn í sjálfboðastarfi. Eftir matseldina hélt hann svo heim til fjölskyldu sinnar til að halda jólin hátíðleg. Fjórar konur voru komnar til að snæða jólamatinn og gista í Konukoti en rétt fyrir klukkan sex var tveimur þeirra boðið heim til skyldmenna. Eftir jólamatinn fengu konurnar jólagjafir sem borist höfðu kotinu en þar að auki safnaði sjálfboðaliði fjölda jólagjafa í nafni konu sem lést í vetur en hún hafði verið fastagestur hjá Konukoti. Eftir að gjafirnar höfðu verið teknar upp fór sjálfboðaliði með konunum tveimur til miðnæturmessu. Fjórtán heimilislausir karlar vörðu jólanóttinni í gistiskýlinu við Þingholtsstræti. Í fyrra voru þar átta næturgestir. Hópurinn borðaði jólamatinn hjá Hjálpræðishernum en þar var fullt út úr dyrum og 40 sjálfboðaliðar að störfum. Um 150 gestir og starfsmenn gæddu sér þar á lambalæri og rjúpum og fengu ís og kaffi í eftirrétt. Að því loknu var gengið í kringum jólatréð og sungin jólalög. Hjá Hjálpræðishernum búast menn við að hátt í 50 manns verði í hádegismat í dag. Karlarnir í gistiskýlinu fengu jólagjafir frá velunnurum en að sögn starfsmanns þar þótti nokkrum karlanna afar miður að geta ekki keypt jólagjafir handa ástvinum sínum. Í Kvennaathvarfinu voru tvær konur og tvö börn þeirra í nótt. Þau fengu jólamat og gjafir frá velunnurum.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að 20 ára nýtingarsamningar á aflaheimildum, eins og hugmyndir eru uppi um, sé of skammur gildistími en það fari þó eftir útfærslu. Hann segir nauðsynlegt að tillögur um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og nýja útfærslu veiðigjalds liggi fyrir sem fyrst. Hugmyndir eru uppi um nýtingarsamninga á aflaheimildum til 15 til 20 ára, að hætta við svokallaða leigupotta sem voru í kvótafrumvörpum fyrri ríkisstjórnar og að breyta útfærslu veiðigjalda sem myndi væntanlega leiða til lækkunar þeirra. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir sambandið tilbúið til viðræðna við stjórnvöld á þessum forsendum. Gildistíminn skipti hins vegar miklu máli. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ: Við myndum segja að, að samningar til 15 ára væri hins vegar allt, allt of skammur tími og 20 ár líka. En þetta, eins og ég segi, byggir dálítið mikið á útfærslunni, hversu langur er samningurinn, hver er rétturinn til framlengingar og endurnýjunar á samningnum og svo framvegis. Kolbeinn segir að horfa þurfi á veiðigjöldin í samhengi við þessar breytingar. Það þurfi að hafa þau þannig að hægt sé að lifa við þau. Kolbeinn Árnason: Ég held að við eigum kannski að sleppa því að ræða nákvæmlega fjárhæðir núna en, en það er ljóst að eins og þau hafa verið að virka undanfarið þá, þá er þetta farið að hafa verulega neikvæð áhrif á mörg útgerðarfyrirtæki og þarfnast endurskoðunar. Kolbeinn segir orðið mjög brýnt að tillögur fari að sjást. Slæmt sé ef það bíður svo lengi að ekki náist að afgreiða breytingarnar á vorþingi. Kolbeinn Árnason: Þessi óvissa sem að er í greininni mun þá framlengjast sem að gerir það að verkum að, að hérna rekstrarumhverfið er ekki gott og leiðir til, mögulega til þess að, að hérna að útgerðarfyrirtæki verða að taka ákvarðanir á grundvelli þessa, ja þessa óöryggis.
Viðræðum um brottför varnarliðsins fram haldið í Washington á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum til þessa og engar upplýsingar fengist frá stjórnvöldum um hvaða kröfur þau hafa gert varðandi viðskilnað hersins. Hálft ár er liðin síðan Bandaríkjamenn tilkynntu einhliða að her þeirra færi af landi brott í lok þessa mánaðar. Síðan hafa menn mikið velt vöngum yfir hvernig vörnum landsins verði háttað, hvað verði um mannvirki hersins á vellinum og hver sjái um hreinsunarstarf á svæðinu svo eitthvað sé nefnt. Viðræður hafa staðið yfir á milli íslensku og bandarísku samninganefndanna en stjórnvöld hafa ekkert viljað gefa upp um gang þeirra, hvorki um varnirnar sjálfar né viðskilnaðinn. Leyndin hefur á köflum verið svo mikil að í einhverjum tilvikum fékkst ekki uppgefið fyrr en eftir á hvar og hvenær samningarviðræðurnar fóru fram. Úr þessu hefur verið bætt og var til dæmis tilkynnt síðasta föstudag að næsti fundur yrði í Washington á morgun. Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum helgina voru forsætis- og utanríkisráðherra gagnrýndir harðlega fyrir leyndina sem hvílir yfir viðræðunum og um framtíðarnýtingu svæðisins. Fráfarandi formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu Útvarpsins að þótt ekki væri hægt að segja nákvæmlega til um hvernig hlutirnir væru hefðu menn vonast til að fá vitneskju um einhverjar hugmyndir sem unnið væri með. Síðustu þyrlur varnarliðsins fara héðan af Keflavíkurflugvelli á föstudag og nákvæmlega tveimur vikum síðar leggst öll starfssemi hersins hér niður og síðustu starfsmennirnir ganga út. Enn er algerlega óljóst hver framtíð þessa svæðis verður og má í rauninni segja að almenningur sé engu nær nú en hann var fyrir hálfu ári síðan. Opinber umræða um kröfur Íslendinga, tillögur eða hugmyndir hefur ekki farið fram. Ráðamenn hafa sagt að ekki sé eðlilegt að viðræðurnar fari fram í fjölmiðlum. Herstöðvum hefur víða verið lokað í Evrópu og dæmi eru um að íbúðarhúsnæði hersins eins og þau fjölbýlishús sem eru á vellinum hafi verið nýtt í borgaralega þágu eftir að herstöðin er lögð niður. En hvað stjórnvöld vilja gera við þetta húsnæði er á huldu. Að minnsta kosti tvær skýrslur hafa verið gerðar um mengun á varnarliðssvæðinu, önnur af heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og hin af umhverfisskrifstofu varnarliðsins. Þær hafa ekki verið gerðar opinberar og almenningur hefur því litla sem enga hugmynd um hversu mikil mengunin er og hvað kostar að hreinsa svæðið.
Nú er mér aftur nóg boðið. Vorum við ekki að fá konu í stjórnmálin í flokki þar sem var, allavega einu sinni, verið að vinna fyrir fólkið í landinu. Verkamannaflokkurinn vinstri grænir, hvað varð um það að halda utan um fólkið á lægstu laununum. Þar á meðal aldraðir og öryrkjar, og nú er formaður flokksins orðinn forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Ég get ekki séð að launin hafi hækkað hjá þessum hópum, en kjararáð hækkaði launin hjá þingmönnum upp úr öllu valdi. Sem eldri borgari hefði ég verið ánægð með þá hækkun og ég tala ekki um ef ég fengi bílastyrk við að aka milli landshluta. Eða lækkun á innanlandsflugi svo maður hafi efna því að fljúga á milli landshluta. Ég á t.d. dóttur á Þingeyri sem mig langar að heimsækja oftar en einu sinni á ári, hitta tvo yndislegu drengina hennar, barnabörn mín, reyndar á ég 4 indælis barnabörn í viðbót sem búa nær mér, tvo drengi í Hafnarfirði og tvær stúlkur í Keflavík. En ef ég fengi bílastyrk til að kaupa mér bíl sem ég gæti ferðast á, sem er treystandi í langkeyrslu, en ekki í gamlan bíl sem er ekki treystandi, og svo ég gæti losnað við að borga miklar viðgerðir á gamla bílnum sem er 14 ára. Það er búið að hækka frítökumörkin fyrir aldraða upp í hundrað þúsund fyrir þá sem geta unnið, en þeir sem geta ekki unnið fá enga hækkun, en svo er til fólk sem gæti unnið þrjá tíma í senn t.d. tvisvar í viku, eins og ein kona sagði þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera eftir lát eiginmanns síns: „Hver heldur þú að ráði 54 ára konu í vinnu?“ Því síður myndi kona orðin 67 ára, löglegur eldri borgari, fá vinnu - held ekki. Hér áður fyrr treysti ég á núverandi forsætisráðherra og kaus meira segja flokk hennar en nú hefur hún brugðist mér ásamt fleira fólki. Ég hef reyndar kosið fleiri flokka svo sem Framsókn og Samfylkinguna eftir því sem kosningaloforðin hafa verið, en allir hafa þeir brugðist og ekki staðið við sín loforð. Svo nú hef ég leitað á ný mið hvort það gangi eitthvað eða ekki en ég hef fulla trú á Flokki fólksins, en því miður fengum við ekki nema fjóra þingmenn kosna og er flokkurinn í stjórnarandstöðu. En í Kópavogi býður Flokkur fólksins ekki fram og veit ég ekki hvað ég á að kjósa, verð bara að fara á allar kosningavökur hjá öllum og sjá hver býður bestu kostina fyrir eldri borgara sem búa heima ennþá. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir fyrrv. sjúkraliði og eldri borgari.
„Þetta er samsýning þar sem áhersla er á iðn- og vöruhönnun og óhætt að segja að hér kennir ýmissa grasa,“ segir hönnuðurinnHanna Dís Whiteheadsem er ein af aðstandendum sýningar sem verður opnuð í Hannesarholti í dag klukkan 20. Ásamt Hönnu Dís eru hönnuðirnirRúna Thors,Petra Lilja,Vík Prjónsdóttirog sænski hönnunarmiðillinn Summití Hannesarholti. Öll eru þau með mismunandi verk til sýnis. Vík Prjónsdóttir og sænski hönnuðurinn Petra Lilja taka höndum saman og frumsýna hátækniprjónateppi unnið út frá goðsögninni um Medúsu. „Þetta er í raun listaverk og eins og prentuð mynd, Sjón er sögu ríkari í þessum efnum,“ segir Hanna Dís sem sjálf sýnir sína eigin hönnun sem nefnist Fortíð í nútíð. „Þar er ég að velta fyrir mér hvernig við mundum nota hluti úr steinöld í nútíðinni. Við Rúna Thors hönnum svo saman undir merkinu Whitehorse og í ár eru við með svokallaða kökustimpla til sýnis.“ Sænski hönnunarmiðillinn Summitverður með ferðasjóðsverkefnið sitt á sýningunni en Summit er hönnunar- og arkitektúrhlaðvarp sem gefur einnig út bækur. Blaðamenn á þeirra vegum ætla að selja skissur frá fimm þekktum sænskum hönnuðum og verður ágóðinn af sölunni veittur einum íslenskum hönnuði sem hann á að nýta sér til að fara á Stockholm Design Week árið 2015. „HönnunarMars er viðburður sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli enda tækifæri fyrir okkur að ná til almennings, hitta aðra sem starfa í sama geira og mynda tengslanet,“ segir Hanna Dís sem hlakkar til daganna framundan. Nánari upplýsingar um HönnunarMars og yfirlit um alla viðburði má finna á síðunni honnunarmars.is.
Kot er innsti bær í Svarfaðardal, 21,5 km frá Dalvík. Upp af bænum er Kotafjall sem er 1100 m hátt. Svarfaðardalsá rennur svo skammt neðan við bæinn. Handan hennar er Hnjótafjall og reiðleiðin gamla um Hnjóta og yfir Heljardalsheiði. Ekki er vitað hvenær búskapur hófst í Koti en það mun hafa verið snemma á öldum. Jörðin var um hríð í eigu Möðruvallaklausturs, síðan konungseign og svo þjóðjörð, uns ábúendur keyptu hana af ríkinu um miðja 20. öld. Núverandi íbúðarhús í Koti var byggt árið 1956 og voru eigendur þess Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja og Jónas Þóleifsson bóndi og ljóðskáld, áttu þau börnin Erling Jónasson, Sveinfríði Jónasdóttir, Jónínu Jónasdóttir, Ingólf Jónasson, Halldór Jónasson, Friðrikku Jónasdóttir og Magnús Þorsteinn Jónasson. Í dag eru hjónin Magnús Þorsteinn Jónasson og Anna Lísa Stefánsdóttir eigendur að Koti. Bjuggu þau þar saman í þrettán ár en fluttu svo til Dalvíkur. Enn er búið í Koti og þar er rekið fjárbú. Vífilsstaðir er gamalt eyðibýli í landi Kots og stóð undir Vífilsfjalli. Það var fremsta býli í Svarfaðardal á sinni tíð. Litlum sögum fer þó af búskap þar enda virðist hann hafa verið slitróttur og endanlega af lagður fyrir 1800. Þar gefur að líta heildstæðar bæjartóftir, útihús, túngarð og gerði. Skeiðsvatn er lítið stöðuvatn í Vatnsdal sem er afdalur út frá Svarfaðardal milli bæjanna Skeiðs og Kots. Berghlaup hefur fallið úr Skeiðsfjalli og myndað mikla urðarhóla í dalsmynninu. Innan við þá myndaðist vatnið, það er í um 230 m y.s. Vatnsdalsá fellur úr því til Svarfaðardalsár. Smásilungur er í vatninu en hann er lítið veiddur. Engin byggð er í Vatnsdal og hefur aldrei verið en þar eru gamlar seljarústir enda var þar haft í seli allt frá landnámsöld ef marka má fornar frásagnir. Í Svarfdælu segir að tvíburarnir Þorleifur jarlsskáld og Ólafur völubrjótur hafi fæðst í seli í Vatnsdal. Margir ferðamenn leggja leið sína í Vatnsdal til að skoða vatnið og fagurt umhverfi þess. Þangað er merkt gönguleið frá Koti.
Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. Skemmst er að minnast þess að FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) var kallað ,,skipulögð glæpasamtök” af bandarískum stjórnvöldum (heimild: Vera Illugadóttir, 2018, Í ljósi sögunnar) vegna yfirgengilegrar spillingar. Þá hefur vændi (þar með talið mansal) verið hluti af skipulagi stórmóta. Áhugavert, en jafnframt sorglegt, er að rifja upp þegar forysta KSÍ hafnaði beiðni feminísks hóps þess efnis að taka opinbera afstöðu gegn mansali árið 2006 í tengslum við heimsmeistaramót. Forystumenn í KSÍ voru staðnir að því að nota greiðslukort sambandsins á nektarstað um árið og barátta fótboltakvenna fyrir jafnri stöðu virðist endalaus. Þá er þekkt kvenfyrirlitningin sem tíðkast í búningsklefum karlaboltans. Dómarar í karladeild fá helmingi hærri laun en starfssystkin þeirra í kvennadeild. Ofangreint er þó ekki umfjöllunarefni þessa pistils, þó svo að það sé vissulega bakgrunnurinn. Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja. Fleiri frásagnir eru um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni. Nú er KSÍ leiðandi afl í íslensku íþróttalífi. Fram til þessa hefur sambandinu ekki tekist að vera afgerandi í jafnréttismálum né náð miklum árangri, þó svo að heimasíða þeirra skarti fínni jafnréttisstefnu og -áætlun. Uppeldishlutverk KSÍ er stórt og mikið. Börn, ungmenni og fullorðið fólk líta upp til þeirra leikmanna sem vel gengur og þeir eru dýrkaðir og dáðir. Þau sem lengst ná eru fyrirmyndir þúsunda, það er mikil ábyrgð. Spurningin sem á svo mörgum brennur er þessi: Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu. Þögnin er ekki hlutlaus – heldur afstaða með ríkjandi ástandi. Ég óska KSÍ þess að þar láti fólk ekki kappið og gerendameðvirknina bera siðferðið ofurliði. Ég óska þess að KSÍ taki af skarið af styrk, hugrekki og samfélagslegri ábyrgð - fyrir okkur öll og fyrir framtíðina. Höfundur er framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ.
Eftir alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbrautinni í morgun var tilkynnt að ákveðið hefði verið að aðskilja akgreinar á Reykjanesbrautinni þar sem enn á eftir að tvöfalda. Á þessum kafla hafa orðið sjö umferðarslys árinu. Slysið varð um klukkan hálfsjö í morgun en þá skullu tveir fólksbílar saman við Vogaafleggjarann á Reykjanesbrautinni. Fimm voru í öðrum bílnum en í hinum var ökumaðurinn einn á ferð. Allir sex voru fluttir á slysadeild en þrír liggja alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru orsakir slyssins ekki ljósar en mikil hálka var á veginum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á kaflanum þar sem slysið varð en þar á enn eftir að tvöfalda brautina. Fjölmörg slys hafa orðið á svæðinu á meðan á framkvæmdum hefur staðið. Fyrirtækið Jarðvélar sagði sig frá verkefninu í desember síðastliðnum og hafa sjö slys orðið á og við Vogaafleggjarann frá áramótum. Frá því janúar 2007 hafa orðið 24 slys á svæðinu auk fjölmargra óhappa. Í tilkynningu sem Vegagerðin sendi frá sér í dag segir að ákveðið hafi verið að aðskilja akstursstefnur á Reykjanesbrautinni þar sem enn á eftir að tvöfalda. Verða rauð og hvít gátskilti sett þar upp á allra næstu dögum. Vegagerðin segist hafa unnið að því að bæta merkingar á svæðinu frá því fyrirtækið Jarðvélar sagði sig frá verkefninu.
Forsætisráðherra segir fyrirkomulag embættisveitinga hér á landi vera óviðunandi og verði að endurskoða. Ráðherra segir það ekki duga að árið 2009 séu enn til æviráðningar embættismanna sem ekki sé hægt að hreyfa við. Þingmaður Vinstri-grænna vill að ráðuneytisstjórar komi og fari með ráðherrum. Núverandi fyrirkomulag hafi gengið sér til húðar. Það var Árni Þór Sigurðsson sem ræddi hrókeringar æðstu embættismanna ríkisins á Alþingi í dag. Þar er vitnað í það að Bolli Bollason, sem var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, var fluttur í félagsmálaráðuneytið en forsætisráðherra tók með sér ráðuneytisstjórann þar, Ragnhildi Arnljótsdóttur. Þá er Guðmundur Árnason orðinn ráðuneytisstjóri í ráðuneyti fjármála þar sem áður var Baldur Guðlaugsson, en Baldur er orðinn ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu þar sem Guðmundur var áður. Árni Þór segir fyrirkomulagið gengið sér til húðar. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri-grænna: Ég er afdráttarlaust þeirra skoðunar að hvað varðar ráðuneytisstjóra að þá eigi að, að flytja sig yfir í það fyrirkomulag að ráðuneytisstjórar komi og fari með ráðherrum. Þeir eru nánustu trúnaðar- og embættismenn viðkomandi ráðherra og að mínu mati á að flytja sig yfir í það kerfi og það séu bara hreinar línur og það viti allir. Sagði Árni Þór Sigurðsson og forsætisráðherra tók í sama streng. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra: Fyrirkomulag sem við búum við að því er varðar þessar embættisveitingar eru óviðunandi og ég vil líka taka undir það með háttvirtum fyrirspyrjanda að þetta er fyrirkomulag sem þarf að endurskoða. Hefur reyndar verið gert og það er auðvitað hér á árinu 2009 að, að ennþá eimi eftir af því að hér séu æviráðningar hjá embættismönnum og, og lítið hægt að hagga, hagga við þeim að það auðvitað dugar, dugar ekki og þarf auðvitað að, að endurskoða.
Í máli K, O og S hf. á hendur S og Í var þess aðallega krafist að felldur yrði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2004 vegna ætlaðs ólögmæts samráðs olíufélaganna. Við meðferð málsins kröfðust S og Í dómkvaðningar matsmanna og yfirmatsmanna. K, O og S hf. kröfðust þess aðallega að matsbeiðnunum yrði hafnað þar sem þær brytu í bága við meginreglur einkamálaréttafars um munnlegan málflutning  og væru auk þess óljósar og leiðandi. Á grundvelli 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 eiga S og Í rétt á að afla og leggja fram í einkamáli þau sönnunargögn sem þeir telja málstað sínum til framdráttar. Eina áskilnaðinn um form og efni matsbeiðna er að finna í 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991, sbr. þó 64. gr sömu laga. Þótt fyrirliggjandi beiðnir væru í löngu máli voru þær  nægilega skýrlega settar fram og uppfylltu kröfur 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Til vara kröfðust K og S hf. þess að farið yrði með beiðni varnaraðila um dómkvaðningu yfirmatsmanna sem beiðni um undirmat þar sem í yfirmatsbeiðninni kæmu fram spurningar sem ekki hefðu verið teknar til mats í undirmati. K, O og S hf. þóttu ekki hafa sýnt fram á að í yfirmatsbeiðninni hefði verið krafist mats á öðrum atriðum en þeim sem þegar höfðu verið metin í undirmatsgerðinni. Var úrskurður héraðsdóms því staðfestur og fallist á umbeðnar dómkvaðningar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Bergur Hafnarsson, Heiða Skefilsdóttir og Jökull Geirlaugsson. Sóknaraðilinn Ker hf. skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Sóknaraðilinn Olíuverslun Íslands hf. skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Sóknaraðilinn Skeljungur hf. skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. ágúst 2007, þar sem fallist var á beiðni varnaraðila um dómkvaðningu tveggja matsmanna og þriggja yfirmatsmanna. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að matsbeiðnum varnaraðila verði hafnað. Til vara krefjast sóknaraðilarnir Ker hf. og Skeljungur hf. þess að farið verði með beiðni varnaraðila um dómkvaðningu yfirmatsmanna sem beiðni um undirmat. Sóknaraðilarnir Skeljungur hf. og Olíuverslun Íslands hf. krefjast málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðilinn Ker hf. krefst kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar eiga samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 rétt á að afla og leggja fram í einkamáli þau sönnunargögn sem þeir telja málstað sínum til framdráttar. Er að meginreglu hvorki á valdi gagnaðila né dómstóla að takmarka þann rétt umfram það sem leiðir af ákvæði 3. mgr. sömu lagagreinar. Eina áskilnaðinn um form og efni matsbeiðna er að finna í 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991, sbr. þó 64. gr. sömu laga, en samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu skal í matsbeiðni koma skýrlega fram hvað eigi að meta, hvar það sé sem meta á og hvað aðili hyggst sanna með matinu. Varnaraðilar hafa lagt fram tvær matsbeiðnir, aðra um dómkvaðningu matsmanna og hina um dómkvaðningu yfirmatsmanna. Þótt fyrirliggjandi beiðnir séu í löngu máli eru þær nægilega skýrt settar fram og uppfylla fyrrgreindar kröfur 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Þá þykir 3. mgr. 46. gr. sömu laga ekki standa dómkvaðningu í vegi enda ekki bersýnilegt að matsgerðir samkvæmt beiðnunum komi ekki til með að skipta máli eða verði tilgangslausar, en varnaraðilar bera áhættuna af notagildi matsgerðanna til sönnunar í málinu og kostnað af öflun þeirra. Samkvæmt 1. mgr. 64. gr. laga nr. 91/1991 er unnt að krefjast yfirmats þar sem tekin verða til endurmats þau atriði sem þegar hafa verið metin. Eins og nánar er lýst í hinum kærða úrskurði hafa varnaraðilar krafist yfirmats í einni matsgerð á þremur undirmatsgerðum. Er staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að slíkt sé ekki í andstöðu við ákvæði laga nr. 91/1991. Þá þykja sóknaraðilar ekki hafa sýnt fram á að í yfirmatsbeiðninni sé krafist mats á öðrum atriðum en þeim sem þegar hafa verið metin í undirmatsgerðunum. Með vísan til þess sem að framan greinir eru ekki efni til að hafna því að hinar umbeðnu dómkvaðningar fari fram. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Sóknaraðilar greiði kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar Ker hf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungur hf., greiði óskipt varnaraðilum, Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, hvorum um sig 100.000 krónur í kærumálskostnað.
Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla gat staðist árásir þessa stórbrotnasta rándýrs sem gengið hefur um jörðina. Höfuð og skoltur grameðlu. En var grameðlan í raun og veru þessi mikli afræningi eða var hún aðeins hrææta? Fjölmargir steingervingafræðingar, hafa fært fyrir því ýmis rök að grameðlan hafi ekki verið sérstaklega góður afræningi. Miðað við áætlaða stærð augna hennar hafði hún sennilega slaka sjón. Framlappir grameðlunnar voru afar rýrar og hún gat ekki hlaupið hratt vegna líkamsstærðar. Hins vegar bendir allt til þess að þefskynið hafi verið mjög gott, auk þess sem stórvaxnar lappirnar hafa gert henni kleift að ferðast langar leiðir í leit af hræjum. Aðrir fræðimenn, til að mynda vísindamaðurinn Kenneth Carpenter, draga í efa að grameðlan hafi eingöngu verið hrææta. Ýtarlegar rannsóknir á nýfundnum steingervingi af plöntuætunni Hadrosaurus eða hlasseðlu, hafa til að mynda leitt í ljós tannaför á rófu hennar. Ummerkin benda til þess að grameðla hafi átt í hlut. Ekki fundust önnur ummerki á hlasseðlunni þannig að grameðlunni hefur ekki heppnast að drepa hana. En þetta þykir góð vísbending um að grameðlur hafi stundað veiðar á stórum eðlum. Kenneth Carpenter telur einnig að þótt augu grameðlunnar hafi verið smá, þýði það ekki endilega að sjónin hafi verið slæm. Fjölmargir fuglar hafa góða sjón þrátt fyrir smá augu. Einnig er ekki víst að rýrar framlappir hafi verið hindrun við veiðar. Hákarlar og slöngur hafa enga framlimi en eru þó dugleg veiðidýr. Þótt grameðlan hafi ekki farið hratt yfir, þá voru aðrar risaeðlur enn hæggengari og þess vegna ekki nauðsynlegt fyrir grameðluna að hlaupa hratt. Beinagrind nashyrningseðlu En hvaða eðlur er þá líklegt að grameðlan hafi veitt? Vísindamenn hafa fundið 66 milljón ára gamlan steingerðan saur (coprolita) sem þeir telja að sé úr grameðlu. Í þessum forna saur sem er um 44 cm langur og 13 cm breiður, er aragrúi beinflísa, meðal annars flísar úr höfuðskildi nashyrningseðlu (Triceratops). Fornsaurinn gefur afar mikilvægar upplýsingar um fæðuval þessa löngu útdauða dýrs. Fullvaxin nashyrningseðla var allt að níu metra löng og um 6-12 tonn á þyng. Samkvæmt bestu þekkingu vísindamanna var hún kjörfæða grameðlunnar. Vígaleg horn nashyrningseðlunnar og höfuðskjöldurinn gegndu því hlutverki að verja hana gegn biti á hnakkann. Sennilega var höfuðskjöldurinn og hornin aðlögun gegn afráni grameðlu og annarra risaeðlna sem veiddu hana.
Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir hægum og brothættum efnahagsbata í hagspá sinni til ársins 2013. Forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að of djarft sé teflt með nýjum kjarasamningum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina að bjart væri yfir íslensku efnahagslífi. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segist ekki geta tekið undir það. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka: Við erum með óvissu sé í tengslum við sjávarútveginn, við erum með óvissu í tengslum við hvaða áhrif Icesave mun hafa, endanleg áhrif. Við erum með óvissu í tengslum við peningastefnu framtíðarinnar. Við vitum í raun ekki hvernig peningastefnu við ætlum að framfylgja og, og jafnframt er auðvitað óvissa í tengslum við skuldastöðu margra fyrirtækja og þetta auðvitað hefur áhrif á, á, á, á efnahagsbatann á næstu árum. Hún telur að nýgerðir kjarasamningar tefli efnahagsuppbyggingunni í tvísýnu. Ásdís Kristjánsdóttir: Að okkar er verið að tefla allt of djarft með þessa kjarasamninga. Þetta eru allt of háar launahækkanir ofan í þann slaka sem framundan er. Þannig að afleiðingin er sú að í, að ýmsir, ýmis fyrirtæki í ákveðnum geirum þá sérstaklega kannski fyrirtæki sem eru í innlendri starfsemi, munu þurfa að velta þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Þannig að þetta hefur áhrif til aukinnar verðbólgu og að sama skapi hefur þetta einnig áhrif á bata á vinnumarkaði vegna þess að, að við munum kannski sjá atvinnuleysi ganga hægar niður en ella þar sem að fyrirtæki munu kannski halda aftur eða halda aftur sér að ráða inn nýtt starfsfólk eða jafnvel þurfa að segja upp starfsfólki.
Nú víkur sögunni niður á höfn hér á Akranesi þar sem er verið að setja Írska daga. Bogi Ágústsson: Þar er Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Já, sæll, Bogi. Við erum komin niður á höfn og eins og þú sagðir, þá er hátíðin hérna byrjuð, hún var sett klukkan 19:00 og hér drífur fólk að úr öllum áttum, tónlistin hljómar og hér er að hefjast eitthvað sem heitir Litla lopapeysan sem er svona barna- og fjölskylduhátíð núna í upphafi hátíðarinnar. Það var blíðskaparveður í dag, það er aðeins farið að rigna en veðrið er samt ennþá gott og mér sýnist stemningin ætla að verða býsna góð en hér er mættur Hallgrímur, þú ert verkefnastjóri hátíðarinnar, hvers vegna kallið þið þetta Írska daga, hver er þessi írska tenging? Hallgrímur Ólafsson, verkefnastjóri Írskra daga á Akranesi: Það er nú vegna þess að árið 880, þá hérna námu hér Írar land, Bresasynir, og festu sér bæ hérna sitthvorum megin við Akrafellið og við svona heiðrum þá bara með Írskum dögum. Sigríður: Hvað ber hæst af hátíðinni í ár? Hallgrímur Ólafsson: Það er þessi opnunarhátíð þar sem að ungt listafólk af Akranesi kemur fram ásamt stórhljómsveit, svo á morgun eru þessi hefðbundnu götugrill og enda svo hérna í stórtónleikum og svo er fjölskyldudagur á sunnudaginn þar sem að leikhópurinn Lotta kemur fram og ýmis atriði hérna uppi í Garðalundi, skógræktinni okkar. Sigríður: Akkúrat, takk fyrir það. Það sem er kannski svona frægasti dagskrárliðurinn og svona það sem er orðin algjör klassík á Írskum dögum að það er keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn sem flestir þekkja og hingað er mætt, Ína Dóra, þú ert einn af dómurunum sem finnur rauðhærðasta Íslendinginn, hvað hefur hann til að bera? Ína Dóra Ástríðardóttir, hárgreiðslukona hjá Hárhúsi Kötlu: Ég myndi segja bara rauðasta hárið, bjartasta, rauðasta hárið, það er það sem við erum að leita að. Sigríður: Þetta er engin fegurðarsamkeppni? Ína Dóra Ástríðardóttir: Nei, þetta er engin fegurðarsamkeppni. Sigríður: Hvað er svona merkilegt við rautt hár? Ína Dóra Ástríðardóttir: Mér finnst bara merkilegast við það hvað það er fallegt, ég vart fallegra en vel hirt, fallega náttúrulegt rautt hár. Sigríður: Akkúrat, gangi þér vel að finna þennan rauðhærða Íslending en við höfum ekki látið þessu lokið héðan frá Akranesi í bili vegna þess að núna eftir fréttir, veður og íþróttir að þá höldum við áfram, RÚV heldur áfram að þá byrjar þátturinn Sumardagar sem verður sendur héðan út frá höfninni á Akranesi en við segjum þessu lokið héðan í bili.
Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hefði sagt upp störfum hjá Stjörnunni, á 47 ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði stýrt Stjörnunni frá 2013, á mesta blómaskeiði í sögu félagsins. Tíðindi gærdagsins komu flestum í opna skjöldu og Garðbæingum var brugðið. Meðal þeirra var Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deildina og stuðningsmaður Stjörnunnar. „Þetta kom gríðarlega á óvart. Þetta er eiginlega sjokkerandi. Maður er eiginlega bara enn að meðtaka þetta,“ sagði Máni í samtali við Vísi. „Maður vissi að sá tímapunktur að Rúnar Páll myndi kveðja kæmi en maður hélt að það yrði ekki svona. Þetta er maðurinn sem hefur skrifað fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö. Maður getur ekki annað sagt en maður sé smá eyðilagður yfir þessu.“ Áður en Rúnar Páll tók við þekkti karlalið Stjörnunnar velgengni bara af afspurn. Grunnurinn hafði vissulega verið lagður, það hafði tvisvar sinnum komist í bikarúrslit og náði Evrópusæti 2013 undir stjórn Loga Ólafssonar, en Rúnar Páll tók næsta skref með félagið. Draumatímabilið 2014 Hann gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014, á fyrsta tímabili sínu við stjórnvölinn. Laugardeginum 4. október 2014 gleymir enginn stuðningsmaður Stjörnunnar, þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir 1-2 sigur á FH í eftirminnilegum úrslitaleik í Kaplakrika. Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmark Stjörnunnar úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Stjarnan átti svo Evrópuævintýri sumarið 2014, vann þrjú einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar, eitthvað sem ekkert annað íslenskt lið hefur afrekað. Í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar mætti Stjarnan ítalska stórveldinu Inter, annars vegar á Laugardalsvelli og hins vegar á San Siro. Báðir leikirnir töpuðust stórt. Næstbesta tímabilið undir stjórn Rúnars Páls var 2018 þegar Stjarnan varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik. Þá áttu Stjörnumenn einnig góða möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en köstuðu honum frá sér í síðustu þremur umferðunum eftir bikarúrslitaleikinn. „Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn, fyrsta bikarmeistaratitilinn, besti árangurinn í Evrópukeppni. Öll þessi saga var skrifuð af Rúnari Páli. Stjarnan þekkti ekki velgengni fyrr en Rúnar Páll tók við,“ sagði Máni. Tók hverjum ósigri persónulega Hann segir að lykilinn að góðum árangri Stjörnunnar undir stjórn Rúnars Páls sé hversu annt honum er um félagið sem hann ólst upp hjá. „Galdurinn var að hann tók hverjum ósigri félagsins persónulega. Hann tapaði ekki bara leik sem þjálfari, heldur einnig sem stuðningsmaður félagsins. Það er vitað að ef Rúnar Páll hefði ekki verið á hliðarlínunni hefði hann verið uppi í stúku,“ sagði Máni. Óvænt kveðjustund Sem fyrr sagði hafði Rúnar Páll stýrt Stjörnunni í átta ár en enginn þjálfari í efstu deild hafði verið lengur með sitt lið en hann. Máni sá þessa kveðjustund ekki fyrir. „Ég vissi að Rúnar Páll myndi einhvern tímann hætta hjá Stjörnunni því þetta er ekkert grínstarf. Það fylgir þessu álag og annað. En ég bjóst ekki við að hann myndi hætta svona,“ sagði Máni. Rúnar Páll stýrði Stjörnunni í síðasta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leikni R. á laugardaginn. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá fyrsti í átta ár þar sem Rúnar Páll er ekki við stjórnvölinn, er gegn Keflavík á Nettóvellinum á sunnudaginn.
Bardaginn við Bláfótunga (franska: Alerte aux Pieds Bleus) eftir belgíska teiknarann Maurice de Bevere (Morris) er tíunda bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1958, en sagan sem hún hefur að geyma birtist í teiknimyndablaðinu Sval (f. Le Journal de Spirou) á árinu 1956. Söguþráður. Í byrjun bókarinnar lendir Lukku Láki í útistöðum við vafasaman náunga, Mexíkóann Pedró Pamfíl, sem féflettir menn með því að svindla í pókerspili í bænum Skröltormagili (e. Rattlesnake Valley) í Arísóna. Á flótta undan Lukku Láka lendir Pedró í klóm indíána (Bláfótunga). Höfðingja þeirra, Birninum síþyrsta, þykir sopinn góður og með því að lofa honum ómældum birgðum af wiskuvatni (viskíi) fær Pedró Bláfótungana til að ráðast á Skröltormagil. Bæjarbúar ("Skröltarar") búast til varnar undir forystu Lukku Láka og hins hjátrúarfulla skerfara Brynjólfs Brýna. Skyndiáhlaupi Bláfótunga er hrundið og aðrar tilraunir þeirra til að ná valdi á bænum, m.a. með því að senda Pedró Pamfíl í dulargervi til bæjarins, mistakast. Gamanið kárnar þegar Bláfótungum dettur í hug að svelta bæjarbúa til uppgjafar, en Lukku Láka tekst að útvega matvæli með því að fæla heila vísundahjörð rakleitt inn í bæinn. Þegar Bláfótungum berst liðsstyrkur frá fleiri indíánum ná þeir loks að rjúfa varnarmúr Skröltara, en á síðustu stundu berst hjálp frá riddaraliðinu og indíánarnir sjá þann kost einan að gefast upp og "rispa pappír með bleiknefjum" (undirrita friðarsamning). Lukku Láki klófestir síðan Pedró Pamfíl á flótta og kemur honum í hendur skerfarans. Íslensk útgáfa. Bardaginn við Bláfótunga var gefin út af Fjölva árið 1983 í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þetta er 33. bókin í íslensku ritröðinni og sú síðasta sem Fjölvi gaf út.
Smábæjarleikarnir Hvatar í knattspyrnu voru háðir í áttunda sinn á Blönduósi um helgina. Um 740 þátttakendum voru á leikunum frá tæplega 20 félögum, sem koma víða að af landinu og ásamt öðrum eins fjölda af afstandendum þeirra. Til leiks mættu knattspyrnulið yngri aldursflokka, bæði pilta og stúlkna frá ýmsum bæjar- og sveitarfélögum af landinu.xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" / Upphaflegi tilgangur Smábæjarleikanna var að yngri kynslóð knattspyrnumanna frá smærri sveitarfélögum gætu att kappi saman á jafnréttisgrundvelli. Hefur þetta fyrirkomulag mælst svo vel fyrir að félagslið frá stærri byggðarlögum hafa óskað eftir keppnisrétti fyrir þau lið sem minna fá að keppa á stórmótum. Setning mótsins var klukkan 8:20 á laugardagsmorgninum og hófst keppni klukkan 8:30 stundvíslega. Margt var til skemmtunar keppnisdaganna og má þar meðal annars nefna að Ingó veðurguð mætti um miðjan dag á laugardeginum og skemmti í bíósal félagsheimilisins og kvöldskemmtun var á íþróttavellinum á laugardagskvöldinu þar sem Gunni og Felix skemmtu. Í mótslok fengu svo allir keppendur verðlaunapening og öll lið fengu bikar, hvort heldur var þátttökubikar eða bikar fyrir 1. 2. eða 3. sæti. Háttvísiverðlaun KSÍ voru afhent einu liði í hverjum flokki og að auki hlaut lið Ægis frá Þorlákshöfn sérstök háttvísiverðlaun styrktaraðila mótsins en það voru SAH Afurðir og Kjarnafæði.
147. færsla.hálf- Mér finnst það hreinasta svívirða að í næstu viku sé önnin hálfnuð. Hver er að reyna að vera fyndinn með því að hraðspóla tímann? Kann ekki að meta svona húmor. Ég kemst ekki yfir það hvað mér finnst mikil snilld að Úlpa hafi gefið út disk sem hét Mea Culpa. Þetta er án efa flottasti plötutitill sem ég hef séð og heyrt. Ég er með einhverja áráttu fyrir titlum. Ég verð stundum ástfangin af ákveðnum bókartitlum, en hef kannski engan áhuga á því að lesa bókina. Einn þessara er Paradísarheimt og annar er Svo fögur bein. Ég get eigninlega ekki útskýrt af hverju þessir hittu í mark ... ég bara veit það ekki. Þetta tengist sjálfsagt eitthvað áhuga mínum á orðum. Ég fæ stundum á heilann stök orð á íslensku eða einhverju öðru tungumáli. Þessi orð hafa alls ekki endilega einhverja sérstaklega flotta merkingu, ég held það sé formið en ekki innihaldið sem veldur því að ég fæ þau á heilann. Ég er heldur ekkert að pæla í því hvernig þau séu samansett eða úr hverju þau eru dregin, þau eru bara alltaf að poppa upp í hugann án nokurrar ástæðu. Ég myndi nefna eitthvað dæmi, ég man bara ekki eftir neinu í svipinn. 146. færsla.síðar nýjur Eins og glöggir lesendur bloggsins hafa kannski tekið eftir hefur nýjum tenglum verið bætt við bloggarana hér á vinstri hönd. Ber þar fyrst að nefna Yngismeyjarnar, xxxxxx.blogspot.com (mér fannst yngismeyjar meira flattering heldur en tjellingarnar) (var ekki einu sinni sápuópera sem hét þetta? Ein sápuópera hét ambátt, og svo var önnur held ég sem hét yngismeyjar, eða dreymdi mig þetta?) Á þessa síðu skrifa 9 rosalega skemmtilegar stelpur (ég þekki þær ekkert sko), síðan er bara ný byrjuð en hún verður örugglega geðveikt æðisleg. Svo ákvað ég líka að bæta við húsgögnunum okkar ... þeir eru nottla ekki eins skemmtilegir og fyrrnefndar stelpur, en þeir eiga sína spretti, þrátt fyrir að vera bara húsgögn. Og svo vil ég bara útskýra fyrir þeim sem tala ekki spænsku þetta með spænsku færslurnar mínar. Ég ákvað bara að skrifa alltaf smá á spænsku í hverja færslu (sem ég hef ekki staðið við) til þess að æfa mig smá. Þið missið vægast sagt ekki af miklu þó þið skiljið ekki það sem ég skrifa á spænsku, segi ekkert merkilegt og kann ekki að vera fyndin á tungumáli sem ég hef bara grundvallarorðaforða í. Á þessum páli kommentasjúka ber ég enga ábyrgð. Þekki hann ekki neitt.
G var gefið að sök að hafa ekið bifreið með hrímaða framrúðu svo að útsýn var skert. Við akstur eftir Breiðholtsbrautinni til austurs hafi hún sprautað rúðuvökva á rúðuna og misst við það sjónar á veginum og ekið yfir á akrein fyrir umferð á móti með þeim afleiðingum að árekstur varð við aðra bifreið, sem ekið var eftir Breiðholtsbraut til vesturs. Ökumaður þeirrar bifreiðar varð fyrir meiðslum, en G slasaðist einnig við áreksturinn. G bar á annan veg um málsatvik fyrir dómi en við skýrslutöku hjá lögreglu og hvarf hún frá fyrri játningu sinni um að hafa ekið bifreið sinni af stað með hrímaða framrúðu. Taldi hún fyrir dómi ekki rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu. Niðurstaða héraðsdóms var sú að G var sýknuð af kröfum ákæruvalds. Í Hæstarétti var hins vegar talið að ekki yrði litið framhjá því að ljósmyndir væru meðal málsgagna, sem sýndu glöggt vettvang slyssins og hvernig yfirborð götunnar hefði verið í umrætt sinn og þar með hvort þar hefði verið „skítur og slabb“ eins og G hefði borið fyrir dómi að slest hefði á framrúðu bifreiðar hennar og byrgt henni sýn. Ekkert væri vikið að þessu í forsendum dómsins né heldur veðuraðstæðum sem þá ríktu eða rannsókn lögreglumanns á framrúðum bifreiðanna á vettvangi slyssins. Var talið að slíkir annmarkar væru á hinum áfrýjaða dómi að ekki yrði hjá því komist að ómerkja hann og vísa málinu til héraðsdóms til meðferðar að nýju. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Finnur Línbergsson, Kristinn Ananíasarson, og Hrafnhildur Þórormsdóttir. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 23. mars 2009 og krefst þess að ákærða verði sakfelld samkvæmt ákæru og henni ákvörðuð refsing. Ákærða krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms en til vara að refsing verði skilorðsbundin. I Í málinu er ákærðu gefið að sök að hafa 7. febrúar 2007 ekið bifreiðinni KT-013 frá Kóngsbakka 9 í Reykjavík með hrímaða framrúðu svo að útsýn var skert. Við akstur eftir Breiðholtsbraut til austurs hafi hún skömmu síðar sprautað rúðuvökva á rúðuna og misst við það sjónar á veginum og ekið yfir á akrein fyrir umferð á móti með þeim afleiðingum að árekstur varð við bifreiðina JF-173, sem ekið var eftir Breiðholtsbraut til vesturs. Ökumaður þeirrar bifreiðar varð fyrir meiðslum, sem nánar er lýst í ákæru, en ákærða slasaðist einnig við áreksturinn. Ákærða gaf skýrslu hjá lögreglu 27. febrúar 2007. Þar skýrði hún svo frá að hún hafi verið á leið í skóla umræddan morgun og ekki skafið hrím af framrúðu bifreiðar sinnar þar sem hún hafi verið að flýta sér. Þegar komið var inn á Breiðholtsbraut hafi hún „sett þá rúðupissið á rúðuna“, en það hafi frosið og útsýn versnað til muna. Hún hafi ætlað að stöðva bifreiðina úti í kanti til að skafa rúðuna og ekki gert sér grein fyrir að hún var komin á rangan vegarhelming þegar áreksturinn varð. Móðir ákærðu var viðstödd skýrslutökuna. Fyrir dómi 22. janúar 2009 bar ákærða á annan veg um málsatvik. Eftir að hún hafi ekið inn á Breiðholtsbraut umræddan morgun „þá fer að koma svona allskonar skítur og slabb frá veginum.“ Eftir að hafa ekið aðeins lengra „set ég rúðupissið á“, en hún muni mjög lítið hvað gerðist eftir það. Kvað hún ekki hafa verið þörf á að skafa framrúðuna þegar hún ók af stað frá Kóngsbakka og rúðan hafi ekki verið hrímuð þegar hún ók austur Breiðholtsbraut. Hún sagðist hvorki muna eftir skýrslutökunni 27. febrúar 2007 né að hafa ritað undir skýrsluna. Henni hafi liðið „rosalega illa og vildi helst bara ljúka þessari skýrslutöku af“. Þar væri ekki rétt eftir sér haft, en lögreglumaðurinn sem tók skýrsluna „beinlínis hjálpaði mér með að setja skýrsluna saman.“ Skýrslan hafi ekki að geyma beina frásögu ákærðu. Móðir hennar bar á sama veg fyrir dómi og að lögreglumaðurinn „svona færði hlutina í stílinn“. Þá sagði hún að „við kunnum kannski ekkert endilega að orða hlutina ... okkur fannst ekkert óeðlilegt við það að hann aðstoðaði í því svona kannski að koma hlutunum í orð.“ Þorlákur Ósvaldarson lögreglumaður tók áðurnefnda skýrslu af ákærðu 27. febrúar 2007. Fyrir dómi kvað hann þessa skýrslutöku hafa farið fram með hefðbundnum hætti, en mönnum væri gefinn kostur á að tjá sig sjálfstætt um atvik og frásögn þeirra skráð þannig. Þó gæti gerst að hjálpa þyrfti einhverjum af stað við skýrslugjöf. Hann vísaði algerlega á bug að hafa „eiginlega búið þetta til“ fyrir ákærðu og látið hana síðan skrifa undir það. Slík vinnubrögð væru óhugsandi af hans hálfu. Niðurstaðan samkvæmt hinum áfrýjaða dómi var sú að ákærða var sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. II Samkvæmt 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála endurmetur Hæstiréttur ekki niðurstöðu héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði hafi gefið skýrslu þar fyrir dómi. Fyrir héraðsdómi hvarf ákærða frá fyrri játningu sinni hjá lögreglu um að hafa ekið bifreið sinni af stað með hrímaða framrúðu og verður að líta svo á að niðurstaða héraðsdómara kunni að einhverju leyti að hafa ráðist af mati, sem um ræðir í framangreindu lagaákvæði. Hins vegar verður ekki litið framhjá því að ljósmyndir eru meðal málsgagna, sem sýna glöggt vettvang slyssins og hvernig yfirborð götunnar var í umrætt sinn og þar með hvort þar hafi verið „skítur og slabb“ eins og ákærða bar fyrir dómi að hefði slest á framrúðu bifreiðar hennar og byrgt sér sýn. Ekkert er vikið að þessu í forsendum dómsins né heldur veðuraðstæðum sem þá ríktu, sem gögn málsins bera einnig um hverjar voru. Árni Auðunn Kristjónsson lögreglumaður rannsakaði vettvanginn á Breiðholtsbraut skömmu eftir slysið og gerði um það skýrslu þar sem meðal annars kom fram að hann hafi kannað ástand framrúða beggja bifreiðanna að því leyti sem hér reynir á. Þessa skýrslu staðfesti hann fyrir dómi, en ekki er heldur vikið að þessu í niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt öllu framanröktu eru slíkir annmarkar á hinum áfrýjaða dómi að ekki verður komist hjá því að ómerkja hann og vísa málinu til héraðsdóms til meðferðar að nýju, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008. Ákvörðun málskostnaðar í héraði býður nýs efnisdóms í málinu. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda ákærðu sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og er málinu vísað heim í hérað til meðferðar að nýju. Allur áfrýjunarkostnaður málsins, 278.172 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Samúels Johnssonar hæstaréttarlögmanns, 249.000 krónur.
Þrátt fyrir þær breytingar sem verða geta aldraðir í mörgum tilfellum haldið áfram að sinna sínum hlutverkum og er talið að ástæðan fyrir því sé að heilinn geti breyst og lagað sig að þessum breytingum að einhverju leyti (Goh og Park, 2009). Markviss þekking er af skornum skammti þegar kemur að vitneskju um það hvernig fólk tekst á við síðari hluta ævinnar. Þó eru til nokkurs konar skýringarmyndir sem sýna hvernig fólk tekst á við vandamál á þessu tímabili lífsins (Bond, Coleman og Peace, 1993). Mismunandi viðhorf ríkja gagnvart þeim sem eldri eru og ekki er óalgengt að fólk flokki það eftir staðalímyndum og ófáir sjá eldra fólk fyrir sér sem þunglynda einstaklinga eða örkumla. Það er þess vegna mikilvægt að opna umræðuna því þessar hugmyndir hafa í mörgum tilfellum meiri áhrif á viðhorf fólks í hversdagslegu lífi en það áttar sig á (Bond o.fl., 1993). Í kjölfar nýrra hugmynda og rannsóknaraðferða verður vitneskjan um öldrun og fyrirbæri tengd henni sífellt meiri og kenningum á þessu sviði fer þar af leiðandi fjölgandi (Viña o.fl., 2007). 2.1 Atferliskenningar Ein tegund kenninga innan þessa sviðs snýr að atferlisbreytingum í kjölfar þess að eldast. Í þeim kemur fram að varðveisla og hnignun er tvennt sem einkennir hegðun á efri árum. Sýnt hefur verið fram á varðveislu með rannsóknum þar sem fram hefur komið að orðaforði hefur haldist óskaddaður í gegnum ævina. Engu að síður er áhrifamesti þátturinn hnignun á færni. Hún getur leitt af sér að fólk verður hægara eftir því sem það eldist sem getur í kjölfarið haft áhrif á meirihluta þeirra breytinga sem eiga sér stað hjá fólki á efri árum (Goh og Park, 2009). 2.2 Tengslakenningar Tengslakenningin (e. attachment theory) gengur út á að fólk hafi tilhneigingu til að mynda sterk tilfinningatengsl gagnvart öðrum. Ung börn mynda snemma slík tengsl og þá gjarnan gagnvart móður sinni, meðal annars í þeim tilgangi að upplifa sig örugg (Browne og Shlosberg, 2006). Sambönd á fullorðins árum eru síðan oft talin byggjast á því hvernig samband einstaklings við hans helsta umönnunaraðila var í æsku. Þess háttar sambönd eru kölluð tengslasambönd og einkennast af ósjálfstæði, veikleika og vöntun á einhverju. Annar aðilinn upplifir þá einhvers konar neyð og sækist eftir huggun hjá hinum einstaklingnum sem sér um að hughreysta. Svona sambönd má tengja við umönnun barna eða annarra sem minna mega sín, þegar sjúkdómar og veikindi hrjá fólk eða þegar einstaklingur upplifir aðskilnað og/eða missir einhvern sem hann elskar (Adshead, 2010). Samkvæmt tengslakenningunni geta vaknað upp tilfinningar eins og reiði, þunglyndi og kvíði þegar aðskilnaður eða missir á sér stað. Fyrrnefnd atriði, sjúkdómar, veikindi, aðskilnaður og missir eru allt dæmi um atburði sem eru algengari eftir því sem lengra líður á ævina. Þegar einstaklingur er komin á efri ár og getur ekki lengur snúið sér að þeim sem eldri eru eða á svipuðum aldri fer hegðunin oft að snúast að þeim sem eru yngri (Browne og Shlosberg, 2006). 2.3 Líffræðilegt og félagsfræðilegt sjónarmið Samkvæmt líffræðilegu sjónarmiði heilabilunar þarf að byrja á því að skilgreina vanda áður en hægt er að varpa ljósi á eðli sjúkdóma. Á nítjándu öld komu fram margar vísindalegar lýsingar á sjúkdómum sem tengdust taugakerfinu og árið 1835 kom James Cowle Prichard með lýsingu á heilkenni sem hann kallaði rugl eða heilabilun öldrunar. Hann benti á að fólk sem þjáðist af þessu væri með lélegra skammtímaminni en langtímaminni (Bond o.fl., 1993). Félagsfræðileg skilgreining á heilabilun gengur meðal annars út frá því að hegðun einstaklinga mótist af umhverfinu í kringum þá. Þar af leiðandi líta sumir félagsfræðingar á að orsaka veikindanna sé að leita í umhverfi fólks (Bond o.fl., 1993). 2.4 Líkan um ferli streitu Líkanið hefur mikið verið notað til að læra um afleiðingar óformlegrar umönnunar. Þar eru sett fram þrjú form af streitu og álagi sem geta haft áhrif á líðan þeirra sem annast einstaklinga með heilabilun. Í fyrsta lagi er það upphafs streituvaldur (e.primary stressor) en það felur í sér þau verkefni sem fylgja því að annast einstakling og hvað þau taka langan tíma. Í öðru lagi er annars stigs hlutverkaálag (e.secondary role strains), undir það falla hlutverk og átök innan sambanda sem eru afleiðing umönnunarinnar og eiga sér annað hvort stað innan veggja heimilis eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Í þriðja lagi er annars stigs innra sálrænt álag (e. secondary intrapsychic strains) sem fjallar um hvernig umönnunaraðili lítur á hlutverk sitt. Hvað það er sem hvetur hann áfram og hvernig umönnunin fær hann til að líta á sjálfan sig. Samkvæmt líkaninu geta allir þessir þættir verið bæði neikvæðir og jákvæðir og hafa aðrir þættir áhrif, til dæmis félagslegur stuðningur (Schneider, Murray, Banerjee og Mann, 1999). 2.5 Vistfræðilegar kenningar Erfitt hefur reynst að skoða fræðilega ofbeldi gegn öldruðum og oft og tíðum er raunvísindaleg nálgun frekar takmörkuð. Það hafa þó verið gerðar áhugaverðar rannsóknir á vistfræðilegum kenningum og ofbeldi gegn öldruðum sem hafa leitt í ljós að þær geta átt vel við á því sviði. Samkvæmt þeim skapast ofbeldisfullar aðstæður þegar ósamræmi er á milli samfélagsins eða ytra umhverfis og þeirra aðila sem eiga í hlut. Þegar virkni innan fjölskyldu er takmörkuð vegna vandamála sem tengjast vitsmunalegum þroska er áhættan á ofbeldi mest (Penhale, 2010). 3 Heilabilun 3.1 Hvað er heilabilun? Í kjölfar öldrunar geta breytingar sem verða á virkni og byggingu heila fólks haft í för með sér alls konar raskanir, til dæmis heilabilun (Kitwood, 2007). Enska orðið yfir heilabilun er dementía sem er þýðing á tveimur orðum úr latnesku, de sem þýðir frá og mens sem þýðir hugur (Mace og Rabins, 2005). Heilabilun er heilkenni sem lýsir sér þannig að fólk þjáist af margs konar vitsmunalegum kvillum sem hafa áhrif á daglegt líf þeirra. Rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarinn áratug hafa sýnt fram á að raskanir þessu tengdar orsakast af mörgum þáttum sem vinna saman en þar spilar víxlverkun á milli gena og umhverfis stærstan þátt (Fratiglioni, Mangialasche og Qiu, 2010). Heilabilun lýsir sér í því að manneskja glímir við minnisskerðingu og hnignun verður á þeirri starfshæfni sem hún bjó yfir áður. Það eru tvenns konar breytingar sem fólk með heilabilun þarf að glíma við samhliða. Önnur breytingin er stigversnandi skerðing sem verður á andlegu atgervi þeirra, þá er til dæmist átt við rökhugsun, minni og skilning. Þetta gerist í kjölfar þess að skilvirkni heilans minnkar og starfsemi hans fer aftur. Hin breytingin á sér stað í umhverfi einstaklings, í samskiptum hans og samböndum við annað fólk. Þó svo að ekki sé hægt að skilja alveg á milli breytinganna þá er ljóst að ferlið sem einstaklingar með heilabilun ganga í gegnum er afleiðing af þessum tveimur þáttum (Kitwood, 2007). Heilabilun er í raun ekki sjúkdómur heldur röð af sjúkdómseinkennum sem hægt er að rekja til einhverra annarra sjúkdóma eða mismunandi ástands einstaklinga. Í sumum tilfellum eru þetta einkenni sem má meðhöndla á þann hátt að þau minnki og í sumum tilfellum jafnvel hverfi. Í því samhengi má nefna vökvaskort, æxli í heila, lyfjaeitrun, þunglyndi eða sýkingar. Aftur á móti er um að ræða áhrif sjúkdóma og ástands sem valda heilabilun hjá fólki og ekki hefur fundist leið til að fyrirbyggja eða lækna eins og Alzheimer, Parkinson, blóðtappa, misnotkun áfengis og fleira (Verity, 2008). 3.2 Tíðni Í kjölfar hækkandi meðalaldurs fólks hefur tíðni heilabilunar aukist mikið og er nú orðið mjög stórt heilsufarsvandamál í öllum heiminum. Heilabilun og of hár blóðþrýstingur eru algengustu ólæknandi raskanirnar meðal fólks frá 75 ára aldri. Einnig er þetta tvennt aðal ástæður þess að fólk glímir við færniskerðingu, er lagt inn á stofnanir eða deyr. Talið er að í heiminum séu fleiri en 24 milljónir manns sem þjást af heilabilun af einhverju tagi og gert er ráð fyrir að sú tala tvöfaldist á næstu 20 árum (Fratiglioni o.fl., 2010). Síðastliðin 30 ár hafa verið gerðar margar rannsóknir á sviði heilabilunar. Þó að því hafi oft verið haldið fram að tölur um tíðni á sviðinu séu vel rökstuddar er raunin ekki alltaf sú. Tölurnar sem fram hafa komið um almenna tíðni sjúkdóma af þessu tagi hjá fólki frá 65 ára aldri hafa verið frá 2%-20% sem er ansi breitt bil. Ástæður fyrir þessum frávikum er tiltölulega auðvelt að útskýra á einfaldan en rökfræðilegan hátt. Til dæmis eru þau úrtök sem notuð hafa verið oft og tíðum frekar lítil eða sem nemur nokkur hundruð þátttakendum og nokkuð stór hluti neitað að taka þátt, stundum allt að 20%. Það fólk sem komið er inn á stofnanir er undanskilið í staðbundnum athugunum og augljóslega hefur það áhrif þegar sá hópur sem verið er að rannsaka er utan við rannsóknarsviðið. Einnig fylgja þeim greiningarprófum sem eru notuð oft vandamál auk þess sem þau eru að einhverju leyti vanþróuð. Þrátt fyrir þessa vankanta hefur fólk hins vegar upp á síðkastið verið að koma sér saman um að í iðnaðarsamfélögum sé tíðni fólks með heilabilun á bilinu 7% og að í Bretlandi sé heildarfjöldinn að nálgast 700.000 (Kitwood, 2007). Ef miðað er við tölfræði erlendis má ætla að á Íslandi séu um 0,88-0,97% einstaklinga með heilabilun. Í Evrópu er fjöldinn áætlaður fimm til sex milljónir eða 1,14-1,27% allra Evrópubúa. Hvað varðar framtíðarhorfur fyrir Evrópu innan þessa málaflokks má gera ráð fyrir að tölurnar hækki mikið á næstu 35 árum, fjöldi fólks með heilabilun gæti þá verið kominn upp í tæplega tíu milljónir (Alzheimer Europe, 2006). 3.3 Einkenni og stig heilabilunar Fyrsta einkenni heilabilunar er í flestum tilfellum gleymska sem gæti til að byrja með lýst sér þannig að viðkomandi gleymir til dæmis hvar hann lét frá sér lykla, veski eða slíkt. Hann gæti gleymt því að hann var elda og skilið mat eftir á heitri hellu og villst í hverfum sem hann kannast ekki við sig í. Með tímanum getur gleymskan síðan orðið mun meiri og viðkomandi man þá jafnvel ekki eftir fjölskyldumeðlimum, hvenær hann á afmæli eða hvað hann heitir (American Psychiatric Association [APA], 1994). Yfir 90% þeirra sem eru með heilabilun hafa einkenni sem tengjast atferli eða eru sálræn eins og sinnuleysi, þunglyndi og árásarhneigð. Einkennin skaða lífsgæði þessa fólks og þeirra sem eru í kringum það og eru ein aðalástæða þess að fólk þarf að leggjast inn á dvalarheimili. Þunglyndi er eitt af aðaleinkennum heilabilunar en um það bil einn af hverjum þremur einstaklingum sem eru með heilabilun sýna einkenni þess. Þegar þunglyndi birtist skyndilega á seinni árum getur það oft verið fyrsta einkenni heilabilunar. Einnig eru þeir sem eru með þunglyndi fyrir, tvisvar sinnum líklegri til að þjást af heilabilun á efri árum (PradoJean o.fl., 2010). Önnur einkenni heilabilunar eru vitræn skerðing eins og málstol (e. aphasia) sem lýsir sér þannig að einstaklingur á erfitt með að koma frá sér orðum eða segir hluti sem eru frekar innantómir eða óljósir. Einnig gæti hann notað mikið orðalag eins og „hlutur“ eða „það“. Verkstol (e. apraxia) er einkenni sem kemur þannig fram að einstaklingur hefur ekki lengur algjöra stjórn á sínum gjörðum. Til dæmis gæti það reynst honum erfitt að veifa til einhvers, klæða sig eða elda. Túlkunarstol (e. agnosia) hrjáir einnig marga og veldur því að fólk hættir að geta túlkað það sem það sér jafnvel þó svo að sjónin sé í góðu lagi. Þetta gæti byrjað á því að einstaklingur hættir að þekkja venjulega hluti eins og stól en gæti síðar meir hætt að þekkja nána aðstandendur og jafnvel sína eigin spegilmynd. Truflun í stýrikerfi heila (e. executive functioning) er einnig algengt einkenni en þá getur verið erfitt fyrir einstakling að skipuleggja, koma hlutum í framkvæmd og átta sig á samhengi svo eitthvað sé nefnt. Einstaklingur gæti einnig reynt að forðast aðstæður þar sem krafist er hæfni í að vinna úr nýjum eða flóknum upplýsingum (APA, 1994). Hægt er að skipta ferli heilabilunar í fjögur stig, sem þýðir þó ekki að allir sýni sömu einkennin á hverju stigi fyrir sig. Hafa þarf í huga að einstaklingar með heilabilun geta verið allt öðruvísi að kvöldi en þeir voru um morguninn og oft þarf ekki einu sinni að líða svo langur tími á milli þess sem ástand þeirra breytist. Á fyrsta stigi upplifir einstaklingur breytingar, fólk í kringum hann fer að verða öðruvísi í framkomu og ýjar að því að hann sé að verða gleymnari. Einstaklingur reynir að halda andlitinu og á það til að finna upp sögu til að koma í veg fyrir að fólk átti sig á minnisleysinu eða þá að kenna öðrum um ef eitthvað hefur til dæmis týnst. Á öðru stigi eru einstaklingar í meira jafnvægi og tilbúnari til að þiggja aðstoð frá öðrum. Hvernig þeir tjá sig getur breyst á þessu stigi og oft er gripið í það að búa til einhver ný orð. Erfitt getur verið fyrir þá að átta sig á vinum og þeir geta farið að rugla saman kynslóðum. Þrátt fyrir að færnin sé að ýmsu leyti ágæt ennþá getur verið erfitt að halda einbeitingu við þá hluti sem tekist er á við. Á þriðja stigi fara einstaklingar oft að hverfa aftur í fortíðina og virðast þeir í sumum tilfellum lifa í henni. Þeir fara að ráfa meira um, byrja að tjá sig meira með líkamanum og nota eins atkvæðis orð í auknum mæli. Á fjórða stigi eiga einstaklingar það til að loka alveg á umheiminn og geta legið upp í rúmi og horft út í loftið, þeir virðast jafnvel ekki bregðast við þegar talað er við þá eða komið nálægt þeim. Staðfest hefur verið að fólk heyrir og skynjar hluti þó að það sé komið á þetta stig (Verity, 2005). 3.4 Greining Ef grunur leikur á að einstaklingur þjáist af heilabilun er mikilvægt að fá greiningu til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort heilabilunin sé þannig að hægt sé að meðhöndla hana. Ef svo er ekki þá geta einstaklingur og aðstandendur orðið fyrir þrýstingi frá læknum og fleirum um að fara í alls kyns rannsóknir og taka próf (Verity, 2005). Það er mikilvægt að greina vandann til þess að hægt sé að fræða aðstandendur um hver framvindan getur verið hjá fólki með heilabilun. Þannig er einnig hægt að gera þeim grein fyrir því hvað er að orsaka hegðun einstaklingsins og upplýsa þá um álagið sem getur fylgt því að annast viðkomandi (Roelands, Van Oost, Depoorter og Verloo, 2005). Til þess að fólk sé greint með heilabilun þarf að vera til staðar ákveðin minnisrýrnun og eitt af þeim einkennum sem áður voru talin upp; málstol, verkstol, túlkunarstol eða truflun í stýrikerfi heila. Þessi vitræna skerðing þarf að vera nægilega mikil til að það hafi áhrif á getu fólks á sviði atvinnu sem og félagslegra athafna og einnig þarf hún að hafa valdið afturför frá því sem einstaklingur gat áður (APA, 1994). Til að rannsaka minni fólks er hægt að biðja það um að skrá, muna, varðveita eða bera kennsl á upplýsingar. Til að kanna hver getan er til að læra nýjar upplýsingar má til dæmis biðja einstakling um að læra einhvern ákveðinn lista af orðum. Hann er síðan beðinn um að þylja orðin upp eftir nokkrar mínútur eða þekkja þau af margþættum lista. Málstol er rannsakað á þann hátt að einstaklingur er beðinn um nefna hluti sem eru inn í herberginu eða líkamsparta, til dæmis borð, lampa, nef eða öxl. Til að kanna hvort að einstaklingur sé með verkstol er hann beðinn um að framkvæma einfalda hluti eins og að bursta tennur eða setja saman kubba. Til að kanna hvort truflun sé í stýrikerfi heila er einstaklingur til dæmis beðinn um að telja upp að tíu eða fara með stafrófið (APA, 1994). Heimilislæknar, geðlæknar, sálfræðingar og taugasérfræðingar geta oft verið frekar ósammála og þar af leiðandi getur það reynst erfitt að setja fram greiningu um heilabilun og átta sig á meinafræði henni tengdri. Mini Mental State Examination (MMSE) er dæmi um tiltölulega einfalt sálfræðilegt mælitæki til að greina heilabilun. Þessi mæliaðferð sem og aðrar aðferðir taka einungis mið af frammistöðu einstaklings á einhverjum ákveðnum tíma en ekki á fyrri stigum hans. Til eru fleiri aðferðir, til dæmis þær sem einblína á langvarandi hnignun. Gallinn er sá að í flestum tilfellum eru þær háðar afturvirkum upplýsingum sem koma frá þeim sem standa næst einstaklingi og gætu átt það til að fegra fortíð hans eða látið áhyggjur af ástandi hafa áhrif á matið. Einnig hefur það áhrif á greiningar að þunglyndi, sem getur leitt af sér einhverja skilvitlega skerðingu, hrjáir um 5-10% eldra fólks (Kitwood, 2007). Ef einkenni heilabilunar eru einungis til staðar þegar einstaklingur er í einhvers konar ruglástandi er ekki hægt að gera greiningu heldur þurfa þau einnig að vera þegar einstaklingur er í venjulegu ástandi (APA, 1994). Kitwood (2007) segir frá því að breytingar hafi orðið undanfarið hvað varðar greiningar. Í dag þykir ásættanlegt að einstaklingar fái vitneskju um greininguna og séu í framhaldinu aðstoðaðir við að takast á við afleiðingarnar og lifa með þeim. Þetta kemur til bæði vegna þess að greiningaraðferðir eru orðnar betri en áður og af því að greiningin þykir ekki vera eins mikil brennimerking og hún þótti einu sinni. 3.5 Flokkar heilabilunar Árið 1907 gerði maður að nafni Alzheimer athuganir á þessu sviði sem urðu mjög frægar. Þá var það orðið þekkt að skoða þunnar sneiðar af heilanum í smásjárskoðun. Svokallaður Newcastle hópurinn stóð fyrir stórri rannsókn á formgerð heila á sjöunda áratugnum. Í dag er komin margþætt mynd af því hrörnunarferli sem tengist heilabilun og eru þar þrír flokkar sem hafa verið viðurkenndir, Alzheimersjúkdómurinn, æðaheilabilun og blönduð tegund en það á við þegar báðir sjúkdómarnir eru til staðar (Kitwood, 2007). Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en af þeim sem greinast með heilabilun er talið að 60-70% þjáist af honum (Fratiglioni o.fl., 2010). Það er aðallega þrennt sem einkennir þennan flokk heilabilunar. Taugafrumur og taugamót tapast og þegar um alvarlega heilabilun er að ræða geta allt að 40% taugafrumna í ákveðnum hluta heilabarkarins tapast. Rýrnun verður á heila og holrúm hans stækka sem áður voru fyllt mænuvökva. Einnig koma fram merki um að hrörnun sé í frumubyggingu og eru þekktustu einkennin þá skemmdar taugafrumur og samflæktir taugaþræðir (Kitwood, 2007). Það getur reynst erfitt að fá beinar sannanir fyrir því að um Alzheimer sjúkdóminn sé að ræða og þess vegna er ekki hægt að gera greiningu nema búið sé að ganga úr skugga um að ekki séu aðrir meinafræðilegir þættir sem valda heilabiluninni (APA, 1994). Æðameingerð nær yfir þau tilfelli sem koma til vegna sjúkdóma æðakerfis heila eða þegar blóðflæði hefur minnkað til ákveðinna svæða hans. Nokkrar tegundir eru algengastar og fer flokkunin eftir því hvaða svæði heilans um er að ræða eða hvaða æðar hætta að virka sem skyldi. Skaðinn getur verið sjáanlegur í berki heila og er það ástand sem verður í kjölfar æðaskemmda oft kallað fjöldrepa æðaheilabilun (Kitwood, 2007). Rannsóknir sem gerðar voru á sjöunda áratugnum sýndu fram á að hjá sumum sem létust með heilabilun voru einkenni beggja fyrrnefndra sjúkdóma. Það hefur hins vegar reynst erfitt að finna út hversu stóran hlut af misbrestum í heila sjúkdómarnir báðir eða hvor um sig orsaka og er hlutfall fólks í blandaða flokknum þar af leiðandi frekar breytilegt eða um 4-23% (Kitwood, 2007). Einnig eru margir aðrir sjúkdómar sem geta orsakað heilabilun eins og Parkinson, Huntington og HIV, auk þess sem alvarleg heilameiðsl geta einnig verið orsökin (APA, 1994). 3.6 Meðferð Engin lækning hefur enn fundist við þeim sjúkdómum sem valda heilabilun. Hins vegar eru til lyf sem geta í einhvern tíma hægt á sjúkdómsferli (Verity, 2008). Í Norður-Ameríku og flestum löndum í Evrópu eru fimm lyf samþykkt til meðferðar við Alzheimer sjúkdómnum og hafa þau sýnt fram á árangur í víðtækri virkni sjúklings, vitsmunum og daglegum störfum. Það hafa þó ekki komið fram sannanir um að þessi lyf séu að einhverju leyti betri en önnur sem í boði eru (Herrmann, Chau, Kircanski og Lanctôt, 2011). Þó svo að lyfjameðferðir sýni árangur til dæmis í vitsmunum samanborið við lyfleysu þá er hann í lágmarki. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á mögulegan árangur þegar notuð eru óhefðbundin lyf, til dæmis frá sviði grasalækninga. Lyfið Gingko biloba er í sumum tilvikum notað, til dæmis sem lyfseðilsskylt lyf í Þýskalandi til meðferðar við heilabilun. Þegar gerð var rannsókn á Gingko biloba og lyfleysu sást munur en sannanir voru þó ekki nægar (Jeschke, Ostermann, Vollmar, Tabali, Schad og Matthes, 2011). Í viðmiðunarreglum sem fjalla um meðferðir við heilabilun hefur komið fram mikilvægi þess að notast einnig við annars konar aðferðir samhliða lyfjameðferðum til að markmið sjúklinga og aðstandenda náist. Þá er til dæmis verið að tala um markmið sem miðast við að vitsmunalegum þáttum og virkni sé haldið við, að endurbæta lífsgæði, minnka byrði hjá þeim sem annast sjúkling og draga það eins lengi og hægt er að einstaklingur fari á stofnun. Það er mjög einstaklingsbundið hversu lengi meðferðir standa yfir og mismunandi hvenær hætt er að notast við lyf (Tiedman, Kim, Flurie, Korch-Black og Brandt, 2011). 3.7 Áhættuþættir heilabilunar og hindrun Fratiglioni o.fl. (2010) benda á að mismunandi umhverfis og félagslegir þættir einstaklinga, á öllum lífsskeiðum ævinnar, geta átt þátt í að útskýra þróun og merki um heilabilun. Þar spila inn í mismunandi lífsvenjur, margbreytileiki í störfum og læknisfræðilegar raskanir. Hvað varðar Alzheimer sjúkdóminn þá hafa ekki fundist mörg gen sem hægt er að tengja beint við hann. Ensímkjarna lípóprótín (e. APOE lipoprotein) er það gen sem helst hefur fundist tenging við. Ein tegund af þessu geni tengist aukinni hættu á tveimur tegundum af heilabilun, Alzheimer sjúkdómnum og æðaheilabilun. Hversu mikil áhrif APOE hefur á hvort að einstaklingur fái heilabilun fer þó einnig eftir kyni, aldri, þjóðerni og bakgrunni forfeðra. Presenilin er annað gen, þó ekki eins algengt, sem talið er að geti stuðlað að Alzheimer en það á helst við hjá þeim sem greinast snemma. Aðrir áhættuþættir eru slag, sykursýki af gerð II, háþrýstingur, stress og bólga en þeir geta bæði út af fyrir sig aukið líkur á Alzheimer eða haft áhrif á APOE sem síðan leiðir til þess að líkur verði meiri (Haan og Wallace, 2004). Þrátt fyrir allar þær kenningar sem fram hafa komið frá hinum ýmsu sérfræðingum um að ákveðin heilabilunareinkenni geti gefið vísbendingar um sjúkdóma og ástand þá hefur orsök fyrir heilabilun ekki ennþá fundist (Verity, 2008). Haan og Wallace (2004) tala um hindrun sjúkdóma og vitna þar í þrjú stig. Það fyrsta á við þegar gripið er í taumana áður en sjúkdómur gerir líffræðilega vart við sig eða þegar komið er í veg fyrir þá þætti sem taldir eru auka líkurnar á sjúkdómnum. Annað stig er þegar greining kemur fram tiltölulega snemma og inngrip í framhaldi af því. Það getur hins vegar reynst erfitt að finna út hverjir eru í áhættuhóp fyrir heilabilun nema það sé vitað að einstaklingur sé í aukinni hættu miðað við aðra vegna sögu um slíkt í fjölskyldu eða vegna annarra umhverfisþátta. Þriðja stigið á við um endurhæfingu eða þegar gripið er inn í sjúkdómsferli og reynt að gera það sem hægt er til að hægja á því. 4 Umönnunaraðilar Á áttunda áratugnum fór hugtakið umönnunaraðili að koma fram í fræðilegu samhengi en varð síðan þekkt á níunda áratugnum í kjölfar umræðu sem hafði skapast í kringum umönnun. Að vissu leyti varð það til vegna þess að þörf var á hugtaki yfir þá nýju vitneskju sem til varð um umönnun innan fjölskyldna. Tilgangurinn með hugtakinu var ekki einungis sá að geta kallað þá sem sjá um aldraða einstaklinga eða aðra innan þessa geira einhverju nafni heldur líka til að geta staðsett þá innan umræðu. Þá aðallega til að hægt væri að hafa þá með í umræðum sem snerust að samfélagslegri stefnu. Árið 1985 var gerð rannsókn í Bretlandi þar sem spurt var út í umönnun og þá var í fyrsta skipti hægt að áætla nokkurn veginn tíðni óhefðbundinnar umönnunar þar í landi. Samkvæmt henni voru um sex milljónir manna tengdir umönnun á einhvern hátt og af þeim fjölda voru 1,4 milljónir manna sem vörðu meira en 20 klukkustundum í hana á viku. Þessi tala fór fram úr því sem flestir hefðu búist við og sýndi fram á að umönnun var ekki einhvers konar jaðarathöfn, heldur eitthvað sem margir gætu átt von á að sinna einhvern tímann á ævinni (Twigg, 1998). Í mörgum tilfellum þar sem einstaklingar greinast með heilabilun hafa fjölskyldumeðlimir stutt þá til að geta verið sem lengst heima með því að taka að sér hlutverk umönnunaraðila (Ablitt, Jones og Muers, 2010). Oftar en ekki eru það dætur sem taka að sér það hlutverk að annast foreldra sína eða þá tengdadætur sem sjá um tengdaforeldra sína. Víða í Evrópu eru lög sem segja að fólki sé skylt að veita eldri ættingjum umönnun ef á þarf að halda (Alzheimer Europe, 2006). Þó svo að konur séu oft í meirihluta hvað varðar umönnun þá var sýnt fram á það í Bretlandi árið 1985 að kynjaskiptingin var ekki eins mikil og talið var. Ástæðan var þó einkum sú hve hátt hlutfall fólks annaðist maka sína og var þar af leiðandi af báðum kynjum (Twigg, 1988). Schulz og Quittner (1998) benda á að það er útbreitt sjónarmið í mannlegum samskiptum að hjálpa þeim sem standa okkur næst þegar þeir þurfa á að halda. Það er þó breytilegt í hverju hugtakið umönnun felst. Oft og tíðum eru einstaklingar sem sinna umönnunarhlutverki að gera sömu hluti fyrir einstakling með heilabilun og það gerir fyrir aðra sem ekki þjást af henni. Þannig að ef kona eldar mat handa manninum sínum sem er með heilabilun er það líklega það sama og hún myndi gera fyrir hann þó svo að hann væri ekki með heilabilun. Hins vegar þegar hún er farin að baða hann og aðstoða við hluti eins og að klæða sig og annað sem fer fram úr því sem er vanalegt þá er hún orðin umönnunaraðili hans. Þessir umönnunaraðilar eru í mörgum tilfellum að gera það sama og fagfólk innan heilbrigðisgeirans en munurinn er sá að þeir fá ekkert borgað og eru annað hvort að gera þetta af fúsum vilja eða vegna þess að þeim finnst ekki neitt annað vera í boði. Umönnunaraðilar eru taldir sinna einu af lykilhlutverkunum í samfélagslegri umönnun. Skyldur þeirra og ábyrgð hafa verið viðurkenndar og í sumum tilfellum verið sameinaðar þeim framkvæmdum sem eru innan samfélagslegrar umönnunar. Þær rannsóknir sem gerðar voru í Bretlandi upp úr 1980 horfðu margar hverjar á neikvæðu hliðar umönnunar. Þær komu fólki betur í skilning um hvers eðlis umönnun gat verið og sýndu fram á erfiðleikana sem geta fylgt í kjölfarið sem oft geta meðal annars leitt af sér byrði og spennu. Kannað var á hvaða hátt líf einstaklings getur takmarkast við að sinna umönnun. Sýnt var fram á það að umönnun getur leitt til einangrunar og verið streituvaldandi og í sumum tilfellum leitt til þunglyndis (Twigg, 1998). Þeir aðilar sem sinna þessu hlutverki þurfa oft að glíma við álagið sem fylgir því að annast veikan einstakling á sama tíma og þeir reyna að aðlagast og glíma við missinn sem heilabilun hefur í för með sér. Rannsóknir hafa sýnt fram á að álag á þeim sem annast einstaklinga með heilabilun er mun hærra en hjá þeim sem til dæmis annast sjúklinga með varanlegt þunglyndi eða aldraða allajafna (Coen, O´Boyle, Coakley og Lawlor, 1999). 4.1 Áhrif á aðstandendur í umönnunarhlutverki Segja má að þær afleiðingar sem geta komið í kjölfar þess að annast einstakling með heilabilun séu á fimm sviðum. Þessi svið eru líkamleg og andleg heilsa, gæði persónulegra tengsla, félagsleg athafnasemi, atvinnu- og launamál. Aðilar sem annast einstakling með heilabilun verja meiri tíma í sínu hlutverki en margir sem annast fólk í annars konar veikindum og eru þar af leiðandi líklegri til að finna fyrir svæsnari afleiðingum á þessum sviðum (Michon, Weber, Rudhard-Thomazic, Giannakopoulos, 2005). Aðstandendur sem sjá um einhvern sér nákominn með heilabilun geta upplifað ýmsar tilfinningar eins og reiði, sekt, hryggð, einsemd og ráðaleysi. Þetta eru allt tilfinningar sem mjög eðlilegt er að upplifa þegar um ólæknandi sjúkdóm eins og heilabilun er að ræða (Mace og Rabins, 2005). Það er almennt talið streituvaldandi að hugsa um manneskju sem er með heilabilun og sýnt hefur verið fram á að heilsu umönnunaraðila getur hnignað. Það bitnar mest á andlegri heilsu umönnunaraðilans en getur einnig haft áhrif á líkamlega heilsu (Hooker, Monahan, Shifren og Hutchinson, 1992). Samkvæmt Michon o.fl. (2005) eru rýrnun á vitsmunalegum þáttum og missir á sjálfsstjórn tveir af þeim þáttum sem einkenna hnignun hjá fólki með heilabilun. Þetta getur valdið því að umönnunaraðilar þeirra eiga á hættu að brenna mjög fljótt út í hlutverki sínu. Það getur birst í nokkurs konar kreppuástandi (e. crisis) sem getur leitt til þess að einstaklingur þarf að leita læknisráða eða að grípa þurfi inn í með einhvers konar neyðarúrræði. Einnig geta þættirnir valdið því að breyting verður á sambandi þessara tveggja einstaklinga sem getur haft slæmar afleiðingar á framvindu sjúkdómsins. Í því samhengi er aðallega átt við áhrif á tíðni og alvarleika hegðunartruflana. Burns og Rabins (2000) segja frá því að þeir sem sinna umönnunarstörfum séu einnig líklegri en aðrir sem ekki eru í hlutverki umönnunaraðila til að taka lyf sem eru lyfseðilsskyld. Einnig geta þeir einstaklingar sem hafa sögu um geðsjúkdóma átt það á hættu að geðsjúkdómur þeirra taki sig upp. 4.2 Byrði Þau neikvæðu áhrif sem umönnun af þessu tagi getur leitt af sér eru oft nefnd byrði umönnunar. Það er mikilvægt að huga að því hvaða þættir það eru sem liggja þarna á bak við til þess að koma megi í veg fyrir heilsufarsvandamál hjá umönnunaraðilum (Ulstein, Wyller og Engedal, 2007). Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna hvað hefur áhrif á magn streitu og hversu mikil byrðin getur verið hjá umönnunaraðilum. Sem dæmi um áhrifavalda má nefna hversu mikil rýrnun hefur orðið á vitsmunalegum þáttum og almennri virkni hjá þeim einstaklingi sem er með heilabilun og það hvernig hegðun hans hefur breyst auk magns stuðnings sem umönnunaraðili fær (Ablitt o.fl., 2010). Misjafnt er hvernig einstaklingar með heilabilun geta tekist á við dagleg störf og hvernig ástand þeirra er í virkni og hafa rannsóknir sýnt fram á marktækt samband á milli þessa og byrði (Papastavrou, Kalokerinou, Papacostas, Tsangari og Sourtzi, 2007). Samkvæmt Burns og Rabins (2000) getur það einnig haft áhrif hversu innilegt samband er á milli fólks í hjónabandi sem og það hvernig aðilar tileinka sér hluti og tjá tilfinningar. Persónuleikabreytingar í kjölfar heilabilunar geta haft áhrif á náin tengsl í hjónaböndum og geta þar af leiðandi haft áhrif á byrði. Samkvæmt rannsóknum eru þó aðallega tengsl þarna á milli þegar umönnunaraðili er kvenkyns. Þegar fullorðnir einstaklingar sjá um að annast foreldri með heilabilun fara í gang mikil umskipti á hlutverkum og er framrás þess háttar umönnunar oft annars konar en þegar aðilinn er maki einstaklings. Munurinn getur verið sá að einstaklingur sem sér um foreldri sitt er í mörgum tilfellum að aðstoða hitt foreldri sitt við að sjá um veikan maka þess og er því ekki með hann inn á sínu heimili. Þar af leiðandi er byrðin yfirleitt meiri hjá maka heldur en börnum sem annast veikt foreldri. Þar spilar þó einnig inn í sambandið sem er á milli makans og veika einstaklingsins og það að barn getur í mörgum tilfellum sótt sér stuðning hjá sínum maka. Þessar ástæður eru þó ekki við hæfi í þeim tilfellum þar sem að veikur einstaklingur býr hjá barni sínu sem sér um að annast hann (Dura, Stukenberg og Kiecolt-Glaser, 1991). Michon o.fl (2005) segja að þegar komi að því að einstaklingur fari inn á stofnun sé það byrðin sem spili stærstan hluta. Þar kemur inn í hvort að umönnunaraðilinn sé brunninn út eða við það að brenna út og hvernig heilsuástand hans er. 4.3 Streita og kvíði Streituvaldar geta haft mikil áhrif á hegðun fólks, skap þess, hvernig því líður með sjálft sig og auk þess á heilsu. Þó eru minni líkur á áhrifum á heilsu ef streituviðbrögð koma fram snemma á ævinni því þá getur verið auðveldara að aðlagast þeim. Einstaklingar sem eru eldri og jafnvel með slæma heilsu fyrir eru í áhættuhópi hvað þetta varðar og geta átt það á hættu að verða fyrir heilsutjóni. Eðli og seigla streituvaldanna hafa ekki einungis áhrif á það hvort að einstaklingi verði meint af þeim eða ekki heldur spilar einnig inn í líffræðilegur vanmáttur hans, sálfélagslegar bjargir og hvernig hann hefur lært að takast á við hluti í gegnum tíðina (Shneiderman, Ironsons, Siegel, 2005). Samkvæmt Burns og Rabins (2000) getur það verið streituvaldandi fyrir umönnunaraðila að annast einstakling með heilabilun. Það hvernig hegðun einstaklings hefur breyst í kjölfar veikinda, hvernig vitsmunalega hlið hans hefur rýrnað, hversu erfitt hann á með að gera venjulega hluti og hvernig hann hegðar sér hefur áhrif á hvernig umönnunaraðili nær að höndla þessar aðstæður. Auk þessara þátta er talið að kyn umönnunaraðila, líkamlegt og andlegt ástand hans, persónuleiki og utanaðkomandi aðstoð geti haft áhrif á upphaf streitu hjá honum. Ráf og árásargirni eru dæmi um ófyrirsjáanlega hegðun sem getur verið mjög streituvaldandi fyrir umönnunaraðila vegna þess að það krefst þess að stanslaust sé fylgst með einstaklingnum. Það er algengt að umönnunaraðilar geri grein fyrir bæði líkamlegum og andlegum streitueinkennum eins og reiði, sektarkennd, áhyggjum, þunglyndi og erfiðleikum innan hjónabands (Anthony-Bergstone, Zarit og Gatz, 1988). Sýnt hefur verið fram á tengsl milli streitu umönnunaraðila og minnisleysis hjá einstaklingi með heilabilun sem hefur síðan horfið með tímanum. Talið er að þetta geti stafað af því að umönnunaraðili finni fyrir álagi þegar minnisleysi einstaklingsins er á því stigi að þörf er á hjálp en þegar hlutverk hans þróast og hann fer að sjá meira um hlutina án aðstoðar þá geti það horfið (Burns og Rabins, 2000). Fólk sem þarf að takast á við streituvaldandi atburði í lífinu getur þróað með sér kvíðaraskanir (Shneiderman o.fl., 2005) en rannsóknir sýna að allt að 10-35% umönnunaraðila þjást af verulegum kvíða. Sökum þess hversu mikið hefur verið einblínt á þunglyndi í þessu samhengi er lítið vitað um hvaða þættir hafa aðallega áhrif á kvíðann (Cooper, Katona, Orrell, Livingstone, 2008). 4.4 Þunglyndi Þunglyndi er algengt meðal umönnunaraðila og er oft tengt við léleg lífsgæði, einnig getur það leitt til hnignunar á starfshæfni sem og dauða (Covinsky o.fl., 2003). Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði og greindu Dura o.fl. (1991) frá niðurstöðum einnar slíkrar sem sýndi fram á að 30% þeirra sem sáu um maka sinn upplifðu þunglyndisraskanir á þeim tíma sem umönnun var veitt. Önnur rannsókn sýndi fram á að 70% umönnunaraðila höfðu einkenni þunglyndis og að makar væru með hæstu tíðni þeirra (Michon o.fl., 2005). Umönnunaraðilar geta oft verið þunglyndir dag eftir dag, vikum saman eða lengur. Því getur oft fylgt beiskja og taugaveiklun, matarlystin getur farið minnkandi og svefnleysi færst í aukana (Mace og Rabins, 2005). Þeir þættir sem hafa áhrif á þunglyndi eru í stórum dráttum þeir sömu og hafa áhrif á streitu. Persónueinkenni beggja aðila spila stórt hlutverk sem og menningarlegir þættir. Reiði og árásarhneigð einstaklings með heilabilun hefur mikil áhrif og oft meiri en vitsmunaleg skerðing hans. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir einstaklingar sem búa við slæma heilsu og eru illa staddir fjárhagslega eru líklegri til að upplifa einkenni þunglyndis. Konur og þeir sem annast maka sinn eru í áhættuhóp (Covinsky, Newcomer, Fox, Wood, Sands, Dane og Yaffe, 2003). Samkvæmt rannsókn sem gerð var á tveggja ára tímabili um þunglyndi meðal þeirra sem annast einstaklinga með Alzheimer kom í ljós að konur sýndu einkenni þunglyndis jafnt og þétt á þessum tíma en aukning var hins vegar hjá körlunum eftir því sem leið á tímabilið (Schulz og Williamson, 1991). Ef að einstaklingum sem sjá um umönnun finnst það vera álagsvaldandi eða ef þeir fá litla ánægju út úr því sem þeir eru að gera og finnst eins og þeir séu ekki að gera neitt gagn þá er meiri hætta á að þeir verði þunglyndir (Hayle, LaMonde, Han, Burton og Schonwetter, 2003). 4.5 Afleiðingar umönnunarálags Eins og áður kom fram hefur byrði umönnunaraðila mikið að segja þegar kemur að ákvörðunartöku um innlögn á stofnun. Afleiðingarnar af öllum þeim þáttum sem taldir hafa verið upp geta þó líka leitt af sér slæma umönnun af hendi þessara aðila, vanrækslu og í sumum tilfellum jafnvel ofbeldi (Papastavrou o.fl., 2007). 5 Ofbeldi gagnvart öldruðum Síðastliðin 30 ár hafa minnihlutahópar innan til dæmis heilbrigðisgeirans og félagsþjónustunnar vakið athygli á ofbeldi gegn öldruðum. Löndunum fer sífellt fjölgandi þar sem gerðar hafa verið rannsóknir á tíðni ofbeldis gegn öldruðum sem hefur leitt til þess að hugtakið er orðið nokkuð þekkt (Gibbs og Mosqueda, 2010). Í dag er ofbeldi gagnvart eldra fólki talið vera almennt vandamál sem hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar hvað varðar heilsu og líðan fólks (Lachs og Pillemer, 2004). Samkvæmt Gainey og Payne (2006) er áætlað að fjöldi aldraðra sem eru fórnarlömb ofbeldis á hverju ári sé einhvers staðar á bilinu 500 þúsund til 2 milljónir. Rannsóknir hafa sýnt fram á mun hærra hlutfall ofbeldis af hendi umönnunaraðila í þeim tilfellum sem þolendur eru með heilabilun. Talið að aldraðir einstaklingar með Alzheimer og aðra skylda sjúkdóma séu 2.25 sinnum líklegri til að verða beittir líkamlegu ofbeldi en aðrir aldraðir. (Cooney, Howard og Lawlor, 2006). Taldar hafa verið fram nokkrar mögulegar skýringar til að útskýra ástæður fyrir ofbeldi gegn öldruðum. Meðal annars eru það útskýringar um það sem gerist innra með umönnunaraðila (e.intra-individual explanations), þegar einstaklingar eru háðir öðrum (e.dependency), þegar ofbeldi er lærð hegðun af fyrri kynslóðum (e.transgenerational violence) og áhrifum þess þegar umönnunaraðilar finna fyrir byrði (Gainey og Payne, 2006). Hér á eftir verður sagt nánar frá ofbeldi gegn öldruðum og þeirri staðreynd að einstaklingar með heilabilun eru líklegri til að verða fórnarlömb ofbeldis en aðrir aldraðir. Áhættuþættir þolenda og gerenda verða útlistaðir og í lokin verður sagt stuttlega frá áhrifum ofbeldis á aldraðan einstakling. 5.1 Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum Ýmsar skilgreiningar eru til um hugtakið ofbeldi gegn öldruðum (e. elder abuse). Ein slík kveður á um að um ofbeldi sé að ræða þegar aldraður einstaklingur er beittur illri meðferð eða vanrækslu sem annað hvort skaðar hann eða setur hann í hættu á að verða fyrir skaða. Í mörgum skilgreiningum kemur fram krafa um að gerandinn sé einhver sem einstaklingur eigi að geta treyst. Þá er til dæmis átt við meðlimi innan fjölskyldu, umönnunaraðila sem fá laun fyrir að annast hann eða þá sem samið hefur verið við um að hugsa um einstakling (Gibbs og Mosqueda, 2010). Í vísindalegu orðasafni í Bandaríkjunum segir að um ofbeldi sé að ræða þegar eitthvað er gert vísvitandi sem getur skaðað einstaklinginn eða sett hann í hættu á að verða fyrir skaða. Ofbeldið þarf að beinast að manneskju sem er eldri og treystir á aðilann sem beitir hana ofbeldi. Í sama orðasafni er að finna aðra skilgreiningu þar sem umönnunaraðila mistekst að veita þeim aldraða grunnþarfir eða vernda hann fyrir skaða. Sá aldraði þarf þá að hafa meiðst, upplifað skort eða óþarfa hættu og þeir sem áttu að annast hann bera þá annað hvort ábyrgðina eða hafa ekki gert það sem þeir gátu til að koma í veg fyrir að svo færi (Lachs og Pillemer, 2004). Ofbeldi á sér stað ef manneskja sem ber ábyrgð á öldruðum einstaklingi gerir hluti af ásettu ráði sem valda líkamlegum sársauka. Einnig flokkast það undir ofbeldi að vanrækja einstakling, sýna honum afskiptaleysi eða þræla honum út (Kohn, VerhoekOftedahl, 2011). Sigrún Ingvarsdóttir (2010) gerði rannsókn hér á landi sem snéri að viðhorfi, þekkingu og reynslu af ofbeldi gegn öldruðum meðal starfsfólks sem sinnir heimaþjónustu. Í henni kom fram að mismunandi var hvað starfsmennirnir skilgreindu sem ofbeldi og bendir Sigrún þar af leiðandi á mikilvægi þess að samræma skilgreininguna á ofbeldi gegn öldruðum. Í rannsókninni kom einnig fram að þekkingarskortur ríkti meðal starfsfólks meðal annars um eðli ofbeldisins og töldu margir sig þurfa á aukinni fræðslu að halda á þessu sviði. 5.2 Tegundir ofbeldis Birtingarmyndir ofbeldisins geta verið mismunandi og er talað um fimm gerðir, sálrænt eða tilfinningalegt, kynferðislegt, líkamlegt, fjárhagslegt og vanrækslu (Kohn, Verhoek-Oftedahl, 2011). Þegar talað er um líkamlegt ofbeldi er átt við að notað er afl sem leiðir til meiðsla, sársauka eða skerðingu. Undir þetta fellur líka óviðeigandi notkun lyfja, notkun fjötra, refsing og þegar lyfjaskömmtum er breytt án þess að fá samþykki einstaklings. Það getur þó verið erfitt að skera úr um það hvort að um líkamlegt ofbeldi sé ástæða meiðsla eða eitthvað annað þar sem að gamalt fólk getur auðveldlega dottið, fær auðveldlega sár og bein þeirra eru viðkvæmari en hjá yngra fólki (Read, 2008). Vanræksla á við þegar umönnunaraðili sinnir ekki þeim þörfum sem ósjálfbjarga aldraður einstaklingur þarf á að halda. Undir sálrænt ofbeldi falla þær gjörðir sem einstaklingur fremur með þeim ásetningi að valda þeim aldraða tilfinningalegum sársauka eða skaða (Lachs og Pillemer, 2004). Þetta geta verið hótanir, móðganir, áreiti eða niðurlæging af einhverju tagi. Einnig getur einangrun frá vinum, ættingjum og samfélaginu verið dæmi um sálrænt ofbeldi og jafnframt getur það þjónað tilgangi í markmiðum geranda eins og að halda ofbeldinu leyndu. Undir kynferðislegt ofbeldi falla nauðganir og annars konar ósamþykkt kynferðisleg snerting sem og annars konar tilræði, til dæmis það að bera sig. Fjárhagslegur ávinningur getur virkað eins og hvati þegar kemur að fjárhagslegu ofbeldi. Ýmislegt getur flokkast undir fjárhagslegt ofbeldi, sem dæmi um það er þegar gerandi færir eigur yfir á sitt nafn í leyfisleysi eða lætur setja sig sem arfþega í erfðaskrá (Read, 2008). 5.3 Tíðni ofbeldis Aðferðafræðin sem notuð hefur verið til að gera rannsóknir á þessu sviði hefur verið margs konar auk þess sem skilgreiningarnar hafa ekki alltaf verið þær sömu. Þar af leiðandi hefur reynst erfitt að gera samanburð og meta tíðni milli landa (Selwood, Cooper og Livingston, 2007). Í rannsókn Sigrúnar Ingvarsdóttur (2010) voru starfsmenn heimahjúkrunar annars vegar og starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu hins vegar spurðir út í það hvort þeir hefðu orðið varir við ofbeldi gegn öldruðum einstaklingum eða grunað slíkt athæfi. Niðurstöðurnar voru í takt við misræmi í skilgreiningum meðal starfsfólks á ofbeldinu en fram kom að alls höfðu 56 starfsmenn eða 27% þeirra grunað eða orðið vitni að ofbeldi gegn notendum þessarar þjónustu. Gibbs og Mosqueda (2010) benda á að hafa þurfi í huga að margar rannsóknir treysti á þau tilvik sem einstaklingar segja frá sjálfir. Af þeim sem beittir eru ofbeldi eru eflaust margir sem ekki þora að tilkynna. Í sumum tilfellum vegna þess að þeir hafa kannski engan annan en þann sem beitir ofbeldinu til að hugsa um sig eða vegna þess að hann hefur hótað að senda þá á hjúkrunarheimili segi þeir frá. Þeim gæti einnig þótt sem svo að umhverfið sem þau þekkja til með ofbeldi sé meira viðunandi en nýtt umhverfi með umönnun. Þar af leiðandi vantar oft tilfelli sem snerta stóran hóp berskjaldaðs fólks, til dæmis heilabilaðra. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bretlandi kom fram að 1,7% hafði tilkynnt um einhvers konar líkamlegt ofbeldi, 1,5% um fjárhagslegt og 5,6% um munnlegt ofbeldi (Selwood o.fl., 2007). Gibbs og Mosqueda (2010) greindu frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru í Bandaríkjunum. Ein þeirra sýndi að 9% fólks á aldrinum 57-85 ára höfðu upplifað munnlegt ofbeldi, 3,5% fjárhagslegt ofbeldi og 0,2% líkamlegar misþyrmingar undanfarið ár. Í annarri rannsókn sem var gerð meðal fólks eldra en 60 ára var tíðnin 11,4% undanfarið ár. Þeir flokkar sem sýndu hæstu tíðnina voru vanræksla, fjárhagslegt- og tilfinningalegt ofbeldi. Í þessum tveimur rannsóknum voru þó ekki teknar með þær tilkynningar sem varða fólk með heilabilun. Aftur á móti sýndi ein rannsókn að meðal fólks með heilabilun hafa 47,3% verið misnotaðir. Af þeim höfðu 88,5% upplifað tilfinningalegt ofbeldi, 29,5% höfðu verið vanræktir og 19,7% verið beittir líkamlegu ofbeldi. Selwood o.fl. (2007) hafa bent á að erfitt geti verið að framkvæma rannsóknir sem sýna réttar niðurstöður í ljósi þess hversu falin þessi brot eru og að þeim er beint gegn varnarlausu fólki af þeim sem það treystir á. Gibbs og Mosqueda (2010) segja frá því að í fyrstu rannsókninni sem gerð var um ofbeldi gegn öldruðum í Bandaríkjunum kom fram að á móti hverju einu broti sem væri tilkynnt væru fimm sem ekki væru tilkynnt. Samkvæmt Lachs og Pillemer (2004) hafa rannsakendur þó í dag unnið að betri rannsóknum þar sem hægt er að mæla ofbeldi á nákvæmari hátt. Fólk sem vinnur á læknastofum þarf að hafa það í huga að komi 20-40 eldri einstaklingar inn á stofuna á dag er mjög líklegt að lágmark einn af þeim sé fórnarlamb einhvers konar ofbeldis. Gera má ráð fyrir að sú tala sé jafnvel hærri ef að fólk með heilabilun er að koma þangað að staðaldri. 6 Ofbeldi gegn fólki með heilabilun Eins og áður kom fram þá er eldra fólk með heilabilun í meiri áhættu fyrir ofbeldi heldur en aðrir (Lachs og Pillemer, 2004). Þó svo að það sé staðreynd þá sýna rannsóknir fram á mjög breytilega tíðni. Það orsakast bæði af því að notast er við mismunandi skilgreiningar og vegna þess að margir þeirra sem eru með heilabilun geta ekki tekið þátt eða eru útilokaðir úr slíkum rannsóknum (Wiglesworth, Mosqueda, Mulnard, Liao, Gibbs og Fitzgerald, 2010). Samkvæmt Cooney o.fl (2006) hefur það hins vegar sýnt sig í rannsóknum að umönnunaraðilar heilabilaðra eru viljugir til að svara spurningum um ofbeldi á opinskáan hátt. Reynslan hefur sýnt að mismunandi tegundum ofbeldis sé beitt eftir því á hvaða stigi heilabilunin er. Á fyrsta stigi heilabilunar getur verið erfitt fyrir einstakling að sjá um fjármálin sín, borga reikninga og þess háttar og verður hann þar af leiðandi háður öðrum og auðvelt fórnarlamb hvað varðar fjárhagsleg ofbeldi. Þegar heilabilunin er komin á næstu stig og hegðunarerfiðleikar orðnir tíðari ásamt árásargirni getur líkamlegt ofbeldi orðið algengara. Á síðasta stigi heilabilunar verða einstaklingar alveg háðir því að aðrir annist þá og er vanræksla sú tegund ofbeldis sem líklegast er að verði beitt við þær aðstæður (Gibbs og Mosqueda, 2010). 6.1 Áhættuþættir sem snúa að einstaklingi og aðstandanda Lachs og Pillemer (2004) vilja meina að þrátt fyrir miklar framfarir undanfarinn áratug í rannsóknum á áhættuþáttum þá þurfi að taka þeim með varúð þar sem að áhættuþættirnir eru bæði tiltölulega nýtt rannsóknarefni og þörf er á mun fleiri athugunum. Gibbs og Mosqueda (2010) benda jafnframt á að það geti verið gagnlegt fyrir heilbrigðisstarfsmenn að skilja þá áhættuþætti sem tengjast ofbeldi gegn öldruðum. Bæði til að þeir eigi auðveldara með að bera kennsl á þá og til að grípa megi sem fyrst inn í með fyrirbyggjandi aðferðum. Rannsóknir hafa sýnt að samband milli umönnunaraðila og þess aldraða getur haft áhrif á tíðni ofbeldis (Cooney o.fl., 2006). Samkvæmt Lachs og Pillemer (2004) bendir einnig margt til þess að það fólk sem deilir húsnæði sé í mikilli hættu á að verða beitt ofbeldi alveg öfugt við þá sem búa einir og eru í lítilli hættu. Ástæðan fyrir þessu er talin vera meiri samskipti við annað fólk sem getur skapað spennu og valdið ágreiningi. Þegar einstaklingar einangrast frá samfélagi og hætta þannig að fá stuðning frá fjölskyldu og vinum sem og öðrum félagslegum tengiliðum aukast líkur á ofbeldi (Penhale, 2010). Félagsleg einangrun er hugtak sem oft kemur upp í tengslum við ofbeldi og er til dæmis talið einkenna fjölskyldur þar sem konur og börn eru misnotuð. Talið er að svipuð einkenni sé til staðar þegar ofbeldi gegn öldruðum á sér stað. Fórnarlömbin einangrast frá þeim sem standa þeim næst nema þeim sem þau búa með. Þess háttar einangrun eykur líkurnar á streitu innan fjölskyldu sem getur leitt til ofbeldis auk þess sem einangrunin heldur hegðuninni leyndri (Lachs og Pillemer, 2004). 6.2 Áhættuþættir umönnunaraðila Það eitt og sér að annast aldraðan einstakling er talið vera áhætta hvað varðar ofbeldishegðun (Kohn og Verhoek-Oftedahl, 2011). Gibbs og Mosqueda (2010) tala um að ákveðnir eiginleikar í persónu og umhverfi umönnunaraðila auki líkurnar á því að hann beiti þann sem hann er að annast ofbeldi. Þær nefna í því samhengi einkenni þunglyndis og samkvæmt Lahcs og Pillemer (2004) virðist það vera mjög algengt meðal þeirra sem beita ofbeldi. Í kínverskri rannsókn kom það fram að þunglyndi getur aukið líkurnar á ofbeldi töluvert og einnig var kannað hver áhrifin urðu ef að félagslegur stuðningur var aukinn. Hún leiddi í ljós að þunglyndi hafði ekki eins mikil áhrif hjá karlkyns einstaklingum eftir þá breytingu (Gibbs og Mosqueda, 2010). Einnig er talið að þunglyndi ásamt reiði auki líkur á líkamsmeiðingum (Kohn og Verhoek-Oftedahl, 2011). Há tíðni hefur einnig verið á milli ofbeldis og kvíða hjá umönnunaraðila. Einstaklingar sem glíma við þessi tvö einkenni virðast ekki hætta ofbeldinu hafi þeir byrjað á því þó svo að þeir hafi fengið hjálp við að vinna í þeim. Ofbeldið virtist aftur á móti aukast eða að minnsta kosti standa í stað í heilt ár á eftir (Gibbs og Mosqueda, 2010). Byrði umönnunaraðila eða þær kröfur sem gerðar eru til hans líkamlega, tilfinningalega og fjárhagslega geta leitt til ofbeldis (Kohn og Verhoek-Oftedahl, 2011). Í grein sinni benda Coyne, Reichman og Berbig (1993) á að sá tími sem aðili eyðir í umönnun að jafnaði og hversu langan tíma hann hefur verið að því hefur einnig áhrif. Í sömu grein kemur fram að rannsóknir hafi sýnt fram á streitu sem áhrifaþátt. Penhale (2010) vill meina að þegar einstaklingur í umönnunarhlutverki upplifir streitu sem verður honum um megn geti það leitt til ofbeldis af hans hálfu. Streita getur orsakast vegna togstreitu sem skapast innra með einstakling. Hún getur líka skapast vegna utanaðkomandi þrýstings eða pressu sem einstaklingur upplifir með sjálfum sér og erfitt er fyrir hann að ráða við. Áhættuþættir varðandi munnlegt ofbeldi eru auk þunglyndis það að vera kona og að annast einstakling sem notar sjálfur munnlegt ofbeldi og að upplifa oft vandkvæði sem getur lýst sér þannig að umönnunaraðili upplifir hluti ógnandi sem eru í raun lítilvægir (Kohn og Verhoek-Oftedahl, 2011). Þeir sem beita ofbeldi eru oft háðir þeim sem ofbeldinu er beint gegn. Ofbeldið getur þá í sumum tilfellum verið afleiðing þess að ættingi hefur reynt að komast yfir verðmæti (e.resources) frá þeim aldraða eða þess að óvinveittu sambandi er viðhaldið innan fjölskyldu vegna þess að annað hvort dóttir eða sonur sem er fjárhagslega háð foreldri vill ekki flytja að heiman og missa í kjölfarið þann stuðning sem fæst frá foreldri (Lachs og Pillemer, 2004). Þegar aldraður einstaklingur sýnir oft af sér erfiða hegðun samhliða þessu er hættan á ofbeldi talin aukast enn meira (Penhale, 2010). Rannsókn Gibbs og Mosqueda (2010) sýndi fram á það hvernig reiði spilar inn í sem áhættuþáttur. Kannað var hvort að reiði hefði áhrif á þunglyndi, kvíða og gremju gagnvart umönnunarhlutverkinu og gæti þar af leiðandi leitt af sér ofbeldisfulla hegðun. Byggt var á fyrri rannsóknum um að þessir þættir hafa áhrif á gæði umönnunar og í ljós kom að áhrifin fóru eftir því hvernig umönnunaraðili upplifir reiði. Sem dæmi um fleiri áhættuþætti má nefna að einstaklingar sem sjá um maka sinn eru líklegri til að beita ofbeldi heldur en aðrir (Wiglesworth o.fl., 2010). Litið er á misnotkun áfengis og misnotkun annarra vímuefna sem áhættuþátt (Coyne o.fl., 1993) sem og áföll í æsku. Þá er til dæmis átt við að þættir eins og vanræksla og skortur á daglegum þörfum í æsku ýti undir það að einstaklingur vanræki aldraðan einstakling. Það hvaða tegundir ofbeldis tengjast hvaða áhættuþætti fyrir sig hefur ekki verið rannsakað að fullu. Þó er talið að þeir sem vanræki eldra fólk eigi líklegast við einhvers konar kvíðaraskanir að etja. Þeir sem aftur á móti misnota eldra fólki séu líklegri til að hafa verið misnotaðir í æsku, eiga sögu um misnotkun áfengis, hafa glímt við eða glíma við þunglyndi eða eiga í sambandi við þann aldraða sem einkennist af einhvers konar ágreiningi (Kohn og Verhoek-Oftedahl, 2011). 6.3 Áhættuþættir aldraðs einstaklings Lachs og Pillemer (2004) greina frá því að heilabilun sé áhættuþáttur fyrir einstakling hvað varðar ofbeldi. Ástæðan fyrir því er talin vera aukin árásarhneigð sem birtist í hegðun einstaklings og getur svo valdið kvíða og þjáningu hjá þeim sem annast hann. Hegðun af þessu tagi getur leitt til þess að umönnunaraðila er ögrað sem svo svarar í sömu mynt.
Forsætisráðherra segir boðaðar aðgerðir LÍÚ, um að halda skipaflotanum í landi, vera ósvífnar og ólögmætar og þær eigi ekki að líðast. Hún segir ríkisstjórnina standa vörð um heildarhagsmuni en ekki sérhagsmuni. Hún segist vonast til að útgerðarmenn hætti við. Á Alþingi í morgun voru boðaðar aðgerðir LÍÚ um að halda skipaflotanum í landi ræddar. Jón Gunnarsson sagði sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar vera atlögu að íslensku samfélagi þar sem vegið sé að fólkinu í landinu: „Hæstvirtur forsætisráðherra hefur með uppnöfnum og dónaskap vegið að fólki í atvinnulífinu,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin væri, með sjávarútvegsfrumvörpum sínum, að tryggja meira jafnræði en sjávarútvegurinn væri með stöðugar árásir gegn ríkisstjórninni. Hún gagnrýndi harðlega boðaðar aðgerðir LÍÚ og sagði þær pólitískar. „Þær aðgerðir sem LÍÚ er að fara í núna sem að mínu viti eru ólöglegar, eru ekkert annað en ósvífnar aðgerðir og eiga auðvitað ekki að líðast. Ríkisstjórnin hefur lagt sig fram við meðferð málsins hér á þingi að reyna að ná sátt um þessi mál en halda um leið sínum prinsippum sem hún hefur sett í þessu máli, það er að fá meira jafnræði í þessa grein og að þjóðin fái eðlilegan arð að sjávarútvegnum, það er kominn tími til þess“. sagði Jóhanna. Hún sagði ríkisstjórnina horfa á heildarhagsmuni þjóðarinnar, ekki sérhagsmuni: „Ég held að sjávarútvegurinn, sem núna mokar peningum í áróður og auglýsingar gegn ríkisstjórninni, ætti að fara að segja okkar hvaðan hann fái þennan pening. Því þegar Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stjórnuðu þá gátu þeir verið þar inni á teppi og fengið það sem þeir vildu en það fá þeir ekki hjá þessari ríkisstjórn, hún er að horfa á heildarhagsmuni en ekki sérhagsmuni,“ sagði Jóhanna. Árni Þór Sigurðsson spurði forsætisráðherra einnig út í boðaðar aðgerðir LÍÚ, sér í lagi í ljósi þess að kjaradeila þeirra er hjá sáttasemjara, því séu þær þeim mun alvarlegri. Forsætisráðherra tók undir það, sagði aðgerðirnar ógeðfelldar og pólitískar en hún vonaðist til þess að við þær verði hætt.
Baltasar Kormákur og framleiðsufyrirtækið hans Reykjavík Studios hafa skrifað undir samning við RÚV um að framleiða þáttaröð byggða á Sjálfstæðu fólk eftir Halldór Laxness. Baltasar ætlar að gera kvikmynd eftir fyrstu bókinni en sex sjónvarpsþættir eftir hinum bókunum verða sýndir á sama tíma. Kostnaður við verkefnið nemur einum og hálfum milljarði. Sjálfstætt fólk kom fyrst út í fjórum bindum í tveimur bókum á árunum 1933 til 1935. Baltasar Kormákur hefur lengi haft hug á að gera mynd eftir bókinni og segir það meðal annars hafa gert það að verkum að hann varð kvikmyndagerðarmaður. „Síðustu fimm árin hef ég haft réttinn á þessu en ég hef verið að bögglast með hvernig sé best að gera þetta. Ég ætlaði að gera bíómynd en fannst hún ekki passa í bíómyndaformið, þetta er svo stór saga. Svo kom þessi hugmynd að gera bíómynd úr fyrstu bókinni en sýna svo sex sjónvarpsþætti á sama tíma,“ segir Baltasar. Leikstjórinn keypti kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólk fyrir fimm árum og sagði þá í Kastljósi að þetta væri stóra bók Íslendinga „og mig hefur lengi dreymt um að kvikmynda hana.“ Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir gríðarlega eftirspurn eftir vönduðu leiknu íslensku efni. „Ófærð ruddi brautina. Svo koma aðrir í kjölfarið. Þessi staða hefur aldrei verið uppi áður. Það er verið að kalla eftir því: Komið með meira gott efni. Við erum tilbúin að kaupa það og sýna það. Við erum orðin nógu örugg til að segja: Það er kominn tími til að ráðast í þetta þrekvirki.“ Handritsskrifin eru þegar hafin og verið er að leita að hentugum tökustöðum. Áætlaður kostnaður við verkefnið er í kringum einn og hálfan milljarð. Nánar verður fjallað um þetta í Menninguni í Kastljósi í kvöld og á vef ruv.is.
Góðir hlutir gerast oft hratt. Þetta segir Eiríkur Tómasson, lagaprófessor sem telur afar brýnt að kosið verði til stjórnlagaþings samhliða alþingiskosningunum eftir rúma tvo mánuði. Það tryggi góða þátttöku í kosningunum. Ríkisstjórnin hefur það á sinni stefnuskrá að undirbúa stjórnlagaþing sem á að endurskoða stjórnarskrána og jafnvel semja nýja ef svo ber undir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið hvenær kjósa á til slíks þings en þær raddir hafa heyrst að það eigi að gera samhliða þingkosningunum 25. apríl. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, er þeirrar skoðunar og bendir meðal annars á að það sé ódýrara og tryggi meiri þátttöku í slíkum kosningum. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor: Hættan er sú ef að kosið yrði sérstaklega til stjórnlagaþings að stjórnmálaflokkarnir myndu vera mjög, gera sig mjög gildandi í þeirri kosningabaráttu og ég er á móti því að, að flokkarnir hafi of mikil áhrif á það hverjir veljast á þingið og, og störf þingsins. Eiríkur bendir einnig á að sá skammi tími sem er til stefnu komi í veg fyrir kosningabaráttu í einhvers konar prófkjörsstíl. Þess í stað myndi landskjörstjórn koma framboðunum á framfæri. Eiríkur Tómasson: Þannig gefist þjóðinni kostur á að velja á milli vonandi hæfra frambjóðenda. Og það er nú einu sinni svo að mínum dómi að góðir hlutir gerast oft hratt. Eiríkur óttast að ef tækifærið verði ekki gripið strax dvíni áhuginn á að halda slíkt þing. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor: Ótti minn er sá að þessu verði slegið á frest og síðan detti þetta upp fyrir og svo þurfum við að bíða eftir næstu manngerðu hamförum til þess að við fáum sama tækifæri og nú til þess að þjóðin sjálf komi, milliliðalaust að því, að semja okkur nýja stjórnskipun sem ég tel algerlega nauðsynlegt. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að málið væri í umræðu en ekki væri komin endanleg niðurstaða í það.
Það er mikil frjósemi í kringum mig þessa dagana og liggur við að önnur hver kona nálægt mér sé ólétt eða nýbúin að eiga. Ég á 50% í einu þessara væntanlegu barna og er því eðlilega með þetta svolítið á heilanum. Og það er alveg ótrúlegt hvað margir eru enn ekki búnir að læra af ótal sjónvarpsþáttum, bíómyndum og munnmælasögum, sem segja frá gasprandi fábjánum sem segja eitthvað óviðeigandi við óléttar konur og uppskera þannig fyrirlitningu allra nærstaddra. Þegar þú segir óléttri konu að hún sé nú „komin með svakalega kúlu“ heyrir hún: „Það er eins og þú hafir gleypt strandbolta.“ Þegar þú segir óléttri konu að þú hafir haldið að hún væri nú „komin aðeins lengra“ heyrir hún: „Þú lítur út eins og Meat Loaf, ef hann væri nýbúinn að gleypa Gaua litla.“ Það er nóg annað hægt að tala um. Veðrið, ríkisstjórnina, ástandið í Mið-Austurlöndum. Já, eða bara um barnið sem er á leiðinni frekar en að ólétta konan uppfylli nú ekki ströngustu kröfur veruleikafirrts samfélagsins um útlitslega fullkomnun. Það er aldrei gott umræðuefni. Og þó hún láti eins og henni finnist það allt í lagi, þá eru töluverðar líkur á að hún sé að feika það til að vera ekki dónaleg, þó að þú hafir hér um bil líkt henni við skemmtiferðaskip. Með þessu er ég ekki að segja að óléttar konur séu vesalingar sem eigi að pakka inn í bómull og halda fjarri umheiminum fram yfir meðgöngu. En bara að hugsa áður en maður talar. Bráðum munu þær þurfa að nota alla sína uppsöfnuðu hörku til að þrýsta hlut á stærð við amerískan fótbolta út um líkamsop litlu stærra en nasirnar á þér. Þá var nú gott að þær eyddu ekki hluta af henni í að segja þér að hoppa upp í rassgatið á þér.
Hraunið úr nýju eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi rennur nú allt yfir í Hvannárgil þar sem myndast hefur nýr, um 100 metra hár hraunfoss. Hraun er hætt að renna í Hrunagil. Þessi breyting virðist hafa orðið á hraunrennslinu í morgun, en þá varð vart við gufubólstra í Hvannárbotnum. Og kippur kom í Hvanná um svipað leyti. Hvanná fellur í Þórsmörk skammt frá vegamótunum í Langadal, miklu utar en Hrunaá. Hvannárgilið er að sögn um fimm kílómetra langt, því mun það að óbreyttu taka hraunið langan tíma að mjakast niður í Mörkina. Horfa á kvikmyndir frá Hvannárgili myndir Vilhjálmur Þór Guðmundsson Horfa á kvikmyndir frá Hrunagili myndir Þór Ægisson Skoða líkan Veðurstofunnar af mögulegu hraunflæði Á annað hundrað manns hafa í dag verið við eldstöðvarnar. Litlu mátti muna í dag að hjálmlausir ferðamenn fengju á sig stórgrýti sem þeyttist upp úr Hvannárgili þegar hraunið fór að renna þar niður. Þórólfur Kristjánsson, í björgunarsveit Hafnarfjarðar, segir að miklar gufusprengingar verði þar sem hraunið rennur í Hvannárgil og leggst yfir snjó. Þá þeytist grjót upp úr gilinu. Grjót hafi lent mjög nærri fólki og hafi björgunarsveitarmenn þurft að rýma svæðið á meðan. Fólk er varað við að vera þar sem hraunið rennur niður í gilið. Fólk er beðið um að fara að öllu með gát og búa sig vel, veður getur breyst mjög snögglega á þessum slóðum. Björgunarsveitir verða á vakt á svæðinu alla helgina. Ferðafélagið Útivist býður upp á leiðsögn að gosstöðvunum á morgun. Lagt verður af stað frá Skógum klukkan ellefu. Fimm leiðsögumenn fara með ferðamennina og hægt er að nálgast upplýsingar um hvaða búnað fólk þurfi að hafa á heimasíðu Útivistar. Veðurspá fyrir Fimmvörðuháls Laugardagur 27.03 og sunnudagur 28.03 Norðaustan og norðan 8-13 m/s og yfirleitt léttskýjað, en sums staðar snarpari vindhviður. (Allt að 18-20 m/s). Frost 6 til 10 stig. Búast má við að hvessi seint á sunnudag, líklega þó ekki fyrr en um kvöldið. Athugasemd. Þessi veðurspá gerir ráð fyrir veðrinu í u.þ.b. 800-1000 metra hæð yfir sjávarmáli.
Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi í gær fyrir morð á fjórum mönnum á þrítugsaldri. Maðurinn byrlaði öllum fórnarlömbunum ólyfjan og nauðgaði þeim. Allir létust mennirnir úr ofskammti. Hinn 41 árs gamli Stephen Port kynntist fórnarlömbum sínum í gegnum stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða. Hann bauð þeim heim til sín þar sem hann byrlaði þeim nauðgunarlyfinu GHB, nauðgaði þeim og dró þá svo í kirkjugarð nærri heimili hans þar sem lögregla fann líkin. 15 mánuðir liðu á milli þess að sá fyrsti og sá síðasti lést. Lögreglan taldi fyrst um sinn að þeir hefðu einfaldlega látist af ofskammti eftir að hafa innbyrt lyf sjálfviljugir, því hjá tveimur líkanna fundust kveðjubréf. Port reyndist hafa skrifað þau sjálfur. Fjórða líkið varð til þess að lögreglan ákvað að skoða tengslin á milli dauðsfallanna. Öll leiddu þau að Port og kom einnig í ljós að hann hafði byrlað fleiri ungum mönnum ólyfjan. Alls er Port dæmdur í 22 liðum fyrir brot gegn 11 mönnum. Sjö fórnarlamba hans eru enn á lífi en honum er gefið að sök að hafa byrlað þeim ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega. Dómari í málinu sagði að ekkert annað kæmi til greina en lífstíðardómur. „Ég neita að setja fram lágmarksvist. Niðurstaðan er lífstíðardómur og sakborningur mun deyja í fangelsi,“ hefur breska dagblaðið Guardianeftir dómaranum. Vinnubrögð lögreglu eru gagnrýnd harðlega af fjölskyldum fórnarlambanna og fleirum. Sautján lögreglumenn bíða nú rannsóknar vegna hugsanlegrar vanrækslu málsins. Lundúnalögreglan rannsakar nú hvort einhver 58 óútskýrðra dauðsfalla af völdum GHB nauðgunarlyfsins síðustu fjögur ár hafi borið að með saknæmum hætti. Ítarlega er fjallað um mál Ports á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
I. Mál þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð 1. júní sl., er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru dags. 29. október 2020 á hendur ákærða X, kt. 000000-0000, [...]. Ákærða er gefin að sök nauðgun, með því að hafa aðfararnótt sunnudagsins 3. nóvember 2019, að [...], haft samræði við A, kt. 000000- 0000, án hennar samþykkis, en ákærði klæddi hana úr buxunum, færði nærbuxur hennar til hliðar og hafði við hana samræði þar sem hún lá sofandi í rúmi með ákærða og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa fíkniefna, lyfja og svefndrunga. Telst brot ákærða varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að ákærða verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun eða vægari öryggisráðstöfunum, sbr. 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu er einkaréttarkrafa brotaþola, A, kt. 000000- 0000, en hún krefst miskabóta að fjárhæð kr. 2.500.000 auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 3. nóvember 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt fyrir ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags auk greiðslu þóknunar við réttargæslu að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi auk virðisaukaskatts á réttargæsluþóknun. Verjandi ákærða gerir aðallega þá kröfu að ákærði verði sýknaður, til vara að honum verði ekki gerð refsing og til þrautavara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði þá skilorðsbundin. Þá er þess krafist aðallega að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað dómi en til vara, komi til þess að bætur verði dæmdar, að þær verði verulega lægri en krafist er. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verður lagður á ríkissjóð þ. m. t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans skv. mati dómsins. II. Málavextir: Að morgni sunnudagsins 3. nóvember 2019 mætti brotaþoli, A, á lögreglustöð í [...] og tilkynnti að henni hafi verið nauðgað nóttina áður af ákærða sem er fyrrverandi kærasti hennar. A sagði að hún og ákærði hafi verið heima hjá vini ákærða þegar hún hafi fundið fyrir miklum kvíða og ákærði þá boðið henni lyfið Sobril og hún hafi tekið þrjár töflur af því en hún hafði aldrei tekið það áður. Eftir það hafi A reykt kannabis en skömmu síðar hafi hún og ákærði farið saman að dvalarstað hans að [...]til að sofa. Ákærði hafi lýst því að hann vildi hafa kynmök við A en hún hafi ítrekað neitað því. Hún hafi sagt ákærða að hún vildi ekki gera neitt kynferðislegt með honum og beðið hann að sofa í sófa í stofunni en síðan hafi hún sofnað eða öllu heldur rotast. Hún hafi þá verið í gallabuxum, nærbuxum, hettupeysu og topp. A kvaðst síðan hafa vaknað um kl. 09:00 um morguninn og þá tekið eftir að hún hafði verið klædd úr buxunum en klædd aftur í þær og tölur hafi ekki verið hnepptar. Hvernig buxurnar voru þegar A vaknaði hafi orðið til þess að henni hafi fundist að það hafi verið brotið á henni kynferðislega. Þá hafi hún verið blaut á kynfærum eins og eftir sæði en það hafi verið eins og búið hafi verið að strjúka það af líkama hennar. Hún hafi spurt ákærða út í þetta og hann hafi sagt að þau hafi haft samfarir um nóttina. Hún hafi tekið viðbrögð ákærða upp á farsíma sinn og hann hafi viðurkennt að hafa klætt hana úr buxunum og haft við hana kynmök án hennar vilja. A fullyrti að kynmökin hafi ekki verið með hennar vilja. Hún hafi síðan hringt í vin sinn sem hafi ekið henni á lögreglustöð. Ákærði skýrði svo frá fyrir lögreglu að hann hafi spurt A ítrekað um kynlíf umrædda nótt en hún hafi neitað því. Hann hafi þrátt fyrir það haft samfarir við hana en meðan þau hafi verið kærustupar hafi þó oft stundað kynlíf þegar annað þeirra hafi verið sofandi og hann hafi talið að það gilti enn þá umrædda nótt. Ákærði kvaðst hafa tvívegis haft samfarir við A um nóttina og í fyrra skiptið hafi hann verið mjög ýtinn en hún hafi verið hálfsofandi og þau bæði á róandi lyfjum og hvorugt þeirra varla með meðvitund. A hafi legið á bakinu og hann tekið hana úr utan yfir buxum en hún verið í nærbuxum og ákærði síðan haft samfarir við hana í leggöng. Ákærði kvaðst hafa haft sáðlát á magann á A og nærbuxur hennar og á rúmið en hann hafi ekkinotað smokk. Hún hafi vaknað eftir þetta og verið í áfalli því hún hafi ekki vitað hvað væri í gangi en ákærði hafi knúsað hana því honum hafi einnig liðið illa. Eftir þetta hafi þau vakað í um 20 mínútur en síðan sofnað aftur. Ákærði sagði að þegar þau höfðu samfarir í seinna skiptið hafi þau bæði verið vakandi. Hann hafi byrjað að þrýsta á A aftur en hún hafi sagt að hún væri allt of þreytt til að nenna þessu. Hann hafi þrátt fyrir það byrjað að hafa samfarir við hana aftur í leggöng og aftur fengið sáðlát en þá á rúmið og á gólfið en hann vissi ekki hvort eitthvað hafi farið á A. Þau hafi síðan sofnað aftur og sofið þar til um morguninn. Ákærði sagði að A hafi liðið illa þegar þau hafi vaknað og farið að gráta vegna þess sem hann hafði gert þ. e. misnotað hana. Ákærði kvaðst hafa verið með sektarkennd og hann hafi sagt við A í SMS skilaboðum að hann væri að hugsa um að kæra sjálfan sig. Ákærði sagði að áður en atvik urðu hafi bæði hann og A tekið inn þrjár töflur af Sobril hvort og reykt kannabis. Blóð- og þvagsýni var tekið úr ákærða og brotaþola. Í þvagsýni ákærða fannst kannabis og Oxazepam og í blóði fannst kannabis. Í þvagsýni brotaþola fannst kannabis, Oxazepam og umbrotsefni kókaíns og í blóði fannst kannabis og Oxazepam. Brotaþoli fór í kjölfar atburðarins í réttarlæknisfræðilega skoðun og þar skýrði hún frá því að ákærði hafi gefið henni þrjár Sobril töflur áður en hún sofnaði og hún hafi neitað að stunda kynlíf með honum. Hún mundi ekki eftir því að hafa stundað kynlíf en þegar hún hafi vaknað hafi ákærði viðurkennt að hafa haft samræði við hana. Ekki var að sjá áverka á kynfærum brotaþola en hún kvartaði ekki undan áverkum eða verkjum annars staðar en í klofi. Eins og fram er komið tók brotaþoli upp á farsíma sinn samtal við ákærða eftir að þau vöknuðu um morguninn eftir að atvik urðu. Samkvæmt skýrslu lögreglu um upptökuna heyrist að brotaþoli er grátandi og ákærði segir m. a. að þau hafi riðið en þá segir brotaþoli:,, Við riðum, nei við riðum ekki, ekki með mínum vilja, ég veit ekki hversu oft ég sagði nei.“ Seinna í samtalinu biður brotaþoli ákærða að segja sér hvað hann hafi gert. Þá segir hann:,, Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Brotaþoli spyr þá hvað það kallist og þá svarar ákærði nauðgun. III. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi: Ákærði, X, neitaði sök við skýrslutöku fyrir dómi. Hann sagði að kvöldið áður en atvik urðu hafi hann og brotaþoli farið til Reykjavíkur en síðan til vinar þeirra í [...]. Þar hafi vinur þeirra sagt ákærða og brotaþola að taka Sobril sem ákærði hafi verið með og hafi þau tekið þrjár töflur hvort. En þau hafi einnig reykt kannabis og verið búin að gera það í nokkra daga. Skömmu eftir að þau hafi tekið Sobril hafi þau farið saman á heimili bróður ákærða þar sem hann hafi haft herbergi en ákærði hafi boðið brotaþola gistingu. Ákærði sagði að hann og brotaþoli hafi á sínum tíma verið í sambandi í um tvö og hálft ár en líklega hætt saman í ágúst 2019. Í sambandinu hafi þau sýnt hvort öðru andlegt ofbeldi og eftir sambandsslitin hafi verið togstreita þeirra á milli en þau hafi rætt um að laga hlutina. Ákærði sagði að það hafi ekkert kynferðislegt verið á milli þeirra kvöldið fyrir atvikið og þau hafi ekki rætt hvar þau ætluðu að sofa. Ákærði sagði að þegar þau hafi komið á dvalarstað ákærða hafi hann farið að undirbúa rúmið í herberginu sem hann hafði til umráða en það hafi líklega verið um eða skömmu eftir miðnætti. En þau hafi líklega gist þar áður. Bróðir ákærða, kona hans og börn hafi verið heima. En ákærði og brotaþoli hafið farið beint inn í herbergi þegar þau komu í íbúðina því bróðir ákærða hafi ekki viljað að brotaþoli gisti á heimilinu. Þegar þau hafi verið komin upp í rúm hafi þau verið í símum sínum en síðan farið að láta vel hvort að öðru en ákærði kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig kynlífið hjá þeim hafi byrjað. Ákærði kvaðst ekki heldur muna hvernig brotaþoli hafi gefið til kynna að hún vildi stunda kynlíf en hún hafi verið vakandi þegar þau hafi byrjað samfarir. Ákærði mundi ekki hvernig brotaþoli fór úr buxunum. Við samfarirnar, sem ekki hafið staðið lengi, hafi brotaþoli legið á bakinu og gefið frá sér stunur. Ákærði sagði að brotaþoli hafi gefið það til kynna eins og venjulegt fólk að hún vildi hafa samfarir við hann. Eftir samfarirnar hafi ákærði sofnað en vaknað aftur og þau þá haft aftur samfarir með svipuðum hætti og í fyrra skiptið. En þá hafi brotaþoli legið á bakinu en ákærði á hliðinni en hann vissi ekki hvað þær samfarir stóðu lengi. Ákærði sagðist hafa fengið sáðlát við báðar samfarirnar en hann vissi ekki hvar sæðið lenti. Ákærði kvaðst síðan hafa sofnað aftur en þegar hann hafi vaknað um morguninn hafi brotaþoli verið inni á baðherbergi en hún hafi síðan gengið inn og út úr herberginu þar sem þau sváfu og verið að bíða eftir að komast í burtu. Ákærði kvaðst halda að brotaþoli hafi verið vakandi alla nóttina. Ákærði kvaðst ekki hafa gert neitt rangt og ekki brotið gegn brotaþola. Ákærði vildi ekki ræða kynlíf hans og brotaþola meðan þau hafi verið í sambandi en það hafi gerst að þau hafi látið vel hvort að öðru meðan annað þeirra var sofandi en síðan vaknað áður en þau hafi haft samfarir. Ákærði sagði að þau hafi verið í sambandi eftir að atvik urðu en ákærði hafi viljað slíta þeim samskiptum. En brotaþoli hafi viljað hitta ákærða og laga hlutina til að þau myndu byrja saman aftur eða þannig hafi ákærði litið á samskipti þeirra. Samskiptin hafi verið á hverjum degi eftir umrætt atvik en vinir ákærða hafi sagt honum að hætta samskiptunum og það hafi líklega orðið í janúar 2020. Eftir að atvik urðu hafi þau einnig hist nokkrum sinnum og þau hafi verið saman ásamt vinum þeirra um áramótin 2019/2020. Þá hafi brotaþoli sagt vinkonu þeirra að brotaþoli vildi byrja aftur með ákærða. Ákærði kvaðst hafa verið ruglaður og ekki hugsað þegar hann hafi gefið skýrslu hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Þegar ummæli hans í lögregluskýrslu, sem bentu til þess að hann hefði brotið gegn brotaþola, voru borin undir hann kannaðist hann yfirleitt ekki við þau eða neitaði því að atvik hafi verið með þeim hætti sem hann lýsti þar. Þá mundi ákærði lítið eftir samtölunum við brotaþola sem hún tók upp á símann sinn og afhenti lögreglu. Ákærði kvaðst ekki vita hvers vegna brotaþola væri með ásakanir á hendur honum og hann sæi ekki eftir neinu. Ákærði kvaðst hafa farið nokkrum sinnum á geðdeild eftir að atvik urðu. Brotaþoli, A, sagði að hún og ákærði hafi hætt saman 3- 4 mánuðum áður en atvik urðu. Hún hafi viljað hreinsa andrúmsloftið á milli þeirra og því hafi þau verið að hittast og spjalla saman. Eftir að hafa farið til Reykjavíkur umrætt kvöld hafi þau farið til vinar þeirra í [...]en þar hafi þau reykt kannabis en einnig verið búin að því áður en þau komu þangað. Hún hafi síðan fundið fyrir kvíða og ákærði þá gefið henni þrjár Sobril töflur og eftir það hafi þau haldið áfram að reykja. Hún hafi þá orðið mjög þreytt en hún hafi aldrei tekið Mohd áður og hún þá ætlað til vinar síns og sofa þar. En ákærði hafi sagt að hún skildi bara koma með honum og sofa í herbergi í íbúð bróður ákærða sem hann hafði þar til umráða. En þar hafi bróðir ákærða og líklega unnusta hans verið. Fyrr um kvöldið hafi ekkert kynferðislegt verið á milli hennar og ákærða. Á leiðinni í herbergi ákærða kvaðst brotaþoli hafa sagt ákærða að hann skyldi þá sofa á sófanum og hún vildi alls ekki að eitthvað myndi gerast á milli þeirra. Ákærði hafi lofað að sofa á sófanum. Eftir að þau komu í íbúðina hafi þau spjallað saman í skamma stund en brotaþoli síðan sofnað inni í herbergi sem ákærði var með og hún viti ekki hvort ákærði hafi farið í sófann. Þegar brotaþoli hafi sofnað hafi hún verið í fötum en hún hafi síðan vaknað og þá hafi ákærði verið inni í herberginu þar sem hún svaf. Nærbuxur hennar hafi verið blautar og hún hafi verið öðruvísi klædd í utan yfir buxurnar en þegar hún sofnaði og hún hafi fundið fyrir sviða í klofinu. Brotaþoli kvaðst þá hafa vitað að það væri búið að gera eitthvað við hana og hún því ákveðið að stilla símann sinn á upptöku og fá ákærða til að viðurkenna hvað hann hafi gert. Brotaþoli kvaðst hafa stillt á upptöku til að geta sannað hvað ákærði hafði gert en hún hefði heyrt af stúlkum sem hefðu sagt að fyrrverandi kærastar þeirra hefðu gert eitthvað við þær en síðan hafi ekki tekist að sanna það. Eftir að hafa stillt á upptöku kvaðst brotaþoli hafa spurt ákærða hvað hefði gerst og hann sagt að þau hafi riðið. Hún hafi þá sagt að það hafi ekki verið með hennar samþykki og þá spurt ákærða hvað það væri þá og hann hafi þá svarað nauðgun. Brotaþoli kvaðst aldrei hafa samþykkt að hafa samfarir við ákærða og hún mundi ekki eftir því að þau hafi haft samfarir. Þegar hún hafi verið vakandi hafi ekkert kynferðislegt gerst á milli brotaþola og ákærða. Brotaþoli sagði að eftir að hún og ákærði hættu saman hafi ekkert samband verið á milli þeirra en hún hafi viljað hitta ákærða og athuga hvort þau gætu orðið vinir aftur og sjá síðan hvað myndi gerast. Brotaþoli kvaðst hafa viljað að ákærði svæfi á sófanum því þremur vikum áður hafi hún og ákærði verið saman og þá hafi ákærði byrjað að káfa á henni. Hún hafi þá spurt ákærða um inniskó sem hún hafi verið í þar sem þeir hafi ekki verið þar sem hún hafði sett þá. Ákærði hafi þá fundið þá mjög fljótt og því hafi hún verið viss um að hann hafi falið þá. Brotaþoli kvaðst því ekki hafa treyst ákærða. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir að hafa tekið upp samtal við ákærða á símann sinn kl. 04:24 um nóttina en hún kvaðst muna eftir samræðunum. En hún mundi hins vegar eftir samtali sem hún tók upp um kl. 09:30 morguninn eftir atvikið og hún kvaðst hafa sagt við ákærða að hún ætlaði að hringja í lögregluna. Hún kvaðst síðan hafa ákveðið að gefa ákærða tækifæri og tíminn eftir að atvik urðu hafi verði rugl. Brotaþoli kvaðst hafa sótt í samskipti við ákærða og kannaðist við að þau hafi verið í samskiptum á tölvupósti. En henni kvaðst hafa liðið hræðilega eftir þetta og slæmar tilfinningar verið til staðar svo sem sjálfsvígshugsanir og aukin neysla fíkniefna. En brotaþoli kvaðst hafa ákveðið miðað við fyrri reynslu af ákærða að það væri betra að vera í sambandi við hann heldur en ekki. Hún hafi talið það betra hennar vegna að vera kurteis og góð við ákærða. Hún hafi talið það rétt viðbrögð á sínum tíma en hún hafi ekki verið með skýra hugsun og seinna áttað sig á að þetta hafi ekki verið rétt af hennar hálfu. Brotaþoli kvaðst hafa eytt áramótunum 2019/2020 með ákærða og vinafólki þeirra en hún kvaðst þá hafa þráð að vera með þessari vinkonu þeirra. Brotaþoli kvaðst hafa hitt ákærða tvisvar sinnum frá því að atvik urðu og fram að næstu áramótum. Vitnið, B, kvaðst þekkja brotaþola en ákærða lítillega. Vitnið sagði að brotaþoli hafi hringt í sig snemma morguns og beðið vitnið að sækja sig en hún hafi grátið aðeins í símann. Vitnið kvaðst hafa farið strax og sótt brotaþola en hún hafi verið lítil í sér þegar hún hafi komið í bifreið vitnisins. Hún hafi verið í uppnámi en ekki hágrátandi. Brotaþoli hafi ekki sagt hvað hefði gerst og ekki verið viss í fyrstu hvert hún vildi fara en það hafi endað með því að vitnið hafi ekið henni á lögreglustöð. Vitnið, C læknir á Neyðarmóttöku, sagði að málið hafi rifjast upp þegar hún hafi skoðað skýrslu vegna málsins. Hún sagði að hjúkrunarfræðingur hafi líklega byrjað að ræða við brotaþola en síðan hafi vitnið komið inn í samtalið. Vitnið sagði að brotaþoli hafi verið þreytt og ekki viljað ræða mikið í byrjun en henni hafi greinilega verið brugðið. Vitnið sagði að Sobril væri kvíðastillandi lyf og afleiðingar af neyslu þess gæti verið sljóleiki en það færi m. a. eftir ástandi þess sem tæki lyfið þ. m. t. líkamlegu atgervi. Vitnið staðfesti skýrslu Neyðarmóttöku vegna málsins. Vitnið, D hjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku, mundi eftir því að hafa tekið á móti brotaþoli eftir atvikið. Brotaþoli hafi lýst því að hún hafi tekið Jessica hjá fyrrverandi kærasta sínum og síðan gist hjá honum. Hún hafi síðan vaknað og þá hafi ástandið verið eins og það hafi verið höfð við hana kynmök en hún ekki munað eftir þeim enda hafi hún sagt við ákærða að hún vildi ekki hafa kynmök. Vitnið sagði að frásögn brotaþola hafi verið skýr og hún hafi viðurkennt neyslu kannabis. Brotaþoli hafi verið búin að ræða við lögreglu. Vitnið staðfesti skýrslu sína sem er meðal gagna málsins. Vitnið, rannsóknarlögreglumaður nr. E, kvaðst hafa verið á bakvakt umrætt sinn og þá hafi stúlka komið á lögreglustöðina og skýrt frá kynferðisofbeldi. Vitnið kvaðst hafa tekið skýrslu af stúlkunni síðar um daginn en hún hafi verið niðurbrotin og átt erfitt en getað lýst atvikum ágætlega. Vitnið kvaðst einnig hafa tekið skýrslu af ákærða og hann hafi viðurkennt að hafa tvívegist haft samfarir við brotaþola en ákærði hafi slegið úr og í um það hvort það hafi verið með samþykki brotaþola eða ekki en líklega hafi fyrra skiptið ekki verið með samþykki hennar. Ákærði hafi einnig slegið úr og í um það hvort brotaþoli hafi verið vakandi eða sofandi þegar samfarirnar fóru fram. Vitnið staðfesti skýrslur sínar vegna málsins. Vitnið, F sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, staðfesti skýrslu um rannsóknir á blóð- og þvagsýnum ákærða og brotaþola. Vitnið, G geðlæknir, sagði að helstu veikleikar ákærða væru að hann væri með ADHD, þroskahömlun og svo vímuefnaneysla þegar ákærði væri í henni. Þá væri ákærði þunglyndur á einhverfurófi en hann væri ekki með geðrofssjúkdóm. Vitnið sagði að ákærði þyrfti fyrst og fremst aðstoð og stuðning t. d. við fjármál og þá gæti hann séð að mestu leyti um sig sjálfur. Vitnið sagði að refsing yrði ekki góð fyrir ákærða m. a. í ljósi aldurs hans en vitnið taldi að það stafaði ekki hætta af honum heldur þyrfti frekar að hafa áhyggjur af sjálfskaðandi hegðun ákærða og hvort að hann færi eftir ráðleggingum um lyfjagjöf en neysla vímuefna væri mjög slæm fyrir ákærða. Ákærði þekkti klárlega muninn á réttu og röngu og hann skildi ákæru málsins en væri reiður því að hafa fengið hana á sig. Vitnið sagði að ákærði þyrfti að vinna með sjálfan sig og hann gæti byggt sig upp og stundað létta vinnu. Þá þyrfti ákærði að fara eftir handleiðslu og taka nauðsynleg lyf. Vitnið staðfesti skýrslu sína um sakhæfi ákærða. Vitnið, H sálfræðingur, kvaðst hafa gert ítarlega athugun á ákærða sem dómkvaddur matsmaður. Í fyrsta viðtali við ákærða hafi strax komið í ljós að hann væri þroskahamlaður sem hefði víðtæk áhrif á nám og félagsfærni hans. Vitnið kvaðst hafa gert greindarpróf á ákærða en það væri nauðsynlegt að gera ný próf því ekki væri víst að eldri próf væru með rétta niðurstöðu. Það væri sláandi munur á máltengdum og verklegum þáttum hjá ákærða. En erfiðleikar ákærða væru mestir þegar kæmi að skilningi og skyldum atriðum. Þá hafi ákærði glímt við þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir. Vitnið sagði að ákærði þyrfti sérhæfða aðstoð. Vitnið staðfesti vottorð sitt sem er meðal gagna málsins. Vitnið, I sálfræðingur, kvaðst hafa verði með brotaþola í meðferð frá maí 2020 til febrúar 2021. Brotaþoli hafi lýst einkennum áfallastreitu, verið döpur og hafi átt erfitt með að treysta fólki. Vitnið sagði að brotaþoli hafi greint frá öðrum áföllum í lífinu en kynferðisbroti því sem mál þetta fjallar um en þau áföll hafi ekki haft áhrif á þá áfallastreitu sem brotaþoli hafi glímt við. Vitnið staðfesti vottorð sitt sem er meðal gagna málsins. IV. Geðmat á ákærða: Samkvæmt kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum var ákærða gert að sæta geðrannsókn til að leiða í ljós hvort andlegt ástand hans væri með þeim hættiað hann teldist sakhæfur eða ekki. Til að framkvæma rannsóknina var dómkvaddur G geðlæknir og er greinargerð hans dags. 7. apríl 2020. Í greinargerð geðlæknisins er m. a. rakin geðsaga ákærða en hann er m. a. greindur með ADHD. Ákærði kom fyrst á bráðamóttöku geðsviðs LSH 12. júní 2018. En þá hafði líðan ákærða versnað vegna kvíða og ranghugsana. Síðustu vikur hafi ákærði verið með dauðahugsanir, viljað sofna og ekki vera til lengur. Næst kom ákærði á bráðamóttöku geðdeildar 7. maí 2019 einnig vegna þunglyndis, kvíða og sjálfsvígshugsana. Ákærði og kærasta hans höfðu þá hætt saman fyrir um einum mánuði en hún þá verið þunguð eftir ákærða. Loks leitaði ákærði á bráðmóttöku 19. febrúar 2020 en þá hafði hann tekið inn tíu sertral þunglyndistöflur vegna lífsleiða og vanlíðunar. Ákærða gekk illa í skóla og varð ekki læs fyrr en um 12 ára aldur. Hann fór að nota áfengi og fíkniefni 15 ára en 2016/2017 hafi hann byrjað að nota amfetamín og kókaín. Hann var greindur með ADHD sem barn og fékk lyf við því. Hann á erfitt með að halda athygli og hlusta sem og að skipuleggja verkefni. Niðurstöður úr prófunum voru þær að ákærði er með væga þroskahömlun eða rétt undir mörkum tornæmis eða um 68 stig og sé það í samræmi við fyrri rannsóknir. Þá geri neysla hæfni hans verri en geta hans sé í raun. Ákærði er einnig með þunglyndi en vegna ADHD, neyslu og krísu sem ákærði var í sé erfit að fullyrða um orsakir þunglyndis einkenna. Við prófun á þunglyndi með sjálfsmatskvarða reyndist ákærði verulega þunglyndur. Próf, sem er notað sem hjálpartæki við geðskoðun, sýndi ekki einkenni sem bentu til sturlunar. Þá greindust ekki ranghugmyndir, ofskynjanir né hugsanatruflanir. Því var enginn grunur um geðrofseinkenni né merki um geðrofssjúkdóm eða geðklofa. Ákærði er með merki um heilaskaða, sem tengist þroskahömlun hans, en getur einnig tengst ADHD og persónuleikaþáttum sem aukist við neyslu og álag. Þá er félagsfærni hans skert í grunninn en vegna neyslu og þunglyndis sé hún verri en hún þyrfti að vera. Niðurstaða geðlæknisins er sú að ákærði sé örugglega sakhæfur samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verði hann fundinn sekur. Einkenni þau sem lýst er í mati geðlæknisins, sbr. ofanritað, leiði mögulega til ósakhæfis samkvæmt 16. gr. hegningarlaganna en það sé þó á mörkunum því ákærði eigi að geta hagað sér betur. Þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur en mikilvægt sé að ákærði hætti í neyslu. En hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. V. Matsgerð: Samkvæmt beiðni verjanda ákærða var dómkvaddur matsmaður til annars vegar að svara því hvort og þá að hvaða marki þroskafrávik, skortur á félagslegu innsæi og dómgreindarskortur ákærða hafi haft áhrif á háttsemi ákærða á verknaðarstundu en hins vegar til að svara því hvort og þá að hvaða marki og með hvaða hætti þroskafrávik, skortur á félagslegu innsæi og dómgreindarskortur ákærða hafi haft áhrif á samskipti og samtöl ákærða við brotaþola um hið meinta brot eftir að það á að hafa verið framið. Til að framkvæma matið var dómkvaddur H sálfræðingur og er matsgerð hans dags. 27. mars 2021. Í matsgerðinni er saga ákærða rakin að nokkru leyti og fram kemur að hann hafi byrjað neyslu áfengis og annarra vímuefna árið 2016 þ. m. t amfetamíns og kókaíns. Við greindarpróf komu fram alvarlegir erfiðleikar hjá ákærða á tveimur mállegum prófþáttum sem prófið byggir á og í heildina var frammistaða hans tæplega þremur staðalfrávikum undir meðallagi. Ákærði eigi t. d. mjög erfitt með að útskýra merkingu orða og hugtaka og svör hans við spurningum af því tagi eru einföld og hlutbundin. Niðurstöður mállegs hluta greindarprófs sýndu því verulega erfiðleika ákærða á sviði máltengdrar rökhugsunar og ályktunarhæfni. Frammistaða hans á verklegum prófþáttum var mun betri en í heildina var þó frammistaða hans þar tæplega hálfu öðru staðalfráviki undir meðallagi. Málleg greindartala samkvæmt prófum er 59, verkleg 78 og á prófi í heild 65. Málskilningur ákærða er verulega takmarkaður sem hefur m. a. leitt til alvarlegra námserfiðleika. Niðurstöður sálfræðilegra prófa staðfestu almennan vitsmunaþroska á stigi vægrar þroskahömlunar. Umtalsverð frávik komu fram við öll verkefni sem reyna á málskilning, máltengda rökhugsun og ályktunarhæfni. Matsmaður fullyrðir að ákærði eigi við fjölþætta þroskafræðilega erfiðleika að stríða auk þess sem langvarandi neysla vímuefna hefur aukið á þennan vanda. Vegna þessa fjölþætta vanda sem ákærði á við að stríða telst fötlun hans umtalsverð ekki síst vegna erfiðleika tengdum hegðun, líðan og félagslegri aðlögun auk einkenna röskunar á einhverfurófi. Svör matsmanns við fyrrgreindum spurningum eru þau að þroskafrávik, skortur á félagslegu innsæi og dómgreindarskortur hafi almennt afgerandi áhrif á daglegt líf ákærða og þ. m. t. þann atburð sem hann sætir ákæru fyrir. Ekki sé vafi á því að þeir erfiðleikar, sem fram koma hjá ákærða, á sviði almenns skilnings, rökhugsunar og ályktunarhæfni valda því að hann hefur verulega takmarkaðan skilning á þeirri ákæru sem hann sætir og hegðun hans og háttsemi á verknaðarstundu. Þá hafi fyrrgreind einkenni ákærða haft mikil áhrif á,, samskipti og samtöl við brotaþola um hið meinta brot eftir að það á að hafa verið framið...“. En það sama eigi við um samskipti ákærða almennt. Erfiðleikar við að setja sig í spor annarra og að skilja tilfinningar þeirra og líðan, skortur á innsæi í eigin tilfinningar og umtalsverðir erfiðleikar á sviði rökhugsunar eru meðal einkenna sem eru afleiðingar fötlunar ákærða. Þessi einkenni komi m. a. fram þegar ákærði telur sig beittan órétti og við þær aðstæður er reiði og sjálfmiðuð vanmáttarkennd viðbrögð sem ákærði sýnir. Þessi hegðunareinkenni komi einnig fram í miklum mæli í daglegu lífi ákærða á heimili. VI. Sálfræðivottorð brotaþola: Brotaþola var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp hjá sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir að atvik urðu eða 3. nóvember 2019. Brotaþoli hitti sálfræðing tvisvar í þeim mánuði og ræddi einnig við sálfræðinginn í síma. Frá maí til desember 2020 hitti brotaþoli sálfræðing 14 sinnum og ræddi nokkrum sinnum við hann í síma. Vottorð sálfræðingsins er dags. 26. janúar 2021. Í vottorðinu kemur fram að í viðtölum við brotaþola hafi afleiðingar meints kynferðisbrots verið metnar og fylgst hafi verið með andlegu ástandi hennar þ. m. t. einkennum áfallastreituröskunar eftir meint kynferðisbrot og samslátt við aðrar geðraskanir. Þá hafi brotaþola verið veitt áfallahjálp, sálrænn stuðningur og metin þörf fyrir sálfræðilega meðferð. Þá hafi hún tekið þátt í hugrænni atferlismeðferð við einkennum áfallastreituröskunar og öðrum afleiðingum meints kynferðisbrots og þeirri meðferð sé lokið. Afleiðingar fyrri áfalla voru ekki talin hafa truflandi áhrif á líðan brotaþola. En upplifun og viðbrögð brotaþola við hinu meinta kynferðisbroti hafi endurspeglað þau viðmið sem lögð séu til grundvallar fyrsta viðmiðs í greiningu áfallastreituröskunar samkvæmt alþjóðlegum greiningarkerfum. Í viðtölum hafi brotaþoli greint frá einkennum sem samsvari áfallastreituröskun. Hún greindi m. a. frá endurpplifunareinkennum, þá sérstaklega tíðum ágengum minningum um meint brot, martröðum og sterkum tilfinninga- og líkamlegum viðbrögðum þegar eitthvað minnti hana á meint brot. Þá greindi brotaþoli frá áberandi forðunareinkennum en hún forðaðist að tala um atburðinn og forðaðist aðstæður sem minntu hana á atburðinn. Þá greindi brotaþoli frá breyttum viðhorfum til sjálfs síns og annarra, sjálfsásakandi hugsunum, neikvæðum tilfinningum eins og t. d. reiði, ótta og áhugaleysi. Þessi einkenni hafi komið brotaþola í uppnám og truflað daglegt líf hennar. Tæpum sjö mánuðum eftir hið meinta brot fór fram ítarlegt endurmat á einkennum áfallastreituröskunar. Matið leiddi í ljós að brotaþoli uppfyllti öll greiningarskilmerki áfallastreituröskunar í kjölfar meints kynferðisbrots. Auk greiningarviðtala voru staðlaðir sjálfsmatskvarðar notaðir til þess að meta einkenni áfallastreituröskunar, depurðar, kvíða og streitu ásamt svefnvanda. Sjálfsmatskvarði, sem er hannaður til að meta alvarleika þunglyndis-, kvíða- og streitueinkenna, var lagður tvisvar sinnum fyrir brotaþola. Í fyrra skiptið 19. maí 2020 og þá sýndi brotaþoli merki um alvarleg einkenni þunglyndis og kvíða en miðlungs einkenni um streitu. En í seinna skiptið 22. desember 2020 sýndi brotaþoli alvarleg einkenni um þunglyndi en kvíði og streita voru innan eðlilegra marka. Niðurstöður sjálfsmatskvarðana voru í samræmi við mat sálfræðingsins á einkennum brotaþola. Í viðtölum sálfræðingsins við brotaþola var fylgst með þróun áfallastreitueinkenna og héldust einkenni hennar há og yfir greiningarmörkum frá 19. maí til 30. október 2020. Þá fóru einkennin að minnka og bataferlið var hafið. Í síðustu viðtölum sálfræðingsins við brotaþola í desember 2020 dró áfram úr einkennunum og hún uppfyllti þá ekki lengur greiningarskilmerki áfallastreituröskunar og hafði náð ágætum bata. Einnig höfðu einkenni kvíða og streitu lækkað úr alvarlegum og miðlungs alvarlegum einkennum og voru að lokum innan eðlilegra marka. Formleg áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð stóð yfir frá 12. júní til 22. desember 2020. Þar var lögð áhersla á að veita brotaþola sálrænan stuðning og styrkja bjargráð hennar til að auka getu hennar til að takast á við daglegt líf í kjölfar meints kynferðisbrots. Hugrænar aðferðir voru kenndar til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar tengdar atburðinum. Þá voru einnig kenndar aðferðir til að takast á við minningar um meint kynferðisbrot. Jafnframt voru brotaþola kenndar leiðir til að gera greinarmun á skoðunum sínum og staðreyndum og kennt að endurmeta óhjálplegar hugsanir um áfallið sem og neikvæð viðhorf í garð sjálfs síns, annarra og umheimsins. Í samantekt sálfræðingsins segir að niðurstöður endurtekins greiningarmats hafi sýnt að brotaþoli hafi þjáðst af áfallastreituröskun og alvarlegri geðlægð í kjölfar meints kynferðisbrots. Sálræn einkenni hennar hafi í kjölfar áfallsins samsvarað einkennum sem þekkt eru hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Þá kemur fram að formlegri meðferð við áfallastreituröskun sé lokið og brotaþoli hafi jafnað sig vel af áfallastreitueinkennum sínum eftir meint kynferðisbrot. En þó sé mikilvægt að hafa í huga að algengt sé að þolendur kynferðisbrota þurfi áfram í sínu daglega lífi að takast á við aðstæður sem minna á áfallið og minningar um það sem gerðist. Því sé ekki hægt að segja með vissu hver áhrif meints kynferðisbrots verði þegar til lengri tíma sé litið en ljóst sé að atburðurinn hafi haft víðtæk áhrif á líðan brotaþola. VII. Niðurstaða: Eins og fyrr greinir var ákærða undir lögreglurannsókn málsins gert að sæta geðrannsókn til að fá skorið úr um sakhæfi hans. En samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal þeim mönnum ekki refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. Að virtri geðrannsókn, sem gerð var á ákærða, og með hliðsjón af öðrum gögnum málsins varðandi geðhagi ákærða eru engin efni til að líta svo á að ákærði hafi á verknaðarstundu þess brots, sem hann er ákærður fyrir að hafa framið, verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum af þeim ástæðum er um ræðir í fyrrnefndri lagagrein. Er hann því sakhæfur í skilningi hennar. Í niðurstöðu geðlæknis um sakhæfi ákærða segir að þau einkenni sem lýst er í skýrslu læknisins geti mögulega leitt til ósakhæfis samkvæmt 16. gr. hegningarlaganna en það sé þó á mörkunum því ákærði eigi að geta hagað sér betur. Erfitt sé þó að sjá að refsing beri árangur. Í 1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga segir að hafi sá maður, sem verkið vann, verið andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ástand er ekki á eins háu stigi og um getur í 15. gr., skuli honum refsað fyrir brotið, ef ætla megi eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur. Af fyrrgreindu orðalagi 1. mgr. 16. gr. hegningarlaganna má ráða að þeir andlegu annmarkar sem þar er lýst eru ekki þess eðlis eða á því stigi að þeir leiði til refsileysis og sýknu skv. 15. gr. laganna, enda er sakborningur í því tilviki sakhæfur, og ber því að sakfella hann að öðrum refsiskilyrðum uppfylltum. Hins vegar getur geðrænt ástand, eins og því er lýst í 16. gr., orðið tilefni til sambærilegra úrræða og sakhæfisskortur skv. 15. gr. laganna ef refsing yrði talin árangurslaus. Þá yrði refsing felld niður en þess í stað mætti vegna réttaröryggis beita þeim úrræðum sem mælt er fyrir um í 62. gr. almennra hegningarlaga, enda sé skilyrðum hennar fullnægt. Ef hins vegar má ætla eftir öllum atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur, ber að dæma sakborning til refsingar. Endanleg ákvörðun hvað þetta varðar liggur hjá dómstólum þó mælt sé fyrir um að skylt sé að leita læknisumsagnar áður en ákvörðun er tekin um það hvort refsing geti borið árangur. Þegar ákvörðun þar um er tekin ber ekki aðeins að líta til geðheilsu sakborning sá verknaðarstundu, heldur skiptir geðheilsa hans við uppkvaðningu dóms einnig máli þar sem þá er horft fram á við í tíma. En einnig verður að hafa í huga batahorfur sakbornings og taka tillit til mismunandi sjónarmiða og markmiða sem eru tengd refsingum, auk þeirra varnaðar- og endurhæfingaráhrifa sem ætla má að refsing hafi á sakborning sjálfan og þá ber að hafa í huga hver hætta sé á ítrekun af hans hálfu. Eins og fram er komið er það mat geðlæknis sem gerði rannsókn á sakhæfi ákærða að hann viti muninn á réttu og röngu og þetta mat staðfesti læknirinn fyrir dómi. Þá kom það fram hjá lækninum fyrir dómi að ákærði skildi ákæruna í málinu en hann teldi hana óréttláta. Fyrir dómi lýsti læknirinn því jafnframt að refsing yrði ekki góð fyrir ákærða m. a. vegna ungs aldurs hans en það þýðir ekki að refsing geti ekki borið árangur. Hvorki af skýrslu geðlæknisins um sakhæfi ákærða né framburði læknisins fyrir dómi verður dregin sú ályktun að refsing geti ekki borið árangur. Önnur gögn málsins benda ekki heldur til þess að þannig sé ástatt um geðheilsu ákærða. Við skýrslugjöf ákærða fyrir dómi var ekkert sem benti til þess að hann væri ósakhæfur né að refsing geti ekki borið árangur. Samkvæmt öllu því sem að framan er rakið, með hliðsjón af atvikum málsins og að virtum þeim gögnum sem liggja fyrir um geðhagi ákærða er það niðurstaða dómsins að ekki sé unnt að álykta að 1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 standi því í vegi að ákærða verði gerð refsing í málinu. Að fenginni þeirri niðurstöðu verður ekki heldur fallist á að refsing verði látin niður falla, sbr. 75. gr. sömu laga. Ákærði hefur fyrir dómi neitað sök og fullyrt að samræði það við brotaþola, sem ákært er vegna, hafi verið með samþykki hennar. En við skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir atvikið lýsti ákærði því að brotaþoli hafi sofnað en vaknað aftur og þá hafi ákærði ítrekað spurt hana um kynlíf en hún hafi neitað og sagst vera of þreytt. Hann hafi þrátt fyrir það haft við hana samfarir um leggöng og reyndar hafi þau tvívegis haft samfarir um nóttina. Í samtali ákærða og brotaþola þegar þau vöknuðu morguninn eftir og brotaþoli tók upp á farsíma sinn kemur greinilega fram hjá brotaþola að hún hafi ekki viljað stunda kynlíf með ákærða um nóttina. Ákærði viðurkennir að þau hafi,, riðið“ um nóttina og segir:,, Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spyr brotaþoli hvað það kallist og þá svarar ákærði nauðgun. Meðan á þessu samtali stóð var brotaþoli grátandi. Um framburð ákærða hjá lögreglu vísast að öðru leyti til þess sem að framan er rakið. Ákærði hefur ekki gefið trúverðugar skýringar á þeim mun sem er á framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. En framburður ákærða hjá lögreglu er í góðu samræmi við önnur rannsóknargögn málsins og framburður hans fyrir dómi er því ekki talinn trúverðugur og verður ekki lagður til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Brotaþoli gaf það strax til kynna þegar hún og ákærði vöknuðu morguninn eftir atvikið að samfarir þeirra um nóttina hafi ekki verið með hennar samþykki. Í samræmi við það fór hún strax á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða vegna meints kynferðisbrots. Brotaþoli leitaði í framhaldi af því á neyðarmóttöku LSH og skýrði þar á sama veg frá atvikum þ. e. að hún hafi verið mótfallin kynmökum með ákærða. Fyrir dómi lýsti brotaþoli því að samfarir við ákærða umrætt sinn hafi ekki verið með hennar vilja og hún hafi verið búin að gefa það staðfastlega til kynna við ákærða að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum. Framburður brotaþola hefur því á öllum stigum málsins verið mjög á sama veg og er hann í samræmi við rannsóknargögn málsins fyrir utan framburð ákærða fyrir dómi. Framburður brotaþola þykir því trúverðugur og því óhætt að leggja hann til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Dómari hefur hlustað á þær upptökur sem brotaþoli lagði fram hjá lögreglu af samtölum hennar og ákærða eftir að samfarirnar áttu sér stað. Á upptökunum kemur greinilega fram hjá brotaþola að samfarir hennar og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Vitnið, B, lýsti því að brotaþoli hafi haft samband við hann morguninn eftir atvikið og beðið hann að koma og sækja sig. Hún hafi grátið aðeins í símann og þegar hún hafi komið í bifreið vitnisins hafi hún verið í uppnámi og vitnið ekið henni á lögreglustöð. Hún hafi ekki sagt vitninu hvað hafði gerst. Eins og fram er komið var brotaþoli í sálfræðimeðferð eftir atvikið sem ákært er vegna. Í vottorði sálfræðings vegna þeirrar meðferðar kemur skýrlega fram að brotaþoli glímdi við áfallastreituröskun og alvarlega geðlægð eftir atvikið sem hér er til umfjöllunar. Auk þess glímdi hún við alvarlegt þunglyndi og kvíða á tímabili. Sálfræðingur, sem gerði vottorðið, fullyrti að önnur áföll, sem brotaþoli hafi orðið fyrir í lífinu, hafi ekki haft áhrif á líðan hennar eftir að það atvik varð sem er til umfjöllunar í máli þessu. Verður því ekki dregið í efa að brotaþoli hafi lent í erfiðri lífsreynslu. Með lögum nr. 16/2018 var 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 breytt og í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til breytingarlaganna er áréttaður sá áskilnaður lagagreinarinnar, sbr. 18. gr. laganna, að ásetningur sé ótvírætt saknæmisskilyrði nauðgunarbrots og að ásetningur verði að taka til allra efnisþátta brots eins og því er lýst í 194. gr. Í því sambandi beri að leggja til grundvallar mat geranda á aðstæðum á verknaðarstundu og þannig sé ekki hægt að sakfella hann fyrir nauðgun ef hann hefur haft réttmæta ástæðu til að ætla að gagnaðili væri samþykkur kynmökunum. Með nefndu frumvarpi var lögð til sú breyting að samþykki verði mikilvægt í skilgreiningu á hugtakinu nauðgun. Með þessu var lögð aukin áhersla á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings hvað varðar kynlíf, líkama og tilfinningalíf með því að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki. Sú krafa er gerð að samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum hafi legið fyrir og því verið lýst yfir af fúsum og frjálsum vilja. Slíkt samþykki verði að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Þetta þýðir að gefa verður samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu þátttakanda. Þannig að ef skýrt samþykki fyrir kynferðismökum liggur ekki fyrir getur það varðað refsingu. Sú krafa er ekki gerð að þátttakandi mótmæli eða sýni mótstöðu gagnvart þátttöku í kynferðislegri athöfn og ekki má túlka algert athafnaleysi sem vilja til þátttöku í kynferðismökum. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Dómari metur hvort nægileg sönnun, sem ekki verður véfengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Í máli þessu nýtur ekki við sýnilegra sönnunargagna sem varpað geta ljósi á það atvik sem ákæra í málinu lýtur að. Ráðast lyktir málsins þannig af mati á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar brotaþola annars vegar og ákærða hins vegar bæði fyrir dómi og fyrir lögreglu. Við þetta mat geta skýrslur vitna, sem ekki hafa skynjað atvik af eigin raun, haft þýðingu að því marki sem unnt er að draga ályktanir um sakarefnið af framburði þeirra. Þegar ofangreindur framburður brotaþola, sem hefur verið metinn trúverðugur, sem og rannsóknargögn málsins eru virt í heild sinni þykir ekkert fram komið fyrir dómi sem bendir til þess að brotaþoli hafi með orðum, athöfnum eða annars konar ótvíræðri tjáningu, gefið til kynna að hún væri samþykk því og hefði vilja til að hafa samræði við ákærða í umrætt sinn. Þar með er ekkert fram komið í málinu, sem gat gefið ákærða réttmæta ástæðu til að ætla að samþykki brotaþola fyrir samræði lægi fyrir. Þvert á móti má ætla að brotaþoli hafi gefið ákærða það skýrlega til kynna að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum þegar atvik urðu. Þá verður ekki séð að brotaþoli hafi á einhvern hátt tekið þátt í umræddum athöfnum. Þykir því hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi í greint sinn brotið gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með þeim hætti sem lýst er í ákæru, þegar hann notfærði sér svefndrunga brotaþola og klæddi hana úr buxum, færði nærbuxur hennar til hliðar og hafði við hana samræði. Þykir því sannað að ákærði sé sannur að nauðgun í skilningi 194. gr. almennra hegningarlaga og ber því að refsa honum samkvæmt því. Refsing: Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 20. maí sl. hefur ákærði ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. En hann hefur gerst sekur um alvarlegt kynferðisbrot sem hafði mikil áhrif á andlega heilsu brotaþola, sbr. framanritað. Þá braut ákærði alvarlega gegn kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti brotaþola. Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af þessu og að teknu tilliti til 1., 2. og 5. töluliðar 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Eins og fram er komið hefur ákærði verið metinn sakhæfur. En í niðurstöðu geðrannsóknar á ákærða segir að erfitt sé að sjá að refsing beri árangur en þó eigi ákærði að geta hegðað sér betur. En ákærði hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna við sinni þroskahömlun og geðræna vanda. En eins og fram er komið glímir ákærði við margvísleg vandamál. Hann er greindur með ADHD, þroskahamlaður, með væg merki um heilaskaða. , með persónuleikaröskun og vissa siðblindu. Hins vegar virðist ákærði skilja reglur og lög samfélagsins og hann veit mun á réttu og röngu. En ákærði hefur sjálfur með líferni sýnu á vissan hátt ýtt undir þau neikvæðu andlegu einkenni sem hann glímir við og þá aðallega með neyslu vímuefna. Með hliðsjón af framangreindu áliti geðlæknis og högum ákærða sjálfs, eins og þeim hefur verið lýst hér að framan og koma fram í gögnum málsins, þykir rétt að skilorðsbinda fullnustu refsingar ákærða í þrjú ár frá birtingu dóms þessa að telja. Með sömu rökum þykir nauðsynlegt, að ákærði sæti á skilorðstímanum sérstöku eftirliti og umsjón samkvæmt 1. tölulið 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. En Fangelsismálastofnun skal hafa á hendi eftirlit með ákærða eða fela það öðrum, sbr. 1. mgr. 83. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Þá er mikilvægt að ákærði sjálfur hagi lífi sínu í samræmi við þau vandamál sem hann glímir við en lifnaðarhættir hans verði ekki til þess að ýta undir og auka á þau vandamál. Einkaréttarkrafa: Í málinu er einkaréttarkrafa brotaþola að höfuðstól 2.500.000 kr. Með hinni refsiverðu háttsemi, sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir, hefur hann bakað sér skaðabótaábyrgð og brotaþoli á því rétt á miskabótum úr hendi hans á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun á fjárhæð miskabóta verður tekið tillit til þess að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjóni. Í kafla VI. hér að framan er rakið vottorð sálfræðings sem veitti brotaþola meðferð í kjölfar brotsins. Samkvæmt því er ljóst að brot ákærða hafði alvarleg áhrif á líðan brotaþola og hún glímdi við áfallastreituröskun í kjölfar brotsins sem hafði áhrif á daglegt líf hennar til hins verra. Þá braut ákærði með háttsemi sinni alvarlega gegn kynfrelsi brotaþola. Með vísan til þessa og atvika málsins að öðru leyti þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 1.500.000 kr. Bótakrafan var birt ákærða 17. janúar 2020. Samkvæmt því skulu dæmdar miskabætur bera vexti skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. nóvember 2019 til 17. janúar 2020 en dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Sakarkostnaður: Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Breka H. Þorfinnssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins 1.531.400 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi, Leifs Almars Allenssonar lögmanns, 374.170 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Jónínu Elívarðsdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins og eftir umfangi málsins 848.160 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. En lögmaðurinn sinnti einnig réttargæslustörfum fyrir brotaþola á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði annan sakarkostnað 1.793.252 kr. Skúli Hólmbertsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Ákærði, X, sæti fangelsi í tvö ár en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 1.500.000 kr. í miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. nóvember 2019 til 17. janúar 2020 en auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Ármanns H. Elívarðssonar lögmanns, 1.531.400 kr. og málsvarnarlaun verjanda á rannsóknarstigi, Þráins Arnar Jóelssonar lögmanns, 374.170 kr. Ákærði greiði þóknun réttargæslumanns brotaþola, Kristrúnar Reinholtsdóttur lögmanns, 848.160 kr. Ákærði greiði annan sakarkostnað 1.793.252 kr. Þorvarður Konradsson
Dómgreindarskortur er sú einkunn sem bresku blöðin gefa Tony Blair, forsætisráðherra sínum, í leiðurum í gær fyrir að hafa stutt David Blunkett nánast gagnrýnislaust þrátt fyrir augljós mistök þess fyrrnefnda. Miðvikudagurinn er án efa einn sá erfiðasti sem Tony Blair hefur gengið í gegnum á átta ára langri forsætisráðherratíð sinni. Einn dyggasti stuðningsmaður hans, David Blunkett, ráðherra atvinnu- og lífeyrismála, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hann hafði vanrækt að greina þingnefnd frá tekjum sínum og hagsmunatengslum frá því fyrir kosningarnar í vor. Til að bæta gráu ofan á svart munaði svo minnstu að neðri deild þingsins næði að fella mikilvægt stjórnarfrumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Allt fram á síðustu stundu hvatti Blair vin sinn til að sitja í ráðherrastól sínum enda þótt gagnrýnin á Blunkett ykist úr öllum áttum. Eftir að hann tilkynnti svo afsögn sína kom í ljós að honum hafði einnig láðst þar til á þriðjudaginn, þegar málið var komið í hámæli, að greina frá aukatekjum sem hann hafði haft af ræðuhöldum og tengdum uppákomum upp á ríflega 2,5 milljónir króna. Síðar um daginn samþykkti neðri deildin með aðeins eins atkvæðis mun útþynnt frumvarp Charles Clarke innanríkisráðherra um bann við "vegsömun" hryðjuverka eftir að Clarke neyddist til að draga til baka umdeild ákvæði þess um að heimilt væri að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í allt að níutíu daga án ákæru. Bresku blððin fjalla um vandræði Blairs í forystugreinum sínum í gær. Lundúnablaðið Times gagnrýnir forsætisráðherrann fyrir að hafa tekið á afsögn Blunketts fyrir ellefu mánuðum af léttúð og sýnt dómgreindarskort þegar hann skipaði vin sinn svo aftur í embætti ráðherra í vor. "Það er umhugsunarefni hvers vegna Blair sýndi þessa hegðun. Ef til vill var hann blindaður af vinarþeli í garð náins samstarfsmanns, sem er lofsverður eiginleiki í fari manneskju en ekki forsætisráðherra." Daily Telegraph, sem er hallt undir Íhaldsflokkinn, rifjar upp þegar Peter Mandelson, annar náinn samstarfsmaður Blairs, varð í tvígang á árunum 1998-99 að segja af sér ráðherraembætti vegna fjármálaóreiðu. "Allir leiðtogar geta gert mistök þegar þeir velja sér samstarfsmenn. Blair á hinn bóginn virðist ekki geta eða vilja læra af þeim mistökum sem hann gerir, annaðhvort vegna hroka eða barnaskapar." Nick Robinson, ritstjóri stjórnmálafrétta BBC segir "ekki sérstaklega heilsusamlegt í pólitísku tilliti að tengjast forsætisráðherranum þessa dagana," og leiðarahöfundur dagblaðsins Guardian, eins tryggasta bakhjarls Verkamannaflokksins, segir að "allir forsætisráðherrar missi trúðverðugleika sinn að lokum. Þessi er í alvarlegum vandræðum."
Fyrirhugaðar endurbætur á Hafnarfjarðarvegi frá Vífilstaðavegi að Lyngási voru kynntar á íbúafundi sem skipulagsnefnd Garðarbæjar ásamt Vegagerðinni stóðu fyrir í kvöld. Til stendur að bæta við akreinum og stækka að- og fráreinar við gatnamótin. Íbúar eru ekki á eitt sáttir um breytingarnar og hörð gagnrýni kom fram á fundinum. Ósáttir íbúar vildu þó ekki veita fréttastofu viðtal að svo búnu. Formaður skipulagsnefndar segir framkvæmdina nauðsynlega. Frestur til að skila inn athugsemdum rennur út í byrjun janúar en til stendur að hefja framkæmdir á næsta ári. Kostnaðurinn við þær er áætlaður um 450-500 milljónir króna. Vegagerðin greiðir framkvæmdina. Sigurður Guðmundsson er formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. „Ástandið er skelfilegt fyrir íbúa Garðabæjar að komast til og frá hverfinu og það eru miklar tafir, sérstaklega á morgnanna og seinnipartinn við að komast upp Vífilstaðaveginn.“ Framkvæmdin gengur út á að breikka vegina og stækka gatnamótin svo að umferðarflæðið aukist um allt að helming fá því sem nú er. Með þessu færast göturnar nær byggðinni og við það eru íbúar sem þar búa ósáttir. „Það er ekkert óeðlilegt að einhverjir íbúar séu ósáttir og ekki síst þeir sem búa nálægt þeirri framkvæmd sem verið er að fara af stað með. Helst af öllu myndum við vilja láta þetta í stokk en við gerum okkur grein fyrir að það er talsverð bið í að af því verði. Þangað til teljum við nauðsynlegt að ráðast í þessa bráðabrigðaframkvæmd.“
Forsvarsmenn fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu líst frekar illa á hugmyndir borgarstjórans í Reykjavík um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Álftaness er sá eini sem er áhugasamur um sameiningu. Aðrir segja hugmyndina illa ígrundaða eða úrelta tálsýn. Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík ítrekaði við urmæðu um fjárlagafrumvarp borgarinnar í gær að mikilvægt væri að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Sagði hann ekki þurfa neitt stúdentspróf í stærðfræði til að átta sig á þeim fjárhagslega ávinningi sem samening sveitarfélaganna sjö hefði í för með sér. Fréttastofa kannaði í dag hug hinna sveitarfélaganna til þessarar hugmyndar borgarstjóra. Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri í Hafnarfirði sagðist frekar tortrygginn á þá hugmynd að til verði eitt sveitarfélag á öllu svæðinu, að minnsta kosti ekki í einu skrefi. Pálmi Másson á Álftanesi var frekar áhugasamur í garð hugmyndarinnar en það sama verður ekki sagt um Gunnar Einarsson í Garðabæ sem sagði þetta úrelda hugsun hjá borgarstjóra. Það að einhver lausn felist í að sameina sveitarfélög sé tálsýn. Sömu sögu er að segja um Harald Sverrisson í Mosfellsbæ sem minnti á íbúakosningu fyrir nokkrum árum þar sem þessi hugmynd var kolfelld. Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi tók í sama streng en sagði marga þætti sem þyrfti að skoða. Henni myndi ekki hugnast hugmyndin en það væri fyrst og fremst í höndum íbúanna að taka slíka ákvörðun. Hér að neðan má sjá svör fulltrúanna við spurningunni um hvernig þeim lítist á hugmyndir borgarstjórans. Gunnar Einarsson, Garðabær „Mín skoðun er að þetta sé úreld hugsun hjá borgarstjóra, það að einhver lausn felist í að sameina sveitarfélög er tálsýn. Hin nýja hugsun á að felast í því að hugsa frekar svæðisbundið þar sem einstaka einingar innan svæðis efla með sér samstarf til hagræðingar ef svo ber undir en haldi um leið sínum séreinkennum og bæjarbrag. Það gerist af sjálfum sér með auknum verkefnum frá ríki til sveitarfélaga að þau taki upp samstarf sín í milli. Það má líka nálgast málið út frá því að lýðræðinu sé betur borgið án sameiningar, fjarlægðin milli íbúa og kjörinna fulltrúa og yfirstjórnar er minni í smærri einingum. Það má einnig nálgast málið út frá samkeppnisjónarmiði og mikilvægi þess að íbúar landsins eigi möguleika á að velja sér búsetu þar sem áherslur eru misjafnar s.s. út frá skattapólitík. Þá er rétt að benda á að Garðabær með sína 11 þúsund íbúa, hefur fengið viðurkenningu undanfarin ár sem draumasveitarfélag í rekstri og komið mjög vel út í könnunum um gæði þjónustu. Út frá þeirri staðreynd þarf Garðabær ekki að sameinast neinum en ég myndi skilja það vel ef einhver vill sameinast okkur með tilliti til rekstur og gæða. Það má líka benda á að engar haldbærar rannsóknir styðja einhverja ákveðna stærð af sveitarfélagi með tilliti til skilvirkni og rekstrar. Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið rædd sérstaklega í bæjarstjórn nú en eins og öllum er kunnugt um eru viðræður milli Garðabæjar og Álftaness í gangi um hugsanlega sameiningu , en þær viðræður eru tilkomnar vegna stöðu Álftaness og að frumkvæði þeirra." Guðmundur Rúnar Árnason, Hafnarfjörður „Almennt er ég þeirrar skoðunar að sveitarfélög á Íslandi séu of mörg og mörg þeirra séu of smá. Til þess að geta staðið undir kröftugri nærþjónustu þarf ákveðna stærð að lágmarki. Aftur á móti eru hagkvæmni stærðarinnar takmörk sett. Þegar sveitarfélag verður of stórt, fara menn að leita leiða til færa vald út í „hverfin" og þróa e.k. hverfisstjórnir. Ég held að það sé skynsamlegt að fækka sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu með sameiningum og hef séð fyrir mér að ekki sé óeðlilegt að í náinni framtíð verði á svæðinu 2-3 burðug sveitarfélög, sem starfi náið saman á fjölmörgum sviðum. Ég hef enga sérstaka sannfæringu fyrir því að það sé skynsamlegt að til verði eitt sveitarfélag á öllu svæðinu, a.m.k. ekki í einu skrefi, hvað sem síðar verður. Er reyndar frekar tortrygginn á þá hugmynd, með hliðsjón af því sem ég sagði áður um of stór sveitarfélög - og mt.t. sveitarstjórnarstigsins á Íslandi almennt. Undanfarna mánuði hefur verið unnin mikil vinna á vettvangi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að kanna kosti og möguleika á auknu samstarfi á fjölmörgum sviðum. Þessar hugmyndir eru núna til umfjöllunar í ráðum og koma síðan til umfjöllunar í bæjarstjórn. Það er því verið að ræða aukna samvinnu í öllum sveitarfélögunum á svæðinu. Aukin samvinna sveitarfélaga á grundvelli þessarar vinnu gæti verið undanfari einhverra sameininga.“ Haraldur Sverrisson, Mosfellsbær „Ég sá ekki þetta viðtal við borgarstjóra en gef mér að hann hafi verið að ræða sameiningu sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu í eitt sveitarfélag og svara í samræmi við það. Ég tel það ekki vel ígrundaða eða skynsama hugmynd að sameina öll sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu. Við það yrði til sveitarfélag sem þar sem byggju um 2/3 þjóðarinnar. Við það yrði algert ósamræmi í stærðarhlutföllum sveitarfélaga á landinu (eitt sveitarfélag sem bæri algeran ægishjálm yfir önnur) og er að mínu mati nóg ósamræmi fyrir með eitt sveitarfélag sem telur þriðjung þjóðarinnar. Ég tel að með því að sameina hér í eitt sveitarfélag væri allt eins hægt að leggja niður sveitarstjórnarstigið og færa þá stjórnsýslu til ráðuneytanna. Ég tel líka að þetta sé ekki í samræmi við þann tíðaranda sem nú ríkir að auka íbúalýðræði og aðkomu íbúa að ákvörðunum. Með sameiningu sem þessari og eftir atvikum niðurlagningu á sveitarstjórnarstiginu væri verið að stíga mörg skref afturábak í átt að auknu íbúalýðræði og þátttöku íbúa. Frekar á að mínu mati að auka samvinnu sveitarfélaganna í hinum ýmsu málum þar sem samlegðaráhrif liggja í gegnum svæðissamtök sveitarfélaga. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa einmitt að undanförnu verið að vinna slíku fyrirkomulagi til framtíðar og er ég viss um að það mun skila sér í betri rekstir og bættri þjónustu á ýmsum sviðum. Ég tel að ef komist verði að þeirri niðurstöðu að það sé til góðs að fækka sveitarfélögum hér á höfuðborgarsvæðinu sé skynsamlegast að gera það með því að búa til þrjú sveitarfélög hér á svæðinu sem séu sem líkust að stærð. Það væri best gert með því að sameina Mosfellsbæ og þann hlut Reykjavíkur sem er austan Elliðáa (Árbæ, Grafarvog, Grafarholt og Kjalarnes), síðan Reykjavík vestan Elliðaá og Setltjarnarnes (sem væri þá höfðuðborgin) og að lokum suðursveitarfélögin, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Álftanes. Með þessu væru orðin til þrjú tiltölulega jafnstór sveitarfélög hér á höfðuborgarsvæðinu. Þetta er að því gefnu að sameining yfirleitt sé talin hagkvæm út frá öllum hliðum sem ég er efins um að verði niðurstaðan. Hvað varðar Mosfellsbæ, þá hefur í gegnum tíðina verið lítill áhugi á sameiningu. Skemmst er að minnast íbúakosningar á sínum tíma um sameiningu við Reykjavík þess efnis var kolfelld. Þetta hefur ekki verið formlega rætt í bæjarstjórn en ég mundi halda að flestir bæjarfulltrúar séu andsnúnir slíkum hugmyndum, án þess að ég sé að tala fyrir þá m.a. á þeim rökum sem ég hef hér nefnt. Þess má líka geta að hagkvæmissjónarmið hafa líka borið á góma í þessu sambandi og má í því sambandi nefna að í dýrasta málaflokki sveitarfélaga , fræðslumálum, er kostnaður lægri í Mosfellsbæ en Reykjavík. Kostnaður á nemenda í bæði leik- og grunnskólum bæjarins er mun lægri en í Reykjavík og er það ekki vegna þess að hér í bæ sé boðið upp á verri þjónustu nema síður sé. Þannig að það geta verið ýmsar hliðar á þessum málum." Pálmi Másson, Álftanes „Sveitarfélagið Álftanes hefur verið áhugasamt um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og standa yfir viðræður milli Sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar eins og vel er þekkt. Á tímum hagræðinga hlýtur þetta að vera einn af þeim þáttum sem sveitarstjórnarmenn þurfa að gaumgæfa, því með sameiningu sveitarfélaga er í mörgum tilvikum hægt að lækka kostnað á íbúa samfara því að bæta þjónustu." Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi var stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið rætt nýlega í bæjarstjórn. Þarna væru margir þættir sem þyrfti að skoða en það væri fyrst og fremst í höndum íbúa að taka slíka ákvörðun.
Samherji og HS Orka hafa undirritað samninga um uppbyggingu landeldis á laxi í Auðlindagarð Reykjanesvirkjunar. Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð 45 milljarðar króna. Stjórn Samherja hf hefur þegar samþykkt að leggja landeldisverkefninu til 7,5 milljarða króna til þess að tryggja uppbyggingu fyrsta stigs verkefnisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Samherji hefur tryggt sér aðgang að sjó og raforku til að framleiða allt að 40 þúsund tonn af laxi á landi árlega auk þess sem nýttur verður ylsjór sem er affall frá kælingu Reykjanesvirkjunar. Þá hefur Samherji fiskeldi samið við landeigendur vegna uppbyggingarinnar. Ráðgert er að leita til fleiri fjárfesta þegar kemur að frekari stækkun landeldisins. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins síðastliðin tvö ár. „Samkvæmt áætlunum Samherja fiskeldis mun seiðaeldi við fyrsta áfanga hefjast í upphafi árs 2023 og áframeldi og vinnsla á afurðum á árunum 2024 og 2025. Í fyrsta áfanga verður framleiðslan 10.000 tonn af laxi og áætluð fjárfesting upp á 17 milljarða króna. Í öðrum áfanga verður bætt við 10.000 tonnum og í þriðja áfanga 20.000 tonnum. Ef allt gengur að óskum verður landeldið í Auðlindagarðinum komið í full afköst á árinu 2032,“ segir í tilkynningunni. Tölvugerð mynd af áformuðu landeldi. „Uppbyggingin laxeldis á landi innan Auðlindagarðsins byggir á þekkingu Samherja fiskeldis og HS Orku á afar ólíkum sviðum en þegar hún er lögð saman teljum við hagkvæmt að þróa umfangsmikið landeldi sem hljóta að teljast mikil tíðindi. Þá munu þessar fjárfestingar skapa tugi starfa í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum og auka útflutningstekjur Íslands umtalsvert. Stjórn Samherja hf hefur þegar samþykkt að leggja þessu landeldisverkefni til 7,5 milljarða króna til þess að tyggja uppbyggingu fyrsta fasa. Það sýnir að mínu mati þá tiltrú sem við höfum á því að þetta sé rétt leið til framtíðar matvælaframleiðslu og verðmætasköpunar. Á síðari stigum munum við leita til fleiri fjárfesta til að tryggja heildar uppbyggingu verkefnisins,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja. Sjá einnig Samherji vill kaupa eignir Norðuráls við Helguvík og hefja laxeldi Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir að samningurinn sé í samræmi við markmið Auðlindagarðsins um nýtingu affallsstrauma: „Með þessum samningi HS Orku við Samherja fiskeldi bætist enn eitt fyrirtækið við þann fjölbreytta rekstur sem nú þegar er innan Auðlindagarðsins. Við fögnum þessum áformum Samherja á iðnaðarlóðinni við Reykjanesvirkjun með þeim tilgangi að framleiða heilnæma gæða vöru með lágu vistspori. Hugmyndafræði Auðlindagarðsins er einmitt að ýta undir betri auðlindanýtingu. Í þessu verkefni verður notaður ylsjór frá Reykjanesvirkjun til að tryggja stöðugan kjöreldishita fyrir fiskinn. Loks er það gleðiefni að með þessum áformum munu umsvif á okkar starfssvæði aukast – hvort sem horft er til fjölgunar starfa í eldisstarfsemi innan sjálfs auðlindagarðsins eða í tengdum atvinnugreinum vítt og breitt um Suðurnesin,“ segir Tómas Már. Sjá einnig Borað eftir vatni og jarðsjó vegna laxeldis í Helguvík
Fjölmargir hafa lent í vandræðum með að ná sjónvarpsútsendingum undanfarið, eftir að byrjað var að slökkva á örbylgjuútsendingum á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru enn með gömlu UHF-loftnetsgreiðurnar geta í flestum tilfellum leyst vandann með því að tengja þær aftur ef markmiðið er fyrst og fremst að ná útsendingum RÚV og annarra sjónvarpsstöðva sem senda út í opinni dagskrá. Kerfi fyrir sjónvarpsútsendingar um örbylgju á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lagt niður í áföngum í sumar. Póst- og fjarskiptastofnun ákvað að taka tíðnir örbylgjukerfisins frá fyrir háhraðafarnet og bjóða þær upp. Kerfið sem nefnist Digital Ísland var upphaflega sett upp til að dreifa sendingum Stöðvar 2 og tengdra stöðva. Það var líka notað til að endurvarpa sjónvarpsútsendingum Ríkisútvarpsins, sem fara þó fyrst og fremst í gegnum dreifikerfi sem byggt hefur verið upp síðustu ár. Það byggir á UHF-loftnetum. Nokkuð hefur borið á því að fólk sem treysti á sjónvarpsútsendingar gegnum örbylgjuloftnet hafi lent í vandræðum vegna lokunar kerfisins, meðal annars áhorfendur RÚV. Vandi margra er að UHF- loftnet, greiðurnar svokölluðu, voru víða aftengd eða tekin niður þegar fjarskiptafélög kynntu aðra valkosti til sögunnar. Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tæknisviðs RÚV, segir að hægt sé að tryggja áframhaldandi aðgengi að útsendingum með lítilli fyrirhöfn. „Það þarf bara einfaldlega að skipta um loftnet, fá sér gamla góða UHF-greiðu.“ Kostnaðurinn er mismikill en fellur aðeins til einu sinni. „Greiðan sjálf kostar í kringum sjö þúsund krónur en í sumum tilvikum gæti þurft fagmann til að setja greiðuna upp. Það getur haft einhvern kostnað í för með sér.“ Fréttastofa hefur heyrt af því að fólki sem leitað hefur til fjarskiptafélaga hafi verið boðin áskrift að netþjónustu til að ná sjónvarpsútsendingum. Ekki er þó þörf á því að binda sig með þeim hætti, segir Gunnar Örn: „Ekki til að ná RÚV og öðrum opnum stöðvum. Þá eru útsendingar um loft eins og verið hefur í áratugi.“
Rúrik Gíslason og heimsmeistaramótið í knattspyrnu eru meðal þeirra orða sem voru vinsælust á leitarvélinni Google hér á landi í fyrra. Starfsmaður Google í Danmörku segir að leitendur verði sífellt kröfuharðari í leit sinni á netinu. Á listum yfir vinsælustu leitarorðin sem flett var upp á leitarvélinni Google hér á landi á síðasta ári kennir ýmissa grasa. Jesper Vangkilde, samskiptastjóri hjá Google í Danmörku: Það skal líta á þetta sem þá leit sem mest hefur aukist árið 2018 í samanburði við árin á undan. Það kemur líklega fáum á óvart að vinsælasta leitarorðið hér á landi í fyrra var heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Í öðru sæti er nafn sænska plötusnúðarins og tónlistarmannsins Avicii, sem lést í fyrra. Í þriðja sæti voru svo leitarorðin Lof mér að falla, en samnefnd kvikmynd var frumsýnd í fyrra. Jesper Vangkilde: Sjá má atriði sem eru sameiginleg löndunum eins og að heimsmeistaramótið í knattspyrnu var gríðar umfangsmikið á Íslandi og sömuleiðis annarstaðar á Norðurlöndunum. Munurinn var kannski að t.d. Rúrik Gíslason sem er í hópi vinsælustu manna á Íslandi í leitarvél Google var ekki eins áberandi annars staðar. Já knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var sá Íslendingur sem flestir flettu upp á Google hér á landi á síðasta ári. Í öðru sæti var Björn Bragi Arnarsson og því þriðja Gunnar Nelson. Í fjórða og fimmta sæti voru nöfn bræðranna Ragnars og Vals Lýðssona. Á listanum yfir leitarorð Íslendinga vekur athygli að talsverð eftirspurn er eftir aðstoð við orðaspilið Skrafl. Jesper segir notkun fólks á leitarvélinni breytast í áranna rás. Jesper Vangkilde: Fólk er orðið kröfuharðara; spyrji það einhvers vill það svarið samstundis og svarið á að koma heim og saman við núverandi aðstæður. Sé spurt um veðrið er ætlast til að svarið lýsi veðrinu á staðnum sem viðkomandi er á þá. Á tímum falsfrétta og duldra auglýsinga er það eilíft markmið starfsfólks Google að leitarniðurstöður séu sem áreiðanlegastar. Jesper Vangkilde: Við gerum um 2400 smávægilegar breytingar á algríminu á hverju ári eða um sjö sinnum á dag, svo að það bæti sig stöðugt; Það er ekki fullkomið en við reynum stöðugt að betrumbæta það.
Stjórnarformaður Byko gagnrýnir niðurstöðu Hæstaréttar í máli starfsmanna fyrirtækisins og Húsasmiðjunnar og segist vonast til að hann verði ekki lokaorðið í málinu. Hann vill ekki tjá sig um hvort aðrir starfsmenn hafi vitað af verðsamráðinu. Hæstiréttur dæmdi í fyrradag átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð, en héraðsdómur hafði áður sýknað alla nema einn. Í yfirlýsingu sem Byko sendi frá sér eftir dóminn kemur fram að fyrirtækið hafi frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. Guðmundur Halldór Jónsson, stjórnarformaður Byko: Mér finnst þessi bara dómur bara bæði illa unninn og rangur og hann veldur okkur miklum vonbrigðum og í rauninni bara frammistaða íslenska réttarríkisins. Hann segist vonast til að dómurinn verði ekki síðasta orðið í máli starfsmannanna, en vill ekki svara því hvort til standi að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann gagnrýnir gagnaöflun í málinu, en vill ekki útskýra hvað hafi þar hafi verið gagnrýnivert. Þeir sem voru dæmdir voru framkvæmdastjórar ýmissa sviða fyrirtækjanna. Aðspurður hvort trúverðugt sé að yfirmenn þeirra hafi ekkert vitað segir Guðmundur. Guðmundur Halldór Jónsson: Ég vil ekkert tjá mig um það en bendi bara á að lesa gögn málsins, sem eru reyndar mjög umfangsmikil, en ég vil ekkert segja neitt um það. Í máli sem þessu eru það neytendur sem brotið beinist gegn. Guðmundur Halldór Jónsson: Ég bara einfaldlega tel að þessi dómur sé rangur og það er það eina sem að maður getur sagt á þessari stundu. Haukur Holm: En hann stendur náttúrulega engu að síður. Guðmundur Halldór Jónsson: Já, já en hérna, já, já, en þetta er náttúrulega gagnvart starfsmönnunum. Dómurinn er eins og hann er og hann er að okkar mati mikil vonbrigði.
Korkur: sorp Titill: Bubbi Banani Höf.: Optimus Dags.: 19. nóvember 2005 02:40:33 Skoðað: 178 Bubbi Banani Bubbi Banani var ósköp venjulegur banani, fyrir utan það að hann hafði ekki sílikon ígræðslur í brjóstunum. Bubba líkaði ekki við kanínur og kanínupyntingar var eitt af hans uppáhaldsáhugamálum. Einn dag ákvað Bubbi að fara að pynta kanínur. Hann fór út úr neon-bleika húsinu sínu og gekk af stað niður gangstéttina. Þessi gangstétt var sérstök á þann hátt að engin önnur gangstétt í heiminum, nema þessi, var með lakkrísbragði. Þess vegna þurfti Bubbi að glíma við það vandamál á hverjum degi að hundruðir túrista fóru þar um daglega og tóku mynd af gangstéttinni og það sleiktu hana líka sumir. Nú var Bubbi pirraður, svo hann tók upp köku og kastaði henni út á götu. “Kömm end gett itt!” sagði Bubbi og beið spenntur. Allir túristarnir hoppuðu samstundis á kökuna nema einn sem seinna komst að því að hann var í megrun. BAMM! Flugvél klessti á kökuna og þar með túristaklessuna. Þessum eina sem var eftir var nauðgað af elg, svo hann dó líka. Nú hélt Bubbi áfram að labba. Hann sá margt undarlegt. Hann sá til dæmis belju liggjandi á götunni öskrandi: “110000010110111000100000011010111111011001101011011101,” en það þýðir: “Án köku er einungis ringulreið!” Bubbi starði á þessa furðulegu sýn og það fyrsta sem honum datt í hug var: “Djöfull væri ömurlegt að vera með mannætulirfu í eyranu á sér, marr.” Það næsta sem hann sá var letidýr að syngja jólalag. Það gleymdi sér aðeins og fór út á miðja götu, þar sem strætó klessti ekki á það. Það var nefnilega rennilás sem klessti á það. Ekki strætó. Bubbi hélt göngu sinni áfram og sá búð sem hét “Kanínubúðin”. “Ah, fullkomið!” sagði Bubbi og gekk inn. Hann fór að afgreiðsluborðinu og sagði: “Eina kanínu, takk!” Afgreiðslublómkálið leit á Bubba og sagði: “Við seljum engar kanínur.” Bubbi leit þá á afgreiðslublómkálið og sagði: “En búðin heitir Kanínubúðin!” “Og?” “… Hvað seljið þið þá?” “Við seljum einungis eyrnamerg úr frægu fólki.” “Eyrnamerg?” “Já, sérðu eitthvað athugavert við það?” “Ummm… Nei, nei… Ég ætla að fara í burtu núna…” Nú var Bubbi ekki lengur í stuði til að fara og pynta kanínur, svo hann fór á Gauk á Stöng að gera grín að samkynhneigðum emúum. TEH ENT!!!1 --- Svör --- Höf.: Snowbear Dags.: 20. nóvember 2005 03:05:25 Atkvæði: 0 Samt hélt ég að Bubbi hafði flutt til Svalílands. Það er líklega einhver önnur útgáfa af sögunni. --- Höf.: Optimus Dags.: 20. nóvember 2005 03:07:30 Atkvæði: 0 Uss, ekki kjafta frá! Það er framhaldið! “Ævintýrir Bubba Banana í Svalílandi!” --- Höf.: Snowbear Dags.: 20. nóvember 2005 03:12:24 Atkvæði: 0 Looking forward to it. Góða nótt btw. :D --- Höf.: Optimus Dags.: 20. nóvember 2005 03:13:26 Atkvæði: 0 Takk fyrir það og sömuleiðis ;] ---
"Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant, ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi," segir Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari kvenna í skylmingum. "Miklar hefðir fylgja þessari íþrótt og til að mynda þarf maður að sýna dómaranum sérstaka kurteisi og við upphaf leiks heilsar maður andstæðingi sínum og dómara með virktum," segir Þorbjörg sem hefur stundað skylmingar í ein tíu ár. Ekki hefur verið mikið um kvenfólk í þessari íþrótt og er það í fyrsta sinn í sumar sem konur keppa í skylmingum með höggsverði á Ólympíuleikunum og sjálf segist Þorbjörg vilja taka stefnuna þangað eftir fjögur ár. Ásamt því að æfa sjálf skylmingar er hún að þjálfa og kenna hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur og stundar fullt nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meira en nóg fyrir stafni en lífið hjá Þorbjörgu snýst að mestu leyti um skylmingar og fer hún út að meðaltali átta sinnum á ári til að keppa. "Ég bjó í París í eitt ár og þar komst ég í kynni við mjög góðan skylmingaklúbb þar sem ég æfði og keppti. Franski landsliðsþjálfarinn var einn af þjálfurunum þar og bauð hann mér að æfa og keppa með landsliðinu og gekk mér bara ágætlega. En það er mjög mikilvægt að komast í meira fjölmenni og fá nýja andstæðinga því maður lærir fljótlega inn á andstæðinginn og hann á þig," segir Þorbjörg sem hefur nýverið fengið þjálfarastyrk frá ÍSÍ og með haustinu hyggst hún halda aftur til Frakklands. "Alþjóðaskylmingasambandið styrkir litlar þjóðir eins og Ísland sem eru að reyna sitt besta þannig að góðir styrkir virka eins og gulrót á mann til að halda áfram. Við fórum til að mynda þrjú saman úr landsliðinu á styrk til Kúbu í æfingabúðir á undan heimsmeistaramótinu en það var alveg frábær reynsla. Reyndar var svo heitt þar að það leið næstum yfir mig á æfingum fyrsta daginn. Samt sem áður var það mjög gaman og Kúbverjar eru mjög góðir í skylmingum en þeir komast bara aldrei neitt til að keppa," segir Þorbjörg. "Mikill tími fer í alla þjálfun og ég æfi fimm sinnum í viku, auk þess sem ég hleyp og lyfti lóðum. Þetta er mjög líkamlega erfið íþrótt og fótavinnan er gríðarleg og erfið og mikilvægt að leggja mikið upp úr henni og snöggum handahreyfingum. Þetta snýst allt um mýkt og snerpu og og fjarlægðarskyn og því þarf maður að leggja mikla áherslu á tæknivinnuna," segir Þorbjörg sem hefur tekið íþróttina föstum tökum frá upphafi og má segja að hún hafi fengið hana á heilann. "Mig dreymir þetta á nóttunni og stundum vakna ég við það ég lyfti hendinni upp í stöðu og tilbúin að skylmast," segir Þorbjörg hlæjandi.
Jón Páll Baldvinsson, formaður FETAR, landssamtaka ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á sérhæfðar ferðir, segir eigendur Hjörleifshöfða hvorki hafa umboð né nokkrar forsendur fyrir gjaldtöku á veginum. Greint var frá því fyrir helgi að eigendur Hjörleifshöfða hyggist krefja ferðaþjónustufyrirtæki, sem selja ferðir inn á landið, um 1.500 króna veggjald á hvern ferðamann en vegurinn upp á Kötlujökul liggur um landið. Sjá einnig: Engum vegum lokað án samþykkis sveitarstjórnar Slíkur vegatollur myndi skaða ferðaþjónustuna mjög Jörðin sem áður var í fjölskyldueigu var seld þýska stórfyrirtækinu STEAG í fyrra með útflutning á sandi og vikri í huga. Eigendurnir ferðaþjónustunnar Viking Park hyggjast hefja gjaldtöku á veginum nú um mánaðamót í þeim tilgangi að halda við vegum og byggja upp innviði. En félagið er í eigu þriggja Íslendinga. Sjá einnig: Vilja veggjald frá ferðaþjónustu til að verja landið Jón Páll segir ferðaþjónustufyrirtæki vera í mikilli uppbyggingu á svæðinu sem skapi störf í sveitarfélögunum í kring. Slíkur vegatollur myndi skaða starfsemi ferðaþjónustunnar á landinu. Jón Páll segir eigendurna hvorki hafa umboð fyrir slíkri gjaldheimtu né nokkrar forsendur. Jón Páll segir að gefið hafi verið í skyn í umræðunni að störf ferðaþjónustunnar séu á einhvern hátt skaðleg náttúrunni á svæðinu en Jón Páll segir starfsfólk ferðaþjónustunnar fyrst og fremst vera framlínustarfsfólk í að vernda náttúruna. Málið gæti endað í réttarsal „Ef þeir ætla að halda áfram sinni vegferð i þessu máli, þá lítur út fyrir að málið endi í réttarsal þar sem ábyrgðaraðilarnir verða þá lagalega að teljast vera STEAG, þýska stórfyrirtækið,“ segir Jón Páll. Hann vonast til þess að málið falli um sjálft sig en fyrirhugað var að hefja gjaldtöku nú um mánaðamót.
Tveir menn slösuðust á Fagradal í morgun þegar bíll þeirra fór út af í hálku og valt. Leiðin hafði ekki verið hálkuvarin fyrir morgunumferðina en stundum þarf að taka ákvarðanir um slíkt út frá takmörkuðum forsendum kvöldið áður. Vegfarendur sem fóru um Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í morgun segjast hafa séð þrjá bíla utan vegar. Bíll til að hálkuverja var sendur af stað þegar fyrsti bíllinn fór út af og var á leiðinni þegar annar bíll valt en þá var klukkan hálfníu. Á sama tíma í fyrra varð banaslys á Fagradal við sömu aðstæður og er Vegagerðin gagnrýnd fyrir ónógar hálkuvarnir. Í stjórnstöðinni á Reyðarfirði er ákveðið hvort farið sé í eftirlit og hálkuvarnir. Stundum þarf að ákveða að kvöldi hvort menn séu sendir af stað að morgni. Það getur reynst snúið, ekki síst fyrst í október þegar lúmsk hálkan byrjar að láta á sér kræla. Ari Guðmundsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni: Ja, auðvitað er það ekkert skemmtilegt að vera ekki búinn að hálkuverja þegar að kemur flughálka og verða slys. Það er langt frá því að það skemmtilegt. Menn get aldrei séð fyrir alla hálkustaði og hálkur sem koma skyndilega kannski. Það er útilokað að menn geti komið í veg fyrir það allt saman. Það er náttúrulega alltaf vegfarandinn sem ber í rauninni ábyrgðina. En eftir 15. október ár hvert eru hálkubanarnir klárir í slaginn. Um leið fer vaktstöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði í gang fyrir veturinn og annar og betri háttur kemst á. Þá er kannað strax klukkan hálfsex á morgnanna hvort bílar þurfi út að hálkuverja.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki enn svarað því hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta Íslands í fimmta sinn. Reyndar skildi ég áramótaávarp hans svo að hann ætlaði ekki að gera það, en síðan komu fram menn sem skilja hann betur en ég með aðra túlkun – að hann hefði í raun haldið þessu opnu. Síðan er efnt til söfnunar undirskrifta til að hvetja hann til að fara enn einu sinni í framboð – helsti skipuleggjandi söfnunarinnar er Baldur Óskarsson, vinur og samferðamaður Ólafs í pólitík síðan fyrir 1970. Einhvern veginn hafa menn haft í huga markmiðið 40 þúsund – að 40 þúsund undirskriftir væru sá fjöldi sem þyrfti til að hægt væri að segja að mjög mikil eftirspurn sé eftir Ólafi. Kannski er það of hátt markmið – en með 40 þúsund undirskriftum er hægt að tala um að þarna sé alvöru fjöldahreyfing á ferð. Undirskriftirnar eru 25188 þegar þetta er skrifað. Gunnar Smári Egilsson er talnaglöggur maður og hefur fylgst með þessu á Facebooksíðu sinni. Hann hefur reiknað út að síðasta sólarhringinn hafi 29 manns skrifað sig á listann, fjöldinn hefur farið síminnkandi – með þessu móti myndi febrúar vart duga til að ná 40 þúsunda markmiðinu. Það er þá spurning hvort stuðningsmenn Ólafs þurfi ekki að fara að efna til auglýsingaherferðar, til þessa hafa þeir einkum auglýst á forsíðum ýmissa netmiðla? Meðan þetta stendur er heldur dauft yfir vangaveltum um forsetaefni. Margir þeir sem hafa verið nefndir eru ekki líklegir til að fá fjöldafylgi – en þá má reyndar geta þess að ef frambjóðendur eru margir er hægt að verða forseti með mjög lágri hlutfallstölu. 15 prósent gætu í raun dugað. Fólk virðist líka vera fast í þeirri hugmynd að það sé að kjósa forseta til mjög langs tíma – það er orðið svo vant því að forseti sitji óáreittur kjörtímabil eftir kjörtímabil, eins lengi og honum sýnist. Það er ekki sérstaklega lýðræðislegt. Ég heyrði talað um einn mögulegan frambjóðanda, að hann væri alltof gamall. Ég benti á að eftir fjögur ár yrði hann rúmlega sjötugur og það væri ekki svo mikið. Hann væri hins vegar ólíklegur til að sitja jafn lengi og Ólafur Ragnar og Vigdís – sem væri kannski bara gott. Írar kusu nýlega forseta sem er sjötugur að aldri – kjörtímabil hans er sjö ár. Michael D. Higgins er skáld og menntamaður – og þykir annarrar gerðar en írskir stjórnmálamenn eru yfirleitt. Það hefur jafnvel verið grinast með að þurfi að gefa út sérstakt orðasafn til að kjósendurnir skilji hann þegar hann fer að ræða þjóðfélagsmál og heimspeki. Eitt fyrsta embættisverk Higgins var að biðja um að laun hans yrðu lækkuð um fjórðung. Forseti Íslands er kosinn til fjögurra ára, það er kjörtímabil hans og eftir það má hæglega skipta. Michael D. Higgins, forseti Írlands. Hann var kosinn síðastliðið haust og er sjötugur að aldri. „
Björgunarsveitin á Flateyri fór á heldur óvenjulegar veiðar í gærkvöld þegar hún safnaði hátt á annan tug fiskikara sem flutu um í Önundarfirði. Vegna galla á bryggjunni á Flateyri flæðir yfir bryggjusporðinn á stórstreymi en unnið er að endurbótum. Lögreglan á Ísafirði og Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri voru kallaðar út á tíunda tímanum í gærkvöld vegna tæplega 20 fiskikara sem flutu víðsvegar um Önundarfjörð. BB.is greinir frá. Körin tilheyra Friðriki Sigurðssyni, ÁR-17 sem er á sæbjúgnaveiðum. Vegna hönnunargalla hefur bryggjusporðurinn á Flateyri sigið og á stórstraumi líkt og í gærkvöld flæðir yfir hann. Unnið er að viðgerð og að sögn Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, hefur 140 rúmmetrum af efni verið sturtað niður við bryggjusporðinn í sumar og djúpþjappað til að freista þess að ýta efni undir stálþilið sem sígur. Þegar sigið hefur stöðvast verður ráðist í að brjóta þekjur á bryggjusporðinum, hækka kantinn og steypa nýja þekju en ekki er enn ljóst hvort aðgerðir sumarsins bera árangur. Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir að eftir að Friðrik Sigurðsson ÁR-17 hélt aftur til veiða eftir löndun í gær hafði aldar hrifið með sér auka kör skipsins sem biðu á bryggjusporðinum. Snarræði lyftaramannsins forðaði fleiri körum frá siglingu en þau voru tóm og með tappa og flutu því auðveldlega af stað. Björgunarsveitarmenn og aðrir tiltækir nýttu sér hvers kyns fley til að draga körin að landi. Ágústa segir að það hafi bara verið nokkuð fjör í þessu. Öll körin voru hólpin um klukkustund síðar.
Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans gerir ráð fyrir að ástandið batni á fasteignamarkaði á næsta ári. Töluvert langt sé þó í næstu uppsveiflu. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans: Ja ég tel að það verði aðeins meiri kraftur í markaðnum heldur en hefur verið en ég er ekki viss um að við séum að fara að sjá neinar hækkanir eða neitt slíkt, ég gæti trúað því að verð sé svona í lækkandi fasa ef eitthvað er. Sindri Sindrason: Og það verði þannig kannski næstu árin eða hvað? Edda Rós Karlsdóttir: Nei, ég er nú að gera ráð fyrir að það komi eitthvað líf í markaðinn á næsta ári, um mitt næsta ár, það er að segja verðið og ég er ekki að gera ráð fyrir miklum lækkunum, en þegar að við tökum tillit til verðbólgu að þá er þetta náttúrulega mun minni hækkun eða jafnvel lækkun, langt umfram það sem að verðbólgan er. Sindri: Hvenær munum við sjá verð fara upp í það sem að ja hefur verið á undanförnu ári? Edda Rós Karlsdóttir: Ja það gæti tekið einhver ár og það er mjög mikilvægt að átta sig á því að þetta er það sem er að gerast í öllum heiminum, þetta er að hluta til vegna þess að verð gæti hafa yfirskotið, þetta er að hluta til vegna þess að við erum með gríðarlega mikið framboð af nýju húsnæði og síðan að síðustu eru þetta auðvitað bara áhrif af alþjóðlegu fjármálakreppunni sem virðist ætla að þróast yfir í samdrátt, ekki bara hér heima heldur á alþjóða vísu. Þannig að við erum þarna með þrjá mjög sterka þætti sem toga í þessa átt.
Velferðarráðuneytið vill ekki veita fleiri læknum aðild að rammasamningi um sérfræðiþjónustu. Maður sem greindist með alvarlegt afbrigði af Parkinsonssjúkdómnum segir að það gangi ekki að fólk þurfi að treysta á persónuleg tengsl til að fá greiningu. Velferðarráðuneytið staðfesti í vikunni synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni taugalæknis um að komast inn í rammasamning um þjónustu sérfræðilækna. Ráðuneytið hefur frá því síðla árs 2015 beitt sér gegn því að fleiri læknar fái aðild að samningnum. Anna Björnsdóttir stundar sérfræðinám í meðferð Parkinsons-sjúkdómsins við Duke háskóla í Bandaríkjunum. Hún vill koma heim og starfa á stofu en bæði Sjúkratryggingar og velferðarráðuneytið hafa hafnað beiðni hennar. Þetta leggst illa í mann sem greindist fyrir nokkru með Parkinsons plús MSA. Heimir Jónasson, framkvæmdarstjóri: Það er hörgull á taugalæknum. Og þegar taugalæknar eru að koma tilbaka úr námi þá á ekki að stöðva þá til að komast inn í kerfið heldur hleypa þeim inn í sjúkratryggingakerfið. Maður þarf að bíða í marga mánuði eftir að fá aðstoð. Taugalæknir á Íslandi eru í útrýmingarhættu, það er kannski óhætt að segja það. Heimir beið lengi eftir greiningu og að lokum voru það góð tengsl sem hjálpuðu honum. Heimir Jónasson: Maður þekkti mann sem þekkti forstjóra sem tók upp símann og hringdi í yfirlækni og pantaði fyrir mig myndatöku og svona. Það stytti tímann verulega. Það eru ekki allir í þessari aðstöðu. Á kerfið okkar að vera nákvæmlega svona? Hann telur að þeir verði verst úti sem ekki hafi sambönd sem gagnast þeim. Velferðarráðuneytið segir að þó að læknar geti sótt um að aðild að rammasamningnum eigi þeir ekki einhliða rétt á henni. Það sé í verkahring heilbrigðisráðherra að ákveða hvernig skipulagi, forgangsröðun og aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé háttað. Þar þurfi bæði að líta til markmiða um heilbrigðisþjónustu og kostnað við hana. Anna Björnsdóttir, sem synjað var um aðild að rammasamningnum, íhugar nú að fara með málið fyrir dómstóla eða umboðsmann Alþingis.
Ég hefi ekki annað um þetta að segja en það, að n. hefir athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. * Frsm. (Sveinbjörn Högnason): Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þetta mál, svo kunnugt er það. hað var borið fram á síðasta þingi og nú aftur, og hefir legið frá byrjun þings, svo að segja, í n. Að lokum hefir fjhn. orðið sammála um afgreiðsluna, og er vonandi, að það geti gengið greiðlega í gegn. Frv. gengur út á það, að þar, sem læknar eru svo lágt launaðir í sveitum, að ekki hefir fengizt læknir í héraðið fyrir það, hversu þar er fámennt og því lítið að gera, þ. e. þar, sem íbúar eru færri en 1000, sé ráðherra heimilt að ákveða, að launin skuli þegar greiðast frá upphafi með fullri aldursuppbót. Það munu nú vera tvö læknishéruð, sem alls ekki fæst læknir í af þessari ástæðu. Þar á læknir að byrja með 1000 kr. lægri laun en þau verða siðar með fullri aldursuppbót. Nú eru 15 prestaköll laus, og eru þessum embættismönnum ætlaðar 2 þús. kr. árstekjur eftir sitt 10–12 ára nám. N. flytur brtt. um það, að þeir, sem fara í þessi prestaköll, fái strax fulla aldursuppbót, eða 3 þús. kr. Er ekki hægt að segja, að það séu glæsileg kjör, a. m. k. ekki miðað við stýrimennina, sem fá allt upp í 9 þús. kr. laun eftir 2 ára nám. Og það er vafasamt, að það fáist embættismenn til að ganga að þessum embættum í sveit. En til þess að þetta verði ekki baggi á ríkinu, hefir fjhn. lagt til, að athugaðir séu möguleikar fyrir því að steypa saman prestaköllum, sem svarar þeirri upphæð, sem till. hefir í för með sér fyrir ríkissjóðinn. Það er nú kominn tími til að athuga eitthvað þessi launakjör áður en svo er komið, að ekki fæst nokkur maður til að fara út í sveitir landsins til að vera prestur eða læknir. Ég hygg, að það sé alls ekki stefna, sem Alþingi vill styðja til lengdar. Það er bersýnilegt, að allt er á hraðri leið í þá átt. Ég tel ekki líklegt, að þetta nægi til að bæta úr því ástandi, sem nú er í þessum efnum, þó að ég telji líklegt, að það hjálpi eitthvað frá því, sem er. Þá hafa bv. þm. V.- Sk. og hv. þm. Dal. borið fram brtt. um það, að samsteypa prestakalla verði athuguð í samráði við hlutaðeigandi söfnuði. Vitanlega er slíkt sjálfsagt. Þannig á athugunin að fara fram, að athugaðir verði möguleikar fyrir því, að samsteypa komist á. En ég geri ráð fyrir, að fólk sjái, að það er miklu alvarlegra, ef enginn embættismaður fæst til að gegna embættunum, vegna þess að þeir geti ekki lifað, og leggist því embættin niður, eins og þau eru nú á hraðri leið að gera. *Fjmrh. (Eysteinn Jónsson): Ég ætla að segja um þetta mál örfá orð áður en það kemur til atkvgr. Í frv. er farið fram á, að með skattskyldum árstekjum sjómanna verði ekki talin þau hlunnindi, sem þeir hafa af ókeypis fæði um borð í skipunum. En venjan hefir verið sú samkv. gildandi l. , að meta fæði til tekna. Ég álít, að það sé ekki rétt að gera þessa breyt. á l. , og vildi skora á hv. þm. að fella þetta frv., og það jafnvel þó brtt. á þskj. 432 yrði samþ. Það er vegna þess, að með þessu væri brotin regla, sem er algild í skattalögum okkar. Og ég get ekki séð, að það sé meiri ástæða að sleppa þessum hlunnindum frá skattálagingu heldur en t. d. þeim hlunnindum, sem ýmsir aðrir fá í ókeypis fæði og húsnæði. Vil ég þar til nefna t. d. þá, sem eru í ársvistum í sveit, og ennfremur þá, sem fara í kaupavinnu frá heimilum sínum. Auk þess vil ég benda á, að það yrði hreint ekki svo lítið aukastarf, sem af þessu hlytist fyrir skattanefndir í stærri kaupstöðum. Það yrði ekki lítil aukavinna við þetta t. d. í Reykjavík. Ég veit, að það munu hafa komið fram hér í umr. svipaðar röksemdir og þessar frá andstæðingum frv., en ég vildi þó ekki láta hjá liða að taka þetta fram. Ég sé sem sagt ekkert, sem mæli með að samþ. þetta. Það brýtur í bága við grundvallarákvæði skattalaganna og er ekkert réttlæti í því gagnvart öðrum. sem eins stendur á um. Ég vil þess vegna mælast til, a ð frv. nái ekki fram að ganga. *Sigurður Kristjánsson: Það er alveg rétt, sem hæstv. ráðh. sagði, að þau rök, sem hann kom hér með, hafa komið fram áður hér í d. En leiðinlegt er fyrir hæstv. ráðh., að þau hafa verið vegin og léttvæg fundin og eru yfirleitt úr sögunni. Það þarf þess vegna eiginlega nýja menn til þess að bera þau fram aftur, sem ekki hafa hlustað á þær umr., sem hér hafa farið fram um þetta mál. Það er hin mesta fjarstæða, sem ráðh. fór með, að hér standi eins á, um þessa menn eins og það fólk, sem er í ársvistum. Það er sá stóri munur þar á, að fólk, sem er í ársvistum, tekur þessi hlunnindi á sínum lögheimilum, en hitt eru menn, sem eiginlega eru dæmdir í útlegð og missa við það skilyrðin til að geta séð sínum heimilum fyrir lífsnauðsynjum. Þetta var nú orðið nokkuð langt mál, þegar við vorum að ræða um það við 2. umr., og ég vil ekki þreyta hv. þm. með því að endurtaka neitt af því. En ég vil mótmæla því, að þessi breyt. brjóti nokkrar reglur í skattalögum. Í skattalögunum er svo fyrir mælt, að ýms hlunnindi skuli reikna til tekna, en jafnframt stendur þar, að ýms hlunnindi skuli ekki reikna til tekna. Skattalögin eru um þetta einmitt ákaflega óskýr, svo að fjölda úrskurða hefir þurft til þess að skattanefndir vissu. hvernig þær ættu að skilja ýms þessara atriða. Ég hefi nú gengið mjög langt til þess að fá samkomulag um þetta mál. Veigamesta röksemdin, sem fram hefir komið gegn frv., er án eða sú, að þetta mundi ná til manna, sem ekki hafa þörf fyrir það. Þar sem nú svo er komið fjárhag ríkissjóðs sem vitað er, þá mundi ég vilja ganga inn á það til samkomulags, að þetta næði ekki til annara en þeirra, sem hefðu ekki hærri skaftskyldar tekjur en 2500 kr. Með því móti mundu koma undir frv. yfirleitt þeir hásetar, sem hafa svona frekar lélegar tekjur. Ég held bara, að það komi engir yfirmenn til með að njóta þeirra, nema þeir þá hafi því þyngri fjölskyldur fram að færa. Og hafi þeir slíkan fjölda barna, að þeir nái þessum ákvæðum, er þeim full þörf þess, jafnvel þótt þeir heiti 3. stýrimaður eða vélstjóri og þar af leiðandi teljist til yfirmanna. Það er náttúrlega ekki hægt fyrir mig að miða við annað en skattskyldar tekjur, því að þetta nær ekki til þeirra, sem svo þungar fjölskyldur hafa, að þeir eru skattfrjálsir. Mér virtist andstaða þessi gegn frv. ekki vera ríkari en svo, að þessi meðalvegur, sem ég hefi fundið, mundi verða flestum fullnægjandi. Ég vil í þessu sambandi geta þess, að einmitt sá maður úr fjhn. , sem með þessu frv. mælti, er held ég eini maðurinn í n., sem hefir gagngerðan kunnugleika á útgerðinni og er sjálfur einn af stærstu útgerðarmönnum landsins. Þekkir hann því kjör þessara manna mjög vel. Ég vil jafnvel segja það honum til hróss, að hann er eini maðurinn, sem mætti búast við, að stöðu sinnar vegna þætti óþægilegt að fylgja þessu máli; útgarðarmenn, sem vita, að fæðið á skipunum kostar mjög mikið, verða að reikna mönnum þetta til kaups, og er óþægilegt fyrir þá að hafa úttalað sig um. það, að þetta sé einskis virði. Enda tók minni hl. n. það fram, að hann áliti mennina verða þessara hlunninda vegna dugnaðar síns og mikillar áhættu og óþæginda, sem fylgja þessu starfi. Ég vænti þess, að ég hafi sýnt svo mikinn samkomulagsvilja í þessu máli, og láti þá hv. þm. það ekki standa í vegi, þótt þeir hafi verið andvígir málinu, en líti á það í þessu miðlunarformi, sem það nú er í, og greiði því atkv. *Fjmrh. (Eysteinn Jónsson): Ég ætla ekki að leggja út í nánari kappræður um þetta mál. Það er ekki þannig vaxið, þó að það kannske sé ekki alveg eins smátt eins og mönnum kann að lítast við fyrstu skoðun. Hv. 6. þm. Reykv. sagði, að þetta væri sérstakt fyrir sjómenn, vegna þess að aðrir þeir, sem svipaðra hlunninda nytu, væru á sínum heimilum. Svo þarf alls ekki að vera. Það er svo um hér um bil alla, sem hafa ókeypis fæði sem hluta af kaupgjaldi, að þeir eru við störf utan síns eiginlega heimilis, en ekki sjómenn einir. Tökum t. d. kaupavinnu, og marga aðra hliðstæða starfsemi víðsvegar um landið mætti nefna. Ef ætti að láta menn hafa sérstaka ívilnun um skatt vegna þess. að þeir þurfi að afla tekna fjarri heimilum sínum, þá ættu vegavinnumenn og síldarvinnumenn t. d., sem dvelja fjarri heimilum sínum, þótt þeir ekki fái frítt fæði. að fá sérstakan frádrátt fyrir það. Þá eru og símamenn. En það er svo um slíka menn yfirleitt, þótt þeir dvelji fjarri sínum heimilum, að í mesta lagi er tekinn til greina ferðakostnaður á vinnustöð, en alls ekki óþægindi, sem af slíkri fjarvist kann að stafa. Það er ekki hægt að brjóta þá meginreglu, sem skattalöggjöfin hvílir á, með því að samþ. þetta frv., en meginreglan er sú, að það eru skattlagðar allar tekjur, hvernig sem þeirra er aflað. Og það er ómögulegt að slíta úr samhengi eina stétt og leyfa henni frádrátt og skatthlunnindi, sem önnur hefir ekki. Hv. 6. þm. Reykv. blandaði því inn í, sem kemur ekki þessu máli við, að í sveitum fengju menn að draga frá kostnað við þjónustufólk sitt, en ekki í kaupstöðum. Þetta er ekki alls kostar rétt. Það er ekki gert ráð fyrir því, að menn dragi frá kostnað við annað fólk í sveit en það, sem vinnur að framleiðslustarfsemi. - ekki það fólk, sem vinnur að þeim helmilisverkum, sem menn kosta þjónustufólk til í kaupstöðum. En því miður eru fæstir bændur svo efnum búnir, að þeir geti kostað sérstaklega miklu til utanaðkomandi hjálpar við sína innanhússtarfsemi. Það er þess vegna ekkert ósamræmi í þessari framkvæmd skattalaganna. Annars vildi ég segja það, að mér finnst koma fram í þessu máli og ýmsum fleiri í þinginu, að einstakir þm. beri fram mál til að sýna það, hvað þeim sé annt um einhverjar vissar stéttir og hópa af mönnum, og séu miklir forsvarsmenn þeirra. Það væri t. d. ekkert ósennilegt úr þessu, að einhver þm. færi af stað með sérstakt frv. til þess að gera sig vinsælan hjá starfsstúlkum, um það, að þær þyrftu ekki að telja fram ókeypis fæði, þó að þær hafi það; og annar færi að bera fram sérstakt frv. um hlunnindi til handa kaupamönnum. Og þannig gæti þetta lengi gengið. Ég lít þannig á þess háttar eltingaleik, að hann sé ekki viðkunnanlegur. Mér finnst þetta mál þannig vaxið, að það ætti ekki að afgr. það, og þykist hafa fært fyrir því gild rök. Virðist mér hv. 6. þm. Reykv. ekki hafa haggað þar neinu með því, sem hann upplýsti áðan. *Sveinbjörn Högnason: Ég þarf litlu við að bæta það, sem hæstv. fjmrh. tók fram. En ég vildi benda á, að það mun vera nokkuð almennt álit manna í landinu yfirleitt, að það sé einhver óviturlegasta deila, sem lagt hefir verið út í, sem stendur nú yfir hjá okkur, - að svo freklega sé þar gengið sem sjaldan áður. Og ég vil álita, að ákaflega svipað sé um þetta frv., að nokkuð almennt álit sé meðal þm., að það sé eitt með óviturlegustu frv., sem hér hafa verið flutt. Enda er frv. sjálft í alveg beinu sambandi við þá, sem stöðva nú verzlunarflotann hjá okkur. Því að það eru fyrst og fremst hálaunamennirnir, þeir sem stöðvuðu verzlunarflotann, sem koma til með að njóta góðs af þessu, menn, sem sumir hverjir fá allt upp í 9 þús. kr. laun. Ég held þeir hafi nú ekki „strækað“ til þess að fá þessi fríðindi, heldur margskonar önnur fríðindi; og vill þessi hv. þm. líklega láta þá hafa þau öll, úr því að hann einnig ber fram á sama tíma og þeir eru uppi með sínar miklu kröfur þetta frv., sem eingöngu kemur þeim til góða, sem eru með hæstu launin, þrátt fyrir brtt. , sem hann ber fram. Því að þeir, sem hafa þungar fjölskyldur, þurfa að hafa háar tekjur til þess að fara fram úr 2500 kr. í skattskyldar tekjur, þegar það er aðgætt, að hjón hafa í frádrátt 1500 kr. og 500 kr. fyrir hvert barn. M. ö. o. , þeir. sem hafa 5500 kr. tekjur, komast alls ekki í skatt, ef þeir hafa þrjú börn á framfæri. Og það er alveg vitað, að hásetar á skipunum flestum eru ekki yfirleitt það hátt launaðir, að þeir njóti verulegra fríðinda hér af. Það er því eingöngu um það að ræða, hvort á að hjálpa þeim stéttum áfram, sem bezt eru settar jafnan að fá fríðindi. Það eru stýrimennirnir, sem „stræka“ á verzlunarflotanum og fara fram á þessi fríðindi. Það má náttúrlega maður manni segja, að það séu engin fríðindi að hafa að öllu leyti frítt fæði og hugsa ekkert um það sjálfur. En ég hygg, að því haldi engir fram aðrir en þeir, sem aldrei hafa þekkt að vinna fyrir mat sínum sjálfir, og vita þar af leiðandi ekki, hvers virði hann er. Og um það hrós, sem hv. 6. þm. Reykv. var að bera á formann flokksins fyrir það, að hann hefði klofið n. og vildi gefa út sérstakt nál. , þá þori ég að fullyrða, að það er ekki af neitt sérstaklega einlægum hug eða mikilli sannfæringu, heldur eingöngu af því, sem mjög er uppi meðal Sjálfstfl. og annara, sem eru mjög ábyrgðarlitlir í kröfum sínum, að gera yfirboð hjá einstökum stéttum, eins og hæstv. fjmrh. talaði um. Slíkt er sannarlega ekki til sóma formanni þessa flokks, sem kallar sig sérstaklega ábyrgan og segir að stéttabaráttan eigi ekki að vera til of mikillar bölvunar fyrir þjóðina. Ég er sannfærður um, að bæði þetta frv. og nál. það, sem er borið fram af minni hl., hv. þm. G.-K., er eingöngu gert til þess að taka þátt í þessum loddaraleik um yfirboð, og til alls einskis annars. *Sigurður Kristjánsson: Ég skal fyrst víkja að því. sem hæstv. ráðh. sagði, að það væri fyrsta meginregla skattalaganna, eins og hann orðaði það, að reikna mönnum allt til tekna, sem þeir öfluðu, á hvern hátt sem þess væri aflað. Þetta er auðvitað sú mesta firra og lítur út fyrir, að hæstv. ráðh. hafi bara ekki lesið þessi lög. Það er meira að segja tekið fram í skattal. , að það á að draga frá tekjum allt, sem maður ver til þess að afla þessara tekna. Og ég get sagt ráðh. það, að þegar ég var skattstjóri, gaf ég mönnum ýmsan frádrátt, t. d. læknum fyrir það að þurfa að hafa sérstaka skrifstofu og móttökuherbergi, - allt það, sem ég sá, að með sanni var framlagt annaðhvort í beinan kostnað eða til þæginda og tilheyrandi því að afla teknanna. Og þetta er í allveg fullu samræmi við skattalögin. Og hér kemur einmitt fram, að þessir menn sem verða að yfirgefa heimili sín til þess að afla teknanna, hafa sama fæðiskostnað fyrir heimilin í heild í raun og veru, fyrir utan mörg önnur óþægindi. Þess vegna er þetta alveg hliðstætt. En það er ekki að búast við, að menn, sem ekki hafa fyrir því einu sinni að lesa skattalögin, og hafa það eitt fyrir augum að krafsa saman í ríkissjóðinn með réttu og röngu eitthvert fé, - það er ekki að búast við, að þeir geti litið á þetta með sannsýni. Það er ákaflega leiðinlegt að svara hv. 1. þm. Rang. Hann átti náttúrlega ekkert erindi í umr. nú, nema til þess að birta nýjar fjarstæður. Hann sagði, að þessi hlunnindi séu eingöngu fyrir þá menn, sem h:estar tekjur hefðu, svona 9 þús. kr. og þar um bil. Menn geta leyft sér að segja allskonar vitleysu, þar sem þeir eru hvort sem er búnir að flekka mál sitt með fjarstæðum áður, að þeir hafa ekki svo miklu að glata. En það má með auðveldum dæmum sýna fram á, hver endemis vitleysa slíkt er. Til þess að framfærslufrádráttur manns, sem hefir 9 þús. kr. tekjur, yrði svo mikill, að hann nyti einhvers af þessu, þá þyrfti frádráttur þessi að vera um 7 þús. kr. Hann nýtur þessa ekki, ef hann hefir 6500 kr. eða minna. Ég veit ekki, hvað þessi hv. þm. ætlar hverjum manni að eiga mörg börn, en það yrði laglegur hópur. Og ég verð að segja, að þótt hann hafi 9 þús. kr., ef hann ætti 10 börn og hefði allt það þjónustufólk, sem utan um það þarf, þá veitti honum ekki af því að fá þennan frádrátt frá þeim - segjum 2 þús. kr. -, sem þá eru skattskyldar. En hvort sem maður á að segja, að fari betur eða verr, þá hafa nú fáir slíka fjölskyldu. Svo að þetta er ekkert annað en vitleysa, sem ég og ímynda mér, að hv. þm. sé sjálfum ljóst, þegar hann segir það. Það eru ekki aðrir en þeir. sem hafa lágar tekjur, sem koma til með að njóta þessa; ég sleppi að tala um þá, sem eru skattfrjálsir með öllu vegna sinna lágu tekna. Um leið og hv. þm. sagði, að þetta væri eingöngu fyrir hátekjumenn gert, vitnaði hann í deiluna, sem nú er á milli stýrimanna og skipaútgerðarinnar, og sé ég ekki eiginlega, hvað það kemur þessu máli við. Ég held, að 20–30 manna hópur standi í ákaflega litlu hlutfalli við stétt, sem telur, að ég ætla, nokkuð mörg þúsund manna. En úr því að hv. þm. blöskrar nú svo mikið þessi deila, því í ósköpunum styður hann ekki að því, að stjórn hans og flokkur leysi þessa deilu? Eru þeir að skemmta sér við hana, eða hvað? Það hefir hliðstæð deila verið leyst með 1. frá þessu þingi, sem nú situr. Annars get ég sagt út af því, sem þessi hv. þm. og einnig hæstv. fjmrh. sagði. að þetta væri dekur við einstakar stéttir, að mér skildist, og ennfremur yfirboð, sem væri til minnkunar fyrir minni hl. n., hv. þm. G.-K., að mér blöskrar algerlega, að þessir kjósendaveiðarar, eins og hv. 1. þm. Rang. og hæstv. fjmrh., sem eru alltaf á eilífri „jagt“ með allskonar yfirboð og berjast þannig ásamt sínum stjórnarflokki upp á líf og dauða, að þeir skuli leyfa sér önnur eins firn og þau að brigzla mönnum, sem ætíð hafa neitað að taka þátt í þessum skrípaleik. Ég tel mér algerlega óskylt að svara slíkum brigzlum. Þetta er ekkert annað en vitleysa, en þeim fer verst að tala svona, sem eru alkunnir í sinni „agitation“ að vera með eilíf yfirboð og eilífar veiðar eftir stéttum og stéttaatkvæðum. Það hefir kannske verið tilgangurinn hjá hæstv. ráðh. að gefa sínum flokki áminningu um það, að hann væri ekki frjáls að því, hvernig hann greiddi atkv., en þeir skyldu gera svo vel að líta sér hægt í haflinu. En hann fór hóflegum orðum um málið. Tilgangur hv. 1. þm. Rang. er sýnilega sá, að koma æsingum inn í þetta mál, þannig að menn vildu ekki líta á það frá skynsamlegu sjónarmiði. En ég vænti þess, að málið sé orðið nægilega skýrt fyrir öllum þeim, sem vilja líta á það með sannýni, og læt þess vegna máli mínu lokið.
„Það var aðeins annað hljóð í honum þegar ég var búin að birta fimm greinar sem doktorsnemi,“ segir Kristín Jónsdóttir doktor í jarðeðlisfræði hjá Veðurstofunni. Þegar hún var ráðin í stöðu doktorsnema hjá háskólanum í Uppsala minnti prófessor hana á það hefði líklega hjálpað til að deildin fengi meira borgað fyrir hana því hún væri kona. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, hefur sannarlega verið áberandi í fréttum nýverið enda þyrstir fólk í fróðleik hennar og svör þegar náttúruöflin minna á sig eins og þau hafa sannarlega gert síðustu vikur. Kristín er gestur Sigmars Guðmundssonar í þættinum Okkar á milli í kvöld þar sem hún kveðst meðal annars hafa áhyggjur af því að síður sé tekið mark á konum en körlum og segir að það sé varhugavert hvernig fólk hafi frekar tilhneigingu til að gera athugasemdir við útlit kvenna í slíkum stöðum og að þeim sé frekar refsað fyrir mistök en karlkyns kollegum sínum. Kristín var ráðin í stöðu doktorsnema við háskólann í Uppsala árið 2002 en þá var regla, sem hún vissi ekki af, að deildin fengi meira borgað fyrir kvendoktorsnema en karlkyns. Hún hafði verið við stöðuna í um hálft ár þegar hún var minnt á það að hún væri ekki endilega þar sem hún væri vegna eigin verðleika. „Ég fékk einhverja pillu frá prófessor um að það væri gott að fá mig því deildin fengi svo mikinn pening fyrir mig því ég væri kona,“ rifjar Kristín upp. En það varð fljótt ljóst að Kristín ætti heima í deildinni og prófessorinn gaf ekkert slíkt í skyn aftur þegar hæfileikar Kristínar og metnaður varð ljós. „Það var aðeins annað hljóð í honum þegar ég var búin að birta fimm greinar sem doktorsnemi.“ Kristín naut mikillar velgengni í námi og hlaut meðal annars viðurkenningu frá AGU, American Geophysical Union, fyrir grein sína. „Ég stóð mig mjög vel í þessu doktorsnámi og fékk viðurkenningu fyrir eina grein, en það er líka annað. Það er þessi pressa á konur að þær vinni meira og standi sig framar körlum til að fá sömu virðingu og svipaðar stöður,“ segir hún og bætir því við að konum sé auk þess fremur refsað fyrir mistök en körlum. „Þetta vitum við allt en ég held að það þurfi mikið átak og aðgerðir til að breyta þessu.“ Sjálf fékk hún ekki almennilegt sjálfstraust í starfi fyrr en hún fór að fá viðurkenningar. „Þá hugsaði ég bara já, ég er líklega að gera eitthvað rétt.“ Sigmar Guðmundsson ræðir við Kristínu Jónsdóttur í Okkar á milli á RÚV í kvöld kl. 20.
Deiliskipulag norðan Stekkjarbakka í útjaðri Elliðaárdals var samþykkt í borgarráði í júlí síðastliðnum eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ,pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore.
Varaformaður Starfsgreinasambandsins segir útlit fyrir harða baráttu á vinnumarkaði næstu mánuði og misseri takist ekki að ná samningum. Sambandið hefur sett á laggirnar sérstakan hóp til að samræma aðgerðir fáist enga engin niðurstaða í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Eftir að viðræður um þriggja ára heildarsamning á vinnumarkaði runnu út í sandinn fyrr í vikunni eru einstök verkalýðsfélög og landssambönd að hefja viðræður við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson er varaformaður Starfsgreinasambandsins og formaður samninganefndar þess. Hann vill feta í fótspor iðnaðarmanna innan Alþýðusambandsins og gera stuttan samning. Björn Snæbjörnsson, varaformaður Starfsgreinasambandsins: Við höfum ekki rætt þetta eins og iðnaðarmenn heldur bara við sögðum það að við værum enn tilbúin til að gera stuttan samning og þá vorum við kannski fremur að tala um haustið. Með auðvitað með launahækkunum og því en en það var lítt tekið undir það. Annar fundur verður haldinn með samninganefnd atvinnurekenda á miðvikudaginn. Upp úr því ættu línur að skýrast að sögn Björns. Það er mikið um fundahöld þessa dagana. Verslunarmenn hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær og fulltrúar Flóabandalagsins eiga fund á mánudaginn. Starfsgreinasambandið setti nýlega á laggirnar sérstakan hóp sem á að samræma aðgerðir til að knýja á um kjarabætur komi til þeirra. Björn segir að búast megi við skærum á vinnumarkaði á næstunni ef viðræður lenda í hnút. Björn Snæbjörnsson: Ef að ekkert hérna gengur í þessum samningum þá er það náttúrulega augljóst mál að við beitum því vopni sem við höfum sem að við auðvitað notum ekki nema í ýtrustu neyð en en en við munum beita því ef að ef að á þarf að halda. Nánast allir samningar á landinu eru lausir um þessar mundir. Sjö kjaradeilum hefur nú þegar verið vísað til Ríkissáttasemjara og fleiri gætu verið á leiðinni þangað. Starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum á svæðinu frá Vopnafirði til Vestmannaeyja hafa samþykkt verkfallsboðun Sú boðun er hjá félagsdómi sem úrskurðar væntanlega í næstu viku um lögmæti hennar.
Meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist munu leggja áherslu á verði hann kosinn til áframhaldandi setu er stjórnarskráin. Ólafur sagði núgildandi stjórnarskrá að mörgu leyti hafa reynst vel og ekki hindrað lýðræðislegar lausnir á alvarlegum stjórnskipulegum krísum. Umræða um breytingar á stjórnarskránni eru ekki nýjar af nálinni. Lengi hafa fræðimenn, stjórnmálamenn og leikmenn tekist á um ýmis ákvæði hennar – ekki síst þau er snúa að hlutverki og völdum forsetans. Í flestum tilvikum eru þátttakendur þeirrar umræðu sammála um að þessi ákvæði séu óskýr og framkvæmd þeirra háð duttlungum þess sem fer með völdin hverju sinni. Eftir yfirlýsingu Ólafs um að hann sækist eftir fjórum árum til viðbótar, og ekki síður hamaganginn á Alþingi fyrir tveimur vikum, hefur nauðsyn þess að endurskoða þessi ákvæði enn skotið upp kollinum í umræðunni. Nærtækt dæmi er spurningin um hvort setja eigi hömlur á hversu lengi forseti getur setið í embætti, enda óvanalegt í seinni tíð að lýðræðislega kjörnir þjóðhöfðingjar á Vesturlöndum eigi svo langan tíma í embætti að baki líkt og Ólafur. Auk þess hefur fjöldi frambjóðenda vakið upp spurningar um hvort ekki sé tímabært að setja ákvæði um að forseti verði að fá meirihlutakosningu, þannig að kosið verði í tveimur lotum ef enginn frambjóðenda hlýtur meira en 50 prósent atkvæða. Staðan sem uppi er núna er þannig að líklegt er að þjóðin sitji uppi með forseta með lítið fylgi og meirihlutinn verði þannig ósáttur við viðkomandi. Slíkur forseti yrði seint talinn sameiningartákn. Auk þess má rifja upp deilur um málskotsrétt forsetans, sem núorðið er óumdeilt að er fyrir hendi. Hins vegar er enga takmörkun að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni. Það hefur hingað til ekki valdið teljandi vandræðum, nema fyrir sitjandi stjórnvöld hverju sinni, en eftir umrót síðustu vikna borgar sig ekki að útiloka neitt. Fræðilega séð getur forsetinn skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis, hlutast til um utanríkisstefnu ríkisstjórna eða mögulega stjórnarathafnir framkvæmdavaldsins. Þegar Ólafur bauð sig fram árið 2012 varaði hann við þeirri óvissu sem endurskoðun stjórnarskrárinnar kynni að hafa í för með sér. Tillögur stjórnlagaráðs, hvað svo sem mönnum þykir um þær, taka á þessum vandræðum. Þar er gert ráð fyrir fleiri meðmælendum til að geta gefið kost á sér í kjöri til forseta, frambjóðendum skal raðað upp í forgangsröð og takmarkanir eru á tíma sem forseti getur setið í embætti. Ljóst er að hvar svo sem menn standa á hinu pólitíska litrófi þá er bráð nauðsyn á skjótri afgreiðslu á endurskoðun ýmissa ákvæða stjórnarskrárinnar. Eftir óteljandi fjölda nefnda og ráða hlýtur að vera hægt að klára eitthvað af því sem brýnast er að klára – eins og að skýra hlutverk forseta Íslands. Breytingar sem eru löngu tímabærar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Kerti hafa valdið um þúsund brunum á íslenskum heimilum yfir jólahátíðina undanfarin 10 ár og hafa í sumum tilfellum gjöreyðilagt híbýli fólks. Forvarnastarfsmenn leggja áherslu á varkárni þessi jólin. Það tekur ekki nema örfáar sekúndur fyrir kertaskreytingu eins og þessa ða verða alelda ef enginn gætir að henni. Á hverju ári verða margir tugir kertabruna í kringum jólin, en Einar Magnússon*, forvarnarfulltrúi hjá Sjóvá, hefur tekið saman tölur yfir bruna undanfarin ár. Á síðustu 10 árum hafa tæplega þúsund eldsvoðar kviknað út frá kertum á þessum tíma árs, flestir á aðfangadag og um áramót. Hafsteinn Hauksson: Af hverju verða þessir brunar? Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi hjá Sjóvá: Fyrst og fremst þá, þá bara gleymir fólk að hugsa um kertin. Það er ofsalega skemmtilegt og gaman og við hvetjum fólk til þess að nota kerti, það er ekki spurning. En það þarf að gera það með varkárni. Höskuldur Einarsson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu, segir mikið tjón geta hlotist af kertabrunum. Höskuldur Einarsson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu: Sem betur fer er nú oftast nær brugðist rétt og vel við og næst að slökkva en við höfum séð dæmi um, og það fleiri en eitt og fleiri en tvö, þar sem að íbúð hreinlega brennur til grunna eftir svona lagað. Einar og Höskuldur segja margt hægt að gera til að draga úr hættunni af bruna út frá kertum. Til dæmis sé hægt að nota stjaka á borð við þessa í skreytingar svo kertin brenni ekki niður, úða sérstöku eldvarnarefni vandlega á skreytingarnar, gæta að gluggatjöldum nærri kertum og hafa reykskynjarann í lagi. Höskuldur Einarsson: En aðalmálið er það að það er að hafa þessa almennu skynsemi og hugsa aðeins áður en maður framkvæmir og átta sig á því að það getur kviknað í hjá mér. Það er ekki bara hjá hinum. Það þarf því ekki að vera flókið að koma í veg fyrir stórtjón sem getur eyðilagt jólahátíðina. Einn góður blástur áður en þessi fallegi ljósgjafi er yfirgefinn dugar til. *Aths FMV: Mismæli fréttamanns.
Fótbolti Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um fátt annað meira á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni en kynþáttafordóma og meint kynþáttaníð leikmanna á milli. John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, hefur verið í hringiðu umræðunnar eftir að hann var sakaður um að hafa notað niðrandi orð í garð Antons Ferdinand, varnarmanns QPR, í leik liðanna fyrr í haust. Leik þessara grannliða frá Lundúnum lauk með 1-0 sigri QPR, en Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Í gær var mánuður liðinn síðan ásakanirnar í garð Terry komu fram og er enn engin niðurstaða komin, hvorki úr rannsókn enska knattspyrnusambandsins né lögreglunnar í Lundúnum. Heiðar segir að síðan þá hafi leikmenn QPR rætt þetta mál mikið sín á milli en þeir óski sér helst að það verði leitt til lykta sem allra fyrst. Óvissan er orðin þreytandi „Þetta hefur verið mjög mikið rætt og ég held að við allir séum komnir með nóg af þessu máli,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið um helgina og telur að seinagangurinn í rannsókn málsins hafi gert illt verra. „Það eru allir komnir með nóg vegna þess að enska knattspyrnusambandið hefur ekki gert neitt í þessu. Sú óvissa um hvort og hvað verði gert í málinu hefur hangið yfir liðinu í langan tíma. Það verður að fara að drífa þetta af.“ Kynþáttaníð hefur verið ansi áberandi í haust, bæði út af þessu máli og deilu Luis Suarez og Patrice Evra. Svo blandaði Sepp Blatter, forseti FIFA, sér í umræðuna á eftirminnilegan máta þegar hann sagði að allar slíkar deilur mætti leysa með handabandi í lok leikja. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem trúðurinn í FIFA kemur fram með skrautleg ummæli og enskir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því. Það er bara óskandi að þetta leysist sem fyrst fyrir alla aðila,“ segir Heiðar, sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR á Stoke um helgina. Hann segir stemninguna mjög góða í herbúðum liðsins. Stjórinn er klókur „Frammistaða okkar í síðustu leikjum endurspeglar hversu góður liðsandi er innan hópsins. Við erum allir mjög samstilltir,“ segir Heiðar, en QPR er nú í níunda sæti deildarinnar. „Kannski hélt stjórinn [Neil Warnock] að við þyrftum lengri tíma til að ná saman en hann hefur verið mjög klókur í sínum leikmannakaupum. Hann hefur keypt leikmenn sem hafa reynslu og vita út á hvað enska úrvalsdeildin gengur. Það getur verið erfitt að kaupa erlenda leikmenn sem þurfa svo tíma til að aðlagast boltanum. Við höfum bara ekki tíma til þess.“
Ríkisstjórnin er tilbúin að lækka þá upphæð sem umhverfis-, orku- og auðlindagjöld skila í ríkiskassann á næsta ári úr 16 milljörðum króna í 7,5 milljarða. Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafa mótmælt þessum gjöldum og er þetta tillaga til sáttar. Orkugjaldið verður, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, tólf aurar á kílóvattstund, ekki ein króna eins og lagt var til í fjárlagafrumvarpinu. Unnið er að tillögum um útfærslu á skattkerfinu og einar tillögur gera ráð fyrir þriggja þrepa kerfi. Gert er ráð fyrir að skattar verði 23,8 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2010. Í ár verða þeir 28 prósent og árið 2007 voru þeir 31,4 prósent af vergri landsframleiðslu. Að kröfu SA og ASÍ er nú unnið að tillögum um hækkun tryggingargjalds. Sú hækkun á að skila 7,5 milljörðum króna. Er þá reiknuð inn í sú útgjaldaaukning sem ríkið sjálft verður fyrir sem launagreiðandi. Þess má geta að tryggingargjaldið hækkaði í sumar úr 5,37 prósentum í 7 prósent. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins skilar eins prósents hækkun á grunntekjuskatti 7,1 milljarði króna í ríkiskassann. Sveitarfélögin eru stór launagreiðandi og mun launakostnaður þeirra aukast um 750 milljónir króna, fái þau ekki undanþágu. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfirði þýddi hækkunin í sumar 100 milljóna króna útgjaldaaukningu fyrir sveitarfélagið. - kóp
Eignarhaldsfélagið Farice hefur samið við bandaríska fyrirtækið Tyco Telecommunications um að hanna, framleiða og leggja hinn svokallaða DANICE-ljósleiðarasæstreng frá Íslandi til Danmerkur. Fram kemur í tilkynningu frá Farice að verkinu eigi að vera lokið í lok þessa árs en með nýja sæstrengnum á að auka sambandsöryggi við útlönd verulega. Þá á stengurinn að flytja fjarskiptaumferð netþjónabúa sem áformað er að reisa hér á landi. Sæstrengurinn, sem er 2250 kílómetra langur, verður lagður frá Landeyjum til Blåbjerg á vesturströnd Danmerkur. Haft er eftir framkvæmdastjóra Farice, Guðmundi Gunnarssyni, að áætlanir séu um að reka báða sæstrengina, FARICE og DANICE, í eins konar hringkerfi. Auk þeirra tveggja tengir CANTAT-3 sæstrengurinn Ísland við útlönd en hann er nokkuð kominn til ára sinna. Í DANICE-sæstrengnum verða fjögur ljósleiðapör, sem hvert um sig getur flutt 1280 gígabit á sekúndu og því er mesta afkastageta sæstrengsins rúmlega 5000 gígabit á sekúndu. Til samanburðar má nefna að afkastageta FARICE-1 sæstrengsins er 720 gígabit á sekúndu. Fram kemur í tilkynningunni að Tyco Telecommunications sé leiðandi fyrirtæki á sviði ljósleiðarasæstrengja og hefur lagt yfir 80 sæstrengskerfi víða um heim á síðustu 50 árum. Höfuðstöðvar og verksmiðjur Tyco eru í New Jersey og New Hampshire í Bandaríkjunum. Farice ehf. fer með 80 prósent hlut Íslendinga í Farice hf., sem á og rekur FARICE-1 sæstrenginn, en Færeyingar eiga 20 prósent í þeim sæstreng. Hluthafar í Farice ehf. eru íslenska ríkið, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Skipti og Og fjarskipti.
Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. Hluti nefndarinnar fór öðru sinni í Borgarnes í gær til að yfirfara kjörgögn í Norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir að þá hafi komið í ljós nokkur frávik til viðbótar við þau sem áður höfðu komið fram vegna endurtalningar í kjördæminu. „Frávikin sem við sáum voru ekki veigamikil en þau voru nokkur. Það virtist vera að þarna hefðu einhverjir atkvæðaseðlar ratað í ranga bunka,“ segir Birgir. Ekki þó þannig að það skipti máli varðandi heildarniðurstöðuna en orðið til þess að nefndarfólk fór nákvæmar í gegnum bunkana en til hafi staðið í upphafi ferðar. Má þá ætla að atkvæðin hafi verið talin rétt en lent í vitlausum bunka eða verið talin rangt líka? „Okkur sýnist að þau hafi verið talin rangt en þar munaði ekki miklu. Það var um að ræða tilflutning á einu atkvæði á milli tiltekinna lista og annað á móti og þess háttar. Þannig að þetta var ekki veigamikið.“ Segir Birgir. Nefndarfólk sem fór í Borgarnes í gær gaf hinu nefndarfólkinu skýrslu um ferðina á fundi nefndarinnar í dag. Þá var einnig farið yfir málsatvikalýsingu málsins í heild og athugasemdir sem nefndinni hefur borist við hana. Birgir segir að þær verði skoðaðar nánar um helgina og næsti fundur haldinn á mánudag. Vonadi liggi tillögur fyrir í næstu viku. Kynning á nýjum stjórnarsáttmála veltur á niðurstöðum nefndarinnar og síðan Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna komna langt í textavinnu fyrir nýjan stjórnarsáttmála. „Við höfum sagt að það sé mikilvægt að Alþingi sé í raun og veru búið að taka afstöðu til þeirra mála sem uppi eru í Norðvesturkjördæmi. Þannig að ég held að það sé mikilvægt að það liggi fyrir. Því ríkisstjórn verður ekki mynduð fyrr en niðurstöður kosninga eru algerlega skýrar,“ segir Katrín. Þannig að ef kjörbréfanefnd gerir að lokum tillögu um að staðfesta beri útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi samkvæmt seinni talningu eins og Landskjörstjórn hefur gefið út og Alþingi samþykkir það í atkvæðagreiðslu, gæti ný ríkisstjórn verið kynnt fyrir lok næstu viku. Ef niðurstaða Alþingis verður hins vegar aðfara beri í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi mun kynning á nýrri ríkisstjórn og stjórnarsáttmála dragast fram yfir þá kosningu. En talið er aðhægt yrði aðboða til uppkosningar meðum tíu daga fyrirvara.
Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun í Fræðasetrinu í Sandgerði í dag. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Sandgerðisbær. Undirbúningur og framkvæmdir hafa staðið yfir í um það bil eitt ár. Sjúkdómar eru mikið vandamál í fiskeldi á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Árið 2009 tók Landssamband fiskeldisstöðva saman ítarlega skýrslu um stöðu fiskeldis á Íslandi. Þar var ályktað að rannsóknir á sjúkdómum og vörnum gegn þeim væri eitt allra brýnasta verkefnið í framtíðaruppbyggingu fiskeldis á Íslandi. Í tilkynningu frá Keldum og Sandgerðisbæ segir að það sé mikið gleðiefni að loks sé komin góð aðstaða til smittilrauna með fisk. Skortur á henni hefur komið í veg fyrir að hægt sé að sinna brýnum verkefnum á þessu sviði. Í hinu nýja rannsóknarrými er unnt að vinna að tveimur óháðum rannsóknum í senn. Í rýminu eru 23 ker 170 til 1000 lítra. Hægt er að stilla bæði hita (0 - 20°C) og seltu (0-34‰) eldisvatnsins. Tvö rannsóknaverkefni, undir stjórn vísindamanna á Keldum, verða sett af stað næstu daga. Innlendum og erlendum vísindamönnum gefst nú kostur á að stunda rannsóknir í hinni nýju aðstöðu, og nýta hina fjölbreyttu aðstöðu sem í húsnæðinu er en þar eru fyrir Botndýrarannsóknastöðin, Náttúrustofa Reykjaness og Háskólasetur Suðurnesja. Fjöldi doktors- og meistararitgerða hafa verið skrifaðar eftir rannsóknavinnu þessara stofnana. Fjölmargir aðilar hafa komið að fjármögnun verksins; Menntamálaráðuneytið, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landssamband fiskeldisstöðva, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Fræðasetrið í Sandgerði og Sandgerðisbær. Auk þessa lagði Íslandsbleikja á Stað í Grindavík til fóðrara.
Fjar-partý, fjar-hátíðir og ýmis konar fjar-skemmtun hefur færst í aukana í þessari þriðju bylgju COVID. Skemmtanakraftar og verkefnisstjóri hjá Luxor segja að þau finni mikið fyrir því. Bæði hafi tækninni fleytt fram og að fólk sé frekar tilbúið að taka þátt í slíkum skemmtunum nú en í fyrstu bylgju faraldursins. Margrét Erla segir að þrátt fyrir að mikið sé að gera sé ástandið langt frá því að vera eðlilegt. Yfirleitt væri hún uppbókuð fram í apríl á þessum tíma. Fréttablaðið/Ernir Kenndi burlesque á Zoom Margrét Erla Maack, skemmtikraftur og danskennari, segir í samtali við Fréttablaðið að hún finni sannarlega fyrir því að eitthvað sé að lifna við í skemmtanabransanum en segir fólk þó enn vera pínulítið á tánum. „Það að það fari aðeins að glæðast hefur svo góð áhrif á geðheilsuna. Ég var alveg komin niður í kjallara,“ segir Margrét Erla. „Í fyrstu bylgju sagði fólk „Já, við skulum bíða þetta af okkur“ en núna er annað upp á teningnum. Það er annar veruleiki og maður finnur það. Í fyrstu bylgju var fólk alveg til í að fara í hýði. Það var sá tími árs og fólk beið hvort eð er eftir vorinu. En núna er fólk ekki þar. Það veit að jólaboðið fer kannski ekki fram eins og vanalega, en að það er hægt að gera eitthvað annað í staðinn,“ segir Margrét Erla. Hún segir að fjarfundabúnaður hafi tekið mikið stökk frá því í fyrsti bylgju sem einnig geri henni auðveldar fyrir. „Það sem mér finnst svo gaman er að fólk er farið að pæla í annarri nautn sem getur fylgt. Ég hef sem dæmi „hóstað“ pöbbkvissi með jólabjórs-smökkun. Þá fékk fólkið bara bjórinn sendan heim. Einu sinni var fólk með ostakörfu sem það fékk frá vinunni. Svo auðvitað núna, í fyrsta skipti, hægt að fá eitthvað annað en pizzu senda heim, þannig veitingastaðir eru farnir að spá í því hvað þau geta boðið upp á sem er fínt þegar það er komið heim til fólks og það spilar líka saman,“ segir Margrét Erla. Hún segir að hún sé mjög þakklát að fá loks fleiri verkefni en segir samt að staðan sé langt frá því að vera eins og hún vanalega er. „Venjulega á þessum tíma árs eru allar mína helgar uppbókaðar út apríl en það er ekkert þannig núna. Mig langar að túlka það jákvætt. Að það sé vegna þess að fólk sé að bíða, það vilji ekki ákveða að halda fjar-árshátíð, því það vilji halda alvöru árshátíð,“ segir Margrét. Hún segir að þótt hún sakni þess að vinna mikið þá sé hún auðvitað mjög fylgjandi þeim ráðstöfunum sem settar hafa verið á. „Ég vil alls ekki vera á árshátíðinni þar sem kom upp hópsýking,“ segir hún. En þessi fjar-partý og -hátíðir eru skemmtilegar því fólk er saman þrátt fyrir að vera í sitthvoru lagi heima hjá sér? „Já, og það er svo margt í boði. Ég var um helgina að kenna burlesque dans í gæsapartý á Zoom um helgina. Partýið var allt á Zoom og ég var í raun bara gestur þar og það var svo rosalega skemmtilegt,“ segir Margrét Erla. Sjá einnig Auknar vinsældir fjar-hátíða: Ekki hægt að „bíða og fresta“ lengur Heimilið orðið að stúdíó en fer til mömmu og pabba á kvöldin Hún segir að hana langi að skoða meiri möguleika þessu tengt. Hún segir frá því að hún sé búin að breyta heimili sínu í allsherjar stúdíó en þar sem hún eigi þrettán mánaða gamalt barn þá fari hún á kvöldin oft til foreldra sinna sem búa nálægt. „Ég fer í Kramhúsið að taka upp dans en mamma og pabbi eru með stóra stofu þar sem er hægt að stilla upp og oft sitja þau út úr mynd og hlæja að bröndunum mínum. Það er mikil stemning að hafa einhverja áhorfendur,“ segir Margrét Erla og hlær. Hún segist vera jákvæð fyrir næstu mánuðum og segir svo gott að finna í þessu árferði að maður er manns gaman alltaf. „Það er það sem að fólk hlakkar langmest til að gera. Að fara út og sjá fólk sem þú hefur ekki séð áður og gera bara ekkert sérstakt. Að vera í samfélagi er það sem fólk hlakkar til,“ segir Margrét Erla. Hún segir að þótt að fjar-viðburðirnir séu kærkomnir þá stefni ekki í að hún upplifi „feitan desember“ eins og áður. „En við lifum af. Skemmtikraftar eru rottur og kakkalakkar. Við lifum alltaf af. Frá hirðfíflatímum höfum við alltaf lifað af,“ segir Margrét Erla og hlær. Hún segir að svo megi ekki gleyma því að skemmtanabransinn sé sá bransi sem mun að miklu leyti koma atvinnulífinu aftur af stað. „Um leið og það má mun fólk ráða fólk í vinnu, leigja hljóðkerfi, sal og kaupa mat. Kaupa sér loks nýjan kjól sem það hefur kannski ekki gert á meðan COVID stóð. Það má ekki gleyma þessu. Við erum ekki að væla, en við vitum hvers virði þetta er,“ segir Margrét Erla að lokum. Óli Valur segir að það sé mikil stemning fyrir fjar-viðburðum núna. Mynd/Þröstur Reynisson Mikill rússíbani í COVID-19 Óli Valur Þrastarson, verkefnisstjóri hjá Luxor, segir að miðað við að það sé heimsfaraldur hafi verið mikið að gera hjá þeim, en að hann finni fyrir því að fjar-viðburðir séu að koma sterkt inn núna. „Þetta er búið að vera rosa rússíbani. Þetta tímabil. Við höfum verið miklu heppnari en margir aðrir. Það hefur verið mikið að gera. Eða svona miðað við að það er heimsfaraldur. En svo finnur maður alltaf að það eru hertar aðgerðir að það snarfellur allt saman aftur,“ segir Óli Valur. Hann segir að það sé í raun enginn viðburður búinn að vera frá því í mars en að þeir hafi verið í innsetningum, sjónvarpsviðburðum og upptökum á kvikmyndum. „Það hefur því ekki verið alveg glatað. En, það hrundu niður viðburðir í mars og þá var tilhneiging til þess að ætla að fresta, en núna er fólk að sjá að fólk vill skemmta sér og fólk er miklu meira tilbúið að kýla á „digital-viðburði“. Maður finnur það alveg að fólk vill ekki fresta lengur, heldur fara af stað,“ segir Óli Valur. Hann segir að það sé búið að reyna að finna leiðir til að gera slíka viðburði persónulegri en að sitja fyrir framan sjónvarpið. „Það eru samskipti og þér finnst þú vera að taka þátt í einhverjum viðburði sem er gerður fyrir þig,“ segir Óli Valur. Hann segir að það hafi orðið mikil sprengja í búnaði líka en að það kannski ekki fyrr en núna sem þau hafi þurft að kafa ofan í þessi málefni. „Þó þetta sé alls staðar núna þá er samt erfitt að hitta á leiðina sem passar akkúrat fyrir þína hugmynd. Það eru alveg 20 til 30 öpp en það er aldrei eitt sem alveg neglir þetta. Það er mikið af ráðstefnu-öppum sem er kannski ekki alveg sniðið fyrir þetta,“ segir Óli Valur. Hann segir að sem dæmi á ráðstefnu þá taki fólk þátt í kosningum í appi. Það sé frekar „dannað“ og fólk sé ekki mikið að grípa fram í fyrir hvoru öðru. „Það er aðeins meira „loose“ í kringum þessa viðburði og partý-faktorinn þarf að fá meira rými. Ekki þannig að fólk fari yfir strikið, en fólk þarf að fá að vera meira óheflað og það þarf að vera pláss fyrir djókið og að biðja um óskalög og kommenta á það sem er að gerast í viðburðinum án þess að þurfa að svara alltaf í kosningum,“ segir Óli Valur. Hann segir að slíkur „platform“ sé mjög fínn í pöbb-kvissi og öðrum spurningaviðburðum en það nýtist ekki eins vel í partíi. Hægt að skemmta sér án þess að opna á smitleiðir Óli Valur segir að Luxor sé í góðri stöðu í dag. Það hafi verið átak að halda fyrirtækinu á floti en að það séu margir, hundruð jafnvel, í þessum bransa sem hafi misst vinnuna og hafi ekki haft neitt að gera í átta mánuði. „Það er eins og það sé rosalega mikið að kvikna og fyrirtækin að opna augun fyrir því að það er alveg hægt að gera fjar-viðburði. Það er búið að vera að borga í starfsmannafélögin og fólk í allskonar takmörkunum í sinni vinnu líka, en það er samt mikill vilji held ég að gera eitthvað fyrir starfsfólkið og lyfta andanum í fyrirtækjunum upp. Það er hægt að gera það svona án þess að opna á einhverjar smitleiðir. Þetta er eitthvað og rúmlega það. Þetta er „proper“ viðburður og skemmtun. Það er örugglega ekkert hægt að upplifa þetta aftur, en það er mjög spennandi og skemmtilegt að taka þátt í þessu,“ segir Óli Valur. „Samfélagið okkar snýst alltaf um að við erum í einhverjum hópum og fyrir ofboðslega marga er vinnustaðurinn sá hópur og með þessu er hægt að búa til einhverjar umgjörð um vinnustaðina þar sem fólk þekkist vel innbyrðis og getur haft gaman saman,“ segir Óli Valur að lokum. Síminn hefur ekki stoppað hjá Evu Ruza. Mynd/Ernir Eyjólfsson Sprenging á síðustu vikum Eva Ruza, skemmtikraftur, athafnakona og blómaskreytingakona, segir að það sé vægt til orða tekið að það sé aukning á viðburðum í gegnum fjar-búnað. „Það hefur verið sprenging núna á síðustu vikum. Síminn hefur ekki stoppað, stanslausar fyrirspurnir og það var eins og fyrirtæki hafi allt í einu fattað að allar árshátíðir og skemmtanir sem áttu að vera fyrr á árinu, og hafði verið frestað fram á haust, voru ekkert að fara að gerast,“ segir Eva Ruza í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að nú liggi á að finna lausnir og leiðir til að skemmta almenningi sem hefur haft mikið fyrir því að breyta vinnu sinni, vinnutíma og álagi. „Mér líður í raun eins og við höfum öll bara strappað á okkur armkútum og hoppað ofan í djúpu laugina, því við erum svo sannarlega öll að fikra okkur áfram með þetta allt. Ég hafði til dæmi aldrei skemmt rafrænt áður, og fyrir fyrstu skemmtunina sem var af þeim toga í maí var ég alveg með í maganum og gat varla borðað fyrir. En svo undirbjó ég mig þannig að ég væri að fara af stað með lítinn sjónvarpsþátt- sem ég er svo sem ekki óvön, og stökk í þetta. Og þetta bara var ógeðslega gaman,“ segir Eva Ruza. „Ömmu og afa móment“ í beinni útsendingu Hún segir að þetta virki þannig fyrir sig að fólk situr heima en getur skrifað athugasemdir og sent skilaboð sem berast henni strax. „Það er í raun eins og stofan heima lifni við. Mér finnst allir vera svo asskoti hressir og til í þetta allt. Svo eru sprottnar upp streymisveitur sem sjá til þess að útsendingar séu upp á 10, þó að fyrir minni giggin dugi Zoom, Teams og Facebook fínt,“ segir Eva Ruza og bætir við: „Ég neita því ekki að um daginn þegar við Hjálmar Örn vorum með rafræna skemmtun, þá upplifðum við svona ömmu og afa móment. Við náðum ekki að enda „live“ útsendinguna og vorum á fullu að ræða það okkar á milli hvort við værum „on“ eða „off“. Við vorum með andlitið alveg ofan í tölvunni og ég sver að mér leið eins og við værum 95 ára. Við fengum þónokkuð mörg myndskilaboð send eftir þetta sem ég grenjaði af hlátri yfir,“ segir Eva. Hún segir að fram undan hjá henni sé 700 manna rafræn árshátíð sem hún bíði spennt eftir. „Ég get ekki beðið. Það verður samt gaman að fara upp á svið aftur og fá kitlið beint í æð. En þangað til verður kitlið rafrænt,“ segir Eva að lokum.
Viljum við óbreytt ástand? Ég var að spjalla við nokkra frambjóðendur annarra flokka í gær á meðan ég beið eftir að fara í útsendingu í kosningasjónvarpið í gær. Þar kom fram áhugavert viðhorf hjá XF og XD-þeim finnst ef þjóðin kýs óbreytt ástand-þeas ef niðurstöður verða eins og þess könnun sýnir til dæmis að þjóðin sé að kjósa burt hugmyndina um að hafa faglega ráðna ráðherra. Ég spurði þá af hverju þeir myndu ekki bara spyrja þjóðina frekar en að draga slíka ályktun: svarið var dæmigert að það væri óþarfi. Almenningur er sáttur við að ráðnir voru tveir ráðherrar á faglegum forsendum-ég ætla að vona að fólk skilji að allar lýðræðisumbætur sem við höfum fengið loforð um verða af engu ef við veitum ekki mjög öflugt aðhald innan þings sem utan. Hér ríkir mikill lýðræðishalli vegna yfirþyrmandi ráðherraræðis. Hér er engin svokölluð þrískipting valds. Alþingi afgreiðir í miklum meirihluta ráðherrafrumvörp á meðan þingmannafrumvörp rétt silast yfir 20% þeirra sem afgreidd eru. Hlutskipti stjórnarandstöðu virðist eitthvað svo tilgangslaust ef það er staðreynd að hlutfall frumvarpa þeirra nær ekki einu sinni 1%. Það þarf að skoða betur hvernig þessi þingmannafjöldi nýtist þjóðinni best. Það þarf að tryggja að ráðherrar verði ekki áfram þingmenn. Það þarf að tryggja að þingmenn sitji ekki lengur en í 8 ár á þingi í senn. Sjálfstæðismenn tryggðu það með síðasta gjörning sínum að auðlindir okkar eru EKKI í þjóðareign. Það er okkur hættulegt á tímum sem þessum. Stórfeldur niðurskurður er nú þegar hafinn-hann birtist sem tillögur að því að minka skólasetu barna-í skólanum þar sem 8 ára sonur minn sækir sitt nám verður ekki ráðið aftur í stöður þeirra sem hætta og fólki hefur verið sagt upp. Nú þegar eru bekkirnir allt of stórir-25 börn í bekk og ekki hægt að sinna börnum almennilega sem þurfa sérkennslu. Talað er um að það þurfi að sameina bekki enn frekar. Mikið var þrengt að skólunum í hinu svokallaða góðæri-ég er ekki að sjá hvernig á að vera hægt að skera niður enn frekar í barnaskólunum.
„Skilaboðin frá Íslandi munu klárlega vera þau að þarna verður að stilla til friðar, stjórnvöld verða að axla ábyrgð á því sem þarna hefur gerst og mér sýnist að það verði eingöngu gert með því að boða þar til kosninga,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um stöðuna í Úkraínu. 26 fórust í gær og í nótt og hundruð særðust, um þúsund miðað við tölur stjórnarandstæðinga. „Auðvitað er það þannig að þarna eru stjórnvöld í landinu sem halda um stjórnartaumana,“ segir Gunnar Bragi. „En þegar að þetta er orðið þannig að það eru tugir manna sem hafa látist og hundrað þúsundir búnir að slasast í ríki sem er rétt nánast við hliðina á okkur þá er það óhugnanlegt og þetta minnir á, því miður, gamla tíð sem var kannski fyrir tuttugu og fimm þrjátíu árum í Mið-Evrópu sem við viljum ekki að endurtaki sig.“ Gunnar Bragi var ásamt ráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Kænugarði í desember þar sem fundað var með stjórnarandstöðunni. „Þar var farið yfir svona stöðuna þar og hvaða væntingar þeir höfðu. En einhvern veginn fann maður svona á andrúmsloftinu að það var ekki líklegt að þetta yrði friðvænlegt næstu vikur eða mánuði og það er því miður að koma í ljós núna. Það er ljóst að þjóðir heims þurfa að bregðast við með því að senda skýr skilaboð til ráðamanna í Úkraínu um að við þetta verði ekki unað og þeir verði að koma á friði með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnarandstaðan, sem er veik fyrir, leiði það heldur þurfa stjórnvöld sem búa yfir tækjum og tólum og ráða að leiða slíka vinnu.“
Forsætisráðherra telur eðlilegt að ný ríkisstjórn íhugi að breyta valdahlutföllum í bankaráðum en mótmæli því að verið sé að bola fólki í burtu. Breytingarnar séu í skoðun en ekkert hafi enn verið ákveðið. Þetta var svar ráðherra við fyrirspurn Geirs H. Haarde á Alþingi. Geir H. Haarde, alþingismaður, tók til máls við upphaf þingfundar í dag í fyrsta skipti sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Geir, sem verið hefur ráðherra samfleytt í meira en áratug, sagði breyttan svip á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, væri farinn að tala vel um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, sæti stilltur og prúður í sæti sínu. En þetta var ekki erindi þingmannsins í ræðustól heldur til að spyrja forsætisráðherra um breytt valdahlutfall í bankaráðum. Geir H. Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Á að láta bankaráðin, sérstaklega formenn bankaráðanna, fara úr núverandi störfum, á að bola þeim út, eins og búið er að bola út tveimur ráðuneytisstjórum í stjórnarráðinu, eins og búið er að gera gagnvart og verið er að reyna að gera gagnvart bankastjórum Seðlabankans, eins og búið er að gera gagnvart stjórn Lánasjóðsins og gagnvart greinilega fleirum hér í kerfinu? Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra: Og það er bara eðlilegt þegar breytt er um ríkisstjórn sem að hefur í forgang að hafa hér eðlilegan hátt á í stjórnsýslunni að það séu auglýstar stöður og svo framvegis og það verði gert. Og varðandi bankaráðin þá hefur það vissulega komið til skoðunar en engin ákvörðun verið tekin enn.
Hvaða kostum þarf slík aðferð að vera búin? Með öðrum orðum, það er ekki hægt að yfirgefa orðræðuna sem lagt er upp með. Eru staðreyndir til? Er staðreyndin tekin upp á hnakkadrambinu, skoðuð og borin saman við fullyrðingu og svo metið hvort fullyrðingin vísar til hennar eða ekki? Höfum við kannski einhverja aðferð sem við teljum svo trausta og svo óumdeilanlega að augljóslega geti hún skorið úr um hvort fullyrðingin vísar til staðreyndar eða ekki, hvort hún er sönn eða ósönn? Með öðrum orðum þá er fullyrðing sönn ef til er staðreynd sem hún lýsir. En það er einmitt hér sem málið fer fyrst að vandast fyrir alvöru. Þær breytast, verða til og hverfa. Er hann skeggjaður ef hann hefur ekki rakað sig í nokkra daga? Hvað með setningu eins og „Páll er góður“ eða „Páll á að stunda vinnu sína af samviskusemi“? Hver er Páll? Á endanum má spyrja: Hvað er unnið með aðgreiningu staðreynda og fullyrðinga um þær, hvað eru staðreyndir annað en það sem er haft fyrir satt, það sem dugar í samskiptum við umhverfið? En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. En með því að sjálfar staðreyndirnar eru orðræðubundnar er hætt við að hin hlutlausa veruleikagátt reynist líka þrengri en nokkurt nálarauga. Er hann skeggjaður ef hann svarar spurningunni um hvort svo sé játandi þegar ég hringi í hann og spyr? Hvernig grefst ég fyrir um það? Er hann skeggjaður ef hann var það fyrir viku? Á sama hátt má spyrja um vitið í því að greina staðreyndir afdráttarlaust frá verðmætum. Vandinn er að ókleift virðist að gera grein fyrir staðreyndinni bak við fullyrðinguna öðruvísi en með fullyrðingu. Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. Þetta er augljóslega fáránleg hugmynd, en það er hægara sagt en gert að láta sér detta eitthvað skárra í hug til að lýsa þessu. En það er eitthvað bogið við þetta. Þá er listin að eiga við veruleikann sú að láta táknin sem við beitum, orðin sem við notum, vísa til staðreynda frekar en staðleysa. Tilveran væri öðruvísi en hún er ef samband fullyrðinga og staðreynda væri alltaf svona einfalt. Er Páll skeggjaður? Staðreyndir virðast nauðsynlegar eigi hlutlæg tök á veruleikanum að vera möguleg. Verðmætin eru huglæg, staðreyndirnar hlutlægar. Auðvitað eru þær til en þær eru byggingarefni orðræðunnar frekar en hins eina sanna veruleika. Kannski mundi nú einhver vilja mótmæla og segja sem svo: Já en aðalatriðið er að gera greinarmun á staðreyndum og verðmætum, að geta lýst aðgangi okkar að veruleikanum eins og hann er óháð mati okkar, gildum og tilfinningum og þennan greinarmun getum við gert jafnvel þó að við getum á endanum ekki skilið staðreyndiirnar frá orðræðunni sem lýsir þeim. Sumir heimspekingar hafa freistast til að segja að þær séu strangt tekið merkingarlausar því að þær lýsa einmitt ekki staðreyndum en hafa frekar það hlutverk að láta í ljós ósk eða mat. Stöldrum nú við: það er augljóslega hægt að gera greinarmun á staðreyndum annarsvegar og verðmætum eða gildum hinsvegar. Fullyrðingar geta á sama hátt verið sannar í krafti merkingar sinnar eingöngu. Er hægt að halda því fram að eitthvað sé til sem ekki er staðreynd? Fullyrðing er sett saman úr táknum og sannleiksgildi hennar ræðst þá af því hvort hún vísar eða vísar ekki til staðreynda. Við skulum segja að staðreyndir komi fram í táknum sem vísa til þeirra. „2 plús 2 eru 4“ er sönn setning þótt himinn og jörð farist, en Páll þarf ekki að gera annað en munda rakvélina til að gera fullyrðinguna um skegg hans ósanna. Þannig lýsa setningar sem tjá gildismat og boð verðmætum en ekki staðreyndum. Væri þá ekki lífið sjálft á endanum merkingarlaust? Erum við þá ekki búin að leysa málið: Heimurinn er settur saman úr staðreyndum en svo leggjum við verðmætin til. Fullyrðingin „Páll er skeggjaður“ er sönn ef og aðeins ef Páll er skeggjaður. Hvar eru staðreyndirnar sem þessar fullyrðingar vísa til? Hvaða aðferð beitum við til að komast að því hvort fullyrðing lýsir staðreynd eða ekki? En á sama tíma virðist sú hugmynd að merking orðræðunnar ráðist af hlutlægum staðreyndum setja okkur þrengri skorður en hægt er með góðu móti að sætta sig við. Við getum spurt þessa hvort sem um er að ræða staðreynd af því tagi sem leiðir af merkingu fullyrðingar eða staðreynd sem fullyrðingin vísar til. Við notum þær. Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir? Þó að hversdagslegar staðreyndir séu hlutlausar og að því er virðist óháðar hverju því sem um þær mætti segja, þá er hver tilraun til að svara spurningu sem felur í sér val milli mismunandi kosta háð áhuga og gildismati. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær?
Kjaradeila Bandalags háskólamanna og ríkisins er komin í algjöran hnút eftir nærri átta vikna verkfallsaðgerðir BHM. Samninganefnd ríkisins dró tilboð sitt til baka á fundi í Karphúsinu í dag. Formaður samninganefndar BHM segir starfsfólk ríkisins stórlega misboðið. Samninganefndir BHM og ríkisins hittust á fundi í Karphúsinu í morgun. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM: Ríkið dró þeirra fyrra tilboð til baka og komu með nýtt tilboð ef tilboð skyldi kalla. Þar sem að allar launabreytingartölur höfðu verið teknar í burtu og settu x í staðinn. Þeir eru í raun og veru ekki að bjóða neitt því að það að bjóða eitthvað er að bjóða eitthvað ákveðið en ekki eitthvað óvíst. Þannig að við erum í raun og veru komin með þetta alveg á byrjunarreit aftur. Páll segir ríkissáttasemjara hafa slitið fundinum eftir að samninganefnd ríkisins dró tilboðið til baka. Óvíst er hvenær boðað verður til nýs fundar. Félagsmenn BHM eru margir óþreyjufullir eftir nærri 8 vikna verkfall og hafa nokkrir félagsmenn þegar sagt upp störfum. Þannig hafa Landspítalanum borist 5 uppsagnir frá geislafræðingum samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Páll Halldórsson: Ég bara vona að ríkið sjái fljótlega að sér vegna þess að það ástand sem er uppi, það gengur ekki og menn verða að athuga það að starfsmenn ríkisins, þeim er stórlega misboðið. Og ef að ríkið ætlar sér að hafa fólk í vinnu til frambúðar þá verðum við að umgangast starfsfólkið af meiri virðingu en þessi framkoma sýnir. Lillý Valgerður Pétursdóttir: Það er ekki bara slæm staðan hjá BHM og ríkinu heldur líka hjúkrunarfræðingum. Þar hefur enginn fundur verið boðaður þrátt fyrir að verkfall hafi staðið í tæpa tvo sólarhringa. Hins vegar miðar nokkuð áfram á almenna vinnumarkaðnum. Hér í Karphúsinu er búið að kaupa rjóma sem gæti verið fyrirboði um það að það væri stutt í vöfflubakstur. Rjóminn dugar til 3. júní þannig það er spurning hvort þið náið að semja fyrir þann tíma? Hver er staðan Ólafía? Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR: Staðan er nú að mínu mati bara þokkaleg. Við erum búin að keyra hér ansi mörg mál í dag, flest allar bókanir. Það er svona ein bókun sem við erum velta fyrir okkur ennþá. En ég bind svona bara vonir við það að við getum haldið bara áfram hér í kvöld og séð svo hvernig framhaldið verður. Lillý Valgerður: Fundað fram á nótt. Semjið þið í nótt? Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Það verður að koma í ljós. Auðvitað er þetta aldrei búið fyrr en það er búið en viðræður hafa gengið vel og hefur verið ágætis gangur í málum núna bæði í dag og í gær. Þannig að við erum alveg hóflega bjartsýn að við séum að sjá fyrir endann á þessu. Lillý Valgerður: Þú ert sammála því? Þú sérð fyrir endanum á þessu? Ólafía B. Rafnsdóttir: Já, að sjálfsögðu kemur einhvern tímann endir á þessu en það sem að er náttúrulega hjá okkur er þannig að ég þarf að kalla saman stjórnar trúnaðarráð til fundar og fara yfir stöðuna með þeim áður en það verður undirritað þannig að það er óvíst að það gerist, að við náum því öllu í kvöld, sko. Lillý Valgerður: En það gæti þá hugsanlega tekist á næstu dögum? Þorsteinn Víglundsson: Já, já. Ég held að við séum annað hvort að tala um í dag eða á morgun sem það ætti að klárast eftir því, en eins og ég segi, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Lillý Valgerður: Þið fenguð kynningu á hugmyndum ríkisstjórnarinnar sem að snúa að þessari deilu. Hvernig leyst ykkur á það? Ólafía B. Rafnsdóttir: Við höfum nú ekki fengið það endanlega inn í hús en það eru ýmsir þættir þar sem eru áhugaverðir en sumir eru eitthvað sem okkur hugnast ekki en við erum ekki komin með neinar niðurstöður frá þeim. Lillý Valgerður: Takk kærlega fyrir þetta bæði tvö. Við skiptum aftur yfir í Skaftahlíðina.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er nýjasti atvinnumaður Íslands en hann skrifaði í dag undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Sandnes Ulf. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Hannes Þór er 29 ára gamall og hefur tvisvar sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlinum með KR á síðustu þremur tímabilum. Hann hefur verið fastamaður í marki íslenska landsliðsins síðan að Lars Lagerbäck tók við. „Við erum mjög ánægðir með að fá svona öflugan leikmann til okkar. Við höfum fylgst vel með íslenska markaðnum og Hannes æfði líka með okkur í október," sagði Tom Rune Espedal, framkvæmdastjóri Sandnes Ulf. „Við erum að fá til okkar reyndan markvörð sem hefur spilað með toppliði á Íslandi og er kominn með alþjóðlega reynslu. Þegar ég sá hann fékk ég það strax á tilfinninguna að hann væri sigurvegari," sagði Espedal. „Hannes hélt íslenska landsliðinu inn í umspilsleikjunum á móti Króatíu og varði oft frábærlega í leikjunum,. Hann er stór og sterkur markvörður sem er góður í stóru leikjunum. Hann er líka mjög einbeittur og ábyrgur markvörður," sagði Espedal. „Þetta eru stór félagsskipti fyrir félag eins og Sandnes Ulf og sýnir að félagið ætlar sér stærri hluti í næstu framtíð," sagði Espedal en Sandnes Ulf var nýliði í norsku úrvalsdeildinni í sumar og hélt sér uppi. Sandnes Ulf verður því áfram Íslendingalið en Steinþór Freyr Þorsteinsson hætti hjá liðinu eftir tímabilið. Með liðinu spilar hinsvegar Steven Lennon sem gerði garðinn frægan hjá Fram í nokkur ár.
Ljósmyndasýning Svavars Jónatanssonar verður opnuð Skaftafelli í dag. Myndirnar eru unnar úr myndbandsverki sem hann lauk við í fyrra. Svavar Jónatansson ljósmyndari hefur síðan 2007 ferðast reglulega með flutningabílum og rútum um landið og tekið myndir út um hliðarrúðuna á nokkurra sekúndna fresti. Hann hefur komið sér upp myndabanka sem í eru um 200 þúsund myndir. Í fyrra kom út verkið Innland/Útland-Ísland, myndbandsverk sem samanstóð af 40 þúsund ljósmyndum og frumsaminni tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar. Svavar heldur tvær sýningar með sérunnu efni frá svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs. Sú fyrri opnar í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli í dag. „Upphaflega ætlaði ég að ferðast um landið á mótorhjóli og taka stakar myndir hér og þar,“ segir Svavar um verkefnið. „En síðan þróaðist hugmyndin út í það að fá far með flutningabílum og rútum og taka myndir á nokkurra sekúndna fresti.“ Svavari telst til að hann hafi farið fjóra heila hringi í kringum landið, auk ótal styttri skottúra. Hið mikla magn mynda sem hann hefur tekið býður upp á nær óteljandi möguleika til úrvinnslu, til dæmis að afmarka sýningar við ákveðin svæði og stækka ákveðnar myndir. „Ég komst að því að ég átti fleiri en eina mynd frá sumum stöðum sem voru teknar frá svo til nákvæmlega sama sjónarhorni. Í kjölfarið fór ég að leita skipulega og hef fundið slíkar myndir frá um hundrað ólíkum stöðum. Í fyrstu réð tilviljun því að ég náði fleiri en einni mynd af sama stað en með árunum eru ákveðnir staðir sem ég þekki úr grunninum sem ég mynda alltaf þegar ég fer fram hjá þeim; það er næstum eins og ég sé með þá forritaða í hausnum. Ég held ég eigi til dæmis um fimmtán myndir af Svínafellsjökli.“ Gífurleg vinna fór í að vinna úr og skipulegga myndagrunninn, en Svavar segir umfangið aldrei hafa dregið úr honum móð. „Þvert á móti, þessi hugmynd hefur haldið mér hugföngnum frá því hún byrjaði að gerjast 2007 og kveikt enn meira í mér eftir því sem á líður frekar en hitt.“ Sýning Svavars frá Snæfellsjökulsþjóðgarði opnar á Hellnum 22. júní næstkomandi. Spurður um framhaldið segist Svavar ætla að halda áfram að safna myndum í sarpinn og bæta við nýjum landshlutum. „Svo væri auðvitað frábært að fara út fyrir landsteinana og vinna með annars konar landslag.“ Sýningin í Skaftafelli er í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og styrkt af Vinum Vatnajökuls. Sýningin á Snæfellsnesi er í samstarfi við Snæfellsjökulsþjóðgarð og styrkt af Menningarráði Vesturlands. Báðar sýningarnar standa fram á haust. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á inlandoutland.combergsteinn@frettabladid.is
„Þetta eru svolítið öðruvísi jóganámskeið en þau hafa slegið í gegn hjá þessum stelpum sem fá að vera þarna á sínum eigin forsendum og upplifa að þær séu flottar og heilar eins og þær eru,“ segirÁsta Bárðardóttirjógakennari sem að stýrir krakka-og unglinganámskeiðum í jóga í sumar. „Það er svo mikið áreiti alls staðar og þessar stúlkur eru að koma í inn í umhverfi þar sem þeim líður augljóslega vel. Þær læra einbeitingu, öndun og allar grunnstöður í jóga og svo elska þær að fara í slökun.“ Ásta er menntuð sem grunnskólakennari og jógakennari og er að gera jóga að fullu starfi hjá Jóga jörð á Höfðabakka 9. Í sumar stýrir hún jóganámskeiðum fyrir 7-10 ára og 10-13 ára börn milli hálf eitt og fjögur frá mánudegi til föstudags í Ártúnsskóla í júní og ágúst og félagsmiðstöð Árbæjar í júlí mánuði. Námskeiðin eru í viku í senn og kennt er jóga í einn og hálfan tíma á dag ásamt því að farið er í leiki. „Við leggjum áherslu á hópefli í gegnum leiki og stundum klæða þær sig upp í búninga og búa til indverska dansa. Þetta er vettvangur þar sem þær fá algjörlega að njóta sín, stunda jóga, búa til Origami föndur, baka pönnukökur, fara á trúnó eða hvað annað sem sprettur upp“ segir Ásta. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á facebook síðunni Krakkajóga-Unglingajógaeða á jogajord.is.
Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir umboð Rio Tinto Alcan á Íslandi til samninga við starfsmenn álversins í Straumsvík markist af yfirlýsingu móðurfélagsins um launafrystingu hjá öllum starfsmönnum. Enn einn árangurslaus fundur var haldinn í deilunni í morgun. Fundurinn átti að hefjast klukkan tíu en honum seinkaði um rúman hálftíma þar sem fulltrúar starfsmanna áttu fyrst fund með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Þar var óánægju lýst með að ASÍ hafði ekki frestað undirritun SALEK-samkomulagsins í gær til að sýna starfsmönnum stuðning í kjaradeilu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þetta gagnrýnt nokkuð harðlega. Gylfi hafi svarað því til að slíkt hefði sett aðra kjarasamninga sem búið var að gera í uppnám. Fundurinn hófst svo laust fyrir klukkan ellefu, stóð í fimmtán mínútur og var árangurslaus. Forsvarsmenn starfsmanna vildu ekki veita viðtal að loknum fundi en sögðu að skilaboðin hefðu verið þau að ekkert væri í boði, fyrri tilboð giltu ekki lengur og nú væru viðræðurnar á byrjunarreit. Þeir ráða nú ráðum sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að á fundinum hafi verið farið yfir stöðuna sem upp er komin eftir yfirlýsingu Rio Tinto Alcan um að engar launahækkanir yrðu hjá fyrirtækinu á þessu ári aðrar en þær sem samið hefði verið um. Tilboð sem lögð voru fram fyrir áramót séu nú fallin úr gildi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Við eigum eftir að sjá með hvaða hætti hægt er þá að útfæra það inn í okkar samningsumhverfi hér. Hallgrímur Indriðason: En eruð þið ekki að nota, notfæra ykkur þessa yfirlýsingu frá Rio Tinto Alcan til þess að bara hlaupast undan því að semja við starfsmenn? Þorsteinn Víglundsson: Nei alls ekki. Það hefur verið mjög ríkur samningsvilji af hálfu fyrirtækisins hér allan tímann, en auðvitað er það á endanum eigandinn sem að veitir þá það umboð sem að veitt er til samninga og það markar okkur þann ramma sem við höfum til að vinna með. Þorsteinn segir að koma verði í ljós hvernig málin verði útfærð miðað við það samningsumboð sem fyrir hendi er. Þorsteinn Víglundsson: Það er bara ótímabært sé að segja til um hvernig það nákvæmlega verður. Hallgrímur: En er þá ekki ljóst að þetta samningsumboð það þýðir að þið hafið ekkert umboð til að semja um nokkrar einustu launahækkanir? Þorsteinn Víglundsson: Ja ég held að samningsumboðið hafi verið útskýrt ágætlega í þessari yfirlýsingu, en hérna, og það eru viðbrögð við erfiðum rekstrarskilyrðum fyrirtækisins.
Óvíst er um fjárveitingu til kaupa á nýjum krabbameinslyfjum. Læknir konu með sjaldgæft krabbamein tjáði henni að ekki væri til fjármagn til að kaupa ný lyf. Heilbrigðisráðherra segir málið í skoðun. Sigurlaug Ragnarsdóttir greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins árið 2014. Hún hefur farið í tvær stórar skurðaðgerðir í Bandaríkjunum auk lyfjameðferðar. „Og nú er verið að velta fyrir sér hvert framhaldið verður, hvort ég fer út í þriðju aðgerðina eða hvort það verða reynd önnur lyf áður en af því verður,“ segir Sigurlaug. Linda Þórðardóttir, dóttir Sigurlaugar, greindi frá því á Facebook í gær að mæðgurnar hefðu fengið þau skilaboð frá krabbameinslækni Sigurlaugar að ekki væri til fjárveiting fyrir nýjum krabbameinslyfjum á þessu ári. „Það var náttúrulega erfitt að heyra, því að það eru, mamma er ekki eini krabbameinssjúklingurinn, það eru ótrúlega margir sem greinast með krabbamein og eru að ganga í gegnum þennan erfiða sjúkdóm. Þannig að við vorum bara svolítið sjokkeraðar og maður fann það alveg á krabbameinslækninum að þetta var rosalega erfitt fyrir hann að segja, hann var reiður og leiður í bland og þolinmæðin brostin hjá honum,“ segir Linda. Linda segir ósanngjarnt að fólk sem glímir við erfiðan sjúkdóm fái hugsanlega ekki þau lyf sem það þarf. „Að fólk sem stendur í að berjast við þennan erfiða sjúkdóm sé að berjast fyrir því líka að fá bestu meðferð eða bestu lyfin.“ Linda bendir á að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi frá 2013 og fram í mars 2016 hafa átta verið tekin í notkun hér á landi. Norðmenn hafi á sama tíma tekið þrefalt fleiri í notkun, eða 24. „Ef við ætlum að bera okkur saman við Norðurlöndin eins og þeir vilja gera, þegar kemur að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu þá er þetta ekki boðlegt,“ segir hún. „Það er líka búið að vera svo mikil þróun í þessum lyfjum á síðustu árum og við erum bara mjög aftarlega komin hvað varðar þessi nýju lyf. Þessi nýju lyf eru ekkert svo ný, þau eru búin að vera í notkun á Norðurlöndunum og annars staðar og þau virka. Og trúi því að þessir læknar væru ekki að biðja um fjárveitingu fyrir þessi lyf nema virkilega þeir þyrftu á þeim að halda fyrir sína skjólstæðinga.“ „Þetta er bara ömurleg staða og algjör óvissa, sem er bara mjög erfitt,“ segir Sigurlaug. „Fólk hefur bara ekki tíma til að bíða það er bara þannig því að þetta er mjög grasserandi sjúkdómur, sérstaklega í ungu fólki, þá gerist þetta mjög hratt. Þetta er bara ömurleg staða og henni verður bara að breyta.“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra gat ekki veitt viðtal vegna málsins, en tjáir sig í færslu á Facebook. Hann segir málið til athugunar.