Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
181
| Summary
stringlengths 74
3.53k
| Text
stringlengths 125
8.04k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 153/2005 | Kærumál Endurupptaka Frestur Birting | F fór þess á leit að mál, sem H hafði höfðað gegn honum og dæmt hafði verið í héraði 11. maí 2004, yrði endurupptekið, en F hafði ekki sótt þing í héraði. Sannað var, að F varð kunnugt um úrslit í málinu 5. júlí 2004. Sá eins mánaðar frestur, sem F hafði samkvæmt 137. gr. laga um meðferð einkamála til að beiðast endurupptöku málsins, var löngu liðinn er hann kom fram með beiðni þar um í febrúar 2005. Þegar af þeirri ástæðu var hafnað kröfu hans um endurupptöku. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2005, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að endurupptekið yrði mál varnaraðila á hendur sóknaraðila, sem lauk með dómi 11. maí 2004. Kæruheimild er í q. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að málið verði endurupptekið og varnaraðili dæmdur til að greiða honum málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Meðal málskjala er birtingarvottorð Odds Malmberg, stefnuvotts í Reykjavík, 5. júlí 2004. Er í því merkt við reit um að birt sé boðun og að það hafi verið gert fyrir sóknaraðila sjálfum á lögheimili hans að Austurbergi 36 kl.19.00 áðurnefndan dag. Í boðun sýslumannsins í Reykjavík til sóknaraðila 10. júní 2004 er vísað til meðfylgjandi afrits af aðfararbeiðni fyrir kröfu að fjárhæð 947.785 krónur. Í aðfararbeiðni varnaraðila kemur fram að heimild fyrir kröfunni sé dómur 11. maí 2004. Stefnuvotturinn gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti undirritun sína á birtingarvottorðinu. Framburður hans er nánar rakinn í hinum kærða úrskurði. Í 137. gr. laga nr. 91/1991 greinir frá því með hvaða skilyrðum stefndi í dómsmáli, sem ekki sótti þing eða þingsókn hans féll niður, getur beiðst endurupptöku máls. Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því máli lauk í héraði en innan árs frá því getur hann samkvæmt 2. mgr. greinarinnar beiðst endurupptöku ef beiðni berst dómara innan mánaðar frá því stefnda urðu málsúrslit kunn og hann sýnir fram á að fullnægt sé einhverju af fjórum skilyrðum, sem nánar er lýst. Samkvæmt því sem áður er fram komið er sannað, sbr. 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991, að sóknaraðila varð 5. júlí 2004 kunnugt um úrslit í máli varnaraðila á hendur honum, sem dómur gekk um 11. maí á sama ári. Var því löngu liðinn sá eins mánaðar frestur, sem sóknaraðili hafði eftir það til að beiðast endurupptöku málsins, en það gerði hann ekki fyrr en 14. febrúar 2005. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest þegar af þeirri ástæðu. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Friðrik Svanur Sigurðarson, greiði varnaraðila, Húsfélaginu Austurbergi 36, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 188/2005 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur | M höfðaði mál á hendur F til viðurkenningar á landamerkjum jarðarinnar Miðhrauns I og til að fá leyst úr því hvaða réttur fylgdi Miðhrauni II á fjalllandi því sem var hluti af jörðinni Miðhrauni, áður en henni var skipt í tvö býli. Að virtum þeim heimildum sem lágu fyrir um merki varðandi fjalllandið var talið, að kröfugerðin eins og hún var úr garði gerð, gæti ekki orðið grundvöllur að dómi í málinu og var vísað frá dómi kröfum M að því er varðaði þetta landsvæði. Að öðru leyti var hrundið kröfu F um frávísun málsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. maí sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 15. apríl 2005, þar sem vísað var frá dómi kröfum sóknaraðila á hendur varnaraðila, að því er varðar fjallland það sem tilheyrði jörðinni Miðhrauni. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka allar kröfur hans til efnismeðferðar í málinu. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Miðhraun I ehf., greiði varnaraðila, Félagsbúinu Miðhrauni II sf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 192/2005 | Kærumál Framsal sakamanns | Þýsk yfirvöld kröfðust þess að íslenska ríkið framseldi X, sem var grunaður um stórfelld brot á þýskum lögum um ávana- og fíkniefni. Að virtum öllum gögnum málsins var talið fullnægt skilyrðum laga nr. 13/1984 fyrir framsali X. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti ákveðst svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila, Friðbjörns Garðarssonar héraðsdómslögmanns, fyrir Hæstarétti, 100.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 190/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. maí 2005. Kærumálsgögn bárust réttinum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. maí 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. júní 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Ákæra var gefin út í dag á hendur varnaraðila og fjórum öðrum mönnum. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að X [...], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 15. júní n.k. kl. 16.00. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að honum hafi þann 30. mars sl. borist til meðferðar mál frá lögreglunni í Reykjavík er varði stórfellt fíkniefnabrot kærða o.fl. Af gögnum málsins megi ráða að kærði sé undir sterkum grun um aðild að innflutningi á 7.649,98 g af amfetamíni til landsins. Umrædd fíkniefni hafi verið keypt í Hollandi í byrjun júlí 2004 og send til Íslands frá Þýskalandi með skipi sem hafi komið til landsins 19. s.m. Hafi fíkniefnin fundist við leit tollvarða í sendingunni. Þáttur kærða í málinu sé talin verulegur þar sem hann sé grunaður um að hafa staðið að skipulagningu, fjármögnun og kaupum á fíkniefnunum. Kærði neiti sök. [...] [...] Hafi Hæstiréttur ítrekað tekið undir það álit ákæruvalds að fyrir liggi sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem geti varðað hann allt að 12 ára fangelsi. sbr. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. lög nr. 64/1974, sbr. lög nr. 32/2001. Kærði hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október 2004, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en frá 9. desember 2004 með úrskurði á grundvelli almannahagsmuna, sem staðfestur hafi verið með dómi Hæstaréttar 13. desember 2004. Muni ríkissaksóknari gefa út ákæru í máli þessu þann 6. maí n.k. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna, 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, og dóma Hæstaréttar í málum kærða nr. 432/2004, 470/2004, 489/2004, 32/2005, 92/2005 og 143/2005, sé þess krafist að framangreind krafa nái fram að ganga. Kærði var handtekinn þann 27. október 2004 og hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan. Á gæsluvarðhaldstímabilinu hefur kærði neitað allri aðild að málinu og talið framkomnar upplýsingar frá öðrum sakborningum rangar og ósannaðar, [...]. Með dómum Hæstaréttar Íslands, síðast í málinu nr. 143/2005, var talið að brot þau er kærði væri undir grun um að hafa framið væru þess eðlis að telja yrði að gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Væri því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir kærða. Á þessu hefur ekki orðið breyting. Ríkissaksóknari hefur nú málið til meðferðar og mun ákæra gefin út þann 6. maí n.k. Skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 er fullnægt samkvæmt framansögðu og verður krafa ríkissaksóknara um gæsluvarðhald tekin til greina eins og hún er fram sett. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, X, [...], sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 15. júní nk. kl. 16.00. |
Mál nr. 176/2005 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Stefnubirting | J mætti á dómþing við þingfestingu á kröfu um gjaldþrotaskipti á búi hans og krafðist þess að málið yrði fellt niður, þar sem galli væri á birtingu kvaðningar til þinghaldsins. Talið var að samkvæmt 4. mgr. 83. gr. laga um meðferð einkamála skipti ætlaður galli á birtingu stefnu engu ef stefndi sækti þing við þingfestingu máls. Ákvæðið ætti við um þingfestingu kröfu um gjaldþrotaskipti og birtingu kvaðningar til skuldara vegna hennar, sbr. 2. mgr. 69. gr. laga nr. 21/1991 og haggaði 3. mgr. sömu greinar því ekki. Var því kröfu J hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 2005, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að mál varnaraðila gegn honum yrði fellt niður. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.., sbr. k. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að málið verði fellt niður. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Samkvæmt 4. mgr. 83. gr. laga nr 91/1991 skiptir ætlaður galli á birtingu stefnu engu ef stefndi sækir þing við þingfestingu máls. Ákvæði þetta á við um þingfestingu kröfu um gjaldþrotaskipti og birtingu kvaðningar til skuldara vegna hennar, sbr. 2. mgr. 69. gr. laga nr. 21/1991 og haggar 3. mgr. sömu greinar því ekki. Niðurstaða hins kærða úrskurðar verður því staðfest. Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Það athugist að hinn kærði úrskurður er að formi til ekki í samræmi við ákvæði 3. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991, þó að annmarkar séu ekki slíkir að varða eigi ómerkingu hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 28/2005 | Bifreið Líkamsmeiðing af gáleysi Svipting ökuréttar | J gerðist sekur um að færa bifreið sína milli akreina í sömu akstursstefnu, án þess að gefa stefnuljós og án þess að gæta nægilega að umferð annarra ökutækja í sömu átt á þeirri akrein sem hann ók yfir á. Ók hann þar í veg fyrir bifhjól með þeim afleiðingum að árekstur varð með ökutækjunum og ökumaður bifhjólsins kastaðist af hjólinu og slasaðist. Ekki þóttu efni til að svipta J ökurétti. Var refsing J ákveðin 30 daga fangelsi auk sektar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 22. desember 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af kröfu ákæruvalds um sviptingu ökuleyfis og að refsing hans verði milduð. Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum skal svipta mann rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann hefur orðið sekur um mjög vítaverðan akstur slíks ökutækis eða ef telja verður, með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis hans sem ökumanns vélknúins ökutækis, varhugavert að hann stjórni vélknúnu ökutæki. Ákærði gerðist sekur um að færa bifreið sína milli akreina í sömu akstursstefnu, án þess að gefa stefnuljós og án þess að gæta nægilega að umferð annarra ökutækja í sömu átt á þeirri akrein sem hann ók yfir á með þeim afleiðingum sem í héraðsdómi greinir. Með þessu gerðist hann sekur um gálausan akstur, en háttsemi hans verður ekki talin mjög vítaverð í skilningi nefnds lagaákvæðis. Það eru því ekki efni til að svipta hann ökurétti. Að teknu tilliti til fordæma Hæstaréttar verður refsing ákærða hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi, skilorðsbundin á þann hátt sem greinir í dómsorði, auk greiðslu 80.000 króna sektar í ríkissjóð og komi 18 daga fangelsi í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Með vísan til 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður áfrýjunarkostnaður málsins lagður á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem verða ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Jakob Þórir Jónsson, sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 80.000 krónur í sekt í ríkissjóð og komi 18 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Guðjóns Ólafs Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur. Málið er höfðað með ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 16. nóvember sl. á hendur ákærða, Jakob Þóri Jónssyni, kt. [...], Núpalind 2, Kópavogi, "fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 4. maí 2004, á leið austur Miklubraut í Reykjavík, beygt bifreiðinni ZV-120 af vinstri akrein áleiðis að frárein til hægri að Kringlunni án þess að hafa fært bifreiðina í tæka tíð á hægri akrein, án þess að gefa stefnumerki og án nægjanlegrar aðgæslu og í veg fyrir bifhjólið MF-392, sem ekið var austur Miklubraut á hægri akrein, með þeim afleiðingum að árekstur varð með ökutækjunum, ökumaður bifhjólsins; A, fæddur [...] 1973, kastaðist af hjólinu og hlaut eftirgreinda áverka: brot í spjaldbeini hægra megin með hliðrun, liðhlaup í vinstri spjaldlið með mikilli skekkju, innkýlt augnkarlsbrot vinstra megin um 8-10 cm inn í mjaðmagrindina með mjög umfangsmiklum kurluðum brotum allt um kring, liðhlaup ásamt miklum liðbandaáverkum í hægri ökkla, tognun og blæðingu í báðum hnjám, samfallsbrot á fjórum lendhryggjarliðum, rófubeinsbrot, ýmsa mar- og höggáverka víða um líkamann, lömun á ischiastaug með mikilli eða nánast algjörri veiklun á hreyfingum neðan við vinstra hné svo að fóturinn varð nánast óvirkur og lömun í hringvöðvum. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. og 2. mgr. 15. gr., 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 25. gr. og 2. mgr. 31. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50,1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44,1993". Málavextir Ákærði hefur skýlaust játað það brot sem hann er saksóttur fyrir. Hefur hann orðið sekur um athæfi það sem lýst er í ákærunni og réttilega er þar fært til refsiákvæða. Ákærði hefur greiðlega játað brot sitt og sakferill hans hefur ekki þýðingu hér. Á hinn bóginn verður að líta til þess að hann sýndi af sér vítavert skeytingarleysi í akstri bílsins og olli þannig gríðarmiklu og varanlegu líkamstjóni. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga. Rétt er að fresta því að framkvæma refsingu þessa og ákveða að hún falli niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða 150.000 krónur í sekt og komi 26 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Dæma ber ákærða til þess að vera sviptur ökurétti í 2 ár frá dómsbirtingu að telja. Loks ber að dæma ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, Jakob Þórir Jónsson, sæti fangelsi í 45 daga. Framkvæmda refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum 2 árum, haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði greiði 150.000 krónur í sekt og komi 26 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Ákærði er sviptur ökurétti í 2 ár frá dómsbirtingu. Ákærði greiði allan sakarkostnað. |
Mál nr. 179/2005 | Kærumál Lögræði | Sýnt þótti að heilsu og högum X væri svo háttað að hún væri ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum og fé sjálf. Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var svipt lögræði með vísan til a. liðar 4. gr. lögræðislaga.. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 2005, þar sem sóknaraðili var svipt lögræði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila um að hún verði svipt lögræði verði hafnað. Þá er þess krafist að kærumálskostnaður, þar með talin þóknun skipaðs verjanda hennar vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, verði greiddur úr ríkissjóði. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þóknun talsmanns þeirra greidd úr ríkissjóði. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og talsmanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Þorsteins Einarssonar hæstaréttarlögmanns, og talsmanns varnaraðila, Garðars Briem hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur til hvors þeirra, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 103/2005 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Kröfulýsing Samningsveð Tryggingarbréf Þinglýsing | H og E mótmæltu kröfu K, sem K hafði fengið samþykkta sem veðkröfu í þrotabú félagsins F. Var talið að K hafi fyllilega gert grein fyrir fjárhæð kröfunnar og tilurð hennar. Þá lá fyrir að tryggingabréfi, sem F hafði gefið út til tryggingar afurðalánasamningi við K, hafði verið þinglýst og því hafi verið gild veðsetning að baki umþrættri kröfu K. Var kröfum H og E hafnað en fallist á kröfu K að umrædd krafa skyldi tekin til greina sem veðkrafa í kröfuskrá þrotabús F. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 2. mars 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 16. febrúar 2005, þar sem synjað var kröfu sóknaraðila um að krafa varnaraðila í þrotabú Ferskra afurða ehf. yrði ekki tekin til greina við búskiptin og staðfest að krafan væri veðkrafa í búinu. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess að kröfu varnaraðila í þrotabú Ferskra afurða ehf. verði hafnað. Einnig að hafnað verði að krafan sé forgangskrafa eða veðkrafa. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Að kröfu varnaraðila settu sóknaraðilar tryggingu fyrir greiðslu kærumálskostnaðar 15. apríl 2005. Ferskar afurðir ehf. gaf út tryggingabréf 16. október 2001 meðal annars til tryggingar greiðslu á afurðalánum varnaraðila til félagsins. Í bréfinu voru allar rekstrarvörur, afurðir, uppskera og framleiðslubirgðir fyrirtækisins settar varnaraðila að sjálfsvörsluveði. Í afurðalánasamningi félagsins og varnaraðila 8. október 2002 er meðal annars vísað til þessa tryggingabréfs. Það er skilyrði fyrir réttarvernd veðsetningar af þessu tagi gagnvart þrotabúi veðsala að henni hafi verið þinglýst, sbr. 4. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 34. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð og 2. mgr. og 3. mgr. 48. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Fyrir liggur í málinu að tryggingabréfinu var þinglýst og er því gild veðsetning að baki umþrættri kröfu varnaraðila. Að þessu athuguðu en með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, að því er varðar aðrar málsástæður sóknaraðila, verður hann staðfestur. Sóknaraðilar verða dæmdir til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Hjalti Jósefsson og Erik Jensen, greiði óskipt varnaraðila, Kaupþingi banka hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 159/2005 | Kærumál Vátrygging Aðild Frávísunarúrskurður staðfestur | H krafðist þess meðal annars að vátryggingafélagið SA greiddi sér tilgreinda fjárhæð og byggði á því að vátryggingafélagið VÍS og T, sem var framkvæmdastjóri bílasölu sem selt hafði bifreið fyrir H, hefðu misfarið með greiðslu, sem kaupandi bifreiðarinnar hafi ætlað H, en bílasalan hafði keypt ábyrgðartryggingu hjá SA. Fallist var á með SA, að hvorki hafi verið staðreynt að bílasalan væri skaðabótaskyld né umfang tjónsins, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga um vátryggingasamninga. Með vísan til þess og 1. mgr. 26. gr. laga um meðferð einkamála var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa bæri kröfu H á hendur SA frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 18. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. apríl 2005, þar sem kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfu hennar á hendur varnaraðila til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 158/2005 | Kærumál Áritun stefnu Kröfugerð Frávísun frá Hæstarétti | Með úrskurði héraðsdóms var tekin til greina krafa S um að felld yrðu niður réttaráhrif áritunar héraðsdómara á stefnu í máli F gegn honum, sem endurupptekið hafði verið eftir ákvæðum XXIII. kafla laga um meðferð einkamála. Var dómkrafa F fyrir Hæstarétti ekki talin lúta að efni úrskurðarins, heldur varða önnur atriði, sem að auki væri tekin ótvíræð afstaða til í síðari málslið 2. mgr. 139. gr. sömu laga. Var málinu vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. apríl 2005, þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um að felld yrðu niður réttaráhrif áritunar Héraðsdóms Reykjavíkur 14. desember 2004 á stefnu í máli sóknaraðila á hendur honum, sem endurupptekið var í héraði 28. janúar 2005. Kæruheimild er í r. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að „réttaráhrif aðfarargerðar hinn 1. mars 2005 í aðfararmálinu nr. 011-2004-21583, Fofnir ehf. gegn Sigtryggi A. Magnússyni, haggist ekki og hún haldi gildi sínu ...“. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og að framan greinir var með hinum kærða úrskurði tekin afstaða til kröfu varnaraðila um að felld yrðu niður réttaráhrif áritunar héraðsdómara á stefnu í máli sóknaraðila gegn honum, sem endurupptekið hafði verið eftir ákvæðum XXIII. kafla laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 139. gr. þeirra. Fyrrnefnd dómkrafa sóknaraðila fyrir Hæstarétti lýtur ekki að efni úrskurðarins, heldur varðar hún önnur atriði, sem að auki er tekin ótvíræð afstaða til í síðari málslið 2. mgr. 139. gr. laga nr. 91/1991. Verður máli þessu því vísað af sjálfsdáðum frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 120/2005 | Kærumál Fjöleignarhús Lögveð Úthlutun söluverðs | H tók lán til framkvæmda við breytingar á sameign fjöleignarhúss. Var lánið greitt inn á reikning H og framkvæmdakostnaður greiddur þaðan eftir því sem hann féll til. Leysti H til sín kröfu samkvæmt hluta lánsins, vegna eignarhluta sem lenti í vanskilum, og krafðist síðan úthlutunar af söluverði eignarhlutans meðal annars vegna þessarar innleystu skuldar. Deildu aðilar um hversu stórum hluta af kröfu H fylgdi lögveðréttur samkvæmt 48. gr. laga um fjöleignarhús, en eftir því fór um úthlutun af söluverði til H. H hafði greitt hlutdeild hvers eignarhluta í sameiginlegum kostaði út af reikningi sínum jafnóðum og hann gjaldféll. Líta varð svo á að hlutdeild umrædds eignarhluta í kostnaðinum hafi verið greidd með láninu, sem H tók í þágu eignarhlutans með samkomulagi við eigandann. Kostnaðurinn hafi því verið greiddur í skilningi laga um fjöleignarhús og því hafi ekki stofnast lögveð í eignarhlutanum. Skyldi fara um úthlutun af söluverði samkvæmt því. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 8. mars 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2005, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 5. nóvember 2004 um að láta standa óraskað frumvarp um úthlutun söluverðs eignarhluta 0204 í Hafnarstræti 20 frá 20. september sama ár. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að frumvarpi sýslumannsins um úthlutun söluverðs eignarhlutans verði breytt þannig aðallega að 5.022.012 krónum, en til vara 3.829.906 krónum, verði úthlutað til hans í stað 955.468 króna. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms og greiðslu kærumálskostnaðar. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt nokkur ný skjöl. Þeirra á meðal er yfirlýsing Jóns Ármanns Guðjónssonar héraðsdómslögmanns 25. febrúar 2005 þess efnis að vegna vanskila á skuldabréfi nr. 963875, upphaflega að fjárhæð 2.833.791 króna, útgefnu af sóknaraðila til Íslandsbanka hf. vegna eignarhluta 0204, hafi bréfið verið til innheimtu hjá Lögborg, lögfræðistofu. Fyrirsvarsmenn þinglýsts eiganda, Fasteignakerfa ehf., hafi lýst því yfir að félagið væri á leið í gjaldþrotaskipti og hefði ekki fjárhagslega burði til að greiða kröfuna. Þess hafi því verið krafist að sóknaraðili leysti til sín kröfu Íslandsbanka hf. og hafi það verið gert 5. maí 2004. Önnur framlögð skjöl eru þessari yfirlýsingu til styrktar. Bú Fasteignakerfa ehf. mun hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta 30. nóvember 2004. I. Ágreiningslaust er að mál þetta eigi að mestu rót sína að rekja til lántöku sóknaraðila vegna framkvæmda við sameign hússins nr. 20 við Hafnarstræti í Reykjavík. Málsatvikum og málsástæðum er lýst í kærðum úrskurði. Þar kemur fram að stjórn húsfélagsins var á húsfélagsfundi veitt heimild til lántöku hjá Íslandsbanka hf. til framkvæmda við breytingar á sameign fasteignarinnar allt að 12.313.695 krónum auk lántökukostnaðar. Gefin voru út sjö skuldabréf vegna þessarar lántöku vegna eignarhluta 0201, 0203, 0204, 0301, 0401, 0402, 0405, 0406 og 16,65 % af eignarhluta 0104. Lánið greiddi bankinn inn á reikning húsfélagsins. Eigendur eignahluta, sem lántakan varðaði ekki, munu einnig hafa greitt sinn hluta kostnaðar við framkvæmdirnar inn á þann reikning. Af honum mun framkvæmdakostnaðurinn hafa verið greiddur eftir því sem hann féll til. Áðurnefnd skjöl, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, varpa ljósi á það sem í úrskurði héraðsdóms var talið óljóst um innlausn sóknaraðila 5. maí 2004 á kröfu samkvæmt skuldabréfi nr. 963875 vegna eignarhluta 0204, sem lenti í vanskilum. Í máli þessu krefst sóknaraðili úthlutunar af söluverði eignarhlutans vegna þessarar innleystu skuldar auk sameiginlegs kostnaðar sem stafar beint af sameigninni og eigandi þessa eignarhluta átti að greiða. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að tölulegur ágreiningur sé með aðilum. Hins vegar deila þeir um hversu stórum hluta af kröfu sóknaraðila fylgi lögveðréttur samkvæmt 48. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, en óumdeilt er að eftir því fer um úthlutun af söluverði til sóknaraðila. II. Í 1. mgr. 48. gr. laga nr. 26/1994 segir að greiði eigandi ekki hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði, þar með talin gjöld í sameiginlegan hússjóð, þá eignist húsfélagið eða aðrir eigendur lögveð í eignarhluta hans til tryggingar kröfunni. Lögveðið nái einnig til vaxta og innheimtukostnaðar. Þá er svo mælt fyrir í 3. mgr. að lögveðið stofnist þegar húsfélag eða aðrir eigendur inna greiðslur af hendi eða ef um vanskil á húsfélagsgjöldum sé að ræða á gjalddaga þeirra. Loks segir í 4. mgr. að lögveðið falli niður ef því er ekki fylgt eftir með lögsókn eða því lýst við nauðungarsölu innan árs frá stofnun þess. Sóknaraðili byggir aðalkröfu sína á því að lögveðréttur hans í eignarhluta 0204, er varðar umdeilda fjárhæð, hafi stofnast þegar greiðsla var innt af hendi til Íslandsbanka hf. 5. maí 2004 eða tæpum tveimur mánuðum áður en sóknaraðili lýsti kröfu sinni við nauðungarsöluna 1. júlí 2004. Lögveðið sé þannig ekki niður fallið samkvæmt 4. mgr. 48. gr. laga nr. 26/1994. Vitnar hann þar um til orðalags 3. mgr. 48. gr. laganna, sem reifað er hér að framan. Varnaraðili er þessu ósammála og heldur því fram að lögveðrétturinn hafi stofnast þegar húsfélagið greiddi kostnaðinn við framkvæmdirnar. Samkvæmt gögnum málsins stafaði krafa sóknaraðila af innlausn skuldabréfs nr. 963875 vegna hlutdeildar eignarhluta 0204 í kostnaði við framkvæmdir á sameign. Hafði húsfélagið útvegað lánið vegna þess eignarhluta og gefið skuldbréfið út í sínu nafni og var því ábyrgt fyrir greiðslu þess. Fyrri eigandi eignarhlutans hafði greitt af láninu, en þegar nýr eigandi stóð ekki í skilum varð húsfélagið að leysa skuldabréfið til sín 5. maí 2004. Var það tæpum tveimur mánuðum áður en kröfunni var lýst við nauðungarsöluna. Lánið hafði gengið til greiðslu á sameiginlegum kostnaði sem húsfélagið innti af hendi og voru allir eigendur hússins ábyrgir fyrir skuldinni samkvæmt 54. gr. laga nr. 26/1994. Samkvæmt 3. mgr. 48. gr. laganna stofnast lögveð þegar húsfélag innir af hendi hlutdeild einhvers eignarhluta í sameiginlegum kostnaði. Þennan kostnað greiddi húsfélagið út af reikningi sínum jafnóðum og hann gjaldféll. Líta verður svo á að hlutdeild eignarhluta 0204 í kostnaðinum hafi verið greidd með láni, sem sóknaraðili tók í þágu eignarhlutans með samkomulagi við eigandann. Kostnaðurinn var því greiddur í skilningi laga nr. 26/1994 og því stofnaðist ekki lögveð í eignarhlutanum. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt að sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Húsfélagið Hafnarstræti 20, greiði varnaraðila, Sparisjóði Hafnarfjarðar, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 169/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Geðrannsókn | X hafði ítrekað haft í hótunum um að beita nafngreinda menn ofbeldi, þar á meðal A. Hafði X setið fyrir A fyrir utan heimili hans og ráðist að honum með hnefahöggum þegar hann kom heim til sín. Fallist var á kröfu L um geðrannsókn og gæsluvarðhald með vísan til d. liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. maí 2005 kl. 16 og sæta geðrannsókn. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur í gildi að því er snertir gæsluvarðhaldið en honum þess stað gert að sæta nálgunarbanni. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Af hálfu varnaraðila er því haldið fram, að ekki séu uppfyllt skilyrði c. og d. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að taka kröfu sóknaraðila til greina. Nægilegt sé að beita því vægara úrræði sem greinir í 110. gr. a. laga nr. 19/1991 og felst í nálgunarbanni. Hafi hann sjálfur samþykkt slíkt bann. Telur hann það úrræði hafa í „yfirgnæfandi fjölda tilvika dugað til þess að stemma stigu við ónæði, hótunum eða ofbeldi ...“. Þá telur hann kröfu sóknaraðila í þessu máli brjóta gegn jafnræðisreglu með því að varnaraðila sé mismunað gagnvart svokölluðum handrukkurum, sem hafi „orðið uppvísir að ítrekuðum og hrottalegum ofbeldisverkum og hótunum gagnvart öðrum einstaklingum, t.d. vegna fíkniefnaskulda.“ Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði hefur varnaraðili ítrekað haft í hótunum um að beita nafngreinda menn ofbeldi, þar á meðal A prófessor. Hafa hótanir hans gagnvart prófessornum beinst að því að fá hann til að breyta rannsóknarskýrslu í máli sem varðar varnaraðila. Samkvæmt gögnum málsins munu þetta vera einu tengsl hans við prófessorinn. Þann 22. þessa mánaðar sat varnaraðili síðan fyrir A fyrir utan heimili hans og réðst að honum með hnefahöggum þegar hann var að koma heim til sín. Samkvæmt læknisvottorði, sem lagt hefur verið fram í Hæstarétti, hlaut A áverka í andliti, glóðarauga báðum megin, verulega bólgu á kinnar, rispu yfir vinstra gagnauga og eymsli yfir framtönnum. Þá sé hann aumur yfir 7. rifi vinstra megin. Í lögregluskýrslu sem tekin var af varnaraðila að kvöldi árásardagsins 22. apríl játaði hann að hafa hótað A frekari líkamsmeiðingum „til þess að leggja meiri áherslu á það sem ég var að segja við hann“ eins og það er bókað eftir honum. Þá eru meðal gagna í málinu upplýsingar um að varnaraðili hafi, stuttu eftir árásina á A en áður en hann var handtekinn, sent frá sér tölvupóst, þar sem hann hælist um af árásinni og hefur í hótunum um frekara ofbeldi. Að öðru leyti er vísað um málsatvik til hins kærða úrskurðar. Fallist verður á með sóknaraðila, að uppfyllt séu skilyrði d. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að hneppa varnaraðila í gæsluvarðhald. Eins og atvikum málsins er háttað, einkum með hliðsjón af því að varnaraðili hefur við árásina og eftir hana haft í hótunum um að halda áfram ofbeldisverkum sínum, er ekki fallist á að úrræði samkvæmt 110. gr. a. laga nr. 19/1991 veiti viðkomandi einstaklingum nægilega vernd fyrir varnaraðila. Ekkert hald er í málflutningi af hálfu varnaraðila um að ætluð meðferð lögreglu á málum annarra ofbeldismanna leiði til þess að hann njóti sérstaks réttar til að sæta ekki gæsluvarðhaldi. Að þessu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 167/2005 | Kærumál Farbann Schengen-samningurinn | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að kærði, X [...], litháískum ríkisborgara, verði með úrskurði gert að sæta áframhaldandi farbanni þar til máli hans er lokið, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 18. maí 2005, kl. 16:00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. apríl 2005, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt til miðvikudagsins 18. maí 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 168/2005 | Kærumál Upplýsingaskylda Fjarskipti | L krafðist þess að I yrði gert að láta í té upplýsingar um hvaða skráði notandi þjónustu hans hafi verið notandi tiltekinnar IP tölu á nánar tilgreindum tíma. L hafði til rannsóknar hver hafi farið með ólögmætum hætti inn á heimasíðu tölvuverslunarinnar T og unnið þar spjöll. Við úrlausn málsins var lagt til grundvallar að heimildum til að beita umræddum rannsóknarúrræðum væru settar þröngar skorður í lögum um meðferð opinberra mála. Náðu umrædd brot ekki refsilágmarki samkvæmt b. lið 2. mgr. 87. gr. laganna, og var ekki talið, eins og málið var vaxið, að uppfyllt væru skilyrði ákvæðisins um ríka almanna- eða einkahagsmuni. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu L. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. apríl 2005, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að láta sér í té upplýsingar um hvaða skráði notandi þjónustu varnaraðila hafi verið notandi tilgreindrar IP tölu aðfaranótt 9. febrúar 2005 kl. 4:09. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að framangreind krafa hans verði tekin til greina. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti kemur fram að nú liggi fyrir að um 1300 netföng hafi verið skráð á póstlista tölvuverslunarinnar Tasks ehf., er farið var með ólögmætum hætti inn á heimasíðu fyrirtækisins, en ekki 1600 líkt og talið hafi verið í fyrstu. Að þessu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 160/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. apríl 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. apríl 2005 kl. 11. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili er grunaður um þátttöku í fíkniefnabroti og brotum gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þar á meðal alvarlegri líkamsárás. Að þessu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. apríl 2005. Mál þetta barst dóminum í gær með bréfi sýslumannsins á Akureyri dagsettu í gær og var þingfest og tekið til úrskurðar samdægurs. Gerir sýslumaðurinn á Akureyri þá kröfu að X [...] Akureyri, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald í 11 daga til mánudagsins 25. apríl n.k., með vísan til a liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu kærða er þess krafist að kröfu sýslumanns verði hafnað, en til vara að gæsluvarðhaldstíminn verði styttur. Sýslumaður kveður málavexti þá að lögreglan á Akureyri hafi verið með til rannsóknar í nokkurn tíma meint fíkniefnabrot kærða. Sú rannsókn hafi m.a. farið fram með því að lögreglan hafi með heimild héraðsdóms beitt símahlerunum. Í rannsókn þessari hafi vaknað rökstuddur grunur um að kærði hafi staðið að nokkuð umfangsmikilli sölu á fíkniefnum hér á Akureyri og eins hafi vaknað rökstuddur grunur um þátttöku hans í annars konar brotum. Kærði hafi verið handtekinn ásamt félögum sínum í bifreið á leið frá Reykjavík til Akureyri með 300 g af hassi sem talið sé að hafi átt að fara til sölu á Akureyri. Kveður sýslumaður rannsókn málsins vera á frumstigi. Ætla verði að kærði muni getað torveldað rannsókn ef hann gangi laus meðan á frumrannsókn standi, með því m.a. að hafa áhrif á framburð vitna eða samsekra og skjóta undan munum. Kærði hefði viðurkennt fyrir lögreglu að hafa keypt og haft í vörslum sínum hass eins og að framan er lýst. Þá liggja fyrir rannsóknargögn lögreglu sem styðja þann grun hennar að um frekari brot af hálfu kærða geti verið að ræða, m.a. liggja frammi útskriftir af símahlerunum, sem styðja þennan grun lögreglu. Að svo vöxnu þykja skilyrði framangreindrar lagagreinar vera fyrir hendi til að úrskurða kærða í gæsluvarðhald. Ekki þykir ástæða til að ákvarða skemmra gæsluvarðhald en beðið er um. Verða kröfur sýslumanns því teknar til greina. Úrskurð þennan kveður upp Freyr Ófeigsson dómstjóri. Á L Y K T A R O R Ð : Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi til mánudags 25. apríl n.k. kl. 11:00. |
Mál nr. 161/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. apríl 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. apríl 2005 kl. 11. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili er grunaður um þátttöku í fíkniefnabroti og brotum gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þar á meðal alvarlegri líkamsárás. Að þessu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. apríl 2005. Mál þetta barst dóminum í gær með bréfi sýslumannsins á Akureyri dagsettu í gær og var þingfest og tekið til úrskurðar samdægurs. Krefst sýslumaðurinn á Akureyri þess að X [...] Akureyri, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald í 11 daga til mánudagsins 25. apríl n.k., með vísan til a liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991. Af hálfu kærða er þess krafist að kröfu sýslumanns verði hafnað, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími en krafist er. Sýslumaður kveður málavexti þá að lögreglan á Akureyri hafi haft til rannsóknar í nokkurn tíma meint fíkniefnabrot kærða. Sú rannsókn hafi m.a. farið fram með því að lögreglan hafi með heimild héraðsdóms beitt símahlerunum. Í rannsókn þessari hafi vaknað rökstuddur grunur um að kærði hafi staðið að nokkuð umfangsmikilli sölu á fíkniefnum hér á Akureyri og eins hafi vaknað rökstuddur grunur um þátttöku hans í annars konar brotum. Kærði hafi verið handtekinn ásamt félögum sínum í bifreið á leið frá Reykjavík með um 300 gr. af hassi sem talið sé að hafi átt að fara til sölu hér á Akureyri. Kveður sýslumaður rannsókn málsins vera á frumstigi. Ætla verði að kærði muni getað torveldað rannsókn ef hann gangi laus meðan á frumrannsókn standi, með því m.a. að hafa áhrif á framburð vitna og samsekra og skjóta undan munum. Hjá lögreglu hefur kærði neitað sök í málinu, en rannsóknargögn þau er frammi liggi í málinu þ.á.m. skýrslur um símahleranir á samtölum kærða þykja renna stoðum undir grun lögreglunnar um refsiverða háttsemi svo sem að framan er lýst. Þykja því skilyrði framangreindra lagagreinar vera fyrir hendi til að úrskurða kærða í gæsluvarðhald. Ekki þykir ástæða til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Verða kröfur sýslumanns því teknar til greina. Úrskurð þennan kveður upp Freyr Ófeigsson dómstjóri. Á L Y K T A R O R Ð : Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi til mánudags 25. apríl n.k. kl. 11:00. |
Mál nr. 135/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldiá grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberramála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þettadæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir ogÓlafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. apríl 2005, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2.apríl 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt tilföstudagsins 8. apríl nk. kl. 15. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr.19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinnkærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verðimarkaður skemmri tími. Sóknaraðilikrefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Viðuppkvaðningu hins kærða úrskurðar lá fyrir kæra Húsasmiðjunnar hf. vegnatveggja vöruúttekta hjá fyrirtækinu 26. mars sl., sem greitt hafði verið fyrirmeð fölsuðum tékkum, annars vegar að fjárhæð 645.048 krónur en hins vegar aðfjárhæð 302.478 krónur. Fyrir Hæstarétt hafa af hálfu sóknaraðila verið lögðnokkur ný gögn, þar á meðal afrit reikninga vegna þessara vöruúttekta, semfundust við húsleit hjá varnaraðila eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar. Þáliggur nú fyrir að hluti varnings samkvæmt þessum reikningum hefur komið íleitirnar. Einnig hefur verið lagt fyrir Hæstarétt afrit af fölsuðum tékka aðfjárhæð 230.695 krónur úr sama tékkhefti og tveir hinir fyrrnefndu, sem notaðurvar til að greiða fyrir vörur í versluninni Elkó 19. mars sl. Í greinargerðsóknaraðila kemur fram að [...] Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan tilforsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærðiúrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 107/2005 | Kærumál Fjarnám Lífeyrissjóður | M krafðist ógildingar aðfarargerða sem E hafði látið gera hjá honum vegna vangreiddra lífeyrissjóðsiðgjalda. Var deilt um hvort M bæri sem atvinnurekanda að inna af hendi 16% mótframlag til E gegn 4% framlagi launþega, líkt og kveðið hafði verið um í kjarasamningi sem gilt hafði til 30. apríl 2000, eða einungis 6% mótframlag, líkt og sagði í þeim ráðningarsamningum sem gerðir voru eftir það tímamark og voru til skoðunar í málinu. Var talið að samkvæmt skýrum fyrirmælum laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, hefðu aðilar með ráðningarsamningunum skuldbundið sig til þess að fara að reglu E um lágmarkslífeyrisgreiðslur og væru þeir þegar af þeirri ástæðu bundnir af samþykktum E. Var því hafnað kröfu M um ógildingu aðfarargerðanna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. mars 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 18. febrúar 2005, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrðu úr gildi tvö fjárnám, sem sýslumaðurinn á Húsavík gerði hjá honum 24. mars 2004 fyrir kröfum varnaraðila að höfuðstól samtals 555.246 krónur. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að framangreind fjárnám verði felld úr gildi og sér dæmdur málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 438/2004 | Akstur sviptur ökurétti Ölvunarakstur Hraðakstur | H var sakfelldur fyrir ölvunarakstur og akstur án ökuréttar og gekkst hann við sakargiftum. Var H sviptur ökurétti ævilangt og gert að sæta fangelsi í 9 mánuði, en um var að ræða margítrekuð brot. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 25. október 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Hjálmar Vagn Hafsteinsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 75.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 27. september 2004. Mál þetta er höfðað með ákæru útgefinni af sýslumanninum í Keflavík 16. ágúst 2004 gegn Hjálmari Vagni Hafsteinssyni, kt. [...], Grænási 3a, Njarðvík, „fyrir ölvunarakstur, sviptingarakstur og hraðakstur, með því að hafa, laugardaginn 5. júní 2004, ekið bifreiðinni KV-116, undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti, austur Reykjanesbraut vestan við Vogaveg, með allt að 113 km hraða á klst., þegar tillit hefur verið tekið til vikmarka, en þar er hámarkshraði 90 km á klst. (mál nr. 34-2004-2258). Niðurstaða alkóhólákvörðunar blóðsýnis var 2,22 0/00. Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr., 1. mgr. sbr. 3. mgr. 45. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 sbr. lög nr. 48/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar sbr. 100. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 57/1997 og sviptingar ökuréttar sbr. 101. og 102. gr. umferðarlaga, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993.” Með broti sínu nú hefur ákærði í sjötta sinn frá árinu 1990 gerst brotlegur annars vegar við 1. mgr. sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga og hins vegar við 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga. Ennfremur hefur ákærði gerst sekur við brot gegn 2. mgr. 37. gr. umferðarlaga. Samkvæmt því og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða nú hæfilega ákveðin 9 mánaða fangelsi. Þá ber samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 84/2004 að árétta hina ævilöngu sviptingu ökuréttar. Skal ákærði samkvæmt því sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Loks ber samkvæmt 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri kvað upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, Hjálmar Vagn Hafsteinsson, sæti 9 mánaða fangelsi. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá dómsbirtingu að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. |
Mál nr. 77/2005 | Kærumál Börn Aðfarargerð | K kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem M var heimilað að fá son sinn og K tekinn úr umráðum K og afhentan sér með beinni aðfarargerð, en M fór með forsjá drengsins. Eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar var K úrskurðuð forsjá drengsins til bráðabirgða uns dómur félli í forsjármáli aðila. Hafði M því ekki forsjá drengsins að svo stöddu. Þegar af þeirri ástæðu var beiðni M um aðfarargerðina hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson, og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 15. febrúar 2005, þar sem varnaraðila var heimilað að fá son sinn og sóknaraðila, A, tekinn úr umráðum sóknaraðila og afhentan sér með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og synjað verði um hina umbeðnu aðfarargerð. Hún krefst og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða 15. mars 2005 var sóknaraðila úrskurðuð forsjá sonar aðila til bráðabirgða uns dómur fellur í forsjármáli þeirra. Hefur varnaraðili því ekki forsjá drengsins að svo stöddu. Þegar af þeirri ástæðu verður beiðni varnaraðila hafnað. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hafnað er beiðni varnaraðila, M, um að honum verði heimilað að fá son sinn og sóknaraðila, A, tekinn úr umráðum sóknaraðila, K, og fenginn sér með beinni aðfarargerð. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 94/2005 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur | Með kaupsamningi í mars 2002 keypti G, f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, hlut í öðru einkahlutafélagi af S. G afhenti S víxil til tryggingar tilteknum skuldbindingum sínum samkvæmt kaupsamningnum og ritaði H nafn sitt á víxilinn sem ábekingur. Vegna mistaka við gerð víxilsins fyrntist hann áður en unnt var að innheimta hann. S taldi G ekki hafa staðið við þær skuldbindingar sem stóðu að baki víxlinum og höfðaði málið með vísan til 74. gr. víxillaga. Hann hafði hins vegar hvorki lagt fram uppgjör vegna umræddra viðskipta né gert með öðrum hætti nánari grein fyrir umfangi tjóns síns vegna niðurfalls víxilréttarins. Var málatilbúnaður S af þessum sökum svo vanreifaður að ekki varð hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2005, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar, en til vara að hann verði felldur úr gildi að hluta og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið að því leyti til efnismeðferðar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili, Snorri Birgir Snorrason, greiði varnaraðila, Hrafnhildi Valdimarsdóttur, samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 88/2005 | Kærumál Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur | J gerði dómkröfur í sex liðum, þar sem hann krafðist í fimm liðum viðurkenningar á því að L hafi verið óheimil nánar tilgreind afskipti af markaðssetningu hans á tilteknum vörutegundum. Í sjötta lið gerði J síðan kröfu um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda L vegna fjártjóns, sem J hefði beðið vegna þessara afskipta. Talið var, að til þess að leysa að efni til úr kröfu J um viðurkenningu á rétti til skaðabóta yrði að taka afstöðu til þeirra málsástæðna hans að L hafi brotið á honum rétt með þeim gerðum sínum, sem um ræddi í fimm fyrstu kröfuliðunum. Því hafi engin efni verið til að halda þeim atriðum fram sem sjálfstæðum dómkröfum. Var úrskurður héraðsdóms staðfestur um frávísun fimm fyrstu kröfuliðanna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. mars 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. febrúar 2005, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var að hluta vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið í heild til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði gerði sóknaraðili í héraðsdómsstefnu dómkröfur í sex liðum auk kröfu um málskostnað. Í fimm fyrstu liðunum krafðist hann viðurkenningar á því að varnaraðila hafi verið óheimilt að leggja bann við því að sóknaraðili setti á markað og seldi þrjár nánar tilgreindar vörutegundir, gera kröfu um tilteknar breytingar á texta á umbúðum einnar vörutegundar og krefja sóknaraðila um frekari upplýsingar um magn tiltekins efnis í einni vörutegund. Í sjötta lið dómkrafna gerði sóknaraðili síðan kröfu um að viðurkennd yrði skaðabótaskylda varnaraðila vegna fjártjóns, sem sóknaraðili hafi beðið vegna þess, sem um ræddi í fyrstu kröfuliðunum fimm. Með hinum kærða úrskurði var þessum fimm kröfuliðum vísað frá dómi, en hafnað kröfu varnaraðila um frávísun að því er þann sjötta varðar. Til þess að leysa að efni til úr kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á rétti til skaðabóta, sem eftir stendur í málinu, verður að taka afstöðu til þeirra málsástæðna hans að varnaraðili hafi brotið á honum rétt með þeim gerðum sínum, sem um ræddi í fimm fyrstu kröfuliðum hans samkvæmt héraðsdómsstefnu. Voru því engin efni til að halda þeim atriðum fram sem sjálfstæðum dómkröfum. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila, sem að réttu lagi ætti að vera íslenska ríkið, kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Jón Elías Gunnlaugsson, greiði varnaraðila, Lyfjastofnun, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 109/2005 | Kærumál Farbann Schengen-samningurinn | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta farbanni samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 9. mars 2005, þar sem varnaraðila var bönnuð för frá Íslandi allt til miðvikudagsins 30. mars 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. mars 2005 kl. 16. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími. Að því frágengnu krefst hann staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurðinn af sinni hálfu. Koma aðal- og varakröfur hans því ekki til athugunar fyrir Hæstarétti. Í málinu liggja ekki fyrir upplýsingar um að varnaraðili hafi reynt að koma sér undan rannsókn á því broti sem hann er grunaður um að hafa framið og greint er frá í hinum kærða úrskurði. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á Seyðisfirði hefur með beiðni dagsettri 9. mars 2005 krafist þess að X, verði á grundvelli b-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. mars 2005 kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að við venjubundna samkeyrslu áhafna- og farþegalista m/s A hinn 7. mars sl. við Schengen upplýsingakerfið hafi nafn X komið upp á skrá yfir eftirlýsta menn á Schengensvæðinu. Sirene skifstofa hjá ríkislögreglustjóra annist samkeyrslu þessara lista í Schengen upplýsingakerfinu samkvæmt lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi nr. 16/2000 og reglugerð um útlendinga nr. 53/2003. Við nánari skoðun í Schengen-upplýsingarkerfinu hafi komið í ljós að X væri skráður í kerfið samkvæmt 95. grein Schengensamningsins, af þýskum yfirvöldum. Samhliða Schengen-upplýsingakerfinu sé einnig keyrt Sirene-kerfi þar sem fram fari öll samskipti vegna Schengen-skráninga eftir fyrirfram uppsettum formum þar sem hvert svæði krefjist ákveðinna upplýsinga. Þegar skráður sé einstaklingur í Schengen-upplýsingakerfið samkvæmt 95. gr. Schengen-samningsins, þ.e. Upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga, sem óskað er eftir að verði handteknir í þeim tilgangi að verða framseldir, verða skráðar að beiðni dómsmálayfirvalda þess samningsaðila sem leggur fram beiðni, þá sendi skráningarlandið A-form í Sirene kerfinu til allra hinna aðildarlandanna. Í því formi eigi að koma fram neðangreindar upplýsingar: a) hvaða yfirvald leggur fram beiðni um handtöku; b) hvort fyrir liggi handtökuskipun eða ákvörðun með sama gildi eða aðfarahæfur dómur; c) hvers konar refsiverðan verknað um er að ræða og tilvísun til viðeigandi refsiákvæða; d) við hvaða aðstæður hinn refsiverði verknaður var framinn, þar með talið hvenær og hvar hann var framinn og hver þáttur hins skráða er í málinu: e) eftir því sem unnt er, hverja séu afleiðingar hins refsiverða verknaðar. Viðtökuríkin lesi yfir A-formið og ákveði síðan hvort þau samþykki framsal með hliðsjón af innlendri löggjöf. Mál X sé skráð í Schengen-upplýsingakerfið af Þjóðverjum 16.11.2003 og A-form sent til hinna aðildarlandanna. Það form sé móttkekið af Sirene skrifstofunni á Íslandi og þar sé málið yfirfarið og samþykkt að ef maðurinn finnist á Íslandi verði hann handtekinn og hann framseldur til Þýskalands að því tilskildu að skilyrði framsals séu fyrir hendi. Eins og að ofan segi hafi X fundist í samkeyrslu áhafnar- og farþegalista A, 08.03.2005 en ferjan hafi lagst við höfn á Seyðisfirði klukkan 09:00 þann dag. Við almenna tollskoðun hafi X verið tekinn til skoðunar ásamt samferðakonu sinni. Í framhaldinu eða kl. 13:50 hafi X verið handtekinn. Í Schengen uppýsingakerfinu sé meintri háttsemi X lýst þannig: As a member of a group of criminals organising, inter alia, trafficking in narcotics from Lithuania. The accused drove a vehicle from Lithuania to Germany on 09 february 2003 in which 4 kilos of Amphetamines were concealed. The major part of the drug was resold profitably by other members of the group during the time to follow. Samkvæmt nánari gögnum sem skráningin grundvallist á sjáist að X sé eftirlýstur af „Staatsanwaltschaft Baden-Baden“, á grundvelli ákvörðunar „Amtsgericht Baden- Baden“ í Þýskalandi frá 16.04.2003, í máli nr. 9 GS 247/03, fyrir ætluð brot á þýskum fíkniefnalögum (German Narcotic Drugs Act) (Paragraph 30A absatz 1 beta ubungsmittelgesetz). Samsvarandi ákvæði íslenskra laga séu 2. gr. sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75/1982, sbr. lög nr. 13/1985, og 2. gr. sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001. Hámarksrefsing á Íslandi skv. lögum 65/1974, 5. gr., sé 6 ára fangelsi. Hámarksrefsing skv. þýskum lögum fyrir brot það sem X sé gefið að sök sé hins vegar 15 ára fangelsi. Skráning þessi frá 16.11.2003 í Schengen upplýsingakerfið skv. 95. gr. Schengen samningsins jafngildi beiðni um handtöku og gæslu í skilningi 16. gr. Evrópusamnings um framsal sakamanna frá 13. september 1957, sbr. 64. gr. Schengen samningsins. X hafi verið yfirheyrður og neiti hann að hafa framið þá háttsemi sem hann er sakaður um. Lög nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, taki til þessa úrlausnarefnis, sbr. einkum 15. gr. laganna. Dómsmálaráðuneyti og embætti ríkissaksóknara hafi verið kunngert um málið. Í samræmi við ákvæði laga nr. 13/1984 sé framangreind krafa áréttuð. Fyrir liggur að kærði er eftirlýstur af þýskum yfirvöldum vegna meints brots á þýskum fíkniefnalögum og að þýsk yfirvöld muni ætla að krefjast framsals hans. Um meðferð framsalsmálsins fer samkvæmt lögum nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Brot þau sem kærði er grunaður um að hafa framið geta varðað hann fangelsisrefsingu. Samkvæmt b lið 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála er unnt að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef hann er undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing er lögð við og ætla má að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast eða með öðrum hætti koma sér undan málssókn. Fallast þykir mega á að nokkur hætta kunni að vera á að kærði, sem er lítháenskur ríkisborgari og búsettur þar í landi, muni reyna að koma sér undan áður en meðferð á framsalsbeiðni þýskra yfirvalda er lokið. Það er hins vegar mat dómsins að farbann skv. 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé nægilegt eins og á stendur til að tryggja nærveru kærða. Samkvæmt því verður kærði úrskurðaður í bann við brottför úr landinu, sbr. 110. gr. laga nr. 19/1991, þar til úr því verður skorið hvort framsal skuli fram fara, en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 30. mars n.k. kl. 16:00. Þorgerður Erlendsdóttir dómstjóri kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærða, X, er bönnuð brottför af landinu þar til úr því verður skorið hvort framsal skuli fram fara, en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 30. mars n.k. kl. 16:00. |
Mál nr. 95/2005 | Kærumál Hæfi dómara | B kærði úrskurð héraðsdómara um að hann viki ekki sæti í útburðarmáli sem F hafði höfðað á hendur B. Talið var, að ekki hafi verið sýnt fram á nein atvik eða aðstæður, sem hafi getað valdið því að héraðsdómarinn yrði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna ákvæðis g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var úrskurðurinn staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. febrúar 2005, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, viki sæti í máli sem varnaraðili hefur höfðað gegn sóknaraðila. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að dómaranum verði gert að víkja sæti í málinu og sér dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Ekki hefur verið sýnt fram á nein atvik eða aðstæður, sem valdið geta því að héraðsdómarinn verði talinn vanhæfur til að fara með málið vegna ákvæðis g. liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili greiði kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, B.G.S. trésmiðja ehf., greiði varnaraðila, Fasteignaleigunni ehf., 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 83/2005 | Kærumál Málskostnaðartrygging | Í krafðist þess að IS yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sem fyrirtækið hafði höfðað á hendur Í. Var úrskurður héraðsdóms, þar sem kröfunni var hafnað, staðfestur í Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. janúar 2005, sem sóknaraðila varð fyrst kunnugt um 15. febrúar sl., en þar var hafnað kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur sóknaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili ber fyrir sig að héraðsdómari hafi ekki sinnt skyldu samkvæmt 4. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 til að leiðbeina fyrirsvarsmanni hans, sem sótti sjálfur þing í héraði og er ólöglærður, í tæka tíð um rétt hans til að krefjast tryggingar fyrir greiðslu málskostnaðar. Byggir sóknaraðili kröfu sína um að varnaraðila verði gert að setja slíka tryggingu á 1. mgr. 133. gr. laganna með áorðnum breytingum. Samkvæmt a. lið þess ákvæðis getur stefndi að fullnægðum nánari skilyrðum krafist málskostnaðartryggingar ef stefnandi er búsettur utan Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu. Fram er komið að varnaraðili hefur heimilisvarnarþing í Belgíu. Samkvæmt þessu og með því að ekkert hefur verið fært fram til að leiða líkur að því að varnaraðili sé ófær um að greiða málskostnað verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Íslensk dreifing ehf., greiði varnaraðila, Italo Suisse NV, 100.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 14. desember sl. er höfðað með stefnu birtri 11. febrúar sl. Stefnandi er Italo Suisse NV Kastelenlaan 107-A 7780 Komen, Belgíu. Stefndi er Íslensk Dreifing ehf. Skútuvogi 1e, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 4.393 evrur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. apríl 2003 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og dæmdur málskostnaður. Í þessum þætti málsins hefur þess verið krafist af hálfu stefnda að stefnanda verði gert að setja málskostnaðartryggingu. Vísað er til þess af hálfu stefnda að stefnandi sé aðili með búsetu erlendis og því beri honum að setja tryggingu fyrir málskostnaði sbr. a-lið 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu stefnanda er kröfunni mótmælt og vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 133. gr. laga um meðferð einkamála hafi stefnda borið að gera kröfu þessa við þingfestingu málsins. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. ÚRSKURÐARORÐ Kröfu stefnda, Íslenskrar Dreifingar ehf., um að stefnanda, Italo Suisse, verði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar er hafnað. |
Mál nr. 457/2004 | Þjófnaður Ítrekun Hegningarauki Dráttur á máli Aðfinnslur | Þótt F hefði játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök þegar við yfirheyrslu hjá lögreglu leið hátt á annað ár frá því að rannsókn lauk og þar til ákæra á hendur honum var gefin út. Taldist þessi dráttur málsins vítaverður og brjóta í bága við meginreglu 1. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og vera í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir þetta var ekki annað unnt en að staðfesta refsiákvörðun héraðsdóms, sem byggði á löngum sakarferli F. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 9. nóvember 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem í greinargerð krefst staðfestingar á niðurstöðu héraðsdóms. Ákærði hefur játað brot samkvæmt ákæru. Hann krefst aðallega að sér verði ekki gerð sérstök refsing, en til vara að hún verði milduð. Í máli þessu er ákærða gefið að sök að hafa við annan mann brotist inn á heimili í Garðabæ og haft þaðan með sér verðmæti, sem talin eru hafa numið 2.002.000 krónum. Var innbrotið tilkynnt 20. nóvember 2002 og var ákærði handtekinn af lögreglunni í Keflavík 22. sama mánaðar með hluta þýfisins í fórum sínum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði strax sama dag og gekkst þá við brotinu. Af gögnum málsins verður ekki annað séð en að rannsókn þess hafi lokið í janúar 2003. Eftir þetta hafi ekkert gerst í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004. Þessi dráttur málsins á rannsóknarstigi er vítaverður og hefur ekki verið skýrður. Þótt þetta brjóti í bága við meginreglu 1. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og sé í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrárinnar verður að staðfesta héraðsdóm með vísan til forsendna hans. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Finnbogi Örn Halldórsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 22. október 2004. Málið höfðaði lögreglustjórinn í Hafnarfirði með ákæru útgefinni 1. september 2004 á hendur ákærða, Finnboga Erni Halldórssyni, [kt], Torfufelli 50, Reykjavík, "fyrir þjófnað, miðvikudaginn 20. nóvember 2002, milli klukkan 16:30 og 17:50, í samvinnu við X, [kt.], d. [...].2003, með því að hafa brotið rúðu í svalarhurð íbúðarhúsnæðisins að [...], Garðabæ, og í kjölfarið farið í heimildarleysi inn í húsnæðið og tekið þaðan ófrjálsri hendi hina ýmsu muni, samtals að áætluðu verðmæti kr. 2.002.000. Telst framangreind háttsemi varða 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar." Ákærði hefur skýlaust játað að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Er með þeirri játningu, sem er í samræmi við framlögð sakargögn, sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis. Sakaferill ákærða er samkvæmt framlögðu sakavottorði þannig, að hann fékk tvívegis ákærufrestun á árinu 1997 annars vegar fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga og hins vegar fyrir brot gegn 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. Frá árinu 1998 hefur ákærður hlotið 7 dóma, þar sem hann hefur í allt verið dæmdur til að sæta fangelsi í 55 mánuði aðallega fyrir brot á 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga, en einnig í tveimur tilvikum fyrir brot gegn 155. gr. og 248. gr. alm. hegningarlaga, í eitt skiptið fyrir brot gegn lögum nr. 65,1974 og í eitt skipti fyrir brot á umferðarlögum. Tveir síðustu dómarnir eru dómur Hæstaréttar frá 6. nóvember 2003, þar sem ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í 14 mánuði fyrir brot á 244. gr. almennra hegningarlaga og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2003, þar sem ákærður var dæmdur til að sæta fangelsi í 18 mánuði fyrir brot gegn 244. gr. og 20.gr. sbr. 244. gr. almennra hegningarlaga, en hann var staðfestur í Hæstarétti 7. október sl. Við ákvörðun refsingar í málinu verður því að hafa hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga og dæma hegningarauka við þá refsingu sem ákærður var dæmdur í tveimur síðasttöldu dómunum. Hér er um margítrekað brot á 244. gr. almennra hegningarlaga að ræða og þykir refsing ákærða með vísun í 255. gr. sbr. 71. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, sem ákveðst 75.000 krónur. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði, fór með málið af hálfu ákæruvalds. Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ákærði, Finnbogi Örn Halldórsson, sæti fangelsi í 5 mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 75.000 krónur. |
Mál nr. 73/2005 | Kærumál Dánarbú Hjón Kaupmáli | K krafðist þess í málinu að kaupmáli hennar og M, sem var látinn, yrði ógiltur þar sem forsenda fyrir gildi hans hafi verið sú að tvær erfðaskrár, sem hann hafði undirritað, væru einnig gildar en erfðaskrárnar voru haldnar formgöllum. Sönnun þótti bresta fyrir því að erfðaskrárnar hafi skipt máli um það hvort kaupmáli var gerður eður ei. Ekki voru því skilyrði til að taka kröfu K um ógildingu kaupmálans til greina. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 15. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 2. febrúar 2005 þar sem hrundið var kröfu sóknaraðila, um að kaupmáli milli hennar og M frá 22. október 1983 verði metinn ógildur við opinber skipti á dánarbúi M. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess, að fyrrnefndur kaupmáli verði metinn ógildur við skiptin og varnaraðilum gert að greiða sér málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður. Til stuðnings framangreindri kröfu ber sóknaraðili meðal annars fyrir sig ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 6. gr. laga nr. 11/1986. Samkvæmt 40. gr. fyrrnefndu laganna gilda þau ekki um löggerninga, sem lúta að málefnum sem reglur sifjaréttar taka til. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Rétt er að aðilarnir beri hvert sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 68/2005 | Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður felldur úr gildi að hluta | U leitaði eftir dómi þess efnis að felld yrði úr gildi sú ákvörðun sýslumanns að beina því til U að sækja um leyfi fyrir tilteknum dansleikjum og kvöldvökum um verslunarmannahelgi og krefja hann um 500.000 krónur í löggæslukostnað. Þá krafðist U þess einnig að Í yrði dæmt til að greiða sér 500.000 krónur. Talið var að U hefði lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um síðarnefndu kröfuna en ekki hafi verið þörf á að gera jafnframt fyrrnefnda viðurkenningarkröfu. Var því úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins felldur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 2005, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í A-lið kröfugerðar sinnar leitar sóknaraðili eftir dómi þess efnis að felld verði úr gildi sú ákvörðun sýslumannsins á Ísafirði 22. júlí 2003 að beina því til sóknaraðila að sækja um leyfi fyrir kvöldvöku og dansleik 1. ágúst 2003 og fyrir dansleikjum 2. og 3. sama mánaðar og krefja hann um 500.000 krónur í löggæslukostnað. Í B-lið krefst hann þess að varnaraðili verði dæmdur til að greiða sér 500.000 krónur með dráttarvöxtum eins og greinir í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðili skýrir svo frá að hann hafi ekki talið sér skylt að sækja um áðurnefnt leyfi. Engu að síður hafi hann gert það að lokum þar eð hann hafi ekki átt annarra kosta völ til að koma í veg fyrir að ríkir hagsmunir hans myndu skaðast. Að kröfu sýslumannsins hafi sóknaraðili jafnframt greitt tiltekna fjárhæð í löggæslukostnað með fyrirvara um endurgreiðslu. Sóknaraðili hefur lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um þann hluta kröfugerðar sinnar, sem greinir í B-lið að framan. Var ekki þörf á að gera jafnframt þá viðurkenningarkröfu, sem höfð er uppi í A-lið. Verður hinn kærði úrskurður samkvæmt því felldur úr gildi að hluta og lagt fyrir héraðsdómara að taka til efnisúrlausnar kröfu sóknaraðila um endurgreiðslu löggæslukostnaðar að fjárhæð 500.00 krónur, sem honum var gert að greiða. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi að því er varðar B- og C-liði kröfugerðar sóknaraðila, Ungmennafélags Íslands, og lagt fyrir héraðsdómara að taka þann hluta málsins til efnisúrlausnar. Úrskurður héraðsdóms er að öðru leyti staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 92/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. mars 2005. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 6. apríl 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sbr. a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, frá 28. október 2004 til 13. desember sama ár, en frá þeim degi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laganna, síðast með dómi Hæstaréttar 24. janúar 2005 í máli nr. 32/2005 allt til fimmtudagsins 3. mars 2005 kl. 16. Var fallist á með sóknaraðila að sterkur grunur væri fram kominn um að varnaraðili hefði framið brot, sem að lögum gæti varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Rannsóknargögn, sem síðar hafa verið lögð fram í málinu, breyta ekki þessu mati Hæstaréttar. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 93/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. mars 2005. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 14. apríl 2005 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Í niðurstöðu hins kærða úrskurðar segir að varnaraðili hafi 10. febrúar 2005 verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Hið rétta er að það var gert með vísan til a. liðar 1. mgr. sömu greinar. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 81/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Í greinargerð lögreglustjóra segir að ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans í Reykjavík rannsaki ætluð brot gegn almennum hegningarlögum er varði stórfelldan innflutning sterkra fíkniefna til landsins sem lagt hafi verið hald á. Málið hafi sætt rannsókn um nokkurra mánaða skeið, það sé umfangsmikið og þáttur einstakra sakborninga sé talinn mismunandi umfangsmikill og í einhverjum tilvikum talinn afmarkaður við einstakar sendingar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. febrúar 2005, sem barst réttinum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. febrúar 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 8. apríl 2005 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Skilja verður kæru varnaraðila svo að hann krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fallist er á að fyrir hendi sé sterkur grunur um að varnaraðili hafi framið brot, sem að lögum geta varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sbr. a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, frá 18. september 2004 til 22. október sama ár en frá þeim degi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laganna. Þessi síðarnefnda heimild er eðli máls samkvæmt háð því að hvorki verði óhæfilegur dráttur á rannsókn máls né ákvörðun um ákæru og mál sé síðan rekið með viðhlítandi hraða. Samkvæmt greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti er stefnt að því að ljúka rannsókn málsins á næstu dögum og senda málið ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 298/2003 | Dómsuppkvaðning Ómerking Heimvísun | Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. ágúst 2003. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 4.144.598 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. janúar 1999 til 1. júlí 2001 en samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málið var tekið til dóms í héraði við lok aðalmeðferðar 31. mars 2003. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 5. maí sama ár. Var þá liðinn frestur samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að kveða upp dóm í málinu án þess að það yrði munnlega flutt á ný eða að aðilar þess og héraðsdómari væru samdóma um að það væri óþarft. Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja sjálfkrafa hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Rétt er að aðilar beri hvor sinn kostnað af þessum þætti málsins fyrir Hæstarétti. D ó m s o r ð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. |
Mál nr. 410/2004 | Umferðarlög Viðurkenningarkrafa Skaðabótamál | Þ höfðaði mál til viðurkenningar ábótaskyldu V hf. og S vegna tjóns sem hann varð fyrir í árekstri við bifreið S.Í málinu var deilt um hvort S hafi borið að veita Þ forgang sbr. 3. mgr. 25.gr. umferðarlaga nr. 50/1987 eða hvort Þ hafi borið að víkja fyrir S sem hannhafði á hægri hönd sbr. 4. mgr. 25. gr. laganna. Í ljósi aðstæðna þótti verðaað líta svo á að vegur sá er S ók væri heimreið eða svipaður vegur í skilningi3. mgr. 25. gr. umferðarlaga. Hefði henni því borið að víkja fyrir Þ í umrættsinn. Sökum þessa og þar sem áreksturinn þótti ekki verða rakinn til orsaka ervarðaði Þ var S talin bera alla sök á árekstrinum og V hf. og S þvísameiginlega bótaábyrgð á tjóni Þ. | Dómur Hæstaréttar. Mál þettadæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og ÓlafurBörkur Þorvaldsson. Héraðsdómivar áfrýjað 7. október 2004. Áfrýjendur krefjast sýknu af kröfu stefnda ogmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndikrefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur,Vátryggingafélag Íslands hf. og Svanfríður Drífa Óladóttir, greiði óskiptstefnda, Þórhalli Haukssyni, 250.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefnandier Þórhallur Hauksson, kt. [...], Eiðavöllum 4, Austur-Héraði. Stefndueru Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 699689-2009, Ármúla 3, Reykjavík ogSvanfríður Drífa Óladóttir, kt [...], Þrepi, Austur-Héraði. Dómkröfurstefnanda eru að stefndu verði in solidum gert að greiða honum skaðabætur vegnalíkams- og eignatjóns sem hann varð fyrir vegna áreksturs bifreiðanna AN-856 ogIL-709 þann 16. maí 2002. Þar sem fjárhæð bóta liggur ekki fyrir fer stefnandifram á skiptingu sakarefnis þannig að fyrst verði fjallað um skaðabótaskyldu ogsíðar um bótafjárhæð. Íþinghaldi 1. júní 2004 ákvað dómari meðvísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 að skipta sakarefni málsins og dæmafyrst um bótaskyldu stefndu. Dómkröfurstefnanda í þessum þætti málsins eru að viðurkennt verði að stefndu séu insolidum skaðabótaskyld vegna líkams- og eignatjóns sem hann varð fyrir vegnaáreksturs bifreiðanna AN-856 og IL-709 þann 16. maí 2002. Þá krefst stefnandimálskostnaðar eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Dómkröfurstefndu eru að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og þeim dæmdurmálskostnaður. I. Þann 16.maí 2002 varð árekstur á þjóðvegi 94, Borgarfjarðarvegi á milli bifreiðarinnarH-602, fast númer IL-709 (hér eftir bifreiðin H-602), sem stefnandi ók norðureftir veginum með fyrirhugaða akstursstefnu áfram til norðurs og bifreiðarinnarAN-856, fast númer AN-856, sem stefnda, Svanfríður Drífa, ók vestur eftirÞrándarstaðavegi og inn á Borgarfjarðarveg með fyrirhugaða akstursstefnu tilsuðurs. Við áreksturinn rákust saman vinstra framhorn bifreiðar stefndu ogframhluti bifreiðar stefnanda. Samkvæmt vettvangsuppdrætti rákust bifreiðarnarsaman á sunnanverðum vegamótunum á akrein bifreiðar stefnanda. Var stefnandiásamt farþegum sem í bifreið hans voru fluttir á sjúkrahús. Mikið tjón varð ábáðum bifreiðunum og voru þær óökufærar. Hemlaför eftir bifreiðina H-602mældust 33 m. Engin hemlaför sáust eftir bifreiðina AN-856. Bjart var af degiþegar áreksturinn varð, sólskin og þurrt færi. Á vegamótunum er óhindrað útsýnitil allra átta. Engin umferðarmerki voru á vegamótum. Stefnandikveðst hafa ekið með um 90 km hraða miðað við klukkustund. Hann hafi talið sigvera á aðalbraut enda sé aðalbrautarmerki skömmu eftir að ekið sé afFagradalsbraut inn á Seyðisfjarðarveg og ekkert umferðarmerki gefi til kynna aðaðalbraut endi. Þá sé biðskyldumerki fyrir umferð frá Seyðisfirði. Hann hafiséð til ferða bifreiðar stefndu þar sem henni var ekið á miðjumÞrándarstaðavegi í átt að Borgarfjarðarvegi. Þegar bifreið stefndu hafinálgaðist vegamótin hafi verið dregið úr hraða hennar en síðan hafi hraðihennar verið aukinn og bifreiðinni ekið viðstöðulaust af vinstri akrein inn áBorgarfjarðarveginn og í veg fyrir hann. Hans fyrsta hugsun hafi verið aðsveigja til hægri við bifreið stefndu en ekkert svigrúm hafi verið til þess.Hann hafi hemlað en ekki getað forðað því að bifreiðarnar rákust saman þegarhann var rétt kominn að vegamótunum. Stefnda,sem ók eftir Þrándarstaðavegi í átt að Borgarfjarðarvegi, kveðst hafa ekið hægtþegar hún nálgaðist vegamótin en hún hafi talið að hún ætti að víkja fyrirumferð um Borgarfjarðarveg. Hún telji sig ekki hafa ekið á vinstravegarhelmingi. Hún hafi litið eftir umferð til beggja átta en engrar orðið vörog því ekið inn á Borgarfjarðarveginn. Í sömu andrá hafi farþegi í framsætikallað að bifreið væri að koma og hún þá hemlað en árekstur orðið. Stefndakveður þrjú íbúðarhús hafa verið byggð á lóðum úr landi Þrándarstaða þar ámeðal hennar hús. Því séu nú á jörðinni fjögur íbúðarhús auk loðdýrahúss ogverkstæðis. Þá sé þar malarnám. VitniðAnna Heiðdal Þórhallsdóttir sem var farþegi í bifreið stefnanda kveður stefnduhafa ekið of mikið til vinstri á Þrándarstaðavegi. Hún hafi taliðBorgarfjarðarveg vera aðalbraut enda sé aðalbrautarmerki áður en komið sé aðEyvindarárbrúnni og biðskylda fyrir umferð frá Seyðisfirði. Vátryggingafélagstefnanda, stefndi Vátryggingafélag Íslands hf., neitaði bótaskyldu vegnaslyssins. Tjónanefnd vátryggingafélaganna komst að þeirri niðurstöðu aðstefnanda hafi borið að víkja fyrir umferð um Þrándarstaðaveg og því eigi hannsök á árekstrinum. Stefnandi áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Úrskurðarnefndar ívátryggingamálum, sem með úrskurði dags. 1. október 2002 féllst á kröfustefnanda um bótaskyldu stefndu. Með bréfi dagsettu 8. sama mánaðar tilkynntistefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., að það myndi ekki virða úrskurðinn. Stefnandifékk gjafsókn til að reka mál þetta fyrir héraðsdómi með gjafsóknarleyfi dóms-og kirkjumálaráðuneytisins, útgefnu 20. nóvember 2002. II. Stefndu,Vátryggingafélag Íslands hf., og Svanfríður Drífa Óladóttir, bera óskiptabótaábyrgð á líkams- og eignatjóni sem stefnandi varð fyrir við áreksturbifreiðanna AN-856 og H-602 þann 16. maí 2002. Stefndugreiði stefnanda óskipt 269.570 krónur í málskostnað sem rennur í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 269.570 krónur, þar með talinmálflutnings-þóknun lögmanns hans, Gísla M. Auðbergssonar hdl., 249.000 krónur,greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 74/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Að virtum gögnum málsins voru ekki næg efni til þess að X sætti í stað gæsluvarðhalds vistun á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. febrúar 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 1. apríl 2005. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að í stað gæsluvarðhalds verði hann vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, þó þannig að gæsluvarðhaldið standi eigi lengur en til kl. 16.00 föstudaginn 1. apríl 2005. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að uppfyllt séu skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Í málinu hafa verið lögð fram gögn um geðhagi varnaraðila, þar á meðal vottorð Magnúsar Skúlasonar geðlæknis á réttargeðdeildinni að Sogni. Að þeim virtum eru ekki næg efni til þess að varnaraðili sæti í stað gæsluvarðhalds vistun á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991. Til þess er að líta að samkvæmt V. kafla reglugerðar nr. 179/1992 um gæsluvarðhaldsvist með síðari breytingum á gæsluvarðhaldsfangi kost á að njóta viðeigandi sérfræðilegrar læknisþjónustu. Með þessum athugasemdum verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur, þó þannig að gæsluvarðhald yfir varnaraðila, X, standi eigi lengur en til föstudagsins 1. apríl 2005 kl. 16.00. |
Mál nr. 54/2005 | Kærumál Innsetningargerð | PPI krafðist þess að fyrirtækinu yrðu afhentar nánar tilgreindar vörur með beinni aðfarargerð. Fyrirtækið hafði selt PÍ vörurnar, en þær ekki verið greiddar að fullu. Í kaupsamningi þeim er PPI reisti kröfu sína á, var ákvæði um söluveð í vörunum, en B hafði undirritað samninginn fyrir hönd PÍ. Þótti varhugavert að láta aðfarargerðina fram ganga á grundvelli þeirra sönnunargagna sem fyrir lágu og lutu að umboði B til slíkrar samningsgerðar fyrir PÍ. Þá varð ekki ráðið af gögnum málsins að PPI hafi rift söluveðssamningnum svo sem lög um samningsveð áskildu til að hann gæti krafist afhendingar varanna. Þegar af þessum ástæðum var kröfu PPI um afhendingu varanna hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. janúar 2005, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að nánar tilgreindar vörur yrðu teknar með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila og fengnar sóknaraðila. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst heimildar til aðfarargerðarinnar og að varnaraðila verði gert að greiða sér málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Varnaraðili reisti kröfu sína í héraði ekki á 36. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð en ber ákvæðið fyrir sig í greinargerð sinni til Hæstaréttar án frekari umfjöllunar. Málatilbúnaður aðila og gagnaöflun hefur hins vegar í engu lotið að því að sýna fram á hvort umræddar vörur væru ætlaðar til endursölu. Verður kröfu sóknaraðila því ekki hafnað á grundvelli þessarar síðbúnu málsástæðu varnaraðila. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði undirritaði Bergsteinn Ómar Óskarsson af hálfu varnaraðila 5. júní 2004 samning við sóknaraðila um kaup á vörum þeim sem aðfararbeiðni sóknaraðila lýtur að. Samningurinn hefur að geyma ákvæði um söluveð sóknaraðila í vörunum. Verður að fallast á það með héraðsdómara að varhugavert sé að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli þeirra sönnunargagna sem fyrir liggja og lúta að umboði Bergsteins Ómars til slíkrar samningsgerðar fyrir varnaraðila. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að sóknaraðili hafi rift söluveðssamningnum, sem er skilyrði til að hann geti krafist afhendingar hins veðsetta úr hendi varnaraðila, sbr. síðari málslið 4. mgr. 38. gr. laga nr. 75/1997. Þegar af þessum ástæðum verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Pace Products International Inc., greiði varnaraðila, Pace Ísland ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 69/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. febrúar 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 25. febrúar 2005 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 41/2005 | Kærumál Fjárslit milli hjóna | M krafðist þess að vikið yrði á nánartiltekinn hátt frá helmingaskiptum við opinber skipti til fjárslita milli hansog K vegna hjónaskilnaðar. Hjúskapur aðila hafði staðið í þrjú ár og á þeimtíma hafði myndast með þeim fjárhagsleg samstaða. Að öllum atvikum virtum varekki talið að skilyrði væru til þess að víkja frá helmingaskiptaregluhjúskaparlaga. Þá var K gert að greiða M leigu fyrir þann tíma sem hún hafðibúið í íbúð þeirra eftir samvistarslit. | Dómur Hæstaréttar. Mál þettadæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir ogIngibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. janúar 2005, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11.janúar 2005, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að við opinber skipti tilfjárslita vegna hjónaskilnaðar aðilanna skyldi á nánar tiltekinn hátt vikið fráhelmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Kæruheimild er í 133.gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að viðopinberu skiptin verði sér heimilað að taka að óskiptu úr hjúskapareign eignireða verðgildi eigna samtals að fjárhæð aðallega 7.219.184 krónur, en til vara6.816.784 krónur, auk þess innbús sem hann átti við stofnun hjúskapar. Að þvífrágengnu krefst hann þess að honum verði heimilað að taka að óskiptu eignireða verðgildi eigna, sem hann átti við stofnun hjúskapar, auk þess innbús semhann þá átti. Þá krefst sóknaraðili þess að varnaraðili greiði sér 544.000krónur í húsaleigu fyrir þann tíma, sem hún bjó eftir samvistaslit í íbúðþeirra að X, Reykjavík, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2004 til greiðsludags. Í öllumtilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilikrefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdurkærumálskostnaður. Eins ogfram kemur í hinum kærða úrskurði stóð hjúskapur aðila máls þessa í þrjú ár.Verður ekki annað séð af gögnum málsins en að á þeim tíma hafi myndast með þeimfjárhagsleg samstaða. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan tilforsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðiliverður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir ídómsorði. Dómsorð: Hinn kærðiúrskurður er staðfestur. Sóknaraðili,M, greiði varnaraðila, K, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 45/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Skilyrðum var talið fullnægt til að X sætti áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála meðan mál hans var til meðferðar hjá ríkissaksóknara og fyrir æðra dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. febrúar 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 24. júní 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með skírskotun til 106. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991, að X, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram. Dómþoli var með dómi Héraðsdóms Reykjaness dæmdur þann 18. janúar sl. í sjö ára og sex mánaða fangelsi vegna brota á 211. gr., 217., og 1. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Dómþoli hefur nú lýst yfir áfrýjun dómsins frá 18. janúar sl. Dómþoli hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. september 2004, síðast samkvæmt dómi Hæstaréttar uppkveðnum 24. f.m. þar sem honum var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 15. þ.m. Er þess nú krafist að dómþola verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur gengur í málinu í Hæstarétti, þó aldrei lengur en til föstudagsins 24. júní 2005 kl. 16:00. Dómþoli mótmælti gæsluvarðhaldskröfunni. Með tilkynningu til ríkissaksóknara hefur dómþoli lýst yfir áfrýjun dómsins. Skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 er fullnægt til þess að dómþoli sæti gæsluvarðhaldi skv. 106. gr. laganna meðan mál hans er til meðferðar hjá ríkissaksóknara og fyrir æðra dómi, en yfirlýsing dómþola um áfrýjun héraðsdóms bindur ein sér ekki enda á gæsluvarðhald yfir honum, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 254/2000. Ber því að fallast á kröfu ríkissaksóknara og verður dómþola gert að sæta gæsluvarðhaldi þó aldrei lengur en til föstudagsins 24. júní 2005, kl. 16.00. ÚRSKURÐARORÐ: Dómþoli, X, sæti gæsluvarðhaldi þó aldrei lengur en til föstudagsins 24. júní 2005 kl. 16.00 Sveinn Sigurkarlsson |
Mál nr. 22/2005 | Kærumál Þinglýsing Ábyrgð fasteignareiganda Sameign | Í ágúst 2002 gerðu þær I og B sem leigusalar lóðarleigusamning við E um spildu úr jörðinni A. Deilt var um hvort þeim hafi verið sú ráðstöfun heimil. Hvað sem leið ágreiningi um eðli samnings um skipti jarðarinnar frá 1955, var ekki talið að M væri bundinn af þeim samningi. Var því talið að I og B hafi brostið heimild til að ráðstafa umræddri spildu úr óskiptu landi jarðarinnar og staðfest sú ákvörðun sýslumanns að afmá lóðarleigusamninginn úr þinglýsingarbókum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. janúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 22. desember 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Borgarnesi 3. maí 2004 um að afmá úr þinglýsingabókum lóðarleigusamning 31. ágúst 2002 um spildu úr landi Akra í Borgarbyggð milli annars vegar sóknaraðila sem leigutaka og hins vegar Ingibjargar Jóhannsdóttur og Brynhildar Pálsdóttur sem leigusala og stofnskjal 21. mars 2003 um sömu spildu. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992. Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins að afmá framangreindan lóðaleigusamning og stofnskjal úr þinglýsingabókum. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili skal greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Úrskurður héraðsdóms er staðfestur. Sóknaraðili, Einar Oddsson, greiði varnaraðila, Magnúsi Tómassyni, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 30/2005 | Kærumál Kyrrsetning | Nokkrum dögum eftir að eiginmaður G gaf út skuldabréf til S undirrituðu hjónin kaupmála þar sem tvær fasteignir voru lýstar séreign G. Eftir að bú eiginmannsins var tekið til gjaldþrotaskipta óskaði S eftir því að umræddar fasteignir yrðu kyrrsettar til tryggingar fullnustu skuldar hans samkvæmt skuldabréfinu. Var talið að ekki væri fullnægt skilyrðum laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. fyrir kyrrsetningu eigna G til tryggingar fullnustu þessarar skuldar eiginmanns hennar. Þá var ekki á það fallist að heimild til kyrrsetningar yrði sótt í 73. gr. hjúskaparlaga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 11. janúar 2005, sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 20. janúar 2005, en þar var hafnað kröfum sóknaraðila um að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Keflavík 19. nóvember 2004 um að neita kyrrsetningu eigna varnaraðila til tryggingar skuldar samkvæmt skuldabréfi útgefnu til sóknaraðila 30. desember 1999. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför og 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði felldur úr gildi, framangreind ákvörðun sýslumannsins í Keflavík ógilt og krafa sóknaraðila tekin til greina. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdóms og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms verður hann staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Úrskurður héraðsdóms er staðfestur. Sóknaraðili, Sparisjóðurinn í Keflavík, greiði varnaraðila, Guðrúnu Jónínu Karlsdóttur, 200.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 24/2005 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Vanreifun Kröfugerð | Sóknaraðilar kröfðust þess að varnaraðilum yrði gert að fjarlægja hús, sem stóðu á eignarhluta sóknaraðila á jörðinni H. Var málið talið svo vanreifað af hálfu sóknaraðila að óhjákvæmilegt væri að vísa því frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 29. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. janúar 2005. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða 17. desember 2004 þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þeir krefjast og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og þeim verði dæmdur kærumálskostnaður. Í héraðsdómsstefnu kröfðust sóknaraðilar þess að varnaraðilum yrði gert skylt með dómi að fjarlægja sumarhús, þ.m.t. útihús, sem standi á eignarhluta sóknaraðila á jörðinni Horni í Sléttuhreppi, Ísafjarðarbæ, án þess að umrædd hús væru nánar tilgreind í stefnu svo sem nauðsynlegt var sbr. d. lið 80. gr. laga nr. 91/1991. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til þeirra forsendna hins kærða úrskurðar sem lúta að reifun stefnukröfunnar verður hann staðfestur. Sóknaraðilar verða dæmd til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Rebekka Rósa Frímannsdóttir, Jón Ingi Óskarsson, Þórhallur Frímann Óskarsson, Ásthildur Gunnarsdóttir, Halldór Gunnarsson, Halldís Gunnarsdóttir, Frímann Benediktsson og Kolbrún S. Benediktsdóttir, greiði varnaraðilum, Þorkeli Sigmundssyni, Kjartani Sigmundssyni, Birnu G. Þorbergsdóttur og dánarbúi Péturs Sigmundssonar, 200.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 32/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Í greinargerð lögreglustjórans í Reykjavík segir að ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans í Reykjavík rannsaki meint brot gegn almennum hegningarlögum er varði stórfelldan innflutning fíkniefna til landsins. Rannsókn málsins hafi staðið yfir um alllangt skeið og hafi fjöldi manna gefið skýrslur með réttarstöðu sakbornings. Málið sé umfangsmikið og taki til fleiri en einna fíkniefnasendinga, sem lögregla hafi lagt hald á, og sé aðild hinna grunuðu í nokkrum tilvikum einskorðuð við einstaka sendingar. Kærði sé grunaður um að hafa staðið fyrir innflutningi á 7.694,98 g af amfetamíni, en efnið hafi verið falið í vörusendingu, sem lögreglan hafi lagt hald á þann 21. júlí sl. Þáttur kærða sé talinn verulegur þar sem hann sé grunaður um að hafa staðið að skipulagningu, fjármögnun og kaupum á fíkniefnunum. Nánar um rannsóknina sé vísað til greinargerðar Jens Hilmarssonar rannsóknarlögreglumanns, dags. 28. október sl. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. janúar 2005. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. janúar 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 3. mars 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með dómi Hæstaréttar 13. desember 2004 í máli nr. 489/2004 var vararnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. janúar 2005 kl. 16. Var fallist á með sóknaraðila að sterkur grunur væri fram kominn um að varnaraðili hefði framið brot, sem að lögum gæti varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Rannsóknargögn, sem síðar hafa verið lögð fram í málinu, breyta ekki þessu mati Hæstaréttar. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 12/2005 | Kærumál Samaðild Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi | V krafði B ehf. um tiltekna greiðslu í félags- og sjóðagjöld vegna nafngreinds félagsmanns síns með vísan til 1. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda þar sem V taldi sig verða viðkomandi stéttarfélag í skilningi ákvæðisins. Hafði héraðsdómur vísað málinu frá dómi með vísan til þess að félagsmanninum og réttargæslustefnda E hafði ekki verið stefnt við hlið B ehf. í málinu. Fyrir lá að umræddur félagsmaður hafði um tíma unnið hjá B ehf. og fengið greitt samkvæmt kjarasamningi E og B ehf. greitt félags- og sjóðagjöld til þess. Taldi V að fyrrnefnt ákvæði mælti fyrir um beina greiðsluskyldu og B ehf. hefði borið að greiða fyrrnefnd gjöld til sín en ekki E en B ehf. væri ábyrgt fyrir því að það hefði greitt tilvitnuð gjöld til annars stéttarfélags. Í Hæstarétti var hvorki talin þörf á aðild starfsmannsins né beinni aðild réttargæslustefnda E. Var úrskurður héraðsdóms því felldur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 4. nóvember 2004, sem barst réttinum 10. janúar 2005. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. október 2004 en þar var málinu vísað frá dómi að kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í j. lið 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Sóknaraðili stefnir Eflingu-stéttarfélagi til réttargæslu. Fyrir Hæstarétti krefst félagið staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefur varnaraðila um greiðslu 60.134 króna í félags- og sjóðagjöld vegna nafngreinds félagsmanns síns með vísun til 1. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Félagsmaður þessi vann um tíma hjá varnaraðila og fékk greitt samkvæmt kjarasamningi réttargæslustefnda, Eflingar-stéttarfélags. Varnaraðili greiddi félags- og sjóðagjöld til réttargæslustefnda. Sóknaraðili telur sig hins vegar vera viðkomandi stéttarfélag, eins og segir í framangreindum lagaákvæðum, þótt unnið hafi verið samkvæmt kjarasamningi annars stéttarfélags og höfðaði því mál þetta. Varnaraðili krafðist frávísunar þar sem hann taldi bæði aðild viðkomandi starfsmanns og réttargæslustefnda nauðsynlega til að fá skorið úr ágreiningnum. Á þetta féllst héraðsdómur. Í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980 er mælt fyrir um skyldu atvinnurekenda til að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina. Sóknaraðili heldur því fram að hér sé mælt fyrir um beina greiðsluskyldu. Varnaraðila hafi því borið að greiða umrædd gjöld til sín en ekki Eflingar-stéttarfélags. Verður fallist á með sóknaraðila að ekki sé þörf á aðild starfsmannsins til að fá úrlausn um þá kröfu. Þá heldur sóknaraðili því fram að varnaraðili sé ábyrgur fyrir því að hann hafi greitt tilvitnuð gjöld til annars stéttarfélags. Verður ekki fallist á að nauðsyn sé á beinni aðild réttargæslustefnda til þess að skera úr um það atriði. Með vísun til framanritaðs er krafa sóknaraðila tekin til greina. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Úrskurður héraðsdóms er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf., greiði sóknaraðila, Vélstjórafélagi Íslands, 250.000 krónur samtals í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 506/2004 | Kærumál Gagnaöflun Samlagsaðild Málshöfðunarfrestur Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um frávísun á kröfum S á hendur þrotabúi V á þeim grunni að ekki hafi verið fyrir hendi lagaheimild til málshöfðunar á hendur honum. Þá var einnig staðfest niðurstaða héraðsdómara um að samlagsaðild væri með öðrum varnaraðilum og að málið hafi verið höfðað innan málshöfðunarfrests. Talið var að S hefði í stefnu mátt gera gleggri grein fyrir því tjóni sem skaðabótakröfu hans var ætlað að bæta. Eins og málið var vaxið hafi þó ekki verið næg efni til að telja annmarka á reifun S fyrir kröfugerð sinni svo verulegan að ekki mætti bæta úr honum við meðferð málsins, eða að vörn væri svo áfátt vegna skorts á matsgerð að vísa bæri nú málinu frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 13. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 30. nóvember 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili Hótel Búðir ehf. krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili þrotabú Viktors H. Sveinssonar krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili Byggingafélag Búða ehf. hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Málavextir, málsástæður og lagarök aðila eru rakin í hinum kærða úrskurði. Eins og þar kemur fram hefur sóknaraðili höfðað mál þetta til riftunar á þeirri ráðstöfun Fasteignafélagsins Kaupstaðar ehf. að flytja lóðarleigurétt undir hótelrekstur að Búðum til varnaraðilans Byggingafélagsins Búða ehf., auk þess sem krafist er skaðabóta in solidum úr hendi varnaraðila að fjárhæð 60.000.000 króna með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar er staðfest sú niðurstaða að vísa frá héraðsdómi kröfum á hendur varnaraðilanum þrotabúi Viktors H. Sveinssonar á þeim grunni að ekki hafi verið fyrir hendi lagaheimild til að höfða mál á hendur honum. Á sama hátt er staðfest niðurstaða héraðsdómara um að samlagsaðild sé með öðrum varnaraðilum, sbr. 19. gr. laga nr. 91/1991, og að málið hafi verið höfðað innan málshöfðunarfrests. Héraðsdómari vísaði frá dómi skaðabótakröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilum, en ákvað eigi að síður að taka skyldi til efnismeðferðar kröfu sóknaraðila um riftun á umræddum gerningi. Var frávísunin reist á þeim grunni að þar sem sóknaraðili hafi ekki tryggt sér viðhlítandi sönnun fyrir andvirði lóðarréttinda að Búðum, sem honum hafi verið í lófa lagið, eftir atvikum með matsgerð dómkvadds manns. Því bresti skilyrði til að ákveða endurgreiðslu eða skaðabætur að álitum. Engu breyti í því sambandi áskilnaður sóknaraðila um frekari gagnaöflun, enda verði málatilbúnaður að vera skýr að þessu leyti í stefnu þannig að varnaraðilar geti brugðist við af sinni hálfu í greinargerð. Fallast má á það með varnaraðilum að sóknaraðili hefði í stefnu mátt gera gleggri grein fyrir því tjóni sem skaðabótakröfu hans er ætlað að bæta. Hins vegar er grundvöllur málatilbúnaðar hans ljós í aðalatriðum og í stefnu rökstyður hann fjárhæð skaðabótakröfu sinnar sérstaklega, eins og rakið er í hinum kærða úrskurði. Í því sambandi vísar hann til gagna og atvika sem hann telur varpa ljósi á réttmæti fjárhæðar skaðabótakröfu sinnar, jafnframt því sem hann beinir áskorunum til varnaraðila um að upplýsa tilgreind atriði. Verður ekki talið að sóknaraðila hafi borið skylda fyrir höfðun málsins til að leita eftir mati dómkvadds manns um andvirði umræddra lóðarréttinda, fyrr en ljóst var að varnaraðilar féllust ekki á rökstuðning hans um fjárhæð bótakröfunnar, enda áskildi sóknaraðili sér þess vegna sérstaklega rétt til frekari framlagningar gagna og til að afla mats dómkvaddra manna til sönnunar um verðmæti þeirra lóðarréttinda er riftunin lýtur að. Eins og mál þetta er vaxið eru ekki næg efni til að telja annmarka á reifun sóknaraðila fyrir kröfugerð sinni svo verulegan að ekki megi bæta úr honum við meðferð málsins eða að vörn verði svo áfátt vegna skorts á matsgerð að vísa beri nú málinu frá héraðsdómi. Samkvæmt öllu framanrituðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Samkvæmt því er lagt fyrir héraðsdómara að taka til efnismeðferðar kröfur sóknaraðila á hendur varnaraðilum, öðrum en þrotabúi Viktors H. Sveinssonar sem vísað er frá héraðsdómi. Sóknaraðili greiði varnaraðila þrotabúi Viktors H. Sveinssonar málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Rétt er að hver aðila beri að öðru leyti sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um frávísun frá héraðsdómi á kröfum sóknaraðila, Sigurjóns Sighvatssonar, á hendur varnaraðila, þrotabúi Viktors H. Sveinssonar. Lagt er fyrir héraðsdómara að taka málið að öðru leyti til efnismeðferðar. Sóknaraðili greiði varnaraðila, þrotabúi Viktors H. Sveinssonar, samtals 200.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur að öðru leyti niður. |
Mál nr. 10/2005 | Kærumál Útburðargerð Húsaleigusamningur | I sagði upp leigusamningi við B þann 1. apríl 2004 og lagði fyrir B að afhenda húsnæðið í síðasta lagi 30. september sama ár. I seldi síðan F umrætt húsnæði með kaupsamningi í júlí 2004, og skyldi eignin afhent kaupanda 1. október sama ár. Er I lagði fram beiðni um að B yrði borinn úr húsnæðinu 4. október 2004 var F þannig réttur eigandi húseignarinnar samkvæmt kaupsamningi. Brustu því skilyrði til að verða við kröfu I um heimild til útburðargerðar samkvæmt ákvæðum norsku laga Kristjáns V frá 1687. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. janúar 2005. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. desember 2004, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði veitt heimild til að fá sóknaraðila borinn með beinni aðfarargerð úr húsnæði að Smiðjuvegi 6 í Kópavogi. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um heimild til útburðargerðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. I. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði tók sóknaraðili á leigu húsnæði í eigu varnaraðila að Smiðjuvegi 6 í Kópavogi í febrúar 2003 og er óumdeilt að milli aðila tókst leigusamningur. Meðal gagna málsins eru drög að leigusamningi þar sem kveðið var á um að leigan skyldi vera tímabundin til fimm ára. Ekki varð af undirritun leigusamnings, en sóknaraðili hóf að greiða leigu í febrúar 2003. Með símskeyti varnaraðila til sóknaraðila 1. apríl 2004 var „ótímabundnum leigusamningi“ um húsnæðið sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Var þar lagt fyrir sóknaraðila að afhenda það í síðasta lagi 30. september sama ár. Varnaraðili seldi Fasteignaleigunni ehf. umrætt húsnæði með kaupsamningi 2. júlí 2004, og skyldi eignin afhent kaupanda 1. október sama ár. Samkvæmt kaupsamningnum skyldi kaupandi hirða arð eignarinnar frá og með undirritun kaupsamnings, þ.m.t. leigutekjur, og greiða jafnframt skatta og skyldur af eigninni frá sama tíma. Sóknaraðili mótmælti fyrrnefndri uppsögn með bréfi 29. september 2004 til lögmanns Fasteignaleigunnar ehf. og vísaði til þess að hann teldi sig hafa gert tímabundinn leigusamning við varnaraðila, sem ekki yrði sagt upp á þann hátt sem gert var 1. apríl 2004. Þegar sóknaraðili rýmdi ekki húsnæðið fyrir þann tíma sem krafist hafði verið, leitaði varnaraðili 4. október 2004 eftir heimild Héraðsdóms Reykjaness til að fá sóknaraðila borinn úr húsnæðinu. Sú heimild var veitt með hinum kærða úrskurði. II. Í norsku lögum Kristjáns V. frá 15. apríl 1687, ákvæði VI-14-6, kemur meðal annars fram að vilji maður ekki flytjast úr leiguhúsnæði á fardegi réttum, þótt honum hafi verið löglega byggt út, eða hann hefst við í húsi, sem hann á engan rétt til, eða hefur verið dæmdur úr, að ólofi eiganda, þá megi „eigandi án frekara dóms láta þjóna réttarins ryðja húsið...“ Samkvæmt hljóðan þessarar meginheimildar íslensks réttar til útburðargerðar leigutaka án undangengins dóms eða sáttar er aðeins á færi eiganda húsnæðis að neyta hennar, sbr. dóm í dómasafni Hæstaréttar 2000 bls. 4272 og dóm réttarins 1. nóvember 2002 í máli nr. 481/2002. Er varnaraðili lagði fram fyrrnefnda aðfararbeiðni sína 4. október 2004 var Fasteignaleigan ehf. réttur eigandi húseignarinnar samkvæmt kaupsamningi, óháð því hvort samningnum hafði verið þinglýst eða ekki. Að þessu gættu verður fallist á með sóknaraðila að skilyrði bresti til að verða við kröfu varnaraðila um heimild til útburðargerðar. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi og beiðni varnaraðila hafnað. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hafnað er beiðni varnaraðila, Islandia og Viking Craft hf., um að honum verði heimilað að fá sóknaraðila, B.G.S. trésmiðju ehf., borinn með beinni aðfarargerð úr húsnæði að Smiðjuvegi 6 í Kópavogi. Varnaraðili greiði sóknaraðila samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 13/2005 | Kærumál Frávísunarúrskurður felldur úr gildi Aðfinnslur | Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdómara um að vísa máli, sem þrotabú M hf. höfðaði á hendur B, frá dómi án kröfu. Var ekki talið að kröfur búsins væru vanreifaðar með þeim hætti að varðaði frávísun. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur 10. desember 2004. Hæstarétti barst kæran ásamt kærumálsgögnum 10. janúar 2005. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. nóvember 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Mál sóknaraðila var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 7. september 2004. Dómkröfum og málsatvikum er lýst í hinum kærða úrskurði. Af hálfu varnaraðila var lögð fram greinargerð 2. nóvember 2004. Krafðist hún sýknu af dómkröfum sóknaraðila. Héraðsdómari tók til athugunar á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991, hvort gallar væru á málinu sem varðað gætu frávísun án kröfu. Tjáðu málsaðilar sig um þetta á dómþingi 23. nóvember 2004. Að því búnu tók héraðsdómari málið til úrskurðar. Sóknaraðili reisir kröfur sínar á því, að varnaraðili hafi, meðan hún var starfsmaður Móa hf. á árunum 2001 til 2003, tekið út vörur hjá fyrirtækinu auk þess sem hún hafi haft heimild til að kaupa vörur frá öðrum út í reikning hjá því. Lagði sóknaraðili fram við þingfestingu málsins útskrift af viðskiptareikningi varnaraðila hjá Móum hf. fyrrgreint tímabil, þar sem fram koma ætlaðar úttektir hennar og færslur til lækkunar á skuldinni. Nemur stefnufjárhæðin niðurstöðutölu viðskiptareikningsins. Varnaraðili krefst sýknu af dómkröfum sóknaraðila. Byggist sýknukrafan meðal annars á því, að kröfuliður að fjárhæð 242.228 krónur á viðskiptareikningnum sé sér óviðkomandi, þar sem hann sé vegna kaupa á tölvu, sem hafi verið í notkun á skrifstofu Móa hf. og sé nú í vörslum sóknaraðila. Þá telur varnaraðili sig hafa að mestu endurgreitt aðra hluta hinnar meintu skuldar við sóknaraðila með þeim hætti að dregið hafi verið af launum hennar á útborgunardögum og látið ganga inn á skuldina. Kveðst varnaraðili hafa afhent fjármálastjóra Móa hf. gögn sín um þetta og láðst að taka ljósrit þeirra. Í greinargerð sinni skoraði varnaraðili á sóknaraðila að leggja fram launaseðla, afrit úttektarseðla og önnur gögn sem málið varða og hann hefði í vörslum sínum. Ekki verður fallist á það með héraðsdómara, að kröfur sóknaraðila séu vanreifaðar með þeim hætti að frávísun varði. Forsendur kröfugerðar og fjárhæðir liggja skýrt fyrir í málinu sem og málsástæður sóknaraðila. Varnaraðili hefur teflt fram vörnum sínum og verður ekki séð að nein vandkvæði hafi verið á því af hennar hálfu. Ágreiningur málsaðilanna lýtur aðallega að því, hvort sóknaraðili hafi eða muni geta við rekstur málsins fært fram sönnunargögn um kröfu sína, og koma í því efni til athugunar ákvæði í X. kafla laga nr. 91/1991. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Það athugast að óþarflega langur tími leið frá því Héraðsdómur Reykjavíkur fékk kæru sóknaraðila í hendur þar til málið var sent Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. |
Mál nr. 18/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. janúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. janúar 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 15. febrúar 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 5/2005 | Kærumál Málskostnaðartrygging | T krafðist þess að Ó yrði gert að leggja fram tryggingu til greiðslu málskostnaðar í máli sem Ó hafði höfðað á hendur T. Til stuðnings kröfu sinni lagði T meðal annars fram endurrit af árangurslausri fjárnámsgerð hjá Ó frá í september 2003, þar sem Ó hafði lýst yfir eignaleysi, auk upplýsinga um tvær aðrar vanskilakröfur. Þá staðhæfði T að Ó væri jafnframt eignalaus nú og ekki þinglýstur eigandi þess húsnæðis sem hann byggi í. Hafði Ó ekki andmælt þessum staðhæfingum. Var fallist á kröfu T um málskostnaðartryggingu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. janúar 2005. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur sóknaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að setja málskostnaðartryggingu að fjárhæð allt að 500.000 krónur. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum höfðaði varnaraðili málið 17. nóvember 2004 og krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga 15. janúar 2003 í máli sínu nr. 207/2002 á hendur sóknaraðila. Við þingfestingu málsins í héraði 25. nóvember 2004 krafðist sóknaraðili þess að varnaraðila yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar á grundvelli b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991. Því mótmælti varnaraðili. Þegar héraðsdómari tók þetta ágreiningsatriði fyrir í þinghaldi 2. desember 2004 ítrekaði sóknaraðili kröfu sína um málskostnaðartryggingu, sem yrði að fjárhæð allt að 500.000 krónur, auk þess að krefjast málskostnaðar í þessum þætti málsins. Til stuðnings því að líkur væru fyrir að varnaraðili væri ófær um að greiða málskostnað í málinu lagði sóknaraðili fram dóm Hæstaréttar 3. desember 2003 í máli nr. 438/2003, en þar kærði varnaraðili úrskurð héraðsdóms um frávísun fyrra máls hans gegn sóknaraðila um sama sakarefni frá dómi. Var sá úrskurður staðfestur með dóminum og varnaraðila gert að greiða sóknaraðila 150.000 krónur í kærumálskostnað. Lagði sóknaraðili einnig fram gögn um tilraunir sínar til að innheimta þann málskostnað, en þær hafi ekki borið árangur þar sem ekki hafi tekist að boða varnaraðila til fjárnáms fyrir kröfunni. Enn fremur lagði sóknaraðili fram þinglýsingarvottorð vegna húss, þar sem varnaraðili er talinn til heimilis, svo og útskrift úr svonefndri vanskilaskrá, en í henni var getið um árangurslaust fjárnám, sem gert hafi verið hjá varnaraðila 24. september 2003, og þrjár vanskilakröfur á hendur honum frá árunum 2001, 2003 og 2004. Með hinum kærða úrskurði var kröfu sóknaraðila um málskostnaðartryggingu sem fyrr segir hafnað, en fyrir héraðsdómi voru ekki lögð fram frekari gögn en áður er getið um efnahag varnaraðila. Fyrir Hæstarétti hefur sóknaraðili lagt fram endurrit af áðurnefndri fjárnámsgerð hjá varnaraðila, sem lokið var án árangurs 24. september 2003. Af endurritinu verður ráðið að fjárnáms hafi þar verið krafist fyrir einni af þeim þremur vanskilakröfum, sem getið er um í fyrrgreindri útskrift úr vanskilaskrá, en heildarfjárhæð hennar var sögð nema 1.295.022 krónum. Mætti varnaraðili sjálfur til gerðarinnar og kvaðst vera eignalaus. Í kæru staðhæfir sóknaraðili að varnaraðili sé jafnframt eignalaus nú, en það sé staðfest í málinu að hann hafi engar eignir talið fram til skatts síðastliðin þrjú ár og að hann sé ekki þinglýstur eigandi þess húsnæðis, sem hann búi í. Í málinu hefur varnaraðili ekki andmælt þessum staðhæfingum. Að þessu öllu virtu og með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 verður ekki komist hjá því að taka til greina kröfu sóknaraðila um málskostnaðartryggingu. Að teknu tilliti til gagna málsins er fjárhæð hennar hæfilega ákveðin 350.000 krónur. Ber varnaraðila að setja hana á þann hátt og innan þess frests, sem nánar greinir í dómsorði. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Varnaraðila, Óskari Geir Péturssyni, ber að setja innan þriggja vikna frá uppsögu þessa dóms tryggingu í formi peningagreiðslu, bankareiknings eða bankaábyrgðar að fjárhæð 350.000 krónur fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu gegn sóknaraðila, Tryggingastofnun ríkisins. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 522/2004 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur | G höfðaði mál gegn B meðal annars til greiðslu ógreiddra reikninga. Fallist var á með B að það væri verulegum vandkvæðum bundið fyrir hann að taka til varna vegna ýmissa vankanta á málatilbúnaði G varðandi umræddan kröfulið. Var honum því vísað frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. desember 2004, sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. desember 2004, þar sem lið I í dómkröfum sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka þennan kröfulið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðar úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Glerborg ehf., greiði varnaraðila, Byko hf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 503/2004 | Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Umgengni | K og M deildu um forsjá tveggja barna þeirra til bráðabirgða og umgengni við þau. Staðfest var sú niðurstaða héraðsdóms að K færi með forsjána meðan á rekstri málsins stæði. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um umgengnisrétt M við börnin. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 10. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 26. nóvember 2004, þar sem leyst var úr ágreiningi aðilanna um forsjá tveggja barna þeirra til bráðabirgða og umgengni við þau. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega, að hinum kærða úrskurði verði breytt á þann veg, að sér verði falin forsjá barnanna til bráðabirgða og varnaraðila gert að greiða sér meðlag með þeim frá dómsuppsögu, sem sé jafnhátt og barnalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins, þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir um forsjárágreining aðila. Hann krefst þess að umgengni varnaraðila og barnanna verði aðra hverja helgi frá fimmtudegi til þriðjudags, auk nánar tilgreindrar umgengni um jól og áramót og í sumarleyfi. Til vara krefst sóknaraðili þess, að staðfest verði að forsjá aðila yfir börnunum verði áfram sameiginleg en að lögheimili þeirra verði breytt þannig, að það verði hjá sér meðan forsjármálið sé rekið, varnaraðili greiði meðlag með börnunum eins og í aðalkröfu og umgengni verði með sama hætti og þar er krafist. Að því frágengnu krefst hann þess, að hinum kærða úrskurði verði breytt þannig, að regluleg umgengni sín og barnanna verði í eina viku í senn, aðra hverja viku, eða aðra hverja helgi frá fimmtudegi til þriðjudags. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurði og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 517/2004 | Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Umgengni | K og M deildu um forsjá sonar þeirra til bráðabirgða og umgengni við hann. Staðfest var sú niðurstaða héraðsdóms að K færi með forsjána meðan á rekstri málsins stæði. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um umgengnisrétt M við börnin. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 22. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. desember 2004, þar sem leyst var úr ágreiningi aðilanna um forsjá sonar þeirra til bráðabirgða og umgengni við hann. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verð breytt á þann veg, að sér verði falin forsjá sonarins til bráðabirgða og að umgengni varnaraðila og hans verði aðra hverja helgi frá fimmtudagssíðdegi til mánudagsmorguns. Jafnframt krefst hann þess, að varnaraðili verði dæmd til að greiða sér meðlag með barninu sem sé jafnhátt og barnalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins frá dómsuppsögu þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir um forsjárágreining aðila. Til vara krefst sóknaraðili þess, að hafnað verði kröfu varnaraðila um niðurfellingu sameiginlegrar forsjár meðan forsjármálið er rekið, lögheimili drengsins verði áfram hjá sér og hann „búi á víxl hjá málsaðilum, eins og verið hefur“. Að því frágengnu krefst hann þess, að umgengni hans og barnsins verði að minnsta kosti aðra hverja helgi frá fimmtudagssíðdegi til þriðjudagsmorguns. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 7/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald Frávísun frá héraðsdómi | Er krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald var kynnt X var eldri gæsluvarðhaldsúrskurður ekki lengur í gildi og X frjáls ferða sinna. Við þær aðstæður gat lögregla ekki gert slíka kröfu þar sem framlengingar varð ekki krafist eftir að gæsluvarðhaldsfanga hafði verið sleppt úr haldi. Var málinu því vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. janúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. janúar 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 24. janúar nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að kröfu sóknaraðila verði vísað frá dómi en til vara að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2004 var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 12 mánudaginn 3. janúar 2005 vegna ætlaðra brota á nálgunarbanni samkvæmt dómi Hæstaréttar 23. september 2004. Fram er komið að varnaraðili var látinn laus þegar gæsluvarðhaldstíminn rann út kl. 12 fyrrnefndan dag, en handtekinn skömmu síðar og færður fyrir dómara kl. 14.25 sama dag. Með hinum kærða úrskurði var fallist á kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði, á grundvelli c. og d. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengi í máli hans, en þó ekki lengur en til kl. 16 mánudaginn 24. janúar nk. Þegar krafan var kynnt varnaraðila var gæsluvarðhaldsúrskurður 9. desember 2004 ekki lengur í gildi og varnaraðili frjáls ferða sinna. Við þær aðstæður gat sóknaraðili ekki gert slíka kröfu þar sem framlengingar verður ekki krafist á gæsluvarðhaldi eftir að gæsluvarðhaldsfanga hefur verið sleppt úr haldi. Samkvæmt þessu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá héraðsdómi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X [...]., Reykjavík, verði með vísan til c- og d-liða 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991 gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til mánudagsins 24. janúar 2005 kl. 16:00. [...] Með dómi Hæstaréttar Íslands 23. september 2004 er staðfesti að hluta úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. september 2004, var lagt bann við því að kærði kæmi í námunda við heimili A og B, veitti þeim eftirför, nálgaðist þau á almannafæri eða setti sig í samband við þau. Lögreglan hefur nú til rannsóknar þrjú mál vegna ætlaðra brota kærða á nálgunarbanninu og var ákæra gefin út vegna þeirra 27. desember sl. fyrir brot gegn 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Veður því að telja að fyrir liggi rökstuddur grunur um að hann hafi framið verknað sem fangelsisrefsing liggur við. Ennfremur liggja fyrir tvö nýleg bréf frá kærða þar sem fram kemur einbeittur vilji hans til að brjóta gegn nálgunarbanninu og bollaleggingar um að fremja alvarlegan glæp. Einnig liggja fyrir í málinu vottorð frá tveimur geðlæknum sem bera um geðheilbrigði kærða og kemur meðal annars fram að kærði sé haldinn persónuleikabrestum eða andfélagslegri persónuleikaröskun svo og persónuröskun með óstöðugum geðbrigðum. Hann sé hvatvís og með laka hvatastjórn, reiðigjarn og ofstopafullur. Í vottorðunum er tekið fram að hann geti verið öðrum hættulegur. Þá hefur verið lagt fram vottorð Lúðvíks Ólafssonar héraðslæknis dags. 8. desember sl. þar sem fram kemur m.a. að kærði hafi tjáð lækninum að hann vilji ná sér niðri á A en svarar því ekki hvort hann muni fremja tiltekna glæpi. Er niðurstaða læknisins sú að kærði sé sakhæfur. Af hálfu verjanda hefur verið krafist frávísunar gæsluvarðhaldskröfunnar á þeim forsendum að kærði hafi losnað úr gæsluvarðhaldi kl. 12 í dag en handtekinn skömmu síðar og því geti ekki verið um kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald að ræða. Þótt lögreglustjórinn í Reykjavík hafi laust eftir klukkan 12 á hádegi þegar kærði hafi gengið laus í nokkra stund krafist þess að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi verður það ekki talið valda frávísun málsins. Rökstuðningur kröfunnar sé sá sami og grundvöllur hennar að lögum. Með vísan til alls framanritaðs er fallist á að hætta sé á að kærði muni halda áfram brotastarfssemi sinni. Er því fallist á að skilyrðum c og d liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um gæsluvarðhald sé fullnægt. Verður því krafa lögreglustjórans í Reykjavík um að kærði sæti gæsluvarðhaldi tekin til greina þó þannig að hann sæti ekki gæsluvarðhaldi lengur en til mánudagsins 24. janúar 2005 kl. 16.00. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til mánudagsins 24. janúar 2005 kl. 16:00. |
Mál nr. 507/2004 | Kærumál Lögbann Vörumerki | V keypti með samningi í apríl 1998 rekstur tveggja veitingastaða í Reykjavík, sem reknir voru undir nafninu Hlöllabátar. Á árinu 2004 stundaði H veitingasölu í tveimur bifreiðum, undir merkjum Hlöllabáta samkvæmt heimild frá Hlöllabátum ehf., og síðar undir nafninu Hlölli. Krafðist V lögbanns gegn þessari veitingasölu H. Ljóst var samkvæmt samningnum að seljandi hugðist halda starfsemi sinni áfram jafnframt því að selja V hluta reksturs síns, auk þess sem ekkert átti að vera því til fyrirstöðu að hann tengdist nýjum veitingastöðum sambærilegum þeim sem verið var að selja þegar þrjú ár væru liðin frá kaupsamningi aðila. Þótti ekki í ljós leitt að Hlöllabátar ehf. hefðu veitt V víðtækari rétt en til svokallaðs nytjaleyfis samkvæmt 38. gr. vörumerkjalaga á nafninu Hlöllabátar. Þá hafði V heldur ekki leitt líkum að því að hann hafi öðlast rétt til heitisins Hlölli, sem H kvaðst nota við reksturinn. Var lögbannskröfu V því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 10. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. nóvember 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að lagt yrði lögbann við því að varnaraðili starfrækti veitingasölu undir merkjunum „Hlöllabátar“ og/eða „Hlölli“, eða noti tákn, sem lík eru þeim vörumerkjum, við rekstur í bifreiðinni LR-255, Iveco Daily og tengivagninum TO-433, Wells Cargo TW-122 eða á öðrum stöðum svo að í bága fari við rekstur sóknaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumanns í Reykjavík 22. september 2004 um að hafna kröfu hans um lögbann og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann við því að varnaraðili starfræki veitingasölu undir merkjum Hlöllabáta og/eða Hlölla eða noti í veitingastarfsemi sinni tákn sem lík eru þeim vörumerkjum, svo sem áður greinir. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Samkvæmt kröfugerð varnaraðila gerir hann ekki fyrir Hæstarétti athugasemdir við framsetningu kröfugerðar sóknaraðila, svo sem gert var í héraðsdómi, og verður því ekki fjallað um frávísunarkröfu hans sem þar var til meðferðar. I. Sóknaraðili keypti með samningi 16. apríl 1998 rekstur veitingastaða að Ingólfstorgi 1 og Lækjargötu 2 í Reykjavík af Hlöllabátum ehf. Veitingastaðirnir voru reknir undir nafninu Hlöllabátar. Undanskilið kaupum þessum var veitingastaður sem rekinn var af seljanda undir sama nafni að Þórðarhöfða í Reykjavík auk þriggja staða utan Reykjavíkur. Kaupandi öðlaðist þó með samningnum forkaupsrétt og forleigurétt að veitingastaðnum að Þórðarhöfða. Seljanda var að öðru leyti næstu þrjú árin óheimilt að tengjast, eiga hlut í eða opna sjálfur veitingastaði sambærilega þeim sem verið var að selja. Kaupverð veitingastaðanna nam 38.000.000 krónum, en í kaupunum var fasteign sem metin var á 15.000.000 krónur. Kaupunum fylgdu öll tæki og áhöld veitingastaðanna og uppskriftir að gerð Hlöllabáta. Sóknaraðili segir að í maí og júní 2004 hafi bifreiðin LR-255, Iveco Daily og tengivagninn TO-433, Wells Cargo TW-122 verið skráð á nafn Glitnis hf., en umráðamaður samkvæmt ökutækjaskrá sé varnaraðili. Ökutækin hafi verið merkt Hlöllabátum á öllum hliðum og í þeim fari fram veitingasala í Reykjavík og víðar undir merkjum Hlöllabáta og matseðill sé merktur með sama hætti. Varnaraðili mun hafa fengið leyfi hjá Hlöllabátum ehf. til að merkja ökutækin með greindum hætti og til að nýta uppskriftir að samlokum. Sóknaraðili segir að ekkert samband hafi verið haft við sig um þetta og kröfum sínum um að látið yrði af starfsemi þessari hafi ekki verið sinnt. Varnaraðili segist hafa hætt notkun auðkennisins Hlöllabátar og ætli sér ekki að taka það upp á ný. Hann noti í þess stað auðkennið Hlölli. Sóknaraðili heldur því meðal annars fram að hann hafi öðlast rétt yfir óskráða vörumerkinu Hlöllabátar með kaupsamningnum 16. apríl 1998, en seljandi hafi rekið staðina undir þessu heiti allt frá 1986. Reisir hann rétt sinn á 2. mgr. 1. gr. samningsins og telur það ákvæði í samræmi við meginreglu 36. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki. Varnaraðili byggir hins vegar á því að sóknaraðili eigi hvorki auðkennið né einkarétt á að nota það. Réttur sóknaraðila sé aðeins nytjaleyfi sem háð sé takmörkunum og skilyrðum. Þá skorti á það megin skilyrði lögbanns að varnaraðili noti merkið sem krafan snúi að eða að athöfnin sem banna eigi sé yfirvofandi. Hvað sem öðru líði hafi sóknaraðili engan rétt á nafninu Hlölli sem varnaraðili noti nú og hafi fulla heimild til nýtingar þess frá þeim sem með það fari. II. Ágreiningur er ekki um aðild málsins eða að varnaraðili leiði rétt sinn frá Hlöllabátum ehf., enda munu sömu aðilar standa að þessum fyrirtækjum að einhverju leyti. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 verður lögbann lagt við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn geri gerðarbeiðandi það sennilegt að athöfnin brjóti gegn lögvörðum rétti hans, að gerðarþoli hafi þegar hafist handa um athöfnina og að réttindi hans muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hann að bíða dóms um þau. Þá segir í 41. gr. laga nr. 45/1997 að unnt sé að krefjast lögbanns við athöfn sem þegar er hafin eða er sannanlega yfirvofandi og brýtur eða mun brjóta gegn vörumerkjarétti. Sóknaraðili þarf því að gera það sennilegt að rekstur varnaraðila brjóti í bága við rétt þann sem honum var veittur með samningi við Hlöllabáta ehf. með kaupsamningi 16. apríl 1998. Í 2. mgr. 1. gr. samningsins segir: „Afnotaréttur af nafninu Hlöllabátar fylgja með í kaupum þessum. Þá fylgja með uppskriftir af gerð Hlöllabáta og heimild til framleiðslu og sölu þeirrar vöru á ofangreindum stöðum og öðrum sem kaupandi kann að starfrækja.“ Að framan er því lýst að seljandi hugðist halda starfsemi sinni áfram jafnframt því að selja sóknaraðila hluta reksturs síns. Þá átti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann tengdist veitingastöðum sem væru sambærilegir þeim sem verið var að selja þegar þrjú ár væru liðin frá kaupsamningi aðila. Þegar tilvitnað ákvæði samningsins er skýrt samkvæmt orðalagi sínu, önnur ákvæði samningsins virt og jafnframt litið til aðstöðu samningsaðila í heild er ekki í ljós leitt að Hlöllabátar ehf. hafi veitt sóknaraðila víðtækari rétt en til svokallaðs nytjaleyfis samkvæmt 38. gr. 45/1997 á nafninu Hlöllabátar. Þá hefur sóknaraðili heldur ekki leitt líkum að því að hann hafi öðlast rétt til heitisins Hlölli, sem varnaraðili kveðst nota við reksturinn. Samkvæmt framansögðu hefur sóknaraðili ekki gert það nægilega sennilegt að starfsemi varnaraðila brjóti gegn lögvörðum rétti hans þannig að hann fái lagt lögbann við rekstri varnaraðila. Niðurstaða héraðsdóms er því staðfest svo og málskostnaðarákvörðun hans. Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt að sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Úrskurður héraðsdóms er staðfestur. Sóknaraðili, Vörulagerinn ehf., greiði varnaraðila, His Heitum íslenskum samlokum ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 1/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. og b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. og 4. janúar 2005. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. desember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. janúar nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili grunaður um brot gegn 2. og 3. mgr. 57. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga, en neitar sök. Í hinum kærða úrskurði eru málavextir raktir eins og sóknaraðili lýsti þeim við meðferð málsins í héraði. Í greinargerð sóknaraðila til Hæstaréttar kemur auk þess meðal annars fram að lögregla hafi fundið ljósmyndir í farangri varnaraðila af réttum handhöfum vegabréfa samferðamanna hans. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefur í dag krafist þess að kærði, X, sænskum ríkisborgara, fæddum 1. desember 1977, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 föstudaginn 7. janúar 2005. Við fyrirtöku málsins í dag mótmælti kærði gæsluvarðhaldskröfunni. Þann 29. desember sl. kl. 17:10 hafði lögreglan afskipti af þremur aðilum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem höfðu komið með flugi Flugleiða FI-319 frá Osló. Þau kváðust vera sænskir ríkisborgarar á leið til Baltimore í Bandaríkjum Norður Ameríku. Við skoðun á vegabréfum aðilanna kom í ljós að vegabréf eins þeirra var falsað og að vegabréf annars var vegabréf annars manns. Vegabréf kærða virtist vera ófalsað en við uppflettingu í SIS, upplýsingakerfi Schengen, kom í ljós smellur á kærða. Í ljósi þess og að vegabréf hinna tveggja aðilanna reyndust ekki í lagi og að aðilarnir voru samferða kærða var ákveðið að taka þau öll til frekari skoðunar á landamærunum. Upplýsingar úr bókunarkerfi Flugleiða hefur sýnt að aðilarnir eru bókaðir af sama aðila og fyrir ferðir þeirra greitt með einu og sama kreditkortinu. Þá kemur einnig fram í bókunarkerfum Flugleiða að kærði hefur áður ferðast í gegnum Ísland til Baltimore. Þannig mun hann hafa farið við annan mann til Baltimore þann 11. ágúst sl. Áttu kærði og samferðamaður hans í þeirri ferð bókað far til baka þann 10. september. Kærði breytti farmiða sínum og fór til baka þann 17. ágúst en samferðamaður hans mætti ekki í flug sitt til baka frá Bandaríkjunum þann 10. september. Upplýsingar frá landamæralögreglu í Svíþjóð staðfesta að kærði hefur á sl. 5 mánuðum fengið útgefin að minnsta kosti þrjú vegabréf og að þann 27. júlí sl. var aðila er bar vegabréf kærða frávísað frá Þýskalandi. Rannsókn máls þessa er á frumstigi. Kærði er grunaður um standa að skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins eða til annars ríkis. Beðið er gagna varðandi kærða frá lögregluyfirvöldum í Svíþjóð og Þýskalandi. Ætlað brot kærða getur varðað allt að 6 ára fangelsi , sbr. 3. mgr. 57. gr. laga um útlendinga. Um lagarök vísast til 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33, 1944, sbr. 5. gr. laga nr. 97, 1995 og a og b liða 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991. Í málinu er fram kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um brot á 2. og 3. mgr. 57. gr. laga nr. 96/2002 og verður að telja nauðsynlegt að fram fari frekari rannsókn á þátt kærða í broti A og B sem voru handtekin með honum við komuna til Íslands. Hætta þykir á að kærði muni hafa samband við hugsanlega samverkamenn sína ef hann heldur óskertu frelsi sínu meðan frumrannsókn fer fram og reyni jafnvel að komast úr landi, og er því fallist á að skilyrði laga sem vísað er til séu uppfyllt og því beri að verða við kröfu sýslumanns eins og hún er sett fram og nánar greinir í úrskurðarorði. Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. ÚRSKURÐARORÐ Kærði, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. janúar 2005 kl. 16:00. |
Mál nr. 508/2004 | Kærumál Nauðungarsala Skuldajöfnuður | Á hafði greitt lífeyrisiðgjald til T í séreignarsjóð frá 1981. Árin 1992 og 1996 tók Á lán hjá T sem tryggð voru með veði í húseign hans. Í kjölfar fjárdráttar framkvæmdastjóra T var skipuð skilanefnd til að sjá um að slíta sjóðnum. Á lýsti kröfu sinni til nefndarinnar og krafðist þess að krafa sjóðsins vegna nefndra lánveitinga gengi á móti kröfu sinni til inneignar úr honum. Talið var, að réttindi Á væru háð því hverjar eignir væri að finna í sjóðnum og yrði ekki viðurkenndur réttur hans til skuldajafnaðar með annarri fjárhæð en inneign hans sem byggði á raunverulegri fjárhagsstöðu sjóðsins. Skilanefnd T hafi ekki lokið störfum og því ekki ljóst hver réttindi Á ætti í honum. Var því staðfest ákvörðun sýslumanns um framgang nauðungarsölu á húseign Á að kröfu T. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. desember 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. nóvember 2004, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 17. ágúst 2004 um að halda áfram nauðungarsölu á fasteigninni Hofgörðum 26 á Seltjarnarnesi. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnd ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða honum málskostnað fyrir héraðsdómi og kærumálskostnað. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti. Kemur krafa hans um greiðslu málskostnaðar í héraði því ekki til álita. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ástráður Hreiðarsson, greiði varnaraðila, Tryggingasjóði lækna, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 502/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19,1991 til fimmtudagsins 27. janúar 2005 kl. 16.00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. desember 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 27. janúar 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Mál nr. 486/2004 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Kröfugerð J og SÞ í máli þeirra til viðurkenningar á skaðabótarétti vegna leyndra galla á fasteign sem þau höfðu keypt af K og SÁ þótti svo óljós og ónákvæm að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með ódagsettri kæru, sem barst héraðsdómi 6. desember 2004 og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 22. nóvember 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar Katla Bjarnadóttir og Sigmundur Heiðar Árnason krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður óskipt. Varnaraðili Soffía Magnúsdóttir krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða henni kærumálskostnað. Fyrir héraðsdómi stefndu sóknaraðilar Vátryggingafélagi Íslands hf. til réttargæslu og hefur félagið látið kærumál þetta til sín taka á báðum dómstigum. Réttargæslustefndi gerir ekki sjálfstæðar dómkröfur í málinu. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðilar verða dæmd til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Jónas B. Guðmarsson og Sigurborg Þórsdóttir, greiði í kærumálskostnað varnaraðilunum Kötlu Bjarnadóttur og Sigmundi Heiðari Árnasyni hvoru fyrir sig 40.000 krónur og varnaraðilanum Soffíu Magnúsdóttur 75.000 krónur. |
Mál nr. 482/2004 | Kærumál Þinglýsing Óðalsréttur | Aðilar deildu um þá ákvörðun sýslumanns að afmá úr fasteignabók óðalskvöð samkvæmt VIII. kafla jarðalaga nr. 81/2004 af tilteknum spildum sem leigðar höfðu verið úr jörðinni Brautarholti. Í Hæstarétti var tekið fram að ekki yrði dæmt um efni umræddrar ákvörðunar nema tekið væri til athugunar réttmæti þess sem á undan fór, þegar þinglýsingarstjóri tók þá ákvörðun af sjálfsdáðum að skrá yfirlýsingu um óðalskvöð inn á fyrrgreindar leiguspildur. Væri heimild þinglýsingarstjóra samkvæmt 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 við það bundin að hann yrði þess áskynja að færsla í fasteignabók væri röng eða mistök hefðu orðið um þinglýsinguna ella. Með vísan til dóma Hæstaréttar 1993, bls. 1378 í dómasafni það ár og 2001, bls. 3708 þar sem meðal annars var talið, að tilteknar ráðstafanir á fasteignaréttindum úr óðalsjörð gætu orðið til þess, að réttindin yrðu undanskilin óðalsrétti jarðarinnar og að eign, sem þannig hefði verið ráðstafað, gæti talist fullt andlag nauðungarsölu til fullnustu aðfararhæfum kröfum á hendur eiganda hennar, var ekki talið að skilyrðum 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga hafi verið fullnægt, þegar þinglýsingarstjóri ákvað að skrá athugasemd um óðalsréttinn á eignirnar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Guðrún Erlendsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 26. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. desember sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. nóvember 2004, þar sem felld var úr gildi úrlausn sýslumannsins í Reykjavík 3. september 2004 um að afmá úr fasteignabók óðalskvöð samkvæmt VIII. kafla jarðalaga nr. 81/2004 af spildunum Brautarholti III, Brautarholti V, Brautarholti IX, Brautarholti X og Brautarholti XI á Kjalarnesi og lagt fyrir sýslumanninn að færa fasteignabók aftur í það horf að óðalskvaðar sé getið á blöðum þessara spildna í bókinni. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992. Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði breytt þannig að staðfest verði fyrrgreind úrlausn sýslumanns. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðilum gert að greiða henni málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti. Kemur krafa hennar um greiðslu málskostnaðar í héraði þegar af þeirri ástæðu ekki til álita. I. Jörðin Brautarholt var gerð að ættaróðali 1944. Óðalsrétturinn færðist árið 1967 á hendur tveggja bræðra, sem skiptu jörðinni á milli sín 9. desember 1989. Gögn málsins bera með sér að skjali með þessu efni var þinglýst. Við landskiptin var hún hlutuð niður í átta matshluta, sem nefndir voru Brautarholt I-VIII. Var eignarrétti á jarðarhlutunum ráðstafað þannig að þeir urðu ýmist séreign hvors bræðranna fyrir sig eða héldust í sameign þeirra. Fram er komið að skömmu áður hafði verið stofnað til leiguréttar yfir Brautarholti III. Annar bræðranna seldi síðar á leigu spildu, sem kom í hans hlut, og nefnist Brautarholt V, og jafnframt þrjár spildur úr sínum eignarhlutum, sem nefndar eru Brautarholt IX-XI. Sá bræðranna, sem áður var getið, og gert hafði umrædda leigusamninga undirritaði 19. janúar 2004 afsal til dóttur sinnar, varnaraðila málsins. Segir þar í upphafi að hann afsali hér með til varnaraðila „öllum óðalsrétti mínum að Brautarholti, Kjalarnesi, þ.e. Brautarholti II, III, V, VIII, IX, X og XI, sem er skipt út úr Brautarholti“ auk eignarhluta í óskiptum jarðarhlutum „sem fyrirframgreiddum arfi þannig að hún eignast allan eignarhluta minn í Brautarholti, skv. framansögðu.“ Er afsalið áritað um samþykki annarra barna óðalseigandans. Lýsti varnaraðili sig jafnframt reiðubúna til að taka við óðalsréttinum í Brautarholti og reka þar búskap. Meðal málsgagna er bréf sýslumannsins í Reykjavík til Héraðsdóms Reykjavíkur 4. október 2004. Þar segir meðal annars: „Vegna efasemda um að réttindi hefðu verið réttilega skráð í þinglýsingabækur ákvað þinglýsingarstjóri nýlega, ex officio, að skrá yfirlýsingu um óðalskvöð inn á allar eignir viðkomandi jörðinni Brautarholti á Kjalarnesi. Sú aðgerð þinglýsingarstjóra var til varnar hugsanlegum réttarspjöllum er gat varðað hagsmuni landeigenda, lóðarleiguhafa, kröfuhafa og sýslumannsembættisins. Við nánari athugun og í ljósi þess hvernig réttindum hafði verið ráðstafað úr upphaflegri óðalsjörð ákvað þinglýsingarstjóri að afmá athugasemd sína um óðalskvöð af hinum leigðu spildum. Með því færði hann skráningu og lýsingu eigna til fyrra horfs.“ Samkvæmt þessu átti sýslumaður sjálfur frumkvæði að því að færa óðalskvöðina inn í þinglýsingabók á leiguspildurnar fimm, sem ágreiningur málsaðila stendur um. Ekki kemur fram í bréfinu hvenær það var gert með öðrum hætti en að það hafi verið „nýlega“. Með bréfi skiptastjóra sóknaraðilans þrotabús Skala ehf. 2. september 2004 til sýslumanns var þess krafist að hann leiðrétti áðurnefndar færslur varðandi Brautarholt V og Brautarholt X og gæfi út rétt þinglýsingarvottorð svo að sóknaraðilinn næði fram uppboði á eignunum. Með bréfi sýslumannsins til varnaraðila degi síðar var tilkynnt að sú leiðrétting hafi verið gerð á skráningu í fasteignabók að óðalskvöð samkvæmt jarðalögum hafi verið afmáð af fimm leigulóðum úr jörðinni Brautarholti. Síðan segir: „Framangreinda kvöð, sem styðst ekki við þinglýsingu, færði þinglýsingarstjóri nýlega inn á allar spildur sem skipt hafði verið út úr jörðinni Brautarholti á Kjalarnesi. Leiðréttingin er gerð með vísan til 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978.“ Með bréfi til sýslumanns 7. september 2004 mótmælti varnaraðili þessum gerningi og krafðist leiðréttingar með vísan til þess að leiguspildurnar hafi ekki verið leystar úr óðalsböndum. Sýslumaður synjaði beiðni um leiðréttingu degi síðar. Hinn 27. sama mánaðar vísaði varnaraðili ágreiningsefninu til héraðsdóms í samræmi við ákvæði 3. gr. þinglýsingalaga. II. Ekki verður dæmt um efni ákvörðunar, sem þinglýsingarstjóri tók 3. september 2004 og hér er til meðferðar, nema tekið sé til athugunar réttmæti þess sem á undan fór, þegar þinglýsingarstjóri tók þá ákvörðun af sjálfsdáðum að skrá yfirlýsingu um óðalskvöð inn á allar eignir viðkomandi jörðinni Brautarholti. Heimild þinglýsingarstjóra samkvæmt 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga er við það bundin að hann verði þess áskynja að færsla í fasteignabók sé röng eða mistök hafi orðið um þinglýsinguna ella. Í dómum Hæstaréttar 1993, bls. 1378 í dómasafni það ár og 2001, bls. 3708 var fjallað um þá aðstöðu að landi hafði verið skipt út úr óðalsjörð og skorið úr ágreiningi varðandi það hvort útskipti hlutinn væri eftir sem áður háður ákvæðum laga um óðalsrétt. Var þar meðal annars talið, að tilteknar ráðstafanir á fasteignaréttindum úr óðalsjörð gætu orðið til þess, að réttindin yrðu undanskilin óðalsrétti jarðarinnar og að eign, sem þannig hafi verið ráðstafað, geti talist fullt andlag nauðungarsölu til fullnustu aðfararhæfum kröfum á hendur eiganda hennar. Að þessu virtu verður ekki talið að skilyrðum 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga um heimild til leiðréttingar rangrar færslu í fasteignabók eða til leiðréttingar á mistökum við þinglýsingu hafi verið fullnægt, þegar þinglýsingarstjóri ákvað að skrá athugasemd um óðalsréttinn á eignirnar. Samkvæmt öllu framanröktu verður niðurstaða málsins sú að hinn kærði úrskurður verður felldur úr gildi. Rétt er að hver aðilanna beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Úrskurður héraðsdóms er felldur úr gildi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. |
Mál nr. 489/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. desember 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. janúar 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn, þar á meðal endurrit af hljóðritun hollenskra yfirvalda af símtali þriggja manna er tengjast rannsókn málsins. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 476/2004 | Kærumál Dómari Aðstoðarmaður héraðsdómara Ómerking úrskurðar héraðsdóms | Úrskurður héraðsdóms í máli KÁ svf. gegn SK um málskostnað var ómerktur þar sem málið hafði verið tekið fyrir í þinghaldi sem háð var af aðstoðarmanni héraðsdómara og tekið til úrskurðar af honum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. desember sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. nóvember 2004, þar sem varnaraðila var gert að greiða sóknaraðila 70.000 krónur í málskostnað í máli, sem fellt var niður. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér 703.101 krónu í málskostnað samkvæmt framlögðum reikningi. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál á hendur varnaraðila þar sem hann krafðist þess aðallega að veðsetning tiltekinnar fasteignar yrði dæmd ógild. Til vara krafðist hann að fyrrnefndri veðsetningu yrði rift samkvæmt XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Samkvæmt framlögðum endurritum úr þingbók Héraðsdóms Reykjaness var mál þetta sjö sinnum sagt vera tekið fyrir í þinghaldi er háð væri af aðstoðarmanni héraðsdómara, síðast 10. nóvember 2004. Þá var bókað: „Aðilar eru sammála um að fella málið niður um allt annað en málskostnað, en aðilar eru sammála um að leggja ákvörðun um málskostnað í úrskurð dómara og verður úrskurður kveðinn upp 11. 11. 2004. Málið er tekið til úrskurðar um málskostnaðarkröfuna.“ Í þinghaldi þann dag var hinn kærði úrskurður kveðinn upp af héraðsdómara sem ekki hafði áður komið að málinu. Í 17. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla segir: „Til aðstoðar dómurum má ráða til héraðsdómstóla lögfræðinga sem fullnægja skilyrðum 2. - 6. tölul. 2. mgr. 12. gr. Dómstjóri annast slíka ráðningu og gilda um hana almennar reglur um starfsmenn ríkisins að öðru leyti en því að hún skal vera tímabundin og ekki til lengri tíma en fimm ára við sama dómstól.“ Um starfsvið aðstoðarmanna eru ekki nánari ákvæði í lögunum, en svo sem starfsheitið bendir til er ætlunin að þeir séu héraðsdómurum til aðstoðar og geti þannig innt af hendi ýmis verk við undirbúning og framkvæmd þinghalda og meðferð einstakra mála. Samkvæmt athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi að lögum um dómstóla, var ætlunin að dómstólaráð og héraðsdómstólarnir hefðu innan þess ramma, sem ákvæðið setur, svigrúm til að móta verksvið aðstoðarmannanna. Í athugasemdunum var ráð fyrir því gert að störf aðstoðarmanna kæmu í stað fyrrum starfa dómarafulltrúa. Sá meginmunur var þó gerður að aðstoðarmönnum var ekki heimilt að gegna dómstörfum, svo sem fulltrúarnir gátu gert í takmörkuðum mæli. Til þessara breytinga lágu skýrar ástæður, sem tíundaðar voru í frumvarpi til laganna. Sérstök athygli var á því vakin að dómstólaráð gæti sett almennar reglur til leiðbeiningar um starfsvið aðstoðarmanna í skjóli 4. töluliðar 1. mgr. 14. gr. laga nr. 15/1998. Í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 91/1991 segir að dómari stýri þinghaldi og gæti þess að það sé háð eftir réttum reglum. Af þessu og áðurgreindu lagaákvæði um aðstoðarmenn dómara leiðir að þing verður ekki háð nema í nafni og á ábyrgð þess dómara sem dómstjóri hefur falið að fara með mál, sem þar skal tekið fyrir, en aðstoðarmaður getur séð um framkvæmd þess. Jafnframt leiðir staða aðstoðarmanns dómara til þess að verði ágreiningur í þinghaldi ber aðstoðarmanni að kalla til þann dómara sem ábyrgð ber á því til að hlýða á röksemdir málflytjenda og gera að því búnu út um ágreininginn, sbr. XVI. kafla laga nr. 91/1991. Þetta breytir því ekki að aðstoðarmaðurinn getur unnið að drögum að úrskurði eða dómi. Sú aðferð sem viðhöfð var í Héraðsdómi Reykjaness við meðferð máls þessa hefur því ekki stoð í lögum samkvæmt framansögðu og ber að ómerkja hinn kærða úrskurð og meðferð málsins í héraði allt frá þingfestingu þess. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur, svo og meðferð málsins fyrir héraðsdómi frá þingfestingu þess 26. maí 2004, og er því vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 488/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. desember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 19. janúar 2005 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fallist er á að fyrir hendi sé sterkur grunur um að varnaraðili hafi framið brot, sem að lögum geta varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Brotin eru þess eðlis að telja verður gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Er því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 487/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. desember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 16. febrúar 2005 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 176/2004 | Skuldabréf Skjalafals Vitni | Þ var sakfelldur fyrir skjalafals með því að hafa annars vegar selt M þrjú skuldabréf sem hann hafði falsað frá rótum og hins vegar afhent B til notkunar í viðskiptum þrjú skuldabréf, sem hann hlaut að vita að voru öll fölsuð. Þ, sem hafði áður hlotið átta refsidóma, þar af fimm fyrir skjalafals, framdi brot sín þegar hann afplánaði refsivist fyrir að bana A. Kvaðst Þ hafa afhent B umrædd þrjú skuldabréf í því skyni að athuga hvort unnt væri að gera kröfu í dánarbú A. Var þessi háttsemi talin svívirðileg og virt honum til refsiþyngingar, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var refsing hans ákveðin fangelsi í 2 ár og sex mánuði, sbr. 77. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 30. apríl 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða af fyrsta og öðrum lið ákæru og að refsing hans verði þyngd. Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing verði milduð. I. Ákærði hefur meðal annars reist málsvörn sína fyrir Hæstarétti, að því er snertir 1. lið ákæru, á því að rannsókn málsins hafi verið ábótavant og hlutlægni hafi ekki verið gætt við hana, sbr. 31. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þannig hafi við rannsókn á þessu sakarefni hvorki verið kannaður bankareikningur M né „nokkur tengsl“ milli sölu þriggja skuldabréfa, sem getið er um í ákæru, og tiltekinnar greiðslu M á 1.200.000 krónum til ákærða, sem ákæruvaldið byggi á að hafi komið í hlut ákærða við sölu bréfanna. Einnig hafi borið að rannsaka bankareikninga M, meðal annars með tilliti til þess hvert greiðslan, sem hann fékk við sölu bréfanna, hafi runnið. Þá telur ákærði að héraðsdómara hafi verið óheimilt að víkja sér úr þinghaldi á meðan vitnið BS, fyrrverandi eiginkona hans, gaf skýrslu sem vitni, en hún bar áður nafnið BR. Í þinghaldi við framhald aðalmeðferðar málsins 9. febrúar 2004 fór vitnið þess á leit að ákærða yrði gert að víkja úr þinghaldinu meðan hún gæfi skýrslu fyrir dóminum. Vitnið gaf þá skýringu á kröfu sinni að það væri hrætt við ákærða og gæti ekki borið á „eðlilegan“ hátt og vissi ekki hvort það myndi segja „allt“ ef ákærði yrði viðstaddur skýrslugjöfina. Ákæruvaldið tók undir þessa kröfu hennar. Var fært til bókar að ákærði viki frá um stund. Í framhaldi þess tók héraðsdómari þá ákvörðun að víkja ákærða úr þinghaldinu með vísan til 6. mgr. 59. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt því ákvæði getur dómari orðið við kröfu um að sakborningur verði látinn víkja úr þinghaldi á meðan vitni gefur skýrslu fyrir dómi, ef dómari telur nærveru ákærða geta orðið vitninu til íþyngingar eða geti haft áhrif á framburð þess. Er verjandi ákærða hugðist tilkynna ákærða þessa ákvörðun dómarans var hann farinn af vettvangi. Ákvörðunin var ekki kærð til Hæstaréttar og verður því ekki tekin afstaða til þess hvort hún var réttmætt. Framangreindar athugasemdir hnekkja ekki niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, sem verður staðfestur með vísan til forsendna hans. II. Ákærða er gefið að sök í 2. lið ákæru að hafa afhent áðurnefndri BS þrjú skuldabréf, samtals að fjárhæð 2.500.000 krónur, sem þar er nánar er lýst. Bréfin eru sögð gefin út 1. febrúar 1995 af BH og framseld af ákærða til BR 10. október 1998. Lánstíminn skyldi vera sex ár, en gjalddagi fyrstu afborgana 1. febrúar, 1. apríl og 1. júní 2001. Vextir skyldu reiknast frá 1. febrúar, 1. apríl og 1. júní 1995. Í sérstökum reit skuldabréfanna kemur fram að A takist á hendur sjálfskuldarábyrgð á láninu og í öðrum reit þeirra að skuldareiganda sé sett „að handveði” tiltekin íbúð að [...] í Reykjavík „ásamt öllu innbúi.“ Ákærði hefur haldið því fram að skuldabréfin þrjú hafi sennilega verið gefin út um mánaðamót september/október 1998 í tengslum við fjárhagsuppgjör hans og A heitins, en hann hafi hins vegar ekki framselt bréfin fyrr en nokkrum dögum áður en þau fóru í innheimtu til lögfræðings í febrúar 2001. Ákærði fullyrti fyrir dómi að A hafi afhent honum bréfin vegna skuldar A við sig sem tengdust V hf. Með dómi Hæstaréttar 18. maí 2000, sem birtur er í dómasafni réttarins það ár, bls. 1942, var ákærði dæmdur fyrir að hafa orðið A að bana á heimili þess síðarnefnda aðfaranótt 14. júlí 1999. Í því máli hélt ákærði fram að umrætt sinn hafi þeir A deilt um óuppgerða skuld A við sig vegna svokallaðs V-máls. Framburður ákærða í máli því sem hér er til meðferðar um að A hafi gefið skuldabréfin út haustið 1998 vegna uppgjörs þeirra á áðurgreindri skuld er í andstöðu við þennan framburð hans. Í skuldabréfunum er sem fyrr segir ákvæði þess efnis að fasteign sé sett að handveði. Fasteign verður ekki sett að handveði og verður að telja afar fátítt að skuldabréf séu útbúin með slíkum ákvæðum. Í bréfunum sem um er fjallað í 1. lið ákæru voru einnig ákvæði um handveðsetningu fasteignar. Ákærði viðurkenndi að hafa útbúið þau. Af því verður ráðið að hann hafi talið slíka veðsetningu fá staðist. Bendir þetta til þess að ákærði hafi einnig átt hlut að máli þegar skuldabréfin sem hér um ræðir voru fyllt út. Niðurstaða rithandarrannsóknar, sem reifuð er í héraðsdómi, styður einnig þá staðhæfingu ákæruvalds að bréfin séu fölsuð. Að öllu þessu virtu, og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, þykir sannað að ákærði hafi hlotið að gera sér grein fyrir því að skuldabréfin voru fölsuð er hann afhenti þau til notkunar í viðskiptum. Brot hans er réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru. Með vísan til forsendna héraðsdóms er staðfest niðurstaða hans um refsingu ákærða. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Steingríms Þormóðssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur. |
Mál nr. 477/2004 | Kærumál Þinglýsing | ÞH sagði upp lóðarleigusamningi við G og ÞS og lét þinglýsa þeirri yfirlýsingu. Þinglýsingastjóri tók við yfirlýsingunni og í því fólst að eigendaskráningu fasteignarinnar Elliðahvamms var breytt á þann veg að þinglýstar eignarheimildir að spildunni og mannvirkjum sem á henni stóðu voru í höndum ÞH í stað G og ÞS áður. G og ÞS kröfðust þess að þessi úrlausn þinglýsingarstjóra yrði afmáð úr fasteignabók. Tekið var fram að þegar ÞH óskaði þinglýsingar á umræddri yfirlýsingu voru G og ÞS þinglýstir eigendur fasteignarinnar, sbr. 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Engin efni hefðu staðið til þeirrar niðurstöðu þinglýsingarstjóra að þinglýst réttindi G og ÞS til spildunnar og mannvirkja sem á henni stóðu væru fallin niður með yfirlýsingunni og breyting á eigendaskráningu í fasteignabók yrði réttilega grundvölluð á henni. Hefði þinglýsingarstjóra því borið að synja um þinglýsinguna. Var krafa G og ÞS um að yfirlýsingin yrði afmáð úr fasteignabók því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 28. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. desember sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. nóvember 2004, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að uppsögn sóknaraðila á lóðarleigusamningi um Elliðahvamm í Kópavogi, sem þinglýst var 15. mars 2004, yrði afmáð úr fasteignabók. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði breytt þannig að fyrrgreindri uppsögn skuli þinglýst sem athugasemd í fasteignabók sýslumanns undir „kvaðir og önnur eignabönd“. Þá krefst hann þess að varnaraðilum verði gert að greiða sér óskipt málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðilar krefjast þess aðallega að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur og að eigendaskráning fyrrgreindrar fasteignar verði færð í fyrra horf en til vara að uppsögn sóknaraðila á lóðarleigusamningi um fasteignina verði þinglýst sem athugasemd í fasteignabók undir „kvaðir og önnur eignabönd“ og að eigendaskráning fasteignarinnar verði færð í fyrra horf. Þá krefjast varnaraðilar þess að ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað verði staðfest og að þeim verði dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Þorsteinn Hjaltested, greiði varnaraðilum, Guðrúnu Alisu Hansen og Þorsteini Sigmundssyni, samtals 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 483/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Í greinargerð lögreglu kemur fram að ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans í Reykjavík rannsaki ætluð brot gegn almennum hegningarlögum er varði stórfelldan innflutning sterkra fíkniefna til landsins. Málið hafi sætt rannsókn um nokkra mánaða skeið, símar sakborninga hafi verið hlustaðir og fylgst hafi verið með ferðum þeirra. Á rannsóknartímabilinu hafi verið lagt hald á mikið magn fíkniefna í mismunandi sendingum. Málið sé umfangsmikið og þáttur einstakra sakborninga sé talinn mismunandi umfangsmikill og í einhverjum tilvikum er hann talinn afmarkaður við einstaka sendingar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru, sem barst héraðsdómi 6. desember 2004 og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. desember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 14. janúar 2005 kl. 16.00. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fallist er á að fyrir hendi sé sterkur grunur um að varnaraðili hafi framið brot, sem að lögum geta varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Brotið er þess eðlis að telja verður gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Er því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 478/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Í greinargerð lögreglu kemur fram að á undanförnum vikum hafi lögregla margoft þurft að hafa afskipti af X vegna ýmissa afbrota. Lögreglan hafi nú til rannsóknar og til afgreiðslu fjölda brota þar sem X er kærður og munu þau verða reifuð stuttlega hér á eftir. Játning liggi fyrir í flestum málanna. Þegar sé fyrir héraðsdómi Reykjavíkur sakamálið [...] þar sem kærði sé ákærður. Kærði hafi ekki enn mætt í því máli þrátt fyrir birt fyrirkall. Gefin hafi verið út handtökuskipun og næsta fyrirtaka fyrirhuguð fimmtudaginn nk. 2. desember. Dómari í málinu sé Arnfríður Einarsdóttir. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 11. janúar 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Skilja verður kæru varnaraðila þannig að hann krefjist þess að gæsluvarðhald hans verði fellt úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 469/2004 | Kærumál Málskostnaður | Máli S á hendur F hf. var fellt niður í héraðsdómi að kröfu þess fyrrnefnda eftir að F hf. hafði lagt fram greinargerð í málinu. F hf. krafðist þess fyrir Hæstarétti að S yrði gert að greiða því hærri málskostnað en í úrskurði héraðsdóms. Með vísan til atvika málsins og þeirrar vinnu sem F hf. hafði lagt í málið var talið hæfilegt að S greiddi F hf. 300.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2004, þar sem mál varnaraðila gegn sóknaraðila var fellt niður og varnaraðila gert að greiða honum 150.000 krónur í málskostnað. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér 2.382.971 krónu í málskostnað fyrir héraðsdómi, en til vara „aðra hærri fjárhæð en í úrskurðinum greinir.“ Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði höfðaði varnaraðili mál á hendur sóknaraðila þar sem hann krafðist þess að viðurkennt yrði að komist hefði á gildur samningur milli aðila um kaup á hlutum í tilteknum tveimur félögum fyrir 680.000 bandaríkjadali og að sóknaraðila yrði gert skylt að afsala þeim til varnaraðila. Máli milli sömu aðila um sama sakarefni hafði verið vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar 5. febrúar 2004 í máli nr. 218/2003. Mál þetta var þingfest 17. febrúar 2004 og tók sóknaraðili til varna í því og lagði fram greinargerð. Á dómþingi 9. nóvember síðastliðinn óskaði varnaraðili hins vegar eftir því að málið yrði fellt niður. Gerði sóknaraðili þá kröfu um að sér yrði úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðila. Gekk hinn kærði úrskurður í framhaldi af því. Krafa sóknaraðila er reist á því að dæma beri honum málskostnað í samræmi við málskostnaðarreikning, er lagður var fram í þinghaldi 9. nóvember síðastliðinn. Þar kemur fram að þóknun lögmannsins sé 1.914.033 krónur, en þar er miðað við tiltekið grunngjald og ákveðið hlutfall af stefnufjárhæð án virðisaukaskatts. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 skal stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað ef máli er vísað frá dómi eða það er fellt niður af annarri ástæðu en þeirri að stefndi efni þá skyldu, sem hann er krafinn um í máli. Er aðila rétt að krefjast greiðslu málskostnaðar úr hendi gagnaðila eftir mati dómsins eða samkvæmt sundurliðuðum reikningi sem er lagður fram ekki síðar en við aðalmeðferð máls, sbr. 3. mgr. 129. gr. laganna. Þegar atvik málsins eru virt og sú vinna sem sóknaraðili hafði lagt í málið, þykir hæfilegt að varnaraðili greiði honum 300.000 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Varnaraðili, Skúli Þorvaldsson, greiði sóknaraðila, Fjárfestingafélaginu Þori hf., 300.000 krónur í málskostnað í héraði. Varnaraðili greiði sóknaraðila 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 459/2004 | Kærumál Þinglýsing | M ehf. krafðist þess að sér yrði heimilað að þinglýsa stefnu eða útdrætti úr henni á tilteknar fasteignir í máli þess gegn Ú ehf. og L ehf. þar sem M ehf. gerði meðal annars kröfur um viðurkenningu á eignarrétti sínum að fasteignunum. Þótti M ehf. hafa fært fram nægileg rök fyrir því, að það kynni að eiga þau réttindi sem það krafðist, til þess að rétt teldist að verða við kröfunni. Var M ehf. því heimilað að þinglýsa stefnunni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. nóvember sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. október 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að stefnu í máli hans á hendur varnaraðilum eða útdrætti úr henni megi þinglýsa á lóðirnar Sóleyjarima 19, 21 og 23 í Reykjavík. Kæruheimild er í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðili krefst þess að sér verði heimilað að þinglýsa stefnunni eða útdrætti úr henni. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði styðst tilkall varnaraðila Lindarvatns ehf. til lóðanna, sem málið greinir, við samþykkt gagntilboð 6. desember 2003. Í því er kveðið svo á að undirritun seljandans, varnaraðila Úthlíðar ehf. sé með þeim fyrirvara að fyrra kauptilboð um sömu lóð við Helga Rafnsson og fleiri fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags verði ekki uppfyllt. Síðan segir: „Fyrri kaupandi hefur frest til kl. 16:00 þann 08.12.2003 til þess að uppfylla kauptilboðið, en að þeim tíma liðnum öðlast gagnboð þetta gildi hafi hann ekki greitt seljanda andvirði lóðarinnar.“ Sóknaraðili fékk framselt tilboð Helga Rafnssonar og setti tryggingu fyrir greiðslu kaupverðsins, áður en umræddur frestur var úti. Samþykkti seljandinn, varnaraðilinn Úthlíð ehf., að greiðsluskyldu kaupandans væri fullnægt með þessum hætti. Sóknaraðili byggir tilkall sitt til lóðanna á þessum löggerningi. Liggur fyrir í málinu, að hann hafi síðar greitt varnaraðilanum Úthlíð ehf. umsamið kaupverð 85.500.000 krónur, en þessir aðilar hafi síðan þann 25. mars 2004 gert með sér samkomulag um að þessi varnaraðili endurgreiddi sóknaraðila kaupverðið meðan unnið væri að því að fá þinglýsingu varnaraðilans Lindarvatns ehf. aflétt af lóðunum. Fylgdi samkomulaginu yfirlýsing frá Íslandsbanka hf. um að bankinn myndi greiða fjárhæðina til varnaraðilans Úthlíðar ehf., „þegar fyrir liggur þinglýstur kaupsamningur milli þess félags og Mótáss ehf. ... um eignirnar.“ Í hinum kærða úrskurði er lýst ágreiningi milli málsaðila um þinglýsingu eignarheimilda sinna að hinum umdeildu lóðum og úrlausn dómstóla um hann. Fallist er á það sem fram kemur í hinum kærða úrskurði, að ágreiningur aðila um efnislegan rétt til lóðanna hafi ekki verið leiddur til lykta í því máli. Málsókn kæranda nú hefur hins vegar það markmið að fá dæmt um hin efnislegu réttindi. Úrræði 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga um þinglýsingu á stefnu eða útdrætti hennar hefur það markmið, að gera viðsemjendum þinglýsts eiganda viðvart um ágreining sem varðar réttindi yfir fasteign. Í athugasemdum með frumvarpi til þessara laga á sínum tíma kemur fram, að til þess að rétt sé að taka til greina kröfu um þinglýsingu stefnu, þurfi aðstæður að vera svipaðar því, sem á er kveðið í 2. mgr. 27. gr. laganna. Samkvæmt því þarf sá sem þinglýsingar beiðist að færa fram veigamikil rök fyrir rétti þeim sem hann sækir til þess að fallist verði á kröfu hans. Þessi skilningur ákvæðisins hefur hlotið staðfestingu í dómaframkvæmd, sbr. dómasafn Hæstaréttar 1999 bls. 1498. Svo er að sjá sem ágreiningur málsaðila um rétt til lóða þeirra, sem málið varðar, snúist annars vegar um þýðingu þess fyrirvara í gagntilboðinu 6. desember 2003, sem fyrr var nefndur, og hins vegar um, hvort skilyrði fyrirvarans hafi verið fullnægt þegar tilboð Helga Rafnssonar var framselt sóknaraðila og hann setti tryggingu fyrir greiðslu kaupverðs fyrir lóðirnar á þann hátt sem lýst var. Ekki verður tekin afstaða til þessara ágreiningsefna við meðferð þessa kærumáls, enda verður það gert og á þau lagður dómur eftir að þau hafa verið skýrð við meðferð málsins fyrir dómi. Allt að einu þykir sóknaraðili hafa fært fram nægileg rök fyrir því, að hann kunni að eiga þau réttindi sem hann krefst, til þess að rétt teljist að verða við kröfu hans um að þinglýsa megi stefnunni eða útdrætti úr henni. Samkvæmt þessu verður tekin til greina krafa sóknaraðila um að þinglýsa megi stefnunni í máli hans gegn varnaraðilum, en útdráttur hennar hefur ekki verið lagður fram í málinu og kemur því ekki til álita að leyfa þinglýsingu hans. Varnaraðilum verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Sóknaraðila, Mótási ehf., er heimilt að láta þinglýsa stefnu í málinu nr. E-08491/2004, sem hann hefur höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur varnaraðilum, Úthlíð ehf. og Lindarvatni ehf., og þingfest var 5. október 2004. Varnaraðilar greiði sóknaraðila kærumálskostnað, samtals 100.000 krónur. |
Mál nr. 468/2004 | Kærumál Lögræði | Y krafðist að X, sem er bæði einhverfur og þroskaheftur, yrði sviptur sjálfræði og fjárræði. Ekki var fallist á að Y hefði þrátt fyrir fötlun varnaraðila sýnt fram á, að skilyrði 4. gr. lögræðislaga væru fullnægt, þannig að þörf krefðist þeirrar ráðstöfunar. Var úrskurður héraðsdóms því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að svipta varnaraðila lögræði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðili verði sviptur lögræði, bæði sjálfræði og fjárræði. Þá krefst hún þess að þóknun talsmanns hennar fyrir Hæstarétti verði greidd úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og að þóknun skipaðs verjanda hans verði greidd úr ríkissjóði. Sóknaraðili er móðir varnaraðila. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði er varnaraðili einhverfur og þroskaheftur sem lýsir sér meðal annars í skertum félagsþroska og tjáskiptaerfiðleikum. Óumdeilt er að hann er algerlega upp á aðra kominn með persónulega hagi sína og fjármál. Í málinu liggur fyrir að varnaraðili nýtur aðstoðar og aðhlynningar náinna vandamanna sinna, þar á meðal sóknaraðila, og starfsfólks sambýlisins þar sem hann býr. Þá hefur ekkert komið fram sem bendir til að fjármuna varnaraðila sé ekki vel gætt eða hann hafi sýnt vilja til að ráðstafa þeim sjálfur. Að þessu virtu verður ekki fallist á að sóknaraðili hafi þrátt fyrir fötlun varnaraðila sýnt fram á, að skilyrði 4. gr. lögræðislaga sé fullnægt, þannig að þörf krefjist þeirrar ráðstöfunar að svipta hann sjálfræði og fjárræði. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun talsmanns sóknaraðila og skipaðs verjanda varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun talsmanns sóknaraðila, Ragnars Halldórs Hall hæstaréttarlögmanns, og skipaðs verjanda varnaraðila, Evu B. Helgadóttur héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 50.000 krónur til hvors þeirra, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 463/2004 | Kærumál Gagnsök Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Í vistunarsamningi, sem var undirritað samhliða samningi um stofnun eignarhaldsfélagsins, er rakin sú þjónusta sem gagnstefnda var ætlað að veita: Að veita eignarhaldsfélaginu heimilisfesti. Að halda utan um bækur eignarhaldsfélagsins, hlutaskrá og skattskil. Að undirbúa aðalfundi eignarhaldsfélagsins og sjá um framkvæmd þeirra. Að taka á móti öllum póstsendingum er berast eignarhaldsfélaginu. Að framsenda til stjórnarmanna eignarhaldsfélagsins, að þeirra ósk, allar slíkar sendingar. Að sjá til þess að greidd séu öll lögbundin gjöld í Luxemburg. Að tryggja að ársreikningur verði undirbúinn og frágenginn. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. október 2004, þar sem vísað var frá dómi gagnsök, sem sóknaraðili höfðaði í máli varnaraðila á hendur sér. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka gagnsökina til efnislegrar meðferðar. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdómara og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 470/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Að lokinni uppsögu ofangreinds gæsluvarðhaldsúrskurðar, var því lýst yfir af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík að um tilhögun gæsluvarðhaldsvistar færi samkvæmt b.-, c.- og d.- liðum 108. gr. laga nr. 19/1991. Jafnframt var því þó lýst yfir að berist beiðni um að kærði óski eftir að hitta foreldra sína eða annan náinn aðstandanda þá verði að öllum líkindum fallist á slíka beiðni að höfðu samráði við Fangelsismálastofnun ríkisins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. nóvember 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærðir eru tveir úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 9. desember 2004 kl. 16 og staðfest var ákvörðun sóknaraðila um að gæsluvarðhaldið yrði með þeim takmörkunum, sem heimilaðar eru í b., c. og d. liðum 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Málin voru sameinuð með ákvörðun Hæstaréttar 29. nóvember 2004. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði gæsluvarðhaldsúrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann að vistin í gæsluvarðhaldi verði án þeirra takmarkana sem greinir í b., c. og d. liðum 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991. Sóknaraðili krefst þess að úrskurðir héraðsdóms verði staðfestir. Með vísan til forsendna hinna kærðu úrskurða verða þeir staðfestir. Dómsorð: Hinir kærðu úrskurðir eru staðfestir. |
Mál nr. 458/2004 | Kærumál Umferðarlagabrot Útivistardómur Endurupptaka | E óskaði eftir því að dómur í máli hennar yrði endurupptekinn. Talið var að skilyrði 2. mgr. 126. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála væru ekki uppfyllt til að taka málið upp og var kröfu hennar því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Norðurlands eystra 2. nóvember 2004, þar sem hafnað var endurupptöku á máli sóknaraðila gegn varnaraðila, sem lokið var 14. september 2004 með héraðsdómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að synjun héraðsdómara á endurupptöku málsins verði felld úr gildi og málið verði tekið fyrir á ný. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 14. september 2004 höfðaði lögreglustjórinn á Akureyri mál á hendur varnaraðila með ákæru, sem gefin var út 27. maí 2004. Var henni gefið að sök umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni RU 169 yfir gatnamót Mýrarvegar og Þingvallastrætis á Akureyri á móti rauðu umferðarljósi. Fyrirkall í málinu var gefið út 29. júní 2004 og birt varnaraðila daginn eftir. Hún kom hins vegar ekki fyrir dóm og var málið að kröfu sóknaraðila því með vísan til 1. mgr. 126. gr. laga nr. 19/1991 dómtekið. Með dómi héraðsdóms var varnaraðili dæmd til að greiða 15.000 krónur í sekt, sem skyldi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, ella skyldi hún sæta 2 daga fangelsi í stað sektarinnar. Samkvæmt gögnum málsins var dómurinn birtur varnaraðila 21. september 2004. Með bréfi 6. október 2004 til ríkissaksóknara lýsti varnaraðili yfir áfrýjun dómsins. Sú yfirlýsing var hvorki talin gild né marktæk að lögum samkvæmt bréfi ríkissaksóknara 7. sama mánaðar. Hins vegar tók hann fram að þar sem um útivistardóm væri að ræða gæti varnaraðili krafist þess að málið yrði endurupptekið, en slíkri kröfu bæri að beina til Héraðsdóms Norðurlands eystra innan áfrýjunarfrests sem væri að fullu liðinn 19. október 2004. Með bréfi til héraðsdómara 11. október 2004 leitaði sonur varnaraðila eftir því að málið yrði endurupptekið. Þeirri beiðni til stuðnings vísaði hann til þess að varnaraðili hefði haft forföll þegar málið var þingfest og ekki haft tök á að tilkynna dóminum það. Með hinni kærðu ákvörðun hafnaði héraðsdómari að taka málið upp á ný. II. Samkvæmt 2. mgr. 126. gr. laga nr. 19/1991 getur ákærði krafist þess, hafi máli hans verið lokið með dómi að honum fjarstöddum, að það verði endurupptekið til nýrrar meðferðar í héraði ef hann sannar að hann hafi haft lögmæt forföll og ekki verið unnt að tilkynna það í tíma. Í máli þessu liggur ekki fyrir umboð varnaraðila til sonar síns til að leita eftir endurupptöku málsins. Samkvæmt endurriti úr þingbók Héraðsdóms Norðurlands eystra 2. nóvember síðastliðinn lýsti varnaraðili því yfir að hún hefði ekki mætt við þingfestingu málsins „þar sem hún hafi talið það óþarft þar sem hún hafi talið málið úr sögunni þá“ svo sem bókað var eftir henni í þingbók. Að þessu virtu eru ekki uppfyllt skilyrði samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði til að taka málið upp og verður kröfu um það því hafnað. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun er staðfest. |
Mál nr. 439/2004 | Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Gagnaöflun Ómerking úrskurðar héraðsdóms | Úrskurður héraðsdóms var ómerktur í máli aðila og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar þar sem héraðsdómari hafði sjálfur aflað gagna án þess að hafa áður látið reyna á það hvort aðilarnir yrðu við tilmælum hans um gagnaöflun. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. október 2004, þar sem leyst var úr ágreiningi aðilanna um forsjá sonar þeirra til bráðabirgða og umgengni við hann. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur ásamt meðferð málsins frá því að beiðni kom fram um ákvörðun forsjár til bráðabirgða, en til vara að honum verði falin forsjá barnsins til bráðabirgða og að umgengni varnaraðila og barnsins verði aðra hverja helgi frá fimmtudagssíðdegi til mánudagsmorguns. Jafnframt krefst hann þess að varnaraðila verði gert að greiða sér meðlag með barninu frá dómsuppsögu, sem sé jafnhátt og barnalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins. Til þrautavara krefst sóknaraðili þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um niðurfellingu sameiginlegrar forsjár meðan forsjármál þeirra er rekið, lögheimili barnsins verði áfram hjá sér og það „búi á víxl hjá málsaðilum, eins og verið hefur“. Að því frágengnu krefst hann þess að hinum kærða úrskurði verði breytt þannig að umgengni hans og barnsins verði að minnsta kosti aðra hverja helgi frá fimmtudagssíðdegi til þriðjudagsmorguns. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt. I. Samkvæmt gögnum málsins gengu aðilarnir í hjúskap í ágúst 1999, en rúmu ári síðar fæddist sonur þeirra. Sambúðinni lauk í október 2003 þegar varnaraðili flutti af heimili þeirra. Sóknaraðili höfðaði mál á hendur varnaraðila í desember sama ár í því skyni að fá forsjá barnsins, auk þess sem hann gerði kröfu um að honum yrði falin forsjá þess til bráðabirgða. Því máli lauk með dómsátt 19. mars 2004, þar sem kveðið var á um sameiginlega forsjá barnsins og að það skyldi eiga lögheimili hjá sóknaraðila. Átti barnið að búa hjá aðilunum á víxl, eina viku í senn frá fimmtudegi til fimmtudags. Varnaraðili höfðaði mál 31. ágúst 2004 á hendur sóknaraðila, þar sem hún krafðist þess að forsjá barnsins yrði dæmd sér. Sóknaraðili krafðist þess í málinu að honum yrði dæmd forsjáin. Þegar málið var tekið fyrir á dómþingi 11. október 2004 lagði varnaraðili fram kröfu um að sér yrði falin forsjá barnsins til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun lægi fyrir um hana. Í þinghaldi 18. sama mánaðar gerði sóknaraðili kröfur um þetta efni fyrir sitt leyti, sem voru í meginatriðum samsvarandi áðurgreindri varakröfu hans og þrautavarakröfu fyrir Hæstarétti. Samkvæmt endurriti úr þingbók var síðastgreint ágreiningsefni tekið fyrir á dómþingi 22. október 2004. Lagði varnaraðili fram sjö skjöl í upphafi þinghaldsins. Í framhaldi af því lagði héraðsdómari fram bréf sín til skólaskrifstofu og félagsþjónustu Hafnarfjarðar 20. október 2004 ásamt svarbréfum þeirra og nánar tilteknum fylgigögnum, samkomulag milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um leikskóladvöl barna, sem flytjast milli leikskóla, og skýrslu sálfræðings frá 21. október 2004 um tengsl milli aðilanna og sonar þeirra. Að lokinni skýrslugjöf aðila og munnlegum málflutningi var ágreiningsefnið tekið til úrskurðar. Með hinum kærða úrskurði var varnaraðila falin forsjá barnsins til bráðabirgða og umgengni þess við sóknaraðila ákveðin. II. Krafa sóknaraðila um ómerkingu hins kærða úrskurðar er reist á því að héraðsdómara hafi verið óheimilt að afla sjálfur fyrrnefndra gagna í málinu. Hefði dómarinn þess í stað getað lagt fyrir aðilana að afla þessara gagna í samræmi við ákvæði 2. mgr. 42. gr. barnalaga. Þá bendir sóknaraðili á að gögnin hafi ekki verið kynnt aðilum fyrr en við málflutning um ágreining þeirra um bráðabirgðaforsjá. Varnaraðili mótmælir því að héraðsdómara hafi verið óheimilt að afla þessara gagna, en þau hafi aðeins varðað atriði, sem þegar voru komin fram í málinu. Sóknaraðila hefði borið að mótmæla því að þessi skjöl yrðu lögð fram ef hann taldi ástæðu til að gera athugasemdir við þessa gagnaöflun. Þar sem það hafi ekki verið gert hafi hann samþykkt að þau kæmust að í málinu og að byggt yrði á þeim. Samkvæmt 2. mgr. 42. gr. barnalaga getur dómari lagt fyrir aðila máls um forsjá barns að afla tilgreindra gagna, sem varða aðstæður þeirra eða barna þeirra. Verði aðili ekki við tilmælum dómara eða sé honum það ókleift getur dómari sjálfur aflað gagna, sem hann telur nauðsynleg til að leggja megi dóm á málið. Þetta ákvæði verður að skýra með tilliti til þess að það felur í sér undantekningu frá þeirri grundvallarreglu að aðilar fari með forræði einkamáls. Í máli þessu liggur fyrir að héraðsdómari aflaði sjálfur gagna án þess að hafa áður látið reyna á það hvort aðilarnir yrðu við tilmælum hans um gagnaöflun. Til slíkrar íhlutunar í málinu skorti lagaheimild. Af þessum sökum verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð og meðferð málsins fyrir héraðsdómi frá og með þinghaldi 22. október 2004 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Gjafsókn, sem varnaraðila var veitt 1. nóvember 2004, var bundin við rekstur forsjármáls aðilanna í héraði. Kemur því ekki til þess að mæla fyrir um gjafsóknarkostnað í kærumáli þessu, sbr. 5. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur og meðferð málsins frá og með þinghaldi 22. október 2004. Er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 462/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti stæði, sbr. c. lið 1. mgr. 103. gr. og 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. nóvember 2004, þar sem fallist var á kröfu sóknaraðila um að varnaraðili sætti áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. desember 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 461/2004 | Kærumál Gæsluvarðhaldsvist | Ár 2004, miðvikudaginn 17. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Skúla Magnússyni héraðsdómara, uppkveðinn úrskurður þessi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. nóvember 2004, þar sem hafnað var kröfum varnaraðila um nánar tiltekin atriði varðandi tilhögun gæsluvarðhaldsvistar hans. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að vistin í gæsluvarðhaldinu verði án þeirra takmarkana sem greinir í b., c. og d. liðum 1. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 424/2004 | Kærumál Tekjuskattur Sameignarfélag | J krafðist þess aðallega að fjárnám sem sýslumaður hafði gert hjá henni til tryggingar kröfu tollstjóra yrði fellt úr gildi en til vara að fjárhæð kröfunnar yrði lækkuð. Var krafan til komin vegna endurákvörðunar skattstjórans í Reykjavík á opinberum gjöldum tiltekins sameignarfélags vegna ársins 1998 en J var einn eigenda sameignarfélagsins. Þeirri ákvörðun hafði verið skotið til yfirskattanefndar sem tók hluta af kröfunum til greina. Ekki var fallist á að annmarkar á málsmeðferð leiddu til þess að úrskurðurinn yrði ógiltur af þeim sökum. Þá þótti J ekki hafa sýnt fram á að sá reikningsskilamáti að færa tekjur, sem runnið hefðu til sameignarfélagsins vegna sölu á öðru félagi í eigu sömu aðila, sem fjármuni í vörslum fyrrgreinda félagsins tímabundið og frádráttarbær gjöld í skattskilum þess. Auk þessa var ekki fallist á að það leiddi til óréttmætrar tvísköttunar sömu tekna ef kröfum hennar yrði hafnað. Að lokum var talið að skilyrði hefðu verið til að beita álagi á hinn endurákvarðaða skattstofn samkvæmt 2. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og að ekki hafi verið fyrir hendi sú aðstaða að fella álagið niður samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins. Var kröfum J því hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. september 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fellt yrði úr gildi fjárnám, sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá henni 21. janúar 2004 fyrir kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess aðallega að fyrrnefnt fjárnám verði fellt úr gildi, en til vara að fjárhæð kröfu varnaraðila verði lækkuð. Þá krefst hún að sér verði dæmdur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 450/2004 | Kærumál Upplýsingaskylda Fjarskipti | Hafnað var kröfu sýslumanns um að M hf. yrði gert að veita lögreglunni í Keflavík upplýsingar um handhafa tiltekinnar IP tölu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. nóvember 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að veita lögreglunni í Keflavík upplýsingar um handhafa tiltekinnar IP tölu. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að framangreind krafa hans verði tekin til greina. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 447/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Tilhögun gæsluvarðhalds | Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans í Reykjavík rannsaki meint brot gegn almennum hegningarlögum er varði stórfelldan innflutning fíkniefna til landsins. Rannsókn málsins hafi staðið yfir um alllangt skeið og hafi fjöldi manns gefið skýrslu með réttarstöðu sakbornings. Málið sé umfangsmikið og taki til fleiri en einna fíkniefnasendinga, sem lögregla hafi lagt hald á, og sé aðild hinna grunuðu í nokkrum tilvikum einskorðuð við einstaka sendingar. Kærði sé grunaður um að hafa staðið fyrir innflutningi á 7.694 g af amfetamíni, en efnið hafi verið falið í vörusendingu, sem lögreglan hafi lagt hald á [...]. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. nóvember 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 25. nóvember 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Verði aðalkrafa varnaraðila ekki tekin til greina krefst hann þess að héraðsdómara verði gert að taka til efnismeðferðar kröfu um tilhögun gæsluvarðhaldsvistunar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um gæsluvarðhald yfir varnaraðila. Eftir að hinn kærði úrskurður hafði verið kveðinn upp á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2004 og sóknaraðili hafði kynnt varnaraðila tilhögun gæsluvarðhaldsvistar samkvæmt 108. gr. laga nr. 19/1991 krafðist varnaraðili að gæsluvarðhald yfir honum yrði „án takmarkana“, eins og bókað var í þingbók. Héraðsdómari ákvað að ekki yrði leyst úr þeirri kröfu án þess að skriflegt og rökstutt erindi þess efnis bærist dóminum. Með vísan til 4. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991, með ároðnum breytingum, sbr. 75. gr. sömu laga, bar héraðsdómara að taka kröfu varnaraðila um tilhögun gæsluvarðhalds til efnismeðferðar. Verður því lagt fyrir héraðsdómara að taka þessa kröfu varnaraðila til slíkrar meðferðar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lagt er fyrir héraðsdómara að taka til efnismeðferðar kröfu varnaraðila, X, um tilhögun gæsluvarðhaldsvistar hans. |
Mál nr. 433/2004 | Kærumál Málskostnaður | Máli S á hendur E og R var fellt niður íhéraðsdómi að kröfu þess fyrrnefnda eftir að E og R höfðu lagt fram greinargerðí málinu. E og R kröfðust þess fyrir Hæstarétti að S yrði gert að greiða þeimhærri málskostnað en í úrskurði héraðsdóms. Með vísan til umfangs málsins íheild var talið hæfilegt að S greiddi E og R 150.000 krónur ímálskostnað fyrir héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason ogÓlafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 20. október 2004, sembarst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Reykjaness 8. október 2004, þar sem mál varnaraðila gegnsóknaraðilum var fellt niður og varnaraðila gert að greiða þeim 70.000 krónur ímálskostnað. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að varnaraðila verði gert aðgreiða 361.050 krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi, „eða aðra fjárhæðsamkvæmt mati Hæstaréttar.“ Þá krefjast þau kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sérdæmdur kærumálskostnaður. Eins og greinir í hinum kærðaúrskurði höfðaði varnaraðili mál á hendur sóknaraðilum þar sem hann krafðistmeðal annars skaðabóta að fjárhæð 3.055.676 krónur. Málið var þingfest 21.apríl 2004. Sóknaraðilar tóku til varna í málinu og lögðu fram greinargerð. Þarkröfðust þau aðallega aðmálinu yrði vísað frá dómi með vísan til þess að það væri höfðað á rönguvarnarþingi. Varnaraðili féllst á þessa kröfu sóknaraðila og óskaði eftir því á dómþingi 14. september 2004 að málið yrði fellt niður. Gerðusóknaraðilar þá kröfu um að þeim yrði úrskurðaður málskostnaður úr hendivarnaraðila. Gekk hinn kærði úrskurður í framhaldi af því. Af gögnum málsins má ráða að krafa sóknaraðila sé reist á því að dæma beriþeim málskostnað í samræmi við málskostnaðaryfirlit, sem lagt var fram íþinghaldi 14. september sl. Þar kemur fram að þóknun lögmanns þeirra sé 361.050krónur, en miðað er við vinnu í 27 klukkustundir og 10.000 krónur fyrir hverjaklukkustund, auk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar. Varnaraðili mótmælirkröfunni og bendir á að líta verði til umfangs máls og þess sérstaklega að málvegna sama sakarefnis hafi þegar verið höfðað á réttu varnarþingi. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 skal stefnanda gert að greiðastefnda málskostnað ef máli er vísað frá dómi eða það er fellt niður af annarriástæðu en þeirri að stefndi efni þá skyldu, sem hann er krafinn um. Þá er aðilarétt að krefjast greiðslu málskostnaðar úr hendi gagnaðila síns eftir matidómsins eða samkvæmt sundurliðuðum reikningi, sem er lagður fram ekki síðar envið aðalmeðferð máls, sbr. 3. mgr. 129. gr. laganna. Þegar umfang máls þessa ervirt í heild er hæfilegt að varnaraðili greiði sóknaraðilum 150.000 krónur ímálskostnað fyrir héraðsdómi. Varnaraðiliverður dæmdur til að greiða sóknaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorðisegir. Dómsorð: Varnaraðili,Samstarf, starfsmannafélag Samskipa hf., greiði sóknaraðilum, Ellen StefaníuBjörnsdóttur og Regin Grímssyni, samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði. Varnaraðiligreiði sóknaraðilum samtals 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 191/2004 | Akstur sviptur ökurétti | H var sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti. Hafði H sex sinnum áður hlotið dóm fyrir slík brot. Var refsing hans ákveðin fangelsi í sex mánuði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 27. apríl 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að refsing ákærða verði staðfest. Ákærði krefst þess aðallega að refsing verði milduð, en til vara að hún verði skilorðsbundin. Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti 31. janúar 2004 og þannig brotið gegn 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ákærði hefur sex sinnum áður hlotið dóm fyrir slík brot, síðast 15. mars 2001 þegar Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en með honum var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í 14 mánuði. Með þeim dóm var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið tvívegis undir áhrifum áfengis og án ökuréttar. Jafnframt var sex mánaða skilorðbundin fangelsisrefsing samkvæmt dómi frá 18. mars 1999 tekin upp og dæmd með. Að þessu gættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Heimir Jakob Þorfinnsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Garðarssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur. Málið höfðaði lögreglustjórinn í Kópavogi með ákæru útgefinni 12. mars 2004 á hendur ákærða, Heimi Jakobi Þorfinnssyni, kt. [...], [...], „fyrir umferðarlagabrot með því að hafa að kvöldi laugardagsins 31. janúar 2004, ekið bifreiðinni RU-042, sviptur ökurétti, vestur Arnarnesveg í Garðabæ, uns akstur hans var stöðvaður við Reykjanesbraut. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50,1987, sbr. lög nr. 82,1998, og 57,1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Ákærði hefur skýlaust játað að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Er með þeirri játningu, sem er í samræmi við framlögð sakargögn, sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæðis. Ákærði er nú dæmdur í sjötta sinn fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Litið er til þess að um endurtekna ítrekun brota af sama tagi er að ræða. Þykir heildarrefsing samkvæmt dómvenju hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, Heimir Jakob Þorfinnsson, sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað. |
Mál nr. 427/2004 | Kærumál Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti | Máli M var vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti þar sem kæra barst eftir að kærufrestur var liðinn. Tilkynning með tölvupósti til héraðsdóms innan kærufrests um að úrskurðurinn væri kærður taldist ekki fullnægjandi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. október 2004, þar sem kröfu sóknaraðila um rétt hans til umgengni við son aðila og kröfu varnaraðila um meðlag með barninu til bráðabrigða var vísað frá dómi. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnislegrar meðferðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt endurriti úr þingbók Héraðsdóms Reykjavíkur var sótt þing af hálfu aðila við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar 11. október 2004. Sóknaraðili tilkynnti héraðsdómi um kæru á úrskurðinum með tölvupósti 25. október sama árs en kæra sóknaraðila 22. október barst héraðsdómi 26. sama mánaðar. Var þá liðinn tveggja vikna frestur til að kæra úrskurðinn sem áskilinn er í 144. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 5. mgr. 35. gr. barnalaga. Tilkynning með tölvupósti til héraðsdóms um að úrskurðurinn sé kærður telst ekki fullnægjandi. Samkvæmt því verður málinu sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 426/2004 | Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | B brast heimild til kæru á úrskurði héraðsdóms þar sem S ehf. var heimilað að leggja fram tíu tilgreind skjöl í máli aðila. Var málinu vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 11. október 2004, þar sem fallist var kröfu varnaraðila um að honum væri heimilt að leggja fram tíu tilgreind skjöl í máli aðila. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til grunnraka b., c. og q. liða 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði ekki heimilað að leggja fram umrædd skjöl. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með dómi Hæstaréttar 5. febrúar 2004 í máli nr. 307/2003 var dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli aðila ómerktur og því vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppsögu dóms að nýju. Samkvæmt endurriti úr þingbók Héraðsdóms Suðurlands 5. maí 2004 óskaði lögmaður varnaraðila eftir því að fá að leggja fram gögn sem hann hafði sent Hæstarétti vegna áfrýjunar málsins og höfðu ekki áður komið fram í héraði. Vegna mótmæla sóknaraðila var málinu frestað til munnlegs málflutnings um þetta atriði. Var hinn kærði úrskurður kveðinn upp í framhaldi af því. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Mál þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Byggðstofnun, greiði varnaraðila, Suðutækni ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar 23. september sl. Stefnandi er Suðutækni ehf., Hringbraut 97, Reykjavík. Stefndi er Byggðastofnun, Ártorgi 1, Sauðárkróki. Í þessum þætti málsins krefst stefnandi þess að fá að leggja fram tíu skjöl, sbr. lista á dskj. nr. 39. Stefndi krefst þess að hafnað verði framlagningu tilgreindra skjala. Mál þetta var upphaflega höfðað 2. apríl 2002 og dæmt 9. maí 2003. Með dómi Hæstaréttar uppkveðnum 5. febrúar sl var málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppsögu dóms að nýju, þar sem ekki hafði verið gætt formsatriða samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála (eml.). Þegar málið var tekið fyrir í héraði 5. maí sl. óskaði lögmaður stefnanda eftir því að fá að leggja fram gögn sem hann hafði sent Hæstarétti vegna áfrýjunar málsins, en sem ekki höfðu áður komið fram í héraði. Af hálfu stefnda var því mótmælt að ný gögn kæmust að í héraði. Var málinu frestað til munnlegs málflutnings um þetta atriði, en er að honum kom varð að fresta málinu óákveðið vegna veikinda á lögmannsstofu stefnda. Stefndi mótmælir framlagningu skjalanna. Hann kveður gagnaöflun hafa verið lokið í héraði, málið þar munnlega flutt og dómur uppkveðinn. Dóminum hafi síðan verið áfrýjað til Hæstaréttar. Stefnandi hafi skilað til Hæstaréttar greinargerð ásamt þremur nýjum skjölum, en daginn fyrir ætlaðan málflutning hafi hann sent inn lista yfir tilvísanir og sjö gögn til viðbótar og óskað eftir því að þau kæmust að. Hæstiréttur hafi ekki verið búinn að taka afstöðu til þessa. Það sé Hæstaréttar að taka afstöðu til framlagningar skjalanna, og ekki skipti máli hér hvaða afstöðu rétturinn kunni síðar að taka. Málinu hafi verið vísað heim í hérað til málflutnings að nýju og dómsuppsögu, en ekki til frekari gagnaöflunar. Samkvæmt 5. mgr. 102. gr. eml. sé skýrt, að aðalmeðferð máls sé ákveðin þegar gagnaöflun sé lokið og að öflun sýnilegra gagna eftir það sé að jafnaði óheimil. Stefnandi sé hér að reyna að lagfæra málatilbúnað sinn. Öll þau gögn sem stefnandi vilji fá að leggja fram byggi á atvikum eða séu tilkomin eftir að héraðsdómur var kveðinn upp. Geti héraðsdómur ekki tekið til umfjöllunar atriði sem verði til eftir fyrri dómsuppsögu. Vísar stefndi til hæstaréttarmála nr. 136/2201 og 212/2003 til stuðnings afstöðu sinni. Fara beri eftir einkamálalögum og hafna framlagningu skjalanna, það sé síðan Hæstaréttar að taka afsöðu til þess hvort eðlilegt sé að gögnin komist þar að. Meðal þeirra gagna sem stefnandi hafi lagt fram daginn fyrir ætlaðan málflutning í Hæstarétti sé skriflegur málflutningur matsmanna, sem áður hafi komið fyrir dóm sem vitni. Hafi athugasemdir þær sem gerðar séu í greinargerð stefnda fyrir Hæstarétti áður komið fram við málflutning í héraði. Verði framlagning skjalanna leyfð breyti þau grundvelli málsins og nauðsynlegt verði að taka allt málið upp, en það sé ekki í samræmi við fyrirmæli Hæstaréttar í dómi hans frá 5. febrúar sl. Niðurstaða. Dómur var kveðinn upp í máli þessu í héraði hinn 9. maí 2003 að lokinni aðalmeðferð, var dóminum áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu stefnanda. Að jafnaði skal öflun sýnilegra sönnunargagna lokið þegar þinghald til aðalmeðferðar er ákveðið, sbr. 5. mgr. 102. gr. eml., og er aðila að jafnaði óheimilt að leggja fram sýnileg sönnunargögn eftir þann tíma. Þessi regla er þó ekki án undantekninga og getur dómari leyft framlagningu gagna valdi það ekki töfum á málinu, ef ekki hefur áður verið unnt að afla tiltekinna gagna eða skort hefur á leiðbeiningar dómara eða ábendingar, sbr. sömu málsgrein i.f., sbr. og 2. mgr. 46. gr. eml. Eftir dómtöku máls getur og komið til þess að dómari telji nauðsynlegt að aflað verið frekari gagna til upplýsingar um málsatvik og endurupptekur hann þá málið og beinir því til aðila að hlutast til um gagnaöflun, sbr. 104. gr. eml. Verði dómi áfrýjað leggja aðilar fyrir Hæstarétt þau gögn sem þeir hyggjast byggja mál sitt á og áður hafa verið lögð fram í héraði, en jafnframt er gert ráð fyrir að þeir hafi möguleika á að afla frekari gagna, sbr. d lið 2. mgr. 156. gr. og 160. gr. og 76. gr. eml. Aðilar fara með forræði á sakarefni og afla gagna. Ber þeim við það að gæta þeirrar meginreglu að mál sé nægilega upplýst, enda er það forsenda þess að réttlát niðurstaða fáist. Þau lagaákvæði sem hér hefur verið vísað til hafa þann tilgang að tryggja að réttar og fullnægjandi upplýsingar komi fram um málsástæður aðila. Þau gögn sem stefnandi gerir kröfu um að leggja fram fyrir dóminum eru öll tilkomin eftir að dómur var kveðinn upp í héraði, eðli málsins samkvæmt urðu þau því ekki lögð fram fyrir aðalmeðferð. Tilefni framlagningar hinna nýju skjala eru athugasemdir stefnda framkomnar eftir að öflun sýnilegra sönnunargagna lauk í héraði. Stefnandi var búinn að kynna gögnin Hæstarétti þegar málinu var heimvísað. Dómara í héraði hefði verið heimilt að endurupptaka málið eftir dómtöku og fyrir dómsuppsögu og heimila framlagningu gagna. Þar sem héraðsdómur var ómerktur í Hæstarétti og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju er héraðsdómari ekki bundinn af þeim dómi sem upp var kveðinn í héraði 9. maí 2003. Er ekki fallist á það með stefnda að dómur Hæstaréttar feli það í sér að héraðsdómara beri einungis að láta fara fram munnlegan málflutning og geti ekki heimilað framlagningu nýrra gagna. Slík niðurstaða kynni að leiða til þess að staðreyndir sem málið varða kæmu ekki fram. Það er niðurstaða dómsins að heimila skuli stefnanda að leggja fram í málinu umdeild skjöl. Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri, kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð: Stefnanda, Suðutækni ehf., er heimilt að leggja fram í málinu tíu skjöl sem tilgreind eru á dómskjali nr. 39. |
Mál nr. 421/2004 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Útivist Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Héraðsdómari kvað upp úrskurð um að bú H væri tekið til gjaldþrotaskipta. H sótti ekki þing í héraði þegar málið var tekið fyrir og brast því heimild til kæru þess. Var málinu vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 28. september 2004, þar sem bú sóknaraðila var tekið til gjaldþrotaskipta. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og breytt á þann veg, að hafnað verði kröfum varnaraðila um að bú sóknaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða honum kærumálskostnað. Sóknaraðili sótti ekki þing í héraði, þegar krafa varnaraðila um að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta var tekin fyrir í annað sinn í héraðsdómi 28. september 2004, en óumdeilt er að báðir málsaðilar fengu boðun til dómþings. Gekk hinn kærði úrskurður í því þinghaldi. Skýra ber ákvæði laga nr. 21/1991 með hliðsjón af 4. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála á þann veg að heimild bresti til kæru máls sem þessa þegar þannig stendur á, sbr. nú síðast dóm réttarins 4. júní 2003 í málinu nr. 215/2003. Ber samkvæmt því að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. |
Mál nr. 425/2004 | Kærumál Vitni Frávísunarúrskurður staðfestur | Hafnað var kröfu K um að A, fyrrum sambúðarkona M, yrði kvödd fyrir dóm sem vitni í máli þar sem M og K deildu um forsjá tveggja sona þeirra. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að A verði kvödd fyrir dóm sem vitni í máli varnaraðila á hendur sóknaraðila. Kæruheimild er í b. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og henni verði leyft að leiða fyrrnefnda konu sem vitni í málinu til skýrslugjafar. Þá krefst hún kærumálskostnaðar en til vara að hann verði felldur niður. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, K, greiði varnaraðila, M, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 428/2004 | Kærumál Þinglýsing Ómerking úrskurðar héraðsdóms Heimvísun | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu H ehf. um að stefnu í máli þess á hendur Þ o.fl. yrði á grundvelli 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 þinglýst á tiltekna fasteign. Talið var að málsmeðferð héraðsdómara hefði í mörgu farið gegn lagareglum. Var meðferð málsins því ómerkt frá upphafi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfu H ehf. um þinglýsingu stefnunnar fyrir á dómþingi í héraðsdómsmáli aðilanna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. október 2004, sem barst réttinum ásamt hluta kærumálsgagna 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 20. október 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að stefnu í máli hans á hendur varnaraðilum yrði þinglýst á fasteignina Smárahvamm í Garðabæ. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til q. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðili krefst þess aðallega að synjað verði um endurupptöku á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp 1. september 2004. Til vara krefst hann að sér verði heimilað að þinglýsa stefnunni. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða þeim kærumálskostnað. Af gögnum þeim sem send hafa verið Hæstarétti má ráða, að 1. september 2004 hafi héraðsdómari kveðið upp úrskurð á grundvelli 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga, þar sem fallist hafi verið á kröfu sóknaraðila um að mega þinglýsa stefnu á hendur varnaraðilum í máli sem hann hugðist þingfesta í Héraðsdómi Reykjaness 8. september 2004. Í stefnunni er meðal annars gerð krafa um viðurkenningu dómsins á því, að stofnast hafi með aðilum bindandi kaupsamningur um fasteignina Smárahvamm svo sem nánar er þar lýst. Hafði stefna þessi verið árituð um birtingu af lögmanni varnaraðila 29. ágúst 2004. Svo virðist sem varnaraðilar hafi ritað bréf 20. september 2004 með kröfu um að úrskurðurinn 1. september 2004 yrði endurupptekinn og honum breytt, en bréf þetta er ekki meðal þeirra gagna sem send hafa verið Hæstarétti. Tók héraðsdómari þessa ósk fyrir á dómþingi 8. október 2004 í sérstöku máli, þar sem tvö skjöl voru talin liggja frammi. Má ráða að það hafi verið upphaflegt bréf lögmanns sóknaraðila 24. ágúst 2004 með beiðni um þinglýsingu stefnunnar og stefnan sjálf. Þá var bókað að lagt væri fram bréf varnaraðila 20. september 2004. Málið var svo tekið fyrir 13. október sama árs og þá lagðar fram greinargerðir málsaðila um ágreining varðandi þinglýsingu stefnunnar. Munnlegur flutningur málsins fór fram í sama þinghaldi. Hinn kærði úrskurður var, eins og áður gat, kveðinn upp 20. október 2004. Í honum er skírskotað til efnis skjala, sem ekki voru lögð fram í hinu sérstaka ágreiningsmáli en virðast liggja frammi í héraðsdómsmálinu, sem þingfest var 8. september 2004. Af atburðarrás þessari verður dregin sú ályktun, að hinn kærði úrskurður hafi verið kveðinn upp í sérstöku máli fyrir héraðsdóminum, sem hafist hafi með bréfi lögmanns sóknaraðila 24. ágúst 2004 og lyktað þar með hinum kærða úrskurði 20. október 2004. Framangreind málsmeðferð fór í mörgu gegn lagareglum. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga verður heimildar ákvæðisins ekki neytt nema mál sé sótt fyrir dómstóli. Þessu skilyrði er ekki fullnægt fyrr en mál hefur verið þingfest. Þá er ekki gert ráð fyrir því í lögum, að sérstakt mál sé rekið, þegar fram kemur krafa í máli um þinglýsingu stefnu samkvæmt lagaákvæðinu. Slík krafa verður tekin fyrir í málinu sjálfu og úrskurðuð eftir að málsaðilar hafa átt þess kost að tjá sig um hana. Liggja þá öll gögn dómsmálsins fyrir, þegar um slíka kröfu er fjallað og afstaða tekin til hennar. Samkvæmt framansögðu er meðferð máls þessa ómerkt frá upphafi og lagt fyrir héraðsdómara að taka fyrir á dómþingi í héraðsdómsmálinu, sem þingfest var 8. september 2004, kröfu sóknaraðila 24. ágúst sama árs um þinglýsingu stefnunnar. Það athugist að verulegir annmarkar eru á frágangi héraðsdómara á skjölum sem fylgja áttu kærunni til Hæstaréttar. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur sem og meðferð málsins frá 1. september 2004. Lagt er fyrir héraðsdómara að taka erindi sóknaraðila frá 24. ágúst 2004 til löglegrar meðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 216/2004 | Ávana- og fíkniefni | B játaði að hafa haft hass, tóbaksblandað kannabisefni og amfetamín í vörslum sínum. Fyrir Hæstarétti krafðist hann þess að refsing, sem honum var gerð með héraðsdómi, yrði milduð. Með vísan til sakarferils B og 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga var staðfest niðurstaða héraðsdóms um 60 daga fangelsisvist B. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 26. apríl 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að refsing, sem honum var gerð með héraðsdómi, verði milduð. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður hann staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Björgvin Ómarsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 75.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 2004. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 20. janúar 2004 á hendur Björgvin Ómarssyni, kt. 210871-5199, Furugrund 56, Kópavogi, fyrir fíkniefnabrot í Reykjavík á árinu 2003 með því að hafa haft eftirtalin fíkniefni í vörslum sínum á dvalarstað sínum að Dvergshöfða 27, Reykjavík: Fimmtudaginn 16. október 10,58 g af hassi og 2,78 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Föstudaginn 17. október 7,70 g af hassi og 0,13 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Fimmtudaginn 23. október 3,71 g af hassi. Laugardaginn 22. nóvember 0,96 g af amfetamíni og 0,34 g af hassi. Fimmtudaginn 11. desember 0,26 g af amfetamíni og síðar sama dag 22,56 g af hassi. Eru brot þessi talin varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og jafnframt að ofangreind fíkniefni, auk tveggja MDMA taflna, sem lögreglan lagði hald á við rannsókn lögreglumáls nr. 010-2003-26943, verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar 233/2001. Verjandi ákærða krafðist þess, að ákærða yrði dæmd vægasta refsing sem lög. leyfa. Einnig krafðist hann hæfilegrar þóknunar að mati dómsins. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín og samþykkt upptökukröfur ákæruvalds að því leyti sem fíkniefni voru í hans vörslum. Farið var með mál þetta samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með játningu ákærða sem studd er öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í ágúst 1971. Hann hefur alls átta sinnum hlotið dóma eða gengist undir sáttir vegna brota á ákvæðum laga nr. 65/1974, þar af hefur hann í tvígang hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm og í eitt sinn óskilorðsbundið varðhald. Í ljósi sakarefnis í máli þessu og sakarferils ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 60 daga. Ákærði sæti upptöku á 44,89 g af hassi, 2,91 g af tóbaksblönduðu hassi og 1,22 g af amfetamíni. Samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 skal gera upptæk til ríkissjóðs efni er lögin taka til og aflað hefur verið á ólögmætan hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu. Ákærði hefur borið því við að 2 MDMA töflur, er krafist sé upptöku á, hafi ekki verið í hans vörslum og að hann kannist ekki við þær. Rannsóknargögn lögreglu sýna ekki ótvírætt fram á tilurð þeirra. Við svo búið verður ákærði ekki látinn sæta upptöku á töflum þessum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, Björgvin Ómarsson, sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði sæti upptöku á 44,89 g af hassi, 2,91 g af tóbaksblönduðu hassi og 1,22 g af amfetamíni. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. |
Mál nr. 227/2004 | Málskostnaðartrygging Frávísun frá Hæstarétti | Máli E gegn K hf. var vísað frá Hæstarétti þar sem málskostnaðartrygging var ekki afhent innan frests sem E hafði til að afhenda trygginguna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. júní 2004. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi lagði fram í Hæstarétti greinargerð 10. ágúst 2004, þar sem hann krafðist staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar hér fyrir dómi. Með bréfi 14. júlí 2004 krafðist stefndi þess með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 166. gr. sömu laga, svo sem henni var breytt með 20. gr. laga nr. 38/1994, að áfrýjanda yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fallist var á þá kröfu með ákvörðun réttarins 14. október 2004. Var fjárhæð málskostnaðartryggingar ákveðin 200.000 krónur og áfrýjanda veittur tveggja vikna frestur til að afhenda skilríki fyrir henni. Slík skilríki hafa ekki verið afhent í samræmi við ákvörðun réttarins. Af þeim ástæðum, sem að framan greinir, og með skírskotun til 3. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 166. gr. sömu laga, svo sem henni var breytt með 20. gr. laga nr. 38/1994, verður málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Erik Jensen, greiði stefnda, Kaupþingi Búnaðarbanka hf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. |
Mál nr. 412/2004 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður felldur úr gildi að hluta | E ehf. kærði frávísun héraðsdóms á kröfu þess um staðfestingu á riftun á tilteknum samningum við K ehf. Hélt E ehf. því fram að K ehf. hefði vanefnt samningana í verulegum atriðum. Taldist grundvöllur málatilbúnaðar E ehf. vera nægilega skýr til þess að unnt væri að fjalla efnislega um riftunarkröfu hans. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi að því er kröfu E ehf. snerti og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar um hana. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. september 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og nánar kemur fram í hinum kærða úrskurði gerði Björn Eydal Þórðarson, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, kauptilboð 5. janúar 2002 í tilgreindan rekstur sóknaraðila. Tilboðsverðið var 9.100.000 krónur og skyldu kaupin ná til „viðskiptasambanda, viðskiptavildar, reksturs, innréttinga og tækja“ sóknaraðila að Sundaborg 1, Reykjavík. Þá myndi varnaraðili yfirtaka skyldur sóknaraðila samkvæmt húsaleigusamningi vegna Sundaborgar 1 og kaupa lager sóknaraðila. Jafnframt var kveðið á um að sóknaraðili skyldi veita varnaraðila „einkaumboð á Íslandi fyrir sölu á öllum framleiðsluvörum frá Korea Ginseng Corporation“ en um það yrði gerður „sérstakur umboðssamningur“ þar sem nánar yrði kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila. Tilboð þetta var áritað af fyrirsvarsmanni sóknaraðila og er ágreiningslaust að þannig hafi komist á samningur með því efni sem í tilboðinu greinir. Mun varnaraðili síðan hafa innt kaupverðið af hendi. Hinn 15. janúar 2002 var gerður samningur milli málsaðila, nefndur Sole Distributor Agreement, um dreifingu varnaraðila á svokölluðu kóreönsku rauðu eðalginsengi. Er meginefni samningsins rakið í hinum kærða úrskurði, jafnframt því sem tíundað er efni viðauka við hann sem gerður var 20. janúar 2002. Deilur risu milli málsaðila vegna lögskipta þeirra. Höfðaði sóknaraðili mál 10. desember 2003 og gerði kröfu um riftun samningsins 15. janúar 2002 og viðaukans frá 20. sama mánaðar. Varnaraðili höfðaði gagnsakarmál 16. janúar 2004. Gerði hann meðal annars þá kröfu að rift yrði kaupsamningi aðila frá 5. janúar 2002. Héraðsdómari vísaði með úrskurði sínum bæði aðalsök og gagnsök frá dómi án kröfu. Forsendur fyrir frávísun aðalsakar voru að ekki lægju fyrir í málinu haldbær gögn um fjárhagslegt mat á því hver hlutur dreifingarréttar á framleiðsluvörum Korea Ginseng Corporation væri í samningnum 5. janúar 2002. Þá hafi sóknaraðili nú samið við annað fyrirtæki um dreifingarrétt þennan, en ekki liggi fyrir kaupverð samkvæmt þeim samningi. Einnig taldi héraðsdómari málið vanreifað af hálfu varnaraðila, þar sem engin tilraun væri gerð til að sýna fram á með staðfestum bókhaldsgögnum eða öðrum haldbærum gögnum að viðskipti aðila hafi verið með þeim hætti sem hann staðhæfir. Fyrir Hæstarétti heldur sóknaraðili því fram að niðurstaða héraðsdómara mótist af málatilbúnaði í gagnsök í héraði, sem sé vanreifaður. Sóknaraðili reisi hins vegar kröfu sína um riftun á því að varnaraðili hafi vanefnt umræddan samning 15. janúar 2002 og viðaukann 20. janúar 2002. Hafi héraðsdómara borið að fjalla efnislega um þennan málatilbúnað. Ekki skipti máli hver hlutur af samningsfjárhæð samkvæmt samningnum 5. janúar 2002 hafi verið vegna dreifingarréttarins á rauðu eðalginsengi, enda hafi sá þáttur ekki verið sérstaklega tilgreindur í samningnum. Með sama hætti skipti ekki máli hvað sóknaraðili hafi fengið greitt fyrir dreifingarrétt samkvæmt nýjum dreifingarsamningi við þriðja aðila varðandi þessar vörur. Eins og að framan greinir hefur varnaraðili ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti og kemur úrskurður héraðsdómara um frávísun gagnsakar því ekki til endurskoðunar. Í máli þessu krefst sóknaraðili staðfestingar á riftun sinni á framangreindum samningi 15. janúar 2002 og viðaukasamningnum 20. sama mánaðar. Reisir hann kröfu sína á því að varnaraðili hafi í verulegum atriðum vanefnt þessa samninga og rekur ýmis atriði er hann telur vera því til stuðnings. Þau tengsl sem óneitanlega virðast vera á milli samningsins 5. janúar 2002 og samninganna 15. og 20. sama mánaðar þykja ekki ein og sér eiga að leiða til þess að aðalsök verði vísað frá dómi. Grundvöllur málatilbúnaðar sóknaraðila telst þannig nægilega skýr til þess að unnt sé að fjalla efnislega um riftunarkröfu hans. Verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi að því er aðalsök snertir og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar um kröfur í aðalsök. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi að því er aðalsök varðar og er lagt fyrir héraðsdómara að taka aðalsök í málinu til efnismeðferðar. Varnaraðili, Karon ehf., greiði sóknaraðila, Eðalvörum ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 416/2004 | Kærumál Þinglýsing Málshöfðunarfrestur Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | G og ÞS kærðu frávísun héraðsdóms á kröfu þeirra um að þinglýsing sýslumanns á tiltekinni yfirlýsingu yrði felld úr gildi og afmáð úr þinglýsingabók. Var frávísunin byggð á því að frestur til að bera þinglýsinguna undir héraðsdóm samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 hefði verið liðinn. Í Hæstarétti var tekið fram að G og ÞS hefðu krafist leiðréttingar á þinglýsingunni strax og þau fengu vitneskju um hana en sýslumaður hefði hafnað þeirri beiðni. Var talið að í synjun sýslumanns hefði falist úrlausn hans um þinglýsingu í merkingu 3. gr. þinglýsingalaga sem G og ÞS hafi verið rétt að bera undir héraðsdóm innan fjögurra vikna frestsins í 1. mgr. greinarinnar sem þau hefðu gert. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 12. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 1. október 2004, þar sem vísað var frá dómi kröfu sóknaraðila um að þinglýsing sýslumannsins í Kópavogi á nánar tilteknu skjali yrði felld úr gildi og afmáð úr þinglýsingabók. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að felld verði úr gildi úrlausn sýslumannsins í Kópavogi um þinglýsingu uppsagnar á lóðarleigusamningi um Elliðahvamm í Kópavogi og hún afmáð úr þinglýsingabók, en til vara að uppsögninni verði þinglýst sem athugasemd í þinglýsingabók og eigendaskráning Elliðahvamms færð í fyrra horf. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður en til vara að kröfum sóknaraðila verði hafnað og þeim gert að greiða málskostnað fyrir héraðsdómi og kærumálskostnað. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti. Kemst krafa hans um málskostnað í héraði því ekki að fyrir Hæstarétti. I. Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði varðar ágreiningur aðila þinglýsingu á yfirlýsingu varnaraðila 27. febrúar 2004 um uppsögn á lóðarleigusamningi frá 1931 með síðari breytingum um landspilduna Elliðahvamm í landi Vatnsenda í Kópavogi. Var yfirlýsingin móttekin til þinglýsingar af sýslumanninum í Kópavogi 12. mars 2004 og innfærð í þinglýsingabók 15. sama mánaðar. Munu sóknaraðilar hafa fengið vitneskju um þinglýsingu þessa í maímánuði 2004. Rituðu þau sýslumanni bréf 24. sama mánaðar þar sem þinglýsingu yfirlýsingarinnar var mótmælt og þess krafist hún yrði afmáð úr þinglýsingabók. Hafnaði sýslumaður þeirri beiðni með bréfi 4. júlí 2004. Rituðu sóknaraðilar sýslumanni af þessu tilefni bréf 22. sama mánaðar. Þar var þess farið á leit með vísan til 3. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga að framangreind úrlausn „verði borin undir héraðsdóm.“ Voru málsatvik rakin og krafan rökstudd. Var þess jafnframt farið á leit að eftir að sóknaraðilar hefðu fengið málsgögn og sýslumaður sent málið til héraðsdóms yrði þeim gefinn kostur á að koma að frekari gögnum og sjónarmiðum. Sýslumaður svaraði þessu bréfi 17. ágúst 2004. Taldi hann að í bréfi sóknaraðila hafi falist beiðni um að hann bæri synjun sína um að afmá yfirlýsinguna undir dómstóla. Þar sem slíkt samrýmdist ekki 1. mgr 3. gr þinglýsingalaga var beiðninni hafnað. Samdægurs rituðu sóknaraðilar Héraðsdómi Reykjaness og beiddust úrlausnar um þessa synjun. Fylgdi bréfinu afrit af bréfi þeirra til sýslumanns 22. júlí 2004. II. Varnaraðili krafðist þess í héraði að málinu yrði vísað frá dómi og var orðið við þeirri kröfu með hinum kærða úrskurði. Eru því þar gerð rækileg skil á hverju sú krafa er byggð. Varnir reistar á aðildarskorti varða ekki frávísun máls og koma því ekki til skoðunar nú rök varnaraðila fyrir því að sóknaraðilinn Guðrún Alisa Hansen geti ekki átt aðild að málinu. Þá krefst varnaraðili frávísunar vegna þess að sóknaraðilar reisi kröfu sína á því að um hafi verið að ræða einhliða uppsögn óuppsegjanlegs lóðarleigusamnings. Með þessari framsetningu séu sóknaraðilar í raun að óska eftir úrlausn á ágreiningsefni sem ekki verði til lykta leitt í máli sem þessu. Í máli þessu verður ekki skorið úr öðru en því hvort sú úrlausn sýslumanns að hafna því að afmá úr þinglýsingabók yfirlýsingu um uppsögn umrædds lóðarleigusamnings hafi verið rétt eins og málið lá fyrir honum. Það veldur hins vegar ekki frávísun málsins þótt sóknaraðilar hafi uppi málsástæður er snúa kunna að ágreiningi um efnisleg réttindi varðandi umrædda lóðarspildu. Loks reisir varnaraðili frávísunarkröfu sína á því að sóknaraðilar hafi borið úrlausn sýslumanns um þinglýsingu yfirlýsingarinnar undir héraðsdóm eftir að liðinn var sá frestur sem kveðið er á um í 1. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga. Sóknaraðilar kveðast hafa orðið þess áskynja í maí 2004 að þinglýst hafði verið uppsögn á margnefndum lóðarleigusamningi. Var þeim rétt að bera kröfu um leiðréttingu fyrst upp við sýslumann, sbr. 27. gr. þinglýsingalaga. Það gerðu þau með bréfi 24. maí 2004 og kröfðust þess að yfirlýsingin yrði afmáð úr þinglýsingabók. Því hafnaði sýslumaður með bréfi 4. júlí sama árs. Í því bréfi fólst úrlausn sýslumanns um þinglýsingu í merkingu 3. gr. þinglýsingalaga, sem sóknaraðilum var rétt að bera undir héraðsdóm innan þess fjögurra vikna frests, sem um ræðir í 1. mgr. greinarinnar. Það gerðu þau með bréfi 22. júlí 2004, sem var réttilega beint til sýslumanns, sbr. 3. mgr 3. gr. þinglýsingalaga. Voru engin efni til að skilja síðastnefnt bréf þeirra öðru vísi en svo að í því fælist ákvörðun af þeirra hálfu um að bera úrlausnina undir héraðsdóm. Var samkvæmt þessu ekki liðinn frestur samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga þegar sóknaraðilar vísuðu úrlausn sýslumanns til héraðsdóms. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Þorsteinn Hjaltested, greiði sóknaraðilum, Guðrúnu Alisu Hansen og Þorsteini Sigmundssyni, samtals 200.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 417/2004 | Kærumál Kröfugerð Sakarefni Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Dómkröfur stefnanda eru „að felld verði úr gildi ákvörðun Yfirskattanefndar í úrskurði nr. 265/2003 um að Fiskir ehf. kt: 590899-2249, skuldi virðisaukaskatt að upphæð kr. 1.564.560, eins og tilgreint er á bls. 2. í áðurgreindum úrskurði. Krafist er ógildingar á ákvörðun ríkisskattstjóra um að svonefnd “kvótaleiga” skuli undanþegin virðisaukaskatti, þannig að óheimilt sé að skrá innskatt vegna svonefndrar “kvótaleigu”, eins og fram kemur í bréfi ríkisskattstjóra nr. 157/90, dagsettu 6. nóvember 1990 og öðru bréfi ríkisskattstjóra dags. 30. júlí 2002. Krafist er leiðréttingar á færslum innskatts í skilum Fiskis ehf. á virðisaukaskatti, að því leyti að gjald fyrir svonefnda “kvótaleigu” teljist falla undir gjaldskyldu virðisaukaskatts frá og með 1. janúar 1994, samanber b-lið 19. gr. laga nr. 122/1993, Lög um breytingar í skattamálum og 2. gr. reglugerðar nr. 554/1993, þar sem fiskur er ákvarðaður í gjaldflokk fyrir 14% virðisaukaskatt.” | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2004 sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og honum dæmdur kærumálskostnaður. Dómkröfur sóknaraðila í máli þessu varða allar málefni, sem tengjast einkahlutafélaginu Fiski. Gjaldþrotaskiptum á búi þess félags lauk 10. desember 2002 og reyndist það eignalaust. Sóknaraðili höfðar málið í eigin nafni og segir kröfur sínar helgast af því, að hann hafi verið hluthafi í einkahlutafélaginu. Varnaraðili hefur meðal annars vísað til 16. og 17. gr. laga nr. 91/1991 til stuðnings frávísunarkröfu sinni. Af þessu tilefni skal tekið fram, að varnir byggðar á aðildarskorti leiða til sýknu samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laganna. Ekki verður séð að ákvæði 17. gr. standi í vegi fyrir málsókn sóknaraðila. Málinu verður því ekki vísað frá dómi af þessum sökum. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði er fyrsta dómkrafa sóknaraðila í máli þessu sú, að felld verði úr gildi „ákvörðun yfirskattanefndar í úrskurði nr. 265/2003 um að Fiskir ehf. ... skuldi virðisaukaskatt að upphæð kr. 1.564.560, eins og tilgreint er á bls. 2 í áðurgreindum úrskurði.“ Á hinum tilgreinda stað í úrskurði yfirskattanefndar er að finna orðrétta lýsingu á efni bréfs skattrannsóknarstjóra til yfirskattanefndar í máli, þar sem hafðar voru uppi sakir á hendur sóknaraðila og öðrum nafngreindum manni fyrir meint skattalagabrot. Var kröfum á hendur sóknaraðila raunar hafnað í úrskurðinum. Þessi dómkrafa hefur enga þýðingu að lögum fyrir sóknaraðila og fer því gegn 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar um frávísun hennar frá dómi staðfest. Önnur dómkrafa sóknaraðila lýtur að ógildingu á „ákvörðun ríkisskattstjóra um að svonefnd „kvótaleiga“ skuli undanþegin virðisaukaskatti, þannig að óheimilt sé að skrá innskatt vegna svonefndrar „kvótaleigu“, eins og fram kemur í bréfi ríkisskattstjóra nr. 157/90, dagsettu 6. nóvember 1990 og öðru bréfi ríkisskattstjóra dags. 30. júlí 2002.“ Sóknaraðili hefur reyndar aðeins lagt fram í málinu annað þessara bréfa. Ljóst er að í bréfunum felast ekki ákvarðanir stjórnvalds sem beinast að sóknaraðila með þeim hætti að hann geti borið þær undir dómstóla. Krafan miðar í reynd að því að fá fram afstöðu dómstóla til skattalegrar meðferðar í því efni sem nefnt er í texta kröfunnar. Hún er því krafa um lögfræðiálit, sem tengist ekki ákveðinni kröfu í dómsmáli svo sem tilskilið er í 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Ber að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar um frávísun þessarar kröfu frá dómi. Loks gerir sóknaraðili kröfu um leiðréttingar á tilteknum færslum innskatts í skilum Fiskis ehf. á virðisaukaskatti svo sem nánar er lýst í hinum kærða úrskurði. Það er ekki unnt að bera undir dómstóla kröfur um leiðréttingar á bókfærslu og skilagreinum skattaðila svo sem gert er með kröfu þessari. Fer slík kröfugerð gegn ákvæðum 1. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 25. gr laga nr. 91/1991. Verður því niðurstaða hins áfrýjaða úrskurðar einnig staðfest að því er þessa kröfu varðar. Tekið skal fram, að málatilbúnaður sóknaraðila í þessu máli er í ýmsum fleiri greinum andstæður ákvæðum laga nr. 91/1991. Vísast í því efni til d., e., f. og g. liða í 1. mgr. 80 gr. laganna. Þá hefur sóknaraðili lagt fram útprentanir allmargra laga og reglugerða, sem hann telur varða málatilbúnað sinn. Slík framlagning skjala nýtur engrar lagaheimildar og þjónar engum tilgangi. Samkvæmt því sem að framan segir verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Guðbjörn Jónsson, greiði varnaraðila, íslenska ríkinu, 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 432/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ár 2004, fimmtudaginn 28. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. október 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. október 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 11. nóvember 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara krefst hann að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og hann leystur undan heimsóknar- og fjölmiðlabanni meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Varnaraðili hefur ekki borið þann hluta varakröfu sinnar, sem varðar heimsóknar- og fjölmiðlabann, undir héraðsdóm, sbr. 75. gr. laga nr. 19/1991. Verður þeim hluta varakröfu hans því vísað frá Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 429/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ár 2004, miðvikudaginn 27. október, er á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp svofelldur úrskurður. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. október 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. október 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 8. desember 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fallist er á að fyrir hendi sé sterkur grunur um að varnaraðili hafi framið brot, sem að lögum geta varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum. Brotið er þess eðlis að telja verður gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Er því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 415/2004 | Kærumál Aðför Gjaldþrotaskipti | KB hf. kærði úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni þess um gjaldþrotaskipti á búi Á hafði verið vísað frá. Í málinu var deilt um hvort lögmaður sem mætti við fjárnámsgerð fyrir hönd Á og lýsti yfir eignaleysi fyrir hans hönd gæti talist málsvari gerðarþola eða gæti tekið málstað hans í skilningi 62. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Með vísan til þess að heimildir til að ljúka gerð án árangurs gætu vart orðið þrengri í viðurvist lögmanns gerðarþola en án hennar sem og samanburðar við 2. mgr. 24. gr. laganna var 62. gr. skýrð svo að ljúka mætti aðför án árangurs, þegar lögmaður, sem kveðst fara með umboð fyrir gerðarþola, er mættur og lýsir yfir eignaleysi hans. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka kröfu KB hf. til efnislegrar meðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 5. október 2004, þar sem kröfu sóknaraðila um að bú varnaraðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta var hafnað. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdómara að taka kröfu hans um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila til efnislegrar meðferðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Í 62. gr. laga nr. 90/1989 um aðför er svo mælt, að fjárnámi skuli ekki lokið án árangurs, nema gerðarþoli hafi sjálfur verið staddur við gerðina eða málsvari hans, eða hann hvorki finnist né neinn, sem málstað hans geti tekið. Ráðast úrslit þessa máls af því, hvort lögmaðurinn sem mætti við gerðina 3. júní 2004 fyrir hönd gerðarþola og lýsti yfir eignaleysi fyrir hans hönd geti talist málsvari gerðarþola eða geti tekið málstað hans í skilningi ákvæðisins Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 tálmar það ekki aðför, þótt gerðaþoli sé ekki staddur við gerðina eða einhver sem málstað hans getur tekið, hafi gerðarþoli eða maður, sem löghæfur er til að taka við stefnubirtingu fyrir hans hönd, sannanlega fengið tilkynningu að hætti 21. gr. um aðförina. Lögmaður getur tekið við stefnubirtingu fyrir hönd umbjóðanda síns samkvæmt b. lið 3. mgr. 83. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Telst lögmaðurinn án nokkurs vafa falla undir hugtakið umboðsmaður í upphafi 2. mgr. 24. gr. laga nr. 90/1989 og getur því aðför farið fram í fjarveru gerðarþola en viðurvist lögmanns hans í því tilviki að árangur verði af gerðinni. Kemur ekki til þess, að maki eða aðrir heimilismenn gerðarþola verði kvaddir til að taka málstað gerðarþola samkvæmt 2. mgr. 24. gr. ef lögmaður hans er viðstaddur. Með hliðsjón af þessu síðast greinda ákvæði laganna verður að telja að fulltrúar gerðarþola við aðfarargerð, sem lýkur án árangurs, geti samkvæmt 62. gr. þeirra verið hvort heldur er lögmaður, sem kveðst mæta fyrir gerðarþola, eða þeir sem kveðja má til að taka málstað hans samkvæmt 2. mgr. 24. gr. Er þá meðal annars haft í huga, að heimildir til þess háttar málalykta geta vart orðið þrengri í viðurvist lögmanns gerðarþola en án hennar, þegar jafnvel er unnt að ljúka gerðinni, þegar enginn finnst sem getur tekið málstað gerðarþola. Með vísan til þessara sjónarmiða og samanburðar við 2. mgr. 24. gr. verður 62. gr. laganna skýrð svo að ljúka megi aðför án árangurs, þegar lögmaður, sem kveðst fara með umboð fyrir gerðarþola, er mættur og lýsir yfir eignaleysi hans svo sem hér var raunin. Vísast jafnframt um þessa skýringu ákvæðisins til dóma Hæstaréttar í dómasafni 1993 bls. 1508 og til samanburðar í dómasafni 2000 bls. 1437. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóminn að taka kröfu sóknaraðila um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila til efnislegrar meðferðar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir Héraðsdóm Vesturlands að taka kröfu sóknaraðila, Kaupþings Búnaðarbanka hf., um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila, Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar til efnislegrar meðferðar. |
Mál nr. 413/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X, verði á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. október nk., kl. 16.00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. október 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. október 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. október 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 408/2004 | Kærumál Bráðabirgðaforsjá Börn Umgengni | K og M deildu um forsjá tveggja barna þeirra til bráðabirgða og umgengni við þau. Með vísan til matsgerðar dómkvadds manns þar sem fram kom að forsjárhæfni K væri stórlega ábótavant en að M væri hæfur til að fara með forsjá barnanna var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að M færi með forsjánna á meðan á rekstri málsins stæði. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um umgengnisrétt K við börnin. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. október 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 2004, þar sem skorið var úr ágreiningi aðilanna um forsjá tveggja barna þeirra til bráðabirgða og umgengni við þau. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu varnaraðila um bráðabirgðaforsjá barnanna Til vara krefst hann þess að umgengni samkvæmt úrskurði héraðsdóms verði breytt þannig að stúlkurnar dvelji hjá sóknaraðila frá kl. 12 24. desember 2004 til hádegis daginn eftir og frá kl. 12 28. sama mánaðar til hádegis 1. janúar 2005 og þær dvelji hjá sóknaraðila frá kl. 12 laugardag fyrir páska til kl. 18 á annan dag páska. Þá krefst hún að varnaraðila verði gert að greiða sér málskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði liggur fyrir matsgerð dómkvadds manns. Þar kemur fram að forsjárhæfni sóknaraðila sé stórlega ábótavant en að varnaraðili sé hæfur til að fara með forsjá barnanna. Með vísan til þessa er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að varnaraðili fari með forsjá barnanna á meðan á rekstri málsins stendur. Þá er ekki ástæða til að breyta niðurstöðu héraðsdóms um umgengnisrétt sóknaraðila við þau. Samkvæmt framanrituðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 405/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Ár 2004, laugardaginn 2. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Hervöru Þorvaldsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. október 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. nóvember 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Telja verður að fram sé kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafa framið þau brot sem gerð er grein fyrir í hinum kærða úrskurði. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 406/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur í dag gert kröfu þess efnis að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. otkóber 2004, kl. 16.00. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. september 2004. Kærumálsgögn bárust réttinum 4. október sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. september 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 13. október 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Samkvæmt gögnum þeim sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt hefur varnaraðili játað að hafa átt aðild að einu þeirra brota, sem eru til rannsóknar vegna máls þessa og styðja gögn málsins þá játningu. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaðar verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 398/2004 | Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Framsal sakamanns Schengen-samningurinn | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. september 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. september 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 11. október 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi frá 14. september 2004 til 27. sama mánaðar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 17. þessa mánaðar í máli nr. 383/2004. Samkvæmt gögnum málsins hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytinu borist beiðni finnskra yfirvalda 22. september síðastliðinn um að varnaraðili verði framseldur. Beiðni um framsal varnaraðila mun hafa verið send ríkissaksóknara 23. þessa mánaðar. Fyrir liggur að varnaraðili hefur hvorki samþykkt framsalið né játað sig sekan um brot þau sem greinir í framsalsbeiðninni. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 385/2004 | Kærumál Gagnsök Frávísunarúrskurður staðfestur | V ehf. höfðaði mál gegn B ofl. og krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, en með honum hafði tiltekið byggingarleyfi verið fellt úr gildi. Nokkrir hinna stefndu í því máli höfðuðu gagnsakarmál á hendur V ehf. og R og kröfðust þess að tilteknar stjórnvaldsákvarðanir í tengslum við byggingarleyfið yrðu felldar úr gildi. Með vísan til þess að dómkröfurnar vörðuðu réttarástand sem þegar væri til staðar og að málsástæður þeirra væru í raun nánari útfærsla á málsástæðum þeirra í aðalsök en ekki sjálfstæð kröfugerð var talið að gagnstefnendur hefðu ekki að svo komnu lögvarða hagsmuni af því að fá efnislega umfjöllun um kröfur sínar. Var kröfum þeirra því vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 9. september 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. september 2004, þar sem vísað var frá dómi gagnsök, sem sóknaraðilar höfðuðu í máli varnaraðilans Vesturbrúnar ehf. á hendur sér og Símoni ehf., Dimmalimm barnafataverslun, Lýsingu hf., Helgu Skarphéðinsdóttur og Íslandsbanka hf. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka gagnsökina til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir að varnaraðilum verði gert að greiða þeim málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðilinn Vesturbrú ehf. krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðilum verði óskipt gert að greiða honum kærumálskostnað. Varnaraðilinn Reykjavíkurborg krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og að sóknaraðilum verði gert að greiða honum kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Bragi Henningsson, Heiðar Þór Pálsson, Jón Kristinsson, Kenneth W. Balys og Unnur Steingrímsdóttir, greiði óskipt varnaraðilunum, Vesturbrú ehf. 100.000 krónur í kærumálskostnað. Sóknaraðilar greiði varnaraðilanum Reykjavíkurborg 100.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 379/2004 | Kærumál Útlendingur Gæsluvarðhald | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi var felldur úr gildi þar sem ekki þótti alveg nægilega sýnt fram á að nauðsyn væri á gæsluvarðhaldi á grundvelli 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga eða á grundvelli 5. mgr. 33. gr. sömu laga þar sem ekki væru tiltækar aðrar léttbærari aðgerðir til að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að X skyldi yfirgefa landið. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. september 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. september 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 24. september 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í gögnum málsins er talið að varnaraðili hafi komið hingað til lands 26. ágúst 2004. Gaf hann sig fram hjá lögreglu þremur dögum síðar og sótti um hæli hér á landi en þá umsókn mun hann hafa dregið til baka síðar sama dag. Þá kveðst hann hafa framvísað fölsuðu vegabréfi við komu til landsins sem hann hafi síðan týnt. Mun hann hafa neitað að segja lögreglunni nægileg deili á sér. Varnaraðila hefur verið gert að tilkynna sig hjá lögreglu daglega á tilteknum tíma. Í kjölfar þess að varnaraðili tilkynnti sig ekki 7. september sl. hjá lögreglu mun honum þess vegna hafa verið veitt aðvörun af lögreglunni síðar næsta dag. Sinnti hann tilkynningarskyldu sinni eftir það. Samkvæmt gögnum málsins munu sýni af fingraförum varnaraðila hafa verið send utan í því skyni að bera kennsl á hann. Við þá rannsókn hefur ekkert komið í ljós. Hinn 10. september sl. var varnaraðila birt ákvörðun sýslumannsins á Akureyri 30. ágúst 2004 um að honum væri vísað frá landi á þeim grundvelli að hann fullnægði ekki íslenskum reglum um vegabréf og vegabréfsáritanir, sbr. a. lið 1. mgr. 18. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga. Varnaraðili unir þeirri niðurstöðu. Hann hefur frá þeim degi sætt gæsluvarðhaldi. Kveður sóknaraðili það meðal annars vera óviðunandi með öllu „að innan samfélagsins séu menn sem engar upplýsingar eru um. Standa ríkir almannahagsmunir til þess að slíkir menn séu ekki meðal almennra borgara ... Þá er einnig ljóst að án frekari atbeina hans verður ekki unnt að staðreyna hver hann er, afla ferðaskilríkja og framfylgja ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að færa hann úr landi.“ Með vísan til þess sem rakið er hér að framan hefur ekki verið alveg nægilega sýnt fram á að nú sé nauðsyn á gæsluvarðhaldi á grundvelli 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002, eða á grundvelli 5. mgr. 33. gr. sömu laga þar sem ekki séu tiltækar aðrar léttbærari aðgerðir til að tryggja framkvæmd ákvörðunar um brottvísun varnaraðila. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Subsets and Splits