Title
stringlengths
15
17
Keywords
stringlengths
3
181
Summary
stringlengths
74
3.53k
Text
stringlengths
125
8.04k
Mál nr. 607/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist verður á með sóknaraðila að sterkur grunur sé um að varnaraðili hafi framið brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 603/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra á hendur varnaraðila var gefin út 13. nóvember 2007 þar sem honum eru gefin að sök þjófnaðarbrot í félagi við aðra. Með vísan til þess er fallist á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 602/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra á hendur varnaraðila var gefin út 13. nóvember 2007 þar sem honum eru gefin að sök ýmis þjófnaðar- og hylmingarbrot í félagi við aðra. Með vísan til þess er fallist á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 601/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra á hendur varnaraðila var gefin út 13. nóvember 2007 þar sem honum eru gefin að sök ýmis þjófnaðar- og hylmingarbrot í félagi við aðra. Með vísan til þess er fallist á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], verði bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00, vegna ætlaðra brota gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft til rannsóknar rúmlega tuttugu þjófnaðarmál úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum hafi verið um að ræða að stolið hafði verið á opnunartíma verslananna með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um mánaðamót september/október vöknuðu grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelur, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 3. hæð í Y, Reykjavík, 2. október sl. Í íbúðinni héldu til nokkrir Litháar, þar á meðal ákærði. Við húsleitina hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi ákærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fimmtudaginn 4. október sl. og í áframhaldandi gæsluvarðahald frá miðvikudeginum 10. október sl. til 19. október sl. en þann dag hafi ákærði verið úrskurðaður í farbann til 1. nóvember sl. sem var svo framlengt til dagsins í dag. Í dag höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu opinbert mál á hendur ákærða, ásamt fimm öðrum litháískum ríkisborgurum. Í ákæruskjali sé ákærða gefið að sök að hafa framið í félagi þrjú þjófnaðarbrot og að auki eitt hilmingarbrot. Þá hafi lögreglan enn til rannsóknar þrjú mál þar sem ákærði sé sterklega grunað um aðild. Rannsókn þeirra mála sé vel á veg komin og má ætla að unnt verði að ljúka rannsókn þeirra á allra næstu dögum. Við rannsókn mála ákærða kom í ljós að hann hafi takmörkuð tengsl við landið. Það sé því mat lögreglustjóra að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru hans hér á landi til að hann geti ekki komið sér undan málsmeðferð fyrir dómi. Í málinu liggi og fyrir mat Hæstaréttar Íslands um að skilyrðum farbanns sé fullnægt, sbr. dóm réttarins 5. nóvember nr. 573/2007. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Því hefur verið slegið föstu með dómi Hæstaréttar Íslands frá 5. nóvember sl. að skilyrði hafi verið fyrir því að varnaraðili sætti farbanni á grundvelli 110. gr., sbr. b-lið 1.mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Fulltrúi lögreglustjóra hefur lagt fyrir dóminn afrit af ákæru frá því í dag þar sem varnaraðili er ákærður fyrir brot er hafa verið grundvöllur að farbanni yfir honum. Verður því talið að lögregla hafi hraðað svo sem kostur er meðferð mála varnaraðila. Ætti að vera unnt að ljúka málum varnaraðila fyrir 20. desember nk. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærða, X, kt. [...], er bönnuð för frá Íslandi á meðan mál hans eru fyrir dómi, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember nk., kl. 16.00.
Mál nr. 600/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hennar, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra á hendur varnaraðila var gefin út 13. nóvember 2007 þar sem henni eru gefin að sök þjófnaðarbrot í félagi við aðra. Með vísan til þess er fallist á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], verði bönnuð för frá Íslandi á meðan mál hans eru fyrir dómi, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember nk., kl. 16. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft til rannsóknar rúmlega tuttugu þjófnaðarmál úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum hafi verið um að ræða að stolið hafði verið á opnunartíma verslananna með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um síðustu mánaðamót vöknuðu grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelur, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 3. hæð í Y, Reykjavík, 2. október sl. Í íbúðinni héldu til nokkrir Litháar, þar á meðal ákærða. Við húsleitina hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi ákærða verið úrskurðuð í farbann fimmtudaginn 4. október sl. til dagsins í dag. Í dag höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu opinbert mál á hendur ákærðu, ásamt fimm öðrum litháískum ríkisborgurum. Í ákæruskjali sé ákærðu gefið að sök að hafa framið í félagi tvö þjófnaðarbrot. Þá hafi lögreglan enn til rannsóknar þrjú mál þar sem ákærða sé sterklega grunað um aðild. Rannsókn þeirra mála er vel á veg komin og má ætla að unnt verði að ljúka rannsókn þeirra á allra næstu dögum. Við rannsókn mála ákærðu kom í ljós að hún hefur takmörkuð tengsl við landið. Það sé því mat lögreglustjóra að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru hennar hér á landi til að hún geti ekki komið sér undan málsmeðferð fyrir dómi. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Því hefur verið slegið föstu með dómi Hæstaréttar Íslands frá 5. nóvember sl. að skilyrði hafi verið fyrir því að félagar kærðu, sem nú hafa verið ákærðir í félagi við kærðu fyrir fjölmörg auðgunarbrot, sættu farbanni á grundvelli 110. gr., sbr. b-lið 1.mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Kærða var einnig úrskurðaður í farbann á sínum tíma, en kærði ekki úrskurðinn til Hæstaréttar. Fulltrúi lögreglustjóra hefur lagt fyrir dóminn afrit af ákæru frá því í dag þar sem varnaraðili er ákærð fyrir brot er hafa verið grundvöllur að farbanni yfir henni. Verður því talið að lögregla hafi hraðað svo sem kostur er meðferð mála varnaraðila. Ætti að vera unnt að ljúka málum varnaraðila fyrir 20. desember nk. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð:
Mál nr. 566/2007
Kærumál Dómkvaðning matsmanns Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi
G krafðist þess að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta hæfilegt árgjald vegna þeirrar kvaðar sem L lagði að mati G á fasteign hans, með nýtingu hennar við að koma vatni Jökulsár á Brú til sjávar eftir orkuvinnslu L. Ekki var fallist á dómkvaðningu matsmanna á grundvelli 2. mgr. 147. gr., sbr. 139. gr. vatnalaga nr. 15/1923. Hins vegar var fallist á beiðni G á grundvelli XII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í dómi Hæstaréttar sagði meðal annars að samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 ætti G rétt á að afla og leggja fram í einkamáli þau sönnunargögn sem hann teldi málstað sínum til framdráttar. Bæri dómara þannig að verða við beiðni um dómkvaðningu matsmanna samkvæmt XII. kafla laga nr. 91/1991 nema að skilyrði 77. gr. og 78. gr. laganna væru ekki fyrir hendi, leitað væri mats um atriði sem dómari teldi bersýnilegt að skipti ekki máli, sbr. 3. mgr. 46. gr. laganna, eða beiðnin beindist að atriði sem ekki heyrði undir matsmann að fjalla um, sbr. 2. mgr. 60. gr. sömu laga. Við úrlausn um beiðni G hefði það ekki verið hlutverk dómara á þessu stigi að taka afstöðu til þeirra efnisvarna sem L færði fram og lutu beint að úrlausn sakarefnis að baki matsbeiðninni og meta á þeim grundvelli, umfram það sem að framan segir, hvort verða bæri við beiðni G. Samkvæmt framansögðu voru skilyrði 1. mgr. 77. gr. og 2. mgr. 78. gr. laga nr. 91/1991 talin vera uppfyllt og því fallist á kröfu G.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 12. október 2007, þar sem kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanna var hafnað. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hin umbeðna dómkvaðning fari fram. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. Með beiðni 20. apríl 2007 fór sóknaraðili þess á leit við Héraðsdóm Austurlands að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta hæfilegt árgjald til sóknaraðila úr hendi varnaraðila vegna þeirrar kvaðar sem lögð er að mati sóknaraðila á fasteign hans, Egilsstaði I, með nýtingu hennar við að koma vatni Jökulsár á Brú til sjávar eftir raforkuvinnslu varnaraðila í Fljótsdal. Sóknaraðili bendir á að sá, sem land á að straumvatni, eigi eignarrétt á vatnsbotni út í miðjan farveg ef um merkjavatn sé að ræða eins og hátti til hjá honum. Af þessu leiði að vatnsbotn Lagarfljóts og vatnsfarvegur innan merkja jarðar hans sé í eigu hans og þar með allar nýtingarheimildir nema að því leyti sem þær eru takmarkaðar með lögum. Eigi hann því að lögum tilkall til árgjalds úr hendi sóknaraðila fyrir framangreinda kvöð. Sóknaraðili reisir kröfu sína um dómkvaðningu matsmanna aðallega á heimild 2. mgr. 147. gr., sbr. 139. gr. vatnalaga nr. 15/1923, en til vara á ákvæðum 77. gr. laga nr. 91/1991. Bendir hann á að með matinu sé verið að afla sönnunar um hvert sé fullt verð fyrir þá kvöð sem lögð hafi verið á eign hans. Af hálfu varnaraðila er kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanna hafnað. Bendir varnaraðili á að ekki sé kveðið sérstaklega á um það í vatnalögum að landeiganda beri greiðsla fyrir slíka nýtingu náttúrulegs vatnsfarvegar. Eins og matsbeiðnin sé sett fram þurfi matsmenn að taka afstöðu til þess hvort fyrir liggi kvöð og snúist matsgerðin þannig öðrum þræði um lögspurningu. II. Sóknaraðili reisir kröfu sína um dómkvaðningu matsmanna aðallega á heimild 2. mgr. 147. gr., sbr. 139. gr. vatnalaga svo sem áður greinir. Eins og málið liggur nú fyrir verður ekki talið að sóknaraðila hafi tekist sönnun um að fyrir liggi eignarnám eða önnur aðstaða, sem að lögum verður jafnað til þess, og heimilar dómskvaðningu matsmanna á grundvelli fyrrnefndra ákvæða vatnalaga. Mál hefur ekki verið höfðað um það sakarefni sem fyrrnefnd matsbeiðni lýtur að. Af þeim sökum byggir sóknaraðili matsbeiðni sína til vara á 1. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991, en þar kemur fram að aðili, sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta, geti beiðst dómkvaðningar matsmanns þótt krafa hafi ekki verð gerð um matsatriði í dómsmáli, ef það er gert til að staðreyna kröfu eða sanna atvik að baki henni. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. ber að fara eftir ákvæðum IX. kafla laganna við öflun slíkrar matsgerðar eftir því sem við getur átt. Samkvæmt gögnum málsins virðist það ætlun sóknaraðila að höfða mál á hendur varnaraðila um heimtu árgjalds vegna kvaða sem hann telur að lagðar hafi verið á fasteign hans með fráveitu vatns úr vatnsaflsvirkjun varnaraðila. Í því skyni hefur hann beiðst dómkvaðningar matsmanna til að afla sönnunargagna um fjárhæð kröfu sinnar til að leggja grundvöll að kröfugerð sinni í væntanlegu dómsmáli byggða á túlkun hans á þeim heimildum sem hann telur felast í eignarráðum yfir vatnsfarvegi. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 á sóknaraðili rétt á að afla og leggja fram í einkamáli þau sönnunargögn sem hann telur málstað sínum til framdráttar. Er að meginreglu hvorki á valdi varnaraðila né dómstóla að takmarka þann rétt umfram það sem leiðir af ákvæðum laga nr. 91/1991. Ber dómara þannig að verða við beiðni um dómkvaðningu matsmanna samkvæmt XII. kafla laga nr. 91/1991 nema að skilyrði 77. gr. og 78. gr. laganna séu ekki fyrir hendi, leitað sé mats um atriði, sem dómari telur bersýnilegt að skipti ekki máli, sbr. 3. mgr. 46. gr. laganna, eða að beiðnin beinist að atriði, sem ekki heyrir undir matsmann að fjalla um, sbr. 2. mgr. 60. gr. laganna og dóm Hæstaréttar í máli nr. 209/2007 frá 3. maí 2007. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 79. gr. laga nr. 91/1991 tekur dómari, sem öflun sönnunargagna fer fram fyrir, ákvarðanir og úrskurðar um þau atriði sem hefðu ella borið undir dómara við sönnunarfærslu við rekstur máls. Við úrlausn um beiðni sóknaraðila var það ekki hlutverk dómara á þessu stigi að taka afstöðu til þeirra efnisvarna sem varnaraðili færði fram og lúta beint að úrlausn sakarefnis að baki matsbeiðninni og meta á þeim grundvelli, umfram það sem hér að framan segir, hvort verða bæri við beiðni sóknaraðila. Þá er einnig til þess að líta, að sóknaraðili verður sjálfur að bera kostnað af matsgerðinni að því leyti sem hann verður ekki á síðari stigum felldur á aðra með ákvörðun málskostnaðar í máli um sakarefnið. Samkvæmt framansögðu verður að telja skilyrði 1. mgr. 77. gr. og 2. mgr. 78. gr. laga nr. 91/1991 vera uppfyllt og ber því að verða við beiðni sóknaraðila um að dómkveðja matsmenn. Krafa sóknaraðila um málskostnað fyrir héraðsdómi verður ekki tekin til greina þegar af þeirri ástæðu að ekki verður séð að slík krafa hafi verið höfð uppi þar. Varnaraðila verður aftur á móti gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Umbeðin dómskvaðning matsmanna skal fara fram. Varnaraðili, Landsvirkjun, greiði sóknaraðila, Gunnari Jónssyni, 200.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 597/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra á hendur varnaraðila var gefin út 13. nóvember 2007 þar sem honum eru gefin að sök ýmis þjófnaðar- og hylmingarbrot í félagi við aðra. Með vísan til þess er fallist á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], verði áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember nk. kl. 16.00. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft til rannsóknar rúmlega tuttugu þjófnaðarmál úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum hafi verið um að ræða að stolið hafði verið á opnunartíma verslananna með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um mánaðarmótin september/október vöknuðu grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelur, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 3. hæð í Y, Reykjavík, 2. október sl. Í íbúðinni héldu til nokkrir Litháar, þar á meðal ákærða. Við húsleitina hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi ákærða verið úrskurðuð í gæsluvarðhald miðvikudaginn 3. október sl. og í áframhaldandi gæsluvarðhald frá miðvikudeginum 10. október sl. til 19. október sl. en þann dag var ákærði úrskurðaður í farbann til 1. nóvember sl. sem var framlengt til dagsins í dag. Í dag höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu opinbert mál á hendur ákærða, ásamt fimm öðrum litháískum ríkisborgurum. Í ákæruskjali sé ákærða gefið að sök að hafa á tímabilinu 4. ágúst til 8. september framið í félagi sex þjófnaðarbrot og að auki tvö hilmingarbrot. Þá hafi lögreglan enn til rannsóknar þrjú mál þar sem ákærði sé sterklega grunaður um aðild. Rannsókn þeirra mála er vel á veg komin og má ætla að unnt verði að ljúka rannsókn þeirra á allra næstu dögum. Við rannsókn mála ákærða kom í ljós að hann hefur takmörkuð tengsl við landið. Það sé því mat lögreglustjóra að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru hans hér á landi til að hann geti ekki komið sér undan málsmeðferð fyrir dómi. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Því hefur verið slegið föstu með dómi Hæstaréttar Íslands frá 5. nóvember sl. að skilyrði hafi verið fyrir því að varnaraðili sætti farbanni á grundvelli 110. gr., sbr. b-lið 1.mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Fulltrúi lögreglustjóra hefur lagt fyrir dóminn afrit af ákæru frá því í dag þar sem varnaraðili er ákærður fyrir brot er hafa verið grundvöllur að farbanni yfir honum. Verður því talið að lögregla hafi hraðað svo sem kostur er meðferð mála varnaraðila. Ætti að vera unnt að ljúka málum varnaraðila fyrir 20. desember nk. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærða, X, er áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember nk. kl. 16.00.
Mál nr. 594/2007
Kærumál Farbann
Á grundvelli 110. gr., sbr. b. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var X gert að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 12. desember 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt til 21. desember 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á forsendur hins kærða úrskurðar um að skilyrði séu til þess að varnaraðili sæti farbanni samkvæmt 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991. Fyrir liggur að búið er að taka skýrslur af þeim aðilum sem staddir voru á vettvangi hins ætlaða brots varnaraðila. Verður því ekki séð að sex vikur þurfi til að ljúka lögreglurannsókn og taka ákvörðun um saksókn. Með þessari athugasemd verður farbann yfir varnaraðila staðfest á þann hátt sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðila, X, er bönnuð för frá Íslandi allt til miðvikudagsins 12. desember 2007 kl. 16. Lögreglan á Suðurnesjum hefur krafist þess með beiðni dagsettri í dag að X, pólskum ríkisborgara, kt. [...], [heimilisfang], Reykjanesbæ, verði með úrskurði gert að sæta farbanni allt til föstudagsins 21. desember 2007 kl. 16:00. Kærði mótmælir ekki framkominni kröfu en krefst þess að farbanninu verði markaður skemmri tími. Atvik máls eru þau að lögreglan á Suðurnesjum fékk kl. 01:44 aðfaranótt 8. nóvember sl. tilkynningu um slasaðan mann við [heimilisfang] í Reykjanesbæ. Þar lá A, pólskur ríkisborgari, og var hann með sár á hálsi og hafði misst töluvert blóð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús. Fjórir pólskir menn, kærði, framangreindur brotaþoli og vitnin B og C búa í íbúð að [...]. Kærði hefur kannast við það í yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa verið í átökum við brotaþola og þá hefur brotaþoli sagt kærða hafa ráðist á sig og vitnin B og C hafa báðir borið að þeir hafi séð kærða og brotaþola í átökum. Þá hefur vitnið B borið að hafa séð kærða kýla eða stinga brotaþola með brotinni flösku. Lögregla kveður rannsókn málsins á byrjunarstigi og þyki nauðsynlegt að kæra, sem sé útlendur maður, sem dvelji tímabundið á landinu við vinnu, verði með úrskurði gert að sæta farbanni til þess tíma er að framan greinir, eða þar til lögreglurannsókn lýkur í máli hans, ákæruvaldið tekur ákvörðun um framhald máls og, eftir atvikum, dómur gengur í málinu, komi til dómsmeðferðar. Sækjandi telur nauðsynlegt að tryggja nærveru kærða á landinu til þess tíma er meðferð máls hans lýkur en hann sé grunaður um brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brotið geti varðað fangelsi allt að 16 árum. Farbannskrafan er reist á ákvæðum 110. gr., sbr. 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991 og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Rökstuddur grunur er fram kominn um að kærði hafi framið þann verknað sem að framan greinir. Kærði er erlendur ríkisborgari sem er nú án atvinnu hér á landi. Ekki verður séð að hann hafi þau tengsl við landið sem séu líkleg til að valda því að hann yfirgefi ekki landið eða komi sér ekki undan saksókn. Þykir heimilt á grundvelli 110 gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að samþykkja að kærða verði gert að sæta farbanni. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi og eru ekki efni til að marka farbanninu skemmri tíma en krafist er. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. ÚRSKURÐARORÐ: Kærði, X, skal sæta farbanni og er óheimil brottför frá Íslandi frá deginum í dag allt til kl. 16:00 föstudaginn 21. desember 2007.
Mál nr. 599/2007
Kærumál Farbann Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var felldur úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 6. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt farbanni frá 19. október 2007. Af þeim gögnum sem þá lágu fyrir var háttsemi varnaraðila ekki skýrlega sundurgreind frá háttsemi annarra grunaðra. Samkvæmt ákæru 13. nóvember 2007 er honum gefin að sök vopnalagabrot með því að hafa í fórum sínum táragasvopn og þjófnaðarbrot þar sem verðmæti andlags er talið hafa numið samtals 2.906 krónum. Þegar litið er til þessa þykja ekki efni til að beita farbanni samkvæmt 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], verði bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00, vegna ætlaðra brota gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft til rannsóknar rúmlega tuttugu þjófnaðarmál úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum hafi verið um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslananna með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um mánaðarmótin september/október vöknuðu grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelur, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 3. hæð Y, Reykjavík, 2. október sl. Í íbúðinni héldu til nokkrir Litháar, þar á meðal ákærði. Við húsleitina hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi ákærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald miðvikudaginn 3. október sl. og í áframhaldandi gæsluvarðahald frá miðvikudeginum 10. október sl. til 19. október sl. en þann dag hafi ákærði verið úrskurðaður í farbann til 1. nóvember sl. sem var svo framlengt til dagsins í dag. Í dag höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu opinbert mál á hendur ákærða, þar sem honum sé gefið að sök þjófnaðarbrot og vopnalagabrot. Við rannsókn mála ákærða kom í ljós að hann hafi takmörkuð tengsl við landið. Það sé því mat lögreglustjóra að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru hans hér á landi til að hann geti ekki komið sér undan málsmeðferð fyrir dómi. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Því hefur verið slegið föstu með dómi Hæstaréttar Íslands frá 5. nóvember sl. að skilyrði hafi verið fyrir því að varnaraðili sætti farbanni á grundvelli 110. gr., sbr. b-lið 1.mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Fulltrúi lögreglustjóra hefur lagt fyrir dóminn afrit af ákæru frá því í dag þar sem varnaraðili er ákærður fyrir brot er hafa verið grundvöllur að farbanni yfir honum. Verður því talið að lögregla hafi hraðað svo sem kostur er meðferð mála varnaraðila. Ætti að vera unnt að ljúka málum varnaraðila fyrir 6. desember nk. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærða, X, kt. [...], er bönnuð för frá Íslandi á meðan mál hans eru fyrir dómi, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 6. desember nk., kl. 16.
Mál nr. 598/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 20. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákæra á hendur varnaraðila var gefin út 13. nóvember 2007 þar sem honum eru gefin að sök ýmis þjófnaðar- og hylmingarbrot í félagi við aðra. Með vísan til þess er fallist á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 592/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 19. nóvember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að hann verði látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], [heimilisfang], Reykjavík, sæti gæsluvarðhaldi til mánudagsins 19. nóvember nk. kl. 16.00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að að morgni laugardagsins 10. nóvember sl., kl. 8:05, hafi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist tilkynning frá hjúkrunarfræðingi á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss í Fossvogi, um að A, kt. [...], hafi leitað aðhlynningar fyrr um morguninn. Hafi henni verið nauðgað af tveimur mönnum í húsasundi í miðbænum. Hún hafi verið með augljósa áverka. Í kjölfarið hafi þegar verið hafist handa við að rannsaka mál þetta á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Í gærmorgun kl. 11:14, lagði A fram kæru á hendur tveimur mönnum af litháiskum uppruna fyrir nauðgun. Greindi hún svo frá að aðfaranótt laugardagsins hafi hún verið stödd á skemmtistaðnum [...], þar sem dóttir hennar starfar. Tveir menn, sem hún lýsti, hafi komið til hennar og hafi annar þeirra farið að ræða við hana á ensku. Eftir að skemmtistaðnum hafi verið lokað hafi mennirnir gengið með henni upp Laugaveginn. Þau hafi gengið inn í húsasund við gatnamót Laugarvegs og Vitastígs en þar hafi mennirnir ráðist á hana með ofbeldi. Hafi annar þeirra, sem hún nefnir þann stærri, hrint henni upp á húdd bifreiðar sem í húsasundinu var, þannig að hún féll við. Hann hafi haldið henni upp við bifreiðina og byrjað að slá hana í andlitið, rífa í hár hennar og sveigja höfuð hennar aftur. Á meðan henni var haldið hafi annar þeirra tekið niður um hana buxurnar. Hún hafi barist á móti af öllu afli en mennirnir hafi náð að toga hana niður í mölina. Þar hafi þeir togað buxur hennar niður að ökklum og rifið upp um hana peysu, bol og brjósthaldara. Hafi sá stærri reynt að setja getnaðarlim sinn í leggöng hennar og kvaðst hún muna eftir miklum sársauka. Hinn maðurinn hafi einnig reynt að setja getnaðarlim sinn í leggöng hennar og hafi sá stærri haldið henni fastri með hálstaki á meðan og reynt að troða lim sínum í munn hennar. Sá hafði síðan farið klofvega yfir hana og slegið limnum í andlitið á henni þar til hún hafi neyðst til þess opna munninn. Hann hafi þá troðið honum upp í munn hennar. Hinn maðurinn hafi að þessu búnu sest öfugur yfir hana og sett afturendann upp við andlit hennar. Hann hafi sett lim sinn í munn hennar og sagt við hana á ensku að henni yrði sleppt eftir þrjár mínútur ef hún yrði samvinnuþýð. Kvað hana minna að sá maður hafi fengið sáðlát í munn hennar á meðan höfði hennar var haldið föstu. Mennirnir hafi að þessu loknu sleppt henni lausri. Tók hún fram að þeir hafi hlegið af henni bæði á meðan á þessu stóð og á eftir. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild var A með rispur á baki og víða á líkamanum, eins og eftir möl eða sand. Sandur og laufblöð hafi verið í hári hennar og fatnaði. Þá hafi hún verið með áverka á kynfærum og sé vísað um það til vottorðs neyðarmóttöku. Öryggismyndavélar hafi verið á skemmtistaðnum [...] og hafi verið prentaðar út nokkrar myndir þar sem tveir menn, sem komu heim og saman við lýsingu A, yfirgefa staðinn kl. 03:05 aðfaranótt laugardagsins. Í gærdag kl. 15:25 voru þrír menn handteknir í tengslum við rannsókn máls þessa og er kærði einn þeirra. Einum þeirra var sleppt þegar ljóst hafi verið að hann tengdist ekki máli þessu. Við yfirheyrslu kærða kvaðst hann ekki kannast við að hafa átt kynmök við A og bar fyrir sig minnisleysi um atburði. Fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi framið verknað sem varðar allt að 16 ára fangelsisrefsingu. Rannsókn máls þessa sé á frumstigi og sé ljóst að rannsóknarhagsmunir krefjast þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, á meðal annars eftir að yfirheyra sakborninga frekar svo og vitni í málinu. Þá sé ljóst að sakbending mun fara fram. Mál þetta sé því enn á það viðkvæmu stigi að hætt sé við að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins gangi hann laus. Ætlað brot telst varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður ekki hjá því litið að um mjög grófa atlögu tveggja manna gegn brotaþola er að ræða, sem framið var á sársaukafullan og meiðandi hátt. Með vísan til framanritaðs, framlagðra gagna og a- liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Samkvæmt gögnum þessa máls liggur fyrir kæra á hendur varnaraðila, í félagi við Y, um kynferðisbrot. Samkvæmt kærunni eiga tveir menn að hafa aðfaranótt laugardagsins 10. nóvember sl. þröngvað kæranda til kynferðismaka. Varnaraðili hefur neitað aðild að málinu, en rannsóknargögn þykja ótvírætt gefa til kynna að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um aðild að málinu. Brot samkvæmt 194. gr. laga nr. 19/1940 getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Með tilliti til rannsóknarhagsmuna eru fyrir hendi skilyrði a liðar 103. gr. laga nr. 19/1991 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Samkvæmt því verður varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og krafist er og nánar greinir í úrskurðarorði. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi til mánudagsins 19. nóvember nk. kl. 16.00.
Mál nr. 588/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð för frá Íslandi til miðvikudagsins 9. janúar 2008 klukkan 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verið felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í gögnum málsins kemur fram að réttarbeiðnir hafi meðal annars verið sendar til Bandaríkja Norður Ameríku, Guernsey, Jersey, Kanada og Englands en fjöldi einstaklinga virðist tengjast ætluðum brotum og þeir flestir búsettir erlendis aðrir en kærði. Svör munu hafa borist frá Jersey um miðjan októbermánuð. Þá kemur einnig fram að undafarnar vikur hafi verið unnið að því að afla gagna frá Bandaríkjum Norður Ameríku en þar vinni nú þrír þarlendir saksóknarar að rannsókn málsins og von sé fljótlega á fyrstu svörum þaðan. Sóknaraðili telur nauðsynlegt á að tryggja nærveru varnaraðila meðal annars til að hægt sé að bera undir hann svör sem berist við réttarbeiðnunum. Af þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar þykir verða að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 587/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var felldur úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 6. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi til föstudagsins 9. nóvember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að hann verði staðfestur. Sóknaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti 7. nóvember 2007 og krefst þess að varnaraðila verði bönnuð för frá Íslandi allt til þriðjudagsins 13. nóvember 2007 kl. 16. Varnaraðili hefur sætt farbanni frá 9. október 2007. Með dómi Hæstaréttar 29. október 2007 í máli nr. 561/2007 var fallist á kröfu sóknaraðila um framlengingu farbanns til 6. nóvember 2007. Sóknaraðili hefur ekki skýrt nægilega hvers vegna sá tími hefur ekki dugað honum til að ljúka þeim þáttum rannsóknarinnar sem þá lágu kröfu hans til grundvallar. Er því ekki unnt að verða við kröfu hans um frekari farmlengingu farbannsins á þessum forsendum. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
Mál nr. 172/2007
Nytjastuldur Þjófnaður Refsiákvörðun Skilorð
Þ var sakfelldur fyrir nytjastuld með því að hafa tekið bifreið í heimildarleysi og ekið henni þar til hann missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og gjöreyðilagðist. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir þjófnað með því að hafa stolið úr bifreiðinni bílageislaspilara og MP3 spilara. Þ játaði brot sín skýlaust og áfrýjaði málinu einungis til refsilækkunar. Með brotunum rauf Þ skilorð eldri dóms, þar sem hann hafði verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi, og var sá dómur tekinn upp og honum ákvörðuð refsing í einu lagi fyrir bæði málin, sem þótti hæfilega ákveðin átta mánaða fangelsi. Í ljósi upplýsinga um betri hegðun Þ og breyttar fjölskylduaðstæður og að teknu tilliti til þess að hann hafði bætt það tjón sem hann hafði valdið var fallist á að refsingin yrði skilorðsbundin að öllu leyti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 26. febrúar 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst refsiþyngingar. Ákærði krefst mildunar á refsingu og að hún verði skilorðsbundin. Með vísan til forsendna héraðsdóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Þar er staðfest að ákærði hefur stundað reglubundið vinnu frá 2. janúar 2006 og fær hann góða umsögn vinnuveitenda. Þá er fram komið að fjölskylduaðstæður hans hafa breyst, en hann býr nú í Danmörku með sambúðarkonu og barni þeirra. Þegar til þessa er litið sem og þess að hann hefur bætt það tjón sem hann olli, þá þykir mega skilorðsbinda refsingu hans að fullu. Samkvæmt málskostnaðaryfirliti leiddi engan kostnað af meðferð málsins í héraði og ekki er annar kostnaður af áfrýjun málsins en málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skal ákærði greiða helming þeirrar fjárhæðar, en helmingur skal greiddur úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, Þór Rúnar Þórisson, sæti fangelsi í átta mánuði, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, skulu vera 186.750 krónur. Ákærði greiði helming þeirrar fjárhæðar, 93.375 krónur, en hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóði. Mál þetta, sem dómtekið var 6. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Seyðisfirði, útgefinni 22. desember 2006, á hendur Þór Rúnari Þórissyni, [...], óstaðsettum í hús í Hafnarfirði, en með dvalarstað að Grænukinn 28, Hafnarfirði “fyrir nytjastuld, eignaspjöll og þjófnað, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 19. nóvember 2006 tekið bifreiðina UN-[...] í heimildarleysi frá Dynskógum á Egilsstöðum og ekið henni þaðan í gegnum Egilsstaði og eftir Upphéraðsvegi áleiðis inn í Fljótsdal, uns hann missti stjórn á bifreiðinni, með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar og gjöreyðilagðist skammt frá bænum Strönd við Upphéraðsveg og jafnframt stolið úr bifreiðinni bílageislaspilara af tegundinni JVC að verðmæti um 15.000 krónur og MP3 spilara af tegundinni Samsung að verðmæti um 25.000 krónur. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr., 1. mgr. 257. gr. og 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1956, lög nr. 82/1998 og lög nr. 30/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá krefst eigandi bifreiðarinnar UN-[...], A, [kt.], þess að ákærði greiði honum skaðabætur vegna tjóns sem hann olli á bifreiðinni, að fjárhæð kr. 604.689,-, auk vaxta skv. 7. gr. vaxtalaga frá tjónsdegi þann 19. 11. 2006, en síðan auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags.” Um málavaxtalýsingu er skírskotað til ákæru. Ákærði játaði brot sín skýlaust fyrir dóminum eins og þeim er lýst í ákæru. Þykir með játningu ákærða sem á sér stoð í gögnum málsins sannað að ákærði hafi gerst sekur um nytjastuld og þjófnað eins og þeim brotum ákærða er lýst í ákæru málsins. Ósannað þykir hins vegar að ákærði hafi valdið spjöllum á bifreiðinni UN-[...] af ásetningi, en samkvæmt gögnum málsins missti ákærði stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að ákærði hafi misst vald á bifreiðinni vegna þess að hann ók of hratt miðað við aðstæður og verður sú háttsemi rakin til gáleysis hans. Með því að ósannað þykir að ákærði hafi velt bifreiðinni og valdið spjöllum á henni af ásetningi verður þessi háttsemi hans ekki heimfærð undir 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga og er hann því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins að því er varðar eignaspjöll. Háttsemi ákærða að öðru leyti er hins vegar réttilega heimfærð til 1. mgr. 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 82/1998. Ákærði hefur þrívegis áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hinn 30. júní 2004 gekkst ákærði undir greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar fyrir brot gegn 2. mgr. 44. gr. umferðarlaga. Hinn 13. júlí sama ár var ákærði dæmdur í 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 3 ár, fyrir þjófnað, gripdeild, tilraun til þjófnaðar, brot gegn 246. gr. almennra hegningarlaga, eignaspjöll og brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf. Jafnframt var ákærða gert að greiða sekt. Hinn 25. nóvember 2004 var ákærði dæmdur í 5 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, skilorðsbundið í 3 ár, og var dómurinn frá 13. júlí tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi fyrir bæði málin. Með brotum sínum nú hefur ákærði rofið skilorð dómsins frá 25. nóvember 2004. Ber því með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga að taka upp þann dóm og ákveða refsingu í einu lagi fyrir bæði málin í samræmi við 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur frá upphafi gengist greiðlega við brotum sínum og er það honum til refsimildunar. Til þess er hins vegar einnig að líta að ákærði hefur áður gerst sekur um þjófnað og önnur auðgunarbrot. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Rétt þykir að fresta fullnustu 5 mánaða af refsivistinni og að sá hluti refsingarinnar falli niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Enginn sakarkostnaður hefur hlotist af málinu og dæmist hann því ekki. Við þingfestingu málsins samþykkti ákærði bótakröfu eiganda bifreiðarinnar UN-[...] eins og hún er sett fram í ákæru. Er ákærði því dæmdur til að greiða A, [...], bætur að fjárhæð 604.689 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. nóvember 2006 til 6. febrúar 2007, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Dóm þennan kveður upp Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri. Dómsorð: Ákærði, Þór Rúnar Þórisson, sæti fangelsi í 8 mánuði, en fresta skal fullnustu 5 mánaða af refsivistinni og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 604.689 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. nóvember 2006 til 6. febrúar 2007, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.
Mál nr. 580/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 1. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi á meðan máli hans er ólokið, þó eigi lengur en til mánudagsins 17. desember 2007, klukkan 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að uppfyllt séu skilyrði b. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991 til að varnaraðili verði látinn sæta farbanni þann tíma sem í hinum kærða úrskurði greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 577/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi meðan máls hans væri til meðferðar fyrir Hæstarétti Íslands var staðfestur, þó eigi lengur en til föstudagsins 14. desember 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti Íslands, þó eigi lengur en til föstudagsins 21. desember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti, þó eigi lengur en til föstudagsins 14. desember 2007 kl. 16.
Mál nr. 571/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt farbanni frá 19. október 2007. Farbann er eitt form frelsisskerðingar og er brýnt að hraða sérstaklega meðferð opinbers máls þegar sakborningur sætir slíkri skerðingu. Þrátt fyrir þetta þykja enn vera uppfyllt skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], verði bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00, vegna ætlaðra brota gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að hann rannsaki nú rúmlega 20 þjófnaði úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum sé um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslana með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um síðustu mánaðamót hafi vaknað grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelji, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 4. hæð við Y, Reykjavík, 3. október sl., í kjölfar þess að íbúar þar hafi verið taldir tengjast íbúum í íbúð við Z, Reykjavík, þar sem daginn áður hafði fundist mikið magn af munum við húsleit. Í báðum íbúðunum haldi til nokkrir Litháar, þar á meðal kærði. Við húsleitirnar hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald miðvikudaginn 3. október sl. og í áframhaldandi gæsluvarðhald frá 10. október sl. til 19. október sl. en þann dag hafi kærði verið úrskurðaður í farbann til dagsins í dag. Kærði sé grunaður um að vera aðili að hóp sem sjái um skipulagða þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum þeim málum sem lögregla hafi nú til rannsóknar hafi hún þekkt gerendur sem aðila úr þessum hópi. Þá hafi fundist munir sem tengist ofantöldum málum á dvalarstað kærðu. Sé hópurinn grunaður um að stela úr verslunum með kerfisbundnum hætti, þar sem þeir skipuleggi sig saman og skipti með sér verkum hverju sinni. Rannsókn málanna sé langt á veg komin. Þó hafi hún dregist um fram þann tíma sem áætlaður var, en umfang málanna sé mjög mikið og hafi mun meiri vinna farið í að yfirfara þá muni sem lögregla lagði hald á við húsleitirnar en gert hafi verið ráð fyrir, en um rúmlega 300 muni sé að ræða. Þá sé ekki búið að taka ítarlegar skýrslur af öllum kærendum í málunum. Kærði hafi dvalið á Íslandi síðan 5. júlí sl. Kærði hafi takmörkuð tengsl við landið, bæði fjölskyldu og önnur. Nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða hér á landi til að hann geti ekki komið sér undan frekari rannsókn málsins, mögulegri saksókn og málsmeðferð fyrir dómi. Sé því nauðsynlegt að kærði sæti áframhaldandi farbanni meðan á meðferð máls þessa stendur en vinnslu þess verði reynt að hraða eftir föngum, og stefnt er að því að ákvörðun um saksókn muni liggja fyrir eigi síðar en 13. nóvember n.k. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram komi í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Fallist er á, svo sem fram kemur í framangreindri lýsingu lögreglu, að skilyrði b-liðar 1. mgr. 103. gr. og 110 gr. laga nr. 19/1991 séu uppfyllt. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærða, X, kt. [...], er bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 574/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt farbanni frá 19. október 2007. Farbann er eitt form frelsisskerðingar og er brýnt að hraða sérstaklega meðferð opinbers máls þegar sakborningur sætir slíkri skerðingu. Þrátt fyrir þetta þykja enn vera uppfyllt skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], verði bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00, vegna ætlaðra brota gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að hann rannsaki nú rúmlega 20 þjófnaði úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum sé um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslana með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um síðustu mánaðamót hafi vaknað grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelji, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 3. hæð í Y, Reykjavík, 2. október sl. Í íbúðinni haldi til nokkrir Litháar, þar á meðal kærði. Við húsleitirnar hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fimmtudaginn 4. október sl. og í áframhaldandi gæsluvarðhald frá miðvikudeginum 10. október sl. til 19. október sl. en þann dag hafi kærði verið úrskurðaður í farbann til dagsins í dag. Kærði sé grunaður um að vera aðili að hóp sem sjái um skipulagða þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum þeim málum sem lögregla hafi nú til rannsóknar hafi hún þekkt gerendur sem aðila úr þessum hópi. Þá hafi fundist munir sem tengist ofantöldum málum á dvalarstað kærðu. Sé hópurinn grunaður um að stela úr verslunum með kerfisbundnum hætti, þar sem þeir skipuleggi sig saman og skipti með sér verkum hverju sinni. Rannsókn málanna sé langt á veg komin. Þó hafi hún dregist um fram þann tíma sem áætlaður var, en umfang málanna sé mjög mikið og hafi mun meiri vinna farið í að yfirfara þá muni sem lögregla lagði hald á við húsleitirnar en gert hafi verið ráð fyrir, en um rúmlega 300 muni sé að ræða. Þá sé ekki búið að taka ítarlegar skýrslur af öllum kærendum í málunum. Kærði hafi dvalið á Íslandi síðan í júlí sl. Kærði hafi takmörkuð tengsl við landið, bæði fjölskyldu og önnur. Nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða hér á landi til að hann geti ekki komið sér undan frekari rannsókn málsins, mögulegri saksókn og málsmeðferð fyrir dómi. Sé því nauðsynlegt að kærði sæti áframhaldandi farbanni meðan á meðferð máls þessa stendur en vinnslu þess verði reynt að hraða eftir föngum, og stefnt er að því að ákvörðun um saksókn muni liggja fyrir eigi síðar en 13. nóvember n.k. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram komi í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Fallist er á, svo sem fram kemur í framangreindri lýsingu lögreglu, að skilyrði b-liðar 1. mgr. 103. gr. og 110 gr. laga nr. 19/1991 séu uppfyllt. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærða, X, kt. [...], er bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 573/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt farbanni frá 19. október 2007. Farbann er eitt form frelsisskerðingar og er brýnt að hraða sérstaklega meðferð opinbers máls þegar sakborningur sætir slíkri skerðingu. Þrátt fyrir þetta þykja enn vera uppfyllt skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], verði bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00, vegna ætlaðra brota gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að hann rannsaki nú rúmlega 20 þjófnaði úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum sé um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslana með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um síðustu mánaðamót hafi vaknað grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelji, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 3. hæð í Y, Reykjavík, 2. október sl. Í íbúðinni haldi til nokkrir Litháar, þar á meðal kærði. Við húsleitirnar hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fimmtudaginn 4. október sl. og í áframhaldandi gæsluvarðhald frá miðvikudeginum 10. október sl. til 19. október sl. en þann dag hafi kærði verið úrskurðaður í farbann til dagsins í dag. Kærði sé grunaður um að vera aðili að hóp sem sjái um skipulagða þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum þeim málum sem lögregla hafi nú til rannsóknar hafi hún þekkt gerendur sem aðila úr þessum hópi. Þá hafi fundist munir sem tengist ofantöldum málum á dvalarstað kærðu. Sé hópurinn grunaður um að stela úr verslunum með kerfisbundnum hætti, þar sem þeir skipuleggi sig saman og skipti með sér verkum hverju sinni. Rannsókn málanna sé langt á veg komin. Þó hafi hún dregist um fram þann tíma sem áætlaður var, en umfang málanna sé mjög mikið og hafi mun meiri vinna farið í að yfirfara þá muni sem lögregla lagði hald á við húsleitirnar en gert hafi verið ráð fyrir, en um rúmlega 300 muni sé að ræða. Þá sé ekki búið að taka ítarlegar skýrslur af öllum kærendum í málunum. Kærði hafi dvalið á Íslandi síðan í júlí 2006. Kærði hafi takmörkuð tengsl við landið, bæði fjölskyldu og önnur. Nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða hér á landi til að hann geti ekki komið sér undan frekari rannsókn málsins, mögulegri saksókn og málsmeðferð fyrir dómi. Sé því nauðsynlegt að kærði sæti áframhaldandi farbanni meðan á meðferð máls þessa stendur en vinnslu þess verði reynt að hraða eftir föngum, og stefnt er að því að ákvörðun um saksókn muni liggja fyrir eigi síðar en 13. nóvember n.k. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram komi í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Fallist er á, svo sem fram kemur í framangreindri lýsingu lögreglu, að skilyrði b-liðar 1. mgr. 103. gr. og 110 gr. laga nr. 19/1991 séu uppfyllt. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærða, X, kt. [...], er bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 13. nóvember. 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 562/2007
Kærumál Hald
Sóknaraðili lagði hald á 6.900.000 krónur sem fundust við húsleit að Y. Einnig fundust þar ýmsir hlutir sem tengjast meðferð fíkniefna. Varnaraðili krafðist þess að ákvörðun sóknaraðila um haldlagninguna yrði felld úr gildi. Rökstuddur grunur var um að féð tengdist sölu og dreifingu fíkniefna og að um væri að ræða háttsemi sem varðað gæti við lög. Voru skilyrði 1. mgr. 78. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála því uppfyllt og var kröfu varnaraðila hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. október 2007, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að felld yrði úr gildi sú ákvörðun sóknaraðila að leggja hald á 6.900.000 krónur, sem fundust við húsleit að Yrsufelli 9, Reykjavík, 12. júlí 2007, jafnframt var því hafnað að sóknaraðila væri skylt að skila varnaraðila fénu. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verið felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 19/1991 skal leggja hald á muni ef ætla má að þeir hafi sönnunargildi í opinberu máli, þeirra hefur verið aflað á refsiverðan hátt eða ætla má að þeir kunni að verða gerðir upptækir. Eins og nánar greinir í héraðsdómi fundust við húsleit samkvæmt dómsúrskurði peningar þeir, sem hald var lagt á, ásamt ýmsum hlutum sem tengjast meðferð fíkniefna. Voru peningarnir í sjö misstórum einingum á þremur stöðum í íbúðinni. Varnaraðili kveður féð vera sína eign og sé um að ræða hluta af slysabótum sem hann hafi fengið greiddar í desember 2006. Geymslumáti fjárins og skýringar á honum er tortryggilegur. Rökstuddur grunur er um að fé þetta tengist sölu og dreifingu fíkniefna og að um sé að ræða háttsemi sem varðað geti við lög nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en rannsókn málsins er ekki lokið. Á grundvelli þess sem rakið er hér að framan og með vísan til 1. mgr. 78. gr. laga nr. 19/1991 þykja skilyrði fyrir haldlagningu fjárins vera uppfyllt. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 554/2007
Kærumál Kröfugerð Lögvarðir hagsmunir Frávísun frá héraðsdómi
Dómkröfur Ó lutu að viðurkenningu á eignarráðum yfir netlögum jarðar hans, á stærð þeirra mælt frá stórstraumsfjöruborði, á efnislegum heimildum sem í greindum eignarráðum fælust og á því að honum væri heimilt að nýta auðlindir í netlögunum án þess að þurfa til þess almennt veiðileyfi og veiðiheimild samkvæmt lögum. Í dómi Hæstaréttar sagði að kröfur Ó beindust ekki að lögmæti tiltekinna athafna eða ákvarðana Í, heldur miðuðu þær að því að dómstólar kvæðu almennt á um réttarstöðu þá sem fælist í eignarrétti hans að jörð sinni. Í dómkröfum sóknaraðila kynnu að felast efnisþættir sem honum gæti verið heimilt að bera undir dómstóla en hann hefði sjálfur kosið að gera kröfur sínar þannig úr garði að slíkir efnisþættir yrðu ekki greindir úr kröfu hans. Yrði ekki talið að það gæti verið á verksviði dómstóla að lesa slík atriði út úr kröfum á borð við þær sem Ó hefði gert. Var frávísunarúrskurður héraðsdóms því staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2007, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili er eigandi jarðarinnar Horns I í Hornafirði sem á land að sjó. Dómkröfur hans, sem vísað var frá dómi með hinum kærða úrskurði, lúta að viðurkenningu á eignarráðum yfir netlögum jarðarinnar, á stærð þeirra mælt frá stórstraumsfjöruborði, á efnislegum heimildum sem í greindum eignarráðum felist og á því að honum sé heimilt að nýta auðlindir í netlögunum án þess að þurfa til þess almennt veiðileyfi og veiðiheimild samkvæmt lögum. Beinir hann þessum viðurkenningarkröfum að varnaraðila með sjávarútvegsráðherra í fyrirsvari. Með þessum dómkröfum er ljóst að sóknaraðili leitar víðtækrar dómsviðurkenningar á efni eignarréttinda sinna á því svæði sem þær taka til. Ekki verður af gögnum málsins séð að tilefni málsóknarinnar sé sérstakur ágreiningur við varnaraðila um þau efni sem dómkröfur beinast að. Tilgangur með málsókninni virðist aðallega vera að fá fram afstöðu dómstóla til þess hverjar séu efnislegar heimildir sem felist í eignarrétti að netlögum jarða sem liggja að sjó, þar á meðal jarðar sóknaraðila. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 getur sá, sem hefur lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands, leitað viðurkenningardóms um kröfur sínar í þeim efnum. Jafnframt er tekið fram í 1. mgr. sömu lagagreinar að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti sem nauðsynlegt sé til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Þessi ákvæði hafa verið skýrð þannig að sá sem leitar viðurkenningardóms geti ekki fengið úrlausn um kröfu sína nema hann sýni fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta, sem talist geti sérstakir fyrir hann og snerti réttarsamband hans við þann sem hann beinir kröfu sinni að. Í því tilviki sem hér er til úrlausnar beinast kröfur sóknaraðila ekki að lögmæti tiltekinna athafna eða ákvarðana varnaraðila, heldur miða þær að því að dómstólar kveði almennt á um réttarstöðu þá sem felist í eignarrétti hans að jörð sinni. Í dómkröfum sóknaraðila kunna allt að einu að felast efnisþættir sem honum getur verið heimilt að bera undir dómstóla. Hann hefur hins vegar sjálfur kosið að gera kröfur sínar þannig úr garði að slíkir efnisþættir verða ekki greindir úr kröfum hans. Verður heldur ekki talið að það geti verið á verksviði dómstóla að lesa slík atriði út úr kröfum á borð við þær sem sóknaraðili hefur gert. Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ómar Antonsson, greiði varnaraðila, íslenska ríkinu, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 540/2007
Kærumál Lögbann
V krafðist þess að felld yrði úr gildi sú ákvörðun sýslumanns að hafna kröfu V um að lagt yrði lögbann við því að P starfaði áfram hjá Q ehf. V byggði kröfu sína á ráðningarsamningi aðila, einkum grein 4.1. sem lagði bann við því að P yrði eigandi eða óvirkur þátttakandi í fyrirtæki sem starfaði í samkeppni við V meðan hann gegndi starfi hjá V. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti, segir að því hafi ekki verið haldið fram í málinu að P, sem hóf störf hjá Q ehf. 1. ágúst 2007, væri eigandi eða óvirkur þátttakandi í félaginu. Þá verði að líta svo á að í bréfi V til P 11. júlí 2007 hafi falist fyrirvaralaus riftun á ráðningarsamningi aðila og að í síðasta lagi þá hafi P orðið laus undan starfsskyldum sínum við V og öðrum skyldum sem voru bundnar við ráðningarsamninginn. Var kröfu V því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 7. september 2007 um að synja um lögbann samkvæmt beiðni sóknaraðila við nánar tilgreindri háttsemi varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför með áorðnum breytingum. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og lagt fyrir hann að leggja lögbann gegn tryggingu, sem hann meti nægilega, við því að varnaraðili starfi fram til 31. október 2007 hjá Quatro ehf., komi fram fyrir hönd þess félags, kynni það eða sinni öðrum verkefnum í þágu þess eða hafi samband við viðskiptamenn sóknaraðila og starfsmenn þeirra til að veita þeim þjónustu eða selja rekstrarvörur, hvort sem er gegn gjaldi eða án þess, sem sjálfboðaliði, launþegi eða sjálfstæður verktaki. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Valdimar Gíslason ehf., greiði varnaraðila, Páli Þ. Pálssyni, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 505/2007
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur Málskostnaðartrygging
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að vísa máli Þ gegn S frá dómi, þar sem málatilbúnaður Þ fullnægði ekki ákvæðum 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. S krafðist þess í greinargerð sinni 3. október 2007, með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að Þ yrði gert að leggja fram málskostnaðartryggingu fyrir Hæstarétti. Með bréfi 26. september tilkynnti héraðsdómur S að Þ hefði kært framangreindan úrskurð til Hæstaréttar. Bar S þá þegar að setja fram kröfu sína um tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar, sbr. b. liður 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991. Þar sem það var ekki gert var krafa S um málskostnaðartryggingu of seint fram komin og var henni því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. október sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. september 2007, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili tók til varna í málinu með greinargerð 3. október 2007, sem barst réttinum 4. sama mánaðar. Í greinargerðinni krafðist varnaraðili staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Jafnframt var þess krafist með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 að sóknaraðila yrði gert að leggja fram málskostnaðartryggingu fyrir Hæstarétti Íslands, allt að 300.000 krónum eða hæfilega fjárhæð að mati réttarins. Sóknaraðila var gefinn kostur á að tjá sig um kröfu varnaraðila um málskostnaðartryggingu. Með bréfi 11. október 2007 mótmælti hann kröfunni. Byggði hann meðal annars á því að engar forsendur væru fyrir að krefjast málskostnaðartryggingar vegna meðferðar kæru sóknaraðila fyrir Hæstarétti þar sem málsmeðferðinni væri lokið fyrir réttinum og allur kostnaður varnaraðila þegar til fallinn með greinargerð hans 3. október 2007. Varnaraðili vísar um kröfu sína um málskostnaðartryggingu til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt því ákvæði getur stefndi í héraði krafist þess við þingfestingu máls að stefnandi setji tryggingu ef leiða má að því líkum að hann sé ófær um greiðslu málskostnaðar. Samkvæmt athugasemdum með ákvæðinu „verður að ganga út frá því, að þessi orð feli í sér að stefndi geti ekki komið fram kröfu sem þessari á síðari stigum máls ef honum var eða mátti vera kunnugt um tilefni til hennar við þingfestingu.” Með bréfi 26. september 2007 tilkynnti héraðsdómur varnaraðila að sóknaraðili hefði kært framangreindan úrskurð til Hæstaréttar. Með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 bar varnaraðila þá þegar að setja fram kröfu sína um tryggingu fyrir greiðslu kærumálskostnaðar, en það gerði hann fyrst í greinargerð sinni 3. október 2007. Með henni tók hann til varna og stofnaði þannig til þess kostnaðar sem málskostnaðartrygging á að standa fyrir. Var krafa varnaraðila um málskostnaðartryggingu því of seint fram komin og verður henni hafnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, þrotabú Sigurbrautar ehf., greiði varnaraðila, Smáu og smáu ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. Kröfu varnaraðila um að sóknaraðila verði gert að greiða málskostnaðar-tryggingu fyrir Hæstarétti er hafnað.
Mál nr. 552/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. október 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi, meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að ætlaðri aðild varnaraðila að skipulögðum þjófnaðarbrotum í félagi við aðra á höfuð­borgarsvæðinu, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 1. nóvember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 553/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. október 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi, meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að ætlaðri aðild varnaraðila að skipulögðum þjófnaðarbrotum í félagi við aðra á höfuð­borgarsvæðinu, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 1. nóvember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að úrskurðað verði að X, kt. [...], litháískur ríkisborgari, [...], Garðabæ, verði bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 1. nóvember. 2007, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú rúmlega 20 þjófnaði úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum sé um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslana með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um síðustu mánaðamót hafi vaknað grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelji, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 4. hæð við [...], Reykjavík, 3. október sl., í kjölfar þess að íbúar þar hafi verið taldir tengjast íbúum í íbúð við [...], Reykjavík, þar sem daginn áður hafði fundist mikið magna af munum við húsleit. Í báðum íbúðunum halda til nokkrir Litháar, þar á meðal kærði. Við húsleitirnar hafi verið lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald miðvikudaginn 3. október sl. og í áframhaldandi gæsluvarðahald frá 10. október sl. til dagsins í dag. Meðfylgjandi kröfu þessari sé afrit af gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dagsett 10. október sl. þar sem þau mál, sem til rannsóknar séu, eru reifuð nánar. Rannsókn málanna sé langt á veg komin. Kærði sé grunaður um að vera aðili að hóp sem sér um skipulagða þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum þeim málum sem lögregla hefur nú til rannsóknar hefur hún þekkt gerendur sem aðila úr þessum hópi. Þá hafi fundist munir sem tengist ofantöldum málum á dvalarstað kærðu. Sé hópurinn grunaður um að stela úr verslunum með kerfisbundnum hætti, þar sem þeir skipuleggja sig saman og skipta með sér verkum hverju sinni. Kærði hafi dvalið á Íslandi síðan 5. júlí sl. Kærði hafi takmörkuð tengsl við landið, bæði fjölskyldu og önnur. Nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða hér á landi til að hann geti ekki komið sér undan frekari rannsókn málsins, mögulegri saksókn og málsmeðferð fyrir dómi. Sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni meðan á meðferð máls þessa stendur en vinnslu þess verði reynt að hraða eftir föngum, og muni ákvörðun um saksókn liggja fyrir á næstu tveimur vikum. Í ljósi framangreinds, hjálagðra gagna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í b-lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sé þess farið á leit að fallist verði á framkomna kröfu. Fallist er á það með sækjanda svo sem fram kemur í framangreindri lýsingu lögreglu að skilyrði b-liðar 1. mgr. 103. gr. og 110 gr. laga nr. 19/1991 séu uppfyllt. Verður því fallist á beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að ákærði sæti farbanni svo sem greinir í úrskurðarorði. Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. X, kt. [...], litháískum ríkisborgara, [...], Garðabæ, er bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla lýkur rannsókn og tekur ákvörðun um saksókn í nokkrum málum, sem snúa að aðild kærða í skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfuðborgarsvæðinu, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 1. nóvember 2007 kl. 16.
Mál nr. 525/2007
Kærumál Dómsátt Málskostnaður
Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 25. september sl., var þingfest 22. nóvember 2006. Gagnstefna var þingfest 10. janúar 2007 en málin voru sameinuð á reglulegu dómþingi 28. febrúar sl.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 27. september 2007, þar sem málskostnaður var felldur niður í máli aðila en því að öðru leyti lokið með dómsátt. Þá var úrskurðað að gjafsóknarkostnaður varnaraðila skyldi greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar 1.146.334 krónur. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi að því er varðar málskostnað milli aðila og að þeim verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðila, aðallega að fullu en til vara að hluta. Þá krefjast sóknaraðilar kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar að því er varðar málskostnað milli aðila og kærumálskostnaðar. Sóknaraðilar höfðuðu mál þetta með stefnu 14. nóvember 2006 til heimtu eftirstöðva kaupverðs fasteignarinnar Vallargötu 37, Sandgerði, sem þeir seldu varnaraðila með kaupsamningi 5. janúar 2006. Kröfðust sóknaraðilar þess að varnaraðila yrði gert að greiða þeim lokagreiðslu samkvæmt kaupsamningi, 826.565 krónur, með dráttarvöxtum frá 3. mars 2006 gegn útgáfu afsals. Þá kröfðust þeir málskostnaðar. Varnaraðili krafðist aðallega sýknu en til vara lækkunar dómkröfu. Í báðum tilvikum krafðist hún málskostnaðar. Varnaraðili reisti kröfu sína á 44. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup þar sem hún ætti stöðvunarrétt á greiðslunni vegna galla. Með gagnstefnu krafðist varnaraðili þess að sóknaraðilum yrði vegna galla gert að greiða skaðabætur eða afslátt af verði fasteignarinnar að fjárhæð 2.000.000 krónur með dráttarvöxtum frá 10. febrúar 2007. Sóknaraðilar tóku til varna í gagnsök og kröfðust aðallega sýknu en til vara að kröfur varnaraðila á hendur þeim yrðu lækkaðar. Báðir aðilar kröfðust málskostnaðar í gagnsök. Við aðalmeðferð málsins 25. september 2007 gerðu aðilar dómsátt um að varnaraðili skyldi greiða sóknaraðilum 600.000 krónur gegn útgáfu afsals. Væri um að ræða fullnaðargreiðslu samkvæmt kröfugerð beggja aðila. Ágreiningur stóð eftir sem áður um málskostnað. Var leyst úr honum með hinum kærða úrskurði. Í ljósi þess sem að framan greinir fól dómsátt málsaðila í sér að sóknaraðilar fengu kröfu sinni framgengt að verulegu leyti. Ber því að dæma varnaraðila til að greiða sóknaraðilum málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sem að virtu umfangi málsins þykir hæfilega ákveðinn 450.000 krónur. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðilum kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, Jónína Þórunn Hansen, greiði sóknaraðilum, Örnu Steinunni Árnadóttur og Haraldi Birgi Haraldssyni, 450.000 krónur í málskostnað í héraði og 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 537/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 9. október 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt til þriðjudagsins 23. október 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Af gögnum málsins verður ráðið að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili hafi gerst sekur um brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940 sem fangelsisrefsing er lögð við. Eru uppfyllt skilyrði 110. gr., sbr. b. lið 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19/1991 fyrir farbanni varnaraðila. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 516/2007
Kærumál Kröfugerð Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar miðvikudaginn 29. ágúst sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Holberg Mássyni, kt. 210954-3339, Mímisvegi 6, Reykjavík, með stefnu, birtri 27. nóvember 2006, á hendur íslenzka ríkinu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. október sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. september 2007, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Til vara að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi að því er varðar skaðabótakröfu hans og lagt fyrir héraðsdóm að taka hana til efnislegrar meðferðar. Í báðum tilvikum krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði gerir sóknaraðili tvær dómkröfur í málinu. Annars vegar krefst hann þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda varnaraðila vegna fjártjóns sem sóknaraðili telur sig hafa orðið fyrir við ólögmæta handtöku 19. janúar 2006 og rannsókn lögreglu vegna grunsemda um refsiverða háttsemi, sem leitt höfðu til handtökunnar. Hins vegar krefst hann skaðabóta að fjárhæð 700.000 krónur. Er tekið fram í stefnunni að ekki sé verið að krefjast bóta fyrir fjártjón heldur aðeins miska, þó að svo hafi tekist til að kröfufjárhæðin misritaðist þar á einum stað og var sögð 1.000.000 krónur. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er unnt að leita viðurkenningardóms um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands ef sá sem kröfu gerir telst hafa lögvarða hagsmuni af slíkri kröfu. Gildi þetta án tillits til þess hvort aðilanum væri þess í stað unnt að leita dóms sem fullnægja mætti með aðför. Skilyrði fyrir heimild til kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu telst þó vera að viðkomandi aðili leiði að minnsta kosti líkur að því að hann kunni að hafa orðið fyrir tjóni vegna þess atburðar sem krafan beinist að. Þá er ekki talið að krafan um lögvarða hagsmuni af kröfugerð af þessu tagi teljist uppfyllt ef aðilinn gerir í sama máli fjárkröfu um bætur vegna tjóns síns og viðurkenningarkrafan hefur enga aðra þýðingu fyrir hann en að vera forsenda þegar tekin er afstaða til fjárkröfunnar. Hér háttar svo til að sóknaraðili hefur lagt fram bréf frá þremur viðskiptamönnum sínum sem hann segir sýna fjárhagslegt tjón sem hann hafi beðið í viðskiptum vegna handtökunnar. Tekur hann fram í stefnu að ekki sé tímabært að leggja mat á fjártjónið að svo stöddu og sé því í málinu aðeins gerð viðurkenningarkrafa um bótaskyldu að því leyti. Með þessu hefur sóknaraðili sýnt nægilega fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dæmt um viðurkenningarkröfuna, enda hefur hún þar með víðtækari þýðingu fyrir hann en að vera einungis málsástæða fyrir kröfunni um miskabætur sem hann einnig gerir í málinu. Fjárkrafa sóknaraðila um miskabætur að fjárhæð 700.000 krónur er sögð byggð á 175. og 176. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála auk þess sem hann hefur vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 henni til stuðnings. Verður ekki fallist á að neinir þeir annmarkar séu á kröfu þessari að ekki verði um hana dæmt og getur fyrrgreind misritun fjárhæðarinnar heldur ekki haft þau áhrif. Með vísan til þess sem að framan greinir verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka kröfur sóknaraðila til efnislegrar meðferðar. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og er lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, íslenska ríkið, greiði sóknaraðila, Holberg Mássyni, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 535/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni á grundvelli 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. b. liður 1. mgr. 103. gr. sömu laga var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð brottför af Íslandi allt til föstudagsins 9. nóvember 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að setja tryggingu fyrir nærveru sinni í stað þess að sæta farbanni. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði teygir rannsókn málsins anga sína víða og eru fleiri menn en varnaraðili grunaðir um aðild að því. Flestir þeirra eru búsettir erlendis. Má ráða af fyrirliggjandi gögnum að svör hafi aðeins borist við einni af fimm réttarbeiðnum til erlendra stjórnvalda og liggja engar upplýsingar fyrir um hvenær frekari svara er að vænta. Varnaraðili hefur sætt farbanni frá 11. júní 2007. Farbann er eitt form frelsisskerðingar og þurfa veigamikil rök að vera fyrir hendi til að fallast megi á það. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að skilyrði 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála séu fyrir hendi til að banna varnaraðila för úr landi þann tíma sem í úrskurðinum greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 534/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var X gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Úrskurður héraðsdóms er ekki að öllu leyti nákvæmur um atvikalýsingu, en af gögnum málsins verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili tengist skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfðuborgarsvæðinu. Slík brot geta varðað fangelsisrefsingu allt að sex árum. Uppfyllt eru skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald yfir varnaraðila en gæsluvarðhaldinu markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007, klukkan 16.
Mál nr. 536/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var X gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Úrskurður héraðsdóms er ekki að öllu leyti nákvæmur um atvikalýsingu, en af gögnum málsins verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili tengist skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfðuborgarsvæðinu. Slík brot geta varðað fangelsisrefsingu allt að sex árum. Uppfyllt eru skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald yfir varnaraðila en gæsluvarðhaldinu markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007, klukkan 16.
Mál nr. 530/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var X gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að hann verði látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds og til þrautavara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Úrskurður héraðsdóms er ekki að öllu leyti nákvæmur um atvikalýsingu, en af gögnum málsins verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili tengist skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfðuborgarsvæðinu. Slík brot geta varðað fangelsisrefsingu allt að sex árum. Uppfyllt eru skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald yfir varnaraðila en gæsluvarðhaldinu markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007, klukkan 16.
Mál nr. 528/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var X gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16 og hafnað var kröfu hans um að aflétt yrði takmörkunum samkvæmt b., c. og d. liðum 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðili krefst þess aðallega hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að hann verði látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds og til þrautavara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Einnig gerir hann kröfu um að aflétt verði framangreindum takmörkunum í gæsluvarðhaldi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Úrskurður héraðsdóms er ekki að öllu leyti nákvæmur um atvikalýsingu, en af gögnum málsins verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili tengist skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfðuborgarsvæðinu. Slík brot geta varðað fangelsisrefsingu allt að sex árum. Uppfyllt eru skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald yfir varnaraðila en gæsluvarðhaldinu markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Ekki eru efni til að fallast á kröfu varnaraðila um að aflétt verði takmörkunum í gæsluvarðhaldinu samkvæmt b., c. og d. liðum 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007, klukkan 16. Hafnað er kröfu varnaraðila um að aflétt verði takmörkunum í gæsluvarðhaldinu samkvæmt b., c. og d. liðum 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Mál nr. 527/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu þess efnis að kærði, X, kt. [...], sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október nk. kl. 16.00. Í greinargerð lögreglu kemur fram að í gær, um kl. 13:34, hafi kærði, X, tilkynnt lögreglu að nágranni hans og vinur, Y, kt. [...], lægi rænulaus í rúmi sínu að [...], íbúð [...], í Reykjavík. Hafi kærði farið inn í opna íbúð Y og komið að honum liggjandi í blóði sínu. Kl. 13:39 hafi lögregla komið á vettvang og hitt þar fyrir kærða sem hafi vísað lögreglu á íbúð Y. Þegar komið hafi verið inn í íbúðina var hún verið mettuð ljósum reyk. Í svefnherbergi íbúðarinnar hafi Y legið á hægri hlið í rúmi sínu, alklæddur og í skóm, með sæng og kodda yfir höfði sér. Er lögregla hafi lyft sænginni og koddanum af höfði Y hafi mátt sjá mikla áverka vinstra megin á andliti hans. Þá hafi mátt sjá duft úr slökkvitæki á vinstri vanga Y og í rúmi hans, einnig blóðslettur á veggnum fyrir ofan höfuðgafl rúmsins. Hafi Y verið fluttur á slysadeild, þar sem hann hafi látist af sárum sínum kl. 23:30. Í vottorði Z komi fram að Y hafi orðið fyrir mjög alvarlegum og í byrjun greinilega lífshættulegum áverkum við áverkana sem hafi hlotist fyrr um daginn og dregið hann til dauða. Ætla megi að Y hafi verið veitt höfuðhögg með slökkvitæki því sem hafi fundist á vettvangi. Kl. 14:23 hafi kærði X verið handtekinn, grunaður um að hafa veitt Y umrædda áverka. Við handtöku hafi kærði verið verulega ölvaður, jafnvægi hans óstöðugt og málfar eilítið óskýrt. Við athugun lögreglu á vettvangi hafi kærði haft nýlegt hrufl á fingri, þá hafi mátt sjá á höndum hans duft úr slökkvitæki. Hafi kærði ekki getað gefið viðhlítandi skýringu á tilkomu áverka og dufts á höndum sínum. Við húsleit á heimili kærða að [...], íbúð [...], hafi fundist úlpa með blóðblettum á, duft úr slökkvitæki og blóðkám á á vaski, rafmagnsrofa og útidyrahurð. Öryggismyndavélakerfi sé í fjölbýlishúsinu og við skoðun á myndbandsupptökum þess sjáist, kl. 11:25 Y og kærði X fara saman út úr húsinu. Kl. 11:33 komi þeir svo saman inn. Enginn sjáist koma eða fara út úr húsinu, uns lögregla komi inn í andyrið kl. 13:38. Við nánari skoðun megi sjá kærða X íklæddan úlpu sem líkist mjög úlpu þeirri sem hafi fundist blóðug í íbúð hans. Þá megi sjá kærða, þar sem þeir séu báðir staddir í anddyri hússins, baða út höndum eins og um ósætti væri að ræða þeirra á milli. Nú fyrr í dag hafi verið tekin skýrsla af kærða þar sem hann neiti sök. Kveðist hann hafa verið með Y við drykkju frá því á laugardaginn var í íbúð Y. Um hádegisbilið í gær hafi Y lagst upp í rúm og sofnað. Þá hafi hann ákveðið að fara yfir í sína íbúð, þar sem hann hafi haldið áfram drykkju. Um 40 mínútum seinna hafi hann farið yfir til Y og þá séð hann blóðugan í rúminu, hann þá tekið um höfuð hans til að reyna að losa um öndunarveg hans. Hann hafi séð slökkvitæki í rúminu og ýtt því frá. Að því loknu hafi hann hringt í 112 og óskað eftir aðstoð lögreglu. Hann segist hafa beðið eftir lögreglu allan tímann inn í íbúð Y. Aðspurður um ferðir sínar í hádeginu í gær, samanber myndbandsupptökur, segist hann ekki muna eftir því að hafa farið út. Þá hafi kærði verið spurður um blóðkám sem hafi fundist í íbúð hans, sem hann hafi sagt tilkomið er hann fór yfir í sína íbúð, í fylgd lögreglu. Rannsókn málsins sé á algjöru frumstigi og því afar brýnt að kærði fái ekki svigrúm til að torvelda hana eða spilla henni á nokkurn hátt. Fyrir liggi að afla vitna og taka skýrslur af þeim, auk þess sem unnið sé að rannsókn sönnunargagna, m.a. m.t.t. framburðar kærða. Kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og a.-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Kærða er gefið að sök brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til þess sem fram kemur í greinargerð lögreglustjóra og þess sem rannsóknargögn málsins bera með sér er fallist á að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu. Rannsókn málsins er á frumstigi og fallist er á að kærði geti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum eða hafa áhrif á vitni, gangi hann laus. Er því fallist á kröfu um gæsluvarðhald eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, X, kt. [...], sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. október nk. kl. 16.00.
Mál nr. 515/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. október 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi til fimmtudagsins 1. nóvember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við aðra gerst að undanförnu sek um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að kærðu, X, litháískum ríkisborgara, fd. [...], verði bönnuð för frá Íslandi á meðan lögregla rannsakar þýfi sem fannst á dvalarstað kærðu í gær, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 1. nóvember. 2007, kl. 16:00. Gerð var húsleit á dvalarstað kærðu að Z í gær. Fannst talsvert af munum sem lögregla segir að sé þýfi og telur sig geta tengt við tiltekna þjófnaði sem tilkynntir hafi verið í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Kærða hefur dvalið hér á landi síðan 29. júní sl. Kærða hefur takmörkuð tengsl við landið, bæði fjölskyldu og önnur. Hún er undir rökstuddum grun um aðild að auðgunarbrotum. Er nauðsynlegt er að tryggja nærveru hennar hér á landi til að hún geti ekki komið sér undan frekari rannsókn málsins, saksókn og málsmeðferð fyrir dómi. Með vísan til b-liðar 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 verður henni gert að sæta farbanni svo sem í úrskurðarorði greinir. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærðu, X, fd. [...], er bönnuð för frá Íslandi til fimmtudagsins 1. nóvember 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 514/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 502/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að hann sæti farbanni í stað gæsluvarðhalds. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enginn hinna grunuðu manna hefur játað aðild sína að þessum brotum. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 503/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enginn hinna grunuðu manna hefur játað aðild sína að þessum brotum. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 504/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enginn hinna grunuðu manna hefur játað aðild sína að þessum brotum. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 500/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enginn hinna grunuðu manna hefur játað aðild sína að þessum brotum. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 507/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 501/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðahaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enginn hinna grunuðu manna hefur játað aðild sína að þessum brotum. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé fullnægt fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 508/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt b. lið 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. október 2007, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi til fimmtudagsins 1. nóvember 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði stendur nú yfir hjá sóknaraðila rannsókn á því hvort varnaraðili hafi í félagi við nokkra fleiri menn gerst að undanförnu sekur um þjófnaði úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að svo kunni að vera. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt fyrir farbanni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 497/2007
Kærumál Nálgunarbann
Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar fyrr í dag, krefst lögreglustjórinn á Suðurnesjum þess, að varnaraðila, X, [...], Garðabæ, verði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart Y, kt. [...], í ekki skemmri tíma en sex mánuði, þannig að X verði bannað að koma á framangreint heimili Y eða á lóð húss hennar, veita henni eftirför, heimsækja hana eða setja sig í samband við hana t.d. með símhringingum eða sms- eða tölvuskilaboðum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. október sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 27. september 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt var bann við því að hann komi á heimili Y, [...], eða á lóð húss hennar, veiti henni eftirför, heimsæki hana eða setji sig í samband við hana, til dæmis með símhringingum, sms- eða tölvuskilaboðum. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður nálgunarbann staðfest, en hæfilegt þykir að það gildi í þrjá mánuði frá uppsögu dóms þessa. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti en því að nálgunarbann skal gilda í þrjá mánuði frá uppsögu dóms þessa.
Mál nr. 495/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til fimmtudagsins 4. október nk. kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. október sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 4. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 486/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Í kröfu lögreglustjóra kemur fram að ávana- og fíkniefnadeild rannsaki tilraun til innflutnings á miklu magni af fíkniefnum sem fundust við leit lögreglunnar á Miami, Flórída í Bandaríkjunum í hraðsendingu sem merkt hafi verið Y, kt. [...] sem viðtakanda. Um sé að ræða talsvert af fljótandi kókaíni, 1844 ml. sem hafði verið komið fyrir í glerflösku. Fíkniefnin hafi verið send áfram til Íslands undir eftirliti lögreglu þar sem lagt hafi verið hald á sendinguna. Líklegt þykir að fíkniefnin hafi átt að fara í sölu og dreifingu hér á landi. Y móttók hraðsendinguna þann 21. september sl. á heimili sínu undir eftirliti lögreglu. Var haft áfram eftirlit með húsnæðinu fram eftir degi þar til kærði yfirgaf heimili sitt og hitti kærða, á vínveitingahúsi í borginni og fór svo aftur með kærða að heimili sínu. Í kjölfarið sást hvar kærði hafi komið út af heimili Y með svarta íþróttatösku og hafi sú ákvörðun þá verið tekin að handtaka hann. Við handtöku kærða kom í ljós að hann hafi verið með flöskuna í fórum sínum og sé talið að Y hafi afhent kærða flöskuna sem innihélt fíkniefnin á heimili sínu rétt áður en til handtökunnar kom.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. september 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 1. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 612/2006
Vátrygging Skaðabætur
Áfrýjandi starfaði sem sölumaður vátrygginga hjá stefnda frá því í ágúst 2002 til febrúar 2003 er hann hlaut alvarlegt hjartaáfall. Í desember 2002 sótti hann um líf- og sjúkdómatryggingu hjá AXA Sun Life International, sem stefndi miðlaði tryggingum fyrir. Tryggingin hafði ekki tekið gildi er stefnandi veiktist í febrúar 2003 og byggði áfrýjandi kröfu sína um skaðabætur á því að í háttsemi stefnda hefði falist saknæm vanræksla á stafsskyldum hans auk þess sem brotið hefði verið gegn góðum og gegnum venjum á starfssviðinu. Ekki þótti unnt að líta framhjá því að áfrýjandi var í senn sölumaður og kaupandi umræddrar tryggingar og að hann bjó yfir mikilli reynslu af sölu á slíkum tryggingum. Að þessu virtu þótti ekki sýnt að stefndi hefði sýnt af sér bótaskylda vanrækslu við meðferð umsóknar áfrýjanda eða brotið gegn góðum vátryggingarmiðlunarháttum og var hann því sýknaður af kröfum áfrýjanda.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 27. september 2006. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 8. nóvember 2006 og var áfrýjað öðru sinni 1. desember sama ár. Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 66.415 sterlingspund með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. nóvember 2005 til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. Eftir atvikum er rétt að hver aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 27. júní 2006 Mál þetta var þingfest 26. október 2005 og tekið til dóms 30. maí sl. Stefnandi er Björn Ófeigsson, Veghúsum 21, Reykjavík en stefndi er DDF Vátryggingamiðlun ehf., Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði og réttargæslustefndi er Markel (London) Limited, Englandi. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda GBP 66.415 auk dráttarvaxta skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. nóvember 2005 til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara að stefnukröfur verði verulega lækkaðar. Málskostnaðar er krafist í báðum tilvikum. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda og hann gerir ekki aðrar kröfur en málskostnaðarkröfu á hendur stefnanda. I. Af hálfu stefnanda var send bótakrafa til stefnda 14. nóvember 2003 sem stefndi hafnaði 16. sama mánaðar. Stefnandi og forsvarsmaður stefnda gáfu skýrslu fyrir dómi ásamt Ingólfi Vilhelmssyni sem áður er getið. Vitnið Torfi Karl Karlsson var framkvæmdastjóri stefnda í nokkra mánuði seinnihluta árs 2002 og sagði hann að óreiða og skipulagsleysi hafi ríkt hjá stefnda. Skrifstofustjórinn Fanný Sigurþórsdóttir sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að hún hafi byrjað að vinna hjá stefnda í september 2002 og starfað þar í um eitt ár. Hún sagðist hafa fengið umsóknir og samninga í hendur frá sölumönnum, yfirfarið þá og síðan skráð þá í tölvu. Að því búnu hafi hún sent samningana til viðkomandi trygginga­félags. Slík gögn hafi verið send út á föstudögum í viku hverri. Ef fyrirspurnir eða athugasemdir hafi komið til baka kvaðst hún ávallt hafa fundið út hver færi með málið og síðan sett athugasemdina í bakka viðkomandi sölumanns. Slíkt hafi verið algengt. Hún kvaðst stundum hafa rekið á eftir sölumönnum með tilskrifum í tölvupósti en ekki hafi verið föst regla á því. Þó hafi það oft komið fyrir að hún hafi þurft að reka á eftir sölumönnum. Helga Markúsdóttir, löggiltur vátryggingamiðlari, aðstoðaði stefnanda í samskiptum sínum við AXA Sun Life eftir að hann fékk hjartaáfallið. Hún sagði afgreiðslufrest á umsóknum um tryggingu mjög misjafnan. Það færi allt eftir gögnum og hverra gagna væri krafist. Hins vegar tæki það stuttan tíma ef allt væri frágengið er umsókn væri send. Stundum gæti umsókn tekið margar vikur ef eitthvað vantaði. Hún sagði að á þessum tíma er hér um ræðir hafi allir ógiftir karlar, 25 ára og eldri, undantekningarlaust þurft að svara svokölluðum lífstílsspurningalista. II. III. Í málinu verður ekki litið framhjá því að stefnandi var í senn sölumaður og kaupandi umræddrar tryggingar. Hann bjó yfir mikilli reynslu varðandi sölu vátrygginga frá AXA Sun Life og mátti vita að lífstílsspurningalistinn yrði að fylgja með umsókn hans í upphafi. Þá mátti hann einnig gera sér grein fyrir að umsóknarferlið væri stutt, aðeins nokkrir dagar, ef öll tilskilin gögn fylgdu með. Óeðlilegur dráttur var því kominn á umsókn hans í janúar sem honum bar að kanna sem reyndum sölumanni. Gunnar Aðalsteinsson, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Stefndi, DDF vátryggingamiðlun ehf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Björns Ófeigssonar, í málinu. Gjafsóknarkostnaður stefnanda 650.000 krónur greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 479/2007
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
Varnaraðilar kröfðust þess að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta „söluverð, endurgreiðsluverð íbúðarréttar” íbúðar nr. 601 að Fannaborg 8, Kópavogi. S taldi matsbeiðnina brjóta í bága við kröfur laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, um form og efni og ætti því að synja beiðninni. Ekki var talið að röng tilvísun varnaraðila til lagaraka ætti að leiða til þess að matsbeiðninni yrði hafnað enda höfðu þeir bætt úr þessum ágalla undir rekstri málsins. Þá var ekki fallist á þær röksemdir S að matsbeiðnin væri sett fram án sjáanlegra tengsla við málshöfðun. Var því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að skilyrðum 1. mgr. 77. gr. og 2. mgr. 78. gr. laga nr. 91/1991 væri fullnægt og að unnt væri að verða við beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. ágúst 2007, þar sem fallist var á beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns verði hafnað. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili, greiði varnaraðilum, Rögnvaldi Ólafssyni, Láru Ingibjörgu Ólafsdóttur, Fríði Ólafsdóttur, Sigrúnu Ólafsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur, samtals 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 477/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. september 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 6. nóvember 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Það athugast að samkvæmt gögnum málsins hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur varnaraðila vegna þeirra ætluðu brota sem rannsókn sóknaraðila beinist að og gerð er grein fyrir í úrskurði héraðsdóms. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 6. nóvember 2007 kl. 16. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að [ ], kt. [ ], óstaðsettur í hús, Hafnarfirði, með dvalarstað að [ ], Reykjavík, sæti gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hans, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 6. nóvember 2007, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglu kemur fram að kærði hafi verið handtekinn í nótt skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um innbrot í verslunina Takka ehf., Síðumúla 34, Reykjavík. Hafði kærði í fórum sínum þýfi úr innbrotinu. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til rannsóknar fjölmörg mál á hendur kærða og sé ljóst að hann hafi einbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brotastarfsemi hans. Frá því að kærði lauk afplánun 3. ágúst sl. séu til rannsóknar á hann fjöldi mála og muni þau líklega öll sæta ákærumeðferð á næstunni. Þá hafi kærði strokið úr afplánun í júní s.l. og séu þrjú mál til rannsóknar á hann frá þeim tíma: M. 007-2007-42876: Innbrot í heimili við [ ], Reykjavík þann 11. júní sl. Þaðan hafi verið stolið miklu magni af skartgripum, ávísanahefti, fartölvu, vegabréfum, 75.000 kr. í reiðufé, 200 dönskum kr., 200 pundum, og MP3 spilara. Kærði hafi neitað aðild að þessu innbroti, en tveir aðrir sakborningar í málinu hafi sagt kærða hafa verið með þeim umrætt sinn. Varsla fíkniefna miðvikudaginn 5. september sl. er lögregla hafði afskipti af kærða. Kærði hafi játað eign sína á efnunum og kvað það vera hass. Innbrot í verslunina Takka ehf., við Síðumúla 34, Reykjavík, aðfararnótt 11. september 2007. Hafi kærði verið handtekinn skömmu eftir innbrotið og hafi hann þá verið með þýfi á sér úr innbrotinu. Kærði hafi lokið afplánun 12 mánaða fangelsisrefsingar þann 3. ágúst sl. Kærði hafi strokið úr afplánun 9. júní sl. og hafi verið í stroki til 22. júní sl. Á þeim tíma séu þrjú mál skráð til rannsóknar á kærða, en rannsókn þeirra telst vera lokið. Þá séu til rannsóknar 11 mál á kærða frá því 5. ágúst sl. Kærði hafi langan brotaferil að baki og sé það mat lögreglu að hann hafi einbeittan brotavilja. Með vísan til framangreinds ferils kærða telji lögregla yfirgnæfandi líkur á því að kærði muni halda brotastarfsemi áfram fari hann frjáls ferða sinna og því nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans sæta dómsmeðferð. Samkvæmt því sem rakið er í greinargerð lögreglustjóra og ráða má af öðrum gögnum málsins hafa verið og eru til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 13 mál sem kærði er grunaður um að eiga aðild að. Er þar meðal annars um að ræða innbrot í íbúðarhúsnæði og bifreiðar, en brot þessi voru öll framin á tímabilinu 9. júní sl. til 22. júní sl., er kærði strauk úr afplánun 12 mánaða fangelsisrefsingar, og frá 5. ágúst sl. Liggur og fyrir að kærði hefur verið í neyslu fíkniefna og hefur meðal annars fjármagnað þá neyslu sína með brotastarfsemi. Með vísan til þess og framangreinds rökstuðning í greinargerð lögreglustjóra að öðru leyti verður fallist á með lögreglustjóra að verulega hætta sé á að kærði muni halda áfram brotastarfsemi sé hann frjáls ferða sinna. Er því krafan tekin til greina eins og hún er fram sett en ekki þykir ástæða til að marka henni skemmri tíma. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærði, [ ], skal sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hans, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 6. nóvember 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 408/2007
Kærumál Nauðungarsala Úthlutun söluverðs Ómerking úrskurðar héraðsdóms
Kærður var úrskurður héraðsdóms Suðurlands 11. júlí 2007, þar sem hafnað var kröfu Þ um að nánar tilgreindar breytingar yrðu gerðar á frumvarpi sýslumannsins á Selfossi til úthlutunar söluverðs fasteignarinnar Varmahlíð 2 í Hveragerði. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að úrlausn málsins verði ekki reist á þeim grunni sem greini í úrskurði héraðsdóms og forsendur héraðsdóms verði til þess að ekki sé í úrskurðinum fjallað efnislega um meginmálsástæðu Þ. Verði því að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar á ný.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. júlí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. ágúst og 11. september sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 11. júlí 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að nánar tilgreindar breytingar yrðu gerðar á frumvarpi sýslumannsins á Selfossi til úthlutunar söluverðs fasteignarinnar Varmahlíð 2 í Hveragerði. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og úrskurðar að nýju. Til vara krefst hann að úrskurðinum verði hrundið og framangreindu frumvarpi verði breytt þannig að hann fái úthlutað samkvæmt 3. tölulið þess eftirstöðvum söluverðs fasteignarinnar, samtals 1.123.864 krónum, og að úthlutun til varnaraðilanna Ástríðar Bjargar Bjarnadóttur Kaaber og Árna Emils Bjarnasonar samkvæmt skuldabréfi á 2. veðrétti eignarinnar verði breytt þannig að þau fái 5.981.065 krónur í sinn hlut. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur um annað en málskostnað. Til vara krefjast þeir að ákvörðun sýslumannsins á Selfossi „dags. 17. október 2006, um greiðslu til veðhafa samkvæmt skuldabréfi á 2. veðrétti fasteignarinnar Varmahlíð 2, Hveragerði, samkvæmt 2. tl. frumvarpsins, verði staðfest.“ Í báðum tilvikum krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar hafa ekki kært úrskurð héraðsdóms af sinni hálfu. Kemur varakrafa þeirra og krafa um málskostnað í héraði því ekki til meðferðar fyrir Hæstarétti. Í forsendum hins kærða úrskurðar kemur fram að héraðsdómari telur sóknaraðila hafa, einkum vegna ákvæða í 49. og 50. gr. laga nr. 90/1991, borið að lýsa kröfu sinni um úthlutun af söluverði hinnar seldu fasteignar áður en lokið var að bjóða í hana við framhaldssölu hennar. Er niðurstaða úrskurðarins á því reist að sóknaraðili hafi ekki lýst kröfu sinni fyrr en eftir að umrædd fasteign var seld á uppboði. Leiðir þetta til þess að kröfu hans um úthlutun á eftirstöðvum söluverðs eignarinnar sér til handa er hafnað en kröfu hans um breytingu á úthlutun samkvæmt 3. tölulið í frumvarpi sýslumanns vísað frá héraðsdómi. Ákvæði 50. gr. laga nr. 90/1991 varða þau atriði sem sýslumanni ber að taka tillit til þegar hann semur frumvarp að úthlutun söluandvirðis. Í 51. gr. laganna er fjallað um meðferð slíks frumvarps og hugsanleg mótmæli við því. Þar er í 2. mgr. gert ráð fyrir að krafa um greiðslu af söluandvirði kunni fyrst að koma fram eftir gerð frumvarps. Í máli þessu liggur fyrir að sóknaraðili gerði kröfu sína eftir gerð frumvarps en innan frests þess sem greinir í 1. mgr. 51. gr. laganna. Varð úrlausn málsins því ekki reist á þeim grunni sem greinir í úrskurði héraðsdóms. Forsendur héraðsdóms verða til þess að ekki er í úrskurðinum fjallað efnislega um meginmálsástæðu sóknaraðila, að hann hafi við nauðungarsöluna verið eigandi hinnar seldu fasteignarinnar, eftir að hafa keypt hana af varnaraðila E. Sigurjónssyni lögmannsstofu ehf. Felur þetta í sér þess háttar annmarka á meðferð málsins í héraði að óhjákvæmilegt er að ómerkja hana frá og með munnlegum flutningi málsins og vísa málinu heim til löglegrar meðferðar og úrskurðar að nýju. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð:
Mál nr. 470/2007
Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Farbann
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 15. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Hins vegar þótti fullnægt skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 110. gr. sömu laga og honum gert að sæta farbanni.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. september 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 1. október 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að úrskurðinum verði breytt á þá leið að hann verði úrskurðaður í farbann. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili er 18 ára gamall Litháískur ríkisborgari. Hann var handtekinn vegna framsalskröfu stjórnvalda í Litháen. Hún er gerð á grundvelli gruns um að hann hafi í félagi við aðra framið fimm brot í borginni Raseiniai í júlí til október 2006. Varða brotin við ákvæði um þjófnað í þarlendum hegningarlögum. Heildarandvirði þýfisins er talið nema um 230.000 krónum. Samkvæmt framsalsbeiðni virðist varnaraðili hafa farið úr landi í Litháen þrátt fyrir að hafa gefið skriflega yfirlýsingu um að það myndi hann ekki gera, en ekki verður séð að hann hafi rofið farbann. Var hann með vegabréf sitt meðferðis við handtöku. Ekki verður fallist á að hætta sé á því að varnaraðili geti haft áhrif á rannsókn málsins eða ógnað rannsóknarhagsmunum. Hann hefur ekki hlotið refsingu í Litháen og ekki liggur fyrir að hann hafi verið sakaður um refsiverða háttsemi hér á landi. Þegar virt eru þau brot sem varnaraðili er sakaður um og framsalskrafa byggir á þykir ekki nægjanlega fram komið að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 séu uppfyllt. Hins vegar þykir fullnægt skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 110. gr. sömu laga fyrir að varnaraðila verði bönnuð brottför af landinu á meðan framsalskrafan er til meðferðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðila, X, er bönnuð brottför frá Íslandi allt til mánudagsins 1. október 2007, kl. 16. Ríkislögreglustjóri hefur lagt fram kröfu um að kærða, X, f.d. [...] 1988, ríkisborgara Litháen, verði með úrskurði gjört að sæta gæsluvarðhaldi til 1. október 2007 kl. 16:00. Vísað er til 15. og 19. gr. laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13, 1984 og til a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991. Í greinargerð ríkislögreglustjóra kemur fram að hinn 26. ágúst 2007 hafi alþjóðadeild ríkislögreglustjóra borist beiðni frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um að afla upplýsinga um ökuréttindi tveggja Litháa, þar á meðal ökuréttinda X, þar sem einstaklingarnir höfðu verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Fyrirspurn hafi verið send á Interpol Vilnius sama dag. Samdægurs hafi borist svar frá Interpol Vilnius og komið m.a. fram að X væri eftirlýstur í Litháen fyrir afbrot og fylgdi ljósmynd af X. Hinn 27. ágúst 2007 kom skeyti frá Interpol Litháen þar sem fram komi að óskað verði framsals á X til Litháen og jafnframt hafi verið óskað upplýsinga um dvalarstað hans hér á landi og upplýsinga um það hvort hann væri í haldi lögreglunnar. Hafi Interpol Vilnius upplýst um dvalarstað hans og tjáð að hann væri ekki í haldi lögreglunnar. Hinn 6. september 2007 hafi ríkislögreglustjóra borist, í gegnum samskiptakerfi Interpol, afrit af formlegri framsalsbeiðni litháískra yfirvalda vegna X, útgefin af ríkissaksóknara Litháen ásamt handtökuskipun dómara í Raseiniai, Litháen, dagsettri 27. ágúst sl. og afriti af viðeigandi ákvæðum litháískra hegningarlaga. Beiðnin hafi verið stíluð á dóms- og kirkjumálaráðuneytið og dagsett 6. september 2007. Ríkislögreglustjórinn tilkynnti dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þegar um framsalsbeiðnina. Samkvæmt framsalsbeiðninni sé kærða gefið að sök að hafa á tímabilinu júlí 2006- október 2006, ásamt öðrum einstaklingum brotist inn í húsnæði fimm sinnum og stolið þaðan munum, svo sem nánar er lýst í meðfylgjandi skjölum. Litháísk yfirvöld fara fram á það við íslensk yfirvöld að kærði verði þegar handtekinn, úrskurðaður í gæsluvarðhald og framseldur til Litháen. Í framsalsbeiðni litháískra yfirvalda er tekið fram að kærði hafi verið eftirlýstur af litháískum yfirvöldum hinn 7. mars 2007, eftir að hafa rofið skilyrði farbanns. Í meðfylgjandi handtökuskipun litháískra yfirvalda segir að vægari úrræði en gæsluvarðhald dugi ekki þar sem hinn kærði hafi þegar rofið farbann og sé líklegur til að koma sér undan saksókn, torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á þolendur og vitni eða afmá eða leyna sönnunargögnum. Afstaða kærða til framsals liggur ekki fyrir en leitað verður eftir afstöðu hans fyrir dómi. Til að tryggja nærveru kærða meðan framsalsmálið er til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum og með hliðsjón af því að hinn kærði hafi þegar rofið farbann, sé þess krafist að kærði verði úrskurðaður í gæsluvarðhald með vísan til 15. og 19. gr. laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13, 1984 og a.- og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 13/1984, um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum má beita þeim þvingunarúrræðum sem lög um meðferð opinberra mála heimila við rannsókn sambærilegra sakamála og við ákvörðun þess hvort skilyrði séu til beitingar þeirra megi leggja til grundvallar dómsákvarðanir þær sem framsalsbeiðni fylgja án frekari rannsóknar um sönnun sakar. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. sömu laga má beita þvingunaraðferðum uns úr því verður skorið hvort framsal skuli fara fram. Eins og að framan greinir hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytinu borist framsalsbeiðni litháískra yfirvalda um að kærði verði framseldur til Litháen vegna þjófnaðarbrota sem hann hefur framið þar í landi, en ekki hefur verið úr því skorið hvort framsal skuli fara fram. Mun kærði hafa rofið farbann er hann fór frá Litháen. Samkvæmt framansögðu og með tilliti til rannsóknarhagsmuna er fallist á að skilyrðum a og b liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sé fullnægt og verður kærða því gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og krafist er og nánar greinir í úrskurðarorði. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærði, X, f.d. [...] 1988, ríkisborgari Litháen, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 1. október 2007 kl. 16:00.
Mál nr. 317/2007
Kærumál Nauðungarsala
Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 24. janúar 2007 um að synja nauðungarsölu á 77,78% hlutafjáreign J í Hótel Valhöll ehf.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2007, þar sem felld var úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 24. janúar 2007 um að synja nauðungarsölu á 77,78% hlutafjáreign sóknaraðila í Hótel Valhöll ehf. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að framangreind ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík verði staðfest. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Beiðni varnaraðila um fjárnám hjá sóknaraðila var tekin fyrir hjá sýslumanninum í Reykjavík 14. september 2006. Lögmaður sóknaraðila mætti þá fyrir hans hönd. Af endurriti gerðarinnar verður ráðið að lögmaðurinn hafi ekki nýtt sér heimild samkvæmt 1. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til að benda á eignir til fjárnáms. Fjárnám var gert í 77,78% hlutafjár í Hótel Valhöll ehf. eftir ábendingu varnaraðila. Af hálfu sóknaraðila var tekið fram að hann hefði afsalað til annarra hluta af þessari hlutafjáreign sinni, en nánar var ekki frá þessu greint. Endurrit fjárnámsgerðarinnar sem lá til grundvallar beiðni varnaraðila um nauðungarsölu á hlutabréfunum bar með sér þau atriði sem að framan greinir. Svo sem lýst er í hinum kærða úrskurði lagði sóknaraðili við fyrirtöku á nauðungarsölubeiðni varnaraðila hjá sýslumanni 11. janúar 2007 fram ljósrit gjafabréfs dagsett 15. maí 2006, þar sem sóknaraðili og eiginkona hans eru sögð afhenda tveimur nafngreindum börnum sínum 30,056% hvoru af hlutafjáreign sinni í fyrrnefndu einkahlutafélagi. Með þessu voru ekki leiddar fullnægjandi sönnur að því að sóknaraðili hafi ekki verið eigandi umræddra hlutabréfa er fjárnámið var gert, enda lágu engar upplýsingar fyrir um að aðilaskipti að bréfunum hafi farið fram með þeim hætti sem lög og samþykktir félagsins áskilja. Sýslumanni var því ekki rétt að hafna kröfu um nauðungarsölu á þeim grunni. Verður ákvörðun hans 24. janúar 2007 því felld úr gildi. Þar sem fram eru komnar upplýsingar um að umrædd hlutabréf kunni að hafa verið framseld nafngreindum einstaklingum er sýslumanni rétt við framhaldsmeðferð málsins að gæta að því hvort efni séu til að tilkynna þeim um nauðungarsöluna og gefa þeim þannig kost á að láta hana til sín taka. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði fellur niður. Sóknaraðili, Jón Ó. Ragnarsson, greiði varnaraðila, Hótel Valhöll ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 456/2007
Kærumál Réttarsátt Fjárnám
Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu S, um að fellt yrði úr gildi fjárnám sem sýslumaðurinn í Stykkishólmi gerði hjá S 4. maí 2007 í eignarhluta hans í fasteigninni Hellu í Snæfellsbæ.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Hjördís Hákonardóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. ágúst 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 15. ágúst 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fellt yrði úr gildi fjárnám sem sýslumaðurinn í Stykkishólmi gerði hjá sóknaraðila 4. maí 2007 í eignarhluta hans í fasteigninni Hellu í Snæfellsbæ að kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að framangreint fjárnám verði fellt úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað, en rétt er að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu í héraði. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði fellur niður. Sóknaraðili, Svanur K. Kristófersson, greiði varnaraðila, Sparisjóði Húnaþings og Stranda, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 463/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. september 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 11. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu þess efnis að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X kt. [...], verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 11. október nk. kl. 16. Í greinargerð kemur fram að þann 26. júní sl. hafi ákærði verið úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi til 7. ágúst sl. á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R-310/2007, sem staðfestur hafi verið með dómi Hæstaréttar Íslands nr. 346/2007. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R-388/2007 hafi gæsluvarðhaldinu verið framlengt til dagsins í dag kl. 16. Með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 7. ágúst sl. hafi verið höfðað opinbert mál á hendur ákærða. Í ákæruskjali sé honum gefið að sök fjórtán brot, ellefu auðgunarbrot, tvö fíkniefnalagabrot og eitt umferðarlagabrot. Flest þessara brota séu framin eftir að ákærði lauk afplánun 2. maí sl., þar á meðal séu mörg innbrot inn á heimili fólks og í fyrirtæki. Málið hafi verið þingfest 21. ágúst sl. og muni aðalmeðferð þess fara fram 20. september nk. Í greinargerð lögreglustjórans kemur fram það mat að ákærði sé vanaafbrotamaður í skilningi 72. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en hann hafi hlotið síðast sex mánaða fangelsisdóm 12. júlí sl. sbr, dóm Héraðsdóms Reykjaness nr. 64/2007, en sá dómur sé ekki fullnustuhæfur. Kemur fram í greinargerðinni að við rannsókn mála ákærða hafi komið í ljós að ákærði hafi verið í óreglu og án atvinnu. Brotaferill hans hafi verið samfelldur og sé það mat lögreglustjóra að hann muni halda áfram afbrotum verði hann látinn laus. Nauðsynlegt sé því að ákærði sæti áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gangi í máli hans. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c.-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Samkvæmt ákæru á hendur ákærða sem þingfest hefur verið, er honum gefið að sök að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum í samtals 14 skipti í desember sl. og janúar, maí og júní á þessu ári. Síðustu brotin samkvæmt ákærunni voru framin 23. – 26. júní sl. en ákærði var úrskurðaður í gæsluvarhald 26. júní 2007 og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá þeim tíma þar til nú. Með vísan til þessa og þess sem fram kemur í greinargerð lögreglustjóra er fallist á það mat hans að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum gangi hann laus. Þykja því skilyrði c liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 vera uppfyllt. Ákæra hefur verið gefin út og málið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð hinn 20. september n.k. Að þessu virtu verður fallist á kröfu lögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ákærði, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 11. október n.k. kl. 16,00.
Mál nr. 452/2007
Kærumál Kröfugerð Opinber skipti
S krafðist þess að við opinber skipti til fjárslita milli aðila yrði viðurkennt að öll fullgerð málverk máluð af A sem voru á heimili málsaðila eða í láni, teldust séreign hennar samkvæmt kaupmála 16. september 2004. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að vísa málinu frá dómi þar sem kröfugerð S uppfyllti ekki skilyrði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júlí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. ágúst sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. júlí 2007, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili reisir kröfu sína í stuttu máli á að aðilar séu bundnir af því hvernig skiptastjóri lagði ágreiningsmál þeirra fyrir héraðsdóm. Varnaraðili hafi ekki haft uppi andmæli gegn því að málinu yrði vísað til héraðsdóms og af þeim sökum hafi hann samþykkt með bindandi hætti að leggja málið fyrir dómara eins og gert var, sbr. 45. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Hafi hann því ekki getað haft uppi kröfu um frávísun fyrir héraðsdómi. Þá byggir sóknaraðili jafnframt á að heimilt sé samkvæmt lögum að setja dómkröfuna fram með þeim hætti sem gert var, sbr. d. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og 2. mgr. 25. gr. sömu laga. Málsástæðum og lagarökum aðila er að öðru leyti gerð nægjanleg skil í úrskurði héraðsdóms. Samkvæmt 112. gr. laga nr. 20/1991 hefur skiptastjóri heimild til að beina ágreiningi sem rís milli aðila við opinber skipti til héraðsdóms, sbr. 122. gr. sömu laga. Slíkur ágreiningur verður ekki lagður fyrir dómstóla á annan hátt. Kröfugerð aðila í málum sem lögð eru fyrir dómstóla á grundvelli framangreindrar heimildar verður eigi að síður að uppfylla reglu d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 130. gr. og 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991 og breytir ætlað samþykki varnaraðila um framsetningu kröfugerðar engu í því sambandi. Að þessu gættu verður hinn kærði úrskurður staðfestur um annað en málskostnað með vísan til forsendna hans. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili greiði varnaraðila samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. júlí 2007. Mál þetta var þingfest 20. febrúar 2007 og tekið til úrskurðar um frávísunarkröfu varnaraðila 28. júní sl. Sóknaraðili er Sigríður Guðlaugsdóttir, Miðvangi 15, Hafnarfirði en varnaraðili er Egill Eðvarðsson, Löngulínu 7, Garðabæ. Sóknaraðili gerir þær dómkröfur að við opinber skipti til fjárslita milli aðila verði viðurkennt að öll fullgerð málverk máluð af varnaraðila sem voru á heimili málsaðila eða í láni, teljist séreign sóknaraðila samkvæmt kaupmála aðila frá 16. september 2004. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar. Varnaraðili krefst aðallega frávísunar málsins en til vara að kröfum sóknaraðila verði hafnað. I. Málavextir eru í stuttu máli þeir að aðilar gengu í hjónaband 14. maí 1999. Þau eignuðust í hjónabandi sínu tvíbura 17. nóvember 2000. Aðilar gerðu með sér kaupmála 16. september 2004 þar sem segir að allt innbú að Bjarmalandi 6, skuli vera séreign sóknaraðila. Í kaupmálanum er tekið fram að málverk skuli vera séreign sóknaraðila. Kaupmálinn var skrásettur í kaupmálabók sýslumannsins í Reykjavík lögum samkvæmt. Málsaðilar slitu samvistum 1. mars 2005. Reis þá ágreiningur um innbússkiptin og þá sérstaklega um málverk sem varnaraðili hafði málað og héngu á heimili þeirra meðan á hjúskapnum stóð. Sum þessara málverka voru um stundarsakir í láni hjá ýmsum aðilum og fyrirtækjum. Jafnframt reis ágreiningur með aðilum um tilbúin málverk, sem máluð höfðu verið af varnaraðila, en höfðu ýmist verið geymd í fataherbergi á heimili aðila eða á vinnustofu varnaraðila á heimilinu. Varnaraðili styður frávísunarkröfu sína þeim rökum að kröfur sóknaraðila að þessu leyti hafi alltaf verið mjög á reiki frá upphafi. Kröfugerð sóknaraðila sé þannig sett fram að hún sé andstæð meginreglu réttarfars um skýran málatilbúnað og sé vanreifuð. Hún sé ekki nægilega ákveðin og glögg, sbr. d lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þegar krafa um viðurkenningu á tilteknum réttindum sé sett fram beri að skilgreina nákvæmlega í kröfugerð hver þessi réttindi séu. Sú leiðbeiningaregla hafi verið sett fram að kröfugerð þurfi að haga þannig að dómstóll geti formsins vegna tekið hana til greina og gert hana að niðurstöðu sinni. Dómsúrlausn þurfi að vera það ákveðin að hún leiði ein og sér til málaloka um sakarefnið. Með öllu sé óvíst hvaða hugverk varnaraðila það séu sem sóknaraðili telji sig eiga eignarétt á. Dómstólar verði ekki krafðir svara við svokölluðum lögspurningum, það er álitaefnum um tilvist eða skýringu réttarreglna, sem tengist ekki úrlausn um ákveðna kröfu samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 24. gr. sömu laga. Þess vegna beri að vísa málinu frá dómi. II. Í kaupmála aðila er kveðið á um að allt innbú að Bjarmalandi 6 skuli vera séreign sóknaraðila. Er innbúið talið upp og segir meðal annars að málverk og allir aðrir lausamunir falli undir kaupmálann. Í málinu er deilt um hvaða málverk hafi verið á heimili málsaðila og hefur krafa sóknaraðila tekið einhverjum breytingum undir rekstri málsins hjá skiptastjóra hvað þetta áhrærir. Krafa sóknaraðila í málinu er að viðurkennt verði við fjárslit aðila að öll fullgerð málverk, máluð af varnaraðila, sem voru á heimili aðila eða í láni, teljist séreign sóknaraðila samkvæmt kaupmálanum. Þessi krafa er ekki dómtæk þar sem hin umdeildu málverk eru ekki sérgreind. Krafa sóknaraðila er því óskýr og óákveðin að þessu leyti og í andstöðu við meginreglu réttarfarsins um skýran málatilbúnað. Nauðsynlegt er að skilgreina nákvæmlega í kröfugerð þau réttindi sem krafist er viðurkenningar á. Af þessum sökum verður fallist á frávísunarkröfu varnaraðila samkvæmt d lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðili úrskurðaður til að greiða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 350.000 krónur að viðbættum virðisaukaskatti að fjárhæð 85.750 eða samtals 435.750 krónur. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. ÚRSKURÐARORÐ: Máli þessu er vísað frá dómi. Sóknaraðili, Sigríður Guðlaugsdóttir, greiði varnaraðila, Agli Eðvarðssyni, 435.750 krónur í málskostnað.
Mál nr. 357/2007
Kærumál Kæra Frávísun frá Hæstarétti að hluta Málskostnaður
Dánarbú M kærði til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi um nánar tilgreind atriði við opinber skipti til fjárslita vegna hjónaskilnaðar K og M. Dánarbúið gætti þess í engu að greina í kæru þær ástæður sem hún var reist á. Úr þeim annmarka var ekki bætt þótt málsástæðum búsins hefðu verið gerð skil í greinargerð fyrir Hæstarétti enda hafði K þá þegar lokið málflutningi af sinni hendi innan frests samkvæmt 1. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991. Var því ekki hjá því komist að vísa málinu frá Hæstarétti að því er varðaði málskot dánarbúsins. Þá var dánarbúinu gert að greiða K málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 26. júní 2007, þar sem leyst var úr ágreiningi um nánar tilgreind atriði við opinber skipti til fjárslita vegna hjónaskilnaðar varnaraðila og M. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að „hinum kærða úrskurði verði hrundið, dómkröfur hans í héraði verði teknar til greina og loks að sóknaraðila verði tildæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi varnaraðila að mati réttarins.“ Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 5. júlí 2007. Hún krefst þess að málinu verði vísað frá Hæstarétti að því er varðar kæru sóknaraðila, en að öðru leyti verði hinn kærði úrskurður staðfestur um annað en málskostnað, sem hún krefst í héraði ásamt kærumálskostnaði. Í kæru sóknaraðila, sem barst héraðsdómi 27. júní 2007, var vísað til þess að hún varði tiltekið dómsmál hans og varnaraðila. Að öðru leyti var meginmál þessa skjals svohljóðandi: „Hér með er kærður til Hæstaréttar Íslands úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í ofangreindu máli frá 26. júní sl. Fyrir Hæstarétti verður gerð sú krafa að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfur sóknaraðila í héraði teknar til greina. Sérstök greinargerð verður send til Hæstaréttar vegna málsins þar sem nánari grein verður gerð fyrir kröfum og málsástæðum sóknaraðila. Kærugjald hefur verið greitt, sbr. meðfylgjandi kvittun.“ Samkvæmt c. lið 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991, sem gildir um meðferð þessa máls, sbr. 2. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991, skal í kæru meðal annars greina ástæður, sem hún er reist á. Þessa gætti sóknaraðili í engu. Úr þeim annmarka var ekki bætt þótt málsástæðum hans hafi verið gerð skil í greinargerð fyrir Hæstarétti frá 17. júlí 2007, enda hafði varnaraðili þá þegar lokið málflutningi af sinni hendi innan frests samkvæmt 1. mgr. 149. gr. laga nr. 91/1991. Verður því ekki komist hjá að vísa málinu frá Hæstarétti að því er varðar málskot sóknaraðila. Eins og áður greinir kærði varnaraðili úrskurð héraðsdómara til endurskoðunar á niðurstöðu hans um málskostnað, en krefst að öðru leyti að úrskurðurinn verði staðfestur. Með vísan til 1. mgr. og 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði, sem ákveðinn er í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði, en að öðru leyti stendur hinn kærði úrskurður óraskaður. Dómsorð: Málinu er vísað frá Hæstarétti að því er varðar kæru sóknaraðila, dánarbús M. Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili greiði varnaraðila, K, samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Mál nr. 414/2007
Kærumál Þinglýsing
S og K kröfðust þess að stefna í máli þeirra gegn Þ yrði þinglýst á fasteignina V í Kópavogi. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, var talið að eins og málið lægi fyrir hefðu S og K ekki sýnt nægilega fram á að uppfyllt væri skilyrði 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 fyrir þinglýsingu stefnu. Var kröfunni því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. ágúst sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. júlí 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að þeim yrði heimilað að þinglýsa á fasteignina Vatnsenda í Kópavogi stefnu í máli sínu á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðilar krefjast þess að þeim verði heimilað að þinglýsa stefnu þessari. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Sigurður Kristján Hjaltested og Karl Lárus Hjaltested, greiði í sameiningu varnaraðila, Þorsteini Hjaltested, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 432/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
Ekki var fallist á X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála þar sem skilyrði stafliðarins þótti ekki fullnægt.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. ágúst 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. ágúst 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 4. september 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 29. júní 2007, fyrst á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, en frá 6. júlí á grundvelli c. liðar sömu málsgreinar, sbr. dóm Hæstaréttar 11. júlí 2007 í máli nr. 365/2007. Tilefni gæsluvarðhalds samkvæmt framangreindum dómi var grunur um aðild varnaraðila að fjölmörgum auðgunarbrotum, sem flest voru framin í maí og júní. Ákæra var gefin út á hendur honum ásamt þremur öðrum sakborningum 7. ágúst 2007 fyrir ýmis brot framin á þessu ári. Þar er honum, ýmist einum eða með öðrum sakborningum, gefin að sök tilraun til þjófnaðar 5. febrúar, hilming 24. maí, þjófnaður í tveimur sumarbústöðum 23. til 25. júní, hilming 26. júní og tilraun til þjófnaðar 28. júní. Tekur ákæran á hendur varnaraðila til mun færri brota en lágu til grundvallar áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Þegar litið er til þeirra brota sem hann ákærður fyrir að hafa framið í maí og júní verður ekki talið nægilega fram komið að fullnægt sé skilyrði c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um að ætla megi að hann muni halda áfram brotum á meðan máli hans er ólokið. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu þess efnis að kærði, X, [kt.], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, uns dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 4. september nk. kl. 16:00. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, 16. apríl 2006, hlaut kærði sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þann 29. júní sl. var kærði úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sbr. úrskurð Hérðasdóms Reykjavíkur nr. R-320/2007. Með úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur 6. júlí sl. í máli nr. R-339/2007 var gæsluvarðhaldið framlengt til föstudagsins 17. ágúst kl. 16.00 og þá með vísan til c. liðar 1. mgr. 103. gr. sömu laga. Með dómi Hæstaréttar Íslands nr. 365/2007 frá 11. júlí sl. var úrskurður hérðasdóms staðfestur. Þann 7. ágúst sl. höfðaði lögreglustjórinn áhöfðuborgarsvæðinu opinbert mál á hendur kærða með útgáfu ákæru. Í ákæruskjali er honum gefið að sök tvö þjófnaðarbrot tvær tilraunir til þjófnaðar og tvö hilmingarbrot, en brot þessi eru framin í félagi. Flest brotanna eru framin á stuttum tíma eða í lok júnímánaðar. Um er að ræða innbrot inn í sumarhúsnæði og íbúðarhúsnæði fólks, auk þess að hafa tekið við og varlsað þýfi úr innbrotum. Í kröfugerð lögreglustjórans segir að ljóst sé að kærði eigi nú yfir höfði sér fangelsisrefsingu og að við rannsókn mála hans hafi komið í ljós að hann sé fíkniefnaneytandi og fjármagni neyslu sína með afbrotum. Framangreint mál kærða verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. ágúst nk. Á grundvelli gagna málsins er fallist á það mat lögreglustjóra að veruleg hætta sé á að kærði muni halda áfram brotastarfsemi verði hann frjáls ferða sinna. Með tilvísun í c-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 er fallist á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 4. september nk. kl. 16.
Mál nr. 433/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að S skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. ágúst 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. ágúst 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 13. september 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Skilja verður kæru varnaraðila þannig að hann krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili mun hafa áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2007. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ríkissaksóknari hefur krafist þess Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, [kt.], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti samkvæmt 1. mgr. 151. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála stendur vegna dóms í máli nr. S-1013/2007, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 14. september næstkomandi klukkan 16. Dómfelldi var úrskurðaður til að sæta áfram gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní síðastliðinn á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga um opinberra mála nr. 19/1991. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisrefsingar, meðal annars fyrir rán. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum í dag, var dómfelldi dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi, meðal annars fyrir meiri háttar líkamsárás og tilraun til ráns. Dómfelldi lýsti því yfir eftir uppkvaðningu dómsins að hann tæki sér lögboðinn 4 vikna frest til að taka ákvörðun um hvort hann myndi óska eftir að dóminum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald er studd þeim rökum að hætta sé á að dómfelldi haldi áfram brotastarfsemi meðan á áfrýjunarfresti stendur. Áfrýjunarfrestur vegna dóms þess, sem kveðinn var upp í dag, rennur út 13. september nk. Þrátt fyrir ungan aldur verður að telja að dómfelli sé síbrotamaður. Samkvæmt því og með vísan til c. liðar 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. nr. 19/1991 ber að taka kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Helgi I. Jónsson dómstjóri kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Gæsluvarðhald yfir dómfellda, X, skal haldast til fimmtudagsins 13. september 2007 kl. 16.
Mál nr. 428/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. ágúst 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. ágúst 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 7. september 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili hefur viðurkennt öll þau brot sem honum hafa verið gefin að sök í ákæru 7. ágúst 2007 að einu undanskildu. Brotaferill hans frá mars 2007 er samfelldur. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að X verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 7. september nk. kl. 16.00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júlí sl. í máli nr. R-335/2007 hafi ákærða verið gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til dagsins í dag kl. 16. Þann 7. ágúst sl. hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu höfðað opinbert mál á hendur ákærða með útgáfu ákæru. Í ákæruskjali sé honum gefið að sök fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot, auk umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Brotaferill hans sé samfelldur frá því í október 2006 og í mörgum tilvikum sé um að ræða innbrot inn á heimili fólks og í fyrirtæki. Ákærði hafi viðurkennt flest brotanna og því ljóst að hann á nú yfir höfði sér fangelsisrefsingu. Við rannsókn mála hans hafi komið í ljós að hann sé fíkniefnaneytandi og fjármagni neyslu sína með afbrotum. Mál hans verði þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. ágúst nk. Með vísan til framangreinds sé það mat lögreglustjóra að veruleg hætta sé á að ákærði muni halda áfram brotastarfsemi verði hann frjáls ferða sinna. Sé þess því krafist, með skírskotun til c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að krafan nái fram að ganga eins og hún sé fram sett. Með vísan til framgreinds rökstuðnings verður fallist á að veruleg hætta sé á að ákærði muni halda áfram brotastarfsemi sé hann frjáls ferða sinna. Er krafan því tekin til greina á grundvelli c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, með þeim hætti sem kemur fram í úrskurðarorði. Úrskurðinn kveður upp Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari. Ú r s k u r ð a r o r ð: Ákærði, X skal sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 7. september nk. kl. 16.00.
Mál nr. 421/2007
Kærumál Farbann
Úrskurður héraðsdóms um að X væri áfram bönnuð för úr landi á grundvelli 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. ágúst 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. ágúst 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð brottför af Íslandi allt til miðvikudagsins 10. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að setja tryggingu fyrir nærveru sinni í stað farbanns. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með dómi Hæstaréttar 13. júní 2007 í máli nr. 314/2007 var fallist á að skilyrði 110. gr. laga nr. 19/1991 væru fyrir hendi til að banna varnaraðila för úr landi. Eins og þar var rakið teygir rannsókn máls þessa anga sína víða og eru fleiri menn grunaðir um aðild að því, en flestir þeirra eru búsettir erlendis. Ráða má af fyrirliggjandi gögnum að svör hafi aðeins borist við einni af fimm réttarbeiðnum til erlendra stjórnvalda frá því að framangreindur dómur féll og að verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. Fallist er á með sóknaraðila að áfram sé þörf á því að tryggja nærveru varnaraðila hér á landi í þágu rannsóknar málsins, en eins og mál þetta liggur fyrir eru ekki efni til að fallast á varakröfu varnaraðila. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 422/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. ágúst 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. ágúst 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan mál hans eru til meðferðar fyrir Hæstarétti, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 31. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 344/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
Krafan er reist á ákvæðum c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Fyrir dóminum mótmælti ákærði kröfu lögreglustjórans um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 27. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengi í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 11. júlí 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 2. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991 skal dómur kveðinn upp í opinberu máli svo fljótt sem unnt er og að jafnaði ekki síðar en þremur vikum eftir dómtöku. Mál sóknaraðila á hendur varnaraðila var dómtekið í héraði 23. maí 2007 og eru því liðnar tæpar sex vikur án þess að dómur hafi verið kveðinn upp í málinu. Sérstaklega rík skylda er til að hraða málsmeðferð þegar ákærði sætir gæsluvarðhaldi. Með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum er háttað verður varnaraðila ekki gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan mál hans er enn ódæmt. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
Mál nr. 345/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
Krafan er reist á ákvæðum c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Fyrir dóminum mótmælti ákærði kröfu lögreglustjórans um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 27. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengi í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 11. júlí 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 2. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991 skal dómur kveðinn upp í opinberu máli svo fljótt sem unnt er og að jafnaði ekki síðar en þremur vikum eftir dómtöku. Mál sóknaraðila á hendur varnaraðila var dómtekið í héraði 23. maí 2007 og eru því liðnar tæpar sex vikur án þess að dómur hafi verið kveðinn upp í málinu. Sérstaklega rík skylda er til að hraða málsmeðferð þegar ákærði sætir gæsluvarðhaldi. Með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum er háttað verður varnaraðila ekki gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan mál hans er enn ódæmt. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
Mál nr. 328/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Sératkvæði
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengi í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 1. ágúst 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ár 2007, miðvikudaginn 20. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Eggerti Óskarssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að X [kennitala] [heimilisfang] verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 29. ágúst 2007, kl. 16.00. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að málið hafi borist ríkissaksóknara þann 23. maí 2007. Niðurstaða geðheildbrigðisrannsóknar á ofangreindum X var kynnt embættinu þann 31. maí s.á. og með ákæru dagsettri sama dag höfðaði ríkissaksóknari opinbert mál á hendur X fyrir nauðgun. Er brot ákærða talið varða við 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Mál ákærða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. júní sl. Ákærði neitaði sök. Aðalmeðferð fer fram í dag, 20. júní 2007. Ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 19. mars sl., fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna skv. a. Lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, en frá 28. mars sl. á grundvelli almannahagsmuna skv. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sem framlengt var með dómi Hæstaréttar þann 11. maí sl. til dagsins í dag. Með vísan til rannsóknargagna liggur kærði undir sterkum grun um að hafa framið brot það sem tilgreint er í ákæru, en það getur varðað allt að 16 ára fangelsisrefsingu. Virðist sem tilviljun ein hafi ráðið því hver hafi orðið fyrir brotinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnis og þess að ríkis almannahagsmunir standa til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á er þess krafist að ákærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir Héraðsdómi, sbr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Vísast að öðru leyti til fyrri úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur og dóma Hæstaréttar um gæsluvarðhald ákærða. Ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 19. mars sl. fyrst vegna rannsóknarhagsmuna skv. a lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 en frá 28. mars sl. á grundvelli almannahagsmuna skv. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Ákæra í málinu var gefin út 31. maí sl. og aðalmeðferð málsins stendur nú yfir fyrir dómi. Brot það sem að ákærða er gefið að sök varðar allt að 16 ára fangelsi skv. 194. gr. almennra hengningarlaga nr. 19/1940. Mál ákærða sætir nú dómsmeðferð og þess að vænta að dómur verði kveðinn upp fljótlega. Með hliðsjón af alvarleika brotsins er nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna að ákærði sæti gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans. Er því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um gæsluvarðhald ákærða. Er því fallist á kröfu ríkissaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald hans en eftir atvikum þykir rétt að það standi ekki lengur en til miðvikudagsins 1. ágúst 2007, kl. 16.00. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ákærði, X [kennitala] [heimilisfang] skal sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 1. ágúst 2007, kl. 16.00.
Mál nr. 322/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengi í máli hans, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 27. júní 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 321/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða 13. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengi í máli hans, þó ekki lengur en til þriðjudagsins 3. júlí 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fram er komið að varnaraðili fór á neðri hæð húss síns og kom aftur upp á aðra hæð þess með hlaðna byssu. Elti hann eiginkonu sína og fór skot úr byssunni í konuna þegar hún var á leið undan varnaraðila út úr húsinu. Er fallist á með héraðsdómara að fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi varnaraðila. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 3. júlí 2007 kl. 16.
Mál nr. 303/2007
Kærumál Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
S stefndi F hf. til greiðslu nánar tilgreindrar fjárhæðar en krafan var á því reist að skilyrði væru til að breyta umsömdu verði á hlut S í Í ehf. Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi þar sem talið var að annmarkar væru á stefnunni og að aðrir aðilar að samningi um verð á hlutum í Í ehf. hefðu átt að eiga aðild að því, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki var á það fallist slíkir annmarkar væru á stefnunni að það varðaði frávísun málsins. Þá var til þess vísað að krafa S væri einungis til hækkunar á umsömdu verði á hlut hans í Í ehf., en þau réttindi hefði hann ekki átt óskipt með öðrum hluthöfum. Yrði því ekki fallist á að samaðildar væri þörf til sóknar í málinu. Samkvæmt þessu var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Hrafn Bragason. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. maí 2007, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Af gögnum málsins verður ráðið að sóknaraðili var eigandi að 2,35% hlut í Ísland Express ehf. þegar hann, ásamt tíu öðrum hluthöfum í félaginu, rituðu 16. september 2005 undir samning við Iceland Express Investment S.A. Í samningnum var komist að samkomulagi um verð fyrir hlut hvers og eins fyrrgreindra hluthafa, en Iceland Express Investment S.A. var þá orðinn eigandi að meira en 90% hlutfjár í Ísland Express ehf. og hafði tilkynnt um innlausn á hlutum annarra hluthafa. Tók verðlagning hlutanna mið af því að heildarmat á Íslandi Express ehf. væri 1.100.000.000 krónur og skyldi sóknaraðili fá 25.850.000 krónur fyrir sinn hlut. Í málinu krefst sóknaraðili að varnaraðili greiði sér 21.150.000 krónur til viðbótar við umsamið verð, en aðilar komust að samkomulagi 5. mars 2007 um að varnaraðili kæmi í stað Iceland Express Investment S.A., sem skuldari að hugsanlegum kröfum í tilefni af ofangreindum viðskiptum. Varnaraðili reisir kröfu sína um frávísun málsins meðal annars á því að stefna sóknaraðila samrýmist ekki kröfum 80. gr. laga nr. 91/1991 og meginreglu réttarfars um munnlegan málflutning. Í stefnunni eru málavextir raktir ítarlega í sérstökum kafla og því næst gerð grein fyrir málsástæðum sóknaraðila. Þar er tekinn upp orðréttur texti úr fyrirliggjandi gögnum málsins, sem ekki verður séð að þörf hafi verið á í stefnu, sbr. e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Af henni verður hins vegar skýrlega ráðið að kröfugerð sóknaraðila er á því reist að skilyrði séu til að breyta umsömdu verði fyrir hlut sóknaraðila í Íslandi Express ehf. til hækkunar er nemi stefnufjárhæð á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Er ekki unnt að fallast á með varnaraðila að slíkir annmarkar séu á stefnunni að það varði frávísun málsins. Varnaraðili reisir frávísunarkröfu sína ennfremur á því að þörf sé á samaðild allra þeirra, sem áttu aðild að samningnum 16. september 2005 við Iceland Express Investment S.A, til sóknar í málinu, sbr. 1. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Eins og rakið hefur verið gerir sóknaraðili aðeins kröfu um hækkun á umsömdu verði á sínum hlut í Íslandi Express ehf., en þau réttindi átti hann ekki óskipt með öðrum hluthöfum. Verður ekki fallist á að samaðildar sé þörf til sóknar í málinu og breytir engu í því sambandi þótt umsamið verð til hvers hluthafa hafi verið reist á almennri forsendu um verðmat einkahlutafélagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Fons Eignarhaldsfélag hf., greiði sóknaraðila, Sigurði Inga Halldórssyni, 200.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 320/2007
Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Kærumál
Úrskurðurhéraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr.103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Dómsorð: Hinn kærðiúrskurður er staðfestur. Úrskurður HéraðsdómurReykjavíkur 12. júní 2007. Ár 2007, þriðjudaginn 12. júní,er á dómþingi Héraðsdóms Reykja­víkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg afArngrími Ísberg héraðsdómara, kveðinn upp svo­felldur úrskurður. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að 30. janúarsl. hafi kærði verið úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi til 2. febrúar á grundvellirannsóknarhagsmuna. Jafnskjótt og kærði hafi losnað úr gæsluvarðhaldi hafi hanntekið upp fyrra afbrotamynstur og honum því verið gert að sæta afturgæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 15. maí 2007, þá með vísantil c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, til 12. júní 2007. Í forsendumúrskurð­arins hafi gæsluvarðhaldinu verið markaður sá tími sem lögreglustjórinnþyrfti til að ljúka rannsókn mála á hendur kærða og í framhaldinu taka ákvörðunum saksókn á hendur honum. Framangreindur úrskurður héraðsdóms hafi veriðstaðfestur með dómi Hæstaréttar. Með ákæru lögreglustjóra 11. júní 2007, hafi veriðhöfðað opinbert mál á hendur kærða, þar sem honum sé gefið að sök að hafa árúmlega sjö mánaða tímabili, frá 3. október 2006 til 12. maí 2007, framiðfjölmörg auðgunarbrot. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. desember sl., í málinr. S-1624/2006, hafi kærði verið sakfelldur fyrir auðgunar- ogfíkniefnalagabrot, þar sem ákvörðun refsingar hafi verið frestað skilorðsbundiðí 2 ár. Brotaferill kærða hafi að auki verið samfelldur síðustu mánuði og séþað mat lögreglustjóra að hann muni halda áfram afbrotum verði hann látinnlaus. Nauðsynlegt sé því að kærði sæti gæsluvarðhaldi uns dómur gangi í málumhans. Með vísun til framangreinds, framlagðra gagna og c-liðar1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé þess krafist aðkrafan nái fram að ganga. Samkvæmt ákæru, útgefinni í gær, er kærði ákærður fyrirað hafa framið níu þjófnaðar- oggripdeildarbrot á tímabilinu frá byrjun október 2006 til miðs maí sl. Ákæran verður þingfest nú á eftir. Með vísun til þessa og þess sem að framanvar rakið úr greinargerð lögreglustjóra verður fallist á það með lögreglustjóraað hætta sé á að kærði haldi áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið. Skilyrði c liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr.19/1991 er því uppfyllt og verður fallist á kröfu lögreglustjóra eins og nánargreinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt tilmánudagsins 9. júlí 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 668/2006
Fíkniefnalagabrot
A var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 691,88 grömmum af kókaíni til Íslands ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin hafði A falið í tölvu sem hann flutti frá Orlando í Bandaríkjunum sem flugfarþegi en efnin fundust við leit í farangri hans á Keflavíkurflugvelli. A játaði brot sitt skýlaust. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 18 mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 5. desember 2006 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst refsiþyngingar. Ákærði krefst mildunar refsingar. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur að öðru leyti en því að gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 26. mars 2006 til 7. apríl sama ár verður dregin frá refsingu hans. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en frádrátt gæsluvarðhaldsvistar ákærða, Arnars Theódórssonar, frá refsingu hans. Gæsluvarðhaldsvist hans frá 26. mars 2006 til 7. apríl sama ár skal draga frá refsingu hans. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 261.777 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 249.000 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 19. október sl., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara útgefinni 22. maí 2006 á hendur Arnari Theódórssyni, kt. 300457-4369, Fellsmúla 17, Reykjavík, fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa sunnudaginn 26. mars 2006 staðið að ólögmætum innflutningi á 691,88 g af kókaíni til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin, sem ákærði hafði komið fyrir í járnkassa og falið í tölvu, flutti hann frá Orlando, sem farþegi með flugi FI-688 og fundu tollverðir efnin í tölvunni við leit í farangri ákærða við komu hans til Keflavíkurflugvallar. Ákæruvaldið telur háttsemi þessa varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 64/1974, sbr. lög nr. 32/2001. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og að ofangreint kókaín verði gert upptækt samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og einnig krefst verjandi ákærða þess að gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá frá 26. mars 2006 til 10. apríl 2006 komi til frádráttar refsingu. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins. Málsatvik. Samkvæmt skýrslu tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli frá 26. mars 2006 kom ákærði til landsins 26. mars 2006 um kl. 07.15. Farangur hans var gegnumlýstur og kom í ljós að í tösku hans var meðal annars turntölva. Við gegnumlýsingu tölvunnar kom ekkert athugavert í ljós, en við ítarlega skoðun á tölvukassanum kom í ljós límmiði. Þegar límmiðinn var losaður frá og tölvukassinn var opnaður kom í ljós einkennilegur frágangur á hörðum diski tölvunnar. Þegar ákærði var spurður að því hvers vegna frágangi væri svona háttað, kvaðst hann ekki vita það. Við gegnumlýsingu á harða diskinum kom í ljós að hann virtist innihalda tvær pakkningar. Þegar hér var komið sögu var haft samband við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og kom lögregla þá á staðinn og handtók ákærða. Kvað þá ákærði að í harða diskinum væru um 500 g af kókaíni. Í frumskýrslu lögreglunnar í Reykjavík frá 26. mars 2006 kemur fram að ákærði hafi sagt lögreglu að hann ætti efnið sjálfur. Efnið reyndist vera í 4 pakkningum, samtals 691,88 g af kókaíni, og reyndist vera um sterkt efni að ræða, þar sem magn kókaíns í efninu var á bilinu 80% til 83%, sem samsvaraði kókaínklóríðí á bilinu 90% til 93%. Ákærði var úrskurðaður í gæsluvarðhald og sat í gæsluvarðhaldi frá 26. mars 2006 til 10. apríl 2006. Ákærði játaði sök við þingfestingu máls þessa. Hann bar fyrir dómi að tildrög þess að hann flutti efnin til landsins hefðu verið þau að á þeim tíma hefði hann búið í Orlando og þekkt þar Íslending. Ákærði hefði verið hjá þessum Íslendingi kvöld eitt og hafi komið þangað maður sem hafi spurt ákærða að því hvort ákærði gæti fundið einhverja aðila sem gætu komið manninum í tengsl við einhvern sem gæti selt honum fíkniefni. Ákærði kvaðst hafa vitað af mönnum þarna úti sem gætu það og hafi maðurinn sagt ákærða síðar að hann hefði komist í samband við menn þessa og greitt þeim 50.000 dollara fyrir fíkniefni sem hann aldrei fékk. Maðurinn hafi staðið í þeirri trú að ákærði hefði staðið á bak við það að hann fékk aldrei fíkniefnin í hendur og hafi ákærði í kjölfarið sætt hótunum, meðal annars varðandi börnin sín. Síðar hefði komið til hans maður sem hefði sagt að til þess að losna út úr þessu máli þyrfti ákærði að ná í fíkniefni til Miami og koma þeim heim. Maðurinn hefði látið ákærða fá peninga. Ákærði kvaðst ekki hafa átt að fá neitt greitt fyrir að flytja efnin, en kvaðst hafa gert ráð fyrir að þau væru ætluð til söludreifingar hérlendis. Ákærði kvaðst vera bifvélavirkjameistari og reka verkstæði í dag. Þá kvaðst ákærði hvorki neyta áfengis né fíkniefna. Hann kvaðst eiga eiginkonu og börn sem hann umgangist mikið. Niðurstaða. Sannað er með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi og með gögnum málsins að ákærði hefur gerst sekur um háttsemi þá sem í ákæru greinir og er brot ákærða réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann á árinu 1999 undir greiðslu 100.000 króna sektar með viðurlagaákvörðun, vegna brots gegn 1. mgr. 123., sbr. 124. gr. tollalaga, en önnur brot hefur ákærði ekki gerst sekur um, svo vitað sé. Ákærði flutti hingað til lands verulegt magn kókaíns sem ákærði vissi að ætlað var til söludreifingar hérlendis. Beindist brot ákærða þannig að mikilsverðum hagsmunum og samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var styrkleiki efnisins mikill. Horfir þetta allt til refsiþyngingar, sbr. 1., 3. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Til refsilækkunar ber að horfa til þess að ákærði játaði brot sitt hreinskilnislega og hefur ekki annað komið fram í málinu en að þáttur ákærða hafi einungis lotið að því að búa um efnið ytra og flytja það til landsins. Þegar framangreint er virt og með hliðsjón af dómvenju í sambærilegum málum er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 18 mánuði, en vegna alvarleika brotsins þykja ekki skilyrði til skilorðsbindingar að neinu leyti. Með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsingunni með fullri dagatölu gæsluvarðhald, sem ákærði hefur sætt vegna málsins frá 26. mars 2006 til 10. apríl 2006. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á 691,88 g af kókaíni. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 greiði ákærði allan sakarkostnað, 724.575 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gríms Sigurðarsonar héraðsdómslögmanns, 70.400 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Daði Kristjánsson flutti málið fyrir ákæruvaldið. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Arnar Theódórsson, sæti fangelsi í 18 mánuði, en frá refsingu ákærða dregst gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 26. mars 2006 til 10. apríl 2006 með fullri dagatölu. Ákærði sæti upptöku á 691,88 g af kókaíni. Ákærði greiði sakarkostnað málsins, 724.575 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gríms Sigurðarsonar héraðsdómslögmanns, 70.400 krónur.
Mál nr. 82/2007
Ölvunarakstur Skilorð
V var ákærður fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Hann játaði brot sín. Var um að ræða fyrsta ölvunarakstursbrot V. Í dómi Hæstaréttar segir að þegar svo hátti til sé refsing við slíku broti venjulega fésektir. Þótti því mega dæma V sérstaklega fyrir brotið en láta skilorð sem hann hlaut með dómi Héraðsdóms Suðurlands 9. ágúst 2006 haldast, sbr. 60. gr. alm.hgl. Var V gert að greiða 70.000 króna sekt til ríkissjóðs.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 28. desember 2006 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu. Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Vínandamagn í blóði hans var 0,95‰. Ákærði játaði brotið og var farið með málið samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sakarferill ákærða er nægilega rakinn í héraðsdómi. Í þessu máli er ákærði í fyrsta sinn fundinn sekur um ölvunarakstur og varðar brotið við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þegar svo háttar til er refsing við slíku broti venjulega fésektir. Að þessu gættu þykir mega dæma sérstaklega fyrir þetta brot ákærða en láta skilorð samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands 9. ágúst 2006 haldast, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða verður því ákveðin 70.000 króna sekt til ríkissjóðs sem honum ber að greiða innan fjögurra vikna en sæta ella fangelsi í sex daga. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuréttar og sakarkostnað verða staðfest. Með vísan til 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 skal áfrýjunarkostnaður falla á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Valur Sigurðsson, greiði 70.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæti ella fangelsi í sex daga. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuréttar og sakarkostnað eru staðfest. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 224.100 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 19. desember 2006. Mál þetta, sem þingfest var þann 6. desember sl. er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Selfossi, dagsettri 3. nóvember 2006 á hendur Val Sigurðssyni, kt. 311281-4889, til dvalar að Norðurbyggð 4, Þorlákshöfn, „fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. ágúst 2006, ekið bifreiðinni MY-528 undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 0,95‰) norður Þorlákshafnarveg áleiðis til Hveragerðis uns lögregla stöðvaði akstur ákærða á móts við Núpa í Ölfusi. Telst brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar, samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 44, 1993, lög nr. 57, 1997, lög nr. 23, 1998, lög nr. 132, 2003 og lög nr. 84, 2004.“ Ákærði sem kom fyrir dóminn þann 6. desember sl., játaði brot sín fyrir dóminum. Er játning hans í samræmi við önnur gögn málsins og verður hann sakfelldur fyrir brot sín en þau eru í ákæru rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 125. gr. laga nr. 19/1991 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Samkvæmt sakarvottorði ákærða hefur hann tvisvar gert lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrots og gripdeild. Á árunum 2001 til 2006 hefur ákærði verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir umferðarlagabrot, skjalafals, nytjastuld, þjófnað, ýmis brot er varða fjárréttindi, líkamsárás, rán, flóttatilraun og fíkniefnabrot. Þann 9. ágúst 2006 var ákærði dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í 12 mánaða fangelsi og þar af 9 mánuði skilorðsbundna til þriggja ára fyrir brot gegn 244., 1. mgr. 259., 1. mgr. 157, 2. mgr. sbr. 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 4. gr. sbr. 4. mgr. 20. gr. laga nr. 87/2004. Var sá dómur hegningarauki við dóm Héraðsdóm Reykjavíkur uppkveðnum 26. janúar 2006. Brot það sem ákært er fyrir nú er framið þremur dögum eftir uppkvaðningu síðasta dóms. Er það vísbending um einbeittan brotavilja ákærða og svo virðist að skilorðsbinding refsidóma hafi litla þýðingu fyrir ákærða. Með broti þessi sem sakfellt hefur verið fyrir hefur ákærði rofið skilorð og ber að dæma dóm þann upp með vísan til 60. gr. sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu virtu og með vísan til langs sakarferils ákærða þykir refsing hæfilega ákveðin 12 mánaða fangelsi. Ekki þykir fært að skilorðsbinda refsinguna. Ákærði skal sviptur ökurétti í átta mánuði frá birtingu dóms að telja. Með vísan til 165. gr. sbr. 164. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað sem er vegna alkóhólrannsóknar kr. 23.892.- og þóknun skipaðs verjanda síns Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns 62.250.- krónur auk 8.220.- króna vegna aksturs hans. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði Valur Sigurðsson sæti fangelsi í tólf mánuði. Ákærði skal sviptur ökurétti í átta mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði sakarkostnað 88.137.- krónur.
Mál nr. 312/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, sbr. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 11. júlí 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Skilja verður kæru varnaraðila svo að hann krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur varnaraðila 6. júní 2007 fyrir tilraun til manndráps, þar sem ákærða er gefið að sök að hafa 3. apríl 2007 veist að manni og stungið hann tvívegis með hnífi í brjóstkassa. Hafi önnur stungan gengið í gegnum brjóstvegg mannsins og við það komið gat á framvegg hjartans sem hafi valdið lífshættulegri blæðingu. Kominn er fram sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir. Meðal gagna málsins er áverkavottorð 17. maí 2007, en áður hafði einungis legið fyrir svokallað bráðavottorð ritað sömu nótt og tjónþoli komst undir læknishendur. Ríkissaksóknara voru send rannsóknargögn 4. júní og ákæra gefin út tveimur dögum síðar. Eins og mál þetta liggur fyrir verður af gögnum þess hins vegar ekki annað ráðið en rannsókn hafi ekki gengið með nægilegum hraða, þrátt fyrir að varnaraðili hafi setið í gæsluvarðhaldi. Á þessu hafa ekki verið gefnar viðhlítandi skýringar. Þrátt fyrir þetta eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 314/2007
Kærumál Farbann Úrskurður
Ákvörðun héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur með þeirri athugasemd að héraðsdómara hefði verið rétt að úrskurða um farbannskröfuna.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júní 2007, þar sem varnaraðila var áfram bönnuð brottför af Íslandi allt til föstudagsins 10. ágúst 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fram kemur í gögnum málsins að forráðamenn Y hf. hafi 11. apríl 2007 tilkynnt sóknaraðila um ætlaða refsiverða háttsemi varnaraðila í störfum hans sem [...], en grunur þeirra laut að því að hann hefði falsað eða rangfært nánar tilgreind skjöl. Er fram kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi með ábyrgðum og yfirlýsingum, sem hann gaf í nafni félagsins, framið refsiverðan verknað sem meðal annars getur varðað við 248. gr., sbr. 20. gr., og eftir atvikum 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en fangelsisrefsing er lögð við slíkum brotum. Í greinargerð sóknaraðila kemur fram að rannsókn málsins teygi anga sína víða og að fleiri einstaklingar séu grunaðir um aðild að málinu. Réttarbeiðnir hafi verið sendar til stjórnvalda í Bandaríkjunum, Guernsey og Jersey og meðal annars sé verið að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Englandi og Kanada. Fram er komið að varnaraðili [...]. Fallist er á með sóknaraðila að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru varnaraðila svo ljúka megi rannsókn málsins og taka ákvörðun um saksókn á hendur honum. Samkvæmt þessu eru fyrir hendi skilyrði 110. gr. laga nr. 19/1991 til að banna varnaraðila för úr landi. Það athugast að dómara var rétt að taka afstöðu til kröfu um farbann með úrskurði en ekki ákvörðun, enda er í 110. gr. laga nr. 19/1991 vísað til þess að beita megi farbanni í stað gæsluvarðhalds, en samkvæmt 103. gr. laganna skal það ákveðið með úrskurði. Farbann er þvingunarráðstöfun sem á sama hátt og gæsluvarðhald felur í sér skerðingu á mikilsverðum réttindum þess sem henni sætir. Dómsorð: Varnaraðila, X, er bönnuð för frá Íslandi allt til föstudagsins 10. ágúst 2007 kl. 16. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júní 2007 Kærða, X, [kt.] er bönnuð brottför af Íslandi í tvo mánuði, eða allt til föstudagsins 10. ágúst nk. kl. 16.00. Arngrímur Ísberg.
Mál nr. 316/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur en gæsluvarðhaldinu markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. ágúst 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. mars 2007 vegna gruns um aðild að umfangsmiklum innflutningi fíkniefna. Hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 7. mars 2007 í máli nr. 126/2007. Frá 16. mars sama ár hefur hann sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. nú síðast dóm Hæstaréttar 15. maí 2007 í máli nr. 269/2007. Ákæra var gefin út á hendur honum og öðrum manni 11. maí 2007 og var málið þingfest í héraði 18. sama mánaðar. Var þá ákveðið að aðalmeðferð færi fram 4. júní sama ár. Hinn 30. maí 2007 lagði meðákærði varnaraðila fram matsbeiðni og var af því tilefni ákveðið að fresta aðalmeðferð málsins til 4. júlí næstkomandi. Heimild 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 er eðli málsins samkvæmt háð því að ekki verði óhæfilegur dráttur á rannsókn máls og að það sé rekið með viðhlítandi hraða eftir að ákæra hefur verið gefin út. Er nú beðið niðurstöðu matsmanns, sem meðákærði varnaraðila óskaði eftir að yrði kvaddur til að meti þroska og heilbrigðisástand sitt. Dómara hefði verið rétt í ljósi ofangreindra atriða að hefja aðalmeðferð fyrr en ákveðið hefur verið og taka málið á ný til meðferðar, ef þörf verður á, er niðurstaða matsmannsins liggur fyrir, sbr. heimild í 131. gr. laga nr. 19/1991. Er ekkert því til fyrirstöðu að dómari hagi meðferð málsins nú í samræmi við þetta og ákveði að aðalmeðferð fari fram fyrr en ráðgert er. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi, sem verður markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til 13. júlí 2007 kl. 16.
Mál nr. 311/2007
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
R og B ehf. kröfðust dómkvaðningar matsmanns til að meta nánar tilgreind atriði varðandi frágang á svölum húseignar en K taldi þær vera gallaðar. K mótmælti dómkvaðningunni og vísaði til þess að spurningar í matsbeiðninni hefðu hlotið umfjöllun í eldri matsgerð, sem lá fyrir í málinu, svo og að ekki væri unnt að leggja fyrir matsmann að meta tiltekið atriði. Vísað var til þess að í lögum nr. 19/1991 væri ekki girt fyrir að afla nýrrar matsgerðar til viðbótar við eldri matsgerð þó að hún tæki að einhverju leyti til sömu atriða og sú eldri. Þá lytu athugasemdir K við matsspurningarnar að efnisatriði málsins, en ekki yrði fullyrt á þessu stigi að matsgerð samkvæmt beiðninni skipti ekki máli eða væri tilgangslaus til sönnunar í málinu. Var úrskurður héraðsdóms, þar sem dómkvaðningin var heimiluð, því staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. maí 2007, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að dómkveðja matsmann samkvæmt matsbeiðni þeirra 27. mars 2007. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málavextir er raktir í hinum kærða úrskurði. Athugasemdir sóknaraðila við dómkvaðningu matsmanns beinast annars vegar að því að spurningar í matsbeiðninni hafi í ýmsu hlotið umfjöllun í matsgerð frá 12. febrúar 2007 og hins vegar að ekki sé unnt að leggja fyrir matsmann að meta kostnað við að breyta samþykktum teikningum, sem ekki verði gert nema með samþykki sóknaraðila. Eins og rakið er í dómi Hæstaréttar 7. nóvember 2000 í málinu nr. 400/2000, á bls. 3517 í dómasafni, eru engar sérstakar hömlur í lögum nr. 91/1991 við að dómkvaddur verði maður til að meta atriði, sem matsgerðar hefur þegar verið aflað um. Enn síður er girt fyrir það að til viðbótar eldri matsgerð sé aflað nýrrar matsgerðar, sem taki að einhverju leyti til annarra atriða en sú fyrri eða sé ætlað að gefa ítarlegri upplýsingar um matsefni en áður hafi fengist, en það á við um þá matsgerð sem varnaraðilar vilja nú afla. Að öðru leyti lúta athugasemdir sóknaraðila við matspurningar að efnisatriðum málsins, en ekki verður fullyrt á þessu stigi að matsgerð samkvæmt beiðninni skipti ekki máli eða sé tilgangslaus til sönnunar, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Verða varnaraðilar að bera áhættu af notagildi matsgerðarinnar til sönnunar í málinu samhliða kostnaði af öflun hennar. Að þessu gættu eru ekki efni til að meina varnaraðilum að afla matsgerðar um þau atriði sem greinir í matsbeiðninni. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Rétt er að aðilar beri sinn kostnað af rekstri kærumálsins fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 315/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur en gæsluvarðhaldinu markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 1. ágúst 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 10. febrúar 2007 vegna gruns um aðild að umfangsmiklum innflutningi fíkniefna. Hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 13. febrúar 2007 í málinu nr. 86/2007. Frá 16. mars sama ár hefur hann sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. nú síðast dóm Hæstaréttar 15. maí 2007 í málinu nr. 270/2007. Ákæra var gefin út á hendur honum og öðrum manni 11. maí 2007 og var málið þingfest í héraði 18. sama mánaðar. Var þá ákveðið að aðalmeðferð færi fram 4. júní sama ár. Hinn 30. maí 2007 lagði varnaraðili fram matsbeiðni og var af því tilefni ákveðið að fresta aðalmeðferð málsins til 4. júlí næstkomandi. Heimild 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 er eðli málsins samkvæmt háð því að ekki verði óhæfilegur dráttur á rannsókn máls og að það sé rekið með viðhlítandi hraða eftir að ákæra hefur verið gefin út. Er nú beðið niðurstöðu matsmanns, sem varnaraðili óskaði eftir að yrði kvaddur til að meta þroska og heilbrigðisástand sitt. Dómara hefði verið rétt í ljósi ofangreindra atriða að hefja aðalmeðferð fyrr en ákveðið hefur verið og taka málið á ný til meðferðar, ef þörf verður á, er niðurstaða matsmannsins liggur fyrir, sbr. heimild í 131. gr. laga nr. 19/1991. Er ekkert því til fyrirstöðu að dómari hagi meðferð málsins nú í samræmi við þetta og ákveði að aðalmeðferð fari fram fyrr en ráðgert er. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi er verður markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til 13. júlí 2007 kl. 16.
Mál nr. 302/2007
Kærumál Gjaldþrotaskipti Réttindaröð Skipstjóri
K hf. kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem fallist var á kröfu L ehf. um að kostnaður síðargreinda félagsins við öflun matsgerðar um verðmæti nánar tilgreindra fasteigna í eigu þrotabús V hf. teldist til skiptakostnaðar samkvæmt 2. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Talið var að kröfur vegna kostnaðar sem kröfuhafar í þrotabúi stofnuðu til án atbeina skiptastjóra gætu ekki fallið undir þennan tölulið og var kröfu L ehf. því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. maí 2007, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að útlagður kostnaður við öflun matsgerðar yrði viðurkenndur sem búskrafa í þrotabúi V&Þ hf. samkvæmt 2. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. sömu laga. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili kærði úrskurðinn fyrir sitt leyti 25. maí 2007. Hann krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar með þeirri breytingu að krafa hans í þrotabú V&Þ hf. að fjárhæð 647.400 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu „frá 15. maí 2006“ verði viðurkennd sem búskrafa samkvæmt 2. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Í hinum kærða úrskurði er ranglega sagt að skiptastjóri í þrotabúi V&Þ hf. hafi 1. júní 2005 gert samkomulag við aðila þessa máls um kaup varnaraðila á fasteignum búsins að Járnhálsi 2, Járnhálsi 4 og Krókhálsi 4 í Reykjavík. Hið rétta er að kaupandi eignanna samkvæmt þessum samningi var Rekstrarfélagið vélar og þjónusta ehf. en varnaraðili átti ekki aðild að samningnum. Um málsatvik og málsástæður aðila vísast að öðru leyti til hins kærða úrskurðar. Varnaraðili byggir kröfu sína eingöngu á 2. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991. Telur hann í greinargerð til Hæstaréttar að allt að einu megi líta til annarra ákvæða laganna við úrlausn á því hvort krafan teljist falla undir nefnt ákvæði. Samkvæmt 2. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991 telst kostnaður af skiptunum til forgangskrafna á hendur þrotabúinu og komi þær, ásamt öðrum kröfum sem upp eru taldar í greininni, næstar á eftir kröfum samkvæmt 109. gr. laganna. Í 122. gr. er kveðið á um forræði skiptastjóra á þrotabúi og segir þar meðal annars að hann sé einn bær um að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess. Samkvæmt þessu falla kröfur því aðeins undir 2. tölul. 110. gr. að skiptastjóri hafi tekið ákvörðun um að stofna til þess kostnaðar sem um ræðir eða að minnsta kosti samþykkt að til hans sé stofnað. Af þessu leiðir að kröfur vegna kostnaðar sem kröfuhafar í þrotabú stofna til án atbeina skiptastjóra geta ekki fallið hér undir. Þegar af þessari ástæðu verður krafa sóknaraðila tekin til greina á þann hátt sem í dómsorði greinir. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Það athugist að rétt var í úrskurðarorði héraðsdóms að tilgreina fjárhæð kröfunnar sem veitt var viðurkenning fyrir og heiti þrotabúsins sem í hlut á. Dómsorð: Hafnað er kröfu varnaraðila, Leiguvéla ehf., um að krafa hans í þrotabú V&Þ hf. að fjárhæð 647.400 krónur, að viðbættum dráttarvöxtum, verði viðurkennd sem búskrafa samkvæmt 2. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Varnaraðili greiði sóknaraðila, Kaupþingi banka hf., samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Mál nr. 304/2007
Kærumál Hjón Fjárskipti
Ekki var fallist á með M að skilyrðum til að víkja frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 við fjárskipti milli hans og X vegna hjónaskilnaðar þeirra.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. júní 2007. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2007, þar sem kveðið var á um að við skipti milli sóknaraðila og varnaraðila skyldi beitt helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verið felldur úr gildi og að fallist verði á að við skiptin verði vikið frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga með vísan til 1. mgr. 104. gr. laganna, aðallega þannig að sóknaraðili fái nánar tilgreinda fasteign óskipta í sinn hlut, en til vara að hann fái að óskiptu 39,55% hlut í henni. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Rétt er að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti. Um gjafsóknarkostnað varnaraðila fyrir Hæstarétti fer samkvæmt því sem í dómsorði segir. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, M, um að við búskipti hans og varnaraðila, K, verði vikið frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað og gjafsóknarkostnað eru staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður varnaraðila fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns, 150.000 krónur.
Mál nr. 294/2007
Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur
Þ krafðist skaðabóta úr hendi S, er hafði annast sölu á fasteign til Þ, sem hann taldi gallaða. Ekki var talið að Þ hefði gert viðhlítandi grein fyrir þeim göllum, sem hann taldi að ættu að leiða til bótaábyrgðar S og var málinu vísað frá dómi vegna vanreifunar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Hrafn Bragason. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 7. maí 2007, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Fallist er á með héraðsdómara að sóknaraðili hafi ekki gert viðhlítandi grein fyrir þeim göllum á fasteigninni að Hafnarbraut 21 á Höfn, sem hann telur að eigi að leiða til bótaábyrgðar varnaraðila. Varðar þessi annmarki frávísun málsins og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 281/2007
Kærumál Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur
Þ stefndi F ehf. til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar vegna slita á ráðningu hans sem stýrimanns á skip í eigu félagsins. Við meðferð málsins í héraði lagði Þ fram breytta kröfugerð, þar sem miðað var við kauptryggingu í stað meðallauna undanfarinna mánaða. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna, var talið að hin breytta kröfugerð og þær málsástæður, sem hún byggðist á, væru of seint fram komnar og til þess fallnar að takmarka úrræði F ehf. til varna í málinu. Gengi málatilbúnaður Þ gegn þeirri meginreglu að að grundvöllur málshöfðunar lægi ljós fyrir á frumstigum máls. Þar sem F ehf. samþykkti ekki að þessi breyting kæmist að í málinu yrði ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 27. apríl 2007, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Þorvaldur Guðmundsson, greiði varnaraðila, Festarfelli ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 296/2007
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur
L ehf. krafðist þess að F greiddi sér tilgreinda fjárhæð samkvæmt tveimur reikningum 28. október 2005 vegna vinnu í þágu F. Ekki var talið að L ehf. hefði gert nægilega grein fyrir því hvaða vinna lægi að baki þeim reikningum, sem krafan var reist á. Var málið því svo vanreifað að ekki var talið unnt að leggja á það efnisdóm og því vísað sjálfkrafa frá dómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. maí 2007, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað, en rétt er að málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 305/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi var staðfestur þar sem skilyrði c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 voru talin vera fyrir hendi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. júní 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 29. júní 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð ákæra 23. maí 2007 á hendur varnaraðila vegna þjófnaðar, tilraunar til þjófnaðar og fíkniefnalagabrots í desember 2006. Fallist er á með sóknaraðila að fyrir hendi séu skilyrði c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og að ákærði skuli sæta áfram gæsluvarðhaldi. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 291/2007
Kærumál Faðerni Börn Aðilaskýrsla Vitni
A, B, C og D höfðuðu mál til vefengingar á faðerni G, sem var fæddur í X og skráður sonur F, föður sóknaraðila, og E. Kröfðust þau að þau fengju að gefa aðilaskýrslur og leiða nafngreind vitni fyrir héraðsdóm til að færa fram líkur fyrir því að E hefði ekki verið barnshafandi þegar hún og F fóru til Perú skömmu áður en G fæddist, svo og til að bera um frásögn F, er lést árið 2001, hvernig erlent fæðingarvottorð G hefði komið til. Ekki var talið fyrir fram útilokað að slík skýrslugjöf aðila og vitna, sem heimild væri fyrir í 4. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, gæti leitt til þess að þær líkur væru komnar fram fyrir kröfu sóknaraðila um vefengingu faðernis G að efni væru til sönnunarfærslu með mannerfðafræðilegri rannsókn. Var sóknaraðilum því heimilað að gefa þegar á þessu stigi aðilaskýrslur í málinu og leiða umrædd vitni fyrir dóminn.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 18. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. maí 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um þeim yrði heimilað að gefa aðilaskýrslur og leiða fyrir dóm fjögur nafngreind vitni í máli þeirra á hendur varnaraðila til vefengingar á því að faðir þeirra, F, sem lést 13. mars 2001, sé faðir G. Kæruheimild er í b. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að þeim verði heimilað að gefa aðilaskýrslur fyrir héraðsdómi, svo og að leiða þar til skýrslugjafar sem vitni H, I, J og K. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Samkvæmt gögnum málsins gengu varnaraðili og faðir sóknaraðila í hjúskap 26. september 1990. Sóknaraðilar kveða þau hafa farið í nóvember 1994 til X, fyrrum heimalands varnaraðila, og dvalið þar fram í janúar eða febrúar 1995. Þegar þau hafi komið aftur til Íslands hafi verið með þeim drengurinn G, sem þá hafi verið nokkurra vikna gamall. Samkvæmt framlögðu fæðingarvottorði þjóðskrár er hann fæddur í X 17. nóvember 1994 og eru foreldrar hans sagðir vera varnaraðili og faðir sóknaraðila. Segir í vottorðinu að það sé gefið út samkvæmt „staðfestu fæðingarvottorði frá [X] dagsett 22. nóvember 1994“, en ljósrit af því liggur fyrir í málinu. Sóknaraðilar staðhæfa að varnaraðili hafi ekki verið barnshafandi þegar hún fór ásamt föður þeirra til X í nóvember 1994. Eftir heimkomuna hafi faðir þeirra tjáð þeim að hann hafi látið eftir varnaraðila að taka drenginn, sem væri „sonur frænku ... eða úr fjölskyldu hennar“. Telja sóknaraðilar að „skráning faðernis [G] í Þjóðskrá Íslands sé reist á röngu eða fölsuðu ætluðu fæðingarvottorði stjórnvalda í [X] um faðerni hans og móðerni“. Faðir sóknaraðila lést sem áður segir 13. mars 2001. Sóknaraðilar höfðuðu mál þetta 15. janúar 2007 til vefengingar á faðerni G og beina kröfum sínum að varnaraðila einni, sbr. síðari málslið 3. mgr. 21. gr. barnalaga nr. 76/2003. Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi kröfðust sóknaraðilar þess að gerð yrði mannerfðafræðileg rannsókn á lífsýnum úr föður þeirra, varnaraðila og G. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði héraðsdómara 30. mars 2007, sem kærður var til Hæstaréttar. Í dómi réttarins 25. apríl sama ár í máli nr. 204/2007 var meðal annars vísað til þess að fyrir lægi áðurnefnt fæðingarvottorð frá X 22. nóvember 1994. Sóknaraðilar hefðu ekki lagt fram nein gögn til stuðnings því að það vottorð væri falsað, að varnaraðili hafi ekki verið barnshafandi þegar hún fór til X ásamt föður sóknaraðila eða að ástæða kynni að öðru leyti að vera til að draga í efa faðerni G. Af þessum sökum var hinn kærði úrskurður staðfestur. Samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila óska þau eftir að gefa aðilaskýrslur og leiða vitni í málinu til að færa fram líkur fyrir því að varnaraðili hafi ekki verið barnshafandi þegar hún fór ásamt föður sóknaraðila til X í nóvember 1994, svo og til að bera um frásögn föðurins um hvernig erlenda fæðingarvottorðið hafi komið til. Eins og atvikum er háttað verður ekki fyrir fram útilokað að slík skýrslugjöf aðila og vitna, sem heimild er fyrir í 4. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991, gæti leitt til þess að þær líkur þættu komnar fram fyrir kröfu sóknaraðila um vefengingu faðernis að efni væru til sönnunarfærslu með mannerfðafræðilegri rannsókn. Samkvæmt þessu verður sóknaraðilum heimilað að gefa þegar á þessu stigi aðilaskýrslur í málinu og leiða þau vitni, sem þau gera kröfu um. Rétt er að aðilarnir beri hvert sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Sóknaraðilum, A, B, C og D, er heimilt að gefa aðilaskýrslur í máli á hendur varnaraðila, E, svo og að leiða þar til skýrslugjafar vitnin H, I, J og K. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 297/2007
Kærumál Reynslulausn Skilorðsrof Fullnusta refsingar
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X, sem veitt hafði verið reynslulausn, skyldi á grundvelli 2. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga afplána 135 daga eftirstöðvar refsingar, sem hann hafði hlotið með fjórum dómum héraðsdóms.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að afplána 135 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar, sem hann fékk reynslulausn á með ákvörðun Fangelsismálastofnunar 6. apríl 2007. Kæruheimild er í 2. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar þannig að kærða verði gert að afplána samtals 135 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar samkvæmt fjórum nánar tilgreindum dómum. Varnaraðila var veitt reynslulausn 6. apríl 2007 en þá hafði hann afplánað helming fangelsisrefsingar er hann hlaut með þremur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur og einum dómi Héraðsdóms Vesturlands. Fallist er á með sóknaraðila að fram sé kominn sterkur grunur um að varnaraðili hafi aðfararnótt 27. maí 2007 framið brot er varðað geti við 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að ráðast á mann á sjötugsaldri, veita honum áverka og taka af honum veski, sem í voru peningar og greiðslukort. Eru skilyrði 2. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 uppfyllt og verður því fallist á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili afpláni eftirstöðvar áðurnefndrar fangelsisrefsingar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, afpláni 135 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar, sem hann hlaut með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2005, 24. janúar 2006 og 12. apríl 2006 og Héraðsdóms Vesturlands 18. desember 2006.
Mál nr. 275/2007
Kærumál Hæfi dómara
Héraðsdómari í máli, sem K hf., O hf. og S hf. höfðuðu gegn S og Í var ekki talinn vanhæfur til að fara með málið á grundvelli g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Var kröfu félaganna um að dómarinn viki sæti því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kærum 9., 7. og 14. maí 2007, sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2007, þar sem hafnað var kröfum sóknaraðila um að Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari viki sæti í máli, sem sóknaraðilar hafa höfðað gegn varnaraðilum. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og dómaranum gert að víkja sæti í málinu. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Ekki liggja fyrir atvik eða aðstæður, sem geta valdið því að héraðsdómarinn verði talin vanhæf til að fara með framangreint mál vegna ákvæðis g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Ker hf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungur hf., greiði óskipt varnaraðilum, Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, samtals 150.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 23. apríl sl., er höfðað af Keri hf., Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, Olíuverslun Íslands hf., Sundagörðum 2, Reykjavík og Skeljungi hf., Hólmaslóð 8, Reykjavík, á hendur Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, með stefnum birtum 29. júní 2005, 28. júlí 2005 og 27. júlí 2005, en málin voru sameinuð í fyrirtöku 28. febrúar 2006. Í þessum þætti málsins eru kröfur stefnanda, Olíuverslunar Íslands hf., að Sigrún Guðmundsdóttir dómari víki sæti í máli þessu, sbr. g lið 5. gr. laga um meðferð einkamála og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Aðrir stefnendur taka undir kröfugerð þessa og lagarök. Stefndu andmæla kröfum stefnenda. Lögmaður Olíuverslunar Íslands hf. tók fram að hann telji „að stefnendur hafi áhyggjur af því að mótaðar skoðanir dómara, sem komið hafi fram í skaðabótamálum sem nýlega hafi verið dæmd, komi í veg fyrir að mál þetta verði höndlað þannig að hlutleysis væri gætt.“ Sérstaklega vísar lögmaðurinn til eftirfarandi atriðis úr sératkvæði dómarans í dómi frá 16. febrúar sl. í málinu nr. E-4914/2005: Sigurður Hreinsson gegn Keri hf., en þar segir: „Telja verður að samráðið og hinar samstilltu aðgerðir olíufélaganna hafi verið gerðar í tekjuöflunarskyni, beint eða óbeint, enda ekki aðrar fullnægjandi skýringar fyrir hendi. Þá þykir fákeppni ekki skipta hér máli því hún er með sama hætti háð ákvæðum 10. gr. laga nr. 8/1993. - Samkvæmt þessu aflaði stefndi sér ólögmæts ávinnings með því að fella ávinninginn inn í söluverð á bensíni og olíu. Svarar þessi ólögmæti ávinningur til tjóns stefnanda.“ Af hálfu Kers hf. er einnig vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. desember 2006 í málinu nr. 2008/2006: Strætó bs. gegn stefnendum, þar sem segir: „Samkvæmt framansögðu er það álit dómsins að gögn málsins bendi eindregið til þess að þær fjárhæðir, sem forsvarsmenn stefndu sammæltust um að skipta á milli sín við útboðið 3. júní 1996 við sölu á hverjum lítra af eldsneyti, hafi svarað til fjárhæða sem voru umfram eðlilega framlegð við sölu á gasolíu til stefnanda samkvæmt forsendum útboðsins.“ Þá er tekið fram af hálfu Olíuverslunar Íslands hf., að dómarinn hafi, ásamt sérfróðum meðdómara, dæmt annan upphafstíma dráttarvaxta í málum Strætó bs. og Reykjavíkurborgar gegn stefnendum en Skúli Magnússon héraðsdómari. Einnig hafi dómarinn skilað sératkvæði í máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri hf., þar sem bætur voru ákveðnar hærri en í atkvæði Skúla Magnússonar héraðsdómara og sérfróðs meðdómara, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. febrúar sl. Niðurstaða. Þau mál, sem dómarinn hefur dæmt í og stefnendur verið aðilar að, eru mál Reykjavíkurborgar og Strætó bs. Í báðum tilvikum var dómarinn dómsformaður og ásamt henni skipuðu dóminn, þeir Skúli Magnússon héraðsdómari og Friðbjörn Björnsson, löggiltur endurskoðandi. Þá kom dómarinn að máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri hf. eftir að Hæstiréttur Íslands hafði hrundið frávísun á þrautaþrautavarakröfu Sigurðar og lagt fyrir héraðsdóm að taka kröfuna til efnismeðferðar. Krafan varðaði bætur að álitum, sbr. dóm héraðsdóms frá 16. febrúar 2007. Héraðsdómararnir Friðgeir Björnsson og Skúli Magnússon ásamt Birgi Þór Runólfssyni dósent, kváðu upp upphaflega dóminn í málinu frá 6. desember 2006. Þar sem Friðgeir Björnsson lét af embætti um síðustu áramót tók dómarinn sæti í dóminum. Þannig er ljóst að afskipti dómarans af málum stefnenda eru mun minni en Skúla Magnússonar héraðsdómara. Öll þessi mál eiga það sammerkt að gerðar voru kröfur um að stefnendur yrðu dæmdir til greiðslu skaðabóta. Í málum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. var ágreiningslaust á milli málsaðila, eins og segir í greinargerð lögmanns eins olíufélaganna: „að samráð olíufélaganna hafi brotið í bága við ákvæði 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993 svo sem nánar er rakið í ákvörðun samkeppnisráðs í máli nr. 21/2004 og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004. Ágreiningur málsaðila lýtur hins vegar að því hvort samstarf olíufélaganna hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda.“ Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að svo hafi verið og dæmdi stefnendur til greiðslu bóta.
Mál nr. 295/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjaness að X, [kt. og heimilisfang], verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 25. júní 2007 kl. 16:00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. maí 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðili skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 25. júní 2007 kl. 16. Varnaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími en krafist er. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði lauk varnaraðili afplánun fangelsisrefsingar fyrir þjófnaðarbrot 26. maí 2007. Hann hefur játað að hafa framið rán í verslun 27. sama mánaðar auk þess sem hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og sams konar brot daginn eftir. Með hinum kærða úrskurði var kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 hafnað þar sem skilyrði þóttu ekki uppfyllt. Fram er kominn rökstuddur grunur um varnaraðili hafi eftir að áðurnefndur úrskurður var kveðinn upp gerst sekur um tilraun til þjófnaðar og fíkniefnalagabrot aðfararnótt 29. maí 2007 auk þess sem lögregla mun hafa handtekið hann í morgun vegna gruns um þjófnað og akstur undir áhrifum vímuefna. Framangreind auðgunarbrot varða fangelsisrefsingu ef sök sannast. Að þessu gættu er fallist á með sóknaraðila að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið, sbr. c. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Ber því að fallast á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi, en ekki eru efni til að marka því skemmri tíma. Dómsorð: Varnaraðili X sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. júní 2007 kl. 16.
Mál nr. 285/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. maí 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í greinargerð sóknaraðila kemur fram að við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfunnar hafi varnaraðili kannast við að hafa farið inn á heimili manns, sem hann telur að skuldi sér peninga. Samkvæmt lögregluskýrslu 23. maí 2007 viðurkennir varnaraðili ennfremur að hafa haft öxi meðferðis, brotið húsmuni og að tveir menn hafi verið með honum. Ekki hefur náðst til þessara manna. Varnaraðili er grunaður um brot sem geta varðað fangelsisrefsingu. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu þess efnis að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, [kt.], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. maí nk. kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjórans kemur fram að lögregla var kölluð að íbúð á 1. hæð til hægri að [...] í Reykjavík kl. 15:12 þann 21. maí sl. Tilkynnandi, sem sé annar húsráðanda, hafi borið um að þrír menn hefðu ráðist inn á hana og brotið allt og bramlað í íbúðinni. Á vettvangi hafi tilkynnandi borið um að kærði hefði ruðst inn á hana ásamt tveimur öðrum mönnum og þeir hafi verið að leita að sambýlismanni hennar, A, sem hafi ekki verið heima. Hafi kærði verið með öxi og skemmt með henni tölvu, sjónvarp, borðstofuborð og áður en hann hafi farið út hafi hann rekið öxina á kaf í forstofuhurðina og skilið hana eftir, en öxin hafi verið í hurðinni við komu lögreglu á vettvang. Hafi tilkynnandi verið mjög miður sín og hrædd. Hafi kærði beðið mennina tvo sem hafi verið með honum að halda henni og leyfa henni ekki að komast í síma, en mennirnir hafi ekki hlýtt fyrirskipununum. Hafi kærði verið mjög ógnandi en ekki haft nein orð um að meiða hana. Aftur á móti hafi kærði hótað að drepa A, næði hann til hans. Við skýrslutökur hjá lögreglu hafi A og sambýliskona hans greint svo frá að A hafi tekið að sér verkefni fyrir kærða og annan aðila fyrri part árs 2006. Um mitt ár 2006 hafi vinnusambandinu lokið og hafi kærði nokkru síðar byrjað að hóta A í gegnum síma. Hafi kærði m.a. hótað honum barsmíðum og að skjóta hann með byssu. Hafi A síðan ekki heyrt frá kærða síðan í janúar sl., þar til þeir hittust laugardaginn 12. maí sl. í Kringlunni. Hafi kærði þá komið upp að honum og spurt hvort hann vildi glóðarauga. Um leið og hann hafi sagt þetta hafi hann slegið A höggi sem hafi lent á vinstra handarbaki, þar sem A studdi sig við slá með hönd á vinstri kinn. Hafi kærði svo snúið sér við og sagt “þú átt ekki von á góðu”. Hafi kærði hringt sl. laugardag, en A ekki svarað. Í skýrslutöku hjá lögreglu hafi kærði ekki kannast við að hafa farið að [...] umrætt sinn og sagst ekki þekkja neinn sem þar byggi. Aðspurður út í fyrra atvikið, þ.e. ætlaða líkamsárás í Kringlunni hafi kærði kannast við að hafa slegið til A sem hafi þá borið hendurnar fyrir sig. Hafi kærði ekki viljað tjá sig um það hvers vegna hann hefði slegið til A. Ekki hafi náðst til þeirra tveggja aðila sem borið hafi verið um að hafi verið með kærða að [...]. Til rannsóknar séu mjög ófyrirleitin brot, þar sem í fyrra tilvikinu sé ráðist að A á almannafæri og að því er virðist án nokkurs aðdraganda. Í síðara tilvikinu sé farið er í heimildarleysi inn í íbúðarhúsnæði, með stórhættulegt vopn sem beitt sé á búsmuni og hótanir hafðar í frammi við annan húsráðanda sem sé heima þegar háttsemin eigi sér stað. Sterkur grunur sé um að kærði hafi verið að verki í báðum tilvikum. Sé hætta á ef kærði gengi laus að hann gæti torveldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á ætlaða samseka og/eða vitni og koma undan munum sem geti tengt hann og/eða ætlaða samseka við brotið. Þá sé talið að kærði hafi sýnt af sér slíka háttsemi að ætla megi að áðurgreindum A stafi hætta af honum gangi hann laus. Séu hin ætluðu brot talin varða við 217., 231., 233. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vísað sé til framangreinds, hjálagðra gagna og a- og d-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Eins og rakið hefur verið kemur fram í rannsóknargögnum málsins að hinn 12. maí sl. hafi verið haft í hótunum við mann og hann sleginn höggi í Kringlunni. Þá hafi verið ráðist inn á heimili mannsins, þar sem kona hans var stödd, og alvarlegar hótanir hafðar í frammi í garð mannsins. Þá hafi skemmdir verið unnar á heimilinu með háskalegu vopni. Eru brot talin varða við 1. mgr. 217. gr., 231. gr., 233. gr. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kærði er undir rökstuddum grun um að eiga aðild að þessu máli. Hann neitar sök en játar að hafa slegið til mannsins 12. maí sl. og að hafa farið á heimili mannsins 21. maí sl. Fyrir liggur að eftir á að yfirheyra vitni og finna aðra sakborninga og getur kærði haft áhrif á framburð þeirra haldi hann óskertu frelsi sínu. Þá er ástæða til að ætla að nauðsynlegt sé að verja umræddan mann fyrir kærða. Á þessum grundvelli er það niðurstaða í málinu að rétt sé að verða við kröfu lögreglu um að kærði sæti gæsluvarðhaldi skv. a- og d-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Verður gæsluvarðhaldi markaður sá tími sem krafist er. Sandra Baldvinsdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. maí nk. kl. 16:00.
Mál nr. 280/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25. maí 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á með sóknaraðila að fram sé kominn rökstuddur grunur um aðild varnaraðila meðal annars að líkamsárás, sem varðað getur hann fangelsisrefsingu samkvæmt 1. eða 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að dómurinn úrskurði að X, [kt.], til heimilis í Danmörku, sæti gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25. maí 2007, kl. 16:00. Í kröfu lögreglu kemur fram að fimmtudaginn 17. þ.m. hafi verið kallað á lögreglu að Y í Reykjavík vegna hugsanlegs innbrots í nágrannaíbúð. Hafði tilkynnandi farið inn í greinda íbúð og fundið þar brotaþola, A, [kt.], alblóðugan þar innandyra. Þegar lögreglumenn komu á vettvang lá brotaþoli í rúminu og var mikið blóð að sjá í kringum rúmið, í rúmfötum, á veggjum og gólfi. Var andlit brotaþola afmyndað sökum mikillar bólgu hægra megin í andliti, augu blóðhlaupin og storknað blóð víðs vegar á höfði og líkama. Í fyrstu kvaðst brotaþoli ekki vita hvað hefði átt sér stað og neitaði því að hafa orðið fyrir líkamsárás. Á vettvangi vakti athygli að útihurð að íbúð brotaþola hafði verið brotin upp og var hurðarkarmur brotinn. Greina mátti skófar á hurðinni. Blóðugt fingrafar var á stigahandriði á stigagangi fyrir framan íbúðina. Nágrannar á vettvangi könnuðust við að hringt hefði verið á dyrabjöllu og að aðila hefði verið hleypt inn á stigaganginn þá um morguninn. Kannaðist íbúi svo við í kjölfarið hafa heyrt óp frá íbúðinni. Í samtali við kærða á slysadeild kom fram að hann teldi aðila sem hann nefndi [...] hafa veitt honum áverkana. Af lýsingum að dæma töldu lögreglumenn að um kærða væri að ræða og staðfesti brotaþoli það eftir að honum var sýnd mynd af honum. Kvað brotaþoli nokkra aðila hafa verið hjá sér um nóttina og hafi kærði komið þangað. Hafi kærði verið ógnandi í hans garð og sakað hann um að hafa verið að reyna við fyrrverandi kærustu hans, B, [kt.]. Hefur barnsmóðir kærða staðfest að hún hafi hitt brotaþola og kærða um nóttina og átt við þá samtal. Einnig hefur komið fram hjá henni að kærði vissi að lögreglan leitaði hans vegna líkamsárásarinnar og hann hygðist ekki ætla að gefa sig fram við lögreglu. Á slysadeild var rætt við lækni sem annaðist brotaþola og liggur fyrir bráðabirgða­læknisvottorð í málinu. Afleiðingar ætlaðrar árásar voru nefbrot, kinnbeinsbrot, loft undir húð í andliti ásamt lofti í mjúkverjum háls aðliggjandi efri hluta loftvegar. Greindi læknir á slysadeild lögreglu svo frá að áætla mætti að áverkarnir stöfuðu af beitingu hnúajárns eða einhverju álíka barefli. Kærði neiti sök en kveðst hafa farið heim til brotaþola aðfaranótt 17. þ.m. þar sem hann var ósáttur við brotaþola en ekki hafi komið til átaka í umrætt skipti. Fyrir liggur að kærði er með áverka á hendi sem kann að tengjast meintri líkamsárás á brotaþola en kærði hafi greint frá því að tengist umferðaróhappi. Þykir fram kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi brotist inn á heimili brotaþola, veitt honum alvarlega líkamsáverka og yfirgefið hann mikið slasaðan. Meintur verknaður þykir alvarlegur með hliðsjón af áverkum og ætlaðri verknaðaraðferð. Rannsókn málsins er á frumstigi en nauðsynlegt þykir að kærði sæti gæsluvarðhaldi. Nauðsynlegt er að yfirheyra vitni, þ.m.t. brotaþola. Ekki liggur ljóst fyrir um dvalarstað kærða hér á landi og á eftir að gera húsleit þar í því skyni að leggja hald á sönnunargögn, þ.m.t. fatnað kærða sem hann klæddist þegar meintur verknaður átti sér stað. Einnig verður unnið að gagnaöflun um símnotkun kærða sem skýrt geta ferðir hans á umræddum tíma og samskipti við aðila sem veitt geta frekari upplýsingar í málinu. Nauðsynlegt er að yfirheyra kærða frekar um málið. Gangi kærði laus getur hann komið undan munum og gögnum sem hafa sönnunargildi og eða hann getur haft áhrif á framburði vitna. Þá liggur fyrir að kærði er búsettur í Danmörku og því nauðsynlegt að tryggja nærveru kærða hér á landi á meðan málið er til rannsóknar. Ætluð brot telst varða við 1. eða 2. mgr. 218. gr., 1. mgr. 220. gr. og 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en fyrrgreint brot varða að lögum fangelsisrefsingu. Með vísan til framanritaðs, framlagðra gagna og a- og b-liða 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Fyrir liggur í máli þessu að íbúi að Y í Reykjavík varð fyrir líkamsárás fimmtudaginn 17. maí sl. Samkvæmt rannsóknargögnum málsins eru verulegar líkur á að um sé að ræða brot gegn 1. eða 2. mgr. 218. gr. laga nr. 19/1940. Kærði er undir rökstuddum grun um að eiga aðild að þessu máli, en hann hefur neitað sök. Fyrir liggur að eftir á að yfirheyra vitni og getur kærði haft áhrif á framburð þeirra vitna haldi hann óskertu frelsi sínu. Sækjandi hefur hér fyrir dómi fullyrt að á þeim tíma sem gæsluvarðhald vari, verði það úrskurðað til 25. maí nk., verði náð utan um grundvallarþætti málsins. Verði eftir það eigi talin hætta á að kærði spilli rannsókn málsins, haldi hann frelsi sínu. Á þessum grundvelli er það niðurstaða í málinu að rétt sé að verða við kröfu lögreglu um að kærði sæti gæsluvarðhaldi skv. a lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður gæsluvarðhaldi markaður sá tími sem krafist er. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25. maí 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 258/2007
Kærumál Dánarbússkipti Frávísun frá héraðsdómi
Dánarbú A kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem hafnað var kröfu þess um að B afhenti sér Kjarvalsmálverk og standklukku. Voru atvik þau að eignir dánarbúsins nægðu ekki til að efna skuldbindingar þess og fór því um búskiptin eftir reglum um gjaldþrotaskipti. Um heimild fyrir kröfunni vísaði dánarbúið til 3. mgr. 82. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., en samkvæmt því getur skiptastjóri í þrotabúi krafist þess að þrotamanni eða forráðamanni félags eða stofnunar, sem er til gjaldþrotaskipta, verði með dómsúrskurði meðal annars gert að afhenda sér eign þrotabús. Þar sem ákvæðið veitti ekki heimild til að beina kröfu sem þessari að öðrum en þeim, sem getið er í ákvæðinu, varð því ekki beitt gegn B. Var málinu því vísað af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. maí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. apríl 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að afhenda sér olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval og standklukku. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að tekin verði til greina krafa hans um afhendingu framangreindra muna. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurður og kærumálskostnaðar. Samkvæmt gögnum málsins lést A 14. júní 2004 og var dánarbú hans tekið til opinberra skipta 9. september 2005. Eignir dánarbúsins munu ekki nægja til að efna skuldbindingar þess og hefur því verið farið með það eftir reglum um gjaldþrotaskipti, sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili telur sig eiga olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval og standklukku, sem varnaraðili hafi í umráðum sínum. Óumdeilt er að munir, sem sóknaraðili auðkennir á þennan hátt, séu í vörslum varnaraðila, sem er dóttir A heitins og meðal erfingja eftir hann, en hún hefur andmælt því að þessir munir tilheyri sóknaraðila. Með beiðni til héraðsdóms 27. febrúar 2007 krafðist sóknaraðili þess að varnaraðila yrði gert að afhenda sér munina. Mál þetta var þingfest af því tilefni 16. mars 2007, en með hinum kærða úrskurði var kröfu sóknaraðila sem fyrr segir hafnað. Um heimild fyrir framangreindri kröfu vísar sóknaraðili til 3. mgr. 82. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt því ákvæði getur skiptastjóri í þrotabúi krafist þess að þrotamanni eða forráðamanni félags eða stofnunar, sem er til gjaldþrotaskipta, verði gert með dómsúrskurði að afhenda sér eign þrotabús, sem hann hefur í vörslum sínum, eða veita aðgang að húsnæði, þar sem ástæða er til að ætla að finna megi eignir eða gögn búsins. Ákvæði þetta geymir ekki heimild til að beina kröfu sem þessari að öðrum en þeim, sem hér var getið, og verður því af þeim sökum ekki beitt gagnvart varnaraðila. Verður því ekki komist hjá að vísa máli þessu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi. Rétt er að málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 257/2007
Kærumál Sjálfræðissvipting
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að B yrði svipt sjálfræði á grundvelli a. liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 en sjálfræðissviptingunni markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. maí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 18. apríl 2007, þar sem sóknaraðili var svipt sjálfræði í tíu mánuði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissviptingu hennar verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Fallist er á með héraðsdómara að skilyrði a. liðar 4. gr. lögræðislaga séu fyrir hendi þannig að þörf sé á því að sóknaraðili verði svipt sjálfræði. Í vottorði yfirlæknis á bráðageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss 14. mars 2007 kemur fram það álit hans að sjálfræðissviptingin ætti ekki að vara skemur en átta mánuði og ekki lengur en tólf mánuði. Læknirinn gaf skýrslu fyrir héraðsdómi og telur að átta mánaða sjálfræðissvipting ætti að duga sem „fyrsta skref“. Verður sóknaraðili því svipt sjálfræði í átta mánuði frá uppsögu hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Sóknaraðili, B, er svipt sjálfræði í átta mánuði frá uppsögu hins kærða úrskurðar. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar héraðsdómslögmanns, 100.000 krónur.
Mál nr. 269/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 11. júní 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili kærði úrskurðinn fyrir sitt leyti 14. maí 2007 og krefst þess aðallega að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 6. júlí 2007 kl. 16. Til vara krefst sóknaraðili að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 11. maí 2007 klukkan 16, að viðstöddum fulltrúa sóknaraðila. Gögn málsins bera með sér að kæra sóknaraðila barst Héraðsdómi Reykjavíkur 14. maí 2007 klukkan 17.32. Kærufrestur samkvæmt 2. mgr. 144. gr. laga nr. 19/1991 var þá liðinn og kemur aðalkrafa sóknaraðila því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 270/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 11. júní 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili kærði úrskurðinn fyrir sitt leyti 14. maí 2007 og krefst þess aðallega að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 6. júlí 2007 kl. 16. Til vara krefst sóknaraðili að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 11. maí 2007 klukkan 15.30, að viðstöddum fulltrúa sóknaraðila. Gögn málsins bera með sér að kæra sóknaraðila barst Héraðsdómi Reykjavíkur 14. maí 2007 klukkan 17.32. Kærufrestur samkvæmt 2. mgr. 144. gr. laga nr. 19/1991 var þá liðinn og kemur aðalkrafa sóknaraðila því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 268/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. júní 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 267/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. júní 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjaness að X, kt. [kt.], [heimilisfang], verði með úrskurði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hans, þó eigi lengur en til 15. júní nk. kl. 16:00. Krafan er reist á ákvæðum c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Fyrir dóminum mótmælti ákærði kröfu lögreglustjórans um áframhaldandi gæsluvarðhald. Í kröfu lögreglustjórans kemur fram að þann 12. janúar sl. hafi ákærði verið úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi til 23. febrúar á grundvelli c.-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991, sbr. úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur, sá úrskurður hafi verið staðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands nr. 34/2007. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-134/2007 hafi ákærða verið gert að sæta áfram gæsluvarðahaldi, sömuleiðis með vísan til c.-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991, til 4. apríl, sbr. og dóm Hæstaréttar nr. 112/2007. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 4. apríl í máli nr. R-67/2007 hafi gæsluvarðhaldið verið framlengt til 23. apríl sl. Þá var gæsluvarðhaldið framlengt í máli nr. R-84/2007 til dagsins í dag kl. 16:00. Með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 31. janúar 2007, hafi verið höfðað opinbert mál á hendur ákærða, þar sem honum sé gefið að sök brot gegn 1. mgr. 259. gr., 244. gr., 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, auk fíkniefnalagabrots. Með tveimur ákærum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. febrúar og 22. mars sl., séu ákærða gefin að sök fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot, auk fíkniefna- og umferðarlagabrota. Þá hafi ríkissaksóknari gefið út ákæru á hendur ákærða 29. mars sl. fyrir brot gegn valdstjórninni. Aðalmeðferð í málum þessum hófst föstudaginn 27. apríl nk og verður fram haldið í dag. Við rannsókn mála ákærða hafi komið í ljós að ákærði sé í mikilli óreglu og án atvinnu. Brotaferill hans hafi verið samfelldur, en hann hafi hlotið 9 mánaða fangelsisdóm fyrir rán 6. júní 2006 og hafi hann lokið afplánun dómsins 29. nóvember sl. Þann 23. febrúar hafi honum með dómi Héraðsdóms Reykjaness verið gert að sæta fangelsi í 15 mánaði fyrir fjölda hegningarlaga- og umferðarlagabrota. Sá dómur sé ekki fullnustuhæfur, þar sem ákærði hafi áfrýjað honum til Hæstaréttar Íslands. Með vísan til brotaferils ákærða sé það mat lögreglustjóra að hann muni halda áfram afbrotum verði hann látinn laus. Fyrir liggi mat Hæstaréttar um nauðsyn þess að ákærði sæti áfram gæsluvarðhaldi og hafi ekkert fram komið sem gei breytt því mati. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c.-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 23. apríl sl. kemur fram að í ljósi tíðra brota ákærða megi fallast á að veruleg hætta sé á því að hann haldi áfram brotastarfsemi ef hann fer frjáls ferða sinna og því sé nauðsynlegt að ákærði sæti gæsluvarðhaldi meðan mál hans eru til lykta leidd. Féllst dómurinn því á að skilyrði væru til að ákærði sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 þar til málum hans yrði lokið fyrir dómi. Er ekkert það fram komið að leiði til breytts mats á því að skilyrði nefndrar lagagreinar teljist uppfyllt. Aðalmeðferð í máli ákærða var fram haldið í dag en ekki náðist að ljúka henni. Hefur verið ákveðið nýtt þinghald 23. maí nk. til framhalds aðalmeðferðarinnar og mun dómur verða kveðinn upp í framhaldi af því. Verður því fallist á kröfu lögreglustjórans um áframhaldandi gæsluvarðhald en rétt þykir að marka gæsluvarðhaldinu tíma til miðvikudagsins 13. júní nk. eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð:
Mál nr. 256/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, sbr. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 6. júní 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að sterkur grunur sé fyrir hendi um að kærði hafi framið það brot sem hann er grunaður um. Verður úrskurðurinn því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að X [kennitala] verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 6. júní nk. kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að vísað sé til kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir kærða, dags. 4. apríl sl. og úrskurð Héraðs­dóms Reykjavíkur í máli R-210/2007. Kærði hafi játað að hafa umrætt sinn misst stjórn á sér í samskiptum við brota­þola, náð í hníf og lagt til brotaþola. Framburður vitna af atvikinu sé á þá leið að eftir að sljákkaði í deilum á milli kærða og brotaþola hafi kærði farið fram í eldhús íbúðarinnar sem þeir voru í, sótt hníf og lagt til brotaþola. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið niðurstöðu rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði um lyfja- og alkóhólleit í blóði kærða. Þá sé beðið læknisvottorðs um ástand og batahorfur brotaþola. Sterkur rökstuddur grunur sé fyrir hendi þess efnis að kærði hafi framið brot gegn 211., sbr. 20. gr. eða 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1981, sem geti varðað allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. Verið sé að rannsaka árás þar sem beitt hafi verið stórhættulegu vopni í tvígang gegn brotaþola, í kvið og brjóst­kassa. Fyrir liggi bráðabirgðavottorð læknis, þar sem fram komi að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða. Telji lögreglustjóri brotið vera þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Lögreglustjóri vísar til framangreinds, hjálagðra gagna og 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Eins og rakið hefur verið og að öðru leyti með vísan til rann­sóknargagna hefur kærði játað brot sem getur varðað við 211., sbr. 20. gr. eða 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1981, sem geti varðað allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. Verjandi kærða kveður ekki ástæðu til þess að ætla að kærði muni brjóta af sér aftur á þennan hátt enda hafi hann verið undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá telur hann ekki réttlætanlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi lengur en orðið er. Fram kemur í gögnum málsins að beðið sé gagna frá rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði svo og læknisvottorðs um ástand og batahorfur brotaþola. Þegar litið er til alvarleika þess brots sem kærði er grunaður um svo og þess að lífshættulegur áverki hlaust af, verður að telja nauðsynlegt með tilliti til almanna­hags­muna, að kærði sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Þykja með vísan til framangreinds uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og verður því fallist á kröfu lögreglustjórans á höfuð­borgar­svæðinu eins og hún er fram sett. Sigríður Hjaltested settur héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærði, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðviku­dagsins 6. júní nk. kl. 16:00.
Mál nr. 218/2007
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur
H kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem máli hans gegn G hf. var vísað frá dómi sökum vanreifunar. Á það var fallist að málsgrundvöllur H væri á reiki. Þá var talið að eins og málið lá fyrir héraðsdómi hefði grundvöllur kröfu H verið svo vanreifaður að rétt hefði verið að vísa því frá dómi. Ekki var talið efni til að hagga því mati þótt H hefði lagt gögn fyrir Hæstarétt, sem var ætlað að skýra á hvaða grunni fjárkrafan væri reist. Hinn kærði úrskurður var því staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Hrafn Bragason. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. apríl 2007, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann aðallega málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar en til vara að málskostnaður og kærumálskostnaður falli niður. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Málavextir eru raktir í hinum kærða úrskurði. Þar er á því byggt að krafa sóknaraðila sé skaðabótakrafa og um það vísað til yfirlýsingar, sem kom fram við munnlegan málflutning, en frávísunin er rökstudd með því að af stefnu verði ekkert um það ráðið á hverju sóknaraðili reisi ætlað tjón sitt eða hvert það sé. Fallist er á að ekki verði skýrlega ráðið af stefnu málsins hvort krafa sóknaraðila gegn varnaraðila sé skaðabótakrafa eða krafa um endurgreiðslu á 537.688 krónum, sem sóknaraðili greiddi varnaraðila með fyrirvara. Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar segir að það komi skýrt fram í stefnu og öðrum framlögðum gögnum að dómkröfur hans séu um „endurgreiðslu fjármuna, sem varnaraðila áskotnuðust úr hendi kæranda á ólögmætan og ósanngjarnan hátt.“ Annars staðar í greinargerðinni segir hins vegar að með ætlaðri ólögmætri háttsemi hafi varnaraðili bakað sóknaraðila „bótaskylt tjón“ er nemi stefnukröfu og að málsgögn séu skýr um aðdraganda tjónsatviks. Málsgrundvöllur sóknaraðila er samkvæmt þessu ennþá á reiki. Af stefnu má ráða að ein meginmálsástæða sóknaraðila sé sú, að ábyrgð hans á greiðslu skuldabréfs 7. febrúar 2001 hafi fallið niður þegar bifreiðin ON 169 var seld og veðréttindum í henni, sem stóðu til tryggingar á greiðslu skuldarinnar, var aflýst 8. júlí 2004, gegn því að söluandvirðið 200.000 krónur yrði greitt inn á kröfuna, enda hafi ráðstöfun þessi ekki verið gerð með samþykki hans. Það er forsenda þess að framangreint geti hafa haft réttaráhrif að því er varðar skuldbindingu sóknaraðila sem ábyrgðarmanns, eins og hann heldur fram, að sýnt sé fram á að verðmæti bifreiðarinnar hafi verið hærra en að áður greinir. Í stefnunni er ekki gefið til kynna að sóknaraðili hyggist leggja fram gögn, leiða vitni eða beiðast dómkvaðningar matsmanna til að varpa ljósi á hvert hafi verið verðmæti bifreiðarinnar árið 2004. Er þar einungis fullyrt að verðmæti hennar hafi verið meira en 200.000 krónur og raunar meira en numið hafi kröfu varnaraðila á þessum tíma. Þá er þar vísað til þess að sönnunarbyrði „í málinu hvíli öll á herðum“ varnaraðila. Eins og málið lá fyrir héraðsdómi var grundvöllur kröfu sóknaraðila því svo vanreifaður að rétt var að vísa því frá dómi. Ekki eru efni til að hagga mati héraðsdómara að þessu leyti þó að sóknaraðili hafi lagt gögn fyrir Hæstarétt, sem er ætlað að varpa ljósi á verðmæti bifreiðarinnar þegar veðinu var aflétt. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 214/2007
Kærumál Fjárnám
Fjárnám var gertí bát í eigu S ehf. í október 2006 án þess að mætt væri að hálfu kröfuhafa, L.Í desember sama ár var að beiðni L aftur gert fjárnám hjá S ehf. til tryggingarsömu kröfu. Félagið krafðist ógildingar á síðargreinda fjárnáminu. Ekki varfallist á að fyrra fjárnámið hefði verið markleysa þó að framkvæmd þess hafifarið í bága við 1. mgr. 23. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Þar sem í lögunumnyti ekki heimildar til að gera fjárnám vegna kröfu sem þegar hefði veriðtryggð með fjárnámi, án þess að fyrra fjárnámið hefði verið endurupptekið,fellt úr gildi eða runnið sitt skeið á enda, var fjárnámsgerðin frá desember2006 felld úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þettadæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir ogJón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. apríl 2007, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlandseystra 10. apríl 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fjárnám, semsýslumaðurinn á Akureyri gerði hjá honum 20. desember 2006 að kröfuvarnaraðila, yrði fellt úr gildi. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr.90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að framangreint fjárnám verði felltúr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilikrefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Svo semfram kemur í hinum kærða úrskurði var hinn 26. október 2006 gert fjárnám hjásóknaraðila í vélbátnum Afa Agga EA 399 til tryggingar kröfu varnaraðila aðfjárhæð 2.808.942 krónur. Í málinu er upplýst að fjárnámið var gert án þess aðmætt væri af hálfu varnaraðila, þótt annað hafi verið skráð í bókun um gerðina.Fór þetta í bága við 1. mgr. 23. gr. laga nr. 90/1989. Af þessu leiðir þó ekkiað fjárnámsgerðin verði markleysa, eins og lagt er til grundvallar í hinumkærða úrskurði, heldur verður sá sem vill hnekkja henni að leita endurupptökueftir ákvæðum 9. kafla laga nr. 90/1989 eða skjóta henni til héraðsdóms eftirákvæðum 15. kafla sömu laga séu skilyrði til þess uppfyllt. Í lögunum nýturekki heimildar til að gera fjárnám vegna kröfu sem þegar hefur verið tryggð meðfjárnámi, án þess að fyrra fjárnámið hafi verið endurupptekið, fellt úr gildieða runnið skeið sitt á enda. Voru því ekki lögmæt skilyrði til þess aðframkvæmd yrði fjárnámsgerð sú 20. desember 2006, sem aðilar deila um í þessumáli. Samkvæmtframansögðu verður fallist á kröfu sóknaraðila og varnaraðili dæmdur til aðgreiða honum málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og í dómsorðigreinir. Dómsorð: Fjárnám,sem sýslumaðurinn á Akureyri gerði 20. desember 2006 fyrir kröfu varnaraðila,Lífeyrissjóðs Norðurlands, á hendur sóknaraðila, Snudda ehf., er fellt úrgildi. Varnaraðili greiði sóknaraðila samtals300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Mál nr. 219/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. apríl 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til föstudagsins 11. maí 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 217/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. apríl 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. maí 2007, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Skilja verður kæru varnaraðila svo að hann krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um að X, fd. 6. janúar 1979, til heimilis í Litháen, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. maí 2007, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafi kærði komið til landsins 7. mars sl. Kærði sé ekki með vinnu hér á landi og hafi ekki sótt um dvalarleyfi. Kærða var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 13. mars 2007 gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b. og c. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991. Með dómi Hæstaréttar 15. mars 2007 var úrskurðurinn felldur úr gildi, þar sem ekki þótti nægjanlega fram komið að skilyrðum b. eða c. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 væri fullnægt, en kærða hins vegar gert að sæta farbanni allt til 30. mars 2007 kl. 16. Með dómi Hæstaréttar 26. mars 2007 var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag með skírskotun til c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi höfðað í dag opinbert mál á hendur kærða með útgáfu ákæru. Samkvæmt ákæruskjali er honum gefið að sök : 1. hylmingu með því að hafa mánudaginn 12. mars 2007, haft í vörslum sínum og reynt að selja, þrjú armbandsúr af gerðinni Raymond Weil, samtals að verðmæti 262.780 krónur, en armbandúrunum var stolið úr skartgripaversluninni MEBU í Kringlunni á tímabilinu 10. til 11. mars 2007. 2. vopnalagabrot, með því að hafa í ofangreint sinn borið bitvopn á almannafæri og átt tvö táragasvopn sem lögregla fann við leit á honum og dvalarstað hans. 3. þjófnað, með því að hafa í verslun B.T. að Fjarðargötu 13 í Hafnarfirði, sunnudaginn 18. mars 2007, stolið fartölvu af gerðinni Thoshiba Satellite, að verðmæti 179.999 krónur. 4. þjófnað, með því að hafa, í verslun B.T. að Skeifunni 11 í Reykjavík, miðvikudaginn 21. mars 2007, stolið fartölvu af gerðinni Fujitsu Simens, að verðmæti 149.999 krónur. Kærði hafi hjá lögreglu viðurkennt aðild sína að ofangreindum brotum. Lögreglustjóri telji yfirgnæfandi líkur fyrir því að kærði muni halda áfram afbrotum verði hann látinn laus. Fyrir liggur mat Hæstaréttar um nauðsyn þess að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi og hefur ekkert fram komið sem getur breytt því mati. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála er niðurstaða úrskurðar þessa sú, að fallast beri að fullu á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð: Kærði, X, litháskur ríkisborgari, fd. 6. janúar 1979, til heimilis í Litháen, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. maí 2007, kl. 16:00.
Mál nr. 199/2007
Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður staðfestur
Með úrskurði kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi voru felldar úr gildi ákvarðanir F um að M, ásamt sex öðrum aðilum, færu sameiginlega ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í Sparisjóði Hafnarfjarðar. F stefndi M og krafðist þess að úrskurður nefndarinnar yrði felldur úr gildi. Þegar málið var til meðferðar í héraði var samþykktur samruni Sparisjóðs vélstjóra og framangreinds sparisjóðs og var þeim síðarnefnda slitið án skuldaskila. Við samrunann varð til nýr sparisjóður og þar sem úrskurðurinn, sem krafist var ógildingar á, tók ekki til eignar í þessum nýja sparisjóði, var talið að dómur um kröfu F fæli í sér svar við lögspurningu og að stofnunin hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Vísaði héraðsdómur því málinu frá dómi og var frávísunin staðfest af Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. mars 2007, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili aðallega kærumálskostnaðar, en til vara málskostnaðar í héraði. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 11. apríl 2007. Hann krefst þess að úrskurðurinn verði staðfestur um annað en málskostnað, sem sóknaraðila verði gert að greiða á báðum dómstigum. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, sbr. einnig 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Fjármálaeftirlitið, greiði varnaraðila, Magnúsi Ármann, 150.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 8. mars sl., er höfðað með stefnu birtri 31. október sl. Stefnandi er Fjármálaeftirlitið, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík. Stefndi er Magnús Ármann, Laufásvegi 69, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að felldur verði úr gildi úrskurður kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1988 frá 4. ágúst 2006 í málinu nr. 5/2006. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að málinu verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður. Þá krefst stefndi málskostnaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar. Með úrskurði 8. febrúar var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Krafan byggðist á því að stefnandi ætti ekki málshöfðunarheimild, frestur til málshöfðunar væri liðinn og málstaður stefnanda vanreifaður. Í tilefni af því að fram er komið að eftir að mál þetta var höfðað runnu Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður vélstjóra saman og sá síðarnefndi tók við réttindum og skyldum Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá 1. janúar ákvað dómari að gefa lögmönnum kost á því að tjá sig um það álitaefni hvort vísa bæri máli þessu frá dómi ex officio. MÁLSATVIK Atvik máls þessa eru þau, að á árinu 2005 samþykkti stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar framsal á stofnfjárhlutum í sparisjóðnum til stefnda. Stefnandi hóf rannsókn á því hvort stofnast hefði virkur eignarhlutur með stofnfé í Sparisjóðnum, í skilningi laga nr. 161/2002. Með bréfi 7. febrúar 2006 tilkynnti stefnandi stefnda að stefndi teldist, ásamt fleiri stofnfjáreigendum, aðili að virkum eignarhlut sem hefði myndast í Sparisjóði Hafnarfjarðar, án þess að lagaskilyrða hefði verið gætt. Var stefnda svo tilkynnt 20. febrúar 2006 um þá ákvörðun stefnanda að stefndi teldist aðili að virkum eignarhlut og að atkvæðisréttur hans yrði takmarkaður þannig að hann, ásamt fjórum öðrum, færi ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í sparisjóðnum, sbr. 3. mgr. 70. gr. laga nr. 161/2002. Hinn 16. maí 2006 skrifaði stefnandi stefnda bréf þar sem fram kom að tveir menn til viðbótar teldust vera aðilar að hinum óbeina virka eignarhlut, og að þeir skyldu ekki fara með meira en 5% atkvæðisréttar sameiginlega. Stefndi kærði ákvarðanir stefnanda til kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Kærunefndin kvað upp úrskurð 4. ágúst 2006 og felldi ákvarðanir stefnanda úr gildi, meðal annars með vísan til þess að stefnandi hefði við málsmeðferð brotið gegn reglum stjórnsýslulaga. Stefnandi skaut málinu til dómstóla með heimild í bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 87/1998, sbr. 10. gr. laga nr. 67/2006. Stefndi lét bóka í þinghaldi 8. mars sl. að hann teldi stefnanda ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrslitum málsins. Byggir stefndi á því að við samruna Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra hafi Sparisjóði Hafnarfjarðar verið slitið án skuldaskila. Fjármálaeftirlitið hafi samþykkt samrunann og Sparisjóður vélstjóra hafi tekið yfir öll réttindi og skyldur Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem sé þar af leiðandi ekki lengur til. Sé það mat stefnda að vísa beri málinu frá án kröfu enda verði dómstólar ekki spurðir álits á lögfræðilegum efnum. Stefnandi kveðst ennþá hafa hagsmuni af úrlausn málsins. Hafi hann í fyrsta lagi hagsmuni af því að vita hvort hann hafi brotið gegn formreglum þegar hin umdeilda ákvörðun var tekin. Þá hafi álitaefnið um hvort um hafi verið að ræða lögbrot stefnda ennþá þýðingu. Snúist málið um afmarkað sakarefni á tilteknum tíma, sem skipti máli að lögum að fá efnislega úrlausn um. NIÐURSTAÐA Á fundi stofnfjárfesta í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. desember 2006 var samþykktur samruni sparisjóðsins og Sparisjóðs vélstjóra. Var Sparisjóði Hafnarfjarðar slitið án skuldaskila við sameiningu sjóðanna. Fjármálaeftirlitið samþykkti samrunann 8. desember og Sparisjóður vélstjóra tók yfir öll réttindi og skyldur Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá og með 1. janúar sl. Til varð nýr sparisjóður, er hefur fengið nafnið Byr. Stefnanda er í lögum nr. 161/2002 fengin heimild til eftirlits með fjármálafyrirtækjum, svo sem Sparisjóði Hafnarfjarðar, og laut úrskurðurinn sem krafist er ógildingar á í máli þessu að ákvörðun innan hans. Eftir að kærunefndin hafði fellt úr gildi ákvörðun stefnanda um atkvæðavægi stefnda og fleiri stofnfjáreigenda, var tekin ákvörðun á stofnfjárfundi um að slíta sparisjóðnum og sameina hann Sparisjóði vélstjóra. Stefnandi samþykkti ákvörðun þessa, og samruna sparisjóðanna tveggja. Ákvörðunin sem krafist er að verði ógilt tekur ekki til eignar í hinum nýja sparisjóði, Byr, eða ákvarðanatöku innan hans, heldur í sjóði sem er ekki lengur til. Verði ákvörðunin felld úr gildi raknar við ákvörðun sem átti við ástand í eldra sparisjóði sem hefur nú verið slitið. Telja verður því að ógilding á úrskurði kærunefndarinnar myndi engu breyta um réttarstöðu málsaðila nú. Dómur um kröfur stefnanda fæli í sér svar við lögspurningu og telur dómari að stefnandi hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Samkvæmt þessu verður máli þessu vísað frá dómi. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Fjármálaeftirlitið, greiði stefnda, Magnúsi Ármann, 200.000 krónur í málskostnað.