Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
181
| Summary
stringlengths 74
3.53k
| Text
stringlengths 125
8.04k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 283/2004 | Kærumál Dánarbússkipti Erfðaskrá Lögarfur | Deilt var um skýringu á ákvæði sameiginlegrar og gagnkvæmrar erfðaskrár X og Y þar sem tekið var fram að um arf eftir það sem lengur lifði skyldi fara að ákvæðum erfðalaga nr. 8/1962. Í héraðsdómi var litið svo á að erfðaskráin fæli ekki í sér ráðstöfun á eignum X og Y með öðrum hætti en mælt væri fyrir um í 1. mgr. 6. gr. erfðalaga, enda hefðu engin gögn legið fyrir í málinu sem bentu til þess að vilji þeirra hefði staðið til þess að arfurinn rynni eingöngu til ættmenna X sem lifði eiginmann sinn. Var erfðaskráin því skýrð þannig að hin almenna tilvísun til erfðalaganna fæli í sér að um skipti eftir X færi eftir 1. mgr. 6. gr. laganna þannig að arfurinn skiptist til helminga milli skyldmenna X annars vegar og Y hins vegar. Var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. júlí sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. júní 2004, þar sem fallist var á með varnaraðilum að dánarbúi X skyldi skipt að jöfnu milli erfingja hennar og Y í samræmi við 1. mgr. 6. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðilar krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi og að systkinabörn X standi ein til lögerfða. Þá krefjast þau málskostnaðar úr hendi varnaraðila í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðilum gert að greiða sér málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Þar sem varnaraðilar hafa ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti kemur krafa þeirra um málskostnað í héraði ekki til úrlausnar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 323/2004 | Kærumál Fjármál hjóna Búskipti | Í málinu deildu aðilar um við hvaða tímamark skyldi miða úrlausn um eignir og skuldir við opinber skipti á búi þeirra. Með vísan til skýrra ákvæða 1. mgr. 101. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, sbr. og 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., var fallist á kröfu M um að miða skyldi við það tímamark er sýslumaður tók fyrst fyrir umsókn K um leyfi til skilnaðar að borði og sæng. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. júlí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. ágúst sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 13. júlí 2004, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að upphafstímamark við opinber skipti á búi hennar og sóknaraðila skyldi miðast við 26. september 2001. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að úrskurði héraðsdóms verði hrundið og fyrrgreint tímamark verði miðað við 22. ágúst 2002. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur, en til vara að upphafstímamark við opinber skipti á búi aðila skuli miðast við 1. október 2001. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Málsaðilar munu hafa gengið í hjónaband árið 1971, en af gögnum málsins má ráða að slitnað hafi upp úr sambúð þeirra um haustið 2001. Er fram komið að það haust og fyrri hluta ársins 2002 áttu sér stað viðræður milla aðila um skipti á eignum þeirra. Að kröfu varnaraðila var bú þeirra tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands 10. september 2002. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði lýtur ágreiningur málsaðila eingöngu að því við hvaða tímamark skuli miða upphaf skipta á búi þeirra. Sóknaraðili telur að miða skuli við 22. ágúst 2002, er bókuð var í hjónaskilnaðarbók sýslumannsins á Selfossi krafa varnaraðila um skilnað að borði og sæng. Hins vegar vill varnaraðili aðallega miða við 26. september 2001, þar sem hún hafi þá leitað til sýslumanns eftir heimild til skilnaðar að borði og sæng, þó ekki hafi verið formlega bókað um þá fyrirtöku. Í hinum kærða úrskurði eru rakin þau lagaákvæði sem til skoðunar koma þegar ákveðið er tímamark til viðmiðunar við úrlausn um eignir og skuldir hjóna. Skal það vera er sýslumaður tók fyrst fyrir umsókn um leyfi til skilnaðar, nema sammæli hjóna sé um að miða við annað. Í bréfi sýslumanns 30. mars 2004 segir að sóknaraðili hafi komið á skrifstofu sýslumanns „síðla árs 2001 í þeim tilgangi að fá upplýsingar um feril skilnaðarmála hjá sýslumanni vegna skilnaðar hennar og þáverandi eiginmanns hennar“. Þá segir í bréfinu að þar sem ekki hafi verið bókað um mætingu varnaraðila á skrifstofu sýslumannsins sé „ekki hægt að staðfesta nákvæma dagsetningu um komu hennar.“ Af bréfi þessu verður ekki séð að þá hafi verið tekin fyrir krafa varnaraðila um skilnað að borði og sæng milli hennar og sóknaraðila. Ekki verður heldur ráðið af gögnum málsins að á einhverju stigi hafi náðst samkomulag milli aðila um að miða upphaf skipta við tiltekið tímamark. Með vísan til skýrra ákvæða 1. mgr. 101. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, sbr. og 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991, verður því fallist á kröfu sóknaraðila um að miða skuli úrlausn um eignir og skuldir í búi málsaðila við 22. ágúst 2002, er sýslumaður tók fyrst fyrir umsókn varnaraðila um leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Við opinber skipti á búi sóknaraðila, M, og varnaraðila, K, skal við úrlausn um eignir og skuldir í búinu miðað við 22. ágúst 2002. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 293/2004 | Kærumál Víxill Fjárnám | H krafðist þess að fellt yrði úr gildi fjárnám, sem gert var að kröfu K hf. á grundvelli víxils. Var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfum H. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. júlí sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 16. júní 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að hnekkt yrði fjárnámi, sem sýslumaðurinn á Blönduósi gerði hjá honum 17. mars 2004 fyrir kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind fjárnámsgerð verði felld úr gildi. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Í kæru og greinargerð til Hæstaréttar ber sóknaraðili fram allmargar nýjar málsástæður. Á þeim verður ekki byggt við úrlausn málsins. Vísast um það til 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991 og 4. mgr. 150. gr. og 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 17. gr. laga nr. 38/1994. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Hjalti Jósefsson, greiði varnaraðila, Kaupþingi Búnaðarbanka hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 324/2004 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Samningur | M ehf. krafðist þess að krafa hans á vangreiddri leigu yrði samþykkt sem búskrafa samkvæmt 110. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. í þrotabúið. Í málinu lá fyrir samningur milli aðila um kaup á tiltekinni fasteign. Deildu aðilar um hvort vanskil þrotabúsins á leigu hennar teldist hluti af kaupverðinu samkvæmt samningnum. Talið var að skýra bæri samninginn þannig að greiðsla á umræddum leiguvanskilum teldist hluti af kaupverði fasteignarinnar. Var kröfu M ehf. því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júlí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. ágúst sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí 2004, þar sem staðfest var sú afstaða skiptastjóra varnaraðila að krafa sóknaraðila að fjárhæð 29.731.257 krónur fái ekki komist að við skipti á þrotabúi Móa hf. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að krafa hans verði samþykkt sem búskrafa samkvæmt 110. gr. laga nr. 21/1991 við skipti á þrotabúinu. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 297/2004 | Kærumál Óvígð sambúð Opinber skipti | M krafðist að fram færu opinber skiptitil fjárslita milli hans og K vegna loka óvígðrar sambúðar. Með vísan til þessað veruleg óvissa væri um það hvort sambúð aðila hefði verið lokið áður entiltekin fasteign var keypt, og þar með hvort hún ætti að koma undir skiptin,og þess að aðilar áttu að minnsta kosti bifreið og innbú við sambúðarslitin,þótti ekki unnt að synja kröfu M á þeim grundvelli að aðilar hefðu veriðeignalausir við sambúðarslitin. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og ÓlafurBörkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 9. júlí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 2004, þar semfallist var á kröfu varnaraðila um að fram fari opinber skipti til fjárslitamilli hans og sóknaraðila vegna loka óvígðrar sambúðar. Kæruheimild er í 133.gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þessaðallega að kröfu varnaraðila um opinber skipti verði vísað frá dómi, en tilvara að henni verði hafnað. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látiðmálið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hinskærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekkidæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður erstaðfestur. |
Mál nr. 302/2004 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Tryggingarbréf Veðréttur | K hf. krafðist þess að veðkröfur hans samkvæmt tveimur tryggingarbréfum, upphaflega gefin annars vegar út af Móum hf. og hins vegar Ferskum kjúklingum ehf., yrðu viðurkenndar við skipti á búi Þ. Í héraðsdómi var talið að afmörkun veðandlags vegna fyrra bréfsins væri nægilega skýr og því fallist á að sú krafa nyti stöðu veðkröfu í Þ. Þá var fallist á að síðargreinda bréfið hefði við sameiningu þess félags og Móa hf. orðið að veði í eignum Móa hf. Sérstaklega var tekið fram í Hæstarétti að lög stæðu ekki til þess að nauðsynlegt hefði verið að láta þinglýsa tryggingarbréfinu að nýju við samrunann og flutninginn í annað þinglýsingaumdæmi þótt fallast mætti á að það hefði verið öruggara með tilliti til viðskiptalífsins. Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest, en kostnaður við málið felldur niður. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. júlí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí sl., þar sem viðurkennt var að krafa varnaraðila að fjárhæð 52.766.794 krónur nyti stöðu veðkröfu í almennum kröfum samkvæmt vörureikningum í eigu sóknaraðila samkvæmt tryggingarbréfi nr. 7919, upphaflega útgefnu af Ferskum kjúklingum ehf. 25. maí 2001 að fjárhæð 30.000.000 krónur, auk verðbóta, dráttarvaxta og alls kostnaðar. Jafnframt var viðurkennt að krafa varnaraðila að fjárhæð 74.782.799 krónur njóti stöðu veðkröfu í þrotabúi Móa hf. samkvæmt tryggingarbréfi nr. 7630, upphaflega gefnu út af Móum ehf. þann 5. janúar 2000, að fjárhæð 40.000.000 krónur, auk verðbóta, dráttarvaxta og alls kostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurði héraðsdóms verði felldur úr gildi og framangreindar kröfur varnaraðila njóti ekki stöðu veðkrafna við skipti á búi hans. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar kærðs úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvikum og málsástæðum aðila er ítarlega lýst í héraðsdómi. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann að því er varðar stöðu veðkröfu í þrotabú Móa hf. samkvæmt tryggingarbréfi nr. 7630. Tryggingarbréf nr. 7919 var útgefið af Ferskum kjúklingum ehf., Garðatorgi 1 í Garðabæ 25. maí 2001 til tryggingar skaðlausri greiðslu á öllum fjárskuldbindingum fyrirtækisins, eins og þær væru á hverjum tíma við Búnaðarbanka Íslands hf. Með bréfinu var Búnaðarbanka Íslands hf. veðsett með 1. veðrétti „Allar almennar kröfur samkvæmt vörureikningum, hverju nafni sem nefnast, sem veðsali á nú eða eignast síðar í atvinnurekstri sínum á hverjum tíma,- allt í samræmi við 47. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð.“ Með tilvitnuðu ákvæði er rekstaraðila heimilað að veðsetja þær almennu kröfur, sem hann á eða fær í rekstri sínum eða aðgreindum hluta rekstrarins. Samkvæmt ákvæðinu leysist skuldari vörureiknings undan greiðsluskyldu sinni með greiðslu til kröfuhafa ef hann hefur ekki fengið tilkynningu um annan viðtakanda greiðslu. Jafnframt er tekið fram að slíkur samningur öðlist réttarvernd gagnvart þriðja manni við þinglýsingu á blað rekstraraðila í lausafjárbók. Tryggingarbréfið var móttekið til þinglýsingar hjá embætti sýslumanns í Hafnarfirði sama dag og það var útgefið. Í málinu er ekki deilt um gildi þess að því er varðar vörureikninga fyrirtækisins Ferskra kjúklinga ehf. Í héraðsdómi er því lýst að félagið var sameinað Móum hf., fuglabúi. Samrunaáætlun hafi verið dagsett 28. febrúar 2002 og í yfirliti hlutafélagaskrár sé vísað í staðfestingu á hluthafafundum beggja félaganna. Félagið Ferskir kjúklingar ehf. var afskráð 20. júní 2002. Bú sóknaraðila Móa hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 5. nóvember 2003. Á sérstökum skiptafundi 19. febrúar 2004 með skiptastjóra þrotabúsins og lögmanni varnaraðila var rætt um ágreining þeirra um hvort áðurnefnt tryggingarbréf nr. 7919 hafi við sameiningu Ferskra kjúklinga ehf. og Móa hf. undir kennitölu þess síðarnefnda orðið að veði í eignum Móa hf., en samkvæmt gögnum málsins er óumdeilt að vörureikningar stílaðir á Ferska kjúklinga ehf. finnast ekki í þrotabúi Móa hf. Þar sem ekki tókst að jafna ágreining aðila um þetta atriði meðal annars vísaði skiptastjóri álitaefninu til úrskurðar héraðsdóms samkvæmt ákvæðum 171. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991. Sóknaraðili heldur því fram að til þess að slík veðsetning, sem hér um ræði, öðlist réttarvernd gagnvart grandlausum þriðja manni þurfi þinglýsingu í lausafjárbók. Einnig hljóti að þurfa að þinglýsa grundvallarbreytingu á veðandlaginu svo sem að það taki til eigna í eigu annars félags en tilgreint sé í bréfinu sjálfu, svo réttindin haldi gildi sínu gagnvart veðhafa sem og grandlausum þriðja manni. Slík skylda hafi verið enn brýnni í þessu tilviki þar sem veð í eignum félagsins Ferskra kjúklinga ehf. hafi verið skráð í lausafjárbók í Hafnarfirði. Sá sem hefði skoðað lausafjárbók eftir sameiningu félaganna til að aðgæta um veðstöðu Móa hf. hjá sýslumanninum í Reykjavík, en þar beri að þinglýsa veðskuldbindingum þess fyrirtækis, hefði því ekkert fundið þar um þetta veðbréf. Hafi veðhafi viljað viðhalda réttindum sínum hefði honum borið að tilgreina breytingar í viðaukaskjali við bréfið og þinglýsa því að það tryggi eftirleiðis einnig skuldir Móa hf. og að veðsetningin taki eftirleiðis einnig til vörureikninga sem gefnir verði út í atvinnurekstri Móa hf. Þetta hafi varnaraðili ekki gert. Varnaraðili bendir á að samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 beri að birta samrunaáætlun í Lögbirtingablaði í þeim tilgangi að allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta fái upplýsingar um hana. Sóknaraðila og öðrum hafi því mátt vera fullkunnugt um umræddan samruna. Tryggingabréfinu hafi verið þinglýst í lausafjárbók í samræmi við 1. mgr. 47. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978. Samkvæmt því sem fram komi í 4. mgr. þess ákvæðis sé ekki nauðsynlegt að þinglýsing fari fram að nýju þegar eigendaskipti verði að eign eða eigandi flytjist úr þinglýsingarumdæmi. Enn síður ættu slík sjónarmið við þegar um samruna sé að ræða en hann lúti sérstökum reglum. Í 2. mgr. 119. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 segir að sé einkahlutafélag yfirtekið við samruna gildi ákvæði XIV. kafla laga nr. 138/1994 um slit þess félags. Samkvæmt 102. gr. síðarnefndu laganna telst yfirteknu félagi slitið og réttindi þess og skyldur runnar til yfirtökufélagsins þegar tiltekin skilyrði eru uppfyllt, þar á meðal að samruninn hafi verið samþykktur í samrunafélögunum. Ágreiningslaust er að samruni Ferskra kjúklinga ehf. og Móa hf. hafi farið fram með lögformlegum hætti og fyrrnefnda félagið runnið saman við það síðarnefnda og verið síðan afskráð. Hlutafélagaskrá var send samrunaáætlunin, ásamt skýrslu endurskoðanda í samræmi við 1. mgr. 98. gr. um einkahlutafélög og var birt í Lögbirtingablaði samkvæmt 1. mgr. 125. gr. laganna. Eftir 4. mgr. 47. gr. þinglýsingalaga má eigandi lausafjár sem veðsett hefur verið, og veðsetningunni síðan þinglýst, láta þinglýsingu fara fram að nýju flytji hann úr þinglýsingaumdæmi, en þarf þess ekki. Lög standa því ekki til þess að nauðsynlegt hafi verið að láta þinglýsa tryggingarbréfi nr. 7919 að nýju við samrunann og flutninginn í annað þinglýsingaumdæmi þótt fallast megi á að það hefði verið öruggara með tilliti til viðskiptalífsins, eins og hér stóð á. Með framangreindum athugasemdum en annars með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur einnig að því er varðar tryggingarbréf nr. 7919. Rétt er með vísun til málsatvika að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður nema um málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 230/2004 | Kærumál Dánarbússkipti Lífsgjöf Skuldajöfnuður | X átti, ásamt tveimur öðrum, jörðina S. Meðeigendur X óskuðu eftir að kaupa eignarhluta X í jörðinni. Erfiðlega hafi gengið að ná samningum og hafi meðeigendurnir því fengið Magnús Leópoldsson löggiltan fasteignasala til að gera verðmat á jörðinni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 20. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. júní sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 2004, þar sem varnaraðila var gert að greiða dánarbúi X 699.942 krónur með dráttarvöxtum frá 7. apríl 2004 til greiðsludags. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt þannig að varnaraðila verði gert að greiða dánarbúi X 2.762.462 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. nóvember 2003 til greiðsludags. Þá krefjast þau málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. I. Faðir málsaðila, X, lést [...] 2001. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 17. maí 2002 var dánarbú hans tekið til opinberra skipta. Ágreiningur reis meðal erfingja. Krafðist skiptastjóri með vísan til 122. gr. laga nr. 20/1991 úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur um þann ágreining með bréfi 21. september 2003. Sóknaraðilar telja varnaraðila í skuld við dánarbúið. Stafi sú skuld annars vegar af því að hluta af söluandvirði eignarhluta föður málsaðila í landi [...] í Borgarbyggð, sem seldur var 24. maí 1999, hafi verið ráðstafað til varnaraðila og hins vegar af því að varnaraðili hafi tekið fé af bankareikningum föður þeirra og nýtt í eigin þágu. Með hinum kærða úrskurði var skorið úr þessum ágreiningi. II. X seldi 1/6 hluta jarðarinnar [...] í Borgarbyggð með kaupsamningi og afsali 24. maí 1999. Kaupverðið, 3.900.000 krónur að frádregnum 63.322 krónum vegna uppgjörs á veiðileigu fyrir Norðurá, var greitt samdægurs til lögmanns þess, sem gætti hagsmuna X við söluna. Lögmaðurinn gaf 28. sama mánaðar út reikning að fjárhæð 260.960 krónur vegna starfa sinna við söluna. Þann sama dag gaf lögmaðurinn út tékka til X að fjárhæð 3.575.718 krónur, sem nam söluverði eignarhlutans í jörðinni að fádregnum framangreindum fjárhæðum vegna veiðileigu og lögmannsþóknunar. X framseldi tékka þennan eyðuframsali. Meðal gagna málsins er viðskiptakvittun frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis 28. maí 1999. Í fyrirsögn hennar er X tilgreindur viðskiptamaður. Í texta kvittunarinnar eru innlegg sundurliðuð í tvennt. Annars vegar 1.300.000 krónur og hins vegar 2.275.718 krónur og er kennitala varnaraðila tilgreind á eftir orðinu greiðandi varðandi þau bæði. Neðst á kvittuninni er síðan textinn „ávísanir 3.575.718,00“ og „samtals út 3.575.718,00“. Loks er meðal gagna málsins tékki að fjárhæð 1.300.000 krónur útgefinn sama dag af sparisjóðnum til varnaraðila. Í hinum kærða úrskurði er rakin frásögn varnaraðila þess efnis að X hafi farið með tékkann í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, innleyst hann og keypt annan tékka að fjárhæð 1.300.000 krónur á nafni varnaraðila fyrir hluta andvirðisins, sem hann hafi afhent varnaraðila að gjöf. Ekki verður talið með hliðsjón af framanrituðu að tilgreining X sem viðskiptamanns á framangreindri viðskiptakvittun renni ein sér nægilegum stoðum undir þessa frásögn varnaraðila. Þar sem engin önnur gögn styðja fullyrðingar hans hefur varnaraðila ekki tekist að sanna að X hafi ráðstafað 1.300.000 krónum af söluverð eignarhlutans í [...] sem gjöf til hans. III. Kröfugerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti er í annan stað reist á því að varnaraðili sé í skuld við dánarbúið um 1.462.462 krónur, sem séu óheimilar úttektir hans af reikningi föður málsaðila umfram innborganir á árunum 1999 til 2001. Er það í samræmi við endanlega kröfugerð sóknaraðila í héraði að öðru leyti en því að þau fallast á niðurstöðu héraðsdóms um að varnaraðili verði ekki endurkrafinn um 100.000 króna úttekt föður málsaðila af reikningi sínum, sem hann greiddi inn á greiðslukortareikning eiginkonu varnaraðila. Á skiptafundi í dánarbúi X 12. desember 2002 var tekin sú ákvörðun að láta ekki opna aftur fyrir rafmagn til sumarbústaðar í eigu búsins, en lokað hafði verið fyrir það. Varnaraðili, sem ekki var viðstaddur umræddan skiptafund, lét upp á sitt eindæmi opna aftur fyrir rafmagnið. Gerir hann kröfu um að kostnaður, sem hann greiddi vegna rafmagns og hita í bústaðnum, að fjárhæð 109.650 krónur komi til skuldajöfnuðar á móti endurgreiðslukröfu sóknaraðila. Aðila greinir á um hvort nauðsyn hafi borið til að opna aftur fyrir rafmagnið til að forða bústaðnum frá skemmdum. Hefur varnaraðili engin gögn lagt fram um nauðsyn þess. Getur hann þegar af þeirri ástæðu ekki reist kröfur á hendur búinu á þessum grunni. Meðal gagna málsins er kvittun fyrir útborgun af bankareikningi X 23. júní 1999 að fjárhæð 350.000 krónur. Varnaraðili kveðst hafa tekið þessa fjárhæð út af reikningi föður málsaðila og keypt fyrir efni, sem notað hafi verið til að smíða geymslu við framangreindan sumarbústað. Varnaraðili hefur enga reikninga lagt fram þessu til stuðnings, en kveðst hafa afhent þá föður sínum. Fyrir Hæstarétt hafa sóknaraðilar lagt útprentun úr skrám Fasteignamats ríkisins þar sem byggingarár umræddrar geymslu er talið vera 1998. Þegar framangreint er virt hefur varnaraðila ekki tekist að sanna að umræddri úttekt hafi verið varið til efniskaupa vegna smíði geymslu við sumarbústað föður málsaðila. Varnaraðili kveðst hafa greitt 5.170 króna kostnað vegna salernis í margnefndum sumarbústað. Hefur hann lagt fram tvo reikninga vegna efniskaupa í byggingarvöruverslunum, þann 9. júní 2001 að fjárhæð 4.147 krónur og 26. sama mánaðar að fjárhæð 1.023 krónur. Verður að telja að varnaraðili hafi leitt að því nægar líkur að hann hafi greitt þennan kostnað vegna framkvæmda við bústaðinn og kemur framangreind fjárhæð því til lækkunar kröfu sóknaraðila. Varnaraðili kveðst hafa greitt níu reikninga vegna útfarar föður málsaðila samtals að fjárhæð 297.700 krónur. Krefst hann þess að þessar greiðslur komi til frádráttar kröfu sóknaraðila á hendur sér. Hefur hann lagt umrædda reikninga fram í málinu. Meðal þeirra er reikningur frá Útfararstofu kirkjugarðanna ehf. að fjárhæð 243.518 krónur, sem ekki ber áritun um greiðslu. Fyrir Hæstarétt hafa sóknaraðilar lagt yfirlit 19. apríl 2004 frá Kaupþingi Búnaðarbanka hf., sem virðist sýna að umræddur reikningur sé enn ógreiddur, svo sem sóknaraðilar halda fram. Getur varnaraðili því ekki reist endurgreiðslukröfu til skuldajafnaðar á móti kröfu sóknaraðila á því að hann hafi greitt þennan hluta útfararkostnaðarins. Sá kostnaður, sem varnaraðili hafði vegna útfararinnar samkvæmt hinum reikningunum átta, kemur hins vegar til frádráttar kröfu sóknaraðila. Samkvæmt framangreindu verður varnaraðili dæmdur til að greiða dánarbúi X 2.703.110 krónur með dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Upphafstími dráttarvaxta miðast við 28. nóvember 2003, en þann dag lögðu sóknaraðilar fram í héraði greinargerð með sundurliðaðri kröfu, sbr. til hliðsjónar 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, E, greiði dánarbúi X 2.703.110 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. nóvember 2003 til greiðsludags. Varnaraðili greiði sóknaraðilum, A, B, C og D, samtals 450.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 238/2004 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Fasteign Eignardómsmál | Mál þetta sem dómtekið var 16. mars sl. er höfðað af Guðjóni Styrkárssyni, [...], til viðurkenningar á eignarrétti sínum að tveimur lóðarspildum úr landi Hrafnhóla, Kjalarnesi með stefnu birtri í Lögbirtingarblaðinu 24. desember 2003. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. júní 2004. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. apríl 2004, þar sem máli sóknaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili mun ekki hafa fengið vitneskju um úrskurð héraðsdóms fyrr en 24. maí 2004. Hann krefst þess aðallega að staðfestur verði með dómi eignarréttur sinn að tveimur lóðarspildum nr. 24 og 26 á sumarbústaðasvæðinu Haukabyggð á Kjalarnesi. Til vara krefst hann þess að málinu verði vísað heim í hérað til dómsálagningar að nýju en að því frágengnu að lagt verði fyrir héraðsdóm að gefa út eignardómsstefnu í málinu. Enginn hefur tekið til varna í málinu fyrir Hæstarétti. Af gögnum málsins verður ekki ráðið með ótvíræðum hætti hvort sóknaraðila megi vera kunnugt um hverjir kunni að telja til réttinda yfir lóðarspildum þeim er málið varðar. Sé svo bar sóknaraðila að beina málsókninni að þeim en ella reka málið sem eignardómsmál í samræmi við ákvæði XVIII. kafla laga nr. 91/1991. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 340/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Kærði krefst þess að kröfu sýslumanns verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði afmarkaður skemmri tími en í kröfu sýslumanns greinir. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. ágúst 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 9. ágúst 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 16. ágúst 2004 kl. 14.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Rannsókn málsins er á frumstigi. Rannsóknargögn málsins veita rökstuddan grun um að varnaraðili hafi valdið Z þeim áverkum, sem lýst er í hinum kærða úrskurði. Telja verður brýnt að lögreglu gefist ráðrúm til þess að yfirheyra alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið. Fallist verður á að nauðsynlegt sé að varnaraðili sæti gæslu þar sem hann geti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni hafi hann óskert frelsi. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 341/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. ágúst 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. ágúst 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 29. september 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt um kærða og verður úrskurðurinn því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 327/2004 | Kærumál Farbann Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hins vegar var honum gert að sæta farbanni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði fór varnaraðili af landi brott í byrjun apríl 1999 eftir að ákæra hafði verið birt honum fyrir ætlað brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og komið var að aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi. Mun hann hafa farið huldu höfði nánast allan þennan tíma og eingöngu látið heyra frá sér í júlí 1999 frá Thailandi þegar hann hafði sambandi við fjölskyldu sína á Íslandi. Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar kemur fram að varnaraðili hafi verið handtekinn í Thailandi 4. maí sl. vegna gruns um þjófnað. Hafi honum verið haldið í fangelsi þar í landi þar sem hann var án skilríkja og neitaði að greina frá hver hann væri. Mun varnaraðili 14. júlí sl. hafa gefið upp nafn sitt og ríkisfang og haft samband við ræðismann Íslands í þeim tilgangi að yfirgefa Thailand. Í framhaldi af því hafi hann verið framseldur hingað til lands og hefur sóknaraðili vísað máli varnaraðila á ný til meðferðar fyrir héraðsdómi. Heldur sóknaraðili því fram að með hliðsjón af atvikum málsins í heild sé veruleg hætta á að varnaraðili muni reyna að komast úr landi eða leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn og komi vægara úrræði en gæsluvarðhald því ekki til álita. Ekki hefur nægilega verið sýnt fram á að þörf sé gæsluvarðhalds varnaraðila til þess eins að tryggja návist hans í þágu meðferðar þess máls, sem rekið er fyrir héraðsdómi. Samkvæmt framansögðu verður kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald yfir varnaraðila hafnað, en varnaraðila bönnuð brottför af landinu samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðila, X, er bönnuð brottför frá Íslandi allt til mánudagsins 23. ágúst 2004 kl. 16.00. Ríkislögreglustjórinn krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að X, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 23. ágúst n.k. kl. 16.00. Krafan er reist á ákvæðum b- liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Málavextir eru þeir að þann 9. desember 1998 var gefin út ákæra á hendur kærða fyrir ætluð brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og var málið þingfest 18. janúar 1999 í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð var ákveðin 23. apríl 1999 en ákærði kom þá ekki fyrir dóm. Var málinu frestað ótiltekið vegna fjarveru ákærða en vitað var að hann hafði farið til London 2. apríl 1999. Að ósk fjölskyldu ákærða var lýst eftir honum sem týndum manni. Ekkert spurðist til hans fyrr en 22. júlí 1999 er hann hafði samband við fjölskyldu sína frá Tælandi. Handtökuskipun var gefin út af Héraðsdómi Reykjaness þann 19. ágúst 1999 og alþjóðleg handtökuskipun gefin út af Dómsmálaráðuneytinu degi síðar. Ekkert spurðist til ákærða fyrr en aðalræðismaður Íslands í Tælandi hafði samband við Ríkislögreglustjóra 14. júlí 2004 og tilkynnti að ákærði hefði verið handtekinn af lögreglunni í Tælandi þann 14. maí 2004 þar sem hann hafi verið án skilríkja. Hann hafi ekki viljað upplýsa um hver hann væri og því hafi honum verið haldið í fangelsi. Þann 14. júlí s.l. gaf ákærði upp nafn og ríkisfang og óskaði eftir að hafa samband við ræðismann Íslands. Í framhaldi af því óskuðu tælensk yfirvöld eftir því að sendir yrðu lögreglumenn til að sækja ákærða og var það gert og kom hann til landsins í gær um miðnætti. Ríkislögreglustjóri hefur með bréfi 28. júlí 2004 vísað máli ákærða á ný til dómsmeðferðar við Héraðsdóm Reykjaness. Ætlað brot ákærða varðar fangelsi allt að 6 árum samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði flúði land 1999 þegar honum hafði verið birt ákæra og aðalmeðferð hafði verið ákveðin. Hann fór huldu höfði í rúm 5 ár og verður að fallast á með Ríkislögreglustjóra að veruleg hætta sé talin á því að ákærði muni enn á ný reyna að komast úr landi gangi hann laus. Með vísan til b-liðar 1. mgr. 103.gr. laga nr. 19/1991 verður krafa Ríkislögreglustjóra tekin til greina og ákærði úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til mánudagsins 23. ágúst 2004 kl. 16:00. Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00, mánudaginn 23. ágúst 2004. |
Mál nr. 271/2004 | Kærumál Lögræði | Samkvæmt fyrirmælum 10. gr. laga nr. 71/1997 var varnaraðila skipaður verjandi úr hópi starfandi lögmanna. Verjandinn mótmælti kröfunni fyrir hönd varnaraðila og krafðist þess að henni yrði hafnað. Þá gerði lögmaðurinn kröfu um greiðslu þóknunar úr ríkissjóði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2004, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í sex mánuði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um að hann verði sviptur sjálfræði verði hafnað og kærumálskostnaður greiddur úr ríkissjóði. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður úr ríkissjóði. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og talsmanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Þorsteins Einarssonar hæstaréttarlögmanns, og talsmanns varnaraðila, Sigurðar Georgssonar hæstaréttarlögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 50.000 krónur til hvors þeirra, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 272/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júní 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 27. júlí nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald verði hafnað. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði var varnaraðili dæmdur í fangelsi í þrjú ár með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 29. júní 2004. Við uppkvaðningu dómsins lét varnaraðili ekki uppi afstöðu til þess hvort hann mundi una dóminum, en hann sætti þá gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Var varnaraðili þá leiddur fyrir dómara kl. 10.35 þann dag og krafðist sóknaraðili þess að gæsluvarðhald yfir honum yrði framlengt meðan á áfrýjunarfresti stæði, sbr. 106. gr. sömu laga. Var fallist á það með hinum kærða úrskurði. Engin efni eru til að hnekkja þeirri niðurstöðu og verður úrskurður héraðsdómara því staðfestur á þann hátt, sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 27. júlí 2004 kl. 10.30. |
Mál nr. 239/2004 | Kærumál Aðför Innsetningargerð | B krafðist að því yrði með beinni aðfarargerð afhent tiltekið fiskiskip ásamt fylgifé. Í Hæstarétti var tekið fram að S hf. hefði samþykkt kauptilboð B í skipið og B lagt kaupverð þess inn á reikning í banka. S hf. hefði hins vegar ekki fengið umráð fjárins eða tryggingu fyrir greiðslu þess við afhendingu skipsins. Með vísan til þess að B hafði ekki sýnt fram á að það hefði fullnægt greiðsluskyldu sinni auk þess sem ágreiningur aðila um fylgifé skipsins var óútkljáður var talið að ekki væri fullnægt skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til að veita B umráð yfir skipinu með beinni aðfarargerð. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 19. maí 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að honum yrði með beinni aðfarargerð afhent fiskiskipið Húnaröst SF 550, ásamt fylgifé. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fallist verði á framangreinda kröfu hans í samræmi við kaupsamning aðila þar um. Til vara krefst hann að umrætt skip verði með beinni aðfarargerð tekið úr vörslum varnaraðila „án hins umdeilda fylgifjár, ASDIC, FURUNO CSH 22, sónar, árg. 1997.“ Þá krefst sóknaraðili málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði gerði sóknaraðili kauptilboð 11. febrúar 2004 í fiskiskipið Húnaröst SF 550. Hinn 17. sama mánaðar samþykkti varnaraðili tilboðið með tölvubréfi. Deila aðilar um hvaða fylgifé skipsins skyldi vera með í kaupunum. Sóknaraðili mun hafa stofnað reikning í Landsbanka Íslands hf. og lagt inn á hann kaupverð skipsins, 5.000.000 krónur. Hins vegar hefur varnaraðili ekki fengið umráð fjárins eða tryggingu fyrir greiðslu þess við afhendingu skipsins. Samkvæmt því hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að hann hafi fullnægt greiðsluskyldu sinni samkvæmt samningi aðila. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Britannia Shipping International, greiði varnaraðila, Skinney-Þinganesi hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 158/2004 | Kærumál Óvígð sambúð Fjárslit Kröfugerð Frávísun frá Hæstarétti | Máli M var vísað frá Hæstarétti þar sem kröfugerðin var í andstöðu við 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars 2004, þar sem leyst var úr nánar tilgreindum ágreiningsefnum í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli aðilanna vegna loka óvígðrar sambúðar. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfur sínar „að öllu leyti teknar til greina.“ Í kæru sóknaraðila til Hæstaréttar segir að dómkröfur séu „óbreyttar frá því sem var fyrir héraðsdómi, en þar krafðist [sóknaraðili] þess: 1. Að viðurkennd verði greiðsla hans á orkureikningi að fjárhæð kr. 90.242, þann 14. febrúar 2002, og að varnaraðila verði gert að endurgreiða þá fjárhæð auk dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. 2. Að varnaraðila verði gert að greiða 45% af greiðslum sem [sóknaraðili] innti af hendi 4. mars 2002, sem voru afborganir af veðskuldum er hvíldu á Starrahólum 3, auk dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. 3. Að varnaraðili verði dæmdur til að greiða [sóknaraðila] andvirði bifreiðarinnar [...], upphaflega kr. 920.000 þann 30. júlí 1998, auk vaxta af sambærilegum lánum frá þeim degi til 11. apríl 2001, en dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. 4. Að viðurkennt verði að [sóknaraðili] sé eigandi að sumarbústað á landi nr. 15 að Öndverðarnesi I. Til vara krefst [sóknaraðili] þess að viðurkenndur verði eignarréttur hans að 55% bústaðarins. 5. Að gagnkröfu varnaraðila um greiðslu húsaleigu auk dráttarvaxta verði vísað frá dómi. 6. Að varnaraðila verði gert að greiða [sóknaraðila] hæfilega þóknun í formi málskostnaðar fyrir héraðsdómi vegna reksturs málsins.“ Þá gerir sóknaraðili kröfu um að sér verði dæmdur kærumálskostnaður. Auk framangreinds er í kærunni gerð sú krafa að úrskurður héraðsdóms verði ómerktur og málinu heimvísað, svo að sóknaraðila gefist kostur á að fá tekna skýrslu af tilgreindu vitni fyrir dómi og leggja fram gögn, sem héraðsdómari hafi synjað viðtöku, en þá jafnframt, að því er helst verður ráðið, til öflunar enn frekari sönnunargagna. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti er að finna umfjöllun, sem ekki verður séð að tengist ofangreindum dómkröfum hans, heldur einvörðungu kröfu, sem sóknaraðili hafði uppi í héraði og lýtur að því að skiptastjóri fresti að taka afstöðu til nánar tilgreindra efniskrafna hans þar til skiptastjóri hefur aflað yfirlits yfir bankareikninga málsaðila og verðbréfaviðskipti þeirra á árunum 1997 til 2001. Skilja verður þennan málatilbúnað svo að sóknaraðili vilji halda þessari kröfu sinni til streitu hér fyrir rétti til viðbótar þeim kröfum, sem að ofan eru raktar. Samkvæmt meginreglu einkamálaréttarfars þarf kröfugerð að vera svo ákveðin og ljós að unnt sé að taka hana upp sem dómsniðurstöðu í máli. Þarf kröfugerð samkvæmt þessu að koma fram í þeirri mynd, sem aðili óskar sjálfur eftir að verði niðurstaða málsins. Kröfugerð sóknaraðila, eins og henni hefur verið lýst hér að framan, er á reiki og gætir þar ósamkvæmni. Hvort tveggja er í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Verður af þessum sökum ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, M, greiði varnaraðila, K, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 213/2004 | Kærumál Lögbann Riftun | Í ehf. krafðist þess að lagt yrði lögbann við sölu, dreifingu og afhendingu A ehf. og C ehf. til annarra en Í ehf. á tiltekinni tegund snyrtivara á Íslandi, í íslenskum fríhöfnum og íslenskum flugvélum. Héldu A ehf. og C ehf. því fram að þeim hefði verið heimilt að rifta samningi þeirra við Í ehf. um einkasölu á umræddum snyrtivörum og í framhaldinu taka yfir sölu og dreifingu á snyrtivörunum þar sem síðarnefnda félagið hefði vanefnt samninginn. Talið var að A ehf. og C ehf. yrðu að bera hallann af óskýrleika samningsins auk þess sem félögin hefðu ekki gert líklegt að Í ehf. hefði vanefnt samninginn verulega þannig að það heimilaði riftun hans. Hefði Í ehf. leitt að því nægar líkar að dreifing A ehf. og C ehf. á umræddum vörum hefði brotið gegn lögvörðum rétti þess. Þá yrði að telja nægilega sýnt fram á að háttsemi A ehf. og C ehf. gæti valdið teljandi spjöllum á réttindum Í ehf. ef hann yrði knúinn til að bíða dóms um þau. Auk þessa var talið að A ehf. og C ehf. hefðu ekki leitt að því líkur að reglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna Í ehf. tryggði þá nægilega. Var því fallist á kröfu Í ehf. og sýslumanni gert að leggja lögbann við umdeildum athöfnum A ehf. og C ehf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 14. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. maí 2004, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi 5. mars sama árs um að hafna því að leggja lögbann við sölu, dreifingu og afhendingu sóknaraðila til annarra en varnaraðila á No Name snyrtivörum á Íslandi, í íslenskum fríhöfnum og íslenskum flugvélum. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, eins og þeim var breytt með 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að kröfu varnaraðila um lögbann verði hafnað. Þá krefjast þeir að þeim verði dæmdur málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðilum verði óskipt gert að greiða honum kærumálskostnað. I. Samkvæmt gögnum málsins seldu sóknaraðilar með kaupsamningi 2. september 2003 varnaraðila „einkasöluumboð“ á No Name snyrtivörum og viðkomandi umbúðum á Íslandi, í íslenskum fríhöfnum og flugvélum. Var umsamið kaupverð 32.500.000 krónur. Í 3. gr. samningsins var meðal annars tekið fram að sóknaraðilar væru skuldbundnir til að selja varnaraðila umræddar vörur næstu 10 árin. Tryggt yrði að verðhækkanir yrðu ekki umfram það sem eðlilegt væri í þjóðfélaginu og að smásöluverð yrði ekki hærra en það væri á sambærilegum vörum á markaðinum. Þá var tekið fram að við samningsgerðina lægi fyrir verðlisti um innkaupsverð varanna til varnaraðila. Varnaraðili gerði með bréfi 19. janúar 2004 athugasemdir við framkvæmd samningsins af hálfu sóknaraðila. Tók hann meðal annars fram að það væri hans mat að upplýsingar þær sem lágu fyrir við kaupin varðandi veltu hafi reynst í verulegum atriðum rangar. Væri hann að íhuga riftun á umræddum kaupum af þessu tilefni og krefjast bóta úr hendi sóknaraðila. Ennfremur tók hann fram að tilkynning sóknaraðila 2. desember 2003 um verðhækkun á innkaupsverði verulegs hluta snyrtivaranna um allt að rúmlega 17% væri skýlaust brot á 3. gr. kaupsamningsins. Yrði ekki fallið frá boðaðri verðhækkun þegar í stað ætti hann ekki annan kost í stöðunni en að rifta kaupsamningnum „á forsendum rangra upplýsinga.“ Sóknaraðilar vísuðu þessum athugasemdum varnaraðila á bug með bréfi 26. janúar 2004. Tóku sóknaraðilar meðal annars fram að þeir ættu samningsbundinn rétt til umræddra hækkana vöruverðs sem þeir hefðu boðað. Yrði ekki hvikað frá þessum hækkunum. Þá litu þeir svo á að varnaraðili hefði með fyrrnefndu bréfi sínu til þeirra rift umræddum kaupsamningi. Væri þessi skilningur ekki réttur væri samningnum rift af hálfu sóknaraðila vegna verulegra vanefnda varnaraðila sem meðal annars fælust í því að „virða ekki og beinlínis hafna rétti“ sóknaraðila til verðhækkana á grundvelli ákvæða 3. gr. samningsins, neita staðfestingu kaupa á vörum uns fallið yrði frá boðaðri hækkun vöruverðsins og að endingu með því að staðfesta á ótvíræðan hátt að þær vanefndir yrðu til frambúðar með tilkynningu varnaraðila um riftun kaupanna. Varnaraðili mótmælti riftun sóknaraðila á kaupsamningi aðila í bréfi 4. febrúar 2004. Vísaði hann til þess að vanefndir á samningnum hefðu eingöngu orðið af hálfu sóknaraðila. Sóknaraðilar staðfestu hins vegar riftun samningsins með bréfi næsta dag. Þann 29. janúar 2004 hafði sóknaraðilinn Cosmic ehf. tilkynnt viðskiptavinum að vegna ágreinings við varnaraðila hefði sóknaraðilinn ákveðið að taka yfir sölu og dreifingu snyrtivaranna auk þjónustu við viðskiptamenn. Hinn 25. febrúar 2004 óskaði varnaraðili eftir að sýslumaður legði lögbann við allri sölu og/eða hvers konar dreifingu og/eða afhendingu sóknaraðila á No Name snyrtivörum á Íslandi og íslenskum markaði, þar með talið í íslenskum fríhöfnum eða flugvélum, til annarra en varnaraðila. Vísaði varnaraðili til þess að þær athafnir sóknaraðilar að selja og dreifa umræddum snyrtivörum til smásöluverslana hérlendis brytu gróflega gegn lögvörðum rétti hans sem eiganda einkasöluumboðs að umræddum snyrtivörum á íslenskum markaði. Eins og áður segir hafnaði sýslumaður þessari beiðni varnaraðila 5. mars 2004. Varnaraðili krafðist 9. sama mánaðar úrlausnar Héraðsdóms Reykjaness um þessa ákvörðun. Með hinum kærða úrskurði var fallist á þá kröfu. II. Eins og að framan greinir halda sóknaraðilar því fram að varnaraðili hafi vanefnt samning þeirra meðal annars með því að hafna rétti þeirra samkvæmt ákvæði 3. gr. samningsins um verðhækkanir á umræddum snyrtivörum. Hafi þeim því verið heimilt að rifta samningnum og í framhaldinu taka yfir sölu og dreifingu á snyrtivörunum. Varnaraðili hefur hins vegar haldið því fram að umræddar verðhækkanir séu skýlaust brot á samningnum. Orðalag umrædds samningsákvæðis, sem rakið er hér að framan, felur ekki skýrlega í sér hversu miklar verðhækkanir geti verið um að ræða. Verða sóknaraðilar að bera hallann af óskýrleika samningsins að þessu leyti en ekki hefur verið leitt í ljós að rætt hafi verið um verðhækkanir í tengslum við samningsgerðina. Þá verður ekki talið að varnaraðili hafi gefið sóknaraðilum tilefni til riftunar kaupsamnings aðila með því einu að gera athugasemdir við framkvæmd hans, sbr. áðurnefnt bréf varnaraðila frá 19. janúar 2004. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður ekki talið að sóknaraðilar hafi gert líklegt að varnaraðili hafi vanefnt samning aðila verulega þannig að það hafi heimilað riftun hans. Hefur varnaraðili leitt að því nægar líkur að dreifing sóknaraðila á umræddum vörum brjóti gegn lögvörðum rétti hans. Þá verður að telja að nægilega sé sýnt fram á að háttsemi sóknaraðila gæti valdið teljandi spjöllum á réttindum varnaraðila ef hann yrði knúinn til að bíða dóms um þau. Sóknaraðilar hafa ekki leitt að því líkur að reglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna varnaraðila tryggi þá nægilega. Samkvæmt öllu framanröktu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Cosmic ehf. og Adriana ehf., greiði óskipt varnaraðila, Ísflex ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 49/2004 | Lausafé Reikningsviðskipti | Þ, sem um árabil hafði verið í viðskiptasambandi við K og forvera þess, krafðist greiðslu tveggja reikninga, en K krafðist lækkunar með vísan til þess að Þ stæði í skuld við félagið. Með hliðsjón af framlögðum viðskiptayfirlitum var á þetta fallist með K og félaginu gert að greiða Þ mismuninn. | Dómur Hæstaréttar. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Þorleifur Hjaltason, greiði stefnda, Kjötumboðinu hf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. janúar 2004. Mál þetta sem tekið var til dóms í gær, er höfðað með stefnu birtri 18. desember 2002. Stefnandi er Þorleifur Hjaltason, Hólum Hornafirði. Stefndi er Kjötumboðið hf., Kirkjusandi, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 659.893 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 242.692 krónum frá 20. júlí 2001 til 20. ágúst s.á. en af 659.893 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar. Stefndi krefst þess að dómkröfur stefnanda á hendur stefnda verði lækkaðar um 427.518 krónur, þannig að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 232.375 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. ágúst 2001 til 20. nóvember 2001, þó þannig að framangreind fjárhæð eins og hún stóð með dráttarvöxtum 20. nóvember 2001 verði greidd í samræmi við nauðasamning stefnda við lánadrottna sína sem staðfestur var af Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 20. febrúar 2002. Þá krefst stefndi málskostnaðar. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um greiðslu á tveimur reikningum fyrir innlagðar afurðir hjá stefnda, öðrum dagsettum 17. maí 2001 að fjárhæð 242.692 krónur og hinum dagsettum 5. apríl 2001 að fjárhæð 417.201 króna. Stefnandi er bóndi að Hólum í Hornafirði og hefur selt afurðir bús síns til stefnda og forvera þess. Aðilar og forverar stefnda höfðu verið í viðskiptasambandi um árabil þar sem stefndi tók við afurðum frá búi stefnanda eins og fyrr segir. Stefndi greiddi stefnanda 745.925,17 krónur í desember 2000 og kveðst stefnandi hafa reiknað með því að þar með hefði verið gert upp við stefnanda það sem hann ætti inni hjá stefnda. Stefndi hafi lagt inn afurðir þær sem hann krefur um í máli þessu og aldrei hafi komið upp að eldri viðskipti kynnu að vera óuppgerð. Stefnandi hafi aldrei fengið viðskiptareikning fyrir árið 2000. Það hafi ekki verið fyrr en við meðferð máls sem stefnandi höfðaði á hendur stefnda og þingfest var 11.september 2001, en vísað var frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar 31. október 2001, að þær athugasemdir hafi komið fram að stefnandi ætti einungis 232.375 króna innistæðu hjá stefnda þegar tekið hefði verið tillit til viðskipta aðila fyrir 2001. Telur stefnandi fyrirvaralausa greiðslu stefnda 15. desember 2000 leiða til þess að stefndi geti ekki haft uppi endurheimtukröfu gagnvart stefnanda. Stefnandi hefur lagt fram "uppsetningu á reikningi Þorleifs Hjaltasonar hjá Þríhyrningi hf., og síðar Kjötumboðinu hf., skv. skjölum frá honum" þar sem fram kemur að staða í viðskiptum aðila 1. janúar 2001 hafi verið sú að stefnandi skuldaði 234.219,17 krónur. Af hálfu stefnda er á því byggt að lækka beri stefnukröfu vegna þess að skuld stefnda við stefnanda hafi verið verulega lægri en stefnandi krefur um. Samkvæmt yfirlitum um viðskipti aðila á árunum 1999 til 2001 sem fram hafi verið lögð í málinu hafi skuld stefnanda við stefnda verið 412.485 krónur. Mismunur á þeirri fjárhæð og fyrrnefndri fjárhæð sé 177.982 krónur og skýrir stefndi hann með því að um sé að ræða greiðslur í tvö skipti frá stefnda í reikning stefnanda hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga annars vegar 31. desember 1999 að fjárhæð 87.825 krónur og hins vegar 31.mars 2000 sömu fjárhæðar. Mismunurinn sé 2.332 krónur sem væntanlega séu vextir. Málskostnaður fellur niður. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Stefndi, Kjötumboðið hf., greiði stefnanda, Þorleifi Hjaltasyni, 232.375 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. ágúst 2001 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 195/2004 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Með vísan til e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var máli J á hendur íslenska ríkinu vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2004 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Til vara krefst hann þess að hann „fái í málinu að koma að lagfæringu og skýringum á kröfugerð, sem héraðsdómari hafnaði í þinghaldi 23. mars sl. og að héraðsdómari taki í úrskurði afstöðu til kröfugerðar og sakarefnis málsins með tilliti og í framhaldi þess.“ Þá krefst sóknaraðili aðallega málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar en til vara að hann verði sýknaður af málskostnaðarkröfu í héraði og kærumálskostnaður verði felldur niður. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á, að hann hafi ekki notið leiðbeininga héraðsdómara, en gögn málsins benda til hins gagnstæða. Kæruheimild skortir fyrir varakröfu sóknaraðila og verður henni því ekki sinnt. Samkvæmt framansögðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Jakob A. Traustason, greiði varnaraðila, íslenska ríkinu, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 242/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi til föstudagsins 18. júní 2004, kl. 16:00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að í stað gæsluvarðhalds verði varnaraðili látinn sæta farbanni. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fram er komið að enn stendur yfir rannsókn lögreglu á fjárhagslegum umsvifum varnaraðila erlendis. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð fram frekari gögn er styrkja þann grun. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 235/2004 | Kærumál Gagn Verjandi | L fór fram á að héraðsdómari framlengdi í þrjár vikur frest hans til að synja verjanda X um aðgang að rannsóknargögnum varðandi opinbert mál sem beindist að X, sbr. b. lið 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Féllst héraðsdómur á kröfu L en tók ekki afstöðu til kröfu um skýrslutöku af X og var ekkert bókað um hvenær hún skyldi fara fram. Í Hæstarétti var tekið fram að L hefði ekki leitt X og aðra grunaða í málinu fyrir dómara til að gefa skýrslu. Nægði L ekki að vísa til þess að í ljósi stöðu málsins væri ekki enn tímabært að leiða X fyrir dóm til skýrslugjafar. Var kröfu L um framlengingu frestsins því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur hans til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að honum. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um framlengingu frests til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að rannsóknargögnum málsins. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins rannsakar sóknaraðili aðild varnaraðila og tveggja annarra manna að ætluðum brotum gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og lögum nr. 96/2002 um útlendinga þar sem þeir hafi framvísað fölsuðum vegabréfum við komu hingað til lands. Hefur sóknaraðila ekki tekist að bera kennsl á varnaraðila. Hefur varnaraðili ásamt áðurnefndum mönnum setið í gæsluvarðhaldi frá 26. maí síðastliðnum, sbr. dóma Hæstaréttar 1. júní 2004 í máli nr. 224/2004 og 7. sama mánaðar í máli nr. 231/2004, en með dómi í síðargreindu máli var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 16. júní næstkomandi. Þá hefur fjórði maðurinn, sem búsettur er hérlendis, einnig sætt gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að brotum mannanna þriggja, meðal annars með því að hafa skipulagt í hagnaðarskyni komu þeirra hingað til lands. Sóknaraðili fór 3. júní 2004 fram á að héraðsdómari tæki skýrslu af varnaraðila og framlengdi jafnframt í þrjár vikur frest sóknaraðila til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum er málið varða. Féllst héraðsdómur með hinum kærða úrskurði á þá kröfu sóknaraðila að framlengja í þrjár vikur frest, sem lögregla hefði til að veita verjanda varnaraðila aðgang að rannsóknargögnum. Í forsendum hans segir meðal annars að „lögreglan hafi svigrúm til að fá tekna skýrslu af kærða innan frestsins“. Ekki er tekin afstaða til kröfu um skýrslutöku af varnaraðila í úrskurðarorði og ekkert er bókað í þinghaldinu um hvenær hún skuli fara fram. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 12. gr. laga nr. 36/1999, skal verjandi fá jafnskjótt og unnt er endurrit af öllum skjölum er mál varða. Frá þessari meginreglu er sú undantekning í 2. málslið ákvæðisins að lögregla getur neitað að veita verjanda aðgang að skjölum eða öðrum gögnum í allt að eina viku frá því að þau urðu til eða komust í vörslu hennar ef hún telur að það geti skaðað rannsókn málsins. Ennfremur er dómara heimilt samkvæmt b. lið 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999, að framlengja frest samkvæmt 1. mgr. 43. gr. sömu laga í allt að þrjár vikur svo unnt verði að ljúka því að taka skýrslur innan frestsins af sakborningi eða vitnum fyrir dómi telji lögregla slíka skýrslutöku nauðsynlega til að upplýsa mál áður en verjandi fær aðgang að einstökum skjölum eða gögnum þess. Eins og áður var getið hefur varnaraðili ekki verið leiddur fyrir dóm til að gefa skýrslu. Heldur sóknaraðili því fram að staða rannsóknar málsins sé slík að ekki sé enn tímabært að taka skýrslu af varnaraðila. Er sérstaklega vísað til þess að rannsóknin sé tímafrek og flókin og háð gagnaöflun hérlendis og erlendis. Ennfremur kemur fram að um síðastliðna helgi hafi verið tekin skýrsla fyrir lögreglu af varnaraðila og mönnunum tveimur, sem komu sama dag og hann hingað til lands. Sóknaraðili hefur enn ekki leitt varnaraðila og aðra grunaða í málinu fyrir dómara til að gefa skýrslu í samræmi við b. lið 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991. Hefur sóknaraðili þó haft nægt ráðrúm til að fara fram á töku skýrslna yfir þeim fyrir dómi. Nægir sóknaraðila ekki að vísa til þess að í ljósi stöðu málsins sé ekki enn tímabært að leiða varnaraðila fyrir dóm til skýrslugjafar. Ber því að hafna kröfu sóknaraðila um framlengingu frests í þrjár vikur til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að rannsóknargögnum málsins. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, lögreglustjórans í Reykjavík, um að verjanda varnaraðila, X, verði um þriggja vikna skeið synjað um aðgang að rannsóknargögnum opinbers máls, sem beinist að honum. |
Mál nr. 162/2004 | Kærumál Samaðild Samlagsaðild Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Ó krafði Á og B óskipt um greiðslu kostnaðar sem hún taldi sig hafa orðið fyrir vegna skólagöngu fatlaðrar dóttur sinnar í Reykjavík. Hafði héraðsdómur vísað kröfu hennar á hendur B frá dómi. Í Hæstarétti var talið að kröfur Ó á hendur Á og B tengdust með þeim hætti að Ó hefði verið rétt að miða við að um samlagsaðild væri að ræða varnarmegin, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Umfjöllun héraðsdóms um að hvorki yrði séð af lögum né af samningi að B bæri óskipta ábyrgð með hverju sveitarfélagi fyrir sig, sem aðili að samlaginu, væri atriði sem kæmi til álita við efnisniðurstöðu málsins samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Yfirlýsing Ó um að hún teldi samaðild vera til varnar leiddi ekki ein og sér til þess að vísa ætti málinu frá dómi, hvað þá einungis hvað varðaði annan málsaðilann, líkt og gert var með hinum kærða úrskurði. Þá var ekki talið að málatilbúnaður Ó væri svo vanreifaður eða óljós vegna aðildar að ekki yrði lagður á málið efnisdómur. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar og 6. maí 2004. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. apríl 2004, þar sem kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilanum Byggðasamlagi Húnavallaskóla var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfur hennar á hendur varnaraðilum til efnismeðferðar. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Byggðasamlag Húnavallaskóla krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðilinn Áshreppur hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Atvikum málsins eru ekki gerð fullnægjandi skil í hinum kærða úrskurði. Samkvæmt gögnum málsins var sóknaraðili búsett í Áshreppi í Austur-Húnavatnssýslu þegar í ljós kom að dóttir hennar, sem er fædd 1995, var heyrnarskert. Hefur stúlkan af því tilefni sótt skóla í Reykjavík frá hausti 1998. Sóknaraðili hefur frá þeim tíma haldið heimili í Reykjavík ásamt fyrrgreindri dóttur sinni og annarri eldri ásamt því að halda heimili í Áshreppi, en faðir stúlkunnar mun vera áfram búsettur þar. Fyrir liggur að varnaraðilinn Byggðasamlag Húnavallaskóla hefur borið nokkurn kostnað vegna skólagöngu stúlkunnar í Reykjavík jafnframt því sem sóknaraðili naut fjárstuðnings frá félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu vegna fötlunar hennar og kostnaðar við að halda tvö heimili af framangreindum sökum. Í máli þessu krefst sóknaraðili greiðslu kostnaðar sem hún hefur þurft að bera vegna skólagöngu dóttur sinnar í Reykjavík. Samkvæmt héraðsdómsstefnu er annars vegar um að ræða kostnað vegna húsaleigu frá september 2000 til mars 2003 og hins vegar útgjöld vegna hita, rafmagns og húsfélagsgjalda frá september 2001 til maí 2003. Stefndi sóknaraðili báðum varnaraðilum fyrir héraðsdóm til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar óskipt með vísan til 18. gr. laga nr. 91/1991. Með hinum kærða úrskurði var máli hennar á hendur varnaraðilanum Byggðasamlagi Húnavallaskóla vísað frá dómi á þeirri forsendu að það væri vanreifað hvað varðaði óskipta aðild varnaraðilanna. II. Sóknaraðili heldur því fram að varnaraðilar beri óskipta ábyrgð á kostnaði þeim, sem hún hafi orðið fyrir vegna skólagöngu dóttur sinnar í Reykjavík. Þar sem deilt sé um skyldur samkvæmt lögum nr. 66/1995 um grunnskóla en ekki skyldur sveitarfélags samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga sé aðild beggja varnaraðila nauðsynleg. Þetta komi ekki í veg fyrir að annar varnaraðilinn geti verið sýknaður af kröfu sóknaraðila þótt hinn verði látinn sæta ábyrgð. Þá heldur sóknaraðili því fram að í hinum kærða úrskurði felist í raun efnisdómur þar sem því hafi verið hafnað að varnaraðilinn Byggðasamlag Húnavallaskóla geti borið ábyrgð á þeim kostnaði sem ágreiningur málsaðila lýtur að. Bendir sóknaraðili á að sé ekki fyrir hendi skýr lagastoð fyrir óskiptri ábyrgð varnaraðila ætti það að leiða til frávísunar málsins í heild. Sé úrskurður héraðsdóms að þessu leyti í mótsögn við sjálfan sig. Varnaraðilinn Byggðasamlag Húnavallaskóla bendir á að til þess að skilyrði samaðildar séu fyrir hendi þurfi sóknaraðili að sýna fram á, með ótvíræðum hætti, að varnaraðilarnir kunni báðir að bera óskipta ábyrgð á greiðslu þeirrar kröfu sem um ræðir í málinu. Þegar metin sé nauðsyn samaðildar til varnar í dómsmáli beri að líta til þess hvort skylda, sem hvíli sameiginlega á tveimur eða fleiri, sé þess eðlis að enginn einn þeirra geti efnt hana í þágu þeirra allra upp á sitt eindæmi eða verði krafinn um að gera það. Sé ljóst að sóknaraðili eigi þann eina kost að krefja einungis annan varnaraðila í málinu um greiðslu kröfunnar. Varnaraðili bendir á að fyrir liggi samningur um stofnun Byggðasamlags Húnavallaskóla þar sem skýrlega sé tekið fram að tilgangurinn með stofnun þess sé að reka og byggja upp grunnskóla á grundvelli laga nr. 66/1995, sbr. 2. gr. samningsins. Í umræddum samningi séu ekki takmarkanir á framsali þeirra réttinda og skyldna, sem felast í rekstri grunnskóla, enda ekki lagaheimildir fyrir slíkum takmörkunum. Geti sóknaraðili ekki byggt á því að réttarstaða varnaraðilans hafi verið svo óljós að henni hafi borið nauðsyn til að stefna báðum varnaraðilum fyrir dóm og krefjast þess að þeir beri sameiginlega ábyrgð á umræddum kostnaði. Þá verði ekki af héraðsdómsstefnu ráðið á hverju þessi óskipta ábyrgð sé byggð. Hvorki sé rökstutt að hún sé reist á reglum skaðabótaréttar né kröfuréttar auk þess sem ekki verði séð að lög standi til þess að óskipt ábyrgð hafi stofnast. III. Í máli þessu er eins og áður greinir deilt um greiðslu kostnaðar, sem sóknaraðili telur sig hafa orðið fyrir vegna skólagöngu fatlaðrar dóttur sinnar í Reykjavík. Hefur sóknaraðili stefnt báðum varnaraðilum til greiðslu óskipt og um aðild vísað til 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður máli frávísað ef brugðið er út af skyldu til samaðildar. Af því sem fram er komið í málinu verður að telja að kröfur sóknaraðila á hendur varnaraðilum tengist með þeim hætti að sóknaraðila hefði verið rétt að miða við að um samlagsaðild væri að ræða varnarmegin, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Báðir varnaraðilar hafa krafist sýknu á grundvelli aðildarskorts. Umfjöllun í hinum kærða úrskurði um að hvorki verði séð af lögum né af tilgreindum samningi að varnaraðilinn Byggðasamlag Húnavallaskóla beri óskipta ábyrgð með hverju sveitarfélagi fyrir sig, sem aðili er að samlaginu, er atriði er kemur til álita við efnisniðurstöðu málsins samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Yfirlýsing sóknaraðila í máli þessu um að hann telji samaðild vera til varnar leiðir ekki ein og sér til þess að máli eigi að vísa frá dómi, hvað þá einungis hvað varðar annan málsaðilann, líkt og gert var með hinum kærða úrskurði. Verður ekki talið að málatilbúnaður sóknaraðila sé svo vanreifaður eða óljós vegna aðildar að ekki verði lagður á málið efnisdómur. Er því hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Rétt er að aðilarnir beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfu sóknaraðila, Ólafar Öddu Sveinsdóttur, á hendur varnaraðilum, Áshreppi og Byggðasamlagi Húnavallaskóla, til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 233/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ljóst sé að hér sé um mjög óvenjulegt sakarefni að ræða og að rannsókn málsins sé þung í vöfum en sá tími sem krafist er að kærði sæti gæsluvarðhaldi taki mið af því. Meðal annars sé nauðsynlegt að afla gagna frá útlöndum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 16. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fyrir liggur að varnaraðili kom hingað til lands ásamt tveimur öðrum mönnum 6. maí 2004 og framvísaði fölsuðu vegabréfi. Ætluð brot hans geta varðað hann fangelsisrefsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og II. og III. kafla laga nr. 96/2002 um útlendinga. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. og 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002, til að beita varnaraðila gæsluvarðhaldi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 232/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ljóst sé að hér sé um mjög óvenjulegt sakarefni að ræða og að rannsókn málsins sé þung í vöfum og taki sá tími sem krafist sé að kærði sæti gæsluvarðhaldi mið af því. Meðal annars sé nauðsynlegt að afla gagna frá útlöndum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 16. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að beitt verði farbanni. Að því frágengnu krefst hann að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fyrir liggur að varnaraðili kom hingað til lands ásamt tveimur öðrum mönnum 6. maí 2004 og framvísaði fölsuðu vegabréfi. Ætluð brot hans geta varðað hann fangelsisrefsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og II. og III. kafla laga nr. 96/2002 um útlendinga. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. og 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002, til að beita varnaraðila gæsluvarðhaldi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 171/2004 | Kærumál Skipulag Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður staðfestur | GH o.fl., sem eru eigendur fasteigna við Skrúðás í G, kröfðust þess að staðfesting umhverfisráðherra á breyttu aðalskipulagi fyrir G, tilteknar samþykktir bæjarstjórnar um breytingar á deiliskipulagi fyrir svæðið Sjáland, sem er skammt norðan við lóðir sem hús þeirra standa við, og leyfi til BGG ehf. og B ehf. til að reisa hús þar, yrði fellt úr gildi. Í Hæstarétti var tekið fram að eins og málið lægi fyrir yrði að telja að GH o.fl. hefðu ekki sýnt nægilega fram á, að þeir hefðu þá lögvörðu hagsmuni, sem gætu leitt til þess að efnisdómur gengi um kröfur þeirra. Var úrskurður héraðsdóms staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 28. apríl 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 3. maí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. apríl 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þeir krefjast einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn íslenska ríkið krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og að sóknaraðilar verði dæmdir til greiðslu kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Garðabær krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðilum verði gert að greiða honum kærumálskostnað. Varnaraðilarnir Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. og Björgun ehf. krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Eins og mál þetta liggur fyrir verður að telja að sóknaraðilar hafi ekki sýnt nægilega fram á, að þeir hafi þá lögvörðu hagsmuni, sem gætu leitt til þess að efnisdómur gengi um kröfur þeirra. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt þykir að aðilarnir beri hver sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 225/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. júní sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. maí 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri úrskurð héraðsdómara í því skyni að fá úrskurðinn felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er fram kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili eigi aðild að brotum þriggja erlendra manna, sem handteknir voru 25. maí síðastliðinn að [...], og grunaðir eru um brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og II. og III. kafla nr. 96/2002 um útlendinga og að hann hafi skipulagt í hagnaðarskyni ólöglega komu þeirra hingað til lands. Brot þau, sem hann er grunaður um, geta varðað fangelsisrefsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga og f. lið 2. mgr. og 3. mgr. 57. gr. laga nr. 96/2002. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 226/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði á grundvelli c liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hans en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 24. júní nk. kl. 16:00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 24. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Sakaferill varnaraðila er nær samfelldur frá árinu 1979. Hefur hann hlotið hátt á þriðja tug refsidóma, aðallega fyrir ýmis hegningarlaga- og fíkniefnabrot, og verið með þeim dæmdur samtals í um 19 ára fangelsi, síðast í sex mánaða fangelsi 7. júní 2000 fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjár og fíkniefnabrot. Lauk hann afplánun þess dóms 30. október 2002. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald 4. maí 2004 á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og rann það gæsluvarðhald út 1. júní. Er varnaraðili kom fyrir dóm í tilefni af kröfu um gæsluvarðhald voru til meðferðar hjá lögreglu níu mál á hendur honum vegna auðgunarbrota, en í þremur þeirra tilvika er hann grunaður um að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæði. Brotin eru flest talin framin á tímabilinu 18. mars til 2. maí 2004. Hinn 27. sama mánaðar var gefin út ákæra á hendur varnaraðila vegna þessara sakargifta auk tveggja annarra brota. Hann hefur viðurkennt flest brotanna fyrir dómi og hefur aðalmeðferð málsins verið ákveðin 10. þessa mánaðar. Varnaraðili er atvinnulaus og mun hafa verið í mikilli vímuefnaneyslu á þeim tíma, er ætluð brot hans voru framin. Hefur hann viðurkennt fyrir lögreglu að hafa fjármagnað hana með afbrotum. Þegar allt framangreint er virt er ljóst að veruleg hætta er á því að varnaraðili muni halda áfram afbrotum fari hann frjáls ferða sinna. Eru því fyrir hendi skilyrði c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi. Samkvæmt þessu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 224/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Vegabréf | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. maí 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 2. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara krefst hann þess að hann verði látinn sæta vægari þvingunarráðstöfunum, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tíma. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í gögnum málsins er talið að varnaraðili hafi komið hingað til lands ásamt tveimur öðrum mönnum 6. maí 2004 og þá framvísað fölsuðu vegabréfi. Varnaraðili var handtekinn í Reykjavík 25. sama mánaðar. Í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti kemur fram að eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar hafi verið tekin skýrsla af varnaraðila. Í þeirri skýrslu viðurkennir hann að hafa átt viðskipti með falsað vegabréf. Í greinargerðinni kemur jafnframt fram að sýni af fingraförum varnaraðila hafi verið send utan í því skyni að bera kennsl á hann. Við þá rannsókn hafi komið í ljós að varnaraðili sé þekktur undir ýmsum nöfnum í nokkrum löndum, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku og Noregi, en ekki hafi tekist að sannreyna hver varnaraðili er. Leikur því sterkur grunur á að varnaraðili hafi gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og II. og III. kafla laga nr. 96/2002 um útlendinga, sbr. 57. gr. laganna. Með vísan til þessa verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. og 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002, til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 223/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að héraðsdómur úrskurði að X verði úrskurðaður til að sæta áfram gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 7. júlí 2004 kl. 16.00 eða þar til dómur gengur í máli hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. maí 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. júlí 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði hefur varnaraðili játað að hafa framið vopnað rán í útibúi [...] að morgni 21. maí síðastliðinn í félagi við tvo aðra menn. Samkvæmt framburði hans, sem er í samræmi við vætti vitna og gögn málsins, kom hann inn í bankann með hulið andlit og öxi í hendi, gekk rakleiðis að gjaldkera, mölvaði skilrúm úr gleri milli gjaldkera og viðskiptavina og hafði á brott með sér um [...] krónur úr peningaskúffu. Henti varnaraðili ránsfengnum inn í bifreið, sem tveir félagar hans biðu í á meðan hann fór inn í bankann, en sjálfur hljóp hann á brott og var handtekinn nokkrum mínútum síðar. Við yfirheyrslur kvaðst hann hafa framið ránið til að greiða fíkniefnaskuld, en hann hafi verið í mikilli fíkniefnaneyslu að undanförnu. Hann hafi ákveðið að hafa öxina með sér inn í bankann „til þess að leggja áherslu á ránið og hrista upp í fólkinu.“ Öxi með blóðkámi fannst skammt frá þeim stað, sem hann var handtekinn. Ránsfengurinn hefur ekki komið í leitirnar, en annar mannanna, sem þátt tók í ráninu með varnaraðila, kveðst hafa eytt hluta hans í þágu sína og varnaraðila. Varnaraðili var úrskurðaður í gæsluvarðhald 21. maí 2004 á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og rann það gæsluvarðhald út 26. sama mánaðar. Varnaraðili og tveir aðrir menn hafa játað að hafa framið brot gegn 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og styðja gögn málsins þá játningu. Brot á því ákvæði getur varðað fangelsisrefsingu allt að 10 árum og allt að 16 árum ef mikil hætta hefur verið samfara brotinu. Varnaraðili notaði hættulegt vopn við ránið í því skyni að ógna starfsmönnum. Var sú háttsemi til þess fallin að vekja með þeim mikinn ótta. Þegar allt framangreint er virt verður að telja að eðli brotsins, sem varnaraðili er grunaður um að hafa framið, sé slíkt að almannahagsmunir standi til þess að hann verði látinn sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 168/2004 | Kærumál Nauðungarsala Áfrýjunarfjárhæð Frávísun frá Hæstarétti | K ehf. krafðist þess að hnekkt yrði ákvörðun sýslumanns um að breyta frumvarpi sínu til úthlutunar á söluverði bifreiðar við nauðungarsölu. Þar sem ekki var fullnægt skilyrðum í 1. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um áfrýjunarfjárhæð var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. maí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. apríl 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að hnekkt yrði ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 3. febrúar sama árs um að breyta frumvarpi sínu til úthlutunar á söluverði bifreiðarinnar OZ 414 við nauðungarsölu á þann veg að kröfu sóknaraðila um úthlutun á 328.795 krónum til greiðslu kröfu í skjóli haldsréttar var hafnað. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnd ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og að honum verði gert að leggja frumvarpið óbreytt til grundvallar úthlutun á söluverði bifreiðarinnar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Í máli þessu er deilt um hvort krafa sóknaraðila að fjárhæð 328.795 krónur eigi að njóta forgangs í skjóli haldsréttar fyrir kröfum varnaraðila, sem eru tryggðar með veði í bifreiðinni OZ 414. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 verður úrskurði, sem felur í sér lokaákvörðun um ágreiningsefni, ekki skotið til Hæstaréttar, nema fullnægt sé almennum skilyrðum til áfrýjunar dómi í einkamáli. Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994, er nú 420.000 krónur. Er því ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 fyrir kæru úrskurðar í máli þessu, en sóknaraðili hefur ekki aflað leyfis Hæstaréttar til málskots. Verður málinu þannig sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 197/2004 | Kærumál Nauðungarvistun | Með beiðni dagsettri 5. maí sl. hefur X farið fram á að felld verði úr gildi ákvörðun Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 5. maí sl. um það að hún skuli vistast nauðug á sjúkrahúsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2004, þar sem staðfest var ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 5. sama mánaðar um að sóknaraðili skuli vistast á sjúkrahúsi frá þeim degi í 21. dag. Kæruheimild er í 4. mgr. 31. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 4. mgr. 31. gr., sbr. 17. gr. lögræðislaga, greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Evu B. Helgadóttur héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 60.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 159/2004 | Kærumál Faðerni Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur | X, sem hafði verið ættleidd af M, krafðist þess að ógilt yrði með dómi að Y væri kynfaðir hennar eins og tilgreint væri í fæðingarvottorði. X höfðaði málið á grundvelli barnalaga nr. 76/2003, en tók fram í málatilbúnaði sínum að krafan fæli ekki í sér viðurkenningu á lagatengslum hennar og Y eða að réttarstöðu hennar sem kjörbarni yrði raskað. Talið var að takmörkunum sem þessum á kröfugerð yrði ekki komið við í máli sem rekið væri eftir reglum III. kafla barnalaga. Með vísan til þessa þótti slíkur misbrestur vera á málatilbúnaði X að vísa yrði málinu frá héraðsdómi. Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. apríl 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt í héraði og vegna kæru á úrskurði héraðsdómara til Hæstaréttar. Samkvæmt gögnum málsins er sóknaraðili fædd 2. júní 1969. Stjúpfaðir hennar fékk leyfi dómsmálaráðuneytis til að ættleiða hana 11. maí 1989. Samkvæmt beiðni um ættleiðinguna og skjölum í tengslum við hana, sem sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt, er varnaraðili tilgreindur faðir sóknaraðila. Í málinu krefst sóknaraðili þess að ógilt verði með dómi að varnaraðili sé kynfaðir hennar eins og tilgreint sé í fæðingarvottorði. Samkvæmt kæru sóknaraðila til Hæstaréttar er tilgangur með málshöfðuninni að fá úr því skorið hvort hún sé rétt feðruð. Heldur sóknaraðili því fram að hún hafi lögvarða hagsmuni af því að vita sannleikann um faðerni sitt, sbr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003, sem og II. og III. kafla laganna og 7. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. auglýsingu nr. 18/1992. Af þessu verður ekki annað ráðið en að sóknaraðili hafi höfðað málið sem dómsmál samkvæmt ákvæðum III. kafla barnalaga til vefengingar á faðerni barns eða ógildingar á faðernisviðurkenningu. Þrátt fyrir þetta segir meðal annars í kæru sóknaraðila: „Kröfugerð sóknaraðila felur ekki í sér viðurkenningu á lagatengslum hennar og varnaraðila eða að réttarstaða hennar sem kjörbarn verði raskað.” Takmörkunum sem þessum á kröfugerð verður ekki komið við í máli, sem rekið er eftir reglum III. kafla barnalaga. Þegar af þessum sökum er slíkur misbrestur á málatilbúnaði sóknaraðila að vísa verður málinu frá héraðsdómi. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Ekki eru efni til að varnaraðili fái greiddan kostnað sinn af rekstri málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, eins og hann krefst. Með því að hann hefur ekki beint kröfu um kærumálskostnað að sóknaraðila verður hann ekki dæmdur. Um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Hæstarétti fer samkvæmt því, sem í dómsorði segir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Málið var höfðað 29. desember sl. og tekið til úrskurðar 30. mars sl. Stefnandi er X. Stefndi er Y. "Stefnandi gerir þá kröfu að ógilt verði með dómi að stefndi sé faðir hennar eins og tilgreint er í fæðingarvottorði." Þá er krafist málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krafðist þess upphaflega að viðurkennt yrði með dómi að hann væri ekki faðir stefnanda, en til vara að það yrði viðurkennt ef lífeðlisfræðileg rannsókn leiddi það í ljós. Þá krafðist hann málskostnaðar. Dómarinn ákvað að taka til athugunar hvort vísa ætti málinu frá dómi og gaf lögmönnum aðila kost á að tjá sig um það álitaefni. Í því þinghaldi gerði stefnandi þær kröfur að málið yrði tekið til efnismeðferðar en ef því yrði vísað frá var krafist málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krafðist frávísunar og málskostnaðar. Stefnandi lýsir málavöxtum þannig að á fæðingarvottorði hennar sé stefndi tilgreindur faðir hennar. Telur hún að af því megi ráða að móðir hennar hafi tilgreint stefnda sem föður sinn og að hann hafi gengist við faðerninu. Á árinu 1989 hafi stjúpfaðir sinn sótt um leyfi til að ættleiða sig og hafi stefnda verið gefinn kostur á að tjá sig um málið. Stefndi hafi hins vegar sagt málið sér óviðkomandi og bent á að hann hafi undirgengist blóðrannsókn á sínum tíma og hún sýnt að hann hafi útilokast sem faðir. Engin gögn hafi fundist um þessa rannsókn hjá viðkomandi sýslumanni. Stefnandi var ættleidd af stjúpföður sínum og er leyfisbréfið gefið út 11. maí 1989. Í því er stefnandi talin dóttir stefnda. Stefndi lýsir málavöxtum þannig að á árinu 1969 hafi honum verið kennt barn, sem sé stefnandi. Stefndi kveðst hafa talið ólíklegt að hann væri faðir stefnanda, en engu að síður hafi farið fram blóðrannsókn og hafi hún útilokað hann frá faðerninu. Kveðst stefndi hafa talið málið úr sögunni þar til honum hafi verið birt stefnan. III Stefnandi byggir á því að henni sé nauðsyn á að fá úr því skorið hvort stefndi sé kynfaðir hennar. Kveður hún þar bæði vera um að ræða tilfinningalega hagsmuni, er snerti sjálfsmynd hennar, svo og hagsmuni hennar og afkomenda hennar um að vita hið rétt um faðernið, m.a. vegna hugsanlegra erfðasjúkdóma. Stefnandi höfðar málið á grundvelli III. kafla barnalaga nr. 76/2003 og byggir á því að hagsmunir hennar njóti verndar II. og III. kafla laganna, auk þess að vísa til ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Stefndi byggir frávísunarkröfuna á því að stefnandi hafi engin rök leitt að því að stefndi sé faðir sinn. Hún eigi þar af leiðandi ekki rétt á því, á grundvelli barnalaga, að fá dóm um kröfu sína. Vísar hann í þeim efnum til ákvæða laganna. IV Eins og áður sagði var stefnandi ættleidd af stjúpföður sínum á árinu 1989. Í 1. mgr. 25. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar segir að við ættleiðingu falli niður lagatengsl barns við kynforeldra sína, nema lög kveði öðru vísi á. Við ættleiðinguna öðlast kjörbarnið sömu réttarstöðu gagnvart kjörforeldrum sem væri það þeirra eigið barn. Í 2. mgr. segir að ættleiði annað hjóna barn hins fái barnið réttarstöðu sem væri það barn hjónanna. Stefnandi byggir málsókn sína á ákvæðum III. kafla barnalaga, en hann fjallar um dómsmál til vefengingar á faðerni barns eða ógildingar á faðernisviðurkenningu. Samkvæmt 21. gr. laganna á stefnandi aðild að slíku máli. Hún krefst hins vegar ekki vefengingar á faðerni sínu eða þess að faðernisviðurkenning stefnda verði dæmd ógild, heldur "að ógilt verði með dómi að stefndi sé faðir hennar eins og tilgreint er í fæðingarvottorði." Dómurinn lítur svo á að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úr því skorið hver sé kynfaðir hennar með vísun til þeirra málsástæðna, sem hún byggir málsókn sína á. Hins vegar er á það að líta að við ættleiðinguna rofnuðu öll lagatengsl hennar við stefnda, hvort sem hann gekkst við faðerni hennar á sínum tíma eða ekki og þegar af þeirri ástæðu verður málið ekki rekið á grunvelli ákvæða barnalaga. Það er því ekki fallist á það með henni að krafa hennar á hendur stefnda verði sótt í máli sem þessu og er því óhjákvæmilegt að vísa því frá dómi. Málskostnaður þykir mega falla niður en gjafsóknarkostnaður stefnanda skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Daggar Pálsdóttur hrl., 80.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð Málinu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður en gjafsóknarkostnaður stefnanda skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Daggar Pálsdóttur hrl., 80.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. |
Mál nr. 173/2004 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Stefnendur eru Jón Ágúst Jóhannsson, kt. [...], og Sigríður Sveinsdóttir, kt [...], bæði persónulega og fyrir hönd Jóns Jóhannssonar ehf., kt. [...], öll Ásmundarstöðum, Ásahreppi, Rangárvallasýslu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. maí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 15. apríl 2004 um frávísun máls sóknaraðila á hendur varnaraðilum. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Varnaraðilar gagnkærðu 26. apríl 2004 og krefjast staðfestingar úrskurðar héraðsdóms, en þó þannig að dæmdur málskostnaður í héraði verði verulega hækkaður. Einnig krefjast þeir kærumálskostnaðar. Staðfest er sú niðurstaða héraðsdóms að vísa beri málinu sjálfkrafa frá dómi á grundvelli e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðilar greiði varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Úrskurður héraðsdóms er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðilar, Jón Ágúst Jóhannsson, Sigríður Sveinsdóttir og Jón Jóhannsson ehf., greiði varnaraðilum, Holtabúinu ehf., Gunnari Andrési Jóhannssyni og Sigurði Garðari Jóhannssyni, samtals 500.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 182/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti stæði, sbr. c. lið 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þar sem dómurinn var birtur X 6. maí 2004 var gæsluvarðhaldinu ekki markaður lengri tími en til dagsloka 3. júní 2004. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. maí 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt 106. gr. laga nr. 19/1991 getur dómari úrskurðað að gæsluvarðhald skuli haldast meðan á áfrýjunarfresti stendur, sbr. 2. mgr. 151 gr. laganna. Samkvæmt þeirri grein skal ákærði lýsa yfir áfrýjun dóms innan fjögurra vikna frá birtingu hans. Varnaraðila var birtur dómur í máli ákæruvaldsins á hendur honum og tveimur öðrum mönnum 6. maí 2004. Samkvæmt því verður gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila ekki markaður lengri tími en til dagsloka 3. júní 2004. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur með þeim hætti er í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 3. júní 2004 kl. 24. I. Lögreglustjórinn í Kópavogi krefst þess að dómfellda, X, verði með skírskotun til c. liðar 1. mgr. 103. gr. sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan á fresti samkvæmt 2. mgr. 151. gr. laganna stendur, eða allt til 4. júní 2004 klukkan 16:00. Dómfelldi krefst þess að kröfunni verði hafnað. II. Með dómi í málinu uppkveðnum í dag var dómfellda gert að sæta fangelsi í 15 mánuði fyrir þjófnaðarbrot, gripdeild, ólögmæta meðferð fundins fjár, fjársvik, nytjastuld, skjalabrot og umferðarlagabrot. Við uppkvaðningu dómsins tók dómfelldi sér frest til að taka afstöðu til áfrýjunar. Dómfelldi hefur á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og vegna gruns um þau brot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir sætt gæsluvarðhaldi frá 2. f.m. Upphaflega var dómfellda með úrskurði héraðsdóms 2. f.m. gert að sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 14:00 fimmtudaginn 29. apríl, en gæsluvarðhaldið var með úrskurði uppkveðnum þann dag framlengt til dómsuppkvaðningardags. Dómfelldi kærði fyrri úrskurðinn til Hæstaréttar, sem staðfesti hann með dómi sínum 7. f.m. í máli nr. 138/2004. Samkvæmt 106. gr. laga nr. 19/1991 lýkur gæsluvarðhaldi þegar dómur hefur verið kveðinn upp í máli. Eftir kröfu ákæranda getur dómari þó úrskurðað að gæsluvarðhald skuli haldast meðan á fresti samkvæmt 2. mgr. 151. gr. laganna stendur. Með vísan til framanritaðs og c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 verður krafa lögreglustjórans í Kópavogi tekin til greina eins og hún er fram sett. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð : Dómfelldi, X, sæti gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti samkvæmt 2. mgr. 151. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála stendur, eða allt til föstudagsins 4. júní 2004 klukkan 16:00. |
Mál nr. 175/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti stæði, sbr. c. lið 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þar sem dómurinn var birtur X 5. maí 2004 var gæsluvarðhaldinu ekki markaður lengri tími en til dagsloka 2. júní 2004. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. maí 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti áfram gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti stendur en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 3. júní 2004 kl. 12. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt 106. gr. laga nr. 19/1991 getur dómari úrskurðað að gæsluvarðhald skuli haldast meðan á áfrýjunarfresti stendur, sbr. 2. mgr. 151 gr. laganna. Samkvæmt þeirri grein skal ákærði lýsa yfir áfrýjun dóms innan fjögurra vikna frá birtingu hans. Varnaraðila var birtur dómur í máli ákæruvaldsins á hendur honum og öðrum manni 5. maí 2004. Samkvæmt því verður gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila ekki markaður lengri tími en til dagsloka 2. júní 2004. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur með þeim hætti er í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 2. júní 2004 kl. 24. Samkvæmt 106. gr. laga nr. 19/1991 lýkur gæsluvarðhaldi þegar dómur hefur verið kveðinn upp í málinu. Eftir kröfu ákæranda getur dómari þó úrskurðað að gæsluvarðhald skuli haldast meðan á fresti skv. 2. mgr. 151. gr. laganna stendur. Dómfelldi hefur sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c liðar 1. mgr. 103. gr. laganna vegna gruns um afbrot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir. Skilyrði 106. gr. eru því uppfyllt og verður krafan því tekin til greina eins og hún er fram sett. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: |
Mál nr. 153/2004 | Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Umgengni Meðlag | M kærði úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu hans og K, hvors um sig, um forsjá barns þeirra til bráðabirgða, skorið úr um að lögheimili barnsins yrði hjá K, umgengni M við það og um greiðslu hans á meðlagi með því. Fyrir Hæstarétti krafðist M aðallega að lögheimili barnsins yrði hjá sér og að K yrði gert að greiða meðlag með því en til vara að umgengni yrði óbreytt frá því að aðilar slitu sambúð. Var úrskurður héraðsdóms staðfestur í Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. mars 2004, þar sem hafnað var kröfu hvors aðilanna um sig um forsjá barns þeirra til bráðabirgða, skorið úr um lögheimili barnsins, umgengni sóknaraðila við það og um greiðslu sóknaraðila á meðlagi með því. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að lögheimili barnsins verði hjá honum og að varnaraðila verði gert að greiða honum meðlag sem sé jafnhátt og barnalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins. Til vara krefst hann þess að umgengni verði óbreytt frá því að aðilar slitu sambúð þannig að barnið dvelji viku í senn hjá hvorum aðila, frá mánudegi til mánudags. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 146/2004 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Hef ég farið fram á skaðabætur, og sent gíróseðla til að auðvelda málsmeðferð og er það krafa mín að þær bætur verði, borgaðar, Gíró nr:2530301. og 2530300. 01.94,400milj,og fjögurhundruð þús. 00. 130,000,000 miljónir plús Vextir Eins og ofan greind lög fjalla um þá voru þau ekki virt hefur það gerst tvisvar fyrst 2002. og nú aftur 2003. Og segir umboðsmaðaur alþigis í bréfi í máli nr:3588/”02. 31mars 2003. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir ágreinigur milli yðar og Félagsmálaráðauneitis um það hvort þér eigið rétt á skaðabótum vegna mannréttindabrota. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. apríl sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Skilja verður málatilbúnað sóknaraðila svo að hann krefjist þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og honum gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 119/2004 | Kærumál Málsóknarumboð Samaðild Vanreifun Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Stefndi kveðst hafa verið tilbúinn að semja um leigugreiðslur vegna nýs masturs sem hann hafi ekki getað byggt vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag við stefnanda. Hann neitar alfarið þeirri fullyrðingu stefnanda að hann hafi ljáð máls á því að greiða leigu fyrir þá aðstöðu sem hann hafi á Kröflufjalli, en sú aðstaða sé sú sama og Landsvirkjun hafi áður haft. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. og 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði gerðu íslenska ríkið og eigendur jarðarinnar Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi 18. mars 1971 samning þar sem meðal annars var kveðið á um að jarðhitaréttindi í landi Reykjahlíðar, innan marka samkvæmt uppdrætti er fylgdi samningnum, sem og „aðstaða til mannvirkjagerðar til nýtingar hans“ skyldi „héðan í frá ríkissjóði til frjálsra umráða og ráðstöfunar.“ Var Kröfluvirkjun síðar reist á umræddu landsvæði. Með samningi 26. júlí 1985 seldi og afsalaði íslenska ríkið Landsvirkjun jarðgufuaflstöðina við Kröflu ásamt eignum, sem aflstöðinni tilheyrðu. Af málatilbúnaði aðila verður ráðið að ekki sé ágreiningur um að varnaraðili, sem er einkahlutafélag, hafi verið stofnað á árinu 2000, sé alfarið í eigu Landsvirkjunar og hafi þann tilgang að reka og leigja aðgang að flutningskerfi til fjarskipta, sem tekur til landsins alls, en engin gögn eru í málinu um þessi atriði. Í stefnu heldur sóknaraðili því fram að varnaraðili hafi reist skúr við Kröflu til að annast fjarskipti. Kemur þar fram að sóknaraðili telji Landsvirkjun heimilt á grundvelli framangreindra samninga að reka fjarskiptaskúr undir eigin þjónustu á svæðinu sé það nauðsynlegt til nýtingar jarðhita. Hins vegar sé ljóst að fjarskiptaskúr varnaraðila, sem reistur hafi verið í skjóli réttinda Landsvirkjunar, sé ekki nýttur í þágu jarðhitavinnslunnar. Fari þar fram á vegum varnaraðila starfsemi, sem honum sé óheimilt að stunda á landi Reykjahlíðar án samþykkis landeigenda. Telji landeigendur sig eiga kröfu til eðlilegrar þóknunar fyrir þessi afnot af landi sínu. Hafi sóknaraðili því gert varnaraðila reikninga vegna landleigu, sem miðist við helming áætlaðra tekna þess síðarnefnda vegna leigu á aðstöðu fyrir fjarskiptastöðvar í skúrnum, er aftur taki mið af gjaldskrá Landssíma Íslands hf. og leigugjaldi af aðstöðu fyrir sex slíkar stöðvar. Sé málið höfðað til heimtu greiðslu samkvæmt reikningum þessum. Í greinargerð fyrir héraðsdómi telur varnaraðili að málavaxtalýsing í stefnu sé ófullkomin og gefi ekki rétta mynd af atvikum máls. Hafi skúr til að hýsa aðstöðu til fjarskipta verið reistur á Kröflufjalli á árunum 1976 til 1977 enda sé allri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar og flutningi raforku stýrt úr stjórnstöð Landsvirkjunar í Reykjavík og fjarskipti því nauðsynleg orkuvinnslu á svæðinu. Þá sé símsamband nauðsynlegt vegna reksturs virkjunarinnar og hafi Landsvirkjun því frá upphafi heimilað Landssíma Íslands að setja upp tæki í skúrnum ásamt loftneti fyrir NMT farsímakerfi og síðar GSM farsímakerfi. Þá hafi Landsvirkjun heimilað uppsetningu loftnets fyrir svonefnt Tetra-kerfi og loks hafi björgunarsveit á svæðinu fengið að setja upp loftnet. Um 1990 hafi skúrinn verið endurnýjaður og enn með traustara húsi á síðasta áratug fyrri aldar. Því sé ranglega haldið fram í stefnu að varnaraðili hafi komið upp þessari aðstöðu á Kröflufjalli. Það hafi Landsvirkjun gert og síðan afhent varnaraðila. Hafi hann ekki bætt við húsakost „frá því hann tók við aðstöðunni í upphafi árs 2001.“ Ekki eru gögn í málinu um þetta framsal Landsvirkjunar til varnaraðila eða hvaða réttindi eða skyldur hafi fylgt því. Eftir framsal aðstöðunnar til varnaraðila hafi hann ákveðið að innheimta gjald vegna framangreindra afnota Landssíma Íslands hf. og Tetraísland ehf. Fjarskiptafélags en afnot björgunarsveitarinnar séu endurgjaldslaus. Varnaraðili reisir frávísunarkröfu sína á því að umboð sóknaraðila til málshöfðunar þessarar sé ófullnægjandi. Í hinum kærða úrskurði er rakið hvaða gögn lágu fyrir héraðsdómi um málsóknarumboð þinglýstra eigenda Reykjahlíðar til sóknaraðila vegna höfðunar máls þessa. Með bréfi 30. mars 2004 lagði sóknaraðili fyrir Hæstarétt viðbótargögn um þetta atriði. Er þar annars vegar um að ræða umboð Jóns Ármanns Péturssonar til sóknaraðila 24. mars 2004, þar sem meðal annars er staðfest umboð til sóknaraðila til að höfða þetta mál. Hins vegar lagði sóknaraðili fram leyfi til einkaskipta á búi Maríu S. Þorsteinsdóttur 9. febrúar 2004 ásamt umboðum erfingja hennar, þeirra Bryndísar Jónsdóttur og Ólafs H. Jónssonar, frá 24. mars 2004 til sóknaraðila til höfðunar máls þessa. Verður ekki betur séð af gögnum málsins en að þar með liggi fyrir fullnægjandi málsóknarumboð til sóknaraðila frá þinglýstum eigendum Reykjahlíðar. Þá reisir varnaraðili frávísunarkröfu sína á því að efnisleg úrlausn málsins varði hagsmuni Landsvirkjunar og íslenska ríkisins með þeim hætti að aðild þeirra að málinu sé nauðsynleg. Þar sem málinu sé ekki jafnframt beint gegn þeim beri að vísa því frá dómi samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Eins og að framan er rakið eru ekki í málinu gögn um hvaða réttindi eða skyldur fylgdu framsali Landsvirkjunar á hinum umdeildu fjarskiptamannvirkjum til varnaraðila en óumdeilt er að hann fékk þessi mannvirki framseld frá Landsvirkjun. Beinir sóknaraðili kröfu sinni að varnaraðila vegna nýtingar þeirra mannvirkja. Verður að fallast á það með héraðsdómi að eins og málið liggur fyrir séu ekki efni til að vísa því frá af þessum sökum. Loks reisir varnaraðili frávísunarkröfu sína á því að málið sé svo vanreifað af hálfu sóknaraðila að í bága brjóti við 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Fallast má á það með varnaraðila, með vísan til þess sem að framan er rakið, að lýsing sóknaraðila á málsatvikum í stefnu sé ekki svo skilmerkileg sem skyldi. Þá er ekki ljóst af málatilbúnaði sóknaraðila hvort hann telur endurgjaldslaus afnot Landsvirkjunar af umræddum fjarskiptabúnaði varnaraðila óheimil og því grundvöll fjárkröfu. Í aðalatriðum er grundvöllur málatilbúnaðar sóknaraðila þó skýr. Hann krefur varnaraðila um greiðslu fyrir afnot af landi eða landsgæðum, sem ekki falli undir þær heimildir, sem landeigendur hafi afsalað sér með fyrrgreindum samningi við íslenska ríkið 18. mars 1971. Þá byggir sóknaraðili fjárhæð kröfu sinnar á tveimur reikningum, sem fram voru lagðir við þingfestingu málsins. Í stefnu er gerð grein fyrir því á hvaða forsendum reikningar þessir eru reistir. Eru því ekki efni til að vísa málinu nú frá dómi af þessum sökum. Að gættu því sem að framan greinir ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Verður varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði vegna þessa þáttar málsins ásamt kærumálskostnaði, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og er lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Fjarski ehf., greiði sóknaraðila, Landeigendum Reykjahlíðar ehf., samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 161/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. apríl 2004 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. apríl 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti áfram gæsluvarðhaldi allt til þess að dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 5. maí nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. apríl 2004. Lögreglustjórinn í Reykjavík hafi gefið út tvær ákærur á hendur úrskurðarþola. Annars vegar ákæru dags. 23. desember 2003 þar sem ákært sé fyrir þjófnaði, hylmingarbrot og fjársvik og hins vegar ákæra dags. 23. janúar 2004 þar sem ákært sé fyrir hylmingarbrot, skjalafalsbrot, fjársvik, þjófnaði og tilraun til þjófnaðar. Einnig sé ákærð fyrrverandi sambýliskona X. Mál þetta hafi verið rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur undir málanúmerinu [...] og Róbert R. Spanó sé dómari í málinu. Mál þetta hafi verið umfangsmikið og málareksturinn tímafrekur en flutningi þess sé nú lokið og málið hafi verið dómtekið og verði dómur uppkveðinn 5. maí nk. kl 11:45. Auk máls [...] sé X einnig kærður í fjölda mála sem séu til rannsóknar og til afgreiðslu hjá lögreglunni í Kópavogi og Reykjavík. Það sé því fyrirséð að önnur ákæra verði gefin út á hendur honum vegna ólokinna mála hans en tekin hafi verið ákvörðun um að ekki skyldi sameina fleiri ákærur máli [...] þar sem málið hafi þegar verið orðið umfangsmikið. Ákærði, X, hafi samkvæmt sakarvottorði langan sakarferil. Hann hafi margsinnis verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og sérrefsilögum en ávallt verið gerð skilorðsbundin refsing. Hann hafi síðast hlotið dóm fyrir héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. október 2003 og hafi þá verið dæmdur til 7 mánaða fangelsisrefsingar en fullnustu refsingarinnar hafi verið frestað skilorðsbundið í 3 ár. Ákærði sé grunaður um fjölda brota gegn 155. gr., 244. gr., 248. gr. og 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Með vísan til alls framanritaðs, framlagðra gagna og loks með vísan til c-liðar 1. mgr. 103. gr., laga nr. 19, 1991, um meðferð opinberra mála, er þess farið á leit að krafan verði tekin til greina eins og hún sé fram sett. Úrskurðarorð: Kærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 5. maí 2004, kl. 16:00. |
Mál nr. 294/2003 | Dómsuppkvaðning Ómerking Heimvísun | Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 25. júlí 2003. Veitt var leyfi til áfrýjunar héraðsdóms. Þau krefjast þess að gagnáfrýjandi verði dæmd til að greiða þeim 303.048 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júlí 2002 til greiðsludags. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 22. október 2003. Hún krefst sýknu af kröfu aðaláfrýjenda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málið var tekið til dóms í héraði við lok aðalmeðferðar 24. mars 2003. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 25. apríl sama árs, en ekki var þá sótt þing af hálfu málsaðila. Var þá liðinn frestur samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að kveða upp dóm í málinu án þess að það yrði munnlega flutt á ný eða að aðilar þess og héraðsdómari væru samdóma um að það væri óþarft. Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja sjálfkrafa hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Rétt er að aðilar beri hver sinn kostnað af þessum þætti málsins fyrir Hæstarétti. D ó m s o r ð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. |
Mál nr. 135/2004 | Kærumál Lögræði Sjálfræði Málskostnaður | Fallist var á að X yrði sviptur sjálfræði í 24 mánuði, enda væri hann ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum vegna alvarlegs geðsjúkdóms. Hins vegar voru ekki talin lagaskilyrði til að verða við kröfu um að X yrði sviptur fjárræði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. apríl sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 18. mars 2004, þar sem sóknaraðili var sviptur lögræði, bæði fjárræði og sjálfræði, í 24 mánuði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að kröfu varnaraðila um að hann verði sviptur lögræði verði hafnað. Til vara krefst hann að upphafleg krafa varnaraðila fyrir héraðsdómi um að hann verði sviptur sjálfræði í sex mánuði verði tekin til greina. Þá er þess krafist að kærumálskostnaður, þar með talin þóknun skipaðs verjanda hans vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, verði greiddur úr ríkissjóði. Skilja verður greinargerð varnaraðila fyrir Hæstarétti svo að hann krefjist þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Þá krefst varnaraðili að kærumálskostnaður, þar með talin þóknun talsmanns hans, verði greiddur úr ríkissjóði. Fallist er á með héraðsdómara að sóknaraðili sé ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum vegna alvarlegs geðsjúkdóms, sbr. a. lið 4. gr. lögræðislaga. Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að sóknaraðili skuli sviptur fjárræði. Eru því ekki lagaskilyrði til að verða við þeirri kröfu varnaraðila. Að þessu virtu verður staðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að sóknaraðili verði sviptur sjálfræði í 24 mánuði. Samkvæmt 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Ingvars Þóroddssonar héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Samkvæmt gögnum málsins var Inga Þöll Þórgnýsdóttir héraðsdómslögmaður skipaður talsmaður varnaraðila í héraði. Það athugast að varnaraðili er sveitarfélag og var krafan fyrir héraðsdómi sett fram af lögmanni þess. Voru því engin efni til að skipa varnaraðila talsmann samkvæmt 3. mgr. 10. gr. lögræðislaga. Þar sem hún var þrátt fyrir það skipuð talsmaður varnaraðila ber samkvæmt 17. gr. lögræðislaga að ákveða henni þóknun úr ríkissjóði vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Sóknaraðili, X, er sviptur sjálfræði í 24 mánuði frá uppkvaðningu hins kærða úrskurðar. Allur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Ingvars Þóroddssonar héraðsdómslögmanns, samtals 150.000 krónur og þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila, Ingu Þallar Þórgnýsdóttur héraðsdómslögmanns, samtals 80.000 krónur. |
Mál nr. 364/2003 | Dómsuppkvaðning Ómerking Heimvísun | Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 16. september 2003 að fengnu áfrýjunarleyfi og krefjast sýknu af kröfu gagnáfrýjanda. Þau krefjast og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 17. nóvember 2003. Hún krefst þess að aðaláfrýjendur verði dæmd til að greiða sér 200.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 19. febrúar 2001 til 1. júlí sama árs og samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málið var tekið til dóms í héraði við lok aðalmeðferðar 24. mars 2003. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 25. apríl sama árs, en ekki var þá sótt þing af hálfu málsaðila. Var þá liðinn frestur samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að kveða upp dóm í málinu án þess að það yrði munnlega flutt á ný eða að aðilar þess og héraðsdómari væru samdóma um að það væri óþarft. Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja sjálfkrafa hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Rétt er að aðilar beri hver sinn kostnað af þessum þætti málsins fyrir Hæstarétti. D ó m s o r ð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. |
Mál nr. 152/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að þann 20. janúar sl. hafi Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað í máli nr. [...] að X skyldi sæta nálgunarbanni samkvæmt 110. gr. a. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 3. gr. laga nr. 94/2000. Samkvæmt greindum úrskurði sé X óheimilt í 9 mánuði að koma á eða í námunda við heimili A, Z, á svæði sem afmarkist við 50 metra radíus umhverfis Z. Jafnframt hafi verið lagt bann við því í 9 mánuði að X komi á eða í námunda við heimili B, Q, á svæði sem afmarkist við 50 metra radíus umhverfis Q. Enn fremur hafi X verið bannað í 9 mánuði að veita A og B eftirför, nálgast þau á almannafæri, hringja í heima-, vinnu- og farsíma þeirra eða setja sig á annan hátt beint í samband við þau. Úrskurður héraðsdóms hafi verið birtur fyrir X þann 3. febrúar sl. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. apríl 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. apríl 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 19. maí nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri úrskurðinn í þeim tilgangi að hann verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 85/2004 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Réttindaröð Skaðabætur | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu S um að hún skyldi njóta stöðu í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. fyrir kröfu sinni á hendur þrotabúi Æ hf. Laut ágreiningur aðila að því hvort S ætti fjárkröfu á hendur sóknaraðila vegna afleiðinga slyss, sem hún varð fyrir í gönguferð í Glymsgili í lok september 2001 ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Íslenskum ævintýraferðum hf. Þá greindi aðila á um hvort viðurkenna bæri kröfuna sem forgangskröfu í þrotabúið, samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Í Hæstarétti var talið að ferðin í Glymsgil hafi verið farin á vegum fyrirtækisins og á ábyrgð þess. Þá var talið stjórnendum félagsins til gáleysis að skipuleggja ferðir í gilið án þess að vitneskja um hættur í gilinu lægi fyrir. Voru starfsmenn Íslenskra ævintýraferða hf. einnig hafa sýnt af sér gáleysi við fararstjórn í ferðinni. Var fébótaábyrgð því lögð á félagið vegna slyss S. Var bótaskylda félagsins ekki felld niður á grundvelli áhættutöku S auk þess sem ekki hafði verið sýnt fram á að hún hefði átt sök á tjóni sínu. Var því talið að krafa S um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns og örorku, er hún hlaut í slysinu, félli undir 5. tölulið 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 en sá hluta kröfu S, er varðaði bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, talinn meðal almennra krafna samkvæmt 113. gr. sömu laga. Þá var sá hluti vaxtakröfu S, sem féll til eftir að úrskurður um gjaldþrotaskipti gekk, viðurkennd sem eftirstæð krafa samkvæmt 1. tölulið 114. gr. laganna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. desember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. febrúar 2004. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. desember 2003, þar sem viðurkennt var að varnaraðili skyldi njóta stöðu í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. fyrir kröfu sinni á hendur sóknaraðila að fjárhæð 6.437.702 krónur ásamt nánar tilgreindum vöxtum. Kæruheimild er í 179. gr. sömu laga. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði að kröfu varnaraðila verði skipað á fyrrgreindan hátt í réttindaröð og „staðfest verði sú ákvörðun skiptastjóra að hafna kröfu“ varnaraðila „bæði sem forgangskröfu og almennri kröfu.“ Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði staðfestur en til vara að viðurkennd verði, sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991, skaðabótakrafa að fjárhæð 6.437.702 krónur auk 4,5% ársvaxta af 2.249.520 krónum frá 29. september 2001 til 8. maí 2002 en af 6.437.702 krónum frá þeim degi til 20. febrúar 2003. Þá er þess krafist að viðurkennd verði sem eftirstæð krafa samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991 krafa um 4,5% ársvexti af 6.437.702 krónum frá 20. febrúar 2003 til 27. ágúst 2003 og krafa um dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags. Í báðum tilvikum krefst varnaraðili staðfestingar hins kærða úrskurðar um málskostnað og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni var veitt fyrir Hæstarétti 25. mars 2004. I. Samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 njóta kröfur um bætur vegna örorku manns, sem starfaði í þjónustu þrotamannsins og varð þar fyrir slysi sem olli örorku, forgangsréttar við gjaldþrotaskipti, enda hafi það átt sér stað á síðustu átján mánuðum fyrir frestdag. Með ákvæði þessu, sem skipar vissum kröfum framar öðrum í réttindaröð, er vikið frá grundvallarreglu laga nr. 21/1991 um jafnræði lánardrottna við gjaldþrotaskipti. Verður ákvæðið því ekki skýrt á rýmri veg en leiðir af orðanna hljóðan. Þegar rætt er í ákvæðinu um bætur vegna örorku í þjónustu þrotamannsins er ótvírætt sett sú regla að réttur til bóta, sem þar getur átt undir, þurfi að eiga rætur að rekja til slyss, sem launþegi í starfi hjá þrotamanninum hefur orðið fyrir. Þá veitir reglan eingöngu forgangsrétt fyrir kröfu um bætur vegna örorku eða kröfu um bætur vegna fjártjóns af þessum sökum. Forgangsrétturinn verður þannig ekki talinn ná til bóta fyrir ófjarhagslegt tjón. Varnaraðili krefst viðurkenningar á kröfu í þrotabú fyrirtækisins að fjárhæð 6.437.702 krónur. Krafa varnaraðila skiptist þannig samkvæmt hinum kærða úrskurði: Bætur vegna tímabundins atvinnutjóns að frádregnum launum og sjúkradagpeningum 547.714 krónur, þjáningarbætur 340.970 krónur, varanlegur miski 1.908.550 krónur og varanleg örorka 3.640.468 krónur. Með vísan til þess sem rakið er hér að framan nýtur sá hluti bótakröfu varnaraðila, er varðar örorku hennar, að fjárhæð 4.188.182 krónur forgangsréttar samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Hins vegar ber að telja þann hluta kröfu varnaraðila, er varðar bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, meðal almennra krafna samkvæmt 113. gr. sömu laga. Þá verður vaxtakrafa varnaraðila viðurkennd sem eftirstæð krafa samkvæmt 1. tölulið 114. gr. laganna eins og nánar greinir í dómsorði. Um málskostnað og gjafsóknarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Sóknaraðili greiði í ríkissjóð samtals 850.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður varnaraðila í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsflutningsþóknun lögmanns hennar fyrir báðum dómstigum, samtals 850.000 krónur. |
Mál nr. 100/2004 | Kærumál Málsástæða Res Judicata Frávísunarúrskurður staðfestur | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem máli G var vísað frá dómi á þeim grundvelli að hann hafi látið undir höfðu leggjast að halda málsástæðum sínum fram í fyrra máli sem dæmt var í Hæstarétti 4. febrúar 1999. Var talið að meginregla 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála girti fyrir að G gæti byggt málatilbúnað sinn í málinu á þessum málsástæðum, enda andstætt þeirri reglu ef komast mætti hjá henni með nýrri málssókn. Breytti engu þótt G hefði kosið að haga kröfugerð sinni í þessu máli á annan hátt en í hinu fyrra. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. mars sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 13. febrúar 2004, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst jafnframt kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og að sóknaraðili og lögmaður hans verði dæmdir til að greiða málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti og kemur þegar af þeirri ástæðu ekki til álita sú krafa hans að lögmanni sóknaraðila verði gert að greiða málskostnað í héraði eða að málskostnaður, sem sóknaraðili var dæmdur til að greiða honum, verði hækkaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða kærumálskostnað, eins og nánar segir í dómsorði, en ekki eru efni til að fallast á kröfu um að lögmanni hans verði gert að greiða kærumálskostnað með umbjóðanda sínum. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Garðar Björgvinsson, greiði varnaraðila, Sigfúsi Guðmundssyni, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 109/2004 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Heimild brast til kæru KB hf. á tilteknum atriðum héraðsdóms sem komu til eftir að aðalmeðferð málsins var hafin. Var málinu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. mars sama árs. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Skúli J. Pálmason héraðsdómari viki sæti í máli, sem varnaraðili hefur höfðað gegn sóknaraðila. Jafnframt er kærður „úrskurður“ héraðsdómarans sama dag að varnaraðila sé heimilt að bera fyrir sig tiltekna málsástæðu í máli aðilanna. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til a. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hin kærða ákvörðun og hinn kærði „úrskurður“ verði felldur úr gildi. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka, en héraðsdómarinn hefur sent Hæstarétti athugasemdir sínar um kæruefnið. Þau atriði, sem sóknaraðili hefur kært til Hæstaréttar, komu til eftir að aðalmeðferð málsins var hafin. Af framlögðu endurriti úr þingbók verður hvorki séð að málflutningur hafi farið fram um kröfu sóknaraðila að héraðsdómari viki sæti í málinu, né að úrskurður um hana hafi verið kveðinn upp í samræmi við ákvæði 3. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt ótvíræðu orðalagi 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 eru það einvörðungu úrskurðir héraðsdómara um nánar tiltekin efni, sem sæta kæru til Hæstaréttar, en ekki annars konar yfirlýsingar hans um þau. Þá eru heimildir til kæru þrengri eftir að aðalmeðferð máls er hafin samkvæmt 2. mgr. 143. gr. laganna. Sama hvernig á málið er litið brestur heimild fyrir kæru sóknaraðila vegna þeirra atriða sem um er deilt. Kemur þá ekki til þess að skera sérstaklega úr um það með hvaða heimild héraðsdómari varð við þeirri kröfu að kveða upp úrskurð vegna fram kominnar málsástæðu varnaraðila í stað þess að taka afstöðu til hennar við efnisúrlausn málsins. Samkvæmt öllu framanröktu verður málinu vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 96/2004 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns | E óskaði eftir dómkvaðningu matsmanns til öflunar matsgerðar sem hann hugðist nota sem sönnunargagn í tengslum við fyrirhugaða beiðni um endurupptöku refsimáls fyrir Hæstarétti og í einkamáli sem rekið væri fyrir sama dómstól. Með hliðsjón af þeim lögvörðu hagsmunum, sem E hefði af því að afla sér vandaðs sönnunargagns til stuðnings fyrrgreindum markmiðum sínum, var fallist á beiðni hans enda matsbeiðnin ekki í andstöðu við 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. mars sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2004, þar sem fallist var á beiðni varnaraðilans Eggerts Haukdal um að dómkvaddur yrði maður til að meta atriði, sem voru nánar tilgreind í I.-III. kafla matsbeiðninnar. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til c. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að synjað verði um dómkvaðningu matsmanns að því er varðar III. kafla matsbeiðni. Varnaraðilinn Eggert Haukdal krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Magnús Benediktsson tekur undir kröfu sóknaraðili fyrir Hæstarétti. Aðrir varnaraðila hafa ekki látið málið til sín taka. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 130/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. mars 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. mars 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti áfram gæsluvarðhaldi allt til þess að dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en þriðjudagsins 27. apríl 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri úrskurð héraðsdómara í því skyni að fá úrskurðinn felldan úr gildi. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 91/2004 | Kærumál Málskostnaður | Máli R hf. á hendur H var fellt niður að kröfu þess fyrrnefnda eftir að H hafði lagt fram greinargerð í málinu. H krafðist þess að R yrði gert að greiða sér hærri málskostnað en í úrskurði héraðsdóms. Í Hæstarétti var talið að þegar aðstaðan í málinu væri virt í heild sinni, umfang þess og þeir hagsmunir, sem um væri deilt, væri rétt að fallast á niðurstöðu héraðsdóms um málskostnað til handa H. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með ódagsettri kæru, sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 1. mars 2004. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. febrúar 2004, þar sem mál varnaraðila gegn sóknaraðila var fellt niður og varnaraðila gert að greiða sóknaraðila 160.000 krónur í málskostnað. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér málskostnað „er taki mið af tímaskýrslu lögmanns“ hans. Þá er þess krafist með vísan til „c-liðar 1. mgr. 131. gr. eml. að kæruþola verði gert að greiða sérstakt álag á málskostnaðinn.“ Varnaraðili krefst þess aðallega að málskostnaður sá, sem honum var gert að greiða sóknaraðila með hinum kærða úrskurði, verði felldur niður, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti og kemur aðalkrafa hans þegar af þeirri ástæðu ekki til álita í málinu. I. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði varnaraðili mál á hendur sóknaraðila þar sem hann krafðist þess að sóknaraðili yrði dæmdur til að láta afskrá lénið mercedes.is og netfang hjá Interneti á Íslandi að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 10.000 krónur á dag. Var krafa varnaraðila byggð á því að hann hefði umboð frá fyrirtækinu DaimlerChrysler AG til að skrá lénið í eigin nafni, en fyrirtækið væri meðal annars eigandi vörumerkisins Mercedes á Íslandi. Málið var þingfest 6. maí 2003. Sóknaraðili tók til varna í málinu og lagði fram greinargerð. Á dómþingi 17. september sama árs óskaði hann eftir að leitað yrði álits EFTA-dómstólsins um túlkun á ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1400/2002. Eftir það var málið tekið þrisvar sinnum fyrir og kveðinn upp úrskurður 7. nóvember 2003 þar sem beiðni hans var hafnað. Sú niðurstaða var staðfest í Hæstarétti 12. desember sama árs í máli nr. 461/2003 jafnframt sem sóknaraðili var dæmdur til að greiða varnaraðila 150.000 krónur í kærumálskostnað. Á dómþingi 12. janúar 2004 var aðalmeðferð málsins ákveðin 18. febrúar sama árs. Á því dómþingi óskaði varnaraðili hins vegar eftir að málið yrði fellt niður sem og málskostnaður. Gerði sóknaraðili þá kröfu um að sér yrði úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðila auk álags. Gekk hinn kærði úrskurður sama dag. II. Sóknaraðili heldur því fram að málshöfðun varnaraðila hafi verið tilhæfulaus þar sem samningi hans og DaimlerChrysler hafi verið sagt upp á árinu 2002. Hafi varnaraðili því ekki haft einkaumboð fyrir fyrirtækið eins og málshöfðun hans fyrir héraðsdómi var byggð á. Þá heldur sóknaraðili því fram að af bréfi DaimlerChrysler til hans 10. febrúar 2004, þar sem óskað var eftir að sóknaraðili umskráði umrætt lén yfir á nafn DaimlerChrysler, megi ráða að varnaraðili hafi verið sviptur heimild til notkunar lénsins talsvert fyrr en hann hefur haldið fram. Varnaraðili bendir á að þegar hann höfðaði málið og allt þar til í byrjun febrúar 2004 hafi hann haft ríka hagsmuni af því að sóknaraðili yrði dæmdur til að láta afskrá umrætt lén. Hafnar hann þeim fullyrðingum sóknaraðila að hann hafi mátt sjá fyrir að forsendur myndu breytast. Þrátt fyrir að legið hafi fyrir frá árinu 2002 að endurnýja þyrfti sölusamning við DaimlerChrysler fyrir 30. september 2003 vegna fyrrnefndrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar hafi varnaraðili engu að síður verið umboðsmaður hins erlenda félags á Íslandi og keypt Mercedes bíla beint frá því til sölu hér á landi og notað vörumerki fyrirtækisins með fullu samþykki þess. Bréf það, sem sóknaraðili vísi til, hafi verið sent honum um leið og upp úr samningaviðræðum slitnaði eða 10. febrúar 2004. Ekki sé unnt að fallast á fullyrðingar sóknaraðila um að hann hafi verið sviptur þessum rétti fyrr. III. Krafa sóknaraðila er reist á því að dæma beri honum málskostnað í samræmi við málskostnaðaryfirlit, sem hann lagði fyrir héraðsdóm. Þar kemur fram að vinnuframlag lögmanns hans hafi verið samtals 50,25 klukkustund. Útseld tímavinna hans sé 9.600 krónur á klukkustund og nemi málskostnaðarkrafan því 482.400 krónum. Fyrir Hæstarétti hefur sóknaraðili bætt við einni klukkustund vegna þinghalds 18. febrúar 2004 þegar málið var fellt niður. Er heildarmálskostnaðarkrafan því 492.000 krónur „auk þeirrar vinnu sem fer í kæru þessa.“ Af málskostnaðaryfirlitinu má ráða að um 20 klukkustundir hafa beinst sérstaklega að þeim þætti málsins, sem skorið var úr um með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar 12. desember 2003. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 skal stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað ef máli er vísað frá dómi eða það er fellt niður af annarri ástæðu en þeirri að stefndi efni þá skyldu, sem hann er krafinn um í máli. Er aðila rétt að krefjast greiðslu málskostnaðar úr hendi gagnaðila síns eftir mati dómsins eða samkvæmt sundurliðuðum reikningi, sem er lagður fram ekki síðar en við aðalmeðferð máls, sbr. 3. mgr. 129. gr. laganna. Þegar aðstaðan í máli þessu er virt í heild sinni, umfang þess og þeir hagsmunir, sem um var deilt, er rétt að fallast á niðurstöðu héraðsdóms um málskostnað til handa sóknaraðila. Þá verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að ekki sé ástæða til að dæma varnaraðila til greiðslu álags á málskostnað. Dómsorð: Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Mál þetta er fellt niður. Stefnandi Ræsir hf., greiði stefnda, Halldóri Baldvinssyni, 160.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 129/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. og d. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og geðrannsókn með vísan til d-liðar 1. mgr. 71. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. mars 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 23. apríl 2004 kl. 16.00 og sæta jafnframt geðrannsókn. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í málinu liggur fyrir rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi, eftir að honum var gert að sæta nálgunarbanni 20. janúar 2004, brotið gegn 232. gr., 233. gr. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Fram kemur í læknisvottorði Kristófers Þorleifssonar geðlæknis 26. mars 2004, sem vísað er til í hinum kærða úrskurði, að varnaraðili sé hættulegur öðrum. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á með héraðsdómara að skilyrðum c. og d. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um gæsluvarðhald sé fullnægt. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 121/2004 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30. apríl 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í úrskurði héraðsdómara er varnaraðili grunaður um að eiga aðild að innflutningi á rúmlega 400 grömmum af amfetamíni og hafa með því brotið gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Það brot eitt og sér er ekki þess efnis að gæsluvarðhaldi verði beitt samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. dóm Hæstaréttar í dómasafni réttarins 1999, bls. 207 í máli nr. 30/1999. Auk þessa fíkniefnabrots er varnaraðili sakaður um háttsemi, sem getur varðað við 1. mgr. 124. gr. og 1. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga. Brot gegn fyrrnefnda ákvæðinu getur ekki varðað þyngri refsingu en fangelsi í sex mánuði og brot gegn því síðarnefnda ekki þyngri en tveimur árum. Þegar allt framangreint er virt þykja ekki alveg næg efni til þess að beita gæsluvarðhaldi með stoð í 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Mál nr. 120/2004 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30. apríl 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í úrskurði héraðsdómara er varnaraðili grunaður um að eiga aðild að innflutningi á rúmlega 400 grömmum af amfetamíni og hafa með því brotið gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Það brot eitt og sér er ekki þess efnis að gæsluvarðhaldi verði beitt samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í dómasafni réttarins 1999, bls. 207 í máli nr. 30/1999. Auk þessa fíkniefnabrots er varnaraðili sakaður um háttsemi, sem getur varðað við 1. mgr. 124. gr. og 1. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga. Brot gegn fyrrnefnda ákvæðinu getur ekki varðað þyngri refsingu en fangelsi í sex mánuði og brot gegn því síðarnefnda ekki þyngri en tveimur árum. Þegar allt framangreint er virt þykja ekki alveg næg efni til þess að beita gæsluvarðhaldi með stoð í 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Ríkislögreglustjóri hefur gert kröfu um það að X, en með dvalarstað að [ ], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30. apríl nk. klukkan 16.00. Í greinargerð ríkislögreglustjóra segir að af hálfu sýslumannsins á Eskifirði, ríkislögreglustjórans og ýmissa annarra lögreglustjóraembætta, hafi verið unnið að rannsókn eftirgreinds sakamáls í kjölfar þess að miðvikudaginn 11. þ.m. hafi fundist í höfninni í Neskaupsstað lík af karlmanni, sem augljóslega hafði verið varpað í höfnina með viðfestum sökkum. Í samræmi við ákvæði b-liðar 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 hafi verið óskað aðstoðar frá ríkislögreglustjóra og hafi efnahagsbrotadeild embættisins veitt rannsóknaraðstoð frá miðvikudeginum 11. febrúar s.l. Líkið hafi fundist í höfninni í Neskaupsstað, klukkan 11.09 miðvikudaginn 11. febrúar s.l., þegar kafarar hafi verið að vinna við köfun við hafnarkantinn. Þeim hafi strax þótt ljóst á umbúnaði þess að því hefði verið komið fyrir í höfninni. Líkinu hafi verið vandlega pakkað inn í plast og sökkur festar við það. Þá haf rannsókn á líkinu leitt í ljós, eftir að því hafi verið komið á land, að á því hafi verið djúpir áverkar eftir eggvopn. Frekari rannsókn á líkinu við réttarkrufningu í Reykjavík hafi leitt í ljós að innvortis í því hafi verið rúmlega 400 grömm af hvítu efni pakkað í [...] gúmmíhylki sem hafi við fyrstu athugun verið talið amfetamín. Þá þyki ljóst að stungusárin á líkinu hafi komið til eftir lát viðkomandi. Ekki liggi enn fyrir dánarorsök en líkindi séu talin vera fyrir því að gúmmíhylkin sem viðkomandi hafi gleypt hafi leitt til heiftarlegra veikinda og jafnvel dauða. [...] Álit dómsins: Með vísan til fyrirliggjandi rannsóknargagna, þar með talinna lögregluskýrslna af kærða og Y, sem þeir hafa staðfest fyrir dómi, er fallist á með ríkislögreglustjóra að rökstuddur grunur sé fyrir því að kærði hafi átt þátt í innflutningi á verulegu magni hættulegra fíkniefna og með einum og öðrum hætti komið með refsiverðum hætti að atburðarás sem leiddi til dauða A og refsiverðri meðferð á líki hans þannig að varði við 124. gr., 173. gr. a, og jafnframt 1. mgr. 220. gr. eða 221. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þess magns amfetamíns sem kærði átti þátt í innflutningi á og 12 ára refsiramma 173. gr. a almennra hegningarlaga þykir ljóst að fyrra skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er uppfyllt. Auk þátttöku í stórfelldu fíkniefnabroti sem fólst í innflutningi á fíkniefnum með sérstaklega hættulegum hætti, liggur fyrir sterkur grunur um að kærði hafi átt þátt í atburðarrás sem leiddi til þess að fyrrnefndur A lést á voveiflegan hátt án þess að komast undir læknishendur og eftirfarandi óhugnanlegri meðferð á líkinu. Ætla verður að kærði muni sæta þungri fangelsisrefsingu vegna meintra brota sem telja verður alvarleg og sérstaklega ógeðfelld. Með hliðsjón af framangreindu þykja almannahagsmunir krefjast þess að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi. Kærði er borinn og barnfæddur hér á landi. Þrátt fyrir alþjóðlegt eðli innflutnings fíkniefna og að kærða hefur nokkur tengsl við útlönd þykir ríkissaksóknari ekki hafa sýnt fram á að ástæða sé til að ætla að kærði muni reyna að komast úr landi til að komast undan málsókn og refsingu fengi hann að ganga laus. Skilyrði b-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð opinberra mála þykir því ekki uppfyllt. Þar sem fullnægt er skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að taka kröfu ríkislögreglustjóra um áframhaldandi gæsluvarðhald kærða til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði, en ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldinu styttri tíma. Sigurður T. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30. apríl nk. klukkan 16.00. |
Mál nr. 122/2004 | Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Farbann | Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hins vegar var honum gert að sæta farbanni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30. apríl 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í úrskurði héraðsdómara er varnaraðili grunaður um að eiga aðild að innflutningi á rúmlega 400 grömmum af amfetamíni og hafa með því brotið gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Það brot eitt og sér er ekki þess efnis að gæsluvarðhaldi verði beitt samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í dómasafni réttarins 1999, bls. 207 í máli nr. 30/1999. Auk þessa fíkniefnabrots er varnaraðili sakaður um háttsemi, sem getur varðað við 1. mgr. 124. gr. og 1. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga. Brot gegn fyrrnefnda ákvæðinu getur ekki varðað þyngri refsingu en fangelsi í sex mánuði og brot gegn því síðarnefnda ekki þyngri en tveimur árum. Þegar allt framangreint er virt þykja ekki alveg næg efni til þess að beita gæsluvarðhaldi með stoð í 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Af hálfu sóknaraðila er krafa um gæsluvarðhald einnig studd við b. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Eins og málinu er nú komið hefur ekki nægilega verið sýnt fram á að þörf sé gæsluvarðhalds varnaraðila til þess eins að tryggja návist hans í þágu meðferðar þess. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi, en varnaraðila bönnuð brottför af landinu samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðila, X, er bönnuð brottför frá Íslandi allt til föstudagsins 30. apríl 2004 kl. 16:00. |
Mál nr. 343/2003 | Skuldamál Framsal kröfu | R krafði L um greiðslu reikninga, sem R hafði fengið framselda frá F. Af hálfu L voru ekki gerðar athugasemdir við fjárhæð reikninganna. L kvaðst hafa náð samkomulagi við F um uppgjör reikninganna, en gegn mótmælum R voru fullyrðingar L um það taldar ósannaðar. Var því lagt til grundvallar að R væri réttur eigandi kröfunnar og hún tekin til greina. Við úrlausn málsins var litið fram hjá skriflegri yfirlýsingu sem L lagði fyrir Hæstarétt og sérstaklega var útbúin í tengslum við rekstur málsins, en efni hennar hefði með réttu átt að koma fram í munnlegri vitnaskýrslu eftir reglum VIII. kafla laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 29. ágúst 2003. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavöxtum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Áfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt skriflega yfirlýsingu Eyjólfs Sveinssonar fyrrum stjórnarformanns Fréttablaðsins ehf., dagsetta 27. nóvember 2003, þar sem segir meðal annars að honum sé „kunnugt um” að Fréttablaðið ehf. og Póstflutningar ehf. hafi gert með sér samkomulag þess efnis sem áfrýjandi heldur fram, en „fyrir mistök” virðist umræddar kröfur hafa verið framseldar stefnda. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi lýst því að hann telji þessa yfirlýsingu styðja eindregið málatilbúnað sinn. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti kvaðst lögmaðurinn ekki geta gefið ástæðu fyrir því að Eyjólfur gaf ekki skýrslu fyrir dómi, aðra en þá að hann hafi án sérstakra skýringa verið ófáanlegur að koma fyrir dóm. Skjal það sem um ræðir var sérstaklega útbúið í tengslum við rekstur þessa dómsmáls og hefur það sætt andmælum af hálfu stefnda. Hefur skjalið að geyma skriflega yfirlýsingu, sem með réttu hefði átt að koma fram í munnlegri vitnaskýrslu þess sem það stafar frá eftir reglum VIII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður því ekki byggt á skjali þessu við úrlausn málsins. Að þessu virtu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi skal greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir. D ó m s o r ð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Lystadún Snæland ehf., greiði stefnda, Rauðará ehf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. maí 2003. Mál þetta, sem dómtekið var 20. þessa mánaðar, er höfðað 10. desember 2002 af Rauðará ehf., Laugavegi 7, Reykjavík, gegn Lystadúni-Snælandi ehf., Mörkinni 4, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 545.086 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 434.156 krónum frá 26. maí 2002 til 17. júní 2002, en af 471.135 krónum frá þeim degi til 21. júní 2002 og af 545.086 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. I. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um greiðslu skuldar vegna kaupa stefnda á auglýsingum í Fréttablaðinu 6. maí 2002 að fjárhæð 434.156 krónur, 28. maí 2002 að fjárhæð 36.977 krónur og 1. júní 2002 að fjárhæð 73.953 krónur, eða samtals 545.086 krónur. Reikningar vegna auglýsingakaupanna voru framseldir stefnanda 8. maí 2002, 2. júní 2002 og 3. júní 2002. Stefnandi krafði stefnda um greiðslu fyrsta reikningsins að fjárhæð 434.156 krónur með innheimtubréfi, dagsettu 21. ágúst 2002, en af gögnum málsins verður ekki ráðið, að sérstök viðbrögð hafi orðið af hálfu stefnda af því tilefni. Stefndi heldur því fram, að skuldin sé uppgerð með því, að samið hafi verið um það milli fyrirsvarsmanns Fréttablaðsins ehf., Eyjólfs Sveinsonar, sem jafnframt hafi verið fyrirsvarsmaður Póstflutninga ehf., að auglýsingaúttektir stefnda hjá Fréttablaðinu ehf. skyldu koma til frádráttar skuld Póstflutninga ehf. við Valdimar Grímsson, aðaleiganda og fyrirsvarsmann stefnda, vegna launakröfu Valdimars á hendur Póstflutningum ehf., sem hann starfaði áður hjá. Hafi verið gert sérstakt samkomulag þessu til staðfestingar. Er því mótmælt af hálfu stefnanda, að slíkt samkomulag hafi verið gert. II. Stefnandi vísar um lagarök til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, en reglan fái m.a. lagastoð í 5., 6. og 28. gr. laga nr. 39/1922 til 1. júní 2001 og eftir þann tíma í lögum nr. 50/2000. Við munnlegan málflutning var mótmælt, að þau drög að samkomulagi milli Póstflutninga ehf. og Valdimars Grímssonar, sem fyrir liggja í málinu, hefðu eitthvert sönnunargildi og hafi slíkt samkomulag aldrei verið gert. Þá liggi ekki fyrir í málinu neitt framsal frá Valdimar Grímssyni til stefnda á ráðstöfun kröfu hans á hendur Póstflutningum ehf. III. Í málinu liggja fyrir drög að samkomulagi milli Póstflutninga ehf. annars vegar og Valdimars Grímssonar, fyrirsvarsmanns og aðaleiganda stefnda hins vegar, með dagsetningunni „xx. júní 2002”, þar sem meðal annars kemur fram, að Póstflutningar ehf. framselji til Valdimars Grímssonar eða þess, sem hann framselur rétt sinn til, rétt til auglýsingapláss og/eða birtingar auglýsinga í Fréttablaðinu samkvæmt samkomulagi Póstflutninga ehf. við Fréttablaðið ehf. í maí 2002. Liggja jafnframt fyrir í málinu drög að samkomulagi í þessa veru milli Fréttablaðsins ehf. og Póstflutninga ehf., með dagsetningunni „xx. júní 2002.” Sveinn Andri Sveinsson hrl., sem kveðst hafa verið lögmaður Eyjólfs Sveinssonar, fyrirsvarsmanns Fréttablaðsins ehf. og Póstflutninga ehf. á þessum tíma, hefur komið fyrir dóm og greint frá því, að áðurnefndur Eyjólfur Sveinsson hafi gefið munnlegt samþykki sitt fyrir ofangreindum skuldbindingum nefndra einkahlutafélaga, en hann hafi hins vegar ekki gengið frá samningum með undirritun sinni. Samkvæmt framansögðu ber að taka kröfu stefnanda til greina og dæma stefnda til greiðslu stefnufjárhæðar, ásamt vöxtum, eins og krafist er. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar, sem þykir hæfilega ákveðinn 175.000 krónur. Dóminn kvað upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari. Dómsorð: |
Mál nr. 110/2004 | Kærumál Gögn Verjandi | R fór fram á að héraðsdómari tæki skýrslu af X og framlengdi jafnframt í þrjár vikur frest hans til að synja verjanda X um aðgang að rannsóknargögnum varðandi opinbert mál sem beindist að X, sbr. b. lið 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Héraðsdómari féllst á kröfu R og voru X og aðrir sakborningar í málinu leiddir fyrir dómara til að gefa skýrslu. X kærði ákvörðun héraðsdómara um framlengingu frestsins. Í Hæstarétti var tekið fram að R hefði haft nægt ráðrúm til að fara fram á frekari skýrslutöku yfir sakborningum fyrir dómi. Nægði R ekki að vísa til þess að hann myndi leiða hina grunuðu fyrir dóm til skýrslugjafar um leið og mikilvæg gögn lægju fyrir. Var kröfu R um framlengingu frestsins því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að framlengdur yrði í þrjár vikur frestur hans til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum varðandi rannsókn opinbers máls, sem beinist að honum. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um framlengingu frests til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að rannsóknargögnum málsins. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði rannsakar sóknaraðili aðild varnaraðila og tveggja annarra manna að ætluðum fíkniefnabrotum og ýmsum nánar tilteknum brotum gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940 vegna fundar á líki erlends karlmanns í höfninni í N 11. febrúar 2004. Hefur varnaraðili ásamt áðurnefndum mönnum setið í gæsluvarðhaldi frá 21. sama mánaðar, sbr. dóma Hæstaréttar 25. febrúar 2004 í máli nr. 84/2004 og 9. mars sama árs í máli nr. 103/2004, en með dómi í síðargreindu máli var varnaraðila gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til 24. mars næstkomandi. Sóknaraðili fór fram á að héraðsdómari tæki skýrslu af varnaraðila og framlengdi jafnframt í þrjár vikur frest sóknaraðila til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að gögnum er málið varða. Féllst héraðsdómur í hinum kærða úrskurði á kröfur sóknaraðila. Í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins var í sama þinghaldi bókað að fram færi „skýrslutaka fyrir dómi“ yfir varnaraðila. Hann var þó ekki yfirheyrður um sakarefnið en látið við það sitja að bera undir hann skýrslu hans fyrir lögreglu frá deginum áður og hljóðritaða skýrslu hans 4. mars 2004. Fram er komið að hinir sakborningarnir voru leiddir fyrir dóm til skýrslutöku sama dag og varnaraðili. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 12. gr. laga nr. 36/1999, skal verjandi fá jafnskjótt og unnt er endurrit af öllum skjölum er mál varða. Frá þessari meginreglu er sú undantekning í 2. málslið ákvæðisins að lögregla getur neitað að veita verjanda aðgang að skjölum eða öðrum gögnum í allt að eina viku frá því að þau urðu til eða komust í vörslu hennar ef hún telur að það geti skaðað rannsókn málsins. Ennfremur er dómara heimilt samkvæmt b. lið 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999, að framlengja frest samkvæmt 1. mgr. 43. gr. sömu laga í allt að þrjár vikur svo unnt verði að ljúka því að taka skýrslur innan frestsins af sakborningi eða vitnum fyrir dómi telji lögregla slíka skýrslutöku nauðsynlega til að upplýsa mál áður en verjandi fær aðgang að einstökum skjölum eða gögnum þess. Eins og áður var getið hefur varnaraðili og áðurnefndir tveir menn verið leiddir fyrir dóm til að gefa skýrslu. Heldur sóknaraðili því fram að skýrslutökum sé hvergi nærri lokið en beðið sé eftir mikilvægum gögnum sem skipti miklu fyrir framhald rannsóknarinnar auk þess sem ósamræmis gæti milli framburða hinna grunuðu manna. Sóknaraðili hefur leitt varnaraðila og aðra sakborninga í málinu fyrir dómara til að gefa skýrslu í samræmi við b. lið 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991. Hefur sóknaraðili haft nægt ráðrúm til að fara fram á frekari skýrslutöku yfir þeim fyrir dómi. Nægir sóknaraðila ekki að vísa til þess að hann muni leiða hina grunuðu fyrir dóm til skýrslugjafar um leið og mikilvæg gögn liggi fyrir. Ber því að hafna kröfu sóknaraðila um framlengingu frests í þrjár vikur til að synja verjanda varnaraðila um aðgang að rannsóknargögnum málsins. Það athugast að samkvæmt málsgögnum óskaði verjandi varnaraðila með bréfi 27. febrúar 2004 til sóknaraðila eftir aðgangi að öllum lögregluskýrslum og öðrum skjölum er málið varða. Því bréfi mun ekki hafa verið svarað og ítrekaði verjandi kröfu sína með bókun fyrir dómi 3. mars 2004. Samkvæmt upplýsingum frá sóknaraðila og verjanda varnaraðila hefur verjandinn fengið aðgang að þeim gögnum málsins sem eru eldri en þriggja vikna gömul. Í ljósi þess að sóknaraðili krafðist þess ekki þegar beiðni verjandans kom fram að skýrsla yrði tekin fyrir dómi af varnaraðila samkvæmt b. lið 1. mgr. 74. gr. a. laga nr. 19/1991 og þá jafnframt að dómari framlengdi frest samkvæmt 1. mgr. 43. gr. sömu laga í samræmi við fyrrnefnt ákvæði, bar sóknaraðila að verða við kröfu verjandans og afhenda honum þau gögn sem voru eldri en vikugömul. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, ríkislögreglustjóra, um að verjanda varnaraðila, X, verði um þriggja vikna skeið synjað um aðgang að rannsóknargögnum opinbers máls, sem beinist að honum. |
Mál nr. 74/2004 | Kærumál Endurupptaka | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um endurupptöku útivistarmáls samkvæmt 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 2004, þar sem fallist var á endurupptöku máls, sem sóknaraðili höfðaði gegn varnaraðila og lauk 27. október 2003 með áritun dómara á stefnu samkvæmt 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kæruheimild er í q. lið 1. mgr. 143. gr. sömu laga. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og hafnað verði kröfu varnaraðila um endurupptöku málsins. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 og að öðru leyti til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Múrlína ehf. greiði varnaraðila, ÁHÁ-byggingum ehf., 75.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar í gær eftir að málsaðilar höfðu tjáð sig munnlega um ágreining þann sem til úrskurðar er. Tilefni úrskurðarins er það að sóknaraðili krafðist endurupptöku á málinu nr. E-2910/2003, sem var áritað um að aðfararhæfi þann 27. október 2003, eftir að útivist hafði orðið við þingfestingu málsins af hálfu sóknaraðila. Af hálfu varnaraðila var endurupptökunni mótmælt og voru þær röksemdir færðar fram af hans hálfu að stefnanda hafi verið kunnugt um málalyktir þegar í byrjun desember 2003. Af hálfu sóknaraðila var því haldið fram að málalyktar hefðu ekki verið honum kunnar fyrr en í lok desember 2003. Óumdeilt er í málinu að beiðni sóknaraðila um endurupptöku málsins barst dómstólnum eigi síðar en 15. janúar 2004. Ekkert hefur verið lagt fram í málinu sem sannar á ótvíræðan hátt að sóknaraðila hafi verið kunnugt um málalyktir 15. desember 2003 eða fyrir þann tíma. Eina gagnið sem lagt hefur verið fram sem sönnunargagn sem snýr beinlínis að því að upplýsa hverjar lyktir málsins urðu á sínum tíma, er bréf sýslumannsins í Kópavogi, dagsett 16. janúar 2004, þar sem stefndi í héraðsdómsmálinu, sóknaraðili í þessu máli er boðaður til fjárnáms á grundvelli aðfararbeiðnar sem byggir á árituninni frá 27. október 2003, í héraðsdómsmálinu nr. E-2910/2003. Af þessum sökum þykir dómara rétt að miða við það að beiðnin hafi borist héraðsdómnum innan mánaðar frá því að sóknaraðila urðu málsúrslitin kunn, enda hefur ekki verið sýnt fram á það með birtingarvottorði vegna áritunar stefnunnar né birtri greiðsluáskorun að svo hafi ekki verið. Fyrir liggur staðfesting á því að sóknaraðili hefur reitt fram tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 375.000 krónur. Að mati dómsins uppfyllir endurupptökubeiðnin að því er varðar kröfugerð ákvæði 138. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Telur dómari að 5. mgr. 138. gr. laga nr. 91/1991 verði ekki skilin á annan veg en að varnaraðili geti haft uppi mótmæli gegn endurupptöku eins og hann hefur gert og verði hann af því tilefni að leggja fram þau gögn sem hann vill sanna mál sitt með án þess að fari fram frekari málsmeðferð fyrir dómi. Í ljósi þessa þykir sóknaraðili hafa sýnt fram á rétt sinn til þess að fá málið endurupptekið og því úrskurðast Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Héraðsdómsmálið nr. E-2910/2003: Múrlína ehf. gegn ÁHÁ byggingum ehf., er endurupptekið. |
Mál nr. 103/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Afhending gagna Verjandi Heimvísun að hluta | X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Úrskurður héraðsdóms var ómerktur að því er varðaði ágreining um afhendingu rannsóknargagna og þeim þætti málsins vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. mars 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Jafnframt er þess krafist að sóknaraðila verði gert að afhenda skipuðum verjanda varnaraðila endurrit af öllum lögregluskýrslum og öðrum skjölum sem málið varða. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um gæsluvarðhald yfir varnaraðila. Þegar krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald yfir varnaraðila var tekin fyrir á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2003 gerði verjandi varnaraðila þá kröfu að honum yrði með vísan til 1. mgr. 43. gr. laga nr. 19/1991 afhent endurrit af „öllum lögregluskýrslum og öllum skjölum sem málið varða.“ Héraðsdómari hafnaði kröfunni með hinum kærða úrskurði. Eins og fyrr segir krefst varnaraðili þess fyrir Hæstarétti að þessi krafa hans verði tekin til greina. Krafa um gæsluvarðhald er þess efnis að úr henni verður að leysa svo skjótt sem verða má, enda lýtur hún að frelsissviptingu sakbornings í nánar tiltekinn tíma. Ágreiningur um afhendingu rannsóknargagna snýr hins vegar að öðrum og ósambærilegum hagsmunum sakaðs manns. Er brýnt að meðferð krafna um gæsluvarðhald fyrir dómstólum verði ekki tafin með því að fjalla jafnframt um úrlausn annarra ágreiningsefna í sama máli. Þá skortir rökstuðning fyrir niðurstöðu héraðsdómara varðandi ágreining um afhendingu gagna. Bar héraðsdómara samkvæmt framansögðu að kveða upp sérstakan rökstuddan úrskurð um þennan þátt málsins. Verður því að ómerkja ákvæði hins kærða úrskurðar um að synja afhendingu rannsóknargagna og vísa þeim þætti málsins aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. Dómsorð: Ákvæði hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald yfir varnaraðila, X, er staðfest. Sá hluti hins kærða úrskurðar er varðar afhendingu rannsóknargagna er ómerktur og þeim þætti málsins vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. |
Mál nr. 101/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Telja verður að rökstuddur grunur sé fyrir því að kærði, X, hafi átt hlut að brotum gegn 124. gr., 173. gr. a, 211. gr. og eða 221. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og að hætta geti verið á því að hann torveldi rannsókn málsins, sem enn er ólokið, svo sem með því að skjóta undan gögnum og hafa áhrif á vitni og eða samseka, ef hann fær að fara frjáls ferða sinna. Ber því samkvæmt a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að taka kröfu ríkislögreglustjóra til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði, en ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. mars 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 102/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Telja verður að rökstuddur grunur sé fyrir því að kærði, X, hafi átt hlut að brotum gegn 124. gr., 173. gr. a, 211. gr. og eða 221. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og að hætta geti verið á því að hann torveldi rannsókn málsins, sem enn er ólokið, svo sem með því að skjóta undan gögnum og hafa áhrif á vitni og eða samseka, ef hann fær að fara frjáls ferða sinna. Ber því samkvæmt a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að taka kröfu ríkislögreglustjóra til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði, en ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldinu styttri tíma. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. mars 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. mars 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími og þá til 10. mars 2004. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 79/2004 | Kærumál Málskostnaður | Máli Þ á hendur K hf. var fellt niður að kröfu þess fyrrnefnda eftir að K hf. hafði lagt fram greinargerð í málinu. K hf. krafðist þess að Þ yrði gert að greiða sér hærri málskostnað en í úrskurði héraðsdóms. Í Hæstarétti var með vísan til aðstöðunnar í málinu í heild sinni og umfangs þess talið hæfilegt að Þ greiddi K hf. 350.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. janúar 2004, þar sem mál varnaraðila gegn sóknaraðila var fellt niður og varnaraðila gert að greiða sóknaraðila 80.000 krónur í málskostnað. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér 1.343.900 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi, „auk 24,5% virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.“ Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði varnaraðili mál á hendur sóknaraðila þar sem hann krafðist skaðabóta að fjárhæð 500.000.000 krónur. Málið var þingfest 18. desember 2001 og naut varnaraðili aðstoðar lögmanns til 27. janúar 2003 er hann sótti sjálfur þing í málinu. Var það tekið alls 15 sinnum fyrir eftir að því var úthlutað til héraðsdómara. Á dómþingi 20. janúar 2004 óskaði varnaraðili hins vegar eftir því að málið yrði fellt niður. Gerði sóknaraðili þá kröfu um að sér yrði úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðila. Gekk hinn kærði úrskurður í framhaldi af því. Krafa sóknaraðila er reist á því að dæma beri honum málskostnað í samræmi við málskostnaðaryfirlit, sem hann hefur lagt fyrir Hæstarétt. Þar kemur fram að vinnuframlag lögmanna hans hafi verið samtals 151 klukkustund. Útseld tímavinna þeirra sé 8.900 krónur á klukkustund auk virðisaukaskatts og nemi heildarmálskostnaðarkrafan því 1.343.900 krónum auk virðisaukaskatts. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 skal stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað ef máli er vísað frá dómi eða það er fellt niður af annarri ástæðu en þeirri að stefndi efni þá skyldu, sem hann er krafinn um í máli. Er aðila rétt að krefjast greiðslu málskostnaðar úr hendi gagnaðila síns eftir mati dómsins eða samkvæmt sundurliðuðum reikningi, sem er lagður fram ekki síðar en við aðalmeðferð máls, sbr. 3. mgr. 129. gr. laganna. Þegar aðstaðan í máli þessu er virt í heild sinni og umfang þess er hæfilegt að varnaraðili greiði sóknaraðila 350.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Varnaraðili, Þorsteinn Helgi Ingason, greiði sóknaraðila, Kaupþingi Búnaðarbanka hf., 350.000 krónur í málskostnað í héraði. Varnaraðili greiði sóknaraðila 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 86/2004 | Kærumál Vitni Skýrslugjöf Börn Kynferðisbrot | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu tilnefnds réttargæslumanns um að héraðsdómara yrði gert að kveðja sér til aðstoðar við skýrslutöku af brotaþola, sem grunur léki á að hafi orðið fyrir kynferðisbroti, annan kunnáttumann með sérþekkingu og þjálfun í að yfirheyra börn en þann sem dómari hafði þegar kallað til, og að dómþing til skýrslutökunnar yrði háð í Barnahúsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Tilnefndur réttargæslumaður A skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2004, þar sem hafnað var kröfu kæranda um að dómþing til að taka skýrslu, sem sóknaraðili hefur krafist að kærandi gefi sem brotaþoli við rannsókn máls, verði háð í Barnahúsi og að dómari kveðji sér til aðstoðar annan kunnáttumann en kallaður hefur verið til. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Réttargæslumaðurinn krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að kveðja sér til aðstoðar við skýrslutöku af brotaþola kunnáttumann með sérþekkingu og þjálfun í að yfirheyra börn, sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðisbroti, og að dómþing til skýrslutökunnar verði háð í Barnahúsi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 68/2004 | Kærumál Niðurfelling máls Gjafsókn | Mál K gegn M var fellt niður fyrir Hæstarétti að ósk K. Var málskostnaður felldur niður en ákveðið að gjafsóknarkostnaður M skyldi greiðast úr ríkissjóði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 2004, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að hann færi til bráðabirgða með forsjá dóttur málsaðila. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Með bréfi 17. febrúar 2004 tilkynnti sóknaraðili að hún óskaði þess að málið yrði fellt niður. Af hálfu varnaraðila er gerð krafa um kærumálskostnað fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Allur gjafsóknarkostnaður varnaraðila, M, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Valborgar Þ. Snævarr hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. |
Mál nr. 84/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ríkislögreglustjóri hefur krafist þess að X verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 3. mars 2004 klukkan 16:00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. febrúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 3. mars 2004 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 70/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Í greinargerð lögreglu kemur fram að þann 4. febrúar sl. hafi verið gerð húsleit í íbúð kærða að [...] vegna gruns um að hann hafi framið kynferðisbrot gegn ungmennum. Lögreglan hafi haldlagt í íbúðinni [...] Þann 5. febrúar sl. hafi kærði verið úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag til þess að lögreglu gæfist ráðrúm til að rannsaka betur það efni sem haldlagt hafi verið í íbúð hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. febrúar 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 4. mars 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 72/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 26. febrúar 2004 kl. 16.00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. febrúar 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 26. febrúar 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 467/2003 | Ákæra Ómerking héraðsdóms Frávísun frá héraðsdómi | X. sem í héraði var dæmd fyrir ölvun við akstur, áfrýjaði málinu eftir að systir hennar viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni og gefið upp nafn X. Með því að sýnt þótti að X hafði verið höfð fyrir rangri sök var hinn áfrýjaði dómur ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 2. desember 2003 að fengnu áfrýjunarleyfi og krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi, en til vara að ákærða verði sýknuð af kröfum ákæruvalds um refsingu og sviptingu ökuréttar. Ákærða krefst aðallega ómerkingar héraðsdóms og að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hún verði sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins. Málið var flutt skriflega fyrir Hæstarétti samkvæmt heimild í 1. mgr. 157. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 17. gr. laga nr. 37/1994. Aðfaranótt 23. janúar 2003 stöðvaði lögreglan í Reykjavík akstur bifreiðarinnar [...]. Ökumaðurinn var handtekinn og færður til töku blóðsýnis vegna gruns um ölvun við akstur. Við handtöku og yfirheyrslu við rannsókn málsins hjá lögreglu framvísaði hann ekki skilríkjum en gaf upp nafnið X. Mun alkóhólmagn í blóði ökumannsins hafa mælst 1,20 að teknu tilliti til vikmarka. Ákæra var gefin út á hendur ákærðu X 24. febrúar 2003 fyrir ölvun við akstur áðurnefndan dag. Er ákærunni lýst í hinum áfrýjaða dómi. Ekki var mætt af hennar hálfu við þingfestingu málsins 3. apríl 2003 og var málið tekið til dóms og dómur kveðinn upp samdægurs með heimild í 1. mgr. 126. gr. laga nr. 19/1991. Var ákærða sakfelld fyrir þá háttsemi sem henni var gefin að sök í ákærunni og gert að greiða 160.000 krónu sekt í ríkissjóð. Jafnframt var hún svipt ökurétti í 2 ár og dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þegar dómurinn var birtur ákærðu 6. maí 2003 kvaðst hún vera saklaus af sakargiftum. Taldi hún að systir sín, Z hefði verið ökumaðurinn. Við skýrslugjöf hjá lögreglu 21. júlí 2003 viðurkenndi Z að hún hafi verið ökumaðurinn umrætt sinn og að hún hafi ranglega gefið upp nafn ákærðu við handtöku og yfirheyrslu hjá lögreglu. Fyrir Hæstarétt hafa verið lagðar skýrslur lögreglumanna, sem afskipti höfðu af ökumanni bifreiðarinnar VY-170 þessa nótt. Ber þeim saman um að eftir að þeir sáu myndir af þeim systrum væri ljóst að ákærða hafi ekki verið ökumaður bifreiðarinnar heldur Z. Af framansögðu er í ljós leitt að ákærða hefur verið höfð fyrir rangri sök. Ber því með vísan til 1. mgr. 156. gr. laga nr. 19/1991 að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi. Um greiðslu sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti fer eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur er ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, X, fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. |
Mál nr. 6/2004 | Kærumál Dómari Vanhæfi | H krafðist þess að héraðsdómari viki sæti í mál sem hann hafði höfðað gegn H, Á og S hf. til greiðslu skaðabóta. Talið var ekki hefði verið sýnt fram á nein atvik eða aðstæður, sem valdið gætu því að héraðsdómarinn yrði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna ákvæðis g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Var kröfu H því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. desember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. janúar 2004. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari viki sæti í máli, sem sóknaraðili hefur höfðað gegn varnaraðilum. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að dómaranum verði gert að víkja sæti í málinu. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar hefur ekki verið sýnt fram á nein atvik eða aðstæður, sem valdið geta því að héraðsdómarinn verði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna ákvæðis g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 405/2003 | Dómsuppkvaðning Ómerking Heimvísun | Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15. október 2003. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefndu, en til vara að hún verði lækkuð. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Mál þetta var flutt og dómtekið í héraði 22. maí 2003 en dómur kveðinn upp 16. júlí sama árs. Því leið lengri tími en fjórar vikur frá því að málið var dómtekið þar til dómur var kveðinn upp. Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála bar vegna þessa dráttar að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar teldu það óþarft. Með símbréfi 14. júlí 2003 til lögmanna aðila boðaði héraðsdómari til dómsuppsögu 16. sama mánaðar. Við þá fyrirtöku var í þingbók getið þeirrar afstöðu lögmanns stefndu að ekki væri þörf á að flytja málið á ný. Hins vegar var þá ekki sótt þing af hálfu áfrýjanda og verður ekki séð að fram hafi komið yfirlýsing hans um afstöðu til endurflutnings málsins. Vegna þessa verður sjálfkrafa að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Rétt er, að hvor aðila beri sinn kostnað af þessum þætti málsins fyrir Hæstarétti. D ó m s o r ð: Héraðsdómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. |
Mál nr. 307/2003 | Dómsuppkvaðning Ómerking héraðsdóms Heimvísun | Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 7. ágúst 2003. Krefst hann þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 9.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. febrúar 2003 til greiðsludags. Til vara krefst hann þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 6.750.000 krónur með sömu dráttarvöxtum. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málið var tekið til dóms í héraði við lok aðalmeðferðar 7. apríl 2003. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 9. maí sama árs. Samkvæmt þessu leið lengri tími en fjórar vikur frá því að málið var dómtekið þar til dómur var kveðinn upp. Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála bar vegna þessa dráttar að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar teldu það óþarft. Málið var ekki flutt að nýju. Við uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms var sótt þing af hálfu áfrýjanda og var þá fært til þingbókar að lögmaður hans teldi ekki þörf á endurflutningi málsins. Ekki var við þetta tilefni sótt þing af hálfu stefnda en þess getið í þingbók að lögmaður hans hafi vitað um þinghaldið og lýst því yfir við dómara að hann teldi ekki þörf á flytja málið að nýju. Af gögnum málsins verður ekki séð að aðilarnir hafi bréflega lýst afstöðu sinni í þessum efnum og getur ofangreind þingbókarfærsla ekki að lögum komið í stað slíkrar yfirlýsingar stefnda. Vegna þessa verður ekki komist hjá því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. |
Mál nr. 46/2004 | Kærumál Kæruheimild Börn Bráðabirgðaforsjá | Heimild brast til kæru K á úrskurði héraðsdóms þar sem kröfu hennar um að tekin yrði ákvörðun um bráðabirgðaforsjá dóttur hennar og M var hafnað. Var málinu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. janúar 2004 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. janúar 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að tekin yrði ákvörðun um bráðabirgðaforsjá barns málsaðila. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til h. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til kröfu hennar um bráðabirgðaforsjá. Þá krefst hún kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar. Með úrskurði héraðsdóms var kröfu sóknaraðila um að tekin yrði ákvörðun um bráðabirgðaforsjá dóttur málsaðila hafnað. Heimildir til að kæra til Hæstaréttar úrskurð, sem héraðsdómari kveður upp í einkamáli, eru tæmandi taldar í 143. gr. laga nr. 91/1991. Fyrrnefndur úrskurður varðar ekki veitingu frests í máli aðila og verður kæra á honum því ekki reist á h. lið 1. mgr. 143. gr. laganna. Í þeirri málsgrein verður ekki fundin önnur stoð fyrir heimild til kæru í máli þessu. Samkvæmt þessu brestur heimild til kæru sóknaraðila og af þeim sökum verður málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dómsorð: Mál þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 54/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. janúar 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 2. febrúar sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 31. janúar 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 4. febrúar 2004. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. [...] Kærði er grunaður um aðild að tilraun til íkveikju og fjársvika, sbr. 164. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, liggur fangelsisrefsing við brotunum ef sök sannast. Kærði hefur neitað sakargiftum, en rannsóknargögn þau sem fyrir liggja veita sterka vísbendingu um aðild hans að málinu. Kærði mætti samkvæmt boðun á lögreglustöð í Reykjavík og var handtekinn þar. Grunur leikur á að tilraun hafi verið gerð til íkveikju í tengslum við tryggingasvik og gat almannahætta stafað af háttseminni. Verður að fallast á það með fulltrúa lögreglustjóra að rannsóknargögn bendi til þess að kærði tengist meintum brotum. Hann er eigandi þeirrar eignar sem tilraun var gerð til að kveikja í. Verður að fallast á það með fulltrúa lögreglustjóra að rökstuddur grunur um aðild kærða að framangreindri háttsemi sé til staðar í málinu. Með hliðsjón af því að rannsókn málsins er á byrjunarstigi, meint brot eru alvarleg og kærði neitar sök, enn á eftir að yfirheyra nánar þá aðila sem því tengjast og vitni og afla frekari gagna, þá verður að telja að hætta sé á því að kærði geti torveldað rannsókn málsins fari hann frjáls ferða sinna, með því að hafa samband við aðra sem kunna að tengjast meintum brotum og hann hefur tengsl við og torvelda öflun gagna, þykja skilyrði a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála því vera fyrir hendi og ber að taka til greina kröfu lögreglustjórans á Selfossi um að kærði sæti gæsluvarðhaldi, en hæfilegt þykir að marka því tíma til miðvikudagsins 4. febrúar n.k. kl. 16:00. Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. |
Mál nr. 24/2004 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur | Með vísan til 1. mgr. 24. gr. og d. og e. liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var máli K vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. desember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. janúar 2004. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Skilja verður málatilbúnað sóknaraðila á þá leið að hún krefjist þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og honum gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 45/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. janúar 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 4. mars 2004. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 44/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. janúar 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 4. mars 2004. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og rakið er í úrskurði héraðsdóms er varnaraðili grunaður um að hafa veitt A stunguáverka að kvöldi miðvikudagsins 7. janúar 2004. Samkvæmt skýrslum vitna fyrir lögreglu mun varnaraðili hafa sparkað upp hurð á svefnherbergi á heimili A með hníf í hendi og í beinu framhaldi þess lagt tvívegis til hans. Mun A hafa verið með tvö stungusár við komu á slysadeild, annars vegar í vinstri síðu milli 6. og 7. rifbeins og hins vegar vinstra megin ofan við viðbein. Þá mun hafa komið í ljós lítil loftrönd vinstra megin og þétting neðan til og yst á vinstra lunga. Samkvæmt læknisvottorði yfirlæknis á hjarta- lungna- og augnskurðdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss 26. janúar 2004 reyndist ekki vera um að ræða lífshættulegar blæðingar þrátt fyrir að staðsetning stunguáverkanna hafi verið áhættusöm. Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar kemur fram að varnaraðili hafi vísað lögreglu á hníf þann sem hann er grunaður um að hafa notað í umrætt sinn. Um er að ræða hníf með 9 cm löngu blaði, sem telja verður hættulegt vopn. Leikur sterkur grunur á að varnaraðili hafi gerst sekur um brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Að þessu virtu og með hliðsjón af því hversu alvarlega háttsemi varnaraðaðili er sakaður um teljast uppfyllt skilyrði til að hann sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, enda getur brotið varðað að lögum 10 ára fangelsi og er þess eðlis að telja verður nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 497/2003 | Kærumál Nauðungarvistun | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi samkvæmt 2. mgr. 58. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. desember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. desember 2003, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 26. nóvember 2003 um að sóknaraðili skuli vistaður á tilteknu sjúkrahúsi. Kæruheimild er í 59. gr., sbr. 4. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að vistuninni verði markaður ákveðinn skammur tími. Þá krefst hann þess að kærumálskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og að kærumálskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð álitsgerð Péturs Haukssonar geðlæknis 11. janúar 2004. Er það niðurstaða læknisins að lífi og heilsu sóknaraðila sé hætta búin vegna alvarlegs geðsjúkdóms og mikillar áfengisneyslu. Megi búast við að svo verði áfram, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Sé því mikilvægt að sóknaraðili verði vistaður á viðeigandi stofnun meðan svo er og að hann fái viðeigandi meðferð, gegn vilja sínum ef svo ber undir. Því er fullnægt skilyrðum til að sóknaraðili verði vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi samkvæmt 2. mgr. 58. gr. lögræðislaga. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Samkvæmt 3. mgr. 59. gr., sbr. 4. mgr. 31. gr. og 17. gr. áðurnefndra laga, greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila eins og í dómsorði greinir Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun Steingríms Gauts Kristjánssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs talsmanns sóknaraðila, 75.000 krónur. Með beiðni, dagsettri 2. desember sl. hefur Steingrímur Gautur Kristjánsson hrl. fyrir hönd X farið þess á leit að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík, 26. f.m. um það að hann skuli vistast á sjúkrahúsi. Var málið þingfest og tekið til úrskurðar í dag. Sóknaraðili var sviptur sjálfræði [...] 1990. Enginn hefur fengist til þess að vera lögráðamaður hans og hefur yfirlögráðandi, sýslumaðurinn í Reykjavík, því farið með lögráð hans. [...] Með vísan til þess sem rakið hefur verið og til 1. mgr. 58. gr. lögræðislaga nr. 71,1997 álítur dómarinn rétt að staðfesta ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um það að sóknaraðili skuli vistast á sjúkrahúsi. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga ber að greiða úr ríkissjóði allan málskostnað, þar með talda þóknun til talsmanns sóknaraðila, Steingríms Gauts Kristjánssonar hrl., 45.000 krónur. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 26. nóvember 2003, um það að sóknaraðili, X, skuli vistast á geðdeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Málskostnaður, þ.m.t. þóknun til talsmanns sóknaraðila, Steingríms Gauts Kristjánssonar hrl., 45.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 335/2003 | Dómsuppkvaðning Ómerking Heimvísun | Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 25. ágúst 2003. Þeir krefjast aðallega ómerkingar héraðsdóms en til vara sýknu. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Mál þetta var flutt og dómtekið í héraði 26. maí 2003. Héraðsdómur var kveðinn upp rúmum sjö vikum síðar hinn 16. júlí og var ekki sótt þing af hálfu áfrýjenda, eins og bókað var í þingbók. Þar var jafnframt skráð, að lögmenn og dómari væru sammála um, að málflutningur að nýju væri óþarfur. Í greinargerð sinni til Hæstaréttar andmælir lögmaður áfrýjenda þessari síðarnefndu bókun og kveður ekkert samráð hafa verið við sig haft um þetta. Samkvæmt þessu fór uppkvaðning héraðsdómsins í bága við 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ber að ómerkja dóminn og vísa málinu heim í hérað til málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Rétt er, að hver aðila beri sinn kostnað af þessum þætti málsins fyrir Hæstarétti. D ó m s o r ð: Héraðsdómur skal vera ómerkur og er málinu vísað heim í hérað til málflutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júlí 2003. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi þann 26. maí sl. er höfðað með stefnu útgefinni 3. janúar 2003 og var málið þingfest þann 14. janúar 2003. Stefnandi málsins er Nandos ehf., [kt.], Leirubakka 34-36, Reykjavík. Stefndu eru Rúnar S. Gíslason, [kt.], Miðvangi 53, Hafnarfirði, Rá ehf. [kt.], Bolholti 6, Reykjavík og Gunnar Rósinkranz, [kt.] Skólavörðustíg 10, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði dæmdir in solidum til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 4.000.000,00 auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. desember 2002 til greiðsludags, kr. 11.350,00 í stimpil- og afsagnarkostnað auk málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti eftir framlögðum virðisaukaskatti. Stefndu krefjast aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara er krafist stórfelldrar lækkunar á stefnukröfum. Jafnframt krefjast stefndu þess, að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefndu málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmanna Mörkinni ehf. og að við málskostnaðarákvörðun verði gætt að skyldu stefndu til að greiða 24,5% virðisaukaskatt af þóknun málsins. Málskostnaðar er krafist óháð úrslitum málsins. Málavextir: Krafa stefnanda er byggð á víxli að fjárhæð kr. 4.000.000,00, útgefnum af stefnda, Rúnari Gíslasyni, hinn 23. 05. 2002 og samþykktum af stefnda, Rá ehf., til greiðslu við sýningu í Búnaðarbanka Íslands hf., Reykjavík. Víxillinn er ábektur af útgefanda og stefnda, Gunnari Rósinkranz. Á víxilinn er skráð, að hann sé án afsagnar. Víxillinn var sýndur í Búnaðarbanka Íslands hf. í Reykjavík og afsagður þann 20. desember 2002. Á víxilinn eru skráð orðin: „Tryggingarvíxill sbr. 2. gr. makaskiptasamnings dags. 17. maí ´02.” Málsástæður stefnanda: Stefnandi rekur mál þetta samkvæmt ákvæðum 17. kafla laga nr. 91/1991 og vísar auk þess til laga nr. 93/1933, einkum sjöunda kapítula. Málsástæður stefndu: Stefndu benda á, að víxill sá, sem krafa stefnanda byggist á, sé áritaður um að hann sé tryggingarvíxill, sbr. makaskiptasamning dags. 17. maí ´02. Varnir stefndu byggist á því, að stefnandi eigi enga lögvarða kröfu á hendur stefndu, hvað þá höfuðstólsfjárhæð, kr. 4.000.000, eins og stefnandi gerir kröfu til, auk vaxta og málskostnaðar, enda hafi verið boðnar fram efndir þeirra skuldbindinga, sem víxlinum var ætlað að tryggja. Engin efnisleg skilyrði samkvæmt meginreglum kröfuréttar og skaðabótaréttar séu til að innheimta tryggingarvíxilinn. Innheimtan á víxlinum sé ólögmæt, hvernig sem á málið er litið. Niðurstaða: Stefnandi hefur lagt fram víxil, sem er í samræmi við málavaxtalýsingu hans að öllu leyti. Víxillinn fullnægir formskilyrðum víxla skv. víxillögum nr. 93/1933 og getur víxilhafi neytt allra þeirra réttinda, sem víxillinn veitir honum, sbr. 19. gr. sömu laga. Stefndu hafa ekki haft uppi neinar þær varnir, sem koma má að í málinu skv. 118. gr. laga nr. 91/1991, og öðrum vörnum verður ekki komið að án samþykkis stefnanda. Samkvæmt framansögðu verða kröfur stefnanda, Nandos ehf., teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 600.000. Dóm þennan kveður upp Logi Guðbrandsson, héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndu, Rá ehf., Rúnar S. Gíslason og Gunnar Rósinkranz, greiði in solidum stefnanda, Nandos ehf., kr. 4.000.000,00 auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. desember 2002 til greiðsludags, kr. 11.350,00 í stimpil, og afsagnarkostnað og kr. 600.000 í málskostnað. |
Mál nr. 495/2003 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Í greinargerð lögreglustjóra segir að þann 15. desember sl. hafi kærði verið úrskurðaður af Héraðsdómi Reykjavíkur til að sæta gæsluvarðhaldi til kl. 16:00 í dag á grundvelli a-liðar 103. gr. laga nr. 19/1991 að kröfu lögreglustjórans í Reykjavík. Hafi úrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann með dómi nr. 480, 2003. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. desember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. desember 2003, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 3. febrúar 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fallist er á með héraðsdómara að skilyrðum c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um gæsluvarðhald sé fullnægt. Eru því ekki efni til að vísa jafnframt til a. liðar sama lagaákvæðis. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 480/2003 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. desember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 23. desember 2003 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar hefur rannsókn málsins beinst að þremur nýjum auðgunarbrotum, sem rökstuddur grunur leikur á að ákærði hafi átt aðild að. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 468/2003 | Kærumál Húsaleiga Aðför Útburðargerð | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu FÍ um að heimilað yrði með beinni aðfarargerð að fá H og F ehf. borna út úr nánar tilteknu flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og verkstæðisrými í viðbyggingu þess. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. nóvember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. desember sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. nóvember 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að heimilað yrði með beinni aðfarargerð að fá varnaraðila borna út úr nánar tilteknu flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og verkstæðisrými í viðbyggingu þess. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að honum verði veitt heimild til fyrrgreindrar aðfarargerðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og að þeim verði dæmdur kærumálskostnaður. I. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði lýtur ágreiningur máls þessa að afnotum varnaraðila af tilteknu flugskýli, sem stendur á Reykjavíkurflugvelli, auk verkstæðisrýmis í viðbyggingu við skýlið. Heldur sóknaraðili því fram að hann hafi gert munnlegan leigusamning við varnaraðila um þessi afnot gegn tiltekinni mánaðarlegri leigugreiðslu sem varnaraðilar hafi ekki staðið skil á. Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 hafi honum verið heimilt að rifta samningnum og leita eftir heimild héraðsdóms til að fá varnaraðila borna út úr húsnæðinu með beinni aðfarargerð. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt reikninga fyrir árin 1996 og 1997 ásamt hreyfingarlistum úr bókhaldi sínu vegna sömu ára. Samkvæmt kæru sóknaraðila er þessum gögnum ætlað að „sanna að með greiðslu á níu reikningum á árunum 1996-1997 hafi varnaraðilar viðurkennt að þeir leiði afnotarétt sinn af flugskýli nr. 7 á Reykjavíkurflugvelli frá leigusamningi við sóknaraðila.“ II. Eins og áður greinir reisir sóknaraðili kröfu sína á því að sökum vanefnda varnaraðila hafi honum verið heimilt að rifta samningi aðila, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 61. gr. laga nr. 36/1994. Samkvæmt ákvæðinu er leigusala rétt að rifta leigusamningi ef leigjandi greiðir ekki leiguna og sinnir ekki áskorun leigusala þar um. Hinn almenna regla 2. mgr. ákvæðisins um að réttur til riftunar falli niður sé hans ekki neytt innan tveggja mánaða á ekki við þegar ástæða riftunar er vanefnd á greiðslu leigu. Í skýringum með 2. mgr. 61. gr. í frumvarpi til laganna er tekið fram að leigusali geti samt sem áður glatað riftunarrétti sínum fyrir athafnaleysi í lengri tíma en sanngjarnt og eðlilegt má telja. Í málinu liggur fyrir að aðilar gerðu ekki með sér skriflegan samning um afnot varnaraðila af umræddu flugskýli. Þá hafa varnaraðilar andmælt þeim fullyrðingum sóknaraðila að þeir hafi gert með sér munnlegan leigusamning á árinu 1996. Af gögnum málsins má ráða að varnaraðilar hafa um nokkurra ára skeið verið með aðstöðu í skýlinu vegna starfsemi sinnar. Liggur ekki annað fyrir en að þeir hafi annast allt viðhald á skýlinu á eigin kostnað. Hefur sóknaraðili ekki skýrt með viðhlítandi hætti hvers vegna sá kostnaður eigi ekki að ganga upp í greiðslu leigu. Gegn andmælum varnaraðila verður ekki heldur séð að sóknaraðili hafi gert reka að því að krefjast greiðslu úr hendi varnaraðila fyrir þessi not þeirra á nefndu skýli. Nægir í þessu sambandi ekki að vísa til gamalla reikninga og hreyfingarlista úr bókhaldi sóknaraðila. Hvað sem líður eignarhaldi sóknaraðila að umræddu flugskýli liggur ekkert fyrir í málinu um réttindi hans að verkstæðisrými í umræddri viðbyggingu. Með vísan til framangreinds verður ekki talið að sóknaraðila hafi tekist að sýna fram á réttmæti kröfu sinnar. Samkvæmt öllu framanröktu verður úrskurður héraðsdóms staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Flugmálastjórn Íslands, greiði varnaraðilum, Helga Jónssyni og Flugskóla Helga Jónssonar ehf., samtals 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 461/2003 | Kærumál Ráðgefandi álit EFTA-dómstóllinn | Staðfest var sú niðurstaða héraðsdóms að ekki yrði aflað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun á ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1400/2002. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. nóvember 2003 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. desember 2003. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. nóvember 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun á ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1400/2002. Kæruheimild er í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Sóknaraðili krefst þess „að EFTA dómstóllinn verði beðinn um ráðgefandi álit á því hvort aðgerðir stefnda stangist á við tilgang, anda og ákvæði reglugerðar nr. 1400/2002.“ Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: |
Mál nr. 470/2003 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með þeirri breytingu að gæsluvarðhaldinu var markaður skemmri tími. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. desember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. desember 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti kemur fram að eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar [...]. [...] Með vísan til þessa verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Rannsókn málsins er hins vegar vel á veg komin og verður gæsluvarðhaldinu markaður sá tími, sem nánar greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16 mánudaginn 15. desember 2003. Kærumálskostnaður felur niður. Ríkislögreglustjóri hefur krafist þess að X, verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. desember nk. kl. 16.00. Í greinargerð ríkislögreglustjóra kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra vinni nú, í samvinnu við [...], að rannsókn á meintum brotum kærða gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. Aðstoð embættisins byggi á beiðni sýslumannsins á grundvelli skyldna ríkislögreglustjóra samkvæmt b. lið 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90, 1996, um að aðstoða lögregluembættin. [...] Rökstuddur grunur verður talinn vera um að kærði hafi framið brot gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi. Fallist er á það að hætta sé á að kærði gæti torveldar rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni, færi hann frjáls ferða sinna. Samkvæmt a lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er fallist á kröfu ríkislögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. |
Mál nr. 462/2003 | Kærumál Nauðungarsala Lóðarleigusamningur | L krafðist nauðungarsölu á tiltekinni fasteign á grundvelli tveggja skuldabréfa. Talið var að veð L væri eingöngu í lóðarleiguréttindum samkvæmt lóðarleigusamningi og mannvirkjum á eigninni. Með vísan til þess að ekki lá fyrir þinglýstur samningur um veðrétt L í fasteigninni, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, var kröfu hans hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. nóvember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 2. desember 2003. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 18. nóvember 2003 þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins á Selfossi 26. mars 2003, sem barst sóknaraðila 3. apríl sama árs, að hafna kröfu sóknaraðila um nauðungarsölu á fasteigninni „lóð úr landi Réttarholts, samt. 2.848 ferm., Gnúpverjahreppi, Árnessýslu“. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnd ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og að beiðni hans nái fram að ganga. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 460/2003 | Kærumál Dómari Vanhæfi | K krafðist með vísan til g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að héraðsdómari viki sæti sökum þess að hann hefði verið einn þriggja dómara í sakamáli þar sem fjárhæð málsvarnarlauna, sem honum voru dæmd, hefðu ekki verið í nokkru hlutfalli við málsvarnarlaun annarra verjenda og hvorki tekið mið af umfangi málsins né þeim mikla tíma sem til þess var varið. Ekki var fallist á að sýnt hefði verið fram á þær aðstæður sem valdið gætu því að héraðsdómarinn yrði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna fyrrnefnds ákvæðis laga nr. 91/1991. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. nóvember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. nóvember 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari viki sæti í málinu. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómara verði gert að víkja sæti í málinu. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Krafa sóknaraðila um að héraðsdómaranum verði gert að víkja sæti er reist á því að sóknaraðili geti með réttmætum hætti haft efasemdir um óhlutdrægni dómarans, sbr. g. liður 5. gr. laga nr. 91/1991. Í tilteknu sakamáli þar sem héraðsdómarinn var dómsformaður í fjölskipuðum dómi hafi fjárhæð málsvarnarlauna, sem honum voru dæmd, ekki verið í nokkru hlutfalli við málsvarnarlaun annarra verjenda og hvorki tekið mið af umfangi málsins né þeim mikla tíma sem til þess var varið. Með dómi Hæstaréttar í umræddu máli hafi fjárhæð málsvarnarlaunanna verið hækkuð. Ekki verður fallist á að sýnt hafi verið fram á þær aðstæður sem valdið geta því að héraðsdómarinn verði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna fyrrnefnds ákvæðis laga nr. 91/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 440/2003 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns | Að frumkvæði dómsins var gerð tillaga um að Magnús Thoroddsen hrl. og Torfi Magnússon læknir yrðu dómkvaddir matsmenn. Hafði áður verið borið undir Magnús og Torfa, hvort þeir væru tilbúnir til að taka matsgerðina að sér, og þeir ljáð því samþykki sitt. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. október 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu Magnúsar Thoroddsen hæstaréttarlögmanns sem matsmanns. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að dómkveðja lögmanninn. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með bréfi 16. október 2003 til Héraðsdóms Reykjavíkur lagði sóknaraðili fram beiðni um að dómkvaddir yrðu samkvæmt XII. kafla laga nr. 91/1991 læknir og lögfræðingur til að meta tímabundnar og varanlegar afleiðingar líkamstjóns sem hann hlaut í vinnuslysi 14. október 1999. Var beiðnin lögð fram í tilefni þess að sóknaraðili hyggst höfða mál til heimtu skaðabóta á hendur varnaraðila. Með bréfi 22. október 2003 boðaði héraðsdómari til þinghalds og lagði jafnframt til að Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður og Torfi Magnússon sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum yrðu dómkvaddir til starfans ef ekki kæmu fram rökstudd mótmæli. Varnaraðili mótmælti í þinghaldi 24. sama mánaðar að sá fyrrnefndi yrði dómkvaddur, en sóknaraðili krafðist þess að svo yrði gert. Í hinum kærða úrskurði hafnaði héraðsdómari kröfu sóknaraðila um að dómkveðja lögmanninn. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: |
Mál nr. 457/2003 | Kærumál Málskostnaður | Máli L ehf. á hendur P var fellt niður að kröfu þess fyrrnefnda eftir að P hafði lagt fram greinargerð í málinu. P krafðist þess að L ehf. yrði gert að greiða sér hærri málskostnað en í úrskurði héraðsdóms. Í Hæstarétti var með vísan til aðstöðunnar í málinu í heild sinni, umfangs þess og hagsmunanna, sem um var deilt, talið hæfilegt að L ehf. greiddi P 200.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. nóvember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. nóvember 2003, þar sem mál varnaraðila gegn sóknaraðila var fellt niður og varnaraðila gert að greiða sóknaraðila 100.000 krónur í málskostnað. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér 404.625 krónur í málskostnað í samræmi við framlagðan reikning en til vara að varnaraðila verði gert að greiða honum aðra hærri fjárhæð en greinir í hinum kærða úrskurði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. I. Samkvæmt gögnum málsins á það rætur að rekja til þess að sóknaraðili hóf störf hjá varnaraðila samkvæmt ráðningarsamningi 19. febrúar 1993. Aðilar gerðu á ný með sér ráðningarsamning 20. febrúar 1997. Í 6. gr. síðarnefnda samningsins var svofellt ákvæði: „Láti Pétur Þórir af starfi hjá Lyst ehf. skuldbindur hann sig til þess að taka ekki við starfi, hvorki beint né óbeint, hjá fyrirtækjum í samkeppnisstöðu eða öðrum samkeppnisaðilum, hefja eða tengjast slíkri starfsemi í a.m.k. 3 ár starfslokum. Brot á þessu ákvæði um samkeppnisbann varðar févíti kr. 10.000 á dag.” Sóknaraðili mun hafa hætt störfum hjá varnaraðila í janúar 2002 og hafið störf hjá veitingastaðnum Popeyes. Í aprílmánuði 2002 krafðist varnaraðili, með vísan til fyrrnefnds ákvæðis ráðningarsamningsins, að sóknaraðili léti af störfum hjá veitingastaðnum. Þar sem sóknaraðili mun ekki hafa orðið við þessari kröfu varnaraðila höfðaði varnaraðili mál á hendur sóknaraðila með stefnu 3. júlí 2002 þar sem hann krafðist þess að viðurkennt yrði að samkeppnisbann samkvæmt 6. gr. ráðningarsamnings milli hans og sóknaraðila héldi gildi sínu eftir starfslok sóknaraðila. Þá var þess ennfremur krafist að kveðið yrði á um að sóknaraðila væri óheimilt að starfa í þágu veitingastaðarins Poeyes í þrjú ár frá starfslokum hjá varnaraðila. Jafnframt var þess krafist að sóknaraðili yrði dæmdur til að greiða varnaraðila dagsektir að fjárhæð 10.000 krónur á dag frá og með 26. apríl 2002 til þess dags er hann léti af störfum hjá veitingastaðnum, þó ekki lengur en til 5. febrúar 2005. Sóknaraðili tók til varna í málinu og lagði fram greinargerð. Á dómþingi 6. nóvember síðastliðinn óskaði varnaraðili hins vegar eftir því að málið yrði fellt niður. Gerði sóknaraðili þá kröfu um að sér yrði úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðila. Gekk hinn kærði úrskurður í framhaldi af því. II. Krafa sóknaraðila er reist á því að dæma beri honum málskostnað í samræmi við málskostnaðarreikning, er lagður var fram í þinghaldi 6. nóvember síðastliðinn. Hefur einnig verið lagt fram yfirlit frá lögmanni hans þar sem fram kemur að þóknun hans sé 325.000 krónur, en þar er miðað við vinnu í 26 klukkustundir og 12.500 krónur fyrir hverja klukkustund, auk virðisaukaskatts. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 skal stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað ef máli er vísað frá dómi eða það er fellt niður af annarri ástæðu en þeirri að stefndi efni þá skyldu, sem hann er krafinn um í máli. Er aðila rétt að krefjast greiðslu málskostnaðar úr hendi gagnaðila síns eftir mati dómsins eða samkvæmt sundurliðuðum reikningi sem er lagður fram ekki síðar en við aðalmeðferð máls, sbr. 3. mgr. 129. gr. laganna. Þegar aðstaðan í máli þessu er virt í heild sinni, umfang málsins og þeir hagsmunir, sem um var deilt, er hæfilegt að varnaraðili greiði sóknaraðila 200.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Varnaraðili, Lyst ehf., greiði sóknaraðila, Pétri Þóri Péturssyni, 200.000 krónur í málskostnað í héraði. Varnaraðili greiði sóknaraðila 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 442/2003 | Kærumál Kyrrsetning Frávísunarúrskurður staðfestur | F ehf. krafðist þess að kyrrsetning á birgðum félagsins yrði felld úr gildi. Var kröfunni vísað frá dómi þar sem ekki var heimild að lögum til að bera ágreininginn undir dómstóla. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. nóvember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 31. október 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför og 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og dómkröfur hans teknar til efnislegrar úrlausnar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ferskar afurðir ehf., greiði varnaraðila, Kaupþingi Búnaðarbanka hf., 125.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 429/2003 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns Matsbeiðni | D krafðist þess að dómkvaddir yrðu sömu matsmenn í máli hennar gegn V hf. og áður höfðu verið kvaddir til starfans til að ljúka störfum og leggja mat á varanlegan miska og varanlega örorku hennar miðað við hvernig heilsufari hennar væri nú háttað. Tekið var fram að tjón hennar hefði ekki áður verið metið með þessum hætti. Langt væri um liðið frá því slysið varð og með öllu óvíst hvenær ástand hennar yrði orðið stöðugt. Varð henni því ekki neitað um að afla umrædds mats í samræmi við þessa kröfu. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og héraðsdómara gert að leggja fyrir matsmennina að ljúka störfum með framangreindum hætti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. nóvember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til c. og j. liða 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og „að úrskurðað verði, að dómkvaddir matsmenn í matsmálinu nr. 1270/2001: Halldór Baldursson, bæklunarlæknir, Kristófer Þorleifsson, geðlæknir, Bjarni Hannesson, taugalæknir og Skúli Magnússon, lögfræðingur og dósent skuli ljúka þeim matsstarfa sínum, sem þeir voru kvaddir til 14. maí 2002“ með því að svara tilteknum spurningum. Til vara krefst sóknaraðili þess að matsmennirnir verði dómkvaddir til að meta varanlegan miska og varanlega örorku hennar samkvæmt 4. og 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 miðað við ástand hennar eins og það er nú af völdum slyss, er hún varð fyrir 7. júlí 1993. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Sóknaraðili lenti í umferðarslysi 7. júlí 1993 þegar hún var á ferð á vélhjóli í Hvalfirði. Kastaðist hún af hjólinu á töluverðri ferð og slasaðist. Mat örorkunefnd varanlegan miska hennar 10% og varanlega örorku 12%. Greiddi varnaraðili henni bætur árið 1996 á grundvelli matsins og veitti sóknaraðili þeim viðtöku án fyrirvara um frekari bótarétt. Sóknaraðili höfðaði síðan mál gegn varnaraðila 6. febrúar 2001 og krafðist frekari bóta. Var um að ræða kröfu um endurupptöku á grundvelli 11. gr. skaðabótalaga þar sem miski hennar og örorka vegna slyssins væru meiri en áður var talið. Áður en sóknaraðili höfðaði það mál var aflað matsgerðar auk yfirmatsgerðar dómkvaddra manna. Samkvæmt yfirmati 25. nóvember 2000 var varanlegur miski hennar talinn vera 25% og varanleg örorka jafn há. Þá var undir rekstri málsins að ósk sóknaraðila aflað álits læknaráðs auk sérstakrar matsgerðar fjögurra dómkvaddra manna samkvæmt matsbeiðni 11. apríl 2002. Héraðsdómur gekk í málinu 26. júní 2003 og var varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila skaðabætur að nánar tilgreindri fjárhæð. Var þá tekið mið af yfirmati á miska- og örorkustigi sóknaraðila. Undi hún ekki niðurstöðu héraðsdóms og áfrýjaði honum til Hæstaréttar 4. júlí 2003. Bíður það flutnings hér fyrir dómi. II. Áðurnefndir fjórir matsmenn voru dómkvaddir 14. maí 2002 og sætti varnaraðili sig við úrskurð héraðsdómara um dómkvaðninguna. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms í máli sóknaraðila gegn varnaraðila og áfrýjun til Hæstaréttar lagði sóknaraðili fram þá beiðni 28. ágúst 2003, sem um ræðir í máli þessu. Hefur varnaraðili ekki tjáð sig um hana á neinu stigi. Er í henni óskað eftir því með vísan til 76. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 75. gr. og 1. mgr. 66. gr. sömu laga, að matsmennirnir fjórir verði með úrskurði kvaddir til að ljúka matsstörfum sínum með því að svara nánar tilgreindum spurningum. Um var að ræða þrjár af þeim spurningum, sem fram voru bornar í matsbeiðninni, og lutu að því hver væri varanlegur miski og varanleg örorka sóknaraðila af völdum áðurnefnds slyss. Töldu matsmennirnir í niðurstöðu sinni ekki unnt að svo stöddu að taka afstöðu til þessara spurninga þar sem afleiðingar slyssins voru að þeirra mati ekki að fullu komnar fram og því ekki unnt að líta á heilsufar sóknaraðila sem stöðugt samkvæmt 4. gr. og 5. gr. skaðabótalaga. Skorti því á að unnt væri að endurmeta varanlegan miska og örorku sóknaraðila eins og óskað hafi verið eftir í matsbeiðninni. Tilgangur sóknaraðila með beiðninni er að afla frekari sönnunar í máli hennar gegn varnaraðila, en hún telur miska- og örorkustig sitt vegna slyssins vera hærra en yfirmatsmenn komust að niðurstöðu um. Bendir hún á að langt sé um liðið frá því að slysið varð og að ókleift sé að segja fyrir um hvenær ætla megi að heilsufar hennar verði orðið stöðugt í merkingu skaðabótalaga. Telur hún að ekki hafi verið metið það, sem skyldi meta samkvæmt dómkvaðningu, en til vara eigi hún rétt á að fá ástand sitt metið eins og það er nú. Í niðurstöðu matsmannanna 29. janúar 2003 kemur meðal annars fram að sóknaraðili hafi orðið fyrir svokölluðu háorkuslysi og að einkenni hennar af völdum þess hafi versnað síðastliðin tvö ár og fari enn versnandi. Afleiðingar þess séu því ekki enn komnar fram að fullu og skýra þeir með því þá afstöðu sína að svara ekki að svo stöddu þremur spurningum í matsbeiðninni. Af framangreindum svörum þeirra er ljóst að þeir telja yfirmat frá 2000 ekki fela í sér endanlega niðurstöðu um miska- og örorkustig sóknaraðila, enda hafi ástand hennar versnað á þeim tíma, sem síðan sé liðinn. Verður að fallast á með þeim að ekki verði tekin afstaða til þess að svo stöddu hvern miska og örorku sóknaraðili muni endanlega bíða af völdum slyssins. Í beiðni sinni nú gerir sóknaraðili hins vegar þá kröfu til vara að lagt verði mat á umrædd atriði í áðurnefndri matsbeiðni miðað við ástand hennar nú án tillit til þess hvert það verður þegar ekki er að vænta frekari bata samkvæmt 4. gr. 5. gr. skaðabótalaga. Tjón hennar hefur ekki áður verið metið með þeim hætti. Langt er um liðið frá því slysið varð og ráða má að með öllu sé óvíst hvenær ástand hennar verður orðið stöðugt. Að þessu virtu og atvikum málsins að öðru leyti verður að fallast á með sóknaraðila að henni verði ekki neitað um að afla umrædds mats í samræmi við varakröfu sína. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og héraðsdómara gert að leggja fyrir matsmennina að ljúka störfum með því að meta þau atriði, sem um ræðir í varakröfu sóknaraðila, eins og nánar greinir í dómsorði. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Héraðsdómara ber að leggja fyrir matsmennina Halldór Baldursson bæklunarlækni, Kristófer Þorleifsson geðlækni, Bjarna Hannesson taugalækni og Skúla Magnússon dósent að leggja mat á atriði í e. og f. liðum í matsbeiðni sóknaraðila, Dagrúnar Jónsdóttur, 14. apríl 2002 miðað við það hvernig heilsufari hennar er nú háttað. |
Mál nr. 456/2003 | Kærumál Farbann | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni á grundvelli 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. nóvember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 25. nóvember 2003, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Austur-Héraði, Norður-Héraði, Fellahreppi og Fljótsdalshreppi, allt til föstudagsins 28. nóvember 2003 kl. 15.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði bönnuð för frá Íslandi. Þá krefst hann málsvarnarlauna fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 444/2003 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. nóvember 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. nóvember 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 3. desember 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í málinu liggur fyrir lögregluskýrsla 19. nóvember 2003, sem staðfest var af varnaraðila fyrir héraðsdómi sama dag. Þar viðurkenndi varnaraðili að vera eigandi þeirra plantna og búnaðar til ræktunar, sem fundust við leit á dvalarstað hans. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 141/2003 | Þjófnaður Skilorðsrof | Í samræmi við játningu T var hann sakfelldur fyrir þjófnað. Rauf hann með broti sínu skilorð eldri dóms, sem var tekinn upp og dæmdur með samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og refsing tiltekin í einu lagi eftir reglum 77. gr. sömu laga. Ekki þótti fært að skilorðsbinda refsingu T og var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Ingibjörg Benediktsdóttir og Haraldur Henrysson fyrrverandi hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 4. apríl 2003 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst nú staðfestingar héraðsdóms. Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð og hún skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Í héraðsdómi var gæsluvarðhald, sem ákærði sætti frá 16. nóvember 1999 til 14. desember sama árs, ranglega sagt hafa hafist 14. nóvember 1999. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til röksemda héraðsdóms er fallist á að refsing ákærða sé þar hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði og að ekki séu nú efni til að skilorðsbinda refsinguna. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að frá refsingu ákærða, Theodórs Emils Pantazis, dragist gæsluvarðhald hans frá 16. nóvember 1999 til 14. desember sama árs. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. mars 2003. Málið er höfðað með ákæruskjali, dags. 28. janúar 2003, á hendur Theodóri Emil Pantazis, kt. 071062-3769, Sóltúni 30, Reykjavík “fyrir þjófnað með því að hafa, mánudaginn 4. nóvember 2002, brotist inn í fyrirtækið Columbia ehf., Gylfaflöt 5, Reykjavík, með því að spenna upp hurð, og stolið kr. 866.500 í reiðufé og enn fremur kr. 77.500 í skiptimynt, 144 bandarískum dollurum og 60 evrum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Af hálfu verjanda ákærða er þess krafist að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin að hluta. Hann krefst þess að málsvarnarlaun verði greidd úr ríkissjóði. Ákærði játaði fyrir dómi brot sitt og kvað háttseminni rétt lýst í ákæruskjali. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem studd er öðrum göngum málsins, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært er út af í málinu og er brot hans rétt fært til refsiákvæðis. Ákærði er fæddur árið 1962. Hann hefur allalvarlegan sakarferil frá árinu 1985 en hinn 8. nóvember það ár var hann dæmdur í Þýskalandi í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Hinn 23. janúar 1991 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir fíkniefnabrot. Hinn 30. desember 1992 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi í Frakklandi, þar af fjóra skilorðsbundið, fyrir fíkniefnabrot. Hinn 18. maí 1993 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir þjófnað. Hinn 22. febrúar 1995 var hann dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot í Svíþjóð, var refsingin lækkuð í fjögur ár í yfirrétti. Hinn 13. mars 1998 gekkst hann undir lögreglustjórasátt vegna ölvunaraksturs og 24. sama mánaðar var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þar af voru 480 dagar vegna reynslulausnar, þessi dómur var staðfestur í Hæstarétti 1. október 1998. Hinn 8. sama mánaðar gekkst hann undir sátt vegna ölvunaraksturs og loks gekkst hann undir lögreglustjórasátt 23. desember sama ár vegna sviptingaraksturs. Ákærði hlaut síðast dóm 25. júí 2002, 9 mánaða fangelsi skilorðsbundið í 5 ár fyrir fíkniefnabrot, sbr. 173 a gr. almennra hegningarlaga. Hefur ákærði, með broti því sem hann hefur hér verið fundinn sekur um, rofið skilorð þessa síðastnefnda dóms og verður dómurinn tekinn upp og dæmdur með, samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og refsing tiltekin í einu lagi eftir reglum 77. gr. sömu laga. Við ákvörðun refsingar er tekið tillit til þess að ákærði hefur játað brot sitt hreinskilningslega. Þá komst þýfið að mestu til skila. Hins vegar var um talsvert mikil verðmæti að ræða. Í dómi yfir ákærða frá 25. júlí 2002 voru lögð fram þrjú vottorð sem vörðuðu einkahagi ákærða og dóttur hans en þar kom fram að ákærði hefði lagt sig fram um að snúa lífi sínu til betri vegar og hafi hann veitt unglingsdótturinni stuðning og uppeldi. Var rökstuðningur dómara fyrir skilorðsbindingu refsingarinnar m.a. á þeim sjónarmiðum reistur. Ákærði höfðaði hér fyrir dóminum til sömu sjónarmiða varðandi kröfu um skilorðsbindingu. Ákærði framdi brot sitt tæpum þremur mánuðum eftir að hafa fengið umræddan dóm þannig að hann hefur ekki látið sér segjast þrátt fyrir þá miklu einkahagsmuni sem hann taldi að væru í húfi fyrir því að afplána ekki dæmda refsingu. Þykja því ekki skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna nú. Samkvæmt þessu þykir refsing ákærða hæfileg fangelsi í 12 mánuði. Til frádráttar komi gæsluvarðhald ákærða frá 14. nóvember 1999 til 14. desember s.á., að fullri dagatölu. Ákærði greiði allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun verjanda hans, Bjarna Haukssonar héraðsdómslögmanns, 30.000 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kolbrún Ólafsdóttir fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kveður upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, Theodór Emil Pantazis, sæti fangelsi í 12 mánuði. Til frádráttar komi gæsluvarðhald ákærða frá 14. nóvember 1999 til 14. desember s.á., að fullri dagatölu. Ákærði greiði allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun verjanda hans, Bjarna Haukssonar héraðsdómslögmanns, 30.000 krónur. |
Mál nr. 427/2003 | Kærumál Kyrrsetning Veðskuldabréf | Helstu málavextir eru að gerðarbeiðandi lánaði Sævari F. Sveinssyni 120.000 kr. samkvæmt skuldabréfi 5. nóvember 1981. Með yfirlýsingu 20. desember 1990 var lánið flutt á fasteignina Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík, sex herbergja íbúð á þriðju hæð, upphaflega á fjórða veðrétti með uppfærslurétti. Þinglýstur eigandi fasteignarinnar var varnaraðili, Valgerður J. Jónsdóttir. Með yfirlýsingu 17. apríl 1998 var greiðsluskilmálum breytt og varð höfuðstóll skuldarinnar þá 1.492.464 kr. Vanskil urðu á afborgunum en 14. maí 2003 var skuldabréfinu aftur komið í skil. Kvittun fyrir greiðslunni er misvísandi. Annars vegar segir að eftirstöðvar séu engar en hins vegar að ógjaldfallnar, uppfærðar eftirstöðvar með vöxtum séu 843.213 kr. með næsta gjalddaga 1. nóvember 2003. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. október 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 5. nóvember 2003. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. október 2003 þar sem hafnað var kröfum sóknaraðila um að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 6. júní 2003 um að hafna því að kyrrsetja fjármuni í eigu varnaraðila Valgerðar sem væru í vörslum varnaraðila Eignamiðlunarinnar ehf. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför eins og henni var breytt með 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir sýslumanninn í Reykjavík að kyrrsetja fyrrnefnda fjármuni. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Valgerður J. Jónsdóttir krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og henni dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðilinn Eignamiðlunin ehf. hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði veitti sóknaraðili Sævari Friðrik Sveinssyni lán, að fjárhæð 120.000 krónur samkvæmt skuldabréfi 5. nóvember 1981 tryggðu með veði í nánar tilgreindum eignarhluta í fasteigninni við Krummahóla 6 í Reykjavík. Var lánið bundið lánskjaravísitölu. Hinn 4. janúar 1991 var þinglýst yfirlýsingu 10. desember 1990 um flutning á veðskuldinni yfir á tilgreindan eignarhluta í fasteigninni að Bólstaðarhlíð 68 í Reykjavík, sem mun hafa verið í eigu varnaraðilans Valgerðar. Hinn 17. apríl 1998 var gerð breyting á greiðsluskilmálum skuldabréfsins en skuldari þess var sem fyrr Sævar Friðrik Sveinsson. Var tekið fram að höfuðstóll skuldarinnar væri 1.492.464 krónur miðað við 5. febrúar 1998. Með kaupsamningi 12. maí 2003 seldi varnaraðilinn Valgerður eignarhluta sinn í fasteigninni að Bólstaðarhlíð 68 og eru fjármunir vegna sölunnar sagðir vera í vörslum varnaraðilans Eignamiðlunarinnar ehf. Í kaupsamningnum var ekki getið um að umrætt skuldabréf skyldi hvíla á eigninni. Vanskil urðu á afborgunum skuldabréfsins, en eftir greiðslu gaf sóknaraðili út 14. maí 2003 kvittun til handa Sævari Friðrik Sveinssyni. Sú kvittun er misvísandi. Skjalið ber yfirskriftina „kvittun (fullnaðargreiðsla)” og er sérstaklega tiltekið að eftirstöðvar skuldarinnar séu engar, en hins vegar jafnframt að ógjaldfallnar uppfærðar eftirstöðvar með vöxtum séu 843.213 krónur með næsta gjalddaga 1. nóvember 2003. Í kjölfarið var umrætt veðskuldabréf afhent sýslumanni til aflýsingar og mun því hafa verið aflýst af eign varnaraðila Valgerðar 15. maí 2003. Sóknaraðili kveðst hafa afhent skuldabréfið til aflýsingar vegna misskilnings, en af hálfu varnaraðila Valgerðar er því haldið fram að það hafi verið gert án fyrirvara og eftir samskipti aðila þar að lútandi þannig að sóknaraðili hafi afhent bréfið áritað um heimild til aflýsingar. Sóknaðili leitaði eftir því við sýslumann með bréfi 16. maí 2003 að hann aflýsti bréfinu ekki og jafnframt væri afturkölluð áritun sóknaraðila á veðskuldabréfið um aflýsingu. Þessu hafnaði sýslumaður með bréfi 26. maí 2003 með vísan til þess að aflýsing bréfsins hefði þegar farið fram og yrði það ekki innfært að nýju nema með samþykki núverandi eigenda eignarinnar. Í kjölfar þessarar ákvörðunar fór sóknaraðili þess á leit við sýslumann að hann kyrrsetti fjármuni varnaraðilans Valgerðar, sem væru í vörslum varnaraðila Eignarmiðlunarinnar ehf. Þessari beiðni sóknaraðila hafnaði sýslumaður 6. júní 2003 með vísan til þess að skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990 væru ekki uppfyllt. Eins og að framan er rakið féll niður veðréttur samkvæmt umræddu skuldabréfi við aflýsingu þess af þeim eignarhluta fasteignarinnar Bólstaðarhlíð 68 í Reykjavík, sem áður var í eigu varnaraðilans Valgerðar. Þá liggur fyrir að hún er ekki skuldari samkvæmt umræddu skuldabréfi. Á sóknaraðili því ekki samkvæmt bréfinu lögvarða kröfu á hendur henni um greiðslu peninga. Er því ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990 fyrir því að unnt sé kyrrsetja eignir varnaraðilans Valgerðar til tryggingar fullnustu skuldar Sævars Friðriks Sveinssonar. Með þessum athugasemdum verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðilanum Valgerði kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, greiði varnaraðilanum Valgerði J. Jónsdóttur 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 419/2003 | Kærumál Dánarbú Opinber skipti Einkaskipti | Mál þetta var þingfest 7. júní 2002 og tekið til úrskurðar 10. sama mánaðar. Úrskurði héraðsdóms var skotið til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2002 og var málinu vísað þar frá dómi 3. september sama ár. Með bréfi, sem móttekið var í héraðsdómi 2. október 2002 fór B fram á að málið yrði endurupptekið og með bréfi, sem móttekið var í héraðsdómi 21. sama mánaðar, var beiðni um endurupptöku ítrekuð og rökstudd. Þann 6. nóvember sama ár var beiðninni hafnað af héraðsdómara. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að dánarbú X og Z yrði tekið til opinberra skipta. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að umrætt dánarbú verði tekið til opinberra skipta. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og að sóknaraðili verði dæmdur til að greiða honum kærumálskostnað. I. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði lést X [...] febrúar 2002, en hún sat í óskiptu búi eftir að eiginmaður hennar, Z, lést [...] 1973. Z var fæddur á árinu 1909, en X 1919. Aðilar málsins eru börn þeirra hjóna. Hálfsystir þeirra samfeðra, C, tekur einnig lögarf. Samkvæmt gögnum málsins veitti sóknaraðili lögmanni sínum 14. mars 2002 fullt og ótakmarkað umboð til að gæta hagsmuna sinna við skipti á dánarbúi foreldra sinna. Tveimur dögum síðar undirritaði sóknaraðili ásamt varnaraðila og hálfsystur þeirra beiðni um leyfi til einkaskipta, þar sem varnaraðila var veitt umboð til að koma fram af þeirra hálfu og í nafni dánarbúsins. Með áritun sýslumannsins í Reykjavík 18. mars 2002 á beiðnina var erfingjunum veitt leyfi til einkaskipta. Tæpum tveimur mánuðum síðar, eða 16. maí 2002, lagði sóknaraðili kröfu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur um að dánarbú foreldra hans yrði tekið til opinberra skipta. Meðfylgjandi kröfunni var afrit af skattframtali X 2001. Héraðsdómari tók þessa kröfu fyrir á dómþingi 7. júní 2002. Var þá sótt þing af hálfu sóknaraðila, en að því er varðar varnaraðila og hálfsystur aðila, sem hlut áttu að málinu, færði héraðsdómari eftirfarandi í þingbók: „Tilraun var gerð til að boða [B] og [C] til þessa þinghalds. Ekki tókst að birta [C] fyrirkall en óupplýst er hvort tókst að birta [B] fyrirkall.“ Að kröfu sóknaraðila var krafa hans um opinber skipti tekin þá þegar til úrskurðar. Með úrskurði 10. júní 2002 var með vísan til 1. mgr. 38. gr. laga nr. 20/1991 fallist á að dánarbúið yrði tekið til opinberra skipta. Varnaraðili kærði úrskurðinn tvívegis til Hæstaréttar, sem vísaði málinu í bæði skiptin frá Hæstarétti, með dómum 3. september 2002 í máli nr. 325/2002 og 3. desember sama árs í máli nr. 531/2002. Með beiðni 9. desember 2002 óskaði varnaraðili eftir því við Hæstarétt að fyrrnefndur úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yrði endurupptekinn. Hæstiréttur varð við beiðni varnaraðila 22. maí 2003 og var málið endurupptekið fyrir héraðsdómi 30. sama mánaðar. Í málinu krefst sóknaraðili sem fyrr að dánarbú X og Z verði tekið til opinberra skipta. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði afhenti varnaraðili sýslumanni erfðafjárskýrslu vegna dánarbúsins 7. júní 2002, sem var árituð 14. sama mánaðar um staðfestingu hans. Fyrir héraðsdóm var lagt bréf sýslumanns til varnaraðila 14. mars 2003 þar sem fram kom að embættinu hafi fyrst 20. júní 2002 borist upplýsingar frá Héraðsdómi Reykjavíkur um að dánarbúið hefði verið tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms 10. júní 2002. Svo sem áður var getið var kröfu sóknaraðila hafnað með úrskurði héraðsdóms 2. október 2003. II. Í máli því, sem hér er til umfjöllunar, krefst sóknaraðili eins og áður greinir að dánarbú X og Z verði tekið til opinberra skipta. Upphafleg krafa sóknaraðila þessa efnis var lögð fyrir héraðsdóm 16. maí 2002. Í þeirri kröfu sóknaraðila var í engu getið að erfingjum hefði áður verið veitt leyfi til einkaskipta, sbr. skilyrði 1. töluliðar 1. mgr. 42. gr. laga nr. 20/1991. Auk þessa lét sóknaraðili hjá líða að senda sýslumanni samrit kröfunnar eins og gert er skylt í 3. mgr. 42. gr. sömu laga. Hvorki varnaraðili né hálfsystir aðilanna voru boðaðar til þinghalds, þar sem beiðni sóknaraðila var tekin fyrir, með þeim hætti sem áskilið er í 43. gr. laga nr. 20/1991. Sýslumanni var fyrst tilkynnt um að dánarbúið hefði verið tekið til opinberra skipta 20. júní 2002 eða sex dögum eftir að hann áritaði erfðafjárskýrsluna um staðfestingu sína. Var sýslumanni því hvorki kunnugt um kröfu sóknaraðila um opinber skipti þegar hann móttók umrædda erfðafjárskýrslu né þegar hann áritaði hana um staðfestingu. Ljóst er af gögnum málsins að sýslumaður hefur talið skilyrði vera uppfyllt til að ljúka skiptum án þess að krefja erfingja um einkaskiptagerð, sbr. 4. mgr. 93. gr. laga nr. 20/1991. Samkvæmt framangreindu verður að telja að með áritun sýslumanns 14. júní 2002 hafi skiptum á dánarbúi X og Z lokið, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 20/1991. Með vísan til þessa verður ekki fallist á kröfu sóknaraðila um opinber skipti á dánarbúi X og Z. Samkvæmt öllu framanröktu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, A, greiði varnaraðila, B, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 426/2003 | Kærumál Dómari Vanhæfi | J krafðist þess að fjölskipaður héraðsdómur viki sæti eftir að Hæstiréttur hafði í annað sinn ómerkt dóm héraðsdóms og vísaði málinu heim í hérað. Var um að ræða sömu kröfur og hún hafði uppi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 49/2002 eftir fyrri heimvísun þess. Með vísan til forsendna héraðsdóms og fyrrnefnds dóms Hæstaréttar var kröfu J hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. október 2003, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fjölskipaður héraðsdómur viki sæti í máli hennar gegn varnaraðila. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að dómurunum í héraði verði gert að víkja sæti í málinu og að sér verði dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Mál sóknaraðila gegn varnaraðila hefur tvívegis verið ómerkt í Hæstarétti og vísað heim í hérað, sbr. dóma réttarins 29. mars 2001 í máli nr. 373/2000 og 2. október 2003 í máli nr. 135/2003. Þá liggur fyrir dómur Hæstaréttar 7. febrúar 2002 í máli nr. 49/2002, þar sem sóknaraðili hafði uppi sömu kröfur og hún hefur í þessu máli eftir fyrri heimvísun þess. Líkt og í því máli heldur sóknaraðili nú fram að dómarar í máli hennar hafi með dómum og úrskurðum, sem gengið hafa í málinu, tjáð sig þannig um það að draga megi óhlutdrægni þeirra í efa. Þá séu ótvíræð tengsl meðdómsmanna við þann lækni, sem framkvæmdi aðgerðina, sem um er deilt í málinu. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, sbr. og fyrrnefndan dóm Hæstaréttar frá 7. febrúar 2002, verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 420/2003 | Kærumál Vanreifun Vitni Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli A sf. á hendur J til greiðslu bóta vegna tjóns af völdum bifreiðar hans var vísað frá dómi sökum þess að J hefði látið undir höfuð leggjast að tryggja sér sönnun um raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt. Í málinu var ekki deilt um bótaskyldu J heldur eingöngu um fjárhæð tjónsins. Í Hæstarétti var tekið fram að mótmæli J við gildi þeirra gagna, sem A sf. studdi útreikninga sína um tjónið við, og aðrar fullyrðingar hans um að félagið hefði ekki sýnt fram á tjón sitt með viðhlítandi gögnum, vörðuðu efnishlið málsins og gætu ekki leitt til frávísunar þess. Ekki var fallist á að krafa sóknaraðila væri óljós eða að reifun hennar í stefnu væri annmörkum háð. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði hefur áður verið rekið dómsmál milli aðila um sama sakarefni, en því lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. júlí 2002, þar sem þeim hluta málsins, sem beint var að varnaraðila, var vísað frá dómi. Varnaraðili krefst að þessu nýja máli sóknaraðila verði einnig vísað frá héraðsdómi. Í meginatriðum reisir hann þá kröfu á því að sóknaraðili hafi ekki bætt úr þeim annmörkum, sem leiddu til frávísunar fyrra málsins. Mál þetta á rætur að rekja til tjóns af völdum bifreiðar varnaraðila. Í málinu er ekki ágreiningur um bótaskyldu varnaraðila heldur um fjárhæð tjónsins. Fjárhæð kröfu sóknaraðila er eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði byggð á viðgerðar- og kostnaðaráætlunum en ekki á raunverulegum viðgerðarkostnaði á því tjóni, sem bifreið varnaraðila var völd að. Í hinum kærða úrskurði er, með vísan til niðurstöðu héraðsdóms í fyrra máli aðila og þess að sóknaraðili hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja sér sönnun um raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt, talið að málið sé ekki enn í þeim búningi að unnt sé að fella efnisdóm á kröfu hans. Það er á forræði sóknaraðila hvaða gögn hann færir fram til þess að sanna tjón sitt. Mótmæli varnaraðila við gildi þeirra gagna, sem sóknaraðili styður útreikninga sína um tjónið við, og aðrar fullyrðingar hans um að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á tjón sitt með viðhlítandi gögnum, varða efnishlið málsins og geta ekki leitt til frávísunar þess. Verður ekki á það fallist að krafa sóknaraðila sé óljós eða að reifun hennar í stefnu sé annmörkum háð. Í stefnu tilgreinir sóknaðili ekki menn, sem hann hyggst leiða fyrir dóm til skýrslugjafar, sbr. h. lið 1. mgr 80. gr. laga nr. 91/1991, en áskilur sér rétt til að kalla til vitni eða leggja fram frekari gögn á síðari stigum málsins. Óski hann þess síðar að leiða vitni er það á forræði varnaraðila að andmæla því og úrskurðar þá héraðsdómari um hvort vitni verða leidd. Verður krafa varnaraðila um frávísun málsins samkvæmt þessu ekki tekin til greina. Með vísan til alls framangreinds verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 202/2003 | Fjársvik Skjalafals Skilorð Hegningarauki Brotasamsteypa | Í samræmi við játningu A var hann sakfelldur fyrir brot gegn 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing A var tiltekin eftir ávæðum 60. gr. og 78. gr. laga nr. 19/1940, jafnframt því sem litið var til ákvæða 77. gr. sömu laga. Var A dæmdur í 10 mánaða fangelsi, skilorðsbundið að hluta. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 5. maí 2003 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem nú krefst staðfestingar héraðsdóms. Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð með þeim hætti að hún verði að öllu leyti skilorðsbundin. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi hlaut ákærði 29. janúar 2003 fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir skjalafals. Brot ákærða, sem nú eru til umfjöllunar, eru öll framin áður en sá dómur gekk. Verður refsing ákærða því tiltekin eftir ákvæðum 60. gr. sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, jafnframt því sem litið verður til ákvæða 77. gr. sömu laga, en hinn áfrýjaði dómur er vegna fleiri en eins brots ákærða. Af hálfu ákærða hefur sérstaklega verið skírskotað til hegðunar hans að undanförnu og að alllangt sé liðið frá því að brotin voru framin. Þegar hins vegar er litið til eðlis og umfangs brota ákærða, sem ekki mun hafa greitt dæmdar bætur, verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Aðalsteinn Ólafsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. apríl 2003. Mál þetta var höfðað með ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 25. febrúar sl., á hendur, Aðalsteini Ólafssyni, [ . . . ], „fyrir fjársvik með því að hafa, föstudaginn 26. apríl 2002, blekkt starfsmann Íslandsbanka, Smiðjuvegi 1, Kópavogi, símleiðis til að auka heimild til yfirdráttar á reikningi K, hjá bankanum nr. [ . . . ] um 100.000 kr. með því að segjast vera K og fengið starfsmanninn til að millifæra heimildarlaust 90.000 kr. inn á reikning ákærða nr. [ . . . ] hjá Íslandsbanka og slegið eign sinni á peningana. Þetta er talið varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákæruvald krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu er af hálfu Íslandsbanka, kt. 421289-4769, krafist skaðabóta 90.000 kr. auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26.5.2002 og síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags." Með ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 21. mars sl., á hendur, sama, „fyrir skjalafals á árinu 2001 með því að hafa selt í Búnaðarbanka Íslands, Háaleitisútibúi, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík veðskuldabréf og víxil, sem ákærði hafði falsað með áritun á nafni G, svo sem rakið er: 1. Í febrúar skuldabréf [ . . . ] að fjárhæð 1.250.000 kr., sem ákærði gaf út til Búnaðarbanka Íslands, Háaleitisútibús, þann 7. sama mánaðar með veði í íbúð að [ . . . ] Reykjavík, og falsaði jafnframt með áritun á nafni G sem sjálfskuldarábyrgðarmanns. 2. Í maí víxil [ . . . ] að fjárhæð 300.000 kr., gefinn út af Þ 9. maí 2001 og samþykktan af ákærða til greiðslu 9. júlí sama ár, sem ákærði hafði falsað með áritun á nafni G sem ábekings. Telst þetta varða við 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar." Ákærði kom fyrir dóm 21. mars sl. og játaði brot sín eins og þeim er lýst í ákærum. Eru játningar hans í samræmi við önnur gögn málsins og verður hann sakfelldur fyrir brot sín, en þau eru í ákæru réttilega færð til refsiákvæða. |
Mál nr. 395/2003 | Kærumál Kröfugerð Vanreifun Frávísunarúrskurður felldur úr gildi að hluta | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli I o.fl. á hendur H vegna vanefnda á kaupsamningi var vísað frá dómi sökum vanreifunar. Krafa I o.fl. var í fjórum liðum. Í Hæstarétti var talið að þótt málatilbúnaði I o.fl. hafi verið áfátt varðandi tvo fyrstu kröfuliðina væri ekki loku fyrir það skotið að þeim tækist að bæta úr því við efnismeðferð málsins. Hins vegar þótti krafan í þriðja kröfuliðnum svo óskýr að ekki varð hjá því komist að vísa henni frá dómi. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi varðandi þrjá kröfuliði af fjórum og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 6. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2003, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar en til vara að hann verði felldur niður. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði á mál þetta rætur að rekja til þess að varnaraðili seldi með kaupsamningi 1. apríl 1998 sóknaraðilum veitingastaðinn Saga Bar á Benidorm á Spáni. Nánar tiltekið var hið selda umræddur veitingastaður, sem rekinn var í leiguhúsnæði, ásamt öllu sem fylgdi rekstrinum, þar með talið viðskiptavild og tæki og áhöld samkvæmt meðfylgjandi lista, sem taldist hluti af samningnum „ásamt nafninu Saga Bar.” Kaupverðið var 2.100.000 krónur sem við undirritun samningsins skyldi greiðast með 1.200.000 krónum og skuldabréfi að fjárhæð 900.000 krónur með gjalddaga 1. ágúst 1998. Í samningum var tekið fram að varnaraðili ábyrgðist að nýr húsaleigusamningur yrði gerður við sóknaraðila á sömu kjörum og verið hefðu „ásamt forleigurétti.” Þá var þess sérstaklega getið að sóknaraðilar skyldu afla sér tilskilinna leyfa til áframhaldandi reksturs, en varnaraðila bæri að aðstoða þá við það. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði hafa áður verið rekin tvö dómsmál milli tveggja sóknaraðilanna og varnaraðila vegna þessara lögskipta. Í báðum málunum reyndi á gildi fjárnáms að kröfu varnaraðila á grundvelli áðurnefnds skuldabréfs, en sóknaraðilar héldu því fram að varnaraðili ætti ekki þann rétt sem bréfið bæri með sér. Lauk þeim með dómum Hæstaréttar, sbr. dómasafn réttarins 2000, bls. 1437 og 1447, en með þeim voru aðfarargerðirnar staðfestar. Krafa sóknaraðila í máli þessu er í fjórum liðum. Í 1. kröfulið krefjast þau að „staðfest verði riftun og/eða dæmdur ógildur kaupsamningur“ aðilanna, í 2. kröfulið endurgreiðslu á kaupverðinu auk dráttarvaxta, í 3. lið að verði ekki fallist á að staðfesta riftun eða ógildi samningsins sé þess krafist að varnaraðila verði gert að greiða þeim „bætur og/eða afslátt“ af kaupverðinu og í 4. lið er krafist málskostnaðar. Í málatilbúnaði sóknaraðila er því einkum haldið fram að varnaraðila hafi skort réttindi yfir hinu selda, hann hafi ekki verið skráður fyrir rekstri veitingastaðarins, hið selda hafi verið haldið ýmsum nánar tilteknum göllum, sem hafi leitt til þess að rekstrarleyfi fékkst ekki og ekki reynst unnt að framlengja húsaleigusamninginn. Í málinu liggur fyrir kaupsamningur aðila auk kvittunar varnaraðila 1. apríl 1998 fyrir móttöku á greiðslu að fjárhæð 1.200.000 krónur og ljósrit af áðurnefndu skuldabréfi. Þá hafa sóknaraðilar lagt fram bréf lögmanns þeirra til varnaraðila 14. júlí 1999, þar sem staðhæft er að kaupsamningnum hafi verið rift um mánaðamót júlí og ágúst 1998 vegna nánar tiltekinna vanefnda varnaraðila auk fjögurra ljósrita skjala á spænsku. Fyrir Hæstarétt hafa verið lagðar fram skýringar auk lauslegrar þýðingar á tveimur þessara ljósrita. Þótt málatilbúnaði sóknaraðila á hendur varnaraðila í 1. og 2. kröfulið sé áfátt og á skorti að þau hafi að því leyti gert svo skýra grein sem skyldi fyrir málsástæðum sínum og kröfum, er þó ekki loku fyrir það skotið að þeim takist að bæta úr því við efnismeðferð málsins. Eru ekki næg efni til að vísa þessum kröfuliðum frá dómi vegna vanreifunar. Krafa sóknaraðila um bætur eða afslátt af kaupverðinu í 3. kröfulið er hins vegar hvorki með tiltekinni fjárhæð né hún nánar skýrð í málatilbúnaði þeirra. Er krafa sóknaraðila í þessum lið svo óskýr að ekki verður hjá því komist að vísa henni frá dómi. Verður niðurstaða héraðsdóms því staðfest um 3. kröfulið sóknaraðila. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi varðandi 1., 2. og 4. kröfulið sóknaraðila og lagt fyrir héraðsdómara að taka þessar kröfur til efnismeðferðar. Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi að því er varðar 1., 2. og 4. kröfulið sóknaraðila, Ingólfs Karls Sigurðssonar, Maríu Svandísar Guðnadóttur, Þorkels Snorra Sigurðarsonar og Guðnýjar Maríu Ingólfsdóttur og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Staðfest er niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísa frá dómi 3. kröfulið sóknaraðila. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 415/2003 | Kærumál Nauðasamningur | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfu M hf. um að því yrði veitt heimild til nauðasamningsumleitana var hafnað á þeim grundvelli að því hefði áður verið synjað um staðfestingu nauðasamnings innan þriggja ára fyrir frestdag, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 38. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. október 2003, þar sem Jón Finnbjörnsson héraðsdómari synjaði sóknaraðila af sjálfsdáðum um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að sér verði veitt heimild til nauðasamningsumleitana. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 421/2003 | Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. október 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. október 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 12. desember 2003. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 8. júlí 2003 var varnaraðila gert að sæta fangelsi í sex ár fyrir fíkniefnalagabrot, en frá refsivistinni skyldi dragast gæsluvarðhald hans frá 20. júní til 6. júlí 1998, frá 22. desember 1998 til 26. janúar 1999 og frá 14. febrúar 2002 til dómsuppsögu. Ákærði óskaði áfrýjunar dómsins með yfirlýsingu 23. júlí 2003 og var áfrýjunarstefna gefin út 14. ágúst sama árs. Verður málflutningur fyrir Hæstarétti 10. nóvember nk. Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili þýskur ríkisborgari. Fram er komið að hann fór af landi brott til Þýskalands áður en tókst að birta honum ákæru vegna hluta þeirra sakargifta, sem komu til úrlausnar í fyrrnefndum dómi. Reyndist fyrst unnt að fá hann framseldan hingað til lands eftir að hann hafði verið handtekinn í Hollandi á síðasta ári. Með vísan til þessa er fullnægt skilyrðum b. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991 til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir varnaraðila, sbr. einnig dóm Hæstaréttar frá 14. júlí 2003 í máli nr. 270/2003. Þegar af þessum sökum verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. ÚRSKURÐARORÐ: Ákærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til dómsmeðferðar í Hæstarétti, þó ekki lengur en til kl. 16:00 föstudaginn 12. desember 2003. |
Mál nr. 402/2003 | Kærumál Fjárnám Þinglýsing | Deilt var um það hvort sýslumanni hefði verið heimilt að afmá fjárnám S úr fasteignabók sem gert var í eignarhluta Æ í tiltekinni fasteign sem hann var þinglýstur eigandi að í óskiptri sameign með J. Var fjárnámið gert á grundvelli skuldabréfs sem Æ var sjálfskuldarábyrgðarmaður á. Tekið var fram að krafa samkvæmt skuldabréfinu hefði ekki verið greidd, en S, sem var kröfuhafi, hefði ekki heldur gefið hana eftir en því var ekki haldið fram að hún væri niður fallin af öðrum ástæðum. Væri því ekki hægt að fallast á að réttaráhrif fjárnámsins hefðu fallið niður vegna brottfalls kröfu S. Samningur þar sem greiðslutilhögun samkvæmt skuldabréfinu var breytt skuldurum til hagsbóta, hefði engin áhrif á þá niðurstöðu. Var sýslumanni því ekki rétt að afmá umrætt fjárnám úr fasteignabók, sbr. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 39/1978. Var sú ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir sýslumann að færa fjárnámið að nýju inn í fasteignabók. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2003, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að afmá úr fasteignabók fjárnám sóknaraðila frá 5. ágúst 1998 í nánar tilgreindum eignarhluta fasteignarinnar að Engjaseli 85 í Reykjavík. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir sýslumanninn í Reykjavík að þinglýsa á ný áðurnefndu fjárnámi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Í máli þessu greinir aðila á um hvort sýslumanninum í Reykjavík hafi verið heimilt að afmá fjárnám sóknaraðila 5. ágúst 1998 úr fasteignabók. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var fjárnámið gert í eignarhluta Ævars S. Hjartarsonar í fasteigninni að Engjaseli 85, en hann mun þá hafa verið þinglýstur eigandi íbúðar þar á 2. hæð til vinstri í óskiptri sameign með Jóhönnu Rannveigu Skaftadóttur og hvort þeirra talist eigandi að helmingshlut í íbúðinni. Munu Ævar og Jóhanna áður hafa verið í hjúskap, en gert samning 19. nóvember 1997 vegna hjónaskilnaðar, þar sem hafi verið kveðið á um að íbúðin kæmi öll í hlut Jóhönnu. Þessum réttindum hennar mun hins vegar ekki hafa verið þinglýst fyrr en 6. október 1998. Fjárnámið var gert á grundvelli skuldabréfs að fjárhæð 2.334.500 krónur, sem gefið var út til handhafa 19. júní 1997 af GMÞ Bílaverkstæðinu hf. og tryggt með sjálfskuldarábyrgð Ævars og annars nafngreinds manns. Var fjárnáminu þinglýst sama dag og það var gert. Þann 22. desember 1998 gerðu skuldari og sjálfskuldarábyrgðarmenn skuldabréfsins annars vegar og eigandi þess hins vegar samning um breytingu á greiðsluskilmálum bréfsins. Samkvæmt samningnum skyldi skuld samkvæmt bréfinu, sem þá var tilgreind 2.667.857 krónur, endurgreidd með 12 jöfnum greiðslum á þriggja mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. mars 1999. Sérstaklega var tekið fram að önnur ákvæði bréfsins skyldu haldast óbreytt. Sóknaraðili krafðist 18. janúar 2000 nauðungarsölu á eignarhluta Ævars á grundvelli fjárnámsins. Eftir ítrekaðar frestanir stöðvaði sýslumaður nauðungarsöluna 29. janúar 2002 að kröfu Jóhönnu. Jóhanna mun hafa látist 15. júní 2002. Fjárnámið mun hafa verið afmáð úr fasteignabók 24. október 2002. Sóknaðili, sem kveður sér hafa verið ókunnugt um það þangað til í lok desember sama árs, leitaði eftir því við sýslumann með bréfi 7. janúar 2003 að hann „leiðrétti ofangreind mistök á þann hátt að eydd verði útstrikun fjárnámsins úr veðmálabókum.“ Því hafnaði sýslumaður með bréfi 28. mars 2003, sem tekið er orðrétt upp í hinum kærða úrskurði. Í málinu liggur fyrir að umrætt fjárnám 5. ágúst 1998 var gert í eignarhluta Ævars í fasteigninni að Engjaseli 85, sem hann var þinglýstur eigandi að. Var fjárnámið gert á grundvelli skuldabréfs, sem Ævar var sjálfskuldarábyrgðarmaður á. Hefur krafa samkvæmt skuldabréfinu ekki verið greidd og hefur sóknaraðili, sem er kröfuhafi samkvæmt því, heldur ekki gefið kröfu sína eftir. Þá er því ekki haldið fram að krafa samkvæmt bréfinu sé niður fallin af öðrum ástæðum. Er því ekki hægt að fallast á að réttaráhrif fjárnámsins hafi fallið niður vegna brottfalls kröfu sóknaraðila. Fyrrnefndur samningur 22. desember 1998, þar sem greiðslutilhögun samkvæmt skuldabréfinu var breytt skuldurum til hagsbóta, hefur engin áhrif á þá niðurstöðu. Sýslumanni var því ekki rétt að afmá margnefnt fjárnám úr fasteignabók, sbr. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 39/1978 með áorðinni breytingu. Verður samkvæmt þessu að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík, sem um ræðir í málinu, og leggja fyrir hann að færa umrætt fjárnám sóknaraðila að nýju inn í fasteignabók. Eftir þessum úrslitum verður varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Lagt er fyrir sýslumanninn í Reykjavík að færa að nýju í fasteignabók fjárnám sóknaraðila, Sigurðar Ó. Helgasonar, frá 5. ágúst 1998 í fyrrum eignarhluta Ævars S. Hjartarsonar í íbúð á 2. hæð til vinstri í fasteigninni að Engjaseli 85 í Reykjavík. Varnaraðili, dánarbú Jóhönnu Rannveigar Skaftadóttur, greiði sóknaraðila samtals 200.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 412/2003 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að máli ákæruvaldsins á hendur honum yrði vísað frá dómi. Þar sem heimild brast til kæru úrskurðarins var málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. október 2003. Kærumálsgögn bárust réttinum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 17. október 2003, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að máli ákæruvaldsins á hendur honum yrði vísað frá dómi. Um kæruheimild vísar varnaraðili til 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að málinu verði vísað frá héraðsdómi og sér dæmdur málskostnaður. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt i. lið 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 sætir úrskurður héraðsdómara, þar sem synjað er um frávísun opinbers máls, ekki kæru til Hæstaréttar. Brestur þannig heimild til kæru úrskurðarins og verður málinu því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 403/2003 | Kærumál Sameign Útburðargerð Fjöleignarhús | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu Þ um að þvottavél, auk annars útbúnaðar og tengingar í eigu S og Á, yrði fjarlægð með beinni aðfarargerð úr nánar tilgreindu sameignarrými í kjallara húss þeirra. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. október sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2003, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að þvottavél, auk annars útbúnaðar og tengingar í eigu sóknaraðila, yrði fjarlægð með beinni aðfarargerð úr nánar tilgreindu sameignarrými í kjallara húss þeirra að Guðrúnargötu 4 í Reykjavík. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að hafnað verði kröfu varnaraðila um heimild til aðfarargerðar. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Ágreiningur máls þessa lýtur að nýtingu sameignar í kjallara hússins að Guðrúnargötu 4 í Reykjavík í svonefndum miðstöðvarklefa. Í málinu liggur fyrir skiptasamningur frá 20. nóvember 1968, sem þinglýst var 3. febrúar 1969, þar sem fram kemur að sameiginleg eign og afnot séu af tröppum og forstofu, ásamt gangi í kjallara, miðstöðvarklefa, salerni og geymslu undir tröppum. Aðilar eru sammála um að umrætt herbergi hafi undanfarin ár verið nýtt sem geymsla undir reiðhjól og fleira. Í gögnum málsins kemur fram að varnaraðili hefur búið í húsinu frá því það var reist árið 1942, en sóknaraðilar hafi fest kaup á helmingi eignarinnar árið 2002. Fyrri hluta árs 2003 hafi sóknaraðilar komið sér upp þvottaaðstöðu í umræddu miðstöðvarherbergi með því að koma þar fyrir þvottavél ásamt tengingu auk annars búnaðar. Greinir aðila á um hvort sóknaraðilar hafi haft samþykki varnaraðila fyrir þessari breytingu á hagnýtingu sameignarinnar eins og áskilið er í 35. gr. og 36. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Í 1. mgr. 36. gr. laga nr. 26/1994 segir að eiganda sé á eigin spýtur óheimilt að framkvæma nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Þá segir í 4. mgr. 35. gr. laganna að einstökum eigendum verði ekki fenginn aukinn og sérstakur réttur til hagnýtingar sameignar umfram aðra eigendur nema allir eigendur ljái því samþykki. Ekkert er fram komið í málinu sem styður þá fullyrðingu sóknaraðila að varnaraðili hafi samþykkt áðurnefnda nýtingu sóknaraðila á miðstöðvarklefanum. Með vísan til þess, sem rakið er hér að framan, verður talið að fullnægt sé skilyrðum 78. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 3. mgr. 83. gr. sömu laga, til að aðfarargerðin nái fram að ganga. Verður úrskurður héraðsdóms því staðfestur um annað en málskostnað. Rétt er að hver aðilanna beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Mál þetta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 5. september 2003 og tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 18. september 2003. Gerðarbeiðandi er Þorsteinn Þorsteinsson, [...], Guðrúnargötu 4, Reykjavík, en gerðarþolar eru Sigfús Ómar Höskuldsson, [...], og Ásdís Bjarnadóttir, [...], Guðrúnargötu 4, Reykjavík. Dómkröfur gerðarbeiðanda eru að þvottavél og annað, sem tilheyrir gerðarþolum og staðsett er í sameiginlegu miðstöðvarherbergi í norðurhluta kjallara hússins nr. 4. við Guðrúnargötu í Reykjavík, verði fjarlægt með beinni aðfarargerð. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins og að fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Dómkröfur gerðarþola eru að þau verði sýknuð af kröfum gerðarbeiðanda og tildæmdur málskostnaður úr hendi gerðarþola samkvæmt framlögðum máls-kostnaðarreikningi. Helstu málsatvik eru þau að gerðarbeiðandi er eigandi helmings fasteignarinnar að Guðrúnargötu 4 hér í borg. Helminginn á móti honum eiga gerðarþolar í óskiptri sameign. Eigninni er skipt þannig milli aðila samkvæmt veðbandayfirliti að gerðarbeiðandi á efri hæð hússins og 3 herbergi í kjallara en gerðarþolar neðri hæð hússins og 3 herbergi í kjallara. Og samkvæmt skiptasamningi frá 20. nóvember 1968 er sameiginleg eign og afnot af tröppum og forstofu, ásamt gangi í kjallara, miðstöðvarklefa, klósetti og geymslu undir tröppum. Þá er einnig sameiginlegur lóðarhluti við kjallarainngang að norðurhorni hússins. Af hálfu gerðarþola er upplýst að þau hafi fest kaup á eigninni 2002 og fengið hana afhenta 1. nóvember sama ár. Við afhendingu hafi þeim verið ljóst að ekki var fyrir hendi þvotthús og hafi þau litið svo á að eina leiðin til að leysa þetta vandamál væri að nýta hlut sameignarrýmis í kjallara í þessu skyni, þ.e. hluta sem á sínum tíma var notaður sem miðstöðvarherbergi. Hafi þau hafist handa 16. apríl 2003 og lokið breytingum 21. sama mánaðar. Gerðarbeiðandi byggir á því að gerðarþolar hafi tekið miðstöðvarherbergi hússins til einkanota sem þvottahús og geymslu, m.a. um tíma fyrir gaskút, en herbergið hafi undanfarin ár verið nýtt sem sameiginleg geymsla undir reiðhjól o.fl. ásamt því að hýsa hitaveitumæla. Ekkert samráð hafi verið haft við gerðarbeiðanda um þessar breytingar á nýtingu sameignar en gerðarþolum sé óheimilt á eigin spýtur að framkvæma nokkrar breytingar á sameigninni eða helga sér til einkanota hluta sameignarinnar án samþykkis hans, sbr. 19., 35., 36. og 41. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Byggt er á því að skorað hafi verið á gerðarþola með ábyrgðarbréfi 4. júlí sl. að láta af umræddri háttsemi og rýma herbergið án tafar án þess að þau hafi sinnt því. Gerðarþolar byggja á því að samkomulag hafi verið við gerðarbeiðanda þegar þau réðust í það að breyta umræddu miðstöðvarherbergi þannig að það mætti nýtast sem sameiginlegt þvottahús fyrir þau og gerðarbeiðanda. Með því hafi þau ekki takmarkað rétt gerðarbeiðanda til að hagnýta herbergið með sanngjörnum og eðlilegum hætti, sbr. 35. gr. laga nr. 26/1994. Niðurstaða: Gegn andmælum gerðarbeiðanda liggur ekki fyrir að orðið hafi að samkomulagi að gerðarþolar mættu nýta sameiginlegt miðstöðvarherbergi sem þvottahús með þeim útbúnaði, sem til þess þurfti, og gerðarþolar komu þar fyrir. Ekki getur talist eðlileg og sanngjörn hagnýting á miðstöðvarherbergi í óskiptri sameign í fjöleignarhúsi að eigendur og aðrir afnotahafar noti það til annars en því er ætlað, auk þess sem einstökum eigendum verður ekki fenginn aukinn og sérstakur réttur til hagnýtingar sameignar umfram aðra eigendur nema allir eigendur ljái því samþykki með formlegum og sannanlegum hætti. Samkvæmt framangreindu verður því fallist á kröfur gerðarbeiðanda svo sem segir í úrskurðarorði. Páll Þorsteinsson hérðasdómari kveður upp úrskurðinn. ÚRSKURÐARORÐ: Þvottavél gerðarþola, Sigfúsar Ómars Höskuldssonar og Ásdísar Bjarnadóttur, og annar útbúnaður og tengingar, er varða nýtingu miðstöðvarherbergis hússins að Guðrúnargötu 4 hér í borg sem þvottahúss, og gerðarþolar hafa sett þar, skal fjarlægt þaðan með beinni aðfarargerð. Gerðarþolar greiði gerðarbeiðanda, Þorsteini Þorsteinssyni, óskipt 100.000 kr. í málskostnað. |
Subsets and Splits