Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
181
| Summary
stringlengths 74
3.53k
| Text
stringlengths 125
8.04k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 433/2009 | Kærumál Þinglýsing Útivist í héraði | J kærði úrskurð héraðsdóms og krafðist þess að stefna í máli hans gegn G yrði þinglýst á tiltekna fasteign. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti, segir að þegar litið væri til þeirra atriða sem fram væru komin um ágreiningsefni málsins væri ekki talið að fullnægt væri skilyrðum 1. mgr. 28. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 til að fallast mætti á kröfu J um þinglýsingu stefnunnar. Var kröfu hans um þinglýsingu stefnunnar því hafnað. J krafðist þess einnig fyrir Hæstarétti að ógiltur yrði frestur sem héraðsdómari ákvað í málinu og að tekin yrði til greina krafa hans fyrir héraðsdómi um að málið yrði dómtekið. Við fyrirtöku málsins í héraði um kröfu J um þinglýsingu á stefnu og uppkvaðningu úrskurðar um þá kröfu var ekki mætt af hálfu G. Í dómi Hæstaréttar segir að líta verði svo á að í kröfu J um dómtöku málsins hafi falist mótmæli við því að G yrði veittur frestur til að skila greinargerð í málinu. Hafi héraðsdómara borið að kveða upp úrskurð um hvort fresta ætti málinu, sbr. h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. Hann hafi ekki gert það heldur hafnað kröfunni með ákvörðun um að málið skyldi dómtaka. Réttmæti þeirrar ákvörðunar væri hins vegar ekki til úrlausnar fyrir Hæstarétti sbr. 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að honum yrði heimilað að þinglýsa á fasteignina Hróarsholt 2 spildu, Flóahreppi, fasteignanúmer 186-037, stefnu í máli hans gegn varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, en sóknaraðili vísar jafnframt til h. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og heimilað verði að þinglýsa stefnunni. Jafnframt krefst hann þess „að rétturinn ógildi frest sem héraðsdómari ákvað í málinu, til 1. september 2009, við fyrirtöku þess 9. júlí 2009 og að rétturinn taki til greina kröfu kæranda, frá í þinghöldum 6. júlí og 9. júlí 2009, um að málið verði dómtekið.“ Hvað þennan síðari lið kröfugerðar sóknaraðila varðar er þess, til vara, krafist að „Hæstiréttur vísi aftur heim í hérað ákvörðun héraðsdómara, í þinghaldi 9. júlí 2009, um frestinn og að hafna dómtöku máls, til þess að þeirri ákvörðun verði þar breytt með stoð í 5. mgr. 112. gr. l. nr. 91/1991.“ Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar, en til vara að kærumálskostnaður verði látinn falla niður. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. júní 2009. Málið höfðar sóknaraðili til viðurkenningar á eignarrétti sínum að fasteign þeirri er að framan greinir, aðallega fullum eignarrétti, en að öðrum kosti að tveimur þriðju hlutum hennar. Þá gerir sóknaraðili kröfu til vara um ógildingu á eignarrétti varnaraðila að fasteigninni, aðallega að ógiltur verði eignarréttur hans að allri fasteigninni en annars að tveimur þriðju hlutum hennar en að því frágengnu að þriðjungi hennar. Auk þess gerir sóknaraðili fleiri kröfur, meðal annars kröfu þá, sem hér er til umfjöllunar um að stefnu í málinu verði þinglýst á fasteignina. Við þingfestingu málsins var mætt af hálfu varnaraðila. Dómari ákvað fyrirtöku í málinu 6. júlí 2009 ,,til þess að gefa stefnanda og lögmanni stefnda kost á að tjá sig um þessa kröfu stefnanda.“ Er málið var tekið fyrir þann dag sótti sóknaraðili, stefnandi málsins, þing en af hálfu varnaraðila var ekki sótt þing. Bókað var í þingbók að krafa stefnanda um þinglýsingu stefnu væri að beiðni hans tekin til úrskurðar sem upp yrði kveðinn 9. júlí 2009. Þá er bókað: ,,Stefnandi leitar eftir afstöðu dómsins til þess hvort taka megi málið til dóms. Dómari féllst ekki á það en bókað var í þingbók í síðasta þinghaldi að málið væri tekið fyrir í dag til að gefa málsaðilum kost á að tjá sig um kröfu stefnanda um þinglýsingu stefnu. Útivist stefnda yrði að túlka þannig að ekki væri haldið uppi frekari vörnum um þá kröfu. Stefnandi krefst þess engu að síður að málið verði dómtekið en gerir ekki kröfu um að dómari taki frekari afstöðu til þess í þinghaldinu.“ Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 9. júlí 2009. Sótti sóknaraðili þá þing, en varnaraðili ekki. Eftir að úrskurðarorð hafði verið lesið í réttinum var bókað að dómari hafi leiðbeint sóknaraðila, sem er ólöglærður, um kærufest og fleira. Er svo bókað að málinu sé frestað samkvæmt 1. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 til næsta reglulegs dómþings Héraðsdóms Reykjavíkur sem haldið yrði 1. september 2009 á tilgreindum tíma. Einnig var bókað: ,,Stefnandi ítrekar kröfu um að málið verði dómtekið vegna útivistar stefnda. Dómari hafnar því með vísan til framangreindrar lagagreinar. Stefnandi óskar eftir að dómari kveði upp úrskurð um kröfu hans um að málið verði dómtekið. Dómari telur að nægjanlegt sé að taka ákvörðun um kröfu stefnanda og vísar til þess sem áður er fram komið. Stefnandi ítrekar að útivist hafi orðið af hálfu stefnda í málinu.“ Líta verður svo á að í kröfu sóknaraðila um dómtöku málsins hafi falist mótmæli við því að varnaraðila yrði veittur frestur til að skila greinargerð í málinu. Bar héraðsdómara að kveða upp úrskurð um hvort fresta ætti málinu sbr. h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. Hann gerði það ekki heldur hafnaði því með ákvörðun að málið skyldi dómtaka. Er réttmæti þeirrar ákvörðunar ekki til úrlausnar hér sbr. 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. Hinn kærði úrskurður verður staðfestur með vísan til forsendna hans. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómorði greinir. Dómsorð: Hinn kærðir úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Jakob Adolf Traustason, greiði varnaraðila, Gísla Guðfinnssyni, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 476/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. sama mánaðar kl. 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 477/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. sama mánaðar kl. 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að hann verði látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Að því frágengnu krefst varnaraðili þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og verði gæsluvarðhaldsvist án takmarkana. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 474/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. sama mánaðar kl. 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og án takmarkana á rétti hans samkvæmt e. lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur, en ekki eru efni til að verða við varakröfu, sem varnaraðili hefur bæði gert í héraði og hér fyrir dómi um að ekki verði takmarkaður aðgangur hans að fjölmiðlum meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði X, kt. [...], til að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. ágúst nk. kl. 16:00. Þá er þess einnig krafist að tilhögun gæsluvarðhalsins verði samkvæmt b-lið 1. mgr. 99. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að að kvöldi miðvikudagsins 12 ágúst sl. var hafi kærði verið handtekinn, ásamt tveimur samverkamönnum, þar sem þeir hafi verið staðnir að verki við innbrot að Y í Reykjavík og verið með fangið fullt af þýfi, þegar lögreglan hafi komið að þeim, sem þeir höfðu tekið úr íbúðinni við Y Kærði X hafi verið einn af þessum aðilum sem lögregla hafi staðið að verki og hafi hann í framhaldinu verið handtekinn grunaður um þjófnað úr íbúðinni ásamt þeim A og B. Þá sé kærði einnig grunaður um innbrot, ásamt fyrrnefndum samverkamönnum hans, að Z í Reykjavík þann 10. ágúst sl. þar sem stolið hafi verið um 7 til 8 þúsund krónum í lausafé og stafrænni myndavél. Auk þess sé kærði grunaður um að hafa misnotað greiðslukort sem tekið hafi verið í þessu innbroti og tekið meira en 200 þúsund krónur út af því. Vitni hafi lýst innbrotsþjófunum og komi þær lýsingar heim og saman við útlit kærða og samverkamanna hans auk þess sem A hafi viðurkennt að hafa farið þarna inn umrætt sinn. Við yfirheyrslu hjá lögreglu hafi kærði játað innbrotið við Y en neitað öðrum sakargiftum. Lögreglu hafi haft kærða undir grun um að tilheyra hópi manna sem hafi verið mjög virkur í innbrotum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, sjá nánar á meðfylgjandi skýringarmyndum. Í þessari viku hafi lögregla farið m.a. í húsleit hjá aðilunum C og D að Kársnesbraut í Kópavogi og hafi þar fundist mikið þýfi, m.a. mikið magn af skartgripum, myndavélum og annarra muna sem lögregla telji víst að sé þýfi, sjá nánar í meðfylgjandi húsleitarskýrslu, munaskýrslu og myndum. Hafi lögregla þegar rakið þessa muni til a.m.k 7 innbrota á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar á meðal til innbrots að Æ í Reykjavík (mál 007-2009-48170) og innbrots í Löngulínu í Garðabæ (mál 007-2009-46547). Í gærkvöldi hafi lögregla svo komist að því hvar kærði hafi haft dvalarstað að undanförnu ásamt meðkærða B og hafi lögregla farið í húsleit að Þ í Kópavogi. Við þá leit hafi einnig fundist mikið magn af þýfi og hafi lögregla þegar rakið hluta þess þýfis til innbrotsins að Æ, sem nefnt hafi verið hér að ofan og innbrotsins í Löngulínu. Það megi því ljóst vera að tengsl séu á milli kærða og aðilanna C og D þar sem þýfi úr a.m.k. tveimur innbrotum hafi fundist á dvalarstað þeirra og dvalarstað kærða. Hér sé um að ræða umfangsmikla rannsókn á fjölmörgum innbrotum sem framin hafi verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Lögregla hafi lagt hald á gífurlegt magn muna sem ætla megi að séu þýfi og vinni lögregla nú hörðum höndum að því að rekja slóð hins meinta þýfis en hafi eins og áður segi þegar rakið það til a.m.k 10 innbrota. Lögregla leiti enn að fleiri aðilum sem séu grunaðir um að tengjast þessum hópi manna af erlendum uppruna sem hafi verið virkir í innbrotum að undanförnu og sem kærði sé talinn tilheyra. Í haldi lögreglu séu nú fimm einstaklingar, sem allir séu grunaðir um sameiginlega aðild að skipulögðum innbrotum inn á heimili fólks að undanförnu. Fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi framið verknað sem varði allt að 6 ára fangelsisrefsingu. Rannsókn máls þessa sé á viðkvæmu stigi og sé ljóst að rannsóknarhagsmunir krefjist þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi en meðal annars eigi eftir að yfirheyra sakborninga frekar eftir því sem rannsókn málanna miði áfram og þau skýri frekar, svo og að hafa upp á öðrum sakborningum og rekja slóð hins meinta þýfis. Þar sem rannsóknin sé á viðkvæmu stigi sé það mat lögreglu að það sé afar brýnt að kærði fái ekki tækifæri til að torvelda henni t.d. með því að koma undan munum eða hafa áhrif á aðra samseka eða vitni. Með vísan til framanritaðs, framlagðra gagna og a liðar 1. mgr. 95. gr. laga um sakamála nr. 88/2008, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Það er mat dómsins að fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði kunna að verða uppvís að broti er varðar gæti allt að sex ára fangelsi, ef sannast. Umfangmikil rannsókn lögreglu á fjölmörgum innbrotum er á viðkvæmu stigi. Þegar litið er til alls framanritaðs telur dómurinn að uppfyllt séu skilyrði a liðar 1. mgr. 95. gr. 88/2008 til að verða við kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald og er hún tekin til greina eins og hún er sett fram. Þá er með sömu rökum fallist á að kærði sæti einangrun skv. b lið 1. mgr. 99. gr. laganna. Þorgerði Erlendsdóttur héraðsdómara kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. ágúst nk. kl. 16:00. Kærði skal sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. |
Mál nr. 475/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert aðsæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason,Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 21. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. ágúst 2009, þarsem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. samamánaðar kl. 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild erí l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en tilvara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og henni verði ekki gert aðsæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinskærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 405/2009 | Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Umgengni | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að ekki væru efni til að verða við kröfu hvors málsaðila um sig um forsjá dætra þeirra til bráðabirgða meðan forsjármál væri ekki til lykta leitt. Þá var ekki fallist á að breyta fyrirkomulagi á umgengni. Krafa K, um að lögheimili barnanna yrði hjá henni á umræddum tíma og að M greiddi einfalt meðlag með þeim, var hins vegar tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 2009, þar sem leyst var úr ágreiningi aðilanna um forsjá tveggja dætra þeirra til bráðabirgða, umgengni við þær og greiðslu meðlags. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess að ákvæði hins kærða úrskurðar um umgengni varnaraðila við dætur þeirra verði breytt aðallega á þann veg að hún verði engin þar til endanlega verði leyst úr máli þeirra um forsjá barnanna, en til vara að umgengni verði hagað þannig að hún verði aðra hvora helgi frá kl. 17 á föstudegi til kl. 17 á sunnudegi og undir eftirliti Barnaverndar Reykjavíkur. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt fyrir Hæstarétti. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Ekki eru efni til að verða við kröfu varnaraðila um að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að kærumálskostnaður falli niður, en um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Hæstarétti fer samkvæmt því, sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 383/2009 | Kærumál Börn Forsjá Matsgerð Úrskurður Ómerking héraðsdóms | K krafðist þess að aflað yrði nánar tilgreindra sérfræðilegra gagna, í máli M á hendur henni um forsjá tveggja sona þeirra. Héraðsdómur hafnaði kröfum K án þess að taka rökstudda afstöðu til þeirra allra. Í ljósi þess annmarka var óhjákvæmilegt að ómerkja hinn kærða úrskurð og leggja fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til beggja krafna K. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að aflað yrði nánar tilgreindra sérfræðilegra gagna í máli varnaraðila á hendur henni um forsjá tveggja sona þeirra. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. lokamálslið 3. mgr. 42. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að lagt verði fyrir héraðsdóm að hlutast til um öflun sérfræðilegrar álitsgerðar samkvæmt 3. mgr. 42. gr. barnalaga, en ella að fela sérfróðum manni að kanna viðhorf eldri sonar aðilanna til forsjár. Til vara krefst sóknaraðili ómerkingar hins kærða úrskurðar. Í báðum tilvikum krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og málskostnaðar í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti. Þegar af þeirri ástæðu kemur krafa hans um málskostnað í héraði ekki til álita fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins hófu aðilarnir á árinu 2001 óvígða sambúð, sem stóð til ársins 2006, en á því tímabili eignuðust þau tvo syni, A og B, sem fæddir eru 2003 og 2005. Við sambúðarslit gerðu aðilarnir samning um sameiginlega forsjá, sem staðfestur var af sýslumanni 29. nóvember 2006. Í máli þessu, sem varnaraðili höfðaði 5. desember 2008, krefst hann þess að sér verði fengin forsjá drengjanna, en sóknaraðili gerir samsvarandi kröfu fyrir sitt leyti. Þegar málið var tekið fyrir til aðalmeðferðar á dómþingi 12. júní 2009 var fært til bókar að sóknaraðili krefðist þess að aflað yrði „sérfræðilegrar álitsgerðar á grundvelli 3. mgr. 42. gr. barnalaga nr. 76/2003 og að sérfræðingi verði falið að kynna sér viðhorf A og gefa skýrslu um það, sbr. 1. mgr. 43. gr. barnalaga nr. 76/2003.“ Í tilefni af þessari kröfu gekk hinn kærði úrskurður. Eins og málið liggur fyrir verður ekki séð að fram hafi komið á fyrri stigum óskir af hendi aðilanna um slíka gagnöflun, sem að framan er getið, en hvorki hefur verið aflað matsgerðar né annarra sérfræðilegra gagna um aðstæður þeirra eða hæfni til að fara með forsjá sona sinna. Þótt full efni hefðu verið til að bera fram ósk sem þessa áður en komið var að aðalmeðferð málsins getur hún ekki talist of seint fram komin, enda ber dómara að gæta að því af sjálfsdáðum að aflað sé nauðsynlegra gagna í máli um forsjá barns, sbr. 1. mgr. 42. gr. barnalaga. Í þinghaldi 12. júní 2009 lagði sóknaraðili ekki fram skriflega beiðni um gagnaöflun og er því ekki við annað að styðjast fyrir Hæstarétti um óskir hennar en það, sem þá var fært í þingbók. Af áðurgreindri bókun er ljóst að þær óskir lutu aðallega að því að dómkvaddur yrði sérfróður maður til að láta í té matsgerð um aðstæður og forsjárhæfni aðilanna, sbr. 3. mgr. 42. gr. barnalaga, en til vara að héraðsdómari fæli sérfróðum manni að kynna sér viðhorf eldri sonar aðilanna til málsins og gefa um það skýrslu, sbr. 1. mgr. 43. gr. laganna. Í hinum kærða úrskurði var tekin rökstudd afstaða til síðarnefnda atriðisins, en á hinn bóginn ekki til þess fyrrnefnda. Vegna þessa annmarka á úrskurðinum er óhjákvæmilegt að ómerkja hann og leggja fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til beggja krafna sóknaraðila. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 323/2009 | Kærumál Aðilaskýrsla Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | B krafði A um greiðslu skuldar vegna verklauna fyrir málningarvinnu. Við aðalmeðferð málsins í héraði gaf fyrirsvarsmaður B munnlega skýrslu og greindi meðal annars frá því að málningarverktakinn L hefði samið við A um umrætt verk, en B síðar tekið það að sér sem undirverktaki þess félags án þess að standa í samningssambandi við A. Talið var að fyrirsvarsmaður B hafi með þessu gefið yfirlýsingu sem ósamrýmanleg væri málsókn hans til heimtu verklauna úr hendi A, sbr. 1. mgr. 50. og 4. mgr. 48. gr. laga nr. 91/1991. Var málinu því vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2009, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar úrlausnar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Samkvæmt gögnum málsins höfðaði sóknaraðili það til heimtu skuldar úr hendi varnaraðila að fjárhæð 430.000 krónur vegna verklauna fyrir málningarvinnu við húseign þess síðarnefnda að Ólafsgeisla 47 í Reykjavík. Í héraðsdómsstefnu kvað sóknaraðili varnaraðila hafa fengið sig til að sandspartla og mála húsið fyrir 730.000 krónur og hafi varnaraðili greitt 300.000 krónur af þeirri fjárhæð, en eftir stæði stefnufjárhæðin af launum fyrir verkið, sem hafi verið unnið í júní 2004 og að fullu lokið. Í greinargerð varnaraðila fyrir héraðsdómi var því meðal annars lýst að fyrri hluta árs 2004 hafi hann leitað tilboða nokkurra fagmanna í málningarvinnu við húseign sína að Ólafsgeisla 47 og sóknaraðili átt lægsta tilboðið, sem hafi numið 730.000 krónum. Varnaraðili hafi samið á þessum grunni við sóknaraðila, en skriflegur samningur ekki verið gerður. Meðan á verkinu stóð hafi varnaraðili greitt hluta umsaminna verklauna, 300.000 krónur. Hann hafi á hinn bóginn ekki innt frekari greiðslu af hendi, enda hafi vinnubrögð sóknaraðila reynst óviðunandi og hann horfið frá verkinu óloknu. Síðan hafi liðið á þriðja ár án þess að sóknaraðili léti frá sér heyra þar til varnaraðila hafi borist reikningur fyrir stefnufjárhæð þessa máls. Eftir að það var höfðað hafi aðilarnir átt fund til að leita sátta, en þar hafi sóknaraðili viðurkennt að verkinu hafi ekki verið lokið. Í greinargerðinni krafðist varnaraðili aðallega sýknu af kröfu sóknaraðila, en til vara að hún yrði lækkuð. Aðalkrafan var reist annars vegar á því að reikningur sóknaraðila fullnægði ekki skilyrðum 2. mgr. 34. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup með því að fyrir lægi að verki hans hafi ekki verið lokið og gæti reikningurinn því ekki án frekari skýringa stuðst við fjárhæð tilboðs hans og hins vegar á því að hann hafi með tómlæti glatað rétti til frekari verklauna. Varakrafa varnaraðila var á því byggð að hann ætti tilkall til afsláttar af umsömdum launum fyrir verkið, þar sem það hafi ekki verið unnið að fullu og gallar hafi verið á því. Samkvæmt því, sem fram er komið fyrir Hæstarétti, gaf fyrirsvarsmaður sóknaraðila munnlega skýrslu 19. maí 2009 við aðalmeðferð málsins í héraði, þar sem meðal annars var greint frá því að málningarverktaki með heitinu Litalínan ehf. hefði samið við varnaraðila um verkið, sem áður greinir, en sóknaraðili síðan tekið það að sér sem undirverktaki þess félags án þess að standa í samningssambandi við varnaraðila. Þótt málatilbúnaður sóknaraðila í héraðsdómsstefnu hafi að því er varðar réttarsamband hans við varnaraðila fallið að lýsingu atvika í greinargerð þess síðarnefnda, hefur fyrirsvarsmaður sóknaraðila með þessu gefið yfirlýsingu, sem ósamrýmanleg er málsókn hans til heimtu verklauna úr hendi varnaraðila, sbr. 1. mgr. 50. gr. og 4. mgr. 48. gr. laga nr. 91/1991. Vegna þessa verður að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Besta mál ehf., greiði varnaraðila, Alastair Nigel Howarth Kent, 150.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem dómtekið var 19. maí. sl., er höfðað með stefnu birtri 30. maí 2008. Stefnandi er Bestamál málningarþjónusta ehf. Reykjavík. Stefndi er Alastair Nigel H. Kent, Ólafsgeisla 47, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 430.000 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá 25. febrúar 2007 til greiðsludags. Þá er krafist vaxtavaxta skv. 12. gr. sömu laga er leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Loks er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar og til vara verulegrar lækkunar krafna og málskostnaðar og til þrautavara að stefnukröfur verði verulega lækkaðar og málskostnaður verði látinn niður falla. Málsatvikum og málsástæðum er lýst þannig í stefnu: „Krafa stefnanda er byggð á reikningi nr. 191 sem tilkominn er vegna vinnu stefnanda fyrir stefnda. Stefnandi tekur að sér málningarvinnu og fékk stefndi sem er eigandi hússins að Ólafsgeisla 47 stefnanda til að sandsparsla og mála hjá sér húsið, sem er 167 fm2 raðhús. Verkið var unnið í júní 2004 og var að fullu klárað. Samið var um fast fermetraverð, alls kr. 730.000.- með virðisaukaskatti. Stefndi hefur þegar greitt kr. 300.000.- en hér er krafið um eftirstöðvarnar, þ.e. kr. 430.000.- Nr. Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð 1. 25.01.2007 25.02.2007 430.000,00 Skuld þessi hefur ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og er því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar.“ Í skýrslu sinn fyrir dómi sagði forsvarsmaður stefnanda að haft hefði verið samband við hann af Litalínunni og kvað hann það fyrirtæki hafa náð samkomulagi um verkið eftir að hafa gert tilboð í það að fjárhæð 930.000 krónur. Hann kvaðst ekki hafa gert tilboð sjálfur. Eins og þegar sést af þessu er málavaxtalýsing í stefnu ekki í samræmi við skýrslu forsvarsmanns stefnanda og með vísan til e liðar 80. gr. laga nr. verður máli þessu vísað frá dómi án kröfu. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnanda 450.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Bestamál málningarþjónusta ehf., greiði stefnda, Alastair Nigel H. Kent, 450.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 385/2009 | Kærumál Börn Forsjá Frestur | Með vísan til framlagðra gagna nr. 12 og 13 í málinu og samkvæmt 20. gr. laga nr. 160/1995, sbr. 16. gr. Haagsamningsins frá 1980 um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa, er það niðurstaða dómsins að máli þessu verði frestað þar til endanleg ákvörðun verður tekin um framkomna beiðni um afhendingu A og B. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2009, þar sem kveðið var á um frestun máls sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Samkvæmt gögnum málsins voru aðilarnir í hjúskap, sem slitið var á árinu 2003, en þau höfðu þá eignast tvö börn, sem fædd eru 1997 og 2000. Við hjúskaparslitin munu aðilarnir hafa verið búsett í Noregi og gert þar samkomulag um að fara sameiginlega með forsjá barnanna, sem hefðu lögheimili hjá sóknaraðila. Ágreiningur mun hafa komið upp milli aðilanna á árinu 2006 í tengslum við ráðagerðir sóknaraðila um að flytja með börnin hingað til lands, en honum var lokið með sátt, sem gerð var fyrir dómi í Noregi 31. júlí 2006, þar sem meðal annars var mælt fyrir um að forsjá skyldi áfram vera sameiginleg. Á grundvelli dómsáttarinnar og samnings aðilanna 23. júlí 2008 munu börnin hafa verið með sóknaraðila hér á landi frá því í ágúst á því ári. Sóknaraðili höfðaði mál þetta gegn varnaraðila 2. júní 2009 og krefst þess að sér verði dæmd forsjá barna þeirra. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi 22. sama mánaðar var upplýst að dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefði borist erindi frá norskum stjórnvöldum á grundvelli Haagsamnings 25. október 1980 um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa, þar sem leitað var eftir því að gerðar yrðu ráðstafanir til að börn aðilanna yrðu færð til Noregs. Af því tilefni kvað héraðsdómari upp hinn kærða úrskurð, en með honum var forsjármálinu frestað þar til endanleg ákvörðun lægi fyrir um beiðni um afhendingu barnanna. Fallist verður á með héraðsdómi að fresta beri meðferð þessa máls með vísan til 1. mgr. 20. gr. laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 414/2009 | Kærumál Þinglýsing Leigusamningur | G krafðist þess að ákvörðun þinglýsingarstjóra, um að aflýsa tilteknum leigusamningi yrði felld úr gildi og honum gert að færa samninginn að nýju í þinglýsingabók. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti, kemur fram að ekki væri annað að sjá en að þinglýsingarstjóra hefði borið að afmá samninginn. Þau gögn er þinglýsingarstjóri hefði haft undir höndum hefðu ekki borið annað með sér en að öllum skilyrðum hefði verið fullnægt og var kröfu G því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 14. júlí 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Selfossi 31. mars 2009 um að afmá úr fasteignabók leigusamning frá 20. maí 1978 um hálfa jörð varnaraðila, Yrpuholt í Flóahreppi. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og honum gert að færa leigusamninginn að nýju í þinglýsingabók. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og málskostnaðar í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti. Kemur krafa hans um málskostnað í héraði því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Guðjón Sigurðsson, greiði varnaraðila, Flóahreppi, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 464/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 21. ágúst 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 465/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 21. ágúst 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 466/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 21. ágúst 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 458/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gögn | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. Þá var jafnframt staðfest niðurstaða héraðsdóms um að S væri heimilt að synja verjanda X um aðgang að rannsóknarskýrslum í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 12. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 18. ágúst 2009 klukkan 13 og sæta einangrun meðan á því stendur. Þá var verjanda varnaraðila synjað um aðgang að rannsóknarskýrslum í máli þessu, en þó eigi lengur en til mánudagsins 31. ágúst 2009 klukkan 18. Kæruheimild er í c. og l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum ekki gert að sæta einangrun á gæsluvarðhaldstíma. Þá er þess krafist að verjanda varnaraðila verði afhent öll gögn málsins, en til vara að heimild lögreglu til að synja um aðgang að gögnunum verði markaður skemmri tími en greinir í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um gæsluvarðhald varnaraðila og að sóknaraðila sé heimilt að synja verjanda varnaraðila um aðgang að rannsóknarskýrslum í máli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 460/2009 | Kærumál Farbann | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X yrði áfram bönnuð för úr landi á grundvelli 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 100 gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram farbanni allt þar til dómur gengur í máli hennar en þó eigi lengur en til mánudagsins 7. september 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að henni verði gert að leggja fram tryggingu fyrir nærveru sinni. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 439/2009 | Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Meðlag | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að K hefði forsjá dóttur málsaðila til bráðabirgða þar til dómur gengi í forsjármáli þeirra, sem og niðurstaða um skyldu M til að greiða meðlag. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. ágúst sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 27. júlí 2009, þar sem kveðið var á um að varnaraðili færi til bráðabirgða með forsjá dóttur aðilanna, A, þar til leyst hefði verið úr um forsjá með dómi. Jafnframt var sóknaraðila gert að greiða einfalt meðlag frá 1. ágúst 2009. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst aðallega forsjár barnsins til bráðabirgða en til vara að lögheimili þess verði ákveðið hjá honum. Í báðum tilvikum er gerð krafa um að varnaraðila verði gert að greiða einfalt meðlag frá uppkvaðningu úrskurðar þar til endanlegur dómur gengur í forsjármáli aðila. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að lögheimili barnsins verði ákveðið hjá henni og sóknaraðila þá gert að greiða með barninu einfalt meðlag frá uppkvaðningu úrskurðar þar til endanlegur dómur gengur í forsjármáli milli aðila. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Málsaðilar hafa farið sameiginlega með forsjá dóttur sinnar síðan þau slitu samvistum í janúar 2001. Barnið hefur þennan tíma átt lögheimili hjá varnaraðila en sóknaraðili haft við það umgengni eftir samkomulagi við varnaraðila. Samskipti aðila um málefni telpunnar virðast hafa verið góð allan tímann, allt þar til varnaraðili fluttist til Danmerkur í apríl 2009 í því skyni að hefja þar nám, en hún hyggst flytja barnið með sér þangað meðan á náminu stendur. Hefur þetta orðið tilefni dómsmáls þar sem deilt er um forsjá barnsins og í tengslum við það þess ágreinings um forsjá til bráðabirgða sem hér er til úrlausnar. Við úrlausn á ágreiningi aðila ber fyrst og fremst að líta til þess sem telst vera barninu fyrir bestu meðan framangreint dómsmál er rekið. Ber þá að leita þeirrar lausnar sem miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir telst raska minnst högum barnsins meðan á þessu stendur. Heimili varnaraðila hefur samkvæmt því sem hér var rakið verið aðalheimili telpunnar fram að þessu. Það felur vissulega í sér röskun á högum hennar að flytjast til Danmerkur og hefja skólagöngu þar. Hins vegar verður að fallast á með héraðsdómi að meiri röskun fyrir telpuna felist í því að flytja aðalheimili hennar til sóknaraðila til bráðabirgða meðan leyst er úr forsjárdeilu aðila. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur en rétt þykir að fella niður kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 446/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 7. september 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 393/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júlí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. ágúst 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 394/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, nú á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júlí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. ágúst 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 380/2009 | Kærumál Framsal | Mál þetta var tekið til úrskurðar 2. júlí sl.að loknum munnlegum málflutningi, sbr. 14. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júlí 2009, þar sem staðfest var ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra 29. maí 2009 um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili byggir kröfu sína meðal annars á því að 7. gr. laga nr. 13/1984 standi í vegi fyrir kröfu sóknaraðila um framsal. Samkvæmt þessu lagaákvæði má synja um framsal ef mannúðarástæður mæla gegn því svo sem aldur, heilsufar eða aðrar persónulegar aðstæður. Dómsmálaráðherra hefur metið aðstæður í þessu máli svo, að slíkar ástæður standi ekki gegn framsali varnaraðila. Ekki eru efni til að dómstólar hnekki því mati. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984 eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Jóns Höskuldssonar hæstaréttarlögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 150.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 388/2009 | Kærumál Farbann | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X yrði áfram bönnuð för úr landi á grundvelli 1. mgr. 100 gr. laga nr. 88/2008, sbr. b. lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 8. júlí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram farbanni allt til miðvikudagsins 5. ágúst 2009 klukkan 24. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ætla verður að sá tími sem farbann varnaraðila skal standa samkvæmt hinum kærða úrskurði muni duga til að ljúka rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á hendur henni verði sú raunin. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðila, X, er áfram bönnuð för frá Íslandi allt til miðvikudagsins 5. ágúst 2009 klukkan 24. |
Mál nr. 376/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Hjördís Hákonardóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 1. júlí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 17. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 17. júlí 2009 klukkan 16 á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurður verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 362/2009 | Kærumál Nauðungarsala Birting | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms, þar sem hafnað var kröfu G að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að nauðungarsölu tiltekinnar fasteignar skyldi fram haldið. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Hjördís Hákonardóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. júní 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 25. febrúar 2009 um að nauðungarsölu fasteignarinnar að Snorrabraut 75, Reykjavík, fastanúmer 201-1910, skyldi fram haldið. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur. Til vara krefst hann að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 25. febrúar 2009 um að nauðungarsölu fasteignarinnar skuli fram haldið. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Skilja verður úrskurð héraðsdóms svo að hann sé reistur á þeirri forsendu að sýslumaðurinn í Reykjavík hafi verið hæfur til að taka til meðferðar og ákvörðunar mótmæli sóknaraðila. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Geir Walter Kinchin, greiði varnaraðila, Íslandsbanka hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 368/2009 | Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísun frá Hæstarétti | K kærði úrskurð héraðsdóms þar sem M var heimilað að fá dóttur aðilanna tekna úr umráðum K með aðfarargerð til þriggja vikna sumarumgengni við sig. Fyrir lá að innsetningargerð hafði farið fram til að koma á umgengni M við dóttur aðila. Hafði K því ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá hnekkt niðurstöðu hins kærða úrskurðar um heimild til aðfarargerðar í þessu skyni og var málinu vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Hjördís Hákonardóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. júní 2009, þar sem varnaraðila var heimilað að fá dóttur aðilanna, A, tekna úr umráðum sóknaraðila með aðfarargerð til þriggja vikna sumarumgengni við sig. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og hafnað verði kröfu varnaraðila um að umgengni hans við dóttur aðila verði komið á með aðför. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt endurrit úr gerðabók sýslumannsins í Reykjavík, þar sem fram kemur að innsetningargerð hafi farið fram 2. júlí 2009 í samræmi við hinn kærða úrskurð til að koma á umgengni varnaraðila við dóttur aðilanna í þriggja vikna sumarleyfi. Samkvæmt þessu hefur sóknaraðili ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá hnekkt niðurstöðu hins kærða úrskurðar um heimild til aðfarargerðar í þessu skyni. Málinu verður því vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðila kærumálskostnað svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, K, greiði varnaraðila, M, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 365/2009 | Kærumál Framsal | Málið var tekið til úrskurðar 26. júní sl. Það barst dómnum 3. júní sl. með bréfi ríkissaksóknara 2. sama mánaðar. Ríkissaksóknari verður hér eftir nefndur sóknaraðili. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júlí 2009, þar sem staðfest var ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 8. maí 2009 um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 13/1984 má synja um framsal ef mannúðarástæður mæla gegn því svo sem aldur, heilsufar eða aðrar persónulegar aðstæður. Dómsmálaráðherra hefur metið aðstæður í þessu máli svo, að slíkar ástæður standi ekki gegn framsali varnaraðila. Ekki eru efni til að dómstólar hnekki því mati. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 359/2009 | Kærumál Lögræði Fjárræði | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að A yrði sviptur fjárræði til 17. apríl 2010 á grundvelli a. liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 8. júní 2009, þar sem sóknaraðili var sviptur fjárræði til 17. apríl 2010. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að svipting fjárræðis verði takmörkuð við sex mánuði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti 23. júní 2009 og krefst þess aðallega að sóknaraðili verði sviptur fjárræði ótímabundið en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og talsmanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Hreins Pálssonar hæstaréttarlögmanns, og skipaðs talsmanns varnaraðila, Gunnars Sólness hæstaréttarlögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 120.000 krónur til hvors þeirra, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 363/2009 | Kærumál Hald Kröfugerð | R framkvæmdi húsleit 3. júní 2009 á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2009 í húsnæði lögmannsstofunnar L og í tveimur fasteignum, annarrar í eigu H en hinnar í eigu sambýliskonu hans. Krafðist H viðurkenningar á því að húsleitirnar hefðu verið ólögmætar. Þá krafðist hann þess að R yrði gert að skila tafarlaust öllum gögnum sem hald hafði verið lagt á í áðurnefndum húsleitum, að R væri óheimilt að kynna sér þau og að R yrði gert að eyða öllum afritum af þeim sem kynnu að hafa verið vistuð á tölvum hans. H byggði ennfremur á því að hald hefði verið lagt á gögn í húsnæði L sem vörðuðu aðra viðskiptamenn stofunnar en H og fyrirtæki hans. Talið var að H gæti á grundvelli 3. mgr. 69. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála borið undir dómstóla kröfu um að haldi væri aflétt. Fyrir lá að H væri grunaður um refsiverða háttsemi. Skilyrði fyrir því að leggja hald á gögn hjá H og lögmanni hans 3. júní 2009 hefðu því verið uppfyllt samkvæmt 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008. H hefði ekki við meðferð málsins gert sérstakar kröfur sem beint hefði verið að tilteknum gögnum sem hald var lagt á 3. júní 2009 umfram það sem hann teldi að hefði verið heimilað með dómsúrskurðinum 2. júní 2009, heldur látið við það sitja að beina kröfum sínum að öllum hinum haldlögðu gögnum. Það væri ekki hlutverk dómstóla að laga kröfur hans að málatilbúnaði hans að þessu leyti. Þá var talið að H gæti ekki átt aðild að kröfu um skil og meðferð á gögnum sem snertu viðskipti lögmanns hans við aðra viðskiptavini en H. Var hinn kærði úrskurður staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2009, þar sem hafnað var kröfum varnaraðila, sem lutu að lögmæti aðgerða sóknaraðila við leit í húsnæði Logos lögmannsþjónustu slf. að Efstaleiti 5, Reykjavík og fasteignunum að Fjölnisvegi 9 og Fjölnisvegi 11, Reykjavík, 3. júní 2009 og haldlagningu á gögnum þar. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfur hans, sem lýst er í hinum kærða úrskurði, verði teknar til greina. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði gerði sóknaraðili húsleit í þeim þremur fasteigum, sem getur í kröfu varnaraðila, hinn 3. júní 2009 á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2009, þar sem sóknaraðila var heimilað að leita í fasteignunum og leggja hald á gögn. Var tekið fram í úrskurðarorðum að leitin væri gerð í því skyni að „finna og haldleggja skjalleg sönnunargögn sem og rafræn gögn sem aðgengileg eru á leitarstöðum hvar svo sem þau kunna að vera varðveitt, og haldleggja muni sem þar kunna að finnast og tengjast ætluðum sakarefnum.“ Forsendur úrskurðarins 2. júní 2009 eru nær allar teknar orðrétt upp í hinn kærða úrskurð. Þar er að mestu leyti um að ræða endursögn á beiðni sóknaraðila sem héraðsdómur féllst á í úrskurði sínum. Í hinum kærða úrskurði er einnig orðrétt tekið upp meginefni erindis varnaraðila 5. júní 2009 til héraðsdómsins. Koma þar fram sjónarmið hans að baki þeim kröfum sem hann gerir í þessu máli. Í 1. lið kröfugerðar sinnar gerir varnaraðili kröfu um „að húsleitir ... 3. júní 2009 á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ... í húsnæði Logos lögmannsþjónustu slf., að Efstaleiti 5, Reykjavík og í fasteignunum að Fjölnisvegi 9 og Fjölnisvegi 11 í Reykjavík, hafi verið ólögmætar.“ Í þessu máli er ekki til endurskoðunar úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2009, sem að framan var lýst, enda varð hann ekki kærður til Hæstaréttar eftir að húsleit hafði farið fram, sbr. 3. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Af málatilbúnaði varnaraðila í þessu máli má skilja að hann telji að við húsleitirnar hafi verið lagt hald á fleiri gögn en úrskurðurinn 2. júní 2009 heimilaði. Með hliðsjón af þessu og orðalagi 2. 4. liðar í kröfugerð varnaraðila, þar sem kröfum er beint að meðferð þeirra gagna sem hald var lagt á 3. júní 2009, þykir mega skýra 1. kröfuliðinn svo að þar sé krafist viðurkenningar á að haldlagning sóknaraðila þennan dag hafi verið ólögmæt. Í kröfuliðum 2 - 4 gerir varnaraðili kröfur um að sóknaraðili skili öllum gögnum sem hald var lagt á, honum verði óheimilað að kynna sér þau og gert að eyða öllum afritum af þeim sem kunni að hafa verið vistuð á tölvum sóknaraðila. Kröfur sínar byggir varnaraðili annars vegar á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu séu án nægilegs tilefnis. Hins vegar byggir hann á því að starfsmenn sóknaraðila hafi lagt hald á gögn „sem höfðu bersýnilega ekkert með rannsóknarefnin að gera“ og hafi þannig verið „farið út fyrir heimildir samkvæmt húsleitarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júní sl.“ Þá hefur hann einnig byggt á því að hald hafi verið lagt á gögn í húsnæði Logos lögmannsþjónustu slf., sem varði aðra viðskiptamenn stofunnar en varnaraðila og fyrirtæki hans. Telja verður að varnaraðili geti á grundvelli 3. mgr. 69. gr laga nr. 88/2008 borið undir dómstóla kröfu um að haldi sé aflétt, meðal annars á þeim grundvelli að hald hafi verið lagt á gögn umfram það sem heimilað hefur verið með dómsúrskurði. Fyrir liggur að varnaraðili er grunaður um refsiverða háttsemi, svo sem lýst er í hinum kærða úrskurði, þar sem teknar eru upp forsendur úrskurðarins 2. júní 2009. Skilyrði fyrir því að leggja hald á gögn hjá varnaraðila og lögmanni hans 3. júní 2009 voru því uppfyllt samkvæmt 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008 svo sem nefndur úrskurður heimilaði. Varnaraðili hefur ekki við meðferð málsins gert sérstakar kröfur sem beint er að þeim gögnum sem hald var lagt á 3. júní 2009 umfram það sem hann telur að hafi verið heimilað með dómsúrskurðinum 2. júní 2009, heldur látið við það sitja að beina kröfum sínum að öllum hinum haldlögðu gögnum. Það er ekki hlutverk dómstóla að laga kröfur hans að málatilbúnaði hans að þessu leyti. Þá getur varnaraðili ekki átt aðild að kröfu um skil og meðferð á gögnum sem snerta viðskipti lögmanns hans við aðra viðskiptavini en varnaraðila. Þegar af þeim ástæðum sem að framan greinir verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 367/2009 | Kærumál Kæra Frávísun frá Hæstarétti | Í kæru X til Hæstaréttar voru ekki uppfyllt skilyrði í ákvæði 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Var málinu því vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 13. júlí 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar á dómþingi 29. júní 2009 var bókað eftir varnaraðila, að viðstöddum verjanda hans, að hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Ekki var bókað í þingbókina í hvaða skyni kært væri svo sem áskilið er í 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Úr þessum annmarka var ekki bætt með skriflegri kæru til héraðsdóms innan kærufrests svo sem unnt hefði verið, sbr. sama lagaákvæði. Af þessum sökum verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 364/2009 | Kærumál Framsal | Úrskurður héraðsdóms, um að staðfesta ákvörðun dómsmálaráðherra frá 11. maí 2009 um að framselja X til Póllands, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júní 2009, þar sem staðfest var ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 11. maí 2009 um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Beiðni pólskra dómsmálayfirvalda um framsal varnaraðila byggist á því að hann sé grunaður um tvö refsiverð brot á árinu 2006 svo sem greinir í hinum kærða úrskurði. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 13/1984 má synja um framsal ef mannúðarástæður mæla gegn því svo sem aldur, heilsufar eða aðrar persónulegar aðstæður. Dómsmálaráðherra hefur metið aðstæður í þessu máli svo, að slíkar ástæður standi ekki gegn framsali varnaraðila. Ekki eru efni til að dómstólar hnekki því mati. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 352/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 14. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 354/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 14. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 353/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Í greinargerð lögreglu kemur fram að þann 18. apríl 2009 hafi lögregla fengið upplýsingar um að seglskúta stefndi í átt til lands. Í tengslum við þessar upplýsingar hafi verið fylgst með ferðum þriggja manna á tveimur bílum sem hafi verið staddir á Djúpavogi, en þeir hafi verið með slöngubát með utanborðsvél með sér. Síðar hafi komið í ljós að tveir af mönnunum og báturinn hafi verið horfnir en einn mannanna hafi verið á ferð um Djúpavog. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 14. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að Hæstiréttur hafni gæsluvarðahaldi, en til vara að því verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 342/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald Kæra Frávísun frá Hæstarétti | Í kæru X til Hæstaréttar voru ekki uppfyllt skilyrði í ákvæði 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Var málinu því vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 29. júní 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar á dómþingi 22. júní 2009 var bókað eftir varnaraðila, að viðstöddum verjanda hans, að hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Ekki var bókað í þingbók í hvaða skyni kært væri svo sem áskilið er í 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Úr þessum annmarka var ekki bætt með skriflegri kæru til héraðsdóms. Af þessum sökum verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 343/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 19. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. júlí 2009 klukkan 16 og honum gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun á gæsluvarðhaldstíma. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 22. maí 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 344/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 19. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. júlí 2009 klukkan 16 og honum gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 9. júní 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 345/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 19. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. júlí 2009 klukkan 16 og honum gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 9. júní 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kt. [...], verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til miðvikudagsins 1. júlí 2009, kl. 16.00. Þess er krafist að X verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Í greinargerð lögreglustjóra segir að lögreglan hafi til rannsóknar ætlaðan stórfelldan innflutning á fíkniefnum til Íslands og að talið sé að innflutningurinn tengist flutningi á fíkniefnum frá Suður-Ameríku til Evrópu og dreifingu áfram um Evrópu. Þá sé til rannsóknar ætlað peningaþvætti á ætluðum ágóða af fíkniefnabrotum. Þá segir að rannsóknin sé mjög umfangsmikil og að talið sé að um sé að ræða skipulagðan glæpahring. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að kærði X hafi ítrekað verið í samskiptum við hollenska ríkisborgarann A og ísraelska ríkisborgarann B. Hafi þeir stofnað saman fyrirtækið [...], þann 20. janúar 2009. Grunur lögreglu beinist að því að greint fyrirtæki hafi verið stofnað í þeim tilgangi að þvo þar peninga, sem séu ætlaður ágóði af stórfelldum fíkniefnabrotum. A og B hafi ítrekað komið hingað til lands og meðal annars heimsótt Y, sem afpláni nú fangelsisdóm í fangelsinu að Litla-Hrauni vegna innflutnings á fíkniefnum til Íslands. Þá hafi Xeinnig heimsótt Y á afplánunartímanum, en X hefur greint svo frá að þeir Y séu vinir. Auk þeirra hafi Z heimsótt Y. Hafi lögregla á grundvelli úrskurða héraðsdóms hlustað á og tekið upp greindar heimsóknir og hafi þar komið fram upplýsingar, sem séu taldar benda til aðildar framangreindra að fíkniefnabrotum. Í þágu rannsóknarinnar og á grundvelli úrskurða héraðsdóms hafi lögregla hlustað á og tekið upp samtöl í skrifstofuhúsnæði kærða X. Í samtali aðila, sem taldir séu vera X, A, B og C, og sem fram fari á ensku, sé rætt um að þvo peninga. Áðurgreindir A og B hafi komið hingað til lands í maí sl. ásamt þriðja aðila og hafi lögregla fylgst með er þeir hittu fyrir Z og tóku við ætluðum peningagreiðslum frá honum. Hafi mennirnir þrír allir verið handteknir við komu þeirra til Hollands frá Íslandi. Z hafi í kjölfarið verið handtekinn hér á landi, en hann sé grunaður um aðild að hinu stórfellda fíkniefnabroti og meðal annars að hafa fengið sendan hingað til lands pakka sem innihaldið hafi yfir 6 kg af amfetamíni. Áðurgreindur C sé grunaður um að koma að sendingu pakkans hingað til lands. Kærði X hafi greint svo frá að hann þekki A og B, en hann hafi kynnst þeim í gegnum Y. Hafi hann borið um að hafa tekið við greiðslu að fjárhæð 5.000.000 króna frá þeim, sem nota hafi átt til kaupa á bifreiðum á vegum fyrirtækisins [...]. Í upptöku af fundi í skrifstofuhúsnæði X hafi komið fram hjá honum að hann hefði fengið afhentar 2 x 5.000.000 króna í pokum. Í greinargerð lögreglustjóra segir að rannsóknin hafi verið unnin í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld og hafi verið haldlögð í málinu mörg tonn af sykurvökva, sem talinn sé innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Aðilar hafi verið handteknir bæði í Evrópu og Suður-Ameríku í þágu rannsóknarinnar, þar á meðal þeir menn sem ætlað er að hafi tekið við peningagreiðslum frá Z. Frá erlendum lögregluyfirvöldum hafi borist upplýsingar um tengingar á milli símanúmers, sem Z hafi kannast við að hafa notað, og aðila sem talinn sé umfangsmikill í fíkniefnabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi, en greindur aðili hafi verið handtekinn í Hollandi í þágu rannsóknar málsins. Þá liggi fyrir upplýsingar um einhvers konar “kóða” sem aðilar noti sín á milli. Er Z hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar annars stórfellds fíkniefnamáls hér á landi í október sl. hafi fundist sambærilegur kóði í skrifstofuhúsnæði hans. Sé talið að um sé að ræða samskiptaleið á milli aðila í skipulagðri glæpastarfsemi. Rannsókn lögreglu snúi að þáttum er varði aðdraganda brotsins, skipulagningu og fjármögnun. Yfirheyrslur hafi farið fram yfir öðrum sakborningum og vitnum í málinu og standi yfirheyrslur enn yfir í þágu rannsóknarinnar. Rannsóknin sé unnin í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld og hafi hluti af gögnum tengdum þeirra hluta í rannsókninni borist hingað til lands. Hluti gagnanna hafi ekki borist, enda standi rannsóknin enn yfir. Þá hafi borist beiðnir erlendis frá um upplýsingar í tengslum við rannsóknina hér á landi. X hafi verið handtekinn hinn 8. júní sl. og leit gerð í fyrirtækjum á hans vegum og á heimili hans. Meðal þess sem haldlagt hafi verið séu tölvur, en mikilvægt sé talið að fara yfir gögn þar sem kunni að tengjast málinu. Rökstuddur grunur sé um peningaþvætti og aðild X að stórfelldu fíkniefnabroti. Nauðsynlegt sé talið að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna málsins, svo honum sé fyrirmunað að setja sig í samband við ætlaða vitorðsmenn og/eða vitni og/eða að hann geti komið undan gögnum sem sönnunargildi hafi í málinu og hafa ekki verið haldlögð. Þyki þannig nauðsynlegt að vernda rannsóknarhagsmuni málsins með því að X sæti áfram gæsluvarðhaldi og að hann verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Loks segir í greinargerðinni að til rannsóknar sé ætlað brot gegn 173. gr. a og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ásamt síðari breytingum, sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til a liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og til b liðar 1. mgr. 99. gr. sömu laga hvað varðar kröfu um einangrun. Samkvæmt gögnum málsins er fram kominn rökstuddur grunur um aðild kærða að stórfelldum fíkniefnabrotum og peningaþvætti og geta brot hans varðað fangelsisrefsingu. Rannsókn málsins stendur enn yfir og er í fullum gangi. Haldi kærði óskertu frelsi sínu er hætta á því að hann torveldi rannsókn málsins með því að hafa áhrif á framburð vitna og annarra sakborninga, eða komi sönnunargögnum undan. Með vísan til a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, er fallist á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti áfram gæsluvarðahaldi. Með vísan til b. liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 er jafnframt fallist á að kærði skuli látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Úrskurð þennan kveður upp Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari. ÚRSKURÐARORÐ Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. júlí 2009, kl. 16.00. Kærði skal látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. |
Mál nr. 337/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til mánudagsins 29. júní 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 332/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, nú á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 13. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á að varnaraðili sé undir sterkum grun um að hafa ásamt tveimur meðkærðu framið almannahættubrot sem fallið geti undir 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og varðað allt að 16 ára fangelsi. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2009. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til mánudagsins 13. júlí nk. kl. 16:00. Enn frekari upplýsingar bárust og voru þær á þann veg að þrír aðilar væru í átökum fyrir utan [...] og að kveikt hefði verið í húsinu. Lögreglan fór þegar á vettvang. Í frumskýrslu lögreglu sem kom á vettvang klukkan 08:35 kemur fram að þeir hafi komið að húsinu [...] í Reykjavík, sem sé einbýlishús, að greinilegt hafi verið að garðhlið að lóð þess hafi verið brotinn, eldur hafi verið í húsinu sem reyk lagði frá og að skömmu eftir að lögregla kom á vettvang hafi eldur breiðst út. Bifreiðin [...] hafi verið kyrrstæð fyrir framan húsið og var hún í gangi. Í framsæti farþegamegin hafi setið kona, A, tveir karlmenn hafi staðið við bifreiðina, kærði B og C. Á lóð hússins hafi verið X og D húsráðandi og hann verið á nærbuxum einum fata. Mennirnir rifust og höfðu lögreglumenn afskipti af þeim. Kærði og meðkærðu og A voru öll flutt á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Lögregla hafi rætt við nokkur vitni á vettvangi en tekið í framhaldi formlegar skýrslur af þeim. Vitni töldu vafalaust að mennirnir sem lögregla handtók á staðnum og komu að húsinu skömmu áður á bifreiðinni [...] hefðu einn eða allir lagt eld að húsinu. Vitni hafi verið að því er mennirnir komu akandi að húsinu og að þeir hefðu gengið að húsinu með fyrirgangi og látum m.a. mölvað garðhliðið inn á lóðina. Húsið hefðu þeir barið að utan. Einn þeirra, dökkhærður piltur, hefði tekið brúsa sem lá við hlið vélgarðsláttuvélar sem var við húsið og skvett úr honum á útidyr þess. Síðan hafi verið lagður eldur að, en líklega hafi verið bensín í brúsanum eða rokgjarnt efni. Kærðu beri öllum saman um að farið hafi verið að [...] að frumkvæði kærða X sem hafi átt eitthvað vantalað við D sem þar býr og að X hafi ekið bifreiðinni. Þá beri þeim saman um að þeir hafi allir gengið að húsinu, en þeir hafi ekki komist í samband við húsráðanda. Um atburðarásina þegar tekinn var bensínbrúsi sem var á lóðinni skvett úr honum á útidyrnar og kveikt í beri þeim ekki saman Kærði B hafi borið að meðkærðu C og X hafi verið við dyrnar þegar eldurinn varð en hann viti ekki hvernig eldsupptökin urðu. Meðkærði C hafi borið að B hafi tekið bensínbrúsa og hellt bensíni á hurðina. X, sem hafi staðið við hliðina á B, hafi sagt við C að sækja kveikjara en hann hafi neitað því og farið aftur að bifreiðinni. Kvaðst hann ekki hafa séð hver kveikti í. Kærði, X, hafi borið að B hafi komið með bensínbrúsa sem var í garðinum og hellt á húsdyrnar. C hafi svo kveikt í. Kvaðst hann ekkert hafa gert til þess að stoppa þá. Kærði C hafi borið að þeir X og B hafi komið að bifreiðinni eftir að búið var að hella bensíni á hurðina. Þeir hafi því næst allir farið í bifreiðina og X ekið burt en stöðvað þegar íbúi hússins D kom út úr húsinu, en þá verið kominn eldur í neðri hluta hurðarinnar. X og B hafi þá farið að manninum og byrjað að rífast við hann. X hafi einnig borið að þeir hafi farið í upp í bifreiðina og ekið af stað eftir að búið var að kveikja í en þeir hafi svo hætt við að fara og farið aftur að húsinu. Af ofangreindu sé ljóst að mikið ósamræmi sé í framburði kærðu hjá lögreglu varðandi eldsupptökin, þ.e. hver hellti bensíni á hurð hússins og hver kveikti í. Bendi þeir hver á annan eða segist ekki vita hver kveikti í. Það liggi hins vegar fyrir að þeir komu saman að [...] með miklum látum og létu ófriðlega og börðu það að utan. Vitnum beri saman um að þeir hafi allir verið við húsið og að einn hafi sótt bensínbrúsa og í framhaldi hafi greinilega verið kveikt í þar sem þeir voru allir við húsið þó svo að vitað væri af húsráðanda inni en það liggi fyrir að kærðu hringdu í húsráðanda úr síma B áður en þeir komu. Kærðu fóru svo upp í bifreiðina eftir að hafa borið eld að húsinu og ætluðu fyrst að aka af vettvangi. Líti lögreglan svo á að um samverknað allra kærðu hafi verið að ræða. Að mati lögreglu sé fram komin sterkur grunur um að kærði hafi í félagi við meðkærðu hafi framið verknað sem varði ævilöngu fangelsi eða allt að 16 ára tímabundinni fangelsisrefsingu. Samkvæmt 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sé refsilágmark 2 ára fangelsi. Um sé að ræða mjög alvarlegt brot, unnið í félagi við meðkærðu, en brotið sé þess eðlis að mönnum megi vera ljóst að það hafi í för með sér almannahættu. Þá megi mönnum vera ljóst að bersýnilegur lífsháski sé búinn af verkinu og/eða gríðarleg eignarspjöll geti af því hlotist. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu dómkvadds matmanns, Guðmundar Gunnarssonar, á almannahættu vegna íkveikjunnar megi telja öruggt að hún hafi leitt til almannahættu fyrir íbúa hússins en eldurinn var kveiktur í anddyri hússins, einu flóttaleiðinni frá húsinu. Telji lögreglustjóri brotið vera í eðli sínu svo svívirðilegt að áframhaldandi gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Með vísan til þess sem að framan var rakið er fallist á það með lögreglustjóra að kærði sé undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem að lögum getur varðað allt að 10 ára fangelsi. Ennfremur er fallist á það að brotið sem kærði er grunaður um að hafa framið sé þess eðlis að varðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessu eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og veður því fallist á kröfu lögreglustjóra eins og nánar greinir í úrskurðarorði Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. ÚRSKURÐARORÐ: Kærði, X, kt. [...], skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 13. júlí 2009 kl. 16:00. |
Mál nr. 333/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, nú á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 13. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á að varnaraðili sé undir sterkum grun um að hafa ásamt tveimur meðkærðu framið almannahættubrot sem fallið geti undir 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og varðað allt að 16 ára fangelsi. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2009. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X kt. [...] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til mánudagsins 13. júlí nk. kl. 16:00. Enn frekari upplýsingar bárust og voru þær á þann veg að þrír aðilar væru í átökum fyrir utan [...]og að kveikt hefði verið í húsinu. Lögreglan fór þegar á vettvang. Í frumskýrslu lögreglu sem kom á vettvang klukkan 08:35 kemur fram að þeir hafi komið að húsinu [...] í Reykjavík, sem sé einbýlishús, að greinilegt hafi verið að garðhlið að lóð þess hafi verið brotinn, eldur hafi verið í húsinu sem reyk lagði frá og að skömmu eftir að lögregla kom á vettvang hafi eldur breiðst út. Bifreiðin [...] hafi verið kyrrstæð fyrir framan húsið og var hún í gangi. Í framsæti farþegamegin hafi setið kona, A, tveir karlmenn hafi staðið við bifreiðina, kærði B og X. Á lóð hússins hafi verið C og D húsráðandi og hann verið á nærbuxum einum fata. Mennirnir rifust og höfðu lögreglumenn afskipti af þeim. Kærði og meðkærðu og A voru öll flutt á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Lögregla hafi rætt við nokkur vitni á vettvangi en tekið í framhaldi formlegar skýrslur af þeim. Vitni töldu vafalaust að mennirnir sem lögregla handtók á staðnum og komu að húsinu skömmu áður á bifreiðinni [...] hefðu einn eða allir lagt eld að húsinu. Vitni hafi verið að því er mennirnir komu akandi að húsinu og að þeir hefðu gengið að húsinu með fyrirgangi og látum m.a. mölvað garðhliðið inn á lóðina. Húsið hefðu þeir barið að utan. Einn þeirra, dökkhærður piltur, hefði tekið brúsa sem lá við hlið vélgarðsláttuvélar sem var við húsið og skvett úr honum á útidyr þess. Síðan hafi verið lagður eldur að, en líklega hafi verið bensín í brúsanum eða rokgjarnt efni. Kærðu beri öllum saman um að farið hafi verið að [...] að frumkvæði kærða C sem hafi átt eitthvað vantalað við D sem þar býr og að C hafi ekið bifreiðinni. Þá beri þeim saman um að þeir hafi allir gengið að húsinu, en þeir hafi ekki komist í samband við húsráðanda. Um atburðarásina þegar tekinn var bensínbrúsi sem var á lóðinni skvett úr honum á útidyrnar og kveikt í beri þeim ekki saman Kærði B hafi borið að meðkærðu X og C hafi verið við dyrnar þegar eldurinn varð en hann viti ekki hvernig eldsupptökin urðu. Kærði X hafi borið að B hafi tekið bensínbrúsa og hellt bensíni á hurðina. C, sem hafi staðið við hliðina á B, hafi sagt við X að sækja kveikjara en hann hafi neitað því og farið aftur að bifreiðinni. Kvaðst hann ekki hafa séð hver kveikti í. Kærði, C, hafi borið að B hafi komið með bensínbrúsa sem var í garðinum og hellt á húsdyrnar. X hafi svo kveikt í. Kvaðst hann ekkert hafa gert til þess að stoppa þá. Kærði X hafi borið að þeir C og B hafi komið að bifreiðinni eftir að búið var að hella bensíni á hurðina. Þeir hafi því næst allir farið í bifreiðina og C ekið burt en stöðvað þegar íbúi hússins D kom út úr húsinu, en þá verið kominn eldur í neðri hluta hurðarinnar. C og B hafi þá farið að manninum og byrjað að rífast við hann. C hafi einnig borið að þeir hafi farið í upp í bifreiðina og ekið af stað eftir að búið var að kveikja í en þeir hafi svo hætt við að fara og farið aftur að húsinu. Af ofangreindu sé ljóst að mikið ósamræmi sé í framburði kærðu hjá lögreglu varðandi eldsupptökin, þ.e. hver hellti bensíni á hurð hússins og hver kveikti í. Bendi þeir hver á annan eða segist ekki vita hver kveikti í. Það liggi hins vegar fyrir að þeir komu saman að [...] með miklum látum og létu ófriðlega og börðu það að utan. Vitnum beri saman um að þeir hafi allir verið við húsið og að einn hafi sótt bensínbrúsa og í framhaldi hafi greinilega verið kveikt í þar sem þeir voru allir við húsið þó svo að vitað væri af húsráðanda inni en það liggi fyrir að kærðu hringdu í húsráðanda úr síma B áður en þeir komu. Kærðu fóru svo upp í bifreiðina eftir að hafa borið eld að húsinu og ætluðu fyrst að aka af vettvangi. Líti lögreglan svo á að um samverknað allra kærðu hafi verið að ræða. Að mati lögreglu sé fram komin sterkur grunur um að kærði hafi í félagi við meðkærðu hafi framið verknað sem varði ævilöngu fangelsi eða allt að 16 ára tímabundinni fangelsisrefsingu. Samkvæmt 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sé refsilágmark 2 ára fangelsi. Um sé að ræða mjög alvarlegt brot, unnið í félagi við meðkærðu, en brotið sé þess eðlis að mönnum megi vera ljóst að það hafi í för með sér almannahættu. Þá megi mönnum vera ljóst að bersýnilegur lífsháski sé búinn af verkinu og/eða gríðarleg eignarspjöll geti af því hlotist. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu dómkvadds matmanns, Guðmundar Gunnarssonar, á almannahættu vegna íkveikjunnar megi telja öruggt að hún hafi leitt til almannahættu fyrir íbúa hússins en eldurinn var kveiktur í anddyri hússins, einu flóttaleiðinni frá húsinu. Telji lögreglustjóri brotið vera í eðli sínu svo svívirðilegt að áframhaldandi gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Með vísan til þess sem að framan var rakið er fallist á það með lögreglustjóra að kærði sé undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem að lögum getur varðað allt að 10 ára fangelsi. Ennfremur er fallist á það að brotið sem kærði er grunaður um að hafa framið sé þess eðlis að varðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessu eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og veður því fallist á kröfu lögreglustjóra eins og nánar greinir í úrskurðarorði Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. ÚRSKURÐARORÐ: Kærði, X kt. [...], skal sæta áfram gæsluvarðhaldi, allt til mánudagsins 13. júlí 2009 kl. 16:00. |
Mál nr. 331/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, nú á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 13. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á að varnaraðili sé undir sterkum grun um að hafa ásamt tveimur meðkærðu framið almannahættubrot sem fallið geti undir 2. mgr. 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og varðað allt að 16 ára fangelsi. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 328/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. júní 2009 klukkan 16 og honum gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Verði hann látinn sæta gæsluvarðhaldi skuli tilhögun vistar vera án takmarkana. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Hinn kærði úrskurður verður staðfestur með vísan til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kt. [...], verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til föstudagsins 19. júní 2009, kl. 16. Þess er krafist að X verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu bárust hinn 20. apríl sl. upplýsingar til íslenskra lögregluyfirvalda þess efnis að von væri á sendingu til Íslands sem innihéldi fíkniefni. Væri pakkinn sendur með hraðflutningafyrirtækinu UPS. Barst pakkinn til landsins þann 21. apríl sl. og reyndist hann innihalda yfir 6 kg af amfetamíni. Efnin voru í viðarolíuáldósum. Lögreglu bárust upplýsingar frá hollenskum lögregluyfirvöldum um að hollenskur karlmaður hafi verið í sambandi við símanúmerið [...]. Þar hafi verið rætt um skipulag á sendingu á ólöglegum fíkniefnum, líklega falin í málningarfötum/viðarolíufötum. Samtölin eiga sér stað 16. og 19. apríl sl. Er talið að notandi símanúmersins [...] sé kærði X. Kannast hann ekki við greind símtöl, en þau hafa verið send til samanburðarrannsóknar á því hvort um X sé að ræða. Þann 18. maí sl. sá lögreglan er X hitti þrjá menn í Smáralind, gekk með þeim að bifreið er hann var á við verslunarmiðstöðina og afhenti síðan mönnunum umslag, sem lögregla ætlar að hafi innihaldið peninga. Lögregla hefur upplýsingar um þá menn er X hitti fyrir og mun einn þeirra hafa hringt í UPS hraðflutningafyrirtækið í Hollandi þann 20. apríl sl. til að spyrjast fyrir um kostnað við að flytja pakka til Íslands. Pakkinn sem haldlagður var hér á landi mun hafa verið sendur frá Hollandi síðar sama dag. Mennirnir sem X hitti við Smáralind eru allir útlendingar, en þeir voru handteknir við komu til Hollands frá Íslandi, þar sem þeir eru grunaðir um þátt í stórfelldum fíkniefnabrotum. Í skýrslutöku hjá lögreglu hefur X borið um að hann sótt þrjá menn, alla útlendinga, út á Keflavíkurflugvöll þann 15. maí sl., en mennirnir séu kunningjar hans. Hafi hann lánað þeim bifreið sína er þeir dvöldu hér á landi og hafi X tekið að sér að skipta 1.700.000 íslenskum krónum fyrir þá í evrur. Hafi hann hitt þá við Smáralind vegna þessara peningaviðskipta. Þann 22. maí sl. var kærði handtekinn á heimili sínu að [...]. Við leit á heimilinu fannst lítilræði af ætluðu marihuana og 1.200.000 kr. í peningum. Á ætluðum vinnustað hans, [...] voru haldlagðar 695.000 kr. í peningum, sem fundust í íláti uppi á hillu baka til í versluninni. Hlustanir á grundvelli dómsúrskurða hafa farið fram í málinu og hafa þar ítrekað komið fram ætluð samskipti kærða X við aðra sem taldir eru tengjast málinu og þar rætt um þætti sem taldir eru tengjast ætluðum fíkniefnabrotum. Auk framangreinds þá hefur lögregla upplýsingar um að bæði kærði X og þeir aðilar sem hann hitti við Smáralind hafi ítrekað heimsótt Y þar sem hann afplánar dóm í fangelsinu að Litla-Hrauni. Þá hefur Z einnig heimsótt Y ítrekað. Er talið að greindar heimsóknir tengist ætluðum stórfelldum fíkniefnabrotum og hafa Y og Z verið handteknir og sæta nú gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar. Rannsókn lögreglu snýr að þáttum er varða aðdraganda brotsins, skipulagningu og fjármögnun. Þegar hafa aðilar verið yfirheyrðir hér á landi í tengslum við málið, en fyrir liggur að yfirheyra þarf fleiri aðila því tengdu. Þá er beðið er gagna frá erlendum lögregluyfirvöldum, sem brýnt þykir að unnt verði að bera undir kærða á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi með takmörkunum. Í málinu liggur nú fyrir grunur um tengingu kærða við umfangsmikil fíkniefnabrot. Í tengslum við þau hafa aðilar verið handteknir hér á landi, víðar í Evrópu og í Suður-Ameríku. Meðal þeirra eru þeir menn sem ætlað er að X hafi afhent peninga við Smáralind þann 18. maí sl. Þá hefur í tengslum við rannsóknina verið lagt hald á mörg tonn af sykurvökva, sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Rökstuddur grunur er um stórfellt fíkniefnabrot X. Nauðsynlegt er talið að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna málsins, svo honum sé fyrirmunað að setja sig í samband við ætlaða vitorðsmenn og/eða vitni og/eða að hann geti komið undan gögnum sem sönnunargildi hafa í málinu og hafa ekki verið haldlögð. Þykir þannig nauðsynlegt að vernda rannsóknarhagsmuni málsins með því að X sæti áfram gæsluvarðhaldi og að hann verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Til rannsóknar er ætlað brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ásamt síðari breytingum, sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til a liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og til b liðar 1. mgr. 99. gr. sömu laga hvað varðar kröfu um einangrun. Samkvæmt gögnum málsins er fram kominn rökstuddur grunur um aðild kærða að stórfelldum fíkniefnabrotum og geta brot hans varðað fangelsisrefsingu. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Haldi kærði óskertu frelsi sínu er hætta á því að hann torveldi rannsókn málsins með því að hafa áhrif á framburð vitna og annarra sakborninga, eða komi sönnunargögnum undan. Með vísan til a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, er fallist á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti áfram gæsluvarðahaldi. Með vísan til b. liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 er jafnframt fallist á að kærði skuli látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Úrskurð þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. ÚRSKURÐARORÐ Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi, allt til föstudagsins 19. júní 2009, kl. 16. Kærði skal látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. |
Mál nr. 270/2009 | Kærumál Skattur Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur | G höfðaði mál og krafðist þess að álagning opinberra gjalda skattstjórans í Reykjavík tilgreind gjaldár yrði ómerkt, auk þess sem hann krafðist dráttarvaxta af ofgreiddum sköttum. Héraðsdómur féllst ekki á að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að ekki væri vísað til dagsetningar þeirra ákvarðana skattstjóra um álagningu sem krafist væri ógildingar á. Hins vegar segir í úrskurði héraðsdóms að ekki yrði ráðið af málatilbúnaði G að hann véfengdi annað við álagningu opinberra gjalda en þá aðferð sem skattstjóri beitti við útreikning persónuafslátta, vegna tekna sem G hafði erlendis. Þrátt fyrir það krafðist hann þess að skattálagningin yrði felld úr gildi í heild sinni og álagning tilgreindra opinberra gjalda ómerkt, en sú krafa gengi of langt væri litið til markmiðs málsóknar G. Markmið málsóknar G hlyti að vera að krefjast endurálagningar skattstjóra og endurgreiðslu oftekinna skatta. Í stefnu hafi því hins vegar í engu verið lýst hvenær G innti þá skatta af hendi sem hann taldi oftekna, en það hefði skipt verulegu máli þar sem krafa hans um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda fyrnist á fjórum árum frá því greiðsla átti sér stað. Þar sem fyrir lá að hluti meintra endurgreiðslukrafna G væri niður fallinn fyrir fyrningu taldi héraðsdómur að G hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfu sem hann gæti ekki byggt endurgreiðslukröfu sína á. Hvað varðaði síðari lið kröfugerðar G um dráttarvexti sagði í úrskurði héraðsdóms að ekki lægi fyrir að G hefði ofgreitt skatta tilgreind gjaldár og hver hugsanlegur höfuðstóll meintra ofgreiddra skatta kynnu að vera. Þá væri dráttarvaxtakrafa G hvorki mörkuð með því að tilgreina ákveðinn vaxtafót né með vísun til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Taldi héraðsdómur kröfu G um dráttarvexti því svo óljósa að henni bæri að vísa frá dómi, sbr. e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með þeirri athugasemd að það væri annmarki á málatilbúnaði G að í fyrri lið kröfugerðar hans væri ekki vísað til tiltekinna stjórnvaldsákvarðana með dagsetningum eða með öðrum hætti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. maí 2009, þar sem fallist var kröfu varnaraðila um að málinu yrði vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi í heild sinni og lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Til vara krefst hann þess að frávísun málsins verði ómerkt að hluta og lagt fyrir héraðsdómara að kveða upp efnisdóm um kröfu sóknaraðila um ómerkingu álagninga opinberra gjalda skattstjórans í Reykjavík á sóknaraðila gjaldárin 1999, 2001-2003 og 2005-2008. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Það er annmarki á málatilbúnaði sóknaraðila að ekki er í fyrri lið kröfugerðar hans vísað til tiltekinna stjórnvaldsákvarðana, sem krafa um ómerkingu beinist að, hvorki með dagsetningu eða með öðrum hætti. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Guðbrandur Jóhannsson, greiði varnaraðila, íslenska ríkinu, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 325/2009 | Kærumál Farbann Sératkvæði | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X yrði áfram bönnuð för úr landi á grundvelli 1. mgr. 100 gr. laga nr. 88/2008, sbr. b. lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2009, þar sem varnaraðila er bönnuð brottför af landinu, en þó eigi lengur en til föstudagsins 10. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Hinn kærði úrskurður verður staðfestur með vísan til forsendna. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. hæstaréttardómara Með úrskurði Héraðsdóms 8. maí 2009 var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til 15. maí 2009. Með dómi Hæstaréttar 13. sama mánaðar í máli nr. 226/2009 var úrskurði héraðsdóms breytt og varnaraðila í stað gæsluvarðhalds gert að sæta farbanni til sama tíma. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 15. maí 2009 var farbann varnaraðila framlengt allt til 12. júní 2009 klukkan 16. Sá úrskurður var staðfestur í Hæstarétti með dómi 19. maí 2009 í máli nr. 253/2009. Var það gert með þeim athugasemdum að sérstaka skyldu bæri til að hraða rannsókn og meðferð sakamála, þar sem sakborningur sætir þvingunaraðgerð, en samkvæmt gögnum málsins virtist rannsókn lögreglu lokið og einungis væri eftir að taka ákvörðun um saksókn. Þó var talið að enn væru fyrir hendi skilyrði farbanns „þann tíma sem ákveðinn var í hinum kærða úrskurði.“ Af gögnum málsins verður ekki séð að nokkuð hafi gerst í rannsókn málsins síðan þessi dómur Hæstaréttar gekk en ákæra var ekki gefin út fyrr en 15. þessa mánaðar, eða nokkrum dögum eftir að farbann samkvæmt dómi Hæstaréttar rann út. Tel ég að meðferð málsins hafi verið með þeim hætti að ekki séu efni til að fallast á kröfu sóknaraðila um frekara farbann og því beri að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. |
Mál nr. 326/2009 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns | Með matsbeiðni móttekinni í dóminum 26. maí 2009 beiddist matsbeiðandi, X, dómkvaðningar matsmanna skv. ákvæðum XIX. kafla laga nr. 80/2008. Fram kemur að matið varði hæstaréttarmálið nr. 78/2009: Ákæruvaldið gegn X. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum þann dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2009, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um dómkvaðningu matsmanna. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að dómkveðja matsmenn. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með dómi Héraðsdóms Norðurlands-eystra 16. desember 2008 var varnaraðili dæmdur í 6 mánaða fangelsi, skilorðbundið í tvö ár, fyrir brot gegn 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa sett gúmmíbolta upp í leggöng stúlku og skilið hann þar eftir án vitneskju hennar með þeim afleiðingum að hún fékk bólgur og alvarlega sýkingu í leggöng. Samkvæmt 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga skal sá sæta allt að fjögurra ára fangelsi, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska. Eins og mál þetta liggur fyrir verður varnaraðila ekki meinað að afla læknisfræðilegs sönnunargagns um hvort lífi eða heilsu stúlkunnar hafi verið stofnað í augljósan háska, sbr. 1. mgr. 128. gr. laga nr. 88/2008. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að dómkveðja kunnáttumenn til að framkvæma mat samkvæmt beiðni varnaraðila. Dómsorð: Lagt er fyrir héraðsdóm að dómkveðja matsmenn samkvæmt matsbeiðni varnaraðila X. |
Mál nr. 324/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, nú á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 10. júlí 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 305/2009 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns Ómaksþóknun | H krafðist ómaksþóknunar samkvæmt síðari málslið 4. mgr. 79. gr. laga nr. 91/1991. Fallist var á beiðni hans, en Hæstiréttur taldi eðlilegt að taka mið af kostnaði við þingsókn þegar matsbeiðnin var lögð fram. Voru bætur hæfilega ákveðnar 40.000 krónur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 22. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 18. maí 2009, þar sem sóknaraðilum var sameiginlega gert að greiða varnaraðila 96.800 krónur í ómaksþóknun. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að synjað verði kröfu varnaraðila um ómaksþóknun en til vara að hún verði lækkuð. Varnaraðili hefur ekki látið kærumál þetta til sín taka. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði fer um matsbeiðni sóknaraðila eftir XII. kafla laga nr. 91/1991 þar sem mál hafi ekki verið höfðað, áður en beiðst var dómkvaðningar. Fallist er á að varnaraðili, sem sótti þing þegar matsbeiðnin var tekin fyrir 14. maí 2009, hafi átt rétt á ómaksþóknun samkvæmt síðari málslið 4. mgr. 79. gr. laganna. Verður mið tekið af eðlilegum kostnaði við þá þingsókn og eru ómaksbætur til varnaraðila hæfilega ákveðnar 40.000 krónur. Kærumálskostnaðar hefur ekki verið krafist. Dómsorð: Sóknaraðilar, Margrét Óskarsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir, greiði óskipt varnaraðila, Haraldi Ellingsen, 40.000 krónur í ómaksþóknun. Matsbeiðendur eru Margrét Óskarsdóttir, kt. 260533-2909, Safamýri 95, Reykjavík og Sigrún Óskarsdóttir, kt. 010135-2819, Brúnavegi 9, Reykjavík. Matsþoli er Haraldur Ellingsen, kt. 220535-2239, Stakkahlíð 17, Reykjavík. Af hálfu varnaraðila er beiðni sóknaraðila ekki mótmælt en þess krafist að dómurinn úrskurði honum málskostnað úr hendi sóknaraðila samkvæmt gjaldskrá Löggarðs ehf. og að við þá ákvörðun verði tekið tillit til þess að lögmaður varnaraðila hafi lagt fram greinargerð fyrir réttinn, þurft að mæta við þingfestingu málsins á Selfossi og þurfi auk þess að mæta á matsfund sem væntanlega verði haldinn á lóð málsaðila í Grímsnesi. Lögmaður sóknaraðila mótmælti framkominni kröfu um málskostnað. Málið var þingfest þann 14. maí sl. og tekið til úrskurðar um kröfu varnaraðila um málskostnað eftir að aðilar höfðu rökstutt kröfugerð sína. Niðurstaða. Beiðni sóknaraðila lýtur að því að dómkvaddir verði tveir sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta þau atriði sem greinir í matsbeiðninni. Matsbeiðnin er lögð fram án þess að matsbeiðendur hafi haft uppi kröfu vegna matsatriðanna í dómsmáli og gilda því um meðferð matsbeiðnarinnar reglur 12. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. einnig 9. kafla sömu laga. Í seinni málslið 4. mgr. 79. gr. laganna er kveðið á um að ef aðrir sækja þing og krefjast þess geti dómari úrskurðað þeim ómaksþóknun úr hendi matsbeiðanda. Er því ljóst að varnaraðili á rétt á málskostnaði úr hendi sóknaraðila. Varnaraðili krefst málskostnaðar úr hendi sóknaraðila samkvæmt gjaldskrá Löggarðs ehf. Þessi gjaldskrá er ekki lögð fram í málinu, en fram kom hjá lögmanni varnaraðila við þingfestingu málsins að hann teldi að samtals fimm og hálf klukkustund færi í rekstur málsins. Þá kom fram hjá lögmanninum að tímagjald hans væri 17.600 krónur. Fyrir liggur að lögmaður varnaraðila hefur lagt fram greinargerð í málinu. Hann hefur einnig mætt við þingfestingu málsins og kveðst mæta eða láta mæta fyrir sig við uppkvaðningu þessa úrskurðar og á matsfund. Þegar litið er til þessa þykir tímaáætlun lögmannsins ekki óraunhæf. Þá þykir tímagjald lögmannsins ekki vera úr hófi. Verða varnaraðila því úrskurðaðar kr. 96.800 í ómaksþóknun úr hendi sóknaraðila in solidum. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð : Sóknaraðilar, Margrét Óskarsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir, greiði varnaraðila, Haraldi Ellingsen, in solidum kr. 96.800 í ómaksþóknun. |
Mál nr. 280/2009 | Kærumál Kröfugerð Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | P kærði úrskurð héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi fyrri lið aðalkröfu hans um að S yrði gert að viðlögðum dagsektum að afhenda og setja upp á eigin kostnað svokallaðan efri eimsvalaviftuspíral. Jafnframt var vísað frá dómi kröfulið í aðalkröfu að fjárhæð 113.000 bandaríkjadalir vegna áætlaðs viðgerðarkostnaðar. Í aðal- og varakröfu P var vísað frá dómi kröfuliðum samtals að fjárhæð 823.606,26 bandaríkjadalir. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með þeim athugasemdum að í fyrri kröfuliðum í aðal- og varakröfum sóknaraðila hafi verið krafist dóms um tilgreindar verkskyldu S og um dagsektir. Í kröfunum kæmi ekki fram, hvenær skylda til greiðslu dagsekta skyldi falla niður, yrði fallist á kröfuna, og væri því annmarki á þessum þætti kröfunnar. Í dóminum kemur jafnframt fram að til þess að krafa teldist nægilega reifuð í einkamáli yrði hún og gögn sem hún væri reist á að vera með þeim hætti að stefndi ætti þess kost að færa fram efnislegar varnir við kröfu og forsendum hennar. Ekki yrði bætt úr annmörkum að þessu leyti með öflun gagna við rekstur máls eftir að stefndi hefði lagt fram greinargerð af sinni hálfu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 11. maí 2009, þar sem vísað var frá dómi fyrri lið aðalkröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að viðlögðum dagsektum að afhenda og setja upp á eigin kostnað svokallaðan efri eimsvalaviftuspíral. Jafnframt var vísað frá dómi kröfulið í aðalkröfu að fjárhæð 113.000 bandaríkjadalir vegna áætlaðs viðgerðarkostnaðar. Í aðal- og varakröfu sóknaraðila var vísað frá dómi kröfuliðum samtals að fjárhæð 823.606,26 bandaríkjadalir. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka til efnislegrar meðferðar þá kröfuliði sem vísað var frá dómi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Af hálfu sóknaraðila er fyrir Hæstarétti meðal annars byggt á því að ekki séu efni til að vísa kröfuliðum frá dómi, þó að dómur telji þau gögn sem fram eru lögð þeim til stuðnings ófullnægjandi til sönnunar á fjárhæð þeirra. Telur sóknaraðili að hafa verði í huga að með öflun viðbótargagna eða við skýrslutökur megi bæta úr því sem á kunni að vanta að þessu leyti í ljósi andmæla varnaraðila. Til þess að krafa teljist nægilega reifuð í einkamáli verður hún og gögn sem hún er reist á að vera með þeim hætti að stefndi eigi þess kost að færa fram efnislegar varnir við kröfu og forsendum hennar. Ekki verður bætt úr annmörkum að þessu leyti með öflun gagna við rekstur máls eftir að stefndi hefur lagt fram greinargerð af sinni hálfu. Í fyrri kröfuliðum í aðal- og varakröfum sóknaraðila er krafist dóms um tilgreindar verkskyldur varnaraðila og um dagsektir sem lagðar verði við því að hann efni þær. Í kröfunum kemur ekki fram, hvenær skylda til greiðslu dagsekta eigi að falla niður, verði fallist á kröfurnar, hvort það sé þegar varnaraðili hefst handa við að efna skylduna, þegar hann lýkur því eða við annað tímamark. Er þetta annmarki á dagsektaþætti þessara krafna. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Peterson Farms Inc., greiði varnaraðila, Skaganum hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 316/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Sératkvæði | Niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. Þó var talið að ekki hafi verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að enn væri nauðsynlegt að úrskurða X í einangrun. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. júní 2009 kl. 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sætt gæsluvarðhaldi frá 21. apríl 2009 og verið gert að sæta einangrun á þeim tíma, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um að varnaraðili skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi þann tíma sem krafist er. Varnaraðili hefur sætt einangrun um langa hríð og hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á með fullnægjandi hætti að enn sé nauðsynlegt að úrskurða varnaraðila til slíkrar vistar. Verður því ekki fallist á þessa kröfu sóknaraðila. Dómsorð: Varnaraðili, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. júní 2009 kl.16. Sératkvæði Viðars Más Matthíassonar, setts hæstaréttardómara Ég tel að staðfesta beri hinn kærða úrskurð með vísan til forsendna hans. |
Mál nr. 317/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Sératkvæði | Niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. Þó var talið að ekki hafi verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að enn væri nauðsynlegt að úrskurða X í einangrun. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. júní 2009 kl. 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sætt gæsluvarðhaldi frá 21. apríl 2009 og verið gert að sæta einangrun á þeim tíma, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um að varnaraðili skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi þann tíma sem krafist er. Varnaraðili hefur sætt einangrun um langa hríð og hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á með fullnægjandi hætti að enn sé nauðsynlegt að úrskurða varnaraðila til slíkrar vistar. Verður því ekki fallist á þessa kröfu sóknaraðila. Dómsorð: Varnaraðili, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. júní 2009 kl.16. Sératkvæði Viðars Más Matthíassonar, setts hæstaréttardómara Ég tel að staðfesta beri hinn kærða úrskurð með vísan til forsendna hans. |
Mál nr. 298/2009 | Kærumál Nauðungarsala Skaðabætur Frávísunarúrskurður staðfestur að hluta | M höfðaði mál fyrir héraðsdómi og var aðalkrafa hans tvíþætt. Annars vegar krafðist hann viðurkenningar á að „ranglega hafi verið staðið að nauðungarsölu“ fasteignar í sinni eigu og hins vegar skaðabóta auk dráttarvaxta vegna fjártjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna þess sem aflaga hafi farið við nauðungarsöluna. Til vara krafðist hann þess að eftirstöðvar vegna skuldabréfa sem tryggðar voru með veðrétti í eignunum, yrði færðar niður um tiltekna fjárhæð. Málinu var vísað frá héraðsdómi og var sá úrskurður kærður. Í dómi Hæstaréttar segir að fyrri hluti aðalkröfu M feli aðeins í sér málsástæðu fyrir síðari hluta hennar og hafi M því ekki lögvarða hagsmuni af því að fá sérstakan viðurkenningardóm um hana. Var henni því vísað frá dómi með vísan til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Hæstiréttur taldi hins vegar síðari aðalkröfuna, um greiðslu skaðabóta og dráttavaxta, nægilega rökstudda og reifaða til þess að unnt væri að leggja dóm á hana. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi að því er varðaði síðari aðalkröfu M. Þá staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um frávísun varakröfu M, varðandi framkvæmd nauðungarsölunnar og úthlutun söluverð, með vísan til 3. mgr. 80. gr. laga nr. 90/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2009, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila og Kristins Brynjólfssonar stjórnarformanns og framkvæmdastjóra sóknaraðila. Kröfum sóknaraðila í máli því sem vísað var frá héraðsdómi er lýst í hinum kærða úrskurði. Aðalkrafa hans er tvíþætt. Annars vegar krefst hann viðurkenningar á að „ranglega hafi verið staðið að nauðungarsölu“ tveggja eignarhluta með tilgreindum fastanúmerum 18. september 2007. Nægilega er ljóst að fasteignarhlutar þessir eru að Rafstöðvarvegi 1a í Reykjavík. Hins vegar krefst hann skaðabóta auk dráttarvaxta vegna fjártjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna þess sem aflaga hafi farið við nauðungarsöluna. Ljóst er að fyrri hluti kröfunnar felur aðeins í sér málsástæðu fyrir síðari hluta hennar. Sóknaraðili hefur ekki lögvarða hagsmuni af því að fá sérstakan viðurkenningardóm um hana. Verður því með vísan til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísa fyrri hluta aðalkröfu sóknaraðila frá dómi. Í hinum kærða úrskurði er atvikum lýst sem og fyrri tilraunum sóknaraðila til að hafa uppi kröfur á hendur varnaraðila í tilefni nauðungarsölunnar 18. september 2007. Um heimild fyrir síðari hluta aðalkröfu sinnar nú kveðst sóknaraðili vísa til 3. mgr. 80. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Af málatilbúnaði hans er ljóst að hann telur varnaraðila hafa valdið sér tjóni með ólögmætum hætti með því að hafa lýst of hárri kröfu við nauðungarsöluna og ekki verið fús til að gefa upp rétta kröfufjárhæð. Þannig hafi sér verið gert ómögulegt að afstýra nauðungarsölunni með greiðslu kröfunnar. Fjárhæð kröfu sinnar byggir hann á því sem hann telur vera mismun á söluverði eignarhlutanna er varnaraðili keypti þá við nauðungarsöluna og matsverði sem hann hefur gert grein fyrir. Krafan er nægilega rökstudd og reifuð til þess að unnt sé að leggja dóm á hana. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi að því er þessa kröfu varðar og lagt fyrir héraðsdóm að taka hana til efnislegrar úrlausnar. Fallist verður á með héraðsdómi að varakrafa sóknaraðila varði framkvæmd nauðungarsölunnar og úthlutun söluverðs, en um þau atriði verður ekki dæmt á grundvelli nefndrar heimildar í 3. mgr. 80 gr. laga nr. 90/1991. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur um varakröfu sóknaraðila. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um frávísun á fyrri hluta aðalkröfu og varakröfu sóknaraðila, Miðstöðvarinnar ehf. eignarhaldsfélags, frá dómi. Lagt er fyrir héraðsdóm að taka til efnisúrlausnar síðari hluta aðalkröfu sóknaraðila. Varnaraðili, VBS Fjárfestingabanki hf., greiði sóknaraðila 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 297/2009 | Kærumál Nauðungarsala Skaðabætur Frávísunarúrskurður staðfestur | M krafðist skaðabóta úr hendi V vegna málskostnaðar sem V hafði lýst til uppboðsandvirðis fasteignar í eigu M og fengið úthlutun fyrir en V var sjálfur uppboðskaupandi. Málinu var vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að samkvæmt úthlutunargerð sýslumanns hafi 221.859.002 krónur greiðst upp í kröfu hans. Eins og málið liggi fyrir væri vafalaust að V hefði fengið sömu fjárhæð úthlutað, þótt hann hefði ekki lýst hinum umdeilda málskostnaði með öðrum þáttum kröfu sinnar. Þótt fallist yrði á málsástæður M um skaðabótaskyldu V gagnvart honum með því að lýsa of hárri fjárhæð vegna málskostnaðar gætu þær af þessari ástæðu ekki leitt til þess að dómkrafa hans yrði tekin til greina. Varð hinn kærði úrskurður því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2009, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila og Kristins Brynjólfssonar stjórnarformanns og framkvæmdastjóra sóknaraðila. Í máli því sem vísað var frá héraðsdómi með hinum kærða úrskurði krefst sóknaraðili skaðabóta úr hendi varnaraðila vegna málskostnaðar, sem var hluti fjárhæðar sem varnaraðili lýsti til úthlutunar á söluverði fjögurra fasteignarhluta að Rafstöðvarvegi 1a í Reykjavík, en varnaraðili keypti sjálfur þessa fasteignarhluta á nauðungarsölu 18. apríl 2007. Í hinum kærða úrskurði er atvikum nánar lýst sem og fyrri tilraunum sóknaraðila til að hafa uppi kröfur á hendur varnaraðila af sama tilefni. Fallist verður á þá úrlausn héraðsdóms að með vísan til 3. mgr. 80. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu geti sóknaraðili höfðað málið á þessum grundvelli þrátt fyrir frávísunardóma í hæstaréttarmáli nr. 155/2008 frá 16. apríl 2008 og í máli nr. 400/2008 frá 2. september sama ár. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði gerði varnaraðili kröfu um greiðslu á 303.360.042 krónum á grundvelli skuldabréfa sinna við úthlutun á söluverði fasteignarhlutanna. Hann keypti þá sjálfur á uppboðinu á samtals 224.400.000 krónur. Samkvæmt úthlutunargerð sýslumanns 14. ágúst 2007 greiddust 221.859.002 krónur upp í kröfur hans. Eins og málið liggur fyrir er vafalaust að varnaraðili hefði fengið sömu fjárhæð úthlutað, þó að hann hefði ekki lýst hinum umdeilda málskostnaði með öðrum þáttum kröfu sinnar. Þótt fallist yrði á málsástæður sóknaraðila sem lúta að því að varnaraðili hafi skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart honum með því að lýsa of hárri fjárhæð vegna málskostnaðar geta þær af þessari ástæðu ekki leitt til þess að dómkrafa hans verði tekin til greina. Leiðir þetta til þess að hinn kærði úrskurður verður staðfestur. Með hliðsjón af málsatvikum verður kærumálskostnaður felldur niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 310/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. Krafa X varðandi tilhögun gæsluvarðhalds, samkvæmt c., d., og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008, kom ekki til álita fyrir Hæstarétti, þar sem slík krafa hafði ekki verið borin undir héraðsdóm samkvæmt 5. mgr. 99. gr. laganna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júní 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og henni verði ekki gert að sæta einangrun. Þá gerir varnaraðili í greinargerð til Hæstaréttar kröfu um „að óheimilt sé að skerða réttindi sem getið er um í c-e. liðum 1. mgr. 99. greinar laga nr. 88/2008“. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Krafa varnaraðila varðandi tilhögun gæsluvarðhaldsvistar samkvæmt c., d. og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 hefur ekki verið borin undir héraðsdóm samkvæmt 5. mgr. 99. gr. laganna og kemur hún því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 263/2009 | Kærumál Dómari Vanhæfi | Staðfest var niðurstaða héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu H um að dómari málsins viki sæti. Ekki var talið að sýnt hefði verið fram á atvik sem valdið geta því að héraðsdómarinn yrði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna ákvæðis g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. maí 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari viki sæti í máli sem varnaraðilar hafa höfðað gegn sóknaraðila og fleirum. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að dómaranum verði gert að víkja sæti í málinu. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Það veldur ekki vanhæfi héraðsdómara að hann hafi áður dæmt í máli er varðaði launakröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilanum FS 13 ehf. og að málsatvik er dómari þurfti að taka afstöðu til við úrlausn þessa fyrra máls kunni að hafa þýðingu við úrlausn þess máls sem nú er til meðferðar fyrir dómi. Verður ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á atvik, sem valdið geta því að héraðsdómarinn verði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna ákvæðis g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 4. maí sl., er höfðað af Árna B. Sigurðssyni, Fellsmúla 11, Reykjavík og FS13 ehf., Fellsmúla 11, Reykjavík á hendur Ágústi Þórhallssyni, Háabergi 17, Hafnarfirði, Hirti J. Hjartar, Fáfnisnesi 1, Reykjavík, Standhól ehf., Stórhöfða 23, Reykjavík, Róbert Melax, Bretlandi og KPMG hf. Borgartúni 27, Reykjavík, með stefnu birtri 23. apríl 2008. Dómkröfur stefnenda eru þessar: Að öllum stefndu verði gert að greiða stefnanda FS13 ehf., in solidum, 2.312.398,24 (evrur),- auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sem hér segir; af 50.492,41 frá 12.12.2007 til 17.12.2007 en af 520.798,61 frá þ.d. til 19.12.2007 en af 658.815,32 frá þ.d. til 07.01.2008 en af 1.312.398,24 frá þ.d. til þingfestingardags en af 2.312.398,24 frá þ.d. til greiðsludags. Að stefnda KPMG hf. verði gert að greiða stefnanda FS13 ehf. 307.840,- og kr. 2.940.000,- ásamt með dráttarvöxtum frá 1.1.2008 til greiðsludags. Að stefndu öðrum en Róberti Melax gert að greiða stefnanda Árna B. Sigurðssyni 1.000.000,- en til vara skaðabætur að álitum ásamt dráttarvöxtum skv. 1.mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001 frá 1.1.2008 til greiðsludags en til þrautavara að viðurkennd verði bótaskylda stefndu, in solidum, gagnvart stefnanda. Að stefnda Róberti Melax verði gert að greiða stefnanda Árna B. Sigurðssyni 2.169.000,- en til vara skaðabætur að álitum ásamt dráttarvöxtum skv. 1.mgr.6.gr. laga nr. 38/2001 frá 1.1.2008 til greiðsludags en til þrautavara að viðurkennd verði bótaskylda stefnda gagnvart stefnanda. Að auki er í öllum tilvikum krafist málskostnaðar úr hendi stefndu skv. framlögðum málskostnaðarreikningi sem byggist á gjaldskrá lögmanns stefnanda. Stefndu krefjast allir sýknu í máli þessu og málskostnaðar, auk þess sem stefndi KPMG hf. krefst frávísunar málsins. Í þessum þætti málsins er tekin til úrlausnar krafa stefnda, Hjartar J. Hjartar, að Sigrún Guðmundsdóttir dómari víki sæti í máli þessu, sbr. g-lið 5. gr. laga um meðferð einkamála sbr. 6. gr. s.l. Stefnendur krefjast þess að kröfu stefnda, Hjartar, verði hrundið og að þeim verði tildæmdur málskostnaður. Aðrir stefndu hafa ekki látið ágreining þennan til sín taka. Krafan byggir á því að dómari málsins Sigrún Guðmundsdóttir hafi einnig dæmt í málinu E-03998/2008: Hjörtur J. Hjartar gegn FS13 ehf. hinn 11. desember sl. Með því hafi dómarinn orðið vanhæf til að dæma í þessu máli. Stefndi tekur fram að þrjú mál á milli málsaðila séu til meðferðar hjá dómstólum. Það er málið nr. S-1489/2008 sem er til meðferðar í Hæstarétti, þar sem óskað var eftir leyfi til áfrýjunar þess í mars s.l., en svar hefur ekki borist við þeirri beiðni. Í öðru lagi launamálið sbr. málið nr. E-3998/2008, en því máli hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. Svo bótamálið þ.e. mál þetta sem er nr. E-3100/2008. Eins og að framan greinir byggir stefndi, Hjörtur, á því að dómarinn hafi einnig dæmt málið nr. E-3998/2008. Með dómi í því máli hafi dómarinn gert sig vanhæfa. Sérstaklega er vísað til eftirfarandi ummæla í forsendum dómsins: „Enginn fótur mun hafa verið fyrir þessari tilkynningu og vegna þessarar athafnar stefnanda hefur verið gefin út ákæra á hann og er hún nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur“ og „varðandi laun frá 1.-12. desember þá athugast að stefnandi hélt sjálfur um stjórnvölinn hjá stefnda og var því í lófa lagið að greiða sér laun fyrir þetta tímabil, hafi hann á annað borð litið svo á að hann ætti rétt til launa.“ Stefnendur telja að krafa stefnda hafi ekki við rök að styðjast. Þeir benda á að um allt önnur atvik sé deilt í málum þessum. Annars vegar sé um að ræða launamál og hins bótamál og ekki hafi í launamálinu verið tekin afstaða til annars en launadeilunnar. Dómarinn verði ekki sjálfkrafa vanhæfur þótt hann dæmi í málum sömu aðila. Máli sínu til stuðnings er vísað til dóma Hæstaréttar Íslands í málunum nr. 467/1994, 191/1999, 513/2008 og 305/2000. Niðurstaða. Mál það sem hér er til umfjöllunar er skaðabótamál. Í stefnu segir: „Gagnvart stefnda Hirti er byggt á því, í fyrsta lagi, að hann hafi tekið þátt í hinni refsiverðu háttsemi með Ágústi með því að standa að gerð hinna fölsuðu yfirlýsinga um lögmæti hluthafafundar og nýrrar stjórnar félagsins til fyrirtækjaskrár RSK og í öðru lagi, með því að nýta sér hina ólöglegu skráningu hjá RSK, m.a. eftir að fyrirtækjaskrá RSK hafði afturkallað skráninguna og lagt bann við notkun skráningarvottorðs, til þess að svipta FS13 ehf. og FS13 d.o.o. fjármunum sínum og færa þá að stærstum hluta til félaga í eigu stefnda Róberts Melax, Standhóls ehf. og Ernir d.o.o. Þá hafi Hjörtur ennfremur valdið stefnanda fjártjóni með því að samþykkja f.h. félaganna ólögmætar riftunaryfirlýsingar Standhóls ehf. og danska félagsins 3D Tech ap/s til þess eins að semja um sömu hagsmuni í nafni króatísks félags í eigu Róberts Melax sem starfsmaður þess félags. Að auki hafi hann selt eigur FS13 d.o.o og tekið sér þá fjármuni og ýmislegt lausafé s.s. tölvur, síma og fleira til eigin brúks án heimildar. Þá hafi Hjörtur ekki skilað bókhaldi félaganna, hann haldi því enn frá stefnanda með tilheyrandi afleiðingum fyrir hann.“ Mál það er dæmt var 11. desember sl. varðaði launakröfu stefnda, Hjartar á hendur stefnanda FS13 ehf. fyrir desember 2007 til febrúar 2008. Því er sakarefni þessara mála ekki það saman. Að mati dómarans er fráleitt að með tilgreindum ummælum í forsendum dómsins frá 11. desember 2008 hafi dómarinn orðið vanhæf til að dæma mál þetta. Það er mat dómarans að ekki séu fyrir hendi þau atvik eða aðstæður sem leitt geti til þess að óhlutdrægni hennar verði með réttu dregið í efa. Krafa stefnenda um málskostnað bíður efnisdóms. |
Mál nr. 274/2009 | Kærumál Nauðungarsala Frávísun frá Hæstarétti | Máli H gegn L, vegna ágreinings um úthlutun söluverðs í kjölfar nauðungarsölu, var vísað af sjálfsdáðum frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Fyrir Hæstarétti krafðist H þess engu að síður að honum yrði dæmdir þeir hagsmunir sem hann sótti í málinu. Samkvæmt því þótti málatilbúnaður H haldinn slíkum annmörkum að óhjákvæmilegt var að vísa kröfu hans frá Hæstarétti af sjálfsdáðum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. apríl 2009, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumannsins í Keflavík 21. janúar 2009 verði breytt þannig að sóknaraðila verði úthlutað 4.291.846 krónum af söluverði nánar tilgreinds eignarhluta í fasteigninni Lyngholti 19 í Keflavík. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur, en til vara að staðfest verði fyrrgreind ákvörðun sýslumannsins í Keflavík um úthlutun söluverðs umrædds eignarhluta í Lyngholti 19 í Keflavík. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Kröfu sóknaraðila var vísað frá héraðsdómi. Þrátt fyrir að héraðsdómari hafi ekki tekið efnislega afstöðu í málinu krefst sóknaraðili þess engu að síður að Hæstiréttur dæmi honum þá hagsmuni, sem hann sækir í málinu Málatilbúnaður sóknaraðila er samkvæmt því haldinn slíkum annmörkum að óhjákvæmilegt er að vísa kröfu hans frá Hæstarétti af sjálfsdáðum. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Málinu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 308/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júní 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Hinn kærði úrskurður verður staðfestur með vísan til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 309/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júní 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og henni verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 311/2009 | Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Kærumál | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sætagæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, JónSteinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 5. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. júní 2009, þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júní 2009klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er íl. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til varaað gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sætaeinangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinskærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 307/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sætaáfram gæsluvarðhaldi, nú á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir ogViðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 4. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degisíðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2009, þar semvarnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 2.júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er íl. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til varaað gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinskærða úrskurðar. Í greinargerð sóknaraðila fyrirHæstarétti er vísað til þess að gagnaöflun standi enn yfir í máli því semvarnaraðili er grunaður um aðild að. Þetta hefur ekki þýðingu fyrir kröfusóknaraðila, sem er aðeins reist á 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þá er ímálatilbúnaði sóknaraðila endurtekið vísað til þess að rökstuddur grunurbeinist að varnaraðila um þátttöku í brotinu. Skilyrði gæsluvarðhalds samkvæmt2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er að sterkur grunur leiki á að sakborningurhafi framið það afbrot sem um ræðir og uppfyllt séu skilyrði ákvæðisins að öðruleyti. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2009. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þessað Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að kærða, X, kt. [...], verði áfram gert aðsæta gæsluvarðhaldi, allt til fimmtudagsins 2. júlí 2009, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglu kemur fram að lögreglustjórinn áhöfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar ætlað stórfellt fíkniefnabrot. Þann 18. apríl 2009 hafi lögreglu boristupplýsingar um að seglskútu sé sigldi eins og í átt til lands. Hafi sama dag verið fylgst með ferðumþriggja manna á tveimur bílum sem hafi verið staddir á Djúpavogi, en þeir hafiverið með slöngubát með utanborðsvél með sér.Síðar hafi komið í ljós að tveir af mönnunum og báturinn hafi veriðhorfnir en einn mannanna var á ferð um Djúpavog. Hafi um kvöldið sést til ferða slöngubátsins, þar semhonum hafi verið siglt inn í höfn í Gleðivík, vestan við aðalhöfnina áDjúpavogi. Sá mannanna sem hafði veriðá ferð um Djúpavog kom akandi að höfninni þar sem báturinn kom að landi. Voru töskur teknar út úr bátnum og þeimkomið fyrir í bifreiðinni. Bifreiðinnivar í framhaldinu ekið á brott. ViðHöfn var bifreiðin stöðvuð og var ökumaður bifreiðarinnar Y. Í bifreiðinni vorutöskur sem inniheldu verulega mikið magn af ætluðum fíkniefnum, um 109 kg afefnum sem hafa gefið svörun hjá tæknideild lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu sem fíkniefni; amfetamín, MDMA, hass og marihuana. Slöngubátnum hafi verið siglt úr höfninni í Gleðivík oginn í höfnina á Djúpavogi. Fylgst varmeð tveimur mönnum sem voru um borð í bátnum og voru þeir síðar um kvöldiðhandteknir á bifreiðinni [...].Ökumaður var Z og farþegi X. X hafi borið um hjá lögreglu að meðkærði Z hafi beðiðhann að koma með sér í köfunar- og veiðiferð út á land. Hafi hann beðið X að útvega jeppa tilferðarinnar. Þegar til kom hafi þeirekið á Djúpavog og sjósettu bát er var með í för daginn eftir. Hafi þeir svo siglt út frá Djúpavogi aðskútu, þaðan sem þeir móttöku nokkrar töskur.Hafi Z sagt að töskurnar innihéldu stera. Rannsókn þessa máls, sem sé mjög umfangsmikil, hafi miðaðágætlega. Lögregla miði nú að því að finna út hver/hverjir eru eigendur hinnaætluðu fíkniefna sem haldlögð voru. Rannsaka þarf þætti er snúa að aðdragandabrotsins, skipulagningu og fjármögnun. Gagnaöflun er í fullum gangi og hafa núþegar verið sendar út réttarbeiðnir þar sem óskað sé eftir aðstoð erlendrayfirvalda við ýmsa þætti er snúa að rannsókninni. Sem stendur hafa ekki öllgögn borist lögreglu erlendis frá en munu berast á næstunni. Þá liggi einnigfyrir mikil vinna við úrvinnslu þeirra gagna sem þegar liggja fyrir. Kærði þyki vera undir sterkum rökstuddum grun um aðild aðstórfelldu fíkniefnabroti. Kærði hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 19. apríl sl. enmeð úrskurði héraðsdóms frá 19. apríl 2009 nr. R-140/2009 hafi kærði veriðúrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli a- liðar 1. mgr. 95. gr. laga ummeðferð sakamála nr. 88/2008, til 11. maí sl. Sá úrskurður var staðfestur Meðúrskurði héraðsdóms nr. R-184/2009 þann 11. maí sl. var kærði úrskurðaður íáframhaldandi gæsluvarðhald, einnig á grundvelli a-liðar 1. mgr. 95. gr. laganr. 88/2008, til 29. maí sl. Sá úrskurður var staðfestur með dómi Hæstaréttarnr. 234/2009. Með úrskurði héraðsdóms nr. 227/2009 þann 29. maí var kærðiúrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. júní, á grundvelli a-liðar 1.mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Meint aðild kærða þyki mikil en hún sé að minnsta kostitalin tengjast móttöku fíkniefnanna hér á landi. Einnig er lagt til grundvallarað um er að ræða mjög mikið magn fíkniefna. Nær öruggt þykir að fíkniefnin hafiátt að fara í sölu og dreifingu til ótiltekins fjölda manna hér á landi. Hiðmeinta brot kærða þykir mjög alvarlegt. Með tilliti til hagsmuna almenningsþykir þannig nauðsynlegt að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans ertil meðferðar en telja verður að ef sakborningur, sem orðið hefur uppvís aðjafn alvarlegu broti og kærði, gangi laus áður en máli lýkur með dómi þá valdiþað hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings. Staða kærða ímálinu þyki sambærilega stöðu sakborninga í öðrum svipuðum málum, sbr. málHæstaréttar nr. 635/2007, 376/2006, 377/2006, 378/2006, 154/2006, 368/2005,93/2005, 488/2004, 269/2004, 417/2000 og 471/1999, þar sem sakborningum hefurverið gert að sæta gæsluvarðhaldi fram að uppkvaðningu dóms þegar legið hefurfyrir rökstuddur grunur um beina aðild að innflutningi að miklu magni fíkniefnaí ágóðaskyni. Ekki er talin ástæða til að ætla að refsimat og réttarvitundalmennings í slíkum málum hafi breyst frá því téðir dómar voru uppkveðnir, oger talið að skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála séfullnægt í því máli sem hér um ræði. Til rannsóknar er ætlað brot gegn 173. gr. a almennrahegningarlaga nr. 19/1940 ásamt síðari breytingum, sem geti varðað allt að 12ára fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til 2. mgr.95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með vísantil þess sem fram kemur í greinargerð lögreglustjóra og þess sem rannsóknargögnbera með sér er fallist á að kærði séundir sterkum grun um að hafa átt aðild að broti á 173. gr. a hegningarlaga.Brot þetta getur varðað allt að 12 ára fangelsisrefsingu. Með því að um er aðræða stórfellt fíkniefnabrot er fallist á það með lögreglustjóra að skilyrði 2.mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Eins og hér stendur á verður samkvæmt framansögðu fallist þá kröfulögreglustjóra að kærða verði gert aðsæta áfram gæsluvarðhaldi eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, kt. [...], skal sæta áfram að gæsluvarðhaldi,allt til fimmtudagsins 2. júlí 2009, kl. 16:00. |
Mál nr. 302/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 12. júní 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 19. apríl 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 301/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 12. júní 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 19. apríl 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 295/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. júní 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þess að felldur verði úr gildi sá hluti úrskurðarins sem kveður á um að hann verði látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sætt gæsluvarðhaldi frá 21. apríl 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 282/2009 | Kærumál Gjaldþrotaskipti | Mál þetta hófst með bréfi er barst dóminum 27. mars 2009 þar sem krafist var gjaldþrotaskipta á búi Jökuls Tómassonar. Við þingfestingu þess 29. apríl voru höfð uppi andmæli og þingfest sérstakt ágreiningsmál, sem tekið var til úrskurðar 11. þessa mánaðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. maí 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að bú varnaraðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta og sér dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Varnaraðila verður dæmdur kærumálskostnaður eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Sigurður Hilmar Ólason, greiði varnaraðila, Jökli Tómassyni, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 296/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. júní 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sætt gæsluvarðhaldi frá 21. apríl 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 273/2009 | Greiðsluaðlögun Kærumál | A kærði úrskurðhéraðsdóms þar sem hafnað var kröfu hennar um heimild til að leitanauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram aðábyrgðarskuldbindingar hennar vegna einkahlutafélags standi ekki í vegi fyrirþví að A yrði veitt slík heimild. Hins vegar skorti á að í beiðni hennar kæmufram þær upplýsingar sem áskildar eru í 1. mgr. 63. gr. c. laga nr. 21/1991 .Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirMarkús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. maí 2009, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6.maí 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að henni yrði veitt heimildtil að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Kæruheimild er í 2. mgr. 63.gr. d., sbr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. með áorðnumbreytingum. Sóknaraðili krefst þess að sér verði heimilað að leitanauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði ogkærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Eins oggreinir í hinum kærða úrskurði lagði sóknaraðili 27. apríl 2009 fyrir HéraðsdómReykjaness beiðni um að sér yrði veitt heimild til að leita nauðasamnings tilgreiðsluaðlögunar. Í beiðninni var meðal annars greint frá því aðeinkahlutafélag sóknaraðila og eiginmanns hennar, sem hafi rekið tilteknahúsgagnaverslun frá árinu 2002, hafi komist í verulega rekstrarerfiðleika ogselt verslunina í desember 2007 fyrir atbeina viðskiptabanka síns, en félagiðhafi síðan verið tekið til gjaldþrotaskipta snemma árið eftir. Sóknaraðili ogmaki hennar, sem hafi unnið við þennan rekstur, hafi eftir þetta tekið tilstarfa sem launþegar hjá öðrum. Þau hafi selt íbúðarhús sitt og keypt í staðinníbúð fyrir 29.500.000 krónur, sem veðskuldir að fjárhæð um 40.000.000 krónurhvíli nú á. Að auki eigi þau sumarbústað, sem sé „að fullu veðsettur“, og aðvirðist eina bifreið. Verulegar skuldir hvíli að öðru leyti á sóknaraðila, semraktar verði til ábyrgða hennar vegna atvinnurekstrar þeirra hjóna. Samkvæmtgreiðsluáætlun, sem gerð hafi verið af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna ogfylgi beiðninni, sé mánaðarleg greiðslugeta sóknaraðila neikvæð um 10.640krónur þegar gert hafi verið ráð fyrir framfærslukostnaði og „mánaðarlegumgreiðsluhluta mínum af íbúðarhúsnæði“, en greiðslubyrði af öðrum skuldum sésamtals 304.147 krónur á mánuði, þar af 191.373 krónur vegna samningskrafna.Auk greiðsluáætlunar fylgdu beiðninni ljósrit fjögurra síðustu skattframtalasóknaraðila og maka hennar, svo og vottorð um hjúskaparstöðu þeirra ogfjölskyldu. Svo semráðið verður af framansögðu rekur sóknaraðili fjárhagsörðugleika sína öðrufremur til þess að á henni hvíli ábyrgðarskuldbindingar vegna atvinnurekstrar,sem hún hafi starfað við ásamt eiginmanni sínum. Í beiðni hennar kemur fram aðnafngreint einkahlutafélag hafi haft þennan rekstur á hendi og má því ljóstvera að ábyrgðirnar, sem hér um ræðir, hljóti að hvíla á sóknaraðila ágrundvelli samninga, en ekki vegna ótakmarkaðrar ábyrgðar hennar áatvinnustarfseminni. Af þessum sökum verður ekki fallist á með héraðsdómi aðákvæði 2. mgr. 63. gr. a. laga nr. 21/1991 standi því í vegi að sóknaraðilaverði veitt heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Á hinnbóginn er þess að gæta að mjög skortir á að í beiðni sóknaraðila komi fram þærupplýsingar, sem áskildar eru í 1. mgr. 63. gr. c. laga nr. 21/1991, einkum aðþví er varðar eignir hennar og verðmæti þeirra, sbr. og 3. tölulið 34. gr.laganna, svo og um hvaða skuldir hvíli á sóknaraðila og hverjar á maka hennareða eftir atvikum á þeim í sameiningu. Engin gögn hafa verið lögð fram tilstuðnings því, sem greint er frá í beiðni sóknaraðila og greiðsluáætlun, svosem mælt er fyrir um í síðari málslið 1. mgr. 63. gr. c. laga nr. 21/1991. Þáer sá megin annmarki á greiðsluáætluninni að eingöngu er greint frá tekjumsóknaraðila, en ekki eiginmanns hennar, sem eftir fyrirliggjandi gögnum telsttil heimilis með henni, og óljós er hvort áætlun um föst mánaðarleg útgjöldtaki aðeins mið af þörfum sóknaraðila eða jafnframt eiginmanns hennar, sbr. 1.og 4. tölulið 2. mgr. sömu lagagreinar. Þá er í yfirliti um greiðslubyrði afskuldum reiknað með mánaðarlegum greiðslum af tilteknum kröfum, sem sagt er aðséu „lánsveð“, og sú athugasemd að auki gerð í einu tilviki að um sé að ræða„lán á nafni sonar“. Vegna þeirra atriða, sem hér að framan er getið, ermálatilbúnaður sóknaraðila með þeim hætti að óhjákvæmilegt er að staðfestaniðurstöðu hins kærða úrskurðar. Málskostnaðurverður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. A kt. [...], [...], Kópavogi, hefurfarið þess á leit með vísan til ákvæða X. kafla a 3. þáttar laga nr. 21/1991,sbr. lög nr. 24/2009 að henni verði veitt heimild til að leita nauðarsamningstil greiðsluaðlögunar við lánardrottna sína. Beiðniskuldara er dagsett 27. apríl 2009 og var hún móttekin sama dag hjá HéraðsdómiReykjaness. Beiðniner reist á því að skuldari sé og verði um fyrirsjáanlega framtíð ófær um aðstanda í skilum við skuldbindingar sínar. Í beiðniskuldarans kemur m.a. fram að árið 2002 hafi hún ásamt maka sínum rekiðhúsgagnaverslun í X. Áður hafi hún rekið húsgagnaverslunina Y í 20 ár ásamtöðrum. Hið nýja fyrirtækið hafi heitið Z. og hafi reksturinn gengið vel íbyrjun. Í byrjun árs 2007 hafi farið að halla undan fæti og margt hjálpast að.Gjaldeyrisgengið hafi verið mjög óstöðugt á þessum tíma og lítið peningaflæði.Eftir langvarandi tilraunir til að selja fyrirtækið hafi það loks selst enaðeins fyrir 15 milljónir króna. Söluverðið hafi runnið í ógreidda leigu og ískuldir við Landsbankann. Þau hjónin hafi selt raðhús sitt á 22 milljónir krónaog hafi andvirði þess einnig runnið til Landsbankans. Fyrirtækið þeirra hjónahafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun árs 2008. Þá kemur fram í beiðniskuldara að orsakir fjárhagserfiðleika hennar stafi helst af persónulegumábyrgðum vegna atvinnurekstrar þeirra hjóna en einnig vegna skulda sem hafisafnast upp vegna lækkandi tekna undanfarin ár og vegna aukinna greiðslubyrðaveðlána. Samkvæmt2. mgr. 63. gr. a laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti, sbr. 2. gr. laga nr.24/ 2009 um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti, ná lögin ekki tileinstaklinga sem undangengin þrjú ár hafa borið ótakmarkaða ábyrgð áatvinnustarfsemi, hvort sem þeir hafa lagt stund á hana einir eða í félagi viðaðra, nema því aðeins að atvinnurekstri hafi verið hætt og þær skuldir semstafa frá atvinnurekstrinum séu tiltölulega lítill hluti af heildarskuldumþeirra. Samkvæmt gögnum málsins stafa fjárhagserfiðleikar skuldara fyrst ogfremst af atvinnurekstri þeirra hjóna sem ekki gekk sem skyldi. Eru því ekkiskilyrði til að verða við beiðni skuldara samkvæmt framangreindum ákvæðum umgreiðsluaðlögun. GunnarAðalsteinsson kveður upp úrskurð þennan. Hafnaðer beiðni A um heimild til að leita nauðarsamnings til greiðsluaðlögunarsamkvæmt ákvæðum X. kafla a laga nr. 21/1991. |
Mál nr. 294/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. júní 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þess að felldur verði úr gildi sá hluti úrskurðarins sem kveður á um að hann verði látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sætt gæsluvarðhaldi frá 21. apríl 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 262/2009 | Kærumál Gjaldþrotaskipti | Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 30. apríl sl., barst dóminum þann 2. mars sl., en var höfðað við þingfestingu þess 22. apríl sl. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 4. maí 2009, þar sem bú sóknaraðila var tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um gjaldþrotaskipti verði hafnað og sér dæmdur málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður ekki dæmdur kærumálskostnaður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 283/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 3. júní 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 271/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness með vísan til a-liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 að X, kt. [heimilisfang], [...], verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 þriðjudaginn 2. júní 2009. Þess er jafnframt krafist að kærði sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærðir eru úrskurðir Héraðsdóms Reykjaness 22. maí 2009, þar sem varnaraðila var annars vegar gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 2. júní 2009 klukkan 16 og honum gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur og hins vegar var hafnað kröfu hans um breytta tilhögun gæsluvarðhalds. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður um gæsluvarðhald verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og hann verði ekki látinn sæta frekari einangrun. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður um gæsluvarðhald og einangrun verði staðfestur. Með vísan til forsendna hinna kærðu úrskurða verða þeir staðfestir. Dómsorð: Hinir kærðu úrskurðir eru staðfestir. |
Mál nr. 267/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 19. júní 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess, að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði ákærða, X, kt. [...], til að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. júní nk. kl. 16.00. Ákærði sæti nú ákærumeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem honum sé gefin að sök, samkvæmt fjórum ákæruskjölum, fjölmörg afbrot. Einkum sé um að ræða auðgunarbrot, s.s. rán, þjófnaði, fjársvik, hylmingu, og ólögmæta meðferð fundins fjár, auk umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Aðalmeðferð málsins hafi hafist 22. apríl sl., en þar sem ekki hafi reynst unnt að yfirheyra öll vitni málsins, var aðalmeðferðinni framhaldið þriðjudaginn 12. maí nk. Til stóð að ljúka meðferð málsins nú fyrr í dag, með því að taka skýrslu af vitni sem vistað sé á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum læknis hafi vitnið verið alls ófært um að gefa skýrslu í dag og hafi málinu því verið frestað til 3. júní nk. og megi þá vænta dóms fljótlega í kjölfarið. Ákærði eigi að baki langan sakarferil sem nái allt til ársins 1990 og á þeim tíma hafi hann hlotið 10 fangelsisdóma fyrir auðgunarbrot. Ljóst sé að verði hann fundinn sekur um þau brot sem að ofan greinir muni hann fá óskilorðsbundna fangelsisrefsingu. Ákærði sé vanaafbrotamaður í skilningi 72. gr. almennra hegningarlaga, en brotaferill hans hafi verið samfelldur frá því í mars í fyrra uns hann hafi verið hnepptur í varðhald. Við rannsókn mála ákærða hafi komið í ljós að hann sé án heimilis og atvinnu og hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna. Ætla megi að hann framfleyti sér og fjármagni fíkn sína með afbrotum. Það sé mat lögreglustjóra að kærði muni halda áfram afbrotum verði hann látinn laus. Nauðsynlegt sé því að kærði sæti gæsluvarðhaldi svo unnt verði að ljúka málum hans bæði fyrir dómi og hjá lögreglu. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c.-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamálamála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Samkvæmt framangreindu og gögnum málsins er fullnægt skilyrðum þess að beitt verði gæsluvarðhaldi samkvæmt c-lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og fallist er á að til þess sé rökstudd ástæða. Samkvæmt þessu er fallist á framkomna kröfu eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ákærði, X, kt. [...], sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. júní nk. kl. 16.00. |
Mál nr. 231/2009 | Kærumál Innsetningargerð | K keypti af R fasteign ásamt lausafé samkvæmt ódagsettum kaupsamningi, sem afhentur var til þinglýsingar 3. júlí 2008. Í samningnum var þessu lausafé lýst sem öllu byggingarefni sem verið hefði á fasteigninni 20. maí 2008 og við undirritun kaupsamningsins. F kvað R hafa á tilteknu tímabili tekið á leigu hjá sér byggingarefni. Þegar vanskil urðu á leigugjaldi hefði F farið að huga að þessum munum og komist að raun um að K hefði þá í sínum vörslum og teldi sig hafa keypt þá af R, en það félag hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. F fór þess að leit með beiðni til héraðsdóms að sér yrði heimilað að fá nánar tilgreinda muni tekna úr vörslum K með innsetningargerð og fengna sér. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af tiltektarlistum, afhendingarseðlum og skilanótu yrði ekkert samræmi fundið við framlagða samantekt frá F um muni, sem hann virtist telja að ekki hefðu skilað sér úr útleigu til R, en við hana var upptalning muna í beiðni hans um aðfarargerð í meginatriðum studd. Þá hefði F ekki lagt fram samning um leigu á þessum lausafjármunum. Fallist var á með K að réttindi F væru ekki það ljós að fært væri að leita fullnustu þeirra með beinni aðfarargerð, sbr. 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. maí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2009, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá nánar tiltekna lausafjármuni tekna með beinni aðfarargerð úr vörslum sóknaraðila. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila verði hafnað og honum gert að greiða málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins gerði sóknaraðili ódagsettan samning, sem afhentur var til þinglýsingar 3. júlí 2008, við Rúmmeter ehf. og Fjármeter ehf. um kaup þess fyrstnefnda á fasteigninni Víkurhvarf 7 í Kópavogi „auk lausafjárs sem er til staðar við fasteignina“. Í samningnum var þessu lausafé lýst nánar á þann hátt að um væri að ræða „allt byggingarefni sem var á fasteigninni þann 20. maí s.l. og er jafnframt á fasteigninni við undirritun kaupsamnings þessa. Byggingarefnið er m.a. byggingamót, plötuundirsláttarefni og svokallað minimaxkerfi.“ Varnaraðili kveður Rúmmeter ehf. hafa á tímabilinu frá 14. nóvember 2007 til 26. febrúar 2008 tekið á leigu hjá sér byggingarefni, svokallað loftaundirsláttarefni. Þegar vanskil hafi orðið á leigugjaldi hafi varnaraðili farið að huga að þessum munum og komist að raun um að sóknaraðili hefði þá í sínum vörslum og teldi sig hafa keypt þá af Rúmmeter ehf., en það félag hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili hafi leitast við að ná samkomulagi við sóknaraðila um að hann tæki yfir leigu á þessum munum, en það hafi ekki tekist. Með beiðni 21. nóvember 2008 til Héraðsdóms Reykjavíkur fór varnaraðili þess á leit að sér yrði heimilað að fá muni, samtals 731 stykki af 11 tegundum, sem nánar eru taldir upp í hinum kærða úrskurði, tekna úr vörslum sóknaraðila með innsetningargerð og fengna sér. Mál þetta var þingfest af því tilefni 12. desember 2008. Í málinu hefur varnaraðili ekki lagt fram samning við Rúmmeter ehf. um leigu á því byggingarefni, sem krafa hans lýtur að. Hann hefur á hinn bóginn lagt fram átta svokallaða tiltektarlista, sem virðast stafa frá tímabilinu 28. febrúar 2007 til 18. febrúar 2008, níu afhendingarseðla frá tímabilinu 14. nóvember 2007 til 26. febrúar 2008, eina skilanótu frá 22. mars 2007 og ellefu leigureikninga, sem dagsettir eru frá 31. mars 2007 til 31. júlí 2008. Í tveimur elstu reikningunum, fyrir mars og apríl 2007, er að finna upptalningu á hinu leigða, sem svarar ekki til þess sem fram kemur í beiðni varnaraðila um aðfarargerð. Í öllum hinum reikningunum er vitnað til yfirlita, sem ekki eru lögð fram í málinu, en fjárhæð þessara reikninga er mjög breytileg eftir tímabilum. Af tiltektarlistum, afhendingarseðlum og skilanótu verður ekki fundið samræmi við framlagða samantekt frá varnaraðila um muni, sem hann virðist telja að ekki hafi skilað sér úr útleigu til Rúmmeters ehf., en við hana er upptalning muna í beiðni hans um aðfarargerð í meginatriðum studd. Þegar af þessum ástæðum verður að fallast á með sóknaraðila að réttindi varnaraðila séu ekki það ljós að fært sé að leita fullnustu þeirra með beinni aðfarargerð, sbr. síðari málslið 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hafnað er kröfu varnaraðila, Formaco ehf., um heimild til beinnar aðfarargerðar hjá sóknaraðila, Fasteignafélaginu KGR ehf. Varnaraðili greiði sóknaraðila samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 57/2009 | Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Akstur sviptur ökurétti | X var ákærður fyrir umferðalagabrot með því að hafa ekið sviptur ökurétti og undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna. Var brot hans talið varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. X hafði verið sviptur ökurétti ævilangt með dómi 12. mars 1998 fyrir umferðarlagabrot. Frá þeim tíma hafði hann margoft verið dæmdur fyrir að aka sviptur ökurétti. Var honum í samræmi við dómvenju gert að sæta fangelsi í fimm mánuði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 24. desember 2008 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, sem hann nú hefur dregið til baka, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst staðfestingar á sakfellingu ákærða en þyngingar á refsingu og staðfestingar sviptingar ökuréttar. Ákærði unir dómi. Ákærði er sakfelldur fyrir að hafa ekið 14. júlí 2008 sviptur ökurétti og undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna, en farið var með málið eftir ákvæðum 125. gr. þágildandi laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Er sakarferli ákærða nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram var hann sviptur ökurétti ævilangt með dómi 12. mars 1998 fyrir brot umferðarlagabrot. Honum hafa níu sinnum frá árinu 1998, árin 2000, 2005, 2006 og 2008, verið gerð viðurlög fyrir að aka sviptur ökurétti, þar af þrisvar sinnum sekt hjá lögreglustjóra 4. ágúst 2000 auk þess að honum var ekki gerð sérstök refsing 28. september 2006 fyrir að aka sviptur ökurétti. Þegar litið er til magns fíkniefna í blóði ákærða og sakarferils hans verður honum í samræmi við dómvenju gert að sæta fangelsi í fimm mánuði. Niðurstaða héraðsdóms um ökuréttarsviptingu og sakarkostnað verður staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Unnar Sigurður Hansen, sæti fangelsi í fimm mánuði. Ákvæði héraðsdóms um ökuréttarsviptingu og sakarkostnað eru óröskuð. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins 136.611 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 124.500 krónur. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 8. október 2008. Mál þetta höfðaði sýslumaðurinn á Akranesi með ákæru 19. ágúst 2008 á hendur ákærða, Unnari Sigurði Hansen, kt. 170966-4659, óstaðsettum í húsi, en með dvalarstað að Torfufelli 46 í Reykjavík. Málið var dómtekið 23. september 2008. Ákærða er gefið að sök umferðarlagabrot á Akranesi „með því að hafa mánudaginn 14. júlí 2008, um kl. 23:35, ekið bifreiðinni PS-649, sviptur ökurétti og undir áhrifum bannaðra ávana- og fíkniefna, vestur Skagabraut og Suðurgötu uns lögreglan stöðvaði aksturinn á móts við hús nr. 113 við Suðurgötu.Í blóðsýni sem tekið var úr ákærða í framhaldi af handtöku mældist 125 ng/ml af MDMA, 65 ng/ml af amfetamíni og 65 ng/ml af metamfetamíni og í þvagi greindist MDMA, metamfetamín, metýlfenídat, tetrahýdrókannabínólsýra og amfetamín. MDMA, metamfetamín, metýlfenídat, tetrahýdrókannabínólsýra og amfetamín eru í flokki ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku forráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni og reglugerðum settum samkvæmt þeim.”Brot ákærða er talið varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987 með áorðnum breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með áorðnum breytingum. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum er gefin að sök í ákæru og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 125. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur árið 1966 og á að baki óslitin sakaferill allt aftur til ársins 1985. Hefur hann samtals hlotið 31 dóm fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum, tékkalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Á sakavottorði ákærða eru ekki tilgreind brot gegn 45. gr. eða 45. gr. a umferðarlaga. Hins vegar hlaut ákærði dóm 12. mars 1998 meðal annars fyrir brot gegn 44. gr. umferðarlaga og var sviptur ökurétti ævilangt. Þá hefur ákærði hlotið sex dóma og gengist undir þrjár lögreglustjórasáttir fyrir brot gegn 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga frá því hann var sviptur ökurétti með fyrrgreindum dómi. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem í ákæru greinir verður áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða. Samkvæmt 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991, verður ákærði loks dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar eftir yfirliti lögreglu um sakarkostnað og ákvörðun dómsins um málsvarnarlaun verjanda, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem greinir í dómsorði. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða ferðakostnað verjanda samkvæmt reikningi. Benedikt Bogason, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærði, Unnar Sigurður Hansen, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 205.333 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar, héraðsdómslögmanns, 69.720 krónur og ferðakostnað verjandans að fjárhæð 10.450 krónur. |
Mál nr. 253/2009 | Kærumál Farbann Sératkvæði | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X yrði áfram bönnuð för úr landi á grundvelli 1. mgr. 100 gr. laga nr. 88/2008, sbr. b. lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram farbanni allt til föstudagsins 12. júní 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að honum verði gert að setja tryggingu fyrir því að hann mæti og gefi skýrslur hjá lögreglu allt til 12. júní 2009 klukkan 16. Að því frágengnu krefst varnaraðili þess að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 2009 var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til 15. maí 2009 klukkan 16. Með dómi Hæstaréttar 13. sama mánaðar í máli nr. 226/2009 var úrskurði héraðsdóms breytt og varnaraðila í stað gæsluvarðhalds gert að sæta farbanni til sama tíma. Fallast má á með sóknaraðila að fram sé kominn sá áskilnaður sem gerður er í 1. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., laga nr. 88/2008 um að rökstuddur grunur sé fyrir hendi um að varnaraðili hafi framið verknað sem fangelsisrefsing er lögð við. Þá liggur fyrir að hann kom hingað til lands sem ferðamaður. Eru uppfyllt skilyrði b. liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., laganna. Sérstaka skyldu ber til að hraða rannsókn og meðferð sakamála, þar sem sakborningur sætir þvingunaraðgerð, en samkvæmt gögnum málsins er rannsókn lögreglu lokið og einungis er eftir að taka ákvörðun um saksókn. Talið verður að enn séu fyrir hendi skilyrði farbanns þann tíma sem ákveðinn var í hinum kærða úrskurði. Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með vísan til forsendna hans, verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari sem kom til Íslands sem ferðamaður. Farbann felur í sér alvarlega skerðingu á frelsi hans sem meðal annars hindrar hann í að komast heim til sín. Samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þurfa að vera fyrir hendi skilyrði gæsluvarðhalds samkvæmt 1. eða 2. mgr. 95. gr. laganna til þess að taka megi kröfu um farbann til greina. Meðal skilyrða sem þar greinir er að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að sakaður maður hafi gerst sekur um þá háttsemi sem um ræðir. Svo sem fram kemur í atkvæði meirihluta dómenda er rannsókn lögreglu nú lokið. Fyrir liggur í málinu að varnaraðili hafði kynmök við kæranda sem hún að eigin sögn skynjaði að fullu meðan á þeim stóð. Hún kveðst hins vegar hafa talið að hún væri að eiga kynmök við annan mann. Felast sakargiftir á hendur varnaraðila í því að hann hafi nýtt sér þessa ætluðu villu kæranda til að geta átt kynmökin við hana. Ég tel ekki unnt að fallast á með sóknaraðila að af rannsóknargögnum megi draga þá ályktun að rökstuddur grunur í skilningi 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sé fyrir hendi um slíkt brot varnaraðila. Tel ég því að ekki séu fyrir hendi skilyrði til að fallast á kröfu sóknaraðila og að fella beri hinn kærða úrskurð úr gildi. |
Mál nr. 240/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 29. maí 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti með kæru 12. maí 2009. Hann krefst þess að úrskurðinum verði breytt þannig að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. júní 2009 kl. 16. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 238/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 29. maí 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti með kæru 12. maí 2009. Hann krefst þess að úrskurðinum verði breytt þannig að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. júní 2009 kl. 16. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 239/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 29. maí 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og þá jafnframt að gæsluvarðhaldið verði án takmarkana samkvæmt b. lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Sóknaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti með kæru 12. maí 2009. Hann krefst þess að úrskurðinum verði breytt þannig að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 9. júní 2009 kl. 16. Fallist er á með héraðsdómi að skilyrði séu fyrir því að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi samkvæmt a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Um lögmæti handtöku varnaraðila verður ekki dæmt í máli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 242/2009 | Kærumál Farbann | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b. lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 10. júní 2009 klukkan 24. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 226/2009 | Kærumál Farbann Gæsluvarðhald | Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. maí 2009. Talið var að L hefði haft ráðrúm til að ljúka rannsókn á þeim þáttum málsins, sem talið væri að X gæti haft áhrif á. Því var talið rétt að beita heimild í 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 og ákveða að X skyldi í stað gæsluvarðhalds bönnuð för frá Íslandi þann tíma sem gæsluvarðhaldi væri ætlað að gilda samkvæmt hinum kærða úrskurði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. maí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili er erlendur ríkisborgari sem kom til landsins sem ferðamaður. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði hefur verið tekin skýrsla af honum um atvik í tengslum við brot það sem hann er grunaður um að hafa framið. Skýrsla hefur einnig verið tekin af þeim samferðamanni hans sem haft hafði kynmök við kæranda á undan honum. Samkvæmt gögnum málsins eins og þau liggja fyrir Hæstarétti hefur sóknaraðili haft nægan tíma til að ljúka rannsókn á þeim þáttum málsins, sem talið verður að varnaraðili geti haft áhrif á, svo sem að samprófa hann við nefndan samferðamann hans. Við þessar aðstæður verður talið rétt að beita heimild í 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 og ákveða að varnaraðila skuli í stað gæsluvarðhalds bönnuð för frá Íslandi þann tíma sem gæsluvarðhaldi var ætlað að gilda samkvæmt hinum kærða úrskurði. Dómsorð: Varnaraðila, X, er bönnuð för frá Íslandi allt til föstudagsins 15. maí 2009 klukkan 16. |
Mál nr. 227/2009 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var felldur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 5. júní 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að beitt verði vægari úrræðum en gæsluvarðhaldi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar kemur fram að rannsókn málsins sé ekki lokið. Auglýst hafi verið eftir vitnum sem kunni að hafa séð til ferða ætlaðs brotaþola, enn sé verið að vinna að tæknirannsóknum og meðal annars hafi verið tekin sýni til DNA rannsókna. Þá segir í greinargerð sóknaraðila: „Kærði er undir rökstuddum grun um að hafa notfært sér aðstöðu sína þar sem hann er dyravörður á veitingastað til þess að leiða ósjálfbjarga gest staðarins sakir ölvunar í bifreið sína þar sem hann nauðgaði henni og er grunur um að hann hafi kallað bróður sinn til sem einnig hafi nauðgað stúlkunni.“ Varnaraðili og bróðir hans hafa báðir sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna samkvæmt a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Bróðir varnaraðila mun nú ekki lengur sitja í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 má setja mann í gæsluvarðhald ef fram er kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við og að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins. Krafa sóknaraðila nú um áframhaldandi gæsluvarðhald er hinn bóginn reist á 2. mgr. 95. gr. laganna, en þar eru þau skilyrði sett að fram sé kominn „sterkur grunur“ um að maður hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Rannsókn málsins stendur ennþá yfir og verður ekki fallist á að nú sé fyrir hendi annað og meira en „rökstuddur grunur“ um að varnaraðili hafi gerst sekur um það afbrot sem til rannsóknar er, sbr. tilgreind orð sóknaraðila í greinargerð til Hæstaréttar. Telst varnaraðili ekki hafa fært fyrir því viðhlítandi rök og uppfyllt sé það skilyrði 2. mgr. 95. gr. um að fram sé kominn „sterkur grunur“ um að varnaraðili hafi framið umrætt afbrot. Þegar af þeirri ástæðu eru ekki efni til að verða við kröfu hans og ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Mál nr. 207/2009 | Kærumál Hæfi Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi Sératkvæði | X kærði lögreglu fyrir harðræði og illa meðferð á lögreglustöð í kjölfar handtöku vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Vararíkissaksóknari stýrði rannsókn vegna kæru ákærða en fól D, settum saksóknara, að annast tilgreind atriði við rannsóknina, þar á meðal skýrslutökur og gagnaöflun. Vegna sömu handtöku átti sér einnig stað rannsókn ríkissaksóknara á hattsemi X í garð lögreglumanna er leiddi til ákæru í þessu máli 18. febrúar 2009, undirritaðri af D, þar sem X var gefið að sök brot gegn 106. gr. laga nr. 19/1940. Ágreiningur aðila laut að því hvort D væri vanhæfur til að gefa út ákæru, sbr. 5. mgr. 26. gr. laga nr. 88/2008. Í 26. gr. laga nr. 88/2008 eru gerðar sömu kröfur um sérstakt hæfi handhafa ákæruvalds og gerðar eru til dómara samkvæmt 6. gr. laganna. Jafnríkar kröfur gilda um hæfi þeirra sem flytja mál af hálfu ákæruvalds á grundvelli 25. gr. laganna. Í dómi Hæstaréttar kom fram að hafa bæri í huga að það eitt að dómari sinnti þeim starfsskyldum sínum að taka skýrslu af sakborningi fyrir útgáfu ákæru ylli ekki vanhæfi hans. Þáttur ríkissaksóknara væri í meðferð framangreindra mála samkvæmt fyrirmælum í lögum um skipan rannsóknar- og ákæruvalds. Ekkert væri fram komið um að hlutlægnisskyldu við rannsókn á meintu broti X samkvæmt 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008 hefði ekki verið gætt. Ákæruvaldið hefði jafnframt lýst því yfir að rannsóknargögn vegna kæru X lægju ekki til grundvallar ákæru og væru ekki meðal gagna málsins. Þá væri við útgáfu ákæru ekki að vænta þess að X myndi við meðferð málsins fyrir dómi óska eftir að saksóknari gæfi skýrslu þar sem hann var ekki vitni að málsatvikum sem voru tilefni ákærunnar. Var því hvorki talið að hinn setti saksóknari hefði ekki mátt gefa út ákæruna í umboði ríkissaksóknara né að atvik væru með þeim hætti að vísa bæri málinu frá héraðsdómi. Hinn kærði úrskurður var því fellur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. apríl 2009, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að málinu yrði vísað frá dómi. Kæruheimild er í t. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I Samkvæmt gögnum málsins var ákærði handtekinn af lögreglunni á Ísafirði 7. ágúst 2008 vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og færður á lögreglustöð. Ákærði kærði lögreglu fyrir harðræði og illa meðferð á lögreglustöðinni. Vararíkissaksóknari mun hafa stýrt rannsókn vegna kæru ákærða og fól hann Daða Kristjánssyni settum saksóknara að annast tilgreind atriði við rannsóknina. Mun starf hans hafa falist í að taka skýrslur af tveimur lögreglumönnum sem sakborningum, jafnframt því að yfirheyra ákærða og tvö önnur vitni, taka ljósmyndir af vettvangi og fá upplýsingar úr eftirlitsmyndavélakerfi á lögreglustöðinni á Ísafirði. Með bréfi ríkissaksóknara 6. mars 2009 var ákærða tilkynnt að lögreglumenn yrðu ekki saksóttir vegna kæru hans. Vegna sömu handtöku átti sér einnig stað rannsókn ríkissaksóknara á háttsemi ákærða í garð lögreglumanna er leiddi til ákæru í þessu máli 18. febrúar 2009, undirritaðri af Daða Kristjánssyni, þar sem ákærða er gefið að sök brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa bitið lögreglumann í hægri hendi. II Kærumál þetta snýst eingöngu um hvort hinn setti saksóknari hafi verið vanhæfur til að gefa út ákæru, sbr. 5. mgr. 26. gr. laga nr. 88/2008. Síðari tíma atriði svo sem ósk ákærða um að hinn setti saksóknari gefi skýrslu fyrir dómi um rannsókn í tilefni af kæru ákærða í öðru máli leiða ekki sjálfkrafa til vanhæfis saksóknarans þannig að vísa beri málinu frá dómi. Verði dómari hins vegar við ósk ákærða um þá skýrslugjöf kemur til sjálfstæðrar athugunar hvort ríkissaksóknara beri að fela öðrum saksóknara meðferð málsins. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 fer ríkissaksóknari með rannsókn máls vegna kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Getur ríkissaksóknari við rannsóknina beitt þeim heimildum sem lögregla hefur endranær. Þá ber lögreglu að veita ríkissaksóknara aðstoð við rannsókn slíks máls eftir því sem óskað er. Um meðferð ákæruvalds vegna ætlaðra brota gegn 106. gr. almennra hegningarlaga fer hins vegar samkvæmt 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis VII. laga nr. 88/2008 og er ákæruvaldið einnig í höndum ríkissaksóknara. Í 26. gr. laga nr. 88/2008 eru gerðar sömu kröfur um sérstakt hæfi handhafa ákæruvalds og gerðar eru til dómara samkvæmt 6. gr. laganna. Jafnríkar kröfur gilda um hæfi þeirra sem flytja mál af hálfu ákæruvalds á grundvelli 25. gr. laganna. Hafa ber í huga við úrlausn þessa máls að það eitt að dómari sinni þeim starfskyldum sínum að taka skýrslu af sakborningi fyrir útgáfu ákæru veldur ekki vanhæfi hans. Þáttur ríkissaksóknara í meðferð framangreindra tveggja mála var samkvæmt framansögðu í samræmi við fyrirmæli í lögum um skipan rannsóknar- og ákæruvalds. Ekkert er fram komið um að látið hafi verið hjá líða að gæta hlutlægnisskyldu við rannsókn á meintu broti ákærða samkvæmt 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008, sbr. áður 31. gr. laga nr. 19/1991. Þannig naut ákærði til að mynda við skýrslugjöf vegna kæru sinnar réttarstöðu samkvæmt 2. mgr. 65. gr. laga nr. 88/2008, sbr. áður 51. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hinn setti saksóknari stjórnaði ekki rannsókn vegna kæru ákærða. Hann sinnti einungis tilgreindum starfsskyldum við skýrslutökur og gagnaöflun í því máli. Það eitt að saksóknari komi að rannsókn máls og sæki síðan fyrir dómi veldur ekki vanhæfi hans auk þess sem ákæruvaldið hefur lýst yfir því að rannsóknargögn vegna kæru ákærða liggi ekki til grundvallar ákæru og séu þau ekki meðal gagna málsins. Við útgáfu ákæru var þess ekki að vænta að ákærði myndi við meðferð málsins fyrir dómi óska eftir að saksóknarinn gæfi skýrslu þar sem hann var ekki vitni að málsatvikum sem voru tilefni ákærunnar. Verður samkvæmt framansögðu hvorki talið að hinn setti saksóknari hafi ekki mátt gefa út ákæruna í umboði ríkissaksóknara né að atvik séu annars með þeim hætti að vísa beri málinu frá héraðsdómi samkvæmt 5. mgr. 26. gr. laga nr. 88/2008. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Hjördísar Hákonardóttur Ég tel að staðfesta eigi hinn kærða úrskurð með vísan til forsendna hans. |
Mál nr. 213/2009 | Kærumál Lögræði | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að A yrði sviptur sjálfræði í tólf mánuði á grundvelli 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 17. apríl 2009, þar sem sóknaraðila var gert að sæta sviptingu sjálfræðis í tólf mánuði. Kæruheimild er í 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að honum verði einungis gert að sæta sjálfræðissviptingu í sex mánuði. Þá er þess krafist að skipuðum verjanda hans verði dæmd þóknun úr ríkissjóði vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti 28. apríl 2009 og krefst þess að hann verði felldur úr gildi og krafa hans fyrir héraðsdómi tekin til greina að fullu og sóknaraðili sviptur sjálfræði ótímabundið. Til vara krefst varnaraðili staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í málinu liggur fyrir vottorð C geðlæknis 17. apríl 2009 um heilsuhagi sóknaraðila. Fallist er á með héraðsdómi að skilyrði séu til að svipta sóknaraðila sjálfræði frá 17. apríl 2009 með heimild í 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga. Það athugast þó að héraðsdómara hefði verið rétt, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, að kveðja geðlækninn fyrir dóm til staðfestingar á vottorðinu. Að því athuguðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og skipaðs talsmanns varnaraðila fyrir Hæstarétti að meðtöldum virðisaukaskatti úr ríkissjóði, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Ingvars Þóroddssonar héraðsdómslögmanns, og skipaðs talsmanns varnaraðila, Gunnars Sólness hæstaréttarlögmanns, fyrir Hæstarétti, 186.750 krónur handa hvorum, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 223/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 4. júní kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 200/2009 | Kærumál Lögræði | Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að A yrði sviptur fjárræði ótímabundið frá 27. mars 2009 á grundvelli a. liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands Vestra 27. mars 2009, þar sem sóknaraðili var sviptur fjárræði ótímabundið frá 27. mars 2009. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kærumálskostnaður greiddur úr ríkissjóði. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Félagsmálayfirvöld í sveitarfélaginu B eru bær til að hafa uppi kröfu til fjárræðissviptingar í máli þessu á grundvelli d. liðs 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga. Í málinu liggur fyrir vottorð Jóns Brynjólfssonar geðlæknis 16. desember 2008 um heilsuhagi sóknaraðila. Fallist er á með héraðsdómi að skilyrði séu til að svipta sóknaraðila fjárræði frá 27. mars 2009 með heimild í a. lið 4. gr. lögræðislaga. Það athugast þó að héraðsdómara hefði verið rétt, sbr. 11. gr. laganna, að kveðja geðlækninn fyrir dóm til staðfestingar á vottorðinu. Að því gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, en þóknunin er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 124.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 217/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gertað sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur BörkurÞorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson setturhæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 30. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5.maí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. apríl 2009, þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 12. maí 2009kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími ogað henni verði ekki gert að sæta einangrun á gæsluvarðhaldstíma. Sóknaraðilikrefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærðiúrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þessað X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til þriðjudagsins 12.maí 2009, kl. 16:00. Þess er krafist aðX verði látin vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Í greinargerðlögreglustjóra segir að lögreglustjórinn hafi haft til rannsóknar ætlað mansalog milligöngu vændis kærðu, þ.e. að hún hafi flutt til Íslands stúlkur sem húnhafi síðan haft milligöngu um að stundi vændi og taki hluta þóknunar sem greidder fyrir. Við rannsókn málsins hafistúlkur borið um að þær starfi við vændi á vegum X og að hún fái hlutaþóknunar, þ.e. að hún hafi milligöngu um vændi þeirra hér á landi. Þann 12.febrúar sl. hafi X farið til Hollands með kærasta sínum, Y. Hafi lögreglu borist upplýsingar um að þauhygðust koma með mikið magn fíkniefna til baka úr ferðinni. X hafi komið aftur til Íslands fyrr enáætlað hafi verið og hefði Y verið handtekinn í Amsterdam fyrir innflutning tilHollands á 12 kg af kókaíni. X hafi íkjölfarið verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli hins ætlaðafíkniefnamáls og ætlaðs mansals og milligöngu vændis. Rannsóknlögreglu hafi frá þeim tíma einnig beinst að ætluðum stórfelldumfíkniefnabrotum X. Á grundvellirannsóknar lögreglu hafi aðilar, sem taldir eru hafa komið hingað til lands ávegum X, verið handteknir við komu til landsins með fíkniefni innvortis,samtals um 400-500 g af kókaíni og hafi fengið dóma fyrir að flytja efnin tillandsins. Greind efni hafi verið flutttil landsins 2. og 12. apríl sl.Lögregla hafi upplýsingar um tengingu X við greinda aðila og ferðirþeirra hingað til lands. Sé flutningurefnanna hingað til lands talinn tengjast umfangsmeiri fíkniefnabrotum sem tilrannsóknar séu. Rannsóknlögreglu miði að því að finna ætlaða samverkamenn X, yfirheyra þá og vitni ogfinna út hvernig staðið hafi verið að skipulagningu og fjármögnun á ætluðumbrotum. Þurfi í því sambandi meðalannars að afla upplýsinga frá erlendum lögregluyfirvöldum. Rökstuddur grunur séum stórfellt fíkniefnabrot og milligöngu vændis, X. Nauðsynlegt sé talið að hún sæti gæsluvarðhaldi vegna málsins,svo henni sé fyrirmunað að setja sig í samband við ætlaða vitorðsmenn og/eðavitni og/eða að hún geti komið undan gögnum sem sönnunargildi hafi í málinu oghafa ekki verið haldlögð. Þykir þannignauðsynlegt að vernda rannsóknarhagsmuni málsins með því að X sætigæsluvarðhaldi og að hún verði látin vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldistendur. Til rannsóknar séu ætluð brot gegn 173. gr. a og 206. gr. almennra hegningarlaganr. 19/1940 ásamt síðari breytingum, en fyrrgreinda brotið getur varðað allt að12 ára fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til a liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og til b liðar 1.mgr. 99. gr. sömu laga hvað varðar kröfu um einangrun. Samkvæmt rannsóknargögnummálsins er kærða undir rökstuddum grun um aðild að fíkniefnabrotum 2. og 12.apríl sl., og öðrum málum sem eru til rannsóknar. Brot ákærðu geta varðaðfangelsisrefsingu. Haldi kærða óskertu frelsi sínu með á rannsókn stendur gætihún torveldað rannsókn með því að hafa áhrif á framburð vitorðsmanna eða vitna.Með vísan til a-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála erþví fallist á kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald eins og hún er fram sett ognánar greinir í úrskurðarorði. Þá verður með sömu rökum og rakin eru hér aðframan og með vísan til b-liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 fallist ákröfu lögreglustjóra um að kærða sæti einangrun á meðan hún sætirgæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði þessum. Sandra Baldvinsdóttirhéraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærða, X, sæti gæsluvarðhaldi allt tilþriðjudagsins 12. maí 2009 kl. 16:00. Kærða skal sæta einangrun í gæsluvarðhaldinu. |
Mál nr. 216/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 8. maí kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 215/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. maí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. maí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 8. maí kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 212/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. apríl 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 19. maí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 209/2009 | Kærumál Vitni | Synjað var kröfu sóknaraðila um að leiða vitni í máli sem höfðað hafði verið gegn X fyrir brot gegn 194. gr., 1. mgr. 217. gr., 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga. Ekki var talið að vitnisburður vitnisins gæti haft þýðingu við sönnun þeirra brot sem X voru gefin að sök í umræddu máli. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. apríl 2009, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að hann mætti leiða vitnið B til skýrslugjafar í máli sem hann hefur höfðað gegn varnaraðila. Kæruheimild er í n. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt lögregluskýrslu sem liggur fyrir í málinu kveðst framangreint vitni hafa kynnst varnaraðila 1991 og þá fljótlega hafið „einhvers konar“ sambúð með honum. Þeirri sambúð hafi lokið í september 1998. Brotin sem ákærða eru gefin að sök í máli sóknaraðila gegn honum eru sögð hafa verið framin á árunum 2006 til 2008. Fyrir liggur að vitnið getur ekki gefið vitnisburð um þau atvik sem að baki ákæru eru, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu sóknaraðila hefur sú skýring verið gefin á kröfu hans um að leiða vitnið fyrir dóm, að því sé ætlað að upplýsa um „kynferðislega óra sem ákærði hafi búið yfir á sambúðartíma þeirra.“ Ekki verður talið að vitnisburður um slíkt geti haft þýðingu við sönnun þeirra brota sem varnaraðila eru gefin að sök í máli sóknaraðila gegn honum. Með vísan til 3. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008 verður því kröfu sóknaraðila um að leiða framangreint vitni synjað. Dómsorð: Synjað er kröfu ákæruvalds um að leiða B fyrir héraðsdóm til vitnisburðar í máli ákæruvalds gegn varnaraðila X. Hjördísar Hákonardóttur Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði greinir ákærða og brotaþola á um hvort þeirra hafi átt frumkvæði að þeirri háttsemi sem ákært er fyrir í C. kafla ákæru. Fyrir liggur að B, sem ákæruvaldið óskar að leiða fyrir dóminn sem vitni, var með ákærða um árabil og eignuðust þau saman dóttur. Í málinu er lögregluskýrsla þar sem hún lýsir sambandi þeirra og í fylgiskjali er lýst samskiptum vegna umgengni ákærða við dótturina. Fyrirfram verður því ekki slegið föstu að 3. mgr. 110 gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála standi í vegi fyrir að vitni þetta gefi skýrslu, en dómari stýrir skýrslutöku af vitni samkvæmt 7. mgr. 122. gr. sömu laga og metur sönnunargildi vitnisburðar í samræmi við 126. gr. þeirra. Með þetta í huga tel ég að staðfesta beri hinn kærða úrskurð með vísan til forsendna hans. |
Mál nr. 208/2009 | Kærumál Framlagning skjals | Staðfest var niðurstaða héraðsdóms þar sem talið var heimilt að leggja fram í sakamáli, lögregluskýrslur sem teknar voru af varnaraðilanum X og A vegna rannsóknar lögreglu í öðru máli. Í héraðsdómi kom fram að ekki hefði verið sýnt fram á að gögnin væru tilgangslaus til sönnunar og yrði ákærða Z því ekki meinuð sönnunarfærslan, sbr. 3. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðilinn X skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. apríl 2009, þar sem fallist var á kröfu varnaraðilans Z um að heimilt væri að leggja fram í málinu lögregluskýrslur sem teknar voru af varnaraðilanum X og A 15. nóvember 2001 vegna rannsóknar máls lögreglu nr. 37-2001-5601. Kæruheimild er í p. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilinn X krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að framangreindri kröfu varnaraðila Z verði hafnað. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilans Z. Varnaraðilinn Z krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Sóknaraðili og varnaraðilinn Y hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Með ákæru ríkislögreglustjóra, dagsettri 19. desember 2008, var höfðað opinbert mál á hendur ákærðu X, kt. [...], Z, kt. [...] og Y, kt. [...], fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum: I Á hendur ákærða X, fyrir brot í starfi sínu sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Þ, kt. [...]: 2. Með því að hafa skilað röngum skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins árið 2002, samtals að fjárhæð kr. 2.117.282. 3. Með því að hafa ekki staðið skil á skattframtali félagsins gjaldárið 2003 vegna tekjuársins 2002 og þannig ekki talið fram til skatts fjármuni sem skattskyldir eru samkvæmt 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981, og með þessu komið sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð kr. 945.614. II Á hendur ákærðu Z og X fyrir brot framin í rekstri einkahlutafélagsins Æ, ákærða X sem daglegum stjórnanda félagsins, eiganda og fyrirsvarsmanni og ákærða Z sem skráðum framkvæmdastjóra þess: 1. Með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins árið 2001, í samræmi við fyrirmæli í IX. kafla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, samtals að fjárhæð kr. 12.260.151. 2. Með því að hafa ekki staðið skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda öll tímabil ársins 2001, að undanskyldu 5. tímabili, en hafa þá skilað efnislega rangri skilagrein, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna sömu tímabila, samtals að fjárhæð kr. 9.220.330. 3. Með því að hafa ekki staðið skil á skattframtali félagsins gjaldárið 2002 vegna tekjuársins 2001 og þannig ekki talið fram til skatts fjármuni sem skattskyldir eru samkvæmt 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981, og með þessu komið sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð kr. 12.319.370. III 1. Með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins árið 2004, í samræmi við fyrirmæli í IX. kafla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, samtals að fjárhæð kr. 5.830.896. 2. Með því að hafa ekki staðið skil á skattframtali félagsins gjaldárið 2005 vegna tekjuársins 2004 og þannig ekki talið fram til skatts fjármuni sem skattskyldir eru samkvæmt 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. áður lög nr. 75/1981, og með þessu komið sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð kr. 3.455.290. Þann 11. apríl sl. barst dóminum tölvubréf verjanda ákærða Z þar sem kom fram að verjandi hygðist leggja fram í málinu lögregluskýrslu ákærða X, dagsetta 15. nóvember 2001, og lögregluskýrslu A, dagsetta sama dag, vegna rannsóknar máls lögreglu nr. 37-2001-5601, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 315/2002. Fylgdu afrit skýrslnanna tölvubréfi verjanda í viðhengi, auk þess sem þær bárust dóminum með bréfi verjanda, dagsettu 14. apríl. Voru verjanda ákærða X send afrit ofangreindra bréfa. Þann 15. apríl sl. barst dóminum bréf verjanda ákærða X, dagsett 14. sama mánaðar, þar sem mótmælt var fyrirhugaðri framlagningu nefndra lögregluskýrslna. Í þinghaldi 17. apríl sl. óskaði verjandi ákærða Z eftir að leggja fram fyrrgreindar lögregluskýrslur í málinu. Af hálfu verjanda er vísað til þess að í skýrslunum komi fram upplýsingar um raunveruleg starfstengsl ákærða Z við einkahlutafélagið Æ. Við aðalmeðferð málsins sé fyrirhugað að spyrja ákærða X út í ummæli sem höfð séu eftir honum í skýrslu sem tekin var af honum. Þá hafi ekki tekist að hafa uppi á nefndri A við rannsókn málsins og sé því mikilvægt að leggja fram í málinu lögregluskýrslu sem tekin var af henni við rannsókn málsins nr. 37-2001-5601. Það sé svo dómara að meta hvort skýrslurnar hafi sönnunargildi, sbr. 137. gr. og 3. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 Af hálfu verjanda ákærða X er mótmælt framlagningu lögregluskýrslna úr máli lögreglu nr. 37-2001-5601, enda sé um óskylt mál að ræða og skýrslur teknar á öðrum forsendum en liggi fyrir í því máli því sem nú er til meðferðar fyrir dóminum. Framlagningin fari í bága við lög um meðferð sakamála nr. 88/2008, sbr. t.d. ákvæði 1. mgr. 62. gr., 2. mgr. 63. gr. og 1. mgr. 64. gr. laganna. Niðurstaða Samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 leggja aðilar fram þau skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn sem þeir vilja að verði tekið tillit til við úrlausn máls. Fram er komið að ákærði Z telur að lögregluskýrslur sem óskað er eftir að lagðar verði fram í málinu skipti miklu máli um úrlausn málsins hvað hann varðar. Hefur ekki verið sýnt fram á að gögnin séu tilgangslaus til sönnunar og verður ákærða því ekki meinuð sönnunarfærslan, sbr. 3. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008. Verður ákærða heimilað að leggja umræddar lögregluskýrslur fram í málinu. Úrskurðarorð: Ákærða Z er heimilt að leggja fram í málinu lögregluskýrslur sem teknar voru af ákærða X og A þann 15. nóvember 2001 vegna rannsóknar máls lögreglu nr. 37-2001-5601. |
Mál nr. 194/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. Þá var einnig staðfestur úrskurður héraðsdóms um tilhögun gæsluvarðhalds. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málunum til Hæstaréttar með kærum 21. apríl 2009, sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærðir er tveir úrskurðir Héraðsdóms Austurlands 21. apríl 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 12. maí 2009 klukkan 16 og honum gert að sæta takmörkunum samkvæmt b., c., d., og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en þó ekki lengur en rannsóknarhagsmunir standi til. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinir kærðu úrskurðir verði felldir úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og án þeirra takmarkana sem kveðið er á um í úrskurðunum. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinna kærðu úrskurða. Málin hafa verið sameinuð fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 169., sbr. 4. mgr. 195. gr. og 210. gr., laga nr. 88/2008. Eins og greinir í hinum kærðu úrskurðum var varnaraðili handtekinn um borð í skútu, sem stöðvuð hafði verið af skipi Landhelgisgæslunnar á hafinu milli Íslands og Færeyja. Hann er grunaður um aðild að broti á 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fallist er á forsendur í hinum kærðu úrskurðum um að uppfyllt séu skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi þann tíma og með þeim skilmálum sem þar greinir. Um lögmæti handtöku varnaraðila verður ekki dæmt í þessu máli. Með þessum athugasemdum verða hinir kærðu úrskurðir staðfestir. Dómsorð: Hinir kærðu úrskurðir eru staðfestir. |
Mál nr. 193/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. Þá var einnig staðfestur úrskurður héraðsdóms um tilhögun gæsluvarðhalds. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málunum til Hæstaréttar með kærum 21. apríl 2009, sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærðir er tveir úrskurðir Héraðsdóms Austurlands 21. apríl 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 12. maí 2009 kl. 16 og honum gert að sæta takmörkunum samkvæmt b., c., d., og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en þó ekki lengur en rannsóknarhagsmunir standi til. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinir kærðu úrskurðir verði felldir úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og án þeirra takmarkana sem kveðið er á um í úrskurðunum. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinna kærðu úrskurða. Málin hafa verið sameinuð fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 169., sbr. 4. mgr. 195. gr. og 210. gr., laga nr. 88/2008. Eins og greinir í hinum kærðu úrskurðum var varnaraðili handtekinn um borð í skútu, sem stöðvuð hafði verið af skipi Landhelgisgæslunnar á hafinu milli Íslands og Færeyja. Hann er grunaður um aðild að broti á 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fallist er á forsendur í hinum kærðu úrskurðum um að uppfyllt séu skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi þann tíma og með þeim skilmálum sem þar greinir. Um lögmæti handtöku varnaraðila verður ekki dæmt í þessu máli. Varnaraðili hefur fyrir Hæstarétti uppi þá málsástæðu að sóknaraðili, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hafi ekki verið bær til að krefjast gæsluvarðhalds yfir varnaraðila þar sem lögsagnarumdæmi hans nái samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 ekki til Austurlands. Hafi Héraðsdómi Austurlands því borið að hafna kröfu hans um gæsluvarðhald. Fyrir liggur að með bréfi 19. apríl 2009 óskaði lögreglustjórinn á Eskifirði eftir því við lögreglustjórann á höfðuborgarsvæðinu að embætti hans tæki yfir rannsókn og meðferð máls þess sem um ræðir. Var þetta heimilt samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 192/2008 um stjórn lögreglurannsókna, rannsóknardeildir, rannsóknaraðstoð og samvinnu lögreglustjóra við rannsókn opinberra mála, sbr. 3. mgr. 8. gr. lögreglulaga. Mátti þrátt fyrir þetta beina kröfu um gæsluvarðhald og aðrar sambærilegar ráðstafanir til Héraðsdóms Austurlands, sbr. 2. mgr. 49. gr. laga nr. 88/2008. Með þessum athugasemdum verða hinir kærðu úrskurðir staðfestir. Dómsorð: Hinir kærðu úrskurðir eru staðfestir. |
Mál nr. 192/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. Þá var einnig staðfestur úrskurður héraðsdóms um tilhögun gæsluvarðhalds. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málunum til Hæstaréttar með kærum 21. apríl 2009, sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærðir er tveir úrskurðir Héraðsdóms Austurlands 21. apríl 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 12. maí 2009 klukkan 16 og honum gert að sæta takmörkunum samkvæmt b., c., d., og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en þó ekki lengur en rannsóknarhagsmunir standi til. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinir kærðu úrskurðir verði felldir úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og án þeirra takmarkana sem kveðið er á um í úrskurðunum. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinna kærðu úrskurða. Málin hafa verið sameinuð fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 169., sbr. 4. mgr. 195. gr. og 210. gr., laga nr. 88/2008. Eins og greinir í hinum kærðu úrskurðum var varnaraðili handtekinn um borð í skútu, sem stöðvuð hafði verið af skipi Landhelgisgæslunnar á hafinu milli Íslands og Færeyja. Hann er grunaður um aðild að broti á 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fallist er á forsendur í hinum kærðu úrskurðum um að uppfyllt séu skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi þann tíma og með þeim skilmálum sem þar greinir. Um lögmæti handtöku varnaraðila verður ekki dæmt í þessu máli. Varnaraðili hefur fyrir Hæstarétti uppi þá málsástæðu að sóknaraðili, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hafi ekki verið bær til að krefjast gæsluvarðhalds yfir varnaraðila þar sem lögsagnarumdæmi hans nái samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 ekki til Austurlands. Hafi Héraðsdómi Austurlands því borið að hafna kröfu hans um gæsluvarðhald. Fyrir liggur að með bréfi 19. apríl 2009 óskaði lögreglustjórinn á Eskifirði eftir því við lögreglustjórann á höfðuborgarsvæðinu að embætti hans tæki yfir rannsókn og meðferð máls þess sem um ræðir. Var þetta heimilt samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 192/2008 um stjórn lögreglurannsókna, rannsóknardeildir, rannsóknaraðstoð og samvinnu lögreglustjóra við rannsókn opinberra mála, sbr. 3. mgr. 8. gr. lögreglulaga. Mátti þrátt fyrir þetta beina kröfu um gæsluvarðhald og aðrar sambærilegar ráðstafanir til Héraðsdóms Austurlands, sbr. 2. mgr. 49. gr. laga nr. 88/2008. Með þessum athugasemdum verða hinir kærðu úrskurðir staðfestir. Dómsorð: Hinir kærðu úrskurðir eru staðfestir. |
Mál nr. 168/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. apríl 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti, en þó eigi lengur en til föstudagsins 19. júní 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hann verði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Til vara krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt b. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verður sakborningur úrskurðaður í gæsluvarðhald ef kominn er fram rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við og meðal annars megi ætla að hann muni reyna að komast úr landi. Í 1. mgr. 100. gr. laganna er kveðið svo á að í stað gæsluvarðhalds megi dómari banna brottför sakbornings af landinu. Tekið er fram að skilyrði gæsluvarðhalds samkvæmt 1. mgr. 95. gr. þurfi þá að vera fyrir hendi. Í þessum ákvæðum felst að dómari skuli meta hvenær efni eru til að beita gæsluvarðhaldi og hvenær farbann, hið vægara úrræði, teljist nægilegt. Við það mat skiptir máli hversu mikil hætta er talin á að sakborningur muni reyna að koma sér undan málssókn eða fullnustu refsingar með því að fara úr landi. Fallist verður á að tilraun varnaraðila til brottfarar af landinu eftir að hann hafði verið úrskurðaður í farbann, sem lýst er í hinum kærða úrskurði, teljist auka þessa hættu að því er hann varðar. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 2009. Dómfelldi er litháískur ríkisborgari og er ekki vitað til þess að hann tengist fjölskylduböndum við landið. Dómfelli sem sætt hefur farbanni hefur þrátt fyrir það reynt að koma sér úr landi. Þykir því ekki lengur vera óhætt að treysta á það að hann hlíti farbannsúrskurðinum og reyni ekki aftur að komast úr landi. Fellst dómurinn því á þau sjónarmið ríkissaksóknara að nauðsynlegt sé að dómfelldi sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans sé til meðferðar. Er því fullnægt skilyrðum b. liðar 1. mgr. 95. gr. og 3. mgr. 97. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, til þess að verða við kröfu ríkissaksóknara að kærði sæti gæsluvarðhaldi eins og krafist er. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: |
Mál nr. 136/2009 | Kærumál Þóknun verjanda | K var skipaður verjandi X við lögreglurannsókn, en ríkissaksóknari tók þá ákvörðun að fella málið niður. Gerði X þá kröfu um að héraðsdómari ákvarðaði K þóknun vegna framangreindra starfa og var það gert. Kærði X úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist þess að þóknun til K yrði hækkuð, en með dómi Hæstaréttar var þóknunin hækkuð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. mars 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur 16. mars 2009, þar sem úrskurðað var um þóknun til handa Karli Axelssyni hæstaréttarlögmanni, skipuðum verjanda varnaraðila. Kæruheimild er í d. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði breytt á þá leið að skipuðum verjanda hans verði úrskurðaðar 3.667.194 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, í þóknun úr ríkissjóði vegna rannsóknar ríkislögreglustjóra í máli nr. 006-2004-0076 á hendur honum. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Varnaraðila var skipaður verjandi 23. nóvember 2006 á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og 7. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt vegna rannsóknar ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn lögum nr. 90/2003, lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki var skylt að skipa varnaraðila verjanda, en heimild er til slíkrar skipunar eftir ósk sakbornings við rannsókn máls ef ástæða er til þess að mati dómara með tilliti til eðlis brots og allra aðstæðna. Sambærilegt ákvæði er nú í 2. mgr. 30. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þeim sem borinn er sökum er einnig, samkvæmt 1. mgr. 32. gr. laga nr. 88/2008, heimilt á öllum stigum máls að ráða á sinn kostnað lögmann til þess að gæta hagsmuna sinna. Er þetta ákvæði efnislega óbreytt frá því sem var í eldri lögum. Þóknun skipaðs verjanda var ákveðin 13. febrúar 2009 samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008 og endurskoðuð og rökstudd að kröfu sóknaraðila með hinum kærða úrskurði. Varnaraðili krefst hér meðal annars greiðslu vegna vinnu verjanda út af deilu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra um afhendingu gagna sem vörðuðu varnaraðila. Sá kostnaður sem varnaraðili ákvað að stofna til af þessu tilefni fellur ekki undir störf verjanda sem þóknun er greidd fyrir samkvæmt 38. gr., sbr. 2. mgr. 30. gr., laga nr. 88/2008. Sama á almennt við um kostnað vegna vinnu annarra lögfræðinga sem aðstoða verjanda með þeim undantekningum sem greinir í 2. mgr. 35. gr. laga nr. 88/2008. Mál þetta er hins vegar viðamikið og útheimti lestur gagna og bréfa og ritun bréfa umfram það sem venjulegt má telja. Jafnframt verður litið til vinnu við tvær ítarlegar greinargerðir með rökstuðningi fyrir þeirri kröfu varnaraðila að málið skyldi fellt niður. Sú varð niðurstaða málsins. Þegar allt þetta er virt þykir mega áætla varnaraðila 85 klukkustundir vegna vinnu verjanda og fari um endurgjald samkvæmt viðmiðunarreglum dómstólaráðs í tilkynningu ráðsins nr. 3/2007 11.200 krónur fyrir hverja vinnustund eða samtals 1.185.240 krónur þegar tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts. Um kærumálskostnað varnaraðila fer eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Þóknun Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda varnaraðila, X, við rannsókn máls ríkislögreglustjóra nr. 006-2004-0076 er ákveðin 1.185.240 krónur og greiðist úr ríkissjóði. Kærumálskostnaður varnaraðila 150.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Karl Axelsson hrl. hefur krafist þess með bréfi, dagsettu 18. febrúar 2009, að úrskurðað verði af hálfu dómsins um þóknun honum til handa vegna starfa hans sem skipaður verjandi X, kt. [...], vegna rannsóknar máls nr. 006-2004-0076. Um lagagrundvöll fyrir kröfunni vísar lögmaðurinn til 1. mgr. 181. gr. i.f. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. d-lið 1. mgr. 192. gr. sömu laga. Lögmaðurinn skilaði greinargerð ásamt fylgiskjölum vegna málsins 10. þessa mánaðar þar sem nánari grein var gerð fyrir kröfu hans. Í bréfi ríkislögreglustjóra til Héraðsdóms Reykjavíkur 21. nóvember 2006 var greint frá því að fyrrnefndur X hefði beiðst þess að Karl Axelsson hrl. yrði skipaður verjandi hans vegna rannsóknar ríkislögreglustjóra á ætluðum brotum hins fyrrnefnda gegn lögum um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981, sbr. lög nr. 20/2003, lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 7. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, var Karl Axelsson hrl. skipaður verjandi X með bréfi dómsins 23. nóvember 2006. Með bréfi verjanda 23. desember 2008, mótteknu 29. sama mánaðar, var þess beiðst að dómurinn ákvarðaði honum þóknun vegna starfa hans sem verjandi X við framangreinda rannsókn. Í var gerð krafa um þóknun fyrir verjandastarfann að fjárhæð 4.075.554 krónur að meðtöldum útlögðum kostnaði og virðisaukaskatti. Tekið var fram að X hefði þegar innt þá fjárhæð af hendi. Í bréfinu kom fram að í málið hefði verið varið 270 vinnustundum. Fyrir dóminum lá jafnframt bréf ríkissaksóknara frá 17. desember 2008 þess efnis að málið hefði verið fellt niður gagnvart X með vísan til 112. gr. laga nr. 19/1991. Var skipuðum verjanda ákveðin þóknun vegna starfa hans á rannsóknarstigi málsins með vísan til 44. gr. laga fyrrgreindra laga, sbr. nú 38. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Var þóknunin ákveðin 448.000 krónur, auk virðisaukaskatts að fjárhæð 109.760 krónur, eða samtals 557.760 krónur. Ákvörðunin var tilkynnt lögmanninum með bréfi 13. febrúar 2009. Af hálfu verjanda er lögð áhersla á mikilvægi þess að horft sé til þess að málið hafi verið sérstakt og snúist að litlu leyti um skýrslutökur hjá lögreglu. Frá upphafi hafi staðið yfir óformleg og formleg hagsmunagæsla gagnvart lögreglu og saksóknara. Hafi hagsmunagæslan snúist um þá grundvallarspurningu hvort það stæðist ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu að rannsaka og ákæra mann hjá lögreglu fyrir verknað sem þegar höfðu verið ákvörðuð refsikennd viðurlög fyrir í skattkerfinu. Við ákvörðun þóknunar er höfð hliðsjón af vinnu verjanda vegna skýrslutaka af sakborningi 21. nóvember 2006 og 9. maí 2008, er tóku samtals um fjórar klukkustundir, sem og undirbúningi fyrir skýrslugjafirnar. Þá er einnig litið til þess að á sama tíma og rannsókn ríkislögreglustjóra fór fram var skattamál sakbornings jafnframt til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Að auki er tekið tillit til þess að við rannsókn málsins var gerð húsleit, sem sakborningur var ekki beinn aðili að, en hafði þar engu að síður hagsmuna að gæta. Að lokum er horft til bréfaskrifta verjanda til ríkissaksóknara vegna málsins. Að mati dómsins þykir hæfilegur tímafjöldi fyrir þessa vinnu metinn samtals fjörtíu klukkustundir. Fyrir hverja vinnustund greiðast 11.200 krónur samkvæmt viðmiðunarreglum dómstólaráðs samkvæmt tilkynningu ráðsins nr. 3/2007. Samkvæmt því er hæfileg þóknun fyrir umræddan starfa 557.760 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Úrskurðinn kvað upp Helgi I. Jónsson dómstjóri. Úrskurðarorð: Greiða ber Karli Axelssyni hrl., skipuðum verjanda X, 557.760 krónur í þóknun úr ríkissjóði vegna rannsóknar máls ríkislögreglustjóra nr. 006-2004-0076. |
Mál nr. 134/2009 | Kærumál Kæruheimild Dómur Frávísunarúrskurður felldur úr gildi Kyrrsetning Kröfugerð | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli F á hendur J og S til greiðslu bóta var vísað frá dómi vegna vanreifunar þar sem héraðsdómur taldi að F hefði látið hjá líða að tryggja sér viðhlítandi sönnunargögn í málinu. Með hinum kærða úrskurði var einnig hafnað að staðfesta kyrrsetningu í peningagreiðslu sem innt hafði verið að hendi til J. Hvað varðaði þann þátt úrskurðarins er laut að höfnun á staðfestingu kyrrsetningarinnar segir í dómi Hæstaréttar að efnisleg úrlausn héraðsdóms um kröfu um staðfestingu kyrrsetningar sæti ekki kæru til Hæstaréttar. Eins og F orðaði kröfur sínar fyrir Hæstarétti yrði ekki talið að krafa hans beindist að endurskoðun á þeim þætti og taldist hann því ekki til meðferðar fyrir Hæstarétti. Hvað varðaði frávísunarþátt málsins segir í dómi Hæstaréttar að í málatilbúnaði F kæmi nægilega fram á hvaða grundvelli hann reisti kröfu sína og við hvaða gögn hann styddi tjón sitt. Það væri á forræði F hvaða gögn hann fært fram til þess að sanna tjón sitt. Mat á því hvort F hafi fært fram viðhlítandi gögn til sönnunar á kröfu sinni varðaði efnishlið málsins og gæti ekki leitt til frávísunar þess. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi að því er snerti frávísunarþátt hans og lagt fyrir héraðsdóm að taka hann til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. febrúar 2009, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi en jafnframt hafnað kröfu sóknaraðila um staðfestingu á kyrrsetningu 16. júní 2008 í peningagreiðslu að fjárhæð 3.721.570 krónur, sem Sverrir Kristjánsson innti af hendi til varnaraðila Jóns Ellerts Lárussonar sama dag. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili Jón Ellert Lárusson krefst þess að kröfu sóknaraðila um að felldur verði úr gildi sá hluti úrskurðarins sem lýtur að staðfestingu framangreindrar kyrrsetningar verði vísað frá Hæstarétti. Varnaraðilar krefjast að öðru leyti staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Fasteignamiðlunin Múli ehf. höfðaði mál þetta á hendur varnaraðilum með stefnu birtri 8. apríl 2008 og var málið þingfest daginn eftir. Krafa var gerð um að varnaraðilar yrðu dæmdir óskipt til að greiða stefnanda 19.919.953 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. mars 2008 án þess að tekið væri fram hver vera ætti lokadagur kröfunnar um dráttarvexti. Með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 verður litið svo á að í þessu felist krafa um dráttarvexti til greiðsludags kröfunnar. Á dómþingi 2. maí 2008 var lagt fram endurrit úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 22. apríl 2008 um að bú Fasteignamiðlunarinnar Múla ehf. hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Á sama dómþingi var jafnframt bókað réttilega að þrotabúið tæki við aðild að málinu þó að um þetta væri vísað til 23. gr. laga nr. 91/1991 en ekki 3. mgr. 22. gr. laganna, svo sem við átti. Með stefnu birtri 19. júní 2008 höfðaði sóknaraðili mál á hendur varnaraðila Jóni Ellert Lárussyni með kröfu um að staðfest yrði kyrrsetning 16. júní 2008 í peningagreiðslu að fjárhæð 3.721.570 krónur sem Sverrir Kristjánsson hefði innt af hendi sama dag. Í stefnunni kom fram að kyrrsetningin hefði beinst að því að tryggja greiðslu á kröfunni sem sóknaraðili gerði á hendur varnaraðilum í málinu, sem þegar hafði verið höfðað og um getur að framan. Þetta síðara mál var þingfest 25. júní 2008. Á dómþingi 8. október 2008 voru málin sameinuð svo sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 36. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Á því sama dómþingi skiluðu varnaraðilar greinargerð í málinu í heild eins og það var orðið eftir sameininguna og gerðu kröfu um sýknu af aðfararkröfu sóknaraðila í fyrra málinu auk þess sem varnaraðilinn Jón Ellert krafðist þess að hafnað yrði kröfunni í síðara málinu um staðfestingu kyrrsetningar. Aðalflutningur fór fram 21. janúar 2009. Í lok hans var fært til bókar að málið væri dómtekið og að dómur yrði kveðinn upp þriðjudaginn 17. febrúar. Það varð ekki en þess í stað kvað héraðsdómur upp hinn kærða úrskurð 24. febrúar 2009 eftir að bókað hafði verið að hvorki málsaðilar né dómari teldu þörf á að endurflytja málið þó að rúmlega fjórar vikur væru liðnar frá dómtöku þess. Með hinum kærða úrskurði vísaði héraðsdómur annars vegar frá dómi kröfu sóknaraðila sem gerð hafði verið í fyrra málinu sem hann höfðaði og lýst var að framan. Hins vegar er kröfu sóknaraðila úr síðara málinu hafnað, eins og það er orðað, en í því orðalagi felst að tekin sé efnisleg afstaða til hennar. Heimild 4. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um að kveða í sömu úrlausn á um frávísun máls að hluta en að leysa að öðru leyti úr ágreiningi, gerir ráð fyrir að slíkt sé gert með dómi. Héraðsdómur nefnir hins vegar úrlausn sína úrskurð. Hvað sem því líður er ljóst að efnisleg úrlausn héraðsdóms um kröfu um staðfestingu kyrrsetningar sætir ekki kæru til Hæstaréttar. Svo sem sóknaraðili orðar kröfu sína fyrir Hæstarétti verður ekki séð að krafan beinist að endurskoðun á þessum þætti úrskurðarins, heldur einungis frávísunarþætti hans. Telst hann því ekki vera til meðferðar fyrir Hæstarétti. Leiðir af því að ekki eru efni til þess að Hæstiréttur fjalli um kröfu varnaraðila Jóns Ellerts um frávísun frá Hæstarétti á ætlaðri kröfu sóknaraðila um endurskoðun á nefndum þætti úrskurðarins. Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir kröfu sóknaraðila um að varnaraðilar verði óskipt dæmdir til að greiða honum 19.919.953 krónur og þeim sönnunargögnum sem hann reisir hana á. Kemur fram í forsendum úrskurðarins að sóknaraðili hafi aflað þeirra án þess að varnaraðilum hafi verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna. Endurskoðunarfyrirtækið sem gert hafi skýrslu fyrir sóknaraðila og hann byggi á geti ekki talist óvilhallur umsagnaraðili í málinu eins og komist er að orði. Sóknaraðila hefði verið í lófa lagið að afla sér traustari sönnunargagna. Að þessu virtu liggi ekki fyrir nægileg gögn í málinu til að unnt sé að fella efnisdóm um kröfur sóknaraðila. Er þetta látið varða frávísun kröfunnar frá dómi. Í málatilbúnaði sóknaraðila kemur nægilega fram á hvaða grundvelli hann reisi kröfu sína á hendur varnaraðilum og við hvað hann styðji fjárhæð hennar. Það er á forræði sóknaraðila hvaða gögn hann færir fram til þess að sanna tjón sitt. Mat á því hvort sóknaraðili hafi fært fram viðhlítandi gögn til sönnunar á kröfu sinni varðar efnishlið málsins og getur ekki leitt til frávísunar þess. Með vísan til þess verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi að því er snertir frávísunarþátt hans og lagt fyrir héraðsdóm að taka hann til efnismeðferðar. Varnaraðilum verður gert að greiða óskipt sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka til efnismeðferðar kröfu sóknaraðila, þrotabús Fasteignamiðlunarinnar Múla ehf., á hendur varnaraðilum, Jóni Ellert Lárussyni og Spekt ehf., óskipt um greiðslu á 19.919.953 krónum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. mars 2008 til greiðsludags, auk málskostnaðar. Varnaraðilar greiði óskipt sóknaraðila 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 138/2009 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns | Fallist var á beiðni K, O og S um að dómkvaddir yrðu menn til að meta nánar tilgreind atriði í máli þeirra á hendur SE og Í. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 16. mars 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2009, þar sem tekin var til greina beiðni varnaraðila um að dómkvaddir yrðu menn til að meta nánar tiltekið atriði í tengslum við mál þeirra á hendur sóknaraðilum. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að beiðni varnaraðila verði hafnað og þeim gert að greiða kærumálskostnað. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur og sóknaraðilum gert að greiða kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Samkeppniseftirlitið og íslenska ríkið, greiði varnaraðilum, Keri hf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungi hf., hverjum um sig 120.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 563/2008 | Bifreið Ölvunarakstur Svipting ökuréttar Akstur sviptur ökurétti | J var sakfelldur fyrir að aka tvisvar sinnum undir áhrifum áfengis og vera án ökuskírteinis í fyrra sinnið en sviptur ökuréttindum í seinna skiptið. J krafðist þess að kröfu ákæruvalds um lengri ökuréttarsviptingu en ákveðin var í héraði yrði vísað frá Hæstarétti þar sem fullnustu sviptingarinnar var lokið. Talið var að engin lagaákvæði takmörkuðu heimild ákæruvalds til að krefjast þyngingar viðurlaga þegar fullnustu þeirra viðurlaga sem ákveðin voru með héraðsdómi lyki áður en dómur Hæstaréttar gengi. J krafðist sýknu af því að hafa ekið sviptur ökuréttindum í síðara sinnið sem hann var stöðvaður af lögreglu, en við fyrra sinnið hafði hann verið sviptur ökurétti til bráðabirgða. Talið var að sviptingin hefði ekki verið fallin niður, en hún var ótímabundin og J hafði ekki gert neinn reka að því að fá hana fellda niður. Fortakslaus lagabreyting á 102. gr. umferðarlaga var talin leiða til þess að dómvenju um sviptingu ökuréttar yrði vikið til hliðar. Samkvæmt því var J gert að greiða sekt í ríkissjóð og sæta sviptingu ökuréttar í 19 mánuði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ríkissaksóknari skaut máli þessu að fengnu áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar 29. september 2008 af hálfu ákæruvaldsins sem krefst þess að ákærða verði ákvörðuð þyngri refsing og hann látinn sæta lengri ökuréttarsviptingu. Ákærði krefst þess aðallega að kröfu ákæruvalds um lengri sviptingu ökuréttar verði vísað frá Hæstarétti og að sektarrefsing verði lækkuð, en til vara staðfestingar héraðsdóms. Ákærði rökstyður kröfu sína um að vísað verði frá Hæstarétt kröfu ákæruvaldsins um lengri sviptingu ökuréttar með því að þar sem fullnustu ökuréttarsviptingar samkvæmt héraðsdómi hafi lokið 6. desember 2008 verði ekki höfð uppi krafa um sviptingu í lengri tíma en þar var ákveðinn. Í XXXI. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eða XVIII. kafla laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, er áður giltu, eru engin ákvæði sem takmarka heimild ákæruvalds til að krefjast þyngingar viðurlaga þegar fullnustu þeirra viðurlaga sem ákveðin voru með héraðsdómi lýkur áður en dómur Hæstaréttar gengur. Verður þessari kröfu ákærða því hafnað. Ákærði krefst sýknu af þeim þætti ákæruliðar II að hafa ekið sviptur ökurétti 16. febrúar 2008 en ella að honum verði ekki gerð refsing fyrir það. Samkvæmt 103. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum hefur lögreglustjóri heimild til sviptingar ökuréttar til bráðabirgða. Ekkert er tiltekið um til hve langs tíma sú svipting getur verið, en heimilt er að bera úrlausnina undir dómara. Ákærði hafði engan reka gert að því að fá sviptingu ökuréttar til bráðabirgða 6. desember 2007 fellda niður þegar hann var stöðvaður af lögreglu 16. febrúar 2008. Verður því talið að hann hafi þá enn verið sviptur ökurétti. Með þessari athugasemd verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða. Rótgróin dómvenja er fyrir því að beita 102. gr. umferðarlaga þannig að það varði sviptingu ökuréttar í 12 mánuði ef vínandamagn í blóði ökumanns mælist á bilinu 1.2 til 2 ef brot er ekki ítrekað og að svipting ökuréttar fari ekki stighækkandi við hækkun á vínandamagni í blóði ökumanns á þessu bili, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 8/2005 sem birtur er í dómasafni þess árs á blaðsíðu 1467. Með 18. gr. laga nr. 66/2006 sem tók gildi 23. júní 2006 var gerð breyting á 102. gr. umferðarlaga. Eftir þá breytingu skal samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins, ef vínandamagn í blóði ökumanns er á bilinu frá 1.2 til 2, svipting ökuréttar eigi vara skemur en eitt ár og allt að tveimur árum eftir alvarleika brots og vínandamagni í blóði ökumanns. Í greinargerð með frumvarpi að þessari lagabreytingu kom fram að hér væri á ferðinni það nýmæli að tekið yrði sérstakt tillit til alvarleika brots og vínandamagns í blóði og „með þessum hætti gefið ákveðið svigrúm til viðurlagaákvörðunar með tilliti til þessa þátta svo sanngjarnt sé og eðlilegt með hliðsjón af atvikum máls í hvert sinn.“ Verður að telja að þessi lagabreyting sé það fortakslaus að fyrrgreindri dómvenju sé með henni vikið til hliðar. Ökuréttarsvipting ákærða er samkvæmt því hæfilega ákveðin 18 mánuðir vegna brots hans 16. febrúar 2008 og 19 mánuðir í heild. Af hálfu ákæruvalds hefur því verið haldið fram að beita beri heimildarákvæði lokamálsliðar 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga til hækkunar við ákvörðun sekta ákærða. Ekki verður fallist á að atvik séu slík í máli þessu að veigamikil rök mæli með því og verður ákærða því gert að greiða 275.000 krónur í sekt til ríkissjóðs en sæta ella fangelsi í 20 daga. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Með þessari dómsniðurstöðu er lagfærð viðurlagaákvörðun hins áfrýjaða dóms í samræmi við 102. gr. umferðarlaga, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006 og er því rétt að áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Jóhann Kristinn Jóhannsson, greiði 275.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 20 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í 19 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja að frádreginni 12 mánaða sviptingu ökuréttar sem ákærði sætti frá 6. desember 2007. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 249.000 krónur. Mál þetta, sem þingfest var 14. maí sl. og dómtekið samdægurs, er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dagsettri 28. mars 2008, á hendur Jóhanni Kristni Jóhannssyni, kt. 010587-2559, Búhamri 28, Vestmannaeyjum, „fyrir eftirtalin umferðarlagabrot I. með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 6. desember 2007 ekið bifreiðinni MH-736, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í útöndunarlofti 0,30 mg/l) og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis, þar sem lögreglan stöðvaði för hans á Höfðabakka við Vatnsveituveg í Reykjavík. II. með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 16. febrúar 2008 ekið bifreiðinni YY 627 undir áhrifum áfengis (alkóhólmagn í blóði 1,77) og sviptur ökurétti frá bifreiðastæði við Vilbergs bakarí við Bárustíg í Vestmannaeyjum að versluninni Foto við sömu götu, þar sem lögregla stöðvaði för bifreiðarinnar. Telst brot samkvæmt I. lið ákæu varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50 frá 1987, en brot samkvæmt II. lið ákæru telst varða við 1. mgr. sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaganna, allt sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar, samkvæmt 101. og 102. gr. áðurnefndra umferðarlaga frá 6. desember 2007, en þá var ákærði sviptur ökurétti til bráðabirgða sbr. 103. gr. sömu laga.“ Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir löglega birtingu ákæru þann 18. apríl sl. ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 1. mgr. 126. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Jóhann Kristinn Jóhannsson, greiði 215.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í sextán daga. Ákærði er sviptur ökurétti í eitt ár frá 6. desember 2007 að telja. Ákærði greiði sakarkostnað, samtals 41.125 krónur. |
Mál nr. 128/2009 | Kærumál Lögræði Sjálfræðissvipting | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að A yrði sviptur sjálfræði í sex mánuði á grundvelli a. liðar 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. mars 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 5. mars 2009, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í sex mánuði frá úrskurðardegi. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um að hann verði sviptur sjálfræði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á með héraðsdómi að skilyrði séu til að svipta sóknaraðila sjálfræði tímabundið í sex mánuði frá 5. mars 2009 með heimild í a. lið 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr., lögræðislaga. Ákvörðun héraðsdóms um málskostnað skipaðs verjanda sóknaraðila í héraði verður staðfest. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, en þóknunin er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Sóknaraðili, A, er sviptur sjálfræði í sex mánuði frá 5. mars 2009. Málskostnaðarákvörðun héraðsdóms er staðfest. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Óskars Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 124.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 130/2009 | Kærumál Fjarskipti Upplýsingaskylda | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem símafyrirtækjunum S, P, N og I var gert skylt að veita rannsóknardeild L nánar tilgreindar upplýsingar um notkun síma S 8. febrúar 2009. Ofangreindum símafyrirtækjum var einnig gert skylt að láta lögreglu í té upplýsingar um svokölluð IMEI númer þeirra símtækja, sem nánar tilgreind símanúmer notuðu á sama tímabili, sendar og mótteknar SMS sendingar sem og samtöl við talhólf téðra númera, og að upplýsa hverjir væru rétthafar allra þeirra númera sem þannig tengdust téðum númerum á sama tíma. Þá skyldu símafyrirtækin veita upplýsingar um í hvaða endurvarpa í fjarskiptakerfum fyrirtækjanna hefðu farið símtöl og SMS sendingar úr og í ofangreind símanúmer á sama tíma. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 2009, þar sem gefið var svofellt úrskurðaorð: „Símanum hf., Og fjarskiptum hf., Nova ehf. og IP fjarskiptum ehf. er skylt að veita rannsóknardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt var úr og í símanúmerið [...], sem X, kt. [...], hefur haft til umráða og önnur símanúmer og símtæki sem kærði hefur í eigu sinni eða umráðum, sunnudaginn 8. febrúar 2009. Jafnframt er skylt að veita lögreglu upplýsingar um IMEI númer sem framangreind símanúmer nota á sama tímabili, sendar og mótteknar SMS sendingar sem og samtöl við talhólf téðra númera, en jafnframt verði upplýst hverjir eru rétthafar allra þeirra númera sem þannig tengjast téðum númerum á sama tíma. Ennfremur skulu upplýsingar veittar um í hvaða endurvarpa (BASE-stöðvar) í fjarskiptakerfum fyrirtækjanna hafa farið símtöl og SMS sendingar úr og í ofangreind símanúmer á sama tíma.“ Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 99/2009 | Kærumál Aðför Greiðsla | R kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem fallist var á kröfu L um ógildingu fjárnáms, sem sýslumaðurinn í Borgarnesi hafði gert hjá henni á grundvelli dóms Hæstaréttar 4. október 2007 þar sem L og eiginmanni hennar var gert að greiða R óskipt tiltekna fjárhæð. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, en þar er vísað til þess að í kjölfarið af hinum aðfararhæfa dómi hafi R tekið saman yfirlit yfir skuld L og eiginmanns hennar við R þar sem fram kom að skuld þeirra næmi 606.122 krónur. L hafi í framhaldinu greitt þá fjárhæð og lögmaður R gefið út yfirlýsingu þess efnis að greiðsla þessarar fjárhæðar hefði verið innt af hendi af hálfu hjónanna ásamt því að vísað var í umrætt yfirlit. R hefði því mátt vera ljóst að greiðslan hafi verið innt af hendi til lúkningar skuldinni. Hvorki bréfið frá lögmanni R, né önnur gögn málsins hafi borið með sér að umrædd greiðsla hafi verið móttekin með fyrirvara af hálfu R. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. febrúar 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 9. febrúar 2009, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að fellt yrði úr gildi fjárnám, sem sýslumaðurinn í Borgarnesi gerði hjá honum 17. september 2008 í eignarhluta hans í jörðinni Kvíum, fyrir kröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði breytt og kröfu varnaraðila hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur, en til vara að fjárnáminu verði breytt á þann veg að einungis verði gert fjárnám til tryggingar kröfu að fjárhæð 314.428 krónur. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði tók sóknaraðili í framhaldi af dómi Hæstaréttar 4. október 2007 saman yfirlit um skuld varnaraðila og eiginmanns hennar við sóknaraðila þar sem fram kom að skuld þeirra við hann næmi 606.122 krónum. Varnaraðili greiddi sóknaraðila þessa fjárhæð. Lögmaður sóknaraðila gaf út yfirlýsingu 22. október 2007 um að greiðslan hafi verið innt af hendi til sóknaraðila vegnar skuldar hjónanna. Í yfirlýsingunni var vísað til áðurnefnds yfirlits. Sóknaraðila mátti vera ljóst að greiðslan var innt af hendi til lúkningar skuldinni. Hvorki bréfið né önnur gögn málsins bera með sér að umrædd greiðsla hafi verið móttekin með fyrirvara af hálfu sóknaraðila um að hann ætti frekari kröfu á hendur varnaraðila og eiginmanni hennar. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ragnar Ólafsson, greiði varnaraðila, Laufeyju Valsteinsdóttur, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 115/2009 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. mars 2009 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. mars 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 1. apríl 2009 kl. 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X kt. [...], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 1. apríl 2009 kl. 16. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 4. febrúar 2009, nr. R-45/2009, hafi kærða verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag kl. 16, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Í dag hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu höfðað opinbert mál á hendur kærða með útgáfu ákæru, sem telji samtals 16 ákæruliði. Í ákæruskjali sé honum gefið að sök fjölmörg afbrot, einkum auðgunarbrot og önnur fjármunabrot, þ. á m. fjölda nytjastulda á bifreiðum og þjófnaðarbrota, sem varði mikla fjármuni. Brot hans hafi verið samfelld og drýgð nær samfellt frá því í ágúst 2008 til febrúar 2009. Kærði eigi að baki töluverðan sakarferil. Þann 8. október 2007 hafi hann verið dæmdur í 3 mánaða fangelsisrefsingu fyrir ýmis auðgunarbrot. Þann 21. desember 2007 hafi hann verið dæmdur í 8 mánaða fangelsisrefsingu fyrir ýmis auðgunarbrot. Þá hafi kærði hlotið 2 mánaða fangelsisdóm þann 9. maí 2008 vegna ýmissa brota þar á meðal auðgunarbrota. Hann hafi hlotið reynslulausn 10. maí 2008 í 1 ár á eftirstöðvum refsingar 137 daga. Það sé því ljóst að með þeim brotum sem kærði sé nú kærður fyrir þá hafi hann rofið þessa reynslulausn. Með vísan til brotaferils kærða sé það mat lögreglustjóra að hann muni halda áfram afbrotum verði hann látinn laus. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga Með ákæru, útgefinni 4. mars 2009, er kærða gefin að sök brot gegn 231. gr., 26. kafli og 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65,1974 og brot gegn ákvæðum 45. og 45. gr. a. og 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Eins og rakið hefur verið hefur kærði verið í afbrotum frá því í ágúst síðast liðnum. Var ákæra gefin út í dag á hendur kærða, þar sem honum er gefið að sök mörg brot á almennum hegningarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni sem og umferðarlagabrot frá því í ágúst 2008 til byrjun febrúar 2009. Er því fallist á það með lögreglu að hætta sé á að kærði haldi áfram brotum hafi hann ferðafrelsi. Þá er og til þess að líta að hann hefur rofið skilorð reynslulausnarinnar frá 10. maí 2008. Er því uppfyllt skilyrði c- liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Hann verður því úrskurðaður í gæsluvarðhald eins og krafist er og nánar greinir í úrskurðarorði en ekki þykir ástæða til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 1. apríl 2009 kl. 16.00 |
Subsets and Splits