source
stringlengths
710
1.19M
Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og er nú ótvírætt að skapast skilyrði til bensínlækkunar hér á landi. Ótti olíufélaganna við neikvæða umræðu í desember virðist hafa valdið verðstöðvun í meira en mánuð. Góðar veðurhorfur á þeim landssvæðum þar sem mest er notað af olíu til húshitunar benda auk þess til þess að að hún kunni enn að lækka. Ekkert bólar þó á bensínlækkun hér á landi þótt FÍB og fleiri hafi fyrir nokkru talið vera komið svigrúm til að minnsta kosti tveggja krónu lækkunar. Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að eitthvað mjög óvenjulegt hefur verið á seiði hjá olíufélögunum frá því seint í nóvember því ekkert þeirra hækkaði bensínverð í desember þótt það ryki um tíma upp úr öllu valdi á heimsmarkaði og að félögin hafi breytt verði sínu 88 sinnum eftir heimsmarkaðsverði á fyrstu ellefu mánuðum ársins sem er oftar en nokkru sinni fyrr. Hvort það hafði einhver áhrif á þessa verðstöðvun í desember að í mánuðinum var óvenju mikið fjallað um samráðsmál stóru olíufélaganna þriggja skal ósagt látið, en það hefur verið stefna Atlantsolíu að verða aldrei fyrst til hækkunar. Það virðist því sem félögin hafi tekið á sig talsverðan hlut hækkunar á heimsmarkaðsverði í desember. Staða krónu gagnvart dollar er nú alveg álíka og áður en verðstöðvunin hófst og heimsmarkaðsverðið er orðið heldur lægra en þá þannig að nú má raunverulega fara að vænta benslínlækkunar.
En núna ... er ég að hlusta á Jarvis Cocker. Sami smekkur á gleraugum og jakkafötum, þeas, að vera í jakkafötum sem eru 4 númerum of lítil ... Og þegar maðu réttir út hönd, þá togast jakkaermin upp á olnboga. Það og hár ofan í augu er retrorokk .... Ég er endurunninn ... Dottinn í ... Johnny Cash og algjöra eymd ... Sérstaklega eftir að hafa lesið kommentin frá Heklu og Kamillu. Lífið sökkar. Klúður ... sem ég get ekki lagfært. Það fór í verra. Held samt að enginn komist að því. --- Þegar ég vaknaði í morgun hugsaði ég tvennt: Djöfull er gott að ég á ekki kærustu. Hafði dreymt eina gamla og var með hroll yfir því hvað hún hafði verið afskiptarsöm í draumnum. Næstum jafn afskiptarsöm og í alvörunni. Úff, ætlar afskiptarsemi sumra aldrei að taka enda? Mun hún skipta sér af mér þegar ég verð rotnandi í freðinni gröf? Og um leið hugsaði ég: ég hef ekki farið á deit síðan í fjandanum hvenær? Þegar ég var að deita litla lögfræðinginn á síðasta ári !!! Jahérna. Ég er ekki að standa mig í kvennamálunum. Á jú netunnustu og stórvinkonu en það er eitthvað svo allt, allt annað. Þarf að pæla í þessu ... Þema Er að pæla í að hafa helgar þema á þessu bloggi, tileinkað sjálfum mér og mínum brostnu draumum. Næstu bloggfærslur munu því heita: Þegar ég var næstum nóbelsskáld. Þegar ég var barfluga. Þegar ég var popp íkon. Þegar ég varð pabbi. Þegar Morgunblaðið bað mig um að hætta að skrifa. Og þegar ég hætti að skrifa. Held að svona þema haldi mér kátum um helgina. Nema ég fari bara á massa fyllirí og vakni upp í í Rússneskum togara á ballarhafi? Það væri efni í aðra bloggfærslu-þegar ég var þræll Rússa í Smugunni!
Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ 18. ágúst 2016
Búið er að landa um 200 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni sem hófst fyrir rúmum mánuði, eða rúmum þriðjungi af heildarkvóta íslenskra skipa. Nýtt loðnuskip bætist í flotann á morgun, þegar Síldarvinnslan fær það afhent frá Noregi. Loðnan á Íslandsmiðum hefur veiðst á þremur svæðum að undanförnu, nálægt Grímsey, við Langanes og útaf Berufirði. - Sjómenn bera sig vel, þótt það hafi verið bræla og spáin sé slæm. Hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum eru komin 45 þúsund tonn á land. Páll Scheving Ingvarsson verksmiðjustjóri segir að veiðin hafi gengið ágætlega þrátt fyrir slæm veðurskilyrði í janúar. Stærstur hluti loðnunnar hefur farið í bræðslu. Einnig hefuir nokkuð verið fryst að undanförnu. Páll segir að loðnan sé í fínu standi en sé að horast örlítið. Hún gengur á næstu vikum suður og vestur með landinu. Þegar loðnan fer upp á grunnið segir Páll að mest verði um að vera í Eyjum, það er þegar hrognatakan hefst. Nýtt loðnuskip til landsins Nýtt loðnuskip bætist í íslenska flotann á morgun, þegar Síldarvinnslan í Neskaupstað tekur við 11 ára gömlu skipi sem keypt var frá Noregi. Það ber 1.840 tonn og fer væntanlega til veiða á fimmtudaginn. Síldarvinnslan verður þá með 3 skip á veiðum - til að ná í tæplega 90 þúsund tonna kvóta. Ísfélagið er með 5 skip og um 110 þúsund tonna kvóta. Þar á bæ ætla menn sér að ná honum öllum, segir verksmiðjustjórinn.
Á nýjum vef er hægt að sjá á einum stað það leiguhúsnæði sem er í boði. Notendur fá áminningar um heppilegar leigueiningar. Fyrir þá sem hyggjast fara út á leigumarkaðinn á Íslandi hefur oft reynst nokkuð erfitt að átta sig á hvar best sé að leita að húsnæði til leigu. Forritaranum Ásgeiri Gunnarssyni fannst vanta einhvern einn stað til að fá allar upplýsingarnar svo hann bjó hann til. Leiguland.is safnar því saman upplýsingum um hvað er í boði af 12 helstu leiguvefjum landsins. Ekkert gjald er tekið af notkun Leigulands, en hann vonast eftir að stóru leigufélögin muni hafa áhuga á verkefninu. „Það er frítt að nota vefinn, en auðvitað geta legið verðmæti í þessum gögnum sem ég hef verið að safna saman síðan í febrúar. Fyrir félög með kannski nokkur hundruð íbúðir í útleigu eins og stóru leigufélögin, þá gætu þau mögulega nýtt sér þessar upplýsingar til að komast að því hvert markaðurinn sé að fara og hvar mesta eftirspurnin sé á að fá leiguhúsnæði,“ segir Ásgeir. „Gögnin núna sýna að mikið framboð er á leigueiningum til útleigu í póstnúmeri 101. Ég er með 916 leigueignir skráðar núna, þar af eru rúmlega 33% einstaklingsherbergi, en í heildina hafa um 5.700 eignir verið skráðar einhvern tímann á vefinn.“ Munar litlu fyrir stúdenta Önnur ástæða fyrir því að Ásgeir ákvað að setja upp vefsíðuna var að hann hefur verið að leita fyrir sér að verkefnum í tölvuforritun, en auk þess hefur hann tekið að sér stundakennslu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Mig langaði í starf hjá Origo og vantaði svona portfólíusíðu til að vísa í hvað ég hefði gert, en svo hef ég sjálfur líka lent í því hversu erfitt það getur verið að finna leiguhúsnæði hérna á Íslandi,“ segir Ásgeir. „Ég er líka með yfirlit yfir stúdentaíbúðir, en ekki sams konar upplýsingar um framboð og á almenna markaðnum. Hins vegar er hægt að sjá að það eru til um 85 mismunandi gerðir íbúða, það er eftir stærð, hvort þær henti fyrir einstaklinga, pör eða fjölskyldur, staðsetningar og verð. Það er merkilegt að það er ekkert gríðarlega stór munur á leiguverðinu í þeim og á einkamarkaðnum. Til að fara inn á stúdentavefinn er farið neðst á síðuna en fyrir þær sem og almennar íbúðir er hægt að fletta bæði eftir verði og öðrum atriðum.“ Ásgeir segir vefinn einfaldan í notkun en hægt er að sjá yfirlit yfir allar eignirnar án þess að skrá sig sérstaklega inn. Til að hafa samband við leigusalann þarf þó innskráningu. „Þegar fólk hefur skráð sig inn getur það merkt hvar það sé helst að leita eftir húsnæði, hámarksverð, stærð og gerð, og þá fær það sjálfkrafa skilaboð um það sem býðst innan þeirra marka. Gögnin uppfærast daglega, en síðan er einnig hægt að skoða hraðvirkt kort sem sýnir allar helstu leigueignir sem í boði eru á landinu,“ segir Ásgeir. „Ég hafði rekist á það að oft vantaði upplýsingar inn á auglýsingar sem buðu íbúðir til leigu og þess vegna fannst mér mikilvægt að hægt væri að sjá strax hvað sé innifalið í leiguverðinu, og þá hvort borga þurfi hússjóð, hita, rafmagn, internet og annað slíkt aukalega. Síðan hefur fengið góð viðbrögð strax frá upphafi og á fyrstu vikunni komu inn 500 notendur, en nú eru þeir um 1.200.“
Ríflega 113 milljóna króna afgangur varð af rekstri Fjölbrautaskóla Vesturlands á síðasta ári og liðlega 80 milljóna króna afgangur árið þar á undan. En tölurnar segja ekki allt. Kennarar við skólann eru sagðir langt á eftir öðrum framhaldsskólakennurum í launum. Stjórnir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum segja erfitt ástand hafa skapast við skólann. Þær vilja að Mennta- og menningarmálaráðuneytið flýti ákvörðun um ráðningu skólameistara og geri ráðstafanir til þess að kjör starfsfólks verði leiðrétt og því tryggð sambærileg laun og í öðrum framhaldsskólum. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir í samtali við fréttastofu að kennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands hafi að meðaltali 60 þúsund krónum lægri grunnlaun á mánuði en kennarar í öðrum skólum. Tæplega 150 þúsund króna munur sé á heildarlaunum. Þetta megi rekja til stofnanasamnings skólans við félaga í Kennarasambandi Íslands. Stjórnir fyrrnefndra félaga segjast viljugar til samstarfs við menntamálayfirvöld um lausn þessara mála. Þær fara þess á leit að tryggt verði í komandi kjaraviðræðum að tilvik eins og þetta geti ekki átt sér stað. Guðjón segir að það þurfi að leiðrétta launin. Uppsafnað tap starfsfólks við skólann sé orðið gríðarlega mikið, hann hafi miklar áhyggjur af málinu. Þetta hafi áhrif á gæði skólastarfs og þess vegna sameinist Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum um fyrrgreinda yfirlýsingu.
Landbúnaðarráðherra óskaði Íslendingum til hamingju með pulsuna og svo sporðrenndu Kringlugestir lengstu pulsu í heimi. Sótt verður um skráningu á henni í heimsmetabók Guinnes, sem er 50 ára um þessar mundir. Fyrra heimsmetið var 10,5 metri og var sett í Suður-Afríku í fyrrahaust. SS og Myllan gerðu í dag tilraun til að slá metið og búa til lengstu pylsu í brauði í heimi, með öllu að sjálfsögðu. Spennan var í hámarki þegar pylsan var mæld. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra: Ég staðfesti hér með að fyrir framan ykkur lengstu lengsta pulsa heimsins. Hún er 11 metrar og 90 sentímetrar. Til hamingju. Metið fer væntanlega í heimsmetabók Guinnes eftir að það hefur verið staðfest samkvæmt ströngustu reglum. Og það var margt um manninn í Kringlunni í dag til að fylgjast með því þegar metið var sett, enda stendur pylsan hjartanu nærri eins og landbúnaðarráðherra sagði. Guðni Ágústsson: Og ég ætla að segja ykkur frá því að þegar við sem erum á miðjum aldri vorum ung og vorum að aka hér rúntinn á drossíunni okkar og er við náðum fallegri stelpu upp í bílinn, þá var það besta sem við gátum gert fyrir hana það var að fara á Bæjarins bestu, fá eina með öllu, eina pulsu með öllu og Sinalcoflösku. Og ekki þarf að hafa áhyggjur af næringu íslenskrar æsku meðan hún hefur pylsuna. Guðni Ágústsson: Og ég heiti á ykkur krakkar að borða mikið af pulsum svo þið verðið stór og sterk. Það er ekki til betri skyndibiti úr svona góðu hráefni. Og meira að segja Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, ég var með honum þegar ég fór hingað, hann öfundaði mig því hann sagði að besti skyndibiti sem hann smakkaði væri pulsan. Þannig að ég óska ykkur innilega til hamingju með þessa pulsu.
NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal mun gefa út bók um miðjan mánuðinn sem á vafalítið eftir að vekja mikla athygli. Bókin heitir: "Shaq Uncut: My Story". Þegar er byrjað að birta safaríka hluta af bókinni í auglýsingarskyni og í einum þeirra tjáir Shaq sig um deiluna við Kobe Bryant en þeir voru ekki miklir félagar er þeir spiluðu saman með Lakers. Við skulum grípa aðeins niður í bókina þar sem Shaq tjáir sig um samskiptin við Kobe. "Ég er að fara á taugum þar sem ég er ekki búinn að fá nýjan samning en Kobe er að fara á taugum þar sem hann gæti verið á leið í fangelsi. Við tökum það út á hvor öðrum. Fyrir tímabilið árið 2003 erum við kallaðir á fund. Varaðir við því að rífast opinberlega. Ef við hættum því ekki verðum við sektaðir. Phil var kominn með nóg af því rétt eins og Karl Malone og Gary Payton. "Hvað gerist beint í kjölfarið? Jú, Kobe hleypur til Jim Gray og gefur honum viðtal þar sem hann lætur mig heyra það. Hann sagði að ég væri feitur og ekki í neinu formi. Þess utan sagði hann að ég væri að mjólka támeiðslin mín svo ég gæti hvílt mig meira. Hann sagði að meiðslin væru ekki einu sinni alvarleg. (Einmitt, þau enduðu bara ferilinn minn). "Ég er við það að springa er ég horfi á viðtalið. Það voru aðeins nokkrir klukkutímar síðan við lofuðum að hætta þessu. Hann braut vopnahléð og ég sagði strákunum í liðinu að ég ætlaði að drepa hann." Svo mörg voru þau orð en bókin kemur út 15. nóvember.
Í gær hlustaði ég á viðtal í Bítinu á Bylgjunniþar sem rætt var við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um það ófremdar ástand sem ríkir meðal dómara í Hæstarétti Íslands sem voru stórtækir í viðskiptum með hlutabréf í bönkunum fyrir hrun og hafa svo dæmt í málum sem tengjast hruninu þar sem þeir eru augljóslega bullandi vanhæfir. Við fjölskyldan höfum fengið að kynnast þessum brandara sem Hæstiréttur Íslands er. Það trúir því enginn sem ekki fær að reyna það sjálfur hvernig vinnubrögðin eru hjá þessari æðstu stofnun Íslands. Alþingismenn þora ekki í þennan slag og fullyrða að þeir hafi ekkert með málið að gera og innanríkisráðherra lætur eins og þetta komi honum bara alls ekki við. Það virðist ekki vera nokkur maður hér á landi sem hefur með þessi mál að gera nema fjárfestirinn Markús sjálfur og það virðist enginn geta svo mikið sem talað við manninn því hann er á svo háum stalli að hann virðist ósnertanlegur. Af hverju þarf Markús ekki að koma í viðtal í fjölmiðlum eins og aðrir til að svara fyrir þessi alvarlegu brot sín í starfi? Ráðamenn þjóðarinnar horfa upp á saklaust fólk fara í fangelsi án þess að aðhafast nokkuð. Dómarnir eru fullkomlega órökstuddir, það sem sannar sakleysi er látið hverfa með ósvífnum hætti eða hvergi tekið til greina. Hátt settir dómarar koma fram opinberlega og segjast einfaldlega dæma eftir stemningu hverju sinni bullandi vanhæfir í þokkabót. Verjendur þessa saklausa fólks sem fær þunga fangelsisdóma eru gapandi yfir niðurstöðunum en hafa engin úrræði til að gera athugasemdir og telja sig ekki vera í stöðu til að gagnrýna dómana af ótta við að fyrirgera frama sínum í stéttinni. Það var vel skiljanleg hugmynd í upphafi að það væri góð lausn á vandamálinu að láta þá sem voru hátt settir í bönkunum bera alla ábyrgð á afleiðingum alheims fjármálakrísunnar, miklu betri hugmynd en að láta Seðlabankamenn, ráðherra eða alþinginsmenn bera hana....en að Hæstiréttur Íslands skuli spila með í því rugli alla leið er algjörlega út í hött og eitthvað sem ég átti alls ekki von á að myndi ganga eftir. Spillingin, mannvonskan og óheiðarleikinn í öllu kerfinu er miklu meiri en fólk getur ímyndað sér í sínum trylltustu draumum. Ég trúi því ekki að Guðni Th. Forseti Íslands vilji hafa þetta svona í sínu ríki, honum er annt um mannréttindi og því hlýtur hann að gera eitthvað í málinu. Haltu áfram Jón Steinar þó enginn segi neitt, dropinn hlýtur að hola steininn. Höfundur er tveggja barna móðir og kona manns og föðurs sem situr saklaus í fangelsi.
Vitað er um fjögur kynferðisbrot það sem af er Verslunarmannahelgi. Tvö kynferðisbrotamál komu til neyðarmóttöku Landspítalans í nótt líkt og í fyrrinótt. Þrjú þeirra hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á þjóðhátíð í Eyjum í nótt. Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis tók á móti tveimur í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að þau kynferðisbrotamál hafi verið á höfuðborgarsvæðinu en samtals hafi þrenn brot verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjögur kynferðisbrotamál hafa hins vegar komið inn á borð neyðarmóttökunnar um helgina og ekki vitað hvar það fjórða átti sér stað. Ekki er vitað um tilkynningar um kynferðisbrot til lögregluumdæma annars staðar á landinu. Í Vestmannaeyjum var spurningu ekki svarað en þar er, eins og kunnugt er, stefna lögreglustjórans að segja ekki fjölmiðlum um helgina frá því hvort kynferðisbrotamál hafi komið þar upp eða ekki. Þrjú til fjögur líkamsárásarmál komu upp í Vestmannaeyjum í nótt. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn þar segir að tveir hafi verið fluttir á sjúkrahús, annar nefbrotinn, og síðan á spítala í Reykjavik til frekari skoðunar. Tveir hafi gist fangageymslu vegna árásanna. Lögreglan í Eyjum hefur skráð hjá sér nítján fíkniefnamál um helgina. Í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi var mestur erill á Flúðum í nótt, flest tengd vímuefnanotkun. Þar voru nokkrar líkamsárásir. Einn gistir fangageymslu á Selfossi. Einn var fluttur á sjúkrahús á Akureyri í nótt vegna ofneyslu fíkniefna, tveir gistu fangageymslur á Akureyri en alls skráði lögreglan á Norðurlandi eystra 25 verkefni í nótt. Svolítill erill var í Neskaupstað en lögreglan þar lætur annars vel af nóttinni. Hvorki náðist í lögregluna á Ísafirði né í Borgarnesi fyrir klukkan tólf.
Við sjáum yfirleitt fyrir okkur fornleifafræðinga á haus niðri í einhverjum rústum. Það er sumarmyndin. En hvað gera þeir yfir veturinn? Dr. Bjarni F. Einarsson á Fornleifafræðistofunni svarar fyrir sína parta. "Allir gripir sem við tökum upp úr jörðinni á sumrin þarfnast frágangs yfir veturinn. Það verður að forverja, pakka niður, lýsa og ljósmynda. Svo þarf að skrifa og teikna. Í það fer veturinn. Hreinteikna allar teikningar, setja þær saman, skýra þær og túlka. Skrifa skýrslur og setja viðfangsefnið í samhengi við svipaða staði hér heima eða erlendis. Ganga frá skýrslum til verkkaupa eða til þeirra sjóða sem styrkja verkefnin og svo til Fornleifaverndar ríkisins. Gripir og önnur gögn lenda að lokum hjá Þjóðminjasafni Íslands en mitt næsta yfirvald er Fornleifaverndin. Ég sem sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur á eigin stofu vinn líka við umhverfismat. Allar meiri háttar framkvæmdir þurfa að fara í slíkt mat því alltaf geta einhverjar fornleifar verið í hættu og þjóðminjalögin eru það sterk að þau vernda þær. Við leggjum mat á minja- og varðveislugildi og síðan er það Fornleifaverndin sem ákvarðar framhaldið. Það getur verið allt frá lítilli rannsókn til gríðarlegrar rannsóknar og við fornleifafræðingar tökum þær náttúrlega að okkur þegar niðurstaða liggur fyrir." Þá vitum við það en hvað skyldi Bjarni vera að fást við spennandi þessa dagana? "Ég er með ýmis verkefni sem tengjast uppgrefti mínum á Kirkjubæjarklaustri og einnig er ég að undirbúa birtingu stórrar greinar í erlendu tímariti. Hún er um Hólm í Nesjum og hefur legið alltof lengi í láginni. Akkúrat núna er ég að vinna að gerð tilboðs í einhvern stærsta uppgröft sem hefur farið í almennt útboð á Íslandi en það eru minjarnar uppi við Kárahnjúka sem kallaðar hafa verið Reykjasel. Ef maður fengi það verkefni væri það bara draumur í dós því það er ótrúlega spennandi!"
Veiðunum flýtt vegna hugsanlegra El Nino áhrifa. Ansjósukvótinn fyrir fyrra veiðitímabil ársins í Perú hefur verið ákveðinn um 2,5 milljónir tonna. Þetta er um 23% aukning frá síðasta ári en samt er kvótinn minni en á sama tímabili árin 2012 og 2011, að því er kemur fram á vefnum undercurrentnews.com. Kvótinn á fyrra veiðitímabili á síðasta ári var rétt rúmar 2 milljónir tonna sem var 34% samdráttur frá árinu 2012. Þess má geta að á fyrra veiðitímabili 2011 var kvótinn um 3,7 milljónir tonna. Heildarkvóti ansjósu í Perú árið 2011 var tæp 6,2 milljónir tonna. Hann var kominn niður í 3,6 milljónir árið 2012 en jókst í 4,4 milljónir árið 2013. Óvíst er hver heildarkvótinn verður í ár. Veiðitímabil á ansjósu í Perú eru tvö og hefst seinna tímabilið vanalega í nóvember og stendur fram í janúar. Kvóti er gefinn út sérstaklega fyrir hvort tímabil. Gríðarlegur niðurskurður á seinna veiðitímabilinu 2012 varð síðan sérstaklega erfiður fyrir fiskimjölsiðnaðinn í Perú. Framleiðslan dróst verulega saman og heildartap greinarinnar var um 87 milljónir dollara (um 9,7 milljarðar ISK). Skiptar skoðanir eru meðal vísindamanna hvort og hve mikil áhrif veðurfyrirbærið El Nino muni hafa á ansjósuveiðar Perúmanna í ár. Sumir þeirra óttast að El Nino valdi mikilum skaða en aðrir tala um að litlar líkur séu á því. Hvað sem því líður vilja stjórnvöld í Perú hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa heimilað að veiðar á fyrra tímabili hefjist strax 23. apríl en ekki um miðjan maí eins og venjulega. Er það gert vegna hugsanlegra áhrifa frá El Nino.
Norski bankinn DNB fær ákúrur frá norska fjármálaeftirlitinu og er gagnrýndur fyrir eftirlitsleysi með viðskiptum við sex félög tengd Samherja. Bankinn var í morgun sektaður um 400 milljónir norskra króna, sex milljarða íslenskra króna, fyrir slælegt eftirlit með peningaþvætti. Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til mikilla tilslakana þótt allir sem greindust með kórónuveiruna síðustu daga hafi verið í sóttkví. Fjöldi fólks verði skimaður í dag. Mikill gangur er í bólusetningum og er stefnt á að bólusetja 25 þúsund manns í þessari viku. Leikskólastarfsfólk og flugfreyjur eru meðal þeirra sem fá sprautu í vikunni. Þá verður haldið áfram að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta verður því næststærsta bólusetningarvikan á eftir síðustu viku. Líklegt er að hættusvæðið næst gígnum í Geldingadölum verða stækkað í dag. Háir gosstrókar koma enn úr gígnum, með tilheyrandi gjóskufalli. Fjórir eru í haldi eftir að þýska lögreglan upprætti stóran barnaníðsvef á djúpnetinu. Yfir fjögur hundruð þúsund manns skiptust þar á myndefni. Landlæknisembættinu hefur verið falið að meta hvort Landspítalinn geti uppfyllt kröfur um rannsókn leghálssýna. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort sýnin verða áfram send til Danmerkur eða rannsökuð á Landspítalanum. Formaður Landssambands smábátaeigenda sér fram á að útgefinn kvóti til strandveiða klárist áður en veiðitímabilinu lýkur í haust. Strandveiðar hófust um land allt í morgun. Aðeins fjögur lið af tólf skoruðu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta sem lauk í gærkvöldi.
Í Danmörku verður ekki hægt að full rannsaka þau 2.000 leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verði því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar voru 2.000 sýni sem þegar hefðu verið tekin, send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sínum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaðir í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni full rannsökuð þar. Um 1.000 af eldri sýnunum hafa nú þegar verið send á rannsóknarstofuna en er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofa notar lítil sýnaglös sem sjást hér en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin. Stóru glösin, passa ekki í rannsóknartæki stofunnar og skoðun á þessum sínum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. Kristján Oddsson: fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslunni í Hamraborg: Það er ekki hægt að full rannsaka þær vegna þess að það sem er gert núna. Þau eru bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna, þær þurfi þá að koma aftur eftir þrjá mánuði frá því að sýni var tekið til þess að það sé hægt að fullrannsakaða það. Nokkur hluti kvennanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyrir konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu og vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa; ókeypis sýnatöku. Kristján Oddsson: Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hér heima, Landspítala hefði getað HPV mælt þessi sýni hér heima og það hefði verið hægt að nýta frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, hefði verið vilji til þess og klára þetta dæmi hjá Krabbameinsfélaginu. Mér finnst það eiginlega alveg óskiljanlegt afhverju það hafi ekki verið gert og það hefði verið skilið svona við.
Rúmlega sex milljóna króna dagsektir höfðu engin áhrif í þá átt að eigendur húss við Baldursgötu bættu úr ömurlegu ástandi hússins sem orðið er að mannlausu hreysi. Húsið hefur staðið autt í ríflega áratug og eru nágrannar orðnir langþreyttir á ástandinu. Hún er orðin nokkuð löng og sorgleg saga þessa 80 ára gamla húss við Baldursgötu 32. Þetta er eitt af nokkrum yfirgefnu húsum í miðborginni sem eru orðin að hreysi eftir framkvæmdagleði góðærisins. Hér átti að byggja nýtt en ekkert varð úr framkvæmdunum. Húsið hefur staðið autt í meira en 10 ár segja nágrannarnir sem hafa fyrir löngu misst þolinmæðina. Sigurður Jóhannsson, íbúi við Þórsgötu: Þetta er bara hræðilegt vegna þess að í fyrsta lagi að þetta er óþrif af þessu, þetta er bruna eða eldvarnarhætta af þessu. Það eru einu sinni búið að brenna þarna. Ég vil í fyrsta lagi að borgin leysi þessi hús til sín og rífi þau og slétti út lóðina, það er byrjunin á að gera eitthvað í málunum. Húsið var lengi óvarið en nú er neglt fyrir glugga. Á lóð eru bjórdósir, glerbrot og rusl og fyrir brunann var þar útigangsfólk. Í vetur fuku járnplötur af þakinu, sama félag Baldursgata ehf, var skráð eigandi að húsinu við hliðina sem varð mannlaust í fyrra. Að lokum lagði borgin dagsektir á félagið þar til úrbætur yrðu gerðar. Ekkert gerðist og ekkert var greitt, sektirnar fóru yfir sex milljónir króna í fyrra. Íbúarnir hafa skrifað ótal bréf og staðið í samskiptum árum saman við ýmsa borgarstarfsmenn til að eitthvað yrði gert en engin úrræði virtust til. Sigurður Jóhannsson: Það ganga bara bréfin eins og þú hefur séð frá einum til annars. Húsið var selt fyrir síðustu jól. Nýir eigendur hafa sótt um byggingaleyfi og stefna á framkvæmdir sem ekkert bólar á enn.
Rós er blómplanta af ættkvíslinni "Rosa". Rósir hafa verið mönnum yrkisefni um langan aldur, bæði skálda og garðyrkjumanna. Rósin hefur stundum verið kölluð „drottning blómanna”. Ættkvísl rósa er bæði stór og fjölbreytt og litadýrð mikil. Til rósa teljast um 100-200 villitegundir auk fjölmargra kynblendinga sem vaxa villtir. Þá skipta rósayrki þúsundum enda hefur rósin verið ræktuð í um 2000 ár. Uppruni flestra rósa er óljós eftir margra alda kynblöndun. Alþjóðasamband rósafélaga (World Federation of Rose Societies) samþykkti á fundi 1979 að hverfa frá gömlum hugtökum eins og „Hybrid Tea” og „Floribunda” þar sem þau höfðu tapað upphaflegri merkingu sinni vegna mikillar kynblöndunar. Allflestir aðilar, sem koma nærri rósaræktun, viðurkenna þetta kerfi. Flokkun. Rósum er skipt upp í nokkra flokka. Eftirfarandi flokkun tekur mið af því hvar og hvernig rósirnar eru ræktaðar. Síðan eru nefndar tvær heppilegar tegundir til ræktunar á Íslandi í hverjum flokki. Flækju- og klifurrósir: Flækju- og klifurrósum er plantað við grindur, girðingar eða stólpa eða annað þar sem hægt er að binda þær upp. Þeim er skipt upp í tvo undirflokka: Einblómstandi rósir, en þá springa öll blóm út í einni lotu. Lotublómstrandi rósir, en þá myndast blóm í lotum á nýjum sprotum svo lengi sem tíðin leyfir fram á haust. Dæmi um einblómstrandi rósir í þessum flokki sem hægt er að rækta á Íslandi eru: R.‘Polstjärnan’ er með lítil þétt fyllt blóm, hvít og ilmar ekki og getur orðið 3-4 m. R.‘Max Graf’er stór, einföld, ljósrauð og ilmar ekki. Verður 2 m á hæð. Dæmi um lotublómstrandi rósir sem geta vaxið á Íslandi eru: R. ‘Symphatie’ er með mjög stór, fyllt blóm, djúppurpurarauð sem ilma lítið. Verður um 3 m á hæð. R.‘Leverkusen’ er mjög stór, þéttfyllt og sterk ilmandi rós með daufgulum blómum og verður um 3 m á hæð. Stórrunnarósir: Stórrunnarósir mynda háa runna, oftast yfir metra á hæð. Þeim er skipt í tvo undirflokka, einblómstrandi og lotublómstrandi. Einblómstrandi sem hægt er að rækta á Íslandi eru: R.‘Persian Yellow’, stór gul þéttfyllt blóm, ilmar og verður um 1,5 m á hæð. R. ‘Spendens’, stór hálffyllt, djúppurpurarauð, ilmar ekki og verður um 1,4 m á hæð. Lotublómstrandi sem lifa á Íslandi eru R. ‘Hansa’, stór fyllt skærpurpurarauð blóm sem ilma. Verður 1,2 m á hæð. R. rugrosa eða ígulrós er stór einföld, dökkpurpurarauð og ilmar. Hún verður 1,2 m á hæð. Smárunnarósir: Smárunnarósum er plantað saman í þyrpingar eða skrautbeð og eru innan við 3 metra á hæð. Þeim er skipt í tvo undirflokka. Stilkrósir (stórblóma rósir) en þær bera stök blóm eða mjög fá á alllöngum og kraftmiklum stilkum. Klasarósir eða skúfrósir bera mörg blóm á stuttum stilkum í blómmörgum klösum. Þessar smárunnarósir á að vera hægt að rækta á Íslandi: R. ‘Queen Elizabet’, mjög stór, fyllt ljóspurpurarauð blóm, ilmar lítið og getur orðið 0,9 m á hæð. R. ‘Super star’ er með mjög stór, fyllt bleikrauðgul blóm en ilmar lítið. Getur orðið 0,8 m há. Þekju- og dvergrósir: Þekjurósir eru skriðular rósir sem vaxa meira á breiddina en hæðina. Dvergrósir eða pottarósir eru smávaxnar rósir með smágerð lauf og smá blóm. Þeim svipar mikið til klasarósa og henta best í steinhæðir, hlaðin beð eða ker. Stofnrósir eru rósir sem eru græddar á harðan legg harðgerrar rósar sem leggur til undirvöxtinn. Þær eru allar viðkvæmar og mælt er með því að hýsa þær yfir veturinn. Að öðrum kosti er varla hægt að rækta þær. Hægt er að rækta slíkar rósir hér á landi en sem dæmi um það eru: R. ‘Raubritter’, stór hálffyllt ljóspurpurarauð blóm sem ilma lítið. Verður 0,8 m á hæð. R. ‘The Fairy’, smá þéttfyllt og sterkbleik blóm sem ilma lítið. Þessi rós verður aðeins 0,5 m á hæð. Rósarækt á Íslandi. Á Íslandi hefur áhugi fyrir rósum og rósarækt farið vaxandi og nú er starfandi rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands . Garðyrkjustöðvar eru með úrval rósa.
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna verður í ár haldin í fimmta skiptið 16.-17. febrúar í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Hátíðin, sem núna í ár er fyrst orðin sjálfstæð eining, hófst sem áfangi í kvikmyndagerð í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og hefur verið að fullu rekin áfram af nemendum skólans. Nemendur skólans sjá um að kjósa hátíðarstjóra, gera dagskrá hátíðarinnar, finna heiðursgesti, hanna veggsjald og bækling ásamt öðru kynningarstarfi. Núna á þessu ári eru nemendur við kvikmyndahátíðina farnir að nýta sér viðskipta- og hagfræðinemendur til að sinna bókhaldi og markaðsmálum fyrir hátíðina. Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna byrjaði sem pælingar á því hvernig hægt væri að kenna nemendum viðburðastjórnun og hvernig hægt væri að setja upp hátíð sem þessa. Hugmyndin á bak við Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna er byggð á norrænu heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama. Þrír skólar á landinu kenna kvikmyndanám og hafa þeir hingað til allir tekið þátt í keppninni. Þetta eru Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Hátíðin er þó ekki takmörkuð við þessa þrjá skóla og getur hver sem er úr hvaða skóla sem er sent inn sína stuttmynd. Stuttmyndir fyrir hátíðina hafa borist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Menntaskóla Borgarfjarðar. Hátíðin hefur frá upphafi verið fjármögnuð með styrkjum frá hinum ýmsu aðilum en helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Mennta- og menningarmálaráðherra, Kvikmyndamiðstöð Íslands og Landsbankinn. Innan hátíðarinnar er keppt m.a. um besta leik, bestu mynd, bestu tæknilegu útfærslu og áhorfendaverðlaun. Hátíðarstjóri hátíðarinnar í ár er Ísak Óli Borgarsson, aðstoðarhátíðarstjóri hátíðarinnar er Natan Ferrua Edwardsson. Hátíðin verður í ár haldin 16. og 17. febrúar í Bíó Paradís, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Tölva hafði betur gegn hópi húðsjúkdómafræðinga í tilraun vísindamanna til að bæta greiningar og auka hraða þeirra. Sérfræðingar frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi bjuggu til gervigreindarkerfi sem á að geta greint á milli hættulegra áverka og góðkynja. Kerfinu voru sýndar 100 þúsund myndir til þess að læra muninn þar á. Gegn tölvunni var att 58 húðsjúkdómafræðingum frá 17 löndum, og þeim sýndar myndir af illkynja sortuæxlum og góðkynja húðblettum. Tölvan hafði betur gegn flestum fræðinganna, segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem birt var í læknavísindaritinu Annals of Oncology. Húðsjúkdómafræðingar greindu myndirnar rétt í 86,6 prósentum tilfella að meðaltali, en tölvan náði 95 prósentum rétt. Bæði fóru færri illkynja æxli framhjá tölvunni, og greindi færri góðkynja fæðingarbletti sem illkynja æxli. Rétt rúmlega helmingur húðsjúkdómafræðinganna var með yfir fimm ára reynslu, 19 prósent þeirra voru með tveggja til fimm ára reynslu og 29 prósent með innan við tveggja ára reynslu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að fræðingarnir hafi náð betri árangri þegar þeir fengu nánari upplýsingar um sjúklingana og áverka þeirra. Gervigreind gæti hins vegar reynst bæði fljótlegri og nákvæmari við greiningu á sortuæxlum, og þannig flýtt fyrir því að þau verði fjarlægð áður en þau dreifa úr sér. Um 232 þúsund tilfelli sortuæxla greinast í heiminum á hverju ári, og yfir 55 þúsund láta lífið vegna þess árlega.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri fer fram á það við Geir Gunnlaugsson, landlækni að gerði verði öryggisúttekt fyrir þjónustusvæði Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna boðaðra niðurskurðaraðgerða. Óskað er eftir því að gerð verði grein fyrir því hvaða áhrif boðaður niðurskurður kæmi til með að hafa á getu stofnunarinnar til að veita bráðaþjónustu, sem og almenna lækningaþjónustu, fæðingaþjónustu, gegna hlutverki sínu í almannavörnum, kostnaðarauki fyrir notendur þjónustunnar og einnig Landspítalann, sem þyrfti að taka við fleiri sjúklingum. Þá vill Elliði að sjúkrahúsið í Eyjum verði skilgreint sem umdæmissjúkrahús. Bréfið má lesa hér að neðan. Hr. Geir Gunnlaugsson landlæknir Með vísan til boðaðra niðurskurðaaðgerða við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í tengslum við fjárlög fyrir árið 2011 fer Vestmannaeyjabær hér með fram á að að landlæknir láti tafarlaust fara fram öryggisúttekt fyrir þjónustusvæði stofnunarinnar. Óskað er eftir því að fulltrúi Vestmannaeyjabæjar verði þátttakandi í þeirri vinnu. Óskað er eftir því að í úttektinni verði greint hvaða áhrif boðaður niðurskurður kæmi til með að hafa á getu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja til að veita bráðaþjónustu sem og almenna lækningaþjónustu. Greina þarf áhrif fyrir fæðingaþjónustu og hvort – og þá hversu lengi- verðandi mæður þyrftu að flytjast búferlum til að eiga börn sín fjarri heimili sínu. Þá er og óskað eftir því að fram komi kostnaðarauki fyrir bæði notendur þjónustu, sjúkraflug og fyrir rekstur Landspítala ef veita á þjónustu þar. Mikilvægt er einnig að fjallað verði um getu Landspítalans til að taka við þeim mikla fjölda sem beina yrði þangað ef niðurskurður á landsbyggðinni verður að veruleika. Vestmannaeyjabær hefur þá einörðu trú að ekki sé annað verjandi en að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verði skilgreind sem umdæmissjúkrahús skv. 18. gr. laga um heilbrigðisþjónustu enda stofnuninni falið slíkt hlutverk vegna landfræðilegrar sérstöðu. Farið er fram á afstöðu landlæknis til þeirrar afstöðu Vestmannaeyjabæjar. Sérstaka áherslu ber að leggja á rýnivinnu er lítur að breytingum á þeirri viðbragðsgetu er snýr að alvarlegum slysum í Vestmannaeyjum og á aðliggjandi hafsvæði. Þar með er óskað eftir upplýsingum um hvernig það verður tryggt að einstaklingur er verður fyrir slysi fái bestu mögulegu aðhlynningu tafarlaust. Slíkt hið sama á við um bráðaþjónustu eins og hjartaáföll, heilablóðföll, kransæðaköst og önnur alvarleg tilvik. Að lokum er óskað eftir því að sérstaklega verði fjallað um getu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja til að gegna því hlutverki sem henni er ætlað í almannavörnum sveitarfélagsins. Undir það fellur almenn neyðarþjónusta í einangraðri eyjabyggð þar sem stór hluti vinnur við hættulegar og erfiðar aðstæður. Af sjálfsögðu þarf úttektin að miða við þá staðreynd að samgöngur við Vestmannaeyjar liggja niðri rúmlega hálfan sólarhringinn, jafnvel þegar aðstæður eru hinar ákjósanlegustu. Gera þarf ráð fyrir að niðurstöðum verði skilað til Vestmannaeyjabæjar svo fljótt sem verða má. Óskað er eftir staðfestingu á móttöku þessa erindis og upplýsingum um framvindu mála svo fljótt sem verða má.
Tvínefni hafa rutt sér til rúms á ný á síðustu árum. Mun algengara er orðið en áður að fólk finni upp ný og stutt nöfn á börnin sín. Tvínefni voru í tísku á síðari hluta nítjándu aldar eins og nöfnin Kristján Runólfur eða Sigríður Þorbjörg. Á tuttugustu öld dró úr því en undir lok aldarinnar fór sífellt að verða vinsælla hjá ungum foreldrum að skíra stuttum tvínefnum á borð við Örn Þór eða Öldu Sif. Þetta hefur svo þróast enn því núorðið þykir mjög flott að annað nafnið eða bæði hafi mjög lítið verið notuð eða séu alveg ný af nálinni. Baldur Sigurðsson, dósent flokkar þróunina í þrennt. Í fyrsta lagi séu grafin upp forn nöfn eins og nafnið Hrímnir. Í öðru lagi séu ný nöfn búin til úr eldri, eins og nafnið Aðaldís sé dæmi um og í þriðja lagi sé reynt að laga erlend nöfn að íslenskum. Dæmi Esmeralda. Nöfnin á tvíburasystrunum Guðbjörgu Helgu og Margréti Elsu, sem eiga afmæli í dag, eru að nokkru dæmigerð fyrir þróunina. Báðar eru tvínefndar en nöfnin sjálf eru ekki samkvæmt allra nýjustu tískustraumunum. Tilbúin afmælissaga sem gengur í netheimum um nýjustu nafnatískuna er smá víti til varnaðar þeim ungu foreldrum sem eru að hugleiða nöfn á börnin sín. Afmælissagan er svona: "Óskír gekk rösklega með Brandara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða tók á mót þeim. Þarna voru Linda Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Reiður og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar, Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Hlíf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum, hún var orðin allt of sein í afmælið."
Sex af hverju tíu aðildafyrirtækjum Samtaka atvinnulífsins hyggjast ekki leggja í umtalsverðar fjárfestingar eða endurbætur á næsta ári. 30% telja óvíst hvort farið verði í fjárfestingar og einungis 12% ætla í fjárfestingar eða endurbætur á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun samtakanna á fjárfestingaráformum fyrirtækjanna. 8-12% fyrirtækja í sjávarútvegi, iðnaði og verslun áforma fjárfestingar á árinu 2011 en 57-65% ætla ekki að gera svo. „Fjárfestingaáformin eru algengust í ferðaþjónustu þar sem 21% fyrirtækjanna hyggjast ráðast í fjárfestingar en 42% ekki og í fjármálaþjónustu hyggjast 16% fyrirtækjanna ráðast í fjárfestingar,“ segir í frétt á vef SA. Meðal þeirra skýringa sem gefnar voru fyrir ástæðu frekari fjárfestinga voru að tryggja samkeppnishæfni, bæta þjónustu, mæta aukinni eftirspurn, að stöðnun þýði afturför, tækifæri á markaði og góð verkefnastaða. Alls gáfu 63 fyrirtæki skýringar á hvers vegna fyrirtækin ætla í frekari fjárfestingu. 336 fyrirtæki gáfu skýringa á hvers vegna ekki verður farið í umtalsverðar fjárfestingar á næsta ári. Um þriðjungur svarenda nefndi erfitt rekstrarumhverfi og slaka rekstarafkomu sem helstu ástæðuna. Tæplega fjórðungur sagði óvissu í rekstrarumhverfinu ástæðu fyrir að ekki verður ráðist fjárfestingar. „Tæpur fjórðungur rakti skýringuna til óvissu í rekstrarumhverfinu og að viðbættri óvissu í málefnum sjávarútvegs töldu tæp 30% óvissu, sem að miklu leyti má rekja til stefnu stjórnvalda, meginástæðu þess að ekki verður ráðist í fjárfestingar á næsta ári. 8% töldu fjármagnskostnað eða takmarkaðan aðgang að fjármagni vera meginástæðuna, 7% efnahagsstöðu fyrirtækisins og einnig 7% röktu ástæðuna til skatta- eða atvinnustefnu stjórnvalda.“ Frétt SA má lesa hér.
Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63.
Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum. Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“
„Þetta gekk bara vel,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um hvort að landsmenn hafi fylgt fyrirmælum um að ferðast innanhús um páskana. Breytingar á samkomubanni sem kynntar verða í hádeginu verða gerðar í litlum skömmtum í einu. Víðir ræddi páskahelgina Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að það hafi verið ánægjulegt að vakna í morgun eftir stórslysalausa páska. „Það voru engin stórslys og ekkert sem gerðist sem jók álagið á heilbrigðiskerfið. Það var það sem maður var að leitast eftir og auðvitað er maður bara alsæll með það að þetta hafi gengið. Við höfðum verulegar áhyggjur af þessu fyrir páska eins og kom skýrt fram að ef eitthvað myndi ganga á þannig að kerfið myndi fá meira álag sem það má ekki við,“ sagði Víðir. Líkt og kom fram á Vísi um helgina var töluvert af fólki sem lagði leið sína í sumarbústaði um páskana. Sagðist Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar meðal annars vera mjög hneykslaður á öllu því fólki sem hafi ætlað sér að vera í sumarbústöðum í sveitarfélaginu yfir páskana. Var Víðir spurður að því hvort að þessar fregnir hafi valdið honum vonbrigðum. „Nei, maður veit ekki hvað maður á að segja. Maður veit alveg hvernig þetta er í mörgum tilfellum. Fjölskyldan kannski búin að vera saman heima og svo fer fjölskyldan bara saman í bústað og er þar og hittir engann og gerir ekkert öðruvísi en heima þá kannski minnka líkurnar,“ sagði Víðir. Ástæðan fyrir því að fólk hafi verið hvatt til að ferðast innanhús hafi meðal annars verið hættan á því að ferðalög um páskana myndu losa um samkomubannið. Hvort það hafi gerst mun koma í ljós síðar. „Það vitum við svo sem ekki fyrr en eftir 10-14 daga hvort eitthvað hafi gengið á um páskana sem veldur því hvort smitum fjölgi. Við sjáum þá ekki fyrr en um mánaðarmótin,“ sagði Víðir. Ekki allt búið 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag, þar sem meðal annars verða kynnt fyrstu skrefin sem tekin verða í átt að því að afnema yfirstandi samkomubann sem stendur til 4. maí. Það verður gert í litlum skrefum í einu að sögn Víðis. „Við erum ekki að fara að standa 4. maí þannig að allt sé bara búið og við klöppum hverju öðru á bakið og fögnum því að þetta sé búið og við förum að gera eitthvað allt annað. Það er ekki það sem er að fara að gerast,“ sagði Víðir. Líklega verði breytingar á samkomubanninni gerðar með þriggja til fjögurra vikna millibili. „Það er eitt af því fáa sem mér finnst sérfræðingar þessa heims vera sammála um, að þessar afléttingar verði að gerast mjög hægt. Það er mjög skynsamlegt að bíða í þrjár til fjórar vikur til að sjá hver áhrifin af breytingunni verða.“ Þannig munu áhrifin af þeim breytingum á samkomubanninu sem kynntar verða í dag koma í ljós undir lok næsta mánaðar. „Þá geta menn farið að taka ákvörðum um hvað sé óhætt að gera í næstu skrefum.“
Töluverður viðsnúningur hefur orðið á þróun hlutabréfaverðs frá páskum en samkvæmt hálffimmfréttum Kaupþings hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 18 prósent á þeim tíma. Náði vísitalan sínu lægsta gildi í um tvö og hálft ár í kringum páska. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,7 prósent í dag og endaði í 5.393 stigum. Greiningardeild Kaupþings bendir á að viðsnúningur á hlutabréfamarkaði hafi haldist í hendur við mikla styrkingu krónunnar sem hefur styrkst um 7,7 prósent frá páskum. „Hlutabréf og krónan hafa viðleitni til að fylgjast nokkuð að enda ræðst verðlagningin í báðum tilvikum m.a. af horfum fyrir íslenska fjármálamarkaðinn og hagkerfið í heild. Þá er skýringa einnig að leita í hækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem hafa smitast yfir á þann íslenska. Félög sem eru að hluta til í eigu íslenskra fjárfesta og fjármálafyrirtækja hafa rétt úr kútnum og endurspeglar það að einhverju leyti þróunina heima fyrir," segir greiningardeildin. Þá segja Kaupþingsmenn að margir muni horfa til stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í vikunni sem gæti haft töluverð áhrif á gang fjármálamarkaðarins á næstunni. „Styrking krónunnar upp á síðkastið endurspeglar að einhverju leyti væntingar fjárfesta um að Seðlabankinn grípi til aðgerða til að bæta seljanleika á gjaldeyrismarkaði. Greiningardeild hefur áður bent á að vandamál krónunnar sé ekki að stýrivextir séu of lágir heldur skortur á seljanleika á gjaldeyrismarkaði. Því gerir deildin ráð fyrir að Seðlabankinn leggi áherslu á aðgerðir til að bregðast við þeim vanda en haldi stýrivöxtum óbreyttum í 15%."
Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum."
Vinnueftirlitið innsiglaði í gær nokkur skrifstofurými lækna á Landakotsspítala vegna myglu. Óskað var eftir skoðun vegna veikinda starfsmanna og í ljós komu miklar rakaskemmdir sem hugsanlegt er að leynist víðar í húsinu. Undir Landspítala heyra tugir bygginga og undanfarin misseri hefur mygla verið viðvarandi vandamál í mörgum þeirra. Nýjasta dæmið er hér á Landakotsspítala, en húsið var fyrst tekið í notkun árið 1902 og er því 114 ára gamalt. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sáust mikil ummerki um raka á fimmtu hæð Landakotsspítala og í kjölfarið var vinna bönnuð á þremur skrifstofum sem þóttu verst farnar. Læknar hafa starfsaðstöðu á hæðinni, þar á meðal Ólafur Þór Gunnarsson sem fréttamaður rakst á, en hann fluttist út af skrifstofu sinni síðasta vetur vegna leka og fúkka. Illa hefur gengið að komast fyrir vandamálið. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir: Er þungt loft á öllum skrifstofunum hérna uppi. Þær hafa mjög margar sem sagt lent í svona því að þakið hafi lekið eða lekið með gluggum og með því náttúrulega koma svo rakaskemmdir og rakalykt og þess háttar og ég held að flestir hafi já fundið fyrir því í einhverjum mæli. Áður hafa komið upp alvarleg myglutilfelli bæði á göngudeild barna- og unglingageðdeildar í Eirbekki og í aðalbyggingu Landspítalans við Hringbraut, þar sem dæmi voru um alvarleg veikindi lækna vegna myglu. Erfitt getur reynst að sannreyna orsakatengsl myglu og veikinda, en samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ráðist í skoðunina á Landakoti vegna áhyggna starfsfólks. Ólafur Þór Gunnarsson: Menn finna nú flestir að ef maður þarf að vinna hérna stóran hluta dagsins, að þá finna menn svona einkenni svona öndunareinkenni og jafnvel pirring í augum og eitthvað þess háttar. Rakatengdum vandamálum fer fjölgandi í opinberum byggingum, enda eru þær margar farnar að eldast án þess að fullnægjandi viðhaldi sé sinnt. Samkvæmt Vinnueftirlitinu má þó líklega rekja aukna tíðni myglutilfella til vitundarvakningar um heilsufarsvandamál tengd raka.
Í lögum um framhaldsskóla sem sett voru árið 2008 er að finna ákvæði um að öll ungmenni 16-18 ára skuli eiga rétt á að stunda nám við hæfi í framhaldsskóla. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvernig þessi réttur skuli tryggður en það hefur verið sameiginlegt verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskóla landsins að útfæra hann. Þar er forgangsatriði að tryggja öllum nýnemum skólavist og nám við hæfi. Talsverðar umbætur voru gerðar á fyrirkomulagi innritunar í framhaldsskóla vorið 2010 til að ná framangreindum markmiðum en þær voru: 1. Innritun fatlaðra nemenda var flýtt. 2. Forinnritun 10. bekkinga var tekin upp. 3. Skólum í umsókn var fækkað úr fjórum í tvo (fyrsta og annað val). 4. Framhaldsskólum var gert skylt að veita 10. bekkingum sem brautskráðust úr tilteknum grunnskólum forgang að skólavist með því að taka til hliðar a.m.k. 45% plássa fyrir þá nemendur svo fremi sem þeir uppfylltu inntökuskilyrði. 5. Sameiginleg úrvinnsla umsókna þar sem tekið er fullt tillit til vals á skóla tvö fái umsækjandi ekki skólavist í skóla númer eitt. 6. Innritun eldri nemenda var flýtt. Innritun nýnema vorið 2010 gekk í heildina vel. Um 95% umsækjenda fengu skólavist í öðrum þeirra skóla sem þeir völdu og 82% í skólanum sem þeir settu í fyrsta val. Mun greiðlegar gekk að tryggja öllum skólavist en áður en árið 2009 var stór hópur án tilboðs um skólavist allt fram í ágúst. Áberandi var að mun færri nemendur með góðan árangur í grunnskóla voru án skólavistar í lok innritunar vorið 2010 en árið áður. Skiptar skoðanir hafa verið um þá ákvörðun að tryggja nýnemum forgang að framhaldsskólum eftir grunnskólum. Hefur aðferðinni verið lýst sem skipulegri mismunun á aðstöðu eftir búsetu og jafnvel átthagafjötrum. Því hefur verið haldið fram að hún komi í veg fyrir að nemendur fái skólavist á eigin verðleikum. Í umræðunni virðist gleymast að forgangurinn tekur aðeins til hluta nýnema í almennu námi og bóknámi sem skólarnir áforma að veita skólavist og er gert ráð fyrir að miðað verði við 40% plássa í ár. Einnig er horft framhjá því að 30% til yfir 95% nýnema hafa um árabil sótt nám í framhaldsskólum sem teljast í þeirra nágrenni. Meðfylgjandi tafla sýnir hve margir nýnemar fengu skólavist í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu vorið 2010 og hve margir þeirra koma úr forgangsskólum. Um 50% nýnema á höfuðborgarsvæðinu koma úr grunnskólum sem eru forgangsskólar samanborið við um 40% árið 2009, þegar engin slík regla var við lýði. Bóknámsskólarnir fimm í Reykjavík tóku inn 1.154 nýnema í fyrra. Þar af komu 427 úr forgangsskólum sem allir uppfylla inntökuskilyrði skólanna og langflestir hefðu fengið þar skólavist óháð forgangi (voru 330 vorið 2009). Hvað breyttist þá? Ljóst er að stærri hópur nemenda sækir nú framhaldsskóla í nágrenni heimilis en áður, sem hlýtur að teljast sanngjarnt, uppfylli þeir skilyrði til skólavistar og vilji stunda þar nám. Af hverju ætti að vísa þessum nemendum í skóla fjarri heimili og jafnvel sæta óvissu um skólavist vegna smávægilegs munar á einkunnum? Auk þess verður ekki séð að hið nýja fyrirkomulag skerði að neinu marki möguleika nýnema til að komast í skóla utan síns „svæðis", hafi þeir mjög góðan undirbúning til þess að mati skólans. Stóra verkefnið er að tryggja öllum nýnemum skólavist og til þess eigum við góða framhaldsskóla um allt land. Mikilvægast er að það sé gert á forsendum nemendanna sem eru að ljúka sínu skyldunámi. Þar þarf að ráða upplýst val byggt á styrkleikum og veikleikum hvers og eins, áhuga og áformum um framtíðarnám og störf. Mikilvægur þáttur í því er samstarf skóla á grunn- og framhaldsskólastigi. Grunnskólarnir þekkja nemendur sína og framhaldsskólarnir bjóða þá velkomna. Skipuleg tengsl grunn- og framhaldsskóla við innritun nýnema eru liður í því að styrkja þetta nauðsynlega samband. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja ungmennum nám við hæfi í framhaldsskólum. Það er trú mín að það sem hér hefur verið rakið feli í sér framfaraspor í átt að því marki.
C-deildarlið Burton Albion átti erfitt kvöld er liðið heimsótti Englandsmeistara Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Manchester City kom inn í leikinn eftir 7-0 sigur gegn B-deildarliði Rotherham United í enska bikarnum um helgina en Burton Albion vann 4-0 sigur gegn Bristol Rovers í C-deildinni á laugardag. Burton vann Middlesbrough í 8-liða úrslitum keppninnar í desember til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. Manchester City hélt uppteknum hætti frá leiknum um helgina en Belginn Kevin De Bruyne var í byrjunarliði leiksins annan leikinn í röð. Hann kom City yfir eftir fimm mínútna leik áður en Gabriel Jesus skoraði tvö mörk og Oleksandr Zinchenko annað fyrir leikhlé. City leiddi því 4-0 í hálfleik en liðið var ekki á þeim buxunum að slaka á í síðari hálfleik. Gabriel Jesus skoraði tvö mörk til viðbótar en mörk frá þeim Phil Foden, Kyle Walker og Riyad Mahrez skiluðu ótrúlegum 9-0 sigri Manchester City í kvöld. City er því komið langleiðina í úrslitaleik keppninnar en liðin mætast að nýju á heimavelli Burton þann 23. janúar. Fari City í úrslitin mætir liðið annað hvort Tottenham eða Chelsea en þeir fyrrnefndu unnu leik liðanna 1-0 á Wembley í gærkvöld. Chelsea og Tottenham mætast í seinni leik sínum þann 24. janúar á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Verði farið að ítrustu kröfum Lýsingar, sem stefnir skuldara vegna myntkörfuláns, verða verðtrygging og vextir reiknaðir ofan á lánið. Fallist dómstólar á þetta verður krafan tífalt hærri en ef samningsvextir gilda. Málið fer að öllum líkindum fyrir Hæstarétt. Lýsing höfðaði málið á hendur skuldara í vanskilum, en ágreiningur er um þá vexti sem notaðir verða við endurreikning lánsins eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta. Síðan dómurinn féll hefur mikil óvissa ríkt um uppgjör slíkra lána, en dómur í þessu máli mun að öllum líkindum gilda um uppgjör sambærilegra lána. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið reyndu fyrir skemmstu að slá á óvissuna með tilmælum um að lánin verði gerð upp miðað við vexti sem Seðlabankinn ákveður þar til dómar falla. Lýsing fer hins vegar fram á nokkru hærri vaxtakjör við uppgjör lánsins fyrir dómstólum, að það beri verðtryggingu og vexti samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins. Til vara er þess krafist að miðað verði við verðtryggingu og vexti Seðlabankans, óverðtryggða vexti Lýsingar, svo kallaða REIBOR millibankavexti eða óverðtryggða vexti Seðlabankans, ellegar gildi samningsvextirnir. Fjárhæð kröfunnar er mjög misjöfn eftir vaxtakjörum sem miðað er við. Ef samningsvextirnir verða óbreyttir ofan á hljóðar krafan upp á tæpar 123 þúsund krónur. Fjórða varakrafan er í samræmi við tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og er öllu hærri, eða tæpar 796 þúsund krónur. Ítrustu kröfur Lýsingar hljóða hins vegar upp á rúmar 1,3 milljónir, eða meira en tífalt á við það ef samningsvextirnir gilda áfram. Jóhannes Árnason, lögmaður skuldarans, telur að samningsvextirnir skuli standa og vísar í gengisdóm Hæstaréttar máli sínu til stuðnings. Jóhannes Árnason, lögmaður: Aðeins gengistryggingarákvæðið hefur verið gilt ógilt og vaxtaákvæðið heldur því gildi sínu og það er engin lög eða reglur sem leiða til þess að, að samningnum eigi að vera breytt hvað varðar vaxtaákvæðið.
Korkur: hljodfaeri Titill: [TS] Epiphone Explorer, Randall Magnari, Carlsbro Magnari og meira Höf.: [Notanda eytt] Dags.: 23. janúar 2010 11:20:52 Skoðað: 303 Ég er með eftirfarandi til sölu; Epiphone Explorer Goth ; er alveg original fyrir utan að hafa Seymour Duncan SH-8 Invader pick up í brú (notað af t.d. Lamb of God) og Straplocka fylgir með: ól með straplockana fasta á, hardcase svart með Epiphone merkt utan á og gráfóðruðu innan í verð; bjóða bara Carlsbro GLX150H : s.s. 150w haus með tvö 300w Carlsbro GLX Box a og b box(tilted og straight) eina sem er að; hringurinn utan um inputið er brotinn, en inputið sjálft dettur ekki inn, haggast varla verð; bjóða bara Randall RH100 G2 series : þetta er s.s. 100w Randall haus með 300w Randall Boxi á dekkjum og það er Tilted box Verð; hæsta boð er 60 þús KANNSKI til sölu ef einhver hefur áhuga og býður eitthvað freistandi ámóti, dót jafnt sem peninga: Akai MPD 24 : Midi controller, er með 6 midi stillanlegum faderum, 8 midi stillanlega knoba(snúa 360°) og 16 MPC pada midistillanlegir og með 4 banka(s.s. allt í allt 64 stillanlegir padar) er með rosa flottum LED skjá sem er fáranlega bjartur(engin ofbirta samt ;) ) USB 2.0 snúra með til að tengja verð; BJÓÐA(keypt síðasta sumar, lítið notað) Korg Electribe ER-1 : Rythm Synthesizer frá Korg úr Electribe línuna hjá þeim, þetta er MK1 svo hann er silfurlitaður með rauðum kassa en ekki allur rauður eins og MK2. helvíti fínt tæki fyrir trommur verð; BJÓÐA M-Audio Ozone : midi lyklaborð með innbyggðu hljóðkorti, tengt með USB snúru og er með Output og input fyrir hljóðfæri og mic, með phantom power.. 8 midi stillanlegir knobar að mig minnir verð; BJÓÐA VARÐANDI SKIPTI : einu skiptin sem ég skoða eru einhverjar græjur eins og syntha og slíkt, skoða ekkert einhverja sófa eða annað dóterí í svipuðum dúr og ALLS ekki aðra gítara eða gítardót.. gæti alveg skoðað kannski ipod touch eða iphone, en það væri bara til að taka UPP í.. 869-9399 / davidtausen@gmail.com kveðja, Davið Tausen --- Svör ---
Frá því að hlutafjárútboð Íslandsbanka lauk hefur Gildi lífeyrissjóður bætt töluvert við hlut sinn í Íslandsbanka. Frá 15. júní síðastliðnum, við lok hlutafjárútboðs Íslandsbanka, hefur Gildi lífeyrissjóður bætt við sig 0,45% hlut í bankanum og á nú í heildina 2,75% samkvæmt uppfærðum hluthafalista í Íslandsbanki yfir hluthafa með yfir 1% hlut bankanum. Gildi er þriðji stærsti hluthafi bankans á eftir ríkissjóði og Capital World. Viðbót Gildis samsvarar hátt í 900 milljónum króna hlut miðað við núverandi gengi hlutabréfa bankans og á lífeyrissjóðurinn þar með ríflega 5,4 milljarða króna hlut í bankanum. Bréf bankans hafa hækkað um 25% frá útboðsgenginu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) og Gildi voru tveir af fjórum hornsteinsfjárfestum í útboðinu ásamt Capital World og RWC en lífeyrissjóðirnir áttu hvor um sig 2,3% í bankanum að loknu útboðinu. LIVE hefur bætt við sig um 0,1% hluta á sama tímabili og er nú með 2,4% hlut í bankanum og samsvarar viðbót LIVE frá lokum útboðsins tæplega 190 milljóna króna hlut miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Hlutur LIVE í bankanum er tæplega 4,8 milljarða króna virði. Íslandssjóðir, sjóðstýringafyrirtæki í eigu Íslandsbanka, á 1,11% hlut. Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í síðasta tölublaði gætir nokkurrar óánægju meðal sjóðsstýringarfélaga og annarra stofnanafjárfestar að hlutabréfasjóðir í stýringu hjá Íslandssjóðum virðast hafa fengið hærri úthlutun en aðrir verðbréfasjóðir í útboðinu. Tveir sjóðir Íslandssjóða voru einu innlendu verðbréfasjóðirnir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans að lokinni úthlutunin í útboðinu með 0,4% hlut hvor. Á föstudaginn greindi Viðskiptablaðið frá því að þjóðarsjóður í Abú Dabí ætti um 0,9% hlut í bankanum, sem er um 1,8 milljarða króna virði, og er þar með orðið einn stærsti hluthafi bankans.
Á þriðja hundrað útlendinga á 114 húsbílum eru lagðir upp í þriggja vikna hópferð um landið og er stefnt að því að efna til svona ferða árlega. Fólk og bílar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær og í gærkvöldi var safnast saman á knattspyrnuvellinum í Fellabæ þar sem fólkið gisti í bílum sínum. Það er að mestu leyti Norðurlandabúar og er ferðin skipulögð af samtökum húsbílaeigenda ytra. Sigrún Haraldsdóttir tók þátt í skipulagningunni og segir hún að áhöfnin í hverjum bíl ráði ferðatilhögun sinni, nema hvað safnast er saman á ákveðnum stöðum á kvöldin. Þannig fara sumir í jöklaferðir, siglingar eða hestaferðir utan við hópferðina. Þá mega aldrei nema fimm bílar aka saman í röð til að hafa ekki truflandi áhrif á umferðina. Undirtektir við þessa hugmynd voru vonum framar, að sögn Sigrúnar, sem sagði að skipuleggjendur hefðu orðið ánægðir með svona 25 bíla. Sigrún segir það misskilning að ferðamenn á húsbílum skiluðu engum tekjum til ferðaþjónustunnar því fólkið notfærði sér matsölustaði, sundlaugar, alla þjónustu við bíla og margir færu í dýrar aukaferðir. Í ljósi undirtektanna hefur þegar verið ákveðið að fara aðra ferð á næsta ári og er strax búið að skrá u.þ.b. 40 húsbíla í hana. Myndin er úr myndasafni.
Grikkir unnu góðan sigur á Rússum 66-61 í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem fram fer í Serbíu um þessar mundir. Síðar í kvöld mætast Litháen og Frakkland í síðari leik dagsins, en átta liða úrslitin klárast á morgun. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1997 sem Grikkir komast í undanúrslit keppninnar. Það var varamaðurinn Theodoros Papaloukas sem stal senunni hjá gríska liðinu og varð stigahæsti leikmaður vallarins með 23 stig. Andrei Kirilenko, leikmaður Utah Jazz, var lang atkvæðamestur hjá Rússum með 20 stig og 16 fráköst, en þrátt fyrir að hafa komist í 13-2 í byrjun leiks, nægði það liðinu ekki. "Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar hjá okkur, en hún er það sem fleytir þessu liði svona langt," sagði Papaloukas. "Mér er sama hvort ég skora 30 stig eða ekker stig, ef við vinnum er ég sáttur," sagði hann. Sigurinn þýðir að Grikkir hafa tryggt sér farseðilinn á HM sem verður haldið í Japan á næsta ári, en Papaloukas var þó ekki í alla staði ánægður með það. "Jú, við erum komnir á HM og það er auðvitað frábært, en ég er sumpart ekkert rosalega spenntur fyrir því, af því þá þurfum við að fljúga þangað og ég er mjög flughræddur," sagði hetja Grikkja eftir sigurinn.
Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan.
Korkur: romantik Titill: veseeen Höf.: Colpocoquette Dags.: 23. maí 2009 21:40:41 Skoðað: 755 Jæja, ég veit ekki hvort þetta henti hér þar sem þetta passar kannski ekki alveg undir ‘rómantík’ en ég veit ekki um neinn annan stað þar sem þetta gæti passað, svooooo so be it . Allavega, í gær var ég að tala við ágæta vinkonu mína á msn, og hún spurði mig hvað ég myndi gera ef ég lenti í ákveðnum sporum, og þar sem ég var ekki alveg viss ákvað ég að sjá hvað þið mynduð segja! (: Svo, endilega lesið þetta og segið mér hvað þið mynduð gera: Þú ert úti í útlöndum með skólanum þínum og það eru bara stelpur í hópnum, en bara svona 8 eða 9. Þið eruð í partýi með strákum sem þið gistið hjá og fleiri sem eru í bekknum þeirra og svona og þú ert sú eina sem er ekki að drekka. Svo ertu alveg að fara og þetta er síðasta kvöldið þar sem þið eruð þarna og þú kyssir einn strákinn, og það er fyrsti kossinn þinn (þú ert 91 mdl). Svo ferðu, kveður alla, og ein íslensk stelpa er eftir í partýinu með 7 eða 8 strákum. Seinna um kvöldið kyssir hún sama strákinn og þú kysstir, og ekki bara einusinni heldur allt kvöldið. Hún vissi líka alveg að þetta væri fyrsti kossinn þinn þótt hún væri frekar full. Daginn eftir ertu alltaf að tala um þetta, og stelpan sem kyssti strákinn líka minnist samt ekkert á það að hún hafi líka kysst hann. Hvað myndiru gera ef þú fyndir út að hún hefði líka kysst hann, fyrst þetta var fyrsti kossinn þinn og allt það? --- Svör --- Höf.: vilhjelm Dags.: 24. maí 2009 17:47:04 Atkvæði: 0 það er ekki eins og þetta hafi verið eitthvað alvarlegt? þið sjáið þessa gæja aldrei aftur og það er ekki eins og fyrsta stelpan hafi átt eitthvað meiri “rétt á honum” en hin ….. kannski var þetta eina tækifærið hennar til að gera sem hún vildi með honum sem hún vildi… ðpdrhvíoprwhng´vpiwehjrg Þetta kemur út fyrir að vera geðveikt mikið óþarfa drama. Daginn eftir ertu alltaf að tala um þetta, og stelpan sem kyssti strákinn líka minnist samt ekkert á það að hún hafi líka kysst hann hvor af stelpunum minntist ekki á neitt? --- Höf.: Colpocoquette Dags.: 24. maí 2009 19:52:33 Atkvæði: 0 þessi sem kyssti hann líka, eða þannig skildi ég það æji svona eins og það hefði átt að vera þegar hún segði henni að hun hefði líka kysst hann eða e-ð, en hún minntist ekki á það, og þá yrði hin meira fúl ef hún kæmist að þessu --- Höf.: vilhjelm Dags.: 24. maí 2009 21:19:29 Atkvæði: 0 yeah .. kannski sá hún eftir þessu eða vildi engin leiðindi ---
Reiðhjólaþjófar virðast vera að sækja í sig veðrið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að síðustu tvö sumur hafi þjófnaðaralda riðið yfir borgina. „Hjól eru að hverfa úti um allt. Líka úr heimahúsum. Og það er ekki bara verið að taka hjól sem eru ólæst. Það er hreinlega verið að klippa á lása," segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir margt benda til þess að þjófarnir séu skipulagðir, enda mæti þeir með töng á staðinn og hjólin hverfi alveg sporlaust. „Við náum yfirleitt ekki að endurheimta þetta aftur," segir Jóhann. Aðspurður segir Jóhann að það geti vel hugsast að siglt sé með hjólin úr landi um leið og þeim hefur verið stolið. „En það getur líka vel verið að svarti markaðurinn hér heima sé svona líflegur. Kannski eru bara svona margir að kaupa notuð reiðhjól. Reyndar grunar okkur það helst," segir hann. Sprenging í fyrra Jóhann segir að á síðustu tveimur árum hafi reiðhjólaþjófnaður aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu. „Það var sprenging í fyrra. Þá fór þetta að vekja athygli okkar. Og þetta er mikið í ár líka. Ég hugsa að það sé rétt að tala um faraldur," segir hann. Jóhann er aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Grensásvegi. Í umdæmi þeirrar stöðvar hurfu 39 hjól í júní í fyrra en 21 í júní á þessu ári. „Þannig að strangt til tekið er þetta minna í ár. En þetta er samt mjög mikið," segir hann. Geymi hjól innandyra Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bendir á líklega tilkynni fólk ekki alltaf reiðhjólaþjófnað til lögreglu og þess vegna sé ekki víst að tölur lögreglunnar gefi rétta mynd af vandanum. Gunnar segir að í ljósi þess að þjófarnir víli ekki fyrir sér að klippa í sundur trausta reiðhjólalása sé erfitt fyrir fólk að passa hjólin sín. „Það er helst ef fólk hefur tök á því að geyma hjólin innandyra. Þá hvet ég alla til að velta því mjög alvarlega fyrir sér," segir hann.
Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Stjórnarskrárnefnd óskaði eftir því að fulltrúar þriggja erlendra stórfyrirtækja veittu umsögn um stjórnarskrá Íslands. Fróðir menn minnast þess ekki að slíkt hafi verið gert áður. Ákvæði um auðlindir í þjóðareign er í frumvarpi til stjórnarskrár sem rætt hefur verið þindarlaust á Alþingi. Þetta er umdeilt. Sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál óskaði eftir umsögnum ýmissa um þetta, þar á meðal álfyrirtækjanna. Nefndin óskaði eftir því að Alcan-Rio Tinto segði sitt álit á frumvarpinu, einnig Alcoa og Norðurál. Þessi fyrirtæki eru öll í eigu erlendra aðila að mestu eða öllu leyti, móðurfélög þeirra eru skráð erlendis, eða jafnvel í erlendum kauphöllum. Menn sem kunnugir eru stjórnarskrármálum, kannast ekki við að erlend fyrirtæki, eða fulltrúar þeirra hér, hafi fyrr veitt umsagnir um stjórnskipunarlög íslenska lýðveldisins. Sumir benda raunar á að þetta þurfi ekki að vera óeðlilegt, í þessu geti verið fólgin tilraun til þess að komast að afstöðu þeirra sem höndla með náttúruauðlindir. Björn Bjarnason, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni, kannast ekki við að ósk um að álfyrirtækin segðu skoðun sína á frumvarpinu hefði komið frá sjálfstæðismönnum. Þeir hefðu fengið lista yfir umsagnaraðila frá formanni nefndarinnar. Ekki hefur náðst í hann, hann heitir Valgerður Sverrisdóttir. Hvorki Alcan né Alcoa sendu nefndinni umsögn þegar upp var staðið. Það gerði hins vegar Norðurál. Félagið er að níu tíundu í erlendri eigu. Norðurál segir í umsögninni að texti auðlindaákvæðis mætti vera skýrari en telur að öðru leyti ekki ástæðu til að fjalla frekar um frumvarpið.
Samband ungra Framsóknarmanna harmar aðför „Lánasjóðs íslenskra námsmanna að íslenskum námsmönnum erlendis,“ eins og það er orðað í ályktun frá sambandinu. Þar segist sambandið að þrengt hafi verið að möguleikum íslenskra ungmenna til háskólanáms erlendis með markvissum hætti á grundvelli óvandaðra vinnubragða. „Framganga stjórnar LÍN á þessu kjörtímabili gagnvart námsmönnum erlendis með samþykki menntamálaráðherra samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins,“ segir sambandið. Stjórn SUF skorar á ríkisstjórn Sigurðar Inga, og þingmenn allra flokka að láta sig þessi mál varða og samþykkja ekki jafn slíkar kerfisbreytingar. „Um gildi þess að gera sem flestum þjóðfélagshópum kleift að sækja sér menntun erlendis þarf ekki að rökræða,“ stendur í ályktuninni. Samkvæmt samþykktri stefnu Framsóknarflokksins þá telur hann „mikilvægt fyrir samfélagið að ný þekking og hugmyndastraumar í greinum háskólastigsins berist jafnt og þétt til landsins.“ „Að því marki ályktaði Framsóknarflokkurinn, að mikilvægt væri „að íslenska háskólasamfélagið hvetji nemendur til framhaldsnáms á háskólastigi erlendis,“ eins og þar stendur. „Stjórn SUF tekur að fullu undir og styður málfluttning Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Stjórn SUF vísar jafnframt á bug þeim röksemdum LÍN um að jafna beri stöðu innlendra og erlendra námsmanna, enda getur falist gróf mismunun í því að jafna stöðu þeirra í krónum talið sem búa við gerólíkar aðstæður. Nægir þar að nefna stuðningskerfi og möguleika til aukatekna sem innlendir námsmenn eiga að jafnaði góðan aðgang að, ólíkt námsmönnum á fjarlægum slóðum í framandi menningu.“
„Unglingar sem eru að taka sín fyrstu skref í samböndum beita oft hvort annað ofbeldi án þess kannski að ætla sér það,“ segir Magnús E. Halldórsson einn framleiðandi og leikara myndarinnar Allt sem fer upp sem er á leiðinni í bíó en allir sem koma að myndinni eru í kringum tvítugsaldurinn. Kvikmyndin er í fullri lengd. „Myndin er í raun um unglingasamband og um andlegt ofbeldi og kvíða. Andlegt ofbeldi getur komið frá báðum kynjum og það er ekki bara frá strákum. Þegar maður er svona reynslulaus þá er maður stundum að beita hinn aðilann andlegu ofbeldi án þess að maður viti af því,“ segir Magnús. Kristján Jónsson leikstjóri og handritshöfundur fékk þessa hugmynd fyrir um þremur árum síðan. Katrín Björg Hjálmarsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni. „Karakterinn minn heitir Karen og kemur frá mjög slæmu heimilisástandi. Hún kynnist Magnúsi og þau byrja að þróa með sér samband. Þar koma upp allskyns misskilningur eins og gerist oft í fyrsta sambandi,“ segir Katrín. „Krakkar á þessum aldri vita bara ekki betur, eru ekki búin að læra að vera í sambandi og um það er myndin. Ég held ekki að svona mynd hafi verið gerð áður og var alveg kominn tími til,“ segir Magnús. Sindri Sindrason fór og hitti framleiðendur, leikara og leikstjóra myndarinnar og hér að neðan má sjá innslagið sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.
Réttarhöld hófust í Þýskalandi í gær yfir hópi fólks sem kennir sig við Neðanjarðarhreyfingu þjóðernissósíalista, en fólkið er ákært fyrir tíu morð, tvær sprengjuárásir og fimmtán bankarán á árabilinu 2000 til 2007. Átta hinna myrtu voru af tyrkneskum ættum, einn var Grikki og hinn síðasti var lögreglukona. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar í Þýskalandi í áratugi, en hópurinn framdi illvirki sín um árabil án þess að yfirvöld skiptu sér af honum. Beate Zschaepe er talin vera höfuðpaur klíkunnar og á hún yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hún fundin sek. Tveir helstu vitorðsmenn hennar fundust látnir árið 2011, en fjórir aðrir eru nú fyrir rétti, ákærðir fyrir að hafa aðstoðað hreyfinguna við illvirkin. Yfirvöld höfðu haft veður af Zschaepe og hennar samverkafólki áður en tilvist neðanjarðarhreyfingarinnar varð ljós. Lögregla taldi morðin hins vegar tengd erlendum glæpaklíkum. Mikil umræða er nú í Þýskalandi um það hvernig yfirvöldum sást yfir tilvist klíkunnar. Aðstandendur fórnarlamba segjast bera von í brjósti um að réttlætið nái fram að ganga, en einnig að svör fáist við því hvað hafi ráðið vali fórnarlambanna, en ekkert þeirra var þekkt. Zschaepe mun ekkert tjá sig í réttinum, að sögn lögmanna hennar. Þeir óttast hins vegar að hún verði tekin af lífi í fjölmiðlum og fái ekki sanngjarna meðferð.
Hamborgarafabrikkunni á Akureyri hefur verið skipt í tvennt og opnaður Blackbox Pizzeria í öðrum helmingnum. Blackbox Pizzeria á Akureyri, opnaði á dögunum innan veggja Hamborgarafabrikkunnar á jarðhæð Hótel Kea. Það eru hjónin Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir sem standa að opnun Blackbox en fyrir reka þau Hamborgarafabrikkuna, Lemon og Múlaberg ásamt því að sjá um allan veitingarekstur á Hótel Kea. „Frá því að við tókum við Hamborgarafabrikkunni höfum við fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir Blackbox. Gleðipinnar, sem reka Fabrikkunna í Reykjavík, eru á meðal hluthafa í Blackbox og þannig kviknaði þessi snilldarhugmynd að skrá þessa tvo veitingastaði í sambúð,“ segir Jóhann. Hamborgarafabrikkunni er einfaldlega skipt í tvennt. Viðskiptavinir velja hvort þeir sitja á Blackbox eða á Fabrikkunni, og panta sér pizzu eða hamborgara, hvar sem þeir sitja. Í tilkynningu um opnunina segir að Blackbox hafi verið ein vinsælasta handverkspizzan á Íslandi undanfarin ár en hugmyndafræði hennar gangi út á að bjóða pizzu með áður óþekktum hráefnagæðum á áður óþekktum hraða. Stofnandi og yfirkokkur Blackbox er Karl Viggó Vigfússon, bakarameistari og meðlimur íslenska kokkalandsliðsins til margra ára.. Hann er jafnframt sagður vera þekktur fyrir að ganga lengra en flestir í leit sinni að hágæðahráefni. „Við gerum ekkert af því bara. Það er hugsun á bakvið hvert einasta hráefni sem við notum á staðnum,” segir Viggó. „Pizzasósan er handgerð á staðnum úr ítölskum plómutómötum, hráskinkan kemur í heilum lærum og er skorin á staðnum í ítalskri skurðarvél og mozzarella osturinn er ferskur og handrifinn á pizzurnar. Súrdeigsbotninn er eftir ítalskri uppskrift og er bakaður í 400°heitum, ítölskum steinofni.“ Ein af nýjungum Blackbox sem hefur slegið í gegn er blómkálsbotninn en hann inniheldur 40% blómkál og lítið af kolvetnum og hitaeiningum. „Nýi blómkálsbotninn er frábær viðbót við matseðilinn á Blackbox og er alveg ótrúlega bragðgóður,“ bætir Viggó við að lokum.
Samningafundur er boðaður í kjaradeilu lækna á morgun. Þar verður farið yfir nýjar leiðir til að leysa deiluna. Hugmynd um sáttanefnd í deilunni hefur verið rædd víða í dag, en menn binda enn vonir við að semjist í deilunni. Stjórnarandstaðan hefur lagt til að sáttanefnd verði skipuð í kjaradeilu lækna og ríkisins. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í dag að hún hefði verið rædd. Hann telur ekki tímabært að skipa slíka nefnd. „Við verðum að hafa það í huga að ef þessi leið verður farin, - að ríkisstjórnin skipi sáttanefnd, - þá er hún í raun að taka yfir verkefni ríkissáttasemjara og kjarasamninganefnda ríkisins annars vegar og læknanna hins vegar,“ segir Kristján Þór. Lára V. Júlíusdóttir, lektor í vinnumarkaðsrétti við Háskóla Íslands, segir starf slíkrar nefndar sé opið samkvæmt lögum en afar sjaldgæft að gripið sé til slíks. Ráðherra megi hins vegar ekki taka völdin af samninganefndum stéttarfélaga, þ.e. lækna í þessu tilviki. Menn vilja lítið tjá sig opinberlega um sáttanefndarleiðina, þó að hún hafi verið rædd á bak við tjöldin. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur til dæmis ekki fullreynt að samningar náist. Hann bendir í því samhengi á að boðað hafi verið til fundar í kjaradeilunni klukkan fjögur á morgun. Læknar hafa í dag rætt saman um næstu skref í deilunni. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að þar sé verið að skoða nýja fleti til lausnar. Gert er ráð fyrir að þeir verði til umræðu á fundinum á morgun. Það virðist því einhver hreyfing vera í deilunni, þó að ómögulegt sé að segja hvort hún leiðir til lausnar.
Leeds United mistókst að landa sigri gegn botnliði ensku B-deildarinnar, Luton Town, í kvöld. Lokatölur 1-1 á Elland Road. Leeds þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld en með sigri hefði liðið náð átta stiga forystu á Brentford sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Luton Town var í heimsókn á Elland Road og gestirnir eru í hatrammri fallbaráttu. Luton hefur gengið ágætlega að undanförnu og hafði ekki tapað í fjórum síðustu leikjum sínum þegar komið var að leik kvöldsins. Það kom þó töluvert á óvart þegar Harry Cornick kom Luton óvænt yfir í upphafi síðari hálfleiks. Eflaust hefur verið um stuðningsfólk Leeds á þeim tímapunkti en á síðustu leiktíð stefndi lengi vel í að Leeds færi upp um deild og í ensku úrvalsdeildina. Stuart Dallas sá til þess að Leeds nældi allavega í stig í kvöld þegar hann jafnaði metin þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Lokatölur á Elland Road 1-1 og liðin þurfa því að sætta sig við sitthvort stigið. Leeds eru sem fyrr á toppi deildarinnar með 75 stig, fjórum stigum meira en WBA sem á leik til góða og sex stigum meira en Brentford. Luton Town er með 40 stig í 24. sæti ensku B-deildarinnar, hins vegar eru Middlesborough í 19. sæti með 44 stig og Luton því hvergi nærri fallnir þegar sex umferðir eru eftir.
segir fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnunar um nýútkomna þorskrannsókn Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun véfengir niðurstöður þorskrannsókna Einars Árnasonar prófessors og fleiri um að yfirvofandi brestur sé í þorskstofninum á grunnslóð. Óhætt er að segja að niðurstöður rannsókna um þorskstofninn, sem Einar Árnason prófessor í þróunar- og stofnerfðafræði við Háskóla Íslands stjórnaði hafi vakið mikla athygli og jafnvel ugg. Þar var sagt að sú arfgerð þorskstofnsins sem héldi sig á grunnsævi myndi smám saman hverfa á næstu árum vegna of mikils veiðiálags. Hafrannsóknastofnun er ekki sammála þessum niðurstöðum. Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur og sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun segir í nýjustu Fiskifréttum að mistúlkun gagna og ókunnugleiki valdi því að ástæða sé til að vefengja niðurstöðurnar. Björn Ævarr bendir á að það sé mistúlkun á gögnum þegar höfundar segi að sókn í þorsk sé mest á grunnslóð almennt og vitni til greiningar Guðrúnar Marteinsdóttur og Gavin Begg frá árinu 2003. Björn segir að sú greining gefi ekki tilefni til slíkrar ályktunar. Þá vitni skýrsluhöfundar í það að sókn hafi aukist á grunnslóð á línu- og handfærum um og eftir árið 2000. Vegna ókunnugleika á afladagbókum átti skýrsluhöfundar sig ekki á því að frá og með árinu 2000 hafi bátum undir 10 brúttórúmlestum verið gert skylt að skila afladagbókum. Afladagbækurnar endurspegli þá breytingu. Sjá nánar viðtal við Björn Ævarr í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Korkur: velbunadur Titill: Grillað minni Corsair 512 MB Höf.: siggibet Dags.: 14. ágúst 2005 20:18:05 Skoðað: 243 Sælt veri fólkið. Lagði leið mína í Tölvulistann í dag og keypti þar 512 mb Corsair minni (þetta sem er á tilboði núna á 4.990). Ætlaði ég að auka minnið í tölvuni upp í 1024. Fyrir er ég með Kingston 2x 256 Dual. Móðurborðið er MIS K7N2 Delta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég kaupi nýtt minni og set í tölvu svo byrjendavandamál er ólíklegt. Það sem gerðist eftir að ég tróð minninu í einu lausu raufina sem var rauf tvö af þremur (raufir 1 og 3 uppteknar vegna dual minnisins). Jæja ég ræsi tölvuna og leggur ekki þessa svakalegu brunalykt frá tölvunni og það gerist ekkert. Tölvan bootar ekki svo ég slökkti á henni. Opna kassann og frá minnisraufunum leggur þessa sterku plastbráðnunar-lykt. Ég tek minnið úr og sé að eitt af þessu gylta (veit ekkert hvað það heitir) er brunnið svart og það virðist sem raufin sé bráðin eða skemmd á sama stað á móðurborðinu. Spurningin er því þessi: Hver er orsökin fyrir því að þetta brann og hver er staða mín gagnvart því að fá nýtt minni í stað þess brunna? Einnig þá virðst sem raufin sé ónýt eftir við fyrstu skoðun eða mér finnst ekki á það hættandi að gera fleirri prófanir að óathugðu máli. Mér þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum. Ég er frekar svekktur þessa stundina. E.s. ef allt fer á versta veg þá verð ég líklegast að leggja gamla minninu og versla mér 2x 512 dual. --- Svör --- Höf.: noiZe Dags.: 14. ágúst 2005 23:17:02 Atkvæði: 0 Mér þykir ólíklegt að þú getir fengið nýtt minni í staðinn. Það skaðar ekki að tala við tölvulistann en ég held að það sé ekki venjan að bæta skaða sem þennan - þ.e.a.s. steiktir íhlutir. Ég held að steiktir íhlutir séu ekki venjulega í ábyrgð þaðan sem tölvuverslanirnar kaupa þá. Þetta lýsir sér eins og þær sögur sem ég hef heyrt af því þegar menn snúa minninu öfugt í raufina og ræsa vélina. Kemur fyrir bestu menn (hef heyrt af því að þetta gerist á tölvuverkstæði). T.d. að það hafi kviknað í minninu. Held að það besta sem þú getir gert sé að ræða málin við tölvulistann, kannski geta þeir gefið þér afslátt á nýja íhluti eða álíka. Ég tel að þú ættir allavega að bjarga því sem bjargað verður í vélinni þinni og sjá hvað setur. Ég hef reyndar aldrei lent í þessu sjálfur en ég get vel skilið hve svekkjandi þetta er. ---
Jeg mun eiga hjer tvær brtt. , ásamt hv. 4. landsk. , á þskj. 562. Fyrri brtt. er hin IV. í röðinni á áðurnefndu þskj., við 14. gr. B. II. o. , nýr liður. Það er styrkbeiðni íslenskra háskólakvenna, þar sem þær fara fram á það, að Alþingi veiti þeim 2000 kr. styrk, til þess að senda fulltrúa á þing alþjóðasambands háskólakvenna, sem haldið verður í Genf á komanda sumri, dagana frá 4.–11. ágúst. Þetta mál hefir verið flutt í hv. Nd. , og jeg hygg, að það hafi mætt þar nokkrum skilningi og vinsemd, en fyrir óhapp, sennilega mest, náði það þó ekki samþ. þar. Eins og erindi þeirra ber með sjer, hafa íslenskar háskólakonur síðastliðið ár stofnað með sjer fjelagsskap, og hafa svo gengið í það samband, sem slíkur fjelagsskapur háskólakvenna í öðrum löndum hefir með sjer, og ætla nú að sækja þing þessa fjelagsskapar, ef þær fá þennan styrk. Það sýnist kannske í fljótu bragði svo, sem hjer sje ekki að ræða um neitt stórmál, en það er nú samt svo. Oft er það þyrnum stráð braut, bæði fyrir karla og konur, að leggja út á mentabrautina; ætla jeg því, að það geti orðið íslenskum háskólakonum styrkur á ýmsa lund og menningarauki að vera komnar í þetta alþjóðasamband háskólakvenna í öðrum löndum, sem á ítök í 31 ríki. Tilgangur þessa fjelagsskapar er: 1) Að veita styrk, bæði til náms og vísindarannsókna, sem kvenstúdentar af öllum þjóðum hafa aðgang að. 2) Að gangast fyrir því að koma upp heimilum og gististöðum fyrir háskólakonur og aðrar í helstu borgum Evrópu og Ameríku. 3) Að greiða götu þeirra háskólakvenna, sem eru á ferð í öðrum löndum, og gefa þeim tækifæri á því að kynnast erlendum háskólum, sem oft getur haft stórmikla þýðingu, og 4) Að veita starfsmönnum, t. d. kennurum, læknum, vísindamönnum, tækifæri til þess að dvelja erlendis um stundarsakir, með því að gera þeim kleift að hafa skifti á störfum við erlendar starfssystur. Má nærri geta, hverja þýðingu það getur haft fyrir nám þeirra háskólakvenna, sem geta notið þessarar aukningar á kunnáttu sinni og bætt þannig við nám sitt. Nú liggur það í augum uppi, að fyrir fámenna og afskekta þjóð hefir þetta ekki hvað minsta þýðingu; jeg veit að allir hv. þdm. þekkja það af eigin reynslu, að það verður ekki metið til peninga að kynnast mörgu og sjá sem flest í hinum ýmsu menningarlöndum. Þetta fjelag, sem íslenskir kvenstúdentar hafa stofnað, er ungt og má því ekki búast við, að mikið liggi eftir það; en það má þó geta þess, að þær hafa þegar komist í allmikil brjefaviðskifti við þær útlendu konur, sem standa að alþjóðasambandi háskólakvenna, og hafa þær fengið fyrirspurnir um ýmislegt, sem snertir bæði land og lýð, um háskóla vorn, um íslenskar bækur, sem vert væri að þýða á erlend mál. Einnig hefir verið spurst fyrir um góða þýðendur að bókum, hvort heldur þýða ætti af íslensku eða á. Nú er þessum háskólakonum vorum boðið að senda einhvern á þetta fulltrúaþing í sumar, og jeg er í engum vafa um það, að vert er að styrkja þær til að geta sótt þennan fund. Auðvitað verður ekki um það að ræða, að senda nema einn fulltrúa, því að leiðin er löng og ferðalagið dýrt. Fjelag ísl. háskólakvenna fer samt ekki fram á nema 2000 kr. styrk; það er að vísu upphæð, sem þær munar um, fáar og fjelausar, en hið háa Alþingi, sem hefir með höndum svo margar styrkveitingar, skilur, að þetta, miðað við aðrar styrkveitingar, er ekki stór upphæð. Fái þær ekki styrkinn, telja þær sjer ókleift að sækja þennan fund, og vil jeg biðja hv. þdm. að athuga, hvers þær fara á mis, ef þær geta ekki fengið þessa ósk sína uppfylta. Jeg skal benda á það, að í fjárlögunum hefir um allmörg ár verið veitt fje til markaðsleita. Hjer er ekki verið að leita eftir markaði í venjulegum skilningi, en þó er það nokkurskonar markaður, sem þær fara á. Þær fara utan til an kynna land og þjóð og til að kynnast því besta, sem aðrar þjóðir hafa að bjóða. Nú geta þær eignast og munu eignast vini, og það er öllum kunnugt, hverjar afleiðingar vinátta og viðkynning getur haft, ekki aðeins persónulega fyrir þá, sem vingast og kynnast, heldur og fyrir áhrif þau, sem það aftur hefir á þjóðirnar. Sje konum nokkurrar þjóðar nauðsyn á að fara utan og komast í kynni við konur menningarþjóða, þá er það konum okkar, þessarar fámennu og afskektu menningarþjóðar. Jeg er heldur ekki í nokkrum vafa um það, að ef háskólakonur geta haldið áfram að sækja þessa fundi, þá munu þær ekki aðeins sækja þangað ýms andleg verðmæti, heldur líka miðla einhverju af þeirri menningu, sem þær eiga, og hygg jeg, að íslenskar háskólakonur, sem slík mót sækja, þoli vel samanburð við aðrar fjelagssystur sínar. Jeg hefi átt kost á því, bæði fyr og síðar, að kynnast mörgum háskólakonum, og þótt jeg sje ekki stúdent, kann jeg vel að meta það gagn, sem orðið getur af alþjóðlegri viðkynningu háskólakvenna. Jeg sagði áðan, að mikið fje væri árlega veitt til markaðsleita, og vík jeg nú að því aftur. Hjer er um það að ræða að fara í markaðsleit og finna andlegt verðmæti og gera það arðberandi hjer heima fyrir. En förin er líka farin til þess að sýna, hver andleg verðmæti við eigum, og jeg er sannfærð um, að nær konur, sem nú eru í þessum fjelagsskap, og þær, sem hann skipa í framtíðinni, munu halda merkinu hátt og með heiðri og verða að öllu leyti jafnokar þeirra kvenna, sem þær heimsækja á hverjum tíma. Jeg vænti þess, að hv. þdm. sýni góðan hug til þessara kvenna, sem hjer er um að ræða. Það er framtíðin, sú braut, sem þær eiga ófarna, sem við styðjum og styrkjum með því að hjálpa þeim til að komast á þennan fund, og við væntum, að við fáum að endurgjaldi andleg verðmæti, sem jeg get ekki metið til peninga. Jeg vona því, að þetta erindi fái þær undirtektir hjer, að háskólakonum vorum verði unt að senda fulltrúa á áðurnefnt þing í Genf. Þá á jeg hjer aðra brtt. , einnig ásamt hv. 4. landsk. Það er XI. brtt. á sama þskj., við 16. gr. 35, nýr liður: Til Bríetar Bjarnhjeðinsdóttur, 2000 kr. Hún sækir nú til Alþingis um styrk til utanfarar á þessu sumri, til þess að sækja fund alþjóðakvenrjettindasambandsins í Berlín. Þessi kona er svo þjóðkunn, að jeg þarf ekki að tala langt mál um hana; hv. þdm. vita best, hverja verðleika þessi kona hefir til þess að henni verði veittur slíkur styrkur sem þessi. Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir er, eins og öllum er kunnugt, fyrsta konan eða með þeim fyrstu, sem hófu baráttuna fyrir jafnrjetti kvenna og um leið beindu hugum kvenna inn á þá braut, að ástandið væri ekki fyr gott en þau rjettindi væru fengin, sem þær svo síðar öðluðust með stjórnarskrárbreyt. árið 1915. Ef nokkur kona hefir unnið því máli gagn, þá er það frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Hún stofnaði Kvennablaðið, árið 1895, og hjelt því út í 25 ár. Fyrstu árin flutti blaðið ýmsan fróðleik, sögur, kvæði og ýmislegt, sem laut að uppeldi barna og bættum heimilisháttum, en svo eftir nokkur ár breytti hún stefnu blaðsins og fór að flytja mestmegnis ritgerðir um kvenrjettindi. En þetta jók hvorki vinsældir hennar nje blaðsins, og blaðið misti fjölda kaupenda, en hún hjelt áfram að skrifa og skrifa og blaðið hjelt áfram að koma út, þangað til rjettindin voru fengin. Sömuleiðis hefir frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir oft farið utan til þess að sækja fundi þeirra kvenna, sem barist hafa fyrir framgangi kvenrjettindamálsins, og til þess að sækja fundi alþjóðasambands kvenna, sem hefir orðið til þess, að hún hefir kynst ýmsum þörfum málefnum, sem hún svo hefir reynt að kveðja hljóðs fyrir hjer heima; einnig hefir margur útlendingur kynst málefnum okkar hjer heima fyrir hennar milligöngu. Nú er hún komin á þann aldur - hún er nú 73 ára -, að hún er hætt að starfa að þessum málum. Hún stofnaði Hið íslenska kvenrjettindafjelag árið 1908 og veitti því forstöðu, þar til fyrir nokkrum árum, að dóttir hennar, ungfrú Laufey Valdimarsdóttir, tók við forstöðu þess af henni. Þó er hún albúin þess að leggja einu sinni enn út í heim til að sækja fund alþjóðakvenrjettindasambandsins í Berlín, sem á að halda þar í byrjun júnímánaðar í sumar. Þessi fundur er haldinn í Berlín á þessu ári vegna þess, að liðin eru 25 ár frá því að sambandið var stofnað á fundi á sama stað. Þótt hún fari ekki sem fulltrúi fyrir Hið íslenska kvenrjettindafjelag, þá fer hún þó sem aldursfulltrúi þess, til að taka þátt í fögnuði kvenrjettindasambandsins yfir því, sem áunnist hefir á þessum 25 árum. Jeg fyrir mitt leyti teldi það þess vegna rjett, og vildi mælast til þess við hv. þdm. , að þeir litu einnig svo á þetta mál, að henni verði veittur þessi styrkur í viðurkenningarskyni fyrir starf hennar hjer heima og fyrir að kynna mál okkar á þingum í alþjóðasambandi kvenna, sem hún hefir oft setið á liðnum árum. Hún tekur sjálf fram í erindi sínu til þingsins, sem jeg vil lesa upp, með leyfi hæstv. forseta: „Það getur vel verið, að hinu háa Alþingi finnist þetta lítið nauðsynjamál og ekki þess vert að kasta fje til þess. Jeg vil ekkert um það segja. En án ferðastyrks hefi jeg engin tök á að fara. Mjer finst, að jeg hafi ekki gert mikið að því að kvabba út ferðastyrki handa mjer, þótt jeg hafi farið til útlanda í ýmsum erindum, sem þó hafa komið aftur að einhverju gagni hjer heima, gegnum Kvennablaðið þau 26 ár, sem jeg gaf það út, og fyrirlestra, með auknum fróðleik á ýmsu, sem jeg hefði ekki getað fengið, ef jeg hefði aldrei farið út fyrir landsteinana“. Þetta segir hún sjálf um styrkbeiðni sína. Hún tekur það ennfremur fram, að sá minsti ferðastyrkur, sem hún geti komist af með, sje 2000 ísl. kr. og sömuleiðis, að fái hún ekki styrkinn, þá geti hún ekki farið. Ennfremur mælist hún til þess, að Alþingi mætti þóknast að veita þessa upphæð í fjáraukalögum fyrir 1929. Jeg skal svo ekki fjölyrða meira um styrkbeiðni þessa. Jeg vona, að hv. þdm. taki hana til velviljaðrar meðferðar og greiði henni atkv. sín.
Sala á nýjum fólksbílum í maí jókst um rúmlega 50% en verulega vantar þó upp á eðlilega endurnýjun bílaflotans að mati Bílgreinasambandsins. Nýskráðir fólksbílar í maí voru 2.155 á móti 1.424 í sama mánuði í fyrra. Það er aukning um 731 bíl. Tæplega 4.500 fólksbílar hafa verið skráðir fyrstu fimm mánuði ársins og er það 32% aukning frá fyrra ári. Íslendingar náðu þeim vafasama titli um síðustu áramót að eiga elsta bílaflota í Evrópu. Þá var meðalaldur fólksbíla 12 ár og 13 ár ef allir bílar voru taldir með. Þrátt fyrir þennan sölukipp má betur ef duga skal til að ná fram því sem kallað er eðlileg endurnýjun, að sögn Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins: Sko ef þetta heldur áfram eins og, eins og hérna þetta lítur út í dag þá myndi það gera það já, við bindum vonir við það að það haldi, nýskráningum haldi áfram að fjölga og hérna þá mun það gerast í lok þessa árs. Gissur Sigurðsson: En hvað teljið þið að það þurfi, eða eðlileg endurnýjun á fólksbílum venjulegum sé mikil hér á ári? Özur Lárusson: Eðlileg endurnýjun á fólksbílum hún þarf að vera þetta á bilinu 12 til 14 þúsund. Sagði Özur Lárusson. Bent hefur verið á að með því að skipta út gömlum bílum í stað nýrra eykst umferðaröryggi og losun á óæskilegum efnum út í andrúmsloftið minnkar mikið. Bílgreinasambandið reiknar með áframhaldandi vexti í nýskráningu og að hann muni nema 15 til 20% á mánuði.
Lögmenn Alcan á Íslandi hf., álversins í Straumsvík, telja að olíufélögin séu ótvírætt skaðabótaskyld vegna ólögmæts samráðs um verð á eldsneyti til álversins. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið ætli að sækja rétt sinn og útilokar ekki að dómstólaleiðin verði farin ef annað ber ekki árangur. Hann telur að tjónið sem fyrirtækið hafi orðið fyrir hlaupi á milljónum og jafnvel tugum milljóna. Í skýrslu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna er staðfest að þau hafi á fundi þann 8. mars 1967 ákveðið að hafa samráð um viðskipti við félagið, sem þá hét ÍSAL, og að skipta með sér hagnaði af viðskiptunum. Samráðið var ekki ólöglegt á þeim tíma en hélt þó áfram í 8 ár eftir að ný lög tóku gildi. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir það álit lögmanna Alcan að fyrirtækið eigi rétt á bótum. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan: Okkar lögmenn hafa skoðað málið og þeir telja að olíufélögin séu ótvírætt skaðabótaskyld gagnvart okkur og við erum þegar komin af stað með að undirbúa næstu skref í þessu máli. Þau eru auðvitað að sækja bætur fyrir það tjón sem að við höfum orðið fyrir. Ef þarf að fara dómstólaleiðina þá munum við gera það, en það hefur í sjálfu sér ekki verið ákveðið hvort að við óskum fyrst eftir einhvers konar viðræðum eða ekki. Það er, það svona bíður ákvörðunar. Hann segir að fyrirtækið horfi nú til útvegsmanna sem hafi óskað eftir viðræðum við olíufélögin vegna samráðsins og það kunni að hafa áhrif á ákvarðanir Alcan, hvort af þeim verði. Hrannar Pétursson: Kannski mun það ráða einhverju um það hvort að við veljum að fara sömu leið eða ekki. En allavegana, við ætlum ekki að sitja aðgerðarlaus hér og láta þetta yfir okkur ganga. Áslaug Skúladóttir: En hversu miklum skaða teljið þið að fyrirtækið hafi orðið fyrir? Hrannar Pétursson: Allavegna eitthvað sem að skiptir töluverðu máli. Þetta eru að minnsta kosti milljónir eða milljónatugir.
Mál þetta, sem dómtekið var 13. nóvember 2017, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 9. júní 2017 á hendur ákærðu, X, kt. [...], [...], [...], „fyrir líkamsárás í Reykjavík á árinu 2016 með því að hafa laugardaginn 14. maí á skemmtistaðnum [...] við [...] veist að Y, kt. [...] og kýlt hana ítrekað í andlitið með þeim afleiðingum að Y hlaut mar á augnloki og augnsvæði, sár á nefi, yfirborðsáverka í andlit, mar á vinstra hné og nefbrot.“ Í ákæru er brot ákærðu talið varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er þess krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Einar Ellert Gissursson hdl., fyrir hönd Y, þá kröfu að ákærðu verði gert að greiða kröfuhafa skaða- og miskabætur samtals að fjárhæð 500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. maí 2016, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim tíma er mánuður var liðinn frá því að krafan var birt ákærðu til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða kröfuhafa málskostnað. Kröfur ákærðu: Ákærða krefst aðallega sýknu af kröfu ákæruvaldsins og að bótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að ákærðu verði ekki gerð refsing og að bótakröfu kröfuhafa verði vísað frá dómi. Til þrautavara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu verði lækkuð. Loks krefst verjandi ákærðu þóknunar sem greidd verði úr ríkissjóði. I A Þann 14. maí 2016, klukkan 01:09, var lögregla kvödd að [...], en tilkynnt hafði verið um tvær stúlkur í slagsmálum. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir brotaþola að hún hafi verið að skemmta sér ásamt öðrum nemendum [...]. Ákærða hefði verið að „drulla yfir brotaþola“ með alls kyns yfirlýsingum um persónu hennar. Hefði ákærða slegið brotaþola flötum lófa í andlitið og ítrekað potað með putta í andlit brotaþola. Þá hefði brotaþoli tekið í klút ákærðu sem hefði verið orðin mjög árásargjörn og stokkið á brotaþola og skellt henni í jörðina, rifið í hár hennar og haldið henni fast niðri. Hefði ákærða síðan farið að klóra og rífa í nef og andlit brotaþola. Þá er haft eftir brotaþola að hún hefði ekki getað áttað sig á því hvað ákærða hefði gert henni, en kvaðst hafa fundið mikið til. Síðan hefði einhver komið og rifið ákærðu af henni. Í skýrslunni er haft eftir ákærðu að brotaþoli og vinir hennar hafi komið að ákærðu og heimtað að hún og vinir hennar stæðu upp frá því borði sem þau sátu við þar sem brotaþola vantaði borð fyrir „beer pong“ leik. Neitaði ákærða því og þá upphófst rifrildi milli þeirra. Haft er eftir ákærðu að henni hefði verið hrint í gólfið og hún þá rifið í hár brotaþola og viðurkenndi að hafa kýlt til brotaþola. Sjá mátti minni háttar hrufl á vinstri hendi ákærðu (hnúum) og blóð á bol ákærðu sem hefði verið úr brotaþola. Lögregla ræddi við vitni að slagsmálunum og skráði framburð þeirra í frumskýrslu. Vitnið A kvaðst ekki hafa séð upphaf átakanna, en séð ákærðu ofan á brotaþola og rífa af miklu afli í hár hennar og brotaþola halda í hárið á ákærðu til að reyna að verja sig fyrir árásum hennar. Vitnið B, starfsmaður [...], gat ekki lýst átökum ákærðu og brotaþola, en sagði ákærðu hafa setið ofan á brotaþola og brotaþola halda í hárið á ákærðu að því er virtist til að reyna að varna því að ákærða héldi áfram. Sagði vitnið augljóst að brotaþoli hefði verið að verja sig fyrir árásum ákærðu. Vitnið C kvaðst ekki hafa séð upphaf átakanna en þegar vitnið leit við sá það að ljóshærða stúlkan (ákærða samkvæmt innskoti lögreglu) var ofan á hinni og var að kýla hana. Vitnið D sagði lögreglu frá því á staðnum að brotaþoli og ákærða hefðu rifist mikið og hefði brotaþoli rifið ákærðu niður á gólfið. Þær hefðu svo slegist á gólfinu þangað til dyraverðir hefðu komið og skilið þær að. Loks sagði vitnið E að brotaþoli og ákærða hefðu verið að rífast út af einhverju borði. Hefði ákærða staðið uppi á bekk en brotaþoli á gólfinu. Hafi brotaþoli þá tekið í jakka ákærðu og rifið hana niður af bekknum þannig að þær hafi báðar dottið á bakið og farið að slást á gólfinu þar til dyraverðir hafi skilið þær að. B Brotaþoli mætti að eigin frumkvæði á lögreglustöðina við Hverfisgötu í þeim tilgangi að kæra líkamsárás sem hún kvaðst hafa orðið fyrir á skemmtistaðnum [...] aðfaranótt 14. maí 2016. Kvaðst brotaþoli hafa farið á [...] ásamt nemendum í [...]. Hún hefði séð um „beer pong“ leik og gengið að borði þar sem ákærða sat ásamt fleirum og spurt hvort þau væru til í að færa sig til að hægt væri að ljúka leiknum gegn því að fá bjór í staðinn. Því hefði ákærða neitað og byrjað að „drulla yfir“ brotaþola og kalla hana tík, tussu og hóru og sakað hana um að ráðskast með alla. Væri tími til kominn að einhver stæði uppi í hárinu á henni. Sagði brotaþoli að ákærða hefði staðið uppi á bekk sem hún hefði setið á og hafi haldið áfram að „drulla yfir“ hana og ota fingri framan í hana. Kvaðst brotaþoli hafa spurt ákærðu hvort hún væri ekki að fíflast. Brotaþoli hefði orðið mjög reið vegna þess hvernig ákærða hefði látið við hana og hefði tekið í trefil ákærðu og ætlað að ýta henni frá sér. Ákærða hefði greinilega tekið þetta þannig að brotaþoli væri að ráðast á hana. Hefði ákærða stokkið á hana og rifið í hárið á henni og þær fallið á gólfið. Það næsta sem hún hafi fundið var að ákærða hefði ríghaldið í hnakkann á henni og einnig í andlitið á henni. Er haft eftir brotaþola að ákærða hafi haldið í nefið á henni og hafi hún fundið að hún væri komin með blóðnasir. Hún hefði þá reynt að losa sig með því að klípa í síðuna á ákærðu, en hún hefði ekki sleppt. Þá hafi fjórir dyraverðir verið komnir á staðinn og hafi þeir reynt að ná ákærðu ofan af vitninu og hafi það tekist fyrir rest. Lögreglan hafi komið stuttu síðar og hún útskýrt fyrir lögreglu hvað hefði gerst. Við læknisskoðun hafi komið í ljós að hún var nefbrotin og með skurð á nefinu og hefði þurft að sauma þrjú spor í nefið. Þá hefði brotaþoli fengið glóðarauga á bæði augu. Tekin var skýrsla af ákærðu 31. október 2016. Neitaði ákærða að hafa kýlt brotaþola og sagði brotaþola hafa átt upptökin að átökunum. Kvaðst ákærða vera með áverka eftir brotaþola og mundi hún leggja fram læknisvottorð því til staðfestingar. Í vottorði F heimilislæknis segir að ákærða hafi verið toguð niður á gólf þar sem ráðist var á hana. Er ákærða með roða fyrir neðan hægra auga sem er 1,5 x 1 cm. Einnig 2 cm roði fyrir neðan vinstra viðbein. Bæði á hægri og vinstri mjöðm eru rispur sem eru ca 4 cm á lengd og geta samrýmst klórförum. Fjögur klórför eru hægra megin og þrjú vinstra megin. Lýst er frekari roða og rispu og sári á hægra hné og smá mari við hliðina á því. Teknar voru skýrslur af vitnum hjá lögreglu 28. september og 27. október 2016 og 4. maí 2017. C Í læknisvottorði G sérfræðilæknis, dagsettu 21. ágúst 2016, segir að brotaþoli hafi leitað á slysadeild klukkan 01:45 þann 14. maí sama ár út af áverkum sem hún hefði hlotið í líkamsárás skömmu áður. Er haft eftir brotaþola að kona hefði ráðist á hana. Þær hafi tekist á í nokkra stund og hún hafi í átökunum fengið högg í andlit og höfuð, en neiti áverkum annars staðar. Þá segir að brotaþoli sé við skoðun með talsvert af storknuðu blóði í andliti og á fötum. Hún sé með áverka í andliti og á nefi sjáist bogalaga sár vinstra megin sem endar við nefrótina rétt út við kinn. Brotaþoli sé mjög bólgin yfir nefrótinni og hrufl og skrámur í báðum augnkrókum og sár í hægri augnkróknum. Sé brotaþoli mjög aum á þessu svæði. Þá séu eymsli við þreifingu yfir kinnbeinum beggja vegna. Hún sé einnig með ca 2 cm kúlu á hvirfli vinstra megin og aðra heldur minni á hvirflinum hægra megin. Þar séu þreifieymsli. Ekki séu áverkar annars staðar á líkamanum, á brjóstkassa eða útlimum fyrir utan mar á vinstra hné. Í samantekt í vottorðinu segir að um sé að ræða talsverða áverka í andliti eftir líkamsárás, hafi mögulega verið skölluð og klóruð í andlit. Með sár yfir nefi og í augnkrók sem ætti að gróa á 10-14 dögum. Maráverkar í andliti ættu að jafna sig og hverfa að mestu leyti á svipuðum tíma. Ekki sé ástæða til að ætla að brotaþoli hafi varanlegar líkamlegar afleiðingar af þessum áverka annað en væntanlega örmyndun yfir nefi sem geti verið nokkuð áberandi. Þá hafi verið brot með örlítilli hliðrun á nefbeini sem ekki hafi verið talin ástæða til að rétta upp eða gera aðgerð á. II Skýrsla ákærðu og vitna fyrir dómi: Ákærða neitar sök og neitaði því aðspurð að áverkar á brotaþola væru eftir hana. Hún skýrði frá því að hún og brotaþoli hefðu verið í fýlu út í hvor aðra. Kvaðst ákærða hafa setið ásamt félögum sínum við borð þegar brotaþoli hefði komið til hennar og sagst vilja fá borðið til að ljúka við einhvern leik sem brotaþoli var í. Ákærða hefði neitað því vegna frekju og leiðinda brotaþola. Krafðist brotaþoli þess að fá borðið en því hefði ákærða neitað og kvaðst hafa staðið uppi á bekknum hjá borðinu og sagt brotaþola að hún hefði verið leiðinleg og með frekju í skólanum. Áður en ákærða vissi af hefði brotaþoli rifið í klút, sem ákærða var með vafinn um hálsinn, og hefði togað ákærðu ofan á sig og þær fallið harkalega í gólfið. Hefði ákærða lent ofan á brotaþola. Hefðu þær lent í átökum en strax á eftir hefði dyravörður komið og stoppað þær af og stíað þeim í sundur. Nánar aðspurð kvaðst ákærða hafa skollið ofan á brotaþola og þær verið saman á gólfinu. Neitaði ákærða því að það hefðu verið kýlingar og spörk á milli þeirra, en þær hafi verið í átökum. Ákærða kvaðst hafa fengið glóðarauga og verið með klór upp með mjöðmunum og farið til læknis nokkrum dögum síðar og fengið læknisvottorð. Ákærða kvaðst hafa heyrt það frá nemendum í skólanum að brotaþoli hefði nefbrotnað í átökunum án þess að ákærða vissi hvernig það hefði atvikast. Neitaði ákærða að hafa kýlt brotaþola á nefið. Vitnið Y brotaþoli kvaðst hafa verið á bjórkvöldi nemendafélags [...]. Nemendur hefðu verið með VIP-sal sem hefði átt að loka þar sem klukkan var meira en 01:00. Þau hefðu verið með „beer pong“ borð og kvaðst vitnið hafa farið að leita að öðru borði til að ljúka leiknum. Ákærða hefði verið á þessu borði og neitað að láta borðið af hendi með orðum sem ekki voru falleg. Brotaþoli kvaðst hafa spurt ákærðu að því hvort hún væri ekki að grínast. Ákærða hefði blótað vitninu í sand og ösku og síðan staðið upp og staðið á bekknum og verið að halla sér yfir brotaþola. Vitnið kvaðst ekki vita hvernig það hefði gerst en þær hefðu endað á gólfinu. Annaðhvort hefði ákærða stokkið á brotaþola eða dottið því að þær hefðu endað á gólfinu þar sem ákærða hefði látið höggin dynja á brotaþola. Hefði ákærða haldið í hárið á brotaþola í hnakkanum og hefði gripið um andlitið á brotaþola og haldið um það. Brotaþoli kvaðst hafa rifið í hárið á ákærðu og klipið í síðuna og magann á henni til að reyna að fá hana ofan af sér. Loksins hefðu dyraverðir komið og vinur vitnisins og reynt að toga ákærðu af vitninu, en hún hefði haldið fast í hnakkann á vitninu og ekki viljað sleppa. Loksins hefði ákærða sleppt og hefði hún verið tekin afsíðis. Farið hefði verið með vitnið í eldhús staðarins og eftir það hefðu lögreglumenn komið og tekið skýrslu af brotaþola og skutlað henni á sjúkrahús þar sem henni var sagt að hún væri nefbrotin. Spurt um það hvernig það hefði atvikast að þær duttu í gólfið kvaðst vitnið halda að það hefði rétt höndina fram og ætlað að ýta ákærðu niður, en hún hefði tekið það sem árás og stokkið á brotaþola. Vitnið tók fram að það væri ekki alveg öruggt á þessu. Vitnið neitaði því aðspurt að það hefði gripið í ákærðu, en útilokaði ekki að atburðarásin hefði verið eins og haft væri eftir vitninu í lögregluskýrslu. Vitnið kvaðst ekki hafa haft neina ástæðu til að ráðast á ákærðu. Hún hefði þó rifið í hárið á ákærðu og klipið í síðuna á henni meðan á áflogunum stóð. Þær hafi fyrst legið á hliðinni en síðan hefði ákærða farið ofan á hana. Neitaði vitnið því aðspurt að hafa togað í ákærðu og sagði að þá myndi vitnið hafa lent ofan á ákærðu. Það hefði ekki verið þannig, ákærða hefði endað ofan á brotaþola og sagði vitnið að líklegast væri að það hefði nefbrotnað þegar ákærða lenti ofan á vitninu af því að hún hefði „ekki náð góðu höggi“ á vitnið. Sagði vitnið að það hefði fengið högg á andlitið þegar ákærða stökk eða datt á vitnið, þá hefði vitnið fengið högg á nefið sem varð til þess að nefið brotnaði. Neitaði vitnið að hafa togað í hálsklút á ákærðu, en ákærða hefði haldið í andlitið á brotaþola. H lögreglumaður greindi frá því að lögregla hefði verið kvödd á staðinn vegna líkamsárásar. Vitninu hefði verið vísað á brotaþola og hefði það rætt við hana. Nokkur æsingur hefði verið á vettvangi og því hefði verið kallað á fleiri lögreglumenn. Meintur gerandi hefði verið fyrir utan staðinn og hefði verið tekinn inn í lögreglubíl. Fljótlega hefði verið tekin ákvörðun um að handtaka ákærðu. Brotaþoli grét mikið og það sá á andliti hennar. Fljótlega kom upp grunur um að hún væri nefbrotinn og á því hefði handtaka ákærðu verið byggð. Brotaþola hefði verið ekið á slysadeild. Sýnilegir áverkar hefðu verið á brotaþola, hrufl undir auga, skurður á nefi sem var bólgið og aflaga, sem gaf til kynna að það væri brotið. Vitnið kvaðst ekki hafa séð áverka á ákærðu, en tók fram að það hefði talað stutt við hana. Vitnið sagði brotaþola hafa lýst því að hún hefði talað við ákærðu út af pingpong-spili og hafi haldið því fram að ákærða hefði farið að pota í brotaþola og slegið hana með flötum lófa um leið og þær byrjuðu að tala saman. Hefði brotaþoli tekið í ákærðu, sem hefði verið árásargjörn, til að varna því að ákærða kæmist nær brotaþola og þá hafi ákærða stokkið á brotaþola þannig að þær hefðu endað á gólfinu. Brotaþoli hefði á því tímamarki ekki getað lýst því nánar hvað hefði gengið á þegar þær voru komnar á gólfið nema að hún hefði fundið mikið til í andlitinu. Hefði brotaþoli ekki vitað hvort ákærða hefði verið að kýla hana eða hvað hún var að gera. Spurt sagði vitnið að ákærða hefði verið mjög æst og sýnilega ölvuð, en brotaþoli ekki sýnilega. I lögreglumaður skýrði frá því að lögregla hefði verið kölluð til vegna líkamsárásar. Hann hefði talað við eitt vitni á staðnum og fengið framburð þess. Hefði vitnið lýst því að það hefði snúið baki að átökunum þegar þau byrjuðu en séð geranda liggja ofan á þolanda og lemja hana ítrekað. Vitnið G læknir staðfesti fyrir dómi vottorð dagsett 21. ágúst 2016 sem vitnið vann vegna málsins. Vitnið kvaðst aðspurt ekki geta sagt hvað lægi að baki þeim upplýsingum í vottorðinu að brotaþoli hefði hugsanlega verið skölluð í andlitið, enda hefði þetta verið skráð af þeim sem skoðaði brotaþola í endurkomu og haft er eftir brotaþola. Miðað við útlitið hefði nefbrotið stafað af höggi framan á andlitið. Mikið mar hafi verið yfir nefrótinni. Vitnið kvaðst ekki treysta sér til að útiloka að nefið hefði brotnað við fall þegar brotaþoli og ákærða féllu saman á gólfið. Vitnið D greindi frá því að það hefði verið á bjórkvöldi og tekið eftir því að ákærða hefði verið meira ölvuð en aðrir og óþolandi. Þegar kom að lokun staðarins hefðu þau verið beðin um að yfirgefa reykingasvæði staðarins þar sem loka átti helmingnum af því. Þá kvaðst vitnið hafa verið að ganga inn um dyrnar að [...] þegar vitnið hefði heyrt brotaþola segja: „Ég er komin með nóg af þessum helvítis tussulátum í þér.“ Vitnið kvaðst hafa litið við og séð brotaþola og ákærðu halda í hárið á hvor annarri. Ákærða hefði staðið uppi á bekknum inni í reykingasalnum og brotaþoli á jörðinni og báðar haldið í hárið á hvor annarri. Brotaþoli hefði verið að detta niður og togað ákærðu með sér á gólfið. Eftir það hefði orðið ringulreið og hafi fólk farið að skilja þær að. Kvaðst vitnið ekki hafa séð meira eftir það fyrr en brotaþoli komi út af staðnum í fylgd dyravarða og hefði haldið fyrir andlitið. Vitnið kvaðst ekki hafa séð högg eða átökin milli þeirra, en þær hefðu haldið í hárið á hvor annarri þegar þær féllu í gólfið. Spurt að því hvort vitnið hefði upplifað aðra hvora sem árásaraðila bar vitnið að ákærða hefði ekki truflað það mikið þótt hún væri orðin frekar drukkin, en það hefði ekki farið í taugarnar á vitninu en virtist fara mikið í taugarnar á brotaþola. Spurt sagðist vitnið hafa séð þær detta saman á gólfið. Þær hefðu haldið í hárið á hvor annarri og brotaþoli byrjað að leka í gólfið og hefði ennþá haldið í hárið á ákærðu sem hefði dottið með henni. Átökin hefðu staðið stutt yfir. Vitnið C skýrði frá því að það hefði verið á [...] í yfirbyggðu porti og setið á bás. Þá hefðu orðið ryskingar á bak við vitnið og það heyrt að einhver skall á gólfið. Vitnið kvaðst hafa litið við og séð að brotaþoli var kýld. Brotaþoli hefði legið á gólfinu og verið undir ákærðu. Fólk hafi verið fljótt að hópast að, en vitnið kvaðst hafa séð fjögur högg sem miðuð voru í andlit, en vitnið kvaðst ekki hafa séð hvar höggin lentu. Ákærða hefði setið klofvega ofan á brotaþola. Brotaþoli hefði reynt að verja sig og gera eitthvað á móti. Vitnið hafi verið tvo metra frá og upplifað ákærðu sem árásaraðila, en vitnið tók fram að það hefði ekki séð upphaf átakanna en þegar vitnið sá til hefði ákærða haft yfirhöndina. Vitnið kvaðst ekki muna til þess að hafa séð áverka á brotaþola á staðnum. Vitnið E kvaðst hafa verið á bjórkvöldi og verið úti að reykja með ákærðu. Ákærðu fannst brotaþoli vera ósanngjörn við hana, en þær höfðu unnið saman að verkefni. Brotaþoli hafði í tvígang tekið ákærðu fyrir í hópnum og hefði ákærða verið ósátt við það og vildi meina að það væri út af einhverju ósætti þeirra á milli vegna verkefnisins. Vitnið kvaðst hafa talað við ákærðu í stutta stund og eftir smástund hefðu þær fært sig yfir á „hitt reykingarsvæðið“. Vitnið kvaðst hafa verið orðin mjög drukkin og staðið við hliðina á ákærðu og brotaþola. Ákærða hefði staðið uppi á bekknum á reykingasvæðinu og brotaþoli staðið beint á móti ákærðu og voru þær að kallast á og kvaðst vitnið hafa haldið að þær væru að grínast og sagðist vitnið hafa hlegið að þeim. Brotaþoli hegði síðan hrifsað ákærðu niður og hefði ákærða endað ofan á brotaþola á gólfinu og verið þar í dágóðan tíma. Vitnið kvaðst ekki vita nákvæmlega hvað hefði gerst en allt í einu hefði verið komið blóð og allir að reyna að rífa þær í sundur. Eftir það hefðu þær verið dregnar út af dyravörðum. Spurt hvernig þær hefðu dottið á gólfið sagði vitnið að brotaþoli hefði tekið í axlirnar á ákærðu og hent sér aftur á bak með ákærðu ofan á sér. Þær hefðu áður rifist. Á gólfinu hefði ákærða verið ofan á brotaþola og haldið henni niðri, en vitnið kvaðst ekki hafa séð nein högg, en í huga vitnisins hefðu þær verið í átökum án þess að vitnið gæti lýst því nánar. Vitnið kvaðst ekki hafa séð nein ákveðin högg, en séð hendur í hári og klór, en ekkert umfram það. Sagði vitnið þær báðar hafa verið gerendur. Brotaþoli hefði byrjað þetta. Hún hefði verið leiðinleg allt kvöldið og togað í ákærðu, en ákærða hefði klárað þetta og haldið brotaþola niðri miklu lengur. Vitnið tók fram að það væri vinkona þeirra beggja. Vitnið A skýrði frá því að það hefði komið sem gestur með brotaþola á bjórkvöld nemendafélags [...]. Leikurinn beer pong hefði verið í gangi, en þurft hefði að færa leikinn til. Brotaþoli hefði spurt um laust borð til að halda leiknum áfram. Vitnið sagði brotaþola hafa verið að tala við ákærðu og vitnið litið frá brotaþola í smástund. Vitnið hefði upplifað það þannig að þær hefðu verið að tala saman enda engin öskur eða þannig. Þegar vitnið leit við sá það ákærðu standa uppi á borðinu og þær eitthvað æstari. Sá vitnið ákærðu stökkva á brotaþola og lemja hana. Vitnið kvaðst hafa reynt að skilja þær að. Þrír dyraverðir hefðu komið og ýtt vitninu frá og reynt að ná þeim í sundur. Vitnið kvaðst síðan hafa farið með brotaþola inn í eldhús staðarins til að huga að sárum hennar. Spurt um átök á gólfinu kvaðst vitnið hafa séð ákærðu slá brotaþola en hefði ekki séð hvar höggið lenti. Þá hefði vitnið séð ákærðu rífa í hárið á brotaþola sem hefði reynt að ýta henni frá. Vitnið neitaði því aðspurt að brotaþoli hefði lagt hendur á ákærðu og kvaðst ekki hafa tekið eftir því. Vitnið sagði ákærðu hafa ráðist á brotaþola og hefði vitnið upplifað ákærðu sem árásaraðila. Brotaþoli hefði verið með stóran skurð á nefi og allt andlitið í blóði. Spurt um þann framburð vitnisins hjá lögreglu að það hefði ekki séð ákærðu kýla brotaþola leiðrétti vitnið sig og kvaðst hafa munað atvikin betur þegar það gaf skýrslu hjá lögreglunni. B skýrði frá því að hann hefði verið dyravörður á [...] í maí 2016. Tvær stúlkur hefðu verið í reykingaskálanum á staðnum. Þegar vitnið kom að hefði önnur þeirra staðið uppi á borði og hin verið á gólfinu og voru þær að kljást. Nokkur troðningur hefði verið á staðnum og erfitt að sjá hvað gerðist. Vitnið kvaðst hafa þurft að skilja þær í sundur því að þær hefðu verið að berja hvor aðra. Mikið hefði þurft að hafa fyrir því að ná hendi úr hári. Þær hafi verið að slást og snúa hefði þurft upp á höndina á annarri stúlkunni til að losa hana úr hárinu á hinni. Blætt hefði úr hársverðinum. Spurt kvaðst vitnið ekki muna hvor stúlkan það hefði verið, en sú hefði verið ofan á og litið hefði út fyrir að hún væri gerandinn. Það hefði litið þannig út að sú sem var undir hefði verið þolandinn, en vitnið tók fram að það hefði ekki séð upphaf átakanna. Vitnið kvaðst hafa séð til þeirra áður en þær fóru í gólfið og útilokaði ekki að brotaþoli hefði togað ákærðu niður af borðinu. Þær hefðu verið að kljást þá líka og hefði brotaþoli vissulega getað togað ákæru niður, en vitnið kvaðst ekki geta verið visst á því, enda hefði verið troðningur á svæðinu. Þessi átök hefðu staðið stutt og aðeins í nokkrar mínútur eða þar til að þær hefðu verið aðskildar. Báðar hefðu slegið frá sér. J skýrði frá því að hann hefði verið á reykingarsvæðinu á „[...]“ ásamt ákærðu. Skætingur hefði verið á milli ákærðu og brotaþola. Brotaþoli hefði beðið þau að færa sig af því að búið var að stilla upp í leikinn „beer pong.“ Ákærða hefði ekki tekið vel í það og þær hefðu byrjað að hreyta ónotum hvor í aðra. Ákærða hefði staðið uppi á sætinu við bekkinn og hefði brotaþoli rifið í ákærðu og „tekið hana yfir sig“ og eftir það hefðu þær byrjað að slást. Brotaþoli hefði haldið í hárið á ákærðu sem hefði kýlt brotaþola þremur eða fjórum höggum í nefið og í andlitið. Spurt hvort vitnið hefði upplifað aðra þeirra sem árásaraðila sagði vitnið svo ekki hafa verið, þær hefðu báðar verið jafnar. Á gólfinu hefðu þær legið hlið við hlið og verið að „henda höggum á hvora aðra.“ Vitnið kvaðst aðspurt hafa séð brotaþola slá ákærðu. Þá kvaðst vitnið hafa séð klórför á ákærðu en brotaþoli hefði verið með sprungið nef og hefði blætt úr henni. Báðar hefðu verið ölvaðar og æstar eftir að atvikið byrjaði. Vitnið sagði ákærðu og brotaþola vera skólafélaga vitnisins. Einnig gáfu skýrslu fyrir dómi vitnin K og L lögreglumenn. III Ákærðu í máli þessu er gefin að sök líkamsárás í Reykjavík með því að hafa 14. maí 2016 á skemmtistaðnum [...] veist að Y og kýlt hana ítrekað í andlitið með þeim afleiðingum að Y hlaut mar á augnloki og augnsvæði, sár á nefi, yfirborðsáverka í andliti, mar á vinstra hné og nefbrot. Ákærða neitar því að hafa kýlt Y í andlitið og krefst sýknu. Lýsti ákærða því að brotaþoli hefði rifið í klút sem hún var með vafinn um hálsinn og togað hana niður þannig að þær hafi báðar fallið harkalega í gólfið. Kvaðst ákærða hafa skollið ofan á brotaþola og þær lent í átökum, en ekki hefðu verið kýlingar eða spörk á milli þeirra. Þá kvaðst ákærða ekki vita hvernig það atvikaðist að brotaþoli nefbrotnaði. Samkvæmt framburði brotaþola fyrir dómi var ákærða dónaleg við brotaþola í umrætt sinn og kallaði hana ýmsum nöfnum. Ákærða hefði staðið uppi á bekk og hallað sér yfir brotaþola. Án þess að brotaþoli vissi hvernig það hefði atvikast hefðu þær báðar endað á gólfinu. Annað hvort hefði ákærða stokkið á brotaþola eða dottið og látið höggin dynja á brotaþola eftir að þær voru komnar á gólfið. Hefði ákærða haldið í hárið á brotaþola og gripið um andlitið á brotaþola og haldið í það. Nánar aðspurð sagðist brotaþoli halda að hún hefði rétt höndina fram og ætlað að ýta ákærðu niður, en hún hefði tekið því sem árás og stokkið á brotaþola, en vitnið væri ekki öruggt á þessu og útilokaði ekki að atvikin hefðu verið með þeim hætti sem brotaþoli lýsti fyrir lögreglu. Í lögregluskýrslu, sem tekin var af brotaþola, er haft eftir henni að hún hafi orðið mjög reið yfir framkomu ákærðu og tekið í trefil sem ákærða var með og ætlað að ýta henni frá sér, en ákærða hefði tekið því þannig að verið væri að ráðast á sig og stokkið á hana og rifið í hárið á brotaþola og þær fallið á gólfið. Hefði ákærða haldið í nefið á brotaþola og hafi hún fundið að hún var komin með blóðnasir. Fyrir dómi neitaði brotaþoli því aðspurð að hafa togað í ákærðu, en sagði að ákærða hefði lent ofan á brotaþola og sagði að líklegast væri að hún hefði nefbrotnað þegar ákærða lenti ofan á henni „af því að hún hefði ekki náð góðu höggi“ á vitnið. Sagði brotaþoli að hún hefði fengið högg á andlitið þegar ákærða stökk eða datt á brotaþola. Þá hefði hún fengið högg á nefið sem varð til þess að nefið brotnaði. D lýsti því fyrir dómi að hún hefði séð brotaþola toga ákærðu niður af bekk og þær detta saman í gólfið. Eftir það hefði orðið ringulreið og þær verið skildar að. Vitnið kvaðst ekki hafa séð högg eða nein átök á milli þeirra, en þær hefðu haldið í hárið á hvor annarri þegar þær duttu. C lýsti ryskingum og kvaðst hafa heyrt einhvern detta í gólfið og litið við og séð að brotaþoli hefði verið kýld. Vitnið sagði brotaþola hafa legið á gólfinu og ákærðu ofan á henni. Fullyrti vitnið að það hefði séð fjögur högg sem miðuð voru í andlit brotaþola, en það hefði ekki séð hvar höggin lentu. E skýrði frá því að brotaþoli hefði hrifsað ákærðu niður af bekk og hefði ákærða lent ofan á brotaþola á gólfinu. Kvaðst vitnið ekki vita hvað hefði gerst, en allt í einu hefði sést blóð. Vitnið taldi brotaþola og ákærðu hafa verið í átökum sín á milli, en vitnið hefði ekki séð nein högg, en séð hendur í hári og klór. A fullyrti fyrir dómi að hann hefði séð ákærðu slá brotaþola, en ekki hvar höggin lentu, en dró svo úr því þegar hann var spurður út þann framburð hjá lögreglu að hann hefði ekki séð ákærðu slá brotaþola og sagðist hafa munað atvikin betur við skýrslugjöf hjá lögreglu. Vitnið B, dyravörður á [...], skýrði frá því að þurft hefði að skilja ákærðu og brotaþola í sundur, en þær hefðu verið að berja hvor aðra. Loks sagði J að brotaþoli hefði rifið í ákærðu og „tekið hana yfir sig“ og eftir það hefðu þær byrjað að slást. Vitnið sagði brotaþola hafa rifið í ákærðu sem hefði kýlt ákærðu þremur eða fjórum höggum í nef og andlitið. Með vísan til þess sem nú er fram komið þykir upplýst í málinu að ákærða féll ofan á brotaþola af bekk sem hún stóð upp á með þeim afleiðingum að báðar skullu harkalega á gólfið. Samkvæmt trúverðugum framburði brotaþola taldi hún líklegast að hún hefði nefbrotnað þegar ákærða skall ofan á henni því hún hefði „ekki náð góðu höggi“ á brotaþola. Þá segir í læknisvottorði G að brotaþoli hafi mögulega verið „skölluð“ í andlitið. Er þannig ekki hafið yfir skynsamlegan vafa í málinu að brotaþoli hafi hlotið þá áverka sem lýst er í ákærunni með öðrum hætti en þar er tekið fram, en ákærða verður ekki dæmd fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt 108. gr. nefndra laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má henni í óhag á ákæruvaldinu og verður að skýra skynsamlegan vafa ákærðu í hag, sbr. 109. gr. laganna. Þegar litið er til þess sem að framan er rakið og upplýst er í málinu er það mat dómsins að lýsing á ætlaðri refsiverðri háttsemi ákærðu í ákæruskjali eigi sér hvorki viðhlítandi stoð í málsgögnum né í framburði brotaþola fyrir dómi eða annarra vitna sem gáfu skýrslu í málinu. Samkvæmt þessu er það mat dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hafi gerst sek um brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga og verður hún sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Af þessari niðurstöðu leiðir að bótakröfu Y í málinu er vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með talda þóknun skipaðs verjanda ákærðu, Björns Vékelssonar hdl., sem þykir hæfilega ákveðin 744.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Anton Elínusson aðstoðarsaksóknari. Dóm þennan kveður upp Sær Gunnarson héraðsdómari. Ákærða, X, er sýkn af ákæru í máli þessu. Skaðabótakröfu Y er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda ákærðu, Hafþórs Númasonar héraðsdómslögmanns, 744.000 krónur. Brynjólfur Játmundsson
Forseti minnir á að atkvæðagreiðslur verða hér strax að loknu 1. dagskrármáli. Hæstv. forseti. Í morgun fór fram kynning á skýrslu McKinsey um stöðuna í heilbrigðismálum. Í þeirri skýrslu var kastljósinu beint að afköstum á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni starfsmanna á spítalanum. Jafnframt var fjallað um nýtingu fjármuna og gæði veittrar heilbrigðisþjónustu. Þar að auki var fjallað um samspil Landspítalans við aðra hluta heilbrigðiskerfisins, þar á meðal heilsugæsluna og sérfræðinga á eigin stofum. Þar kom fram að stór hluti veittrar þjónustu á Landspítala sé bráðaþjónusta vegna einfaldra vandamála og ýmis starfsemi hafi færst á einkastofur á árunum 2012–2015. Í stuttu máli má segja að íslenska heilbrigðiskerfið þarfnist skýrari stefnu með tilliti til hvar og í hvaða magni skuli veita þjónustu. Þjónustu Landspítalans ætti að skipuleggja í samræmi við þá stefnu. Fram kom að nú þegar yfirvöld á Íslandi eru á ný að setja aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið eftir niðurskurðarárin gefist einstakt tækifæri til að endurmeta kerfið og tryggja að auknar fjárveitingar nýtist sem best með tilliti til gæða heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi sé nauðsynlegt að líta til land- og líffræðilegra þátta sem áhrif hafa á þörf landsmanna fyrir aukna heilbrigðisþjónustu. Þessar niðurstöður eru í miklu samræmi við það sem við framsóknarmenn höfum haldið fram og talað fyrir í nokkurn tíma. Það þarf að vinna heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Það þarf að fara í stefnumótun og skýra hvaða þjónustu eigi að veita í heilbrigðiskerfinu um land allt. Þar þarf m.a. að taka tillit til aldurssamsetningar íbúa, samgangna, fjarlægða og ýmissa annarra þátta. Tengja þarf byggðaaðgerðir við þessa heilbrigðisáætlun með það að markmiði að fá heilbrigðisstarfsfólk til fastra starfa víða um landið. Með því að styrkja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og færa þeim aukin verkefni með því að styrkja betur við hjúkrunarheimili víða um land getum við með góðu móti létt því álagi sem er á Landspítalanum og án efa aukið skilvirkni í kerfinu. Forseti. Mig langar að byrja á að taka heils hugar undir það sem kom fram í máli hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur. Það er mjög mikilvægt að við förum í langtímaáætlun um þessa stóru pósta í samfélagi okkar. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ekki þurfi að skipa oftar þverpólitískar nefndir þingmanna um svona stóra málaflokka til að geta haldið áfram á einhverri sameiginlegri vegferð sem er ekki alltaf undir því komin hver fer með völd. Þetta eru málefni sem allir þingmenn eiga að láta sig varða og finna sameiginlegar lausnir á og það var akkúrat megininntak þess sem mig langaði til að ræða núna af því að ég er enn hugsi eftir þennan rosalega upplýsandi fund með umboðsmanni Alþingis í gær þar sem hann endurtók margt sem við ættum að vera búin að finna einhverjar leiðir til að bregðast við. Eitt af því sem umboðsmaður Alþingis ræddi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær var mikilvægi þess að hér fari fram vönduð lagasetning og að við nýtum okkur þá fagþekkingu sem finnst t.d. í undirstofnunum ráðuneyta og í ráðuneytunum sjálfum til að lagasetningin verði vönduð. Ég man eftir því að búin var til ágætisbók til að hafa til hliðsjónar hvernig vönduð lagasetning er gerð. Því miður er það svo að alltaf við þinglok og þá sér í lagi við lok kjörtímabils þá virðast allir gæðastaðlar hverfa og það eina sem virðist vaka fyrir ráðherrum og þingmönnum er að koma lögum í gegn eins hratt og mögulegt er til að geta fengið heiður fyrir að hafa komið einhverjum málum í gegn. Því tel ég mjög brýnt að við finnum leiðir til þess að vinna saman, þverpólitískt, að stórum málum á vandaðan hátt, því að Hæstv. forseti. Ég ætla að víkja að opnum fundi hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í gær þar sem árleg skýrsla var til umfjöllunar. Þessi viðburður í samskiptum nefndarinnar og umboðsmanns er afar mikilvægur og fundurinn í gær var sérstaklega vel heppnaður, ekki einvörðungu til þess að draga fram helstu áherslur og verkefni í starfi umboðsmanns í þágu borgaranna heldur ekki síður að koma þeim upplýsingum á framfæri opinberlega. Ýmsan lærdóm má draga af þeim fundi eins og fyrirkomulag og þróun úrskurðarnefnda, flokkun viðfangsefna og árangur embættisins í innra skipulagi og úrvinnslu mála og fækkun kvartana. Það er þó einkum tvennt sem ég vil nefna og er einlægur vilji til að bæta úr. Hið fyrra er möguleiki embættisins til að sinna frumkvæðisathugunum, sem hefur auðvitað óumdeilt forvarnavægi og er í senn öflugt aðhaldstæki ásamt og til viðbótar öðrum þeim leiðum sem til að mynda þingið hefur til þess að halda uppi virku aðhaldi með framkvæmdarvaldinu. Þess utan að umboðsmaður sem trúnaðarmaður Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu geti sinnt því mikilvæga hlutverki sínu og til hins ýtrasta. Frumkvæðiseftirlitið í þessu formi er þá til þess fallið að stuðla enn frekar að umbótum í stjórnsýslunni og tryggja betur rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Hitt málið er framkvæmdir við aðgengi að embættinu, aðgengi hreyfihamlaðra að skrifstofum umboðsmanns. Í hinu stærra samhengi er jafnrétti kjarni sjálfsagðra mannréttinda og það á við um hina lagalegu vernd, eins og kemur fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um jafnt aðgengi. Umboðsmaður sagði og gerði að lokaorðum sínum að ekki færi vel á því að embættið byggi við slíkt aðstöðuleysi og kallaði sérstaklega eftir fjármagni til úrbóta. Virðulega forseti. Við ættum að svara þessu kalli hið fyrsta. Hæstv. forseti. Nú er loksins búið að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Það hefur tekið hæstv. ráðherra þrjú og hálft ár að koma því frumvarpi inn í þingið. Það er mikið réttlætismál að gera breytingar á almannatryggingakerfinu en samtímis eru það mikil vonbrigði að frumvarpið gangi ekki lengra í átt til kerfisbreytingar og sé ekki unnið í meiri sátt við félög eldri borgara og að öryrkjar séu algjörlega skildir eftir í þessum breytingum. Ekki er búið að mæla fyrir málinu en nú þegar er okkur alþingismönnum farnar að berast mótbárur og athugasemdir við frumvarpið. Mér finnst það mikið áhyggjuefni því að eins og ég sagði er það réttlætismál að við breytum almannatryggingakerfinu. Það sem helst eru gerðar athugasemdir við er að skerðingarmörkin verði of há og að fullkomið afnám frítekjumarka verði mjög ósanngjarnt, ekki síst þegar litið er til atvinnutekna. Þá er með engu móti í frumvarpinu verið að mæta kröfu okkar, Samfylkingarinnar og annarra í minni hlutanum, Pírata, VG og Bjartrar framtíðar. Við höfum viljað að lífeyrisþegum væru tryggðar sömu kjarabætur og öðru launafólki til að koma í veg fyrir kjaragliðnun og aukinn ójöfnuð þar af leiðandi. Hér eru engar vísbendingar um að fara eigi með almannatryggingar upp í 300 þús. kr. eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði og hér er engin tilraun gerð til að bæta fyrir það að lífeyrisþegar fengu ekki leiðréttingu aftur til 1. maí 2015 Virðulegi forseti. Þegar einhver vandamál steðja að, ýmist í einhvers konar stofnun eða félagi eða hvaðeina, mundu flestar sammælast um að góð vinnubrögð væru þau að reyna að skilja vandamálið til hlítar og reyna að finna einhverjar lausnir á því. Þá er hvatinn að leysa vandamálið, hvatinn er til þess að komast að hinu sanna. Ég hef hins vegar tekið eftir því á þeim stutta tíma sem ég hef verið í pólitík, og þó reyndar lengur þegar ég var almennur borgari, að í pólitík er annar hvati. Það er annar hvati til staðar sem snýr ekki að því að komast að hinu sanna, snýst ekki um það að skilja hlutina hvað best heldur að skilja þá sem mest á þann hátt að þeir komi pólitískum andstæðingum sem verst. Þetta þykir eðlilegur hluti af pólitík. Mér finnst það undirstrika punktinn og mér finnst því mikilvægara að koma þeim skilaboðum áleiðis að við eigum að hafna slíkum málflutningi, sem er augljóslega settur fram til þess eins að koma höggi á einhvern annan en ekki til þess að komast að hinu sanna, hvað þá að bjóða upp á úrbætur. Það eru vissulega einhverjir gallar á öllum mannlegum ferlum, innan sem utan þings, en ef við ætlum ekki að skoða þá með hliðsjón af því að finna út úr því hvað er raunverulega að þeim og hvernig er hægt að bæta þá erum við í skásta falli að sóa tíma okkar og í versta falli að vera til ógagns. Þess vegna langar mig að leggja það til við áheyrendur sem hlusta á pólitíkusana að meta hvað þeim gengur til. Til hvers eru þeir að segja það sem þeir segja? Sömuleiðis langar mig að hvetja hv. alþingismenn og aðra stjórnmálamenn almennt, fólk almennt í lífinu, til að reyna að skilja hlutina sem best, ekki bara að því markmiði að reyna að láta þá líta svona eða hinsegin út. Það er kallað óheiðarlegt þegar það kemur fram annars staðar en í pólitíkinni. Það sem mér finnst skrýtið er að þeim óheiðarleika í pólitík er tekið sem sjálfsögðum hlut. Það undirstrikar punktinn. Forseti. Það þarf að breyta tekjuskiptingunni í landinu. Það þarf að skera þjóðarkökuna upp á nýtt. Ég veit ekki hvað oft ég hef sagt það í þessum ræðustól. En það þarf ekki aðeins að breyta því hvernig tekjuskiptingin er milli fólks og fyrirtækja og ekki nóg að minnka bilið milli ríkra og fátækra, það þarf líka að breyta tekjuskiptingunni á milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin sjá um gríðarlega mikilvæga málaflokka, leikskólana og grunnskólanna, málefni fatlaðra og menningarmál hvers konar, bara til að nefna nokkur dæmi. Sveitarfélögin hafa ekki næga peninga til þess að sinna þeim áríðandi verkefnum vegna þess að tekjuskiptingin milli ríkis og sveitarfélaga er gamaldags og úrelt. Hvernig er hægt að breyta því, forseti? Hvernig er hægt að sjá til þess að sveitarfélögin geti sinnt þessum verkefnum? Það er hægt að gera með því að við ákveðum í þessum sal að stærri hluti af tekjum ríkisins renni til sveitarfélaganna. Það væri lágmark að samþykkja frumvarp sem legið hefur í þinginu frá 2015 um hlutdeild í sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki til að vega upp á móti tekjutapi sveitarfélaganna vegna þess þegar leyft var að ráðstafa séreignarsparnaði til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Forseti. Ég reyni að vera ekki vænisjúk og almennt hlusta ég ekki á samsæriskenningar, en ég velti því fyrir mér hvort tregðan til að ráðstafa sanngjörnum hlut til sveitarfélaganna sé vegna þess að stjórnarandstöðuflokkarnir eru í stjórn í stærsta sveitarfélaginu. Getur það verið, virðulegi forseti, að það sé látið bitna á leikskólum, grunnskólum, málefnum fatlaðra, að þeir geti ekki hugsað sér að veita nægilega peninga til sveitarfélaganna af því stjórnarandstöðuflokkarnir stjórna í Reykjavík? Virðulegi forseti. Mér er mjög umhugað um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna, ekki síst vegna þess að nýlega kom frumvarp frá menntamálaráðuneytinu þar sem ákveðnar kerfisbreytingar voru lagðar til grundvallar. LÍN-málið er nú í umsagnarferli hjá hv. allsherjar- og menntamálanefnd. Það er ljóst að þegar um eins umfangsmiklar breytingar er að ræða og við erum að tala um núna í LÍN-frumvarpinu eru mjög skiptar skoðanir á gæði þeirra, forsendum og t.d. hvaða menntastefna liggur til grundvallar. Ég skil ekki af hverju samráðsferlið sem var til grundvallar þessu frumvarpi var jafn rýrt og raun ber vitni. Það er nánast undantekningarlaust þannig að þeir aðilar sem voru fengnir til þess að skila inn umsögn kvarta yfir því að það hafi verið eins konar sýndarsamráð í gangi við gerð frumvarpsins. Þess vegna sé ég ekki hvernig hv. allsherjar- og menntamálanefnd ætti að geta afgreitt frumvarpið, þar sem það er ekki nógu vel unnið hjá ráðuneytinu. Það er t.d. ekki búið að gera neina kynjaða hagfræðigreiningu á því hvaða áhrif hærri greiðslubyrði láglaunastétta mun hafa til að mynda á konur og ákveðnar stéttir. Forseti. Ég held að það væri betra ef við mundum reyna að búa til þverpólitískan samstarfsvettvang, samráðsvettvang, til þess að ræða svona miklar kerfisbreytingar. Svona lagað gerist einungis í sátt, annars fer næsta stjórn að hringla með þetta í þokkabót. Við þurfum að taka það til okkar sem við erum búin að læra á þessu kjörtímabili, að þverpólitískar nefndir, eins og útlendinganefndin, skila árangri. Við getum alveg tekið það til fyrirmyndar. Hæstv. forseti. Ég finn mig knúinn til að ræða lítillega frumvarp til laga um breytingu á almannatryggingalögunum, ekki síst út af orðum hv. þm. Sigríðar Ingibjargr Ingadóttur áðan. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það frumvarp hafi komið fram nú eftir þrjú og hálft ár vegna þess að fyrstu tvö ár þessa kjörtímabils var starfandi nefnd um endurskoðun þessa kerfis, stór og fjölmenn nefnd sem vann vel saman lengst af og skilaði niðurstöðum 29. febrúar sl. Í þeirri nefnd var, eins og ég sagði, góður starfsandi lengstum en það dróst um tvo mánuði að nefndin skilaði af sér vegna þess að starfandi formaður hennar þá, sá sem hér stendur, reyndi að ná sem flestum saman um tillögur nefndarinnar. Illu heilli tókst það ekki vegna þess að einn stór hagsmunahópur, þ.e. bandalag öryrkja, ákvað undir lokin að fara frekar veg með stjórnarandstöðuflokkunum á þingi en að reyna að hafa áfram áhrif á störf nefndarinnar og niðurstöðu hennar. Það er að sjálfsögðu slæmt. Engu að síður komu þessar tillögur fram í febrúarlok síðastliðnum og tillögurnar eru í raun og sann stærsta breyting sem orðið hefur á þessu kerfi áratugum saman. Þess vegna kann ég ekki við að fulltrúi þess flokks sem lengst hefur sýslað með velferðarmál á Íslandi, áratugum saman, án þess að gera neitt nema bútasauma skuli svo koma hér og gera lítið úr því sem gert er nú með þessu frumvarpi, sem er fyrsta skrefið í þá átt að tillögur nefndarinnar téðrar komi fram öllum til hagsbóta sem eiga hlut að máli og til þess Hæstv. forseti. Umfjöllun fjölmiðla undanfarinn sólarhring um að þingmenn séu að verja dýraníð er með eindæmum undarleg, í raun fráleit, og gefur villandi mynd af stöðu mála. Enginn þingmaður hefur tekið þátt í því að verja dýraníð. Tillögur sem fyrir atvinnuveganefnd lágu voru báðar ófullkomnar og miklu meiri undirbúning þurfti til að standa að slíkri breytingu. Að fella niður stuðning eða beingreiðslur til bænda út af slíkum brotum er flókið verkefni og við viljum að sú lagasetning verði vönduð. Þess vegna var málið tekið aftur inn milli umræðna og hefur meiri hluti atvinnuveganefndar unnið málið áfram og útfært tillögu sem nú liggur fyrir. Það er hins vegar rétt að vekja athygli á því að MAST hefur ríkar heimildir og úrræði til að beita í slíkum málum. Eitt af þeim er vörslusvipting. Hafi bóndi verið sviptur bústofni fær hann eðlilega ekki greiðslur samkvæmt búvörusamningi. Þá hefur MAST sektarheimildir sem beitt er til að þrýsta fram endurbótum, þær sektarheimildir geta hæglega gert allar greiðslur til bænda upptækar. Hæstv. forseti. Það ver enginn dýraníð. Við lifum í siðuðu samfélagi þar sem við samþykkjum ekki slíkt. Almennt eru velferðarmál dýra í góðu lagi á Íslandi og eigendur búfjár mjög meðvitaðir um ábyrgð sína. Með nýrri löggjöf um velferð dýra komu nýjar reglur um aðbúnað þeirra. Margir bændur í öllum búgreinum standa nú frammi fyrir því að gera dýrar úrbætur á húsum til að bæta aðbúnað. Nemur kostnaður við þær úrbætur mörgum milljörðum króna. Það er allt frá því að þurfa að reisa nýjar byggingar til þess að gera endurbætur sem eru umfangsminni. Hæstv. forseti. Enginn vill loka augunum fyrir því að upp hafa komið alvarleg tilfelli þar sem skepnur líða fyrir slæman aðbúnað. Þau tilfelli munu því miður koma áfram upp. Það sem skiptir máli er að við látum okkur öll slíkt varða. Þau tilfelli eru oftar en ekki með rót í öðrum vandamálum, svo sem félagslegri stöðu, veikindum og öðrum þáttum en þeim sem endilega blasa við þegar Ég hafna því umræðu um að þingmenn Hæstv. forseti. Það var mikið fagnaðarefni þegar hæstv. menntamálaráðherra ákvað að setja niður diplómanám í lögreglufræði fyrir starfandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Þrátt fyrir að gagnrýni kæmi á þá ákvörðun hæstv. menntamálaráðherra vil ég segja að Háskólinn á Akureyri var sannarlega vel að því kominn að taka við þessari námsbraut. Það hefur sýnt sig að nú þegar hafa yfir 170 einstaklingar sótt um nám á þessari námsbraut. Það er gleðiefni að kynjahlutfall er til þess að gera nokkuð jafnt og nú þegar hefur háskólinn samþykkt 130 umsóknir. Mig langar til að fara aðeins yfir að dreifingin eftir kjördæmum er þannig að í Norðausturkjördæmi eru 18% þeirra sem hafa sótt um, úr Norðvesturkjördæmi koma 15,5%, úr Reykjavík 25,5%, Suðurkjördæmi 14,5%, Suðvesturkjördæmi 25,5% og erlendis frá 1,2% nemenda. Þegar ég les þessar tölur minnist ég þess að ég var á ráðstefnu í London fyrir nokkrum árum þar sem ég hitti skólastjórnanda úr bandarískum háskóla og hann sagði mér að þar væru 4.000 staðarnemendur en 40.000 nemendur vítt og breitt um heiminn. Það er nákvæmlega það sem Háskólinn á Akureyri býður upp á, að nemendur geti unnið námið heima hjá sér, komið í staðarlotur Til hamingju, Háskólinn á Akureyri. Virðulegur forseti. Mig langar að taka upp þráðinn þar sem hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir hvarf hér áðan um skiptingu verkefna og tekjustofna á milli ríkis og sveitarfélaga. Það hefur löngum verið umræða að sveitarfélögin þurfi fleiri tekjustofna en þau hafa í dag. Margoft hefur það verið rætt á milli ríkis og sveitarfélaga hvernig haga mætti þeim þáttum og hvar og hvernig sveitarfélögin gætu fengið fleiri tekjustofna til sín. Menn hafa nefnt hér bensínskattinn, að að hluta til ætti bensínskattur að renna til sveitarfélaganna þar sem þeirra er ábyrgðin á samgöngum innan síns sveitarfélags o.s.frv. Menn hafa rætt um marga aðra þætti en illa gengur að komast að niðurstöðu um hvernig auknir tekjustofnar koma til sveitarfélaganna. Hins vegar er nauðsynlegt með því sem við horfum á í dag að við virðum þetta stjórnsýslustig sem sveitarfélögin eru. Gerum því stigi hærra undir höfði, færum fleiri verkefni til sveitarfélaganna vegna þess að þar er nærþjónustan og þeir þekkja betur sem þar starfa sitt eigið nærsamfélag, betur en við sem sitjum hér á Alþingi og setjum landinu lög sem flestir eiga að ferðast um í. Hins vegar hafna ég alfarið því sem fram kom í máli hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur, að stjórnarflokkarnir hér og nú, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, vilji ekki auka hlutdeild sveitarfélaga í tekjustofnum vegna þess að í Reykjavík séu Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar við völd. Mér þykja samsæriskenningar vera farnar að fljúga ansi hátt. Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Þórunni Egilsdóttur fyrir að nefna hér og gefa greinargóða lýsingu á því sem tengist landbúnaðarsamningunum sem hafa verið til umræðu og varða dýraníð. Ég hef, eins og aðrir hv. þingmenn, orðið vör við þó nokkra umræðu um þetta á samfélagsmiðlunum svokölluðu og öðrum miðlum. Það er ekki örgrannt um að sú umræða sé í nokkurri geðshræringu en auðvitað er hér ekki nokkur þingmaður sem mundi styðja það, hvorki beint né óbeint, að dýraníðingar væru að störfum með eða án ríkisstyrkja. Sum umræða fer fram í mikilli geðshræringu og þannig er háttað til um það mál sem ég ætlaði aðeins að fá að nefna. Á síðustu dögum þingsins hafa mjög verið til umræðu svokallaðir bankabónusar sem voru þó eiginlega ekki hinir eiginlegu bankabónusar heldur var um að ræða umbun sem eignarhaldsfélög sem tóku við eignum af föllnu slitabúunum ákváðu að greiða starfsmönnum sínum gegn árangri við sölu eigna. Í þessum sal varð mikil umræða um þetta mál í mikilli geðshræringu og stór orð féllu, gífuryrði sem ekki varð annað séð en hafi byggst á töluverðum misskilningi. Vonandi var það óafvitandi en ekki skipulagt. Það kom mér sérstaklega á óvart, einkum vegna þess að það er ekki lengra síðan en ár þegar hv. þingmenn tóku þátt í því að liðka til fyrir nauðasamningum við þessi slitabú. Slitabúin greiddu yfir 500 milljarða í ríkissjóð gegn því að þau færu með aðrar eignir sínar úr landi. Menn töluðu um græðgi í bankabónusum. Ég kalla það auðvitað ekkert annað en græðgi þegar menn vilja ganga jafnvel enn lengra á eignir erlendu kröfuhafanna í stað þess að fagna því að eitthvað af þeim verður þó eftir hér í formi skattgreiðslna, 700 milljarðar ef ég þekki rétt. Ég vildi nefna að hv. efnahags- og viðskiptanefnd samþykkti í morgun allt að einu Virðulegur forseti. Eftir því sem líður á störf þingsins á þessu kjörtímabili verður það augljósara, að ekki að segja pínlega augljóst, hve lítill skoðanamunur er á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, þótt þeir skiptist í fjóra flokka. Í hverju málinu á fætur öðru nær allt þetta kjörtímabil, í nefndaráliti eftir nefndarálit, í afstöðu eftir afstöðu hefur vart gengið hnífurinn þar á milli. Þó að auðvitað sé áherslumunur í einu og einu atriði, um landbúnaðarmál eða höfundarétt, þá er hann hvergi meiri en einfaldlega gerist innan fjölmargra stjórnmálaflokka. Þegar nú færist nær kosningum bætist það við að ekki verður betur séð en að þessir fjórir stjórnmálaflokkar hafi í öllum meginatriðum uppi sömu stefnuáherslur um næsta kjörtímabil. Þess vegna vil ég segja að það skiptir öllu máli að í kosningunum næstu verði breytingar á störfum þingsins næstu árin, það taki við nýr meiri hluti sem vinni að félagslegum úrbótum og að hagsmunum almennings. En til þess að minni hluti verði að meiri hluta þarf minni hlutinn að vera trúverðugur. Og til að þau öfl sem hafa staðið hér að stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil séu það tel ég nauðsynlegt að menn sameinist í þessum ólíku flokkum um sameiginlega verkefnaskrá á Alþingi fyrir næstu fjögur ár, þannig að stuðningsmenn allra þessara flokka og allir þeir á Íslandi sem vilja breytingar eigi skýran valkost. Ella er hætt við að hér haldi áfram sama ríkisstjórnin að viðbættu hjólinu Viðreisn. Herra forseti. Undanfarna daga hefur mikið verið í umræðunni breytingartillaga mín í atvinnuveganefnd varðandi búvörusamninginn um að það væri heimilt að fella niður ríkisstyrki ef dýravelferðarlögin væru brotin og bændur stunduðu dýraníð. Ég ætla ekki þeim 26 þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu að þeir meini með því að það sé í lagi að veita breingreiðslur til þeirra sem stunda dýraníð. En ég spyr mig líka: Nú lá þessi búvörusamningur fyrir þar sem ekkert var tekið á þessum málum. Menn vöknuðu ekki fyrr en þessi tillaga mín var lögð fram. Menn felldu hana og fóru þá að reyna að gera einhverja bragarbót á. Nú liggur fyrir í atvinnuveganefnd að menn eru að reyna að mæta því sjónarmiði. En er gengið nógu langt? Má stunda dýraníð að hluta til í búrekstri, ef það snertir ekki beint beingreiðslurnar? Er það í lagi? Eigum við ekki að ganga alla leið fyrir varnarlausar skepnur í þessu landi og segja: Það kemur ekki króna úr ríkiskassanum til þeirra sem stunda dýraníð af einhverju tagi eða brjóta lög gegn velferð dýra? Ég held að almenningur í landinu vilji að við göngum það langt fyrir varnarlausar skepnur. Og það er ekki lýðskrum að tala svona. Árið 2012 þegar við samþykktum lög um dýravelferð lagði þáverandi atvinnuvegaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fram í þeim lögum að hægt væri að svipta menn ríkisstyrk ef brotið væri á lögum um dýravernd. Þá gekk forusta Bændasamtakanna fram og sagði að gera þyrfti breytingar á búvörulögum. Nú eru búvörulög opin. Við gerum þær breytingar, göngum alla leið og líðum ekki dýraníð með neinum hætti. Auðvitað veitum við engum ríkisstyrk sem það stundar. Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að taka undir með síðasta ræðumanni. Auðvitað eigum við ekki að leyfa dýraníð á Íslandi og við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur og allt sem við getum gert til þess að koma í veg fyrir það. Herra forseti. Ég hef á þessum vettvangi nokkrum sinnum gert kjarnorkuvopn og kjarnorkuafvopnavæðingu að umtalsefni. Fyrr á þessu ári kom saman vinnuhópur 123 ríkja Sameinuðu þjóðanna sem vill finna leiðir til að banna og útrýma kjarnorkuvopnum. Ísland tók hins vegar ekki þátt í þeirri vinnu. Því miður kom að því 19. ágúst sl. að greiða atkvæði um skýrslu sem þessi vinnuhópur skilaði af sér. Þar greiddi Ísland ekki atkvæði heldur sat hjá. Þegar á hólminn hefur verið komið hefur Ísland ítrekað skipað sér í hóp með kjarnorkuveldunum og ef Ísland hefur hreinlega ekki greitt atkvæði gegn því að kjarnorkuvopn verði bönnuð höfum við í besta falli setið hjá. Af þessum ástæðum hef ég beint tveimur fyrirspurnum til hæstv. utanríkisráðherra, annars vegar til að fá svör við því hver ástæðan sé fyrir því af hverju við sátum hjá í þessari atkvæðagreiðslu í ágúst sl. og hins vegar til að spyrja að því hvort fulltrúi Íslands muni styðja tillögur þess efnis að á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna verði boðað til ráðstefnu árið 2017 með þátttöku alþjóðastofnana og borgarasamtaka Virðulegur forseti. Það er mér sérstakt ánægjuefni að mæla fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu Parísarsamnings Sameinuðu þjóðanna. Þing aðila að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna samþykkti í París í desember á seinasta ári einn mikilvægasta samning sögunnar til að bregðast við loftslagsbreytingum, Parísarsamninginn. Hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd á formlegri undirritunarathöfn sem fór fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. apríl sl. Parísarsamningurinn er lagalega bindandi samningur sem skuldbindur ríki heims til að vinna saman að því mikilvæga verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir, að bregðast strax við loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra sem ógna lífi á jörðu. Parísarsamningurinn er jafnframt metnaðarfyllsti loftslagssamningurinn sem ríki heims hafa gert til þessa. Með honum skuldbinda þau sig til að framfylgja stefnu sem var ætlað að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem heimurinn stendur frammi fyrir. Virðulegi forseti. Markmiðið með Parísarsamningnum er fyrst og fremst að halda hækkun hitastigs jarðar innan tiltekinna marka. Þau mörk eru, samkvæmt samningnum, undir 2°C miðað við meðalhitastig jarðar fyrir iðnvæðingu. Jafnframt er mælt fyrir að leitað skuli leiða til að halda hækkuninni undir 1,5°C. Ríkin setja sér markmið um minnkun losunar, svonefnd landsákvörðuð framlög, sem þau ákveða sjálf og myndar Parísarsamningurinn lagalegan ramma utan um þessar skuldbindingar ríkjanna. Samningurinn mælir hins vegar ekki fyrir um hver þessi markmið skuli vera eða hvernig þau eru útfærð. Það verður á valdi ríkjanna sjálfra. Það er hins vegar mikilvægt að gert er ráð fyrir að öll ríki taki þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en það er í fyrsta sinn sem svo er gert. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að ríkin tilkynni reglulega landsákvörðuð framlög sín til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hvernig þau hyggjast minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Frá og með árinu 2020 skulu ríkin sýna sífellt aukinn metnað í framlögum. Virkt bókhalds- og eftirlitskerfi á að tryggja að fylgt verði eftir settum markmiðum og að skuldbindingar verði sambærilegar. Flest ríki tilkynntu áform sín um skuldbindingar fyrir Parísarfundinn. Ísland sendi inn sitt markmið 30. júní 2015 þar sem stefnt er að 40% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda árið 2030, miðað við árið 1990, í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg. Endanlegar skuldbindingar Íslands á grundvelli Parísarsamningsins ákvarðast af samningi þessara þriggja aðila. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári. Þetta fyrirkomulag er hentugt fyrir ýmissa hluta sakir. Samkvæmt EES-samningnum hafa íslensk fyrirtæki tekið þátt í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir um árabil, svonefnt ETS-kerfi. Því var á sínum tíma talið hagstætt og eðlilegt að skapa þannig umhverfi að taka þátt í sameiginlegu markmiði með ríkjum Evrópusambandsins á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunar fyrir árin 2013–2020. Þannig skuldbatt Ísland sig til að minnka losun um rúmlega 20% til ársins 2020 miðað við árið 2005. Við höfum góða reynslu af þessu samstarfi og hér er um eðlilegt framhald að ræða. Ísland starfar þannig með mörgum af metnaðarfyllstu ríkjum heims í loftslagsmálum og þar viljum við halda áfram að staðsetja okkur. Það verður að teljast eðlilegt að samræmi sé á milli alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og reglna um loftslagsmál sem við tökum upp á grundvelli EES-samningsins. Norðmenn hafa komist að sömu niðurstöðu og því stefnir í að gengið verði á næstunni frá sameiginlegu markmiði 30 ríkja innan ramma Parísarsamningsins og útfærðum innri reglum þar að lútandi. Virðulegi forseti. Ísland býr að mörgu leyti við einstakar aðstæður þar sem rafmagnsnotkun og húshitun er þegar mætt með nærri 100% endurnýjanlegri orku. Tækifæri eru þó að sjálfsögðu fyrir hendi á öðrum sviðum sem verið er að vinna að, m.a. á grundvelli sóknaráætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í aðdraganda Parísarfundarins. Þar er í fyrsta sinn komin fram heildstæð verkefnaáætlun í loftslagsmálum sem byggir á fjármögnuðum verkefnum og lögð áhersla á að fá aðila úr atvinnulífinu, stofnunum og háskólasamfélaginu til liðs við verkefnið. Parísarsamningurinn leggur sérstaka ábyrgð á þróuð ríki. Þannig ber þeim að sýna forustu við framkvæmd samningsins þar sem þau eru í betri efnahagslegri stöðu til að takast á við vandann, auk þess að bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda. Þá er mælt fyrir um að þróuðu ríkin skuli veita þróunarríkjunum aðstoð í formi fjármagns og stuðnings vegna loftslagsvænnar tækni. Þróunarríkin hafa oftast minna bolmagn til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga eða grípa til aðgerða til að minnka losun. Þessi ákvæði samningsins eru í samræmi við kjarnann í áherslum íslenskra stjórnvalda á sviði þróunarsamvinnu um árabil. Skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og íslensk stjórnvöld hafa um árabil aðstoðað þróunarríkin við að byggja upp þekkingu og tækni hver á sínu sviði, en allir með sterka tilvísan í loftslagsmálin. Mikilvægi slíks starfs er nú staðfest með samningnum. Einnig hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að auka framlög til Græna loftslagssjóðsins og efla þátttöku í loftslagsverkefnum á vegum Norðurskautsráðsins. Þá var Ísland í forustu um að sett yrði á fót alþjóðlegt bandalag um nýtingu jarðhita á loftslagsráðstefnunni í París. Þá er sérstakt ánægjuefni að Parísarsamningurinn hefur að geyma ákvæði um að mæta skuli kynjajafnréttissjónarmiðum í tengslum við aðlögun að loftslagsbreytingum og styrkingu innviða, en Ísland hélt þeim sjónarmiðum einmitt mjög á lofti í samningaviðræðunum. Virðulegi forseti. Árið 2016 virðist hitastig í heiminum stefna í það hæsta frá því að mælingar hófust. Hitamet eru slegin, haf súrnar, sjávarmál hækkar, veðurofsar valda mann- og eignatjóni og þurrkar eyðileggja uppskerur. Í dag átti ég fund með utanríkisráðherra Bangladess sem staddur er hér á landi þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga eru einmitt hvað alvarlegastar. Stefnir í að um 15 milljónir manna þar í landi gætu þurft að flýja heimili sín fyrir árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Við í norðrinu eigum einnig gríðarlegra hagsmuna að gæta og síðar í vikunni verður heildstætt mat á hagsmunum Íslands á norðurslóðum kynnt sem unnið hefur verið á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Áhrifa loftslagsbreytinga á norðurslóðum gætir víða og hvað hraðast á heimsvísu. Hitastig hækkar, jöklar hopa og lífsmynstur breytist. Þá sýna rannsóknir síðustu 30 ára að haf norður af Íslandi hefur súrnað verulega og við því þarf að bregðast þar sem vistkerfi sjávar er viðkvæmt. Ekki þarf að fjölyrða um hagsmuni Íslands í þeim efnum. Parísarsamningurinn leggur hornstein að stefnu ríkja í loftslagsmálum til framtíðar. Parísarsamningurinn snýst um framtíðina. Hann snýst um ábyrgð okkar á því hvernig jörð við skilum til barnanna okkar. Samningurinn öðlast gildi þegar a.m.k. 55 ríki með 55% af heimslosun hafa fullgilt hann. Sá fjöldi er nú rúmlega 20 ríki, en mikilvægum áfanga var náð í seinustu viku þegar Bandaríkin og Kína lýstu því yfir að þau væru að fullgilda samninginn. Ísland hefur sömuleiðis mikilvægu hlutverki að gegna við framkvæmd samningsins og var í hópi þeirra ríkja sem vildu metnaðarfullan samning. Fullgilding Íslands á Parísarsamningnum nú sendir skilaboð um við viljum sýna metnað við framkvæmd samningsins og leggja okkar af mörkum til að hann hljóti gildi sem fyrst á heimsvísu. Ég vonast því til að Ísland geti fullgilt samninginn sem fyrst. Að svo mæltu legg ég til að þingsályktunartillögu um fullgildingu á Parísarsamningnum verði að lokinni þessari umræðu vísað til hv. utanríkismálanefndar. Frú forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra framsöguræðuna. Hún var góð. Tveir skólar hafa verið gegnumsneitt í gegnum alla umræðu um umhverfismál undanfarna áratugi, annars vegar að maðurinn sé einhvers konar meistari eða yfirboðari náttúrunnar, geti farið sínu fram og eigi að hagnýta náttúruna eftir fremsta megni eins og honum sýnist og hentar honum. Svo er hinn skólinn sem gengur út á að maðurinn sé hluti af náttúrunni og þurfi að gæta að framgöngu sinni þannig að hún sé sjálfbær. Hlýnun jarðar og loftslagsins er skýrasta birtingarmynd þess að fyrri skólinn er hugmyndafræðilega gjaldþrota. Það er hugmyndafræði sem gengur ekki upp. Þess vegna blasir við sá vandi sem blasir við. Það blasir líka við okkur sem erum alþjóðlega sinnuð að slíkur vandi verður ekki leystur öðruvísi en með öflugu samstarfi þjóða. Ég var ásamt öðrum þingmönnum í París fyrir ári þegar þessir samningar voru í vinnslu og gengið frá þeim. Ég vil segja að það er mikið fagnaðarefni að nú hilli undir að við fullgildum þá í þinginu. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvar við sjáum afgerandi aðgerðaáætlun. Til dæmis veit ég að í gildi er svokölluð loftslagsáætlun sem a.m.k. fyrri ríkisstjórn setti sér. Hvar er hún stödd? Er verið að vinna eftir henni með einhverjum hætti? Sjáum við þess merki? Í síðara andsvarinu langar mig að ræða aðeins um súrnun sjávar sem er mjög alvarlegt mál fyrir Íslendinga og mjög klárt mál þar sem við eigum að einbeita okkur en erum því miður að sinna að afar Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Eins og hann gerir sér líklega grein fyrir myndar samningurinn lagalegan ramma utan um þær skuldbindingar sem ríkin setja sér sjálf. Hv. þingmaður spyr hvað felist í þessu. Eitt af því sem við höfum lýst yfir er að sameiginlegt markmið okkar sé að minnka losun útblásturs um 40% fyrir árið 2030 miðað við þá árið 1990 eins og kom fram í framsögu minni. Einnig leggjum við mikla áherslu á skógrækt og landgræðslu ásamt fleiri þáttum sem við erum að setja fram. Varðandi þá stefnu sem síðasta ríkisstjórn var með er eitthvað verið að vinna með hana. Ég tel að þetta sé þannig mál að það muni halda áfram að þróast. Eins og það er vaxið og það hvernig hugarfarið hefur breyst í þessum efnum finnst mér að það eigi að geta myndast nokkuð þverpólitísk sátt um framvindu þess og hvernig við setjum þau markmið fram. Þetta er það sem við erum að gera akkúrat á þessum tímapunkti og ég er afskaplega ánægð með að við séum komin svona langt með þetta og hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að þessu sem og hvernig var unnið að málinu í umhverfis- og samgöngunefnd. Frú forseti. Ég vil að endingu hvetja hæstv. ráðherra til að beita sér fyrir því innan ríkisstjórnar Íslands að meiri kraftur verði settur í þessi mál. Ég veit að lítill tími er eftir af umboði núverandi ríkisstjórnar en engu að síður eru miklar aðgerðir sem grípa þarf til. Það er meira sem hægt er að gera. Ríkisstjórnin og stjórnvöld á Íslandi geta gert meira en felst í þessu samkomulagi því að það eru tækifæri fyrir okkur til að setja raunverulegt fjármagn og raunverulegt afl í rannsóknir á súrnun sjávar. Það eru tækifæri fyrir okkur til að nota jöklana okkar til að sýna fram á áhrif loftslagshlýnunar. Við eigum auðvitað að vera í fararbroddi í þessum efnum. Það eru tækifæri til þess. Dæmi frá Maldíveyjum sýna hvernig litlar þjóðir, lítil lönd, geta gert hluti sem skipta mjög miklu máli. Þar var forseti eða forsætisráðherra sem hélt fund neðan sjávar þegar hann tók við völdum til að vekja athygli á því að ef svo héldi fram sem horfði stefndi í að eyjarnar mundu einfaldlega sökkva enda eru þær ekki nema í nokkurra metra hæð yfir sjávarmáli. Ég er ekki að mælast til þess að ríkisstjórnin fundi neðan sjávar en ég held að með ýmsum táknrænum hætti gætu Íslendingar verið brautryðjendur í því að vekja almenning um heim allan til meðvitundar og vakningar um það að eitt brýnasta viðfangsefni heimsbyggðarinnar í dag er að koma með raunverulegar aðgerðir til að sporna við hlýnun jarðar og takast á við þær afleiðingar sem það hefur í för með sér fyrir jarðarbúa alla. Virðulegur forseti. Ég þakka aftur fyrirspurnina. Ég er sammála því að við Íslendingar erum í mjög góðri aðstöðu til að leggja okkar af mörkum. Við höfum rafmagnið okkar og hita sem á uppruna í nærri því 100% endurnýjanlegri orku. Þar erum við að leggja okkar af mörkum. Svo eru eins og ég nefndi áðan ýmis tækifæri í sóknaráætlun stjórnvalda sem var einmitt samþykkt í aðdraganda Parísarsamningsins. Eitt af því sem mig langar til að nefna aftur og tilgreina er að það eru auðvitað fjármögnuð verkefni sem lúta að auknum framlögum til skógræktar, landgræðslu, endurheimtar votlendis og svo eru aðgerðir sem lúta að innviðum er tengjast rafbílum og samvinnu við sjávarútveg og landbúnað um minnkun losunar. Ég held að við þurfum að vinna að þessu áfram. Við setjum aukin framlög í Græna loftslagssjóðinn og viljum vera mjög framarlega á þessu sviði. Þátttaka okkar á Parísarfundinum ber þess klárlega merki. Svo megum við heldur ekki gleyma því að núna lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti þar sem kveðið er á um ýmis töluleg markmið, t.d. að hlutfall endurnýjanlegrar orku fyrir samgöngur á landinu verði komið í 30% árið 2030 og haftengd starfsemi í 10%. Ég held að það að setja svona markmið eins og við erum að gera muni skila okkur mjög miklu. Með því að setja þetta fram er líka hægt að hafa með því ákveðið eftirlit. En ég er sammála þingmanninum. Við eigum alltaf að vera mjög metnaðarfull í þessum málaflokki. Virðulegi forseti. Ég tek undir með hæstv. ráðherra og fagna þessum degi. Ég held að við séum öll ánægð með að hér sé verið að mæla fyrir fullgildingu Parísarsamningsins sem markaði mikilvæg þáttaskil í loftslagsmálum um heim allan. Mig langar að spyrja sérstaklega um þá þætti sem varða skuldbindingar Íslands. Nú ætlum við að vera þátttakendur innan ramma Parísarsamningsins en fram kemur í texta þingsályktunartillögunnar að endanlega útfærðar skuldbindingar Íslands fram til ársins 2030 liggi ekki fyrir fyrr en samið hefur verið við Evrópusambandið. Einnig kemur fram að Ísland hafi átt óformlega fundi ásamt Noregi með Evrópusambandinu um þessa sameiginlegu framkvæmd og að fyrir liggi pólitískur vilji til að ná samkomulagi. Loks kemur fram að formlegar samningaviðræður hefjist á næstunni og að áætlað sé að þeim ljúki á árinu 2017. Síðar í þessum sama texta kemur ítrekað fyrir orðið „metnaðarfullt“. Einhver bókmenntafræðingur mundi tala um nástöðu þegar það kemur, held ég, fjórum sinnum fyrir í 15 línum. Það er í sjálfu sér gott að Ísland vilji vera metnaðarfullt í loftslagsmálum, setja fram metnaðarfull markmið og vilji metnaðarfullan samning. Þetta er allt saman gott og blessað. Við viljum líka áfram vera í fararbroddi ríkja í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, en ég spyr: Hvert er samningsmarkmið Íslands í þessum samskiptum við Evrópusambandið? Ef Ísland ætlar að standa undir nafni og vera svo metnaðarfullt að það þurfi að margítreka það hljóta forustumenn ríkisstjórnarinnar í þessum efnum að hafa það á takteinum hver samningsmarkmið Íslands séu. Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég hika ekkert við að segja aftur að Ísland er í hópi metnaðarfyllstu ríkja við gerð samningsins og vill mjög metnaðarfullan samning. Ég held að við eigum ekki að vera feimin við það orðalag og alls ekki heldur gera lítið úr því. Þetta er sannkallaður gleðidagur og það er sönn ánægja að vera á þingi og mæla fyrir samningnum. Við viljum að sjálfsögðu starfa með öðrum Evrópuríkjum og við erum að því. Eins og við gerum þetta erum við í samstarfi við Evrópusambandið vegna skuldbindinga samkvæmt Kyoto-bókuninni. Markmið okkar þar er 20% minnkun losunar til ársins 2020. Skuldbindingar okkar eftir þann tíma verða endanlega ákvarðaðar með ESB eins og þingmaðurinn kom inn á. Það er eðlilegt framhald á góðu samstarfi. Það skiptir líka miklu máli fyrir okkar atvinnulíf að við séum með svipaðar og sambærilegar reglur í loftslagsmálum og okkar helstu viðskiptalönd á EES-svæðinu. Eins og ég segi er markmið okkar 20% minnkun losunar til ársins 2020. Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherranum svarið. Eins og ég skil ráðherrann hefur Ísland í sjálfu sér ekki sjálfstætt markmið í þessu máli heldur hyggst verða samferða Evrópusambandinu. Ég vil samt freista þess að fá skýrari svör frá hæstv. ráðherra og spyr: Hvaða sjónarmiðum ætlar Ísland að halda til haga við borðið ásamt Noregi á fundum með Evrópusambandinu um þessa sameiginlegu framkvæmd? Eða telur utanríkisráðherra að Ísland eigi í sjálfu sér ekkert sjálfstætt erindi að þessu borði heldur dugi að taka við niðurstöðum Evrópusambandsins? Væri þá kannski einhverjum brugðið, jafnvel Bleik, í því að utanríkisráðherra Framsóknarflokksins teldi ekki að Ísland þyrfti að eiga sjálfstæða rödd við borðið heldur léti Evrópusambandinu það eftir í þessum málaflokki. Hæstv. ráðherra kom sérstaklega að þingsályktunartillögu hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra um orkuskipti. Við höfum líka úrgangsáætlanir frá hæstv. umhverfisráðherra og ég spyr: Telur hæstv. ráðherra fullnægjandi þá stöðu sem við erum með núna að því er varðar einstakar, stórtækar áætlanir í íslensku stjórnkerfi, hvort sem þær lúta að sorpmálum, orkuskiptamálum, samgöngumálum eða hverjum öðrum þeim málum sem kunna að varða losun gróðurhúsalofttegunda? Telur ráðherrann að þessum áætlunum sé þannig fyrir komið að þær miði allar að þessu sameiginlega markmiði, þ.e. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Loks vil ég spyrja ráðherrann hvort hann telji það ekki verðugt markmið að vera samferða ýmsum nágrönnum okkar um kolefnishlutlaust samfélag Virðulegur forseti. Rosalega er gaman að vera hérna í dag. Ég verð að segja eins og er að það er sérstakt að það komi frá fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna að saka Framsóknarflokkinn um að vera ekki sjálfstæður gagnvart Evrópusambandinu. Flokkur hennar sótti sjálfur um aðild að Evrópusambandinu. Eitt er að við stöndum hér og erum að fjalla um þennan skemmtilega og mikilvæga samning sem Parísarsamningurinn er en að heyra svo frá fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna að hún hafi virkilega einhverjar áhyggjur af því að við séum ekki sjálfstæð gagnvart Evrópusambandinu finnst mér mjög skemmtilegt og pínulítið mótsagnakennt. Ég verð að segja það alveg eins og er. Markmið okkar er mjög einfalt. Við viljum að sjálfsögðu minnka þessa losun og ég hef sagt það í framsögu minni en það mætti halda að ráðherrann fyrrverandi sem er oft klæddur í svart hafi bara hreinlega ekki náð því. Þess vegna ítreka ég það sem ég hef sagt, það sem við erum að gera sem er t.d. aðeins öðruvísi er að við erum að fara mjög vel yfir þátt skógræktar og landnotkunar. ESB hefur þar aðrar reglur. Ég veit ekki hvort fyrrverandi umhverfisráðherra gerir sér grein fyrir því. Við erum að vinna að þessum málum, við viljum að skógrækt og landnotkun fái meiri sess en t.d. ESB leggur áherslu á eftir árið 2020. Við munum komast að því. Að sjálfsögðu þurfum við að eiga samstarf við önnur ríki, þó það nú væri. Ég verð bara að segja að jafnvel þó að við séum ekki í aðildarviðræðum við Evrópusambandið eins og ykkar flokkur var í - Forseti minnir ræðumenn á að nota rétt ávarpsorð. Frú forseti. Ég vil byrja á því að fagna því að tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins sé komin fram. Ég tel það vera mikið fagnaðarefni og styð auðvitað málið heils hugar. Ég tel að hæstv. ráðherra hafi í framsöguræðu sinni með málinu rakið ágætlega mikilvægi og nauðsyn þess. Ég held að það séu engar ýkjur að segja að loftslagsmálin eru einhver stærstu og mikilvægustu verkefni okkar samtíðar og okkar sem erum þátttakendur á hinu pólitíska sviði núna. Þetta eru einhver stærstu verkefnin sem okkar bíða og við þurfum að fást við og taka á. Mér finnst það jákvætt að Ísland ætli að vera í hópi þeirra ríkja sem vilja standa að metnaðarfullum samningi og að við viljum starfa með metnaðarfyllstu ríkjum heims. Ég held einmitt að sem ein af ríkustu þjóðum heims beri okkur hreinlega skylda til að vera mjög metnaðarfull þegar kemur að þessum málum, en einnig vegna þess að við búum óskaplega vel þegar kemur að ákveðnum þáttum líkt og hæstv. ráðherra kom inn á í ræðu sinni. Við erum svo gæfusöm við getum hitað húsin okkar með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti frá náttúrunnar hendi. Það er eitthvað sem mjög margar þjóðir í heiminum geta hreinlega ekki. En ég held að við mundum flest skrifa upp á að það að búa í hlýju húsnæði, eða niðurkældu húsnæði ef maður býr sunnar á jarðarkúlunni, séu óskaplega mikil lífsgæði. Ég held að þetta sé ein af stóru áskorununum sem mjög mörg ríki standa frammi fyrir, þ.e. hvernig hús verða hituð og kæld. Ég held að vegna þess að við búum við þessa miklu grænu orku sem við getum nýtt til húshitunar getum við ekki aðeins verið öðrum fyrirmynd heldur beri okkur einnig á sama tíma skylda til að leggja einstaklega mikið af mörkum á öðrum sviðum þar sem við búum við slík forréttindi og gæði. Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að vinna nægilega vel að aðgerðaáætlun um það hvernig við ætlum að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Ég tel þess vegna að sú spurning sem hv. þm. Svandís Svavarsdóttir spurði að hér áðan í andsvörum við hæstv. ráðherra um það hver samningsmarkmið Íslands væru sé mjög mikilvæg. Ég tek undir þau orð að við getum ekki eingöngu beðið eftir því að sjá hvað Evrópusambandið ætli að gera heldur verðum við einnig að setja fram okkar eigin markmið. Ég ætla ekki að gera lítið úr því sem hæstv. ráðherra sagði þar sem hún talaði um áherslu á skógrækt. Ég held að það sé fínt. En ég held að það þurfi að huga að þessum málum á svo miklu stærri og víðari grunni því að skógrækt ein og sér held ég að dugi engan veginn. Þess vegna vil ég hvetja til þess og undirstrika nauðsyn þess að Ísland geri sér aðgerðaáætlun og vísa því að hluta til til hæstv. umhverfisráðherra, sem ég er mjög ánægð með að sé hér í salnum og ætli að taka þátt í umræðunni, því að það verkefni er auðvitað að miklu leyti á hennar borði þó svo að hæstv. utanríkisráðherra fari með það hlutverk að leggja fram fullgildingu á Parísarsamningnum. Í fyrirspurn sem hv. þm. Svandís Svavarsdóttir beindi til hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir í loftslagsmálum er einmitt spurt um það hvernig stjórnvöld hyggist fylgja eftir sóknaráætlun í loftslagsmálum og til að mynda spurt um hvert hlutverk hinna ýmsu stofnana sem heyra undir umhverfisráðuneytið sé í þessum málum. Það er athyglisvert þegar maður les í gegnum svör hæstv. ráðherra að þar eru orð á borð við rannsóknir, vöktun, eftirlit, losunarbókhald, aftur kemur hér fyrir orðið vöktun, gegnumgangandi í gegnum allt svarið. En þetta er vitaskuld ekki nóg. Auðvitað er mikilvægt að fylgjast með og hafa kortlagt alla þessa þætti en vöktun ein og sér og bókhald munu ekki verða til þess að Ísland geti dregið úr losun sinni. Það þarf meira að koma til. Ég er þeirrar skoðunar að við getum ekki leyft okkur að bíða heldur verði að byrja vinnuna mjög hratt, það verði að setja markmið og gera áætlun um það hvernig Ísland ætli að uppfylla og standa við þær skuldbindingar sem fullgilding Parísarsamningsins þýðir. Ég hef áhyggjur af því að of mikill fókus sé settur á orðin á blaðinu sem segja að við ætlum að ná 40% samdrætti í losun árið 2030, sem er auðvitað gott og nauðsynlegt markmið, en það verður að liggja fyrir áætlun um það hvernig við gerum þetta. Annars er hreinlega hætt við að þessi stórmerkilegi samningur sem var gerður í París verði ekki að neinu því að ef fleiri lönd draga lappirnar og skrifa bara undir, því undirskrift er jú auðveldi parturinn í þessum efnum, ef raunin verður sú að ríkin setja sér ekki markmið sem þau ætla að fylgja, þá gerist auðvitað ekki neitt. Ég vil því að lokum, um leið og ég fagna því aftur að þessi þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins sé komin fram, brýna Frú forseti. Ég eins og aðrir þeir sem hafa tjáð sig í þessu máli um fullgildingu Parísarsamningsins varðandi loftslagsmál fagna auðvitað því að við Íslendingar séum að fara að undirrita formlega þessa samþykkt sem var gerð milli þjóða. Þetta er tímamótamál og löngu tímabært að þjóðir heimsins bindist samtökum og vinni að því að draga úr gróðurhúsaáhrifum og fullgildi þennan loftslagssamning. Mig langar aðeins áður en ég fer að tala almennt um þessi mál að fara yfir þau. Parísarsamningurinn myndar ramma utan um skuldbindingar ríkjanna sem þau hafa sjálfviljug sett fram með það að markmiði að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2° miðað við meðalhitastig jarðar fyrir iðnvæðingu. Þetta er metnaðarfullt markmið þó að menn hafi deilt svolítið um það hvar það ætti að liggja. Jafnframt skuli leita leiða til þess að halda hækkun hitastigs undir 1,5°. Samningurinn mun hafa áhrif á markmið Íslands í loftslagsmálum en hefur ekki að geyma bein ákvæði um tölulegar skuldbindingar einstakra ríkja. Ég stoppa við þetta. Það er ekki verið að tala um að hvert ríki fyrir sig þurfi að skuldbinda sig með ákveðnum hætti varðandi tölulegar skuldbindingar. Þar finnst mér að Ísland eigi að sýna sem mestan metnað og vera í framvarðarsveit í loftslagsmálum. Við höfum svo mikla möguleika á því að vera fyrirmynd annarra þjóða í þeim efnum, búandi við þann mikla jarðhita sem við höfum og möguleika á orkuskiptum, bæði til sjós og lands, og möguleika á mörgu þar sem við höfum að stórum hluta ósnortna náttúru og getum dregið línuna, hvar við viljum virkja og hvar við viljum vernda, og hvernig við notum orku okkar sem við höfum virkjað og ætlum okkur að virkja, hvort við nýtum hana í þágu atvinnustarfsemi, grænnar atvinnustarfsemi, eða hvort við nýtum hana, eins og allt of mikið hefur verið gert af, í mengandi stóriðju sem í dag tekur um og yfir 80% af allri þeirri rafmagnsframleiðslu sem er í landinu. Er það mikið umhugsunarefni. Ísland lagði fram áætlað framlag sitt í júní 2015 eftir samþykkt þess efnis í ríkisstjórn. Þar kemur fram að stefnt sé að því í samstarfi við aðildarríki Evrópusambandsins að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við útblástur árið 1990. Þetta er háleitt markmið. Ég tek undir það sem hefur komið fram, eins og hjá fyrri ræðumanni, hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur, að við Íslendingar þurfum að sýna fram á aðgerðaáætlun í þeim efnum. Þó að við horfum til þess hvað aðildarríki Evrópusambandsins ætla að gera er engin ástæða til að hengja sig á þá lest og sýna ekki frumkvæði heldur vera sú þjóð sem setur sér háleit markmið og dregur vagninn og er til fyrirmyndar. Það er oft sem lítil ríki geta verið sá aðili sem er í forsvari og er til fyrirmyndar, sem stóru iðnríkin í Evrópu geta horft til og unnið út frá, hvernig við nýtum orku okkar og annað því um líkt og hvaða metnað við höfum varðandi orkuskipti. Hvað höfum við t.d. gert í orkuskiptum? Erum við nógu framsýn í þeim efnum? Ég tel svo ekki vera. Við höfum allt of mikið einblínt á að nýta orku okkar til stóriðju. Ef við horfum á mál sem eru nú undir í þinginu, eins og tollasamninginn við Evrópusambandið, búvörusamninginn og rammaáætlun, það mál sem kemur trúlega fyrir þingið á næstu dögum, niðurstaða verkefnastjórnar þriðja áfanga í þeim efnum, þá eru þetta allt mál sem með einum eða öðrum hætti snerta það hvernig við Íslendingar ætlum að haga okkar málum til að ná þeim markmiðum að binda kolefni og draga úr gróðurhúsaáhrifum og loftmengun. Hefur það verið ákveðið einhvers staðar eða ætla menn að gera það, meta áhrif t.d. tollasamningsins hvað varðar loftslagsmarkmið okkar og aðild að Parísarsamningnum? Við vitum að gífurleg mengun fylgir þeim mikla flutningi á matvælum til landsins sem annars væri með góðu móti hægt að framleiða innan lands. Við vinstri græn höfum lagt til að áhrif búvörusamningsins verði líka umhverfismetin og höfum náð því fram í vinnu atvinnuveganefndar að það verður gert á næstu þremur árum sem samningurinn fer í endurskoðun og skoðun starfshóps. Ég tel það vera góðan áfanga. Stóriðjustefnan sem rekin hefur verið almennt í landinu með harðri hendi fær falleinkunn þegar við horfum til þeirra markmiða sem eru undir Parísarsamningnum. Ég tel að nú verði stjórnvöld algerlega að snúa við blaðinu og horfa til þess að við eigum að byggja upp grænt hagkerfi með sem sjálfbærustum hætti. Síðasta ríkisstjórn lagði fram metnaðarfullt plagg í þeim efnum sem núverandi ríkisstjórn ýtti út af borðinu og hefur ekki unnið með. Varðandi nýtingu og vernd náttúruauðlinda skiptir gífurlega miklu máli hvernig og hvar við nýtum og í hvað sú orka er ætluð. Þar þurfa að verða alger hamskipti frá því sem nú er ef ekki á illa að fara og við að falla á því prófi að undirgangast þau markmið sem hér er verið að fullgilda. Við höfum svolítið dregið lappirnar í þessum málum öllum saman en það er gott að það er komið að okkur núna að undirrita þennan samning, formgera hann á Íslandi. Það er búið að fullgilda hann í Noregi fyrir þó nokkru síðan og í Kína á dögunum. Svo er það verkefni næsta umhverfisráðherra, eftir næstu kosningar, að vinna að því að koma með metnaðarfulla aðgerðaáætlun fyrir okkur Íslendinga til þess að vera sá aðili sem hefur mikinn metnað til þess að ganga til verka í þeim málaflokkum sem hér hafa verið nefndir, eins og orkuskipti og áhrif og umhverfismat almennt á allt það sem ríkið hefur og getur haft áhrif á og hið almenna efnahagsumhverfi í landinu og einstaklingar. Við höfum öll með einum eða öðrum hætti áhrif á loftmengun og gróðurhúsaloftmengun, hvort sem það er einstaklingur, fyrirtæki, ríki eða sveitarfélög. Þarna þurfa allir aðilar að leggja sitt af Virðulegi forseti. Ég fagna því mjög að fullgilding Parísarsamkomulagsins sé komin til staðfestingar á Alþingi Íslendinga. Utanríkisráðherra hefur þegar flutt hér greinargóða framsöguræðu þar sem farið er yfir það helsta sem máli skiptir varðandi Parísarsamninginn og ávinning af því að fullgilda hann snemma. Ég tek að sjálfsögðu undir ræðu hennar enda er það kappsmál umhverfis- og auðlindaráðherra að fullgilda samninginn sem og ríkisstjórnarinnar allrar. Ísland var í hópi ríkja sem vildu metnaðarfullan samning í París. Við vorum þar með mjög öfluga kynningu sem vakti athygli á ýmsum málum sem við höfum sett á oddinn í umræðunni um loftslagsmál, svo sem endurnýjanlega orku, landgræðslu og skógrækt og áhrif loftslagsbreytinga á hafið og jökla. Ég ætla ekki að endurtaka það sem fram kom í framsögu hæstv. utanríkisráðherra en vil þó fá að bæta við nokkrum atriðum, ekki síst um hvernig við getum tekist á við þær skuldbindingar sem er að finna í Parísarsamningnum. Samningurinn markar sannarlega tímamót. Hann gefur okkur von um árangur í loftslagsmálum. Hann gefur okkur von um að umræður og viðræður milli þjóða um loftslagsmál séu komnar á betri veg því að þau mál voru komin í ákveðið öngstræti. Þróuð ríki sögðu að ekki gengi til lengdar að öflug og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland, Brasilía og Kórea væru ekki skuldbundin til að draga úr losun. Þróunarríkin sögðu aftur á móti að rík lönd yrðu að vera í fararbroddi og að þar hefði skort á. Báðir aðilar höfðu nokkuð til síns máls. En í París tókst hins vegar að finna hina pólitísku sátt sem lengi hafði vantað. Hún er ekki fullkomin frekar en mörg önnur mannanna verk en hún er okkar helsta og ef til vill besta von og gefur okkur þess vegna tækifæri að verja kröftum okkar í að leysa vandann í stað þess að reyna að leita að sökudólgum. Ísland gaf fyrirheit um sinn hluta innan Parísarsamningsins þar sem við stefnum að metnaðarfullu framlagi en, og ég segi en, það má ekki dyljast neinum að það verður vitaskuld töluvert átak að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið fram. Því verður ekki náð nema með átaki allra, þ.e. að allir komi þar að. Ég skynja að okkur hefur þegar orðið talsvert ágengt. Það hefur orðið vitundarvakning í þjóðfélaginu, hjá atvinnulífinu, sveitarfélögum, vísindamönnum, stofnunum og almenningi. En styrkur sóknaráætlunarinnar, sem hér hefur verið rædd og mönnum er náttúrlega vel kunnugt um, er einmitt að virkja fleiri með okkur og að reyna að finna raunhæfar lausnir. Það er svipað og þegar maður hendir grjóti í sjó fram að við það myndast gárur. Það er nákvæmlega þannig að við setjum fram sóknaráætlun í 16 liðum en við viljum að það sé eins og steinninn sem varpað er í sjóinn, það eru gárurnar sem smita út frá sér, við viljum finna þann styrk og það held ég að sé að gerast. Mig langar að nefna dæmi. Landgræðslumálin vöktu gríðarlega athygli í París. Það kom okkur eiginlega á óvart að það vekti mesta athygli hjá svo mörgum hvernig við stöndum að landgræðslu. Okkur var boðið að koma í viðtöl og annað á eftir. Eitt þeirra verkefna er endurheimt votlendis. Það er Landgræðslan sem sér um það og hefur unnið að nokkrum verkefnum. Með formlegum hætti tókum við fyrstu skóflustungurnar að endurheimt votlendis á Bessastöðum nú í sumar og var eitt af síðustu verkum síðasta forseta. En það var ekki bara þar. Ég frétti líka að biskup Íslands vildi fara af stað með slíkt átak í Skálholti og hefur eflaust gert það. Mér finnst það nokkuð skemmtilegt að það séu þessir staðir í okkar þjóðarsögu sem um er að ræða. Með því er verið að segja: Hér erum við með staði, sem ekki eru nýttir mikið undir hefðbundinn landbúnað, endurheimtum þar votlendi. Maður sér að þessar stofnanir, að bæði forsetaskrifstofan og biskupsstofa koma þarna að, sem og t.d. sveitarfélagið Garðabær sem er núna að vinna mjög skemmtileg verkefni. Það eru þegar komnar einar átta umsóknir af ríkisjörðum, ef ég skil það rétt. Við erum að gera mjög margt. Bara síðast í fréttum í gær var sagt frá því að verið væri að hirða fræ af melgresi á svörtum Mýrdalssandinum. Þessi undrajurt, melgresið, hefur breytt miklu. Auðvitað bindur hún líka kolefni. Það er ekki bara skógurinn sem við viljum efla, landgræðslan hefur líka mikið að segja og getur bundið kolefni. En hvað sem segja má hér, þótt mönnum finnist við ekki nógu sókndjörf í sóknaráætluninni er þetta samt fyrsta áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggir á verkefnum sem eru fjármögnuð sérstaklega til þess af stjórnvöldum. Og við ætlum að ná árangri. Vitaskuld þarf að kosta þar einhverju til en það ætlum við okkur að gera. Ég þarf svo sem ekki að nefna dæmi, þetta hefur verið rætt áður á hv. Alþingi, eins og varðandi orkuskipti og að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla og gera það myndarlega. Þegar hafa verið auglýstir styrkir til þeirra verka. Það er að sjálfsögðu borðleggjandi fyrir Íslendinga að vera þar fremstir í flokki til þess að nýta okkar loftslagsvæna og tiltölulega ódýra rafmagn í stað innflutts, mengandi eldsneytis. Við eigum ótal sóknarfæri. Við erum að vinna og höfum verið að vinna að vegvísum fyrir loftslagsvænan sjávarútveg. Mér finnast sjávarútvegsfyrirtæki og bara atvinnugreinin í heild taka mjög vel við sér varðandi þessi mál. Það er sem sagt verið að vinna með greinunum sjálfum, bæði sjávarútvegi og landbúnaði. Þar er fólk innan dyra sem býr yfir þekkingu og kemur með loftslagsvænar lausnir. Enn og aftur: Styrkur þessa verkefna er einmitt að virkja fleiri til verka. Það hefur náttúrlega komið fram í ræðum í dag hjá hæstv. utanríkisráðherra að við erum að auka fé til skógræktar. Við eigum mikið af landi. Það er það sem við höfum umfram mörg önnur Evrópulönd að við eigum land sem við getum nýtt til skógræktar og aukinnar landgræðslu. Í því felst mikil auðlegð. Það er skiljanlegt að við séum ekki komin lengra varðandi sýnileika þótt sett hafi aukið fé í skógrækt því að það tekur sinn tíma að búa til tré úr fræi til gróðursetningar. En allt er þetta að koma og innan tíðar munum við sjá það gerast. Það viljum við stórefla. Barátta gegn matarsóun er eitt af verkefnunum sem allir geta tekið þátt í. Það verkefni nokkuð táknrænt fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og fyrir umhverfisvernd að sóun á mat veldur óþarfaframleiðslu, óþarfaflutningum og óþarfamyndun úrgangs. Allt eru það mál sem tvinnast saman varðandi loftslagsmál og umhverfismál almennt. Það er gaman að segja frá því að núna næstkomandi föstudag verður vegleg kynning og ráðstefna í Perlunni, Saman gegn sóun, sem nokkur fyrirtæki standa að. Fenúr á mestan heiður af ráðstefnunni, en jafnframt koma Kvenfélagasamband Íslands og frjáls félagasamtök að henni. Mér finnst gaman að vekja athygli á því að það er ekki bara ríkið sem á að gera allt. Það er ríkið sem á að vera í fararbroddi, koma kannski með hugmyndir, en síðan er það umhverfið sjálft sem tekur við sér, meðal annars varðandi þetta verkefni, sem mér finnst skemmtilegt. Maður sér að fólk er farið að hugsa um að við þurfum eitthvað að gera til að sporna gegn matarsóun. Ég veit ekki hversu mikið ég á að vera tala hér um sóknaráætlunina en Veðurstofa Íslands er öflugt fyrirtæki og hefur tekið að sér að kortleggja og vera með vöktun. Ef við kortleggjum og vöktum umhverfið sjáum við breytingar sem verða frá einu ári til annars. Það er líka nauðsynlegur þáttur. Ráðinn hefur verið sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytið til að hanna sérstaklega sóknaráætlunina. Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra fyrir ræðu hennar í þessu máli. Mig langar að freista þess að spyrja hana spurninga sem ég spurði framsögumann hér áðan og fékk ekki svör við og lúta að samningsmarkmiðum Íslands í samskiptunum við Evrópusambandið og á okkar sameiginlegu fundum ásamt Noregi með ESB um þessa sameiginlegu framkvæmd. Það liggur fyrir að við ætlum að vera samferða Evrópusambandinu, um það var gert samkomulag á sínum tíma. Ég held að það sé efnislega skynsamlegt. Hins vegar sakna ég þess að fram komi hjá forustumönnum ríkisstjórnarinnar, og þá stendur það kannski frekar upp á umhverfisráðherra en utanríkisráðherra sem vék sér undan að svara því áðan, hver verði aðkoma Íslands eða samningsmarkmið við samningaborðið. Það er jú alveg ljóst og rétt og kom fram í orðum hæstv. umhverfisráðherra áðan að hlutfall svokallaðrar hreinnar orku á Íslandi er mikið og hafa verið nefndar tölur yfir 70% og telst vera það hæsta í heiminum. Það er nálægt þeirri tölu líka í Noregi. Mig minnir að þar sé talan 69% nefnd. En engu að síður hafa norsk stjórnvöld lýst því yfir að þau vilji draga úr losun um 40% óháð þessum samningum við Evrópusambandið um þátttöku í sameiginlegu markmiði. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort hún geti sagt okkur frá því hvaða skilaboð Ísland vilji vera með við samningaborðið eða hvort Ísland vilji sjá fyrst hvað kemur út úr samskiptum Noregs og Evrópusambandsins. Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir. Ég held að ég geti sannfært hana um að við munum ekkert koma bláeygð að þessu samningaborði. Við erum náttúrlega með ýmislegt sem við höfum verið að vinna að eins og ég held að hafi komið skýrlega fram í ræðum í dag. Samningar verða endanlega leiddir til lykta núna um áramótin. Ég treysti mér ekki til að nefna hér einhverja prósentutölu eða hvort við munum taka undir það markmið sem Noregur hefur sett fram umfram 40%. Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um það. Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir heiðarlegt og málefnalegt svar í þessu efni sem er auðvitað mikilvægt að hafa í svo stórum málaflokki. Ég vil taka undir með ráðherranum að það er fagnaðarefni að þetta þingmál skuli vera loksins fram komið og við getum lagt okkar að mörkum a.m.k. í þessu staðfestingarferli. Það fram kemur í máli hæstv. ráðherra að hún treystir sér ekki til þess að taka undir markmið Noregs og ég virði það við ráðherrann að fyrir því séu einhverjar ástæður, en nú fer að losna um Alþingi og kosningar fara að nálgast og fólk er að móta afstöðu sína í stórum málaflokkum, þar á meðal í umhverfismálum. Sumir vilja halda því fram, m.a. sú sem hér stendur, að loftslagsmálin séu kannski eitt af stærstu málum samtíðarinnar og því langar mig að spyrja hæstv. ráðherra, sem mun í lok þessa stutta kjörtímabils yfirgefa sæti umhverfisráðherra, hvað hún telji vænlegast að verði framlag Íslands á þeim vettvangi. Gefum okkur að hún vilji ekki svara því fyrir sjálfa sig heldur láta Framsóknarflokknum það eftir, en ég vil samt freista þess að spyrja hana sérstaklega um hugmynd sem hefur verið mjög víða uppi, þ.e. að viðkomandi samfélag stefni að því að verða kolefnishlutlaust á einhverju tilteknu ári, t.d. árinu 2050. Ég spurði líka hæstv. utanríkisráðherra um þetta og fékk ekki svör við því. Ísland gæti orðið kolefnishlutlaust árið 2050. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um það. Mig langar að spyrja hæstv. umhverfisráðherra, þegar hún lítur yfir farinn veg sinnar embættistíðar og til framtíðar fyrir landið og miðin, fyrir Ísland Virðulegur forseti. Þetta eru skemmtilegar umræður. Sannarlega hverf ég úr starfi umhverfis- og auðlindaráðuneytis með söknuð í brjósti því að mér finnst sá málaflokkur afskaplega ögrandi en jafnframt gefandi. Ég er alveg sannfærð um að vægi hans mun vaxa í framtíðinni. Þar eru gríðarlega mörg verkefni. Það er oft þannig með hegðun okkar, og ég hef lært sjálf að skilgreina mína eigin hegðun enn frekar við það að komast í þetta embætti, að það er svo margt sem við gerum sem getur orðið til þess að laga til í umhverfismálum og loftslagsmálum þar með, ég hef sagt t.d. með því að draga úr matarsóun, með því að draga úr flutningum. Ég get alveg tekið undir með þingmanninum að það gæti verið æskilegt að setja þetta markmið fram, 2050. Mér er alltaf svolítið illa við að beita bönnum, mig langar frekar að sjá þetta gert með fræðslu og kannski ljúfari aðferðum en beinum bönnum eða annað. En maður verður að vita hvert maður stefnir, það er rétt. Ég get alveg tekið undir með henni að þetta væri æskileg áskorun, að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi árið 2050. Virðulegi forseti. Við ræðum tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins. Svo það sé enn og einu sinni sagt, þó að það hafi komið hér vel fram í andsvörum, er um að ræða mikið fagnaðarefni fyrir Ísland og auðvitað á sínum tíma fyrir heimsbyggðina alla, en tiltekinn hópur ríkja þarf að fullgilda Parísarsamninginn til að því ferli sé lokið. Ég hef verið að freista þess í andsvörum að kalla eftir skýrari stefnu núverandi og fráfarandi ríkisstjórnar en hef ekki fengið skýr svör hvað það varðar, en það tel ég að hljóti að vera mikilvægt verkefni fyrir alla stjórnmálaflokka núna í aðdraganda kosninga að geta svarað spurningunni um loftslagsstefnu Íslands eða hvernig við sjáum hana vera og hvert við teljum vera skynsamlegt og, jú, metnaðarfullt markmið Íslands við samningaborðið og þegar kemur að því að semja við Evrópusambandið ásamt Noregi um sameiginlega framkvæmd. Mig langar líka til að benda á og árétta mikilvægi þess að við horfum á þennan málaflokk í samhengi við alla aðra málaflokka. Kannski er þetta einmitt málaflokkur sem ætti að vera yfir og allt um kring. Sum ríki hafa meira að segja gengið svo langt að hafa sérstakt loftslagsráðuneyti sem heldur utan um þennan málaflokk, kannski einmitt vegna þess að loftslagsmálin varða ekki bara umhverfismálin í hefðbundnum skilningi heldur ekki síður mál sem lúta að orkumálum, samgöngumálum og, eins og kom fram í máli hæstv. umhverfisráðherra, mál sem lúta einfaldlega að daglegu lífi og neysluháttum samfélagsins. Þannig er umræðan um loftslagsmál alltaf áminning um að málaflokkurinn er breiður og hann verður að tengjast og gegnsýra allt samfélagið og alla málaflokka þess. Þess vegna hef ég kallað eftir því, bæði hér í umræðunni og áður og víðar, að hin raunverulega loftslagsáætlun, hvort það er sóknaráætlun eða aðgerðaáætlun sem við eigum til frá árinu 2010 eða hverju nafni sem slík áætlun nefnist, þarf auðvitað að vera yfiráætlun sem fangar miklu fleiri málaflokka. Ég hef kallað eftir því í andsvörum við hæstv. innanríkisráðherra þegar hún mælti fyrir samgönguáætlun hver væru loftslagsmarkmið samgönguáætlunar. Ég tel að við verðum, ef við ætlum að ná að taka þau skref að draga umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda, geti það ekki verið einskorðað við eina tiltekna áætlun og aðgerðapunkta undir henni. Þess vegna þurfum við að gæta að þessari samtvinnun og við eigum einhverjar fyrirmyndir hér í stjórnsýslunni sem eru tilraunir til svona samþættingar. Ég vil nefna eina aðferð sem hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur talað fyrir og komið til framkvæmda sem heitir Stjórnstöð ferðamála, sem hefur þó legið undir ámæli fyrir allt mögulegt. Það er að minnsta kosti tilraun til að leiða saman þá ráðherra og þá málaflokka sem tengjast málinu með einhverjum hætti og mætti velta fyrir sér hvort slíkt ráð þyrfti að vera til þegar loftslagsmálin eru annars vegar. Þingmál um loftslagsráð hefur fengið afgreiðslu í gegnum Alþingi. Þar er um að ræða loftslagsráð sem hefur það meginhlutverk að gera ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hafi skilgreind verkefni þar um og sé samráðsvettvangur þeirra aðila sem hafa bæði beina og óbeina aðkomu að þessum málaflokki. Mig langar líka að víkja að þeirri staðreynd og held að ekki verði undan því vikist að nefna það að áhöld eru um að Parísarsamkomulagið sem slíkt muni ná markmiðum sínum um hlýnun andrúmsloftsins undir tveimur gráðum. Menn hafa meira að segja sagt sem svo og örugglega með rökum að Parísarsamkomulagið í núverandi mynd í raun og veru sé nær 2,7° í hlýnun. Það er einfaldlega of mikið, allt of mikið. Climate Action Network hefur bent á þetta. Í ljósi þess voru sett sérstök ákvæði í Parísarsamkomulagið um að endurskoða markmiðin reglulega vegna þess að menn töldu vera innstæðu fyrir þessum efasemdum. Að samkomulagið sem slíkt væri ekki nægilega öflugt til að ná þessum markmiðum. Það er þannig að við erum að horfa á algerar hamfarir og stöðu þar sem verður ekki snúið við ef við erum komin að svo mikilli hlýnun jarðar. Ábyrgðin er mikil og kannski einna mest hjá okkur sem erum í hinum iðnvædda hluta heimsins. Menn hafa sagt að 1,5° sé í raun og veru það sem við þolum, það sem heimurinn þolir, hvort sem það er mannskepnan eða aðrir þættir vistkerfanna. Aðildarríki loftslagssamningsins þurfa þá að öllum líkindum að gera enn betur en við höfum verið að tala um ef við ætlum að halda okkur þar. Það að vera metnaðarfullur þýðir sennilega það að stíga skref sem eru enn þá framar en áður hafa verið nefnd. Eins og kom fram í andsvörum mínum áðan er orðið „metnaðarfullt“ nokkuð algengt í þeim stutta tillögutexta sem hér er undir. En til þess að uppfylla þau sjónarmið sem það ágæta orð felur í sér þurfum við að gera enn betur. Jafnvel og sennilega þurfum við að stefna að því að ná því markmiði að Ísland verði kolefnishlutlaust eða a.m.k. að draga mun meira úr losun gróðurhúsalofttegunda en lítur út fyrir að verði við óbreytt ástand. Ég vil líka nefna, af því að ég var að tala um samþættingu ýmiss konar áætlana, að á síðasta kjörtímabili sem var nú sennilega með því sviptingasamasta frá lýðveldisstofnun urðu þó mjög jákvæð tíðindi hér í þingsal þegar við samþykktum með öllum greiddum atkvæðum þingsályktunartillögu um grænt hagkerfi. Það var einmitt tillaga sem snerist um tölusettar tillögur í þá veru að færa þróun hagkerfisins með sem fjölbreyttustum hætti í átt að grænni og jákvæðri þróun, þ.e. að hvort sem um væri að ræða nýsköpun, þróun eða vöruþróun, matvælaframleiðslu eða hvað það væri, þá værum við að freista þess að gæta að því að vöxtur væri ekki á kostnað náttúruauðlinda og væri ekki á kostnað þeirra gæða sem við verðum að standa vörð um til langrar framtíðar. Það olli þess vegna miklum vonbrigðum að við ríkisstjórnarskiptin 2013 voru þessar tillögur eitt af því sem var slegið út af borðinu, þá sennilega undir þeim formerkjum að þetta væru leifar frá fyrri ríkisstjórn og menn töluðu jafnvel um gæluverkefni og eitthvað slíkt. En ég tel að ekki verði undan því vikist að við tökum þessa áætlun upp aftur. Ég held og trúi því raunar að þar muni bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn vilja eiga aðkomu. Það snýst einfaldlega um það að horfast í augu við það að ef við ætlum að deila kjörum á þessari jörð til einhverrar framtíðar verðum við að gæta að því að vöxturinn sé ekki ágengur. Sú tillaga var góð. Þar voru tölusettar tilteknar aðgerðir og vera má að endurskoða þurfi þær, en ég mun leggja áherslu á það sjálf og vonast til að við getum orðið fleiri samferða í því að taka upp þennan þráð og reyna að þróa íslenskt hagkerfi í áttina að því að það grænkist. Og þar með að við drögum varanlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vegna þess að við búum alltaf við þá erfiðu stöðu að sterkara hagkerfi, aukinn hagvöxtur, Forseti. Að sjálfsögðu fagnar maður því að við séum að fullgilda þennan samning. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að vera í París á fundi sem haldinn var í franska þinginu á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem farið var yfir þessu mál og þær ályktanir sem Alþjóðaþingmannasambandið hefur verið að vinna í málaflokknum. Ég verð að segja að það var svolítið merkilegt að heyra í kollegum mínum, þingmönnum víðs vegar að úr heiminum, og þeim sem hafa verið á ráðstefnum um loftslagsmál og í tilraunum til að setja hnattræn viðmið til að takast á við hið gríðarlega stóra vandamál sem við horfumst í augu við á hverjum degi, sem verður alltaf stærra og stærra og nánast svo yfirþyrmandi að maður hálflamast. Það hefur verið voðalega lítið um að þingmenn séu á loftslagsráðstefnunni þangað til núna. Alþjóðaþingmannasambandið átti stóran hlut í því að það voru svona margir þingmenn þarna en þessi fundur var hengdur við loftslagsráðstefnuna sem við áttum sem aukafund og mjög margir sáu tilefni til að koma. Ég held að mjög brýnt sé að þetta sé einmitt tekið miklu meira og dýpra inn á hið pólitíska svið en hefur verið gert. Í raun hlýtur það að vera ákveðin krafa til allra stjórnmálaflokka að loftslagsmálin séu hluti af orðræðunni á hverju ári og sér í lagi á kosningaári. Við verðum að hætta að líta svo á að umhverfið okkar tengist tilteknum flokkum. Það hefur alltaf valdið mikilli furðu hjá mér að það sé skilgreint á þann hátt að þeir sem láti sig umhverfið varða séu vinstri fólk. Mér finnst það stórkostlega furðulegt. Það er ein af ástæðunum fyrir því að okkur hefur miðað svona lítið áfram. Það var nokkuð sem olli mér töluvert miklu hugarangri í París varðandi samninginn. Þetta er að sjálfsögðu tímamótasamningur en hann tekur aðeins á mjög afmörkuðu vandamáli. Það kom nefnilega í ljós að ákveðið var að taka út fyrir sviga eina aðalástæðuna fyrir því að það fer svona mikill koltvísýringur út í andrúmsloftið. Það eru nefnilega ekki bara bílar eða flugvélar. Það er ekki bara olían. Nei, það eru líka trén sem falla vegna sívaxandi kröfu um kjöt, ódýrt kjöt. Það var ákveðið að taka þetta út fyrir sviga því að talið var að ekki yrði hægt að ná samkomulagi með þennan stóra hluta vandamálsins innan sviga. Það olli mörgum miklum vonbrigðum. Þá var jafnframt ekki tekið á ástæðu þess að olíuverð er svona lágt. Farið hefur verið út í sífellt óumhverfisvænni aðgerðir til að ná í meira gas og olíu sem er gert m.a. í gegnum „fracking“ og líka er hægt að sjá hörmulegar afleiðingar þess sem kallað er tjörusandar, aðferð við að ná upp olíu í Alberta-fylki í Kanada. Það er nánast ómögulegt að takast á við öll þessi stóru mál ef við sleppum langstærsta hluta vandamálsins. Hvað varðar að setja kvóta á stóriðju og fyrirtæki hefur það nú þegar sýnt sig að svindlað er á því. Fyrst við getum ekki tekið þetta inn í samfélögin okkar og aðstoðað fólk við að finna fyrir samfélagslegri ábyrgð gagnvart framtíðinni, þá erum við alltaf að gera pínulítið og aldrei nóg. Við erum að verða of sein, forseti. Ef við gerum ekki eitthvað róttækt, ekki einungis varðandi lög og kvaðir, ef við gerum ekki eitthvað róttækt inni í okkur, inni í hverju einasta mannsbarni, þá verður framtíðin fyrir börnin okkar og barnabörn hræðileg. Hún verður hræðileg, forseti. Ég skil ekki af hverju þetta fær svona lítið rými. Þetta vandamál fer ekkert. Þetta vandamál stækkar dag frá degi. Það þýðir ekki að taka á afmörkuðum hluta þess. Við verðum að líta á þetta heildrænt. Það voru örlagatímar 1960–1970. Þá þegar var fólk orðið mjög meðvitað um þá vá sem mengun og eitur er, sem var sett út í náttúruna og er enn að koma fram. Til dæmis eru dýr með þykkt fitulag, hvort sem þau eru í sjó eða á landi við Grænland og á Grænlandi, enn með eitur í sér frá því að eitri var pumpað út árið 1970 og 1980. Mengunin hverfur ekkert. Hún heldur áfram að vera hluti af vistkerfinu okkar. En á þessu tímabili, 1960–1970, var tekin ákvörðun sem hefur verið mjög afdrifarík. Hún var sú að þegar átti að tala um hnattræna hluti varðandi umhverfi og mengun var ákveðið að fara þá leið að láta tæknina laga þetta, að tækni framtíðarinnar mundi laga þau vandamál sem var þá þegar vitað að mundu blasa við okkur síðar meir. Ef farin hefði verið sú leið að taka á þessu út frá samfélagi frekar en tækni værum við sennilega í öðruvísi heimi í dag. Auðvitað getum við nýtt okkur tæknina til þess að bregðast við ýmsu og þróa betri leiðir, en á meðan samfélagið er ekki hluti af því að takast á við þá stórkostlega mikilvægu hluti sem hin risastóru vistspor mannkynsins á jörðina eru þá er ansi hætt við að fólk upplifi ekki þá ábyrgð sem það þarf að axla sameiginlega í þeirri framtíðarsýn sem við erum að fara inn í núna. Það var mjög ánægjulegt að sjá að Kína og Bandaríkin hafi ákveðið að fullgilda þennan samning. Að sjálfsögðu er fagnaðarefni að við ætlum að gera það líka. En við þurfum að spyrja okkur: Hver er okkar sýn? Hvað ætlum við að gera? Ætlum við bara að moka ofan í skurði sem voru grafnir eitt sinn til þess að skapa land þar sem áður var mýri? Það er ekki nóg, við vitum það. Erum við með langtímaáætlun um hvernig við getum hætt að flytja inn óþarfar vörur? Við getum auðveldlega verið með hátæknigróðurhús hér og nýtt okkur orkuna á þann veg. Þetta á við um allan innflutning. Ég man eftir umræðunni í kringum álverið á Reyðarfirði. Aðalsölupunkturinn var að þetta væri svo grænt og vænt. Við ætluðum að bjarga öðrum þjóðum frá því að nota vonda orku, mengandi orku. En á sama tíma var aldrei tekið með inn í umræðuna hvaðan báxítið kemur. Það er flutt til Íslands, alla leið frá Ástralíu. Er það sjálfbært? Er það gott? Væri þá ekki nær að hafa álverin þar, frekar en á Íslandi? Við þurfum að fara að hugsa á miklu stærri hátt og huga að því hvernig við getum í raun og veru byrjað að taka til hjá okkur, því að það eru fáar þjóðir sem ná okkur þegar kemur að því hversu djúpt vistspor okkar er. Við þyrftum ansi margar jarðir ef allar þjóðir heims skildu eftir jafn djúp vistspor og Íslendingar. Þetta er allt of stuttur tími til að tala um svona stórt mál. Ég er strax búin með tímann minn. Þetta er eitt af þeim málum sem eru mér er hvað mikilsverðust sem einstaklingi og þingmanni. Við höfum bara þessa jörð og eigum að passa upp á hana. Við erum að verða of sein. Þess vegna verðum við á hverjum degi að eyða smá tíma í að hugsa hvernig við getum passað upp á að það verði framtíð fyrir önnur dýr, fyrir börnin okkar og barnabörn. Virðulegur forseti. Það er ánægjulegt að ræða þetta mál hér í dag og athyglisvert að allir ræðumenn eru kvenkyns, alla vega fram að þessu. En ég veit að það eru margir karlmenn í þinginu sem hafa auðvitað áhuga á þessu máli. Þetta er afar brýnt. Ég vil nota tækifærið og óska hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. umhverfisráðherra til hamingju með daginn og okkur öllum að vera að taka þetta mál til fyrri umr. Ég get tekið undir það sem hefur komið fram, ég mundi vilja að við Íslendingar værum enn metnaðarfyllri, ég er hrifin af því orði. Ég held að það sé rétt sem hæstv. umhverfisráðherra sagði í ræðu sinni að það hefur orðið vakning. En við erum samt að mörgu leyti eftirbátar Norðurlandanna og annarra þjóða. Það verður að segjast eins og er að sú umhverfislöggjöf sem við höfum innleitt hefur að miklu leyti komið til vegna tilskipana Evrópusambandsins. Það er kannski ekki þannig endilega í dag en við tókum stökk í umhverfisverndarmálum þegar við urðum aðilar að EES. Það er líka mjög góð áætlun sem hæstv. atvinnuvegaráðherra lagði til um orkuskipti, ég man ekki hvað hún heitir nákvæmlega en við ræddum hana hér um daginn. Markmiðið er að auka til muna notkun annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis. Þar er okkur vandi á höndum því að olíuverð er mjög lágt. Á sama tíma og við vitum að það að brenna jarðefnaeldsneyti eykur vandann með gróðurhúsalofttegundum, koltvísýringi, þorum við samt ekki að skattleggja þessa óumhverfisvænu vöru. Ég veit ekki hvað skal segja, kannski vonum við bara að olíuverð fari að hækka aftur þannig að hinir kostirnir sem við höfum, sem eru þó nokkrir, verði ódýrari. Ég skal viðurkenna að á meðan við erum ekki tilbúin til að taka einhver slík skref og segja: Við erum að nota jarðefnaeldsneyti, við vitum að við gerum jörðinni ógagn og skaða og tökum af skarið og skattleggjum eins og við þyrftum, þá breytist ekkert. Í dag er ódýrara að kaupa dísilolíu eða bensín en til dæmis lífdísil. Við höfum talað um það áður í þessum sal að það er ódýrara að urða lífrænan úrgang en að fara með hann í moltugerð. Og á meðan ódýrari kosturinn er óumhverfisvænni breytist ekki neitt. Stjórnvöld verða að þora að taka af skarið ef við meinum eitthvað með þessu. Ég er mjög ánægð með hvað páfinn hefur talað afdráttarlaust. Ég átti ekki von á að ég færi að vitna í hann í ræðustól Alþingis, en mér finnst virkilega áhugavert að sjá að manneskja með þetta mikil völd skuli tala svona afdráttarlaust. Það hefur líka komið fram í þessari umræðu að auðvitað er lífsstíl okkar Vesturlandabúa vandamálið. Það sem páfinn sagði líka, sem er alveg rétt, er að loftslagsbreytingarnar bitna verst á þeim sem bera minnsta ábyrgð á þeim. Við getum tekið ýmis skref hér eins og að gróðursetja tré og moka ofan í skurði og keyra á rafbílum og metanbílum. Allt er það mikilvægt og gott og við eigum að sjálfsögðu að vera róttæk í þeim efnum. En ég mundi líka leggja til að fólk horfði aðeins í neysluna því að allt sem við kaupum skilur eftir sig vistspor, hvort sem það eru fötin okkar, símarnir eða tölvurnar eða húsgögnin, að ekki sé nú talað um ferðalögin, við ferðumst sem aldrei fyrr. Auðvitað tekur þetta allt sinn toll. Vandamálin geta verið þannig að manni fallist hreinlega hendur. En ég vona að hæstv. ríkisstjórn sem nú er hugsanlega að kveðja taki skref í þessa átt og sú sem tekur við haldi áfram og taki jafnvel enn þá stærri skref. Við getum alltaf bætt aðeins í. Það er ekkert sem segir að við getum ekki verið að búa til alls konar verkefni hingað og þangað. Umhverfisráðherra hefur t.d. fjallað mikið um matarsóun. Ég er algerlega sammála því sem hún er að gera þótt mér finnist t.d. að það mætti taka það skref, sem væri kannski eitt það mikilvægasta í því vandamáli, að hreinlega banna að urða lífrænan úrgang. Það verði bara ekki í boði að fara með brauðin og allt dótið sem er útrunnið í plastinu og urða einhvers staðar. Það verði að fara í moltu þótt það kosti eitthvað. Þá er hvati fyrir verslunina að minnka sóunina og reyna að koma vörunum út og hafa skipulagninguna í betra lagi. Þetta er stuttur tími. Ég hef svo sem ekki meira um þetta að segja nema ég er ánægð með samninginn og mundi vilja að við tækjum róttækari skref. Ég upplifi það ekki þannig að það sé ekki hægt, að við getum ekki hvenær sem er sagst ætla að taka þetta af enn meiri krafti. Ný verkefni geta komið upp. Við þurfum líka að taka umræðuna um lífsstílinn. Þurfum við öll þessi föt, öll þessi ferðalög, húsgögn? Við erum svolítið að kaupa og henda eða gefa í Rauða krossinn, þannig menning er í gangi. Ég er mjög ánægð þegar ég fylgist með ungu fólki í dag sem hugsar um hvaða áhrif t.d. kjötneysla hefur, hvað landbúnaðurinn veldur í sumum tilfellum skaða og hvernig er hægt að velja landbúnaðarvörur sem eru betri en aðrar og vera meðvitaður um val sitt. Ég verð bjartsýn þegar ég fylgist með unga fólkinu. Mér finnst það standa sig betur en við í að axla ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Frú forseti. Ég fagna því að nú loksins sé verið að fullgilda Parísarsamkomulagið. Það eru níu mánuðir síðan það var undirritað í París, 12. desember 2015. Það er mikilvægt að hafa í huga þegar við ræðum þessa þingsályktunartillögu að hún varðar eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna á heimsvísu. Loftslagsváin ógnar lífríki jarðar og okkur mannfólkinu sem hér búum. Hitamet eru slegin mánuð eftir mánuð. Áhrifa loftslagsbreytinga er farið að gæta með flóðum og fellibyljum og skógareldum. Þetta leiðir af sér mikið tjón. Fólk hrekst á flótta frá heimilum sínum sem veldur líka átakapunktum. Ef við sýnum ekki fullan metnað í þessu máli og sýnum strax að okkur sé alvara erum við í raun runnin út á tíma. Markmiðið er að hækkun hitastigs jarðar verði undir 2°, að jörðin hitni ekki um meira en 2° miðað við meðalhitastig jarðar fyrir iðnvæðingu. En jafnframt er lagt til að allra leiða verði leitað til að halda hækkun hitastigsins undir 1,5° miðað við hitastig jarðar fyrir iðnvæðingu. Í Parísarsamningnum er ríkari þjóðum sem hingað til hafa borið meiri ábyrgð á losun gert að vera í broddi fylkingar og er það eðlilegt, að við, hinn ríkari, velmegandi heimshluti, leggjum meira af mörkum til þessara mála. Ísland hefur tekið þá ákvörðun að vera í samstarfi við aðildarríki Evrópusambandsins um að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við útblástur árið 1990. Þetta ætlum við að gera með því að halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. En það kemur líka fram að við eigum eftir að semja við Evrópusambandið og Noreg um þetta fyrirkomulag og að það verði gert með öðrum hætti náist það ekki. Jafnframt kemur fram að formlegar samningaviðræður séu að hefjast á næstunni. Áætlað er að þeim ljúki á árinu 2017. Það kemur ekki fram hvenær á árinu 2017 en tekið er fram að af því að þetta er rammasamningur þar sem landsframlög eru síðan ákveðin innan þess ramma þurfi ekki að vera búið að útfæra landsákvörðuð framlög Íslands áður en Parísarsamningurinn er fullgiltur. Svo segir, með leyfi forseta, hér í greinargerð: „Mikil vinna er fram undan við að setja fram metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á næstu árum og áratugum og vinna að aðgerðum til að ná þeim.“ Frú forseti. Þetta eru svo sannarlega orð að sönnu. Ef við lítum á helstu losunarvalda eru það samgöngur, skipaflotinn, útblástur frá stóriðju og það er landbúnaður. Núna var verið að semja um búvörusamninga til tíu ára og þar er ekki tekið myndarlega á losunarmálunum. Það hræðir mig. Það sýnir að við höfum ekki raunverulegan metnað til þess að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Í þeim samningum sem á að fara að lögfesta á Alþingi er tækifærið til þess að sýna hvort við meinum eitthvað með aðild okkar að samkomulaginu eða ekki. Við þurfum líka að horfa til þess að eftir hrun skánaði staða okkar í losunarmálum því að fólk hætti að hafa efni á að vera með jafn mikið af bílum og fyrir hrun. Það hafði sjálfkrafa áhrif á losun. Nú vita allir sem keyra frá vestri til austurs í Reykjavíkurborg í eftirmiðdaginn eða austri til vesturs að morgni að það er gríðarlegur umferðarþungi. Umferð eykst. Bílasala eykst. Þetta færir okkur heim sanninn um að efnahagslífið er borubratt. Það gengur vel. En það hefur líka áhrif og veldur aukinni losun. Við þurfum að leggja fram miklu metnaðarfyllri áætlanir um uppbyggingu almenningssamgangna. Á síðasta kjörtímabili gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag við ríkið um að fá milljarð til uppbyggingar á almenningssamgöngum næstu tíu árin. Blessunarlega hefur núverandi ríkisstjórn staðið við það samkomulag, sem er gríðarlega mikilvægt. En þróunin sem á sér stað núna með aukningu umferðar sýnir okkur að við verðum að gera betur. Við verðum að endurskoða þessar áætlanir og leggja meira til almenningssamgangna, fyrir utan hvað það eykur lífsgæði fólks að þurfa ekki að sitja í bílunum sínum allt upp í þrjú korter til að komast vegalengd sem er rétt rúmir tíu kílómetrar. Svo er það auðvitað þannig að okkur finnst þægilegt að keyra bílinn okkar og það er mikið frelsi, en það er líka mikill sparnaður fyrir fólk ef það hefur aðgengi að skilvirkum og góðum almenningssamgöngum. Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þá er það skipaflotinn. Þar þarf að halda áfram á sömu braut og draga úr losun. Svo tel ég að við ættum að fara að setja okkur þau markmið að hætta hér uppbyggingu á stóriðju. Við þurfum að fara að byggja upp annars konar atvinnustarfsemi sem gengur ekki með freklegum hætti á auðlindir jarðar heldur nýtir sér auðlindina góðu, mannauðinn. Það að fjárfesta í skemmtilegum og verðmætaskapandi atvinnugreinum og efla menntakerfið eru aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er auðvitað með óbeinum hætti en þetta er fjárfesting sem við verðum að fara í til að geta byggt hér upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti en ekki ágengri notkun náttúruauðlinda. Á Íslandi tölum við um endurnýjanlega orku, sem reyndar gengur á aðra auðlind sem er náttúran okkar, en við flytjum líka inn hrávöru sem raskar lífríki annars staðar, eins og báxít til álframleiðslu. Það er ánægjuefni að við séum að fullgilda þennan Parísarsamning en við þurfum sannarlega að spýta í lófana og öll að sammælast um að við ætlum að ná þessum markmiðum og byrja strax. Við ætlum að sýna í verkum okkar hér að við komum með tillögur og aðgerðir til að hefja samdrátt á losun strax til að við náum þessum markmiðum. Auðvitað þurfum við að binda gróðurhúsalofttegundir með ræktun en það á að vera viðbót við það að draga úr losun, því að það er lykilatriði, að draga úr losuninni. Virðulegi forseti. Fyrst vil ég byrja á að fagna því að þetta mál sé fram komið og þakka hæstv. ráðherra fyrir það. Það skiptir máli að við sýnum að okkur sé alvara og fullgildum samninginn sem fyrst. Það sem mig langar mest að ræða er að þegar búið er að fullgilda eitthvað svona þurfum við að fara að gera eitthvað. Það er stóra verkefnið. Mér finnst við á þinginu hafa í gegnum tíðina sammælst um að það skipti máli að við reynum að leggja okkar af mörkum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en það verður oft minna úr verki. Við setjum okkur markmið og gerum áætlanir en svo finnst manni árangurinn alltaf heldur lítill. Það hafa verið vonbrigði á síðustu árum að sjá ekki t.d. samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngunum og frá bílaumferð o.s.frv. Eitthvað þurfum við að fara að spýta í lófana þarna. Hvað gerir maður þá? Ég held að við hér inni þurfum að fara að sammælast um að grípa til róttækra aðgerða og reyna að ná saman um þær. Ég hef til að mynda dáðst að því hvernig Reykjavíkurborg hefur nálgast þessa vinnu, með því að ná saman atvinnulífinu og opinberum aðilum. Það hafa rúmlega 100 fyrirtæki í Reykjavík skrifað undir markmiðin með borginni um að draga úr losun. Mér finnst við þurfa að ná betur saman á stærri skala til að ná utan um þetta verkefni. Það dugar ekki að nokkur ráðuneyti hittist og fari yfir málin og setji sér markmið, við þurfum að fara að tengja fyrirtækin og atvinnulífið betur inn í það. Það eru þegar komnir vísar að því. Nú þurfum við að fara að gera það á stærri skala. Eitt verkefni sem mér hefur fundist áhugavert og ég hef sjálf lagt fram tillögur um í þinginu er að reyna að freista þess hvað samgöngurnar og bílana varðar að ná þverpólitískri samstöðu um að græn ökutæki og líka orkugjafarnir sjálfir fái skatta- og gjaldagrið þangað til við höfum náð X prósentu af slíkum bifreiðum eða slíkum ökutækjum sem hlutfalli af þeim sem eru á vegunum, þ.e. við getum miðað við það þegar við erum búin að ná 10% af bílaflotanum inn sem grænum ökutækjum eða 15% eða 20% eða hvað það er sem við teljum viðunandi, það sé ekki fyrr en þá sem þessi hefðbundnu gjöld fara að koma á þau ökutæki líka. Menn þurfa að setja sér einhver markmið og ráðast í aðgerðir þeim tengdum. Það fyndist mér góð leið. En til að ná því markmiði þyrftum við að samþykkja um það ályktun á þingi og jafnvel ná einhvers konar samkomulagi um það þvert á flokka að bílaflotanum, þ.e. græna hluta bílaflotans, yrði gefinn gjalda- og skattaleg grið þar til við höfum náð markmiðinu. Það er ein leið. Hún er ekkert fullkomin því að auðvitað nýta þessi ökutæki líka vegina og það þarf að byggja þá upp. En það breytir því ekki að ef við ætlum að ná stórtækum árangri þurfum við að grípa til svolítið róttækari aðgerða en við höfum gert hingað til. Talandi um bílaflotann þá hefur græni bílafloti búið við það að við veltum á undan okkur skattalegum griðum eins og t.d. virðisaukaskattsleysi á rafmagnsbíla frá ári til árs. Það er ekki vænleg aðferð. Þeir sem flytja þá inn þurfa að geta haft fyrirsjáanleika, þ.e. menn þurfa að geta séð til lengri tíma, gert áætlanir um innkaup á slíkum bifreiðum til lengri tíma. Þá þarf þetta umhverfi að vera fyrirsjáanlegra en við höfum búið um það hingað til, svo þetta sé nefnt. Mér finnst áhugavert og jákvætt, svo maður dragi fram það sem vel er gert, að sjá hvernig sjávarútvegurinn hefur verið að vinna. Þar sjáum við í tölunum mælanlegar breytingar á útblæstri frá skipum. Það er eitthvað sem greinin sjálf telur mikilvægt út frá því að þarna er verið að veiða matvæli og það skiptir máli. Við eigum gríðarlegra hagsmuna að gæta í hafinu, að losunin verði ekki meiri en hún er vegna hættunnar á súrnun sjávar og áhrifum þess á greinina sem slíka og þá íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Við eigum mjög mikið undir hér á landi sem eyríki sem nýtir sjávarauðlindina með jafn ríkum hætti og við gerum. Þetta er ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar. Það má gefa þeim það sem það eiga að þau hafa staðið sig mjög vel. Ég vona að okkur lánist að setja niður einhvers konar áætlun, vonandi þvert á flokka. Það væri skemmtilegt ef Alþingi ákvæði í sameiningu að fara í þessa vinnu þvert á alla flokka þar sem menn settust yfir það fyrir alvöru hvaða verkefni eða markmið menn vildu setja sér, hvaða verkefni ættu heima þar undir og tengdu síðan atvinnulífið, stofnanirnar og sveitarfélögin betur inn í þetta, að við byggjum til alvörunetverk, getum við kannski sagt, utan um þau verkefni. Við höfum svolítið verið hvert í sínu horni að vinna að þessum málum. Það gengur ekki lengur ef við ætlum að ná stórtækum árangri, sem nauðsynlegur er. Síðan er annað verkefni sem mér finnst áhugavert. Ef við skoðum samsetninguna á losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi á vef Umhverfisstofnunar sést að stærsti hlutinn kemur frá iðnaði og efnanotkun. Það er liður sem hefur farið vaxandi. Við eigum að fara vandlega yfir hvernig við getum minnkað losun frá þeim lið. Það gerum við ekki öðruvísi en með atvinnulífinu og stofnunum. Svo er annar þáttur áhugaverður, og hafa komið fram fyrirspurnir frá þingmönnum eins og hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni og Sigríði Á. Andersen, sem er um áhrif framræstra mýra eða framlags þeirra til losunar gróðurhúsalofttegunda og hlutdeild þar. Endurheimt votlendis er stórt verkefni sem við þurfum að ráðast í og halda áfram. Það á að vera þarna líka. Ég ætla ekki að benda á neinn í þessari umræðu og segja að einhver hafi ekki staðið sig heldur vil ég frekar koma með ákall til okkar allra um að við reynum að taka höndum saman um þetta verkefni. Róttækra aðgerða er þörf. Markmiðið um að takmarka losunina og halda hitabreytingum henni tengdum við 2° gagnast ekki eyríkjum sem eru að hverfa undir sjó út af loftslagsbreytingum. Þau halda því fram að þar þurfi menn að miða við 1,5°. Aðrir halda því fram að ef við höldum öllu nákvæmlega eins og það er núna þá getum við kannski rétt náð 1,5°, haldið okkur þar. Niðurstöður allra rannsókna, og ég held að þetta sé óumdeilt, sýna okkur að róttækra aðgerða er þörf, aðgerða sem krefjast þess, og ég hef svo sem notað þá líkingu áður hér, að við rífum í handbremsuna á þeim sviðum þar sem mest losun er. Afleiðingarnar eru nú þegar mjög alvarlegar og geta beinlínis orðið skelfilegar. Þar eru hagsmunir eins og okkar, sem eru súrnun sjávar, áhrifin á lífríkið í hafinu í kringum okkur. Síðan eru líka þjóðir um heim að sökkva í sæ vegna þessa vágests, sem er af okkar eigin völdum. Við sköpuðum þetta. Það er okkar að gera þessar breytingar. Það skiptir máli að það byrji hér einhver alvöruvinna og að við tökum þetta upp úr skotgröfum og reynum að hefja alvörusókn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Herra forseti. Þetta hafa verið mjög áhugaverðar umræður, þykir mér, í dag. Ég verð að taka undir með öðrum þingmanni sem talaði áðan og sagði að það væri eiginlega alveg með ólíkindum að þetta tiltekna mál, loftslagsbreytingar og afleiðingar sem við stöndum frammi fyrir, fengi ekki meira rými í hinum almennu umræðum. Þetta er klárlega eitt stærsta málið. Það er ekki mjög sexí að ræða þetta, ég held að það sé alveg ljóst, málið virðist alla vega ekki ná eyrum fjölmiðla og það virðist ekki vera hægt að setja það fram í æsandi fyrirsögnum eða einhverju sem grípur þjóðina þannig að hún horfi inn á við og fólki hugsi með sér: Hvað get ég gert til að breyta hegðun minni eða lífsstíl? Talað hefur verið um umferð og annað slíkt og að það ætti ekki að þurfa að taka svona langan tíma á höfuðborgarsvæðinu að komast á milli staða og raunin er. Ég er nokkuð viss um að miðað við höfðatölu sláum við öll met í notkun einkabílsins. Einhvern veginn gengur okkur verr en oft áður að komast út úr því. Mér finnst umferðin vera að aukast, sem er að hluta til vegna ferðamennskunnar. En það er ekki bara það, íbúarnir ferðast miklu meira á einkabílum. Ég er ekki undanskilin því. Ég bý á litlum stað úti á landi og stundum hugsa ég þegar ég sest upp í bílinn: Af hverju geng ég ekki? Af hverju tek ég ekki reiðhjólið mitt fram? Af hverju í ósköpunum er ég að setjast upp í bíl? Ég er u.þ.b. tveimur mínútum lengur á áfangastað. En við erum ekkert nema vaninn, það er nú það sem er. Þess vegna segi ég að við þurfum hvert og eitt að líta í eigin barm. Það er spurning hvað hægt er að gera til þess að vekja hvata í mannskepnunni til að breyta. Þau heimsmarkmið sem eru undir, sem tóku við af þúsaldarmarkmiðunum, og eru 17, snúa að aukinni sjálfbærni, því að reyna að koma í veg fyrir hungur og fátækt, auka jöfnuð og stuðla að jafnrétti kynjanna, bæta og tryggja aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu, gera borgir vistvænni, sporna við loftslagsbreytingum og vernda lífríki hafsins og skóga. Þetta eru markmiðin sem eru undir og á annað hundrað ríkja hafa samþykkt að vinna að þeim og reyna að ná þeim fyrir 2030. Það var talað um vímuefnalaust Íslands fyrir ekki svo mörgum árum. Maður hugsar hvort þetta séu óraunhæf markmið eða hvort við getum nálgast þau eitthvað. Þetta snýst svo mikið um viðskiptahagsmuni. Ég held að það sem hafi komið í veg fyrir að framþróunina hafi orðið meiri sé að það eru viðskiptahagsmunir í húfi. Forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, Mogens Lykketoft, hefur sagt að helstu áhyggjur hans snúi að ríku þjóðunum, að þær taki markmiðin ekki nógu alvarlega, en þróunarríkin reyni hins vega hvað þau geta. Hann vekur um leið athygli á því að þetta snýst ekki aðeins um fátæka fólkið í fátæku ríkjunum heldur um okkur öll, alls staðar í heiminum. Hann bendir á nokkur atriði sem þróuðu þjóðirnar geti beitt sér fyrir í tengslum við sjálfbæra þróun sem snúa þá að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, aðgerðum gegn skattaskjólum og svo hækkun á framlögum til opinberrar þróunaraðstoðar. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem við sýnum minni ábyrgð, hinar þróuðu þjóðir, en hinar sem eru þær þjóðir sem eru í neyð. Neyðin er miklu fjær okkur en mörgum öðrum þjóðum. Ef við náum ekki að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda eykst magn þeirra. Þá stöndum við áfram frammi fyrir þeirri hlýnun sem við höfum orðið svo áþreifanlega vör við. Það vorar fyrr, oftast alla vega. Við sjáum fugla koma til landsins sem við höfum ekki séð áður. Varptíminn er jafnvel að breytast og gróðurtíminn að lengjast. Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að ótrúlega margt hefur breyst. Þegar horft er til þess hvernig þetta getur þróast á komandi öld er talið að álagið á vistkerfið verði miklu meira en hægt verður að ráða við. Nefnt hefur verið að sjórinn verði súrari, sem hefur áhrif á lífríkið í kringum okkur, og talið er að upptaka hins náttúrlega kolefnis muni ná hámarki um miðja öldina, sem svo aftur magnar loftslagsbreytingarnar. Eins og ég sagði eru fátæku samfélögin sérstaklega viðkvæm gagnvart þessum breytingum og möguleikar þeirra til að bregðast við eða aðlaga sig að þeim eru gjarnan minni. Það er hætta á því að í framhaldi af öllu því sem nú er að gerast í heiminum og ekki þykir gott komi enn meiri hitabylgjur, fárviðri, þurrkar, flóð, vannæring og ýmislegt annað sem fylgir því öllu saman. Þetta er ekki mál sem við eigum að segja að geti beðið, því að það getur svo sannarlega ekki beðið. Ég held að hlutverk okkar, eins og hefur verið rakið, til að draga úr þessu sé margvíslegt, hvort sem það felur í sér að horfa inn á við eða á hið stóra samhengi. Við erum glöð og ánægð með gríðarlega vaxandi ferðamannastraum en um leið stöndum við frammi fyrir menguninni af skemmtiferðaskipunum, frá fluginu, sem eykur álagið enn meira. Ég tek undir að við þurfum að efla almenningssamgöngur. Það er eitt af því sem okkar litla Íslandi hefur ekki gengið nægjanlega vel í. Miðað við umferðarþungann á götunum virðist ekki vera hægt að ná því saman svo vel sé, þannig að fólk sjái hag sinn í því að nýta almenningssamgöngur. Ég tek undir það sem hv. þm. Katrín Júlíusdóttir sagði áðan um grænu ökutækin, afslátt og annað slíkt. Ég held að við ættum í alvörunni að skoða það vel. Við höfum séð einn ágætisáfanga í ferðamennskunni sem er fólginn í rafmagnsknúnum skipum eða bátum við hvalaskoðunina á Húsavík. Það er tilraun til að stemma stigu við mengun og gera upplifunina um leið meiri. En auðvitað snýr þetta að mörgum þáttum. Þetta snýr líka að endurheimt votlendis og skógræktinni og öðru slíku. Við þurfum að taka okkur saman í andlitinu fyrst og síðast, hvert og eitt, af því að við erum öll bitar í þessu púsluspili. Í staðinn fyrir að vísa því yfir á einhverja aðra þurfum við að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert. Hér var nefnd matarsóun og ýmislegt fleira. Allt telur, stórt sem smátt skiptir máli. En fyrst og fremst þurfum við að draga úr losuninni til þess að raunverulegt markmið náist. Ég vona að þjóðir heims fullgildi allar þennan samning og láti ekki viðskiptin þvælast fyrir því svo að ógninni verði ekki velt yfir á komandi kynslóðir. Virðulegi forseti. Því ber að fagna að þetta mál sé komið fram. Það er gleðiefni að þjóðir heimsins virðast ætla að taka málið alvarlega. Eins og hv. þingmaður nefndi áðan er erfitt að setja það þannig fram að fólk vilji tala um það jafn mikið og þyrfti. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við séum þegar komin yfir hættumörkin. Ég hygg að við munum lenda í framtíðinni í mjög miklum loftslagsbreytingum alveg sama hvað við gerum úr þessu. Jafnvel þótt við hættum að brenna olíu og kolum í dag, allur heimurinn samstundis, held ég samt að við lendum óhjákvæmilega í þó nokkuð miklum ógöngum. Þess vegna finnst mér að ofan á þessi annars ágætu áform þurfi þjóðir heimsins einnig að fara að velta alvarlega fyrir sér hvernig þær ætli að bregðast við þeim ógöngum sem fram undan eru. Það er meira en að segja það. Loftslagið er flókið. Það er með flóknari kerfum sem menn stúdera og þess vegna er erfitt að spá fyrir um nákvæmlega hvað gerist. Reyndar er það ein af áskorununum, ekki bara það að eitthvað muni breytast á ákveðinn hátt, því að það er ekki í sjálfu sér vandamál ef það gerist nógu hægt og ef það er nógu þekkt fyrir fram hvað mun gerast. Vandinn er að við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast og það mun líka gerast miklu hraðar en samfélög heimsins hafa tök á að bregðast við. Það hefur síðan að sjálfsögðu áhrif á pólitík heimsins, samskipti landa, það má búast við ýmsum hagsmunaárekstrum sem voru ekki fyrirséðir. Ég hygg að það muni reyna mjög mikið á samskipti landa sem varða ekki bara olíu- og orkunotkun heldur einnig hluti eins og mat og matarframleiðslu og hreinlega pláss, hvar eigi að búa vegna þess að ef þessar breytingar verða mjög hraðar er hætt við að svæði sem hægt er að nýta í dag verði ónýtanlegt og öfugt. Það er ekki fyrirséð hvernig það mun fara. Mannskepnan er alveg sérstaklega lagin við að finna sér ágreiningsefni og berjast mjög harkalega um þau. Áskorun 20. aldarinnar var spurningin um hvort mannkyn lifði af gereyðingarvopnin, uppfinningu kjarnorkuvopna og fleira í þeim dúr. 20. öldin einkenndist af miklum ótta. Þau sem hlustuðu á pönktónlist og voru uppi á pönktímabilinu lýsa gjarnan hvernig andrúmsloftið var fullt vonleysis. Fólk gerði hreinlega ekki ráð fyrir að það næði gamals aldri því að heimurinn yrði farinn fjárans til fyrir þann tíma. Mér finnst skrýtið að upplifa ekki sama ótta gagnvart þessum vanda. Að því sögðu þá komumst við í gegnum 20. öldina þrátt fyrir allt þó að vissulega séu enn hættur til staðar, við sjáum t.d. enn ágreining milli Rússlands og Bandaríkjanna sem fer stigvaxandi samkvæmt öllu því sem ég þekki til í þeim efnum. Það eru ýmis hættumerki víða í heiminum. Samt sem áður má ekki gleyma að við höfum ekki einungis þessa tilhneigingu til að fara í stríð heldur líka mikla burði til að komast yfir slíkar áskoranir. Ég trúi því að hið sama eigi við um loftslagsbreytingarnar. Spurningin er hversu mikill skaðinn verður og hvernig okkur tekst ýmist að fyrirbyggja hann eða bæta fyrir hann með einhverjum hætti í framtíðinni. Þótt vissulega sé ástæða til að hafa miklar áhyggjur verðum við líka aðeins, og reyndar svolítið mikið, að líta fram hjá því hversu erfitt þetta komi allt til með að vera og velta fyrir okkur hvað við getum gert til að mæta breytingum framtíðarinnar. Þar hygg ég að eitt mikilvægasta svarið felist í tæknibreytingum. Ég held að við nálgumst óðfluga það tímabil þar sem hreinlega einhvers konar stjórn yfir veðurfari, hversu mikil sem hún getur svo sem verið, verði hluti af lífi mannkynsins á jörðinni. Við erum orðin vön því að vera úti um alla plánetuna, við erum vön því að geta ferðast frekar auðveldlega á milli landa þrátt fyrir allar þær náttúrulega hindranir sem eru til staðar, fjöll og sjó, hita og kulda og allt þar á milli. Við erum dýrategund sem lenti á tunglinu, gekk á tunglinu. Og það er vel hugsanlegt að við göngum einn daginn á Mars sem er næsta pláneta. Þegar maður fer að ræða slík mál er fólk fljótt að líta svo á að það séu einhverjir draumórar eða komi sér ekki við eða séu einhver gæluverkefni mannkyns. En við megum ekki gleyma því að við erum sú dýrategund sem hefur komist yfir ótrúlegar áskoranir. Það er ekki trúlegt, maður hefði ekki trúað því fyrir 200 árum að manneskja mundi ganga á tunglinu. En við gerðum það samt. Sömuleiðis hefði fólk sennilega ekki trúað því að við gætum haft það mikil áhrif á loftslagið að við mundum hugsanlega stofna okkar eigin tilvist í hættu. En við gerðum það samt. Sömuleiðis hefði fáum dottið í hug að við mundum finna upp vopn eins og gjöreyðingarvopn á 20. öldinni. Við gerðum það samt. Og enn færra fólki hefði dottið í hug að við mundum lifa það af í svo langan tíma að hafa slík vopn í höndum ansi margs heldur brjálaðs fólks. Við gerðum það samt, enn sem komið er. Ég held að þótt við eigum vissulega og hljótum að hafa áhyggjur af þessu megum við ekki gleyma því hvað við erum. Við erum ekki bara dýrategund sem ætlar að eyðileggja þessa jörð. Við erum líka dýrategund sem ætlar að komast af á henni, dýrategund sem getur tekist á við svona áskoranir. Við eigum að gera það og gera það full sjálfstrausts, gera það og trúa því að það sé mögulegt, því að það er það ef við trúum því. En það er ekki mögulegt ef við trúum því ekki. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, virðulegi forseti. Ég fagna þessu máli. Ég ítreka að við þurfum að gera miklu meira. Við tökum þetta ekki jafn alvarlega og við þurfum að gera. En við eigum að líta fram á veginn með þá von í brjósti að við getum komist yfir þessa áskorun og við þurfum að horfa ekki bara eina eða tvær aldir fram í tímann heldur til þúsunda ára. Virðulegur forseti. Þetta er mjög góður dagur í dag. Sérstaklega ánægjulegt að vera hér og hafa mælt fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu Parísarsamkomulagsins. Það er von mín að við á Íslandi náum að fullgilda samninginn sem fyrst. Það vill svo til að við Íslendingar erum í mjög góðri stöðu. Rafmagn okkar og hiti eru þegar að uppruna í nær 100% endurnýjanlegri orku. Þetta kallar á að við þurfum að snúa okkur að öðrum þáttum sem minnka losun. Þá nefni ég til að mynda samgöngugeirann. Við getum lagt meira af mörkum. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem hafa rætt hér í dag að við þurfum að halda áfram að þróa okkar áætlun. Það kemur margt fram í sóknaráætlun stjórnvalda sem var samþykkt í aðdraganda Parísarfundarins. Mig langar aðeins að tilgreina nokkur verkefni þar og þau sem hafa verið fjármögnuð nú þegar. Til að mynda, eins og ég nefndi í framsögu minni, til skógræktar, landgræðslu, endurheimtar votlendis og aðgerðir er lúta að innviðum fyrir rafbíla og samvinnu við sjávarútveg og landbúnað um minnkun losunar, fyrir utan þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem lúta að framlögum í Græna loftslagssjóðinn og forustu alþjóðlegs átaks um nýtingu jarðhita. Ég vil einnig minna á að nú hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra nýlega lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti sem kveður á um ýmis töluleg markmið, t.d. að hlutfall endurnýjanlegrar orku fyrir samgöngur á landi verði komið í 30% árið 2030 og haftengd starfsemi í 10%. Þarna erum við að tala um umtalsverðar breytingar á þeim málaflokki. Ísland var í hópi metnaðarfyllstu ríkja við gerð samningsins og vildi gera metnaðarfullan bindandi samning. Eins og ég hef sagt áður tek ég heils hugar undir með þeim þingmönnum sem hafa talað hér í dag og leggja mikla áherslu á að við förum fram með þetta mál, samþykkjum það og vinnum enn frekar í áætlunum tengdum því. Mér finnst einnig mikilvægt að við náum að samþætta umhverfisstefnu þvert á ráðuneyti og þvert á atvinnugreinar. Og líka annað, til að raunveruleg vitundarvakning verði í umhverfismálum byrjar þetta líka með uppeldi á börnum okkar. Ég horfi sérstaklega til þess að það eru margir grunnskólar í Reykjavík sem hafa þann metnað að öðlast Grænfánann. Út á hvað gengur það? Jú, að kenna börnum að bera mikla virðingu fyrir umhverfinu í sínum gjörðum og háttalagi. Er það mjög lofsvert. Að lokum vil ég segja: Þetta er fagnaðardagur. Það er gaman að koma hingað og mæla fyrir þessari þingsályktunartillögu og ég ítreka að ég vona að við náum að fullgilda samninginn sem fyrst. Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að vera komin hingað og mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Þetta frumvarp er liður í heildarendurskoðun almannatryggingalaganna og lögum um félagslega aðstoð sem unnið hefur verið að allt þetta kjörtímabil. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu aldraða, m.a. með því að gera löggjöf um almannatryggingar einfaldari og skýrari og að auka sveigjanleika vegna starfsloka. Frumvarpið byggist að miklu leyti á tillögu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar sem sett var á laggirnar í nóvember 2013 og skilaði mér skýrslu í byrjun mars á þessu ári. Í nefndinni náðist ekki samstaða um endurskoðun almannatryggingalaganna hvað varðar upptöku mats á starfsgetu í stað örorkumats og bótakerfis þess því tengt. Því eru ekki lagðar til breytingar á lögunum hvað snertir örorkubætur að þessu sinni. Áfram verður þó unnið að því máli í velferðarráðuneytinu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og helstu hagsmunasamtök þeirra sem búa við skerta starfsgetu og þannig lagður grundvöllur að næstu skrefum í endurskoðun laganna. Bara núna í þessari viku erum við einmitt að funda til að huga að þessu. Þangað til verður stuðst við núgildandi örorkumat og gildandi reglur um bætur frá almannatryggingum vegna örorku. Í frumvarpinu er lögð áhersla á einföldun löggjafarinnar og þannig stefnt að því að draga úr margvíslegum annmörkum við framkvæmdina og að lífeyristryggingakerfi almannatrygginga verði gagnsærra fyrir eldri borgara þessa lands. Þá er einnig lögð mikil áhersla á að auka sveigjanleika og valmöguleika aldraðra við starfslok. Þá er gert ráð fyrir að lífeyristökualdur verði hækkaður í áföngum í 70 ár. Auk þess er sett af stað tilraunaverkefni hvað varðar kostnaðarþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Virðulegi forseti. Almannatryggingar hafa tekið miklum breytingum síðustu áratugi og verða sífellt veigameiri þáttur í uppbyggingu velferðarsamfélagsins á Íslandi. Velferðarsamfélög eru fyrir alla og almannatryggingar eru hluti af öryggisneti allra sem búa í samfélaginu. Eitt stærsta viðfangsefnið sem nú blasir við vestrænum samfélögum er ört hækkandi meðalaldur íbúanna. Áætlað er að hann hækki um sex til sjö ár í Evrópu til ársins 2050 og að á Íslandi muni hlutfall þeirra sem eru 67 ára og eldri að mannfjölda hækka úr 12% árið 2016 í 19% árið 2040. Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir að hlutfall eldri borgara 67 ára og eldri af mannfjölda verði 22% árið 2060, eða rétt tæplega 97.000 manns. Markmiðið með frumvarpinu er því ekki síður að bregðast við þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna hækkaðs hlutfalls eldri borgara af mannfjölda og lengingar meðalævinnar. Staða Íslands hvað þetta varðar er þó um margt mjög góð einkum vegna hins öfluga lífeyrissjóðakerfis og mikillar atvinnuþátttöku eldri borgara, en hún er með því mesta sem þekkist hjá OECD-ríkjunum. Heildarendurskoðun á lögum um almannatryggingar hefur staðið yfir í langan tíma og því verki verður haldið áfram. Gagnrýnt hefur verið að kerfið sé of flókið og erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að átta sig á réttindum sínum. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga byggjast á mörgum bótaflokkum sem um gilda mismunandi reglur, t.d. hvað varðar skilyrði fyrir greiðslu ellilífeyris og þeirra bótaflokka sem honum fylgja. Þá gilda mismunandi reglur um tekjuviðmið, þ.e. hvaða aðrar tekjur ellilífeyrisþegar hafa áhrif á útreikninga greiðslna, frítekjumörk og skerðingarhlutföll vegna tekna, þ.e. hversu mikil áhrif aðrar tekjur skuli hafa til lækkunar þegar fjárhæð bótanna er reiknuð út er þannig mismunandi. Kerfið þykir flókið í framkvæmd. Erfitt hefur reynst að breyta lögum eða reglum um einstaka bótaflokka vegna innri tenginga milli mismunandi bótaflokka. Reynslan sýnir að flækjustigið eykst sífellt eftir því sem reynt er að breyta lögum og reglum til að koma til móts við kröfur ólíkra aðila eða nýjar þarfir sem koma upp í þjóðfélaginu. Þetta sést hvað einna helst má segja árlega þegar Tryggingastofnun endurreiknar á grundvelli tekna lífeyrisþega, en það sýnir sig þá, eins og síðast, að þá voru 90% lífeyrisþega sem fengu endurútreikning, höfðu annaðhvort fengið of mikið greitt eða of lítið. Það eru þó ekki eingöngu hinar efnislegu breytingar sem skipta máli fyrir framtíð lífeyristrygginga á Íslandi. Auknar kröfur eru í samfélaginu um gagnsæi, skilvirkni og einfaldari og skýrari lagatexta. Þetta hefur komið fram í áliti umboðsmanns Alþingis og úrskurðum úrskurðarnefndar almannatrygginga og úrskurðarnefndar velferðarmála. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum hafa verið gerðar mjög veigamiklar breytingar sem hafa miðað að því að gera löggjöfina skýrari og gagnsærri án þess að um miklar efnislegar breytingar hafi verið að ræða á bótaflokkum. Má nefna lög nr. 8/2014, sem kveða á um réttindi borgaranna og skyldur þeirra í samskiptum við Tryggingastofnun og um eftirlitshlutverk stofnunarinnar og lög nr. 88/2015, sem gerbreyttu ákvæðum laganna meðal annars um stjórnsýslu, þ.e. um Tryggingastofnun, hlutverk hennar, stjórn og forstjóra, um stjórnsýslukærur og nýja úrskurðarnefnd velferðarmála. Sett voru ákvæði um markmið laganna, orðskýringum bætt við, kveðið á um gildissvið og margt fleira. Þannig má orða það að í staðinn fyrir að gleypa allan fílinn í einum bita höfum við þannig smátt og smátt fikrað okkur í þá átt að ljúka heildarendurskoðun laganna og erum nú komin að þeim þætti sem snýr að öldruðum. Eins og ég nefndi hefur heildarendurskoðun almannatryggingalaganna staðið lengi yfir og má segja að verkefnið hafi hafist fyrir um tíu árum. Ýmsir hópar og nefndir hafa starfað á þeim tíma með misjöfnum árangri. Því er þó ekki hægt að neita að miklar réttarbætur til handa elli- og örorkulífeyrisþegum hafa náðst sem við búum enn að. Öll getum við þó verið sammála um að hægt er að gera mun betur í þessum málaflokki og þetta frumvarp er liður í því, áfangi í því. Fljótlega eftir að ég tók við starfi sem félags- og húsnæðismálaráðherra árið 2013 skipaði ég nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga undir forustu Péturs heitins Blöndals þingmanns. Verkefni nefndarinnar var í megindráttum tvíþætt, annars vegar skyldi hún fjalla um starfsgetumat sem kæmi í stað gildandi örorkumats og sveigjanleg starfslok og hins vegar um fjárhæðir lífeyrisgreiðslna til aldraðra og öryrkja. Í skipunarbréfi til nefndarinnar var tekið fram að í starfi hennar skyldi byggja á þeirri vinnu sem þegar hafði verið unnin í tengslum við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Eftir að Pétur andaðist tók Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður við keflinu. Skilaði hann skýrslu nefndarinnar með tillögum sínum 1. mars síðastliðinn og er frumvarp þetta að miklu leyti byggt á þeim tillögum. Vil ég nota tækifærið til að þakka öllu því góða fólki sem komið hefur að því mikilvæga verkefni að endurskoða almannatryggingalöggjöfina og vonast ég svo sannarlega til að sátt náist um það á Alþingi að afgreiða það frumvarp sem hér liggur fyrir hratt og örugglega. Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem snúa að öldruðum og eru þær breytingar í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að styðja aldraða til sjálfsbjargar og hvetja til atvinnuþátttöku, einfalda almannatryggingakerfið og bæta samspil þess við lífeyrissjóðakerfið. Einnig er aukinn stuðningur við þann hóp aldraðra sem hefur mjög lágar eða engar tekjur sér til framfærslu aðrar en bætur almannatrygginga. Fyrst ber að nefna þá breytingu sem lýtur að einföldun bótakerfisins. Er lagt til að bótaflokkarnir grunnlífeyrir og tekjutrygging, samkvæmt lögum um almannatryggingar, og sérstök uppbót til framfærslu sem nú er kveðið á um í lögum um félagslega aðstoð, verði sameinaðir í einn bótaflokk sem mun kallast ellilífeyrir. Fjárhæð hins nýja bótaflokks verða 212.776 kr. á mánuði miðað við gildandi fjárhæðir bóta á árinu 2016, en sú fjárhæð samsvarar framfærsluviðmiði þeirra sem búa með öðrum. Til viðbótar ellilífeyri verði greidd heimilisuppbót til handa þeim lífeyrisþegum sem búa einir. Er gert ráð fyrir að fjárhæð heimilisuppbótar verði 34.126 kr. á mánuði og lækki hún um 7,5% af samanlögðum tekjum lífeyrisþegans frá öðrum en almannatryggingum utan séreignarlífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Samanlögð fjárhæð ellilífeyris- og heimilisuppbótar mun því verða 246.902 kr. á mánuði, en sú fjárhæð samsvarar framfærsluviðmiði þeirra sem búa einir. Auk þess að sameina þessa þrjá bótaflokka í einn er lagt til að svokölluð frítekjumörk verði afnumin og að fjárhæð ellilífeyris almannatrygginga lækki um sama hlutfall, eða 45%, vegna tekna frá öðrum en almannatryggingum. Í dag er þetta hlutfall mismunandi eftir tegund tekna sem veldur miklum flækjum í kerfinu. Áfram er gert ráð fyrir að ákveðnar tegundir tekna svo sem greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verði undanskildar við útreikning á tekjuviðmiðinu. Hérna er lögð til gríðarleg einföldun kerfisins sem næst með sameiningu bótaflokkanna, afnámi frítekjumarka og því að sömu reglur gildi um meðferð allra tekjutegunda. Þannig að óháð því raunar hvaðan tekjurnar koma þá sé horft til þess hvað það er sem fólk hefur til ráðstöfunar. Í þeim umsögnum sem bárust núna í sumar við frumvarpið má skipta gagnrýninni eiginlega í tvo flokka. Annars vegar var tilraunaverkefni starfsgetumats gagnrýnt, sem ég tók ákvörðun um að taka út úr þessu frumvarpi og vinna áfram í samstarfi við hagsmunaaðila og síðan breytingarnar á frítekjumörkunum og upptaka á þessu skerðingarhlutfalli. Þar voru mjög skiptar skoðanir, allt frá því að telja að það ættu ekki að vera neinar skerðingar á bótum yfir í það að horfa þá sérstaklega á hugsanlegt frítekjumark sem snýr að atvinnutekjunum og/eða jafnvel að búið yrði til eitt frítekjumark sem mundi þá dekka allar tekjur. Það voru því mjög margvíslegar athugasemdir sem bárust hvað þetta varðaði og er eitt af því sem hefur verið spurt um hér í þinginu þegar kemur að þessu máli. Ég veit hins vegar að megináherslan í nefndinni, og raunar því nefndarstarfi sem hefur verið áður varðandi breytingar á kerfinu, var að menn horfðu til einföldunar þannig að einfaldara yrði fyrir fólk að skilja kerfið, skilja á hverju það ætti rétt og skilja hvernig tekjur hafa áhrif á þær greiðslur sem koma frá almannatryggingum. En eins og ég benti á er það þannig að árlega eru um 90% af lífeyrisþegum, sem eru með tekjutengdar greiðslur, sem þurfa annaðhvort að endurgreiða Tryggingastofnun eða hafa ekki fengið þær greiðslur sem þeir áttu rétt á. Þegar við erum einfaldlega með þetta hátt hlutfall þá segir það okkur að eitthvað alvarlegt er að í kerfinu. Enginn vafi leikur á því í mínum huga að sameining bótaflokkanna mun gera almannatryggingakerfið mun skýrara og skiljanlegra og breytingin mun draga úr flóknum útreikningum Tryggingastofnunar og hættunni á of- eða vangreiðslum ellilífeyris með tilheyrandi óþægindum. Það að afnema síðan frítekjumörkin einfaldar kerfið enn frekar og mun gera kerfið þannig séð réttlátara, enda verður þannig komið í veg fyrir að einstaklingum sem eru með sömu heildartekjur sé mismunað þar sem tekjurnar hafa ólík áhrif á útreikning bótanna eftir því hver uppruni þeirra er. Ég á fastlega von á því að þetta verði eitt af því sem nefndin muni sérstaklega fjalla um í ljósi þeirra umsagna sem hafa borist og þeirra athugasemda sem menn hafa haft við frumvarpið. Ef þetta frumvarp, sem ég vona svo sannarlega, verður að lögum þá erum við að tala um tímamót í almannatryggingum hvað einföldun og gagnsæi varðar þar sem eldri borgarar munu eftir breytinguna geta reiknað út réttindi sín hjá Tryggingastofnun miðað við heildartekjur sínar á hverjum tíma með tiltölulega einföldum hætti. Virðulegi forseti. Það sem er hins vegar í mínum huga lykilatriði, og er hluti af stjórnarsáttmálanum, er að verði frumvarp þetta að lögum mun það hafa mjög jákvæð áhrif á samspil lífeyrissjóða og almannatrygginga. Greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa áhrif á fjárhæð allra bótaflokka almannatrygginga en með mjög mismunandi hætti miðað við hvernig lagaumhverfið er núna. Eins og ég nefndi eru skerðingarhlutföll mismunandi eftir því um hvaða bótaflokka almannatrygginga er að ræða, hvort það eru lög um almannatryggingar eða lög um félagslega aðstoð, síðan eru þá líka frítekjumörkin mishá eða bara engin eins það sem snýr að sérstöku framfærsluuppbótinni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að áhrif greiðslna úr lífeyrissjóðum verði mun einfaldari en er samkvæmt núgildandi lögum. Einn mikilvægasti þátturinn snýr þannig eins og ég nefndi að lækkun þess hlutfalls tekna sem hefur áhrif á útreikning framfærsluuppbótar til tekjulágra og tekjulausra ellilífeyrisþega. Það hefur verið gagnrýnt að smávægileg hækkun af öðrum tekjum ellilífeyrisþega geti haft þau áhrif að heildarfjárhæð greiðslna lækki verulega og hefur framfærsluuppbótin sérstaklega verið gagnrýnd í þessu sambandi, en heimilt er að greiða uppbótina þegar samanlagðar tekjur ellilífeyrisþega að meðtöldum bótum almannatrygginga eru undir tilteknu lágmarki. Hefur því verið haldið fram að margir lífeyrisþegar sjái þannig ekki ávinning af því að hafa greitt í lífeyrissjóð af tekjum sínum þar sem samanlagður lífeyrir þeirra frá almannatryggingum og frá lífeyrissjóði geti numið sömu fjárhæð og þeir fá frá Tryggingastofnun sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Til að bregðast við þessu er í frumvarpinu lagt til að framfærsluuppbótin verði sameinuð ellilífeyri og tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar í einn bótaflokk almannatrygginga, ellilífeyri. Með því móti er komið í veg fyrir að ellilífeyrisþegar missi uppbótina eða hún lækki krónu á móti krónu, sem við höfum öll heyrt talað um, en samkvæmt gildandi lögum hefur hver króna sem viðkomandi fær í tekjur, hvort sem það eru atvinnu-, fjármagns- eða lífeyristekjur, þau áhrif að greiðslur frá Tryggingastofnun lækka. Mun það verða til þess að bæta hag eldri borgara sem hafa lökustu kjörin og um leið verða til þess fallið að lífeyristryggingakerfi almannatrygginga verði einfaldara og gagnsærra. Við höfum líka séð, virðulegi forseti, að viðhorfsbreyting hefur orðið í afstöðu til loka starfsævinnar og gildi þess að geta unnið lengur en núverandi ellilífeyrisaldur segir til um ef aðstæður leyfa. Margir geta og vilja vinna lengur en til 67 ára aldurs. Hefur verið kallað eftir auknum sveigjanleika við starfslok og upphaf lífeyristöku, raunar bæði í almannatryggingum og í lífeyrissjóðakerfinu. Meðalævin hefur lengst og lífaldur fer hækkandi jafnframt því að fleiri búa við betri heilsu lengur en áður var. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum hefur mikið félagslegt gildi auk þess að stuðla að betri heilsu. Bætt heilsa og auknar ævilíkur og vilji til virkrar þátttöku í atvinnulífinu eykur einnig möguleika á áframhaldandi og aukinni atvinnuþátttöku eldra fólks. Með hliðsjón af öllu þessu tel ég því afar mikilvægt að auka möguleika þeirra sem eldri eru til að viðhalda og efla vinnufærni sína og auka möguleika fólks til að skipta um starfsvettvang á síðari hluta starfsævinnar. Sveigjanleg starfslok eiga að vera raunverulegur valkostur þegar líður að lokum starfsævinnar og vinnumarkaðurinn á sem lengst að fá að njóta starfskrafta þeirra sem eldri eru. Ég legg mikla áherslu á atvinnutækifæri og að hlutastörf séu til staðar fyrir þá úr hópi aldraðra sem vilja minnka við sig vinnu, sem og að vinna lengur. Aðilar vinnumarkaðarins, þar á meðal ríkis og sveitarfélag sem vinnuveitendur, gegna því mikilvægu hlutverki við að undirbúa vinnumarkaðinn við slíkar breytingar. Í frumvarpinu eru þannig lagðar til breytingar til aukins sveigjanleika við lífeyristöku og starfslok, sem ætlað er að stuðla að því að fleiri eldri borgarar hafi tækifæri til að minnka starfshlutfall sitt smám saman. Samkvæmt gildandi lögum er unnt að fresta töku ellilífeyris allt til 72 ára aldurs og hækka þá greiðslur um 0,5% fyrir hvern frestunarmánuð, en að hámarki um 30%. Í frumvarpinu er lagt til að þessi heimild til að fresta töku ellilífeyris með varanlegri hækkun fjárhæð lífeyris verði lengd til 80 ára aldurs. Heimild þessi verður bundin því skilyrði að viðkomandi hafi hvorki lagt inn umsókn né fengið greiddan ellilífeyri frá almannatryggingum eða lögbundnum lífeyrissjóðum, sem þýðir að ekki verður hægt að velja það til dæmis að hefja töku lífeyris frá lífeyrissjóði eða fresta töku lífeyris hjá Tryggingastofnun en fá síðan greiddan hærri lífeyri frá ríkinu. Þá er lagt til að heimilað verði að flýta lífeyristöku frá 65 ára aldri, en þá með varanlegum áhrifum á fjárhæð lífeyris til lækkunar. Á sama tíma og æskilegt er að hvetja þá sem geta og vilja vinna lengur er nauðsynlegt að koma til móts við þá sem óska að hefja töku lífeyris fyrr um leið og almenni lífeyristökualdurinn verður hækkaður í áföngum. Í skýrslu nefndar um endurskoðun almannatryggingalaga, sem þetta frumvarp byggir á, er einnig á það bent að tiltekinn hópur kunni að þurfi á sértækum úrræðum að halda þar sem hann geti ekki unnið lengri starfsævi vegna slits og/eða erfiðisvinnu án þess þó að um örorku sé að ræða vegna sjúkdóma eða fötlunar. Einnig er lagt til að heimilað verði að taka hálfan ellilífeyri frá lífeyrissjóði frá 65 ára aldri og fresta töku hins helmingsins sem hækki í samræmi við reglur viðkomandi lífeyrissjóðs og samhliða verði heimilt að fá hálfan ellilífeyri frá almannatryggingum. Í ákvæðinu felst því að unnt verði að fá hálfan lífeyri greiddan bæði hjá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og fresta töku hins helmingsins. Er gert ráð fyrir að hálfur lífeyrir verði ekki tengdur tekjum lífeyrisþega. Ég vil leggja mjög mikla áherslu á það að velferðarnefnd fari mjög vel yfir þetta ákvæði. Þetta er nýtt, að gefa eldri borgurum tækifæri til þess að fara á hálfan lífeyri þar sem hann er ekki tekjutengdur á nokkurn máta. Hér er þá kominn lífeyrir sem er ekki með neinar tekjutengingar. Skýringin á því er sú að lífeyrir sem er tekinn út fyrir ellilífeyrisaldur lækkar af þeirri ástæðu og útreikningar sýna að hafi tekjur viðkomandi einnig áhrif til lækkunar mundi það í mörgum tilfellum geta leitt til þess að einstaklingar sem nýta sér heimildina hagnist lítið eða ekkert á því, og mundu þá eflaust margir sjá sér hag í þessu úrræði, að geta t.d. unnið hálft starf og fengið ótekjutengdan lífeyri bæði frá lífeyrissjóði og almannatryggingum. Hvað varðar þá gagnrýni sem hefur komið fram um afnám frítekjumarksins varðandi bótaflokk almannatrygginga sem snýr að atvinnutekjum, þá hef ég horft sérstaklega á þetta ákvæði til þess einmitt að stuðla að því að hvetja eldra fólk til að halda áfram að vinna en geta samhliða tekið út hálfan lífeyri og raunar haft þær tekjur sem það getur þá aflað sér að öðru leyti. Þessi tillaga kallar hins vegar á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem er á málefnasviði fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með málefni lífeyrissjóðanna. Það er því gert ráð fyrir að gildistaka þessa ákvæðis frestist til 1. janúar 2018 og að tíminn verði nýttur til að vinna að gerð lagafrumvarps sem gerir fólki kleift að taka hálfan ellilífeyri og fresta töku hins helmingsins hjá lífeyrissjóðnum og einnig til að undirbúa slíka breytingu bæði í almannatryggingum og lífeyrissjóðakerfinu. Þetta yrði mjög mikil breyting. Ég veit að þegar þessar tillögur hafa verið kynntar fyrir eldri borgurum hefur verið sérstaklega talað um ánægju sem snýr að öllu sem eykur sveigjanleikann varðandi starfslokin. Einnig er sagt í frumvarpinu að heimildir þær sem hér er verið að nefna varðandi það að hefja töku lífeyris frá 65 ára aldri, verði bundnar því skilyrði að samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum að teknu tilliti til hinnar varanlegu lækkunar verði að lágmarki jafn hár fullum ellilífeyri almannatrygginga á hverjum tíma. Þetta er gert til að fyrirbyggja að þeir sem velja að hefja töku lífeyris áður en almennum ellilífeyrisaldri er náð hafi ekki nægar tekjur sér til framfærslu til frambúðar enda mundi þá lífeyririnn lækka varanlega þegar þessar heimildir yrðu nýttar. Við höfum séð að spár um fjölgun eldri borgara, lengingu meðalævinnar, hafa verið að breyta forsendum fyrir útreikningi söfnunarkerfa víða um heim og jafnvel leitt til skerðinga réttinda. Það hefur líka verið þannig að aukið langlífi hefur aukið útgjöld almannatryggingakerfa. Þetta er stóra viðfangsefnið fyrir stjórnvöld úti um allan heim. Mörg ríki hafa þegar gripið til þess ráðs að hækka ellilífeyrisaldur eða hyggjast gera það. Það er svo komið að flest aðildarríki OECD hafa gert breytingar á lífeyriskerfum sínum undanfarið, m.a. með því að hækka lágmarkslífeyristökualdurinn. Ríki hafa líka gripið til þeirra aðgerða að takmarka möguleika á að taka lífeyri snemma á lífsleiðinni. Segja má að við séum að vissu leyti að fara í aðra átt hvað það varðar. Iðgjaldatímabil hafa verið lengd. Lífeyrisþegum hefur verið gert kleift að starfa áfram samhliða lífeyristöku, sem við horfum á í þessu frumvarpi. Greiðslur ellilífeyris hafa verið tengdar við ætlaða meðalævilengd. Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að lágmarkslífeyristökualdur hækki í skrefum úr 67 árum í 70 ár, en það á aðeins við um almannatryggingakerfið, snýr ekki að lögum varðandi lífeyrissjóðina eins og ég nefndi áðan. Lagt er til að hækkun lífeyristökualdurs hefjist ári eftir gildistöku laganna, þ.e. árið 2018. Þeir sem fæddir eru árið 1950 munu því öðlast rétt til ellilífeyris 67 ára árið 2017 samkvæmt gildandi reglum. Eftir það hefjist hækkunarferli sem mun gilda um einstaklinga sem fæddir eru árið 1951 og síðar. Árið 2018 er þannig gert ráð fyrir að lífeyristökualdur hækki í 67 ár og tvo mánuði og síðan um tvo mánuði ár hvert til ársins 2029, en þá mun lífeyristökualdur verða 69 ár. Eftir það er gert ráð fyrir að lífeyristökualdur hækki um einn mánuð á ári til ársins 2041, en þá munu þeir sem fæddir eru árið 1971 og síðar geta hafið töku ellilífeyris 70 ára gamlir. Gagnrýni hefur líka komið fram á þetta ákvæði og í báðar áttir, bæði það að talið hefur verið að þetta sé mjög langur tími, 24 ár, að hækka lífeyristökualdurinn um þessi þrjú ár, meðan aðrir hafa haft áhyggjur af því að við værum að fara of hratt í þetta. Ég efast ekki um að það verði m.a. það sem nefndin mun fara vel yfir. Þegar við höfum verið að skoða og afla gagna fyrir þingið vegna vinnslu málsins höfum við horft til þess hvað menn hafa verið að gera annars staðar á Norðurlöndunum og þá hefur það oft verið þannig að byrjað er að hækka lífeyristökualdurinn í skrefum með ákveðnum árum, eins og hér er lagt til, en síðan líka bætt við ákveðinni formúlu sem snýr að áætlaðri meðalævi viðkomandi kynslóðar eða hvernig staðan er orðin hjá þjóðinni í heild sinni. Við munum að sjálfsögðu ef óskað verður eftir veita upplýsingar um þetta. Nefndin um endurskoðun almannatrygginga lagði hins vegar áherslu á að mikilvægt væri að lágmarkslífeyristökualdur væri hinn sami bæði hjá lífeyrissjóðunum og almannatryggingum og þess vegna þyrfti að gera sams konar breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og hér er verið að leggja til varðandi almannatryggingalögin. Það væri þannig skynsamlegt að samræmi væri á milli þessara tveggja kerfa hvað lífeyrisaldurinn varðar. Ég veit að í gangi er mikil vinna sem snýr að lífeyrismálum og jöfnun lífeyrisréttinda ólíkra hópa og hefur verið mikið rætt meðal aðila vinnumarkaðarins, en við erum hins vegar núna með mismunandi lífeyristökualdur á milli þessara kerfa þannig að segja má að með þessu sé óbreytt staða og samræming snýr þá raunar meira að öðrum lögum. Líka er lagt til að áherslutímabil vegna ellilífeyris hefjist við 18 ára í stað 16 ára. Hér er því enn ein breytingin sem snýr að því að horfa til þess að að mörgu leyti sé óeðlilegt að börn séu að vinna sér rétt til ellilífeyris og líka með því að hækka ellilífeyrisaldur í 70 ár mun það tímabil sem fólk getur áunnið sér rétt til ellilífeyris með búsetu hér á landi lengjast um þrjú ár ef ávinnslan gæti áfram hafist við 16 ára aldur. Þá er lagt til að breytingin eigi sér stað samhliða hækkun ellilífeyrisaldursins. Útreikningarnir um áhrifin af þessu frumvarpi sýna að þeir sem eru í kerfinu, þar á enginn að lækka, allflestir ellilífeyrisþegar munu fá hærri lífeyrisgreiðslur, einkum þeir sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðakerfinu og/eða hafa fjármagnstekjur. Einnig er ákveðin tilfærsla, þannig að þeir sem eru með hærri tekjurnar, eins og í núverandi kerfi, geta hugsanlega fengið eilítið minna en þeir sem eru með lægri tekjur munu þá fá meira. Það eru því ákveðin jöfnunaráhrif við þessar breytingar. Ef hópurinn sem hefur tekjur á bilinu 0–100 þús. kr. á mánuði er skoðaður sést að um 98% þeirra mun hækka verði breytingarnar, sem hér er verið að leggja til, að lögum og 96% þeirra sem hafa tekjur á bilinu 100–200 þús. kr. á mánuði. Til að fyrirbyggja að nokkur beri skarðan hlut frá borði er ákvæði til bráðabirgða sem felur í sér að gera samanburð á útreikningi samkvæmt eldri reglum og nýjum reglum. Í frumvarpinu er líka gert ráð fyrir að Alþingi heimili að komið verði á laggirnar tilraunaverkefni um breytingar á fyrirkomulagi um greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefur verið mikið áherslumál hjá Hagsmunasamtökum aldraðra þannig að íbúar á hjúkrunarheimilum missi ekki ellilífeyri sinn heldur haldi lífeyrisgreiðslum sínum og greiði milliliðalaust fyrir almenna framfærslu á heimilunum. Við höfum þegar verið að undirbúa þess háttar tilraunaverkefni. Ef niðurstaðan verður hjá þinginu að samþykkja að koma því á í samvinnu við hjúkrunarheimilin um þetta nýja fyrirkomulag mundum við þannig auka sjálfræði íbúanna og afnema núverandi greiðsluþátttökukerfi, en það hefur lengi sætt mikilli gagnrýni. Við viljum huga að því að það verði sem mest jafnræði milli íbúa á hjúkrunarheimilum og þeirra sem búa heima og auka að sjálfsögðu valfrelsi einstaklinga til að ákveða hvaða þjónustu þeir vilja fá á hjúkrunarheimilum. Einnig er gert ráð fyrir ákveðnum breytingum sem lúta að greiðslu ráðstöfunarfjárins til íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þeirra sem dvelja á sjúkrahúsum og hafa misst lífeyri vegna dvalarinnar. Enn á ný með áherslu á að einfalda kerfið. Þetta frumvarp hefur óneitanlega í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð enda vandséð hvernig á að vera hægt að auka réttindi ellilífeyrisþega jafn mikið og raun ber vitni án þess að það hafi í för með sér aukin fjárútlát ríkisins. Hinn aukni kostnaður felst í þeim kerfisbreytingum sem lagðar eru til og ég hef þegar lýst, einkum sameiningu bótaflokka. Á móti kemur að við vitum að nýir árgangar ellilífeyrisþega hafa áunnið sér meiri lífeyrissjóðsréttindi en þeir sem falla frá og það mun hafa áhrif síðan á greiðslur frá almannatryggingum sem dregur þá aftur úr útgjöldum ríkisins. Hækkun lífeyristökualdurs mun hins vegar líka vega upp á móti hinum auknu útgjöldum ríkisins, en áformað er að sú breyting taki gildi í áföngum á löngum tíma þannig að áhrif þess verði ekki mikil í fyrstu. Það mun taka tíma að undirbúa þessar miklu breytingar. Því er lagt til að gildistaka frumvarpsins verði 1. janúar 2017 og líka er lagt til að ákvæði frumvarpsins um skilyrði um heimild til að fresta töku lífeyris til allt að 80 ára aldurs og heimild um að greiða hálfan ellilífeyri Þetta er mikið mál og ég hlakka til að vinna málið áfram með þinginu og veit það verður í góðum höndum hjá velferðarnefnd. Hæstv. forseti. Mig langar að beina nokkrum spurningum til hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta er allyfirgripsmikið efni þó svo að það frumvarp sem við ræðum hér snúi einungis að lífeyrisþegum. Eins og heyra mátti varð hæstv. ráðherra hafa sig alla við til þess að koma öllu því að sem hún vildi segja um málið, og hafði hún þó til þess 30 mínútur. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í töflurnar sem eru á bls. 31 í athugasemdum með frumvarpinu, fylgiskjal sem kemur frá velferðarráðuneyti og skrifstofu hagmála og fjármála, en það er kostnaðarumsögn með frumvarpinu. Það er nú oft í slíkum köflum sem lesa má með hvað skjótvirkustum hætti hverjar raunverulegu breytingarnar eru. En samkvæmt töflunni á bls. 31 sé ég ekki betur en að með frumvarpinu muni lífeyrisgreiðslur þeirra sem eru á strípuðum lífeyri frá almannatryggingakerfinu ekkert hækka. Ég vildi vera alveg viss áður en lengra er haldið hvort það sé ekki örugglega réttur skilningur hjá mér; þeir sem eru á strípuðum lífeyri hækka ekkert með þessu frumvarpi. Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmaður bendir hér á er hér sem sagt um kerfisbreytingu að ræða sem ég tel vera mjög mikilvæga. Nefndin sem skilaði tillögu til mín lagði hins vegar áherslu á að endurskoða yrði hvernig bætur almannatrygginga almennt mundu breytast til framtíðar litið. Það sem ég hef lagt áherslu hvað þetta varðar er að við þurfum að klára þessa kerfisbreytingu og síðan taka inn og íhuga þær breytingar sem gera þarf varðandi hvernig bætur hækka, svo sem grunnbæturnar, og hvernig við viljum gera það til framtíðar litið. Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og heyri þá að skilningur minn er réttur. Ég er hrædd um að það verði ansi mörgum lífeyrisþegum vonbrigði að sjá þetta, en gott og vel. Það er annað sem mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í, það tengist því sem kom m.a. fram í máli hæstv. ráðherra áðan og lýtur að því að einfalda kerfið. Ég er alveg sammála því að kerfið er flókið og það er margt sem væri alveg ágætt að einfalda. En ég er þeirrar skoðunar að það megi ekki verða á kostnað sanngirni eða skilvirkni í kerfinu. Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. ráðherra út í töflu 3 sem er á bls. 32 í frumvarpinu. Þar kemur fram að atvinnutekjur munu valda verri útkomu hjá þeim sem eru í sambúð og með atvinnutekjur á bilinu 150–350 þús. kr. og þeim sem búa einir og eru með tekjur á bilinu 100–350 þús. kr. Ég vil spyrja út í hvort ráðherra hafi ekki áhyggjur af því að það vinni gegn sveigjanleika í starfslokum, að það geti fælt ákveðinn hóp frá því að vilja vinna lengur og þá hlutastarf. Hins vegar langar mig að spyrja varðandi tímarammann vegna þátta sem lúta að öryrkjum. Megum við vænta þess að fá inn annað frumvarp hvað varðar öryrkjana og kjör þeirra fyrir þinglok? Eða hvað sér ráðherrann fyrir sér í þeim efnum? Virðulegi forseti. Nánast allir lífeyrisþegar fá svokallaðar tekjutengdar greiðslur sem eru með einhverjar aðrar greiðslur. Okkar útreikningar sýna að frumvarpið mun koma sérstaklega til móts við þá sem eru með lægri tekjur í núverandi kerfi og hafa þurft að treysta meira á almannatryggingakerfið. Komið hafa fram athugasemdir, sem þingmenn hafa fengið, frá hagsmunasamtökum eldri borgara, ekki heildarsamtökunum heldur einstökum aðildarfélögum sem gert hafa athugasemdir við að ákveðnir hópar muni koma verr út, en það eru þeir sem eru með hæstu tekjurnar í kerfinu. Við erum að auka stuðninginn við þá sem eru með minni eða litlar aðrar tekjur, en drögum á móti úr stuðningnum við þá sem eru með hærri tekjur. Hv. þingmaður hefur kynnt sér töfluna á bls. 31 og 32, en þar sést eins og varðandi lífeyrissjóðstekjurnar að þeir sem eru t.d. komnir með 400 þús. kr. eða hærra koma verr út í nýju kerfi. Það er áætlað þegar maður er kominn með í kringum 450, 500 þús. kr. á mánuði detti hann algjörlega út úr kerfinu. Við erum þá sem sagt að segja, ef Alþingi samþykkir þetta, að þegar einstaklingur er kominn með þetta háar tekjur mun hann ekki lengur fá stuðning úr almannatryggingakerfinu. En á móti getum við aukið stuðning gagnvart þeim sem eru með minna á milli handanna. Það endurspeglast líka mjög skýrt þegar við horfðum á kynjamatið. Meginhluti þeirra peninga sem fara í kerfið nýtast þá sérstaklega konum sem verið hafa í hlutastörfum eða jafnvel hafa farið seint inn á vinnumarkaðinn og eiga þar af leiðandi takmörkuð lífeyrisréttindi. Sama gildir gagnvart körlum. Varðandi hins vegar spurninguna um atvinnutekjurnar lagði ég áherslu á að nefndin mundi skoða sérstaklega það ákvæði sem kemur í staðinn og snýr að hálfum lífeyri, þ.e. að geta trappað Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðuna. Við hefðum nú þurft meiri tíma til þess að fara betur yfir þetta en við þurfum auðvitað að sætta okkur við þingsköpin eins og þau eru, fyrir utan að þetta er 1. umr. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra að einfaldri spurningu: Hversu stór hluti af einfölduninni er þetta frumvarp? Ég hjó eftir því í ræðu hæstv. ráðherra að við gætum búist við fleiri frumvörpum í framtíðinni til þess að einfalda kerfið enn þá meira. Ég spyr vegna þess að ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að stærsta vandamálið við almannatryggingakerfið sé flækjustigið, það sé hreinlega stærsta vandamálið vegna þess að réttindaverndin er svo erfið, notendur eiga mjög erfitt með að átta sig á réttindum sínum og erfitt með að berjast fyrir þeim í kjölfarið, óháð því hvernig reglurnar eru. Það er áður en maður kemur einu sinni að umræðunni um það hvernig reglurnar ættu að vera. Ég tek eftir því að þó að hlutirnir séu vissulega einfaldaðir í frumvarpinu þá lítur það í fljótu bragði ekki út fyrir að vera sú einföldun sem þarf. Mér finnst í stuttu máli þurfa miklu meiri einföldun. Þess vegna velti ég fyrir mér hvað við getum búist við að komi fram í framtíðinni til þess að einfalda þetta meira. Ég held nefnilega að ef einhver notandi almannatryggingakerfisins les þetta frumvarp þá taki hann eftir hlutum sem virðast í fljótu bragði ekki endilega einfalda málið gagnvart notandanum, en einfaldar kannski málið fyrir lögmenn og okkur sem sitjum á Alþingi eða hæstv. ráðherra. Eitt dæmi er b-liður 7. gr. sem sennilega einfaldar hlutina fyrir okkur en lítur út fyrir að vera flókinn og meira yfirþyrmandi gagnvart notandanum. Ég veit að notendur eiga erfitt með að átta sig á því hvernig allt saman virkar. Mér finnst því að það hljóti að vera meira í uppsiglingu. Mig langar að spyrja almennt hvort meira sé í uppsiglingu. Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Eins og ég sagði í ræðu minni þá tel ég að þetta verði ekki síðasta breytingin sem við gerum á almannatryggingunum, ég vona svo sannarlega ekki. Ég nefni spurninguna sem sneri að öryrkjunum, ég hef verið tilbúin að gera allt sem ég mögulega get til þess að menn nái samkomulagi. Það er hins vegar aldrei þannig að allir geti fengið allt sem þeir vilja, það þurfa allir að gefa eitthvað eftir þegar kemur að því að reyna að ná málamiðlunum. Það náðist í nefndinni um breytinguna sem sneri að eldri borgurum. Hagsmunasamtök eldri borgara hafa sagt: Þetta er mikilvægur áfangi. Við viljum fá þetta fram. Við munum síðan að sjálfsögðu berjast fyrir því að draga enn frekar úr skerðingum, að hækka bæturnar og þá sé horft til framtíðar, en menn töldu að kerfisbreytingin væri svo mikilvæg að menn voru sammála um að hún þyrfti að fara í gegn, það þyrfti að afgreiða hana og við ættum að geta náð saman um það. Það er líka eins og hv. þingmaður nefndi, við vitum að það getur oft verið erfitt að skilja frumvörpin sem við fáum hér. Hv. þingmaður benti á b-lið 7. gr., sem hljómar svona: „Í stað orðsins „skerða“ í 2. málsl. kemur: sbr. 8. tölul. 2. gr., sbr. einnig 3. mgr. 16. gr., lækka.“ Hvað þýðir þetta? Við höfumar, eins og ég nefndi líka í ræðu minni, unnið allt þetta kjörtímabil að heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni. Hv. þingmaður þekkir aðeins hvernig sú vinna hefur gengið fyrir sig, við tökum fyrirliggjandi löggjöf og endurvinnum greinarnar þannig að þegar einstaka greinar verða komnar inn þá lesum við í raun heildarlöggjöfina og það mun hjálpa til við að skilja. Það eru líka ákvæði sem þingið hefur samþykkt sem munu hjálpa til við þetta, Virðulegi forseti. Ég efast ekki um það í eina sekúndu að hæstv. ráðherra vilji gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að einfalda þetta. Ég held að það séu allir í sama liði þegar kemur að þeim málaflokki. En það er ærið verkefni, það er mjög stórt. Ég eins og aðrir þingmenn fæ reglulega kvartanir frá notendum almannatryggingakerfisins þar sem er kvartað undan ýmsu. Þegar ég hef reynt að átta mig á málunum hef ég rekist á þetta ofboðslega flækjustig og þótt við finnum kannski út úr því hér þá er það skilningur notendanna sjálfra sem ég hef miklu meiri áhyggjur af. Við höfum sérfræðinga til þess að tala við okkur á nefndarfundum en notendur kerfisins eiga einfaldlega ekki kost á því. Þeir hafa starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins sem sjálfsagt er allt af vilja gert til þess að aðstoða, en notendur eru auðvitað ekki í þeim aðstæðum að geta notið þeirrar sérfræðiþjónustu sem við höfum til þess að fá útskýringar á því hvernig þetta virkar allt saman. Ég átta mig líka á því að það fá ekki allir allt sem þeir vilja, það er ekkert við því að gera. Ég vil halda því til haga að mér líst ágætlega á þetta frumvarp eins og ég skil það núna. Auðvitað erum við í 1. umr. og maður á eftir að skoða málið betur. Mér finnst bráðabirgðaákvæðið sérstaklega gott, mér finnst það fyrirbyggja eða virka a.m.k. sem ákveðið öryggisnet. En á sama tíma get ég ekki að því gert að mér líður pínulítið eins og hv. 8. þm. Reykv. n. sem fór inn á að það er ansi hætt við því að notendur upplifi þetta sem ákveðin vonbrigði vegna þess að frumvarpið lítur ekki út fyrir að vera svo mikil einföldun miðað við það sem þörf er á. Það er þess vegna sem ég hegg eftir þessu. Ég veit að hæstv. ráðherra vill ólm einfalda þetta meira. Ég veit ekki hvort ég get spurt eitthvað nánar út í þetta, en ég velti fyrir mér: Er hægt að setja upp eitthvert kerfi sem notendur geta notað til að reikna út réttindi sín til þess að reyna að „slást við kerfið“ í baráttu sinni? Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina vegna þess að þetta er eitthvað sem ég hef fengið sífellt meiri áhuga á sjálf. Ég sökkti mér t.d. ofan í svokallaða atferlishagfræði þegar ég var formaður verðtryggingarnefndar á síðasta kjörtímabili og hef verið að kynna mér í auknum mæli hvernig stjórnvöld t.d. í Bretlandi hafa verið að nota hugmyndafræði atferlishagfræði til þess að móta framfærslukerfi eins og t.d. almannatryggingakerfið, grundvallarkerfi, þannig að þau nýtist betur til að ná þeim markmiðum sem við setjum og ná betur til fólks þannig að það skilji betur hvernig kerfin virka. Dæmi um þetta er þegar tekin var ákvörðun um að hækka frítekjumark atvinnutekna. Við töluðum um það og allir voru mjög ánægðir með að geta gert það og ellilífeyrisþegar töldu sig geta nýtt sér þetta, þeir ættu ákveðinn frítekjurétt og gætu unnið sér inn ákveðnar tekjur. En vegna þess hvernig kerfið er uppbyggt núna þá fékk ég eitt dæmi á borðið hjá mér þar sem viðkomandi hafði fengið endurkröfu frá almannatryggingum. Hann var með 140 þús. kr. á ári frá lífeyrissjóði, hafði skilað tekjuáætlun inn hvað það varðaði en hafði líka fengið tilboð um að vinna sér inn 140 þús. kr. Hann hélt að hann gæti gert það án þess að það mundi skerða bætur hans. En af því að það er ekki neitt frítekjumark á sérstöku framfærsluuppbótinni þá fékk hann endurkröfu. Þegar við reiknuðum út hvernig frumvarpið mundi koma út fyrir þennan einstakling þá kom hann mun betur út. En ef hann væri hins vegar með 140 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 140 þús. kr. í atvinnutekjur mundi hann fá minna í nýju kerfi en í núverandi kerfi. Að því leyti tel ég að þetta verði réttlátara og betra kerfi. Hæstv. forseti. Við ræðum frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra, með síðari breytingum. Fólki til hagsbóta heitir það svo einföldun bótakerfis, breyttur lífeyristökualdur o.fl. Ég fagna því að þetta frumvarp sé komið fram. Það hefur talsvert verið talað um það og boðað að fyrir liggi frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar og ég hef orðið vör við það að lífeyrisþegar, bæði ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar, hafa verið nokkuð spenntir að sjá hvað muni leynast í þessum frumvörpum og hafa vonast eftir því að þar verði gerðar breytingar sem leiða til bættra kjara þeirra. Ég er hrædd um að margir verði fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá þetta frumvarp en ég ætla þó alls ekki að fara að halda því fram að allt sé slæmt sem í því er, síður en svo. Ég held að hér sé ýmislegt til bóta, vissulega. Það liggur hins vegar fyrir og kemur fram í umsögn með frumvarpinu að kostnaðarauki ríkisins af nýju kerfi og því sem boðað er með þessu frumvarpi sé áætlaður á bilinu 5–5,5 milljarðar á árinu 2017, sem eru alveg þó nokkrir peningar, og að kostnaðaraukinn verði tæpir 23 milljarðar á næstu árum. Ég tel það hins vegar mjög jákvætt í þessu frumvarpi að þar sé lagt til að sérstök uppbót á framfærslu verði felld inn í sameinaðan bótaflokk sem þá mun heita ellilífeyrir eftir það. Það held ég að verði góð kjarabót þeim sem vilja eða geta bætt stöðu sína til að mynda með einhverri atvinnuþátttöku. Jafnvel þótt það komi aðrar skerðingar á móti held ég að þetta sé mjög mikilvægt skref og fagna því alveg sérstaklega. En ég held jafnframt að það verði öryrkjum mjög mikil vonbrigði að þetta muni ekki gilda líka fyrir þá og að mínu mati er þar strax komið atriði sem ég tel að hv. velferðarnefnd eigi að taka til mjög rækilegrar skoðunar og vita hvort það ætti ekki að láta þetta ákvæði gilda líka um öryrkjana, því að þetta ákvæði var auðvitað sett inn til þess að standa vörð um kjör þeirra sem eru á allra lægstu greiðslunum úr almannatryggingakerfinu og var sett á í kreppunni til að toga tekjur þeirra upp. Raunin er hins vegar að vegna þess að það skerðist króna á móti krónu hefur það fest fólk í fátæktargildru. Ég held að þetta sé eitthvað sem við hér inni erum öll sammála um að við viljum breyta. Ég beini því til hv. velferðarnefndar að skoða það að láta þetta einnig ná til öryrkjanna. Hæstv. ráðherra hafði því miður ekki tíma í andsvari við mig áðan til að fara almennilega yfir hvað það er sem hún sér fyrir sér varðandi þátt öryrkja nú á næstunni. Líkt og fram kom í máli hennar eru fundir áætlaðir og ég veit að hæstv. ráðherra vill gera breytingar sem ná til öryrkjanna, en það er erfiðara eða flóknara, það skal viðurkennt, því að þar eru mjög skiptar skoðanir, það kom berlega í ljós í vinnu þeirrar nefndar sem var að störfum og hafði á sinni könnu endurskoðun á almannatryggingakerfinu. Það er ansi mikill munur á því sem Öryrkjabandalagið sér fyrir sér í þeim efnum og svo aðrir sem einnig áttu sæti í nefndinni, svo sem Samtök atvinnulífsins, svo ég nefni eitthvert dæmi. Ég átta mig alveg á því að það er flóknara mál en held að það væri mjög mikilvægt fyrsta skref, sér í lagi ef það næst ekki að gera neitt til að bæta kjör öryrkja á þessu þingi. Ef ekki næst að koma með neinar tillögur um það inn hér fyrir þinglok, og tíminn er naumur, held ég að þótt ekki væri annað en það að fella sérstöku framfærsluuppbótina inn í einhver bótaflokk sem öryrkjar fá einnig yrði það til mjög mikilla bóta. Herra forseti. Í þessu frumvarpi er einnig lögð til hækkun á lífeyrisaldri. Hæstv. ráðherra fór ágætlega yfir það hvernig tryggingafræðilegir útreikningar hafa sýnt fram á að það muni þurfa að hækka lífeyrisaldurinn til að kerfið standi undir sér. Ég er viss um að mörgum hugnast það ekkert sérstaklega vel, en það er svolítið erfitt að rífast við tölurnar í þeim efnum. Mér sjálfri finnst áherslan á sveigjanleg starfslok mjög mikilvæg. Ég held að hjá mörgum eldri borgunum sé mjög mikill vilji til þess að vera áfram virk á vinnumarkaði þrátt fyrir að vera komin á aldur. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, og við stóðum þess vegna m.a. að bókun í starfi nefndarinnar um endurskoðun á almannatryggingakerfinu, að líta til þess að það er erfiðara fyrir eldra fólk sem missir vinnu að fá ný störf en þá sem yngri eru. Þá er ég ekkert endilega að tala um fólk sem er komið á lífeyristökualdur og ekki einu sinni lífeyristökualdur í núverandi kerfi. Þetta er atriði sem er mjög erfitt að eiga við ef ekki kemur til viðhorfsbreyting meðal atvinnurekenda og í samfélaginu öllu, vegna þess að annars er hætt við því að hækkun á lífeyrisaldri leiði einfaldlega til aukins atvinnuleysis meðal eldra fólks. Það er ekki gott fyrir neinn. Þá er jafnframt viðbúið að hækkun lífeyrisaldurs leiði til fjölgunar öryrkja í elstu aldurshópunum, til að mynda hjá þeim sem eru 67–69 ára. Ég held að það þurfi þess vegna að huga sérstaklega að lausnum á því, svo að sú hugsun gangi upp. Þá finnst mér líka vert að gefa því sem segir í umsögn Félags eldri borgara í Reykjavík með drögum að þessu frumvarpi gaum. Þar benda þau á að þau telji að 45% skerðingarhlutfall á tekjur og ekkert frítekjumark vera of hátt skerðingarhlutfall og á einhverjum stað bentu þau á að þau mundu gjarnan vilja að þetta frítekjumark yrði áfram eins og það er núna, 38,5%. Þetta er eitthvað sem mér finnst að hv. velferðarnefnd eigi einnig að skoða mjög vel. Svona að lokum, vegna þess að tíminn er að hlaupa frá mér, langar mig að minnast á bráðabirgðaákvæðið sem er fjallað er um í 18. gr. þess efnis að ráðherra skipi starfshóp til að útfæra og koma á fót tilraunaverkefni við hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem á að ganga út á það að íbúar á hjúkrunarheimilum haldi lífeyrisgreiðslum sínum en greiði milliliðalaust fyrir framfærslu. Mér finnst þetta alveg hárrétt hugsun. Ég er ekki mótfallin því og held að mjög gott sé að fara í tilraunaverkefni um þetta. En vegna þess að hugsað er að fólk eigi þá einnig að greiða fyrir mat, þrif, þvott og tómstundastarf ásamt húsaleigunni verður að skoða sérstaklega kjör þeirra sem eru á lægstu lífeyrisgreiðslunum. Annars er ég hrædd um að við gætum búið til nýja og enn meiri fátæktargildru
Fótboltafélagið Halifax Town er á barmi þess að verða gjaldþrota. Svo gæti þó farið að félaginu verði bjargað af vefsíðunni myfootballclub.co.uk. Vefsíðan er að fara að brjóta blað í fótboltaheiminum en í gegnum hana hefur almenningi verið gefinn kostur á að kaupa hlut í fótboltaliði. Vefsíðan hefur stefnt á yfirtökutilboð í enskt fótboltalið en yfir 50 þúsund manns hafa tekið þátt í þessu og hver og einn aðili keypt hlut fyrir 35 pund. Þegar búið er að yfirtaka fótboltalið munu hluthafar geta greitt atkvæði á vefsíðunni um allar helstu ákvarðanatökur hjá liðinu, eins og hvernig byrjunarliðið eigi að vera og um kaup og sölur á leikmönnum. Illa hefur gengið að rétta Halifax Town við og hefur talsmaður félagsins staðfest að viðræður við stjórnendur MyFootballClub hafi farið fram. Viðræður við ýmsa aðila um yfirtöku á félaginu hafa verið í gangi síðan á síðasta ári án þess að niðurstöður séu í sjónmáli. Lögmaður MyFootballClub segir að málið verði skoðað. „Við erum að skoða hugsanleg lið. Á síðunni höfum við verið með könnun í gangi um hvaða lið hluthafarnir vilja helst eignast og þar er Halifax ofarlega svo auðvitað skoðum við þau mál." Enginn knattspyrnustjóri verður við stjórnvölinn hjá Halifax ef MyFootballClub eignast félagið. Hinsvegar verður ráðinn sérstakur yfirþjálfari en hann mun fara eftir ákvörðunum hinna rúmlega 50.000 hluthafa á vefsíðunni.
Eftirlit var aukið með hjónunum Beverly og Einari Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir ábendingu frá manneskju sem dvaldi á vistheimili hjónanna á Hjalteyri. Þetta segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Viðkomandi hafði verið látinn borða sápu á vistheimilinu á Hjalteyri. „Þar var mikill agi, börnum hótað, þau látin borða sápu og rassskellt.“ Fólk sem dvaldi á vistheimilinu á Hjalteyri steig fram í fjölmiðlum í upphafi vikunnar og lýsti kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi af hálfu hjónanna Beverly og Einars Gíslasonar. Þau ráku vistheimilið á árunum 1972 til 79. Kvartanir um harðræði bárust félagsmálayfirvöldum á Akureyri sem hættu í kjölfarið að senda börn þangað. Aðrar barnaverndarnefndir hættu síðan einnig að senda börn á heimilið og var það því lagt niður. Hjónin voru þó ekki svipt starfsleyfi. Tóku til starfa í Garðabæ 15 árum eftir Hjalteyri Fimmtán árum seinna voru þau komin til starfa í Garðabæ og Beverly varð leikskólakennari 1994. Hjónin voru svo dagforeldrar 1998 til 2003. Eftir það ráku þau leikskóla, Montessori-setrið. Þau luku störfum sem dagforeldrar og leikskólakennarar 2015. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa ákveðið að gera úttekt á störfum hjónanna og hafa hvatt foreldra og börn sem voru í gæslu hjá hjónunum um að senda inn ábendingar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir engar kvartanir hafa borist vegna starfa þeirra í bæjarfélaginu. Þó hafi manneskja sem dvalið hafi á Hjalteyri haft samband við Garðabæ og lýst vistinni nyrðra. Börnum hótað og látin borða sápu „Við fengum þarna símtal 2008 að mig minnir. Það snerist að mestu að því að viðkomandi hafi verið beittur harðræði frekar en einhverju öðru. Þar var mikill agi, börnum hótað, þau látin borða sápu og rassskellt. Þetta var tilkynnt hér inn. En það var ekki minnst á neitt kynferðislegt ofbeldi en hitt er auðvitað nógu slæmt til þess að hafa verulegar áhyggjur. Eftir að hafa fengið þetta símtal þá bara lögðum við enn meiri áherslu á að fylgjast með þeirra starfsemi,“ segir Gunnar. Gunnar segir að engar kvartanir hafi fundist frá foreldrum barna undan hjónunum eða kennsluaðferðum þeirra. En hvernig getur það gerst að fólk sem starfar með börnum á Hjalteyri og hefur svo slæmt orðspor að allar barnaverndarnefndir hætta að senda börn þangað, geti flutt í annað sveitarfélag og aftur farið að starfa með börnum? „Þetta gerist 1995 sem þau koma hér sem dagforeldrar. Dagforeldra- og leikskólakerfið eru undir mjög ströngu eftirliti. Þegar fólk sækir um starfsleyfi fyrir leikskóla þá fer það í gegnum menntamálaráðuneytið. Varðandi dagforeldrakerfið þarf fólk að sýna fram á hreint sakavottorð og tilheyrandi menntun. Þó að þetta hafi verið umræða um Hjalteyri á sínum tíma, þá var ekkert sem bendi til þess að það hefði farið fram neitt saknæmt. Það voru engar ákærur eða slíkt. Við bara lögðum áherslu á það að þarna væri verið að vinna á faglegan hátt með börnum og til þess hafði viðkomandi menntun og studdist við ákveðna stefna sem er viðurkennd stefna. Auk þess var eftirlitið með þeim hætti sem ég lýsti áðan,“ segir Gunnar.
Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var í hádeginu í dag kynnt til leiks sem leikmaður þýska urvalsdeildarliðsins Eintracht Frankfurt. Alexandra kemur þangað frá Breiðabiki. Alexandra sem er tvítugur miðvallarleikmaður er uppalin hjá Haukum en hún hefur leikið með Blikum síðustu þrjú ár. Hún hefur skorað 28 mörk í 67 leikjum í efstu deild fyrir Hauka og Breiðablik. Þá hefur Alexandra skorað tvö mörk í tíu leikjum með íslenska A-landsliðinu. „Mér var mjög vel tekið í Frankfurt af nýju liðsfélögunum mínum og þjálfarateyminu. Ég hlakka til þeirrar áskorunar að spila með Eintracht Frankfurt í jafn sterkri deild og þýska efsta deildin er. Ég spurði Söru Björk Gunnarsdóttur, liðsfélaga minn hjá landsliðinu, sem spilaði með Wolfsburg, um félagið og deildina við og hún hafði aðeins jákvæða hluti að segja, “ segir Alexandra í samtali við heimasíðu þýska félagsins. „Ég átti góð samtöl við Niko Arnautis, þjálfara liðsins og íþróttastjórann Siegfried Dietrich og þau sannfærðu mig líka um að Eintracht Frankfurt væri rétti klúbburinn fyrir næsta skref mitt á ferlinum. Fyrir mig eru þessi vistaskipti frábært tækifæri til að þroska mig áfram,“ segir hún enn fremur. Síðastliðna daga hafa þrír leikmenn sem urðu Íslandsmeistarar með Breiðabliki síðasta sumar samið við þýsk félög en Sveindís Jane Jónsdóttir samdi við Wolfsburg og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir við Bayern München. Alexandra varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og einu sinni bikarmeistari. Eintracht Frankfurt er eins og sakir standa í sjötta sæti þýsku efstu deildarinnar en liðið hefur 17 stig eftir tólf umferðir.
Skinnklæði eru föt gerð út skinni dýra. Skinnklæði voru einkun ætluð sem hlífðarföt við sjósókn á opnum bátum. Þau voru þannig unnin að gærur af sauðfé voru rakaðar og urðu þá að ull og skinnum. Skinnin voru skafin og þurrkuð og þegar þau voru þurr voru þau oftast lituð. Þau voru lituð í sortulyngs- eða birkibarkarseyði eða eirlituð á þann hátt að eir helst í þunnum plötum var látinn liggja um tíma í hlýjum legi og leysast þar upp. Skinnin voru lituð í leginum og þurrkuð. Um 1880 var farið að nota blástein til litunar. Þegar skinn voru þurr voru þau hengd upp í eldhúsi og geymd við hæfilegan reyk þangað til þau voru notuð. Aðalskinnklæðin voru stakkur og brók. Til voru þrenns konar stakkar og þrenns konar brækur. Hempuskinnstakkur var gerður úr fjórum ærskinnum og fór eitt skinn í sitt hvora ermi og eitt í framstykki og eitt í afturstykki eða boðanga. Laskaskinnstakkur var eins nema hvað varðar ermar voru minni. Vatnsfaraskinnstakkur var þannig að á öxlum á ermum voru saumaðar blöðkur og oft var hafður á þeim kragi. Í brók var fór að minnsta kosti eitt sauðskinn í hvora skálm og í bakhlutann var haft eitt kálfsskinn. Skinnin voru höfð þannig að hálsinn sneri niður. Í botn hverrar skálmar í venjulegri brók voru saumaðir leðurskór. Brók með leppasólum var svo þannig að í skálmabotna voru saumaðir illeppar en það voru löguð skinnstykki, sólarnir. Brók með kjöl eða kjölbrók var hvorki með skó eða sóla heldur voru skálmarbotnarnir saumaðir saman undir iljum. Þá þurfti að vera í sjósokkum utan yfir. Sjóskór voru úr sútuðu nautsleðri. þeir urðu mjög hálir.
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í nótt með 32 atkvæðum stjórnarliða gegn 31 atkvæði stjórnarandstöðunnar. Samkomulag náðist um að umfjöllun um tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt yrði frestað þangað til í dag. Minnihluti stjórnskipunarnefndar vill vísa tillögunni frá en meirihlutinn vill samþykkja tillögur ráðherra. Atkvæðagreiðslur og fundahöld settu svip sinn á þingstörfin í gær og í nótt. Þingfundi var ítrekað frestað í gærkvöld á meðan formenn flokka, þingflokksformenn og þingflokkar funduðu um framhald þingstarfa en þingfundi var framhaldið klukkan 00:30. Tugir frumvarpa stjórnarflokkanna urðu að lögum, þar á meðal frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun, einn stjórnarliði sat hjá, Óli Björn Kárason, og Brynjar Níelsson greiddi atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir, eins og hann sagði sjálfur, að hann hefði ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu. Stærsta málið var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 31. Stjórnarandstaðan gaf henni falleinkunn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna: Það er ekkert vit í því, frú forseti, að samþykkja þessa fjármálaáætlun, eina vitið er að hafna henni því hún heldur ekki, hún heldur ekki vatni fyrir samfélagið okkar og hún heldur ekki einu sinni innbyrðis rökum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: Við Framsóknarmenn leggjum það til að ríkisstjórnin snúist nú á sveif með okkur í minnihlutanum og taki þetta til sín og endurskoði þetta. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: Við erum að lækka ríkisskuldirnar, búa í haginn fyrir framtíðina, bæta í öll málefnasvið og það ætti ekki að vera ágreiningur hér í þinginu um það að við erum að lifa núna uppbyggingarskeið. Umfjöllun um tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara í Landsrétt varð til mikil fundahöld frestað til klukkan 23:00 í dag og þar með umfjöllun um álit meirihluta og minnihluta stjórnskipunarnefndar.
Vinsældir íslenska lagsins í Eurovision hafa aukist umtalsvert frá því að Vinir Sjonna stigu á svið á þriðjudag ef marka má spá netrisans Google. Ísland vermdi næst neðsta sæti spárinnar eða 42 af 43 fyrir undankeppnina í Düsseldorf en situr nú í því 16. Spáin byggir á gögnum leitarvélarinnar Google og fer sætaröðunin eftir vinsældum laganna á netinu. Hvert land gefur, ef svo má að orði komast, eitt til tólf stig með leit sinni en líkt og í keppninni sjálfri getur það ekki gefið sjálfu sér stig. Íslenska lagið hefur nú 51 stig en Írar tróna á toppnum með 200 stig. Fréttastofa sló á þráðinn til Þýskalands í dag og spurði Hreim Örn Heimisson, einn sexmenninganna, hvort aukinn áhugi sé fyrir laginu þar ytra. Hreimur Örn Heimisson: Sko við finnum fyrir miklum áhuga á okkur, á hópnum og hérna við erum beðnir um að syngja lagið hvert sem við förum og þetta er alveg ótrúlegt sko. Hreimur segir hópinn þó ekkert hafa velt sér upp úr spám. Hreimur Örn Heimisson: Auðvitað langar okkur til að ganga sem best og allt það en við erum bara ekkert að pæla í því, við bara, okkur langar til að flytja lagið almennilega og njóta þess að vera hérna af því að við getum það. Veistu það við erum, við erum bara svo slakir, við höfum allt að vinna, við höfum allt að vinna á laugardaginn, þetta er, við bara þú veist það skiptir engu máli þó við verðum í 25. sæti að myndavélarnar gætu alltaf leitað að Íslendingunum og fundið hamingjusamasta básinn í húsinu hvenær sem er.
243. faersla.eldur í Madrid Er ad horfa á fréttir af brunanum núna. Forsetinn var tharna í dag ad tala. Andskotinn, ég hefdi kannski getad séd hann. Labbadi í dag ad skoda. Vel í göngufaeri hédan, bara svona korter tuttugu mín. Stórt svaedi afgirt en madur gat samt séd thetta vel. Enda er húsid 106 metra hátt, ein af haestu byggingunum. Ekkert smá mikill kraftur í eldinum vá. Midjan á húsinu stendur ennthá en ytri hlidarnar eru hrundar af eins og einhver hafi skraelad húsid. Nú er áhaetta á thví ad thad hrynji ofan á naerliggjandi byggingar, og mér skilst líka ad thad sé einhver haetta í sambandi vid einhver nedanjardargöng eda eitthvad (skil ekki aalveg allt). Eins og thóra roomy segir thá er ég ekki fyrr komin til Madridar en fréttir berast af sprengingum og eldsvodum. Ekki thad ad spreningarnar eru naestum «daglegt «braud (eda kannski nokkurra mánadalegt), en thetta er einn staersti eldsvodi hér í mörg ár. Á leidinni heim frá thví ad skoda rústirnar gaf venesúelskur strákur sig á tal vid mig og sagdi mér í óspurdum fréttum hvad hann vaeri nú einmana af thví ad hann thekkti eiginlega engan hérna og thad vaeri svo leidinlegt ad fara einn í bíó. Ég hálfvorkendi honum, sérstaklega thar sem ég er í sömu sporum, thekki ekki marga, auk thess sem ég dádist ad honum ad bara fara ad tala vid einhvern úti á götu. Thannig ad ég gaf honum símanúmerid mitt. Hahahah, ég sem gef helst ekki númerid mitt, er búin ad gefa thad haegri-vinstri thennan sólarhring. Verd örugglega ad skipta um símanúmer til ad frá frid frá símtölum frá skrítnum mönnum sem ég man ekki einu sinni eftir. En thessi eldsvodi .... 242. faersla.sábado Vard fyrir svívirdilegri mógdganahrinu í gaerkveldi. Spaenskur strákur nálgadist mig á dansgólfinu og ávarpadi mig á ensku. Ég horfdi á hann sljóum augum og thóttist ekkert skilja. Hann endurtók spurninguna á ensku og ég ákvad ad eina videigandi svarid vid spurningunni (sem var where are you from) vaeri ad öskra framan í hann: «HABLO ESPAÑOL «Ó, fyrirgefdu, hvadan ertu? Ég svara honum og hann ákvedur ad baeta á módgunina og spurja hvort enska vaeri ekki módurmálid á Íslandi. Stórhneysklud og sármódgud fnaesi ég ad vitaskuld sé tölud íslenska á Íslandi. Thá kórónadi hann thessar svívirdingar med thví ad segja: «Jaá, íslenska, er thad ekki dönsk mállýska?» Ég held ad thá hafi ég einfaldlega snúid mér vid og dansad í hina áttina. Fyrir utan thetta var gaerkveldid hid fínasta kvöld. Hún Clarisse hin franska var sem sagt svo elskuleg ad taka mig med sér á svona erasmusa samkomu í gaerkveldi. Fórum reyndar fyrst og fengum okkur ad borda á vips. Samkundan var haldin á diskóteki ekki langt frá heimili mínu og var skemmtileg, thrátt fyrir ad ég vaeri feimin eins og lítil mús sem endranaer. Gaf tveimur mönnum símanúmerid mitt. Sá fyrri var brasileño og virtist skemmtilegur, en ekki var ég beinlínis spennt fyrir piltinum. Eina ástaedan fyrir thví ad ég gaf honum númerid var ad hann sagdist aetla ad bjóda mér í afmaelid sitt. Jibbí afmaeli. Afmaelis umraedurnar komu til vegna aldursumraedna. Hann spurdi mig hvad ég aetladi ad verda thegar ég yrdi stór og ég kom med margendurteknu raeduna um ad ég hafi ekki Gudmund um thad. Hann sagdi ad ég hefdi nú naegan tíma til ad ákveda thad, eins ung og ég vaeri, eda hvad ertu annars gömul? 24, svaradi ég bláköld og pilturinn missti kjálkann í gólfid. Alltaf gaman thegar strákar halda ad their séu ad tala vid stelpu sem er yngri en their en kemur svo í ljós ad hún er fjórum árum eldri. Svo fórum vid ad raeda um lagid sem var verid ad spila, hann kannadist ekki vid thad og ég sagdi ad thad hefdi verid mjog vinsaelt thegar ég var 16 ára. Já, hemm, thá var ég bara tólf, tautadi hann. Ég er svolítid ad spugglera hvort ég aetti ad prófa ad thykjast vera átján ára og sjá hvort fólk trúi mér ekki alveg. Ég held thad myndi virka. Efast samt um ad hann bjódi mér í afmaelid, ég vard svolítid leidinleg thegar hann fór ad reyna vid mig og notadi «ég tharf ad fara á klósettid «flóttaleidina. Hinn madurinn var thó eldri en ég. Spanjóli, 27 ára. Settist hjá mér á bekk thegar ég var ordin threytt og leidinleg. Hann var mjög lágvaxinn. Munidi eftir thaettinum thar sem einhver gaur var ad hössla Samönthu á bar og svo stód hann upp og var dvergur. Svona var thetta í gaer. Allt í lagi á medan hann sat en thegar hann stód upp ... vó. Hafdi nú heldur engan áhuga á thessum manni, en hann impradi (ympradi?) fyrst á númeraskiptum í midjum umraedum um thad ad ég vaeri eiginlega ekki búin ad kynnast spaenskri matargerd. Ég túlkadi thetta audvitad sem svo ad hann vaeri ad bjódast til ad kynna mig fyrir spaenskum mat, eingöngu í menningarlaerdómssjónarmidi. Veit nú ekki alveg, thó vid höfum átt í mjög áhugaverdum samraedum. Hann virtist einum of heilsteyptur. Drekkur ekki, reykir ekki. Hugsar mjög mikid um naeringarinnihald thess sem hann laetur ofan í sig. Drekkur bara vatn, mjólk, lífraent raektada safa eda eitthvad álíka, og sojamjólk. Stundar jujitzu, hvernig sem madur skrifar thad, hefur lokid háskólanámi og vinnur virdulega vinnu. Er alltaf med kennslubaekur í frönsku og ensku í bílnum til ad nota tímann í umferdaröngthveitum til ad laera. Sum sé. Klikkadur. Annars er rosalegt hvad ég er alltaf ad sjá thad sama og er í sjónvarpinu med eigin augum um leid og thad er í sjónvarpinu. Ég var búin ad segja ykkur frá thví thegar ég var ad horfa med lygaranum og vinum hans á thá sjálfa í sjónvarpinu. Í gaer á barnum var kveikt á sjónvarpinu og verid var ad sýna beint frá svakalegum eldsvoda í skýjakljúfi. Viti menn, thetta var bara RÉTT hjá thar sem vid vorum. Fórum út og ég akksjúallí sá eldtungur leika um risastóra byggingu. Hef aldrei séd eldsvoda ádur. Thegar ég svo var ad fara heim leit út fyrir ad stór hluti hússins vaeri hruninnn. Ég trúi ekki ödru en thad verdi ad jafna húsid vid jördu, thad getur ekki verid annad en brunarústir núna, midad vid hvad thad logadi glatt í gaer. Er ad spá í ad fara kannski í göngutúr til ad athuga hvort madur geti séd thad núna. Jebbs Sólxxxx hefur tala frá Madrid. Borg sprenginga og eldsvoda.
AGS vill láta herða á gjaldeyrishöftum, stöðugur gjaldeyrisvarasjóður forsenda afnám þeirra Búist er við að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) taki afstöðu til yfirlýsingar (e. letter of intent) íslenskra stjórnvalda í júlímánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Mark Flanagan, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í morgun en sendinefnd AGS, undir stjórn Flanagans, hefur í samstarfi við íslensk stjórnvöld nær lokið fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins Nú þegar hefur aðeins ein greiðsla af láni AGS verið greidd en samkvæmt upprunalegri áætlun var gert ráð fyrir að lánið yrði greitt í átta greiðslum, ársfjórðungslega í tvö ár. Í kjölfar þess mun AGS veita annan hluta láns hans til styrkingar gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands. Fyrirhuguð heildarlánveiting AGS til Íslands nemur 2,1 milljarði Bandaríkjadala. Þegar hafa verið greiddar um 830 milljónir dala inn á reikning Seðlabanka Íslands sem vistaður er hjá seðlabanka Bandaríkjanna. Seðlabankinn þarf að hafa burði til að verja krónuna Flanagan sagði á fundinum í morgun að ekki yrði hægt að afnema gjaldeyrishöft hér á landi fyrr en gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans væri orðinn stöðugur. Það myndi gerast með frekari lánveitingum frá AGS og öðrum samstarfsþjóðum. Eins og aðstæður væru nú hefði Seðlabankinn, að mati Flanagan, ekki burði til að verja krónuna en gera má ráð fyrir nokkru útflæði af krónu við afnám gjaldeyrishafta. Þetta kemur heim og saman við það sem Franek Rozwadwski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku. Þá sagði Flanagan að herða þyrfti á gjaldeyrishöftunum en einhver tilvik bentu til þess að farið væri framhjá þeim. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að efla eftirlit með flutning á gjaldeyri við núverandi aðstæður, þ.e. fylgja þeim betur eftir.
Ósýnileiki kvenna virðist ætla að verða lífseigur. Í vikunni fóru sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum nýlegar ljósmyndir úr fjölmiðlum þar sem konur voru í forgrunni án þess að þeirra væri getið í myndatexta. Á einni myndinni mátti sjá sitja í þingsal Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Undir myndinni stóð: „Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.“ Vissulega mátti sjá Gunnar Braga og Óla Björn á myndinni; það glitti í Gunnar Braga í sætaröð fyrir aftan Áslaugu Örnu og Óla Björn á aftasta bekk. En myndin var af Áslaugu Örnu. Á annarri mynd gaf að líta rithöfundinn Jónínu Leósdóttur þar sem hún sótti útgáfuhóf rithöfundarins Lilju Sigurðardóttur í síðustu viku. Undir myndinni stóð: „Sigurjón Kjartansson.“ Ef vel var að gáð – helst með aðstoð stækkunarglers – mátti sjá Sigurjón þar sem hann stóð handan Jónínu, úr fókus. Yfirskrift albúmsins á Facebook sem geymir þessar grátbroslegu – eða kannski bara grátlegu – myndir er: „Eru konur til? Heita þær eitthvað?“ Þótt spurningarnar séu í gamni gerðar er alvara á ferðum. „Svona góðar“ Á dögunum voru Nóbelsverðlaunin í bókmenntum veitt pólsku skáldkonunni Olgu Tokarczuk. Af því tilefni tjáði Anders Olsson, aðalritari Sænsku akademíunnar, sig um mikilvægi þess að auka á fjölbreytni meðal vinningshafa Nóbelsverðlaunanna: „Hingað til hafa verðlaunin verið karllæg,“ sagði Olsson. „En nú þegar svona margar konur eru farnar að vera svona góðar vonum við að verðlaunin verði víðfeðmari.“ Konur hafa alltaf verið skáld. Þótt Sænska akademían virðist telja að fyrst núna – árið 2019 – séu að koma fram á sjónarsviðið konur sem kunna að skrifa hafa alltaf verið til konur sem hafa verið „svona góðar“. Hvað veldur því að ein vitrasta – og virtasta – stofnun veraldar telji að konur séu nýjar af nálinni? Dökkur skuggi Í skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, segir frá ungri skáldkonu utan af landi sem flyst til Reykjavíkur árið 1963. Í höfuðborginni er konunni og hæfileikum hennar hins vegar tekið fálega. Í bókinni segir: „Karlmenn fæðast skáld. Þeir eru um fermingu þegar þeir gangast við því óumflýjanlega hlutskipti sínu að vera snillingar. Það skiptir engu hvort þeir skrifa bækur eða ekki.“ Frá örófi alda hefur veröldin verið á sjálfstillingu sem kallast: Karlmenn. Eins og fyrrnefndar blaðaljósmyndir sýna er nærvera karlmanns nóg til að varpa svo dökkum skugga yfir konu að hún sést ekki lengur. En konurnar eru þarna. Þær eru dómsmálaráðherrar og skáld og allt þar á milli. Það er hins vegar ekki sama Jón og séra Jón; eða öllu heldur Jón og Jónína. „Þegar karlmaður skrifar um eitthvað eins og uppvaskið kallast það realismi,“ er haft eftir rithöfundinum Margret Atwood. „Þegar kona skrifar um uppvaskið þykir það erfðafræðilegur annmarki.“ Mergurinn málsins er þessi: Handtak karlmanns nýtur virðingar. Sama handtak konu gerir það ekki. Það eru ekki konur sem eru nýjar af nálinni. Þær hafa alltaf verið til, þær hafa alltaf borið nöfn og þær hafa alltaf verið skáld. Virðing fyrir konum og störfum þeirra er hins vegar nýjung. Sú nýjung hefur þó ef til vill ekki hlotið jafnmikla útbreiðslu og talið var. Ætli hún sé ekki jafnútbreidd og nöfn kvenna í myndatextum fjölmiðla.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í nótt. Fundur var ekki hafinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en til stóð að ræða sérstaklega kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir fundinn að það yrði lykilatriði fyrir Bandaríkin að ná fram „algjörri, sannreynanlegri og óafturkræfri“ kjarnorkuafvopnun. Pompeo sagði jafnframt að viðræðum miðaði vel áfram, líklega myndu ríkin komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Trump ræddi meðal annars við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í aðdraganda fundarins. „Það er ekki hægt að leysa þessar djúpstæðu deilur og kjarnorkumálið á einum leiðtogafundi. Þótt það sé stórt skref að hefja viðræður mun þetta taka tíma. Það gæti tekið ár, tvö ár eða jafnvel enn lengri tíma að leysa þennan hnút,“ sagði Moon eftir samtal sitt við Trump. Vísir greindi frá fundi Kim og Trump í beinni í nótt. Lýsinguna má finna með að smella hér. Eftir að hafa verið úti í kuldanum allt frá því hann tók við völdum í einræðisríkinu árið 2011 er Kim nú orðinn „sætasta stelpan á ballinu“. Hann hefur nú fundað með leiðtogum Kína, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og þá hafa leiðtogar bæði Sýrlands og Rússlands lýst yfir eindregnum áhuga á því að setjast niður með þessum eftirsótta manni. Það hefur lengi verið eitt helsta markmið Kim að koma sér á þennan stall. Þessu heldur Ken Gause, leiðandi sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu sem hefur skrifað fjölda bóka um ógnarstjórn Kim-fjölskyldunnar, fram í grein sem birtist í National Interest í maí. Samkvæmt Gause áttar Kim sig á því að hann þurfi að horfa til framtíðar þar sem hann er einungis um 35 ára gamall. Hann þurfi að tryggja áframhaldandi valdatíð Kim-fjölskyldunnar í Norður-Kóreu og það geti hann einungis gert úr sterkri stöðu. Eftir að hafa reynt að fara viðræðuleiðina í upphafi valdatíðar sinnar áttaði Kim sig á því að sú leið væri torfær. Samningsstaðan væri ekki nógu sterk. „Kim Jong-un komst líklegast að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að tryggja velgengni í viðræðum væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að hægt væri að gefa þau síðar upp á bátinn. Norður-Kórea þyrfti að koma að viðræðuborðinu í sterkri stöðu,“ sagði í grein Gause. Ár og dagar liðu og eldflauga- og kjarnorkutilraunir voru gerðar með reglulegu millibili. Í nóvember 2017 tilkynnti Kim svo að Norður-Kórea hefði komið sér upp raunverulegu kjarnorkuvopnabúri. Svo ákvað Kim, að sögn Gause, að byrja að trappa sig niður og hófst sú vinna með nýársávarpi í upphafi þessa árs þar sem kvað við nýjan tón. Í kjölfarið fylgdu viðræður við Moon og nú Trump sem þrýstu Kim fram í sviðsljósið. Guardian greindi svo frá því í gær að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að tryggja áframhaldandi harðstjórn Kim-ættarinnar. „Við erum tilbúin til að gefa nauðsynleg loforð um öryggi Norður-Kóreu til að hægt sé að ná fram kjarnorkuafvopnun,“ sagði Mike Pompeo án þess að tjá sig nánar um þau loforð.
Tæplega tvö þúsund starfsmenn Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu hófu ótímabundið verkfall á miðnætti. Verkfallið hefur víðtæk áhrif. Boðað hefur verið til fundar hjá sáttasemjara í fyrramálið. Um 1.850 félagsmenn í Eflingu lögðu niður vinnu á um 130 starfsstöðum á miðnætti. Áhrif verkfallsins eru mest á leikskólana og matarþjónustu og þrif í grunnskólum og umönnunarheimilum. Fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu í dag með grunnskólastjórum til að röskun á skólastarfi verið sem minnst. Þá hefur verkfallið talsverð áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu í borginni. Verkefnastjóri sorphirðu segir hverfi misvel í stakk búin til að bregðast við því að ekki verði hirt sorp. Það sé þegar farið að safnast upp. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg: Það er svolítið mismunandi eftir íbúðarhúsnæðinu í Reykjavík. Sumir hafa verið rýmd, þola fleiri daga en svo eru aðrir sem að er ekki mikið rýmd hjá og sömuleiðis þeir sem við náðum ekki að hirða hjá núna um helgina en við vorum að vinna um helgina til þess að hreinsa upp það sem að safnaðist upp í síðustu viku en ef þetta fer að dragast á langinn, þá verða íbúar að vera svolítið duglegir að flokka og skila endurvinnsluefnunum á grenndar- eða endurvinnslustöð. Húsfyllir var á baráttufundi Eflingar í Iðnó í hádeginu. Að loknum fundi fór formaður Eflingar fyrir kröfugöngu yfir í ráðhúsið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar: Við eigum mjög stóran verkfallssjóð, hann er um það bil þrír milljarðar þannig að það, auðvitað, ef við skoðum þetta bara þannig út frá einhverjum svona, hérna, með svona peningagleraugunum, þá náttúrulega gefur auga leið að við getum verið lengi í verkfalli. Ingvar Þór Björnsson: Af hverju ert þú mætt hingað í dag? Valda Kolesnikova, starfsmaður í grunnskóla: Ég vann í Vesturbæjarskóla í 12 ár en engin breyting. Ingvar: Hvað finnst þér um launin og samningaviðræðurnar? Valda Kolesnikova: Þau eru svo lág. Of lág. Ég á fimm krakka heima. Aníta Ósk Guðnadóttir, starfsmaður á leikskóla: Þetta eru náttúrulega ömurleg laun fyrir allt sem við erum að gera þannig að við bara berjumst áfram. Regína Aðalsteinsdóttir, starfsmaður á leikskóla: Það er náttúrulega ofboðslega sorglegt að sjá að þeir vilja ekki mæta okkur, að alla vega koma með móttilboð til okkar en bara vonandi á næstu dögum og sem fyrst, ég vil komast til barnanna. - Ingvar: Já, eins og fram kom hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í fyrramálið. Ekki hefur verið fundað síðan 7. febrúar. En hér hjá mér eru Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarþjónustu. Helgi, ef við byrjum á þér, hvaða áhrif hefur verkfallið á, ja, leik- og grunnskóla? Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: Verkfallið hefur áhrif á starfsemi allra leikskóla í borginni hvort sem það er þjónusta inni á deild, matarþjónusta, á stökum stað kemur það að ræstingunni og svo í grunnskólunum, þá er það mötuneytisþjónusta og svo ræsting. Ingvar: Formaður Eflingar talaði um það að þau séu tilbúin í langt verkfall, hvar liggja þolmörkin hjá skólunum? Helgi Grímsson: Ég myndi segja, sko, hjá leikskólunum er það númer eitt, tvö og þrjú hjá, sko, fjölskyldunum sjálfum. Eftir því sem að verkfallið verður lengra í grunnskólunum, þá er það auðvitað, snýr það að því að hvaða margi við þurfum að loka, hvort það séu skólar sem við þurfum að loka hreinlega út af því að það er ekki búið að ræsta þá þannig að það verður mjög mismunandi. Þar er fjöldinn allt frá því að vera hálft stöðugildi í skóla og upp í það að vera sex stöðugildi þannig að þetta verður mjög mismunandi í grunnskólunum. Ingvar: Þið funduðum með skólastjórum í grunnskólum Reykjavíkur í dag, hvað fór fram á þeim fundi? Helgi Grímsson: Við vorum fyrst og fremst svona að bera saman hvernig staðan er í skólunum og hver svona möguleg viðbrögð eru og leiðbeina þeim í því, skólastjórum, hvernig við bregðumst við og við erum búin að ákveða það í það minnsta að við skulum, metum aðstæðurnar í hverjum og einum skóla, þá í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið þannig að við reynum að láta foreldra vita um hvert horfir bara eins fljótt og auðið er. Ingvar: Regína, nú verkfallið hefur þegar haft talsverð áhrif á velferðarþjónustuna, umönnunarheimili og annað slíkt, hafið þið áhyggjur af, sko, afleiðingum verkfallsins ef, ja, ekki næst lausn bráðlega? Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs: Já, við höfum miklar áhyggjur af verkfallinu og við höfum auðvitað fengið undanþágur vegna svona alvarlegustu og viðkvæmustu þjónusturnar en eftir sitja á annað þúsund heimili og einstaklingar sem eru ekki að fá þrif, eldri borgarar, fatlaðir einstaklingar og, ekki að fá svona þessa hefðbundnu baðþjónustu þannig að við vissulega vonumst til þess að samningar náist sem fyrst. Ingvar: Takk fyrir þetta, Helgi og Regína og við skulum segja gott héðan frá skrifstofum Reykjavíkurborgar í Borgartúni.
Orrustan við Hastings var orrusta sem háð var þann 14. október 1066 átta kílómetrum norður af Hastings í Austur-Sussex á Englandi. Orrustan markaði upphaf landvinninga Normanna á Englandi og má segja að hún hafi ráðið úrslitum um það að Normannar náðu yfirráðum í landinu og urðu þar yfirstétt. Normanski hertoginn Vilhjálmur bastarður kom með her sinn yfir Ermarsund 28. september og er sagt að í flota hans hafi verið 696 skip. Þremur dögum áður, þann 25. september, hafði Haraldur Guðinason Englandskonungur unnið sigur á her Haraldar harðráða Noregskonungs í orrustunni við Stanfurðubryggju, skammt frá Jórvík. Þegar hann frétti af innrásarliðinu flýtti hann sér suður á bóginn og hafði með sér þann hluta hers síns sem fær var til eftir bardagann við Norðmennina og reyndi að safna meira liði á leiðinni. Herirnir mættust við Hastings 14. október og varð þar harður bardagi sem lauk með falli Haraldar. Er sagt að hann hafi fengið ör í augað. Hann var annar af einungis tveimur enskum þjóðhöfðingum sem hafa fallið í orrustu (hinn var Ríkharður 3.). Fullnaðarsigur vannst þó ekki í orrustunni við Hastings. Lið Vilhjálms mætti töluverðri andspyrnu á næstu vikum en komst þó til London og var hann krýndur konungur Englands í Westminster Abbey á jóladag 1066. Orrustunni og aðdraganda hennar er lýst í útsaumsmyndum á hinum 70 metra langa Bayeux-refli.
Lokaspretturinn í ítölsku þingkosningunum hefur verið hörkuspennandi en svo virðist sem stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra, ætli að halda naumum meirihluta í efri deild þingsins en missa hann naumlega í neðri deild. Fyrr í dag bentu útgönguspár til þess að stjórnin væri fallin og bandalag vinstri flokkana, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði náð meirihluta. Það var um klukkan eitt í dag að íslenskum tíma sem fyrstu útgönguspár voru birtar en þá var kjörstöðum lokað. Samkvæmt spám var ólívubandalag Romano Prodis með forystu á hægri fylkingu Berlusconis, forsætisráðherra, eða á bilinu 50 til 54% atkvæða á móti 45 til 49%. Þar með virtist sitjandi stjórn fallin. Stjórn sem hefur verið við völd frá árinu 2001, lengur en nokkur önnur frá lýðveldisstofnuninni 1946. Þegar byrjað var að birta opinberar tölur í kvöld kom í ljós að munurinn var mun minni og spennan hefur verið nánast óbærileg. Samkvæmt nýjustu tölum á vefsíðu ítalska blaðsins Republice rétt fyrir kl. 22 í kvöld var búið að telja rúmlega tvo þriðju greiddra atkvæða í neðri deild og hefur bandalag Prodis 49,1% atkvæða en hægri bandalag Berlusconis 50%. Í efri deild er búið að telja meirihluta atkvæða og hefur Ólívubandalagið 50,5% atkvæða en stjórnarflokkarnir 48,9%. Þar með heldur stjórnin naumum meirihluta í efri deild en tapar meirihlutanum naumlega í neðri deild. Eftir er þó að sjá hvernig þingsæti skiptast. Ef þetta verður niðurstaðan gæti þurft að kjósa á nýjan leik en stjórnmálaskýrendur á Ítalíu segja afar ólíklegt að hægt verði að mynda stjórn hægri og vinstri aflana eftir þann fúkyrðaflaum sem hefur gengið á milli forystumannanna í kosningabaráttunni. Prodi hefur líkt Berulsconi við fylliraft og Berlusconi kallað kjósendur ólívubandalagsins fávita. Það má því segja að þjóðin sé klofin í afstöðu sinni og vildu flestir hafa áhrif á niðurstöðuna en kjörsókn var um 85% samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Kjörsókn var nokkuð meiri á Norður-Ítalíu en í suðurhluta landsins. Minnst mun hún hafa verið á Sikiley og Sardiníu.
Strákarnir okkar sáu til þess að heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka enda í neðsta sæti milliriðils 2 en Ísland og Frakkland skildu jöfn í lokaleik beggja liða í keppninni. Strákarnir hefðu þó vel getað unnið sigur en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. Ólíkt leiknum gegn Spáni í gær byrjuðu strákarnir frábærlega og spiluðu nánast fullkominn leik fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Ísland komst í 12-6 forystu og með Björgvin Pál funheitan í markinu var nánast allt að ganga upp. Frakkar náðu þó að minnka muninn í þrjú mörk áður en flautað var til hálfleiks og voru svo bara rúmar sex mínútur og komast yfir í þeim síðari. Þá fyrst reyndi á strákana sem sýndu mikla yfirvegun. Þeir gáfust aldrei upp, sýndu mikinn baráttuvilja og kraft og náðu að galopna leikinn upp á nýtt síðustu mínúturnar. Þeir fengu meira að segja tvö tækifæri til að komast yfir en það tókst ekki. Frakkar fengu síðustu sóknina en tókst ekki að skora, sem betur fer. Þrátt fyrir slaka byrjun var á köflum erfitt að eiga við Frakkana þegar þeir komust í gang. Sérstaklega skyttuna William Accambray sem nýtti tíu fyrstu skot sín í leiknum og var langmarkahæstur hjá Frökkunum. Gregoire Detrez bjargaði svo sínum mönnum síðasta stundarfjórðunginn og skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum Frakka. Þrátt fyrir allt mótlætið sem strákarnir hafa lent í á mótinu sýndu að það býr heilmikið í liðinu. Meiðsli, veikindi og brottföll lykilmanna höfðu sett stórt strik í reikninginn en þeir sem stóðu eftir voru landi og þjóð til sóma. Þeir gerðu það sem þeir gátu og nýir menn sem fengu tækifærið nýttu það vel. Er það afar jákvætt enda sýndi þetta mót að sárlega þurfti að auka breiddina í íslenska landsliðinu. Fyrstan ber að nefna Rúnar Kárason sem átti frábæra innkomu í íslenska liðið í milliriðlakeppnina. Hann fékk aftur tækifæri í dag, nýtti það vel og skoraði fjögur mörk. Kári Kristján Kristjánsson fékk líka tækifærið en gekk að vísu verr í þetta skiptið. Hann hefur þó áður sýnt að hann á heima í íslenska liðinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson nýtti líka sínar mínútur vel í dag og skoraði tvö mjög lagleg mörk. Þá fékk Aron Rafn Eðvarðsson að standa í markinu síðustu fimmtán mínúturnar gegn þessu ógnarsterka liði en hann gerði sér lítið fyrir og varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig. Hann varði alls fimm skot og var góður. Guðjón Valur Sigurðsson skilaði sínu í dag, eins og svo ofast áður. Fyrirliðinn fór fyrir sínum og einkennir hann það góða í íslenska liðinu - óbilandi sigurvilja og baráttuþrek. Róbert Gunnarsson átti fínan fyrri hálfleik, Þórir Ólafsson nýtti færin vel og Aron og Arnór spiluðu á köflum mjög vel. Varnarleikurinn var líka fínn á köflum og lentu Frakkarnir margoft í miklu basli með hann. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran dag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann var með 54 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Hann endaði með sautján skot og 44 prósent markvörslu - frábærar tölur. Strákarnir halda nú heim og geta gert það beinir í baki. Vonbrigðin að hafa ekki komist í undanúrslit eru vitanlega mikil en nú gildir að hrista það af sér og byrja að hugsa um undankeppni Ólympíuleikana sem fer fram í apríl næstkomandi. Leikir, dagskrá og úrslit í öllum riðlum.
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir skattalagabrot. Þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Í ákærunni kemur fram að hann hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna september–október rekstrarárið 2012 til og með mars–apríl rekstrarárið 2015 á lögmæltum tíma og ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins vegna sömu uppgjörstímabila í samræmi við fyrirmæli laga um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 15.813.062 krónur. Þá var maðurinn ákærður fyrir að standa ekki skil á skilagreinum einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma vegna greiðslutímabilanna október og nóvember rekstrarárið 2012 og janúar rekstrarárið 2013, og fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna nóvember og desember rekstrarárið 2012 og janúar rekstrarárið 2013, í samræmi við fyrirmæli laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, samtals að fjárhæð 363.205 krónur. Maðurinn játaði sök. Fram kom fyrir dómi að rúmar fjórar milljónir af skattskuld einkahlutafélagsins hafi verið greiddar frá því vanskil byrjuðu að myndast. Þar af hafi vanskil á greiðslu virðisaukaskatts vegna ársins 2012 að höfuðstól 2.137.483 krónur verið greidd að fullu. Manninum er gert að greiða 32,5 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna skal hann sæta níu mánaða fangelsi. Maðurinn játaði skýlaust brot sín. Þetta er þriðji dómurinn sem hann hlýtur fyrir brot gegn sömu lagaákvæðum. Í þessu tilfelli og því síðasta rauf hann skilorð fyrri dóms og var litið til þess við ákvörðun refsingar.
Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBCum málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar.
Í lögum um Seðlabanka Íslands, 1. gr., segir: „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins“. Í 2. gr. segir: „Aðsetur og varnarþing Seðlabanka Íslands er í Reykjavík. Í 3. gr., sem eru sú fyrsta um markmið og tilgang bankans, segir: „Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi.“ Skv. þessu, er það kristaltær frumskylda Seðlabanka og seðlabankastjóra að stuðla að stöðugu verðlagi. Í ljósi þessa er sú þróun gjaldeyris- og gengismála, sem átt hefur sér stað síðustu vikur, án þess að Seðlabanki hafi beitt sér nokkuð eða mikið gegn þeirri þróun, með öllu óskiljanleg. Á nokkrum vikum, hefur gengi Bandaríkjadals farið úr 123 krónum í 143 krónur og evra úr 133 krónum í 156 krónur. Hefur krónan þannig fallið um 16-17%!! Þar sem við Íslendingar erum mjög háðir innflutningi, og það telst hér þumalfingursregla að verðlag í landinu hækki um u.þ.b. helming af því sem gengi krónu fellur, er það með ólíkindum að nýr seðlabankastjóri skuli leyfa sér, annars vegar að beita ekki styrk bankans til að halda genginu stöðugu (með markvissum og öflugum kaupum á krónunni), og hins vegar að láta sem svo að þetta sé ekkert mál; muni ekki hafa áhrif á verðlag, verðbólgu eða lánavísitölu. Hvaðan kemur honum sú nýja speki, sem brýtur í bága við alla fyrri reynslu!? Undirritaður er gáttaður á þessari afstöðu, sem hann telur sýna skort á skilningi, fyrirhyggju og ábyrgð seðlabankastjóra. Íslenzkt þjóðfélag er í óvenjulega viðkvæmri stöðu nú, eftir að erfiðir, margslungnir og langvinnir kjarasamningar hafa verið gerðir, m.a. lífskjarasamningarnir, sem byggja á og eru í raun skilyrtir því, að stöðugt verðlag haldist í landinu. Dettur einhverjum heilvita manni – nema þá kannske seðlabankastjóra – í hug, að verðlag haldist stöðugt, við gengisfall krónunnar upp á 16-17%!? Fyrir undirrituðum er það borin von, þó að olíuverð hafi fallið og heimsmarkaðsverð á margvíslegum varningi hafi fallið, vegna skorts á eftirspurn vegna kórónaveirunnar, en um leið og eftirspurnin kemur aftur, að mati undirritaðs strax í apríl-maí, þegar líka við förum aftur að kaupa inn, kann snögg og samansöfnuð eftirspurnaralda að koma með þeim krafti, að framleiðsla og framboð hafi ekki við. Munu þá innkaup til Íslands í erlendri mynt jafnvel hækka og við bætist svo fall krónunnar um 16-17%, sem gætu þá verið orðin 20%, eða meira, ef seðlabankastjóri flýtur áfram sofandi að feigðarósi. Ef almennt verðlag í landinu fer upp um 5-10%, á næstu 3-6 mánuðum, verðtryggð lán hækka í takt við það og atvinnuleysi og tekjufall þeirra, sem þó halda vinnu, verður mikið – eins og allt bendir til – þá mun þetta andvaraleysi og aðgerðarleysi seðlabankastjóra í gengismálum hafa í för með sér, að alda verðhækkana mun ganga yfir íslenzkt þjóðfélag, þar sem kjarasamningar kunna að splundrast og friður breytast í heiftarlega deilur og illindi á versta tíma. Það vakti sérstaka furðu undirritaðs þegar seðlabankastjóri viðhafði þessi ummæli í viðtali við Morgunblaðið 19. marz sl. : „Gengi krónunnar hefur gefið eftir um 10% það sem af er árinu (reyndar var það 12-14%). Væri það eðlileg þróun miðað við stöðu mála og þakka mætti fyrir að við byggjum við sjálfstæða mynt sem tæki mið af því sem væri að gerast í hagkerfinu“. Hvað er maðurinn eiginlega að fara þarna? Auðvitað er miklu betra að hafa mynt, sem hefur og tryggir stöðugleika, þegar annar og alvarlegur vandi myndast í hagkerfinu! Fljótandi og kraftlaus mynt, sem beygist og sveigist eins og laufblað í vindi verður auðvitað aðeins til þess að auka óöryggi og vandræði. Og, þegar seðlabankastjóri talar um „eðlilega þróun“, hvað meinar hann þá? Er það eðlileg þróun, að gjaldmiðillinn okkar gefi eftir og svíki einmitt þegar hann þyrfti að sýna stöðugleika og styrk!? Það er leitt að þurfa að segja það, en seðlabankastjóri á ekkert annað og betra skilið en falleinkunn fyrir þessa fyrstu handhöfn og embættisfærslu sína. Við verðum að vona, að hann sjái að sér og grípi nú til allra ráða bankans til að styrkja krónuna og tryggja þann stöðugleika, sem honum ber lagaleg skylda til.
Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar.
Ég finn alltaf fyrir spenningi þegar Food and Fun hátíðin hefst. Fyrir nærri áratug datt ég fyrir tilviljun inn á veitingastað sem var þátttakandi í hátíðinni og fékk ótrúlega nýstárlegan og skemmtilegan mat. Mat sem var í heimsklassa og mér er minnisstæð sú mikla gleði sem réði ríkjum. Síðan þá hef ég verið dyggur aðdáandi þessarar hátíðar og ekki látið mig vanta á þessa skemmtilegu hátíð sem Food and Fun er. Með Food and Fun hefur íslensk matargerð fengið erlenda matreiðslumenn í heimsklassa til að matreiða sælkeramáltíðir úr íslensku hráefni og kynnast því um leið. Í dag sjáum við mörg dæmi þess að íslensk matvæli hafa numið land á nýjum mörkuðum í kjölfar þátttöku erlendra gestakokka á Food and Fun, má þar nefna skyrið, lambakjötið og fiskinn. Það þóttu mikil nýmæli að selja kjúklingabita í körfum á veitingastað í Reykjavík að erlendri fyrirmynd á seinni hluta síðustu aldar. Eins þóttu það mikil tíðindi að sjá framandi veitingastaði með erlenda matargerð opna hér á landi skömmu síðar. Íslensk matargerð hefur haft einkar gott af erlendum áhrifum. Þegar saman kemur íslensk matarhefð og hráefni í höndum bestu kokka í heimi getur útkoman aðeins orðið stórkostleg. Ekki einvörðungu er þetta frábær kynning á íslenskum mat heldur einnig frábært tækifæri til að njóta þess besta sem íslenskur veitingaiðnaður hefur upp á að bjóða. Sjáumst á Food & Fun!
Ný verk eftir listamennina Ólaf Elíasson og Ragnar Kjartansson til sýnis á Armory Show kaupstefnunni í New York um helgina. Hún er ein sú stærsta í heimi á sviði nútímamyndlistar. Alls eru tæplega 230 sýnendur á Armory Show. Þetta árið er norrænni myndlist gert sérstaklega hátt undir höfði. Meðal verka í bás i8 gallerísins er verk Ólafs Elíassonar, Polar Current. börkur Arnarson, fulltrúi gallerísins segir afar mikilvægt að vera sýnillegur á kaupstefnunni. Þangað komi tugir þúsunda áhugasamra listunnenda og kaupenda. Verkin eftir Ragnar Kjartansson eru ólík að gerð og inntaki en i8 sýnir líka valin verk úr dánarbúi Birgis Andréssonar. Í næsta bás eru verk eftir Hrein Friðfinsson hjá finnsku galleríi. Nýlistasafnið veitir innsýn í safneign sína og Katrín Sigurðardóttir, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2013, á líka verk á Armory Show. Dorothee Kirch, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar heldur að listamennirnir sem taki þátt gefi til kynna að listasenan á Íslandi sé glæsileg, listamennirnir spyrji áleitinna spurninga. Dorothee segir myndlist frá Norðurlöndunum hafi verið áberandi á alþjóðavettvangi undanfarin ár og því hafi stjórnendur Armory show stokkið til. Björk og Ragnar Kjartansson töluðu í gær um listsköpun sína fyrir fullum sal og íslenskir listamenn fremja líka gjörninga á Armory Show sem lýkur á sunnudag.
Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni. Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin? „Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur samið við 1. deildar lið Víkings til þriggja ára og tekur við liðinu 1. maí. Hann mun þó stýra HKí Olís-deildinni út tímabilið eins og greint var frá fyrr í dag en Ágúst lét af störfum hjá kvennaliði SönderjyskEí Danmörku á dögunum eftir erfitt gengi. "Við erum afar ánægð og stolt að fá Ágúst sem þjálfara meistaraflokks Víkings en hann er einn reynslumesti handknattleiksþjálfari landsins. Ágúst mun einnig verða yfirmaður handknattleiksmála hjá Víkingi og koma að öllu skipulagi og hugmyndafræði í handboltanum hjá félaginu. "Víkingur er eitt mesta afreksfélag landsins í handbolta og ætlunin er að koma liðinu aftur á hæsta stall í nánustu framtíð. Ágúst hafði úr ýmsum möguleikum að velja en hann valdi Víking sem er auðvitað mjög ánægjulegt og gefur okkur mikla trú á því sem félagið er að gera og sýnir metnaðinn í félaginu," segir í fréttatilkynningu Víkinga. Ágústs bíður mikið verkefni enda handboltinn hjá Víkingum legið lengi í dvala. Liðið hefur leikið einu sinni í efstu deild á síðustu átta árum og féll það þá strax aftur niður í 1. deild. Víkingar hafa verið slakir í 1. deildinni í vetur og eru í 7. sæti af 11 liðum. "Eftir að hafa rætt við forráðamenn Víkings og fengið að heyra hvernig þeir vilja byggja handboltann upp hjá félaginu í framtíðinni ákvað ég að slá til. Víkingur á eina stærstu og fallegustu söguna í handboltanum á Íslandi. Ég hlakka til að fara að starfa í Víkinni," segir Ágúst Jóhannsson.
Mál þetta, sem dómtekið var 29. júní, er höfðað með tveimur ákærum lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur X. Fyrri ákæra er gefin út 7. september 2016 og er „fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 8. apríl 2016, ekið bifreiðinni [...], sviptur ökurétti, undir áhrifum fíkniefna, (í blóðsýni sem tekið var vegna rannsóknar málsins mældist amfetamín 55 ng/ml, metýlfenídat 100 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,5 ng/ml) og óhæfur til að stjórna ökutækinu vegna neyslu slævandi lyfja (í blóðsýni mældist klórdíazepoxið 0,9 μg/ml og umbrotsefni þess desmoxepam 1,9 μg/ml og nordíazepam 40 ng/ml) vestur Hafnarfjarðarveg við Lyngás í Garðabæ, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 44. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr a, 1. mgr. 48. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari breytingum.“ Síðari ákæra er gefin út 24. marz 2017 og er „fyrir tilraun til þjófnaðar og fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudagskvöldið 10. janúar 2017, í hjálpartækjaversluninni Adam og Evu að Kleppsvegi 150 í Reykjavík í þjófnaðarskyni stungið inná sig tveimur „rassaleikföngum“, (kynlífsleiktæki – butt plug) að verðmæti samtals kr. 15.900 en lögreglan fann tækin áður en ákærði kæmist út úr versluninni og verið með í vörslum sínum þegar lögreglan handtók hann 0,07 grömm af amfetamíni og 0,54 grömm af marihúana. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, og 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á þeim efnum sem lögreglan lagði hald á og tilgreindar eru í efnaskrá nr. 34.144, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001.“ Málin voru sameinuð. Ákærði sókti ekki þing þrátt fyrir birtingu fyrirkalls þar sem tekið var fram að slík fjarvera kynni að verða metin til jafns við játningu ákærða á sakargiftum og að málið kynni að verða tekið til dóms við svo búið. Með vísan til þessa og þeirrar stoðar sem gögn málsins veita ákærunum er ákærði sannur að sök og hefur unnið sér til refsingar en háttsemi hans er rétt færð til refsiákvæða í ákærum. Sakaferill ákærða er sá að hann var í febrúar 2009 dæmdur til greiðslu 95.000 króna sektar fyrir brot gegn 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga og fíkniefnalagabrot og var jafnframt sviptur ökurétti í þrjá mánuði. Í september 2010 voru ákærða ákveðin viðurlög, 70.000 króna sekt fyrir fíkniefnalagabrot. Í júní 2013 var ákærði dæmdur til eins mánaðar fangelsisvistar og greiðslu 105.000 króna sektar fyrir fíkniefnalagabrot, en fullnustu fangelsisrefsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Loks var ákærði hinn 21. október 2016 dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, og greiðslu 340.000 króna sektar fyrir brot gegn 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a, 2. sbr. 3. mgr. 47. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga, en ákærði ók án þess að hafa ökuskírteini meðferðis, og fíkniefnalagabrot. Var ákærði jafnframt sviptur ökurétti í þrjú ár frá 20. maí 2014 að telja. Í dóminum var fyrri skilorðsdómur dæmdur upp. Brot sín samkvæmt fyrri ákæru framdi ákærði fyrir uppsögu síðastrakins dóms og verður honum því ákveðinn hegningarauki. Verður skilorðsdómurinn nú tekinn upp og ákærða dæmd refsing í einu lagi. Verður ákærði nú dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar en fullnustu þeirrar refsingar frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði verður jafnframt dæmdur til greiðslu 194.000 króna sektar í ríkissjóð og komi fjórtán daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði verður sviptur ökurétti í fjóra mánuði. Fallast ber á gerða upptökukröfu. Loks verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar sem samkvæmt gögnum málsins nemur 264.003 krónum. Af hálfu ákæruvaldsins fór Guðmunda Helgi Grímkelsdóttir ftr. með málið. Lúðvík Elinbjarnarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Ákærði, X, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Fullnustu refsingarinnar skal frestað og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 194.000 króna sekt í ríkissjóð og komi fjórtán daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði er sviptur ökurétti í fjóra mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði 264.003 króna sakarkostnað málsins. Upptæk eru gerð 0,07 grömm af amfetamíni og 0,54 grömm af maríhúana sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.
Stjórnmálin á Alþingi og í ríkisstjórn í vetur hafa sýnt, að það er fleira, sem sameinar íslenzku stjórnmálaflokkana en sundrar þeim. Oft hefur komið í ljós víðtæk samstaða um mál, sem sýna, að stjórnmálaflokkarnir eru ekki einu sinni hræddir við almenning á kosningavetri. Allir þingmenn þjóðarinnar, frá framsóknarflokkunum stóru yfir í Jóhönnu Sigurðardóttur, vildu, að ráðherra hefði frjálsar hendur um að setja mörg hundruð prósent tolla á innflutt matvæli og að þessi ráðherra skyldi einmitt vera hagsmunaráðherra landbúnaðarins. Þessar hömlur gera matvæli á Íslandi nokkrum milljörðum króna dýrari en þau þyrftu að vera, sennilega rúmlega tíu milljörðum dýrari. Samt telur ekki einn einasti þingmaður koma til greina að taka hið minnsta tillit til almannahagsmuna gegn sérhagsmunum í landbúnaði. Alþingi lauk störfum í vetur án þess að gera bragarbót í jöfnun atkvæðisréttar. Þegar á reynir, eru stjórnmálaflokkarnir hjartanlega sammála um, að núverandi misrétti eftir búsetu sé hæfilegt, jafnvel þótt sumir þykist hafa aðra skoðun. Verkin tala og ekki síður verkleysan. Stjórnmálaflokkarnir höfðu allt kjörtímabilið til að koma sér saman um jöfnun atkvæðisréttar eða marktæka minnkun á misrétti kjósenda. Þeir gerðu ekkert í málinu fyrr en undir jól, er þeir komu saman til málamynda í kosningalaganefnd, sem starfaði lítið og illa. Alþingi lauk störfum í vetur án þess að skera úr um, að þjóðin sjálf ætti auðlindir hafsins. Á sama tíma er að myndast hefð fyrir eignarhaldi sægreifa. Þeir geta meira að segja arfleitt aðra að auðlindunum og farið í skaðabótamál, ef ríkið reynir að skerða eignarhald þeirra. Stjórnmálamenn fullyrða margir hverjir, að þeir séu hlynntir eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum. Þegar þeir komast á Alþingi, svo ekki sé talað um ríkisstjórn, sýna verk þeirra samt, að þröngir sérhagsmunir sægreifa standa þeim nær hjarta en almannahagsmunir. Ár eftir ár og ríkisstjórn eftir ríkisstjórn standa stjórnmálamenn landsins að aukinni álagningu á skattgreiðendur landsins til að styðja við bakið á sérhagsmunum af ýmsu tagi. Landbúnaðurinn einn fær á hverju ári marga milljarða króna úr vösum skattgreiðenda. Stjórnmálamenn flokkanna segjast flestir horfa til framtíðar. Í rauninni eru þeir svo fastir í verndun fortíðarinnar, að þeir draga úr útgjöldum til menntamála, svelta háskóla þjóðarinnar og lyfta ekki litla fingri til eflingar stafrænna hátekju-atvinnuvega framtíðarinnar. Ár eftir ár og ríkisstjórn eftir ríkisstjórn auka stjórnmálamenn skuldabyrði afkomenda okkar. Grunntónn fjárlaga og lánsfjárlaga er, að afkomendur okkar skuli borga brúsann af sukki líðandi stundar og að þeim verði jafnframt ekki sköpuð aðstaða til þess að geta það. Mál af þessu tagi sýna pólitíska sátt á Alþingi og í ríkisstjórn um að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni, frysta fortíðina til að hindra framtíðina, efla ójöfnuð og minnka jöfnuð. Þessi þverpólitíska sátt er studd skipulögðum og fjáðum þrýstihópum sérhagsmunaaðila. Með aðild verkalýðsrekenda og atvinnurekenda verður úr þessu ein allsherjar þjóðarsátt um, að ekki skuli hætta að brenna peningum almennings og að magna skuli lífskjaramuninn í þjóðfélaginu. Slíkar þjóðarsættir um fátækt hafa verið næsta árvissar um nokkurt skeið. Í ljósi stjórnmála vetrarins er raunar merkilegt, að rúmlega helmingur kjósenda skuli þegar hafa gert upp hug sinn og valið milli keimlíkra stjórnmálaflokka. Jónas Kristjánsson DV
37 Stephan Hurwitz gengur út frá ólögfestri refsileysisástæðu á huglægum grundvelli, sjá Den danske Kriminalret, Alm. del (1971), bls. 220-221. 50 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 116 og 140. 47 Hafi refsinæmur verknaður ekki verið framinn, er óþarft að fjalla um réttlætingar- eða vítaleysisástæður í refsimáli. Ummæli þessi lúta sérstaklega að hinum hlutrænu refsileysisástæðum og geta staðist, ef hinn rýmri skilningur á þeim er lagður til grundvallar. 25 Hluti af verknaðarlýsingu tjónsbrots og þar með refsinæmi þess er einmitt orsakasambandið milli frumverknaðar og afleiðingar. Í forsendum dómsins segir: „Að því er varðar II. kafla ákæru er sérstaklega á því byggt að staðgreiðsla opinberra gjalda hafi í reynd aldrei verið dregin af launum, því fé til þess hafi ekki verið til. En danska ákvæðið var numið úr gildi með lögum nr. 272/1989. Hugsanlegt er, að sakhæfisskortur gæti verið sýknuástæða, jafnvel þótt eingöngu þætti sýnt, að einhvers konar „stundarbrjálæði“ hafi gripið sakborning vegna hungurs. Hugsunin með tilgreiningu þessa ólögmætisfyrirvara er sú að þrengja efnissvið ákvæðisins og hvetja þar með ákæruvald og dómstóla til að sýna varfærni við notkun þess og beita þrengjandi lögskýringu í vafatilvikum. 73 Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 130-141. Á því var byggt í niðurstöðu dómsins, að það hefði verið nánast ógerningur fyrir hann (yderst vanskeligt) að ganga gegn þessum athöfnum annarra skipverja í áhöfninni. 2.2.4 Refsiábyrgð stofnast ekki Huglæg afstaða geranda liggur að baki valinu á því stigi, er það fer fram, og teljast vanskilin því ekki fullnægjandi ástæða til refsileysis, þegar svo er komið málum. Ef þvingun er sálræns eðlis (kompúlsív), er gerandi orðinn raunverulegur fremjandi refsinæms verknaðar, og álitamálið snýst þá um, hvort sálræn þvingun geti gert slíkan verknað lögmætan og þar með refsilausan við sérstakar óvenjulegar aðstæður. Vagn Greve fjallar heildstætt bæði um þetta efni og ýtrustu nauðung undir heitinu Nichtzumutbarkeit. Reglur um samþykki brotaþola sem hlutræna refsileysisástæðu eru almennt ólögfestar. Aðalfordæmið er dómur Hæstaréttar frá 30. mars 2000, þar sem m.a. er vísað til dómsins frá 1997. Í eldri dóminum, U 1947 420 Ø, var maður sýknaður af ákæru fyrir uppljóstrun á nöfnum danskra andspyrnumanna, sem unnu gegn hernámi Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síðari, vegna ómanneskjulegrar þvingunar af hálfu Gestapo. „Orsakatengsl og skaðvæni atferlis.“ 3 Ármann Snævarr: Þættir úr refsirétti II (fjölrit 1983), bls. 35-38. Þeim var bjargað 4 dögum síðar, þegar skip sigldi loks fram á bátinn. Reglur um orsakasamband og sennilega afleiðingu eru vissulega tengdar ólögmætisskilyrðinu, en þar kemur samt fleira til. Sérstakt afbrigði ómöguleika stafar af vanþekkingu geranda á tilvist eða efni tiltekinnar staðreyndar. 3 Nítjánda öldin var blómaskeið ýmiss konar hástemmdra kenninga í lögfræði, þ.á m. hinnar norrænu ólögmætiskenningar fræðimanna eins og Goos og Getz um mörk lögmætra og ólögmætra athafna. 36 Aðrar hlutrænar refsileysisástæður eiga ekki heldur við, hvorki lögmæltar né ólögmæltar. 4 Með réttarreglum er hér ekki eingöngu átt við sérstakar reglur aðgreindar frá refsiákvæðinu, heldur einnig efnisreglu í sömu veru leidda af lögskýringu á sjálfu refsiákvæðinu, með hliðsjón af veigamiklum og oftast mjög afbrigðilegum ástæðum. Óbeðinn erindrekstur (negotiorum gestio) er ólögfest refsileysisástæða, sem styðst við réttarvenju og fræðikenningar í lögfræði. 1 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 22. 34 Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 84. 2.3 Samanburður á hlutrænum og huglægum refsileysisástæðum Í fyrsta lagi gæti ákæruvald eftir íslenskum rétti neytt heimilda í lögum til að falla frá saksókn eða mæla með niðurfellingu saksóknar, sjá 2. mgr. (c- eða f-lið) eða 3. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991. 1.1 Samspil ólögmætis og refsinæmis 2.2.3 Verknaðarstundin sker úr Ómöguleiki kann að vera fyrir hendi hlutrænt séð, þ.e. tilraun til refsiverðs verknaðar er ónothæf, en ásetningur geranda stendur engu að síður til þess að vinna verkið, sjá 3. mgr. 20. gr. hgl. Málið er því kannað frá hinum endanum, ef svo mætti segja, að því er refsiábyrgð varðar. Afbrot og refsiábyrgð I. Rvík 1999. Í einhverjum tilvikum er þó talið heimilt að sýkna á grundvelli ólögmæltra reglna og sjónarmiða. Reglur þessar eru afar ólíkar að efni og gildissviði, og sumar þeirra fremur í ætt við refsileysisástæður en að þær feli í sér eiginlegar reglur af því tagi, sbr. t.d. 126. gr. og 143. gr. hgl. Skýrast birtist þetta þjóðfélagslega mat í 13. gr. hgl. um neyðarrétt, auk allmargra annarra neyðarréttarreglna. Loks ber að nefna það hagsmunaval, sem felst í ómöguleika sem sjálfstæðri refsileysisástæðu. Verknaðurinn er því refsilaus frá upphafi og leiðir til sýknu. Mætti raunar halda því fram, að enginn sé þá brotaþolinn og hagsmunaárekstur enginn. Vakin er athygli á framsetningu þessa atriðis ásamt öðrum skyldum atriðum í 31. gr. 1. mgr. (d) Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. 15 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 146. 67 Ólafur Lárusson: Eignaréttur I (1950), bls. 178-186. Þessi leið er þó umdeild nú á dögum vegna mannréttindasjónarmiða. Neyðarréttur réttlætir aldrei fórn mannslífa. 60 Af framangreindu má ráða, að neyðarvörn er að öllu leyti lögfest sem refsileysisástæða, og neyðarréttur er að meginstefnu til einnig lögfestur. Þótt meginregla íslensks réttar sé sú, að réttarvarslan sé í höndum almannavaldsins, getur réttarvarsla einstaklinga þó verið lögmæt innan ákveðinna marka. Í greinargerðinni er þetta orðalag að vísu þrengt nokkuð með svofelldum hætti: „Gert er ráð fyrir því, að þvingun geti stundum gert verknað refsilausan, og er þá einkum höfð í huga fullkomin mekanisk þvingun.“ Í tveimur öðrum ákvæðum XXVI. kafla hegningarlaga er áskilnaður um ólögmæti, þ.e. 249. gr. a (tölvusvik) og 1. mgr. 254. gr. (hylming). Tímasetning saknæmis kann því að fara nokkuð eftir aðstæðum hverju sinni og verknaðarlýsingu hvers refsiákvæðis. Þekktur úr réttarsögunni er breski dómurinn Regina v. Dómstólar verða að meta líklegar horfur eða fyrirsjáanlegar líkur á tilteknum afleiðingum verknaðar út frá almennum væntingum fremur en væntingum ákveðins geranda. 50 Um neyðarrétt eftir 13. gr. hgl. gegnir reyndar öðru máli. Dæmi eru í lögum um sérhæfðari neyðarréttarákvæði með upptalningu viðmiðunaratriða varðandi hagsmunamatið, sjá 9. og 10. gr. laga nr. 25/1975, um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Oft er ólögmæti verknaðar leitt af refsinæmi hans. 57 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 72 og 84-85. 45 Þetta réttaratriði er náskylt reglunum um ómöguleika og einnig reglum um orsakasamband og sennilega afleiðingu. Að íslenskum rétti gæti fátt leitt til sýknu af manndrápi annað en neyðarvörn og þá einungis við aðstæður, þar sem lífi manns er ógnað (ýtrasta nauðsyn) og skilyrði 12. gr. hgl. að öðru leyti eru fyrir hendi. 6 Í engilsaxneskum rétti er fremur lögð áhersla á heildarsýn og samtvinnun brotahugtaksins, á grundvelli hugtakanna actus reus og mens rea. Eins og áður er fram komið, birtist ómöguleiki í mismunandi myndum frá refsiréttarsjónarmiði, m.a. sem sjálfstæð refsileysisástæða. Í báðum tilvikum er ólögmætisskilyrðið undirskilið eins og ákvæðin eru nú orðuð, en skilyrðið gæti helst orðið virkt, ef reyndi á þær þröngu hlutrænu refsileysisheimildir, sem til greina gætu komið gagnvart svo alvarlegum afbrotum. Í íslenskum rétti, líkt og í norrænum rétti yfirleitt og í þýskum rétti, er skýring afbrotahugtaksins byggð á fræðilegri sundurgreiningu hugtaksins og stigskiptingu refsiskilyrða, m.a. á skýrri aðgreiningu ólögmætis sem hlutræns refsiskilyrðis frá saknæmi sem huglægu refsiskilyrði. Sumir erlendir fræðimenn virðast gera ráð fyrir, að einhvers konar ólögmælt sanngirnisregla geti leitt til refsileysis og sýknu. Það er raunar álitamál, hvort það réttaratriði sé réttnefnt ómöguleiki, enda leiðir það sjaldnast til refsileysis og sýknu, sjá t.d. ákvæði um svokallaða sálræna (kompúlsíva) þvingun í 6. tl. Þar við bætast almennar eða sérstakar niðurstöður þrengjandi lögskýringar á einstökum refsiákvæðum laga (ólögfestar refsileysisástæður), sem eðli máls samkvæmt verða ekki tæmandi taldar. Af umræddri efnisgreiningu leiðir, að haganlegra er að kanna fyrst, hvort háttsemi sé refsinæm eða ekki. Auk hinnar lögfestu heimildar í 13. gr. er talin vera fyrir hendi almenn ólögfest regla um neyðarrétt, byggð á eðli máls, en nokkuð óljós að efni til. 1.4 Réttlæting verknaðar og réttaráhrif Hinar sérstöku refsileysisástæður varða hver um sig tiltekna brotategund, t.d. tekur 2. málsl. 2. mgr. 218. gr. b einungis til 217. gr. hgl. YFIRLIT YFIR HLUTRÆNAR REFSILEYSISÁSTÆÐUR Þessi ákvæði eru ekki ætíð svo vönduð og þaulhugsuð lagasmíð sem æskilegt væri, og yfirsýn er ekki svo glögg sem skyldi yfir þau atriði, sem þeim er ætlað að taka til. 19 Sjá til hliðsjónar Jan Pedersen: Skatte- og afgiftsstrafferet (1996), bls. 255-256. Skilin á milli refsiverðra og refsilausra verka vegna þvingunar eru þó engan veginn skýr. 60 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 146-148. Í umfjölluninni hér að framan um orsakasamband og sennilega afleiðingu hefur verið miðað við tjónsbrot, þar sem þessi réttaratriði hafa langmesta þýðingu um þau. Í dliðnum er lýst samblandi af neyðarrétti og ýtrustu nauðung, enda tekið þar fram, að yfirvofandi hætta geti annaðhvort stafað frá öðrum mönnum eða af öðrum ástæðum, sem ekki voru á valdi viðkomandi (geranda). 2.3.3 Refsingar og refsikennd viðurlög 32 Allítarlega er fjallað um þetta efni hjá Jónatan Þórmundssyni: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 38-40. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt er refsivert, ef skattskyldur maður afhendir eigi á lögmæltum tíma virðisaukaskattsskýrslu eða virðisaukaskatt, sem hann hefur innheimt eða honum bar að innheimta. En ólögfestar reglur eru einnig til varðandi lögmæta réttarvörslu einstaklinga (einkaréttarvörslu). Í þessu tilviki strandar athafnaskyldan ekki á ómöguleika, heldur á hættu, sem geranda eða öðrum mundi stafa af framkvæmd hennar. Allar slíkar reglur hafa að geyma ákveðin almenn efnisatriði, sem m.a. marka skilyrði refsileysis hverju sinni. 59 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 148. Þess er þó að gæta, að efnisatriði þessara reglna og skilyrði refsileysis verða að liggja nægilega ljós fyrir, til þess að sýkna verði á þeim byggð. Opinber réttarvarsla felst m.a. í því að hefta frelsi manna eða láta þá sæta ýmiss konar rannsóknaraðgerðum samkvæmt lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og lögum nr. 96/2002 um útlendinga. 4.2 Tæmandi listi og réttaráhrif Í 13. gr. hgl. um neyðarrétt er ströng regla um verulegan verðmætamismun, en í 12. gr. hgl. um neyðarvörn er slakað mjög á þeirri kröfu, einkum við ýtrustu neyðarvörn. Einnig má orða það svo, að athöfn geti talist ólögmæt, ef hún er óforsvaranleg frá sjónarmiði hins gegna og skynsama manns (bonus pater familias) við tilteknar aðstæður, þ.e. almennt eða á því athafnasviði, sem um er að ræða hverju sinni. 56 Til hliðsjónar ber að hafa 13. gr. læknalaga nr. 53/1988 um skyldu læknis, sé hann nærstaddur eða sé til hans leitað, að veita fyrstu nauðsynlega læknishjálp í skyndilegum sjúkdóms- eða slysatilfellum, nema þeim mun alvarlegri forföll hamli. Öðru máli gegnir þar um huglæga refsileysisástæðu eins og sakhæfisskort. Hinar ólögfestu réttarreglur kunna að byggjast beint eða óbeint á settum lögum, t.d. opinber réttarvarsla. 55 Ólögfestar refsileysisástæður eru tvenns konar, annars vegar fólgnar í sjálfstæðum réttarreglum og hins vegar leiddar af einstökum refsiákvæðum laga með lögskýringu. 66 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 116 og 120. Það er því fortakslaust refsiskilyrði, að ólögmætur verknaður sé refsinæmur og að refsinæmur verknaður sé einnig ólögmætur. Sú óskráða regla, sem hér er til umræðu, lýtur að hagsmunavali geranda, þegar hann stendur frammi fyrir tveimur eða fleiri athafnaskyldum (athafnaleysisskyldum) samtímis og þær fá ekki samrýmst, t.d. björgunarskyldur, en ógerlegt reynist að sinna þeim báðum (öllum). Athöfn er ólögmæt samkvæmt þessu, ef hún er of hættuleg miðað við notagildi hennar. Leggja má að jöfnu sakhæfi sem beint huglægt refsiskilyrði og sakhæfisskort sem huglæga refsileysisástæðu. Þetta skal nú skýrt nánar með dæmum. Á slíkt dómstólamat reynir fyrst og fremst, þegar ólögfestar refsileysisástæður eiga í hlut, svo sem óbeðinn erindrekstur, eða þá að (þrengjandi) lögskýring á refsiákvæðum leiðir til sömu niðurstöðu. 9 Til kasta hagsmunamats kemur fyrst og fremst, þegar leysa þarf hagsmunaárekstra. 2.2.3 Verknaðarstundin sker úr 2.4.1 Hlutrænar og huglægar refsileysisástæður SAMANBURÐUR VIÐ REFSILOKAÁSTÆÐUR Þessum réttlætingarástæðum er sumum lýst í almennum lagaákvæðum eða í ákvæðum um einstakar brotategundir, en aðrar eru ólögfestar að mestu leyti eða öllu. Þessum flokkunarlið eru ýmis takmörk sett. Slík háttsemi er réttarbrot (lögbrot) og getur orðið tilefni ýmiss konar réttarúrræða, annarra en refsingar, af hálfu þeirra sem telja rétti sínum ógnað eða raskað, svo sem í formi skaðabótakröfu, vanefndaúrræða, stjórnsýsluúrræða, lögbanns eða endurheimtu verðmæta. 2 Segja má, að hugtakið ólögmæti sé notað í formmerkingu, þegar það er skilgreint eins og gert var hér að framan. Réttaráhrif yrðu þau sömu og af fullkominni (mekaniskri) þvingun, þ.e. refsileysi og sýkna. 2 Ef verknaður telst pútatívt brot vegna villu um tilvist refsileysisástæðu, getur maður orðið refsiábyrgur, ef verknaðurinn er bæði refsinæmur og saknæmur, en lögmætur hlutrænt séð, eins og á stóð. Með beinni (jákvæðri) hugtaksákvörðun er átt við ólögmæti í efnismerkingu, þ.e. að verknaður brjóti gegn almennum lögmálum um skilin milli þess, sem er lögmætt eða ólögmætt, án tillits til einstakra lagaákvæða og þó einkum, ef þeirra nýtur alls ekki. Samkvæmt henni er ónothæf tilraun móður til fóstureyðingar refsilaus. 16 Dæmið snýst við, ef ómöguleiki er hugrænn í eðli sínu fremur en hlutrænn. Í öðru lagi getur verið fræðilegur ágreiningur um skyldleika eða hlutverk refsileysisástæðna, t.d. um það álitaefni, hvort óbeðinn erindrekstur sé fremur tengdur neyðarrétti en samþykki brotaþola. Reglan kveður ekki á um fyrirvaralausa athafnaskyldu. 11 Í 12. gr. er einungis lögfest almenn og sveigjanleg regla um forsvaranlegt samræmi eða eðlilegt hlutfall milli árásar og nauðsynlegra varnaraðgerða. Huglægar ástæður mætti hér nefna vítaleysisástæður. Orðalag þeirra kann að benda til, að eitthvað hafi skort á lágmarksinntak frumverknaðar (sjálfráð líkamleg hreyfing). Athyglisverð þróun hefur orðið á þessu sama atriði í dönskum rétti varðandi refsileysisáhrif samþykkis. Réttaráhrifin eru þó yfirleitt þau sömu, hvert sem hlutverk ómöguleikans er, þ.e. sýkna. Hvorki orðalag 6. tl. 41 Skilin á milli fullkominnar (mekaniskrar) þvingunar annars vegar og sálrænnar þvingunar hins vegar eru ekki eins skýr og ætla mætti. 7 Um þennan samanburð má m.a vísa í tvo sérfræðinga um þýskan og bandarískan rétt, þá Albin Eser og George P. Fletcher: Rechtfertigung und Entschuldigung/Justification and Excuse I (1987), bls. 1-13. Jónatan Þórmundsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. 36 Nánar Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 156 og 160. Mikilvægasta undantekningin er hin lögfesta heimild í 2. málsl. 2. mgr. 218. gr. b (áður 218. gr. a). Öðru máli gegnir um huglæga refsileysisástæðu, t.d. sakhæfisskort. Þetta ákvæði varðar samþykki brotaþola til minni háttar líkamsárásar, en engin almenn heimild er í lögunum fyrir samþykki sem refsileysisástæðu. Samkvæmt fyrirmælum um framkvæmd starfa hans bar honum að vísu að leggja fyrir flugvélina Geysi að hækka flug sitt, fyrr en hann gerði. Engum er skylt að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska við að sinna slíkri athafnaskyldu. Verulegar líkur voru taldar á, að þeir hefðu allir dáið hungurdauða, ef ekki hefði komið til þessa voðaverks. En ef óðr maðr særir mann, þá skal arfi uppi láta vera sárbætr ok læknisfé af fé hins óða…“. Lögfest regla var í hegningarlögunum dönsku, hliðstæð ákvæðinu í 2. málsl. 2. mgr. 218. gr. b hgl. Samkvæmt þessum staflið lýsir dómari mál niður fallið, ef ákærandi afturkallar ákæru, áður en dómur gengur, t.d. ef viðkomandi refsiákvæði er numið úr gildi. Hvað sem þessum tengslum líður, þarf eðli brots samt að vera með þeim hætti, að uppfyllt séu refsileysisskilyrði settra laga eða annarra réttarreglna. Það er síðan hlutverk dómstóla að staðreyna mörkin nánar eftir því, hvers eðlis athöfn er, þ.e. hvort hún er í eðli sínu svo hættuleg eða skaðleg, að hún fari út fyrir eðlileg mörk athafnafrelsis í þjóðfélaginu. Erfitt er raunar að tiltaka hlutrænar ástæður, er geti réttlætt alvarleg afbrot eins og manndráp af ásetningi eða landráð. Í máli þessu var atvikum svo háttað, að ákærður var 17 ára skipverji á strandferðaskipinu Nerma. Meðal lögfestra reglna af þessu tagi eru 12. og 13. gr. um neyðarvörn og neyðarrétt, sem áður er getið, og enn fremur handtökuheimild einstaklinga samkvæmt 2. mgr. 97. gr. laga nr. 19/1991. 29 Afleiðingarnar geta engu að síður skipt máli um ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga, t.d. um skaðabótaábyrgð. 59 Erfitt er að átta sig á, hvaða gildi slík regla hefur, enda er 13. gr. mjög víðtæk að efni og orðalagi. Öðru máli gegnir um þau refsiákvæði í hegningarlögum, sem sjaldan reynir á, og þá ekki síður ákvæði sérrefsilaga. Í niðurstöðu dómsins segir m.a.: „… en samkvæmt grunnreglum 8. kapítula Mannhelgisbálks Jónsbókar leysir það hann eigi undan ábyrgð, þótt hann hefði verið ósakhæfur.“ Aðstæður kunna líka að vera með þeim hætti, að ytri óviðráðanleg atvik af náttúrunnar völdum útiloki refsiábyrgð að hluta, þótt gerandi verði ábyrgur að öðru leyti. 72 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 163. Áðurnefnt hagsmunamat norrænu ólögmætiskenningarinnar kann að veita nokkra leiðbeiningu við ákvörðun þess, hvort einhver réttlætingarástæða geri refsinæman verknað lögmætan og refsilausan, eins og atvikum er háttað hverju sinni. Sú lögskýring, einkum þrengjandi lögskýring, getur leitt til þess, að refsinæmt verk unnið við mjög óvenjulegar aðstæður sé virt lögmætt og refsilaust, eins og á stóð í umrætt sinn. 1.7 Afstaða löggjafans til lögfestingar á ólögmætisskilyrðinu Þættir úr refsirétti II. 2. útg. aukin (fjölr.) Ómöguleiki lýtur þá ekki að lágmarksinntaki frumverknaðar og er ekki heldur refsileysisástæða. Hinir farþegarnir, auk ökumannsins, slösuðust allir meira eða minna. 4.2 Tæmandi listi og réttaráhrif 54 Þessi heimild telst naumast vera neyðarréttarheimild, sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 146-147. Hún gerir ráð fyrir, að ólögmætisskilyrðið þurfi að staðreyna í hverju máli samhliða refsinæmisskilyrðinu eða á undan því. Þessi dómur sýnir, að ákærði hafði með vanrækslu á undirbúningsstigi veiðiferðar (af gáleysi eða ásetningi) komið sér í ómöguleika, sem hann hlaut að verða refsiábyrgur fyrir. Hann er þá nánast verkfæri eða fórnarlamb þess, sem þvingun beitir. 68 Ólafur Lárusson: Eignaréttur I (1950), bls. 178-179. Séu engin slík atvik eða aðstæður fyrir hendi og verknaður því ólögmætur, hefur ólögmætisskilyrðið þar með verið staðreynt „á neikvæðan hátt“ með formgreiningu. Sérstætt álitaefni varðandi ómöguleika tengist vanskilum vörsluskatta. Þetta gildir, hvort sem réttlætingarástæður eru lögfestar eða ólögfestar. Það er ekki nægilegt að rekja og staðreyna orsakasamband frumverknaðar og afleiðingar eftir hlutrænum reynslulögmálum, með stoð í rökfræðilegum ályktunum og reynslubundnum þekkingarniðurstöðum. En eftir stendur þá spurningin um, hvernig matið á tilvist fyrrgreindra réttarreglna eða efnisreglna byggðra á lögskýringu fari fram. Verknaður telst refsilaus að því marki sem viðkomandi réttlætingar- eða vítaleysisástæða nær til hans, og er þá skylt að sýkna af refsikröfu í dómsmáli. Þetta er enn fremur eina dæmið í íslenskri löggjöf um refsileysi ónothæfrar tilraunar, sbr. Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 118 og 124. 2.2.4 Refsiábyrgð stofnast ekki Skipstjóri var ákærður fyrir fiskveiðibrot með því að hafa lagt úr höfn til fiskveiða á fiskiskipi, sem hafði leyfi til veiða með dagatakmörkunum, án þess að tilkynna Fiskistofu um upphaf veiðiferðar sinnar. Annars konar orsakatengsl koma einnig við sögu í refsirétti, einkum tengslin milli andlegrar vanheilsu (vanþroska) og refsiverðs verknaðar við ákvörðun dómstóla um geðrænt sakhæfi eða sakhæfisskort, sbr. 15. gr. hgl. Refsibrottfall kemur naumast til greina um brot gegn 211. gr. hgl. með 5 ára refsilágmark. 2.5 Tengsl refsiskilyrða og refsileysisástæðna 69 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 163. 48 Ef læknir tekur fót af manni til þess að bjarga lífi hans, mætti hugsanlega flokka þá athöfn hans undir refsinæma líkamsárás eða líkamsmeiðingu, sem réttlætist af markmiðinu (neyðarhjálp). Ákvæðið heimilar refsilækkun niður úr viðkomandi refsilágmarki og allt niður í lægstu lögleyfðu refsingu (lágmarksfésekt). 3.2 Flokkun eftir hlutverki og skyldleika Þeim, sem að kemur, kann að vera ókleift að veita slíka aðstoð, t.d. af því að hann rekur sig á hindrun, sem hann getur ekki yfirunnið og á þess ekki kost að kalla á hjálp annarra. Má um það vísa til þess, er áður segir. 53 Fullkomið rænuleysi vegna neyslu áfengis eða annarra vímuefna getur verið sýknugrundvöllur, að ströngum skilyrðum uppfylltum, sbr. nánar Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 84 og 87. Ástæður slíkrar afstöðu geta verið margvíslegar og ekki takmarkaðar við persónulegar aðstæður þolandans, þar sem tengsl hans við geranda kunna að ráða mestu um afstöðu hans (sifjatengsl, vinátta o.fl.). Í skilgreiningunni felast eftirtalin atriði, sem í meginatriðum eru sameiginleg fyrir jafnt hlutrænar sem huglægar refsileysisástæður. Den danske Kriminalret, Alm. del. 1.6 Þáttur ólögmætis í reglum um orsakasamband og sennilega afleiðingu Hann lýtur að lögskýringu einstakra refsiákvæða, er lýsa tilteknum brotategundum. Af fyrrgreindum framburði ákærða fyrir héraðsdómi er ljóst, að hann ákvað, að [H] léti hjá líða að standa á réttum tíma skil á umræddum gjöldum í ríkissjóð. Á hinn bóginn er til þess ætlast í 132. gr. a-lið laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, að sökin gangi ekki alla leið til dóms, þegar sérstaklega stendur á. 37 Hvað sem því líður, gera lög alls staðar ráð fyrir ýmsum mildunarúrræðum, þegar slíkar ofurmannlegar raunir kalla á sanngirnislausn. 63 Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 144. Þess vegna hefur mótast lögfræðileg og matskennd takmörkunarregla tengd ólögmætisskilyrðinu. 2.4.3 Lögfestar og ólögfestar refsileysisástæður Óskráðar heimildir eru oftast taldar fullnægjandi, hafi ákveðnar reglur mótast í framkvæmd eða fyrir venju og þær eru sökuðum mönnum til hagsbóta. Refsileysisástæður eru sérstök atvik eða aðstæður, sem eru fyrir hendi, þegar refsinæmur og saknæmur verknaður er framinn, og leiða til þess, að refsiábyrgð stofnast ekki eins og á stendur. 1.8.1 Yfirþyrmandi aflvaki verknaðar 8 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 160-162. Í vafatilvikum verður að vega og meta mismunandi sjónarmið, annars vegar þarfir borgaranna og kröfur þeirra um svigrúm til athafna (eða athafnaleysis) og hins vegar öryggi ýmiss konar réttargæða í þjóðfélaginu. Hlutrænar ástæður: 12. gr., 13. gr., 14. gr.,52 126. gr., 127. gr., 169. gr., 1. mgr. i.f. 216. gr., 2. málsl. 2. mgr. 218. gr. b og 1. mgr. 221. gr. hgl. Í flokkunarliðunum tveimur á undan eru eingöngu tilgreindar lögfestar heimildir í hegningarlögum. Þegar atvik að slysinu eru virt í heild, verður að telja sannað, að hann hafi að nokkru vanmetið þá erfiðleika, sem við var að etja á slysstað, og ekið án nægilegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður. 1. mgr. 74. gr. hgl. né athugasemdir greinargerðar útiloka refsileysi vegna þvingunar af þessu tagi. Í fyrsta lagi verða refsilokaástæður að eiga sér lagastoð eða styðjast við eðlisnauðsyn. Í þessu sambandi eru hér raktir í stuttu máli tveir danskir dómar frá árunum 1947 og 1992. 2.4.3 Lögfestar og ólögfestar refsileysisástæður 64 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 166-168. Í erlendum málum er yfirleitt notað hugtakið adekvans í mismunandi orðmyndum. Verknaður þriðja manns væri þá algjörlega sjálfstætt brot, ef öll refsiskilyrði eru fyrir hendi. Samkvæmt 13. gr. hgl. er það eitt af meginskilyrðum neyðarréttar sem refsileysisástæðu, að hagsmunamat eigi sér stað og að verulegur munur sé á verðmæti þeirra hagsmuna, sem eru í yfirvofandi hættu, og hinna, sem skertir eru. Þannig leysir t.d. samþykki brotaþola ekki undan refsiábyrgð fyrir svo alvarlegt brot. Yfirleitt hafa þessir einstaklingar talið líf sitt og annarra liggja við, að þeir hlýddu skipunum. Hin sérstöku atvik eða aðstæður við verknaðinn leiða til þess, að eitthvert refsiskilyrðanna skortir frá upphafi verknaðar, yfirleitt annaðhvort ólögmæti eða sakhæfi, þannig að refsiábyrgð stofnast alls ekki. 27 Ármann Snævarr: „Orsakatengsl og skaðvæni atferlis.“ Úr sakarefninu var leyst á þeim grundvelli, að gerandi hefði ekki haft ásetning með „en sådan karakter af frivillighed“, að hann gæti talist refsiábyrgur. Sé háttsemin refsinæm, telst hún ólögmæt þegar af þeirri ástæðu, nema einhverjar réttarreglur4 séu fyrir hendi, sem gera hinn refsinæma verknað lögmætan, eins og á stendur. 40 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum (1992), bls. 261; sami: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 33 og 39. Það getur reyndar verið nokkurt matsatriði í einstökum tilvikum, hvort eðlilegt sé að telja verknað refsinæman, en lögmætan vegna tiltekinnar refsileysisástæðu, eða líta svo á, að verknaðurinn falli alls ekki undir refsiákvæði og sé því ekki refsinæmur. Þegar svo hagar til, er ekki uppfyllt það skilyrði frumverknaðar, að ytri líkamleg hreyfing þurfi að vera manni sjálfráð (athöfn) eða möguleg (athafnaleysi). Leiddi þetta til þess, þegar vindhviða skall á bifreiðinni í Hofgili, að hún lenti þar út af veginum og valt. 2.3.3 Refsingar og refsikennd viðurlög 44 Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 133. Refsilokaástæður eru um margt ólíkar refsileysisástæðum. Grundvallaratriði refsiverðs athafnaleysis, sem frumverknaðar í lagaskilningi, er að þeim manni, sem lagaskylda til athafnar hvílir á, sé kleift að inna hana af hendi. Flokkunin hér lýtur annars vegar að efnisgrundvelli verknaðar, þ.e. hvort ólögmætisskilyrði refsiábyrgðar sé fullnægt (hlutrænar refsileysisástæður), og hins vegar að geðrænu hæfi sakbornings eða eftir atvikum að tiltekinni huglægri afstöðu hans til verknaðar (huglægar refsileysisástæður). 2.4.2 Almennar og sérstakar refsileysisástæður Tvö atriði skulu hér gerð að umtalsefni. 49 Í ensku lagamáli og einnig í alþjóðlegum refsirétti er gerður munur á hugtökunum justifications og excuses, sjá Antonio Cassese: International Criminal Law (2003), bls. 219-230. Skal nú vikið að því athugunarefni nokkrum orðum. 39 Fullkomna þvingun ber að skilja svo, að hreyfingum og athöfnum geranda sé stjórnað af öðrum manni (mönnum) gegn vilja hans, t.d. ef hendi hans er stýrt við falsaða undirritun skjals. Samkvæmt þessu hefur ákærði brotið gegn 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr., sbr. h-lið 2. mgr., 36. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sem ákæra miðar við, og unnið til refsingar samkvæmt 1. mgr. 100. gr. sömu laga. Hvatamennska er ein tegund hlutdeildar og fellur undir 22. gr. hgl. Í fyrirvaranum felst óbein tilvísun í einhver efnisatriði eins og eignaraðild eða afnotarétt. 12 Sé farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar eða leyfilegs neyðarréttar, án þess samt að nokkuð skorti á grundvallarskilyrðin, er heimilt að færa refsingu niður úr viðkomandi refsilágmarki eða láta hana falla niður að öllu leyti, sjá 1. tl. Margvíslegar ástæður kunna að vera til þess, að ekki þyki fært eða nauðsynlegt að tilgreina ólögmætisskilyrðið í refsiákvæðum laga. Í þessu tilviki skortir einfaldlega refsigrundvöll vegna ómöguleikans; athafnaleysið er ekki refsinæmt sem slíkt. Ákvæði þetta felur í sér hlutlæga ábyrgð samkvæmt skaðabótarétti og er talið samrýmast ríkjandi skoðunum um, að eðlilegra sé, að áhætta af gerðum andlega vanheils manns hvíli á honum frekar en þeim, sem orðið hefur fyrir tjóni af hans völdum. Vandkvæði eru á að tiltaka refsileysisástæðurnar, svo að tæmandi sé. Hann hafði rökstudda ástæðu til að óttast um líf sitt, ef hann hefði skorist úr leik. 2.3 Samanburður á hlutrænum og huglægum refsileysisástæðum Sé slík réttlætingarástæða fyrir hendi, hefur hún réttaráhrif sem hlutræn refsileysisástæða og leiðir til sýknu af ákæru, ef á reynir. 15 Nánar verður vikið að ómöguleika sem hlutrænni refsileysisástæðu í 3. kafla ritgerðarinnar. Um þetta má vísa í dóm Hæstaréttar frá 1997. Réttarhugtakið ómöguleiki er margrætt og margslungið fyrirbæri, með rætur í sjálfu afbrotahugtakinu, en getur auk þess við sérstakar aðstæður tengst hinum „ytri“ refsiskilyrðum og refsileysisástæðum. Með sanngirni er ekki átt við, að dómstólar sýkni í tilteknu máli vegna samúðar í garð þess sakbornings, sem hlut á að máli. Almennar ástæður: 12. gr., 13. gr., 14. gr., 15. gr. og 17. gr. hgl. Hugleiða má, hvort neyðarréttur eða mjög alvarleg sálræn þvingun geti réttlætt óverulegt liðsinni við landráðabrot, ef hinn brotlegi á yfir höfði sér líflátshótun að öðrum kosti, sjá hér að framan um ýtrustu nauðung. En eðlilegri niðurstaða er, að athöfn læknisins falli alls ekki undir ákvæðin um líkamsmeiðingar. Hann virðist með tilvísun í fyrrnefnt rit Hurwitz taka undir fræðilega afstöðu læriföður síns, nokkuð hikandi þó, og vísar jafnframt í þýsk fræðiskrif, þar sem sýknuhugmyndinni er hafnað, sbr. Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 132-133. 74 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 243-245. Með samsvarandi hætti er það lýst refsivert í 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, ef launagreiðandi innir ekki af hendi þær greiðslur vegna launamanna, sem hann hefur haldið eftir eða honum bar að halda eftir. 18 Í raun virðist skattskyldur maður oftast standa frammi fyrir einhverju vali um ráðstöfun fjárins og hvaða greiðslur eru látnar sitja á hakanum. Var það því á hans ábyrgð að ásetja sér að halda úr höfn án þess að fullnægja þessari skýlausu skyldu sinni og stoðar ákærða ekki að bera fyrir sig að þetta hafi verið honum ómögulegt.“ 1.8 Réttaratriði á mörkum refsiábyrgðar og refsiákvörðunar Auk þess mátti ráða af læknisumsögn í máli þessu, að ákærði kynni að hafa verið geðveikur á verknaðarstund. 3.3 Einstaklegur eða almennur mælikvarði 3.2 Flokkun eftir hlutverki og skyldleika 74 Refsileysisástæður leiddar af einstökum refsiákvæðum með lögskýringu verða auðvitað ekki tæmandi taldar. Skilgreining hugtaksins áskilur, að á verknaðarstund séu fyrir hendi einhver þau atvik eða aðstæður, sem réttlæta verknaðinn eða útiloka ábyrgð með öðrum hætti. Annar kostur er að líta svo á, að ómöguleiki leiði til sömu niðurstöðu, sjá nánar lið 1.5. 62 Óvíst er, að slík almenn viðhorf verði flokkuð undir viðurkennda réttarheimild. Honum var lofað 25.000 bandaríkjadölum fyrir þátttöku sína. Auk þess má nefna neyðarhjálp og óbeðinn erindrekstur, sem fela í sér hagsmunagæslu fyrir annan mann, án þess að hún þurfi að vera til hagsbóta fyrir geranda sjálfan. Oftast er notað um það þýska hugtakið Nichtzumutbarkeit. Jónatan Þórmundsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Oftast hagar þannig til, að gerendur treysta sér ekki til eða þora ekki að ganga gegn þvinguninni, þótt það væri út af fyrir sig gerlegt. Í flestum tilvikum á hið sama við um önnur refsikennd viðurlög, þeim verður ekki beitt, ef hlutræn refsileysisástæða er fyrir hendi. Beiting hlutrænna refsileysisástæðna, t.d. neyðarvarnar, skapar yfirleitt ekki bótarétt, nema þá hugsanlega fyrir þriðja mann, sem verður fyrir tjóni af neyðarvarnarverki, á grundvelli reglna um neyðarrétt. Af hegningarlagaákvæðum má nefna 1. mgr. 221. gr. um réttlætanlegt athafnaleysi, sem er sýknuástæða að öllum skilyrðum ákvæðisins uppfylltum. Höfundur nefnir slíka fyrirvara sem lögfestar leiðbeiningar um þrengjandi lögskýringu. Í þriðja lagi mætti við ákvörðun refsingar styðjast við 75. gr. hgl., einkum síðari efnislið ákvæðisins: „… verknaðurinn verður ekki talinn líkt því eins refsiverður og venjulegt er um samskonar brot.“ Rechtfertigung und Entschuldigung/Justification and Excuse I. Freiburg i. Nauðung táknar hér, að maður vinnur refsivert verk eða lætur ógert að vinna lögskylt verk vegna utanaðkomandi þvingunar, oftast af mannavöldum. Í flokkunaryfirlitinu að framan lýtur umfjöllunin að sjálfstæðum réttarreglum, sem fela í sér hlutrænar refsileysisástæður, jafnt lögfestar sem ólögfestar. Slíkur almennur sanngirnis- eða réttlætismælikvarði ætti að útiloka refsiábyrgð vegna fjarlægra og ófyrirsjáanlegra afleiðinga. Á þeim tíma er mál þetta var rekið fyrir dómstólum voru ákæruhættir aðrir en síðar varð með lögum nr. 27/1951, um meðferð opinberra mála. Þjóðfélagslegt hagsmunamat liggur að baki nokkrum hinna hlutrænu refsileysisástæðna. Ákærðu voru því dæmdir til dauða fyrir manndráp, en í kjölfarið voru þeir náðaðir eftir 6 mánaða fangelsisvist. 18 Danskir fræðimenn hafa fjallað nokkuð um efnið, sjá Gorm Toftegaard Nielsen: Strafferet I. Ansvaret (2001), bls. 118-119; Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 131. 22 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 13-83. Sem dæmi má nefna annars vegar 12. gr. 1. og 2. mgr. um neyðarvörn, sem eru einu refsileysisreglurnar um það efni, og svo hins vegar 17. gr. varðandi fullkomið rænuleysi, þar sem refsileysi eru sett mjög ströng skilyrði. 2.2.5 Refsileysi og sýkna Höfundar hegningarlaganna gerðu ráð fyrir, að slík lögfesting væri erfið, sjá athugasemdir greinargerðar með II. kafla laganna:31 „Objectívu skilyrðin fyrir því, að refsingu skuli beitt – þ.e. hvort fyrir liggi ólögmætt verk, sem refsing er lögð við í lögum, svo og eftir hverju skuli farið við mat á því, hvort verk sé objectívt ólögmætt – eru þannig löguð, að ekki þykir fært að setja um þau bein lagafyrirmæli.“ Ef hlutræn refsileysisástæða er fyrir hendi, verður hvorki beitt refsingum né öðrum refsikenndum viðurlögum, m.a. eftir VII. kafla hegningarlaga. Flugumferðarstjóri var ákærður fyrir brot á loftferðalögum nr. 32/1929 og flugsamgöngureglum. Ákærði bar því við, að sér hefði verið ómögulegt að tilkynna Fiskistofu um upphaf veiðiferðarinnar, þar sem ekki hefði reynst unnt að ná símasambandi frá þeim stað, þar sem hann lagði úr höfn. Í athugasemdum greinargerðar við nefnda 12. gr. var hin ólögfesta regla talin styðjast við almenn viðhorf í refsirétti. 35 Í máli þessu var sannað, að ákærðu hefðu drepið léttadreng og lagt sér hann til munns, þegar þeir höfðu verið á reki í björgunarbáti matar- og vatnslausir í 8 daga. Þessi mælikvarði er miðaður við erfiðar aðstæður, þar sem þess verður ekki með sanngirni krafist, að einstaklingur í miklum þrengingum hlíti ýtrustu boðum og bönnum laga. Hins vegar gæti verið tilefni til þess í skaðabótamáli. 2.2 Almenn og sameiginleg einkenni refsileysisástæðna Enda þótt regla 13. gr. um verulegan verðmætamismun sé skýr og ákveðin, er hún þó í raun aðeins almenn grundvallarregla til leiðbeiningar fyrir dómstóla, en leysir ekki úr álitaefnum í einstökum málum. Neyðarvarnarheimildir 12. gr. hgl. byggjast m.a. á sjálfsbjargarviðleitni þess, er neyðarvarnarverk vinnur, sjálfum sér til varnar eða nánum vandamönnum gegn ólögmætri árás. Úr sérrefsilögum má taka sem dæmi 8. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 um neyðarakstur og 9.-10. gr. laga nr. 25/1975 um nauðsynlegar eða óhjákvæmilegar fóstureyðingar. 2.4.2 Almennar og sérstakar refsileysisástæður Athygli er vakin á því, að í sjálfum lagatextanum eru umrædd refsileysistilvik ekki bundin við fullkomna (mekaniska) þvingun. Neyðarhjálp er ólögfest refsileysisregla, sem er grundvölluð á eðli máls, en styðst einnig við 13. gr. læknalaga nr. 53/1988 um hjálparskyldu lækna í neyðartilfellum. Í framhaldi af ofanrituðu vakna ýmsar áleitnar spurningar um áhrif hagsmunamats á réttlætingu og refsileysi verknaðar: a) Þarfnast allar réttlætingarástæður hagsmunamats? Skal senda hana í gegnum Símakrók, sjálfvirkan þjónustusíma Fiskistofu. 1. mgr. og 2. mgr. 74. gr. hgl. b) Hvers konar niðurstaða af hagsmunamati nægir til að réttlæta tiltekinn verknað? Niðurstaða dómstóla og skattyfirvalda (yfirskattanefndar) hefur verið á sama veg, þótt hin huglæga afstaða hafi ekki komið jafnafdráttarlaust fram og í málinu frá 1997. Einungis tvær hinna almennu hlutrænu refsileysisástæðna eiga sér stoð í settum lögum, neyðarvörn í 12. gr. hgl. og neyðarréttur í 13. gr. hgl.58 Sá er munur á þessum heimildum, að ákvæði 12. gr. (1. og 2. mgr.) er eini réttargrundvöllur neyðarvarnar, en 13. gr. er að vísu langmikilvægasta almenna neyðarréttarheimildin, en ekki eina heimildin. Á það getur einnig reynt á öðrum réttarsviðum, hvaða áhrif afstæður ómöguleiki hefur á refsiábyrgð, þegar sakborningur hefur t.d. sýnt af sér gáleysi á einhverju undirbúningsstigi í atburðarás, sem gerir honum ókleift að fullnægja lagaskyldu sinni, þegar á reynir. Athuga verður hverju sinni, a.m.k. ef sérstakar ástæður gefa tilefni til þess, hvort einhver atvik eða aðstæður hafi verið fyrir hendi á verknaðarstund, sem kunni að hafa áhrif á lögmætismatið, á grundvelli sjálfstæðra réttarreglna eða efnisreglu, sem leidd verður af viðkomandi refsiákvæði með lögskýringu. 11 Sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 131-132 og 142. Þessum mælikvarða má ekki rugla saman við huglæga afstöðu geranda til verknaðar hverju sinni. c) Að hvaða marki felst lögbundið hagsmunamat í einstökum lögfestum réttlætingar- og refsileysisástæðum, og geta dómstólar komið við frekara mati? Almennu heimildirnar hafa á hinn bóginn mismunandi vítt gildissvið samkvæmt orðalagi sínu og réttarframkvæmd. Hlutrænar refsileysisástæður styðjast fyrst og fremst við sjálfstæðar og skilgreinanlegar réttarreglur, lögfestar og ólögfestar, sem út af fyrir sig ætti að mega tilgreina nokkurn veginn tæmandi. Á milli þessara ystu marka grófleikastigans eru ýmis dæmi um refsiákvæði, þar sem eðlilegt hefur þótt eða nauðsynlegt að tilgreina ólögmætisskilyrði í lagatextanum. Því er gjarna haldið fram, að refsileysisástæður verði ekki tæmandi taldar, en það er orðum aukið. Í niðurstöðum Hæstaréttar segir m.a.: „Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi var ákærði meðal annars spurður um, hver hefði tekið ákvörðun um að standa ekki skil á þeim virðisaukaskatti, sem félagið innheimti og hér um ræðir. Í því efni skilur á milli hlutrænna og huglægra refsileysisástæðna, eins og nánar er skýrt í næsta efnislið. Eignaréttur I. Rvík. Þær eru af ýmsum toga og teljast ekki allar til eiginlegra neyðarréttarheimilda, þó að neyðarréttarsjónarmið liggi til grundvallar. 38 Hlutverk ákvæðisins er að heimila refsilækkun, ef maður er beittur þvingun til að fremja brot, en síðan er bætt við orðunum: „… en þvinguninni er þó ekki þannig varið, að hún geri verknað hans að öllu leyti refsilausan.“ Við hefðbundna tilhögun refsiábyrgðar er saknæmi slíkt grundvallarskilyrði ábyrgðar eins og refsinæmi, að vöntun þess telst ekki aðeins refsileysisástæða, heldur er sjálfum refsigrundvellinum kippt burtu. 1. mgr. og 2. mgr. 74. gr. hgl. (heimildir til refsilækkunar eða refsibrottfalls). Pedersen, Jan. Skatte- og afgiftsstrafferet. 56 Ólögfestar refsileysisástæður eru yfirleitt hlutrænar í eðli sínu fremur en huglægar, en þær geta verið hvort sem er almennar ástæður eða sérstakar. Af túlkun þeirra og framkvæmd má því stundum leiða almennar eða sérstakar ástæður, er þykja réttlæta háttsemina við tilteknar aðstæður. Í slíkum tilvikum kann að vera haldið uppi þeirri vörn, að ekkert fé hafi verið til í rekstri félags til þess að uppfylla nefnda lagaskyldu og því hafi ómöguleiki hamlað. Þá stendur svo á, að verknaður samrýmist brotalýsingu refsiákvæðis á ytra borði, en kann þó að vera lögmætur og refsilaus af ástæðum, sem refsiákvæðið tilgreinir ekki sjálft. Þar kemur til kasta dómstóla hverju sinni að leggja heildarmat á aðstæður og mikilvægi (verðmæti) þeirra hagsmuna, sem í húfi eru. 2.1 Réttargrundvöllur, hlutverk og eðlisnauðsyn Hann var sýknaður á báðum dómstigum, sbr. eftirfarandi niðurstöðu Hæstaréttar: „Ákærði [A] var flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, þegar slysið varð. Ómöguleiki tengdur saknæmi með þeim hætti, sem lýst var hér að framan varðandi refsinæm skattavanskil, er í eðli sínu nokkurs konar afstæður ómöguleiki, sem nægir sjaldnast til refsileysis. 1.8 Réttaratriði á mörkum refsiábyrgðar og refsiákvörðunar 29 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 74. 51 Arnljótur Björnsson: Skaðabótaréttur (1999), bls. 87. Hér verður fyrst og fremst fjallað um þau atvik eða aðstæður, sem réttlæta refsinæman verknað og falla því undir hlutrænar refsileysisástæður. 3.1 Helstu hlutrænu ástæðurnar og réttargrundvöllur þeirra Sami fyrirvari er gerður og í lið 2.4.1, að eingöngu er hér fjallað um sjálfstæðar réttarreglur, sem eru lögfestar í almennum hegningarlögum. Allar þessar reglur leiða þó eða geta leitt til sýknu, ef á reynir. Niðurstöður þessara dóma sýna, hversu vandmeðfarin og torleyst þessi álitaefni eru fyrir dómstólum. Eðlilegt er og alsiða í refsirétti að gera greinarmun annars vegar á refsiskilyrðum, er tengjast verknaðarlýsingu refsiákvæðis (refsinæmi, ólögmæti og saknæmi) og hins vegar refsileysisástæðum, sem einnig tengjast verknaðarlýsingunni. 76 Um fyrningu sakar sjá m.a. Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum (1992), bls. 300-321; um afturhvarf frá tilraun sjá sama: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 124-130. Þetta réttaratriði verður ekki rætt nánar hér og vísast um efnið til þáttar um sakhæfi. Ökumaður hópferðabifreiðar var ákærður fyrir brot gegn lífi og líkama, röskun á umferðaröryggi og umferðarlagabrot með því að aka bifreiðinni kvöld eitt með 41 farþega innanborðs, of hratt miðað við aðstæður og án nægjanlegrar aðgæslu, norður þjóðveginn í Hrútafirði, en þá var strekkingsvindur, og gekk á með snörpum vindhviðum, vegurinn blautur og háll og mikið snjókrap á honum, og var hjólabúnaði bifreiðarinnar áfátt miðað við akstursaðstæður. 13 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 33-35 og 39; Afbrot og refsiábyrgð II (2002), bls. 132-135. 2.4.1 Hlutrænar og huglægar refsileysisástæður Um þessa röksemd verður að líta til þess að í fyrri dómum Hæstaréttar, þar sem ákært var fyrir brot á sömu lögum og um ræðir í þessu máli, hefur ítrekað verið komist að þeirri niðurstöðu að unnið sé til refsingar með því einu að láta ógert að skila umræddum gjöldum í ríkissjóð á réttum tíma, sbr. meðal annars dóm í dómasafni réttarins 1997, bls. 789. Flokkun sem þessi, byggð á hlutverki og skyldleika hlutrænna refsileysisástæðna, getur ekki orðið hárnákvæm eða algild. YFIRLIT YFIR HLUTRÆNAR REFSILEYSISÁSTÆÐUR Athugasemdirnar lúta að tvennu, annars vegar því hvort unnt sé að tilgreina ólögmætisskilyrðið sem slíkt í lögum og hins vegar að efnisákvörðun þess. Þegar af þeirri ástæðu telst hér fullnægt þeim huglægu refsiskilyrðum, sem leidd verða af upphafsorðum tilvitnaðra lagaákvæða.“ Þótt þau fimm atriði, sem þar eru tilgreind, eigi í aðalatriðum við um báðar tegundir refsileysisástæðna, má þó nefna tvö atriði, sem horfa mismunandi við. Tilgreining reglunnar í settum lögum var óþörf að mati danska refsilagaráðsins, þar sem hún styddist við almenn óskráð viðhorf í refsirétti, enda séu öll skilyrði refsileysis uppfyllt, m.a. um hæfi samþykkisgjafa. Det strafferetlige ansvar. Þar af leiðir, að refsinæmi skortir og því ekki rökrétt að þessu leyti að fjalla um ómöguleika almennt sem hlutræna refsileysisástæðu. 42 Á regluna hefur helst reynt í málaferlum út af stríðsglæpum og öðrum óhæfuverkum, sem hermenn eða aðrir einstaklingar hafa verið þvingaðir til að vinna í hernámi eða stríðsátökum. 16 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 118. 46 Í ríkjum, sem heimila líflátsrefsingu, er fullnusta dauðadóms opinber réttarvarsla, er réttlætir verkið samkvæmt lögum þeirra ríkja. Samþykki brotaþola, að því leyti sem refsivernduðum hagsmunum verður afsalað með samþykki, er dæmi um réttlætingarástæðu, sem ekki er byggð á hagsmunamati. Neyðarvörn eða annarri hlutrænni refsileysisástæðu verður ekki svarað með neyðarvörn, sbr. ákvæði 12. gr. hgl. um ólögmæta árás, en unnt er að beita neyðarvörn gegn ósakhæfum manni, enda sé verknaður hans a.m.k. ólögmætur. Í flestum tilvikum þurfa hinir vernduðu hagsmunir að njóta forgangs að lögum, þ.e. þeir eru taldir veigameiri en aðrir gagnstæðir hagsmunir. 3.1 Helstu hlutrænu ástæðurnar og réttargrundvöllur þeirra Eftirfarandi dæmi mætti taka: A veit ekki, að B er í þann veginn að snúast til varnar gegn C í hreinni nauðvörn, en hvetur hins vegar B til að lúskra duglega á C. Um sýknukröfu ákærðu komst rétturinn svo að orði, að slík krafa væri: „at once dangerous, immoral, and opposed to all legal principle and analogy.“ Í erlendum fræðiritum og réttarframkvæmd er talið, að slík verk uppfylli langoftast öll skilyrði refsiábyrgðar, en við refsiákvörðun geti aftur átt við ýmsar refsimildunarreglur, t.d. ákvæði eins og 75. gr. hgl. Ármann Snævarr hefur orðað þessa reglu svo: „Íslenzk hegningarlög hvíla ekki eingöngu á þeim stofni, að orsakatengsl hljóti að vera milli háttsemi manns og refsiverðrar réttarröskunar, heldur einnig á þeim grunni, að takmarka verði þessa ábyrgð við afleiðingar, sem séu fyrirsjáanlegar eða sennilegar eða við afleiðingar, sem eðlilegt sé og sanngjarnt að mati dómara að gera mann ábyrgan fyrir.“ Aðstæður geranda eru utanaðkomandi, stafa t.d. af náttúruöflunum (act of God) eða af völdum annarra manna en hans sjálfs. Sérstakar lögfestar heimildir eiga við um tilteknar neyðarréttaraðstæður og leiða til refsileysis. ÓLÖGMÆTI VERKNAÐAR OGREFSILEYSISÁSTÆÐUR Þó þarf að hafa ástand árásarmannsins í huga, þegar metið er, hvort of hart hafi verið brugðist við, sbr. skilyrði 12. gr. hgl. um nauðsyn og forsvaranlega aðferð. Þessi tengsl eru með ýmsum hætti. Refsilokaástæður eru sérstök atvik eða aðstæður, sem koma til eftir að refsiábyrgð hefur stofnast og leiða til þess, að ábyrgðin fellur niður, áður en dæmt er um sökina. Fullkomin (mekanisk) þvingun er refsilaus eftir því sem ráða má af 6. tl. Reglan er skyld neyðarréttarreglum, en óbeðinn erindrekstur þarf þó ekki að uppfylla eins ströng skilyrði og neyðarréttur eftir 13. gr. hgl.69 Eins og heiti kaflans ber með sér, getur hið réttarlega mat á þessum verkum verið á mörkum refsiábyrgðar og refsiákvörðunar. Ákærði var því sakfelldur eins og í héraðsdómi og honum dæmd fésekt og vararefsing. Í þriðja lagi verða refsilokaástæður ekki leiddar af einstökum refsiákvæðum laga með lögskýringu. 1.6 Þáttur ólögmætis í reglum um orsakasamband og sennilega afleiðingu 46 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 132. Fleiri afbrigði einkaréttarvörslu kunna að helgast af sanngirnissjónarmiðum, svo sem lögmæt sjálftaka réttar, taka þýfis af þjófi in continenti og neyðarréttur í mörgum tilvikum. Þessi regla á einungis við um töku lausafjármuna af hinum brotlega í beinu framhaldi af þjófnaðarbroti hans, gripdeild, eða eftir atvikum ránsbroti sem einhliða tökubroti. Þetta atriði má skýra nánar með reifun á dómi Hæstaréttar frá 20. september 2001. Þar með skortir allan refsigrundvöll og háttsemi „geranda“ uppfyllir ekki refsinæmisskilyrði laga, hvað þá önnur refsiskilyrði. Ólögmæti sem refsiskilyrði er að meginstefnu ólögfest. 58 Til viðbótar er minnt á hina aldurstengdu refsileysisástæðu 14. gr. hgl. Frekari skýringar voru ekki gefnar. Réttaráhrif þeirra á refsiábyrgð eru því hin sömu og refsileysisástæðna. 1.5 Tengsl ómöguleika við ólögmæti og önnur refsiskilyrði 21 Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 131. Sá mælikvarði, sem lagður er á mörk lögmætis og ólögmætis og þar með, hvað sé réttlætanlegur verknaður ef á reynir, hlýtur samt að vera háður einhverju félagslegu, hagrænu eða siðrænu mati. Toftegaard Nielsen, Gorm. Strafferet I. Ansvaret. Að því er varðar lögfestar refsileysisástæður hefur löggjafinn haft mismunandi hátt á framsetningu réttarreglna að þessu leyti. 20 Það breytir þá væntanlega engu um niðurstöðu máls, þótt svo sé komið á þessu tímamarki, að ekkert val sé lengur fyrir hendi. 72 Í þriðja lagi kunna hlutverk reglnanna að skarast að einhverju marki, t.d. reglna um neyðarhjálp og óbeðinn erindrekstur. 67 Í réttarvörsluskyni má einstaklingur hafa afskipti af hagsmunum annars manns, svo sem vörslum hans að hlut, eða skerða þá hagsmuni, enda gangi hann ekki svo langt í aðgerðum sínum, að refsiverðar teljist sem gertæki samkvæmt 260. gr. hgl. 63 Skilyrði samþykkis sem refsileysisástæðu eiga við, hvort sem heimildirnar eru lögfestar eða ekki, og þau varða atriði eins og hæfi, heimild, eðli hagsmuna, vitneskju um aðstæður, afturköllun samþykkis og ólöglega aðferð við öflun samþykkis. Þetta á bæði við um neyðarrétt og samþykki brotaþola. 1.1 Samspil ólögmætis og refsinæmis Um þessa varnarástæðu segir svo í niðurstöðu dómsins: „Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 515/1999 um veiðar krókabáta… er skipstjóra skylt að tilkynna Fiskistofu um upphaf veiðiferðar áður en lagt er úr höfn og telst veiðiferð hafin þegar sú tilkynning berst. Tveir farþegar köstuðust út úr bifreiðinni og létust samstundis. 1. mgr. 74. gr. hgl. og athugasemdum greinargerðar með því ákvæði. 43 Stephan Hurwitz: Den danske Kriminalret, Alm. del (1971), bls. 221-222. Ekki eru alltaf skýr skil á milli lögfestra og ólögfestra reglna varðandi sömu refsileysisástæðu. Gagnstæð niðurstaða varð í dóminum U 1992 752 Ø. 33 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 39-40. 1 Réttarbrot varðar samt ekki refsingu, nema háttsemin sé jafnframt refsinæm, þ.e. við henni liggi refsing samkvæmt viðhlítandi refsiheimildum, sbr 1. gr. hgl. og 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Þá eiga hér einnig heima reglur um opinbera réttarvörslu og sömuleiðis um einkaréttarvörslu (neyðarvörn, lögmæta sjálftöku réttar og töku þýfis af þjófi in continenti). Og með því að framangreind vangæzla hans varðar ekki við nein ákvæði laga nr. 32/1929 og hann er ekki saksóttur fyrir brot í opinberu starfi, þá ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um sýknu hans.“ Dudley and Stephens frá árinu 1884. Huglægar ástæður: 15. gr., 17. gr.53 og eftir atvikum 143. gr. hgl.54 Athafnaleysið er þó refsinæmt sem slíkt, en refsileysi vegna hins lögmælta fyrirvara helgast af neyðarréttarsjónarmiðum. Ólögmæt er hver sú háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem fer í bága við réttarreglur, jafnt skráðar sem óskráðar (lögfestar eða ólögfestar). 1.8.1 Yfirþyrmandi aflvaki verknaðar 20 Sjá til hliðsjónar Jan Pedersen: Skatte- og afgiftsstrafferet (2001), bls. 315-316, sjá einnig eldri útg. (1996), bls. 255-256. Það er reyndar ekki á hreinu, hversu langt má ganga í þessu efni. Neyðarréttur er að meginstefnu lögfestur, en samþykkisreglur eru almennt ólögfestar, en þó með mikilvægum undantekningum. Ómöguleiki samfara ólögákveðnu hagsmunavali við erfiðar björgunaraðstæður getur leitt til refsileysis og sýknu af sanngirnisástæðum. Þá verður hann ekki talinn hafa raskað öryggi bifreiðarinnar eða umferðaröryggi á þjóðveginum með þeim hætti, að fellt verði undir ákvæði 168. gr. laganna.“ Fáeinar heimildir finnast í öðrum lögum, einkum varðandi neyðarréttarsjónarmið. Hann hafði komist að því, þegar skipið var á rúmsjó norðan við Venezuela á alþjóðlegri siglingaleið, að flutt yrðu um borð í það 4,4 tonn af kókaíni. Þetta verklag væri þó erfitt og óhagkvæmt í framkvæmd. – Um hin ætluðu hegningarlagabrot eru önnur sjónarmið lögð til grundvallar: „Þegar litið er til allra atvika og það virt, að slysið verður að miklu leyti rakið til náttúruafla og aðstæðna á veginum, sem erfitt var að varast, verður ekki talið, að jafnframt broti sínu á fyrrgreindum ákvæðum umferðarlaga hafi ákærði einnig brotið gegn 215. gr. og 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vegna þess tjóns á lífi og limum, sem í slysinu varð. Þessi háttsemi er yfirleitt ólögmæt fyrst og fremst vegna þess, að refsing er lögð við henni í lögum. 1.7 Afstaða löggjafans til lögfestingar á ólögmætisskilyrðinu Um ætluð umferðarlagabrot segir svo í niðurstöðu Hæstaréttar: „Ljóst er af því, sem fram er komið í málinu, að ákærða bar að gæta sérstakrar varúðar við akstur sinn vegna aðstæðna á þeim slóðum, þar sem óhappið varð. Refsileysistilvik virðast yfirleitt vera vegna líkamlegrar og óyfirstíganlegrar þvingunar, sem er því að meginstefnu til hlutræns eðlis, sjá nánar lið 1.8.2.17 7 Það hefur einnig sýnt sig í alþjóðasamstarfi, t.d. við undirbúning Rómarsamþykktarinnar 17. júlí 1998, að þessi tiltekni fræðilegi áherslumunur hefur ekki valdið teljandi ágreiningi milli réttarkerfa. 25 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 39 og 158-159. Þetta er ólögfest regla gagnstætt ýmsum reglum, sem byggjast á neyðarréttarsjónarmiðum, t.d. 1. mgr. 221. gr. hgl. Sé um að ræða mikilvæga verndarhagsmuni og jafnframt verknaðaraðferðir, sem eru alvarlegs eðlis, þ.e. fela í sér ótvíræða réttarröskun og eru almennt fordæmdar, er yfirleitt óþarft og jafnvel óviðeigandi að taka fram í refsiákvæði, að verknaður þurfi að vera ólögmætur. Til þess geta legið mismunandi ástæður, og raunar gegna ólögmætisskilyrði eða ólögmætisfyrirvarar nokkuð mismunandi hlutverkum, eins og fram kemur í úttekt á efninu í ritinu Afbrot og refsiábyrgð. Í efnislið 2.2 hér á undan er gerð grein fyrir sameiginlegum hugtakseinkennum hlutrænna og huglægra refsileysisástæðna. Að öðrum kosti gætu ýmiss konar blekkingar, eftir atvikum lögmætar eða ólögmætar, fallið undir 248. gr. sem refsiverð fjársvik. Með kenningu þeirra var þess freistað að setja fram almenn viðmiðunarsjónarmið um þessi mörk, þar sem skráðar réttarreglur þrýtur. Þetta getur átt við um ýmis auðgunarbrot og önnur fjármunabrot, þar sem beitt er verknaðaraðferðum eins og blekkingum, misnotkun aðstöðu eða launung. Hugtaksákvörðun ólögmætis á þessum grundvelli er því fremur óaðgengileg í réttarkerfinu, auk þess sem svo víðtækt mat dómstóla á umfangi ólögmætis væri tæpast í samræmi við nútímaviðhorf um skýra afstöðu löggjafans til slíkra grundvallaratriða. Réttarvenja kann þó að liggja til grundvallar þessari reglu, eins og fleiri ólögfestum reglum í refsirétti, enda þótt dómafordæmi hafi verið fátíð. 71 Í fyrsta lagi kunna þessi flokkunarsjónarmið að eiga við um fleiri reglur en hreinar refsileysisreglur, t.d. refsilækkunarheimildir. 24 Arnljótur Björnsson: Skaðabótaréttur (1999), bls. 49. Þess vegna er gjarna gengið út frá því nú orðið, að til sé ólögmælt refsileysisregla, er geti átt við um mjög alvarleg tilvik sálrænnar þvingunar. Komið hefur fram hér að framan, að réttlætingarástæður hafa réttaráhrif sem hlutrænar refsileysisástæður og leiða því til sýknu, ef á þær reynir fyrir dómi. Ákæruvaldinu ber, ef rökstutt eða að öðru leyti eðlilegt tilefni er til, að sýna fram á, að engin slík atvik eða aðstæður séu fyrir hendi, þ.e. engin réttlætingarástæða, sem geri verknað lögmætan og þar með refsilausan samkvæmt sjálfstæðum réttarreglum eða efnisreglu leiddri af viðkomandi refsiákvæði með lögskýringu. Ekki þarf þó að vera um árekstur að ræða milli þjóðfélagshagsmuna og einstaklingshagsmuna. 64 Samþykki brotaþola hefur í för með sér margs konar réttaráhrif til refsimildunar, þótt sakfellt sé fyrir verknað, en þau verða ekki rædd frekar hér. Afbrot og refsiábyrgð II. En myndin breytist, ef ákvæði 1. mgr. 221. gr. er lesið áfram. Sakhæfisskortur sem huglæg refsileysisástæða leiðir alltaf til sýknu af refsikröfu, hvert sem afbrotið er, en er samt ekki réttnefnd réttlætingarástæða. Nefna má bifreiðarakstur, þegar svo hagar til, að stjórnandi bifreiðar á eðlilegum ökuhraða hefur ekki ráðrúm til að afstýra ákeyrslu á mann, sem gengur snöggt og fyrirvaralaust fram fyrir bifreiðina, sjá t.d. H 1978 1113 og H 1993 2388. Reglur þessar, sem áður er getið, má finna bæði í hegningarlögum og öðrum settum lögum. Síðara atriðið varðar refsiverða háttsemi á hinum enda grófleikastigans, háttsemi sem er formlegs eðlis eða að öðru leyti fremur smávægileg. Með því móti yrði refsiábyrgð óhæfilega víðtæk. Sérstakar ástæður: 126. gr., 127. gr., 143. gr., 169. gr., 1. mgr. i.f. 216. gr., 2. málsl. 2. mgr. 218. gr. b og 1. mgr. 221. gr. hgl. 1.5 Tengsl ómöguleika við ólögmæti og önnur refsiskilyrði Eins og áður er komið fram, kunna ólögfestar refsileysisreglur að byggjast beint eða óbeint á settum lögum. Slík tilvik geta verið afar margvísleg og fela í sér hvers konar verulega þvingun, aðra en þá sem ekki telst refsiverð, eins og gerður er fyrirvari um í ákvæðinu sjálfu. 52 Þetta ákvæði er afbrigðilegt að því leyti, að það felur í sér hlutræna aldurstengda refsileysisástæðu, óháða lögmæti verknaðar. Hinar almennu heimildir laganna varða afbrot almennt, hvort sem mælt er fyrir um þau í hegningarlögum eða öðrum lögum. Ósakhæfir menn geta þurft að sæta öryggisgæslu eða öðrum úrræðum samkvæmt 62. gr. hgl. og auk þess viðurlögum eins og réttindasviptingu og eignarupptöku. Í síðara ákvæðinu felst hugsanlega einhver þrenging á efnissviði, en ólögmætisfyrirvarinn í 249. gr. a virðist nokkru víðtækari, þar sem verknaðarlýsing ákvæðisins yrði heldur endaslepp og jafnvel óeðlileg án hans. Önnur ólögfest heimild til lögmætrar einkaréttarvörslu er reglan um töku þýfis af þjófi (gripdeildarmanni) in continenti, í því skyni að endurheimta stolinn hlut. Hugtakið afbrot er að þessu leyti þrengra en réttarbrot, því að það er refsinæmt réttarbrot. Í 1. mgr. 221. gr. hgl. er því athafnaleysi lýst sem refsinæmu að láta farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska. Í raun er munurinn á þessum réttarkerfum fyrst og fremst fræðilegs eðlis fremur en að hann leiði af sér verulega ólíkar niðurstöður í réttarframkvæmd. 26 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 133 og 137. 12 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 165-166. Af þessu leiðir m.a., að verknaður verður refsilaus vegna sakhæfisskorts hins brotlega, þótt verknaðurinn uppfylli öll refsiskilyrði tengd verknaðarlýsingu refsiákvæðis. 66 Ber þar fyrst að nefna sjálftöku réttar, sem einstaklingi er heimil að ákveðnu marki, oftast í því skyni að endurheimta eign sína. Refsinæm afleiðing tjónsbrots þarf að fullnægja kröfum um orsakasamband og sennilega afleiðingu. Ekki er neitt unnið með því að orða 211. gr. hgl. á þann veg, að hver sem ólöglega sviptir annan mann lífi…, eða 1. mgr. 226. gr. hgl. þannig, að hver sem ólöglega sviptir annan mann frelsi sínu… Reglur um hlutrænar refsileysisástæður eiga þó ekki við, jafnvel ekki um ómöguleika, þótt hann geti undir vissum kringumstæðum talist til slíkra refsileysisástæðna. 73 Það er augljós sanngirnisregla, að maður geti brugðist við ólögmætri árás með neyðarvörn, sjálfum sér til varnar og þeim, sem næstir honum standa. 33 Sérstaklega skal hér vikið að þrengingarhlutverki ólögmætisfyrirvarans. Þetta réttaratriði er mjög óljóst og engar lögfestar reglur til um það. Lögfestar refsileysisástæður eins og 12. og 13. gr. hgl. hafa sjálfar að geyma ýmis skilyrði fyrir refsileysi og sýknu, sem einnig hlíta lögskýringu eins og önnur lagaákvæði. Hlutverk neyðarréttar er hvort tveggja í senn, almenn verðmætavernd í þágu þjóðfélagslegra heildarhagsmuna og hagsmunaval, þar sem tilteknir hagsmunir eru verndaðir á kostnað annarra hagsmuna, sem telja verður að miklum mun verðminni. Spurður við sama tækifæri um, hver hafi tekið ákvörðun um að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda starfsmanna félagsins, sagðist ákærði hafa ákveðið „í öllum þessum tilfellum, hvar skyldi látið bíða.“ 14 Reglan tekur til allra almennra borgara, sem hlíta íslenskri refsilögsögu, að undanteknum þeim einstaklingum, sem samkvæmt lögum eða samningi hafa með höndum björgunar- og löggæslustörf. Í öðru lagi er hér aðeins um lögfestar reglur að ræða og í þriðja lagi reglur bundnar við hegningarlögin. Ómöguleiki getur enn fremur leitt til þess, að refsigrundvöll skorti fyrir athafnabroti, þegar gerandi hefur ekkert svigrúm haft til að afstýra skaðlegum afleiðingum athafna sinna, vegna óvæntra utanaðkomandi þátta. Loks er hér fjallað stuttlega um þvingun eða neyðarástand af öðrum orsökum en af mannavöldum og geranda er um megn að standast eða hafa áhrif á. Hinn einstaklegi mælikvarði er annars eðlis. Þessu þarf þó ekki að vera svo varið, t.d. við „conflict of duties“,10 ef valið stendur milli þess að bjarga einum manni eða fleiri á kostnað annars (annarra) úr brennandi húsi eða sökkvandi skipi (sams konar eða jafnverðmætir hagsmunir). Áskilið er, að verknaður sakbornings falli eða geti fallið undir verknaðarlýsingu gildandi refsiákvæðis. 2.2 Almenn og sameiginleg einkenni refsileysisástæðna Það mælir með síðari kostinum, að miklu auðveldara er og hagkvæmara fyrir ákæruvaldið, sem ber sönnunarbyrðina um refsileysisástæður eins og um refsiskilyrðin sjálf, að staðreyna sakhæfisskort sem undantekningartilvik fremur en að sýna fram á sakhæfi geranda í hverju einstöku máli, sem til dómsmeðferðar kemur. 43 Þetta telst því varla hreinræktað tilvik, a.m.k. að því er forsendur dómsins varðar. Af framansögðu má ráða, að ómöguleiki er hlutræns eðlis og lýtur að lágmarksinntaki frumverknaðar. Í þessum efnislið er einungis fjallað um ýtrustu nauðung, og koma eftirfarandi þrjú atriði þar til umfjöllunar: Í fyrsta lagi fullkomin (mekanisk) þvingun, í öðru lagi mjög alvarleg tilvik sálrænnar (kompúlsívrar) þvingunar og í þriðja lagi annars konar þvingun eða neyðarástand af orsökum, sem ekki eru af mannavöldum og geranda er um megn að hafa stjórn á. Í þessum kafla er rætt um tvenns konar refsinæm verk unnin við mjög afbrigðilegar aðstæður, er reyna mikið á þrautseigju og siðferðisþrek geranda. 57 Sú tilhögun hlýtur sömuleiðis að hugnast betur öllum þorra sakborninga. 30 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 84-115. Refsiábyrgð hefur þá ekki stofnast þrátt fyrir refsinæmi verknaðar og hann því refsilaus frá upphafi. 65 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 165-166. Þrátt fyrir þessa fræðilegu aðgreiningu má hugsa sér eins konar millistig, þar sem um er að ræða hvatamennsku, en ekki einungis liðsinni við verknað aðalmannsins. Afbrot og refsiábyrgð III. Gerandi hlýtur þá að standa í þeirri trú, að tilraun sín muni bera árangur, því að ella skorti ásetning og verkið því refsilaust, a.m.k. að þessu leyti. Af þessu má ráða, að dómstólar og refsivörslukerfið að öðru leyti eiga að geta staðreynt nokkurn veginn tæmandi, hvaða réttarreglur duga til refsileysis. Dómari lýsir mál niður fallið samkvæmt a-lið ákvæðisins, ef ákærði andast meðan á málsmeðferð stendur, nema ákveða megi fésekt eða upptöku eigna úr dánarbúi hans. Þrjú fyrstu atriðin eru lögfest í hegningarlögum og fá umfjöllun á mismunandi stöðum í refsiréttarfræðunum. Slíkum árekstrum er ekki alltaf til að dreifa, a.m.k. ekki þannig að lögfræðilegt hagsmunamat eigi við. Sé það honum ógerningur eða um megn að mati dómstóla, skortir refsigrundvöll fyrir athafnaleysisbroti sökum ómöguleika (ultra posse nemo obligatur eða impossibilium nulla est obligatio). Komi refsimál til dóms og leiði til sýknu vegna refsilokaástæðu, nær sú sýkna bæði til refsikröfu og kröfu um önnur refsikennd viðurlög, einkum viðurlög samkvæmt VII. kafla hegningarlaga, sbr. nánar 2. gr. a hgl. (afnám refsiákvæðis) og 6. mgr. 82. gr. hgl. (fyrning sakar). 42 Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 132-133. Þrátt fyrir rök verjandans um svo óyfirstíganlega þvingun (ekstraordinær konfliktsituation), sem yfir ákærða vofði, að hún ætti að leiða til refsileysis og sýknu, féllst dómurinn samt ekki á rök hans og sakfelldi ákærða fyrir þátttöku í fíkniefnabroti skipverja, en lét refsingu niður falla. Hér er einkum átt við þær afar óvenjulegu aðstæður, þegar menn lifa af sjóslys eða flugslys fjarri mannabyggðum og grípa til þess örþrifaráðs, sér til bjargar frá bráðum hungurdauða, að drepa einn þjáningarbræðra sinna og nærast á holdi hans. Ástæður þess að tilgreina ólögmætisskilyrði í verknaðarlýsingum refsiákvæða eru af mismunandi toga og verða nánar ræddar síðar í þessum kafla. 71 Flokkun af þessum toga er lögð til grundvallar við umfjöllun um hlutrænar refsileysisástæður hjá Vagn Greve: Det strafferetlige ansvar (2004), bls. 130-153. 41 Í eldra riti Jónatans Þórmundssonar er ekki gert ráð fyrir refsileysi vegna sálrænnar þvingunar, sjá Viðurlög við afbrotum (1992), bls. 261. Um er að ræða almennar reglur og lagasjónarmið, sem eiga það sameiginlegt, að ósanngjarnt væri að bregðast við umræddum aðstæðum með refsiábyrgð. Verður ekki fallist á með ákærða að þessi varnarástæða sé tæk.“ Um hinar hefðbundnu brotategundir í hegningarlögum eins og manndráp, líkamsmeiðingar, brennu og þjófnað kemur fátt annað til greina en þær almennu refsileysisástæður, sem þróast hafa í löggjöf, réttarframkvæmd og fræðiritum, þ.e. opinber réttarvarsla, neyðarvörn, neyðarréttur og samþykki, að ógleymdum sakhæfisskorti sem huglægri refsileysisástæðu. 14 Þegar svo stendur á, sem hér segir, er refsilaus sú vanræksla manns, sem að öðrum kosti væri refsiverð. Í fjórða lagi hefur verið talið unnt að slá því föstu í dómi, að refsiábyrgð hafi stofnast, t.d. þegar sök er fyrnd. Kemur það til af því, að auðveldara er og skilvirkara að sýna fram á ástæður, sem í undantekningartilvikum gera verknað lögmætan, en að þurfa í hvert sinn að sýna fram á ólögmæti refsinæms verknaðar. Aðgreiningin kemur enn skýrar í ljós, þegar lýsa á áhrifum refsileysisástæðna á annað en sjálfa refsiábyrgðina. Refsileysisástæður geta verið hlutrænar eða huglægar eftir því, hvort þær varða lögmæti verknaðar eða persónulegt hæfi geranda til að sæta refsingu. Þessir höfundar lýsa þeirri skoðun, að í nefndu réttaratriði komi fram lögbundið frávik frá meginreglu refsiréttar um réttaráhrif ómöguleika og að reglur um refsiábyrgð vegna vanskila á sköttum séu um of mótaðar af reglum og sjónarmiðum skattaréttar. Þessi réttarstaða á einkum við, þegar gerandi víkur ekki langt frá forsvaranlegri háttsemi og tjónþoli á sjálfur verulega sök á slysi. Þegar svo háttar til, virðist óþarft að tiltaka ólögmætisskilyrðið sérstaklega, enda erfitt að greina það frá refsinæmi verknaðar. Ákærði lét afskrá sig úr skiprúmi eins fljótt og tækifæri gafst og gerði enga tilraun til að ganga eftir greiðslunni. Við samningu refsiákvæða í lögum er ógerningur að sjá fyrir öll atvik og aðstæður mannlegs lífs, sem skipt geta máli um matið á þeim verknuðum, er ákvæðin lýsa. Í dóminum H 1972 191 var full skaðabótaábyrgð lögð á andlega vanheilan mann vegna skotárásar. 45 Þetta réttaratriði nefnist vis major á latínu, force majeure á frönsku og act of God á ensku. Þjóðfélagslegt eða siðrænt gildismat verður að teljast eðlislægt í ólögmætishugtakinu. Af þessum síðari dómi má ráða, að leggja beri til grundvallar huglæga afstöðu hins skattskylda eða launagreiðanda (ásetning eða stórkostlegt hirðuleysi) við fullframningu vanskilabrots. Um þetta viðfangsefni og önnur skyld er vísað til skrifa minna um staðreyndavillu og lögvillu. Hún lýsir ákveðinni viðmiðun fremur en efnislegri réttarreglu. Í fyrsta lagi er hér einungis miðað við sjálfstæðar og skilgreinanlegar réttarreglur, ekki efnisreglur leiddar af einstökum refsiákvæðum laga með lögskýringu. En þar sem hann gat ekki vænzt þess, að flugvélin væri komin eins langt af réttri leið og raun varð á, þykir ekki vera svo náið orsakasamband milli þessarar vangæzlu hans og ófara flugvélarinnar, að honum verði að lögum gefin sök á slysinu. Eitt skýrasta dæmið er 248. gr. hgl. um fjársvik: „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik…“. Umfjöllun þessi um hlutrænar refsileysisástæður er takmörkuð við þær ástæður, sem styðjast við sjálfstæðar réttarreglur, lögfestar og ólögfestar. Þrátt fyrir þá aðgreiningu getur ólögmæti ekki verið algerlega óháð gildismati, eins og áður segir. Rökin fyrir refsileysi verknaðar miðað við þennan mælikvarða eiga sér stoð í hagsmunum brotaþola og afstöðu hans til verknaðar, eða eftir atvikum ætlaðri afstöðu hans til verknaðar (neyðarhjálp og óbeðinn erindrekstur). 61 Sérstök lögfest refsileysisheimild er í 1. mgr. i.f. 216. gr. hgl. 75 Sjá dóminn H 2000 516, þar sem sýknað var af öllum kröfum ákæruvaldsins samkvæmt 1. mgr. 2. gr. hgl. vegna afnáms reglugerðarákvæða, sem réðu úrslitum við mat á refsinæmi viðkomandi atferlis. Slík hvatamennska gæti verið sjálfstætt brot og virt sem tilraun til hlutdeildar, sbr. 20. og 22. gr. hgl. Hann kvaðst sjálfur hafa tekið ákvörðun í ljósi peningastöðu félagsins hverju sinni um það, hvernig fjármunum þess yrði ráðstafað, og hafi það verið ákvörðun sín að geyma að greiða virðisaukaskatt. En ef um t.d. neyðarvörn er að ræða, kemur refsiverð hlutdeild í þeirri „háttsemi“ ekki til álita, þ.e. í neyðarvarnarverki. Í öðru lagi liggur yfirleitt ljóst fyrir, gagnstætt því sem er um refsileysisástæður, hvaða refsilokaástæður koma til álita og eru viðurkenndar í refsilöggjöf og réttarframkvæmd. Formgreining ólögmætis, eins og lýst var hér að framan, lýtur í raun að því að útiloka tiltekin atvik eða aðstæður, sem hefðu getað réttlætt refsinæman verknað eins og á stóð. Einnig getur falist í niðurstöðunni sýkna á hugrænum forsendum, þ.e. að huglæg afstaða geranda hafi að mati réttarins ekki verið ámælisverð eins og á stóð. Ákvæði 132. gr. b-liðar sömu laga getur enn fremur skipt máli um hinar refsilokaástæðurnar. Líta ber á nytsemi athafnar annars vegar og hins vegar á hættuna, sem af henni stafar eða vænta má. Þessi kenning er allt of almenns eðlis, til þess að hún geti haft raunhæft gildi fyrir dómstólana. 27 Mælikvarði sá, sem dómstólum er ætlað að beita við eðlilega og sanngjarna takmörkun refsiábyrgðar er hlutræns eðlis og almennur að meginstefnu til, þótt hann sé nokkuð matskenndur. Ólögmæti er fortakslaust skilyrði refsiábyrgðar og er því undirskilið í öllum þeim fjölda refsiákvæða, þar sem þess er ekki berum orðum getið. Fáeinar refsileysisástæður styðjast við blandaðan réttargrundvöll. Það er ekki síður vandasamt að benda á ástæður, er réttlæti landráðabrot. 49 Í annan stað er það geðrænn sakhæfisskortur (eða eftir atvikum tiltekin huglæg afstaða geranda til verknaðar), sem liggur til grundvallar huglægri refsileysisástæðu, en á hlutræna refsileysisástæðu getur hins vegar reynt, ef ólögmætisskilyrði refsinæms verknaðar er ekki til staðar. Jan Pedersen nefnir dæmi í tilvitnuðu riti sínu, sem telja má hæpið, að samrýmist grundvallarreglum laga um skilyrði refsiábyrgðar, t.d. refsiábyrgð vegna „vanskila“ launagreiðanda á skattgreiðslu, sem þegar hefur verið innt af hendi, en þeirri ráðstöfun síðan rift á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga, sjá í því efni sakfellingu í dönskum dómi, U 1988 623 Ø. Undir þriðja flokkinn falla ólögfestar refsileysisástæður. 76 Fjórða atriðið, andlát sakbornings, er ólögfest refsilokaástæða, en eðlisnauðsyn mundi leiða til sömu niðurstöðu og lögfestu atriðin. 28 Ýmiss konar tjón eða aðrar afleiðingar geta í reynd hlotist af samhverfum brotum og hættubrotum, þótt slíkar afleiðingar séu ekki áskildar til fullframningar þessara brota. Þar af leiðandi er nokkuð óljóst, hvaða þýðingu umræddar forsendur höfðu fyrir niðurstöðu málsins, en fræðileg gagnsemi þeirra er ótvíræð. Skortir þá á það lágmarksinntak athafnar, að hún sé geranda sjálfráð, m.a. þannig að hann hafi ráðrúm til að bregðast við hættum, sem stafa af athöfnum hans og þeim tækjum, er hann stjórnar. Staðreyndavilla og óeiginleg lögvilla eru samkvæmt því ekki taldar refsileysisástæður í þeirri merkingu, sem hér er lögð í hugtakið, þ.e. réttlætingarástæður eða aðrar vítaleysisástæður, sem leiða til refsileysis. 34 Erfitt getur reynst við lagasetningu að lýsa refsiverðri háttsemi svo nákvæmlega sem æskilegt væri vegna skýrleikasjónarmiða. Skylt er að sýkna, ef mál kemur til dóms. Í fyrsta lagi eru það einungis hlutrænar refsileysisástæður, sem réttnefndar eru réttlætingarástæður, enda mikill munur á réttaráhrifum. 47 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I (1999), bls. 38. Enda þótt sýkna verði andlega vanheilan mann af refsikröfu, getur hann orðið skaðabótaskyldur eftir Jónsbókarákvæði um óðs manns víg ok hversu með hann skal fara: „Ef óðr maðr brýst ór böndum ok verðr hann manns bani, þá skal bæta af fé hans… ef til er… . Ekkert refsiákvæði er svo afdráttarlaust eða algilt, að það girði fyrir refsileysi vegna slíkra undantekningartilvika. Réttarreglur um orsakasamband og sennilega afleiðingu23 eru ólögákveðnar og um margt hliðstæðar í refsirétti og skaðabótarétti. Ef fleiri verknaðir en einn eru fólgnir í rýmkuðu afbroti (t.d. framhaldsbroti), kann hluti þess að vera refsilaus af þeim ástæðum (fleiri en ein verknaðarstund). Hið fyrra varðar eðli eða grófleika háttseminnar, sem lýst er í refsiákvæðum. Sama mælikvarða má að nokkru leggja á neyðarhjálp og óbeðinn erindrekstur. Refsilokaástæðurnar eru þessar: Fyrning sakar (80.-82. gr. hgl.), afturhvarf frá tilraun (21. og 23. gr. hgl.), afnám refsiákvæðis (1. mgr. 2. gr. hgl.)75 og andlát sakbornings, sjá 132. gr. a-lið laga nr. 19/1991. Eser, Albin og Fletcher, George P. (ritstj.). Óhugsandi væri að styðjast við 13. gr. hgl. um tilvik sem þetta. Á hinn bóginn er aðgreiningin milli afbrots og réttarbrots stundum óglögg, einkum þegar háttsemi er ólögmæt fyrst og fremst vegna þess, að refsing liggur við henni að lögum. Í formgreiningu ólögmætis felst einnig sú óbeina (neikvæða) hugtaksákvörðun, sem leiðir af lögfestum jafnt sem ólögfestum réttlætingarástæðum, sjá liði 1.3 og 1.4. Vörn í þágu óviðkomandi þriðja manns helgast hins vegar fremur af þjóðfélagshagsmunum líkt og neyðarréttur og opinber réttarvarsla. Hver sem er má taka þýfi af þjófi í beinu framhaldi af þjófnaði (gripdeild), einnig aðrir en sá, sem stolið var frá. Regla þessi gildir því aðeins, að samþykki brotaþola lúti að broti gegn 217. gr. hgl. um líkamsárásir, sem ekki eru jafnalvarlegar og brot gegn 218. gr. laganna. 55 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 147-148. Er þá meðal annars tekið tillit til þess, sem fyrr var sagt um aðgát vegna hjólabúnaðar bifreiðarinnar.“ Í öðru lagi gæti refsidómur orðið skilorðsbundinn samkvæmt 57. gr. hgl. 48 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 170. 23 Um sennilega afleiðingu má einnig nota hugtökin vávæni eða vávæn afleiðing og skaðvæni eða skaðvæn afleiðing, sjá t.d. Ármann Snævarr: „Orsakatengsl og skaðvæni atferlis.“ 1939, A-deild, bls. 369; Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum (1992), bls. 261. Slík réttarvarsla væri bæði ólögmæt og refsinæm. 2.1 Réttargrundvöllur, hlutverk og eðlisnauðsyn 6 Í þýðingu á enskt lagamál er ekki fyllilega nákvæmt að nota orðið unlawful fyrir ólögmætur; því á oft betur við orðið wrongful (= not morally right or legal). 3.3 Einstaklegur eða almennur mælikvarði Ákærða bar að sjá svo um að honum væri fært að tilkynna upphaf veiðiferðar sinnar er hann lét úr höfn umrætt sinn. 2.2.5 Refsileysi og sýkna Reglan var lögfest með 12. gr. laga nr. 20/1981, en fram að því var talin gilda ólögfest regla um refsileysi samþykkis af þessu tagi. Náinn skyldleiki er með refsiskilyrðum og refsileysisástæðum, enda eru þær síðarnefndu stundum kallaðar neikvæð refsiskilyrði. Enda þótt þau sérstöku atvik eða aðstæður, sem hér um ræðir, t.d. neyðarvörn, neyðarréttur eða samþykki, séu oftast kennd við refsileysisástæður, gera lög stundum ráð fyrir, að þessi atriði geti haft annars konar eða vægari réttaráhrif, einkum samþykki brotaþola. Í annan stað kann réttarvenja að liggja til grundvallar, t.d. óbeðinn erindrekstur, eða eðli máls, t.d. neyðarhjálp. Viðurlög við afbrotum. Ákvæðið hefur litla raunhæfa þýðingu eftir setningu laga nr. 25/1975. Skal hér til skýringar tilfærður kafli úr forsendum dóms Hæstaréttar frá 1952. Talsverð þróun hefur orðið síðan í átt til meiri sveigjanleika í þessu réttaratriði, einkum í alþjóðlegum refsirétti. Alþingistíðindi, A-deild: 1939 og 1980-81. Ákærulýsingu og tilgreiningu refsiákvæða var mjög ábótavant í ákæru. Pedersen, Jan. Skatte- og afgiftsstrafferet. Ef þjófurinn verst því, að þýfið sé tekið af honum, telst það ekki neyðarvörn. Samkvæmt því skiptir minna máli, hver huglæg afstaða hans var á fyrri stigum ákvarðanaferlis, svo sem greiðsluvilji, ákvarðanir um forgangsröðun greiðslna eða hvatir. Þær geta verið almennar eða sérstakar eftir því, hvort þær varða afbrot almennt eða tilteknar brotategundir. Hlutdeildarmaður í refsiverðu verki ósakhæfs manns getur borið refsiábyrgð á þátttöku sinni, enda er aðalverknaðurinn eftir sem áður refsinæmur, ólögmætur og saknæmur. Einungis formleg tilgreining ólögmætis í lögum verður rædd hér í stuttu máli. Næst er komið að því að fjalla um ómöguleika í tengslum við huglæga afstöðu geranda. 19 Hér má nefna dóm Hæstaréttar frá 1997, þar sem slík huglæg afstaða þykir fullsönnuð. Hlutdeildarverknaður þarf þó ekki að standa í orsakasambandi við aðalverknað, framkvæmd hans eða afleiðingar. 10 Árekstur tveggja eða fleiri skylduboða getur verið með tvennum hætti: árekstur athafnaskyldna (conflicting commands) og árekstur athafnaleysisskyldna (conflicting duties of omission), sjá nánar tilvitnaða ritgerð Lenckners, bls. 510-511. Samþykki brotaþola er aðaldæmið um mælikvarða af þessu tagi. Loks geta refsileysisástæður verið lögfestar eða ólögfestar, en nokkrar þeirra eru lögfestar að hluta en ólögfestar að öðru leyti. 24 Önnur atriði horfa mismunandi við, m.a. vegna reglna refsiréttar um tilraun og hlutdeild. Niðurstaða réttarins var sú, að lögum samkvæmt yrði að gera þá kröfu til ákærðu, að þeir sættu sig við hungurdauða fremur en að fremja það óhæfuverk, sem þarna átti sér stað. Af þessu verður enn fremur dregin sú ályktun, að verknaður varðar ekki refsingu, nema hann sé bæði refsinæmur og ólögmætur. Helstu hlutrænu ástæðurnar verða hér tilgreindar, lögfestingarstig þeirra eða annar réttargrundvöllur, eftir því sem við á. Fjórar refsilokaástæður má telja gjaldgengar í íslenskum rétti til sýknu eða niðurfellingar máls fyrir dómi. Yfirleitt blasir ekkert annað við en hörmulegur dauðdagi, ef gerandi bregst ekki við með hinu refsinæma verki sínu. 2.5 Tengsl refsiskilyrða og refsileysisástæðna Í réttarreglunum felst almennur mælikvarði á sýknugrundvöll mála hverju sinni. Ákvæðið heimilar enn fremur refsibrottfall, ef brot varðar ekki in concreto þyngri refsingu en fangelsi allt að 1 ári. Huglægar refsileysisástæður geta verið ýmist lögfestar eða ólögfestar og hafa að nokkru leyti önnur einkenni en hinar hlutrænu ástæður. 5 Slík niðurstaða er á ytra borði formræn og hlutlæg, óháð hagsmunamati eða öðrum efnislegum viðmiðum, t.d. siðrænum mælikvarða. SAMANBURÐUR VIÐ REFSILOKAÁSTÆÐUR Samkvæmt íslenskum rétti er eðlilegt að gera greinarmun annars vegar á neyðarrétti sem hlutrænni refsileysisástæðu og hins vegar ýtrustu nauðung, sem í mörgum tilvikum, en ekki öllum, getur leitt til refsileysis og sýknu. 5 Um sönnunarbyrði ákæruvaldsins sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III (2004), bls. 16, 72 og 85. Ákvæði 1. mgr. 31. gr. samþykktarinnar fjalla um ýmsar refsileysisástæður, hlutrænar og huglægar. Á reglurnar getur þó t.d. reynt við samhverf brot, einkum þau sem svo er lýst í refsiákvæði, eins og ærumeiðingar. 1.4 Réttlæting verknaðar og réttaráhrif Mat dómstóla á nytsemi athafnar annars vegar og skaðsemi hennar hins vegar getur ráðið miklu um það, hvort verknaður telst réttlætanlegur eða ekki í lagaskilningi. 28 Ármann Snævarr: „Orsakatengsl og skaðvæni atferlis.“
Nýliðakynning Hjálparsveitar Skáta Hveragerði verður í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20 í húsi sveitarinnar að Austurmörk 9. Hefur þú áhuga á að klifra upp á fjöll í brjáluðu veðri? Hefur þú áhuga á að hjálpa öðrum? Hefur þú áhuga á útivist? Hefur áhuga á jöklaferðum? Ísklifri? Klettaklifri? Jeppum? Vélsleðum ? Flugeldasýningum? Fyrstu hjálp? Fjallgöngum? Skálaferðum? Fjarskiptum og tölvum? Viltu vera hluti af fjölbreyttum hópi sem deilir þessum sameiginlegu áhugamálum? Ef svo er gætir þú átt erindi í Hjálparsveit Skáta Hveragerði. Hjálparsveitin skorar á alla bæði konur og karla, 16 ára og eldri til að mæta á nýliðakynninguna og taka þátt í starfi sveitarinnar. Hjálparsveit Skáta Hveragerði var stofnuð 23. september 1975 og fagnaði því 35 ára starfsafmæli á síðasta ári. Tilgangur HSSH er að vinna að björgun manna og/eða verðmæta og veita hvers konar aðstoð í neyðartilvikum, þar sem tæki og þekking HSSH getur komið að notum, og taka þátt í skipulögðu almannavarnarstarfi. Starf sveitarinnar er þó langt frá því að einskorðast við björgunarstörf við krefjandi aðstæður, heldur er það staðreynd að svona félagsskapur getur ekki starfað án þess að hafa gott bakland. Þess vegna er ekki bara verið að leita eftir fólki til að standa í fremstu víglínu heldur vantar einnig fólk til að starfa á bakvið tjöldin.
Éljagangur verður á suðvestanverðu landinu í dag og gæti náð að gera skafrenning þar sem mest snjóar seinnipartinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að éljagangur verður um landið austanvert í dag og kvöld en í nótt muni sá éljagangur færast vestur með norðurlandinu. Í kvöld og nótt styttir upp suðvestan til á landinu og léttir til á morgun, þriðjudag. Norðlægar áttir verða ríkjandi fram að helgi með éljum fyrir norðan og austan en lengst af léttskýjað syðra en fremur kalt í veðri. Veðrið í dag og næstu daga: Í dag: Austlæg átt, 8 – 13 metrar á sekúndu, og éljagangur sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Norðlægari með kvöldinu og dregur úr úrkomu á suðvestanverðu landinu. Á morgun: Norðan- og norðaustan átt, 8 – 15 metrar á sekúndu, hvassast á annesjum og él norðan- og austan til, en annars léttskýjað. Frost 1 – 17 stig, kaldast í innsveitum norðaustan til. Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og él N- og A-lands, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við N- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Áfram talsvert frost. Á laugardag: Suðlæg átt með slyddu, en síðar rigningu, en þurrt NA-til og hlýnar í veðri. Á sunnudag: Ákveðin sunnanátt og væta S- og V-til, en annars þurrt. Milt veður.
Um allt land gleðjast börn á þessum degi. Og krakkarnir á Borgarfirði Eystra eru engin undantekning. Sextán börn stunda nám við grunnskólann á Borgarfirði Eystra og 5 börn eru í leikskóla staðarins en þau tóku öll sem eitt þátt í gleðskap vegna öskudagsins. Börnin heimsóttu Landsbankann, Kaupfélagið, fyrirtækið Álfastein og Fiskverkun Karls Sveinssonar en þar með eru fyrirtæki staðarins upptalin. Þau sungu og hlutu góðgæti að launum eins og siður er orðinn á öskudaginn. Bergrún Sóla: Við fengum harðfisk í bankanum. Já, og svo fórum við líka í Kaupfélagið og fengum svona, eitthvað í poka þar. Edda Óttarsdóttir: En þú ert með svolítið skraut framan á þér, öskupoka? Elsa Katrín: Já. Edda: Saumaðirðu þá sjálf? Elsa Katrín: Nei, mamma. Edda: Og hvað ætlarðu svo að gera við þá? Elsa Katrín: Hengja þá bara á einhverja. Talað einnig við smábörn í búningum, Atla og Örnu Börnunum var boðið upp á hákarl í fiskverkuninni. Jökull Magnússon, : Ja, þau fá sér svona einn og einn bita. Edda: Þau voru kannski hrifnari af sælgætinu? Jökull Magnússon: Já, það vakti töluvert meiri hrifningu. En það fá sér alltaf svona einhverjir, smá smakk. Edda: En er þetta ekki bara borgfirskt sælgæti, hákarl og harðfiskur, er þetta ekki það sem þau eru alin upp við? Jökull Magnússon: Jú, jú, þetta er það fyrsta sem þau fá að smakka. Þess vegna eru þau svona hraust.
„Fókusinn hefur verið á það neikvæða. Einblínt hefur verið á úrslit leikja og þau mistök sem gerð hafa verið,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn en tapið var það fimmta í sex síðustu leikjum. „Leikurinn gaf okkur mjög góð svör. Auðvitað vildum við vinna alla leikina en það má ekki gleymast að við höfum spilað við mjög sterk lið.“ Ísland hefur beðið lægri hlut í tvígang gegn Svíum, auk ósigra gegn Bandaríkjunum, Kína og nú Skotum. „Við gerðum kannski ráð fyrir því að geta unnið Skota. Skotar hafa hins vegar átt frábært ár, unnið bæði Ítalíu og Holland og gert jafntefli við England. Þetta er lið sem er jafnsterkt og liðin í lokakeppninni.“ Einn leikur fram að móti Ísland mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Sigurður segir umræðu um fáa æfingaleiki landsliðsins á villigötum. Liðið hafi fengið sjö æfingaleiki fram að móti sé horft til æfingaleikjanna frá og með Algarve. „Við erum vissulega ekki jafnmikið saman og aðrar þjóðir. Svíþjóð er til dæmis saman í 100 daga,“ segir Sigurður Ragnar. Kollegar hans hjá öðrum landsliðum séu í fullu starfi ólíkt honum, sem sé í hlutastarfi. Þá hafi bæði Hollendingar og Þjóðverjar verið með fulltrúa uppi í stúku á leiknum gegn Skotum um helgina að mynda íslenska liðið. „Við verðum að einbeita okkur að því sem við getum gert miðað við þann tíma sem við höfum.“ Kynslóðaskiptin komu snemma Hin 17 ára Glódís Perla Viggósdóttir hefur fengið stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og nokkuð skyndilega. Miðvörðurinn bráðefnilegi virkaði stressaður gegn Skotum en Sigurður Ragnar minnir á að mistökin hafi dreifst á fleiri. „Reynslumesti leikmaður landsliðsins, Katrín Jónsdóttir, var þrjá metra frá manninum í einu markinu. Í öðru missti Sif leikmann aftur fyrir sig og Glódís er að reyna að bjarga henni.“ Verið sé að búa til nýjan landsliðsmann þar sem kynslóðaskipti eigi sér stað hjá liðinu nokkru fyrr en hann hafi reiknað með. „Við höfðum vonast eftir því að geta gert þau eftir lokakeppnina. Málin hafa hins vegar þróast þannig að lykilmenn sem spilað hafa með liðinu undanfarin ár, staðið sig mjög vel og náð árangri, hafa ekki alltaf staðið undir væntingum í þessum leikjum. Þá fá aðrir leikmenn tækifæri.“ Sigurður viðurkennir að tækifærið komi á viðkvæmum tímapunkti svo skömmu fyrir lokakeppni. Nýti þeir hins vegar tækifærið sé hann alsæll með það. Úrslitum fórnað Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er tiltölulega nýbyrjuð að spila eftir langvarandi meiðsli. Margrét Lára spilaði allan leikinn gegn Skotum en Sigurður viðurkennir að hún eigi aðeins í land. „Við ákváðum fyrir leikinn að láta hana spila í 90 mínútur til að sjá hvar hún stæði. Þá fórnarðu kannski úrslitum en færð svör í staðinn,“ segir Sigurður. Mikilvægara sé að fá svör en góð úrslit á þessum tímapunkti í undirbúningnum. Margrét Lára var ekki með í síðasta landsleik á undan gegn Svíum frekar en Hólmfríður Magnúsdóttur. „Hólmfríður hefur lítið getað æft undanfarnar vikur eftir andlát í fjölskyldunni. Það hefur haft áhrif á hennar form en hún er að vinna í því að koma til baka. Við vildum sjá í leiknum hvar hún stæði,“ segir Sigurður en Hólmfríður spilaði í 90 mínútur. Lykilmenn meiddir Sif Atladóttir hóf leikinn í stöðu hægri bakvarðar. Miðvörðurinn virkaði fjarri sínu besta og var skipt af velli í hálfleik. Landsliðsþjálfarinn segir að komið hafi í ljós að hún var ekki tilbúin til þess að spila. „Hún hefur ekkert æft með Kristianstad undanfarnar tvær vikur, bara spilað leikina. Hún er meidd nálægt lífbeininu og við höfum miklar áhyggjur af því að hún geti hreinlega ekki verið með okkur í lokakeppninni,“ segir Sigurður. Um gífurlega blóðtöku yrði að ræða fyrir Ísland enda var Sif besti varnarmaður Íslands í undankeppninni. Katrín Ómarsdóttir, sem hefur verið í æ stærra hlutverki á miðjunni, meiddist á æfingu daginn fyrir Skotaleikinn. „Minnsta mögulega tognun þýðir tvær vikur en séu meiðslin verri er útlitið ekki gott og óvíst hvort hún verði með okkur í lokakeppninni.“ Þrátt fyrir meiðsli og formleysi lykilmanna segir Sigurður bjartsýnn og hafa trú á liðinu. „Þetta verður strembið gegn Þýskalandi en við eigum helmingsmöguleika á móti Noregi og Hollandi. Við ætlum að undirbúa okkur vel, standa okkur vel og gera þjóðina stolta.“
Haustið 2000 var meðalaldur starfsfólks við kennslu 42,2 ár en var 46,8 ár haustið 2016. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar en þar segir að meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. „Á þessu tímabili hefur meðalaldur kvenkennara hækkað meira eða úr 41,8 árum í 46,9 ár. Meðalaldur karlkennara hefur hækkað úr 43,6 árum í 46,3 ár. Meðalaldur starfsfólks við kennslu án réttinda er töluvert lægri en réttindakennara og hefur svo verið á öllu tímabilinu. Haustið 2016 var meðalaldur kennara með kennsluréttindi 47,3 ár en meðalaldur kennara án kennsluréttinda 38,8 ár.“ Meðfylgjandi mynd sýnir aldurskiptingu starfsfólks við kennslu. Kennurum undir þrítugu fækkar. Hins vegar fjölgar kennurum sem eru 50 ára og eldri úr 24 prósentum haustið 1998 í rúm 41 prósent haustið 2016. Á sama tíma fjölgaði svo kennurum sem eru 60 ár og eldri úr tæpum 6 prósentum í rúm 14 prósent haustið 2016. Þá greinir Hagstofan jafnframt frá því að kennarar án kennsluréttinda voru tæp 6 prósent starfsfólks við kennslu haustið 2016. „Á árunum 1998-2008 var hlutfall starfsfólks við kennslu í grunnskólum landsins, sem var án kennsluréttinda, á bilinu 13-20%. Hlutfallið lækkaði eftir hrun um allt land og fór lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 5,6% haustið 2016. Þá voru 272 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað um 11 frá árinu áður.“
Kaupþingsmennirnir sem ákærðir eru vegna sýndarviðskipta og markaðsmisnotkunar í slagtogi við Katarann Al Thani haustið 2008 voru ekki viðstaddir þingfestingu málsins sem hófst klukkan tvö í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknarinn, Björn Þorvaldsson, telur ekki ástæðu til að gefa út handtökuskipun og hefur málinu verið frestað til 29. mars. Þá er gert ráð fyrir að sakborningar mæti. Ragnar Hall, einn af verjendum Kaupþingsmannanna, gerði kröfu um að fá afhent rafræn gögn, mynd- og hljóðupptökur sem hann myndi annars þurfa að skoða hjá sérstökum saksóknara. Saksóknarinn neitaði þeirri ósk af ótta við að gögnunum yrði dreift og benti á að til væru útskriftir af þessum gögnum. Honum var hins vegar skipað af dómara að fjölfalda diskana, 95 talsins. Saksóknarinn lagði fram kröfu um úrskurð um málið; dómari féllst á það og tók sér frest til 29. mars. Ákæra var gefin út af sérstökum saksóknara 17. febrúar síðastliðinn á hendur Ólafi Ólafssyni, einum stærsta hluthafanum í Kaupþingi, Hreiðari Má Sigurðssyni, sem var forstjóri, Sigurði Einarssyni, sem var starfandi stjórnarformaður og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmaður Kaupþings í Lúxemborg. Umrædd viðskipti snerust um kaup Katarans á rúmlega 5% hlut í Kaupþingi stuttu fyrir hrun. Sérstakur saksóknari telur að viðskiptin við sjeikinn hafa verið sviðsett í þeim tilgangi að halda uppi verðinu á hlutabréfum í bankanum og fegra stöðu hans. Þau séu hluti af umfangsmiklu samsæri um markaðsmisnotkun.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar bíður þess nú að heilbrigðisráðherra birti sérstaka reglugerð um takmarkanir í skólastarfi seinna í dag. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega aðeins tíu koma saman og grímuskylda gildir um alla eldri en fimm ára. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að sviðið búist við að samræma tilhögun skólastarfsins á höfuðborgarsvæðinu og eiga samráð við skólastjóra seinna í dag. Þá geti skólarnir nýtt tímann í skipulagningu á morgun. Aðstæður breytist hratt og endanleg útfærsla á skólahaldi sé í höndum skólastjóranna. Hann segir að sviðið hafi í gær átt fundi með menntamálaráðuneytinu með aðild kennarasamtakanna og að samráðið hafi verði gott. Eins og kom fram í fréttum í gær verður starfsdagur í öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Með því verður starfsfólki skólanna gefinn kostur á að skipuleggja skólastarfið með hliðsjón af nýjum samkomutakmörkunum, sem gilda nú um öll börn eldri en fimm ára. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sagt að stefnt sé að því að ráðast í aukna hólfaskiptingu í skólum og leggja ríkari áherslu á nándartakmörk. Í minnisblaði sóttvarnalæknis vegna nýjustu takmarkananna segir að tryggja eigi eins og hægt sé með hliðsjón af þroska mismunandi aldurshópa að nálægð sé yfir tvo metra.
Þetta er þýðing á grein eftir Michael Hudson hagfræðiprófessor, en greinin birtist í Financial Times. Það var Gunnar Tómasson hagfræðingur sem íslenskaði greinina. - - - [if gte mso 9]> Normal 0 0 1 817 4657 38 9 5719 11.1282 [if gte mso 9]> 0 0 0 /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Times New Roman"; panose-1:0 2 2 6 3 5 4 5 2 3; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:auto; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:50331648 0 0 0 1 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li. MsoNormal, div. MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0in; margin-bottom:. 0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; layout-grid-mode:line;} p.MsoFooter, li. MsoFooter, div. MsoFooter {margin:0in; margin-bottom:. 0001pt; mso-pagination:widow-orphan; tab-stops:center 3.0in right 6.0in; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; layout-grid-mode:line;} span. MsoPageNumber {} table. MsoNormalTable {mso-style-parent:""; font-size:10.0pt; font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:8.5in 11.0in; margin:1.0in 1.25in 1.0in 1.25in; mso-header-margin:. 5in; mso-footer-margin:. 5in; mso-paper-source:0;} div. Section1 {page:Section1;} StartFragment Ísland og Lettland geta ekki borgað, og borga því ekki Michael Hudson Geta Ísland og Lettland greitt erlendar skuldir fámenns hóps einkavina valdhafa? Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sagt þeim að umbreyta einkaskuldum í opinberar skuldbindingar og endurgreiða þær með hækkun skatta, niðurskurði ríkisútgjalda og eyðingu sparifjár almennings. Reiði fer vaxandi ekki einungis í garð þeirra sem söfnuðu skuldunum – Kaupþing og Landsbanki í gegnum Icesave og einkaaðilar í löndunum við Eystrasalt og í mið-Evrópu sem veðsettu fasteignir og einkavæddar ríkiseignir langt úr hófi fram – heldur líka gagnvart erlendum lánardrottnum sem þrýstu á stjórnvöld að selja banka og aðra helztu innviði hagkerfa til innherja. Stuðningur við aðildarumsókn Íslands að ESB hefur minnkað í um þriðjung þjóðarinnar og Harmony Center flokkurinn, sem studdur er af stórum hluta rússnesku-mælandi Letta, hefur náð meirihluta í Riga og stefnir í að verða vinsælasti flokkurinn á landsvísu. Í báðum tilfellum hafa mótmæli almennings skapað vaxandi þrýsting á stjórnmálamenn að takmarka skuldabyrði við eðlilega greiðslugetu landanna. Um helgina skipti þessi þrýstingur sköpum á Alþingi Íslendinga. Þar varð samkomulag, sem kann að verða frágengið í dag, um skilyrði fyrir verulegum endurgreiðslum til Bretlands og Hollands vegna útborgana þeirra á innistæðum þarlendra eigenda Icesave reikninga. Mér vitanlega er þetta fyrsta samkomulagið frá þriðja áratug síðustu aldar sem takmarkar afborganir af skuldum við greiðslugetu viðkomandi lands. Greiðslur Íslands takmarkast við 6% af vexti vergrar landsframleiðslu miðað við 2008. Ef aðgerðir lánardrottna keyra íslenzka hagkerfið niður með óvægnum niðurskurði ríkisútgjalda og skuldaviðjar kynda undir frekari fólksflutninga úr landi, þá verður hagvöxtur enginn og lánardrottnar fá ekkert greitt. Svipað vandamál kom til umræðu fyrir liðlega 80 árum vegna skaðabótagreiðslna Þýzkalands vegna fyrri heimsstyrjaldar. En margir stjórnmálamenn átta sig enn ekki á því að eitt er að merja út afgang á fjárlögum og annað að geta greitt erlendar skuldir. Hver sem skattheimta stjórnvalda kann að vera þá er vandinn sá að breyta skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Eins og John Maynard Keynes útskýrði, ef skuldsett lönd geta ekki aukið útflutning sinn verða greiðslur þeirra að byggjast á lántökum eða eignasölu. Ísland hefur núna hafnað slíkum eyðileggjandi valkostum. Greiðslugetu hagkerfis í gjaldeyri er takmörk sett. Hærri skattar þýða ekki að stjórnvöld geti umbreytt auknum skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Þessi staðreynd endurspeglast í afstöðu Íslands gagnvart Icesave skuldum, sem áætlað er að nemi helmingi af vergri landsframleiðslu þess. Með þessari afstöðu sinni mun Ísland væntanlega leiða önnur hagkerfi í pendúlssveiflu frá þeirri hugmyndafræði sem telur endurgreiðslu allra skulda vera helga skyldu. Fyrir hagkerfi landa sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna felst vandinn í því að vonir brugðust um að sjálfstæði 1991 hefði í för með sér vestræn lífsgæði. Þessi lönd jafnt sem Ísland eru enn háð innflutningi. Hnattræna eignabólan fjármagnaði hallann á viðskiptajöfnuði – lántökur í erlendri mynt gegn veði í eignum sem voru skuldlausar þegar löndin urðu sjálfstæð. Nú er bólan sprungin og komið að skuldadögum. Lán streyma ekki lengur til Eystrasaltslanda frá sænskum bönkum, til Ungverjalands frá austurrískum bönkum, eða til Íslands frá Bretlandi og Hollandi. Atvinnuleysi eykst og stjórnvöld skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála. Í kjölfarið fer efnahagslegur samdráttur og meðfylgjandi neikvæð eignastaða fjölda fyrirtækja og heimila. Óvægnar niðurskurðaráætlanir voru algengar í löndum þriðja heims frá 8. til 10. áratugar síðustu aldar, en evrópsk lýðræðisríki hafa takmarkað þolgæði gagnvart slíku verklagi. Eins og málum er nú háttað eru fjölskyldur að missa húsnæði sitt og fólksflutningar úr landi eru vaxandi. Þetta voru ekki fyrirheit nýfrjálshyggjunnar. Þjóðir spyrja ekki bara hvort greiða eigi skuldir, heldur líka – eins og á Íslandi – hvort hægt sé að greiða þær. Ef það er ekki hægt, þá leiðir tilraun til að greiða þær einungis til frekari efnahagssamdráttar og hindrar lífvænlega þróun hagkerfisins. Munu Bretland og Holland samþykkja skilyrði Íslands? Keynes varaði við því að tilraun til að knýja fram erlenda skuldagreiðslu umfram greiðslugetu krefðist stjórnarfars á sviði fjárlaga og fjármála sem er þjakandi og óvægið og gæti hvatt til þjóðernissinnaðra viðbragða til að losna undan skuldakröfum erlendra þjóða. Þetta gerðist á þriðja áratug 20. aldar þegar þýzka hagkerfið var kollkeyrt af harðri hugmyndafræði um ósnertanleika skulda. Málið varðar praktíska meginreglu: skuld sem er ekki hægt að greiða verður ekki greidd. Spurningin er einungis hvernig slíkar skuldir verða ekki greiddar. Verða þær afskrifaðar að miklu leyti? Eða verður Íslandi, Lettlandi og öðrum skuldsettum löndum steypt í örbirgð til að merja út afgang í tilraun til að komast hjá vanskilum? Síðarnefndi valkosturinn getur knúið skuldsett lönd til stefnubreytingar. Eva Joly, franski saksóknarinn sem aðstoðar við rannsókn á íslenzka bankahruninu, hefur varað við því að svo gæti farið að Ísland stæði uppi með náttúruauðlindir og mikilvæga staðsetningu sína: „Rússlandi gæti til dæmis fundist það áhugavert.” Kjósendur í löndum sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna gerast æ meira afhuga Evrópu vegna eyðileggjandi hagstjórnarstefnu sem nýtur stuðnings ESB. Eitthvað verður undan að láta. Mun ósveigjanleg hugmyndafræði víkja fyrir efnahagslegum staðreyndum, eða fer það á hinn veginn? [if ! supportEmptyParas][endif] Höfundur er hagfræðiprófessor við University of Missouri EndFragment
Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt töpuðu gríðarlega mikilvægum leik á heimavelli á móti TV 1893 Neuhausen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Grosswallstadt þurfti nauðsynlega á báðum stigunum að halda í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Rúnar Kárason var með tvö mörk og þrjár stoðsendingar og Sverre Andre Jakobsson skoraði eitt marka þegar Grosswallstadt tapaði leiknum 26-28 eftir að hafa verið með frumkvæðið nær allan leikinn og 14-11 forystu í hálfleik. Neuhausen vann síðustu sex mínútur leiksins 4-1 og tryggði sér dýrmætan sigur. Neuhausen er það með með tveggja stiga forskot á Grosswallstadt en bæði lið eru í fallsæti. Neuhausen er tveimur stigum á eftir VfL Gummersbach sem situr í síðasta örugga sætinu. Sverre var aðeins búinn að skora eitt mark í fyrstu 28 deildarleikjum Grosswallstadt á tímabilinu enda spilar hann bara vörnina og fær venjulega ekki að fara fram í hraðaupphlaupunum. Sverre skoraði markið sitt á 10. mínútu þegar hann jafnaði metin í 4-4 en Rúnar Kárason átti að sjálfsögðu stoðsendinguna á landa sinn. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu sannfærandi átta marka heimasigur á TUSEM Essen, 29-21. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen-liðið og Alexander Petersson var með eitt mark. Þýski landsliðsmaðurinn Patrick Groetzki var markahæstur hjá Löwen með átta mörk. Rhein-Neckar Löwen minnkaði forskot Kiel á toppnum í þrjú stig en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel eiga leiki inni á Ljónin.
Ragnhildur Geirsdóttir hættir sem forstjóri og Jakob Sigurðsson gæti tekið við. Greitt fyrir með bréfum Atorku. Horn, fjárfestingarfélag í eigu Landsbankans, hyggst á næstunni taka yfir plastframleiðandann Promens. Skrifað hefur verið undir samkomulag þess efnis við Atorku, sem á 74% hlutafjár Promens en fyrir á Horn 12% hlutafjár í félaginu. DV greinir frá þessu í dag og vísar til fundargerðar stjórnar Horns frá því í lok síðasta mánaðar. Greiðsla fer fram í formi hlutafjár í Atorku en við nauðasamninga Atorku í árslok 2009 féllust Landsbanki og Íslandsbanki á að breyta krötum sínum á hendur félaginu í hlutafé. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlits og lánardrottna Promens. Ragnhildur Geirsdóttir mun samkvæmt frétt DV láta af starfi forstjóra Promens en því hefur hún gegnt frá árinu 2006. Óskað hefur verið eftir því við Jakob Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta og forstjór SÍF og núverandi aðstoðarforstjóra deCode að hann taki við starfinu. Hann mun þó hafa beðið um umþóttunartíma. Þá má ætla að Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns, taki við formennsku í stjórn Promens af Steinþóri Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Sæplasts. Promens varð til þegar Atorka hóf að stækka dalvíska fyrirtækið Sæplast um miðjan síðasta áratug og rekur fyrirtækið nú 47 starfstöðvar um allan heim. Hjá því starfa um 4 þúsund manns. Eignir félagsins voru metnar á um 20 milljarða króna í árslok 2009. Eins og fram kom á vb.is 25. október 2009 var félagið talið verðlaust ári áður. Þá kom það fram þremur dögum fyrr að fjárþörf félagsins væri metin á um 15-20 milljónir evra og að hagrætt hafi verið í rekstrinum þannig að 1200 manns var sagt upp á tveimur árum.
Greiningardeildir spá því að verðbólga verði um 3 prósent næstu mánuði. Greiningardeild Arion banka spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst. Í bráðabirgðarspá bankans var gert ráð fyrir að hækkunin yrði 0,4 prósent. Rætist spáin mun ársverðbólga standa í stað á milli mánaða og vera 2,7 prósent. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Arion banka. „Við teljum að verðbólguævintýrinu sé lokið í bili og að árstakturinn verði í kringum 3% næstu mánuði. Þetta er í samræmi við hagspána okkar en þar er gert ráð fyrir að verðbólgan verði í kringum 3% í lok árs,“ segir í Markaðspunktum. Greining Íslandsbanka væntir þess að verðbólga muni aukast um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Hún spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Miðað við þá spá eykst verðbólga úr 2,7 prósent í 2,8 prósent í ágúst. Útlit er fyrir að verðbólga verði um 3,1 prósent í lok þessa árs og verði að jafnaði um 2,9 prósent út árið 2019. Þetta kemur fram í Korni Íslandsbanka. Greiningardeild Arion banka segir að það sem stuðli að aukinni verðbólgu í ágúst sé að sumarútsölur muni ganga tilbaka og ýmsir liðir í vísitölunni fari hækkandi, svo sem ýmsar innfluttar vörur, matvæli, hótel og veitingastaðir. Á móti vegi að flugfargjöld lækki umtalsvert eins og venjulega í ágúst. Hagstofan mælir vísitöluna 8. til 14. ágúst og mælingin verður birt miðvikudaginn 30. ágúst.
Eden Hazard, ein af stjörnum Real Madrid, segir að það sé erfitt að láta ísskápinn vera á tímum kórónuveirunnar en hann eins og aðrir stjörnur liðsins sem og aðrir íbúar Spánar eiga að halda sig heima. Útgöngubann ríkir á Spáni og mun ríkja eitthvað áfram en Spánn er eitt af þeim löndum sem hefur farið sem verst út úr kórónuveirunni. Hazard og félagar þurfa því að halda sig heima allan daginn. Hazard hafði, áður en allt var sett á ís, verið í vandræðum með ökklameiðsla en hann æfir nú heima fyrir og reynir að koma sér á beinu brautina aftur. „Þetta er erfitt fyrir mig. Ég reyni að borða ekki of mikið og reyni að láta það eiga sig að fara of oft í ísskápinn en það er erfitt,“ sagði Hazard í samtali við RTBF. Marca greinir frá. „Ég hitti sjúkraþjálfarann á netinu. Hann getur ekki komið hingað lengur því hann veiktist og verður að vera heima. Við byrjuðum á þessu fyrir tíu dögum og hann sendir mér myndbönd.“ „Ég vinn að því að styrkja ökklann og geri hvað sem ég get hérna heima,“ sagði hinn 29 ára Hazard sem hefur leikið fimmtán leiki með Real frá því að hann kom frá Chelsea síðasta sumar.
Steinunn Knútsdóttir, sviðslistamaður og deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla íslands, las eftirfarandi pistil í Víðsjá í dag þar sem hún velti fyrir sér hlutverki áhorfenda. „ Ég er á sviðslistasýningu Framandverkaflokksins Kviss Búmm Bang, á hóteli í Keflavík, ég dvel þar í 24 klukkustundir. Ég fæ heimsóknir inn á herbergið mitt, er leidd um hótelið á fjölbreytileg stefnumót við raunverulegar og óraunverulegar manneskjur, ég fæ símtöl á herbergið, mér er boðið í kaffi í heimahúsi, kvöldverð á hótelinu og enda á rómantísku stefnumóti við sjálfa mig á skyndibitastað í miðbæ Keflavíkur með dúkað borð og kertljós ein viðskiptavina. Sýningin er búin. Ég er á sviðslistasýningu, hins ítalska Romeo Castelluccis, í París, ég stend í stórum áhorfendahópi í risa skemmu. Inn í miðjan hópinn gengur leikari og leggst á gólfið, með honum er förðunarteymi sem hefst handa við að sviðssetja alvarlegt slys með áverkum, blóði og öðrum líkamsvessum. Förðunarfólkið gengur út og leikarinn byrjar að túlka persónu sem hefur lent í slysi, sírenur heyrast og sjúkrabíll keyrir inn í skemmuna og staðnæmist hjá hinum slasaða. Bráðaliðar stökkva út úr bílnum og reyna að bjarga lífi persónunnar en hún deyr frammi fyrir hópi af vitnum, ókunnu fólki, áhorfendum sem hefur myndað hring í kringum senuna. Breitt er yfir líkið og sjúkrabíllinn keyrir í burtu. Leikarinn stendur upp og gengur út – nýr leikari kemur inn og atriðið er endurtekið með breytingum í fimm skipti og er þá þrifið. Sýningin er búin. Ég er á sviðslistasýningu úr smiðju Borgarasenu Árósa, ég geng um götur Þórshafnar í Færeyjum, í 10 manna hópi, það er enginn sem leiðir ferðina, sá fremsti hverju sinni ræður för. Við skiptumst á að ganga í fararbroddi og án orða er skipt um stjórnanda og takturinn breytist. Við göngum í um klukkustund; upp brekkur, niður að sjó, inn í verslun, garð og bakgarð. Á ferð okkar sjáum við margar persónur og leikmyndin breytist stöðugt. Dramatúrgían er flæðandi, ekkert ris, engin meiri háttar hvörf. Eftir göngutúrinn setjumst við niður og deilum reynslu okkar hvert með öðru í myndum og hugmyndum. Sýningin er búin. Í þessum verkum eru mínar gerðir, hugsanir og viðbrögð innbyggð í frásögnina, án mín væri engin saga, engin sýning – ég er persóna verksins, jafnvel aðalpersónan. Þarna er ég í allt öðru hlutverki en sá sem situr í myrkrinu í stórum áhorfendasal og horfir á leikriti vinda fram á upplýstu sviðinu. Í dag blómstrar sviðslist af þessu tagi, sviðslist sem færir áhorfandann í forgrunn, gerir hann að virkum þátttakanda og aðalleikara sviðsverksins. Hlutverk áhorfenda í sviðslistunum getur nefnilega verið mjög breytilegt og fer eftir tegund sviðssetninga. Þeir geta verið áhorfendur í orðsins fyllstu merkinu þar sem þeir horfa í gegnum hinn svokallaða fjórða vegg, inn í lokaðan heim sviðsverksins og samsama sig örlögum persónanna á sviðinu eða verið virkir þátttakendur sem hafa samskipti við persónur leiksins og geta þar með haft áhrif á atburðarrás verksins. Stefnumót leikhóps og áhorfanda getur farið fram við hinar ólíkustu aðstæður og geta forsendur sviðsverks krafist mismikils af áhorfendum og sett þá í miskrefjandi hlutverk. Stefnumótið getur farið fram í ólíkum rýmum, innan dyra sem utan, jafnvel á heimili áhorfandans. Áhorfandinn getur þurft að liggja, sitja eða standa, jafnvel ferðast um. Hann getur verið einn af þúsund eða verið eini áhorfandinn. Brasilíski leikhúsmaðurinn Augusto Boal fann upp nýyrði yfir hinn virka áhorfanda, hann kallaði hann Spect-actor á ensku, en það er persóna sem er leikari og áhorfandi í senn, einhver sem bæði meðtekur og skapar. Boal býður áhorfendum í leikhús til þess að greina félagslegan vanda og með virkri þátttöku í greiningunni sem fram fer á sviðinu, upplifir áhorfandinn félagslega sjálfseflingu. Þá eru það þrekverkin, allt um lykjandi lifandi innsetningar sem lifa sjálfstæðu lífi stundum svo sólahringum skiptir. Í þeim skapar sviðslistamaðurinn heim sem er sjálfbær og er áhorfandanum boðið að stíga inn í þann heim sem vitni. Dæmi um slík sviðsverk eru verk hinnar dönsku Signa Köstler. Í mjög umdeildu verki frá 2010, Salo, sem var frjáls útlegging listamannsins á samnefndri kvikmynd Paolo Passolinis, var hver hluti verksins, sem var í fjórum hlutum, fluttur án hlés í viku í senn. Verkið var flutt í stóru einbýlishúsi í Kaupmannahöfn og gátu áhorfendur dvalið inni í verkinu eins lengi og þeir vildu, jafnvel næturlangt og gengið þar um sem vitni eða þátttakandi sem gengur inn í veruleika þess heims sem Signa hafði skapað. Í sviðslistunum skiptir áhorfandinn um hlutverkum eftir aðstæðum, hann er neytandi, njótandi, vitni, þátttakandi, aðalpersóna í sumum aðstæðum, aukapersóna eða statisti í öðrum. Stundum er hann eina persónan í verkinu, höfundur, leikari og áhorfandi. Svona eins og í lífinu sjálfu.“
Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að vísa átta félögum í MC Iceland mótorhjólasamtökunum úr landi en þeir voru handteknir þegar þeir lentu á Gardermoen flugvelli í morgun. Einn þeirra hefur kært ákvörðunina. Mennirnir átta voru á leið til Osló en þar átti að víga þá formlega inn í Hell's Angels samtökin. Íslensk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af þessu, enda telja þau Hell's Angels vera skipulögð glæpasamtök. Mennirnir voru handteknir á Gardermoen flugvelli og norsk yfirvöld ákváðu í kjölfarið að vísa mönnunum úr landi. Mona Hertzenberg, lögfræðingur lögreglunnar á Gardermoen, talar frá Osló, Noregi, tekur til máls á ensku. Foringi MC Iceland heitir Einar Marteinsson. Hann kærði brottvísunina og því verður mönnunum átta ekki vísað úr landi fyrr en sú kæra hefur verið tekin fyrir. Lögmaður Einars segir að það verði annað hvort seint í kvöld eða í fyrramálið sem niðurstaða fæst í málið. Trond Olsen Næss, talar frá Osló, Noregi, tekur til máls á ensku. Andri Ólafsson tekur til máls á ensku. Trond Olsen Næss tekur til máls á ensku. En sama hvort MC Iceland mönnum verði vísað úr landi eður ei mun það ekki breyta neinu um inngöngu þeirra í Hell's Angels, að minnsta kosti ef marka má þetta skilti sem er búið að koma fyrir á félagsheimili þeirra í Hafnarfirði. Það er beðist velvirðingar að það vantaði texta.
Íslendingar ásamt Rúmenum eru svartsýnastir tuttugu og fjögurra þjóða þar sem spurt var, þar sem spurt var um væntingar fólks til að horfa, til horfa í efnahagsmálum næstu þrjá mánuðina. Heldur hefur þó dregið úr svartsýni þjóðarinnar frá því í júlí í sumar. Íslendingar eru meðal svartsýnustu þjóða þegar spurt er um væntingar fólks um þróun efnahagsmála, samkvæmt alþjóðlegri könnun. Fimmtíu og níu prósent Íslendinga telja að efnahagsástandið muni versna á næstu þremur mánuðum og aðeins 7 prósent þjóðarinnar telja að ástandið muni batna, segir í tilkynningu frá Capacent Gallup. Rúmenar eru jafn svartsýnir á horfur í efnahagsmálum og Íslendingar. Svartsýni Íslendinga hefur þó minnkað frá því í júlí þegar 71 prósent þjóðarinnar taldi að efnahagsástandið myndi versna á næstu þremur mánuðum þar á eftir. Viðhorf almennings í 24 löndum eru borin saman í þessum könnunum. Almennt séð er fólk á heimsvísu aðeins bjartsýnna en í júlí. Það sýnir minna aðhald í eyðslu og lítur framtíðina bjartari augum. Íslendingar eru svartsýnastir ásamt fimm öðrum þjóðum, Argentínumönnum, Búlgörum, Frökkum, Mexíkóum og Rúmenum. Þá er traust fólks í löndunum tuttugu og fjórum á stjórnvöldum heldur að aukast en gerir það ekki á Íslandi. Útgjöld fólks eru alls staðar að dragast saman en þó mest hjá Íslendingum og Mexíkóum. Kreppan hefur alls staðar haft áhrif á andlega líðan fólks og eru Íslendingar kvíðnari og finna fyrir meiri streitu en fólk í öðrum löndum sem könnunin nær til. Að meðaltali segjast 38 til 39 prósent svarenda í löndunum hafa upplifað streitu og kvíða vegna kreppunnar en 43 til 48 prósent Íslendingar kannast við þessar tilfinningar í tengslum við efnahagsástandið. Íslendingar sofa samt betur í kreppunni en aðrar þjóðir, en finna meira fyrir þunglyndi. Hér segjast 42 prósent geta rakið þunglyndi til efnahagsástandsins en í löndunum öllum segjast 17 prósent að meðaltali geta rakið þunglyndi til kreppunnar.
Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins.
Skýrsla stýrihóps um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur er til meðferðar á fundi borgarráðs Reykjavíkur sem nú stendur. Skýrslan, þó ekki lokaútgáfa hennar, barst fjölmiðlum í gær. Þar eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við REI málið svokallaða og samrunann við Geysi Green Energy. Hallgrímur Indriðason er í ráðhúsi Reykjavíkur. Eins og var komið inn á áðan þá stendur enn fundur borgarráðs þar sem á að taka fyrir þessa skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveitunnar sem Svandís Svavarsdóttir gegndi formennsku í. Mér skilst af þeim upplýsingum sem ég hef innan úr fundinum að umræða um skýrsluna hafi byrjað fyrir svona rúmum hálftíma og henni er sem sagt ekki ennþá lokið. En í skýrslunni er talað, í þeirri bráðabirgðaútgáfu sem greint var frá í fjölmiðlum í gær kemur meðal annars fram að ákvarðanataka í samningaferlinu um sameiningu REI og Geysis Green hafi verið gölluð og í raun áfellisdómur yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þar er dregið í efa það umboð sem borgarstjóri hafði við að samþykkja þessa sameiningu sem og umboð sem stjórnendur REI og Orkuveitunnar höfðu til að samþykkja ýmsa samninga í tengslum við þennan samruna, stórar og afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar án umræðu eða samþykkis lýðræðislega kjörinna fulltrúa í þeim sveitarfélögum sem eiga Orkuveituna og kynningarferli hafi verið verulega ábótavant. En þetta er nú aðeins lítið brot af því sem þarna stendur, hér er gagnrýnt harkalega ýmislegt sem kom upp í þessu máli og var náttúrulega á sínum tíma til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk. En það er í raun og veru litlu við þetta að bæta eins og er, við bíðum hér eftir að þessum borgarráðsfundi ljúki og þá komum við með nánari upplýsingar um það sem þar fór fram og hvað verður gert í framhaldinu. Við verðum með fréttir af þessu hjá okkur klukkan 2.
Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar. Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september.
Svo virðist sem fullorðið fólk í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu hafi ímyndað sér, að GATT-frumvarp ríkisstjórnarinnar mundi leiða til innflutnings á erlendri búvöru á 30% hærra verði en innlend búvara. Þetta fólk hefur nú reiknað dæmið betur og segist hafa verið blekkt. Þeir, sem reyndari eru, vissu alltaf, að aldrei stóð til að leyfa innflutning. Frumvarpssmiðir höfðu það verkefni að búa svo um hnútana, að enginn kostur væri á innflutningi erlendrar búvöru, jafnvel þótt það jafngilti mörg hundruð prósent tolli og allt upp í 1400% toll. Markmið frumvarpsins var að fullnægja formsatriðum, en ekki efnisatriðum í samkomulagi, sem Ísland hafði samþykkt í fjölþjóðlegu viðskiptasamstarfi á vegum GATT. Markmið frumvarpsins er lögfræðileg aðferð við að leyfa innflutning búvöru án þess að leyfa hann. Að baki frumvarpsins eru stóru framsóknarflokkarnir tveir. Þeir hafa báðir jafnan sýnt, að þeir fyrirlíta neytendur og taka jafnan 100% afstöðu gegn þeim. Þetta er ósköp eðlilegt, því að þetta gera neytendur sjálfir, sem hafa áratugum saman fúslega látið hafa sig að fífli. Hátt matarverð á Íslandi er ekki efnahagslegur vandi, heldur pólitískur. Kjósendur styðja jafnan mest og bezt þá flokka, sem líklegastir eru til að halda matarverði í landinu sem hæstu. Þetta gera þeir, þótt það kosti hverja fjögurra manna fjölskyldu 320.000 krónur á hverju ári. Allir kjósendur eru líka neytendur. En kjósendur líta ekki á hagsmuni neytenda sem mikilvægan þátt í hagsmunum sínum. Margir þeirra vilja, að hagsmunir neytenda séu teknir fram yfir sérhagsmuni, en sá vilji er ekki svo ákveðinn, að hann ráði pólitískri afstöðu. Ef kjósendur greiddu atkvæði sem neytendur, mundu þeir rústa gamla flokkakerfið. En það gera þeir ekki. Þótt boðið yrði upp á sérstakan stjórnmálaflokk neytenda, styddu þeir hann ekki. Þeir styðja ekki heldur Alþýðuflokkinn, því að allir vita, að hann svíkur. Til varnar hagsmunum neytenda eru samtök sérviturra neytenda og örfáir kaupmenn, sem hafa hagnazt á að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Þessir aðilar hafa hátt um þessar mundir, af því að ríkisstjórnin er greinilega að fara í kringum anda GATT-samningsins. Nöldrið er tekið upp í fjölmiðlum, þar sem það rís og hnígur. Hljómgrunnur í þjóðfélaginu er nánast enginn. Kjósendur vilja láta nauðga sér sem neytendur eins og þeir hafa jafnan látið gera. Þeir vilja leyfa helztu stjórnmálaöflum landsins að traðka á sér á hefðbundinn hátt. Íslendingar hafa margsinnis séð lotur í umræðum og deilum um mikilvægi hagsmuna neytenda annars vegar og landbúnaðarins sem kerfis hins vegar. Jafnan hefur niðurstaðan orðið sú, að hagsmunir neytenda verða 100% að víkja fyrir hagsmunum landbúnaðarkerfisins. Núna stendur ein slík lota. Að henni lokinni mun kerfið halda áfram sinn vanagang af algeru tillitsleysi við hagsmuni neytenda. Við því er ekkert að segja. Þjóðin vill hafa þetta svona. Hún er meira en fús til að borga herkostnaðinn af yfirgangi landbúnaðarkerfisins. Reikningsdæmi GATT-frumvarpsins liggja á borðinu, alveg eins og önnur reikningsdæmi landbúnaðarins. Samanlagt segja þessi dæmi, að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu verður að greiða 320.000 krónur á ári til að halda uppi vonlausu batteríi landbúnaðar. Fólk vill þjást í þágu landbúnaðarkerfisins. Það er kjarni málsins. Þess vegna er frumvarp ríkisstjórnarinnar ofur eðlilegt. Það er raunar gott á neytendur. Jónas Kristjánsson DV
Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, Eistlands, Lettlands og Litháens, þegar þau lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991. Íslendingar hafa alla tíð staðið með þessum ríkjum í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Stjórnvöld í öllum Eystrasaltsríkjunum litu svo á frá upphafi að virk þátttaka í vestrænu samstarfi væri rökrétt framhald á þeirri baráttu. Þau sóttust þannig strax eftir – og fengu – aðild að Atlantshafsbandalaginu og síðar að Evrópusambandinu. Í þessum ríkjum hefur ríkt breið samstaða um að smáríki gæti hagsmuna sinna bezt með því að festa sig í kjarna vestræns samstarfs. Þau eru þá við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar um mál sem þau varða, í stað þess að vera leiksoppar í stórveldapólitík. Þau líta ekki á samstarfið sem skerðingu á fullveldi sínu, heldur leið til að varðveita sjálfsákvörðunarrétt sinn. Á síðustu árum hafa Eystrasaltríkin öll tekið ákvarðanir sem mörgum vinum þeirra hér á landi hljóta að þykja óskiljanlegar, miðað við allar hrakspárnar um að evran sé að fara að hrynja, miðstýringarvaldið í ESB kúgi evruríkin og að sameiginlegi gjaldmiðillinn sé almennt til óþurftar. Þau hafa öll ákveðið að taka upp evruna. Eistland gerði það í ársbyrjun 2011, í miðri evrukrísu, Lettland gerði það í gær og Litháen stefnir að evruaðild að ári. Margir spáðu illa fyrir upptöku evrunnar í Eistlandi, en reyndin er að hún hefur skilað eistnesku efnahagslífi miklum hagsbótum, sem Lettar hafa horft til. Undirbúningur að upptöku gjaldmiðilsins kostaði miklar fórnir í báðum ríkjum, ekki sízt gríðarlegan niðurskurð í ríkisfjármálum. En það eru fórnir sem hefði hvort sem var þurft að færa til að ná tökum á efnahagslífinu – og margir stjórnmálamenn í þessum ríkjum benda á að markmiðið um upptöku evrunnar hafi stuðlað þeim aga sem var nauðsynlegur. Eftir gjaldmiðilsskiptin hefur afstaða almennings í Eistlandi í garð evrunnar orðið jákvæðari. Meirihluti Letta hefur hins vegar enn efasemdir um að upptaka evrunnar verði til góðs. Afstaða stjórnvalda og flestra atvinnurekenda er aftur á móti alveg skýr. Latið var óstöðugur gjaldmiðill og óttinn við að hann félli í verði fældi fjárfesta frá Lettlandi og kom niður á lánshæfi þess. Upptaka evrunnar þýðir líka að landið fær stuðning frá Seðlabanka Evrópu og öðrum evruríkjum ef það lendir í vanda í framtíðinni. Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, benti í viðtali við BBC fyrr á árinu á það sem flestir vita sem vilja vita það; að kreppa evrusvæðisins er ekki gjaldmiðilskreppa. Evran er sterk og stöðug, en evruríkin hafa mörg glímt við efnahags- og ríkisfjármálakreppu. Dombrovskis bendir líka á að tök séu að nást á ástandinu, með harðari aga í ríkisfjármálum og bættri hagstjórn. „Þegar evran er komin, get ég verið viss um að gjaldmiðillinn falli ekki í verði. Þá get ég virkilega talað við bankana og skipulagt fyrirtækið mitt. Á heildina litið munu fyrirtækin í Lettlandi búa við meiri stöðugleika,“ sagði Aigars Rungis, eigandi bjórverksmiðju í Lettlandi, við BBC síðastliðinn mánudag. Það er hætt við að margir íslenzkir atvinnurekendur myndu taka undir með honum. Og margir mættu reyndar íhuga hvort það sama eigi ekki við um Ísland og Eystrasaltsríkin – að aukin þátttaka í Evrópusamstarfinu sé framhald á sjálfstæðisbaráttunni, en ekki andstæða hennar.
Selfoss vann öruggan sigur á Völsungi í 2. deild karla í knattspyrnu í dag á Selfossvelli. Lokatölur urðu 4-1. Selfyssingar voru sterkari í upphafi leiks og Gylfi Dagur Leifsson kom þeim yfir á 19. mínútu eftir góðan undirbúning Kenan Turudija. Eftir markið féllu Selfyssingar til baka en áttu þó ágætar sóknir og Hrvoje Tokic fékk t.d. dauðafæri á lokamínútunni en skaut framhjá. 1-0 í hálfleik. Tokic var hins vegar maður seinni hálfleiksins því hann gerði sér lítið fyrir og hlóð í þrennu annan leikinn í röð. Hann kom Selfyssingum í 2-0 á 55. mínútu og 3-0 á 67. mínútu en fimm mínútum síðar minnkuðu gestirnir muninn. Guðmundur Tyrfingsson fiskaði vítaspyrnu fyrir Selfoss á 87. mínútu og Tokic fór á punktinn og innsiglaði þrennuna um leið og hann tryggði Selfyssingum 4-1 sigur. Þetta var tuttugasta mark Hrvoje Tokic í deildinni, sjötti sigur Selfyssinga í röð í deildinni og þriðji leikurinn í röð sem fer 4-1. Selfoss þarf að klára sitt og treysta á aðra Þrátt fyrir sigurinn eru Selfyssingar áfram í 3. sæti deildarinnar þar sem Leiknir Fáskrúðsfirði valtaði yfir Vestra á heimavelli, 4-0 í dag. Leiknir fór því í efsta sætið með 43 stig, Vestri hefur 42 og Selfoss 41. Selfoss þarf að vinna Kára á útivelli í lokaumferðinni og treysta á að Leiknir tapi stigum gegn Fjarðabyggð, sem er í 9. sæti, eða að Vestri tapi stigum gegn botnliði Tindastóls.
Lillý þjáðist á tímabili mikið vegna bjúgs í augum, sem olli því að blæddi. Ástandið kom til vegna þess að hún hafði farið til nuddara sem fór óvarlega sem orsakaði að það sprungu æðar í augum hennar. „Ég var fyrir vikið óskaplega þreytt í augunum og alveg helaum. Ég gat varla komið við augnsvæðið, það var svo viðkvæmt. Ég fór til læknis sem hélt fyrst að ég hefði fengið högg á höfuðið. Þá byrjaði ég að fá sprautur til þess að laga ástandið, fyrst mánaðarlega og svo með þriggja mánaða millibili. Þá kom í ljós að ég var einnig komin með minniháttar hrörnun í augnbotnum.“ Tíminn leið og ástandið virtist ekki ætla að lagast hjá Lillý. „Ég heyrði svo af AstaEye í gegnum hana Lilju Kjalarsdóttur, en við vorum báðar staddar á Djúpavogi í fermingu 2018. Við vorum saman í húsi og hittumst svo að segja fyrir tilviljun. Við hófum að ræða um heilsufar og hún minntist í framhaldi á að SagaNatura væri að búa til bætiefni fyrir augu.“ AstaEye flutti Esjuna nær Í október sama ár byrjaði Lillý að taka AstaEye og fann fljótlega mun á augunum. „Þegar ég fór til læknis til að fá enn eina sprautuna sagði læknirinn að ástandið hefði stórlagast á augunum og að augnbotnahrörnunin stæði í stað. Þá minntist ég á að ég væri byrjuð að taka AstaEye bætiefni meðfram meðferðinni og spurði hvort það gæti verið að hjálpa. Læknirinn spurði mig á móti hvort ég tryði að það hjálpaði og ég jánkaði því og að kroppurinn væri mér sammála. Þá sagði hann að ég ætti endilega að halda áfram að taka bætiefnið. Það er nú svo að trúin flytur fjöll og í mínu tilfelli þá hefur Esjan færst töluvert nær, ekki bara vegna trúarinnar heldur finn ég líka að AstaEye gerir mér gott. Ég get ekki kvartað í dag. Ég er aldrei þreytt eða aum í augunum og ég þarf aldrei orðið að vera með gleraugun sem ég var farin að þurfa til að geta séð á sjónvarp eða annað. Þetta voru rosalega þykkir og þungir flöskubotnar sem mér líkaði aldrei við og nú hef ég alveg lagt þeim.“ Lillý byrjaði að taka AstaEye 2018 og hefur sjónin stórlagast. Hún er hætt að þurfa stór og þykk gleraugu til að sjá á sjónvarpið og augnbotnahrörnun sem hún greindist með hefur staðið í stað síðan. Fréttablaðið/Anton Jákvæðni bætir og kætir „Fjölskyldan mín hefur fengið svo gott í kroppinn og ná flestir fjölskyldumeðlimir um og yfir 98 ára aldri. Sú yngsta af systkinum mömmu, sem varð 97 ára, hún er 92 ára í dag og eldhress. Systir hennar er 99 ára. Við höfum fengið sterk eldrimannagen og það merkilegasta er að ekkert af þessu fólki gengur með gleraugu. Þetta var slysni hjá mér. En ég er þakklát að þetta gekk til baka hjá mér, þökk sé AstaEye og sprautumeðferð. Ég má heldur betur vera ánægð að vera svona brött og sjá svona vel, 87 ára gömul. Ég er nú komin í litla íbúð á áttundu hæð með dásamlegu útsýni sem ég get notið til hins ýtrasta. Það gefur svo mikið að geta séð, sérstaklega þegar maður býr í svona fallegu landi. Svo skiptir öllu að vera jákvæður, það gefur þér alltaf nokkur ár í kaupbæti við lífið,“ segir Lillý. Augnbotnahrörnun algengasta orsök lögblindu Lilja Kjalarsdóttir, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins SagaNatura, segir að fyrirtækið hafi þróað AstaEye sem bætiefni til að viðhalda augnheilsu og koma í veg fyrir hrörnun augnbotna. Lilja Kjalarsdóttir, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins SagaNatura, segir það mikilvægt að byrja að taka inn fæðubót fyrir augun til að viðhalda augnheilsu fram eftir aldri. Sérstaklega ef augnbotnahrörnun er í ættinni. „Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu hjá fólki sem er 50 ára og eldra, en þessi tengsl hafa mikið verið rannsökuð. Þá sýndi AREDS2 rannsóknin sem framkvæmd var í Bandaríkjunum fram á að fólk sem fékk lítið af náttúrulegum litarefnum sem finnast m.a. í grænkáli og spínati í gegnum mataræði sitt og fengu fæðubót með þessum efnum, var 25% ólíklegra til þess að þróa með sér augnbotnahrörnun en viðmiðunarhópur á sama mataræði sem fékk ekki fæðubót. Þetta sýnir að næringar- og snefilefni sem finnast í heilsusamlegu mataræði eru gífurlega mikilvæg þegar kemur að augnheilsu,“ segir Lilja. Borðaðu regnbogann Þau litarefni sem eru mikilvæg fyrir sjónina getum við öll fengið úr fæðunni svo lengi sem við veljum nóg af litríku grænmeti og ávöxtum. „Við eigum að borða allan regnbogann svo að segja. En fæstir ná að borða nóg til þess að fá nægilegt magn af litarefnum til að viðhalda sjóninni. Og eftir því sem við eldumst minnkar upptaka næringarefna. Þess vegna getur það skipt verulegu máli að auka inntöku þessara efna með fæðubótarefnum eins og AstaEye.“ Þekkt blanda með lykilhráefni Til er fjöldi virkra fæðubótarefna á markaðnum fyrir augu, og líkt og flest inniheldur AstaEye bæði lútein og zeaxanthin sem eru mikilvæg fyrir augnþroska og sjón fullorðinna. Þá verja efnin augun fyrir útfjólubláum geislum og bláa ljósinu sem skín af tölvuskjám og snjalltækjum allt í kringum okkur. Einnig eru þar andoxunarefnin C- og E-vítamín sem draga úr hrörnun á augnbotnum og skýjum á auga. Þá er zink í AstaEye, sem er mikilvægt fyrir melanínmyndun í augum og kopar, sem kemur í veg fyrir blóðleysi sem getur tengst inntöku á zinki. „Það sem gerir AstaEye frá SagaNatura einstakt er að við höfum bætt við einu litarefni í viðbót. Í einum dagskammti af AstaEye eru 4 mg af astaxanthin, sem er afar virkt andoxunarefni sem við fáum aðallega úr laxi. Rannsóknunum sem sýna jákvæð áhrif astaxantins á augnheilsu fjölgar stöðugt, en þær eru ekki einungis bundnar við augnbotnahrörnun heldur er líklegt að astaxanthin geti haft áhrif á fjölda annarra kvilla sem hrjá augun. Málið með astaxanthin er að það getur verið afar erfitt að fá nóg af því úr fæðunni. En til þess að fá þetta magn af efninu þarf að borða kíló af laxi. Þá inniheldur eldislax ekki náttúrulegt astaxanthin líkt og sá villti. Astaxanthinið í AstaEye og fleiri vörum frá SagaNatura ræktum við sjálf upp úr grænþörungum í Hafnarfirði, en í náttúrunni framleiða þessir smáþörungar astaxanthin til að verja sig gegn óæskilegum áhrifum sólarinnar.“ AstaEye fæðubót fyrir augu er einstök á markaðnum þar sem hún inniheldur íslenskt astaxanthin ásamt öðrum þekktum næringarefnum sem styðja við augnheilsu. Fyrir fólk á öllum aldri Eitt af lykilatriðunum þegar verið var að setja formúluna af AstaEye saman, var að varan væri á skynsamlegu verði fyrir fólk. „Við höfum ekki eytt miklu í auglýsingar en fólk hefur verið fljótt að átta sig á því hvað AstaEye er virk vara. Móttökurnar hafa verið algerlega frábærar. Þá taka margir íþróttamenn og -konur inn AstaEye, því fyrir marga skiptir augnheilsa gífurlegu máli, til dæmis hjá fólki sem keppir í skotfimi. Fólk er alltaf að uppgötva meira og meira hversu miklu máli það skiptir að borða holla, fjölbreytta og litríka fæðu til að viðhalda góðri heilsu, en það getur verið erfitt í nútímanum að viðhalda því á hverjum degi. Þá koma fæðubótarefni eins og AstaEye sterk inn. Hvað varðar Lillý þá er ekki hægt að segja að hún sé fyrirbyggjandi dæmi. Hún var byrjuð í meðferð við bjúgi í augum og komin í lyfjagjöf við hrörnun í augnbotnum, en hvorug meðferðin hafði sýnt fram á mikinn árangur. Hún ákvað að bæta AstaEye við og fljótlega tók læknirinn eftir að bæði blóð og bjúgur minnkaði tiltölulega hratt. Augnlæknar um allan heim þekkja næringarformúluna sem AstaEye byggir á og styðja við notkun á henni til þess að viðhalda augnheilsu. Þá höfum við bætt við astaxanthini, sem er íslensk framleiðsla og íslenskt hugvit, og við trúum því 100% að það auki enn fremur á virkni fæðubótarefnisins. Þetta er alger dúndurblanda fyrir augun, á hvaða aldri sem er í raun og veru. Ef fólk er svo með ættarsögu af augnbotnahrörnun og/eða háum blóðþrýstingi, þá er kjörið að byrja að taka strax inn fæðubótarefni eins og AstaEye til að fyrirbyggja áður en skemmdir koma fram.“