source
stringlengths 710
1.19M
|
---|
Óboðnir gestir gerðust heimakærir í Staðarhólskirkju í Saurbæ í Dalabyggð nú fyrir helgi. Þeir reyndust ekki fingralangir en nýttu sér þess í stað fría gistingu í kirkjunni.
Gestirnir óboðnu virðast hafa kveikt á kertum og snætt máltíð inni í kirkjunni með tilheyrandi sóðaskap en sósa hafði hellst yfir gólfteppið. Vöskuðu þeir svo upp eftir sig í skírnarskálinni. Þá skyldu þeir kirkjudyrnar eftir opnar og blöktu þær í rokinu þegar Hugrún Pálsdóttir, bóndi og gjaldkeri sóknarnefndarinnar, kom þar að.
Hugrún Pálsdóttir, bóndi: Þannig að ég fer, keyri þarna upp eftir og þá er bara opið inn um allt, allar dyr opnar og það var, já það hefur greinilega einhver bara brotist inn, hurðin brotin og svona búið að grúska bara í öllu. Svo er búið að breiða þarna út gólfteppi sem var þarna uppi á lofti, sönglofti, þannig að mér sýnist að það hafi verið sofið þarna og borðað og vaskað upp úr skírnarskálinni.
Segir Hugrún. Hún segir ekkert hafa verið tekið en tjónið eitthvert.
Hugrún Pálsdóttir: Brotinn bekkur einn, sem var svo sem orðinn hálf lélegur fyrir en hann var brotinn, skemmdur, það er verið að smíða hurðina upp og svona, þrífa gólfið og svona, en ekkert verulegt tjón. Ég hef trú á að þetta hafi bara verið eitthvað, ja hvað á maður að segja, eitthvað ferðafólk bara sem ætlar bara að fá ódýra gistingu. Nei, ég veit ekkert um það.
Lögreglan í Borgarfirði og í Dölum fer með rannsókn málsins. Hafi einhver orðið var við grunsamlegar mannaferðir við kirkjuna síðustu daga eða telur sg geta veitt upplýsingar um málið er hann beðinn um að hafa samband við lögreglu. |
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann sigur á Rússum í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Sigurinn gefur góð fyrirheit um framhaldið í keppninni, þó enn sé langt í land. Næsti leikur er gegn Þjóðverjum á þriðjudag.
Íslenska liðið byrjaði leikinn gegn Rússum af miklum krafti og náði fljótt undirtökunum. Lengst af í fyrri hálfleik hafði íslenska liðið tveggja til þriggja marka forskot og þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði þremur mörku, 19-16, Íslandi í vil. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik og íslensku strákarnir bættu frekar í, en hitt. Mest náði liðið sjö marka forskoti um miðjan síðari hálfleik. Rússar náðu að minnka þann mun í eitt mark en í lokin sýndi íslenska liðið styrk og vann sannfærandi sigur þó lokatölurnar 33-31 gefi annað til kynna. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var afar ánægður með frammistöðuna í leikslok.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari: Og við bara erum mjög stoltir af þessu. Frábær byrjun fyrir okkur og gefur okkur byr undir báða vængi, ég meina við vissum hvað við gætum og, og liðið spilaði mjög vel. Það þarf að spila vel í hverjum einasta leik til þess að ná að vinna liðin í þessum riðli. Það er alveg ljóst.
Hrafnkell Kristjánsson: Spilaðist leikurinn svona nokkurn veginn eins og, eins og þú hafðir lagt upp með?
Guðmundur Guðmundsson: Já, eiginlega bara alveg, algjörlega eins. Við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel og mér fannst varnarleikurinn frábær. Það voru svona auðvitað eins og alltaf koma svona hno, hnökrar inn á milli en ég meina það er ekki hægt að biðja um að þetta sé fullkomið allan tímann en hann var mjög góður og hérna, öflug vörn. Sóknarleikurinn fjölbreyttur og við náðum að splundra vörn þeirra. Sem er ekkert mjög auðvelt sko, og þarna en, en það bara gekk upp og, og allt sem við lögðum upp einhvernvegin það, það bara virkaði núna.
Snorri Steinn Guðjónsson fór á kostum í leiknum og skoraði tólf mörk þar af níu í fyrri hálfleik.
Snorri Steinn Guðjónsson: Liðið spilaði bara allt vel í dag og ég veit ekki hvort það sé hægt að nefna einhvern sem var með lélegan leik. Það lögðu allir eitthvað á vogarskálarnar í dag og, og þannig vinnum við leiki. Það hefur verið bara, er þannig í íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið og verður þannig áfram út þetta mót og spennustigið var hárrétt í dag og þess vegna hittum við á frábæran leik. Bæði vörn, varnarlega og sóknarlega og Bjöggi fínn í markinu og, og já, frábært að byrja þetta vel. Kannski nýtt fyrir íslenska landsliðið en, vera ekki komnir með bakið upp að vegg en, en við skulum ekkert vera að fagna of snemma, það er nóg eftir.
Íslenska liðið lék án Guðjóns Vals Sigurðssonar í leiknum en hann hvíldi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir á æfingu í fyrridag.
Guðmundur Guðmundsson: Við nú, vonum bara að batinn verði hraður hjá honum og, vildum ekki taka neina áhættu í þessum leik. Það hefði verið allt of mikil áhætta tekinn fyrir allt mótið sem er framundan þannig að nú bara sjáum við hvernig honum reiðir af og, og hérna hvort að, hvort að semsagt, hann verður orðin nógu góður á móti Þjóðverjum en, þar er náttúrulega leikur á móti heimsmeisturum sjálfum og ég hlakka bara til. |
Sjómannaverkfall hófst klukkan átta í gærkvöld eftir að öll félög sjómanna felldu kjarasamninga sem gerðir voru við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í síðasta mánuði. Formaður Sjómannasambandsins segir viðbúið að viðræður verði stál í stál þegar þær hefjast að nýju.
Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá Ríkissáttasemjara en búist er við að það verði gert í næstu viku. Ólíklegt þykir þó að samningar náist fyrir jól þar sem sjómenn hafa í tvígang fellt þá kjarasamninga sem samninganefndirnar hafa borið á borð. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði í kvöldfréttum í gær að fallist hefði verið á flestar kröfur sjómanna. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það fjarri lagi.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands: Ég held það segi nánast sjálft sko að ef það hefði verið gengið að öllum okkar kröfum þá náttúrulega væri ekkert verkfall.
Valmundur segir segir að enn strandi á veigamiklum atriðum.
Valmundur Valmundsson: Það er til dæmis sjómannaafslátturinn, það er að allur fiskur fari á markað, það var ekki gengið að því að fullu, það var ekki gengið að því að olíuverðsviðmiðunin væri afnumin, það var ekki gengið að fullu í sambandi við slysa og veikindarétt, það var ekki gengið að því að koma með framlag í starfsmenntasjóði sjómanna frá útgerðinni, það var ekki gengið að því að upphæð fæðispeninga yrðu hærri heldur en nú er. Svo eru það ýmsar aukakröfur í sambandi við vaktformenn, umsjónarmann fiskvinnsluvéla, netamanna, hafnarfría og fullt af öðrum atriðum.
Valmundur segir að byrja þurfi viðræðurnar upp á nýtt. Erfitt sé að spá fyrir um hvort verkfallið muni standa lengi.
Valmundur Valmundsson: Það veit maður ekkert um fyrirfram en miðað við hvernig andinn er núna þá býst maður við að það verði stál í stál og ég á ekki von á öðru. |
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir ekki hægt að útiloka beitingu lögbundins kynjakvóta, hafi fyrirtæki í landinu ekki sjálf frumkvæði að því að auka hlut kvenna í stjórnum og áhrifastöðum í íslensku viðskiptalífi. Þetta kom fram í erindi ráðherra fyrr í dag á hádegisverðarfundi LeiðtogaAuðar og FKA.
Ráðherra segir brýnt að hvetja fyrirtæki til að taka afstöðu um fjölgun kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum og megi t.d. verðlauna fyrirtæki sem náð hafa árangri á þessu sviði, með því að birta auglýsingar þar sem fram kemur hvaða fyrirtæki standa sig vel og svo framvegis. Þá sagði hann virka umræðu um kosti slíkrar fjölgunar geta smám saman leitt til að hlutfall kvenna í þessum stöðum aukist. Hann muni beita sér fyrir að árangur náist á þessu sviði.
Kynjakvóti ekki fyrsta skrefið
„Það er hins vegar æskilegast að fyrirtæki sýni frumkvæði í að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda, en afskipti löggjafans eru þó ekki útilokuð sé ljóst að ekkert annað virki,” segir Björgvin. „Þá mundi ég telja að lögfesting á kynjakvóta væri ekki fyrsta skrefið heldur væri fyrst hægt að lögfesta upplýsingaskyldu fyrirtækja um nöfn, stöðuheiti og ábyrgðarsvið stjórnarmanna og æðstu stjórnenda fyrirtækja, en slík upplýsingagjöf þekkist víða erlendis. Slíkt stuðlar bæði að því að fyrirtæki verði í auknum mæli meðvituð um skipun í stjórnir og ábyrgðarstöður auk þess sem slíkt auðveldar öflun gagna um kynjahlutföll stjórnar og stjórnenda í fyrirtækjum. Ef ljóst þykir að ekkert annað dugar er ekki hægt að útiloka beitingu lögbundins kynjakvóta.”
Konur í 8% stjórnarsæta
Ef litið er til skiptingar kynjanna í stjórnum 100 stærstu íslensku fyrirtækjanna árið 2007 kemur í ljós að konur skipa aðeins 8% stjórnarsætanna eða 32 af 408 stjórnarsætum. Árið 2005 var þetta hlutfall 12%. Engin kona er í stjórn 71% fyrirtækjanna. Tólf fyrirtæki á listanum eru með konur í þriðjungi stjórnarsæta eða meira. Konur voru í tæplega 8% stjórnarsæta af þeim fyrirtækjum á listanum sem skráð eru í OMX (Kauphöll). Engin kona gegndi stjórnarformennsku í þeim. |
„Þú ferð ekki inn í rútu með barnavagn þó hún sé gul að framan," segir Ingunn Guðnadóttir strætóbílstjóri en Leið 2 hjá Strætó hefur notað rútur frá Hagvögnum í stað strætisvagna upp á síðkastið.
Í frétt sem birtist á Vísi fyrir skömmu kom fram að rúta sem væri á Leið 2 væri þar tímabundið en nú virðist vera búið að bæta við annarri og eru því tvær rútur sem keyra á Leið 2 að sögn Ingunnar.
„Fólk fattar ekki að þetta er Strætó en ekki rúta. Síðan eru það útlendingar sem keyra og fólk getur því ekki spurt hvort þetta sé rétti vagninn. Þú bíður ekki fólki upp á að fara með barnavagn inn í svona rútu og síðan á gamalt fólk líka erfitt með að komast upp í," segir Ingunn sem er orðin þreytt á þessu aðgerðarleysi Strætó.
Sjálf starfar hún sem strætóbílstjóri og þekkir því þessi mál nokkuð vel.
„Sem strætóbílstjóri þá hefurðu bara ákveðnu þjónustuhlutverki að gegna. Þessir útlendingar skilja ekkert í íslensku og vita ekki hvaða götur þeir eru til dæmis að keyra. Það er því erfitt fyrir okkur að hafa samskipti við þá. Það bara verður einhver að standa upp og segja fólki hvernig þetta er," segir Ingunn sem undrast vinnubrögð Strætó.
„Staðan var sú að verktakinn var að fá nýja bíla um það leyti sem fréttin birtist hjá ykkur um daginn. Það var vitað að hér væri um tímabundið ástand að ræða en það dróst eitthvað afhending á þremur nýju vögnum sem komu á mismunandi tímum. Það var ein rúta á þessari leið og að mér best vitandi hefur ekki verið bætt við. Ég mun fara í það að skoða þetta mál," segir Hörður Gíslason hjá Strætó BS.
Hörður segist gera sér fulla grein fyrir því að rúta sé ekki strætisvagn og skilur gremju í fólki sem kemst ekki inn með barnavagn og annað. „Þetta er auðvitað leiðindarmál en ég mun kanna þetta." |
Sjálfstæðismenn fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar og freista þess að halda honum þriðja kjörtímabilið í röð. Ný könnun sýnir að róðurinn gæti orði þungur, þótt flokkurinn sé með mesta fylgið í bænum. Staða Miðflokksins og VG er sterk.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihluta sinn í Árborg ef kosið væri nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 30 prósent. Hann er þó langstærsti flokkurinn í sveitarfélaginu. Miðflokkurinn og VG yrðu næstir Sjálfstæðisflokknum, Miðflokkurinn með tæplega 14 prósenta fylgi en VG með rúmlega 13 prósent. Samfylkingin fengi svo rúmlega 12 prósent, Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi tæplega tólf prósent og Framsókn og óháðir fengju rúm 8 prósent. Öll fyrrgreind stjórnmálaöfl hafa tilkynnt framboð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí næstkomandi. Svarendur Fréttablaðsins nefna hins vegar einnig fjölmörg önnur framboð sem þeir gætu hugsað sér að kjósa og fengju þau samanlagt rúmlega ellefu prósenta fylgi.
Fengi Sjálfstæðisflokkurinn 30 prósent greiddra atkvæða myndi það skila honum fjórum bæjarfulltrúum af níu í bæjarstjórn. Miðflokkurinn, VG, Samfylkingin og Framsókn og óháðir myndu fá einn mann hver. Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Viðreisnar og Pírata, myndi líka fá einn mann. Það yrði talsvert breytt staða frá kosningunum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk kjörna fimm menn og hreinan meirihluta. Samfylkingin fékk tvo menn kjörna, Framsókn fékk einn mann og Björt framtíð einn mann.
VG fékk ekki kjörinn fulltrúa í kosningunum 2014 og því kæmi fulltrúi flokksins nýr inn í sveitarstjórnina núna, eins og fulltrúi Miðflokksins.
Miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál sveitarfélagsins munu verða í brennidepli í komandi kosningabaráttu
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins, situr í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og leggur störf meirihlutans glöð í dóm kjósenda.
„Það hefur gengið afar vel í Árborg á þessu kjörtímabili. Hvert sem litið er yfir sviðið eru jákvæð merki. Það hefur aldrei verið jafn mikið byggt og á þessu kjörtímabili og aldrei hafa fleiri flutt til sveitarfélagsins. Umsvifin hafa því aldrei verið jafn mikil og einmitt núna. Á sama tíma hefur gengið vel í rekstri sveitarfélagsins og skuldir lækkað hratt. Ég er því mjög ánægð með störf okkar og það er blómlegt í Árborg,“ segir Ásta. „Á sama tíma höfum við bætt þjónustuna, sér í lagi við börn og eldri borgara.“
Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, er á öndverðum meiði. Hann segir stjórnsýslu bæjarins við gerð miðbæjarskipulags ekki upp á marga fiska og segir tímabært að skipta um meirihluta í Árborg. „Mikilvægasta verkefnið er að koma meirihluta Sjálfstæðisflokksins frá völdum. Á tyllidögum stærir flokkurinn sig af því að vilja lækka skatta en raunin er í Árborg að skattar og álögur á bæjarbúa hækka með hverju árinu. Því þarf að laga þau mál. Einnig þarf að gera gangskör í fráveitumálum,“ segir Tómas.
Oddviti Framsóknarmanna, Helgi S. Haraldsson, tekur í sama streng og Tómas þegar kemur að fráveitumálum. „Við viljum ekki dæla skólpi í Ölfusá. Við þurfum að ganga alla leið, hreinsa skólp og dæla því svo út í sjó. Fráveitumálin munu skipta miklu máli í komandi kosningum,“ segir Helgi.
Sigurjón Guðmundsson, oddviti framboðsins Áfram Árborg, vill einnig leggja áherslu á dagvistunarmál. „Við þurfum að samrýma dagvistun við þarfir íbúa og atvinnulífs, lengja leikskólatímann sem foreldrum stendur til boða og gera kerfið sveigjanlegra. Einnig eru leikskólagjöld með því hæsta sem gerist og það þurfum við að bæta,“ segir Sigurjón.
Eggert Valur Guðmundsson hjá Samfylkingu segir miðbæjarskipulagið verða fyrirferðarmikið í baráttunni. „Við erum á móti skipulaginu og höfum verið það frá upphafi. Við lögðum til formlega að leyfa íbúum að kjósa um málið en það var fellt af meirihlutanum og Framsókn. Einnig þurfum við að huga að innviðum bæjarins því fólksfjölgunin er hröð í Árborg og við þurfum að tryggja þjónustu við bæjarbúa.“ |
Korkur: hiphop
Titill: Afkomandi Skálds
Höf.: Atall
Dags.: 7. apríl 2003 17:49:49
Skoðað: 323
´bara einn nýr texti eftir mig, ætla að taka þennan skít upp en ætla samt fyrst að fá comennt á skítinn aigght :ÞViðlag x2
Ég er afkomandi skálds og tjái mig í ljóðinu/
Ég er villt skáld því ég er alltaf ráfandi í óvissu/
Ég er afkomandi skálds, og ljóðinn mun ég yrkja/
Ég er fátækt skáld, skiftir ekki máli því ég hef einhvað/
Vers1
Afkomandi skálds, afkomandi vatnsenda rósu/
Hef það líklega í blóðinu að geta tjáð mig í ljóðum/
Ég fékk þetta ekki bara með æfingu ég hef alltaf haft þetta/
Hvað sem skeður verð ég alltaf Atall vatnsenda/
Ég sem ekki hversdagsleg ljóð samt tel ég mig í hópi skálda/
Vill kanski meira en ég veit ekki hvernig ég á að fá það/
Ég hugsa um marga hluti,hluti sem ég skil ekki/
Sýndu mér skilninginn ekki skilja mig eftir/
Ég reyni róa mínu flagg skipi standandi á hvalbaki/
Ég yrki ljóð en get ekki róið skipinu með handafli/
Reyni að komast úr sporunum, ljóðin stitta mér stundirnar/
Það eru skýli í óveðrinu og ég reyni að komast undir það/
Eins og margir hafa sagt þá er penninn máttugri en sverðið/
Ég berst fyrir mín ljóð líkt og margir berjast fyrir frelsið/
á það stundum til að slá mínum ljóðum uppí rómantík/
Ég er afkomandi skálds og þetta eru ljóðin mín/
Viðlag x2
Ég er afkomandi skálds og tjái mig í ljóðinu/
Ég er villt skáld því ég er alltaf ráfandi í óvissu/
Ég er afkomandi skálds, og ljóðinn mun ég yrkja/
Ég er fátækt skáld, skiftir ekki máli því ég hef einhvað/
Vers2
Ég er afkomandi skálds, afkomandi skáld rósu/
verð stundum uppi skroppa þegar hausinn er hálf tómur/
sýni allgjört málfrelsi/ seigi það sem ég vill seigja/
ég hugsa fyrir sjálfann mig/ því ég hef minn eiginn heila/
yrki ávallt sama hvað geingur og gerist/
lifi í núinu hugsa ekki um hvað skeður á næsta vetri/
hugsa stundum um rósu, afhverju er ég hennar afkomandi/
finnst stundum ég finna fyrir hendi hennar er sleiginn á handar bakið/
þó ég telji mig skáld þá er erfitt að halda höfði/
að geta samið þessa texta er það náðar gjöf mín/
veit ekki neitt en ljóðalist er virði þess til að berjast fyrir/
ég berst með mínum ljóðum og mun semja mikið/
er það skrítið, að ég hafi unnun á því að yrkja/
afhverju er ég að semja bara því ég vill það/
eins og sumir þá er ég ekki að reyna að komast yfir óðalinn/
ég er afkomandi skálds og elska þessa ljóða list/
Viðlag x2
Ég er afkomandi skálds og tjái mig í ljóðinu/
Ég er villt skáld því ég er alltaf ráfandi í óvissu/
Ég er afkomandi skálds, og ljóðinn mun ég yrkja/
Ég er fátækt skáld, skiftir ekki máli því ég hef einhvað/
---
Svör
---
Höf.: RSR
Dags.: 7. apríl 2003 22:14:26
Atkvæði: 0
þetta er net ríma hja þér gef henni 8.5 i einku<br><br>————————————————–IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII————————————————–IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII————————————————–IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 8. apríl 2003 13:57:10
Atkvæði: 0
já sammála þetta er netríma, en hún verður það ekki lengur þegar búið er að taka hana upp
---
Höf.: RSR
Dags.: 8. apríl 2003 16:11:04
Atkvæði: 0
ég átti nu við að þetta væri góð ríma ekki net<br><br>————————————————–IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII————————————————–IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII————————————————–IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
---
|
258 lög voru send inn í Söngvakeppni RÚV, forkeppni Eurovision hér á landi. Tólf lög voru valin til þátttöku af sérstakri lagavalnefnd skipaðri fulltrúum frá Félagi tónskálda og textahöfunda, Félag íslenskra hljómlistamanna og RÚV.
Að sögn Heru Ólafsdóttur verða höfundar og flytjendur tilkynntir síðar.
„Nú erum við bara að ræða við þá sem voru valdir og það er verið að skoða samninga og annað slíkt. Við munum því gefa út lagavalið þegar allir samningar eru frágengnir.“
Hera segist ekki viss um hvenær það verður, það fari meðal annars eftir því hvernig gangi að finna flytjendur. Hún segist þó vonast til að það verði í desember.
RÚV setti nýja reglu í undankeppninnisem sem sagði að helmingur allra laga sem keppa myndu í undanúrslitum yrðu að vera með konu í höfundarteymi. Reglan var mjög umdeild og fór það að lokum svo að fallið var frá henni.
Aðspurð segist Hera ekki hafa tekið saman hvernig kynjahlutfallið sé nú á meðal lagahöfundanna. Hún segir þó að þegar að höfundar og flytjendur verði kynntir verði jafnframt gefin út tölfræði varðandi öll lögin sem send voru inn.
„Það góða núna er að lögin eru send inn á rafrænu formi. Þar af leiðandi höfum við allar upplýsingar varðandi lagahöfunda en það höfðum við ekki áður. Fólk sendi þá bara inn umslög með lögunum á geisladisk og það voru í raun aðeins umslög með nöfnum þeirra sem valdir voru í undankeppnina sem voru síðan opnuð. Síðan var bara öllu eytt og það verður auðvitað gert líka nú þegar við erum búin að fara yfir þetta. Okkur finnst mikilvægt að geta tekið saman tölfræði varðandi lagahöfunda, meðal annars til að sjá hvernig þróunin er í þessu og hvernig við getum fylgt henni eftir,“ segir Hera.
Söngvakeppnin 2015 verður í beinni útsendingu frá Háskólabíói þrjú laugardagskvöld í röð og skiptist í tvær forkeppnir og úrslit.
Forkeppnirnar fara fram 31. janúar og 7. febrúar 2015 þar sem 6 lög keppa hvert kvöld. Úrslit fara svo fram laugardag 14. febrúar 2015. |
Sólarhringstöf varð á starfsemi Ísfélagsins á Þórshöfn vegna rafmagnsbilunarinnar á Norðurlandi eystra sem kom upp í fyrrakvöld. Töfin gæti kostað félagið allt að 60 milljónir króna.
Þegar rafmagnið fór af á Norðurlandi eystra í fyrrakvöld var starfsemi í fullum gangi hjá Ísfélaginu. Verið var að bræða loðnu í loðnubræðslunni, frysta í frystihúsinu og löndun í gangi. Að sögn Rafns Jónssonar, rekstrarstjóra Ísfélagsins á Þórshöfn hefði rafmagnsleysið því ekki getað komið á verri tíma.
Rafn Jónsson, rekstrarstjóri Ísfélagsins á Þórshöfn: Ja það er, það er kannski erfitt að reikna út tjónið akkúrat en, en við erum að rétt um 60 milljónum á sólarhring. Það er kannski, það er kannski besta viðmiðunartalan. Ef við náum hins vegar kvótann þá, þá er þetta minna tjón en ef við, ef við náum honum ekki þá er þetta meira tjón.
Vararafstöð var ræst á Þórshöfn á meðan gert var við rafmagnsbilunina en þar sem Ísfélagið fékk bara ljósarafmagn frá rafstöðinni stöðvaðist öll starfsemi þess í nærri sólarhring. Að sögn Rafns hefur afhending á rafmagni til Þórshafnar verið mjög örugg eftir að strengur kom yfir Öxarfjarðarheiði en það sé vissulega bagalegt að atvinnulífið stöðvist þegar bilanir verða. Að hans mati þyrfti að stækka vararafstöðina.
Rafn Jónsson: Jú auðvitað er það okkar ósk að, að varaaflstöðin verði stækkuð og fylgi, fylgi í takt við tímann. Hún er nákvæmlega eins og hún var fyrir 25 árum síðan held ég. |
Korkur: bilar
Titill: Umferðar(ó)menning
Höf.: Dune
Dags.: 19. desember 2002 15:08:13
Skoðað: 338
voðalega er rólegt núna á korknum.
Stundum þegar ég er að keyra úti langar mig til þess að öskra “hvað í andskotanum ertu að gera” þegar ég sé hvað sumir eru að leyfa sér í umferðinni.
Eitt er það þegar umferðin þyngist en það er þegar ökumenn fara út á gatnamót án þess að komast yfir gatnamótin vegna umferðarþunga. Einhver regla segir að menn eigi ekki að fara yfir gatnamótin nema að vera vissir um að komast yfir. Þetta hef ég sé æði oft núna í jólaösinni. Nú þegar þetta gerist stoppar umferðin sem er að fara í hina áttinu. Dæmi: Gatnamótin á Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut.
Annað er en það eru stefnuljósin. Ég keyri oft um gatnamót þar sem meginþorri umferðarinnar er að beygja inn á tvíbreiða götu. Ef allir gæfu stefnuljós gætu menn raðað sér á sitthvora akreinina og þannig myndi umferðin ganga hraðar. En á meða menn gefa ekki stefnuljós veit maður ekki hvort viðkomandi er að fara að beygja eða ekki. Hvað er málið: Af hverju er svona erfitt að gefa stefnuljós??? Dæmi: Sömu gatnamót og að ofan og einnig gatnamótin Háaleitisbraut Ármúli/Safamýri.
Þriðja atriðið er þegar maður er í röð á aðrein og bíllin fyrir framan er svo lengi að koma sér inn á akreinina og einnig það að af bíllinn fyrir aftan er svo óþolinmóður og þrykkir sér strax inná án þess að taka tillit til þeirra sem eru fyrir frama. Ég var t.d. að sýna smá þolinmæði vegna þess að bíllinn fyrir framan mig var lengi að koma sér inn á akreinina en þá fékk ég einhvern fyrir aftan mig sem fór þá náttúrulega inná akreinina og lokaði á mig og bílinn fyrir framan mig.
Ég veit ekki hvað er að en ég hef keyrt mikið erlendis í stórborgum og þar er þetta sko ekki vandamál.
DON<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
---
Svör
---
Höf.: JHG
Dags.: 19. desember 2002 15:42:19
Atkvæði: 0
Annað sem fer mikið í taugarnar á mér, það er þegar menn eru að hanga á vinstri akrein. Ef bílstjóri ætlar að keyra jafnhægt og þeir á hægri, af hverju er hann ekki þar (þ.e. ef umferð leyfir)?
Ég lendi daglega í þessu á leiðinni uppí Mosó að menn eru að keyra samhliða á báðum akreinum á hraða snigilsins :(
JHG
---
Höf.: Mal3
Dags.: 19. desember 2002 20:59:31
Atkvæði: 0
Þetta er óþolandi!
Það liggur við að maður ætti að blikka ljósum eða jafnvel flauta?
Annars er eitt sem fer í mig. Ég er kannski á vinstri akrein og sé að minn hraði er ekkert meiri en þeirra á hægri og er að leita að gati til að komast inn á hægri akrein. Þá mætir eitthvað fífl á ofsa hraða og tailgate-ar man eins og svín. Mikið langar mann að hanga bara á vinstri eða nauðhemla.
Tailgaters ættu að fá sekt!<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“I want high school kids to dream of owning a Cadillac. I don't want to produce a car they can actually buy.” - Cadillac General Manager Mark LaNeve</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com
">nöldrinu</a> mínu?
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 20. desember 2002 10:16:16
Atkvæði: 0
Maður verður bara að sýna tailgaterum bremsuljósið eða týna þeim.
---
Höf.: loddi
Dags.: 20. desember 2002 22:29:57
Atkvæði: 0
hef aldrei verið tailgateaður :)
það væri líka eitthvað mikið að hjá einhverjum sem næði því :)<br><br>“sex should be like driving a
Honda…slow, obscene and loud
enough for the neighbors to hear.”
PERFORMANCE OR DEATH
---
Höf.: JHG
Dags.: 20. desember 2002 22:45:11
Atkvæði: 0
Ég hef verið tailgateaður þegar ég var á tæplega 200 km/klst.
JHG
P.s. ætli sé ekki rétt að taka það fram að það gerðist á autobahn, var að taka framúr þegar kemur bíll á svakalegri siglingu, það var ótrúlegt hvað leið stutt stund frá því að ég sá hann fyrst og hann var kominn upp að skottinu hjá mér.
---
Höf.: Mal3
Dags.: 20. desember 2002 23:20:05
Atkvæði: 0
Ég hef verið tailgaitaður á 180 km/klst. Af fokking LC100 á 38“ minnst! Og gaurinn var með familíuna í bílnum!
Hann var eitthvað fúll yfir því að ég ákvað að taka fram úr honum. Furðulegt að Mazda 626GT geti nýtt þrengri framúraksturstækifæri.
Alltaf jafn magnað að sjá sótmökkin á eftir honum þegar hann tók fram úr bílunum sem ég hafði verið að taka fram úr.
Hann tailgaitaði mig þannig að ég þorfði ekki að hægja meira á mér en niður í svona 100-120 þegar ég kom inn á planið á Staðarskála. Stoppaði þar í 5-10 mínútur og náði honum ekki fyrr en hann fóðraði krakkana á í Borgarnesi!!!<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>”I want high school kids to dream of owning a Cadillac. I don't want to produce a car they can actually buy.“ - Cadillac General Manager Mark LaNeve</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”
http://thisgeeksworld.blogspot.com
">nöldrinu</a> mínu?
---
|
Íslensk erfðagreining hefur tilkynnt um samstarf við lyfjafyrirtækið Roche til þriggja ára um þróun og markaðssetningu á lyfjum til að koma í veg fyrir og meðhöndla heilablóðfall og aðra æðasjúkdóma.
Lyfið á að hindra starfsemi ensímsins fósfódíesterasa 4. Ensímið hefur áhrif á fjölgun fruma í æðarveggjum sem leiðir til æðarkölkunar og heilablóðfalls. Lyfið á að hemja starfsemi ensímsins og koma þannig í veg fyrir heilablóðfall. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að heilablóðfall sé algengasta orsök fötlunar í vestrænum þjóðfélögum og þriðja algengasta dánarorsökin. Ekki sé til lækning við heilablóðfalli og því hafi þeir tekið þá nálgun að finna fyrirbyggjandi leiðir.
Þá segir hann að hægt sé að finna áhættuhópinn með erfðarannsóknum, auk þeirra sem hafa háan blóðþrýsing, eða ef fjölskyldumeðlimur hefur orðið fyrir heilablóðfalli.
"Héðan í frá reiknum við með að það muni taka fimm til sjö ár að koma lyfinu á markað," segir Kári. En meðaltími til þróunar lyfja er 15 ár. Kári segir að vegna erfðafræðirannsókna geti fyrirtækið sleppt ákveðnu tilraunastarfi sem önnur fyrirtæki leggi í, meðal annars með tilraunir á dýrum. Það stytti ferlið í þróun lyfja verulega.
Verð á hlutabréfum í deCode tóku kipp upp á við í viðskiptum fyrir opnum markaðar í Bandaríkjunum í gær. Bréfin fóru hæst í 6,74 Bandaríkjadali á Nasdaq markaðinum í gær en gengið gaf eftir þegar leið á daginn. Hlutabréf í deCode hafa farið heldur lækkandi á síðustu vikum og eru talsvert lægri en í febrúar. Þá fór gengi bréfanna í 13,20 dali og hafa því lækkað um næstum helming frá þeim tíma. |
Grunnskólakennarar hafa samþykkt kjarasamning við sveitarfélögin með rúmlega 51% greiddra atkvæða. Rúm 36% þeirra sem atkvæði greiddu höfnuðu samningnum. Formaður Kennarasambands Íslands segir að aldrei áður við samningagerð hafi verið svo erfitt að ráða í niðurstöðuna enda staðan óhefðbundin. Enn er óljóst hvernig atkvæðagreiðsla fer hjá sveitarfélögunum.
Úrslit í atkvæðagreiðslu grunnskólakennaranna voru tilkynnt á sjötta tímanum. Rúmlega 4.900 manns voru á kjörskrá og greiddu rúmlega 4.500 félagsmenn atkvæði, eða 91,9%. 2.313 sögðu já, eða 51,2%. 1.643 sögðu nei, eða 36,4%. Auðir seðlar voru 548 eða 12,1% og ógildir 11, eða 0,3%.
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands: Þetta er nú svona um margt svipað og maður áttu von á en þó er það þannig að ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég gat ekki gert mér grein fyrir hvort já eða nei yrðu ofan á í atkvæðagreiðslu um kjarasamning sem að ég hef komið nálægt því að gera. En ég var nokkuð viss um að meirihlutinn yrði mjög naumur og eins og kemur þarna í ljós að það er ekki nema rúmlega 51% sem að segja já. En munurinn að vísu nokkur þar sem það eru 36% sem segja nei. Þannig að það er nokkur munur en engu að síður, að þetta er nokkuð í takt við það sem við gátum búist við.
Ólöf Rún Skúladóttir: Það er talsvert um auða seðla, á sjötta hundrað?
Eiríkur Jónsson: Já, það er, það var vitað líka að það mundi verða mikið um auða seðla og þá verður maður að horfa til þess að þessir samningar eru gerðir við allsérstæðar aðstæður. Þetta er ekki svona frjáls samningur ef maður getur orðað það svo, heldur eru menn að velja á milli tveggja kosta og eru kannski óánægðir með þá báða að einhverju leyti og það varð niðurstaða samninganefndar og forystunnar að leggja til við félagsmenn að velja samninginn frekar en gerðardóminn og sem sagt, meirihlutinn hefur orðið sammála því. En það er kannski ekki vegna þess að menn hafi verið að gera þetta í einhverjum sérstökum fögnuði heldur er þarna ákveðið val sem menn standa frammi fyrir og annar valkosturinn verður ofaná.
Níu manns í launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga greiða atkvæði fyrir hönd sveitarfélaganna. Fundur hófst klukkan fjögur en nú rétt fyrir klukkan sex var nefndin ekki enn fullskipuð vegna samgönguerfiðleika og því var ekki enn búið að fjalla um samninginn. |
190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti.
„Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu.
Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.
Gaf 141 milljón
Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna.
BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum.
„Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“
Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka. |
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú ákveðið hvar leikirnir sem fyrirhugað var að færu fram í Dublin og Bilbao, á EM karla í fótbolta í sumar, verða spilaðir.
UEFA lagði áherslu á að hægt yrði að spila fyrir framan áhorfendur á leikjunum á EM, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Afar ólíklegt var að það gæti orðið í Dublin á Írlandi og í Bilbao á Spáni.
Leikirnir fjórir sem áttu að fara fram í Bilbao, þrír leikir í E-riðli og einn leikur í 16-liða úrslitum, verða því þess í stað spilaðir í Sevilla. Stefnt er að því að hægt verði að fylla í 30% þeirra sæta sem eru á Estadio La Cartuja leikvanginum.
Leikirnir þrír í E-riðli sem áttu að vera í Dublin verða svo færðir alla leið til Pétursborgar í Rússlandi, þar sem einnig verður spilað í B-riðli. Þá verður einn leikur í 16-liða úrslitum, sem spila átti í Dublin, þess í stað á Wembley í London.
Svíþjóð, Slóvakía, Pólland og Spánn leika í E-riðlinum.
Yfirvöld í München hafa svo staðfest að að lágmarki 14.500 áhorfendum verði leyft að sjá leikina í F-riðli sem þar fara fram. Þetta hefði haft áhrif á Íslendinga ef Ísland hefði unnið Ungverjaland í nóvember og komist á EM, því síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni hefði verið gegn Þýskalandi í München.
EM 2020, sem reyndar fer fram 2021, verður því spilað í London, München, Róm, Bakú, Pétursborg, Búdapest, Búkarest, Amsterdam, Sevilla, Glasgow og Kaupmannahöfn. |
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, telur að í ljósi aðstæðna nú sé ekki tímabært að slaka á sóttvarnakröfum eftir viku þegar gildistími núverandi reglna er liðinn. Útlit sé fyrir að fjöldi smita verði svipaður fram í miðjan desember og smitum gæti svo farið fækkandi fram að jólum
Það bjuggust margir við að í dag tækju nýjar reglur um sóttvarnir gildi. Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar í gær að framlengja gildistíma þeirra reglna sem gilt hafa frá 18. október um eina viku. Þórólfur Guðnason hafði skilað minnisblaði 25. nóvember til ráðherra sem gerði ráð fyrir ýmsum tilslökunum. Fólk gæti farið aftur í sund, lagðar voru til breytingar á fjöldatakmörkunum bæði í verslunum öðrum en matvöruverslunum og á veitingastöðum og það átti að slaka á í íþróttum og í leikhúsum. Ekkert varð hins vegar af þessu.
Ástandið breyttist og smitum fjölgaði. Sóttvarnalæknir sem hafði skilað minnisblaðinu með fyrirvara, dró það til baka. Á mánudaginn skilaði hann öðru minnisblaði þar sem kvað við allt annan tón. Lagt var til að þágildandi reglur myndu gilda áfram næstu tvær vikurnar. Fjöldi smita hefur verið svipaður síðustu daga. Í fyrradag voru innanlandssmit 18 og þar af 7 utan sóttkvíar, í gær voru þau 16 og 5 ekki í sóttkví. En það eru eflaust margir sem velta því fyrir sér hvað gerist á miðvikudaginn þegar gildistími núgildandi reglna rennur út. Verður þá hægt að slaka á? Þessu er að sjálfsögðu ekki hægt að svara því enginn veit hvernig veiran mun hegða sér næstu 7 daga.
Að smit verði undir 5 í 14 daga
Norðmenn settu okkur á rauðan lista þegar nýgengi smita hér á landi fór yfir 20. Það er núna tæplega 43. Sóttvarnalæknir boðaði tilslakanir þegar dagleg smit voru komin niður í 3 til 4. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að til að komast á grænt og slaka á sóttvörnum sé miðað við að smit verði undir fimm í 14 daga.
„Það hefur kannski ekki komið fram einhver ein tala. Þarna erum við að horfa á það sem Evrópusambandið miðar við að vera á grænum lista, undir 20 í 14 daga nýgengi,“ segir Thor.
Smtin svipuð fram í miðjan desember
Þegar nýtt spálíkan um útbreiðslu veirunnar var birt á föstudaginn í síðustu viku var það mat manna að það myndi skýrast í seinni hluta þessarar viku hvort okkur hefði tekist að ná tökum á núverandi bylgju faraldursins eða hvort ný bylgja væri komin af stað. Thor segir að þá hafi verið settir fram tveir möguleikar.
„Annars vegar að það yrði viðsnúningur vegna þess að fólk tæki við sér, að það myndi hægja á, og hins vegar að það myndi bara halda áfram með svipaðri dreifingu. Ekki endilega að aukast en með svipaðri dreifingu. Það var þá ávísun á veldisvöxt að smitstuðullin héldist yfir einum. Þá gæti fjöldinn mögulega aukist hratt. En það sem virðist vera að gerast er hinn möguleikinn að virknin í þjóðfélaginu sé einhvern veginn að fara niður og að smitstuðullinn sé á leið niður. Þannig að fjöldinn haldist svipaður eitthvað inn í miðjan desember og gæti svo farið lækkandi fram að jólum. Núna virðist það frekar vera að gerast. Við ætlum ekki að setja fram nýja spá heldur sjá hvernig tölurnar þróast í takt við þessa tvo möguleika sem við settum fram síðast,“ segir Thor.
Talsverð óvissa
Hann segir að ekki sé brostinn á veldisvöxtur í fjölda smita. Margir séu að greinast í sóttkví og það fólk smiti ekki út fá sér. Það skipti miklu máli til að hemja veldisvöxtinn. Sumir óttuðust að ný bylgja væri að breiðast út en Thor segir að það sé ekki endilega í spilunum nú.
„En ég minni bara á óvissuna sem er í þessu. Það er alveg hægt að segja að hún er talsvert mikil. Rúmar talsverðar smittölur því miður. Þannig virkar þessi hegðun. “
En óvissan er talsvert mikil. Miklu meiri en hún var í fyrstu bylgjunni. Flökt á smitum sé núna mikið og auðveldara hafi verið að spá í fyrstu bylgjunni.
Tvisvar tíu gesti yfir hátíðirnar
Fólk út um allan heim veltir nú fyrir sér hvernig jólahaldið verður, að minnsta kosti þar sem jól eru haldin. Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar hvernig best er að haga jólaboðum. Ekki hefur þó komið skýrt fram hvort miða eigi við að ekki verði fleiri en 10 í hverju boði. Norðmenn hafa áhyggjur af jólaversluninni og jólaboðunum. Erna Solberg, forsætisráðherra kynnti í dag nýjar reglur og tilmæli. Lagt er til að fólk vakni snemma til að kaupa inn fyrir jólin og losni þannig við að standa í röð. Eins metra regla gildir í Noregi. Hún gildir líka í jólaboðunum og þegar kemur að því að opna gjafirnar. Einnig er mælst til þess að fólk taki ekki á móti fleiri gestum en fimm í einu fram yfir áramót - en þó með tveimur undantekningum.
„Við opnum fyrir það að að tvo daga verði heimilt að fá allt að tíu gesti, til dæmis á aðfangadag eða á gamlárskvöld,“ sagði Erna Solberg. |
Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.
Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september.
„En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornuppskurð í endaðan ágúst.
Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár.
„Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“
Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið.
„Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri.
Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2: |
Það stendur í Biblíunni (Fyrstu Mósebók 41:27) að „sjö mögru og ljótu kýrnar, sem á eftir hinum komu, merkja sjö ár, og sjö tómu öxin, sem skrælnuð voru af austanvindi, munu vera sjö hallærisár“.
Þetta er í raun lýsing á því sem hagfræðingar kalla yfirleitt „hagsveiflu“ og álitsgjafar tala oft um hagsveiflur sem næstum eins reglulega guðsgjöf og mögru árin sjö og feitu árin sjö í Biblíunni. Ef við lítum á efnahagsþróun um allan heim sjáum við að það koma mikil hagvaxtarskeið og skeið lítils hagvaxtar. Þar að auki getum við séð að það virðist vera fyrir hendi það sem tölfræðingar og hagfræðingar kalla eiginfylgni í tölunum um vöxt landsframleiðslu – ef vöxturinn er mikill eitt árið er líklegt að hann verði líka mikill árin á eftir og að vissu leyti getum við séð „sveiflur“ í efnahagslegri virkni.
Þetta fær suma til að álykta að „hagsveiflan“ fylgi einhvers konar reglu sem sé ótengd þjóðhagfræðilegri stefnu og hageiningum. Hinn heimsfrægi hagfræðingur John Maynard Keynes talaði meira að segja um „náttúrlegt lífsfjör“ – að það komi tímabil óhóflegrar bjartsýni og tímabil óhóflegrar svartsýni og að þetta kalli fram uppsveiflur og samdrátt í fjárfestingum og neyslu.
Ég, hins vegar, held að við blekkjum okkur sjálf ef við höldum að það séu „hagsveiflur“ í þeim skilningi að það sé „náttúrulögmál“ sem segir að við verðum að ganga í gegnum uppsveiflur og samdrátt. Ef við höldum að slíkt náttúrulögmál sé fyrir hendi þá er líklegt að við gerum stefnumistök.
Skoðun mín á hagsveiflum, eða ættum við frekar að segja ekki-hagsveiflum, er að miklu leyti innblásin af tveimur uppáhalds hagfræðingunum mínum, Irving Fisher og Milton Friedman, sem trúðu því báðir í raun að ef ekki væri fyrir einhvers konar stefnubreytingar – eða breytingar á til dæmis veðrinu – þá væru ekki uppsveiflur og samdráttarskeið. Á máli hagfræðinnar myndum við segja að „hagsveiflan“, eða öllu heldur samdráttur og bati í hagkerfinu, sé af völdum utanaðkomandi hnykkja frekar en að um sé að ræða innbyggðan eiginleika í frjálsu markaðshagkerfi. Þar af leiðandi er „hagsveiflan“ ekki náttúrufyrirbæri – heldur er hún afleiðing hnykkja.
Þetta fékk Milton Friedman til að leggja til að við ættum að hugsa um hagkerfið innan ramma þess sem hann kallaði „plokkmódelið“ sitt. Það er að segja að við ættum að hugsa um hagkerfið sem strekktan streng – beina línu. Við getum togað í strenginn og þá er hann ekki lengur bein lína en þegar við sleppum strengnum verður hann aftur bein lína.
Frjálst markaðshagkerfi virkar á sama hátt. Ímyndum okkur til dæmis að Seðlabanki Evrópu hækki stýrivexti upp úr þurru. Það væri eins og að toga í strenginn – evrusvæðið færi inn í efnahagslægð en smám saman myndi verðlag og laun byrja að ná sér og hagkerfið myndi „rétta úr sér“ á ný. Friedman hélt því ekki fram að það myndi gerast hratt, og það færi eftir því hversu sveigjanleg laun og verðlag væru, en það myndi engu að síður gerast smám saman.
Þetta er líka kjarninn í ráðleggingum Miltons Friedman til seðlabanka – ekki toga í strenginn. Haldið honum eins og hann er og truflið ekki hagkerfið með óútreiknanlegum breytingum á peningamálastefnunni. Haldið ykkur við skýrar og gegnsæjar reglur og þá er líklegt að markaðskerfið haldi hagkerfinu stöðugu. Þannig er hagsveiflan aðeins til að svo miklu leyti sem stjórnvöld klúðra hlutunum. Og í tilfelli Íslands? Náttúruöflin leika stórt hlutverk – spyrjið hvaða sjómann sem er um það, en það er ekki það sama og að segja að sjö mögur ár hljóti að koma á eftir sjö feitum árum.
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. |
Engin breyting til batnaðar hefur orðið á þjóðvegi 711 um Vatnsnes þótt heimamenn hafi kvartað undan slæmu ástandi hans um árabil og skorað á Alþingi að tryggja fé í varanlegar úrbætur. Umferð ferðamanna um veginn hefur stóraukist.
Íbúar og ferðaþjónustuaðilar á Hvammstanga og Vatnsnesi eru langþreyttir á slæmu ástandi Vatnsnesvegar.
Sigurður Líndal Þórisson, formaður Ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu og framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, segir tveggja ára gamla yfirlýsingu félagsins frá því í lok júlí 2016 enn eiga við. Þar var viðvarandi sinnuleysi á viðhaldi og uppbyggingu vegarins harmað og skorað á stjórnvöld að fjármagna úrbætur til framtíðar.
„Við hefðum getað sent þessa yfirlýsingu frá okkur á hverjum degi síðan. Ástandið er enn þá mjög slæmt,“ segir Sigurður.
Að sögn Sigurðar er Vegagerðin að gera sitt besta miðað við aðstæður en vegurinn haldist þó einungis þokkalegur í stuttan tíma eftir að hann er heflaður.
„Ástandið var fínt í upphafi sumars en svo kom smá rigningatímabil sem fór alveg með þetta. Það er engin framtíðarlausn í því að standa í þessu áfram með því að eyða peningum í viðhald.“
Heimamenn undrast litlar undirtektir ríkisvaldsins. Sigurður segir nauðsynlegt að Alþingi tryggi fjárveitingu til þess að ráðast í varanlegar úrbætur á veginum.
„Það er vaxandi umferð um veginn enda mjög falleg leið. Þarna koma margir ferðamenn til að skoða selalátur og Hvítserk.“
Í síðustu viku varð bílvelta á veginum þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum eftir að hafa keyrt í holur á veginum. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn skemmdist töluvert.
Í nýlegri skýrslu sem Markaðsstofa Norðurlands vann fyrir Ferðamálastofu um áfangastaðaáætlun fyrir landshlutann var Vatnsnesvegur meðal fimmtán verkefna sem lagt var til að sett yrðu í forgang.
Í skýrslunni segir að breikka þurfi veginn, leggja á hann bundið slitlag og bæta við útskotum. Vegurinn er sagður lífæð ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra. |
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abu Dabí í dag. Hann var 0.141 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren og Jenson Button á McLaren náði þriðja besta tíma og var 0.150 úr sekúndu á eftir Vettel. Vettel hefur fjórtán sinnum náð besta tíma í tímatöku á árinu.
Með þeim árangri hefur Vettel met Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði Mansell fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku á sama árinu. Vettel hefur náð því 29 sinnum á ferlinum að vera fljótastur í tímatöku fyrir Formúlu 1 mót.
Hamilton og Vettel hafa verið tveir fremstu ökumennirnir á ráslínu í mótinu í Abú Dabí til þessa. Hamilton var fremstur á ráslínu árið 2009, þegar fyrsta mótið fór fram á Yas Marina brautinni og Vettel var annar á ráslínu, en í fyrra snerist dæmið við. Vettel var þá fremstur á ráslínu og Hamilton var annar.
Kappakstursmótið í Abú Dabí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag og hefst útsendingin kl. 12.30.
Tímarnir af autosport.com
1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m38.481s
2. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m38.622s + 0.141
3. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m38.631s + 0.150
4. Mark Webber Red Bull-Renault 1m38.858s + 0.377
5. Fernando Alonso Ferrari 1m39.058s + 0.577
6. Felipe Massa Ferrari 1m39.695s + 1.214
7. Nico Rosberg Mercedes 1m39.773s + 1.292
8. Michael Schumacher Mercedes 1m40.662s + 2.181
9. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m40.768s + 2.287
10. Paul di Resta Force India-Mercedes ók ekki í lokaumferðinni
11. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m40.874s + 2.440
12. Vitaly Petrov Renault 1m40.919s + 2.485
13. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m41.009s + 2.575
14. Bruno Senna Renault 1m41.079s + 2.645
15. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m41.162s + 2.728
16. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m41.240s + 2.806
17. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m41.760s + 3.326
18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m42.979s + 3.197
19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m43.884s + 4.102
20. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m44.515s + 4.733
21. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m44.641s + 4.859
22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m44.699s + 4.917
23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m45.159s + 5.377
24. Rubens Barrichello Williams-Cosoworth ók ekki í tímatökunni |
Svíþjóðarmeistarar Häcken unnu 3-1 útisigur á Noregsmeisturum Vålerenga í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í Osló í kvöld. Íslendingar mættust í leiknum.
Häcken hefur verið á mikilli siglingu heimafyrir og gerir sitt besta við að elta topplið Rosengård í baráttu liðanna um sænska meistaratitilinn. Vålerenga hefur aftur á móti fatast flugið heima fyrir eftir að liðið vann sinn fyrsta norska meistaratitil á síðasta ári og situr í fjórða sæti norsku deildarinnar.
Markalaust var framan af leik liðanna í Noregi í kvöld en Filippa Angeldal kom sænsku gestunum yfir á 32. mínútu eftir stoðsendingu Johönnu Rytting Kaneryd. Farið var eftir sömu uppskrift er Kaneryd lagði upp annað mark fyrir Angeldal undir lok fyrri hálfleiks.
Häcken leiddi 2-0 í hléi en þegar tæplega 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik lagði Angeldal upp mark fyrir sænska stormsenterinn Stinu Blackstenius kom gestunum 3-0 yfir. Din danska Rikke Madsen lagaði hins vegar stöðuna fyrir heimakonur á 83. mínútu og 3-1 fór leikurinn, Häcken í vil.
Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í vörn Vålerenga en Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður á 76. mínútu. Diljá Ýr Zomers spilaði síðustu 22 mínútur leiksins eftir að hafa komið inn af varamannabekk Häcken á 68. mínútu.
Liðin mætast öðru sinni í Svíþjóð í næstu viku og er Häcken í vænlegri stöðu. |
Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.
Óskiljanlegir vextir
„Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“
Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn.
„Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.
Óverðtryggðu vextirnir líka of háir
Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum.
„En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann.
Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.
Óverjandi staða
„Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“
Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði.
„Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.
Hlusta á á viðtalið hér að neðan. |
Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air. Þetta er sameiginleg niðurstaða beggja aðila.
Í tilkynningu þann 26. nóvember sl. greindi Icelandair Group hf. frá því að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi um kaup félagsins á Wow air yrðu uppfylltir fyrir hluthafafund félagsins þann 30. nóvember nk. Staðan er óbreytt hvað þetta varðar. Því er ólíklegt að stjórn Icelandair Group geti mælt með því við hluthafa félagsins að þeir samþykki kaupsamninginn. Þá hefur stjórn ekki í hyggju að leggja til við hluthafafund tillögu um að fresta ákvarðanatöku um kaupsamninginn.
Í ljósi þessarar stöðu er það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að falla frá fyrrnefndum kaupsamningi, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Hluthafafundur Icelandair Group verður haldinn á morgun, föstudaginn 30. nóvember eins og áður hefur verið auglýst. Á fundinum liggur fyrir tillaga um heimild stjórnar til að auka hlutafé Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group:
„Fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu Wow air munu ekki ganga eftir. Stjórn og stjórnendur beggja félaga hafa unnið að þessu verkefni af heilum hug. Niðurstaðan er vissulega vonbrigði. Stjórnendum WOW air færi ég þakkir fyrir mjög gott samstarf í þessu verkefni síðustu vikur. Jafnframt óskum við eigendum og starfsfólki félagsins alls hins besta.“
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air:
„Það var ljóst strax í upphafi að það var metnaðarfullt verkefni að klára alla fyrirvara við kaupsamninginn á þetta skömmum tíma. Við þökkum stjórnendum Icelandair Group fyrir samstarfið í þessu krefjandi verkefni og óskum sömuleiðis stjórnendum og starfsfólki Icelandair Group alls hins besta.“ |
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra spáði hagvexti í lok árs í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í dag. Eldgos, efnahagsmál og stjórnlagaþing voru efst í huga ráðherrans.
Í hátíðarræðu sinni ræddi Jóhanna um þann samtakamátt sem þjóðin hefði sýnt í kjölfar eldgossins á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Kraftur, dugnaður og ósérhlífni hefði í raun sameinað þjóðina. Jóhanna vék að efnahagsástandi landsins og sagði að hagvöxtur ætti að hefjast síðar á þessu ári og vera orðin 2-3% í byrjun næsta árs.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra: Verkefnin eru enn óþrjótandi og margslungin en skrefin sem stigin hafa verið fram á við á liðnu ári eru mörg og stór.
Jóhanna gerði úrslit nýafstaðinna kosninga í sveitastjórnir að umtalsefni. Stjórnmálamenn þyrftu að lesa í þann árangur sem ný framboð hefðu náð á kostnað þeirri eldri.
Jóhanna Sigurðardóttir: Það má taka undir með þeim sem segja að stjórnmálin séu orðin föst í hjólförum vanans. Og þar undanskil ég engan stjórnmálaflokk. Við þurfum að taka upp ný vinnubrögð og samskipti okkar, hvort sem er á vettvangi Alþingis eða sveitastjórna.
Jóhanna bindur miklar vonir við stjórnlagaþing og segir það vera eitt merkasta mál sem afgreitt hafi verið frá Alþingi. Í lok ræðunnar vék Jóhanna að máli sínu að Jóni Sigurðssyni, forseta og mikilvægi samstarfs milli þjóða.
Jóhanna Sigurðardóttir: Nú sem þá, tel ég það engum vafa undirorpið að fullveldi Íslands og sjálfstæði sé best tryggt með virkri þátttöku í samstarfi við önnur sjálfstæð og fullvalda ríki.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona var fjallkona í ár. |
Ást Hjörleifs á Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs landnámsmanns, varð til þess að þeir fóstbræður fóru frá Noregi í leit að nýjum tækifærum. Því má segja að Ísland hafi byggst af ást, ef frásögn Landnámabókar er trúað. Þetta bendir Gunnar Karlsson á í nýrri bók sinni Ástarsögu Íslendinga – að fornu – sem nýkomin er út á vegum Forlagsins. Þar fjallar hann um ástir Íslendinga á tímabilinu 870-1300. Hvað skyldi hafa komið honum til að einbeita huga sínum að því efni?
„Það fór að renna upp fyrir mér þegar ég var við kennslu í Háskólanum að tilfinningar væru vanmetnar í sagnfræði yfirleitt. Að of lítið væri fjallað um gildi þess að njóta tilfinninga sinna í samanburði við það sem er skrifað um völd og auð,“ svarar hann og heldur áfram:
„Smátt og smátt fór ég að lesa mig inn í fræði um eðli og sögu tilfinninga og hélt námskeið um það efni. Þar talaði ég um tilfinningarétt og var þar að reyna að búa til nýtt, fræðilegt hugtak. Eftir að ég hætti að kenna sneri ég mér svo að því að búa til bók um sögu ástarinnar á fyrsta skeiði Íslandssögunnar.“
Gunnar telur mikinn misbrest á því að fólk til forna hafi búið við tilfinningarétt, einkum rétt til að njóta ástar. Þar hafi kaþólska miðaldakirkjan, sem taldi kynlíf syndsamlegt, umfram það sem nauðsyn krefði til viðhalds stofninum, haft sín áhrif. Margt bendi til að ásatrúin hafi verið heldur frjálslegri hvað þetta varðar, þó hömlur hafi verið miklar.
„Ég segi stundum að mesta framför sögunnar sé sú að við höfum fengið aukinn rétt til að njóta ástar en minni rétt til að fá útrás fyrir reiði okkar. Ef maður varð ósáttur við annan mann að fornu þá drap hann hann, en nú erum við langflest hætt því og langar ekki einu sinni til þess. Þannig hefur orðið til ástarréttur og hefndaróréttur.“
Um samkynhneigð kveðst Gunnar hafa grafið upp vísbendingar í sögunum og nefnir tvo karla. Annar þeirra er Guðmundur ríki á Möðruvöllum í Eyjafirði. „Guðmundur var giftur og eitt sinn var nefnt við konu hans í veislu að hann væri ekki alls kostar snjall, þar var átt við kynhneigð,“ segir Gunnar. „Þetta var afskaplega mikið áfall fyrir konuna. Hún varð bara veik og hvarf úr veislunni án þess að njóta veitinganna.“
En hvað með hjónaskilnaði? Þekktust þeir til forna? „ Já. Þeir voru þó eitt af því sem kirkjan bannaði en sífelldar undanþágur voru veittar frá því banni. „Auðvitað voru skilnaðir mjög sjaldgæfir miðað við nútímann, en þeir eru líka sérkenni á okkar auðugu vestrænu samfélögum. Alveg fram á 20. öld voru þeir fátíðir alls staðar.“
Þótt hjón skildu sjaldan á fyrstu öldum byggðar segir Gunnar frillulíf hafa verið mikið. „Karlmenn gátu verið mjög taumlausir og leyfðu sér mikið en til kvenna voru gerðar mun strangari kröfur.“ |
Önnur kvennanna sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð fannst látin í Bleiksárgljúfri í gær. Umfangsmikil leit stendur yfir að hinni konunni. Sérhæft leitarfólk, gönguhópar og kafarar eru nú við leit í innanverðri Fljótshlíðinni. Einnig hafa leitarhundar verið notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað úr lofti í gær og í dag. Bergljót Baldursdóttir fréttamaður er á Hvolsvelli.
Bergljót Baldursdóttir: Já, Bleiksárgljúfur er nokkuð vinsæll staður hér í Fljótshlíðinni og konan sem að fannst látin er af erlendu, er erlend en sú sem leitað er að er íslensk. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn er hérna hjá mér. Sveinn, hvað gerðist?
Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn: Ja við vitum svo sem ekki nákvæmlega hvað gerist þarna en allt bendir til þess að þarna hafi verið slys, orðið slys. Það virðist hafa verið ja mögulega banaslys þarna í laug sem er þarna uppi og svo er svo sem ekki vitað hvað gerðist í framhaldi, það er væntanlega já lítur allt út fyrir að það hafi orðið þarna slys.
Bergljót: Þið eruð með kafara á staðnum, þannig að þið eruð að kanna alla möguleika?
Sveinn K. Rúnarsson: Já við erum að, þetta er frekar djúpt þarna mjög víða þannig að við erum með kafara á staðnum sem er að kafa þarna eftir gljúfrinu og það var kafað þarna í, ja í gærkvöldi og í nótt og við erum að fara yfir þetta svæði allt aftur. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt leitarsvæði, þetta er stutt gljúfur í sjálfu sér en gríðarlega erfitt. Þetta er svona ja mikið af djúpum hyljum og svona mjög erfitt yfirferðar.
Bergljót: Eru aðstæður þá ekki góðar?
Sveinn K. Rúnarsson: Nei við getum sagt sem svo að aðstæður séu alls ekki góðar þarna til leitar.
Bergljót: Hvað eru margir að leita og hvað voru margir í gær?
Sveinn K. Rúnarsson: Ég hugsa að það hafi verið hátt í á milli 80 og 90 manns við leit í gær, þá á öllu svæðinu. Ég geri ráð fyrir því að það verði farið núna eftir hádegið, verði kominn svipaður fjöldi aftur, við erum svona aðeins að breyta, breyta leitarskipulaginu líka, leita á öðrum stöðum og aftur á þessum sömu stöðum og við leituðum í gær, þannig að það er svona verið að fínkemba aftur þessa staði sem að, sem að já við vorum búin að fara yfir.
Bergljót: Er eitthvað vitað sko hvaða, á hvaða ferð þær voru konurnar?
Sveinn K. Rúnarsson: Nei við vitum það svo sem ekki, heldur bara í einhverju fríi sko, þannig að þetta er svo sem ekkert óeðlilegt að það sé fólk þarna, það er er mjög algengt að fólk fari þarna. Það fer að vísu sko enginn þarna án "gæd" eða mjög fáir án þess að vera með "gæda", þetta er hættulegt, eins og þetta virkar nú saklaust og fallegt frá veginum séð þá er þetta mjög, eins og ég segi þetta er mjög djúpt og þetta er mjög hættulegur staður og auðvelta að, ja auðvelt að misstíga sig og hrasa þarna, þannig að já við svo sem vitum ekki meir.
Bergljót: En við fylgjumst betur með hér í dag. Sveinn K. Rúnarsson, þakka þér kærlega fyrir. |
Þegar Christopher Koch kom í heiminn ákvað fjölskylda hans strax í upphafi að meðhöndla fötlun hans ekki sem eitthvað neikvætt og falla í sorg. Þess í stað var hugarfar fjölskyldu hans þess eðlis að Chris yrði alinn upp líkt og um heilbrigðan einstakling væri að ræða, enda höfuðið í fullkomnu lagi.
„Amma mín sagði strax í upphafi að faðir minn, Bruce, hafi í raun aldrei klárað neitt sem hann byrjaði á. Fremur svartur húmor en þetta viðhorf varð til þess að ég get í hreinskilni sagt að það var auðvelt að vaxa úr grasi án útlima. Fjölskylda mín, vinir og allir í bænum komu fram við mig líkt og aðra. Ég var settur í íþróttir og tók þátt líkt og önnur börn. Ég fæddist án handa og fóta og því verður ekki breytt, af hverju ekki að gera það besta úr því. Ég er heppinn að eiga góða fjölskyldu, við erum mjög náin,“ segir Chris í samtali við Fréttablaðið.
Chris er fæddur og uppalinn í Kanada í litlu búskaparsamfélagi í Nanton, Alberta. Fjölskylda hans er með búskap og hjálpar hann þar til á milli þess að ferðast um heiminn þar sem hann heldur hvetjandi fyrirlestra. Hann lærði sögu og heimspeki í háskóla í Ottawa og hefur einnig unnið mikið með stríðshetjum sem hafa misst útlimi í Kanada, The War Amputations of Canada eða CHAMP.
Chris lenti á Íslandi í gær en daginn áður var hann staddur í Indiana í Bandaríkjunum þar sem hann talaði fyrir fjölda manns og í nóvember mun hann ferðast til Kína.
En hvers vegna Ísland?
„Ég hef ferðast víða um heim með fyrirlestra mína og er heppinn að geta gert það. Það sem dró mig til Íslands er einfaldlega sú staðreynd að mig hefur alltaf langað til að koma hingað. Frænka mín og unnusti hennar komu hingað fyrir nokkru síðan og ég hef séð ýmis myndbönd af landinu,“ segir Chris sem er spenntur fyrir maraþoninu sem er hans sjötta um ævina.
Að hika er sama og að tapa „Ég er líka að reyna að finna mér eitthvað krefjandi að gera í hversdagslífinu. Mér finnst tilgangur lífsins vera að hafa gaman og njóta þess að vera til. Ég er mun hræddari við það að finna fyrir eftirsjá heldur en hræðsluna sjálfa. Ég vil ekki hika eða reyna að tala mig út úr því að framkvæma hluti. Frekar vil ég gera eitthvað og mistakast heldur en að sleppa því. Það væri vond tilfinning að líta til baka og sjá eftir því að hafa ekki að minnsta kosti reynt.“
Fyrr í sumar fékk Chris þá hugmynd að ferðast frá heimili sínu í vestari hluta Kanada, Calgary, til austasta hluta Kanada, St. Johns á Nýfundnalandi, sem er um 6.338 km leið. Það eina sem hann tók með sér var hjólabrettið og bakpokinn og hann þurfti alfarið að stóla á ókunnuga til að hjálpa sér áleiðis.
Þetta hlýtur að hafa verið heljarinnar ferðalag. Hvernig gekk að stóla á ókunnuga?
„Þar sem ég trúi á það góða í fólki þá fór ég af stað í ferðalagið með miklar væntingar. Samt sem áður sló ferðin allar mínar væntingar út. Fólk er svo magnað. Ég fékk far og hjálp frá alls konar fólki. Aðrir skildu eftir falleg skilaboð á samfélagsmiðlum og fylgdust með för minni. Þetta var æðisleg ferð.
Hefurðu sett þér markmið fyrir maraþonið?
„Ég ætla að reyna að fara þetta á fjórum og hálfum tíma, en ef ég verð fimm og hálfan á leiðinni þá er það bara fínt. Ef ég slæ sjálfsmet þá er það frábært líka. Ég veit allavega að ég mun njóta mín, ansi snjöll leið til að kynnast borginni, að fara 42 kílómetra í kringum hana. Ég mun líklega verða lengur á leiðinni því ég verð líklega að líta svo mikið í kringum mig.“
Miðað við tímamarkmið Chris má ætla að hann fari á svipuðum hraða og heilbrigður maður. Chris fer maraþonið á hjólabretti. Hægra megin hefur Chris fót sem hefur þroskast að hluta sem hann notar til að ýta sér áfram á brettinu og notast hann við mokkasíu sem er með sérstökum botni. „Í brekkum er það mikil vinna en niður brekkur er það töluvert auðveldara,“ segir Chris og hlær. „Þetta er ansi góð líkamsrækt fyrir mig, hún er öðruvísi fyrir mig heldur hinn venjulega hlaupara. En ég er ekki að reyna að slá eitthvert hraðamet eða ná betri árangri en aðrir. Ég er bara að gera þetta fyrir sjálfan mig og ætla að njóta þess.“
Þú ert hvetjandi fyrir annað fólk, en hvað er það sem hvetur þig áfram?
„Að hafa tækifæri til að ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk og að láta ekkert standa í vegi fyrir því. Ég hef hitt frábært fólk í gegnum tíðina og það sem heillar mig og veitir mér innblástur er gæska fólks. Ég vil láta gott af mér leiða og vera góður við aðra. Ég tek þátt í þessu maraþoni og ögra mér í leiðinni. Kannski er það eitthvað sem getur veitt öðrum í svipaðri stöðu eða með einhvers konar fötlun innblástur og hvatningu til að gera slíkt hið sama. Þegar öllu er á botninn hvolft þá getum við gert allt sem við viljum með réttu hugarfari.“
Stoppið á Íslandi verður svolítið stutt í þetta skipti en Chris heldur úr landi á mánudag. Hann ætlar þó að nýta sunnudaginn í það að ferðast aðeins um en stefnir á að koma aftur hingað fljótlega, náttúrunnar vegna en ekki síst til að hitta fólk. „Það er fólkið sem gerir áfangastaði áhugaverða. Gott fólk er gulls ígildi,“ segir Chris að lokum. |
Donna Brazile, áhrifakona úr Demókrataflokknum, var rekin úr starfi sínu sem álitsgjafi CNN fréttastofunnar í dag. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Tölvupóstur sem lekasíðan WikiLeaks komst yfir sýnir að Brazile afhenti kosningabandalagi Hillary Clinton spurningar sem spyrja átti í kappræðum í forvali Demókrataflokksins. Brazile er búin að vera í fríi frá störfum sínum á fréttastofunni síðan í júlí. Þá tók hún við embætti formanns flokksstjórnar Demókrataflokksins.
WikiLeaks birti í dag póstsem Brazile sendi til helstu kosningaráðgjafa Clintons fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders í borginni Flint í Michigan. Neysluvatn borgarinnar er verulega mengað af blýi og átti að minnsta kosti ein spurningin að vera um það. John Podesta, kosningastjóri Clinton, og samskiptastjórinn Jennifer Palmieri fengu tölvupóst þess efnis að ein spurninganna kæmi frá konu sem væri með útbrot. Fjölskylda hennar væri með blýeitrun og hún komi til með að spyrja Clinton hvað hún myndi gera sem forseti til þess að hjálpa fólkinu í Flint. Daginn eftir fékk Clinton spurningu frá konu sem sagði fjölskyldu sína vera með húðvandamál. Spurningin var þó aðeins önnur.
Brazile segir í tölvupósti 12. mars, degi fyrir kappræður Clinton og Sanders, að hún fái spurningarnar stundum fyrirframog lofar því að senda einhverjar þeirra. CNN hefur brugðist við tölvupóstslekanum. Í yfirlýsingu frá stöðinni segir að stjórnendum hennar þyki óþægilegt hvernig Brazile hagaði sér gagnvart kosningabandalagi Clinton á meðan hún vann fyrir stöðina. Þá segir í yfirlýsingunni að hún hafi aldrei fengið spurningar eða annað undirbúið efni fyrir fundi eða kappræður.
Dregið hefur verulega saman með þeim Clinton og Donald Trump í kapphlaupi þeirra um forsetaembættið. Nýjustu kannanir sýna aðeins þriggja prósentustiga mun, Clinton með 49 prósenta fylgi og Trump með 46 prósent. |
"Þetta var alveg ólýsanlegt," segir Unnur Birna, sem var enn í skýjunum þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. "Þegar ég var komin í sex stúlkna úrslit var ég voðalega hissa og átti alls ekki von á meiru. Svo var búið að tilkynna annað og þriðja sætið og þá var ég eiginlega bara búin að gleyma þessu. Svo bergmálaði "Iceland" um salinn og ég gjörsamlega missti andlitið," segir Unnur Birna og bætir því við að það sem við hafi tekið sé í hálfgerðri móðu.
"Ég man varla eftir því að hafa staðið þarna og veifað. Eftir krýninguna tóku við myndatökur á sviðinu og svo dreif öryggisgæslan mig út í limósínu og ók mér upp á hótel. Þar var haldið sérstakt krýningarball með öllum stelpunum og fjölskyldum þeirra. Ég fékk að skreppa aðeins upp á herbergi til þess að átta mig og sat þar bara ein og hló. Í dag er ég líka búin að standa mig að því að skella upp úr annað slagið. Ég er ekki enn búin að ná þessu," segir Unnur Birna og bætir því við að það sé undarleg tilfinning að vera allt í einu orðin hálfgerð stjarna.
"Það er gífurlegur áhugi á keppninni hérna í Asíu og ég á erfitt með að átta mig á öllu umstanginu. Ég fór á tvo blaðamannafundi í morgun og þangað var mér fylgt af fimm lífvörðum. Mér finnst þetta eitthvað svo fjarstæðukennt og átta mig ekki ennþá á því hvað þetta er allt saman stórt."
Móðir Unnar Birnu, Unnur Steinsson, fylgdist með keppninni og Unnur Birna er ekki í nokkrum vafa um að amma hennar heitin, Jórunn Karlsdóttir, hafi einnig verið á svæðinu.
"Kjóllinn sem ég klæddist í keppninni var upphaflega hannaður af ömmu og bæði mamma og ég höfum líka komið að saumaskapnum. Mér þótti ákaflega gaman að geta verið í þessum kjól og ég er viss um að amma var með mér þarna í gær. Ég fann virkilega fyrir henni. Það var svo góður andi yfir öllu og ég var alveg róleg," segir Unnur Birna.
Fram undan eru spennandi tímar hjá Unni Birnu og í kjölfar keppninnar bíða hennar ýmis verkefni. "Við höfum ekki enn haft tíma til að setjast niður og fara í gegnum þetta en ég veit að það verður farið í svakalegan túr um heiminn. Ég mun heimsækja allar heimsálfurnar og kem ábyggilega til svona 100 borga. Keppnin gengur fyrst og fremst út á góðgerðastarf og næsta árið verður það mitt hlutverk að safna peningum til góðgerðamála víða um heim," segir Unnur Birna, sem ætlar þó ekki að láta keppnina hafa áhrif á öll framtíðarplön sín og stefnir á að halda áfram námi sínu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.
"Miss World-samtökin hvetja mig til þess að halda áfram námi og borga til að mynda öll skólagjöld fyrir mig. Ég ætla því að reyna að sinna skólanum eitthvað þótt það verði ef til vill ekki af fullum krafti."
Unnur Birna verður í Kína fram á þriðjudagskvöld en þá fer hún til London þar sem hún mun dvelja í nokkra daga. "Ég veit ekki alveg hvenær ég kem heim en það er búið að lofa mér að ég fái að komast heim yfir jólin og áramótin. Þetta er búin að vera hörkuvinna bæði líkamlega og andlega og ég hlakka til að slappa af í faðmi fjölskyldunnar," segir Unnur Birna um leið og hún sendir kveðju til Íslands og þakkar fyrir allan stuðninginn sem henni hefur verið sýndur. |
Unnið er í kapp við tímann við að koma björgunarbúnaði að rússneska kafbátnum, sem situr fastur á hafsbotni, um 75 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands. Áhöfnin hefur einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring.
Sjö menn eru um borð í bátnum sem setið hefur fastur á um 200 metra dýpi frá því í gær. Níu rússnesk skip eru á slysstað, von er á bandarískum og breskum björgunarkafbátum og -búnaði með flugi og þrjú skip eru lögð af stað frá Japan. Einungis er hægt að vona að mennirnir verði á lífi þegar sú hjálp berst. Tíminn er á þrotum því áhöfnin hefur aðeins súrefni sem endist í sólarhring. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu súrefni til fimm daga en svo virðist sem útreikningar hafi misfarist þar eð mennirnir eru sjö en slíkir kafbátar taka yfirleitt aðeins þrjá menn.
Talið er að skrúfa bátsins, sem er um 13 metra langur, sé föst í neti og vírum sem hafi dregið bátinn til botns. Báturinn var við heræfingu þegar slysið varð og mennirnir í þjálfun. Reynt verður að ná bátnum upp á yfirborðið en hann liggur á það miklu dýpi að mennirnir geta ekki yfirgefið hann og kafarar ná ekki til þeirra.
Samband hefur náðst við kafbátinn og fengust þær upplýsingar að mennirnir væru enn allir heilir á húfi. Kafbátar af þeirri gerð sem um ræðir eru notaðir við björgunaraðgerðir, meðal annars þegar rússneski kafbáturinn Kursk fórst á Barentshafi fyrir fimm árum. Öll áhöfn Kursk fórst, 118 menn. Rússnesk stjórnvöld voru þá harðlega gagnrýnd fyrir að afþakka þau björgunarskip sem aðrar þjóðir buðust til að senda til hjálpar. |
Korkur: jadarsport
Titill: Banshee Scratch
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 1. nóvember 2006 19:23:07
Skoðað: 1369
Ég er að selja Banshee Scratch á 120þ. ég er búinn að kaupa nýjan Answear stemma á það og nýja aftur bremsu, Avid bb7 með 8“ disk að aftan. síðan er ég búinn að setja dempara á hjólið, Sherman jumper camo 110mm, demparinn fylgdi specialized p.3 2005 hjóli.
——————————————————————————————————-
Það sem fylgir með kaupunum er.
2 pör af Avid v-brakes, .
Funn Rigid gaffal Full 4130 cromoly, þetta er bara stór bmx gaffal sem þú getur sett 26” og 24” dekk á og gaffalinn er með 20mm thro axle.
——————————————————————————————————-
maður getur sett 24” dekk til að leika sér í street og síðan getur maður verið með 26“ dekk líka á því. þetta er nettur hucker og hann á aldrey eftir að brotna. Það eru nú þegar 24” dekk á hjólinu og gjarðirnar eru Funn gjarðir og eru 48 teina sem er sjaldgæft að sjá og eru mjög breiðar og háar þannig að maður er ekki á leiðinni ap fara að beygla þær.
Það er 9 ½ ára waranty á stellinu sem er nice.
—————————————————-
þetta er tekið af síðunni þeirra.
The Banshee Scratch is a transition bike, balanced between the burliness of a BMX bike, and the versatility of a mountain bike.
The Scratch lets you perfect your new sick moves in the skate park and on the dirt jumps before you take them into the forest. It’s half BMX bike and half mountain bike, with our exclusive morphing geometry and a chassis that’s burly enough to carry the Banshee name.
The scratch frame is 100% heat treated cro-moly and re-enforced with a Rad style down tube, extensive gusseting and grind guards on the chain stays. Its Shock Block seat stays are uniquely curved to provide optimal shock absorption for big landings. Like our Morphine, the Scratch can “morph” from park bike to jump bike to urban bike to trail bike. By changing forks (rigid, 3”, 4“, 5”, 6“, 7”) and wheel sizes (dual 24“, 24”x26“ or dual 26”), the geometry changes dramatically to suit all hardcore disciplines.
The scratch rear end fits 14mm single speed or 10mm multi speed hubs, rim or disc brakes and up to 3.0“ tires.
——————————————————————————————————-
partarnir á hjólinu eru:
Frame Sizes…. Medium
Fork Choice…. Sherman Jumper 110mm
Headset…. FSA Pig Big balled Glænýtt
Stem…. Answear stemmi
Handlebar…. Funn Fat Boy Slim Oversized
Grips…. WTB Dual Compound
Brake Levers…. Avid Speed Dial 5
Brakes…. Avid BB7 diska bremsa 8” diskur
Shift levers…. Nil
Ft. Derailleur…. Nil
Rr. Derailleur…. Nil
Sprocket set…. 16T
Chain…. KMC 415H
Crank Set…. Funn HOO KAH SingleRing And Double Spider….
BB Set…. Funn BMX
Pedals…. Funn Soul Jan Viper B
Front Hub…. Funn Baby Bertha
Rear Hub…. Funn 14mm, 135OLD Disc Freehub….48H
Spokes…. Funn 14G
Rim Front…. Funn 48X24
Rim Rear…. Funn 48X24
Front Tire…. Kenda K-Rad 24X2,3
Rear Tire…. Kenda K-Rad 24X2.3
Seat Post…. Funn Splined Steel
Saddle…. Velo Dirt Jump
Post Clamp…. Perv Seat Clamp
——————————————————————————————————
hjólið kemur í 3 útgáfum á pörtum þetta er dirjump/street/park útgáfan kostar 1100 dali og er ekki með dempara en ég er búinn að setja dempara á það og diskabremsu
Hjólið er með 4,64 af 5 mögulegum á
http://mtbr.com/reviews/Freeride_Hardtail/product_124325.shtml
http://www.bansheebikes.com/pages/dirt.htm
ef þú hefur áhuga addaðu mér á msn.
Bjorgvin9@hotmail.com
Hér eru myndir af bækinu.
http://s98.photobucket.com/albums/l270/bjorgvin1/Banshee%20Scratch/?action=view¤t=DSC04852-1.jpg&refPage=&imgAnch=imgAnch1
http://s98.photobucket.com/albums/l270/bjorgvin1/Banshee%20Scratch/?action=view¤t=DSC04858.jpg
http://s98.photobucket.com/albums/l270/bjorgvin1/Banshee%20Scratch/?action=view¤t=DSC04859.jpg
http://s98.photobucket.com/albums/l270/bjorgvin1/Banshee%20Scratch/?action=view¤t=DSC04865.jpg
http://s98.photobucket.com/albums/l270/bjorgvin1/Banshee%20Scratch/?action=view¤t=DSC04863.jpg
ef þið viljið fleyri myndir sendið mér bara pm eða addið mér á msn bjorgvin9@hotmail.com
Bætt við 1. nóvember 2006 - 19:26
A.T.H. hjólið er varla notað ég fór 2 í dirt jump á því og restin var hjóla ó bónus og hagkaup kaupa sér einhvað.
og Ég er að selja það útaf því að ég er að safna fyrir bílprófinu og bíl
---
Svör
---
Höf.: dna
Dags.: 1. nóvember 2006 19:41:43
Atkvæði: 0
var eitthver ástæða fyrir því að þú notaðir það svona lítið?
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 8. desember 2006 03:38:19
Atkvæði: 0
svolítið seinn að svara sorry.
ég nota það svo lítið útaf því að ég er eiginlega bara á bmx hjóli. ég á specialiced p.3 líka og nota hann eiginlega ekkert heldur.
banshee hjólið er hið fínasta hjól en ég hef bara ekkert við það að gera núna. hjólið hefur bara verið allgjör innipúki síðan ég fékk nýja bmx hjólið mitt.
ég vill bara selja hjólið svo það fær bætri eiganda og getir hreyft það, Annað en en ég geri.
---
|
Korkur: hiphop
Titill: kveikjarinn minn!
Höf.: NevahbeZ
Dags.: 20. júní 2006 21:24:55
Skoðað: 355
Jæja, tilraun sjötíuogsex ;D
þú tókst kveikjarann (you son of a bitch)
og þegar ég fæ hann aftur þá nota ég hann
til að kveikja i húsinu þínu meðan þú sefur inní því mothafokka
[v1]
um helgina hélt ég heima smá teiti
bauð öllum sem vita hvað ég heiti
húsið var pakkað, og það var smakkað á öllu víninu
32 tegundir og marr gleymdi gjörsamlega tímanum
við ætluðum í bæinn klukkan eitt til að djamma feitt
en þegar eikkað kemur uppá verður mörgu breitt
drekkandi 32 tegundir var einsog að vera á sjósjó
allt gerðist í slow'mo þegar við fórum út í sígó
sumt fólk var um fertugt, og alskonar fólk sem þekkti mann
ég gaf fólki sígarettu og lánaði fkn kveikjarann
ef ég þekkti fólkið ekki, bretti ég uppá ermarnar
og kýli þau í kjékki og sleppi þeim ekki,
og mun geima þau i gestaherberginu heima
læsi fólk þar inni og næsta dag mun ég þeim gleima
held áfram að djamma og reyni að muna hver tók kveikjarann
var það frikki, siggi eða fannar eða eikker annar ?
það er ekkert sem sannar það!
maðurinn brann sem var með kveikjarann
eldur með fjærstírt start og ef ég ýti á takkann
brenni ég þann mann sem er með hann, koddu með hann!
[v2]
á slaginu tólf, voru flestir komnir undir borð
ælandi útum allt gólf, en ég stóð við mitt orð
drakk alla undir borðið en kveikjarinn horfinn og vínið horfið
víniðbúið - er orðið sem marr vill ekki heyra
ef vín klárast þarf marr að keyra fullur til að sækja meira
það er að seija, að ég blanda vodka útí kampavínið,
mixa það svo við gonsan sem ég læt útí appelsínið
drekk það svo með tveim spjöldum að koffínátíní
og malla afghan læt'í skallann og fíra'í
fer SvO wasted í bílinn, læt'í gírinn og gef'í með wiskey undir stýri,
þó löggan er fyrir utan husið þar sem ég bý'í
slepp ég alltaf því ég seigist vera edrú þó ég lýg því
næ mér í vín og fer strax aftur heim til mín til að byrja gamanið á ný
og byrjuðum strax að þamba, sumt fólk kom með landa
ég var núþegar alveg að drepast en ég áhvaði að klára
þambaði allt shitið og lét einsog fjagr'ára
og ældi og meigi á allt og alla sem láu í fattla á gólfinu
og ég hló'illu, illilega hlæjandi illum hlátri dónalega
að fólkinu liggjandi þarna í skáki og máti, bara búið að vera
ekki neitt pláss sem er autt, fólk útum allt steindautt
gólfið útatað fólki sem er rennandi blautt blóðrautt
en fokk það, mer er sama um það,
bara áfram með vínið, drekkum frá okkur lífið á nokkrum dögum
en eftir hverju bíðið þið, leitið af fkn kveikjaranum
minn hnífur verður bríndur og þér sýndur því minn kveikjari er tíndur
ég vil bara fá að sjá hann og fá hann því ég fkn á hann!
[v3]
ég spyr frikka, sigga og fannar hvar hann er
þeir seija mér að hætta og vilja ekki svara mér
hvað geri ég ? já, ég sker þá á háls og kötta þá í búta
þetta djamm var búið að vera mjög skemtilegt og er orðið nú brutal
eg er buinn að rústa öllu heima hja mer, því ég veit ekki hvar kveikjarinn er
engin fer frá mer lifandi nema ég fæ kveikjarann minn
en einhver tík hringdi á hálp og löggan riðst nú inn
svín riðjast inn og nú er engin friður
ég fæ 3 skot i bakið og byrja að falla niður
dauðadagurinn var skemtilegur utaf dópinu
en þegar ég lenti fann ég kveikjarann undir sófanum. (shit)
soldið rugl, en hvað með það!
pz
---
Svör
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 20. júní 2006 23:16:17
Atkvæði: 0
Þú ert mjög harður.
þú tókst kveikjarann (you son of a bitch)
og þegar ég fæ hann aftur þá nota ég hann
til að kveikja i húsinu þínu meðan þú sefur inní því mothafokka
---
Höf.: NevahbeZ
Dags.: 21. júní 2006 00:21:52
Atkvæði: 0
etter fucktupfunnyshit, en allavega tók felagi minn kveikjarann MINN óvart í gær og fór með hann heimtil sin, og það var bögg að vera ekki með eld, þannig að þessi texti kom upp
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 21. júní 2006 00:40:55
Atkvæði: 0
hehe, já.. En ættir kannski að rappa um innihaldsríkara viðfangsefni ;) It's not how you say it, it's what you say..
Allavega heillar kveikjara-rapptexti mig ekki :p
---
|
Reitir fasteignafélag fékk lán frá Íslandsbanka til þess að greiða lokagreiðslu tveggja lána við erlendan lánveitanda.
Reitir fasteignafélag hf. hefur greitt lokagreiðslu tveggja lána við Hypotheken-Bank Frankfurt AG að fjárhæð 85 milljónum evra, sem jafngildir um 13 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Uppgreiðsla lánanna er að mestu leyti fjármögnuð með nýju langtímaláni frá Íslandsbanka að fjárhæð 11 milljarða króna, en samningar þess efnis voru undirritaðir í höfuðstöðvum bankans þann 20. október síðastliðinn. Fram kemur í tilkynningunni að uppgreiða erlendu lánanna sé fyrsta skrefið í heildarendurfjármögnun Reita.
Í júní 2013 var undirrituð viljayfirlýsing um kaup Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Gildis lífeyrissjóðs og Eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka á nýju hlutafé í Reitum að fjárhæð 12 milljarðar króna og nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki útgefnum af félaginu að fjárhæð 25 milljarðar króna. Á sama tíma var gert samkomulag við Íslandsbanka um allt að 14 milljarða lánveitingu til félagsins.
Heildarfjármögnun Íslandsbanka gagnvart Reitum verður því um 25 milljarðar þegar endurfjármögnun félagsins er lokið. Stefnt er að því að heildarendurfjármögnun félagsins verði lokið fyrir árslok 2014. Horft er til þess að skrá hlutafé félagsins í Kauphöll Íslands fyrrihluta ársins 2015, ef þessar forsendur ganga eftir.
Uppgreiðsla lánanna sem greidd voru upp í dag varð heimil eftir að niðurstaða fékkst í viðræður við Seðlabanka Íslands og erlenda bankans vegna lánanna. Þær viðræður höfðu tekið langan tíma, en Seðlabankinn hóf í lok ársins 2012 rannsókn á því hvort viðaukar umræddra lánasamningana hefðu brotið gegn ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Sátt náðist í málinu í júní 2013 og síðan þá hefur verið unnið að úrlausn sáttarinnar með erlenda bankanum. |
Breskur sérfræðingur segir endurskoðendafyrirtækið Price Waterhouse Coopers hafa sýnt af sér afglöp í starfi sínu fyrir Glitni banka. Þetta kom fram í vitnisburði hans fyrir dómi í New York, í máli slitastjórnar Glitnis á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans.
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur sjö fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstól í New York. Sjömenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa hreinsað sjóði bankans með vafasömum skuldabréfaviðskiptum í Bandaríkjunum. Þá er endurskoðendafyrirtækinu Price Waterhouse Coopers sömuleiðis stefnt fyrir meinta aðild að málinu. Fyrirtækið hefur krafist frávísunar, en slitastjórn Glitnis segir fyrirtækið hafa leikið lykilhlutverk í fléttunni.
Slitastjórn kallaði til breskan sérfræðing í endurskoðunarlögum, Frank Attwood, til að hrekja frávísunarkröfu Price Waterhouse Coopers. Vitnisburður hans er áfellisdómur yfir vinnubrögðum endurskoðendafyrirtækisins. Fyrirtækið hafi sýnt af sér afglöp í starfi meðal annars með því að skrifa upp á reikninga Glitnis án athugasemda, og látið undir höfuð leggjast að upplýsa um viðskiptatengsl stærstu eigenda bankans. Fyrirtækinu hafi verið kunnugt um viðskiptatengsl þeirra, en hafi aldrei ráðist í sjálfstæða rannsókn á tengslum þeirra. Þá hafi miklar breytingar í stjórn bankans og skipun nýs stjórnaformanns af Jóni Ásgeiri, stærsta eigenda bankans með mikla fjárhagslega hagsmuni á Íslandi, eitt og sér átt að duga sem ástæða fyrir slíkri rannsókn. |
Stórlega er að draga úr línuveiðum lítilla báta og sjómenn af þeim eru farnir að ráða sig í hlutastörf í landi. Sumir ætla alveg að hætta á línu og aðeins stunda skak hluta úr ári. Dæmi eru um að aflaverðmæti dugi ekki fyrir kostnaði.
Birkir Einarsson er þaulvanur línusjómaður frá Flateyri.
Gissur Sigurðsson: Birkir, hvernig útskýrirðu þetta nánar?
Birkir Einarsson, línusjómaður: Sko ég get tekið bara sem dæmi þá vorum við með 4 tonn um daginn og þá hérna, fengum 84 krónur fyrir það slægt sko. Og þegar búið er að borga veiðigjöld og kostnað við markaðinn og beitningu að þá eru eftir 8 þúsund en þá eru eftir laun sjómanna og olía og þá þú sérð það þá erum við komin í tap eftir hvern róður sko. Við þurfum að fiska þetta alveg lágmark 8 tonn í róðri til að hafa eitthvað út úr því sko.
Gissur: Ert þú farinn að draga þá úr sjósókninni á steinbítinn sem að núna veiðist vel?
Birkir Einarsson: Já við förum bara einn og einn róður til að hafa svona fyrir fólkið eitthvað að gera í landi í beitningunni.
Gissur: Nú stóð til að lækka veiðigjöldin. Hefur það ekki gengið eftir?
Birkir Einarsson: Nei það hefur ekkert verið hlustað á okkur og menn eru bara margir að gefast upp og margir sem ég hef heyrt, [...] ekki margir en ég hef heyrt þetta að menn hafa verið að selja kvótann og koma sér þannig fyrir að menn skulda ekki neitt og þá hætta á línu og vera þá bara á skaki.
Gissur: Og vinna þá í landi aðra tíma ársins.
Birkir Einarsson: Já þá verða það bara einhverjir mánuðir á ári og svo þurfa menn að gera eitthvað annað með sko.
Gissur: Ert þú byrjaður að vinna í landi með?
Birkir Einarsson: Heyrðu já ég er svona byrjaður aðeins.
Gissur: En hérna, þýðir þetta að óbreyttu að línuveiðar þessara litlu báta séu bara að leggjast af?
Birkir Einarsson: Já ég held það. |
Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum.
Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k.
Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.
Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní
Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.
„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester.
Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.
Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga?
„Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís.
Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur. |
Fjölskylda í Hafnarfirði segist sitja uppi með kostnað upp á meira en milljón króna, eftir að ölvaður ökumaður keyrði inn í garð hennar og skemmdi hann. Tryggingafélagið neiti að bæta stóran hluta tjónsins.
Aðalbjörg Óladóttir er með græna fingur, og garðurinn hennar í Hafnarfirði hefur veitt henni mikla gleði. Það breyttist fyrir mánuði, þegar fjölskyldan vaknaði upp við vondan draum og mikinn hávaða. Bíl hafði verið ekið á of miklum hraða yfir á rangan vegarhelming, og inn í garðinn.
Furan tók fallið af bílnum
„Hann kemur hérna inn í garðinn og fer í gegnum þessa þrjá girðingarstaura, og gegnum alveg breiðu af gróðri og upp þessa 15-20 metra háa ösp, sem leggst á hliðina,“ segir Aðalbjörg. „Við vorum með stóra fallega furu hérna í horninu, og bíllinn bara leggst ofan á furuna, sem náttúrulega brotnar en tekur af þeim fallið, kannski verður þeim að happi, því það brotnuðu ekki einu sinni rúðurnar á bílnum, sem sneru niður.“
Bíllinn reyndist fullur af ungu fólki, og ökumaðurinn var undir áhrifum. Aðalbjörg segir mikla mildi að enginn hafi meiðst í óhappinu. Sjálf sat hún eftir með brotin tré, ónýtt grindverk og fullan garð af rusli.
Ósátt við tryggingafélagið
Hún hafði samband við Sjóvá, sem tryggði bílinn, en kveðst hafa mætt litlum skilningi þar. Sjóvá hafi viljað bæta sem minnst, og í fyrstu hafi félagið aðeins viljað bæta gatið á girðingunni þar sem bíllinn fór í gegn.
„Við gátum þó fengið þá til þess að viðurkenna að það ætti líka að bæta girðinguna þar sem hún er skemmd en stendur enn, en við þurftum að berjast fyrir því að fá inn að það þyrfti að steypa niður nýja staura. Við fengum svona svör eins og: æ, þetta er hvort sem er gömul girðing,“ segir Aðalbjörg.
Aðalbjörg segir að iðnaðarmenn hafi metið tjónið á 2,3 milljónir króna. Sjóvá hafi aðeins boðist til að greiða um 900.000 krónur. Fjölskyldan þurfi því að greiða tæplega eina og hálfa milljón úr eigin vasa til að lóðin verði jafngóð og áður.
Sjóvá: bætir sannanlegt tjón að fullu
Í tölvupósti frá Sjóvá kemur fram að fyrirtækið tjái sig ekki efnislega um einstök mál. Félagið bæti þúsundir tjóna á hverju ári þar sem fundið sé út hvert sannanlegt tjón sé hverju sinni, og það bætt að fullu. Hægt sé að skjóta deilumálum til úrskurðarnefndar eða dómstóla.
Aðalbjörgu er ljóst að garðurinn hennar er ekki sá unaðsreitur sem hann var.
„Garðurinn er - eða var mjög fallegur, og við höfum notið þess að nota hann, og eins og veðrið hefur verið undanfarið þá hefðum við verið úti. En núna hefur enginn verið að nota hann neitt,“ segir Aðalbjörg. |
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Þetta eru stórar og miklar samkomur, landsfundarfulltrúar koma alls staðar að af landinu, enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi getur fyllt Laugardalshöllina eða sett á svið viðlíka sýningu.
Þetta verður varla fundur mikilla átaka. Nýr varaformaður verður kosinn, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Það er orðin hefð í flokknum að hafa karl sem formann en konu sem er frekar á uppleið sem varaformann. Hingað til hefur konan samt ekki náð formannssætinu sjálfu.
Það er heldur ekki búist við því að einhver sérstök mál valdi átökum. Eftir tvennar kosningar á einu ári eru Sjálfstæðismenn tiltölulega sáttir við stjórnarsamstarfið við VG og Framsóknarflokkinn – að minnsta kosti finnst þeim ekki að nú sé tími til að rugga bátnum. En það vita þeir sem hafa komið nærri landsfundum að innan málefnanefnda er unnið heilmikið starf og stundum hart tekist á.
Það sem vekur helst athygli í dagskránni er að Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, ávarpar landsfundinn á besta tíma, klukkan 13.45 á sunnudaginn, á sama tíma og kosning formanns og varaformanns stendur yfir. Flokkurinn þráir heitt að komast aftur til valda í Reykjavík. Eyþóri veitir kannski ekki af því heldur að fá smá vind í bakið, því skoðanakönnunins sem birtist í Viðskiptablaðinu í gær mældi Samfylkinguna stærsta í Reykjavík og að núverandi meirihluti héldi nokkuð örugglega.
Hér er svo auglýsing um landsfundinn sem birtist í Morgunblaðinu í dag. |
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson spilaði 140. landsleikinn í dag þegar Ísland tapaði fyrir Pólverjum, 91-61, á Evrópumótinu í Finnlandi. Logi telur frammistöðu liðsins í dag þó ekki vera þá verstu á landsliðsferlinum.
„Mér fannst við vera rosalega flottir í byrjun. Byrjuðum leikinn af miklum krafti og mér leið mjög vel fyrir hönd liðsins og hélt að þetta yrði leikurinn sem við myndum virkilega springa út. En það er eitthvað sem gerist, þegar seinni hálfleikurinn byrjar að þá erum við bara ekki tilbúnir, svipað og á móti Grikkjunum og þá kemur einhver lægð yfir okkur og róteringarnar í vörninni eru hægar og þá refsa bara þessi lið,“ sagði Logi.
Boltinn sem notaður er á mótinu hefur verið mikið gagnrýndur og segir Logi að hann hafi aldrei áður spilað með svo lélegan bolta á ferlinum.
„Ég hef aldrei spilað með svona hræðilegan bolta á ferlinum. Ég hef passað mig á að ræða þetta ekki mikið því maður á ekki að vera að hugsa um hluti sem maður getur ekki stjórnað. En þetta eru ekki bara við, við erum að sjá hjá hinum liðunum að þetta er að skjótast út um allan völl og hann spýtist mikið af spjaldinu ef maður notar spjaldið og það er mjög óvanalegt með körfubolta og ég hef aldrei séð þetta áður. |
„Hún er í rauninni margfalt fórnarlamb,“ segirKatrín Oddsdóttirlögmaður, um spænsku konuna sem dæmd var í 12 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn kókaín þrátt fyrir að dómari tæki sögu hennar, að hún hafi verið neydd til verksins, trúanlega.
Konan sagði frá því að hún hafi verið neydd til þess að flytja inn um 433 grömm af kókaíni af tveimur mönnum frá Spáni. Mennirnir gengu meira að svo langt að troða pakkningum af kókaíni upp í leggöng hennar.
Athygli vakti að saga konunnar var tekin trúanleg, en samt var hún dæmd í 12 mánaða fangelsi. Í dómsorði var styrkleiki kókaínsins notaður til þess að ákvarða refsinguna.
Katrín segir mál af þessu tagi vera afar erfið. „Hún er neydd til þess að flytja efnin inn og í raun beitt ofbeldi við það að troða efnunum inn í líkama hennar. Ofan á þetta þarf hún að sitja inni heillengi. Hversu sanngjarnt er það?“
Katrín vill að löggjafinn bregðist við til að reyna að verja fólk sem lendir í svona aðstöðu. „Svona mál eru oft erfið. Ef svona athæfi verður gert refsilaust þá eykst hvatinn til þess að flytja efni inn á þennan hátt. Þetta er ekki alltaf svart og hvítt eða klippt og skorið. En í þessu máli virðst allir sammála um að taka sögu konunnar trúanlega. Þess vegna hefði mátt skoða einhverja aðra lausn. Því þarna er kona sem er beitt misbeitingu og nauðung, það getur eiginlega ekki orðið skýrara.“
Katrín bendir ennfremur á að áhugavert væri að skoða aðstæður í nágrannalöndunum og hvort þar fyrirfinnist betri vörn fyrir fórnarlömb í málum sem þessum. |
Úrsit eftir forkeppni í fjórgangi ungmenna á Norðurlandamótinu
Tvö íslensk ungmenni unnu sér þáttökurétt í úrslitum í fjórgangi á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Bergrún Ingólfsdóttir í A úrslit og Skúli Þór Jóhannsson í B úrlsit.
Hér er staðan eftir forkeppni.
A-Final
01 076 Oda Ugland [YR] / Norway Hárekur frá Vindási [IS1999184949] 7,03
PREL 7,1 (1) 7,2 (1) 6,8 (3) 7,2 (1) 6,7 (1)
02 004 Bergrún Ingólfsdóttir [YR] / Iceland Gellir frá Árbakka [IS1996186718] 6,77
PREL 6,7 (2) 6,7 (3) 6,9 (2) 6,9 (2) 6,7 (1)
02 068 Elise Lundhaug [YR] / Norway Hvinur frá Holtsmúla 1 [IS1997186699] 6,77
PREL 6,7 (2) 6,9 (2) 7,2 (1) 6,7 (3) 6,5 (3)
04 025 Helena Krogen Adalsteinsson [YR] / Sweden Seth fra Nøddegården [DK1994107391] 6,53
PREL 6,6 (4) 6,6 (4) 6,4 (7) 6,7 (3) 6,4 (4)
05 032 Julia Lindmark [YR] / Sweden Svipur frá Mosfellsbæ [IS1997125125] 6,40
PREL 6,6 (4) 6,3 (7) 6,3 (10) 6,7 (3) 6,2 (10)
05 061 Alexandra Jonassen [YR] / Norway Raukur från Austre [SE1996107194] 6,40
PREL 6,4 (7) 6,1 (8) 6,4 (7) 6,6 (7) 6,4 (4)
B-Final
07 105 Thomas Vilain Rørvang [YR] / Denmark Þeyr frá Akranesi [IS1998135027] 6,33
PREL 6,3 (9) 6,0 (11) 6,5 (6) 6,5 (8) 6,2 (10)
08 014 Skúli Þór Jóhannsson [YR] / Iceland Þór frá Ketu [IS2001157053] 6,30
PREL 6,4 (7) 6,0 (11) 6,6 (5) 6,2 (9) 6,3 (7)
08 053 Katie Brumpton [YR] / Finland Bjartur frá Mosfellsbæ [IS2000125160] 6,30
PREL 6,0 (14) 6,4 (5) 6,4 (7) 6,1 (10) 6,4 (4)
10 067 Cassandra Westlie [YR] / Norway Erpur fra Brenno [NO1999106257] 6,27
PREL 6,3 (9) 6,4 (5) 6,7 (4) 6,0 (12) 6,1 (13) |
Hildur Guðnadóttir var í dag tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða afhent í febrúar.
Hildur er ein af fimm sem eru tilnefnd til þessara verðlauna og eina konan á listanum. Einnig eru tilnefndir þeir Alexandre Desplat fyrir Little Women, John Williams fyrir Star Wars: The Rise og Skywalker, Randy Newman fyrir Marriage Story og frændi hans Thomas Newman fyrir 1917. Þetta er nokkuð svipaður listi og á Golden Globes hátíðinni sem fór fram fyrr í þessum mánuði. Williams kemur inn fyrir Daniel Pemperton sem gerði tónlistina fyrir Motherless Brooklyn. Hildur vann þau verðlaun og þykir því til alls líkleg þann 9. febrúar næstkomandi þegar verðlaunin verða veitt. Þetta er hennar fyrsta Óskarsverðlaunatilnefning en karlarnir sem eru með henni á listanum hafa samtals fengið 100 tilnefningar og níu verðlaun. Þar er John Williams með um helming. Hildur er sjötti Íslendingurinn til að fá tilnefningu en gæti orðið fyrst til að vinna. Jóhann Jóhannsson var tilnefndur á árinu 2015 og 16 fyrir kvikmyndatónlist, Friðrik Þór Friðriksson fyrir bestu erlendu myndina árið 1991, Björk Guðmundsdóttir fyrir besta lagið árið 2000 og þeir Rúnar Rúnarsson og Þórður Snær Sigurjónsson fyrir bestu leiknu stuttmyndina árið 2005. Þetta eru þó ekki einu verðlaunin sem Hildur hefur verið tilnefnd til en á eftir að veita. Í lok mánaðar kemur í ljós hvort hún fái Grammy verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl og í byrjun febrúar hvort hún fái Bafta verðlaun fyrir tónlistina í Joker. |
Korkur: smasogur
Titill: Blóðdropi II - tólfti hluti
Höf.: Kalya
Dags.: 5. febrúar 2009 17:33:01
Skoðað: 222
,,Hvert eigum við að fara? Ég get ekki farið heim! Foreldrar mínir eru týndir eitthverstaðar og mig langar heldur ekki að fara til þeirra. Hvað með þína?’’ Valbrá sparkaði harkalega í stein.
,,Þau urðu úti uppi á fjöllum og hafa ekki fundist síðan. Ég er líka sá síðasti í minni ætt, báðar ömmurnar og afarnir dánir, á engin systkin og bæði mamma og pabbi voru einkabörn.’’
Hún yppti öxlum.
,,Ég á systur…eða mamma mín á systur. Hún er víst dálítið skrýtin, var miðill en skipti yfir í hálfgerðan sálfræðing og sá til þess að mamma hélt geðheilsunni, þegar ég varð fimm ára hætti hún sem sálfræðingur og hvarf bókstaflega. Ég er samt ekki viss um að það hafi tekist alveg að hjálpa mömmu, hún var dálítið trekkt á taugum, greyið’’
Honum varð rifjað upp orð Krumma.
,,Valbrá, er allt í lagi? Þú breyttist svo rosalega í gær. Þú hagar þér öðruvísi og lítur líka öðruvísi út, ekki mikið samt, það er bara eins og hárið á þér hafi dökknað!’’ hann kemur laust við síða lokkana sem voru grófir eins og á útigangsketti, eftir að hafa þvegið það með ódýrri handsápu árum saman.
,,Nei, það er ekkert í lagi en ég má ekki segja’’ hún brosir barnalega og valhoppar á undan honum eins og hamingjusamur hundur. Þegar hann nær henni snarstansar hún og lítur alvarleg á hann. Grá augu hans voru spyrjandi.
Hún hlær eins og í vímu.
,,Þú ert svo fallegur þegar þú ert svona fullorðinslegur’’
Hann reyndi að hunsa þá staðreynd að svona stórar skapsveiflur voru eitt merki um að manneskja sé dálítið tæp á geðheilsunni.
Svo róast hún niður eftir smástund og gengur inn á neðanjarðarlestarstöð.
,,Veistu, Snorri, þetta sem gerðist í gær. Það er ekkert á milli Krumma og mín’’ hún horfir skringilega á hann ,,en ekkert milli mín og þín heldur. Ég mun aldrei geta litið á nokkurn strák sem annað en vin. Við skulum bara vera
bestu
vinir.’’
Hún býst undir að draga hann inn í eina lestina en hættir við þegar hún sér að miðavörðurinn er þar að labba um.
Snorri varð fyrir svo miklum vonbrigðum að hann hefði getað grátið.
Næsta lest kom nákvæmlega sex mínútum seinna. Þau biðu eftir að hurðin opnaðist en gengu beint í flasið á stórvaxinni konu.
,,Afsakaðu’’ sagði Snorri. Konan leit af honum á Valbrá.
,,Valbrá?’’ æpti hún og greip hana í fangið. Valbrá virtist vita nákvæmlega hver þetta var því hún hló glaðlega.
,,Vabra? Ég trúi ekki að þú sért hérna!’’
Konan hló.
,,Ég heiti ekki Vabra, þú varst skírð eftir mér en þegar ég hitti þig síðast varstu svo lítil að þú gast ekki borið
Valbrá
almennilega fram. En til að rugla ekki strákinn máttu alveg kalla mig Vöbru’’ hún kreisti Valbrá fastar ,,hvað varð svo af pabba og systur minni?’’
Valbrá losaði sig úr fanginu á Vöbru og dró hana og Snorra inn í vagninn rétt áður en hurðirnar lokuðust.
,,Pabbi batt mig við herbergið mitt, kveikti í húsinu og stakk af með mömmu. Músin nagaði bandið í sundur svo ég slapp lifandi.’’
Hún virtist ekki hafa heyrt neitt sem Valbrá sagði um pabbann.
,,Er músin lifandi?’’ spurði hún og tók svo gapandi við litlu, hvítu verunni.
,,Já, greinilega’’ sagði Snorri.
Lestin stoppaði og óhugnalegur maður með kolsvart hár fyrir augunum gekk inn og settist eins langt frá þeim og hann gat.
,,Krúttið’’ hún strauk blíðlega yfir bleikleit eyrun og niður eftir hryggnum ,,er hún ekki orðin rosalega gömul?’’
,,Ja, ég veit það ekki, níu ára’’ sagði Valbrá eins og ekkert væri sjálfsagðara.
,,Finnst þér ekkert skrýtið hvað hún hefur lifað lengi?’’ spurði Vabra.
,,Nei, lifa mýs ekki svona lengi?’’
,,Nei, alls ekki! Þær lifa kannski þrjú ár ef þær eru mjög heppnar!’’
,,Er hún þá gölluð eða eitthvað?’’ Snorri virðir fyrir sér músina sem stendur á afturfótunum og þefar upp í loftið.
,,Það er eiginlega hægt að segja það, hún var tilraunamús og átti að geta dáið og lifnað við aftur og aftur til að gera tilraunir á henni auðveldari. Og þegar þeir þurftu ekki á henni að halda lengur fékk ég að eiga hana og að sjálfsögðu gaf ég fimm ára systurdóttur minni hana sem gæludýr, hún mundi lifa alveg þangað til þú værir búin að átta þig á gangi lífsins og þegar hún dæi mundirðu sætta þig betur við það en sjö ára barn myndi gera.’’
,,Tilraunamús? Varstu vísindakona eitthverntíman?’’ spurði Valbrá og tók við músinni og leyfði henni að labba upp handleggin á sér og koma sér fyrir á öxlinni.
Vabra byrjaði að hvísla.
,,Ekki kalla það vísindi, það háleynilegt starf sem ég er í og þessvegna er ég hér en ekki í heimabænum!’’
Maðurinn sem hafði komið inn í vagninn fyrir stuttu tók upp flösku og fékk sér stóran sopa og stakk henni síðan inn á sig aftur. Gömul, gráhærð kona um sextugt horfði á hann með hryllingi, henni grunaði hvern skuggalegan einstakling um morðið á eiginmanni sínum.
Þegar maðurinn sá hana sneri hann sér undan og ranghvolfdi augunum. Hann var komin með leið á að horfa á fólk bregðast við honum svona. Gat það ekki bara litið á hann sem venjulegan mann? Þá fengi hann frið.
Hann tók blað af sætinu við hliðina á sér og brosti yfir forsíðufréttinni. Ánægður kinkaði hann kolli.
Fín fyrirsögn
, hugsaði hann og flaskan kom aftur í ljós ,
ómannlegt.
Hann hafði aldrei litið á sjálfan sig sem mannlegan og þótti bara fyndið að sjá það svart á hvítu. Hann tók annan sopa af flöskunni.
Rosalega var augnaráð ljóshærðu konunnar með krökkunum pirrandi, það gat ekki verið að hún vissi hver…hvað hann var.
En þegar svört augun höfðu virt hann betur fyrir sér stökk hann á fætur og fór út á næstu stöð.
Vabra horfði reiðilega á eftir honum.
,,Hættu að snúa út úr, segðu bara við hvað þú vinnur!’’ biður Valbrá.
,,Fyrirgefiði, ég mátti ekki segja það með manninn þarna inni í vagninum.’’
Snorri og Valbrá líta hissa á hvort annað.
,,Hafið þið séð fréttina um morðið á manninum þarna, hvað hét hann? Ólafur?’’ spurði Vabra.
,,Já’’ sagði Valbrá á sama tíma og Snorri svaraði neitandi.
,,Þú veist þá væntanlega að flestir halda að eitthvað ónáttúrulegt hafi verið hér á ferð. Þau hafa rétt fyrir sér, ég var send til að eyða verunni. Ég vinn við að eyða þessu ónáttúrulega, vernda venjulegt fólk fyrir að vera drepið miskunnarlaust. Vera drepið af tilfinningalausum, viðbjóðslegum vampírum. Ég er stolt af því að hafa sent heilar tólf vampírur beint til helvítis! Ekki halda að ég sé geðveik, vampírur eru til og þær eru stórhættulegar varnarlausu fólki!’’
,,Ég trúi þér’’ sagði Valbrá dauf. Hjartað í henni hamaðist á fullu af hræðslu.
–
Minni líka á að síðan í undirskriftinni minni gefur ykkur aðgang að smá innliti í næstu kafla ;Þ
---
Svör
---
Höf.: Succubi
Dags.: 5. febrúar 2009 20:28:21
Atkvæði: 0
Geturu haldið áfram með hina söguna þína ? :D
Þessi er snilld líka. D:
---
Höf.: Kalya
Dags.: 5. febrúar 2009 20:41:31
Atkvæði: 0
Hmmm…hina söguna?
---
Höf.: Succubi
Dags.: 5. febrúar 2009 20:42:31
Atkvæði: 0
Þarna um Stjörnu. :D
---
Höf.: Kalya
Dags.: 5. febrúar 2009 20:43:50
Atkvæði: 0
Ouch! I dont belive this =o
Les í alvöru eitthver þessa sögu?
Sure I will ^^
Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég lyftist upp :D
---
Höf.: Succubi
Dags.: 5. febrúar 2009 20:49:00
Atkvæði: 0
Ég er búin að bíða leeengi eftir næsta kafla. X'D
---
|
Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram.
Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.
Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns
Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa.
„Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll.
Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.
Ekki svigrúm til að kalla til túlk
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar.
„Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“
Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða. |
611. Tillaga til þingsályktunar um rekstrarform Landsvirkjunar og innheimtu auðlindagjalds fyrir virkjunarréttindi.
Flm. : Sighvatur Björgvinsson, Ágúst Einarsson,
Jón Baldvin Hannibalsson.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í þeim viðræðum, sem nú eiga sér stað við Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ um framtíð Landsvirkjunar, verði þess farið á leit að skoðaðir verði kostir þess að Landsvirkjun verði breytt í hlutafélag. Í viðræðunum verði m.a. fjallað sérstaklega um eftirtalin atriði:
hvernig háttað skuli eignaraðild og eignarhlutdeild ríkisins og sveitarfélaganna tveggja að slíku hlutafélagi, þar á meðal hvernig farið skuli með þá eiginfjármyndun sem orðið hefur í fyrirtækinu umfram uppfært stofnfé sem arðgreiðslur til núverandi eigenda miðast við skv. 5. gr. gildandi laga um Landsvirkjun,
hvort ákvörðun um raforkuverð fyrirtækisins verði, með tilliti til yfirburðastöðu þess á raforkumarkaði, áfram háð mati hlutlauss aðila þótt því verði breytt í hlutafélag, sbr. ákvæði 2. mgr. 13. gr. gildandi laga um Landsvirkjun,
að núverandi eigendur skuli hafa forkaupsrétt að hlutafé sem kann að vera boðið til sölu í fyrirtækinu eftir að því hefur verið breytt í hlutafélag og við hlutafjáraukningu,
hvernig tryggja megi samþykki núverandi lánardrottna fyrirtækisins við því að því verði breytt í hlutafélag, en með núverandi rekstrarformi er ríkisábyrgð á skuldbindingum þess,
að skilið verði á milli þeirra virkjunarréttinda sem Landsvirkjun hefur þannig að fyrirtækið haldi þeim réttindum eftir breytinguna sem það hefur nú þegar nýtt til virkjana eða áformað er að nýta á næstunni, en niður falli réttindi til virkjana sem ekki eru áformaðar,
að eftirleiðis verði fyrirtækinu, svo og öðrum orkuöflunarfyrirtækjum, sem veitt verður heimild til virkjana með lögum frá Alþingi, gert að greiða íslenska ríkinu afgjald, auðlindagjald, fyrir virkjunarréttindin samkvæmt ákvörðunum sem Alþingi tekur hverju sinni við afgreiðslu slíkra virkjunarheimilda.
Greinargerð.
Fram hefur komið að sameignaraðilar ríkisins að Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær, hafa lýst áhuga sínum á að selja hlut sinn í Landsvirkjun og hafa forráðamenn sveitarfélaganna þegar átt viðræður við iðnaðarráðherra um málið. Ýmis álitamál munu koma upp í þeim viðræðum, svo sem hver sé sanngjarn eignarhlutur hvers og eins eiganda. Arðgreiðslur hafa miðast við uppfært stofnfé Landsvirkjunar en eigið fé fyrirtækisins vegna eignamyndunar í rekstri, sem m.a. hefur orðið til sakir framkvæmda sem beinar ríkisábyrgðir hafa staðið á bak við og aflað hefur verið fjár til með viðskiptum á landsvísu, nemur orðið miklu hærri fjárhæðum en uppfærðu stofnfé. Þá hlýtur að koma til álita í þessu sambandi hvernig verðleggja skuli virkjunarréttindi, sum nýtt en önnur ekki, sem Alþingi hefur veitt Landsvirkjun með lögum.
Einnig hafa komið fram hugmyndir um að fyrirtækinu verði skipt upp milli núverandi sameignaraðila sem taki hver að sér sína rekstrareiningu og reki sem sjálfstætt fyrirtæki í samkeppni við aðra um orkusölu og virkjanir. Þá hefur komið fram að vilji kunni að vera til þess hjá núverandi eignaraðilum að selja öðrum en sameignaraðilum sínum, svo sem sterkum innlendum fjárfestum, hlut sinn í Landsvirkjun eða hlut í nýju fyrirtæki eða fyrirtækjum verði Landsvirkjun leyst upp og stofnuð fleiri fyrirtæki á grunni hennar sem hvert um sig verði í eigu eins eða fleiri núverandi sameignaraðila til þess að byrja með.
Í þeim viðræðum, sem nú eru hafnar, hljóta einnig að koma til skoðunar önnur veigamikil efnisatriði, svo sem hvernig megi tryggja samþykki núverandi lánardrottna Landsvirkjunar við breyttu rekstrarfyrirkomulagi eða breyttri eignarhlutdeild en nú er ríkisábyrgð á lánum sem Landsvirkjun hefur tekið til framkvæmda á starfstíma sínum.
Verði valin sú leið að skipta Landsvirkjun upp í fleiri og smærri fyrirtæki, sem eigi síðan í samkeppni um virkjanir og orkusölu, hlýtur einnig að koma til skoðunar að ríkið, sem lögum samkvæmt þarf að veita virkjunarrétt með lögum frá Alþingi, hætti að veita svo verðmæt réttindi án endurgjalds, en með núgildandi fyrirkomulagi má segja að afgjald fyrir virkjunarréttindi komi fram í eignamyndun Landsvirkjunar svo fremi viðurkennt sé að sú eignamyndun, umfram uppfært stofnfé, teljist vera almannaeign. Verði önnur niðurstaða ofan á ætti öllum að vera ljóst að ekki kæmi til greina að úthluta áfram jafnverðmætum réttindum og virkjunarréttindi eru án endurgjalds og þá til eignamyndunar hjá takmörkuðum hópi, hvort heldur um væri að ræða lögaðila eða einstök sveitarfélög, og þá enn síður ef niðurstaðan verður sú sem vænst er, að hefja samkeppni milli fyrirtækja um virkjanir og orkusölu eins og hugmyndir hafa m.a. komið fram um frá sumum núverandi eignaraðila Landsvirkjunar og ýmsum öðrum.
Öll þau álitamál, sem hér hafa verið rakin, kæmu einnig til skoðunar og með sama hætti ef tekin væri sú stefna að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Miðað við yfirlýsingar forráðamanna sveitarfélaganna um vilja til þess að selja hlut sinn, jafnvel til þriðja aðila, væri sá kostur hins vegar miklu eðlilegri og nærtækari og meira í samræmi við þær breytingar, sem eru nú að verða í rekstri með aðild opinberra aðila á Íslandi, að breyta um rekstrarform Landsvirkjunar og gera hana að sjálfstæðu hlutafélagi í eigu þeirra aðila sem nú eru sameignaraðilar að Landsvirkjun. Eiga eignaraðilar eftir slíka breytingu auðveldara með að ráðstafa hlut sínum með sölu t.d. til sameignaraðila sinna eða þriðja aðila ef slíkt væri talið æskilegt. Slík formbreyting mundi einnig valda því að ríkisábyrgð á viðbótarskuldbindingum fyrirtækisins, svo sem vegna nýrra framkvæmda, kæmi ekki til, enda óeðlilegt að slík ábyrgð sé veitt sjálfstæðum rekstraraðila.
Með skuldbindingum Evrópska efnahagssvæðisins, EES, eru viðskipti með hlutabréf frjáls viðskipti og öllum heimil sem starfa á svæðinu. M.a. af þeim orsökum er eðlilegt að heimila í samþykktum félagsins að upphaflegir eignaraðilar, stofnhluthafar, fái forkaupsrétt að þeim hlutabréfum í félaginu sem kunna að verða boðin til sölu og með sama hætti hafi þeir forkaupsrétt ef hlutafjáraukning verður í fyrirtækinu. Er það þá sett í vald stofnhluthafanna hvort þeir vilja nýta sér forkaupsréttinn. Þar sem líkur benda til þess að verulegar fjárfestingar séu fram undan hjá Landsvirkjun sem kalla munu á útvegun mikils fjármagns er mjög líklegt að sú leið teldist ákjósanlegri að afla fjár til þeirra verkefna að einhverju leyti með aukningu hlutafjár en með erlendum lántökum einvörðungu. Sú leið er opin verði fyrirtækinu breytt í hlutafélag.
Landsvirkjun er langstærsta orkuöflunar- og orkusölufyrirtæki landsmanna. Með lögum frá Alþingi hafa fyrirtækinu verið veittar endurgjaldslaust miklar virkjunarheimildir sem fyrirtækið hefur aðeins nýtt að hluta. Verði fyrirtækinu breytt í hlutafélag er eðlilegt að það haldi þeim heimildum sem það hefur þegar nýtt og e.t.v. einnig þeim heimildum sem afráðið hefur verið að nýta á næstunni. Sjálfsagt er að skoða samfara breytingunum hvort ekki sé rétt að fella niður þær virkjunarheimildir sem Landsvirkjun hefur fengið frá Alþingi og ekki nýtt eða ekki stendur til að nýta alveg á næstunni og sama gildi um sambærilegar heimildir sem aðrir virkjunaraðilar hafa fengið sem eru eða geta orðið í samkeppni við Landsvirkjun um virkjanir og orkusölu frá virkjunum. Í framhaldi af því verði svo mörkuð sú stefna að virkjunarréttindi verði því aðeins veitt af Alþingi að gert sé ráð fyrir afgjaldi, auðlindagjaldi sem renni til hins opinbera, fyrir nýtingu náttúruauðlinda sem eru þjóðareign. Að sjálfsögðu kæmu áfram til bætur til landeigenda vegna virkjunarframkvæmda samkvæmt samkomulagi við virkjunaraðila hverju sinni.
Eins og alkunna er ber Landsvirkjun svo höfuð og herðar yfir aðra orkuframleiðendur á Íslandi að jafna má til einokunaraðstöðu á orkumarkaði. Af þeim sökum hafa ákvarðanir um orkuverð fyrirtækisins lotið þeirri meðferð að þær hefur þurft að bera upp við óháðan aðila, þ.e. Þjóðhagsstofnun, og fá samþykki hans og staðfestingu iðnaðarráðherra, sbr. 2. mgr. 13. gr. gildandi laga um Landsvirkjun. Þótt margt bendi nú til að áhugi sé á að aðrir aðilar hefji orkuframleiðslu og selji orku í samkeppni við Landsvirkjun, t.d. nú síðast Orkubú Suðurnesja með framleiðslu raforku frá gufuaflsstöð og jafnvel Reykjavíkurborg eða fyrirtæki á hennar vegum með raforkuframleiðslu frá gufuaflsstöð á Nesjavöllum, munu yfirburðir Landsvirkjunar á orkusölumarkaði áfram verða slíkir að jafna má við einokunaraðstöðu. Flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu telja því ekki rétt að fyrirtækið fái við þær aðstæður rétt til þess að ákvarða einhliða verð á raforku sem það framleiðir verði því breytt í hlutafélag. Í því sambandi má t.d. vísa til Bretlandseyja og þess háttar sem þar hefur verið hafður á þegar ríkisfyrirtækjum með einokunaraðstöðu eða yfirburðastöðu á markaði hefur verið breytt í hlutafélög. Verðákvarðanir þeirra hafa þá verið gerðar háðar samþykki óháðs matsaðila. Í b-lið þingsályktunartillögunnar er gert ráð fyrir að sambærileg leið verði valin hvað snertir ákvarðanir um orkuverð fyrirtækisins verði því breytt í hlutafélag og þær háðar samþykki óháðs matsaðila hvort svo sem hann verður áfram Þjóðhagsstofnun eða sjálfstæður aðili sem falin verði slík viðfangsefni þegar sambærilegar ákvarðanir koma til sögunnar ef ríkisfyrirtækjum með einokunaraðstöðu eða yfirburðastöðu á markaði verður breytt í hlutafélög eins og í ráði er að gera.
Flutningsmenn telja tímabært að hefja nú þegar athugun á þeim kosti að breyta Landsvirkjun í hlutafélag eins og hér er gerð tillaga um. Sú athöfn hefur marga kosti umfram það að halda áfram rekstri fyrirtækisins í núverandi mynd eða kljúfa það í fleiri sjálfstæð fyrirtæki í eigu opinberra aðila sem yrðu í samkeppni hvert við annað. Breytingin gefur eignaraðilum fleiri tækifæri en þeir hafa nú til þess að gera eignaraðild sína virka og til þess að efla fyrirtækið með aðild fleiri hluthafa ef þeir svo kjósa. Svo margir kostir fylgja slíkri breytingu á rekstrarformi Landsvirkjunar að sjálfsagt er að kanna málið og ræða það, ekki síst þar sem flest álitaefnin eru þau sömu og munu hvort eð er koma upp í viðræðum ríkisins og sveitarfélaganna tveggja um breytingar á eignaraðild í óbreyttu rekstrarformi.
Sá kostur að breyta Landsvirkjun í hlutafélag er t.d. líklega mun vænlegri en að kljúfa fyrirtækið í smærri einingar því að slíkt mundi að öllum líkindum leiða til tvívirkni og meiri stjórnunarkostnaðar auk þess sem æskilegt er, a.m.k. ef ráðast á í stórar virkjanir, að varðveita sem best þekkingu og reynslu í fyrirtækinu og byggist m.a. á því að það er öflugt og hefur stóran hóp vísinda- og tæknimanna á sínum snærum. Í öðru lagi er auðveldara að leysa ýmis augljós ágreiningsefni milli núverandi eigenda um eignarhlutdeild og eignamat sé fyrirtækið gert að hlutafélagi þannig að eigendur fái hlutabréf í sinn hlut og ráðast verðmæti þeirra þá á markaði, fremur en með því að skipta félaginu upp eða leysa málin með þeim hætti að einhver einn eigandi, t.d. ríkið, leysi til sín eigarhlut hinna á samningsverði. Þriðji kosturinn við að breyta félaginu í hlutafélag er svo, eins og áður var nefnt, að þannig er mun auðveldara en nú að afla fjár til framkvæmda með því að leita eftir aukningu eigin fjár í fyrirtækinu fremur en að afla alls framkvæmdafjár með lántökum eins og verið hefur.
Stutt ágrip af sögu Landsvirkjunar.
Landsvirkjun var stofnuð með lögum frá Alþingi sem samþykkt voru 11. maí árið 1965. Stofndagur fyrirtækisins telst vera 1. júní það ár. Í ræðu ráðherra, Ingólfs Jónssonar, þegar hann fylgdi úr hlaði á Alþingi frumvarpi til laga um Landsvirkjun, kom fram að Akureyrarbæ hefði verið boðið að gerast stofnaðili ásamt ríkinu og Reykjavíkurborg. Bæjaryfirvöld á Akureyri reyndust hins vegar ekki hafa áhuga á að taka þátt í fyrirtækinu, enda höfðu orkuveitusvæði á landinu þá ekki verið samtengd eins og síðar varð. Hin einstöku byggðarlög og orkuveitusvæði höfðu meiri áhuga á að virkja í héraði en að gerast sameignaraðilar að einu orkuöflunarfyrirtæki. Stofnaðilar Landsvirkjunar voru því tveir, ríkið og Reykjavíkurborg, og átti hvor um sig helmingshlut í fyrirtækinu. Reykjavíkurborg lagði við stofnsamning fram eignir sínar í Sogsvirkjun og gufuaflsstöðinni við Elliðaár og var orkusvæði Landsvirkjunar á fyrstu árunum það svæði sem áður var tengt Sogsvirkjun. Ríkið lagði fram undirbúningsframkvæmdir og vatnsréttindi fyrir 210 MW virkjunar við Búrfell og ríkisábyrgð á lánum til hennar. Allar götur síðan hefur ríkið lagt fram ábyrgðir fyrir umsvifamikilli virkjunarstarfsemi félagsins. Fyrstu stóru viðfangsefni þess voru síðan virkjanirnar miklu í Þjórsá sem tengdust byggingu álvers við Straumsvík. Með stofnun fyrirtækisins hófust stórvirkjanir á íslenskri vatnsorku.
Á áttunda áratugnum var hafin samtenging orkuveitusvæðanna á landinu með lagningu byggðalínu og breyttust þá viðhorf í orkuöflunarmálum. Árið 1978 óskaði stjórn Laxárvirkjunar eftir heimild frá eigendum fyrirtækisins, ríki og Akureyrarbæ, til þess að hefja samninga við Landsvirkjun um sameiningu eða samvinnu fyrirtækjanna. Niðurstaða viðræðnanna var sameining og í lok febrúarmánaðar 1981 var undirritaður nýr sameignarsamningur um Landsvirkjun milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Samningurinn tók gildi um mitt ár 1983 og þá bættust við Landsvirkjunarkerfið virkjanir í Laxá, jarðgufustöð í Bjarnarflagi og dísilstöð á Akureyri ásamt orkuveitum á þessum svæðum. Eignarhlutföll voru ákveðin þannig að ríkið skyldi vera eigandi að 50% í fyrirtækinu, Reykjavíkurborg að 44,525% og Akureyrarbær að 5,475%. Framlag var metið sem stofnfé og samið um að arður til eigenda skyldi á hverjum tíma miðaður við uppfært stofnfé sem nú er talið nema um 2 milljörðum kr. Eigið fé fyrirtækisins sem orðið hefur til við virkjanaumsvif fyrirtækisins er talið hafa verið röskir 26 milljarðar kr. í árslok 1994.
Frá og með sameiningunni 1983 og eftir samtengingu allra orkuveitusvæða landsins fyrir tilstilli byggðalínu, sem Landsvirkjun sér nú um rekstur á, er landið allt orðið orkuöflunarsvæði Landsvirkjunar og allar meginvirkjanir og orkuflutningsveitur eru á hennar vegum. Lögum samkvæmt skal heildsöluverð á raforku frá Landsvirkjun til almenningsveitna vera hið sama frá öllum sölustöðum Landsvirkjunar. Stærsti kaupandi raforku frá Landsvirkjun er Íslenska álfélagið hf. og aðrir stórir orkukaupendur eru Íslenska járnblendifélagið hf. og Sementsverksmiðjan og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi. Stærstu almenningsveitur, sem kaupa raforku frá Landsvirkjun, eru Rafmagnsveitur ríkisins og Rafmagnsveita Reykjavíkur en Orkbú Vestfjarða kaupir einnig raforku frá Landsvirkjun.
Stjórn Landsvirkjunar er tilnefnd af eigendum í hlutfalli við eignaraðild þeirra og starfar til fjögurra ára í senn. Stjórnarformaður er Helga Jónsdóttir og framkvæmdastjóri Halldór Jónatansson. |
Forsætisráðherra frétti það fyrst á blaðamannafundi að forsetinn hygðist staðfesta lög um veiðigjöld. Hann telur æskilegt að synjunarvald forsetans verði undir við endurskoðun stjórnarskrár en segist leggja meiri áherslu á auðlindaákvæði.
Eftir ákvörðun sína um staðfestingu laga um veiðigjöld sendi forsetinn frá sér frá sér þessa yfirlýsingu.
Þar segir forsetinn að lögin feli ekki í sér grundvallarbreytingu á nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en kveði á um tímabundnar greiðslur til ríkisins, það er sköttum vegna nýtingar. Að vísa lögum af því tagi í þjóðaratkvæði væri svo afdrifaríkt fordæmi að víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagningar.
Þarna er forsetinn að segja, skattamál eru ekki heppileg mál í þennan farveg.
Frétti fyrst af ákvörðun forsetans gegnum fjölmiðla
Forsætisráðherra frétti fyrst af ákvörðun forsetans gegnum fjölmiðla eftir blaðamannafundinn á Bessastöðum. „Ég hafði ekki verið í sambandi við forsetann eða fulltrúa hans," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Talsvert fleiri skoruðu á forsetann að beita 26. gr. stjórnarskrár nú en árið 2004 þegar hann beitti 26. gr. í fyrsta sinn og synjaði fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar. Núna voru alls 35 þúsund manns sem skoruðu á forsetann. Ef hugtakið „gjá milli þings og þjóðar,“ er mælikvarði á fjölda, svo notað sé orðalag forsetans sjálfs, er sú gjá svo sannarlega til staðar nú. Varð þetta Halldóri Baldurssyni hugleikið í teikningu dagsinsí Fréttablaðinu, en þar sveiflar forsetinn sér í gervi Tarsan yfir hina margumræddu gjá með forsætisráðherrann í fanginu. Væntanlega í gervi Jane.
Bent hefur verið á að beiting 26. gr. stjskr. sé í raun undirorpin geðþótta eins manns, þ.e forseta Íslands. Þorsteinn Pálsson fullyrti í fréttum Stöðvar 2 í gærað forseti Íslands hefði ekki verið samkvæmur sjálfum sér í beitingu þessa valds þar sem hann hefði alltaf valið nýjar og nýjar röksemdir fyrir beitingu þess.
En hvað segir forsætisráðherra? Er hann þeirrar skoðunar að það sé æskilegt að þetta vald sé í höndum eins manns?
Forsætisáðherra segir að taka verði með í reikninginn að forsetinn sé þjóðkjörinn og heimild hans til beitingar á 26. gr. verði að skoða í því ljósi.
„Hann er þjóðkjörinn og það veitir honum sterka stöðu gagnvart þjóðinni ólíkt kóngafólki eða forseta sem er bara kjörinn af þinginu. Við verðum að hafa það í huga þegar við skoðum áhrif hans en þetta verður eflaust skoðað við endurskoðun stjórnarskrárinnar,“ segir Sigmundur Davíð um endurskoðun 26. gr.
Aðspurður segir hann þó þessa grein stjórnarskrárinnar ekki í forgangi við endurskoðun hennar og nefnir ákvæði um auðlindir í þjóðareign í því samhengi. |
„Maður fær svo margháttaðar upplýsingar frá andlitum fólks, sér þar fegurð og liti, skapfestu,“ segir segir bandaríski málarinn Elizabeth Peyton, sem átt hefur talsverðan þátt í að blása nýju lífi í portrett-málverkið síðastliðinn aldarfjórðung. Þessi heimskunna listakona opnaði á dögunum sýningu í Kling & Bang, sem nefnist Universe of the World Breath.
Elisabeth Payton er einn af þekktari myndlistarmönnum sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum. Hún reis til metorða um miðjan 10. áratuginn og vakti ekki síst athygli fyrir portrett-myndir sem hún málaði í fígúratívum stíl, sem var á þeim tíma áberandi frávik frá hinu ríkjandi abstrakt-málverki. Sjálf segist hún þó ekki gera mikinn greinarmun þarna á milli
„Ég hugsaði aldrei út í það á þann hátt. Mig langaði alltaf að búa til myndir af fólki, að mála málverk, listaverk. Það var ekki annað hvort eða því ég tel fígúratíva myndlist búa yfir mörgu óhlutbundnu. Ef hún gerir það ekki er hún ekki ýkja góð. Hvað sem því líður þá hugsa ég það ekki þannig.“
Hún segist hrífast af því hve mikið af heiminum ratar í andlitið á persónunni. „Eins og tímarnir sem við lifum á, í ákvörðunum sem viðkomandi tók og enda í andlitinu; hver vitundin er og hver afstaðan er. Það ræðst svo mikið af þeim tímum sem þau lifa. Mér fellur vel að svona mikið af upplýsingum fylgi mönnunum. Það virðist vera tilfallandi en er það ekki. Það ræðst af ótal ákvörðunum.“
Málar ekki fólk frægðarinnar vegna
Viðfangsefni Peyton eru margvísleg en í gegnum tíðina hefur hún meðal annars málað myndir af þekktum leikurum, poppstjörnum, stjórnmálamönnum og kóngafólki. Hún segist þó ekki mála myndir af fólki af því að það er frægt.
„Fólkið sem ég mála myndir af er mér mikill innblástur; svo að það snýst um að vita hvað það fæst við. Það eru aðallega listamenn, fólk sem skapar hluti sem hjálpa mér. Mér finnst ég ekki mála frægðar- eða kóngafólk. Ég bregst við því sem fólk gerir og ef það er þekkt í krafti þess þá er það ágætt. En það er ekki vegna frægðar þess að mig langar að gera af því mynd.“
Á skjön við samtímann
Þótt þetta sé fyrsta sýning Peyton á Íslandi hefur hún oft heimsótt landið áður en hún er vinkona hjónanna Ragnars Kjartanssonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Ragnar man vel þegar hann kynntist verkum hennar í fyrsta sinn. „Ég kynntist verkum hennar fyrst þegar ég var í Listaháskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar. Ég man að þessi verk höfðu djúp áhrif á mig. Ég var í málaradeildinni og hugsaði: vá, þetta má, þetta er hægt,“ segir Ragnar í viðtali við Menninguna. „Það var viðhorf í verkum hennar sem var á skjön við samtímann, en samt var líka fullt af samtímanum og mikil ást á honum. Svo kom mannkynssagan inn í þetta og bókmenntirnar, þetta er svo mikið sambland af fréttamynd og eilífðinni. Hún algjörlega heillaði mig og ég held að hún hafi ýtt mér af stað í pælingar sem urðu svo minn ferill og það sem ég hef haft að segja í listinni. Það er mjög mikið undir áhrifum frá henni.“
Ragnar Kjartansson.
Það sætir tíðindum að jafn þekkt listakona og Peyton haldi sýningu á Íslandi, hvað þá í listamannareknu rými eins og Kling & Bang. „Það er alveg magnað og sýnir hvað við eigum góða listamannarekna senu á Íslandi og hvað Kling & Bang hefur gott orð á sér. Þetta er staður þar sem frábærar sýningar eru settar upp og allt gert í botn, segir Ragnar.“ Sjálf segir Peyton að það hafi ekki verið erfitt að sannfæra hana um að halda sýningu í rýminu. „Nei, alls ekki. Það er sönn ánægja. Ef ég get ekki gert svona er nokkuð varla þess virði að gera. Þetta er það sem ég trúi á.“ |
Njarðvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta þegar þeir fá ÍR-inga í heimsókn í Ljónagryfjuna.
Njarðvíkurliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki liðanna í einvíginu og kemst því áfram með sigri í kvöld.
Þetta yrði þá í fyrsta sinn í fimm ár sem Njarðvíkingar ná að sópa andstæðingi út úr úrslitakeppninni en það gerðist síðast hjá þeim á móti Haukum vorið 2014.
Njarðvík vann fyrsta leikinn 76-71 í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem liðin mætast aftur í kvöld. Síðasti leikur var í Seljaskólanum og hann vann Njarðvíkurliðið með fimmtán stiga mun, 85-70.
Það er orðið langt síðan sópurinn var í höndum Njarðvíkinga í úrslitakeppninni og það sóp frá 2014 er líka eina sóp liðsins í síðustu ellefu úrslitkeppnum.
Njarðvíkingar geta aftur á móti náð sínu 22. sópi í sögu úrslitakeppninni í kvöld sem er það mesta sem eitt félag hefur náð í 35 ára sögu úrslitakeppni KKÍ.
ÍR-ingar gera örugglega allt sem þeir geta til að sleppa við sópinn í kvöld og fá um leið annað tækifæri á heimavelli sínum í Efra-Breiðholtinu á föstudaginn kemur. ÍR hefur sex sinnum verið sópað út úr úrslitakeppninni síðast á móti Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2017.
Komist Njarðvíkingar í undanúrslit verður það í fyrsta sinn síðan vorið 2009 að KR-ingar eru ekki fyrsta félagið til að tryggja sig inn í undanúrslit úrslitakeppninnar. KR hefur verið fyrsta liðið inn í undanúrslitin undanfarin níu ár.
Fyrsta liðið inn í undanúrslitin síðustu ár:
2018 - KR (Íslandsmeistari)
2017 - KR (Íslandsmeistari)
2016 - KR (Íslandsmeistari)
2015 - KR (Íslandsmeistari)
2014 - KR (Íslandsmeistari)
2013 - KR (Undanúrslit)
2012 - KR (Undanúrslit) og Grindavík (Íslandsmeistari)
2011 - KR (Íslandsmeistari)
2010 - KR (Undanúrslit)
2009 - Grindavík (2. sæti)
2008 - Keflavík (Íslandsmeistari)
Flest sóp í sögu úrslitakeppni karla 1984-2018:
Njarðvík 21
KR 16
Keflavík 14
Grindavík 10
Snæfell 6
Stjarnan 3
Skallagrímur 2
Tindastóll 2
Haukar 1
ÍR 1
KFÍ 1
Sóp Njarðvíkinga á þessari öld
Átta liða úrslit 2014
Njarðvík 3-0 Haukar {88-84, 88-84, 81-77}
Átta liða úrslit 2007
Njarðvík 2-0 Hamar/Selfoss {79-75, 86-60}
Átta liða úrslit 2006
Njarðvík 2-0 ÍR {77-67, 78-76}
Átta liða úrslit 2004
Njarðvík 2-0 Haukar {100-61, 104-61}
Átta liða úrslit 2003
KR 0-2 Njarðvík {87-90, 95-97}
Lokaúrslit 2002
Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}
Undanúrslit 2001:
Njarðvík 3-0 KR {89-84, 96-95 (87-87), 112-108 (94-94)}
8 liða úrslit 2000:
Njarðvík 2-0 Hamar {85-61, 86-80} |
Tillaga til þingsályktunar um átak til endurvinnslu og endurnýtingar á pappír.
Flm. : Árni R. Árnason, Ísólfur Gylfi Pálmason.
Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að beita sér fyrir átaksverkefni um endur vinnslu og endurnýtingu pappírs sem fellur til hér á landi.
Greinargerð.
Lagt er til að umhverfisráðherra verði falið að undirbúa og hrinda í framkvæmd átaks verkefni sem hafi það að markmiði að hafin verði endurvinnsla pappírs sem til fellur hér á landi til nýtingar innanlands.
Að undanförnu hefur farið fram mikil almenn umræða um umhverfismál og stöðu þeirra hér á landi. Einkum hefur athyglinni verið beint að útstreymi gróðurhúsalofttegunda enda skammt liðið frá lokum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto. Flutningsmönnum sýnist hins vegar full ástæða til að athyglinni verði einnig beint að öðrum þáttum þessa víð feðma málaflokks.
Í opinberum gögnum hefur komið fram að hérlendis falli árlega til pappír sem nemi um 30 þús. tonnum. Af upplýsingum OECD um pappírsnotkun okkar Íslendinga og nokkurra grannþjóða okkar á síðustu árum má draga þá ályktun að hún kunni að fara vaxandi hér á landi. Sérstaka athygli vekur að litlum hluta notaðs pappírs er safnað til endurnýtingar hérlendis, eða einungis um 30% þess sem til fellur. Hlutfallið er miklu hærra hjá flestum grannþjóðum okkar og er t.d. yfir 40% í Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eina leiðin til að pappír verði safnað og verð fáist fyrir hann sem hráefni til endurvinnslu er og hefur verið að senda hann utan. Verðið sem þannig fæst er nú of lágt til að söfnun og flutningur borgi sig. Þá er einnig umhugsunarvert að sá litli hluti pappírs sem safnað er hér á landi fer alls ekki allur til endurvinnslu og endurnýtingar. Mikill hluti hans er ýmist urðaður eða brenndur án þess að orkan frá brennslunni sé nýtt.
Af framansögðu draga flutningsmenn þá ályktun að auka megi söfnun pappírs sem til fell ur hér á landi og þó einkum að tryggja megi að stærri hluti hans verði endurunninn og endur nýttur. Flutningsmenn telja ástæðu til að athugað verði hvort endurvinnsla pappírs hér á landi geti orðið arðbær. Því leggja flutningsmenn til að:
- Greitt verði fyrir athugunum á tæknilegum og fjárhagslegum forsendum söfnunarkerfis og endurvinnsluverksmiðju.
- Hvatt verði til söfnunar og skila. Opinberar stofnanir hafi forgöngu um að flokka og safna pappír til endurvinnslu. Þessu má koma á með fyrirmælum stjórnvalda. Leggja flutningsmenn til að athugað verði hvort til þess þurfi lagaboð eða hvort einfaldari fyrir mæli dugi til. Slík fyrirmæli voru í gildi í Danmörku um nokkurt árabil.
- Athugað verði hvort rétt væri að banna urðun og brennslu endurvinnanlegs pappírs eða endurnýtanlegra efna almennt. |
Sjávarútvegsráðherra segir að nýjar mælingar á þorskstofninum bendi til þess að hægt sé að auka kvótann. Hann segir að nú sé hægt að taka út þær innistæður sem byggðar hafi verið upp með aðhaldi undanfarin ár.
Hafrannsóknastofnun kynnti í morgun niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór í mars. Ekki hefur mælst meira af þorski á miðunum síðan 1985 og stofnvísitala þorsks hefur hækkað fimm ár í röð. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir þetta mjög góðar fréttir.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Ég held að við séum að fá hér uppskeruna af því að hafa tekið ábyrgt á málum undanfarin ár og ekki látið það eftir okkur að, að veiða meira en aflaregla og ráðgjöf gaf okkur heimild til að gera, jafnvel þó að erfitt árferði væri í landinu. Sú freisting var auðvitað mikil á árinu 2009 þegar við settum aflaregluna aftur í samband að leyfa meiri veiðar og það hefði komið sér vel þá, en nú erum við sem sagt að, að taka út á innistæðurnar sem við höfum myndað með því að byggja stofninn upp.
Þorskkvótinn er nú 177 þúsund tonn en Steingrímur segir þessar fréttir benda til þess að hægt sé að auka hann.
Steingrímur J. Sigfússon: Jú, auðvitað gerum við okkur núna vonir um það að þetta þýði áframhaldandi aukningu. Við tókum inn aukningu í fyrra og með sama áframhaldandi eru auðvitað 200 þúsund tonnin í sjónmáli en, en það er of snemmt að nefna tölur.
Steingrímur segir að fréttirnar hafi einnig áhrif á þá umræðu sem átt hefur sér stað um nýtt kvótafrumvarp.
Steingrímur J. Sigfússon: Ja, það léttir auðvitað róðurinn með þær breytingar því að, að, að þá er meira til skiptanna í þessum verðmætasta stofni okkar og það ætti að gera öllum auðveldara að, að, að taka á sig það sem breytingunum er samfara. Þannig að eiginlega hvernig sem á þetta er litið þá eru þetta góðar fréttir. Þær eru svo góðar að ég held að enginn geti snúið út úr þeim, hversu fúll sem hann er. |
Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði Kristianstad, fór fyrir liðinu í 37-29 sigri gegn Lugi í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þónokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku og þýsku úrvalsdeildunum í handbolta.
Ólafur skoraði ellefu mörk úr 13 skotum í leiknum en Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk úr hægri skyttunni og Arnar Freyr Arnarsson bætti þremur við af línunni. Kristianstad er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 20 leiki.
Þá var Ágúst Elí Björgvinsson einnig í eldlínunni í liði Sävehof sem vann 25-24 sigur gegn Ödderud. Ágúst varði þrjú af þeim tólf skotum sem hann fékk á sig í leiknum. Sävehof er í fjórða sæti sænsku deildarinnar með 26 stig, einu stigi frá Skövde sem er í öðru sæti og átta stigum frá toppliði Kristianstad.
Bjarki Már hafði betur í Íslendingaslagnum
Íslendingar voru einnig í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Füchse Berlín unnu nauman 26-25 sigur gegn Erlangen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, í dag.
Bjarki Már skoraði fimm marka Füchse í leiknum sem er eftir sigurinn í 5. sæti deildarinnar með 26 stig. Erlangen er í 10. sæti með 16 stig.
Þá skoraði Arnór Þór Gunnarsson eitt mark fyrir Bergishcer sem vann 25-22 sigur gegn Hannover-Burgdorf. Bergischer er í 8. sæti þýsku deildarinnar með 21 stig. |
90% erlendra ferðamanna sem komu til Reykjavíkur síðastliðið sumar töldu reynslu sína af höfuðborginni góða eða frábæra. Einungis 7% töldu sig hafa sæmilega reynslu og enginn hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum.
Langflestir, 92% töldu Reykjavík örugga borg og 86% sögðu hana hreina. Sundlaugar í Reykjavík og heilsurækt ýmis fær góða einkunn en náttúra og náttúruskoðun er sem fyrr það sem helst dregur útlendinga hingað. Og dagsferðir af ýmsu tagi eru vinsælar og þykja góðar. Æ fleiri erlendir ferðamenn skoða söfn í höfuðborginni. Rösklega þriðji hver erlendur gestur kvaðst hafa gert það í sumar auk þess sem um sjötti hver sótti listviðburði ýmsa.
Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferðamálaráðs: Þessar tölur fara alveg fram úr björtustu vonum okkar en sýna það að þær áherslur sem Reykjavíkurborg hefur lagt á samtvinna ferðaþjónustu og menningarstefnu er að skila sér í því að fólk kemur hingað, nýtur lífsins, er ánægt þegar það fer og ber okkur vel söguna úti í heimi. Og það finnum við líka að er að gerast.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði fyrir höfuðborgarstofu. Spurðir voru rösklega 2.000 erlendir ferðamenn. Í símakönnun IMG Gallup í haust þar sem spurðir voru 1.400 íbúar í Reykjavík frá 16 ára aldri til áttræðs og tæplega 54% svöruðu kom fram mikil ánægja með starfsemi menningarstofnana í höfuðborginni. 96,5% gesta Borgarbókasafnsins voru ánægðir með það, meira en 92% voru ánægð með Listasafn Reykjavíkur og nærri 93% lýstu ánægju með Árbæjarsafn, minjasafn Reykjavíkur. Gestir menningarstofnana Reykjavíkurborgar á síðastliðnu ári voru um ein milljón, þar af kom á sjöunda hundrað þúsunda í Borgarbókasafnið.
Stefán Jón Hafstein: Þetta er auðvitað stórglæsilegur árangur hjá menningarstofnunum okkar að 90 borgarbúa skuli vera ánægðir með þær. Það er stöðug sókn hjá öllum okkar stofnunum og aðsóknin, milljón manns á einu ári, sýnir það að fólk hefur mikið hingað að sækja. |
Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng.
Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta.
Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni.
Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi.
Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna.
Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála. |
Tónlistarmaðurinn Böðvar Reynisson, oftast kallaður Böddi Reynis og kenndur við hljómsveitina Dalton, er því gífurlega þakklátur að Elvis er á lífi. Hann skilaði sér loksins heim þreyttur og grannur en í góðu standi.
Margir urðu miður sín við brottför Elvisar, enda ekki við öðru að búast. Hver elskar ekki Elvis? En Elvis kom heim á endanum, ekki til Graceland heldur í Samtúnið. Þess má geta að Elvis er heimilisköttur Böðvar og fjölskyldu.
Elvis kom ekki heim til sín í febrúar og eigandinn Böddi auglýsti yfir Elvis sínum með öllum tilbækum ráðum sem ekki báru árangur fyrr en 17 dögum seinna þegar Sunneva Tómasdóttir hringdi og sagði Elvis vera hjá sér.
En Elvis hafði augljóslega lent í ævintýrum á þessu tímabili og sagan flækist. Köttur Sunnevu Tómasdóttur, Simbi, hafði einnig týnst í febrúar og þrátt fyrir mikla leit ekki fundist. Á endanum fékk Sunneva símtal frá hjónum í Kópavoginum sem höfðu tekið inn kött sem snerist villtur í hringi, lesið á hálsólina, hringt í upplýsingarnar sem þar voru gefnar, þ.e. númer Sunnevu og upplýst hana að Simbi væri fundinn. Og þá kemur að snúningnum í sögunni.
Dulafullt mál
Sunneva rýkur að sjálfsögðu af stað að ná í kisu sína en sér strax að hér er alls ekki um Simba að ræða þótt vissulega sé hálsólin hans. Hún gerir það sem eðlilegt má teljast og leitar til Fésbókarinnar, finnur auglýsinguna eftir Elvis og hringir í Bödda. Enginn skýring er á hvers vegna Elvis, sem þótt ótrúlegt megi virðast, týndist sama dag og Simbi, fannst með hálsól Sima í Hamraborginni.
Auðvitað varð Böddi himinlifandi við að fá Elvis en eftir sitja margar spurningar. Hver skipti um hálsólar á Elvis og Simba? Hvað gekk viðkomandi til? Er um lélegan húmor að ræða? Allavega má benda viðkomandi á að slíkt athæfi er hvorki skondið né skemmtilegt.
Sem betur fer rataði Elvis heim á endanum, grannur, ólarlaus skítugur og hræddur.
Hér má sjá upplýsingar þá sem sem hafa áhuga á hvort og þá hvar fólk telur hinn Elvis vera. |
Ástandinu í efnahagslífinu verður mótmælt á morgun. Þetta er fimmti laugardagurinn í röð þar sem slík mótmæli eru boðuð.
Þetta eru reyndar sjötti laugardagurinn í röð þar sem þessi mótmæli eru boðuð og þeim hefur fjölgað stöðugt sem að hafa tekið þátt í þeim. Hörður Torfason er sá sem að skipuleggur þetta.
Aðalbjörn Sigurðsson: Átt þú von á fjölmenni á morgun?
Hörður Torfason, skipuleggjandi mótmæla á Austurvelli: Gríðarlegu. Ég er búinn að heyra frá fólki utan af landi og ég bara segi takið þið rútu og stuðið í bæinn og verið með allavega helmingnum af borgarbúum hér.
Aðalbjörn: En um síðustu helgi þá urðu svona átök eftir fund hjá ykkur, þið voruð búin að slíta fundi, hvað finnst þér um það?
Hörður Torfason: Mér finnst það leiðinlegt og ég er búinn að leggja nótt við dag þessa viku að ræða við aðila sem að ég vissi að stóðu á bak við þetta og fá þá til að halda sín mótmæli annars staðar, þetta eru friðsamleg mótmæli og þeir sem að vilja halda mótmæli geri það en ekki á okkar kostnað sem að hér eru, fjölskyldufólk, börn og fleira, hér eru friðsamleg mótmæli, það er alveg á hreinu.
Aðalbjörn: Þannig að engin læti á morgun?
Hörður Torfason: Engin læti á morgun. Bara líf og fjör en ekkert ofbeldi og upphlaup, ekkert til í því.
Við minnum á það að þessi mótmæli hefjast hér klukkan þrjú á morgun og við munum að sjálfsögðu fylgjast með þeim. |
Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 6. maí sl., barst dóminum með bréfi Guðjóns Ástmundssonar lögmanns, skiptastjóra þrotabús Norðurslóðagáttarinnar ehf., þar sem hann vísaði til dómsins ágreiningi sem komið hafði upp við skiptin, með vísan til 2. og 4. mgr. 154. gr. og 171. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskiptio. fl. Kemur þar fram að sóknaraðili, sem var fyrirsvarsmaður Norðurslóðagáttarinnar ehf., hafi krafist þess að skiptum á þrotabúinu yrði lokið á grundvelli 163. gr., sbr. 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991, og lýst því að hafa náð samkomulagi við alla kröfuhafa utan Lögís- lögmennehf. Sóknaraðili hafi sagst myndu leggja fram tryggingu á fjárvörslureikning skiptastjóra til tryggingar þeirri kröfu, sem væri umdeild. Skiptastjóri hafi hafnað kröfu sóknaraðila með vísan til þess að ekki hefðu verið lagðar fram yfirlýsingar allra kröfuhafa um afturköllun krafna eða sönnun þess að þær væru fallnar niður, sbr. 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991.
Dómkröfur
Dómkröfur sóknaraðila eru þær aðallega að skiptastjóra varnaraðila verði gert að ljúka gjaldþrotaskiptum með vísan til 2. mgr. 154. gr. gjaldþrotaskiptalaga o. fl. nr. 21/1991, sbr.163. gr. sömu laga, gegn setningu tryggingar sóknaraðila fyrir kröfu Lögís- lögmanna í samræmi við 1. mgr. 163. gr. gjaldþrotaskiptalaga og afhend a sóknaraðila búið aftur til frjálsra umráða. Til vara er þess krafist að skiptastjóra verði gert að taka afstöðu til „eftirstandandi krafna“ án tafar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila að mati réttarins.
Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila að mati réttarins.
Málavextir
Með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra dags. 24. september 2019 var bú Norðurslóðagáttarinnar ehf. tekið til gjaldþrotaskipta og Daði Ingimagnsson lögmaður skipaður skiptastjóri í búinu. Sóknaraðili var framkvæmdastjóri og meðstjórnandi í félaginu. Innköllun til kröfuhafa var birt í fyrra sinni 30. september 2019.
Kröfulýsingafrestur rann út 30. nóvember 2019 og hafði þá 16 kröfum verið lýst.
Við upphaf skipta lýsti sóknaraðili því að hann hygðist ná samningum við alla kröfuhafa um afturköllun krafna og fá búið til frjálsra umráða. Í greinargerð skiptastjóra, sem er dagsett 30. apríl sl., kemur fram að níu af sextán kröfum hefðu verið afturkallaðar og fjórar aðrar kröfur hefðu verið afturkallaðar með fyrirvara/skilyrt. Í upphafi aðalmeðferðar málsins 6. maí sl. var lögð fram afturköllun á einni kröfu enn, en sú afturköllun er háð því skilyrði að þrotamaður greiði allan skiptakostnað. Aðila greinir áum meðferð þeirra krafna sem þá standa eftirog hvort skilyrði standa til að ljúka skiptum á grundvelli 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991.
Málsástæður og lagarök sóknaraðila
Sóknaraðili lýsir því að Norðurslóðagáttin ehf. hafi eingöngu verið í tímabundnum fjárflæðis vanda þegar það var tekið til skipta. Félagið hafi m. a. verið þátttakandi í verkefnum styrktum af Evrópusambandinu. Honum sé brýnt að fá félagið sem fyrst leyst undan gjaldþrotaskiptum til að bjarga þeim verðmætum sem lögð hafi verið í verkefnin.
Samningaviðræður við kröfuhafa hafi gengið vel hjá sóknaraðila og fljótlega hafi nánast allar kröfur verið greiddar upp eða afturkallaðar, utan kröfuríkisskattstjórasem nú hefur þó verið greidd, kröfu Lögís- lögmanna ehf. og skilyrtrar kröfu ESB sem hafi verið lýst löngu eftir að frestur til kröfulýsingar hafi verið liðinn. Eftir standi kröfur sóknaraðila.
Sóknaraðili kveðst hafa fengið styrktargreiðslu frá ESB greidda til sín persónulega, gegn því að veita persónulega ábyrgð fyrir því að verkliðir sem hann beri faglega ábyrgð á yrðu unnir. Hann hafi veitt persónulega ábyrgð gegn greiðslu styrks vegna tiltekins verkefnis til sín og nýtt greiðsluna til hagsbóta fyrir kröfuhafa, þ. e. til greiðslu krafna þeirra.
Krafa Lögís- lögmannaehf. sé til komin vegna vinnu lögmanns fyrir Norðurslóðagáttina ehf. Lögmaðurinn hafi rekið fjögur dómsmál fyrir félagið og sóknaraðili greitt fyrir það umsamið gjald og meira til. Þó hafi Lögís- lögmenn ehf. lýst kröfu upp á tæpar 17 milljónir króna í þrotabúið en sóknaraðili mótmælt kröfunni. Sóknaraðili hafi, í samningsumleitunum, boðið greiðslu hluta kröfunnar og einnig veð í fasteign til tryggingar henni en kröfuhafinn ekki samþykkt það.
Sóknaraðili kveðst ítrekað hafa krafist skiptaloka eftir 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991, og formlega með bréfi dags. 20. mars sl. Skiptastjóri hafi hafnað því og sóknaraðili því krafist þess að málið yrði lagt fyrir dóm.
Sóknaraðili kveðst aðallega byggja á því að skiptalok eigi að fara fram samkvæmt 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991 þannig að sóknaraðili fái þrotabúið aftur til frjálsra umráða gegn framlagningu fullnægjandi tryggingar fyrir umdeildri kröfu Lögís-lögmanna ehf., og eftir atvikum seint fram kominnar kröfu ESB, ef svo ólíklega vilji til að á þærkröfur reyni. K rafa ES B sé of seint fram komin en sóknaraðili hafi þegar veittsambandinupersónulega ábyrgð fyrir greiðslum til sín. Þá verði lögð fram upphæð inn á fjárvörslureikning skiptastjóra sem mæti eftirstæðum kröfum ef einhverjar verði.
Fyrir liggi að allar kröfur hafi ýmist verið afturkallaðar eða séu fallnar niður utan kröfu E S B, kröfu Lögís- lögmanna ehf. og eigin krafna sóknaraðila. Krafa ESB sé of seint fram komin gagnvart félaginu en sé þó tryggð með persónulegri ábyrgð sóknaraðila auk þess sem sóknaraðili muni leggja fram tryggingu fyrir greiðslu hennar verði hún tekin til greina við skiptin. Krafa Lögís- lögmanna ehf. sé tilhæfulaus en þó verði reiðufé lagt á fjárvörslureikning skiptastjóra til tryggingar henni. Ó tækt sé að þrotamanni sé gert að greiða tilhæfulausar og ólögmætar kröfur til þess eins að sanna að þær séu fallnar niður í skilningi 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991. Skiptalok geti farið fram samkvæmt 2. mgr. 154. gr. laganna leggi sóknaraðili fram fullnægjandi tryggingu á fjárvörslureikning skiptastjóra til þess að mæta hinni verulega umdeildu kröfu Lögís- lögmanna ehf., sbr. 163. gr. sömu laga en í ákvæðinu sé ekki áskilið að skiptalok þurfi að hafa orðið með tilteknum hætti.
Verði ekki fallist á aðalkröfu sóknaraðila um skiptalok á grundvelli 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991, krefst sóknaraðili þess að skiptastjóra varnaraðila verði gert að taka afstöðu til fyrirliggjandi krafna án tafa rog vísað til 1. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991.
Nú sésvo komið að eftir standi aðeins umdeild og tilhæfulaus krafa Lögís- lögmanna ehf. ásamt kröfu ES B sem hafi verið lýst allt of seint og sé að auki skilyrt að því leyti að allur kostnaður félagsins komi til frádráttar henni, verði hún samþykkt af skiptastjóra.
Um málskostnað vísar sóknaraðili til 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá er einnig byggt á því að skiptastjóri varnaraðila hafi sýnt af sér svo mikið tómlæti að rétt sé að varnaraðila verði gert að greiða sóknaraðila málskostnað, sbr. b-lið 1. mgr. 131. gr. sömu laga.
Málsástæður og lagarök varnaraðila
Varnaraðili kveður rétt að sóknaraðili hafi frá upphafi lýst því að hann hygðist greiða lýstar kröfur eða eftir atvikum ná samningum við kröfuhafa um afturköllun krafna og ná fram skiptalokum eftir 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991. Í skýrslutöku hjá skiptastjóra þann 15. október 2019 hafi sóknaraðili sagt helstu kröfuhafa félagsins vera sýslumanninn á Norðurlandi eystra, Íslandsbanka og Lífeyrissjóð verslunarmanna. Miklir hagsmunir væru í húfi vegna verkefna er félagið væri aðili að og styrkt væru af Evrópusambandinu. Greiðslur vegna þeirra væru væntanlegar að því gefnu að verkefni þessi yrðu unnin af hálfu félagsins.
Skiptastjóri hafi kynnt kröfuskrá sína á skiptafundi þann 16. desember 2019. Við skiptin hafi verið lýst 16 kröfum. Skiptastjóri hafi samþykkt tvær forgangskröfur en ekki tekið afstöðu til almennra krafna og eftirstæðra, þar sem ekki hafi verið talið líklegt að upp í þær greiddist við skiptin. Þá hafi skiptastjóri skipað kröfu Lögís- lögmanna ehf. í flokk almennra krafna, án þess að afstaða væri tekin til hennar að öðru leyti.
Skiptastjóra hafi borist afturkallanir vegna níu krafna og afturkallanir fjögurra annarra krafna með fyrirvara. Í skýrslutöku skiptastjóra þann 24. febrúar 2020 hafi sóknaraðili verið inntur eftir því hvaðan hann hefði fengið fjármuni til að greiða tilteknar kröfur. Hann hafi tjáð skiptastjóra að bróðir hans hefði aðstoðað. Engar greiðslur hefðu borist vegna framangreindra verkefna fyrir ESB og hann hefði ekki tilkynnt viðsemjendum félagsins um að greiðslur vegna þeirra ættu að berast annað.
Skiptastjóra hafi svo borist tölvupóstur 11. mars 2020 frá Alfred Wegener stofnuninni í Þýskalandi, þar sem fram hafi komið að stofnunin hefði greitt fyrirframgreiðslur til Norðurslóðagáttarinnar ehf. á árinu 2019 og myndi krefja þrotabúið um endurgreiðslu þeirra. Um væri að ræða greiðslu á 118.354,58 evrum þann 3. desember 2019 og 61.003,87 evrum þann 4. desember 2019. Upplýsingar sem sóknaraðili hafi veitt stofnuninni um móttakanda greiðslna hafi gefið til kynna að móttakandi væri félagið en greiðslur hafi farið inn á reikning sóknaraðila. Stofnunin hafi lagt til að rift yrði öllum samningum við varnaraðila og sagt sóknaraðila hafa brugðist trausti.
Vísað er til þess í greinargerð að ekki hafi verið afturkölluðk rafa ríkisskattstjóra, sem nú hefur verið afturkölluð með fyrirvara, krafa Lögís- lögmanna ehf. og krafa sem sóknaraðili sjálfur hafi lýst þann 2. mars 2020. Þá liggi ekki fyrir hvort deilt sé um afstöðu skiptastjóra til tiltekinnar kröfu, sem hafi verið lýst sem veðkröfu og kröfueigandi ekki fallist á afstöðu skiptastjóra um að kröfunni skyldi skipað í flokk almennra krafna, án þess að afstaða væri tekin til hennar aðöðru leyti. Sú krafa sé s amkvæmtframsali dags. 1. mars 2020 eign sóknaraðila.
Skiptastjóra hafi borist kröfulýsing Evrópusambandsins að fjárhæð 151.883 evrur vegna atvika sem urðu eftir að búið var tekið til skipta. Skiptastjóri hafi í fyrstu vísað kröfunni frá þar sem hún hafi borist óundirrituð í tölvupósti. Því hafi verið lýst yfir að vænta megi frekari krafna frá ESB vegna vanefnda Norðurslóðagáttarinnar ehf.
Þá hafnar varnaraðili staðhæfingum sóknaraðila um óeðlilegan drátt á skiptameðferð.
Varnaraðili vísar til þess að aðalkrafa sóknaraðila sé í ósamræmi við reglur réttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað, sbr. d-lið 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991 en trygging vegna kröfu Lögís lögmanna ehf. hafi ekki verið lögð fram af hans hálfu. Ekki sé getið um fjárhæð tryggingarinnar, fyrir hvaða tíma sóknaraðili hyggist setja hana og á hvaða formi. Í kröfunni felist beiðni um álit dómstóls um lögfræðilegt efni og það stríði gegn 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála.
Varnaraðili kveðst hafna því að heimilt sé að ljúka skiptum á þrotabúinu skv. 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991. Kröfur Lögís- lögmanna ehf. og ESB hafi ekki verið afturkallaðar og sóknaraðili ekki lagt fram sönnun þess að þær séu fallnar niður, sbr. 2. mgr. 154. gr. laganna. Staðhæfingar sóknaraðila um óréttmæti þeirra skipti að mati varnaraðila engu. Kröfurnar séu enn til staðar og ekki verði leys túr ágreiningi um þær í þessu máli. Framlagning tryggingar af hálfu sóknaraðila til efnda kröfu Lögís- lögmanna ehf. teljist ekki sönnun þess að hún sé afturkölluð eða niður fallin, sbr. 2. mgr. 154. gr. Þá er vísað til þess að hluti krafna hafi verið afturkallaðar með fyrirvara sem ekki séu uppfylltir. Hlutverki skiptastjóra ljúki við skiptalok í þrotabúi og eftir það hafi skiptastjóri engar heimildir til reksturs dómsmáls fyrir hönd þrotabús vegna ágreinings sem uppi séum viðurkenningu á lýstri kröfu.
Varnaraðili mótmælir varakröfu sóknaraðila um að skiptastjóra verði gert að taka afstöðu án tafar til eftirstandandi krafna og vísar til þess að í bréfi skiptastjóra til héraðsdóms, dags. 3. apríl 2020 hafi þeim ágreiningi ekki verið vísað til dómsins. Ekki sé heimilt að taka til meðferðar héraðsdóms aðrar kröfur en þær er skiptastjóri hafi lýstí bréfi sí nu til héraðsdóms, sbr. 3. tl. 1. mgr. 171. gr. laga nr. 21/1991. Af þeim sökum beri að hafna varakröfu sóknaraðila.
Varnaraðili mótmælir málskostnaðarkröfu sóknaraðila og sérstaklega tilvísun sóknaraðila til b-liðar 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991.
Um málskostnaðarkröfu vísar varnaraðili til 129. gr. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 og um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun til laga nr. 50/1988.
Niðurstaða
Aðalkrafa sóknaraðila er sú að skiptastjóra varnaraðila verði gert að ljúka gjaldþrota-skiptum með vísan til 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 163. gr. sömu laga, gegn setningu tryggingar sóknaraðila fyrir kröfu Lögís- lögmanna ehf. í samræmi við 1. mgr. 163. gr. laganna, og afhenda sóknaraðila búið aftur til frjálsra umráða.
Samkvæmt 2. mgr. 154. gr. laga nr. 21/1991 skal skiptum lokið ef þrotamaðurinn leggur fram, eftir lok kröfulýsingafrests, yfirlýsingar allra þeirra sem lýst hafa kröfum um að þeir afturkalli þær eða þrotamaðurinn sannar að þær séu fallnar niður. Skal skiptastjóri þá, samkvæmt 3. mgr., afhenda þrotamanninum þær eignir þrotabúsins sem hann hefur undir höndum, enda sé kostnaður af skiptunum greiddur áður.
Í ákvæðinu eru talin skilyrði þess að þrotamanni verði afhentar þær eignir þrotabúsins sem skiptastjóri hefur undir höndum. Verður það aðeins gert séu þau uppfyllt að öllu leyti og breytir ákvæði 163. gr. laganna engu þar um. Fyrir liggur að ekki hafa allar lýstar kröfur verið afturkallaðar eða þrotamaður sannað að þær séu fallnar niður. Þegar af þeirri ástæðu er aðalkröfu sóknaraðila hafnað.
Til vara krefst sóknaraðili þess að skiptastjóra verði gert að taka afstöðu til þeirra krafna sem eftir standa, án tafar.
Í 1. mgr. 171. gr. laga nr. 21/1991 segir að ef ágreiningur rís um atriði við gjaldþrota-skipti, sem mælt er fyrir um í lögunum að skiptastjóri skuli beina til héraðsdóms til úrlausnar, svo og ef skiptastjóri telur þörf úrlausnar héraðsdóms um önnur ágreiningatriði sem upp koma við gjaldþrotaskipti, skuli hann beina kröfu um það til héraðsdóms. Samkvæmt ákvæðinu koma ágreiningsefni aðeins til kasta dómstóla að frumkvæði skiptastjóra. Ágreiningsefni því, sem varakrafa sóknaraðila lýtur að, var ekki beint til dómsins með bréfi skiptastjóra dags. 3. apríl sl. Er kröfunni því vísað frá dómi.
Eftir úrslitum málsins, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skal sóknaraðili greiða varnaraðila 400.000 krónur í málskostnað.
Árný Hervarsdóttir settur héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Úrskurðarorð :
Hafnað er kröfu sóknaraðila, Ástþórs Guðjónssonar, um að skiptastjóra varnaraðila, þrotabús Norðurslóðagáttarinnar ehf., verði gert að ljúka skiptum á varnaraðila eftir reglum 2. mgr. 154. gr., sbr. 163. gr. laga nr. 21/1991 og afhenda sóknaraðila búið til frjálsra umráða gegn greiðslu til tryggingar á kröfu Lögís- lögmanna ehf.
Kröfu sóknaraðila, um að skiptastjóra verði gert að taka afstöðu til þeirra krafna sem eftir standa án tafar, er vísað frá dómi.
Sóknaraðili greiði varnaraðila 400.000 krónur í málskostnað. |
Gísli Marteinn Baldursson, fráfarandi borgarfulltrúi, tók ákvörðun um að hætta eftir að Páll Magnússon, útvarpsstjóri hvatti hann til að stíga til hliðar.
Gísli talaði um ráðningu sína til Sjónvarpsins í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. En eins og greint var frá í vikunni mun Gísli stjórna pólitískum umræðuþætti á sunnudögum í vetur. Mun hann láta af störfum sem borgarfulltrúi í kjölfarið og hætta afskiptum af pólitík.
(Úr þættinum Bakaríinu á Bylgjunni)
Gísli Marteinn Baldursson: Páll einfaldlega bjallaði í mig vegna þess að hann og hann bara sagði mér það beint út, hann sá bara hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil alveg síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að hringja í mig og spyrja hvort að ég væri með einhverjar góðar hugmyndir að einhverjum mönnum. Og ég var búinn að nefna allskonar nöfn hérna sem að ég taldi að væru góð í þetta. En þeir voru aldrei alveg fyllilega sáttir og svo bara á laugardaginn þá hringir hann í mig og segir, "heyrðu ég veit að þú ert búinn að vera pæla í hérna þessari pólitík núna. Það eru mikil illindi fram undan og svona, er þetta ekki bara rétti tímapunkturinn fyrir þig til þess að stíga til hliðar og koma í Sjónvarpið og stýra þessum þætti?" .
Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi mun taka sæti Gísla í borgarstjórn. En þau hafa starfað saman í umhverfis- og skipulagsráði. Ástæðan fyrir því að Hildur fékk sætið er sú að Jórunn Frímannsdóttir, varaborgarfulltrúi ákvað að gefa ekki kost á sér. |
Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir.
Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni.
Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn.
Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH.
„Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen.
„Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið. |
Hinn nýkjörni forseti gekk þá til forsetastóls og ávarpaði deildina með þessum orðum:
Jeg þakka starf það, er mjer hefir verið falið á hendur, og vil jafnframt leyfa mjer að bjóða velkomna hina nýju þingmenn, sem hjer taka sæti.
Það er kunnugt, að hjer í næsta sal hefir Alþingi reist merki tveim mönnum. Er annar þeirra Jón forseti, er markaði á sinn skjöld: Aldrei að víkja; en hinum megin er Magnús Stephensen, er markað hafði á sinn skjöld: Festina lente, er merkir: Kapp er best með forsjá. Það hefir verið vilji vor hjer um undanfarin ár að láta efri deildina vera forsjálnina hjer á þingi. Það hefir verið mikið um það deilt, hvort betra væri að hafa þingið tvískift eða í einu lagi, en reynslan hefir ávalt sýnt, að í hinni stóru málstofu hefir kappið oft fengið að ráða, en forsjálnin setið að stjórn í efri deild, og vildi jeg segja það, um leið og jeg býð hina nýju menn velkomna, að vjer höfum reynt af vorum litla mætti að láta þetta verða svo, að þjóð vorri mætti verða fyrir bestu.
Þá ljet forseti ganga til kosningar um fyrri varaforseta.
Kosningin fór svo, að
Guðmundur Ólafsson hlaut 5 atkv.
Halldór Steinsson 4 atkv.
Guðjón Guðlaugsson 2 atkv. og Hjörtur Snorrason 1 atkv., en 1 seðill var auður.
Var kosningin því endurtekin. Hlaut þá kosningu
Guðmundur Ólafsson, 1. þm. Húnv. , með 7 atkv. Halldór Steinsson hlaut 6 atkv.
Því næst ljet forseti fara fram kosningu annars varaforseta.
Fór kosningin á þessa leið:
Karl Einarsson hlaut 6 atkv. og
Halldór Steinsson 5 atkv., en
2 seðlar voru auðir.
Var því kosningin endurtekin, og urðu úrslitin hin sömu, sem við fyrstu kosningu.
Fór þá fram bundin kosning milli þeirra Karls Einarssonar og Halldórs Steinssonar, og fór enn á sömu leið.
Lýsti forseti þá yfir því, að kjörinn væri annar varaforseti
Karl Einarsson, þm. Vestm., með 6 atkv.
Þessu næst voru kosnir skrifarar deildarinnar, að viðhafðri hlutfallskosningu.
Einn listi var borinn fram, með nöfnum tveggja manna, eða jafnmargra og kjósa skyldi, og lýsti forseti þá rjett kjörna skrifara deildarinnar, en þeir voru þessir:
Sigurður Hjörleifsson Kvaran, 2. þm.
S.-M., og
Hjörtur Snorrason, 5. landsk.þm. |
Þess er minnst á Bíldudal í dag að 70 ár eru liðin frá Þormóðsslysinu þegar vélbáturinn Þormóður fórst og með honum 31 maður. Þar af voru 22 frá Bíldudal.
Þormóður var notaður við strandsiglingar og kom við á Bíldudal og Patreksfirði og tók þar fjölda farþega áður en haldið var áleiðis til Reykjavíkur. Aftakaveður brast á á suðurleiðinni og heyrðist síðast til skipsins síðla kvölds daginn eftir, 17. febrúar og var þá mikill leki kominn að því. Talið er að það hafi farist við Garðsskaga þá um nóttina. Þetta er eitt mannskæðasta sjóslys Íslandssögunnar og að því leyti átakanlegra en mörg önnur að þarna fór tíundi hver maður úr einu litlu plássi. 24 karlmenn voru um borð, 9 konur og eitt barn. Jakob Hjálmarsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, predikar við guðsþjónustu í Bíldudalskirkju í dag þar sem þessa atburða verður minnst. Jakob er sjálfur Bílddælingur.
Jakob Hjálmarsson, fyrrvernadi dómkirkjuprestur: Það urðu mikil vatnaskil hér á Bíldudal. Forystufólkið í, í atvinnurekstrinum og menningarlífinu hvarf og það tók langan tíma fyrir staðinn að jafna sig ef það hefur nokkurn tímann verið.
Jakob segir að mikill sársauki sé á bakvið minningarnar um slysið. Enn sé lifandi fólk sem man eftir því.
Jakob Hjálmarsson: Við aftur á móti sem að fæddumst til þess að bera nöfn þessa fólks sem að fór, við munum þetta aðeins sem sorg foreldra okkar og fólksins í kringum okkur.
Jakob segir að aldrei hafi verið hægt að tala um þessa atburði nema með mjög almennum orðum.
Jakob Hjálmarsson: Og af því að það var ekki gert þá er eins og minningarnar hafi týnst þannig að jafnvel þegar langur tími var liðinn frá þá, þá voru ekki til nein orð til þess að orða þennan, þennan harm og þennan missi. Núna erum við aftur á móti kannski farin að geta rætt um þetta á eigin forsendum og við erum að reyna að meta þetta fyrir okkur hvað gerðist og hvernig þetta fór með fólkið okkar og hvaða áhrif þetta hafði á, síðan okkar líf og uppeldi. |
Fiskveiðar eru okkur Íslendingum hjartans mál og hafa verið frá ómunatíð. Og síðustu áratugina erum við langt í frá sammála um hvernig fiskveiðum skuli háttað. Kvótakerfið var lögleitt 1984 og takmarkaði það aðgengi að fiskiauðlindinni sem fram að því var óhindruð. Byggðist kerfið annars vegar á áformum um fiskvernd og hins vegar á tekjutilkalli þeirra útgerða sem voru fyrir. Litlar deilur hafa verið um fyrrnefnda atriðið en því mun meiri um hið síðara.
Úthlutun veiðiheimilda 1984 byggði á veiðireynslu áranna 1980-83. Síðari tíma útgerðarmenn hafa því sumir keypt veiðirétt af þeim sem voru svo „útsjónarsamir" að sækja sjóinn fyrrgreint tímabil. Þetta er augljós mismunun og hafa menn farið í mál en án árangurs. Íslenskir dómstólar hafa metið það svo að hagkvæmnisrök réttlæti takmarkað aðgengi að auðlindinni. Mannréttindanefnd SÞ komst aftur á móti að annarri niðurstöðu.
Hagkvæmni er vinsælt hugtak. Í því felst yfirleitt að stækka og/eða minnka kostnað. Hafa eitt fjall í stað margra hóla. Risinn ræður yfir meira fjármagni og nær forskoti í krafti stærðarinnar. Aðrir ráða sig í vinnu hjá risanum og læra að ganga í takt við hann. Risinn ræður öllu og líf annarra er háð hans dyntum og skapsveiflum. Ef hann dafnar fjárfestir hann í meiri hagræðingu, ef hann fellur verða allir undir. Risinn rís svo fyrstur á lappir. Þannig hefur hagræðingarhagfræðin reynst a.m.k. þessari þjóð. Þessi hagfræði er ágæt þegar menn framleiða sápur en þegar um er að ræða takmarkaða auðlind þjóðar getur hún verið stórvarasöm.
Hugtakið hagræðing er eins og hráviði í opinberum skýrslum um sjávarútveg. Landkynningar og ráðuneytisbréf um fiskveiðar eru full af sjálfshóli og yfirlýsingum um hagkvæmni í sjávarútvegi sem þakka á kvótakerfinu. Þetta hugtak, hagræðing, er réttlæting kerfisins. Enda því næst allar breytingar á löggjöf fiskveiða undirorpnar hagkvæmni, hvort sem það eru heimildir til framsals kvóta eða veðsetningar. Þar sem allt snýst um þennan ás þá hlýtur að vera búið að skilgreina hann vel og staðfesta aukna hagkvæmni frá 1984 og sér í lagi frá 1990 þegar kvótaframsalið var heimilað.
Hvað segja opinberar hagskýrslur um sjávarútveginn? Þær sýna hækkun á afurðaverði og aukna framlegð, hagræðingu sameiningar og gjaldeyrissköpun. En lítt er hirt um síminnkandi slagkraft sjávarbyggðanna, atgervisflóttann og atvinnumissi þeirra sem brenna upp í hagræðingunni. Fyrir utan þá smán margra bæjarfélaga að skarta stjórum sem hallmæla veiðileyfagjaldi og frjálsum handfæraveiðum í sömu andrá. Þannig mismuna sveitarstjórnamenn einkaframtakinu og tryggja væntanlega eigin framgang í leiðinni.
Þegar rýnt er í hagskýrslur má sjá að það er fiskvinnslan en ekki útgerðin sem eykur framlegð í sjávarútvegi. Það er hún sem hefur tæknivæðst en útgerðin beint afrakstrinum annað. Með öðrum orðum hefur hagkvæmni ekki átt sér stað í útgerð síðustu 20 árin. Skipakosturinn úreldist og æ færri leita sér menntunar til sjós. Öll þjóðin hefur þannig látið ljúga að sér.
Fylgismenn óbreytts kvótakerfis vara mjög við breytingum á sjálfvirkri úthlutun á veiðikvótum og segja þær ógna undirstöðum atvinnuvegarins. Engu að síður hefur markaðstorg kvótakerfisins fært einstaka aðilum auð vegna sölu almannagæða einungis vegna þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Þeir sem keyptu eru ígildi gríðarlegrar skuldsetningar en þeir sem fengu gjafabréfin stýra bæði framboði og eftirspurn. Þetta markaðstorg blómstrar fyrir þennan afmarkaða hóp undir árvissri ríkisvernd, aðrir þjóðfélagsþegnar fregna hagræðið af afspurn eða upplifa gegnum jólabónusa. Útgerðin búktalar fyrir heilu landshlutana. Svona happdrættisvinningar munu aldrei aftur verða í sögunni.
Stórútgerðirnar hafa hagnast gríðarlega á þeim 30 árum sem liðin eru frá gjafagjörningnum og einsýnt að valdasprotar þeirra eru djúptækir í íslensku samfélagi. Stórútgerðin er orðin að risa sem gín yfir Alþingi, sveitarstjórnum, öðrum hagsmunasamtökum, fyrirtækjum, fjölmiðlum, starfsmönnum, fjölskyldum og fólki. Skuggi hennar er alls staðar svo varla sést til sólar. Nennum við þessu mikið lengur? |
Aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið segir viðmælendurna í Brussel sýna því fullan skilning að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hægja á ferlinu. Þrátt fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé nóg að gera hjá íslensku samningamönnunum.
Ríkisstjórnin samþykkti á mánudag að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Í því felst að hlé verður gert á vinnu við að móta samningsafstöðu um sjávarútveg og landbúnað og ekki verður kallað eftir ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í tengslum við viðræðurnar. Það er ekki þar með sagt að aðildarviðræðurnar liggi niðri.
Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands um ESB: En svo eru aðrir kaflar, 16 kaflar eða 18 kaflar öllu heldur, sem að eru opnir og þar er ýmis tæknileg vinna og mikil tæknileg vinna og þar getum við haldið áfram okkar samtölum og vinnu með viðmælendum okkar hjá Evrópusambandinu í framhaldi [...]. Þannig að það er engu að síður nóg að gera í sjálfu sér.
Stefán Haukur mun meðal annars hitta fulltrúa allra aðildar- og umsóknarríkja ESB á fundi í Dublin á næstu dögum. Samningahóparnir starfa líka áfram eftir efnum og ástæðum, bætir hann við. En hvaða viðbrögð hefur aðalsamningamaðurinn fengið í Brussel við ákvörðun ríkisstjórnarinnar?
Stefán Haukur Jóhannesson: Viðmælendur okkar í Evrópusambandinu sýna þessu fullan skilning og í einhverjum tilvikum kemur þeim ekki á óvart og þetta hefur gerst í öðrum tilvikum hjá ríkjum sem hafa staðið í samningaviðræðum að hægt hefur verið eitthvað á málum í aðdraganda kosninga. |
Mun meira hefur verið að gera í ferðaþjónustu hér á landi miðað við þær væntingar sem gerðar voru til sumarsins. Íslenskir ferðamenn eru kröfuharðari viðskiptavinir en erlendir ferðamenn. Þá er sumstaðar skortur á starfsfólki til að anna eftirspurn.
Sumarleyfistíminn stendur nú sem hæst og landsmenn virðast ætla að fylgja tilmælum um að ferðast innanlands í sumar í stað þess að ferðast út fyrir landsteinana. Sumarið hefur víða verið mun líflegra en vonir stóðu til. Íslendingar haga sér almennt öðruvísi á ferðalögum en erlendir ferðamenn.
„Þeir eru kröfuharðari. Þeir vilja hlutina svolítið hratt. Það þarf meiri mannskap til að þjónusta þá. En neikvæði hlutinn er að tekjurnar eru miklu miklu minni. Það er verið að selja þjónustuna langt undir kostnaðarverði. Þó að það sé mikið líf og fjör og mikið að gera þá er þetta ekki eitthvað sem getur gengið til langtíma.“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðssofu Norðurlands.
Frumkvöðlar horfið á braut
Greinar innan ferðaþjónustunnar hafa þurft að aðlaga sig að breyttri kauphegðun. Til að mynda hafa bílaleigur þurft að bjóða í auknum mæli upp á húsbíla og ferðabíla og stóla frekar á langtímaleigur á bílum frekar en skammtímaleigur til erlendra ferðamanna að sögn Arnheiðar. Þá hafi ferðaþjónustufyrirtæki sem eru sérhæfð í þjónustu við erlenda ferðamenn frekar horfið á braut og frumkvöðlar þurft að hætta rekstri.
Miklar uppsagnir og samdráttur var í vor innan ferðaþjónustunnar, en nú stendur háannatíminn yfir með aukinni aðsókn í þjónustu og gistingu.
Hefur fólk alveg haft burði til að taka á móti þessum fjölda?
„Nei þar nefnilega liggur stóri vandinn núna. Við höfum fengið það mikið af gestum að fyrirtækin ráða ekki við að veita alla þá þjónustu sem þau hafa kannski búnað eða húsnæði til að veita af því að það vantar mannskap í vinnu,“ segir Arnheiður.
Íslendingar hjarðdýr á ferðalögum
Svo virðist sem ákveðnir staðir njóti heldur meiri vinsælda meðal ferðalanga en aðrir. Í því samhengi nefnir Arnheiður staði eins og Akureyri, Mývatn, Siglufjörð og Húsavík á Norðurlandi, Stuðlagil á Austurlandi og margir sem hafa lengi stefnt á Vestfirði hafa látið verða að því í sumar. Þá njóta baðstaðir víða um land mikilla vinsælda auk þess sem margir fari í hvalaskoðun.
Markaðsstofur landshlutanna tóku höndum saman við auglýsingastofuna Tjarnargötuna og settu upp vefinn Upplifðu.is. Þar er hægt að skipuleggja innanlandsferðalög með gagnvirkum hætti. Vefurinn er umfangsmesta samstarfsverkefni sem markaðsstofurnar hafa tekið sér fyrir hendur.
„Íslendingar eru mjög duglegir við að sækja á sömu staðina og staðir komast í tísku og menn færa sig svolítið á milli. Þetta er verkfæri til að sýna þessa minna þekktu hluti eða litlu hluti og sýna önnur svæði heldur en venjulega og líka til að fá menn til að dvelja lengur á hverjum stað.“ segir Arnheiður.
Upphaflega stóð til að setja upplýsingaveituna saman með erlenda ferðamenn í huga en vegna fjárskorts tóku Markaðsstofurnar við verkefninu og aðlöguðu að fyrirliggjandi eftirspurn á innanlandsmarkaði.
„Þetta verkfæri á vonandi að breyta ferðahegðun til lengri tíma, því við vonum að Íslendingar haldi áfram að vera duglegir að heimsækja okkur og nýta sér ferðaþjónustuna þegar þeir sjá núna í sumar hvað það er ofboðslega mikil uppbygging og þjónusta sem er í boði.“ segir Arnheiður.
Höfuðborgarsvæðið fær versta skellinn
Þeir sem ferðast um landið koma yfirleitt af höfuðborgarsvæðinu og því er staðan hvað verst þar, sérstaklega hvað varðar gistingu. Hrun ferðaþjónustunnar í vor sé að bitna verst á höfuðborgarsvæðinu.
Þó að bjart sé yfir víða annarsstaðar núna er viðbúið að það verði skammgóður vermir.
„Já við gerum ráð fyrir að þessum tíma, þar sem er mikið líf og fjör að honum ljúki núna um miðjan ágúst. Íslendingarnir hætta að ferðast eftir verslunarmannahelgi. Og þá ríður á að erlendu ferðamennirnir komi inn. Það er aðeins byrjað að tínast inn af bókunum og við erum aðeins farin að sjá erlendu ferðamennina svona seinustu tvær vikurnar. Svo það verður einhver sárabót en alltof lítið auðvitað. Það er frábært að fá þetta sumar svona gott. Það er frábært að fá Íslendingana og þeir í rauninni eru að bjarga því sem bjargað verður.“ segir Arnheiður. |
Lyf við inflúensu eru af skornum skammti og hafa stjórnvöld brugðið á það ráð að heimila heilsugæslustöðvum að dreifa til sjúklinga lyfjum sem runnu út fyrir sex árum.
Margir leita til læknis þessa dagana enda hafa þrjár tegundir af inflúensu lagst á landsmenn og hefur smitum fjölgað mjög síðastliðinn hálfan mánuð. Vegna þessa hafa verið kallaðir til auka læknar og hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og á Læknavaktinni.
„Við höfum fundið fyrir því að það er að þyngjast á síðdegismóttökunni hjá okkur og eins þekki ég til á Læknavaktinni og þar hefur aukist töluvert álagið, hefur verið sett í metu koma þangað,“ segir Oddur Steinarsson, frkvstj. lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Álagið er orðið svo mikið að Landspítalanum að þar hafa menn óskað eftir því að flensusmitaðir leiti í heilsugæsluna og á Læknavaktina. „Við reynum að hafa dyrnar opnar fyrir alla. Það hafa að vísu komið ábendingar frá kollegum um það að það sé líka skynsamlegt að fólk hafi samband símleiðis, að það sé ekki að koma ef það er komið með flensueinkennum og smitandi, að það hafi samband í gegnum síma og fái afgreiðslu þannig,“ segir Oddur. „Flensueinkenni eru hár hiti, beinverkir, höfuðverkur, þurr hósti,“ segir Oddur ennfremur.
Tvö lyf við inflúensu hafa fengist hér, Tamiflu og Relenza og þarf að taka þau innan tveggja sólarhringa eftir að fólk veikist. Tamiflu seldist upp í apótekum fyrir nokkrum dögum en yfirvöld eiga ennþá birgðir frá því að svínaflensan herjaði á landsmenn. Lyfjabirgðirnar runnu úr gildi árið 2010.
„Þær hafa verið testaðar árlega bæði t.d. í Noregi og Danmörku og lyfið er í fullu gildi þó að dagsetningin sé útrunnin og í samráði við sóttvarnalækni að þá erum við tilbúin til að láta þessar pakkningar út til þeirra sem það þurfa,“ segir Oddur.
Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnarlæknir hjá Embætti landlæknis, segir að óhætt sé að nota flensulyfið þótt það sé útrunnið. Lyfið hafi verið stöðugleikaprófað og Lyfjastofnun hafi samþykkt að því verði dreift endurgjaldslaust til sjúklinga á heilsugæslustöðvum. Guðrún segir að inflúensan hafi ekki náð hámarki. |
Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingasamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, þar á meðal Becromal á Akureyri, gagnaveri Verne og Kísilfélaginu. Kristján Már Unnarsson er við sjávarútvegshúsið við Skúlagötu þar sem iðnaðarráðuneytið er til húsa. Hvað er hér í húfi Kristján?
Já í fljótu bragði Logi mætti ætla að hér væru hreinlega öll fjárfestingaráform í landinu, það er að segja erlend fjárfesting í uppnámi enda hafa stjórnvöld verið að gera fjárfestingarsamninga til þess að reyna að draga erlenda fjárfestingu inn í landið við fyrirtæki eins og kísilver, það er þegar byrjað að byggja kísilver í Helguvík, það er áformað annað sólarkísilver á Grundartanga og svo hið þriðja á Húsavík og svo er verið að gera svona samninga við hugbúnaðarfyrirtæki og hin og þessi fyrirtæki. En iðnaðarráðherra staðhæfir að það sé síðan gamla löggjöfin var í gildi, það séu komnar nýjar reglur og þær muni ekki hafa áhrif á það sem er fyrirhugað. Við skulum heyra hvað ráðherra sagði hér í viðtali við okkur hér rétt áðan.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra: Þeir samningar eru allir gerðir með fyrirvara um samþykki ESA, þannig að við höfum unnið þá og tilkynnt þá samkvæmt þeim reglum sem að við förum eftir og sem og það frumvarp sem að ég hef lagt fram núna í þinginu um nýtt, nýtt rammalöggjafarkerfi um ívilnanir. Það hefur verið unnið í samráði við ESA og tekur ekki gildi fyrr en að þeir hafa lagt, komið með sitt samþykki fyrir því. Þannig að við höfum tekið og við vissum af þessum athugasemdum, þannig að okkar samningar sem að við erum að vinna núna og þetta rammalöggjafakerfi sem að við erum að setja á laggirnar það er að teknu tilliti til þeirra athugasemda við fyrri löggjöf.
Kristján Már Unnarsson: En mun þetta þá ekki trufla þá á neinn hátt þær fjárfestingar sem eru í undirbúningi og eru þegar hafnar?
Ragnheiður Elín Árnadóttir: Nei það á ekki að gera það.
Kristján Már: Þannig að kísilverin og önnur fjárfestingaverkefni þau munu rísa?
Ragnheiður Elín Árnadóttir: Þetta er algjörlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera og ég ítreka það.
Þessi úrskurður ESA hefur engu að síður afleiðingar og þá fyrst og fremst gagnvart fortíðinni og þar skilst mér að sé fyrst og fremst um að ræða fyrirtækið Becromal á Akureyri, álþynnuverksmiðjuna og í hennar tilviki var um að ræða ríkisaðstoð sem er metin á um það bil 30 milljónir króna. Í tilvikum hinna fyrirtækjanna eru þetta lægri fjárhæðir, hugsanlega 1-2 milljónir. En þá er spurningin hvað á að gera í því dæmi og væntanlega getur ríkið ekki veitt þessa aðstoð, þannig að ja það á væntanlega að greiða hana til baka af hálfu fyrirtækjanna. Við heyrum hvað ráðherra sagði um þetta.
Kristján Már: Nú þegar ríkisaðstoð er ólögmæt blasir þá ekki við að þeir verði einfaldlega bara að borga?
Ragnheiður Elín Árnadóttir: Það er, það er það sem að, ef að þetta verður niðurstaðan þá er það þannig að fyrirtækin verða að greiða þá fjármuni til baka. Við höfum ekki, við getum ekki gefið það eftir. Ef að ríkisaðstoðin hefur verið dæmd ólögmæt þá ber fyrirtækjunum að greiða hana til baka. |
„Við brunuðum niður á geðdeild, ég og maðurinn minn og litla stelpan okkar,“ segir Kristín Arna Sigurðardóttir, sem þjáðist af alvarlegum fæðingakvíða eftir að hafa eignast fyrstu dóttur sína.
Dóttur sem Kristín og maður hennar, Jökull, höfðu eignast með hjálp smásjárfrjóvgunar og biðu með eftirvæntingu.
„Ritarinn verður voða hissa þegar hún sér okkur. Að við höfum verið send þangað. En leyfði okkur að hitta einhvern geðlækni og hann kemur inn í sterílt herbergi. Hvítir veggir og ekkert þar inni. Læknirinn spyr hvað hann geti gert fyrir okkur. Ég reyni að lýsa þessu öllu, að ég geti ekki meir og ég verði að fá hjálp,“ útskýrir Kristín. „Ég var reyndar algjörlega búin á því og ég gat eiginlega ekkert talað. Ég var alveg ófær að sjá um sjálfa mig og hvað þá nýfætt barnið. Hann segir við mig að það sé lítið sem hann geti gert, við verðum bara að bíða og sjá. Og þá bara dó eitthvað innra með mér,“ segir Kristín en ítarlegt viðtal við Kristínu og umfjöllun um fæðingarþunglyndi er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.
Um 40 íslenskar fjölskyldur eru nú á biðlista til að fá hjálp við fæðingarþunglyndi. Nýleg skýrsla sýnir að það er margfalt dýrara fyrir samfélagið að sinna ekki nýbökuðum foreldrum og börnum fyrstu ár ævi þeirra.
„Ágætt að vitna í skýrslu sem var gerð 2015 hjá London school of ecodomics þar sem var reiknað út hvað það kostar annars vegar að sinna þessum hópi og hvað það kostar að gera það ekki. Ef við heimfærum þetta yfir á Ísland, að sinna ekki barnafjölskyldum í þessu ferli, kostar fyrir hvern árgang 7 milljarða. Að sinna þessum hópi sómasamlega myndi kosta um 230 milljónir á ári og við hjá miðstoð foreldra og barna sem eru eini hópurin nsem er að sinan þessu fyrir utan Landspítalann, fáum 20 milljónir á ári. Þannig að það er verið að verja um 10 prósent af því sem þyrfti að verja í þennan málaflokk,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir.
Sæunn segir erfitt fyrir foreldra að hlusta á umræðu um fæðingarþunglyndi- og kvíða, þar sem talað er um að vanlíðan þeirra hafi slæm áhrif á barnið. Þeim líði alveg nógu illa án þess að verið sé að strá salti í sárin.
„Hinsvegar verðum við að gera það því ráðamenn hafa ekki tekið við skilaboðunum. Þeir eru ekki að forgangsraða þessum málum. Og skapa þeim þann sess í heilbrigðistþjónustunni sem þau verða að fá,“ segir Sæunn. |
Tæp fimm ár eru síðan hljómsveitin amiina sendi síðast frá sér plötu. Fjórmenningarnir í sveitinni hafa þó nýtt heimsfaraldurinn og dimman vetur til tónlistarsköpunar. Afraksturinn hefur verið þrykktur á vínyl og fær að njóta sín á þröngskífunni Pharology sem kemur út 26. júní.
Tónninn fyrir það sem koma skal verður hins vegar gefinn strax á föstudaginn með smáskífunni Beacon.
Sjá einnig
Kók-jólalagið flutt af háaloftinu hjá amiinu
„Við erum öll, hvert um sig, náttúrlega starfandi í öðrum verkefnum en við höfum alltaf haldið amiinu lifandi,“ segir raftónlistarmaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson, sennilega þekktari sem Kippi Kaninus, þegar hann er spurður hvort þau í amiinu hafi setið auðum höndum á síðustu árum.
„Þótt við höfum ekki gefið út þá höfum við verið dugleg að spila út um allar trissur en þetta er fyrsta útgáfan í allan þennan tíma.“
Óbeisluð amiina
„Þelið hjá okkur er alltaf mjög gott,“ segir Guðmundur Vignir um andann í hópnum við gerð Pharology. „Og við værum ekki að þessu ef við næðum ekki vel saman tónlistarlega og það hentar að við brennum öll fyrir að gera músík. Þessi vettvangur er líka svo skemmtilega opinn að það er svona pláss fyrir breiðari hugmyndir. Þetta er kannski ekki niðurnjörvað í einhverjar tónlistartegundir þannig að við getum meira leyft okkur að tilraunast innan samhengis amiinu.“
Hljómsveitin amiina var strengjakvartett þegar þær Hildur Ársælsdóttir, Edda Rún Ólafsdóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir stofnuðu hana seint á síðustu öld en 2009 bættust slagverksleikarinn Magnús Trygvason Eliassen og Kippi Kaninus í hópinn. Sveitin varð síðan kvartett aftur 2013 þegar Edda og Hildur sögðu skilið við amiinu.
Aftur í vitann
Guðmundur Vignir segir að í raun megi rekja lögin á nýju plötunni til ársins 2019 þegar amiina var fengin til þess að taka þátt í tvíæringi í Danmörku. „Við gerðum innsetningu í vita í Gilleleje, afskaplega fallegu og skemmtilega litlu þorpi, í Danmörku. Þar gerðum við innsetningu með hátalara á hverri einustu hæð í þessum Nakkehoved-vita í Gilleleje og allt sem við sömdum fyrir þennan tvíæring var vísir að þessari plötu.“
Vitinn, eða vitar almennt, eru enda einhvers konar merkingarmiðja plötunnar eins og nöfn laganna bera með sér. „Titill plötunnar, Pharology, myndi útleggjast sem vitafræði,“ segir Guðmundur Vignir.
Heimir Freyr myndar alls konar efni; matarlit, salt eða sýrur mjög þröngt í baklýstum skálum þannig að kosmískir kraftar losna úr læðingi.
Skjáskot/Heimir Freyr
„Þetta er nú ekki eiginleg fræðigrein per se. Þetta er svona samheiti yfir áhugann á vitum í rauninni. Þetta eru þrjú lög og titlarnir eru allir teknir úr þessum vitafræðum,“ segir Guðmundur og beinir sjónum að smáskífu föstudagsins. „Beacon myndi þá útleggjast sem einhvers konar leiðarljós á íslensku og við tengjum við vita og þarfnast ekkert frekari útskýringa.
Kvikmyndaljóð
Laginu Beacon fylgir tónlistarmyndband sem verður frumsýnt samhliða útgáfunni á föstudaginn. „Við fengum hann Heimi Frey Hlöðversson til að vinna myndbandið fyrir okkur,“ segir Guðmundur og veltir fyrir sér hvort Heimi Frey sé betur lýst sem vídeólistamanni eða kvikmyndalistamanni.
„Við fengum hann upphaflega til að gera vídeó við þessa smáskífu en við vorum svo rosalega hrifin af því sem hann var að gera að við enduðum með að fá hann til að gera kvikmyndaverk við alla plötuna. Við getum sagt að þetta sé einhvers konar kvikmyndaljóð við alla plötuna.“
Alls konar efnahvörf vekja hughrif í myndbandi Heimis Freys við Beacon.
Skjáskot/Heimir Freyr
Verkið verður sýnt í Bíó Paradís laugardaginn 19. júní og viku síðar kemur svo sjálf platan út. „Þetta verður á risaskjáum í bestu mögulegu gæðum og verður svona smá ferðalag,“ segir Guðmundur og auðheyrt að hann er ekki síður spenntur fyrir frumsýningu myndbandsins en útgáfu Pharology.
Glimrandi byrjun
„Þetta eru eitthvað um átján mínútur af tónlist. Platan er tíu tommu vínyll sem er búið að pressa og opin forsala er byrjuð á Bandcamp.com sem er svona vinur litla mannsins.
Dyggustu aðdáendur okkar, sem vilja fylgjast náið með okkur, fengu smá forskot og fengu að kaupa áður en forsalan byrjaði,“ segir Guðmundur um þau heppnu sem áttu þess kost að tryggja sér plötuna strax á póstlista sveitarinnar.
„Þetta hefur bara farið alveg glimrandi vel af stað,“ segir hann um viðbrögðin aðdáenda sem hafa ekki látið á sér standa.
Útgáfunni verður síðan fylgt eftir fram eftir sumri en frumsýning kvikmyndaverksins 19. júní verður án efa einn hápunktanna. „Það verður frítt inn en væntanlega verða einhverjar fjöldatakmarkanir í Bíó Paradís þannig að það verður auglýst sérstaklega hvernig fólk getur tryggt sér miða þegar nær dregur.
Við hlökkum bara mikið til að bjóða fólki í þetta ferðalag með okkur og leyfa þeim að njóta afrakstursins af þessu. Við erum mjög stolt af þessari útgáfu og ekki síst vídeóverkinu hans Heimis,“ segir Guðmundur og bætir við að tónlist og mynd tali þar ótrúlega vel saman. „Og við stöndum alveg á bak við þetta.“ |
Fulltrúar nærri tvö hundruð ríkja sem eiga aðild að alþjóðasáttmálanum um bann við dreifingu kjarnavopna stefna að kjarnorkuvopnalausum Miðausturlöndum. Ísraelar gagnrýna yfirlýsingu fundarins þar sem einblínt sé á þá, en ekki ríki á borð við Íran sem ásælist kjarnavopn.
Fulltrúar þeirra 189 ríkja sem eiga aðild að sáttmálanum hafa fundað um hann í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York allan þennan mánuð, en sáttmálinn er endurskoðaður á fimm ára fresti. Undir lokin var óttast að ekkert samkomulag næðist, því Arabaríkin, með Egyptaland í fararbroddi, vildu að í lokayfirlýsingu yrði þess krafist að Ísraelsmenn gerðust aðilar að sáttmálanum. Fullyrt hefur verið að þeir eigi kjarnavopn en þeir ekki viljað viðurkenna það. Niðurstaðan varð málamiðlun um að efna til ráðstefnu árið 2012 um Miðausturlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði en auk þess voru Ísraelar í yfirlýsingunni hvattir til að gerast aðilar að sáttmálanum.
Þetta mislíkaði ráðamönnum í Jerúsalem sem sögðu lokayfirlýsinguna örgustu hræsni. Ónefndur talsmaður Ísraelsstjórnar sagði í viðtali við AFP fréttastofuna í morgun að um leið og talað væri um kjarnorkuvopnalaus Miðausturlönd og einblínt á Ísraela væri horft fram hjá öðrum ríkjum. Íran séu hvergi nefndir þó þeir séu aðilar að sáttmálanum en liggi um leið undir sterkum grun um að ásælast kjarnorkuvopn. Þá sé ekkert minnst á Indverja, Pakistana og Norður-Kóreumenn sem eigi kjarnavopn en séu ekki aðilar að sáttmálanum.
Ráðamenn í Teheran hafa hins vegar í morgun fagnað niðurstöðu fundarins. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnaði niðurstöðu fundarins en var afar andvígur því að Ísraelar væru sérstaklega nefndir í lokayfirlýsingunni. Bandaríkjastjórn óttaðist að það þýddi að Ísraelsmenn myndu ekki senda fulltrúa á ráðstefnuna 2012. |
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Skúli Bjarnason, lögmaður hans, eru nú að fara yfir bréf sem þeim barst frá stjórn Fjármálaeftirlitsins í gær. Í bréfinu er Gunnari veittur viðbótarfrestur til þriðjudags til að gera athugasemdir við fyrirætlaða uppsögn hans. Eins og kunnugt er byggir fyrirætluð uppsögn á áliti sem Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson skrifuðu fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar krafðist upplýsinga á því hvaða nýjar upplýsingar kæmu fram í álitinu sem réttlætti uppsögnina, en bent hefur verið á að sem starfsmaður Landsbankans árið 2001 hefði Gunnar ekki svarað bréfi frá Fjármálaeftirlitinu á fullnægjandi hátt og svarið beinlínis verið villandi. Á þetta atriði benti Andri Árnason hæstaréttarlögmaður í fyrri lögfræðiálitum sem hann vann fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins á hæfi Gunnars og þeir Ástráður og Ásbjörn bentu líka á það. Þetta þótti aftur á móti ekki valda vanhæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra en í áliti Ástráðs og Ásbjörns segir að rýrð sé kastað á hæfi hans.
„Það eru mikið fleiri orð í þessu bréfi en við höfum fengið fram að þessu. Þetta er þá allavega upp á fimm siður," segir Skúli Bjarnason í samtali við Vísi um bréfið sem barst frá stjórn Fjármálaeftirlitsins í gær. Hann segir að enn sé verið að fara yfir bréfið en segist ekki sjá neitt nýtt í því sem réttlæti uppsögn. „Ég hef ekki getað greint neinn nýjan sannleik í þessu bréfi og allavega ekki ný gögn," segir Skúli. „Það er orðið margstaðfest, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, að það er ekki um nein ný gögn að ræða að því er varðar þetta ágæta bréf frá 2001, sem er orðið svona blásið upp og út úr öllu samhengi |
Ólafur Thors
Mig langar til, utan dagskrár, að beina fyrirspurn til hæstv. stj. , en þar sem enginn hæstv. ráðh. er viðstaddur, vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann hlutist til um, að mér gefist kostur á að leggja þessa fyrirspurn fyrir hæstv. stj. , og þá sérstaklega hæstv.atvmrh.
Ég hefi sérstaklega óskað eftir tækifæri til að beina máli mínu til hæstv.atvmrh., en hann hefir ekki sézt hér í þingsalnum, enda mun hann hafa mörgum störfum að gegna. En ég vil nota tækifærið nú, úr því að hæstv.forsrh. og fjmrh. eru komnir á fund, til að vekja eftirtekt á því, að þegar síðasta Alþingi afgreiddi eitt af aðalmálum þess þings, frv. um skuldaskilasjóð útgerðarmanna, bar meiri hl. sjútvn. fram svofellda rökst. dagskrá:
„Þar eð fyrir liggja umsagnir frá bankastjórum Landsbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands h/f um, að eigi þurfi að óttast stöðvun á útgerð landsmanna eða eigendaskipti umfram venju, vegna skulda, fyrir næstu vertíð, og ennfremur að skuldaskil kæmu eigi heldur til framkvæmda fyrir vertíðina, þó frv. næði fram að ganga, og í trausti þess, að ríkisstjórnin leggi fyrir næsta þing framhaldandi tillögur um viðreisn sjávarútvegsins, þar á meðal tillögur um aðstoð ríkisins til skuldaskila vélbátaútvegsins, er fram fari á næsta ári, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“
Það er vitanlegt, að þó að þessi dagskrártill. hljóði fyrst og fremst um skuldaskilasjóð, þá er hér líka átt við frv. mþn. í sjútv.málum um fiskiveiðasjóð, sem lagt var fram þá á þingi.
Nú eru liðnar þrjár vikur af þingi, en enn hefir ekkert frétzt um, að hæstv. stj. hafi nokkuð gert til að efna heit þau, er hann gaf á síðasta þingi. Hún lofaði að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frv. um úrlausn þessa vandamáls sjávarútvegsins. Ég skora hér með á þá hæstv. ráðh., sem hér eru viðstaddir, að gefa upplýsingar um, hvar komið sé þessum málum. Ég vona, að þeir geti sagt, að innan skamms verði lögð hér fram frv. í líkingu við það, sem vakti fyrir mþn. í sjútv.málum. Ef ekki er hægt að fá skýr svör, sem gefa tryggingu fyrir, að slík frv. verði lögð fram og að þau verði fullnægjandi, neyðumst við sjálfstæðismenn til að taka upp okkar fyrri frv. og knýja þau fram hér á Alþingi.
Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson)
Ég heyrði ekki allt, sem hv.þm. G.-K. sagði, en ég held, að mér hafi verið sagt efnið. Það var um frv. um skuldaskilasjóð og e. t. v. fleiri frv. í svipaða átt.
Ég geri ráð fyrir, að í kringum næstu helgi verði hægt að leggja fram frv. um skuldaskilasjóð, og hygg ég, að þá verði fullráðið, hver fleiri frv. verði látin fylgja.
Ólafur Thors
Hv. þdm. hafa nú heyrt hæstv.atvmrh. lýsa yfir því, að um næstu helgi sé von á frv. um skuldaskilasjóð og e. t. v. fleiri frv. viðvíkjandi útveginum. Nú er þriðjudagur, og þótt ég telji miður farið, að þetta mál skuli ekki vera komið lengra áleiðis, munum við sjálfstæðismenn a. m. k. ekki taka upp okkar frv. þangað til. En ég vil skora á hæstv. ráðh. að draga það ekki lengur en til næstu helgar að koma þessu í verk. Málum, sem seint koma fram, er oft hætta búin, og ég vil ekki, að teflt sé á tvær hættur um framgang þessara mála.
forseti (EÁrna):
Áður en tekið verður til fundastarfa þykir mér hlýða að minnast nýlátins fyrrv. þingmanns, sem átti síðast sæti í þessari deild. Þessi maður er séra Björn Þorláksson, fyrrum prestur að Dvergasteini.
Síra Björn var fæddur 15. apríl 1851 á Gautlöndum, sonur síra Þorláks prests að Mývatnsþingum Jónssonar og síðustu konu hans, Rebekku Björnsdóttur, bónda á Bakka á Tjörnesi, Pálssonar. Hann útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík 1870 og úr prestaskólanum 1873. Árið eftir var honum veitt Hjaltastaðaprestakali á Úthéraði frá fardögum 1875, og þar var hann prestur næstu níu árin, til 1884. Þá var honum veittur Dvergasteinn í Seyðisfirði, og því prestakalli þjónaði hann síðan í 42 ár, til 1926, er honum var veitt lausn frá embætti. Alls var hann því þjónandi prestur í 51 ár. Hann átti sæti á Alþingi á þingunum 1909 og 1911-1915, var þm. Seyðfirðinga 1909-1911 og konungkjörinn þingmaður frá 1912 til 1915. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum í héraði sínu, var m. a. hreppsnefndaroddviti og sýslunefndarmaður Seyðisfjarðarhrepps í 32 ár samfleytt. Hann andaðist hér í bænum síðastl. sunnudag, 3. þ. m.
Síra Björn Þorláksson var þrekmenni, fastur í skoðunum kappsfullur og fylginn sér, þótti búhöldur góður og fjárgæzlumaður og ráðhollur í héraðsmálum. Á Alþingi var bindindis- og bannmálið hið mesta áhugamál hans, og fyrir því máli beitti hann sér jafnan fast, bæði utan þings og innan.
Ég vil biðja háttv. deildarmenn að votta minningu þessa látna manns virðingu sína með því að rísa úr sætum sínum.
[Allir þdm. stóðu upp.]
Flm. (Jón Sigurðsson)
Ég skal ekki þreyta hv. d. með mjög langri ræðu, því þótt ekki hafi verið fyrr mælt með frv. þessu á Alþingi, er það orðið nokkuð kunnugt frá því er það var lagt fram á síðasta þingi, og því fylgdi þá ýtarleg grg. Þó get ég ekki látið hjá líða að drepa nokkuð á höfuðdrætti frv. og stefnu þess jafnframt og ég mun víkja að máli þessu almennt.
Sú skoðun mun vera orðin nokkuð almenn, að jarðeignamálið sé eitt af helztu málum þjóðarinnar og eitt af því, sem landbúnaðarins vegna þurfi nauðsynlega að taka til yfirvegunar og úrlausnar sem allra fyrst.
Í máli þessu hefir aðallega orðið vart þriggja stefna:
1) að hætta að selja þjóð- og kirkjujarðir, en kaupa smátt og smátt allar jarðir, með það fyrir augum að gera þær að ríkiseign, og að allir bændur verði leiguliðar ríkisins.
2) að láta sitja við það, sem nú er, eða gera a. m. k. sem allra minnstar breytingar.
3) að efla sjálfsábúð á ýmsa vegu, en jafnframt gera umbætur á sjálfseignarskipulaginu. Ég skal ekki fara mörgum orðum um hverja þessa stefnu eða skoðun fyrir sig, en ég skal byrja á því, sem ég nefndi fyrst, þ. e. a. s. þeirri stefnu, að ríkið kaupi smátt og smátt allar jarðeignir í landinu. Þeirri stefnu fylgja fyrst og fremst kaupstaðabúar, og þá sérstaklega þeir, sem teljast til flokks kommúnista og sósíalista. Er það eðlilegt og í samræmi við alla stefnu þeirra. En þó er því ekki að neita, að jafnvel meðal sveitamanna verður þessarar skoðunar vart á síðustu árum. Verður að líta á í því sambandi, hve mikla erfiðleika sveitirnar eiga nú við að stríða, og mun fylgið við þessa stefnu af þeim rótum runnið. Þeim sveitamönnum, sem stefnu þessa hafa aðhyllzt, hefir reynzt baráttan of örðug. Þeir eru búnir að missa trúna á framtíð sína og sinna, trúna á það, að geta haldið jörðinni sinni, og kjósa, úr því svo er komið, að reyna að bjarga því, sem bjargað verður, og gera sér fremur vonir um að fá að vera áfram á jörðinni með því móti, að ríkið kaupi, en ef hún er látin fara undir hamarinn. Það er því, ég vil segja, nálega ósæmilegt af hinu opinbera að nota sér þannig neyð bænda til þess að klófesta jarðir þeirra, í stað þess að hjálpa þeim til að halda þeim, svo þeir geti orðið sjálfstæðir bændur. Því að það er mín sannfæring, sprottin af reynslu, að þegar hagur bænda breytist til batnaðar, muni þeir ekki vilja selja jarðeignir sínar. Hvaða bóndi hefði viljað afhenda ríkinu jörðina sína fyrir jarðamatsverð á árunum 1929-1930?
Um stefnu þessa yfirleitt er það að segja, að hún felur í sér heimild til að tekið verði fram fyrir hendur einstaklingsins. Bóndinn er ekki lengur frjáls og óháður konungur í sínu ríki, en verður háður ríkisvaldinu. Ríkisvaldið getur sett honum reglur og fyrirmæli, sem á margvíslegan hátt geta svipt hann og hans nánustu mikilsverðum réttindum. Á þetta er sérstaklega lítandi fyrir bændur, auk þess, sem reynslan hefir sýnt það raunverulega fyrr og síðar, og kom þó berlegast í ljós eftir að kirkju- og þjóðjarðasalan hófst, að bændur, sem ekkert höfðu gert til umbóta á jörðum sínum meðan þeir voru leiguliðar ríkisins, hófu stórfelldar framkvæmdir og umbætur bæði í jarðabótum og húsaskipun, svo stórfelldar, að eigi hafði áður þekkzt neitt svipað. Og enn er það svo, að þekkja má úr þær jarðir, sem eru í eign hins opinbera, á því, hve miklu verr þær eru setnar en nágrannajarðirnar, sem eru í sjálfsábúð, þótt ytri skilyrði séu hin sömu eða mjög svipuð. Frá fjárhagslegu sjónarmiði ætti þetta að nægja til þess að Alþingi hugsaði sig tvisvar um áður en það gengi inn á breytingar í þessa átt.
Þá liggur fyrir að athuga þann grundvöll, sem við höfum staðið á til þessa, og hvort eigi er hægt að byggja á sjálfseignarskipulaginu framvegis sem hingað til. Ég gat um það áðan, að til væru nokkrir menn, sem ekki æsktu breytinga frá því, sem nú er í þessum málum. Þetta tel ég vera ranga stefnu, og þykist ég styðjast í því efni við reynsluna.
Með því skipulagi, sem nú er, hefir það orðið svo, sérstaklega um og eftir stríðið, að á mörgum jörðum í sjálfsábúð hafa verið gerðar stórumbætur. Eigendurnir hafa lagt í þær mikið fé, bæði erfðafé, gróðafé og lánsfé. Afleiðingin hefir orðið sú, að jarðirnar hafa stórhækkað í verði, og það svo mikið, að þegar börnin hafa átt að taka við af foreldrunum, þá hefir þeim í mörgum tilfellum reynzt það ókleift, og jörðina, sem búið var að bæta og prýða, hefir orðið að láta af hendi til vandalausra, en börnin hrökklazt burtu. Hinn nýi kaupandi hefir komizt í stórmiklar skuldir við jarðakaupin, sem hann hefir búið að alla æfi.
Þannig gengur þetta nú kynslóð eftir kynslóð, að bóndinn eða börn hans selja jörðina; nýr ábúandi kaupir og stofnar til stórmikilla skulda, sem hann oft er mikinn hluta æfi sinnar að greiða. En á sama tíma fara þeir aðilar, sem við söluna hafa orðið staðfestulausir, til kaupstaðanna með fjárhlut sinn. - Jarðeignamálið grípur stórmikið inn í það atriði, sem nú er eitt hið hættulegasta fyrir sveitirnar, nfl. flutning fjármagnsins úr sveitunum til kaupstaðanna. Fyrir og um aldamót var það svo, að nálega allt það fjármagn, sem í sveitunum myndaðist, stöðvaðist þar. Það safnaðist fyrir og varð til þess, að í hverri sveit, að segja mátti, myndaðist talsvert mikill auður, mikilsvert bakhjarl þegar hrun og óáran dundi yfir. - Þetta hefir allmjög breytzt á síðustu tímum, og á þann veg, að þetta fjármagn, sem áður var í sveitunum, hefir fjarað burt, og það fé, sem myndast, þar sem um gróða er að ræða, flyzt úr sveitunum jafnóðum. Afleiðingin er sú, að ekki er annað sýnna en að mörgum sveitarfélögum muni blæða til ólífis fjárhagslega. - Í annan stað hefir það reynzt svo, að hægt hefir verið að veðsetja jarðirnar nær ótakmarkað. Af því hefir leitt, að á ýmsar jarðir hafa hlaðizt svo miklar skuldir, að nálega er óbúandi á þeim. Hafa þá bankar eða aðrar lánsstofnanir orðið að yfirtaka þær, eða þá að þær hafa lent í braski og farið í niðurníðslu, til tjóns fyrir sveitarfélagið og landbúnaðinn í heild. - En sem betur fer, liggur mér við að segja, er víðar pottar brotinn en hjá okkur Íslendingum í þessu efni. Nágrannaþjóðir okkar eiga við svipaða örðugleika að stríða að ýmsu leyti. Það er þess vegna nokkur ástæða til að skyggnast um og athuga, hvað nágrannaþjóðirnar gera og hafa gert til þess að bæta úr þessum vandkvæðum hjá sér.
Um Norðmenn er það alkunna, að þeir hafa æfagamlan óðalsrétt, frá því um eða fyrir landnámstíð, sem þeir svo hafa varðveitt fram á þennan dag. Þennan óðalsrétt hafa Norðmenn metið svo mikils, að þegar þeir fyrst settu hjá sér stjórnarskrá, var eitt atriðið í henni það, að óðalsrétt mætti aldrei nema úr l. Norska bændastéttin leit svo á, að þetta væri hyrningarsteinninn undir velferð landbúnaðarins, og þar af leiðandi bæri að taka þetta ákvæði upp í sjálfa stjórnarskrána. Einmitt af því að óðalsréttur Norðmanna er svo æfagamall, hefir hann ekki verið í samræmi við kröfur nútímans að öllu leyti og vantað ýms ákvæði, sem nú verða að teljast nauðsynleg, og hefir það komið Norðmönnum sjálfum í koll. Má t. d. í því sambandi benda á ákvæðið um, að heimilt væri að veðsetja jarðirnar ótakmarkað, að heita mátti. Afleiðingin varð sú, að við sjálft lá, að fjöldi norskra óðalsbænda yrði að flæmast frá jörðum sínum, og árið 1933 varð Stórþingið að grípa inn í og samþ. sérstök lög óðalsbændum til bjargar.
Þjóðverjar hafa nýlega sett hjá sér óðalsrétt, sem að ýmsu leyti er merkilegur, þótt hann sé miðaður við aðra staðháttu og ólíkt stjórnarfar.
Þetta ætti að vera mönnum bending um það, að aðrar þjóðir viðurkenna nauðsyn óðalsréttarfyrirkomulagsins til þess að tryggja tilveru og framtíð bænda sinna og til að efla tryggð þeirra við jarðir sínar, í því rótleysi og hringiðu, sem er ríkjandi víðast hvar í heiminum.
Það, sem við í þessu frv. leggjum sérstaklega áherzlu á, og höfum þó ekki gengið lengra í en það, að ekki er um skyldu, heldur heimild að ræða, án allrar þvingunar, er það, að þær jarðir, sem nú eru í sjálfsábúð, haldi áfram að vera það, og jafnframt að skapa möguleika fyrir því, að jarðir, sem nú eru í eign hins opinbera, geti orðið eign einstaklinga og gerðar að óðalsjörðum, sem haldist í sjálfsábúð um aldur og æfi.
Ennfremur er það tilætlun okkar að koma í veg fyrir, að óbærilegar veðskuldir safnist á jarðirnar, þannig að ekki beri sig búrekstur á þeim. Á þessu eru nokkrir örðugleikar, því að land vort er snautt að rekstrarfé, en oft þarf að leggja fram talsvert fé til umbóta og endurbóta á jörðum. Hinu má þó ekki gleyma, að það er annað en björgulegt landbúnaðinum, að bændur hlaðist svo skuldum, að þeir verði að flæmast af búum sínum og njóti ekki verka sinna.
Þá er það tilgangur okkur að takmarka fjárstrauminn úr sveitunum með því að tryggja, að sem mest af aflafé bænda varðveitist sem skuldlaus arfur ættarinnar. Viljum við í þessum tilgangi sporna við því, að sjálfseignarbændur þurfi að kaupa ábýlisjarðir sínar af meðerfingjum sínum, þannig, að hver ættliður stofni sér með því í skuldir, sem hann er alla æfi að vinna sig úr. Eins viljum við heimila bændum að gefa peninga eða önnur verðmæti til ævarandi eignar þeirri jörð, þar sem þeir eru bornir og barnfæddir, eða jörð, sem þeir hafa tekið ástfóstri við. Þannig gæti ýmsum jörðum safnazt allmikið fé, sem komið gæti síðari ábúendum að miklum notum.
Nú er það altítt, að bændur verði að byrja með tvær hendur tómar, verða þeir þá að kaupa mikið af þeim bústofni, sem þeir þurfa, og búa við skuldafé frá upphafi. Þetta setur sitt mark á búreksturinn og veldur því, að efnilegir og dugandi menn kveinka sér oft við því að leggja út í búrekstur og treysta sér ekki til að berjast við skuldabaslið. Því myndi það verða mikil hvöt dugandi mönnum til að halda kyrru fyrir í sveitunum, ef hægt væri að koma á slíku fyrirkomulagi, að bændur tækju ekki aðeins við snauðum jörðunum, heldur myndaðist með þeim smám saman nokkurt fylgifé, sem ekkert hvíldi á.
Þá er tilgangur okkar að sporna við því, að bændur geti með ónytjungshætti sóað því og eytt, sem þeir taka við. Eru þess þó nokkur dæmi, að slíkir taki við af athafnamönnum og leggi allt í rústir, hlaði svo upp skuldum, að börn þeirra, þótt mannvænleg kunni að vera, verði að flæmast frá öllu saman. Ef tryggja á það, að fjármagnið haldist í sveitunum, er sjálfsagt að stuðla að því, að ekki geti fyrir komið, að einn maður eyðileggi strit og starf margra kynslóða.
Þá er síðasta atriðið, sem ekki er minnst um vert, að vinna á móti rótleysi því, sem gripið hefir fólk í sveitum, að glæða og þroska heilbrigðan ættarmetnað og tryggð bænda við föðurleifð sína. Þetta er þýðingarmikið, þegar þess er gætt, að landbúnaðurinn gefur hvorki eins skjótar tekjur né góða vexti af höfuðstól þeim, sem í hann er lagður, og ýmsar aðrar atvinnugreinar. Að vísu líta margir svo á, að ef batna tekur um afurðasölu bænda og allan hag þeirra, þá muni hverfa útstreymið úr sveitunum, og skal það játað, að þetta er mikilvægt atriði. Það hefir átt eðlilegan þátt í útfiri fólks úr sveitunum, hve afkoma hefir verið þar erfið á síðari tímum. En þótt hagur manna batnaði þar eitthvað á næstunni, þá yrði það ekki einhlítt til að taka fyrir þennan straum. Bændur þurfa að leggja á sig meiri vinnu og erfiðari en margir þeir, er önnur störf vinna. Má því búast við, að ýmsir kjósi sér léttari sýslanir, og þá ekki sízt áhugasamasta fólkið, sem þykir of seintekinn gróði af því að stunda búskap. Hagsmunavonin ein er því ekki nógu sterk taug til að halda í sveitunum því fólki, sem þær sízt mega missa. Til þess þarf önnur öfl, og þau ber okkur að treysta. Því er svo farið, að mörgum góðum manni og konu í sveitum landsins búa í brjósti þættir úr betra efni en gróðahyggjan er. Það er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til, eins og skáldið segir. Þennan streng verður að styrkja og taka í þjónustu landbúnaðarins. Honum veitir ekki af, að í hans þjónustu séu tekin öll góð öfl, ef vel á að fara. Bóndi, sem býr á jörð forfeðra sinna, stendur fastari fótum í sveit sinni en hinn, sem flytur af einni jörð á aðra og hvergi festir rætur. Hann ber í brjósti aðrar tilfinningar til sveitarinnar og er líklegri til að haggast ekki, þótt erfiðlega blási.
Ég hefi þá gert grein fyrir aðalstefnu okkar flm. En ég vil geta þess hér, að það er ekki hugsun okkar að færa landbúnaðinn í nokkrar viðjar. Frv. gerir ráð fyrir fullkomlega nýjum þroskunarmögul. , svo sem skiptingu jarða og því, að bændum geti fjölgað á eðlilegan hátt, jafnframt því sem jarðirnar eru bættar. En varnagli er sleginn við því, að jarðirnar séu bútaðar sundur, svo að ekki sé á þeim búandi, eins og orðið hefir sumstaðar erlendis. En því munum við ekki þurfa að kvíða fyrst um sinn, því að hér er landrými nægilegt.
Frv. þetta var lagt fyrir búnaðarþing, og allshn. þess hefir haft það til meðferðar. Búnaðarþingið og allshn. þess mæltu með frv. í einu hljóði.
Þetta frv. er frumsmíð, og eins og allar slíkar stendur það auðvitað til bóta. Munum við því taka til greina hverja góða og velviljaða bendingu. Vil ég svo fela frv. velviljaðri athugun Alþingis, og legg ég til, að frv. verði vísað til landbn.
Flm. (Páll Zóphóníasson)
Þetta frv. lá fyrir síðasta þingi, og tel ég ekki ástæðu til að fara um það mörgum orðum, enda sýndi hv. 7. landsk. í framsöguræðu sinni um frv. til l. um ættaróðal fram á galla þá, sem nú eru á fyrirkomulaginu um ábúð jarða. Nú er ekki nema liðlega helmingur jarða á landinu í sjálfsábúð. hinar eru í leiguábúð. Og til þess eru engar líkur, að allar jarðir landsins komist í sjálfsábúð í náinni framtíð.
Þetta frv. er tilraun til að finna leið til þess, að hinar 754 jarðir ríkis og kirkju, og e. t. v. nokkrar jarðir opinberra sjóða, komist í þá ábúð, að þeir, sem á þeim búa, njóti þeirra hlunninda, sem hv. 7. landsk. vill afla með frv. sínu um óðalsrétt.
Eftir að 10. gr., sem var eini ásteytingarsteinn frv. á síðasta þingi, er niður felld, ættu menn að geta orðið sammála um að leyfa málinu að fara í n. Ég legg til, að því sé vísað til landbn.
Jón Sigurðsson
Ég tel sjálfsagt að stuðla að því, að leiguliðar eigi við sem bezt kjör að búa. Mín hugsun er sú, að leiguliðar verði allir sjálfseignarbændur. En í sambandi við þær upplýsingar hv. 2. þm.N.-M., að aðeins rúmur helmingur íslenzkra bænda séu sjálfseignarbændur, vil ég benda á það, að ekki er nema 1/10-1/12 af leiguliðum ábúendur ríkisjarða. Hitt eru leiguliðar einstakra manna. Með frv. verða ekki bætt kjör þessa mikla meiri hluta.
Mitt markmið er, að þegar komin er viðunandi löggjöf, sem tryggi, að jarðir þær, sem í sjálfsábúð eru, verði það áfram, þá verði unnið að því að koma einnig þessum jörðum privatmanna í sjálfsábúð. Að því vil ég og Sjálfstfl. starfa. Geri ég ráð fyrir, að Búnaðarbankinn yrði t. d. að veita lán í þessu skyni. Á þennan hátt myndi málið komast á þann rekspöl, að sjálfseignarbændum fjölgaði verulega í landinu.
Ég mun greiða atkv. með frv., því að ég álít sjálfsagt að gera þessum leiguliðum sem auðveldast að eignast jarðirnar.
Flm. (Pétur Magnússon)
Þetta er svo einfalt mál, að ég sé ekki ástæðu til að bæta við þá stuttu grg., sem frv. þessu fylgir, en vil aðeins leyfa mér að leggja til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til hv.allshn. |
Umbótanefnd Samfylkingarinnar kemst að þeirri megin niðurstöðu í skýrslu sem lögð er fyrir flokksstjórn í dag að bankahrunið og ríkisstjórnarþátttaka flokksins afhjúpi veikleika í flokksstarfinu. Varaformaður flokksins segir að ábyrgðin á bankahruninu megi ekki einskorðast við þá einstaklinga sem stóðu í eldlínunni á tíma hrunsins.
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hófst á Hótel Loftleiðum í morgun, en megin umfjöllunarefni fundarins eru tillögur umbótanefndar flokksins. Nefndin var skipuð í aprílmánuði til að fara yfir starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Tillögum nefndarinnar er skipt í sex kafla en tilgangurinn er að auðvelda flokknum að taka á innri og ytri málum og styrkja stefnumótun til framtíðar. Fram kom í máli Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, þegar fundurinn var settur í morgun að bankahrunið hafi hvílt þungt á flokknum og menn þurfi að horfast í augu við þau mistök sem voru gerð og viðurkenna ábyrgð.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar: Við sem einstaklingar og Samfylkingin sem flokkur verðum að viðurkenna okkar ábyrgð og viðurkenna okkar hlut í því sem brást, en getum ekki einskorðað það við fáeina einstaklinga sem voru í eldlínu þessara atburða. Og ábyrgð okkar er meiri því að hún er hér og nú.
Dagur sagði að flokkurinn þurfi að endurmeta starfshætti og innra starf.
Dagur B. Eggertsson: Fyrsta skrefið er að gangast við ábyrgð okkar en láta sakbendingum linna. Finnum styrkinn í því að horfast í augu við eigin ábyrgð, viðurkennum hana og kveðjum hrokann. Hroki er varnarviðbragð í núinu en á lítið erindi við fortíðina og ekkert erindi við framtíðina. |
Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær.
Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum:
„Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“
Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“
Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar.
Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“
Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.
Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu. |
Bryndís Svavarsdóttir er engin venjuleg amma. Sjálf kallar hún sig skemmtiskokkara en á undanförnum tveimur áratugum hefur hún hlaupið 131 maraþon. Skilningsríkur eiginmaður er lykillinn að árangrinum, segir hún. Lúther Þorgeirsson, eiginmaður Bryndísar, kemur fram í heimamyndbandi sem er sýnt í fréttinni.
Bryndís verður seint kölluð kyrrsetukona. Hún fer flestra sinna ferða á reiðhjóli og gengur á fjöll en hlaupin hafa verið aðalástríða hennar undanfarin 20 ár.
Bryndís Svavarsdóttir, hlaupakona: Ég titla mig sem skemmtiskokkara af því ég er ekki í neinum hraða eða, eða hérna, metum eða neitt svoleiðis. Þannig ég myndi segja að mitt, mín hlaup væru skemmtiskokk.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Hvað ertu eiginlega búin að hlaupa mörg maraþon?
Bryndís Svavarsdóttir: 131.
Sigríður: Á 20 árum?
Bryndís Svavarsdóttir: Á 20 árum.
Meðal afreka Bryndísar er að hlaupa maraþon í öllum ríkjum Bandaríkjanna og hún hefur því hlotið aðgang að hlaupaklúbbum eins og 50 ríkja maraþonklúbbnum og Marathon Maniacs. Og það er ekki alltaf langt á milli þessara hlaupa.
Bryndís Svavarsdóttir: Ég hef þrisvar tekið, sko, tvö eina helgi.
Sigríður: Tvö maraþonhlaup sömu helgina?
Bryndís Svavarsdóttir: Eitt á laugardegi og annað á sunnudegi.
Bryndís er 54 ára, fjögurra barna móðir og sex barna amma. Svo á hún von á fyrsta langömmubarninu um áramótin. Fjölskyldan sýnir áhugamálinu mikinn stuðning og eiginmaður hennar, Lúther, ferðast með henni um heiminn til að hvetja hana áfram á hlaupunum, þó hann hlaupi ekki sjálfur. Og hjónin hafa mikinn húmor fyrir þessu sameiginlega áhugamáli sínu.
Lúther Þorgeirsson, talar í heimamyndbandi: Jæja, þá er ekkert annað að gera en að bara bíða og vona að hún verði bara sem lengst.
Bryndís Svavarsdóttir: Ég er voðalega heppin að maðurinn hafi gert mitt áhugamál að sínu.
Sigríður: Hvað gerir það að verkum að þú sækir í þetta?
Bryndís Svavarsdóttir: Það er svo gaman að ferðast. Maður sér náttúrulega alveg rosalega mikið þegar maður hleypur um hérna hverfin. Ég hef alveg tíma til þess að líta í kringum mig sko. Ég er svo hæg. |
Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hefur fært sig upp á skaftið sem ljósmyndari. Á dögunum hélt hann sýningu á Íslendingaslóðum í Kanada og á laugardag opnar hann sýningu með landslagsmyndum úr Skorradal.
Þótt bækur séu ær og kýr Jóhanns Páls Valdimarssonar útgefanda hefur hann verið virkur áhugaljósmyndari frá unglingsaldri. Á liðnum árum hefur hann fengið útrás með höfundar- og kápumyndum á bókum Forlagsins. Nú hefur hann hins vegar stigið næsta skref og haldið sínar fyrstu einkasýningar. Sú fyrri opnaði í Manitoba í Kanada á sjálfan þjóðhátíðardaginn, þar sem Jóhann sýndi portrettmyndir af íslenskum af höfundum og landslagsmyndir. Á laugardag opnar Jóhann Páll sína fyrstu einkasýningu hér á landi í Galleríi Fjósakletti að Fitjum í Skorradal.
„Skorradalur hefur verið svo að segja mitt annað heimili undanfarin ár," segir Jóhann. „Ég hef tekið ótal myndir hér í dalnum og nágrenninu og tók saman úrval mynda sem verða til sýnis í allt sumar."
Allur ágóði af sölu myndanna á sýningunni rennur til stuðnings á endurgerð Pakkhússins í Vatnshorni, elsta hússins í Skorradal.
„Já, athugaðu að þetta er ekki bara montsýning fyrir mig," segir Jóhann og hlær. „Pakkhúsið á sér mjög merka sögu, kemur meðal annars mikið við sögu í bókinni Svipþing, endurminningum Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. Húsið er mikil prýði fyrir sveitina og ég vona að þessi litla sýning mín komi að einhverju gagni við endurgerð þess." Einungis verður seld ein prentun af hverri mynd.
Spurður hvort hann sjái stundum eftir því að hafa ekki tekið sér ljósmyndunina fyrir hendur frekar en útgáfuna, segir Jóhann svo ekki vera.
„Bækurnar hafa alltaf átt hug minn allan en ljósmyndunin verið ástríðufullt áhugamál, sem hefur æxlast svo skemmtilega að það er orðið hluti af vinnunni."
Sýning Jóhanns að Fitjum stendur til 10. september.
bergsteinn@frettabladid.is |
Gjögur flugvöllur verður lagður bundnu slitlagi í ár og bætir það nokkuð samgöngur í Árneshreppi á Ströndum. Meira þarf þó ef duga skal, segir sveitarstjóri.
Flugfélagið Ernir flýgur til og frá Gjögri í Árneshreppi á Ströndum tvisvar í viku yfir veturinn en einu sinni í viku á sumrin. Á þeim flugvöllum sem þjóna áætlunarflugi í dag er Gjögur flugvöllur sá eini í landinu sem ekki er með bundnu slitlagi en það stendur til bóta.
Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum: Já það er, það er búið að bjóða út malbikun á flugvellinum eða setja bundið slitlag á flugvöllinn og ef það verður framkvæmt þá náttúrulega þýðir það að það verður hægt að fljúga hérna á betri vélum eða, eða stærri vélum og við ættum að vera með öruggari samgöngur heldur en hefur verið. Ég myndi halda það.
Það sem íbúar Árneshrepps vilja hins vegar fá er samgöngur á landi allt árið um kring eins og aðrir landsmenn.
Oddný Þórðardóttir: Það er náttúrulega það sem við erum að reyna að berjast fyrir. Við þurfum náttúrulega að fá bara samgöngur alla, allan ársins hring eftir veginum. Það er bara, er bara framtíðin. Það er krafa sem fólk gerir og fólk vill, vill ekki búa við það að geta ekki farið á, á einkabílnum. Mjög dýrt að fljúga ef þú ert með fimm manna fjölskyldu. Það er dýrt að fljúga og vera bíllaus fyrir sunnan. |
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og keppinautur hans, Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hafa í dag og í gær kennt hvor öðrum um stigmagnandi ofbeldi í Portland borg í Oregon.
Hörð átók mótmælendahópa, stuðningsmanna forsetans og lögreglu hafa geisað í borginni undanfarna daga. Nýliðna helgi var maður skotinn til bana þegar til átaka kom á milli stuðningsmanna forsetans og mótmælenda á vegum Black Lives Matter hreyfingarinnar.
Sjá einnig
Alríkislögreglumennirnir yfirgefi Portland
Bandaríkjaforseti fór í gær hörðum orðum um borgarstjórann Ted Wheeler á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann sakaði hann um að gefa grænt ljós á „dauða og eyðileggingu“ eigin borgar. Hann segir borgarbúa þrá „lög og reglu“ sem borgarstjórar Demókrataflokksins, líkt og Wheeler, og Joe Biden muni aldrei geta veitt þeim.
Í tilkynningu vegna málsins segir Biden að ofbeldið í Portland sýni svart á hvítu hvernig Bandaríki forsetinn standi fyrir.
„Trump getur trúað því að það að tísta um lög og reglu geri hann sterkan, en brestur hans á því að kalla eftir því að stuðningsmenn sínir hætti að sækjast eftir áflogum, sýnir hve veiklykndur hann er.“
Í frétt BBC um málið kemur fram að lögreglan hafi enn ekki gefið upp nafn mannsins sem skotinn var um helgina. Stofnandi hægri öfgahópsins „Patriot Prayer,“ sem er meðal stuðningshópa Trump, fullyrðir að maðurinn sem hafi látist hafi heitið Aaron „Jay“ Danielson, og að hann hafi verið góður vinur sinn.
Til átakanna kom eftir að um þúsund stuðningsmenn Trump þustu á um sexhundruð bílum niðrí miðbæ Portland. Samkvæmt lögreglunni voru tíu manns handteknir í óeirðunum. |
Samantekt Minningavinna (reminiscence) er tiltölulega nýtt verkfæri í öldrunarþjónustu á Íslandi. Hún hefur hins vegar verið við lýði í nær þrjá áratugi í þeim löndum sem við sækjum mest til um fyrirmyndir, svo sem Bandaríkjum, Bretlandi og Skandinavíu. Mikil umræða hefur farið fram og talsvert af rannsóknum verið gerðar. Það er að mínu mati mikilvægt að starfsfólk í íslenskri öldrunarþjónustu kynni sér þessa umræðu, læri af reynslu annarra og geti því forðast ýmis mistök. Nokkur mikilvæg atriði að mínu mati eru: • Tilgangur minningavinnu þarf að vera ljós. Skilgreina þarf áherslur og markmið. • Minningavinna með skjólstæðingum á að byggjast á þörfum þeirra. Hún má ekki vera eitthvað sem gert er til að sýna að „við erum með minningavinnu“ eða til að fylla upp í dagskrá. Nálgunin býður þó upp á töluverðar breytingar, bæði fyrir skjólstæðinga, aðstandendur og starfsfólk. Eigi slíkt að nást þarf hún að vera notuð í daglegu starfi með skjólstæðingum, en ekki í einangruðum hópum með utanaðkomandi stjórnendum. • Minningavinnu má nota með öllum skjólstæðingum sem metið er að geti haft gagn af henni. Hún er ekki sérstaklega fyrir minnisskerta, eins og ég hef orðið vör við að margir halda. Það má telja nokkuð eðlilegt að öldrunarspítalinn á |
Hugsmíðahyggjan gengur út frá því að þekking verði til þegar reynsla manna gefur henni merkingu (Lightfoot, C., Cole, M., Cole, S. R., 2009). Piaget lagði áherslu á að börn byggja upp þekkingu sína með virkni og þannig reyna þau að ná valdi á umhverfi sínu og Vygotsky lagði ennfremur áherslu á að barnið lærði í gegnum félagsleg samskipti og að mikilvægt væri að kennarinn leiðbeindi barninu í náminu (Lightfoot, C. o.fl., 2009). Piaget sagði að líta ætti á kennara og nemendur sem samstarfsmenn þar sem gagnkvæm virðing og tillitssemi væri í hávegum höfð. Til að efla vitsmunaþroska þá ættu nemendur að fá tækifæri til að handleika hluti og gera tilraunir (Hafdís Guðjónsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir og Árdís Ívarsdóttir, 2005). Dewey lagði áherslu á að líta ætti á nám sem leit en ekki sem fyrirfram skilgreind markmið (Gestur Guðmundsson, 2008). Þær námsleiðir sem nemendum standa til boða skipta því meira máli en námsmarkmiðið sjálft, samkvæmt Dewey. Hann lagði ennfremur áherslu á að nám væri virkt ferli eða, „learning by doing“, þar sem börn læra með því að vera virkir þátttakendur í námsferlinu frekar en að vera óvirk í skólastofunni og taka á móti upplýsingum frá kennaranum (Gestur Guðmundsson, 2008). Dewey lagði ennfremur áherslu á að uppspretta menntunar væri í raun reynsla barnsins. Hann beindi sjónum sínum að þjálfun hugsunar og færni og vildi meina að málið væri verkfæri til að hugsa og að í samskiptum við félaga sína læra nemendur að tjá hugsanir sínar, hlusta á athugasemdir þeirra og gagnrýna. Dewey taldi að frjáls tjáskipti og skoðanaskipti ættu við í kennslu (Hafdís Guðjónsdóttir o.fl., 2005). Dewey fannst samfélagið ekki veita einstaklingum næg tækifæri til að að rækta hæfileika sína og það væri því hlutverk skólanna að skapa mönnum tækifæri til að efla og þroska hæfileika sína til að geta tekið þátt í lýðræðissamfélagi (Gestur Guðmundsson, 2008). Að því leiðir að skólarnir kenna ekki aðeins nemendum ákveðið námsefni heldur gegna þeir veigamiklu hlutverki í að koma einstaklingum til manns þar sem í skólunum fá nemendur tækifæri til að þroskast og þjálfa sína hæfileika. Samkvæmt ofangreindum kennismiðum er ljóst að nemendur þurfa að vera virkir í námi sínu til að ná árangri og mikilvægt er að þeir fái sjálfir að þreifa sig áfram í þekkingarleit sinni með aðstoð kennarans og samnemenda sinna. Námsumhverfið þarf að bjóða upp á tækifæri fyrir nemendur til að fá að rannsaka uppá eigin spýtur fjölbreytt viðfangsefni og gefa nemendum tækifæri til að læra hvert af öðru með því að tjá skoðanir sínar og hlusta á aðra. Skólinn og þær námsleiðir sem nemendum standa til boða í skólastofunni eru því mikilvægur þáttur í að búa nemendum umhverfi sem er þroskandi og hvetur nemendur til að efla hæfileika sína. Út frá þessu má sjá að mikilvægt er að kennarinn geri sér grein fyrir því að það er margt ólíkt í bakgrunni nemenda og þeir þurfa ólík stuðningskerfi og ólíkar aðferðir og leiðir til að geta þróað og dýpkað skilning sinn, og þar með orðið fullgildir þátttakendur í skólastarfinu. 1.2 Kennsluhættir og vinnubrögð Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2006) bera kennarar faglega ábyrgð á að viðhafa kennsluhætti og vinnubrögð sem bera tilætlaðan árangur í skólasamfélaginu. Kennsluaðferðir skulu stuðla að jafnrétti og mega ekki mismuna nemendum með neinum hætti. Kennsluaðferðir og vinnubrögð skulu taka mið af aldri, þroska og getu nemenda sem í hlut eiga hverju sinni. Hverjum skóla er skylt að koma til móts við þarfir allra nemenda og laga námið að þörfum þeirra. Ennfremur kemur fram í Aðalnámskrá grunnskóla (2006): Aðalnámskrá grunnskóla gerir ráð fyrir að þorri nemenda eigi að geta náð flestum markmiðum námskráarinnar á sama tíma. Ljóst er þó að einhver hluti nemenda ræður vel við fleiri og flóknari markmið en aðrir þurfa lengri tíma og laga þarf námið sérstaklega að þeim. Markmið aðalnámskrár eiga því hvorki að skoðast sem hámark né lágmark. Það er skylda hvers skóla að laga námið sem best að hverjum einstaklingi. Nemendur eiga rétt á viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Út frá þessu má sjá að það er mikilvægt að allir einstaklingar í skólasamfélaginu fái jafngild tækifæri og stuðlað sé að virkri þátttöku allra nemenda. Námið þarf að skipuleggja með þeim hætti að allir geti tekið þátt og að allir nemendur í fjölbreyttum nemendahópi geti náð markmiðum sínum. Taka verður tillit til hvers einstaklings en einnig alls hópsins. Til að þetta geti átt sér stað þá þarf að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og fara fjölbreyttar leiðir. Í grein Sólveigar Karvelsdóttur og Hafdísar Guðjónsdóttur (2010), Raddir kennara sem kenna fjölbreyttum nemendahópum, kemur fram að þróun samfélagsins hefur mikil áhrif á starf kennara. Þar segir að kennarar tala um að starf þeirra taki stöðugum breytingum og verði sífellt flóknara og ennfremur að fjölbreytni í nemendahópum hafi aukist síðustu áratugi einkum hvað varðar, þjóðerni, menningu, tungumál og trúarbrögð (Hafdís Guðjónsdóttir og Sólveig Karvelsdóttir, 2010). Það er því ljóst að í flóknu samfélagi eins og okkar er nauðsynlegt fyrir kennara að afla sér upplýsinga um fjölbreyttan nemendahóp sinn til að geta notað kennsluaðferðir sem taka mið af margbreytilegum þörfum nemendanna. Í bók Ingvars Sigurgeirssonar (1999), Litróf Kennsluaðferðanna er kennsluaðferð skilgreind sem: „það skipulag sem kennarinn hefur á kennslu sinni, samskiptum við nemendur, viðfangsefnum og námsefni í því skyni að nemendur læri það sem að er keppt“ (Ingvar Sigurgeirsson, 1999). Þegar kennari velur kennsluaðferðir þarf hann að huga að þeim ákvæðum sem eru í Aðalnámskrá og að því hvernig hann skipuleggur kennsluna til að ná fram námsmarkmiðum (Hafdís Guðjónsdóttir, o.fl., 2005). Einnig þarf hann að huga að fjölbreytni svo kennslan haldist áhugaverð og ennfremur þarf kennsluaðferðin að falla að persónuleika kennarans. Mikilvægt er að kennarar geri sér grein fyrir meginforsendum þeirra kennsluaðferða sem þeir kjósa að nota svo að þeir velji þá aðferð sem þeim hentar best hverju sinni (Ingvar Sigurgeirsson, 1999). Best er ef kennarar og nemendur ákveða í sameiningu þær námsleiðir sem henta til að ná námsmarkmiðunum. Þannig að kennarar bjóði upp á kennslu sem höfðar til nemenda og sé hvetjandi fyrir þá (Hafdís Guðjónsdóttir, o.fl., 2005). Það er ljóst að kennarar þurfa að þekkja margar ólíkar kennsluaðferðir til að geta brugðist við fjölbreyttum nemendahópi, en einnig að gæta þess að nota kennsluaðferðir sem hentar þeim sjálfum. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2006) ber skólum og kennurum að fylgjast með að nemendur nái námsmarkmiðunum og taki þeim framförum sem skólinn og námskráin setja þeim. Með námsmati aflar kennarinn upplýsinga um námsgengi nemenda sinna og hafa foreldrar og forráðamenn rétt á að fá aðgang að þeim upplýsingum. Til þess að ganga úr skugga um að verið sé að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp er nauðsynlegt að matsaðferðir séu fjölbreytilegar og matið fari fram jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmatið skal vera sanngjarnt gagnvart öllum nemendum, heiðarlegt og fordómalaust. Úrlausnir námsmats verða því að byggja bæði á formlegu og óformlegu mati kennara og vera bæði bóklegt og verklegt (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Námsmat þarf að endurspegla helstu áherslur í kennslu og einnig að hafa hvetjandi áhrif á nemendur. Ennfremur er mikilvægt að námsmatið sé leiðbeinandi og hjálpi nemendum í fjölbreyttum nemendahópi að bæta færni sína (Hafdís Guðjónsdóttir munnleg heimild, 6. september 2010). Kennari þarf því að nota fjölbreyttar aðferðir við kennslu sína og einnig fjölbreyttar aðferðir við að meta nám nemenda, á þann hátt geta nemendur fengið ólíkar leiðir til að sýna færni sína og ýtir þetta undir mikilvægi ólíkra hæfileika nemenda. Námsumhverfi yngstu nemenda í grunnskóla þarf að vera námshvetjandi, hlýlegt, öruggt og taka mið af þörfum sérhvers einstaklings. Nemendur með sérþarfir þurfa sumir hverjir á aðlögun á umhverfi skólastofunnar að halda og tryggja þarf aðgengi þeirra að námsgögnum. Námsgögnin þurfa að vera staðsett þannig að nemendur geti nálgast þau auðveldlega og að þau séu vel merkt. Þetta auðveldar kennaranum að þurfa ekki alltaf að ná í námsgögnin heldur sjá nemendur um það sjálfir. Það veitir þeim ábyrgðartilfinningu að finna að þeim sé treystandi til að sækja sjálf þau gögn er þau þurfa að nota hverju sinni. Nemendur koma úr vernduðu umhverfi leikskólans yfir í stærra og flóknara umhverfi grunnskólans og því þarf að hafa það í huga við hönnun skólastofunnar (Hafdís Guðjónsdóttir munnleg heimild, 6. september 2010). Við skipulag kennslu þarf kennari að gera námskrá fyrir sinn bekk, sem tekur mið af nemendahópnum. En áður en kennari getur hafið það ferli þarf hann að afla upplýsinga um nemendur svo hann geti byggt ofan á þá færni sem nemendur hafa fyrir og sett markmið fyrir hópinn. Kennarinn þarf að afla upplýsinga um börnin, skrá hjá sér og setja námsmarkmið út frá upplýsingunum. Kennarinn þarf að vita hverjir styrkleikar og veikleikar nemendanna eru til að sjá hvar nemandinn þarf aðstoð. Það þarf að skrá áætlaða framkvæmd, hvað verður gert, hvenær og hvernig. Því betri undirbúningur, því meiri líkur eru á að framkvæmdin sé góð (Hafdís Guðjónsdóttir munnleg heimild, 6. september 2010). Það er því ljóst að það er að mörgu að hyggja þegar kemur að því að velja kennsluaðferðir, huga að námsmati og aðlaga námsumhverfið að fjölbreyttum nemendahópi. Með því að afla upplýsinga um nemendur og huga að ákvæðum í námskrám getur kennari komið fram með þær aðferðir sem henta hverjum og einum og þannig náð fram því besta í hverjum nemanda. Góð þekking kennara á kennsluháttum og kennslufræðum gera honum kleift að auka þátttöku allra nemenda og stuðla þannig að jöfnum tækifærum. 1.3 Samskipti kennara við samstarfsaðila Kennsluaðferðir og námsmat eru mikilvægur þáttur í skólastarfi, og það sama gildir um samvinnu og samskipti kennara við samstarfsaðila, en sá liður skipar stóran sess í starfi kennarans. Kennarar eiga í stöðugum samskiptum við nemendur, foreldra þeirra, samkennara, skólastjórnendur og aðra starfsmenn skólans. Mikilvægt er að samskiptin gangi vel fyrir sig og að allir þekki sitt hlutverk í skólastarfinu til að allir eigi möguleika á að ná fram markmiðum sínum. Þegar nemendur með sérþarfir eru í almenna skólakerfinu þarf að finna út hvers kyns stuðningi þeir þurfa á að halda til að geta stundað námið. Í reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla (2010) kemur fram að það er á ábyrgð skólastjórnenda að huga að því hvort í skólanum séu nemendur sem hafa sérþarfir og þurfi á stuðningi í námi að halda. Skal skólastjóri hafa forgöngu um að skipulagður sé stuðningur við nemendur með sérþarfir samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir um barnið. Ennfremur ber skólastjóri ábyrgð á að skipulag stuðnings og mat á sérþörfum nemendanna fari ávallt fram í samráði við kennara, sérkennara og foreldra barnsins og að leitað sé til annara fagaðila ef þörf krefur (Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010). Það kemur hinsvegar í hlut umsjónakennara, sérkennara eða annara kennara að sinna stuðningi við nemendur með sérþarfir. Samkvæmt 10. grein í lögum um grunnskóla (2008) skal árlega vinna að áætlun um stuðning í námi þeirra nemenda sem þess þurfa. Í áætluninni skal tekið mið af annarri þjónustu við nemendur með fötlun (Lög um grunnskóla nr. 91/2008). Til að koma til móts við þarfir nemenda með sérþarfir skal gera rökstudda einstaklingsáætlun fyrir þá sem er byggð á upplýsingum um heildaraðstæður nemanda og skal taka mið af mati á stöðu þeirra í námi og þroska. Námskráin skal endurskoðuð reglulega eins og þörf er á í samráði við foreldra og nemendur (Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010). Það er því ljóst að til að hægt sé að sinna öllum nemendum vel í almenna skólakerfinu þá þurfa starfsmenn skólans að vinna náið saman og eiga gott samstarf. Það er á ábyrgð skólastjórnenda að koma af stað stuðningsferli fyrir nemendur með sérþarfir en það er oft hlutverk umsjónarkennara að framfylgja áætlunum og fylgjast með þroska og þróun nemandans. Samvinna milli starfsfólks er því stór hluti af kennarastarfinu sem ekki má vanmeta. Samvinna heimilis og skóla gegnir einnig veigamiklu hlutverki fyrir velferð nemenda og til að tryggja þátttöku allra í skólastarfinu. En eins og fram kemur í Aðalnámskrá grunnskóla (2006) þá má finna þrjá hópa fólks í skólaumhverfinu en það eru nemendur, starfsmenn skólans og svo foreldrar/forráðamenn. Mikilvægt er að þessir hópar starfi saman að málefnum er varða skólann og komist að sameiginlegum markmiðum. Í heftinu Aukin gæði náms (1999) er fjallað um samvinnu og ábyrgð allra hagsmunahópa til að skólasamfélagið virki. Þar kemur fram að rannsóknir styðja þá hugmynd að kennslustarf þar sem mikið samráð er milli allra hagsmunahópa sé mun skilvirkara en hjá þeim sem hafa lítið sem ekkert samráð sín á milli (Rúnar Sigþórsson, Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og Mel West, 1999). Í Aðalnámskrá (2006) kemur einnig fram að gott samstarf á milli foreldra og kennara sé mikilvægt fyrir velferð barnsins þar sem það eykur líkur á vellíðan barnsins og árangur þess í námi (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Síðustu ár hefur áherslan á þátttöku foreldra í skólastarfi aukist til muna. Það má einkum sjá af því að í lögum um grunnskóla frá árinu 1995 kom orðið foreldrar aðeins fram 23 sinnum en árið 2008 kom það 64 sinnum fyrir (Nanna Kristín Christiansen, 2010). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir mikilvægi samstarfs heimila og skóla og kostum þess að foreldrar og kennarar vinni saman að menntun og uppeldi barna. Foreldrar eru helstu áhrifavaldar í lífi barna sinna en börn verða einnig fyrir miklum áhrifum af þeim aðilum sem þau umgangast í skólaumhverfinu enda eyða þau þar löngum stundum. Í bók Nönnu Kristínar Christiansen, Skóli og skólaforeldrar (2010) kemur fram að mikilvægt sé að það ríki ákveðið jafnvægi á milli námsfærni nemenda og persónulegra og félagslegra þátta þeirra. Til að auka líkur á að nemendur nái hámarks árangri í námi þá þarf að huga að almennri líðan þeirra og þar gegna foreldrar veigamiklu hlutverki. Draga þarf úr kvíða barnsins, rækta þarf með því félagsþroska, þjálfa það í samvinnu, stuðla að sjálfstjórn þess, þrautseigju, ástundun, framkvæmdavilja, þátttöku í lýðræðislegum ákvörðunum, sköpunargleði og siðferðilegum gildum. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að erfitt sé að ná fram þessum árangri öðruvísi en með aðstoð foreldra og forráðamanna. Þetta sýnir hversu mikilvæg aðkoma foreldra er að námi og starfi barna og talið er að eitt mikilvægasta viðfangsefni grunnskóla framtíðarinnar verði að finna leiðir til að virkja foreldra til aukins samstarfs við skólana (Nanna Kristín Christinasen, 2010). Það er því ljóst að margir þættir í umhverfi barnsins hafa áhrif á námsárangur þess, þroska og vellíðan og geta foreldrar haft mikil áhrif á gengi barna sinna í námi með því að koma að skólastarfinu með einum eða öðrum hætti. Samstarf heimila og skóla er sá þáttur í starfi skólans sem vert er að virkja og hvetja þarf foreldra og forráðamenn til þátttöku í skólastarfinu til að stuðla að velgengni allra nemenda í skóla án aðgreiningar. Samráð milli hópa innan skólasamfélagsins, það er foreldra, nemenda og starfsmanna skólans, er líklegt til að skila öflugra skólastarfi og ánægðari einstaklingum innan skólasamfélagsins. 1.4 Fagmennska kennara Eins og fram hefur komið er eitt af mikilvægustu viðfangsefnum í skólastarfi í dag að mæta þörfum fjölbreytts nemendahóps. Ef kennari gerir sér grein fyrir að nemendur hafa fjölbreyttar þarfir og að væntingar og áhugi þeirra er mismunandi þá auðgar það skólastarfið og um leið eykur það námstækifærin fyrir nemendur (Hafdís Guðjónsdóttir munnleg heimild, 6. september, 2010). Í uppeldis- og skólastarfi skiptir fagmennska og eiginleikar kennara og annarra starfsmanna skólans miklu máli og ekki má gleyma að kennarinn er fyrirmynd nemenda sinna og því mikilvægt að hann hafi það í huga í öllu sínu viðmóti og umgengni við þá. Þau gildi sem eru viðhöfð í daglegum samskiptum kennara og nemenda í skólanum eru mikilvæg fyrir börnin. Einnig skiptir viðhorf kennarans til margbreytileikans miklu máli. Lítur kennarinn á fjölbreyttan nemendahóp sinn sem vandamál eða tækifæri? Kennarastéttin er fagstétt þar sem þess er krafist að unnið sé af fagmennsku. Kennurum ber svo að gera til að ramminn utan um starfið sé á faglegum grunni reistur en ekki á tilfinningagrunni. Til dæmis getur kennari ekki í skjóli þess að hann sé illa sofinn komið fram við nemendur eins og honum sýnist. Kennarar þurfa í sínu starfi að geta rökstutt athafnir sínar faglega og siðferðislega og geta réttlætt val sitt og forgangsröðun. Ennfremur þarf túlkun kennarans á sínu starfi að vera í samræmi við stefnu skólans, markmið og gildi (Hafdís Guðjónsdóttir munnleg heimild, janúar 2011). Stutt er síðan kennarar settu sér siðareglur en þær voru settar fram til að efla fagmennsku kennara og styrkja fagvitund þeirra (Siðareglur kennara, 2002). Siðareglur eru mikilvægar fyrir hverja fagstétt því þær minna á hvernig vinna skuli störfin svo þau stangist ekki á við almenn siðferðisgildi í samfélaginu. Ennfremur minna þær á grundvallarhugsjón starfsins (Halla Jónsdóttir munnleg heimild, 27. janúar 2011). Siðareglur kennara fjallar um þau gildi sem kennarar þurfa að hafa að leiðarljósi í starfi sínu. Kennari skal ávallt hafa almenn siðferðisgildi í huga og getur aldrei beitt aðferðum í kennslu sem stangast á við viðhorf samfélagsins. Siðareglur kennara eru til að efla fagvitund þeirra og fagmennsku og eru til að leiðbeina þeim í starfi. Ef upp koma ágreiningsmál þá beina siðareglur kennarastéttarinnar þeim í viðurkenndan farveg og sjá til þess að á þeim sé tekið (Siðareglur kennara, 2002). Samkvæmt siðareglum kennara ber kennurum að huga ávallt að jafnrétti allra nemenda og skulu þeir vinna gegn fordómum og mega aldrei mismuna nemendum eins og t.d. vegna trúarbragða, þjóðernis eða kyns. Réttlæti, lýðræði og almenn mannréttindi er það sem kennarar þurfa að huga að og mikilvægt er fyrir þá að bera virðingu fyrir margbreytileikanum og taka tillit til hvers einstaklings. Mikilvægt er því að kennarar kynni sér réttindi barna og siðareglur kennara sem þeir svo hafa að leiðarljósi í sínu starfi. Hlutverk kennara í nútíma samfélagi er margslungið og samanstendur af mörgum ólíkum þáttum. Hægt er að segja að kennarastarfið sé lifandi og óútreiknanlegt starf þar sem að mörgu er að hyggja og margar ákvarðanir að taka. Mikilvægast er fyrir kennarann að muna að frumskylda hans skal ávallt vera hjá nemendum sínum, en það er fyrsta reglan í Siðareglum kennara: „Kennarar vinna að því að mennta nemendur og stuðla að aðhliða þroska þeirra með fræðslu, uppeldi og þjálfun“ (Siðareglur kennara, 2002). 2. Nemendur 2.1 Réttindi barna Ísland er hluti af alþjóðlegu samfélagi sem hefur komið sér saman um hvaða réttindi öll börn skulu njóta. Þessi réttindi hafa verið tekin saman í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (1992) en hlutverk hans er að standa vörð um réttindi allra barna. Sáttmálinn leggur áherslu á að réttur barna sé tryggður og að ekki skuli mismuna einstaklingum. Í sáttmálanum kemur fram að: Aðildarþjóðir sáttmálans skulu tryggja rétt allra barna án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annara aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, I. hluti, 2. grein, 1992). Mikilvægt er að kennarar og aðrir starfsmenn skólans þekki inntak sáttmálans og fari eftir honum til að tryggja að réttur allra barna sé í hávegum hafður í skólasamfélaginu. Ennfremur hafa íslensk yfirvöld undirritað samning á vegum Sameinuðu þjóðanna sem nær til réttinda fólks með fötlun. Skrifað var undir þann samning þann 30. mars árið 2007, en hann bíður nú staðfestingar og verði hann samþykktur verður hann lögbundinn. Fari svo að samningurinn verði bundin í lög má ætla að hann hafi mikil áhrif á réttindabaráttu fatlaðra. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (2007) fjallar um fjölmarga þætti sem varða þátttöku fatlaðra í samfélagi og hvaða skilyrði samfélagið þarf að uppfylla til að fólk með fötlun standi jafnfætis ófötluðum. Fjallað er um rétt fatlaðra til menntunar og er þar tekið í sama streng og í Barnasáttmálanum (1992), það er að allir einstaklingar eiga rétt á menntun óháð fötlun eða öðru. Þar er einnig sérstaklega fjallað um rétt nemenda með fötlun til að sækja menntun innan hins almenna skólakerfis og að stefna skuli að því að koma á skóla án aðgreiningar á öllum skólastigum (Samningur um réttindi fatlaðs fólks, 2007). 2.2 Nemendur með sérþarfir Lög um grunnskóla fjalla um hlutverk skólans, og koma meðal annars inn á rétt nemenda til náms og hlutverk starfsmanna skólans til að tryggja þann rétt (Lög um grunnskóla nr. 91/2008). Í fjórða kafla í lögum um grunnskóla, þeim er varðar nemendur, fjallar 17. grein um nemendur með sérþarfir. Þar eru sérþarfir skilgreindar á eftirfarandi hátt: Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir (Lög um grunnskóla, 2008). Enn fremur kemur fram í þessum sama kafla í Lögum um grunnskóla (2008) að: Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis (Lög um grunnskóla, 2008). Af lögunum má greina að sérþarfir eru mjög vítt hugtak sem nær til margra og ólíkra þátta. Nemendur með sérþarfir eru því afar breiður hópur og þjónustan við þá að sama skapi mjög mismundandi eftir aðstæðum og getu hvers einstaklings. Innan hvers bekkjarhóps má því gera ráð fyrir fjölbreyttum þörfum og ólíkum einstaklingum sem þurfa á mismunandi kennslu að halda. 2.3 Lög og reglugerðir Í Aðalnámskrá grunnskóla (2006) er lögum og reglugerðum um grunnskóla gerð góð og ítarleg skil. Þar má finna nákvæmar útskýringar á því hvað felst í lögunum og með hvaða hætti þeim skuli fylgt eftir. Í almennum hluta Aðalnámsskrárinnar (2006) kemur skýrt fram að gerð er krafa til grunnskólans um að hann mæti þörfum allra nemenda og sé í stakk búinn til að taka á móti öllum nemendum. Þessi krafa er síendurtekin í ólíkum köflum og er nokkurs konar rauður þráður í gegnum alla námskrána. Strax í fyrsta kaflanum sem hefur yfirskriftina Grunnskólinn kemur fram að meginstefna grunnskóla eigi að vera „… sú að allir nemendur eigi þess kost að stunda nám í heimaskóla sínum“ (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006) Í næsta kafla, þeim er hefur yfiskriftina Hlutverk og markmið grunnskóla, er ítarlegar fjallað um þessa kröfu og kafað dýpra ofan í að grunnskólinn eigi að taka við öllum börnum og sjá þeim fyrir viðeigandi námstækifærum (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Þetta endurspeglast í Lögum um grunnskóla (2008) en fram kemur, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla (2006), að stefna stjórnvalda sé að nemendur með sérþarfir, þar með taldir fatlaðir, stundi nám með öðrum nemendum eins og kostur er (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006; Lög um grunnskóla nr. 91/2008). Í Aðalnámskrá grunnskóla (2006) er einnig fjallað um jafnrétti til náms og er það nefnt sem grundvallarviðmið í skólastarfi (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Þar er enn og aftur undirstrikuð sú sýn að allir nemendur eigi rétt á kennslu við hæfi. Þar er enn fremur fjallað um að jafnrétti til náms þýði ekki endilega að allir eigi að læra það sama eða njóta sömu úrræða, heldur að allir eigi að njóta sömu tækifæra og jafngildra úrræða. Einnig að það sé ábyrgð hvers skóla og skólayfirvalda hverju sinni að mæta ólíkum þörfum nemenda og finna viðeigandi lausnir fyrir einstaklinga (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Þarna kemur skýrt fram að hugmyndin um einstaklingsmiðaða kennslu og skóla án aðgreiningar á að ráða ríkjum innan veggja almennra grunnskóla. Það er að hver einstaklingur á að fá tækifæri til að sækja nám í sínum heimaskóla og að hans þörfum á að mæta með viðeigandi hætti. Þetta leggur áherslu á að forsendur hvers einstaklings til náms séu mismunandi og að það eigi að mæta þörfum einstaklingsins og aðlaga námið að honum. Það kemur fram í Aðalnámskrá grunnskóla (2006) að starfshættir grunnskólans eiga að byggja á þeirri sýn að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sbr. 2. grein nr. 91 í Lögum um grunnskóla (2008). Þannig eigi hver nemandi að fá tækifæri til að læra og þroskast í námshvetjandi umhverfi. Skólinn verður að geta tekið mið af ólíkum eiginleikum einstaklinga og komið til móts við þá með margskonar námsframboði sem eflir og þroskar hvern og einn nemanda. (Aðalnámskrá grunnskóla 2006; Lög um grunnskóla, nr. 91/2008). Hluti af því að búa til námshvetjandi umhverfi er að huga að því að ytra umhverfi skólans sé í stakk búið til að taka á móti öllum. Til að mynda húsnæði og leiksvæði nemenda þurfa að taka mið af ólíkum þörfum þeirra. Má nefna nemendur með hreyfihamlanir, en í slíkum tilvikum þarf að athuga hvað í umhverfinu hamlar því að þeir geti tekið þátt í skólastarfi og verið þátttakendur í námshvetjandi umhverfi. Til dæmis þarf að skoða hvort þröskuldar hamli aðgengi nemenda eða hvort stigar komi í veg fyrir aðgang þeirra að skólastofum. Í Lögum um grunnskóla (2008) kemur fram í 6. grein að í hverju sveitarfélagi skuli starfa skólanefnd sem beri skylda til að framfylgja lögunum. Þar er meðal annars fjallað um að hlutverk þessarar nefndar er að sjá um að „… jafnan sé fyrir hendi viðeigandi húsnæði til kennslu og annar aðbúnaður, þ.m.t. útivistar- og leiksvæði nemenda,…“ (Lög um grunnskóla, 2008). Auk þess má nefna að samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (2009), sem nefndur var að ofan, tekur á aðgengismálum fatlaðra. Þar er fjallað um að eitt af hlutverkum skóla, og annara opinberra bygginga, sé að tryggja að aðgengi innan byggingarinnar sé þannig að allir komist þar um og gera viðeigandi ráðstafanir í átt að því. Einnig þurfa skilaboð í byggingu skólans og á skólalóðinni að vera þannig að allir geti skilið þau, samanber skilti með t.d. með blindraleti eða á myndmáli (Samningur um réttindi fatlaðs fólks, 2007). Það má því áætla, líkt og kemur skýrt fram í fyrrgreindum reglugerðum, að skólinn sé fyrir alla nemendur og að það skuli vera réttur hvers nemenda að hann fái viðeigandi nám og að skólanum beri skylda til að sjá til þess að viðeigandi útbúnaður sé hafður í hverjum skóla til að mæta öllum þörfum og sérþörfum nemenda. 2.4 Umhverfið og félagslegur skilingur á fötlun Umhverfið gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að því að sinna nemendum með sérþarfir. Umhverfi skólans má skipta í innra og ytra umhverfi, innra umhverfið tekur mið af viðhorfum og reglum sem höfð eru að leiðarljósi í skólastarfi, en ytra umhverfið nær til umgjarðar skólans eins og til dæmis skólastofunnar. Dæmi um innra umhverfi geta verið þeir kennsluhættir sem beitt er í skólanum og hvort viðleitni til að mæta þörfum ólíkra nemenda sé til staðar. Dæmi um ytra umhverfi gæti verið uppröðun í skólastofu eða fjarlægð milli kennslustofa. Þessir þættir geta haft mikið að segja um hvernig staðið er að málum barna með sérþarfir. Eins og í dæminu sem tekið var að ofan um nemendur með hreyfihamlanir, má sjá að ytra umhverfið hefur mikið að segja um möguleika nemendanna til þátttöku í skólastarfi, en það sama gildir um innra umhverfið. Dæmi um slíkt gæti verið viðhorf kennara og viðleitni þeirra til að laga umhverfið að nemendum með hreyfihamlanir og finna viðeigandi lausnir á þeirra þörfum. Þröskuldar, sem hamla aðgengi þeirra hreyfihömluðu, eru þannig dæmi um ytra umhverfi en viðleitni til að finna lausn á málinu er dæmi um innra umhverfi. Ef þessir þættir eru skoðaðir út frá þeirri sýn á fötlun sem félagsleg líkön (e. social models) veita má sjá áhrif umhverfisins á möguleika fatlaðra til þátttöku. Félagslegur skilningur á fötlun snýst um samspil umhverfis og einstaklings. Litið er á fötlun þannig að gert er ráð fyrir að röskun eða fötlun einstaklings liggi ekki í vangetu hjá honum sjálfum heldur sé það umhverfið og samfélagið sem hamli. Félagslegur skilningur á fötlun felst því í að umhverfið geti haft gríðalega mikil áhrif á möguleika einstaklings með fötlun til þátttöku, til að mynda í skólastarfi. Í umhverfinu liggja ýmsar hindranir, þar á meðal félagslegar, sem takmarka getu einstaklinganna til þátttöku (Rannveig Traustadóttir, 2003). Norræna tengslalíkanið lítur einnig á fötlun í félagslegu samhengi, þannig er hugtakið fatlaður afstætt þar sem það er háð aðstæðum og félagslegu samspili hvers samfélags hverju sinni (Grétar L. Marinósson, 2007). Mótsvar við félagslegri sýn á fötlun myndi þá vera læknisfræðileg sýn sem beinir sjónum sínum að því sem er að hjá einstaklingnum. Þá er reynt að greina þá þætti sem valda vandamálum eða skilgreinast sem erfiðleikar hjá einstaklingnum og svo er reynt að finna meðferð eða lausn til að bæta eða vinna með þá þætti (Hermína Gunnþórsdóttir, 2010). Með því að skoða umhverfi skólans út frá þeirri sýn sem félagslegu líkönin veita, í stað læknisfræðilegrar sýnar, er verið að sýna fram á ábyrgð skólans og kennarans í að mæta nemendum með ólíkar þarfir. Það er hlutverk kennara og skólastjórnenda að sjá til þess að skólaumhverfið efli þátttöku allra barna og geri þeim öllum kleift að taka þátt í skólastarfinu. Eins og kom fram í umfjöllun um Aðalnámskrá grunnskóla (2006) er hlutverk skólans gagnvart börnum með sérþarfir skýrt. Það er krafa um að skólinn sinni öllum börnum og að komið sé til móts við þarfir þeirra (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006) Áætla má að auðveldara sé fyrir kennara að ná tökum á að sníða ytra umhverfið að þörfum nemenda sinna, en að það geti reynst flóknara fyrir hann að sinna innra umhverfinu. Það gæti reynst flókið að skilgreina alla þætti innra umhverfis, sem þurfa að taka mið af viðhorfum, gildum og viðleitni innan veggja skólans. Að sama skapi gæti reynst flókið að ná tökum á að breyta þeim öllum, ef slíkt þyrfti að gera. Það má þó gera ráð fyrir að mikilvægt sé að kennari byrji á að skoða innra umhverfið inni í kennslustofunni, hjá sjálfum sér og sínum nemendahópi. Eins og kemur fram í sýn félagslega líkansins geta hindranir umhverfisins verið margskonar og meðal annars félagslegar (Snæfríður Þóra Egilson, 2003). Það má því leiða líkur að því að kennari geti gert margt til að vinna með þessa þætti innan síns bekkjar. Til að mynda samskipti innan nemendahópsins sem gætu komið í veg fyrir að nemendur með sérþarfir einangrist félagslega vegna sinnar sérstöðu. Mikilvægt er að skoða virkni barna með sérþarfir út frá möguleika þeirra til þátttöku í skólastarfi innan kennslustofunnar. Með þátttöku í skólastarfi er átt við bæði þátttöku í námi og verkefnum en einnig félagsleg samskipti innan bekkjarhópsins. Snæfríður Þóra Egilsson (2003) gerði rannsókn á þátttöku nemenda með hreyfihömlun í nokkrum íslenskum skólum. Áhersla rannsóknarinnar er á umhverfið og er þátttaka nemenda skilgreind út frá kanadíska líkaninu um eflingu iðju. Líkanið skiptist í efnisheim, stjórnsýslu, samfélag og menningu. Þáttur samfélagsins snýst um félagsleg samskipti og tengsl, þar falla einnig undir samskipti innan hóps, til dæmis bekkjarhópa, sem grundvallast á sömu viðmiðum og gildum (Snæfríður Þóra Egilsson, 2003). Þar kemur fram að allir þátttakendur í rannsókninni, foreldrar og nemendur, telja að félagsleg samskipti séu það mikilvægasta í skólastarfinu. Þar kemur einnig fram að sjaldan var unnið markvisst að því að efla samskipti þess fatlaða við aðra nemendur í bekknum. Skortur var á skýrum markmiðum og þess vegna urðu tilraunir til eflingar samskipta gjarnan tilviljanakenndar og fátíðar (Snæfríður Þóra Egilsson, 2003). Stuðningur við hinn fatlaða nemanda, til dæmis í formi aðstoðarmanns, var yfirleitt inni í kennslustundum og í formlegu námi. Töldu þátttakendur að það skorti meiri stuðning í félagslegum aðstæðum, til dæmis úti í frímínútum þar sem tækifæri gefst til að taka þátt í leikjum með bekkjarfélögum. Þátttakendur nefndu að sjaldan væru þeir spurðir álits á því hvernig þeir vildu að stuðningi yrði háttað og í hvaða námsgreinum og/eða aðstæðum þeir teldu mikilvægast að þeim yrði veittur stuðningur (Snæfríður Þóra Egilsson, 2003). Af þessu má sjá mikilvægi þess að kennari sé meðvitaður um þátt félagslegra samskipta fyrir nemendur með sérþarfir. Kennarinn þarf að hafa áætlun og vinna markvisst að því að efla tengsl þessara nemenda við bekkjarhópinn. Einnig þarf kennarinn að greina þarfir nemendanna og finna út hvar og hvernig stuðningi við nemendur skuli háttað. Ofangreind rannsókn nær eingöngu til lítils hóps innan hóps nemenda með sérþarfir, og því ekki hægt að alhæfa um þarfir ólíkra hópa. Sérþarfir eru, eins og fjallað hefur verið um, vítt hugtak sem nær til margra ólíkra þátta. Það er hlutverk kennarans að meta þarfir nemendanna og út frá því vinna að því að laga umhverfið að þessum þörfum. Dæmið um nemendur með hreyfihömlun er gott þar sem nokkuð auðvelt er að ímynda sér hvaða þætti í ytra umhverfinu þyrfti að laga að nemendunum. En það væri einnig hægt að fjalla um margs konar aðrar og ólíkar raskanir og taka dæmi út frá þeim, til dæmis börn á einhverfurófinu. En eins og þekkt er, þá er margt í umhverfinu sem þarf að laga að nemendum á einhverfurófi, þessir nemendur hafa oft ríka þörf fyrir mjög fastmótað skipulag og þurfa áætlun sem breytist sjaldan. Einnig hafa þau oft mjög ólíka skynjun þannig að ýmis hljóð sem trufla yfirleitt ekki aðra nemendur geta hamlað þessum nemendum og verið þeim óþægileg (Umsjónarfélag einhverfra, e.d). Mergur málsins er sá að kennarinn þarf að mæta þörfum allra nemenda með sérþarfir og finna viðeigandi lausnir til að nemendurnir geti tekið þátt í skólastarfinu. Hluti af skólastarfinu er að efla félagsleg tengsl og sýnir rannsókn Snæfríðar Þóru Egilsson (2003) vel hversu mikilvægur nemendum og foreldrum þykir sá þáttur í skólastarfinu. Þetta viðhorf endurspeglast einnig í rannsókn sem stýrt var af Grétari L. Marinóssyni (2007) og kallast Tálmar og tækifæri. Rannsóknin fjallar um menntun nemenda með þroskahömlun á Íslandi og nær til allra skólastiga og eru þátttakendur starfsfólk og foreldrar. Þar kemur fram að félagsleg tengsl nemendanna eru bæði starfsmönnum og foreldrum mjög hugleikin, sérstaklega höfðu þessir aðilar áhyggjur af félagslegri einangrun nemendanna (Grétar L. Marinósson, 2007). Niðurstöður úr spurningakönnunum sýna að foreldrum og starfsfólki ber ekki alltaf saman um umfang samskipta nemendanna við ófatlaða nemendur. Foreldrar virðast halda að félagsleg samskipti barna sinna við ófatlaða nemendur séu meiri en starfsfólk telur. En hafa verður í huga að margir starfsmenn töldu ekki hægt að svara þessari spurningu fyrir hópinn í heild sinni því munurinn væri mikill á milli einstaklinga. Nefna hóparnir að frumkvæði til samskipta komi oftast frá umsjónarkennurum eða sérkennurum (Grétar L. Marinósson, 2007). Þessar niðurstöður undirstrika þá ábyrgð sem kennarinn hefur í að skapa félagsleg tengsl barna með sérþarfir við aðra nemendur og það traust sem er sett á herðar kennarans. 2.5 Þátttaka á yngsta stigi grunnskólans Þátttaka nemenda með sérþarfir í almennum grunnskólum var könnuð í ofangreindri rannsókn, ritstýrðri af Grétari L. Marinóssyni (2007). Þar kemur fram að þátttaka nemenda með þroskahömlun í almennum hópum er mest á yngstu stigum grunnskólans og í leikskólum (Grétar L. Marinósson, 2007). Einnig kemur þar fram að tilfinning starfsfólks á síðari stigum grunnskólans sé að bilið milli nemenda með þroskahömlun og ófatlaðra nemenda breikki mikið með hverju árinu og verði erfiðara að brúa. Þannig aukist sérkennsla á síðari stigum grunnskólans fyrir þessa nemendur og þau eyði sífellt minni tíma með bekkjarhópnum sínum (Grétar L. Marinósson, 2007). Rannsakendur nefna að rök starfsfólks fyrir þessu breikkandi bili einskorðist við að vandamálin liggi hjá nemandanum, litið er á hann sem frávik frekar en að skoðað sé hvað í umhverfinu komi í veg fyrir þátttöku hans. Rannsakendur telja að starfsmenn leitist við að finna skammtímalausnir sem henti einstaklingum hverju sinni í stað þess að skoða hvaða lausnir geti dugað til frambúðar. Rannsakendur nefna svo félagsleg samskipti sem lykilatriði í velgengni og vellíðan þessara nemenda og möguleikum þeirra á áframhaldandi veru innan bekkjarhópsins (Grétar L. Marinósson, 2005). Af þessari rannsókn að dæma virðist sem áherslan í skólakerfinu sé frekar á læknisfræðilega sýn á fötlun fremur en á félagslegan skilning á fötlun. Í ljósi þessara niðurstaðna má því segja að tækifærin til að búa vel að félagslegum tengslum barna með sérþarfir séu á yngstu stigum grunnskólans. Með því að vinna markvisst að því að efla samskipti nemendahópsins og auka tækifæri nemenda með sérþarfir til þátttöku er hægt að auka líkur á áframhaldandi samskiptum út grunnskólann. Ábyrgðin liggur hjá kennaranum í að búa til góðan félagslegan grunn meðal nemendahópsins sem auðvelt er að byggja ofan á þegar líður á skólagönguna. 3. Skólastarfið 3.1 Skólastarfið í skóla fyrir alla Stefnan Skóli án aðgreiningar er yfirlýst menntastefna íslenskra yfirvalda og er bundin í lög, eins og fram hefur komið. Sýn Aðalnámskrá grunnskóla (2006), á nemendur með sérþarfir, hefur verið rakin hér að ofan, en þar kemur skýrt fram að það er á ábyrgð skólans að taka á móti öllum nemendum og veita þeim viðundandi námstækifæri (Aðalnámskrá grunnskóla, 2006). Grunnurinn að þeirri sýn sem endurspeglast í Aðalnámskrá grunnskóla (2006) var lagður árið 1994 þegar íslensk yfirvöld rituðu undir alþjóðlegan sáttmála sem kallast Salamanca yfirlýsingin. En það var gert á alþjóðlegri ráðstefnu, á vegum Sameinuðu þjóðanna, um menntun nemenda með sérþarfir sem haldin var í Salamanca á Spáni. Tilgangur ráðstefnunnar var að bregðast við breyttri réttindastöðu fatlaðra og efna fyrri heit áðurgerðra samninga um skólagöngu fatlaðra. Salamanca yfirlýsingin felur í sér nýjar hugmyndir um menntun nemenda með sérþarfir, sem byggir á þeirri sýn að allir nemendur eigi rétt á menntun og að skólum beri að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga. Þar er að sama skapi fjallað um þau tækifæri sem felast í að virkja stefnuna, skóli án aðgreiningar, inni í almennum skólum, en talið er að þannig megi best vinna gegn fordómum og búa til umhverfi sem fagnar fjölbreytileikanum. Ásamt sáttmálanum var útbúin rammaáætlun vegna nemenda með sérþarfir, sem hefur það markmið að gera stefnuna skóli án aðgreiningar að virkri stefnu grunnskólanna (Menntamálaráðuneytið, 1995). 3.2 Salamanca áætlunin Salamanca áætlunin (1994) um aðgerðir vegna nemenda með sérþarfir byggir á þeirri hugmynd að kennsla eigi að taka mið af þörfum nemendanna og að það þurfi að aðlaga kennsluna að þeim en að þeir þurfi ekki að aðlaga sig að kennslunni. Þá kemur fram að það sé hagur þjóðfélagsins og allra nemenda að læra saman í virku námsumhverfi sem leggur áherslu á fjölbreytileikann (Menntamálaráðuneytið, 1995). Áætlunin kemur inn á ólíka þætti sem hafa áhrif á grunnskólana og getu þeirra til að sinna nemendum með sérþarfir. Þar kemur fram að stefnumótun yfirvalda þarf að vera skýr og veita þarf skólunum nægilegt fjármagn til að sinna öllum nemendum og ólíkum þörfum þeirra. Skólarnir sjálfir ættu svo að sjá til þess að starfsmenn fái fræðslu og viðeigandi þjálfun, þannig starfsmenn skólans þrói með sér jákvætt viðmót gagnvart opnum skólum. Komið er inn á hlutverk skólans í að hafa námsefni sveigjanlegt og sjá til þess að verkefni séu við hæfi fyrir nám hvers og eins einstaklings, að sama skapi skal námsmat vera sveigjanlegt. Fjallað er um að skólinn geti gert margt með því að endurskoða skipulag sitt og vinna að endurbótum til að mæta breyttum áherslum í átt að opnum skóla (Menntamálaráðuneytið, 1995: 16-29). Auk þessara þátta er einnig komið inn á val og þjálfun starfsfólks. Fjallað er um að aukin áhersla þurfi að vera á kennslu nemenda með sérþarfir í menntun kennara. Einnig þarf að vinna að því að auka fræðslu meðal starfsfólks inni í skólum og efla endurmenntun meðal kennara og þannig stuðla að breyttum viðhorfum til skóla án aðgreiningar. Þá er komið inn á það að nemendur með fötlun þurfi að fá að vera í tengslum við fullorðið fólk með fötlun sem hefur náð árangri í lífinu. Þannig fái þau fyrirmyndir sem eru góð viðmið fyrir nemendurna og geta þannig sett sér markmið sem raunhæft er að ná. Skólar ættu því að reyna að ráða inn manneskju með fötlun sem getur verið þessi tengiliður í kennslu nemenda með sérþarfir. (Menntamálaráðuneytið, 1995: 30-31) Fjallað er um stoðkerfið sem grunnskólinn þarf að hafa í kringum sig til að starfa á árangursríkan hátt og hvaða þætti þarf að skoða til að efla þjónustu í heimabyggð. Þar er sérstaklega komið inn á þætti sem varða samhæfingu á þjónustu við nemendur með sérþarfir, það er að sérfræðingar og aðrir fagaðilar sem koma að málefnum barna með sérþarfir þurfa að vera tiltækir og aðgengilegir fyrir skólana. Með því að samþætta þjónustuna og gera hana heildræna má efla þjónustu heimabyggðarinnar og gera hana öflugri fyrir bæði skólana og fjölskyldur nemenda með sérþarfir sem nýta sér þessa þjónustu. (Menntamálaráðuneytið, 1995). Í Salamanca yfirlýsingunni (1994) kemur fram að ætlast sé til að hún sé höfð að leiðarljósi við stefnumótun yfirvalda í menntun nemenda. Menntamálaráðuneytið hefur staðfært áætlunina yfir á íslenskan veruleika sem á að fela í sér raunhæf markmið fyrir íslenska skólakerfið (Menntamálaráðuneytið, 1995). Það má sjá áhrif Salamanca yfirlýsingarinnar í Aðalnámskrá grunnskóla, þar sem sýnin á opna skóla og ólíkar þarfir nemenda er höfð í forgrunni. Hugsjónin í Salamanca yfirlýsingunni um að skólinn sé fyrir alla og að allir nemendur eigi rétt á viðunandi námstækifærum er því greinilega höfð að leiðarljósi í stefnumótun yfirvalda. Margt áhugvert kemur fram í Salamanca áætluninni og er vert að skoða þá þróun sem orðin hefur síðan yfirlýsingin var undirrituð, þá hvort markmiðum áætlunarinnar hafi verið náð eða hvaða hafi komið í veg fyrir það. Til þess að fá nákvæmar niðurstöður þyrfti að rannsaka þessa þætti gaumgæfilega en þó er hægt að taka nokkur dæmi úr íslensku samfélagi í dag. Skýrt kemur fram í Salamanca yfirlýsingunni og áætluninni, að gert er ráð fyrir því að ýmislegt þurfi að laga í skólakerfinu svo hægt sé að opna skólana fyrir öllum nemendum, samanber upptalninguna hér að ofan. Þar kemur skýrt fram að pólitískt umhverfi og breytingar á því umhverfi hafa mikil áhrif á skólastarf. Mjög nærtækt dæmi um slíkt eru áætlaðar breytingar á skólakerfinu sem meirihluti Reykjavíkurborgar hefur kynnt. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er ætlunin að sameina skólastarf leik- og grunnskóla að einhverju leyti, í þeim tilgangi að spara fjármagn án þess að skerða þjónustu skólanna. Fjármagn frá sveitarfélögum og ríkinu hefur því mikið að segja um hversu öflugt skólastarf getur orðið hverju sinni, en eins og fjallað hefur verið um hér ofar þá er gert ráð fyrir því í Salamanca yfirlýsingunni að veita þurfi nægt fjármagn til skólanna eigi þeir að geta sinnt öllum nemendum. Má þá bæta við að ýmsar endurbætur eru í þann mund að eiga sér stað í íslensku samfélagi sem eiga að vinna að því að gera þjónustu við einstaklinga með sérþarfir og þar með skólastarfið í skóla án aðgreiningar öflugra. Til dæmis má nefna að um síðustu áramót voru málefni fatlaðra færð frá ríki yfir til sveitarfélaga, þannig má segja að verið sé að stíga skref í átt að því að efla þjónustu í heimabyggð. Það er enn ekki komin næg reynsla á yfirflutninginn til að segja til um hvernig tókst til en vonin er sú að þetta muni reynast betur og gera þjónustuna samhæfðari og skilvirkari fyrir notendur. Í öðru dæmi um umbætur í átt að öflugra skólastarfi má nefna breytingar á menntun kennara á öllum skólastigum, en náminu á að breyta í fimm ára háskólanám í stað þriggja ára náms, og munu þá allir kennarar sem útskrifast vera með meistaraprófsgráðu. Leiða má líkur að því að með þessum breytingum verði til öflugri fagstétt og innan námsins skapist meira svigrúm til að opna augu verðandi kennara fyrir breyttum áherslum í skólastarfi. Það er greinilegt að vilji yfirvalda er til staðar fyrir opnum skólum og bættri þjónustu við nemendur með sérþarfir. En hvað er það þá sem kemur í veg fyrir að stefnan Skóli án aðgreiningar virki inni í hinum almennu grunnskólum? 3.3 Framkvæmd stefnunnar Skóli án aðgreiningar Hermína Gunnþórsdóttir (2010) gerði rannsókn á kennurum í skóla án aðgreiningar og bar saman kennara frá Íslandi og Hollandi. Í rannsókninni skoðaði Hermína hvaða skilning og hugmyndir kennarar hefðu um hlutverk sitt í skóla án aðgreiningar. Þar kemur fram að skoðanir og viðhorf kennara til stefnunnar eru mikilvægasti þátturinn í framkvæmd hennar. Hafi kennarar jákvæð viðhorf til stefnunnar, og þar með til fjölbreytileikans og ólíkra þarfa nemenda, er líklegra að stefnan gangi vel í framkvæmd (Hermína Gunnþórsdóttir, 2010). Íslenskir kennarar nefna að þeir séu meðvitaðir um rétt allra nemenda til náms og rétt þeirra til náms í sínum heimaskóla. Einnig kemur fram að þeir séu vel meðvitaðir um þá stefnumótun sem Lög um grunnskóla (2008) og Aðalnámskrá grunnskóla (2006) gera ráð fyrir. Það sem þeim finnst þó vanta til að stefnan Skóli án aðgreiningar geti orðið að veruleika er að fjallað sé um hugmyndafræði stefnunnar innan skólans og hvaða leiðir sé hægt að fara til að mæta þörfum nemenda með sérþarfir. Þeim þykir helst skorta stuðning frá skólastjórnendum og fræðslu um breyttar áherslur í skólakerfinu. Kennarar sem unnið hafa með nemendum með sérþarfir nefna að þeir leggi áherslu á sveigjanlegt nám og beri nemendur ekki saman við viðurkennd viðmið úr námskrá, heldur reyni frekar að vinna með þá þætti sem þeir telja gagnast nemendunum (Hermína Gunnþórsdóttir, 2010). Rannsókn Hafdísar Guðjónsdóttur og Jóhönnu Karlsdóttur (2010) rennir stoðum undir ofangreinda rannsókn Hermínu Gunnþórsdóttur (2010). Rannsókn Hafdísar og Jóhönnu fjallar um skipulag og framkvæmd stefnunnar Skóli án aðgreiningar og nær til fimm grunnskóla á Íslandi. Þar kemur fram, líkt og í fyrri rannsókninni, að viðhorf kennara til stefnunnar skiptir höfuðmáli við framkvæmd hennar. Jákvæð viðhorf meðal kennara til stefnunnar leiða til þess að auðveldara reynist að koma henni í framkvæmd. Þá kemur einnig fram að kennarar vilja fá tækifæri til gagnrýnnar umræðu sín á milli og vilja efla samvinnu milli starfsfólks (Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir, 2010). Í þessum tveimur rannsóknum sem kynntar hafa verið er ljóst að bil er á milli á stefnunnar Skóli án aðgreiningar og framkvæmdar hennar í skólum. Rannsakendur nefna að viðhorf kennara skipti gífurlegu máli þegar kemur að því að framkvæma stefnuna. Þátttakendur nefna að það skorti gagnrýna og uppbyggjandi umræðu innan skólans, sem og fræðslu um inntak stefnunnar. Það er því ljóst að skólastjórnendur og/eða menntayfirvöld þurfa að bregðast við þessari þörf kennara, því með markvissri fræðslu og umfjöllun er hægt að hafa áhrif á viðhorf kennara og kynna fyrir þeim kosti stefnunnar. Áætla má að samvinna milli fagstétta og skólastiga geti orðið til þess að hjálpa kennurum og auka kunnáttu þeirra, því virkt upplýsingaflæði kemur í veg fyrir að starfsfólk þurfi sífellt að leita að nýjum lausnum og leiðum. Einnig má nefna mikilvægi þess að kennarar séu sveigjanlegir og tilbúnir að fara nýjar leiðir í vali á námsefni. Af þessu að dæma má sjá að kennarar eru meðvitaðir um þá stefnu sem skólakerfið tekur en það vantar að bilið frá hugsjón til veruleika sé brúað. Það skortir á að framfylgja þeim hluta Salamanca áætlunarinnar sem varðar endurmenntun og fræðslu starfsfólks innan skólanna. Meðan ekki er unnið að því að laga viðhorf kennara að breyttum áherslum muni skólakerfið ekki taka breytingum. Það má ætla að erfitt sé fyrir kennara og verðandi kennara að upplifa það að námið og sú sýn sem ætlast er til að þeir vinni eftir sé ekki virk í grunnskólum. 3.4 Stefnan Skóli án aðgreiningar innan leikskólans. Í áðurnefndri rannsókn Tálmar og tækifæri (2007) er fjallað um menntun nemenda með þroskahömlun á mismunandi skólastigum, í almennum skólum og sérskólum. Við undirbúning spurningalista sem sendur var til starfsfólks og foreldra voru gerðar tilviksathuganir í fjórum skólum á mismunandi stigum. Þar var þátttaka barna með sérþarfir skoðuð og stuðningur við þessa nemendur metinn. Í samanburði milli skólastiga kemur í ljós að í leikskólanum virðist blöndun nemenda ganga mjög vel og þátttaka nemenda með sérþarfir vera mikil í öllu starfi skólans. Síðan fer þátttaka nemenda með sérþarfir minnkandi eftir því sem líður á skólagönguna. Ástæðan er meðal annars talin vera sú að í leikskólanum er lengri hefð fyrir starfi með börnum með sérþarfir og svo virðist sem að með tímanum hafi tekist að flétta sérkennsluna inn í almennt leikskólastarf. Einnig er nefnt að starfsfólk talar sjaldnar um nemendur með sérþarfir og virðist ekki upptekið af greiningum, heldur talar frekar um almennar þarfir nemendanna (Grétar L. Marinósson, 2007). Líklegt er að margir þættir liggi að baki þess að betur takist upp í leikskólanum að efla þátttöku nemenda með sérþarfir en á öðrum skólastigum. Ástæðan gæti verið ólíkar kröfur til starfsfólks leikskóla og leikskólastarfsins en þess sem ætlast er til inni í grunnskólanum. Einnig gæti ástæðan verið ólíkar áherslur í menntun leikskólakennara en grunnskólakennara. Þar að auki er þekkt að grunnskólakennarar eru yfirleitt með fleiri nemendur í hóp en leikskólakennarar og ná þess vegna líklega ekki að sinna nemendum eins og þyrfti. Það eru því að öllum líkindum margir samverkandi þættir sem liggja að baki þessa en ljóst er að leikskólinn virðist vera lengra kominn með að ná markmiðum Salamanca yfirlýsingarinnar um skóla án aðgreiningar heldur en grunnskólinn. Til dæmis er hægt að nefna að inni í leikskólanum eru dæmi um að ráðið sé inn starfsfólk með þroskahamlanir, sem fjallað er um í Salamanca áætluninni, en það er stórt skref í átt að því að efla þátttöku nemenda með sérþarfir og sýna öllum nemendum gildi fjölbreytileikans og ólíkra einstaklinga. Þannig má segja að leikskólinn sé komin lengra frá hinni læknisfræðilegu sýn á fötlun en grunnskólinn, þar sem ekki er sama áhersla á greiningar og frávik nemenda. Velta má fyrir sér hvort efla mætti samstarf milli skólastiga þannig að hægt sé að læra af reynslu þeirra sem standa vel að þátttöku allra nemenda í skólastarfi. Þannig væri hægt að búa til öflugara stoðkerfi fyrir kennara og skapa grundvöll fyrir uppbyggjandi umræðu milli starfsfólks. Líklega verður samvinna milli kennara á leik- og grunnskólastigum auðveldari ef áætlanir um sameiningu þeirra ná fram að ganga. Einnig má vænta að með breytingum á námi kennara skapist grundvöllur til að efla samstarf milli þessara skólastiga. 4. Leið fyrir grunnskólakennara til að efla þátttöku nemenda Ábyrgð kennara á þátttöku nemenda með sérþarfir er mjög mikil og virðast viðhorf kennara skipta meginmáli við framfylgd stefnunnar Skóli án aðgreiningar, líkt og fjallað hefur verið um. Því er mikilvægt fyrir kennara að huga að þeirri grundvallarfærni sem nemendur þurfa að búa yfir til að geta tekist á við lífið í skólanum og sinnt sínu námi. Með því að laga umhverfið og námið að þörfum nemendanna má ganga úr skugga um að enginn verði útundan og allir hafi sömu möguleika til náms. 4.1 Áhrif kennara á þátttöku barna með sérþarfir í skólastarfi Hlutverk kennarans er margþætt, eins og fram hefur komið, og þarf hann að huga að óteljandi þáttum í kennslustofunni. Eins og fjallað hefur verið um þarf kennarinn að laga kennsluhættina að nemendahópnum hverju sinni. Hann þarf að fylgjast með að öllum gangi vel í sínu námi og nái tilætluðum námsmarkmiðum. Ekki síður þarf hann að sjá til að nemendum líði vel í skólastofunni, bekkjarandi sé góður og að nemendur eigi góð samskipti við bekkjarfélagana. Umhverfið þarf að vera námshvetjandi og nemendur þurfa að læra viðeigandi umgengnisreglur og hvernig þeim beri að koma fram hvert við annað. Þetta eru allt þættir í ytra og innra umhverfinu sem kennari getur haft bein áhrif á og varða þátttöku nemenda. Í kennslu nemenda með sérþarfir þarf kennari að reyna að koma til móts við mismundandi og misflóknar þarfir nemendanna. Kennari getur því þurft að leita nýrra leiða og bregðast við á ólíkan hátt en hann hefur áður gert, þegar nemendur með sérþarfir eiga í hlut. Eitt af hlutverkum kennara þegar kemur að því að skipuleggja skólastarfið er að búa til kennsluáætlun fyrir bekkinn. Kennsluáætlun þarf að taka mið af markmiðum aðalnámskrár grunnskóla og lögum um grunnskóla hverju sinni, sem og námskrá skólans, öðrum markmiðum og viðmiðum sem sett eru af stjórnendum skólans. Í fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir er líklegt að nemendur nái námsmarkmiðum á misjöfnum hraða og eftir ólíkum leiðum. Í hópnum geta verið nemendur sem munu ekki ná námsmarkmiðunum nema að óverulegu leyti og því líklegt að þeir þurfi á annars konar þjálfun að halda. Þessir nemendur þurfa því sérhæfðari markmið sem henta þeirra getu og þörfum. Kennari þarf því að geta gert einstaklingsáætlun fyrir nemendur sem ekki hafa forsendur til að fylgja eftir áætlun bekkjarins. Einstaklingsáætlun byggir á nákvæmum upplýsingum um nemanda og er sniðin að þörfum einstaklingsins. Misjafnt er hvaða á þætti lögð er áhersla en valið byggir á getu, áhugasviði og raunhæfum markmiðum fyrir einstaklinginn. (Bryndís Halldórsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir, Stefán J. Hreiðarsson og Tryggvi Sigurðsson, 2008). Einnig getur kennari getur þurft að vera í sambandi við aðra fagaðila ef þörf krefur eins og t.d. sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hjúkrunarfræðinga. Sama má segja um öflugt samstarf við foreldra nemenda með sérþarfir, en það verður oft viðameira en við foreldra annarra nemenda. Það er margt sem þarf að huga að við kennslu nemenda og sérstaklega nemenda með sérþarfir. Kennarinn þarf að hafa leið til að meta þarfir nemendanna og út frá því að búa til raunhæf markmið fyrir bekkinn og einstaka nemendur eftir aðstæðum. Skólafærni-athugun er matstæki sem farið er að nota í skólum á Íslandi og hefur verið staðfært yfir á íslenskan veruleika. Þetta matstæki getur nýst kennurum til að meta þarfir nemenda og sníða þannig umhverfið að þörfum nemendahópsins með tilliti til ólíkra þarfa. Þannig getur matstækið orðið leið fyrir kennarann til að skoða hvaða þætti í umhverfinu, bæði innra og ytra umhverfinu, hægt er að laga að þörfum nemandans. Hér á eftir kemur nákvæm lýsing á matstækinu, Skólafærni-athugun, sem byggð er á kynningarbæklingi Snærfríðar Þóru Egilson og Þóru Leósdóttur. 4.2 Skólafærni-athugun (SFA) Skólafærni-athugun (SFA) er þverfaglegt matstæki sem notað er til að meta þátttöku og færni barna 6-12 ára með sérþarfir í skólastarfi. Hugtakið „skólafærni“ á við færni nemandans til þátttöku í skólastarfi, bæði námi og félagslegum athöfnum. Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu (International Classification of Function, Disabilities and Health) eða ICF er sú hugmyndafræði sem liggur að baki Skólafærni-athuguninni. ICF byggir á kenningum um samspil heilsufars, færni og aðstæðna. Í ICF er hugtakið færni lykilhugtak sem birtist í þremur víddum, sem eru líkamsstarfssemi/líkamsbygging, þátttaka og svo athafnir. Áherslan er á samspilið á milli heilsufars einstaklingsins og þátta í umhverfinu hans. Matstækið var þróað til að athuga hvernig börnum með sérþarfir í grunnskóla gengur að koma til móts við þær kröfur sem eru gerðar til þeirra í skólanum. Tilgangurinn með matstækinu er að nota þær upplýsingar sem fást með matinu til að laga námsumhverfið að nemandanum og gera einstaklingsnámskrá eftir þörfum nemandans. Matið fer þannig fram að fagaðilar, einn eða fleiri, svara spurningalistum um frammistöðu nemenda við ólík viðfangsefni í skólaumhverfinu eins og t.d. hvort barnið geti notað þau áhöld sem það þarf að nota í skólastofunni, hvort það kemst óhindrað um skólabygginguna og skólalóð, hvernig samskipti barnsins eru við bekkjarfélagana og hvort barnið geti séð um sínar persónulegu þarfir (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). Matstækinu er skipt niður í fjögur stig sem eru; 1. stig. Þátttaka og hlutverk. Hér er kannað hversu virkur nemandinn er í skólastarfinu og hvort hann nýti sér þau tækifæri sem honum standa til boða. Einnig er athugað hvort og þá hvernig nemandinn finni fyrir takmörkunum sem lúta að fötlun hans, fordóma eða mismununar. 2. stig. Færni við viðfangsefni. (Með viðfangsefni er átt við þær athafnir sem hafa sameiginlegan tilgang og áherslur). Á þessu stigi er kannað hvernig nemandanum gengur að ljúka mikilvægum og dæmigerðum viðfangsefnum í skólanum. 3. stig. Færni við athafnir. Sjónum er beint að þeim þáttum sem nemandi þarf að fást við til að ljúka ákveðnum viðfangsefnum og þeir þættir skoðaðir nánar. 4. stig. Eiginleikar og hæfni. Hér er átt við þá mannlegu eiginleika sem nauðsynlegt er að hafa til að takast á við viðfangsefni tengd skólastarfinu. Hér er átt við vitsmunaþætti, skynhreyfiþætti og sálfélagslega þætti. Þetta stig er metið með ýmsum þroskaprófum og matstækjum sem ná til hegðunar, félags- og tilfinningalífs svo að matstækið tekur ekki til þessa stigs. Matstækið er einkum ætlað kennurum, sérkennurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum og öðrum þeim fagmönnum sem vinna með börnum með sérþarfir og er eingöngu ætlað til notkunar í tengslum við skólastarf. Matstækið skoðar hver frammistaða nemenda er við ólík viðfangsefni og ýmsar aðstæður í skólanum. Með matinu má fá heildstæða mynd af því hverjir styrkleikar barnsins eru og ennfremur hvar þörf er á aðlögun í námi eða í skólaumhverfinu. Komi í ljós vandi þá má laga umhverfið að nemandanum og skipuleggja námsefnið að þörfum hans eða veita honum stuðning eins og þörf er á (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). Þegar stuðla þarf að samvinnu starfsmanna skólans, skoða hver áhrif íhlutunar eru, við skráningu árangurs eða við framkvæmd laga og reglugerða varðandi skólamál þá kemur matstækið að góðum notum. Allir þættir matstækisins eru skrifaðir með almennu orðalagi sem stuðlar að því að allir þeir sem koma að námsáætlun nemandans geti átt markviss samskipti sín á milli. Ennfremur beinir matstækið ekki sjónum að hömlun barnsins eða takmörkunum þess, heldur að styrkleikum barnsins. Það hentar öllum börnum með sérþarfir (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). 4.3 Helstu einkenni SFA Eitt af einkennum matstækisins er að hvert stig beinir sjónum að mismunandi þáttum færni en það getur verið erfitt að meta getu nemanda á einu sviði án þess að vita hver færni hans er á öðru sviði. Í matstækinu nær færni bæði til einstaklingsins sjálfs og umhverfis hans. Þegar talað er um skerðingu á færni er átt við þegar umhverfið gerir kröfur til einstaklingsins sem hann getur ekki mætt. Sem dæmi má nefna að ef nemandi getur ekki hengt upp úlpuna sína þar sem snaginn er staðsettur of hátt fyrir barnið, má með því að færa snagann neðar á veggnum gera nemandann sjálfbjarga hvað varðar það að klæða sig í og úr yfirhöfn. Það sem einnig einkennir matstækið er að hver kvarði þess einkennist af færni nemenda á ákveðnum vettvangi. Sá hluti matstækisins sem fjallar um færni við athafnir hefur að geyma marga kvarða sem hver lýsir ákveðnu viðfangsefni, eins og til dæmis það að nota efni og áhöld og að fara um skólann. Með þessu fæst vitneskja um helstu styrk- og veikleika nemenda sem má svo nýta til að laga námsefnið og aðstæður að einstaklingnum. Annað einkenni SFA er að færni nemendanna er háð þeim aðstæðum sem þeir eru í hverju sinni. Eins og til dæmis skiptir máli sú kunnátta að geta skrifað læsilega inni í skólastofunni en ekki þegar viðkomandi er kominn út á skólalóð. Það sem ennfremur einkennir matstækið er að fara má ólíkar leiðir til að ná settum markmiðum. Það eru ekki aðferðirnar heldur árangurinn sem skiptir máli. Sem dæmi má nefna að hvort nemandinn fer um skólann fótgangandi eða í hjólastól, skiptir ekki máli heldur aðeins það að hann komist um skólann (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). Fyrsti hluti matstækisins snýst um að skoða þátttöku nemendanna við sex mismunandi aðstæður í skólaumhverfinu. Það er gert í kennslustofu/sérkennslustofu, á skólalóð, á snyrtingu, við að fara í og úr skóla, við máltíðir í mötuneyti eða nestistímum og við að fara um skólann. Annar hlutinn athugar hversu mikla aðstoð nemandinn fær til að geta sinnt þeim viðfangsefnum sem skólinn ætlast til af honum. Þá er horft til aðstoðar fullorðinna og hvort búið sé að laga umhverfið að einstaklingnum. Þeim viðfangsefnum sem sjónum er beint að eru skipt í tvennt, þ.e. líkamleg viðfangsefni og svo vitræn og atferlistengd viðfangsefni. Í þessum hluta eru fjórir kvarðar sem síðan gefa samtölu, en þeir eru: 1. Aðstoð við líkamleg viðfangsefni. 2. Aðlögun við líkamleg viðfangsefni. 3. Aðstoð við verkefni sem eru vitræn og atferlistengd. 4. Aðlögun við verkefni sem eru vitræn og atferlistengd. Þriðji hluti matstækisins beinir sjónum að færni við athafnir. Skoðuð er færni nemandans við mismunandi athafnir í skólaumhverfinu. Hér eru kvarðarnir 21 og hver kvarði inniheldur nokkrar tengdar athafnir sem segja til um almenna færni nemanda eins og t.d. það að fylgja skólareglum og að tjá sig um eigin þarfir. Athafnirnar eru svo notaðar til að skoða nánar hvert viðfangsefni í öðrum hluta af meiri nákvæmni (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). 4.4 Fyrirlögn SFA Eins og áður hefur komið fram þá eru það helst kennarar, sérkennarar, stuðningsfulltrúar, talmeinafræðingar, sjúkraþjálfarar, þroskaþjálfar og iðjuþjálfar sem geta notað matstækið og fyllt út matsheftið. Mikilvægt er að þeir aðilar sem leggja matið fyrir þekki til þátttöku nemandans í skólastarfinu og þurfa þeir ennfremur að hafa fylgst með nemandanum í nokkur skipti við þær athafnir sem SFA tekur mið af áður en þeir leggja matið fyrir. Einnig þurfa þeir að þekkja þann búnað og aðlaganir sem hinn almenni nemandi hefur aðgang að og aldurstengd færni nemendanna á þeim þáttum sem metnir eru (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). Þegar matstækið er svo lagt fyrir þarf að nota handbók og matshefti og fylgja þarf ákveðnum leiðbeiningum við fyrirgjöf. Handbókin er á ensku en matsheftið og allar leiðbeiningar eru til á íslensku. Hægt er að leggja fyrir allt matstækið í heild sinni eða valda hluta þess og sá tími sem það tekur að leggja matið fyrir fer eftir því hve stór hluti matsins er lagður fyrir hverju sinni. Fyrir óvana má áætla að það taki um tvær klukkustundir að leggja allt matið fyrir en mun skemmri tíma fyrir þá matsmenn sem eru vanir fyrirlögn matstækisins. Það er ekki skilyrði að leggja allt matið fyrir á einum degi en það má ekki taka lengri tíma en tvær til þrjár vikur. Þeir sem svo vinna úr þeim upplýsingum sem fást með matinu þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Hafa þá sérfræðiþekkingu sem við á, eins og háskólagráðu í iðjuþjálfun, þroskaþjálfun, sálfræði, sjúkraþjálfun, kennslu og sérkennslufræðum. Hafa kunnáttu á þeim fötlunum eða þroskafrávikum sem nemendur eru haldnir sem metnir eru og þeim erfiðleikum sem þeim fylgja. Þekkja matsaðferðir. Hafa þekkingu á úrvinnslu matstækisins. (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.) Niðurstöður SFA má túlka á tveimur stigum. Annars vegar koma fram grunnupplýsingar um það hvort færni nemandans sé frábrugðin færni jafnaldra hans og hins vegar eru einstök atriði skoðuð innan tiltekinna kvarða og viðmiðstölum til að bera kennsl á og skýra færnimynstur einstaklingsins. Þegar sýna þarf fram á að nemandi þurfi á þjónustu að halda má nota viðmiðunarmörkin á grunnstiginu sem rökstuðning (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). SFA metur færni grunnskólanemenda með sérþarfir í skólaumhverfinu og má með því að styðjast við niðurstöður matstækisins aðlaga námsumhverfið að þörfum nemenda með sérþarfir. Matstækið metur þá þætti sem hafa þýðingu fyrir afköst og virkni grunnskólanemenda og tekur mið af öllu skólaumhverfinu (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, e.d.). 4.5 Samantekt um Skólafærni-athugun Hér hefur verið fjallað um matstækið, Skólafærni-athugun, og hvernig má nýta það í skólastarfi. Kennarinn getur notað matstækið við að skilgreina þarfir nemenda og bregðast við þessum þörfum. Niðurstöðurnar hjálpa kennara að sjá hvaða þætti í umhverfinu, bæði innra og ytra, hann þarf að aðlaga. Það er mikilvægt fyrir kennara að gera sér grein fyrir hvar er þörf á stuðningi og hvað þarf að aðlaga til að nemandi geti tekið fullan þátt í skólastarfinu. Skólafærni-athugunin getur því verið góður stuðningur fyrir kennarann til ná markmiðum stefnunnar skóla án aðgreiningar og verið leið til að brúa bilið milli hugsjónar og veruleikans. 5. Hugleiðingar verðandi kennara Sem verðandi kennarar þykir okkur nauðsynlegt að dýpka skilning okkar á hlutverki okkar í skóla án aðgreiningar. Það er okkur mikilvægt að sjá að ábyrgð okkar sem kennara liggur hjá nemandanum og að okkur ber að bregðast við þörfum hans. Það er okkur ljóst að það er bæði lagaleg og siðferðileg skylda kennara að veita öllum börnum tækifæri til viðeigandi náms, eins og kemur skýrt fram í lögum og reglugerðum sem varða grunnskóla, ásamt Siðareglum kennara (2002). Til að ná þeim markmiðum fram teljum við mikilvægt að við höfum jákvæð viðhorf til fjölbreytileikans og séum tilbúnar að beita margskonar kennsluháttum, bæði kennsluaðferðum og námsmati. Við skiljum að það er ábyrgð okkar sem kennara að gera umhverfi nemendanna aðgengilegt fyrir alla og stuðla þannig að virkri þátttöku nemenda. Í okkar huga bendir margt til þess að stefnan Skóli án aðgreiningar hafi enn ekki náð að festa sig í sessi í skólakerfinu, þó að stefnumótun yfirvalda sé skýr um að það skuli vera hin opinbera skólastefna. Í þeim alþjóðlegu samningum og sáttmálum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að framfylgja, samanber þá sem nefndir hafa verið hér að ofan, koma fram margar fallegar hugmyndir um þátttöku fatlaðra í skólasamfélaginu. Okkar mat er að það virðist vanta herslumuninn á að þetta nái fram að ganga. Í námi kennara er þessi stefna kynnt sem hin opinbera stefna en við veltum fyrir okkur hvort henni sé ekki framfylgt inni í skólunum. Velta má fyrir sér hvort jafnvel skorti aukna símenntun kennara svo að tengslin milli þróunar skólamála og kennslu verði skilvirkari, en í síbreytilegu samfélagi teljum við þörf á að kennarar haldi sér í góðum tengslum við nýjar hugmyndir. En það kemur einmitt fram í siðareglum kennara að þeim beri ávallt að fylgjast með þróun skólamála (Siðareglur kennara, 2002). Við gerum okkur grein fyrir því að kennarastarfið er flókið og óútreiknanlegt, þar sem það er lifandi starf sem á sér stað í samskiptum við aðra. Gagnrýni getur því virst ósanngjörn frá verðandi kennurum, en við teljum mikilvægt fyrir kennara að horfa uppbyggilegum en gagnrýnum augum á eigið starf og vera stöðugt tilbúnir að þroskast í starfi. Kennarar verða að hafa í huga að þeim ber skylda til að koma til móts við þarfir nemenda sinna og veita öllum jöfn tækifæri til þátttöku í skólastarfi. Okkur finnst að kennarar þurfi ávallt að gera sitt besta til að veita nemendum sínum tækifæri á viðeigandi námi og þurfi að bjóða alla nemendur velkomna í skólastofuna. Til dæmis þekkjum við til foreldra barna með fötlun sem hafa lent í því að vera þröngvað til þess að velja sérskóla. Þessir foreldrar hafa þá reynt að hafa barnið sitt í sínum heimaskóla en skólinn ekki verið tilbúinn eða viljugur til að laga námið að barninu. Okkur þykir sorglegt að vita til þess að einhverjir foreldrar upplifi að barnið þeirra sé ekki velkomið í sinn heimaskóla. Við viljum trúa því að fjölbreytileiki samfélagsins geti vel blómstrað saman undir einu þaki og að skólastarfið geti þannig verið skilvirkt og öflugt. Á sama tíma gerum við okkur líka grein fyrir því að veruleiki okkar er ekki svarthvítur og að engin ein lausn hentar öllum. Til dæmis er erfitt að ímynda sér hvað kennari getur gert ef þarfir nemendanna stangast á og kennarinn nær ekki að finna viðeigandi lausnir handa öllum nemendum sínum. |
Tónlistarmaðurinn Ásgeir hefur nú ásamt félögum flutt tónlist í beinni útsendingu á ruv.is og RÚV 2 frá því klukkan 5 síðdegis í gær eða í tæpar 19 klukkustundir samfleytt í svokölluðu hægvarpi. Milla Ósk Magnúsdóttir, fréttamaður er stödd í Hljóðrita. Eru menn ekki orðnir lúnir?
Jú menn eru svona orðnir lúnir og svona frekar svangir. Ég er með hérna Ásgeir Trausta hjá mér.
Milla Ósk Magnúsdóttir: Ásgeir minn hvernig er heilsan, ertu góður?
Ásgeir Trausti: Jájá, heilsan er góð sko, furðugóð. Maður komst svona eiginlega yfir þreytuna þarna í nótt sko, svona með morgninum þá svona vaknaði maður aftur af einhverjum ástæðum.
Milla: Og ertu alveg að ná að borða og svona?
Ásgeir Trausti: Eh, ja maður er svona búinn að vera að narta í eitthvað milli sessiona.
Milla: Ok, þú ætlaðir að taka eins margar 9 tommu vínilplötur og þú gætir, hvað ertu kominn í háa tölu?
Ásgeir Trausti: Við vorum að klára 26. plötuna.
Milla: Hvað var á henni?
Ásgeir Trausti: Það var, það var Abba lag, Winner Takes It All og hérna, já við sko gerum í rauninni eitt lag á hvora hlið sko, þannig að þetta eru tvö lög, en já við vorum að klára 26. núna.
Milla: Frábært. Bragi Valdimar Skúlason átti að senda inn texta fyrir hádegi til ykkar. Tókst það?
Ásgeir Trausti: Ja ég vissi ekki af því sko? (Hlátur á bak við).
Milla: Þú veist ekki af því. Er það bara eitthvað grín sem að Matti hérna á Rás 2 er með?
Ásgeir Trausti: Já örugglega.
Ónafngreindur maður: Neinei þetta er bara alveg rétt.
Ásgeir Trausti: Þetta er rétt, já ég.
Ónafngreindur: Það er kominn texti, þú verður bara semja lag.
Ásgeir Trausti: Það er kominn texti, þá er bara að semja lag við hann. Ok ég er bara að heyra um þetta núna hahaha.
Milla: Ok frábært. Eh hvað verður gert við allar þessar plötur?
Ásgeir Trausti: Eh mest af þessu fer í svona, svona ratleiki einhvers konar um allan heim. Sendum á sem öll labelin sem við erum að vinna með sem eru 10 til 12 label og við verðum með svona einhvers konar ratleiki á sínu svæði þar sem að aðdáendur geta fundið plöturnar einhvers staðar á svæðinu eða í landinu, í borginni. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það mun fara fram en þau svona ákveða það bara á hverju svæði fyrir sig.
Milla: Og það mun ekki fara í almenna sölu?
Ásgeir Trausti: Nei. Ehm nei sennilega ekki. Það var hugmyndin fyrst sko en okkur fannst, þetta var, okkur fannst þetta svolítið sniðugt. Ákváðum að spinna þetta svona frekar.
Milla: Já. Þetta hljómar vel. Heyrðu takk kærlega fyrir þetta og gangi þér vel á síðustu lokametrunum.
Ásgeir Trausti: Já takk kærlega. |
Elvar og Sigurður Óli jafnir eftir forkeppni
Suðurlandsmótið hófst í dag á fimmgangi 1. flokk. Elvar Þormarsson og Sigurður Óli Kristinsson eru jafnir í 1.-2. sæti eftir forkeppnina með einkunnina 6,93. Elvar er á Skugga frá Strandarhjáleigu og Sigurður Óli er á Gíg frá Hólabaki á eftir þeim er svo hún Hugrún Jóhannesdóttir á Heiðari frá Austurkoti með einkunnina 6,90.
Niðurstöður úr forkeppni í fimmgangi 1. flokk
Sæti Keppandi
1-2 Elvar Þormarsson / Skuggi frá Strandarhjáleigu6,93
1-2 Sigurður Óli Kristinsson / Gígur frá Hólabaki6,93
3 Hugrún Jóhannesdóttir / Heiðar frá Austurkoti6,90
4-5 Haukur Baldvinsson / Falur frá Þingeyrum6,77
4-5 Berglind Rósa Guðmundsdóttir / Nói frá Garðsá6,77
6-7 Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Hreggviður frá Auðsholtshjáleigu6,70
6-7 Hulda Gústafsdóttir / Sólon frá Bjólu6,70
8-11 Árni Björn Pálsson / Breki frá Eyði-Sandvík6,67
8-11 Sólon Morthens / Frægur frá Flekkudal6,67
8-11 Bergur Jónsson / Brimnir frá Ketilsstöðum6,67
8-11 Hinrik Bragason / Flosi frá Búlandi6,67
12 Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Héðinn Skúli frá Oddhóli6,63
13 Jóhann G. Jóhannesson / Brestur frá Lýtingsstöðum6,60
14 Jón Herkovic / Svarti-Pési frá Ásmundarstöðum6,57
15-16 Sindri Sigurðsson / Haukur frá Ytra-Skörðugili II6,53
15-16 Hekla Katharína Kristinsdóttir / Hringur frá Skarði6,53
17 Haukur Baldvinsson / Rammur frá Höfðabakka6,50
18 Sólon Morthens / Glaumdís frá Dalsholti6,43
19 Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Flaumur frá Auðsholtshjáleigu6,40
20 Thomas Larsen / Rómur frá Gíslholti6,23
21 Sigurður Óli Kristinsson / Jakob frá Árbæ6,20
22-23 Trausti Þór Guðmundsson / Tinni frá Kjarri6,17
22-23 Svanhvít Kristjánsdóttir / Kjarkur frá Ingólfshvoli6,17
24 Sigríkur Jónsson / Skuggi frá Hofi I5,90
25 Hjörtur Magnússon / Úlfbrún frá Kanastöðum5,33
26 Hlynur Guðmundsson / Þyrla frá Böðmóðsstöðum 24,60 |
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir atburði gærdagsins og þá tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér um enn dekkri horfur í efnahagsmálum tefjist endurskoðun efnahagsáætlunarinnar enn frekar, mjög óvenjulega. Með þessu sé forsætisráðherrann að setja pressu á Vinstri-grænna um að ljúka Icesave málinu, annars sé komið að ögurstundu í ríkisstjórninni.
Í gær sendi forsætisráðuneytið frá sér fréttatilkynningu og boðaði alvarlegar afleiðingar á lengri töf á endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lánshæfismat ríkissjóðs yrði lækkað niður í flokk ótryggra fjárfestinga, gjaldeyrishöftum yrði ekki aflétt, krónan myndi veikjast enn frekar og grípa þyrfti til vaxtahækkana. Þetta myndi hafa slæm áhrif á skuldastöðu heimilanna vegna aukinnar verðbólgu og svo gæti farið að málsókn yrði höfðuð gegn Tryggingasjóði innistæðueigenda og íslenska ríkinu, en frestur til að greiða innistæðueigendum út þær upphæðir sem þeir eigi rétt á renni út 23. október næstkomandi. Ekki sé heimilt að framlengja frestinn frekar en þegar hefur verið gert. Tilkynning forsætisráðuneytisins er byggð á greinargerðum Seðlabanka og viðskiptaráðuneytisins, en forsætisráðuneytið óskaði eftir að þessar stofnanir greindu frá afleiðingum þess ef frekari tafir yrðu á efnahagsáætluninni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það vekja athygli að forsætisráðuneytið hafi sent út tilkynninguna ásamt greinargerðunum tveimur að seðlabankastjóra forspurðum. Þá veki einnig athygli að fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, hafi ekki verið látinn vita.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði: Þetta er hluti af pólitískri fléttu, sýnist mér, sem að snýr að því að setja pressu af hálfu forsætisráðherra á Vinstri-græn. Það er að segja verið að benda á það að tíminn sé naumur, það séu alvarlegir hlutir að fara að gerast hér ef að, ef að ekki gengur að ganga frá þeim málum sem þarf að ganga frá og að Vinstri-græn hafi ekki allan tímann í, í heiminum til þess að ganga frá því. Þannig að ég lít svo á að hérna sé Jóhanna í raun og veru að segja við sinn ágæta samráðherra, Steingrím, að, að hérna, ef að þér tekst ekki að skila Vinstri-grænum á, á einhverjum tilteknum tíma, nú þá erum við sennilega í ja, verulegum vandræðum og hugsanlega er þá komið að ögurstund fyrir þessa ríkisstjórn.
Hann segir að Jóhanna og Steingrímur hafi hingað til staðið saman gagnvart fjölmiðlum í stærri málum ríkisstjórnarnar og kynnt þau í sameiningu.
Gunnar Helgi Kristinsson: Miðað við það að það hefur virst vera frekar gott samstarf þeirra á milli, þetta er aftur, gæti verið vísbending um það að nú séu aðeins harðari tök heldur en verið hafa hingað til. Venjan sko væri auðvitað í farsælu stjórnarsamstarfi að ræða svona upplýsingar fyrst og fremst bara í prívat, og síðan kæmu þau saman og presenteruðu niðurstöðu sína. En þegar þú ert farinn að spila sóló í þessu, þá ertu farinn að opna á þann möguleika að kannski stjórnarsamstarfið geti ekki lifað þetta af. |
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) telur að Kaupthing-Singer&Friedlander (KSF) hafi brotið gegn reglum eftirlitsins með því að hafa ekki aðgætt almennilega og tafarlaust hvort þröng lausafjárstaða móðurbankans Kaupþings á Íslandi í miðju hruninu myndi hafa skaðleg áhrif á lausafjárstöðu dótturbankans.
Sigurður Einarsson, fyrrum starfandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri bankans, og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri KSF, sem voru allir til rannsóknar í málinu, brutu hins vegar ekki gegn neinum reglum samkvæmt niðurstöðu FSA. Þeir hafa samt sem áður samþykkt að sækjast ekki eftir yfirmannastöðum í bönkum í fimm ár frá falli KSF. Það bann gildir fram í byrjun október 2013.
Joseph Eyre, framkvæmdastjóri á upplýsingaskrifstofu FSA, segir niðurstöðuna snúast um að KSF sem heild hafi ekki brugðist rétt við og þar með brotið reglur. Spurður hvernig banki geti brotið reglur án þess að einstaklingarnir sem taka ákvörðun innan hans geri það segir Eyre að ákvarðanir stjórnenda geti stundum verið rangar, en að þær séu hvorki teknar af illum ásetningi né óskynsemi.
„Ef við ætluðum að grípa til aðgerða gagnvart einstaklingi þá hefðum við þurft sérstaklega að tilgreina hvaða verknað hann hafi átt að hafa framið sem braut gegn reglum okkar. Þá hefðum við þurft að geta sýnt fram á persónulegt saknæmi einstaklingsins.“
Hreiðar Már sendi forsætisráðherra Íslands bréf í september 2010 þar sem hann sagði að FSA hefði tilkynnt honum að rannsókn þess á starfsemi KSF væri lokið. Sú niðurstaða sem hann lýsir í bréfinu er sú sama og kemur fram í tilkynningu FSA frá því í gær. Hreiðar segir þar enn fremur að honum hafi verið „boðið að ljúka málinu með greiðslu sektar að upphæð 35 þúsund pund“. Á þeim tíma nam sú upphæð 6,3 milljónum króna. Hreiðar Már féllst ekki á sáttina heldur leitaði eftir því að „fá það afdráttarlaust viðurkennt að ég hafi ekki brotið af mér á nokkurn hátt í störfum mínum fyrir bankann í Bretlandi“, líkt og segir í bréfinu. Ármanni og Sigurði var boðið að klára málið á sama hátt en þeir neituðu því einnig.
Vert er að taka fram að rannsókn FSA sneri eingöngu að KSF en ekki að starfsemi Kaupþings á Íslandi, þar sem FSA hafði ekki eftirlit með þeim banka. Í niðurlagi tilkynningar eftirlitsins segir að lok rannsóknar þess hafi ekki áhrif á aðrar rannsóknir sem verið sé að gera á starfsemi Kaupþings á Íslandi af öðrum stofnunum, jafnt breskum sem í öðrum löndum.thordur@frettabladid.is |
Kjörísbikarmeistar Grindavíkur virtust ætla að halda áfram sömu skotsýningu og þeir voru með um helgina en gestunum frá Ísafirði fannst ekkert leiðinlegt heldur og í fyrsta leikhluta lágu átta þriggja stiga körfur og leikurinn í fínu jafnvægi. Heimamenn höfðu eins stigs forystu í lok fyrsta leikhluta, 31: 30. Gestirnir héldu áfram uppteknum hætti og náðu 8 stiga forystu, 35: 43, og þá var Einari Einarssyni þjálfara nóg boðið og tók leikhlé. Gestirnir héldu áfram að hitta og forysta þeirra hélst nokkur stig til hálfleiks. Ísfirðingar höfðu því verðskuldað forskot í hálfleik, 50: 56. Það var því búist við því að heimamenn fengju góðan lestur í hálfleik og sjálfsagt var það þannig en breytingin var lítil og gestirnir leiddu með nokkrum stigum. Ekki var útlitið hjá heimamönnum gott þegar Kim Lewis fékk sína fjórðu villu eftir rúmar fjórar mínútur af seinni hálfleik. En það virtist aðeins kveikja í heimamönnum sem náðu forustunni með Pál Axel Vilbergsson í fararbroddi sem skoraði jafnt og þétt allan leikinn og skoraði alls 38 stig í leiknum. Leikurinn var síðan í járnum næstu mínúturnar. Þegar fimm mínútur voru til loka leiks var staðan 84: 84, en þá var Kim Lewis kominn inná. Heimamenn tóku góðan kipp og Ísfirðingar misstu móðinn og á skammri stundu breyttu heimamenn stöðunni í 95: 84. Leiknum lauk síðan með sigri heimamanna, 99: 91, en mótspyrna gestanna kom verulega á óvart.
Bestir í liði gestanna voru þeir Dwayne Fontana og Sveinn Blöndal en hjá heimamönnum átti Páll Axel Vilbergsson stórleik. « Það var gott að ná í tvö stig í þessum leik eftir að hafa unnið bikarinn um helgina. Við náðum okkur ekki alveg niður á jörðina en Ísfirðingarnir komu á óvart, Kaninn hjá þeim sterkur (Dwayne Fontana) og nokkrir sterkir einstaklingar með honum,» sagði Páll Axel.
Tindastóll marði sigur
Tindastóll þurfti að hafa fyrir sigri sínum á heimavelli gegn Skallagrími en lokatölur urðu 87: 78. Skallagrímsmenn byrjuðu mun betur en heimamenn og skoruðu grimmt í upphafi leiksins, en síðan náðu heimamenn að komast inn í leikinn með góðum leikkafla þegar þeir breyttu stöðunni úr 2-9 í 14-9, en eftir það datt leikurinn niður, gestirnir náðu að jafna, varnir beggja liða voru slakar, en það kom ekki að sök því að sóknirnar voru bitlitlar. Mikið var um mistök og lengstum var jafnt á stigum eða liðin skiptust á að leiða með tveim til fjórum stigum. Heimamenn höfðu þó oftar frumkvæðið og höfðu eitt stig yfir í hálfleik. Í þriðja leikhluta virtist flest fara úrskeiðis hjá báðum liðum og þegar eftir lifðu þrjár mínútur af leikhlutanum höfðu heimamenn skorað átta stig en gestirnir sex, og hver sóknin af annarri rann út í sandinn með þriggja stiga skotum sem geiguðu eða sendingum sem misfórust.
Á lokasprettinum hresstust menn nokkuð og virtist nú sem þeir gerðu sér grein fyrir því að nú væri að duga eða drepast. Bæði liðin börðust vel og með harðfylgi tóks heimamönnum að innbyrða sigur á lokamínútunum, sem langt í frá var auðveldur.
Í liði Tindastóls var Adonis Pomones bestur, en Myers, Antropov og Kristinn Friðriksson áttu spretti en Lárus Dagur átti einnig góðan dag í vörninni. Hjá Skallagrími var Warren Peebles bestur en einnig átti Sigmar Egilsson góða kafla svo og Ermolinskij og Egill Örn.
Garðar Vignisson skrifar |
Danir eru að hastla sér völl í loðdýrarækt hér á landi. Einkahlutafélag í eigu nokkurra Dana hefur keypt jörðina Héraðsdal í Skagafirði og sett þar upp minkabú. Fleiri danskir loðdýraræktendur eru væntanlegir til landsins í haust til að kynna sér aðstæður til loðdýraræktar.
Síðastliðið vor stóðu Samband íslenskra loðdýraræktenda, nokkur sveitarfélög, Útflutningsráð og fleiri fyrir kynningu í Danmörku á aðstæðum hér á landi til loðdýraræktar. Kynningin vakti athygli þar ytra enda er mjög farið að þrengja að loðdýrarækt í Danmörku auk þess sem aðstæður hér á landi þykja mjög góðar til að stunda þessa búgrein. Nú þegar hefur einkahlutafélag í eigu nokkurra Dana keypt jörðina Héraðsdal í Skagafirði og sett þar á stofn minkabú. Hjón sem eiga hlut í þessu hlutafélagi annast búreksturinn. Í Héraðsdal eru nú komin 4.500 dýr en þar var áður rekið loðdýrabú og eru fjórir loðdýraskálar þar til staðar og aðstæður því hinar ákjósanlegustu. Fleiri Danir eru væntanlegir hingað til lands í haust til þess að kynna sér aðstæður til loðdýraræktar, segir Einar Eðvald Einarsson, loðdýraræktaráðunautur. Áhugi Dana á loðdýrarækt hér á landi þarf ekki að koma á óvart því sjaldan eða aldrei hefur greinin gengið jafn vel. Á síðasta ári var meðalverð fyrir minkaskinn 188 krónur danskar sem þótti gott en skilaverð til íslenskrar loðdýraræktenda á uppboðum í júní í sumar voru um 330 danskar krónur. Ýmsir samverkandi þættir skila svo háu verði, til dæmis minnkandi framboð skinna frá Kína og miklir vetrarkuldar síðastliðinn vetur, víða um heim. |
Alvarleg staða í loftslagsmálum er flestum ljós, en engu að síður er sláandi að lesa niðurstöður nýútkominnar ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál. Skýrslan er sú svartasta hingað til og niðurstaðan er sú að grípa þarf til aðgerða strax. Við Íslendingar höfum marga möguleika til að láta gott af okkur leiða í loftslagsmálum og álframleiðsla er einn þeirra, þótt sú fullyrðing þarfnist e.t.v. útskýringar við.
Eftirspurn eftir áli eykst að meðaltali um 2-3% á ári og má rekja þessa eftirspurnaraukningu beint til loftslagsmála. Einn helsti kostur málmsins er einmitt sá að hann getur í mörgum tilfellum dregið úr kolefnisspori neysluvara. Stór hluti áls sem framleitt er á Íslandi fer í samgöngutæki í Evrópu. Því meira ál sem notað er í framleiðslu bíla, því léttari verða þeir og orkunotkun þeirra minnkar. Á það jafnt við um bíla sem drifnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti eða raforku. Ál getur því bæði minnkað losun bensínbíla og auðveldað orkuskipti í samgöngum.
Þá einangrar álklæðning á húsnæði vel og dregur úr orkunotkun við hitun og kælingu. Umbúðir úr áli lengja endingartíma lyfja og matvæla, og ál má svo endurnýta nánast út í það óendanlega. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi er enn í notkun.
Uppruni raforkunnar skiptir höfuðmáli
Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú staðreynd að stærstur hluti áls er framleiddur í álverum sem knúin eru með jarðefnaeldsneyti – olíu, gasi og kolum. Áætlað er að 2% koldíoxíðslosunar á heimsvísu megi rekja til áliðnaðar. Og það er sláandi staðreynd að við framleiðslu á einu tonni af áli losna um átján tonn af koldíoxíði að meðaltali. Helsta ástæða þessarar losunar er uppruni orkunnar. Ef álver er drifið af kolaorku er kolefnissporið um 20 tonn fyrir hvert framleitt tonn af áli.
Ísland er í sérstakri stöðu í hópi örfárra landa þar sem raforka er nær eingöngu framleidd með endurnýjanlegum og umhverfisvænum orkugjöfum. Þegar þessi umhverfisvæna raforka er notuð til að framleiða ál, auk þess að notast við framúrskarandi framleiðsluferli, næst eftirtektarverður árangur, en losun koldíoxíðs vegna álvinnslu er minni á Íslandi en í nokkru öðru framleiðslulandi.
Til að setja tölurnar í samhengi má benda á að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og álverin á Íslandi myndu sparast 550 milljónir tonna af koldíoxíðsígildum á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands um 4,5 milljónum tonna árlega.
Stóra spurningin er því hvaða orkugjafar munu knýja álver framtíðarinnar, því í þessu samhengi er ál alls ekki það sama og ál.
Evrópusambandið hefur skilning á mikilvægi áls þegar kemur að hringrásarhagkerfinu og hefur tekið mikilvæg skref til að sporna við notkun á áli sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Innan sambandsins er stefnt að því að leggja sérstaka tolla á innflutt ál með stórt kolefnisspor. Með þessu móti skapast hvatar fyrir framleiðslugeirann að nota frekar umhverfisvænna ál í framleiðslu sína. Þar eru yfirburðir íslensks áliðnaðar ótvíræðir.
Á alþjóðamörkuðum með ál er nú gerður greinarmunur á grænu áli og öðru áli og hærra verð fæst fyrir það fyrrnefnda. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þessar aðgerðir muni duga til að ýta álframleiðslu heimsins í vistvænni farvegi. En þrátt fyrir að hlutfall Íslands í heildarálframleiðslu heimsins sé innan við 2% þá verður árangur okkar, sem náðst hefur með endurnýjanlegum orkugjöfum, góðu starfsfólki og stöðugleika í rekstri, öðrum álframleiðendum verðugt viðmið.
Miklu munar í losun
Við hjá Norðuráli teljum okkur einmitt sjá tækifæri í þeim nýja veruleika þar sem loftslagsmál spila sífellt stærra hlutverk í ákvarðanatöku fyrirtækja og einstaklinga. Þess vegna lögðum við mikla vinnu í að þróa og markaðssetja Natur-Al; ál þar sem við höfum lágmarkað kolefnisfótsporið eins og unnt er á öllum stigum – allt frá því að báxít er grafið úr jörðu þar til álið er komið til viðskiptavinar. Er heildarlosunin á hvert tonn af Natur-Al áli innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu.
Loftslagsmál verður að taka alvarlega og föstum tökum, okkar vegna sem og komandi kynslóða. Við tökum okkar hlutverk í þeirri baráttu alvarlega og leitum allra leiða til að minnka losun í okkar rekstri. En við trúum því líka að íslenskur áliðnaður sé ein leið til að minnka losun koldíoxíðs og vinna þannig gegn þeim breytingum sem eru að verða á loftslagi jarðarinnar. Þar þarf að leita allra leiða.
Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli.
Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. |
Korkur: romantik
Titill: Svik og leiðindi plis hjalpa mer ...!
Höf.: snullisexy
Dags.: 12. september 2010 01:59:10
Skoðað: 1534
Svona er nu malið eg lendi i þeim skemtilega hlut að kærastan kyssti annan strak sem er kunningi minn,hun segir mer fra þvi daginn eftir og eg segi við hana að eg tali betur við hana þegar eg kem heim ( var að vinna þegar hun hringdi ) en ja mer finnst þetta stort mal þvi hun veit að eg fyrirgef ekki svona en við erum buinn að vera saman i 2 ar rumlega og þetta er svo erfitt eg hef aldrei lent i svona aður.Eg helt bara að þetta mundi ekki ske fyrir mig! þetta er otrulegur sarsauki!
Eftir þetta hætti eg alveg að treysta henni þvi hun er að vinna með þessum strak og þau hittast mjog oft.Alltaf þegar hun er að vinna eða gera eitthvað sem eg veit ekki fæ eg bara illt i magan og hugsa það versta,
Hvað get eg gert hvað a eg að gera???!!
Hun for með ölumm vinum og vinkonum ( með straknum sem hun kyssti lika ) og eg bað hana að ekki fara, en hun heimtaði að fara ( gat ekki sleppt þessu eina djammi eftir kossinn. Þa bað eg hana um að vera edru og hun lofaði! að vera edru en svo kom eg og sotti hana þa fann eg þvilika afengis stybbu og sa bara hvap hun var full, eg spyr hana hvort hun se full og hun segir nei ! lies to my face meira segja daginn eftir þegar það er runnið af henni reyndu hun að halda þvi framm að hun hafi ekki drukkið en viðurkennti það siðan þegar eg sagði henni að eg þekki hana betur en hun gerir ser grein fyrir!!
Hun er nuna byrjuð að vera ogeðslega særandi við mig, T.d var hun niðri bæ með vinkonum sinum i fyrradag sem ætluðu a kaffi hus en enduðu a að djamma og eg spyr hana
Eg:ertu að drekk?
Hun:Ja eg fekk mer einn bjor
Eg: okei með hverjum ertu?
Hun: Stelpunum, Viltu fa sönnun fyrr þvi a eg að lata þær tala við þig ?
Eg brest i grat og segi nei hringi seinna i þig og skelli a
getur einhver sagt mer hvað eg ætti að gera?
Sorry fyrir ömurlega skrifaða grein,
Kv. Einn sem veit ekkert hvað a að gera!
---
Svör
---
Höf.: Noproblem
Dags.: 12. september 2010 11:21:19
Atkvæði: 0
Fyndin svör hérna. Ef við ætlum alltaf að hætta með öllum sem sýna á sér einhverja galla, væri þá eitthvert okkar einhverntímann í löngu sambandi? Þessi hugsunarháttur er rangur.
Það er enginn fullkominn, örugglega ekki þú heldur við hana. Vandamálið stafar ekki af hennar göllum, heldur því að þið kunnið ekki að leysa úr þeim. Það vandamál verður ekki flúið með því að segja einhverjum upp og finna sér einhvern annann, þó manni finnist það í byrjun nýs sambands vegna þess hvað maður er blindaður af tilfinningum.
Ef þetta endar núna hjá ykkur, þá breytir það mjög litlu, það hefði hvorteðer ekkert enst nema nokkra mánuði eða örfá ár í viðbót. Ef þú vilt gott samband þá er það vinna, það þarf samskipti og það þarf skilning, umburðarlyndi og virðingu.
En þú ræður náttúrulega algjörlega hvort þú ditchir hana eða reynir að vinna úr þessu með henni. Það er ekkert stór mál að hún hafi kysst annann strák. Hafði hún ekki kysst aðra stráka áður en þið byrjuðuð saman? Sú vitleysa er þín megin, því þú ert búinn að ákveða að “fyrirgefa ekki svona”. Dreptu stoltið þitt áður en það drepur þig.
---
Höf.: Obelixx
Dags.: 12. september 2010 18:45:44
Atkvæði: 0
Hún er að sýna honum þvílíkt virðingarleysi. er samt sammála þér um að þau ættu að tala um þetta ef hann vill reyna að halda sambandinu gangandi, en það þarf tvo til að láta sambandið virka..
---
Höf.: Noproblem
Dags.: 12. september 2010 20:27:01
Atkvæði: 0
Já, miðað við hans frásögn. Hversu oft höfum við séð alla snappa eftir að hafa myndað sér skoðun útfrá frásögn frá annari hliðinni, sem var síðan bara hluti af sögunni? Hvenær ætlaru að læra?
---
Höf.: Obelixx
Dags.: 12. september 2010 23:35:57
Atkvæði: 0
eins og ég sagði. hann ætti að tala við hana fyrst áður en hann fer að hætta með henni.
Bætt við 12. september 2010 - 23:38
og auðvitað dæmir maður útfrá því það sem maður veit og fær að vita…
hann getur bara komið með alla söguna ef hann er að fela eithvað. Hann er að reyna að fá hjálp hérna
---
|
Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir óvissu ríkja með verðþróun á öðru skipaeldsneyti en svartolíu. Svartolía verður bönnuð um næstu áramót gangi breytingar umhverfis -og auðlindaráðherra eftir.
Notkun svartolíu verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá næstu áramótum, gangi breytingar á reglugerð um brennisteinsinnihald í fljótandi eldsneyti í gegn. Breytingarnar hafa legið fyrir um nokkra hríð.
Svartolía mengar meira en annað eldsneyti og þegar hún brennur losnar mikið af sóti út í andrúmsloftið. Leyfilegt brennisteinshlutfall verður einnig lækkað lengra úti á hafi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta hafi verið fyrirséð um langan tíma og breytingin hafi ekki meiriháttar áhrif á sjávarútveginn þar sem það hafi verið miklar framfarir í fjárfestinum á nýrri skipum. Árið 1985 hafi verið um 60 togarar sem brenndu svartolíu en nú séu þeir tólf í heildina sem geti það, en aðeins sjö af þeim geri það.
Þó sé töluverður munur í verði á svartolíu annars vegar og dísel eða skipagasolíu hins vegar. „Svartolían er um 30 prósent ódýrari en skipagasolían, svo já fjárhagslega hefur þetta töluverð áhrif," segir Heiðrún.
En helst ríki óvissa með verðþróun á öðru eldsneyti í kjölfar bannsins, sem gæti aukið enn á fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn. „Það sem er ófyrirséð og óþekkt í þessu er auðvitað verðþróun á skipagasolíu í kjölfarið. „Maður sér í hendi sér að hún gæti hækkað því miður, það verður fróðlegt að sjá hvernig olíufélög taka á þessu máli," segir Heiðrún Lind. |
Bláa Lónið verður opnað á ný á morgun eftir að hafa verið lokað frá 8. október. Bláa Lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa Lónsins í Svartsengi, verða opin allar helgar fram á vor. Retreat Spa verður opið á laugardögum.
Retreat hótel og veitingastaðurinn Moss verða sömuleiðis opnuð en með takmarkaðri opnunartíma.
Veitingastaðurinn Lava mun bjóða upp á bröns alla laugardaga og sunnudaga í vor frá klukkan 11 til 15. Þar geta gestir snætt á sloppnum á milli þess sem þeir njóta dvalarinnar í Bláa Lóninu.
Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir sé fylgt í hvívetna á öllum starfstöðvum Bláa Lónsins. Vegna takmarkanna séu gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum.
Bláa lónið fór ekki varhluta af kórónuveirufaraldrinum og hruni í ferðamennsku á síðasta ári. Fyrirtækið sagði upp fjölda fólks, lokaði tímabundið en nýtti sér uppsagnastyrki ríkisins á tímabilinu maí til október í fyrra.
Bláa lónið fékk 590 milljónir í uppsagnastyrk en í umfjöllun Kveiks á dögunum kom fram að hluthafar fyrirtækisins hefðu fengið samtals 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu árin þrjú á undan.
Samkvæmt lögum þurfa fyrirtæki sem fá uppsagnastyrk að uppfylla tiltekin skilyrði áður en þau geta á ný byrjað að greiða sér arð. Fortíðararður skiptir þó ekki máli.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á í Kveiki að Bláa lónið hefði verið einn stærsti skattgreiðandi á Íslandi svo árum skipti og skattspor þess árin 2017-2019 verið rúmir 13 milljarðar króna. Arðgreiðslur séu merki um hraustleika fyrirtækja. |
Árlegri Þingmannaráðstefnu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær, en á hana mættu þingmenn ellefu þjóðlanda auk fulltrúa af Evrópuþinginu og þingum sjálfstjórnarsvæða og strandhéraða aðildarríkjanna. Meðal þess helsta sem rætt var á ráðstefnunni var framkvæmd hinnar svokölluðu Norðlægu víddar Evrópusambandsins, en í nafni þeirrar stefnu er unnið að ýmsu því milliríkjasamstarfi um mengunarvarnir og annað, sem varðar sameiginlega hagsmuni ríkjanna.
Félagsleg mismunun og hindranir á vinnumarkaði voru einnig ofarlega á baugi umræðunnar. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók þátt í umræðunum. Hann tjáði Fréttablaðinu að auk mengunar- og siglingaöryggismála væru þessi félagslegu mál að komast sterkar á dagskrá. Þau snertu meðal annars vandkvæði í tengslum við frjálst flæði vinnuafls frá fátækari löndunum austan megin við Eystrasaltið, en þau vörðuðu öll aðildarríkin, líka Ísland. Tengd þessu væru líka mál á borð við mansal á ungum konum frá löndunum í austri í vændi til ríkari landanna í vestri. Þessi mál verða meginþema ráðstefnunnar á næsta ári, en þá verður hún haldin í Berlín.
Steingrímur sagði gildi þessa vettvangs fyrir skoðanaskipti þingmanna frá umræddum löndum ekki síst felast í því að á honum sætu einnig fulltrúar Rússlands. Í gegnum Norðurlandasamstarfið, EES-samstarfið og fleiri stofnanir ættu íslenskir fulltrúar náin samskipti við sömu lönd og starfa saman innan Eystrasaltsráðsins, en það væri ein fárra evrópskra samstarfsstofnana þar sem Rússar tækju þátt á jafnréttisgrundvelli.
Gennadíj Khripel, þingmaður á rússneska sambandsþinginu sem á sæti í fastanefnd Þingmannaráðstefnunnar, tjáði Fréttablaðinu að þessi vettvangur hefði í fimmtán ára sögu sinni gegnt mikilvægu hlutverki við að brjóta ís tortryggninnar og byggja upp traust á milli þjóðanna í kringum Eystrasaltið, sem Járntjaldið skildi að á dögum kalda stríðsins.
Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu, vakti athygli á því samkomulagi sem í gildi er milli Grænlands og Evrópusambandsins um þann þátt Norðlægu víddarinnar sem snertir málefni norðurheimskautsins. Þannig bæri ekki einungis að líta á Norðlæga vídd ESB í tengslum við Eystrasaltið. Vandamál eins og loftslagsbreytingar og annar umhverfisvandi, sem væru áberandi á norðurslóðum, skiptu einnig máli fyrir Eystrasaltssvæðið. Hún bauð til þingmannaráðstefnu á vegum Evrópuþingsins um Norðlægu víddina í nóvember næstkomandi. |
Þingflokksformenn allra flokka munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að svonefnt skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur muni draga dilk á eftir sér.
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkinga: Nú hafa 30 stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð ennþá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri grænna og Framsóknar. En þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk.
Þar sem 30 þingmenn stjórnarandstöðu taka undir þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Fundað verður um málið í dag.
Oddný Harðardóttir: En við fáum fund með forseta þingflokksformennirnir klukkan korter yfir þrjú í dag, þá förum við yfir þetta allt saman.
Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals 50 manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hefðu nánast hvergi verið virt.
Oddný Harðardóttir: Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna, þannig að það er mikilvægt að það verði boðað til fundar þess að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnareglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar að ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar. |
Sveinn Rúnar Hauksson er nú staddur á Gaza-svæðinu í annað skiptið á innan við mánuði til þess að færa heimamönnum efni í gervilimi. Limirnir eru gjöf frá Össuri og hefur Sveinn Rúnar farið í fjölda ferða til Palestínu með slíka limi.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir er staddur á Gaza-svæðinu í Palestínu í annað sinn á innan við mánuði í þeim tilgagni að færa heimamönnum gervilimi. Sveinn Rúnar hefur haft umsjón með verkefninu Íslenskir gervifætur til Gaza í samvinnu við gervilimastöðina á Gaza, ALPC í fjölda ára og hefur farið á svæðið í svipuðum erindagjörum í ótal skipti. Síðustu ár hefur honum hins vegar verið meinaður aðgangur af svæðið af ísraelskum yfirvöldum, sem stýra landamærum svæðisins ásamt Egyptum.
Færir Palestínumönnum íslenska gervifætur
„Ganglimir hafa verið vinsælt skotmark hjá ísraelskum leyniskyttum og skilja stórar byssukúlur, sem gerðar eru til að rífa upp holdið, eftir sig djúp og stór sár. Í mörgum tilfellum er líka um að ræða opið beinbrot. Læknar hafa þurft að aflima marga vegna þess,“ segir Sveinn Rúnar í samtali við Fréttablaðið og bendir á að því sé gífurleg þörf eftir gervilimum á svæðinu. Í haust hefur hann því flutt efni í samtals sjötíu gervifætur á Gaza-svæðið með hjálp ýmissa ferðafélaga.
Efnið er gjöf frá Össuri Kristinssyni sem ásamt Félaginu Ísland-Palestína kom Íslenska gervifótaverkefninu á Gaza á laggirnar í maí árið 2009. „Þetta framlag kemur á mikilvægum tíma og er fyrir Palestínumönnum áþreifanlegur vitnisburður um þá samstöðu sem þau hafa átt vísa hérlendis,“ segir Sveinn Rúnar. Stanslaus mótmæli Palestínumanna á Gaza-svæðinu frá því í mars hafa kostað hátt í 200 manns lífið og þörfin eftir gervilimum aukist enn fremur á svæðinu.
Meinuð innganga á Gaza-svæðið í fimm ár
Sveinn Rúnar hefur heimsótt bæði Vesturbakkann og Gaza-svæðið í fjölda ára, en ísraelsk hernámsyfirvöld hafa meinað Sveini Rúnari inngöngu á Gaza síðast liðinn fimm ár og hafa aðrar inngönguleiðir ekki verið honum færar. Það var því mikið gleðiefni þegar hann fékk loksins inngöngu á svæðið, í fyrsta skipti í fjölda ára nú í september og leið ekki á löngu áður enn hann lagði aftur af stað.
Sjálfur lýsir hann svæðinu sem yndislegum stað, þó erfiðleikarnir sem standi frammi fyrir Palestínumönnum séu miklir. „Margir ímynda sér Gazasvæðið sem meira og minna auðn, eyðimörk án mikilla möguleika fyrir þær tvær milljónir sem eru lokuð þar inni í umsátri Ísraelshers. Veruleikinn er samt sá að svæðið er mjög gróðursælt og fallegt,“ segir Sveinn Rúnar.
Ótal íslenskir sjálfboðaliðar í Palestínu
Sveinn Rúnar ferðaðist ekki einsamall út heldur voru með honum í för hópur íslenskra kvenna sem ætla að starfa með samtökunum International Women‘s Peace Service(IWPS) sem starfa á Vesturbakkanum. Hjálpaðist hópurinn að að flytja þetta gífurlega magn af gervilimum.
Leiðir hafa nú skilið og er Sveinn Rúnar kominn á Gaza-svæðið. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að þrátt fyrir allt sem á undan hafi gengið séu Palestínumenn fullir friðarvilja. Hann segir hins vegar erfitt að skilja hvað vaki fyrir núverandi stjórnvöldum í Ísrael, en segir ljóset að það sé ekki friður sem byggist á réttlæti, virðingu og jöfnuði. „Alger yfirráð yfir hinni fornu Palestínu, hafna algerlega yfir rétti Palestínumanna til síns lands og gera palestínsku þjóðinni ómögulegt að lifa í sínu landi, þannig að hún fari öll á vergang. Helmingur Palestínumanna hraktist burt við stofnun Ísraelsríkis og var það aðstærsta flóttamannafanda nútímans,“ segir Sveinn Rúnar.
Tvær milljónir í „stærsta fangelsi heims“
Tvær milljónir Palestínumanna búa á Gaza-svæðinu og ratar svæðið reglulega í fréttirnar. Svæðið var hluti af Palestínu fyrir stofnun ísraelska ríkisins árið 1948 en lenti undir stjórn Egypta eftir það. Svæðið var síðan hernumið af ísraelska hernum árið 1967, ásamt Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem, árið 1967. Svæðið hefur verið kallað stærsta fangelsi heims, meðal annars vegna þess hve erfitt það er að komast bæði inn og út af svæðinu. Sem fyrr segir stjórna Egyptar og Ísraelar öllum landamærum svæðisins, sem og ströndum.
Enginn virkur flugvöllur er á svæðinu, en sá fyrsti sem byggður var þar, var sprengdur af ísraelska hernum árið 2001. Ástandið á Gaza-svæðinu hefur verið slæmt í fjölda ára og þar sem innflutningur og útflutningur frá svæðinu er mjög takmarkaður má segja að efnahagur hafi verið nær í lamasessi í lengri tíma.
Þó svæðið rati reglulega í heimsfréttirnar hefur það verið nokkuð algengur gestur á sjónvarpsskjám og snjallsímum heimsbúa síðustu misseri vegna reglulegra mótmæla Palestínumanna við víggirt landamæri Gaza-svæðisins og Ísraels. Í ár voru 70 ár frá stofnun ísraelska ríkisins, sem þýðir að sjötíu eru frá því sem Palestínumenn kalla Nakba, eða hörmungarnar þegar hundruðir þúsunda Palestínumanna flýðu heimili sín við stofnun Ísraelsríkis.
Til þess að mótmæla þessum tímamótum, sem og ástandinu á Gaza-svæðinu var efnt til mótmæla, ekki einna, eða tveggja heldur hefur mótmælt látlaust svo mánuðum skipti. Og hefur það kostað sitt, en á þeim fimm mánuðum sem Palestínumenn, Ísraelar og aljóðaliðar[þar á meðal amk einn Íslendingur] hafa mótmælt hernáminu við landamæri Gaza-svæðisins og Ísrael, hafa að minnsta kosti 183 Palestínumenn verið myrtir af ísraelska hernum og meira en 18.000 látið lífið. Enn er óljóst hvað tekur við á víggirtu svæðinu, eða í Palestínu yfirhöfuð, sem hefur ratað í fjölmiðla í meira en hundrað ár. |
Stjórnvöld í Kína segja alrangt að saklausir mótmælendur hafi verið myrtir í uppþotum í höfuðborginni Lasa síðustu daga, líkt og leiðtogar útlagastjórnar Tíbeta hafa fullyrt. Kínverjar hafa gefið skipuleggjendum mótmælanna frest til dagsins í dag að gefa sig fram.
Tíbetar vilja sjálfstæði en Kínverjar segja héraðið óaðskiljanlegan hluta af Kína. Mótmæli blossuðu upp fyrir helgi.
Kíangba Púnkog, landsstjóri í Tíbet, segir að ró hafi nú færst yfir Lasa. Skipuleggjendur mótmælanna hafa frest til klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma til að gefa sig fram við lögreglu. Landsstjórinn sagði á blaðamannafundi í morgun að sextán mótmælendur hefðu fallið í átökum, þar af þrír þegar þeir stukku út úr byggingum til að forða sér frá handtökum. Leiðtogar útlagastjórnar Tíbeta segja um áttatíu manns hafa fallið.
Púnkog sagði rangt að öryggissveitir hefðu ekki hleypt af skotvopnum í átt að mótmælendum. Hann skellti skuldinni á Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, og bandamenn hans. Hann hvatti alla sem hefðu komið nálægt skipulagningu mótmælanna til að gefa sig fram. Þeir sem gætu gefið upplýsingar og vísað á þá sem hefðu átt mestan þátt í undirbúningi þeirra fengu milda meðferð, öðrum yrði refsað harkalega.
Átökin hafa dregið stöðu mannréttindamála í Kína inn í umræðuna aftur aðeins fimm mánuðum áður en Ólympíuleikarnir hefjast þar í landi.
Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, krefst þess að viðbrögð Kínverja við mótmælunum verði tekin til alþjóðlegrar rannsóknar. Vesturlönd hafa hvatt alla aðila til að sýna stillingu.
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna ástandsins í Tíbet
Kínverjar hafa lokað fyrir vefveituna YouTube þar sem erlendar fréttir af mótmælunum og andstöðu á vesturlöndum voru birtar í gær.
Í tilkynningu frá Vinstri - grænum kemur fram að þingflokkurinn hafi óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman hið fyrsta til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í Tíbet. |
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að samningurinn í París séu mikil gleðitíðindi. Skipulagsgerðs sé eitt þeirra stjórntækja sem stjórnvöld geti beitt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar: Og þetta eru mjög skýr skilaboð til fólks og okkar borgaranna og stjórnvalda á öllum stigum og við sem förum með skipulagsmál, við vitum alveg hvað til okkar friðar heyrir. Það er margt, afskaplega margt af þeim aðgerðum sem að við getum farið í til þess bæði að bregðast við loftslagsbreytingum og draga úr þeim sem við ákveðum með skipulagsgerð. Það er þéttleiki byggðar og blöndun, það eru samgöngurnar og ferðamátarnir, það er nýting á landi til landbúnaðar og endurheimtur á votlendi og svo framvegis og svo framvegis. Þannig að þetta er eitthvað sem að er mikil, mikil gleðitíðindi.
Jóhann Bjarni Kolbeinsson: Þannig að þessi samningur hann hefur mögulega bein áhrif á starfsemi Skipulagsstofnunar?
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir: Já hann hefur bein áhrif á, á skipulagsgerð. Það eru auðvitað fyrst og fremst sveitarfélögin sem að, að fást við skipulagsgerð hér á landi og með leiðbeiningum og eftirliti frá okkur á Skipulagsstofnun en sannarlega er þetta eitthvað sem að við munum halda að sveitarfélögum í leiðbeiningum okkar til þeirra, að, að sinna af meira kappi en áður. |
Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna.
Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti.
Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum.
Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði.
Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi.
"Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við:
"Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína. |
Lögreglustjórinn á Akureyri hefur gefið út ákæru á hendur bílstjóra fólksflutningabifreiðar fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Jafnframt er ökumaður dráttarvélar með aftanívagn, ákærður fyrir umferðarlagabrot, m.a. fyrir að aka of hægt, en dráttarvélin var auk þess óskráð. Ökumaður dráttarvélarinnar slasaðist nokkuð þegar vélin og vagninn köstuðuðst út af veginum við býlið Háls í Þingeyjarsveit, eftir árekstur við fólksflutningabílinn í ágúst á síðasta ári. Ökumaður fólksflutningabílsins hóf akstur framúr dráttarvélinni, sem ekið var sömu leið, án þess að gæta nægilega að því hvort annað ökutæki hefði byrja akstur framúr honum, með þeim afleiðingum að bifreiðin sem kom á eftir, rakst utan í rútuna, eins og segir í ákæru. Ökumaður fólkflutningabílsins beygði þá snögglega yfir á vinstri helming götunnar og ók á eftirvagn dráttarvélarinnar, þannig að vagninn og dráttarvélin kastaðist út af veginum. Ökumaður dráttarvélarinnar höfuðkúpubrotnaði, hlaut smávægilegar innankúpublæðingar og loft innan höfuðkúpu, tvö rifbein brotnuðu, auk þess sem hann fékk stórt blæðandi sár á höfuð.
Ökumaður dráttarvélarinnar er ákærður fyrir að hafa ekið óskráðri og ótryggðri dráttarvél og án nokkurra ökuljósa á eftirvagninum frá í Eyjafjarðarsveit áleiðis í Þingeyjarsveit, uns ofangreint slys varð. Meginhluta af leiðinni ók hann eftir þjóðvegi 1 á um 20 kílómetra hraða á klukkustund, en hámarkshraði á þjóðvegi 1 er 90 kílómetrar og tafið með því umferð um veginn að óþörfu og ekki fylgst með og vikið nægilega fyrir umferð sem kom á eftir hans ökutæki.
Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að bílstjóri fólksflutningabílsins verði sviptur ökuréttindum. |
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það augljóst mál að atvinnuleysi muni aukast með yfirvofandi launahækkunum 1. janúar.
Samtök atvinnulífsins leituðu til verkalýðsfélaganna um tímabundna frestun launahækkana og lengingu kjarasamnings sem henni nemur en því var öllu hafnað umræðulaust, samkvæmt SA.
Segja samtökin að heildarkostnaður fyrirtækja á almennum vinnumarkaði vegna launahækkunar 1. janúar næstkomandi nemi 40-45 milljörðum króna á ársgrundvelli.
Framkvæmdastjórn SA tók í dag samhljóma ákvörðun um að Lífskjarasamningurinn gildi áfram eftir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kynnti tillögur stjórnvalda í átta liðum til létta álagið á fyrirtækjum landsins m.a. með lækkun tryggingargjalds út árið 2021 og skattaívilnunum til fjárfestinga. Umfang þeirra nemur um 25 milljarða króna.
„Minn fyrsti kostur var sá að ná samningum við verkalýðshreyfinguna um tímabundnar aðgerðir um efni lífskjarasamningsins til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki þurfi að taka á sig þessar launahækkanir í þessu ástandi,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Fréttablaðið.
„Það er engin önnur leið en að taka aðlögunina út í verðlagi eða atvinnustigi eða bæði,“ segir hann enn fremur.
Sannfærður um að fleiri muni deila skoðun sinni þegar atvinnuleysitölurnar fara hækkandi
„Verkalýðshreyfingin, í fyrsta skipti í tuttugu ár, valdi að fara þessa leið. Þess vegna er ég vonsvikinn í dag og er sannfærður um að eftir því sem atvinnuleysistölurnar fara hækkandi frá mánuði til mánaðar muni fleiri Íslendingar deila þeirri skoðun minni,“ segir Halldór.
Útlit er fyrir áframhaldandi fækkun starfa á næstu sex mánuðum og skortur á starfsfólki er lítill, samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins.
Ætla má að starfsmönnum fyrirtækjanna í heild fækki um 2% á næstu sex mánuðum sem er sama áætlaða fækkun og í könnuninni í maí síðastliðnum. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 2.600 á næstu sex mánuðum. Könnun er framkvæmd af Gallup fyrir SA og Seðlabanka Íslands ársfjórðungslega.
„Þetta er könnun sem við höfum gert í tvo áratugi ársfjórðungslega með Seðlabankanum og þetta eru lökustu framtíðarhorfur sem við höfum séð sem þar birtast,“ segir Halldór um niðurstöðurnar.
Sjá einnig
Starfsmönnum gæti fækkað um 2.600 á næstu sex mánuðum
Efnahagslegar staðreyndir sem allar þjóðir fallast á
Halldór segist jafnframt sannfærður um að sú ákvörðun að láta launahækkanirnar standa muni hafa slæmar afleiðingar sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.
„Ég segi í fullum fetum að afstaða verkalýðshreyfingarinnar muni leiða til þess að fleiri missa vinnuna en hefði þurft að verða og þess vegna er þetta afleidd ákvörðun,“ segir Halldór og bætir við að það sé fullkomlega fyrirséð hvað gerist.
„Þetta þurfti ekki að vera svona. Það er bara augljóst mál og það enginn málflutningur þetta eru bara einfaldar efnahagslegar staðreyndir sem allar þjóðir fallast á nema íslensk verkalýðshreyfing,“ segir Halldór að lokum. |
Forstjóri Ghostlamp segir að draumur sinn sé að allir geti fengið greitt fyrir það efni sem þeir setji inn á samfélagsmiðla. Ghostlamp nýtir sér upplýsingar af samfélagsmiðlum til að tengja saman fyrirtæki og áhrifavalda í markaðslegum tilgangi.
Internetið hefur ekki bara breytt fjölmiðlaumhverfinu heldur hleypa samskiptamiðlar okkur nær fólki sem við þekkjum ekki persónulega. Það er þessi tengsl sem íslenska fyrirtækið Ghostlamp nýtir sér til að auðvelda fyrirtækjum að markaðssetja vörur.
Forstjórinn Jón Bragi Gíslason segir að þau séu ekki endlega að leita að frægu fólki til að taka þátt í markaðsherferðum fyrirtækisins. Allir sem hafi mikil áhrif á nærumhverfi sitt geti verið með. Virði hvers og eins er reiknað út frá þeim viðbrögðum sem efni frá viðkomandi fær á samfélagsmiðlum. Því betri viðbrögð, þeim mun meira fær sá hinn sami greitt.
Jón Bragi segir að ekki sé um duldar auglýsingar að ræða því fólk eigi að merka umfjöllunina. Það virðist hins vegar vera misbrestur á því að fólk geri það. Þegar Kastljós skoðaði efni sem birst hafði á samfélagsmiðlum í tengslum við auglýsingaherferð í gegnum Ghostlamp, merktu fæstir það sem auglýsingu.
Í leiðbeiningum Neytendastofu segir: Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu. Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.
Þessar leiðbeiningar hafa ekki lagagildi heldur lýsa þær aðeins almennri afstöðu Neytendastofu. Þótt Neytendastofa hafi samkvæmt lögum heimild til að sekta fyrirtæki sem brjóta reglur hefur ekki reynt á þetta gagnvart einstaklingum sem birta efni á bloggsíðu eða öðrum samfélagsmiðlum.
Að minnsta kosti tvö önnur íslensk fyrirtæki vinna að því að tengja saman fyrirtæki og fólk á samfélagsmiðlum. Stjórnarformaður Ghostlamp, Valgeir Magnússon, segir að sérstaða þeirra felist í sterkum tengslum við auglýsingamarkaðinn sem hafi þegar skilað þeim samstarfi við eina öflugust auglýsingastofu heims. |
Stöðugleiki Rafnars-báta gerir þá ekki síður hentuga fyrir ómannaðar siglingar. Nýr samstarfsaðili Rafnar horfir m.a. til þessa.
Fjallað er um nýjan sérleyfissamning bátasmiðjunnar Rafnar við bandaríska fyrirtækið Fairlead í Viðskiptablaðinu sem kom út fyrir helgi. Fairlead mun framleiða og selja Rafnar báta vestanhafs og opnar samstarf fyrirtækjanna Rafnari dyr á bandarískum mörkuðum.
Bob Bodvake, framkvæmdastjóri bátaframleiðslu hjá Fairlead, segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í eiginleikum skrokksins frá Rafnari.
„Við hjá Fairlead erum sérstaklega áhugasöm um bátinn vegna þeirra tækifæra sem felast í því að selja hann sem valkost fyrir ómannaðar siglingar. Við teljum Rafnar-skrokkinn vera gríðarlega hentugan fyrir hverskyns ómannaðar siglingar vegna þess að báturinn er mun stöðugri en aðrir bátar. Þau kerfi sem nýtt eru um borð í ómönnuðum bátum munu vafalaust virka betur vegna stöðugleikans," segir Bob
Nýtist í mannaðar sem ómannaðar siglingar
Ólafur William Hand, sölu- og markaðsstjóri Rafnar, segir að bátar Rafnars geti nýst bæði undir mannlausar og mannaðar ferðir.
„Það hefur verið mikil þróun í mannlausum skipum, eða svokölluðum drónabátum, og hafa bandarískir aðilar ákveðið að taka virkan þátt í slíkri þróun til framtíðar. Bátsskrokkur Rafnars, ÖK Hull, hefur verið hannaður til að fara vel með fólkið og búnaðinn um borð. Mannlausir bátar nýtast til dæmis við eftirlit, rannsóknir eða jafnvel til flutninga í framtíðinni, en við, í samstarfi við Fairlead, erum að horfa til þess að bjóða upp á skrokk sem hægt er að nota í jafnt í mannlausum og mönnuðum siglingum," segir Ólafur.
Líkt og lest á teinum
Daníel Freyr Hjartarson, verkfræðingur hjá Rafnar, segir eiginleika bátaskrokks Rafnars vekja mikinn áhuga. Báturinn fari enda betur með áhöfn og búnað en aðrir bátar vegna einstaks stöðugleika hans.
„Undir skrokknum er ákveðin dreifing á há- og lágþrýstisvæðum sem gerir það að verkum að báturinn skellur minna á sjónum. Það er hálfpartinn eins og báturinn haldist á sjónum með sogskálum, sem gerir það að verkum að hann vill síður fara að skoppa upp úr og skella aftur ofan í sjóinn. Þegar stefni bátsins byrjar að skella ofan í sjó veldur það höggum, til dæmis á áhöfn og búnaði. Hönnunin okkar dregur talsvert úr þessum áhrifum.
Undir skrokknum er líka sérstakur kjölur, líkt og á seglskútum, sem gerir það að verkum að báturinn hegðar sér nánast eins og lest á teinum. Það er eiginlega alveg sama hvað menn rykkja í stýrið á þessum bát, hann hlýðir öllu. Þegar björgunarsveitaráhöfn, sem dæmi, er í átta tíma leitar- eða björgunaraðgerðum þá er mjög mikilvægt að það fari eins vel og mögulegt er um fólkið um borð í skipinu. Það eykur öryggi þeirra og líkur á að sú aðgerð sem unnið er að heppnist," segir Daníel.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. |
Pólvelta jarðarinnar er ennfremur skýring á því að fyrir 5000 árum var pólstjarnan Thuban í Draco og eftir 12.000 ár verður Vega orðin pólstjarna. Stjörnurnar ferðast vissulega saman um geiminn en þær eru langt frá hvor annarri og er snúningstíminn ef til vill nokkur þúsund ár. Þetta gerir það að verkum að Pólstjarnan verður innan við hálfa gráðu frá norðurpól himins um árið 2100. Þetta er skýringin á nafninu leiðarstjarna sem áður var nefnt. Það er þó allt önnur saga sem vonandi verður sögð hér á vefnum áður en langt um líður. Fylgistjörnuna uppgötvaði breski stjörnufræðingurinn Sir William Herschel árið 1780, ári áður en hann uppgötvaði Úranus. Birtustig fylgistjörnunnar er 8,2 og fjarlægðin milli þeirra í sjónauka er 18,4 bogasekúndur. Af þessum sökum skipti Pólstjarnan sjófarendur og aðra miklu máli hér áður fyrr. Eldra erlent heiti Pólstjörnunnar er Cynosaura og hún er oft kölluuð leiðarstjarna í gömlum íslenskum ritum. Ákvörðun lengdarbauga er öllu erfiðari og krefst klukkna sem ganga ekki aðeins með mikilli nákvæmni við venjulegar aðstæður heldur þola líka ölduhreyfingar og annað volk á hafi úti. Hún er af F-gerð reginrisa og er breytistjarna af ætt Sefíta. Sjófarendur gátu fundið auðveldlega fundið norður ef stjörnubjart var og þurftu aðeins að mæla hæð pólstjörnunnar frá sjóndeildarhring til að ákvarða á hvaða breiddarbaug þeir væru. Stjarnan er í um 820 ljósára fjarlægð. Það gerir að verkum að stjörnurnar á norðurhveli jarðar virðast snúast um Pólstjörnuna, sem sjálf er alltaf á sama stað á næturhimninum. Hún er engu að síður bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litla-Birni og er fræðiheitið því Alfa Ursae Minoris. Fjarlægð Pólstjörnunnar frá norðurpól himins er sífellt að minnka um þessar mundir vegna pólveltunnar. Pólstjarnan er venjuleg stjarna af 2. birtustigi og er hún því ekki bjartasta stjarna himinsins. Áður fyrr tóku birtubreytingar hennar 4 daga og námu þær þá um 0,1 birtustigi. Það athyglisverðasta við pólstjörnuna er hins vegar að hún liggur um 1° frá norðurpóli himins. Nánar er fjallað um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar sem vísað er í hér á eftir. Í sjónauka sem hefur að minnsta kosti 6 cm ljósop má greina að pólstjarnan sé tvístirni. Á síðustu öld dvínuðu breytingarnar verulega og til dæmis mældust hámörk birtubreytinga hennar aðeins nokkrir hundraðshlutar úr birtustigi árið 1990. |
Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003.
Ali Baban, skipulags- og þróunarmálaráðherra Íraks, segir að Írakar sjálfir ættu að hafa meira að segja um hvernig erlendu fé til endurreisnar sé varið. Þetta sagði hjá á ráðstefnu tuttugu ríkja og alþjóðasamtaka í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Erfitt sé að tiltaka hve mikið fé þurfi til endurreisnar svo vel sé. Innviðir Íraks séu í rúst og hryðjuverkamenn skaði tilraunir til að bæta efnahag landsins. Þörfin sé því mikil. Deilt hefur verið um það hvort peningum til endurreisnar hafi verið vel varið og hluti þess jafnvel sagður hafa horfið.
En hvað sem þeim vangaveltum líður þá hafa Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja og lagt fé til endurreisnnar. 2003 og 2004 voru 100 milljónir króna lagðar til neyðar- og mannúðaraðstoðar meðal annars til jarðsprengjuleitar. 2004 og 2005 lagði íslenska ríkið fram rétt tæpar 200 milljónir í uppbyggingu, meðal annars til stoðtækjaverkefnis í samvinnu við Össur. Auk þessa hafa tæpar 90 milljónir farið í önnur verkefni 2005 og 2006, þar á meðal til flutnings hergagna vegna stuðningsaðgerða Atlantshafsbandalagsins. Samanlagt tæpar 400 milljónir króna.
George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði eftir myndsímafund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, að mikið verk væri enn óunnið. Ný öryggisáætlun væri enn á frumstigi og fleiri hermenn á leiðinni. Hann segir þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings nú fara yfir frumvarp um neyðarfjárlög til stríðrekstursins. Ábyrgð þeirra sé mikil og þeim beri að tryggja að frumvarpið fari í gegn. Þar með fái bandarískir hermenn það sem þeir þurfi til að ljúka verkefni sínu. |
Eins og venja er orðin frá fyrri Íslandsmótum mun Fréttablaðið standa fyrir vali á liði og leikmanni hverrar umferðar að henni lokinni. Í þetta sinn varð Matthías Guðmundsson, sóknarmaður FH, fyrir valinu. Hann skoraði eitt marka FH í 3-2 sigri liðsins á ÍA á útivelli í opnunarleik mótsins.
„Þetta var mjög góður sigur og erum við í skýjunum með þetta enda ekki hvaða lið sem er sem sækir sigur á Skagann," sagði Matthías.
Leikurinn fór fram í miklu roki en það virtist ekki koma niður á leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós. „Aðstæður voru erfiðar en ætli við séum ekki orðnir vanir þessu. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem við spilum í miklu roki eftir vorleikina," sagði hann.
Hann segir það hafa verið gott fyrir sjálfstraustið að skora í sínum fyrsta deildarleik með nýju félagi. „Annars hefur mér verið afar vel tekið í FH og mér líður mjög vel þar. Þetta er flottur klúbbur með góðum leikmönnum. Boltinn sem liðið spilar hentar mér mjög vel. Mér hefur þó gengið upp og ofan á undirbúningstímabilinu og átt dapra leiki og góða. Það er ekki síst þess vegna sem ég er ánægður með að það gekk vel í fyrsta leik."
FH var spáð titlinum í öllum spám sem birtust fyrir mótið. Matthías segist þó ekki finna fyrir neinum sérstökum þrýstingi. „Allir búast við því að við séum mjög sterkir og eigum að vinna alla leiki. Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér og reyni frekar að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna leikinn."
FH fer til Keflavíkur á sunnudagskvöldið og er um toppslag að ræða því bæði liðin, ásamt Fylki, unnu sína leik í fyrstu umferðinni. Það er einnig hætt við því að leikið verður í roki, rétt eins og uppi á Skaga. Slíkt er algengt í Keflavík.
„Þetta verður hörkuleikur og Keflvíkingar sýndu að þeir eru með sterkt lið með því að vinna KR á útivelli. Eftir að hafa litið á leikina í fyrstu umferðinni sýnist mér að öll lið líti mjög vel út og séu öll betri en þau voru í fyrra. Það er ljóst að hver einasti leikur verður erfiður. Það er klisja að segja það en engu að síður satt."
eirikur@frettabladid.is |