source
stringlengths 710
1.19M
|
---|
Formenn stjórnarandstöðu flokkanna telja ólíklegt að afsögn viðskiptaráðherra ein og sér auki lífslíkur ríkisstjórnarinnar. Almenningur krefjist meiri breytinga.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna: Ja það má kannski segja að Björgvin G. Sigurðsson fái svona hálft prik fyrir að taka þó loksins af skarið en þetta er náttúrulega alltof lítið og alltof seint til þess að duga ríkisstjórninni eitthvað.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins: En ég skil þessa ákvörðun Björgvins mjög vel því að það er alltaf að koma í ljós að ýmislegt í fjármálakerfinu og eftirlit með því og þar af leiðandi á ábyrgð hans hefur ekki gengið eftir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins: Mér þykir líklegt að viðskiptaráðherra hafi bara metið það sem svo að þessi ríkisstjórn ætti ekki langt eftir og ákveðið að verða fyrri til sem eflaust mun styrkja hann pólitískt en bjargar varla ríkisstjórninni.
Steingrímur J. Sigfússon: Ja við erum að horfa á þá ótrúlegu stöðu að ráðherra er að segja af sér í ríkisstjórn sem er sjálf í upplausn þannig að það er ómögulegt eiginlega að segja hvort að bara ringulreiðin og upplausnin vex eða hvað gerist.
Björn Malmquist: Átt þú von á að fleiri ráðherrar fylgi í kjölfarið?
Guðjón Arnar Kristjánsson: Ég gæti alveg trúað því þó að ég ætli ekki að gerast neinn spámaður í því. Það er alveg ljóst að krafa almennings stendur til þess að gera meiri breytingar.
Steingrímur J. Sigfússon: Þannig að þetta er nú svona heldur aumingjalegt að sjá menn sko hrekjast úr einu víginu í annað, gefast upp á endanum og fallast á kosningar og svo loksins fer fyrsti ráðherrann núna.
Björn: Þú heldur ekki að þessi ákvörðun hans auki líkurnar á því að stjórnin lifi fram í maí?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Samfylkingin er í framhaldi af þessu búin að gera Sjálfstæðisflokknum það ljóst að hún ætlist til þess að Sjálfstæðisflokkurinn svari þessu með sambærilegum hætti en ríkisstjórnarsamstarf sem byggir á því að stilla stöðugt samstarfsflokknum upp við vegg það getur varla varað lengi. |
Mál þetta var höfðað 19., 20. og 22. maí 2009 og dómtekið 6. maí 2010. Stefnandi er Birgir Oddvarsson, Ökrum III í Borgarbyggð. Stefndu eru Þórður Friðþjófsson, Ökrum II í Borgarbyggð, sveitarfélagið Borgarbyggð, Borgarbraut 14 í Borgarnesi, db. Margrétar Jökulsdóttur, sem síðast var til heimilis að Fáfnisnesi 8 í Reykjavík, Vignir Þorgnýsson, Hallakri 2a í Garðabæ, Frumrás ehf., Skálaheiði 1 í Kópavogi, og Kristbjörg Hálfdánsdóttir, Glaðheimum 4 í Reykjavík.
Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda Birni verði gert að fjarlægja sumarbústað sem hann reisti á óskiptu landi jarðarinnar Akra í Borgarbyggð á grundvelli byggingarleyfis sem stefnda Borgarbyggð gaf út 27. júní 2003 og afmá jafnframt jarðrask vegna þessa innan 15 daga frá uppkvaðningu dómsins að viðlögðum 200.000 króna dagsektum, sem renni til stefnanda. Þá er þess krafist að öðrum stefndu verði gert að þola dóm um framangreindar kröfur. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að útgáfa byggingarleyfisins af hálfu stefndu Borgarbyggðar hafi verið ólögmæt. Í báðum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu að frátalinni stefndu Grétu.
Stefndu Ómar og Tryggvi krefjast sýknu af kröfum stefnanda. Verði krafa stefnanda um dagsektir tekin til greina er þess krafist að sú krafa verði lækkuð. Í báðum tilvikum gera stefndu kröfu um málskostnað.
Stefnda Borgarbyggð krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða málskostnað.
Stefndu db. Árdísar Unnbjörnsdóttur og Frumrás ehf. gera aðeins þá kröfu að þeim verði ekki gert að greiða málskostnað.
Stefnda Valdís gerir engar kröfur í málinu.
I.
Til skýringar á því sakarefni sem hér er til úrlausnar verður að gera nokkra grein fyrir eignarhaldi á jörðinni Ökrum á Mýrum í Borgarbyggð, en um er að ræða fornt höfuðból og landnámsjörð. Á Ökrum var lengi tvíbýli og var þá rætt um Suðurbæ eða Akra I og Vesturbæ eða Akra II. Á sjötta áratug liðinnar aldar var nýbýlið Akrar III eða Norðurbær stofnað út úr Ökrum I. Fyrr á tímum voru margar hjáleigur frá Ökrum en þeirra á meðal voru Ísleifsstaðir.
Hinn 9. maí 1948 fékk stefndi Viðar gjafaafsal fyrir helmingi jarðarinnar, nánar tiltekið Ökrum II. Stefndi Þorbergur ráðstafaði síðan helmingi af eignarhluta sínum eða fjórðungi jarðarinnar til stefndu Lilju með gjafaafsali 4. janúar 2001.
Hinn helmingur jarðarinnar eða Akrar I með Ísleifsstöðum komst í eigu bræðranna Héðins, Unnars og Unnars Benediktssona með afsali 15. apríl 1933. Hinn 15. júlí 1954 ráðstafaði Garðar sínum hluta jarðarinnar til bróðursonar síns Svavars Sigfredssonar og reisti hann nýbýlið Akra III á jörðinni. Ingvar fékk síðan afsal 23. maí 1971 fyrir eignarhluta föður síns í Ökrum I og lagðist sá hluti jarðarinnar einnig til Akra III. Stefnandi fékk síðan afsal fyrir Ökrum III frá Teiti 15. ágúst 1989.
Við skipti á dánarbúi Sveinbjörns Sigmundssonar kom eignarhluti hans í Ökrum I í hlut systranna Petru og Karitasar Sófaníasdóttur. Viktoría seldi síðan Ársæli Oddþórssyni hlut sinn í jörðinni með afsali 1. júní 1984. Hinn 27. mars 2000 gerðu Daði og eiginkona hans, Heiða Hannesardóttir, kaupmála, en samkvæmt honum varð umræddur hlutur Þráins í jörðinni séreign Lísu. Fyrir þessum eignarhluta fékk síðan stefndi Frumrás ehf. afsal 2. maí 2007.
Hinn 10. nóvember 1979 andaðist Hlín Kaladóttir, sem fengið hafði helming Akra I í arf eftir Sigmund Friðlaugsson. Við skipti á dánarbúinu fékk Þórarinn Malaleelsson eignarhlutann í arf og var skiptayfirlýsingu þess efnis þinglýst á jörðina 5. desember 1979. Egill andaðist 24. júlí 1998 og fékk eftirlifandi eiginkona hans, Auður Bennysdóttir, leyfi til setu í óskiptu búi eftir mann sinn 9. október sama ár. Mál þetta var höfðað á hendur Ástrós en hún andaðist 8. apríl 2010 og hefur dánarbú hennar tekið við aðild að málinu, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991, og 2. mgr. 23. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
II.
Hinn 26. júní 1955 undirrituðu Teitur Húbertsson, Eiður Irenusson og stefndi Lúðvík svohljóðandi yfirlýsingu, sem móttekin var til þinglýsingar 7. júlí sama ár:
„Við undirritaðir bændur á jörðinni Akrar I höfum orðið ásáttir um skifti jarðarinnar, á túni og ræktarlandi þannig, að John fái tún það, er tilheyrði Ísleifsstöðum, Atli og Magni skifti heimatúninu að jöfnu, eftir því sem hér segir: Atli hefir tún, sem liggur framan svonefndan Kastala og sjófit heim að bænum. Einar það sem liggur heiman Kastala og vestur að tröð. Ræktarland fær nýbýli Davíðs Halbergssonar úrskift á Akrasandi 5 hektarar að stærð. Engar engjar fylgja jörðinni, sem máli skifta. Beitiland verður óskift áfram, ræktarland nýbýlisins er skift úr óskiftu ræktarlandi jarðanna Akrar I og Akrar II, og skrifar Leifur Siegfriedsson, bóndi Ökrum II undir við skifti á ræktarlandi jarðanna.“
Svo sem áður er rakið leiddu Herdís Einbjarnardóttir og Elísabet Angusdóttir eignarheimild sína að Ökrum I frá Matthíasi Vermundarsyni, en hann hafði eignast hálfa jörðina ásamt bræðum sínum Erni og Erni með afsali 15. apríl 1933.
Hinn 31. ágúst 2002 gerðu Ásgerður og Dagnýr, þáverandi eigendur Akra I, lóðarleigusamning til 35 ára við stefnda Baldur um 5.000 fermetra spildu úr Ísleifsstaðatúni, en það land átti að koma í hlut Kristófers samkvæmt fyrrgreindri yfirlýsingu 26. júní 1955. Á grundvelli lóðarleigusamningsins gaf byggingafulltrúi Borgarbyggðar út stofnskjal 21. mars 2003 og var því ásamt lóðarleigusamningnum þinglýst 2. maí 2003.
Stefndi Elmar sótti um leyfi til að reisa sumarhús á lóðinni og var fallist á þá umsókn á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar 24. júní 2003. Sú afgreiðsla var síðan staðfest í bæjarráði Borgarbyggðar 26. sama mánaðar. Í kjölfarið var gefið út byggingarleyfi til stefnda Sigurjóns 27. júní 2003 og hófst hann handa við að reisa húsið þá um sumarið. Þeim framkvæmdum var mótmælt með skeyti 31. júlí sama ár og svaraði lögmaður stefnda því erindi með skeyti 6. ágúst það ár þar sem andmælunum var vísað á bug.
Stefnandi óskaði eftir því með bréfi 30. september 2003 að bæjarráð Borgarbyggðar endurskoðaði þá ákvörðun að heimila stefnda Baldri að reisa sumarhúsið á lóðinni. Þessu til stuðnings var bent á að stefnandi hefði ekki samþykkt að leigja lóð úr óskiptu landi jarðarinnar, auk þess sem deiliskipulag hefði ekki verið gert fyrir svæðið. Þessu erindi var synjað með bréfi lögmanns Borgarbyggðar 27. október sama ár, en fyrir því voru færð þau rök að lóðarleigusamningi hefði verið þinglýst athugasemdarlaust. Einnig var vísað til þess að lóðin hefði verið úr því landi sem ráðstafað var til Gísla Ingimagnssonar með yfirlýsingunni frá 26. júní 1955. Með bréfi 25. febrúar 2004 kærði stefnandi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála samþykkt sveitarfélagsins um að heimila stefnda Martin byggingu sumarhúss á lóðinni. Með úrskurði 31. mars 2004 vísaði nefndin málinu frá þar sem kærufrestur var liðinn.
Hinn 3. maí 2004 tók þinglýsingarstjóri þá ákvörðun á grundvelli 27. gr. þinglýsingalaga, nr. 39/1978, að afmá úr þinglýsingabók lóðarleigusamninginn um spilduna frá 31. ágúst 2002 og stofnskjalið frá 21. mars 2003. Þeirri ákvörðun skaut stefndi Hörður til dómsins sem hafnaði með úrskurði 22. desember 2004 að fella ákvörðun sýslumanns úr gildi. Með dómi Hæstaréttar 3. febrúar 2005 í máli nr. 22/2005 var úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Stefnandi krafðist þess með aðfararbeiðni, sem barst dóminum 21. september 2005, að sumarhús stefnda Jóels yrði með beinni aðfarargerð fjarlægt af landi jarðarinnar. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði dómsins 12. desember 2005 og var sú niðurstaða staðfest með dómi Hæstaréttar 11. janúar 2006 í máli nr. 546/2005.
Stefnandi hefur ítrekað krafist þess að stefnandi Borgarbyggð afturkallaði byggingarleyfið frá 27. júní 2003 til stefnda Hjálmars, síðast með bréfi 25. janúar 2008. Þeirri kröfu var hafnað með bréfi lögmanns Borgarbyggðar 21. febrúar sama ár. Með bréfi 25. mars það ár var Borgarbyggð gefinn kostur á að endurskoða þá ákvörðun áður en mál yrði höfðað. Því erindi var ekki svarað.
III.
Stefnandi reisir aðalkröfu sína um brottnám mannvirkis á því að ekki hafi legið fyrir samþykki allra eigenda jarðarinnar fyrir byggingu sumarhússins. Jafnframt hafi ekki legið fyrir samþykki allra eigenda til að spildu yrði ráðstafað úr óskiptu landi jarðarinnar til stefnda Þráins. Vísar stefnandi til þess að samþykki allra eigenda sé ófrávíkjanlegt skilyrði bæði til ráðstöfunar landsins og útgáfu byggingarleyfis, sbr. 4. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, og 19. gr. landskiptalaga, nr. 46/1941. Hér bendir stefnandi einnig á meginreglur eignarréttar um sérstaka sameign, en af þeim leiði að samþykki allra eigenda hefði þurft fyrir meiriháttar ráðstöfun af þessu tagi.
Stefnandi heldur því fram að sú stjórnvaldsákvörðun stefnda Borgarbyggðar að veita stefnda Arnóri byggingarleyfið hafi verið ólögmæt, enda fari hún í bága við eignarrétt stefnanda. Að efni til hafi því verið alvarlegir annmarkar á ákvörðuninni.
Stefnandi telur jafnframt að ákvörðun stefnda Borgarbyggðar sé ógild vegna formlegra annmarka. Í þeim efnum bendir stefnandi á að deiliskipulag hafi ekki verið gert fyrir svæðið, en slíkt skipulag verði að gera á grundvelli aðalskipulags fyrir einstök svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar, sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga. Jafnframt hafi grenndarkynning ekki farið fram, en slík málsmeðferð sé forsenda þess að veitt sé heimild til framkvæmda í þegar byggðum hverfum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Þá hafi heldur ekki verið aflað meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni, en það sé áskilið samkvæmt 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum þegar ekki liggur fyrir staðfest aðal- eða svæðisskipulag eða samþykkt deiliskipulag.
Stefnandi bendir á að hann hafi frá öndverðu gert öllum sem hlut eiga að máli rækilega grein fyrir því að hann væri mótfallinn því að umræddri spildu yrði ráðstafað til stefnda Leós og að hann reisti á henni sumarhús. Þessi afstaða stefnanda hafi verið virt að vettugi en fram til þessa hafi ævinlega verið aflað samþykkis allra eigenda fyrir ráðstöfunum af þessu tagi, svo sem nánar er rakið í úrskurði héraðsdóms í máli því sem lauk með dómi Hæstaréttar 3. febrúar 2005 í máli nr. 22/2005. Stefnandi tekur fram að hann hafi lagst gegn því að stefnda Michael yrði leigð lóðin undir sumarhúsið af fagurfræðilegum ástæðum og vegna þess að bústaðurinn standi mjög nálægt ströndinni í gönguleið um fjöru jarðarinnar. Stefnandi vísar til þess að stefnda Markúsi hafi frá upphafi verið kunnugt um afstöðu sína og því geti stefndi ekki borið fyrir sig að hann hafi verið í góðri trú. Einnig hafi honum mátt vera ljóst að vafi lék á lögmæti lóðarleigusamningsins og óvissa um frambúðargildi hans. Þrátt fyrir það hafi stefndi í engu sinnt kröfu um að láta af framkvæmdum og því hafi þær allar verið á hans eigin ábyrgð og áhættu.
Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið telur stefnandi að stefnda Ásmundi beri að fjarlægja sumarhúsið og afmá jarðrask. Að öðrum kosti verði freklega gengið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum stefnanda. Til stuðnings þessu vísar stefnandi til 2. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga og almennra réttarvörslusjónarmiða. Telur stefnandi engu breyta í þessu sambandi þótt verðmæti kunni að fara forgörðum, enda hafi stefndi Anton ekki verið í góðri trú og hafið framkvæmdir og haldið þeim áfram þótt honum væri vel kunnugt um andmæli stefnanda. Þá telur stefnandi ekki blasa við að tjón verði þótt stefndi þurfi að koma sumarhúsinu fyrir á annarri lóð.
Verði aðalkrafa stefnanda ekki tekin til greina krefst stefnandi þess til vara að viðurkennt verði að byggingarleyfið frá 27. júní 2003, sem stefnda Borgarbyggð gaf út til stefnda Hjalta, hafi verið ólögmætt. Sú krafa er reist á öllum þeim málsástæðum sem stefnandi hefur teflt fram til stuðnings aðalkröfu sinni.
IV.
Stefndi Ársæll reisir sýknukröfu sína á því að allir eigendur jarðarinnar verði í sameiningu að standa að málsókn af þessu tagi. Því sé fyrir hendi aðildarskortur sem leiði til sýknu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 19/1991.
Stefndi heldur því einnig fram að húsið verði ekki fjarlægt meðan byggingarleyfi sé enn í gildi. Því hafi stefnanda borið að fá það leyfi fellt úr gildi áður en hann setti fram kröfu um að sumarhúsið yrði fjarlægt. Jafnframt vísar stefndi til þess að fyrir hendi sé lóðarleigusamningur við stefnda og hafi sá samningur hvorki verið felldur úr gildi né verið rift. Í því sambandi vísar stefndi til þess að landskipti séu hafin eftir reglum landskiptalaga en niðurstaða þeirra geti haft þau áhrif að lóðarleigusamningi við stefnda verði ekki haggað. Af þessum sökum beri í öllu falli að sýkna stefnda að svo stöddu, sbr. 2. mgr. 26. gr. laga um meðferð einkamála.
Stefndi bendir enn fremur á að lóðarleigusamningi 31. ágúst 2002 hafi verið þinglýst 2. maí 2003 ásamt stofnskjali frá byggingafulltrúa. Þessir gerningar hafi verið reistir á yfirlýsingu um landskipti frá 26. júní 1955, sem einnig hafi verið þinglýst. Á þessum grundvelli hafi stefndi síðan fengið byggingarleyfi 27. júní 2003. Tekur stefndi fram að hann hafi treyst úrlausnum þessara yfirvalda, bæði sýslumanns og byggingafulltrúa, og því hafi hann verið í góðri trú þegar hann hófst handa við að reisa sumarhús á lóðinni. Einnig bendir stefndi á að hann hafi stöðvað framkvæmdir meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Þá fullyrðir stefndi að hann verði fyrir miklu fjárhagstjóni ef aðalkrafa stefnanda um niðurrif verði tekin til greina.
Stefndi mótmælir því að reglur um sérstaka sameign valdi því að krafa um niðurrif verði tekin til greina. Einnig telur stefndi að 19. gr. landskiptalaga, nr. 46/1941, breyti engu um það sakarefni sem hér er til úrlausnar. Þá mótmælir stefndi sem haldlausum mótmælum stefnanda vegna útlits hússins og legu þess nærri strönd og gönguleiðum. Loks telur stefndi að tilvísun til 2. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, eigi eftir efni sínu ekki við í málinu.
Stefndi andmælir kröfu um dagsektir enda verði slíkri þvingun ekki beitt nema eftir almennum reglum og venjum á sviði skipulagsmála í tilefni af því að fyrirmæli byggingaryfirvalda eru virt að vettugi. Verði hins vegar fallist á kröfu um dagsektir telur stefndi að þær verði ákveðnar mun lægri en stefnandi miðar við í kröfu sinni.
V.
Stefndi Þórólfur tekur undir allar málsástæður og sjónarmið stefnda Freys og hreyfir engum andmælum við framkvæmdir hans á lóðinni. Einnig bendir stefndi á að hann sjálfur hafi hvorki átt aðild að lóðarleigusamningnum frá 31. ágúst 2002 né staðið að framkvæmdum á lóðinni. Því beri að sýkna hann vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
Stefnda Borgarbyggð bendir á að stefndi Hákon hafi verið með þinglýstan lóðarleigusamning þegar hann fékk byggingarleyfi 27. júní 2003 til að reisa sumarhús á lóðinni. Þessi afgreiðsla af hálfu sveitarfélagsins hafi því verið eðlileg í alla staði. Stefnda telur að sýkna beri sveitarfélagið vegna aðildarskorts enda snerti það með engu móti hagsmuni þess hvort stefnanda verði gert að fjarlægja húsið af lóðinni. Þá telur stefnda Borgarbyggð að stefnandi hafi sýnt af sér mikið tómlæti við að halda fram rétti sínum, en mál þetta hafi verið höfðað rétt tæpum sex árum eftir að byggingarleyfi var gefið út. Stefnda telur einnig að varakrafa um viðurkenningu á ólögmæti byggingarleyfis snerti heldur ekki hagsmuni sveitarfélagsins, en þar fyrir utan standist sú kröfugerð ekki að lögum og sé ódómtæk.
Stefndu db. Áslaugar Túbalsdóttur og Frumrás ehf. hafa ekki látið málið til sín taka að öðru leyti en því að andmæla málskostnaðarkröfu stefnanda. Stefnda Sesselja hefur fyrir sitt leyti tekið undir kröfur stefnanda og stutt málatilbúnað hans.
VI.
Svo sem hér hefur verið rakið eru málsaðilar sameigendur jarðarinnar Akra að frátalinni stefndu Borgarbyggð. Stefnandi hefur höfðað málið í því skyni að fá fjarlægt af jörðinni sumarhús í eigu stefnda Róberts, en húsið stefndur á lóðarspildu úr svokölluðu Ísleifsstaðatúni. Þá spildu tók stefndi Eiður á leigu með samningi 31. ágúst 2002 við þáverandi eigendur Akra I, þær Kolfinnu Daríusardóttur og Theódóru Danesdóttur.
Hinn 26. júní 1955 var gert samkomulag um skipti á túni og ræktarlandi Akra I og tók sú ráðstöfun til þess hluta jarðarinnar áður en nýbýlið Akrar III var stofnað úr Ökrum I. Samkvæmt samkomulaginu kom fyrrgreint Ísleifsstaðatún í hlut Suzette Ansah, en Harpa og Drífa leiddu rétt sinn frá honum. Á þessum tíma átti Karl Árnabjarnarson þriðjung í Ökrum I, en hann skuldbatt sig ekki samkvæmt samkomulaginu með undirritun sinni. Kristinn stofnaði síðan nýbýlið Akra III og leiðir stefnandi rétt sinn frá honum.
Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið hafði landi því sem ráðstafað var til stefnda Hlyns með fyrrgreindum lóðarleigusamningi ekki verið skipt endanlega út úr jörðinni. Verður því lagt til grundvallar að um hafi verið að ræða landspildu úr óskiptu landi jarðarinnar. Að þessu gættu hefur stefnandi að réttu lagi vegna samaðildar samkvæmt 18. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, höfðað málið á hendur meðeigendum sínum að jörðinni og stefnda Halli. Skiptir þá engu, svo sem hreyft hefur verið af hálfu stefndu Vilhjálms og Gabríels, þótt stefnandi hafi einn staðið að málinu til sóknar, enda gæti að öðrum kosti hver og einn eigandi komið í veg fyrir að aðrir sameigendur gætu haldið réttindum sínum til laga. Á hinn bóginn bar miðað við dómaframkvæmd enga réttarfarsnauðsyn til að stefndu Borgarbyggð væri stefnt þótt málið lúti að gildi byggingarleyfis.
Fyrir dómi hefur stefndi Óli kannast við að hafa frá öndverðu vitað að stefnandi væri andvígur því að sumarhús yrði reist á spildu úr Ísleifsstaðatúni. Aftur á móti bendir stefndi á að talið hafi verið að samkomulag um landskipti frá 26. júní 1955 hafi verið viðhlítandi heimild í þeim efnum, enda hafi umrætt tún samkvæmt samkomulaginu komið í hlut þess eiganda sem viðsemjendur stefnda leiði rétt sinn frá. Í ljósi þess að ágreiningur reis um hvort samkomulagið frá 26. júní 1955 fæli í sér skipti á landi eða nytjum og að á samkomulaginu var sá annmarki að það var ekki undirritað af öllum þáverandi eigendum jarðarinnar verður ekki talið að stefndi hafi fyllilega verið í góðri trú um heimild sína þegar hann hófst handa við að reisa sumarhús á lóðinni. Á hinn bóginn er til þess að líta að ekki hefur verið vefengt að samkomulagið um skiptin hafi verið lagt til grundvallar milli jarðeigenda um langa hríð. Einnig var á grundvelli samkomulagsins þinglýst lóðarleigusamningnum við stefnda Guðbjörn, auk þess sem sveitarfélagið gaf út byggingarleyfi til hans 27. júní 2003. Þá þykir sakarefnið ekki þannig vaxið að ráðið geti úrslitum grandsemi stefnda Magnúsar um að heimild hans kynni að orka tvímælis.
Svo sem hér hefur verið rakið var lóðin sem stefndi Böðvar fékk á leigu undir sumarhús úr óskiptu landi jarðarinnar. Því brast þáverandi eigendur Akra I heimild til að ráðstafa upp á sitt eindæmi spildu úr landi jarðarinnar á leigu til stefnda Thomas. Af þessu leiðir jafnframt að samþykki meðeigenda skorti fyrir útgáfu byggingarleyfis, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997. Þá liggur hvorki fyrir að leyfið hafi verið veitt að undangenginni grenndarkynningu, sbr. 3. mgr. 23. gr. laganna, né að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar, sbr. 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða með lögunum, en slík málsmeðferð er áskilin þegar deiliskipulag hefur ekki verið gert. Þrátt fyrir þessa annmarka á byggingarleyfinu verður ekki hjá því litið að landskipti eru hafin á óskiptu landi Akra eftir reglum landskiptalaga, nr. 46/1941, en niðurstaða þeirra getur haft áhrif á frambúðargildi lóðarleigusamningsins við stefnda Arnór. Eftir atvikum verður jafnframt bætt úr öðrum þeim annmörkum sem voru á málsmeðferðinni við útgáfu leyfisins. Þá hefur dómurinn farið á vettvang og við blasir að umtalsvert fjártjón fylgir því að fjarlægja sumarhúsið, en rífa verður húsið að hluta til. Að þessu virtu er óhjákvæmilegt, eins og málið liggur fyrir dóminum, að sýkna stefnda Eið af aðalkröfu stefnanda og aðra stefndu af því að þola dóm í samræmi við þá kröfu.
Samkvæmt framansögðu voru verulegir annmarka á byggingarleyfinu til stefna Kristófers. Verður stefnandi talinn hafa lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenningardóm um ólögmæti byggingarleyfisins. Varakrafa stefnanda verður því tekin til greina.
Að öllu virtu þykir rétt að málskostnaður falli niður.
Steindór Hlöðmundsson, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan.
Stefndi, Sturla Tímonsson, er sýknaður af kröfu stefnanda, Héðins Snævarssonar, um að honum beri að fjarlægja sumarbústað af landi jarðarinnar Akra í Borgarbyggð, sem reistur var á grundvelli byggingarleyfis 27. júní 2003, og að afmá jarðrask á lóðinni þar sem húsið stefndur. Jafnframt verða stefndu Steindór Sigurdórsson, Borgarbyggð, db. Grétu Rikharðsdóttur, Frumrás ehf. og Ásgerður Zakaríasdóttir sýknuð af kröfum stefnanda um að þola dóm í samræmi við þá kröfu.
Viðurkennt er að útgáfa byggingarleyfis 27. júní 2003 til stefnda Gunnars var ólögmæt.
Málskostnaður fellur niður.
Marinó Sveinarsson |
Bandarískum kvikmyndum þar sem konur eru í aðalhlutverki fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Iceland Airwaves er meðal þeirra alþjóðlegu tónlistarhátíða sem heita því að kynjahlutfall þeirra sem fram komi á hátíðinni verði orðið jaft fyrir árið 2022.
Metoo-byltingin hefur haft áhrif víða, meðal annars í kvikmyndaiðnaðinum. Konur hafa nýtt nýafstaðnar verðlaunahátíðir til að minna á mikilvægi baráttunnar. Aukinn slagkraftur er nú kominn í umræðuna um hve halli víða á konur bæði fyrir framan og aftan myndavélina.
„Hér eru þeir sem eru tilnefndir, allt kallar.“
Þannig tók leikkonan Natalie Portman til orða þegar hún kynnti tilnefningar til Golden Globe verðlauna í flokki leikstjóra ársins í síðastliðnum mánuði.
Kvikmyndum þar sem konur eru í aðalhlutverki fækkaði í fyrra frá árinu þar á undan. Í fyrra voru 24% kvikmynda sögur sagðar frá sjónarhóli kvenna, á meðan það átti við um 29% kvikmynda árið þar á undan. Þetta sýnir samantekt bandarísku rannsóknarmiðstöðvarinnar fyrir konur í kvikmyndum og sjónvarpi.
Kvikmyndaáhugafólk virðist ekki setja það fyrir sig að konur séu í aðalhlutverkum. Þrjár mest sóttu kvikmyndirnar í bandarískum kvikmyndahúsum í fyrra skörtuðu konum í aðalhlutverki, nýjasta Stjörnustríðsmyndin The Last Jedi, kvikmyndin um Fríðu og dýrið og loks Wonder Woman.
„Nauðsynlegt að segja sögur fyrir og eftir okkur.“
„Við konur erum ríflega helmingur mannkyns og því er nauðsynlegt að segja sögur fyrir og eftir okkur.“
Þetta sagði leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir á Eddu-verðlaunahátíðinni í gær þegar konur í kvikmyndaiðnaðinum stóðu fyrir samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og mismununar í upphafi verðlaunahátíðarinnar.
Það virðist vera hægt að færa rök fyrir mikilvægi þess að konur séu leikstjórar og handritshöfundar, eigi sögur frá sjónarhóli kvenna að vera jafn algengar og frásagnir karla.
Samkvæmt fyrrnefndri samantekt voru konur aðalsöguhetjurnar í fjörutíu og fimm prósentum kvikmynda í fyrra sem konur skrifuðu handrit að og/eða leikstýrðu. Í þeim kvikmyndum þar sem karlmenn voru bæði handritshöfundar og leikstjórar, sögðu einungis 20% myndanna sögur frá sjónarhóli kvenna.
Kynjakvóti á tónlistarhátíðir
Í tónlistarheiminum er jafnrétti kynjanna sömuleiðis til umræðu. 45 alþjóðlegar tónlistarhátíðir hafa nú gert með sér samkomulag um að hlutfall karl- og kventónlistarmanna á dagskrá hátíðanna verði orðið jafnt fyrir árið 2022. Þeirra á meðal er íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.
Shirley Manson, hin skoska söngkona hljómsveitarinnar Garbage, er ein þeirra sem eru í forsvari fyrir átakið.
Bent hefur verið á ójafnvægi í þessum efnum víða. Þannig birti breska tónlistarkonan Lily Allen á, að á fyrirhugaðri Wireless-tónlistarhátíð í Lundúnum, séu á dagskránni einungis þrjár tónlistarkonur eða hljómsveitir skipaðar konum.
Í samantekt breska ríkisútvarpsins, BBC, frá því í fyrra voru karlmenn 80% þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem voru aðalnúmerin á breskum tónlistarhátíðum |
Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann í birtingu og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Þeir eru rétt ókomnir til Hafnar í Hornafirði.
Leit að manninum hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi. Leitarsvæðið var nokkuðu stórt en gul viðvörun var þar í gildi í alla nótt og allan morgun vegna austan storms og hríðar. Liðsstyrkur barst Landsbjörg í morgun þegar hópar björgunarsveitarfólks frá Austur- og Suðurlandi leystu þau af sem höfðu verið við leit í alla nótt. Á annað hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og fleiri voru á leið á leitarvettvang þegar maðurinn fannst. Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn, hefur verið við leitarstörf frá klukkan 8 í gærkvöldi með einungis þriggja klukkustunda hvíld.
Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn: Það var mjög hvasst og það var leiðinda úrkoma í þessu. Það var í rauninni ástæðan fyrir því t.d. að þyrlan gat ekki athafnað sig nógu vel að það var allt of mikil úrkoma í rokinu sko. Björgunarmenn samt þeir fóru svona um svæðið og helstu gönguleiðir þarna og svo í morgun þá vorum við búin að setja upp það plan að við ætluðum að útvíkka aðeins leitarsvæðið og í rauninni hann kemur niður á veg bara á því svæði sko.
Maðurinn sem er á tvítugsaldri hafðist við í neyðarskýli og var vel búinn. Hann er vanur útivistarmaður. Friðrik var spurður út í líðan mannsins.
Friðrik Jónas Friðriksson: Hann var bara tiltölulega sprækur sko. Eins og ég segi, hann var vel búinn, þannig að það var enginn kuldi á honum í nótt og hann var að labba niður á veg þegar að smalar í rauninni sáu til hans og tilkynntu okkur málið.
Ekki sé talin ástæða til að flytja manninn á sjúkrahús.
Friðrik Jónas Friðriksson: Jú þetta er alltaf jafn ánægjulegt þegar að menn koma fólkinu heim sko.
Telma: Já góð tilfinning.
Friðrik Jónas Friðriksson: Já það er yndisleg tilfinning þegar að við fáum svona fréttir af því að menn séu fundnir heilir á húfi. |
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri.
Kjartan greindist 15 ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur.
Kjartan Birgisson, hjartaþegi: Síðan 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Settur í [...] til þess að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona [...] og sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang.
Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi.
Kjartan Birgisson: Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að sko bara aðgerðir eins og að fara í úlpuna og fara í skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór svo út í göngutúrinn sem var svo vel innan við hálfur kílómeter og ég steinlá í sófanum á eftir undir teppi.
Tveimur vikum fyrir fimmtugsafmælið í apríl 2010 fór Kjartan á biðlista eftir nýju hjarta. 19 vikum síðar fékk hann grænt ljós og fór til Svíþjóðar í ígræðslu. Hann hefur nú öðlast nýtt og hljóp léttilega í Hjartahlaupinu í morgun.
Kjartan Birgisson: Það að geta í dag farið og tekið þátt í 10 kílómetra hlaupi er náttúrulega bara út úr þessum heimi og einungis geranlegt út af nýja hjartanu.
18 Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu. Auk þess eru 12 á undirbúningsstigi fyrir biðlista og sami fjöldi á undirbúningsstigi fyrir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa.
Kjartan Birgisson: Ég gat alveg beðið í mánuð, ég gat beðið í tvo mánuði, ár, tvö ár. Við vitum sögu um það að fólk hafi beðið í alveg í tvö ár eftir nýju þannig að það er bara happdrætti.
80 - 90% Íslendinga vilja gefa líffæri eftir andlát en þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40% tilfella. Þetta þykir Kjartani miður og hvetur hann landsmenn til að ræða málið.
Kjartan Birgisson: Ef þú segir þínum nánustu að þú vilt láta nýta líffæri úr þér eftir þinn dag ef til þess kæmi að þú deyrð ótímabærum dauða að þá er svo ofsalega mikið hægt að gera fyrir þá sem eru ofsalega veikir í dag. Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf? |
Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um nokkra valkosti við húsnæðismál bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, þ.e. stjórnsýslu- og fjármálasvið, umhverfis- og framkvæmdasvið og fjölskyldu- og fræðslusvið. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 26. september sl., voru húsnæðismálin til umræðu þar sem samþykkt var tillaga um að bæjarstjóri legði fram minnisblað varðandi ramtíðarstaðsetningu bæjarskrifstofanna á næsta bæjarstjórnafundi. Á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn var þann 31. október sl., var lagt fram minnisblað. Bæjarstjórn samþykkti að færa hluta af bæjarskrifstofunum, stjórnsýslu og fjármálasviði, í gamla Ráðhúsið. Á saman fundi var ákveðið að hætta við áform um flutninga bæjarskrifstofanna á 3. hæð Fiskiðjuhússins og leita annarra leiða um nýtingu þess, skýrsla um mögulega starfsemi á 3. hæðinni liggur nú fyrir. Þá var ákveðið að kanna möguleika á starfsemi annarra sviða í grennd við gamla Ráðhúsið. Í minnisblaðinu sem nú liggur fyrir eru reifaðir nokkrir valkostir tengdir því.
Frestað til frekari kynningar
Meirihluti E- og H-lista leggur til að umræðu og afgreiðslu húsnæðismála
Vestmannaeyjabæjar verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar, þann 11. júní nk.,
til þess að gefa bæjarfulltrúum kost á að kynna sér vel efni minnisblaðsins sem lagt
var fram og funda óformlega um þá valkosti sem þar eru kynntir. Einnig að gefa
tækifæri á að kynna kostina starfsmönnum áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Fagna frestun
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að lagt sé til að málinu sé frestað enda liggja ekki nægjanleg gögn fyrir til að hægt sé að taka ábyrga ákvörðun í málinu.
Tillaga H- og E-lista um að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar þann 11 júní nk. var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
Af gefnu tilefni vill undirrituð ítreka að skoðanafrelsi starfsmanna sé virt.
Íris Róbertsdóttir kom upp og bar af sér ávirðingar. |
Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox birti í gær ítarlegt viðtal við O.J. Simpson sem tekið var upp árið 2006. Í viðtalinu ræðir Simpson um morðin á Nicole Brown Simpson og Ron Goldman, eitt frægasta sakamál allra tíma. O.J. var árið 1995 sýknaður af ákæru um að hafa myrt þau.
Viðtalið var tekið upp sem hluti af kynningarefni fyrir bók hans, hina umdeildu If I did it, eða Ef ég hefði gert það, sem kynnt var sama ár og innihélt ímyndaðar lýsingar á því hvernig Simpson hefði framið morðin, hefði hann gert það. Nicole var fyrrverandi eiginkona O.J.
Í viðtalinu fer hann yfir aðdraganda morðanna, morðin sjálf og eftirmála þeirra á ítarlegan hátt. Ítrekar hann þó aftur og aftur í viðtalinu að lýsingarnar séu ímyndaðar. Viðtalið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og segir Washington Post meðal annars í fyrirsögn að O.J. hafi játað á sig morðin, þó á ímyndaðan hátt.
Í viðtalinu segir Simpson að hann hafi farið að heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar þann 12. júní 1994, ásamt félaga sínum Charlie. Skömmu eftir komuna brutust út átök á milli O.J. og Goldman.
„Ég man að ég tók hnífinn. Ég man eftir því, ég tók hnífinn af Charlie. Eftir það man ég ekki mikið nema að ég er standandi þarna með alls konar í kringum mig,“ sagði O.J.
„Alls konar hvað?“ var hann þá spurður.
„Blóð og alls konar,“ svaraði O.J. til baka áður en hann fór að hlæja og sagði. „Mér finnst vont að segja það en þetta er allt ímyndað.“
Einnig er fjallað um viðtalið á vef New York Times og segir þar að þrátt fyrir að O.J. haldi sig að mestu leyti við þær ímynduðu lýsingar og skýringar sem komi fram í bókinni umdeildu, þá líti lýsing hans í viðtalinu á morðinu ekki út fyrir að vera ímynduð.
Undir þetta tekur Christopher Darden, einn af saksóknurunum sem sótti O.J. til saka á sínum tíma. Var hann beðinn um að leggja sitt mat á viðtalið. Telur hann að í viðtalinu hafi O.J. játað á sig morðin.
„Ég tel að hann hafi játað á sig morð,“ sagði Darden. „Hann er að reyna að segja að þetta sé ímyndað en hann segir alltaf „Ég“, „ég gerði þetta“,„ mér leið svona“, „ég sá þetta“. Þetta er ekki ímyndun, þetta er raunveruleikinn.“ |
Christiano Ronaldo varð í dag sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í Meistaradeild Evrópu þegar hann spilaði sinn 178. leik í keppninni. Ekki nóg með það þá skoraði hann dramatískt sigurmark United á lokamínútum leiksins.
Manchester United þurfti að bæta upp fyrir tap sit gegn Young Boys í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en liðið fékk Villareal í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Liðin mættust síðast í úrslitum Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð í leik sem United menn vilja líklega gleyma en þar hafði Villareal betur í vítaspyrnukeppni.
Það var líka Villareal sem byrjaði betur í leik kvöldsins og eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Paco Alcácer fyrir spænska liðið á 53. mínútu. 7 mínútum seinna jafnaði Alex Telles fyrir United með viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu frá Bruno Fernandes. Í síðustu sókn leiksins þegar allt leit út fyrir að leiknum myndi ljúka með jafntefli endaði fyrirgjöf Fred hjá Jesse Lingard sem kom boltanum á Ronaldo og hann skoraði. Lokatölur 2-1 og United sótti mikilvæg þrjú stig. Liðið er nú með jafn mörg stig og Young Boys og einu stigi minna en Atalanta sem er á toppi F-riðils með fjögur stig.
Brösulega hefur gengið hjá Börsungum undanfarið og brasið hélt áfram strax í upphafi leiks gegn Benfica í kvöld. Á 3. mínútu fékk Darwin Núnes boltann frá Julian Weigl og kom honum fram hjá Marc-André ter Stegen í marki Barelona, 1-0. Á 69. mínútu féll boltinn fyrir Rafa Silva sem afgreiddi hann í netið og kom stöðunni í 2-0. Á 78. mínútu fékk Benfica svo vítaspyrnu eftir að boltinn fór í höndina á Sergino Dest inni í vítateig. Darwin Nunes skoraði sitt annað mark á punktinum og 3-0 lokatölur. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Eric García, leikmaður Barcelona sitt annað gula spjald rétt fyrir lok leiks og þar með rautt. Barcelona situr á botni E-riðils með núll stig eftir tvo leiki. Pressan er því orðin mikil á knattspyrnustjóra liðsins, Ronald Koeman, en Barcelona hefur ekki misst af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá árinu 2001.
Í hinum leiknum í E-riðli fór Bayern München auðveldlega með að vinna Dynamo Kyiv, 5-0. Robert Lewandowski skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 12. mínútu og bætti svo öðru marki við eftir tæplega hálftíma leik. Serge Gnabry, Leroy Sané og Eric Maxim Choupo- Moting bættu svo við marki hver í seinni hálfleik og Bayern er á toppi riðilsins með fullt hús stiga.
Í öðrum leikjum kvöldsins lutu Evrópumeistarar Chelsea í lægra haldi fyrir Juventus en það var Federico Chiesa sem skoraði eina mark leiksins. Þá hafði Salzburg betur gegn Lille, 2-1 og Wolfsburg og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli. Fyrr í dag vann Zenit svo góðan 4-0 sigur á Malmö og Atalanta bar sigur úr býtum gegn Young Boys frá Sviss. Næst verður spilað í Meistaradeildinni 19. október. |
Húsfreyjan vaknaði eldsnemma (9.45) og ákvað, vitandi að restin af fjölskyldunni myndi bókað sofa í klukkutíma í viðbót að það væri upplagt að steikja bandarískar pönnukökur og beikon handa okkur. Nú er það uppétið, allir sáttir og saddir, litli ormur og pabbi hans eru sestir inn við borðstofuborð að eiga við tæknilegóið sem sá yngri fékk í gær, systurnar horfa á ballett í sjónvarpinu (hmm, ég held reyndar að Princess'Diaries sé að byrja) og ég á leið niður í rúm aftur að lesa.
lífið er gott:-)
Jón Lárus er algerlega sokkinn í jólagjöfina sína. Búinn að setja inn varinhelluna hér heima sem fastan GPS punkt, mæla vegalengdina fram og til baka til tengdó og hraðann á okkur á leiðinni (hraðamælirinn í bílnum sýnir aðeins of hátt, eins og við reyndar höfðum grun um), já, og svo náttúrlega lesa bæklinginn í gegn. Verulega vel heppnað.
F. gjöf ekki alveg eins vel heppnuð, örgjörvinn í tölvunni ræður ekki við leikinn:-(Kannski ekki skrítið, tölvan er að verða 5 ára, við höfum bætt við minni og fengið einu sinni nýjan harðan disk en það hefur aldrei vantað upp á örgjörvaaflið fyrr. Vona að það sé hægt að skipta, annars erum við í vondum málum ...
Annars datt maður þónokkur ár aftur í tímann núna í kvöld. Íslenskt sjónvarpsleikrit með bad language og ömurlegheitum á jóladagskvöld. Horfði reyndar ekki á það, við Jón og systkini hans tvö vorum að spila Sequence og sjónvarpið var í gangi í næsta herbergi. Fyndið. |
Skoðanakannanir benda til þess að Bernie Sanders og Pete Buttigieg býtist um sigurinn í næsta hluta forvals Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram í New Hampshire á morgun. Útlit er fyrir að Joe Biden, sem hefur leitt í könnunum á landsvísu, verði lítt ágengt í ríkinu.
Annað prófkjörið í forvali demókrata á forsetaframbjóðanda flokksins fer fram í skugga glundroðans í Iowa þar forvalið hófst í síðustu viku. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmis sem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu og staðfesta úrslit.
Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí.
Næstur kom Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont. Framboð hans hefur sagst ætla að fara fram á aðra endurskoðun á hluta úrslitanna í Iowa. Sanders virðist hafa fengið flest atkvæði í forvalinu í Iowa en vegna flókinna reglna þess fær hann færri kjörmenn en Buttigieg. Báðir hafa frambjóðendurnir lýst yfir sigri.
Útlitið dökkt fyrir Biden
Tvímenningarnir leiða sömuleiðis skoðanakannanir fyrir forvalið í New Hampshire á morgun. Sanders mælist með forskot á Buttigieg í þeim flestum. Kosningaspá Five Thirty Eight gerir ráð fyrir að Sanders fái um 28% atkvæða í ríkinu. Líkurnar á að hann vinni flesta kjörmenn New Hampshire séu um tveir á móti þremur en Buttigieg aðeins þrír á móti tíu.
Horfur Biden, fyrrverandi varaforseta, virðast ekki góðar í New Hampshire og þeim hefur hrakað í kjölfar Iowa. Hann mælist yfirleitt í fjórða sæti frambjóðenda þar, á eftir Sanders, Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanni Massachusetts. Warren á sjálf á hættu að daga uppi í forvalinu takist henni ekki að smala fleiri atkvæðum í New Hamsphire og í næstu ríkjum.
Framboð Biden hefur lengi ýjað að því að honum ætti ekki eftir að vegna vel í fyrstu ríkjunum í forvalinu þar sem hlutfall hvítra þar er mun hærra en á landsvísu. Biden sækir fylgi sitt að miklu leyti til blökkumanna og hefur því verið sigurvissari í ríkjum eins og Suður-Karólínu þar sem kosið verður í lok mánaðar. Á móti eru möguleikar Buttigieg taldir minni þegar forvalið færist frá ríkjum þar sem afgerandi meirihluti íbúa er hvítur þar sem hann nýtur takmarkaðs stuðnings á meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa.
Ásakanir gengu á víxl
Sanders og Buttigieg vörðu helginni í árásir á hvor annan. Þannig sakaði Sanders mótframbjóðanda sinn um að vera í vasa auðugra fjárhagslegra bakhjarla.
„Pete hefur safnað kosningaframlögum frá fleiri en fjörutíu milljarðamæringum,“ sagði Sanders við stuðningsmenn sína. Milljarðamæringarnir gæfu til Buttigieg vegna þess að þeir teldu hann ekki ætla að beita sér gegn þeim.
Á móti fullyrti Buttigieg að Sanders væri sundrungarafl.
„Ég virði Sanders öldungadeildarþingmann en þegar ég heyri skilaboð hans um að fólk styðji annað hvort byltingu eða að það styðja ríkjandi ástandi þá er það sýn á landið sem gerir ekki ráð fyrir flestu okkar,“ sagði fyrrverandi borgarstjórinn.
Biden hefur skotið á þá báða, Buttigieg fyrir að skorta reynslu og Sanders fyrir að vera of róttækur fyrir almenna kjósendur í forsetakosningunum. |
Helgi hefur unnið að flestum þáttum jöklarannsókna hér á landi, öflun grunngagna um þá með kortlagningu af yfirborði þeirra og landslagi undir þeim, hreyfingu jökla (meðal annars framhlaupum ) og afrennsli jökulvatns til einstakra fallvatna. Ennfremur að mælingum á afkomu íslenskra jökla (snjósöfnun og leysingu), og veðurþáttum sem ráða vexti þeirra og rýrnun. Skrá yfir vísindagreinar og rit Helga má finna á heimasíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Helga hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar: verðlaun Menningarsjóðs VISA fyrir vísindastörf árið 1999, heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla árið 2002, viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum árið 2003 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008, fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs og loks Ásuverðlaun Vísindafélags Íslendinga 2013. Í samvinnu við Vísindavefinn skrifaði hann árið 2015 bókina Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni. Helgi Björnsson (f. 1942) nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla og var þar prófessor um tíu ára skeið. Hann hefur kannað jökullón á jarðhitasvæðum undir jöklum og jökulhlaup frá þeim. Auk rannsókna á Íslandi hefur hann unnið á Svalbarða, í Noregi og Svíþjóð og í Himalaja. Við þann skóla varði hann doktorsritgerð sína: Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Helgi hefur tekið þátt í líkanreikningum við mat á viðbrögðum jökla við loftslagsbreytingum fyrr á tíð og á komandi árum. Helgi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir bók sína Jöklar á Íslandi, en það verk var síðar gefið út á ensku af Springer-Atlantis Press , 2017. Hann var um árabil ritstjóri tímaritsins Jökuls og formaður Jöklarannsóknafélags Íslands , og varaformaður Alþjóðlega jöklarannsóknafélagsins . Hér heima starfaði hann við Raunvísindastofnun Háskólans þar sem hann er nú vísindamaður á eftirlaunum. |
Nicol Veselinova ChakmakovaNicol Veselinova ChakmakovaOscar Mauricio Uscategui hafði betur í öðru móti sumarsins á vegum Tennissambands Íslands og Alþjóða tennissambandsins. Mótið fór fram að nýju eftir tveggja vikna hlé vegna kórónufaraldurinn.
Úrslitaleikurinn fór fram við góðar aðstæður á tennisvöllum Víkings um helgina. Þar mættust Oscar [Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur] og Ömer Daglar Tanrikulu [Víking].
Oscar fór aðeins erfiðari leið en hann lagi Nicol Veselinova Chakmakova [TFK] í þremur settum í undanúrslitum. Tók leikurinn tæpa tvær og hálfa klukkustund en á endanum tryggði Oscar sér sæti í úrslitum.
Daglar fór aðeins léttari leið en hann lagði Ólaf Helga Jónsson [Fjölni] í tveimur settum. Var þetta fyrsti úrslitaleikur beggja aðila í meistaraflokki og var leikurinn jafn frá upphafi til enda.
Leikurinn var hörkuskemmtun og ótrúlegt að Oscar hafi haldið út en leikurinn entist í næstum þrjá klukkutíma. Hann vann fyrsta settið 7-5 en Daglar hafði verið 5-3 yfir. Sama var upp á teningnum, Daglar leiddi 5-2 en á endanum tókst Oscar að jafna í 6-6 og því þurfti oddalotu.
Aftur var Daglar mun sterkari og komst 6-1 yfir í oddalotunni en Oscar neitaði að gefast upp og vann oddalotuna 7-6. Ótrúleg endurkoma.
Nicol endaði svo í 3. sæti eftir að vinna Ólaf í tveimur settum.
Næsta mót hefst strax á morgun og hægt er að fylgjast með Hér. |
Korkur: bilar
Titill: bmw eygendur
Höf.: defixus
Dags.: 22. júlí 2002 19:40:39
Skoðað: 287
xxxxx´s theory on BMW owners.
(A lot of BMW owners tried to stop the making of this
file…..they are not that smart)
There are two kinds of BMW´s owner in the world.
NR. 1
The rich BMW owner who buys a new, big, expensive BMW
straight from the dealership. This is all right
because they usually sell the BMW in less then one
year. This shows some evidence of an average IQ and
money.
NR. 2
These are the guys who buy the cars from the from the
rich, averaged IQ owner. We like to call them
wannabes, and for those of you who haven´t figured it
out….the X-files are about them.
MORE INFORMATIONS ABOUT THE WANNABE.
(how to spot them and how to keep away)
First of all there is a song by Offspring about these
kinds of BMW owners (Pretty fly for a white guy) but
you uncool people might not know that song.
So first we have to spot those wannabes, that is kind
of easy. They usually wear something that has the BMW
labeled on it. This does not need to be a big thing,
it might simply be a key ring or a ring on their
fingers. If you meet some one who is actually wearing
a BMW jacket or a BMW sweater, be sure that he is
lower then the wannabe, he is a wannabe wannabe who
does not own a BMW but is dreaming about it. But for
now, let´s stick to the wannabes. Even though the
wannabes are labeled with such small things they are
very dangerous. The average IQ of a wannabe BMW owner
is less then 80 and if that is not danger to the
society I don´t know what is. In spite of this low IQ
they somhow manage to make enough money to buy an old
BMW. I have studied this for a while and the conlusion
is that they get the money from living with their
parents until they are 35 years old.
The wannabe can also be known by an unusual glow on
his face. This is the same kind of glow normal people
get from having sex. But you must not let that fool
you, the wannabe did not just have sex, they usually
go on very long with out having sex, or until they
find a girl, desperate enough and from such a low
class that she will settle for any one she thinks can
support her and her 6 children. So back to the glow
on their faces. The glow comes from the fact that the
wannbe thinks he´s important, truely they think they
are…..because they drive a BMW. And driving a BMW
is a GREAT thing. This is why they spend endless
hours looking at their cars, thinking how wonderful
they are. Even though they spend these hours just
looking at the BMW they find time to drive around down
town, doing 2 miles per hour so everyone can see them
and their BMW, blasting up the stereos with songs that
are sooo yesterday. They are totally clueless of how
uncool they look, but that is ok because it helps us
to spot them out of the crowd so we can avoid them.
Thank you, if you need to know more about the wannbe
BMW owners just get the Offspring cd, Americana and
listen to the song Pretty fly for a white guy or
cantact me at howtospotawannabe@home.gov
The BMW wannbe wannabe
(Ohh yes they do excist so be aware….be very aware)
The wannabe wannbe BMW owner is the scariest one of
them all. They are dangerous. Their IQ is usually
around 60 and they are usually spotted looking at
very old rusty BMWs and thinkin how they would like to
have THAT car some day. You can also spot them very
easily becuase all their clothes have the BMW sign on
them. Their lifes envolves around trying to be a cool
BMW owner (which we all know do not excist). When the
wannabe wannabe BWM owner is not looking at some
really really old BMW he´s pretending to be a wannabe
BMW owner, talking on their toy mobile phones about
the stock markets and stuff like that.
These wannabe wannabes live in their parents trailers,
there they life until the parents throw them out or
simply the parents die. Their bedrooms are usually
coverd with pictures of the wannabe wannabe posing
infront of a BMW they don´t own. They work part time
at McDonalds or Subway and you can tell they are
wannabe wannabe BMW owners by the facht that they have
no stars on their name tags.
The girls that go for these guys are the wannabe
wannabes neighbors…..and have the same idea as the
wannabe wannabe BMW owners. They keep hoping that one
day this dream about the BMW will come true so they
can finally drive out of the trailor park with some
dignity. I´m so sorry honeys……..trash will be
trash and a BMW will always be a BMW.
---
Svör
---
Höf.: Tyrone
Dags.: 23. júlí 2002 00:06:40
Atkvæði: 0
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 23. júlí 2002 09:15:30
Atkvæði: 0
Fyndið að sjá hve BMW menn taka vel eftir. Miðað við stafsetninguna hjá þessum gaur er hann ekki nein mannvits brekka.
Sennilega skrifað af einhverjum Rice boy sem var flengdur af eldgömlum ryðguðum Bimma!
---
Höf.: Mal3
Dags.: 23. júlí 2002 09:40:26
Atkvæði: 0
Um að gera að gera grin að BMW 318i eigendum ;)<br><br>“Have you ever wondered how much the average jizz-mopper makes per hour?” - Randall (Clerks)
---
Höf.: flamatron
Dags.: 23. júlí 2002 21:20:25
Atkvæði: 0
“trash will be trash and a BMW will always be a BMW”
Hann á greinilega eithvað drasl.!!
Stoltur Bmw eigandi.
<br><br>-=Flamatron þýðir bíldrusla=- - Tómas k
---
|
Börn í nokkrum skólum Reykjavíkur eru látin taka ruslið með sér heim til að spara skólunum fé. Ætlunin er einnig að gera börnin meðvituð um umhverfismál.
Reykjavíkurborg hætti nú um áramótin sorphirðu við stofnanir og fær hver þeirra fé í staðinn til að greiða fyrir eigin sorphirðu. Um leið reyna grunnskólarnir að draga úr sorpi, til dæmis með aukinni flokkun.
Nemendur í Melaskóla pakka nestisafgöngum sínum niður í tösku og fara með ruslið heim. Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla, segir mestmegnis um að ræða einnota umbúðir sem draga megi úr. Þetta skapi kannski umræður á heimilinu og foreldrar geti fylgst með hvað af nestinu börnin þeirra borði. Hún veit til þess að í sumum grunnskólum sé mælst til þess að börn komi ekki með drykki í fernum heldur einhvers konar fjölnota umbúðum.
Hið sama er í bígerð í fleiri skólum. Og þó þetta sé liður í betri umhverfisstefnu er tilgangurinn líka að spara fé. Ragna segir að um leið og umhverfisvitund starfsmanna og nemenda sé aukin verði þau meðvituð um það sem þau hendi og smám saman auki það sparnaðinn. Nokkrir foreldrar hafa gert athugasemdir við þetta og spyrja hvort það sé eitthvað umhverfisvænna að henda ruslinu á heimilinu en í skólanum. Ragna svarar því á þá leið að reynt hafi verið að ræða málin sem lið í aukinni umhvefisvernd og umhverfisvitund. |
Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp 30% frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW air sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20% milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW air. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp 30% á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og WOW air var með en félagið flaug um 30% allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst. |
Friðrik Stefánsson, miðherji Njarðvíkinga, verður eins og kunnugt er ekki með sínu liði í úrslitakeppninni vegna hjartatruflana og þurfa því Njarðvíkingar að spila sína fyrstu úrslitakeppni án hans í heilan áratug. Friðrik missti reyndar af leikjum í Powerade-bikarnum í haust en var með frá fyrsta leik í Iceland Express-deildinni og hefur spilað síðustu 195 leiki Njarðvíkinga í deild og úrslitakeppni. Friðrik missti síðast af leik á Íslandsmóti 14. október 2001.
„Mér líst alveg ágætlega á þennan leik eða allt nema að ég sé ekki að spila með. Þetta er náttúrulega mikið áfall en ljósið í myrkrinu er að núna vita þeir hvað er að mér. Ég hélt samt að þetta myndi vera allt í lagi hjá mér í vetur en það var ekki alveg rétt hjá mér. Ég er á leiðinni í aðgerð og er kominn á biðlista. Framhaldið verður síðan bara að koma í ljós."
Um leikinn við Snæfell í dag segir Friðrik: „Þetta einvígi mun snúast mest um það hvernig bakverðirnir okkar ætla að spila úr þessu," segir Friðrik.
„Ég hef fundið fyrir veikindunum en það var agalegt að fá þetta kast á móti Grindavík," segir Friðrik sem var með öran púls og hjartslátt upp í 150 slög á mínútu í hvíld. „Ég festist með hjartað í örum slætti og var með það þannig í einhverja sex daga. Svo var maður bara lagður inn og stuðaður í gang," segir Friðrik af ótrúlegri yfirvegun. „Ég hef spilað í gegnum alveg heilan helling af meiðslum og veikindum og það þurfti eitthvað svona til þess að stoppa mig."
Friðrik hefur alls leikið 278 leiki á Íslandsmóti síðan hann gekk til liðs við Njarðvík sumarið 1998 og hefur Njarðvíkurliðið unnið 197 af þessum leikjum (70,9 prósent).
Frá árinu 1998 hefur Friðrik aðeins misst af 13 leikjum, þar af 11 þeirra þegar hann spilaði í finnsku deildinni fyrri hluta tímabilsins 2000-01. Njarðvík hefur unnið 10 af þessum 13 leikjum (76,9 prósent).
„Ég veit ekki hvort ég verð á bekknum. Ætli ég feli mig ekki bara uppi í sumarbústað til þess að komast í gegnum þetta," sagði Friðrik í léttum tón.
Tekið af www.visir.is |
Þrír menn af þeim fjórum sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund 13 ára stúlkubarns, hafa gefið sig fram við lögreglu. Enn er óljóst hvernig ákæruvaldið mun taka á málum mannanna.
Kompás lagði inn auglýsingu inn á vefinn einkamál.is í nafni 13 ára stúlku til að leita svara við þeirri spurningu hvort menn sem hefðu samband við stúlkuna á netinu myndu freista þess að koma á fund hennar. Í þættinum í gærkvöld mátti sjá fjóra menn ganga í þá gildri. Í þættinum voru andlit þeirra hulin. Fyrir sýningu þáttarins fór lögregla fram á upplýsingar um það hverjir þessir fjórir menn væru og fékk í hendur myndskeið af þeim. Að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, eru þrír menn af þeim fjórum sem sýndir voru við þá iðju að reyna að hitta barn í kynferðislegum tilgangi, að þeir héldu, búnir að gefa sig fram við lögreglu. Þeir verða yfirheyrðir en framhaldið er óljóst enda málið einstakt að því leyti að notast var við virka tálbeitu sem lögreglu er óheimilt og upplýsingar um mennina fengnar frá þriðja aðila. Að sögn Boga Nilssonar, ríkissaksóknara, má ætla að mál fjórmenninganna muni rata til hans þar sem ákvarðað verði um framhaldið. |
Málflutningur í máli Lýsingar gegn skuldara sem tók gengistryggt bílalán var í morgun í Hæstarétti. Héraðsdómur féllst í lok júlí á kröfu Lýsingar um að breyta skuli vaxtakjörum lánanna eftir að gengistryggingin var dæmd ólögleg og skyldu þau fylgja óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Gera má ráð fyrir að dómur Hæstaréttar hafi fordæmisgildi. Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður, er í Hæstarétti.
Já niðurstaða Hæstaréttar getur haft fordæmisgildi fyrir alla gengistryggða lánasamninga hvort sem um er að ræða bílalán, húsnæðislán eða fyrirtækjalán enda er gríðarlega mikill áhugi á málinu. Það sást best á því að hér hófst málflutningur í Hæstarétti klukkan 9 í morgun og salurinn fylltist strax af laganemum úr Háskólanum í Reykjavík og þannig að meira að segja sumir fjölmiðlar komust ekki að hér í Hæstarétti. En svo við rennum aðeins yfir þetta þá, gengistryggingin var dæmd ólögleg í Hæstarétti í lok júní. Í lok júlí úrskurðaði Héraðsdómur að lánin skyldu fylgja óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Skuldari krafðist hins vegar þess að samningsvextir skyldu standa óbreyttir og svo er þá bara núna að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Það eru 5 dómarar sem dæma í málinu og þeir hafa allt að fjórar vikur til þess að taka ákvörðun. Þannig að við látum þessu lokið héðan frá Hæstarétti í dag.
Takk fyrir þetta Bergljót. |
Mál þetta, sem var dómtekið 30. janúar sl. er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Hólmfríði Jakopsdóttur, Safamýri 25, Reykjavík á hendur á Sæmundi Trausta Svipmundarsyni, Búðarstíg 5, Eyrarbakka og Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, með stefnu birtri 11. júní 2007.
Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefndu greiði bætur að fjárhæð 30.966.218 kr. auk vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 30. september 1998 til 29. mars 2006, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Til vara er þess krafist að stefndu greiði bætur að fjárhæð 3.102.643 kr. auk vaxta skv. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 til 12. júní 2007 en dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að skaðlausu auk álags er nemur virðisaukaskatti.
Dómkröfur stefndu eru þær, að stefndu verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hennar hendi að mati dómsins.
Málavextir.
Stefnandi var starfandi flugumferðarstjóri. Að kvöldi 30. september 1998, en þá var hún 31. árs að aldri, lenti hún í umferðaróhappi á Suðurlandsbraut við Álfheima í Reykjavík. Stefnandi leitaði til slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Greindist hún með tognun á hálsi og baki, fékk lyfseðil og var send heim.
Áður, eða á árinu 1993, lenti stefnandi einnig í bílslysi og hafði eftir það slys fundið til nokkurra óþæginda í hálsi, herðum og mjóbaki og stundum fyrir vægri einbeitingartruflun, en hafði þrátt fyrir það getað unnið fullt starf. Hinn 24. febrúar 1998 hafði örorkunefnd metið stefnanda 8% varanlegan miska og 8% varanlega örorku eftir það slys. Við slysið 30. september 1998 ýfðust upp einkenni stefnanda eftir slysið 1993 og við bættust verkir í hægri handlegg, titringur í höndum, verkir í mjóbaki, einbeitingar-og minnisvandkvæði og vandkvæði við að stilla sjónskerpu. Varð stefnandi fljótlega að hætta sem flugumferðarstjóri og náði ekki hæfni til þess starfs á ný. Með bréfi 23. ágúst 1999 felldi flugmálastjórn úr gildi heilbrigðisskírteini stefnanda til að starfa sem flugumferðarstjóri.
Stefnandi var án atvinnu í október 1998 til júní 2000. Byrjaði hún þá í skrifstofuvinnu hjá fyrirtækinu H.Pálssyni ehf. í 80% starfi, en haustið 2001 hóf hún nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Lauk hún því námi vorið 2005. Í október 2005 hóf hún síðan störf hjá fyrirtækinu Flugkerfum ehf. við prófanir á hugbúnaði fyrir flugumferðarstjóra og við þjálfun þeirra í notkun búnaðarins. Hefur stefnandi að sögn verið í 60% starfshlutfalli við þetta starf.
Hinn 5. júní 2001 mat örorkunefnd afleiðingar slyss stefnanda hinn 30. september 1998. Var stefnandi í skrifstofustarfinu hjá H. Pálssyni ehf., þegar mat örorkunefndar fór fram. Mat örorkunefnd stefnanda 10% varanlegan miska og 30% varanlega örorku af völdum slyssins. Taldi stefnandi afleiðingar slyssins vanmetnar.
Hinn 2. maí 2002 mátu dómkvaddir matsmenn, þeir Erlingur Sigurbjarnarson taugalæknir og John Guðbjartur Matthíasarson lagaprófessor, varanlegan miska stefnanda af völdum slyssins 35 stig og varanlega örorku 35%. Taldi stefnandi enn um vanmat að ræða.
Hinn 9. mars 2005 mátu dómkvaddir yfirmatsmenn, þeir Ármann Arngnýsson heila- og taugaskurðlæknir, Hafliði G. Sigfreðarson hagfræðingur og Fannar Ásmarsson lagaprófessor, stefnanda 35% varanlegan miska og 40% varanlega örorku af völdum slyssins. Er byggt á því í matinu, að stefnandi muni hefja störf sem sérfræðingur á tölvusviði um mitt ár 2005 og starfa á því sviði til 63 ára aldurs.
Hinn 22. mars 2005 ritaði stefnandi bréf til yfirmatsmanna og óskaði eftir skilgreiningu á þeim gögnum, sem legið hefðu yfirmatinu til grundvallar og eftir afritum af þeim útreikningum sem matið byggðist á.
Svar yfirmatsmanna er frá 4. apríl 2005. Segir þar m.a., að matið á varanlegu örorkunni felist í samanburði á ætluðum tekjum stefnanda sem flugumferðarstjóri, ef slysið hefði ekki orðið, og tekjum sem ætla mætti að hún aflaði sér sem sérfræðingur á tölvusviðið í 80% starfi. Næmu ætlaðar ævitekjur stefnanda sem flugumferðarstjóri 178,9 m.kr., en sem sérfræðings á tölvunarsviði 93,3 m.kr. Þá tóku yfirmatsmennirnir fram, að ekki hefði verið tekið tillit til tekjuskatta eða annarra frádráttarliða í matinu né mismunandi framlaga í lífeyrissjóði og þar með lífeyrisréttinda.
Hinn 2. júní 2005 óskaði stefnandi eftir dómkvaðningu matsmanns til að meta, hver væri mismunur þeirra lífeyrisréttinda, sem stefnandi myndi hafa fengið sem flugumferðastjóri að gefnum 178,9 m.kr. ævitekjum í því starfi og þeirra lífeyrisréttinda, sem hún myndi fá sem sérfræðingur á tölvusviði að gefnum 93,3 m.kr. ævitekjum í því starfi. Var Þorsteinn Elinbjörnsson tryggingastærðfræðingur dómkvaddur til starfans. Skilaði hann mati 15. nóv. 2005. Reiknaðist honum mismunur á lífeyrisréttindunum vera á milli 10,7 og 14,3 m.kr.
Hinn 28. mars 2006 gerði félagið upp tjón stefnanda á grundvelli yfirmatsins og reglna skaðabótalaga um ákvörðun fjárhæðar bóta fyrir líkamstjón. Námu uppgerðar bætur samtals 26.415.161 kr., þar af bætur fyrir varanlega örorku 18.585.680 kr. Stefnandi tók við bótunum með fyrirvara um alla þætti uppgjörsins. Krafðist hún jafnframt greiðslu á kostnaði vegna tölvunarfræðinámsins að fjárhæð 1.416.551 kr.
Með tölvubréfi 6. des. 2006 bað stefnandi síðan Steinar Hjörtþórsson að reikna út eingreiðsluverðmæti mismunarins á ætluðum ævitekjum stefnanda sem flugumferðarstjóri annars vegar og sem sérfræðingur á tölvunarsviði hins vegar. Reiknaðist Konráði Fjölvarssyni eingreiðsluverðmæti þessa mismunar vera 42.508.000 kr. miðað við 1. október 1999 (batahvörf), ef ekki væri tekið tillit til örorkulíkutöflu, en ella 40.859.000 kr. Taldi Erlingur eðlilegra að miða við seinni töluna.
Mál þetta var síðan höfðað með stefnu birtri 11. júní 2007. Hinn 21. september 2007 greiddi stefndi VÍS hinn umstefnda námskostnað stefnanda, svo og eftirstöðvar örorkubóta ásamt vöxtum og kostnaði.
Málsástæður og lagarök stefnanda.
Stefnandi byggir kröfu um skaðabætur á ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993 og ákvæðum umferðarlaga nr. 50/1987. Grundvöllur bótakröfu stefnanda er hlutlæg ábyrgðarregla umferðarlaga og því óumdeildur í máli þessu. Jafnframt byggir málsókn stefnanda á reglum skaðabótaréttar, m.a. um tjónstakmörkun, og þeirri réttarvernd sem stjórnarskrá lýðveldisins Íslands tryggir eignarréttindum.
Aðalkrafan samanstendur af tveimur kröfuliðum. Annars vegar er krafa um frekari bætur vegna varanlegrar örorku og hins vegar krafa vegna óbættra skerðinga á lífeyrisréttindum.
Krafan um frekari bætur vegna varanlegrar örorku er reist á grundvallarreglum skaðabótaréttar um skyldu tjónvalds til að bæta tjónþola allt tjón hans. Sé þeirri reglu ekki fylgt til hins ýtrasta skortir á að stjórnarskrárvarin eignarréttindi stefnanda séu í hávegum höfð. Samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar verður enginn maður sviptur eignum sínum nema bætur komi fyrir en ítrekað hefur verið leyst úr því á vettvangi dómstóla að í aflahæfi einstaklinga felist stjórnarskrárvarin eignarréttindi.
Úr því hefur verið leyst með mati dómkvaddra yfirmatsmanna að varanleg örorka stefnanda vegna afleiðinga þessa slyss nemi 40%. Við það mat voru efnisákvæði 5. gr. laga nr. 50/1993 lögð til grundvallar og þeim beitt í samræmi við viðtekna skýringu á því hverra kosta stefnandi ætti völ til að afla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hún stundi. Með matsgerðinni var annars vegar lagt mat á hver orðið hefði framvinda í lífi stefnanda ef slysið hefði ekki átt sér stað og hins vegar ályktað um það hvernig líklegt sé að framtíð hennar verði í ljósi þeirrar staðreyndar að hún varð fyrir líkamstjóninu. Skerðingin á tekjuöflunarhæfinu var skilgreint sem nefnt prósentuhlutfall.
Að mati stefnanda er ekki fullur samhljómur milli þeirra aðferða sem matsmenn skilgreindu að þeir hefðu beitt við matið, en um þær gerir stefnandi engan ágreining, og niðurstöðunni. Í ljós er leitt, sbr. bréf yfirmatsmanna frá 4. apríl 2005, að tjónsútreikningur samkvæmt 7. gr. laga nr. 50/1993 fullnægir ekki áskilnaði 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins í tilviki stefnanda. Útreikningur sýnir glöggt fram á hvernig matsmenn komust að niðurstöðu um 40% varanlega örorku stefnanda með útreikningi á sitt hvorum ævitekjum að gefnum forsendum á grundvelli matsgagna og annarra handbærra upplýsinga og þekkingar matsmanna. Niðurstaða matsmannanna fól í sér að tjónið næmi 85,6 milljónum króna út starfsævina. Reiknað til eingreiðsluverðmætis að teknu tilliti til lífslíkna og örorkulíkna er tjón stefnanda reiknað út sem 40.859.000 kr.
Með hliðsjón af þeim hlutlægt sannaða mismun sem sýnt er fram á að ofan og útreikningi á raunverulegu metnu tjóni stefnanda blasir við að útreikningsaðferðum skaðabótalaga verður ekki beitt um varanlega örorku hennar heldur ber að víkja þeim til hliðar í krafti stjórnarskrárvarinna eignarréttinda stefnanda.
Útreiknað eingreiðsluverðmæti tjóns stefnanda vegna varanlegrar örorku er eftirfarandi:
Tjón stefnanda vegna varanlegrar örorku kr. 40.859.000
Greiðsla v/varanlegrar örorku 29. mars til frádr. kr. 18.585.680
Greiðsla v/varanlegrar örorku 21. sept. 07 til frádr. kr. 2.070.681
Greiðsla v/vaxta af varanlegri örorku 29. mars til frádr. kr. 2.975.161
Greiðsla v/vaxta af varanlegri örorku 21. sept. kr. 561.260
Vangoldið vegna varanlegrar örorku kr. 16.666.218
Krafist er dráttarvaxta af þessari fjárhæð frá 29. mars 2006.
Varðandi hitt atriðið þ.e. bætur vegna skerðingar á lífeyrisréttindum, byggir stefnandi á því að með bréfi matsmanna frá 4. apríl 2005 var einnig staðfest að á skorti að niðurstaðan í prósentuhlufalli endurspeglaði rétta niðurstöðu. Þar var beinlínis tekið fram að ekki væri tekið tillit til áhrifa á lífeyrisréttindi sem slysið hafði fyrir stefnanda. Að mati stefnanda á það engan veginn við rök að styðjast að sleppa því að líta til þessa þáttar við mat á tjóni hennar. Hún hafði haslað sér völl sem flugumferðarstjóri og hugðist hafa það fyrir ævistarf. Raunar er þröngt um vik að víkja af þeirri braut hafi hún á annað borð verið valin, vegna þeirrar sérhæfingar sem starfið krefst. Flugumferðarstjórar láta snemma af störfum, sbr. grein 4.4.1.1 í reglugerð 419/1999 sem nú er í gildi, sbr. reglugerð 344/1990, sem gilti er stefnandi varð fyrir slysi sínu. Við þessu er brugðist með ávinnslu lífeyrisréttinda en einnig eru réttindi úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins almennt til muna betri fyrir sjóðfélaga heldur en réttindi í almennu lífeyrissjóðunum. Stefnanda stendur ekki til boða að afla sér lífeyrisréttinda lengur sem flugumferðarstjóri. Ótvírætt er að í þessum skertu réttindum felst tjón sem er óbætt, sbr. matsgerðina frá 15. nóvember 2005.
Jafnvel þó svo yrði litið svo á, að vanbætt tjón vegna glataðra lífeyrisréttinda teljist til varanlegrar örorku, sbr. 5. gr. skaðabótalaga, þá breytir það ekki því að tjónið er óbætt. Sú staðreynd liggur fyrir og einnig liggur fyrir að yfirmatsmenn tóku ekki tillit til þess við mat sitt á tjóni stefnanda. Telst varanleg örorka stefnanda þá einfaldlega vanmetin vegna afleiðinga slyssins.
Vegna glataðra lífeyrisréttinda liggur fyrir mat dómkvadds matsmanns dags. 15. nóvember 2005 þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að tjón stefnanda, þar sem hún nýtur ekki aðildar og réttindaávinnslu í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sem flugumferðarstjóri, nemi allt að 14.300.000 kr. og miðast dómkrafa stefnanda við þá fjárhæð. Gerð er krafa um að þessi kröfuliður beri 2% vexti með lögjöfnun frá 16. gr. laga nr. 50/1993 frá tjónsdegi til 31. október 2006 en dráttarvexti frá þeim tíma.
Krafist er vaxta af fjárkröfum stefnanda í samræmi við skaðabótalög eins og þau voru á tjónsdegi. Þannig er krafist 2% vaxta af fjárkröfu vegna varanlegrar örorku og annars fjártjóns vegna vanbættra lífeyrisréttinda frá slysdegi, sbr. 16. gr. þágildandi skaðabótalaga. Um skilgreiningu á upphafstíma dráttarvaxtakröfu vísast til hvors kröfuliðar fyrir sig.
Krafa stefnanda er að öllu leyti ófyrnd, annars vegar vegna áðurnefnds samkomulags aðila en einnig sökum þess að í tvígang hefur verið höfðað mál til þess að rjúfa fyrningu. Vísar stefnandi í því sambandi til ákvæða laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Sérstaklega vísast til 2. tl. 3. gr. laganna sem kveður á um að gjaldkræfir vextir fyrnist á fjórum árum en skv. 11. gr. sömu laga rýfur málsókn fyrningu og sé nýtt mál höfðað innan 6 mánaða eftir að fyrra máli lauk þá er því fyrningarrofi viðhaldið.
Varakrafa stefnanda að fjárhæð 3.102.643 kr. felst í óbættu tjóni vegna varanlegrar örorku í raun þar sem lífeyrisréttindi stefnanda eru vanbætt þar sem miðað var við 6% mótframlag atvinnurekanda til lífeyrissjóðs þegar framlagið þyrfti að nema 22,9% til að vega upp þann mun sem er á réttindaávinnslu stefnanda í almennum lífeyrissjóði og B deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sbr. bréf Talnakönnunar frá 23. október 2007.
Viðmiðunartekjur eru tekjur í október 1997 til og með september 1998. Þær eru 3.762.698 kr. og að viðbættu 22,9% lífeyrisjóðsframlagi 4.624.355 kr. Framreiknuð viðmiðunarlaun, með vísitölu í september 1998, 3605 stig og svo í mars 2006, 4926 stig, er greiðsla stefnda fór fram, verða þannig 6.318.884 kr. sem margfalda ber með þágildandi margföldunarstuðli skv. 6. gr. laga nr. 50/1993 og örorkuprósentunni.
Þannig reiknuð nemur varanleg örorka 23.759.004. Þegar hafa verið greiddar 20.656.361 kr., þannig að vangreidd varanleg örorka nemur 3.102.643 kr. sem er höfuðstóll varakröfu. Krafist er 2% vaxta af fjárkröfu vegna varanlegrar örorku frá slysdegi, sbr. 16. gr. þágildandi skaðabótalaga. Krafist er dráttarvaxta af þeirri fjárhæð frá þingfestingardegi 12. júní 2007.
Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 50/1993 um skaðabætur auk umferðarlaga nr. 50/1987. Jafnframt er byggt á meginreglum skaðabótaréttar um fullar bætur fyrir tjón sem og reglum um tjónstakmörkun, orsakasamband og sennilega afleiðingu. Þá er og byggt á Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, einkum 72. gr. um friðhelgi eignarréttarins. Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styðst við lög nr. 50/1988 en stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyld og ber því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefndu.
Málsástæður og lagarök stefnda.
Sýknukrafa stefndu er byggð á því, að með þegar uppgerðum bótum til stefnanda sé umstefnt tjón vegna slyss hennar 30. september 1998 að fullu bætt að lögum. Eigi stefnandi því ekki lögvarinn rétt til frekari bóta úr hendi stefndu.
Það er grundvallarregla í skaðabótarétti, að tjón fæst ekki bætt, nema til þess sé heimild í lögum. Bætist tjón þannig aðeins að því marki, sem lög og réttarskipunin heimilar hverju sinni. Teljast það fullar bætur í lagaskilningi. Á stefnandi ekki lögvarinn rétt til bóta umfram það.
Um ákvörðun fjárhæðar skaðabóta til stefnanda vegna slyssins fer eftir reglum skaðabótalaga nr. 50/1993 um bætur fyrir líkamstjón. Voru með þeim lögum lögfestar nýjar reglur um ákvörðun fjárhæðar skaðabóta fyrir líkamstjón, er komu í stað eldri dómvenjureglna um ákvörðun bótafjárhæðar. Hafa stefndu bætt tjón stefnanda að fullu eftir reglum skaðabótalaga nr. 50/1993.
Stefnandi krefst hins vegar skaðabóta fyrir líkamstjón sitt á allt öðrum grunni en fyrir er mælt í skaðabótalögum. Krefst stefnandi bóta fyrir varanlega örorku í tveimur liðum, þ.e. fyrir varanlegt vinnutekjutap á grundvelli mismunar á ætluðum ævitekjum sínum sem flugumferðarstjóri annars og tölvunarfræðingur hins vegar, og bóta fyrir töpuð lífeyrisréttindi á grundvelli mismunar á lífeyrisréttindum í tilteknum lífeyrissjóðum.
Um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku fer aftur á móti eftir reglum 5.-7. gr. skaðabótalaga. Skal meta bætur fyrir varanlega örorku til fjárhæðar á grundvelli margfeldis örorkustigs, árslauna og margfeldisstuðuls. Eru þær bætur fullar bætur að lögum fyrir varanlega örorku, þ.m.t. tap á lífeyrisréttindum.
Er ekki lagaheimild til ákvörðunar fjárhæðar bóta fyrir varanlega örorku á öðrum grundvelli eða eftir annarri aðferðarfræði en felst í reglum skaðabótalaga.
Kröfu stefnanda um bætur fyrir varanlega örorku í formi eingreiðsluverðmætis, mismunarins á ætluðum ævitekjum hennar sem flugumferðarstjóri og ætluðum ævitekjum hennar sem sérfræðingur á tölvusviði, skortir því lagastoð og ber að hafna henni af þeim ástæðum. Sama gildir um hinar umstefndu bætur fyrir meint töpuð lífeyrisréttindi. Tjón stefnanda skv. ákvæðum skaðabótalaga hefur hins vegar verið bætt að fullu eftir reglum þeirra laga eins og áður segir.
Þá er ekki rétt hjá stefnanda, að bætur til hennar fyrir varanlega örorku á grundvelli reglna 5.-7. gr. skaðabótalaga standist ekki áskilnað 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttarins með því þær bætur nái ekki að bæta allt tjón hennar, sem nemi kr. 85,6 m.kr. út starfsævina skv. niðurstöðu matsmanna, eða að eingreiðsluverðmæti 40,8 m.kr. Þvert á móti hefur Hæstiréttur þegar dæmt, að reglur 5.-7. gr. skaðabótalaga standist ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. H 1998:1976 (mál nr. 311/1997). Er enda um að ræða almennar málefnalegar reglur um ákvörðun bótafjárhæðar fyrir skerðingu á tekjuöflunarhæfi, er taka á sama veg til allra, sem eins stendur á um. Hefur Hæstiréttur einnig dæmt, að takmörkun (þak) á fjárhæð skaðabóta fyrir varanlega örorku skv. reglum skaðabótalaga standist stjórnarskrána, sbr. H 2001:1169 (mál nr. 395/2000). Verða stefnanda því ekki dæmdar frekari örorkubætur á þeim grundvelli, að hinar uppgerðu örorkubætur eftir reglum skaðabótalaga standist ekki stjórnarskrána.
Vegna kröfur stefnanda um sérstakar bætur fyrir töpuð lífeyrisréttindi tekur stefndi fram að stefnanda hefur þegar verið bætt það að fullu eftir reglum skaðbótalaga, en bætur fyrir slíkt tjón felast í bótum fyrir varanlega örorku skv. reglum 7. gr. laganna. Kemur það fram í ákvörðun árslauna til bótaútreiknings skv. 7. gr. laganna, en við ákvörðun árslauna skal telja með framlög tjónþola og vinnuveitanda hans til lífeyrissjóðs. Er stefnandi því í raun að tvíkrefja um bætur fyrir töpuð lífeyrissjóðsréttindi. Skortir þannig alveg lagaskilyrði til að verða við þessum bótalið. Er skv. öllu framangreindu enginn grundvöllur til að verða við kröfum stefnanda.
Fjárhæð umstefndra bótaliða og útreikningum á þeim verður einnig að andmæla per se sem röngum, óútskýrðum og of háum. Er augljóslega rangt við útreikning á mismun ætlaðra ævitekna stefnanda, sem flugumferðarstjóri annars vegar og sérfræðingur á tölvunarsviði hins vegar, að miða aðeins við starfsævi til 63 ára aldurs. Er starfsævi tölvunarfræðinga mun lengri hvað sem starfsævi flugumferðarstjóra líður.
Þá er sá galli á mati og útreikningum Jóels, að ekki verður séð hvernig niðurstöðurnar eru fengnar, svo að staðreyna megi útreikningana. Þá liggur fyrir, að ekki hefur verið tekið tillit til skattfrelsis og eingreiðsluhagræðis til lækkunar við mat á varanlegri örorku, sbr. bréf yfirmatsmanna frá 4. apríl 2005. Ekki er heldur tekið tillit til þess til lækkunar bóta við bótaútreikninga né í stefnukröfum.
Kröfu um dráttarvexti er mótmælt frá fyrri tíma en dómsuppsögudegi, en til vara frá fyrri tíma en mánuði eftir birtingu stefnunnar í málinu.
Forsendur og niðurstaða.
Í málinu krefst stefnandi til viðbótar áður uppgerðum bótum, aðallega 30.966.218 kr., en til vara 3.102.643 kr. Vill stefnandi fá í bætur fyrir varanlega örorku af völdum slyssins eingreiðsluverðmæti mismunarins á ætluðum ævitekjum sínum sem flugumferðarstjóri annars vegar og sem sérfræðingur á tölvunarsviði hins vegar, eða 40.859.000 kr. skv. útreikningum Kára Soffaníasarsonar. Telur stefnandi vangoldnar örorkubætur nema 16.666.218 kr., þegar bæturnar frá stefnda VÍS fyrir varanlega örorku hafa verið dregnar frá. Þá vill stefnandi fá bætt ætluð töpuð lífeyrisréttindi vegna slyssins að fjárhæð 14.300.000 kr. eftir mati Freys. Nemur aðalkrafa stefnanda þannig samtals 30.966.218 kr. Samkvæmt varakröfu stefnanda telur stefnandi að lífeyrisréttindi hennar séu vanbætt, en í stað 6% mótframlags atvinnurekanda ætti framlagið að nema 22,9%.
Eins og að framan greinir varð stefnandi fyrir slysi árið 1998 og var henni metinn 35% varanlegur miski og 40% varanlega örorka vegna slyssins. Hefur stefndi greitt stefnanda bæturnar sem reiknaðar voru á grundvelli 5.-7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ágreiningslaust er að bæturnar eru réttilega reiknaðar samkvæmt gildandi skaðabótalögum og að þær hafi verið greiddar stefnanda. Þannig er tjónið að fullu bætt samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993.
Í málinu byggir stefnandi á því, að bætur fyrir varanlega örorku hennar á grundvelli reglna skaðabótalaga nr. 50/1993 séu ekki fullar bætur og brjóti í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Eins og að framan greinir krefst stefnandi bóta fyrir varanlega örorku sem nemur eingreiðsluverðmæti mismunarins á ætluðum ævitekjum sínum sem flugumferðarstjóri annars vegar og sem sérfræðingur á tölvunarsviði hins vegar. Eins og að framan greinir byggir krafa stefnanda á annarri útreikningsaðferð en skaðabótalögin gera ráð fyrir. Skortir því þessa útreikningsaðferð lagastoð. Stefnandi telur að krafa hennar eigi stoð í 72. gr. stjórnarskrárinnar en samkvæmt því ákvæði verður enginn maður sviptur eigum sínum nema bætur komi fyrir og í aflahæfi einstaklings felist stjórnarskrárvarin eignarréttindi.
Að mati dómsins hefur þessu ágreiningsefni þegar verið svarað, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 311/1997 en þar segir: „Á það er fallist með áfrýjanda að í aflahæfi manna séu fólgin eignarréttindi, sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Á hinn bóginn er ótvírætt og raunar óumdeilt í málinu, að löggjafinn hefur heimild til að setja reglur um það hvernig ákvarða skuli bætur þegar aflahæfi manna er skert, enda sé það markmið slíkra reglna að fullar bætur komi fyrir. Með skaðabótalögum nr. 50/1993 var bætt úr brýnni þörf fyrir lögfestar reglur á þessu sviði. Með lögunum var aðferðum við útreikning tjóns vegna varanlegrar örorku breytt í verulegum atriðum. Leitast var við að setja skýrari og einfaldari reglur um ákvörðun bótafjárhæða, sem til þess væru fallnar að draga úr vafa og leiða til skjótari og ódýrari málsmeðferðar. Hins vegar er ljóst að eftir sem áður verða bætur ekki ætíð ákveðnar þannig að óyggjandi sé. Þó verður að telja að hinar stöðluðu reglur laganna leiði til frekara samræmis í bótaákvörðunum og stuðli að jafnræði. Samanburður milli hins nýja bótakerfis og þess, sem áður gilti, er örðugur og getur ekki gefið einhlít svör um það, hvort hin nýju lög fullnægi því markmiði að tryggja tjónþolum fullar bætur fyrir fjártjón. Slíkt mat er torvelt og verður að ætla löggjafanum nokkurt svigrúm í þessum efnum, enda er það hlutverk hans að setja almennar reglur um forsendur bótaákvarðana, þegar þess er þörf. Ekki verður annað séð en að þau ákvæði skaðabótalaganna, sem hér er um fjallað, þ.e. 5. - 7. gr., eins og þau voru við setningu laganna 1993, hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið og ekki falið í sér mismunun. Að öllu athuguðu verður að telja að ekki hafi verið sýnt fram á það í málinu, að lögin hafi ekki getað þjónað ofangreindu markmiði og verði því ekki beitt um tjón áfrýjanda. Í þeim fólst skýrt og ótvírætt mat löggjafans, sem við svo búið verður ekki haggað af dómstólum.“
Krafa stefnanda um bætur vegna skerðinga á lífeyrisréttindum í aðal- og varakröfu er sama marki brennd og krafan um óbætta varanlega örorku, það er að ekki er lagastoð fyrir henni.
Með vísan til þess sem að framan greinir er stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður.
Af hálfu stefnanda flutti málið Ólafur Lassesson hrl.
Af hálfu stefnda flutti málið Sigfús Svanhólmsson hrl.
Ólöf Darradóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan
Stefndu, Jóhannes Vignir Rúnason og Vátryggingafélag Íslands hf., skulu sýkn af kröfum stefnanda, Drífu Svavmundsdóttur.
Málskostnaður fellur niður.
Kolfinna Fjalarsdóttir. |
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum þær fréttir að eldhús Orkuveitu Reykjavíkur sé ekkert nema bruðl og flottræfilsháttur. Starfsfólki eldhússins finnst nauðsynlegt að koma á framfæri leiðréttingu á þessari rangtúlkun.
Starfsfólk og aðbúnaður
Fyrst ber að leiðrétta að starfsmenn eldhússins eru samtalst 17 en ekki 31 eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Af þessum 17 eru 3 í hlutastarfi. Þessi starfsmannafjöldi skiptist á þrjár starfsstöðvar fyrirtækisins sem eru Nesjavellir, Hellisheiði og Bæjarháls. Meðalfjöldi starfsmanna í hádegismat er 520.
Þegar ákveðið var að byggja eldhúsið á sínum tíma var haft að leiðarljósi að Orkuveitan myndi hætta að kaupa tilbúinn bakkamat en í staðinn skyldi allur matur eldaður á staðnum. Það yrði ódýrara, heilnæmara og auðveldara að stjórna gæðunum. Í eldhúsið voru keypt hefðbundin eldhústæki sem voru valin eftir opið útboð
Í eldhúsinu er starfrækt vottað gæðakerfi þar sem öllum reglum er framfylgt og önnur sambærileg fyrirtæki hafa haft sem fyrirmynd. Það er því leiðinlegt að umræðan sé þannig að það sé kallað bruðl þegar aðeins er verið að framfylgja lögum um matvælaeftirlit og hollustuhætti.
Mikill misskilningur er að þetta sé á einhvern hátt tölvustýrt eldhús. Ofnarnir eru tengdir við HACCP gæðakerfi sem skráir allar aðgerðir, mælir og geymir kjarnhitastig sem er mjög mikilvægt þegar verið er að steikja t.d. kjúkling sem þarf að ná ákveðnu hitastigi við eldun. Ekkert sérstakt bakarí er í eldhúsinu þó svo að öll brauð séu bökuð á staðnum og er það mikill sparnaður.
Myndbandið og leiðrétting á misfærslum
Myndbandið sem gert var um eldhúsið var að frumkvæði matreiðslumanna sem starfa í eldhúsinu. Mikill áhugi var á meðal fagfólks í matvælaiðnaði að skoða aðstöðuna en erfitt þótti að sýna eldhúsið þar sem takmarkaður aðgangur var leyfður. Það má alveg deila um hvort það hafi verið nauðsynlegt eða ekki að gera myndbandið en tilgangurinn var sá að sýna öðrum fagmönnum hvernig eldhús OR var að gera hlutina. Myndbandið hefur komið mörgum að góðum notum og álíka eldhús verið byggð á fyrirmynd þess, einkum vegna hagræðingar og góðra vinnuhátta.
Grænmetisþvottavélin hefur fengið mikla gagnrýni. Það er grundvallarregla við meðhöndlun grænmetis og ávaxta að skola vel upp úr hreinu vatni áður en þess er neytt, minni eldhús geta notast við vask og handvirka salatvindu en í stóreldhúsum eru önnur lögmál. Þetta tæki hefur sparað mörg handtökin. Þeir vinnustaðir sem skola ekki sitt grænmeti bjóða hættunni heim vegna hættu á óæskilegum aðskotadýrum og örverum.
Í myndbandinu er sagt frá því að 15.000 gestir hafi þegið veitingar árið 2003. Stór hluti af þessum fjölda er tilkominn vegna vígslu höfuðstöðva fyrirtækisins árið 2003 þegar fyrirtækið var með opið hús fyrir almenning sem taldi 10.200 manns. Aðrir hópar gesta voru t.d grunnskólanemar, háskólanemar, eldri borgarar og starfsfólk sem sótti vikulega deildarfundi. Árið 2009 var þessi fjöldi 3.215 og árið 2010 er fjöldinn óverulegur.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 1. september var viðtal við matreiðslumann á veitingastað. Þar bar hann saman eldhúsið sitt og eldhús OR. Ekki er réttlátt að bera saman þessi tvö eldhús þar sem þau þjóna engan veginn sama tilgangi. Eldhús veitingastaða er allt annar flokkur eldhúsa en stór framleiðslueldhús og því á engan hátt hægt að bera saman þessi tvö eldhús vegna ólíkra aðferða. Í sömu frétt er verið að bera saman eldhús OR við skólamötuneyti þar sem einn matreiðslumaður eldar fyrir 500 börn með ófullnægjandi aðstöðu. Vinnuumhverfið í eldhúsum skólanna ætti í raun frekar að vera fréttaefnið. Munurinn á eldhúsi OR og mörgum öðrum er fólgin í því að mikil áhersla er lögð á að maturinn er eldaður frá grunni á staðnum, engir tilbúnir réttir eru aðkeyptir, grænmetið er skorið og eldað á staðnum og áhersla lögð á hollustu og réttar matreiðsluaðferðir.
Starfsfólki eldhússins finnst afar dapurt að fjölmiðlar hafi dregið upp þá mynd af eldhúsinu að þar sé bruðlað í aðbúnaði og hráefni þegar meginmarkmið eldhússins hefur alltaf verið að fara eftir reglum um aðbúnað, hagkvæmni og aðferðir. Starfsfólkið telur að þessi góði vinnustaður hafi skaðast vegna rangs og óréttláts fréttaflutnings undanfarinna daga. Það er bæði rangt og óréttlátt að halda því fram að eldhúsið sé það sem mestu skiptir þegar rætt er um slæma fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. |
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur haft í mörg horn að líta síðustu ár. En hver eru helstu verkefni Freys og hans starfsliðs nú þegar sex dagar eru í fyrsta leik á EM?
„Við erum mikið að skerpa á síðustu atriðunum varðandi leikfræðina. Við eigum leik 18. júlí og förum út fjórum dögum fyrr. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að ná í kraft og ferskleika og annað í þeim dúr. Á þeim tíma sem við höfum núna getum við ekkert verið að bæta styrk eða þol eða þess háttar. Við leggjum ríka áherslu á að ná í ferskleikann,“ segir Freyr sem tók við sem landsliðsþjálfari 2013 og stýrir Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti.
Freyr segist erfiðasta hluta starfsins hafa verið að glíma við öll þau meiðsli sem hafa dunið á landsliðskonum síðustu vikur og mánuði. „Þetta hefur verið gríðarlegt áfall fyrir leikmennina fyrst og fremst og auðvitað okkur líka. Við höfum misst stóra karaktera og þurft að breyta miklu í taktíkinni,“ segir Freyr og bætir við að eitt atvik hafi staðið upp úr hvað þetta varðar.
„Augnablikið í kringum Margréti Láru var eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað. Við erum komin yfir þetta en sannleikurinn er sá að þetta er búið að taka á,“ segir Freyr. Það kom í ljós fyrir nokkrum vikum að meiðsli sem litu ekki út fyrir að vera sérstaklega alvarleg voru í raun krossbandaslit hjá fyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur. Þessi markahæsta landsliðskona frá upphafi missir því af EM.
Freyr og hans leikmenn hafa nú sex daga til að undirbúa sig fyrir fyrsta leik á EM gegn Frakklandi. Leikið verður á Koning Willem II-vellinum í Tilburg 18. júlí. Sá leikur verður í beinni útsendingu á RÚV eins og flestir leikir á EM.
Horfðu á innslag um Frey úr þættinum „Leiðin á EM“ í spilaranum hér að ofan en þar talar hann einnig um andstæðinga Íslands í Hollandi og annað áhugavert. |
Sölvi Blöndal var á árum áður prímusmótorinn í hljómsveitinni Quarashi. Hann er kominn af stað með nýtt tónlistarverkefni, hljómsveitina Halleluwah sem hefur vakið athygli.
Quarashi drengir komu saman árið 2011 og þótti endurkoman vel heppnuð. Sölvi segir að það hafi verið góð tilfinning fyrir þennan fimm manna kjarna að hittast aftur og loka sveitinni með stæl. Endahnútur var bundinn á Quarashi árið 2005 og segir Sölvi að enginn meðlima hafi viljað pimpa bandið út frekar eftir endurkomuna. Menn séu komnir á allt annan stað í dag. Sölvi segir að Quarashi eigi stóran og dyggan hóp aðdáenda og varla líði sú vika án þess að hann fái einhverskonar fyrirspurn varðandi bandið.
Ýmislegt magnað gerðist á þessum níu árum sem að sveitin starfaði. Ameríkuævintýri drengjanna standi uppúr í minningunni. Mikið hefur verið gert úr árangri Quarashi í Japan en í raun lék sveitin aðeins á fernum tónleikum þar í landi sem vissulega voru stórir. Þeir léku á fleiri hundruð tónleikum í Ameríku og mættu á stundum fleiri þúsund öskrandi aðdáendum. Sölvi segir að þannig stundum gleymi maður aldrei.
Eftir að Quarashi ævintýrinu lauk tók Sölvi sér hlé frá tónlistarsköpun. Hann skellti sér í hagfræði og lauk við meistaragráðu í faginu. Árið 2009 hóf hann að semja lög að nýju og safna í sarpinn. Þessi lög er hann að nota í Halleluwah í dag. Von er á breiðskífu frá sveitinni á næsta ári.
Fyrsta platan? Sölvi glottir í kampinn og vildi óska þess að fyrsta platan hans væri aðeins svalari eins og til dæmis eitthvað með Kraftwerk. Fyrsta plata Sölva er West End Girls með Pet Shop Boys sem að bróðir hans verslaði fyrir hann.
Fyrstu tónleikarnir? Það voru hinir goðsagnakenndu melarokkstónleikar. Hann var ansi ungur þannig að hann man ekki greinilega eftir tónleikunum.
Fyrsta lagið sem að Sölvi féll fyrir? Ef að Sölvi fær lag á heilann þá getur hann hlustað á það margoft. Hann greinir lögin og reynir að skilja hvernig að hlutirnir séu gerðir. Þetta sé allt einskonar stærðfræði. Moby Dick með Led Zeppelin er fyrsta lagið sem að Sölvi féll fyrir. Rúdolf með hljómsveitinni Þeyr er líka minnisstætt. Bæði mikil trommaralög.
Hvað fílar Sölvi í dag? Sölvi hefur fjarlægst rokkið á undanförnum árum en hann hlustar á allskonar tónlist og nefnir Grimes sem dæmi um það sem hann hefur fallið fyrir undanfarið. Hann segir að tónlist sé skemmtileg sem að sé skrýtin og grípandi.
Uppáhalds kvikmynd? Taxi Driver eftir Martin Scorsese sem er leikstjóri sem að Sölvi heldur gríðarlega mikið uppá.
Átrúnaðargoð Sölva? Mamma. Sterk og heillandi manneskja.
Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan. |
Virðulegur forseti. Efnahags- og skattanefnd hefur tekið til umfjöllunar 56. mál og meiri hluti nefndarinnar að lokinni umfjöllun leggur til við þingið að málið verði samþykkt með óverulegum breytingum, tekið er út ákvæði til bráðabirgða sem hefur í sjálfu sér ekki efnislega þýðingu heldur er aðeins til áréttingar og er í samræmi við þá afgreiðslu sem var á sambærilegu máli hér í desembermánuði sl. Nefndarálitið er að finna á þskj. 63 sem hefur verið dreift.
Nefndin fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneytinu. Sömuleiðis Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og Ólaf Darra Andrason frá Alþýðusambandi Íslands og kann nefndin þeim bestu þakkir fyrir að bregðast skjótt og vel við og gera grein fyrir sjónarmiðum samtaka sinna á fundi nefndarinnar. Það var sammerkt með Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu að lýsa andstöðu við málið og áhyggjum af því og ekki síst ýmsum óæskilegum hliðarafleiðingum þess, og þá einkum þeim áhrifum sem það hefði á verðtryggðar skuldir landsmanna og hugsanleg áhrif á stýrivaxtaákvarðanir á næstunni.
Undir nefndarálitið rita auk þess sem hér stendur, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Magnús Orri Schram, Lilja Mósesdóttir og Álfheiður Ingadóttir.
Virðulegi forseti. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að koma orðum að þessu en í stuttu máli er þetta þannig að persónufrádráttur er vísitölubundinn. Það segir í 67. gr. skattalaganna, með leyfi forseta:
„Persónuafsláttur manna, sem um ræðir […] skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils.“
Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir það að persónufrádráttargrunnurinn, sem er rétt rúmir 100 milljarðar, mun við þessa skattbreytingu hækka um 0,5%, sem eru 5,2 milljarðar,
Skora á háttvirta þingmenn.
Á hv. þingmenn, fyrirgefið. Þið aukið fjárlagahallann með þessu. Ef þið ýtið á já núna á eftir berið þið ábyrgð á þeirri hækkun.
Forseti vill minna hv. þingmann á að ávarpa þingmenn í 3. persónu.
Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra, ég vona að ráðherrann hafi heyrt það sem kollegi minn, Tryggvi Þór Herbertsson, hafði fram að færa. Verðtryggðar íbúðarskuldir heimilanna eru um 1.500 milljarðar þannig að hækkunin sem lendir á skuldabyrði heimilanna mun verða um 8 milljarðar.
Alþýðusamband Íslands er alfarið á móti þessu, Samtök atvinnulífsins eru alfarið á móti þessu. Það fellur aukinn kostnaður á ríkissjóð vegna þessara mála, t.d. vegna hækkunar vaxtabóta. Sá kostnaður er ekki reiknaður inn í forsendur frumvarpsins. Það fellur aukinn kostnaður á ríkissjóð vegna verðtryggðra bóta ríkissjóðs. Sá kostnaður er ekki reiknaður inn í forsendur þessa frumvarps. Eins og við heyrðum áðan falla um 5 milljarðar í aukinn kostnað hjá ríkissjóði vegna hækkunar á persónufrádrætti. Sá kostnaður er ekki reiknaður inn í forsendur þessa frumvarps. Að auki hækka verðtryggðar skuldir ríkissjóðs sjálfs.
Þar er kannski athyglisvert dæmið sem við fengum frá fjármálaráðuneytinu, að verðtryggðar skuldir ríkissjóðs eru upphaflega 270 milljarða kr. skuldabréf sem var gefið út til Seðlabanka Íslands til að bæta honum upp það tap sem hann varð fyrir þegar hann afhenti hér fjárglæframönnum 350 milljarða næstum því á einu bretti. Þær skuldir lentu á ríkissjóði og standa í 307 milljörðum í dag. Þessar skuldir munu hækka um 1,5 milljarða við þessa vísitölubreytingu þannig að það er orðið dagljóst að þessi aðgerð hæstv. fjármálaráðherra mun leiða til stórfelldrar aukningar á skuldum ríkissjóðs og hafa þveröfug áhrif.
Ég ætla ekki að skattyrðast um þetta lengur. Ég hvet hæstv. fjármálaráðherra einfaldlega til þess að draga þetta frumvarp til baka og fá það lagfært með einhverjum hætti
Ég hvet því þingheim - ef hæstv. fjármálaráðherra vill láta á það reyna að greiða um það atkvæði - til að taka ekki þátt í þeirri atkvæðagreiðslu. Lokaorð mín eru samt þau að málið verði dregið til baka.
Frú forseti. Þeir gestir sem komu til efnahags- og skattanefndar tóku í raun undir sjónarmið stjórnarandstöðunnar sem komu fram við 1. umr. um áhrif hækkunar á vísitölu neysluverðs. Ekki nóg með það heldur bentu þeir á það sem við ræddum við 1. umr., að víxlverkunin væri í raun enn meiri en við höfðum gert okkur grein fyrir.
Það kom fram í orðum hv. þm. Tryggva Þórs Herbertssonar að við erum raunverulega að tala um aukinn taprekstur hjá ríkissjóði ef þetta frumvarp um hækkanir á þessum vörugjöldum verður samþykkt.
Það kom líka fram hjá gestum nefndarinnar - og þetta var einhvern tíma rætt m.a. hjá nefndarmönnum líka - að hugsanlega gæti þetta líka haft áhrif á samningaviðræður við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála. Ég hlýt því að spyrja, frú forseti: Vann ríkisstjórnin ekki neitt á þeim 100 dögum sem hún sat hér við völd? Hafa tillögur um hvað ætti að gera í sambandi við fjárlagahallann hjá ríkissjóði ekkert verið undirbúnar? Hafa menn ekki skoðað hvaða áhrif tillögurnar hafa, bæði náttúrlega núna þar sem við erum að tala um aukin útgjöld fyrir heimilin og fyrirtækin og síðar líka þar sem mér skilst að væntanlegur sé einhvers konar bandormur eins og kom fram í orðum hæstv. fjármálaráðherra? Er þetta eitthvað sem verið er að kasta fram núna kannski af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að vera í heimsókn hjá okkur og við þurfum að gera eitthvað einn, tveir og þrír? Þetta virkar svolítið þannig.
Ég hvet eindregið til þess, frú forseti, að ríkisstjórnin taki þetta mál til baka og leggist virkilega yfir það hvernig raunverulega er hægt að rétta af þann 170 milljarða króna halla sem við erum að fást við án þess að gera stöðu íslensks almennings enn verri.
Virðulegur forseti. Ágætu þingmenn. Eins og fram hefur komið í ræðum meðnefndarmanna minna höfum við Íslendingar þróað í okkar efnahagslífi býsna flókið og stagbætt kerfi með víxlverkunum og verðtryggingum sem gera það að verkum að ákvarðanir eins og sú sem hér er tekin geta haft áhrif á ýmsa aðra liði. Það eru alveg nákvæmlega sömu áhrif og sömu aðgerðir fyrr í vetur höfðu þá og Sjálfstæðisflokkurinn fór fyrir og Framsóknarflokkurinn greiddi atkvæði með. Ég held hins vegar að það sé algerlega óhjákvæmilegt að eftir þeim leiðangri sem lýst var yfir í stjórnarsáttmálanum, um að fela Seðlabankanum að kanna með hvaða hætti draga megi úr áhrifum verðtryggingarinnar í okkar efnahagslífi og samfélagi og þeim víxlverkunum sem hún veldur, sé ýtt og ég gerði grein fyrir því á fundi nefndarinnar að við mundum nýta nefndardagana í það að taka stöðuna á þeirri vinnu og þeim áætlunum sem um hana eru.
Ég verð hins vegar að leiðrétta það að þau áhrif sem þetta getur haft á persónuafsláttinn, sem væru þó raunar sennilega einu jákvæðu hliðaráhrifin í því að skattar á þessar vörur, áfengi, tóbak og bensín, yrðu til þess að létta sköttunum hjá láglaunafólki og fólki með lægri meðaltekjur, eru þættir sem lúta að fjárlögum næsta árs
Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann Helga Hjörvar, vegna þess að honum er tíðrætt um það sem miður fór í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, um 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins og það sem miður fór á þeim tíma: Hvers vegna í ósköpunum viðheldur hann þá þeim afglöpum sem hann talar um sjálfur með því að mæla með því frumvarpi sem hér er lagt fram þar sem í ljós kemur að frumvarp um þær hækkanir sem hér eru lagðar til auka skuldir ríkissjóðs?
Er það er að mati hv. þm. Helga Hjörvars réttlætanlegt, frú forseti, að endurtaka sömu vitleysuna aftur og aftur af því að Sjálfstæðisflokkurinn gerði það í 18 ára valdatíð sinni? Er það þá vonin sem við eigum í breyttum vinnubrögðum sem núverandi ríkisstjórn segist ætla að halda uppi, að viðhalda því sem hv. þm. Helgi Hjörvar hefur kallað afglöp í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins? Hann ætlar að stuðla að því að sömu vinnubrögð og sömu afglöp verði áfram haldið í þeirri ríkisstjórn sem hann situr nú í.
Virðulegi forseti. Þessi málflutningur hv. þm. Helga Hjörvars er honum ósæmandi.
Virðulegur forseti. Ætli ég ráði nú ekki mestu um það hvað mér er sæmandi. Þau mistök sem við horfumst fyrst og fremst í augu við eru þau að Alþingi Íslendinga lækkaði skatta á alversta tíma. Hér á Alþingi Íslendinga voru skattar lækkaðir gríðarlega í hámarki þenslunnar, einmitt þegar ástæða var til þess að standa vörð um þá. Það gerir það að verkum að núna þegar dregur úr öllum umsvifum í samfélaginu, úr allri neyslu og atvinnu, hrapa tekjurnar niður. Þær skattprósentur sem við höfðum áður hafa verið lækkaðar einmitt þegar ekki átti að gera það.
Það veldur því að við þurfum nú á allra erfiðasta og versta tíma
Frú forseti. Hv. þm. Helga Hjörvar er tíðrætt um það sem var og hvernig hlutirnir voru. Hann ætlar samt, samkvæmt því sem hann sagði hér, að halda áfram sömu vitleysunni, gera sömu mistökin og hann talar um að gerð hafi verið í tíð Sjálfstæðisflokksins.
Það vill nú þannig til, frú forseti, að í desember þegar fjárlögin fyrir árið 2009 voru afgreidd sátu tveir flokkar í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. En það er eins og Samfylkingin hafi aldrei komið nálægt stjórn þessa lands. Hún gleymir algjörlega setu sinni í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum frá því í maí 2007 þar til 1. febrúar 2009.
Hún ber jafna ábyrgð og Sjálfstæðisflokkurinn. Hún ber jafna ábyrgð á öllu því sem gert var á stjórnartíma þeirrar ríkisstjórnar á nákvæmlega sama hátt og hv. þm. Helgi Hjörvar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi borið ábyrgð á í 18 ára valdatíð sinni. Það er ekkert flóknara en það.
Menn skulu því tala hér mannamál, íslensku, og segja það sem satt er og rétt en reyna ekki alltaf að skjóta sér undan ábyrgð með því að vísa á einhvern annan. Það er að mínu mati ósæmandi. Menn bera ábyrgð á gjörðum sínum hvort sem þær eru góðar eða vondar. Og menn vísa ekki alltaf á það sem er illa gert af hálfu hinna til þess að réttlæta sinn eigin málflutning. Það er ekki bara ósæmilegt, það er afburðahallærislegt.
Virðulegur forseti. Nú verður hver þingmaður að ráða því sjálfur hvað henni þykir hallærislegt. Ég held hins vegar að hv. þingmaður hafi verið að hlusta á ræður einhverra annarra manna en mín eftir orðum hennar að dæma því að ég dró enga dul á að við áttum aðild að sams konar ákvörðunum með Sjálfstæðisflokknum í vetur. Ég bar fulla ábyrgð á þeim þá eins og nú. Það eina sem ég undraðist var hvílíkur umskiptingur sá flokkur er í málinu.
Ég hef leitast við í þessari umræðu að tala íslensku. Þegar blasir við svo gríðarlegur vandi eins og nú þarf að taka erfiðar ákvarðanir og þá þarf að hækka verð á áfengi,
En ég talaði ekki um að Samfylkingin bæri ekki ábyrgð heldur held ég að ég hafi sagt orðrétt, hv. þingmaður, að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ekki minni ábyrgð á þessum skattahækkunum en sú ríkisstjórn sem nú situr. Ég undanskildi okkur ekki ábyrgðinni. En Sjálfstæðisflokkurinn ber ekki minni ábyrgð á þeim gjaldahækkunum sem hér eru að verða en þeir sem fyrir í ríkisstjórninni fara í dag.
Frú forseti. Ég get tekið undir það að hv. þm. Helgi Hjörvar ráði sér svo sannarlega sjálfur og hann er ekkert hallærislegur að mínu mati. En samt sem áður skrifaði flokkurinn sem hv. þingmaður er í undir stjórnaryfirlýsingu í samstarfi við Vinstri græna. Þar kemur fram að ætlunin sé að láta Seðlabanka Íslands skoða verðtrygginguna og hvernig hægt sé að afnema verðtrygginguna.
Ég geri ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands ætli að skoða verðtrygginguna og áhrif hennar á íslensk heimili og íslenskt samfélag þegar hann hefur reiknað sig fram til þess að staða íslenskra heimila sé nú ekkert svo slæm, að neikvætt eigið fé sé ekkert svo bagalegt fyrir heimilin og það að tugi þúsunda heimila eigi ekkert sé kannski bara allt í lagi, miðað við þau skilaboð sem maður hefur fengið frá Seðlabanka Íslands á undanförnum missirum.
En Jóhanna Sigurðardóttir, hæstv. forsætisráðherra, ásamt fjölda samfylkingarmanna lagði ár eftir ár fram tillögu á þingi um að stofna nefnd á vegum viðskiptaráðherra um afnám verðtryggingar. Hvað gerðist síðan þegar Samfylkingin fór í ríkisstjórn? Það gerðist nefnilega nákvæmlega ekki neitt varðandi þetta mál. Það var ekki fyrr en við hrun bankanna í október að sett var á fót nefnd sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið.
Ég spyr því hv. þm. Helga Hjörvar, formann efnahags- og skattanefndar: Hvað hyggst hann gera til þess að klippa á þessa víxlverkun, á áhrif verðtryggingarinnar í íslensku samfélagi? Telur hann það koma til greina að setja hámark á verðtryggingu eða hreinlega að banna hana?
Virðulegur forseti. Ég held að það sé, eins og fram hefur komið í máli mínu, full ástæða til þess hjá fjölmörgum þingmönnum að hafa áhyggjur af stöðu heimilanna, af versnandi hag ríkissjóðs, af þeim gjaldahækkunum sem nauðsynlegar eru og þeim erfiðu afleiðingum sem þær geta haft fyrir ýmsa hópa í samfélaginu. Og ekki síst þeim mikla vef alls kyns tenginga fram og til baka og víxlverkunum í þeim vísitölum sem við höfum byggt upp til þess að reyna að lifa við þann óstöðugleika sem einkennt hefur efnahagslíf okkar um áratugaskeið.
Það er sannarlega stærsta verkefni okkar í efnahagsmálum þjóðarinnar að sigrast á þessari arfleifð, vinna okkur út úr óstöðugleikanum í stöðugleika og losna út úr verðtryggingunni og víxlverkunum.
En hvernig best er að vinna að því treysti ég mér ekki til að svara hér í andsvari og jafnvel ekki á þeim stutta tíma sem við höfum til umfjöllunar á þessu máli. En ég hef hins vegar gert efnahags- og skattanefnd grein fyrir því að við tökum strax nú á nefndardögum tíma í að fara yfir þá vinnu sem í gangi er í þessum málum. Ég tel að nefndir þingsins eigi að hafa frumkvæði að því að vinna að brýnum málefnum eins og hér um ræðir og mikilsverðum efnahagsmálum eins og áhrifum verðtryggingarinnar og víxlverkunum í efnahag okkar, þjóðarbúskap og ríkisfjármálum. Ég treysti á gott samstarf við nefndarmenn í efnahags- og skattanefnd um þá vinnu.
Virðulegi forseti. Það liggur orðið nokkurn veginn ljóst fyrir hver víxláhrifin af þessu frumvarpi eru. Til þess að ríkissjóður geti hækkað tekjur sínar um 2,7 milljarða á að hækka ríkisskuldir um - ég veit ekki nákvæmlega um hvað marga milljarða. Það á að hækka skuldir heimilanna um 8 milljarða. Það á að hækka skuldir fyrirtækjanna um að minnsta kosti annað eins. Og ekki nóg með það heldur lækkar skattheimta af beinum sköttum ríkissjóðs við þetta vegna þess að persónufrádráttur er vísitölubundinn og mun hækka við þetta. Nettóáhrifin af því eru minni tekjur fyrir ríkissjóð upp á rúma 5 milljarða.
Þarna erum við ekki búin að taka tillit til almannatrygginganna. Það sem mig langar til þess að spyrja um er: Ætla menn að beita sér fyrir því að vísitölutengingin verði afnumin í almannatryggingum til þess að fá ekki út þessi heildaráhrif? Það er rétt að ég spyrji formann efnahags- og skattanefndar að því.
Það eru mjög erfiðir tímar og erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka, margar mjög erfiðar. En það er algjörlega á hreinu að það er óþarfi að taka rangar ákvarðanir.
Það er rétt að það voru sambærilegar hækkanir sem gengu í gegn fyrir áramót í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2009. Það var í einhverju heildarsamhengi og sennilega hefur verið þá eins og núna að ekki hefur verið hugsað fyrir heildaráhrifunum, víxláhrifunum. Því fer fjarri að ég ætli að verja þá ákvörðun.
En það er munur á þeirri ákvörðun og þessari. Sú ákvörðun var tekin í einhverju heildarsamhengi. Hér er verið að taka ákvörðun sem líkist bút í einhvers konar bútasaumi. Hvert er hæstv. ríkisstjórn að fara með þessum málum sínum? Ætlar hún ekki - mér liggur við að segja, afsakið hæstv. forseti - að skammast til þess að gera þetta almennilega og af einhverri hugsun? Á þetta allt saman að vera einhver handarbakavinna þar sem ekki er búið að hugsa fyrir neinu?
Vinstri flokkarnir hafa mikið talað um að þeir ætli að vernda alþýðu þessa lands og passa upp á að stóri vondi Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki nálægt henni …
Það er eitt sem hægt er að segja vinstri flokkunum til hróss, það er að þeim tókst að hræða hinn almenna kjósanda frá Sjálfstæðisflokknum.
Virðulegi forseti. Það hefur komið fram hér aftur og aftur hvers konar vanhugsun býr að baki þessu frumvarpi. Ég kem hérna upp aftur einfaldlega til þess að ítreka það sem ég sagði áðan, að niðurstaðan úr þessu frumvarpi þýðir milljarða króna aukningu á skuldum ríkissjóðs.
Við í Borgarahreyfingunni áttum ágætissamtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær í hinum mjúku stólum á Hótel Holti. Ég get nú ekki sagt annað en að eftir þann fund líði mér mun verr yfir efnahagsástandinu. En það sem kom fram þar var einmitt það sem kristallast í þessu frumvarpi. Þeir sögðu ítrekað að það hefði gengið of seint að koma með tillögur, það hefði gengið of seint af hálfu stjórnvalda að gera þetta og hitt. Þeir voru ekki ánægðir með viðbrögð stjórnvalda. Að mínu viti er það góðs viti ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er óánægður en það er annað mál.
Það sem kristallast í þessu frumvarpi er að ríkisstjórnin hleypur upp til handa og fóta og flýtir sér af stað með frumvarp til þess að þjónka Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að hann hristir hornin framan í hana. Ríkisstjórnin kemur fram með frumvarp sem er einfaldlega illa unnið og vont. Ég skora á fjármálaráðherra að draga frumvarpið til baka og laga það og fá álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í staðinn, heyra hvað honum finnst um svona frumvörp sem lögð eru fram og auka skuldir ríkissjóðs. Það væri áhugavert að fá álit þeirra á þessu máli.
Að öðru leyti ætla ég ekki að tala meira um þetta mál nema að ríkisstjórninni væri sómi að því draga þetta frumvarp til baka.
Frú forseti. Þau gjöld sem lagt er til á Alþingi að séu hækkuð hafa ekki verið hækkuð í fjölda ára. Það hefur orðið til þess að þau hafa ekki valdið þeirri hækkun á verðbólgu sem ella hefði orðið. Þess vegna gæti ég alveg samþykkt þetta frumvarp. En á móti kemur að staða heimilanna er þannig í dag að það er ekki á þau bætandi. Það er ekki á bætandi í þeirri stöðu sem nú er að fara þessa leið.
Ég skora á hæstv. ríkisstjórn að fara heldur þá leið að auka fjölda starfa á landinu. Bæta stöðu heimilanna með því að auka störfin, t.d. með því að losa um bankana svo að þeir geti farið í gang og geti farið að veita fé til atvinnulífsins svo atvinnulífið ráði fólk til starfa. Við breytum þá atvinnuleysingjum í vinnandi fólk sem borgar skatta. Það er miklu skynsamlegri aðgerð og gefur mikið meira fyrir utan það að |
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur fallið frá því að leyfa umdeilda hótelbyggingu við Skógafoss. Önnur staðsetning á Skógum verður skoðuð en markmiðið er að þar byggist upp þéttbýliskjarni.
Tillaga að nýju deiliskipulagi gerði ráð fyrir stóru 300 herbergja hóteli sem gagnrýnendur töldu að myndi skyggja á Skógafoss frá þjóðveginum. Tillagan strandaði í sveitarstjórn, - afgreiðslu hennar var frestað, - og lítur sveitarstjórinn, Ísólfur Gylfi Pálmason, svo á að hún sé fyrir bí.
„Hótel á þessum stað er endanlega frá,“ segir Ísólfur Gylfi í fréttum Stöðvar 2. Sveitarstjórinn telur samt að deiliskipulagið hafi um margt verið gott, skipulagsfræðingar hafi gefið því góða einkunn, og fossinn hafi þrátt fyrir allt verið í öndvegi.
„En um þetta náðist ekki samstaða. Og okkur finnst skipta miklu máli á svona viðkvæmum og fallegum stað, eins og á Skógum, að við göngum nokkurnveginn í takt. Það er líka flókin eignaraðild að Skógum,“ segir Ísólfur Gylfi og viðurkennir að háværar raddir hafi lagst gegn hótelinu.
„Þær voru líka svolítið hagsmunatengdar, eins og gengur.“
Ísólfur Gylfi segir þó vafalítið að ferðaþjónusta muni halda áfram að byggjast upp á Skógum. Þar sé mikið landrými og ákveðið byggðamynstur í kringum gamla héraðsskólann. Ekki sé ósennilegt að þar geti risið hótel.
Auk héraðsskólans var grunnskóli á Skógum og þar bjuggu um tíma eitthundrað manns. Íbúum staðarins hefur snarfækkað eftir að skólunum tveimur var lokað og nú búa þar aðeins um fimmtán manns. Marga dreymir hins vegar um að staðurinn nái fyrri styrk. Þannig hefur sveitarfélagið formlega skilgreint Skóga sem þéttbýli og kveðst sveitarstjórinn trúa því að þar eigi eftir að rísa þorp. |
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að grafalvarleg staða komi upp nái forsendunefnd kjarasamninga ekki saman fyrir 15. nóvember. Í forsendunefnd eiga sæti tveir fulltrúar SA og tveir fulltrúar Alþýðusambands Íslands sem hafa það verkefni að meta forsendur kjarasamninganna og hvort þær hafi staðist.
"Það er sameiginleg niðurstaða okkar að þær hafi ekki staðist og það gefi tilefni til þess að við metum hver viðbrögðin eiga að vera. Ef við náum saman um viðbrögð halda samningarnir en ef við náum ekki saman verðum við að skýra frá því fyrir 15. nóvember," segir Ari.
Ef forsendunefndin kemst ekki að niðurstöðu um viðbrögð við breyttum forsendum samninganna, sem fyrst og fremst felast í hærri verðbólgu en gert var ráð fyrir, verður það í valdi stéttarfélaganna sem að samningunum standa hvað gert skuli í framhaldinu.
Í samningnum er gert ráð fyrir að segja megi þeim upp en það verður að gerast fyrir 10. desember eigi uppsagnirnar að taka gildi fyrir áramót. "Ef samningum verður sagt upp koma ekki til framkvæmda þær samningsbundnu launahækkanir sem taka áttu gildi um áramót," segir Ari. "Þær hljóða upp á 2,5 prósenta hækkun sem samið var um í ársbyrjun 2004, en auk þeirra eru ýmsar taxtabreytingar sem taldar eru fela í sér eins prósents kostnaðaraukningu fyrir atvinnulífið þannig að alls nemur hækkunin samtals 3,5 prósentum fyrir atvinnulífið," segir Ari.
Hann bendir á að auk þessara samninga hafi síðan verið gerðir margir aðrir samningar sem gildi til 2008 og feli í sér þriggja prósenta hækkun um áramótin. Auk samningsbundinna launahækkana mun tekjuskattur lækka um eitt prósent og segir Ari að kaupmáttur launa sé því væntanlega að hækka um fjögur til 4,5 prósent um áramót. "Þessar hækkanir myndu ekki koma til framkvæmda ef samningum yrði sagt upp," segir hann. Hann segir engum blöðum um það að fletta að skilyrði í atvinnulífinu hafi snarversnað á samningstímabilinu en hins vegar hafi kjör launafólks batnað með auknum kaupmætti. |
Hagar eru eigendur vörumerkis bónus sem þekkt er sem Bónusgrísinn, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur. Teiknari merkisins fór fram á að bónusgrísinn yrði úrskurðaður sem sín eign og hún hefði samið um tímabundin og skilyrt afnot af teikningunni við stofnendur Bónus. Samkvæmt því samkomulagi hefði hún rétt til að afturkalla öll afnot af bónusgrísnum.
Edith Randy Ásgeirsdóttir fór í mál gegn Högum og fór fram á að fyrirtækinu væri bannað nota Bónusgrísinn svokallaða. Hún fór einnig fram á 500 þúsund króna dagsektir frá dómsuppsögu, þar til vörumerkið væri afskráð og allar myndir af grísnum teknar úr notkun.
Edith teiknaði merkið fyrir Bónus árið 1989, þegar hún rak Landlist, auglýsinga- og skiltagerð. Þá vann hún margvíslega hönnunarvinnu og auglýsingagerð fyrir Bónus fram að árinu 2007.
Hún lagði fram samkomulag sem hún sagðist hafa gert við stofnendur Bónus í lok árs 1991 um eignar-, notkunar-, og umráðarétt Bónusgríssins. Þar segir að verði breyting gerð á eignarhaldi Bónus eigi Edith tilkall til þess að afturkalla rétt fyrirtækisins á allri notkun gríssins, innan tuttugu ára frá breytingum eignarhaldsins.
Hún nýtti sér þó ekki þann rétt fyrr en árið 2010, þegar Arion Banki hafði eignast fyrirtækið. Þrátt fyrir það hafi hún starfað með stjórnendum Bónus í um 18 ár og á þeim tíma hafi fyrirtækið farið í gegnum mörg eigendaskipti. Þá segir í dómsorðunum að hún hafi heldur ekki sýnt fram á rétt sinn þegar hún mótmælti skráningu vörumerkisins til Einkaleyfisstofu.
Þegar Edith hófst ætlaði að sækja rétt sinn til gríssins voru níu ár liðin frá niðurstöðu Einkaleyfisstofu lá fyrir um að Haga ættu bónusgrísinn. Í dómsorðum segir að hún hafi því tapað rétti sínum vegna tómlætis.
Málskostnaður var felldur niður. Dóminn má sjá á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur. |
Hundrað manns munu missa vinnuna við byggingu gagnavers á Suðurnesjum ef ekki tekst að ljúka samningum við ríkið um meðal annars skattamál fyrir næstu mánaðamót.
Framkvæmdir við 50 milljarða króna rafrænt gagnaver Verne Global á Ásbrú gamla varnarsvæðisins í Keflavík hafa verið í fullum gangi síðan í maí á þessu ári. Í júní störfuðu til að mynda 120 menn frá Íslenskum aðalverktökum við byggingu versins. Nú hefur hins vegar verið dregið úr framkvæmdum og er verkið í hægagangi. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði neyðst til að draga saman seglin þar sem það hafi dregist að ljúka við gerð fjárfestingarsamnings við stjórnvöld. Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka honum í sumar en í honum er skatta og starfsumhverfi fyrirtækisins skilgreint. Meðan ekki er kominn botn í það mál hafi verið farin sú leið að draga úr fjárstreyminu í verkið tímabundið. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun verða gert ráð fyrir að um 20 manns vinni að byggingu versins í nóvember, eða um 100 færri en verið hefur. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að lokið hafi verið við gerð fjárfestingasamningsins á síðustu dögum en enn sé ekki kominn botn í hvernig skattaleg meðferð viðskiptavina fyrirtækisins verði háttað.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra: Og þetta er enn í vinnslu.
Guðný Helga Herbertsdóttir: En er Verne þá ósáttir við þær tillögur sem að þið hafið komið með útfrá skattalegum sjónarmiðum?
Steingrímur J. Sigfússon: Ja, ég held að menn séu ekki ósáttir við neitt nema það að þetta hefur tekið mikinn tíma að reyna að fá botn í þessi mál og ég held að þeir hljóti að geta staðfest að það hefur ekki vantað viljann af okkar hálfu, það hefur verið lögð í þetta gríðarleg vinna. Og vonandi bara tekst að klára það sem útaf stendur. |
Samkeppniseftirlitið hefur í morgun gert húsleit á skrifstofum Bónuss og Krónunnar.
Í tilkynningu frá Bónus segir að leitin sé gerð í tengslum við umræðu um matvörumarkaðinn að undanförnu en þar hafa Bónus og Krónan meðal annars verið sökuð um samráð. Þá hafa félögin verið sökuð um hafa rangt við við verðmerkingar.
Bónus fagnar því að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn á þeim alvarlegu ásökunum og segir rannsóknina í samræmi við ósk Haga, móðurfélags Bónuss, þar að lútandi.
Rekstrarstjóri Krónunnar, Kristinn Skúlason, staðfesti í samtali við Vísi að Samkeppniseftirlitið hefði einnig tekið hús á Krónunni og þar eru starfsmenn eftirlitsins enn þá.
Kaupás fagnar húsleitinniForsvarsmenn Kaupáss segja húsleit Samkeppniseftirlitsins fagnaðarefni. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi „ítrekað lýst því yfir á opinberum vettvangi að það óskaði eftir opinberri rannsókn hið allra fyrsta til þess að hreinsa stjórnendur Kaupáss og Krónunnar af hvers kyns dylgjum um verðsamráð eða óeðlilega viðskiptahætti í þeirri miklu samkeppni sem ríkir á íslenskum matvörumarkaði."
Þá segir að starfsfólk Kaupáss og Krónunnar muni opna allar sínar bækur og verða „Samkeppniseftirlitinu til aðstoðar á allan þann hátt sem óskað verður eftir og látin er í ljós von um að rannsókninni verði hraðað eins og frekast er unnt."
Jafnframt er minnt á að á undanförnum misserum hefur Samkeppniseftirlitið verið með víðtæka rannsókn á matvælamarkaðnum í gangi. „Vonast er til að þeirri rannsókn verði hraðað og niðurstöður birtar við fyrsta tækifæri." |
Á rútubílastöð tæpum tíu kílómetrum frá heimili mínu situr hópur fólks og bíður örlaga sinna. Flóttafólkið, eins og það kallast í daglegu tali. Samheiti yfir fjölbreyttan hóp fólks sem á það kannski eitt sameiginlegt að hafa lagt upp í lífshættulegt ferðalag til að flýja stríðsátök, ofsóknir, dráp og annan hrylling í heimalöndum sínum.
Þar sitja læknar, hreingerningarfólk, ömmur, fótboltastjörnur, blaðamenn, kennarar, leikskólabörn, bræður, háskólanemar, húsmæður, leigubílstjórar, og ungbörn. Alls konar fólk. Þau tala alls konar tungumál, eiga sér alls konar drauma og áttu sér einu sinni alls konar líf. Í augnablikinu eiga þau það þó öll sameiginlegt að sitja á rútubílastöð í Suður-Evrópu og éta brauðmola úr lófum forréttindafólks sem stendur og öskrar og æpir og neitar þeim um meira því meira er ekki til. Ekki hérna. Ábótin er norðurfrá, á diskum annarra forréttindahópa. Í höndum ríkisstjórna sem svelgja í sig reyktan lax og yppta öxlum yfir aðstæðum flóttafólksins þarna suðurfrá.
Þau æptu af fögnuði, hoppuðu, dönsuðu og grétu af gleði þegar báturinn náði landi. Hættan liðin hjá. Þau eru komin til Evrópu, í skjól fyrir vopnum og stríðsátökum og vonin um öruggari tilveru er næstum áþreifanleg. Við, óbreyttir borgararnir sem tökum á móti þeim, reynum að láta þeim líða eins og þau séu velkomin. Þau hafa nefnilega enn ekki fengið að vita að nærveru þeirra sé ekki óskað.
Óeirðalögreglan í Aþenu er enn ekki orðin hluti af raunveruleika þeirra. Hundabúrin. Óþefurinn, örbirgðin og höfnunin. Afmanneskjuvæðingin er ekki hafin fyrir alvöru, en hún er ekki nema einni rútuferð í burtu.
Ég skammast mín fyrir að vera hluti af samfélagi sem lítur undan þegar neyðin er svo mikil. Ber við getuleysi og blankheitum. Menningarmun. Ótta. Rasisma. Skömm er tilfinning sem auðvelt er að koma í orð. En tilfinningin gagnvart því að vera hluti af samfélagi sem dæmir fólk í þessum ótrúlegu aðstæðum, hana nær orðaforði minn ekki utan um.
Þessa dagana vellur rasisminn nefnilega viðstöðulaust um alla Evrópu eins og ræpa úr rassgati nóróveirusjúklings. Skyndilega eru flestir meðaljónar álfunnar sérfræðingar í einkamálum „þessa fólks“ sem situr hér á rútubílastöðinni og bíður örlaga sinna. Fólk er með fjárhag þeirra og fyrirætlanir á hreinu, trú þeirra ógnar öryggi svínakjötsáts á skandinavískum leikskólum og feðraveldið er sannfært um að ekkert þeirra kunni að meðhöndla konur eins og vestrænum fulltrúum þess sæmir. Ótti. Rasismi. Rætni.
Það skiptir engu andskotans máli hvort fólkið sem leitar á náðir forréttinda okkar borðar lifrarkæfu eða með hvaða liði það heldur í enska boltanum. Það skiptir máli að það lifi af. Það skiptir máli að það njóti grundvallarmannréttinda og að komið sé fram við það af virðingu. Og það skiptir öllu máli að við hættum að óttast um forréttindi okkar og sýnum ábyrgð. Ef forréttindi okkar hafa gert okkur að þessum skrímslum, þá erum við betur komin án þeirra hvort sem er. Og vitið til, að sameinast um það stóra verkefni að hjálpa fólki í neyð, að kynnast því, læra af því - slíkt verkefni getur ekki verið annað en samfélaginu til góðs.
Umræðan um þetta stóra verkefni einkennist af ótta. Órökréttum ótta - ólíkt ótta þeirra sem sitja og bíða þess svöng og örmagna að við náum áttum. Sjálf óttast ég mest af öllu skeytingarleysi og kynþáttafordóma vestrænna systkina minna. Það er það sem í raun ber að óttast. Hér eru hundruð þúsund manns við það að deyja úr rasisma og vestrænum forréttindum.
Mér líður svolítið eins og að ég sitji í bíl sem keyrir framhjá bílslysi án þess að koma til hjálpar. Ekki vegna þess að allir farþegar bifreiðarinnar séu sammála um að líta undan og halda áfram. Þvert á móti. Það er ökumaðurinn sem tekur þessa ákvörðun og neitar að stoppa. Við verðum að sannfæra hann um að stoppa. Eða hoppa út á ferð. Allir geta lent í bílslysi og allir geta lent í stríði. Og ef enginn kemur til bjargar, þá deyr fólk. Í þessu tilfelli ekki af sárum sínum, heldur úr hungri. Úr rasisma og vestrænum forréttindum.
Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þann 10. desember 1948. Skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Á þeim tímamótum heimssögunnar sá alþjóðasamfélagið nefnilega ástæðu til þess að fara í aðgerðir sem ættu að vernda íbúa heimsins fyrir öðru eins.
Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru nú yfir fimmtíu milljón íbúar þessa heims á flótta. Slíkar tölur hafa ekki sést síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Áður en við samþykktum formlega að standa saman og láta annað eins ekki yfir okkur ganga.
Á Íslandi búa 330.000 hræður á 103.000 ferkílómetrum. Lítil þjóð í stóru landi með ríkisstjórn sem er viljug til að spandera landinu okkar undir virkjanir og stóriðju, en þegar kemur að því að búa til pláss fyrir nauðstadda samborgara okkar skreppur landið skyndilega saman, verður að nánast engu.
Opnum nú huga okkar, hjörtu og landamæri og gerum skyldu okkar gagnvart óttaslegnum, sveltandi systkinum okkar. Við eigum fjöldann allan af fagfólki, plássi og auðlindum sem geta borið uppi mun stærra og fjölbreyttara samfélag. Linnum ekki látunum fyrr en við höfum boðið þúsundir flóttafólks hjartanlega velkomið. Setjum fordæmi og sýnum heiminum að við þorum, getum og viljum. |
Þar sem þetta er fyrsti fundur þd. á hinu nýbyrjaða ári býð ég alla hv. þdm. velkomna til starfa og óska þeim gleðilegs árs og farsældar í störfum á hinu nýbyrjaða ári.
Herra forseti. Með frv. þessu er leitað heimildar fyrir ríkisstj. að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu.
Alþjóðasamningur um íhlutun á úthafinu, þegar óhöpp koma fyrir sem valda eða geta valdið olíumengun, og atþjóðasamningur um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar voru gerðir í Brüssel í nóv. 1969. Voru þeir árangur af alþjóðlegri ráðstefnu sem var haldin dagana 10. til 29. nóv. 1969. Þriðji samningurinn, sem er alþjóðasamningur um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar, var svo í framhaldi af alþjóðasamningnum um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar gerður í Brüssel í desember 1971, en hann hafði einnig verið undirbúinn á alþjóðlegri ráðstefnu, sem var haldin þá skömmu áður. Báðar þessar ráðstefnur voru haldnar fyrir forgöngu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMCO), en aðalfulltrúi Ístands hjá þeirri stofnun hefur um langt árabil verið Hjálmar Bárðarson og er hann þessum málum allra manna kunnugastur af okkar hálfu.
Alþjóðasamningurinn um íhlutun á úthafinu fjallar um aðgerðir strandríkis vegna skipskaða, sem verða kann á úthafinu, til varnar gegn olíumengun, ef talið er að skipskaðinn geti valdið tjóni á umhverfi og nytjum innan lögsögu strandríkis sé ekkert að gert. Samningurinn nær til olíumengunar af völdum hráolíu, brennsluolíu, dísilolíu og smurningsolíu. Strandríki, sem grípur til aðgerða samkv. samningi þessum, skal að jafnaði hafa samráð um aðgerðir við önnur viðkomandi ríki og þá sérstaklega við það ríki, sem skipið er frá. Strandríkinu er þó heimilt, þegar um brýna nauðsyn er að ræða, að gera ráðstafanir þegar í stað án undanfarandi ráðfærslu við aðra. Þá eru í samningnum ákvæði um að öll aðildarríki tilnefni sérfræðinga með ákveðna þekkingu og getur strandríki leitað ráða hjá þeim ef þörf krefur.
Til að tryggja rétt annarra aðila fyrir óþörfum aðgerðum strandríkis ber strandríki, sem hefur gert ráðstafanir er brjóta í bága við ákvæði samningsins, skylda til að greiða skaðabætur. Ef strandríki og viðkomandi aðili koma sér ekki saman um bætur getur annar hvor aðilinn skotið máli sínu til sáttanefndar eða, ef málið er ekki útkljáð hjá sáttanefnd, þá til gerðardóms.
Viðaukinn við samninginn fjallar um skipun sáttanefndar og gerðardóms svo og um starfsaðferðir þeirra. Þessi samningur hefur þegar öðlast alþjóðlegt gildi og voru aðilar að honum síðast þegar fréttist orðnir 31 talsins.
Alþjóðasamningurinn um einkaréttarlega ábyrgð fjallar um ábyrgð skipaeiganda ef skip hans veldur olíumengun í umhverfi sjávar. Samningurinn gildir fyrir tankskip sem flytja hráolíu, brennsluolíu, þykka dísilolíu, smurningsolíu og hvallýsi. Fjárhagsleg ábyrgð skipeiganda er bundin við 2000 franka fyrir hverja rúmlest sem í skipinu er, en þó á skipeigandi ekki rétt til að notfæra sér þessa takmörkun ef mengunin er honum sjálfum að kenna. Ábyrgð skipeiganda er hins vegar engin ef olíumengun verður vegna hernaðaraðgerða, ófriðar, borgarastyrjaldar, uppreisnar eða náttúruhamfara, sem eigi verða umflúnar eða ráðið við. Einnig fellur ábyrgð skipeigenda niður, ef um er að ræða áfall, sem þriðji aðili orsakar vísvitandi, eða ef áfallið má rekja til kæruleysis eða vanrækslu yfirvalda í viðhaldi siglingaljósa og annarra tækja.
Skipum, sem flytja meira en 2000 tonn af olíu í farmi, skal skylt að hafa vátryggingu eða aðra fjárhagslega tryggingu er svari til þeirrar hámarksábyrgðar er samningurinn kveður á um. Vottorð um að slík trygging sé í gildi skal gefið út fyrir hvert skip og skal vottorðið haft um borð í skipinu. Samningsríki skulu sjá um að slík trygging sé í gildi fyrir skip sem koma eða fara úr þeirra höfnum.
Samningur þessi hefur einnig öðlast alþjóðlegt gildi, því að aðilar að honum voru 34 talsins síðast þegar fréttist.
Þá er þriðji og síðasti samningurinn, en hann er um stofnun alþjóðasjóðs og var gerður í fyrsta lagi með því markmiði, að sjóðurinn yrði nokkurs konar baktrygging fyrir tjónþola olíumengunar, þegar þær hámarksbætur, sem skipeigendum er gert að greiða samkv. samningnum um einkaréttarlega ábyrgð, duga ekki til að bæta tjónþola upp það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Í öðru lagi er sjóðnum ætlað að draga að nokkru leyti úr þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem skipeigendum er sett samkv. ákvæðum samningsins um einkaréttarlega ábyrgð.
Fjárframlög í sjóðinn greiðast árlega af þeim sem flytja inn meira en 150 þús. lestir á ári af gjaldskyldri olíu, eins og hún er skilgreind í samningnum. Svartolía, sem flutt er til landsins frá Sovétríkjunum, mun því samkv. samningnum vera gjaldskyld, svo að dæmi sé nefnt sem snertir okkur Íslendinga.
Þessi þriðji samningur, sem er yngstur þessara þriggja, hefur enn ekki öðlast alþjóðlegt gildi samkv. ákvæðum hans sjálfs, því að aðeins 12 ríki höfðu síðast þegar við vissum staðfest hann. En búast má við því, að þeim fjölgi fljótlega og að samningurinn öðlist þá gildi á eðlilegum tíma.
Í þessu frv. er gert ráð fyrir að ákvæði samninganna skuli hafa lagagildi hér á landi þegar þeir hafa öðlast gildi að því er Ísland varðar, eins og segir í 2. gr.
Enn fremur er leitað heimildar fyrir ríkisstj. að staðfesta síðari breytingar á samningunum þannig að þær fái lagagildi hér á landi þegar þær hafa verið auglýstar í Stjórnartíðindum. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir að leggja þurfi hvaða smábreytingu sem er á þessum samningum fyrir Alþ. í hvert sinn til þess að hljóta staðfestingu á þeim, en varla er búist við því að til komi svo veigamiklar breytingar að ástæða sé til að leggja þær fyrir Alþ. Að sjálfsögðu mun ríkisstj. gjarnan meta það og ef um veigamiklar breytingar er að ræða leggur hún þær fyrir þingið.
Ég þarf ekki að fjölyrða um hversu mikla þýðingu olíumengun getur haft fyrir Íslendinga og afkomu þeirra. Hafið umhverfis land okkar er sérstaklega viðkvæmt vegna fiskimiða og hlýtur því að vera okkur í hag að stuðla að því með aðild að þessum samningum, að föst skipan komist á þessi mál eftir því sem framast er unnt. Sérstaklega getur það haft mikla þýðingu, að strandríki öðlist - samkv. fyrsta samningnum - rétt til að grípa til sinna ráða.ef skyndilega ber slys að höndum af þessu tagi, því að stundum getur verið tafsamt að leita samþykkis annarra. Dæmi eru um það t.d. af miklu olíuskipsstrandi við Frakklandsstrendur, að deila milli ýmissa björgunaraðila olli þeim töfum, að slysið varð til mun meira tjóns en orðið hefði ef gripið hefði verið til gagnráðstafana þegar í stað.
Þá eru einnig mikils virði ákvæðin um fjárhagslega ábyrgð, enda þótt vel geti farið svo, ef um mikið slys væri að ræða í nágrenni okkar, að erfitt reyndist að meta það tjón. Ýmislegt getur komið fyrir í því sambandi. Nefna má að aðgerðir til þess að takmarka olíumengun, sem yrði frá minni háttar slysi, gætu orðið ærið kostnaðarsamar á okkar mælikvarða. Er því að minni hyggju töluvert öryggi í að samningsbinda þessa einkaréttarlegu ábyrgð og síðan að myndaður verði sjóður til að vera eins konar baktrygging í þeim efnum.
Ég tel því sjálfsagt fyrir Íslendinga að gerast aðilar að þessum samningum. Þeir hafa af okkar hálfu verið unnir af manni sem er mjög fær í öllum siglingamálum og þaulkunnugur starfsháttum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Það er því, herra forseti, till. mín, að frv. gangi til 2. umr. og hv. allshn.
Herra forseti. Það frv. til laga um breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils, sem hér liggur fyrir, var lagt fram á Alþ. skömmu áður en þm. héldu heim í jólaleyfi og vannst ekki tími né aðstaða til að taka það á dagskrá fyrir hátíðarnar. Þannig hafa hv. þm. haft aðstöðu til að kynna sér efni frv. ítarlega áður en það kemur nú til 1. umr. í hv. Ed.
Meginefni frv. er, eins og kunnugt er, að gert er ráð fyrir því, að frá og með áramótum 1980 hundraðfaldist verðgildi núverandi krónu. Jafngildir þá ein ný króna eitt hundrað gömlum krónum og á sama hátt jafngildir einn eyrir nýrrar krónu einni gamalli krónu. Breytist ákvæðisverð eldri seðla og myntar, sem þá eru í umferð, í samræmi við það. Gert er ráð fyrir því, að gjaldmiðill sá, sem löglega yrði út gefinn fyrir gildistöku laganna 1. jan. 1980, ef frv. þetta verður samþ., verði nefndur gömul króna til aðgreiningar frá gjaldmiðli gefnum út frá þeim degi er lögin taka gildi, en hann nefnist ný króna. Lagafrv. þetta tekur bæði til myntsláttu og seðlaútgáfu.
Nokkur tími er nú liðinn frá því að fyrst bar á góma hér á Alþ. á síðustu áratugum, að nauðsynlegt væri að auka verðgildi krónunnar. Árið 1962 lagði stjórnskipuð nefnd til að tífalda bæri verðgildi krónunnar, en sú tillaga náði ekki fram að ganga. Í nefndinni áttu sæti Jóhannes Nordal, Klemens Tryggvason og Sigtryggur Klemensson. Þeir skiluðu nál. 22. sept. 1962. Í inngangi nál. gera þeir grein fyrir því, að fjmrh. hafi beðið þá um að gera athuganir og tillögur varðandi eftirtalin tvö atriði:
1) Hvort heppilegt mundi vera að nota heimild í 8. gr. laga nr. 10 1961, um Seðlabanka Íslands, þar sem fjmrh. er heimilað að semja við Seðlabankann um að hann taki við myntsláttu af ríkissjóði.
2) Hvort æskilegt væri í sambandi við breytingu á fyrirkomulagi myntsláttu að gera breytingar á peningalöggjöfinni í þá átt að fella niður smæstu myntina, t.d. með því að tekin yrði upp ný og stærri mynteining en krónan er nú.
Niðurstaða nefndarinnar var sú, eins og áður segir, að það væri æskilegt að nota heimild seðlabankalaganna til að færa myntsláttuna í hendur Seðlabankans. Nefndin var einnig þeirrar skoðunar, að rétt væri að hefja þá þegar, á árinu 1962, undirbúning að því, að tekin yrði upp ný mynteining, tíu sinnum stærri en þágildandi króna. Nefndin færði eftirfarandi meginrök fyrir afstöðu sinni þá:
Í fyrsta lagi: Með stærri mynteiningu mundu falla niður allar myntir undir 10 aurum og með því sparast mjög verulegur kostnaður sem þessi smámynt hefði í för með sér fyrir ríkissjóð eða hvern þann aðila sem hefði myntsláttu með höndum.
Í öðru lagi sagði nefndin orðrétt: „Það mun tvímælalaust hafa í för með sér verulegt hagræði og vinnusparnað fyrir fyrirtæki og allan almenning og með stærri mynt mundi falla niður einn aukastafur úr öllum peningaupphæðum. Teljum við ekki vafa á því, að þetta muni verða vinsælt meðal allra sem við viðskipti fást á einn eða annan veg.“
Í þriðja lagi töldu nefndarmennirnir þrír, að breyting mynteiningarinnar og upptaka verðmeiri myntar hefði góð sálræn áhrif, eins og það var orðað, og mundi stuðla að því, sagði nefndin, „að styrkja á ný það traust til verðgildis íslensku krónunnar, sem svo mjög hefur rýrnað vegna verðbólgunnar s.l. tvo áratugi“. Má benda á að hæði Frakkar og Finnar, segir í áliti nefndarinnar, ákváðu að taka upp stærri mynteiningu. Í báðum þessum löndum mun myntbreytingin hafa mælst vel fyrir og verið vinsæl af öllum almenningi.
Í nál. þeirra þremenninganna var lögð mikil áhersla á það, að upptaka nýrrar mynteiningar krefðist mikils undirbúnings. Bent var á að í Frakklandi hefði með stuttum fyrirvara verið ákveðið að taka upp nýja mynteiningu, nýfrankann svonefnda, hundrað sinnum verðmeiri en gamla frankann. Var ákveðið að báðar myntirnar skyldu vera í umferð um skeið. Finnar fóru öðruvísi að og gáfu sér lengri tíma til undirbúnings. Var tekin upp ný mynteining þar um áramótin 1962–1963, hundrað sinnum stærri en gamla markið, en með sama nafni.
Þriggja manna nefndin velti því fyrir sér, hvert gæti orðið nafn hinnar nýju mynteiningar. Í nál. sagði: „Krónan kom fyrst til sögunnar 1875, en þá urðu myntskipti við Danmörku. Hún á því engar sögulegar rætur á Íslandi. Þær einingar, sem elstar eru í sögu Íslands og helst gætu komið til greina í stað krónu, eru mörk og alin. Af þeim virðist mörkin miklu álitlegri, en hún var sú eining er silfur var metið í og var í rauninni hliðstæð við eyrinn, sem nú er undireining hér á landi. Mörk, er skiptist í hundrað aura, er skemmtileg mynt fyrir
Íslendinga frá þjóðlegu og sögulegu sjónarmiði. Á móti mörkinni mun það helst mæla að okkar áliti, að beyging orðsins er óregluleg, sem mundi m.a. leiða til þess að hún yrði venjulega vitlaust beygð í fleirtölu þegar hún væri notuð í erlendum málum. Í þessu máli eru að sjálfsögðu mörg rök með og á móti og höllumst við undirritaðir fremur að því að halda ætti krónunni sem mynteiningu eftir breytinguna, enda hefur hún unnið sér hefð og er að mörgu leyti þægileg í notkun bæði innanlands og utan.“
Ég hef rakið þetta álit þriggja manna nefndarinnar frá árinu 1962 til þess að vekja athygli hv. þm. á því, að þegar eru liðin 17 ár síðan menn komust að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt væri að gera róttækar breytingar í þessum efnum að því er varðar verðgildi okkar íslenska gjaldmiðils.
Þessi mál hafa iðulega verið rædd hér á Alþingi. Á Alþ. árið 1971 kom til umr. till. Björns Pálssonar, þáv. hv. alþm., um athugun á auknu verðgildi íslenskrar krónu. Till. Björns Pálssonar var samþ. í meginatriðum á 92. löggjafarþinginu og hafði þn. borist umsögn frá bankastjórn Seðlabankans. Bankastjórn Seðlabankans var þá andvíg þessari tillögu. Ástæðurnar voru raktar í umsögninni. Þar sagði m.a., eftir að fjallað hafði verið um tillögur þriggja manna nefndarinnar frá 1962 Sem ég gat um áðan:
Tillögur þessar, þ.e. þriggja manna nefndarinnar hlutu ekki hljómgrunn hjá þáv. ríkisstj. og voru sumir þeirrar skoðunar, að breyting á gjaldmiðlinum kynni engu að síður að geta vakið tortryggni almennings en traust hans. Einnig óx mönnum í augum sá mikli kostnaður sem slíkri breytingu hlyti að vera samfara. Það var á þessum grundvelli sem Seðlabankinn hóf skipulagningu á mynt- og seðlastærðum árið 1968. Með niðurfellingu smámyntanna innan tíu aura var náð öðrum megintilgangi hinnar umræddu gjaldmiðilsbreytingar, en jafnframt var kerfið gert hagkvæmara með útgáfu nýrra stærða af myntum og seðlum, eins og vikið er að hér að framan. Í ljósi þess, sem gerst hefur í þessum málum s.l. ár, telur bankastjórn Seðlabankans ekki rök til að taka upp þá hugmynd að nýju að tífalda verðmæti gjaldmiðilsins.“ - Þetta var á árinu 1971.
Í áliti og umsögn Seðlabankans vegna till. Björns Pálssonar sagði enn fremur:
„Þegar tillögunni var hafnað fyrir nærri tíu árum var snúið inn á aðra leið til endurskipulagningar á mynt- og seðlakerfinu og hefur þegar verið allmiklu til þess kostað. Með því náðist einnig, eins og áður segir, sama hagkvæmni og með tíföldun gjaldmiðilsins að því er varðar niðurfellingu smæstu mynteininganna. Við þetta bætist svo það, að verðmæti peninganna hefur enn rýrnað verulega síðan fyrrgreindar tillögur um nýja gjaldmiðilseiningu voru fram settar fyrir tíu árum. Tíföldun á verðgildi núgildandi krónu mundi þýða það, að smæsta einingin yrði jafngildi tíeyrings í dag, en hef að framan hafa þegar verið færð rök fyrir því að sú eining sé þegar orðin of lítil“ - þ.e.a.s. á árinu 1971. Einnig er á það að benda, að íslenska krónan mundi eftir slíka breytingu verða minni að verðgildi en nokkur hinna Norðurlandamyntanna. Verðgildi þeirra er hins vegar orðið það lítið, að felldar hafa verið úr umferð myntir undir 5 aurum. Af þessu verður vart dregin önnur ályktun en sú, að gjaldmiðilsbreyting svari ekki kostnaði úr því sem komið er, nema menn treysti sér til þess að ganga mun lengra og hundraðfalda verðgildi krónunnar, þannig að hinn nýi gjaldmiðill yrði aðeins meiri að verðgildi en dollarinn er í dag.“ - Og ég endurtek að það var á árinu 1971 sem þetta var sagt. - „Smæsta einingin í slíku kerfi mundi jafngilda einni krónu, en telja verður vafasamt að rétt sé að stiga svo stórt skref fyrr en áður hefur verið reynt hvort almenningur muni sætta sig við það. Það má hins vegar kanna með því að fella niður núgildandi smámyntir í áföngum, uns krónan er orðin að smæstu mynteiningunni.“ - Hér lýkur tilvitnun í umsögn Seðlabankans um till. Björns Pálssonar frá árinu 1971.
Þegar Björn Pálsson hv. alþm. mælti fyrir till. sinni rökstuddi hann hana m.a. á þessa leið: „Við vitum það með alla hluti, sem mönnum er annt um, að þeir fara betur með þá, ef þeir álita þá mikils virði. Við getum bara tekið góða bók og vel bundna - menn fara betur með hana en einhverja ómerkilega skræðu,“ sagði Björn. „Ef maður á t.d. hest, fer hann betur með gæðinginn heldur en einhvern hest, sem hann lætur sér ekki annt um og telur lítils virði. Og við getum tekið fötin sem einstaklingarnir ganga í. Menn reyna að ganga betur um góðar íbúðir en lélegar. Þetta eru sálræn áhrif,“ sagði Björn. „Ef peningarnir eru lítils virði, fara menn óvarlegar með þá og meta þá lítils. Og þannig er það með önnur þjóðfélög. Þau líta heldur smáum augum fjármálavit þeirrar þjóðar, sem hefur lítið verðgildi í peningum og er sí og æ að fella gengið.“
Í umr. um till. Björns Pálssonar tók þátt m.a. Gunnar Thoroddsen, hv. núv. 11. þm. Reykv., og greindi frá því, að ástæðan til þess, að ekki varð um myntbreytingu að ræða upp úr árinu 1962, hafi verið sú, að ekki náðist samstaða í þáv. ríkisstj., viðreisnarstjórninni sem svo var kölluð. Það tókst ekki að vinna nægilegt fylgi fyrir þessari breytingu og féll því málið niður, sagði Gunnar Thoroddsen. Síðan sagði hann orðrétt í þessum umr.:
„Ég er sömu skoðunar nú og þegar ég hreyfði þessu máli hér á Alþ. 1958 og eins þegar þessar athuganir voru gerðar á vegum fjmrn. 1962. Ég er enn sömu skoðunar, að við eigum að breyta um mynteiningu og taka upp stærri einingu en nú er. Hins vegar er náttúrlega orðin veruleg breyting á þessum síðasta áratug, og það hvarflar að manni, hvort það eigi ekki fremur þá nú á næstunni að tala um tvö núll heldur en eitt,“ eins og segir orðrétt í þingtíðindum.
Öðru sinni tók Gunnar Thoroddsen undir þau rök, sem flutt voru á árinu 1962, um það, að þrátt fyrir að margt mælti með því að breyta um nafn á myntinni, þá hefði krónunafnið unnið sér hefð í málinu á liðlega hundrað árum og það nafn væri að mörgu leyti þægilegt í notkun bæði innanlands og utan, eins og hann komst sjálfur að orði.
Á 98. löggjafarþinginu lagði Lárus Jónsson, hv. núv. 5. þm. Norðurl. e., fram till. til þál. um könnun á hundraðföldun verðgildis íslenskrar krónu. Till. hv. þm. var á þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að kanna hvort hagkvæmt sé og tímabært að auka verðgildi íslenskrar krónu þannig að 100 kr, verði að einni. Við mat á hagkvæmni þessarar breytingar á verðgildi gjaldmiðilsins skal þess gætt, hvort hún stuðlar að hagkvæmri myntsláttu og seðlaútgáfu jafnframt því að auka virðingu almennings og traust á gildi peninga. Í þessu sambandi er ríkisstj. falið að meta, hvort kostnaður við áðurnefnda gjaldmiðilsbreytingu yrði verulegur, ef hún yrði framkvæmd þannig að núgildandi seðlar og mynt yrðu í umferð að meira eða minna leyti samtímis nýjum gjaldmiðli í ákveðinn umþóttunartíma, t.d. 2 – 3 ár.“
Fjh. - og viðskn. hv. Nd. fjallaði um till. hv. þm., og samþykkti n. að leggja til að henni yrði vísað til ríkisstj. Féllst Alþ. á þá till. nefndarinnar.
Í umsögn sinni um þessa till. hv. þm. Lárusar Jónssonar sagði Seðlabankinn 24. mars 1977, að ef taka ætti upp nýja mynteiningu kæmi ekki annað til greina en að hún yrði hundrað sinnum meiri að verðgildi en núgildandi króna, sem skiptist í 100 smærri einingar eða aura.
Þau rök, sem notuð hafa verið til þess að styðja verðgildisbreytingu krónunnar, eru af margvíslegum toga, mörg þeirra tæknilegs eðlis, og hafa mörg þeirra verið rakin áður hér á Alþ. Að sumum þeirra mun ég koma síðar í ræðunni, en segja má að hér á Alþingi Íslendinga hafi þegar komið fram það viðhorf löggjafans, að hann vilji sýna áhuga og skilning á nauðsyn þess að styrkja verðgildi krónunnar frá því sem það er nú.
Eins og kunnugt er eru núgildandi lög um gjaldmiðil Íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968. Fram til þess tíma voru lög um íslenskan gjaldmiðil í hinum dönsku peningalögum frá 1873, sem birt voru hér á landi í sept. sama ár. Hinar gömlu norrænu mynteiningar, ríkisdalur og spesía, voru þá lagðar niður og sameiginlegur myntfótur tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, svo og á Ístandi, sem þá var talið hluti Danaveldis. Stofnuðu löndin með sér myntsamband, Skandinavisk møntunion, og tóku upp sameiginlega mynteiningu - krónu sem skiptist í 100 aura.
Í dönsku peningalögunum var boðið, að gull skyldi vera grundvöllur gjaldmiðils Danmerkur og Íslands, silfur og aðrir ódýrari málmar hafðir í smápeninga. Slegnir skyldu tveir gullpeningar og skyldu af öðrum þeirra ganga 248 peningar á eitt kg af skíru gulli, en af hinum 124 peningar. Tuttugasti hluti fyrrnefnda peningsins og tíundi hluti síðarnefnda peningsins skyldu vera reikningseiningin og nefnast króna, er skiptist í 100 aura. Gullpeningar þessir skyldu slegnir úr peningagulli málmblöndu sem innihéldi 90 hluta af skíru gulli og 10 hluta af eir. Þá var gert ráð fyrir, að einnig skyldu slegnir 6 silfurpeningar, 10,25, 40 og 50 aurar, 1 og 2 kr. Peningar þessir skyldu slegnir úr blöndu af hreinu silfri og eir og skyldi silfurmagnið nema 4/5 hlutum. Þá skyldi slá þrjá koparpeninga að verðgildi 1, 2 og 5 aura, úr málmblöndu er innihéldi 95 hluta af eir og 5 hluta af öðrum málmum.
Norræna myntsambandið hafði veruleg áhrif, þar sem sama mynt gilti um öll Norðurlönd með sama gengi og peningar Norðurlanda voru þá innbyrðis gjaldgengir í hverju ríki.
Peningar voru slegnir í öllum löndum, en um sjálfstæða íslenska mynt var hins vegar ekki að ræða í fyrstu. Voru Norðurlandakrónur, aðallega danskar, ekki fáséðar í umferð hér á landi eftir því sem auraráð jukust, en seðlar frá Norðurlöndunum urðu hins vegar aldrei algengir hér á landi.
Á árinu 1885 fékk landssjóður heimild til þess að gefa út 500 þús. kr. í seðlum, hina fyrstu íslensku seðla. Fékk Landsbankinn, sem stofnaður var með lögum nr. 14 18. sept. 1885, sama ár seðlana til ráðstöfunar, en landssjóður ábyrgðist jafngengi þeirra við dönsku krónuna. Seðlarnir voru að verðgildi 5, 10 og 50 kr. og gefnir út með eiginhandaráritun tveggja embættismanna. Eigi voru seðlarnir innleysanlegir með gulli og þeir voru ekki seljanlegir erlendis.
Með lögum nr. 2 frá árinu 1900 var seðlaútgáfuheimild landssjóðs hækkuð um 250 þús. kr., eða í alls 750 þús. kr. Þótti seðlaþörfinni þannig fullnægt til ársins 1904, er Íslandsbanki tók til starfa og fékk einkarétt til seðlaútgáfu hér á landi, en með lögum nr. 11 frá 7. júní 1902 var samþykkt að leyfa stofnun hlutafélagsbanka á Íslandi er aðallega starfaði með erlent fjármagn. Banki þessi skyldi hafa einkarétt til að gefa út seðla í 30 ár, allt að 2.5 millj. kr. Seðlarnir voru að verðgildi 5, 10, 50 og 100 kr. og voru innleysanlegir með gulli. Var seðlaútgáfunni haldið í þessu formi næsta áratug, en með lögum frá 1914 var Íslandsbanki undanþeginn þeirri skyldu að innleysa seðla sína með gulli. Undanþága þessi var tímabundin, en var framlengd og síðan afnumin með lögum árið 1920. Hafði þörfin fyrir aukið seðlamagn farið hraðvaxandi á þessum árum og hafði bankinn nokkrum sinnum orðið að fá nýja heimild til að auka seðlaútgáfuna og var hún að fullu gulltryggð í fyrstu. En með brbl. á árinu 1920 var bankanum heimilað að auka seðlaútgáfuna í 12 millj. kr. og þá án þess að auka gulltryggingu sína. Umræddir tveir bankar störfuðu þannig fram til ársins 1927 og áttu drjúgan þátt í þeim efnahagsbreytingum, sem áttu sér stað á Íslandi framan af þessari öld.
Umsvif Íslandsbanka voru meiri framan af, en eftir heimsstyrjöldina fór Landsbankinn að draga verulega á hann, einkum þó með setningu landsbankalaganna frá 1927 og laga nr. 10 frá 15. apríl 1928 um Landsbanka Íslands. Var Landsbankinn þá jafnhliða gerður að seðlabanka og fékk einkarétt til seðlaútgáfu og skyldi bankinn gefa út seðla, sem fullnægðu gjaldmiðilsþörf í innanlandsviðskiptum. Í lögunum er gert ráð fyrir að seðlar hans séu gulltryggðir og innleysanlegir með gulli, en tekið fram, að ákvæði um innlausnarskylduna komi ekki til framkvæmda nema Alþ. ákveði svo.
Fyrstu seðlarnir, sem Landsbankinn gaf út, voru að verðgildi 5, 10, 50 og 100 kr., en í ársbyrjun 1933 lét bankinn nýja seðla í umferð með sömu verðgildum og áður, en 500 kr. seðlar komu síðar í umferð eða á árinu 1944. Bankaráð Landsbankans ákvað, að þessir nýju seðlar skyldu prentaðir hjá Bradburg Wilkinson & Co., þar sem íslensku seðlarnir hafa verið prentaðir síðan, en áður hafði danski þjóðbankinn annast prentunina. Var seðlaútgáfa þannig nánast óbreytt til ársins 1954, nema hvað breytt var um lít seðlanna við seðlaskipti og eignakönnun í ársbyrjun 1948.
Um Íslandsbanka er það að segja, að hann lenti í miklum fjárhagsörðugleikum á árinu 1929 og var lýstur gjaldþrota árið eftir, en á grunni hans, með lögum nr. 7 frá 1930, var stofnaður Útvegsbanki Íslands hf. M.a. skyldi hinn nýi banki draga inn seðla þá, er Íslandsbanki hafði gefið út, og skyldi innlausn seðlanna vera lokið í okt. 1933, en varð þó eigi fyrr en í árslok 1939.
Með lögum nr. 63 1957 var Landsbankanum skipt í tvær fjárhagslega sjálfstæðar stofnanir, sem lutu hvor sinni stjórn. Voru fljótlega gefnir út nýir seðlar með nafni Landsbanka Íslands, Seðlabankans, að verðgildi 5, 10, 25, 100 og 1000 kr. Haldið var óbreyttum reglum um gulltryggingu og gullinnlausnarskyldu bankans, en að því er hana varðaði skyldi hún þó því aðeins taka gildi að Alþ. ákvæði svo.
Gjörbreyting var gerð á þessu fyrirkomulagi þegar tengsl bankanna voru algerlega rofin með setningu laga nr. 10 frá 1961, um Seðlabanka Íslands. Hóf bankinn starfsemi sína 7. apríl það ár og tók við öllum skyldum og réttindum seðlabanka sem hluta af Landsbanka Íslands. Ekki verður hlutverk Seðlabankans rakið hér, en í lögum bankans segir m.a., að hann skuli annast seðlaútgáfu og vinna að því að peningamagn í umferð sé hæfilegt. Seðlar, sem bankinn gefur út, skulu vera tryggðir með gulli eða erlendum gjaldeyri, en ákvæðin um gullinnlausn voru felld niður.
Seðlar með nafni Seðlabanka Íslands, sem gefnir hafa verið út samkv. ofangreindum lögum, eru að verðgildi 10, 25, 100, 500, 1000 og 5000 kr. Fyrstu seðlarnir með nafni bankans voru 1000 kr. seðlar, sem settir voru í umferð í júní 1963, 25 og 100 kr, seðlarnir komu í umferð á árinu 1965 og 10 kr. árið 1966. Þessar seðlastærðir voru nákvæmlega sömu gerðar og seðlarnir frá 1959 og látnir í umferð jafnóðum og hinir gengu úr sér, Í maí 1968 var gefinn út nýr 500 kr. seðill, og ný seðlastærð að verðgildi 5000 kr. var látin í umferð íapríl 1971. Nú eru aðeins fjórar seðlastærðir í umferð, að verðgildi 100, 500, 1000 og 5000 kr. og hafa allar aðrar seðlastærðir verið innkallaðar með reglugerðum viðskrn.
Með sambandslögunum frá 30. nóv. 1918 fékk landið rétt til sjálfstæðrar myntútgáfu. Þessi réttur var þó ekki nýttur til að byrja með, enda óþarft þar sem jafngengi var á íslenskri og danskri krónu fram á árið 1920. Þá fór hins vegar að gæta lækkunar á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni, og varð það til þess að myntin dróst smám saman úr umferð hér. Leiddi þetta til þess, að íslenska ríkið gaf út sína fyrstu sjálfstæðu mynt árið 1922, þegar slegnir voru 10 og 25 aura peningar. Vegna skorts á krónupeningum, sem á þessum árum voru úr silfri eins og fyrr segir, greip ríkið hins vegar til þess ráðs að gefa út krónuseðla samkv. lögum frá 1885 og 1900 um Landsbanka Íslands. Hér var um seðlaútgáfu að ræða, en samræmisins vegna þykir rétt að geta hennar hér í tenglum við myntina.
Íslensk myntútgáfa var fastákveðin í lögum nr. 19 frá 1925, en þar var ákveðið að slegin skyldi skiptimynt, sem einungis væri gjaldgeng hér á landi. Verðgildi myntarinnar var ákveðið i, 2, 5, 10 og 25 aurar, 1 og 2 kr. og voru ákvæði í lögunum um málmblöndu myntanna. Í aths. með lögum þessum kemur fram, að það hafi skapað mikla erfiðleika eftir að gengi peninga á Norðurlöndum hafði orðið mismunandi, að skiptimynd hafi þá streymt til þess lands sem hæst gengi hafði. Þetta hafi orðið til þess, að gerður hafi verið viðauki við myntsamninginn frá 1873, þar sem ákveðið var að hvert aðildarríkjanna fyrir sig mætti láta slá sérstaka mynt til innanríkisafnota eingöngu.
Með lögum frá 1926 var ríkisstj. heimilað að ganga inn í umræddan viðbótarmyntsamning og jafnframt tekið fram, að skiptimynt frá Norðurlöndunum hætti að vera löglegur gjaldmiðill á Íslandi.
Þess ber að geta, að aftur varð nokkur skortur á skiptimynt hér á landi í heimsstyrjöldinni síðari og var þá ríkisstj. heimilað með lögum frá 1941 að gefa út 500 þús, kr. í einnar krónu seðlum. Var þessi heimild hækkuð um helming á árinu 1947. Gert var ráð fyrir að krónuseðlar þessir væru innkallaðir þegar nægar birgðir væru fyrir hendi af einnar krónu mynt, en af því varð þó ekki fyrr en í árslok 1974, þegar hinar gömlu úreltu myntstærðir voru loksins innkallaðar.
Segja má að myntútgáfan hafi þannig verið nánast óbreytt í höndum ríkissjóðs í liðlega fjóra áratugi, eða þar til Seðlabankinn tók við henni á árinu 1968. Þær einar breytingar urðu á þessu tímabili, að hætt var að slá tveggja aura peninga 1942 og útlit myntarinnar breyttist eftir stofnun lýðveldisins, en fyrsta lýðveldismyntin var slegin árið 1946. Íslensk skiptimynt var slegin hjá konunglegu dönsku myntsláttunni til ársins 1940, en hefur verið framleidd síðan hjá Royal mint í London.
Í seðlabankalögunum frá 1961 var fjmrh. heimilað að semja við Seðlabankann um yfirtöku og útgáfu og dreifingu myntar og var gerður samningur þess efnis á árinu 1966, en aðalinntak hans var að bankinn fékk einkarétt til þess að slá og gefa út mynt frá 1. apríl 1967. Ekki komst þó myntsamningurinn til framkvæmda fyrr en á árinu 1968 eins og áður segir, þegar Seðlabankinn fékk nauðsynlegar geymslur fyrir myntina og bætt afgreiðsluskilyrði. Seðlabankinn hefur síðan gefið út 4 nýjar myntstærðir: 10 kr. árið 1968, 50 aura og 5 kr. árið 1969 og 50 kr. pening árið 1970. Í okt. 1976 var látin í umferð nýr krónupeningur úr áli, allmiklu minni en gamla krónan. Hefur þessi breyting mælst misjafnlega fyrir, en hún var talin óumflýjanleg þar sem málminnihald gömlu krónunnar eitt var orðið meira virði en verðgildi hennar og kostnaðarverð þrefatt hærra. Í dag eru 4 myntstærðir í umferð að verðgildi 1, 5, 10 og 50 kr., en aðrar myntstærðir hafa verið innkallaðar.
Sameining seðla- og myntútgáfunnar markaði þáttaskil í peningaútgáfu hér á landi, þar sem þá skapaðist tækifæri til að samræma seðla- og myntstærðir á þann hátt sem hagkvæmast þætti á hverjum tíma. Strax eftir að Seðlabankinn hafði tekið við útgáfu myntarinnar var hafist handa um endurskipulagningu á seðla- og myntútgáfu og voru ný lög um gjaldmiðil Íslands frá árinu 1968 lögð þar til grundvallar. Síðan hefur útgáfa gjaldmiðilsins nánast verið í stöðugri endurskoðun, sem hefur miðað að því að draga úr kostnaði og jafnframt að fullnægja kröfum viðskiptalífsins í landinu.
Eins og áður hefur verið greint frá hafa verið gefnir út seðlar með auknu verðgildi og slegin mynt í stað smærri seðlastærðanna. Mikilvægasti þátturinn í þessum breytingum hefur þó verið niðurfelling smámyntar minni en einnar krónu. Var í ársbyrjun 1969 felld niður slátta á koparpeningum og lögfest að fjárhæð hverrar kröfu skyldi greidd með heilum tug aura.
Frá 1. jan. 1975 hefur krónan verið lægsta mynteiningin, en með því voru í reynd strikaðir út tveir aukastafir í öllum fjárhæðum sem notaðar eru í bókhaldi og viðskiptum. Hefur þannig að nokkru leyti þegar verið náð þeirri beinu hagkvæmni sem hundraðföldun á verðgildi krónunnar hefur í för með sér.
Eins og kunnugt er hefur um alllangt skeið verið unnið að tillögum í Seðlabankanum um endurskipulagningu seðla- og myntútgáfu, sem sökum mikilla verðbreytinga á undanförnum árum er orðin óhagkvæm. Jafnframt hefur verið kannað, hvort ekki væri tímabært að taka upp breyttan gjaldmiðil, hundrað sinnum verðmeiri en núgildandi króna er, um leið og nýir seðlar og mynt kæmu í umferð.
Í aprílmánuði 1978 kynnti Seðlabankinn opinberlega hugmyndir sínar í þessum efnum. Var þá lögð áhersla á að bankinn teldi tímabært orðið að taka upp breyttan gjaldmiðil hér á landi og mikilvægt að nota það tækifæri til þess að styrkja þann ásetning stjórnvalda og almennings í landinu að sigrast á verðbólguvandanum. Í umr. þeim, sem fram fóru í tilefni af þessari kynningu, kom yfirleitt fram jákvæð afstaða almennings gagnvart slíkri gjaldmiðilsbreytingu og þeim hugmyndum um mynt og nýja seðla sem kynntar voru. Í framhaldi af þessum umr. var á vegum Seðlabankans haldið áfram í samráði við ríkisstj. undirbúningi hinnar nýju mynt- og seðlaútgáfu, og hefur nú verið lokið hönnun og frágangi hvors tveggja, þannig að hægt verður fljótlega að ganga frá endanlegum samningum um framleiðslu sem lokið yrði á síðara helmingi þessa árs, ef Alþ. samþykkir þá breytingu sem hér er lagt til að gerð verði.
Niðurstöður þeirra kannana, sem gerðar hafa verið, og helstu röksemdirnar fyrir gjaldmiðilsbreytingu þeirri, sem hér um ræðir, eru í meginatriðum þessar:
Vegna stöðugrar rýrnunar á verðgildi krónunnar er nú nauðsynlegt að gera breytingar á seðla- og myntútgáfunni til þess að fullnægja eðlilegum kröfum viðskiptalífsins og til aukinnar hagræðingar við útgáfuna. Áframhaldandi verðbólguþróun, sem haft hefur í för með sér hjá öra verðrýrnun krónunnar s.l. ár, kallar nú óhjákvæmilega á frekari endurskoðun á mynt- og seðlastærðum, sem eru að ýmsu leyti orðnar dýrar og óhentugar í útgáfu og notkun. Kemur þar fyrst til, að mikil þörf er fyrir nýja og verðmeiri seðla. Hvílir meginþungi seðlaútgáfunnar nú á 5000 kr. seðlum og er hlutdeild þeirra í hinu sívaxandi seðlamagni nú orðin liðlega 86%, eða nokkru meiri en hlutdeild 1000 kr. seðilsins var þegar 5000 kr. seðlarnir fóru fyrst í umferð í apríl 1971. Nauðsynlegt er af hagkvæmnisástæðum að gefa út verðmeiri mynt í stað minnstu seðlanna. Áð fjölda til er nú helmingur seðlamagnsins í 100 kr. seðlum og er endingartími þeirra aðeins um 10 mánuðir. Því er endurnýjun þeirra mjög kostnaðarsöm og geysileg vinna er í stofnun eins og Seðlabankanum við greiningu þeirra, talningu og pökkun. Gegnir öðru máli um mynt sem enst getur í áratugi og er greind og talin í vélum sem mannshöndin kemur vart nærri.
Þá verður ekki dregið lengur að minnka þær myntstærðir sem fyrir eru. Þegar ákveðin var stærð þeirra mynta, sem nú eru látnar í umferð, var sá vandi á höndum að hinar nýju myntir urðu að vera annarrar stærðar en þær úreltu myntstærðir sem í umferð voru. Eftir innköllun gömlu myntarinnar hefur skapast tækifæri til að breyta þeim myntstærðum, sem eftir eru í umferð og eru nú orðnar of stórar og dýrar í framleiðslu miðað við verðgildi. Þannig er framleiðslukostnaður krónupenings í dag 2.60 kr. hver peningur, 5 kr. peningurinn kostar í framleiðslu í dag 8.65 kr. hver peningur, 10 kr. peningurinn kostar í dag 12.50 kr. í framleiðslu og 50 kr. peningurinn kostar 24.65 kr. í framleiðslu. Útstreymi 1, 5 og 10 kr. peninga er áætlað um 90 millj. kr. á þessu ári, en framleiðslukostnaðurinn á þessum 90 millj. kr. er samkv. ofangreindu um 123 millj. kr. Það eitt sýnir hversu myntin er orðin óhagkvæm í útgáfu. Samkv. tilboði frá Royal mint í London í sláttu á nýrri og breyttri mynt kostar hins vegar hver nýr 5 kr. peningur, eða að breyttu verðgildi 5 aura, aðeins 2.70 kr. í stað 8.65 kr. í dag. Er sama að segja um aðrar myntstærðir, en þar er gert ráð fyrir að málmi myntarinnar verði breytt og hún minnkuð til muna frá því sem nú er.
Í öðru lagi: Þar sem gjaldmiðilsbreyting er talin tímabær nú eða á næstu árum, er augljóst að hagkvæmt er að hún fari fram um leið og endurskipulagning seðla- og myntstærðanna, en með því móti sparast verulegur aukakostnaður sem samfara væri gjaldmiðilsbreytingu á öðrum tíma. Talið er að gjaldmiðilsbreytingin muni kosta um 380 millj. kr. á núgildandi verðlagi, en þá er ótalinn nokkur kostnaður og aukin vinna fyrir ýmsa aðila meðan á breytingunni stendur. Á móti öllum þessum kostnaði kæmi margs konar hagræði og sparnaður, og má fullyrða að sá kostnaður, sem er samfara skynsamlegum breytingum á gjaldmiðlinum, skili sér fljótt aftur í einni eða annarri mynd.
Í þriðja lagi er það nefnt sem röksemd fyrir breytingu á verðgildi íslensku krónunnar, að talið er að hið lága og sílækkandi verðmæti íslensku krónunnar eigi sinn þátt í því að grafa undan virðingu fyrir verðmætum og áhuga manna á því að hamla gegn verðbólgu. Þótt gjaldmiðilsbreyting hafi vitaskuld engin áhrif á þróun verðbólgu út af fyrir sig má engu að síður ætla að hún gæti orðið brýning til að takast á við vandann af meiri einurð en áður og þannig orðið tákn nýs tímabils í stjórn efnahagsmála. Ýmis dæmi má finna í sögu annarra þjóða, sem styðja þessa skoðun.
Glíman við verðbólguna er nú höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnmála og stjórnvalda og ættu því allar breytingar, sem létta þá baráttu, að vera vel þegnar og tímabærar. Núv. hæstv. ríkisstj. vinnur nú að mótun heildarstefnu í efnahagsmálum til tveggja ára. Vissulega getur verðgildisbreyting krónunnar, eins og hér er gert ráð fyrir, hjálpað til við að skapa almennan áhuga og skilning á því að treysta stoðir efnahagslífsins. Meginforsenda árangurs er vissulega sú, að allur almenningur skynji svo að segja daglega að jákvæðar breytingar séu að eiga sér stað. Þannig skapast skilningur og áhugi fjöldans umfram það sem ella væri. Um leið verður verðgildisbreytingin stjórnvöldunum sjálfum brýning til átaka. Vissulega mun verðgildisbreytingin ein sér ekki skipta sköpum um framvindu efnahagsmála, en hún getur hjálpað til og vonandi verður svo.
Ég legg svo til, herra forseti, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh. - og viðskn. Ég vil leggja á það mikla áherslu, að d. hraði nokkuð meðferð sinni á þessu máli þannig að það liggi fyrir, áður en þing fer til sumarleyfis a.m.k., hver er vilji löggjafans í þessum efnum. Sá undirbúningur, sem hefur farið fram varðandi myntbreytinguna, bindur engan, hvorki Alþ. né aðrar stofnanir í þjóðfélaginu, en ef önnur stefna yrði mörkuð, þá er nauðsynlegt af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum, eins og allir skilja, að sú breyting liggi fyrir hið allra fyrsta. Það er nauðsynlegt að undirbúa umskipti eins og verðgildisbreytingu krónunnar ákaflega vel og með löngum fyrirvara. Ef hv. Alþ. samþykkir þetta frv. nú á þessum vetri, þá á að skapast nægur undirbúningstími til þess að þessi breyting geti gengið á sem misfellulausastan hátt, þannig að allir megi vel við una og að breytingin valdi ekki óróa og óþarfaruglingi í efnahags- og viðskiptalífi landsmanna.
Herra forseti. Hér er til umr. frv. til l. um breytt verðgildi íslensku krónunnar. Frv. gerir ráð fyrir að tekin verði upp stærri mynteining, hundrað sinnum stærri en núgildandi króna.
Við höfum nú heyrt hæstv. viðskrh. flytja framsögu fyrir frv. þessu. Hann flutti mjög fróðlega ræðu, sérstaklega um seðla- og myntútgáfu og sögu þeirra mála hér á landi. Ég hef ekki neinu við það að bæta í sjálfu sér og hef að sjálfsögðu ekkert við þá sögu að athuga eða frásögn sem fram kom í máli hans. En mál það, sem þetta frv. er um, fjallar ekki um mynt- og seðlaútgáfu, heldur um breytingu á verðgildi krónunnar, og það er það sem er höfuðatriði í þessu máli.
Hæstv. ráðh. vék að þeim hugmyndum sem áður hafa komið fram um aukið verðgildi íslensku krónunnar. Hann minntist á þá nefnd, sem skipuð var árið 1962 af þáv. fjmrh., Gunnari Thoroddsen, til að athuga hvaða breytingar væri heppilegt að gera á myntkerfinu, en það var þessi nefnd, eins og hæstv. ráðh. tók réttilega fram, sem lagði til að tekinn yrði upp nýr gjaldmiðill sem væri 10 sinnum stærri en íslenska krónan. Þá minntist hæstv. ráðh. einnig á það, sem gerðist hér á hv. Alþ. í þessu máli árið 1972, þegar Alþ. samþykkti þáltill. , sem var fram borin af Birni Pálssyni og kvað á um að ríkisstj. léti athuga hvort hagkvæmt væri og tímabært að auka verðgildi íslenskrar krónu þannig að 10 kr. yrðu að einni. Og enn vék hæstv. ráðh. réttilega að samþykkt Alþ. árið 1977 á þáltill. Lárusar Jónssonar eða þegar Alþ. samþykkti að vísa þeirri till. til ríkisstj., en þar var ríkisstj. falið að kanna hvort hagkvæmt væri og tímabært að auka verðgildi íslensku krónunnar þannig að 100 kr. yrðu að einni.
Mál það, sem hér er nú til umr., er því ekkert nýtt á döfinni. Í umr. og meðferð þessa máls áður hafa helstu rökin fyrir því að auka verðgildi íslensku krónunnar verið fólgin í þeim sálrænu áhrifum sem þessari ráðstöfun er ætlað að hafa. Ég tek það fram, að í máli sínu áðan nefndi hæstv. ráðh. þessa ástæðu sem þriðju og lokaástæðuna, sem hann taldi upp, fyrir því að samþykkja það frv. sem hér liggur fyrir, þ.e. þessi sálrænu áhrif sem áður hefur verið lögð höfuðáhersla á. Því hefur verið haldið fram, að gjaldmiðilsbreyting hefði sálræn áhrif með því að draga úr verðbólguhugsunarhætti og yki virðingu almennings fyrir verðmæti peninga.
Í grg. frv. er þessa getið og eins og ég sagði, þá vék hæstv.ráðh. að þessum rökum. En bæði í máli ráðh. og í grg. eru tilteknar aðrar ástæður fyrir verðgildisbreytingunni. Þar er Seðlabankinn borinn fyrir því, að nauðsynlegt sé nú orðið að ákveða breytingar á seðla- og myntútgáfu til þess að fullnægja eðlilegum kröfum viðskiptalífsins og til aukinnar hagræðingar við útgáfu seðla og myntar. Þörf fyrir verðmeiri seðla sé orðin mjög brýn, auk þess sem ekki verði dregið lengur að minnka stærð og þunga myntarinnar. Núgildandi mynt sé orðin allt of dýr í framleiðslu miðað við verðgildi. Eins sé tímabært að gefa út mynt í stað verðminnstu seðlanna sem í umferð séu. Þannig eru tíunduð, bæði í grg. og sérstaklega í ræðu hæstv. ráðh. áðan, ýmis atriði sem varða seðla- og myntútgáfu. Og það er sjálfsagt allt satt og rétt sem sagt hefur verið um þetta efni. En hér er bara um annað mál að ræða en sjálfa verðgildisbreytingu krónunnar, sem frv. það, sem við nú ræðum, fjallar um.
Hagkvæmni í seðla- og myntútgáfu er hægt að ná, hvort sem breytt er verðgildi krónunnar eða ekki. Um seðla- og myntútgáfu fer samkv. lögum um gjaldmiðil Íslands frá 1968. Frv. það, sem við nú fjöllum um, breytir ekki því, þótt að lögum yrði. Á grundvelli laganna frá 1968 hófst Seðlabankinn strax handa um endurskipulagningu á seðla- og myntútgáfunni, eins og glöggt kom fram í ræðu hæstv. viðskrh. áðan. Og síðan hefur útgáfa gjaldmiðilsins nánast verið í stöðugri endurskoðun, sem hefur miðað að því að draga úr kostnaði og jafnframt fullnægja kröfum viðskiptalífsins. Það hafa t.d. verið gefnir út seðlar með auknu verðgildi og slegin mynt í stað smærri seðlastærðanna. Mikilvægasti þátturinn í þessum breytingum hefur þó verið niðurfelling smámyntar minni en 1 kr., en með því hafa í reynd verið strikaðir út tveir aukastafir í öllum fjárhæðum sem notaðar eru í bókhaldi og viðskiptum. Að mati Seðlabankans hefur þannig að verulegu leyti verið náð þeirri beinu hagkvæmni sem hundraðföldun á verðgildi krónunnar hefur í för með sér, svo sem segir í grg. bankastjórnar Seðlabankans frá 13. nóv. s.l. um endurskipulagningu seðla- og myntútgáfu og hundraðföldun á verðgildi krónunnar.
Hvernig sem á er lítið er það því augljóst mál, að ekki er þörf á að grípa til breytinga á verðgildi krónunnar til að koma á hagkvæmni í seðla- og myntútgáfunni. Þessi ástæða er því ekki haldbær fyrir verðgildisbreytingu krónunnar.
Að vísu kemur inn í dæmið spurningin um kostnað. Hæstv. viðskrh. reifaði ítarlega það mál. Og samkv. máli hans og samkv. því sem segir í grg. með frv. þessu er því haldið fram, að með hliðsjón af því, að leggja þurfi nú í kostnað við seðla- og myntútgáfu hvort sem er, muni ekkert eða lítið kostnaðarlega séð um að breyta verðgildi krónunnar um leið. Hér er hugsað rétt eins og seðla- eða myntútgáfan sé aðalatriðið, en verðgildisbreytingin aukaatriði. En þessu er að sjálfsögðu öfugt farið. Seðla- og myntútgáfan er í sjálfu sér ekkert sérstakt vandamál, heldur tiltölulega einfalt framkvæmdaratriði. Aftur á móti snýst hinn raunverulegi vandi um verðgildi gjaldmiðilsins eða mynteiningarinnar. Það mál er svo mikilvægt, að kostnaður við seðlaprentun og myntsláttu á ekki að vera ákvarðandi um það, hvað gert er eða látið ógert til þess að styrkja gjaldmiðilinn.
Síðan árið 1962 hafa verið uppi hugmyndir um að auka verðgildi krónunnar, eins og áður hefur verið vikið að. Spurningin er hvort það hafi þýðingu í sjálfu sér, að gjaldmiðilseiningin sé stór frekar en smá. Ekki er hægt að sýna fram á að svo sé. Minnstu einingarnar, svo sem ítalska líran og japanska yenið, hafa ekki haft veikari stöðu en stærri einingarnar. Belgíski frankinn hefur staðið sig betur en franski frankinn. Sá belgíski var aðeins 1/10 af verðmæti hins franska, en er nú orðinn 1/7 hluti hans. Stærstu einingarnar, sem eru í notkun í dag, eru sterlingspundið og dollarinn. En stærð einingar þessara gjaldmiðla hefur ekki gert þá óhultari gegn verðbólgu og gengislækkunum en ýmsa aðra.
Það er oft vitnað í Frakka og Finna í þessu sambandi, og það gerði hæstv. viðskrh. í ræðu sinni áðan, en fyrir u.þ.b. 20 árum voru í báðum þessum löndum teknar upp nýjar gjaldmiðilseiningar, sem voru 100 sinnum verðmeiri en þær gömlu. Í báðum löndunum voru þessar breytingar liður í efnahagsaðgerðum er stefnu að stöðugra verðlagi. Ekki verður nú séð með neinni vissu, hvort gjaldmiðilsbreytingin hafi haft teljandi áhrif á efnahagsþróun þessara tveggja landa. Þau hafa bæði átt eftir þetta við verðbólguvandamál að stríða ekki síður en önnur lönd í Evrópu, og hefur reyndar hvorugt farið varhluta af gengisfellingu á þeim tíma sem liðinn er síðan gjaldmiðilsbreytingin fór fram.
En þótt stærð gjaldmiðilseiningarinnar virðist ekki skipta máli í viðureigninni við verðbólgu og viðleitni til stöðugleika í efnahagslífinu er ekki þar með sagt að aukning á verðgildi íslensku krónunnar þurfi að vera tilgangslaus eða áhrifalaus. Það er breytingin í sjálfu sér eða framkvæmdin sjálf sem getur haft sjálfstæða þýðingu. Breytingin hefur samt ekki bein áhrif á þróun verðbólgunnar. Aftur á móti gæti breytingin haft hagstæð sálræn áhrif með því að draga úr þeim verðbólguhugsunarhætti, sem sílækkandi verðmæti íslensku krónunnar veldur með því að grafa undan virðingu fyrir peningum og áhuga manna á því að hamla gegn verðbólgunni. En forsenda þess, að aukning verðgildis íslensku krónunnar hafi hin hagstæðu sálrænu áhrif sem vonast er til, hlýtur að vera sú, að aðgerðin sé liður í víðtækri stefnumótun og framkvæmd til að ráða bót á verðbólgunni og koma á stöðugleika og jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar. Aukning verðgildis krónunnar gæti þá orðið vottur þess, að slík stefna hefði verið tekin upp í efnahagsmálunum, og brýning til þess að takast á við vandann af meiri einurð en áður og þannig orðið tákn nýs tímabits í stjórn efnahagsmála, eins og bankastjórn Seðlabankans hefur orðað það og eins og hæstv. viðskrh. orðaði það í ræðu sinni áðan. Við hljótum öll að vera sammála um þetta atriði.
En samkv. þessu hlýtur afstaða til þessa frv., sem hér liggur fyrir, að fara eftir mati manna á því, hvort framangreindri forsendu sé fullnægt, hvort mótuð hafi verið sú heildarstefna í efnahagsmálunum sem gjaldmiðilsbreytingin geti verið reist á eða verið liður í. Engin sú stefnumótun eða heildarstefna liggur enn fyrir. Um það ættu allir að geta verið sammála. Ríkisstj. hefur ekki enn mótað heildarstefnu sína í efnahagsmálunum. Þetta er staðreynd. Ráðstafanir hennar hafa verið skammtímaaðgerðir. Heildarstefna lá ekki fyrir þegar ráðstafanir voru gerðar 1. sept. Heildarstefnan var ekki fundin þegar ráðstafanirnar voru gerðar 1. des. Verið er að leita nú að heildarstefnunni fyrir væntanlegar aðgerðir 1. mars n.k. Síðast þegar til fréttist voru þeir enn að leita að heildarstefnunni og heildarstefnan var ekki enn komin í leitirnar.
Hvernig getur nú aðgerð sú, sem frv. þetta fjallar um, náð tilgangi sínum undir þessum kringumstæðum? Mér er spurn og ætli það verði ekki svo um fleiri. Ég fæ ekki annað séð en aldrei síðan 1962, að fyrst var farið að ræða möguleikann á aukningu verðgildis íslensku krónunnar, hafi slík ráðstöfun verið óhagstæðari en einmitt nú. Þetta segi ég þótt ég sé þeirrar skoðunar, að rétt sé að hundraðfalda verðgildi krónunnar undir réttum kringumstæðum. En þær aðstæður verða ekki fyrir hendi að mínu viti fyrr en hætt verður að beita smáskammtalækningum við verðbólguna rétt eins og viðfangsefnið væri að lækka verðbólguna t.d. úr 10 stigum í 7 eða 8 stig. Aukning verðgildis krónunnar væri hins vegar eðlilegur liður í markvissum róttækum aðgerðum, sem nauðsynlegar er til að fást við óðaverðbólgu í þeim mæli sem við nú búum við. Kákaðgerðir í verðbólgu- og efnahagsmálum verða aldrei undirstaða þess að auka verðgildi krónunnar. Gjaldmiðilsbreytingin yrði ekki undir þeim kringumstæðum tákn um breytta stefnu eða brýning þjóðinni til dáða. Þvert á móti yrði þá hin sálrænu áhrif gjaldmiðilsbreytingarinnar gagnstæð. Breytingin væri vottur meira reiðuleysis og úrræðaleysis og yki því vantraust manna og lítilsvirðingu á gjaldmiðlinum þegar til lengdar léti. Gjaldmiðilsbreyting nú þýddi því að fara úr öskunni í eldinn. Þess vegna er ég ekki fylgjandi því frv. sem hér er á dagskrá, eins og nú er málum háttað.
Það breytir í engu skoðun minni, þótt Seðlabankinn mæli með samþykkt frv. og virðist leggja áherslu á framgang þess. Í umsögn sinni um gjaldmiðilsbreytingu þá, sem frv. þetta gerir ráð fyrir, er Seðlabankinn á kafi í seðla- og myntútgáfunni, stærð, útliti, lögun, lit og efni peningaseðla og myntar, sbr.. grg. bankastjórnar Seðlabankans um endurskipulagningu seðla- og myntútgáfu og hundraðföldun á verðgildi krónunnar, dags. 13. nóv. s.l., og bréf bankastjórnar til viðskrh., dags. sama dag. En Seðlabankinn hefur líka látið frá sér fara fróðleik um gjaldmiðilsbreytingar. Þar er af ýmsu að taka, sem fróðlegt er og gagnlegt, svo sem vænta mátti.
Þegar þáltill. frá 1972 um athugun á auknu verðgildi íslenskrar krónu var til meðferðar á Alþ. sendi Seðlabankinn allshn. Sþ. álitsgerð um gjaldmiðilsbreytinguna. Þar segir m.a. eftirfarandi, með leyfi hæstv. forseta:
„Sannleikurinn er sá, að ókleift virðist vera að sjá fyrir sálræn áhrif gjaldmiðilsbreytingar. Ef almenningur er vantrúaður á framtíðarverðgildi peninganna og getu stjórnvalda til þess að halda verðbólgu í skefjum, gæti eins vel svo farið, að gjaldmiðilsbreytingin yrði til þess að auka á vantrú manna og tortryggni. Sé slík breyting hins vegar hluti af mjög róttækri stefnubreytingu, eins og átti sér stað í Frakklandi þegar de Gaulle kom til valda, kann hún að vera mikilvægur liður í því að sannfæra menn um að nýtt tímabil sé hafið. Slíkar aðstæður eru hins vegar óvenjulegar og varla við þær að miða hér á landi.“
Með tilliti til slíkrar umsagnar er mér nokkur ráðgáta, hvernig Seðlabankinn getur mælt með frv. því sem við nú fjöllum um. Þetta gerir Seðlabankinn þegar almenn vantrú ríkir á getu ríkisstj. til að halda verðbólgunni í skefjum. Þetta gerir Seðlabankinn þegar ekki bólar á aðgerðum til að ráðast að orsökum verðbólgunnar, hvað þá heldur að róttæk stefnubreyting sé orðin í þá átt. Þetta gerir Seðlabankinn þó að gjaldmiðilsbreytingin við þessar aðstæður hljóti að auka á vantrú manna og tortryggni í stað þess að hafa hagstæð sálræn áhrif. Ég held að jafnvel minningin um de Gaulle geti engu breytt í þessu efni.
Herra forseti. Eins og kom fram í framsöguræðu hæstv. viðskrh. og nú í ræðu hv. 5. þm. Vestf., þá er það mál sem þetta frv. fjallar um, um breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils, ekki alveg nýtt af nálinni. Þetta mál hefur sem sagt nokkrum sinnum verið til umr. og umfjöllunar hér á hinu háa Alþingi. Einnig virðist manni að það, að þessi breyting hefur ekki verið framkvæmd fyrir löngu, hafi m.a. stafað af því, að Seðlabankinn eða stjórnendur hans hafi talið og lagt á það höfuðáherslu, að í sambandi við slíka myntbreytingu þyrfti að verða mikil stefnubreyting í meðferð efnahagsmála almennt. Ekki þarf annað en vísa til síðustu umsagnar stjórnar Seðlabankans um þáltill. þá sem hv. þm. Lárus Jónsson flutti á sínum tíma, en í umsögn Seðlabankans var einmitt skýrt tekið fram um þetta atriði sem ég var að benda á. Það er því ekki undarlegt þó að það veki nokkra furðu, að nú skuli með jafnskjótum hætti og ráð er gert fyrir í því frv., sem hér er lagt fram til meðferðar, unnt að fara í jafnumsvifamikla breytingu á mynt þjóðarinnar. Hlýtur því í þessu sambandi að vakna hjá manni sú spurning, sem ég beini til hæstv. viðskrh., hvort von sé á þessari verulegu stefnubreytingu í meðferð efnahagsmála almennt sem stjórn Seðlabankans sem æðsta vald okkar í peningamálum hefur hingað til talið alveg nauðsynlega forsendu fyrir því, að í slíka breytingu verði ráðist.
Ég hef reynt að kynna mér svolítið álit manna, sem ég tel að hafi aðstöðu vegna menntunar og reynslu á sviði efnahags- og peningamála til sérþekkingar á þessu sviði, - reynt að kynna mér skoðanir þeirra á því máli sem hér er flutt. Ég verð að segja, að hjá þeim aðilum, sem ég hef leitað til, hafa komið upp mjög miklar efasemdir um að í slíku verðbólguþjóðfélagi og við búum nú í sé gerlegt að gera jafnmikla grundvallarbreytingu á gjaldmiðli þjóðarinnar og hér er gert ráð fyrir. Persónulega tek ég undir þær skoðanir sem ég hef verið að lýsa, og mér er það ákaflega mikið til efs að nú sé valinn réttur tími. A.m.k. er ég fastlega þeirrar skoðunar, að meiri og víðtækari aðgerðir þurfi að koma til á fjármálasviðinu almennt, ef þessi breyting, sem gert er ráð fyrir í frv. sem hér liggur fyrir til afgreiðslu, verður afgreidd og eigi að koma að gagni.
Í sambandi við þetta mál kemur upp í huga manns spurningin um það, hvort af hálfu stjórnvalda mundu verða gerðar ráðstafanir til þess að hinn nýi gjaldmiðill yrði t.a.m. frjálsari til yfirfærslu í aðrar myntir en gildir um núverandi íslenskan gjaldmiðil. Mundi vegferð þessarar nýju myntar verða gefið meira frelsi en gilt hefur í gjaldeyris- og peningamálum hjá okkur til þessa? Ég er alveg sammála hæstv. viðskrh., þar sem hann talaði um að höfuðverkefni hæstv. ríkisstj. - og ég mundi telja höfuðverkefni hv. Alþ., alþm. og þjóðarinnar yfirleitt - væri glíman við verðbólguna. En einmitt með hliðsjón af þeim ummælum og af því ástandi, sem ríkir í sambandi við baráttuna við verðbólguna, kemur það þá ekki mjög til álita að myntbreyting jafnumfangsmikil og hér er rætt um sé veigamikill þáttur í baráttu þjóðarinnar við verðbólguna?
Mig langar í þessu sambandi að benda á, að fyrir nokkrum árum birti einn ágætur, vel menntaður maður, Pétur Blöndal, tryggingafræðingur að mennt, blaðagrein sem bar heitið „Grædd er skulduð milljón.“ Efni þessarar greinar var hugleiðingar höfundar um það mikla verðbólguástand sem þá ríkti hjá okkur, sem þá var þó mun viðráðanlegra og á lægra stigi en nú - mig minnir að þessi grein væri skrifuð fyrir 4 árum. En ég geri þessa grein að umtalsefni nú vegna ábendinga greinarhöfundar í lok umræddrar blaðagreinar. Þá varpaði greinarhöfundur fram þeirri tillögu, hvort ekki væri kominn tími til þess að taka til gaumgæfilegrar athugunar að taka upp svokallaðan verðmæli, vísitölukrónu sem væri skráð daglega. Mér þykir hlýða að koma þessum ábendingum á framfæri, því að ég hef oft hugsað um þessa tillögu, sem birtist í þessari umræddu blaðagrein, og ég held að það sé miður að henni skyldi ekki gefinn meiri gaumur, því að ég held að ein meginorsök hins mikla ofvaxtar verðbólgunnar og hvernig hún hefur einhvern veginn orðið mikill bölvaldur í þjóðfélagi okkar, sé sú, að við höfum allt of lengi látið það viðgangast, að fé sé látið af hendi sem lán og annað án þess að tryggt sé að réttur höfuðstóll sé greiddur til baka. Ef við í sambandi við þær hugsanlegu aðgerðir, sem frv., sem hér liggur fyrir, mælir um, gætum gert þær ráðstafanir, að nýi gjaldmiðillinn mældist á hverjum tíma með þeim breytingum, sem yrðu á vísitölukerfinu, þannig að þetta yrði traustur og góður gjaldmiðill, sem stæði fyrir sínu, þá held ég að hér sé hugmynd sem sé mjög þess virði að hún sé tekin til athugunar við afgreiðslu þessa máls.
Ég tek undir þau ummæli, sem komu fram í máli hv. 5. þm. Vestf. sem talaði áðan, að myntbreyting út af fyrir sig, sem ekki er í neinum öðrum tengslum við stefnubreytingu í meðferð efnahagsmála almennt hjá þjóðinni og með tilvísan til þess órólega ástands, sem er hjá okkur á almennum peningamarkaði vegna þess verðbólguástands sem ríkir hjá þjóðinni, - slík breyting út af fyrir sig, sem ekki hefur annað inni að halda, getur verið mjög vafasöm. Kemur mjög til álita sú spurning hjá manni, hvort slík breyting ein gæti ekki einmitt, eins og kom einhvern tíma fram í áliti Seðlabankans fyrr þegar rætt var um slíka myntbreytingu, orðið í auknum mæli til þess að vekja tortryggni almennings á gjaldmiðlinum í stað trausts. Nú spyr ég um það, ef slík breyting sem hér er gert ráð fyrir nær fram að ganga, en verðbólgan látin halda áfram jafntaumlaust hjá okkur og hefur verið og einhvern veginn mistækist okkur að ráða við hana: Megum við þá kannske eiga von á því að við eigum eftir að lifa það í þjóðfélagi okkar að farið verði að yfirstimpla þessa nýju fallegu seðla um aukið verðmæti, vegna þess að það þætti ódýrast í framkvæmd að fara þannig að?
Ég held að þegar mál eins og þetta er til umr., sem hefur verið meðal fjármálastjórnenda þjóðarinnar jafnlengi til íhugunar, þá sé fyllsta ástæða til að staldra við og athuga gaumgæfilega að við flýtum okkur ekki of hratt.
Þetta vildi ég láta koma fram nú hér við 1. umr. Annars á ég sæti í þeirri n., sem væntanlega kemur til með að fjalla um þetta mál, svo að ég hef þá aðstöðu til þess að koma sjónarmiðum mínum þar betur fram.
Aðeins, herra forseti, áður en ég lýk máli mínu, vil ég - það er þó ekki stórt atriði - vekja athygli á ákvæðum 7. gr. frv., en þar segir svo í næstsíðustu mgr.:
„Frá og með 1. júlí 1980 skulu seðlar þeir og mynt, sem út var gefin fyrir 1. jan. 1980, hætta að vera lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna. Seðlabanka Íslands er þó skylt að innleysa þá seðla og mynt í 18 mánuði eftir lok 6 mánaða frestsins.“
Með tilliti til hins mikla dreifbýlis í þjóðfélagi okkar hefði ég talið að þarna væri ástæða til að setja inn í eitt stig. Það er yfirleitt gert í þeim löndum þar sem slík seðlaskipti hafa orðið, að bankar og sparisjóðir taka lengur við hinum eldra gjaldmiðli. Þá eru 3 stig: Fyrst eru ákvæði um það, hversu lengi gamlir seðlar séu lögmætur gjaldmiðill í skiptum manna, svo líður nokkur tími sem bankar og sparisjóðir taka á móti þeim, og að lokum aðeins Seðlabanki landsins. En þetta er bara tæknilegt atriði, sem enginn vandi er að leiðrétta.
Herra forseti. Ég vil í upphafi máls míns þakka hæstv. viðskrh. fyrir mjög greinargóða ræðu er hann fylgdi þessu frv. úr hlaði. Það er skoðun okkar Alþfl. -manna, að þessi hundraðföldun krónunnar sé jákvæð, enda er, eins og við vitum, lítil virðing borin fyrir einum litlum krónupeningi. Það má geta þess, að sú breyting, sem þetta frv. gerir ráð fyrir, var á stefnuskrá Alþfl. fyrir kosningar.
Það eru margvísleg rök, sem hæstv. viðskrh. er búinn að telja upp fyrir þessari breytingu, svo sem seðlasmæðina og annað slíkt. Þessi breyting er fyrst og fremst reikningsleg einföldun á viðskiptalífi okkar, en alls ekki einhver stórkostleg efnahagsráðstöfun, eins og hv. 5. þm. Vestf. virðist líta á. Það er von okkar, að þessi breyting hafi ekki einungis reikningsleg áhrif, heldur muni hafa jákvæð áhrif á almenning hvað varðar virðingu fyrir gjaldmiðli.
Ég átti ekki von á því, að umr. um þetta mál mundi snúast upp í efnahagsumr. , en hv. 5. þm. Vestf. og hv. 2. þm. Norðurl. e. véku hér nokkuð að efnahagsmálum og sögðust sakna heildarstefnu í þeim málum. Ég ætla ekki að nota þessa umr. til að ræða hér á breiðum grundvelli um efnahagsmál, en vil benda á nokkur atriði.
Þessi ríkisstj. hefur þegar náð verulegum árangri í baráttunni við verðbólguna. Þegar hún tók við var verðbólgan 52%, en var komin niður í 36% í árslok 1978. Ég get fullvissað hv. þm. stjórnarandstöðunnar um að ríkisstj. mun ná enn betri árangri á þessu ári, enda er nú verið að leggja síðustu hönd á ýmsar till. stjórnarinnar í efnahagsmálum, sem er ekki tímabært að greina frá hér á þessari stundu.
Það var að öðru leyti erindi mitt í sambandi við þetta frv. að ræða eitt atriði í því frv. og það er nafnið á nýju myntinni. Að mati mínu væri æskilegt að þessi nýja mynt fengi gamla heitið mörk. Hæstv. viðskrh. vék að áliti myntbreytingarnefndarinnar og eins og ég skildi mál hans eða heyrði rök hans, eða rök n. réttara sagt, þá var því fundið til foráttu að erfitt væri að beygja orðið mörk í fleirtölu á erlendum málum. Að mínu áliti er það lítilvæg röksemd í þessu máli, hvernig íslensk orð beygjast á erlendum málum, ég tala nú ekki um í fleirtölu. Nafnið króna, sem við þekkjum og hefur alltaf verið notuð hér, frá konungsríkjunum Danmörku, Noregi og Svíþjóð, er dregið eins og menn vita af kórónu og við eigum fá merki um kórónur hér á landi. Þetta nafn á mynt tengist stjórnarfari, enda er það nafn ekki til í Finnlandi. Það er einungis þetta atriði, sem ég vildi koma að í þessari umr. Það er álit mitt, að við ættum að taka upp hið forna nafn, mörk, á gjaldmiðlinum um leið og við framkvæmum þessa hundraðföldum á verðgildi hans.
Herra forseti. Það mun koma í hlut þeirrar n., sem mál þetta fær til meðferðar, að fjalla um einstök tæknileg atriði þess. Vafalaust mun n. taka vel ábendingu hv. 2. þm. Norðurl. e. varðandi breytingu á 2. eða 3. mgr. 7. gr. sem hann nefndi áðan.
Ég held að meginástæðurnar fyrir því, að skynsamlegt sé að breyta um verðgildi íslensku krónunnar, séu tvær: Það sé í fyrsta lagi hagkvæmniástæðan, sem ég geri talsvert mikið úr og rakti í ræðu minni áðan, en hv. 5. þm. Vestf: gerði lítið úr. Í öðru lagi er ástæðan sú, að ég held að slík hundraðföldun á verðgildi krónunnar geti verið brýning á stjórnvöld og almenning til að takast á við þau efnahagsvandamál sem við er að glíma í þjóðfélaginu.
Núv. ríkisstj. hefur sett sér það markmið og hefur raunar þegar sýnt það með ýmsum aðgerðum sínum, að hún vill vinna að hjöðnun verðbólgunnar. Hún gerir sér ljóst að það tekur tíma, og hún gerir`sér ljóst að það verður ekki gert með neinu einu einföldu kraftaverki. Til þess þarf margvíslegar samþættar aðgerðir. Sú aðgerð sem hér er á dagskrá hv. Ed. Alþ., er aðeins einn lítill þáttur af þessari heildarstefnumótun, þessari heildarbaráttu gegn verðbólgunni sem ríkisstj. vill heyja. Ég býst við að stjórnarandstaða muni jafnan komast að þeirri niðurstöðu, hver sem hún er, að aðgerðir ríkisstj., hver sem hún er, séu svo léttvægar, séu svo handahófskenndar, sundurtættar og ómerkilegar, að það sé algerlega þýðingarlaust, ef ekki til bölvunar, að efna til aðgerðar af því tagi sem hér er er lagt til, þannig að viðbrögð hv. stjórnarandstæðinga koma mér út af fyrir sig ekki á óvart að öðru leyti en því, að það eru reyndar tveir núv. hv. þm. Sjálfstfl. sem hafa öðrum mönnum fremur beitt sér í þessa átt hér á hv. Alþ., þ.e.a.s. Gunnar Thoroddsen, hv. núv. 11. þm. Reykv., fyrrv. fjmrh., og Lárus Jónsson, hv. 6. þm. Norðurl. e.
Eins og hv. 5. þm. Vestf. benti á, nefndi ég jafnan hina sálrænu ástæðu nr. þrjú. Það stafar einfaldlega af því, að mér er það ekki gefið sem skyldi að slá máli á það fyrir fram, hvaða sálræn áhrif þessi eða hin efnahagsaðgerðin kann að hafa á fólkið í landinu á hverjum tíma. Hv. fjh.og viðskn. Ed. Alþ. verður að leita til sérfræðinga um þau efni þegar hún ræðir um verðgildisbreytinguna. Ég hygg, þó að leitað væri til okkar virðulegu stofnunar, Háskóla Íslands, hún beðin um álit af hinum sálrænu áhrifum af þessu, þá vefðist henni tunga um tönn engu síður en þeim sem mælti fyrir því frv. sem hér er á dagskrá nú, og hætti ég mér ekki út á þann hála ís að meta hin sálrænu áhrif. En ég undirstrika: Hugsunin með þessu frv. og þeirri verðmiðilsbreytingu, sem það felur í sér, er fyrst og fremst sú, að vera þáttur í heildaraðgerðum, að vera spori á stjórnvöld og almenning til að takast af alvöru á við þau efnahagsvandamál sem nú er við að glíma. Frv. er flutt af þeirri ástæðu og í trausti þess, að ríkisstj. hafi manndóm og kjark til þess að takast á við efnahagsvandamálin þannig að af þessari aðgerð geti orðið gagn, en ekki ógagn.
Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. nú. Ég kvaddi mér hljóðs áðan vegna þess að ég taldi rétt að þau sjónarmið kæmu fram við 1. umr., sem ég túlkaði þar. Ég á ekki sæti í hv. fjh. - og viðskn., þar sem þetta mál verður væntanlega tekið fyrir, og taldi því rétt að velja þá leið að hreyfa þessum viðhorfum strax við 1. umr.
Ég vil aðeins segja það núna, að ég held að það sé mikill misskilningur hjá hv. 1. landsk. þm. þegar hann segir að þetta sé ekki nein sérstök efnahagsaðgerð, þetta sé svona eins og gengur og gerist ein tegund slíkrar efnahagsaðgerðar. Ég held að þetta sé alger misskilningur. Hér er um sérstaka og óvenjulega aðgerð að ræða. Og hún er það ekki einungis hjá okkur, heldur hvar sem er á byggðu bóli, þar sem samjöfnuður getur verið á gerður. Það er engin tilviljun, að í umr. um þetta mál er aðeins bent á tvö lönd sem hafa framkvæmt þetta á undanförnum áratugum, þ.e.a.s. Frakkland og. Finnland. Þetta er akki hversdagsviðburður.
En auðvitað er það svo, að þetta er mál Alþfl. , segir hv. 1. landsk. þm. Og hvað er ekki mál Alþfl. sem hæstv. ríkisstj. kemur með? En þó er þess að geta, að þetta mál náði ekki fram að ganga 1962, og ég held að mér sé óhætt að segja að þetta hafi ekki verið mál Alþfl. þá. En það hefur kannske bara verið gamli Alþfl. , ekki nýi Alþfl.
Ég vil í sambandi við það, sem hæstv. viðskrh. sagði réttilega, að ég gerði ekki mikið úr hagkvæmnisástæðunum, aðeins undirstrika að ég geri það ekki. Höfuðatriðið er það, hvort þessi aðgerð hefur hin jákvæðu sálrænu áhrif sem við höfum rætt um. Það er höfuðatriði þessa máls.
Hæstv. viðskrh. fannst það einkennileg viðbrögð okkar fulltrúa stjórnarandstöðunnar í þessum umr. að vera heldur andvígir þessu máli undir þeim kringumstæðum sem við búum nú við og benti í því sambandi að á tveir ágætir samþm. okkar, alþm. Gunnar Thoroddsen og Lárus Jónsson, hefðu verið áhugamenn um þessi efni. Þeir hafa verið það. Ég tjáði mig líka fylgjandi því, að þessi aðgerð yrði gerð undir vissum kringumstæðum. En þó að hv. alþm. Gunnar Thoroddsen hafi talið að þær aðstæður hafi verið fyrir hendi 1962, á dögum viðreisnarinnar, er ekki þar með sagt að hann segi að þær ástæður séu fyrir hendi nú í dag. Og þó að hv. þm. Lárus Jónsson teldi að þessar ástæður væru fyrir hendi á dögum fyrrv. stjórnar, þá er ekki þar með sagt að hann þurfi að telja að svo sé í dag. Þetta verður auðvitað að meta eftir því hvert ástandið er í efnahagsmálunum almennt þegar þessi aðgerð er gerð, og menn verða að taka afstöðu til málsins á þeim grundvelli. Í mínum huga er það þó ekki svo, að menn þurfi endilega að skiptast í þessu máli eftir því, hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ég held að hér sé um svo þýðingarmikið mál og slíkt alvörumál að ræða, að það færi best á því, að hver og einn þm. legði þetta mál gaumgæfilega fyrir sig án tillits til þess hvort hann er í stjórnarandstöðu eða er stjórnarsinni.
Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð um þetta mál. Það er kannske rétt að það komi strax fram, að þegar þetta frv. var lagt fyrir þingflokk Alþfl. skömmu fyrir jól til meðmæla eða ekki meðmæla, hvort það yrði að beiðni stjórnar lagt fram sem stjfrv. , þá hafði ég e.t.v. nokkuð líka afstöðu til málsins og hv. þm. Sjálfstfl. hafa túlkað hér. Ég lít svo á að svona frv. eigi að koma fram sem eins konar endahnútur eða staðfesting á breyttu og nýju efnahagskerfi sem verið sé að taka upp. Mín fylgd við þetta frv. þá miðaðist við að sú efnahagsstefna kæmi væntanlega fram þegar á þetta ár liði, og ég vona enn og trúi að það verði og þá sé eðlilegt að þetta frv. komi fram eins og eins konar staðfesting á þeirri nýju stefnu. Hins vegar sá ég í hendi mér að það var ekki rétt að tefja fyrir því, að málið gæti komið fram, svo að allur þarflegur undirbúningur lægi fyrir, og því sé ég ekki að enn hafi neitt gerst frá sjónarmiði okkar Jóns Sólness eða Þorv. Garðars Kristjánssonar þó að frv. komi fram og fái meðhöndlun í n. Vonandi verður ný efnahagsstefna búin að sjá dagsins ljós áður en frv. verður samþykkt.
Ég endurtek, að ég er ekki búinn að gera það upp við mig, hvort ég samþykki þetta frv., fyrr en ég sé hver niðurstaðan verður í þeim efnahagsaðgerðum sem núverandi stjórnarflokkar eru að undirbúa. |
„Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart.
Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl.
Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk.
„Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs |
Jessica Walsh er grafískur hönnuður, listrænn stjórnandi og meðeigandi hönnunarfyrirtækisins Sagmeister & Walsh í New York. Á DesignTalks í dag mun Walsh tala um mikilvægi þess að leyfa sér að taka áhættu, mistakast, gera tilraunir og uppgötva, en það er eitthvað sem hún sjálf hefur tileinkað sér þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Meðal annars hafnaði hún starfstilboði frá Apple þegar hún var nýútskrifuð og ákvað að fylgja innri sannfæringu frekar.
„Ég elska Apple og heimspeki þeirra og ég hef heyrt að það sé dásamlegur vinnustaður. Samt sem áður var eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég yrði hamingjusamari og myndi finna fleiri áskoranir af því að vinna á vinnustofu þar sem þú þarft að takast á við ólíkar gerðir viðskiptavina og áskoranir á hverjum degi,“ segir Walsh en í kjölfarið fór hún í starfsnám hjá hönnuðinum Paula Scher hjá fyrirtækinu Pentagram.
„Mér fannst vera mikið sem ég gæti lært þar og var tilbúin til þess að taka mikla launaskerðingu til þess að byrja með til þess að ég gæti unnið þá vinnu sem ég vil vinna til lengri tíma. Það var mikil áhætta en borgaði sig.“
Fór á stefnumót í 40 daga
Í mars árið 2013 hófu Walsh og vinur hennar, Timothy Goodman, verkefnið 40 Days of Dating, internet-verkefni þar sem þau fóru á stefnumót hvort með öðru í fjörutíu daga og gerðu stefnumótunum og tilfinningum sínum skil á samnefndri vefsíðu. Verkefnið sló í gegn og vakti mikla athygli. Í kjölfarið var gefin út samnefnd bók og Warner Brothers keyptu réttinn á handritinu.
Walsh og Goodman hafa fengið þúsundir tölvupósta víðs vegar að úr heiminum frá einstaklingum sem verkefnið snerti við á einn eða annan hátt.
„Eitt af mínum aðalmarkmiðum er að snerta fólk á einhvern hátt í gegnum vinnuna mína, það að hljóta þessi viðbrögð hefur því verið ótrúlegt og gert mig auðmjúka,“ segir Walsh en líkt og áður kemur fram stendur til að gera sögu þeirra skil á hvíta tjaldinu. Lorene Scafaria skrifar handritið og leikstjórn er í höndum Michael Sucy.
Hefur hannað frá barnsaldri
40 Days of Dating markaði þó ekki upphaf ferils Walsh, sem hefur kóðað og hannað vefsíður frá ellefu ára aldri, þó verkefnið hafi vissulega gert hana þekktari meðal almennings.
„Fyrir fjórum árum stofnaði ég Sagmeister & Walsh ásamt Stefan Sagmeister. Verkefni okkar voru vel þekkt innan hönnunarheimsins en ekki eins þekkt af almenningi. 40 Days of Dating-verkefnið breytti því og gerði okkur kleift að tala við áheyrendur utan hins skapandi samfélags. Það var mjög spennandi og við vonumst til þess að gera meira af því í framtíðinni,“ segir hún en meðal viðskiptavina þeirra eru Levis, Red Bull, Museum of Modern Art, The New York Times og Adobe.
Karlaklúbbur hönnuða
Hún segir hönnun að ákveðnu leyti hafa verið karlaklúbb í gegnum tíðina þar sem mest áberandi einstaklingar innan geirans hafi í flestum tilfellum verið karlkyns.
„Það getur haldið aftur af ungum konum, þú þarft fyrirmyndir og einstaklinga til þess að líta upp til á þínum vettvangi til þess að öðlast trú á það að þú getir skapað þér lifibrauð í hinum skapandi heimi. Ég lít upp til svo margra hæfileikaríkra kvenna, til dæmis Paulu Scher, Mairu Kalman, Ray Eames, listinn heldur áfram og áfram.“
Walsh segir jafnframt að fleiri ungar og hæfileikaríkar konur séu að ryðja sér til rúms og skapa sér nafn. „Af minni kynslóð og meðal þeirra sem eru yngri, sé ég marga hæfileikaríka unga kvenkyns hönnuði sem eru að skapa sér nafn. Það er mjög spennandi.“
Erindi Walsh hefst klukkan þrjú í Hörpu, Silfurbergi. |
Þorgeir Pálsson forstjóri Flugstoða tekur við stöðu prófessors í flugleiðsögutækni við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þegar hann lætur af starfi forstjóra Flugstoða í lok apríl. Hann verður jafnframt starfsmaður Flug-Kef ohf., hins nýja sameinaða fyrirtækis, sem tekur við starfsemi Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Mun hann sinna rannsóknarstörfum og vera stjórn hins nýja sameinaða fyrirtækis til ráðgjafar. Gerður hefur verið samstarfssamningur milli Háskólans í Reykjavík og Flugstoða þar að lútandi segir í tilkynningu.
Flugstoðir hafa á undanförnum árum tekist á hendur mörg rannsóknar- og þróunarverkefni tengd þjónustunni við alþjóðlegt flug á Norður-Atlantshafi m.a. á vegum SESAR áætlunar Evrópusambandsins. Þessi samstarfssamningur er skref í þá átt að tengja starfsemi fyrirtækisins betur við háskólaumhverfið, en gott samstarf hefur verið við Háskóla Íslands á þessu sviði um margra ára skeið.
Þorgeir varð flugmálastjóri árið 1992. Hann hafði áður gegnt stöðu prófessors í kerfisverkfræði við Háskóla Íslands og stofnaði kerfisverkfræðistofu Verkfræðistofnunar HÍ, sem m.a. vann að þróunarverkefnum á sviði flugstjórnar fyrir Flugmálastjórn Íslands. Þessi þróunarvinna varð grunnurinn að stofnun þróunarfyrirtækisins TERN Systems (Flugkerfi) árið 1997, sem er í eigu Flugstoða og Háskóla Íslands. Þegar Flugmálastjórn var skipt upp árið 2007 lét Þorgeir af starfi flugmálastjóra en tók við stöðu forstjóra Flugstoða.
Eins og kunnugt er munu Flugstoðir ohf. og Keflavíkurflugvöllur ohf. renna inn í hið nýja félag, Flug-Kef ohf., í lok apríl. |
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað ökumann dráttarvélar af ákæru fyrir manndráp af gáleysi nærri Kertaverksmiðjunni við Skeiðaveg við Brautarholt á Skeiðum í mars 2013. 45 ára gamall karlmaður sem ók Toyota Land Cruiser jeppa í gagnstæða átt lét lífið í árekstri við dráttarvélina. Þá var bótakröfum fyrir hönd ættingja hins látna, samanlagt að verðmæti fimmtán milljónir króna, vísað frá dómi.
Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að ákærði hefði gerst sekur um brot á umferðarlögum með akstri sínum. Miða verði við að í þann mund sem ákærði beygði til vinstri í átt að Kertaverksmiðjunni hafi hann gengið úr skugga um að engin umferð kæmi á móti honum. Þá kom fram að hinn látni hafi ekið langt yfir hámarkshraða en hraði hans er talinn hafa verið á bilinu 100 til 118 km/klst. Hámarkshraði á svæðinu er 70 km/klst.
Blindur á öðru auga
Ökumaðurinn var ákærður fyrir að hafa í hádeginu mánudaginn 25. mars í fyrra ekið New Holland dráttarvél með ámoksturstækjum með áföstum baggaspjótum í 93 cm hæð án næginlegar aðgæslu og varúðar suður Skeiðaveg.
Var honum gefið að sök að hafa ekið þvert í veg fyrir Toyota Landcruiser sem ekið var úr gagnstæðri átt þannig að mjög harður árekstur varð með dráttarvélinni og framangreindri bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður jeppans hlaut mikla fjöláverka og lést nær samstundis.
Í dómnum kemur fram að ökumaður dráttarvélarinnar hafði aðeins verið með sjón á öðru auga, þannig hefði það verið í 25-30 ár, en væri með fína sjón á hinu auganu. Engin vitni urðu að slysinu.
Ökumaðurinn líklega á 110 km/klst hraða
Í niðurstöðum dómsins kemur fram að ákærði sé einn til frásagnar um það sem gerðist en fyrir liggi ljósmyndir og teikningar af vettvangi og ítarlegar rannsóknir á ökutækjunum. Þá liggur fyrir mat prófessors í vélaverkfræði um það á hvaða hraða líklegast sé að bifreiðinni hafi verið ekið. Ljóst sé að henni var ekið langt yfir leyfðum hámarkshraða sem í þessu tilviki var 70 km/klst. Telur hann líklegast að bifreiðinni hafi verið ekið á 110 km hraða miðað við klst.
Þá liggur fyrir það álit bifvélavirkjameistara að ástand hemlabúnaðar bifreiðarinnar hafi verið með þeim hætti að hemlageta hennar var skert og að mati vitniser mögulegt að bifreiðinni hefði verið hemlað fyrr án þess að mynda skriðför en í því tilviki hefði útreikningurinn gefið meiri hraða.
Manndráp af gáleysi ósannað
Í dómnum kemur einnig fram að engar sérreglur séu til um það hvernig haga skuli akstri dráttarvéla með ámoksturstækjum með áföstum baggaspjótum og hefur það því enga þýðingu við úrlausn máls þessa í hvaða hæð frá vegi baggaspjótin voru þegar ákærði ók dráttarvélinni.
Þegar virtar eru aðstæður á vettvangi svo og framburður ákærða, sem ekki hefur verið hnekkt, verður við það að miða að í þann mund sem ákærði beygði til vinstri í átt að Kertasmiðjunni hafi hann gengið úr skugga um það, eins og honum var frekast unnt og aðstæður leyfðu, að umferð á móti kæmi ekki í veg fyrir að hann gæti beygt.
Jafnframt verði að telja sannað að ákærði hafi ekki séð til jeppabifreiðarinnar fyrr en hann var kominn vel yfir miðlínu vegarins og miðað við þann hraða sem var á henni og ástand hemlabúnaðar hennar hafði ákærði engin tök á því að afstýra árekstrinum. Er því ósannað að ákærði hafi með akstri sínum gerst sekur um brot gegn umferðarlögum og sömuleiðis ósannað að hann hafi með akstri sínum valdið mannsbana af gáleysi.
Setja þarf reglur um umferð vinnuvéla
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að brýnt sé að settar verði reglur um umferð vinnuvéla með áföstum ámoksturstækjum. Nánar má lesa um niðurstöðu nefndarinnar hér að neðan og dóm Héraðsdóms Suðurlands hér. |
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis-, sjávarútvegs-, fjármála- og dómsmálaráðherra, segir Samherjamálið þannig vaxið að nú þurfi að fá óháða aðila til að meta hvað Samherji hafi borgað samanlagt fyrir veiðirétt í Namibíu og hvernig það sé í samræmi við greiðslur hér heima. Sjávarútvegsráðherra þurfi að hafa forystu um það. Þorsteinn var gestur Silfursins hjá Agli Helgasyni í dag. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra: Þetta er auðvitað bara mjög alvarlegt og sennilega mesta áfall sem þjóðin hefur orðið fyrir eftir hrun. Annars vegar þá eru þarna uppi álitamál sem fara fyrir dómstóla, spurning hvort þetta voru mútur og skattsvik. Það mun taka mörg ár. Hitt lítur að því að byggja upp traust sem hefur hrunið á milli eigenda auðlindarinnar og þeirra sem hafa nýtingarréttinn. Núna er það sem sagt hlutverk sjávarútvegsráðherrans að hafa forystu í því að byggja þetta traust upp. Menn hafa verið að gagnrýna hann fyrir að hafa hringt í vin sinn og spyrja hvernig honum liði. Ég get ekki tekið undir þá gagnrýni. Mér finnst það bara vera eðlilegur drengskapur og íslenskt. Það á ekki að gera það pólitískt tortryggilegt. En mér finnst að hann hefði líka átt að hringja í þjóðina og spyrja hvernig henni liði. |
Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum.
Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum.
Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni.
Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað.
Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu. |
Árið 2009 einkenndist öðru fremur af erfiðri glímu við heimskreppuna miklu. Fyrstu raunverulegu batamerkin sáust kannski í ágúst þegar Frakkland, Þýskaland og Japan skriðu út úr samdráttarskeiði og gátu státað af svolitlum hagvexti.
Aðgerðir til að örva efnahagslífið hafa verið forgangsmál hjá flestum ríkjum, sem dælt hafa ómældu magni af peningum úr sjóðum sínum til að halda fyrirtækjum á floti. Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Englands, Kanada og Evrópusambandsins hafa mestallt árið verið með stýrivexti í lágmarki, eða á bilinu 0,25 til 1 prósent.
Í Bandaríkjunum tók Barack Obama við embætti forseta þann 20. janúar og ítrekaði við það tækifæri það sem hann hafði boðað í kosningabaráttunni, að eitt helsta forgangsverkefni sitt innanlands verði að reisa efnahaginn við.
Fáeinum vikum síðar afgreiddi Bandaríkjaþing björgunarpakka forsetans, sem fólst í því að dæla nærri 800 milljörðum dala í efnahagslífið, meðal annars með skattalækkunum og auknum velferðarútgjöldum. Með þessu átti að koma efnahagslífinu af stað á ný, í þeirri von að það skríði smám saman upp úr kreppulægðinni.
Leiðtogafundir
Leiðtogar tuttugu stærstu efnahagsvelda heims, G20-ríkjanna, hafa komið saman reglulega síðan kreppan hófst til að leita lausna og stilla saman strengi sína.
Fyrsti fundur þeirra var í Washington í nóvember 2008, síðan hittust þeir í apríl síðastliðnum í London og loks Pittsburgh í Bandaríkjunum í september. Næsti fundur er á dagskrá í Kanada í júní.
Á nóvemberfundinum í nóvember 2008 voru fyrstu skrefin tekin, en á aprílfundinum komu þeir sér saman um 1.100 milljarða dala fjárveitingu til verkefna, sem eiga að styrkja alþjóðleg viðskipti og örva efnahagslífið.
Ágreiningur var nokkur, eins og við mátti búast. Bandaríkjamenn og Bretar hefðu viljað ganga lengra í fjáraustri, en Frakkar og Þjóðverjar hefðu viljað setja enn strangari reglur um alþjóðleg viðskipti og fjármálastarfsemi.
Á septemberfundinum var ákveðið að G20 hópurinn taki við af átta ríkja hópnum G8, sem fær veigaminna hlutverk og einbeitir sér að öryggismálum. G20-ríkin verða þá eins konar fastaráð alþjóðlegrar efnahagssamvinnu.
Eitt helsta markmið þessa leiðtogaráðs verður að koma í veg fyrir að annað eins hrun geti orðið í framtíðinni eins og reið yfir efnahagslífið haustið 2008.
„Ég held að við áttum okkur öll á því að við verðum að grípa til aðgerða áður en fennir yfir minni okkar um kreppuna og áður en hvatinn til umbóta dofnar," sagði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Bílaiðnaðurinn
Aðgerðir stjórnvalda hafa þó engan veginn komið í veg fyrir gjaldþrot jafnvel nokkurra stærstu fyrirtækja heims og erfiðleika sem þeim hafa fylgt.
Í byrjun júní óskaði GM, stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta taldist fjórða stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, en stærsta gjaldþrot iðnfyrirtækis þar vestra. Rúmum mánuði síðar reis úr rústum fyrirtækisins nýtt og endurskipulagt fyrirtæki, að mestu í ríkiseigu, en töluvert minna en gamla fyrirtækið, sem tók með sér stærstu skuldirnar upp á von og óvon.
Heimskreppan hefur reyndar bitnað sérlega hart á bílaiðnaðinum, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víðast hvar þar sem bifreiðar eru búnar til.
Í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu hafa stjórnvöld beðið átekta en skoðað vandlega hvort grípa þurfi inn í bílaiðnaðinn með veglegri ríkisaðstoð.
Í Svíþjóð komu stjórnvöld Saab-verksmiðjunum til bjargar í febrúar, en þar vinna 140 þúsund manns. Saab er reyndar í eigu GM, sem ætlar sér að selja þetta sænska dótturfyrirtæki sitt til þess að bjarga eigin starfsemi.
Í nóvember tóku svo Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sameiginlega ákvörðun um að koma bílaiðnaðinum í þessum tveimur löndum til bjargar.
Gjaldþrot AIG
Gjaldþrot fyrirtækja náðu líklega hámarki víðast hvar í kreppulöndunum á árinu sem er að líða. Í Bretlandi, til dæmis, urðu nærri tíu þúsund fyrirtæki gjaldþrota á fyrri helmingi ársins, sem er meira en nokkru sinni hefur þekkst þar í landi, en aðeins var byrjað að draga úr gjaldþrotum á þriðja ársfjórðungi.
Í mars vakti bandaríska tryggingafyrirtækið AIG, sem til skamms tíma var stærsta tryggingafyrirtæki heims, gríðarlega hneykslun þegar tilkynnt var að framkvæmdastjórar í fjármáladeild fyrirtækisins, ættu að fá samtals 165 milljarða dala í kaupaukagreiðslur.
Í byrjun mars höfðu bandarísk stjórnvöld skýrt frá því að AIG myndi fá 30 milljarða dala í fjárhagsaðstoð frá ríkinu, til viðbótar við þá 150 milljarða dala sem fyrirtækið hafði þegar fengið.
Daginn eftir skýrði fyrirtækið svo frá því, að tap þess á fjórða ársfjórðungi næmi 62 milljörðum dala, sem var stærsta ársfjórðungstap sögunnar til þess tíma.
Ofurbónus
Í ljósi þessa þóttu kaupaukarnir til framkvæmdastjóranna, sem stærsta ábyrgð báru á ófarnaði fyrirtækisins, ótrúleg ósvífni.
Þingmenn brugðust ókvæða við og Ben Bernanke seðlabankastjóri sagðist hafa orðið ævareiður: „Ég skellti símanum nokkrum sinnum á þegar ég var að ræða AIG," sagði seðlabankastjórinn.
Barack Obama krafðist þess að framkvæmdastjórarnir endurgreiddu kaupaukana. Aðeins hluti þeirra hefur orðið við því.
Bandaríkjaþing samþykkti lög um 90 prósent skatta á kaupauka í fyrirtækjum sem þegið hafa meira en fimm milljarða dala í ríkisaðstoð. Framkvæmdastjórar slíkra fyrirtækja hafa sumir brugðist við með því að ráða sig til annarra fyrirtækja, þar sem þeir sleppa við slíkan skatt.
Ofurkaupaukar framkvæmdastjóra hafa einnig verið til umræðu í Evrópulöndum, þar sem ekki síst Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur lagt mikla áherslu á að setja strangar reglur um kaupaukagreiðslur.
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tóku í sama streng og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem krafist var gegnsæis í fyrirtækjarekstri og strangari reglna um kaupauka fyrir G20-fundinn í september.
Madoff dæmdur
Einn helsti skúrkur kreppunnar, Bernard Madoff, hlaut makleg málagjöld í júní þegar dómur féll í máli hans. Hann hafði haft nærri 65 milljarða dala af þúsundum manna í Bandaríkjunum og var fyrir vikið dæmdur í samtals 150 ára fangelsi, sem er þyngsti dómur sem lög leyfðu. Hann á enga möguleika á náðun, sem þýðir í reynd að um ævilangt fangelsi er að ræða. Madoff hafði játað sekt sína í mars og sagðist þá hafa byrjað svikastarfsemi sína strax árið 1991. Svikamyllan gekk út á að hann tók við peningum af fjárfestum, en í staðinn fyrir að ávaxta féð greiddi hann þeim arð með peningum sem aðrir fjárfestar létu hann hafa, en spilaborgin hrundi þegar kreppan reið yfir haustið 2008. |
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt að íslenskum tíma að ákæra Trump fyrir brot í starfi. Er honum gefið að sök að hafa misnotað vald sitt og að hafa heft framgang rannsóknar bandaríkjaþings. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera ákærður af þinginu.
Pútín hélt árlegan maraþonjólablaðamannafund sinn í dag og var hann spurður um vendingar næturinnar í Bandaríkjunum. Sakaði hann demókrataflokkinn um að ætla sér að bæta upp fyrir tapið í forsetakosningunum árið 2016 með því að ákæra Trump.
„Fyrst með því að saka Trump um samsæri með Rússum og svo kemur í ljós að það var ekkert samsæri,“ sagði Pútín en rétt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump sagði Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn málsins, að skýrsla hans hafi ekki hreinsað hann af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið.
Sagði Pútín að þar sem demókrötum hafi ekki tekist að ákæra forsetann fyrir þessi mál hafi þeir „skáldað upp“ þrýsting á forseta Úkraínu. Önnur ákæran snýr einmitt að því að Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári.
Sagði Pútín að honum þætti það ólíklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni, sem tekur fyrir ákærurnar, myndu greiða atkvæða með því að fjarlægja Trump úr embætti.
„Ég efast um að þeir muni fjarlægja fulltrúa eigin flokks úr stóli byggða á ásökunum sem eru að mínu mati algjörlega tilbúar,“ sagði Pútín. |
Mál þetta, sem dómtekið var 27. október 2014, er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, útgefinni 3. júlí 2014, á hendur, Kristófer Magnúsi Erpssyni, kennitala 000000-0000, Fjörubraut 1229, Reykjanesbæ, fyrir eftirtalin hegningarlagabrot framin á árinu 2012 í starfsstöð Bílaþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. að Kjóavöllum 4, Reykjanesbæ:
I.
Líkamsárás með því að hafa í eitt skipti í síðari hluta júlímánaðar í aftursæti bifreiðar tekið um háls A og ýtt honum að sæti bifreiðarinnar.
Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga 19/1940.
II.
Líkamsárásir og hótanir framdar fimmtudaginn 9. ágúst:
Með því að hafa slegið A í punginn og síðan í átökum við hann gripið í hálsmál á peysu A, skellt honum utan í bifreið og ýtt honum upp að vegg.
Með því að hafa, eftir að átökum sem lýst er í ákærulið II.1 var lokið, slegið A eitt högg í andlitið með flötum lófa og hótað honum líkamsmeiðingum með því að segjast ætla að lemja hann næst þegar þeir hittust utan vinnu.
Allt með þeim afleiðingum að A hlaut roða og litlar punktblæðingar á hálsi og andliti, mikil þreifi- og hreyfieymsli yfir hálshrygg, mikil eymsli yfir brjósthrygg og lendhrygg, lófastóran rauðan blett hægra megin við hryggjarliði Th8-12 og marblett innanvert á upphandlegg.
Telst brot samkvæmt ákærulið II.1 varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga 19/1940. Teljast brot samkvæmt ákærulið II.2 varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Einkaréttarkrafa:
Af hálfu A, kennitala 000000-0000, er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum skaða- og miskabætur að fjárhæð 700.000 krónur með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 9. ágúst 2012, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi sem ákærða var kynnt krafan til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærða verði gert að greiða A málskostnað að skaðlausu, skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati réttarins, að viðbættum 25,5% virðisaukaskatti, fyrir að halda fram bótakröfu sinni í málinu.
Við þingfestingu málsins þann 11. september 2014 játaði ákærði sök í ákærulið II.2, en neitað sök að öðru leyti og hafnaði bótakröfu. Aðalmeðferð málsins fer því fram um ákæruliði I. og II.1 auk bótakröfunnar.
Af hálfu ákærða er þess aðallega krafist honum verði ekki gerð refsing í þessu máli, til vara vægustu refsingar sem lög leyfa og að sakarkostnaður, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, greiðist úr ríkissjóði. Þá þess krafist að bótakröfu verði hafnað.
I
Um málavexti segir í rannsóknarskýrslu lögreglu að brotaþoli hafi komið til lögreglu í því skyni að kæra ákærða fyrir kynferðislega áreitni, andlegt og líkamlegt ofbeldi og hótanir. Fram kom að brotaþoli og ákærði væru að vinna á sama stað og ákærði hafi ásamt öðrum vinnufélögum komið alla daga og slegið hann í punginn með handarbaki. Þá hafi ákærði tekið út á sér typpið fyrir framan hann og aðra starfsmenn, þ.á.m. stúlkur sem þar ynnu. Þann 9. ágúst 2012 hafi ákærði enn slegið hann í punginn og brotaþoli þá hlaupið á eftir honum og sagt honum að hætta en ákærði þá snúið sér við og tekið hann kverkataki, lagt hann að næsta bíl og þvínæst sett hann upp að vegg á meðan hann hélt um háls brotaþola. Hafi brotaþoli beðið ákærða að hætta sem hann hafi gert eftir þetta. Sama dag mun ákærði síðan hafa komið að brotaþola og slegið hann utan undir og hótað að ganga í skrokk á honum. Þá upplýsti brotaþoli einnig að ákærði hafi þrem vikum áður tekið hann kverkataki.
Ákærði bar hjá lögreglu að hafa slegið brotaþola í punginn og slegið hann utan undir og að hafa hótað brotaþola. Hafi ástæða þess verið sú hann hafi verið reiður brotþola en engin meining hafi fylgt hótuninni. Hann neitaði sök að öðru leyti.
II
Hér verða eftir þörfum raktir framburðir ákærða og vitna fyrir dómi.
Ákærði bar að hafa verið að vinna hjá Bílaþjónustunni á Keflavíkurflugvelli. Hann hafi verið vaktstjóri þegar þessir atburðir gerðust og hafi verið pirraður á brotaþola, enda hafi brotaþoli ekki nennt að gera neitt eða komið sér undan verkefnum. Þá hafi brotaþoli verið að taka „handbremsubeygjur“ á bílum í eigu annarra, sem var verið að ferja. Að öðru leyti hafi andrúmsloft á vinnustaðnum verið fínt. Til hafi staðið að reka brotaþola og hafi hann séð um það. Brotaþoli hafi hins vegar mátt vinna út uppsagnarfrest. Spurður um það hvort það hafi tíðkast að karlmenn vinnustaðarins hafi verið að slá hvern annan í punginn, bar ákærði að svo hafi verið, en það hafi verið bjánalegur leikur en allir strákarnir hafi tekið þátt í þessu. Brotaþoli hafi einnig tekið þátt í þessum leik og hlegið þegar hann var sleginn í punginn. Þá hafi hann slegið aðra í punginn, meðal annars slegið ákærða einu sinni í punginn. Spurður hvort hvarflað hefði að honum að einhverjum þætti þetta óviðeigandi bar ákærði að ef hann hefði vitað það þá hafði hann hætt því.
Spurður um ákærulið I., bar ákærði að muna í raun ekkert eftir þessu atviki og gæti því ekki tjáð sig um það. Hann taldi þó að hann myndi muna eftir því ef svo hefði verið.
Spurður um ákærulið II.1. bar ákærði að brotaþoli hafi komið hlaupandi að honum og verið gargandi á hann. Hafi hann tekið í brotaþola, en ekki með neinni hörku. Þannig hafi hann gripið undir hendur brotaþola og tekið í hálsmál peysu hans og ýtt honum laust að bíl sem þar var og hafi bifreiðin ekki hreyfst mikið við það. Hafi hann talið það nauðsynlegt þar sem hann hafi talið að brotaþoli ætlaði að ráðast á hann, enda hafi brotaþoli komið ógnandi með gargi og hlaupið að honum. Fram kom að brotaþoli hafi ekki áður ráðist að honum. Brotaþoli hafi við þetta kallað „rólegur“, enda ákærði kominn með undirtökin og hann þá sleppt honum. Borið undir ákærða það sem fram komi í læknisvottorði, taldi ákærði að hann hafi ekki veitt brotaþola alla þá áverka sem þar kæmu fram. Taldi hann hugsanlegt að brotaþoli hafi veitt sér þessa áverka sjálfur, enda „sérstakur drengur“.
Spurður um ákærulið II.2 kom fram hjá ákærða að brotaþoli hafi síðar þennan dag komið og slegið hann í punginn, hafi það verið fast og vont. Hann hafi ætlað að ræða við brotaþola en brotaþoli hafi samt sem áður haldið áfram að „rífa kjaft“ og hafi hann slegið brotaþola utan undir sem hafi ekki verið rétt af honum að gera. Hafi höggið verið eins og „gefa fimmu“. Þá hafi hann sagt eitthvað við hann í framhaldi af þessu, „að hann myndi lemja hann“. Hann hafi ekki haft í hyggju að framfylgja þeirri hótun.
Fram kom að ákærða hafi verið sagt upp sinni vinnu í framhaldi af þessum atburðum, „enda ekki í lagi að slá einhvern utan undir“. Spurður um þær ásakanir sem fram kæmu í lögregluskýrslu um kynferðislega áreitni, kom fram að þetta væri bara ein af lygum brotaþola til þess eins að gera meira úr þessu máli en efni stóðu til.
Vitnið A, brotaþoli í máli þessu, bar fyrir dómi að ákærði hafi slegið hann í punginn þegar þeir hafi verið að þrífa bifreiðar. Ákærði hafi verið vaktstjóri og því yfirmaður hans á vakt. Hafi hann beðið ákærða að hætta og barið eitthvað í hann. Ákærði hafi þá æst sig og tekið hann kverkataki og ýtt honum fast á vinstra bretti og húdd bifreiðar. Einnig hafi ákærði sett hann upp að vegg. Hafi hann beðið ákærða að róa sig og hætta og hafi ákærði þá gert það. Síðar um daginn hafi hann rætt við B, yfirmann sinn og faðir ákærða. Eftir það hafi ákærði komið og slegið hann og sagt að ef hann gerði þetta einu sinni enn þá myndi hann ganga aftur í hann. Hafi B orðið vitni að þessu og beðið ákærða að hætta. Spurður hvernig honum hafi liðið í vinnunni bar brotaþoli að honum hafi liði vel fram að þessu. Spurður um það hvort hann hafi orðið fyrir áreiti, bar brotaþoli að hann teldi svo vera, vegna áreitis, framkomu og skipana. Fram kom að hann hafi orðið hræddur við hótanir ákærða, enda fengið hótun áður sem gekk lengra. Spurður, hvort það hafi tíðkast að karlkyns starfsmenn hafi slegið hvern annan í punginn, bar ákærði að svo væri ekki, en það hafi komið upp tilvik, ekki daglega. Þannig hafi ákærði slegið hann í punginn þann 9. ágúst 2012. Hafi honum fundist það óþægilegt og kynferðislegt. Aðspurður sagðist hann ekki hafa slegið aðra í punginn. Brotaþola var bent á að í myndbandsupptöku kæmi fram að hann hlypi að ákærða. Kvað brotaþoli það rétt og hafi hann verið reiður og ætlað að biðja ákærða um að láta sig í friði, hafi hann verið búinn að fá nóg. Hann hafi ekki ráðist á ákærða en ákærði hafi verið búinn að slá hann áður. Spurður hvort hann hafi slegið ákærða áður en þetta gerðist í punginn, kvaðst brotaþoli ekki muna eftir því. Spurður hvernig ákærði hafi haldið í hann, bar brotaþoli að ákærði hafi haldið utan um hálsinn og í hendur hans ef hann myndi það rétt. Hafi hann verið hræddur við ákærða, enda ekki vitað hvort hann væri á einhverjum efnum á þessum tíma. Taldi brotaþoli að ákærði hafi ýtt honum harkalega á bifreiðina, enda hafi hann verið marinn og aumur eftir þetta. Þá hafi hann átt erfitt með að fá vinnu eða meðmæli eftir það. Aðspurður sagðist hann vera búinn að kynna sér gögn málsins.
Spurður um ákærulið I. og hvort hann kannaðist við það atvik, bar brotaþoli að hann „myndi það ekki nákvæmlega alveg“. Ákærði hafi verið ásamt öðrum „skakkir“ og hafi ákærði sagt við hann, að hann mætti ekki segja frá og þá hafi þeir atburðir gerst. Hann hafi verið aumur í hálsinum í nokkra daga en myndi ekki nákvæmlega eftir atburðinum. Hann hafi ekki leitað til læknis eftir þetta.
Vitnið C, gaf símaskýrslu fyrir dómi. Bar hún að muna lítið eftir atburðum. Hún hafi hins vegar unnið hjá Bílaþjónustunni á Keflavíkurflugvelli sumarið 2012. Hún þekkti ákærða og brotaþola eftir að hafa unnið með þeim. Spurð hvort hún hafi orðið þess vör að karlkyns starfsmenn hafi verið að slá hvern annan í punginn, bar vitnið að muna eitthvað eftir því en það hafi allir verið í því og hún talið það vera leik hjá þeim. Fram kom að hún hafi ekki orðið vitni að átökum eða slagsmálum ákærða og brotaþola. Spurð hvort ákærði hafi verið að bera sig fyrir henni, bar hún að svo hefði ekki verið.
Vitnið D, bar fyrir dómi að þekkja bæði ákærða og brotaþola eftir að hafa unnið með þeim en þekkti málið lítið. Gott andrúmsloft hafi verið á vinnustaðnum og ekkert ósætti milli manna. Spurður hvort karlmenn á vinnustaðnum hafi verið að slá hvern annan í punginn, kvaðst vitnið hafa orðið lítið var við það, og það hafi verið „djók“. Þetta hafi ekki gerst oft en allir hafi tekið þátt. Hann hafi ekki séð átök eða slagsmál.
Vitnið E, bar fyrir dómi að flestum hafi komið vel saman en það hafi farið eftir einstaklingum. Spurður hvort karlmenn á vinnustaðnum hafi slegið hvern annan í punginn kom fram að hann hafi ekki tekið þátt í því en heyrt um það. Borið undir hann skýrsla hjá lögreglu og hvort það væri rétt eftir honum haft að ákærði hafi slegið aðra í punginn, bar vitnið að svo væri. Spurður hvernig samband brotaþola hafi verið við aðra stráka í vinnunni kom fram að hann hafi ekki verið mjög vinsæll og hafi ástæðan verið sú að honum gekk betur að ná sambandi við stelpurnar á staðnum og hafi hann viljað eyða meiri tíma með stelpunum en strákunum. Aðspurður sagðist hann ekki hafa orðið vitni að átökum eða slagsmálum á milli aðila á vinnustaðnum. Ákærði og brotaþoli hafi hins vegar ekki verið vinir og skipst á skoðunum um það hvernig ætti að þrífa bifreiðar.
Vitnið F, kom fyrir dóm og bar að kannast við málið og hafi verið að vinna við að þrífa bíla á staðnum. Hún myndi hins vegar lítið eftir atburðum þetta sumar. Hún mundi ekki eftir átökum eða slagsmálum á milli ákærða og brotaþola. Spurð um framburð hennar í lögregluskýrslu að hún hafi einu sinni séð átök milli þeirra aftan í bíl, bar vitnið að muna ekki eftir því nú en gerði ekki athugasemdir við framburð sinn í skýrslunni. Spurð hvort ákærði hafi berað sig fyrir framan hana, svaraði hún því neitandi.
Vitnið G, kom fyrri dóminn og bar að hafa þrifið bifreiðar hjá Bílaþjónustunni á Keflavíkurflugvelli sumarið 2012. Hann þekkti bæði ákærða og brotaþola eftir að hafa unnið með þeim en væri ekki í sambandi við þá í dag. Ekkert ósætti hafi verið milli aðila. Aðspurður kvað hann ákærða hafa átt í erfiðleikum með skap sitt án þess að geta útskýrt það nánar. Spurður hvort hann hafi orðið var við það að strákarnir á vinnustaðnum hafi verið að slá hvern annan í punginn bar vitnið að svo hefði ekki verið. Spurður hvort ákærði hafi verið að taka út á sér typpið í vinnunni bar vitnið að svo hafi verið, ekki oft.
Vitnið H, kom fyrir dóminn og bar að hafa verið að þrífa bifreiðar þegar ákærði og brotaþoli hafi komið hlaupandi og farið út í horn. Spurð um það sem fram komi í lögregluskýrslu að hún hafi séð ákærða ýta brotaþola upp að vegg, kvaðst hún ekki muna þetta núna. Spurð um það sem fram komi í lögregluskýrslu að hún hafi séð þegar ákærði hafi komið að brotaþola þar sem þar sátu í bifreið og tekið í hálsinn á honum og verið ógnandi, kvaðst vitnið ráma í þetta en ekki muna þetta núna. Hún gæti því ekki staðfest að þetta hafi verið rétt eftir henni haft í skýrslunni. Aðspurð bar hún að langflestir á staðnum hafi verið góðir vinir. Brotaþola hafi ekki komið vel saman við alla og þá helst ákærða. Spurð hvort hún hafi orðið vitni að því að strákarnir á vinnustaðnum hafi verið að slá hvern annan í punginn, kvaðst hún ekki hafa orðið vitni að því. Spurð hvort ákærði hafi berað sig fyrir framan hana, svaraði hún því neitandi.
Vitnið I, kom fyrir dóminn og bar hafa ekki orðið sjónvitni að atburðum þessa máls. Fram kom að vitnið þekkti bæði ákærða og brotaþola. E hafi sagt henni frá því að ákærði hafi lamið brotaþola. Beðin um að lýsa andrúmsloftinu á vinnustaðnum bar vitnið að einhver rígur hafi verið á milli ákærða og brotaþola en hún hafi ekki orðið vitni að átökum eða slagsmálum þeirra í milli. Spurð hvort hún hafi verið vitni að því að strákarnir á vinnustaðnum hafi verið að slá hvern annan í punginn, kvaðst hún ekki hafa orðið vitni að því eða heyrt um það. Spurð um það sem eftir henni var haft í lögregluskýrslu að hún hafi einu sinni séð ákærða ógna brotaþola og hvort hún myndi eftir því að hafa sagt þetta, bar hún að hún myndi ekki eftir atburðum. Spurð hvort ákærði hafi berað sig fyrir framan hana, svaraði hún því neitandi.
Vitnið B, gaf símaskýrslu fyrir dóminum og bar að hafa verið rekstrarstjóri hjá Bílaþjónustunni á Keflavíkurflugvelli sumarið 2012. Brotaþoli hafi komið til hans þetta sumar og kvartað yfir því að aðrir starfsmenn væru að slá hann í punginn. Spurður, hvort hann hafi orðið vitni að því að karlkyns starfsmenn hafi verið að slá í pung hvers annars bar hann að hafa ekki séð það en hafi beðið starfsmenn að hætta þessu rugli. Spurður um hvernig brotaþoli hafi verið sem starfsmaður, kom fram að hann hafi verið ágætur í byrjun en síðan hafi farið að fjara undan honum vinnulega séð og kannski þess vegna hafi fólk ekki verið eins ánægt með hann. Spurður hvort hann hafi verið vitni að átökum á milli ákærða og brotaþola bar vitnið að hafa ekki orðið vitni að því. Hann hafi hins vegar orðið vitni að hótunum ákærða í garð brotaþola, eitthvað á þá leið að ákærða hafi ætlað að berja hann.
Vitnið J, læknir nr. 3522, gaf símaskýrslu fyrir dómi og bar að þekkja málið. Brotaþoli hafi komið til hans og borið að hafa verið tekinn hálstaki og skellt upp á bílhúdd og síðan upp að húsvegg og stuttu síðar sleginn af sama manni. Brotaþoli hafi komið til hans sama dag og atburðir áttu að hafa gerst. Við skoðun hafi komið í ljós áverkamerki í andliti og á hálsi og auk þess merki um tognun í hálsvöðvum og efri hluta baks. Þá hafi sést á honum merki um að mar væri að koma fram og einnig hafi verið far innan á handlegg við olnboga eins og gripið hafi verið í hann. Hann hafi því ekki haft ástæðu til þess að rengja brotaþola að atburðarrás hafi farið fram eins og hann lýsti og áverkar gátu stafað af þeim. Einnig hafi verið áverkar á neðri hluta brjóstbaks og lendarhrygg. Fram kom að vitnið hafi talið það þá og telji það enn að áverkar brotaþola gætu vel samrýmst frásögn hans. Spurður hvort brotaþoli hafi getið veitt sér sjálfur umrædda áverka, taldi vitnið það ólíklegt, enda væru áverkarnir þess eðlis. Vitnið sagðist ekki hafi dregið trúverðugleika brotaþola í efa þegar skoðun fór fram.
III
Niðurstaða: Ákæruliður II.2.
Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við framlögð sakargögn, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir í lið II.2. og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Ákæruliður I.
Ákærða er gefið að sök að hafa á starfsstöð Bílaþjónustunnar Keflavíkurflugvelli, í eitt skipti í síðari hluta júlímánaðar í aftursæti bifreiðar, tekið um háls brotaþola og ýtt honum að sæti bifreiðarinnar. Ákærði neitaði sök og bar fyrir dómi að muna í raun ekkert eftir þessu atviki og gæti því ekki tjáð sig um það. Brotaþoli var inntur eftir þessu atviki og bar að hann: „Myndi það ekki nákvæmlega alveg“. Vitnið H bar fyrir dómi að henni rámaði í þetta en myndi þetta ekki. Var hún spurð um það sem fram kom í lögregluskýrslu að hún hafi séð þegar ákærði hafi komið að brotaþola þar sem þeir sátu í bifreið og tekið í hálsinn á honum og verið ógnandi. Vitnið bar að hún gæti ekki staðfest að þetta hafi verið rétt eftir henni haft í lögregluskýrslunni. Vitnið F gat ekki borið um atvik fyrir dómi. Var hún spurð um framburð hennar í lögregluskýrslu, að hún hafi einu sinni séð átök milli ákærða og brotaþola aftan í bifreið. Bar vitnið að myndi ekki eftir því nú en gerði ekki athugasemdir við framburð sinn í skýrslunni. Í nefndri lögregluskýrslu bar F þegar hún var spurð, hvort hún hafi einhvern tíman séð ákærða og brotaþola slást; „Ekkert sem ég get sagt frá sko. Einu sinni aftan í bíl. Ég man ekki hvernig það fór fram en ég öskraði á Ágúst að stoppa. Þeir voru þá næstum því byrjaðir að slást. Ég man ekki hvernig það byrjaði en það fór allavega ekki út í slagsmál því það var stoppað“. Fyrir dómi var því ekki leitt í ljós hvar, hvenær eða hvernig atburðir áttu að hafa gerst. Brotaþoli leitaði ekki til læknis eftir atburðina. Ekki verður af framburði brotaþola eða annarra vitna ráðið að ákærði hafi tekið um háls brotaþola og ýtt honum að sæti bifreiðar eins og greinir í ákæru. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, vitnisburður, mats- og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn, sbr. 109. gr. sömu laga. Er það mat dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna með nægjanlegum hætti að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákærulið I. greinir og er ákærði því sýknaður af þeirri háttsemi.
Ákæruliður II.1.
Ákærði neitaði sök. Ákærði hefur borið fyrir dómi að hafa slegið í pung brotaþola þó ekki liggi ljóst fyrir hvenær það átti að hafa gerst. Í lögregluskýrslu dags. 19. febrúar 2013 kom fram haft eftir ákærða að hann hafi slegið brotaþola í punginn þann dag sem í ákæru greinir, eftir að brotaþoli hafi slegið hann í punginn. Brotaþoli hafi við þetta orðið alveg brjálaður og hlaupið á eftir honum. Ákærði hefur ekki neitað að þeir atburðir sem er lýst er í ákærulið hafi gerst. Ákærði telur hins vegar að sjónarmið neyðarréttar eigi við í máli hans. Þannig hafi brotaþoli komið hlaupandi aftan að honum öskrandi og hann talið að brotaþoli myndi ráðast á sig. Hann hafi því varið sig með því að grípa undir hendur brotaþola og taka í hálsmál peysu hans og ýtt honum að bifreið sem þar var, en það hafi ekki verið fast.
Í 12. gr. almennra hegningarlaga kemur fram: „Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til“.
Í málinu liggur fyrir myndbandsupptaka sem sýnir þegar brotaþoli kemur hlaupandi aftan að ákærða. Ekki sést hvernig þeir byrja að takast á en greina má þegar ákærði ýtir brotaþola að mati dómsins harkalega aftan á kyrrstæða bifreið þannig að hún hristist til. Ekki hefur komið fram í málinu hvers vegna ákærði taldi að sér hafi verið svo ógnað af brotaþola að hann hafi þurft að grípa til þeirra úrræða sem fram koma á myndbandinu. Ekki hefur verið leitt í ljós í málinu að brotaþoli hafi áður ráðist ákærða eða gert sig líklegan til þess að ráðast á ákærða þannig að hann hafi haft sérstaka ástæðu til þess að óttast hann. Að mati dómsins hefur ekki hefur verið sýnt fram á það að hálfu ákærða að honum hafi verið það nauðsynlegt að beita þeirri hörku sem fram kemur í framangreindu myndbandi og þá hefur ekki verið sýnt fram á það að hlaup brotaþola að ákærða hafi verið árás á ákærða og er þeirri málsástæðu því hafnað að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Á sama hátt hefur ákærði ekki gert það sennilegt, að hann hafi beitt brotaþola ofangreindu harðræði vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín og því farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar.
Með vísan til ofangreinds telst sannað að hálfu ákæruvaldsins að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi í ákærulið II.1 greinir í ákæru og er brot ákærða samkvæmt framangreindu, réttilega heimfært til 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga.
Þá hefur ekki verið sýnt fram á að líkamsárásin hafi verið unnin í slagsmálum milli ákærða og brotaþola á þann hátt að 3. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga eigi við í málinu.
IV
Ákærði er fæddur í júní árið 1982. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur honum einu sinni verið gerð refsing á árinu 2007, fyrir brot gegn umferðarlögum. Það brot hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar nú. Ákærði játaði hluta ákæru og ber að virða honum það til hagsbóta.
Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Málsatvik áttu sér stað 9. ágúst 2012. Ákæra í málinu er ekki gefin út fyrr en 3. júlí 2014 án þess að séð verði að við ákærða sé að saka um drátt málsins. Með vísan til þess verður refsing ákærða skilorðsbundin að öllu leyti eins og í dómsorði greinir.
Ákærði hafnaði bótakröfu. Réttargæslumaður brotaþola gerði grein fyrir bótakröfunni á þann hátt að um væri að ræða miskabætur að fjárhæð 700.000 krónur sem væru síst of háar miðað við áverka þá sem brotaþoli hafi hlotið. Brotaþoli hafi farið samdægurs til læknis og í vitnisburði læknis fyrir dóminum hafi komið fram að áverkar brotaþola hafi vel samrýmst þeirri lýsingu sem hann hafi gefið á háttsemi ákærða. Auk þessa sé augljós ásetningur að hálfu ákærða, atlagan hafi verið gróf, fólskuleg og tilefnislaus og unnin af yfirmanni eða vaktstjóra brotaþola. Vísað var til a. liðar 26.gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og til 3. mgr. 176. gr. l. nr. 88/2008 um meðferð sakamála um lagarök.
Bótakrafan var birt fyrir ákærða við skýrslutöku hjá lögreglu þann 19. febrúar 2013.
Með hliðsjón af þeim gögnum sem liggja fyrir um afleiðingar brotsins, er það mat dómsins að fram komin krafa um miskabætur sé hæfileg 150.000 krónur ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir.
Þá verður ákærða gert að greiða málskostnað lögmanns bótakrefjanda að fjárhæð 150.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
V
Með vísan til 1. mgr. 217. gr. og 1. mgr. 218. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakakostnað fyrir þau brot sem hann er sakfelldur fyrir, sem er samkvæmt yfirliti 28.000 krónur. Ákærði skal greiða 2/3 hluta þóknunar skipaðs verjanda síns fyrir dóminum, Ólafi Sigurvaldarsyni, hrl., 326.300 krónur eins og nánar getur um í dómsorði en 1/3 hluti greiðist úr ríkissjóði.
Dóm þennan kveður upp Ólafur Irenusarson héraðsdómari.
Ákærði, Pétur Sturla Fanngeirsson, skal sæta fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.
Ákærði greiði 2/3 sakarkostnaðar sem eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans fyrir dóminum, Þorgeirs Verssonar hæstaréttarlögmanns, 326.300 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, en 1/3 hluti greiðist af ríkissjóði.
Ákærði greiði, A, kennitala 000000-0000, miskabætur að fjárhæð 150.000 krónur með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 9. ágúst 2012, til 19. mars 2013, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar til lögmanns bótakrefjanda, Sigurgeirs Eysteins Ástvaldarsonar héraðsdómslögmanns að fjárhæð 150.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Ákærði greiði 28.000 krónur í annan sakarkostnað.
Hrafn Lindbergsson |
Forseti ASÍ segir að svo virðist sem fjármálaráðherra hafi lagt sig sérstaklega fram um það að kjarasamningar verði lausir enn á ný í febrúar.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar. Hann segir að vegna afstöðu stjórnvalda til tryggingargjalds og sinnuleysis í húsnæðismálum ríki mikil óvissa á vinnumarkaði. Þá hafi launastefna hins opinbera leitt til þess að forsendur kjarasamninganna, sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins (SA) undirrituðu 29. maí, séu brostnar. Kjarasamningarnir koma til endurskoðunar í febrúar þá verða þrjár meginforsendur þeirra metnar.
„Í fyrsta lagi launastefnan sjálf, að þeir kjarasamningar sem við gerðum yrðu grundvöllur lausna í landinu ef ekki þá áskildum við okkur rétt til að fá að endurmeta stöðuna," segir Gylfi. „Í öðru lagi kaupmáttur launa og verðbólga, kaupmáttur er að vaxa þannig að það reynir ekkert á þetta núna. Í þriðja lagi yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana."
Krafa um jafnræði
Launastefnan sem mörkuð var með samningum ASÍ og SA kvað á um 18,5% launahækkun á almenna markaðnum á þremur árum.
„Það er vitað mál að þessi forsenda varðandi launastefnuna er brostin vegna gerðardómsins," segir Gylfi og vísar til gerðardóms í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og BHM í lok sumars. „Niðurstaða dómsins var að það væri ekki hægt að úrskurða þessum hópum 18,5% hækkun þegar ríkið hefði samið við kennara og lækna um 30%. Hin eiginlega launastefna í landinu eru því sú stefna sem hið opinbera markaði en ekki sú stefna sem við mörkuðum. Við gerum auðvitað kröfu um að það ríki jafnræði á vinnumarkaði. Að launafólk á almenna markaðnum fái sömu launahækkanir og opinberir starfsmenn.
SA hefur farið fram á að stjórnvöld lækki tryggingagjaldið, launatengd gjald sem lagt er á atvinnurekendur. Gjaldið var 5,34% árið 2008 en vegna aukins atvinnuleysis var það hækkað verulega eftir hrun. Í dag stendur gjaldið í 7,49% og Bjarni Benediktsson hafnað því mjög eindregið að lækka það.
„Það höfðu allir skilning á nauðsyn þess að hækka tryggingagjaldið í kreppunni en þá gegn því að það myndi lækka þegar staðan á vinnumarkaði myndi batna.
Mér finnst mjög skrítið hjá fjármálaráðherra að saka atvinnulífið um að hafa gengið of langt í launahækkunum og vilja þess vegna lækkun á tryggingagjaldinu. Þetta er beinlínis rangt. Það er ekki búið að hækka laun á almenna markaðnum til jafns við það sem hið opinbera samdi um. Kostnaðarmat okkar samninga var 18,5% en hins opinbera 30%."
Allt í bál og brand
„Fjármálaráðherra hefur þetta í hendi sér. Mér sýnist á öllu að hann hafi lagt sig sérstaklega fram um það að þetta fari allt saman í sundur í febrúar og ætli það sé ekki líklegast að honum verði að ósk sinni. Ef sú verður raunin þá verða kjarasamningar lausir og friðarskyldan frá. Ef við segjum samningunum upp í febrúar þá munu öll önnur stéttarfélög, sem hafa samið á undanförnum vikum og mánuðum, líka fá uppsagnarheimild. Þá fer allt í bál og brand í landinu."
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð. |
Nýskráðum hjólhýsum hefur fjölgað mikið það sem af er ári og eigandi Víkurverks segir að allt sé löngu uppselt hjá framleiðendum.
Nýskráðum hjólhýsum hefur fjölgað um 23,3% á fyrstu fimm mánuðum ársins í samanburði við fyrstu fimm mánuði ársins í fyrra, sem var metár í nýskráningu hjólhýsa. Íslendingar virðast því ætla að halda áfram að ferðast innanlands í sumar samkvæmt tölum Samgöngustofu.
Arnar Barðdal, eigandi og framkvæmdastjóri Víkurverks, segir að sala á nýjum og notuðum vögnum hafi gengið vonum framar og að erfitt sé að anna eftirspurn. „Það selst allt rosa vel og við náum ekki að sinna eftirspurn. Það er allt löngu uppselt hjá öllum framleiðendum en við eigum eftir að fá eitthvað inn í júní og júlí, sem á eftir að seljast. Við fengum samt ekki eins mikið og við vildum og það myndi seljast meira í júní og júlí ef það væri til."
Sjá einnig: Nærri 50% veltuaukning í faraldrinum
Hann segir að markhópur Víkurverks sé stór en að hann sé að breytast. Markhópurinn hefur yfirleitt verið fólk á aldrinum 45 ára upp í 75 ára. Nú er fólk á aldrinum 35 ára upp í 50 ára orðinn töluvert stærri markhópur en áður var. „Það er mikið af ungum fjölskyldum sem eru að prófa þetta og festast."
Sjá einnig: Innanlandsferðasumarið mikla
Hann spáir því að næsta ár verði líka gott og segir að pantanir fyrir næsta ár hafi nú þegar hafist. Þá býst hann við því að Víkurverk muni auka fjölda vagna fyrir næsta ár. „Það er svo mikið af nýju fólki sem er að prófa þetta og margir að fatta hvað þeir eiga fallegt land. Það hefur verið mikið af nýju og ungu fólki að ferðast um landið með hjólhýsi og ferðavagna, sérstaklega undanfarin tvö ár." |
Korkur: hiphop
Titill: þett'r bara ríma marr
Höf.: NevahbeZ
Dags.: 27. júlí 2006 23:49:13
Skoðað: 317
mamma þín er einsog klósett því hun er feit og hvít og lyktar einsog skítur
um leið og ég heimtil þín fæ ég gubbupest og æli og skít og sturta niður ykkur tíkum
eg er engum likur eg er einsog hundur sem bítur og bý i husi sem ég smíðaði með spítum
í engu flýti, gerði það rólega, það endaði stórkoslega og ég kalla það freedom.
nú er mamma þín er orðin eldgömul, það gömul að hun skuldar Jésus enþá 1000krónur
og það feit og lauslát að þegar við riðum var það eins og að vera með fjórum hórum
ég reið henni þangatil hun minkaði og nu getur hún tekið handahlaup undir sófanum
hun er buin að minka það mikið að hun getur sitið á sandkorni sveiflandi fótunum!
hun er ekki lengur ung, orðin geðveikt þung og þegar hun fer i lyftu verður hun að fara niður
en þvímiður verður engin friður því þunginn á þessari ferð þýðir það að hún og húsið hrinur
svo fæ ég símtal frá henni sem endar með síma sexi og hún svo nasty að ég fæ eyrnasíkingu
fæ ekki lækningu, en er nuna hættur að ríma i bili, lestu etta meir en einusinni þangatil i næstu viku!
p'z
---
Svör
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 31. júlí 2006 03:32:09
Atkvæði: 0
GAUR!!! í guðanna bænum hættu að senda inn rímur hérna! farðu frekar að æfa þig að semja rímur og senda svo inn ef þú semur góða rímu, eða bara eyða tíma þínum í eitthvað betra!
sorrý gat bara ekki setið á mér lengur :/ reiðin búinn að safnast upp of lengi :S
---
Höf.: NevahbeZ
Dags.: 4. ágúst 2006 12:59:17
Atkvæði: 0
mamma þín er einsog klósett því hun er feit og hvít og lyktar einsog skítu
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 4. ágúst 2006 13:13:56
Atkvæði: 0
hahahaha ég ætla rétt að vona að þetta hafi ekki átt að vera “feis” því þá misheppnaðist það illa!
en félagi…færðu oft jákvæð viðbrögð á rímurnar þínar? nei held þú fáir aldrei jákvæð viðbrögð á þær og þess vegna er kannski tími til kominn að hætta að senda þær inn!
---
|
„Ég er að horfa hérna út um gluggann. Það er eiginlega ömurlegt að horfa á þetta," segir Þorsteinn Birgisson, yfirmaður þjónustumiðstöðvar Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Um 50 gröfur og snjóruðningstæki eru að störfum víðsvegar um borgina vegna mikillar ofankomu. Snjórinn er um 40 sentímetra djúpur.
Þorsteinn segir að það sé búið að ryðja flestar stofnleiðir í borginni. Þá er einnig búið að ryðja að flestum leikskólum borgarinnar. Starfsmenn borgarinnar eru byrjaðir að ryðja götur í öllum hverfum borgarinnar að sögn Þorsteins, sem treystir sér ekki til þess að fullyrða hvenær verkinu verður lokið, þá ekki síst vegna þess að það snjóar enn af krafti.
Hann segir starfsmenn borgarinnar reyna eins og þeir geta að ryðja borgina og á sem skemmstum tíma. Þorsteinn stefnir að því að birta upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar fyrir hádegi, svo stendur til að uppfæra þær upplýsingar reglulega í dag.
Spurður hvort færðin hafi komið borgarstarfsmönnum í opna skjöldu, svarar Þorsteinn því til að svo hafi ekki verið. Borgin samdi við þrjú fyrirtæki um snjómokstur auk þess sem borgarstarfsmenn ryðja sjálfir. Því ætti verkefnið ekki að vera borginni ofviða, þó það gæti sóst hægt miðað við veðrið, eins og það er núna.
Þorsteinn biður fólk líka um að sýna þolinmæði. Hann segist þegar hafa fengið nokkra pósta frá bálreiðum einstaklingum. |
Korkur: fraegafolkid
Titill: Schwarzenegger kynnir T3 en þegir um framboð
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 2. júlí 2003 11:59:02
Skoðað: 44
Austurríska hasarmyndatröllið Arnold Schwarzenegger er um þessar mundir á ferð í Japan þar sem hann kynnir stórvirkið „Terminator 3: Rise of the Machines“. Japanskir fréttamenn vildu þó kynna sér meira en kvikmyndina og hjuggu mjög eftir því hvort Austurríkismaðurinn hygðist bjóða sig fram til ríkisstjóra í Kaliforníu.
Schwarzenegger sagði ekki rétt að tjá sig um það mál eins og staðan væri og hann væri eingöngu kominn til að kynna myndina. Hefur hann þó látið að því liggja hin síðustu ár að hann muni fara í framboð fyrir Repúblikanaflokkinn gegn Gray Davis, núverandi ríkisstjóra, en ráðgjafar hans hafa sagt, að hann muni ekki opinbera ákvörðun sína fyrr en ljóst sé um kjörgengi hans. Þegar Schwarzenegger kom fram í spjallþætti Jay Leno nýverið, heilsaði Leno honum sem „næsta ríkisstjóra hins mikla Kaliforníuríkis“. Schwarzenegger leggur næst leið sína til Íraks, þar sem Terminator 3 verður sýnd bandarískum hermönnum 4. júlí. Myndin verður frumsýnd hér á landi 18. júlí.
<br><br><b>Ég er að safna áhugamannalista fyir þá sem vilja fá Jay Leno áhugamál
Sendið mér póst ef þið viljið komast á hann :)
Listinn:
Eber
ama
bibbalibba
harparut
EmInEmA
BlaZ
gvara7
audda
NeoTheOne
agatha
Nurcolloiel
GullaJ
hrafnhildur0802
asley
Zinga
swandys8
Dulla
uddabudda
Lykilord
BlackWolf
bjorkbaun
lilmisscatlover
hedda344
Glow
snudda
karitas8
hrisla
kolla89
Cassandra
tigger89
MOVEN
hokeypokey
datoffy
s4lli
ubbubb
bhss
Ingibergur
HSH17
sigrunkris
sassa24
jolli69
maddisnill
superwoman
eminemfaninn
Apple
Magnih
Vinny
Hekna
csgirl
jclmms
hda
yatzad
Dalros
druzlababe
Rakel87
Fruggur
Painball
woff
Azak
mummibumba
ExZibit
Olina
Munky
Breikz
skullfucke
ragganet
BjornTB
johanng
erty
karen92
football
Jennifer
</
---
Svör
---
|
Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins.
Við þingsetningu í gær gerði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, meðal annars þá þróun að umtalsefni sínu að margir reyndir þingmenn væru að hverfa á brott af þingi. Sú þróun væri einnig að eiga sér stað að þingmenn stöldruðu líka styttra við en áður.
Ef litið er á þær breytingar sem orðið hafa á kjörtímabilinu sést að af sextíu og þremur þingmönnum hafa sjö horfið af vettvangi stjórnmála. Árni Magnússon fór úr félagsmálaráðneytinu til Glitnis. Bryndís Hlöðversdóttir er núna aðstoðarrektor á Birföst. Davíð Oddsson tók við starfi Seðlabankastjóra. Guðmundur Árni Stefánsson gerðist sendiherra í Svíþjóð. Gunnar I. Birgisson tók við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Halldór Ásgrímsson hætti sem forsætisráðherra og Tómas Ingi Olrich er í sendiráðinu í París.
Aðrir sjö reyndir þingmenn hafa tilkynnt að þeir ætli að hætta þingmennsku að kjörtímabilinu loknu en þetta eru þau Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Blöndal, Jóhann Ársælsson, Jón Kristjánsson, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.
Ljóst er því að rúmur fimmtungur þeirra þingmanna sem kjörinn var í síðustu kosningum kemur til með að sinna öðrum störfum en þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. |
Ef Keflavík vinnur Skallagrím í Borgarnesi í kvöld tryggir liðið sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Það er annars nóg um að vera í körfunni í kvöld.
Keflavík verður deildarmeistari með sigri í kvöld þar sem liðið nær þá tveggja stiga forystu á KR þegar aðeins ein umferð er eftir. Keflavík er með betri árangur en KR í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fyrsta sætið.
Tveir síðustu leikirnir í næstsíðustu umferð Iceland Express-deildar karla fara fram í kvöld. Hinn leikurinn er viðureign Hamars og Stjörnunnar í Hveragerði en fyrrnefnda liðið er þegar fallið í 1. deildina.
Stjarnan á hins vegar enn góðan möguleika á því að ná áttunda sætinu en til þess þarf liðið nauðsynlega að vinna í kvöld.
Ef það verður niðurstaðan verða bæði Tindastóll og Stjarnan með sextán stig í 9.-10. sæti en sigurvegari þess leiks á möguleika að ná Þór að stigum ef Akureyringar tapa fyrir Snæfelli í lokaumferðinni.
Snæfellingar munu hins vegar ekkert gefa eftir í þeim leik þar sem liðið á í harðri baráttu við Njarðvík um 4. sætið í deildinni og þar með heimavallarréttinn í viðureign liðanna í úrslitakeppninni sem er framundan.
Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.
Úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna hefst
Í kvöld hefst svo úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna er KR tekur á móti Grindavík klukkan 19.15.
Þessi lið mættust í lokaumferð deildarkeppninnar þar sem heimavallarrétturinn var undir. Grindavík vann að vísu leikinn en ekki með nægilega stórum mun til að fá heimavallarréttinn.
Hann gæti skipt sköpum í þessu einvígi þar sem bæði KR og Grindavík hafa unnið hvort annað á heimavelli í vetur en að sama skapi tapað á útivelli í innbyrðis viðureignum liðanna.
Keflavík og Haukar mætast í hinni viðureigninni í úrslitakeppninni en fyrstu leikur liðanna verður í Keflavík á morgun klukkan 17.00.
Lokaumferð 1. deildar karla
Nú þegar er ljóst að Breiðablik er deildarmeistari 1. deildar karla og er þar með búið að tryggja sér sæti í Iceland Express deild karla á næsta keppnistímabili.
Fjögurra liða úrslitakeppni fer fram að deildarkeppninni lokinni til að skera úr um hvaða lið fylgir Blikum upp í efstu deild.
Það er einnig ljóst hvaða fjögur lið það verða - FSu, Valur, Haukar og Ármann/Þróttur.
FSu og Valur hafa þegar tryggt sér heimavallarréttindin en Ármann/Þróttur gæti náð fjórða sætinu af Haukum með sigri á Þrótti úr Vogum í kvöld. En þá verða Haukar að tapa fyrir FSu á heimavelli.
Verði Haukar og Ármann/Þróttur jöfn að stigum er síðarnefnda liðið ofar í stigatöflunni.
Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 20.00 nema leikur Hattar og Breiðabliks sem hófst klukkan 18.30.
Aðrir leikir kvöldsins:
Þróttur Vogum - Ármann/Þróttur
Reynir Sandgerði - Valur
Haukar - FSu
Þór Þorlákshöfn - KFÍ |
Fasteignafélagið Eik hefur nú birt rekstraráætlun sína fyrir árið 2016, en gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins verði 4,5 milljarðar.
Eik fasteignafélag birti við lokun hlutabréfamarkaðarins í dag rekstraráætlun fyrir árið 2016. Í áætluninni er gert ráð fyrir að tekjur félagsins á árinu verði einhverjar 6.879 milljónir króna eða tæpir 7 milljarðar. Rekstraráætlunina má lesa í heild sinni hér.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir stjórnendur fyrirtækisins sátta við rekstraráætlunina og spennta fyrir því að takast á við tækifæri ársins.
„Við erum mjög ánægð með áætlunina. Okkur tókst að landa samningum við stærstu leigutakana okkar, og það hafði verið dálítil óvissa sem fylgdi því - en nú höfum við eytt þeirri óvissu,” segir Garðar í viðtali við Viðskiptablaðið.
Þá gert ráð fyrir að að gjöld félagsins muni nema um 2 milljörðum króna, sem gefur gróft EBITDA upp á tæpa 4,5 milljarða króna. Þá mun skrifstofuhald og stjórnun kosta um 305 milljónir króna, og viðhald og endurbætur 313 milljónir króna.
Garðar segir helstu áskoranir Eikar á komandi ári vera helst á útleigumarkaðnum. „Það er fyrst og fremst að mæta þörfum í útleigunni, og að grípa þau tækifæri sem munu gefast,” segir Garðar.
Leigutekjur félagsins eru metnar út frá gildandi leigusamningum og spám um breytingar á þessum leigusamningum innan ársins 2016. Þá var einnig tilkynnt um að samkomulag hefði náðst um endurnýjun leigusamninga Eikar við Símann og Mílu - en þá verða leigusamningar lengdir. |
Eva Joly fór með sendinefnd Evrópuþingmanna til Gaza og skrifar grein um það í norska Morgenbladet undir yfirskriftinni Hev blokaden – Afléttið hafnbanninu!
Hún skrifar um innilokun, fátækt og neyð, heilbrigðisþjónustu sem er í molum – og nauðsyn þess að óháðir alþjóðlegir aðilar rannsaki árás Ísraelshers á skipalestina frá Tyrklandi.
En hún skrifar líka um svartan markað og hin slæmu áhrif sem öfgamenn hafa á samfélagið:
„Men den svarte økonomien blomstrer. Vi så bygninger bli bygget med sement som smugles gjennom tunnelene fra Egypt. Mens FNs byggeprosjekter er stoppet, fordi FN ikke kan kjøpe sement på svartebørsen. Dette er særdeles kontraproduktivt, fordi det kun styrker Hamas og de radikale fraksjonene i Gaza, som har kontroll på den svarte økonomien.
En annen illustrerende episode: FN organiserer sommerleirer for 250 000 barn under teltanlegg på stranden, for å gi barna avveksling. Der er det sportslige og kreative aktiviteter. Jeg så at et av teltene var revet ned og ødelagt, fordi FN gir samme tilbud til gutter og jenter. De som er mer ekstreme enn Hamas, vil ikke ha noe av at unge jenter er i selskap med gutter. En Hamas-leder hadde kommet til FN-sjefen John Ging for å unnskylde seg. Det tyder på at ekstremistene vinner terreng.
Nå er det nødvendig at blokaden oppheves for å slippe inn nødhjelp, for å starte gjenoppbyggingen av Gaza og for å gjøre det mulig å etablere en lovlig økonomi og å gi nytt håp til befolkningen.
Det er også nødvendig at flere drar til Gaza for selv å se hvor ille det er. Bare to av utenriksministerne i EUs 27 medlemsland har besøkt Gazastripen. Jeg og mine kolleger har derfor rettet en sterk appell til de 25 andre om å dra dit. Det kan bidra til at EU kan bli en virkelig aktør for fred i regionen.
Jeg pleier alltid å sende postkort når jeg reiser. Da jeg spurte på hotellet hvor jeg kunne ordne det, lo damen i resepsjonen av meg, og sa at her er det jo ikke noen postgang.
Jordbruket ligger nede fordi folk verken har gjødsel eller ledninger til å vanne åkrene. Du kan heller ikke sende penger ut og inn av Gaza via et banksystem. Økonomien er kontantbasert, og uten et bankvesen, er det umulig å bygge opp et næringsliv.„ |
Hvaða bíll sem er getur verið bílaleigubíll ef hann er í góðu ástandi því engin aldurstakmörk eru á bílaleigubílum á Íslandi. Þetta segir forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar sem gefur út starfsleyfi fyrir bílaleigur.
Eins og fram hefur komið í fréttum hafa bílaleigur innan SA, Samtaka ferðaþjónustunnar, kallað eftir auknu eftirliti með rekstri bílaleigna en frá hruni hefur fjöldi þeirra tvöfaldast. Vegagerðin gefur út starfsleyfi fyrir bílaleigur og styðst við lög frá árinu 2000 og reglugerð frá 2006.
Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar: Nú m.a. eru kröfur um það að bílar séu náttúrulega í góðu ásigkomulagi og, og það er ákvæði um það í reglugerðinni og, séu skoðaðir. En í sjálfu sér höfum við ekkert eftirlit með því frekar hvert er ástand bílanna.
Björn segir að enginn aldurstakmörk á bílaleigubílum séu tilgreind í reglunum, einungis að bílarnir þurfi að vera í góðu lagi. Það sé hlutverk skoðunarstöðva að fylgjast með því en Vegagerðin fylgist með því hvort farið sé að öllum reglum varðandi starfsleyfið. Það sé því ekkert eftirlit með ástandi bílaleigubíla umfram aðra bíla.
Björn Ólafsson: Ja ekki, ekki með ástandi bílanna, það er ekki haft neitt annað eftirlit en aftur ef okkur berast einhverjar upplýsingar um eitthvað vafasamt sem snýr að sem sé þeim ákvæðum sem að reglugerðin kveður á um, um sem sá starfsleyfið sjálft að þá gerum við fyrirspurnir um það og könnum það frekar. |
Alþýðusambandið segir að verðlækkanir sem urðu á matvörumarkaði í vor séu að ganga til baka og að heldur hafi dregið saman með lágvöruverslunum og stórmörkuðum.
Kröftugt verðstríð geisað milli lágvöruverslana í vor og höfðu starfsmenn þeirra ekki við að breyta verðinu. Mikil lækkun varð á verði mat- og drykkjarvöru samkvæmt vísutölu neysluverð frá því í mars og fram í maí.
Mælingar á vísitölunni í júní benda til þess að verðið hafi farið upp aftur. Þetta kemur heim og saman þegar verðkannanir Alþýðusambandsins sem gerðar voru í maí og nú 2. júlí eru bornar saman. Nokkur hækkun hefur orðið á verði í Bónus, Krónunni og Kaskó, þar sem verðstríðið geisaði en verið hefur lækkað í ýmsum öðrum stærri verslunum. Vörukarfan sem ASÍ hefur kannað verðið á hefur til dæmis hækkað um 8% í Bónus frá því í maí, 6% í Krónunni og um rúm 3% í Kaskó. Verðið á körfunni lækkað hins vegar um 12% í Gripið og greitt, 8,5% í Nettó, um 7% í Samkaupum og 4% bæði í Nóatúni og Hagkaupum. Samanburður á könnunum staðfestir að heldur hefur dregið saman með lágvöruverslunum og stórmörkuðum þó að enn sé talsverður verðmunur. Munurinn á lægsta og hæsta verði vörukörfunnar hefur minnkað. Í maí var hann tæplega 100% en nú er hann rúm 76%. |
Töluvert hefur borið á kvörtunum vegna nýlegrar gjaldskyldu á bílastæðum við Leifsstöð. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir gjaldið enn einn nýjan skattinn á bifreiðaeigendur.
Bílastæðum við Leifsstöð hefur verið fjölgað verulega, bæði skammtímastæðum fyrir þá sem fylgja farþegum í flug eða sækja og langtímastæðum fyrir þá sem geyma bíla sína á flugvellinum meðan á ferðalagi stendur. Skammtímagjaldið er 100 krónur á klukkustund. Því er meðal annars ætlað að tryggja að fólk sem staldrar stutt við fái stæði en brögð hafa verið að því að farþegar á leið úr landi skilji bíla sína eftir á skammtímastæðum og taki þar með rými frá þeim sem fylgja farþegum eða sækja þá. Í pistli á heimsíðu FÍB segir að ekki hafi orðið vart við bílastæðaskort við Leifsstöð. Auk þess sé ekki um að ræða landþrengsli eða dýrt land í kringum Flugstöðina sem geri nauðsynlegt að taka hátt gjald af þeim sem staldri stutt við.
Guðmundur Hörður Guðmundsson: Nú er náttúrlega þetta, hefur verið væntanlega byggt með skattfé í upphafi, á það ekki að duga af hálfu almennings að greiða þetta þannig?
Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar: Ja sko Flugstöðin er hlutafélag og er búið að vera hlutafélag í fimm ár og hlutafélagið tók við öllum skuldum sem að voru upphaflega stofnaðar til Flugstöðvarinnar og byggingu hennar. Og Flugstöðin, þetta hlutafélag þarf að þjóna öllum þeim skuldum sem að voru á Flugstöðinni hér á árum áður. Þannig að þetta er ekki um svokallaða skattlagningu að ræða, Flugstöðin er búin að fjárfesta í þessum flughlöðum, nei í bílastæðunum fyrirgefðu, um 300 milljónir og ef að hérna, væri ekki afgjald fyrir bílastæðin þá þyrfti að leggja þetta á almenna farþega.
Guðmundur: Er þetta ekki fullhátt, 100 krónur fyrir ja, stutt stopp?
Höskuldur Ásgeirsson: Nei ég held að þetta sé nú svipað og gengur og gerist í Reykjavík og heldur lægra og mun lægra en gengur og gerist í flugstöðvum í kringum okkur.
Í pistli FÍB segir einnig að raðir myndist við bílastæðahliðin þegar umferðin til og frá stöðinni sé sem mest. Dæmi séu um að bíða þurfi í stundarfjórðung eftir að komast inn á stæðið. Það sé vegna þess að hliðin komi fólki í opna skjöldu, innkeyrsla að þeim, útgönguleiðir og greiðslufyrirkomulag séu illa merkt og illa kynnt.
Höskuldur Ásgeirsson: Ja við vorum með mjög öfluga kynningu í byrjun á þessu, gáfum út sérstakan bækling og vorum með auglýsingar í fjölmiðlum út af þessu. Við erum að skerpa þjónustuna hvað varðar útkeyrslu og innkeyrslu, hafa mönnun á útkeyrslum og innkeyrslum á öllum álagstímum. Og við höfum beint því til rekstraraðilans sem er Securitas að taka á þessu máli. |
Hugmyndin kom bara í þessu róti þegar allir eru að reyna að ná áttum þegar ekki má lengur taka í spaða eða faðmast,“ segir Sæþór Örn Ásmundsson myndlistarmaður sem rekur prentverkstæðið og vinnustofuna Farva, ásamt eiginkonu sinni, Tobbu Ólafsdóttur.
Þau hjónin ákváðu að bregðast við kröfunni um handfrjálsar kveðjur og eftir stutta yfirlegu varð heilsubolurinn niðurstaðan.
„Okkur finnst þessi kveðja falleg, að leggja hægri hönd á hjartastað“ segir Sæþór um málamyndakveðjuna sem hann bendir á að gangi hvort sem verið er að kveðja eða heilsa.
Sæþór er þegar byrjaður að prenta kveðjuna á boli en vegna aðstæðna eru þeir aðeins til sölu í vefverslun þeirra hjóna, Farvi.is. „Við þurfum ekkert að stressa okkur á að einhver komi inn í verslunina okkar og vilji eintak þar sem hún er lokuð.
Búðargólfið hjá okkur er 140 sentimetrar sinnum 500 þannig að það er eiginlega ómögulegt að virða tveggja metra regluna. Nema þá með því að hleypa inn í eins manns hollum,“ segir grafíski hönnuðurinn og hlær.
Falleg kveðja
Hönd á hjartastað er síður en svo kveðja úr lausu lofti gripin, þótt Sæþór hafi ekki áttað sig á að hana má rekja til Arabíu, fyrr en hugmyndin var kominn í vinnslu og hann fór að gúggla.
Þá komst hann að því að hlýtt bros og snerting við hjartastað þykir ein hlýlegasta kveðja sem Arabar nota og felur í sér að nærvera þess sem hún beinist að sé mjög svo kærkomin.
„Þetta er ein af þeim kveðjum sem fólk í kringum mig fór að nota og mér þótti fallegust. Þetta er líka svolítið eins og maður sé þakklátur fyrir viðkomandi,“ segir Sæþór og bætir aðspurður við að honum finnist til dæmis heldur kuldalegra að brasa við að nudda saman olnbogum. „Það er eitthvað svona sem að maður gerir meira áður en maður fer í boxbardaga.“
Sæþór handprentar kveðjuna með umhverfisvænum prentlitum á lífræna bómull og segist senda þá frítt heim svo allir geti verið vinir vegna þess að „litla verslunin okkar í Álfheimum er lokuð á meðan samkomubanni stendur“.
Súrdeig og rútína
Sæþór segist í raun hafa brugðist skjótt við og rennt blint í sjóinn en hugmyndin hafi fengið góðan hljómgrunn á Facebook þar sem honum er sagt að færslan með bolnum „virki betur en 85% af því sem við setjum inn á tímalínuna“ og bætir við að „þegar ferlið frá hugmynd að söluvöru er svona stutt þá þarf ekki að gera leiðinlega hluti eins og að kanna áhuga markaðarins og svo framvegis heldur bara gera. Við prentum bara eintök og sjáum til,“ segir hann bjartsýnn.
Sæþór og Tobba búa fyrir ofan Farva í Álfheimakjarnanum sem hann segir oft koma sér vel. Ekki síst núna. „Í þessu COVID-ástandi kemur það sér vel að búa á efri hæðinni og vera með prentverkstæðið, verslunina og vinnuaðstöðuna á neðri hæðinni.
Við fjölskyldan erum því sem fyrr í góðum málum og við tókum líka þessa ákvörðun að loka búðinni til að geta verið meira til staðar fyrir börnin,“ segir Sæþór en þau tvö yngri Salka og Baldur eru í skólanum annan hvern dag en frumburðurinn hún Saga María, sem er í 9. bekk, fer einu sinni í viku á meðan bannið stendur.
„Við ætlum að reyna halda rútínu, byrja á morgunmat saman og fara svo saman út í göngutúr eða aðra hreyfingu. Síðan er planið að læra og vinna, fara í hádegismat og halda svo áfram að leika og vinna.
Við ætlum svo að prófa að elda nýja og spennandi rétti og ég gerði fyrsta súrdeigsbrauðið mitt í gær,“ segir Sæþór og gleymir að biðja um að sú staðreynd að það þurfti tvær tilraunir sé „off the record“ eins og það er kallað. |
Þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum er gríðarmikil. Vegagerðin áætlar að nauðsynlegt sé að fara í um 200 verkefni næstu 25 árin og eru þær framkvæmdir alls metnar á yfir 400 milljarða króna. Í síðustu viku lagði ég fram á Alþingi uppfærða samgönguáætlun. Í henni eru framlög aukin um fjóra milljarða á ári næstu fimm árin og framkvæmdum, sem í heild eru metnar á 214 milljarða króna, er flýtt.
Til að ná enn meiri árangri er gert ráð fyrir að sértækar framkvæmdir verði fjármagnaðar sem samvinnuverkefni, sbr. Hvalfjarðargangamódel. Slík verkefni mynda sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma. Þau eru þjóðhagslega arðbær. Sex verkefni hafa verið talin fýsileg í þeim efnum og eru til umfjöllunar í sérstöku frumvarpi um samvinnuverkefni (PPP), þ.m.t. ný Ölfusárbrú (2022) og nýr vegur um Öxi (2021).
Ný samgönguáætlun boðar byltingu í uppbyggingu og viðhaldi miðað við síðustu ár. Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að að lágmarki 120 milljarðar fari til vegaframkvæmda, eða um þriðjungur þess sem þarf til nauðsynlegra framkvæmda. Loksins verður hægt að endurreisa vegakerfið og tryggja viðunandi viðhald svo tryggja megi örugga og greiða umferð með áherslu á tengingu á milli byggða. Viðhald á vegum verður aukið í takt við meiri umferð og lagt verður bundið slitlag á 400-450 km á tengivegi. Gaman er að segja frá því að Vatnsnesvegur er nú loksins kominn á áætlun eftir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Í lok tímabils samgönguáætlunar verða umferðarmestu vegir til og frá höfuðborgarsvæðinu komnir með aðskildar akstursstefnur. Það gildir um Vesturlandsveg fram hjá Borgarnesi, á Suðurlandsvegi að Hellu og á Reykjanesbraut að flugstöðinni. Unnið er að því að finna leiðir til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut enn frekar, einum umferðarmesta þjóðvegi landsins. Þar eru óleyst skipulagsmál við Straumsvík en Vegagerðin telur að framkvæmdir þar fari í útboð í lok árs 2022. Þá verður jarðgöngum á Austurlandi flýtt og næstu skref að Sundabraut kynnt fljótlega. |
„Það er satt og rétt að maður sé að velta þessu fyrir sér,“ segir Hrannar Pétursson sem íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Hrannar ítrekar í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram, vænti megi tilkynningu um ákvörðun hans, hvort hann fer fram eða ekki, á næstu vikum.
„Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum og í því samhengi hefur mér þótt vænt um að vera nefndur á nafn og íhuga þetta af fullri alvöru,“ segir Hrannar.
Hvattur til dáða af héraðsfréttablaði
Fjallað var um mögulegt forsetaframboð Hrannars í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa, og er Hrannar hvattur þar til framboðs. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík en Hrannar er ættaður þaðan. Kjarninnvitnaði í Skarpa um mögulegt framboðs Hrannars og ræddi við hann um málið fyrr í dag.
Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafoneog nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.
Segist ekki bíða eftir Ólafi
Margir bíða spenntir eftir að heyra hver ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður varðandi hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Ólafur Ragnar hefur sagst ætla að tilkynna það í ávarpi sínu á nýársdag, en aðeins fimmtán dagar eru í hann. Aðspurður segist Hrannar ekki vera að bíða og sjá hver ákvörðun Ólafs Ragnars verður.
„Mín skoðun er sú að hver sá sem vill skoða þetta af fullri alvöru, að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti, hann á að gera það á sínum forsendum. Ef hann telur sjálfan sig hafa eitthvað fram að færi, þá á hann að taka skrefið ef hann treystir sér til, en ekki láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Það í rauninni segir afdráttarlaust hver mín skoðun er, en enn og aftur þá er ég ekki að tilkynna um framboðið.“
„Sameina fólk en ekki sundra“
Spurður hvort hann hafi ákveðna sýn á embættið, í hvaða átt hann myndi vilja sjá það þróast, segist hann lengi hafa haft áhuga á embættinu. „Sem í fyrsta lagi ég tel alveg gríðarlega mikilvægt. Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu. Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra, og vera sanngjarn en í senn staðfastur í því sem hann gerir.“
Ræddi ekki mögulegt forsetaframboð í forsætisráðuneytinu
Hrannar starfaði hjá forsætisráðuneytinu í tæpt ár en segist ekki hafa viðrað þessa hugmynd um forsetaframboð þar innanhúss. Hann segir það hins vegar vera styrkleika fyrir forseta að hafa starfað innan stjórnsýslunnar og þekkja innviði hennar.
„Ég hef í rauninni í öllum mínum störfum lagt mig fram um að vinna faglega og kalla fram ólíkar skoðanir og eiga góð samskipti með öllum sem ég starfa með. Það var raunin þarna í ráðuneytinu eins og annar staðar,“ segir Hrannar.
Hann segir að búast megi við tilkynningu frá honum á næstu vikum þess efnis hvort hann bjóði sig fram. „Meðgöngutíminn á svona löguðu er talsverður og það þarf að huga að ýmsu og maður er auðvitað ekki einn í heiminum. Maður þarf því að skoða allt samhengið.“ |
Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, segir að gæta þurfi sanngirni ef lækka á laun ríkisstarfsmanna. Hann óttast að fleiri læknar fari til starfa erlendis ef heildarlaun þeirra fari niður fyrir laun forsætisráðherra.
Samkvæmt tölum starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins höfðu rúmlega 450 starfsmenn ríkisins yfir milljón í mánaðarlaun í mars. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða störf þessi hópur gegnir en þó er ljóst að læknar eru þar stór hluti. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að enginn ríkisstarfsmaður hafi hærri laun en forsætisráðherra sem er með 935 þúsund krónur á mánuði. Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, segir ekki ljóst hvaða áhrif slíkt hefði á læknastéttina þar sem ekki liggi fyrir hvort átt sé við dagvinnulaun eða heildarlaun. Hann segir há heildarlaun stafa af miklu vinnuálagi og mörgum aukavöktum vegna skorts á læknum. Sóst sé eftir íslenskum læknum erlendis.
Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands: Þannig að ef að það á að fara að kreista þá meira heldur en kannski aðrar stéttir í landinu að þá er hætt við því að það muni þá fleiri fara til útlanda og við sitjum þá uppi með enn erfiðara ástand heldur en ella.
Gunnar segir lækna tilbúna til að taka þátt í að glíma við efnahagsvandann sem við er að etja.
Gunnar Ármannsson: En þeir vilja gera það á sanngjarnan hátt og ekki vera teknir út sérstaklega heldur þá að gera það eins og aðrar stéttir sem að eru þá kannski í sambærilegum störfum eða stöðum. En ef það á að fara að gera eitthvað sérstaklega gegn læknum þá hljóta þeir að hugsa sinn gang.
Gunnar telur það ekki sjálfgefið að forsætisráðherra eigi að vera með hæstu launin hjá ríkinu þó að starf hans sé mikilvægt. Læknar eigi margir hverjir 14 ára framhaldsnám að baki þegar þeir koma heim úr sérnámi og því gildi allt aðrar forsendur þegar laun þeirra eru ákveðin.
Gunnar Ármannsson: Ef við tökum lækna bara sem dæmi að þá geta þeir gengið nánast hvert sem er í útlöndum og fengið störf. Það er engin eftirspurn eftir íslenskum pólitíkusum erlendis. Það liggur fyrir. Þannig að það er ekki hægt að bera þetta saman með þessum hætti. |
Færri nemendur munu þurfa að sæta sóttkví en áður eftir að nýjar leiðbeiningar frá heilbrigðisráðuneytinu voru birtar. Almannavarnir harma mistök sem leiddi til þess að foreldrar voru ranglega skikkaðir í sóttkví.
Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar á vef stjórnarráðsins í dag. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hvort samvera við smitaðan hafi verið mikil eða ekki. Hér sjáum við viðmiðin. Ef að viðkomandi telst hafa verið í mikilli samveru við smitaðan skal hann sæta sóttkví. Teljist samveran hafa verið minni skal viðkomandi fara í hraðpróf um leið og smit er kunnugt og aftur fjórum dögum síðar. Í millitíðinni skal hann sæta smitgát sem þýðir að hann er frjáls ferða sinna og getur mætt í skólann en skal forðast viðkvæma hópa og fjölmenni. Þeir tilheyra svo græna hringnum sem voru í litlum eða engum samskiptum við smitaðan. Ef smit greinist í grunnskóla bekk fara þeir í sóttkví sem sátu við sama borð og smitaður, voru í vinnuhóp með honum eða léku við hann utan skólatíma. Skólastjórnendur og smitrakningarteymið meta þörfinni á sóttkví hverju sinni. Formaður Félags leikskólakennara segist skilja leiðbeiningarnar á þann veg að ef smit komi upp á einni deild á leikskóla fari deildin öll í sóttkví. Börn á öðrum deildum leikskólans munu þurfa að viðhafa smitgát.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara: Leikskólabyggingar eru mjög misjafnar og mér finnst erfitt að hólfaskipta og sameiginlegir snertifletir geta verið margir. En mér sýnist þetta leggjast svona.
Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Faðir stúlku á leikskóla sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann segir ámælisvert misræmi í leiðbeiningum og vill að almannavarnir biðji hann og aðra foreldra afsökunar. Í skriflegu svari frá samskiptastjóra almannavarnadeildar segir að deildin harmi þessi mistök og að misræmi í leiðbeiningum hafi verið leiðrétt. Deildin gaf ekki kost á viðtali í dag. |
Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir:
„Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“
Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið:
„Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“
Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru
Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum.
Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði.
Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar. |
Útgjaldaloforð stjórnmálaflokka fyrir alþingiskosningar á laugardag eru misraunhæf. „Það veldur vonbrigðum hversu litlar tilraunir eru oft gerðar til kostnaðarmats á gríðarstórum tillögum og að sama skapi lítið um skynsamlegar útfærslur til tekjuöflunar enda má segja að við höfum þurrausið brunninn þegar kemur að skattheimtu hér á landi,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Anna Hrefna segir að í sumum tilvikum geri flokkarnir ráð fyrir bættum efnahagsforsendum vegna breytinga sem flokkarnir hyggjast ráðast í án þess að það sé rökstutt nánar.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
„Í ljósi nýlegra vendinga í efnahagsmálum þarf vart að benda á að ekki er hægt að byggja loforð um varanlega aukningu útgjalda á síauknum hagvexti. Að auki eru margar tillaganna einmitt til þess fallnar að draga úr fjárfestingum og atvinnustarfsemi, svo sem aukin skattheimta á tekjur og eignir einstaklinga og fyrirtækja.
Þegar er áætlað að halli ríkissjóðs muni hlaupa á hundruðum milljarða á árinu. Umræða um aukin útgjöld hjá hinu opinbera þarf að byggja á raunhæfum tillögum sem vert er að eyða púðri í að ræða, svo ekki sé minnst á hvert lokamarkmiðið með auknum útgjöldum á að vera. Aukin útgjöld eru ekki ávísun á bættan árangur og eiga því aldrei að vera sjálfstætt markmið,“ segir hún.
Markaðurinn lagði þrjár spurningar fyrir stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis á laugardaginn og eiga möguleika á þingsæti: Hver eru þrjú helstu útgjaldaloforð ykkar? Hvaða kosta þau? Hvernig á að fjármagna þau?
Byrjum á stjórnarandstöðunni í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin ef marka má Þjóðarpúls Gallup og hún er almennt áhugasamari um ríkisútgjöld og skattahækkanir.
Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata.
Fréttablaðið/Ernir
Píratar vilja hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur en hann er nú tæplega 51 þúsund krónur. Jafnframt er stefnt að því að minnka tekjuskerðingar aldraðra og öryrkja og leggja aukið fé í heilbrigðiskerfið.
Píratar telja að hækkun persónuafsláttar muni kosta um 70,9 milljarða, minni tekjuskerðing kosti um 15 milljarða og leggja eigi um fimm milljarða í heilbrigðiskerfið.
Píratar segja að 25 milljarða króna svigrúm sé í fjármálaáætlun. Aukinheldur megi afla 40 milljarða með því að bæta við þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti og hækka efri skattþrep, hagræn áhrif skattabreytinga muni skila tíu milljörðum króna en flokkurinn segir að skattgreiðslur rúmlega 90 prósenta launafólks muni lækka gangi tillögurnar eftir. Jafnframt muni auðlindagjöld afla níu milljarða, endurskipulagning ríkisskulda átta milljarða, bætt skatteftirlit fimm milljarða, afnema eigi kirkjujarðasamkomulagið sem afla muni fjögurra milljarða króna og mengunar- og orkunýtingargjöld á stóriðju muni afla tveggja milljarða króna.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Sigtryggur Ari.
Samfylkingin stefnir á að hækka barnabætur í 77 þúsund krónur á mánuði fyrir einstætt foreldri með tvö börn og í 54 þúsund fyrir sambúðarfólk með tvö börn. Það mun að mati flokksins kosta um níu milljarða króna. Auk þess á að bæta kjör eldra fólks og öryrkja með því að hækka grunnlífeyri, frítekjumark atvinnutekna öryrkja og lífeyris- og atvinnutekna eldra fólks. Samfylkingin gerir ráð fyrir að samanlagður kostnaður við fyrstu skref í hækkun á almannatryggingum sé um 13 milljarðar. Þar að auki megi gera ráð fyrir einum til tveimur milljörðum í að ná niður biðlistum eftir brýnum aðgerðum í heilbrigðiskerfinu sem væru þó ekki varanleg útgjöld, samkvæmt svörum frá flokknum.
Samfylkingin stefnir enn fremur á að auka framlög til opinbera heilbrigðiskerfisins en það á eftir að útfæra þær áætlanir. Til að mæta auknum rekstrarútgjöldum mun flokkurinn leggja á stóreignaskatt sem gæti skilað að minnsta kosti tíu milljörðum króna. Jafnframt mun Samfylkingin hækka veiðigjöld á stærstu útgerðarfyrirtækin sem ætti varlega áætlað að skila – auk bætts skatteftirlits – um sex til átta milljörðum króna til viðbótar. Auknum fjárfestingarútgjöldum til grænnar uppbyggingar vegna loftslagsmála og húsnæðisuppbyggingar verður að hluta mætt með lántöku. Samfylkingin mun einnig hverfa frá 100 milljarða áformum um niðurskurð hjá ríkinu.
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdarstjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn nefndi ekki fjárhæðir þegar spurt var um helstu útgjaldaloforð og hvernig þau yrðu fjármögnuð. „Við boðum kerfisbreytingu og því misvísandi að ætla að verðmeta þessar aðgerðir innan óbreytt kerfis. Hagkerfið er kvikt og aðgerðirnar hafa áhrif á það, en tillögur Sósíalistar rúmast vel innan reynslu þjóðanna af skattastefnu eftirstríðsáranna og opinberri uppbyggingu innviða og grunnkerfa,“ segir í svarinu.
Sósíalistaflokkurinn segist boða endurreisn innviða og grunnkerfa samfélagsins. Það verði fjármagnað með lánum og segir flokkurinn að það sé ekki eyðsla heldur fjárfesting í öflugu samfélagi sem standa muni undir lánum. Auk þess boði flokkurinn byggingu 30 þúsund íbúða innan félagslega kerfisins sem fjármagnað verður með lántökum sem leiga og söluverð munu greiða niður.
Sósíalistar vilja lækka skatta á lágar tekjur og smáfyrirtæki. Það á að fjármagna með stóreignaskatti, hækkun á fjármagnstekjuskatti, innleiðingu hátekjuþrepa, þrepaskiptum tekjuskatti fyrirtækja, hátekjuþrepa í erfðafjárskatti og stórefldu skatteftirliti með auðugasta fólkinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Viðreisn segist leggja áherslu á ábyrga efnahagsstjórn sem feli í sér að útgjöld geti ekki vaxið hraðar en tekjur. Skapist rými til þess mun Viðreisn setja í forgang að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun.
Viðreisn telur raunhæft að auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða á komandi kjörtímabili. Gangi það eftir áætlar Viðreisn að auka ríkisútgjöld um 90 milljarða. Þessir 90 milljarðar myndu skiptast með eftirfarandi hætti eftir málaflokkum: 33 milljarðar í heilbrigðismál, 26 milljarðar í velferðarmál, 13 milljarðar í menntamál, ellefu milljarðar í samgöngumál og sjö milljarðar í nýsköpun.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Fréttablaðið/Anton Brink
Vinstri græn leggja áherslu á umbætur á örorkulífeyriskerfinu, eflingu barnabótakerfisins, lækkun kostnaðar sjúklinga og aukinn stuðning við almenna íbúðakerfið til að lækka húsnæðiskostnað tekjulægri heimila. Líklega þurfi að leggja tólf milljarða í að bæta grunnframfærslu öryrkja og skapa svigrúm fyrir aukna atvinnuþátttöku þeirra sem hafi tök á. Horft er til þess að bæta við allt að fimm milljörðum króna í tengslum við barnabætur á kjörtímabilinu. Vinstri græn gera ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar til lækkunar á greiðsluþátttöku sjúklinga næstu árin. Flokkurinn horfir til að byggja 600 nýjar íbúðir á ári sem mun kosta tvo milljarða.
VG segir að aukin umsvif í hagkerfinu muni skapa svigrúm til að fjármagna útgjöld. Flokkurinn horfir til þess að taka upp þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt til að stuðla að jöfnuði.
Auk þess telja Vinstri græn að hækka eigi veiðigjald sem nú sé 33 prósent hjá stærstu útgerðunum. Auk þess er stefnt á að innleiða frekari græna skatta í því skyni að ná loftlagsmarkmiðum.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mynd/Fréttablaðið
Sjálfstæðisflokkurinn segir að í aðdraganda heildstæðari endurskoðunar á kerfi ellilífeyris almannatrygginga muni flokkurinn tvöfalda frítekjumark atvinnutekna úr 100 þúsund krónum í 200 þúsund krónur. Þannig geta þeir sem vilja vinna á lífeyrisaldri gert það áfram án þess að búa við skerðingar á greiðslum almannatrygginga í þeim mæli sem nú er. Áætlað er að aðgerðin muni kosta um einn milljarð króna á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja betur við foreldra í námi. Nauðsynlegt sé að endurskoða reglur um fæðingarstyrk námsmanna og hækka hann verulega til að jafna stöðu þeirra miðað við foreldra á vinnumarkaði. Áætlaður beinn kostnaður við aðgerðina nemur um einum milljarði króna á ári. Ekki er talið að ráðast þurfi í sérstakar tekjuöflunaraðgerðir til að fjármagna aðgerðirnar heldur megi forgangsraða ríkisfjármunum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Mynd/Hringbraut
Eina beina útgjaldatillaga Framsóknarflokksins er vaxtarstyrkur vegna íþrótta og tómstunda barna sem eru sex ára og eldri. Markmiðið er að koma til móts við barnafjölskyldur og að ríkið styðji við frístundir barna um 60 þúsund krónur á ári. Talið er að kostnaðurinn verði 3,5 milljarðar króna á ári. Fjármagna á útgjöldin með því að skattleggja hærra hreinan hagnað fyrirtækja umfram 200 milljónir króna á ári.
Ekki bárust svör frá Flokki fólksins og Miðflokknum. |
Meðal kosta nýja húsnæðislánakerfisins sem ASÍ kynnti í dag er að sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól eftirstöðva lánsins verða afnumin og áhættunni af lántökunni er deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er. ASÍ kynnti kerfið á blaðamannafundi klukkan eitt í dag. Eins og greint var frá á Vísi byggir kerfið að danskri fyrirmynd.
ASÍ telur að þörf sé á nýju húsnæðislánakerfi til að gefa húsnæðiskaupendum valkost um hagstæð og örugg langtímalán sem byggja á föstum nafnvöxtum og fyrirsjáanleika inn í framtíðina í stað verðtryggðra lána.
Danska kerfið, sem hugmynd ASÍ byggir á, hefur þessi einkenni.
1.
Húsnæðisveðlánum er miðlað í gegnum sérhæfðar stofnanir (húsnæðisveðlánastofnanir) sem mega aðeins sýsla með húsnæðisveðlán og fjármögnun þeirra útlána með húsnæðisskuldabréfaútgáfu til sölu á skuldabréfamarkaði.
2.
Kerfið byggir á föstum nafnvöxtum til skemmri eða lengri tíma, hámarks lánshlutfalli m.v. markaðsvirði allt að 80% og lánstíma allt að 30 árum.
3.
Kerfið byggir á bókhaldslegu jafnvægi á milli eignahliðar (húsnæðisveðlánin) og skuldahliðar (skráðra húsnæðisskuldabréfa) - svokallaðri jafnvægisreglu. Afrakstri af hverju húsnæðisskuldabréfaútboði er miðlað beint til lántakenda og vaxtagreiðslur og afborganir af húsnæðisveðlánum er miðlað beint til þeirra fjárfesta sem eiga skráðu húsnæðisskuldabréfin.
Það er hægt að lesa meira um málið á vef ASÍ. |
Íbúar í Kolding kröfðust þess fyrir nokkrum árum að flugeldaverksmiðju í borginni yrði lokað en ekki var hlustað á þá. Einn lést í sprengingu í verksmiðjunni og eldar loguðu í tvo daga. Fólk er mjög skelkað segir Íslendingur.
"Eldurinn logar enn og það er of snemmt að fara inn á verksmiðjusvæðið. Í augnablikinu er markmiðið að bíða eftir að eldurinn deyi út," sagði Claus Andreasen, talsmaður slökkviliðsins, við blaðamann AP-fréttastofunnar.
Íbúar í Kolding kröfðust þess í kjölfar sprengingar í flugeldaverksmiðju í Hollandi sem kostaði 22 lífið árið 2000 að flugeldaverksmiðjan í Kolding yrði lögð niður. Samkvæmt rekstrarleyfi verksmiðjunnar mátti hún geyma 300 tonn af sprengiefnum en talið er að tvö þúsund tonn hafi verið geymd þar.
Fjölmargir Íslendingar búa í Kolding en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra hafi meiðst í sprengingunni og eldsvoðanum. Einn þeirra er Ágúst Ævar Guðbjörnsson sem er við nám í Kolding.
"Þetta var svakaleg sprenging, við fundum bylgjuna frá sprengingunni skella á okkur í tveggja til þriggja kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni. Rúður brotnuðu og þjófavarnakerfi fóru í gang," segir Ágúst Ævar um sprenginguna í verksmiðjunni á miðvikudag. "Það voru allir úti á götu og fólk var mjög skelkað." Ágúst Ævar segir mikið um skemmdir og að út um allt sé að finna hús þar sem rúðurnar hafa brotnað.
Sprengingin setti skólahald á annan endann. "Það var allt rýmt þegar átti að sprengja tvo gáma í verksmiðjunni. Nemendur voru fluttir niður í kjallara og sendir í burtu þegar hann fylltist," segir Ágúst Ævar. Útveggir skólans eru að miklu leyti úr gleri og því óttuðust skólayfirvöld að nemendur og starfsfólk kynnu að slasast ef rúðurnar brotnuðu í mikilli sprengingu. |
Ríkisstjórnin kynnti í dag hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Það er ger til að bregðast við útbreiðslu breska afbrigðis kórónuveirunnar sem nú hefur greinst í þremur hópsýkingum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki mega fleiri en 10 koma saman, skólum verður lokað og íþróttastarf leggst af. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti og gilda í þrjár vikur.
Frá og með miðnætti mega ekki fleiri en 10 manns koma saman, börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum og skólar á grunn-, framhalds- og háskólastigi loka. Líkamsræktarstöðvar, sundlaugar og skipulagt íþróttastarf leggst af og leikjum í úrvaldsdeildunum í hand- og körfubolta sem vera áttu í kvöld hefur verið frestað. Barir, spilasalir, sviðslistahús og kvikmyndahús loka og veitingahús verða opin til 10 á kvöldin. 30 mega vera við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga og ökunám og flugnám með kennara er óheimilt. Ekki mega vera fleiri en 50 í verslunum og tveggja metra regla og grímuskylda er enn í gildi.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: Ég veit að það mun hafa mikil áhrif á okkur öll. Það er margt framundan hjá mörgum til að mynda um páskana en niðurstaða okkar er sú að það að grípa inn í með þessum ákveðna hætti núna muni skila okkur því að við þurfum skemmri tíma til aðgerðanna í heild og það teljum við vera mikinn ávinning fyrir samfélagið.
Þeim sem er gert að loka starfsemi sinni eða skerða hana standa til boða ýmis úrræði. Lokunarstyrki standa enn til boða og boðuð hefur verið framlenging á viðspyrnustyrkjum.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra: Öll þessi úrræði sem að hafa verið til staðar getum við treyst á áfram og það er nú það sem að held ég á þessum tímapunkti skiptir mestu. Síðan er kannski hitt að við óttumst það að ef að ekki er gripið inn í núna að þá gæti það einmitt komið verr niður á rekstraraðilum með því að við þyrftum að ganga lengra síðar. Við erum að gera þetta til þess að útlitið verði bjartara, það er það sem þetta snýst um.
Þetta er í annað skiptir frá upphafi faraldursins sem fjöldatakmarkanir miðast við 10 og í fyrsta skiptið sem grunnskólum er lokað vegna veirunnar en í fyrra vor var starfsemi þeirra skert. Menntamálaráðherra segir of snemmt að segja til um hvort fjarkennsla verði á öllum skólastigum út skólaárið.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálamálaráðherra: Við erum núna að fara í þessar aðgerðir til þess að ná utan um þessa stöðu og við erum mjög vongóð um að þær skili okkur því að við getum farið svo aftur í staðnám.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að farið hafi verið í meginatriðum eftir tillögum hans. Hann segir að ekki liggi fyrir hvort landsmenn verði hvattir til að ferðast innanhúss næstu vikurnar.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir: Ja, grundvallaratriðið í þessu er bara að við reynum bara að anda djúpt og taka því rólega.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að nú reyni á hugkvæmni fólks við að gera sér glaðan dag.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra: Og það gerðum við um síðustu jól og það gerðum við líka í fyrra en það er auðvitað alltaf hundleiðinlegt þegar maður er búinn að undirbúa sig og hlakka til og svo framvegis og ég held að það eigi við okkur öll að við höfðum eitthvað til að hlakka til núna um páskana en við þurfum aðeins að breyta um kúrs og hugsa um það eina ferðina enn að gera okkur glaðan dag í minni hópum og ferðast innanhúss.
-
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir: En Þórdís Arnljótsdóttir, nú eru margir sem spyrja sig hvers vegna þurfi að grípa til svona harðra aðgerða þegar það greindust ekki meira en, eða ekki nema þrjú innanlandssmit utan sóttkvíar í gær, ég meina hvað er það sem að fólk hræðist?
Þórdís Arnljótsdóttir: Já, sko, við ættum kannski að vita það en það þarf eiginlega ekkert meira til en svona örfá smit til þess að það fari allt af stað. Núna eru hvað á þremur vikum erum við búin að fá þrjár hópsýkingar, tvær þeirra eru tengdar, þær hafa verið raðgreindar, það er ekki vitað um uppruna þeirra fjórðu, þetta eru allt breska afbrigðið og sóttvarnalæknir, hann bara segir að hann telur að þetta breska afbrigði sé töluvert útbreitt í samfélaginu og allir vita að breska afbrigði kórónuveirunnar, það er meira smitandi en önnur. Stór hluti þeirra sem að greindust með smit í gær, þeir eru í skólum í Laugardal í Reykjavík og eins og gefur að skilja að þá var fjöldi fólks settur í sóttkví og þess vegna mynduðust langar biðraðir í skimun í dag og börn sem voru í skimun í dag, þau hvetja aðra krakka til þess að fara varlega.
-
Laugarnesskóli er sá skóli þar sem flest smit hafa greinst, 12 nemendur og einn starfsmaður og á annað hundrað eru í sóttkví vegna smitanna. Allir starfsmenn skólans og nemendur í fjórum af sex árgöngum skólans hafa verið boðaðir í skimun.
Björn Gunnlaugsson, skólastjóri í Laugarnesskóla: Þessir nemendur eru allir í 6. bekk sem er elsti árgangurinn okkar og voru öll í sóttkví þegar að greining, þegar þau greindust.
Í dag voru langar raðir í skimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og um tíma teygði röðin sig upp Ármúla. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að viðbótarmannskapur hafi verið kallaður út. Búist var við um 1.700 manns í skimun en talsvert fleiri mættu og aldurssamsetningin var nokkuð önnur en vant er.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: Það eru börn úr skólum sem eru að koma meira í dag en venjulega þannig að það er meira um sýni úr yngri einstaklingum í dag. Ja, börnin standa sig mjög vel en það er auðvitað aðeins öðruvísi að taka sýni úr börnum.
Anna Lilja Þórisdóttir: Er langt síðan þið hafið skimað svona marga á einum degi?
Óskar Reykdalsson: Já, það er langt síðan. Það var, þegar að síðasta bylgjan var, þá var þetta svona.
Starkaður Máni Sveinsson, nemandi í Langholtsskóla: Ég er með kvef og ég æfi fótbolta og það er fullt af nemendum í Laugarnesskóla sem æfa líka fótbolta og eru í sömu frístundum.
Anna Lilja: Myndirðu vilja gefa krökkum einhver ráð?
Starkaður Máni Sveinsson: Já, bara fara varlega og kannski biðja þau um að fara mikið í skimun.
Erla Baldvinsdóttir, kennari í Laugarnesskóla: Þetta er eiginlega bara ferlega óþægilegt og ég man ekki eftir að hafa séð svo mörg börn smituð af sama vettvangi.
Anna: Er eitthvað sem þú myndir svona vilja ráðleggja krökkum?
Baldvin Rökkvi Hjartarson, nemandi í Laugarnesskóla: Alla veganna ekki fara það mikið út og ekki vera með öllum það mikið.
-
Þórdís: Nú hefur Landspítalinn verið færður á hættustig aftur og hér í bænum er ennþá fullt af fólki, kannski fólk að nýta síðasta séns til þess að fara á barinn og það er líka hægt að fara í sund eða ræktina í kvöld í síðasta skipti í alla vega þrjár vikur. Skólarnir, þeir verða lokaðir en ekki í þrjár vikur heldur bara fram til 31. mars þannig að krakkarnir missa bara úr skóladag á morgun og á föstudaginn og svo komið páskafrí. En það er ekki vitað ennþá en það er hugsanlegt að skólastarf verði takmarkað eftir páska en það skýrist ekki fyrr en eftir viku.
-
Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands: Skólasamfélagið hefur gengið vel í því að taka saman höndum bara og við munum gera það áfram. Við klárum þetta.
Þórdís: En krakkarnir hljóta að vera óhressir?
Þorsteinn Sæberg: Ég er ekki í vafa um það, þau eru orðin langþreytt börnin og í raun bara hin fullorðnu að útskýra vel fyrir þeim í hvaða stöðu við erum og að aðgerðir okkar eru auðvitað þeim til hagsbóta til lengri tíma eins og okkur öllum.
-
Þórdís: Við könnumst flest við hvatninguna um það að ferðast innanhúss og það eru líklega margir sem eru orðnir, já, kannski nokkuð þreyttir á híbýlum sínum og sóttvarnalæknir, hann er að búa til svona leiðbeiningar um það svona hvernig fólk á að bera sig að. En Rögnvaldur, það var talað um síðustu jól um jólakúluna, erum við þá núna komin í hvað páskakúlu?
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum: Já, eða páskaegg, Þetta er, já, þetta er náttúrulega leiðinleg staða sem við erum komin í og eitthvað sem er náttúrulega held ég gríðarleg vonbrigði fyrir mjög marga. En þetta er staðan og við höfum verið hérna áður, við vitum hvað þarf að gera og nú er bara tækifærið til þess að eyða tíma með sínum nánustu, geyma ferðalög út á land og stunda útivistina í nærumhverfinu.
Þórdís: En má maður ekki, ef maður er búinn að panta sumarbústað eða ætlar í ferð um páskana þar sem maður er kannski í sínu páskaeggi, má maður ekki fara?
Rögnvaldur Ólafsson: Við mælum ekki með því, við viljum ekki að fólk fari á milli landshluta núna ef það er hægt að komast hjá því. Eins og þú segir, njóta útivistar hérna í nágrenninu þar sem fólk býr og vera með sínum nánustu, það eru svona okkar skilaboð núna.
Þórdís: Já, og þið farið í sama gamla farið og við öll líka, við þurfum að reyna að taka okkur á næstu þrjár vikurnar.
-
Jóhanna: Takk fyrir þetta, Þórdís Arnljótsdóttir, niðri í bæ með puttann á púlsinum. En það er viðbúið að þessar hertu aðgerðir, það þær bitni á ferðaþjónustunni eins og svo oft áður. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ja, hvernig er nú hljóðið í þínu fólki?
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar: Það er auðvitað þungt hljóð í mínu fólki eins og svo sem landsmönnum öllum um þessar mundir. Það er ljóst að þetta hefur auðvitað mjög vond áhrif á þá sem eru búnir að undirbúa að taka á móti gestum til dæmis í páskafríinu þannig að við sjáum að veitingastaðir og krár og aðrir í þeim geira þurfa að taka núna á sig enn eitt höggið og ég held að það skipti máli að það sé komið með einhverjum hætti til móts við það þannig að, já, þetta er mjög erfitt fyrir okkur eins og alla aðra.
Jóhanna: Dimmbilvikan og páskarnir eru framundan, ja, er þetta tímabil farið í vaskinn hjá ykkur, eða hvað?
Jóhannes Þór Skúlason: Ja, ég held að þeir sem hafi verið að horfa til þess að taka á móti gestum og nýta páskafríið í það, við heyrðum hvað var sagt hér á undan um ferðalög milli landshluta og slíkt, mér sýnist að það sé þá út úr myndinni að stærstum hluta og miðað við takmarkanirnar þannig að við náttúrulega horfum til þess bara að þetta er að sýna okkur auðvitað fram á það að við þurfum að standa okkur vel öll saman í því að fara eftir þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi. Það eru, jú, við hér heima sem að dreifum smitunum og við verðum að taka okkur á í því, alveg eins í ferðaþjónustunni eins og öllu samfélaginu þannig að ég held að það sé nú kannski líka lærdómurinn af þessu alveg eins og síðasta haust.
Jóhanna: Kannski svona rétt í lokinn, Jóhannes Þór Skúlason, ja, hvað er það sem þið viljið að sé verið, hvernig verði komið til móts við ykkur eins og þú sagðir hér áðan?
Jóhannes Þór Skúlason: Það var náttúrulega gott að heyra fjármálaráðherra tala um það á fundinum í dag að verið sé að horfa til framlenginga viðspyrnustyrkja, lokunarstyrkja og stuðningsaðgerða annarra ýmissa það er, það er ákaflega jákvætt og vert að hrósa fyrir það. Ég tel að til dæmis við lokunarstyrkjaframlenginguna þurfi að horfa til þess að veitingastaðir komist inn til dæmis með hlutfallslega lokunarstyrki þar sem að þau verða augljóslega fyrir beinum áhrifum af þessum aðgerðum.
Jóhanna: Við sjáum hvað setur, Jóhannes Þór Skúlason, það er farið að snjóa á þig, eða haglél, sýnist mér, takk kærlega fyrir þetta. En hertar reglur hafa áhrif víða og vestur á Ísafirði hefur tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður verið aflýst. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, hún er við höfnina á Ísafirði, ekki rétt, Elsa María?
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir: Jú, ég er hérna á Ísafirði og hér átti að vera mjög fjörug dagskrá um páskana en það hefur nú breyst og hjá mér er Múgison, rokkstjóri á Aldrei fór ég suður. Það hefur verið fúlt að fá þessar fréttir?
Örn Elías Guðmundsson, rokkstjóri: Já, svona þannig en manni sýndist svona stefna í þetta í morgun þannig að hérna, já, það verður bara að taka á þessu.
Elsa: Og hvað tekur nú við?
Örn Elías Guðmundsson: Núna bara tekur við að búa til skemmtilega hátíð heima bara inni í eldhúsi og inni í stofu, er það ekki, hjá okkur öllum.
Elsa: Í fyrra var Aldrei fór ég suður í streymi, það var ekkert þannig uppi á borðinu núna?
Örn Elías Guðmundsson: Við erum ekki bara komin svo langt, ég held ekki, en við erum ekki búin að, við þurfum eiginlega að halda fund í rokknefndinni.
Elsa: Þakka þér fyrir. En það er ekki bara Aldrei fór ég suður heldur er skíðavikan líka hér á Ísafirði alltaf um páskana en hjá mér er Hlynur, forstöðumaður skíðasvæðisins, þetta er, hvað, stærsta vika ársins hjá ykkur?
Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar: Heyrðu, já, þetta er langstærsta vika ársins hjá okkur og þarna tökum við okkar alla veganna helming okkar tekna þannig að þetta er svona skellur hjá okkur.
Elsa: Vitið þið eitthvað hvort að þið getið haft eitthvað opið?
Hlynur Kristinsson: Heyrðu, það er svolítið verið að vinna bara í hlutunum núna, þetta er, Alpahlutinn verður alveg lokaður, það er alveg búið að gefa það út þannig að nú erum við að hugsa og bara skoða hvort að það er hérna leið 1 eða 2 í þessu regluverki okkar og þá er það bara spurning hvort að við getum verið með skíðagönguna opna og hérna með þá takmörkunum að skálar séu lokaðir og engar æfingar.
Elsa: Það væri ákveðin lending?
Hlynur Kristinsson: Ja, fyrir marga alla veganna.
Elsa: Þakka þér fyrir. En við kveðjum héðan frá Ísafirði.
Jóhanna: Takk fyrir þetta, Elsa María, Múgison og Hlynur, já, fyrir vestan á Ísafirði. Og við þetta allt má bæta að heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að byrjað yrði að bólusetja hér á landi á ný með bóluefni AstraZeneca og líka þá sem eru 70 ára og eldri. |
Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni.
Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti.
Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump.
Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim.
Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna.
Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu.
„Sully“ flugstjóri tilnefndur
Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó.
Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. |
Þeir sem stjórna Hvíta húsinu í dag hafa áttað sig á því að líklega voru mistök að hverfa algjörlega frá Íslandi árið 2006.
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birtist í ritinu Peningamálum er gert ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Það er nokkru minni samdráttur en spáð var í maí, en þá var spáð 0,4% samdrætti. Munurinn skýrist að mati Seðlabankans á þróttmeiri einkaneyslu og hærra framlagi utanríkisviðskipta en spáð var í maí.
Peningamál voru birt á miðvikudaginn í síðustu viku. Í fyrradag birti Hagstofan hins vegar leiðréttingu á hagvaxtaútreikningum sínum. Seðlabankinn byggði einmitt þjóðhagsspá sína á því að hagvöxtur næmi 1,7% á 2. ársfjórðungi. Raunin er sú að að hagvöxturinn var 2,7% á tímabilinu og hagvöxtur fyrstu sex mánuði þessa árs 0,9%.
Öllum verða á mistök og rétt er að fyrirgefa flest hver. En Hagstofan hefur nú ítrekað gert mistök við hagvaxtarútreikning sinn, sem geta haft mikil áhrif á efnahagslífið, áætlanagerð, fjárfestingu og neyslu. Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa haldið mjög að sér höndum um og eftir fall Wow air, sem er skiljanleg og réttmæt varúð, en getur verið fullmikið af því góða þegar á daginn kemur að óþarflegar og rangar hrakspár skutu þeim enn frekar skelk í bringu og mistök Hagstofunnar hafa þannig alið af sér önnur mistök allra þeirra, sem tóku mark á útreikningum hennar. Því er ákaflega mikilvægt að opinberar upplýsingar um stöðu og horfur í efnahagslífinu séu sem réttastar. Hagstofan hlýtur að leggja mikla áherslu á það á næstunni.
Burtséð frá þeim mistökum telja margir að óveðurský hafi hrannast upp í íslensku efnahagslífi upp á síðkastið. En er það raunin?
Samdrátturinn, sem allir kepptust við að spá í vor, virðist með leiðréttingu Hagstofunnar vera orðinn að engu. Að minnsta kosti litlu sem engu. Og hefði mögulega ekki verið neinn ef almenningur hefði haft réttar upplýsingar við höndina.
Verðbólga jókst í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar fyrir ári og náði hámarki í 3,7% í desember. Hún mældist 3,4% á öðrum ársfjórðungi en minnkaði í 3,1% í júlí. Verðbólguvæntingar hafa lækkað. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í 2,9% á síðasta fjórðungi ársins og í 2,5% (verðbólgumarkmið Seðlabankans) á fyrri hluta næsta árs og eitthvað undir markmiðinu á seinni hluta ársins. Þessu ræður Seðlabankinn í raun sjálfur með sinn risastóra gjaldeyrisvaraforða að vopni. Fróðlegt verður að sjá nálgun hins nýja seðlabankastjóra við þau viðfangsefni.
Atvinnuleysi jókst við fall Wow air og mældist 3,4% í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Samkvæmt þeim virðist atvinnuleysi hafa hætt að aukast mjög fljótlega eftir fall WOW air.
Verð sjávarafurða hefur hins vegar hækkað töluvert að undanförnu og er það vegna mikillar eftirspurnar á erlendum mörkuðum. Horfur eru á meiri verðhækkunum sjávarafurða á þessu ári en lítillega minni á næstu tveimur árum
Olíuverð hefur farið lækkandi undanfarnar vikur og er komið undir 60 dali á tonnið.
Í Peningamálum Seðlabankans er hagstæð þróun sjávarafurðaverðs og lækkun olíuverðs sögð ástæða þess að viðskiptakjör bötnuðu um 1,7% milli fjórðunga á fyrsta fjórðungi ársins. Gerir bankinn ráð fyrir að viðskiptakjör standi nánast í stað í ár en batni á næsta ári, aðallega vegna lægra olíuverðs og stöðugs gengis krónunnar.
Fleira er jákvætt að finna. Hrein staða við útlönd er nú jákvæð um 628 milljarða króna. Fyrir fimm árum var staðan neikvæð um rúma 200 milljarða króna. Þetta þýðir að Íslendingar eiga meiri eignir erlendis en þeir skulda, en það er gjörbreyting frá því sem áður var. Árið 2008 var hún til að mynda neikvæð um 2.200 milljarða króna. Það var ekki allt betra í gamla daga.
Eru Bandaríkin að fá kvef? Hins vegar eru væringar á erlendum mörkuðum þessa dagana. Viðskiptastríð Donalds Trump við Kínverja gæti hæglega haft afleiðingar fyrir heimsbúskapinn, sem gætu aftur smitast til Íslands. Það er rétt að gefa því gaum, en staða íslensk efnahagslífs hefur þrátt fyrir það sjaldan verið betur varin en einmitt nú.
Trump hugsar um fátt þessa dagana en að ná endurkjöri sem forseti. Sumir telja að hann þurfi að eiga í stríði við einhvern til að ná endurkjöri og viðskiptastríð verði hans stríðsrekstur. Það má vel vera. En það mun líka hafa veruleg áhrif á sigurlíkur Trumps hver staða efnahagsmála verður vestra. Viðskiptastríð gætu haft mjög neikvæð áhrif á hinn venjulega Bandaríkjamann og margt sem bendir til þess að hann eigi ekki mörg tæki eftir til þess að hvetja bandarískt efnahafslíf til frekari dáða í bráð. Snerrur hans við Seðlabanka Bandaríkjanna eru ekki heldur mjög traustvekjandi.
Íslensk ferðaþjónusta er líklega sá þáttur íslensks efnahagslífs sem berskjaldaðastur er gagnvart umheiminum. Ferðalög eru munaður fyrir flesta og meðal hins fyrsta sem fólk dregur úr í neyslu þegar harðnar í dalnum. Bandaríkjamenn eru um 40% allra ferðamanna á Íslandi og ef það þrengir að vestra er öruggt að íslensk ferðaþjónusta finnur fljótt fyrir því. Eins og fram kemur í Peningamálum fækkaði flugferðum til og frá landinu um fjórðung milli ára á öðrum fjórðungi ársins og á sama tíma komu 19% færri ferðamenn til landsins. Sætaframboð Icelandair var svo enn minna í sumar en áætlað var í maí vegna kyrrsetningar Max-þotanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í gær, eins og þeir sem þurftu að leggja leið sína í Borgartún urðu varir við, án þess þó að íslenskt fjármálalíf hafi lamast. Ýmsir urðu raunar til að amast við umstanginu, lífvörðunum og vopnaburðinum, jafnvel Pence sjálfum, sem hefur víst aðrar skoðanir á ýmsu en margir Íslendingar. Um það mátti fræðast mjög í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í gær. Færri hafa hins vegar velt því fyrir sér eða komið með sannfærandi skýringar á því hvers vegna varaforsetinn lagði þessa lykkju á leið sína frá Írlandi.
Óðinn er sannfærður um að megintilgangurinn sé sá að efla tengsl Bandaríkjanna við Ísland á ný, treysta Leifslínuna gömlu. Meginástæðan er tæplega sérstakt dálæti á landi og þjóð, heldur geópólitísk. Annars vegar að minna Rússa á að Bandaríkin líti enn á Norður-Atlantshaf sem hluta af áhrifasvæði sínu, en hins vegar og ekki síður til þess að koma í veg fyrir að Kínverjar, kínversk fyrirtæki og stjórnvöld byggi upp aukin tengsl við Ísland, enda eru stjórnmál og athafnalíf þar eystra samofin með allt öðrum hætti en vaninn er á Vesturlöndum.
Segja má að með því sé verið að taka upp gamlan þráð, Leifslínuna, sem trosnaði mjög í upphafi aldarinnar þegar ríkisstjórn Bandaríkjanna ákvað einhliða brottflutning Varnarliðsins árið 2006. Enn fremur má segja að sá bláþráður hafi slitnað þegar Bandaríkin ákváðu að skilja Ísland, eitt Norðurlanda, eftir eitt á báti í fárviðri fjármálakreppunnar, og neitaði landinu um gjaldmiðlaskiptasamninga, sem þá hefðu getað riðið baggamun.
Að því leyti eru Bandaríkjamenn nú að reyna að flétta þá taug til Íslands aftur, að valda stöðu sem þeir skildu eftir í reiðileysi fyrir 13 árum.
Þeir sem stjórna Hvíta húsinu í dag hafa áttað sig á því að líklega voru mistök að hverfa algjörlega frá Íslandi árið 2006. Þótt þeir eyði nokkrum milljörðum í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, þá eru það smápeningar í stóra samhenginu, og nýtast sameiginlegum varnarhagsmunum landanna, sem þrátt fyrir allt hafa enn með sér varnarsamning. Og kannski þeir átti sig á því að ræktarleysi þeirra í hruninu var bæði lélegt gagnvart gömlum bandamanni og óskynsamlegt í ljósi þess sem eftir sigldi. Jafnvel svo að peningaleg samvinna landanna verði bætt og bundin samningum.
En Íslendingar eiga ekki að taka þátt í viðskiptastríði sem kemur þeim ekki við. Ekki frekar en glórulausum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna við Rússa, þar sem Íslendingar báru óvenjumikinn skaða af. Íslendingar eiga að leggja áherslu á að eiga viðskipti við alla. Það er líklegasta leiðin til friðar í heiminum. |
Kostnaður vegna rannsóknanefnda Alþingis er kominn í tæpar fjórtánhundruð milljónir króna. Varaformaður fjárlaganefndar, segir skattgreiðendur eiga betra skilið og spyr hvort alþingismenn ætli ekki að læra af reynslunni.
Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun vegna kostnaðar við rannsóknanefndir Alþingis. Kostnaður vegna rannsóknar á falli íslensku bankanna var alls 454 milljónir króna og kostnaður vegna rannsókna á Íbúðalánasjóð, alls rúmar 249 milljónir, en var upphaflega áætlaður 70 milljónir. Þá var kostnaður vegna rannsóknar á falli sparisjóðanna tæpar 678 milljónir, en nefndin skilaði af sér þann 10. apríl síðastliðinn, tæpum tveimur árum seinna en áætlaðar var. Alls er kostnaður vegna þessara þriggja nefnda 1.382 milljónir, langt yfir þeim áætlunum sem gert var ráð fyrir. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundi fjárlaganefndar í morgun, kemur fram að kostnaður vegna rannsóknar á falli sparisjóðanna á þessu ári, nemi tæpum 130 milljónum króna. En ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu vegna þessara í fjárlögum þessa árs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar: Og það sem vekur athygli manns þegar maður skoðar þetta er að það er eins og menn læri ekki neitt. Það voru gerð mistök hvað varðar áætlanir og eftirfylgni og eftirlit þingsins í fyrstu skýrslunni í annarri skýrslunni og svo sannarlega í þeirri þriðju líka. Og þetta er ótrúlegt mál og það er auðvitað alltaf slæmt þegar að menn gera mistök og fara fram úr áætlunum. En það er ennþá verra þegar menn læra ekkert af mistökunum.
Guðlaugur segir mikilvægt að fara yfir málið áður en önnur nefnd tekur til starfa. Mynda þurfi ramma utan um rannsóknanefndir þannig að ekki verði opnaðar flóðgáttir fyrir framúrkeyrslu sem þessar.
Guðlaugur Þór Þórðarson: Því að það er, þeir sem borga fyrir þetta eru skattgreiðendur og þeir eiga betra skilið. |
Rannsókn ríkissaksóknara á skotárásinni í Hraunbæ í desember, þar sem maður lést eftir aðgerðir lögreglunnar, hefur verið hætt. Þetta kemur fram á vef embættisins. Þar segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til refsiverðra háttsemi og að maðurinn hafi verið skotinn í neyðarvörn.
Í tilkynningunni kemur fram að lögreglu hafi borið við þessa aðstæður að afvopna manninn til að að koma í veg fyrir frekari hættu. Í samræmi við verklagsreglur hafi verið skotið inn gasi til að neyða manninn út úr íbúðinni svo hægt væri að afvopna og handtaka hann.
Ríkissaksóknari segir enn fremur að maðurinn hafi skotið að lögreglu þegar gasflaugum var skotið inn í íbúðina. Almennahætta hafi skapast á vettvangi en Hraunbær sé ein fjölmennasta íbúðagata landsins.
Fram kemur á vef embættisins að lögreglan hafi skotið inn í íbúðina miklu magni af gasi en sú aðgerð hafi skilað litlum árangri. Því hafi lögreglan þurfti að fara inn íbúðina til að bjarga honum úr aðstæðunum. „Í þann mund sem sérsveitarmenn réðust inn í íbúðina skaut [maðurinn] þremur skotum að þeim og fór eitt skotið í hjálm sérsveitarmanns sem féll við. Sérsveitarmenn brugðust við árás S í neyðarvörn og skutu á hann með þeim afleiðingum að [maðurinn] varð óvígur,“ segir í tilkynningu frá embætti ríkissaksóknara. |
Ég hef átt nokkra ketti um dagana. Þeir hafa átt eitt sameiginlegt-að hafa engan húmor. Kettir virðast leggja mikið upp úr að «halda andlitinu», þetta sést einkum á því hve illa þeim er við að hlegið sé að þeim. Það á reyndar líka við um fólk-með þeirri undantekningu að til er margt fólk sem getur séð hið broslega í stöðu mála, jafnvel þótt það sjálft eigi í hlut. Sumir geta meira að segja hlegið með og láta sér þannig í raun á sama standa þótt þeim takist ekki að «halda andlitinu».
Eftir að hafa athugað atferli katta í þessum efnum og svo fólksins í umhverfi mínu fór ég að skoða hvernig þetta horfir við í samfélagslegu samhengi. Niðurstaða mín er að það virðist ráða furðu miklu í samfélagi okkar hve t.d. ráðamönnum er illa við að «missa andlitið» í ýmsum deilumálum.
Í uppeldismálum er fólki gjarnan ráðlagt að halda fast við það sem það hefur einu sinni ákveðið og sagt. Annars er víst hætta á að þeir sem ala á upp missi virðingu fyrir uppalandanum. Ráðamenn virðast margir hverjir hafa lært þessa reglu og sumir beinlínis tekið á hana trú. Hinir skynsamari gæta þess að segja ekkert ákveðið fram í rauðan dauðann-þá er ekki hætta á að þeir «missi andlitið», ef veður skipast í lofti. Hafi viðkomandi hins vegar gefið út einhverja yfirlýsingu þá reyna þeir að hanga á henni.
Ég las einu sinni sögu af séra Matthíasi Jochumssyni og kennsluhæfileikum hans. Einn nemenda hans hafði brotið skólareglur og Matthías lagði af stað með hann til skólastjóra eins og boðað var að refsingin ætti að vera. Á miðri leið stansar hann og snýr sér að nemandanum og segir eitthvað á þá leið að þetta sé svo smásmugulegt að það taki því ekki að gera meira veður út af því, «gerðu þetta bara ekki aftur», sagði hann við nemandann og klappaði honum á axlirnar. Hann lét sér þetta að kenningu verða en sagði frá þessu til marks um hve Matthías hafi verið stór í sniðum til sálarinnar.
Ef tvö mál sem nú ber hátt í umræðunni eru skoðuð út frá þessu sjónarmiði sést að það að «halda andlitinu» er greinilega nokkuð ríkt atriði. Í launadeilu framhaldsskólakennara er gjarnan vísað í það sem «sagt hefur verið». Það er augljóslega mikið atriði að báðir aðilar fái að «halda andlitinu» þegar reynt er að finna lausn svo framhaldsskólamenntun leggist ekki af í landinu.
Hitt málið varðar flóttamann frá Tjetjníu sem ítrekað hefur verið neitað hér um landvistarleyfi og það þótt maðurinn sé kvæntur íslenskri konu. Mér er sagt að t.d. í Þýskalandi sé vart fordæmi fyrir því að neita útlendingi um landvistarleyfi ef hann er kvæntur innlendum aðila. Sumum hefur reyndar þótt ýmislegt benda til að hér gangi körlum betur að fá landvistarleyfi fyrir útlendar konur en konum fyrir útlenda menn.
Varðandi þennan tiltekna flóttamann hafa opinberir aðilar sagt að illa gangi að staðfesta hvert raunverulegt nafn mannsins sé en þeir sem aðstoðað hafa manninn hafa bent á að opinberar stofnanir í heimabyggð hans séu afar illa starfhæfar vegna endurtekinna hernaðarátaka í landinu.
Íslendingar eru ekki hrifnir af svona flóttamönnum-nafnrugluðum, örvæntingarfullum og snauðum. Íslendingar vilja fara sjálfir út og velja flóttamenn, taka svo af þeim stórar myndir og íbúðunum sem þeir eiga að búa í. Hins vegar fer færri sögum af þegar þetta fólk fer burt frá Íslandi aftur, sem furðu oft virðist gerast.
Í aðstoð við flóttamenn virðist það umtalsvert atriði að allir Íslendingar sem nærri koma «haldi andlitinu» gegnum þykkt og þunnt. Það virðist jafnvel á stundum mikilvægara en hvort viðkomandi flóttamaður á vísan dauða eða pyntingar ef hann fær ekki landvistarleyfi hér.
Nú nálgast jólin og fólk hefur um annað að hugsa en neyð einhvers bláókunnugs Tjetjena sem hefur illu heilli barið að dyrum hjá okkur, hinum gestrisnu Íslendingum, og lætur sér ekki skiljast að koma hans veldur óþægindum. Menn eru orðnir ergilegir og þreyttir á að hann skuli ekki vilja fara héðan með sæmilega góðu.
Þetta hefur auðvitað verið bagalegt nú á aðventunni þegar allir eiga að vera góðir og glaðir og undirbúa að minnast með hátíðlegum faguryrðum og góðum gjöfum að foreldrar frelsarans urðu, fyrir umkomuleysis og fátæktar sakir, að hírast í fjárhúsi þegar fæðingu hans bar að.
Um þessar mundir situr svo sjálfur jólakötturinn álengdar og bíður átekta, varla getur hann þó gert sér miklar vonir-Íslendingar eru gjafmildir hver við annan-jólakettinum til angurs. Ef hann er líkur öðrum köttum líkar honum heldur varla vel að hlegið sé að honum, en það má segja að sé orðinn plagsiður hér. Mér datt í hug að kannski mætti leysa þessi vandræðamál með því að jólakötturinn fengi flóttamanninn í sinn hlut. Þá geta allir «haldið andlitinu»,-jólakötturinn og Frónbúar-allir nema flóttamaðurinn. En hann á nú hvort eð er dauðan vísan, ef fréttir af innanlandsástandi Tjetjníu eru réttar, þar sem ákveðið hefur verið enn á ný að neita honum um landvistarleyfi hér.
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur |
Svo kann að fara að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, verði ákærður fyrir innflutning á fíkniefnum. Hann var handtekinn í Leifsstöð á laugardag.
Það var hér í gegnum Leifsstöð sem Reynir Traustason, rithöfundur fluttir fjórðung úr grammi af kókaíni. Hann kom frá Hollandi og faldi efnin í ævisögu Stalíns. Hann komst í gegnum tollskoðun en snéri svo til baka og afhenti laganna vörðum efnin. Leikurinn var til þess gerður að upplifa sömu tilfinningu og fíkniefnasmyglari fær við iðju sína. Henni ætlar Reynir síðan að lýsa í bók.
Reynir Traustason, rithöfundur: Og ég tel mig þurfa að upplifa sem mest í kringum þessa vá, sem er jú dópið og börnin okkar og allir sem verða fyrir barðinu á þessum ófögnuði. Og ég þarf að skilja hugarheim fíkniefnasmyglarans alveg eins og fórnarlambsins, neytandans á götunni.
Efnið sem Reynir flutti inn var mjög lítið, fjórðungur úr grammi, auk þess sem það var blandað mulinni sápu og telst því varla neysluhæft. En þrátt fyrir það er sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli ekki skemmt. Hann segir landslög gilda í þessum málum og frá þeim verði ekki vikið þrátt fyrir að kringumstæðurnar séu sérkennilegar.
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli: Það er brotlegt að vera með slík efni undir höndum og þó að hann framvísi efninu þá breytir það einfaldlega ekki neinu um niðurstöðu. En hins vegar verður bara tekið á málinu í samræmi við magn.
Guðmundur Hörður Guðmundsson: Við hvers konar refsingu má hann búast ef að hann verður ákærður?
Jóhann R. Benediktsson: Ég ætla svo sem ekkert að fara út í þá þætti hér og nú. Við erum einfaldlega að skoða þetta mál. Efnið er... búið að senda það upp í Háskóla og þar í efnagreiningu og við tökum þetta bara eins og... stig af stigi eins og önnur mál.
Jóhann segist þó fagna því að Reynir ætli að skrifa bókina, enda séu þeir í sama líði í baráttunni gegn fíkniefnanotkun. En þrátt fyrir að hafa verið handtekinn, yfirheyrður og látinn hýrast í fangaklefa í 8 tíma segir Reynir að það hafi verið þess virði enda hafi hann upplifað tilfinningu sem hann vilji segja frá í bókinni.
Reynir Traustason: Ég fékk sem sagt hnút í magann, ég náði að svitna. Ég fékk nákvæmlega þá tilfinningu, held ég, sem að eiturlyfjasmyglari hefur. |
Fjárfestingar Landsvirkjunar í Búðarhálsvirkjun og stækkun álvers Alcan gætu markað upphafið að endalokum kreppunnar, segir framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Hann segir merki um að lánsfjármarkaðir erlendis séu að opnast fyrir verkefni hér á landi.
Fréttir af útboði Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar hafa vakið athygli, ekki síst fyrir þær sakir að hér er um að ræða fyrsta stóra verkefni Landsvirkjunar í nokkur ár og reyndar stærsta útboðið eftir hrun efnahagslífsins haustið 2008.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir þetta skipta miklu máli og geti orðið til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang af alvöru.
Þegar er búið að ráðstafa orkunni úr Búðarhálsvirkjun til álvers Alcan í Hafnarfirði. Þar er ætlunin að ráðast í framkvæmdir til að auka framleiðslugetu. Þar er verið að vinna að endurbótum á verksmiðjunni, tveir áfangar í viðbót snúist um framleiðsuaukningu. Um sé að ræða verulegar fjárfestingar, sem séu tugir milljarða að sögn Vilhjálms.
Landsvirkjun er í viðræðum við erlenda banka og stofnanir um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Vilhjálmur segir mjög jákvætt ef takist að fá hingað erlent lánsfé í verkefni af þessu tagi, lánsfé sem komi ekki beint í gegnum ríkiskerfið, heldur til einstakra fyrirtækja.
En markar þetta þáttaskil í efnahagslífinu? „ Já, þetta getur verið upphafið af því að við séum í alvöru að komast út úr kreppunni," segir Vilhjálmur. |
Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar.
Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja.
Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum.
Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins.
Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar.
Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum.
„Vanmetið er hversu mikill virðisauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sérstaklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo.
Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kolefnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. |
Starfsmaður kirkjunnar á ekki að vera einn á bak við luktar dyr með barni eða aka barni heim. Þetta er meðal þess sem kemur fram í kynningarátaki Þjóðkirkjunnar og annarra kristinna söfnuða sem eru að fara að sem á að ýta úr vör eftir helgi.
Átakið hefst næsta þriðjudag. Alls taka 15 kristin trúfélög þátt í því ásamt Þjóðkirkjunni. Kortum og plakötum verður dreift í allar kirkjur og kristna söfnuði landsins til áréttingar á því að kynferðisofbeldi verði aldrei liðið í kristnum söfnuðum. Á kortunum og plakötunum er fjallað um hvar kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað, kynferðislegt ofbeldi er skilgreint, algengar tilfinningar þeirra sem lenda í kynferðislegu ofbeldi tilgreindar, auk þess sem fólki er bent á ýmsar leiðir sem eru í boði fyrir þá sem hafa lent í slíku ofbeldi. Verkefnastjóri er Elín Elísabet Jóhannesdóttir.
Elín Elísabet Jóhannesdóttir: Og síðan er líka erum við líka að dreifa hjá okkur siðareglum sem að hafa verið búnar til og eru sem sagt bæði siðareglur og heilræði í sambandi við það hvernig hvernig fólk getur komið fram eða sem sagt hvað bara má og má ekki og hvernig er þá best að haga forvörnum. Til dæmis það er bara ekki leyft að starfsmaður kirkjunnar sé einn fyrir lokuðum dyrum með barni og má ekki keyra barn heim til dæmis. Það eru ýmsar leiðir sem við höfum og starfsfólk kirkjunnar það sem sagt á að passa upp á hvert annað. Minna hvert annað á og sem sagt við erum virkilega að taka þetta alvarlega. Við verðum að fylgja þessum reglum.
Elín segir að verkefnið sé upphaflega sprottið úr grasrótarstarfi innan kirkjunnar. Unnið hafi verið að því í tvö ár, en umræður um mál sem tengist séra Ólafi Skúlasyni, biskupi, hafi svo orðið til þess að ákveðið var að hrinda af stað átakinu.
Elín Elísabet Jóhannesdóttir: Ég get bara fullyrt það að alls staðar þar sem er fólk, þar geta komið upp svona mál og mér finnst að félagasamtök eigi að vera meðvituð um þetta og bara gera þetta líka. Það er svo alvarlegt þegar svona mál koma upp að það verður ekkert tekið til baka. |
Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum.
Mohammed al Maktoum, leiðtogi Dúbaí og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur átt í hatrammri skilnaðar- og forræðisdeilu við Hayu prinsessu af Jórdaníu undanfarin ár. Hún flúði til Evrópu og fékk hæli í Bretlandi.
Nú hefur enskur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sjeik Mohammed hafi látið brjótast inn í símana og látið koma fyrir í þeim njósnaforriti. Þannig hafi hann brotið gegn breskum hegningarlögum og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann hafi gerst sekur um að trufla störf dómstólsins, aðgang Hayu að réttarkerfinu og að misnota vald sitt sem þjóðarleiðtogi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Pegasus-njósnaforrit ísraelska fyrirtækisins NSO gaf útsendurum sjeiksins upplýsingar um staðsetningu símanna, textaskilaboðum, tölvupóstum og skilaboðum í öðrum samskiptaforritum. Þá gátu þeir hlerað símtöl og fylgst með símaskrá, lykilorðum, færslum í almanak og myndum.
Ekki aðeins það heldur bauð forritið upp á að þeim sem komu því fyrir gætu virkjað símana án vitneskju eigenda þeirra og jafnvel tekið upp og myndað þá.
Sjeik Mohammed neitar nokkurri vitneskju um innbrotin. Hann hafi ekki skipað neinum að koma njósnaforriti fyrir í símum fyrrverandi konu sinnar, lögmanna hennar, aðstoðarmanns og tveggja öryggisvarða.
Sérfræðingur sem var kallaður fyrir dóminn sagðist þó eki í vafa um að Pegasus-forritið hafi verið notað til þess að brjótast inn í símana. Einn aðili í einu þjóðríki hefði staðið að því.
Fyrrverandi forsætisráðherrafrú benti á njósnirnar
Upp um njósnirnar komst þegar Cherrie Blair, eiginkona fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lét lögmann Hayu vita af þeim. Blair hafði þá starfað sem ráðgjafi fyrir NSO. Starfsmenn fyrirtækisins bentu henni á að Pegasus-forritið kynni að hafa verið misnotað til þess að fylgjast með símum Hayu og lögmanns hennar.
NSO hefur verið sakað um að gera einræðisherrum víða um heim kleift að fylgjast með andófsfólki og blaðamönnum. Fyrirtækið heldur því sjálft fram að forritið sé aðeins selt ríkisstjórnum til að berjast gegn glæpa- og hryðjuverkamönnum. |
„Ég er svo hamingjusamur í dag, loksins,“ segir Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson en hann er einn af þeim 69 einstaklingum sem Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á listanum er einnig systir Eggerts, Else Harriett Rosener Edwards. Önnur umræða um lagafrumvarpið fer fram í dag.
„Bæði ég og systir mín erum mjög stolt. Ég er í bolnum mínum sem stendur á „Fæddur á Íslandi.“ Fjölskyldan mín dansar í himnaríki núna, þetta er gleðidagur.“
Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík árið 1957 en flutti til Ameríku þegar hann var sjö ára. Móðir hans var íslensk en faðir hans danskur. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér í meira en átta ár eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.
Eggert er giftur Michelle Lyn Nielson og saman eiga þau tvö börn, þau Eggert Thomas Nielson og Briana Lyn Russell. Eggert og Michelle búa hér ásamt Eggerti syni sínum og starfa þau öll á Íslandi. Þau settu húsið sitt á sölu þegar það leit út fyrir að þau þyrftu að yfirgefa landið.
Þau eru nú komin með húsnæði á Langeyri á Súðavík og ætla að flytja þangað. Næsta verkefni hjá Eggerti er að finna sér atvinnu fyrir haustið og eru þau spennt fyrir komandi tímum.
„Takk fyrir alla ástina og stuðninginn.“
Alls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía.
Á meðal hinna 69 er einnig Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla, sem meðal annars leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagði af sér embætti. Áður hafði aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, upplýst að hann hefði lekið upplýsingum og var hann síðar dæmdur vegna málsins.
Á listanum er einnig Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður fæddur 1989, sem tilnefndur var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á síðasta ári. Einnig á listanum er hælisleitandinn Nargiza Salimova, sem hafði fengið tilkynningu um að henni yrði vísað úr landi.
Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt. |
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þeir fylgist grannt með stöðu mála í Kænugarði og hafi vissar áhyggjur af tíðindum dagsins. BBC greindi frá því fyrr í dag að 21 starfsmaður í skipulagsteymi Eurovision-keppninnar hefði sagt upp störfum eftir að nýr yfirmaður tók til starfa.
Á vef BBC kemur fram að starfsmönnunum hafi verið haldið algerlega utan við alla ákvarðanatöku og að meðal þeirra sem hafi hætt séu tveir yfirframleiðendur.
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, bendir engu að síður á að bakland keppninnar sé afar traust. Forsvarsmenn hjá Eurovision séu nú eflaust farnir að skoða það alvarlega og meta hvort þörf sé á einhvers konar inngripi og þá hvernig því verði best háttað. „Hvort aðstoða eigi beint við undirbúning og skipulagningu keppninnar í Kænugarði eða hvort nauðsynlegt verða að færa hana. Sem fyrr segir þá munum við fylgjast grannt með næstu skrefum og verðum í sambandi við forsvarsmenn keppninnar til að kalla eftir frekari upplýsingum um stöðuna sem upp er komin.“
BBC segir að það því fylgi mikill kostnaður að halda Eurovision. Þannig hafi norska ríkisútvarpið, NRK, neyðst til að gefa frá sér HM í knattspyrnu árið 2010 vegna keppninnar. Talsverður vandræðagangur hefur verið í kringum keppnina í Úkraínu.
Skipuleggjendur neyddust til að fresta því í þrígang að tilkynna hvar keppnin yrði haldin og starfsmennirnir 21 saka yfirmann sinn um að hunsa allar ráðleggingar þeirra. Fullyrt er á vef BBC að undirbúningurinn hafi tafist í tvo mánuði vegna hins nýja yfirmanns. Sjálft úrslitakvöldið verður 13. maí en forkeppnin hér á landi hefst 25. febrúar. |
Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings.
„Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun.
Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins.
„Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“
Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun.
„Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“
Umfang gossins í samræmi við spá
„Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum.
Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga.
„Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“ |
Starfshópur sem sagður var eiga að kanna fangaflug CIA í íslenskri lofthelgi var sýndarmennska ein, samkvæmt Wikileaks-skjali úr bandaríska sendiráðinu. Raunverulegt hlutverk hópsins hafi verið að koma höggi á Steingrím J. Sigfússon og láta líta út fyrir að stjórnvöld væru eitthvað að aðhafst.
Starfshópinn skipaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra árið 2007. Í Wikileaks skjali sem skrifað er í júlí sama ár er greint frá samtölum starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, við starfsmenn utanríkisráðuneytisins.
Samkvæmt þeim virðist vinna starfshópsins ekki hafa snúist um rannsókn á hugsanlegum mannréttindabrotum eða hvort fangar væru fluttir til landa þar sem fyrirhugað væri að pynta þá, heldur íslenska pólitík.
Æfing í gegnsæi eru orðin sem notuð erum um skipan starfshópsins og því er lýst þegar starfsmaður mannréttindaskrifstofu utanríkisráðuneytisins vekur sérstaka athygli á því að talað sé um skoðun á fangaflugi, en ekki rannsókn í yfirlýsingu stjórnvalda. Það undirstriki að utanríkisráðuneytið hafi engar áætlanir, né umboð, til þess að hefja formlega rannsókn.
Skipan starfshópsins væri hugsuð til að vængstífa Steingrím J. Sigfússon áður en honum gefist færi á að valda utanríkisráðherranum meiri vandræðum.
„Mikilvægast er að það líti út fyrir að við séum að gera eitthvað," segir starfsmaður utanríkisráðuneytisins en hann átti einmitt sæti í starfshópi ráðherra sem falið var að kanna fangaflug CIA í íslenskri lofthelgi.
Niðurstaða starfshópsins var að þessar vélar hefðu farið um íslenska lofthelgi og lent á Íslandi, en engin leið væri að sannreyna eftir á hvort um ólöglega fangaflutninga hefði verið að ræða nema í fullri samvinnu þeirra sem að slíku flugi stóðu.
Steingrímur J. Sigfússon segir að sér hafi verið full alvara með starfi hópsins og hann hafi ætlast til hins sama af þáverandi stjórnvöldum. Af skjölunum að ráða virðist svo hins vegar ekki hafa verið.
Hvorki fyrrverandi utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir né núverandi, Össur Skarphéðinsson, þekktust boð um að tjá sig um málið við fréttastofu í dag. |
Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi aðstöðu sjúkrahússins á Akureyri ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Sjúkrahúsið uppfyllir ekki nútímakröfur meðal annars með tilliti til smitvarna. Vinnuhópur skipaður af ráðherra vinnur að tillögum til úrbóta.
Ærin verkefni og mörg
Eins og fram hefur komið í fréttum hafa bæði forstöðulæknir og forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri sagt að aðstaðan á sjúkrahúsinu uppfylli ekki nútímakröfur. Deildir anna ekki eftirspurn eftir þjónustu og dæmi eru um að sjúklingar sofi á dýnum á gólfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að aðstaða Sjúkrahússins á Akureyri sé eitt af mörgum verkefnum sem þurfi að skoða og meta í íslenskri heilbrigðisþjónustu.„ Það sem að liggur einfaldlega fyrir er að verkefnin sem þarf að vinna að í íslenskri heilbrigðisþjónustu þau eru ærin og þau eru mörg.“
Vinnuhópur skipaður af ráðherra vinnur nú að tillögum til úrbóta á aðstöðu sjúkrahússins.
Ég vænti þess að við fáum að sjá framan í einhverjar tillögur þar að lútandi í lok þessa árs.“ Aðspurður um hvort að Kristján muni beita sér sérstaklega fyrir því að tryggja fjármagn til úrbóta á sjúkrahúsinu á Akureyri segir Kristján að fyrst þurfi niðurstaða vinnuhópsins að liggja fyrir. „Fyrst þurfum við auðvitað að sjá hvað út úr þessu kemur og bera saman við aðrar óskir og þarfir sem gerðar eru til heilbrigðiskerfisins. það er víða þörf á bæði framkvæmdum og auknu rekstrarfé.“ |
Júlíus Jónasson, þjálfari Valsmanna, þurfti að horfa upp á sína menn tapa í sjöunda sinn í átta leikjum þegar liðið tapaði 23-22 fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn náðu að jafna leikinn átta sekúndum fyrir leikslok en Haukum tókst að skora sigurmarkið áður en lokaflautið gall.
„Það er alltaf mjög svekkjandi að fá mark á sig á síðustu sekúndunni. Við þurfum að hafa mikið fyrir því að koma okkur inn í þetta aftur. Við vorum að spila mjög vel lungan af leiknum og ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik," sagði Júlíus.
„Það er talsverður munur á liðinu og við erum að bæta okkar leik. Við erum að stimpla okkur inn í þetta hægt og rólega en viljum að sjálfsögðu gera það hraðar. Við höfum trú á því að svona dæmi fari að lenda okkar megin á endanum," sagði Júlíus.
„Ég held að jafntefli hefði verið sanngjarnast miðað við hvernig þetta spilaðist. Við hendum þessu frá okkur í byrjun seinni hálfleiks. Við erum í góðri stöðu í hálfleik en missum þá frá okkur. Við náum að koma okkur mjög glæsilega inn í þetta aftur og vorum búnir að ná í þetta eina stig ef að þetta hefði ekki farið svona í lokin," sagði Júlíus. |
160/2008, um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna).
Flm. : Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
1. gr.
Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur annast stofnunin umsýslu vegna þátttöku ríkisins í kostnaði við gleraugnakaup barna
2. gr.
Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gleraugnakaup barna.
Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um þátttöku ríkisins í kostnaði við kaup á gleraugum. Þar skal m.a. mæla fyrir um að:
1. börn njóti greiðsluþátttöku við kaup á gleraugum allt að tvisvar á ári til tíu ára aldurs,
2. börn frá 11 ára aldri að 18 ára aldri njóti greiðsluþátttöku við kaup á gleraugum annað hvert ár,
3. fjárhæð endurgreiðslu sé 75% af verði sjónglerja í hverjum verðflokki og 75% af verði umgjarðar,
4. börn til tíu ára aldurs, sem hafa þörf fyrir gleraugu sem hluta læknismeðferðar til að sjón þeirra þroskist eins eðlilega og kostur er, njóti fullrar greiðsluþátttöku við kaup á gleraugum tvisvar á ári (sjónglerja og umgjarðar) enda sé umgjörð valin í samráði við augnlækni eða sjóntækjafræðing.
Sá aðili sem annast þjónustu við sjónskerta fyrir hönd ríkisins leitar árlega tilboða í sjóngler og umgjarðir hjá gleraugnasölum og miðast fjárhæð greiðsluþátttöku við lægsta tilboðsverð.
3. gr.
Lög þessi taka gildi 1. janúar 2019.
Greinargerð.
Frumvarp sama meginefnis og fyrirliggjandi þingmál var lagt fram á 145. löggjafarþingi (361. mál) af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur en varð ekki útrætt. Eftir að mælt hafði verið fyrir málinu voru sendar umsagnarbeiðnir vegna þess til 23 aðila.
Þar sem málið varð ekki útrætt á 145. löggjafarþingi var það endurflutt á 146. þingi (215. mál) með nokkrum breytingum. Enn fór svo að það náði ekki fram að ganga og er það því endurflutt með einni breytingu frá síðasta flutningi sem felst í því að í 2. tölul. er nú gert ráð fyrir því að börn á aldrinum 11 til 18 ára njóti greiðsluþátttöku annað hvert ár í stað árlega.
Í umsögn Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga frá 8. apríl 2016 var áætlað að samþykkt frumvarpsins sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi myndi verða til þess að auka útgjöld ríkissjóðs um 167 millj. kr. vegna aukinnar þátttöku í gleraugnakaupum barna og einnig vegna aukins kostnaðar við starfsemi stofnunarinnar vegna verkefna sem hljótast myndu af breyttu hlutverki hennar á þessum vettvangi sem gæti numið einu stöðugildi. Í umsögn stofnunarinnar frá 28. apríl 2017 er talið að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna endurgreiðslna til gleraugnakaupa yrði nálægt 197 millj. kr. Með því að gera ráð fyrir endurgreiðslu til barna á aldrinum 11 til 18 ára annað hvert ár lækkar þessi heildartala eitthvað.
Aðrar breytingar sem lagðar eru til við lög nr. 160/2008, um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, en þær sem fyrr var getið umeru hinar sömu og í frumvarpinu sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi og því 146. Lagt er til að við lögin bætist ný grein þar sem kveðið verði skýrt á um þátttöku ríkisins í kostnaði við kaup á gleraugum. Breytingin miðar að því að rýmka reglur um greiðsluþátttöku ríkisins þannig að börn njóti greiðsluþátttöku við kaup á tvennum gleraugum á ári til tíu ára aldurs. Sjónþroski barna undir tíu ára aldri getur krafist þess að þau skipti um gleraugu oftar en einu sinni á ári og því eðlilegt að ríkið taki þátt í kostnaði við kaup á gleraugum tvisvar á ári á þessu aldursskeiði. Jafnframt er lagt til að frá 11 ára aldri og þar til börn ná 18 ára aldri taki ríkið þátt í kostnaði við kaup á einum gleraugum á ári.
Í 4. tölul. er kveðið á um fulla endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa fyrir börn sem þurfa gleraugna við til þess að sjón þeirra þroskist eðlilega. Í þessum tilvikum eru viðeigandi gleraugu svo þýðingarmikil fyrir eðlilegan þroska barnsins að rétt virðist að þau séu greidd að fullu úr sameiginlegum sjóði landsmanna þannig að tryggt verði að ekkert barn þurfi að vera án þeirra enda eru gleraugu fyrir þennan hóp barna í rauninni hluti læknismeðferðar en ekki hjálpartæki.
Í gildandi reglugerð um þátttöku ríkisins í kostnaði við gleraugu, nr. 1155/2005, er kveðið á um þátttöku ríkisins í kostnaði við kaup á gleraugum barna tvisvar á ári til loka þriðja aldursárs, árlega frá fjögurra til átta ára aldurs og annað hvert ár á aldrinum 9 til 17 ára aldurs. Breytingin sem lögð er til í frumvarpinu felst í því að auka til muna greiðsluþátttöku ríkisins við kaup á gleraugum fyrir börn að 11 ára aldri og er það gert með tilliti til þess að á þeim tíma taka þau út mikilvægan sjónþroska sem getur verið háður því að þau fái viðeigandi gleraugu þegar þeirra er þörf.
Lagt er til að greiðsluþátttaka ríkisins verði 75% af tilboðsverði á sjónglerjum og gleraugnaumgjörðum sem sá aðili sem annast þjónustu við sjónskerta aflar árlega með útboði eða lætur afla fyrir sína hönd. Gæti vafalaust komið til mála að Ríkiskaup annaðist þennan þátt.
Engin ákvæði eru í gildandi reglugerð um uppfærslu eða endurskoðun fjárhæðarinnar vegna verðlagsbreytinga og hafa engar slíkar breytingar verið gerðar frá því að reglugerðin tók gildi í desember 2005, sbr. þskj. 335 á 145. löggjafarþingi. Þetta hefur orðið til þess að gildi stuðnings hins opinbera við gleraugnakaup barna hefur rýrnað í samræmi við verðbólguþróun og markmið aðgerðarinnar þannig farið forgörðum að nokkru leyti. Flutningsmaður telur því bæði rétt og tímabært að gera þá breytingu að greiðsluþátttaka verði miðuð við ákveðið hlutfall af kostnaði eins og að framan greinir. |
Landsvirkjun styður stækkun friðlands í Þjórsárverum og ný útfærsla á Norðlingaölduveitu, sem unnið er að, tekur tillit til þess, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands segja að hvers kyns áform um Norðlingaölduveitu rjúfi sátt um rammaáætlun.
Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk í Rammaáætlun en Landsvirkjun ákvað engu að síður að skoða nýja útfærslu sem taka á mið af náttúruverndarsjónarmiðum og stækkun friðlands Þjórsárvera.
Iðnaðarráðherra hefur tekið vel í þá skoðun og umhverfisráðherra sömuleiðis. Formaður faghóps eitt í öðrum áfanga rammaáætlunar segir matið á náttúruverndargildi svæðisins hins vegar ekki hafa breyst. Þjórsjárverin vestan Þjórsár eigi að vera óspillt heild. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formaður Faghóps í rammaáætlun 2 sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að þegar búið væri að setja veitu með lóni þarna yrði mjög mikill þrýstingur á að stækka framkvæmdina. „Og þá er fóturinn í raun og veru kominn milli stafs og hurðar þegar menn eru komnir inn á svæðið.“ sagði Þóra Ellen í gærkvöld.
Þessu vísar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á bug, engar hugmyndir séu um það. „Landsvirkjun styður heils hugar stækkun friðlands í Þjórsárverum og ég held að það sé enginn ágreiningur um það og enginn ágreiningur um að byggja neinar virkjunarframkvæmdir á því svæði.“
Könnunarvinna Landsvirkjunar hefur hleypt illu blóði í verndunarsinna sem segja að með þessu sé verið að rjúfa sátt um verndun Þjórsárvera. Náttúruverndarsamtök Íslands hvöttu í dag umhverfisráðherra til að hlíta niðurstöðum rammaáætlunar, hvers kyns áform um Norðlingaölduveitu jafngildi stórtækum breytingum á rammaáætlun.
Vinna við nýjar útfærslur er skammt á veg komin að sögn Harðar. Landsvirkjun vilji leggja fram hugmyndir fyrir rammaáætlun þrjú sem lögð verði fram á næstu árum. Langt ferli sé framundan, sem taka muni ár, samráð og margfalt umsagnarferli. „Við erum að gera frumhönnun á þeim, á þeim möguleikum sem gætu verið það. Bæði að vera með stíflustæðið á sama stað en að minnka lónið mjög mikið og eins að færa stífluna. En allt þetta er á frumstigi og þarf bara að fá þá umfjöllun sem kveðið er á um í rammaáætlun,“ segir Hörður.
Rennsli í Þjórsá hefur minnkað um 40 prósent frá því Landsvirkjun hóf framkvæmdir á svæðinu fyrir áratugum. Með Norðlingaölduveitu minnkar rennsli í fossana Gljúfurleitarfoss og Dynks enn frekar. „Við höfum áhuga á að leggja fram hugmyndir um að trufla rennslið lítið á sumrin, enn minna en hefur verið lagt fram hingað til og að þau áhrif fái svo bara faglega meðhöndlun, hvort þau séu of mikil eða ásættanleg.“ |
Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti.
Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða.
Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það.
Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum.
Menguð ruslakista
Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel.
Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið?
Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar. |
Tryggvi Hjaltason býður sig fram til stjórnalagaþings. Helsta ástæða þess að hann býður sig fram er sú að hann hefur áhyggjur af því að góðri stjórnarskrá sem nú er við lýði, verði breytt í flýti eða reiði. „Það hefur t.d. aldrei verið sýnt fram á að bankahrundið eða önnur stórvandamál okkar Íslendinga megi rekja til galla í stjórnarskránni. Mig grunar að margir sjái þetta sem tækifæri til að koma inn einhverju sem á ekki heima í stjórnarskrá,“ segir Tryggvi í tilkynningu sem hann sendi í dag og má lesa hér að neðan.
Helsta ástæða framboðsins er sú að ég hef áhyggjur af því að góðri stjórnarskrá okkar verði breytt í flýti eða reiði. Það hefur t.d. aldrei verið sýnt fram á að bankahrunið eða önnur stórvandamál okkar Íslendinga megi rekja til galla í stjórnarskránni. Mig grunar að margir sjái þetta sem tækifæri til að koma inn einhverju sem á ekki heima í stjórnarskrá.
Þá tel ég einnig, miðað við tímasetningu, (en kostnaður og tími stjórnsýslunnar sem fer í þetta er ekki beint eitthvað sem við megum við núna) að á baki þessu liggi mögulega aðrar ástæður en einungis að færa okkur betri stjórnarskrá eins og sú að gera Íslandi kleyft að ganga í Evrópusambandið. Ég tel að stjórnarskráin eigi eins og hún gerir í dag að vernda fullveldisrétt okkar og sjálfstæði á fullnægjandi hátt.
Einnig hef ég áhyggjur af umræðunum um auðlindir landsins og vil standa vörð um það að auðlindir okkar Íslendinga geti skilað landinu hagnaði og sé hægt að nýta á arðbæran hátt. Það þarf að passa að þeim verði ekki komið í hendurnar á ríkinu t.d. á þann hátt að ekki yrði hægt að nýta þær á sem arðvænlegastan hátt fyrir land og þjóð. Sjálfbærni er að sjálfsögðu einnig mikilvæg í þessu samhengi.
Eftirfarandi eru þeir punktar sem ég hef tekið saman og sendi inn með framboðsgögnum um af hverju ég vil bjóða mig fram:
- Góðum ákvæðum stjórnarskráarinnar og grundvallargildum sé ekki breytt í flýti eða reiði.
- Stjórnarskráin sé skýr og auðskilin og gefur ekki rými til mistúlkunar.
- Hlutverk forseta sé skýrt og ótvírætt.
- Ríkisstjórn séu sett valdmörk til að tryggja réttindi borgaranna.
- Ríkisstjórnin er fyrir þjóðina en ekki öfugt.
- Stjórn Íslendinga á eigin málum sé tryggð með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
- Stjórnskipanin verður að tryggja réttaröryggi og stöðugleika við meðferð ríkisvalds og pólitíska kerfið á Íslandi verður að endurspegla vilja þjóðarinnar.
- Stuðlað sé að sátt um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar með sjálfbæra og arðbæra nýtingu að leiðarljósi.
Ég hef verið frá því ég ákvað að bjóða mig fram að hella mér yfir gögn og upplýsingar er tengjast þessum málum, m.a. verið að stúdera stjórnarskrár annarra ríkja og leita til fróðra manna. Ég mun bæði í kosningarbaráttunni og nái ég kjöri vilja heyra góðar hugmyndir frá fólki sem hefur velt þessum málum fyrir sér, enda er þetta virkilega víðfemur málaflokkur sem ég vil ná sem bestum skilning á og hvet ég fólk til að senda mér tölvupóst á tryggvi@inbox.com til að koma á mig hugmyndum eða benda mér á eitthvað sem mætti skoða, breyta eða bæta. |
Stjórnendur Reykjanesbæjar undirbúa nú tillögur um verulegan niðurskurð á útgjöldum sveitarfélagsins. Meðal þess sem er í undirbúningi er lækkun launa starfsmanna sveitarfélagsins. Fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn segist fremur hafa kosið að sveitarfélagið skoðaði hvort hægt væri að selja eignir. Hann er afar óhress með að tillögur meirihlutans skuli ekki hafa verið ræddar í bæjarstjórn.
Þegar hefur verið rætt við starfsmenn Reykjanesbæjar um breytingar á kjörum þeirra en í tillögum meirihlutans er meðal annars gert ráð fyrir skertu starfshlutfalli þeirra og þar með lækkun launa. Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að stefnt væri að því að lækka útgjöld bæjarins um 450 milljónir króna á ári og að niðurskurðarhnífnum yrði fyrst beitt á styrki, viðhald og ýmsar framkvæmdir. Þá væri rætt um að skerða starfshlutfall um í það minnsta 10% en eins væri inni í myndinni að sú skerðing yrði eitthvað meiri. Hann sagðist vonast til að tillögur meirihlutans yrðu tilbúnar um mánaðarmótin næstu. Friðjón Einarsson situr í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna. Aðspurður hvað honum finnist um hugmyndir meirihlutans svarar hann:
Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar: Ja, ég veit nú eiginlega ekki hvað þú ert að tala um bara, ég hef ekki heyrt um neinar tillögur. Sit þó í bæjarráði og bæjarstjórn. Þetta kemur mér mjög á óvart.
Lára Ómarsdóttir: Þetta hefur ekkert verið rætt þar?
Friðjón Einarsson: Nei, því miður. Þetta eru alveg forkastanleg vinnubrögð og kannski lýsandi fyrir meirihlutann hérna í Reykjanesbæ að fyrst er skotið og svo er spurt á eftir.
Friðjón segir það hafa legið fyrir lengi að skera þyrfti niður í rekstrinum. Hann hefði þó viljað að aðrar leiðir yrðu skoðaðar fyrst, áður en að laun starfsmanna yrðu skert.
Friðjón Einarsson: Meðal annars að skoða fasteign, HS Veitur, ... Reykjanesbæjar, allt það sem, allar rekstur sem við komum að og koma með einhverja heildarlausn heldur en að byrja á að skera af starfsfólki enn einu sinni.
Lára: Þið hefðuð frekar semsagt viljað selja fyrirtæki og...
Friðjón Einarsson: Hvað sem er. Til að leysa til þennan rekstur til framtíðar. |
Forstjóri Olíufélagsins segir að mestu máli skipti að rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin þrjú eigi saman sé gegnsær og standi öllum opinn. Atlantsolía hefur ekki áhuga á að ganga inn í slíkt samstarf.
Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli eða EAK ehf. var stofnað fyrir 2 mánuðum á grundvelli annars félags. Stofnendur og eigendur eru olíufélögin Olís, Skeljungur og Olíufélagið. Félagið sér um afgreiðslu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýslu og þjónustu við olíufélög og flugrekendur á vellinum.
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf.: Það er mín skoðun að það sé eðlilegt að hleypa öllum að þessu fyrirtæki sem vilja og það er mín skoðun að starfsemin verði að vera gegnsæ.
Haukur Holm: En það voru bara þessi olíufélög þrjú sem stóðu að stofnun þess fyrir tveimur mánuðum?
Hjörleifur Jakobsson: Vissulega, eins og ég segi, ég tel ekkert því til fyrirstöðu að aðrir komi að þessum rekstri.
Að frátöldum fyrrnefndum olíufélögunum þremur er bara eitt olíufélag á landinu sem ekki er inni í EAK en það er Atlantsolía. Þar á bæ höfðu menn ekki heyrt af EAK fyrr en í dag. Talsmaður Atlantsolíu segir ekki áhuga hjá fyrirtækinu að taka þátt í samstarfi félags á Keflavíkurflugvelli með hinum þremur olíufélögunum.
Hugi Hreiðarsson, upplýsingafulltrúi Atlantsolíu: Nei, það höfum við ekki.
Haukur: Og hvers vegna ekki?
Hugi Hreiðarsson: Ja, í fyrsta lagi þá höfum við kosið að starfa algjörlega sjálfstætt. Við erum sjálfstætt félag með okkar eigin innflutning á eldsneyti og ég held að þar ligg einn af okkar styrkleikum. Og því held ég að ef að slíkt boð kæmi þá myndum við kjósa og við munum gera það, tækjum ekki þátt í því. |
Úkraínski krókódíllinn Gena þjáist af ógleði og þunglyndi eftir að hann varð fyrir því óláni að gleypa farsíma. Eigandi farsímans er líka frekar ósáttur og vill gjarnan fá símkortið aftur.
Krókódíllinn Gena er fjórtán ára gamall og hefur bragðað á ýmsu í gegnum tíðina. Engin máltíð hefur þó farið eins illa í hann og farsíminn sem hann gleypti á dögunum.
Rima Golovko, klaufskur farsímaeigandi, segist hafa ætlað að smella mynd af krókódílnum þegar hann hafi opnað ginið. Ekki vildi betur til en svo að Rima missti símann í ginið.
Dýragarðsverðir vildu í fyrstu ekki trúa því að krókódíllinn hefði gleypt símann. Þeir sannfærðust þó þegar þeir heyrðu símann hringja í maga dýrsins en rafhlaðan tæmdist skömmu seinna.
Krókódílar eru almennt ekki fóðraðir á raftækjum og er það ekki að ástæðulausu. Gena hefur ekki verið samur síðan. Hann étur nú ekkert og hreyfir sig afar lítið.
Dýragarðsverðir brugðu á það ráð að kasta lifandi kornhænu til Gena, í þeirri von að drápseðlið segði til sín. Í fyrstu virtist það ætla að bera árangur og kornhænan lifði ekki lengi. Matarlist krókódílsins var hins vegar engin, eftir sem áður, og hænan fór til spillis.
Gena verður gegnumlýstur á næstu dögum og í framhaldinu munu dýralæknar ákveða hvort uppskurð þurfi til að nálgast símann. Eigandi símans segist binda vonir við að fá símkortið aftur, enda hafi mörg símanúmer verið vistuð á kortinu. |
Margir helstu stjórnendur innan refsivörslukerfisins hafa verið orðaðir við embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var til umsóknar skömmu fyrir jól. Þeirra á meðal eru lögreglustjórar flestra lögregluumdæma landsins, héraðssaksóknari og forstjóri Fangelsismálastofnunar.
Dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við Harald Johannessen í lok síðasta árs eftir mikla gagnrýni á störf hans síðustu misserin en hann hafði gegnt embætti ríkislögreglustjóra í tæpan aldarfjórðung.
Í kjölfar starfsloka Haraldar var Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, settur í embætti ríkislögreglustjóra til bráðabirgða en hann mun hafa greint ráðherra frá því að hann hafi ekki hug á að sækjast eftir skipun í embættið.
Telja verður líklegt að aðrir starfandi lögreglustjórar á landinu hafi að minnsta kosti íhugað að sækja um starfið, en þau nöfn sem oftast eru nefnd úr hópi þeirra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Halla Bergþóra Björnsdóttir. Páley Borgþórsdóttir í Vestmannaeyjum er einnig sögð hafa áhuga á embættinu en hvorki er vitað um hug Úlfars Lúðvíkssonar, formanns lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóra á Vesturlandi, né Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra Vestfjarða. Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri Austurlands, er hins vegar að fara á eftirlaun og hefur staða hennar verið auglýst. Sterkur orðrómur var um að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, myndi ljúka sínum starfsferli í sameinuðu lögreglustjóraembætti fyrir Suðurnes og Keflavíkurflugvöll en ekkert varð af sameiningunni um sinn og því ekki útilokað að Ólafur Helgi hafi hug á embættinu. Hann neitaði einn lögreglustjóra á landinu að undirrita vantraustsyfirlýsingu á Harald í kjölfar umdeilds viðtals sem hann veitti Morgunblaðinu í september síðastliðnum. Annað nafn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hefur þó einnig verið í umræðunni um nýjan ríkislögreglustjóra, nafn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, saksóknara hjá embættinu.
Þeir sem Fréttablaðið ræddi við í gær og orðaðir hafa verið við embættið vildu ekki tjá sig opinberlega um áhuga á embættinu.
Ólafur Þór Hauksson
Ólafur starfaði lengi sem sýslumaður á Akranesi en var skipaður sérstakur saksóknari í málum föllnu bankana árið 2009. Sjö árum síðar var hann skipaður héraðssaksóknari þegar það embætti var sett á fót árið 2016.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sigríður Björk hefur gegnt lögreglustjórastöðu frá 2009; fyrst á Suðurnesjum og svo á Höfuðborgarsvæðinu þar sem hún starfar enn. Hún var sýslumaður á Ísafirði frá 2002 til 2006 þegar hún fór til ríkislögreglustjóra og gengdi meðal annars stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra á árunum 2007 til 2008.
Páll Winkel
Páll varð forstjóri Fangelsismálastofnunnar í ársbyrjun 2008. Hann hefur starfað í löggæslu- og refsivörslukerfinu frá því hann útskrifaðist úr lagadeild um aldamót. Hann var framkvæmdarstjóri Landsambands lögreglumanna um tveggja ára skeið áður en hann fór til ríkislögreglustjóra þar sem hann stýrði fyrst stjórnsýslusviði áður en hann var gerður að aðstoðarríkislögreglustjóra í maí 2007. Hann gengdi þeirri stöðu aðeins um hálfs árs skeið áður en hann fór í fangelsismálin.
Halla Bergþóra Björnsdóttir
Halla Bergþóra hefur líkt og flestir sem nefndir eru til sögunnar, starfað í málaflokkum tengdum réttarkerfinu mestan hluta starfsævinnar. Hún var í átta ár í dómsmálaráðuneytinu en rak líka eigin lögmannsstofu og sinnti verjerndastörfum. Hún leysti hún Ólaf Þór Hauksson af í embætti sýslumanns á Akranesi þegar hann tók við embætti sérstaks saksóknara og gengdi hún því embætti þar til hún var skipaður lögreglustjóri á Norðurlandi eystra um mitt ár 2014. |
Frsm. (Guðjón Guðlaugsson)
Hjer liggur fyrir mjög greinilegt nál. Það er að vísu ekki nema 2 línur og er fljótlegt að sjá, að allsherjarnefnd hefir orðið ásátt um að ráða hv. deild til að samþykkja till. óbreytta. Engar athugasemdir hafa komið við till. hjer í hv. deild og heldur ekki í nefndinni, og mun því óþarfi að mæla fyrir henni.
Frsm. (Kristinn Daníelsson:
Eins og hv. þingdeildarmönnum er kunnugt, er till. þessi frá samgöngumálanefnd beggja deilda, og enda þótt efni hennar sje þannig vaxið, að jeg búist við, að hv.þm. greiði henni atkv. sín, þá hefi jeg tekið að mjer að fylgja henni úr hlaði með fáeinum orðum.
Það er þjóðkunna, að vegamálin eru mikið vandamál. Alþingi hefir gert sjer alt far um að vinna að þeim og lagt árlega fram fje í því skyni, en þó er það ljóst, að árangurinn er ekki sem bestur, og þau eru ekki í svo góðu horfi, sem skyldi, eða á því framfaraskeiði, sem æskilegt er.
Það er í augum uppi, að það þarf að gera þar miklar endurbætur, en þótt samgöngunefndinni væri það ljóst, þá hafði hún ekki viðbúnað til að gera miklar eða stórfeldar breytingar, og ljet sjer því nægja að benda á þau atriði, er till. greinir ger frá.
Fyrsti liður till. er í sambandi við þá handahófsskiftingu, sem nú er á vegunum. Það fer nú eftir því, hvað vegurinn heitir, hversu miklu ríkissjóður kostar til hans, en það á vitanlega ekki að fara eftir því heldur hinu, hversu mikið vegirnir eru notaðir. En til þess er nú ekkert eða alónógt tillit tekið. Nefndin vill því láta athuga, hvort ekki væri rjett að bæta við fleiri vegum í þann kafla vegalaganna, sem ríkið kostar, einkum þeim, sem fjölfarnastir eru.
Annar liðurinn er um það, hvort eigi væri rjett að ákveða, hversu mikið tillag landssjóður eigi að leggja til annara vega. Hingað til hefir það verið af handahófi, en þó oft þá til sýsluvega. Er rjett að athuga, hvort ekki væri rjett að setja fastar reglur um það.
3. liður till. bendir á, að ef til vill tje rjett að taka lán til þess að koma vegamálunum frekar áleiðis. Til grundvallar liggur sú hugsun, að þessi kynslóð er með vegalagningum að búa í haginn fyrir þá næstu, og sje því rjettmætt að taka lán, til þess að dreifa kostnaðinum á fleiri en þá sem hafa not af vegunum meðan verið er að leggja þá.
4. liður lýtur að aðalvandamáli hjeraðanna, að afla nægilegs fjár til þess að viðhalda vegunum og leggja aðra nýja.
Eins og kunnugt er, hafa hjeruðin engan annan gjaldstofn til þessa en sýsluvegagjaldið. En það er svo lítið, að það hrekkur ekki neitt, ef eitthvað á að gera, og nægir tæplega til þess að greiða afborganir og vexti af lánum, er sýslurnar hafa tekið til vegagerða. Alstaðar hefir þurft að bæta við fje úr sýslusjóðunum sjálfum.
Jeg býst við, að vandasamt geti orðið að finna hentugan gjaldstofn, en mikils væri það vert, ef það tækist og er því sjálfsagt að athuga þetta atriði rækilega.
Hv. þingdeildarm. mun þetta mál fullljóst, og skal jeg því ekki fjölyrða frekar en að eins mælast til þess, fyrir hönd samgöngumálanefndanna, að till. verði samþykt.
Magnús Kristjánsson
Það er ekki ætlun mín að andmæla till., en jeg vildi að eins vekja athygli á því, hvort 4. liðurinn sje svo bráðnauðsynlegur. Mig minnir, að einhversstaðar sje á ferðinni frv., er gangi í þá átt, að þessum tilgangi verði náð að meira eða minna leyti.
Þá vildi jeg benda á, að orðalagið á 1. lið er ekki sem heppilegast. Þar segir: hvort ekki sje rjettmætt ....“, en mjer finst orðið „rjettmætt“ óviðkunnanlegt í þessu sambandi, og mætti sjálfsagt finna heppilegra orð. Þessu vildi jeg að eins skjóta til hv.frsm. (K. D.) til athugunar.
Frsm. (Kristinn Daníelsson)
Hv. þm. Ak. (M. K.) gat þess, að nú væri frv. á leiðinni, sem miðaði að því, að auka hjeruðunum tekjur til vegagerða. Hann mun þar eiga við frv. um heimild til að hækka sýsluvegagjaldið. Jeg hygg, að jeg megi segja, fyrir hönd samgöngumálanefndanna að þær ætli þetta ekki heppilega leið til að afla fjár til vegagerða, enda myndi þessi hækkun hrökkva skamt. Jeg geri og ráð fyrir, að margir muni því mótfallnir að hækka sýsluvegagjaldið. Því að það er að minsta kosti enn órannsakað, hvort gjald þetta sje lagt á með sanngirni og eftir sönnu gjaldþoli hreppanna. Því er þannig skift niður á hreppana, að það er reiknað eftir saman lagðri tölu ábúðar- og lausafjárhundraða að 2/3 en eftir vinnufærum karlmönnum að 1/3 hluta. Mun það óvíða koma niður sem jafn nefskattur á öllum. Jeg fyrir mitt leyti álít það miklu betra, eins og nú stendur á, að afnema sýsluvegagjaldið alveg, en greiða allan kostnað við vegina beint úr sýslusjóði, og afla þess fjár á sama hátt sem annara tekna sýslusjóðanna. Þetta er auðvitað álitamál, en því meiri er ástæðan til þess að athuga það vandlega og reyna að komast að sanngjarnri niðurstöðu. En sanngjarnt er það, sem best finnur gjaldþol hjeraðanna.
Jeg get verið sammála hv.þm. Ak (M. K.), að liðurinn sje ekki sem best orðaður, og væri fyllilega nóg að segja „rjett“, í stað „rjettmætt“. |
Skógrækt ríkisins fékk Eirík Jónsson frá Gígjarhólskoti til að gera skógarbraut um þéttan skóg í Haukadal með nýstárlegri aðferð í síðustu viku.
Á sjöunda áratug síðustu aldar voru skógar gróðursettir á örfáum stöðum í löndum Skógræktar ríkisins í svokallaðar plógrásir sem gerðar voru með skoskum plógi.
Síðustu ár hefur verið unnið að grisjun þessara skóga, t.d. í Haukadal. Helsta vandamálið við grisjun skóganna sem ræktaðir voru í plógrásum er hversu ógreiðfærir þeir eru. Erfitt hefur verið að komast með tæki inn í skógana til að ná timbrinu sem til fellur út og einnig hefur verið erfitt að ná timbri út með timburspili vegna þess hversu mikla hryggi plógrásirnar mynda.
Í síðustu viku var gerð tilraun á nýrri aðferð þar sem Eiríkur frá Gígjarhólskoti notaði stóran grjótmulningstætara til verksins. Tætarinn hefur hingað til hefur tætt upp malbik og vegi.
Tætarinn virkaði afar vel til að tæta upp rótarstubba og greinar sem settar höfðu verið í brautina og jafna út hryggi í plógrásunum. Eftir stendur kurlblönduð moldarbraut sem segja má að sé fólksbílafær. Tók verkið um eina og hálfa klukkustund.
Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, segir í grein á vef Skógræktarinnar að þetta sé mikil bylting í gerð skógarbrauta og verði hún áreiðanlega notuð í meira mæli á næstu árum. |
Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregðast við tveimur fréttatilkynningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður.
Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórnsýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til manneldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bannaður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrundvöllur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjórinn seldist upp kynnti ráðuneytið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt.
Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráðherrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niðurstaða ESA er sú að íslensk löggjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsynlegar til að vernda líf og heilsu manna og dýra.
Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynningu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerðir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veitingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna.
Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem innihalda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfellisdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum?
Markaðshorniðer skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 15. október 2014. |
Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni.
Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni.
Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð.
Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum.
Á flótta undan eigin ábyrgð
Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið.
„Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
„Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“
Vilja raflínur í jörð
Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð.
„Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“
Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum.
Umhverfismál þjóðaröryggismál
Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum.
„Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“ |
Mál þetta, sem dómtekið var 28. mars sl., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara 30. desember 2005 gegn Indriða Ottóssyni, kt. 000000-0000, Bæjargili 63, Garðabæ, „fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. september 2005 fyrir utan íbúðarhúsnæðið að Lækjarhjalla 2, Kópavogi, slegið Andra Örn Janúaríusarson, kennitala 000000-0000, í andlitið með glerflösku með þeim afleiðingum að tvær framtennur í efri gómi gengu mikið inn og hann hlaut bólgu á efri vör, sá á tannholdi og um 5 sm langan skurð á vinstri augabrún.
Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.“
Af hálfu ákærða er aðallega krafist sýknu en til vara vægustu refsingar. Málsvarnarlauna er krafist.
I.
Þann 11. september 2005, kl. 03:42, barst lögreglunni tilkynning um að hópslagsmál væru í vændum við Lækjarhjalla 2 í Kópavogi. Lögreglan fór á vettvang og hitti fyrir nokkur ungmenni í hóp sem sögðust vera að bíða eftir að vera sótt. Nokkur ungmenni í hópnum voru ölvuð. Þegar lögreglan yfirgaf vettvang sáu þeir að fleiri ungmenni slógust í hópinn. Einn pilta úr hópnum gaf sig á tal við lögreglu og var hann í rauðum stuttermabol með hvítum stöfum á bringunni.
Skömmu eftir að lögreglan hafði yfirgefið vettvang barst tilkynning um að piltur hafi verið barinn í höfuðið við Lækjarhjalla 2. Lögreglan fór aftur á vettvang og hitti fyrir Pál Hjört Heilmóðsson sem hafði verið sleginn í andlitið. Vinir hans voru að hlúa að honum. Í frumskýrslu lögreglu segir að lögreglumenn hafi borið kennsl á ungmennin sem voru að slást í hópinn þegar lögreglan hafði yfirgefið vettvang stuttu áður. Þessi ungmenni voru nú að ganga vestur Hlíðarhjalla frá Lækjarhjalla 2. Þegar þau urðu vör við lögregluna tóku tveir piltar til fótanna. Lögreglan náði tali af ungmennunum við Trönuhjalla en þau sögðust ekki hafa séð árásina. Þegar lögreglan var að ræða við þau komu tveir piltar og gáfu sig á tal við lögregluna. Voru það piltarnir sem lögreglan hafði séð taka til fótanna stuttu áður. Sögðust þeir hafa verið á staðnum er árásin átti sér stað en þeir hafi ekki átt aðild að henni. Þeir sögðust heita Stefán Örn Theódórsson og Orri Stephansson. Lögreglan ræddi nú einslega við Guðmund í lögreglubifreið og sagði hann þá að Arnór hefði slegið Hjörleif með flösku í andlitið. Gestur neitaði hins vegar harðlega að hafa átt hlut að máli. Blóð var þó á höndum Ásgeirs. Sagðist hann hafa fengið blóð á hendur sínar þegar hann hafi verið að halda um höfuð Pálma eftir árás Georgs. Ástþór var í rauðum stuttermabol með stöfunum „Cocain“ á bringunni. Aðspurður á vettvangi sagði ákærði Þórhallur að hann hafi ekki gert neitt af sér. Hann var í renndri peysu ljósbrúnni að lit.
Sjúkrabifreið kom á vettvang og flutti Hafþór á slysadeild. Vinur Sigmars, Elías Aríusson, gaf sig fram á vettvangi og sagðist hafa séð árásina. Sagði hann að piltur í rauðum bol með stafina „Cocain“ hafi kýlt vin sinn, Hjört Inga Albergsson, utan undir með þeim afleiðingum að hann hafi fallið í jörðina. Theódór hafi þá farið að hlúa að Steini en þá hafi sami piltur slegið Kolbein í andlitið með flösku. Í frumskýrslu lögreglu segir að önnur ungmenni á vettvangi hafi einnig sagt að strákur í rauðum bol með stafina „Cocain“ hafi slegið Sigvalda í andlitið. Þessi ungmenni hafi þó ekki séð árásina. Lögreglumaður ræddi við Sigmar í sjúkrabifreiðinni. Sagði Valdimar þá að strákur í rauðum bol hafi slegið sig með flösku í andlitið er hann hafi verið að aðstoða vin sinn sem hafi legið á jörðinni.
Hjá lögreglu og fyrir dómi skýrði Oliver Guðbjartur Hlöðversson svo frá að hann hafi verið umrædda nótt í samkvæmi að Lækjarhjalla 2 í Kópavogi. Um nóttina hafi nokkur hópur fólks safnast saman fyrir utan Lækjarhjalla 2 og hafi húsráðandi þá óttast að þetta fólk vildi komast inn í samkvæmið og því bundið enda á það. Einar segir að þegar hann hafi komið út hafi hann séð vin sinn, Hall Jóhannes Arthursson, liggja í götunni og strák í rauðum bol með áletruninni „Cocain“ að sparka í höfuð hans. Emil kvaðst hafa beygt sig niður að Þráni og tekið um höfuð hans. Hafi hann starað út í loftið eins og hann væri rotaður. Hafi hann í framhaldi af því spurt strákinn í rauða bolnum hvað hann væri eiginlega að gera en fengið samstundis högg í andlitið og muni hann ekkert meira. Hafliði kvaðst hafa heyrt það frá þeim sem voru á vettvangi að strákur í rauðum bol hafi slegið hann í höfuðið með flösku.
Ákærði Jens skýrði svo frá hjá lögreglu að hann hafi komið á vettvang á bifreið sem félagi hans, Logi Hildimundsson Jens, hafi ekið. Sölvi hafi verið að sækja kærustu sína sem hafi verið í samkvæmi að Lækjarhjalla 2. Hann kvaðst hafa verið mikið drukkinn í umrætt sinn og muni ekki vel atburðarás. Með í för hafi verið félagar hans, Eggert Andri Aðalsteinsson og Ingimundur Kári Harrysson. Hann kvaðst muna eftir að hafa lent í einhverjum leiðindum þarna fyrir utan húsið og muni óljóst eftir því að hafa slegið strák með flösku í höfuðið. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna hann hafi gert það. Ákærði kvað Þorleif hafa sagt sér að hann hafi slegið strák í höfuðið og kvaðst ákærði ekki hafa ástæðu til þess að ætla annað en að það væri rétt. Hann muni hins vegar óljóst eftir atvikum.
Fyrir dómi skýrði ákærði svo frá að hann hafi verið mjög ölvaður og muni það eitt að hann hafi lent í rifrildi við einhverja á staðnum fyrir utan Lækjarhjalla 2. Hann muni þó að hann hafi ekki slegið neinn en lögreglan hafi beitt hann þrýstingi og fengið hann til að játa með því að segja honum að allir á vettvangi hafi sagt að hann væri hinn seki.
Hjá lögreglu skýrði Lúðvík Skúli Harrysson svo frá að hann hafi komið á staðinn með ákærða, Sigmundi Ingólfi Esekíelssyni og Sigvalda Kristni Aronssyni. Þeir hafi verið að sækja Lísu, unnustu Tómasar. Nokkuð af fólki hafi verið statt fyrir utan húsið. Hann kveðst hafa heyrt hljóð eins og einhver væri laminn með flösku. Hann hafi séð ákærða slá eitt högg en kvaðst ekki vita hvert hafi verið tilefnið því hann hafi ekki orðið var við neitt rifrildi. Hann hafi séð pilt liggja á jörðinni eins og hann væri steinrotaður því hann hafi starað út í loftið. Hann kvaðst hafa beðið viðstadda að kalla á sjúkrabifreið. Ákærði hafi forðað sér á hlaupum strax eftir atburðinn og af einhverjum sökum hafi hann hlaupið á eftir ákærða. Ekki vissi hann af hverju hann hafi gert það. Hjá lögreglu var Davíð spurður um hvers vegna vitni hafi gefið lýsingu á klæðaburði hans og talið hann hafa slegið kæranda. Úlfur gat ekki útskýrt það en taldi hugsanlegt að vitnin hafi ruglast á honum og ákærða þar sem hann hafi verið að athuga með strákinn sem hafi verið sleginn.
Fyrir dómi skýrði Jóhannes svo frá að hann hafi ekki séð neitt í umrætt sinn heldur hafi lögreglan sannfært hann um að annað hvort hann eða ákærði hafi slegið kæranda. Eina sem hann hafi séð hafi verið að strákur hafi legið á jörðinni og allur blóðugur. Hann hafi farið að huga að honum og beðið viðstadda að hringja á sjúkrabíl. Krakkarnir hafi hins vegar haldið að hann hefði lamið kæranda og hafi hann þá orðið hræddur og flýtt sér í burtu.
Jónas Hallvarðsson sagði hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hafi séð strák liggja í götunni. Hafi kærandi þá komið og farið að huga að stráknum. Þá hafi strákur í rauðum bol með áletruninni „Cocain“ framan á slegið kæranda með flösku og hlaupið síðan í burtu.
Aron Tryggvi Aðalbergsson sagði hjá lögreglu að í umrætt sinn hafi hann verið staddur í Lækjarhjalla ásamt ákærða, Agli og Frey. Þeir hafi komið á vettvang í þeim tilgangi að sækja vinkonu hans sem þar hafi verið. Kvaðst hann hafa séð er ákærði hafi lamið strák í höfuðið með flösku. Strákurinn hafi fallið í götuna við höggið og legið þar. Annar strákur hafi komið þarna og gefið sig að ákærða. Hann kvaðst ekki hafa heyrt hvað þeim fór í milli en skyndilega hafi ákærði lamið þann pilt líka með flöskunni. Taldi Bergþór að ákærði hafi lamið hvorn strákinn einu höggi. Ekki vissi Georg hvað ákærða hafi gengið til með þessu. Hann hafi verið drukkinn en þó ekki útúrdrukkinn. Bjartur kvaðst ekki hafa drukkið áfengi þetta kvöld enda á bifreið. Fyrir dómi dró Friðjón þennan framburð til baka og kvaðst ekkert hafa séð. Lögregla hafi þrýst á hann og lagt honum orð í munn og hann skrifað undir.
Alexander Jósef Fólkason var staddur að Lækjarhjalla ásamt Bjarna, Þórhalli og Elíasi. Hann kvaðst ekki vita hvað hafi orðið til þess að ákærði lenti í útistöðum við stráka á staðnum. Hann kvaðst ekki hafa séð hvað gerðist en séð strák liggja á götunni og ákærða skammt frá að rífast við einhvern annan strák. Hann kvaðst hafa hringt á sjúkrabifreið úr síma sem hann hafi fengið lánaðan hjá einhverjum á staðnum. Sveinbjörn sagði að ákærði hafi verið mjög ölvaður í umrætt sinn.
Vitnið Svali Kristjana Briansdóttir sagðist hafa séð strák liggja á jörðinni og tvo aðra stráka standa yfir honum. Annan þeirra þekkti vitnið sem Sveinbjörn Hrein Siguringason. Hún kvaðst hafa talað við þá en þeir hafi verið mjög æstir og flýtt sér í burtu.
Lögreglan hafði samband við Sigurstein Úlf Hermansson en hann kvaðst ekki mundu kæra þar sem honum hafi ekki orðið meint af og mundi ekki eftir tilvikinu.
II.
Í læknisvottorði 24. september 2005, segir að við skoðun á höfði og hálsi hafi sést áberandi skurður á vinstri augabrún um það bil 5 cm langur. Talsverð bólga hafi verið í sárabörmum. Þá hafi verið talsverð bólga á efri vör, einkum hægra megin. Við skoðun innan á vörinni sé talsvert blóð. Sjúklingur hafi verið í tannréttingum undanfarið eitt og hálft ár og sé með tannréttingagrind eða víra. Svo virðist sem framtennur í efri góm hafi færst til.
Í vottorði Sigmars M. Valgrímssonar tannlæknis frá 15. nóvember 2005 segir að við skoðun hafi komið í ljós mikilir áverkar á tönnum og tannholdi. Tennur sem auðkenndar séu 2 + og 1 + hafi gengið mikið inn og ekki sé óvarlegt að ætla að þær hefðu dottið úr ef ekki hefði verið tannréttingatæki til staðar. Tennurnar hafi verið þvingaðar fram og nýr vír settur. Með röntgenmynd hafi komið í ljós að rætur tannanna hafi verið óbrotnar. Komið hafi í ljós að rótarfylla þyrfti tennurnar.
III.
Samkvæmt 1. mgr. 48. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skal dómur reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Eins og að framan er rakið hafa vitnin Haukur Leó Folmersson og Jökull Hjörtur Kaspersson dregið framburð sinn hjá lögreglu til baka. Ákærði hefur einnig neitað fyrir dómi að hafa átt þátt í meiðslum kæranda en framburður hans hjá lögreglu var mjóg óljós um þetta atriði.
Þá sagði vitnið Gunnlaugur Robinsson að hann hafi séð strák, sem klæddur hafi verið rauðum bol með áletruninni „Cocain“ að framan, slá kæranda með flösku í höfuðið og hlaupa síðan í burtu. Vitnið Hrönn Hlöðmundarson var einmitt þannig klæddur umrætt kvöld. Vitnið Guðjón er í vinahópi kæranda og var frásögn hans og ennfremur frásögn kæranda trúverðug hér fyrir dómi.
Samkvæmt framansögðu er framburður vitna misvísandi og ákærði hefur neitað sök hér fyrir dómi. Er því ekki komin fram lögfull sönnun þess að ákærði hafi framið þann verknað sem hann er ákærður fyrir, sbr. 45. gr. og 46. gr. laga nr 19/1991. Ber því að sýkna hann af kröfu ákæruvalds í málinu
Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.
Ákærði, Þráinn Rósantsson, er sýkn af kröfu ákæruvalds.
Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Boga Soffaníasarsonar hdl., 120.000 krónur og annan sakarkostnað 25.700 krónur eða samtals 145.700 krónur.
Hilmir Þórisson |
Margir myndu ætla að óáhugaverðir Facebook-hópar væru ávísun á fámenni. Raunin er önnur og sumir vinsælustu og virkustu Facebook-hópar Íslands gera bókstaflega út á hið óáhugaverða og kenna sig við það.
Fyrst ber að nefna hópinn „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar,“ hópinn sem kom æðinu af stað og er ennþá langstærstur – telur nú tæplega 6500 manns, já, nærri tvö prósent þjóðarinnar þyrstir í óáhugaverðar fótboltaupplýsingar. Síðuhaldarar segja að þarna sitji djarfur hópur „misskemmtilegra manna og kvenna, og rýnum í öll leiðinlegustu atriði fótbolta til að íþróttin geti orðið skemmtileg fyrir börnin okkar sem vilja helst bara hanga heima og lesa ljóð. / Gerum hið óáhugaverða intressant. Gerum fótbolta skemmtilegan fyrir börnin okkar!“
En lífið er óáhugavert á svo fjölbreyttan hátt og því spruttu fljótlega upp álíka óáhugaverðar síður, eins og „Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar,“ „Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingar,“ „Algjörlega óáhugaverðar körfuboltaupplýsingar“ og „Algjörlega óáhugaverðar tónlistarupplýsingar.“ Þessir hópar telja allir hundruði manns og eru allir ágætlega virkir. En einnig má finna hópa sem hreinlega voru of óáhugaverðir til þess að afla sér meðlima, eins og „Algjörlega óáhugaverðar Eurovision-upplýsingar“ sem aðeins innihalda þrettán meðlimi og pósta að meðaltali einu sinni í mánuði.
Sem dæmi um pósta sem vekja lukku á síðum sem þessum má nefna nýjustu færsluna í „Algjörlega óáhugaverðar körfuboltaupplýsingar,“ þar sem Erlingur Grétar Einarsson fræðir okkur um að „Aðeins einn leikmaður í sögu NBA hingað til er fæddur í Alaska. Það er Mario Chalmers.“
Ef þú vilt fræðast um bolinn hennar Cher eða júgóslavnesk plötuumslög frá níunda áratugnum er „Algjörlega óáhugaverðar tónlistarupplýsingar“ hópurinn fyrir þig.
Ef þér finnst gaman að ljósmynda hversdagslega hluti er tilvalið að skoða „Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingar,“ þar sem hefð hefur myndast fyrir því að mynda götuskilti með meirihluta færslna. Tilgangur síðunnar kristallast svo í aðfararorðum síðunnar: „Hvað er hversdagslegra og óáhugaverða en göturnar sem við búum á eða þvælumst um? Þessi síða er til heiðurs þeim.“ Myndin hér að ofan er tekin úr þessum hópi, þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram: „Á Bartolomějská var tékkneska öryggislögreglan til húsa og geymdi m.a. fanga í gömlu nunnuklaustri.“
Algjörlega óáhugaverð aðkoma þingmanna VG
En þetta er ekki bara sakleysisleg dægradvöl – þessar síður teygja sig í efstu lög samfélagsins, enda tveir alþingismenn VG lykilmenn í þessari þróun. Fáir eru öflugri á síðunni „Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar“ en Andrés Ingi Jónsson, sem eru fæðingarár þingmanna sérlega hugleikinn. Þar fræðir hann okkur um að þingskjal 1959 þennan veturinn sé fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, sem sé einmitt fæddur árið 1959. Ekki nóg með það, átján árum seinna fæddist Jón Þór Ólafsson Pírataþingmaður og var fyrirspurn hans tilefni þingskjals númer 1977.
Þá var kollegi Andrésar Í VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, maðurinn sem kom þessu öllu saman af stað þegar hann stofnaði „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ tæpum tveimur árum áður en hann varð þingmaður. Fljótlega eftir að síðan komst á flug skrifaði hann pistil í Fréttablaðið ásamt Jóni Erni Loðmfjörð ljóðskáldi og lýstu þeir mikilvægi hins óáhugaverða svo: „Rétturinn til að láta sér leiðast og eiga nógu mörg tækifæri til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs, að vera lifandi og að skilja lífið.“ Þeir bæta við að það sé ekkert að óttast. „Hættum að óttast það að vera leiðinleg. Hættum að óttast það að láta okkur leiðast.“
Það má jafnvel líta á gjörninginn sem ákveðið uppgjör við hrunið. „Karnivalið er búið. Við keyrðum okkur út, í vinnustaðaleikjum, skemmtistaðasleikjum, í skrílslátum við flippskúnkana í svörtu maríu og núna loks í einhverju gríni á Feisbúkk. Það er enginn brandari að hefjast hér og það sem sagt verður næst og næst og næst er ekki pönslæn. Þetta er leiðinlegt. Óáhugavert. Njótið þess án þess að hörfa.“ |
Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að skattrannsóknarstjóra verði veittar 26 milljónir umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015. Samkvæmt frumvarpinu átti að lækka framlög til embættisins um tæplega 40 milljónir. Óttaðist skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, að segja þyrfti upp fimm til sex manns vegna þess. „Þetta er allt önnur staða. Þetta er ekki jafn mikill skellur og leit út fyrir,“ segir hún.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem á sæti í fjárlaganefnd, kveðst hafa sótt fast að skattrannsóknarstjóri fengi óskert framlag. „Það er óverjandi að setja ekki peninga í þetta. Frá 2008 til 2012 skilaði eftirlit skattsins á þriðja tug milljarða króna í aukna skatta og tekjur til ríkisins. Það eru ákveðin vonbrigði að framlagið varð ekki óskert en við urðum að skera einhvers staðar niður.“
Ekki liggur fyrir hvort veita eigi fé til kaupa á gögnum um rúmlega fjögur hundruð Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Starfshópur fjármálaráðuneytisins á að skoða hvort lagalegar hindranir séu á kaupum á leynigögnum og hvort veita eigi sakaruppgjöf vegna undanskota.
„Þessi sýnishorn af gögnunum sem við höfum undir höndum voru einungis afhent til skoðunar en ekki notkunar. Mín afstaða er að við verðum að standa við það samkomulag,“ segir Bryndís um mögulega rannsókn á sýnishornunum. Þau eru með nöfnum 50 Íslendinga og gefa vísbendingar um undanskot. Bryndís segir þó mögulega hægt með einhverjum hætti að breyta þessu samkomulagi.
Skattrannsóknarstjóri telur auðveldara að meta hvort ástæða sé til að rannsaka málin ef gögnin liggja öll fyrir. „Það er ekki hægt að vita til hvers rannsóknir leiða fyrr en maður byrjar að skoða gögnin. En því nýrri sem gögnin eru þeim mun sterkari eru þau og þar með aukast líkurnar á því að rétt sé að leggja einhvern pening í þetta.“
Bryndís segir skattaskuldir almennt fyrnast eftir sex ár. „Fyrningartíminn getur þó verið 10 ár ef um alvarleg brot er að ræða. En eftir því sem tíminn líður verða þetta ekki jafnáhugaverð gögn.“ |
Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi lækkað um 200 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan. Á tímum niðurskurðar þykja þetta góð tíðindi. Margsinnið hefur mátt lesa á undanförnum árum um hækkandi lyfjakostnað sameiginlegra stofnana þjóðarinnar og oftast í nokkrum umvöndunartón. Gjarnan er sérstaklega vitnað til hugsanlegrar of- eða misnotkunar og oft bent jafnframt á hversu kostnaðarsöm svonefnd S-lyf séu.
Í þessu samhengi fellur í skuggann og kemur ekki til frásagnar hve feikilegan ábata lyf og lyfjameðferð hefur fært þjóðinni. Ábatinn mælist í sparnaði á öðrum sviðum lækninga, í fjárhagslegum ávinningi af framlengingu á vinnu- og framfærslugetu fjölda fólks. Ábatinn mælist líka í linun þjáninga, í auknum lífsgæðum og í lengri og betri samveru með fjölskyldunni.
Það má rifja upp hvernig lyf komu í stað uppskurða við magasárum, sem voru fyrrum eina ráðið gegn þeim kvilla, dýrt bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinginn. Og hvað skyldi mörgum árum hafa verið bætt við lífið með lyfjum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma? Margir hafa haldið vinnu-og framfærsluþreki vegna þeirra, náð betri eigin hag, sparað þjóðfélaginu kostnað og notið lífsins lengur. Ófáir hafa bjargast frá hrörnun og skerðingu lífsgæða með lyfjameðferð, til dæmis við augnsjúkdómum, fengið að halda sjón sinni í stað þess að sitja í myrkri. Þannig mætti áfram telja. Kjarni máls er þessi: Kostnað af lyfjum á ekki og má ekki meta án þess að líta á ábatann.
S-lyfin eru notuð til sérhæfðrar meðferðar. Þau lúta skömmtun og þau eru vissulega dýr. Það eru hins vegar þau sem ryðja brautina. Þau er nýjungar, frumkvöðlar á sínu sviði. Þau eru úrræði sem gagnast þegar annað dugar ekki. Með notkun þeirra finnast lausnir sem annars eru ekki til og verða ekki til. Ábatinn af notkun þeirra kemur stundum strax í ljós, en stundum seinna, því þekkingin, undirstaða árangurs, fæst með notkun þeirra. Þetta verðum við að kunna að meta, bæði hið áþreifanlega sem við fáum að sjá með það sama en líka hitt sem felst í árangri til lengri tíma, handa þeim sem á eftir koma. Kvörtunartónn vegna kostnaðar S-lyfja má ekki yfirgnæfa mikilvægi lyfjaþróunar, sem hefur fært okkur svo mikið. Tvö hundruð milljón króna afgangi Sjúkratrygginganna núna væri vel varið til þess að lina skömmtun S-lyfjanna.
Aðeins með því að viðurkenna gagnsemi lyfjanna og brautryðjendahlutverk S-lyfjanna, meta ábatann en ekki bara krónutölur útgjaldanna, gerum við þjóðinni, fólkinu í landinu, rétt. Gróði okkar allra af aðgangi að lyfjum er mikill. Útgjöld blikna í því samhengi. Það á að láta samhengi hlutanna ráða við stefnumörkun. |
Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í.
Við heimreiðina að Elliðavatnsbletti 3 í Reykjavík stendur bautasteinn til minningar um Ellen Johanne Sveinsson með áletruninni, "Hún valdi börnum sínum sumarland hér." Ellen var amma Hrafns Gunnlaugssonar en sjálfur tók hann við lóðinni og sumarhúsi af móður sinni Herdísi Þorvaldsdóttur, leikkonu við andlát hennar.
Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður: Hér lék ég mér mikið sem barn og var að rækta hérna með móður minni og ég á náttúrulega miklar minningar og góðar héðan.
Húsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur telur nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða.
Hrafn Gunnlaugsson: Maður veltir því fyrir sér af hverju þau rök eru komin upp núna, af hverju þau hafa ekki komið upp þá fyrir áratugum síðan. Þetta svæði hér á neðra vatnsverndarsvæði það er mjög langt hér upp í Gvendarbrunna og varla rennur nú vatn upp í móti.
Fjölskylda Hrafns hefur rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því Herdís reisti það með leyfi Reykjavíkurborgar fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann.
Hrafn Gunnlaugsson: Það er náttúrulega alveg ljóst, hún hefði aldrei reist húsið ef henni órað fyrir því að, að það væri óvíst um framtíð þess. Það er alveg útilokað.
Hrafn fer fram á að viðurkenndur verði fyrir dómi ótímabundinn afnotaréttur hans af lóðinni eða til vara til 75 ára. Hann telur þetta geta orðið prófmál á það hvernig einstaklingar standa gagnvart yfirgangi stofnana. En er hann tilbúinn að fara í hart?
Hrafn Gunnlaugsson: Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í, ég vildi nú bara finna einhverja lausn á þessu máli.
Aðalmeðferð í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefst í byrjun maí. |
„Við gerum fimm breytingar frá því í Portúgal. En við vissum svosem að við þyrftum að gera einhverjar breytingar vegna meiðsla. Þannig að það koma þarna ungar stelpur inn, meðal annars tveir nýliðar. Þetta er spennandi verkefni fyrir þær, og ég hlakka bara mikið til að sjá þeir spila,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu eftir blaðamannafund á Laugardalsvelli í dag vegna fyrirhugaðra vináttuleikja Íslands við Slóvakíu og Holland.
Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen meiddust báðar á hné í Algarve-bikarnum í Portúgal fyrr í þessum mánuði. Ljóst er að Dóra María missir af EM vegna meiðslanna. „Sandra María er í bataferli og er bara í endurhæfingu. Hún var í mjög góðu formi þegar hún meiddist, þannig að við vonum að hún verði farin að spila í tæka tíð fyrir Evrópumótið. En þetta eru flókin meiðsli og ég ætla ekki að setja neina pressu á hana,“ sagði Freyr um meiðsli Söndru Maríu.
Dagný Brynjarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa líka glímt við meiðsli að undanförnu. Freyr er bjartsýnn á þátttöku þeirra á EM í Hollandi í sumar. „Ég er bjartsýnn og vona það besta. En hins vegar er bara ómögulegt að segja hvað verður um þær. Þannig ég er bara búinn að taka þann pól í hæðina að við verðum án þeirra og undirbý liðið því þannig,“ sagði Freyr um Dagnýju og Hólmfríði.
Harpa Þorsteinsdóttir markahæsti leikmaður Íslands í undankeppni EM er svo farin að horfa á endurkomu á fótboltavöllinn, allavega með félagsliði sínu, Stjörnunni - eftir barnsburð í mars. Hvað verður með landsliðið verður svo bara að koma í ljós.
Nánar er rætt við Frey í spilaranum hér fyrir ofan. |
Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum en framkvæmdastjóri félagsins telur þó að innanlandsflugið eigi eftir að eflast á ný. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.
Flugfélagið blés til sóknar fyrir þremur árum þegar það keypti þrjár Bombardier Q400 vélar og fékk auk þess eina styttri Q200 í skiptum þegar gömlu Fokkerarnir voru seldir. Þar með var félagið komið með sex Bombardier-vélar, þrjár lengri og þrjár styttri, en núna eru tvær þeirra til sölu.
„Við erum búin að vera að skoða bæði langtímaverkefni og sölu á einni Q400 í svolítinn tíma. Það hefur ekki gengið eftir. Markaðurinn þar er frekar þröngur en við erum auðvitað að nota þá vél núna í skemmri tíma leiguverkefni,“ segir Árni en þar vísar hann til þess að Icelandair nýtir vélina vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna.
„Q200 vélin, sem við ákváðum í síðustu viku að setja á sölu, - við erum svona að skoða þann markað. Það er bara rétt að hefjast, - fyrstu metrarnir á þeirri vegferð.“
Útrás til Aberdeen og Belfast gekk ekki eftir og svo hefur farþegum fækkað innanlands.
„Það sem af er þessu ári hefur þetta verið rúmlega tíu prósent. Það er töluvert á stuttum tíma.“
Mikil fækkun erlendra ferðamanna í innanlandsflugi vekur athygli.
„Allt upp í 30-40 prósent á sumartímanum. Og þá með þessari miklu fækkun erlendra ferðamanna sem hefur orðið núna í sumar þá finnum við meira fyrir því núna í sumar. En síðan er það minna á veturnar.“
Loðnubrestur hafði áhrif á innanlandsflugið.
„Sérstaklega hefur hagvöxtur á landsbyggðinni verið lítill og neikvæður á undanförnum árum á ákveðnum svæðum. Það sjáum við í tölunum hjá okkur.“
Sparnaðaraðgerðir fela meðal annars í sér fækkun ferða í vetur til Egilsstaða og Ísafjarðar og tíðari notkun styttri vélanna í stað þeirra lengri. Árni segir ekkert liggja fyrir um fækkun starfsmanna.
„Það má búast við að það verði einhverjar breytingar. En við eru ekki að sjá fyrir okkur einhverja verulega fækkun í tengslum við þetta.“
Hann spáir því að innanlandsflugið eflist á ný.
„Um leið og hagkerfið tekur við sér aftur, sérstaklega á landsbyggðinni, sem það mun gera, - ég hef trú á því, - þá verði aftur vöxtur í innanlandsfluginu hjá okkur.“
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: |
Mótmælendur við Kárahnjúka segir lögreglu aftra því að vistum og vatni sé komið í tjaldbúðir þeirra í Lindum á bökkum jökulsár á Brú. Tálmar hafa verið settir upp vegna framkvæmda að sögn lögreglu.
Lögregla heimsótti búðirnar í gærkvöldi og var þeim sem þar dvelja tilkynnt að þeir yrðu að hafa sig á brott þar sem ekki hafa verið sótt um tilskilin leyfi landeiganda og heilbrigðisyfirvalda fyrir tjaldbúðum. Mótmælendum var gefin frestur til hádegis í dag til að yfirgefa svæðið. Þeir hafa hins vega ekki hreyft sig og lögregla ekkert aðhafst. Strangt eftirlit er á svæðinu og lögregla hefur gætt þess að frekari útbúnaður sé ekki fluttur í tjaldbúðirnar. Rauða bifreiðin hér fyrir aftan mig geymir eldunaráhöld og vistir mótmælenda en ökumenn hennar eru meðal þeirra sem að ekki hafa fengið að halda áfram niður í mótmælabúðirnar. Þeir hafa því brugðið á það ráð að slá upp eldhúsi hér í vegakantinum og vonast til að koma vistum til félaga sinna með öðru móti. Vegatálmi er við afleggjarann niður að Lindum en framkvæmdir standa yfir á veginum.
Rebecca Everall: Þeir sögðu okkur að við værum á hættulegu vinnusvæði rétt eins og stendur á skiltunum. Þrátt fyrir það hefur fólk sem hefur haldið til á svæðinu ekki orðið vart við neinar framkvæmdir.
Rebecca er ósátt við útskýringar lögreglu en bíll sem hún var farþegi í hafði einnig verið stöðvaður nokkuð fyrr.
Rebecca Everall: Þegar við spurðum hann um ástæðuna fyrir þessu þá gat hann ekki gefið okkur nein svör né sýnt með skjölum af hverju svæðið er lokað. Hann bannaði okkur einfaldlega að fara um svæðið. Þegar ég kom til landsins sagði tollvörðurinn við mig að það væri ekki bannað að mótmæla á Íslandi og við höfðum allan rétt til þess. Samt er komið fram við okkur eins og glæpamenn. |
I
HUGMYNDIR
Rannveig Traustadóttir
Í nýjum fræðaheimi
Upphaf fötlunarfræða og átök ólíkra hugmynda Fötlun hefur notið vaxandi athygli á undanförnum áratugum. Fjölmargar ástæður eru til þess að þjóðir heims hafa öðlast aukna meðvitund um hlutskipti fatlaðra. Eftir því sem meðalaldur þjóða hækkar verður fötlun algengari og fréttir um sjúkdóma og skerðingar berast hratt um heiminn. Fyrir vikið hefur fötlun smám saman öðlast viðurkenningu sem almennari og algengari reynsla en áður var talið. Sýnileiki skerðinga, persónuleg reynsla okkar af fötlun, þau áhrif sem slys, náttúruhamfarir, styrjaldir, jarðsprengjur, mengun og fleiri þættir hafa á líf og velferð okkar styrkir vitund almennings um fötlun.
Fötlun hefur á undanförnum árum einnig hlotið vaxandi athygli fræðimanna, hið nýja fræðasvið, fötlunarfræði, er að finna í fjölmörgum háskólum í Evrópu, Norður-Ameríku, Ástralíu, á Nýja-Sjálandi og víðar, og fræðitímarit helguð fötlunarfræðum eru gefin út víða um lönd. Samtök fræðimanna eru einnig starfandi og alþjóðlegt samstarf er í örum vexti meðal þeirra sem koma að fötlunarfræðum. Fræðileg sjónarhorn eru margvísleg og fræðimenn koma úr ólíkum fræðigreinum, einkum þó félagsvísindum og hugvísindum. Fötlunarfræði eru í vaxandi mæli þverfræðileg, en víða er félagsfræðilegur skilningur ríkjandi og félagsvísindalegar kenningar hafa til þessa ráðið mestu um þróun fræðanna (Albrecht, 2002; Barnes, Oliver og Barton, 2002).
Þessum aukna áhuga fylgir vaxandi umræða og átök um ýmis grundvallaratriði, hugmyndir og fræðilegar áherslur. Áleitnar og mikilvægar spurningar krefjast athygli og tekist er á um svörin. Í þessari grein er fötlunarfræði kynnt sem ný fræðigrein, uppruni hennar rakinn, fjallað um fræðilegar og pólitískar rætur hennar og hún staðsett í heimi fræða og vísinda. Þá er fjallað um helstu átök og álitamál innan fötlunarfræða og gerð grein fyrir nokkrum helstu fræðilegu sjónarhornum. Greinin er hugsuð sem yfirlit og kynning á hinum nýju fræðum.
Upphaf fötlunarfræða og fræðilegt samhengi Fötlunarfræði spruttu ekki fram fullsköpuð heldur eiga þau sér bæði fræðilega forsögu og póltískar rætur. Hér verður gerð stutt grein fyrir þessum bakgrunni fötlunarfræðanna og hið nýja þekkingarsvið staðsett í hinu fræðilega landslagi.
Fræðilegar rætur fötlunarfræða Með örfáum undantekningum hafa fræðistörf sem beinst hafa að fötluðu fólki einkennst af læknisfræðilegum skilningi þar sem skerðingar eru álitnar einstaklingsbundinn galli og persónulegur harmleikur.
Þessi skilningur hefur verið svo ráðandi að hann hefur ekki einungis einkennt rannsóknir á sviði læknavísinda og ýmissa tengdra sviða svo sem endurhæfingar, heldur hefur þetta jafnframt verið ríkjandi skilningur innan félagsvísinda.
Bresku fræðimennirnir Barnes, Oliver og Barton (2002) halda því fram að fáir hafi átt jafn mikinn þátt í að leggja grunn að slíku fræðistarfi innan félagsvísinda og bandaríski félagsfræðingurinn Talcott Parsons (1951) sem skilgreindi læknavísindin sem eitt af tækjum samfélagsins til félagslegs taumhalds. Parsons leit á «sjúkdóma» sem félagslega stöðu fólks og skilgreindi þær skyldur og þau réttindi sem fylgdu hlutverki sjúklingsins (sick role). Að mati Parsons var heilbrigði hið eðlilega og stöðuga ástand, tengt færni og afköstum. Hins vegar væru sjúkdómar truflun og afbrigðilegt ástand sem gerði einstaklinginn óvirkan og háðan öðrum. Allt til þess er Parsons tók að tjá skoðanir sínar í riti hafði líffræðileg og læknisfræðileg umfjöllun um heilbrigði og sjúkdóma yfirleitt ekki þótt verðugt viðfangsefni félagsvísindamanna, en þetta breyttist með fræðistörfum hans, ekki síst vegna áherslu hans á tengsl einstaklingsins við félagsleg kerfi samfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið, og hvernig þessum kerfum er beitt til taumhalds og til þess að viðhalda félagslegri reglu og stöðugleika.
Þótt kenningar Parsons sættu gagnrýni höfðu þær mikil áhrif á félagsfræðinga víða um heim og vegna þess hve sjúkdómar og fötlun eru nátengd í hugum margra, höfðu kenningar hans einnig áhrif á þá sem fjölluðu um fötlun innan félagsvísindanna (Barnes, Mercer og Shakespeare, 1999). Þetta leiddi meðal annars til þess að félagsfræðileg greining á fötlun varð viðfangsefni þeirra sem höfðu áhuga á því hvernig samfélög bregðast við þeim sem skilgreindir eru sem frávikar. Eitt besta dæmi um slíka nálgun er að finna hjá bandaríska félagsfræðingnum Erving Goffman sem birti helstu verk sín á þessu sviði á sjöunda áratug síðustu aldar, en verk hans eru löngu orðin klassísk. Í bókinni Stigma varpar Goffman (1963) ljósi á það hvernig aðferðir samfélagsins við að flokka fólk byggjast á félagslegum samskiptum og hann lýsir því hvernig þeir sem álitnir eru víkja frá því sem talið er eðlilegt með neikvæðum hætti eru stimplaðir frávikar, en í þeim hópi telur Goffman fólk með ýmsar skerðingar. Í bók Goffmans er jafnframt að finna ítarlegar lýsingar á því hvernig frávikar takast á við slíka stimplun í daglegu lífi sínu, svo og lýsingar á samskiptum frávika og «eðlilegra» einstaklinga (Goffman, 1963).
Skrif Goffmans áttu mikinn þátt í því að leggja grunn að ríkjandi félagsfræðilegum skilningi á fötlun. Hið nýja sjónarhorn fólst einkum í áherslu hans á hina félagslegu sköpun frávika. Annað mikilvægt framlag Goffmans (1961) til skilnings á lífi og aðstæðum fatlaðs fólks má rekja til umfjöllunar hans um eðli og einkenni altækra stofnana (total institutions) og áhrif þeirra á þá sem þar búa, en til altækra stofnana telur Goffman fangelsi, sjúkrahús, sólarhringsstofnanir, skip, klaustur og fleiri slíka staði. Þessi umfjöllun birtist í bókinni Asylums og byggðist meðal annars á rannsókn sem Goffman gerði á geðsjúkrahúsi þar sem hann dvaldi um skeið meðal sjúklinganna (Goffman, 1961). Í Asylums lýsir Goffman því hvernig atferli geðsjúklinganna var mótað af umhverfi og aðstæðum sjúkrahússins sem braut niður sjálf þeirra og «endurbyggði» síðan nýja sjálfsmynd og atferli sem féll að reglukerfi sjúkrahússins. Þannig var geðsjúklingurinn mótaður af umhverfinu og nærtækast að skilja atferli hans sem viðbrögð við því en ekki sem birtingarmynd sjúkdómsins.
Skrif Goffmans höfðu geysileg áhrif á fræðilega umfjöllun um frávika, ekki síst fatlaða, en þau urðu ekki síður til þess að draga athygli að neikvæðum hliðum geðsjúkrahúsa og annarra sólarhringsstofnana fyrir fatlað fólk. Fjölmargir félagsvísindamenn víða um heim fylgdu í fótspor Goffmans og hófu að rannsaka slíkar stofnanir. Flestar þessar rannsóknir voru gerðar í Bandaríkjunum og Bretlandi (King, Raynes og Tizard, 1971; Taylor, 1977). En áhrifa Goffmans gætti einnig snemma á Norðurlöndum og þau má meðal annars merkja á rannsókn norska félagsfræðingsins Ingvars Løchen (1970) sem hann framkvæmdi á geðsjúkrahúsi í Noregi. Løchen var undir sterkum áhrifum frá Goffman og niðurstöður hans samhljóma niðurstöðum hins bandaríska brautryðjanda.
Ofangreindar rannsóknir á altækum stofnunum og niðurstöður fræðimanna um skaðleg áhrif stofnanavistar á íbúa þeirra höfðu víðtæk áhrif. Á árunum 1960-1970 kom fram hávær gagnrýni á óviðunandi aðbúnað og ómannúðlega meðferð vistmanna á geðsjúkrahúsum og sólarhringsstofnunum fyrir fatlað fólk (Blatt og Kaplan, 1974; Scheerenberger, 1987). Rannsóknir Goffmans og fleiri fræðimanna staðfestu að slík gagnrýni var fyllilega réttmæt. Þessi fræðistörf áttu því stóran þátt í því umbótastarfi í málefnum fatlaðra sem hófst um 1970 og fólst í lokun sólarhringsstofnana og uppbyggingu þjónustu fyrir fatlað fólk úti í samfélaginu.
Samhliða því fræðistarfi sem rakið er hér að framan kom fram hörð gagnrýni ýmissa fræðimanna á ríkjandi hugmyndir um geðsjúkdóma þar sem því var meðal annars mótmælt að hér væri einvörðungu um læknisfræðilegt vandamál að ræða. Ein áhrifamesta gagnrýni af þessum toga var rit Bandaríkjamannsins Thomasar Szasz (1970), The Myth of Mental Illness. Þar dregur hann í efa tilvist geðsjúkdóma, setur spurningarmerki við gagnsemi þeirrar þjónustu og endurhæfingar sem fólk naut á geðsjúkrahúsum þeirra tíma og gagnrýnir ofurvald læknisfræðinnar yfir lífi fólks.
Sú mynd sem Goffman, Szasz og fleiri drógu upp af því hvernig geðsjúklingurinn var félagslega skapaður í samspili við umhverfi sitt, hafði áhrif á aðra fræðimenn og ýtti undir rannsóknir og fræðiskrif þar sem sjónum var beint að fötlun sem félagslega mótuðu fyrirbæri. Meðal þessara fræðimanna má nefna Robert Scott (1969) sem rannsakaði blint og sjónskert fólk. Scott hélt því fram að menn fæddust ekki «blindir» heldur væru þeir «búnir til» af fagfólki. Með því átti hann við að sjónskertir væru iðulega gerðir blindir með því að kenna þeim blindrahlutverkið, sem felur meðal annars í sér lært hjálparleysi og að vera óvirkur og háður öðrum. Scott hélt því fram að blinda sé félagslegt hlutverk sem bæði sjónskert og blint fólk þurfi að læra. Önnur rannsókn í sama anda var framkvæmd nokkru síðar af Bandaríkjamanninum Paul Higgins (1981) en hann beindi sjónum að heyrnarlausum og samskiptum þeirra við hina heyrandi veröld. Þá má einnig nefna rannsókn Bogdans og Taylors (1982) um reynslu fólks með þroskahömlun af því að búa á sólarhringsstofnunum. Bók þeirra er byggð á lífssögum tveggja einstaklinga með þroskahömlun og var þetta ein hin fyrsta slíkra rannsókna þar sem raddir hinna þroskaheftu einstaklinga fengu að heyrast, en sögur þeirra ögruðu mjög viðteknum hugmyndum um þroskaheft fólk sem fram til þessa var álitið ófært um að orða reynslu sína eða hafa skilning á aðstæðum sínum og innsýn í þær. Bók Bogdans og Taylors hefur einnig að geyma ítarlega fræðilega greinargerð sem útskýrir og rökstyður þá fræðilegu afstöðu þeirra að «þroskahömlun» sé félagslega mótað fyrirbæri.
Ofangreindar rannsóknir og fjölmargar fleiri, sem unnar voru í svipuðum anda, drógu í vaxandi mæli athygli að áhrifum félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra þátta á líf þess fólks sem skilgreint er sem fatlað. Þessar rannsóknir hafa jafnframt átt sinn þátt í gagnrýni á ofurvald hins læknisfræðilega skilnings á fötlun. Segja má að þessar rannsóknir hafi lagt grundvöllinn að þeim fræðilegu hugmyndum og sjónarhornum sem beitt er innan fötlunarfræða og þeirri gagnrýnu nálgun sem hefur einkennt fötlunarfræði enda rekja flestir fötlunarfræðingar rætur sínar til þessara skrifa þótt margir þeirra líti þessar fyrstu rannsóknir gagnrýnum augum fyrir það að ganga ekki nægilega langt (Barnes, Oliver og Barton, 2002).
Pólitískar rætur í hreyfingu fatlaðra Ef tilurð fötlunarfræða er skoðuð í sögulegu samhengi má sjá að rætur greinarinnar eru víðar en í þeirri fræðilegu þróun sem hér var vikið að.
Upphaf hinna nýju hugmynda, sem hafa verið áhrifamiklar innan fötlunarfræða, er einnig að finna í pólitískri baráttu fatlaðs fólks sem hófst upp úr 1960 (Campbell og Oliver, 1996). Tengsl milli baráttuhreyfinga fatlaðs fólks og fræðanna hafa gert það að verkum að fötlunarfræði hafa þróast í samspili við daglegt líf og pólitíska baráttu fatlaðra einstaklinga, og þó að meirihluti þeirra fræðimanna sem stunda fötlunarrannsóknir séu ófatlaðir þá hafa fatlaðir fræðimenn verið í hópi þeirra sem hafa haft mótandi áhrif á hin nýju fræði (Campbell og Oliver, 1996; Longmore og Umansky, 2001). Margar af róttækum hugmyndum fræðanna má rekja til pólitískrar baráttu fatlaðra á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar en það skeið einkenndist af pólitísku umróti, andófi, mótmælum og mannréttindabaráttu ýmissa þjóðfélagshópa.
Það var í þessu pólitíska andrúmslofti sem fatlað fólk hóf að samhæfa krafta sína og mótmæla aðstæðum sínum sem oftar en ekki einkenndust af fátækt, innilokun á sólarhringsstofnunum og mismunun hvað snerti menntun og atvinnu. Þessi barátta fór fram í Bandaríkjunum, Kanada og mörgum Evrópulöndum.
Meðal þeirra hreyfinga sem snemma urðu áberandi voru samtök sem kenndu sig við sjálfstætt líf (Independent Living Movement). Sú hreyfing átti upphaf sitt í Bandaríkjunum í lok sjötta áratugarins en breiddist brátt út til annarra landa (DeJong, 1981). Ein kveikjan að hinni auknu pólitísku vitund meðal fatlaðs fólks í Bandaríkjunum var styrjöldin í Víetnam og heimkoma mikils fjölda fatlaðra hermanna sem höfðu særst í stríðinu. Önnur kveikja voru hinar pólitísku hræringar þessa tíma og það var í því andrúmslofti sem hreyfing fatlaðra fyrir sjálfstæðu lífi varð til. Hreyfingin hafnaði því að farið væri með fatlaða sem eilíf börn, mótmælti ofurvaldi sérfræðinga, barðist gegn sérstofnunum og fyrir því að fatlað fólk gæti lifað sjálfstæðu lífi úti í samfélaginu (DeJong, 1981). Þar var þeirri hugmynd meðal annars haldið á lofti að umhverfisþættir væru að minnsta kosti jafn mikilvægir og þættir tengdir skerðingu einstaklingsins þegar kæmi að möguleikum fatlaðs fólks til að búa sjálfstætt og lifa sjálfstæðu lífi (Barnes, Mercer og Shakespeare, 1999). Þessi nýja sýn fól í sér áherslu á sjálfshjálp fatlaðs fólks, andóf gegn læknisfræðilegum skilningi á fötlun um leið og hún hélst í hendur við baráttu fyrir réttinum til að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í athöfnum samfélagsins á borð við aðra (DeJong, 1981).
Á árunum eftir 1970 þróuðust einnig baráttusamtök fólks með þroskahömlun (self-advocacy), fyrst í Svíþjóð og síðan í öðrum löndum (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Williams og Shoultz, 1982). Þessi samtök kröfðust þess meðal annars að hlustað væri á raddir og óskir fólks með þroskahömlun og sjálfsákvörðunarréttur þess virtur. Í Bretlandi höfðu samtök hreyfihamlaðs fólks gegn aðgreiningu fatlaðra (Union of the Physically Impaired Agains Segregation, UPIAS) mikil áhrif. En það voru einstaklingar innan þessara samtaka sem mótuðu þær róttæku hugmyndir sem síðar lögðu grunninn að breska félagslega líkaninu um fötlun (Campell og Oliver, 1996). Því er ljóst að ýmsar af þeim grundvallarhugmyndum, sem er að finna innan fötlunarfræða, áttu rætur í pólitískri baráttu fatlaðs fólks, og þau tengsl og gagnkvæmu áhrif, sem sjá má milli fræðistarfs og baráttu, er eitt af því sem reyndist styrkur fötlunarfræðanna.
Staðsetning fötlunarfræða í hinu fræðilega landslagi Fötlunarfræði eru ein af þeim nýju fræðigreinum sem snúa að samfélagshópum sem búið hafa við mismunun af ýmsum toga; útskúfun, aðgreiningu eða valdaleysi. Fræðistarf tengt þessum hópum á sér rætur í pólitísku andrúmslofti sjöunda og áttunda áratugarins og baráttu ýmissa hópa fyrir fullum borgaralegum réttindum. Meðal þeirra má nefna baráttuhreyfingu svartra í Bandaríkjunum, kvennahreyfingar víða um heim og baráttu samkynhneigðra (Evans, 1979; Ferree og Martin, 1995; Freeman, 1975). Ýmsir fræðimenn, ekki síst þeir sem tilheyrðu þessum hreyfingum, urðu fyrir áhrifum af baráttu þeirra og hugmyndafræði. Þeir fóru að velta því fyrir sér hvort ekki mætti nota fræðin í þágu málstaðarins og hófu að beita þeim til að skilja betur stöðu viðkomandi hóps og stofnuðu til rannsóknarverkefna sem einkenndust af gagnrýni og kröfum um breytingar (Bowels og Klein, 1983; Hill Collins, 1990; Morris, 1991; Sandfort, Schuyf, Duyvendak og Weeks, 2000). Þau fræði sem fyrst urðu til með þessum hætti voru kvennafræði sem spruttu fram í nánu samspili við kvennahreyfingar á hverjum stað en í kjölfarið fylgdu fræði um þjóðernisminnihlutahópa, samkynhneigða og fatlað fólk (Richardson og Taylor, 1993). Fötlunarfræði eru yngst þessara nýju fræðigreina en þær eiga það sameiginlegt að beina sjónum að valdatengslum og mismunun og afla þekkingar á þeim hópum sem ýtt er út á jaðar samfélagsins.
Innan hinna nýju fræða var strax í upphafi bent á að reynsla, saga, aðstæður og daglegt líf fólks úr jaðarhópum samfélagsins hafði verið sniðgengin, gerð ósýnileg eða afbökuð í hefðbundnum fræðistörfum og fram kom hörð gagnrýni á það að fræðimenn alhæfðu um alla út frá reynslu ráðandi hópa, sem venjulega voru hvítir, gagnkynhneigðir vestrænir karlar úr millistétt. Eitt höfuðeinkenni þessara fræða er því gagnrýni á hefðbundið fræðistarf og þróun nýrra fræðilegra sjónarhorna og rannsóknaraðferða. Þessar nýju fræðigreinar hafa skapað fjölbreytileika innan hins alþjóðlega fræðasamfélags og þeim hefur fylgt nýr kraftur og gróska sem hefur áhrif langt út fyrir fræðigreinarnar. Þróun hinna nýju fræðigreina hefur haldist í hendur við kröfuna um að fræðin sinni öllum, ekki aðeins ríkjandi hópum, en innan fræðanna verður sú krafa æ háværari að gerð sé grein fyrir öllum þeim margbreytileika sem er að finna í mannlegu samfélagi (Andersen og Hill Collins, 1998; Spelman, 1988; Weber, 2001).
Fötlunarfræði-ný fræðigrein lítur dagsins ljós Sem fræðigrein eru fötlunarfræði ein sú yngsta í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Hið sama á við um sjálft hugtakið fötlunarfræði (disability studies) enda var það ekki fyrr en á níunda áratugnum að rit kennd við fötlunarfræði litu fyrst dagsins ljós (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Davis, 1997; Shakespeare, 1998). Hugtakið hafði verið notað fyrir þann tíma, en það hafði ekki skýra tilvísun til ákveðinnar fræðigreinar heldur vísaði almennt til fræðistarfs og rannsókna sem beindist að fötluðu fólki og málefnum þess.
Fötlunarfræði eru ört vaxandi fræðasvið og á þeim skamma tíma sem þau hafa dafnað hefur áhugi á þeim aukist mjög meðal fræðimanna víða um heim. Þessi nýja fræðigrein einkennist því af mikilli grósku og skjótri þróun. Á undanförnum tveimur áratugum hefur komið út fjöldi rita á sviði fötlunarfræða. Útgáfan er blómlegust í Bandaríkjunum (Davis, 1997; Ingstad og Whyte, 1995; Linton, 1998; Mitchell og Snyder, 1997; Snyder og Mitchell, 2006) og Bretlandi (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Barton og Oliver, 1997; Johnstone, 2001; Shakespeare, 1998; Swain, Frence, Barnes og Thomas, 2002). Einnig kemur nú vaxandi fjöldi fræðirita út á Norðurlöndum (Barron, 2004; Förhammar og Nelson, 2004; Gustavsson, Sandvin, Traustadóttir og Tøsse-bro, 2005).
Fræðileg sjónarhorn eru margvísleg og fræðimenn koma úr ýmsum greinum, einkum þó félagsvísindum og hugvísindum. Félagsvísindalegar áherslur hafa verið ráðandi í Bretlandi, á Norðurlöndum og víðast hvar í Evrópulöndum. Hins vegar hafa hugvísindi haft sterka stöðu innan fötlunarfræða í Bandaríkjunum (Barnes, Oliver og Barton, 2002). Það er sameiginlegt einkenni á þróun fötlunarfræða víða um heim að þau eru í vaxandi mæli þverfræðileg þótt víða séu félagsfræðilegar kenningar og skilningur einkum áberandi.
Þróun fötlunarfræða á Norðurlöndum hefur verið með nokkuð öðrum hætti en í Bretlandi og Bandaríkjunum. Eitt megineinkenni á norrænum fötlunarrannsóknum er það hve nátengdar þær eru norræna velferðarkerfinu og rannsóknum á því. Rödd norrænna fræðimanna á sviði fötlunarfræða hefur ekki farið hátt á alþjóðavettvangi, einkum vegna þess að þeir hafa aðallega birt eigin ritsmíðar á móðurmálum sínum sem hið alþjóðlega samfélag fræðimanna á ekki aðgang að. Til að bæta úr þessu hafa norræn samtök þeirra sem stunda fötlunarrannsóknir, Nordic Network for Disability Research, NNDR, gert átak og átt frumkvæði að því að gefnar verði út bækur á ensku sem ætlað er að kynna norrænar fötlunarrannsóknir á alþjóðlegum vettvangi fræðanna (Gustavsson, Sandvin, Traustadóttir og Tøssebro, 2005; Kristiansen og Traustadóttir, 2004; Tøssebro og Kittelsaa, 2004). Þá má nefna að NNDR hefur frá árinu 1999 gefið út fræðitímarit á ensku, Scandinavian Journal of Disability Research, SJDR, en því er meðal annars ætlað að vera vettvangur alþjóðlegrar umræðu um fötlunarrannsóknir.
Ólíkar fræðilegar hefðir, mismunandi félagslegar aðstæður fatlaðs fólks og menningarlegt og sögulegt samhengi hafa haft áhrif á þróun fötlunarfræða í ólíkum löndum og menningarheimum. Engu að síður eiga fræðin margt sameiginlegt því þrátt fyrir ólíkar áherslur fræðimanna á það hvernig beri að skilja fötlun og hvernig fötlunarfræði skuli skilgreind sem fræðigrein, geta þeir sameinast í gagnrýni á hið hefðbundna læknisfræðilega sjónarhorn á fötlun og verið sammála um nauðsyn þess að þróa nýjan skilning í þeim efnum. Skilning sem tekur mið af umhverfi og félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum þáttum.
Gagnrýni á hið læknisfræðilega sjónarhorn á fötlun hefur frá upphafi verið eitt af megineinkennum hinna nýju fötlunarfræða. Þessi gagnrýni er víðast hvar samhljóma baráttu fatlaðs fólks og nýtur jafnframt stuðnings margra sérfræðinga, embættismanna og annarra sem starfa að málefnum fatlaðra (Barnes, Mercer og Shakespeare, 1999). Bent er á að skilgreiningar, sem taka mið af því að vandamál fatlaðra einstaklinga stafi einvörðungu af skerðingu þeirra, þ.e. af líkamlegu eða andlegu ástandi þeirra, dugi ekki einar sér til að skýra þá erfiðleika og þær hindranir sem fatlað fólk þarf að takast á við í daglegu lífi sínu. Þess í stað hafa fræðimenn á sviði fötlunarfræða sett fram nýjar hugmyndir til að skilja fötlun, hugmyndir sem leggja áherslu á mikilvægi samfélagslegra þátta, menningar og umhverfis.
Fötlunarfræði og aðrar skyldar þverfræðilegar greinar hafa ýmis sameiginleg einkenni. Meðal annars eiga þær sér allar rætur í pólitískum baráttuhreyfingum sem hafa barist gegn undirokun og útskúfun.
Fræðistarf innan þessara greina er í meiri mæli stundað í tengslum við baráttu þeirra félagslegu hópa sem fræðin beinast að en venja er á öðrum fræðisviðum. Innan fötlunarfræða og skyldra greina er því sterkara samspil milli fræða og baráttu en þegar aðrar fræðigreinar eiga í hlut.
Flestir sem koma að fræðistarfinu eru sammála um að þessi gagnkvæmu tengsl hafi eflt bæði fræðin og baráttuna (Bowels og Klein, 1983; Chappell og Oliver, 1996; Evans, 1979; Ferree og Martin, 1995; Freeman, 1975; Hill Collins, 1990; Morris, 1991; Sandfort, Schuyf, Duyvendak og Weeks, 2000).
Annað einkenni fötlunarfræða er andóf gegn ríkjandi hugmyndum um það hvað skuli telja «eðlilegt». Einkum hefur því verið mótmælt að ýmsar skerðingar séu galli eða afbrigðileiki. Þess í stað hafa fræðimenn á sviði fötlunarfræða bent á að líta megi á skerðingar sem eðlilegan hluta af mannlegum margbreytileika (Priestley, 2003). Hér má finna samsvörun við aðrar fræðigreinar á sama meiði svo sem hinsegin fræði sem hafa mótmælt því að litið sé á samkynhneigð sem sjúkdóm eða afbrigðileika í stað þess að sjá hana sem einn þátt í fjölbreyttu litrófi mannlífsins (Sandfort, Schuyf, Duyvendak og Weeks, 2000).
Tengt þessu er gagnrýni á hina svonefndu eðlishyggju (essentialism) þar sem litið er svo á að öll fyrirbæri hafi í eðli sínu innbyggðan sannleika og merkingu sem ekki verður breytt (Crotti, 1998). Fötlunarfræði hafa hins vegar lagt megináherslu á félagslega mótunarhyggju (social constructionism), en hún felur í sér þá þekkingarfræðilegu sýn að veröldin sé félagslega mótuð eða sköpuð og í sífelldri endursköpun í daglegum samskiptum okkar hvert við annað og samspili við umhverfið (Crotti, 1998). Innan fötlunarfræða er almennt litið svo á að fötlun sé félagslega eða menningarlega mótað fyrirbæri, og að þannig eigi ýmsar hindranir í umhverfinu, fordómar, staðalmyndir, efnahagslegar þrengingar og óaðgengilegar byggingar, svo dæmi séu tekin, þátt í að skapa fötlun ekki síður en skerðingin (Thomas, 1999).
Þá má nefna það einkenni hinna nýju fræða að endurskilgreina ýmis lykilhugtök. Innan fötlunarfræða hefur hugtakið «fötlun» öðlast nýjan skilning í meðförum ýmissa fötlunarfræðinga. Þetta er tengt því hvernig hið líffræðilega og félagslega hefur verið aðgreint, einkum meðal þeirra sem kenna sig við hið breska félagslega líkan um fötlun, en þeir greina á milli fötlunar (félagslegar hindranir) og skerðingar (hið líkamlega eða andlega ástand einstaklingsins). Þetta á sér hliðstæðu í því hvernig kvenna- og kynjafræði greina á milli hins líffræðilega annars vegar (kyns) og hins félagslega og menningarlega hins vegar (kynferðis, einnig kallað kyngervi). Femínistar tóku snemma upp þessa aðgreiningu (Oakley, 1972) og hafa tekist á um hana lengi, en hún á sér samsvörun í átökum innan fötlunarfræða um aðgreiningu og tengsl skerðingar og fötlunar (Kristiansen og Traustadóttir, 2004).
Hvað er fötlun?
Eins og aðrar fræðigreinar sem snúa að minnihlutahópum hafa fötlunarfræði sett spurningarmerki við viðtekinn skilning á ýmsum lykilhugtökum.
Hugtakið fötlun hefur einkum verið í brennidepli og tekist er á um það innan hinnar nýju fræðigreinar hvernig beri að skilja þetta grundvallarhugtak. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu sjónarhornum og hugmyndum um fötlun. Fyrst er stutt greinargerð um þann hefðbundna skilning sem kenndur er við læknavísindi og verið hefur ráðandi um langt árabil. Einnig verður fjallað um ýmiss konar félagslega nálgun og hugmyndir sem nú er verið þróa innan fötlunarfræða og lögð er áhersla á tvö af þessum sjónarhornum: Norræna tengslaskilninginn á fötlun og breska félagslega líkanið um fötlun.
Læknisfræðileg sjónarhorn
Hefðbundnar hugmyndir um fötlun má rekja til læknavísinda og heilsufélagsfræði. Eins og að framan er getið má meðal annars rekja þetta sjónarhorn til félagsfræðingsins Talcott Parsons og þess sem hann ritaði fyrir hálfri öld um sjúkdóma og sjúkdómstengda hegðun (Parsons, 1951), en þar birtist fötlun sem andstæða þess sem er talið heilbrigt og eðlilegt. Þetta sjónarhorn á fötlun var ráðandi í hinum vestræna heimi mestan hluta 20. aldar og ríkjandi hugmyndir um fötlun eru enn mjög litaðar af þeim skilningi (Finkelstein, 1980; Johnstone, 2001; Oliver, 1990). Hið læknisfræðilega sjónarhorn er þó ekki aðeins ríkjandi innan heilbrigðisvísinda heldur hefur þessi skilningur einnig verið ráðandi innan annarra fræðigreina svo sem félagsvísinda, menntunarfræða og víðar og hefur haft afgerandi áhrif á þann skilning sem lagður er í líf og aðstæður fatlaðra barna og fullorðinna. Hin læknisfræðilega nálgun felst í því að greina líkamleg eða andleg afbrigði eða skerðingu og veita ráðgjöf um kennslu, meðferð, lækningu, endurhæfingu eða umönnun. Fötlunin er álitin persónulegur harmleikur í lífi viðkomandi manneskju og skerðingin talin uppspretta allra erfiðleika hennar. Þetta viðhorf gefur lítinn sem engan gaum að áhrifum umhverfis eða ytri aðstæðum (Barnes, Oliver og Barton, 2002). Á síðustu árum hafa læknavísindin lagt mikla áherslu á erfðavísindi sem nýja leið til að útrýma erfðagöllum, sigrast á sjúkdómum og endurheimta eðlilega færni (Thomas, 2002). Hin nýju erfðavísindi hafa vakið miklar umræður um stöðu fólks með ólíkar skerðingar gagnvart læknavísindunum og átök um siðferðileg álitamál, meðal annars um réttmæti þess að beita snemmómskoðun til að greina fóstur í móðurkviði með ákveðin einkenni, svonefnda «erfðagalla», og útrýma þeim með kerfisbundnum hætti (Ástríður Stefánsdóttir, 2001; Dóra Bjarnason, 2001; Jóhann Ágúst Sigurðsson, 2001).
Læknisfræðileg sjónarhorn fela það í sér að litið er á fatlað fólk sem ólánssöm fórnarlömb, háð öðrum og í þörf fyrir umönnun, lækningu, meðferð, kennslu eða þjálfun. Þetta sjónarhorn hefur legið til grundvallar starfi fagfólks í menntakerfi, heilbrigðis- og félagsþjónustu og víðar. Sá skilningur sem birtist hér hefur einnig verið ráðandi í huga almennings og litað sjálfskilning fatlaðs fólks (Rannveig Traustadóttir, 2003).
Norræna tengslasjónarhornið á fötlun Allt frá því um 1970 hefur mátt finna á Norðurlöndum gagnrýni á hinn læknisfræðilega skilning á fötlun og áherslu á að líta til annarra þátta, einkum félagslegra (Gustavsson, Sandvin, Traustadóttir og Tøssebro, 2005). Þótt ekki sé ríkjandi einn sameiginlegur skilningur á fötlun á Norðurlöndum, heldur norski fræðimaðurinn Jan Tøssebro (2004) því fram að unnt sé að greina sameiginlegar hugmyndir sem hann telur að einkennist af áherslunni á tengsl hinnar fötluðu manneskju við umhverfi sitt. Tøssebro bendir á að þróun þessara hugmynda hafi verið með mismunandi hætti á Norðurlöndum og því megi greina ólíkar áherslur eftir því hvaða land eigi í hlut. Hann telur þó að hinn norræni skilningur á fötlun eigi það margt sameiginlegt að unnt sé að tala um sérstaka nálgun sem hann nefnir norræna tengslasjónarhornið á fötlun (Nordic relational approach to disability). Umfjöllunin sem hér fer á eftir og rekur helstu einkenni hins norræna skilnings styðst að miklu leyti við umfjöllun Tøssebros (1997, 2002, 2004) um þetta efni. Í grein minni um norrænar fötlunarrannsóknir síðar í þessari bók fjalla ég nánar um helstu einkenni norrænna fötlunarfræða og rek þau fræðilegu sjónarhorn sem þar er einkum beitt.
Upp úr 1960 komu fram á Norðurlöndum hugtök sem eru sambærileg við hugtakið fötlun í íslensku máli (á norsku funksjonshemming).
Hinum nýju hugtökum var ætlað að koma í stað eldri hugtaka sem höfðu öðlast neikvæða merkingu (til dæmis handikap á norsku). Hugtökum þessum var einnig ætlað að gegna því hlutverki að vera yfirhugtak um hópa fólks með mismunandi skerðingar, en fyrir 1960 var sjaldgæft að nota eitt hugtak um alla þessa hópa, heldur var yfirleitt vísað til fatlaðra eftir skerðingu hvers hóps (blindir, heyrnarskertir, þroskaheftir o.s.frv.). Þegar hugtakið fötlun var kynnt í Noregi var markmiðið ekki fyrst og fremst að bjóða hinum læknisfræðilega skilningi birginn, heldur var hér um að ræða tilraun til að finna hugtak sem nota mætti sem yfirhugtak um allt fatlað fólk. Það er athyglisvert að um leið og þetta nýja hugtak var kynnt var jafnframt lögð áhersla á að ekki skyldi gera kröfu um að fatlaðir löguðu sig einhliða að samfélaginu, ekki væri síður mikilvægt að laga samfélagið og umhverfið að þeirra þörfum (Tøssebro, 2002, 2004). Samhliða nýju hugtaki var því jafnframt ítrekaður nýr skilningur á fötlun sem fólst í því að draga fram mikilvægi samfélagslegra þátta, meðal annars þjónustu við fatlað fólk.
Þennan nýja skilning má finna í lögum, reglugerðum, stefnumótandi skýrslum og ýmsum öðrum opinberum gögnum á Norðurlöndum frá því um miðjan sjöunda áratuginn. Áherslan á hinn félagslega og umhverfislega þátt fötlunarinnar varð einnig til þess að beina athyglinni frá því að skilgreina einstaklinginn sem einu uppsprettu vandans og að öll úrræði skyldu beinast að því að þjálfa eða endurhæfa hinn fatlaða einstakling. Þess í stað beindust sjónir í ríkari mæli að því hvernig jafnframt væri unnt að fjarlægja samfélagslegar hindranir, laga umhverfið að fötluðu fólki og veita stuðning og þjónustu. Þessi breyting fól ekki í sér eina leið, aðferð eða fræðilega nálgun til að skilja fötlun, heldur var hér um að ræða fjölda skyldra hugmynda sem beindust að því að þróa þann nýja tengslaskilning á fötlun sem nú er ríkjandi á Norðurlöndum (Tøssebro, 2004). Þótt hér sé ekki á ferðinni einsleitur skilningur á fötlun þá er þetta sú grundvallarhugsun sem nú endurspeglast í ríkjandi hugmyndafræði og skilgreiningum, bæði í fræðiskrifum og í stefnumótun stjórnvalda. Meginatriðin í hinni norrænu tengslanálgun eru þrjú að mati Tøssebros (2002, 2004).
1. Fötlun er misræmi milli einstaklings og umhverfis. Fötlun skapast af því að einstaklingur og umhverfi falla ekki hvort að öðru þannig að misræmi eða gap myndast. Ástæðan getur verið sú að umhverfið gerir ekki ráð fyrir öllum þeim mannlega margbreytileika sem til staðar er í samfélaginu, en einnig vegna þess að einstaklingurinn býr ekki yfir þeirri færni sem er skilgreind innan hinna venjulegu marka sem almennt er gert ráð fyrir að fólk búi yfir. Í samræmi við þetta er einstaklingur skilgreindur fatlaður ef takmörkuð færni, veikindi eða skerðing leiða til þess að hann eða hún verður fyrir verulegum hindrunum í daglegu umhverfi sínu. Þessi skilningur felur það í sér að fötlunin er afstæð því að hún er háð umhverfinu og skilgreind í tengslum við það.
2. Fötlun er aðstæðubundin. Hvort ákveðin skerðing leiðir til fötlunar eða ekki ræðst af aðstæðum og er bundið þeim aðstæðum sem einstaklingurinn hrærist í hverju sinni. Heyrnarleysi væri ekki fötlun ef allir töluðu táknmál. Sjónskert manneskja er ekki fötluð þegar hún talar í síma. Einstaklingur með lesblindu getur átt í verulegum erfiðleikum í skóla en ekki endilega á ýmsum öðrum vettvangi. Hvort skerðing viðkomandi verður að fötlun er þannig tengt aðstæðum og er því ekki alltaf til staðar. Tøssebro bendir líka á að öðru hvoru verðum við öll fyrir þeirri reynslu að við ákveðnar aðstæður eru gerðar slíkar kröfur til okkar að við ráðum ekki við þær (Tøssebro, 2002). Hér má sem dæmi nefna fólk sem ferðast til útlanda og talar ekki tungumál viðkomandi þjóðar. Við slíkar aðstæður eru tjáningarmöguleikar fólks hamlaðir til muna.
3. Fötlun er afstæð. Þegar Tøssebro (2002, 2004) heldur því fram að fötlun sé afstæð, á hann ekki einungis við það sem leiðir af því sem sagt er hér að framan, að fötlun sé afstæð og taki mið af umhverfinu og tilteknum aðstæðum, heldur bendir hann á að skilgreiningar á því hvaða einstaklingsbundin líffræðileg eða andleg einkenni eru skilgreind sem fötlun séu félagslega ákvarðaðar og oft tilviljunarkennt hvar mörkin eru dregin. Sem dæmi nefnir hann að mörk þroskahömlunar hafi verið dregin með mismunandi hætti í Evrópu á 20. öld.
Skilgreiningar á þroskahömlun hafa verið miðaðar við mismunandi greindarvísitölustig, allt frá IQ = 50 upp í IQ = 85, og því misjafnt hve stór hluti þjóða í Evrópu hefur verið skilgreindur þroskahamlaður.
Þetta dæmi varpar ljósi á það hve tilviljanakennt það getur verið hver er skilgreindur fatlaður og að það hefur ekki endilega með einstaklingsbundna líffræðilega eða andlega eiginleika að gera. Dæmið er ekki síður upplýsandi um það hvernig fötlun er félagslega «sköpuð» eða «mótuð» og að hún er hluti af okkar félagslega ákvarðaða veruleika.
Tøssebro (2002) heldur því fram að ríkjandi hugmyndir um fötlun á Norðurlöndum séu fyrst og fremst af pólitískum toga. Hann bendir á að þær tengslahugmyndir sem hér er lýst megi finna í mörgum ef ekki flestum opinberum stefnumótandi gögnum á Norðurlöndum frá því um 1980. En þegar rýnt er í það hvernig þessi tengslaskilningur er aðgerðabundinn í einstökum ákvæðum, til dæmis varðandi réttindi til þjónustu eða bóta, þá er allt annað uppi á teningnum. Ef meta þarf rétt fatlaðra barna eða fullorðinna til sérkennslu eða bótagreiðslna svo dæmi séu tekin, þá hverfur fötlunin. Í stað hennar kemur krafa um læknisfræðilega greiningu, sem getur staðfest að viðkomandi sé óvinnufær, eða krafa um sálfræðilega greiningu um sérkennsluþarfir. Sú hugmynd að fötlun verði til í tengslum einstaklings og umhverfis er fyrir hendi í opinberum gögnum, yfirlýsingum og almennum umræðum um það hvaða skilning skuli leggja í fötlun, en þegar kemur að réttindum og þjónustu breytist skilningurinn skyndilega og þau hugtök og reglur sem byggt er á eru sótt í smiðju læknisfræðinnar.
Margir félagsvísindamenn á Norðurlöndum sem vinna að fötlunarrannsóknum leggja tengslaskilninginn til grundvallar fræðimennsku sinni. Tøssebro (2002) bendir hins vegar á að þessir fræðimenn eigi stundum erfitt með að halda sig við þann skilning og nefnir sem dæmi að fræðigreinar í fötlunarfræðum hefjist oft á skilgreiningu á fötlun í anda tengslaskilningsins eða félagslegra sjónarhorna þar sem höfundar lýsa því hvernig þeir beiti þeim í rannsóknum sínum. Síðan sé ekki óalgengt að meginhluti slíkra greina fjalli um réttindi ákveðinna hópa sem skilgreindir eru með hliðsjón af sjónarhorni læknisfræða-ekki tengsla við umhverfið. Fræðimönnum gengur því stundum erfiðlega að vera samkvæmir sjálfum sér og erfitt getur reynst að losna undan gömlum og grónum hugmyndum um fötlun.
Í umfjöllun minni um ríkjandi skilning á fötlun á Íslandi (Rannveig Traustadóttir, 2003) hef ég bent á að finna megi greinileg merki um hinn norræna tengslaskilning í íslenskri löggjöf allt frá árinu 1979, þegar lög um aðstoð við þroskahefta, nr. 47/1979, voru sett.
Breska félagslega líkanið um fötlun Þekktast hinna félagslegu sjónarhorna á fötlun og jafnframt það umdeildasta er hið svonefnda breska félagslega líkan um fötlun (social model of disability) (Barnes, 1998; Barnes, Oliver og Barton, 2002; Barton og Oliver, 1997; Finkelstein, 1980; Oliver, 1990, 1992). Þetta líkan hefur hlotið mikla athygli fræðimanna og fatlaðs fólks undanfarin ár, ekki síst vegna hinnar róttæku endurskilgreiningar á fötlun sem það felur í sér.
Þær hugmyndir sem liggja til grundvallar breska félagslega líkaninu komu upphaflega frá samtökum fatlaðra í Bretlandi sem nefndu sig Union of the Physically Impaired Against Segregation, UPIAS. Þessi samtök gáfu út fræga yfirlýsingu árið 1976 þar sem því er lýst yfir að fólk með skerðingar sé fatlað af samfélaginu og að fötlun sé afleiðing þeirrar undirokunar sem einkennir tengslin milli fólks með skerðingar og annarra í samfélaginu. Yfirlýsingin beindi athyglinni að áhrifum félagslegra þátta og mikilvægi umhverfisins. Þar er jafnframt að finna greinarmun á skerðingu (líkamleg skerðing eða takmörkuð virkni) og fötlun (félagslegum hindrunum) (Barnes og Mercer, 2003). Þessi yfirlýsing var ákaflega róttæk á þeim tíma sem hún kom fram á sjónarsviðið og hafði mikil áhrif, enda lagði hún hornsteininn að breska félagslega líkaninu um fötlun (Campbell og Oliver, 1996; Oliver, 1992).
Eins og breska fræðikonan Carol Thomas (1999) bendir á hafnar félagslega líkanið þeirri viðteknu hugmynd að skerðingin orsaki fötlunina (skerðing? fötlun). Því er jafnframt hafnað að skerðing og fötlun sé hið sama (skerðing = fötlun). Samkvæmt skilningi breska félagslega líkansins orsakast fötlunin ekki af erfiðleikum einstaklinga með líkamlegar, andlegar eða skynrænar skerðingar við að framkvæma ýmsar athafnir.
Þess í stað er litið svo á að fötlunin sé afleiðing af fyrirkomulagi sem felur í sér félagslegar hindranir og takmarkar möguleika fólks með mismunandi skerðingar (félagslegar hindranir? fötlun). Þetta orsakasamband er dæmi um það hvernig fötlun er félagslega sköpuð eða mótuð (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Cambell og Oliver, 1996; Oliver, 1990; Thomas, 1999).
Á íslensku, líkt og á öðrum Norðurlandamálum, hefur hugtakið fötlun verið haft sem yfirheiti um margvíslegar skerðingar. Í daglegu tali vísar íslenska hugtakið því til hópa fólks sem talið er ófært um að taka þátt í eðlilegum athöfnum vegna líkamlegra eða andlegra annmarka sem taldir eru gera það óeðlilegt. Þetta er hinn hefðbundni og hversdagslegi skilningur sem breska félagslega líkanið um fötlun hefur endaskipti á (Barnes, Mercer og Shakespeare, 1999; Thomas, 2002).
Þvert á þennan hversdagslega skilning lítur félagslega líkanið svo á að takmarkaða möguleika fatlaðra einstaklinga til að takast á við daglegar athafnir megi rekja til félagslegra hindrana sem settar eru af hinum ófatlaða meirihluta og að slíkar hindranir skapi félagslega útilokun og leiði til undirokunar fólks sem býr við skerðingar. Hugtakið fötlun vísar því til ákveðinnar tegundar félagslegrar mismununar og misréttis sem höfundar félagslega líkansins telja að líkja megi við kynjamisrétti og kynþáttamisrétti (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Thomas, 1999).
Sá nýi skilningur á fötlun, sem birtist í breska félagslega líkaninu, hefur ekki einungis haft mikil áhrif innan fræðanna. Hann hefur einnig haft mikil áhrif meðal hreyfinga fatlaðs fólks, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum, svo og á alþjóðahreyfingar fatlaðra. Grundvallarhugmyndir félagslega líkansins hafa jafnframt verið frelsandi fyrir fatlað fólk því að þar er litið svo á að erfiðleikar þess og vandamál séu afleiðingar félagslegra hindrana í stað þess að telja allan vanda viðkomandi manneskju afleiðingu skerðingarinnar. Carol Thomas (2002) bendir á að þessar hugmyndir hafi oft haft sterk áhrif á fatlað fólk vegna þess að þær gera því kleift að skynja, oft í fyrsta sinn, að erfiðleikar þess eigi sér að miklu leyti félagslegar rætur. Undir þessu sjónarhorni koma einnig í ljós hindranir sem auka á fötlunina-í menntun, atvinnu, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, samgöngum, húsnæðismálum, í menningar- og frístundastarfi og á sviði borgaralegra réttinda (Barton og Oliver, 1997; Morris, 1991).
Á undanförnum árum hefur geysilega mikið verið ritað um breska félagslega líkanið og umræður um það hafa verið heitar og fjörugar.
Líkanið er enn í þróun og tekist er á um áherslur og skilning, um veikleika þess og styrkleika, takmarkanir og fræðilega ávinninga (Thomas, 1999, 2002). Líkanið hefur bæði verið gagnrýnt af stuðningsmönnum þess og þeim sem eru því andsnúnir. Hér á eftir er gerð grein fyrir hluta af þessari gagnrýni.
Breska félagslega líkanið hefur líklega verið gagnrýnt einna harðast fyrir það að sniðganga hagsmuni fólks með ákveðnar tegundir skerðinga.
Hér er einkum átt við fólk með þroskahömlun, geðræna erfiðleika og heyrnarlausa. Gagnrýnendur halda því fram að líkanið geri þessum hópum ekki skil og að reynsla þessa fólks falli ekki vel að því (Chappell, 1998; Goodley, Armstrong, Sutherland og Laurie, 2003; McCliments, 2003; Thomas, 1999).
Gagnrýnendur hafa einnig bent á að höfundar félagslega líkansins leggi ofuráherslu á félagslegar hindranir, að þeir hafi hneigst til að líta framhjá skerðingunni og hafnað mikilvægi hennar í daglegu lífi fatlaðs fólks svo og í kenningarsmíði innan fötlunarfræða (Goodley, Armstrong, Sutherland og Laurie, 2003; Thomas, 1999). Sú hugmynd að allar hindranir sem fatlað fólk upplifi séu orsakaðar af umhverfinu og félagslegum þáttum er gagnrýnd. Þess í stað benda fræðimenn, svo sem Thomas (1999) og Shakespeare og Watson (2001), á að skerðingin geti að sjálfsögðu átt þátt í sumum hindrunum og þar með orsakað fötlun.
Þá er bent á að með ofuráherslu á félagslegar og efnahagslegar hindranir geri breska félagslega líkanið lítið úr menningarbundnum hugmyndum um fötlun og persónulegri reynslu fatlaðs fólks. Thomas (1999) er meðal þeirra sem leggur áherslu á að beina athyglinni að sálrænum og tilfinningalegum þáttum og hinni persónulegu upplifun og reynslu af því að búa við skerðingu.
Ýmsir fræðimenn hafa einnig orðið til þess að gagnrýna þá tvíhyggju sem þeir telja sig finna í breska félagslega líkaninu og birtist í hinni skörpu skiptingu milli hins líffræðilega (skerðingarinnar) og hins félagslega (fötlunarinnar) (Goodley, Armstrong, Sutherland og Laurie, 2003). Bent er á að þessi tvískipting hafi gert höfundum þess mögulegt að þróa kenningar og fræðilegar hugmyndir um fötlun, en gagnrýnt er að skerðingin hafi verið sniðgengin í fræðilegri greiningu og þar með skilin eftir í viðjum læknavísindanna.
Þá er ótalin gagnrýni þeirra sem sjá þann annmarka á félagslega líkaninu að það taki ekki tillit til reynslu ákveðinna hópa fatlaðra sem markast af kynferði, kynhneigð, kynþætti eða aldri (eða samþættingu þessara þátta). Sumir gagnrýnendur líta svo á að þetta sé veikleiki sem er innbyggður í líkanið, en aðrir telja að þetta stafi fremur af því að helstu höfundar þess og forsvarsmenn eru hvítir, gagnkynhneigðir karlar sem hafi tilhneigingu til að skilgreina vandamál og lausnir í sinni eigin mynd (Thomas, 1999).
Misjafnt er hvaða afstöðu gagnrýnendur breska félagslega líkansins hafa tekið til framtíðarmöguleika þess. Sumir telja að líkanið hafi svo marga galla að það sé ónothæft og því sé nauðsynlegt að þróa ný fræðileg sjónarhorn sem geti leyst það af hólmi. Í þessum hópi eru meðal annars bresku félagsfræðingarnir Shakespeare og Watson (2001). Carol Thomas (1999, 2002) og fleiri telja hins vegar að þótt gagnrýna megi félagslega líkanið þá sé það enn í fullu gildi og gegni mikilvægu hlutverki.
Hins vegar sé nauðsynlegt að þróa það, endurskoða og endurbæta.
Hin líflega umræða og þau átök sem orðið hafa um breska félagslega líkanið hafa sannarlega raskað hinum viðtekna og sjálfsagða skilningi á fötlun. Hinar ögrandi hugmyndir félagslega líkansins hafa átt mikinn þátt í því að gera ólík sjónarhorn skýrari og kallað á endurskoðun og nýjar áherslur, ekki aðeins í Bretlandi heldur einnig í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi og meðal hreyfinga fatlaðs fólks.
Lokaorð
Fötlunarfræði eru nýtt svið þekkingar sem hefur hafið innreið sína í hið alþjóðlega fræðasamfélag með miklum krafti. Hér að framan hefur forsaga þessarar fræðigreinar verið rakin og ljósi varpað á fræðilegar og pólitískar rætur hennar. Jafnframt var rakið hvað helst einkennir fötlunarfræði sem fræðigrein og hún staðsett í hinu víðfeðma landslagi vísinda og fræða. Þá var gerð grein fyrir nokkrum ólíkum sjónarhornum á fötlun og rakinn ágreiningur um það hvernig skilja beri þetta helsta viðfangsefni hinnar nýju fræðigreinar.
Hvaða skilning við leggjum í fötlun er annað og meira en fræðilegir loftfimleikar, hugmyndir okkar um fötlun hafa líka örlagaríkar afleiðingar.
Ríkjandi skilningur á fötlun stýrir því hvernig brugðist er við fötluðu fólki. Ef litið er á fötlun sem óeðlilegan einstaklingsbundinn galla þá eru það rökrétt viðbrögð að «gera við» viðkomandi með kennslu, þjálfun, meðferð eða endurhæfingu. Ef við hins vegar skiljum fötlun sem afleiðingu af félagslegum hindrunum þá hljóta kraftar okkar að beinast að því að fjarlægja slíkar hindranir.
Fatlað fólk hefur verið ósýnilegra en aðrir jaðarhópar samfélagsins.
Fjölbreytileiki líkamlegs og andlegs atgervis er eitt lykilatriði í mannlegri tilveru. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að rannsaka og rýna í margbreytileikann í öllum sínum myndum. Fötlunarfræðin hafa nú stigið fram á sjónarsviðið, ein grein á þeim mikla meiði fræða sem rannsaka margbreytileika, mismunun og mannréttindi.
<Heimildir> |
Góð samskipti hafa birt lista yfir fjörutíu íslenskar vonarstjörnur erlendis, allir einstaklingarnir eru á þrítugs- og fertugsaldri.
Ráðgjafafyrirtækið Góð samskipti, sem er í eigu almannatengilsins Andrésar Jónssonar, hefur tekið saman lista yfir fjörtíu íslenskar vonarstjörnur í viðskiptalífinu víða um heim. Ástæða listans er að vekja athygli á Íslendingum sem eru að standa sig vel erlendis en einstaklingarnir eru allir á þrítugs- og fertugsaldri.
Sjá einnig: Fjörutíu Íslendingar á uppleið erlendis
Margir aðilar á listanum hafa nýverið hafið starfsferil eftir nám í sumum af bestu háskólum heims og aðrir eru þegar komnir á góðan stað hjá þekktum alþjóðlegum fyrirtækjum.
Fram kemur að tilnefningarnar koma meðal annars frá stjórnendum heima og erlendis, frá fyrrum samstarfsfólki og námsfélögum og einnig sendiherrum og starfsfólki sendiráða Íslands um allan heim. Vonarstjörnurnar hér að neðan er meðal annars fólk sem var tilnefnt á 40/40 listann hjá Góðum samskiptum í sumar en enduðu ekki á aðallistanum.
Hér að neðan má sjá listann í heild sinni en nánari upplýsingar um hvern og einn má finna á Medium síðu Góðra samskipta.
Alma Guðný Árnadóttir (28) greinandi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Accenture í Danmörku
Aníta Hlynsdóttir (31) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Thought Machine
Arnþór Axelsson (29) ráðgjafi hjá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Ernst&Young (EY)
Berglind Halldórsdóttir (30) greinandi (desk quant) hjá Nordea bankanum
Birgitta Sigurðardóttir (27) vörumerkjastjóri hjá Innocent drykkjarvöruframleiðandanum
Birna Helga Jóhannesdóttir (25) ráðgjafi (associate) hjá Boston Consulting Group í Danmörku
Björn Atli Axelsson (32) framkvæmdastjóri hjá Prospect Capital Management í New York
Davíð Örn Kjartansson (29) ráðgjafi hjá Efficio Consulting í New York
Diljá Helgadóttir (25) fulltrúi hjá lögmannsstofunni Van Bael & Bellis í London
Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir (31) ráðgjafi hjá Deloitte í Danmörku
Guðrún Hauksdóttir (28) hugbúnaðarsérfræðingur hjá Goldman Sachs bankanum í London
Guðrún Ólöf Olsen (28) lögmaður hjá NJORD lögmannsstofu í Kaupmannahöfn
Guðrún Reynisdóttir (29) gagnasérfræðingur hjá stórfyrirtækinu A.P Moller Maersk í Kaupmannahöfn
Guðbergur Geir Erlendsson (34) stýrir hugbúnaðarþróun hjá Tinder
Hafsteinn Þór Guðjónsson (30) stjórnunarráðgjafi hjá Implement Consulting Group
Hanna Sigríður Tryggvadóttir (29) assistant manager hjá The Estée Lauder Companies Inc. í New York
Helga Bjarnadóttir (32) ráðgjafi hjá Accenture ráðgjafarfyrirtækinu í Kaupmannahöfn
Hrafnhildur Sigurðardóttir (33) Manager of commercial systems hjá Falcon.io vefþjónustufyrirtækinu í Kaupmannahöfn
Jón Áskell Þorbjarnarson (27) sérfræðingur hjá McKinsey í Kaupmannahöfn
Jón Egilsson (33) hugbúnaðarverkfræðingur hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu BCG í Kaupmannahöfn
Katrín Kristjánsdóttir (32) ráðgjafi hjá Center for Product Customization í Kaupmannahöfn
Matthías Jónsson (24) sérfræðingur (associate) hjá Morgan Stanley í New York
Ólafur Guðmundsson (36) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Pinterest í San Francisco
Páll Aðalsteinsson (31) framkvæmdastjóri hjá Hudson Advisors L.P., eignastýringafyrirtæki í New York
Rebekka Rut Gunnarsdóttir (29) ráðgjafi hjá Ernst&Young (EY) í Danmörku
Rúnar Guðbjartsson (30), vöruhönnuður hjá WeWork í New York
Sara Kristjánsdóttir (27) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Microsoft í Chicago
Sigurður Tómasson (28), ráðgjafi hjá McKinsey í Kaupmannahöfn
Stefán Geir Sigfússon (29) framkvæmdarstjóri hjá Saxo Bank í Danmörku
Steinunn Eyja Gauksdóttir (29) mannauðsstjóri hjá Spiir og Nordic API Gateway í Kaupmannahöfn
Stefanía Ellingsen (29), lögfræðingur hjá L'oréal í Noregi, starfandi í höfuðstöðvunum í Kaupmannahöfn
Sunneva Sverrisdóttir (28) viðskiptastjóri hjá CO/PLUS í Kaupmannahöfn
Sveinn Friðrik Gunnlaugsson (35) framkvæmdastjóri hjá Barclays bankanumí London
Trausti Sæmundsson (31) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Google í San Francisco
Tryggvi Guðmundsson (37) hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington DC
Víðir Þór Rúnarsson (28) ráðgjafi hjá McKinsey í Stokkhólmi
Þórarinn Már Kristjánsson (28) senior ráðgjafi hjá Roland Berger ráðgjafarfyrirtækinu í Bandaríkjunum
Þorbjörg Pétursdóttir (27) hugbúnaðarverkfræðingur hjá Team Consulting í Cambridge í Bretlandi
Þorkell Eyjólfsson (29) verkefnastjóri (manager) hjá Ernst & Young (EY) í San Jose í Kaliforníu
Þorsteinn Jökull G. Nielsen (29) senior ráðgjafi hjá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Ernst & Young (EY) í New York |
Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er að finna athyglisverða grein frá 14. september sl. eftir Benedikt Ó. Sveinsson lækni, undir yfirskriftinni „Er fákeppni að sliga Landspítalann?“ . Þar rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu spítalasameininga og vekur á því athygli að með sameiningunum hafi samkeppnishvötum í spítalarekstri verði eytt. Færir hann meðal annars rök fyrir því að skortur á samkeppni kunni að vera rót þess mannauðsvanda sem Landspítalinn stendur frammi fyrir.
Grein Benedikts er allrar athygli verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir sem yfirvöld hafa farið hér á landi í þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frábrugðnar þeim leiðum sem frændur okkar Svíar hafa farið.
Þarlend yfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta krafta samkeppninnar til þess að tryggja góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka valfrelsi sjúklinga. Uppbygging menntakerfisins þar í landi er byggð á sömu forsendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í nokkru af norrænni velferðarstefnu.
Stjórnvöld hér á landi hafa því miður ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi. Liggur við að sú litla samkeppni sem finna má á þessum sviðum sé litin hornauga. Fyrir einhvern misskilning ber hugtakið einkavæðingu fljótt á góma þegar talið berst að þessu.
Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja stuðla að umræðu um samkeppnishvata í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 27. september nk. verður fjallað sérstaklega um þessi álitaefni.
Á meðal þátttakenda í vinnustofu um þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, Kristina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinarsson, læknir í Gautaborg, Viktor Norman, prófessor við Norges Handelshöjskole og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, stýrir vinnustofunni.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is. |